Ungmennafélagið Íslendingur 1911 - 2011

Page 1

Ungmennastarf um aldarskeið

Bjarni Guðmundsson tók saman Ungmennafélagið Íslendingur 1911-2011

Ungmennastarf um aldarskeið

Ungmennafélagið Íslendingur 1911 - 2011

Bjarni Guðmundsson tók saman

Forsíðumynd: Skarðsheiði séð frá Kvígsstöðum; myndin var tekin síðsumars árið 2010 KJ Photography Kristín Jónsdóttir

Umbrot: Þórunn Edda Bjarnadóttir og Bjarni Guðmundsson

Prentun: Oddi ehf.

Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sam bærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

ISBN: 978-9979-72-037-9

Ungmennafélagið Íslendingur 2011

Þegar leið að eitt hundrað ára afmæli Ungmennafélagsins Íslendings þótti viðeigandi að líta yfir hina löngu sögu félagsins og festa þætti um hana á blað. Veturinn 2009 tók ég að mér fyrir beiðni þáverandi félagsstjórnar að ráðast í þetta verk. Ég fékk frjálsar hendur um verkið. Saga Ungmennafélagsins var mér ekki að öllu leyti ókunn þar sem ég hafði tínt nokkra söguþætti þess saman til flutnings á tveimur afmælishátíðum félagsins.

Heimildir um starf Ungmennafélagsins hafa margar varðveist: fundargerðir, ársreikningar og ýmsar skýrslur, sumt þó í brotum.1 Má það samt heita vel gert í ljósi þess hve margir hafa komið að stjórn félagsins og umönnun gagna þess á 100 ára starfsskeiði. Þá vill líka svo vel til að þeir bræður Páll og Björn Blöndal frá Stafholtsey tóku saman hvor sinn annálinn um félagsstarfið í tilefni fjörutíu og fimmtíu ára afmæla félagsins. Því má svo bæta við að Ljósberinn en þó einkum Nýr ljósberi, blöð Ungmennafélagsins, reyndust líka ágætar heimildir um starf félagsins á vissum árabilum.

Haustið 2009 leitaði ég til allmargra félaga, eldri og yngri, um ritun minningaþátta er tengdust Ungmennafélaginu. Nokkrir brugðust vel við og er þeim sérstaklega þökkuð liðveislan.

Mér er ljóst að margt úr sögu Ungmennafélagsins liggur enn óbætt; líka það að sumir kunna að sakna einhvers sem í þeirra augum og minni er Ungmennafélagið öðru fremur. Það er nú einu sinni þannig að félag er öðrum þræði upplifun þeirra er félagið mynda, jafn margbreytileg og þeir sem hana eiga. Ég vona þó að eldri og yngri ungmennafélagar, sem og aðrir lesendur, finni sitthvað fróðlegt og forvitnilegt efni í þessu afmælisriti.

Margir hafa lagt mér lið við vinnslu ritsins. Auk pistlahöfundanna áðurnefndu má geta ýmissa ungmennafélaga, sem of langt yrði upp að telja, starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar, þar sem þorri eldri gagna félagsins er varðveittur, og fjölskyldu mína, sem ég gat kallað til margra viðvika þegar mikið lá við. Nokkrir ungmennafélagar lásu handrit mitt eða hluta þess, lagfærðu ýmislegt, bættu við og gáfu ábendingar um margt sem betur mátti fara. Þar nefni ég einkum Ásdísi B. Geirdal, Ragnhildi Helgu Jónsdóttur og Helga Björn Ólafsson, félagsformann, svo og Guðmund Sigurðsson sem sérstaklega veitti mér aðstoð varðandi efni tengt íþróttum. Öll sú aðstoð er þökkuð en sjálfur ber ég ábyrgð á lokagerð verksins. Þórunn Edda Bjarnadóttir annaðist umbrot og uppsetningu þess.

Og þá er bara að færa Ungmennafélaginu Íslendingi góðar afmæliskveðjur og biðja þig, ágæti lesandi, vel að njóta þess sem á næstu blaðsíðum stendur.

Lækjartúni á Hvanneyri, 15. október 2011

Bjarni Guðmundsson

1 Gögn þessi eru nú geymd í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar undir heitinu U.M.F. Íslendingur EF23 20-1/20-4. Byggt er á þeim án þess að í textanum sé reglulega vísað til einstakra fundargerða, skýrslna eða skjala.

hundrað

ræða lagafrumvarp fyrir hið

sögu

verk þá hafið er – fyrsta starfsskýrslan

Fyrstu félagsfundirnir

íþrótt

Byggð sundlaug

Efri-Hrepp

Bókasafn Ungmennafélagsins

Ungmennafélagið

altaristaflan

Félagsmenn ræða héraðsskólamálið

félagslundurinn

Hvanneyrarkirkju

Andakílsárfossa

Þungt fyrir fæti – Ungmennafélagið missir móðinn

Landsmótið

draumurinn um félagshús

Hvanneyri 1943 . . . einhver bezti íþróttavöllur

Jónsmessuvakan á Mannamótsflöt 1967 – Tímamót

Barnadeildin

Húsafellsmótin

sveiflukenndur hagur

Félagsheimilið Brún

Félagshúsið

Hreppslaug – Laugabúð

Jólaskemmtanir – Fyrsta jólatrésskemmtunin?

Leikstarfið

heiðursfélagar

félagsins, félagsfundir

Jóhannsson:

Pétur Jónsson:

Rósa Marinósdóttir:

eftir

starfi

landinu

Húsafellshátíðirnar

hafa gengið

Efnisyfirlit Formáli ................................................................................................................................... 3 1. Inngangur ........................................................................................................................... 5 2. Svipmyndir úr
ára
................................................................................... 7 „að
væntanlega ungmennafélag“ ...................................................... 7 Hálfnað er
.......................................................................... 9
..................................................................................................................... 11 Sund –
Íslendings .................................................................................................................. 11
við
...................................................................................................... 13 Aðrar íþróttir ................................................................................................................................... 18
......................................................................................................... 22 Ljósberinn - Nýr Ljósberi ................................................................................................................ 23 Skemmtiferðir .................................................................................................................................. 24
og
í
................................................................... 26
................................................................................................. 26 „Bletturinn“ –
við
og
...................... 27
...................................................................... 31
á
á
...................................... 31
í
Íslendings ......................................... 33
Æskan ........................................................................................................................ 34
og
........................................................................................ 35
........................................................................................................................ 36
við
........................................................................................ 37
.............................................................................. 38
........................................................................................................................................ 39 Þjóðdansar ....................................................................................................................................... 43 Blakliðið Hvannir ............................................................................................................................ 44 Sverrisvöllur .................................................................................................................................... 45 Félagsfáni - félagsmerki ................................................................................................................... 46 Haldið upp á stórafmæli Ungmennafélagsins ................................................................................. 46 Heiðursbikarinn og
.................................................................................................. 47 Stjórn
og fleira ............................................................................................ 48 Ungmennafélagið Íslendingur árið 2011 ........................................................................................ 50 3. Fundargerðabókum flett .................................................................................................. 52 4. Ungmennafélagar minnast starfsins ............................................................................. 55 Rætt við Bjarna á Mófellsstöðum .................................................................................................... 55 Guðmundur Þorsteinsson: Nábýlið við sundlaugina ..................................................................... 58 Diðrik
Íslendingur og
................................................................. 62 Hafdís Pétursdóttir: Þjóðdansar - upphafið að þjóðdansahefð innan Umf. Íslendings ................... 63
Sigurður kenndi mér að taka strokurnar... ............................................................. 65 Guðmundur Sigurðsson: ... naglahausar gægðust upp úr gólfborðunum á einstaka stað ............. 66
... sé ekki
því að
í ungmennafélagið ..................................... 68 Gauti Jóhannesson: Hlaupaferillinn spratt úr sundíþróttinni ........................................................ 72 5. Aldargamalt Ungmennafélag ......................................................................................... 73 Heimildir - Nafnaskrá ......................................................................................................... 75

1. Inngangur

Maður er manns gaman segir máltækið. Víst hafa menn frá ómunatíð sóst eftir félagsskap jafningja sér til dægrastyttingar, til huggunar og glaðnings en líka til útrásar kapps og metnaðar. Í því hafa Borgfirðingar ósennilega verið eftirbátar annarra. Egils saga greinir til dæmis frá borgfirskum mannfundum: Knattleikar váru þá tíðir... segir í Egils sögu og síðan: Knattleikr var lagiðr á Hvítárvöllum allfjölmennr á öndverðan vetr. Sóttu menn þar til víða um herað 2 Mannamótið á Hvítárvöllum endaði að vísu með skelfingu enda voru menn þá ekki búnir að tileinka sér þær samskiptareglur og þann félagsþroska sem einkenndi íslenska ungmennafélagshreyfingu níu öldum síðar.

Fáum sögum fer annars af samkomum og félagslegu starfi á væntanlegu sögusviði okkar allt fram undir miðja nítjándu öld en þá skrifaði sóknarprestur byggðarinnar, sr. Jóhann Tómasson í Hestþingum, aðspurður um íþróttir, söng og skemmtanir þar í sveitum, svo: Íþróttir tel ég engar til vera ... Hvörki eru leikin hljóðfæri né þekking á réttum nótnasöng ... Sögur og rímur hafa sumir til skemmtunar, aðrir ei annað en samtal og vinnu sína.3

En hægt og sígandi tóku að berast tíðindi af félagslegri vakningu af nýju tagi í kjölfar nýrrar þekkingar og nýrra verkhátta. Hún fann sér ýmis form. Bændur í Andakíl stofnuðu t.d. jarðyrkjufélag árið 1850. Það starfaði af þrótti í nokkur ár en lagðist svo af. Búnaðarfélag stofnuðu bændur í Andakílshreppi árið 1881 sem enn starfar þótt áraskipti hafi verið á umsvifum þess.4 Björn Bjarnarson á Hvanneyri, síðar kenndur við Grafarholt, stofnaði eins konar ungmennafélag eða íþróttafélag í Andakíl sem nefnt var Vísir. Varð það til í kringum sundæfingar í Grímsá á árunum 18831885.5 Í kringum Mjólkurskólann á Hvítárvöllum

2 Egils saga 40. kap. Ísl. sagnaútg. 1981. Bls. 96.

3 Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar. Bls. 259.

4 Byggðir Borgarfjarðar I. Bls. 320.

5 Þorgils Guðmundsson: Upphaf sundkennslu í

var stofnað nautgriparæktarfélag árið 1904. Dæmin sýna þannig að töluverðar hræringar höfðu verið hvað félagsstarf í byggðarlaginu snerti áður en kom að stofnun Ungmennafélagsins sem eftirfarandi saga greinir frá. Já, og fyrst nefndur var Mjólkurskólinn á Hvanneyri og síðar á Hvítárvöllum, greina heimildir frá því að í kringum hann og eldri nágranna hans, Búnaðarskólann á Hvanneyri, sem stofnaður var vorið 1889, hafi ýmislegt félagsstarf ungs fólks komið til og eflst, m.a. með gagnkvæmum heimsóknum unga fólksins, er við skólana nam. Má líka bæta Alþýðuskólanum á Hvítárbakka við því hann var framanvert á tuttugustu öld hluti af hinni stórmerku skólaþrenningu er heimili átti í byggðinni á milli Flókadalsár og Seleyrar undir Hafnarfjöllum.

Enginn er eyland. Á fyrstu árum tuttugustu aldar var margt að gerast í íslensku þjóðfélagi –framfarir hraðar í menntun og verkmenningu, og árangur sjálfstæðisbaráttu og vaxandi heimastjórnar víða að koma í ljós. Ýmsar félagsmálahreyfingar urðu til; ungmennafélögin voru í þeim hópi. Laust eftir aldamótin voru þau fyrstu stofnuð, fyrir frumkvæði manna sem kynnst höfðu sambærilegum félagsskap á öðrum Norðurlöndum, einkum í Noregi og Danmörku. Ungmennafélögin voru liður í hinni þjóðlegu vakningu um allt land. Hér verður ekki dvalið við almenna sögu ungmennafélagshreyfingarinnar enda hefur hún rækilega verið rakin í öðrum ritum.6 Hreyfingin breiddist ótrúlega hratt út og áhrifa hennar gætti víða. Sagnfræðingarnir Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson lýstu áhrifum hennar þannig:

Borgarfirði. Bls. 106. 6 Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands.

5

Ungmennafélögin áttu meiri þátt í því en nokkur annar félagsskapur á fyrsta fjórðungi aldarinnar að móta viðhorf uppvaxandi kynslóðar, einkum í sveitum. Með fundahöldum, ræðum, fyrirlestrum, bindindi, íþróttaiðkunum og ákafri tilbeiðslu á landi og þjóð var stálinu stappað í fólk í fánamálinu, sambandsdeilunum, málvöndun, skógrækt og yfirleitt hverju einu, sem verða mátti og átti til þess að efla land og lýð 7

Hyrfum við til ferðar í huganum um Andakíl, neðanverðan Skorradal og Bæjarsveit á fyrstu árum síðustu aldar, sæjum við til lágreistra bæja í litlum túnum á þeim stöðum sem við í dag sjáum bera reisuleg mannvirki. Helst mundu það vera kirkjurnar sem bæru sig vel, bæði að Hvanneyri og í Bæ, en stöku bæjarhús væru líka komin úr nútímalegum byggingarefnum, timbri og steini, til dæmis bæjarhúsin á þingstað Andakílshrepps, að Hvítárvöllum, sem Baróninn hafði gert að frægðargarði með stuttri ábúð sinni en sögulegri þar. Líka mundi úr fjarlægð hilla undir háreist skólahúsin á Hvanneyri. Á milli bæja mundum við fylgja götuslóðum sem leituðu uppi þurrustu rindana á milli aur- og mýrafláka. Hér og hvar væri að vísu búið að hlaða upp í reiðgötu en yfir árnar stóru þyrfti að fara á vöðum.

Þjóðleiðin lá um Geldingadraga, Hestháls og Götuás. Árið 1913 var vegurinn um Hestháls sagður „akfær“,8 þar mátti fara með hest og kerru. Önnur mikilvæg samgönguleið taldist þá þvert um Borgarfjörð, um Borgarnes þangað sem gekk Flóaskipið til og frá Reykjavík um Akranes. Um Borgarfjörð og Hvítá neðanverða fóru menn á bátum og þurftu þá að sæta sjávarföllum. Örnefnin Ferjuklöpp á Hvítárvöllum, Skipalækur vestan við Hvanneyrarhverfið og Skiplækur á milli Ytri-Skeljabrekku og Árdals minna á mikilvægi sjó- og vatnaleiðanna. Unga fólkið, og þá einkum hraustir strákar, sem vetur hvern mynduðu fjölmennt skólasamfélagið í byggðarhverfinu á Hvanneyri, kom flest og fór þær leiðir. Hvanneyrarhverfið var bæði af landfræðilegum ástæðum sem og vegna starfs Bændaskólans eiginlega dálítill heimur út af fyrir sig. Heimili almennings bjuggu enn mest að sínu og erindi út fyrir þau voru fá. Samgangur fólks tengdist helst fáeinum kaupstaðarferðum á hverju ári, að ógleymdum kirkjuferðum á messudögum.

7 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson 1991: Íslandssaga til okkar daga. Bls. 343. 8 Lögrétta 15. janúar 1913. Bls. 9.

En afbæjarerindum fólks fór fjölgandi í takt við breytta tíma, bæði hvað snerti verslun og viðskipti sem og félagslíf í kjölfar vaxandi þarfa á því sviði.

Við hugsum okkur árið 1911. Þjóðin hélt upp á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, brúin á Þverá í Borgarfirði var vígð, Háskóli Íslands settur og sjónleikurinn Fjalla-Eyvindur frumsýndur í Reykjavík, svo fátt eitt sé nefnt.9 Tíðin var nokkuð hagstæð lengst af og hiti og úrkoma í meðallagi.10 Lífið gekk með öðrum orðum sinn gang. Það nálgast jólaföstu og við eigum erindi að Hvanneyri. Þar mæta okkur m. a. ársgamalt skólahús og splunkunýtt leikfimihús. Á Hvanneyri er margt af ungu fólki, nemendur og kennarar; fólk komið úr ýmsum héruðum landsins en líka fólk sem dvalist hafði með erlendum þjóðum og kynnst nýjum og framandi viðhorfum. Skólastjórinn, hann Halldór Vilhjálmsson, hefur hafið sinn fimmta vetur við Bændaskólann. Margt hefur verið að breytast og margar hugmyndir hafa verið á kreiki. Við fylgjumst með framvindu einnar þeirra . . .

aldanna

Trausti Jónsson,

9 Ísland í
rás. Bls. 84. 10
1993. Veður á Íslandi – í 100 ár –. 6
Við Andakílsá. (BG).

2. Svipmyndir úr hundrað ára sögu

„að ræða lagafrumvarp fyrir hið væntanlega ungmennafélag“

„Þriðjudaginn 12. des. (1911) kl. 4. e. h. var settur og haldinn fundur í I. bekk bændaskólans á Hvanneyri. Fundarefni var að ræða lagafrumvarp fyrir hið væntanlega ungmennafélag, sem þar til kosin nefnd hafði samið, og lagt fyrir fundinn, og einnig að kjósa stjórn U.M.F.”

Þannig hefst stofnfundargerð Ungmennafélagsins Íslendings. Hér að framan hefur verið vikið að þeim félagslegu hræringum sem þá voru meðal íslensku þjóðarinnar. Að sínum hluta áttu þær mikinn þátt í því að hópur ungs fólks kom saman þarna í hinu nýja og glæsilega skólahúsi á Hvanneyri til þess að mynda með sér ungmennafélag. Í Bændaskólanum, eins og hann hét þá, var hópur ungra manna við nám auk nokkurs fjölda starfsfólks. Nokkru fyrr (1907) hafði starfsháttum skólans verið breytt í kjölfar nýrra laga og til skólans höfðu ráðist nýir starfsmenn, ungir og vel menntaðir. Námið snerist ekki aðeins um túnasléttun og góða gripahirðingu það er að segja hinn verk- og tæknilega þátt búskaparins heldur skyldi líkaminn efldur og andinn einnig með ýmsu móti, svo sem með íþróttum, söng og málfundastarfi. Í þeim efnum naut skólinn þess ekki síst að skólastjórinn, Halldór Vilhjálmsson, hafði kynnst dönsku lýðháskólahreyfingunni og hrifist af henni m. a. við vetrarveru sína í hinum þekkta lýðháskóla í Askov. Sá skóli var um þær mundir í forystu lýðháskólahreyfingarinnar á Norðurlöndum. Halldór lagði mikið kapp á að efla félagsþroska og sjálfstæði nemenda sinna.11 Í Hvanneyrarskóla var öflugt málfundastarf. Veturinn 1907-1908 munu skólapiltar og heimafólk á Hvanneyri hafa stofnað með sér málfundafélag sem nefnt var Fram. Félagið starfaði um margra

11 Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri. Bls. 63-66.

áratuga skeið en það er önnur saga. Það var á fundi í Fram laugardaginn 2. desember 1911 sem Hvanneyringar ræddu m.a. spurninguna: „Hvort er meiri þörf á andlegri eða líkamlegri mentun í landi voru?” Í þeirri umræðu lagði Vigfús Guðmundsson til að nemendur á Hvanneyri stofnuðu með sér ungmennafélag. Vigfús var frá Eyri í Flókadal en þá nemandi á Hvanneyri. Hann varð síðar landskunnur veitingamaður. Vigfús hafði kynnst félagsstarfi í Ungmennafélagi Reykdæla, auk þess sem hann hafði verið viðriðinn stofnun Umf. Dagrenningar í Lundarreykjadal sumarið áður. Fundarmenn tóku flestir vel undir hugmynd Vigfúsar. Kosin var framkvæmdanefnd til þess að halda málinu vakandi. Nefndina skipuðu þeir

Páll Zóphóníasson, kennari á Hvanneyri, Valdimar Bjarnason, nemandi, frá Ölvisholti í Hraungerðishreppi og Vigfús Guðmundsson, sem fyrr var nefndur.

Nefndin hafði hraðar hendur í vinnu sinni og tæpri viku síðar, eða föstudaginn 8. desember 1911, boðaði hún til undirbúningsfundar í stofu 1. bekkjar skólans. Valdimar frá Ölvisholti hafði framsögu fyrir hönd nefndarinnar en hann var vel kunnugur ungmennafélagsstarfi áður en hann kom að Hvanneyri. Var m.a. stofnandi

Ungmennafélagsins Baldurs í Hraungerðishreppi þremur árum fyrr og hafði setið í fyrstu stjórn þess.

Framkvæmdanefndin hvatti eindregið til þess að stofnað yrði ungmennafélag. Tóku fundarmenn

7
Úr stofnfundargerð Ungmennafélagsins Íslendings.

mjög undir það en talsvert var rætt um það hvort félagið skyldi aðeins ná til heimafólks á Hvanneyri eða til stærra svæðis. Framkvæmdanefndin hallaðist einkum að því að nefna hið nýja félag „Framsókn“ en í umræðum á eftir skaut Páll Zóphóníasson fram tveimur hugmyndum í viðbót, þ.e. nöfnunum „Skúli fógeti“ og „Íslendingur.“

Undirbúningsfundinum þarna í 1. bekkjar-stofu hins nýja skólahúss á Hvanneyri lauk svo með því að kjörin var nefnd til þess að semja lög fyrir væntanlegt ungmennafélag. Í hana voru kjörin þau

Svava Þórhallsdóttir, skólastjórafrú á Hvanneyri, Ingimar Jóhannesson, nemandi, frá Meira Garði í Dýrafirði og Valdimar Bjarnason frá Ölvisholti, sem áður var nefndur.

Laganefndin starfaði einnig hratt. Hún lauk verki sínu innan fjögurra nátta og þriðjudaginn 12. desember boðaði hún til fundar. Áreiðanlega hefur munað um það að nefndarmenn þekktu vel til ungmennafélagsstarfa fyrir. Svava skólastjórafrú hafði starfað mikið í Ungmennafélaginu Iðunni í Reykjavík. Nefna má líka að hún var ritari sambandsstjórnar Ungmennafélags Íslands árin 1908-1911. Svava, sem nú var nýkomin að Hvanneyri, var því gjörkunnug ungmennafélagshreyfingunni. Ingimar var meðal stofnenda Ungmennafélags Mýrahrepps í Dýrafirði en það var stofnað haustið 1909, og áður var sagt frá reynslu Valdimars frá Ölvisholti. Svava hafði orð fyrir nefndinni. Hún gat þess „meðal annars ... [að nefndin] hefði orðið að hafa þessi lög dálítið öðruvísi en lög annara ungmennafélaga, af því að starfsemi þessa félags yrði dálítið öðruvísi en starfsemi þeirra.“12 Við komum nánar að þeim mismun síðar.

Lagafrumvarp þremenninganna var samþykkt og taldist fundurinn því stofnfundur félagsins. Félagið hlaut nafnið Íslendingur, og skyldi starfssvæðið vera Andakíls- og Skorradalshreppar. Tilgangur félagsins skyldi m.a. vera að „útbreiða stefnu og hugsjónir ungmennafélags-hreyfingarinnar og styðja að því að sem flestir kynnist starfsemi og tilgangi hennar.“ Rifjum því upp stefnuskrá ungmennafélaganna á þessum árum:

12 Fundargerð stofnfundar Ungmennafélagsins Íslendingur.

Páll Zóphóníasson kennari á Hvanneyri, fyrsti formaður Ungmennafélagsins. (Hve).

1. Að reyna af alefli að vekja löngun hjá æskumönnum til þess að starfa fyrir sjálfa sig, land sitt og þjóð

2. og að temja sér að beita starfskröftum sínum í félagi og utan félags

3. að reyna af fremsta megni að styðja, viðhalda og efla allt það, sem þjóðlegt er og ramm-íslenskt, og horfir til gagns og sóma fyrir hina íslensku þjóð. Sérstaklega skal leggja stund á að fegra og hreinsa móðurmálið.13

Félagsmenn skyldu undirrita skuldbindingaskrá Ungmennafélags Íslands. Fól hún í sér kröfu um bindindi á áfenga drykki og það að fylgja stefnuskrá UMFÍ í einu og öllu. Einum og hálfum áratug síðar varð þó lífleg umræða í félaginu sem leiddi til þess að samþykkt var að færast undan bindindisheitinu en talið sjálfsagt að ungmennafélagið „gangist fyrir bindindisstarfsemi á frjálsum grundvelli“. Af athyglisverðum ákvæðum fyrstu félagslaganna má annars nefna: „Allir sem eru í félaginu skulu þúast“ (5. gr.) og „Alla fundi skal hefja og enda með því að syngja einhver ættjarðarkvæði eða önnur vel til fallin ljóð“ (11. gr.). Félaginu var kjörin stjórn og þá fyrstu skipuðu þau

Páll Zóphóníasson, kennari, sem varð formaður14 Svava Þórhallsdóttir, skólastjórafrú, ritari og Einar Jónsson, kennari og ráðsmaður á Hvanneyri, sem kosinn var gjaldkeri.

Með sama hætti var kosið í varastjórn félagsins. Þar hlutu sæti eftirtaldir, sem allir voru nemendur Bændaskólans: Ingimar Jóhannesson, sem áður var nefndur, varaformaður; Guðmundur G. Kristjánsson frá Mýrum í Dýrafirði, vararitari, og Davíð Árnason frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, varagjaldkeri.

13 Gunnar Kristjánsson: Ræktun lýðs og lands. Bls. 31-32.

14 Páll Zóphóníasson minntist fyrstu ungmennafélagsáranna m.a. í grein sem birtist í ritinu Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára, bls. 7-10.

8

Svava Þórhallsdóttir skólastjórafrú á Hvanneyri, fyrsti ritari Ungmennafélagsins.

Þannig voru allir fyrstu stjórnarmennirnir ýmist starfsmenn Hvanneyrarskóla eða nemendur hans. Stofnfundinum lauk með því að sungin voru nokkur lög.

Það var ekki alveg tilviljun að félagið skyldi stofnað 12. desember. Þennan dag árið 1911 voru einmitt liðin 200 ár frá fæðingu Skúla Magnússonar fógeta. Í Reykjavík var merkra verka Skúla minnst og á stofnfundinum á Hvanneyri flutti Páll Zóphóníasson fyrirlestur um Skúla. Dagurinn var valinn sérstaklega, eða eins og segir í fyrstu árskýrslu stjórnar til félagsfundar:

Það þótti eiga vel við að stofna þá félag, sem hlúði að því er honum var kærast, hlúði að því sem þjóðlegt var og þarflegt og öllu því, er göfgar og bætir manninn.

Til starfa var tekið ungmennafélag. Áður en við förum að fylgja nokkrum vörðum í aldarstarfi þess er rétt að víkja að sérstöðu félagsins sem stofnendur virðast hafa viljað marka. Hana má lesa úr 3. grein fyrstu félagslaganna en þar sagði m.a.: „Tilgangi sínum hugsar félagið sér að ná með því að halda fundi, þar sem aðallega verða rædd ungmennafélagsmál og félagar sem eru frá ýmsum ungmennafélögum út um land skýri frá starfsemi og fyrirkomulagi sinna félaga.“15 Þannig er þess til dæmis getið í fundargerð 8. mars 1914 að Eyfirðingurinn Helgi Einarsson frá Steinnesi hafi greint frá starfi Ungmennafélagsins Ársólar í Eyjafirði. Helgi var þá nemandi við Hvanneyrarskóla.

Sakir hinna nánu tengsla félagsins við Hvanneyrarskóla hlaut það marga þjálfaða liðsmenn úr ungmennafélögum úti um land, sem þá þegar voru starfandi og, eins og hér hefur komið fram, virðast þeir hafa átt hvað mestan þátt í stofnun félagsins. Hitt var ekki síður mikilvægt, að fjölmargir Hvanneyringar kynntust þarna ungmennafélagshreyfingunni í fyrsta sinn af

Fyrstu lög Ungmennafélagsins Íslendingur.

Einar Jónsson kennari og ráðsmaður á Hvanneyri, fyrsti gjaldkeri Ungmennafélagsins.

eigin raun og hlutu þjálfun, sem nýttist þeim í félagsmálastarfi þegar heim kom. Ef til vill má segja að þarna væri á ferð fyrsti vísir að félagsmálaskóla UMFÍ.

Ungmennafélagið Íslendingur var því ekki aðeins félag Hvanneyringa og byggðanna í Andakílshreppi og neðanverðum Skorradal, heldur líka með sínum hætti gróðurreitur ungmennafélagshreyfingarinnar á landsvísu. Sennilega geta því einhver ungmennafélög rakið rætur sínar og starf með einum eða öðrum hætti til félagsstarfs Íslendings. Þannig er vitað að þjóðdansar, sem iðkaðir voru innan Íslendings, bárust með nemendum Hvanneyrarskóla, er þar kynntust þeim, til ýmissa sveita. Frá þeim verður sagt síðar.

Hálfnað er verk þá hafið er – fyrsta starfsskýrslan

Og svo hóf ungmennafélagið starf sitt. Upphaf verka gefur gjarnan tón framhalds þeirra. Því skulum við rifja upp hvað stjórninni þótti mikilvægast að tilgreina af starfi Íslendings fyrsta starfsárið en svo vel vill til að starfsskýrsla ungmennafélagsins hefur varðveist. Hún er endurrituð hér á eftir:

Skýrsla til Ungmennafjelagsins “Íslendings”

frá Stjórninni í sama fj. árið 1912

Eins og þið vitið var það um þetta leyti í fyrra sem Íslendingur var stofnaður. Það var þá – 12 desember – liðin 200 ár frá fæðingu Skúla fógeta Magnússonar. Og einmitt þann dag, afmælisdag fógetans, völdu menn til að stofna fjelagið. Það þótti eiga vel bið að stofna þá fjelag sem hlúði að því er honum var kærast, hlúði að því sem þjóðlegt er og þarflegt og öllu því er göfgar og bætir manninn.

Nú er þetta fjelag ársgamalt. Og þó fjelagið sje ekki í

15
9

dag ... þá komum við samt saman í dag til þess að halda upp á það. Þegar einhver slík tímamót eru lítur maður ætíð til baka á liðna tímann. Mun þurfa að glöggva sig á því hvað orðið er, hvort manni miði, og hvaða orsakir sjeu til þess. Af því liðna þurfa menn að læra, læra svo menn verði betur færir að mæta því ókomna.

Nú segja lögin okkur stjórninni að rifja upp það sem drifið hefur á daga “Íslendings”. Við viljum gera þetta, en þó við gerum það verið þið líka að gera það. Hver einstaklingur innan vjebanda fjelagsins verður að svara þeim 3 spurningum sem afmælisbarnið spyr um. En það spyr.

Ertu orðinn betri á árinu og hefur þú gert nokkuð til þess.

Ertu orðinn hraustar eða hefur þú gert nokkuð til að verða það.

Ertu orðinn fróðari.

Hafir þú ekki gert neitt til þess að verða þetta, hefur þú þá ekki hjálpað öðrum til þess?

Fjelagið í heild sinni hefur helst gert þetta til að hjálpa sjer og fjelögum sínum til að verða betri menntaðri og hraustari menn.

Það gekk strax í U.M.F.Í. Þótti það meiri styrkur enda er sagt “sameinaðir stöndum vjer” og fj.m. vissu að einmitt í sambandi við aðra mætti vænta árangurs. Fulltrúa sendi það á fjórðungsþing svo og á stofnfund U.M.S.B. enda er U.M.F. nú í því sambandi.

Fundi hefur fjelagið haldið 10. Á þeim hafa mörg mál verið rædd, hafa þau við það skýrst, og fj.m. æfst í að tala. Það mun því mega fullyrða að þeir hafi bæði haft mennandi og mentandi áhrif.

Fyrirlestrar hafa verið haldnir og þeir eru fáir. 3. mun mega telja þá, 2 er Guðm. Hjaltason hjelt, annan um Björnstjerne Björnson en hinn um “Tryggð við ættjörð og hugsjónir”. Þann þriðja mun mega telja erindi það er P.Z. flutti á stofnfundi fj. um Skúla Magnússon.

Sunnudaginn 28/7 fóru flestir fj.m. skemmtiferð á Grundarskóg. Veðrið var því ver ekki sem bezt, þó skemmtu menn sjer með söng, glímum og fl. og voru menn glaðir og ánægðir er heim var snúið um kvöldið.

Að tilhlutun fj. fór fram sundkennsla. Kendi Einar Jónsson sund í 9 sunnudaga. Nemendur voru 34, þaraf 7 konur. Utanfjelagsmenn gátu tekið þátt í sundinu, en þeir gerðu það fáir, 4 alls.

Í september var svo haldið “sundmót”. Skildi þar keppt um verðlaun í sundi en auk þess hlaupa, stökkva, glíma og sýna knattspark.

Einn fjelagsmanna – Páll Zóphoníasson – hafði gefið fjelaginu silfurskjöld til verðlauna. Skildi hann vera

geymdur árlangt af vinnanda, en ynni hann sami maður í röð 3var yrði hann hans lögmæt eign. Í þetta sinn bar Sigurður Gíslason skjöldinn heim, hann synti fljótast, og geymir hann því uns annar fær hann að ári. Sundsamkoman var vel sótt, aðgangur var seldur og kom þó ögn inn, enda var fyrirhöfn nokkur. Á sundmóti þessu sýndu 2 stúlkur sund. Hafði önnur þeirra byrjað að læra sund nú í vor, og var nú orðin vel synd. Sýnir slíkt lofsverðan áhuga, sem aðrir ættu að taka sér til eftirbreytni.

Eignir eru litlar.

Fjelagið á þó fána. Skutu fj.m. saman fyrir hann og hefja hann síðan í broddi framgöngu sinnar. Fáninn kostaði kr. 12.

Sundkúta á og fjelagið 4. Þurfti þeirra með við sundkensluna. Þeir kostuðu kr. 5,40

Þá er skjöldurinn og eign fjelagsins, kostaði hann kr. 15. Enn á fjelagið kr. 53,55 í sjóði en þaraf kr. 5,60 útistandandi.

Nú eru fjelagsmenn 74 að tölu eru þaraf 54 karlmenn en 20 kvenmenn.

Hvanneyri 14 Desember 1912

Páll ZóphoníassonSvava Þórhallsdóttir (formaður) (ritari)

Starf félagsins virðist hafa farið af stað við töluverðan byr. Félagsmenn urðu þegar rúmlega sjötíu og á starfsskrá félagsins sjáum við þegar getið verkefna sem áttu eftir að móta starfsemi þess öldina á enda og vel það. Félagið varð strax hluti af UMFÍ, landssamtökum ungmennafélaganna. Og þótt eignir og efni væru takmörkuð í fyrstu (og

Ingimar JóhannessonEinar Jónsson (varaform.) (gjaldkeri)
10
Frá Hvanneyri árið 1912. Í skólahúsinu lengst til vinstri var Ungmennafélagið Íslendingur stofnað. (Hve).

raunar æ síðan eins og jafnan hefur einkennt góð ungmennafélög) var blásið til verka: fundahalds, skemmtiferðar og íþrótta, og þá í fyrstu sunds, sem jafnan hefur átt vinsældum að fagna innan félagsins.

Fyrstu félagsfundirnir

Fyrstu félagsfundirnir voru bæði tíðir og líklega langir. Af rækilegum fundargerðum þeirra er auðvelt að sjá hvað félagar aðhöfðust á fundum sínum. Þeir hófust gjarnan með því að sungið var eitt lag og undantekningalítið lauk þeim með sama hætti. Sungin voru ljóð sem enn í dag eru vel þekkt: Hvað er svo glatt, Stóð ég úti í tunglsljósi, Sjá hin ungborna tíð og Vormenn Íslands, sem kalla má baráttusöng ungmennafélaga.

Strax á fyrstu fundunum virðist þeir hafa farið fram í föstum skorðum. Sýnilega hafa stjórnendur kunnað vel til fundarskapa enda flestir þeirra með nokkra og sumir mikla þjálfun í félagsmálastarfi. Efni fundanna snerist um félagsstarfið en þeir báru þó sterkari keim málfunda og þjálfunar í munnlegri tjáningu. Þátttaka í umræðum virðist oft hafa verið býsna almenn. Venja var í fundarlok að skipa efnismann, einn eða fleiri til næsta fundar. Hann skyldi þá hafa framsögu um tiltekið málefni sem hann kaus sjálfur. En þau voru einnig lögð fram á formi spurninga sem frummælandi skyldi svara á næsta fundi.

Sýnilega hafa umræður orðið líflegar og hér og hvar má greina að hitnað hefur manna í milli. Þannig var það eitt mál sem mikill kraftur fór í á fyrstu árum félagsins; það var hið svonefnda „fjórðungsmál.“ Það snerist um hvernig skipulagi Ungmennafélags Íslands skyldi háttað. Árið 1908 hafði verið samþykkt að landinu skyldi skipt í fjórðunga til þess að auðvelda samstarf ungmennafélaganna. Við það varð UMFÍ eiginlega

„Formaður félagsins …minntist … á hvað félagið gæti starfað í sumar, sagði að við hefðum aðeins æft okkur í að tala en ekki annað, nú væri sumarið komið og við þyrftum að iðka einhverjar íþróttir t.d. sund, við þyrftum að æfa okkur í því að synda. Heppilegustu staðina til þess áleit hann Bæjarlaug og Andakýlsá, menn ættu að geta komið saman til skiptis á þeim stöðum.“ Páll Zóphoníasson á fundi 25. apríl 1912.

valdalaust. Stóð svo í fjórtán ár. Undir lok þess tíma voru mörg héraðssambönd orðin til. Deilur þessar, sem urðu á landsvísu, skulu ekki raktar hér heldur vísað til annarra heimilda um þær.16 Innan Íslendings urðu þær hvassastar veturinn 1914 og enduðu með tímabundinni afsögn formannsins, Páls Zóphóníassonar.

Framan af virðist nokkuð kapp hafa verið lagt á það að rita rækilegar fundargerðir. Rakið var býsna nákvæmlega hvað hver mælandi hafði til máls að leggja. Guðmundi Jónssyni á Innri-Skeljabrekku, seinna bónda á Hvítárbakka, hefur sennilega þótt nóg um skrifin. Hann lagði nefnilega fram tillögu á fundi félagsins í mars 1915, sem samþykkt var, þess efnis „að bóka ekki umræður á fundum í gerðabók félagsins.“ Styttust við það fundargerðir félagsins til stórra muna þannig að eftir það voru helst bókuð efnisatriði, sem fyrir voru tekin og tillögur er samþykktar voru. Sjö árum seinna var venjunni aftur breytt til fyrra horfs.

Sund – íþrótt Íslendings

Strax á fyrsta sumri tók Ungmennafélagið sund á dagskrá sína eins og lesa má um í ársskýrslu félagsins árið 1912. Einar Jónsson, stjórnarmaður félagsins, kenndi stórum hópi sund í níu sunnudaga þá um sumarið. Meira að segja var efnt til sundmóts þá um haustið og tekið fram að tvær stúlkur hefðu sýnt sund. Heimildir geta um sundkennslu í Bæjarsveit þegar árið 1873. Árið 1894 kenndi Jón P. Blöndal í endurbyggðri Langholtslaug. 17

Heimildir eru um það að nokkru fyrr hafi sundkennsla farið fram í Andakíl, eins og áður sagði. Með tilstyrk fjár frá landshöfðinga var sund kennt í Langholtslaug fyrir aldamótin 1900 rétt eins og á fleiri stöðum landsins.18

Óljósar eru hugmyndir okkar um það hvernig aðstöðu til sunds var háttað á fyrstu starfsárum Ungmennafélagsins. Einhvers konar laug til sunds virðist hafa verið við Efri-Hrepp þar sem volgt vatn sprettur fram.19 Allavega ræddu félagar um það á fundi sínum á jólaföstunni 1912 að „gera við laugina.“ Fljótlega hafa félagar Íslendings farið á

16 Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Bls. 28-30.

17 Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar. II. Bls. 202.

18 Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar: EF23 20-3.

19 Sjá frásögn Guðmundar Þorsteinssonar frá Efri-Hrepp hér síðar í ritinu.

11

fjörur við jarðeiganda þar um aðstöðu. Þannig var á fundi í febrúar 1913 greint frá tilboði hans, Einars Þórðarsonar er þá bjó á Innri-Skeljabrekku, um aðstöðuna. Setti hann þau skilyrði að hann hefði afnot af lauginni, að Ungmennafélagið léti girða í kringum hana 220 faðma girðingu og loks að girt yrði 160 faðma löng girðing „á tvo vegu í kringum part af engi jarðarinnar sem mest hætta er á að mundi verða fyrir átroðningi af þeim er nota vildu laugina“. Vera má að þarna hafi félagar Íslendings verið að byggja nýja torflaug: Ungur nemandi á Hvanneyri árin 1912-1914, Jóhannes Davíðsson frá Álfadal á Ingjaldssandi, rifjaði upp minningar sínar frá Hvanneyri, og skrifaði m.a.:

Volg laug var fyrir utan Andakílsá, sem þá var óbrúuð. Þarna var á vegum ungmennafélagsins búin til sundlaug, veggirnir hlaðnir úr torfi. Við unnum að þessu á sunnudögum, og þá var gaman að lifa ... Þangað gengum við uppeftir sunnudaga og helgidaga bæði til vinnu og sundæfinga.20

Svo virðist sem samningur vegna Hreppslaugar hafi verið gerður árið 1913 því á fundi Ungmennafélagsins í ársbyrjun 1918 kom til umræðu að endurnýja samning „þann sem Ungmennafj[elagið] gerði við eiganda Hreppslaugar 1913.“ Þar átti síðar eftir að rísa steinsteypt sundlaug félagsins.

Lýsing Jóhannesar Davíðssonar bendir til þess að félagar hafi ráðist í nýbyggingu laugarinnar eða að minnsta kosti verulega endurgerð hennar. Byggingarefnið var frumstætt og ekki líklegt til þess að hafa varað lengi. Við sjáum fyrir okkur hina einföldu laug, torfveggjaða og sennilega sem stokk að lögun. Ósennilega hafa margir geta synt samhliða í henni þótt dýpið kunni að hafa leyft full sundtök. Til þess að skipta um föt var slegið upp tjaldi; konur í hópi félagsmanna tóku ekki annað í mál, sagði í fundargerð. Tjald virðist félagið hafa eignast á fyrstu starfsárum sínum. Mun það einnig hafa verið notað til sumarfunda félagsins því þeir fóru iðulega fram við Hreppslaug. Alla vega vildi ungmennafélagsfundur haldinn um Jónsmessuna 1921 ekki verða við aðkominni beiðni um að lána tjaldið „yfir sláttinn“ ... „þar eð líkindi eru til að fjelagið sjálft þurfi að nota það við funda höld o.s.f.“

Vaxandi áhugi á sundíþróttinni víða um land á fyrstu árum síðustu aldar fann sér farveg við

20 Jóhannes Davíðsson í Neðri-Hjarðardal. Í bréfi til BG í febr. 1978.

ýmsar aðstæður. Félagar Íslendings voru vissulega öfundverðir: Þeir höfðu nefnilega aðgang að volgri laug til sunds. Sennilega hefur laugin þó verið ósköp takmörkuð á flestan veg. Í félagsfundargerð 23. apríl 1914 kemur fram að lítið muni hægt að gera til þess að bæta laugina; þó væri hægt að „dýpka hana ögn og einnig lengja hana“... Því er fróðlegt að lesa um það hvar sundáhugamenn

Hvanneyrarstokkur var notaður sem „laug“ fyrir kappsund ungmennafélaga Íslendings. (BG).

fundu sér sundstaði, einkum til keppni: Þann 18. ágúst sumarið 1912 ræddu félagar um kappsund í Vatnshamravatni eða í Hvanneyrarstokki; fundarmaður taldi betra „við Hvanneyrarstokk ef vel stæði á sjó.“ Og vel stóð sennilega á sjó sunnudaginn 7. september 1913 því þá var haft kappsund „eftir messu“, í Stóra-Stokki við Hvítá undan Hvanneyri; þó var „sunnan stormur og rigning öðru hvoru“ skrifaði heimildarmaður.21 Sigurvegarinn, Sigurður Gíslason síðar bóndi á Hamraendum í Stafholtstungum, synti þá 100 m á 2 mín. Konur syntu 50 m og sigraði Sigríður Hjartardóttir frá Grjóteyri á 1 mín og 8 s. Á hásumri 1917 var kappsund háð „í og hjá Vatnshamravatni í Bárustaðalandi s.d. 8. júlí “... segir í fundargerðabók. Og aftur var þar sundmót sumarið 1922, og ef til vill voru þau fleiri. Á stærri mótum, svo sem héraðsmótum þeirrar tíðar, var iðulega synt í Hvítá.

Á seinni hluta tuttugustu aldar, og þó einkum á áttunda áratug hennar, má segja að sundfólk Íslendings hafi unnið flest héraðs- og aldursflokkamót Ungmennasambands Borgarfjarðar. Sundþjálfarar voru þá þeir Oddur Rúnar Hjartarson á Hvanneyri og Einar Kr. Jónsson í Neðri-Hrepp.

21 Guðjón F. Davíðsson frá Álfadal. Dagbók. Ljósrit í vörslu BG.

12

Ungmennafélagið sá lengi um sundkennslu í sveitinni. Sá sem lengst kenndi sund í Hreppslaug var Daníel F. Teitsson á Bárustöðum; í 17 ár „viku til hálfan mánuð í senn og kom um 300 manns á flot.“22 Í Langholtslaug í Bæjarsveit stóð Ungmennafélagið líka fyrir sundkennslu um árabil.

Byggð sundlaug við Efri-Hrepp

Þann 10. desember 1927 hafði Þorgils Guðmundsson framsögu um sundlaugarbyggingu á félagsfundi að Hvítárbakka. Sagði hann að hægt myndi að ná samningum við Þorstein bónda Jónsson í Efri-Hrepp um laugarbyggingu þar. Bráðabirgðaáætlun hljóðaði upp á 2000 kr. Hvern aðdraganda málið hafði haft mánuðina á undan verður ekki greint því eyða virðist vera í fundargerðum félagsins. Stjórn var falið að athuga „hvort ekki mætti gera þetta án mikils kostnaðar“ og að leggja „ákveðna kostnaðaráætlun fyrir aðalfund.“ Á páskadag, 8. apríl, vorið 1928 kynnti Þorgils hana á aðalfundi félagsins. Málið var rætt og eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði:

Fundurinn ákveður að bygð skuli sundlaug við Hreppslaug í vor, ef unt er, eða að öðrum kosti á næsta vori. Tveir menn skulu kosnir til aðstoðar stjórninni til þess að hafa framkvæmdir með höndum. Skal nefndin láta gera ábyggilega kostnaðaráætlun og leggja hana fyrir sveitarstjórnir Andakíls- og Skorradalshreppa og biðja téða hreppa um styrk til byggingarinnar. Ennfremur að sækja um styrk til sýslunefndar Borgarfjarðarsýslu. Þá felur fundurinn þessum mönnum, að leita samskota í hreppunum til væntanlegrar byggingar og heimilar stjórninni að taka að láni úr húsbyggingarsjóði félagsins, það sem til kann að vanta

Veturinn 1928 var húsbyggingarsjóður félagsins orðinn á annað þúsund krónur, að sögn Páls J. Blöndal. Til samanburðar um verðgildi má geta þess að upphæðin var um það bil þriðjungur af verði einnar stærstu jarðar Andakílshrepps, Bæjar í Bæjarsveit, er seld var tæpum tveimur árum síðar.23 Vorið 1928 keypti Ungmennafélagið land “í kringum Laugarnar” og vatnsréttindi af Þorsteini í Efri-Hrepp fyrir 300 krónur vegna fyrirhugaðrar

22 Þorgils Guðmundsson: Upphaf sundkennslu í Borgarfirði. Bls. 109.

23 Byggt á viðtali við Júlíus Þórmundsson 29. mars 1982. Í handriti BG.

sundlaugar.

Mér sýnist það hafið yfir allan vafa að bygging sundlaugarinnar við Hreppslaug sé stærsta framkvæmd sem Ungmennafélagið Íslendingur hefur til þessa ráðist í. Í ljósi aðstæðna var um risaverkefni að ræða á mælikvarða félagsins. Framkvæmdin má líka vera til marks um stöðu sundsins í hugum félagsmanna. Bygging sundlaugarinnar við Efri-Hrepp var slíkt fyrirtæki að hún verðskuldar rækilegan kafla.

Þegar Björn J. Blöndal, bóndi og rithöfundur í Laugarholti, minntist fimmtíu ára afmælis Ungmennafélagsins Íslendings árið 1961 varð honum tíðrætt um sundlaugarbygginguna. Við skiljum það þegar lengra kemur í þessum kafla. Þeir Björn í Laugarholti24 og Daníel F. Teitsson síðar bóndi á Grímarsstöðum25 verða helstu heimildarmenn okkar um sundlaugarbygginguna.

Á aðalfundinum 8. apríl 1928 hafði ný stjórn Ungmennafélagsins verið kjörin. Í hana völdust þeir Björn J. Blöndal, sem var formaður, Guðbrandur svili hans Þórmundsson, síðar bóndi í Nýja-Bæ, sem var gjaldkeri, en ritarinn var Pétur Bjarnason síðar bóndi á Grund í Skorradal. Þeir Þorgils Guðmundsson íþróttakennari á Hvanneyri og síðar í Reykholti og Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka voru kjörnir „í sundlaugarnefnd til aðstoðar stjórninni,”sagði í fundargerð. Lesum nú frásögn Björns sem hann flutti aldarþriðjungi síðar:

9. september [1928] var stjórnarfundur haldinn á Hvítárbakka. Þar rjeðist það að við Guðbrandur sæjum um verkið þetta haust. Nauðugir tókum við þetta að okkur. Báðir höfðum við verið fjarverandi þegar við vorum kosnir í stjórnina. Jeg var í Reykjavík þennan vetur og vissi ekki, að jeg hefði verið kosinn formaður, fyrr en jeg kom heim um vorið. En það var ekki auðvelt að neita Guðmundi á Hvítárbakka, þeim elskulega manni. Hann og Þorgils hjálpuðu okkur líka eins og þeir gátu.

10. september lagði jeg snemma á stað til að reyna að fá smið. Fór jeg víða og fann smiði að máli beggja vegna Hvítár, en fjekk alls staðar nei. Um kvöldið kom jeg að Hvítárbrú hundvotur í haustmyrkri. Batt jeg hest minn og labbaði yfir brúna sem þá var í smíðum, fann Sigurð Björnsson26 að máli og sagði honum ferðasöguna. Hann brá sjer stundarkorn frá, en þegar hann kom aftur, sagði

24 Björn J. Blöndal: 60 ára afmæli U.M.F. Íslendings. Nýr Ljósberi 1974. Bls. 16-19.

25 Daníel F. Teitsson: Hið frjálsa framtak. Kaupfélagsritið. 28. hefti. Des. 1970. Bls. 47-48.

26 Sigurður var yfirsmiður við byggingu Hvítárbrúarinnar við Ferjukot.

13

hann: „Jeg er búinn að ráða ykkur smið.“ Sá hjet Kristján og reyndist hinn ágætasti maður.

Teikningu að sundlauginni gerði Sigurður Björnsson að beiðni Daníels F. Teitssonar. Síðan sagði Björn J. Blöndal: „Hann gerði líka járnateikningar og rjeði því raunar að mjög mikið af steypustyrktarjárni var haft í laugarbotninn. Sigurður Björnsson reyndist okkur jafnan hinn mesti drengskaparmaður, þáðum við mörg og góð ráð af honum, jafnan án endurgjalds … Megi Sigurði Björnssyni vegna vel, hvar sem vegir hans liggja.“27

Sundlaugarteikning Sigurðar ber ljósan vott um stórhug félagsmanna Íslendings. Hugmynd Sigurðar virðist hafa verið sú að laugin væri yfirbyggð sem næmi um það bil helmingi af stærð sjálfrar sundlaugarinnar. Hún skyldi vera 23 m löng og 10 m breið. Af lengdinni voru þó 3 m sýnilega ætlaðir í grunna laug (60-80 cm) en sjálf laugin skyldi vera 130-260 cm á dýpt. Grunna laugin skyldi afmörkuð með grind.

Þrír baðklefar skyldu vera til hvorrar hliðar lauginni og fjögur herbergi fyrir (norður )gafli; tvö lítil (8,3 m2) og tvö stærri (16,2 m2). Á teikningunni voru þessi rými merkt „Kensla.“ Má vera að þar hafi barnakennsla verið höfð í huga fremur en kennsla í tengslum við sund. Í kjallara undir gaflrýmunum var síðan rými merkt „Hesthús“ á teikningunni. Eðlilegt var að gera ráð fyrir þörfum helsta „samgöngutækis“ þeirra tíma. Hugsið ykkur hve þægilegt það hefði verið fyrir móð

og sveitt hross sundlaugargesta að geta þornað og hvílst í hlýju hesthúsinu í stað þess að norpa útundir vegg í hvaða veðri sem væri? Hesthúsið mun hins vegar aldrei hafa orðið fullbúið en hrossum sundlaugargesta var stundum stungið þangað inn.28

Þakskýli yfir lauginni skyldi vera opið í sólarátt. Um þvermiðja laug var opið hæst, um 3 m. Síðan lækkaði það til hvorrar hliðar. Um hinn opna hluta laugarinnar var síðan gert ráð fyrir skjólvegg.

Hér var því ekki í lítið ráðist. En njótum áfram frásagnar Björns J. Blöndal:

Kaupfjelag Borgfirðinga ljet okkur í tje mest af efninu. Varð að flytja það sjóveg upp í Skiplæk og þaðan á hestsvögnum. Um annað var þá ekki að tala.

Þá var vjelbáturinn Hvítáin enn við lýði, öldruð og lek. Ólafur Sigurðsson átti hana. Magnús Ólafsson átti góðan bát, en var fjarverandi þegar til átti að taka. Svo þegar sement, timbur og fl. var komið í bátinn og háflóð að koma, vantaði flest. Segl og árar á uppskipunarbátinn og svo stýrimenn. Ólafur varð að halda með handafli lausri skrúfu í vélinni og það var ærið verk.

Á götunni hittum við Hjört Magnússon. Hann var strax ráðinn stýrimaður á uppskipunarbátinn og fjekk í hendur beittan hníf, svo að hann gæti skorið sig frían af Hvítánni, ef hún tæki upp á því að sökkva. Hjörtur var varla eldri en 12 ára þá. Árar og segl fékk Ólafur „lánað“ hjá Magnúsi Ólafssyni. – Hann var raunar norður í landi. Enginn vissi hvar. Ólafur fór víða um Borgarnesið. Enginn vildi stýra, og þegar háflóð var að koma skipaði hann mig stýrimann. Aldrei hafði jeg snert

27 Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 13.
28
Sjá frásögn Péturs Jónssonar hér síðar í ritinu.
14
Langskurðarteikning af sundlauginni við Efri-Hrepp. (Héraðsskjalasafn Borg.).

á stýri. Og ekki skal jeg hæla mjer af sjómennskunni. Lá við að jeg stýrði í strand í Brákarsundi, en viðurkenni ekki nú, að hafa oltið nema svo sem þrisvar eða fjórum sinnum frá stýrinu á leiðinni upp í Skiplæk. Það var vont í sjóinn.

Um lánshlutina er þetta að segja: Það gekk ágætlega með árarnar. Þær voru á sínum stað, þegar Magnús Ólafsson kom að norðan. En það gekk verr með seglið. Haustið leið, veturinn líka. Ekki fjekk Magnús seglið. Um vorið fjekkst svo fullvissa á, að Ólafur hafði af sinni alkunnu góðsemi lánað það bónda úti á Mýrum, sem vantaði yfirbreiðslu á hey. Magnús fjekk seglið næsta sumar.

Eins og áður er sagt, kom það á hlut okkar Guðbrandar að sjá um vinnuna þetta haust. Margir örðugleikar urðu á vegi okkar, en tveir urðu okkur þyngstir í skauti.

Áætlað hafði verið, að vinna við að jafna laugarbotninn væri 10 dagsverk, en þau urðu yfir 100. Mölina hafði einhver stórglópur úr Reykjavík sagt vera við hendina og hægt að moka úr melnum fyrir ofan beint á brettið. Sú möl reyndist ógæf og varð að flytja hana alla um alllangan veg á hestvögnum. Þetta tvennt, að jafna laugarbotninn og að sækja mölina, kostaði meira fje en Íslendingur átti í sjóði sínum.

Skylt er að minnast þess að fólkið í nágrenninu og þó víðar, svo og margir ungmennafjelagar sýndu okkur fádæma hjálpfýsi.

Þetta haust var sundlaugarbotninn steyptur allur og dýpsti hluti laugarinnar. Taldi Sigurður Björnsson að verkið væri hálfnað að öllum kostnaði og þar með talið fundarhúsið. Kostnaður var rjett rúmar fimm þúsund krónur.

Næsta sumar var verkinu haldið áfram og hnigið að því ráði að fá til þess Sveinbjörn Kristjánsson, þann er byggði fjósið á Hvanneyri. Húsið vantaði, en kostnaður laugarinnar rúmar 11 þús.kr. Ríkissjóður, Borgarfjarðarsýsla, Andakílshreppur og Skorradalshreppur höfðu lofað styrk til sundlaugarinnar. Andakílshreppur og sýslan stóðu við allt sem lofað var. En er gera skyldi upp við Sveinbjörn vorum við raunar komnir í greiðsluþrot. Sjerstaklega er þá var sýnt að Ríkissjóður mundi ekki greiða nema á nokkrum árum tillag sitt.

Og nú var það sem Halldór á Hvanneyri rjetti okkur hjálparhönd einu sinni enn og óbeðinn. Hann borgaði Sveinbirni það sem við gátum ekki borgað honum, fór með okkur vandlega í gegnum reikninga meistarans og gerði sínar athugasemdir ómyrkur í máli. Halldór lánaði okkur þetta fje vaxtalaust en fjekk í staðinn styrkinn frá Borgarfjarðarsýslu og Andakílshreppi síðar meir.

Hefði Kaupfélag Borgfirðinga, Sparisjóður Mýrasýslu og Halldór Vilhjálmsson ekki hjálpað okkur, er vandsjeð hvernig farið hefði. Guðmundur á Hvítárbakka og Guðbrandur í Bæ inntu af hendi síðustu greiðsluna. Þeir hjeldu skemmtun á Hvanneyri og fjekst þar inn nægilegt fje 29

Mannvirkið reynist kosta töluvert meira en áætlað var. Félaginu tókst að koma upp lauginni sjálfri, þ.e.a.s. grunnhæð hennar. Það fór hins vegar svo að yfirbyggingin baðklefarnir, herbergin við norðurgaflinn og skjólveggirnir komust aldrei upp í upphaflegri gerð sinni. Haustið eftir lét Ungmennafélagið steypa garð í Langholtslaug í

29 Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 13-14. 15
Þverskurðarteikning af sundlauginni við Efri-Hrepp. (Héraðsskjalasafn Borg.).

Sundlaugin við Efri-Hrepp á fimmta áratug síðustu aldar. (Þorsteinn Jónsson. Héraðsskjalasafn Borg.).

Bæjarsveit og byggja skúr við hana. Skyldi þannig bæta aðstöðu Bæsveitunga til sundiðkana einnig. Í 50 ára afmælisriti UMSB árið 1962 skrifaði stjórn Íslendings um sundlaugarbygginguna við Efri-Hrepp:

Verk þessi bera vott um dugnað félagsmanna, en því miður urðu þau ekki sá aflgjafi, sem margir höfðu vonast til, enda fóru nú erfið ár í hönd, og lá starfsemi félagsins að mestu niðri til ársins 1937 30

Hver, sem sér sundlaugarmannvirkið við Efri-Hrepp, getur ímyndað sér hvert átak bygging hennar var fámennu ungmennafélagi á þeim tíma er hand- og hestafl voru einu öflin sem drifu verkin áfram, hvort heldur var til aðdrátta eða annarra starfa. Skiljanlegt er því að lúi hafi setið eftir í beinum þeirra, sem að verkunum stóðu, lúi sem ól af sér þau vonbrigði að ekki skyldu betur nýtast verkin. En sundlaugin við Efri-Hrepp átti eftir að duga vel og vera Ungmennafélaginu

„Þess skal getið í sambandi við stjórnarkosninguna að formaður Björn Blöndal færðist mjög eindregið undan endurkosningu og sama máli var að gegna með gjaldkerann Guðbrand Þórmundsson. En sökum þess að félagsmenn voru einhuga um að þeir störfuðu áfram í stjórninni, ekki síst vegna þess að þeir hafa manna mest haft umsjón með byggingu sundlaugarinnar, þá gerðu þeir það að starfa áfram“… Aðalfundur 25. apríl 1929.

Sundlaugin við Efri-Hrepp í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. (G.Sig.).

hin arðgæfasta eign í áranna rás, bæði til æfinga og keppni og ekki síður sem sundstaður fyrir almenning. Á fyrri hluta áttunda áratugarins var gert átak í að bæta sundlaugina. Hún var hreinsuð og máluð og bætt á ýmsan veg. Að því kom að settur voru við hana heitir pottar í stað inntakshólfs heita vatnsins við sundlaugarbarminn sem lengi hafði gegnt því hlutverki. Vatnsaga var beint frá lauginni og klefunum við norðurgafl hennar lokað. Við þann enda laugarinnar var reistur skjólveggur og fleira gert lauginni til góða. Þá voru endurbætur gerðar í laugarhúsinu eins og nánar er fjallað um á öðrum stað. Um mörg undanfarin vor hefur stjórn kvatt félaga Íslendings til lagfæringa í og við Hreppslaug svo hægt væri að opna hana almenningi.

Síðastliðinn aldarþriðjung hefur Hreppslaug verið opin almenningi um sumartímann. Þótt ekki geti hún keppt við nútíma sundstaði, stóra og vel búna, hefur hún yfir sér frumstæðan þokka þar sem hún hniprar sig upp að eldgamalli jökulöldunni og

Umf. Íslendingur í Andakílshreppi: „Vann 145 dagsverk við sundlaugarbyggingar. Hélt 10 daga sundnámskeið með 25 þátttaköndum, og fimleikanámskeið í 30 daga. Kennari var Hallgrímur Stefánsson frá Fitjum. 5 félagar kepptu á íþróttamóti U.M.S.B. Á bókasafn með 300 bindum. Umræðuefni m. a. trúmál, þjóðfélagsmál og atvinnumál. Félagið hefir nýlega hafizt myndarlega til starfs eftir nokkurn svefn.“ Skinfaxi 30. árg. 1939. Bls. 154 (úr ársskýrslu 1938).

Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára. Bls. 48.

30
16

Rætt um sundlaug félagsins. Kjartan Sveinsson hafði framsögu. Hóf hann máls á því, að sér þætti mjög leitt, hvað sundlaugin væri orðin mikið skemmd, og að það mætti ekki dragast lengi að henni væri gert eitthvað til góða. Sagðist hann treysta sér til að útvega félaginu lán, allt að þúsund kr. svo væri líka tilraun að sækja um styrk til sýslusjóðs. Ennfremur þyrfti félagið litla eða enga vinnu að kaupa því félagar gætu unnið mest að þessu sjálfir; einnig hefðu nemendur Hvanneyrarskólans boðist til að vinna við sundlaugina einn eða tvo daga“… Aðalfundur 30. janúar 1938.

dregur að fjölda gesta. Þúsundir hafa sótt laugina hvert sumar; átta til níu þúsund sumarið 1987, þar af 340 einn daginn, sagði í stjórnarskýrslu þess árs. Tíðarfar hefur jafnan ráðið aðsókn.

Um miðjan níunda áratuginn var kannaður sá möguleiki að lagfæra laugina og byggja hana upp að hætti nýrra tíma. Takmarkaður áhugi félagsmanna, rýr félagssjóður ásamt óvissu í fjármálum leiddu til þess að hætt var við allar stórframkvæmdir „að sinni“ eins og segir í stjórnarskýrslu.31 Ekki verður því neitað að rekstur laugarinnar hefur verið fyrirhafnarsamur. Aldrað mannvirkið hefur kallað á mikið viðhald, auk þess sem stundum var glímt við bagalegar sveiflur á hitastigi laugarvatnsins. Ráðin var bót á þeim með orkukaupum frá héraðshitaveitunni (nú Orkuveitu Reykjavíkur ). Á tíunda áratugnum kom til tals að

Boðsundssveit UMSB á Landsmóti UMFÍ 1981. Frá vinstri: Líney Snjólaug Diðriksdóttir, Soffía Magnúsdóttir, Sigrún Hrönn Hauksdóttir og Ragnheiður Laufey Jónsdóttir. Líney, Soffía og Sigrún voru í Umf. Ísl. (DJ).

31 Skýrsla stjórnar Íslendings um árið 1987. Í handriti.

17
Helga Jensína Svavarsdóttir kennir sund í Hreppslaug um aldamótin síðustu. (G.Sig.). Á Aldursflokkamóti í sundi 1982. Frá vinstri: Steinunn Ágústa Einarsdóttir, Guðlaug Ósk Gísladóttir, Margrét Sólveig Snorradóttir, Ásdís Helga Bjarnadóttir og sundþjálfarinn Einar Kr. Jónsson. (Umf. Ísl.). Boðsundssveit Ungmennafélagsins 1986. Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, Leifur Gíslason, Oddur Grétarsson og Kristján Ingi Pétursson. (Umf. Ísl.).

Einar Þorsteinssson (FORM) skýrði frá því að Skorradælingar, sem eiga spunavélina í klefa við sundlaugina, hefðu farið þess á leit, að samið yrði milli U.M.F. og Skorrdælinga, um að Skorrdælingar fengju að nota klefann fyrir spunavélina, yfir veturinn, en U.M.F. hefði hann til afnota að sumrinu, þegar samningstíminn væri útrunninn keypti U.M.F. eftir sanngjörnu mati, efni það sem Skorrdælingar, hafa lagt fram til lagfæringa við afnot klefans … Fundurinn samþykkti, að veita stjórninni leyfi til að semja við Búnaðarfélag Skorradalshrepps til 3ja ára, um það sem hér hefir verið nefnt.“ Fundur 2. júní 1940.

selja laugina. Félagskröftum var hins vegar safnað og lauginni gert til góða, m.a. með fjárstuðningi sveitarfélaga félagssvæðis Íslendings og nokkurra fyrirtækja.

Lengi vel, eða allt til þess að sundlaugar urðu til að Kleppjárnsreykjum og síðar í Borgarnesi (1997), voru héraðsmót UMSB í sundi ýmist haldin að Varmalandi eða í Hreppslaug. Hér má nefna að ungmenni úr Borgarnesi sóttu sundnám í lauginni við Efri-Hrepp.

Hreppslaug var um árabil helsta sundlaug héraðsins. Í tímanna rás hafa margir félagar Íslendings og fastagestir sundlaugarinnar bundist henni sterkum böndum og vilja því stuðla að viðgangi hennar.

þáttur í starfi félagsins. Fyrstu árin var um beina íþróttakennslu að ræða. Oftast hefur hvatinn að starfinu legið hjá einstaklingunum sjálfum, sem ýmist iðkuðu grein sína til athyglisverðs árangurs ellegar smituðu fleiri með sér til þátttöku. Stuðningur félagsins hefur ýmist legið í sérstakri hvatningu eða því að félagið hefur megnað að halda úti skipulegri íþróttaþjálfun, ýmist eitt sér eða þá í samstarfi við UMSB. Á því sviði hefur einn mikilvægasti samstarfsflötur Ungmennafélagsins og Ungmennasambandsins legið. Mót á vegum UMSB hafa örvað þátttöku. Þar má sérstaklega nefna hina svokölluðu Vorleika sem um og upp úr 1970 voru fastur liður í starfi UMSB og drógu vor hvert hóp unglinga úr sambandsfélögum til einbeittrar þátttöku.

Sérstök aðstaða, t.d. til frjálsra íþrótta, hefur löngum verið takmörkuð á félagssvæðinu. Notast hefur verið við slétta bakka og tún á ýmsum stöðum, oftast á Hvanneyri, en einnig í Árdal og á Mannamótsflöt, svo dæmi séu nefnd. Með tilkomu Sverrisvallar á Hvanneyri árið 2008, sem sagt er frá í öðrum kafla, varð breyting á er fékkst allvel búinn leikvangur til ýmissa íþrótta.

Aðrar íþróttir

Á aldarlöngum starfstíma Ungmennafélagsins hafa aðrar íþróttir en sund einnig verið gildur

Það hefur oft verið rætt um það að félagið þyrfti að eignast samkomuhús, en eg álít það ekki nauðsynlegt, þegar félagsmenn fá að halda fundi og skemmtanir hér á Hvanneyri þegar þeir vilja. Félagsmönnum ber að leggja áherslu á að þrífa til í kringum sundlaugina og einnig væri mjög vel til fallið að gróðursetja trjáreit í brekkuna fyrir ofan laugina“… Guðmundur Jónsson kennari á fundi 2. janúar 1941.

Um miðja síðustu öld varð til harðsnúinn kjarni fjölhæfra frjálsíþróttamanna innan Íslendings sem gat sér afar gott orð í keppni, m.a. á héraðsmótum UMSB er jafnan fóru fram á Ferjukotsbökkum. Ósjaldan bar hann sigurorð af öðrum ungmennafélögum sambandsins. Þeir bestu kepptu einnig á landsvísu, svo sem á Landsmótum UMFÍ, og stóðu sig vel. Þar voru í flokki Sigurður R. og Ásgeir Guðmundssynir frá Hvanneyri, Einar Kr. og Ásgeir Jónssynir frá Neðri-Hrepp, Sigurður Helgason á Heggstöðum, Margrét Sigvaldadóttir frá Ausu, systkinin Ragnheiður og Helgi Daníelsbörn frá Grímarsstöðum, Guðmundur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp og ýmsir fleiri. Nefna má til dæmis að ekki færri en níu keppendur frá Íslendingi tóku þátt í Landsmóti UMFÍ í Hveragerði árið 1949. Sigurður Helgason hefur minnst þessara íþróttaára með rækilegum hætti.32 Lesum brot úr minningum Sigurðar:

Hinn 2. og 3. september [1950] stóð Umf. Íslendingur fyrir keppni í tugþraut á Hvanneyri. Aðstæður voru hinar frumlegustu, t.d. áttum við ekki nema eitt sett

32 Sigurður Helgason minntist íþróttastarfsins á 60 ára afmælisfagnaði Ungmennafélagsins í Brún haustið 1971. Handrit Sigurðar var síðar birt í Nýjum ljósbera, þannig: 1978, bls. 14-18 og 1980-1981, bls. 22-26, en 6 bls. (A4) eru enn óbirtar.

18

af heimasmíðuðum grindum og gat því aðeins einn keppandi hlaupið í einu! Engu að síður tókst keppnin vel og luku henni 6 keppendur. Mér tókst að slá Borgarfjarðarmet Kára Sólmundarsonar sem var 4734 stig með því að ná 14 stigum meira samtals. Næstir komu Sigurður Guðmundsson með 4540 og Ásgeir Guðmundsson með 4393.

Um sumarið fór fram viðgerð á Hreppslaug. Unnu félagar að viðgerðinni í sjálfboðavinnu á kvöldin eftir vinnu og um helgar. Þegar verkefninu lauk var haldið sundmót og á það boðið afreksfólki úr Ármanni í Reykjavík. Ekki veittum við þeim mikla keppni sem von var vegna æfingaleysis en þó tókst mér að sigra bæði í 50 m og 100 m bringusundi. Synti ég á 38,0 sek. sem var nýtt Borgarfjarðarmet. Síðasta afrekið var unnið hinn 8. október. Þá sigraði Ásgeir Guðmundsson í stangarstökki á íþróttamóti framhaldsskóla í Reykjavík. Hann stökk 3,25 m og setti nýtt Borgarfjarðarmet ...

Við Sigurður Guðmundsson dvöldum við nám í Íþróttakennarskóla Íslands á Laugarvatni veturinn 1950/1951. Við sömdum þar æfingaseðla og sendum félögunum með hvatningu um áframhaldandi sókn ...

Má þessi frásögn vera til marks um það sem gjarnan gerist í frjálsu félagsstarfi: Saman koma hæfileikaríkir einstaklingar sem mynda átakamikinn hóp, því eins og þar segir: Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Slík tímabil hafa mörg fleiri orðið til í starfi Íslendings og á ýmsum sviðum félagsstarfsins.

Á tímum hefur hörð keppni verið á milli ungmennafélaga héraðsins um stig á héraðsmótum. Einkum hefur Íslendingur þar

átt í höggi við Reykdæli og Skallagrím, eins og Sigurður Helgason rakti í minningum sínum. Til þess að styrkja stöðu sína leituðu Dagrenning og Íslendingur samstarfs og komu stundum fram sem einn keppnisaðili á héraðsmótum. Árið 1971 urðu þau t.d. stigahæst einstakra félaga á frjálsíþróttamótum innan UMSB.33

Síðustu 35-40 árin hefur íþróttastarfið verið líflegast í yngri aldurshópunum enda sérstök rækt lögð við þá oft og tíðum, m.a. með virku starfi margra foreldra. Með fjölgandi unglingsárum hefur áhugi flestra beinst í aðrar áttir, þótt mörg dæmi séu um félaga Íslendings sem náð hafa langt á landvísu í einstaklingsgreinum íþrótta.

Innan Íslendings hafa hópíþróttir komið við sögu. Knattspyrna naut löngum vinsælda, kölluð knattspark á fyrstu árunum. Laust fyrir 1970 sótti t.d. nokkur hópur félagsmanna reglulegar æfingar í knattspyrnu á bökkum Flókadalsár, skammt neðan þjóðvegarbrúar, en þær voru sameiginlegar með Ungmennafélagi Reykdæla og Dagrenningarfélögum úr Lundarreykjadal. Engin ástæða er heldur til þess að leyna því að veturinn 1994-1995 tók körfuknattleikslið Íslendings þátt í Íslandsmeistaramóti KKÍ í annarri deild. Þrautseigastar hafa þó verið blakkonur á félagssvæðinu, Hvannir, en um þær er fjallað í sérstökum kafla. Undir þessa málgrein má fella frammistöðu „Íslendinga“ í hinu svonefnda Sparisjóðshlaupi, en til þess var efnt af Sparisjóði Mýrasýslu árin 1989-2008. Sveitir á vegum Íslendings tóku þátt í hlaupinu öll árin og unnu alloft.

Þá var oft mikið að gera vikuna fyrir íþróttamótin. Sjálfsagt var að láta mann í hvert sæti, en þeir góðu máttu ekki keppa nema í 3 greinum og þá varð bara að búa til menn. Ég man eitt sinn eftir því að alveg hafði gleymst að hugsa fyrir spjótkösturum þegar skrá skyldi til keppni. Þeir voru valdir á stundinni, höfðu 3 daga til æfinga og stóðu sig með prýði. Einhverjum þætti þetta stuttur æfingatími nú. Áhuginn var mikill og oft ók M 315 hratt við að safna liði, og síðan skeði undrið: Íslendingur vann erkióvin sinn á íþróttasviðinu, Reykdæli“. (1950). Guðrún Helgadóttir frá Heggsstöðum. Nýr ljósberi 1980-1981. Bls. 19.

33 Ungmennasamband Borgarfjarðar 60 ára. Bls. 31.

19

Sigurlið Ungmennafélagsins Íslendings í Sparisjóðshlaupinu 1997. Frá vinstri: Kristján Guðmundsson, Jóhanna Hauksdóttir, Davíð Hauksson, Arnar Víðir Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Gauti Jóhannesson, Ármann Eydal Sigurðsson, Jóhannes Guðjónsson, Valgerður Friðriksdóttir og Anna Dís Þórarinsdóttir. (G.Sig.)

Þótt íþróttastarfið hafi oftast byggst á einstaklingsbundnum áhuga hefur Ungmennafélagið lengst af kallað til sérstaka íþróttanefnd, sem bera hefur átt ábyrgð á hvatningu, skipulagi og framkvæmd þjálfunar, þátttöku í mótum og mótahald.34 Á veltiárum fyrstu Húsafellsmótanna hóf UMSB að halda úti héraðsþjálfara í frjálsum íþróttum fyrir aðildarfélögin. Hefur því með einum eða öðrum hætti verið haldið fram allt til þessa. Íslendingur hefur nýtt sér þessa þjónustu. Vegna nábýlis við Hvanneyrarskóla hefur Ungmennafélagið iðulega fengið íþróttaþjálfara úr hópi nemenda þar, einkum til þjálfunar barna og unglinga á vetrum. Aðstöðu til þjálfunar og keppni hefur félagið sömuleiðis notið þar og árið 2006 var gerður formlegur samningur við skólann um afnot Ungmennafélagsins af hinum aldna

Leikfimisal þar, jafnaldra Ungmennafélagsins. Gríðarlegur fjöldi félagsmanna hefur komið við eitt hundrað ára íþróttasögu Ungmennafélagsins. Ýmsir þeirra hafa getið sér gott orð, bæði á héraðsog landsvísu. Meðal þeirra sem langt hafa náð á íþróttavettvangi UMFÍ má nefna hann Hauk Engilbertsson á Vatnsenda í Skorradal sem varð Landsmótsmeistari í 1500 og 5000 m hlaupum að Laugum í Reykjadal árið 1961, og Sigmundur Hermundsson frá Brekku við Andakílsárvirkjun sem sigraði í spjótkasti á Landsmótinu á Sauðárkróki árið 1971. Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum vann 5000 m hlaup á Landsmótinu á Selfossi 1978 og Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri varð Landsmótsmeistari í 200 m fjórsundi á Sauðárkróki árið 2004.

Knattspyrnuferill Íslendings var allgóður, en þeir í samvinnu við u.m.f. Dagrenningu, sigruðu í tveim leikjum á árinu. Sérstaklega gat Þórhallur [Teitsson] um kappleik við Borgnesinga þar sem árangurinn var alveg sérstaklega góður en þá töpuðum við aðeins með 13 marka mun, en Íslendingur og Dagrenning sendu aðeins 7 menn til leiks gegn 11 Borgnesingum“… Aðalfundur 8. janúar 1971.

34 Sjá frásagnir þeirra Guðmundar Sigurðssonar og Rósu Marinósdóttur hér síðar í ritinu.

Á vef Ungmennasambands Borgarfjarðar, www. umsb.is, eru skráð héraðsmet í hinum ýmsu íþróttagreinum, sundi og frjálsum íþróttum. Áhugasömum skal bent á þá fróðlegu síðu. Þar má m.a. sjá nöfn margra félaga Íslendings sem eiga héraðsmet í sinni grein.

Á aðalfundi Ungmennafélagsins 4. febrúar 1955 bar svo við að íþróttanefnd félagsins sagði öll af sér sakir óánægju með eigin frammistöðu. Haraldur stjórnarformaður Sigurjónsson sagði að þá „bæði hann guð að hjálpa drullusokkunum í stjórninni“…

20

Sum héraðsmetin hafa staðið svo áratugum skiptir og eru þá til nokkurs marks um það hve framarlega viðkomandi íþróttamaður hefur staðið þegar hann setti met sitt.

Stjórn félagsins, sem og ýmsir velgjörðaraðila þess, hafa með ýmsum hætti verðlaunað þá sem bestum árangri hafa náð hverju sinni. Á fyrstu árum félagsins var glímuverðlaunum komið á, enda glíman þá bæði vinsæl keppnis- og skemmtigrein á sumarsamkomum þess. Það sama átti við sundið. Upp úr 1970 komu til sögunnar ýmsar viðurkenningar líkt og þá tóku að tíðkast í hliðstæðum félögum. Verðlaun fyrir mesta íþróttaafrekið hafa verið veitt, sundbikarar hafa verið færðir þeim er afrek unnu á því sviði og fleiri mætti nefna.

Allt frá árinu 1973 hefur Ungmennafélagið kjörið Íþróttamann ársins úr hópi iðkenda innan félagsins eftir sérstökum reglum. Hér á eftir fer listi yfir þá sem þess heiðurs hafa notið. Stundum hefur verið mjótt á munum hinna efstu en í annan tíma hafa afrek viðkomandi verið þannig að engan samjöfnuð áttu. Jafnan hefur verið tilkynnt um kjörið á aðalfundi félagsins:

1973 Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum

1974 Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum

1975 Kristján Oddsson á Hvanneyri

1976 Hermundur Sigmundsson á Brekku, Andak.v

1977 Kristján Oddsson á Hvanneyri

1978 Elín Blöndal í Langholti

1979 Elín Blöndal í Langholti

1980 Kristín Jóhanna Símonardóttir á Jaðri

1981 Margrét Snorradóttir á Syðstu-Fossum

1982 Margrét Snorradóttir á Syðstu-Fossum

1983 Björn H. Einarsson í Neðri-Hrepp

1984 Björn H. Einarsson í Neðri-Hrepp

1985 Björn H. Einarsson í Neðri-Hrepp

1986 Helga Margrét Þórhallsdóttir á Hvanneyri

1987 Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum

1988 Sigurður Einarsson í Neðri-Hrepp

1989 Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri

1990 Ástríður Guðmundsdóttir á Hvanneyri

1991 Sólrún Halla Bjarnadóttir á Hvanneyri

1992 Ástríður Guðmundsdóttir á Hvanneyri

1993 Davíð Ólafsson á Hvítárvöllum

1994 Kristín Pétursdóttir á Hvanneyri

1995 Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri

1996 Rósa Björk Sveinsdóttir á Vatnshömrum

1997 Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri

1998 Rósa Björk Sveinsdóttir á Vatnshömrum

1999 Kristján Guðmundsson á Hvanneyri

2000 Jón Vigfús Sigvaldason á Hesti

2001 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp

2002 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp

2003 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp

2004 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp

2005 Gauti Jóhannesson í Efri-Hrepp

2006 Lára Lárusdóttir á Hvanneyri

2007 Arnar Hrafn Snorrason á Hvanneyri

2008 Sigmar Aron Ómarsson á Hvanneyri

2009 Sigmar Aron Ómarsson á Hvanneyri

2010 Björk Lárusdóttir á Hvanneyri

Afrek þessara íþróttamanna voru flest þannig að þau voru á meðal bestu íþróttamanna landsins í sínum greinum. Staldra má við nöfn tveggja íþróttamanna: Ágúst Þorsteinsson frá Hömrum í Reykholtsdal hlaut viðurkenninguna fyrstur og svo aftur 14 árum síðar, sem sýnir iðni hans og úthald. Ágúst hélt tryggð við félagið þótt fjölskylda hans flytti frá Mið-Fossum þar sem hún hafði búið. Ágúst gat sér frábært orð sem sundmaður en einnig sem langhlaupari. Því skal líka haldið til haga að Ágúst var nokkur sumur gæslumaður við Hreppslaug auk þess að þjálfa íþróttir á vegum Íslendings um árabil. Gauti Jóhannesson hlaut viðurkenninguna fimm ár í röð. Gauti rekur ættir sínar til Efra-Hrepps í Skorradal þar sem hann dvaldi löngum hjá móðurfólki sínu og kaus að leggja Íslendingi lið með hæfileikum sínum. Gauti var um árabil einn albesti langhlaupari landsins og keppti þá m.a.

Ágúst Þorsteinsson, fyrsti kjörni íþróttamaður ársins hjá Íslendingi, einnig þjálfari og sundlaugarvörður félagsins um árabil. Þarna keppir Ágúst í 3000 m hindrunarhlaupi árið 1981. (UMSB).

21

með landsliðinu í frjálsum íþróttum. Þá koma í skránni fyrir nöfn þriggja systkina, sem fram úr hafa skarað í íþróttum, þeirra Sigurðar, Ástríðar og Kristjáns Guðmundarbarna frá Hvanneyri, tveggja bræðra: Björns H. og Sigurðar Einarssona frá Neðri-Hrepp, og tveggja systra: þeirra Láru og Bjarkar Lárusardætra frá Hvanneyri. Hæfileikar, áhugi og hvatning innan fjölskyldnanna hafa þar eflaust fallið í einn farveg til hins góða árangurs. Starfsíþróttir tók UMFÍ upp á sína arma upp úr miðri síðustu öld. Innan Íslendings hafa þær ekki skipað stóran sess, það skal viðurkennt. Sjaldnast hefur verið um langstæða og markvissa keppnisþjálfun að ræða heldur hafa áhugsamir hæfileikamenn oftar gengið til keppni í stemningu augnabliksins. Engu að síður eru dæmi um að félagar hafi ná góðum árangri í greinum starfsíþrótta: Nefna má hann Ófeig Gestsson frá Hvanneyri sem varð Landsmótsmeistari í kúadómum á Akranesi 1975.

En á bak við þá sem lengst, hæst og hraðast náðu, er stór hópur íþróttamanna sem átti sinn þátt í því að gera hverja keppni spennandi þótt ekki ynnu þeir hana. Þeir hafa átt það takmark helst að sigra sjálfan sig leggja sig fram, bæta árangur sinn með því að gera eins vel og þeir frekast gátu.

Bókasafn Ungmennafélagsins

Þegar Páll J. Blöndal í Stafholtsey rifjaði upp 40 ára sögu Ungmennafélagsins35 sagði hann eitt af fyrstu verkum þess hafa verið að koma upp bókasafni. Málefni bókasafnsins gengu lengi síðan sem rauður þráður í gegnum fundi félagsins, megi marka fundargerðir þess. Við stofnun Ungmennafélagsins var ekkert almenningsbókasafn til á félagssvæðinu.

Árlega keypti Ungmennafélagið nokkuð af bókum og lánaði þær út frá Hvanneyri en þar voru þær geymdar mörg fyrstu árin. Tekjur safnsins voru naumar: gjaldið var 1-2 krónur á félaga og því ekki hægt að kaupa mikið á hverju ári. Um miðjan fjórða áratuginn tók Andakílshreppur að styrkja félagið til bókakaupa og síðan ríkið á grundvelli laga um almenningsbókasöfn. Greiddist þá úr um bókakaup. Fyrsta bókakaupastyrks Andakílshrepps er raunar getið í fundargerð í ársbyrjun 1926. Árið 1951 sagði Páll J. Blöndal félagið eiga „allmargt góðra bóka, ca 900-1000 bindi

35 Páll J. Blöndal. U.M.F. Íslendingur 40 ára. Óbirt handrit í skjölum Umf. Ísl.

og hafa þær síðari árin verið látnar ganga á milli bæja“... Þá var bókasafnið til húsa í Andakílsárvirkjun þar sem safnið naut ókeypis húsnæðis allt frá vetrinum 1948-1949.

Hér má gera nokkurn hlykk á söguna. Til staðfestingar því að snemma höfðu félagar Íslendings hug á því að efla lestur og bókmennt má nefna að á félagsfundi 12. júní 1912 var ákveðið að stofna „lestrarfélag.“ Það var áréttað á fundi á annan í jólum 1914 og félagið kallað „Lestrarfélag Íslendings“ Þar var samþykkt að karlmenn skyldu greiða kr. 1,00 til félagsins, konur kr. 0,75 en nemendur Hvanneyrarskóla ekkert án þess að mismununin væri á neinn hátt rökstudd. Þótt nafn Lestrafélagsins komi af og til upp í fundargerðum félagsins fram eftir árunum virðist starf þess hafa fallið að öllu leyti undir iðju Ungmennafélagsins. Víða um land störfuðu hins vegar sérstök lestrarfélög sem báru nafn sitt langt fram á 20. öld er til urðu hin formlegu bókasöfn sýslna og sveitarfélaga.

Það má raunar leiða hugann að heitunum lestrarfélag bókasafn: Í öðru orðinu felst skilningurinn félag um lestur en hinu safn af bókum Víst er um það að þrá margra til lestrar og fræðslu var mikil og einlæg. Henni vildi Ungmennafélagið Íslendingur mæta strax á öðru starfsári sínu. Félagar voru hvattir til þess að lesa ekki aðeins bækur heldur ræða efni þeirra einnig á fundum sínum.

Andakílshreppur stóð löngum vel að bókasafni Ungmennafélagsins: Gerði það raunar að sveitarbókasafni hreppsins í fyllingu tímans. Árið 1963 gerði hreppurinn samkomulag við Ungmennafélagið um að greiða 0,75% af hreinum rekstrartekjum sínum til bókasafnsins til viðbótar lögskipuðu framlagi hreppsins. Þessi myndarlegi stuðningur bætti mjög hag safnsins. Á þessum árum seldu umsjármenn safnsins einnig vörur svo sem jólakort og –pappír, kerti ofl. til ágóða fyrir bókasafnið með ágætum árangri.

Árið 1970 var bókasafnið flutt úr stöðvarhúsi Andakílsárvirkjunar yfir í hús Ungmennafélagsins við Hreppslaug. Um árabil hafði annar útlánastaður verið í Bæjarsveit; fyrst hjá heimilisfólkinu í Stafholtsey en síðar í félagsheimilinu Brún og um tíma var sá þriðji aftur á Hvanneyri.

Það var svo árið 1979 að gerður var samningur á milli Héraðsbókasafns Borgarfjarðar, Andakílshrepps, Ungmennafélagsins og Bændaskólans á Hvanneyri um samstarf að

22

almenningsbókasafni þannig að eignarhald eldri bókasafna skyldi haldast óbreytt en nýjar bækur skyldi Héraðsbókasafnið kaupa, m.a. fyrir fjárframlag Andakílshrepps. Taldi bókasafn Ungmennafélagsins þá vel á þriðja þúsund bindi, samkvæmt skýrslu bókavarðar.36 Útlánastaðir skyldu vera tveir: Á Hvanneyri og í Félagsheimilinu Brún. Hélst þessi háttur um allmörg ár. Með breyttri sveitarfélagaskipan og nýjum samgönguháttum tók Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Borgarnesi að mestu við bókaútlánum í samræmi við þarfir íbúanna hlutverki sem áhugasamir ungmennafélagar Íslendings höfðu tekið upp í byrjun síðustu aldar.

Bókasafnsþjónustu Ungmennafélagsins sinntu alla tíð fjölmargir sjálfboðaliðar þess og kjörnir félagar. Nefna má heimilisfólkið í Stafholtsey, Ásgeir Jónsson í Neðri-Hrepp og Bjarna K. Skarphéðinsson í Andakílsárvirkjun, og Eyjólf Hjálmsson frá Þingnesi sem fulltrúa þessa stóra hóps.

Ljósberinn – Nýr Ljósberi

Eitt auðkenni vaxandi félagsmálahreyfinga hérlendis um fyrri aldamót var útgáfa handskrifaðra blaða. Blöðin gengu ýmist á milli bæja og heimila eða þá að efni þeirra var lesið upp á félagsfundum. Þannig gátu margir notið efnis þeirra þótt eintakið væri aðeins eitt. Mikill fjöldi slíkra sveitar- og félagsblaða kom út hérlendis og þá einnig í Borgarfirði.37

36 Kaflinn er m.a. byggður á skýrslum Bjarna K. Skarphéðinssonar í Nýjum Ljósbera á árunum 1974-1978. 37 Ingi Sigurðsson: Hann og hún – Sveitarblað í Lundarreykjadal. Erindi á málþingi um sögu Borgarfjarðar á 18. og 19. öld í Borgarnesi 5. september 2009.

Ungmennafélagið Íslendingur lét ekki sitt eftir liggja á þessu sviði heldur. Á aðalfundi félagsins, 5. desember 1915, var samþykkt að hefja útgáfu blaðs. Fremur en fyrr voru menn ekki lengi að koma samþykktinni í verk og virðist fyrsta „tölublaðið“ hafa legið fyrir fullskrifað þegar í sama mánuði. Páll Zóphóníasson var ritstjórinn en sér til fulltingis hafði hann sjö manna ritnefnd. Fyrsta tölublaðið hófst með ávarpi sem ritstjórinn skrifar undir. Þar segir m.a.:

Ljósberinn!

... Þið þekkið öll ljósberann, þessa litlu gulrauðu jurt, sem hefur fengið nafn sitt af því hve ljóselsk hún er. Við sem nefnum blaðið okkar Ljósbera, gerðum það í þeirri trú og von að það mundi verða ljóselskt, eins og nafni þess ...

Ljósberinn kom út næstu árin. Síðasta blaðið, sem varðveist hefur, virðist hafa komið út í maí 1920. Þá kveður ritstjórinn, Páll, sem þá var að fara norður að Hólum í Hjaltadal til þess að taka þar við skólastjórn. Páll var lengst af ritstjórinn en um tíma stýrðu ritstjórninni Magnús H. Jakobsson frá Varmalæk, Kristján Guðmundsson á Indriðastöðum ofl.38 Svo virðist sem ritnefnd hafi verið skipuð fyrir hvert blað og þá eftir stafrófsröð félagsmanna. Þannig urðu allir að taka þátt í starfinu. Blaðið var lesið upp á félagsfundum, að því er sjá má í nokkrum fundargerðum félagsins frá þessum tíma. Síðast er upplesturs úr Ljósberanum á félagsfundi getið vorið 1926.

Efni Ljósberans var fjölbreytt. Mest fór þar fyrir greinum um óhlutbundin og óstaðtengd viðfangsefni. Örfá kvæði má þar lesa sem og ævintýri og stuttar sögur sem virðast vera fengnar úr öðrum heimildum. Margar greinanna eru skrifaðar undir dulnefni sem ekki verður auðveldlega ráðið í. Páll ritstjóri skrifaði þó oftast undir nafni að því er séð verður. Hann virðist hafa verið afkastamesti skrifarinn en fjölmargir koma við höfundasöguna, þótt félagar virðist almennt ekki hafa verið auðfengnir til skrifta.

Ljósberinn hefur sýnilega verið vettvangur fyrir æfingu og þjálfun félagsmanna í því að íhuga, skipuleggja og tjá hugsun sína um fjölbreytileg viðfangsefni. Þau eru á margan hátt hin sömu og

38 Tvær bækur Ljósbera eru varðveittar í Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar, skjölum Íslendings. Þar virðist vanta eina bók inn í röðina, sem m.a. geymir III árgang blaðsins.

23
Í Andakílsárvirkjun var bókasafn Ungmennafélagsins til húsa um árabil. (ÁHB).

Ljósberinn, blað Ungmennafélagsins. Fyrsta tölublaðið kom út í desember 1915. (Héraðsskjalasafn Borg.).

virðast hafa verið tekin til framsögu og umræðu á fundum félagsins á þessum árum. Þau eru ekki sérstakur mælikvarði á hugarheim og áhugamál félaga Íslendings heldur glöggur endurómur af þeirri þjálfun andans sem rík hersla var lögð á í ungum félagsmálahreyfingum og mörgum skólum þessi árin liður í því að menna og mennta, eins og sagt var í fyrstu ársskýrslu félagsins. Hér á eftir eru nokkur dæmi um titla greina í Ljósberanum. Þeir gefa góða hugmynd um þau viðfangsefni sem ungmennafélagarnir glímdu við:

þegnskylduvinnan félagsstarfið móðurmáliðíþróttir hlýðni skemmtanir líkamsmenntunkappglíman áramót ég og þú taflið hvað skal starfa? gestrisni ungmennafélagsstarfsemi...

En Ljósberinn lagðist í dvala, langan dvala. Það var svo árið 1974 að skipuð var nefnd til þess að endurvekja útgáfustarfið. Í henni voru þau Gyða Bergþórsdóttir í Efri-Hrepp, Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum og Sturla Guðbjarnason í Fossatúni en hann hafði einmitt flutt tillöguna um að útgáfa blaðs yrði hafin. Þau stóðu fyrir útgáfu Nýs Ljósbera er hafa skyldi þennan tilgang:

• að rifja upp þætti úr starfsemi félagsins frá upphafi með því m.a. að birta afrit eða ljósrit af gömlum gögnum, einnig endurminningar eldra fólks, félaga og annarra.

• að birta fréttir af núverandi starfsemi félagsins, sem m.a. koma fram í ársskýrslum stjórnar og nefnda, einnig almenn tíðindi úr byggðarlaginu.

• að vera vettvangur fyrir hvers konar ritsmíðar, sem félagar og aðrir velunnarar blaðsins vilja koma á framfæri.39

Á árabilinu 1974-1986 komu alls út sjö hefti blaðsins sem var fjölritað, 20-45 bls. að stærð hvert. Blaðið var afar fjölbreytt að efni og því tókst um flest að mæta tilgangi sínum: Gerð var grein fyrir ársstarfinu, birtir kaflar um sögu Ungmennafélagsins og ýmislegt annað efni. Hefti blaðsins eru hin besta heimild um starf Ungmennafélagsins á nefndu tímabili. Hvað efni snerti var Nýr Ljósberi þannig bundnari stað og tíma en verið hafði hinn fyrri. Þannig endurspegla útgáfurnar tvær með skemmtilegum hætti þann mun sem var á hugsun og tíðaranda útgáfutímabilanna. Raunar má bæta þriðja Ljósbera-tímabilinu við söguna því síðustu misserin hafa komið út stutt fréttabréf dreifibréf til íbúa á félagssvæðinu. Þar hafa birst tilkynningar og stuttar fréttir af félagsstarfinu.

Og svona í lok þessa efniskafla má nefna það að frásagnir af starfi Ungmennafélagsins hafa birst í öllum afmælisritum Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Þau rit eru hin ágætasta heimild um starf ungmennafélaganna í Borgarfirði allt frá stofnun UMSB árið 1912, og þá einnig Ungmennafélagsins Íslendings. Félagið samþykkti á fundi sínum 18. febrúar 1912 að verða stofnaðili að Ungmennasambandinu. Það var svo stofnað á Hvítárbakka 26. apríl þá um vorið en það er önnur saga.40

Skemmtiferðir

Strax á fyrsta starfssumri sínu gekkst Ungmennafélagið fyrir skemmtiferð félagsmanna er stór hópur þeirra hélt fram í Grundarskóg í Skorradal. Þar „skemmtu menn sjer með söng, glímum og fl.“ og voru „glaðir og ánægðir er heim

39 Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 1. 40 Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára. Bls. 11.

24

Ungmennafélagar Íslendings í gönguferð, staddir í Miðfitjaskarði á Skarðheiði, 17. september 2011. Frá vinstri: Pétur Björnsson, Helga Jensína Svavarsdóttir, Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, Haukur Júlíusson, Björn Þorsteinsson, Þorsteinn Guðmundsson, Einar Ágúst Helgason, Anna Baldrún Garðarsdóttir, Hallgrímur Sveinsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Helgi Björn Ólafsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ulla Pedersen, Fjóla Benediktsdóttir, Jóhannes Guðjónsson, Guðmundur Gíslason og Snjólaug Soffía Óskarsdóttir. (ÞB).

var snúið um kvöldið“ eins og sagði í starfsskýrslu stjórnar. Má vera að okkur nútímafólki þyki þetta nú ekki hafa verið löng reisa þar sem við rennum malbikaðan þjóðveginn neðan úr Andakíl fram að Grund á örfáum mínútum.

Oft síðar voru farnar skemmtiferðir á vegum Ungmennafélagsins svo sem í Húsafellsskóg, til Þingvalla, vestur í Stykkishólm og víðar. Í júníbyrjun 1940 var t.d. samþykkt að fara skemmtiferð upp að Hreðavatni, „á hestum eða reiðhjólum og dvelja þar um nóttina“ eins og segir í fundargerð. Í ársskýrslu 1948 var greint frá skemmtiferð um Dali og allt vestur í Ólafsdal undir fararstjórn Dalamannsins Ellerts Finnbogasonar kennara á Bárustöðum. Þá voru jeppar og viðlíka farkostir komnir til sögu ásamt vegum er leyfðu lengri dagleiðir. Hestaferð var farin inn á Langavatnsdal og sumarið 1967 var gerð vel heppnuð reisa í kringum Skorradalsvatn þar sem 30 ungmennafélagar með 60 hesta tóku þátt. Einnig hefur félagið brugðið á leikhúsferðir til Reykjavíkur, ýmist eitt og sér eða í samvinnu við aðra, m.a. Kvenfélagið 19. júní.

Alllangt er nú síðan síðasta hefðbundna skemmtiferðin á vegum Ungmennafélagsins var farin. Þó ber að halda því til haga að veðurfagran septemberdag afmælisárið 2011 efndi félagið til vel heppnaðrar gönguferðar um Skarðsheiði syðri, úr Leirársveit yfir í Skorradal.

„Formaður bar fram till. um að fjelagar U.M.F. Íslendings kæmu sjer saman um að fara skemtiferð til einhvers fagurs staðar, nú í vor, eða sumar; nefndi hann til dæmis Hreðavatn. Tillagan var síðan samþ. með samhl.atkv. Ákveðið var að þeir er för þessa færu skyldu gefa sig fram við form. fyrir 1. júní. Steingr. Steinþórsson bar fram till. um að fara skemtiför þess á hestum og var sú till.samþ. Ákveðinn var dagur til fararinnar hinn 21. júní og skyldi fólk koma saman í Ferjukoti að morgni kl. 8.” Á fundi 10. maí 1925.

25

Ungmennafélagið og altaristaflan í Hvanneyrarkirkju

Á félagsfundi haustið 1918 var vakin eftirfarandi spurning: „Er það satt að vanræksla á kirkjuferðum sje U.M.F. að kenna, og hvað getum við gert fyrir kirkjuna?”. Um spurninguna urðu miklar umræður og að þeim loknum var samþykkt þessi tillaga frá Kristni Guðmundssyni: „Fundurinn ákveður að U.M.F. Íslendingur taki að sjer að safna fje til altaristöflukaupa í Hvanneyrarkirkju.“ Síðan var kosin fimm manna nefnd til þess að koma málinu í framkvæmd. Í hana voru kosin þau Guðmundur Jónsson, Kristinn Guðmundsson, Elísabet Þorsteinsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Sigríður Hjartardóttir.

Nefndin hóf þegar störf og á febrúarfundi árið 1919 var bókað: „Altaristöflumálið. Fyrir hönd nefndarinnar skýrði Guðmundur Jónsson frá starfi hennar, og kom þá í ljós að töluvert fje hafði safnast saman til altaristöflukaupa í Hvanneyrarkirkjusókn.“

Síðan virðist hafa dofnað yfir málinu því næst finnum við þess getið á desemberfundi árið 1922. Þá gat Guðmundur þess að safnast hafi með vöxtum 400 krónur, „þó væri það langt of lítið fje, einkum ef keyft væri Íslenskt málverk“. Vildi hann að eitthvað væri í málinu gert. Þótti mönnum miður að félagið skyldi ekki geta safnað nægu fé og voru ræddar frekari leiðir til þess: „G.J. fannst það engin vanvirða fyrir fjelagið, þó það gæti ekki fengið nóg fje og gerði það að tillögu, að nefndin safni eftir getu til vorsins og afhendi þá það sem safnast hefur Sóknarnefndinni til frekari framkvæmda og var það samþykkt.“

Nokkru seinna (1924) var Brynjólfur Þórðarson listmálari fenginn til þess að mála altaristöfluna. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri og kirkjubóndi gekkst fyrir því og greiddi sjálfur þriðjung kostnaðar við verkið.41 Altarismynd Brynjólfs vekur jafnan mikla athygli gesta kirkjunnar. Má því vel minnast þáttar Ungmennafélagsins í tilurð myndarinnar þegar fegurðar hennar og boðskapar er notið.

Félagsmenn ræða héraðsskólamálið

Borgfirsk ungmenni ræddu skólamál á þingum Ungmennasambands Borgarfjarðar allt frá stofnun sambandsins. Ályktun á þingi sambandsins UMSB vorið 1928 er talin „upphaf þess að héraðsskólinn í Reykholti var reistur.“ 42 Að baki ályktuninni var tillaga um alþýðuskólamál héraðsins samþykkt á bændanámskeiði á Hvanneyri 3. febrúar 1928. Þótt hér verði skólasagan ekki rakin má vel minna á hlut Íslendings að framvindu málsins.

Á félagsfundi Íslendings vorið 1925 voru borin tíðindi af þingi UMSB um fjáröflun til Hvítárbakkaskólans er þá hafði starfað um árabil stofnaður árið 1905 en bjó nú við óvissa framtíð. Fjársöfnunin skyldi helguð „tryggilegum framtíðarskóla“. Fundurinn kaus nefnd í málið er virðist hafa skilað áliti réttu ári síðar. Lagði hún til „að mentastofnunin væri sjálfstæð stofnun en ekki eign einstakra manna eða hlutafélaga“43... Kom fram almennur áhugi allra mælenda um að styðja héraðsskóla. En dálítill meiningamunur var um það hvort binda skyldi afskiptin af skólamálinu við Hvítárbakkaskólann eða láta það liggja á

41 Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri. Bls. 123-124.

42 UMSB 50 ára Bls. 16.

43 Hvítárbakkaskólinn var eins konar einkaskóli með rekstrarstyrk frá ríki, sjá Magnús Sveinsson: Hvítárbakkaskólinn. Bls. 37-38.

26
Altarismyndin í Hvanneyrarkirkju, eftir Brynjólf Þórðarson, var gerð að frumkvæði Ungmennafélagsins Íslendings. (ÁÞ).

milli hluta hvar slík framtíðarstofnun yrði reist. Samþykkt var að vísa málinu til héraðsþings

UMSB og „leita samkomulags um framkvæmdir við skólanefnd Hvítárbakkaskólans“.

Næst bar mál héraðsskólans upp á fundi Ungmennafélagsins að Hvítárbakka 14. mars 1929, en þá hafði UMSB samþykkt að „endurreisa héraðsskóla í Reykholti“.Eftir umræður var fundurinn meðmæltur því að UMSB ábyrgðist og greiddi á 15 árum þá upphæð af 20.000 krónum44 „sem vantar þegar leitað hefur verið almennra samskota héraðsbúa til að reisa héraðsskóla“, segir í fundargerð. Síðan voru þeir Björn Guðmundsson, sr. Eiríkur Albertsson, Guðmundur Jónsson og Þorgils Guðmundsson kosnir til þess að leita samskota í Andakílshreppi. Málið hlaut brautargengi og Þorgils reyndist sannspár á fundi þessum, en eftir honum var bókað ...“að nú væri að rísa alda í héraðinu hvað skólamálin snerti og hana yrði að nota og hefjast handa til framkvæmda.“

Héraðsskólinn í Reykholti tók til starfa haustið 1931 og starfaði fram á tíunda tug aldarinnar. Þangað sóttu mörg borgfirsk ungmenni nám og þroska. Héraðsskólamálið er eitt merkasta viðfangsefni borgfirsku ungmennafélaganna fyrr og síðar. Rætur málsins má rekja til félagssvæðis Íslendings bændanámskeiðsins á Hvanneyri veturinn 1928.

„Bletturinn“ – félagslundurinn við Andakílsárfossa og draumurinn um félagshús

Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd ... segir í ljóði Guðmundar Guðmundssonar sem löngum hefur verið sungið á samkomum ungmennafélaganna. Alþekktur er hlutur ungmennafélagshreyfingarinnar að trjá- og skógrækt; Hún treysti snemma orðum aldamótaskáldsins Hannesar Hafstein um að menningin mundi vaxa „í lundi nýrra skóga.“ Það gerðu líka félagar Íslendings og lögðu því snemma drög að sínum lundi.

Á félagsfundi 5. janúar 1913 var kynnt boð skógræktarstjórans, A.F. Kofoed Hansen, um trjáplöntur til félagsmanna, auk þess sem dreift var bæklingum um trjá- og runnarækt „til uppörfunar

44 Lánið, sem UMSB hafði heimild til að taka til greiðslu framlags síns til héraðsskólans, svaraði til andvirðis fimm nýrra dráttarvéla um þær mundir !

og leiðbeiningar fyrir fjelagsmenn.“ Í framhaldinu var síðan rætt um það hvort félagið „ætti að fá sjer fallegan blett til ræktunar.“ Skiptar skoðanir urðu um málið. Bentu sumir á að slíkir blettir hefðu víða farið í handaskolum og fremur orðið víti til varnaðar. Snerist umræðan yfir í það hvort ekki ætti að leita eftir að fá „leigt eða keypt land í kring um“ Hreppslaug. Var það samþykkt. Segir af framhaldi þess máls í kaflanum um sundlaugina.

Vorið eftir, 1914, virðist félaginu hafa borist boð um „blett“ – allavega var samþykkt að þakka „gefendum fyrir hina höfðinglegu gjöf.“ Líklega var þarna komið að landsspildunni við Andakílsárfossa sem brátt segir af. Nefnd, sem unnið hafði að málinu, taldi blettinn „í alla staði hinn ákjósanlegasta“. Skyldi nú hugað að framkvæmdum. Skiptar skoðanir reyndust þó um það hvort reitinn ætti að girða með gaddavír eða vírneti að því er í fundargerð segir.

Svo virðist sem framkvæmdir hafi dregist fram á árið 1916, hugsanlega vegna tafa á frágangi málsins á milli landeigenda og Ungmennafélagsins sem formlegur varð að vera. Þá um sumarið var bletturinn fullgirtur „að mestu.“ Það var svo 2. október árið 1916 sem þeir Gísli Arinbjarnarson bóndi á Syðstu-Fossum og Þorsteinn Pétursson

„rætt um trjáplöntur skógræktarstjórans. Gat formaður þess, að skógræktarstjórinn A. F. Kofoed-Hansen hefði auglýst í sumar, að nú væri svo mikið til af ungum trjáplöntum í trjáræktarstöðvunum við Rauðavatn, Hallormsstað og á Vöglum, að skógræktarstjórnin hefði ekki þörf fyrir þær allar á næsta vori. Skoraði hann því á ungmennafélögin að hlaupa undir bagga og nota þessar plöntur. Vildi hann að félögin kæmu sér upp girtum trjáreit hjá sér, og skyldu þau þá fá plöntur ókeypis úr trjáræktarstöðvunum.

Gat formaður þess, að þó að félagið ætti ekki neinn trjáreit, þá væri ekki óhugsandi, að hann gæti fengið eitthvað af trjáplöntum ókeypis til gróðursetningar við bæi. Bað hann þá er gætu og vildu gera tilraunir með trjárækt að láta sig vita. Því næst útbýtti formaður tveimur bæklingum, öðrum um gróðursetningu trjáa og runna og hinum um trjárækt á Norðurlandi, til uppörfunar og leiðbeiningar fyrir félagsmenn.“ Fundur 5. janúar 1913.

27

bóndi á Mið-Fossum afhentu Ungmennafélaginu með gjafabréfi blett á gömlu stekkjarstæði í óskiptu landi eignar- og ábýlisjarða þeirra „að stærð alt að 1500 ferfaðma. – Bletturinn liggur rétt norðanvert Andakílsár, milli sýsluvegarins og Andakílsárfoss, sem að öðru leyti ákveðst nánar að girðingu“45 Félagið átti að girða blettinn. Rúmar heimildir skyldi félagið hafa til notkunar blettsins svo sem til ræktunar en takmarkaðar til þess að ráðstafa honum til annarra, sem eðlilegt mátti telja. Heimilt var félaginu að eiga 50 ferfaðma húslóð með 5 álna breiðri götu ásamt „bletti undir hestarétt.“

Á fyrstu árum Ungmennafélagsins starfaði nefnd sem ýmist var kennd við garðyrkju eða jarðrækt og hafði það hlutverk að annast reitinn. Girtur var hann og þar ræktuðu félagar kartöflur til sölu einhver ár auk þess sem hluti blettsins var sléttaður. Á jólafundi 1919 var samþykkt rækileg áætlun um ræktun reitsins, sem fól í sér kartöflurækt, sléttun lands, auk ræktunar blóma, trjáa eða runna. Misjafnlega gekk með framkvæmdina. Verkleg þátttaka félagsmanna reyndist fremur dræm og ekki varð samstaða um peningalegar álögur á þá til þess að standa straum af kostnaði við verkið.

Samt voru farnar birkisóknarferðir í Grundarskóg, fleiri en ein, og haustið 1939 voru plöntur sóttar upp í Norðurárdal. Síðast mun líklega hafa verið plantað í reitinn árið 1943, því að í aðalfundargerð 12. mars 1944 segir: „skógarplöntur voru settar niður í trjáreit félagsins.“ Aðhlynning hans var oft á dagskrá félagsins á fyrra starfsskeiði þess en á endurreisnarárunum 1937-1938 var trjáreiturinn sagður liggja undir skemmdum og girðingar um hann þörf.

Vart mátti hugsa sér fallegri aðstöðu fyrir Ungmennafélagið en einmitt þarna í hvamminum við gljúfur Andakílsár, er féll þá fram í mörgum fossum, gjarnan böðuðum síðdegis- og kvöldsól, er finnur þangað greiða leið. Og við heyrum Pál í Stafholtsey segja frá lundinum góða í afmælisfagnaði félagsins árið 1951: Á árunum milli 1920 og 1930 var tekinn upp sá

Umf. Íslendingur í Andakílshreppi „vann mikla þegnskaparvinnu við skógrækt og viðhald á sundlaug félagsins. Hélt sundnámskeið.“ Skinfaxi 35. árg 1944. Bls. 68 (úr ársskýrslu 1942).

45 Samningur dags. 2. okt 1916, þinglesinn á Hvítárvöllum 30. júní 1924. Skjöl Umf. Ísl. Skj.Borg.

siður að fara svonefndan skógartúr. Var þá farið fram í Grundarskóg og teknar upp birkiplöntur og gróðursettar í blett félagsins, og skemtu menn sjer þá oft um leið á blettinum. Þarna sem myndast hafði dálítið skógarkjarr var hugsað að reisa hús fjelagsins46

Á fyrstu árum tuttugustu aldar voru óvíða til sveita hús er rúmað gátu samkomur sem fylgdu vaxandi félagastarfi. Fáein skólahús, eða fræðsluskýli er líka nefndust, voru risin hér og hvar til sveita. Þau gátu rúmað nokkuð samkomuhald. Kirkjur voru jú á sínum stað og til síns afmarkaða brúks. Fitjakirkju höfðu Fram-Skorrdælingar þó síðar búið svo haganlega að nýta mátti við kristnitrúarlegar athafnir en einnig til dansleikjahalds við grammófón á altari er lausum kirkjubekkjunum hafið verið ýtt út að veggjum.47 Ekki er vitað um slík not annarra kirkna á félagssvæði Íslendings.

Félagsmenn tóku að ræða hugmyndina um hús fyrir félagið. Þá þegar voru ýmis ungmennafélög landsins ýmist í miðjum framkvæmdum eða búin að taka hús sín í notkun. Þannig kom til dæmis nágrannafélagið, Ungmennafélag Reykdæla, upp félagshúsi sínu þegar á öðru starfsárinu (1909).48 Eðlilega vildu félagsmenn Íslendings láta verða af hugmyndinni um eigið hús. Hún kom þó ekki fram fyrr en á fimmta starfsári félagsins. Ef til vill var það vegna þess að félagið átti frá fyrsta starfsdegi sínum vísan stað til fundarhalds í húsum Bændaskólans á Hvanneyri. Þar var fundað mörg fyrstu árin en ekki var óþekkt að sumarfundir hafi verið haldnir utan dyra, ýmist í tjaldi eða bara undir berum himni.

Hugmyndin var sú að reisa ungmennafélagshúsið í lundinum góða við Andakílsárfossa. Til fjáröflunar, bæði fyrir húsbygginguna og aðra starfsemi, hélt félagið venjulega eina skemmtun á Hvanneyri á hverjum vetri. Til vetrarskemmtananna kom sér vel leikfimihúsið þar frá 1911, sem enn stendur; lengi vel stærsta samkomuhúsið í Borgarfirði.

Mjög skömmu eftir að gengið hafði verið formlega frá hinni góðu gjöf Fossa-bænda, eða í nóvember árið 1916, urðu á félagsfundi

46 Páll J. Blöndal. U.M.F. Íslendingur 40 ára.

47 Sveinn Skorri Höskuldsson: Svipþing. Bls. 229. (264 bls. Mál og menning 1998.)

48 Helgi J. Halldórsson: Ungmennafélag Reykdæla 75 ára. Bls. 12.

28

Byggðin við Andakílsárvirkjun. „Bletturinn“, sem eitt sinn var félagslundur Ungmennafélagsins og ræktaður af ungmennafélögunum á fyrstu áratugum þess, er fyrir miðri mynd. (ÁHB).

umræður um það hvort ekki ætti að nýta heimild í samningi um landið til þess að byggja þar hús. Páll Zóphóníasson dró anda umræðnanna saman í tillögu sem samþykkt var samhljóða:

Fundurinn felur stjórninni að gera áætlun um hvað kosta muni að byggja fundarhús á bletti félagsins og hvort ekki muni mega hafa þar samvinnu við hreppsbúa um byggingu barnaskóla.

Skömmu síðar gekkst félagið fyrir bögglauppboði til fjáröflunar. Fór það fram á Hvítárvöllum á Þrettándanum 1917 og skilaði kr. 122,74. Um þessar mundir var farkennsla barna hinn ráðandi fræðsluháttur. Kennt var á einstökum heimilum og þar sem unnt var að fá húsrými til skólastarfsins. Hér og hvar í sveitum var þó farið að reisa sérstök skólahús og fræðsluskýli.49

Árið 1938 vakti sr. Eiríkur Albertsson á Hesti máls á nauðsyn „félagsins á fundar- og samkomuhúsi“ e.t.v. í sambandi við önnur félög héraðsins. Aftur bar málið upp á fundum félagsins á árinu 1942. Lá þá fyrir áætlun um kostnað við „samkomuhús í sveitinni“ upp á 27 þús.kr. í efni en 10 þús.kr. í vinnu. Bent var á að brýnni þörf væri fyrir heimavistarbarnaskóla. Þá var samkomuhúsbygging talin ókleif framkvæmd

49 Snorri Þorsteinsson: Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880-2007. Bls. 165.

vegna kostnaðar en samþykkt að „vinna að því af kappi að félagið kæmi sér upp samkomuhúsi í framtíðinni.“ Tímarnir voru ekki kræsilegir til framkvæmda byggðum á frjálsu framtaki: Heimsstyrjöldin síðari að nálgast hámark sitt og viðskiptaárferði vont.

Það reis aldrei hús á bletti Ungmennafélagsins við Andakílsá og það áttu eftir að líða tveir tugir ára áður en hreppurinn eignaðist barnaskólahús. Það varð í samvinnu og sameign með nágrannahreppunum – að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal.

En fleira kom til.

Bletturinn varð að kjarri vöxnum lundi og eins og áður var hermt eftir Páli í Stafholtsey áttu félagsmenn Íslendings þar sínar stundir við leiki og gaman. Glaðværð unga fólksins kallaðist þá á við fossaniðinn þar sem kyrrlát Andakílsáin hóf sitt lygna streymi til sjávar. Áin hafði sloppið við að vera lögð í bönd til þess að „knýja vjelar“ en í aldarbyrjun (1908) höfðu verið uppi hugmyndir um orkuver við Andakílsárfossa í tengslum við áburðarframleiðslu.50

Áfram liðu árin og þótt Grundarbirkið þéttist á blettinum við Andakílsárfossa segir ekki mikið af gerðum ungmennafélaga þar. Þeir höfðu um margt annað að hugsa hvað framkvæmdir snerti, m.a. sundlaugina rétt handan Andakílsárinnar, 50 Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri. Bls. 108-109.

29

Hreppslaug. Samfélagið breyttist og nýjar þarfir þess komu til sögunnar.

Árið 1937 hófu Mýra- og Borgarfjarðarsýslur að huga að rafmagnsmálum sínum. Fór svo að 1. nóvember 1942 var sameignarfélagið Andakílsárvirkjun stofnað. Hafinn var undirbúningur að virkjun árinnar. Í október 1947 hóf virkjunin vinnslu og dreifingu rafmagns51 til Borgarness og Akraness og í litlum mæli til nálægra sveita. Virkjunin þurfti rými fyrir aflstöðvarhús sitt og íbúðarhús starfsmanna. Vegna landshátta þrengdi því mjög að bletti Ungmennafélagsins. Kom að því að Andakílsárvirkjun leitaði eftir landinu vorið 1946 fyrir 3.000 kr. eða rafmagn til ljósa og suðu í væntanlegu samkomuhúsi félagsins. Mættir félagar á ungmennafélagsfundi 26. maí vildu ekki á það fallast. Fyrir orð Guðmundar Jónssonar á Hvítárbakka, sem var fulltrúi Andakílsárvirkjunar á fundinum en líka ungmennafélagi um langt árabil, virðast fundarmenn þó hafa látið undan. Þeir heimiluðu stjórn að ganga til samninga á þeim grundvelli að félagið fengi raforku til ljósa og suðu og að Andakílsárvirkjun „taki að sér að annast trjágróður sem þar er [á Blettinum].“

Málinu lauk svo með því að Ungmennafélagið afsalaði sér „blettinum“ til Andakílsárvirkjunar með samningi undirrituðum 30. apríl 1950. Athyglisvert er að í samningum er bletturinn kallaður skógarreitur. Sennilega segir nafnið nokkuð um hvað gerst hafði á þeim aldarþriðjungi sem hann hafði verið í eigu og umsjá Ungmennafélagsins. Fyrir reitinn skyldi

„Húsbyggingarmálið. Frummælandi Guðmundur Jónsson [síðar bóndi á Hvítárbakka]. Um málið urðu allfjörugar umræður og mikið talað um hvar húsið ætti að standa. Mæltu margir með að hafa það í bletti fjelagsins en aðrir stungu upp (á) að heppilegast væri að það stæði á Hesti eða Hvanneyri. Síðan var svohljóðandi tillaga samþykkt frá Magnúsi H. Jakobssyni. Fundurinn leggur til að U.M.F. „Íslendingur“ verði í fjelagi við fræðsluhjeruðin Andakíls, Lundarreykjadals og Skorradals með skólahúsbyggingu, með því skilyrði að fjelagið fái tryggingu fyrir að fá nægilega stóra stofu til fundarhalda.“ Aðalfundur 16. febrúar 1919.

Andakílsárvirkjun greiða heimtaugargjald rafmagns að samkomuhúsi félagsins „þar sem því verður ákveðinn staður“, takmarkað þó við kostnað 400 m langrar taugar. Þá skyldi virkjunin láta Ungmennafélaginu ókeypis í té 4380 kWst „er svari til hálfsárs-kílówattsnotkunar“.52 Skyldi félaginu heimilt að nota orkuna á tveimur stöðum. Framan við áritun stjórnarmanna Ungmennafélagsins var bætt þessum lið:

Með því að ákveðið er að Andakílsárvirkjun kosti heimtaug að Hreppslaug, og að Ungmennafélagið noti umsamda orku alla þar, erum við samþykkir samningnum.

Víst er þó að ekki voru allir ungmennafélagar sáttir við það að láta reitinn af hendi. Til þess voru of margar minningar honum bundnar frá fyrri starfsárum Ungmennafélagsins.

Með störfum sínum að blettinum við Andakílsá hófu félagar Íslendings að sinna ræktun lands og öðrum gróðurbótum í anda ungmennafélagshreyfingarinnar. Löngu seinna eða í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar reis bylgja umhverfishyggju sem fann sér ýmis form, meðal annars í landgræðslu og skógrækt. Minnast má Þjóðargjafarinnar sem Alþingi á hátíðarfundi að Lögbergi Þjóðhátíðarsumarið 1974 samþykkti að færa landinu með framlagi til landgræðslu og gróðurverndar.

Í samræmi við einkunnarorð sín Ræktun lýðs og lands létu ungmennafélögin ekki sitt eftir liggja. Höfðu raunar allt frá fyrstu tíð sinnt verkefnunum með ýmsu móti og eftir getu. Ungmennafélagið Íslendingur lagði landgræðslu lið með starfi innan Ungmennasambands Borgarfjarðar. Sumarið 1974 gekk sambandið til liðs við Gróðurverndarnefndir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu við uppgræðslustörf, og raunar einnig Borgfirðingafélagið í Reykjavík. Meðal annars var hlúð að illa förnu landi á Fossamelum í landi Syðstu-Fossa og tóku félagar í Íslendingi virkan þátt í gróðurbótastarfi þar. Víðar um Borgarfjarðarhérað lögðu félagar Íslendings landgræðslu og gróðurbótum lið.

52 Hér er um að ræða hálft kW sem gerir 0,5 kW x 24 klst/ sólarhr. x 365 sólarhr./ár = 4.380 kWst/ár.

51 www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1364 Lesið 15. okt. 2010.
30

Þungt fyrir fæti – Ungmennafélagið missir móðinn

Það er eðli félagsstarfs að ganga í bylgjum: Stundum gengur allt vel og margar hendur taka á með samstæðum hætti. Í annan tíma sækir deyfðin að af ýmsum ástæðum. Félagsstarfið leggst í dvala. Þannig tímabil átti Ungmennafélagið Íslendingur á fjórða áratugnum. Félagið hafði þá staðið í hinum miklu nýframkvæmdum við byggingu Hreppslaugar. Páll J. Blöndal í Stafholtsey orðaði atburðina þannig í afmælisræðu sinni árið 1951:

Verk þessi [sundlaugin] bera vott um stórhug fjelagsins, en urðu ekki sá aflgjafi er menn höfðu vonað – miklum átökum fylgir oft þreyta og svo virðist hafa orðið í þetta sinn, enda komu nú erfið ár eftir 1930. Fjelagið var komið í skuldir, ríkisstyrkurinn greiddist seinna en menn vonuðu. Fundir lögðust niður í fjelaginu og fjelagið fjell í mók ... Nú var lítið starfað næstu ár nema hvað oftast var kent sund á vorin.

Varla þarf að minna á áhrif Kreppunnar svonefndu er einkenndi tímabilið. Mæðiveikin tók að herja í borgfirskum sveitum og tímarnir voru ekki bjartir. Menn áttu nóg með sinn hlut og höfðu lítið afgangs til hins frjálsa félagsstarfs. Kom það til viðbótar eftiráhrifum átaksins við Hreppslaug. En öll él birtir um síðir og tíminn eyðir þreytu. „Ýmsum gömlu fjelögunum fjell það illa að ekki skyldi vera starfandi fjelag í sveitinni,“ sagði Páll í Stafholtsey í afmælisannál sínum. Fór svo að tveir úr gömlu varastjórninni, þeir Guðmundur Jónsson, bóndi á Hvítárbakka, sem verið hafði varaformaður, og Páll í Stafholtsey, sem verið hafði vararitari, boðuðu til fundar að Hvanneyri 6. júní 1937. Þar mættu sjö af gömlu félögunum og þrettán nýir félagar gengu til liðs við þá. Lagðar voru fram tillögur að lagabreytingum sem samþykktar voru. Þá voru kosnir í stjórn hins endurreista ungmennafélags þeir

Halldór Vigfússon á Kvígsstöðum, formaður Jakob Jónsson á Varmalæk, gjaldkeri og Sigurður Halldórsson á Syðstu-Fossum ritari.

Tók brátt að rofa til í starfi félagsins með félagsfundum og öðrum verkefnum, m.a. umbótum við Hreppslaug. Má segja að síðan hafi Ungmennafélagið Íslendingur starfað samfellt

Sundlaugarbyggingin var mikið verk og síst að undra þótt lúi sæti eftir. Sundlaugin hefur þó löngum reynst félaginu áhrifamikill og þarfur starfs- og leikvettvangur. Úr fundargerð 8. apríl 1928.

til þessa dags. Að sönnu var dauft yfir starfinu á árunum 1960-1967 en fámennum hópi tókst þó að halda lífi í félagsstarfinu.53 Ungmennafélagið stóð ládeyðutímabilin af sér. Alltaf reyndist vera til fólk er geymdi glóðina, fólk sem tilbúið var til þess að blása lífi í hana svo yfir starfinu lifnaði á ný.

Landsmótið á Hvanneyri 1943 . . . einhver bezti íþróttavöllur á landinu

En næst hverfum við fram á sólmánuð árið 1943. Þá var mikið um að vera á félagssvæði Íslendings. Ákveðið hafði verið að halda 5. landsmót UMFÍ á Hvanneyri. Þetta var fyrsta mót samtakanna sem bar nafnið landsmót og hefur það haldist síðan. Sem félag átti Íslendingur fyrst og fremst þátt í undirbúningi og framkvæmd mótsins sem aðili að UMSB. Þá var formaður sambandsins Þorgils Guðmundsson kennari í Reykholti, gegn og gamall félagi í Íslendingi. Á herðum hans hvíldi mótsstjórnin er þótti takast með ágætum. Til hafði staðið að halda mótið í Reykholti en góð aðstaða á Hvanneyri réði staðarvali. Leikvangur flestra íþróttanna var á Hvanneyrarfit. Í skýrslu um mótið54 sagði m.a.:

Mótið hófst með því, að íþróttamenn og mótsgestir söfnuðust saman við kirkjuna á Hvanneyri, kl. 9,45 árdegis, laugardaginn 26. júní. Var þaðan farin hópganga niður á íþróttavöllinn, en hann

53 Ungmennasamband Borgarfjarðar 60 ára. Bls. 30-31.

54 Skinfaxi. 1943. Bls. 33-58.

31

Nemendur á Hvanneyri hlaða sundlaugina þar árið 1932. Hún var síðan notuð sem keppnislaug á landsmótinu árið 1943. (Hve).

var á svonefndri Fit, skammt frá bökkum Hvítár, og er tæplega 10 mín. gangur þangað. Völlurinn var afmarkaður fyrir mótið á eggsléttu og fögru engjalandi. Er hann um 2 ha að stærð og var gerð 400 m. löng hlaupabraut umhverfis hann. Þarna voru grafnar stökkgryfjur, markaðar brautir fyrir hin ýmsu hlaup og fleiri framkvæmdir gerðar, sem nauðsynlegar voru vegna íþróttanna. Er þetta nú einhver bezti íþróttavöllur á landinu. Áhorfendur skipuðu sér við hann á tvo vegu, að vestan og norðan ... ... Síðan 1930 hefur engin samkoma farið fram hér á landi jafn fjölmenn og með slíkum myndarbrag, sem landsmót U.M.F.Í. að Hvanneyri. Mun þess ætíð minnzt sem merkasta íþróttaviðburðarins 1943 og jafnframt er það stórmerkur þáttur í félagslífi þjóðarinnar ...

Já, varla var þá á landinu betri vallaraðstaða, sagði í Skinfaxa, tímariti UMFÍ. Hefur hún löngum síðan verið nýtt sem slík, m.a. til hluta knattspyrnukeppninnar á 22. landsmóti UMFÍ

1997 sem haldið var í Borgarnesi. En árið 1943 hrifust menn ekki í sama mæli af sundaðstöðunni: „Sundstæði var hlaðið úr snydduhnausum og köldum læk veitt í það.“55 Endurbyggð var gömul torflaug norðan við Tungutún á Hvanneyri og bæjarlæknum

55 Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Bls. 369.

veitt í hana. Keppendum lá við heilsubresti, sem skildu vart hví ekki var notuð hin ylvolga og ágæta laug Íslendings við Efri-Hrepp. Fremur mun þá hafa verið hugsað um aðstöðu áhorfenda og kostnað við fólksflutninga. Landsmótinu á Hvanneyri hafa aðrir lýst prýðilega.56

En Landsmótið á Hvanneyri hafði komið félagsvæði Íslendings á kortið eins og sagt er. Þá er ekki örgrannt um að barnungir gestir mótsins þar úr nágrenninu hafi einhverjir fyllst áhuga á íþróttum og keppni og síðar orðið liðtækir á því sviði.57 Vitað er að minnsta kosti að ungir heimamenn, er reyndust fyrirtaks sendisveinar á Landsmótinu, urðu burðarásar Ungmennafélagsins Íslendings örfáum árum seinna, þeir Sigurður R., Ólafur og Ásgeir Guðmundssynir á Hvanneyri, svo og Sigurður Helgason á Heggsstöðum.58

Ungmennafélagið Íslendingur átti síðan góða þætti að Landsmóti UMFÍ á Akranesi 1975 og í Borgarnesi 1997, en þá fór hluti mótsins, m.a. knattspyrnan, fram á Hvanneyrarfit. Og ekki skal heldur gleymt afar vel heppnuðu Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi sumarið 2010, þar sem félagsmenn Íslendings komu að framkvæmd og keppni.

56 Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Bls. 368-374.

57 Sjá viðtal við Bjarna Vilmundarson á Mófellsstöðum hér aftar í ritinu.

58 Viðar Hreinsson ofl.: Saga Landsmóta UMFÍ. Bls. 78.

32

Jónsmessuvakan á Mannamótsflöt 1967 –Tímamót í starfi Íslendings

Mannamótsflöt heitir flöt ein skammt austan við núverandi veg yfir Hestháls við mynni Lundarreykjadals. Þar er allstór grasflöt sem brekkur lykjast að hluta um. Mannamótsflöt lá rétt við hina fornu þjóðleið um Borgarfjörð og því er ekki ósennilegt að margir hafi áð á þessum afmarkaða stað. Mannamótsflöt komst víst fyrst inn í söguna árið 1726 þegar nokkrir valdsmenn þjóðarinnar slógu þar tjöldum sínum. Þar hugðust þeir endurskoða lögbók þjóðarinnar og semja frumvarp til nýrra laga.59 Ekkert varð þó úr framkvæmdinni.

Svo liðu meira en 240 ár.

Föstudaginn 23. júní 1967, kvöldið fyrir Jónsmessunótt, hafði Ungmennafélagið Íslendingur boðað til samkomu á Mannamótsflöt. Var samkoman liður í því að blása lífi í starf félagsins sem dauft hafði verið um hríð. Í undirbúningsnefnd samkomunnar voru þeir Óttar Geirsson á Hvanneyri, Gísli Jónsson á Ytri-Skeljabrekku og Haukur Engilbertsson á Vatnsenda. Sýnilega hafði boðunin vakið athygli á félagssvæðinu því um 150 manns mættu til samkomunnar þar í gróðrartíð skins og skúra. Bjarni Vilmundarson þáverandi formaður Ungmennafélagsins setti hátíðina og bauð gesti velkomna. Hann gat þess að þá væru þrjátíu ár liðin frá því félagið var endurreist. Því næst lýsti Bjarni K. Skarphéðinsson, einn fulltrúa í útbreiðslunefnd Ungmennafélagsins,

hugmyndum hennar um eflingu félagsstarfsins. Í þeirri nefnd sátu einnig Rósa Óskarsdóttir í Andakílsárvirkjun og Sigurður Sigfússon í Stafholtsey. Ekki færri en 41 nýliði gekk í félagið, fæddir á árunum 1947-1959. Þannig að það fjölgaði ekki aðeins í félaginu um meira en helming heldur féll meðalaldur félagsmanna einnig til mikilla muna. Þá var farið í ýmsa leiki og keppt í boðhlaupi. Loks var kveiktur varðeldur. Ólafur Guðmundsson á Hvanneyri var mættur með harmoníku sína, eins og svo oft áður og síðar, og stýrði fjöldasöng. Mættur var líka Vilhjálmur Einarsson skólastjóri í Reykholti og sambandsstjóri UMSB er færði Ungmennafélaginu hamingjuóskir. Hann kynnti einnig fyrirhugað mót UMSB að Húsafelli síðar um sumarið. Það var nefnilega líka að færast fjör í Ungmennasambandið.

Mér þykir líklegt að félagar hafi haldið heim til móts við Jónsmessunóttina frá þungum ilmi bjarkanna og keim hins kulnandi varðelds þar á Mannamótsflöt vonglaðir um öflugt starf Ungmennafélagsins næstu misserin. Vonir þeirra gengu eftir.

En ungmennafélagar höfðu áður komið saman á Mannamótsflöt: Heimild er fyrir því að á öðru starfsári Ungmennafélagsins hafi félagsmenn þess og Dagrenningar í Lundarreykjadal komið til sameiginlegs skemmtifundar þar á flötinni.60 Sennilega hefur það gerst oftar. Nefna má líka að þingmálafundir héraðsins voru haldnir á Mannamótsflöt, t.d. um fyrri aldamót.61

59
Haraldur Sigurðsson: Borgarfjarðarsýsla. Árbók FÍ
1954. Bls. 38.
60 Guðjón F. Davíðsson frá Álfadal. Dagbók. Ljósrit í vörslu BG. 61 Þjóðólfur. 28. júní 1901. Bls. 126. 33 Frá Jónsmessuhátíð Ungmennafélagsins á Mannamótsflöt árið 2009. (KJ).

Mannamótsflöt liggur á fornum krossgötum og var, eins og Þorsteinn Jósepsson skrifaði: „Alkunnur áningastaður og tjaldstaður ferðamanna á meðan hestaferðalög voru í algleymingi.“62 Á síðari árum hefur einnig verið vinsælt að slá þar tjöldum svo og að leggja þar ferðabílum til næturlangrar dvalar. Um tíma lá flötin undir skemmdum vegna grófrar umferðar ökumanna er virtu lítt varnaraðgerðir heimamanna eða leiðbeiningar. Ungmennafélagar hlúðu hins vegar að gróðri flatarinnar og umhverfis hennar, m.a. með fræsáningu. Má segja að nú hafi umgengni á Mannamótsflöt og umhverfið batnað svo ungmennafélagar Íslendings geta komið þar saman við gott horf hins notalega áningarstaðar.

Nú hefur Ungmennafélagið Íslendingur um meira en fjögurra áratuga skeið efnt til Jónsmessufagnaðar ár hvert á Mannamótsflöt. Þar hafa ungir og aldnir safnast saman og farið í leiki, keppt í hlaupum og sungið við varðeld sem jafnan er tendraður þar á flötinni. Sú regla hefur haldist alla tíð að fagna þar inntöku nýrra félaga.

Samkoman á Mannamótsflöt í aðdraganda

Jónsmessunætur árið 1967 markaði upphaf enn nýrrar sóknar í starfi Ungmennafélagsins. Sú sókn var með öðru grunnurinn að farsælu starfi sem enst hefur allt til þessa. Mannamótsflöt er því einn af merkustu stöðum félagssögu Íslendings.

Barnadeildin Æskan

Hvað merkilegasta gerðin á Jónsmessuvöku

Ungmennafélagsins á Mannamótsflöt árið 1967 var að barnadeildin ÆSKAN var stofnuð. Um hana mátti m.a. lesa í í skýrslu umsjónarmanns deildarinnar, Bjarna K. Skarphéðinssonar, frá árinu 1974:

Barnadeildin Æskan var stofnuð á fyrstu Jónsmessuvöku Íslendings ... Félagsstarfið

[Ungmennafélagsins] var þróttlítið því virkir félagar vou sárafáir – á milli 10 og 20 talsins –, en skráðir félagar voru 32. Því var ákveðið að efna til Jónsmessuvöku og gera tilraun með stofnun barnadeildar.

Sú tilraun gafst vel. Stofnfélagar ÆSKUNNAR voru 23, en alls bættist Íslendingi 41 liðsmaður á VÖKUNNI

Tilgangurinn með stofnun ÆSKUNNAR var:

að vekja og glæða félagsanda hjá börnunum,

að hvetja þau til útilífs og íþróttaiðkana,

að glæða hjá þeim ættjarðarást,

að hvetja þau til vín- og tóbaksbindindis.

Jósefsson: Landið þitt. 1966. Bls. 242.

Æska Ungmennafélagsins á Jónsmessuhátíð árið 2009. Frá vinstri: Jón Eiríkur Einarsson, Ragnar Magni Sigurjónsson, Jómundur Hjörleifsson, Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, Vignir Þór Kristjánsson, Ásdís Lilja Arnarsdóttir og Birgitta Björnsdóttir. (KJ).

Að þessu hefur verið unnið með fundarhöldum, þar sem börnin sjálf hafa séð um fundarstjórn, með íþróttaog glímuæfingum og gönguferðum, og með fræðslu um gerð og notkun íslenska fánans.

Þá hefur ÆSKAN staðið fyrir grímudansleikjum, leikhúsferð og áramótabrennum og mætt vel á öllum Jónsmessuvökum.

Alls hafa verið haldnir 20 deildarfundir. Á fundunum hefur m.a. verið: skákkennsla – skákkeppni – félagsvist –leikir – söngur – rætt um varnir gegn slysum – sagðar sögur – kenndir hnútar – rætt um skaðsemi tóbaks og áfengis – sýnd notkun áttavita og rædd margs konar félagsmál.

Í ÆSKUNNI eru nú 40 félagar. Þegar ÆSKAN var stofnuð var hún nýmæli í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar.63 Skipulag ÆSKUNNAR var haft laust í sniðum til þess að auðveldara væri að hagnýta lærdóm þann, sem reynslan mundi veita. Og þótt það sé að sumu leyti enn í mótun, vona ég, að starf ÆSKUNNAR hafi haft hvetjandi áhrif á félagsstarf ÍSLENDINGS. 64

Ekki er vafi á að Bjarna umsjónarmanni varð að þessari ósk sinni. Deildin starfaði af þrótti langt fram á áttunda áratuginn og ól upp marga áhugasama ungmennafélaga. Síðan dró úr starfinu enda tók Ungmennafélagið sjálft í vaxandi mæli að beina athygli sinni að þörfum yngri félaganna. Meiri festa og fjölbreytni í starfi grunnskólanna á félagssvæðinu mætti líka félagslegri þörf þessa

63 Eldri dæmi fyrirfundust þó, sjá Ingimar Jóhannesson: Gamlar minningar. Nýr Ljósberi. 1976. Án bls.tals.

64 Bjarni K. Skarphéðinsson: Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 4.

62 Þorsteinn
34

aldurflokks.

Ákvæði um Barnadeildina Æskan voru færð í lög félagsins á aðalfundi 1969. Sagði þar að starfssvið deildarinnar væri að ... „efla félagsþroska félaga sinna og vekja og glæða áhuga þeirra á iðkun hollra tómstundastarfa, svo sem náttúruskoðunar, manntafls, glímu og annarra íþrótta.“ Í deildinni voru félagar á aldrinum 7-12 ára.

Það var Bjarni K. Skarphéðinsson í Andakílsárvirkjun sem var helsta driffjöðrin í starfi Æskunnar en naut við starfið aðstoðar ýmissa ungmennafélaga, ekki síst Ólafs Guðmundssonar frá Hvanneyri, sem ólatur var að koma til deildarfunda og leika undir fjöldasöng. Ingimar Einarsson í Fífusundi tók við gæslumannsstarfinu af Bjarna og fleiri lögðu lið.

Húsafellsmótin og sveiflukenndur hagur

Á seinni hluta sjöunda áratugarins nutu sumarhátíðir víða um land mjög vaxandi vinsælda. Ekki síst mátti rekja þær til mikillar grósku í dægurtónlist til viðbótar vaxandi frelsis unglinganna. Hressilegur tónlistarflutningur ungsveita, margra að hætti Bítlanna frægu frá Liverpool, var uppistaða og aðdráttarafl flestra hátíðanna. Borgarfjörður hafði lengi þótt freistandi umhverfi sumarhátíða, sem hvað hentast þótti að halda nálægt eða í hinum fornu birkilundum, svo sem í Ölveri, við Hreðavatn og í Húsafellsskógi. Á þingi UMSB að Leirá veturinn 1967 var samþykkt „að gangast fyrir útihátíðarhöldum í héraðinu um verzlunarmannahelgi í samvinnu við sem flest félagssamtök á sambandssvæðinu.“65 Húsafell varð fyrir valinu en þar höfðu áður verið haldin sumarmót. Hér verður saga Húsafellsmóta UMSB ekki rakin og er hún þó hin merkasta. Þau voru haldin árlega næstu árin en grisjuðust er leið fram á áttunda áratuginn. Mótin urðu þjóðfræg. Þau sóttu þúsundir manna. Flestir urðu gestirnir um 20 þúsund, árið 1970. UMSB kallaði aðildarfélögin til starfa því mikinn og öflugan hóp sjálfboðaliða þurfti til þess að annast undirbúning, framkvæmd og frágang mótanna.66

Vitanlega gengu mótin ekki með öllu hnökralaust og gagnrýni á mótshaldið heyrðist, sum réttmæt. Engu að síður er það samdóma álit flestra að Húsafellsmótin hafi valdið straumhvörfum í

65 Ungmennasamband Borgarfjarðar 60 ára. Bls. 9. 66 Sjá frásögn Diðriks Jóhannssonar hér síðar í ritinu.

borgfirsku ungmennafélagsstarfi. Áhrif þeirra fólust einkum í því að:

• stór hópur fólks var kallaður til starfa á vegum ungmennafélaganna sem síðan ílentist þar og tók að sinna öðru félagsstarfi

• kynni uxu meðal ungmennafélaga hvaðanæva úr Borgarfjarðarhéraði

• UMSB fékk tekjur af sumarhátíðunum sem skutu rótum undir mjög öflugt héraðsstarf í þágu ungmenna ekki síst á sviði íþrótta og æskulýðsstarfs

• ungmennafélögin fengu hvert fyrir sig hlut í ágóða sumarhátíðanna, sem þau gátu nýtt til ýmissa framkvæmda og verka í heimasveit.

Fullyrða má að Ungmennafélagið Íslendingur naut Húsafellsmótanna á öllum þessum sviðum. Vitanlega gerðist það ekki fyrirhafnar- og átakalaust. Forystumenn félagsins þurftu nokkuð á sig að leggja til þess að útvega áskilinn mannafla þótt margir væru líka fúsir til starfa. Á mótinu sjálfu þurfti að manna sólarhringsvaktir. Því var ekki óalgengt að ungmennafélagar stykkju frá mjöltum, heimilisverkum eða hálfhirtum heyflekk til þess að standa vakt í söluhliði eða veitingaskúr á mótssvæðinu ellegar að sinna öryggisþjónustu meðal manngrúans er njóta vildi tilverunnar á því fallega útivistarsvæði sem Húsafellsskógur er.

Sem dæmi um sveiflur í velgengni mótanna

35

má nefna að vorið 1968 segir í fundargerð að Húsafellsmót sé „orðin okkar besta tekjulind,“ en árið 1972 að félagið sé í „miklum fjárhagserfiðleikum eftir tapið sem varð á Húsafellsmótinu ... varð að borga til baka stóran hluta hagnaðar undanfarinna ára.“

Síðasta Húsfellsmót UMSB var haldið um verslunarmannahelgina 1987. Lagði „um helmingur skattskyldra félaga Íslendings fram vinnu fyrir þessa hátíð, ýmist í undirbúning, ýmis störf meðan á hátíð stóð eða þrif og frágang eftir þessa helgi. Fékk félagið um 180.000 þús. í sinn hlut af sölu og fyrir framlagða vinnu félaga“, að því er sagði í ársskýrslu stjórnar.67 Svaraði upphæðin þá til ríflega fimm mánaða meðallauna almenns iðnaðarmanns.

Ágóðahlut sínum af Húsafellsmótunum varði Íslendingur m.a. til þess að bæta aðstöðu félagsins við Hreppslaug. Annars vegar með því að gera sjálfri sundlauginni til góða og hins vegar með því að ljúka við og innrétta félagshúsið við laugina. Hluti þess hafði staðið óinnréttaður um nokkurt árabil. Nú leyfðu auraráð að því verki lyki.

Engu minna munaði um það að meira líf hljóp í félagið. Til liðs við það gengu öflugir menn sem styrktu hinn trausta en fámenna kjarna er gætt hafði félagsins. Margir gengust upp í spennu og ævintýrum sumarhátíðanna í Húsafellsskógi og voru áður en varði orðnir öflugir ungmennafélagar og þátttakendur á öðrum sviðum félagsstarfsins.

Félagsheimilið Brún

Um miðbik síðustu aldar risu félagsheimili í mörgum sveitum, ýmist ný að stofni eða aukin og stækkuð eldri félagsheimili. Félagslegur áhugi var mikill í sveitum sem mörgum varð metnaðarmál að eignast myndarlegt félagsheimili. Ekki dró það úr að ríkið lét nokkuð framlag af hendi rakna til framkvæmda í gegnum Félagsheimilasjóð. Víða fóru ungmennafélögin fyrir í byggingu félagsheimilanna, og voru þá gjarnan að endurnýja eldri og minni félagshús sín. Þótt Ungmennafélagið Íslendingur ætti snemma draum um að eignast fundarhús, eins og áður var sagt frá, varð hann ekki að veruleika um áratuga skeið.

Það var á aðalfundi Ungmennafélagsins á Hvanneyri á nýjársdag 1947 að Guðmundur á Hvítárbakka, Jakob á Varmalæk og Guðbrandur í Nýjabæ skýrðu frá því að „Bæsveitingar hefðu ákveðið að byggja samkomuhús í Bæjarsveitinni“ og að

67 Skýrsla stjórnar Umf. Ísl. Í handriti.

Varmalækjarbændur gæfu „afnotarétt af landssvæði undir húsið ásamt jarðhita til upphitunar til níutíu ára.“ Guðmundur kvað þá hafa hugsað sér að hafa húsið ekki stærra en svo að þeir gætu byggt það „næstum skuldlaust svo þeir yrðu ekki neiddir til að halda opinberar skemmtanir, sem mest yrðu sóttar af ölvuðum mönnum, ódrukknum til angurs, eins og nú tíðkast í opinberum samkomuhúsum hjá nágrannafélögum okkar“ auk þess sem sennilega væri hægt „að fá mikinn styrk frá ríkinu.“ Málið hafði áður verið kynnt óformlega. Á fundi 22. september 1946 höfðu félagar Íslendings hins vegar orðið sammála um „nauðsyn samkomuhússbyggingar við Hreppslaug.“

Þarna á nýjársdag var þó tekið í erindi Bæsveitunga og fjársöfnun hófst. Þó voru þeir til sem bentu á að upp í Bæjarsveit væri of langt að sækja fyrir meiri hluta íbúa félagssvæðisins: vildu jafnvel byggja annað félagsheimili eða heimili með Skorrdælum. Því var engan veginn einhugur um þátttöku Ungmennafélagsins í samkomuhúss-bygginguna í Bæjarsveit. En eftir nokkra umhugsun gengu félagsmenn frá málinu þannig, skv. frásögn Páls J. Blöndal:

Aðalfundur haldinn í U.M.F. Íslendingi að Hvanneyri 1. júní 1947 samþykkir að [Ungmennafélagið] gerist aðili í samkomuhússbyggingu Bæsveitinga og heimilar stjórn sinni að semja um framlag félagsins.

Og menn hófu að smíða samkomuhús og búa það húsgögnum og tækjum er tímar liðu. Veltingur málsins skal ekki rakinn nánar en af fundargerðum er ekki að sjá að Ungmennafélagið hafi haft mikið með framkvæmdir að gera. Mannvirkið við Hreppslaug átti aftur á móti athygli félagsmanna. Gengið var til stórátaks þar, segir í annál félagsstjórnar fyrir árið 1950.

Á fundi haustið 1950 samþykktu félagsmenn Íslendings að Andakílshreppur verði einn eigandi félagsheimilisins, sem þá hafði fengið heitið Brún, ennfremur að afhenda hreppnum 5.000 kr. hlutafé Ungmennafélagsins í húsinu er verði „varið til íþróttaáhaldakaupa er fjárhagurinn batnar“ og þess loks óskað að félagið fái einn fulltrúa í stjórn félagsheimilisins.

En þegar Brún stóð tilbúin árið 1949 varð það líka vettvangur starfs Ungmennafélagsins. Þar voru skemmtisamkomur Ungmennafélagsins haldnar, m.a. jólaskemmtunin, sem átti eftir að vera árviss langt til næsta aldarþriðjunginn. Fram á sjöunda

36

Frá einni af mörgum skemmtunum Ungmennafélagsins í Brún: Grímudansleikur Æskunnar á ofanverðri síðustu öld. (G.Sig.)

áratuginn voru spilakvöld Ungmennafélagsins vinsæl afþreying í Brún, oft í samvinnu við

Dagrenningarfélaga í Lundarreykjadal, og þá til skiptis í Brún og Brautartungu. Spiluð var félagsvist og síðan dansað við lifandi tónlist á eftir. Marga félagsfundi hefur Íslendingur haldið í Brún en langmestu notin hafa verið til leikstarfs félagsins sem reglulegt hefur verið síðustu 35 árin. Gagnstætt ungmennafélögum nágrannasveita hefur Íslendingur hins vegar lítið sem ekkert haft með rekstur félagsheimilisins Brún að gera.

Ungmennafélagið hefur þó lagt heimilinu lið, m. a. með kaupum á tækjum og búnaði.

Félagshúsið við Hreppslaug – Laugabúð

En þrátt fyrir það að Brún risi fyrir framtak og dugnað íbúa ofan Grímsár má segja að í hinu lágreista húsi sem nú stendur við enda sundlaugarinnar við Efri-Hrepp felist bæði draumar og strit ungmennafélaga Íslendings allt frá þeim tíma er fyrst var vakin hugmyndin um hús fyrir félagið. Ég hef áður sagt frá því að tjald höfðu menn notað til fundarhalda þar, líka fundað undir berum himni. Og ekki rættust áformin að fullu um sundskálann mikla sem Sigurður Björnsson teiknaði árið 1928.

En á aprílfundi vorið 1953 lágu fyrir áform um hús við sundlaugina: Húsið skyldi verða 5x15 m „með mörgum gluggum og dyrum“, segir í fundargerð. Skömmu síðar voru samþykkt tvö vinnukvöld ungmennafélaganna í viku. Þótt sjálfboðaliðarnir til smíðanna skiluðu sér misjafnlega eins og gengur barst stuðningur úr öðrum áttum: Með

Laugabúð, hús Ungmennafélagsins hjá sundlauginni við Efri-Hrepp. (ÁHB).

samningi undirrituðum 13. september 1953 afhenti Kvenfélagið 19. júní Ungmennafélaginu húsbyggingarsjóð sinn, að upphæð 6.000 kr. sem „óafturkræft framlag til húsbyggingar við Hreppslaug“ Í staðinn skyldi Kvenfélagið fá ókeypis afnot af húsinu „til fundarhalda, fyrir smásamkomur innansveitar og aðra starfsemi félagsins sem ekki kemur í bága við starf ungmennafélagsins.“

Með lempni, fortölum og þaðan af ákveðnari aðferðum þeirra fáu sem báru hitann og þungann af starfi Ungmennafélagsins á sjötta áratugnum tókst að nudda húsbyggingunni áfram. Í árslok 1956 var húsið komið undir þak að því er fært var í fundargerð. Ýmsum rann til rifja hversu framkvæmdir gengu hægt. Einn af þeim var Sturlaugur Böðvarsson útgerðarmaður á Akranesi sem hafði nýtt sér laugina sem gestur. Hann hafði boðist til þess að senda mannskap uppeftir til verka. Þegar ekki gat orðið af því gaf hann 5.000 kr. til framkvæmdanna árið 1959. Einstakir ungmennafélagar lögðu byggingunni líka umtalsvert lið í byggingarefni, peningum og vinnu. Þórhallur Þórarinsson rafvirkjameistari á Hvanneyri gaf t.d. raflagnaefni og Einar Kr. Jónsson í Neðri-Hrepp myndarlega fjárupphæð, herma fundargerðir.

Það var svo á fundi 28. nóvember 1968 að Bjarni á Mófellsstöðum, formaður Ungmennafélagsins, gat lýst ánægju sinni með það „að félagið gæti haldið fund í eigin húsnæði.“ Langþráðum áfanga, raunar meira en hálfrar aldar löngum, var náð. Næstu árin voru félagsfundir iðulega haldnir þar enda fundaraðstaðan hin notalegasta. Félagar Lionsklúbbs Borgarfjarðar höfðu þar einnig fundaraðstöðu á árunum 1974-1977 og guldu m. a.

37

Í áranna rás hefur Ungmennafélagið beitt ýmsum aðferðum við fjáröflun. Hér sjáum við reikning frá Þorsteini Péturssyni frá 1918 fyrir sex skeffum (rúml. 100 l) af útsæðiskartöflum. Ungmennafélagið ræktaði kartöflur í „Blettinum“ sínum við Andakílsárfossa í fjáröflunarskyni. (Héraðsskjalasafn Borg.).

fyrir hana með frágangsverkum og viðhaldi.

Á þessum árum urðu nokkar umræður um nafn á félagsaðstöðunni og var kallað eftir tillögum félagsmanna. Fram komu nöfnin Lindin, Pálsstofa, Pálsbúð og Svövubúð, þau síðari tengd þekktum stofnendum Ungmennafélagsins, þeim Páli Zóphóníassyni og Svövu Þórhallsdóttur. Á aðalfundi félagsins 1977 var hins vegar samþykkt tillaga Guðmundar í Efri-Hrepp um að nota nafnið Laugabúð

Langt er nú síðan Ungmennafélagið fundaði síðast í Laugabúð. Rekstur sundlaugarinnar hefur kallað á önnur not fundarsalarins. Félagið hefur líka alltaf átt vísa aðstöðu til fundarhalda undir þökum Hvanneyrarskóla og nýtt sér hana. Síðustu árin hafa félagsfundirnir einnig verið haldnir í húsi Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri, þess er áður hét Andakílsskóli.

Jólaskemmtanir – Fyrsta jólatrésskemmtunin?

Félagsheimilin sköpuðu ungmennafélögum nýja möguleika til skemmtanahalds. Það gerði Brún í Bæjarsveit einnig hvað Íslending snerti. Á sömu árum bötnuðu samgönguleiðir og jeppar og önnur samgöngutæki komu til sögunnar. Æ fleiri áttu kost á því að komast auðveldlega bæjarleið eða tvær,

til dæmis ef sækja þurfti freistandi samkomur. Það var því ekki lengur stórmál að skjótast á ball eða aðra skemmtun í nágrannasveit, þar sem hitta mátti fyrir ný andlit og upplifa aðra tilbreytingu. Þegar komin voru félagsheimili í nær hverja sveit sunnan Hvítár en norðan Skarðsheiðar tók að örla á samkeppni um samkomugesti. Þá varð þörf á skipulagi um samkomuhald í þeim og þá einkum dansleiki. Fróðlegt er að lesa um þetta og jólaskemmtanir Íslendings í skýrslu Finnboga Arndal í Árdal fyrir árið 1977 en hann var þá formaður skemmtinefndar Ungmennafélagsins: Jólagleði í Brún hefur á liðnum árum verið aðalverkefni skemmtinefndar. Hefur verið lögð á það mikil áhersla að reyna að gera þessa skemmtun sem besta og auka vinsældir hennar. Ég hef nokkur undanfarin ár átt hlut að þessum samkomum og langar til að staldra við, og fjalla örlítið nánar um þann árangur, sem náðst hefur. Fyrir um það bil 20 árum skiptu samkomuhúsin með sér dögum milli jóla og nýárs til að halda jóladansleiki. Reyndist það nauðsynlegt til þess að ekki kæmi til árekstra um dagaval.

Brautartunga fékk annan dag jóla, Logaland þriðja í jólum, en Brún mátti hirða leifarnar, þann 29. eða 5. dag jóla. Á tímabili voru oft vangaveltur yfir hvort halda skyldi jólagleði af ótta við tap á fyrirtækinu, svo gat orðið ófært hvenær sem var og það sett strik í reikninginn. Sem betur fór var haldið áfram, því að í dag er þetta besta tekjulind félagsins, hefur vaxið ár frá ári, á sama tíma og hin húsin hafa gefist upp á að halda þessar samkomur, vegna lélegrar aðsóknar.

Því miður hefur orðið nokkur breyting á hverjir sækja þessa samkomu, til dæmis komu nú aðeins þrenn hjón af félagssvæði Íslendings, sem ekki voru á einhvern hátt tengd starfi við þessa samkomu. Aftur á móti fjölgar unglingum, þó sérstaklega úr Borgarnesi. Þessar samkomur okkar hafa alltaf farið vel fram, og aldrei komið til neinna vandræða, þó að ekki hafi komið til nein löggæsla úr Borgarnesi. Ég vona, að þrátt fyrir að þeir félagar, sem undanfarin ár hafa staðið fremst í að halda þessum samkomum gangandi, dragi sig í hlé, komi aðrir félagar og haldi merkinu uppi, því að mikið er í húfi að þessu verkefni sé sinnt, sem best, hins vegar verður það ekki gert án fórna, því eins og við vitum, eru ýmsar heimilisannir sem kalla á um jólin ... 68

68 Nýr Ljósberi. 1977. Bls. 9.

38

Um tíma var mikið borið í þessar skemmtanir. Hersla var lögð á að fá góðar hljómsveitir og skemmtiatriði af ýmsu tagi voru æfð og flutt af félögum, oft heimagert efni. Þar var Sturla Guðbjarnason í Fossatúni vel liðtækur. Leikþættir voru fluttir, efnt til tískusýninga, sungnar gamanvísur og annar söngur æfður. En svo breyttust tímar, eins og vikið er í skýrslunni hér að framan: Jólaböllin lögðust af með árinu 1984. Aðsókn hafði verið þverrandi. Skemmtiþörf fólks um jól og áramót fann sér aðra farvegi. Um nokkurt árabil á sjöunda og áttunda áratugnum hafði Ungmennafélagið þann sið að efna til brennu við áramót. Veður og aðrar aðstæður réðu gjarnan degi svo stundum var stílað upp á Þrettándann. Brennustaðurinn var oftast á Fossamelum en þangað má sjá víða að á félagssvæðinu. Nefndir voru gjarnan skipaðar til brennuhaldsins. Árið 1970 vildu menn ekki aðeins láta brennu nægja heldur efndu til blysfarar á Hestfjall. Þátttaka varð þó hófleg því aðeins þrír mættu, segir í fundargerð 7. mars 1971.

Frá miðjum áttunda áratugnum voru áramótaeða þrettándabrenna ekki haldnar sérstaklega á vegum Ungmennafélagsins þar til fyrir þremur árum, að félagið tók við hlutverki Hvanneyrarskóla að halda brennu á gamlárskvöld. Hafa þær jafnan verið fjölsóttar; haldnar á Tungutúnsborg, suðvestan við meginbyggðina á Hvanneyri. Í góðu skyggni blasir sú brenna við mörgum um lághérað Borgarfjarðar.

Og undir lok þessa kafla um jóla- og áramótaskemmtanir Ungmennafélagsins má geta athyglisverðrar tillögu og bókunar sem gerð var á félagsfundi 15. nóv. 1925:

Formaður [sem þá var Þorgils Guðmundsson] kom fram með tillögu um, að koma á jólatrésskemtun og barnaguðsþjónustu fyrir börn á félagssvæðinu um hátíðarnar. Hann benti á, að auk þess, sem það mundi gleðja börnin, og vekja hjá þeim góðar minningar, að þá geti það orðið til þess að leiða huga þeirra að félaginu, og geti því orðið til þess að efla félagið.

Tillaga kom fram frá sra. Eiríki Albertssyni um: Að kjósa 3gja manna nefnd til undirbúnings málinu, og að verja megi fé úr félagssjóði til þess að skreyta tréð og til annara nauðsynlegra útgjalda. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Hvort þetta var fyrsta jólatrésskemmtunin á félagssvæðinu verður ekki dæmt um. Eða barnaguðsþjónustan? Tillaga formannsins bendir til þess að hér hafi verið um nokkur nýmæli að ræða. Hinu má svo líka veita athygli að þarna virðist hvað fyrst hafa verið vikið að framtaki Ungmennafélagsins er sérstaklega sneri að börnum á félagssvæðinu og með athyglisverðum rökstuðningi. Um þessar mundir var barnastarf ungmennafélaganna nokkur nýlunda.69 Það átti síðar eftir að verða mikilvægur og gefandi þáttur í starfi Ungmennafélagsins.

Leikstarfið

Leikstarf í Andakílshreppi á sér líklega elstu rætur í skólastarfi á Hvanneyri. Heimildir eru fyrir því að um áramótin 1901-1902 hafi verið sett upp leikrit á Hvanneyri. Þar voru að verki nemendur Búnaðarskólans og Mjólkurskólans sem var að stíga sín fyrstu skref. Leikstjórinn var Hans Jepsen Grönfeldt, hinn danski mjólkurfræðingur, sem þá hafði rúmu ári fyrr verið ráðinn til þess að hefja mjólkurfræðikennslu í nýjum mjólkurskóla. Leikritið mun Grönfeldt hafa skrifað sjálfur. Af heimildum má ráða að leikritið hafi fjallað um staðbundið efni tengt starfi skólanna á Hvanneyri.70 Hugsanlega er þetta með allra fyrstu leikritunum sem sett voru upp í Borgarfirði. Síðar varð leikstarf afar blómlegt í héraðinu, bæði innan skólanna og ekki síður margra ungmennafélaganna, svo sem alkunna er.

Þegar félagsheimilið Brún kom til sögunnar fékk Ungmennafélagið góða aðstöðu til leiksýninga. Líklega var fyrsta sýningin þar vorið 1950 er félagið sýndi leikritið Lási trúlofast. Var það hluti opinberrar skemmtisamkomu, er víst var sú þriðja í röð slíkra sem þá um veturinn höfðu verið haldnar í Brún á vegum Ungmennafélagsins. Sjö árum fyrr hafði félagið sýnt leikritið Upp til selja, nánar tiltekið á Hvanneyri þann 1. febrúar 1943. Þá sem oft bæði fyrr og síðar voru nemendur Hvanneyrarskóla í hópi félagsmanna og lögðu starfi Ungmennafélagsins öflugt lið. Hugsanlega voru fleiri leikverk færð upp á vegum félagsins fyrr á tíð þó ekki hafi varðveist öruggar heimildir um það.

69 Ingimar Jóhannesson: Gamlar minningar. Nýr Ljósberi 1976. Án bls.tals.

70 Guðmunda María Guðmundsdóttir. Dagbók. Í vörslu BG.

39

Frá miðjum áttunda áratugnum hefur Ungmennafélagið Íslendingur fært leikrit á fjalir annað hvert ár, oftast í nóvember-mánuði. Má segja að leikstarfið hafi þann tíma verið einn hinna föstu og umfangsmiklu þátta í félagsstarfinu. Leikstarfið var tekið upp að nýju með leikæfingum árið 1975 og hefur þráðurinn ekki rofnað síðan.

Til sýninga síðasta aldarþriðjunginn hefur Ungmennafélagið valið leikrit af mörgum gerðum. Jafnan hafa verið fengnir hinir hæfustu leikstjórar og til sýninganna vandað í hvívetna enda hefur árangur og aðsókn jafnan verið í samræmi við það. Innan félagsins hefur orðið til traustur kjarni fólks sem borið hefur hita og þunga af starfinu leikdeild Ungmennafélagsins sem þriggja manna leiknefnd hefur lengst af stýrt. Auk leikritanna hafa verið færðar upp kvöldvökur með blandaðri dagskrá. Með nokkur leikverkanna hefur verið farið í nágrannabyggðarlög, m. a. á höfuðborgarsvæðið.

Hér á eftir fer skrá um þau leikverk er tekin hafa verið til sýninga undanfarna þrjá áratugi. Þann tíma má raunar kalla samfellt blómaskeið í leikstarfi Ungmennafélagsins:

40
Með sýningu Ungmennafélagsins á leikritinu Leynimelur 13 árið 1976 var leikstarf á vegum félagsins endurvakið og hefur ekki fallið niður síðan. Hér sjáum við í hlutverkum sínum talið frá vinstri: Ásdísi B. Geirdal, Guðnýju H. Arndal, Sturlu Guðbjarnason, Finnboga K. Arndal, Kristínu Pétursdóttur og Snorra Hjálmarsson. (Umf. Ísl.). Fjöldi aðstoðarfólks kemur við sögu hvers leikrits. Hér sjáum við þá ljósameistarana Eyjólf Hjálmsson og Hauk Júlíusson að störfum. (Umf. Ísl.).

1976: Leynimelur 13 eftir Þrídrang. Leikstjóri Jón Júlíusson.

1978: Deleríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri Jón Júlíusson.

1979: Lukkuriddarinn eftir J.M. Synge. Leikstjóri Ragnhildur Steingrímsdóttir.

1982: Músagildran eftir Agötu Christie. Leikstjóri Ragnhildur Steingrímsdóttir.

1984: Saklausi svallarinn eftir Arnold og Bach. Leikstjóri Guðjón Ingi Sigurðsson.

1986: Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri Hákon Waage.

1988: Um hið átakanlega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim eftir Hjördísi Hjartardóttur, Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Leikstjóri Hákon Waage.

1990: Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leikstjóri Ingunn Jensdóttir.

1992: Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans eftir Önnu Kristínu Kristjánsdóttur og Unni Guttormsdóttur. Leikstjóri Þröstur Guðbjartsson.

1994: Gísl eftir Brendan Behan. Leikstjóri Valgeir Skagfjörð.

1996: Þorlákur þreytti eftir Neal og Farmer. Leikstjóri Þröstur Guðbjartsson.

1998: Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors. Leikstjóri Viðar Eggertsson.

2000: Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri Valgeir Skagfjörð.

2002: Taktu lagið Lóa eftir Jim Cartwright. Leikstjóri Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

2004: Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason. Leikstjóri Björn Gunnlaugsson.

2006: Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Bachman. Leikstjóri Ása Hlín Svavarsdóttir.

2008: Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren. Leikstjóri Ása Hlín Svavarsdóttir.

2010: Með fullri reisn eftir Terrence McNally. Leikstjóri Margrét Ákadóttir.

41
Leikritið Músagildran: Fremri röð frá vinstri: Vilborg Kristinsdóttir, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, Dagný Sigurðardóttir og Ragnhildur Steingrímsdóttir leikstjóri. Efri röð frá vinstri: Jóhannes Kristinsson, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, Böðvar Pálsson, Guðmundur Sigurðsson, Jón Sigvaldason, Þorsteinn Júlíusson, Eyjólfur Hjálmsson, Snorri Hjálmarsson, Sturla Guðbjarnason og Jón Halldórsson. (Umf. Ísl.).

Leikritið Síldin kemur og síldin fer: Frá vinstri Jómundur Hjörleifsson, Gerður Karítas Guðnadóttir, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Soffía Eyrún Egilsdóttir og Rósa Marinósdóttir. (Umf. Ísl.).

Sýningafjöldi hvers verks hefur verið misjafn eins og gengur; sennilega tugur að meðaltali. Má því ætla að leikhússgestafjöldi tímabilsins liggi á bilinu 10-15 þúsund manns. Vandaðar leikskrár hafa jafnan verið gerðar með verkum þessum. Þær geyma verðmætan fróðleik um hin einstöku leikverk. Enga tölu höfum við á öllum þeim fjölda er tekið hefur þátt í leikstarfinu sem leikarar, sviðsmenn, smiðir, hljóðfæraleikarar og við gerð leikmuna og búninga auk aðstoðarmanna á sýningum. Með hliðsjón af mjög einfaldri athugun reiknast mér til að leikstarfið um þetta tímabil svari til fjörutíu ársverka hið minnsta. Að engum hefur þó hvarflað að tíunda vinnuna eða telja hana eftir. Leikgleði hins frjálsa félagsstarfs hefur alltaf setið í fyrirrúmi þarna sem annars staðar.71

Og leiknefnd Ungmennafélagsins hefur einnig staðið fyrir kvöldvökum, grímudansleikjum og öðrum dagskrám með heimaunnu efni eftir aðstæðum og þörfum. Á fyrstu árum tuttugustu og fyrstu aldarinnar skolaði sjónvarpsþættinum American Idol til Íslands. Sjónvarpsstöðin Stöð 2 aflaði sér heimildar höfundarréttarhafa til þess

71 Sjá frásögn Rósu Marinósdóttur hér síðar í ritinu.

að staðfæra þáttinn og sýna með íslenskum þátttakendum. Naut þátturinn mjög mikilla vinsælda. Hugmyndaríku leikdeildarfólki datt í hug að staðfæra þáttinn borgfirskum aðstæðum. Blásið var til samkomu í Félagsheimilinu Brún er kallaðist Borgarfjarðarædol, þeirrar fyrstu haustið 2003. Gæta varð þess að ógna ekki hinni leyfisvernduðu amerísku hugmynd eða „konsepti“ eins og nú mundi kallast á máli sjónhverfingamanna. Því var nafnið íslenskað. Hefur það enga eftirmála haft.

Leikritið Lína langsokkur. Sigrún Rós Helgadóttir fór með hlutverk Línu. (Umf. Ísl.).

42

Keppnin fólst í því að hæfileikafólk í söng skyldi gefa sig fram og syngja með hljómsveit hússins valin lög. Hljómsveitin var upphaflega sú sem lék með í leikriti Ungmennafélagsins haustið 2002 –Taktu lagið Lóa. Sérstakri dómnefnd var falið að meta frammistöðu keppenda og lýsa henni. Álit nefndarinnar og kosning meðal gesta réði síðan vali sigurvegara.

Borgarfjarðarædolið sló í gegn. Það stóð hvorki á gestum né söngvurum til þátttöku. Fólk á ýmsum aldri og úr ýmsum geirum samfélagsins steig þar á stokk. Samkoman hefur verið haldin nokkrum sinnum við miklar vinsældir. Borgarfjarðarædol reyndist hin ágætasta fjölskylduskemmtun og ekki spillti að hún skilaði Ungmennafélaginu nokkrum tekjum til annarra starfa.

Þjóðdansar

Um langt skeið hefur verið starfandi danshópurinn Sporið sem segja má að átt hafi sitt „heimili og varnarþing“ á Hvanneyri. Rætur þessa hóps liggja í starfi Ungmennafélagsins Íslendings. Mér er það mjög til efs að annað ungmennafélag á landinu hafi lagt meira til iðkunar og útbreiðslu íþróttarinnar

sem ungmennafélagshreyfingin lét sig mjög varða á fyrstu starfsárum sínum. Án mikillar einföldunar má því segja að þjóðdansar á svæðinu eigi sér, rétt eins og Ungmennafélagið, eitt hundrað ára sögu. Hér reiðum við okkur á frásögn Ingimars Jóhannessonar, sem áður var nefndur og var kosinn fyrsti varaformaður Ungmennafélagsins. Í bréfi rifjaði Ingimar upp nær því sextíu ára gamlar minningar sínar:

Eg man ekki betur en eitt hið fyrsta, sem félagið tók sér fyrir hendur væri að biðja frú Svövu að kenna okkur þjóðdansa (þeir voru þá kallaðir söngleikir). Við vissum, að hún hafði lært þá í Svíþjóð, og hafði kennt þá í ungmennafélögum í Reykjavík. Nokkrum árum fyrr hafði Hulda Garborg verið að endurvekja þjóðdansa og vikivaka á Norðurlöndum, því allar norrænar þjóðir voru búnar að týna þeim, nema Færeyingar ... Frú Svava hafði einnig hrifist af þessari hugmynd og lært þessa þjóðdansa á lýðháskólanum í Nesi (í Svíþjóð). Textarnir voru léttir og lögin fjörleg, meira að segja um bónorð og ástir ... Frú Svava og félagar hennar höfðu fengið góð skáld til þess að þýða sænsku textana ... Eg fullyrði, að frú Svava vann sögulegt afrek með þjóðdansa-kennslu sinni á Hvanneyri ... Þessir söngleikir” urðu svo vinsælir, að sjálfsagt þótti að

43
Þjóðdansahópur Íslendings á Landsmóti UMFÍ á Akranesi árið 1975. Frá vinstri: Gísli Jónsson og Helga Jónsdóttir, Jón Halldórsson og Ásdís B. Geirdal, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir og Pétur Jónsson, Jóhanna Karlsdóttir og Þorvaldur Jónsson, Guðný H. Arndal og Finnbogi K. Arndal, Steinunn S. Ingólfsdóttir og Magnús B. Jónsson, Hafdís Rut Pétursdóttir og Gísli Kr. Jónsson. (BG).

fara í þjóðdansa á öllum skemmtunum þessa tvo vetur sem eg dvaldi á Hvanneyri og mikið lengur. Og með Hvanneyringum bárust söngleikirnir út um allt land og voru víða kenndir í skólum og ungmennafélögum72 ...

Þegar þetta var hafði Svava, biskupsdóttir frá Laufási í Reykjavík, fyrr á stofnári Ungmennafélagsins, sest í húsmóðursætið á Hvanneyri aðeins tæplega 22 ára gömul. Ljóst er að hún með menntun sína og reynslu á þessum sviðum hefur orðið Ungmennafélaginu happafengur. Lagði hún félagslífi í byggðinni mikið lið þau 22 ár sem hún bjó á Hvanneyri. Það hljóðnaði yfir þjóðdönsum innan Íslendings og fer fáum sögum af þeim allt til ársins 1975. Þá skyldi haldið Landsmót UMFÍ á Akranesi. Landsmótsnefnd undir forystu Sigurðar R. Guðmundssonar, sem á sínum tíma hafði m.a. verið formaður Íslendings, hvatti til stofnunar þjóðdansahópa innan ungmennafélaganna. Íslendingur brást við kallinu og stofnaði þjóðdansahóp er sýndi ásamt fleiri hópum þjóðdansa á Landsmótinu.73 Hópurinn starfaði áfram um nokkurra ára skeið; æfði vel og sýndi víða bæði á samkomum í Borgarfjarðarhéraði og utan þess. Hvað hæst reis frægð hópsins er hann í boði UMFÍ tók þátt í Landsmóti dönsku ungmennafélaganna í Esbjerg í júlí 1976. Þótt dofnaði yfir starfi þjóðdansahópsins í byrjun níunda áratugarins lifði rót hans og í kringum 1995 var aftur talið í sporið. Undir forystu Hafdísar Pétursdóttur og Grétars Einarssonar var starfið hafið að nýju, gamlir félagar kallaðir til verka og liðsauki fenginn utan félagssvæðisins. Til varð danshópurinn Sporið sem nú hefur starfað markvisst og af miklum þrótti um nær tveggja áratuga skeið. Danshópurinn og félagar úr honum hafa sýnt víða innanlands og erlendis ekki færri en þremur heimsálfum, að ógleymdri sýningu danshópsins við setningu XIX landsmóts UMFÍ í Borgarnesi árið 1997.74 Má því segja að langt og víða hafi legið sporin sem hún Svava Þórhallsdóttir hóf með þjóðdansakennslu sinni innan Ungmennafélagsins Íslendings á upphafsárum þess.

Blakliðið Hvannir

Á ofanverðri tuttugustu öld hófu nokkar ungar og sprækar konur að æfa blak með reglubundnum hætti í leikfimihúsinu ágæta á Hvanneyri. Fyrir þeim vakti að verða sér úti um holla hreyfingu og skemmtilegan félagsskap. Konurnar voru flestar félagar Íslendings eða félaginu mjög nátengdar. Æfingarnar ræktu þær af kappi og með vaxandi árangri. Að því rak að þær fóru að taka þátt í mótum, flestum utan héraðs. Á einhverju stigi kom að því að formgera þurfti félagsskapinn. Hlaut hann þá nafnið Hvannir. Þegar þurfti að tengja blakhópinn formlegum íþróttafélagsskap lá beinast við að tengja hann Ungmennafélaginu. Tengslin hafa þó ekki verið mjög formleg og aldrei til byrði fyrir Ungmennafélagið. Miklu frekar hafa Hvannir borið hróður íþróttastarfs á félagssvæðinu víða um land, Ungmennafélaginu til tvímælalauss vegsauka.

Um áratuga skeið hafa Hvannir árlega tekið þátt í hinu stóra og þekkta Öldungamóti í blaki, sem háð hefur verið í ýmsum plássum landsins. Hvannir hafa jafnan gert þangað góðar ferðir og staðið vel fyrir sínu. Leikgleðin og félagsskapurinn hafa talið þyngst en þau ár hafa komið sem Hvannir hafi náð langt í keppni sambærilegra liða.

Konur Hvanna hafa verið á ýmsum aldri, allt frá

72 Ingimar Jóhannesson: Gamlar minningar Nýr Ljósberi 1976. Án bls.tals.

73 Helga Jónsdóttir: Nýr Ljósberi. 1975. Bls. 5.

74 Sjá frásögn Hafdísar Pétursdóttur hér síðar í ritinu.

Blaklið Hvanna árið 1999. Frá vinstri: Hafdís Rut Pétursdóttir, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Þóra Stefánsdóttir, Margrét Jósefsdóttir, Kristín Theodóra Ragnarsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir, Helga Jensína Svavarsdóttir og Hermann Helgi Traustason, þjálfari. (Umf. Ísl.).

44

unglingsárum til virðulegs aldurs. Stjórn hópsins hefur aldrei verið mjög formleg, en gjarnan þannig að ein úr hópnum hefur verið valin til þess að leiða starfið vetur hvern. Líklega er ekki á margar hallað þótt þær Rósa Marinósdóttir og Hafdís Pétursdóttir á Hvanneyri séu nefndar sem fulltrúar þeirra er hvað lengst hafa blakað knetti í þessum félagsskap.

Sverrisvöllur

Með vaxandi fólksfjölda á Hvanneyri steig þörfin fyrir íþróttaaðstöðu þar. Vissulega hafði leikfimihúsið gamla verið nýtt vel í því skyni í heila öld. Það hefur alla tíð staðið Ungmennafélaginu til afnota fyrir velvild Hvanneyrarskóla. Ýmsar sléttur og vellir hér og hvar um félagssvæðið hafa verið notaðir til íþróttaæfinga og keppni, svo sem Fitin.

Á árunum 2003-2004 var ráðist í það að slétta íþróttavöll við heimreiðina (Hvanneyrargötu) austan við Tungutún. Var upphaf notkunar hans markað með mikilli íþróttahátíð Ungmennafélagsins þar þann 1. september 2005. Völlurinn var samvinnuverkefni Hvanneyrarskóla og Ungmennafélagsins. Útbúin var stökkgryfja og fleira sem hentaði frjálsum íþróttum.

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga gaf félaginu tugi aspartrjáa sem félagar sóttu og settu síðan niður við sinn hvorn enda vallarins. Síðsumars 2007 var völlurinn svo formlega vígður

með fjölbreyttri íþróttahátíð sem fjöldi yngri og eldri ungmennafélaga og gesta tóku þátt í.

Hvanneyrarvöllurinn varð þegar vinsæll vettvangur, m.a. til knattspyrnu. Þjálfari félagsins var Sverrir Heiðar Júlíusson sem þá hafði einnig um árabil þjálfað yngri knattspyrnuflokka Ungmennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi. Sverrir Heiðar lést í blóma lífs síns, aðeins liðlega fertugur, í ársbyrjun 2009. Hann varð öllum, er hann þekktu, harmdauði. Í virðingarskyni við minningu Sverris Heiðars og starf hans í þágu félagsins ákvað Ungmennafélagið að nefna völlinn Sverrisvöll Var nafnið staðfest við hátíðlega athöfn þann 19. september 2009 í tengslum við Heiðursfótboltamót sem þá var efnt til á vellinum á vegum Íslendings. Í mótinu tóku þátt á þriðja hundrað keppendur. Merki með nafni vallarins og tilefni þess var afhjúpað. Gerð merkisins önnuðust þau Helena Guttormsdóttir, Þórunn Edda Bjarnadóttir og Jóhannes Ellertsson. Knattspyrnumót með sama sniði undir nafninu Sverrismótið voru haldin haustin 2010 og 2011.

Hér er einnig rétt að nefna það að 27. júní 2008 var á Hvanneyri vígður einn af sparkvöllum þeim sem KSÍ hefur hlutast til um að byggðir væru víða um land með samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög og fleiri.75 Völlurinn er lagður gervigrasi og er upplýstur. Hann er næst vestan við lóð grunnskólans á Hvanneyri. Hefur sparkvöllurinn reynst afar vinsæll. Hann er líklegur til þess að ala upp knattspyrnumenn sem síðar munu keppa „í alvöru“ á Sverrisvelli.

75 www.ksi.is/mannvirki/sparkvellir/ Lesið 25. okt. 2010.
45
Á Sverrisvelli á Hvanneyri 4. september 2011. (BG).

Félagsfáni - félagsmerki

Eldgamall er sá siður að hópur, sem kennir eða vill efla samstöðu, eigi fána sem sameiningartákn. Siðinn þekkjum við frá dögum fornkonunga og herfara þeirra undir gunnfánum. Þótt Íslendingar væru friðsöm þjóð varð spurningin um fána snemma mikilvæg í sjálfstæðisbaráttunni. Innan íslensku ungmennafélagshreyfingarinnar varð hið svonefnda fánamál mjög umfangsmikið og heitt enda snar þáttur þjóðfrelsisumræðunnar. Hvar sem Hvítbláinn fáni UMFÍ blaktir við hún erum við minnt á merka sögu hans. Hún verður ekki rakin hér enda hefur verið rækilega um hana fjallað í öðrum ritum hreyfingarinnar.76

Ungmennafélagar Íslendings vildu líka eignast sinn fána. Í fundargerð 28. maí 1916 segir m.a.: „Rætt um að fjelagið fengi sjer nýjan fána ... samþykkt að fela gjaldkera að útvega hann og hafa í honum nafn „Íslendings.““ Af orðalagi bókunarinnar má ætla að félagið hafi áður átt fána, hugsanlega Hvítbláinn, er nú skyldi endurnýjaður og þá með við bættu nafni félagsins. Um þennan félagsfána höfum við ekki frekari heimildir, nema ef væri fáninn sem getið var um í fyrstu starfsskýrslunni, 1912.

Mörg ár liðu. Fánamáli félagsins var hreyft er leið að 75 ára afmæli félagsins árið 1986. Þá var ákveðið að einn þriggja þátta afmælishaldsins

76 Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. Bls 38-41.

skyldi vera að „teikna nýtt félagsmerki.“77 Það var Ásdís B. Geirdal á Hvanneyri sem átti hugmyndina að merkinu. Hún gerði frumdrög að því sem Trausti Eyjólfsson á Hvanneyri fullgerði til prentunar. Merkið hefur síðan prýtt fána og ýmis gögn félagsins. Má telja það gefa góða mynd af starfi Íslendings þar sem kynslóðirnar hafa löngum komið saman að hinum ýmsu verkefnum á vegum þess.

Haldið upp á stórafmæli Ungmennafélagsins

Ungmennafélagið Íslendingur hefur gætt þess að minnast merkisafmæla sinna. Tíu ára starfsafmælisins var minnst á aðalfundi 11. desember 1921: Formaðurinn, Daníel F. Teitsson, gat þess m.a. „að fjelagið hefði verið lánsamt með að hafa góðum starfskröftum á að skipa“ ... Hann benti á að „myndaður hefði verið húsbyggingarsjóður og dálítið bókasafn“ ... og óskaði þess „að fjelagar vildu gefa fjelaginu í afmælisgjöf sem mest af áhuga og skyldurækni.“ Á fjörutíu ára afmæli félagsins 1951 var efnt til afmælissamkomu í félagsheimilinu Brún. Fáar heimildir eru um þá samkomu nema handrit að afmælisannál sem Páll J. Blöndal í Stafholtsey flutti. Sami leikur var leikinn árið 1961, á hálfrar aldar starfsafmælinu: Afmælissamkoma í Brún og nú var það Björn, bróðir Páls, sem flutti afmælisannálinn.

Haustið 1971 var sextíu ára afmælinu fagnað með samsæti í Brún. Félagssagan var sögð og gamlir félagar minntust kynna sinna af félaginu. Afmælisfagnaðir áratuganna voru haldnir með svipuðu sniði árin 1981 og 2001. Þá var sjötíu og fimm ára afmæli Ungmennafélagsins einnig minnst með veglegri samkomu í félagsheimilinu Brún árið 1986. Þannig má segja að félagið hafi notað flest tækifæri til þess að rækta sögu sína að minnast upprunans og starfs áranna. Dagskráratriði samkomanna hafa verið sniðin að hætti og venjum hvers tíma. Heimildir og munnmæli herma að afmælissamkomurnar hafi jafnan verið vel sóttar. Félaginu hafa við þessi tækifæri verið færðar ýmsar gjafir sem of langt yrði upp að telja. Flestar hafa þær snúið að eflingu starfsins með einum hætti eða öðrum. Félaginu hafa meðal annars verið færðir verðlaunagripir gjarnan farandgripir til

77 Nýr Ljósberi 1986. Bls. 2. 46

þess að veita félögum sem viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum og öðru félagsstarfi.

Heiðursbikarinn og heiðursfélagar Á sjötíu ára afmæli Ungmennafélagsins færðu þeir félagarnir Sigurður R. og Ásgeir Guðmundssynir frá Hvanneyri og Sigurður Helgason frá Heggstöðum félaginu farandbikar. Þeir félagar höfðu á sínum tíma verið afar mikilvirkir innan ungmennafélagsins, ekki síst á sviði íþrótta, og sýnt því ræktarsemi með ýmsu móti. Skyldi bikarinn veittur þeim félaga „sem stjórn Íslendings sýnist ástæða til að heiðra sérstaklega eða þakka unnin störf. Stungið hefur verið upp á að kalla grip þennan Heiðursbikar“ skrifaði þáverandi formaður félagsins, Ríkharð Brynjólfsson á Hvanneyri í skýrslu sinni um kveðjur og gjafir til félagsins á 70 ára afmælinu.78

Heiðursbikarinn var fyrst veittur árið 1982; síðustu árin einnig nefndur Félagsmálabikarinn. 78 Nýr Ljósberi: 1980-1981. Bls. 20.

Hann hefur verið veittur á aðalfundi félagsins ár hvert eins og eftirfarandi skrá sýnir. Á bak við nöfn bikarhafanna má greina býsna fjölbreytt viðfangsefni sem þeir hafa sinnt í þágu félagsins með hætti er þótt hefur til fyrirmyndar:

1982 Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum

1983 Einar Kr. Jónsson í Neðri-Hrepp

1984 Ófeigur Gestsson á Hvanneyri

1985 Diðrik Jóhannsson í Hvannatúni

1986 Bjarni K. Skarphéðinsson á Mel, Andak.v.

1987 Snorri Hjálmarsson á Syðstu-Fossum

1988 Eyjólfur Hjálmsson frá Þingnesi

1989 Þuríður Jóhannsdóttir á Jaðri

1990 Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri

1991 Sigríður Lilja Guðjónsdóttir á Syðstu-Fossum

1992 Rósa Marinósdóttir á Hvanneyri

1993 Pétur Jónsson á Hvanneyri

1994 Svava Sjöfn Kristjánsdóttir á Hvanneyri

1995 Ásdís B. Geirdal á Hvanneyri

1996 Gísli Sverrisson á Hvanneyri

1997 Guðmundur Sigurðsson á Hvanneyri

1998 Pálmi Ingólfsson á Hálsum

47
Veggspjald Ungmennafélagsins frá afmælisárinu 1951. Myndina gerði Björn Sigurbjörnsson.

1999 Hafdís Pétursdóttir á Hvanneyri

2000 Guðmundur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp

2001 Guðmundur Þorsteinsson frá Efri-Hrepp

2002 Oddný Sólveig Jónsdóttir á Hvanneyri

2003 Eyjólfur Hjálmsson frá Þingnesi

2004 Guðmundur Sigurðsson á Hvanneyri

2005 Jón Eiríkur Einarsson í Mófellsstaðakoti

2006 Sverrir Heiðar Júlíusson á Hvanneyri

2007 Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri

2008 Rósa Marinósdóttir á Hvanneyri

2009 Kristján Ingi Pétursson á Hvanneyri

2010 Elísabet Axelsdóttir á Hvanneyri

2011 Katrín Jónsdóttir á Hvanneyri

Eins og önnur félög hefur Ungmennafélagið Íslendingur einnig kjörið sér heiðursfélaga, þá er þótt hafa skarað fram úr á sviði félagsstarfsins. Oftast hefur það verið gert í tengslum við afmælisfagnaði félagsins. Samkvæmt gögnum Ungmennafélagsins hafa eftirtaldir einstaklingar verið kjörnir heiðursfélagar Íslendings:

Páll Zóphóníasson frá Hvanneyri

Svava Þórhallsdóttir frá Hvanneyri

Björn J. Blöndal frá Laugarholti

Haraldur Sigurjónsson frá Hvanneyri

Sigurður Guðmundsson frá Árnesi, Andak.v. Laufey Loftsdóttir frá Árnesi, Andak.v.

Sigurður R. Guðmundsson frá Hvanneyri

Sigurður Helgason frá Heggsstöðum

Oddur Rúnar Hjartarson frá Hvanneyri Soffía Ágústsdóttir frá Hvanneyri

Bjarni K. Skarphéðinsson frá Mel, Andak.v. Sigrún Elíasdóttir frá Mel, Andak.v.

Stjórn félagsins, félagsfundir og fleira

Ekkert félag er án stjórnar og fyrir Íslendingi hefur öll eitt hundrað starfsárin farið þriggja manna aðalstjórn. Auk hennar hefur varastjórn jafnan verið tiltæk og lengst af einnig tveir endurskoðendur, sem nú má víst aðeins nefna skoðunarmenn ársreiknings. Gerð hefur verið tilraun til þess að taka saman hundrað ára stjórnarmannatal Ungmennafélagsins. Stjórnarmannatalið er byggt á fundargerðum félagsins, sem varðveist hafa, og með þeirri nákvæmni sem fundargerðir greina frá kosningum stjórnarmanna. Nokkur óvissa er um stjórnarmannaskipan félagsins í kringum 1920 sakir þess að nokkrar fundargerðir vantar. Vegna

Pálmi Ingólfsson afhendir Eyjólfi Hjálmssyni Heiðursbikar Ungmennafélagsins árið 1988. (G.Sig.).

þess að aðalfundir félagsins hafa verið haldnir mislangt frá áramótum er ekki fullt samræmi í talningu starfstíma allra stjórnarmanna. Reynt var þó að telja hvert byrjað ár stjórnarmanna. Fer tafla um aðalstjórnarmenn Ungmennafélagsins hér á eftir:

Formaður

Nafn

Heimili Tímabil

Páll ZóphóníassonHvanneyri1911-1914

Björn Lárusson Heggsstöðum 1914

Páll ZóphóníassonHvanneyri 1914-1915

Guðmundur JónssonI-Skeljabrekku 1915-1916

Páll ZóphóníassonHvanneyri 1916-1918

Kristinn GuðmundssonGrund 1918-?

Daníel F. TeitssonBárustöðum 1921-1924

Símon Teitsson Bárustöðum1924-1925

Þorgils GuðmundssonHvanneyri 1925 Steinunn Benediktsdóttir Ausu 1925-1927

Guðmundur JónssonHvítárbakka1927-1928

Björn J. Blöndal Langholti 1928-

Halldór VigfússonKvígsstöðum 1937-1938

Kjartan SveinssonHvanneyri1938-1940

Einar ÞorsteinssonEfri-Hrepp1940-1942

Jón Gíslason I-Skeljabrekku1942-1944

Teitur Daníelsson Grímarsst. 1944-1946

Ásgeir Jónsson Neðri-Hrepp 1946-1948

Teitur Daníelsson Grímarsst.1948-1949

Sigurður R. GuðmundssonHvanneyri 1949-1951

48

Kristófer Helgason Heggsstöðum1951-1952

Haraldur SigurjónssonHvanneyri 1952-1956

Þorsteinn PéturssonMið-Fossum 1956-1959

Bjarni VilmundarsonMófellsstöðum1959-1961

Haraldur SigurjónssonHvanneyri 1961-1963

Bjarni VilmundarsonMófellsstöðum1963-1974

Bjarni GuðmundssonHvanneyri 1974-1976

Sturla Guðbjarnason Fossatúni1976-1978

Haukur Júlíusson Hvanneyri1978-1980

Ríkharð BrynjólfssonHvanneyri1980-1982

Diðrik Jóhannsson Hvannatúni 1982-1984

Pálmi Ingólfsson Hálsum1984-1988

Rósa Marinósdóttir Hvanneyri1988-1990

Jón Gíslason Mið-Fossum1990-1992

Guðmundur SigurðssonHvanneyri 1992-1996

Sigurður A. Benediktsson Hvanneyri 1996-1999

Friðrik Aspelund Hvanneyri1999-2004

Haukur ÞórðarsonHvanneyri 2004-2006

Kristján Ingi PéturssonHvanneyri 2006-2008

Sólrún Halla Bjarnadóttir Hvanneyri2008-2010

Helgi Björn Ólafsson Hvanneyri2010-

Meðstj./ritari

Nafn Heimili Tímabil

Svava Þórhallsdóttir Hvanneyri1911-1912

Páll Jónsson Hvanneyri1912-1913

Þórir GuðmundssonHvanneyri1913-1914

Guðmundur JónssonI-Skeljabrekku 1914-1915

Elísabet Þorsteinsdóttir Mið-Fossum 1915-1916

Pétur ÞorsteinssonMið-Fossum 1916-?

Eiríkur SigurðssonMófellsstaðak.1921-1922

Þorgeir ÞorsteinssonMið-Fossum 1922-1925

Steingr. SteinþórssonHvanneyri 1925-1928

Pétur Bjarnason Grund1928-1929

Björn GuðmundssonIndriðastöðum 1929-

Sigurður HalldórssonSyðstu-Fossum1937-1938

Kristleifur Jónsson Varmalæk 1938-1940

Sigurður HalldórssonSyðstu-Fossum1940-1941

Hans Jörgensson Hvanneyri1941-1942

Halldór VigfússonKvígsstöðum1942-1945

Guðrún HelgadóttirHeggsstöðum1945-1950

Teitur Daníelsson Grímarsstöðum 1950-1952

Sigurður GuðmundssonAnd.virkjun 1952-1956

Magnús Þorgeirsson And.virkjun 1956-1959

Ingvar IngvarssonHesti 1959-1961

Þorsteinn PéturssonMið-Fossum 1961-1964

Sverrir HallgrímssonAnd.virkjun 1964-1969

Sveinn Gestsson Hvanneyri 1969-1971

Sturla Guðbjarnason Fossatúni 1971-1973

Snorri HjálmarssonSyðstu-Fossum 1973-1975

Sigrún Elíasdóttir And.virkjun 1975-1977

Svava S. Kristjánsdóttir Hvanneyri1977-1979

Þuríður Jóhannesdóttir Jaðri 1979-1981

Sigríður L. Guðjónsdóttir Syðstu-Fossum 1981-1985

Petra Ólafsdóttir Hvanneyri 1985-1986

Ásdís B. Geirdal Hvanneyri 1986-1989

Ragna Bjarnadóttir Hvammi1989-1990

Þuríður Jóhannsdóttir Laugarteigi 1990-1991

Jón Halldórsson Hvanneyri1991-1993

Ólöf Erla Bjarnadóttir Hvanneyri 1993-1995

Sigríður L. Guðjónsdóttir Syðstu-Fossum 1995-1999

Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðak.1999-2003

Ragnhildur H. Jónsdóttir Ausu 2003-2005

Sólrún Halla Bjarnadóttir Hvanneyri 2005-2008

Fjóla Benediktsdóttir Mófellsstaðak.2008-

Meðstj./gjaldkeri

Nafn

Heimili Tímabil

Einar Jónsson Hvanneyri1911-1913

Svava Þórhallsdóttir Hvanneyri 1913-1915

Karl Guðmundsson Bæ 1915-1916

Daníel Teitsson Bárustöðum1916-?

Sigvaldi JónssonAusu 1921-1924

Páll J. Blöndal Stafholtsey1924-1925

Þorgils GuðmundssonHvanneyri 1925-1928

Guðmundur Jónsson Hvítárbakka1928-1929

Guðbr.Þórmundsson Bæ 1929-

Jakob Jónsson

Varmalæk 1937-1938

Halldór VigfússonKvígsstöðum 1938-1940

Jón Gíslason I-Skeljabrekku1940-1942

Hans Jörgenson Hvanneyri1942-1944

Jón Sigvaldason Ausu 1944-1956

Einar K. JónssonNeðri-Hrepp 1956-1959

Ásgeir Jónsson Hvanneyri 1959-1961

Jón Sigvaldason Ausu 1961-1963

Kristófer GuðmundssonSt.-Drageyri 1963-1967

Gísli Jónsson Y-Skeljabrekku 1967-1971

Diðrik Jóhannsson Hvannatúni 1971-1977

Guðmundur SigurðssonHvanneyri1977-1981

Gísli Sverrisson Hvanneyri1981-1983

Böðvar Pálsson Hvanneyri 1983-1985

Sigurður EinarssonNeðri-Hrepp 1985-1986

Gísli Sverrisson Hvanneyri 1986-1989

Karl Karlsson Hvanneyri1989-1991

Ragnheiður Thorlacius Hvanneyri1991-1993

Pálmi IngólfssonHálsum1993-1997

Aðalsteinn SímonarsonJaðri 1997-1998

Inga Vildís BjarnadóttirHvannatúni 1998-1999

Helgi Björn Ólafsson Hvanneyri1999-2001

Torfi Jóhannesson Hvanneyri 2001-2005

Haraldur Örn Reynisson Hvanneyri 2005-2007

Sigurjón EinarssonHvanneyri2007-2008

Eyjólfur Kr. Örnólfsson Hvanneyri2008-

49

Verðlaunahafar á aðalfundi Ungmennafélagsins 1993. Frá vinstri: Jóninna Haraldsdóttir, Hafdís Rut Pétursdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Kristín Pétursdóttir og Pétur Jónsson. (G.Sig.).

Margir hafa komið að stjórnarborði Ungmennafélagsins. Sumir hafa setið eitt kjörtímabil en aðrir lengur eins og gengur. Hin síðari árin hafa embættin gengið eins og boðhlaupskefli á milli manna. Hefur það bæði dreift ábyrgð og stuðlað að nauðsynlegri endurnýjun. Farsæld lengi sitjandi stjórnarmanna finnum við líka ágæt dæmi um.

Félagsfundir hafa verið mismargir á ári hverju. Allra fyrstu árin voru þeir mjög tíðir, jafnvel hálfsmánaðarlega, en síðar fækkaði þeim. Um og upp úr 1970 voru almennir fundir gjarnan að vori og að hausti en síðustu árin hefur einungis einn fundur verið haldinn hvert ár – aðalfundur félagsins. Var svo einnig um miðbik síðustu aldar. Í fundartíðninni endurspeglast áhugi og hin félagslega þörf hvers tíma. Fyrstu árin voru fundir Ungmennafélagsins vel þegin og eftirsóknarverð mannamót enda dagskrár fundanna í samræmi við það. Þess hlutverks fundanna gætti reyndar alveg fram undir 1980 – að gert var ráð fyrir skemmtiefni af einhverri tegund á almennum félagsfundum. Hin síðari árin hefur sú þörf verið leyst með öðrum hætti en fundirnir orðið vettvangur formsatriða vegna reksturs félagsins í samræmi við lög þess. Auk „venjulegra aðalfundarstarfa“ eins og það heitir hafa ýmsar viðurkenningar félagsins verið veittar þeim sem fram úr hafa þótt skara á einhvern veg, svo sem fyrir íþróttaafrek á liðnu starfsári, félagsmálastarf og fleira.

Fyrstu árin virðist aðalfundur félagsins gjarnan

hafa verið haldinn hið næsta stofndeginum, 12. desember, en síðan færðist hann til áramóta, og þá haft í huga að ná til félagsmanna sem komu heim í leyfi um hátíðir. Hin síðari árin hefur aðalfundurinn þokast nokkuð fram á veturinn.

Ýmsar starfsnefndir hafa jafnan verið innan Ungmennafélagsins. Þær, sem hvað lengst hafa komið við söguna, eru íþróttanefnd og bókasafnsnefnd, eins og nærri má geta. Aðrar nefndir hafa verið settar og starfað eftir efnum og ástæðum. Nokkrum sinnum virðist hafa verið séð til þess að allir félagar, eða þorri þeirra, ættu sæti í nefndum. Þannig var það til dæmis um ritnefndarstörf Ljósberans, þar sem setan gekk um tíma á milli allra félagsmanna í sjö manna hópum. Aftur var fjölnefnda-kerfið reynt kringum 1950 og loks á árunum 1974-76. Virðist það hafa gefist býsna vel.

Ungmennafélagið Íslendingur árið 2011

Nú hefur verið stiklað aftur og fram um aldarlanga sögu Ungmennafélagsins. Því er vel við hæfi að ljúka þessum kafla ritsins með því að skoða félagið eins og það lítur út nú, þegar það fyllir 100 ár.

Á afmælisárinu 2011 eru 192 félagar skráðir í Ungmennafélaginu. Heiðursfélagarnir eru fimm. Í lok fyrsta starfsársins voru félagsmenn 74. Flestir voru það karlmenn en nú, 2011, er kynjaskiptingin mun jafnari. Aldursdreifing félagsmanna er

50

Stjórn Ungmennafélagsins Íslendings á afmælisárinu 2011. Frá vinstri: Helgi Björn Ólafsson, formaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, ritari, og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, gjaldkeri. (BG).

nú meiri en hún var á fyrsta árinu en þá voru félagsmenn flestir um tvítugt eða lítið eitt eldri.

Árið 2010 töldust rekstrartekjur Ungmennafélagsins vera tæpar 5,0 milljónir króna og gjöldin rúmlega 4,7 millj. kr. Eignir félagsins voru árið 2010 metnar á tæplega 7,3 millj. kr. Þar af nema sundlaugarmannvirkin við Efri-Hrepp um 3,3 mkr. Eftir fyrsta starfsár Ungmennafélagsins voru peningalegar eignir þess hins vegar taldar vera tæplega 54 krónur. Auk þess átti félagið fána, fjóra sundkúta og verðlaunaskjöld, samtals metið á ríflega 32 krónur. Félagsfundir urðu margfalt fleiri á fyrsta starfsárinu en því hundraðasta.

Á 100 ára afmælinu gat félagið fagnað löngu fengnu sjálfstæði þjóðar með 17. júní hátíðarhöldum en öflun sjálfstæðis var eitt helsta baráttumál ungmennafélaganna við stofnun Íslendings. Þótt ýmislegt sé þannig öðruvísi nú en var er annað hið sama: Sundaðstaða og sund, sem og aðrar íþróttir, voru og eru mikilvægt viðfangsefni félagsmanna. Skemmtifundur var haldinn –Jónsmessuhátíðin – og efnt til skemmtiferðar –rétt eins og gert var á fyrsta starfsárinu. Og svo má ganga út frá því sem vísu að hinn alþekkti ungmennafélagsandi hafi á árinu 2011 svifið yfir hvar sem tveir eða fleiri ungmennafélagar komu saman til þarfra verka í þágu Íslendings rétt eins og hann hóf að gera hér í sveit árið 1911.

Á afmælisárinu var aðalfundur Ungmennafélagsins haldinn þann 27. apríl. Fundinn sátu um tuttugu félagar og gestir. Á fundinum lagði

félagsstjórn fram skýrslu sína, alveg eins og fyrir einni öld, svo og ársreikning félagsins sem samþykktur var. Starfsnefndir Ungmennafélagsins fluttu skýrslur sínar. Þar höfðu leiknefnd og íþróttanefnd verið starfsamastar. Þá veitti félagið ýmsar viðurkenningar á sviði íþrótta og félagsmála. Áður en kosið var til stjórnar og félagsgjald næsta árs ákveðið voru lagðar fram og ræddar tillögur og ályktanir. Samþykkt var að færa Leikskólanum Andabæ á Hvanneyri styrk að upphæð kr. 100.000 til kaupa á íþróttaáhöldum til þess að stuðla að aukinni hreyfingu og þjálfun ungra og verðandi ungmennafélaga. Skyldi þetta vera afmælisgjöf Íslendings til Leikskólans í tilefni 100 ára afmælis félagsins.

Lengst af var „skrifstofa“ Ungmennafélagsins, ef svo má kalla, hjá stjórnarmönnum og nefndum hverju sinni. Nú um nokkurra ára skeið hafa Ungmennafélagið og stjórn þess haft til afnota skrifstofu- og geymsluaðstöðu undir þaki Hvanneyrarskóla, til hagræðs við umsjón vaxandi magns gagna og muna sem félagsstarfinu fylgja.

Á afmælisári sitja í stjórn Ungmennafélagsins þau Helgi Björn Ólafsson á Hvanneyri, formaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir í Mófellsstaðakoti, ritari, og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson á Hvanneyri, sem er gjaldkeri.

51

3. Fundargerðabókum flett

Gera verður ráð fyrir að fundargerðir endurspegli dável starf félags. Nær allar fundargerðabækur Ungmennafélagsins hafa varðveist. Að sönnu eru fundargerðirnar misrækilegar og fundir hvers árs misjafnlega margir. Eftirfarandi kafli varð til við það að ég fletti fundargerðunum og tíndi saman atriði sem áberandi voru og athyglisverð. Atriðunum er raðað í tímaröð innan hvers fimm ára tímabils. Taka verður fram að matið á þeim er ekki hafið yfir gagnrýni hvað sagnfræðilega nákvæmni snertir:

1911-1915:

Ungmennafélagið Íslendingur stofnað. Tíðir fundir með góðri fundarsókn, jafnvel 7080 manns. Miklir málfundir. Sundkennsla og kappsund. Íþróttakennsla. Stofnaðild að UMSB. Lögð drög að skógarreit og lestrarfélagi/ bókasafni. Sundlaug (endur )gerð við Efri-Hrepp og land girt þar. Skemmtisamkomur, m.a. með Umf. Dagrenningu. Fyrirlestrar gesta. Eign félagsins orðin 187 kr. og 28 aurar.

1916-1920:

Fundir áfram með ríku málfundasniði. Fyrirlestrar. Bókakaup og skipan bókavarðar. Ræktun „Blettsins“, sem félaginu var gefinn við Andakílsárfossa, hafin. Gerður samningur um hann. Kappglímur við Umf. Dagrenningu. Kappsund. Hlutaveltur. Taflfélag. Hafin útgáfa félagsblaðsins Ljósbera.

1921-1925:

Glaðst yfir 10 ára starfi. Íþróttum sinnt og mikið rætt um „Blettinn“ lund félagsins við Andakílsárfossa og húsbyggingu þar. Barnastarf fyrst nefnt á fundi og þá sem tillaga um jólatrésskemmtun og barnaguðsþjónustu.

1926-1930:

Deilt um bindindisheit ungmennafélaganna. Hert á hugmynd um húsbyggingu. Héraðsskólamálið rætt rækilega eftir héraðsþing UMSB. Samþykkt að byggja sundlaug við Efri-Hrepp og ráðist í verkið án efa stærstu framkvæmd Ungmennafélagsins fyrr og síðar.

52
Ljósmynd sem tekin var 18. júlí 1915, líklega af ungmennum í Andakíl. (Árni Böðvarsson. Héraðsskjalasafn Borg.).

1931-1935:

Ekki tókst að halda löglegan aðalfund árið 1930, né heldur árið 1931, þó reynt væri. Félagið lagðist í dvala. Starfið að sundlaugarbyggingunni hafði tekið á og kreppan svarf að. Þó er vitað að sundkennsla fór fram flest árin.

1936-1940:

Félagið endurreist vorið 1937. Samþykkt ný lög sem gerðu m. a. ráð fyrir félagsaðild 10 ára og eldri. Bókasafnið, sundlaugin og skógarreiturinn við Andakílsárfossa helstu viðfangsefnin. Keypt dálítið af bókum og hlúð að lauginni með sjálfboðavinnu félaga. 1.200 kr. styrkur fékkst frá Alþingi til verksins. Sóttar plöntur í Norðurárdal til gróðursetningar í skógarreitnum. Málfundir. Rætt um húsnæði fyrir félagið. Haldnir sameiginlegir fundir með Umf. Dagrenningu.

1941-1945:

Málfundir og gjarnan dansað á eftir. Umræða vakin um byggingu samkomuhúss í sveitinni. Horfið frá því vegna kostnaðar; samt kosnir fulltrúar í byggingarnefnd. Skemmtiferð vestur í Stykkishólm. Landsmót UMFÍ haldið á Hvanneyri 1943. Einn félagi keppti þar. Leikritið Upp til selja sýnt á vetrarskemmtun félagsins að Hvanneyri. Að venju kallaði laugin á vinnuframlag félaga. Sundnámskeið á vorin. Smíðaður stökkpallur við laugina.

1946-1950:

Samþykkt eftir fortölur að fela stjórn að ganga frá sölu skógarblettsins við Andakílsá til Andakílsárvirkjunar. Bæsveitungar buðu Ungmennafélaginu aðild að byggingu félagsheimilis á Þórdísarholtum í landi Varmalækjar. Farin tveggja daga skemmtiferð um Dali. Fyrstu tvö spilakvöld félagsins haldin í nýju húsnæði Andakílsárvirkjunar. Félaginu boðin aðstaða þar fyrir bókasafnið. Fyrstu innansveitarskemmtanir félagsins haldnar í Brún. Líf færist í íþróttastarfið. Undirbúnar og hafnar verulegar umbætur við Hreppslaug.

1951-1955:

Skiptar skoðanir um þátttöku félagsins í byggingu samkomuhúss í Bæjarsveit. Félagið afhenti Andakílshreppi sinn hlut í samkomuhúsinu. Vegleg hátíð á 40 ára afmæli félagsins. Félagið var sigursælt í íþróttum; vann m.a.

Kaupfélagsbikarinn í annað sinn. Sundfólk stóð sig vel á UMSB-mótum sem Íslendingur stóð fyrir. Starfsíþróttir kynntar á fundum. Haldið íþróttanámskeið að vetrarlagi. Hafin bygging húss við Hreppslaug. Stjórn kvartaði yfir „deyfð og áhugaleysi hreppsbúa fyrir tilraunum ungmennafélagsins til þess að halda uppi skemmtanalífi innansveitar“… Misvel gekk að halda úti jólaskemmtunum félagsins í Brún. Voru þar þó jafnan á ferð skemmtikraftar „úr fremstu röð leikara félagsins“…

1956-1960:

Fámennir félagsfundir. Virkir liðsmenn voru fáir en harðsnúnir. Húsið við Hreppslaug skemmdist í febrúarveðri 1956 enda ekki fullgert hið ytra. Hin árlega jólaskemmtun …„einn af þeim þáttum sem halda lífinu í félaginu“… Laugarhúsið komst undir þak. Velvildarmenn lögðu félaginu til mikinn og mikilvægan stuðning til framkvæmda.

1961-1965:

Dauft yfir fundum og þeir fáir. Fámennur en öflugur kjarni bar félagið áfram. Hálfrar aldar afmælis félagsins þó minnst með viðhöfn. Félagið eignast Landsmótsmeistara 1961, Hauk Engilbertsson á Vatnsenda. Jólaskemmtanir að venju. Spilakvöld. Happdrætti til fjáröflunar. Umbót gerð í umönnun bókasafns félagsins.

1966-1970:

Straumhvörf í starfi félagsins með starfi útbreiðslunefndar og Jónsmessuhátíð á Mannamótsflöt 1967 svo tala mátti um endurreisn: Þá gekk 41 í félagið, flestir á milli tektar og tvítugs. Teknar upp reglulegar sumaræfingar í íþróttum fyrir börn. Félagar

53
Frá Jónsmessuhátíð á Mannamótsflöt árið 2009. (KJ).

fóru skemmtireið í kringum Skorradalsvatn. Húsafellsmót komu til sögu: sjálfboðavinna og töluverðar tekjur. „gengið frá [sundlaugarhúsi] að mestu“… m.a. með góðum framlögum félagsmanna. Áramótabrennur og blysför á Hestfjall, þó fámenn væri. Glímuæfingar. Kosin leiknefnd. Fyrsti fundur félagsins í eigin húsnæði við laugina. Lagabreytingar og þá stofnuð barnadeildin Æskan.

1971-1975:

Tímabilið hófst með einum fjölmennasta aðalfundi félagsins. Stórgróði af Húsfellsmóti. Líf í íþróttastarfi svo ýtt var á hreppsnefnd „að skapa æsku sveitarfélagsins aðstöðu til íþróttaiðkana“… Sundlaugin máluð. Hafin sumarvarsla við Hreppslaug. Sundlaugarhúsið innréttað og búið húsgögnum. Skylduþáttur tekinn í uppbyggingarstarfi aðstöðu UMSB að Varmalandi. Miklir fjárhagserfiðleikar í kjölfar taps á Húsafellsmóti. Íþróttalíf fjörlegt og viðurkenningar veittar, svo sem Íþróttamanni ársins. Félagsblaðið Nýr Ljósberi hóf göngu sína. Bókasafnið komið í laugarhúsið og safnið opið reglulega. Leitað tillagna um nafn á salinn þar.

1976-1980:

Sundlaugin miðdepill sumarstarfsins sem æfingarstaður keppnisfólks og afþreying gesta. Leikstarfið endurvakið og fyrsta leikritið frumsýnt, Leynimelur 13. Tekinn þáttur í Landsmóti UMFÍ á Akranesi 1975 þar sem um 30 ungmennafélagar kepptu. Þjóðdansaflokkur gat sér gott orð bæði þar og í Danmerkurför. Salur laugarhússins nefndur Laugabúð. Bókmenntakynning. Félagsmálanámskeið. Fjölbreytt íþróttastarf með unglingum.

1981-1985:

Sundlaugin miðdepill sumarstarfsins. Íþróttaæfingar barna og unglinga. Vorleikar UMSB mikilvægur hvati til keppni líkt og undanfarinn rúman áratug. Virk þátttaka margra foreldra í starfinu. Komin regla á leiksýningar félagsins annað hvert haust. Kvöldvökur og skemmtisamkomur af og til. Þjónusta bókasafns félagsins færðist í reynd til Héraðsbókasafns og Bændaskólans á Hvanneyri.

1986-1990:

Vaxandi kröfur til sundlaugarinnar reyndust félaginu þungar hvað fjárhag snerti. Kannaðir möguleikar á viðbyggingu og umtalsverðum endurbótum á lauginni en frá þeim fallið vegna kostnaðar. Töluverð festa komin í starf félagsins hvað íþróttir, leikstarfsemi og aðrar skemmtanir varðaði.

1991-1995:

Meginstarfið kringum íþróttir barna og unglinga að sumarlagi og metnaður fjölmenns starfs í kringum leiksýningar. Til var orðin leikdeild innan ungmennafélagsins. Jónsmessuhátið fastur liður sem fyrr. Einnig sundlaugarreksturinn. Hefð hafði skapast fyrir fjölskylduhátíð á Hvanneyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sérstök hátíðarsamkoma haldin á 50 ára afmæli lýðveldisins í samvinnu við Kvenfélagið 19. júní.

1996-2000:

Starf Ungmennafélagsins í föstum skorðum líkt og undanfarin 10-15 ár: Jónsmessuhátíð. Þjóðhátíðarfagnaður. Öflugt leikstarf og íþróttaæfingar fyrir yngri kynslóðina eftir áhuga og getu. Lífleg sókn gesta í Hreppslaug.

2001-2010:

Auk hins hefðbundna starfs sem komið var í fastar skorður hvað snerti íþróttir og skemmtanir kom „Borgarfjarðar-ædol“ til sögunnar. Sverrisvöllur á Hvanneyri tekinn í notkun. Félagar plöntuðu trjám um hann og víðar. Sumarrekstur Hreppslaugar erfiður; leigður út (einkavæddur ) um tíma. Leikstarf áfram með blóma og Jónsmessuhátíð á Mannamótsflöt eins og venja hafði verið, svo og hátíðarhöld á 17. júní.

54
Frá fótboltamóti á Sverrisvelli 4. september 2011. (BG).

4. Ungmennafélagar minnast starfsins

Rætt við Bjarna á Mófellsstöðum

Eftirfarandi viðtal átti ég við Bjarna Vilmundarson

á Mófellsstöðum haustið 2009. Bjarni starfaði í Ungmennafélaginu um langt árabil, var formaður þess um skeið, meðal annars þegar miklu lífi var blásið í félagsstarfið, undir lok sjötta áratugarins.

Fyrstu kynni þín af Ungmennafélaginu?

Ég var fyrir innan fermingu þegar ég kynntist Ungmennafélaginu og það var í sambandi við sundlaugina. Ég held ég fari rétt með það að Einar Þorsteinsson í Efri-hrepp hafi verið formaður þá. Það var nú það sem mér hefur fundist í gegnum tíðina að sundlaugin hafi verið ákaflega mikill vendipunktur í starfi félagsins. Bygging sundlaugarinnar var gríðarlega mikið átak.

Það var við sundnám?

Já, bæði var það nú sundnám og svo hitt að mæta þar þegar var verið að gera eitthvað. Það var afar mikill félagsskapur sem myndaðist í kringum það. Oft var verið að lagfæra eitthvað og gera betra og í kring og svona; halda lauginni í horfinu. Þetta skiptist nú svolítið niður á ungmennafélagana, hverjir áttu að hreinsa hana yfir sumartímann og það var nú minna um þetta hugsað að vetrinum. Skólapiltar frá Hvanneyri komu stöku sinnum að þrífa laugina.

Hvanneyringar hafa tekið mikinn þátt í starfi félagsins? Jú, ég man nú það sem mest driftin var í var þegar Kjartan Sveinsson á Hvanneyri var mikið á oddinum í félagsskapnum. Það var hann sem dreif í því að það komu þarna skólapiltar og með tvo hesta og hestareku; þá var verið að lækka melinn fyrir ofan og sunnan laugina og þeir ruddu þarna niður melnum með klárunum og hestarekunni af feikna krafti. Maður var afar hrifinn af þessum vinnubrögðum. Þá var verið að veita vatninu frá og laga þetta umhverfi þarna.

Á laugarteikningunni má sjá að klefar áttu að vera við laugina að austanverðu?

Já, það voru klefar þarna að austanverðu og svo aftur stuðningsveggir að sunnanverðunni sem áttu að styrkja útvegginn og eins að norðanverðu líka en svo var farið út í það að fylla þetta upp og meðal annars var dregin möl ofaní það, til þess að styrkja þetta og fylla upp og fá svona rýmra umhverfi. Við austurendann þar voru klefar og einn þeirra fékk búnaðarfélagið [Skorradalshrepps] lánaðan og leigðan fyrir spunavélina. Það var gengið fram í því að einangra þakið og setja þarna miðstöðvarofn með gegnumrennsli og þarna varð ágætis hiti; gamall sexleggja pottofn, hann var stór. Og þegar verið var að vinna þarna við spuna og svoleiðis þá fékk nú fólk að fara þarna inn og hafa fataskipti þegar kalt var í veðri að vetri til. Þá var ekkert skýli uppi. Að sumri til voru þessir klefar notaðir til fataskipta þó þeir væru ekki upphitaðir, í einum tveimur þeirra. Og svo var þetta náttúrulega alveg

55
Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum. (DP).

bylting þegar ráðist var í að byggja húsið þarna við vesturendann á lauginni.

Það átti að vera skýli yfir hluta laugarinnar?

Já, það var náttúrulega nokkuð mikil bjartsýni.

Hvernig bar sú húsbygging að?

Það var nú bara á þessum árum Haraldar Sigurjónssonar (sem formanns), minnir mig. Þarna var stólað á sjálfboðavinnu. Mesta vandamálið var nú vatnsrennslið þarna og það var sett gríðarlega vítt rör til þess að taka við vatninu sem kom ofan úr gilinu, og svo var grunninum lokað. Svo er það á þessum árum þegar húsið stendur lítið notað og ófrágengið en svo þegar Húsafellsmótin koma þá komu peningaráð. Þá var farið að gera húsinu meira gott.

Bletturinn og samningurinn við Andakílsárvirkjun? Já, Andakílsárvirkjun var byggð á árunum 194546 og svo held ég að Brún hafi verið vígð líklega vorið 1949. Það voru nú svolítið skiptar skoðanir um þetta. Það var svolítið tregablandið að fara upp í Brún með félagsstarfið þegar þetta hús var nú komið þarna. En þetta jafnaði sig nú svona. Og svo voru húsin bæði starfrækt bæði Brún og eins húsið úti við Laug. Ungmennafélagið var ekki í byrjuninni mjög spent fyrir félagsheimilinu. Þetta náði nú saman og svo þegar þetta þróast upp í það að Ungmennafélagið verður nú bara nokkuð mikilvirkt í leikstarfseminni …

Já, hvað manstu um leikstarfið?

Það var aldrei fært upp leikrit hér við Laugina og á Hvanneyri, ekki nema að litlu leyti, en þar var það aftur Bændaskólinn sem æfði leikrit. Ég man eftir leikritinu Upp til selja og þar tóku þátt Jón og Stína á Brekku, og Eygló og Haraldur, létt leikrit og skemmtilegt. Það var á vegum skólans. En leikstarfið í Brún hefur verið gríðarlega sterkur þáttur í starfi félagsins.

En ládeyðan í leikstarfinu fram til 1976?

Það vantaði eiginlega fólk. Svo kemur þarna til þó nokkuð sterkur þáttur í leikstarfseminni þegar grunnskólakrakkar fara að setja upp leikrit. Þá þjálfast þau í framsögn og leikstarfi. Og ég man nú sérstaklega eftir því að snemma var Nonni í Koti mjög virkur í því.

Manstu að segja mér frá leikstarfi eða öðrum skemmtunum í Brún?

Ja, það er nú það. Það voru einmitt ungmennafélögin sem höfðu samskipti, ungmennafélagið í Lundarreykjadal og ungmennafélagið hérna höfðu á tímabili mikil samskipti. Þessi félög heimsóttu hvort annað; það byrjaði bara snemma. Og það var að minnsta kosti einu sinni svo ég man eftir farið á hestum fram að Lundi; það var að sumarlagi. Þá var gamla samkomuhúsið þar aðalhúsið, löngu áður en Brautartunga kom til sögunnar. Ég man nú mest eftir að þar var dansiball og eitthvað var nú verið að segja til gamans, en mesta púðrið var nú ferðin sjálf og að þiggja veitingar innfrá. Og svo komu Lunddælir ofan í Brún, til dæmis á jólaskemmtun. Þar fóru fyrir þeir bræður á Hvanneyri, Sigurður og Ásgeir; þeir voru miklir burðarásar í starfi félagsins. Þá var æfð leikfimi og við, sem brattastir vorum, sýndum leikfimi þarna. Við sýndum staðæfingar og stökk svona eftir getu, og hvað menn gátu á dýnu og hesti. Auk þeirra bræðra man ég eftir Sigurði heitnum á Heggstöðum, Einari í Hrepp, Þórhalli heitnum rafvirkja á Hvanneyri og Rúnari heitnum Péturssyni. Þetta var þónokkuð fjölmennur hópur. Sigurður Guðmundsson stjórnaði þessum sýningum. Ég man að þeir komu hér á jólaföstu seint að kvöldi, Sigurður Guðmundsson og Kristófer heitinn á Heggsstöðum og þá var verið að tína saman menn til þess að koma nú saman og æfa íþróttir. Það var æft í salnum á Hvanneyri og við komum oft saman þangað til þetta var orðið sýningarhæft. Þetta var hin besta skemmtun. Svo varð þessi fasta hefð að koma á jólaskemmtun sem aftur varð meiri kraftur í þegar Snorri á Fossum kom til sögunnar og Sturla í Fossatúni. Þeir voru burðarásar í þessu félagsstarf.

Húsafellsmótin?

Já, ég var þá í forsvari fyrir ungmennafélaginu, og kom mikið að þeim; lagði bara mikið að mér bæði nótt og dag, en það var bara svo gott til að vita að það voru bara allir tilbúnir að vinna þarna. Vilhjálmur Einarsson var nú driffjöðrin í þessu. Þarna náðust inn peningar, alveg ótrúlegir peningar sem komu þarna inn. En þetta var mikil vinna. Hvert félag fyrir sig setti upp söluskála og seldi sælgæti alveg látlaust allan sólarhringinn og menn sóttu bara í að vera þarna og vinna. En þetta var lyftistöng, bæði peningalega og svo var félagsskapur í kringum þetta.

56

Bókasafnið?

Bókasafnið fékk húsnæði í Andakílsárvirkjun. Bjarni Skarphéðinsson hafði mikla framgöngu í því að skrá safnið og þar voru bækur til útlána. Ég man að ég fór þó nokkrar ferðir onettir bara gangandi og sótti bækur sem fólk langaði til að lesa hér á bæjum. Þorsteinn Pétursson kom líka mikið að þessu. Hann sagði við mig að Bjarni væri færastur okkar í þessu svo að Nafni gekk í verkið. Svo fór þetta nú úr mínum huga eftir að það breyttist að bækurnar væru þarna í Andakílsárvirkjun.

Sumarferðir Ungmennafélagsins?

Ég man eftir ferð sem þau Sigurður heitinn bróðir og Magga systir fóru sumarferð á hestum upp að Hreðavatni; ég var nú ekki með í þeirri ferð. Ég kann nú ekki frá öðru að segja en þeim þótti gaman að þessu og ég man ekkert hvað var gert til gamans, en það var gist held ég bara í hlöðunni á Hreðavatni. Líklega hefur þetta nú verið fyrir slátt. Þá voru þær ungar og ólofaðar systurnar á Heggsstöðum, Guðrún og Guðný, og miklar félagsmálastúlkur og menn tóku eftir þeim. Svo var þarna grallarastrákur á Bárustöðum, og sagði svona allt sem honum datt í hug. Hann var að meta það um morguninn eftir að búið var að sofa þarna í hlöðunni að það hefði ekki verið nokkur leið að sofa annars staðar en hjá henni

Rúnu á Heggsstöðum. Svo var það bara á mínum formannsárum að við fórum alla leið upp að Langavatni. Ríðandi náttúrulega. Það var alltof ströng ferð fram og til baka. Við vorum þarna þó nokkuð mörg, það var Sverrir í Virkjun og Rósa, Hjörleifur og Guðrún á Heggsstöðum og strákarnir, Bogga (síðar á Bárustöðum) og fleiri. Í fallegu veðri. Og Hjörleifur var fróður um örnefni þarna. Það var aftur eftir slátt eða í sláttulok.

Komst þú á Landsmótið á Hvanneyri 1943? Já, já, ég kom þar. Þetta þótti alveg feiknar, feiknar viðburður. Þetta stóð í tvo eða þrjá daga. Ég man að það var nú sofið bara í pokum eða á dýnum þarna í hlöðunni á Hvanneyri. Ég man ekki eftir því að það væri mikil tjaldborg í því sambandi; það voru húsakynni á Hvanneyri sem voru notuð. Og svo voru íþróttirnar niðri á Fitinni; þar fór íþróttakeppnin fram og maður horfði á hana með aðdáun. Þeir voru framarlega í þessu Austfirðingarnir: Guttormur Þormar og Tómas Árnason, og Oddur Helgason, hann var mikill stökkvari. Þátttakendur hérna úr Íslendingi, það var að minnsta kosti Einar Þorsteinsson; hann var fjandi brattur bæði í kringlukasti og langstökki. Þeim voru skaffaðir búningar, og hann fékk buxur, man ég var, þetta var nú stór og feitur maður, en honum fannst þær of þröngar en fékk ekki

57
Laugabúð og sundlaugin við Efri-Hrepp. (ÁHB).

leiðréttingu á því svo hann reif bara upp í þær svo hann gæti þanið sig betur. En þetta var nú til þess að brosa að. Hann náði þarna árangri. Og svo var þarna sýnd glíma. Ég held ég fari rétt með það að hann var þá glímukóngur hann Guðmundur Ágústsson. Það var mikil spenna þegar verið var að horfa á hans glímu; það vildu nú flestir láta fella hann en það tókst nú ekki. Það var samt svolítill vafi bundinn við það. Honum var nú dæmdur vinningur samt en menn voru nú sammála um það að hann hefði nú ekki unnið þessa glímu. Þetta var í góðu veðri og fólk sótti mótið alveg gríðarlega mikið. Guðmundur föðurbróðir minn, sem þá var orðinn fullorðinn, hann fór ofan eftir daginn áður og hafði mörg orð um það hvað það væri komið margt fólk.

En hvað kemur helst í hugann þegar þú minnist Ungmennafélagsins?

Ég veit ekki hvað á að segja. Það var alltaf einhver ljómi yfir því, að kynnast ungmennafélaginu.

Starfið var mjög neðarlega um tíma, lítil þátttaka í íþróttum sem voru nú miðpunkturinn og þetta íþróttamót á Ferjukotsbökkunum og sundið þá í sambandi við það, þar sem synt var í Norðurá. En það voru í flestum árum félagar héðan sem tóku þátt í sundi þar. Ég man að Benedikt heitinn Sigvaldason frá Ausu, hann gerði það gott þarna í Norðuránni.

Sundnámskeiðin?

Jú, það voru sundnámskeið hvert vor. Daníel gamli Teitsson frá Grímarsstöðum, eða Bárustöðum, hann kenndi sund hérna mörg vor, þangað til hann var orðinn fullorðinn maður. En þegar ég tók nú fullnaðarpróf og skylda var að skila sundskírteini, þá var hún kennari hér hún Anna í Múlakoti; svo var þekktur sundmaður, hvort hann hét Jónas Halldórsson, vorið sem Þórður bróðir lærði að synda. Svo þegar Þórður bróðir útskrifaðist með fullnaðarpróf þá fór námskeiðið ekki fram hérna. Það tókst ekki að koma því á við Hreppslaug svo þeir fóru upp í Reykholt. Þá var Þorgils (Guðmundsson) þar ennþá kennari. Pabbi og Þorgils þekktust vel, og ég man að Þorgils hafði orð á því að Þórður væri alveg upprennandi sundmaður. En svo lagaðist það svo til að hann þjálfaði það nú ekki.

En það er alveg greinilegt í mínum huga að það hefur haft ákaflega góð áhrif á uppeldi fólks og náð

fólki til þess að komast til þroska, það er þetta starf innan ungmennafélagsins. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, sagði Bjarni að lokum.

Guðmundur Þorsteinsson í Efri-Hrepp Nábýlið við sundlaugina

Meðal fyrstu bernskuminninganna eru veiðitilraunir mínar í Síkinu sem var meðfram Andakílsá. Þar lágu álar í leyni og voru tilbúnir til að skjótast fram og bíta á. Ég vissi að fyrir mína daga hafði verið gerð þarna fyrirhleðsla og búin til laug með notalega volgu vatni og að þarna hafði fólki verið kennt að synda. Líkur benda til að upphaflega hafi verið hlaðin fyrirstaða við enda laugalækjarins sem rann í Síkið og gerð þar lítil laug, en hún hafi síðar verið stækkuð með því að gera nýja fyrirstöðu neðar. Þá varð til laug, á kafla um fimm metrar á breidd og nokkrir tugir á lengd, á milli grasivaxinna bakka. Dýpið hefur þá verið vel metri og þarna var kennt sund í allmörg ár þar til laug var steypt á nýjum stað. Ungmennafélagið Íslendingur hafði staðið fyrir þessu eins og mörgum öðrum framfaramálum að mér var sagt. Þarna höfðu bæði karlar og konur lært sund en ekki munu allir hafa haft trú á að það gæti gengið. Ég heyrði sagt frá gömlum karli sem taldi útilokað að konur gætu synt vegna þess að „þær fyllast strax af vatni“. Álarnir voru langir og mjóir og svo sleipir að nær engin leið var að festa á þeim hendur. Ég hafði heyrt að sumir menn væru hálir sem álar og hraus mér hugur við þá tilhugsun að eiga kannske eftir að kljást við þá. Ekki öfundaði ég þá sem áður fyrr höfðu synt þarna innan um álana, hvað ef þeir?... Í mínum huga voru möguleikarnir augljóslega svo margir og slæmir að ég þorði ekki að hugsa lengra. Stundum grófu álarnir sig niður í botnleðjuna og mátti þá oft sjá holurnar. Ef hægt var með lagni að koma beitunni niður í holu mátti búast við að tekið væri svo hraustlega í að stöngin svignaði. Þá dugðu nú engin vettlingatök við að landa aflanum og ef það tókst var þó aðeins hálfur sigur unninn því að stundum losnaði állinn af önglinum og skreið í hlykkjum aftur út í vatnið. Þá var borin von að hann væri svo vitlaus að bíta á aftur. Ef heppnin var með var með þolinmæði hægt að hemja hann á bakkanum en þrautin þyngri var að aflífa hann.

Vatnið í Hreppslaug var í fyrstu leitt í trérennum

58

sem eðlilega þurftu mikið eftirlit og viðhald. Tvö borð voru negld saman á köntunum til að flytja vatnið og rennan síðan látin liggja á X-laga burðarstoðum. Á þessum árum voru ungmennafélagar skyldaðir til frívinnu á hverju vori við að koma lauginni í nothæft ástand, oftast eitt dagsverk hver, en ég man eftir einu vori þar sem dagsverkin voru tvö. Einhvern tíma á unglingsárum mínum voru keyptar asbestpípur til að flytja vatnið og var ég fenginn til að gera steypta stíflu þvert yfir gilið sem volga vatnið rennur eftir ofan laugarinnar. Laus möl var í gilinu og í leysingum var oft mikil hreyfing á henni og þurfti því að útbúa eins konar sandskilju til þess að leiðslan fylltist ekki af sandi og möl. Ég hafði þá aldrei áður unnið við mótasmíði eða steypu og engin fyrirmæli voru um hvernig stíflugarðurinn skyldi gerður enda var þessu mannvirki ekki spáð langra lífdaga. Enn er stíflan notuð og tímans tönn hefur ekki náð að vinna á henni neitt að ráði í þá nærri sjö áratugi sem liðnir eru. Laugin var mikið notuð á þessum árum og ég man að stundum komu hópar Hvanneyringa gangandi og fóru þá nýju brúna yfir Andakílsá hjá Ausu og eftir bökkum árinnar. Þá komu unglingar oft við hjá okkur eftir að hafa verið í lauginni góða stund við sund og leik. Mörgum áratugum síðar hitti ég fólk úr þeim hópi sem minntist þess með brosi á vör hve gott hefði verið að fá mjólk og brauð í svanga maga.

Á mínum æskudögum hafði laugin og volgrur þar í kring mikið aðdráttarafl fyrir okkur krakkana. Þar voru litlir álar undir slýi við hverja lind. Þegar barnmargar fjölskyldur komu í heimsókn að sumri til eins og þá var algengt, man ég að móðir mín hafði af því miklar áhyggjur að við krakkarnir færum okkur þar að voða, sérstaklega þeir aðkomnu ef þeir færu þangað einir í leit að þeim ævintýrum sem þeir margir hverjir vissu að þar biðu. Laugin var í hvarfi frá bænum og var löngum ógirt og því veruleg slysagildra. Ég man að henni var ekki rótt og varð hún stöðugt að fylgjast með hvar börnin voru, auk móttöku gesta. Ekki veit ég til að þarna í eða við laugina hafi orðið alvarleg slys á fólki en það mátti oft þakka heppninni einni.

Sífellt þurftu foreldrar mínir ásamt öðru heimilisfólki að fylgjast með hvort búfé, aðallega sauðfé, dytti í laugina en það komst ekki sjálft upp úr ef því varð fótaskortur á bakkanum. Fyrir kom að sundlaugargestir sögðu okkur frá ám sem voru syndandi í lauginni. Þegar ær duttu í laugina í

kulda að vetri til þurfti oft að taka þær inn í fjós til aðhlynningar ef þær náðust þá lifandi. Engum var þetta gleðiefni og að auki voru foreldrar mínir ekki efnafólk og höfðu í mörg horn að líta. Ég veit til að eitt sinn datt kýr í laugina en hún þurfti ekki að nota meðfædda sundkunnáttu sína neitt að ráði því að hún stóð bara í grynnri endanum og beið róleg eftir að hjálp bærist. Sú varð líka raunin því að safnað var saman múg og margmenni af næstu bæjum til björgunarstarfa og að þeim loknum urðu allir fegnir. Kýrin fór að bíta gras með hinum kúnum sem voru á beit í nágrenninu og virtist drjúg yfir sínu ævintýri en fólkið kom allt í bæinn og fékk einhverja hressingu. Krakkar fóru síðan út að leika sér en þeir fullorðnu sátu áfram yfir kaffibollunum og ræddu landsins gagn og nauðsynjar.

Einhvern tíma upp úr miðri síðustu öld bar svo við að í vorleysingum barst mikil aurskriða í grynnri enda laugarinnar. Þá var fátt um vélknúin moksturstæki og sá stjórn félagsins að mikil vinna var framundan við hreinsun. Á góðviðrisdegi snemma vors var þarna á ferð hópur ungra og hraustra manna úr nágrenninu að liðka gæðinga sína, en svo vildi til að nokkru áður hafði verið umræða í blöðum um hollustu þess fyrir hross að þeim væri sundriðið. Þessir ungu menn vildu nú láta hestana njóta þessara sérstöku aðstæðna og sundriðu þeim um laugina dágóða stund. Fyrir einskæra happatilviljun frétti stjórnin af þessu sundævintýri, en þar sem laugin var ekki ætluð til sundæfinga hrossa hafði skapast þarna dágóð samningsstaða við starfsglaða unga menn. Þeir fengu að vita að sjálfboðaliða vantaði til að hreinsa mölina upp úr lauginni og á venjulegum opnunartíma um vorið var hún tilbúin til notkunar.

Á meðan aðeins voru vegslóðar og engar

59
Sundkennsla í Hreppslaug sumarið 1965. (JJ).

girðingar meðfram vegum þurfti sífellt að fylgjast með vegfarendum því að margir ,gleymdu‘ að loka hliðum sem eðlilega voru þeim ekki til mikillar gleði. Hliðavandamálið man ég að var til staðar alveg frá æskudögum og langt fram á mín búskaparár. Unglingar höfðu löngum þann starfa að fylgjast með umferð og gæta að hliðum. Eftir að reiðhjólaöldin gekk í garð gat stundum verið gaman að fá sér hjólatúr en stundum var nú samt talið að leikur eða hvíld væri betri. Á mínum búskapartíma stóð einhvern tíma fjárrag fyrir dyrum að hausti og tímanlega daginn áður smöluðum við fjallið og gengum vel frá hliðum. Svo stóð á að fjölskyldan þurfti að skreppa til höfuðborgarinnar seinni hluta dagsins, en á þeim dögum mátti ætla sér þrjá tíma eða meira hvora leið. Við komum aftur nokkru eftir miðnætti en þá hafði einhver ágætur sundlaugargestur skilið eftir opið hlið og allt féð löngu farið til fjalls. Þá urðum við öll að fara að smala aftur og varð eitthvað lítið um svefn það sem eftir lifði nætur. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei getað gleymt hinum ýmsu vandamálum sem sífellt voru að skjóta upp kollinum vegna nábýlisins við vinsælan almennan sundstað. Ekki var auðvelt úr

að bæta þar sem ungmennafélagið var að reyna að gera góða hluti með því að halda lauginni opinni af miklum vanefnum, stundum engum. Þegar kunningjar mínir hafa í spjalli dásamað kosti þess að búa svona alveg við hliðina á þessum góða og notalega sundstað hef ég valið þann kost að segja sem minnst, vanalega látið eitt lítið og litlaust „já“ nægja. Haft er eftir gömlu fólki, sem nú er fyrir langa löngu farið til áa sinna að ,garður skyldi milli granna og vík milli vina‘. Ég þurfti ekki að verða neitt sérlega gamall til að skilja þá miklu speki sem í þessum orðum liggur.

Ungmennafélagið sá um sundkennsluna áratugum saman, fyrst í Síkinu og síðan í nýju steyptu lauginni. Þegar leið á tuttugustu öldina mun það um einhvern tíma hafa orðið eins konar „umbi“ sem sá um kennsluna með opinberum styrk. Mér er enn í fersku minni fyrsti tími minn í sundnáminu. Á laugarbakkann hafði verið settur planki sem náði nokkuð út yfir laugina. Ég átti að liggja á maganum í gjörð sem hékk á plankaendanum og gera síðan æfingarnar eins og kennarinn sem stóð á bakkanum. Hann stóð á vinstra fæti og gerði bringusundsæfingarnar með báðum höndum og hægra fæti og auðvitað

60
Guðmundur Þorsteinsson t.h. og Ágúst Árnason planta trjám við Félagsheimilið Brún á Lýðveldishátíðinni sem þar var haldin 17. júní 1994. (G.Sig.).

átti ég að gera nákvæmlega eins, en nokkuð vafðist fyrir mér að finna út hvor fóturinn ætti að vera beinn. Ég áttaði mig ekki á að kennarinn hafði enga möguleika á að gera æfingarnar með báðum fótum, en hann mun hafa talið að ég hefði nægjanlegt vit til að skilja það. Þegar ég fór nú að gera æfingarnar með annan fótinn beinan og stífan taldi hann að ég væri að gera at í sér og fékk ég að heyra það óþvegið. Af þessu lærði ég að gott getur verið að hafa lítið eitt af hyggjuviti í bakhöndinni en það hefur oft komið sér vel síðar á lífsleiðinni.

Nokkru eftir að ég komst á flot, líklega seint á fjórða áratugnum, voru sundnámskeið í Hreppslaug fyrir börn úr Borgarnesi. Þau sváfu öll í tjöldum á bakkanum við Andakílsá nema þrjú sem sváfu hjá okkur. Nokkrar mömmur tóku að sér að elda matinn í einum klefanum við norðurenda laugarinnar við mjög frumstæðar aðstæður. Kamri var komið fyrir í næsta nágrenni yfir skurði sem lá beint niður í ána og þarna fékk hann síðan að standa næstu áratugina. Ég hygg að flestir, sem þarna dvöldu þessa vordaga, hafi upplifað þá sem daga sólskins og ævintýra.

Litlu síðar fékk Skorradalshreppur aðstöðu fyrir spunavél í öðrum stóra klefanum. Steypt var gólf, sett nýtt einangrað bárujárnsþak, hurð og gluggi. Þá var leitt volgt vatn í miðstöðvarofn og þarna var því hlýtt og notalegt. Listasmiðurinn, Þórður Erlendsson í Skógum, hafði smíðað 25 þráða vél til þessara nota og þangað kom nú fólk úr allri sveitinni til að spinna. Þeir, sem lengra áttu að fara, gistu þarna gjarnan, oft fleiri nætur. Ekki er ég viss um að allir hafi alltaf sofið þegar spunavélin þagði. Þegar hurðinni var ekki læst kom af sjálfu sér að konur fengu þennan klefa til fataskipta en karlar voru þá í öðrum hálfopnum klefa í kulda og trekki. Þegar ungmennafélaginu fór að vaxa örlítill ,fiskur um hrygg‘ var í eystri hornklefanum komið fyrir sturtum með alvöru ,hausum‘ á rörendunum.

Á sjötta áratugnum var hafist handa við að byggja búningsklefa og fundarsal við grynnri enda laugarinnar. Veggir voru úr vikurholsteini og nær allt var unnið í sjálfboðavinnu og tók því eðlilega langan tíma, mörg ár. Í miklu roki að vetri til fauk eitt sinn hluti af veggjunum um koll, en þeir voru bara hlaðnir upp aftur næsta sumar. Þegar þetta var allt komið í kring var Laugabúð mikið notuð fyrir margs konar samkomur og grunnskólabörnum var kennt þarna a.m.k. í tvo vetur. Áður en sú starfsemi hófst var sett upp barnheld girðing svo að þau færu sér síður að

—En fyrst þú minnist á samkomu, þá langar mig að spyrja um fjelagslíf í sveitinni. — Fjelagslíf er mikið og í því almenn þátttaka. Umf. Íslendingur heldur uppi öflugri starfsemi í minni sveit og hefur m. a. lagt sinn skerf til fjelagsheimilisins að Brún í Bæjarsveit og auk þess staðið fyrir endurbótum á Hreppslaug. Íþróttalíf er öflugt og bauð ungmennafjelagið Borgnesingum til íþróttakeppni í sumar. Fór hún fram á Ferjukotsbökkum og lauk með sigri ungmennafjelagsins. Að kvöldi þess sama dags bauð Umf. Íslendingur ungmennafjelaginu í Lundarreykjadal til kvöldskemmtunar í fjelagsheimilinu að Brún og var sú samkoma mjög glæsileg. Og geri önnur ungmennafjelög betur á einum degi“ ... Gunnar Bjarnason í viðtali við Mbl. 22. september 1951.

voða í lauginni. Einhvern tíma á þessum árum vorum við með nokkrar gæsir og þær fundu fljótt út að ágætt var að synda í lauginni, virtust raunar telja að hún hefði verið sérstaklega gerð fyrir þær. Í þeirra hópi var því ákveðið að yfirtaka hana og að hún skyldi framvegis verða þeirra einkalaug og ráku þær því alla sundlaugargesti af mannakyni umsvifalaust upp úr. Þessar gæsir höfðu ekki áttað sig á að þetta var alveg óleyfilegt eftir öllum mannareglum og fengu því að reyna á eigin skinni að ,dramb er falli næst‘.

Ég hef tínt hér til nokkur atriði sem ekki er víst að séu tiltæk í rituðum heimildum eða á annarra vitorði. Á seinni árum hef ég oft leitt hugann að miklu uppeldis- og menningarstarfi ungmennafélagsins sem náði bæði til barna og fullorðinna. Þar má gjarnan nefna almenna þátttöku í fundarstörfum, skipulagðar æfingar í umræðum, atkvæðagreiðslum og stjórnun. Á sviði líkamsræktar voru æfingar í margs konar íþróttum. Einnig mætti minnast á bókasafn og útlán, en bækur gengu milli bæja eftir ákveðnu kerfi, og skógrækt var lengi á stefnuskrá. Sem dæmi um viðurkenningu alls almennings á góðu og þörfu starfi félagsins má benda á að mjög margir voru og eru enn félagar fram á fullorðis- og jafnvel elliár.

61

Félagasmálanámskeið Ungmennafélagsins í Laugabúð árið 1977. Frá vinstri: Guðmundur Sigurðsson, Bjarni K. Skarphéðinsson, Gísli Jónsson, Kristín Pétursdóttir, Diðrik Jóhannsson, Ófeigur Gestsson leiðbeinandi, Finnbogi K. Arndal, Anna Kristinsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Sigurborg Á. Jónsdóttir og Ágúst Árnason. (Umf. Ísl.).

Íslendingur og Húsafellshátíðirnar

Þegar sögumaður kom fyrst í Umf. Íslending voru hátíðir UMSB á Húsafelli búnar að standa í nokkur ár. Sumum þótti þær ungmennafélagsandanum ekki til sóma, en fóru einfaldlega svipað fram og aðrar útisamkomur á þeim árum sem og síðar. Aðstaða og gestafjöldi réðu þar mestu. Miklu skipti að sjálfsögðu veðurfar um verslunarmannahelgarnar. Það verður að viðurkennast, að þátttaka ungmennafélaganna í héraðinu á hátíðunum varð þeim mikil lyftistöng með fjármagn til starfsins heima fyrir. Umf. Íslendingur naut þess, svo að hægt var að fullgera aðstöðuna við Hreppslaug, laugina sjálfa, búningsklefa og fundarsal.

Undirritaður valdist til starfa á eina síðustu hátíðina. Ungmennafélögin höfðu söluskúra, þar sem þau buðu varning til sölu. Hann var að mestu keyptur sameiginlega inn hjá heildsala. Eina nýjung vorum við einir með á svæðinu. Við buðum upp á litlar kakófernur, sem hitaðar voru í heitu vatni. Það átti að vera gott við hrollinum þegar þannig stóð á. Einn galli var á þessu, okkur vantaði hitamæli til að forðast að kakóið yrði of

heitt. Krökkunum þótti vont að sjúga of heitu kakóinu upp í sig.

Salan hjá okkur hafði verið góð um helgina og var lokanóttin runnin upp. Það stóð þannig á, að ein vinsælasta söluvaran, Prince Póló, var að þrotum komin en heildsalinn átti eftir einn stóran kassa og vildi helst láta okkur taka hann í heilu lagi. Þetta voru amk. 48 öskjur með um 20 stykkjum í hverri. Það stóð í okkur afgreiðslumönnum, hvort hætta skyldi á, að taka hann, þegar mótshaldi var formlega lokið. Það endaði þannig, að við vorum bjartsýn, tókum kassann og einhverjar skúffur af kóki með, en þetta tvennt seldist best saman á þessum árum. Og viti menn, þegar við vorum að taka til í skúrnum daginn eftir, stóð heima, að síðasta askjan tæmdist.

Næstu árin var reynt að gera áfengi útlægt. Það reyndist banabiti hátíðanna og um leið tekjuöflunar til ungmennafélaganna. Endurreisn nokkrum árum síðar bar ekki árangur.

Diðrik Jóhannsson frá Hvannatúni
62

Danshópurinn Sporið sýnir á 100 ára afmælishátíð Leikfimihússins á Hvanneyri 25. september 2011. Landbúnaðarháskóli Íslands og Ungmennafélagið Íslendingur efndu til hátíðarinnar. (KJ).

Snemma á 8. áratug síðustu aldar starfaði þjóðdansahópur á Hvanneyri. Á þeim grunni var Danshópurinn Sporið stofnaður árið 1995 og hefur síðan starfað þó nokkuð ötullega. Í þessu sambandi er rétt að árétta að á Hvanneyri eiga þjóðdansar sér jafnvel enn lengri sögu því Svava Þórhallsdóttir, skólastjórafrú kenndi þjóðdansa við Bændaskólann þegar á fyrri hluta 20. aldar við góðan orðstír.Við hjónin tókum fyrst þátt í þjóðdönsum hér á Hvanneyri árið 1966. Tilefnið var að upp kom sú hugmynd að sýna þjóðdansa á þorrablóti í Brún. Nokkrir ungmennafélagar æfðu fáeina dansa undir leiðsögn Ólafar Sigurðardóttur kennara á Kleppjárnsreykjum. Sýningin tókst nokkuð vel og fékk góðar undirtektir.

Árið 1975 stóð landsmótsnefnd U.M.F.Í., sem þá var að undirbúa 15. Landsmótið, að því að myndaðir yrðu þjóðdansahópar innan ungmennafélaganna. Stofnaður var hópur

innan Umf. Íslendings, og var hann ásamt fleiri hópum með sýningu á landsmótinu á Akranesi sumarið 1975. Var strax mikill áhugi á að halda starfseminni áfram og bættust þá fleiri félagar í hópinn. Í framhaldi kom hann fram við hin ýmsu tilefni, t.d. við norrænt þjóðdansamót í Reykjavík, Árbæjartúni, Logalandi, útihátíð í Húsafelli o.fl. stöðum. Næstu árin var starfsemin í nokkuð miklum blóma. Stóð hópurinn fyrir leiðsögn í gömlu dönsunum t.d. í Lyngbrekku og fyrir nemendur Bændaskólans og skiptust félagar í danshópnum á að leiðbeina. Varð úr hin ánægjulegasta samvinna. Til að auka fjölbreytni í dönsum og hafa þá sem næst hinu upprunalega formi var leiðbeinandi fenginn frá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, Helga Þórarinsdóttir. Hún hefur veitt hópnum ómetanlega aðstoð í leiðsögn allt fram til þessa dags. Jóhanna Karlsdóttir, sem búsett var á Hvanneyri á þessum árum, tók að sér leiðsögn á æfingum.

Eftirminnileg er ferð hópsins til Esbjerg 1976 á landsmót dönsku ungmennafélaganna. Í henni tóku þátt 8 danspör ásamt söngfólki. Var farið í hópferð á vegum U.M.S.B., sem jafnframt sendi unglingahóp í heimsókn til Roskilde Amts gymastikforening. Nutu þjóðdansarar síðar góðs

Hafdís Pétursdóttir á Hvanneyri
Þjóðdansar – upphafið að þjóðdansahefð innan Umf. Íslendings
63

af móttökum R.A.G. Sýningar á Landsmótinu gengu mjög vel. Dansar voru sýndir bæði samkvæmt formlegri dagskrá en einnig við ýmis konar óvæntar uppákomur. Til að mynda var einu sinni dansað á götum úti niður í miðbæ. Það var á miðjum laugardegi að óskað var eftir sýningu. Líklega er það einn eftirminnilegasti atburðurinn í ferðinni. Dönsuð var syrpa á einum stað og gengið svo syngjandi undir íslenska fánanum á þann næsta stað og áhorfendur fylgdu eftir en sífellt bættust fleiri og fleiri í hópinn. Einn úr hópnum, Finnbogi Arndal var svo forsjáll að kaupa handklæði, og lánaði til að þerra af sér svitann, því all heitt var í veðri. Tókst þessi ferð með miklum ágætum.

Þessi hópur var starfræktur allt fram til ársins 1981. Ástæðan fyrir að hópurinn tók sér hlé var bæði vegna þess að nokkrir félagar fluttu burt frá Hvanneyri og að fólk átti ekki svo auðveldlega heimangengt vegna annríkis við uppeldi barna.

Tildrög að stofnun „Danshópsins Sporið“ Árið 1995 var félagi úr gamla hópnum, Steinunn Ingólfsdóttir, í skemmtinefnd fyrir móttöku norrænna hópa frá vinabæjum Borgarness. Þá kom til tals að hóa saman gamla þjóðdansahópnum og sýna nokkra dansa. Fjögur pör úr „gamla“ hópnum bjuggu enn á staðnum og voru tilbúin að æfa fyrir eina sýningu. Var einnig leitað fanga hjá áhugafólki um gömla dansana. Átta pör hófu æfingar.

Enn var leitað til Helgu Þórarinsdóttur hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Eftir æfingar þennan vetur var einróma áhugi að halda æfingum áfram og hefur starfsemin verið með miklum blóma síðan. Í danshópnum eru nú 13 pör auk tveggja harmonikkuleikara og tveggja söngvara, eða 30 manns. Flestir eru búsettir í Borgarfirði og nágrenni, en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Reglubundnar æfingar eru einu sinni í viku frá janúar og fram í maí ár hvert. Lengi vel var æft í „Íþróttahöllinni“ á Hvanneyri, sem byggð var 1911, en síðustu árin höfum við haft aðstöðu í sal eldri borgara á Akranesi. Fyrir danshópnum fer þriggja manna stjórn, sem nú er skipuð, Helgu Karlsdóttur, Borgarnesi, Ásrúnu Kristjánsdóttur, Akranesi, og Hafdísi Pétursdóttur, Hvanneyri.

Má segja að Helga Þórarinsdóttir hafi kennt okkur alla þá dansa sem við höfum verið að sýna í gegnum árin. Á æfingum hafa þær Ásrún Kristjánsdóttir og Hafdís Pétursdóttir, félagar í Sporinu, þjálfað hópinn. Kolfinna Sigurvinsdóttir

kom og leiðbeindi hópnum vegna upptöku á „gömlum þjóðdönsum“ haustið 2007. Voru dansar hópsins teknir upp í Árbæjarsafni fyrir tilstuðlan Gunnsteins Ólafssonar fyrir þjóðlagasetrið á Siglulfirði. Nokkrir af þeim dönsum eru komnir út á diskinum „Raddir Íslands“ sem gefinn er út af Þjóðlagasetrinu. Sporið hefur við ýmis tækifæri notið góðrar aðstoðar þeirra Snorra Hjálmarssonar og Bjarna Guðmundssonar við söngdansana. Snorri söng einsöng í söngdönsum á upptökunum fyrir Þjóðlagasetrið.

Á þeim 14 árum sem Danshópurinn Sporið hefur starfað, hafa ýmis verkefni rekið á fjörur hópsins, bæði innanlands sem utan. Hópurinn telur það vera sitt meginverkefni að koma íslenskum þjóðdönsum á framfæri og viðhalda þeirri menningu. Mjög margar sýningar hafa verið fyrir erlenda ferðamenn við fjölbreyttar aðstæður, fyrir hópa frá ferðaskrifstofum, í skemmtiferðaskipum o.fl. Sýningar hafa verið 15-20 ár hvert. Hópurinn kemur ætíð fram í þjóðbúningum, upphlut og hátíðarbúningi karla, en báðir eru þessir búningar frá 20. öld þótt breitt bil sé á milli í tíma. Lögð hefur verið áhersla á að vera með fjölbreytta sýningu, ekki einungis víkivaka og söngdansa, en einnig með ýmis afbrigði af gömlu dönsunum. Í lok sýninga er gjarnan boðið upp í gamlan íslenskan mars með áhorfendum en það vekur jafnan mikla lukku. Danshópurinn hefur gert sér far um að miðla þekkingu um dansana á sýningum, t.d. með því að kynna hvern dans stuttlega fyrir áhorfendum. Kynningarnar hafa verið fluttar á ýmsum tungumálum eftir aðstæðum, svo sem ensku, dönsku/norsku/sænsku eða þýsku.

Eftirminnilegast við þetta skemmtilega áhugamál Það er margt eftirminnilegt. Við höfum víða farið til að sýna þjóðdansa t.d. Kanada, Austurríkis, Tékklands, Frakklands, Færeyja og Kína. Allar þessar ferðir eru eftirminnilegar og skemmtilegar hver á sinn hátt og einnig þær ferðir og sýningar sem hafa verið innanlands, t.d. að sýna um borð í skemmtiferðaskipum, sem eru með yfir 3000 manns innanborðs.

Fyrir mig persónulega er þó eftirminnilegast þegar tvö pör úr Þjóðdansahópnum, við Grétar og Svava S. Kristjánsdóttir og Pétur Jónsson, vorum beðin að fara með sönghópnum „Bragarbót“ til Kína til að kynna íslensk þjóðlög og þjóðdansa á alþjóðlegri menningarhátíð (Beijing International Cultural Tourism Festival ´99) í Peking. „Bragarbót“

64

var þjóðlagahópur sem í voru Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla), Kristín Á. Ólafsdóttir, Kristján Kristjánsson (KK) og Ólína Þorvarðardóttir, sem ásamt mökum fóru í þessa ferð. Þarna voru saman komnir hópar frá 34 löndum, mjög misstórir, sennilega íslenski hópurinn minnstur, auk þess hópar frá ýmsum héruðum í Kína. Fyrsta daginn var skrúðganga; gengum við og dönsuðum 3 km eftir einni aðalgötunni í Peking sem var þéttskipuð áhorfendum, sem tóku mjög vel á móti sýnendum; var hrópað og klappað. Vorum við sammála um að ekki myndi gefast seinna færi á stærri áhorfendahóp. Þá komu hóparnir einnig fram í leikhúsi og á útisviði, þar sem sjónvarpað var beint til margra landa. Hópnum var boðið í ýmsar skoðunarferðir, svo sem að hinum fræga Kínamúr, skoða forboðnu borgina, gamlar keisarahallir og almennan útimarkað. Kínaferðin var ævintýri líkust.

Pétur Jónsson frá Innri-Skeljabrekku Sigurður kenndi mér að taka strokurnar…

Mínar fyrstu minningar af íþróttum eru frá sundlauginni í Efri-Hrepp (Hreppslaug). Það var mikið unnið á mínu heimili en föst regla að taka frí á sunnudögum og þá fórum við krakkarnir ríðandi í laugina. Þetta var samkomustaðurinn í sveitinni. Ellert Finnbogason á Bárustöðum kenndi okkur sund á hverju vori. Hann var góður kennari og náði ég góðum tökum á sundinu. Okkar félagi gekk vel á sundmótum í mörg ár. Oddur Rúnar Hjartarson dýralæknir (kom í Árdal 1960 en bjó síðar á Hvanneyri), var góður sundmaður og tók mig í sér tíma í sundi. Hjá honum lærði ég sérstaklega betri spyrnu frá bakka ofl.

Þegar ég var smáormur sagði móðir mín, Kristín Pétursdóttir frá Mið-Fossum, f. 25.12. 1925, d. 2.8. 2001, að þegar hún var stúlka, var laugarbotninn

65
Landshlaup FRÍ í júní 1991: Sveit Ungmennafélagsins Íslendings. Frá vinstri: Anna Sigríður Hauksdóttir, Eva Guðríður Hauksdóttir, Oddný Eva Böðvarsdóttir, Benedikt Bragi Sigurðsson, Sigurður Ágúst Þorvaldsson, Guðmundur Sigurðsson, Kristín Erla Sigurðardóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Særún Ósk Böðvarsdóttir, Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, Rósa Marinósdóttir, Kristín Pétursdóttir og Pétur Jónsson. (G.Sig.).

þannig gerður, að lóðréttur stallur var á milli grunns og djúpu laugar. Eitt atvik sat mjög í henni: Hún var í kafsundi eftir grunnu lauginni svo þegar, hún fer fram af þessum stalli veltur hún einhvern veginn og tekur inn vatn svo mikið að hún nær sér ekki upp, henni var bjargað af öðrum og blásið líf í hana en var nokkra daga að jafna sig. Góðar minningar á ég frá því þegar laugin var hreinsuð þá komu oft álar á móti straumnum og inn í laug, sumir voru svo hræddir við álana þegar lítið var í kerinu; skapaði það mikið fjör hjá okkur krökkunum.

Sigurður Sigurðarson f. 24.8. 1894 d. 3.12.1986, bóndi á Ytri-Skeljabrekku, fór stundum með okkur krökkunum í sund og kenndi mér að taka strokurnar sem hann nefndi svo, strauk hann skrokkinn með höndunum þangað til húðin var orðin vel þurr og mjúk; byrjaði á höfðinu og endaði á tánum og gaf sér góðan tíma í þessa athöfn. Þessar minningar á ég úr gömlu klefunum við norðurenda laugarinnar sem voru litlir og blautir og eftir að nýja húsið kom notuðum við gömlu klefana oft fyrir hrossin.

Það er svo mörgum árum síðar sem ég tók að mér að rífa bárujárnið og sperrur af klefunum og móta undir loftaplötur á gömlu klefana og útfallið frá lauginni. Haustið, sem kennsla hófst í salnum var ég fenginn til að klára húsið, salurinn hafði ekki verið frágenginn að innan og ýmislegt hafði verið ófrágengið.

Félagar í Umf. Íslendingi unnu að Húsafellsmótum í mörg ár, mörg atvik eru minnisstæð meðal annars var ég við að rukka inn á föstudeginum eitt árið og vorum við á veginum fyrir ofan gamla bæ og bílalestin var svo löng sem séð varð en það voru 15-20 þús manns, hef ekki verið á fjölmennari samkomu síðar.

Eitt árið fórum við ríðandi í Húsafell og vorum með kappreiðar, og á ég enn verðlaunaskjöld frá því móti. En mesta vinnan var í kringum sjoppu sem félagið sá um hún var opin allan sólarhringinn. Ég man eftir rafstöð þar sem við settum púst blásara á og lögðum nokkra metra frá og grófum í jörðu til að hljóðverja og minnka mengun, allt var þetta mikil vinna, en skemmtileg.

Leiksýningar í Brún var fastur liður annað hvert ár og var mitt hlutverk að koma upp leiktjöldum, sem var misflókið eftir verkum. Einnig var farið með leikrit vestur á Snæfellsnes og suður til Reykjavíkur og frá öllu þessu stússi eru margar góðar minningar.

Guðmundur Sigurðsson á Hvanneyri …naglahausar gægðust upp úr gólfborðunum á einstaka stað.

Fyrstu kynni mín af íþróttamanni frá Umf. Íslending var þegar ég, 12 ára gutti, horfði hugfanginn á Hauk á Vatnsenda vinna 1500 m og 5000 m hlaupin, á Landsmóti UMFÍ á Laugum í Reykjadal árið 1961. Í 5000 m hlaupinu kom hann í mark heilum hring á undan næsta manni. Á þessu landsmóti sigraði Björk Ingimundardóttir í 100 m hlaupi en hún var félagi í Umf. Dagrenningu. Í lok landsmóts á Laugum var UMSB veitt háttvísisstytta UMFÍ fyrir prúðmennsku á mótinu. Tólf árum síðar, þegar ég keppti á mínu fyrsta héraðsmóti UMSB, nýgenginn í Umf. Íslending, varð ég þeirrar ánægu aðnjótandi að fá að vera í liði með Hauki og Björk en þá voru Íslendingur og Dagrenning með sameiginlegt lið á héraðsmótum UMSB.

Fyrstu störf mín í þágu Umf. Íslendings voru þegar ég var fengin til að sjá um æfingar í frjálsum íþróttum fyrir félagið. Það mun hafa verið uppúr áramótum 1974, seinnipart dags sem Sigríður Einarsdóttir, sem þá bjó á Báreksstöðum, kom til mín og bað mig að taka að mér frjálsíþróttaæfingar fyrir unglinga innan Umf. Íslendings. Þá var ég nemandi í Framhaldsdeildinni á Hvanneyri og hafði fyrir nokkru gengið í félagið til að geta keppt fyrir UMSB. Ég hafði aldrei verið þjálfari og reyndar ekki notið mikillar tilsagnar í frjálsum íþróttum þó ég hafi aðeins verið að keppa. Sigríður

Á aðalfundi í Laugabúð árið 1989. Guðmundur Sigurðsson afhendir Karenu Rut Gísladóttur viðurkenningu fyrir íþróttaafrek. Starfsmenn fundarins, Bjarni Guðmundsson og Jón Eiríkur Einarsson, fyrir framan. (G.Sig.).

66

átti efnileg börn í íþróttum og var áhugasöm um að efla frjálsar íþróttir innan félagsins. Þar sem hún sýndi málinu svo mikinn áhuga og lýsti hversu góður efniviðurinn væri innan félagsins þá hreifst ég af áhuga hennar og tók verkið að mér. Þar sem þetta var um miðjan vetur voru æfingarnar haldnar í íþróttahúsinu á Hvanneyri og var ásigkomulag þess allgott miðað við þá miklu notkun sem var á því í þá daga, einstaka gólfborð var þó farið að gefa sig og þurfti ég að vara krakkana við þeim svo þau slösuðu sig ekki og lagði ríka áherslu á að þau mættu á æfingarnar í skóm þar sem naglahausar gægðust upp úr gólfborðunum á einstaka stað.

Æfingarnar gengu stórslysalaust fyrir sig, það var oftast vel mætt og þegar veðrið var gott lét ég krakkana hlaupa úti. Um vorið var farið á vorleika UMSB að Leirárskóla, síðar Heiðarskóla, þar var keppt í frjálsum íþróttum. Þar stjórnaði Sigurður Guðmundsson, skólastjóri, fyrrum félagi í Umf. Íslending, með mikilli röggsemi. Með mér fóru á vorleikana þeir Diðrik Jóhannsson í Hvannatúni og Sigmundur Hermundsson í Virkjun sem þá voru í íþróttanefnd Íslendings. Ekki á ég úrslit frá þessu móti en ég man að krakkarnir, sem ég

var með, náðu góðum árangri og nokkru sinnum fyrsta sæti. Þarna var keppt á túni sem var nokkuð slétt; ekki var notuð dýna í hástökkinu heldur var sandur notaður enda tíðkaðist það í þá daga.

Hvorki varð ferill minn sem íþróttaþjálfari langur né glæstur heldur kom það í minn hlut að taka við formennsku í íþróttanefndinni veturinn eftir. Ég sá þá um æfingarnar en fékk oft nemendur í Hvanneyrarskóla mér til hjálpar.

Þetta var upphafið að störfum mínum fyrir Umf. Íslending en síðar kom það í hlut minn að vera gjaldkeri í tvígang og síðar formaður félagsins. Af öllum störfum mínum fyrir Íslending þá var þessi tími sem ég var með íþróttaæfingarnar einn sá skemmtilegasti og hefði ég kosið að hafa meiri þekkingu á þjálfun og meiri tíma til að sinna æfingunum en ég hafði. Aðstaða unglinga á starfssvæði Umf. Íslendings til frjálsra íþrótta utanhúss var lengst af frekar bágborin og var notast við ýmsa staði á Hvanneyrarstað til æfinga. Verst var það fyrst á vorin áður en tún voru slegin en eftir slátt fengum við gjarnan að vera á túnum Hvanneyrarskóla. Nú hefur Íslendingur komið sér upp góðum íþróttavelli, Sverrisvelli, sem

67
Íþróttahátíð Ungmennafélagsins Íslendings í Leikfimihúsinu á Hvanneyri 17. apríl 1993. (G.Sig.)

nýtist bæði sem fótboltavöllur og fyrir frjálsar íþróttir. Þegar þessi aðstaða kom varð bylting fyrir íþróttastarf hjá félaginu.

Það má segja að ég hafi notið þeirrar ánægju að koma að ýmsum þáttum í starfi Umf. Íslendings: Þar má nefna rekstur Hreppslaugar, þátttaka í leikritum, ýmsum kvöldvökum og skemmtidagskrám, sund og frjálsíþróttamótum svo eitthvað sé nefnt. Einnar skemmtunar sem ég tók þátt í langar mig þó að geta sérstaklega, það er þegar Umf. Íslendingur í samstarfi við Kvenfélagið 19. júní hélt uppá 50 ára lýðveldi Íslands 1994. Hátíðin hófst með guðþjónustu í Bæjarkirkju þar sem séra Agnes M. Sigurðardóttir messaði, frá kirkjunni var farið í skrúðgöngu að félagsheimilinu Brún. Þar var byrjað að gróðursetja nokkur tré undir stjórn Ágústar Árnasonar í Hvammi og Guðmundar Þorsteinssonar í Efri-Hrepp. Hátíðardagskrá og kaffiveitingar fóru síðan fram í Brún. Þar var sýning á handverki íbúa Andakílsog Skorradalshrepps. Elín Blöndal frá Langholti flutti ávarp fjallkonunnar, börn úr Andakílsskóla fluttu leikþátt sem fjallaði um landnámið til lýðveldisstofnunar 1944. Kristín Pétursdóttir á Innri-Skeljabrekku sagði frá lýðveldisdeginum 17. júní 1944 en þann dag gengu þau Jón Gíslason í hjónaband. Margt fleira var gert til skemmtunar og úti var aðstaða fyrir börnin til leikja. Þetta var mjög ánægjulegur dagur og eftirminnilegur fyrir

þá sem tóku þátt í honum. Þó íþróttir hafi ávallt verið stór þáttur í starfi Umf. Íslendings þá hefur félagið ávallt sinnt menningarstarfinu vel og er þessi lýðveldishátíð dæmi um slíkt.

Um leið og ég óska félaginu til hamingju með 100 ára afmælið og velfarnaðar í framtíðinni þá þakka ég ánægjulega samfylgd þau ár sem við höfum átt samleið.

Rósa Marinósdóttir á Hvanneyri … sé ekki eftir því að hafa gengið í ungmennafélagið

Árið 1980 flutti ég að Hvanneyri með fjölskyldu minni manni og einni dóttur. Ég hafði aldrei verið í ungmennafélagi en langaði það mikið því ég var í sveit á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd og þar var sannur ungmennafélagsandi. Á þeim árum kynntist ég starfi ungmennafélaga og átti mér draum um að fá að fara á landsmót og vinna á útihátíð um verslunarmannahelgi. Fljótlega eftir að við flytjum þá var bankað upp á hjá okkur að kvöldi og okkur boðið að ganga í ungmennafélagið Íslending, við vorum bæði fljót að segja já við því.

Leikstarf : Fljótlega eftir að við fluttum að Hvanneyri átti að setja upp leikrit hjá ungmennafélaginu eða haustið 1981 og var það Músagildran eftir Agötu Christie. Frumsýnd í janúar 1982. Böðvar, maðurinn minn, tók að sér að vera með og aðstoðaði ég hann aðeins við að finna leikmuni og búninga, annars mátti engin koma nálægt þessu því leyndarmálið um lausn gátunnar í leikritinu mátti ekki fréttast. Leikdeild Íslendings hefur sett upp leikrit nokkuð reglulega síðan ég flutti hingað að Hvanneyri. Ég hef tekið á einn eða annan hátt þátt í þessu starfi bæði sem stjórnarmaður í leiknefnd, sem leikari eða baksviðs sem ekki er síður skemmtilegt en að leika. Best sótta verkið var Síldin kemur síldin fer og hætti leikdeildin að sýna fyrir fullu húsi. Oft var æft langt fram á kvöld og jafnvel fram á nótt, þeir sem tóku þátt voru flestir í vinnu á daginn og notuðu allan sinn frítíma til æfinga eða í annað starf sem þarf að vinna til að koma sýningu upp. Þegar ég hugsa til baka þá er þetta bara skemmtilegt og þótt ég hafi oft komið þreytt í vinnuna eða börnin mín lítið séð af mér heilu mánuðina þá gefur svona starf mjög mikið. Margir leikstjórar hafa komið að

68
Jóhannes Sveinbjörnsson glímukappi kennir glímu á vegum Ungmennafélagsins Íslendings í Leikfimihúsinu á Hvanneyri vorið 1993. Sverrir Heiðar Júlíusson fylgist með. (G.Sig.).

uppsetningu verkanna og eru þeir misjafnir eins og gengur. Sumir æstu sig mikið ef við leikararnir vorum ekki búin að læra rulluna utanbókar helst í gær. Aðrir leikstjórar sýndu jafnaðargeð og sýndu okkur þolinmæði. Fyrstu árin þá bjuggu leikstjórarnir hjá einhverjum leikaranum eða nefndarmanni í leiknefnd og voru þá oft í fullu fæði, einnig þetta hefur gert það að verkum að leikritin hafa oftast borið sig. Seinni árin hefur verið reynt að fá leikstjóra héðan úr héraðinu eða þeir keyrt á milli Reykjavíkur og Brúnar. Árið 1984 þegar verið var að setja upp Saklausa svallarann þá vildi leikstjórinn fá ákveðinn lit af gluggatjöldum sem við útveguðum og settum upp. Nei þessi litur var ómögulegur svo útvegaðar voru nýjar, mig minnir að í þriðju tilraun hafi leikstjórinn verið ánægður með gluggatjöldin. Í þessu sama leikriti var búið að veggfóðra heila stofu á laugardegi því þá var frí frá æfingu. Á sunnudegi þegar æfing átti að byrja þá var allt veggfóðrið dottið af veggjunum, ekki gott en allir

lögðust á eitt og endurtóku verkið. Næsta leikrit 1986 var Týnda teskeiðin eftir Kjartan Ragnarsson og þá lék Ragnheiður Thorlacius sýslumann og ég lék heimilishjálp hjá aðalpersónunum, ein setning í leikritun varð alltaf til þess að við hlógum og hlógum og leikstjórinn var farinn að efast um að hægt væri að frumsýna fyrir hlátri því þetta var mjög alvarleg setning. Einnig í Týndu teskeiðinni, þá átti að vera hundur, Ragnheiður var mjög hrædd við hunda að sögn en það var fljótlega vanið af henni því við fengum lánaðan hund í Þjóðleikhúsinu uppstoppaðan að sjálfsögðu og ítrekað var hundinum hent í Ragnheiði svo hún varð að grípa og fljótt varð hundurinn besti vinur hennar. 1988 settum við upp Hið dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sigríðar og leitin að þeim. Margar minningar skjóta upp kollinum eins og þegar músin birtist á sviðinu á æfingu og einn leikarinn sem var að æfa söng stökk upp á stól og fór eilítið út af laginu við þetta. Einn einstaklingur sem hefur tekið þátt í öllum leikverkum Íslendings

69
Leikritið Taktu lagið Lóa: Fremri röð frá vinstri: Helgi Eyleifur Þorvaldsson, Þórunn Pétursdóttir, Jón Eiríkur Einarsson, Rósa Marinósdóttir, Gísli Baldur Mörköre og Ásdís Helga Bjarnadóttir. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikstjóri, Eyjólfur Hjálmsson, Þórunn Harðardóttir, Sigurður Jakobsson, Gústav M. Ásbjörnsson, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir, Árni Þórarinsson, Snorri Hjálmarsson og Þórður Þórðarson. (ÞEB).

og eins fleiri leikdeilda er snillingur; það er Eyjólfur Hjálmsson, það er ekki það tækniatriði sem hann hefur ekki leyst fyrir leikdeildina og eytt miklum tíma í Brún bæði að degi og nóttu. Hann smíðaði á sínum tíma ljósaborð sem lengi var notað eða þar til hann og fleiri komu ljósastýringunni í tölvu. Stærsta hlutverkið sem ég hef leikið er í leikritinu Taktu lagið Lóa 2002 í leikstjórn Guðmundar Inga Þorvaldssonar og var það mjög stórt hlutverk þar sem ég lék hina drykkfelldu móðir Lóu og var á sviðinu næstum allt leikritið. Vinir dætra minna hafa oft nefnt það eftir þetta hvernig þorðir þú að leika bara á nærfötunum en þegar upp á sviðið er komið þá hugsar maður ekki um að þora heldur framkvæma af bestu getu. Eitt er það sem ég hef oft hugsað um varðandi þetta leikrit það var lifandi eldur á sviðinu sem var kveiktur og síðan slökktur aftur, ef eitthvað hefði farið úrskeiðis varðandi eldinn þá er ég ekki viss um að við hefðum leikið meira í Brún. Leikritið Hamingjuránið 1998 er að mínu mati myndrænasta sýningin sem við höfum sett upp, þar voru svo til engir leikmunir heldur

voru notaðir litir til að ná fram áhrifum.Mestu tækniatriðin sem leikdeildin hefur leyst var í leikritinu Blái hnötturinn því þar þurfti að slökkva á sólinni, láta fólk fljúga, ógrynni af fiðrildum og köngulóm komu fram og auk þess var búinn til foss inni auk margra annarra tækniatriða, allt þetta tókst og var haft á orði að í Þjóðleikhúsinu hefðu leikararnir ekki flogið, okkur fannst þetta mikið hrós. 2009 var barnaleikrið Lína langsokkur sett upp með þátttöku margra barna og er það þrekvirki að setja upp svo stóra sýningu með börnum því þau eru í skóla á daginn og flest eru einnig í öðru tómstundastarfi með. Æfingar standa í 6 8 vikur og oft á tíðum þurftu krakkarnir að bíða og bíða eftir að kæmi að þeirra hlutverki.

Þau gleymdu sér stundum og sífellt þurfti að minna á: Er ekki komið að þér að fara á svið? Einn drengur var spurður að því eftir sýningu, af hverju varstu ekki í skóm? Ha, það var enginn sem sagði mér að fara í skó, var svarið.

Sýningin var mjög flott og eftir sýninguna þá var gefinn út mynddiskur sem var örugglega aðal jólagjöfin til barna það árið. Síðasta verkið sem við settum upp var í nóvember 2010 og heitir Með fullri reisn og dáist ég að þeim karlmönnum sem tóku þátt í þessu stykki og létu hafa sig út í að afklæðast. Mörg atvikinn koma upp í hugann t.d. ertu viss um að ég sé í réttum nærbuxum? Einn aðalleikarinn var í allt of mörgum nærbuxum í lokaatriðinu og þurfti að vera helmingi fljótari að afklæðast en aðrir leikarar, en áhorfendur taka viljann fyrir verkið. Þetta leikrit var mjög vel sótt og sló næstum aðsóknarmet Síldarinnar en náði því ekki alveg. Ein fullorðin kona, sem kom á sýninguna, sagði mér á eftir að það hefði verið of mikill hávaði fyrir sinn smekk og einnig að innihaldið hefði nú ekki verið upp á marga fiska. Svo það sýnir að efnið þarf ekki alltaf að vera innihaldsríkt til að áhorfendur vilji koma og sjá og hlæja að okkur eða með okkur.

Oft er mikil spenna baksviðs þegar við vitum að höfundar eða aðstandendur verksins eru í salnum og ekki laust við að leikarar leggi sig enn meira fram en á öðrum sýningum. Oft er sagt að önnur sýning sé versta sýningin því þá er eitthvert spennufall eftir allan æfingatímann og frumsýninguna, en ég er ekki viss um að þetta sé rétt því ég held að frumsýningin sé oft lélegasta sýningin því það er fyrsta alvöru sýningin fyrir áhorfendur.

Fyrstu leikritin, sem við settum upp, þá horfðum við á hvar gerist verkið, helst átti bara að vera

70
Rósa Marinósdóttir mælir langstökk Kristjáns Guðmundssonar á íþróttahátið Ungmennafélagsins 17. apríl 1993. Tryggvi Valur Sæmundsson er næstur í röðinni. (G.Sig.).

ein stofa, litlar breytingar á sviðinu og ekki mjög margir leikarar því búningsherbergið er ekki mjög stórt og frekar léleg aðstaða en smátt og smátt þá fóru leikstjórarnir að óska eftir að stækka sviðið fram eða snúa salnum við. Nota hliðarsalinn fyrir atriði eða koma upp úr kjallaranum og einnig að færa leikarana nær áhorfendum og þetta gerir sýningarnar miklu áhugaverðari að horfa á. Fyrstu árin miðuðum við að leikarar væru ekki fleiri en 8 10 en í seinni tíð þá fjölgar þeim alltaf og í síðustu verkum hafa tekið allt upp í 20 leikarar þátt fyrir utan alla aðra sem koma að einni sýningu. Það sýnir sig að alltaf er nóg pláss í búningsklefanum alveg sama hve margir koma að. Ég hvet alla til að taka þátt í leikstarfi því það er mjög skemmtilegt og mikill félagsskapur.

Íþróttir: Fljótlega eftir að börnin mín voru komin í grunnskóla fór ég að taka þátt í íþróttastarfi bæði hjá Ungmennafélaginu Íslendingi og einnig hjá UMSB. Ég sem ung stelpa í sveitinni kynntist Héraðsmótum í frjálsum íþróttum og í minningunni var mjög gaman að hitta fullt af krökkum úr öðrum félögum og taka þátt í keppni. Það var alveg sama hvort árangurinn var góður eða minna góður þá var aðalmálið að vera með og þetta kjörorð ungmennafélaganna að aðalmálið sé að taka þátt er gott þrátt fyrir að oft á tíðum sé það notað í gríni. Þetta starf hefur þróast þannig að ég hef varla sleppt úr frjálsíþróttamóti hjá Íslendingi eða UMSB og minnist ég þess að á einu Héraðsmóti í Borgarnesi var ég með veikt barn, lét ég hana sofa við endamarkið á 100 m brautinni til að geta fylgst með henni á meðan ég var að taka tíma. Hún hafði ekkert slæmt af þessu en vill lítið koma nálægt íþróttamótum eftir þetta. Eitt skemmtilegasta íþróttamótið er svokallað Ármót sem haldið er seinni hluta sumars á milli félaga í uppsveitum Borgarfjarðar. Þegar við vorum að koma þessu móti á fót þá var mikið hugsað um hvað mótið ætti að kallast og þá kom Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti með þessa hugmynd að kalla það Ármót því þetta voru ungmennafélögin sem starfa á svæðinu sem eru nálægt ármótum Norðurár, Hvítár og Grímsár. Þetta mót var sett á til að krakkarnir úr sveitinni ættu einhverja möguleika á verðlaunum á móti því á þessum árum voru flestir keppendur úr Borgarnesi þetta hefur breyst og núorðið eru fæstir keppendur úr Borgarnesi.

Að loknu Haustmóti síðastliðið ár var haldið í Hreppslaug þar sem félagar og aðrir velunnarar Hreppslaugar mættu til að fagna 80 ára starfsafmæli [hennar]. Því miður hafði ekki verið hægt að nota Hreppslaug um sumarið þar sem erfitt var að nálgast heitt vatn í laugina. Verið er að vinna í því að koma Hreppslaug í gagnið aftur þar sem mikill vilji hjá Ungmennafélaginu er að halda í þessa frábæru laug.“ Úr starfsskýrslu stjórnar 2008.

Landsmótin: Minn draumur var að fá að taka þátt í landsmóti og tækifærið gafst 1995 þegar ég var beðin að vera í landsmótsnefnd fyrir 22. landsmót UMFÍ sem halda átti í Borgarnesi 1997. Þetta var mikil vinna en það sem er eftirminnilegast er samstaðan í héraðinu og allir voru tilbúnir til að leggja fram vinnu til að gera mótið mögulegt. Ég man nú lítið eftir landsmótshelginni því allt rennur saman í eitt. Ein minning frá mótinu er að keppa átti í pönnukökubakstri á sunnudagsmorgun kl. 10.00 í tjaldi við grunnskólann. Ég átti að útvega klukkur til að taka tímann en verið var að nota þær daginn áður í einhverri keppni svo ég hafði tekið klukkurnar með mér heim hingað upp á Hvanneyri. Á laugardagskvöldinu var eitthvað vesen á tjaldstæðinu svo landsmótsnefndin var uppá Kárastöðum þar sem tjaldsvæðið var til reyna að koma skikki á mannskapinn. Ég hafði komið seint heim og verið þreytt því ég vakna ekki á réttum tíma morguninn eftir. Kl. 10.00 eru engar klukkur og baksturinn átti að byrja og ég sofandi á Hvanneyri, síminn hringir og spurt hvar eru klukkurnar: Ég upp og niður í Borgarnes og mætt með klukkurnar í pönnukökubakstur ca 15 mín eftir að ég vakna, það var ekki lögregla á leið minni þennan daginn.

Unglingalandsmótin: Keppendur frá Íslendingi hafa farið á öll unglingalandsmótin frá því þau byrjuðu á Dalvík 1992. Fyrstu árin þá máttu bara keppa einstaklingar sem voru í ungmennafélögum og þá voru mótin haldin á þriggja ára fresti og voru svona smækkuð mynd af Landsmótunum en árið 2000 var mótið fyrst haldið um verslunarmannahelgi í Vesturbyggð og aftur 2002 um verslunarmannahelgi í Stykkishólmi. Upp frá því hefur unglingalandsmótið verið um þessa fyrstu helgi í ágúst og orðin stærsta útihátíð á landinu þar sem fjölskyldan er öll samankomin. Ég

71

var ekki hrifin af því að vera bundin á íþróttamóti allar verslunarmannahelgar næstu árin. En nú er svo komið að mitt yngsta barn er orðið of gamalt til að hafa keppnisrétt á unglingalandsmóti og er ég strax farin að sakna þess að eiga ekki keppanda á unglingalandsmóti. Sumarið 2010 hélt UMSB unglingalandsmót sem tókst mjög vel. Þar komu mjög margir félagar úr Íslendingi að sem starfsmenn og einnig hafa aldrei fleiri krakkar af okkar svæði tekið þátt. Allir krakkar eiga að fá það tækifæri að kynnast unglingalandsmóti því bæði foreldrar og börn gleyma því ekki. Vonandi kemst ég með barnabörnin á unglingalandsmót í framtíðinni.

Allir mínir draumar um það hvernig er að vera ungmennafélagi hafa ræst og sé ég ekki eftir því að hafa gengið í Ungmennafélagið Íslending þegar mér var boðið það.

Gauti Jóhannesson frá Efri-Hrepp

Hlaupaferillinn spratt úr sundíþróttinni

Um miðja síðustu öld náði Einar Kr. Jónsson í Neðri-Hrepp ágætum árangri í langhlaupum fyrir hönd U.M.F. Íslendings. Nokkrum áratugum síðar sat ég í eldhúsinu í Neðri-Hrepp og ræddi við Einar yfir kaffibolla um sveitina, daginn og veginn en umfram allt um það hvernig „baráttan“ gengi. Þótt langt hafi verið um liðið síðan hann lagði íþróttaskóna á hilluna frægu hefur Einar ávallt verið ákaflega áhugasamur um frjálsíþróttaferil minn. Spurt nákvæmlega um tíma, keppnir og annan árangur.

Allan minn frjálsíþróttaferil keppti ég fyrir hönd U.M.F.Íslendings og segja má að ferillinn hafi á margan hátt verið sérstakur. Hlaupaferillinn spratt úr sundíþróttinni sem átti hug minn allan fram á unglingsár. Úthaldsmikill og léttur á fæti hef ég alltaf verið og því keppti ég oft í hlaupum með góðum árangri þótt lítið færi fyrir skipulögðum æfingum í íþróttinni. Þannig gekk þetta í fleiri ár þar til ég allt í einu, mér að óvörum, var valinn í landsliðið. Þessi vatnaskil urðu til þess að ég fór að æfa af meiri elju og áhugasemi en áður. Þegar þarna var komið sögu var ég fluttur til Svíþjóðar til að nema læknisfræði í háskólabænum Umeå. Læknisfræðinámið krafðist síns tíma og til þess að hlaupamarkmið yrðu að veruleika fékk ég einnig góða æfingu í skipulagningu. Árin sem fylgdu

voru árangursrík með Íslandsmetum og keppnum fyrir Íslands hönd svo sem í Evrópubikar, á Heimsmeistaramótinu í víðavangshlaupum og á Smáþjóðaleikum. Ferillinn í fjálsum íþróttum náði svo hámarki með keppni á Evrópumeistaramótinu í Madrid 2005. Stuttu síðar varð slæmt fótbrot til þess að ferlinum lauk ótímabært.

Íþróttaandinn hefur alltaf verið sterkur í sveitinni minni, Skorradalnum og Andakílnum. Síðan ég man eftir mér hefur Efri-Hreppur verið hluti af mínu lífi og stórir kaflar eru fylltir sælum minningum. Margar þessara eru tengdar Hreppslaug sem er í landi Efri-Hrepps. Þegar ég komst til vits og ára fór ég að gera mér grein fyrir því hversu merkilegt mannvirki laugin var. Minnisvarði um atorku og eljusemi íbúa sveitar sem með framtíðartrú og stórhuga áætlanir byggðu þessa miklu laug af litlum efnum með ungmennafélagsanda í fararbroddi.

U.M.F. Íslendingur á sér langa og merkilega sögu þar sem ferill minn er aðeins lítið brot. Félagið hefur alið af sér marga ágæta íþróttamenn svo sem Einar frænda minn og ýmsa fleiri. Afreksmenn eru hvatning til annarra um að bæta sig og gera betur. Hinu má þó ekki gleyma að afreksíþróttamennska er ekki allt. Kjarni ungmennafélagsandans er að skapa tækifæri fyrir ungt fólk, oft með sjálfboðavinnu. Íþróttirnar og U.M.F. Íslendingur hafa gefið mér mikið og verið mér gott veganesti fyrir framtíðina. Um leið og ég þakka fyrir stuðninginn á liðnum árum, vona ég að sveitin muni áfram gefa af sér góða íþróttamenn hvort sem þeir ná afreksstigi eða ekki og að ég geti lagt hönd á plóg til þess að hlúa að ungmennafélagsandanum í sveitinni minni á komandi árum.

72
Gauti Jóhannesson í landsliðsbúningnum á Evrópumeistaramótinu í Madrid á Spáni árið 2005. (Eigandi myndar GJ).

5. Aldargamalt Ungmennafélag

Margt ræður framvindu ungmennafélags: Einstaklingarnir, sem það mynda, og það hvernig þeir ná að stilla saman vilja og áhugamál. Umhverfið ræður einnig miklu, bæði á félagssvæðinu sem og á héraðs- og landsvísu: það er bæði þegið og gefið. Þetta sýnir félagssaga Íslendings. Hér að framan hefur hún einkum verið skoðuð hvað innra starf félagsins snertir – skoðuð frá sjónarhorni hinna ýmsu verkefna sem ungmennafélagarnir hafa tekið sér fyrir hendur. Fjölmörgu var þó sleppt. Eiginlega er það undrunarefni hve margt hefur drifið á daga félagsins. Greining á því hvernig umhverfið hefur mótað starf Ungmennafélagsins hefur að mestu verið látin liggja á milli hluta, þótt engu ómerkara sé. Þar má nefna samskipti félagsins við Ungmennasamband Borgarfjarðar, Ungmennafélag Íslands og fleiri skylda aðila, að ógleymdum sveitarstjórnunum.

Í byggðum Andakíls, Skorradals og Bæjarsveitar hefur Ungmennafélagið verið til sem misáberandi vettvangur þarfra og góðra verka. Það hefur svo sem ekki gert harðar kröfur til félagsmanna sinna eða annarra; aðeins höfðað til áhuga þeirra og þegnskyldu og verið vettvangur þeirra sem ungir eru í anda og vilja leggja sitt af mörkum eftir getu og hætti. Og einmitt þess vegna er félagið enn til. Ungmennafélagið er ekkert annað en fólkið sjálft – við.

Á eitt hundrað ára skeiði hefur starf Ungmennafélagsins breyst gríðarlega, enda aðstæður, viðhorf og raunar menning þjóðar orðin allt önnur nú en var við stofnun félagsins. Það skal ekki gerð tilraun til þess að meta breytingarnar. Þær endurspeglast hins vegar að nokkru marki í köflunum hér að framan og þá ekki síður í skrifum ungmennafélaganna sem þar rifja upp minningar sínar.

En við sjáum líka það sem ekki hefur breyst: Það er hinn mannlegi þáttur, er snýst um þörfina fyrir samneyti í starfi og leik, samneyti til þess að bæta sjálfan sig og umhverfi sitt, og njóta stundanna. Hver að hætti sinnar tíðar. Vonandi breytist sá þáttur ekki í veltingi veraldarinnar næstu hundrað árin hið minnsta.

Aðalfundur U.M.F. Íslendings haldinn að

Hvanneyri 12. mars 1944 lýsir ánægju sinni yfir samþykktri þingsályktun á Alþingi, um uppsögn sambandslaganna frá 1918. Þá telur fundurinn það góðs viti á tímamótum sem þessum, einingu þá, sem ríkti um afgreiðslu málsins á Alþingi, og vonar að sama eindrægni megi verða upp á teningnum við atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar á vori komanda um stofnun lýðveldis“… Samþykkt samhljóða. Á aðalfundi 12. mars 1944.

73
Lýðveldishátíð Ungmennafélagsins Íslendings og Kvenfélagins 19. júní í Bæjarsveit 17. júní 1994. (G.Sig.).

17. júní hátíðarhöld Ungmennafélagsins Íslendings á Hvanneyri 2009. Haldið af stað í skrúðgöngu, fánaberi er Sólrún Halla Bjarnadóttir þá félagsformaður. (ÁBG).

Aldarlöng félagssagan sýnir að ungmennafélag er vænlegur vettvangur til þess að rækta hinn mannlega þátt. Maður er manns gaman; einn er hann ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur, segir þar.

Ég lýk þessum skrifum með orðum, sem þau Guðrún, Guðný og Sigurður Helgabörn frá Heggsstöðum sendu Ungmennafélaginu með afmæliskveðju þeirra systkina árið 1981, er félagið fagnaði 70 ára afmæli sínu:

Þú varst okkur áður skjól, efldir þor og hreysti.

Um þig leiki ætíð sól er auðnuveginn treysti.

Íslandi allt!

74
Ungmennafélagar fagna þjóðhátíðardegi árið 2011 í Skjólbeltunum á Hvanneyri. Borgar Páll Bragason og Sólrún Halla Bjarnadóttir stjórna leikjum. (HBÓ).

Heimildir

Bækur og rit

Bjarni Guðmundsson: Halldór á Hvanneyri. Bændaskólinn á Hvanneyri 1995. 285 bls. Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: Íslandssaga til okkar daga Sögufélag 1991. 539 bls. Byggðir Borgarfjarðar I. (ritstj. Björk Ingimundardóttir): Búnaðarsamband Borgarfjarðar 1998. 591 bls. Daníel F. Teitsson: Hið frjálsa framtak. Kaupfélagsritið. 28. hefti. Des. 1970. Bls 47-48. Egils saga. Í: Íslendinga sögur II Ísl.sagnaútgáfan 1981. 475 bls.

Gunnar Kristjánsson: Ræktun lýðs og lands UMFÍ 1983. 359 bls.

Haraldur Sigurðsson: Borgarfjarðarsýsla. Í: Árbók FÍ 1954 Ferðafélag Íslands 1954. 111 bls. Helgi J. Halldórsson: Ungmennafélag Reykdæla 75 ára. Umf. Reykdæla 1983. 192 bls. Ísland í aldanna rás. (aðalhöf. Illugi Jökulsson). JPV útgáfa 2003. 1306 bls. Jón M. Ívarsson: Vormenn Íslands. UMFÍ 2007. 717 bls.

Kristleifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar. II. Prentsm. Leiftur. 1972. 468 bls. Magnús Sveinsson: Hvítárbakkaskólinn. Rvík 1974. 178 bls.

Mýra- og Borgarfjarðarsýslur Sýslu- og sóknalýsingar. (umsj.: Guðrún Ása Grímsdóttir og Björk Ingimundardóttir ). Sögufélag 2005. 338 bls.

Snorri Þorsteinsson: Barna- og unglingafræðsla í Mýrasýslu 1880-2007. Uppheimar 2009. 368 bls. Sveinn Skorri Höskuldsson: Svipþing. Mál og menning 1998. 229 bls.

Trausti Jónsson, 1993. Veður á Íslandi – í 100 ár –. Ísafold 1993. 237 bls.

Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára UMSB 1962. 58 bls.

Ungmennasamband Borgarfjarðar 60 ára UMSB 1972. 64 bls.

Ungmennasamband Borgarfjarðar 1982. 58 bls.

Ungmennasamband Borgarfjarðar. 1992. 47 bls.

Viðar Hreinsson, Jón Torfason og Höskuldur Þráinsson: Saga Landsmóta UMFÍ. Útg. Jóhann Sigurðsson og Sigurður V. Sigmundsson 1992. 544 bls.

Þorgils Guðmundsson: Upphaf sundkennslu í Borgarfirði. Í: Borgfirsk blanda VI. Hörpuútgáfan. 1982. Bls. 101-123.

Þorsteinn Jósepsson: Landið þitt Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1966. 424 bls. og skrár.

Aðrar heimildir

Gögn og heimildir í vörslu höfundar, sjá nánari tilvísanir á viðkomandi stöðum í texta. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar: Félagsgögn undir heitinu U.M.F. Íslendingur EF23 20-1/20-4.

Ungmennafélagið Íslendingur: Gögn í vörslu félagsins. Ómerktar tilvitnanir eru úr fundargerðum þess. www.timarit.is: Innlend blöð og tímarit, sjá nánari tilvísanir á viðkomandi stöðum í texta.

75

Ljósmyndir: ÁBG: Ásdís B. Geirdal. ÁHB: Ásdís Helga Bjarnadóttir. ÁÞ: Áskell Þórisson. BG: Bjarni Guðmundsson. DP: Davíð Pétursson. DJ: Diðrik Jóhannsson. G. Sig: Guðmundur Sigurðsson. HBÓ: Helgi Björn Ólafsson. Hve: Landbúnaðarháskóli Íslands. JJ: Jens Jensen. KJ: Kristín Jónsdóttir. ÞB: Þorsteinn Björnsson. ÞEB: Þórunn Edda Bjarnadóttir. Umf. Ísl.: Ungmennafélagið Íslendingur. UMSB: Ungmennasamband Borgarfjarðar. Ómerktar myndir eru úr fórum höfundar (BG).

Myndir á baksíðu

Talið að ofan:

Á aðalfundi Ungmennafélagsins 27. apríl 2011. Frá vinstri: Ómar Pétursson, Unnur Björg Ómarsdóttir, Björk Lárusdóttir, Sindri Gíslason, Borgar Páll Bragason, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Sigurðsson, Helgi Björn Ólafsson, Kristján Bohra, Anton Freyr Arnarsson, Steinunn Fjóla Benediksdóttir, Pétur Snær Ómarsson, Katrín Jónsdóttir, Sólrún Halla Bjarnadóttir og Arnar Hólmarsson. (BG).

Úr leikriti Ungmennafélagsins, Blái hnötturinn, árið 2004. Frá vinstri: Agnar Magnússon, Ása Sigurlaug Harðardóttir og Jón Eiríkur Einarsson. (HBÓ).

Verðlaunahafar Ungmennafélagsins árið 2010. Frá vinstri: Pétur Snær Ómarsson, Kristján Bohra, Anton Freyr Arnarsson, Unnur Björg Ómarsdóttir (tók við verðlaunum fyrir Sigmar Aron bróður sinn), Björk Lárusdóttir og Katrín Jónsdóttir. (HBÓ).

Mótsstjórar Sverrismóts í knattspyrnu 4. september 2011. Frá vinstri: Helgi Björn Ólafsson og Borgar Páll Bragason. (BG).

76

Nafnaskrá

Í

töfluna eru færð mannanöfn úr megintexta ritsins öðrum en stjórnarmannaskránni á bls. 48-49.

A.F. Kofoed Hansen 27

Agata Christie 41, 68

Agnes M. Sigurðardóttir 68

Andri Snær Magnason 41

Anna Baldrún Garðarsdóttir 25

Anna Dís Þórarinsdóttir 20

Anna Kristinsdóttir 62

Anna Kristín Kristjánsdóttir 41

Anna Magnúsdóttir 58

Anna Sigríður Hauksdóttir 65

Arnar Hrafn Snorrason 21

Arnar Víðir Jónsson 20

Arnmundur Bachman 41

Arnold og Back, tvö leikskáld 41

Astrid Lindgren 41

Ágúst Árnason 60, 62, 68

Ágúst Þorsteinsson 20, 21

Ármann Eydal Sigurðsson 20

Árni Böðvarsson 52

Árni Þórarinsson 69

Ása Hlín Svavarsdóttir 41

Ásdís B. Geirdal 3, 40, 43, 46, 47

Ásdís Helga Bjarnadóttir 17, 69

Ásdís Lilja Arnarsdóttir 34,

Ásgeir Guðmundsson 18, 19, 32, 47, 56

Ásgeir Jónsson 18, 23

Ásrún Kristjánsdóttir 64

Ástríður Guðmundsdóttir 21, 22, 50

Benedikt Bragi Sigurðsson 65

Benedikt Sigvaldason 58

Bengt Ahlfors 41

Bergsteinn Jónsson 5

Birgitta Björnsdóttir 34

Bjarni Guðmundsson 3, 47, 64, 66

Bjarni K. Skarphéðinsson 23, 33, 34, 35, 47, 48, 57, 62

Bjarni Vilmundarson 24, 33, 47, 55, 58

Björnstjerne Björnson 10

Björk Ingimundardóttir 66

Björk Lárusdóttir 21, 22

Björn Bjarnarson 5

Björn Guðmundsson 27

Björn Gunnlaugsson 41

Björn Haukur Einarsson 21, 22

Björn J. Blöndal 13, 14, 16, 46, 48

Björn Sigurbjörnsson 47

Björn Þorsteinsson á Hvanneyri 25

Björn Þorsteinsson sagnfræðingur 5

Borgar Páll Bragason 74

Brendan Behan 41

Brynjólfur Þórðarson 26

Böðvar Pálsson 41, 68

Charles Gouldrée-Boilleau 6

Dagný Sigurðardóttir 41

Daníel F. Teitsson 13, 14, 46, 58

Davíð Árnason 8

Davíð Hauksson 20

Davíð Ólafsson 21

Diðrik Jóhannsson 47, 62, 67

Dóra Erna Ásbjörnsdóttir 69

Einar Ágúst Helgason 25

Einar Jónsson 8, 9, 10, 11

Einar Kr. Jónsson 12, 17, 18, 37, 47, 56, 72

Einar Þorsteinsson 18, 55, 57

Einar Þórðarson 12

Eiríkur Albertsson 27, 29, 39

Elín Blöndal 21, 68

Elísabet Axelsdóttir 48

Elísabet Þorsteinsdóttir 26

Ellert Finnbogason 25, 65

Eva Guðríður Hauksdóttir 65

Eygló Gísladóttir 56

Eyjólfur Hjálmsson 23, 40, 41, 47, 48, 69, 70

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson 51

Finnbogi K. Arndal 38, 40, 43, 62, 64

Gauti Jóhannesson 20, 21, 72

Gerður Karítas Guðnadóttir 42

Gísli Arinbjarnarson 27

Gísli Baldur Mörköre 69

Gísli Jónsson 33, 43, 62

Gísli Kr. Jónsson 43

Gísli Sverrisson 47

Grétar Einarsson 44, 64

Guðbrandur Þórmundsson 13, 15, 16, 36

Guðjón Ingi Sigurðsson 41

Guðlaug Erla Gunnarsdóttir 44

Guðlaug Ósk Gísladóttir 17

Guðmundur Ágústsson 58

Guðmundur G. Kristjánsson 8

Guðmundur Gíslason 25

Guðmundur Guðmundsson 27

Guðmundur Hallgrímsson 48

Guðmundur Hjaltason 10

Guðmundur Ingi Þorvaldsson 41, 69, 70

Guðmundur Jónsson frá Hvanneyri 18

Guðmundur Jónsson frá Hvítárbakka 11, 13, 15, 26, 27, 30, 31, 36

Guðmundur Jónsson frá Mófellsstöðum 58

Guðmundur Sigurðsson 3, 25, 41, 47, 48, 62, 65, 66

Guðmundur Þorsteinsson 18, 38, 48, 58, 60, 68

Guðný H. Arndal 40, 43

Guðný Helgadóttir 57, 74

Guðrún Guðmundsdóttir 25

Guðrún Helgadóttir 19, 57, 74

77

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir 25, 34

Gunnar Bjarnason 61

Gunnsteinn Ólafsson 64

Guttormur Þormar 57

Gústav M. Ásbjörnsson 69

Gyða Bergþórsdóttir 24

Hafdís Rut Pétursdóttir 43, 44, 45, 48, 50, 63, 64

Halldór Vigfússon 31

Halldór Vilhjálmsson 6, 7, 15, 26

Hallgrímur Stefánsson 16

Hallgrímur Sveinsson 25

Hannes Hafstein 27

Hans Jepsen Grönfeldt 39

Haraldur Sigurjónsson 20, 48, 56

Haukur Engilbertsson 20, 33, 53, 66

Haukur Júlíusson 25, 40

Hákon Waage 41

Helena Guttormsdóttir 45

Helga Jensína Svavarsdóttir 17, 25, 44

Helga Jónsdóttir 43

Helga Karlsdóttir 64

Helga Margrét Þórhallsdóttir 21

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir 20

Helga Þórarinsdóttir 63, 64

Helgi Björn Ólafsson 3, 25, 51

Helgi Daníelsson 18

Helgi Einarsson 9

Helgi Eyleifur Þorvaldsson 69

Hermann Helgi Traustason 44

Hermundur Sigmundsson 21

Hjördís Hjartardóttir 41

Hjörleifur Guðmundsson 57

Hjörtur Magnússon 14

Hulda Garborg 43

Iðunn Steinsdóttir 41

Ingibjörg Hjartardóttir 41

Ingimar Jóhannesson 8, 10, 43

Ingimar Einarsson 35

Ingunn Jensdóttir 41

J. M. Synge 41

Jakob Jónsson 31, 36

Jim Cartwright 41

Jóhann Tómasson 5

Jóhanna Hauksdóttir 20

Jóhanna Karlsdóttir 43, 63

Jóhanna Sigurðardóttir 26

Jóhannes Davíðsson 12

Jóhannes Ellertsson 45

Jóhannes Guðjónsson 20, 25

Jóhannes Kristinsson 41

Jóhannes Sveinbjörnsson 68

Jómundur Hjörleifsson 34, 42

Jón Eiríkur Einarsson 34, 48, 56, 66, 69

Jón Gíslason frá Innri-Skeljabrekku 56, 68

Jón Halldórsson 41, 43

Jón Júlíusson 41

Jón Múli Árnason 41

Jón P. Blöndal 11

Jón Sigurðsson 6

Jón Sigvaldason 41

Jón Vigfús Sigvaldason 21

Jónas Árnason 41

Jónas Halldórsson 58

Jóninna Haraldsdóttir 50

Karen Rut Gísladóttir 66

Katrín Jónsdóttir 48

Kári Sólmundarson 19

Kjartan Ragnarsson 41, 69

Kjartan Sveinsson 17, 55

Kolfinna Sigurvinsdóttir 64

Kristinn Guðmundsson 26

Kristín Á. Ólafsdóttir 65

Kristín Erla Sigurðardóttir 65

Kristín Jóhanna Símonardóttir 21

Kristín Pétursdóttir á Hvanneyri 21, 50, 65

Kristín Pétursdóttir frá Innri-Skeljabrekku 40, 56, 62, 65, 68

Kristín Steinsdóttir 41

Kristín Theodóra Ragnarsdóttir 44

Kristján sundlaugarsmiður 14

Kristján Guðmundsson á Hvanneyri 20, 21, 22, 70

Kristján Guðmundsson frá Indriðastöðum 23

Kristján Ingi Pétursson 17, 48

Kristján Kristjánsson (KK) 65

Kristján Oddsson 21

Kristófer Helgason 56

Laufey Loftsdóttir 48

Lára Lárusdóttir 21, 22

Leifur Gíslason 17

Líney Snjólaug Diðriksdóttir 17

Magnús B. Jónsson 43

Magnús H. Jakobsson 23, 30

Magnús Ólafsson 14, 15

Margrét Ákadóttir 41

Margrét Jósefsdóttir 44

Margrét Sigvaldadóttir 18

Margrét Sólveig Snorradóttir 17, 21

Margrét Vilmundardóttir 57

Neal og Farmer, tvö leikskáld, 41

Oddný Eva Böðvarsdóttir 65

Oddný Sólveig Jónsdóttir 41, 42, 48

Oddur Grétarsson 17

Oddur Helgason 57

Oddur Rúnar Hjartarson 12, 48, 65

Ófeigur Gestsson 22, 47, 62

Ólafur Guðmundsson 32, 33, 35

Ólafur Sigurðsson 14, 15

Ólína Þorvarðardóttir 65

Ólöf Erla Bjarnadóttir 65

Ólöf Sigurðardóttir 63

Óttar Geirsson 33

Páll J. Blöndal 3, 13, 22, 28, 29, 31, 36, 46

Páll Zóphóníasson 7, 8, 9, 10, 11, 23, 29, 38, 48

Pálmi Ingólfsson 47, 48

Pétur Bjarnason 13

Pétur Björnsson 25

Pétur Jónsson 43, 47, 50, 64, 65

Ragnar Frank Kristjánsson 25

Ragnar Magni Sigurjónsson 34

Ragnheiður Daníelsdóttir 18

Ragnheiður Laufey Jónsdóttir 17

Ragnheiður Thorlacius 69

Ragnhildur Helga Jónsdóttir 3

Ragnhildur Steingrímsdóttir 41

Ríkharð Brynjólfsson 47

Rósa Björk Sveinsdóttir 21

Rósa Marinósdóttir 42, 45, 47, 48, 65, 68, 69, 70

Rósa Óskarsdóttir 33, 57

Rúnar Pétursson 56

Sigmar Aron Ómarsson 21

Sigmundur Hermundsson 20, 67

Sigríður Einarsdóttir 66

Sigríður Hjartardóttir 12, 26

Sigríður Lilja Guðjónsdóttir 47

Sigrún Elíasdóttir 41, 48

Sigrún Rós Helgadóttir 42

Sigrún Hrönn Hauksdóttir 17

Sigrún Óskarsdóttir 41

Sigurborg Ágústa Jónsdóttir 57, 62

Sigurður Ágúst Þorvaldsson 65

Sigurður Björnsson 13, 14, 15, 37

Sigurður Einarsson í Neðri-Hrepp 21, 22

Sigurður Gíslason 10, 12

Sigurður Guðmundsson á Hvanneyri 17, 20, 21, 22, 50

Sigurður Guðmundsson frá Árnesi 48

Sigurður R. Guðmundsson 18, 19, 32, 44, 47, 48, 56, 67

Sigurður Halldórsson 31

Sigurður Helgason 18, 19, 32, 47, 48, 56, 74

Sigurður Jakobsson 69

Sigurður Rúnar Jónsson 65

Sigurður Sigfússon 33

Sigurður Sigurðarson 66

Sigurður Vilmundarson 57

Skúli Magnússon 9, 10

Snjólaug Soffía Óskarsdóttir 25

Snorri Hjálmarsson 40, 41, 47, 56, 64, 69

Soffía Ágústsdóttir 48

Soffía Eyrún Egilsdóttir 42

Soffía Magnúsdóttir 17

Sólrún Halla Bjarnadóttir 21, 44, 74

Steingrímur Steinþórsson 25

Steinunn Ágústa Einarsdóttir 17

Steinunn Fjóla Benediktsdóttir 25, 51

Steinunn S. Ingólfsdóttir 43, 64

Sturla Guðbjarnason 24, 39, 40, 41, 56

Sturlaugur Böðvarsson 37

Svava Sjöfn Kristjánsdóttir 41, 43, 47, 64, 65

Svava Þórhallsdóttir 8, 9, 10, 38, 43, 44, 48, 63

Sveinbjörn Kristjánsson 15

Sverrir Hallgrímsson 57

Sverrir Heiðar Júlíusson 45, 48, 68

Særún Ósk Böðvarsdóttir 65

Terrens McNally 41

Tómas Árnason 57

Trausti Eyjólfsson 46

Tryggvi Valur Sæmundsson 70

Ulla Pedersen 25

Unnur Guttormsdóttir 41

Valdimar Bjarnason 7, 8

Valgeir Skagfjörð 41

Valgerður Friðriksdóttir 20

Viðar Eggertsson 41

Vigfús Guðmundsson 7

Vignir Þór Kristjánsson 34

Vilborg Kristinsdóttir 41

Vilhjálmur Einarsson 33, 56

Þorgils Guðmundsson 13, 27, 31, 39, 58 Þorsteinn Guðmundsson 25 Þorsteinn Jónsson frá Efri-Hrepp 13

Þorsteinn Jónsson frá Kaðalsstöðum 16 Þorsteinn Jósepsson 34

Þorsteinn Júlíusson 41

Þorsteinn Pétursson eldri frá Mið Fossum 27, 38, 57

Þorsteinn Pétursson yngri 57 Þorvaldur Jónsson á Innri-Skeljabrekku 43, 62

Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti 71 Þóra Stefánsdóttir 44

Þórður Erlendsson 61

Þórður Vilmundarson 58

Þórður Þórðarson 69 Þórhallur Teitsson 20 Þórhallur Þórarinsson 37, 56

Þórunn Edda Bjarnadóttir 3, 45 Þórunn Harðardóttir 69

Þórunn Pétursdóttir 69 Þröstur Guðbjartsson 41 Þuríður Jóhannsdóttir 47

79

Ungmennafélagið

Íslendingur var stofnað á Hvanneyri 12. desember 1911. Að stofnun félagsins stóðu eink um nemendur og starfsmenn Hvanneyrarskóla. Starfssvæði Íslendings hef ur alla tíð verið Andakíll, Bæjarsveit og Skorradalur.

Margvísleg hafa viðfangsefni Ung mennafélagsins verið. Fyrstu áratugina var meginhersla lögð á félagsmálaþjálfun og íþróttir, einkum sund, enda kom félagið sér snemma upp góðri sundlaug við Efri-Hrepp. Síðari árin hefur starfsemin snúist um íþróttir yngri kynslóðarinnar, leiklist og mörg önnur verkefni til gagns og gamans fyrir félagana og byggðarlag ið.

Félagssöguna segir Bjarni Guð mundsson í riti þessu: aldarsögu í máli og myndum. Þá rifja átta valin kunnir ungmennafélagar Íslendings upp minningar sínar úr félagsstarfinu síðustu 60-70 árin.

endurspeglast um margt þær miklu breytingar sem orðið hafa á háttum og mannlífi byggðarinnar á milli Seleyrar og Flóku síðastliðin eitt hundrað ár.

Ísögu Ungmennafélagsins Íslendings
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.