3 minute read

Bókasafn Ungmennafélagsins

með landsliðinu í frjálsum íþróttum. Þá koma í skránni fyrir nöfn þriggja systkina, sem fram úr hafa skarað í íþróttum, þeirra Sigurðar, Ástríðar og Kristjáns Guðmundarbarna frá Hvanneyri, tveggja bræðra: Björns H. og Sigurðar Einarssona frá Neðri-Hrepp, og tveggja systra: þeirra Láru og Bjarkar Lárusardætra frá Hvanneyri. Hæfileikar, áhugi og hvatning innan fjölskyldnanna hafa þar eflaust fallið í einn farveg til hins góða árangurs. Starfsíþróttir tók UMFÍ upp á sína arma upp úr miðri síðustu öld. Innan Íslendings hafa þær ekki skipað stóran sess, það skal viðurkennt. Sjaldnast hefur verið um langstæða og markvissa keppnisþjálfun að ræða heldur hafa áhugsamir hæfileikamenn oftar gengið til keppni í stemningu augnabliksins. Engu að síður eru dæmi um að félagar hafi ná góðum árangri í greinum starfsíþrótta: Nefna má hann Ófeig Gestsson frá Hvanneyri sem varð Landsmótsmeistari í kúadómum á Akranesi 1975.

En á bak við þá sem lengst, hæst og hraðast náðu, er stór hópur íþróttamanna sem átti sinn þátt í því að gera hverja keppni spennandi þótt ekki ynnu þeir hana. Þeir hafa átt það takmark helst að sigra sjálfan sig – leggja sig fram, bæta árangur sinn með því að gera eins vel og þeir frekast gátu.

Advertisement

Bókasafn Ungmennafélagsins

Þegar Páll J. Blöndal í Stafholtsey rifjaði upp 40 ára sögu Ungmennafélagsins35 sagði hann eitt af fyrstu verkum þess hafa verið að koma upp bókasafni. Málefni bókasafnsins gengu lengi síðan sem rauður þráður í gegnum fundi félagsins, megi marka fundargerðirþess.ViðstofnunUngmennafélagsins var ekkert almenningsbókasafn til á félagssvæðinu. Árlega keypti Ungmennafélagið nokkuð af bókum og lánaði þær út frá Hvanneyri en þar voru þær geymdar mörg fyrstu árin. Tekjur safnsins voru naumar: gjaldið var 1-2 krónur á félaga og því ekki hægt að kaupa mikið á hverju ári. Um miðjan fjórða áratuginn tók Andakílshreppur að styrkja félagið til bókakaupa og síðan ríkið á grundvelli laga um almenningsbókasöfn. Greiddist þá úr um bókakaup. Fyrsta bókakaupastyrks Andakílshrepps er raunar getið í fundargerð í ársbyrjun 1926. Árið 1951 sagði Páll J. Blöndal félagið eiga „allmargt góðra bóka, ca 900-1000 bindi

35 Páll J. Blöndal. U.M.F. Íslendingur 40 ára. Óbirt handrit í skjölum Umf. Ísl. og hafa þær síðari árin verið látnar ganga á milli bæja“... Þá var bókasafnið til húsa í Andakílsárvirkjun þar sem safnið naut ókeypis húsnæðis allt frá vetrinum 1948-1949. Hér má gera nokkurn hlykk á söguna. Til staðfestingar því að snemma höfðu félagar Íslendings hug á því að efla lestur og bókmennt má nefna að á félagsfundi 12. júní 1912 var ákveðið að stofna „lestrarfélag.“ Það var áréttað á fundi á annan í jólum 1914 og félagið kallað „Lestrarfélag Íslendings“ Þar var samþykkt að karlmenn skyldu greiða kr. 1,00 til félagsins, konur kr. 0,75 en nemendur Hvanneyrarskóla ekkert án þess að mismununin væri á neinn hátt rökstudd. Þótt nafn Lestrafélagsins komi af og til upp í fundargerðum félagsins fram eftir árunum virðist starf þess hafa fallið að öllu leyti undir iðju Ungmennafélagsins. Víða um land störfuðu hins vegar sérstök lestrarfélög sem báru nafn sitt langt fram á 20. öld er til urðu hin formlegu bókasöfn sýslna og sveitarfélaga.

Það má raunar leiða hugann að heitunum lestrarfélag – bókasafn: Í öðru orðinu felst skilningurinn félag um lestur en hinu safn af bókum. Víst er um það að þrá margra til lestrar og fræðslu var mikil og einlæg. Henni vildi Ungmennafélagið Íslendingur mæta strax á öðru starfsári sínu. Félagar voru hvattir til þess að lesa ekki aðeins bækur heldur ræða efni þeirra einnig á fundum sínum.

Andakílshreppur stóð löngum vel að bókasafni Ungmennafélagsins: Gerði það raunar að sveitarbókasafni hreppsins í fyllingu tímans. Árið 1963 gerði hreppurinn samkomulag við Ungmennafélagið um að greiða 0,75% af hreinum rekstrartekjum sínum til bókasafnsins til viðbótar lögskipuðu framlagi hreppsins. Þessi myndarlegi stuðningur bætti mjög hag safnsins. Á þessum árum seldu umsjármenn safnsins einnig vörur svo sem jólakort og –pappír, kerti ofl. til ágóða fyrir bókasafnið með ágætum árangri.

Árið 1970 var bókasafnið flutt úr stöðvarhúsi Andakílsárvirkjunar yfir í hús Ungmennafélagsins viðHreppslaug.Umárabilhafðiannarútlánastaður verið í Bæjarsveit; fyrst hjá heimilisfólkinu í Stafholtsey en síðar í félagsheimilinu Brún og um tíma var sá þriðji aftur á Hvanneyri.

Það var svo árið 1979 að gerður var samningur á milli Héraðsbókasafns Borgarfjarðar, Andakílshrepps, Ungmennafélagsins og Bændaskólans á Hvanneyri um samstarf að