Fréttabréf KFUM og KFUK

Page 1

2. tölublað október 2018

Fréttabréf KFUM og KFUK Aukin aðsókn í sumarbúðir KFUM og KFUK 50 ungmenni í leiðtogaþjálfun fyrir 15-17 ára Vígsla Birkiskála II í Vatnaskógi


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975

Síðustu 10 ár hefur KFUM og KFUK gert út nokkra hoppukastala til að nota í starfi félagsins. Í sumar bættust tveir nýir kastalar í flóruna. Á myndinni eru leikskólabörn að vígja annan þeirra.

Í KFUM og KFUK fáum við að vera við sjálf Unglingar 13–15 ára voru saman komnir á móti í Vatnaskógi. Ég var fluga á vegg þegar skipt var í umræðuhópa. Ein af spurningunum sem þau fengu var: Hvers vegna mæti ég í KFUM og KFUK? Ég átti von á svörum um félagsskapinn, leikina, fjörið, og jafnvel að minnst yrði á trúna. Það kom mér því á óvart þegar ein stúlkan sagði: Í KFUM og KFUK fáum við að vera við sjálf. Fleiri krakkar tóku undir og í umræðunni sem fylgdi á eftir mátti heyra að þau lifðu við daglega spennu í samskiptum, stöðuga samkeppni við jafnaldra sína, ótta um stöðu sína í hópnum og að uppfylla væntingar annarra til þeirra. En í KFUM og KFUK fundu þau ekki fyrir þessari pressu. Það vakti athygli mína að stúlkan sem hóf umræðuna var félagslega sterk og að því sem ég best vissi dugleg í skóla og virk í öðrum tómstundum. Kynslóðirnar þekkja að unglingsárunum fylgir gjarnan glíma við sjálfsmynd og samskipti. En munurinn núna er sá að vegna snjallsíma og samfélagsmiðla fá unglingarnir enga hvíld frá þessari undirliggjandi spennu. Hún fylgir þeim allan sólarhringinn. Það er ánægjulegt að heyra að í KFUM og KFUK upplifa unglingarnir aðra menningu. Menningu þar sem allir eru með og enginn er á bekknum. Menningu sem eflir þau og styrkir sjálfsmynd þeirra. Í KFUM og KFUK heyra þau og finna að þau eru mikilvæg og verðmæt eins og þau eru. Í KFUM og KFUK fá þau að vera þau sjálf. Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 2. tbl. 2018. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Ljósmyndir í blaðinu eru flestar teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs.


Vatnaskógur:

Vígsla Birkiskála II Sunnudaginn 27. maí sl. voru mikil tímamót í starfi Vatnaskógar en þá var Birkiskáli II vígður. Húsið tengist Birkiskála I er hið glæsilegasta og hefur verið í byggingu síðan 2007 en síðastliðið ár hefur verið unnið við innréttingar í miðrými hússins og utandyra þar sem hellulagt var að framanverðu settir bekkir ofl. Biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir vígði húsið en áður höfðu Skógarmenn rakið byggingarsögu og fjármögnun verkefnisins. Fimm einstaklingar þau Heiðrún Sveinbjörndóttir, Hans Gíslason, Ragnar Baldursson, Sigurður Jóhannesson og Albert E Bergsteinsson voru sæmd gullmerki Skógarmanna fyrir frábært framlag til starfsins í Vatnaskógi. Fjölmargir heimsóttu staðinn að þessu tilefni og þakka Skógarmenn öllum þeim sem heimsóttu Vatnaskóg að þessu tilefni.

Ingi Erlingsson og Ólafur Jón Magnússon.

Fjöldi fólks var saman kominn í salnum í Birkiskála.

Sigurður Pétursson þakkar þeim Ársæli Aðalbergssyni og Ólafi Sverrissyni fyrir vel unnin störf við byggingu hússins.

Björgvin Hansson og Sigurður Grétar Sigurðsson.

Fimm manns voru sæmdir Gullmerki Skógarmanna fyrir frábært framlag til starfsins í Vatnaskógi. F.v. Albert E Bergsteinsson, Sigurður Jóhannesson, Ragnar Baldursson, Hans Gíslason og Heiðrún Sveinbjörndóttir, 3


Aukin aðsókn í sumarstarf KFUM og KFUK Aðsókn í sumarbúðir KFUM og KFUM var mjög góð á liðnu sumri og flestir dvalarflokkar fullir. Í sumarbúðunum fimm var 7% aukning í hefðbundnu sumarbúðastarfi á milli ára. Fór þátttaka úr 2.180 upp í 2.330 þátttakendur. Með hefðbundnu sumarbúðastarfi er átt við 5-7 daga dvalarflokka fyrir börn og unglinga. En þar fyrir utan standa sumarbúðirnar fyrir feðga-, mæðgna- og feðginaflokkum, auk annarra viðburða. Þá eru ekki talin með leikjanámsekeið félagsins, en þar var uppselt allar vikurnar. Mest varð aukningin í Vindáshlíð, en þangað komu 647 stúlkur eða 23% fleiri en sumarið áður. Í Vatnaskóg komu 764 þátttakendur, eða 4% fleiri en 2017. Ekki var hægt að taka við fleirum í Kaldársel, en þar var fullt í alla flokka líkt og 2017. Svipaða sögu er að segja úr Ölveri þar

900 800 700 600 500 400 300 200 100 0

Vatnaskógur

Hólavatn

Vindáshlíð 2017

sem var 8% aukning. Lítilsháttar samdráttur var í aðsókn að Hólavatni eftir stöðuga aukningu á liðnum árum.

2018

Ölver

Kaldársel

Súlurnar sýna þátttöku í hefðbundnum dvalarflokkum sumarbúða KFUM og KFUK sumarið 2018 í samanburði við sumarið 2017.

Hitaveita í Vindáshlíð - Safnað fyrir ofnakerfi Nýlega var lögð heitavatnslögn upp að Vindáshlíð og nú stendur til að nýta þetta heita vatn til að kynda húsin. Til þess þarf að leggja ofnakerfi, en hingað til hafa húsin verið kynt með rafmagni. Stjórn Vindáshlíðar ætlar að leita eftir styrkjum til að fjármagna þessa framkvæmd og verður í október hrundið af stað söfnun á Karolina fund. Kynding með heitu vatni verður mikil búbót fyrir Vindáshlíð. Hún mun hafa í för með sér mun lægri rafmagnskostnað, minni brunahættu

4

og að hægt verði að nýta Vindáshlíð betur allan veturinn. Það mun auka möguleika á vetrarstarfi og útleigu að vetri með tilheyrandi viðbótartekjum, svo ekki sé minnst á bætta líðan þeirra sem dvelja á staðnum. Það eru því spennandi tímar framundan í Vindáshlíð.

Nú treystir Vindáshlíð á stuðning félagsfólks og annarra velunnara. Margt smátt gerir eitt stórt, eins og sagt er og margt stórt gerir ennþá stærra. Söfnunin á Karolina fund verður auglýst betur síðar, fylgist því vel með. En einnig má benda á reikning Vindáshlíðar 515-26-163800 kt. 590379-0429.


Mikill fjöldi sótti kaffisölur sumarbúðanna Sumarbúðirnar Hólavatn og Ölver héldu árlega kaffisölu sína 19. ágúst sl. Kaffisala í Vindáshlíð var tveimur vikum síðar 2. september. Um 400 manns komu á Hólavatn og tæplega 300 í Ölver sem er aðsóknarmet á báðum stöðum. Þá var aðsókn í Vindáshlíð langt umfram væntingar. Kaffisölurnar er vettvangur fyrir velunnara og aðra gesti að heimsækja sumarbúðirnar, kynna sér aðstæður og styðja við starfið í leiðinni. Í seinni tíð hefur aukist mjög að börn sem dvalið hafa í sumarbúðunum um sumarið nýti tækifærið og bjóði foreldrum sínum á staðinn.

Ferðir / útivist / hreyfing Það hefur verið góður gangur í grasrótarhópnum Ferðir/útivist/hreyfing. Í sumar var m.a. farið í hjólaferð í Hafnarfjörð og Álftanes, gengið um Geldinganes, kvöldferð um miðborg Reykjavíkur þar sem komið var við á ýmsum stöðum sem tengjast sögu KFUM og

KFUK og gengið var frá Hvalfirði yfir í Vindáshlíð á kaffisölu. Hópurinn er öllum opinn. Hann miðlar verkefnum á Facebook undir nafninu: Ferðir / útivist / hreyfing - KFUM og KFUK. Þegar blaðið fór í prentun voru 314 skráðir í hópinn á Facebook.

Eindagi félagsgjalda er 1. desember Við viljum minna félagsfólk á að eindagi ógreiddra félagsgjalda er 1. desember, en greiðsluseðlar voru sendir út fyrr á árinu. Við hvetjum alla til að greiða félagsgjöldin, enda eru þau mikilvægur hluti af fjárhag félagsins. Það er mjög mikilvægt að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgir þeim einnig mikilvæg hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins.

www.kfum.is 5


Elín Hrund Garðarsdóttir

Sindri Geir Óskarsson

Unnur Ýr Kristinsdóttir

Breytingar í starfsmannahópnum Í haust hafa orðið breytingar i starfsmannahópnum. Unnur Ýr Kristinsdóttir er komin aftur til félagsins eftir námsdvöl erlendis og tekur við nýju 100% starfi sem verkefnastjóri æskulýðsstarfsins. Æskulýðsfulltrúarnir Óskar Birgisson og Heiðbjört Arney Höskulsdóttir hafa látið af störfum, en þau voru bæði í hlutastörfum. Elín Hrund Garðarsdóttir er nýr þjónustufulltrúi á skrifstofu félagsins og tekur við af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem snýr til annarra starfa. Sindri Geir Óskarsson er tekinn við starfi svæðis- og æskulýðsfulltrúa á Akureyri og leysir Eydísi Ösp Eyþórsdóttur af sem komin er í barnsburðarleyfi. Hulda Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Vindáshlíðar og þjónustufulltrúi á skrifstofunni, lét af störfum 31. ágúst, var hún ráðin tímabundið. Við bjóðum þau Elínu, Sindra Geir og Unni Ýr hjartanlega velkomin til starfa. Jafnframt þökkum við þeim samstarfið sem nú hverfa til annarra starfa.

www.kfum.is

Framkvæmdir innandyra á Holtavegi 28 Framkvæmdir standa yfir innandyra í félagsheimilinu okkar á Holtavegi 28. Miða þær allar að því að bæta starfsaðstöðu og nýta betur húsnæðið. Í sumar var byrjað að breyta kennslustofunni í afgreiðslu og opið skrifstofurými fyrir starfsfólk félagsins. Þar þurfti að brjóta niður og breyta lofthæð að hluta, með tilheyrandi raski. Á meðan flutti skrifstofan í endasalinn sem nýi felliveggurinn aðskilur.

Breytingar innandyra á Holtavegi 28 Fundaherbergi í suð-vestur hluta kaffiteríunnar er langt komið.

Kaffiterían verður gerð hlýlegri og meira aðlaðandi.

Búið er að skipta salnum í tvennt með fellivegg sem hægt verður að opna þegar stærri viðburðir eru í húsinu.

6

Stefnt er að því að skrifstofan flytji í nýtt endurbætt rými í lok okótber. Í vor var lokið við fundaherbergið í suðvesturhluta kaffiteríunnar og salnum var skipt í tvennt með fellivegg. Í vetur verður haldið áfram og kaffiterían gerð hlýlegri og meira aðlaðandi. Þessar framkvæmdir innandyra munu kosta um 16 milljónir. Það er þegið með þökkum ef fólk vill leggja verkefninu lið. Reikningsnúmerið er 101 - 26 - 2425 kt. 690169-0889.

Útbúin verður geymsla m.a. fyrir borð og stóla, hægra megin þegar komið er inn í húsið. Í sumar verður kennslustofunni breytt í afgreiðslu og opið skrifstofurými fyrir starfsfólk félagsins.


35 ungmenni voru að koma á sína fyrstu leiðtogahelgi.

Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15–17 ára

50 ungmenni á leiðtogahelgi 50 ungmenni voru saman komin í Vindáshlíð helgina 21.-23. september sl. í leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK. Tvö námskeið voru haldin samtímis; leiðtogaþjálfun 1 fyrir þau sem voru að mæta á sína fyrstu leiðtogahelgi og leiðtogaþjálfun 3 fyrir þau eldri sem tóku leiðtogaþjálfun 1 og 2 síðasta vetur. Þátttakendur í leiðtogaþjálfun 1 voru 35 og 15 í leiðtogaþjálfun 3. Fræðslunni á námskeiðunum er skipt upp í fjóra efnisflokka og þess gætt að á hverju þeirra sé eitthvað kennt úr hverjum flokki. K = kristin fræðsla F = félagsmálafræðsla U = ungmennalýðræði M = mannrækt Á milli námskeiða er lagt upp með að þátttakendur fái verklega þjálfun á vettvangi starfsins. Með leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK viljum við auka hæfni og efla sjálfstraust þátttakenda. Við viljum hjálpa ungu fólki til að vera leiðtogar í eigin lífi og auka getu þeirra til að takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem þeim bjóðast. Fræðslan og þjálfunin tekur að sjálfsögðu einnig mið af því að þátttakendur verði hæfir sem leiðtogar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, bæði í sumar- og vetrarstarfi félagsins, þegar þau hafa aldur til.

15 ungmenni sem sóttu leiðtogaþjálfun 3. Hér eru þau ásamt Hjördísi Rós Jónsdóttur verkefnastjóra leiðtogaþjálfunar og Unni Ýr Kristinsdóttur verkefnastjóra æskulýðsstarfins. 7


Leikjanámskeið KFUM og KFUK eru mjög vinsæl Leikjanámskeið KFUM og KFUK fyrir 6–9 ára fóru fram í Lindakirkju annars vegar og Reykjanesbæ hins vegar sl. sumar Biðlistar mynduðust við öll námskeiðin, nema það fyrsta í Lindakirkju, en fyrir mistök skárust dagsetningar þess námskeiðs á við skólaslit í Kópavogi.

8

Myndirnar eru frá Lindakirkju, en þar var m.a. farið í fjöruferðir, heimsóknir á Árbæjarsafn, í Hallgrímskirkju, Borgarleikhúsið, á slökkviliðs- og lögreglustöðvar. Þá var staðið fyrir ýmsum leikjum úti sem inni. Gleði og skemmtun einkenndu leikjanámskeiðin.


Góður karlaflokkur í Vatnaskógi Heilsudagar karla voru haldnir í Vatnaskógi helgina 31. ágúst – 2. september. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn var styrktur með þáttöku í íþróttum, gönguferðum og með vinnu fyrir Vatnaskóg. Andinn og sálin voru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu. Á föstudagskvöldinu var það dr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og fyrrv. fjármálaog efnahagsráðherra sem flutti erindið „10 ár frá hruni – höfum við eitthvað lært?“ Biblíufræðsla var í höndum Halldórs Elíasar Guðmundssonar djákna og fræðslufulltrúa Pilgrim Congregational UCC, Ohio, USA. Á laugardeginum fræddi hann mennina um „Jahve og El – Guð nær og fjær. Tvær Guðsmyndir í Gamla Testamentinu“ og á sunnudeginum var fræðslan ,,Jesús og spámennirnir. Hvað er réttlæti?“ Á laugardagskvöldinu var hátíðarkvöldvaka í umsjá feðganna Sigurbjörns Þorkelssonar, Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar, Geirlaugs Sigurbjörnssonar og Páls Steinars Sigurbjörnssonar. Meðal verkefna í flokknum má nefna: Greinar fjarlægðar úr skóginum eftir skógarhögg í vor, byrjað var að skanna sliedesmyndasafn Vatnaskógar, norðurhlið Gamla skála var máluð, settar voru upp hillur í þvottaherbergi í Birkiskála 2, brú smíðuð yfir skurð ofan kapelluflatar, skógarstígar merktir, settir bekkir við aðalinngang

Kvöldvaka sumarbúðanna Árleg kvöldvaka sumarbúðanna var haldin 17. ágúst síðastliðinn. Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson voru kynnar kvöldsins, héldu uppi stemningunni og héldu utan um dagskrá á sviðinu. Starfsmenn sumarbúðanna skemmtu gestum með leikritum, söng, dans og fleiri kvöldvökuatriðum úr sumarbúðunum. Í boði voru pylsur, prins póló og popp fyrir gesti. Börn léku sér í hoppuköstulum ásamt því að hægt var að keppa í hinum bráðskemmtilega leik Gagaball. Um 100 manns mættu á kvöldvökuna.

Dr. Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur og fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra var með erindi á kvöldvöku.

Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna var ánægður með dagana.

Íþróttahúss, trjábeð framan við Gamla skála lagfærð, gert við hjólför á Vesturflöt, gert við þakrennur á Birkiskála og þær hreinsaðar, skipt um rúðu í glugga á eldiviðargeymslu og í Birkiskála 2, þverslár á battavelli teknar niður, gróður hreinsaður úr perlumöl meðfram Birkiskála 1, húnn endurnýjaður á fánastöng á íþróttasvæði og eldhúshnífar brýndir.

Leikskólabörn í hádegismat í félagsheimilinu Holtavegi Í sumar var ráðist í endurnýjun á eldhúsi Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Þar sem framkvæmdir hafa dregist fram á haustið hefur leikskólinn nýtt eldhúsið í félagsheimilinu. Um helmingur barnanna hefur komið í félagsheimlið í hádegismat, meðan maturinn er færður inn á deildir hjá hinum.

9


150 ár frá fæðingu Sr. Friðriks Friðrikssonar Þann 25. maí sl. voru 150 ár liðin frá fæðingu Sr. Friðriks Friðrikssonar. Af því tilefni var boðið til fagnaðar sem hófst í Friðrikskapellu 24. maí. Þar var minnst að 25 ár eru liðin frá vígslu kapellunnar. Í hádeginu 25. maí var blómsveigur lagður við styttuna af sr. Friðrik í Lækjargötu. Sr. Sigurður Pálsson flutti bæn og Steinar Kristinsson lék á trompet. Seinna um daginn kl. 17:00 var Fjósið á Hlíðarenda formlega opnað

eftir endurbyggingu. Þá var Sr. Friðrikshlaupið ræst frá Holtavegi hálftíma seinna. Hápunktur dagsins var stórglæsileg hátíðarsamkoma sem fram fór í Lindakirkju um kvöldið. Þar komu fram Jóhann Helgason ásamt Karlakór KFUM, Karlakórinn Fóstbræður, Skátakórinn, Ljósbrot kvennakór KFUK og hljómsveitin Sálmari. Þar var einnig kvikmynd um sr. Friðrik frumsýnd. Guðni Már Harðarson stýrði samkomunni.

Sunnudaginn 27. maí var svo vígsluhátíð í Vatnaskógi sem nánar er getið um á öðrum stað í blaðinu. Í afmælisnefnd voru Sr. Guðni Már Harðarson formaður, f.h. KFUM og KFUK, Lárus Loftsson, f.h. fóstbræðra, Þorgrímur Þráinsson f.h. Vals, Magnús Gunnarsson f.h. Hauka og Dagbjört Brynjarsdóttir f.h. Skáta og Þórarinn Björnsson f.h. KFUM og KFUK.

Aðstoðarforingjar á námskeiði Leiðtogar og aðrir starfsmenn sumarbúða KFUM og KFUK þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Nokkuð er um að unglingar 15–17 ára komi sem sjálfboðaliðar og starfi sem aðstoðarmenn einn eða tvo dvalarflokka. Myndin hér að ofan er tekin á námskeiði fyrir þann hóp, enda þurfa þau fræðslu um hvers sé vænst af þeim, hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn, hvernig eigi að bregðast við óvæntum aðstæðum o.fl. 10


Sæludagar í Vatnaskógi Að venju voru Sæludagar haldnir í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina s.l. 2.–6. ágúst. Meðal dagskrárliða voru tónleikar með Regínu og Friðriki Ómar, vatnafjör,

Vatnaskógarkvöldvökur, fræðslustundir, bænastundir, íþróttir og margt fleira. Um 1000 manns heimsóttu Vatnaskóg þessa helgi. Hátíðin gekk vel og almenn ánægja gesta.

11


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Æskulýðsstarf vetrarins 2018-2019 26 deildir á 13 stöðum Akranes

VD KFUM og KFUK - Mánudaga kl. 15:00-16:00 YD KFUM og KFUK – Mánudaga kl. 16:30-17:30 UD KFUM og KFUK- Mánudaga kl. 20:00-22:00 Fyrir starfinu fara Matthías Guðmundsson, Sigrún Dóra Jóhannsdóttir og Aníta Eir Einarsdóttir.

Akureyri

Leikjafjör KFUK- Mánudaga kl. 17:00-18:00 Leikjafjör KFUM- Þriðjudaga kl. 17:00-18:00 UD KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 20:00-21:300 Sindri Geir Óskarsson æskulýðsfulltrúi fer fyrir starfinu, en með honum eru leiðtogarnir Bára Dís Sigmarsdóttir, Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir, Guðlaugur Sveinn Hrafnsson, Ingimar Eydal, Telma Guðmundsdóttir og Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir.

Dalvík

Leikjafjör KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 16:00-17:00 Sindri Geir Óskarsson æskulýðsfulltrúi fer fyrir starfinu, en með honum eru leiðtogarnir Bára Dís Sigmarsdóttir, Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir, Guðlaugur Sveinn Hrafnsson, Ingimar Eydal, Telma Guðmundsdóttir og Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir.

Fella-og Hólakirkja

VD KFUM og KFUK - Fimmtudaga kl.15:30-16:30 Leikjafjör KFUM og KFUK - Fimmtudaga kl.17:00-18:00 UD KFUM og KFUK - Fimmtudaga kl. 20:00-21:30 Fyrir starfinu fara Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Pétur Ragnhildarson, Marta Andrésdóttir, Sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt leiðtogunum Ídu Hlín Steinþórsdóttur, Ásgeiri Ólafssyni, Guðbjörgu Ýr Hilmarsdóttur, Maríu Rut Arnarsdóttur, Ásthildi Ben Davíðsdóttur og Bjarkeyju Rúnu Jóhannsdóttur.

Grindavík

VD KFUM og KFUK - Fimmtudaga kl. 17:00-17:45 Leikjafjör KFUM og KFUK – Fimmtudaga kl. 18:00-19:00 UD KFUM og KFUK - Fimmtudaga kl. 20:00-21:00 Fyrir starfinu fara Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir, Herborg Agnes Jóhannesdóttir og Haukur Arnórsson ásamt leiðtogunum Aleksander Jan Strazalka, Ósk Dís Kristjánsdóttir og Gunnari Þór Snæberg.

12

Hveragerði

YD KFUM og KFUM - Mánudaga kl. 17:30-18:30 UD KFUM og KFUK - Mánudaga kl. 20:00-22:00 Fyrir starfinu fara Tinna Dögg Birgisdóttir og Gunnar Jóhannesson ásamt leiðtoganum Ríkharði Esterarsyni og Anítu Ósk Arnarsdóttur.

Innri- Njarðvík

YD KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 19:30-20:30 Fyrir starfinu fara Heiðar Hönnuson og Blær Elísson ásamt leiðtoganum Bergþóru Sif Árnadóttur.

Keflavík

VD KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 14:30-15:30 YD KFUK - Miðvikudaga kl. 19:30-20:30 YD KFUM - Þriðjudaga kl. 17:30-18:30 UD KFUM og KFUK - Sunnudaga kl. 20:00-21:00 Fyrir starfinu fara Sigurbjört Kristjánsdóttir, Sveinn Valdimarsson, Brynja Eiríksdóttir, Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir og Elín Pálsdóttir ásamt leiðtogunum Helgu Sveinsdóttur, Ragnari Sigurðssyni, Einari Sæþór Ólafssyni, Ólafi Þór Gunnarssyni, Birtu Rún Benediktsdóttur, Bergrúnu Dögg Bjarnadóttur, Elizu Liv Taylor og Helgu Vigdísi Thordersen.

Kópavogskirkja

UD KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 20:00-21:00 Fyrir starfinu fer Hreinn Pálsson ásamt leiðtogunum Fannari Loga Hannessyni og Ásu Hrönn Magnúsdóttur.

Lindakirkja

YD KFUK – Mánudaga kl. 16:10-17:10 YD KFUM – Mánudaga 15:00-16:00 UD KFUM og KFUK- Lindubuff - Miðvikudaga kl. 20:00-21:30 Fyrir starfinu fara Gunnar Hrafn Sveinsson, Hreinn Pálsson, Nanna Guðrún Sigurðardóttir, Bríet Eva Gísladóttir, Agnes Björk Brynjarsdóttir, Arnar Ragnarsson, Hákon Arnar Jónsson og Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir ásamt leiðtogunum Andreu Rut Halldórsdóttur, Ísaki Jóni Einarssyni, Salóme Pálsdóttur og Róberti Inga Þorsteinssyni.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Viðburðir framundan í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK Hrekkjavöku partí yngri deilda Fyrir 10–12 ára 2. nóvember 2018 á Holtavegi

Miðnæturmót unglingadeilda

Ólafsfirði

Fyrir 13–15 ára 16. nóvember 2018 í Vatnaskógi

Leikjafjör KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 17:30-18:20 Sindri Geir Óskarsson æskulýðsfulltrúi fer fyrir starfinu, en með honum eru leiðtogarnir Bára Dís Sigmarsdóttir, Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir, Guðlaugur Sveinn Hrafnsson, Ingimar Eydal, Telma Guðmundsdóttir og Dóróthea Gerður Örnólfsdóttir.

Jólasamvera leiðtoga

Fyrir leiðtoga og ungleiðtoga 14. desember að Holtavegi 28

Vestmannaeyjar

Opið hús KFUM og KFUK- Fimmtudaga kl. 20:00 UD KFUM og KFUK- Sunnudaga kl. 20:00 Fyrir starfinu fer Gísli Stefánsson ásamt leiðtogum.

Vindáshlíðardeild

Unglingastarf fyrir 13–15 ára. Fjórir viðburðir verða fyrir áramót og fjórir eftir áramót. Fyrir starfinu fer Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og með henni er Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir.

Ölversdeild

Unglingastarf fyrir 13–15 ára. Fjórir viðburðir verða fyrir áramót og fjórir eftir áramót. Fyrir starfinu fer Sandra Björk Jónasdóttir og með henni er Þórhildur Einarsdóttir.

Vor 2019 Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK Fyrir 15–17 ára Í Vatnaskógi 18.–20. janúar 2019

Æskulýðsmótið Friðrik

Fyrir 13–15 ára Í Vatnaskógi 22.–24. febrúar 2019

Vetrarferð til Akureyrar Fyrir 15 ára og eldri 15.–17. mars 2019 Í samstarfi við KSS

Vorferðir YD í Vatnaskóg Fyrir 10–12 ára 5.–6. apríl 2019

Vorpartí unglingadeilda Fyrir 13–15 ára 13. apríl 2019 á Holtavegi Í samstarfi við KSS

13


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

AD KFUM

15. nóvember

Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá haustsins: 27. september

Lífsstarf mitt

Jón Guðbergsson ráðgjafi verður með efni fundarins. Upphafsorð og bæn: Tómas Torfason. Hugleiðing: Sr. Sigurður Jónsson. Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson. Tónlist: Albert E. Bergsteinsson. 4. október

Til hvers Biblían? Til hvers Biblíufélagið?

Guðmundur S. Brynjólfsson djákni og verkefnastjóri Hins íslenska biblíufélags verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Bjarni Gunnarsson. Hugleiðing: Sr. Sveinn Valgeirsson. Stjórnun: Ólafur Sverrisson. Tónlist: Bjarni Gunnarsson. 11. október

Hrókurinn á Grænlandi

Gestur fundarins verður Hrafn Jökulsson. Upphafsorð og bæn: Guðmundur Jóhannsson. Hugleiðing: Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Stjórnun: Ingi Bogi Bogason. Tónlist: Ingibjartur Jónsson.

25. október

Leonardo Da Vinci - líf og list Eiríkur Þorláksson listfræðingur verður með erindi. Upphafsorð og bæn: Kári Geirlaugsson. Hugleiðing: Sr. Birgir Ásgeirsson. Stjórnun: Árni Sigurðsson. Tónlist: Bjarni Gunnarsson. 1. nóvember

Veislukvöld Skógarmanna til styrktar starfinu í Vatnaskógi. Stjórnendur: Gunnar Hrafn Sveinsson og Hreinn Pálsson. Hugleiðing: Sr. Guðni Már Harðarson. Karlakór KFUM syngur. Nánar auglýst þegar nær dregur. 8. nóvember

Heimsókn í höfuðstöðvar Rauðakross Íslands

Mæting í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Hugleiðingu annast Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Sameiginlegur fundur með AD KFUK.

Starf KFUM og KFUK í Laugarneshverfi á árum áður Umsjón með efni hefur Þórarinn Björnsson. Upphafsorð og bæn: Sigurbjörn Sveinsson. Hugleiðing: Gunnar Sandholt. Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson. Tónlist: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. 22. nóvember

Fullveldið 1918 - hvernig varð Ísland sjálfstætt ríki?

Gestur fundarins verður Gunnar Þór Bjarnason, höfundur bókarinnar „Þegar siðmenningin fór fjandans til“. Upphafsorð og bæn: Haraldur Jóhannsson. Hugleiðing: Sr. Þráinn Haraldsson. Stjórnun: Ingi Bogi Bogason. Tónlist: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. 29. nóvember

Saga tíuþúsundkallsins

Kristín Þorkelsdóttir gafískur hönnuður verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Bjarni Árnason. Hugleiðing: Sr. Jón Ómar Gunnarsson. Stjórnun: Árni Sigurðsson. Tónlist: Albert E. Bergsteinsson. 6. desember

Aðventufundur KFUM og KFUK Jólaminning frá Eþíópíu - Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Lítt kunnir jólasálmar - Sálmavinafélagið. Upphafsorð og bæn: Sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Hugleiðing: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Stjórnun: Helgi Gíslason. Tónlist: Bjarni Gunnarsson.

14. desember

18. október

Landhelgisdeilan frá sjónarhorni sendiherra

Helgi Ágústsson fyrrverandi sendiherra verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Pétur Sigurðsson. Hugleiðing: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Stjórnun: Sigurður Pétursson. Tónlist: Ingibjartur Jónsson. Sameiginlegur fundur með AD KFUK. 14

Jólatónleikar Karlakórs KFUM Árlegir jólatónleikar Karlakórs KFUM verða 14. desember kl. 20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK Holtavegi 28.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

AD KFUK

Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20:00:

Heimsókn til Rauða krossins

Aðaldeild (AD) KFUK heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Í vetur verða fundirnir frá kl.17:30-18:30 á þriðjudögum og léttar veitingar verða í boði frá kl.17. Allar konur eru hjartanlega velkomnar.

Þriðjudaginn 13. nóvember:

Dagskrá haustsins: Þriðjudaginn 2. október:

„Einn veit ég stað“

Ferð í Vindáshlíð með kvöldverði og kvöldvöku í umsjá Hlíðarstjórnar. Farið frá Holtavegi kl. 17.30. Verð 5.500 kr. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 28. sept. til Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK, sími: 588 8899. Þriðjudaginn 9. október:

Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur

Boð á sýningu um frú Guðrúnu Lárusdóttur fyrrum alþingismanns, formanns KFUK og fleira í Þjóðarbókhlöðunni (Landsbókasafni) við Suðurgötu í Reykjavík. Málfríður Finnbogadóttir tekur á móti hópnum og fjallar um líf og störf merkrar konu.

Mæting í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Hugleiðingu annast Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni. Sameiginlegur fundur með AD KFUM í umsjá KFUK-kvenna.

Fimmtudaginn 18. október kl. 20:00

Landhelgisdeilan frá sjónarhorni sendiherra

Sameiginlegur fundur með AD KFUM. Helgi Ágústsson fyrrverandi sendiherra verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Pétur Sigurðsson. Hugleiðing: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Stjórnun: Sigurður Pétursson. Tónlist: Ingibjartur Jónsson. Þriðjudaginn 23. október:

Biblíulestur

í umsjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasts.

Þriðjudaginn 30. október:

Á göngu með Guði

Auður Pálsdóttir lektor við HÍ fjallar um efnið.

Sagan á bak við handverkið Nokkrar konur segja frá verkum sínum. Þriðjudaginn 20. nóvember:

Kyrrðarbæn

með Bylgju Dís Gunnarsdóttur, söngkonu. Þriðjudaginn 27. nóvember:

Biblíulestur

með sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Laugardaginn 1. desember kl. 14:00:

Basar KFUK

Fimmtudaginn 6. desember kl. 20:

Aðventufundur KFUM og KFUK Jólaminning frá Eþíópíu - Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Lítt kunnir jólasálmar - Sálmavinafélagið. Upphafsorð og bæn: Sr. Karen Lind Ólafsdóttir. Hugleiðing: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Stjórnun: Helgi Gíslason. Tónlist: Bjarni Gunnarsson.

1. desember

Basar KFUK

Hátíðisdagur á Holtavegi laugardaginn 1. desember Hinn árlegi basar KFUK verður haldinn í félagshúsi okkar Holtavegi 28, laugardaginn 1. desember Húsið opnar kl. 14:00. Basarinn er þekktur fyrir fjölbreytt úrval af fallegum vörum. Mikið úrval af vönduðu og heimagerðu jólaskrauti og ekki má gleyma girnilegum smákökum og tertum. Kakó, kaffi og vöfflur verða til sölu og því tilvalið að staldra við. Basar KFUK er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið.

15


Jól í skókassa Lokaskiladagur í Reykjavík er laugardagurinn 10. nóvember Verkefnið Jól í skókassa felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika, með því að gefa þeim jólagjafir. Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists. Verkefnið byggist á því að fólk útbýr jólagjafir í skókassa og kemur þeim til KFUM og KFUK. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi. Renna þær til barna á munaðarleysingjaheimilum, barnaspítölum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Jól í skókassa hefur uppeldislegt gildi fyrir fjölmörg íslensk börn. Augu þeirra eru opnuð fyrir aðstæðum jafnaldra annars staðar í heiminum og þau læra að gefa. Hópur sjálfboðaliða innan KFUM og KFUK hefur staðið að verkefninu frá árinu 2004. Fulltrúar KFUM og KFUK fylgja gjöfunum til Úkraínu og sjá til þess að þær rati í réttar hendur. Tekið er á móti skókössum til 10. nóvember í félagsheimili KFUM og KFUK Holtavegi 28. Nánari upplýsingar er að finna á www.skokassar.net

Lokaskiladagur á landsbyggðinni er laugardagurinn 3. nóvember

16


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.