4 minute read

Skemmtiferðir

Ljósberinn, blað Ungmennafélagsins. Fyrsta tölublaðið kom út í desember 1915. (Héraðsskjalasafn Borg.). virðast hafa verið tekin til framsögu og umræðu á fundum félagsins á þessum árum. Þau eru ekki sérstakur mælikvarði á hugarheim og áhugamál félaga Íslendings heldur glöggur endurómur af þeirri þjálfun andans sem rík hersla var lögð á í ungum félagsmálahreyfingum og mörgum skólum þessi árin – liður í því að menna og mennta, eins og sagt var í fyrstu ársskýrslu félagsins. Hér á eftir eru nokkur dæmi um titla greina í Ljósberanum. Þeir gefa góða hugmynd um þau viðfangsefni sem ungmennafélagarnir glímdu við:

þegnskylduvinnan félagsstarfið móðurmálið íþróttir hlýðni skemmtanir líkamsmenntun kappglíman áramót ég og þú taflið hvað skal starfa? gestrisni ungmennafélagsstarfsemi...

Advertisement

En Ljósberinn lagðist í dvala, langan dvala. Það var svo árið 1974 að skipuð var nefnd til þess að endurvekja útgáfustarfið. Í henni voru þau Gyða Bergþórsdóttir í Efri-Hrepp, Bjarni Vilmundarson á Mófellsstöðum og Sturla Guðbjarnason í Fossatúni en hann hafði einmitt flutt tillöguna um að útgáfa blaðs yrði hafin. Þau stóðu fyrir útgáfu Nýs Ljósbera er hafa skyldi þennan tilgang: 24 • að rifja upp þætti úr starfsemi félagsins frá upphafi með því m.a. að birta afrit eða ljósrit af gömlum gögnum, einnig endurminningar eldra fólks, félaga og annarra. • að birta fréttir af núverandi starfsemi félagsins, sem m.a. koma fram í ársskýrslum stjórnar og nefnda, einnig almenn tíðindi úr byggðarlaginu. • að vera vettvangur fyrir hvers konar ritsmíðar, sem félagar og aðrir velunnarar blaðsins vilja koma á framfæri.39

Á árabilinu 1974-1986 komu alls út sjö hefti blaðsins sem var fjölritað, 20-45 bls. að stærð hvert. Blaðið var afar fjölbreytt að efni og því tókst um flest að mæta tilgangi sínum: Gerð var grein fyrir ársstarfinu, birtir kaflar um sögu Ungmennafélagsins og ýmislegt annað efni. Hefti blaðsins eru hin besta heimild um starf Ungmennafélagsins á nefndu tímabili. Hvað efni snerti var Nýr Ljósberi þannig bundnari stað og tíma en verið hafði hinn fyrri. Þannig endurspegla útgáfurnar tvær með skemmtilegum hætti þann mun sem var á hugsun og tíðaranda útgáfutímabilanna. Raunar má bæta þriðja Ljósbera-tímabilinu við söguna því síðustu misserin hafa komið út stutt fréttabréf – dreifibréf til íbúa á félagssvæðinu. Þar hafa birst tilkynningar og stuttar fréttir af félagsstarfinu. Og svona í lok þessa efniskafla má nefna það að frásagnir af starfi Ungmennafélagsins hafa birst í öllum afmælisritum Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Þau rit eru hin ágætasta heimild um starf ungmennafélaganna í Borgarfirði allt frá stofnun UMSB árið 1912, og þá einnig Ungmennafélagsins Íslendings. Félagið samþykkti á fundi sínum 18. febrúar 1912 að verða stofnaðili að Ungmennasambandinu. Það var svo stofnað á Hvítárbakka 26. apríl þá um vorið en það er önnur saga.40

Skemmtiferðir

Strax á fyrsta starfssumri sínu gekkst Ungmennafélagið fyrir skemmtiferð félagsmanna er stór hópur þeirra hélt fram í Grundarskóg í Skorradal. Þar „skemmtu menn sjer með söng, glímum og fl.“ og voru „glaðir og ánægðir er heim

39 Nýr Ljósberi. 1974. Bls. 1. 40 Ungmennasamband Borgarfjarðar 50 ára. Bls. 11.

Ungmennafélagar Íslendings í gönguferð, staddir í Miðfitjaskarði á Skarðheiði, 17. september 2011. Frá vinstri: Pétur Björnsson, Helga Jensína Svavarsdóttir, Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir, Haukur Júlíusson, Björn Þorsteinsson, Þorsteinn Guðmundsson, Einar Ágúst Helgason, Anna Baldrún Garðarsdóttir, Hallgrímur Sveinsson, Ragnar Frank Kristjánsson, Helgi Björn Ólafsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ulla Pedersen, Fjóla Benediktsdóttir, Jóhannes Guðjónsson, Guðmundur Gíslason og Snjólaug Soffía Óskarsdóttir. (ÞB).

var snúið um kvöldið“ eins og sagði í starfsskýrslu stjórnar. Má vera að okkur nútímafólki þyki þetta nú ekki hafa verið löng reisa þar sem við rennum malbikaðan þjóðveginn neðan úr Andakíl fram að Grund á örfáum mínútum.

Oft síðar voru farnar skemmtiferðir á vegum Ungmennafélagsins svo sem í Húsafellsskóg, til Þingvalla, vestur í Stykkishólm og víðar. Í júníbyrjun 1940 var t.d. samþykkt að fara skemmtiferð upp að Hreðavatni, „á hestum eða reiðhjólum og dvelja þar um nóttina“ eins og segir í fundargerð. Í ársskýrslu 1948 var greint frá skemmtiferð um Dali og allt vestur í Ólafsdal undir fararstjórn Dalamannsins Ellerts Finnbogasonar kennara á Bárustöðum. Þá voru jeppar og viðlíka farkostir komnir til sögu ásamt vegum er leyfðu lengri dagleiðir. Hestaferð var farin inn á Langavatnsdal og sumarið 1967 var gerð vel heppnuð reisa í kringum Skorradalsvatn þar sem 30 ungmennafélagar með 60 hesta tóku þátt. Einnig hefur félagið brugðið á leikhúsferðir til Reykjavíkur, ýmist eitt og sér eða í samvinnu við aðra, m.a. Kvenfélagið 19. júní. Alllangt er nú síðan síðasta hefðbundna skemmtiferðin á vegum Ungmennafélagsins var farin. Þó ber að halda því til haga að veðurfagran septemberdag afmælisárið 2011 efndi félagið til vel heppnaðrar gönguferðar um Skarðsheiði syðri, úr Leirársveit yfir í Skorradal.

„Formaður bar fram till. um að fjelagar U.M.F. Íslendings kæmu sjer saman um að fara skemtiferð til einhvers fagurs staðar, nú í vor, eða sumar; nefndi hann til dæmis Hreðavatn. Tillagan var síðan samþ. með samhl.atkv. Ákveðið var að þeir er för þessa færu skyldu gefa sig fram við form. fyrir 1. júní. Steingr. Steinþórsson bar fram till. um að fara skemtiför þess á hestum og var sú till.samþ. Ákveðinn var dagur til fararinnar hinn 21. júní og skyldi fólk koma saman í Ferjukoti að morgni kl. 8.” Á fundi 10. maí 1925.