Konur breyttu búháttum

Page 1

Konur breyttu búháttum

Konur breyttu búháttum

Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum

© texti: Bjarni Guðmundsson

Bókaútgáfan Opna bjó verkið til prentunar Forlagsritstjórn: Sigurður Svavarsson Hönnun og umbrot: Eyjólfur Jónsson Prentvinnsla: GPS group, Slóveníu

Öll réttindi áskilin.

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

isbn: 978-9935-10-068-9

Efnisyfirlit

Inngangur .................................. 7

Umhverfi og aðdragandi – Erfiðir tímar ......... 11 Gæti útflutningur smjörs bjargað bændum? ...... 21 Alþingi samþykkir smjörverðlaun og vill efla verkkunnáttu í smjörgerð ................... 32 Stofnað til Mjólkurskólans á Hvanneyri –Ráðinn kennari ........................... 38 Rætt um húsnæði fyrir skólann ................ 47 Mjólkurskólinn tekur til starfa ................. 54 Mjólkurskólinn fær eigið hús – Starfsreglur settar .. 62 Skólahúsin á Hvanneyri brenna ................ 68 Mjólkurskólinn fluttur að Hvítárvöllum ......... 78

Kennslan og námið .......................... 87 Uppruni nemendanna og afdrif ................ 108 Þróunarstarf Grönfeldts ...................... 113 Félagslífið í Mjólkurskólanum ................. 121

Undanhald og endalok Mjólkurskólans .......... 126 Áhrif Mjólkurskólans – og Grönfeldts ........... 134 Að endingu ................................. 144

Eftirmáli ................................... 146

Tilvísanir ................................... 147

Heimildir .................................. 156

Nemendaskrá Mjólkurskólans ................. 162

Myndaskrá ................................. 163 Nafnaskrá .................................. 164

BJARNI GUÐMUNDSSON 6

Þegar gengið er um matvöruverslanir nútímans blasa við tegundir innlendra mjólkurafurða svo nemur mörgum tugum – raunar hundruðum. Fjölbreytni afurðanna er til komin vegna margra ára þróunarstarfs innanlands og utan. Tímabilið, sem það hefur staðið, er þó vart meira en liðug öld eða svo. Í samanburði við sögu þjóðar er það skammur tími. Margir áhrifaþættir mótuðu upphaf mjólkuriðnaðar hérlendis og framvindu hans. Því má þó slá föstu að miklu réði Mjólkurskólinn sem settur var á Hvanneyri í Andakíl haustið 1900 en var síðan fluttur að Hvítárvöllum í sömu sveit. Þá var hafin skipuleg kennsla í frumatriðum mjólkurfræði og mjólkurvinnslu hérlendis. Að sönnu varð Mjólkurskólinn ekki langlífur en áhrif hans urðu víðtæk. Nemendur skólans réðust margir hverjir til forystu fyrir rjómabúin svonefndu er spruttu upp á fyrsta áratug tuttugustu aldar.1 Þau byggðust á samvinnufélagsskap bænda og mörkuðu nýja viðskiptahætti með búsafurðir hérlendis.2

Um aldamótin 1900 var íslensk skólaflóra ekki fjölskrúðug og síst sú er náði til verklegs náms. Með Mjólkurskólanum auðgaðist hún og þá ekki síst fyrir það að skólinn var eingöngu ætlaður konum en á þeim tíma áttu íslenskar konur ekki marga kosti til sérmenntunar innanlands.

Að fyrsta stofni byggist þessi bók á efnisöflum og rannsóknum vegna erindis sem ég flutti í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 1. nóvember árið 2000 í tilefni þess að þá var rétt öld liðin síðan Mjólkurskólinn hóf starf sitt. Efni fyrirlestrarins tók ég síðan saman í grein sem birtist í búnaðarblaðinu Frey veturinn 2001.3 Síðan þá hafa fleiri heimildir komið í ljós er gefið hafa færi á endurskoðun efnisins og breyttri framsetningu þess á margan veg.

Fyrir löngu síðan fékk ég áhuga á sögu Mjólkurskólans. Fyrir því voru ýmsar ástæður: Fyrst þær sem ég hef þegar nefnt og varða brautryðjendastarf skólans. Í öðru lagi löng búseta mín á sögusviði Mjólkurskólans í Borgarfirði. Og síðast það, sem síst spillti áhuga mínum, að móðuramma mín, Guðmunda María Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Dýrafirði, var nemandi í skólanum. Því varð Mjólkurskólinn snemma á ævi minni partur af sagnaarfi fjölskyldunnar. Tveimur einstaklingum, er auðvelduðu mér verkið, á ég sérstaklega mikið að þakka: Annars vegar er það Tómás Helgason frá Hnífsdal sem rétt óþreytandi var við að færa mér og benda á heimildir og upplýsingar um við-

BJARNI GUÐMUNDSSON 8

GUÐMUNDA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR

frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Hún var nemandi við Mjólkurskólann á Hvanneyri veturinn 1902–1903, rjómabústýra á Rauðalæk í Holtum sumurin 1903 og 1904, síðar húsfreyja á Kirkjubóli. „Eg hef lært að mjólka síðustu sumarvikuna, og hef heitið á Dýrafjörð að kenna honum öllum að mjólka, ef eg geti lært svo vel að stjórna mjólkurbúi að sumri komanda“… skrifaði hún í dagbók sína 24. október 1902.4 Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur (1874–1943) er bók þessi tileinkuð.

fangsefnið. Sumt hafði hann að frumkvæði sínu unnið sérstaklega fyrir mig. Hins vegar er það dr. Anna Sigurðardóttir, stofnandi og fyrsti forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands: Veturinn 1987 heimsótti ég hana á Hjarðarhaga 26 í Reykjavík, þar sem safnið þá stóð í stofunni hennar, í leit að heimildum um Mjólkurskólann. Hún tók mér af hvetjandi ljúfmennsku, reiddi fram öll líkleg gögn úr safninu og aðstoðaði mig af lifandi áhuga. Síðar sendi hún viðbótarefni er kom mér vel.

9 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Heimildir um Mjólkurskólann eru margar og af ýmsum toga, einkum hvað snertir ytra starf hans og tengsl við umhverfið. Hins vegar þykir mér sérstætt hve fátt hefur komið í ljós af námsefni úr fórum nemenda skólans og afkomenda þeirra. Má vera að það sé vegna þess að hinn verklegi hluti námsins hafi verið fyrirferðarmestur. Líka kann það að tengjast því að þetta var skóli kvenna og að þess vegna hafi verið litið til varðveislu efnis frá honum með öðrum hætti en hefði þar verið karlaskóli – t.d. bændaskóli. Mig grunar að seinni skýringin sé líklegri. Fyrstu rætur þess öfluga og fjölbreytta mjólkuriðnaðar sem við eigum í dag má með ýmsum hætti rekja til starfs Mjólkurskólans eins og áður sagði. Saga skólans er því mikilvægur hluti íslenskrar landbúnaðar- og atvinnusögu og mjög þess virði að henni sé til haga haldið.

BJARNI GUÐMUNDSSON 10

Umhverfi og aðdragandi – Erfiðir

tímar

Á nítjándu öld urðu róttækar breytingar á landbúnaði Vesturlanda. Framfarir í tækni, ekki síst á sviði samgangna og búvöruframleiðslu, breyttu atvinnuháttum þjóðanna. Lönd sem höfðu hagstæð ræktunarskilyrði frá náttúrunnar hendi, eins og ríki Norður-Ameríku og Rússland, tóku að bjóða ódýra kornvöru. Það rýrði mjög samkeppnisstöðu hefðbundins búskapar í Vestur–Evrópu, ekki hvað síst í Bretlandi. Þar var iðnaður hins vegar kominn allvel á legg í vaxandi borgum. Hann naut búháttabreytinganna því honum bættist vinnuafl úr sveitunum. Það styrkti þéttbýlið og þar varð til mikilvægur og ört stækkandi matvörumarkaður. Nágrannalöndin nýttu sér hann. Eftir 1860 hófu danskir bændur að nota korn og innfluttar olíukökur til fóðrunar mjólkurkúa. Nyt kúnna óx og á félagslegum grunni var komið á endurbættri skipan mjólkurvinnslunnar meðal annars með því að

efla menntun starfsfólks (mejeriassistenter) og með samvinnumjólkurbúum (fællesmejerier og síðar andelsmejerier). Svín höfðu verið fóðruð á ýmsum aukaafurðum búanna, áfum, matarafgöngum o.fl. Ostagerð mjólkurbúanna var takmörkuð og því féll til mikið af undanrennu, sem búin sendu bændunum til baka. Hana fengu svínin svo sú búgrein tók að vaxa og dafna.5 Danskir bændur hófu að leggja meiri áherslu en áður á framleiðslu búfjárafurða, svo sem smjörs, flesks og eggja fyrir hinn breska markað og gerðust eiginlega matvælaverksmiðja hans. Þeir hagnýttu sér m.a. hið ódýra korn í fóðrun búfjárins og efldu rannsóknir á því sviði er höfðu ekki síst hagkvæmni fóðrunarinnar að markmiði.6 Nautgriparæktin styrktist til mikilla muna. Tækni í mjólkurvinnslu og vöruþróun fleygði hratt fram; verslunarháttum einnig. Mjólkurafurðir urðu stórútflutningur og Danir komust í fremstu röð þjóða á þessu sviði.7

Fyrr á tíð var mjólkin ein verðmætasta afurð Íslendinga. Mjólkin og matur úr henni var mikilvægur hluti daglegrar fæðu. Mjólkin var líka þýðingarmikil fyrir geymslu matvæla frá sumri og hausti til vetrar með súrsun. Smjör úr kúa- og sauðamjólk var einn helsti gjaldmiðill í greiðslu landsskuldar/jarðarleigu. Súrsað og vel verkað gat smjör geymst um árabil. Birgðir jarðeigenda af súrsuðu smjöri voru sem bankainnistæður nútímans. Talið er til dæmis að árið 1699 hafi leigusmjör biskupsstólanna tveggja, Skálholts og Hóla, numið 28,6 tonnum.8

BJARNI GUÐMUNDSSON 12

Mjólkurbúið

Um aldir þjónaði búvöruframleiðslan á Íslandi fyrst og fremst daglegum þörfum hvers heimilis til fæðis og klæða. Verslun með búvörur, að frátöldum afurðum úr ull, var takmörkuð og útflutningur á þeim einnig. Þótt mest af íslenska smjörinu væri notað innanlands komu þau tímabil að nokkuð var flutt út. Í Lítilli varníngsbók handa bændum og búmönnum á Íslandi er út kom árið 1861 getur Jón Sigurðsson t.d. um 636 smjörtunna útflutning árið 1624. Liðugri öld síðar nam útflutningurinn aðeins fáeinum tugum smjörtunna. Jón áleit Íslendinga hins vegar eiga mikla möguleika á þeim markaði:

Smjör er á Íslandi sjálfu svo útgengilegt, að það mundi verða selt ómælt ef það væri þar eptir falt; til annara landa væri

13 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM
í Hjedding á Jótlandi var fyrsta samvinnumjólkurbú Dana. Það hóf störf sumarið 1882.

það einhver hinn bezti varníngur, ef það væri vel verkað, og er það ein hin mesta nauðsyn fyrir búmenn á Íslandi og búkonur, að læra meðferð á mjólkinni, og einkum tilbúníng á smjöri og ostum, því þar undir er kominn allur sá ábati, sem menn geta haft af góðu búi; kunni maður það ekki, þá gengur meira til spillis en hagurinn verður. Ostar eru ein hin bezta vara frá þeim löndum, sem hafa mestan landbúnað, bæði nær og fjær, og reynslan sýnir, að frá Íslandi gæti komið hinir beztu ostar, ef þar væri lögð alúð á.9

Þegar Jón Sigurðsson skrifaði þetta voru liðlega áttatíu ár liðin síðan Ólafur Olavíus birti Fáeinar Skiringar greinir um Smiør og Ostabúnad á Islandi. Það rit má telja upphaf skipulegrar fræðslu um mjólkurvinnslu hérlendis – auk þess að vera eitt fyrsta rit sinnar tegundar á Norðurlandamálum.10 Í riti Olavíusar voru m.a. ráð um það hvernig verka ætti smjör er gæti orðið markaðsvara víðar en innanlands.

Ekki má gleyma Kvennafræðaranum hennar Elínar Briem, er fyrst kom út árið 1888, en í bókinni voru meðal margs annars hagnýt ráð um meðferð mjólkur, svo og skyr- og smjörgerð og tilbúning osta.11 Á seinni hluta nítjándu aldar héldu nokkrar íslenskar stúlkur utan til náms í mjólkurvinnslu og ostagerð, flestar í Danmörku. Munaði þar án efa um atbeina landshöfðingja sem í samráði við amtsráðin veitti nokkrum þeirra styrk til mjólkurfræðinámsins; Jón Sigurðsson forseti greiddi einnig götu þeirra, enda ekki ólíklegt að

BJARNI GUÐMUNDSSON 14

hvatningarorð hans hafi haft örvandi áhrif. Heim komnar hófu stúlkurnar síðan að leiðbeina um meðferð og úrvinnslu mjólkur. Tómás Helgason frá Hnífsdal fann heimildir um að minnsta kosti þrettán íslenskar stúlkur sem ráðist höfðu til mjólkurfræðináms, flestar á áttunda áratug nítjándu aldar.13 Nefna má nokkrar þeirra: Anna Sigríður Melsted (1845–1922). Hún réðist í þjónustu Búnaðarfélags Suðuramtsins og fór árin 1876 og 1877 um Mýra- og Borgarfjarðarsýslur og kenndi bætta meðferð á mjólk, svo og smjör- og ostagerð. Einnig ferðaðist hún um Eyjafjörð. Búnaðarfélagið varði 200 kr. til kaupa á mjólkuráhöldum og landshöfðingi veitti einnig styrk til kennslunnar. Kristín Álfheiður Wiium (1853–1923) starfaði hjá Búnaðarfélaginu árin 1878–1880, m.a. í Árnessýslu. Síðar varð hún bústýra á Eiðum og er líklegt að hún hafi einnig miðlað mjólkufræðikunnáttu sinni við búnaðarskólann þar. Sigurbjörg Friðriksdóttir (1862– d. í Vesturheimi) kenndi mjólkurmeðferð víða í Skagafirði. Sigríður Jónsdóttir (1858–1928) kenndi smjör- og ostagerð í Húna-

Forsíða leiðbeiningarits Olavíusar frá árinu 1780.

15 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

GÖMLU MJÓLKURVERKIN

Á bæjunum var rjóminn unnin úr mjólkinni, bæði kúamjólk og sauðamjólk. Mesta magnið var því bundið fráfærutímanum á hásumri. Dæmi voru um allt að 100 ær í kvíum. Á Stóra-Kroppi í Borgarfirði voru til að mynda 50–60 ær í kvíum. Var það tveggja stúlkna verk að annast mjaltir og mjólkurvinnslu með hjálp húsfreyju. Á árunum 1903–1904 var þar hætt að renna trogum, sem kallað var. Farið var að nota skilvindur við mjólkurvinnsluna á heimilunum. Gömlu aðferðinni lýsti Þorsteinn Kristleifsson frá Gullberastöðum svo: Fyrst eftir að ég man til, þá var mjólkin sett í trog og byttur, og þá oft höfð í útihúsum á sumrin, þegar engar skepnur voru inni. Á Stóra-Kroppi var hjallur og þar var mjólkin sett í trog og byttur og látin standa þar. Hún þurfti að standa að minnsta kosti dægur. Þegar rjóminn var allur kominn ofan á var farið að renna. Á byttunum var tappi niður við botn, og þegar farið var að renna byttunum þá var tappinn tekinn úr og undanrennan hossaði sér fyrst niður. Svo þurfti að setja tappann í um leið og rjóminn var orðinn nokkurn veginn einráður í byttunni. En þegar rennt var úr trogum var lófinn settur við eitt hornið og látið hallast undan, svo kom allur rjóminn í lófann.

Það var óhemju vinna að þvo þessi ílát; það var eins gott að hafa góða læki nærri, enda var það stórgalli á heimilum, ef ekki var bæjarlækur nærri.

BJARNI GUÐMUNDSSON 16

Úr mjólkurbúri gamla tímans: Mjólkin sett í byttur og trog og rjóminn strokkaður í bullustrokki. Teikning Ríkharðs Jónssonar.

Og mjaltirnar voru víðast kvenmannsverk. Á þessum árum þótti það „… hálfgerð hneisa fyrir stráka að læra að mjólka … og óvirðing til dæmis að beygja sig undir kú,“ sagði Þorsteinn Kristleifsson.12

17 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

vatns- og Skagafjarðarsýslum. Og loks má nefna Ragnheiði Torfadóttur (1873–1953) er annaðist mjólkurvinnslu á skólabúinu í Ólafsdal og síðar í búnaðarskólanum á Hvanneyri, eins og nánar verður vikið að. Þótti reynsla vera góð af starfi þessara kvenna þótt þær glímdu við takmarkandi aðstæður og oft mislítinn skilning á nýbreytninni. En karlmenn voru líka í þessum hópi. Fyrstu skólastjórar búnaðarskólanna á Hólum í Hjaltadal og á Hvanneyri þeir Jósef J. Björnsson (1859–1946) og Sveinn Sveinsson (1849–1892) komu þar líka við sögu. Jósef nam smjör- og ostagerð í Danmörku og leiðbeindi Skagfirðingum síðan í þeim efnum.14 Sveinn kynnti sér sömuleiðis mjólkurvinnslu þar ytra og skrifaði síðan væna hvatningar- og fræðslugrein um mjólkurvinnslu í tímaritið Andvara árið 1876. Þar segir m.a.: „Einnig getur, með betri kunnáttu í þessum efnum, sú breyting orðið á, að í staðinn fyrir það, sem vér flytjum nokkuð af smjöri og osti inn í landið, „Að strokka þótti hið versta verk væri strokkurinn stór og þungur ...“ skrifaði Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi í bók sinni Horfnir starfshættir (85) „Til að hafa gát á hvernig verkinu miðaði við smjörgerðina voru bulluslögin talin. Ef vel gekk þurfti 600–700 slög til að skildist í strokknum en stundum dugðu ekki færri en 1200–1400 slög.“ Verkið tók um það bil hálftíma, segir í Kvennafræðara Elínar Briem. Það er Dýrfinna Jónsdóttir frá Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum sem þarna strokkar.

BJARNI GUÐMUNDSSON 18
19 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

ættum að geta flutt nokkuð út úr landinu; því með sama og vöru-verkunin er nokkuð bætt, fær maður ogsvo betra verð fyrir hana.“15 Sveinn hafði ráðist til leiðbeiningastarfa á vegum Búnaðarfélags Suðuramtsins árið 1873. Að lokinni fyrstu fræðsluferð sinni á vegum félagsins skrifaði hann að „ostagjörð kunni menn yfirhöfuð næsta lítið, og að kæla mjólk í vatni sje óþekkt og óreynt hjer á landi og væri því nauðsynlegt, að reyna þá aðferð við sauðamjólk vora.“16 Þá og um langan aldur hafði sauðamjólk verið verulegur hluti af mjólkurframleiðslu landsmanna.

Af framansögðu má sjá að landsmönnum höfðu verið kynntir möguleikar til nýsköpunar á sviði mjólkurvinnslu í ljósi nýrra búskapar- og viðskiptahátta og að ýmsar tilraunir til umbóta og framfara í smjörverkun og smjörútflutningi höfðu líka verið gerðar, þegar kom að þeim tímamótum er á því sviði urðu um aldamótin 1900 og hér verður sérstaklega fjallað um.

BJARNI GUÐMUNDSSON 20

Gæti útflutningur smjörs bjargað bændum?

Á ofanverðri nítjándu öld tók hérlendis að gæta áhrifa frá vaxandi verslun með matvæli í Evrópu með Bretland sem öflugasta markaðssvæðið. Ýmsar þjóðir tóku að laga búvöruframleiðslu sína að þörfum hins breska markaðar. Það átti einnig við Íslendinga er þeim opnaðist markaður fyrir sölu sauðfjár á fæti til Bretlands. Sauðasalan sem svo er jafnan kölluð hófst héðan árið 1865 og náði hámarki á níunda tug aldarinnar.17 Peningar streymdu til landsins og örvuðu önnur viðskipti. En árið 1896 var sett innflutningsbann á lifandi sauðfé í Bretlandi. Kjötmarkaðurinn var þröngur. Íslenska saltkjötið var lítt vönduð vara, salan í viðskiptalöndunum treg og verðið þar lágt.18

Um aldamótin 1900 var því þungt fyrir fæti hjá mörgum bændum, ekki aðeins vegna markaðsbrestsins í Bretlandi, því fleira kom til. Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi lýsti ástandinu m.a. svo:

… flestir bændur á Suðurlandi urðu þá að leggja í mikinn kostnað við endurbyggingar bæja og húsa eftir jarðskjálftana miklu 1896. Á erfiðleikana jók það einnig, að tvö til þrjú síðustu sumur aldarinnar voru mjög óþurrkasöm, svo hey, einkum töður, hröktust mjög. Efnahag bænda hrakaði ákaflega á þeim árum. Ég braut heilann látlaust um það, hvað til bragðs skyldi taka. Með sama áframhaldi niður á við mundi allt enda í hruni og volæði bæði hjá mér og öðrum …19

Í umræðum um landbúnaðarmál á Alþingi sumarið 1899 var líka dregin upp dökk mynd af horfunum:

Eins og kunnugt er, þá er landbúnaðurinn nú á tæpri tröppu, og er nauðsyn nú fremur en nokkru sinni [fyrr] að leitast við með öllum ráðum, að styðja hann, svo að hann fari ekki í kaldakol.20

Framtíðarhorfur landbúnaðarins eru svo tvísýnar og ískyggilegar, að mér finst það hrein og bein skylda þingsins að gera alt, sem í þess valdi stendur, til þess að reyna að hjálpa við þessum aðal-atvinnuvegi landsins.21

En gjarnan er það nú svo að þegar harðast kreppir að koma menn auga á nýjar leiðir. Og það gerðist einnig þá: „Maður frétti af glæsilegum búskap hjá Dönum. Þeir seldu ógrynni af smjöri og ostum á háu verði til Englands frá sínum herragörðum, en einnig frá samvinnumjólkurbúum smábænda“ skrifaði Ágúst bóndi í Birtingaholti og spurði síðan: „Var þar ekki einnig fær leið fyrir okkur smábændurna?“

Og þeir voru fleiri er sáu vaxtarmöguleika í mjólkur-

BJARNI GUÐMUNDSSON 22

vinnslu. Vorið 1898 skrifaði Stefán B. Jónsson greinaflokk um nautgriparækt og smjörgerð sem birtist í blaðinu Þjóðólfi. 22 Stefán hafði þá um hríð dvalist í Winnipeg, kynnst ýmsum nýjungum og þaðan skrifaði hann. Í greinaflokknum hvatti hann mjög til eflingar á nautgriparækt, m.a. með því að hefja vélvædda smjörgerð með útflutning í huga. Taldi hann nauðsynlegt að koma upp „smjörgerðarvélum“ því að … auk þess sem þær spara svo að segja alla fyrirhöfn við mjólkurhirðinguna, og allan kostnað við trog og byttur og þessháttar, þá ná þær frá 1/5 – 1/3 meira smjöri úr mjólkinni, en hægt er að ná með nokkurri annari aðferð, og svo verður bæði smjörið, áirnar og undanrenningin alveg ómengað, og þess vegna heilnæmara til fæðu bæði fyrir menn og skepnur. Smjörið verður sérstaklega verðmeira og útgengilegra til útsölu, meðfram af því, að í stað þess að ein- eða tvídægra mjólkina í opnum trogum og skálum í misjafnlega þokkalegum húsakynnum, þá skilur maður með vélinni rjómann frá undanrenningunni undireins og mjólkin kemur úr kúnni. Í stað þess að láta fitu mjólkurinnar, rjómann, setjast til á nokkrum tíma, sem var hin gamla vinnuaðferð, var miðflóttaaflinu beitt til þess að skilja að rjóma og undanrennu á örskotsstund í hraðvirkri vél – skilvindu, sem Stefán kallaði smjörgerðarvél. Skilvindan byggðist á því að eðlisþyngd rjóma og undanrennu er ekki hin sama og þannig má með miðflóttaafli greina efnin að. Á áttunda áratug nítjándu aldar þróuðu Þjóðverjar og Svíar fyrstu skilvindurnar

23 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Skilvindan olli byltingu. Guðmundur Jónsson bóndi á Kirkjubóli þeytir skilvinduna.

(centrifugal separator).23 Með skilvindunni rann upp ný öld í vinnslu mjólkur. Stefán B. Jónsson taldi að „víða hvar á Íslandi [mætti] hreyfa þessa vél ásamt strokknum með vatnsafli í smáám og lækjum.“24 Með athyglisverðri rekstraráætlun sýndi hann fram á að nautgriparæktin væri arð samari en sauðfjárræktin. Hvatti hann til þess að landssjóður veitti einstaklingum og sýslufélögum lán með góðum kjörum til að „leggja kapp á nautgriparækt og smjörgerð“– íslenskum bændum lægi meira á því en nokkru öðru.25 Megi marka prentmiðla þeirrar tíðar er ekki að sjá að greinar Stefáns hafi vakið mikil viðbrögð. Voru þær þó sýnilega skrifaðar af staðgóðri þekkingu á málefninu. Stefán beitti sér fyrir nýrri tækni á ýmsum sviðum, m.a. sem frumkvöðull við búskap að Reykjum í Mosfellssveit. Hann lét fyrstur manna flytja sölumjólk til Reykjavíkur og fyrstur manna varð hann einnig til þess að gerilsneyða mjólk hér á landi, hefur verið sagt.26

Um þessar mundir var nautgriparækt til mjólkurframleiðslu að breytast í nágrannalöndum okkar og þær

BJARNI GUÐMUNDSSON 24

25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ár 1891 1892 1893 1894 1895 1896 1897 1898 1899 1900 smjör, pund 5188 3638 5950 749 0 3135 58 170 8595 21362 Ár

Smjörútflutningur Íslendinga á árunum 1891–1900. Hann nam samtals liðlega einu tonni að meðaltali á ári tímabilið 1891–1898 en tók þá að vaxa til muna, sjá nánar á bls. 137.

hræringar náðu til Íslands. Breytingarnar fólust í bættri fóðrun og skipulegri kynbótum sem og nýjum háttum við mjólkurvinnslu. Hinar nýju mjólkurvinnsluvélar fóru að berast til landsins; skilvindur og vélstrokkar, sniðnar að þörfum heimila. Í fyrstu höfðu þær verið stórar og dýrar og því aðeins við hæfi stærri og getumeiri búa. Fyrstu skilvindurnar voru fluttar til Íslands sumarið 1896. Ruddu þær sér mjög fljótt til rúms enda stórbættu þær vinnubrögð við rjómavinnsluna: „Skilvindan er öllum predikunum æðri“ var haft eftir sr. Þórhalli Bjarnarsyni, síðar biskupi, 27 en hann var einnig afar mikill áhugamaður um framfarir á sviði landbúnaðar. Þrátt fyrir þrengingar undir lok nítjándu aldarinnar höfðu nokkrir bændur gert tilraunir með útflutning á smjöri með allgóðum árangri þótt ekki væri um mikið magn að ræða.28 Til voru þeir sem vildu reyna nýjar

25 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

leiðir í búskapnum en ekki er heldur ósennilegt að smjörútflutninginn hafi mátt rekja til ráðgjafarstarfa kunnáttufólksins um mjólkurmeðferð sem fyrr var sagt frá.

Sigurður hét maður Sigurðsson sem ráðist hafði til Búnaðarfélags Suðuramtsins árið 1892. Hann starfaði hjá félaginu næstu sumur, oftast kallaður Sigurður ráðunautur (eða Sigurður búfræðingur), til aðgreiningar frá alnafna sínum, skólastjóra á Hólum og síðar búnaðarmálastjóra. Sumarið 1897 færði Ágúst bóndi í Birtingaholti smjörútflutning í tal við Sigurð ráðunaut. Sigurður taldi þörf á að reyna hann og mun hafa borið erindið upp við stjórn Búnaðarfélags Suðuramtsins.29

Ekki voru allir trúaðir á að útflutningur á íslensku smjöri gæti orðið arðgæfur; töldu að árangur fyrri tilrauna til umbóta í mjólkurvinnslu hefði ekki gefið tilefni til bjartsýni, og að ekki væri víst að Íslendingum tækist að ná sama árangri og Danir. Þannig skrifaði Halldór Kr. Friðriksson, þá forseti Búnaðarfélags Suðurramtsins, Sigurði sumarið 1897 og sagði m.a.: „Enda þótt gott sje, að kynnast búskap Dana, einkum hvað meðferð á mjólk snertir, held jeg að þjer að öðru leyti sjáið minnst í Danmörku, sem hjer á við …“30 Síðar um haustið hvatti Halldór Sigurð til þess að leggja herslu á jarðræktina, taldi það ekki einum manni ætlandi að bæta meðferð á mjólk: Jeg er hræddur um að það gangi seinna að koma bændum almennt til að fara með mjólkina, eins og best mætti vera;

BJARNI GUÐMUNDSSON 26

sú varð raunin á hjer um árið, þegar þeir kvenmenn voru að ferðast hjer um, sem höfðu lært það …31

Engu að síður og með nokkrum styrk frá Búnaðarfélagi Suðuramtsins fór Sigurður nær tveggja ára langa námsferð um Danmörk og Noreg þar sem hann kynnti sér mjólkurmeðferð og mjólkuriðnað sérstaklega. Heim kominn árið 1899 ritaði hann rækilega fræðslu- og hvatningargrein um þau mál í Búnaðarrit. Í ljósi þess sem átti eftir að verða í málefnum íslenskrar mjólkurvinnslu má segja að grein Sigurðar hafi verið eins konar stefnuáætlun: Í helstu atriðum komu tillögur hans til framkvæmda eins og síðar verður rakið. Tillögurnar voru einkum byggðar ríkulegri og góðri reynslu Dana. Hún var nærtækust og oftast sú fyrirmynd sem umbætur í landbúnaðarmálum Íslendinga voru sniðnar eftir.32 Tillögurnar áttu því fremur greiða leið að Íslendingum, þótt ekki sé heldur gert lítið úr málafylgju Sigurðar né þeirri aðstöðu er hann sem ráðunautur hafði til þess að fylgja þeim eftir. Í greininni kynnti Sigurður hugmyndir sínar um eflingu mjólkuriðnaðar á Íslandi. Mikilvægt atriði þeirra var það, að samhliða stofnun mjólkurbúanna „… ef ekki á undan“ yrði að koma „verkleg kennslustofnun í meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð.“ Benti Sigurður á að kennslustofnun þessi gæti verið í sambandi við einhvern búnaðarskólann, ellegar sérstakur skóli. „Til að byrja með“, skrifaði Sigurður, „hygg jeg bezt að komið væri á

27 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Sigurður Sigurðsson (1864–1926) var frá Langholti í Flóa. Hann varð búfræðingur frá Hólum árið 1890 en starfaði síðan hjá Búnaðarfélagi Þingeyrarhrepps í tvö ár áður en hann réðist sem sýslubúfræðingur til Búnaðarfélags Suðuramtsins árið 1892. Þar starfaði hann um fimm ára skeið en fékk þá styrk félagsins til ferðar um Norðurlönd. Dvaldist hann við Búnaðar- og mjólkurskólann í Ladelund í Danmörku veturinn 1897–1898 og lærði mjólkurmeðferð á fimm mánaða námskeiði við skólann. Við brautskráningu þaðan fékk hann orð fyrir „… en udmærket sund opfattelse og klar Forstaaelse af For holdene.“35 Hann ferðaðist einnig um Danmörku og Noreg til þess að kynna sér búnaðarnýjungar. Heim kom hann vorið 1899 og var ráðinn ráðunautur hjá nýstofnuðu Búnaðarfélagi Íslands í ársbyrjun 1900, en þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Sigurður var alþingismaður Árnesinga um árabil. Sem ráðunautur leiðbeindi Sigurður einkum á sviði nautgriparæktar og mjólkurmála. Rjómabúunum, sem hann hvatti mjög til stofnunar á, sinnti hann af krafti, sem og öðrum félagslegum umbótamálum landbúnaðarins.

fót kennslu í þessari grein við búnaðarskólann á Hvanneyri, og að fenginn sje maður, helzt frá Jótlandi, sem vel er að sjer í öllu verklegu, sem lýtur að smjör og ostagerð,

BJARNI GUÐMUNDSSON 28

Hann var óþreytandi að vinna mjólkurvinnslunni framgang hérlendis og hafði til þess góða aðstöðu, sat m.a. um tíma á Búnaðarþingi auk Alþingis. Um það vitna hinar mörgu greinar og skýrslur sem hann birti um málið, bæði í búnaðarritum og almennum fréttablöðum á velmektardögum rjómabúanna, en margar þeirra eru afar verðmætar heimildir um Mjólkurskólann og rjómabúin. Líklegt er að til þessa fræðslu- og hvatningarstarfs Sigurðar hafi sérstaklega verið horft þegar honum var veitt Fálkaorðan árið 1924 þótt hann hafi raunar lagt hönd að mörgum öðrum framfaramálum.36 Sigurður kvæntist Björgu Guðmundsdóttur frá Haukadal (Höll) í Dýrafirði. Þau eignuðust tvo syni: Sigurð Haukdal, prest, og Geir Haukdal, verslunarmann.

Sigurður Sigurðsson ráðunautur með konu sinni, Björgu Guðmundsdóttur, og sonum, Geir Haukdal (t.h.) og Sigurði Haukdal (t.v.).

til þess að annast kennsluna.“ Og ennfremur: „Eptir því, sem til hagar hjer á landi, eru konur, að mínu áliti, sjálfkjörnar til þess að annast og framkvæma öll mjólkurbú-

29 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

verkin á mjólkurbúunum, þegar þau komast á gang og verða almenn.“33

Og niðurstaða Sigurðar var býsna eindregin en hana dró hann m.a þannig saman: Ástand landbúnaðarins er þannig nú, að það verður að gjöra eitthvað til þess að hjálpa því við, og það er sannfæring mín, að mjólkurbúin sjeu eitt af því, og eitt það fyrsta og helzta, er geti bjargað honum og hafið hann upp … Verði það eigi gjört, hafa menn þar með kveðið upp dauðadóm yfir landbúnaðinum á Íslandi og íslenzku þjóðerni.34

Grein Sigurðar vakti athygli. Ágúst Helgason í Birtingaholti las m.a. úr henni á fundi, sem hann kallaði saman í Hruna eftir messu eina þar veturinn 1899–1900. „Ekki var þessu tekið tveim höndum af bændum, sem varla var von. Þeir þekktu ekkert til samvinnu á neinu sviði, og alveg óvíst, að Englendingar vildu nokkuð með smjörið hafa, þegar það var ekki unnið úr kúamjólk, eins og það danska [heldur sauðamjólk; viðbót og leturbr. hér]“ skrifaði Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum sem sagt hefur rækilega sögu fyrsta mjólkurbúsins en hann var raunar fyrsti mjólkurpósturinn þar.37 Hrunamenn samþykktu að stofna tvö mjólkurbú, annað að Syðra-Seli en hitt í Birtingaholti. Aðeins Syðra-Selsbúið tók þó til starfa þá um sumarið og varð því brautryðjandinn; það gerðist 10. júlí 1900. Fimm bændur lögðu saman mjólk í búið. Unnið var smjör og fóru tvær sendingar um sumarið til Englands

BJARNI GUÐMUNDSSON 30

er seldust þar fyrir mun betra verð en „þá var gangverð til kaupmanna“ skrifaði Helgi. „Þótti þessi tilraun hafa heppnazt furðuvel og óx mönnum nú hugur til að reyna betur,“ skrifaði Ágúst í Birtingaholti.38

Og fleiri höfðu reynt fyrir sér þetta síðasta sumar gömlu aldarinnar. Frá Hvanneyrarskóla og tveimur öðrum heimilum í Borgarfirði var sent dálítið af smjöri í reynsluskyni til Englands:

Fáir munu hafa varað sig á því hér, að mikill munur mundi gerður þar í milli, og líklegast alls ekki orðið hans varir, þótt bragðað hefðu á þessum smjörsendingum öllum þremur. En Englendingurinn var ekki lengi að finna muninn. Hann gaf 90 aura fyrir Hvanneyrarsmjörið, en 45 a. [aura] fyrir hitt.39

Ef til vill lá mismunurinn í verkkunnáttu Ragnheiðar

Torfadóttur, verðandi húsfreyju á Hvanneyri, sem telja má víst að stýrt hafi smjörgerðinni þar. Vonir höfðu glæðst. Smjörsölutilraunirnar sýndu að hægt var að fá gott verð fyrir góða vöru. Skriða var að fara af stað.

31 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Alþingi samþykkir smjörverðlaun og vill efla verkkunnáttu í smjörgerð

Ýmislegt varð til þess að losa um steinana og víkur nú sögunni aftur til sumarsins 1899. Það sumar reyndist landsmönnum erfitt. Var þó ekki á bætandi um árferði til landsins. Heyskapur gekk seint í flestum sveitum sakir votviðra. Umræðan um íslenska smjörið og möguleikana, sem í útflutningi þess kunnu að liggja, hefur sýnilega verið orðin töluverð sumarið 1899 því hún barst inn á Alþingi með býsna mótuðum hætti. Þar flutti nefnilega þingmaður Dalamanna, séra Jens Pálsson prestur í Görðum, frumvarp til laga um „verðlaun fyrir sölu á útfluttu íslenzku smjöri“,40 sennilega efldur af áðurnefndri grein Sigurðar ráðunauts, því í framsöguræðu sinni sagði sr. Jens m.a.:

Eins og kunnugt er, hefir ull fallið í verði í útlöndum á síðari árum, sauðfé sömuleiðis, og eru engin sýnileg ráð til að

bæta úr þessu. Aftur á móti hefir verið reynt – og heiður og þökk þeim, er gjörðu þá tilraun – að selja íslenzkt smjör til útlanda, og hefir sú tilraun lukkast vel. Ekki alls fyrir löngu hefir verið bent á það í góðri ritgjörð, að hér væri kannske vegur til að skapa landinu markað, sem gæti auðgað það að peningum … Eg álít rétt, að landssjóður leggi fram fé, til að efla og bæta smjörverkun í landinu og hvetja menn til að koma þessari vöru á útlenda markaði. Fyrsta skilyrðið er að verka vöruna vel og koma henni þangað, sem hún verður séð, dæmd og keypt … Eg vil ekki auka landssjóði kostnað með því að setja upp smjörrannsóknastofnun, heldur að eins hvetja einstaklingana til að vanda vöruna sem mest.41

Þingið kaus nefnd til þess að íhuga frumvarpið. Í nefndinni áttu sæti, auk flutningsmanns, þeir Pétur Jónsson á Gautlöndum, þingmaður Suður-Þingeyinga, og Sighvatur Árnason fyrsti þingmaður Rangæinga. Nefndin gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem Alþingi samþykkti síðan samhljóða. Lögin staðfesti Kristján konungur níundi síðan á Marteinsmessu um haustið. Hin nýju lög kváðu á um að hver sá, er flytti út í einu lagi til sölu erlendis 300 pund eða meira af íslensku smjöri, og fengi þar hærra verð en sem næmi 75 aurum fyrir danskt pund, ætti rétt til verðlauna úr landssjóði. Skyldu verðlaunin fara eftir markaðsverði smjörsins og nema jafnmiklu og söluverð hvers punds af smjöri færi yfir 75 aura.42 Hugmyndina skýrðu þingmenn svo: „Setjum svo, að út væru flutt 50,000 pund, sem seldust á 85 aura,

33 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

og fengjust verðlaun fyrir, 10 aurar fyrir hvert pund, þá væri sú upphæð, sem landssjóður þyrfti að borga í verðlaun, 5,000 krónur.“43 Þarna komu til einar fyrstu útflutningsbætur á búvörur í íslensku hagsögunni; skynsamlega ígrundaðar að því leyti að þær fólu í sér sterkan gæðahvata – en ekki aðeins magnörva. Með magnlágmarki til verðlauna, 300 pundum smörs, vildi þingið hvetja til samvinnu um smjörútflutninginn.

En Alþingi tók fleiri mál til meðferðar er tengdust því sem nýjast var í landbúnaðinum. Við meðferð þingsins á frumvarpi til fjárlaga fyrir árin 1900 og 1901 kom erindi frá landbúnaðarnefnd neðri deildar þar sem óskað var eftir því að veitt væri fé „til að fá danskan mann, er kunni vel að mjólkurmeðferð, til að koma mönnum á lag með og kenna fullkomna aðferð við smjör- og ostagerð, á einhverjum hentugum stað, helzt við Hvanneyrarskóla.“44 Lagði nefndin til að stjórn Búnaðarfélagsins hefði framkvæmd málsins með höndum. Málið var rætt allmikið í þinginu, einkum í tengslum við lánveitingu til mjólkurbúa sem þá var áhugi á að stofna. Athyglisvert er það sjónarmið sem þingmenn bentu á að rétt væri að sjá hver árangur yrði af mjólkurmeðferðarkennslunni áður en farið yrði að veita miklu fé til stofnunar mjólkurbúanna.45 Niðurstaða Alþingis varð sú að veita kr. 2000 styrk hvort árið 1900 og 1901 til kennslu í mjólkurmeðferð. Styrkurinn var veittur Búnaðarfélagi Íslands sem var að taka við hlutverki Búnaðarfélags Suðuramtsins:

BJARNI GUÐMUNDSSON 34

Á fyrstu árum Mjólkurskólans voru skilvindur að ryðja sér til rúms hérlendis. Um ýmsar tegundir þeirra var að velja og í búnaðarblaðinu Frey fór töluvert fyrir auglýsingum um þær, m.a. Alfa Laval.

… með því skilyrði, að félagið útvegi mann frá Danmörku, er hafi fullkomna kunnáttu og góða æfingu í mjólkurmeðferð samkvæmt því, sem gerist á góðum mjólkursamlagsbúum í Danmörku. Maður þessi sé ráðinn til 2 eða 4 ára, til þess að kenna á góðu mjólkurbúi í landinu, helzt á Hvanneyrarskóla, tilbúning osta og smjörs með þeim áhöldum og aðferðum, sem hægt er að koma við á hinum stærri sveitabúum hér á landi, og fari kenslan fram kostnaðarlaust fyrir nemendur.46

35 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Af umræðum og afgreiðslu Alþingis er ljóst að þingmenn hafa tekið mjög náið mið af tillögum Sigurðar Sigurðssonar í Búnaðarritsgreininni áðurnefndu hvað varðar það að efla mjólkurmeðferðarkennsluna. Athyglisvert er hve Alþingi mat þekkingarþáttinn mikils. Óneitanlegra hefur það bæði fyrr en þó einkum síðar verið algengara að opinberu fé væri veitt til nýbreytni í atvinnulífi án þess að jafnhliða væri tryggð kunnátta til að koma henni á.

Ekki er að sjá að umræður um mjólkurmeðferðarkennsluna hafi farið fram á Búnaðarþingi 1899 en það var háð um sama leyti og Alþingi. Hins vegar er þess getið í frásögn af Búnaðarþingi að þar hafi formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, Pétur Jónsson á Gautlöndum, sem einnig var búnaðarþingsfulltrúi, óskað eftir „að samvinna gæti átt sér stað milli landbúnaðarnefndarinnar og stjórnar Búnaðarfélagsins um þingtímann.“47

Þegar hér er komið sögu má segja að jarðvegur hérlendis væri orðinn móttækilegur fyrir skipulegum umbótum í mjólkurmeðferð með sókn á nýja markaði í huga:

• Bágt búnaðarástand í sveitum, bæði vegna náttúrufars og markaðsbreytinga, kallaði á aðgerðir.

• Bændur eygðu markað fyrir afurðir sínar er gefið gæti góðan ábata. Reynslan af sauðasölunni hafði vakið ýmsa og fréttir af velgengni danskra kúabænda kveiktu áhuga framsækinna manna.

• Á markað var komin handhæg og vinnusparandi tækni til mjólkurvinnslu; skilvindan var helsti fulltrúi hennar.

BJARNI GUÐMUNDSSON 36

• Alþingi hafði boðið fram fjármuni til þess að verðbæta vandaða framleiðslu í útflutningi og síðast en ekki síst til þess að hefja kennslu í mjólkurmeðferð og -vinnslu.

Nú var sýnilega ætlunin að fylgja fordæmi Dana svo sem gert var í ýmsum búnaðarumbótum Íslendinga á þessum árum. Svo málið sé sett í víðara samhengi blasti því ekki aðeins við verktæknileg nýsköpun (production technologies) heldur einnig félagstæknileg (social technologies), svo sem samvinnurekstur hinna væntanlegu mjólkur- og rjómabúa.48 Eftir var að sjá hvernig tækist að laga hinar dönsku hugmyndir að íslenskum aðstæðum. Án efa gerðu hinir tímabundnu erfiðleikar landbúnaðarins menn móttækilegri fyrir nýrri hugsun og nýju verklagi en ella hefði orðið.

37 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Stofnað til Mjólkurskólans á Hvanneyri – Ráðinn kennari

Forystumenn Búnaðarfélags Íslands, sem formlega var stofnað á aðalfundi Búnaðarfélags Suðuramtsins þann 5. júlí 1900, höfðu notað haustið 1899 til þess að undirbúa starf hins nýja félags. Starfssvæði þess skyldi verða allt landið en ekki aðeins Suður- og Vesturamtið. Hið nýja félag réði meðal annars Sigurð Sigurðsson til áframhaldandi ráðunautsstarfa.

Allnokkur spenningur var á Hvanneyri fyrir hugmyndinni um mjólkurskóla þar, eins og síðar getur. Fyrir lá loforð landsstjórnarinnar staðfest af konungi um fjármagn til þess að hefja kennslu í mjólkurmeðferð. Æ fleiri hugleiddu og ræddu stofnun mjólkurbúa til smjörvinnslu og smjörútflutnings.

Skilyrði Alþingis um kunnáttumann frá Danmörku var vel að skapi Búnaðarfélagsmanna því „ekkert getur betur opnað markaðinn á Englandi en það, að smjörgjörðin íslenzka sje dóttir dönsku smjörgjörðarinnar,“ skrifaði sr.

Þórhallur Bjarnarson stjórnarnefndarmaður Búnaðarfélags Íslands, en álit hans var að „smjörsalan til Englands [væri] ein hin allra-helzta framtíðarvon landbúnaðar vors.“49

Þann 2. febrúar 1900 hafði stjórn Búnaðarfélagsins samþykkt að biðja Det Kongelige Danske Landhusholdningsselskab að útvega kennara í mjólkurmeðferð „er sætti sig við að fá 100 kr. um mánuðinn auk uppheldis og ferðakostnaðar.“ Ennfremur að biðja um „uppdrátt af mjólkurhúsi þar sem kenna mætti smjörgjörð og ostagjörð úr 30–40 kúm, og eigi mætti kosta meira en 3500 kr.“50

Hið konunglega danska landbúnaðarfélag vék erindinu til ráðunauts síns í mjólkurfræðum, Bernhards Bøggild. Bøggild (1858–1928) var mjög áhrifamikill í mjólkuriðnaði þar í landi; verkfræðingur að mennt, varð ráðunautur danska búnaðarfélagsins í mjólkurfræði árið 1886 og kom að hinum mörgu mjólkurbúum sem einmitt voru stofnuð þar á níunda áratug aldarinnar. Árin 1902–1923 var hann prófessor í mjólkurfræði við danska landbúnaðarháskólann.51 Bøggild svaraði hinu íslenska erindi með rækilegri greinargerð 5. apríl 1900.52 Kvaðst hann hafa ráðfært sig skriflega við „Agronom Sigurdur Sigurdsson om samme Sag, hvorhos jeg gjentagne Gange har drøftet den med Forstander Pedersen, Ladelund Mælkeriskole, og Lærer Jens Johansen ved samme Skole, som 1883–1885 var lærer ved en Højskole paa Island.“ Hér var höndum því ekki kastað til verka og aftur naut Sigurður ráðunautur góðrar aðstöðu til þess að hafa áhrif á framvindu málsins.

39 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

HANS GRÖNFELDT JEPSEN

Hans Grönfeldt Jepsen (1873–1945) var frá Ølgod á VesturJótlandi. Vorið 1900 lauk hann mjólkurfræðinámi frá skólanum í Ladelund en hafði áður starfað á kúa- og mjólkurbúum um árabil, auk þess að ljúka herskyldu í sjóhernum. Til Íslands kom hann sumarið 1900; hafði þá verið ráðinn til mjólkurmeðferðarkennslunnar sem og til leiðbeiningastarfa á því sviði. Hann veitti Mjólkurskólanum forstöðu allan starfstíma hans, fyrst á Hvanneyri og síðan á Hvítárvöllum. Frá árinu 1908 rak hann jafnframt búskap á jörð sinni, Beigalda í Borgarhreppi. Þegar starfi Mjólkurskólans lauk kom Grönfeldt í samvinnu við nokkra nágrannabændur upp gerilsneyðingu á rjóma þar á Beigalda. Það var þá nýlunda hérlendis. Starfseminni óx brátt fiskur um hrygg, stofnað var Mjólkurfélagið Mjöll til niðursuðu á mjólk og rjóma en húsbruni árið 1925 batt endi á starfið. Grönfeldt dró sig þá í hlé en Mjólkurverksmiðjan var flutt í Borgarnes og varð í tímans rás að Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Grönfeldt hvarf með öllu frá mjólkuriðnaði til veitinga- og verslunarreksturs, fyrst

Bøggild áleit kennsluna þurfa að vera verklega („fuldstendig praktisk undervisning“), og ekki aðeins varða framleiðslu smjörs heldur einnig hirðu kúnna, mjaltir og fóðrun svo og hreinlæti í öllum greinum framleiðslunnar. Nemendur yrðu „unge Døttre og maaske Sønner af islandske

BJARNI GUÐMUNDSSON 40

í Sveinatungu í Norðurárdal en lengst af í Borgarnesi en þangað fluttu þau hjón árið 1929.53

Hans Grönfeldt kvæntist Þóru Þórleifsdóttur frá Skinnastað í Öxarfirði. Þóra tók virkan þátt í skólastarfinu með bónda sínum, m.a. með kennslu í matreiðslu. Þau eignuðust einn son, Þorleif, kaupmann í Borgarnesi, en ólu einnig upp þau Sigurstein Þórðarson stöðvarstjóra, Guðbrandínu Tómasdóttur húsfrú og Þóri Jónsson fiðluleikara. „Hans Grönfeldt Jepsen gekk heill til starfa fyrir íslenska bændur … Heimili þeirra var rómað fyrir velvild og myndarskap …“54

Þóra Þórleifsdóttir og Hans Grönfeldt Jepsen skólastjóri.

Bønder“ sem kennt yrði að nýta mjólkina heima á bæjunum úr mest 10–20 kúm. Um mjólkurbú með nyt meira en tuttugu kúa yrði vart að ræða. Því bæri að leita eftir „en vel uddannet praktisk Mejerist“ með mikla og alhliða starfsreynslu af „Kvægets og Mælkens Behandling …“ –

41 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

leita eftir vel menntuðum mjólkurfræðingi með reynslu á sviði hirðingar nautgripa og meðferðar mjólkur. Með hliðsjón af þessum kröfum og eftir að hafa leitað umsókna um starfið mælti Bøggild síðan með manni að nafni Hans Grönfeldt Jepsen: Grönfeldt væri „en velvoxen Vestjyde med et net Ydre og meget afholdt paa Ladelund Landboskole …“ m.ö.o. öflugur og snotur Vestur-Jóti, mjög vel látinn á Búnaðarskólanum í Ladelund, skrifaði Bøggild og lýsti nánar náms- og starfsferli Grönfeldts. Annarra umsækjenda getur Bøggild ekki, hvort og þá hverjir voru. Ennfremur sendi Bøggild uppdrátt að húsi fyrir mjólkurskólann og gaf rækileg ráð um það hvernig skipulag byggingarinnar og fyrirkomulag hennar skyldi vera. Lagði hann áherslu á ríkulegan aðgang að neysluvatni, gott frárennsli, góða loftræstingu og stóra glugga til vesturs og austurs; smjörklefinn skyldi hins vegar aðeins hafa glugga til norðurs. Reglulega skyldi kalka veggi og loft, þótt væru „ferniseraðir“ og grunnaðir með olíumálningu; þannig yrðu húsakynnin alltaf „lyse og friske.“ Því miður virðist uppdráttur Bøggilds ekki hafa varðveist. Með vísun til greinargerðar Bøggilds samþykkti stjórn Búnaðarfélags Íslands þann 1. maí 1900 að ráða Grönfeldt til starfa. En ekki voru þó allir á eitt sáttir um ráðningu hins danska mjólkurfræðings þegar um hana spurðist. Í blaðinu Plógur sagði m.a.:

En hver verður þar kennari? – Danskur vinnupiltur frá Jótlandi 27 ára að aldri. Hefur verið á mjólkurbúi í eina 5

BJARNI GUÐMUNDSSON 42

ÞAÐ SEM STAKK Í AUGU GRÖNFELDTS

Það voru án efa mikil viðbrigði fyrir Grönfeldt, nýlærðan mjólkurfræðinginn úr landi þar sem iðnvæðing mjólkurvinnslu var komin á tiltölulega hátt stig, að kynnast íslenskum aðstæðum sama efnis. Má að nokkru lesa þau úr starfsskýrslu hans þar sem hann m.a. lýsir fyrstu kynnum sínum af íslenskri mjólkurframleiðslu sumarið 1900 eftir ferðina sem hann fór um Árnessýslu þá rétt nýkominn til landsins:

… Það, sem aðallega stakk í augun, á þessari ferð og sem seinna hefir komið skýrara í ljós annarstaðar er fyrst og fremst hin lélegu húsakynni, og þá einkum kjallararnir, sem notaðir eru fyrir mjólkurbúr. Í slíkum húsum er oftast mjög erfitt, ef eigi ómögulegt, að hafa hreint loft eða næga birtu. Fyrir þá sök verður hreinsun og ræsting, svo í lagi sé, ill möguleg, auk þess, sem bæði hreint loft og góð birta gera það gagn að eyða gerlum og myglusveppum. Annað er það, að bæjarhúsin eru mjög reyksæl, en það er mjög skaðlegt fyrir smjörverkunina, og gengur næst hreinlætisvöntuninni. Í þriðja lagi hættir mörgum til, sem nota skilvindu, að skilja rjómann of þykkan (8–9%), en það hefir þau áhrif, að mjólkin skilst lakar, og úr þessum þykka rjóma fæst þannig lagað smjör, sem eftir strokkunina líkist meir feiti en smjöri.55

43 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

RAGNHEIÐUR

TORFADÓTTIR

FRÁ ÓLAFSDAL Ragnheiður Torfadóttir frá Ólafsdal var í námi um veturinn 1898 og fram í ágúst hjá frú Hanne Nielsen á búgarðinum Havarthigaard við Holtestation skammt frá Kaupmannahöfn. Frú Nielsen framleiddi bæði framúrskarandi smjör og osta, m.a. roquefort, gorgonzola og havarti, sem dregur nafn af búgarðinum. Hún hafði kynnt sér ostagerð sunnar í álfunni, hafði marga danska og erlenda nemendur og Havarthigaard var þekktur langt út fyrir landsteinana. Eftir námsdvölina hjá frú Nielsen fékk Ragnheiður að vera einn mánuð á „Andelsmejeriinu“ (mjólkursamlagi), svo að hún hefði sem mest gott af tímanum í Danmörku. Ragnheiður hafði beðið föður sinn að reyna að fá handa sér styrk, „svo sem 100 kr. úr sýslusjóði og annað eins frá amtinu“, til sumarnámsins hjá frú Nielsen, sem ætlaði þá að gera roquefortost Ragnheiðar vegna. Ekki leit út fyrir, að hún fengi styrk frá amtinu og í bréfi til föður síns segir hún: „Mjer þykir það gróflega skrýtið hjá

mánuði. Það er öll hans mentun í þessu … Alþing hefir kveðið þann dóm upp yfir sinni eigin þjóð, að engin meðal hennar geti neitt á við Danskinn. Það var alþing vort, sem vildi ekki leggja fé til mjólkurkenslu nema að Danskurinn sæi um hana … Það er meira en smá lítilþægni af ísl. [endingum] að þiggja þessa sendingu frá Dönum.56

BJARNI GUÐMUNDSSON 44

blessuðum amtmanninum að láta mig gjalda þess, að jeg er fröken.“ Ragnheiður hvetur eindregið til þess, að í Ólafsdal verði hafin gerð roquefortosts, einkum úr sauðamjólkinni, og reynt verði að senda ostinn til Englands. Hún lýsir aðferðum frú Nielsen við smjör- og ostagerðina, segist ekki geta hugsað sér annað en það megi gera jafngóða osta á Íslandi og sér þætti gaman, að faðir hennar gæti sett upp svolítið „mejeri“ heima í Ólafsdal. Hún segir allar aðstæður þar góðar til ostagerðar og hún muni verða ábatasöm með tímanum.61

Hjörtur Snorrason skólastjóri á Hvanneyri og kona hans, Ragnheiður Torfadóttir frá Ólafsdal.

Ritstjóri Plógs og ábyrgðarmaður var Sigurður Þórólfsson síðar einkum þekktur sem stofnandi og skólastjóri Hvítárbakkaskólans. Sigurður hafði sjálfur nokkra menntun á sviði mjólkurmála; kenndi m.a. hina svonefndu Hegelunds-mjaltaaðferð, en það var sérstök aðferð við hreytur að loknum mjöltum.57 Skrifunum

45 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

svaraði stjórnarmaður Búnaðarfélags Íslands á sama vettvangi; Sigurður ritstjóri áréttaði þá að til þess að mjólkurkennslustofnunin hlyti álit þyrfti forstöðumaðurinn „að hafa það sem kallað er „stórt nafn.“58 Ekki er vitað um fleiri óánægjuraddir vegna ráðningar Grönfeldts. Úfarnir urðu ekki langærri en svo að síðar veitti Sigurður Þórólfsson Grönfeldt verklega tilsögn í hinni nýju mjaltaaðferð áður en Grönfeldt hélt í árlega eftirlits- og leiðbeiningaferð sína austur fyrir Fjall. Þá var Sigurði sömuleiðis falið að laga Hegelunds-mjaltaaðferðina að ærmjöltum59, en sauðamjólk var verulegur hluti mjólkurframleiðslu landsmanna um þær mundir.

Svo virðist sem til tals hafi komið að ráða Ragnheiði Torfadóttur, eiginkonu Hjartar skólastjóra Snorrasonar, til kennslu við hinn nýja mjólkurskóla. Ragnheiður hafði, eins og fyrr sagði, lært til mjólkurvinnslu í Danmörku, var nýlega orðin heimilismaður á Hvanneyri og hefur mjög líklega verið byrjuð að starfa að smjör- og ostagerð þar.60 Aðrar heimildir um það hef ég ekki fundið í gögnum Búnaðarfélags Íslands eða í skjölum Suður- og Vesturamtsins, svo vera má að hér hafi aðeins verið um munnmæli að ræða.

BJARNI GUÐMUNDSSON 46

Rætt um húsnæði fyrir skólann

Kemur þá að húsnæði og kennsluaðstöðu fyrir hinn nýja skóla. Ráðamönnum Hvanneyrarskóla var í mun að nýta það fyrirheit sem gefið hafði verið um stuðning við mjólkurmeðferðarkennsluna þar sem stungið hafði verið upp á Hvanneyri sem kennslustað. Stjórnarnefnd Búnaðarskólans skrifaði amtmanni því ítarlegt bréf þar um í september árið 1899. Taldi nefndin nauðsynlegt að byggja til mjólkurmeðferðarkennslunnar hús „… 10 x 12 álna, með kjallara undir, en loptinu löguðu til svefnherbergja handa nemöndum.“ Höfðu stjórnarmenn heyrt að Búnaðarfélagið væri ekki tilbúið til að leggja fé til byggingarinnar og fóru því fram á að bréflega yrði kannað hvort amtsráðið vildi hrinda byggingunni af stað svo unnt væri að hefja kennsluna árið eftir, en amtsráðsfundir voru aðeins haldnir einu sinni á ári og þá á hásumri. Kváðust stjórnarmenn gera sér grein fyrir að töf gæti orðið á því að amtsráðið legði fé „til haughúsbyggingar með nautafjósi og súrheystópt [fyrir Búnaðarskólann], sem bagalegt

er án að vera lengr, en við sjáum engin önnur úrræði til þess að skólinn geti notið fjárlagastyrksins …“62

Um þessar mundir var Hjörtur Snorrason skólastjóri Búnaðarskólans á Hvanneyri. Má segja að hann hafi á þessum árum verið að móta Hvanneyrarskólann fyrir komandi öld. Hjörtur fylgdi mjólkurskólamálinu eftir með bréfi til amtmanns í október sama haust (1899) og skrifaði m.a.:

Fjárhagsleg framtíð Hvanneyrarbúsins er undir kúabúinu komin og því, að það takist að framleiða hér smjör, sem selst geti háu verði, en um hátt smjörverð á innlendum markaði er ekki að tala, en kæmist hér á mjólkurmeðferð eptir því sem bezt getur orðið á slíku búi, get ég ekki annað ætlað en að fá mundi mega allhátt verð fyrir smjörið héðan erlendis og að skólabúið gæti að töluverðum mun notið góðs af lögunum frá alþingi í sumar um verðlaun fyrir útflutt smjör. En eina ráðið til þess að smjörgjörðin geti orðið nógu góð til þess, er það, að útlendur maður með nógri þekkingu og æfingu í smjörgjörð komi henni á …

Hjörtur áleit slíkan kennara geta orðið skólanum afar verðmætan til framtíðar en „ekki get ég hugsað mér að útlendur maður, sem vanur er góðum húsakynnum til mjólkurmeðferðar, geti unað við kjallara kytru þá, sem búið hérna hefur verið að notast við, enda ekki unnt að láta mjólkurmeðferðina vera í fullkomnu lagi, nema hæfilegt húsrúm sé til hennar.“ Síðan lýsti Hjörtur erfiðri fjár-

BJARNI GUÐMUNDSSON 48

hagsstöðu Búnaðarskólans. Það er til marks um það hve Hjörtur áleit mjólkurskólann mikilvægan á skólastaðnum að hann telur ekki frágangssök að búnaðarskólinn taki frekari lán: „4000 kr. lán, sem tekið væri til að koma upp arðberandi eign, mundi trauðlega valda þeim ósköpum“ skrifaði hann.63

Á þessum árum stóð Hjörtur skólastjóri í miklum byggingaframkvæmdum á Hvanneyri. Skólahúsið, með „kjallarakytrunni“ sem hann kallaði svo, var reist á stofnári Búnaðarskólans, 1889, en hafði verið stækkað í tvígang, 1894 og 1897. Fjós og hlaða voru reist 1895, bráðabirgðafjós (12 kúa) lagfært árið 1899. Hirti var mjög í mun að efla nautgriparækt skólabúsins því sumarið 1900 reisti hann 16 kúa fjós og stækkaði það árið eftir svo tók 40 kýr.64 Öllu stærri gerðust kúabúin ekki hérlendis á þeim árum.

Nú leið af veturinn 1899–1900 og mun fátt hafa gerst í húsbyggingarmálum mjólkurskólans utan það að 1. febrúar 1900 skrifaði forseti Búnaðarfélagsins amtmanni og kvað félagið aðeins hafa bolmagn til þess að ráða kennara til skólans og að útvega teikningu af húsinu og að hafa fyrirsögn um fyrirkomulag þess.65

Ugg setti að stjórnarnefnd Hvanneyrarskóla vegna þeirrar afstöðu Búnaðarfélagsins að „annað hvort byrji kennslan hér [á Hvanneyri] í ár, eða hún verði sett á fót annarsstaðar …“ Í bréfi til amtmanns vorið 1900 lagði stjórnarnefndin því til við hann að bæði yrði byrjað á

49 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

áformuðum fjósumbótum búnaðarskólans og byggingu fyrir mjólkurskólann; bætti síðan við: Við skulum leyfa okkr að geta þess, að mjólkuráhöld þau er keypt voru í fyrra sumar, hafa flest verið látin ónotuð til þessa, og hefir svo verið gjört í því skyni, að Búnaðarfélagið kaupi þau áhöld fullu verði til kennslunnar.66

Samkvæmt þessu hefur Hvanneyrarskólinn verið á veg kominn með að setja upp tæknivædda mjólkurvinnslu þegar árið 1899. Er þá rétt að minna á að einn þáttur verklegrar búnaðarkennslu skólans skv. fyrstu reglugerð hans (1890) skyldi vera „meðferð á mjólk og tilbúning á osti og smjöri“ og skyldi gefa sérstaka einkunn fyrir árangurinn við burtfararpróf.67 Má vera að með mjólkuráhöldunum hafi átt að hefja eða efla þessa kennslu við búnaðarskólann.

Að sjálfsögðu spurðust út hugmyndir um væntanlega mjólkurskólabyggingu á Hvanneyri og um miðjan apríl árið 1900 barst amtmanni tilboð frá Brydes-verslun í Borgarnesi þess efnis að verslunin væri reiðubúin að „skaffa byggingarefni sem mest mun verða sement og skal byggingarefnið koma hingað svo fljótt sem unnt er, t.d. í august, og með svo lágu verði sem kostur er á.“68

Ekki sá amtsráðið sér fært að verða við tillögunni um byggingu mjólkurskólahúss þetta sumar. Var borið við fjárskorti sem og ófullkomnum upplýsingum um hina fyrirhuguðu skólabyggingu. Einnig því „að það liti

BJARNI GUÐMUNDSSON 50

út fyrir, að fjárveitingavaldið hefði ekki hugsað sjer eða ætlazt til, að sjerstakt hús yrði bygt til þessarar kenslu.“ Var þar vísað til orðalags fjárlaganna 1900–1901 en þar var eingöngu vísað til útvegunar kennara og til kennslunnar.69

En málið þokaðist áfram, að því er virðist með samræðum Hjartar skólastjóra og sr. Þórhallar Bjarnarsonar, stjór narmanns Búnaðarfélagsins, sem falið hafði verið skömmu eftir fund amtsráðsins sumarið 1900 að koma við á Hvanneyri til þess að athuga „hvað mjólkurmeðferðarkennslunni liði og gjöra nauðsynlegar ráðstafanir fyrir stjór narinnar hönd.“70 Varð það að samkomulagi á milli félagsins og stjórnarnefndar Hvanneyrarskóla … upp á væntanlegt samþykki amtsráðsins … að setja á stofn mjólkurmeðferðarkennslu á Hvanneyri í minni stýl, til þess að nokkur not gætu orðið að tilsögn mjólkurmeð-

51 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

ferðarkennarans, sem fjelagið hefir fengið til landsins frá Danmörku, og gjöra nokkrar breytingar á húsakynnum til þess, og útvega hin nauðsynlegustu verkfæri, sem vantaði til þess, að kennslan geti farið fram. Var svo um samið, að amtsráðið legði til svo sem 250 kr., til þess að setja ofna í 2 herbergi, og gjöra nokkrar breytingar við annað þeirra, til að g jöra þau hæf til íbúðar, en búnaðarfjelagið skyldi leggja til á móti kostnað þann, sem leiddi af því, að gjöra nauðsynlega breytingu á kjallaranum í húsinu á Hvanneyri, svo hann yrði notaður í br áðina til kennslunnar, setja í hann eldavjel og leggja til þau áhöld, sem eigi væru til á Hvanneyri; var ætlazt á, að kostnaður fjelagsins yrði 6000 kr. Ennfremur var svo ákveðið, að nemendur mættu vera 4 í senn, og kennsluskeiðið 3 mánuðir, en námsstúlkur skyldu greiða 25 kr. á mánuði fyrir fæði, ljós og hita.“

Á þetta féllst amtsráðið á fundi sínum um Jónsmessuna 1900 þar eð ráðstöfun þessi var í anda fjárlaga fyrir árin

BJARNI GUÐMUNDSSON 52

1900–1901 og að „aðeins [væri] gjört ráð fyrir tilbúningi osta og smjörs með þeim áhöldum, sem hægt er að koma við á hinum stærri sveitabúum.“71

53 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Mjólkurskólinn tekur til starfa

Víkur nú sögunni aftur til Jótlands og til Hans Grönfeldt Jepsen, sem ráðinn hafði verið til kennslunnar. Þann 22. júní 1900 steig hann um borð í gufuskipið Botníu í Kaupmannahöfn er stefnu tók til Íslands. Á bryggjunni í Reykjavík þann 30. júní tóku á móti Grönfeldt þeir Sigurður Sigurðsson ráðunautur og Halldór Kr. Friðriksson formaður Búnaðarfélags Íslands. Þar sem ekki var unnt að ganga strax til kennsluundirbúnings var Grönfeldt „kvaddur til að ferðast austur í Árnessýslu til þess að leiðbeina þar á ýmsum stöðum í meðferð mjólkur“, skrifaði hann í fyrstu starfsskýrslu sinni. Sigurður ráðunautur fór með honum enda öllum hnútum málsins kunnugur. Grönfeldt dvaldi m.a. vikutíma að Syðra-Seli hjá frumkvöðlunum fimm sem þá fyrr um sumarið höfðu komið þar upp sameiginlegu mjólkurbúi, því fyrsta sem stofnað var hérlendis og áður var sagt frá. Síðan lá leið Grönfeldts upp í Borgarfjörð og að Hvanneyri þar sem mjólkurskólinn skyldi vera. Þar mun Grönfeldt

hafa brugðið nokkuð í brún: „Þá er eg kom að Hvanneyri … var alt óundirbúið til þess að skólinn gæti tekið til starfa. Meðan á biðinni stóð notaði eg tímann til þess að komast niður í Íslenzku og samdi jafnframt því ritling minn „Meðferð mjólkur““, skrifaði Grönfeldt í starfsskýrslu sinni.72

Og þarna gekk Grönfeldt til móts við þá óvissu er ríkti um framkvæmd samþykktra áforma um mjólkurskólann, sem eins og fram hefur komið veltust nokkuð á milli Búnaðarfélags Íslands, stjórnarnefndar Hvanneyrarskóla og amtsráðs Suður- og Vesturamtsins. Nokkurra ólíkindaláta og raunar pirrings gætti í bréfi stjórnarnefndar Hvanneyrarskóla til amtmanns um stöðu málsins er ritað var í Stafholtsey fjórum dögum eftir komu Grönfeldts að Hvanneyri:

Eitt fyrsta verk Grönfeldts eftir að hann kom til starfa hérlendis var að taka saman rækilegt fræðslurit um meðferð mjólkur.

Skólastjórinn á Hvanneyri hefir í dag fundið okkr að máli og sagt okkr frá því, að kominn sé að Hvanneyri danskr „mejerist“, H.G. Jepsen, sendr þangað af stjórn búnaðarfélags landsins, og

55 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

er ekki annað að sjá, en að ætlun félagsstjórnarinnar sé sú, að hann setjist þar að til veru að staðaldri…“

Töldu þeir aðstöðu fyrir hann ábótavant um flest en skrifuðu síðan:

Fáum við með engu móti skilið, í hverjum tilgangi mjólkrmeðferðarkennarinn hefir verið sendr að Hvanneyri til nokkurra langdvala, því þar hefir hann ekkert að gera nú sem stendr. En af því að okkr sýnist það í meira lagi skapraunarlegt, að maðr, sem útvegaðr hefir verið fyrir opinbert fé og í tilgangi, sem er nauðsynlegr, geti að engu liði komið, þá viljum við leyfa okkr að koma með eina tillögu, sem við höfum talað okkr saman um við skólastjóra og hann er samþykkr, og er hún sú, að ef stjórn búnaðarfélags vill veita það fé, sem þarf til þess, að gjöra þá breytingu á kjallaranum á Hvanneyri, að unnt sé að notast við hann í bráðina til mjólkrmeðferðarkennslu í smáum stíl, og setja í hann eldavél til notkunar við mjólkrmeðferðina, auk þess að leggja til þau áhöld, sem vantar til þess, að kennsla í mjólkrmeðferð geti farið fram, og ennfremur að skuldbinda sig til, að láta mjólkrmeðferðarkennarann vera á Hvanneyri fyrst um sinn frá því fyrri hlut vetrar næstkomandi til vors 1902, þá verði, – í þeirri von, að næsta alþingi veiti fé til að koma upp fullkomnara húsnæði til kennslu þessarar, – í vetr sem kemr komið á, í smáum stíl auðvitað, kennslu í mjólkrmeðferð, sem lærisveinar skólans taki þátt í og allt að fjórum nemöndum öðrum. Er að vísu mjög erfitt, að rýma svo til, að þetta verði unnt, en þar sem í óefni er komið, virðist verða að reyna það“

BJARNI GUÐMUNDSSON 56

Hvanneyri í byrjun 20. aldar. Næst og nokkuð til vinstri er fjósið sem reist var árið 1900 og stækkað árið eftir svo það tók 40 kýr. Varð þá eitt stærsta og nútímalegasta fjós landsins. Úr því fékk Mjólkurskólinn hráefni til smjörgerðarkennslunnar.

Í bréfinu lét skólanefndin þess ennfremur getið að ósk skólastjóra að ef ekkert samkomulag næðist um kennsluna verði „mejeristinn“, látinn fara enda hafi hann þá ekkert að gera og „… sé aðeins til þrengsla, en nóg sé annað við húsrímið að gera um sláttinn.“73 Stjórn Búnaðarfélagsins samþykkti á fundi síðsumars „að veita allt að 600 kr. til mjólkurmeðferðaráhalda og útbúnaðar fyrir þau í kjallara á Hvanneyri, svo kennsla í mjólkurmeðferð geti farið þar fram.“ 74 auk þess sem Þórhallur Bjarnarson stjórnarmaður Búnaðarfélagsins kom við á Hvanneyri, eins og fyrr sagði. Beint samtal virðist því hafa komst á og munu menn þá saman hafa einhent sér í framkvæmdir til undirbúnings skólahaldinu.

57 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Grönfeldt hóf að undirbúa skólastarfið og þann 12. september 1900 birtist auglýsing um hinn nýja skóla í blaðinu Ísafold75 auk þess sem greinar birtust um hina nýju kennslustofnun.76 Hógvær var auglýsingin, er hófst svo:

Hjer með gjörist almenningi kunnugt, að svo er til ætlazt, að næsta vetur geti 4 stúlkur í senn fengið tilsögn um meðferð á mjólk á Hvanneyri í Borgarfirði. Kenslutíminn mun að minsta kosti verða 3 mánuðir fyrir hverja, og fá þær munnlega tilsögn um meðferð á mjólk, og um alt sem þar að lýtur, jafnframt því sem þær taka þátt í öllum störfum í því efni og auk þess mjöltum til skipta.

Kennslan skyldi hefjast 1. nóvember og yrðu umsækjendur að „segja til sín [við] forseta »búnaðarfjelags Íslands«.“ Ekki urðu viðbrögðin við auglýsingunni mikil. Aðeins einn nemandi kom til náms á fyrsta „námstímabili“ Mjólkurskólans, en svo voru kennsluskeið skólans jafnan kölluð. Hún hét Guðlaug Ólafsdóttir og var frá Sumarliðabæ í Holtum. Tími til kynningar á hinni nýju námsleið var vissulega skammur, auk þess sem vantrausts á hinni nýju skólastofnun kann að hafa gætt, svo vitnað sé til orða Grönfeldts í fyrstu skólaskýrslu hans.77 En af stað var haldið þótt fátt segi af hinu fyrsta kennsluskeiði. Á næstu námskeiðum fjölgaði námsstúlkunum. Úr hópunum kvarnaðist þó eins og fara vill og Grönfeldt kvartaði yfir því hve örðugt væri að halda nemendum að sumrinu til þegar „samgöngurnar [eru]

BJARNI GUÐMUNDSSON 58

FYRSTI NEMANDINN

… og sá eini á fyrsta námskeiði Mjólkurskólans var Guðlaug Ólafsdóttir (1868–1958) frá Sumarliðabæ í Holtum. Að námi loknu starfaði Guðlaug 3–4 sumur sem bústýra við Deildarárbúið í Mýrdal. Árið 1903 giftist hún Jóni Jónssyni frá Árbæ en þar bjuggu þau síðan stóru og myndarlegu búi árin 1904–1937. „Hún fylgdist vel með tímanum og hafði mikinn áhuga á menningarmálum og myndaði sér fastar og ákveðnar skoðanir á hverju því máli sem til hagsbóta gat orðið.“78 Kristín, systir Guðlaugar, nam einnig við Mjólkurskólann; veturinn 1904–1905 og réðist síðan sem rjómabústýra við Gufuárbúið í Borgarhreppi.79

beztar, og ferðirnar til og frá skólanum miklu auðveldari og ódýrari en að vetrinum.“ Vissulega þætti dýrt að senda stúlkur í skólann á þeim tíma árs þegar nóg væri fyrir þær að gera heima. Síðan skrifaði hann:

Að öllu samanlögðu álít eg því, að heppilegra sé að vera á skólanum að sumrinu en að vetrinum. Þetta á sérstak-

59 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

lega við þær stúlkur, sem vilja læra smjör- og ostagerð til heimilisnotkunar, þar á móti er vetrarkensluskeiðið (frá október til marz) heppilegra fyrir stúlkur, sem ætla að verða mjólkurbúastýrur, því þá er tiltölulega minna að gera, og því betri tími til bóknáms.80

Sigurður ráðunautur átti, ásamt Grönfeldt, mestan þátt í að móta kennsluna, og með henni hafði hann eftirlit að minnsta kosti framan af starfstíma skólans. Skyldu stúlkurnar læra „mjaltir á kúm, og yfir höfuð alla meðferð mjólkurinnar frá því hún kemur úr spenanum, og þar til henni er breytt í smjör og osta,“ eins og Sigurður orðaði það á blaðagrein haustið 1900, en hann var mjög iðinn við að kynna mjólkurskólann. Sigurður sagði tilganginn með náminu vera „að undirbúa stúlkur í mjólkurmatseld svo, að þær geti tekið að sér störf á mjólkurbúum hér á landi. Þetta er einnig í sjálfu sér nauðsynlegt og sjálfsagt, og eitt af skilyrðunum fyrir, að þau geti átt sér stað og þrifist … Stúlkur þær er ætla sér að nota kensluna, þurfa að vera hraustar og vel þrifnar að upplagi. Þær þurfa einnig að vera fullþroskaðar, hafa lært skrift og 4 höfuð greinar í heilum tölum í reikningi [samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu]. Að öðru leyti eru engin sérstök skilyrði sett fyrir inntöku á skólann.“81

Það var Búnaðarfélagið sem tók við umsóknum nemenda í Mjólkurskólann og veitti þeim skólavist. Skiljanlega olli það fyrirkomulag nokkurri óánægju Hjartar

BJARNI GUÐMUNDSSON 60

skólastjóra sem var hinn raunverulegi húsbóndi á skólaheimilinu. Varðaði það bæði fjölda mjólkurskólanemenda82 sem og heilbrigði þeirra83 í þeim miklu húsnæðisþrengslum sem þá voru á Hvanneyri.

61 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Mjólkurskólinn fær eigið hús – Starfsreglur settar

Í september 1901 var hafist handa um byggingu húss á Hvanneyri fyrir Mjólkurskólann. Það var tekið í notkun á Þorláksmessu þá um veturinn. Búnaðarfélag Íslands stóð fyrir byggingunni, lánaði að nokkru leyti fé til þess að flýta verkinu en það var Alþingi sem veitti fé til verksins skv. fjárlögum áranna 1902 og 1903.84 Skólahúsið var reist skammt suðvestan við hús Búnaðarskólans, eiginlega í miðjum núverandi skrúðgarði á Hvanneyri. Húsið virðist hafa verið hin myndarlegasta bygging í alla staði, reist að danskri fyrirmynd þar sem líklega hefur verið farið að ráðum Bøggilds sem áður voru rakin. Grönfeldt lýsti húsinu og búnaði þess í starfsskýrslu:

Hið nýja mjólkurskólahús, sem nefnt er mjólkurskólinn á Hvanneyri, er tvíloftað, 14 álnir á lengd og 10 álnir á breidd. Kjallari er undir öðrum enda hússins, 8 x 5 álnir. Í Kjallaranum eru 2 herbergi, annað þeirra er notað til að láta ostana brjóta sig í því, en hitt er haft fyrir ostabúr. Gólfið er steinlímt, og vatnsrenna eftir því. Á neðra lofti er mjólkurskáli,

Hið nýja Mjólkurskólahús á Hvanneyri stóð fast sunnan við hús Búnaðarskólans þar, næst t.v. á myndinni sem er tilgátumynd höfundar af húsaskipan á Hvanneyri árið 1903.

smjörbúr og ostaklefi. Í Þessum 3 herbergjum, er gólfið einnig steinlímt, og með hæfilegum halla, svo alt skólp geti runnið burtu og í steinlímda þró fyrir utan húsið, og þaðan rennur það burt gegn um leirpípu. Auk þessara herbergja er þar kenslustofa, skrifstofa og forstofa, og úr henni liggur stigi upp á loftið. Á loftinu er svefnherbergi handa nemendunum, annað handa kennaranum og hið þriðja handa gestum. Auk þess er eitt herbergi autt, og klefi til að geyma föt. Öll herbergin eru útbúin með það fyrir augum að gjöra þau svo björt og hentug, sem auðið var. Verkfæri þau og áhöld, sem skólinn á, eru þessi. Skilvinda („Alfa“), 1 smjörhnoðunarvél, 2 strokkar, 1 sýringarfata, 1 fitumælir („Gerbers“), 1 gasolíuvél, sem notuð er til að hita vatn, ásamt uppmúruðum katli; 1 ostapressa, rjómatunna og rjómakælir, 1

63 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

tugavog (ostapressan og tugavogin ókomin enn), og auk þess glös, þvottarburstar o.s.frv. Af innanhússmunum er skólanum tilheyra, má enn fremur nefna 5 rúm uppbúin, borð, þvottaborð, þvottaskálar, stóla, ofna o.s.frv.“85

Þótt aðeins muni vera til þessi eina lýsing af húsinu en hvorki teikningar né ljósmyndir er ljóst að þarna hefur verið byggð náms-, starfs- og dvalaraðstaða sem til fyrirmyndar hefur mátt kallast. Megi marka lýsingu þess virðist þó svo sem ekki hafi verið gert ráð fyrir mötuneytisaðstöðu í skólahúsinu heldur að skólastúlkurnar og Grönfeldt hafi áfram gengið til máltíða í Búnaðarskólanum. Hefur það án efa verið báðum hagkvæm skipan – en á milli skólahúsanna var aðeins fárra skrefa ganga. Sambýlið var áfram náið. Fáir lofa þó einbýlið sem vert er, segir einhvers staðar. Það átti eftir að koma í ljós síðar. Samstarfið um Mjólkurskólann á Hvanneyri tók að slípast til og aukin festa færðist í starf hans. Á Búnaðarþingi 1903 urðu allmiklar umræður um skipan og form skólans – „mjólkurmeðferðarskólamálið“ eins og það var kallað. Var þá mótuð og samþykkt tillaga í tíu liðum um starfshætti Mjólkurskólans. Má kalla hana fyrstu formlegu stjórnarskrá skólans og skal hún því birt hér í heild sinni:

a. Að kensluskeiðin séu tvö. Hið fyrra frá 1. okt. til 31. marz, en hið síðara frá 1. apríl til 15. júní.

b. Að skólabúið [Búnaðarskólans] fái fæði mjólkurmeðferðarnemenda borgað með 20 kr. fyrir hvern mánuð,

BJARNI GUÐMUNDSSON 64

Hans Grönfeldt með nemendum sínum veturinn 1902–1903. Þar sitja, talið frá vinstri, Sigríður Einarsdóttir frá Hofi í Vopnafirði, Sesselja Stefánsdóttir frá Guðmundarstöðum í Vopnafirði, Guðmunda María Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Dýrafirði, Guðlaug Pálsdóttir frá Gilsá í Breiðdal og Svava Þórleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði. Þar standa Guðný Jónsdóttir af Austurlandi, Hans Grönfeldt Jepsen, Þóra Þórleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði, Kristjana Jónatansdóttir frá Fjalli í Aðaldal og Aðalbjörg Stefánsdóttir frá Möðrudal á Fjöllum.

enda leggi skólabúið nemendum ljós, hita og eldivið til þvotta, eins og að undanförnu. Til styrktar nemendum greiði Búnaðarfélag Íslands 5 kr. á mánuði af meðgjöfinni.

c. Að haldið sé próf við endalok fyrra námskeiðsins að viðstöddum tveim prófdómendum, er stjórn Búnaðarfélagsins nefnir til.

d. Að mjólkurmeðferðarkennarinn sé skyldur til að kenna námspiltum búnaðarskólans og mjaltakonum skóla -

65 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

búsins mjaltir án endurgjalds og að hann sjái um með fullri röggsemi að mjaltir fari fram með góðu lagi og að nauðsynlegur þrifnaður með mjólkina í fjósinu sé viðhafður, enda stuðli skólabúið að því, meðal annars með því að leggja mjaltakonum betri mjaltaföt en að undanförnu.

e. Að Búnaðarfélag Íslands kaupi af skólabúinu alt það smjör, sem skólabúið vill selja og sem framleitt er við mjólkurmeðferðarkensluna, úr mjólk þeirri, sem skólabúið leggur til, á tímabilinu frá 1. jan. til 15. júní ár hvert fyrir 68 aura pundið, flutt í Borgarnes kostnaðarlaust, og að skólabúið sé laust við að leggja til umbúðir, áhöld, eldsneyti, ljós og kalk til mjólkurmeðferðarkenslunnar. En aftur á móti tekur skólabúið á sig að kostnaðarlausu fyrir Búnaðarfélagið að flytja kol, umbúðir og annað, sem þarf til smjörgerðarinnar.

f. Að stjórn Búnaðarfélags Íslands sjái um, að smjörgerðin verði sem bezt af hendi leyst og að bætt sé úr því eftir ýtrasta megni, sem ábótavant hefur verið í því efni.

g. Að stjórn Búnaðarfélagsins sé heimilt að veita námsstúlkum úr fjarlægum héruðum nokkurn ferðastyrk, alt að 30 kr. hverri, er þó megi ekki fara fram úr 160 kr. á skólaárinu.

h. Að skólabúinu á Hvanneyri sé heimilt að nota smjörgerðarverkfæri mjólkurskólans að sumrinu, en skili þeim jafngóðum og sömuleiðis nota íbúðarherbergi námstúlknanna að sumrinu, þó án sængurfata.

i. Að skólabúið taki við til dvalar, eftir því sem kringum-

BJARNI GUÐMUNDSSON 66

stæður leyfa, aðkomnum mjaltanemendum og selji þeim hús og fæði fyrir hæfilegt verð.

j. Að samningur þessi gildi frá 1. okt. þ.á. til 15. júní 1905. Þá var ennfremur samþykkt að „á tímabilinu frá 1. janúar til 15. júní, sé eingöngu búið til smjör fyrir erlendan markað.“86 Stjórnargreinarnar eru rækilegar og lýsa það vel skipulagi skóla- og smjörvinnslustarfsins að óþarfi er að fjölyrða um þær.

67 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Skólahúsin á Hvanneyri brenna

Þannig var það að haustið 1903 var búið að móta Mjólkurskólanum á Hvanneyri starfsskilyrði til nokkurrar framtíðar: Vönduðu skólahúsi og að því er virtist skýrum starfsreglum auk þess sem fyrsta reynsla af skólastarfinu var orðin að góðum grundvelli fyrir hina ungu stofnun. Framtíðin hefði því átt að blasa við Grönfeldt skólastjóra og Mjólkurskólanum á Hvanneyri. En þá dundi ólánið yfir. Aðfaranótt 6. október 1903 kom upp eldur í kjallara íbúðarhúss Búnaðarskólans, sennilega í eldhúsi skólans.87 Vindur stóð af norðaustri svo reyk, hita og eld lagði í átt að Mjólkurskólanum en á milli húsanna var aðeins fjögurra metra breitt sund. Mjólkurskólahúsið var járnklætt timburhús, eins og hús Búnaðarskólans, en brátt læstu logarnir sig í þakskegg þess og gluggakarma. Tjón fólks og skólanna beggja varð gífurlegt, þótt tækist að bjarga miklum hluta af munum og tækjum úr Mjólkurskólanum. Sjálft Mjólkurskólahúsið hafði verið tryggt fyrir 4.500 kr.

Með bréfi dagsettu 10. október 1903 fór amtmaður Suður- og Vesturamtsins fram á það við sýslumann Borgfirðinga að halda „próf til upplýsingar“ um húsabrunann. Það gerði hann 31. sama mánaðar á Hvítárvöllum, á þingstað hreppsins, þar sem Hjörtur skólastjóri var kallaður fyrir ásamt tveimur skólapiltum. Þann 10. nóvember var svo Grönfeldt kallaður fyrir lögreglurétt Reykjavíkur hjá bæjarfógeta þar, ásamt tveimur vitnum. Skýrslurnar gefa glögga mynd af hinum hörmulega atburði:88

Það var um kl. 23 þetta kvöld sem Hjörtur skólastjóri varð var við torkennilegan þyt, fór fram úr herbergi sínu og mætti þá reykmekki upp um stigagat úr kjallara þar sem eldhúsið var. Vakti hann fólk sitt „sem lá í herbergjum hér og hvar á loftinu …“, stökk út um glugga á barnaherberginu og náði að reisa stiga við glugga á austurgafli skólahússins. Um hann komst fólkið út á næturklæðunum einum utan einn maður sem stökk út um annan glugga. Áhöld og aðstaða til slökkvistarfs var svo að segja engin. Reynt var að sækja vatn í lækinn sunnan við skólahúsin (Tungutúnslækinn). Búnaðarskólahúsið varð brátt alelda. Nokkru af rúmfötum tókst að bjarga, sömuleiðis einhverju af bókum og húsgögnum en annars brann allt sem brunnið gat. Brátt lagði æðandi logana undan vindi í átt til Mjólkurskólahússins og eldurinn tók að læsa sig í timburverk þess. Grönfeldt vaknaði í herbergi þeirra hjóna og fósturbarns þeirra á annarri hæð Mjólkurskólahússins við harkaleg boð um að eldur væri laus í húsi

69 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Búnaðarskólans. Sá hann strax að Mjólkurskólanum yrði ekki bjargað og hóf því þegar með fólki sínu, eiginkonu, vinnukonu og fimm skólastúlkum að forða verðmætum lausamunum úr skólanum, fyrst um aðaldyr hans sem vissu til austurs en síðan um kjallaradyr Mjólkurskólans er sneru til suðurs. „Úr mjólkurskólanum varð mest öllu bjargað …“ segir í skýrslunni. Virðist allt þetta þó hafa gerst í skjótri svipan. Má vel skilja það þegar gætt er að aðstæðum: Tvö nástæð timburhús, annað og jafnvel bæði einangruð með þurru heyi, mór í eldiviðargeymslu og nokkur vindur af norðaustri. Lýsingum viðstaddra ber saman í helstu atriðum en þó steytti þar á einu atriði. Nokkru fyrir brunann hafði Mjólkurskólinn fengið olíufat úr kaupstaðnum með 140 pundum af „gasolíni“ sem til bráðabirgða hafði verið komið fyrir þétt við vegg Mjólkurskólans í sundinu á milli húsanna. Við eldinn hitnaði tunnan svo að hún sprakk og varð af mikið eldhaf. Hjörtur skólastjóri taldi að bjarga hefði mátt Mjólkurskólahúsinu ef ekki hefði komið til hlutur þessarar tunnu. Grönfeldt var á öndverðri skoðun og sagði að „… alllangur tími hafi liðið frá því að kviknað var í [mjólkur]skólanum og þangað til tunnan sprakk.“ Þá skoðun studdu öll fjögur vitnin, sem kölluð voru fyrir. Þarna stóðu þá nemendur og starfsfólk beggja skólanna, alls um 45 manns, vegalaust yfir rjúkandi brunarústunum. Það hefði varla getað staðið verr á: Vetrarstarf skólanna að hefjast og veturinn fram undan með

BJARNI GUÐMUNDSSON 70

Skemman á Hvanneyri, sem byggð var árið 1896, varð athvarf nemenda og starfsmanna Búnaðarskólans um rúmlega eins árs skeið eftir brunann 6. október 1903. Þar var ekki rúm fyrir nemendur Mjólkurskólans eða starfsemi hans; skólinn var því fluttur til Reykjavíkur um tíma. Myndin var tekin veturinn 2016. Fyrir nokkrum árum var Skemman endurbyggð.

lítt fýsilegum aðstæðum til úrbóta og endurbyggingar hús. Til allrar hamingju stóð nýleg skemma sunnanvert í Bæjarhólnum á Hvanneyri og hún slapp við eldinn. Þar kom starfsfólk Búnaðarskólans og nemendur sér fyrir við þröngan kost. Einnig mun hafa verið reynt að refta yfir einhvern hluta steinkjallara hins brunna skólahússins til þess að fá geymslurými.

Hvað snerti Mjólkurskólann kom stjórn Búnaðarfélagsins saman nokkrum dögum seinna til þess að ræða stöðuna sem upp var komin. Þangað mætti einnig Grön-

71 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Frá Reykjavík um það leyti er flytja þurfti starf Mjólkurskólans þangað eftir skólabrunann mikla á Hvanneyri haustið 1903. Húsnæði fékkst í kjallara hússins við Aðalstræti 18 (Uppsalir), örin vísar á húsið.

feldt. Stjórnin taldi óumflýjanlegt að halda kennslunni áfram, sem þá var nýhafin, skólinn hafði aðeins starfað í tæpa viku; engin tiltök væru hins vegar á að endurbyggja skólann á Hvanneyri „… nú undir vetur.“ Grönfeldt kvað kost á því að leigja timburhús á Hvítárvöllum og að þar mundi mega fá mjólk. Húsið þar væri að vísu mjög kalt. Líka hafði verið svipast um eftir nothæfu húsnæði í Reykjavík. Reyndist það fáanlegt hjá Magnúsi snikkara Árnasyni við Aðalstræti 18. Var þá ákveðið að flytja kennsluna „til Reykjavíkur nú í bráð og flytja áhöldin suður“ segir í fundargerð stjórnarnefndarinnar.89 Þegar voru gerðar ráðstafanir með skipsferð úr Borgarnesi vegna flutninganna.

BJARNI GUÐMUNDSSON 72

Gengist var fyrir samskotum til stuðnings nemendum og starfsfólki á Hvanneyri er töpuðu eigum sínum í skólabrunanum þar.

Hafðar voru hraðar hendur og á hinum nýja stað hófst bókleg kennsla 19. október. Mjaltaæfingarnar fóru hins vegar fram í fjósi sr. Þórhalls Bjarnarsonar, formanns Búnaðarfélags Íslands, í Laufási (við Laufásveg). Mjólk til verklegrar kennslu og vinnslu í skólanum var keypt hjá bændum í Reykjavík og þar í grennd. Skólinn, sem nú lá vel við markaði, bauð afurðir sínar, svo sem undanrennu, áfir og smjör til sölu í kjallaranum á Aðalstræti 18. Hins vegar reyndust mjólkurkaupin skólanum mjög dýr en skólinn keypti 150 lítra á dag til sinna þarfa. Þá bakaði færsla skólans nemendum hans töluverðan aukakostnað.90 Þeim til léttis hækkaði Búnaðarfélag Íslands námsstyrk þeirra um helming.91

Gengist var fyrir samskotum fyrir heimilisfólk og nem-

73 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

endur á Hvanneyri. Fyrir þeim stóðu Sigurður Þórðarson sýslumaður Borgfirðinga, sr. Guðmundur Helgason prestur í Reykholti og Björn Þorsteinsson bóndi í Bæ í Bæjarsveit með auglýsingu dagsettri daginn eftir brunann. Blaðið Ísafold veitti samskotunum viðtöku.92 Þótt furðu farsællega tækist að bjarga um stundarsakir rekstri Mjólkurskólans setti húsbruninn á Hvanneyri framtíð skólans í mikið uppnám og um veturinn, sem í hönd fór, urðu miklar umræður um hana. Grönfeldt virðist ekki ekki hafa verið með öllu sáttur við veru Mjólkurskólans á Hvanneyri. Á stjórnarfundi Búnaðarfélagsins sumarið 1903 hafði verið lagt fram erindi Grönfeldts þar sem hann sagði sig úr þjónustu við Búnaðarfélagið, miðað við júní 1904, „… nema því aðeins að skólinn verði fluttur frá Hvanneyri.“ Geta má þess að starfssamningurinn við Grönfeldt var gerður til tveggja ára í senn á þessum fyrstu árum. Stakk Grönfeldt upp á Knerri (í Breiðuvík) eða annarri góðri jörð fyrir mjólkurskóla og hússtjórnarskóla. Stjórnin hafnaði tillögu um flutning en kaus að bíða með afgreiðslu uppsagnarinnar. Ekki er ljóst hvað lá að baki þessum hugmyndum Grönfeldts en víst er um það að hann var farinn að hugsa til hreyfings áður en bruninn stóri varð. Einhverjir hnökrar höfðu gert vart við sig í mjög þröngri sambúð skólanna tveggja. Ef til vill hafði ekki tekist að má í brott agnúa sem gætti í upphafi samstarfsins á Hvanneyri. Vera má að skiptar skoðanir skólastjóranna um hlut olíubrúsans

BJARNI GUÐMUNDSSON 74

MJÓLKURBÚ – RJÓMABÚ

Þótt ekkert sé meginmál er líklega rétt að vekja athygli á hugtökum sem til urðu á nýsköpunarárum mjólkurvinnslunnar hérlendis. Talað var um mjólkurbú, rjómabú og smjörbú. Mjólkurbú voru (og eru) þau sem taka við mjólk til frekari vinnslu. Rjómabú tóku eingöngu við rjóma, sem þá hafði verið skilinn á bæjunum, kölluð flødemejerier á dönsku. Er frá leið voru rjómabúin íslensku einnig nefnd smjörbú enda var framleiðsla rjómabúanna að langmestu leyti smjör. Í ljósi samgöngutækni í byrjun síðustu aldar er ekki undarlegt að menn kysu rjómabúsformið; þá varð flutningurinn til samlagsbúsins stórum einfaldari. Rjóminn, hið verðmæta hráefni, er aðeins lítill hluti mjólkurinnar.

Þá er það annað einkenni þessara búa að þau voru öll stofnsett og rekin á félagslegum grunni – með dönsku andelsmejeriene sem hvað helstu fyrirmyndina. Um þetta fjallaði Sigurður Sigurðsson ráðunautur í mörgum greina sinna og skýrslna um búin.97

undir vegg Mjólkurskólans í eldsvoðanum hafi verið ein birtingarmynd hnökróttrar sambúðar. Sumarið áður hafði það líka gerst að bréf Grönfeldt stöðvaði prufusendingu smjörs frá Hirti skólastjóra til Fabers smjörkaupmanns frá Newcastle sakir þess að hún var ekki rétt

75 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

búin til útflutnings. Mjólkurskólinn var háður Búnaðarskólanum um hráefni til kennslunnar og í mötuneyti hans voru mjólkurskólastúlkurnar. Grönfeldt þótti þröngt um skólann og í skólaskýrslu ritaðri haustið 1904 segir hann Mjólkurskólann þurfa meira húsnæði „eftir því sem skólanum er nú fyrir komið …“ og að „mjólkurskólinn ætti helzt ekki að standa langt að baki búnaðarskólunum að því er byggingar snerti“ því bæði hann og fleiri álitu „að mjólkurskólinn sé einmitt fult svo nauðsynlegur, sem búnaðarskólarnir.“93

Hér má nefna að ein tillagan, sem fram kom eftir skólabrunann á Hvanneyri, var að flytja búnaðarskólann einnig til Reykjavíkur, og að þar yrði komið upp landbúnaðarskóla „undir yfirstjórn Landsbúnaðarfélagsins.“ Styrktur efnarannsóknastöð, hússtjórnarskóla „og Mjólkurskólanum“ yrði þar um búnaðarháskóla (lbr. hér) að ræða en verklegum æfingum komið fyrir á „nokkrum fyrirmyndarbúum …“ Höfundurinn, Stefán Stefánsson, færði „mörg rök fyrir tillögu sinni.”94 Hugmyndin virðist ekki hafa vakið opinbera umræðu.

Eftir hætti virðist Grönfeldt hafa verið við sáttur við þá aðstöðu sem Mjólkurskólinn fékk í Reykjavík; staðsetninguna taldi hann hentuga bæði með tilliti til nábýlis við höfuðstöðvar Búnaðarfélags Íslands, vinnuveitanda hans, sem og smjörútflutninginn til Englands er hann skyldi hafa nokkurt eftirlit með.95 Veturinn 1903–1904 fundaði stjórn Búnaðarfélags

BJARNI GUÐMUNDSSON 76

Íslands, svo sem vænta mátti, oft um framtíð Mjólkurskólans. Á einum fundanna lagði Grönfeldt fyrir stjórnina tillögu um að skólinn yrði áfram í Reykjavík og tvö tilboð bárust um starfsstað. Var annað frá Eggert Briem bónda í Viðey, sem rak þar fjörutíu kúa bú, en hitt frá Ólafi Davíðssyni bónda á Hvítárvöllum og fleirum þar efra. Amtmaður hafði hins vegar spurt hvort skólinn yrði endurbyggður á Hvanneyri en á fundi stjórnar 7. mars 1904 kvaðst forseti Búnaðarfélagsins hafa skýrt amtmanni frá því að svo yrði ekki.

Tilboð Hvítárvellinga þótti áhugaverðara og var ákveðið að kanna það nánar með samræðum við þá. Hófst þar með enn nýr kafli í stuttri sögu Mjólkurskólans.96

77 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Mjólkurskólinn fluttur að Hvítárvöllum

Þeir Ólafur Davíðsson bóndi á Hvítárvöllum og Sigurður Fjeldsted bóndi í Ferjukoti komu til fundar við stjórn Búnaðarfélags Íslands þann 14. mars 1904 til viðræðu um væntanlegt samstarf. Hafði Sigurður ráðunautur þá að beiðni stjórnarinnar, „með vitund og samþykki Eggerts Briem í Viðey“, farið upp í Borgarfjörð og rætt málin við heimamenn, og að því er séð verður af heimildum lagt með þeim drög að stofnun rjómabús er tengjast mundi Mjólkurskólanum.98 Fór svo að 13. maí um vorið hélt Grönfeldt með áhöld Mjólkurskólans upp að Hvítárvöllum.

Á Hvítárvöllum stóð Mjólkurskólanum til boða portbyggt timburhús, fyrir 150 kr. ársleigu. Skyldi Búnaðarfélagið kosta viðgerð þess og útbúnað til smjörgerðarinnar. Einnig að kaupa húsið með tilheyrandi lóð, 30x30 álna, fyrir 1700 kr. Stjórn félagsins gekk að seinni kostinum með skilyrði um að samkomulag næðist um rekstur væntanlegs rjómabús þar, en það var talinn mikill

Reisulegt var á Hvítárvöllum þegar til álita kom að færa Mjólkurskólann þangað; það sýnir hin þekkta mynd W. G. Collingwoods frá sumrinu 1897.

kostur að verðandi rjómabússtýrur kynntust slíkum rekstri af eigin raun. Niðurstaða umræðnanna varð hins vegar sú, að Búnaðarfélag Íslands keypti svonefnt Barónshús á Hvítárvöllum af Ólafi bónda þar, til þess að halda áfram starfi Mjólkurskólans. Húsið hafði baróninn, Charles Gouldrée-Boilleau, reist sem sumarhús fyrir vinnufólk sitt; einföld bygging, óeinangruð, sem aðeins var ætluð til sumarnota. Var þá skammt um liðið frá búskap barónsins, sem brotið hafði upp á ýmsum nýjungum í búskap þar, m.a. starfrækslu rjómabús.99

Á Hvítárvöllum bjó Grönfeldt um Mjólkurskólann með sínum mönnum sumarið 1904. Töluvert verk mun

79 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

hafa verið að lagfæra Barónshúsið; því var m.a. snúið á grunni100 og það gert að heils árs vistarveru. Skólastarfið hófst svo formlega þann 1. október. Það réði miklu um val Hvítárvalla sem skólaseturs að bændur voru tilbúnir að stofna rjómabú í tengslum við Mjólkurskólann; nágrannar í Andakíl og Bæjarsveit en einnig nokkrir norðan Hvítár. Innleggjendur urðu margir, t.d. voru þeir 35 árið 1910. Á árunum 1910–1912 höfðu þeir með sér ræktunarfélag, Nautgriparæktarfélag Hvítárvalla, en á fyrsta áratug tuttugustu aldar voru slík félög stofnuð til umbóta í fóðrun og hirðingu mjólkurkúa.101 Það var upphaf áhrifamikils ræktunarstarfs sem að miklum hluta mun mega rekja til starfs rjómabúanna. Hvítárvallafélagið starfaði aðeins í eitt ár. Hefði betur starfað lengur því kýr félagsmanna reyndust „… borga fóðrið sitt illa – sumstaðar jafnvel afleitlega.“102

Ákveðið var að rjómabúið á Hvítárvöllum starfaði einnig að vetrinum, en það var fátítt um rjómabú á þessum árum. Komu þar til þarfir Mjólkurskólans. Virðist sambýli atvinnureksturs bændanna og mjólkurkennslunnar hafa gefist vel. Vildisjörðin Hvítárvellir var forn miðpunktur umsvifa og samgangna þar í sveitum sem styrktist enn með tilkomu hinnar nýju starfsemi þar. Rekstur Hvítárvalla-rjómabúsins tókst þannig að við árslok 1915 var það í hópi þeirra sex rjómabúa (af 23) sem þá áttu mestar skuldlausar eignir.103

Vert er að rifja upp söguna um rjómabúið, sem gildan

BJARNI GUÐMUNDSSON 80

Á Hvítárvöllum í byrjun 20. aldar. Mjólkurskólinn var í húsinu lengst til vinstri, Barónshúsinu er svo var nefnt. Dökki skúrinn við húsið var rjómavinnsluskálinn.

þátt virðist hafa átt í því að Mjólkurskólinn var fluttur að Hvítárvöllum. Á fundi sem haldinn var í Þingnesi veturinn 1904 kom fram áhugi á því að fá skólann að nýju í héraðið, sem og það að stofna til rjómabús er starfaði ekki aðeins á sumrin, svo sem þá var háttur þeirra flestra, heldur einnig á starfstíma skólans; töldu fundarmenn það leið til þess að auka arðsemi búsins. Var þetta upphaf erindis Borgfirðinga til stjórnar Búnaðarfélags Íslands sem fyrr var getið. Þeim Jóhanni Björnssyni í Bakkakoti (nú Hvítárbakka), Sigurði Fjeldsted í Ferjukoti og Ólafi Davíðssyni á Hvítárvöllum var falin forganga í málinu.104 Stjórn Búnaðarfélags Íslands og félag bændanna í nágrenni Hvítárvalla, sem að rjómabúinu þar stóð, gerðu síðan samning til sex ára, þar sem bændurnir lofuðu nægu rjómainnleggi til kennslunnar, gegn því að Bún-

81 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

aðarfélagið greiddi rekstrarkostnaðinn á meðan nemendur fengjust, en að bændurnir fengju búið að láni utan kennslutímans og greiddu þá kostnað við rekstur þess. Þannig skyldi búið vera í rekstri um ársins hring.105 Bændurnir keyptu mótor til þess að knýja smjörgerðarvélarnar.106 Virðist Hvítárvallabúið hafa verið eitt fyrsta ef ekki fyrsta rjómabú landsins til að taka olíuaflið í þjónustu sína. Samningurinn virðist því hafa verið í svipuðum anda og sá sem gerður var á milli Búnaðarfélagsins og Hvanneyrarskóla um starf og rekstur Mjólkurskólans þar, sjá bls. 64–67. Víkur nú aftur að húsakosti og starfsaðstöðu Mjólkurskólans á Hvítárvöllum en henni lýsti Grönfeldt þannig í skýrslu sinni til Búnaðarfélags Íslands 1. nóvember 1904:

Skólabyggingin [Barónshúsið] er 18 x 9 álnir, með 11½ x 6 álna skúr, sem notaður er til mjólkurmeðferðarinnar. Húsið sjálft er einloftað með 2 álna porti. Á gólfinu eða niðri er skrifstofa, dagleg stofa, eldhús, svefnherbergi, matargeymsluklefi og gangur með stiga upp á loftið.

Á loftinu er skólastofan 9 x 7 álnir, svefnherbergi nemendanna, gestaherbergi og klæðaskápur.

Að húsinu liggur forstofa 5 x 7 álnir, skift í tvent, með kjallara undir. Mjólkurmeðferðar-skálanum er skift í þrent: Móttökuherbergi, þar er og hitunarvélin, smjörherbergið og mótorklefinn.

Áhöld skólans eru: strokkur, vatnsdæla, hitunaráhald, kælingaráhald, ostapressa, smjörhnoðunarvél, Gerbers-fitu-

BJARNI GUÐMUNDSSON 82

Rjómapóstar að Hvítárvöllum, komnir suður yfir Hvítá. Sitjandi er Ólafur Ólafsson frá Melkoti. Hinir eru (f.v.) Guðmundur Tómasson, seinna bóndi í Tandraseli, Ásmundur Jónsson, seinna í Borgarnesi, og Árni Hjálmsson frá Hofsstöðum. Rjómabrúsana má sjá við fætur þeirra.

83 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

mælir, 2 skilvindur, auk bala og annara þvottaáhalda. Við rekstur skólans eða rjómabúsins er notaður steinolíu-mótor með 2 hesta afli. Félagsmenn rjómabúsins eiga mótorinn.107

Sumarið 1905 lét Búnaðarfélagið byggja 6 x 12 álna geymsluskúr við Mjólkurskólann.108 Ekki verður betur séð en að aðstaða Mjólkurskólans hvað rými og útbúnað snerti hafi verið góð á Hvítárvöllum, síst lakari en var í skólahúsinu nýja á Hvanneyri. Á Völlum mátti taka við mun meira hráefni en á Hvanneyri, þar sem aðeins hafði verið gert ráð fyrir að tekið væri við mjólk búnaðarskólabúsins. Þar á Völlum varð Grönfeldt eigin herra og mætti því kallast skólastjóri héðan í frá í þessari frásögn. Það skyggði helst á að vatnsöflun var þar örðug. Heimamenn tóku að sér úrbætur með því að hlaða brunn á lóð Mjólkurskólans. Reyndist sá stórum dýrari en áætlað hafði verið. Þótt tryggingafé hússins á Hvanneyri hefði verið töluvert dugði það ekki fyrir húsabótunum á Hvítárvöllum. Rjómainnleggjendur Hvítárvallabúsins komu víða að. Þannig minnist Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum í Skorradal frásagna heimilisfólksins um að þaðan hafi rjómi verið sendur að Hvítárvöllum, tvisvar í viku að hann taldi, eftir því á hvaða árstíma var.109 Ofan frá Stafholtsey flutti Björn J. Blöndal rjóma að Hvítárvöllum sumarið 1915, þrettán ára gamall. Ríðandi var hann og fór um Dyravað á Grímsá110 því engin var brúin þá komin á það mikla vatnsfall. Innleggjendur til búsins voru bændur

BJARNI GUÐMUNDSSON 84

„ARGAN STARÐI Á FARÐANN“

Misjafnlega gekk að koma smjörinu óskemmdu á markað. Þorsteinn Kristleifsson, sem mundi rjómabúið við Geirsá, sagði frá því að jarðhýsi búsins, er varðveita skyldi smjörið, reyndist ekki betur en svo að smjörið reyndist gallað er á hinn erlenda markað kom. Það kom „farði fram í smjörinu. Það varð eins og loðið, og það var kallaður farði, grátt og loðið“ sagði Þorsteinn og rifjaði upp vísuna sem þá var kveðin:

Borðar Garðar okkar arð argan starði á farðann. Orða harður við það varð, vonarbarðann marð’ann.

Menn munu hafa kennt rjómabústýrunni að einhverju leyti um hvernig fór, „en ég held það hafi nú verið með af geymslunni – það var nú bara hrófað upp einhverju jarðhýsi.“112

í Andakílshreppi, Skorradal, hluta Borgarhrepps og á neðstu bæjum í Stafholtstungum og Bæjarsveit.111

Það er angi af þessari sögu að sáralitlu munaði að húsbruni byndi einnig endi á starf Mjólkurskólans á Hvítárvöllum; að sagan frá Hvanneyri endurtæki sig. Þann 8. september 1905 kom nefnilega upp eldur í stórri heyhlöðu þar á Hvítárvöllum; „… mun hafa verið borið ógætilega

85 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

mikið saman af heyi í hlöðuna, geilalaust og kviknaði í heyinu niður við gólf“, segir í blaðafregninni.113 Menn af næstu bæjum fjölmenntu til hjálpar „þar á meðal Hjörtur skólastjóri á Hvanneyri við 16. mann, og stýrði hann aðallega björgunarviðleitninni af miklum vaskleik.“ Reynt var að bjarga sem mestu af heyinu og að verja nærliggjandi hús, annars vegar íbúðarhús Ólafs bónda Davíðssonar og hins vegar mjólkurskólahúsið með íbúð Grönfeldts. Tæpum helmingi heysins, er nam 7–800 hestburðum tókst að bjarga sem og að verja íveruhúsin, þótt bálið væri mikið og veður „hvasst nokkuð“. Þá segir ennfremur í fréttinni: „Föturnar frá mjólkurbúinu komu að góðu haldi sem slökkviskjólur. En brunnar þrutu brátt og varð að sækja vatn í Hvítá til að slökkva, en þangað er góður spölur.“

Því má svo bæta við að það gengur álögum næst hve oft húsbrunar sóttu að Grönfeldt: Á Hvanneyri árið 1903, á Hvítárvöllum árið 1905, og loks á Beigalda árið 1925 er hús mjólkurniðursuðuverksmiðjunnar, er hann stóð fyrir þar, brann í rústir.

BJARNI GUÐMUNDSSON 86

Kennslan og námið

Árlegar skýrslur Grönfeldts og fáeinir vitnisburðir námsmeyja eru helstu heimildirnar um kennslu hans í Mjólkurskólanum. Svo virðist sem hún hafi borið nokkur merki þróunarstarfs svo sem vænta mátti, að viðfangsefnin hafi nokkuð breyst í áranna rás í ljósi fenginnar reynslu, en líka vegna þess að námskeiðin virðast hafa tekið mið af því hvort um húsmæðrafræðslu mjólkurvinnslunnar hafi verið að ræða eða menntun verðandi rjómabústýra, eins og þegar hefur verið vikið að. Það kemur ekki á óvart að kennsluskipanin í Mjólkurskólanum hafi að ýmsu leyti verið sniðin eftir erlendum háttum og að Mjólkurskólinn í Ladelund hafi verið helsta fyrirmyndin að kennslunni á Hvanneyri, en þar höfðu bæði Sigurður ráðunautur og Grönfeldt mjólkurfræðingur numið sín fræði, þessir tveir höfuðpaurar mjólkurfræðikennslunnar á Hvanneyri og Hvítárvöllum. Í Ladelund voru m.a. boðin 4–5 mánaða vetrarnámskeið fyrir „Mejerister og Mejersker“ með herslu á mjólkurfræði, bókhald og umönnun nautgripa.114 Svipuð skipan

Heimilisfólk og nemendur Mjólkurskólans á Hvítárvöllum. Hans Grönfeldt skólastjóri og Þóra Þórleifsdóttir, kona hans, honum til hægri handar. Aðrir eru óþekktir. Stúlkan lengst til hægri virðist hafa komið beint frá verkum sínum í rjómabúinu megi marka klæðnað hennar.

var í þekkt fleiri löndum, t.d. Írlandi, þar sem stúlkum bauðst 6 vikna mjólkurfræðinám.115 Má því segja að fyrsta form skólans hafi verið byggt á sama grunni og hliðstætt nám í nágrannalöndum.

Í Danmörku hafði Hið konunglega búnaðarfélag landsins staðið fyrir menntun rjómabústýra (mejersker) á árabilinu 1837–1875. Með vaxandi iðnvæðingu greinarinnar óx hlutur karla í starfinu á kostnað kvennanna. Í ljósi þess hefur verið bent á að eiginlega hafi konur rutt nútíma landbúnaði braut.116

BJARNI GUÐMUNDSSON 88

Það var ekki fyrr en Mjólkurskólinn kom að Hvítárvöllum sem starf hans tók að mótast til frambúðar. Starfstíminn á Hvanneyri varð of knappur til þess og veturinn í Reykjavík var eins konar björgunarstarf. Sigurður ráðunautur Sigurðsson var ánægður með hvernig skólastarfið fór af stað, og kvað kennsluna svo góða, „sem framast má vænta, þegar litið er á allar ástæður, stuttan undirbúningstíma, ónóg húsakynni, fjárskort og fleira“ eins og segir í grein hans um kennsluna frá sumrinu 1901.

Þótt Grönfeldt skólastjóri væri þægilega kátur og spaugsamur þegar því var að skipta þótti námsmeyjum hann nokkuð strangur og siðavandur eins og vera bar. Þóra, kona hans, Þórleifsdóttir frá Skinnastað í Öxarfirði sem hann kvæntist 1902, var mikilhæf kona og fékk orð fyrir að vera síkát, skemmtin og í öllu hin ágætasta húsfreyja. Saman sköpuðu þau notalegt og aðlaðandi skólaheimili.

Að jafnaði dvöldu 8–10 stúlkur við nám í Mjólkurskólanum á hverju kennsluskeiði eftir að hann kom að Hvítárvöllum. Grönfeldt annaðist kennsluna að mestum hluta einn, en Þóra kona hans kom einnig nokkuð að henni. Sigurður ráðunautur var alla tíð prófdómari og eftirlitsmaður við skólann.

Í skýrslu Grönfeldts skólastjóra um fyrsta starfsárið er lítillega vikið að kennslugreinunum, sem voru mjaltir, verkleg meðferð mjólkur, smjör og ostagjörð, þvottur og ræsting, mjólkurreikningshald, bæði á mjólkurbúum

89 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

HVERNIG MJÓLKURSKÓLASTÚLKA

SKYLDI KLÆÐAST

Grönfeldt gerði sérstakar kröfur um klæðnað námsmeyjanna:

Þær stúlkur, sem ætla sér á skólann, þurfa að eiga hentug verkaföt sem auðvelt er að þvo og svo vel fallin til vinnunnar, sem unt er …

Ein föt, treyju að minsta kosti, til þess að mjólka í, með stuttum ermum.

Tvennan klæðnað til að vera í við meðferð mjólkurinnar, með stuttum ermum og ekki of síðu pilsi; það er ávalt illa til fallið, ef pilsið dregst með gólfinu, og þá er ekki hægt að halda því hreinu.

Margar hvítar svuntur, mjólkurbúshúfu og loks eina tréskó; þeir eru beinlínis óhjákvæmilegir á hverju mjólkurbúi; stúlkur geta veikst af að vera á íslenzkum skóm við þá

og heimilum, fræðsla í mjólkurmeðferð, bæði skrifleg og munnleg, mæling á fitu með „Gerbers“ fitumæli o.s.frv. Mjólkurskólinn undir stjórn Grönfeldts varð í forystu um nýja tækni við mat á mjólkurgæðum og meðferð afurðanna. Þar voru t.d. mælingar á fitumagni rjómans fastur verkliður, en fitumælingar mjólkur urðu mikilvægur þáttur í ræktunar- og kynbótastarfi bænda sem efldist mjög á fyrri árum Mjólkurskólans. Grönfeldt varð sér einnig snemma úti um gerilsneyðingartæki. Það pantaði hann að ráði Bøggilds prófessors sumarið 1903 frá

BJARNI GUÐMUNDSSON 90

Tvær mjólkurskólastúlkur á Hvítárvöllum í fullum skrúða, sennilega veturinn 1913–1914, þær Guðbjörg Kristjánsdóttir (t.v.) og Aldís Jónsdóttir (t.h.).

vinnu, því að þeir verða alt af vatnsósa og þar af leiðandi kaldir, þegar auk þess alt af er gengið á köldu mjólkurhússgólfinu. Þeir eru yfirleitt í meira lagi óhentugur skófatnaður við mjólkurgerð, þar sem alt á að bera merki um reglu og þrifnað, alt frá tréskóm stúlkunnar til tárhreins strokksins.117

Burmeister & Wain. Tækið kostaði sem nam að minnsta kosti hálfu tonni af smjöri, 350 kr., og virðist stjórn Búnaðarfélagsins hafa greitt það með nokkrum semingi.118 Þá var gerilsneyðing mjólkur og rjóma nýlunda hérlendis.

Eftir að skólinn flutti að Hvítárvöllum óx smjörframleiðslan þar sem úr meiri rjóma var að vinna en Mjólkurskólinn hafði haft aðgang að á Hvanneyri. Samkvæmt skýrslum Grönfeldts skólastjóra nam hún framan af 6000–8000 pundum árlega (3–4 tonnum). Undralítið hefur varðveist af náms- og kennsluefni úr

91 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

REIKNAÐ Í KÖNNUM OG KVINTUM

Um dagleg störf í Mjólkurskólanum á fyrstu árum hans er fremur lítið vitað. Kristín Ólafsdóttir, sem dvaldi í skólanum 1904–1905, lýsti þó starfinu m.a. svo: Verklega kennslan fór fram fyrir hádegi, byrjaði klukkan 8. –Kennt var: Mjaltir, meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð, fitumæling og sýring. Sumar stúlkurnar tóku á móti rjómanum, eftir röð, að viðstöddum skólastjóra, og áttum við að vega hann og segja til um það hvort hann væri „tækur“ eða ekki, ef svo var ekki, þá hvað væri að honum. Þetta þótti okkur stúlkunum ekki gott verk, því við urðum að smakka á rjómanum frá hverju heimili, en þau voru nokkuð mörg, og misjafnt var bragðið … Þær stúlkur, sem ekki tóku á móti rjóma þann daginn, sáu um strokkinn og „tóku af honum“, söltuðu smjörið og settu í vatn, þangað til gengið var endanlega frá því. Eftir hádegið byrjaði bóklega námið. Kennt var í fyrirlestrum að mestu, og áttum við að skilgreina hvaðeina í smáritgerðum. En það var um meðferð mjólkur og rjóma, gerlafræði og húsdýrafræði. Svo var reikningurinn, sem okkur stúlkunum fannst svo þungur og margbrotinn. Alt var reiknað út í „könnum og kvintum“. Eitt dæmið gat orðið svo umfangs-

Mjólkurskólanum. Í leitirnar hafa aðeins komið fáeinar uppskriftir námsmeyja, einkum frá fyrstu starfsárum skólans. Þær eru þrenns konar að efni:

• leiðbeiningar um hirðingu mjólkurkúa og kálfa, svo og fræðsla um fóðurþarfir og fóðrun nautgripa;

• færsla kúaskýrslna, þar sem áhersla var lögð á feitimagn

BJARNI GUÐMUNDSSON 92

Dæmi um rjómabúsreikning nemanda við Mjólkurskólann veturinn 1902–1903.

mikið að það tók yfir heila opnu í meðal stílabók. Jeg taldi einu sinni aðferðirnar og afbrigðin við að reikna út vikusmjör 42 manna og taldist mjer þær 18 … Vafalaust tel jeg þó, að þessi margbrotni reikningur, með öllum sínum brotabrotum, „könnu og kvinta“-reikningi, hafi vakið athyglina og skerpt hugsanir okkar nemendanna. En þar veitti víst ekki af …119

(smjör) mjólkurinnar. Notuð voru dæmi úr kennslufjósunum; • færsla viðskiptareikninga fyrir rjómabú. Efnið ber með sér að hafa verið hagnýtt, svo sem til stóð, en jafnframt á háu faglegu stigi. Er bersýnilegt að Grönfeldt skólastjóri hefur kunnað mjög vel til allra verka

93 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

ÞAÐ SEM PRÝÐIR GÓÐA RJÓMABÚSTÝRU

„Skilyrðin fyrir því að geta verið rjómabústýra“ er yfirskrift kafla í glósubók Sesselju Stefánsdóttur nemanda Mjólkurskólans frá árinu 1903:

Sá kvenmaður, sem tekur að sér mjólkur- eða rjómabú, hefur margs að gæta, til að geta leyst starf sitt vel af hendi. Eg heyri marga leggja áherslu á reikninginn, sem aðalskilyrði fyrir að geta staðið vel í þeirri stöðu, en af þeirri litlu kynningu, sem eg hef af starfssviði bústýrunnar, vil eg segja að það sé það minnsta. Fyrir utan nægilega verklega þekkingu þarf hún að hafa þá kosti sem taldir eru góðri húsmóður til gildis: reglusemi, hreinlæti og samviskusemi. Reglusemina til að vinna alt á ákveðnum tíma; og ef hún er það við sjálfa sig mun hún geta verkað á meðlimi mjólkurbúsins svo þeir gjöri sig ekki seka í óreglu með sendingu mjólkurinnar eða rjómans, sem mun vera afar óþægilegt. Hreinlætis þarf hún að gæta í öllu, ekki einungis í hennar eigin verkahring: í meðferð mjólkur og smjörs heldur þarf hún að hafa eftirlit með heimilum sem mjólkin er frá, því aldrei verður gott smjör úr þeirri mjólk, sem ekki er farið hreinlega með á heimilunum og máske ekki heldur ílátin sem mjólkin er flutt í, og verður hún að hafa strangar gætur á því, og vanda um ef þarf, og als ekki taka á móti þeirri mjólk, sem eitthvað er gölluð. Hún þarf að vera samviskusöm, hafa vakandi áhuga á þvísem henni er trúað fyrir, svo hver geti haft sem mestan arð af sinni mjólk, og umfram alt að hver njóti síns, hver sem hann er.

Þetta finst mér nú vera þeir helztu kostir, sem hver bústýra þarf að hafa, en að telja upp hvað eina, sem hún hefur

BJARNI GUÐMUNDSSON 94

Kristjana Jónatansdóttir frá Fjalli í Aðaldal nam við Mjólkurskólann veturinn 1902–1903, fór til framhaldsnáms í mjólkurvinnslu í Danmörku og átti síðan langan starfsaldur sem rjómabústýra á Hvanneyri. Hér er hún við vélknúna skilvindu rjómabúsins þar, líklega um 1930.

að gæta, finst mér enga þýðingu hafa, því það kemur af sjálfu sér ef hún skilur köllun sína rétt.“120

95 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

og lagt sig fram við kennsluna. Eftirlitsstörf hans með rjómabúunum og afurðum þeirra, sem hann stundaði á sumrum, auðvelduðu honum vafalaust einnig að sníða kennsluna að brýnustu þörfum rjómabústýranna. Tvenn viðfangsefni önnur má nefna sem virðast hafa verið nokkur fyrirferðar í kennslunni. Fyrst það sem kalla mætti hússtjórnarfræði, s.s. matargerð og næringarfræði, sem virðist hafa vaxið að fyrirferð eftir því sem starfsárin liðu. Líklega kom þar til hlutur Þóru, eiginkonu Grönfeldts, er kunni vel til þeirra fræða, hafði m.a. skrifað bók um matargerð, eins og áður var getið. Hins vegar var það leikfimi sem á þessum árum taldist vera nokkur nýlunda. Gætti þar án efa áhrifa hinna dönsku lýðháskóla í anda Grundtvigs, en Nils Pedersen, skólastjóri Grönfeldts í Ladelund, hafði einmitt verið kennari á lýðháskólanum í Askov, skóla sem mikið orð fór af um þær mundir. Grönfeldt var því meðal frumkvöðla leikfimikennslu hérlendis.

Í flestum skýrslna sinna greinir Grönfeldt helst frá námsgreinunum í almennum orðum. Skólaárið 1914–15 gerir hann þó undantekningu og skrifar: Nokkur breyting á kenslunni var gerð, og er henni nú þannig hagað:

1. Verkleg kensla: Smjörgerð og ostagerð, fitumæling, vatnsmæling í smjörinu (Ostagerð er aukin að miklum mun, með því búið er til mikið af ostum úr ósúrum áfum), innanhússtörf, ræsting, matartilbúning, brauðagerð, kökubakstur o. fl.

BJARNI GUÐMUNDSSON 96

Dauðhreinsunarskápur, úr fórum Grönfeldts skólastjóra.

2. Mjólkurfræði: Fyrirlestrar, samtalstímar og stílar.

3. Húsdýrafræði: Fyrirlestrar og stílar.

4. Heilsufræði: Fyrirlestrar, samtalstímar og stílar.

5. Samsetning fæðutegundanna: Fyrirlestrar.

6. Reikningur, skriflegur og munnlegur.

7. Réttritun. 8. Söngur.121

Breytingin mun helst hafa falist í því að heimilisfræðin fengu aukið vægi í kennslunni enda var þá farið að bera á samdrætti í starfsemi rjómabúanna. Halldóra Benónýsdóttir frá Háafelli í Skorradal var

97 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

nemandi á Hvítárvöllum síðasta starfsvetur skólans, frostaveturinn 1918. Þannig lýsti hún námi og starfi þar: Þennan vetur voru 5 stúlkur í skólanum og 1 í eldhúsi. Rjómavinnslan var í sérstöku steinhúsi með tígul steina gólfi, en svo var búið í öðru húsi. Þar var eldhús og búr og borðstofa niðri og svefnherbergi hjónanna, en tvö svefnherbergi uppi og stofa til að kenna í. Bóklegu fögin voru íslenska, danska, reikningur, mjólkurfræði og heilsufræði. Frú Þóra kenndi íslensku og eitthvað fleira … Rjóminn var fluttur á reiðingshestum til búsins, það er að segja sunnan ár, en ferjað yfir Hvítá á meðan hún var auð, en þá báru menn víst brúsana á sjálfum sér frá ánni. Eftir að Hvítá lagði var hægt að fara með sleða … Það var notaður mótor til að strokka, en sá mótor var ekki notaður til annars. Strokkurinn var stór, í líkingu við tunnu, bara stærri. Grind innan í honum sem snérist, en einhvers konar ás eða hjörur undir, svo að hægt var að halla honum, og renna áfunum frá þegar búið var að strokka. Smérið var þvegið í strokknum að miklu leyti, síðan sett í það salt og svo látið á sérstakt hringlaga borð með brúnum utanum, svo smérið færi ekki út af borðinu, síðan var það hnoðað með sérstökum valtara og drepið niður í kvartel. Kvartelin komu í stöfum upp að Ferjukoti, en voru sett þar saman. Ostur var búinn til úr áfunum. Áfirnar velgdar upp í 34 stig, hleypir settur í og látið bíða nokkra stund. Síðan var skorið í þetta langsum og þversum marga skurði og svo hrært í þangað til allt var orðið kyrningur, saltað og hrært meira. Mysan var ausin af, en draflinn settur í ostamót og pressu. Ostamótin voru ferköntuð en ekki mjög stór.

BJARNI GUÐMUNDSSON 98

Ostarnir voru látnir standa minnst sólarhring í þessum pressumótum, síðan settir í saltpækil og látnir vera þar í nokkra daga. Svo var þeim raðað upp í hillu, en snúið öðru hvoru. Stöku sinnum þvegnir úr saltvatni. Þessi ostur hét hvítostur, og stundum nefndur saltostur. Það var kallað að láta ostana gerast, meðan þeir voru á hillunni.122

Heillegustu námsgögn Mjólkurskólans, sem ég hef séð, eru frá hendi Sesselju Stefánsdóttur frá Guðmundarstöðum í Vopnafirði, er var í Mjólkurskólanum veturinn 1903. Öll gögnin handskrifuð að sjálfsögðu. Texti þeirra er að hluta á íslensku en að hluta á dönsku. Enginn er lengur til frásagnar um það hvernig bókleg kennsla Grönfeldts fór fram utan áðurnefnt: Fyrirlestrar og samtalstímar, auk stílagerðar. Nemendur hafa sjálfir þurft að koma efni fyrirlestra Grönfeldts, sem ef til vill hafa verið á blönduðu máli, yfir á þá skýru íslensku, sem lesa má í glósubókum Sesselju. Danski textinn kann þá að hafa verið afritaður frá Grönfeldt sjálfum. Efni Sesselju, t.d. um fóðurfræði nautgripa, sýnir að það var býsna fræðilegt og í fljótu bragði séð sambærilegt við fóðurfræði búnaðarskólanna á þessum árum. Heiti kafla mjólkurfræðihlutans í glósubók Sesselju frá Guðmundarstöðum eru líka athyglisverð:

• Mjaltirnar

• Holsteinsk mjólkurmeðferð

• Um júgrið

99 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

• Um hirðingu mjólkur og rjómans, sem sendur er til mjólkurbúanna

• Um vatnið

• Um skilvindur

• Um sýruna

• Meðferð og sýring rjómans

• Slæm mjólk

• Um eiginleika mjólkurinnar

• Um smjörverkun

• Um smjörið og verðmæti mjólkurinnar

• Skilyrðin fyrir því að geta verið rjómabústýra

Hér var sýnilega ekki yfirborðsleg fræðsla á ferð en þó tekur steininn úr þegar kemur að reikningunum. Á grundvelli mælinga á magni og efnum mjólkur og rjóma, þar sem fituprósentan var lykilstærð, voru gerðir útreikningar á væntanlegu smjörmagni og verðmæti smjörsins, allt fært í krónum og aurum í lokaniðurstöðu – og þá með „kontói“ fyrir hvern og einn innleggjanda og fyrir hin ýmsu innleggstímabil. Í ljósi hins skamma námstíma virðist því ljóst að nemendur hafi þurft að halda sig vel við efnið, því að auk hins bóklega þáttar var mikill hluti námsins verklegur eins og fram hefur komið.

Grönfeldt sótti um stuðning til Danmerkurferðar sumarið 1905, bæði til Búnaðarfélags Íslands og Hins konunglega danska búnaðarfélags. Búnaðarfélagið veitti honum 500 kr. og danska landbúnaðarráðuneytið, að tilmælum danska búnaðarfélagsins, 150 kr. af endurmenntunarfé

BJARNI GUÐMUNDSSON 100

Fitumælingabúnaður, úr fórum Grönfeldts skólastjóra.

þarlendra mjólkurfræðinga. Í ferðinni hugðist Grönfeldt finna kennslustofnanir til framhaldsnáms fyrir rjómabústýrur, „udvælge Læresteder for islandske mejersker hvor de kan uddanne dem videre paa …“. Einnig að fara á smjörsýningar sem þá voru reglulegt og mikilvægt markaðsframtak í Danmörku og loks að „bese smørtransportskibene …“123 en smjörflutningurinn frá Íslandi á hinn erlenda markað var mjög viðkvæmur hluti viðskiptaferilsins. Ferðina fór Grönfeldt.

101 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

„UM HIRÐINGU MJÓLKUR OG RJÓMANS, SEM SENDUR ER TIL MJÓLKURBÚANNA“

Kaflinn er úr glósubók Sesselju Stefánsdóttur nemanda Mjólkurskólans frá árinu 1903:

Þegar mjólk og rjómi er sendur til mjólkurbúanna, verður að viðhafa það hreinlæti, sem framast er unt, því án þess verður varan óútgengileg og mjólkur- og rjómabúin ná þá ekki tilgangi sínum. Hver, sem er hluthafi í mjólkurbúunum, verður því að styðja að því, að farið sé þannig með mjólkina og rjómann, að það valdi ekki neinum afkeim. Ílátin, sem flutt er í, standi ekki í fjósinu eða nokkursstaðar, þar sem þau geta dregið í sig óloft eða reyk, og að þau séu þvegin vandlega í hvert skifti, sem þau eru losuð og eins áður en látið er í þau aftur. Ef ekki er hægt að fara með mjólkina undir eins og búið er að mjólka verður undir eins að kæla hana, og má gjöra það í brunni á þann hátt, að band er sett í flutningsfötuna, og hún hengd ofan í brunninn, þá þannig að hún snerti ekki vatnið, eða þá að saga ofan af olíufati, láta í það kalt vatn og fötuna þar ofan í, og má þá ekki vatnið vera neðar en mjólkin er í fötunni; skifta verður um vatnið að 1 kl.tíma liðnum. Rjómabúin ætti ekki að stofna nema þar sem flutningur á mjólkinni er of erfiður, því það er ennþá vandfarnara með rjómann en mjólkina að því leyti, að hann er ennþá næmari fyrir að draga í sig reyk og ryk en mjólkin og verður því herbergið, sem skilvindan er í, að vera bjart og loftgott og þar sem ekki getur komist að því reykur. Ef ekki er hægt að fara með rjómann undir eins og búið er að skilja – sem aldrei ætti að hjá líða þó hann sýnist lítill að flytja –

BJARNI GUÐMUNDSSON 102

Áhöld úr rjómabúinu á Hvanneyri, nú varðveitt í Landbúnaðarsafni Íslands: Vélknúinn strokkur fjær t.v. Stúlkan stendur við bullustrokk en nær eru aðrar og nýlegri gerðir handstrokka.

verður að kæla hann þegar í stað, og má ekki lokið verða fast ofan yfir á meðan – og þess verður að gæta með mjólkina líka – svo gufan geti rokið upp, því annars er hætt við að rjóminn fái afkeim og þá smjörið líka. Varast verður að blanda rjóma frá 2 málum saman, fyr en hann er orðinn kaldur og ætti helzt ekki að gjöra það þá, ef hægt er að komast hjá því.

103 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Athyglisverð er hugmyndin um framhaldsnám íslensku stúlknanna í Danmörku og má hún skoðast sem metnaður skólastjórans til þess að ná sem lengst á sviði mjólkurfræðimenntunar fyrir Íslendinga. Hins vegar hafa ekki fundist margar heimildir um stúlkur sem til framhaldsnáms héldu. Þó er getið tveggja ónafngreindra sem það gerðu haustið 1904, með styrk Búnaðarfélagsins „for paa danske Mejerier at sætte dem bedre ind i Gerning som Bestyrerinder.“124 Vera kann að önnur þeirra hafi verið Kristjana Jónatansdóttir, brautskráð frá Mjólkurskólanum veturinn 1903, er dvaldist um tveggja ára skeið í Danmörku við mjólkurfræðinám, en varð síðan vel þekkt sem rjómabústýra Bændaskólans á Hvanneyri.125 Þótt vart hafi staðið á hvatningu Grönfeldts voru aðstæður á þeim árum ekki hagstæðar konum til framhaldsnáms en hitt líka að spurn eftir þeim nýútskrifuðum til starfa á rjómabúunum var mjög mikil. Á veltiárum íslensku rjómabúanna biðu þeirra vel launuð bústýrustörf í rjómabúunum strax að námi loknu.

Að „bese smørtransportskibene“ – að skoða flutningaskipin – var brýnt í ljósi langrar siglingaleiðar frá Íslandi til enska smjörmarkaðarins og í ljósi þess, hve tækni til kælingar og geymslu jafnviðkvæmrar vöru og smjörs var frumstæð á þeim tíma. Ekki var nóg að rjómabústýrurnar vönduðu verk sín. Tryggja varð bestu meðferð smjörsins yfir hafið og á borð kröfuharðra breskra neytenda. Lengd hvers námskeiðs við Mjólkurskólann var

BJARNI GUÐMUNDSSON 104

BÚSTÝRUHÖRGULL Í BYRJUN ALDAR

Hörgull var á rjómabústýrum á fyrstu árum Mjólkurskólans og rjómabúanna. Að jafnaði var um að ræða tveggja til þriggja mánaða sumarstarf. Sigurður ráðunautur Sigurðsson hafði eðlilega nokkra milligöngu um útvegun þeirra. Í bréfi til Helgu Björnsdóttur frá Svarfhóli haustið 1903, sem rúmu ári fyrr hafði lokið námi við Mjólkurskólann, skrifaði hann að í þetta sinn yrði … mesti bústýruhörgull svo þér megið til að taka að yður eitt einhversstaðar. – Segið mjer bara með hvaða kjörum þjer gefið kost á yður til að standa fyrir rjómabúi.126

breytileg. Svo virðist sem þau hafi lengst er frá leið. Styttri námskeiðin voru fremur sniðin að þörfum „góðra húsmæðra“ en hin lengri fyrir þær sem vildu verða rjómabústýrur.127

Ekki er að finna margar heimildir varðandi almennar umræður um starf Mjólkurskólans. Þær fóru einkum fram innan Búnaðarfélags Íslands, í stjórnarnefnd þess og á Búnaðarþingi. Sigurður ráðunautur Sigurðsson hafði þar mótandi forystu, eins og þegar hefur komið fram. Ber mest á áhrifum hans framan af starfstíma Mjólkurskólans en er leið á það virðist Grönfeldt hafa mótað skólastarfið að mestu einn og óstuddur – og þannig breyst úr mjólkurmeðferðarkennara í mjólkurskólastjóra svo einfölduð sé

105 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

þróunin sem lesa má úr því hvernig Grönfeldt var titlaður. Sigurður ráðunautur fékk líka fullar hendur með ráðgjöf og eftirliti með æ fleiri og vaxandi rjómabúum – smjörbúunum er hann oftast kallaði svo í skrifum sínum. Mjólkurmeðferðarkennslan á Hvítárvöllum kom til umræðu á fundi í Þjórsártúni 19. janúar 1905 en þar stofnuðu þá sunnlensku rjómabúin með sér formleg samtök, Rjómabúasamtök Suðurlands.128 Á fundinum „… voru allir fundarmenn á því, að þessa kenslu þyrfti að auka og bæta …“ skrifaði Sigurður ráðunautur í grein sinni um fundinn.129 Þótt mikill hugur væri í bændum þar sakir velgengni smjörsölunnar þótti þeim ekki vænlegt að stofna annan mjólkurskóla. Nær væri að efla þann sem fyrir væri: … Þegar mjólkurskólinn er borinn saman við aðra skóla hér á landi, sem honum eru einna skyldastir, svo sem búnaðarskólana og kvennaskólana, þá leynir það sér ekki, að þeir eru að ýmsu leyti betur útbúnir en mjólkurskólinn. – Í búnaðarskólunum eru menn 2 ár, nemendur oftast 9–12, að Hólaskóla undanskildum, og kennarar að minsta kosti tveir við hvern þeirra. Við kvennaskólana, sem kenna alt og ekkert, er námstíminn 2–3 vetur, og kennarar eða kenslukonur tíðast 2 … … Satt að segja er smjörgerðin svo mikið vandaverk, að hún lærist eigi til hlítar á 6 mánuðum, einkum þegar það er svo margt annað, sem kent er á sama tíma, og einum manni er ætlað að kenna þetta alt. Það þarf meira en meðalmann til þess að komast yfir slíkt, svo vel sé.

BJARNI GUÐMUNDSSON 106

Engri rýrð væri með þessu kastað að Grönfeldt, skrifaði greinarhöfundur, en með ýmsum hætti þyrfti að efla skólann og bæta kennsluna, svo mikil verðmæti væru í húfi og smjörgæðin „… mjög mikið undir því komin hvernig smjörbúunum er stjórnað.“ Á hverju sumri væri kvartað yfir smjörgöllum „… og það er enginn vafi á því, að margir af þessum göllum eiga að meira eða minna leyti rót sína að rekja til smjörbúanna, eða með öðrum orðum til vankunnáttu þeirra í smjörgerð, er veita þeim forstöðu. Þetta segi eg ekki til ámælis, hvorki kennara eða nemendum skólans en það stafar af fyrirkomulaginu, ónógum undirbúningi nemendanna, of stuttum námstíma, og ofmiklum kenslustörfum, sem þar er hrúgað á einn mann.“

En þrátt fyrir þessar alvarlegu ábendingar virðist fátt hafa verið gert til þess að breyta skólanum, hvorki með því að lengja hann að ráði eða með því útvega honum meira fjármagn eða fleiri kennslukrafta.

107 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Uppruni nemendanna og afdrif

Heilstæð skrá um alla nemendur Mjólkurskólans er ekki til. Hins vegar tók Lára Ágústa Ólafsdóttir saman nemendaskrá130 á grundvelli þeirra skýrslna sem Grönfeldt skólastjóri skilaði reglulega um starf skólans og birtar voru í Búnaðarriti. Frumgögn skólans virðast flest hafa glatast. Í hinum prentuðu skýrslum gat Grönfeldt ýmist þeirra sem hafið höfðu nám, eða brautskráðst. Að fjölda til eru það færri nemendur en taldir eru hafa stundað nám við skólann. Talið er að 192 stúlkur hafi stundað nám við Mjólkurskólann um lengri eða skemmri tíma þá tæpu tvo áratugi sem hann starfaði.131 Mismuninn má sennilega skrifa á tvennt: Vöntun heimilda annars vegar en hins vegar á það að ekki hafi alltaf verið taldir nemendur sem stunduðu nám um skemmri tíma. Þannig er t.d. vitað um nemanda, raunar eina karlnemanda við skólann sem ég hef haft spurnir af, Gunnar Runólfsson frá Rauðalæk í Holtum, sem stundaði nám í mjólkurbúareikningi hjá Grönfeldt um hálfs mánaðar skeið um það leyti er

rjómabú var stofnað þar eystra.132 Þá er einnig vitað um stúlkur er Grönfeldt-hjónin tóku á heimili sitt en sem tóku fullan þátt í námi við skólann þótt ekki teldust formlegir nemendur.133 Þannig segir ennfremur t.d. í minningargrein um Guðlaugu Gísladóttur frá Hólmi á Mýrum eystri:

Hún starfaði í nokkur ár á Hvanneyri og á búi Mjólkurskólans á Hvítárvöllum. Hún var ekki nemi þar í venjulegum skilningi, en hún fylgdist vel með öllu og tileinkaði sér þá fræðslu, sem þar var veitt. [Þetta mun hafa verið á árunum 1904–1908].134

Nemendur Mjólkurskólans voru víða að af landinu. Flestir voru þeir þó úr Árnessýslu en þar varð vegur rjómabúanna einnig mestur, sjá töflu á bls. 110.

Að námi loknu réðust margar stúlknanna til starfa sem rjómabústýrur. Það var áberandi hve starfstími hverrar þeirra við búin var stuttur, aðeins eitt til tvö ár flestar. Spurðu menn því hvort námsstyrkjum til stúlknanna í Mjólkurskólanum væri ef til vill betur varið „til utanfararstyrks til hinna efnilegustu til framhaldsnáms?“136

Bústýrustarfið var árstíðabundið rétt eins og starf búfræðinganna. Þeir réðust þó margir til barnakennslu á vetrum og gátu þannig haft starf um ársins hring. Þá leið virðast hins vegar fáar rjómabústýrur hafa farið. Líklega gæti svar Friðriku Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýrafirði, er varð bústýra við Rjómabúið við Geirsá í Borgar-

109 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Skipting nemenda Mjólkurskólans eftir heimahéruðum, þ.e. þeirra sem þær upplýsingar lágu fyrir um. 135

Árnessýsla 26

Gullbr. og Kjósarsýslur með Rvík 7 Mýra- og Borgarfjarðarsýslur 14

Snæf. og Hnappadalssýslur 2

Dalasýsla 1

Barðastrandarsýslur 2

Ísafjarðarsýslur 3 Strandasýsla 2 Húnavatnssýslur 5

Skagafjarðarsýsla 5

Eyjafjarðarsýsla 5

Þingeyjarsýslur 16 Múlasýslur 15 Skaftafellssýslur 7 Rangárvallasýsla 9

firði, er hún var spurð að því hve lengi hún hefði verið þar, átt við fleiri stallsystur hennar:

Ég var nú ekki nema í tvö ár. Þá þurfti ég að fara að gifta mig. Alveg eins og þetta gerðu þær allar. Sumar vildu ekki vera nema eitt ár, aðrar tvö ár, og sú sem var í þrjátíu ár, hún gifti sig aldrei; hún var held ég fædd undir Eyjafjöllunum.137

BJARNI GUÐMUNDSSON 110

Rjómabúið á Baugsstöðum í Flóa. Vatnshjólið undir veggnum sneri vélum búsins. Baugsstaðabúið starfaði lengst allra rjómabúanna –fram á fjórða áratug síðustu aldar. Að því hefur verið hlúð með þakkarverðum hætti svo þar má nú sjá einstakt dæmi um aðstöðu og allan búnað rjómabúanna eins og hann var á blómskeiði þeirra.

Miklar kröfur voru gerðar til rjómabústýranna eins og ítrekað hefur verið nefnt. Starf þeirra réði miklu um hvert verð fékkst fyrir smjörið. Má því auðveldlega ímynda sér að misþakklátt hefur starf þeirra verið. Rjómabústýrurnar þurftu líka að glíma við marga og misjafna innleggjendur hvað skilning snerti á meðferð og gæðum hráefnisins – rjómans. Sigurður ráðunautur vék að hlut rjómabústýranna í ársskýrslu um búin fyrir árið 1907:

Sá er einn galli á mörgum rjómabústýrunum, að þær eru of eftirgefanlegar við félagsmenn búanna, eigi nógu kröfu-

111 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

harðar gagnvart þeim, að því er snertir rjómann eða gæði hans og flutningaföturnar. Vitanlega mega þær ekki setja sig á of háan hest; en hinu verða þær að muna eftir, að starfið er ábyrgðarmikið, og að gæði rjómans hafa þýðingu fyrir smjörgerðina, og ráða miklu um það, hvernig smjörið reynist. Þær mega því ekki koma mönnum upp á það, hverjir svo sem eiga í hlut, að taka slæman rjóma í búin, heldur senda hann tafarlaust heim aftur. En um leið ættu þær að láta orðsendingu fylgja um það, hvað er að og hvernig úr því verði bætt.138 Þá var vinnan í búunum mikil og erfið. Má vera að hún hafi líka að sínu leyti skýrt það hve starfstími bústýranna flestra varð stuttur. Sem dæmi um umsvif og vinnuframlag má taka rjómabúið á Rauðalæk í Holtum sumarið 1903. Það starfaði þá tímabilið 19. júní – 14. september. Á tímabilinu voru unnin um 9,5 tonn af smjöri, mest 185 kg á dag. Móttekinn rjómi hefur þá numið um 700 kg á dag. Auk rjómabústýrunnar unnu að smjörvinnslunni tvær stúlkur – þrír fastir starfsmenn, auk þeirra sem slógu saman smjörkvartelin og fluttu smjörið til Reykjavíkur áleiðis á markað.139

Þótt starfstími stúlknanna við rjómabúin hafi verið stuttur má þó ljóst vera að menntun þeirra hefur nýst með ágætum í þeim störfum sem flestra beið – í húsmóðurstörfum til sveita víða um landið, og að þær hafi þannig breitt út nýja og mikilvæga þekkingu. Að því verður aftur vikið síðar.

BJARNI GUÐMUNDSSON 112

Þróunarstarf Grönfeldts

Nauðsynlegt er nefna þátt í starfi Grönfeldts sem hann sinnti strax á fyrsta starfsári og allmörg ár síðan. Það var að ferðast á milli rjómabúanna og leiðbeina starfsmönnum og innleggjendum um verkhætti og vinnubrögð. Má ljóst vera hver fengur það hefur verið byrjendum í iðnvæddri smjörvinnslu og samvinnurekstri rjómabúa að fá til leiðsagnar mann sem vaxinn var upp við þess störf í Danmörku og hafði að auki staðgóða mjólkurfræðimenntun.

Fyrir leiðbeiningaferðunum gerði Grönfeldt jafnan grein í starfsskýrslum sínum sem reglulega birtust í Búnaðarriti. Efnisatriði úr þeim verða ekki tíunduð hér; aðeins þess getið til að líklegt er að eftirlits- og ráðgjafarferðirnar hafi mjög styrkt kennslu hans við Mjólkurskólann og gert hana enn hagnýtari en ella mundi. Mjólkurfræðingurinn Grönfeldt sá hvar í atvinnugreininni skórinn kreppti og gat lagt grunn að umbótum í kennslu sinni. Sakir tengsla sinna við Danmörku átti Grönfeldt einnig aðvelt með að liðsinna bændum og rjómabúum við

útvegun áhalda og efna til mjólkurvinnslunnar. Skömmu fyrir jólin 1902 auglýsti hann útvegun efnis í 100 pd smjörtunnur; „Ennfremur panta eg alt annað sem til mjólkurbúa heyrir…“140 og árið eftir hafði hann gert „… stórar pantanir fyrir ýmis rjómabú.“141 Þá lét hann leggja nafn sitt við mat á skilvindum: „»PERFECT« er af … mjólkurfræðingi Grönfeldt talin bezt af öllum skilvindum“, sagði í blaðaauglýsingu142 en þá voru sveitaheimilin í óða önn að væðast þeim þörfu tækjum. Má auðveldlega skynja þá miðlægu stöðu til áhrifa sem mjólkurfræðingurinn Grönfeldt hafði á bernskuárum íslensks mjólkuriðnaðar í byrjun tuttugustu aldarinnar. Grönfeldt var ljóst að smjörsmekkur Íslendinga og hins erlenda markaðar var ekki að öllu leyti hinn sami: Síðan eg kom til Íslands og fór að fást við að búa til sýrt smjör, með því að láta í rjómann séralda mjólkursýrugerla, hefir smjör frá mér orðið fyrir töluverðum aðfinslum úr ýmsum áttum, og verð eg að segja, að þær horfi ekki til heilla smjörgerðinni hér á landi.143

… skrifaði Grönfeldt þegar árið 1902 og í þeirri grein skýrði hann fyrir landsmönnum hve mikilvægt væri að stýra súrsun rjómans svo smjörið fengi hinn „þægilega, ísúra keim“ sem einkenndi vel verkað smjör. Þarna var við ramman reip að draga því bæði geymsluskilyrði rjómans á búunum svo og geymslu- og flutningstími hans gátu auðveldlega kallað fram vöxt óæskilegrar

BJARNI GUÐMUNDSSON 114

NAUTASMJÖR – SAUÐASMJÖR

Í tímamótariti sínu um smjörgerð árið 1780 vék Ólafur Olavíus að mismuninum á nautasmjöri og sauðasmjöri: … en um nauta og sauðariómann er staðfastliga athugandi, at þeim hvergi se blandið, og sauða og kúasmiøri helldr eigi, einkum ef seliaz á til útlendra þióða, þvíat sauðasmiør giørir kúasmiør hvítdrøfnótt, og þeßar drøfnur hallda útlendir menn, er eigi eru vanir við sauðasmiør, óhreinindi tóm, eðr farða í kúasmiørinu, sem bera skal rettu lagi gulann lit; enda er sauðasmiør, þótt eintómt se, helldr eigi svo gott til sølltunar sem nautasmiør eitt; af því er sauðasmiørins náttúru er øðruvís varið, enn nautasmiørsins.145

gerlaflóru og gert rjómann „feyrinn, væminn …“ eins og þar sagði. Í bréfi amtmanns til Hjartar skólastjóra Snorrasonar nokkru seinna virðist hann að gefnu tilefni árétta að þótt tilgangurinn með mjólkurmeðferðarkennslunni á Hvanneyri væri að framleiða smjör til útflutnings, sem hann telur þó næsta þýðingarlítinn sakir samgönguannmarka, útiloki það ekki að á Hvanneyri sé framleitt smjör „… með þeim hætti sem mönnum geðjast að hér“ og að nemendur þar læri að búa til smjör „ … sem menn vilja hafa hér, svo gott og fullkomið sem unnt er …“144 Þannig virðist hafa verið gerðar tvenns konar kröfur til smjör-

115 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

gæðanna; annars vegar þær gömlu íslensku og hins vegar þær sem erlendi (enski) markaðurinn krafðist. Þar mættust því ólíkir heimar.

Önnur sérstaða íslenska rjómans, sem Grönfeldt glímdi við, var það hve stór hluti hans var skilinn úr sauðamjólk. Ekki var víst að hinum kröfuharða erlenda markaði félli sauðasmjör. Til að ganga úr skugga um það gerði Grönfeldt rannsókn með atbeina Bøggilds, hins danska mjólkurfræðiprófessors. Sumarið 1901 sendi Grönfeldt utan þrjú smjörsýni sem nemendur hans höfðu verkað. Það segir sitt um samgöngur þeirrar tíðar að smjörið var gert 2. ágúst en í hendur Bøggilds til rannsóknar kom það 20. september. Sýnin þrjú voru unnin úr kúamjólk, sauðamjólk og loks blöndu beggja til helminga. Sýnin voru tekin til gæðamats en einnig rækilegra efnagreininga. Mæld var smjörfita, eggjahvítuefni og mjólkursykur, auk matarsalts, annarra ólífrænna efna og vatns í smjörinu. Þá var nánari eðlis- og efnagreining gerð á smjörfitunni svo hér var gengið nákvæmlega til verka. Helst var það að sauðasmjörið væri eggjahvítu- og mjólkursykurríkara en kúasmjörið en gera má söguna stutta með því að samkvæmt gæðamatinu („som Handelsvare“) voru öll sýnin metin sem „… gammelt og simpelt Smør…“ Blandsmjörið en einkum sauðasmjörið stóð kúasmjörinu framar og hin varlega ályktun Bøggilds í svarbréfi var þannig:

BJARNI GUÐMUNDSSON 116

Sauðamjólk var drjúgur hluti hráefnis til mjólkurvinnslu á fyrstu árum Mjólkurskólans. Ekki var sjálfgefið að hinum erlenda markaði félli íslenska sauðasmjörið og því var gerð á því rannsókn með samanburði við kúasmjör. Myndin sýnir Bessabe Halldórsdóttur og systur hennar, Júlíönu, mjólka ærnar í færikvíunum á Kirkjubóli í Bjarnardal.

Det her foreliggende sparsomme Materiale tyder vel ikke paa, at det maa fraraades at blande Faaremælk i Komælken for Fremstilling af Smør … … að hin fáu sýni bentu ekki til þess að ráðið skyldi frá því að blanda sauðamjólk í kúamjólk við smjörgerð en samt hvatti hann til þess að fleiri sýni yrðu rannsökuð áður en opinber niðurstaða yrði gefin út.146 Tilraunin mun hafa verið endurtekin sumarið 1902. „Rannsóknirnar virtust bera með sér að sauðamjólk hefði eingin áhrif á gæði smjörsins.“147

Það má telja til þróunarstarfs Grönfeldts að hann ól

117 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

svín á Hvítarvöllum að hætti danskra bænda og mjólkurbúa þeirra.148 Áfir sem til féllu við rjómavinnsluna voru nefnilega verðmætt svínafóður en þó verðmætari til manneldis. Í skólaskýrslu skrifaði Grönfeldt m.a.: „Hér við mjólkurskólann höfum við áfagraut tvisvar í viku, og ennfremur notum við þær í brauð, bæði rúgbrauð og hveitibrauð.“149 Um sama leyti skrifaði hann fræðslugrein um það hvernig áfir frá rjómabúunum gætu nýtst til svínaræktar.150 Þótt ekki tengist það beinlínis Mjólkurskólanum má nefna það frumkvæði í mjólkurvinnslu sem Grönfeldt hafði er hann kom upp niðursuðu á rjóma í vinnslubúi sínu að Beigalda. Var það þá nýlunda og upphaf að frekara starfi á því sviði í Borgarnesi. Undir lok þessa kafla má árétta það hversu iðinn Grönfeldt var við að hvetja til umbóta í mjólkurvinnslu með greinaskrifum sínum, rækilegum ársskýrslum, og síðast en ekki síst með Leiðarvísi um meðferð mjólkur, nær 90 blaðsíðna riti sem hann skrifaði strax á fyrsta starfsári sínu, og áður hefur verið nefnt. Þegar við bættist starf Sigurðar ráðunauts Sigurðssonar á sama sviði má fullyrða að landsmenn hafi átt greiðan aðgang að nýjustu þekkingu á mjólkurmeðferð. Hröð fjölgun rjómabúanna á fyrstu árum aldarinnar og starfsárangur þeirra byggðist ekki síst á þessari grunnþekkingu.

Það hefur þegar komið fram hve Grönfeldt var hugað um allt hreinlæti í meðferð mjólkurinnar. Það var for-

BJARNI GUÐMUNDSSON 118

senda þess að gera mætti gæðasmjör. Í bréfi sínu til Ágústs Helgasonar bónda í Birtingaholti, sumarið 1906 skrifaði Grönfeldt m.a.:

Derfor havde jeg tænkt mig næste sommer, naar jeg rejser omkring og om det vinder bifald, at holde korte foredrag om „mælkens benhandling i hjemmene“, for om mulig derved, at bidrage lidt til at skaffe bedre, friskere og renere fløde til mejeriene.“151

Grönfeldt hugðist m.ö.o. í leiðbeiningaferð komandi sumars flytja, ef samþykkt yrði, stutta fyrirlestra um meðferð mjólkur á heimilunum og stuðla með því að til búanna bærist betri, ferskari og hreinni rjómi.

Grönfeldt einskorðaði ekki ráðgjöf sína og hvatningu við mjólkurfræðina í þrengsta skilningi. Verslunarhætti vildi hann einnig bæta: „Eins og ástandið er hér, þá er það fyrst 1–2 mánuðum eftir að smjörið er sent, að vér fáum að vita um galla þess, og tíðast ekki fyr en eftir að bústörfum er hætt það árið,“ skrifaði hann, og lýsti því hvernig við mætti bregðast:

… áður en langt um líður, [ætti] að selja smjörið til kaupmanna hér innanlands, er síðan selja það fyrir eigin reikning til útlanda. Með því móti gætu rjómabúin fengið strax að vita um galla þá, er kynnu að vera á smjörinu, og þá um leið aðstoð þeirra manna, er vit hefðu á smjörgerð, til þess að lagfæra það, er aflaga færi, ef sú, er stæði fyrir búinu, væri eigi fær um það sjálf…152

119 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Einnig í þessu efni vildi Grönfeldt að Íslendingar nýttu sér góða reynslu Dana í smjörviðskiptunum. Á breytingaárunum í upphafi fyrra stríðsins hvatti hann bændur til samstöðu um kjarakröfur sínar og lýsti því með dæmum hvernig danskir bændur hefðu myndað samtök til sölu afurða sinna og kaupa á aðföngum: „Fleiri dæmi mætti telja,“ skrifaði Grönfeldt „en þetta nægir til að sýna, að félagsskapurinn er það eina, sem framtíð bænda verður að byggjast á.“153

BJARNI GUÐMUNDSSON 120

Mjólkurskólanum

Mjólkurskólinn var ekki aðeins mjólkurfræði í bóknámi og verklegum æfingum. Hann varð líka samfélag svo sem skólum fylgir. Á meðan Mjólkurskólinn var á Hvanneyri má geta nærri að nærvera mjólkurskólastúlknanna hafi lífgað upp á heimilisbraginn á skólastaðnum, þar sem fyrir var hópur ungra karlmanna í almennu búnaðarnámi. Ég gríp eitt dæmi úr dagbók námsmeyjar Mjólkurskólans á Hvanneyri frá þrettándanum 1903:

Tombóla á Hvítárvöllum. Fór héðan 26 manns, 4 mjólkurskólastúlkur, heldur var það léleg tombóla … Svo var dans á eftir; alla nóttina var fólkið að tínast heim … kvöldið eftir var þrettándinn. Farið var ofan á Fit [við Hvítá] og sungið og dansað, síðan farið heim og drukkið kaffi, og með því klykkt út með jólin; þessi lengstu jól sem eg hef vitað haldin … Á sunnudaginn þann 11. [jan.] fórum við tíu upp á Vatnshamravatn og dönsuðum.154

Engar heimildir hafa fundist um félagslíf nemenda þann vetur sem skólinn stóð í Reykjavík. En eftir að hann flutt-

Félagslífið í

Kveðja og áritun Grönfeldts skólastjóra til nemanda við brautskráningu veturinn 1903.

BJARNI GUÐMUNDSSON 122

ist að Hvítárvöllum endurnýjaðist sambandið við Hvanneyringa, enda vart nema tæpur klukkustundar gangur á milli bæjanna. Samfundir virðast hafa verið reglulegir auk þess sem Hvítárvellir voru þingstaður hreppsins og því einnig vettvangur annarra mannfunda í sveitinni. Grönfeldt skólastjóri er sagður hafa verið mjög glaðsinna maður. Skólastjórafrúin, hún Þóra Þórleifsdóttir Grönfeldt, lék gjarnan fyrir dansi á harmóniku, og fáir voru þá glaðari í selskapnum en Grönfeldt skólastjóri, sagði Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum, sem vel mundi þau hjón úr æsku sinni.155 Leikfimisýningar námsmeyja Mjólkurskólans þóttu mikil nýlunda á samkomum Hvanneyringa og Hvítárvallameyja á þessum árum. Þannig lýsir Hvanneyringurinn Kristján V. Guðmundsson samkomu nágrannaskólanna í ársbyrjun 1907: Á jóladaginn komu skólastúlkurnar frá Völlum og húsbændur þeirra til kirkju og var það allt hér til kl. 3 um nóttina, skemmti sér við dans og leiki … Svo bauð Grönfeldt öllu heimilisfólkinu frá Hvanneyri inn eftir á annan í nýári. Og við fórum 23 (stykki), 12 karlmenn en hitt kvenfólk … þá fór ég, og mig iðraði ekki eftir því, því ég skemmti mér vel. Við fórum af stað frá Hv[anneyri] kl. 12 á. h. en komum kl. 5 um nóttina … Stúlkurnar sýndu okkur „Gymnastik“ í klukkutíma, og höfðum við mjög mikið gaman af því. Og hljóta þær að vera vel skynsamar, þar eð þær sýndu þær kúnstir, sem ekki eru taldar sem kvenlegastar af meðalmönnum.156

123 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Og sami bréfritari skrifaði 9. maí sama ár: … [á sunnudaginn] komu allar mjólkurskólastúlkurnar frá Völlum þá að kveðja Hvanneyringa, og við piltarnir eigum eftir að fara inneftir að kveðja áður en við förum, því við erum hrifnir af að koma til Grönfeldts og Þóru.

Grönfeldt setti upp leikrit í Mjólkurskólanum. Vitað er til dæmis að um áramótin 1902–03 var fluttur leikþáttur á Hvanneyri sem Grönfeldt hafði sjálfur skrifað. Mun leikþátturinn að einhverju leyti hafa fjallað um staðbundin viðfangsefni.157 Fleiri dæmi eru um leiksýningar í tengslum við Mjólkurskólann. Veturinn 1907 höfðu nemendur á Hvanneyri og Hvítárvöllum þýtt og æft tvo danska gamanleiki. Grönfeldt skrifaði sýslumanni og spurði „hvort ekki muni heimilt að selja aðgang að leiksýningunum á tuttugu og fimm aura.“158 Mætti því ætla að leiksýningar hafi verið nýlunda í héraðinu. Söngur og þó einkum dans var ríkur þáttur félagslífsins. Hvanneyringar fóru þannig reglulega í heimsóknir til „frænknanna“ á Hvítárvöllum, sem svo voru í gamni nefndar, og endurguldu boðin einnig. Þriðji skólinn í Andakílshreppi fyrir ungt fólk var á Hvítárbakka. Þó að þaðan og þangað væri um nokkurn veg að fara og auk þess yfir mikið vatnsfall, Grímsána, voru gagnkvæmar heimsóknir einnig til Hvítbekkinga. „Mikið um dýrðir og vel til vandað, eftir því sem tök voru á“, segir um þær.159 Mér þykir líklegt að rjómapóstarnir, þeir sem fluttu

BJARNI GUÐMUNDSSON 124

Hjónin á Ferjubakka. Guðjón Jónsson og Sigríður Kristjánsdóttir, bændur á Ferjubakka II árin 1907–1941. Sigríður kom frá Múla í Dýrafirði og nam við Mjólkurskólann veturinn 1904–1905. Þá var Guðjón vinnumaður hjá móður sinni á Ferjubakka. Hann var einn af rjómapóstunum til Mjólkurskólans á Hvítárvöllum. Þau hjónin eru, auk skólastjórahjónanna Grönfeldts og Þóru, meðal dæma um traust og varanleg kynni sem tókust með ungu fólki í tengslum við starf Mjólkurskólans.

rjómann að Hvítárvöllum, hafi ekki verið mjög sporþungir við þau embættisverk: Framandi og forvitnilegar stúlkur Mjólkurskólans afgreiddu þá og varla hafa þeir farið þurrbrjósta frá Hvítárvöllum. Minntist Davíð á Hvítárvöllum, sem þá var barnungur, stöku rjómapósta af nágrannabæjum sem áttu til að dveljast drjúgum við verkið, jafnvel svo að nokkuð var liðið á nótt er þeir hurfu til síns heima. Að stofnaðist til hjónabands var ekki óþekkt.160

125 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Mjólkurskólans

Rjómabúin stóðu með mestum blóma árin 1905–1912. Í byrjun fyrra stríðsins tók að fjara undan starfi þeirra og þeim fækkaði mjög. Til þess lágu ýmsar ástæður: Fráfærur lögðust af í mörgum sveitum landsins, kindakjöt hækkaði í verði svo bændur kusu fremur að láta ær ganga með dilkum en færa frá þeim. Erfiðara varð að fá fólk til fjárgæslu og mjalta. Vegna styrjaldarátakanna var bannaður útflutningur á smjöri og sett hámarksverð á það í því skyni að tryggja landsmönnum feitmeti ef tæki fyrir innflutning á smjörlíki. Spurn eftir smjöri innanlands óx. Menn fóru að strokka heima og selja beint þeim er best bauð. Bent hefur verið á að bætt verkun smjörs á heimilunum, sem rekja mátti til starfs Mjólkurskólans og rjómabúanna, hafi saxað mjög á forskot rjómabúsmjörsins og veikt samkeppnisstöðu þess.161 Rjómabúin þurftu líka að taka nokkuð af smjörverðinu til sinna þarfa og því meira sem innleggjundum fækkaði og vinnslumagn hvers bús varð minna. Ekki jók það vilja manna til

þess að skipta við þau þegar önnur leið bauðst: „Báru þeir því minna úr býtum en hinir, er verkuðu smjörið heima, og seldu það „Pjetri og Páli“ fyrir hæsta verð.“ Við það þrengdi enn frekar að rekstri rjómabúanna: „Erfiðleikarnir við að halda þeim á floti hafa steðjað að úr öllum áttum. Það er eins og alt hafi hjálpast að til þess að veikja þau – og fella“, skrifaði Sigurður ráðunautur Sigurðsson árið 1919.162

Samhliða þessum breytingum dró mjög úr aðsókn nemenda í Mjólkurskólann. Rjómabústýrustarfið var ekki jafn aðlaðandi og verið hafði. Mjólkurskólinn tók að glíma við nemendafæð. Líka varð tvísýnt um rekstur hans, m.a vegna „afskaplegs óverðs á kolum“ eins og sagði í bréfi Búnaðarfélags Íslands til Grönfeldts vorið 1917, þar sem Grönfeldt var hvattur til þess að taka upp mó til eldiviðar fyrir skólann „ … ef fáanlegt er sæmilegt mótak og ekki allfjarri og þá helst á Hvítárvöllum.“163 Gerði félagið ráð fyrir að kaupa einnig mó til að hita upp skrifstofur sínar. Áætlað var að 2 tonn af vel þurrum mó hefðu hitagildi á við 1 tonn af kolum og ráðlagði félagið Grönfeldt að miða við það hlutfall „ … og þá heldr freklega það, ef mórinn skyldi vera miðr góðr.“ Heimilt skyldi Grönfeldt þó að kaupa „ … einhverja ögn af kolum … því að líkast til verður ekki hjá því komist“, skrifaði fulltrúi félagsins.164 Grönfeldt tók upp mó um vorið. Nefna má í þessu sambandi að með þarfir búnaðarskólanna tveggja í huga, á Hvítárvöllum og á Hvanneyri,

127 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

sendi Búnaðarfélagið haustið 1917 hvatningu til Stjórnarráðsins um að láta rannsaka kolanámuna við Hreðavatn: „Að áliti fróðra manna er það einhver bezta náman, sem enn er þekt hér á landi, en hængurinn sá, eins og kunnugt er, hvað náman liggur langt [frá] sjó.“165 Við rekjum ekki nánar þann þráð enda vitað að Hreðavatnskol komu hvorugum skólanum að gagni. Harðindaveturinn 1917–1918, sá er nafntogaður varð, settist að. Það kólnaði illilega í skólahúsinu á Hvítárvöllum þrátt fyrir kolin og með bréfi í desember óskaði Grönfeldt heimildar Búnaðarfélagsins til þess að láta setja tvöfalda glugga í skólahúsið. Skiljanleg var sú bón þegar lesin er lýsing Halldóru Benónýsdóttur frá Háafelli

í Skorradal er var nemandi Mjólkurskólans þennan vetur (1918). Eftir henni var m.a. haft: Reynt var að hafa hita í skólastofunni, þar var kolaofn og líka í svefnherbergjunum, en kolin voru af skornum skammti á stríðsárunum fyrri og erfitt að fá þau til landsins. Stúlkurnar máttu því ekki kveikja upp í herbergjum sínum og var þar því gaddfrost, bæði nætur og daga … Það var í janúar sem frosthörkurnar byrjuðu og rjóminn var venjulega frosinn í brúsunum. Þá var helsta ráðið að láta brúsana ofan í heitt vatn, svo var rjómanum hellt í tunnu, en ekki strokkaður fyrr en næsta dag.166

Ekki var starfs- og námsaðstaðan á Hvítárvöllum þá kræsileg. En það voraði um síðir og um fardaga bar eldiviðarmál Mjólkurskólans aftur á góma í stuttorðu skeyti

BJARNI GUÐMUNDSSON 128

Búnaðarfélags Íslands til Grönfeldts er einnig vék að hinu hefðbundna sumarstarfi hans í þágu rjómasölubænda:

Takið upp mó. Ákveðið að þjer ferðist ekki milli rjómabúanna í sumar.167

Með bréfi síðsumars 1918 kynnti Grönfeldt alvarlega stöðu í rekstri skólans:

Hjermeð verð jeg að láta háttvirta stjórn Búnaðarfjelags Íslands vita að Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum getur ekki starfað í vetur sökum þess að bændur hafa engan rjóma. Grönfeldt var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp. Honum hefði komið til hugar, skrifaði hann, að halda námskeið á Beigalda, jörðinni er hann sat „… ef að við hjer í hreppnum stofnuðum mjólkursölufélagsmiðstöð hjer á Beigalda.“ Hafði hann hugsað sér kennslu í matargjörð og vinnu að mjólkurstörfunum „við Pasteurisering, homogenisering, Rengjøring o.s.frv. og bóklegt með sama fyrirkomulagi og á Hvítárvöllum.“ Skyldu stúlkurnar greiða 40 kr. hver á mánuði fyrir skólavistina, en Búnaðarfélagið 15 kr. á mánuði með hverjum nemanda og leggja til eftir þörfum „mó í kennslustofu og svefnherbergjum námsmeyja.“168 Veturinn 1918–1919 reyndist ekki grundvöllur fyrir rekstri skólans því aðeins einn nemandi kom. Grönfeldt sótti þá um leyfi Búnaðarfélagsins til þess að halda námskeið í skólahúsinu á Hvítárvöllum fyrir stúlkur 7. janúar

129 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Forsíða Matreiðslubókar Þóru Þórleifsdóttur Grönfeldt en Þóra veitti nemendum Mjólkurskólans tilsögn í matargerð.

til 11. mars og óskaði eftir styrk til þess. Félagsstjórnin heimilaði honum afnot af húsi og áhöldum og hét 300 kr. styrk til námskeiðsins. „Kenslan verði aðallega fólgin í matreiðslu, smjörgerð og ostagerð, matarefnafræði og heilsufræði.“169 Ekki er að sjá að úr þessum áformum hafi orðið en sýnilega vildi Grönfeldt finna skólanum ný viðfangsefni í ljósi hinna breyttu aðstæðna.

Veturinn 1919–1920 sótti enginn nemandi um skólavist. Árið 1921 sagði Búnaðarfélagið Grönfeldt upp skólastjórastarfinu og með því var Mjólkurskólinn í reynd lagður niður. Nokkrum árum síðar seldi Búnaðarfélagið eignir sínar á Hvítárvöllum. Var þá saga skólans öll. Grönfeldt skólastjóri hafði frá árinu 1908 búið á Beigalda í Borgarhreppi utan skólatíma. Þar stundaði hann mjólkuriðnað er m.a. varð forveri Mjólkursamlags Borgfirðinga, eins og nánar er greint frá á öðrum stað. Fyrr á árinu 1919 hafði stjórn Búnaðarfélags Íslands tekið fyrir tilmæli Stjórnarráðsins um flutning Mjólkur-

BJARNI GUÐMUNDSSON 130

skólans frá Hvítárvöllum að Hvanneyri, sennilega í von um að með því mætti glæða áhuga á mjólkurmeðferðarnáminu og ná hagkvæmari rekstri með samlegð skyldra verka; að þannig mætti efla Mjólkurskólann og tengja hann hinu stóra kúabúi á Hvanneyri svo sem verið hafði í upphafi starfs skólans. Stjórn Búnaðarfélagsins mælti ekki með flutningnum170 og segir ekki frekar af þeirri hugmynd. Undir árslokin 1920 sendi Búnaðarfélag Íslands Stjórnarráðinu áætlun sína um starfsemi og fjárþörf til hennar á árinu 1922. Sýnilega voru Búnaðarfélagsmenn ekki búnir að gefa upp alla von um framhald Mjólkurskólans: Til kenslu í mjólkurmeðferð eru áætlaðar 5000 kr. Eins og sakir standa nú, mætti segja, að þessi starfsemi væri þýðingarlítil. Rjómabúunum fækkar ár frá ári, og hjá þeim, sem starfa, minkar framleiðslan. Ástæður til þessa eru ýmsar: hámarksverð á smjöri, dýrt vinnuafl o.fl. Hins vegar trúum vjer, að möguleikar sjeu hjer til meiri mjólkurframleiðslu, og þess vegna þurfi að halda þessu máli vakandi. Ástæða er til að láta rannsaka, hvort ostagerð eða niðursuða á mjólk, gæti eigi verið hjer eins arðvænleg og smjörgerð.171

Um þessar mundir hafði nokkuð verið unnið að tilraunum með ostagerð hérlendis.172 Meðal annarra vann Anna Friðriksdóttir, einn nemenda Mjólkurskólans sem var áður nefnd, að fræðslu um gerð osta sem „smjörbúastýra“ á vegum Búnaðarfélags Íslands.173

131 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Á Hvítárbakka í Borgarfirði stendur endurreist en breytt hús Mjólkurskólans á Hvítárvöllum, flutt þangað árið 1925. Nú (2016) er unnið að endurbótum á húsinu.

En þótt enn ælu einhverjir með sér von um endurreisn rjómabúanna, og þá eftir hætti með ostagerðina einnig í huga, var á Búnaðarþingi árið 1923 samþykkt að fela stjórn BÍ að athuga „hvort eigi væri rjett, að fjelagið kæmi húsum sínum, og öðrum eignum, á Hvítárvöllum, í peninga á sem haganlegastan hátt“.174 Salan kom til framkvæmda á árinu 1925. Uppboð var haldið á eigum skólans. Söluverð þeirra varð nokkuð undir matsverði.175 Guðmundur Jónsson, fyrir hönd Hvítárbakkaskólans, keypti Mjólkurskólahúsið, tók það ofan og flutti á sleðum upp að Hvítárbakka þar sem það var endurreist

BJARNI GUÐMUNDSSON 132

og notað sem mötuneyti fyrir nemendur Alþýðuskólans þar. Má enn ganga að húsinu sem eldri hluta gamla íbúðarhússins á Hvítárbakka. Ólafur bóndi á Hvítárvöllum keypti mjólkurvinnsluskúrinn en um afdrif lausamuna skólans er fátt vitað. Eitthvað af þeim mun líklega hafa fylgt Grönfeldt að Beigalda þar sem nýr þáttur hófst í mjólkursögu hans, eins og brátt verður vikið að.

Ólafur Davíðsson og Þóra Stefánsdóttir, bændur á Hvítárvöllum, við leifar vinnsluskála Mjólkurskólans þar 2016.

Búnaðarfélagið sá Grönfeldt fyrir nokkrum eftirlaunum eftir að hann hætti störfum við Mjólkurskólann. Á árunum 1923–24 tók Anna Friðriksdóttir að sér leiðbeiningar um „fyrirkomulag og útveganir til stofnunar og reksturs rjóma- og ostabúa.“176 Úr því má segja að kennsla og leiðbeiningar í mjólkurmeðferð, eins og hófust árið 1900, væru úr sögunni.

133 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Áhrif Mjólkurskólans – og Grönfeldts

Með nemendum sínum hafði Mjólkurskólinn mjög mikil áhrif víða í sveitum – bæði bein og óbein. Mjólkurskólinn veitti fyrstu skipulegu starfsmenntunina á sviði matvælaiðnaðar í landinu, jafnframt því sem skólinn stuðlaði með öðru að nýsköpun aldagamalla atvinnuhátta í landbúnaði. Kristleifur Þorsteinsson bóndi og fræðimaður á Stóra-Kroppi í Borgarfirði skrifaði m.a. svo um rjómabúin:

Ég tel því rjómabúin máttugasta viðreisnaraflið í búnaði bænda á fyrsta tug þessarar [tuttugustu] aldar. Af þeim höfðu bændur mikinn hagnað, beinan og óbeinan, og auk þess varð sú samvinna til þess að glæða félagsanda og bróðurhug. Við bættan hag urðu menn frjálsari á alla lund.177

Það er ekki einfalt að leggja mat á áhrif Mjólkurskólans og starf Grönfeldts skólastjóra. Það er eðli þekkingar að koma þannig að framvindu mála að flestum þyki framfarirnar vegna hennar meira eða minna sjálfsprottnar –

„ÞÚ VERÐUR AÐ NÁ ÞÉR Í PENINGA“

Sumarið 1903 birtist grein í Reykjavíkurblaði er þannig hófst: Fyrirfarandi sumur hefir íslenzkt smjör verið selt hér á Bretlandi, og þegar borið er saman verð á því og dönsku smjöri á sama tíma, þá sést, að íslenzka smjörið hefir selst nær undantekningarlaust 20 a.[aurum] lægra pundið en danskt smjör … og greinin endaði þannig:

… Bóndi sæll! Þú verður að ná þér í peninga. Eini vegurinn til þess að afla þeirra er að láta búa til beztu tegund smjörs úr mjólk þeirri, sem þú hefir, en til þess að geta framleitt bezta smjör, þá verður þú að vinna saman með nágrönnum þínum, og um fram alt verður þú að fá bústýru eða bústjóra til þess að standa fyrir búinu, –bústýru eða bústjóra, sem hafi fullkomna þekkingu á smjörgerð. Fáfræðin borgar sig ekki, en þekkingin er ómissandi og er borguð í beinhörðum peningum.178

og sjálfsagðar. Vafalítið hefur menntun rjómabústýranna í Mjólkurskólanum átt drjúgan hlut í því, hve vel starf rjómabúanna íslensku gekk þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þau urðu flest 34 og nær undantekningarlaust voru það menntaðar rjómabústýrur sem veittu þeim forstöðu lengst af.

Í Verzlunarskýrslum Íslands árið 1909 sagði m.a.: „Ánægjulegt er að sjá hvernig útflutta smjörið smátt og

135 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Hans Grönfeldt tók að sér að útvega tæki og búnað til mjólkurvinnslu á heimilunum.

smátt hækkar í verði á erlenda markaðinum“ og tveimur árum seinna sagði: „Einhver merkasti viðburðurinn í verslun landsins er smjörútflutningurinn.“179 Áreiðanlega átti Mjólkurskólinn með starfi Grönfeldts og nemenda hans hér mikinn hlut að málum, einkum þó að hinu fyrrtalda.

Og áhrif in hrísluðust víða um sveitir og urðu hvati að starfi sem í dag er ein af helstu forsendum framfara í nautgriparækt. Þannig skrifaði Ágúst bóndi Helgason í Birtingaholti m.a.: „Þegar smjörið var nú orðin verzlunarvara bænda, óx að sjálfsögðu áhugi fyrir mjólkurframleiðslu. Varð starfsemi rjómabúanna beinlínis til þess að vekja áhuga fyrir því að kynbæta kýrnar …“180 Nautgriparæktarfélögin og skýrsluhald á þeirra vegum varð víða afsprengi starfs r jómabúanna eins og áður hefur verið minnt á.

BJARNI GUÐMUNDSSON 136

Starfsemi smjörbúanna árin 1901–1924; fjöldi þeirra, framleiðslumagn og framleiðsluverðmæti.

Þáttur Hans Grönfeldt Jepsen var gildur; á herðum hans hvíldi stjórn Mjólkurskólans og öll kennsla, en einnig leiðbeiningar til starfsfólks rjómabúanna, verk sem hann vann öll af „mikilli árvekni og dugnaði,“ svo notuð séu orð Guðmundar Jónssonar skólastjóra frá Hvanneyri. Sigurður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri í Borgarnesi lét hafa þessi ummæli eftir sér að Grönfeldt látnum árið 1945: Mjólkurskóli H.J. Grönfeldts bætti tvímælalaust mikið alla vöruvöndun á sviði mjólkurafurðanna. Af Grönfeldt

137 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

lærðu fleiri en þeir, sem hjá honum dvöldu. Nemendur hans fræddu bæði nágranna sína og heilar sveitir um rétta meðferð á mjólk. Varð nemendahópur hans þannig margfalt stærri en hópur sá, sem dvaldi við sjálfan skólann. Lærðu rjómabússtýrurnar, sem búsettar eru hér í héraði, eru alltaf í hópi þeirra mjólkurframleiðenda, er bezta mjólk senda til Mjólkursamlags Borgfirðinga.181

Almennt bera heimildir sem og munnmæli úr héraði með sér að Grönfeldt hafi með undraskjótum hætti fallið inn í borgfirskt samfélag þótt kæmi úr öðru landi og allt annarri menningu. Fjölmenntaður sem hann var hafði hann miklu að miðla og tók virkan þátt í samfélagi sínu. Augljóst er líka að jafnræði hefur verið með þeim hjónum og hafa ófáir borgfirskir heimildarmenn borið lof á þau Grönfeldt og Þóru Þórleifsdóttur í mín eyru. Það tilheyrir þessum kafla að nefna það starf sem Grönfeldt sneri sér að eftir að fjarað hafði undan Mjólkurskólanum. Hann hafði forgöngu um stofnun Mjólkurfélagsins Mjallar og skapaði því aðstöðu á ábýlisjörð sinni, Beigalda í Borgarhreppi. Hann fékk þrjá nágrannabændur í lið með sér, þá Jóhann Magnússon á Hamri, Jón Björnsson á Ölvaldsstöðum og Pál Jónsson í Einarsnesi sem einnig var þá kennari á Hvanneyri. Frumstæð var aðstaðan í fyrstu: Rjóminn soðinn niður í þvottapotti, sem Grönfeldt átti. Brátt var aðstaðan bætt, bæði að húsrými og tækjum auk þess sem starfsemin var opnuð öðrum héraðsmönnum og hafin var niðursuða á mjólk. „Nú virtist svo, að þessi

BJARNI GUÐMUNDSSON 138

SÓKN Í MENNTUN BÆNDAFÓLKS

Í BYRJUN NÝRRAR ALDAR

Fyrsti áratugur tuttugustu aldar var tími vakningar í starfsmenntun á sviði landbúnaðar. Skipan búnaðarskólanna var endurnýjuð árið 1907. Félagsstarf bænda efldist einnig, með búnaðarfélögum og búnaðarsamböndum. Þegar búnaðarblaðinu Frey frá þessum tíma er flett vekja athygli þau mörgu og fjölbreyttu námskeið sem bændafólki buðust: Um var að ræða námskeið t.d. í garðyrkju, plægingum, slátrun, eftirliti á vegum nautgriparæktarfélaganna, matreiðslu og útrýmingu fjárkláða, auk mjólkurvinnslunnar. Sú starfsmenntun varð formlegust, eins og hér hefur verið rakið, þótt ekki næði hún sömu stöðu og hin almenna búnaðarmenntun – bændaskólarnir.

stofnun væri komin yfir alla byrjunarörðugleika og framundan væri greið og góð leið, svo að brautryðjandinn gæti farið að sjá árangur af þrautseigju sinni og erfiði“, skrifaði nágranni Grönfeldts.182 „En það fór á annan veg. Annan des. 1925 brann verksmiðjan og allar vélar stórskemmdust. Þetta óhapp fékk mikið á Grönfeldt þótt hann ærðist ekki. Hann dró sig í hlé frá mjólkuriðnaðinum og kom ekki að honum eftir það…“ Enn hafði húsbruni kollvarpað hvunndegi Grönfeldts og högum fjölskyldu hans.

139 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Úr Baugsstaðabúi: Smjörhnoðunarborðið reimknúið frá vatnshjólinu, sjá mynd á bls. 111. Strokkurinn fjær.

Hins vegar er það staðreynd að frumkvöðulsstarf Hans Grönfeldt á Beigalda var sögulegur áfangi í nútímavæðingu íslensks mjólkuriðnaðar – að kalla má næsta stig á eftir kennslu í frumatriðum mjólkurmeðferðar og -vinnslu, og fag- og félagslegrar uppbyggingar rjómabúanna (smjörbúanna).

Sigurður Sigurðsson ráðunautur skrifaði yfirlitsgrein um starfsemi smjörbúanna, er hann nefndi svo, þegar mjög hafði úr starfi þeirra dregið (1919). Hann óttaðist að þar með yrðu að engu þær umbætur í smjörgerð sem búin höfðu komið til leiðar; umbæturnar væru aðallega tvenns konar: „Það hefir verið framleitt meira smjör í landinu en áður var, miðað við málnytu; þrifnaður allur

BJARNI GUÐMUNDSSON 140

Úr Baugsstaðabúi: Smjörtunna til hægri og smjörmótunarborð þar nær. Smjörvog á borði og þar undir eru ostapressurnar.

í meðferð mjólkur er alment meiri en gerðist fyrir 20 árum, og smjörverkunin hefir stórum batnað.“ Ýmislegt fleira taldi hann mega rekja til starfsemi smjörbúanna: „Má þar meðal annars nefna notkun vagna og akstur. Smjörbúafjelagsskapurinn undirbjó, beint og óbeint, sláturhúsa-fjelagsskapinn hjer á landi. Smjörbúin ruddu þar brautina.“ Rekstrarform smjörbúanna hafði kynnt bændum kosti samvinnureksturs. Sigurður óttaðist kyrrstöðu eða öllu heldur afturför ef smjörbúafélagsskapurinn liði undir lok „Verklega kunnáttan í smjörverkun, sem mjólkurskólinn kom til leiðar, hverfur smátt og smátt“, skrifaði Sigurður.183

Rjómabúin, sem Mjólkurskólinn var svo nátengdur,

141 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

færðu bændum peninga, sem ekki var algengt að menn fengju í hendur á þessum árum sjálfsþurftabúskapar. Rjómabúin voru rekin á samvinnugrundvelli; það glæddi „félagsanda og bróðurhug“ eins og Kristleifur bóndi Þorsteinsson á Stóra-Kroppi orðaði það. Að sögn Einars í Runnum, sonar Kristleifs, ýttu rjómabúin einnig undir meira hreinlæti í öllum vinnubrögðum en almenningur hafði átt að venjast. Hann gat einnig hinna félagslegu áhrifa: Rjómabúið við Geirsá í landi Stóra-Kropps varð til dæmis samkomustaður unga fólksins í Reykholtsdal, enda samkomuhús þá engin utan kirkjur. Áreiðanlega gerðist það víðar. Rjómabústýrurnar og stöllur þeirra, oft langt að komnar, fönguðu athygli heimafólksins. „Á blíðviðriskvöldum, einkum um helgar, sé ég í anda, er hópar af ungu fólki fóru á gæðingum sínum að rjómabúinu. Og þaðan mátti heyra um langa vegu óma söngva þess í kvöldkyrrðinni … “ Einar rekur stofnun Ungmennafélags Reykdæla (1908) að nokkru leyti „… til sama fólksins og ættjarðarsöngvarnir ómuðu frá hjá Geirsárbúinu.“184 Í bókarlok skal enn vikið að hlut kvenna í þeirri nýsköpun búskapar hérlendis sem Mjólkurskólinn var mikilvægur hvati að. Frá fornu fari hafði mjólkurmeðferðin á heimilunum verið hlutverk kvenna. Ráðamönnum þótti eðlilegt að svo yrði einnig þegar kom að þeirri nýbreytni sem rjómabúin voru. Þetta var ekki séríslensk þróun. Í Danmörku hefur verið bent á að í miklum mjólkurframleiðsluhéruðum hafi konur öðlast

BJARNI GUÐMUNDSSON 142

sterka stöðu í krafti ábyrgðar sinnar á vinnslu og söluverðmæti afurðanna, smjörs og osta.185 Heimildir benda til þess að svipaðrar tilhneigingar hafi gætt hérlendis.186 Skammur tími rjómabúanna hér á landi og tíð skipti bústýra þeirra ollu því hins vegar að það samfélagslega hlutverk þeirra síðarnefndu náði ekki að festa sig í sessi í sama mæli og gerðist ytra.

Engu að síður var mjólkurfræðimenntunin og rjómabústýruhlutverkið liður í því að styrkja stöðu íslenskra kvenna. Þær áttu því, rétt eins og bent hefur verið á að gerðist í Danmörku,187 sinn drjúga þátt í að ryðja nútímanum braut í íslenskum landbúnaði. Með rjómabúunum komu nýir verkhættir, bæði í vinnslu þeirra verðmæta sem mjólkin var og er, sem og í samvinnu um afurðasölu að ógleymdum þeim peningum sem inn í rjómabúasveitir bárust og urðu kraftur til annarrar nýsköpunar þar.

143 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Að endingu

Draga má saman helstu einkenni og áhrif þeirrar tilraunar sem stofnun og starf Mjólkurskólans var þannig:

• Mjólkurskólinn er dæmi um árangursríka tækniyfirfærslu á milli landa. Keypt var erlend kunnátta og henni dreift með skilvirkum hætti og á réttum tíma nýsköpunarskeiðs.

• Mjólkurskólinn færði sönnur á mikilvægi þess að kunnátta og þekking komi á undan framkvæmdum og fjárfestingu við nýsköpun í atvinnurekstri.

• Skólastarfið og leiðbeininga- og ráðgjafarstarfið var tengt saman í eina heild sem að grunni til byggðist á samvinnufélagsskap bænda um rjómabúin. Fyrirmyndin var sótt í góða reynslu danskra bænda.

• Starf Mjólkurskólans í þágu rjómabúanna var liður í viðskiptavæðingu búanna; bændur tóku að sjá reiðufé sem m.a. ýtti enn frekar undir tæknivæðingu landbúnaðarins.

• Mjólkurskólinn veitti hvað fyrstu sérhæfðu starfsmenntunina á sviði matvælavinnslu hérlendis.

• Mjólkurskólinn var mikilvægur áfangi í menntun og réttindabaráttu íslenskra kvenna.

• Mjólkurskólinn með rjómabúunum var næsti fyrirrennari þess blómlega mjólkuriðnaðar sem við búum að í dag.

• Rjómabúin urðu í mörgum sveitum brautryðjandi og fyrirmynd að samvinnu bænda – sýndu þeim hversu munað gat um samtakamátt margra og dreifðra framleiðenda.

• Í krafti starfsmenntunar sinnar breyttu mjólkurskólastúlkurnar búverkum og búháttum víða um landið, bæði með beinum og óbeinum hætti, og áttu sinn drjúga þátt í að færa íslenskan landbúnað til nýrra tíma.

• Nafn Hans Grönfeldt Jepsen frá Ølgod á Jótlandi er tengt Mjólkurskólanum öðrum frekar. Sem skólastjóri hans, ráðgjafi rjómabúanna og frumkvöðull á sviði íslensks mjólkuriðnaðar átti Grönfeldt hvað stærstan þátt í því að miðla nauðsynlegri fagþekkingu og verkkunnáttu þegar íslenskir bændur hófu markaðssókn með mjólkurafurðir. Til þeirra miðlunar má rekja rætur blómlegs mjólkuriðnaðar nútímans hér á landi. Og er þá heldur ekki gleymt hlut Sigurðar ráðunautar Sigurðssonar.

145 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Eftirmáli

Við gerð þessarar bókar hef ég notið aðstoðar margra og eru nöfn flestra þeirra talin í skrá um heimildarmenn og hjálparhellur hér á eftir. Sérstakra liðsveitenda við efnisöflun er getið í inngangi bókarinnar. Guðmundur Jónsson prófessor las handritið á lokastigi og benti mér á ýmislegt sem betur mætti fara. Það sama gerði Sigurður Svavarsson útgefandi er liðsinnti mér bæði hvað snerti efnistök og texta. Sigurður mótaði einnig þá bókargerð sem valin var og sá um að breyta handritinu í bók. Kona mín, Ásdís B. Geirdal, aðstoðaði mig sem fyrr við ritverkin; m.a. las hún handritið og lúði brott ýmsar villur sem lakara væri að sloppið hefðu hjá. Þá er loks að nefna að Mjólkursamsalan veitti Landbúnaðarsafninu vel þeginn fjárstyrk til útgáfunnar. Það gerðu líka Kaupfélag Borgfirðinga, Uppbyggingarsjóður Vesturlands og Menningarsjóður Borgarbyggðar. Þessum öllum færi ég kærar þakkir fyrir liðveisluna.

1 Lára Ágústa Ólafsdóttir skrifaði BA-ritgerðina Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum og rjómabústýrur við HÍ 1988 er varð ítarlegri og heilstæðari samantekt um skólann og nemendur hans en til þess tíma hafði birst. Lára Ágústa fjallaði einkum um skólann sem kennslustofnun og nemendur hans, tók m.a. saman nemendaskrá skólans eftir tiltækum heimildum. Í þessu riti er dýpra farið í aðdragandann að stofnun skólans og ýmislegt sem varðar umhverfi hans og starf. Þótt heimildir okkar Láru Ágústu séu margar hinar sömu hefur hér verið unnið úr allnokkrum gögnum sem henni voru ekki tiltæk eða rekið hafa á fjörur á þeim tæplega þremur áratugum sem liðnir eru frá því að hún lauk ritgerð sinni.

2 Um Mjólkurskólann, rjómabúin og þróun mjólkurvinnslunnar til nútíma verkhátta hefur Jónas Jónsson fjallað í Landbúnaðarsögu Íslands, 3. bindi, (2013), 167–193, í kafla sem nefnist Frá rjómabúum til mjólkursamlaga.

3 Bjarni Guðmundsson: „Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum“ (2001), 1:35–39 og 2:33–39.

4 Guðmunda María Guðmundsdóttir: Námsgögn og dagbók frá veru hennar í Mjólkurskólanum á Hvanneyri 1902–1903. Í vörslu BG.

5 Bjørn (ritstj.): Det danske landbrugs historie III (1988), 319–323.

6 Dillard: Economic Development (1967), 469.

7 Jensen: Bonde og Landbrug (1981), 69–75.

8 Sigurður Sigurðsson: Aldarminning II (1939), 388.

Tilvísanir

9

Jón Sigurðsson: Lítil varníngsbók (1861), 17 og 22.

10 Ólafur Olavius: „Fáeinar Skíringar greinir um Smiør og Ostabúnad á Islandi“ (1780).

11 Elín Briem: Kvennafræðarinn (1888), 136–152.

12 Þorsteinn Kristleifsson frá Gullberastöðum í samtali við höfund 26. maí 1982.

13 Tómás Helgason frá Hnífsdal: Óbirt gögn í vörslu BG.

14 Gunnlaugur Björnsson: „Minningarorð um Jósef J. Björnsson“ (1948), 5–6.

15 Sveinn Sveinsson: „ Um meðferð mjólkur og smjörs, og um osta tilbúníng“ (1876), 93.

16 Skýrsla Búnaðarfélags Suðuramtsins 1875, 25.

17 Sveinbjörn Blöndal: Sauðasalan til Bretlands (1982), 57.

18 Þorkell Jóhannesson: Alþingi og atvinnumálin (1948), 265.

19 Ágúst Helgason: Endurminningar (1951), 112.

20 Alþingistíðindi B-deild (1899), 1635. Sighvatur Árnason þm. Rangæinga.

21 Alþingistíðindi A-deild (1899), 357–358. Jón Jakobsson þm. Skagfirðinga.

22 Þjóðólfur L (1899), 26., 27. og 29. (tbl.)

23 Alfa Laval: Ett världsföretag växer fram, (1983), 6–7.

24 Þjóðólfur L:27 (1899), 105.

25 Þjóðólfur L:29 (1899), 114.

26 Hallgrímur Jónsson: „Stefán B. Jónsson kaupmaður“ (1931), 41.

27 Bjarni Guðmundsson og Tómás Helgason frá Hnífsdal: „Skilvindan er öllum predikunum æðri“ (1997), 5–9.

28 Alþingistíðindi, B-deild, (1899), 917.

29 Ágúst Helgason: Endurminningar, (1951), 112.

30 Bréf Halldórs Kr Friðrikssonar til Sigurðar Sigurðssonar 11. ágúst 1897. ÞÍ E.76.2.

31 Bréf Halldórs Kr Friðrikssonar til Sigurðar Sigurðssonar 29. nóvember 1897. ÞÍ E.76.2.

32 Guðmundur Jónsson: „The Impossible Dream“. Sjá hér síðar.

BJARNI GUÐMUNDSSON 148

33 Sigurður Sigurðsson: „Um mjólkurbú í Danmörku og Noregi“ (1899), 56.

34 Búnaðarrit XIII (1899), 59 og 56. 35 Þjskj.s. E.76.6.

36 Guðmundur Jónsson: Íslenskir búfræðikandídatar (1985), 253–254. 37 Helgi Haraldsson: „Fyrsta mjólkurbúið“ (1965), 276–282. 38 Ágúst Helgason: Endurminningar (1951), 116. 39 Ísafold 15. desember 1900.

40 Alþingistíðindi, C-deild (1899), 228. 41 Alþingistíðindi, B-deild (1899), 917. 42 Stjórnartíðindi, A-deild (1899), 188. 43 Alþingistíðindi, B-deild (1899), 921. 44 Alþingistíðindi, C-deild (1899), 287. 45 Alþingistíðindi, C-deild (1899), 327. 46 Alþingistíðindi, C-deild (1899), 637–638. 47 Búnaðarrit XV (1901), 234. 48 Guðmundur Jónsson: „The Impossible Dream“ (2010). Í greininni ræðir Guðmundur m.a. um „the Danish Agricultural Model“ og hvernig Íslendingar tóku hið danska landbúnaðarlíkan til eftirbreytni á ýmsum sviðum landbúnaðarins.

49 Búnaðarrit 14 (1900), 62.

50 Gjörðabók BÍ. 2. febrúar 1900.

51 Gyldendal: www.denstoredanske.dk/Mad_og_bolig/Levnedsmidler/Mejeribrugsfolk/Bernhard_Bøggild

52 Bréf Bernhard Bøggilds til Det Kgl. d. Landbr.selskab. Þjskj.s. SA SAD II 49.

53 Björn Jakobsson: „Skólastjórinn á Hvítárvöllum“ (1971), 9.

54 Guðmundur Jónsson: „Brautryðjanda minnst“ (1978), 758 og 771.

55 Hans Grönfeldt: „Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri …“ (1902), 92.

56 Plógur II (1900), 53.

57 Sigurður Þórólfsson lýsti aðferðinni rækilega með grein í Almanaki hins ísl. þjóðvinafélags 29. árg. 1902, bls. 77–78.

149 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

58 Plógur II (1900), 60–61.

59 Gjörðabók BÍ 28. júlí 1902.

60 Jóhann Magnússon: Óbirt handrit. Skjalasafn Borgarfjarðar. Nr. 2012–45.

61 Ragnheiður Torfadóttir (yngri): Óbirt handrit. Safnahús Borgarfjarðar.

62 Þjskj.s. SA SAD II 49.

63 Þjskj.s. SA SAD II 49.

64 Guðmundur Jónsson: Hvanneyrarskólinn fimmtíu ára (1939), 102–103.

65 Þjskj.s. SA SAD II 49.

66 Þjskj.s. SA SAD II 49.

67 Guðmundur Jónsson: Hvanneyrarskólinn fimmtíu ára (1939), 55–56.

68 Þjskj.s. SA SAD II 49.

69 Stjórnartíðindi, C-deild 1899, 637.

70 Gjörðabók BÍ 30. ágúst 1900.

71 Stjórnartíðindi, C-deild 1901, 147–148.

72 Hans Grönfeldt: „Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri …“ (1902), 91–93.

73 Bréf Stj.nefndar Hve. 25. júlí 1900. Þjskj.s. SA SAD II 49.

74 Gjörðabók BÍ 6. ágúst 1900.

75 Ísafold 12. september 1900.

76 Sjá t.d. grein Sigurðar Sigurðssonar ráðunauts í Fjallkonunni 6. október 1900.

77 Búnaðarrit XVI (1902), 93.

78 Morgunblaðið 14. febrúar 1958.

79 Kristín Ólafsdóttir: „Mjólkurskólinn að Hvítárvöllum“, (1951), 424–425.

80 Hans Grönfeldt: „Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri … “ (1903), 82.

81 Sigurður Sigurðsson: „Verkleg kensla í meðferð mjólkur á Hvanneyri“ (1900), nr. 39.

82 Bréf Hjartar Snorrasonar til amtmanns Suður- og Vesturamtsins 8. desember 1900. Þjskj.s. SA-SAD II nr. 49.

BJARNI GUÐMUNDSSON 150

83 Gjörðabók BÍ 19. janúar 1903.

84 Stjórnartíðindi A-deild 1901, 164

85 Hans Grönfeldt: „Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri …“ (1902), 101.

86 Búnaðarrit XVII (1903), 253–255.

87 Hér er stuðst við afrit skýrslna í dómsmálabók Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 31. október 1903 og í lögregluþingbók Reykjavíkurkaupstaðar 10. nóvember sama ár. Þær voru teknar að beiðni amtmannsins í Suður- og Vesturamtinu. Þjskj.s. SA SAD II 47.

88 Skjalasafn Búnaðarfélags Íslands. Kassi 47/mjólkurskóli.

89 Gjörðabók BÍ 10. október 1903.

90 Búnaðarrit XIX (1905), 249. 91 Fjallkonan 13. október 1903. 92 Ísafold 24. október 1903. 93 Búnaðarrit XVIII (1904), 278. 94 Eimreiðin X (2), 1904, 148. 95 Þetta kemur fram í ársskýrslu Grönfeldts til Danska Landbúnaðarfélagsins, en þangað skilaði hann um árabil skýrslu um störf sín að íslenskum mjólkurmálum. Þær skýrslur eru í aðalatriðum samhljóða þeim sem síðan birtust í Búnaðarriti, og hér er allvíða byggt á. Höfundur fékk afrit af skýrslunum, sem Grönfeldt sendi til Danmerkur, hjá Statens Arkiver Erhvervsarkivet í Århus/Hendrik Vedel-Smith og hefur nýtt heimildaatriði úr þeim.

96 Gjörðabók BÍ. Stjórnarfundir haldnir á tímabilinu 11. janúar til 16. maí 1904.

97 Sjá t.d. Sigurð Sigurðsson ráðunaut: „Starfsemi smjörbúanna árin 1900–1910“ (1912), 118–156.

98 Búnaðarrit XIX (1905), 218.

99 19. júní (1969), 12–15.

100 Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum í samtali við höfund 4. október 1993.

101 Magnús B. Jónsson: „Ágrip af ræktunarsögu.“ Fyrirlestur á Hvanneyri 13. júní 2015.

151 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

102

Búnaðarrit XXXI (1917), 1. og 2. h., 66.

103 Búnaðarrit XXXI (1917), 3. h., 173.

104 Jósef Björnsson: „Framfarafélag Borgfirðinga“ (1938), 224.

105 Aarsberetning 1904–1905 (1905), 256.

106 Jóhann Magnússon: Mjólkuriðnaður Borgfirðinga. Óbirt handrit.

107 Hans Grönfeldt: „Mjólkurskólinn“ (1904), 279.

108 Búnaðarrit XX (1906), 50.

109 Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum í samtali við höfund 12. nóvember 2015.

110 Björn J. Blöndal: Vötnin ströng (1972), 252.

111 Jóhann Magnússon: Óbirt handrit. Skjalasafn Borgarfjarðar. Nr. 2012–45.

112 Þorsteinn Kristleifsson frá Gullberastöðum í samtali við höfund 26. maí 1982. Garðar sá sem í vísunni er nefndur mun hafa verið Garðar Gíslason, síðar þekktur stórkaupmaður í Reykjavík, smjörútflytjandinn. Vonarbarði er skipskenning.

113 Ísafold 13. september 1905.

114 Undervisningsplan (1904). Ladelund Landbrugsskole, 8.

115 Bøggild: „Irlands Mælkeribrug“ (1888), 359.

116 Hellvik: „Bondepiger på skolebænken“ (2003), 16–24.

117 Hans Grönfeldt: „Mjólkurskólinn“ (1901), 170.

118 Gjörðabók BÍ 19. september 1903.

119 Kristín Ólafsdóttir: „Mjólkurskólinn að Hvítárvöllum“ (1951), 424.

120 Sesselja Stefánsdóttir: Skjalasafn Austurlands. Eink A6, 154 – 9b. Námsgögn Sesselju; stafsetningu er breytt lítillega.

121 Búnaðarrit XXX (1916), 237.

122 Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum – áður á Hvanneyri. Frásögn skráð af Önnu Magnúsdóttur frá Múlakoti. Óbirt handrit í Kvennasögusafni Íslands.

123 Statens Arkiver Erhvervsarkivet/Landhush.selsk. arkiv.

124 Aarsberetning 1904–1905 (1905), 257

125 Tíminn 12. október 1945.

BJARNI GUÐMUNDSSON 152

126 Bréf Sigurðar Sigurðssonar ráðunauts til Helgu Björnsdóttur 3. nóv. 1903. Skjalasafn Borg. EE-182 48-6.

127 Búnaðarrit XIX (1905), 253.

128 Ágúst Helgason: Endurminningar, (1951), 122.

129 Sigurður Sigurðsson: „Mjólkurskólinn og mjólkurmeðferðarkenslan“ (1905), 46.

130 Lára Ágústa Ólafsdóttir: Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum og rjómabústýrur. Viðauki, 1–6.

131 Jónas Jónsson: Landbúnaðarsaga Íslands III, 190. Ekki virðist liggja fyrir hvernig nemendatala þessi varð til en hana er endurtekið að finna í eldri heimildum. Við þær hefur JJ stuðst.

132 Guðmundur Daníelsson: Staðir og stefnumót, (1968), 138.

133 Steinþór Grönfeldt í Borgarnesi í samtali við höfund 16. september, 2015.

134 Íslendingaþættir Tímans VIII (1975), nr. 216, 1.

135 Skrá um nemendur skólans með nánari upplýsingum verður að finna á heimasíðu Landbúnaðarsafns Íslands, www.landbunadarsafn.is. Með þeim hætti verður unnt að auka og leiðrétta skrána eftir því sem upplýsingar um nemendur kunna að fást, t.d. frá afkomendum þeirra eða öðrum aðilum.

136 Búnaðarrit XIX (1905), 260.

137 Friðrika Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja á Læk í Dýrafirði, í samtali við Önnu Sigmundsdóttur frá árinu 1968. Hljóðupptaka í vörslu Sæmundar Þorvaldssonar á Lyngholti í Dýrafirði.

138 Búnaðarrit XXII (1908), 136–137.

139 Ísafold 27. febrúar 1904.

140 Ísafold 17. desember 1902.

141 Búnaðarrit XVII (1903), 232.

142 Fjallkonan 5. maí 1903.

143 Ísafold 2. apríl 1902.

144 Þjskj.s. SA SAD II nr. 49.

145 Ólafur Olavius: Fáeinar Skíringar greinir … (1780), 26–27.

153 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

146 Bréf Bøggilds til Det Kgl. d. Landhusholdn.selsk. 17. október 1901. Statens Arkiver. Landhush.selsk. Arkiv.

147 Búnaðarrit XVII (1903), 219.

148 Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum í samtali við höfund 4. október 1993.

149 Búnaðarrit XVIII (1904), 280–281.

150 Hans Grönfeldt: „Rjómabú og svínarækt“ (1904), 280–282.

151 Bréf Grönfeldts til Ágústs Helgasonar í Birtingaholti dags. 2. janúar 1906. Bréfasafn ÁH í Lbs.

152 Hans Grönfeldt: „Gallar á smjöri“ (1905), 214–215.

153 Búnaðarrit XXX (1916), 240–241.

154 Úr dagbók Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli, í vörslu BG.

155 Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum í samtali við höfund 28. febrúar 1987.

156 Bréf Kristjáns V. Guðmundssonar frá Kirkjubóli dags. 24. janúar 1907, í vörslu BG.

157 Dagbók Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli, í vörslu BG.

158 Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi (1967), 231.

159 Magnús Sveinsson: Hvítárbakkaskólinn 1905–1931 (1974), 22.

160 Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum í samtali við höfund 28. febrúar 1987.

161 Jóhann Magnússon: Óbirt handrit. Skjalasafn Borgarfjarðar. Nr. 2012–45.

162 Sigurður Sigurðsson: „Smjörbúa-starfsemin“ (1919), 264.

163 Bréf BÍ til Hans Grönfeldts 15. maí 1917. Skjalasafn BÍ B/150-2.

164 Bréf BÍ til Hans Grönfeldts 30. maí 1917. Skjalasafn BÍ B/150-3.

165 Bréf BÍ til Stjórnarráðsins 23. september 1917. Skjalasafn BÍ B/150-6.

166 Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum – áður á Hvanneyri. Frásögn skráð af Önnu Magnúsdóttur frá Múlakoti. Óbirt handrit í Kvennasögusafni Íslands.

BJARNI GUÐMUNDSSON 154

167 Símskeyti BÍ til Hans Grönfeldts 8. júní 1918. Skjalasafn BÍ B/150-18.

168 Bréf Hans Grönfeldts til BÍ 23. ágúst 1918. Skjalasafn BÍ B/150-10.

169 Fundur stjórnar BÍ 17. nóv. 1919. Skjalasafn BÍ A/4.

170 Fundur stjórnar BÍ 10. júlí 1919. Skjalasafn BÍ A/4.

171 Búnaðarrit XXXV (1921), 2.–3. h., 120.

172 Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri, 144–147.

173 Búnaðarrit XXXIX (1925), 3.–4. h., 222.

174 Búnaðarrit XXXVII (1923), 238.

175 Búnaðarrit XL (1926), 311.

176 Anna Friðriksdóttir: „Undirbúningur með smjör- og ostagerð“ (1923), 212.

177 Björn Jakobsson: „Skólastjórinn á Hvítárvöllum“ (1971), 8.

178 Ísafold 20. júní 1903.

179 Verslunarskýrslur Íslands 1909, xj, og 1911, xii.

180 Ágúst Helgason: Endurminningar (1948), 120.

181 Tíminn 26. júní 1945.

182 Sigurjón Kristjánsson: „Hans Grönfeldt fyrrum skólastjóri“ (1945), 6.

183 Sigurður Sigurðsson: „Smjörbúa-starfsemin“ (1919), 272–273.

184 Einar Kristleifsson: „Rjómabúið við Geirsá“ (1982), 70–71.

185 Sommerstad: Från mejerska till mejerist (1992). Þar hermt eftir Bodil K. Hansen: Rural Women in Late Nineteeth – Century Danmark (1982).

186 Hér ber ég fyrir mig móður mína Ásdísi Bjarnadóttur, dóttur rjómabústýrunnar Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur, sem og Helga Ívarsson og Pál Lýðsson: Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára (2005), 41–42.

187 Hellvik: „Bondepiger på skolebænken“ (2003), 16–24.

155 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Bækur og greinar

Anna Friðriksdóttir: „Undirbúningur með smjör- og ostagerð.“ Búnaðarrit XXXVII (1923), 210–212.

Aarsberetning 1904–1905 (1905), 256.

Alfa-Laval: Ett världsföretag växer fram. Alfa-Laval AB, 1983.

Ágúst Helgason: Endurminningar. Ak., Norðri, 1951.

Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri. Hvanneyri, Bændaskólinn á Hvanneyri, 1995.

Bjarni Guðmundsson: „Mjólkurskólinn á Hvanneyri og Hvítárvöllum.“ Freyr (2001), 1:35–39 og 2:33–39.

Bjarni Guðmundsson og Tómás Helgason frá Hnífsdal: „Skilvindan er öllum predikunum æðri.“ Freyr (1997), I: 5–9.

Björn J. Blöndal: Vötnin ströng. Rvík, Setberg. 1972.

Björn Jakobsson: „Skólastjórinn á Hvítárvöllum.“ Kaupfélagsritið (31. hefti, 1971), 6–9.

Bjørn, Claus (ritstj.): Det danske landbrugs historie III, Odense, Landbohistorisk Selskab, 1988.

Bøggild, Bernhard: „Irlands Mælkeribrug.“ (1888), 359. Sérpr. úr Tidsskrift for Landøkonomi.

Dillard, Dudley: Economic Development of the North Atlantic Community. New Jersey, Prentice Hall, 1967.

Einar Kristleifsson: „Rjómabúið við Geirsá.“ Borgfirsk blanda (6) (1982), 61–71.

Elín Briem: Kvennafræðarinn. Rvk, Sigurður Kristjánsson, 1888.

Gísli Guðmundsson: Mjólkurfræði. Rvík, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1918.

Guðmundur Daníelsson: Staðir og stefnumót. Selfoss, Prentsmiðja Suðurlands, 1968.

Guðmundur Jónsson: Hvanneyrarskólinn fimmtíu ára. Rvík, Útgáfunefnd Héraðssögu Borgarfjarðar, 1939.

Guðmundur Jónsson: „Brautryðjanda minnst.“ Freyr LXXIV (19xx), 755–758, 771.

Guðmundur Jónsson: Íslenskir búfræðikandídatar. Rvík, Fél. ísl. búfræðikandídata, 1985.

Guðmundur Jónsson: „The Impossible Dream: Transferring the Danish Agricultural Model to Iceland.“ Alan S. Milward and a Century of European Change (2012), 206–220.

Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi: Horfnir starfshættir og leiftur frá liðnum öldum. Rvík, Örn og Örlygur, 1990.

Gunnlaugur Björnsson: „Minningarorð um Jósef J. Björnsson.“ Búfræðingurinn XIV (1948), 5–14.

Hallgrímur Jónsson: „Stefán B. Jónsson kaupmaður.“ Óðinn XXVII (1931), 4–42.

Hans Grönfeldt Jepsen: Leiðarvísir um meðferð mjólkur. Rvík, Félagsprentsmiðjan, 1900.

Hans Grönfeldt: „Mjólkurskólinn.“ Ísafold XXVIII (1901), 170.

Hans Grönfeldt: „Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri og mjólkurbúin hér á landi.“ Búnaðarrit XVI (1902), 91–105.

Hans Grönfeldt: „Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri og ferðir mínar seinasta sumar.“ Búnaðarrit XVII (1903), 81–92.

Hans Grönfeldt: „Rjómabú og svínarækt.“ Búnaðarrit XVIII (1904), 280–282.

Hans Grönfeldt: „Mjólkurskólinn.“ Búnaðarrit XVIII (1904), 277–279.

Hans Grönfeldt: „Gallar á smjöri.“ Búnaðarrit XIX (1905), 212–215.

Helgi Haraldsson: „Fyrsta mjólkurbúið. “ Freyr (1965), 276–282.

Helgi Ívarsson og Páll Lýðsson: Rjómabúið á Baugsstöðum 100 ára.

157 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Selfoss, Búnaðarsamband Suðurlands/Rjómabúið á Baugsstöðum, 2005.

Hellvik, Irene: „Bondepiger på skolebænken.“ Siden Saxo, nr. 1 (2003), 16–24.

Jensen, Einar: Bonde og Landbrug Træk af dansk landbrugs historie. Odense, Det kgl. danske Landhusholdningsselskab, 1981.

Jón Helgason: Hundrað ár í Borgarnesi. Rvík, Iðunn, 1967.

Jón Sigurðsson: Lítil varníngsbók, handa bændum og búmönnum á Íslandi, samin eptir ýmsum skýrslum. Khöfn, Dómsmálastjórnin, 1861.

Jónas Jónsson: Landbúnaðarsaga Íslands. 3. bindi, Rvík, Skrudda, 2013.

Jósef Björnsson: „Framfarafélag Borgfirðinga.“ Héraðssaga Borgarfjarðar III (1938), 217–224.

Kristín Ólafsdóttir: „Mjólkurskólinn að Hvítárvöllum.“ Lesbók Morgunblaðsins (1951), 424–425.

Lýður Pálsson: „Rjómabú“, Sagnir IX (1993), 72–81.

Magnús Sveinsson: Hvítárbakkaskólinn 1905–1931. Rvík, (Höfundur), 1974.

Ólafur Olavius: „Fáeinar Skíringar greinir um Smiør og Ostabúnad á Islandi.“Khöfn, 1780.

Sigurður Sigurðsson: „Um mjólkurbú í Danmörku og Noregi.“ Búnaðarrit XIII (1899), 1–59.

Sigurður Sigurðsson: „Verkleg kensla í meðferð mjólkur á Hvanneyri.“ Fjallkonan XVII (1900), nr. 39.

Sigurður Sigurðsson: „Mjólkurskólinn og mjólkurmeðferðarkenslan“ Fjallkonan XXII (1905), nr. 12.

Sigurður Sigurðsson: „Starfsemi smjörbúanna árin 1900–1910.“ Búnaðarrit XXVI (1912), 118–156.

Sigurður Sigurðsson: „Smjörbúa-starfsemin.“ Búnaðarrit (1919), 262–281.

Sigurður Sigurðsson (búnaðarmálastjóri): Aldarminning II. Rvík, Búnaðarfélag Íslands, 1937.

Sigurður Þórólfsson: „Hegelunds mjaltalagið á kúm.“ Almanak hins ísl. þjóðvinafélags XXIX (1902), 77–78.

Sigurjón Kristjánsson: „Hans Grönfeldt fyrrum skólastjóri“ (1945), 26. júní, 6.

BJARNI GUÐMUNDSSON 158

Skýrsla Búnaðarfélags Suðuramtsins 1875, 25.

Sommerstad, Lena: Från mejerska till mejerist. Uppsala, Aktiv förlag (diss.), 1992.

Sveinbjörn Blöndal: Sauðasalan til Bretlands. Rvík, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, 1982.

Sveinn Sveinsson: „ Um meðferð mjólkur og smjörs, og um osta tilbúníng.“ Andvari III (1876), 91–135.

Undervisningsplan (1904). Ladelund Landbrugsskole, 8. Þorkell Jóhannesson: Alþingi og atvinnumálin. Rvík, Alþingissögunefnd, 1948.

Blöð og tímarit

Alþingistíðindi

Búnaðarblaðið Freyr Búnaðarrit Eimreiðin Fjallkonan Ísafold Morgunblaðið og Lesbók Morgunblaðsins Plógur (SÞ) Stjórnartíðindi Tíminn og Íslendingaþættir Tímans Verslunarskýrslur Þjóðólfur 19. júní

Óbirtar

heimildir

Anna Magnúsdóttir: Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum – áður á Hvanneyri. Frásögn Halldóru Benónýsdóttur. Óbirt handrit í Kvennasögusafni Íslands.

Guðmunda María Guðmundsdóttir: Námsgögn og dagbók frá veru hennar í Mjólkurskólanum á Hvanneyri 1902–1903; í vörslu BG.

159 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Jóhann Magnússon: Mjólkuriðnaður Borgfirðinga. Óbirt handrit í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. 2012 E/ 1 4.

Jón Björnsson frá Bæ: Einkaskjöl í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. EE – 182 45–5.

Lára Ágústa Ólafsdóttir: Mjólkurskólinn á Hvítárvöllum og rjómabústýrur. BA-ritgerð við HÍ, Heimspekideild. 1988.

Magnús B. Jónsson: : „Ágrip af ræktunarsögu.“ Fyrirlestur á Málþingi Íslenskrar erfðanefndar á Hvanneyri 13. júní 2015.

Ragnheiður Torfadóttir (yngri): Óbirt handrit vegna sýningarinnar Gleym þeim ei í Safnahúsi Borgarfjarðar 2015.

Sesselja Stefánsdóttir: Námsgögn úr Mjólkurskólanum á Hvanneyri veturinn 1903. Héraðsskjalasafn Austfirðinga. Eink A6, 154 – 9b. Skjalasafn Búnaðarfélags Íslands. Í Þjóðskjalasafni. Gjörðabók Búnaðarfélags Íslands var þó lesin á meðan hún var enn í vörslu félagsins. Sigurður Sigurðsson: Einkaskjöl í Þjóðskjalasafni Íslands. E 76 6. Skjöl Suður- og Vesturamtsins: Í Þjóðskjalasafni Íslands. SA SAD II 47 og 49. Statens Arkiver Erhvervsarkivet/Landhush.selsk. arkiv: Skýrslur Hans Grönfeldts til Hins konunglega danska landbúnaðarfélags.

Tómás Helgason frá Hnífsdal: Skrá um íslenskar stúlkur er lærðu mjólkurmeðferð erlendis á 19. öld; í vörslu BG.

Heimildarmenn og hjálparhellur

Anna Sigurðardóttir í Reykjavík †

Arndís Þorvaldsdóttir á Egilsstöðum Ásdís Bjarnadóttir frá Kirkjubóli, Dýrafirði †

Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum, Borg.

Björn J. Blöndal frá Laugarholti, Borg. †

Björn H. Jónsson frá Ölvaldsstöðum. Mýr. †

Davíð Ólafsson frá Hvítárvöllum, Borg. †

Guðlaug Jóna Ingólfsdóttir á Seltjarnarnesi

Guðmundur Jónsson skólastjóri frá Hvanneyri †

Guðmundur Jónsson prófessor í Reykjavík

BJARNI GUÐMUNDSSON 160

Guðmundur Sverrisson frá Hvammi, Mýr. †

Henrik Vedel-Smith, Statens Arkiver/Erhvervsarkivet, Århus, DK

Irene Hellvik, Det danske Landbrugsmuseum, Gl. Estrup, DK

Jens Wulff, Det Kgl. Danske Landhusholdningsselskab, Fredriksberg, DK

Jón Blöndal í Langholti, Borg.

Jón Guðmundsson á Hvítárbakka, Borg.

Kolfinna Guðmundsdóttir á Patreksfirði

Lára Ágústa Ólafsdóttir á Akureyri

Lýður Pálsson á Eyrarbakka

Magnhildur B. Björnsdóttir á Egilsstöðum

Ragnheiður Torfadóttir í Reykjavík

Sigríður Inga Kristjánsdóttir og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka, Mýr.

Sigríður Þorsteinsdóttir frá Giljahlíð †

Sigurður Svavarsson í Reykjavík

Starfsfólk Ljósmyndasafns Reykjavíkur

Starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar í Borgarnesi

Starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands

Steinþór Grönfeldt í Borgarnesi

Susanne Mortensen, Det Kongelige Bibliotek, København, DK

Sæmundur Þorvaldsson í Lyngholti, V.-Ís.

Tómás Helgason frá Hnífsdal †

Þorsteinn Guðmundsson frá Skálpastöðum, Borg. †

Þorsteinn Kristleifsson frá Gullberastöðum, Borg. †

Þorsteinn Þorsteinsson frá Húsafelli, Borg.

Þórhallur Teitsson frá Grímarsstöðum, Borg. Þórunn Edda Bjarnadóttir á Hvanneyri, Borg.

161 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Nemendaskrá Mjólkurskólans

Tæmandi nemendatal Mjólkurskólans er ekki til og frumupplýsingar um nemendur hans hafa flestar glatast. Eins og tilvísanaskrá segir verður tiltæk nemendaskrá skólans hins vegar lögð inn á heimasíðu Landbúnaðarsafns Íslands, www.landbunadarsafn.is, undir heitinu Mjólkurskólinn. Skráin er að stofni til byggð á samantekt í BA-ritgerð Láru Ágústu Ólafsdóttur frá árinu 1988 og birt með leyfi höfundar. Það form er valið til þess að bæta megi skrána eftir því sem frekari fróðleikur um nemendur Mjólkurskólans kann að koma í leitirnar. Heitið er á afkomendur nemendanna og aðra, sem til kunna að þekkja, að hafa samband við Landbúnaðarsafnið og miðla fróðleik um nemendurna, fróðleik sem þannig geti orðið sem flestum aðgengilegur.

Myndir á bls. 9, 24, 41, 59, 65, 81, 88, 117 og 125 eru úr einkasöfnum. Myndir á bls. 45, 91 og 95 eru úr Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar. Myndir á bls. 111, 140 og 141 eru frá Rjómabúinu á Baugsstöðum, ljósm. Gunnar Sigurgeirsson.

Myndir á bls. 71, 103, 132 og 133 tók BG. Myndir á bls. 93 og 122: Úr náms- og skólagögnum Guðmundu Maríu Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli. Í vörslu BG.

Bls. 13: Jensen: Bonde og Landbrug (1981), g. 65. Bls. 17: Gísli Guðmundsson: Mjólkurfræði (1918), 6. Bls. 19: Gunnar G. Vigfússon. Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson. Bls. 35: Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey (1906), 2. tbl. Bls. 51: Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey (1905), 11. tbl. Bls. 52: Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey (1910), 2. tbl. Bls. 57: Í eigu Landbúnaðarháskóla Íslands. Bls. 72: Ljósmyndasafn Rvíkur, MAÓ 704. Bls. 73: Ísafold 24. október 1903. Bls. 79: Þjóðminjasafn Íslands. A.G. Collingwood. Bls. 83: Þjóðminjasafn Íslands. 285 75 KAB.

Bls. 97: Gripur nr. 6840 í Byggðasafni Borgarfjarðar. Ljósm. BG. Bls. 101: Gripur nr. 6854 í Byggðasafni Borgarfjarðar. Ljósm. BG. Bls. 136: Auglýsing úr búnaðarblaðinu Frey (1904), 5. tbl. Bls. 137: Lýður Pálsson: „Rjómabú“ (1988), 79.

Myndaskrá

Aðalbjörg Stefánsdóttir nemandi, 65 Aldís Jónsdóttir nemandi, 91 Anna Friðriksdóttir ráðunautur, 131, 133

Anna Sigríður Melsted ráðunautur, 15 Anna Sigurðardóttir safnvörður, 9 Ágúst Helgason bóndi, 21–22, 26, 30–31, 119, 136

Árni Hjálmsson rjómapóstur, 83 Ásdís B. Geirdal húsfrú, 146 Ásmundur Jónsson rjómapóstur, 83

Bernhard Bøggild prófessor, 39–40, 42, 62, 90, 116

Bessabe Halldórsdóttir bóndi, 117

Bjarni Vilmundarson bóndi, 84 Björg Guðmundsdóttir húsfrú, 29

Björn J. Blöndal rithöfundur, 84

Björn Þorsteinsson bóndi, 74 Charles Gouldrée-Boilleau athafnamaður, 79

Davíð Ólafsson bóndi, 123, 125

Dýrfinna Jónsdóttir húsfrú, 18 Eggert Briem bóndi, 77–78 Einar Kristleifsson bóndi, 142 Elín Briem skólastjóri, 14, 18 Faber smjörkaupmaður, 75 Friðrika Guðmundsdóttir húsfrú, 109 Garðar Gíslason kaupmaður, 85 Geir Haukdal verslunarmaður, 29 Guðbjörg Kristjánsdóttir nemandi, 91 Guðbrandína Tómasdóttir húsfrú, 41 Guðjón Jónsson bóndi, 125 Guðlaug Gísladóttir húfrú, 109 Guðlaug Ólafsdóttir nemandi, 58–59 Guðlaug Pálsdóttir nemandi, 65 Guðmunda María Guðmundsdóttir nemandi, 8–9, 65 Guðmundur Helgason prestur, 74

Nafnaskrá

Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka, 132

Guðmundur Jónsson bóndi á Kirkjubóli, 24

Guðmundur Jónsson prófessor, 146

Guðmundur Jónsson skólastjóri, 137

Guðmundur Tómasson rjómapóstur, 83

Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi fræðaþulur, 18

Guðný Jónsdóttir nemandi, 65

Gunnar Runólfsson bóndi, 108

Halldór Kr. Friðriksson kennari, 26, 54

Halldóra Benónýsdóttir húsfrú, 97, 128 Hanne Nielsen forstöðukona, 44

Hans Grönfeldt Jepsen kennari og skólastjóri, 40–43, 46, 54–55, 58, 60, 62, 64–65, 68–72, 74–79, 82, 84, 86–91, 93, 96–97, 99–101, 104–109, 113–114, 116–120, 122–125, 127–130, 133–134, 136–140, 145

Helga Björnsdóttir rjómabústýra, 105

Helgi Haraldsson bóndi, 30–31

Hjörtur Snorrason skólastjóri, 45–46, 48–49, 51, 60–61, 69–70, 75, 86, 115

Jens Johansen kennari, 39

Jens Pálsson alþingismaður, 32 Jóhann Björnsson bóndi, 81 Jóhann Magnússon bóndi, 138 Jón Björnsson bóndi, 138 Jón Jónsson bóndi, 59 Jón Sigurðsson forseti, 13–14 Jósef J. Björnsson skólastjóri, 18 Júlíana Halldórsdóttir húsfrú, 117 Kristín Álfheiður Wiium ráðunautur, 15 Kristín Ólafsdóttir nemandi, 59, 92 Kristjana Jónatansdóttir nemandi, 65, 95, 104 Kristján konungur IX, 33 Kristján V. Guðmundsson nemandi, 123 Kristleifur Þorsteinsson bóndi, 134, 142 Lára Ágústa Oddsdóttir skjalavörður, 108 Magnús Árnason snikkari, 72 Nikolai F.S. Grundtvig prestur og skáld, 96 Nils Pedersen skólastjóri, 39, 96 Ólafur Davíðsson bóndi, 77–79, 81, 86, 133 Ólafur Davíðsson yngri, bóndi, 133 Ólafur Olavíus fræðimaður, 14–15, 115 Ólafur Ólafsson rjómapóstur, 83 Páll Jónsson kennari og bóndi, 138

165 KONUR BREYTTU BÚHÁTTUM

Pétur Jónsson alþingismaður, 33, 36

Ragnheiður Torfadóttir húsfrú, 18, 31, 44–46

Ríkarður Jónsson listamaður, 17

Sesselja Stefánsdóttir nemandi, 65, 94, 99, 102

Sighvatur Árnason alþingismaður, 33

Sigríður Einarsdóttir nemandi, 65

Sigríður Jónsdóttir ráðunautur, 15

Sigríður Kristjánsdóttir húsfrú, 125

Sigurbjörg Friðriksdóttir ráðunautur, 15

Sigurður Fjeldsted bóndi, 78, 81

Sigurður Guðbrandsson mjólkurbússtjóri, 137

Sigurður Haukdal prestur, 29

Sigurður Sigurðsson ráðunautur, 26–30, 32, 36, 38–39, 54, 60, 75, 78, 87, 89, 105–106, 111, 118, 127, 140–141, 145

Sigurður Svavarsson bókaútgefandi, 146

Sigurður Þórðarson sýslumaður, 74

Sigurður Þórólfsson skólastjóri, 45–46 Sigursteinn Þórðarson stöðvarstjóri, 41

Stefán B. Jónsson kaupmaður, 23–24 Stefán Stefánsson alþingismaður, 76

Svava Þórleifsdóttir nemandi, 65 Sveinn Sveinsson skólastjóri, 18, 20

Tómás Helgason frá Hnífsdal fræðaþulur, 8, 15

W.G. Collingwood lista- og fræðimaður, 79 Þorsteinn Kristleifsson bóndi, 16–17, 85 Þóra Stefánsdóttir húsfrú, 133 Þóra Þórleifsdóttir nemandi og húsfrú, 41, 65, 88–89, 96, 98, 123, 124–125, 130, 138 Þórhallur Bjarnarson biskup og bóndi, 25, 39, 51, 57, 73 Þórir Jónsson fiðluleikari, 41

BJARNI GUÐMUNDSSON 166
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.