10 minute read

Gæti útflutningur smjörs bjargað bændum? Alþingi samþykkir smjörverðlaun og vill efla

Gæti útflutningur smjörs bjargað bændum?

Á ofanverðri nítjándu öld tók hérlendis að gæta áhrifa frá vaxandi verslun með matvæli í Evrópu með Bretland sem öflugasta markaðssvæðið. Ýmsar þjóðir tóku að laga búvöruframleiðslu sína að þörfum hins breska markaðar. Það átti einnig við Íslendinga er þeim opnaðist markaður fyrir sölu sauðfjár á fæti til Bretlands. Sauðasalan sem svo er jafnan kölluð hófst héðan árið 1865 og náði hámarki á níunda tug aldarinnar.17 Peningar streymdu til landsins og örvuðu önnur viðskipti. En árið 1896 var sett innflutningsbann á lifandi sauðfé í Bretlandi. Kjötmarkaðurinn var þröngur. Íslenska saltkjötið var lítt vönduð vara, salan í viðskiptalöndunum treg og verðið þar lágt.18

Advertisement

Um aldamótin 1900 var því þungt fyrir fæti hjá mörgum bændum, ekki aðeins vegna markaðsbrestsins í Bretlandi, því fleira kom til. Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi lýsti ástandinu m.a. svo:

… flestir bændur á Suðurlandi urðu þá að leggja í mikinn kostnað við endurbyggingar bæja og húsa eftir jarðskjálftana miklu 1896. Á erfiðleikana jók það einnig, að tvö til þrjú síðustu sumur aldarinnar voru mjög óþurrkasöm, svo hey, einkum töður, hröktust mjög. Efnahag bænda hrakaði ákaflega á þeim árum. Ég braut heilann látlaust um það, hvað til bragðs skyldi taka. Með sama áframhaldi niður á við mundi allt enda í hruni og volæði bæði hjá mér og öðrum …19

Í umræðum um landbúnaðarmál á Alþingi sumarið 1899 var líka dregin upp dökk mynd af horfunum:

Eins og kunnugt er, þá er landbúnaðurinn nú á tæpri tröppu, og er nauðsyn nú fremur en nokkru sinni [fyrr] að leitast við með öllum ráðum, að styðja hann, svo að hann fari ekki í kaldakol.20

Framtíðarhorfur landbúnaðarins eru svo tvísýnar og ískyggilegar, að mér finst það hrein og bein skylda þingsins að gera alt, sem í þess valdi stendur, til þess að reyna að hjálpa við þessum aðal-atvinnuvegi landsins.21

En gjarnan er það nú svo að þegar harðast kreppir að koma menn auga á nýjar leiðir. Og það gerðist einnig þá: „Maður frétti af glæsilegum búskap hjá Dönum. Þeir seldu ógrynni af smjöri og ostum á háu verði til Englands frá sínum herragörðum, en einnig frá samvinnumjólkurbúum smábænda“ skrifaði Ágúst bóndi í Birtingaholti og spurði síðan: „Var þar ekki einnig fær leið fyrir okkur smábændurna?“

Og þeir voru fleiri er sáu vaxtarmöguleika í mjólkur-

vinnslu. Vorið 1898 skrifaði Stefán B. Jónsson greinaflokk um nautgriparækt og smjörgerð sem birtist í blaðinu Þjóðólfi. 22 Stefán hafði þá um hríð dvalist í Winnipeg, kynnst ýmsum nýjungum og þaðan skrifaði hann. Í greinaflokknum hvatti hann mjög til eflingar á nautgriparækt, m.a. með því að hefja vélvædda smjörgerð með útflutning í huga. Taldi hann nauðsynlegt að koma upp „smjörgerðarvélum“ því að

… auk þess sem þær spara svo að segja alla fyrirhöfn við mjólkurhirðinguna, og allan kostnað við trog og byttur og þessháttar, þá ná þær frá 1/5 – 1/3 meira smjöri úr mjólkinni, en hægt er að ná með nokkurri annari aðferð, og svo verður bæði smjörið, áirnar og undanrenningin alveg ómengað, og þess vegna heilnæmara til fæðu bæði fyrir menn og skepnur. Smjörið verður sérstaklega verðmeira og útgengilegra til útsölu, meðfram af því, að í stað þess að ein- eða tvídægra mjólkina í opnum trogum og skálum í misjafnlega þokkalegum húsakynnum, þá skilur maður með vélinni rjómann frá undanrenningunni undireins og mjólkin kemur úr kúnni.

Í stað þess að láta fitu mjólkurinnar, rjómann, setjast til á nokkrum tíma, sem var hin gamla vinnuaðferð, var miðflóttaaflinu beitt til þess að skilja að rjóma og undanrennu á örskotsstund í hraðvirkri vél – skilvindu, sem Stefán kallaði smjörgerðarvél. Skilvindan byggðist á því að eðlisþyngd rjóma og undanrennu er ekki hin sama og þannig má með miðflóttaafli greina efnin að. Á áttunda áratug nítjándu aldar þróuðu Þjóðverjar og Svíar fyrstu skilvindurnar

(centrifugal separator).23 Með skilvindunni rann upp ný öld í vinnslu mjólkur. Stefán B. Jónsson taldi að „víða hvar á Íslandi [mætti] hreyfa þessa vél ásamt strokknum með vatnsafli í smáám og lækjum.“24 Með athyglisverðri rekstraráætlun sýndi hann fram á Skilvindan olli byltingu. Guðað nautgriparæktin væri mundur Jónsson bóndi á Kirkjuarðsamari en sauðfjárbóli þeytir skilvinduna. ræktin. Hvatti hann til þess að landssjóður veitti einstaklingum og sýslufélögum lán með góðum kjörum til að „leggja kapp á nautgriparækt og smjörgerð“– íslenskum bændum lægi meira á því en nokkru öðru.25 Megi marka prentmiðla þeirrar tíðar er ekki að sjá að greinar Stefáns hafi vakið mikil viðbrögð. Voru þær þó sýnilega skrifaðar af staðgóðri þekkingu á málefninu. Stefán beitti sér fyrir nýrri tækni á ýmsum sviðum, m.a. sem frumkvöðull við búskap að Reykjum í Mosfellssveit. Hann lét fyrstur manna flytja sölumjólk til Reykjavíkur og fyrstur manna varð hann einnig til þess að gerilsneyða mjólk hér á landi, hefur verið sagt.26

Um þessar mundir var nautgriparækt til mjólkurframleiðslu að breytast í nágrannalöndum okkar og þær

25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 ár 1891 1892 1893 1894 1895 1896 1897 1898 1899 1900 smjör, pund 5188 3638 5950 749 0 3135 58 170 8595 21362

Ár

Smjörútflutningur Íslendinga á árunum 1891–1900. Hann nam samtals liðlega einu tonni að meðaltali á ári tímabilið 1891–1898 en tók þá að vaxa til muna, sjá nánar á bls. 137.

hræringar náðu til Íslands. Breytingarnar fólust í bættri fóðrun og skipulegri kynbótum sem og nýjum háttum við mjólkurvinnslu. Hinar nýju mjólkurvinnsluvélar fóru að berast til landsins; skilvindur og vélstrokkar, sniðnar að þörfum heimila. Í fyrstu höfðu þær verið stórar og dýrar og því aðeins við hæfi stærri og getumeiri búa. Fyrstu skilvindurnar voru fluttar til Íslands sumarið 1896. Ruddu þær sér mjög fljótt til rúms enda stórbættu þær vinnubrögð við rjómavinnsluna: „Skilvindan er öllum predikunum æðri“ var haft eftir sr. Þórhalli Bjarnarsyni, síðar biskupi, 27 en hann var einnig afar mikill áhugamaður um framfarir á sviði landbúnaðar.

Þrátt fyrir þrengingar undir lok nítjándu aldarinnar höfðu nokkrir bændur gert tilraunir með útflutning á smjöri með allgóðum árangri þótt ekki væri um mikið magn að ræða.28 Til voru þeir sem vildu reyna nýjar

leiðir í búskapnum en ekki er heldur ósennilegt að smjörútflutninginn hafi mátt rekja til ráðgjafarstarfa kunnáttufólksins um mjólkurmeðferð sem fyrr var sagt frá.

Sigurður hét maður Sigurðsson sem ráðist hafði til Búnaðarfélags Suðuramtsins árið 1892. Hann starfaði hjá félaginu næstu sumur, oftast kallaður Sigurður ráðunautur (eða Sigurður búfræðingur), til aðgreiningar frá alnafna sínum, skólastjóra á Hólum og síðar búnaðarmálastjóra. Sumarið 1897 færði Ágúst bóndi í Birtingaholti smjörútflutning í tal við Sigurð ráðunaut. Sigurður taldi þörf á að reyna hann og mun hafa borið erindið upp við stjórn Búnaðarfélags Suðuramtsins.29

Ekki voru allir trúaðir á að útflutningur á íslensku smjöri gæti orðið arðgæfur; töldu að árangur fyrri tilrauna til umbóta í mjólkurvinnslu hefði ekki gefið tilefni til bjartsýni, og að ekki væri víst að Íslendingum tækist að ná sama árangri og Danir. Þannig skrifaði Halldór Kr. Friðriksson, þá forseti Búnaðarfélags Suðurramtsins, Sigurði sumarið 1897 og sagði m.a.: „Enda þótt gott sje, að kynnast búskap Dana, einkum hvað meðferð á mjólk snertir, held jeg að þjer að öðru leyti sjáið minnst í Danmörku, sem hjer á við …“30 Síðar um haustið hvatti Halldór Sigurð til þess að leggja herslu á jarðræktina, taldi það ekki einum manni ætlandi að bæta meðferð á mjólk:

Jeg er hræddur um að það gangi seinna að koma bændum almennt til að fara með mjólkina, eins og best mætti vera;

sú varð raunin á hjer um árið, þegar þeir kvenmenn voru að ferðast hjer um, sem höfðu lært það …31

Engu að síður og með nokkrum styrk frá Búnaðarfélagi Suðuramtsins fór Sigurður nær tveggja ára langa námsferð um Danmörk og Noreg þar sem hann kynnti sér mjólkurmeðferð og mjólkuriðnað sérstaklega. Heim kominn árið 1899 ritaði hann rækilega fræðslu- og hvatningargrein um þau mál í Búnaðarrit.

Í ljósi þess sem átti eftir að verða í málefnum íslenskrar mjólkurvinnslu má segja að grein Sigurðar hafi verið eins konar stefnuáætlun: Í helstu atriðum komu tillögur hans til framkvæmda eins og síðar verður rakið. Tillögurnar voru einkum byggðar ríkulegri og góðri reynslu Dana. Hún var nærtækust og oftast sú fyrirmynd sem umbætur í landbúnaðarmálum Íslendinga voru sniðnar eftir.32 Tillögurnar áttu því fremur greiða leið að Íslendingum, þótt ekki sé heldur gert lítið úr málafylgju Sigurðar né þeirri aðstöðu er hann sem ráðunautur hafði til þess að fylgja þeim eftir.

Í greininni kynnti Sigurður hugmyndir sínar um eflingu mjólkuriðnaðar á Íslandi. Mikilvægt atriði þeirra var það, að samhliða stofnun mjólkurbúanna „… ef ekki á undan“ yrði að koma „verkleg kennslustofnun í meðferð mjólkur, smjör- og ostagerð.“ Benti Sigurður á að kennslustofnun þessi gæti verið í sambandi við einhvern búnaðarskólann, ellegar sérstakur skóli. „Til að byrja með“, skrifaði Sigurður, „hygg jeg bezt að komið væri á

SIGURÐUR SIGURÐSSON

Sigurður Sigurðsson (1864–1926) var frá Langholti í Flóa. Hann varð búfræðingur frá Hólum árið 1890 en starfaði síðan hjá Búnaðarfélagi Þingeyrarhrepps í tvö ár áður en hann réðist sem sýslubúfræðingur til Búnaðarfélags Suðuramtsins árið 1892. Þar starfaði hann um fimm ára skeið en fékk þá styrk félagsins til ferðar um Norðurlönd. Dvaldist hann við Búnaðar- og mjólkurskólann í Ladelund í Danmörku veturinn 1897–1898 og lærði mjólkurmeðferð á fimm mánaða námskeiði við skólann. Við brautskráningu þaðan fékk hann orð fyrir „… en udmærket sund opfattelse og klar Forstaaelse af Forholdene.“35 Hann ferðaðist einnig um Danmörku og Noreg til þess að kynna sér búnaðarnýjungar. Heim kom hann vorið 1899 og var ráðinn ráðunautur hjá nýstofnuðu Búnaðarfélagi Íslands í ársbyrjun 1900, en þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags. Sigurður var alþingismaður Árnesinga um árabil.

Sem ráðunautur leiðbeindi Sigurður einkum á sviði nautgriparæktar og mjólkurmála. Rjómabúunum, sem hann hvatti mjög til stofnunar á, sinnti hann af krafti, sem og öðrum félagslegum umbótamálum landbúnaðarins.

fót kennslu í þessari grein við búnaðarskólann á Hvanneyri, og að fenginn sje maður, helzt frá Jótlandi, sem vel er að sjer í öllu verklegu, sem lýtur að smjör og ostagerð,

Hann var óþreytandi að vinna mjólkurvinnslunni framgang hérlendis og hafði til þess góða aðstöðu, sat m.a. um tíma á Búnaðarþingi auk Alþingis. Um það vitna hinar mörgu greinar og skýrslur sem hann birti um málið, bæði í búnaðarritum og almennum Sigurður Sigurðsson ráðunautur fréttablöðum á velmektar- með konu sinni, Björgu Guðdögum rjómabúanna, en mundsdóttur, og sonum, Geir margar þeirra eru afar Haukdal (t.h.) og Sigurði Haukverðmætar heimildir um dal (t.v.). Mjólkurskólann og rjómabúin. Líklegt er að til þessa fræðslu- og hvatningarstarfs Sigurðar hafi sérstaklega verið horft þegar honum var veitt Fálkaorðan árið 1924 þótt hann hafi raunar lagt hönd að mörgum öðrum framfaramálum.36

Sigurður kvæntist Björgu Guðmundsdóttur frá Haukadal (Höll) í Dýrafirði. Þau eignuðust tvo syni: Sigurð Haukdal, prest, og Geir Haukdal, verslunarmann.

til þess að annast kennsluna.“ Og ennfremur: „Eptir því, sem til hagar hjer á landi, eru konur, að mínu áliti, sjálfkjörnar til þess að annast og framkvæma öll mjólkurbú-

verkin á mjólkurbúunum, þegar þau komast á gang og verða almenn.“33

Og niðurstaða Sigurðar var býsna eindregin en hana dró hann m.a þannig saman:

Ástand landbúnaðarins er þannig nú, að það verður að gjöra eitthvað til þess að hjálpa því við, og það er sannfæring mín, að mjólkurbúin sjeu eitt af því, og eitt það fyrsta og helzta, er geti bjargað honum og hafið hann upp … Verði það eigi gjört, hafa menn þar með kveðið upp dauðadóm yfir landbúnaðinum á Íslandi og íslenzku þjóðerni.34

Grein Sigurðar vakti athygli. Ágúst Helgason í Birtingaholti las m.a. úr henni á fundi, sem hann kallaði saman í Hruna eftir messu eina þar veturinn 1899–1900. „Ekki var þessu tekið tveim höndum af bændum, sem varla var von. Þeir þekktu ekkert til samvinnu á neinu sviði, og alveg óvíst, að Englendingar vildu nokkuð með smjörið hafa, þegar það var ekki unnið úr kúamjólk, eins og það danska [heldur sauðamjólk; viðbót og leturbr. hér]“ skrifaði Helgi Haraldsson á Hrafnkelsstöðum sem sagt hefur rækilega sögu fyrsta mjólkurbúsins en hann var raunar fyrsti mjólkurpósturinn þar.37 Hrunamenn samþykktu að stofna tvö mjólkurbú, annað að Syðra-Seli en hitt í Birtingaholti. Aðeins Syðra-Selsbúið tók þó til starfa þá um sumarið og varð því brautryðjandinn; það gerðist 10. júlí 1900. Fimm bændur lögðu saman mjólk í búið. Unnið var smjör og fóru tvær sendingar um sumarið til Englands

er seldust þar fyrir mun betra verð en „þá var gangverð til kaupmanna“ skrifaði Helgi. „Þótti þessi tilraun hafa heppnazt furðuvel og óx mönnum nú hugur til að reyna betur,“ skrifaði Ágúst í Birtingaholti.38

Og fleiri höfðu reynt fyrir sér þetta síðasta sumar gömlu aldarinnar. Frá Hvanneyrarskóla og tveimur öðrum heimilum í Borgarfirði var sent dálítið af smjöri í reynsluskyni til Englands:

Fáir munu hafa varað sig á því hér, að mikill munur mundi gerður þar í milli, og líklegast alls ekki orðið hans varir, þótt bragðað hefðu á þessum smjörsendingum öllum þremur. En Englendingurinn var ekki lengi að finna muninn. Hann gaf 90 aura fyrir Hvanneyrarsmjörið, en 45 a. [aura] fyrir hitt.39

Ef til vill lá mismunurinn í verkkunnáttu Ragnheiðar Torfadóttur, verðandi húsfreyju á Hvanneyri, sem telja má víst að stýrt hafi smjörgerðinni þar. Vonir höfðu glæðst. Smjörsölutilraunirnar sýndu að hægt var að fá gott verð fyrir góða vöru. Skriða var að fara af stað.