6 minute read

Mjólkurskólinn tekur til starfa

Víkur nú sögunni aftur til Jótlands og til Hans Grönfeldt Jepsen, sem ráðinn hafði verið til kennslunnar. Þann 22. júní 1900 steig hann um borð í gufuskipið Botníu í Kaupmannahöfn er stefnu tók til Íslands. Á bryggjunni í Reykjavík þann 30. júní tóku á móti Grönfeldt þeir Sigurður Sigurðsson ráðunautur og Halldór Kr. Friðriksson formaður Búnaðarfélags Íslands.

Þar sem ekki var unnt að ganga strax til kennsluundirbúnings var Grönfeldt „kvaddur til að ferðast austur í Árnessýslu til þess að leiðbeina þar á ýmsum stöðum í meðferð mjólkur“, skrifaði hann í fyrstu starfsskýrslu sinni. Sigurður ráðunautur fór með honum enda öllum hnútum málsins kunnugur. Grönfeldt dvaldi m.a. vikutíma að Syðra-Seli hjá frumkvöðlunum fimm sem þá fyrr um sumarið höfðu komið þar upp sameiginlegu mjólkurbúi, því fyrsta sem stofnað var hérlendis og áður var sagt frá. Síðan lá leið Grönfeldts upp í Borgarfjörð og að Hvanneyri þar sem mjólkurskólinn skyldi vera. Þar mun Grönfeldt

Advertisement

hafa brugðið nokkuð í brún: „Þá er eg kom að Hvanneyri … var alt óundirbúið til þess að skólinn gæti tekið til starfa. Meðan á biðinni stóð notaði eg tímann til þess að komast niður í Íslenzku og samdi jafnframt því ritling minn „Meðferð mjólkur““, skrifaði Grönfeldt í starfsskýrslu sinni.72

Og þarna gekk Grönfeldt til móts við þá óvissu er ríkti um framkvæmd Eitt fyrsta verk Grönfeldts eftir að samþykktra áforma um hann kom til starfa hérlendis var mjólkurskólann, sem eins að taka saman rækilegt fræðslurit og fram hefur komið veltust um meðferð mjólkur. nokkuð á milli Búnaðarfélags Íslands, stjórnarnefndar Hvanneyrarskóla og amtsráðs Suður- og Vesturamtsins. Nokkurra ólíkindaláta og raunar pirrings gætti í bréfi stjórnarnefndar Hvanneyrarskóla til amtmanns um stöðu málsins er ritað var í Stafholtsey fjórum dögum eftir komu Grönfeldts að Hvanneyri:

Skólastjórinn á Hvanneyri hefir í dag fundið okkr að máli og sagt okkr frá því, að kominn sé að Hvanneyri danskr „mejerist“,

H.G. Jepsen, sendr þangað af stjórn búnaðarfélags landsins, og

er ekki annað að sjá, en að ætlun félagsstjórnarinnar sé sú, að hann setjist þar að til veru að staðaldri…“

Töldu þeir aðstöðu fyrir hann ábótavant um flest en skrifuðu síðan:

Fáum við með engu móti skilið, í hverjum tilgangi mjólkrmeðferðarkennarinn hefir verið sendr að Hvanneyri til nokkurra langdvala, því þar hefir hann ekkert að gera nú sem stendr. En af því að okkr sýnist það í meira lagi skapraunarlegt, að maðr, sem útvegaðr hefir verið fyrir opinbert fé og í tilgangi, sem er nauðsynlegr, geti að engu liði komið, þá viljum við leyfa okkr að koma með eina tillögu, sem við höfum talað okkr saman um við skólastjóra og hann er samþykkr, og er hún sú, að ef stjórn búnaðarfélags vill veita það fé, sem þarf til þess, að gjöra þá breytingu á kjallaranum á Hvanneyri, að unnt sé að notast við hann í bráðina til mjólkrmeðferðarkennslu í smáum stíl, og setja í hann eldavél til notkunar við mjólkrmeðferðina, auk þess að leggja til þau áhöld, sem vantar til þess, að kennsla í mjólkrmeðferð geti farið fram, og ennfremur að skuldbinda sig til, að láta mjólkrmeðferðarkennarann vera á Hvanneyri fyrst um sinn frá því fyrri hlut vetrar næstkomandi til vors 1902, þá verði, – í þeirri von, að næsta alþingi veiti fé til að koma upp fullkomnara húsnæði til kennslu þessarar, – í vetr sem kemr komið á, í smáum stíl auðvitað, kennslu í mjólkrmeðferð, sem lærisveinar skólans taki þátt í og allt að fjórum nemöndum öðrum. Er að vísu mjög erfitt, að rýma svo til, að þetta verði unnt, en þar sem í óefni er komið, virðist verða að reyna það“

Hvanneyri í byrjun 20. aldar. Næst og nokkuð til vinstri er fjósið sem reist var árið 1900 og stækkað árið eftir svo það tók 40 kýr. Varð þá eitt stærsta og nútímalegasta fjós landsins. Úr því fékk Mjólkurskólinn hráefni til smjörgerðarkennslunnar.

Í bréfinu lét skólanefndin þess ennfremur getið að ósk skólastjóra að ef ekkert samkomulag næðist um kennsluna verði „mejeristinn“, látinn fara enda hafi hann þá ekkert að gera og „… sé aðeins til þrengsla, en nóg sé annað við húsrímið að gera um sláttinn.“73

Stjórn Búnaðarfélagsins samþykkti á fundi síðsumars „að veita allt að 600 kr. til mjólkurmeðferðaráhalda og útbúnaðar fyrir þau í kjallara á Hvanneyri, svo kennsla í mjólkurmeðferð geti farið þar fram.“ 74 auk þess sem Þórhallur Bjarnarson stjórnarmaður Búnaðarfélagsins kom við á Hvanneyri, eins og fyrr sagði. Beint samtal virðist því hafa komst á og munu menn þá saman hafa einhent sér í framkvæmdir til undirbúnings skólahaldinu.

Grönfeldt hóf að undirbúa skólastarfið og þann 12. september 1900 birtist auglýsing um hinn nýja skóla í blaðinu Ísafold75 auk þess sem greinar birtust um hina nýju kennslustofnun.76 Hógvær var auglýsingin, er hófst svo:

Hjer með gjörist almenningi kunnugt, að svo er til ætlazt, að næsta vetur geti 4 stúlkur í senn fengið tilsögn um meðferð á mjólk á Hvanneyri í Borgarfirði. Kenslutíminn mun að minsta kosti verða 3 mánuðir fyrir hverja, og fá þær munnlega tilsögn um meðferð á mjólk, og um alt sem þar að lýtur, jafnframt því sem þær taka þátt í öllum störfum í því efni og auk þess mjöltum til skipta.

Kennslan skyldi hefjast 1. nóvember og yrðu umsækjendur að „segja til sín [við] forseta »búnaðarfjelags Íslands«.“

Ekki urðu viðbrögðin við auglýsingunni mikil. Aðeins einn nemandi kom til náms á fyrsta „námstímabili“ Mjólkurskólans, en svo voru kennsluskeið skólans jafnan kölluð. Hún hét Guðlaug Ólafsdóttir og var frá Sumarliðabæ í Holtum. Tími til kynningar á hinni nýju námsleið var vissulega skammur, auk þess sem vantrausts á hinni nýju skólastofnun kann að hafa gætt, svo vitnað sé til orða Grönfeldts í fyrstu skólaskýrslu hans.77 En af stað var haldið þótt fátt segi af hinu fyrsta kennsluskeiði.

Á næstu námskeiðum fjölgaði námsstúlkunum. Úr hópunum kvarnaðist þó eins og fara vill og Grönfeldt kvartaði yfir því hve örðugt væri að halda nemendum að sumrinu til þegar „samgöngurnar [eru]

FYRSTI NEMANDINN

… og sá eini á fyrsta námskeiði Mjólkurskólans var Guðlaug Ólafsdóttir (1868–1958) frá Sumarliðabæ í Holtum. Að námi loknu starfaði Guðlaug 3–4 sumur sem bústýra við Deildarárbúið í Mýrdal. Árið 1903 giftist hún Jóni Jónssyni frá Árbæ en þar bjuggu þau síðan stóru og myndarlegu búi árin 1904–1937. „Hún fylgdist vel með tímanum og hafði mikinn áhuga á menningarmálum og myndaði sér fastar og ákveðnar skoðanir á hverju því máli sem til hagsbóta gat orðið.“78 Kristín, systir Guðlaugar, nam einnig við Mjólkurskólann; veturinn 1904–1905 og réðist síðan sem rjómabústýra við Gufuárbúið í Borgarhreppi.79

beztar, og ferðirnar til og frá skólanum miklu auðveldari og ódýrari en að vetrinum.“ Vissulega þætti dýrt að senda stúlkur í skólann á þeim tíma árs þegar nóg væri fyrir þær að gera heima. Síðan skrifaði hann:

Að öllu samanlögðu álít eg því, að heppilegra sé að vera á skólanum að sumrinu en að vetrinum. Þetta á sérstak-

lega við þær stúlkur, sem vilja læra smjör- og ostagerð til heimilisnotkunar, þar á móti er vetrarkensluskeiðið (frá október til marz) heppilegra fyrir stúlkur, sem ætla að verða mjólkurbúastýrur, því þá er tiltölulega minna að gera, og því betri tími til bóknáms.80

Sigurður ráðunautur átti, ásamt Grönfeldt, mestan þátt í að móta kennsluna, og með henni hafði hann eftirlit að minnsta kosti framan af starfstíma skólans. Skyldu stúlkurnar læra „mjaltir á kúm, og yfir höfuð alla meðferð mjólkurinnar frá því hún kemur úr spenanum, og þar til henni er breytt í smjör og osta,“ eins og Sigurður orðaði það á blaðagrein haustið 1900, en hann var mjög iðinn við að kynna mjólkurskólann. Sigurður sagði tilganginn með náminu vera „að undirbúa stúlkur í mjólkurmatseld svo, að þær geti tekið að sér störf á mjólkurbúum hér á landi. Þetta er einnig í sjálfu sér nauðsynlegt og sjálfsagt, og eitt af skilyrðunum fyrir, að þau geti átt sér stað og þrifist … Stúlkur þær er ætla sér að nota kensluna, þurfa að vera hraustar og vel þrifnar að upplagi. Þær þurfa einnig að vera fullþroskaðar, hafa lært skrift og 4 höfuð greinar í heilum tölum í reikningi [samlagningu, frádrátt, margföldun og deilingu]. Að öðru leyti eru engin sérstök skilyrði sett fyrir inntöku á skólann.“81

Það var Búnaðarfélagið sem tók við umsóknum nemenda í Mjólkurskólann og veitti þeim skólavist. Skiljanlega olli það fyrirkomulag nokkurri óánægju Hjartar

skólastjóra sem var hinn raunverulegi húsbóndi á skólaheimilinu. Varðaði það bæði fjölda mjólkurskólanemenda82 sem og heilbrigði þeirra83 í þeim miklu húsnæðisþrengslum sem þá voru á Hvanneyri.