Skíðaferð web

Page 1

DAGSKRÁ Föstudagur 17. mars 13:00 Brottför frá Holtavegi 28 18:00 Komið til Akureyrar Komið sér fyrir í félagsheimili KFUM og KFUK. Léttur kvöldverður 20:00 Farið í keilu. 23:00 Chill 01:00 ZZZZZZZ - sofið vært Laugardagur 18. mars 8:00 Vaknað 10:00 Farið í fjallið. Skíðað fram eftir degi. 16:00 Farið í sund 19:00 Kvöldverður á pizza-stað. 21:00 Kvöldvaka 24:00 ZZZZZZZ - sofið vært

KFUM og KFUK á Íslandi Holtavegi 28 Reykjavík Sími 588 8899

Sunnudagur 18. mars 8:00 Vaknað 10:00 Farið í fjallið. Skíðað og leikið sér í fjallinu fram eftir degi. 15:00 Pökkun og frágangur 16:00 Lagt af stað til Reykjavíkur. 22:00 Komið til Reykjavíkur

Vetrarferð til Akureyrar Fyrir 10. bekk og eldri 17.–19. mars 2017

„Ég fór með í fyrra og ætla klárlega með aftur.“ Ríkharður Ólafsson

„Ein helgi með æðislegu fólki var það eina sem við þurftum. Mæli með því að þú mætir í ár” Ósk Dís Kristjánsdóttir


Vetrarferð til Akureyrar

Akureyri er vinsælasti vetraríþróttabær landsins. Því stendur KFUM og KFUK fyrir vetrarferð/skíðaferð til Akureyrar helgina 17.–19. mars. Þessi einstaki viðburður er opinn fyrir alla ungleiðtoga og leiðtoga, sem og aðra þátttkendur í starfi KFUM og KFUK og KSS. Við munum gista í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Ungleiðtogar í starfi KFUM og KFUK á Norðurlandi munu taka á móti hópnum fyrir norðan og vera með yfir helgina.

Hvað verður gert?

Ætlunin er að fara á skíði og snjóbretti í Hlíðarfjalli bæði laugardag og sunnudag. Við förum í sund, keilu, borðum saman, höldum kvöldvöku og höfum gaman.

Hvenær

Lagt verður af stað frá KFUM og KFUK húsinu Holtavegi 28 föstudaginn 17. mars kl. 13:00. Komið verður heim á sama stað sunnudaginn 19. mars kl. 22.00.

Skráning

Skráning og greiðslur í ferðina fara alfarið fram á netinu, á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Ferðina er að finna undir hnappnum Vetrarstarf KFUM og KFUK.

Ef ég á ekki skíð?

Þeir sem ekki eiga skíði eða bretti, ættu að kanna hvort hægt sé að fá lánað hjá ættingum eða vinum. Hægt er að leigja búnað í Hlíðarfjalli (sjá www.hlidarfjall.is). Þá er ekki verra að vera búinn að leigja búnað áður en lagt er upp í ferðina t.d. hjá versluninni Everest (sjá www.everest.is).

Eru byrjendur velkomnir?

Já, aðstaðan í Hlíðarfjalli er góð fyrir byrjendur. Þá eru bæði Arnar og Tómas tilbúnir að leiðbeina þátttakendum.

Hve margir komast með?

Við förum á bíl sem tekur 14 manns auk tveggja fararstjóra. Þá er einnig leyfilegt að koma sér sjálf norður t.d. með strætó.

Hvað þarf að taka með?

Svefnpoka, kodda, tannbursta og tilheyrandi. Föt sem taka mið af veðri. Sundföt. Góðan og hlýjan skíðafatnað og/eða útivistarfatnað og góða skapið!

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Arnari Ragnarssyni æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK, í síma.588-8899 eða 699-2357 eða á netfangið: arnar@kfum.is

Verð

Verð í ferðina er 17.900 kr. Innifalið eru ferðir, gisting tvær nætur, morgunmatur, kvöldmatur, nesti með í fjallið, út að borða á laugardagskvöldi, keila á föstudagskvöldi (eða önnur afþeying) og sundferð. Verð fyrir þá sem koma sér sjálfir norður er 9.900 kr. Þátttakendur þurfa að taka með sér vasapening fyrir nammi og slíku. Þá þurfa þátttakendur að kaupa lyftupassa í Hlíðarfjall (sjá www.hlidarfjall.is). Enginn kvöldmatur er skipulagður á sunnudagskvöldi, en stoppað verður í sjoppu á leiðinni heim.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.