Sel og selstöður við Dýrafjörð

Page 49

Sel og selstöður við Dýrafjörð

lagi eru það mannvirkin á selstöðunum og lesa má af myndum á bls. 52-69. Sum geta hafa verið fullburðug íveru- og mjólkurvinnslu hús en önnur aðeins næturskýli eða smalakofar – mannvirki sem líka geta verið frá ýmsum tímum og breytileg frá einni jörð til annarrar. Í þriðja lagi eru það svo stekkarnir, þessar einkennandi réttir eða kvíar sem mörg örnefni eru tengd og lágu í dálítilli fjarlægð – stekkjarveg – frá býli.163 Vegalengdin var að sönnu ekki stöðluð en líklega ekki höfð meiri en svo að á stekkinn og af honum mætti ganga á skaplegum tíma og með tilheyrandi byrði (málnytuna). Ég hef ekki gert sérstaka rannsókn á stekkjaminjum á svæðinu en lausleg athugun sýnir að stekkir hafa, að minnsta kosti sumir hverjir, verið býsna íburðarmikil mannvirki. Í ljósi þess má velta því fyrir sér hvort menn hafi komið þeim upp til þess eins að nota þau um stekktíð, á meðan lömb voru vanin undan mæðrum sínum – á svo sem 2-3 vikna tíma á hverju ári.164

Það stóð frammi á Bjarnardal – heiman til við Selá sem fellur fram úr Skáldagrímsdal sem þverá í Bjarnardalsá. Nú var Holt stórbýli að tiltölu og þarf að hafa það í huga þegar frásögnin er metin en hana skrifaði Ólafur Þ. Kristjánsson.165 Ólafur rakti frásögn tveggja heimildarmanna. Ágúst Guðmundsson á Sæbóli á Ingjaldssandi hafði eftir Guðrúnu Sakaríasdóttur, sem mun hafa verið fædd 1854, og dvaldi í Holti 1870-1872: 2-3 stúlkur voru í selinu að jafnaði. Kýrnar voru mjólkaðar fyrst, og var það oftast búið þegar féð kom. Ein stúlkan fór að öllum jafnaði þegar búið var að mjólka kýrnar og ærnar fyrri mjölt til þess að setja mjólkina, en hinar mjólkuðu eftirmjölt. Smérið var flutt heim í krókum, en skyrið einu sinni í viku í strokkum. Drukkurinn var fluttur heim í tvíbytnum að vetrinum, dreginn á sleða.

Hinn heimildarmaðurinn var Þorkell Guðmunds­ son frá Þórustöðum í Önundarfirði, fæddur 1861; hann var smali í Holti en fluttist þaðan með presti, Sr. Stefáni Stephensen, inn í Vatnsfjörð árið 1884. Þorkell gæti því hafa verið nokkru lengur í Holti en áðurnefnd Guðrún. Hann sagði lömb hafa verið setin heima í Holti nokkra daga eftir fráfærur áður en þau voru rekin fram í Kálfabana, sem er afdalur Bjarnardals; skrifaði síðan:

Ég tel ekki fráleitt að ætla að stekkur kunni á tíðum að hafa þjónað hlutverki sels (mjaltasels); að vegna fjarlægðar frá bæ, þótt takmörkuð væri, hafi hann dugað til þess að halda uppi hinni nauðsynlegu tvískiptingu landnýtingarinnar: húshaga og selhaga. Sú skipting var sýnilega ekki landfræðilega fastbundin heldur kvik eftir eftir ýmsum aðstæðum. Þarft væri að kanna þátt stekkanna í þessu efni nánar. Hvernig tókst að hagnýta þessa hugmyndafræði á heimilunum mörgu og á ýmsum tímum sögunnar markaði efnalega afkomu einstaklinganna – og úr því spunnust hvort heldur bláþræðir eða gildir kaflar á hnökróttu bandi kynslóðanna.

Ærnar voru aftur á móti strax reknar fram í Holtssel. Yfirleitt var ekki setið hjá ánum nema kannske einn dag, heldur var þeim smalað allan fráfærnatímann. Eftir mjaltir kvölds og morgna voru þær reknar fram fyrir Heiðará á Mjóadal [annar afdalur Bjarnardals]. – Ekki er nema 7-8 mínútna gangur

Vinnubrögðin, mjólkin og smjörið

frá selinu fram að Heiðará eða tæplega það, en

Hvernig var vinnubrögðunum hagað í seljunum? Sjálfsagt hafa þau verið með ýmsu móti, allt eftir aðstæðum. Svo heppin erum við þó að til eru lýsingar frá síðustu árum selfaranna á vinnubrögðum í selinu frá Holti í Önundarfirði. 163

Mjóidalur er langur. Smalinn var vakinn kl. 3-4 á nóttunni til smalamennskunnar og einnig var farið að smala um svipað leyti, kl. 3-4, að degi til. Smalinn hélt alltaf til í selinu.

Halldór Stefánsson: „Fráfærur“. (1955), 117-121.

164 Jónas Jónasson frá Hrafnagili: Íslenzkir þjóðhættir (1961), 167169.

165

43

Ólafur Þ. Kristjánsson: „Vinnubrögð í Holtsseli“. (1979), 137-145.


Articles inside

Sel og verstöðvar – greinar á sömu rót

23min
pages 53-79

Fráfærur lagðar af og búháttum breytt

3min
pages 51-52

Vinnubrögðin, mjólkin og smjörið

6min
pages 49-50

Sumarfjós og stekkar

2min
page 48

Önnur mannvirki í selhögum – fleiri hlutverk seljanna

6min
pages 45-47

Selhagar og húshagar – skipting gróðurlendis jarðanna

5min
pages 43-44

Hvenær voru selin lögð af?

8min
pages 33-35

Sagnir og ævintýri tengd seljunum

6min
pages 31-32

Önnur og ótalin sel í Dýrafirði

15min
pages 36-42

Búféð í seljunum?

4min
pages 29-30

Sýnilegar minjar um selin

5min
pages 20-22

Lega seljanna – liður í skipulegri nýtingu landkosta?

5min
pages 18-19

Landshættir, veðurfar og gróður á svæðinu

3min
page 14

Hvað skyldi rannsakað?

4min
pages 12-13

Selin í sögu og lögum

12min
pages 8-11

Hvar stóðu selin?

5min
pages 15-17

Hvað segja örnefni um selin og selstöðurnar?

4min
pages 26-28

Stærð og gerð selhúsanna

7min
pages 23-25
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.