Fréttabréf KFUM og KFUK jan 2020

Page 1

1. tölublað janúar 2020

Fréttabréf KFUM og KFUK 4.656 jólagjafir til Úkraínu Tvö æskulýðsmót haldin sömu helgina í nóvember Nýr matskáli í Vatnaskógi kominn á dagskrá Norrænt unglingamót í Lapplandi á komandi sumri


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. Forsíðumyndin er frá fermingarnámskeiði í Vatnaskógi, en námskeiðin enda á kirkjuferð í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Um tvö þúsund fermingarbörn komu á fermingarnámskeið í Vatnaskógi á liðnu hausti.

Öflugir sjálfboðaliðar Eitt af því ánægjulega við að starfa fyrir KFUM og KFUK er að finna allan þann kraft sem myndast þegar sjálfboðaliðar koma saman til að sinna verkefnum af hugsjón og köllun. Það er nóg af slíkum verkefnum í KFUM og KFUK. Á haustmisserinu má nefna verkefnið Jól í skókassa, þegar höfðustöðvum okkar var breytt í vöruhús í rúma viku og sjálfboðaliðar söfnuðu 4.656 gjöfum til bágstaddra í Úkraínu. Heill her sjálfboðaliða kom að því verkefni bæði í undirbúningi og framkvæmd. Í kjölfarið var haldinn basar KFUK, en dagurinn sjálfur var einnig uppskeruhátíð margra hópa KFUK-kvenna sem unnið hafa að fjölbreyttu handverki í allt haust. Tveir blómlegir kórar eru starfandi í félaginu og metnaðarfullum AD fundum KFUM og KFUK er alfarið stýrt af sjálfboðaliðum. Sportfélag KFUM og KFUK er nýr sproti sem starfræktur er af sjálfboðaliðum. Í 28 æskulýðsdeildum starfa ungir sjálfboðaliðar undir leiðsögn æskulýðsfulltrúa að vikulegum samverum fyrir börn og unglinga. Það eru einnig ungir sjálfboðaliðar sem taka að sér að stýra metnaðarfullum viðburðum eins og miðnæturmóti unglinga og vetrarferð yngri deilda. Á bak við sumarbúðirnar fimm, starfa stjórnir sjálfboðaliða sem ekki aðeins skipuleggja og reka starfið á staðnum, heldur sinna einnig uppbyggingu og viðhaldi á húseignum og starfsaðstöðu. Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

Það er langt frá því að hér hafi allt verið talið upp. Starf KFUM og KFUK er svo víðfemt og fjölbreytt að til þess myndi þurfa nokkrar blaðsíður.

KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

Ég leyfi mér að segja að ein helstu verðmæti KFUM og KFUK komi ekki fram í reikningum félagsins, heldur birtist okkur í mannauðnum sem leggur sitt af mörkum á ólíkum sviðum starfsins. Af mannauði er KFUM og KFUK sannarlega ríkt félag. Það eru forréttindi að fá að vera þátttakandi í kraftmikilli félagsmenningu og leggja sitt af mörkum með svona öflugu fólki, að vönduðu hugsjónarstarfi KFUM og KFUK.

2

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 1. tbl. 2020. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Ljósmyndir í blaðinu eru flestar teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs. Sérstakar þakkir fær Rúna Þráinsdóttir fyrir prófarkarlestur.


Pökkunum er safnað saman víða af landinu. Þessi vörubretti komu frá Akureyri.

Oddfellow-konur í Reykjanesbæ hafa tekið þátt í verkefninu í nokkur ár. Fulltrúi þeirra skilaði fjölda gjafa á lokadegi söfnunarinnar.

Gjafirnar fylla stóran 40 ft gám sem Eimskip gefur til verkefnisins.

Að taka þátt í Jól í skókassa er árleg hefð hjá þessari fjölskyldu sem útbýr saman fjölda af kössum.

Jól í skókassa:

Vel heppnað aðventukvöld KFUM og KFUK á Akureyri og Hollvina Hólavatns Þann 4. desember var haldið aðventukvöld KFUM og KFUK á Akureyri og Hollvina Hólavatns. Á dagskrá var m.a. upplestur úr bókum sem félagsmenn hafa skrifað, hlustað á ljúfa tóna og frásögn félagsmanns um Hólavatn. Að lokum gæddu gestir sér á kræsingum. Kvöldið var vel sótt og tókst vel í alla staði.

4.656 jólagjafir til Úkraínu Lokaskiladagur verkefnisins Jól í skókassa var laugardaginn 9.nóvember sl. Í beinu framhaldi gekk hópur sjálfboðaliða frá 4.656 skókössum í flutningagám sem sendur var í boði Eimskips til KFUM í Úkraínu. Þetta er í 16. sinn sem félagsfólk í KFUM og KFUK stendur að verkefninu í samstarfi við KFUM í Úkraínu. Gjöfunum verður dreift í byrjun janúar á heimili fyrir munaðarlausa, barnaspítala og til barna einstæðra foreldra í Úkraínu í Kirovohrad héraði

(Kirovohrad Oblast). Þau Arna Ingólfsdóttir, Páll Hreinsson og Hreinn Pálsson fara til Úkraínu og verða fulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi og taka þátt í úthlutun gjafanna. Aðstandendur verkefnisins eru þakklát þeim þúsundum einstaklinga sem tóku þátt í að gefa börnum og ungmennum sem búa við erfiðar aðstæður í Úkraínu jólapakka þessi jól. Fræðast má um verkefnið Jól í skókassa á heimasíðunni www.skokassar.is,

Eindagi félagsgjalda var 1. desember Við viljum minna félagsfólk á að eindagi ógreiddra félagsgjalda var 1. desember sl. en greiðsluseðlar voru sendir út fyrr á árinu. Við hvetjum alla til þess að greiða félagsgjöldin, enda eru þau mikilvægur hluti af fjárhag félagsins. Áríðandi er að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgja þeim einnig öflug hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins.

www.kfum.is KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af YMCA Europe og tekur þátt í fjölmörgum sameiginlegum verkefnum. Myndin er frá árlegum fundi framkvæmdastjóra sem fram fór í Cluj í Rúmeníu 18.-20. nóvember sl. Tómas Torfason framkvæmdastjóri tók þátt í fundinum fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi. 3


Um 300 þátttakendur og leiðtogar Tvö æskulýðsmót haldin sömu helgina í nóvember Helgin 15.-17. nóvember síðastliðinn var viðburðarík helgi í Vatnaskógi þar sem æskulýðsstarf KFUM og KFUK stóð fyrir haustferð yngri deilda (9-12 ára) og miðnæturmóti unglingadeilda (13-15 ára). Um 300 þátttakendur og leiðtogar tóku þátt í æskulýðsmótum helgarinnar.

brallað og má þá helst nefna brjóstsykursgerð, skógarferð, brennómót, frjálsan tíma, diskópartý og margt annað! Þær Andrea Rut Halldórsdóttir, Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir og María Rut Arnarsdóttir leiðtogar í starfi KFUM og KFUK sáu um mótsstjórn og undirbúning fyrir mótið. Á laugardeginum fóru allir heim á með bros á vör.

Haustferð yngri deilda Föstudaginn 15. nóvember fóru um 125 börn á aldrinum 9 – 12 ára ásamt 40 leiðtogum og aðstoðarleiðtogum í Vatnaskóg, þar fór fram haustferð yngri deilda í fysta skipti. Þar var mikið

Miðnæturíþróttamót unglingadeilda Þegar yngri deildirnar voru á heimleið komu um 120 ungmenni í Vatnaskóg ásamt 20 leiðtogum og aðstoðarleiðtogum, þar sem hið árlega Miðnæturíþróttamót fór fram. Það var

Hópurinn frá yngri deildum KFUM og KFUK í Keflavík.

mikið gert og minna sofið á þessu móti. Nóg var í boði fyrir alla, t.d. streetball-mót, frisbígolf, brekkuhlaup og hin árlega spurningakeppni. Þeir Ástráður Sigurðsson og Fannar Logi Hannesson, leiðtogar í starfi KFUM og KFUK, sáu um mótsstjórn og undirbúning mótsins. Á sunnudeginum var haldið heim á leið og voru ungmennin sæl og þreytt eftir frábært mót. KFUM og KFUK þakka skipuleggjendum kærlega fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins! Einnig viljum við þakka þeim frábæru leiðtogum og aðstoðarleiðtogum sem mættu og lögðu sitt af mörkum þannig að viðburðirnir báðir gætu átt sér stað og heppnast svona vel. Framtíð KFUM og KFUK er björt! Um 120 þátttakendur voru á miðnæturíþróttamóti unglingadeilda. Eðlilega var lítið sofið þann sólarhringinn, en þátttakendur voru ánægðir og þreyttir að móti loknu. 4


KFUM og KFUK á Akureyri hlaut styrk frá KEA

Myndir frá mótsstaðnum, sumarbúðum KFUM í Tievatupa í Lapplandi.

Norrænt unglingamót í Lapplandi fyrir 13–16 ára / 13.-18. júlí 2020 KFUM og KFUK stendur fyrir hópferð á norrænt unglingamót í Lappland 13.–18. júlí. Mótið er fyrir þátttakendur í starfi KFUM og KFUK sem eru í 8.–10. bekk og 1. ári í framhaldsskóla. Í kjölfar mótsins mun íslenski hópurinn verja þremur dögum í Helsinki. Heimferðin er 22. júlí. Dagskrá mótsins er full af skemmtilegri afþreyingu í bland við fræðslu og vinnustofur. Má þar nefna íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, sundferðir, leiki og margt fleira spennandi. Dögunum 18.–22. júlí verður varið í Helsinki. Dagskráin þar mun innihalda tívolí, sund, sánu, skoðunarferð, frjálsan dag og endalausa skemmtun.

KFUM og KFUK á Akureyri hlaut þann 1. desember sl. styrk frá úr Menningar-og viðurkenningarsjóði KEA upp á 200.000 kr. Styrkurinn kemur í góðar þarfir þar sem félagið er að safna fyrir lyftu í félagsheimilið til að bæta aðkomu heyfihamlaðra. Félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri er á annarri hæð í Sunnuhlíð og aðkoman án lyftu því ekki eins og best verður á kosið. Eydís Ösp Eyþórsdóttir æskulýðs- og svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Akureyri veitti styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins.

Skráning í ferðina fer fram á sumarfjor.is undir vetrarstarf KFUM og KFUK. Greiða þarf 20.000 kr. staðfestingargjald sem er óafturkræft. Lokadagur skráningar er 20. janúar nk. Allar nánari upplýsingar um mótið veitir forstöðufólk í unglingadeildunum, Eydís Ösp Eyþórsdóttir æskulýðssfulltrúi (eydis@kfum.is) og Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi (gisli@landakirkja.is). Sjá nánar: https://www.facebook.com/ynordiccamp https://www.instagram.com/p/BttF_XDBfev/ https://ynordiccamp.wordpress.com/ Sigurbjörn Þorkelsson flutti hugvekju í messunni.

KFUM og KFUK-messa í Keflavíkurkirkju Messa, tileinkuð starfi KFUM og KFUK, var haldin í Keflavíkurkirkju sunnnudaginn 13. október sl. Félagar og leiðtogar í KFUM og KFUK á Suðurnesjum tóku virkan þátt og Karlakór KFUM söng. Sigurbjörn Þorkelsson flutti hugvekju. Sr. Fritz Már Jörgensson sóknarprestur þjónaði ásamt messuþjónum. Að lokinni messu buðu foreldrar fermingarbarna upp á súpu í safnaðarheimilinu.

5


Glæsilegur basar KFUK Hinn árlegi basar KFUK fór fram laugardaginn 30. nóvember sl. Í boði var fallegt handverk og gott bakkelsi úr smiðju félagskvenna og velunnara. Basarinn var glæsilegur í alla staði, salan var góð og skilar mikilvægum tekjum til félagsins. Basarkonur eiga heiður skilinn fyrir framlag sitt.

Húsfylli á aðventufundi AD-starfsins Fjölmennt var á sameiginlegum aðventufundi AD KFUM og KFUK fimmtudaginn 5. desember. Rósa Einarsdóttir hóf fundinn með orði og bæn. Karl Jónas Gíslason deildi jólaminningu, Ljósbrot, kór KFUK og Karlakór KFUM sungu nokkur lög. Sr. Helga Kolbeinsdóttir flutti jólahugvekju auk þess sem basarkonur stóðu fyrir happdrætti. Eftir fundinn buðu starfsmenn leikskólans upp á kaffiveitingar. 6


Hugmyndin er að byggja nýjan 420 fm matskála á móti þeim gamla. Húsið mun uppfylla nútíma kröfur hvað varðar eldhús, starfsaðstöðu og aðgengi. Þá verður matsalurinn með stórum gluggum og fallegu útsýni út á vatnið.

Nýr matskáli í Vatnaskógi kominn á dagskrá Síðastliðin ár hafa Skógarmenn skoðað möguleikann á að endurnýja matskálann í Vatnaskógi. Núverandi matskáli var tekinn í notkun árið 1968. Húsið var byggt fyrir sumardvalarstarfsemi og hentar ekki vel fyrir þá miklu vetrarnotkun sem nú er í Vatnaskógi. Auk þess uppfyllir eldhúsið ekki nútíma kröfur, m.a. vantar geymslur og betri vinnuaðstöðu. Þá er mikil þörf á stærri matsal með betra aðgengi og fleiri snyrtingum.

Leitað var til Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts hjá Archus til þess að skoða þessi mál og meta hvort betra væri að endurbyggja og breyta núverandi húsnæði eða byggja nýtt. Niðurstaðan er sú að heppilegra sé að reisa nýjan matskála á nýjum stað. Nokkrar hugmyndir voru lagðar fram og ein þeirra er í skoðun hjá stjórn Vatnaskógar. Málið er á frumstigi því að hvorki liggja fyrir leyfi né fjármögnun, en unnið er að þeim málum.

Hér á síðunni má sjá þá tillögu sem er til skoðunar. Þar er gert ráð fyrir 420² timburhúsi á einni hæð staðsett á lóð fyrir framan núverandi matskála. Áætlaður kostnaður er á milli 160 og 200 milljóna. Mikill hugur er í Skógarmönnum vegna þessa verkefnis og marga þeirra dreymir um að nýr matskáli verði risinn á 100 ára afmæli starfsins í Vatnaskógi árið 2023.

Grunnteikning af nýjum matskála. Eldhúsið er í vesturhluta byggingar og uppfyllir nútíma kröfur sem lúta að heilbrigðismálum og vinnuaðstöðu. Aðstaða starfsfólks og dvalargesta verður til fyrirmyndar.

7


verði upplýsinga um umsækjanda hjá Sakaskrá ríkisins. Þegar val stendur á milli tveggja jafn hæfra einstaklinga, njóta þau forgangs sem taka virkan þátt sem leiðtogar í vetrarstarfi KFUM og KFUK og/eða hafa lokið leiðtogaþjálfun félagsins. Þeir umsækjendur sem fá vinnu eru um leið að samþykkja að sækja námskeið fyrir starfsfólk sumarbúða. Námskeiðin eru nauðsynleg forsenda þess að starfa í sumarbúðum KFUM og KFUK. Fyrir þá sem hafa áður starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK er einnig mikilvægt að sækja slík námskeið árlega. Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík í síma 588-8899. Athugið: Þeir sem sækja um starf hjá fleirum en einum sumarbúðum þurfa að fylla sérstaklega út umsóknareyðublað fyrir hverjar og einar sumarbúðir (og leikjanámskeið) sem þeir sækja um starf hjá.

Sumarstörf 2020 Á hverju ári ræður KFUM og KFUK á Íslandi mikinn fjölda fólks til starfa í sumarbúðir og á leikjanámskeið félagsins. Um er að ræða spennandi, gefandi og umfram allt fjölbreytt störf í Kaldárseli, Ölveri, Vatnaskógi, Vindáshlíð og á Hólavatni, ásamt leikjanámskeiðum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ. Til að gegna launuðu starfi hjá KFUM og KFUK, þarf viðkomandi að hafa náð 18 ára aldri, hafa hreint sakavottorð og hafa sótt Verndum þau -námskeiðið í barnavernd. Að auki gerir KFUM og KFUK kröfur til starfsmanna sinna að hafa sótt námskeið í brunavörnum og skyndihjálp sem haldið er á hverju vori. Unglingar undir 18 ára aldri geta sótt um að gerast aðstoðarforingjar í sumarbúðunum. Aðstoðarforingjar eru í sjálfboðastarfi og í raun ókeypis leiðtogaþjálfun á vettvangi starfsins.

8

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast á vefsíðu KFUM og KFUK (http:// www.kfum.is/starfsfolk/ sumarstorf/) Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi með rafrænum umsóknareyðublöðum sem hægt er að nálgast á vefsíðu KFUM og KFUK (http://www.kfum.is/starfsfolk/sumarstorf/). Öllum er frjálst að sækja um. Skilyrði er fyrir ráðningu að umsækjandi samþykki að leitað

Persónuvernd: Umsóknir eru skráðar í gagnabanka á vefsíðu KFUM og KFUK sem vefumsjónaraðilar síðunnar hafa aðgang að. Stjórn viðkomandi starfsstöðvar mun geta nálgast gögnin í gagnabankanum og hlaðið þeim niður til prentunar. Öllum umsóknargögnum í gagnabankanum verður eytt þegar ráðningum er lokið.


Flokkaskrár sumarsins 2020 birt með fyrirvara um breytingar Við birtum hér flokkaskrár sumarbúðanna fyrir sumarið 2020, auk yfirlits yfir leikjanámskeið í Lindakirkju. Þær verða uppfæðar á netinu á næstu vikum og þá einnig með verði. Flokkaskrá Hólavatns verður þá einnig komin inn á netið ásamt leikjanámskeiðum í Reykjanesbæ. Fyrsti skráningardagur verður þriðjudaginn 3. mars 2020. Eins og fram kemur hér á opnunni er umsóknarfrestur til starfa í sumarbúðum og leikjanámskeiðum til 15. febrúar. Í flokkaskránum er tilgreindur aldur þátttakenda. Til að vera nákvæmari má notast við eftirfarandi töflu: 6 ára = fædd árið 2014 7 ára = fædd árið 2013 8 ára = fædd árið 2012 9 ára = fædd árið 2011 10 ára = fædd árið 2010 11 ára = fædd árið 2009 12 ára = fædd árið 2008 13 ára = fædd árið 2007 14 ára = fædd árið 2006 15 ára = fædd árið 2005

Vatnaskógur - flokkaská sumarið 2020 Flokkur

Dags.

Dagar Aldur

Yfirskrift

1. flokkur

6.–10. júní

5

10–12 ára

2. flokkur

11.–15. júní

5

9–11 ára

3. flokkur

16.–21. júní

6

10–12 ára

4. flokkur

22.–27. júní

6

12–14 ára

5. flokkur

29. júní–3. júlí

5

9–11 ára

6. flokkur

6.–10. júlí

5

10–12 ára

7. flokkur

11.–16. júlí

6

12–14 ára

Ævintýraflokkur II

8. flokkur

17.–22. júlí

6

11–13 ára

Stúlkur og drengir

23.–28. júlí

6

10–12 ára

9. flokkur

Gauraflokkur Ævintýraflokkur I

Sæludagar

30. júlí–3. ágúst

Fyrir alla fjölskylduna

10. flokkur

4.–9 . ágúst

6

14–17 ára

Unglingafl. stúlkur og drengir

10.–14. ágúst

5

9–11 ára

11. flokkur 12. flokkur

14.–16.ágúst

2

6–99 ára

Feðgaflokkur I

13. flokkur

28.–30. ágúst

2

6–99 ára

Feðgaflokkur II

14. flokkur

4.–6. september

2

18–99 ára

Karlaflokkur

Vindáshlíð - flokkaskrá sumariði 2020 Flokkur

Dags.

1. flokkur

8.–12. júní

Dagar Aldur 5

9–11 ára

Yfirskrift

2. flokkur

15.–20.júni

6

11–13 ára

3. flokkur

22.–27. júní

6

10–12 ára

4. flokkur

29.júní–4. júlí

6

12–14 ára

5. flokkur

6.–11. júlí

6

9–11 ára

6. flokkur

13.–18.júlí

6

10–12 ára

7. flokkur

20.–25.júlí

6

11–13 ára

Ævintýraflokkur

8. flokkur

26.–30. júlí

5

13–16 ára

Unglingaflokkur/óvissufl

9. flokkur

4.–8. ágúst

5

9–11 ára

10. flokkur

10.–15. ágúst

6

11–13 ára

11. flokkur

4.–6. sept.

3

Mæðgnaflokkur

12. flokkur

11.–13. sept

3

Kvennaflokkur

Ævintýraflokkur Ævintýraflokkur

Ævintýraflokkur

Ölver – flokkaskrá sumarið 2020 Flokkur

Dags.

1. flokkur

8.–11. júní

Dagar Aldur 4

10–12 ára

Yfirskrift Stelpur í stuði

2. flokkur

12.–18. júní

7

10–12 ára

Ævintýrafokkur

3. flokkur

19.–24. júní

6

9–12 ára

Listaflokkur

4. flokkur

25.–29. júní

5

8–10 ára

Leikjaflokkur

5. flokkur

30. júní–5. júlí

6

10–12 ára

Ævintýraflokkur

6. flokkur

7.–12. júlí

6

11–13 ára

Fókusflokkur

7. flokkur

13.–19. júlí

7

13–15 ára

Unglingaflokkur

8. flokkur

20.–26. júlí

7

10–12 ára

Ævintýraflokkur

9. flokkur

27.–30. júlí

4

7–10 ára

Leikjaflokkur

10. flokkur

4.–9. ágúst

6

10–12 ára

Ævintýraflokkur

11. flokkur

17.–21. ágúst

4–5

6–9 ára blandað Leikjanámskeið

Kaldársel - flokkaskrá sumarið 2020

Leikjanámskeið í Lindakirkju Námskeið Dags. Aldur

Flokkur

Dags. Dagar Aldur

1. Leikjanámskeið – Öll kyn

9.–2. júní

4

6–9 ára

2. Dvalarflokkur – Öll kyn

15.–19. júní

5

8–11 ára

3. Afmælisflokkur – Öll kyn

22.–26. júní

5

9–12 ára

4. Leikjanámskeið – Öll kyn

29. júní–3. júlí

5

6–9 ára

5. Leikjanámskeið – Öll kyn

6.–10. júlí

5

6–9 ára

Námskeið 1

8.–12. júní

6–9 ára

Námskeið 2

15.–19. júní

6–9 ára

Námskeið 3

22.–26. júní

6–9 ára

Námskeið 4

29.–3. júlí

6–9 ára

6. Leikjanámskeið – Öll kyn

13.–17. júlí

5

6–9 ára

Námskeið 5

6.–10. júlí

6–9 ára

7. Leikjanámskeið – Öll kyn

4.–7. ágúst

4

6–9 ára

Námskeið 6

13.–17. júlí

6–9 ára

8. Leikjanámskeið – Öll kyn

10.–14. ágúst

5

6–9 ára

9


Taizeferð til Frakklands fyrir 18–25 ára / 13.–22. júní 2020 KFUM og KFUK stendur að spennandi ferð fyrir 18-25 ára ungmenni til Taizeklaustursins í Frakklandi í júní 2020. Flogið verður til Parísar laugardaginn 13. júní og flogið aftur til Íslands mánudaginn 22. júní. Dvalist verður í Taizeklaustrinu frá sunnudeginum 14. júní og fram til sunnudagsins 21. júní.

Skráning fer fram á sumarfjor.is undir liðnum viðburðir KFUM og KFUK. Nauðsynlegt er að greiða óafturkræft 20.000 króna staðfestingargjald fyrir 1. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður á þátttakanda verði um 85.000 krónur. Innifalið í því er dvalargjald í Taize (öll dagskrá, matur og gisting meðan dvalið er í Taize), flug til Parísar, ferð frá París til Taize ásamt

Lífið í Taizeklaustrinu er í mjög föstum skorðum. Gerð er krafa um þátttöku í þremur helgistundum á dag, aðstoð við rekstur staðarins í 2-4 klst á dag og þá taka allir þátt í einum biblíulestrasmáhóp daglega. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur yfirgefi klaustrið þá viku sem dvalið er þar. Í helgihaldinu er gerð krafa um hógværan klæðaburð, það snýr aðallega að því að hylja axlir/mjaðmir og að pils/buxur séu ekki of stuttar.

Mikil gleði á Herrakvöldi Vatnaskógar Herrakvöld Vatnaskógar fór fram þann 31. október sl. Veislustjórar voru Gunnar M. Sandholt og Sigurbjörn Sveinsson. Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson og Björgvin Franz Gíslason komu fram. Hörður Geirlaugsson var með upphafsorð og bæn og Sr. Grétar Halldór Gunnarsson flutti hugvekju. Þá steig Karlakór KFUM einnig á svið. Kvöldið tókst vel í alla staði og fjármunir söfnuðust til uppbyggingar í Vatnaskógi. 10

gistingu aðfararnótt sunnudags við upphaf ferðar og aðfararnótt mánudags í lok ferðar. Um er að ræða einfalda ferð. Gistirými í Taize er öruggt en fábrotið, matur er einfaldur og saðsamur og dagskránni er ætlað að skapa upplifun sem er um margt frábrugðin daglegu lífi flestra. Nánari upplýsingar Allar nánari upplýsingar um ferðina veitir Halldór Elías Guðmundsson æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK (elli@kfum.is), en hann verður jafnframt fararstjóri í ferðinni.


7.–9. febrúar

Vindáshlið opin fyrir hópa í vetur

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi

Nokkur ásókn hefur verið í að fá Vindáshlíð leigða á haustin fyrir hópa. Hefur staðurinn t.d. verið vinsæll meðal skátahópa, kóra o.fl. Nú þegar hitaveita er komin í Vindáshlíð hafa opnast nýir möguleikar, þegar hægt er að hafa staðinn opinn allt árið um kring, en síðari ár hefur staðurinn verið lokaður frá nóvember fram á vor. Nánari upplýsingar um vetrarleigu í Vindáshlíð má finna á www.kfum.is/vindashlid

7.–9. febrúar 2020

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi er frábært tækifæri til þess að njóta þess að vera saman og efla fjölskyldutengslin í notalegu andrúmslofti. Í flokknum er boðið upp á frábært umhverfi, góða aðstöðu og afslappaða og uppbyggilega dagskrá. Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa.

ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir. Verð er 10.500 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 34.000 kr. Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 88899 eða á netfanginu skrifstofa@ kfum.is. Dagskrá helgarinnar má finna á www.kfum.is

Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur

Ný hugleiðingamappa fyrir barna- og unglingastarf KFUM og KFUK hefur tekið saman möppu með 41

9. febrúar

hugleiðingu til að nota í deildarstarfi og sumarbúðum félagsins á árinu 2020. Hugleiðingarnar eru allar byggðar upp á svipaðan hátt. Þær byrja með lestri

Árshátíð Hlíðarmeyja

á Biblíutexta eða Biblíusögu sem er fylgt á eftir

Árshátíð Hlíðarmeyja verður haldin í starfsstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28, sunnudaginn 9. febrúar kl. 13–14:30. Þangað eru allar stelpur sem dvöldu í Hlíðinni sl. sumar hjartanlega velkomnar. Að venju verður mikið fjör, foringjar frá liðnu sumri sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvar verða sungnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2020. Verð á árshátíðina er 500 kr.

deildarstarfi.

með einfaldri útskýringu eða túlkun á sögunni. Hver hugleiðing endar svo á einfaldri bæn. Í möppunni er jafnframt að finna einfalt form fyrir helgistundir í Við val á biblíutextum og skrif á hugleiðingum var stuðst við fræðsluefni KFUM og KFUK í sumar- og vetrarstarfi síðastliðin 15 ár. Þá var lögð áhersla á það við hönnun og framsetningu möppunar að auðvelt væri að bæta við hugleiðingum og skipta út efni ef þarf. Verkefnið var unnið af Halldóri Elíasi Guðmundssyni djákna og æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK. 11


Æskulýðsmótið Friðrik 21.–23. febrúar 2020 Helgina 21.- 23. febrúar næstkomandi verður Æskulýðsmótið Friðrik haldið í Vatnaskógi fyrir allar unglingadeildir KFUM og KFUK. Mótið er alltaf afar vel sótt þar sem fjölbreytt dagskrá er í boði. Má þar helst nefna Mission impossible leik, kvöldvökur, hópastarf, draugagang, orrustu, íþróttir, spil og svo mætti lengi telja. Á laugardagskvöldinu verður svo haldin kvöldvaka og ball fyrir unglingana. Mótsstjórn og allur undirbúningur er í höndum Gunnars Hrafns Sveinssonar og Hreins Pálssonar.

Vorferð yngri deilda 20.–21. mars 2020 Vorferð yngri deilda er árlegur viðburður í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Ferðin er fyrir börn á aldrinum 9-12 ára þar sem dvalið verður í Vatnaskógi frá 20.–21. mars! Nóg verður um að vera og allir eiga eftir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru hefðbundnar eða óhefðbundnar íþróttir, hoppukastalar, leikir, kvöldvaka, ævintýraleikur eða náttfatapartý! Mikil spenna er bæði hjá leiðtogum og börnunum sjálfum fyrir þessari ferð og von er á fjölmennum hópi í Vatnaskóg þetta árið.

12

Leiðtogahelgi II og IV fyrir 15-18 ára

Vatnaskógi 24.–26. janúar Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára heldur áfram og verða næstu námskeið haldin helgina 24.-26. janúar í Vatnaskógi. Að þessu sinni verður boðið upp á námskeið II og IV, en leiðtogaþjálfunin samanstendur af fjórum helgarnámskeiðum auk verklegrar þjálfunar milli námskeiða. Markmið með leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er að efla þátttakendur sem leiðtoga

Arnar Ragnarsson

Jón Ómar Gunnarsson

Gunnar Hrafn Sveinsson

Ebba Katrín Finnsdóttir

Hjördís Rós Jónsdóttir

Unnur Ýr Kristinsdóttir

í starfi með börnum og unglingum auk þess að efla sjálfsmynd þeirra og gera þá sterkari sem leiðtoga í eigin lífi. Þjálfunin er hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar í

æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, bæði í sumarog vetrarstarfi félagsins. Þjálfunin byggist á fjórum stoðum og er þess gætt að á hverju námskeiði sé fræðsla úr hverjum flokki: K = kristin fræðsla F = félagsmálafræðsla U = ungmennalýðræði M = mannrækt Meðal fyrirlesara á námskeiðinu í janúar má nefna: Arnar Ragnarsson, íþróttafræðing og flugnema, Gunnar Hrafn Sveinsson, kennaranema og æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK, Jón Ómar Gunnarsson, prest í Fella- og Hólakirkju, Unni Ýr Kristinsdóttur, verkefnastjóra æskulýðsstarfs KFUM og KFUK, Ebbu Katrínu Finnsdóttur, leikkonu auk Hjördísar Rósar Jónsdóttur, verkefnastjóra leiðtogaþjálfunar KFUM og KFUK. Skráning og verð Verð á leiðtogahelgina er 15.900 kr. KFUM og KFUK kostar þá þátttakendur sem leggja sitt af mörkum sem aðstoðarleiðtogar í starfi félagsins. Skráning fer fram á skráningarsíðu KFUM og KFUK, www.sumarfjor.is, undir flokknum Vetrarstarf KFUM og KFUK. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins, www. kfum.is eða hjá Hjördísi Rós verkefnastjóra leiðtogaþjálfunarinnar á hjordis@kfum.is.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

AD KFUK

- dagskrá vorsins 2020

Allar konur frá 18 ára aldri eru boðnar velkomnar á AD-fundi KFUK, þriðjudaga kl. 17.30 -18:30. Opið hús frá kl.17:00 með kaffisopa, spjalli og samveru. Fundirnir eru allir að Holtavegi 28 nema annað sé tekið fram. Athygli er vakin á að sameiginlegir fundir KFUM og KFUK eru fimmtudaga kl. 20:00,

16. janúar. - fimmtudagur kl. 20

Starf KFUM og KFUK í Kópavogi

Sögubrot: Þórarinn Björnsson Minningarbrot: Vigfús Hallgrímsson og Þórunn Arnardóttir. Upphafsorð og bæn: Birgir Strandberg Stjórnun: Gunnar Bergþór Pálsson Hugleiðing: Margrét Árný Sigursteinsdóttir Tónlist/undirleikur: Skarphéðinn Þór Hjartarson Sameiginlegur fundur með AD KFUK 21. janúar.

Biblíulestur

5. mars - fimmtudagur kl. 20

Nokkur verk Gunnars Bjarnasonar

Umsjón með efni: Stefán Örn Stefánsson arkitekt. Upphafsorð og bæn: Magnús Kristinsson Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Anna Guðmundsdóttir Tónlist/undirleikur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Sameiginlegur fundur með AD KFUM 17. mars.

Gleðisveitin kemur í heimsókn.

Laura Scheving Thorsteinsson hefur hugleiðingu

í umsjá sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur 28. janúar.

Hvað er ég að lesa?

– Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og Kristín Sverrisdóttir segja frá bókunum sem þær eru að lesa. Þórdís Klara Ágústsdóttir verður með hugleiðingu 4. febrúar. Þórunn Elídóttir kynnir ljóðin sín og verður með hugleiðingu

24. mars.

11. febrúar.

Hefst kl. 20:00 - Hefðbundin aðalfundarstörf.

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK í umsjá stjórnar félagsins. Hefst með kvöldverði kl. 19:00. 18. febrúar.

Biblíulestur

í umsjá sr. Irmu Sjafnar Óskarsdóttur 25. febrúar.

Auður!

Auður Pálsdóttir hefur hugleiðingu.

Aðalfundur Vindáshlíðar 31. mars.

Við fáum heimsókn.

Dögg Harðardóttir hefur hugleiðingu 14. apríl. Nokkrar félagskonur segja frá starfi sínu 21. apríl.

Biblíulestur

í umsjá sr. Petrínu Mjallar Jóhannesdóttur 30. apríl.

Vorferð

Nánar auglýst þegar nær dregur

Kaldársel mun flagga Grænfánanum næsta sumar. Sumarbúðir KFUM og KFUK í Kaldárseli hafa tekið þátt í þróunarverkefni í samstarfi við Skóla á grænni grein og eru fyrstu félagasamtökin til að taka þátt í grænfánaverkefninu. Á árinu 2019 gekk vel að ná settum markmiðum í umhverfismálum í takti við umhverfisstefnu Kaldársels. Með grænfánaverkefninu er sumarbúðastarfið þróað án þess að skaða verðmætt og viðkæmt umhverfi staðarins. Þá stendur til að tengja fræðsluna enn betur við nærumhverfi Kaldársels.

11. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK Hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður fimmtudaginn 1. febrúar í félagsheimili okkar að Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá verður í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar verða boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. Á árum áður gengu félagar í Aðaldeildir KFUM og KFUK á þar til gerðum inntökufundum. Ekki var hægt að ganga í félagið neinn annan dag. Nú eru nýir félagar skráðir allt árið um kring. Við höldum þó í þann góða sið að efna til veislufundar til þess að bjóða nýja félaga velkomna.

13


AD KFUM

dagskrá vorsins 2020

Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir. 9. janúar

Skóli og fjölmenning

Umsjón með efni: Helgi Gíslason, aðstoðarskólastjóri í Fellaskóla. Upphafsorð og bæn: Guðmundur Jóhannsson Stjórnun: Ólafur Sverrisson Hugleiðing: Sr. Jón Ómar Gunnarsson Tónlist/undirleikur: Gunnar Sandholt, píanó og Dagur Adam Ólafsson, trompet.

6. febrúar

Jón Indíafari - stórkostlegt lífshlaup Þorvaldur Friðriksson sagnfræðingur og fyrrverandi fréttamaður verður með efni fundarins. Upphafsorð og bæn: Hans Gíslason Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Sr. Ólafur Jóhannsson Tónlist/undirleikur: Bjarni Gunnarsson 11. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur Umsjón: Stjórn KFUM og KFUK

20. febrúar 16. janúar

Starf KFUM og KFUK í Kópavogi

Sögubrot: Þórarinn Björnsson Minningarbrot: Vigfús Hallgrímsson og Þórunn Arnardóttir. Upphafsorð og bæn: Birgir Strandberg Stjórnun: Gunnar Bergþór Pálsson Hugleiðing: Margrét Árný Sigursteinsdóttir Tónlist/undirleikur: Skarphéðinn Þór Hjartarson Sameiginlegur fundur með AD KFUK 23. janúar

Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði

Umsjón með efni: Guðmundur Ingi Leifsson og Dr. Leifur Þorsteinsson. Upphafsorð og bæn: Stefán Sandholt Stjórnun: Gunnar Örn Jónsson Hugleiðing: Ragnar Baldursson Tónlist/undirleikur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson 30. janúar

Jöklar á Íslandi

Helgi Björnsson jöklafræðingur verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Sigurbjörn Sveinsson Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson Hugleiðing: Sr. Bjarni Þór Bjarnason Tónlist/undirleikur: Gunnar Sandholt

14

Sorg, birta og von í skáldskap Aðalsteins Ásbergs Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Ásmundur Magnússon Stjórnun: Hannes Guðrúnarson Hugleiðing: Sr. Henning Emil Magnússon Tónlist/undirleikur: Ingibjartur Jónsson 27. febrúar

Amnesty - kynning á starfseminni

Umsjón með efni: Vala Ósk Bergsveinsdóttir Upphafsorð og bæn: Bjarni Gunnarsson Stjórnun: Ásgeir B. Ellertsson Hugleiðing: Dr. Gunnar Finnbogason Tónlist/undirleikur: Bjarni Gunnarsson 5. mars

Nokkur verk Gunnars Bjarnasonar

Umsjón með efni: Stefán Örn Stefánsson arkitekt. Upphafsorð og bæn: Magnús Kristinsson Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Anna Guðmundsdóttir Tónlist/undirleikur: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Sameiginlegur fundur með AD KFUK.

12. mars

Kristniboðsvika

Fundur fellur inn í kristniboðsviku sem fram fer í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. 19. mars

Hreindýr á Íslandi

Unnur Birna Karlsdóttir verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Sigurður Pétursson. Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Sr. Gunnar Sigurjónsson Tónlist/undirleikur: Gunnar Sandholt 24. mars (ath! þriðjudagur)

Aðalfundur Vindáshlíðar

AD-KFUM mönnum er boðið sérstaklega á fundinn og þeir hvattir til að kynna sér starfið í Vindáshlíð. Umsjón: Stjórn Hlíðarmeyja KFUK. Sameiginlegur fundur með AD KFUK. 2. apríl

Aðalfundur Skógarmanna KFUM Hefst kl. 19:00 með léttum veitingum. Umsjón: Stjórn Skógarmanna. 4. apríl - laugardagur

Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi Hefst kl. 10:00 - sjá nánar bls. 15.

9. apríl - skírdagur Fundur fellur niður en bent er á guðsþjónustur í kirkjum landsins. 16. apríl

Eþíópía - land mikilla andstæðna

Umsjón með efni: Guðlaugur Gunnarsson og Ólafur Sverrisson Upphafsorð og bæn: Birkir Bjarnason Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Tónlist/undirleikur: Ingibjartur Jónsson 23. apríl - sumardagurinn fyrsti

Kaffisala Skógarmanna KFUM - tónleikar um kvöldið. 30. apríl

Vorferð

- sameiginleg með AD KFUK. Nánar auglýst þegar nær dregur.


Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK Aðal- og ársfundir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi verða á tímabilinu 7. til 22. mars og hefjast kl. 20:00, nema annað sé auglýst. Hér með er boðað formlega til fundanna, eins og lög kveða á um. Allir fullgildir og skuldlausir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til að kjósa á aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, starfsskýrslur eru kynntar, endurskoðaðir reikningar lagði fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður um starfið fara fram. Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri og aðalfundur Hólavatns. Haldinn í félagsheimilinu Sunnuhlíð. 9. mars

4. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK Formlegt boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi. Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fer fram laugardaginn 4. apríl 2020 kl. 10:00-14:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.

3. apríl

Fulltrúaráðsfundur Föstudaginn 3. apríl kl. 18:00 fer fram árlegur fulltrúaráðsfundur KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Fulltrúaráðsfundur er vettvangur þar sem formenn allra starfsstöðva KFUM og KFUK eiga fund með stjórn félagsins.

10. mars

Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum. Haldinn í félagshúsi KFUM og KFUK Hátúni 36.

11. mars

Aðalfundur Ölvers. Haldinn á Holtavegi 28.

16. mars

Ársfundur Karlakórs KFUM. Haldinn á Holtavegi 28.

18. mars

Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Haldinn í Vinagarði við Holtaveg.

24. mars

Aðalfundur Vindáshlíðar. Haldinn á Holtavegi 28.

25. mars

Aðalfundur Kaldársels og Vinaseturs Haldinn á Holtavegi 28.

25. mars

Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Haldinn í Landakirkju kl. 12:00.

2. apríl Aðalfundur Skógarmanna (Vatnaskógar). Haldinn á Holtavegi 28. Hefst með súpu kl. 19:00. 4. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi. Haldinn á Holtavegi 28. Hefst með kl. 10:00.

15


Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK

hefst þriðjudaginn 3. mars kl. 13:00 Vatnaskógur Vindáshlíð Ölver Hólavatn Kaldársel 16

www.kfum.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.