7 minute read

Mjólkurskólinn fluttur að Hvítárvöllum

Þeir Ólafur Davíðsson bóndi á Hvítárvöllum og Sigurður Fjeldsted bóndi í Ferjukoti komu til fundar við stjórn Búnaðarfélags Íslands þann 14. mars 1904 til viðræðu um væntanlegt samstarf. Hafði Sigurður ráðunautur þá að beiðni stjórnarinnar, „með vitund og samþykki Eggerts Briem í Viðey“, farið upp í Borgarfjörð og rætt málin við heimamenn, og að því er séð verður af heimildum lagt með þeim drög að stofnun rjómabús er tengjast mundi Mjólkurskólanum.98 Fór svo að 13. maí um vorið hélt Grönfeldt með áhöld Mjólkurskólans upp að Hvítárvöllum.

Á Hvítárvöllum stóð Mjólkurskólanum til boða portbyggt timburhús, fyrir 150 kr. ársleigu. Skyldi Búnaðarfélagið kosta viðgerð þess og útbúnað til smjörgerðarinnar. Einnig að kaupa húsið með tilheyrandi lóð, 30x30 álna, fyrir 1700 kr. Stjórn félagsins gekk að seinni kostinum með skilyrði um að samkomulag næðist um rekstur væntanlegs rjómabús þar, en það var talinn mikill

Advertisement

Reisulegt var á Hvítárvöllum þegar til álita kom að færa Mjólkurskólann þangað; það sýnir hin þekkta mynd W. G. Collingwoods frá sumrinu 1897.

kostur að verðandi rjómabússtýrur kynntust slíkum rekstri af eigin raun. Niðurstaða umræðnanna varð hins vegar sú, að Búnaðarfélag Íslands keypti svonefnt Barónshús á Hvítárvöllum af Ólafi bónda þar, til þess að halda áfram starfi Mjólkurskólans. Húsið hafði baróninn, Charles Gouldrée-Boilleau, reist sem sumarhús fyrir vinnufólk sitt; einföld bygging, óeinangruð, sem aðeins var ætluð til sumarnota. Var þá skammt um liðið frá búskap barónsins, sem brotið hafði upp á ýmsum nýjungum í búskap þar, m.a. starfrækslu rjómabús.99

Á Hvítárvöllum bjó Grönfeldt um Mjólkurskólann með sínum mönnum sumarið 1904. Töluvert verk mun

hafa verið að lagfæra Barónshúsið; því var m.a. snúið á grunni100 og það gert að heils árs vistarveru. Skólastarfið hófst svo formlega þann 1. október. Það réði miklu um val Hvítárvalla sem skólaseturs að bændur voru tilbúnir að stofna rjómabú í tengslum við Mjólkurskólann; nágrannar í Andakíl og Bæjarsveit en einnig nokkrir norðan Hvítár. Innleggjendur urðu margir, t.d. voru þeir 35 árið 1910. Á árunum 1910–1912 höfðu þeir með sér ræktunarfélag, Nautgriparæktarfélag Hvítárvalla, en á fyrsta áratug tuttugustu aldar voru slík félög stofnuð til umbóta í fóðrun og hirðingu mjólkurkúa.101 Það var upphaf áhrifamikils ræktunarstarfs sem að miklum hluta mun mega rekja til starfs rjómabúanna. Hvítárvallafélagið starfaði aðeins í eitt ár. Hefði betur starfað lengur því kýr félagsmanna reyndust „… borga fóðrið sitt illa – sumstaðar jafnvel afleitlega.“102

Ákveðið var að rjómabúið á Hvítárvöllum starfaði einnig að vetrinum, en það var fátítt um rjómabú á þessum árum. Komu þar til þarfir Mjólkurskólans. Virðist sambýli atvinnureksturs bændanna og mjólkurkennslunnar hafa gefist vel. Vildisjörðin Hvítárvellir var forn miðpunktur umsvifa og samgangna þar í sveitum sem styrktist enn með tilkomu hinnar nýju starfsemi þar. Rekstur Hvítárvalla-rjómabúsins tókst þannig að við árslok 1915 var það í hópi þeirra sex rjómabúa (af 23) sem þá áttu mestar skuldlausar eignir.103

Vert er að rifja upp söguna um rjómabúið, sem gildan

Á Hvítárvöllum í byrjun 20. aldar. Mjólkurskólinn var í húsinu lengst til vinstri, Barónshúsinu er svo var nefnt. Dökki skúrinn við húsið var rjómavinnsluskálinn.

þátt virðist hafa átt í því að Mjólkurskólinn var fluttur að Hvítárvöllum. Á fundi sem haldinn var í Þingnesi veturinn 1904 kom fram áhugi á því að fá skólann að nýju í héraðið, sem og það að stofna til rjómabús er starfaði ekki aðeins á sumrin, svo sem þá var háttur þeirra flestra, heldur einnig á starfstíma skólans; töldu fundarmenn það leið til þess að auka arðsemi búsins. Var þetta upphaf erindis Borgfirðinga til stjórnar Búnaðarfélags Íslands sem fyrr var getið. Þeim Jóhanni Björnssyni í Bakkakoti (nú Hvítárbakka), Sigurði Fjeldsted í Ferjukoti og Ólafi Davíðssyni á Hvítárvöllum var falin forganga í málinu.104 Stjórn Búnaðarfélags Íslands og félag bændanna í nágrenni Hvítárvalla, sem að rjómabúinu þar stóð, gerðu síðan samning til sex ára, þar sem bændurnir lofuðu nægu rjómainnleggi til kennslunnar, gegn því að Bún-

aðarfélagið greiddi rekstrarkostnaðinn á meðan nemendur fengjust, en að bændurnir fengju búið að láni utan kennslutímans og greiddu þá kostnað við rekstur þess. Þannig skyldi búið vera í rekstri um ársins hring.105 Bændurnir keyptu mótor til þess að knýja smjörgerðarvélarnar.106 Virðist Hvítárvallabúið hafa verið eitt fyrsta ef ekki fyrsta rjómabú landsins til að taka olíuaflið í þjónustu sína. Samningurinn virðist því hafa verið í svipuðum anda og sá sem gerður var á milli Búnaðarfélagsins og Hvanneyrarskóla um starf og rekstur Mjólkurskólans þar, sjá bls. 64–67.

Víkur nú aftur að húsakosti og starfsaðstöðu Mjólkurskólans á Hvítárvöllum en henni lýsti Grönfeldt þannig í skýrslu sinni til Búnaðarfélags Íslands 1. nóvember 1904:

Skólabyggingin [Barónshúsið] er 18x9 álnir, með 11½x6 álna skúr, sem notaður er til mjólkurmeðferðarinnar. Húsið sjálft er einloftað með 2 álna porti. Á gólfinu eða niðri er skrifstofa, dagleg stofa, eldhús, svefnherbergi, matargeymsluklefi og gangur með stiga upp á loftið.

Á loftinu er skólastofan 9x7 álnir, svefnherbergi nemendanna, gestaherbergi og klæðaskápur.

Að húsinu liggur forstofa 5x7 álnir, skift í tvent, með kjallara undir. Mjólkurmeðferðar-skálanum er skift í þrent: Móttökuherbergi, þar er og hitunarvélin, smjörherbergið og mótorklefinn.

Áhöld skólans eru: strokkur, vatnsdæla, hitunaráhald, kælingaráhald, ostapressa, smjörhnoðunarvél, Gerbers-fitu-

Rjómapóstar að Hvítárvöllum, komnir suður yfir Hvítá. Sitjandi er Ólafur Ólafsson frá Melkoti. Hinir eru (f.v.) Guðmundur Tómasson, seinna bóndi í Tandraseli, Ásmundur Jónsson, seinna í Borgarnesi, og Árni Hjálmsson frá Hofsstöðum. Rjómabrúsana má sjá við fætur þeirra.

mælir, 2 skilvindur, auk bala og annara þvottaáhalda. Við rekstur skólans eða rjómabúsins er notaður steinolíu-mótor með 2 hesta afli. Félagsmenn rjómabúsins eiga mótorinn.107

Sumarið 1905 lét Búnaðarfélagið byggja 6 x 12 álna geymsluskúr við Mjólkurskólann.108

Ekki verður betur séð en að aðstaða Mjólkurskólans hvað rými og útbúnað snerti hafi verið góð á Hvítárvöllum, síst lakari en var í skólahúsinu nýja á Hvanneyri. Á Völlum mátti taka við mun meira hráefni en á Hvanneyri, þar sem aðeins hafði verið gert ráð fyrir að tekið væri við mjólk búnaðarskólabúsins. Þar á Völlum varð Grönfeldt eigin herra og mætti því kallast skólastjóri héðan í frá í þessari frásögn. Það skyggði helst á að vatnsöflun var þar örðug. Heimamenn tóku að sér úrbætur með því að hlaða brunn á lóð Mjólkurskólans. Reyndist sá stórum dýrari en áætlað hafði verið. Þótt tryggingafé hússins á Hvanneyri hefði verið töluvert dugði það ekki fyrir húsabótunum á Hvítárvöllum.

Rjómainnleggjendur Hvítárvallabúsins komu víða að. Þannig minnist Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum í Skorradal frásagna heimilisfólksins um að þaðan hafi rjómi verið sendur að Hvítárvöllum, tvisvar í viku að hann taldi, eftir því á hvaða árstíma var.109 Ofan frá Stafholtsey flutti Björn J. Blöndal rjóma að Hvítárvöllum sumarið 1915, þrettán ára gamall. Ríðandi var hann og fór um Dyravað á Grímsá110 því engin var brúin þá komin á það mikla vatnsfall. Innleggjendur til búsins voru bændur

„ARGAN STARÐI Á FARÐANN“

Misjafnlega gekk að koma smjörinu óskemmdu á markað. Þorsteinn Kristleifsson, sem mundi rjómabúið við Geirsá, sagði frá því að jarðhýsi búsins, er varðveita skyldi smjörið, reyndist ekki betur en svo að smjörið reyndist gallað er á hinn erlenda markað kom. Það kom „farði fram í smjörinu. Það varð eins og loðið, og það var kallaður farði, grátt og loðið“ sagði Þorsteinn og rifjaði upp vísuna sem þá var kveðin:

Borðar Garðar okkar arð argan starði á farðann. Orða harður við það varð, vonarbarðann marð’ann.

Menn munu hafa kennt rjómabústýrunni að einhverju leyti um hvernig fór, „en ég held það hafi nú verið með af geymslunni – það var nú bara hrófað upp einhverju jarðhýsi.“112

í Andakílshreppi, Skorradal, hluta Borgarhrepps og á neðstu bæjum í Stafholtstungum og Bæjarsveit.111

Það er angi af þessari sögu að sáralitlu munaði að húsbruni byndi einnig endi á starf Mjólkurskólans á Hvítárvöllum; að sagan frá Hvanneyri endurtæki sig. Þann 8. september 1905 kom nefnilega upp eldur í stórri heyhlöðu þar á Hvítárvöllum; „… mun hafa verið borið ógætilega

mikið saman af heyi í hlöðuna, geilalaust og kviknaði í heyinu niður við gólf“, segir í blaðafregninni.113 Menn af næstu bæjum fjölmenntu til hjálpar „þar á meðal Hjörtur skólastjóri á Hvanneyri við 16. mann, og stýrði hann aðallega björgunarviðleitninni af miklum vaskleik.“ Reynt var að bjarga sem mestu af heyinu og að verja nærliggjandi hús, annars vegar íbúðarhús Ólafs bónda Davíðssonar og hins vegar mjólkurskólahúsið með íbúð Grönfeldts. Tæpum helmingi heysins, er nam 7–800 hestburðum tókst að bjarga sem og að verja íveruhúsin, þótt bálið væri mikið og veður „hvasst nokkuð“. Þá segir ennfremur í fréttinni: „Föturnar frá mjólkurbúinu komu að góðu haldi sem slökkviskjólur. En brunnar þrutu brátt og varð að sækja vatn í Hvítá til að slökkva, en þangað er góður spölur.“

Því má svo bæta við að það gengur álögum næst hve oft húsbrunar sóttu að Grönfeldt: Á Hvanneyri árið 1903, á Hvítárvöllum árið 1905, og loks á Beigalda árið 1925 er hús mjólkurniðursuðuverksmiðjunnar, er hann stóð fyrir þar, brann í rústir.