Vetrarstarf KFUM og KFUK 2016-2017 - Kynning

Page 1

KFUM og KFUK Veturinn 2016-2017


2


Vetrarstarf KFUM og KFUK KFUM og KFUK býður ungu fólki að taka þátt í og skapa jákvætt félagsstarf þar sem hverjum og einum er mætt af umhyggju og virðingu. Í félaginu er stuðlað að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þátttakenda. Í KFUM og KFUK fær ungt fólk tækifæri til að vaxa í vitund um sjálft sig, um aðra, um samfélagið í kringum okkur og um lifandi Guð. Yfir vetrarmánuðina stendur KFUM og KFUK fyrir vikulegum samverum fyrir börn og unglinga. Á samverunum er fjölbreytt dagskrá og leikir. Þá er ávallt uppbyggjandi fræðsla um kristna trú. KFUM og KFUK stendur einnig fyrir fjölmörgum viðburðum og námskeiðum fyrir ólíka aldurshópa. Vetrarstarf KFUM og KFUK er aldursskipt. Starf fyrir 10 til 12 ára er kallað yngri deildir samkvæmt gamalli hefð, en starfið gengur einnig undir nafninu Leikjafjör eða TTT starf. Á sumum stöðum eru deildirnar kynskiptar, sér fyrir stráka (KFUM) og sér fyrir stelpur (KFUK). Unglingadeildir eru fyrir aldurshópinn 13 til 15 ára. Þær ganga oft undir sínum eigin nöfnum. Þá er vöxtur í starfi fyrir aldurshópinn 15 til 17 ára.

10–12 ára

13–15 ára

15–17 ára

KFUM og KFUK á mjög gott samstarf við Þjóðkirkjuna. Vetrarstarfið er unnið í góðu samstarfi við söfnuðina á hverjum stað og fer oft fram í safnaðarheimilum þeirra.

3


Kvöldvaka sumarbúðanna 19. ágúst kl. 19:00

Hvenær: Föstudaginn 19. ágúst kl. 19:00. Hvar: KFUM og KFUK Holtavegi 28. Hverjir: Fyrir alla krakka sem komið hafa í sumarbúðir KFUM og KFUK og fjölskyldur þeirra. Föstudaginn 19. ágúst verður haldin sameiginleg kvöldvaka sumarbúða KFUM og KFUK. Hátíðin byrjar kl. 19:00 með sölu á grillmat, opið verður í hoppukastala og skemmtilegir leikir í boði. Klukkan 20:00 hefst sjálf kvöldvakan, en á henni er blönduð dagskrá með samansafni af bestu atriðum og leikritum úr öllum sumarbúðunum. Húsbandið sér um að spila vinsælustu sumarbúðalögin. Allir eru hjartanlega velkomnir.

4


Vikulegar samverur fyrir 10–12 ára

10–12 ára

Yfir vetrarmánuðina stendur KFUM og KFUK fyrir vikulegum samverum fyrir 10–12 ára stráka og stelpur. Veturinn 2016–2017 er 10–12 ára starf ráðgert á eftirfarandi stöðum: • Digraneskirkju í Kópavogi • Fella- og Hólakirkju • Grensáskirkju við Háaleitsbraut • Grindarvíkurkirkju • KFUM og KFUK -húsinu Hátúni 28 í Reykjanesbæ • Njarðvíkurkirkju • Lindakirkju í Kópavogi • Hveragerðiskirkju • Seljakirkju • KFUM og KFUK -húsinu í Sunnuhlíð á Akureyri • Dalvíkurkirkju • Ólafsfjarðarkirkju • KFUM og KFUK -húsinu Holtavegi 28 í Reykjavík Starfið mun hefjast í vikunni 11.–17. september. Tímasetningar og nánari upplýsingar verða veittar á www.kfum.is þegar nær dregur.

5


Hæfileikasýning

10–12 ára

2. nóvember 2016

Hvað: Hæfileikasýning KFUM og KFUK. Hvar: KFUM og KFUK -húsinu Holtavegi 28. Hvenær: Miðvikudaginn 2. nóvember 2016. Fyrir hverja: Krakka 10-12 ára í yngri deildum KFUM og KFUK.

Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 18:00–20:00 fer fram hæfileikasýning KFUM og KFUK. Öllum krökkum á aldrinum 10–12 ára gefst kostur á að taka þátt. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að horfa á. Frábær skemmtun með flottum krökkum.

Karnival yngri deilda 11. mars 2017

Hvað: Karnival yngri deilda. Hvar: Á höfuðborgarsvæðinu (Staðsetning auglýst síðar). Hvenær: Laugardaginn 11. mars 2017. Fyrir hverja: Krakka 10 til 12 ára.

Karnival yngri deilda verður haldið laugardaginn 11. mars 2017. Í boði verður fjörug samvera allra deilda með mismunandi stöðvum og að sjálfsögðu viðeigandi veitingum.

6


Vorferð YD í Vatnaskóg

10–12 ára

31. mars -1. apríl 2017

Hvað: Vorferð yngri deilda. Hvar: Vatnaskógi. Hvenær: Helgina 31. mars – 1. apríl. Fyrir hverja: Krakka 10 til 12 ára.

Dagana 31. mars – 1. apríl 2017 verður árleg vorferð yngri deilda. Farið verður í Vatnaskóg og gist eina nótt. Dagskráin verður þétt og fjölbreytt. Í boði verða m.a. margs konar smiðjur, leikir og kvöldvaka. Í ferðinni fá þau sem ekki hafa kynnst sumarbúðum KFUM og KFUK smjörþefinn af sumarbúðadvöl. Fyrir reynda sumarbúðakrakka er ferðin í Vatnaskóg eins konar upphitun fyrir komandi sumar.

7


Unglingastarf Vikulegar samverur

13–15 ára

Vikulegar samverur fyrir 13–16 ára unglinga eru á vegum KFUM og KFUK yfir vetrarmánuðina. Veturinn 2016–2017 er ráðgert að starfa á eftirfarandi stöðum: • Fella- og Hólakirkju • Grensáskirkju • Grindarvíkurkirkju • Hveragerðiskirkju • KFUM og KFUK -húsinu Hátúni 28 Reykjanesbæ • Seljakirkju • Lindakirkju • Lágafellskirkju • KFUM og KFUK -húsinu í Sunnuhlíð á Akureyri • Landakirkju í Vestmannaeyjum Starfið mun hefjast í vikunni 11.–17. september. Tímasetningar og nánari upplýsingar verða veittar á www.kfum.is þegar nær dregur.

8


Miðnæturíþróttamót

13–15 ára

18.—19. nóvember 2016

Hvað: Miðnæturíþróttamót. Hvar: Vatnaskógi. Hvenær: 18.—19. nóvember. Fyrir hverja: Unglinga 13-15 ára.

Föstudaginn 7. október verður haldið miðnæturíþróttamót unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Á dagskrá verða margs konar hefðbundnar og óhefðbundnar íþróttir; orusta, myrkrabolti, pottapartý, diskóbandy, fáránleikar, kvöldvaka, partýblak og margt fleira.

Æskulýðsmótið Friðrik 17.—19. febrúar 2017

Hvað: Æskulýðsmótið Friðrik. Hvar: Vatnaskógi. Hvenær: 17.—19. febrúar 2017. Fyrir hverja: Unglinga 13-15 ára.

Helgina 17.—19. febrúar 2017 verður æskulýðsmótið Friðrik haldið í þriðja sinn. Í boði verða margvíslegir leikir, smiðjur, íþróttir, söngur, pottapartý, fræðslustundir og ball. Unglingar af öllu landinu fjölmenna á mótið. Þau sem einu sinni hafa kynnst Friðriksmótinu vilja alls ekki missa af því.

9


Jól í skókassa Nóvember 2016

Verkefnið Jól í skókassa snýst um að safna jólagjöfum fyrir börn og unglinga í Úkraínu, sem búa við fátækt, veikindi og erfiðar aðstæður eða líða skort á annan hátt. Verkefnið byggist á því að fólk útbýr jólagjafir í skókassa og kemur þeim til KFUM og KFUK. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi. Renna þær til barna á munaðarleysingjaheimilum, barnaspítölum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Jól í skókassa hefur uppeldislegt gildi fyrir fjölmörg íslensk börn og eru augu þeirra opnuð fyrir aðstæðum jafnaldra sinna annars staðar í heiminum. Fulltrúar KFUM og KFUK fylgja gjöfunum til Úkraínu og sjá til þess að þær rati í réttar hendur. Lokaskiladagur verður laugardaginn 12. nóvember. Nánari upplýsingar er að finna á www.kfum.is/skokassar.

10


16+ ára

Námskeið í viðburðastjórnun 9.—10. september 2016

Hvenær: 9.—10. september 2016. Hvar: Sumarbúðunum Ölveri. Hverjir: Fyrir þá sem eru í framhaldsskóla og eldri og hafa brennandi áhuga á að skipuleggja viðburði. Námskeið í viðburðastjórnun er fyrir alla þá sem hafa áhuga á að skipuleggja viðburði og eru í framhaldsskóla eða eldri. Farið verður yfir hvernig á að hefjast handa og skipuleggja viðburð. Þá verður unnið með markmiðasetningu, fjármál viðburða og almannatengsl og að enda viðburði og meta. Eftir þetta námskeið eiga þátttakendur að vera færari í að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburði frá upphafi til enda. Í framhaldi af námskeiðinu fá þátttakendur að spreyta sig á raunhæfu verkefni innan KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar veitir Unnur Ýr Kristinsdóttir æskulýðsfulltrúi, unnur@kfum.is.

11


15–17 ára

24 stundir

UNGLEIÐTOGAÞJÁLFUN KFUM OG KFUK FYRIR 15–17 ÁRA Markmið ungleiðtogaþjálfunar KFUM og KFUK er að auka þekkingu og hæfni þátttakenda og stuðla að virkri þátttöku í æskulýðsstarfi. Þjálfunin nær yfir tveggja ára tímabil og eru tvö helgarnámskeið haldin á hverju ári, auk þess sem þátttakendur fá verkefni sem þeim ber að leysa á vettvangi. Þjálfunin er þannig samþætt inn í þátttöku ungleiðtoganna í vetrar- og sumarstarfi félagsins þar sem þeim er treyst til að prófa sig áfram og vaxa í ábyrgð. Að auki er námskeiðið Verndum þau skyldunámskeið í ungleiðtogaþjálfuninni. Á 24 stundum er fræðslu skipt upp í fjóra efnisflokka og þess gætt að á hverju námskeiði sé eitthvað kennt úr hverjum flokki.

K F U M/K

Kristilegi þátturinn í starfi KFUM og KFUK er mikilvægur og fræðsla um kristna trú og gildi er órjúfanlegur þáttur af ungleiðtogaþjálfun. Fræðsla um félagsmál, eðli félagasamtaka, lýðræði og virka þátttöku.

KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing og því mikilvægt að þekkja væntingar ungs fólks og virkja raddir þeirra. Við stuðlum að mannrækt og mannúð og bjóðum upp á uppbyggjandi verkefni sem eru gagnleg samfélaginu.

Fyrra námskeið vetrarins verður í Vindáshlíð 30. september – 1. október 2016. Seinna námskeið vetrarins er á dagskrá 20.—21. janúar 2017 og verður í Vatnaskógi. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Þorsteinsson æskulýðsfulltrúi, johann@kfum.is.

12


13


Vetraríþróttahelgi á Akureyri

15–20 ára

24.—26. mars 2017

Hvað: Vetraríþróttahelgi. Hvar: Akureyri. Hvenær: Helgina 24.—26. mars 2017. Fyrir hverja: Ungmenni 15 ára og eldri (10. bekk og eldri).

Dagana 24.—26. mars 2017 stendur Klúbburinn á Akureyri fyrir vetraríþróttamóti KFUM og KFUK fyrir 15 ára og eldri. Eins og þekkt er státar Akureyri af margs konar möguleikum til vetraríþrótta. Því verður væntanlega boðið upp á skíði, snjóbretti, skautaferð og kvöldvökur. Nánari upplýsingar verða á www.kfum.is þegar nær dregur.

Klúbburinn

Akureyri - Grindavík - Vestmannaeyjum

Klúbburinn er KFUM og KFUK -starf fyrir krakka á framhaldsskólaaldri. Upphafið má rekja til Akureyrar, en haustið 2016 er stefnt að því að fara einnig af stað í Grindavík og í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar er að fá hjá æskulýðsfulltrúum KFUM og KFUK.

14


12–17 ára

Norrænt unglingamót 13.—18. júlí 2017

Sumarið 2017 er komið að Íslandi að halda norrænt unglingamót KFUM og KFUK. Siðustu áratugi hafa íslensk ungmenni sótt slík mót á hinum norðurlöndunum. Mótið verður haldið í Vestmannaeyjum. Unglingadeildir KFUM og KFUK setja stefnuna á mótið. Nánari upplýsingar veitir Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi, gisli@landakirkja.is. Heimasíða: www.kfum.is/nordiccamp

15


www.kfum.is Það félagsstarf sem kynnt er í þessum bæklingi kann að taka breytingum þegar nær dregur. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu félagsins www.kfum.is

KFUM og KFUK á Íslandi Holtavegi 28 104 Reykjavík Sími 588 8899 www.kfum.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.