Fréttabréf KFUM og KFUK (jan 2018)

Page 1

1. tölublað janúar 2018

Fréttabréf KFUM og KFUK Basar KFUK haldinn í 108. sinn 5.110 jólapakkar fóru til Úkraínu Fjölbreyttir viðburðir í æskulýðsstarfinu Miklar framkvæmdir í Ölveri Dagskrá fullorðinsstarfsins


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800

5% áramótaheit Við áramót hafa margir það til siðs að setja sér áramótaheit. Hjá flestum snúast þau um að láta af ósiðum og setja sér markmið um að bæta sjálfan sig með einum eða öðrum hætti, svo að 2018-útgáfan af sjálfum sér verði betri en 2017-útgáfan. Félagasamtök eins og okkar byggjast upp á þeim einstaklingum sem þar leggja sitt af mörkum. Hvort KFUM og KFUK verði öflugra félag árið 2018 en 2017 veltur að stórum hluta á einstaklingunum sem mynda félagið og starfa á vettvangi þess. KFUM og KFUK býr við mikinn auð í félagsfólki sínu: Sjálfboðaliðum á fjölbreyttum aldri sem búa að mismunandi þekkingu, reynslu og hæfileikum. Sjálfboðaliðum sem eiga samleið með hugsjón félagsins. Fólki sem lætur sig félagið varða og leggur sitt af mörkum. Því vil ég hvetja félagsfólk í KFUM og KFUK til þess að hafa félagið með í markmiðum sínum fyrir árið 2018. Ég vil hvetja okkur öll til að horfa til þess hvernig við getum lagt okkar af mörkum og sett okkur markmið um að gera enn betur á þeim sviðum sem við sinnum. Ef við erum öll 5% meira vakandi yfir velferð félagsins og 5% virkari í þeim verkefnum sem við tökum að okkur á vettvangi þess, þá eiga áhrif þess eftir að verða umtalsverð.

Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

Með þeim hætti getur 2018-útgáfan af KFUM og KFUK orðið enn öflugri en 2017-útgáfan. Með þökk fyrir liðin ár, óska ég þér og þínum gleðilegs nýs árs.

Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 1. tbl. 2018. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Prófarkarlestur: Rúna Þráinsdóttir. Ljósmyndir í blaðinu eru flestar teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs.


Eindagi félagsgjalda var 1. desember

Basar KFUK var haldinn í 108. sinn Basar KFUK var haldinn í 108. sinn laugardaginn 2. desember sl. Hátíðarstemning ríkti í húsinu og fjöldi fólks lagði leið sína þangað til þess að gera góð kaup og styrkja félagið. Basarinn er mikilvæg fjáröflun. Undirbúningur stendur yfir allt haustið er hópar KFUK-kvenna koma saman til að sinna hannyrðum fyrir basarinn. Basarnefndin vill koma á framfæri kæru þakklæti ti allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu basarinn að veruleika eitt árið enn. Stjórn Basars KFUK skipa Bára Sigurjónsdóttir formaður, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og María Sighvatsdóttir.

Við viljum minna félagsfólk á að eindagi ógreiddra félagsgjalda var 1. desember sl. en greiðsluseðlar voru sendir út fyrr á árinu. Við hvetjum alla til þess að greiða félagsgjöldin, enda eru þau mikilvægur hluti af fjárhag félagsins. Það er mjög mikilvægt að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgja þeim einnig mikilvæg hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins.

Hæfileikasýning YD í Reykjanesbæ Hæfileikasýning yngri deilda fór fram 1. nóvember síðastliðinn og var að þessu sinni haldin í Reykjanesbæ. Hún tókst mjög vel, en um 70 börn lögðu sitt af mörkum. Í hléinu var síðan boðið upp á candy floss og einnig var hægt að kaupa pizzur og gos. Sýningin heppnaðist vel og er KFUM og KFUK greinilega ríkt af hæfileikaríkum börnum.

3


Opinn félagsfundur um húsnæðismál KFUM og KFUK Húsnæðismál félagsins á Holtavegi hafa verið ofarlega á baugi hjá forystu félagsins síðstu misserin. Þann 28. nóvember sl. hélt stjórn KFUM og KFUK opinn félagsfund um húsnæðismálin. Á fundinum voru kynntar fyrirhugaðar breytingar innandyra í félagsheimilinu á Holtavegi, hugmyndir um stækkun leikskólans voru ræddar og í þriðja lagi var upplýst hver staðan væri, nú þegar búið er að taka þá ákvörðun að eldra félagshúsið á Holtavegi verði rifið vegna mygluskemmda. Hugmyndirnar um breytingar innandyra voru kynntar á aðalfundi sl. vor. Þær snúast um að fá betri nýtingu á þá fermetra sem við höfum á aðalhæð félagsheimilisins, svo að húsið þjóni betur starfsemi félagsins. Breytingum má skipta í eftirfarandi verkþætti: 1) Parketið á félagsheimilnu verður slípað og lakkað (löngu kominn tími á það). 2) Salnum verður skipt í tvennt með felliveggjum. Salurinn er nýttur vel flesta daga vikunnar, fyrir fundi, kóræfingar og fleiri viðburði. Eftir breytingar mun annar helmingurinn af salnum duga vel fyrir þá viðburði og hinn helmingurinn því standa til boða fyrir önnur verkefni. 3) Fundarherbergi, fyrir allt að 10-12 manna nefnda- og stjórnarfundi, verður útbúið í suðvesturenda kaffiteríunnar. 4) Kaffiterían verður gerð hlýlegri og meira aðlaðandi, í takti við nútíma kaffihús.

Hugmyndin sem helst hefur verið rædd er að nýta hluta lóðarinnar undir íbúðahús og nýta arðinn af þeirri framkvæmd til að fjármagna nýtt hús í stað þess sem verður að rífa. Tillagan hér að ofan var gerð af Arkþing arkitektum, en hún fæli í sér flutning á leikskólanum innan lóðarinnar og byggingu 56 íbúða í fjórum þriggja hæða klasahúsum neðst á lóðinni. Þessari tillögu hefur verið hafnað af skipulagsráði, sem vill frekar ræða möguleikann að á hafa íbúðir uppi við Sunnuveg og leikskólann áfram á sínum stað.

5) Kennslustofunni, sem hýst hefur starfsfólk félagsins, verður breytt, svo það þjóni betur hlutverki sínu sem opið skrifstofurými. Samhliða því verður afgreiðslan lagfærð. Byrjað verður á fyrstu fjórum verkþáttunum strax í janúar, en horft er til þess að breyta skrifstofurýminu í sumar, þegar minna er um að vera í húsinu. Aðstaða starfsfólks félagsins hefur verið óviðunandi um nokkurn tíma. Lagt er upp með að breytingarnar bæti til muna starfsaðstöðu í húsinu, ekki aðeins fyrir starfsfólkið, heldur

Fyrirhugaðar breytingar innandyra á Holtavegi 28 Fundarherbergi verður útbúið í suð-vestur hluta kaffiteríunnar.

Kaffiterían verður gerð hlýlegri og meira aðlaðandi.

Salnum verður skipt í tvennt með felliveggjum sem hægt verður að opna þegar stærri viðburður eru í húsinu. 4

Útbúin verður geymsla m.a. fyrir borð og stóla, hægra megin þegar komið er inn í húsið. Kennslustofunni og geymslu verður breytt í afgreiðslu og opið skrifstofurými fyrir starfsfólk félagsins.

einnig fyrir stjórnar- og nefndarstörf, fundi og aðra viðburði félagsins. Í nokkurn tíma hafa legið frammi hugmyndir um að stækka leikskólann Vinagarð. Reykjavíkurborg hefur óskað eftir að kaupa fleiri pláss sem hefur ýtt við umræðunni. Sú umræða hangir saman við framtíðaráform um nýtingu lóðar félagsins. Hugmyndir um það hvernig við eigum að bregðast við því að vera með ónýtt hús, hafa tengst umræðu um nýtingu á lóð félagsins. Sú hugmynd sem unnið hefur verið með síðustu 12 mánuði hefur snúist um að fá að nýta hluta lóðarinnar undir íbúðir sem yrðu seldar og með því náð að fjármagna byggingu á nýju húsi í stað þess sem þarf að rífa. Þá er horft til þess að nýtt hús yrði nýtt 30-50% beint fyrir félagið en 5070% undir tekjuberandi starfsemi á vegum þess, t.d. ungmennahostel og jafnvel frístundaheimili að hluta. Með því væri samhliða verið að styrkja tekjugrunn félagsins og stuðla að sjálfbærni í rekstri húsakosta á Holtavegi. Forysta félagsins hefur kynnt skipulagsyfirvöldum í Reykjavík hugmyndir sínar. Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þessum málum, mun hún hafa mótandi áhrif á starfsemi félagsins næstu áratugina. Því skiptir miklu máli að vanda til verka.


Jólasamvera leiðtoga Föstudagskvöldið 15. desember var árleg jólasamvera leiðtoga í Reykjavík. Var samveran jafnframt uppskeruhátíð haustmisseris í deildastarfi KFUM og KFUK. Hreiðar Örn Zoega Stefánsson eldaði kalkún með aðstoð leðtoga úr Mosfellsbæ, auk þess að leggja til dýrindis forrétt. Góður matur, frábær félagsskapur og notaleg kvöldstund. Um 50 leiðtogar mættu í jólaskapi.

5


5.110 kassar söfnuðust í verkefninu Jól í skókassa Þann13. nóvember sl. lagði gámur af stað frá KFUM og KFUK-húsinu við Holtaveg, fullur af jólagjöfum fyrir börn í Úkraínu. Í ár var lokafjöldi jólaskókassa 5.110, sem verða

gefnir á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt í Kirovograd. Dreifing gjafanna er skipulögð af KFUM í Úkraínu í samstarfi við

fulltrúa verkefnisins á Íslandi. Síðan verkefnið hófst 2004 hefur ríflega 60.000 gjöfum verið útdeilt til barna í Kirovograd í Úkraínu.

Karlakór KFUM og sönghópurinn Ljósbrot komu báðir fram á aðventukvöldi KFUM og KFUK 6. desember sl. Sólbjörg Linda Reynisdóttir og Sigurbjörn Þorkelsson sögðu frá jólaminningum og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir flutti hugvekju. Helgi Gíslason formaður KFUM og KFUK stjórnaði dagskrá. Um 120 manns komu á kvöldið sem endaði með samsöng beggja kóra, líkt og sjá má á myndinni hér að ofan.

6


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Hafsteinn Kjartanss on að sa niður mill ga ivegg.

Miklar framkvæmdir í Ölveri Þann 1. nóvember sl. hófust viðfangsmiklar framkvæmdir í sumarbúðunum okkar í Ölver. Ákveðið var að ráðast í breytingar á neðri hæð gistiskála sumarbúðanna og taka í gegn herbergi, gang og ræstiaðstöðu.

Jón Jóhansson verkefnastjóri og Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson

Framkvæmdirnar hafa farið vel af stað og er stjórn Ölvers virkilega þakklát fyrir allt það frábæra fagfólk sem hefur tekið þátt í verkefninu ásamt öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt leið sína upp eftir og aðstoðað fagfólk við hin ýmsu verkefni. Framkvæmdirnar eru langt komnar og er nú, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, búið að skipta um einangrun í veggjum, skipta út og færa milliveggi og skipta um gólfefni, svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess að endurnýja er verið að tryggja og bæta eldvarnir og önnur öryggisatriði á staðnum. Stefnt er að því að leggja lokahönd á framkvæmdir með vorinu svo að staðurinn geti tekið á móti brosandi börnum næstkomandi sumar. Hægt er að fylgjast með gangi framkvæmdanna á Facebook-síðunni Velunnarar Ölvers.

Sjálfboðaliðar og velunnarar Ölvers eru mikil auðlind. Á myndinni má sjá Geirlaug Inga Sigurbjörnsson og Kjartan Vídó, en þeir sýndu t.a.m. stórkostlega takta við að rífa niður milliveggi.

Hér má sjá fagmann flota gólfið á herbergisganginum. 7


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Æskulýðsmótið Friðrik Í Vatnaskógi 9.–11. febrúar

Æskulýðsmótið Friðrik verður haldið 9.–11. febrúar í Vatnaskógi. Mótið er fyrir unglinga i 8.–10. bekk. Á æskulýðsmótinu Friðrik eiga unglingadeildir KFUM og KFUK frábærar stundir saman. Þeim gefst tækifæri á að kynna öðru ungu fólki og taka þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krists að leiðarljósi. Dagskrá mótsins er full af fjöri og nóg í boði fyrir alla. Þar á meðal eru kvöldvökur, „workshops“, hátíðarkvöldverður, íþróttir og margt fleira. JóiPé og Króli munu skemmta á ballinu sem verður á laugardagskvöldinu. Verð á mótið er 16.900 kr. Innifalið er gisting, matur, rútuferðir og mótshúfa. Skráning og greiðslur fara alfarið fram á netinu á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Skráning opnar 8. janúar 2018. Allra síðasti skráningardagur er sunnudagurinn 4. febrúar. Ekki verður hægt að skrá fleiri á mótið eftir að skráningafresti lýkur. Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar, en einnig má hafa samband við Gunnar Hrafn æskulýðsfulltrúa í síma 862 0611 eða á netfangið gunnar@kfum.is

8


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

9.–11. mars

Vetrarferð til Akureyrar Fyrir ungmenni 15 ára og eldri 9. janúar

Hvernig getum við tryggt að öll börn finni sig velkomin í KFUM og KFUK? Fræðslufundur með fræðslustýru Samtakanna 78 Stjórn KFUM og KFUK, í samstarfi við stjórnir sumarbúða KFUM og KFUK, heldur sérstakan fræðslufund 9. janúar nk, kl. 20:00 á Holtavegi 28, þar sem m.a. verður rætt hvernig við getum tryggt að öll börn finni sig velkomin í okkar starfi. Sólveig Rós fræðslustýra hjá Samtökum 78 verður með erindi um hinseginleikann og svarar spurningum. Fjölbreytni mannlífsins er mikil og hin síðari ár hefur orðið vitundarvakning í okkar samfélagi að viðurkenna fólk eins og það er. KFUM og KFUK hefur langa hefð fyrir kynskiptu starfi meðal barna og unglinga. Hvernig getum við tryggt að hinsegin börn finni sig velkomin í starfi félagsins? Fundurinn er sérstaklega hugsaður fyrir forystufólk í KFUM og KFUK, bæði þau sem bera ábyrgð á að skipuleggja starfið og einnig þau sem jafnan eru í forstöðu og bera ábyrgð á vettvangi þess. Rétt er þó að taka fram að fundurinn er öllum opinn.

Akureyri er vinsælasti vetraríþróttabær landsins. Því stendur KFUM og KFUK fyrir vetrarferð/skíðaferð til Akureyrar helgina 9.–11. mars. Þessi einstaki viðburður er opinn fyrir alla ungleiðtoga og leiðtoga, sem og aðra þátttkendur í starfi KFUM og KFUK og KSS. Við munum gista í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Farið verður á skíði og snjóbretti í Hlíðarfjalli bæði laugardag og sunnudag. Við förum í sund, borðum saman, höldum kvöldvöku og höfum gaman. Leiðtogar á Akureyri sjá um að undirbúa og skipuleggja ferðina. Nánari upplýsingar veitir Eydís Ösp æskulýðsfulltrúi, eydis@kfum.is

15. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK Hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður haldinn fimmtudaginn 15. febrúar í félagsheimili okkar að Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá verður í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar verða boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. Á árum áður gengu félagar í Aðaldeildir KFUM og KFUK á þar til gerðum inntökufundum. Ekki var hægt að ganga í félagið neinn annan dag. Nú eru nýir félagar skráðir allt árið um kring. Við höldum þó í þann góða sið að efna til veislufundar til þess að bjóða nýja félaga velkomna. 9


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Leiðtogaþjálfun

KFUM og KFUK fyrir 15–17 ára í Vatnaskógi 19.–21. janúar 2018 Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára er byggð á tveimur sjálfstæðum helgarnámskeiðum á vetri. Á milli námskeiða fá þátttakendur verklega þjálfun á vettvangi starfsins. Á námskeiðinu er boðið upp á fræðslu fyrir 15–17 ára ungleiðtoga (fædda 2000, 2001 og 2002). Með leiðtogaþjálfuninni viljum við auka hæfni og efla sjálfstraust. Við viljum hjálpa ungu fólki að vera leiðtogar í eigin lífi og auka getu þeirra til þess að takast á við þau fjölmörgu tækifæri sem þeim bjóðast. Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, bæði í sumar- og vetrarstarfi félagsins.

Fyrirlesarar á leiðtogahelginni:

Bjarni Fritzson

Guðni Már Harðarson

Telma Ýr Birgisdóttir

Gunnar Hrafn Sveinsson

Hvað lærir maður? Í leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er fræðslu skipt upp í fjóra efnisflokka og þess gætt að á hverju námskeiði sé eitthvað kennt úr hverjum flokki. K = kristin fræðsla F = félagsmálafræðsla U = ungmennalýðræði og M = mannrækt. Verð og skráning Námskeiðið í Vatnaskógi er hluti af ungleiðtogaþjálfun KFUM og KFUK og kostar 29.500 kr. hvert misseri. Innifalið í því gjaldi er helgarnámskeiðið (rútuferðir, gisting og matur) ásamt ferðum og þátttöku í öðrum viðburðum KFUM og KFUK á misserinu, starfsgögn og lokasamvera. Skráning fer fram á skráningarsíðu KFUM og KFUK, www.sumarfjor.is, undir flokknum Vetrarstarf KFUM og KFUK. Opið er fyrir skráningu frá 5. janúar 2018. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu félagsins www.kfum.is eða hjá Hjördísi Rós æskulýðsfulltrúa í síma 588 8899 eða á hjordis@kfum.is.

10

www.kfum.is


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

3. febrúar

Karnival yngri deilda verður haldið laugardaginn 3. febrúar kl. 11–14 Laugardaginn 3. febrúar verður haldið Karnival yngri deilda KFUM og KFUK í Árbæjarskóla frá klukkan 11 til 14. Á dagskránni verður mikið fjör og munu börnin fá að prófa alls konar stöðvar sem samanstanda af skemmtilegum leikjum, föndri, andlitsmálun og íþróttum. Gott er að vera mættur um það bil 10:45 til þess að fara nú örugglega ekki á mis við neitt þennan frábæra dag. Það kostar 1.000 kr. að taka þátt í karnivalinu en innifalið í því verði er pizza og Svali í hádegismat ásamt kandíflosi í eftirrétt. Gengið verður inn í Árbæjarskóla um aðalinnganginn vinstra megin við sparkvöllinn þegar horft er á skólann frá bílastæðinu. Frekari upplýsingar veitir Heiðbjört æskulýðsfulltrúi, heidbjort@kfum.is.

18.–19. apríl

Vorferð YD 18.–19. apríl Starfi yngri deilda KFUM og KFUK lýkur í vor með ferð í Vatnaskóg, þar sem gist verður yfir nótt. Brottför er síðasta vetrardag, miðvikudaginn 18. apríl og heimkoma á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl. Í vorferðinni gefst krökkunum tækifæri á að taka þátt í skemmtilegri dagskrá, fræðastu um Guð og eignast nýja vini. Á staðnum verður farið í margs konar leiki, ævintýraleik, borðtennis, fótboltaspil, þythokkí og fleiri íþróttir. Þá verður kvöldvaka, helgistund og náttfatapartý o.fl. Þá er vorferð KFUM og KFUK kjörið tækifæri fyrir krakkana að kynnast sumarbúðum félagsins. Brottför er 18. apríl kl. 17:00 frá Holtavegi 28. Áætluð heimakoma er laugardaginn 19. apríl kl. 15:00. Síðasti skráningardagur í vorferðina er 13. apríl. Verð: 7.500 kr.

11


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

4. febrúar

Alla mánudaga

Bænasamverur í Friðrikskapellu Bænasamverur eru í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík í hádeginu alla mánudaga kl. 12:15. Allir hjartanlega velkomnir.

Árshátíð Hlíðarmeyja Árshátíð Hlíðarmeyja verður haldin í starfsstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28 sunnudaginn 4. febrúar kl. 13–15. Þangað eru allar stelpur sem dvöldu í Hlíðinni sl. sumar hjartanlega velkomnar. Að venju verður mikið fjör, foringjar frá liðnu sumri sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvarnir verða sungnir og boðið verður upp á veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2018. Verð á árhátíðina er 500 kr.

2.–4. febrúar

Til skoðunar að fjölga leikjanámskeiðum KFUM og KFUK í Kópavogi Leikjanámskeið KFUM og KFUK sem haldin eru í samstarfi við Lindakirkju í Kópavogi hafa verið afar vel sótt síðustu sumur. Uppselt var á öll námskeiðin og langur biðlisti myndaðist. Til að bregðast við þessu er til skoðunar að fjölga leikjanámskeiðum á komandi sumri og þá í samstarfi við Digraneskirkju sem lýst hefur áhuga á samstarfi. Við tökum við 25 börnum á hvert námskeið. Þykir sá fjöldi heppilegur til að tryggja gæði starfsins. Dagskrá leikjanámskeiðanna byggist m.a. á fjölbreyttum leiðöngrum þar sem oftar en ekki er farið í strætó. Myndi það takmarka möguleikana ef hópurinn yrði of stór. Því þykir ráðlegra að skoða möguleikann á því að byrja starf á nýjum stað.

12

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi Fjölskylduflokkur er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla fjölskyldutengslin í notalegu andrúmslofti. Í flokknum er boðið upp á frábært umhverfi og afslappaða og uppbyggilega dagskrá. Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa. Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir.

Verð er 9.800 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 32.500 kr. Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 88899 eða á netfanginu skrifstofa@kfum.is. Dagskrá helgarinnar má finna á www.kfum.is


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUK vorið 2018 Aðaldeild (AD) KFUK heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundir eru á þriðjudögum kl 17.30-18.30, nema að annað sé auglýst. Opið hús frá kl 17:00 með síðdegishressingu og spjalli. Allar konur eru velkomnar.

16. janúar

Áfram veginn – á leiðinni heim

Laura Scheving Thorsteinsson og Gleðisveitin koma í heimsókn. Fimmtudaginn 25. janúar

„Hermaður Stalíns í Breiðholti“ sameiginlegur fundur með KFUM kl. 20:00. Umsjón með efni: Gísli Jökull Gíslason Upphafsorð og bæn: Dagný Bjarnhéðinsdóttir Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Irma Sjöfn Óskarsdóttir Tónlist: Ingibjartur Jónsson

15. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

Sameiginlegur veislufundur í umsjón stjórnar KFUM og KFUK Nýjum félögum fagnað Ath! Hefst kl. 19:00. Stjórnun: Sr. Guðni Már Harðarson 20. febrúar

Hvers virði er kristið samfélag? 27. febrúar

Samkoma í kristniboðsviku

KFUK-konur eru hvattar til þess að mæta á samkomuna og fræðast um kristniboðið. Föstudaginn 2. mars

Alþjóðlegur bænadagur kvenna Samvera kl. 20:00 Nánar auglýst síðar.

20. mars

Biblíulestur

með Höllu Jónsdóttur. 10. apríl

Heimsókn á Basarinn

Basar SÍK í Austurveri heimsóttur. Mæting beint á Háaleitisbraut 68. Laugardaginn 14. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK

Stendur frá 10:00 til 14:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna. 17. apríl

Ljósbrot

Kvennakór KFUK, Ljósbrot, sér um fundinn.

6. mars

26. apríl

30. janúar

Hefst kl. 20:00 Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum.

andlegar og trúarlegar þarfir sjúklinga sem sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir fjallar um.

13. mars

Sameiginleg með KFUM Brottför frá Holtavegi kl. 17:30 Gamla varnarsvæðið verður skoðað, KFUM og KFUK húsið í Keflavík heimsótt, kvöldverður. Njarðvíkurkirkja heimsótt. Betur auglýst þegar nær dregur.

Starf sjúkrahúsprestsins,

6. febrúar

Kyrrðarbæn

Aðalfundur Vindáshlíðar

Ævi, ljóð og söngvar Linu Sandell.

Vorferð í Reykjanesbæ

Fundur í umsjón Laufeyjar Geirlaugsdóttur.

með Bylgju Dís Gunnarsdóttur.

13


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUM – vorið 2018 Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir. 11. janúar

Frostavetur og loftslagsbreytingar

Halldór Björnsson jarðeðlisfræðingur verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Páll Skaftason Stjórnun: Ólafur Sverrisson Hugleiðing: Davíð Örn Sveinbjörnsson Tónlist: Birkir Bjarnason og Gríma Katrín Ólafsdóttir 18. janúar

S.O.S. barnaþorp

Umsjón með efni: Ragnar Schram Upphafsorð og bæn: Axel Gústafsson Stjórnun: Kári Geirlaugsson Hugleiðing: Jón Jóhannsson Tónlist: Albert E. Bergsteinsson 25. janúar

Hermaður Stalíns í Breiðholti

Umsjón með efni: Gísli jökull Gíslason Upphafsorð og bæn: Dagný Bjarnhéðinsdóttir Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Irma Sjöfn Óskarsdóttir Tónlist: Ingibjartur Jónsson 1. febrúar

KFUM-skúrinn við Maríubakka Fundurinn verður í umsjón KFUM-drengja úr Maríubakka Upphafsorð og bæn: Willy Petersen Stjórnun: Hreiðar Örn Zoega Stefánsson Hugleiðing: Hannes Þ. Guðrúnarson Tónlist: Guðmundur Karl Einarsson 8. febrúar

Einn stórfenglegasti staður sem fyrirfinnst á Íslandi!

Pétur Ásgeirsson fjallar um Hornbjarg og Hornbjargsvita í Látravík í máli og myndum. Upphafsorð og bæn: Leifur Þorsteinsson Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Sr. Sigurður Jónsson Tónlist: Alberg E. Bergsteinsson 14

15. febrúar

5. apríl

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

„Ég á mér draum“

Sameiginlegur veislufundur í umsjón stjórnar KFUM og KFUK Nýjum félögum fagnað Ath! Hefst kl. 19:00. Stjórnun: Sr. Guðni Már Harðarson

50 ár frá dauða Martin Luther King Illugi Jökulsson verður gestur fundarins Upphafsorð og bæn: Sr. Ólafur Jón Magnússon Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson Tónlist: Bjarni Gunnarsson

22. febrúar

12. apríl

Kirkjustarf meðal hælisleitenda Toshiki Toma verður gestur fundarins Upphafsorð og bæn: Gunnar Sigurðsson Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Guðlaugur Gunnarsson Tónlist: Bjarni Gunnarsson 1. mars

Samkoma í kristniboðsviku.

KFUM-menn eru hvattir til þess að mæta á samkomuna og fræðast um kristniboðið. 8. mars

Jordan Peterson

Umsjón með efni: Gunnlaugur Jónsson Upphafsorð og bæn: Magnús Kristinsson Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson Hugleiðing: Guðni Már Harðarson Tónlist: Ingibjartur Jónsson 15. mars

Passíur Bachs

Halldór Hauksson verður gestur fundarins Upphafsorð og bæn: Gunnar E. Finnbogason Stjórnun: Guðmundur Jóhannsson Hugleiðing: Dr. Sigurður Pálsson Tónlist: Bjarni Gunnarsson 22. mars

Aðalfundur Skógarmanna KFUM

Hefst með súpu kl. 19:00. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. 29. mars

Skírdagur

- fundur fellur niður

150 ár frá fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar

Umsjón með efni: Þórarinn Björnsson Upphafsorð og bæn: Bjarni Árnason Stjórnun: Hans Gíslason Hugleiðing verður í höndum Sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar, sem jafnframt annast undirleik á fundinum. 14. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK

Stendur frá 10:00 til 14:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna. 19. apríl

Kaffisala Skógarmanna

Verður haldin í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Stendur frá 14:00 til 18:00. Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til þess að mæta, styðja við starfið og njóta glæsilegra veitinga í leiðinni.

Tónleikar

að hætti Skógarmanna kl. 20:00. Allur ágóði dagsins rennur til Vatnaskógar. 26. apríl

Vorferð í Reykjanesbæ

Sameiginleg með KFUK Brottför frá Holtavegi kl. 17:30 Gamla varnarsvæðið verður skoðað, KFUM og KFUK húsið í Keflavík heimsótt, kvöldverður. Njarðvíkurkirkja heimsótt. Betur auglýst þegar nær dregur.


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK Aðal- og ársfundir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi verða á tímabilinu 27. febrúar til 22. mars og hefjast kl. 20:00, nema annað sé auglýst. Hér með er boðað formlega til fundanna, eins og lög kveða á um. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til setu á aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundastörf, starfsskýrslur kynntar, endurskoðaðir reikningar lagði fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður um starfið fara fram. 27. febrúar

Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum. Haldinn í félagshúsi KFUM og KFUK Hátúni 36.

28. febrúar Aðalfundur Kaldársels og Vinaseturs Haldinn á Holtavegi 28. 5. mars Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri og aðalfundur Hólavatns. Haldinn í félagsheimilinu Sunnuhlíð. 14. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK Formlegt boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi. Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fer fram laugardaginn 14. apríl 2018 kl. 10:00-14:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.

13. apríl

Fulltrúaráðsfundur Föstudaginn 13. apríl kl. 18:00 fer fram árlegur fulltrúaráðsfundur KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Fulltrúaráðsfundur er vettvangur þar sem formenn allra starfsstöðva KFUM og KFUK eiga fund með stjórn félagsins.

5. mars

Ársfundur Basars KFUK. Haldinn á Holtavegi 28.

6. mars

Aðalfundur Vindáshlíðar. Haldinn á Holtavegi 28.

7. mars

Aðalfundur Ölvers. Haldinn á Holtavegi 28.

12. mars

Ársfundur Karlakórs KFUM. Haldinn á Holtavegi 28.

13. mars

Ársfundur Jól í skókassa. Haldinn á Holtavegi 28.

14. mars

Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Haldinn í Vinagarði við Holtaveg.

15. mars

Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Haldinn í Landakirkju kl. 12:00.

22. mars Aðalfundur Skógarmanna (Vatnaskógar). Haldinn á Holtavegi 28. Hefst með súpu kl. 19:00. 15


Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK

hefst fimmtudaginn 1. mars kl. 13:00 Vatnaskógur Vindáshlíð Ölver Hólavatn Kaldársel 16

www.kfum.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.