3 minute read

Landshættir, veðurfar og gróður á svæðinu

getur hafa raskað yfirborðsmyndinni að einhverju marki. Næsta stig rannsóknarinnar gæti því orðið að athuga lögun og gerð áhugaverðustu rústanna nákvæmar, t. d. með jarðsjá eða uppgreftri. Mjög var misjafnt hve glöggar tóftirnar á selstöðunum voru. Yfirborðsmælingarnar ættu samt að gefa viðunandi og samanburðarhæfar grunnmyndir af rústum flestra selmannvirkjanna. Fullnaðarvitneskja fæst þó aðeins með uppgreftri. Staðhættir voru kannaðir svo sem landslag, gróðurfar og umhverfi hinna einstöku selja. Þá voru teknar ljósmyndir af mælistöðum og svæðum. Lagt var upp úr því að fá mat heimamanna og annarra staðkunnugra á vegalengdum, t. d. frá bæ að seli, metnum í gangtíma.29

Landshættir, veðurfar og gróður á svæðinu

Advertisement

Landslag við Dýrafjörð ber flest megineinkenni Vestfjarða. Berglög blágrýtis-myndunarinnar hafa hlaðist þar hvert ofan á annað. Í berglagastaflann hafa jöklar síðan sorfið skörð, dali og hvilftar á löngum tíma og skapað skilyrði fyrir gróður af ýmsum toga. Ár hafa borið og bera fram hið sorfna efni, smátt og stórt. Þannig hafa myndast eyrar með mörgum ánna. Það, sem til sjávar berst, hefur m. a. myndað odda og eyrar með sjónum. Þannig hefur orðið til allnokkuð undirlendi. Gróðurræman með sjó og inn til dalanna er ekki mikil að fyrirferð en gróðurflötur hlíðanna er hlutfallslega mestur að stærð. Lýsing Steindórs Steindórssonar á gróðurfari Vestfjarða, þó aldin sé, á mjög vel við Dýrafjörð. Hann skrifaði m. a.:

. . . Ofanverðar hlíðar eru víða hömróttar og hvarvetna skriðurunnar, en helztu gróðurlendi hlíðanna eru mólendi með krækiberja- og bláberjalyngi drottnandi í gróðursvip, en á flötum hjöllum skapast smámýrablettir með klófífu og mýrafinnungi . . .

29 Með sérstakri virðingu, ánægju og þakklæti nefni ég heimild, sem ég nýtti mér við athuganir mínar og skrif en hef ekki í öllum tilvikum vísað sérstaklega til: Það er Firðir og fólk 900-1900 Úr vinnuhandriti Kjartans Ólafssonar – sjö binda ljósritað handrit hans fyrir Þingeyrar- og Mýrahreppa, sem ég fékk hjá Útgáfufélagi Búnaðarsambands Vestfjarða. Vinnubrögð Kjartans voru sýnilega þannig í flestu, sem ég reyndi, að vart hefur hvarflað að mér að leita þeirra frumheimilda, er varða sel og seljabúskap, sem hann byggir frásögn sína á. Yfirleitt má segja, að því nær sem dregur opnu hafi hverfi kvistlendi úr sögunni en graslendi komi í þess stað, ef á annað borð er um samfelldan gróður að ræða. Á flatlendi og aflíðandi hlíðarflákum eru mýrar. Ýmis gróðurhverfi eru í mýrum þessum en víðast er þó mýrafinnungur drottnandi, og er hann sérkenni vestfirzkra mýra öðrum plöntum fremur . . . Eitt höfuðeinkenni í gróðurfari á Vestfjörðum er hversu skammt yfir sjávarmál samfelldur gróður nær. Mjög víða nær hann ekki nema í 180 m hæð, og sáraóvíða hittast samfelld gróðurlendi fyrir ofan 300-350 m. Líklegt má telja, að þetta eigi rót sína að rekja til þess, hversu ofanverðar hlíðar eru brattar, og því skriðurunnar, jarðrennsli úr fjallabrúnum er víða stórkostlegt, en þar sem svo hagar til, er varla að vænta samfellds gróðurs.30

Veðurfar er sterkur áhrifaþáttur gróðurs og búfjárhalds. Nálægð hafsins mótar að vonum veðurfar á þessum slóðum. Er fjær dregur sjó tekur veðurfarið á sig landrænni einkenni sem meðal annars felast í því að hitasveiflur árs og sólarhrings verða meiri en á stöðum með ströndum. Á dölunum er gjarnan meira skjól en nær sjónum og nefna má að innlagnar (hafgolu), sem oft temprar lofthita á sólríkum sumardögum, gætir vart nema stutt fram á dalina – þar framar getur tekið við kyrra og breyskjuhiti. Þar er veðursæld því víða jafn meiri en nær sjónum. Með hækkandi landi fram til dala leysir snjóa oftast seinna en við sjávarsíðuna. Í framdölum er gróandinn því ögn seinna á ferð en með ströndum. Af þeim sökum er lengur fram eftir sumri von á kjarnmiklum nýgræðingi í framdölum en heimundir bæjum; vöxtur plantna hefst þar seinna og því halda þær miklu næringargildi lengur en á láglendi. Til var því að mjólkurær græddu sig í fráfærunytina á ný þegar þær voru færðar í sel á framdal.31

Með vissum hætti má því segja að framdalirnir, a.m.k. þeir lengri, tilheyri öðrum veðra- og

30 Steindór Steindórsson: Vestfirðir I (1946), 11-12.

31 Dæmið er frá Meðaldal, haft eftir Sigríði Benónýsdóttur selráðskonu þar (f. 1847); Kristján Helgi Kristjánsson frá Meðaldal í samtali við BG 13. nóvember 1980.