2 minute read

Ljósberinn - Nýr Ljósberi

Í Andakílsárvirkjun var bókasafn Ungmennafélagsins til húsa um árabil. (ÁHB). almenningsbókasafni þannig að eignarhald eldri bókasafna skyldi haldast óbreytt en nýjar bækur skyldi Héraðsbókasafnið kaupa, m.a. fyrir fjárframlag Andakílshrepps. Taldi bókasafn Ungmennafélagsins þá vel á þriðja þúsund bindi, samkvæmt skýrslu bókavarðar.36 Útlánastaðir skylduveratveir:ÁHvanneyriogíFélagsheimilinu Brún.Hélstþessihátturumallmörgár.Meðbreyttri sveitarfélagaskipan og nýjum samgönguháttum tók Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Borgarnesi að mestu við bókaútlánum í samræmi við þarfir íbúanna – hlutverki sem áhugasamir ungmennafélagar Íslendings höfðu tekið upp í byrjun síðustu aldar.

Bókasafnsþjónustu Ungmennafélagsins sinntu alla tíð fjölmargir sjálfboðaliðar þess og kjörnir félagar. Nefna má heimilisfólkið í Stafholtsey, Ásgeir Jónsson í Neðri-Hrepp og Bjarna K. Skarphéðinsson í Andakílsárvirkjun, og Eyjólf Hjálmsson frá Þingnesi sem fulltrúa þessa stóra hóps.

Advertisement

Ljósberinn – Nýr Ljósberi

Eitt auðkenni vaxandi félagsmálahreyfinga hérlendis um fyrri aldamót var útgáfa handskrifaðra blaða. Blöðin gengu ýmist á milli bæja og heimila eða þá að efni þeirra var lesið upp á félagsfundum. Þannig gátu margir notið efnis þeirra þótt eintakið væri aðeins eitt. Mikill fjöldi slíkra sveitar- og félagsblaða kom út hérlendis og þá einnig í Borgarfirði.37

36 Kaflinn er m.a. byggður á skýrslum Bjarna K.

Skarphéðinssonar í Nýjum Ljósbera á árunum 1974-1978. 37 Ingi Sigurðsson: Hann og hún – Sveitarblað í

Lundarreykjadal. Erindi á málþingi um sögu

Borgarfjarðar á 18. og 19. öld í Borgarnesi 5. september 2009. Ungmennafélagið Íslendingur lét ekki sitt eftir liggja á þessu sviði heldur. Á aðalfundi félagsins, 5. desember 1915, var samþykkt að hefja útgáfu blaðs. Fremur en fyrr voru menn ekki lengi að koma samþykktinni í verk og virðist fyrsta „tölublaðið“ hafa legið fyrir fullskrifað þegar í sama mánuði. Páll Zóphóníasson var ritstjórinn en sér til fulltingis hafði hann sjö manna ritnefnd. Fyrsta tölublaðið hófst með ávarpi sem ritstjórinn skrifar undir. Þar segir m.a.:

Ljósberinn! ... Þið þekkið öll ljósberann, þessa litlu gulrauðu jurt, sem hefur fengið nafn sitt af því hve ljóselsk hún er. Við sem nefnum blaðið okkar Ljósbera, gerðum það í þeirri trú og von að það mundi verða ljóselskt, eins og nafni þess ...

Ljósberinn kom út næstu árin. Síðasta blaðið, sem varðveist hefur, virðist hafa komið út í maí 1920. Þá kveður ritstjórinn, Páll, sem þá var að fara norður að Hólum í Hjaltadal til þess að taka þar við skólastjórn. Páll var lengst af ritstjórinn en um tíma stýrðu ritstjórninni Magnús H. Jakobsson frá Varmalæk, Kristján Guðmundsson á Indriðastöðum ofl.38 Svo virðist sem ritnefnd hafi verið skipuð fyrir hvert blað og þá eftir stafrófsröð félagsmanna. Þannig urðu allir að taka þátt í starfinu. Blaðið var lesið upp á félagsfundum, að því er sjá má í nokkrum fundargerðum félagsins frá þessum tíma. Síðast er upplesturs úr Ljósberanum á félagsfundi getið vorið 1926. Efni Ljósberans var fjölbreytt. Mest fór þar fyrir greinum um óhlutbundin og óstaðtengd viðfangsefni. Örfá kvæði má þar lesa sem og ævintýri og stuttar sögur sem virðast vera fengnar úr öðrum heimildum. Margar greinanna eru skrifaðar undir dulnefni sem ekki verður auðveldlega ráðið í. Páll ritstjóri skrifaði þó oftast undir nafni að því er séð verður. Hann virðist hafa verið afkastamesti skrifarinn en fjölmargir koma við höfundasöguna, þótt félagar virðist almennt ekki hafa verið auðfengnir til skrifta. Ljósberinn hefur sýnilega verið vettvangur fyrir æfingu og þjálfun félagsmanna í því að íhuga, skipuleggja og tjá hugsun sína um fjölbreytileg viðfangsefni. Þau eru á margan hátt hin sömu og

38 Tvær bækur Ljósbera eru varðveittar í Héraðsskjalasafni

Borgarfjarðar, skjölum Íslendings. Þar virðist vanta eina bók inn í röðina, sem m.a. geymir III árgang blaðsins.