Fréttabréf KFUM og KFUK jan 2019

Page 1

1. tölublað janúar 2019

Fréttabréf KFUM og KFUK Basar KFUK tókst mjög vel 4.529 jólapakkar fóru til Úkraínu Fjölbreyttir viðburðir í æskulýðsstarfinu Dagskrá fullorðinsstarfsins


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899

Karlakór KFUM er ein af blómlegum starfsgreinum í fullorðinsstarfi félagsins. Myndin er tekin á æfingu fyrir árlega jólatónleika kórsins nú í desember.

Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800

Sterkt bakland sjálfboðaliða

Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000

Eins og þetta fréttabréf ber með sér er starf KFUM og KFUK bæði umfangsmikið og fjölbreytt. Um 8.000 börn og unglingar taka þátt í starfi félagsins á hverju ári.

Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525

Á bak við starfið stendur hópur öflugra sjálfboðaliða í stjórnum, nefndum og vinnuhópum.

Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800

Miklar framkvæmdir setja mark sitt á starf KFUM og KFUK þessi misserin. Í aðalstöðvum félagsins eiga sér stað umfangsmiklar breytingar til að bæta starfsaðstöðu starfsfólks og sjálfboðaliða. Þennan vetur er verið að taka inn hitaveitu í Vindáshlíð með tilheyrandi framkvæmdum og kostnaði. Í Kaldárseli bíða umfangsmikil viðhaldsverkefni sem þó mega ekki bíða of lengi. Í sumarbúðunum Ölveri var farið í nauðsynlega endurnýjun á neðri hæð skálans sem urðu umfangsmeiri og dýrari en lagt var af stað með. Í Vatnaskógi eru endurbætur á matskálanum komnar á dagskrá stjórnar. Hér hefur ekki verið minnst á eldra húsið á Holtavegi, sem er ónýtt vegna myglu og verður rifið þegar við vitum hvað við megum og viljum byggja þar í staðinn.

KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

Allar þessar framkvæmdir hvíla á herðum fyrrnefndra sjálfboðaliða. Hér er ekki ætlunin að vera með neitt væl fyrir þeirra hönd, enda ekki okkar stíll í KFUM og KFUK. Hins vegar vil ég hvetja félagsfólk og aðra velunnara félagsins til að standa þétt við bakið á þeim sem hafa tekið að sér trúnaðarstörf fyrir félagið, leggja verkefnunum lið og biðja fyrir þeim. Einkunnarorð KFUM eru: „Allir séu þeir eitt“. Þau eiga vel við í félagi þar sem tekist er á við krefjandi verkefni af samheldni og samhug. Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 1. tbl. 2019. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Prófarkarlestur: Rúna Þráinsdóttir. Ljósmyndir í blaðinu eru flestar teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs.


Eindagi félagsgjalda var 1. desember

Búningar og fjör í hrekkjavökuveislu yngri deilda

Við viljum minna félagsfólk á að eindagi ógreiddra félagsgjalda var 1. desember sl. en greiðsluseðlar voru sendir út fyrr á árinu. Við hvetjum alla til þess að greiða félagsgjöldin, enda eru þau mikilvægur hluti af fjárhag félagsins. Áriðandi er að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgja þeim einnig öflug hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins.

Rúmlega 70 krakkar á aldrinum 9-12 ára tóku þátt í hrekkjavökuveislu yngri deilda KFUM og KFUK, sem fram fór föstudagskvöldið 1. nóvember sl. Margir höfðu lagt mikinn metnað í búninga og búið var að breyta og skreyta á Holtaveginum. Almenn ánægja var með skipulag og framkvæmd, en ánægðust voru börnin sem komu og tóku þátt.

YMCA 175 í London á komandi sumri Þann 4.–8. ágúst 2019 verður haldinn afmælisviðburður KFUM í Evrópu. YMCA 175 verður haldinn í London, von er á stórum hóp af ungu fólki á aldrinum 16–35 ára frá 6 heimsálfum og yfir 100 löndum! Einkunnarorð KFUM, líkami, sál og andi er þema YMCA 175 og verða svæði viðburðarins skilgreind eftir þeim einkunnarorðum. Það verður nóg um að vera fyrir alla á þessum stóra alþjóðlega viðburði, þar á meðal alls konar íþróttir, fræðsla og helgistundir og margt fleira. KFUM og KFUK á Íslandi ætlar að fjölmenna á þennan einstaka afmælisviðburð og mun kynningarfundur verða haldinn þriðjudaginn 15. janúar nk. á Holtavegi 28.

Allar nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri æskulýðsstarfs, Unnur Ýr Kristinsdóttir í síma 588-8899 eða unnur@kfum.is

Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Vatnaskógar veitir styrknum viðtöku. Með honum á myndinni eru Guðrún Agnarsdóttir formaður dómnefndar og Lilja B. Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.

Skógarmenn hljóta styrk úr samfélagssjóði Landsbankans Skógarmenn KFUM hlutu styrk úr samfélagssjóði Landsbanka Íslands upp á 250 þúsund, fyrir verkefnið Gauraflokkur í Vatnaskógi. Gauraflokkur er dvalarflokkur fyrir drengi sem greinst hafa með ADHD og skyldar raskanir. Flokkurinn þarf bæði fleira og sérmenntað starfsfólk og er því dýrara að starfrækja hann en aðra dvalarflokka. Því er styrkur sem þessi afar mikilvægur, því að alla tíð hefur dvalargjald fyrir drengina sjálfa verið það sama og í aðra flokka í Vatnaskógi. 3


Áslaug Björgvinsdóttir flutti erindi og svaraði spurningum fundarmanna. Fundurinn var vel sóttur.

Íslenskir fulltrúar á alþjóðaráðstefnu sumarbúða Dagana 7.-10. nóvember fór fram Alþjóðaráðstefna sumarbúða KFUM og KFUK, en hún var að þessu sinni haldin í Estes Park í Colorado, en þar rekur YMCA of the Rockies gríðarstórar búðir sem taka við þúsundum gesta á hverju ári. Tveimur fulltrúum Íslands var boðið á ráðstefnuna og fóru þeir Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Vatnaskógar og Jóhann Þorsteinsson, fyrrverandi æskulýðsfulltrúi sem situr í stjórn Hólavatns. Gestir á ráðstefnunni voru tæplega sex hundruð frá yfir þrjátíu löndum og þrjú hundruð sumarbúðum sem allar eru undir merkjum KFUM og KFUK. Þarna var því gríðarleg sameiginleg reynsla, en yfirskrift ráðstefnunnar var„Common Ground Through Camp“. Dagskráin var með því sniði að um morguninn var aðalræðumaður dagsins en þar á eftir voru margar málstofur í boði sem voru

hver annarri áhugaverðari. Á kvöldin gafst svo tími til að kynnast fólki og var meðal annars haldinn óformlegur fundur allra evrópskra fulltrúa. Fjölmargt er hægt að læra og taka með sér heim af svona viðburði og meðal þess sem við uppskerum úr þessari ferð er að fá hingað til lands á vormánuðum bandarískan kennara og bókahöfund, Jim Cain, sem mun halda hér námskeið í leikjafræðum með áherslu á samvinnu og uppbyggingu trausts í gegnum hópastarf og leiki. Gert er ráð fyrir að sams konar ráðstefna fari fram á þriggja ára fresti og ljóst að í því liggja góð tækifæri til að deila reynslu og læra af öðrum.

Fræðslufundur um persónuverndarlögin Ný persónuverndarlög hafa víðtæk áhrif á starf KFUM og KFUK. Því boðaði stjórn félagsins til fræðslufundar um málið þann 24. október sl. Áslaug Björgvinsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í persónuverndarlögunum flutti erindi og svaraði fyrirspurnum. Stjórn félagsins hefur skipað vinnuhóp til þess að setja upp áætlun og skerpa á verklagi innan félagsins svo öruggt sé að kröfum laganna sé mætt í starfi KFUM og KFUK.

Aðventufundur AD-starfsins vel sóttur Aðventufundur KFUM og KFUK fór fram 6. desember sl. og var mjög vel sóttur. Sr. Karen Lind Ólafsdóttir var með upphafsorð. Bjarni Gíslason deildi jólaminningu. Sálmavinafélagið sem skipað er þeim Bjarna Gunnarssyni, Rúnu Þráinsdóttur og Helgu Vilborgu Sigurjónsdóttur flutti nokkur lög. Hugverkja var í höndum Sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Helgi Gíslason formaður félagsins stjórnaði fundinum. 4


Jólasamvera leiðtoga Þriðjudagskvöldið 18. desember var árleg jólasamvera leiðtoga KFUM og KFUK haldin í Reykjavík, en einnig sama kvöld var haldin jólasamvera fyrir leiðtoga á Akureyri. Var samveran jafnframt uppskeruhátíð haustmisseris í deildastarfi KFUM og KFUK. Dýrindis matur var borin á borð, félagsskapurinn var frábær félagsskapur og kvöldstundin notaleg. Það voru um 50 leiðtogar sem mættu í jólaskapi.

5


4.529 kassar söfnuðust í verkefninu Jól í skókassa Þann12. nóvember sl. lagði gámur af stað frá KFUM og KFUK-húsinu við Holtaveg, fullur af jólagjöfum fyrir börn í Úkraínu. Í ár var lokafjöldi jólaskókassa 4.529, en þeir verða

gefnir á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt í Kirovograd. Dreifing gjafanna er skipulögð af KFUM í Úkraínu í samstarfi við

fulltrúa verkefnisins á Íslandi. Síðan verkefnið hófst 2004 hefur ríflega 65.000 gjöfum verið útdeilt til barna í Kirovograd í Úkraínu.

KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af YMCA Europe og tekur þátt í fjölmörgum sameiginlegum verkefnum. Myndin er frá árlegum fundi framkvæmdastjóra sem fram fór í Minsk í Hvíta-Rússlandi 29.-31. október sl. Tómas Torfason framkvæmdastjóri tók þátt í fundinum fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi. 6


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

109. basar KFUK tókst mjög vel Basar KFUK var haldinn í 109. sinn laugardaginn 1. desember sl. Hátíðarstemning ríkti í húsinu og fjöldi fólks lagði leið sína þangað til þess að gera góð kaup og styrkja félagið. Basarinn er mikilvæg fjáröflun. Undirbúningur stendur yfir allt haustið er hópar KFUK-kvenna koma saman til að sinna hannyrðum fyrir basarinn. Basarnefndin vill koma á framfæri kæru þakklæti ti allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu basarinn að veruleika eitt árið enn. Stjórn Basars KFUK skipa Bára Sigurjónsdóttir formaður, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og María Sighvatsdóttir. Flestar myndirnar hér á síðunni tók Sigurjón Pétursson.

7


Söfnun fyrir ofnakerfi Vindáshlíðar hafin Eftir að hitaveita var lögð um Kjósarhrepp opnaðist í fyrsta sinn möguleiki á að kynda Vindáshlíð með heitu vatni og er það tækifæri sem ekki er hægt að láta framhjá sér fara. Sú breyting mun hafa mikil áhrif í Vindáshlíð og mun meðal annast lækka kyndikostnað, auka möguleika á vetrarstarfi og treyst rekstrargrundvöll Vindáshlíðar. Þeir sem þekkja til vita hve mikið starfið í Vatnaskógi breyttist og styrktist með tilkomu hitaveitu 1992 og má því ætla að bjartir og jafnframt spennandi tímar séu framundan í Vindáshlíð. Í Vindáshlíð er nú lagt nýtt ofnakerfi, sem er kostnaðarsamt, auk þess sem þörf er að sinna öðru nauðsynlegu viðhaldi á húsunum. Kostnaður vegna þessa hleypur á milljónum. Það er vilji stjórnar Vindáshlíðar að meiri háttar framkvæmdir séu ekki fjármagnaðar með dvalargjöldum og því er nú hafin söfnun til að standa straum af þessum kostnaði. Hluti af söfnuninni verður í gegnum vefsíðuna Karolina Fund á vefslóðinni: https://www.karolinafund.com/project/ view/2239 Þar er hægt að leggja söfnuninni lið. Mikilvægt er að sem flestir deili síðunni á samfélagsmiðlum eða með öðrum hætti til sem flestra vina, ættingja og annarra kunningja. Þannig nær söfnunin sem mestri útbreiðslu og er um leið góð auglýsing um hið góða og mikilvæga starf sem unnið er í Vindáshlíð og sumarbúðunum öllum. 8

Auk þess sækir stjórn Vindáshlíðar um styrki til fyrirtækja. Vonir standa til um að hægt sé að ná töluverðri upphæð inn þar. Allar gjafir, hjálp og ábendingar eru vel þegnar. Hér að neðan er söfnunarreikingur verkefnisins og geta hvort sem er fyrirtæki eða einstaklingar gefið inn á hann.

Hér er búið að leggja hitaveitulögn í eitt af herbergjunum.

KFUM og KFUK í Vindáshlíð Kennitala: 590379-0429 Reikningur: 0513-26-790010 IBAN Númer: IS 550515-26-163800 Swift Code: GLITISRE Nú fer í hönd mikið fjáröflunarferli hjá Vindáshlíð og verða fleiri leiðir en þessar notaðar til þess að afla fjár sem kynntar verða síðar. Auk þess verða skipulagðir vinnudagar núna í byrjun árs til þess að lækka kostnað og verður þar þörf fyrir margar fúsar hendur. Mikilvægasta verkefnið sem allar hendur geta tekið þátt í er að biðja fyrir þessu stóra verkefni. Það reynir mikið á stjórn Vindáshlíðar og við biðjum því alla um að biðja fyrir hitaveitunni, fjármögnuninni og stjórninni.

Ofn kominn upp í einu herbergjanna.

Vinna í kvöldvökusalnum.


Mynd frá því í sumar þegar verið var að brjóta niður veggi og opna rýmið.

Miðnæturmót unglingadeilda tókst mjög vel Hið árlega Miðnæturmót unglingadeilda KFUM og KFUK, fyrir 13-16 ára, var haldið dagana 16.17. nóvember í Vatnaskógi. Þangað mætti fjöldi unglinga úr deildum af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi. Knattspyrna, blak og brennó, borðtennis, spil, leikir og heitir pottar, að ógleymdri Vatnaskógarkvöldvökunni, voru
 á meðal fjölbreyttra dagskrárliða mótsins.

Þátttakendur, aðstoðarleiðtogar og leiðtogar skemmtu sér saman langt fram eftir nóttu
og síðustu menn fóru í bólið undir morgun, eða kl. 05. Þegar komið var að heimför um hádegisbilið daginn eftir var orðið ófært vegna veðurs og þurfti þreyttur mannskapurinn að bíða storminn af sér fram yfir kaffi. Viðburðurinn er orðinn órjúfanlegur hluti af starfi unglingadeilda KFUM og KFUK.

Sama sjónarhorn núna í lok desember. Glerlausnir fyrir ofan afgreiðsluskenkinn eru væntanlegar í janúar.

Breytingarnar á Holtavegi að taka á sig mynd Miklar breytingar eiga sér stað í félagsheimilinu á Holtavegi en markmiðið með þeim er að bæta starfsaðstöðu sjálfboðaliða og starfsfólks. Síðan í sumar hefur verið unnið að breytingum á kennslustofunni svokölluðu og henni breytt í opið skrifstofurými fyrir starfsfólk félagsins. Þetta var nokkuð umfangsmikil aðgerð því að brjóta þurfti niður veggi, lyfta upp fölsku lofti og setja kerfisloft og teppi í rýmið. Þá var smíðaður nýr afgreiðsluskenkur, fatahengi og hurð inn í rýmið.

www.kfum.is

9


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Leiðtogaþjálfun II og IV fyrir 15–17 ára verður í Vatnaskógi 18.–20. janúar 2019 15.–17. mars

Vetrarferð til Akureyrar Fyrir ungmenni 15 ára og eldri

Akureyri er vinsælasti vetraríþróttabær landsins. Því stendur KFUM og KFUK fyrir vetrarferð/ skíðaferð til Akureyrar helgina 15.–17. mars. Þessi einstaki viðburður er opinn fyrir alla ungleiðtoga, leiðtoga og þátttakendur í KSS og KFUM og KFUK. Við munum gista í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Farið verður á skíði og snjóbretti í Hlíðarfjalli bæði laugardag og sunnudag. Við förum í sund, borðum saman, höldum kvöldvöku og höfum gaman. Leiðtogar á Akureyri ásamt stjórn KSS sjá um að undirbúa og skipuleggja ferðina. Nánari upplýsingar veitir Sindri Geir Óskarsson æskulýðsfulltrúi, sindrigeir@kfum.is.

7. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK Hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður fimmtudaginn 7. febrúar í félagsheimili okkar að Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá verður í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar verða boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. Á árum áður gengu félagar í Aðaldeildir KFUM og KFUK á þar til gerðum inntökufundum. Ekki var hægt að ganga í félagið neinn annan dag. Nú eru nýir félagar skráðir allt árið um kring. Við höldum þó í þann góða sið að efna til veislufundar til þess að bjóða nýja félaga velkomna. 10

Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára er byggð á tveimur sjálfstæðum helgarnámskeiðum á vetri. Á milli námskeiða fá þátttakendur verklega þjálfun á vettvangi starfsins. Á námskeiðinu er boðið upp á fræðslu fyrir 15–17 ára ungleiðtoga (fædda 2001, 2002 og 2003). Með leiðtogaþjálfuninni viljum við auka hæfni og efla sjálfstraust. Við viljum hjálpa ungu fólki að vera leiðtogar í eigin lífi og auka getu þeirra til þess að takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem þeim bjóðast. Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, bæði í sumar- og vetrarstarfi félagsins.

Bjarni Fritzson

Gunnar Hrafn Sveinsson

Hjördís Rós Jónsdóttir

Guðni Már Harðarson

Ebba Katrín Finnsdóttir

Unnur Ýr Kristinsdóttir

Hvað lærir maður? Í leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er fræðslu skipt upp í fjóra efnisflokka og þess gætt að á hverju námskeiði sé eitthvað kennt úr hverjum flokki. K = kristin fræðsla F = félagsmálafræðsla U = ungmennalýðræði M = mannrækt. Fyrirlesarar á leiðtogaþálfun II verða: Bjarni Fritzson, sálfræðingur, Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, Gunnar Hrafn Sveinsson, kennaranemi og æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK og Unnur Ýr Kristjánsdóttir, verkefnastjóri æskulýðsstarfs KFUM og KFUK. Í leiðtogaþjálfun IV bætast við Ebba Katrín Finnsdóttir, leikari og fyrrum starfsmaður í Vindáshlíð og Hjördís Rós Jónsdóttir, félagsráðgjafi og verkefnastjóri leiðtogaþjálfunar KFUM og KFUK.

Verð og skráning Verð á leiðtogaheldinga er 15.900 kr. KFUM og KFUK kostar þá þátttakendur sem leggja sitt af mörkum sem aðstoðarleiðtogar í starfi félagsins. Skráning fer fram á skráningarsíðu KFUM og KFUK, www.sumarfjor.is, undir flokknum Vetrarstarf KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins www.kfum.is eða hjá Hjördísi Rós æskulýðsfulltrúa í síma 588 8899 eða á hjordis@kfum.is.


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

5.-6. apríl

13. apríl

Unglingadeilda-partý í samstarfi við KSS Þann 13. apríl verður haldið partý fyrir unglinga í 8.- 10. bekk sem hafa verið þátttakendur í vetrarstarfi KFUM og KFUK. Þetta partý er skipulagt af æskulýðsfulltrúum og stjórn KSS, nóg verður um að vera fyrir alla. Með þessu partýi ljúkum við vetrarstarfi unglingadeildanna.

Vorferð yngri deilda

5.– 6. apríl verður farin vorferð með yngri deildir KFUM og KFUK. Ferðin er fyrir börn í 5.-7. bekk.

Starfi yngri deilda KFUM og KFUK lýkur í vor með ferð í Vatnaskóg, þar sem gist verður yfir nótt. Brottför er föstudaginn 5. apríl og heimkoma á laugardeginum 6. apríl. Í vorferðinni gefst krökkunum tækifæri á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá, fræðast um Guð og eignast nýja vini. Á staðnum verður farið í margs konar leiki, ævintýraleik, borðtennis, fótboltaspil, þythokkí og fleiri íþróttir. Þá verður kvöldvaka, helgistund og náttfatapartý o.fl. Þá er vorferð KFUM og KFUK kjörið tækifæri fyrir krakkana að kynnast sumarbúðum félagsins. Verðið í ferðina er 8.000 kr., innifalið er gisting, matur og rútuferðir. Skráning og greiðslur fara alfarið fram á netinu á bókunarvef KFUM og KFUK, www.sumarfjor.is. Skráning opnar 11. febrúar og allra síðasti skráningardagur er 29. mars. Ekki verður hægt að skrá fleiri eftir að skráningarfresti lýkur.

Æskulýðsmótið Friðrik fyrir 13–15 ára Í Vatnaskógi 22.–24. febrúar Æskulýðsmótið Friðrik verður haldið 22.– 24. febrúar nk. í Vatnaskógi. Mótið er fyrir unglinga i 8.–10. bekk. Á æskulýðsmótinu Friðrik eiga unglingadeildir KFUM og KFUK frábærar stundir saman. Þeim gefst tækifæri á að kynnast öðru ungu fólki og taka þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krists að leiðarljósi. Dagskrá mótsins er full af fjöri og nóg í boði fyrir alla. Má þá helst nefna íþróttir, vinnustofur, hátíðarkvöldverð, kvöldvökur og margt fleirra. Að þessu sinni munu Bjarni Fritzson og Kristín Tómasdóttir vera með fræðslu og verkefnavinnu á laugardeginum. DJ Ljómi mun skemmta á balli á laugardagskvöldinu. Verð á mótið er 17.000 kr. Innifalið er gisting, matur, rútuferðir og mótsminjagripur. Skráning og greiðslur fara alfarið fram á netinu á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Skráning opnar 7. janúar 2018. Allra síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 15. febrúar. Ekki verður hægt að skrá fleiri á mótið eftir að skráningarfresti lýkur. Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar, en einnig má hafa samband við Gunnar Hrafn æskulýðsfulltrúa í síma 862 0611 eða á netfangið gunnar@kfum.is

11


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

3. febrúar

Alla mánudaga

Bænasamverur í Friðrikskapellu Bænasamverur eru í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík í hádeginu alla mánudaga kl. 12:15. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Árshátíð Hlíðarmeyja

Árshátíð Hlíðarmeyja verður haldin í starfsstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28, sunnudaginn 3. febrúar kl. 13 – 15. Þangað eru allar stelpur sem dvöldu í Hlíðinni sl. sumar hjartanlega velkomnar. Að venju verður mikið fjör, foringjar frá liðnu sumri sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvar eru sungnir og boðið verður upp á veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2019. Verð á árshátíðina er 500 kr.

8.–10. febrúar

Galakvöldverður í uppsiglingu til styrkar Vindáshlíð Föstudaginn 15. febrúar ætlar stjórn Vindáshlíðar að standa fyrir galakvöldverði, fjáröflunarkvöldi á Holtaveginum til stuðnings framkvæmdum í Hlíðinni. Eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu eru miklar og dýrar framkvæmdir í gangi í Vindáshlíð við innleiðingu á hitaveitu með tilheyrandi ofnakerfi. Kvöldið verður nánar auglýst þegar nær dregur. Velunnarar Vindáshlíðar eru hvattir til að taka kvöldið frá.

12

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla fjölskyldutengslin í notalegu andrúmslofti. Í flokknum er boðið upp á frábært umhverfi, góða aðstöðu og afslappaða og uppbyggilega dagskrá. Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.

Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir. Verð er 10.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 34.000 kr. Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 88899 eða á netfanginu skrifstofa@kfum.is. Dagskrá helgarinnar má finna á www.kfum.is


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUK vorið 2019 Fundir eru á þriðjudögum í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28, Reykjavík nema annað sé tekið fram. Kl. 17 er opið hús með léttum veitingum og kl. 17.30-18.30 er fundur. Allar konur eru velkomnar.

12. febrúar:

Mitt daglega líf

Ragnhildur Ásgeirsdóttir skólastjóri deilir því með okkur. 19. febrúar:

15. janúar:

Í upphafi nýs árs

með Höllu Jónsdóttur, aðjunk við Háskóla Íslands. 22. janúar:

Starf KFUK og KFUM í Laugarneshverfi á árum áður Þórarinn Björnsson segir frá því í máli og myndum. Hvers virði var það mér að kynnast starfi félagsins? Frú Ebba Sigurðardóttir og Ragnheiður Arnkelsdóttir segja frá. 29. janúar:

Í kyrrðinni

Fundur í umsjá Önnu Stefánsdóttur, Kristínar Sverrisdóttur og Þórdísar K. Ágústsdóttur. 7. febrúar - fimmtudagur

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

Sameiginlegur veislufundur í umsjón stjórnar KFUM og KFUK. Nýjum félögum fagnað. Ath! Hefst kl. 19:00.

Laura Scheving Thorsteinsson og Gleðisveitin

gleðja okkur og uppörva. „Ég vil lofa Drottin á meðan ég lifi, lofsyngja Guði mínum meðan ég er til“, Sálm. 146:2. 26. febrúar

Að lesa Biblíuna með vinum 1. mars - föstudagur

Alþjóðlegur bænadagur kvenna Samvera er í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg 56, kl. 20. Allir eru velkomnir.

5. mars: Fundur fellur inn í kristniboðsviku hjá SÍK á Háaleitisbraut 58-60, kl. 20. 14. mars - fimmtudagur

Hugsjónir KFUM og KFUK á 120 ára afmælisári Umsjón með efni: Helgi Gíslason Upphafsorð og bæn: Henry Gränz Stjórnun: Tómas Torfason Hugleiðing: Sr. Valgeir Ástráðsson Tónlist: Ingibjartur Jónsson Sameiginlegur fundur með AD KFUM

19. mars.

Aðalfundur Sumarstarfsins í Vindáshlíð Hefst kl. 20:00 26. mars.

Hvað er FKA?

Anna Jóhanna Guðmundsóttir framkvæmdastjóri sér um efni fundarins. 2. apríl.

Fasta og páskar

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir fjallar um efnið. 9. apríl.

Að vera arkitek í Ghana

Steinunn Eik Egilsdóttir arkitek býður okkur í ferð með sér. 13. apríl - laugardagur

Aðalfundur KFUM og KFUK

Hefst kl. 10:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. 30. apríl

Sameiginleg vorferð AD KFUM og KFUK - nánar auglýst þegar nær dregur.

13


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUM – vorið 2018 Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir. 10. janúar

Lindin - útvarpsstöð

Umsjón með efni: Hafsteinn G. Einarsson Upphafsorð og bæn: Stefán Ingi Guðjónsson Stjórnun: Ólafur Sverrisson Hugleiðing: Guðlaugur Gunnarsson Tónlist: Albert Bergsteinsson 17. janúar

Sumarbúðir í Bandaríkjunum

Ársæll Aðalbergsson og Jóhann Þorsteinsson segja frá þátttöku sinni í alþjóðlegri sumarbúðaráðstefnu KFUM sem haldin var í Estes Park í Colorado, búðum sem taka við þúsundum gesta á hverju ári. Upphafsorð og bæn: Gunnar Hrafn Sveinsson Stjórnun: Davíð Örn Sveinbjörnsson Hugleiðing: Sr. Jón Ómar Gunnarsson Tónlist: Ingibjartur Jónsson 24. janúar

Skrímsli og skrímslasögur

Þorvaldur Friðriksson, sagnfræðingur og fréttamaður á RÚV verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Páll Hreinsson Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Sigurbjörn Þorkelsson Tónlist: Bjarni Gunnarsson 31. janúar

Siðmenning í uppnámi

Umsjón með efni: Sr. Halldór Reynisson Upphafsorð og bæn: Ragnar Baldursson Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir Tónlist: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson 7. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

Sameiginlegur veislufundur í umsjón stjórnar KFUM og KFUK. Nýjum félögum fagnað. Ath! Hefst kl. 19:00.

14

14. febrúar

Frægustu feðgar fornaldar Júlíus Sesar og Ágústus keisari

Umsjón með efni: Dr. Sverrir Jakobsson, prófessor við Háskóla Íslands. Upphafsorð og bæn: Pétur Ragnhildarson Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Sr. Geir Waage Tónlist: Hilmar Einarsson 21. febrúar

Karlakór í 10 ár Karlakór KFUM býður til veislu

Guðmundur Ingi Leifsson segir frá kveikjunni að karlakórnum. Upphafsorð og bæn: Hans Gíslason Stjórnun: ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Páll Skaftason Tónlist: Ásta Haraldsdóttir 28. febrúar

Áhrif Saltarans

Umsjón með efni: Dr. Gunnlaugur A. Jónsson Upphafsorð og bæn: Kári Geirlaugsson Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson Hugleiðing: Þorgils Þorbergsson Tónlist: Albert Bergsteinsson 7. mars

Kristniboðsvika

Fundur fellur inn í kristniboðsviku, en samkoma verður á Háaleitisbraut 58-60 kl. 20:00. 14. mars

Hugsjónir KFUM og KFUK á 120 ára afmælisári

28. mars

Aðalfundur Skógarmanna KFUM

Hefst með súpu kl. 19:00. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. 4. apríl

Bænabók - íslenskar bænir fyrir prentöld

Umsjón með efni: Dr. Svavar Sigmundsson Upphafsorð og bæn: Ásmundur Magnússon Stjórnun: Guðmundur Jóhansson Hugleiðing: Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson Tónlist: Guðmundur Karl Einarsson 11. apríl

Guð, mammon og Kalvin

Umsjón með efni: Vilhjálmur Bjarnason Upphafsorð og bæn: Dr. Ásgeir B. Ellertsson Stjórnun: Ólafur Sverrisson Hugleiðing: Sr. Bjarni Karlsson Tónlist: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson 13. apríl - laugardagur

Aðalfundur KFUM og KFUK

Hefst kl. 10:00. Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. 18. apríl

Skírdagur

Fundur fellur niður. Bent er á kvöldguðsþjónustur í kirkjum.

Umsjón með efni: Helgi Gíslason Upphafsorð og bæn: Henry Gränz Stjórnun: Tómas Torfason Hugleiðing: Sr. Valgeir Ástráðsson Tónlist: Ingibjartur Jónsson Sameiginlegur fundur með AD KFUK.

25. apríl

21. mars

30. apríl

Sonnettusveigur

Umsjón með efni: Þórður Helgason fræðimaður og skáld. Upphafsorð og bæn: Guðmundur Ingi Leifsson Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Sr. Henning Emil Magnússon Tónlist: Bjarni Gunnarsson

Kaffisala Skógarmanna KFUM

Á sumardaginn fyrsta verður kaffisala til styrkar Vatnaskógi haldin í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28. Stendur frá 14:00 til 17:00. Um kvöldið verða tónleikar til styrkar Vatnaskógi.

Sameiginleg vorferð AD KFUM og KFUK - nánar auglýst þegar nær dregur.


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK Aðal- og ársfundir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi verða á tímabilinu 7. til 22. mars og hefjast kl. 20:00, nema annað sé auglýst. Hér með er boðað formlega til fundanna, eins og lög kveða á um. Allir fullgildir og skuldlausir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til að kjósa á aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrslur eru kynntar, endurskoðaðir reikningar lagði fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður um starfið fara fram. 7. mars

Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Haldinn í Landakirkju kl. 12:00.

11. mars Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri og aðalfundur Hólavatns. Haldinn í félagsheimilinu Sunnuhlíð.

13. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK Formlegt boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi. Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fer fram laugardaginn 13. apríl 2018 kl. 10:00-14:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.

12. apríl

Fulltrúaráðsfundur

12. mars

Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum. Haldinn í félagshúsi KFUM og KFUK Hátúni 36.

13. mars

Aðalfundur Ölvers. Haldinn á Holtavegi 28.

19. mars

Aðalfundur Vindáshlíðar. Haldinn á Holtavegi 28.

20. mars

Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Haldinn í Vinagarði við Holtaveg.

25. mars

Ársfundur Karlakórs KFUM. Haldinn á Holtavegi 28.

27. mars

Aðalfundur Kaldársels og Vinaseturs Haldinn á Holtavegi 28.

28. mars Aðalfundur Skógarmanna (Vatnaskógar). Haldinn á Holtavegi 28. Hefst með súpu kl. 19:00.

Föstudaginn 12. apríl kl. 18:00 fer fram árlegur fulltrúaráðsfundur KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Fulltrúaráðsfundur er vettvangur þar sem formenn allra starfsstöðva KFUM og KFUK eiga fund með stjórn félagsins.

15


Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK

hefst þriðjudaginn 5. mars kl. 13:00 Vatnaskógur Vindáshlíð Ölver Hólavatn Kaldársel 16

www.kfum.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.