Sel og selstöður við Dýrafjörð

Page 20

Rit LbhÍ nr. 131

Á selinu frá Mýrum á Gemlufallsdal. Kví t.v. við lækinn, selrústir þar fjær, sem og til hægri, sjá uppdrátt á bls. 65. Myndin var tekin 22.7.2010.

sumur medur allann þeijrra ppenijng sem ij alluijdru eru . . . 51

frið fá með sitt fé fyrir smalanum frá Mýrum og hjörð hans. Kvöld eitt kemur Mýraseljan framan úr seli og finnur Gemlufallsseljuna sem er að þvo mjólkurtrog sín við Litladalsá, og skyldi nú gera út um málin. Fór svo að Gemlufallsseljan flengdi stöllu sína frá Mýrum upp úr ánni að smalanum ásjáandi. Upp frá þessu fóru Mýramenn að falast eftir beitilandi þarna á dalnum til eignar.52

Í staðinn átti Núpur að fá skipsuppsátur og naustgjörð fyrir neðan Fögrutröð hjá Kaldalæk en Gerðhamrar sextíu sauða beit um mánuð á Alviðrumýrar „nær sem a wetre will“. Síðara dæmið varðar strandjörðina Mýrar og daljörðina Gemlufall, svo skírskotað sé til hliðstæðu úr fyrra dæminu. Eigendur Mýra munu hafa gert samning við eigendur Gemlufalls um að mega hafa í seli frammi á Gemlufallsdal en á móti því kæmi viku mótak fyrir Gemlufallsmenn í Hrólfsnaustum sem eru í landi Mýra og þar skammt frá sjó. Á grundvelli þessa samnings reistu Mýramenn sel á Gemlufallsdal. Selráðskonunum, sem voru heimasætur frá hvorum bæ, lenti saman vegna þess að Gemlufallssmalinn taldi sig engan

Engin dæmi hef ég fundið um sambærileg ítakaskipti í Þingeyrarhreppi.

Sýnilegar minjar um selin Á langflestum seljanna reyndust minjarnar enn vera allvel og sums staðar mjög vel sýnilegar. Með nokkurri einföldun hér í byrjun má segja að ganga mætti að seljaminjunum eftir þrennum bendingum: 52

51

Íslenzkt fornbréfasafn III, 447-448.

14

Ragnheiður Stefánsdóttir á Þingeyri í bréfi til BG í júní 1982.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.