Fréttabréf KFUM og KFUK September 2015

Page 1

3. tölublað september 2015

Fréttabréf KFUM og KFUK Yfirlit yfir æskulýðsdeildir Dagskrá fullorðinsstarfsins Afmælishátíðir Kaldársels og Hólavatns Mikil ánægja með Sæludaga Gott sumar að baki í sumarbúðunum


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899

Leiðtogar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK komu saman á dögunum til að undirbúa veturinn. Dagskráin var blanda af gamni og alvöru. Hér má sjá hluta þeirra í bubblubolta á Miklatúni.

Hlutverk KFUM og KFUK Hlutverk KFUM og KFUK er að hafa jákvæð og uppbyggjandi áhrif á ungt fólk, til líkama, sálar og anda. Það er hlutverk okkar að efla æsku landsins, styrkja og byggja upp ungmenni svo trúin á Jesú Krist sé hluti af þeim og vegvísir á lífsins göngu. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar við greinum aðalatriði frá aukaatriðum í fjölbreyttu og umfangsmiklu félagsstarfi KFUM og KFUK. Árangur smiðsins verður ekki mældur í því hversu flott verkfæri hann á, heldur í því sem hann byggir með verkfærunum. Hver er sá smiður sem eingöngu safnar verkfærum og ver tíma sínum í að pússa þau og brýna, en smíðar aldrei neitt með þeim? Sá smiður þekkir ekki hlutverk sitt. Sumarbúðir, fundir, söngvar, rekstur, félagsheimili, viðburðir o.fl. eru okkar verkfæri til að sinna hlutverki okkar. En árangur af starfinu mælist eingöngu í þeim einstaklingum sem félagið hefur fyrrgreind uppbyggjandi áhrif á. Í KFUM og KFUK fer mikil orka í að halda verkfærum okkar vel uppfærðum og í góðu standi. Það er vel, enda þurfum við á þeim að halda til að keppa að markmiðum okkar. En munum að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Höfum augun á meginmarkmiði félagsins, að miðla boðskap Jesú Krists og með því hafa jákvæð, uppbyggjandi áhrif á ungt fólk til líkama, sálar og anda.

Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 3. tbl. 2015. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Eftirtaldir komu að útgáfu blaðsins: Anna Arnardóttir, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Arnar Ragnarsson, Auður Pálsdóttir, Ásgeir Pétursson, Gísli Stefánsson, Guðni Már Harðarson, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, Guðrún Nína Petersen, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, María Sighvatsdóttir, Ólafur Jón Magnússon, Sveinn Alfreðsson, Sveinn Valdimarsson, Tómas Torfason, Þórarinn Björnsson


Skrifstofu- og þjónustuhúsnæði félagsins er ónothæft eftir að myglusveppur greindist þar í vor.

Nauðsynlegt að fara í dýrar og umfangsmiklar framkvæmdir Í vor greindist myglusveppur á fleiri en einum stað í skrifstofurými félagsins við Holtaveg í Reykjavík. Eftir að starfsaðstaða hafði verið flutt yfir í félagsheimilið í nýrri hluta byggingarinnar, var samið við Verkís verkfræðistofu að gera úttekt á húsinu. Niðurstöður þeirrar úttektar sýna að fara verður í umfangsmiklar framkvæmdir. Hreinsa þarf allt út af hæðinni, gólfefni, loft og milliveggi. Koma þarf í veg fyrir rakamyndun með aðgerðum jafnt utan- og innanhúss. Grafa þarf fyrir nýju dreni og skipta um jarðveg meðfram húsinu á þrjá vegu. Samtímis þarf að leggja takkadúk á sökkulinn. Loftræstingu þarf að bæta. Innrétta þarf svo hæðina upp á nýtt. Það er ljóst að verkefnið mun kosta a.m.k. 20 milljónir. Hafist verður handa í haust. Félagshúsið okkar við Holtaveg eru tvö hús. Efra húsið, skrifstofuhúsið, var byggt á sjötta áratug síðustu aldar en breytt í skrifstofur í kringum 1990. Neðra húsið, félagsheimilið, er miklu yngra. Það var tekið í notkun 1994. Engin merki eru um myglu í neðra húsinu.

Pjakkaflokkur í Ölveri Pjakkaflokkur var haldinn fjórða árið í röð í Ölveri um miðjan ágúst, en þar höfðu drengjaflokkar legið niðri í rúm 15 ár fram að því. Vaxandi ásókn hefur verið í flokkinn en 28 drengir mættu til leiks að þessu sinni og myndaðist góð stemning meðal drengjanna, ekki síst á um 100 manna kvöldvöku þar sem foreldrum og systkinum var boðið að koma og sjá afrakstur flokksins. Þar var sýnt myndband, drengirnir léku leikrit og sýndu töfrabrögð. Allt starfsfólk gaf vinnu sína og var ágóðinn af þeirri gjöf notaður til að fjármagna að fullu nýja þvottavél og nýjan þurrkara fyrir Ölver.

Gólfdúkur á allri hæðinni er ónýtur enda kominn til ára sinna. Myglusveppur lifir víða góðu lífi í líminu undir honum.

Loftaplötur eru víða illa farnar vegna rakaskemmda.

Guðmundur Ómar heiðraður Þann 20. júní síðastliðinn var haldið upp á 50 ára afmæli sumarbúðanna á Hólavatni. Við það tilefni var Guðmundur Ómar Guðmundsson gerður að heiðursfélaga KFUM og KFUK á Íslandi. Voru honum færðar þakkir og hlýjar kveðjur frá félagsfólki fyrir störf hans og þjónandi forystu í ríki Guðs og fyrir að vera okkur hinum fyrirmynd, bæði í orði og verki.

Allir hlutir sem fluttir eru af skrifstofuhæðinni til notkunar í öðrum rýmum þarf að þrífa með sérstökum efnum.

Fjarlæga þarf leifar af skorsteini sem liggur á bak við kerfisloftið.

3


Sprellað á leikjanámskeiðum Leikjanámskeið KFUM og KFUK voru haldin á tveimur stöðum í sumar, í Lindakirkju í Kópavogi og í Reykjanesbæ. Námskeiðin voru vel sótt en yfir 150 börn á aldrinum 6–9 ára skemmtu sér konunglega á leikjanámskeiðunum, sem haldin voru í júní og byrjun júlí.

Norrænt unglingamót í Vestmannaeyjum sumarið 2016

25 ungmenni á kristilegu unglingamóti í Noregi Þriðjudaginn 28. júlí lagði 25 manna hópur KSSog KSF-inga í ferðalag til Randaberg í Noregi, ásamt skólapresti og konu hans, en stór hluti hópsins vann í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar. Hópurinn fór út til að taka þátt í UL-2015 sem er kristilegt mót fyrir unglinga á aldrinum 15 ára og eldri. Mótið var á vegum NLM Ung og IMF Ung sem eru stórar norskar kristniboðshreyfingar. Íslendingunum var boðið að taka þátt í mótinu án greiðslu mótsgjalds.

4

Á mótinu komu saman um 3500 unglingar til að eiga gott samfélag hverjir við aðra, uppbyggjast í trúnni og lofa Guð. Boðið var upp á góða fræðslu, smáhópa, ýmsa fyrirlestra og fjölbreytta afþreyingu, s.s. brimbrettabrun, gokart, kajakasiglingu og fjallgöngu. Mótið þótti takast afar vel og voru margir íslensku þátttakendanna staðráðnir í að sækja UL-2016 næsta sumar.

Næsta sumar, nánar tiltekið dagana 13.–18. júlí 2016, koma saman í Vestmannaeyjum unglingadeildir frá Norðurlöndunum á norrænu móti KFUM og KFUK sem haldið er annað hvert ár. Yfirskrift mótsins er Hottest Camp Ever og er það tilvísun í mótssvæðið sem hefur að geyma hið fræga Eldfell í Vestmannaeyjum sem gaus fyrir ríflega 40 árum síðan. Til þess að brjóta upp hið hefðbundna form mótsins, sem einkennist af veru í sumarbúðum og þeim athöfnum sem einkenna þær, urðu Vestmannaeyjar fyrir valinu sem mótsstaður, en einnig vegna sérstöðu þeirra, bæði hvað varðar náttúru og hvað þær hafa upp á að bjóða þegar litið er til ferðamannaiðnaðarins. Undirbúningur mótsins er í fullum gangi og er að miklu leyti í höndum leiðtoga í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK á Íslandi. Skráning á mótið verður auglýst síðar.

www.kfum.is


Fjölmenni á 90 ára afmælishátíð Kaldársels Fjölmenni kom saman á 90 ára afmælishátíð Kaldársels sem fram fór sunnudaginn 28. júní sl. Þrátt fyrir að fáeinir dropar féllu úr lofti, var ekki að sjá að það spillti gleðinni. Ásgeir Páll Ágústsson, útvarpsmaður á Bylgjunni, var kynnir á hátíðinni. Hann starfaði í Kaldárseli á sínum yngri árum. Ómar Ragnarsson, Kaldæingur með meiru, sagði gamansögur. Þá var happdrætti og drullukökukeppni og hoppukastalar voru á staðnum. Fjölbreyttar veitingar voru í boði víða á svæðinu, svo allir gátu fengið gott í gogginn.

Vinkonurnar Ragnheiður og Elín Sif tóku nokkur lög.

Anna Arnardóttir stjórnaði happdrætti.

Partýstjórinn á Bylgjunni var kynnir á afmælishátíðinni. Hann starfaði nokkur sumur i Kaldárseli á árum áður.

Geirlaugur Sigurbjörnsson, formaður Kaldæinga, tekur við blómakveðju frá formanni sumarbúða KFUM og KFUK i Ölveri, Þóru Björg Sigurðardóttur – sem jafnframt er eiginkona hans. 5


Æskulýðsfulltrúar ásamt framkvæmdastjóra: Jóhann Þorsteinsson, Arnar Ragnarsson, Unnur Ýr Kristinsdóttir, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Guðrún Hrönn Jónsdóttir og Tómas Torfason.

Þjónustufulltrúar: Anna Elísa Gunnarsdóttir og Arna Auðunsdóttir.

Breytingar í starfsmannahópnum Breytingar hafa orðið á starfsmannahópi KFUM og KFUK á síðustu vikum. Starfsmannateymi æskulýðssviðs er nú eftirfarandi: Jóhann Þorsteinsson er nú í 50% starfi, en hann var áður í fullu starfi fyrir félagið sem sviðsstjóri æskulýðsstarfsins. Eftir breytingar sinnir hann fyrst og fremst starfi félagsins á Norðurlandi sem svæðisfulltrúi. Unnur Ýr Kristinsdóttir er svæðisfulltrúi á Suðurnesjum. Unnur er í 70% starfi, en hún mun sinna og hafa umsjón með æskulýðsstarfi félagsins í Grindavík, Njarðvík og í Keflavík. Unnur er með starfsaðstöðu í félagsheimilinu Hátúni í Keflavík.

Guðrún Hrönn Jónsdóttir er æskulýðsfulltrúi í 50% starfi, með áherslu á fræðsluefni og fræðslustarf. Guðrún er með starfsaðstöðu í þjónustumiðstöð félagsins á Holtavegi. Arnar Ragnarsson er æskulýðsfulltrúi í Reykjavík og nágrenni. Arnar er í 100% starfi og sinnir deildastarfinu á höfuðborgarsvæðinu. Arnar er með starfsaðstöðu í þjónustumiðstöð félagsins á Holtavegi. Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir er æskulýðsfulltrúi í 50% starfi. Heiðbjört sinnir margs konar þjónustuverkefnum fyrir æskulýðsstarf KFUM og KFUK. Petra Eiríksdóttir æskulýðsfulltrúi lét af störfum í sumar og Hjördís Rós Jónsdóttir æskulýðsfulltrúi er komin í barneignaleyfi.

Þökkum við Petru vel unnin störf og óskum henni góðs gengis á nýjum vettvangi. Hjördísi óskum við til hamingju með stúlkuna sem fæddist í lok ágúst. Berglind Ósk Einarsdóttir sem gegnt hefur stöðu þjónustufulltrúa lét af störfum í ágúst. Við starfinu tók Arna Auðunsdóttir, en Arna hefur verið sumarstarfsmaður hjá okkur síðustu fjögur sumur, ásamt afleysingum. Þá er Anna Elísa Gunnarsdóttir einnig með okkur fram í lok október. Við þökkum Berglindi fyrir hennar störf og óskum henni góðs gengis í náminu.

Góður unglingaflokkur í Vatnaskógi Rúmlega 40 unglingar á aldrinum 14–17 ára nutu lífsins í unglingaflokki í Vatnaskógi í sumar. Dagskráin einkenndist af gleði og ævintýrum, íþróttum og leikjum, góðri og uppbyggilegri samveru.

6


50 ára afmæli Hólavatns fagnað Laugardaginn 20. júní sl. var því fagnað á Hólavatni að 50 ár voru liðin frá vígslu sumarbúðanna. Dagskráin hófst með því að hópur fólks hjólaði frá Akureyri og fram á Hólavatn, tæplega 40 kílómetra leið, í fallegu veðri. Klukkan tvö hófst hátíðardagskrá sem fór fram undir berum himni. Jóhann Þorsteinsson, ritari stjórnar Hólavatns, bauð gesti velkomna og flutti stutt ávarp og rifjaði upp helstu þætti úr sögu sumarbúðanna. Fleiri ávörp voru flutt og afmæliskveðjur auk þess sem formaður stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi, Auður Pálsdóttir, tilkynnti ákvörðun stjórnar félagsins að gera

Guðmund Ómar Guðmundsson að heiðursfélaga KFUM og KFUK á Íslandi fyrir störf hans í þágu félagsins í meira en hálfa öld. Að lokinni dagskrá var gestum boðið í afmæliskaffi og að sjálfsögðu var svo boðið upp á bátsferðir og leiktæki sem gestir nýttu sér í veðurblíðunni. Stjórn Hólavatns vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra sem gerðu þessa hátíð mögulega og einnig til þeirra fjölmörgu sem á þessum tímamótum hafa fært sumarbúðunum afmælisgjafir.

7


Sæludagar um verslunarmannahelgina

Mikil ánægja með hátíðina

8

Sæludagar í Vatnaskógi voru að venju um verslunarmannahelgina. Lögð var áhersla á að allir aldurshópar skemmtu sér og nytu þess sem var í boði. Fjölbreytt dagskrá fól meðal annars í sér Vatnaskógarkvöldvökur, vatnafjör, íþrótta- og þrautaleikar, ýmis fræðsla og kynningar fyrir fullorðna, tónleikar með Pétri Ben, Regínu Ósk og Friðriki Ómari, bænastundir í kapellunni, unglingadagskrá, fjölskyldubingó, kassabílarallý, knattspyrna, grillveisla, söng-og

hæfileikasýning barnanna og lofgjörðarstund. Á sunnudeginum var fjölskylduguðsþjónusta þar sem gospelsmiðjan sýndi afrakstur helgarinnar. Á staðnum voru á góð tjaldstæði, flest með rafmagni, kaffihús, hoppukastalaþorp, og bátafloti Vatnaskógar sem var óspart notaður. Um 1000 manns heimsóttu staðinn þessa helgi og naut veðurblíðunnar. Virtist vera mikil ánægja með hátíðina meðal gesta Sæludaga.

Fjölmargir ungir listamenn tóku þátt í hæfileikasýningu barnanna sem er fastur liður á Sæludögum.

Sæludagaleikarnir fóru fram að venju. Fjölmenni tók þátt í margs konar íþróttum og þrautabrautum.

Þar sem börnin njóta sín líður foreldrunum vel.

Í ár var varðeldurinn settur upp á flötinni fyrir framan íþróttahúsið. Þar var góð stemming.

Þjóðþekktir jafnt sem óþekktir listamenn komu fram á kvöldvökum og tónleikum.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Metnaðarfullar framkvæmdir við félagsheimili KFUM og KFUK á Suðurnesjum Á vordögum ákvað stjórn KFUM og KFUK á Suðurnesjum að ráðast í endurnýjun á sal félagsheimilisins að Hátúni 36 í Keflavík. Skipt skyldi um glugga, klæðningar teknar af veggjum og nýjar settar í staðinn ásamt einangrun, hiti settur í gólfið o.fl. Verkið hófst í lok júní með því að nánast allt sem hægt var að fjarlægja úr salnum var fjarlægt. Þegar gólfið sem setja átti hita í var skoðað kom í ljós að þar mátti margt betur fara. Gert var gat á útvegg hússins svo hægt væri að koma smágröfu inn til að brjóta gólfið og í framhaldi var botnplatan brotin og keyrð út úr húsinu í mörgum pörtum. Jarðvegur undan plötunni var fjarlægður, nýr og betri settur í staðinn, gólfið einangrað, járnabundið

og steypt. Þetta tókst með mörgum vinnufúsum höndum og samstilltu átaki. Þegar þessu var lokið var fljótlega hafist handa við að byggja upp gipsveggi innan við eldri veggi, þeir einangraðir, raflagnir og vatnslagnir lagðar og veggir klæddir og málaðir. Þeirri vinnu er að ljúka nú í september. Einnig var um miðjan ágúst skipt um glugga í salnum. Að þessu verki loknu verður salur félagsheimilisins nánast eins og nýr og kemur vonandi til með að þjóna starfinu enn betur en sá gamli.

Margar vinnufúsar hendur lögðu hönd á plóg.

Verkið íhugað. Sveinn Valdimarsson á vettvangi.

að verki og gefið sína vinnu, bæði félagsfólk af Keflavíkursvæðinu og höfuðborgarsvæðinu, vinir og kunningar og ýmsir verktakar og fyrirtæki lagt málinu lið, þá er kostnaður af framkvæmdinni töluverður. Ef þú átt pening sem þú hefur lítil eða engin verkefni fyrir eru styrkir vel þegnir á bankareikning 0121-26-3385 kt. 650681-0379. Þið sem aðstoðuðuð við verkið bæði með vinnuframlagi og bæn, hafið þökk fyrir. Takk líka fyrir öll lækin á facebook.

Ljóst má vera að framkvæmd eins og þessi er stórt átak fyrir ekki stærri hóp en að starfinu á Suðurnesjum stendur. Þó að margir hafi komið

Steypubrotin úr gólfinu voru flutt á hjölbörum út úr húsinu í blíðskaparveðri. 9


Miklu komið í verk á Heilsudögum karla í Vatnaskógi Helgina 4. til 6. september sl. voru Heilsudagar karla í Vatnaskógi. Áhersla var lögð á heilbrigði líkama, sálar og anda. Á föstudagskvöldinu var Gunnar Jóhannes Gunnarsson með erindi sem nefndist „Felur breytt samfélag í sér breytta köllun?“. Á laugardeginum var Davíð Örn Sveinbjörnsson lögmaður með erindi sem nefndist „Kristin trú, stjórnmál og yfirvöld“ og síðan var vinnutími í þágu Vatnaskógar. Meðal verkefna má nefna: Öll klæðning var rifin innan úr bátaskýlinu en það mun síðan verða einangrað og veggir klæddir upp á nýtt. Unnið var

við innréttingavinnu í Birkiskála II, tré voru gróðursett og önnur flutt, hljóðeinangrun var sett í matsalinn, lagður var nýr skógarstígur í átt á Vatnabúðum og sagaður var niður eldiviður. Á eftir var síðan slökun í heitu pottunum, hátíðarkvöldverður og kvöldvaka. Á sunnudeginum var haldið í messu í Akraneskirkju sem var í umsjá sr. Þráins Haraldssonar. Að þessu sinni tóku hátt í 70 karlmenn þátt í Heilsudögum 2015, en þeir Ólafur Sverrisson og Páll Skaftason sáu um skipulag þeirra.


Leikskólabörn árið 1995

Leikskóli KFUM og KFUK

Vinagarður 40 ára Þann 17. nóvember næstkomandi fagnar Vinagarður, Leikskóli KFUM og KFUK, 40 ára starfsafmæli sínu. Vinagarður er því einn af elstu sjálfstætt starfandi leikskólum í Reykjavík og einn af stofnendum Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Aðdragandi þess að KFUM og KFUK hóf leikskólarekstur var að mikill skortur var á leikskólaplássi í borginni á þeim árum. Félögin sóttu fyrirmynd að rekstrinum til Norðurlandanna, einkum Noregs þar sem kristilegar hreyfingar ráku leikskóla þar sem lögð var áhersla á trúarlegt uppeldi. Leikskólinn hóf starfsemi sína á neðri hæð félagsheimilis KFUM og KFUK að Langagerði 1. Miklar breytingar hafa orðið í leikskólastarfi á þessum 40 árum. Ein stærsta breytingin er að í dag eru nær öll börn í 8–9 tíma í leikskóla á dag, en voru áður 4 tíma. Þessi breyting kallaði á

mikla skipulagsbreytingu í starfi leikskólans. Það var mikið gæfuspor vorið 2001 þegar byrjað var á byggingu á nýju húsnæði fyrir leikskólann á lóð félagsins við Holtaveg 28. Þann 2. apríl 2002 var svo flutt í nýja húsið sem er sérsniðið að leikskólastarfi. Við þennan flutning stækkaði leikskólinn úr því að vera með 28 pláss í það að vera með 60 pláss. Síðar fjölgaði plássunum í 90 þegar fengin voru afnot af sal og húsvarðaríbúð á jarðhæð Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK. Í dag er starfsleyfi fyrir 98 börn á leikskólanum og er hann nánast alltaf fullnýttur. Rekstur leikskólans gengur vel og við getum verið stolt af skólanum okkar hvað metnað og faglegt starf varðar. Við höfum á að skipa öflugu og fjölbreyttu fagfólki og leiðbeinendum sem sinna starfi sínu af virðingu, gleði og kærleika.

Leikskólabörn árið 2001

Leikskólabörn árið 2015

11


Gott sumar að baki í sumarbúðum KFUM og KFUK

Vindáshlíð

Góð skráning var í Vindáshlíð þetta árið, en vel yfir 700 stúlkur dvöldu þar í sumar. Flestir dvalarflokkar voru fullbókaðir og var því mikið líf og fjör í Hlíðinni í allt sumar. Líkt og síðustu ár var boðið upp á hefðbundna dvalarflokka ásamt þremur ævintýraflokkum, unglingaflokk og listaflokk sem bar heitið Skapandi stelpur.

Ölver

Tæplega 400 börn dvöldu í Ölveri þetta sumarið. Flokkaskráin var fjölbreytt en boðið var upp á leikjaflokk, listaflokk, ævintýraflokka og unglingaflokk. Einnig var boðið upp á krílaflokk og pjakkaflokk, en þessir flokkar voru fyrir 6–9 ára börn, annars vegar stelpur í krílaflokk og hins vegar stráka í pjakkaflokk. Bæði börn og starfsfólk voru ánægð með sumarið í Ölveri. 12


Kaldársel

Sumarbúðirnar í Kaldárseli fögnuðu 90 ára afmæli í júní og var afmælinu fagnað með veglegri fjölskylduhátíð sunnudaginn 28. júní. Í sumar var boðið upp á hefðbundna dvalarflokka ásamt tveimur leikjanámskeiðum og Stelpum í stuði, líkt og undanfarin ár. Starfið í sumar þótti takast vel og voru það glöð og ánægð börn sem fóru heim í lok hvers flokks.

Hólavatn

Yfir 230 börn skemmtu sér konunglega á Hólavatni í sumar í samtals níu dvalarflokkum. Í ár var flokkaskráin fjölbreytt, meðal annars var boðið upp á meistaraflokk fyrir unglinga, Riddaraflokk fyrir drengi með ADHD og skyldar raskanir, frumkvöðlaflokk fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í sumarbúðunum og listaflokk fyrir stúlkur þar sem áhersla var lögð á alls kyns listsköpun.

Vatnaskógur

Sumarstarfið í Vatnaskógi hófst af fullum krafti í byrjun júní. Auk hefðbundinna flokka var boðið upp á tvo ævintýraflokka og einn unglingaflokk, ásamt Gauraflokki. Sú nýbreytni var á í ár að Gauraflokkur var haldinn í lok sumars en flokkurinn hefur síðustu ár verið fyrsti dvalarflokkur sumarsins. Yfir 700 drengir nutu dvalarinnar í Skóginum þetta sumarið í góðu yfirlæti. 13


Kvennaflokkur í Vindáshlíð með japönsku ívafi Sumarbúðir fyrir börn með ADHD og skyldar raskanir Sumarið 2015 voru haldnir þrír dvalarflokkar í sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi, sem voru sérsniðnir að þörfum barna með ADHD og skyldar raskanir. Stelpur í stuði í Kaldárseli Í Kaldárseli var flokkurinn Stelpur í stuði haldinn fyrri part júlímánaðar, en þetta var í fimmta sinn sem slíkur flokkur er haldinn í Kaldárseli. Stelpurnar í þessum hópi eru á aldrinum 10–12 ára og starfsmenn eru fleiri en venja er. Þar til viðbótar eru nokkrir sérfræðingar með sérmenntun og/eða mikla reynslu af því að vinna með börnum með ADHD og skyldar raskanir. Það var svo sannarlega stuð í þessum flokki í sumar og margt skemmtilegt brallað. Farið var í gönguferðir, ratleiki, haldin var kvöldvaka úti við varðeld og sykurpúðar grillaðir, spilað, sungið, kofar og flekar smíðaðir sem svo var siglt á niður Kaldána og margt fleira gert til skemmtunar. Á hverjum morgni var hefðbundin morgunstund þar sem stelpunum var kennt um Guð sem skapaði þær allar eins og þær eru og að í hans augum eru allir fullkomnir. Mikil áhersla var lögð á persónulega uppbyggingu, samskipti og virðingu fyrir eigin persónu og fyrir náunganum. Riddaraflokkur á Hólavatni Dagana 5.–8. júní var haldinn Riddaraflokkur á Hólavatni, en það er í þriðja sinn sem slíkur flokkur er haldinn fyrir norðan og er markhópurinn 10–13 ára drengir með ADHD og skyldar raskanir. Í flokknum vann hópur af vönu sumarbúðastarfsfólki og auk þess var Ásgeir Pétursson, félagsráðgjafi, fenginn sérstaklega í flokkinn sem sérfræðingur og ráðgjafi. Alls voru í ár skráðir átta drengir og er það nokkuð færra en árið á undan en pláss er fyrir 15. Mikil áhersla er lögð á að þjálfa drengina í að takast á við samskipti í frjálsum leik með útiveru, bátsferðum 14

og fleiru. Sveitaheimsóknin er líka á sínum stað eins og í hefðbundnum flokki og ríkir alltaf mikil eftirvænting og spenna fyrir því að heimsækja bæinn Vatnsenda og kíkja í fjós og klappa kettlingum og kálfum. Segja má að verkefnið hafi skilað tilætluðum árangri því nokkrir þeirra drengja sem komið hafa á undanförnum tveimur árum hafa ýmist komið aftur í Riddaraflokk eða mætt í hefðbundna flokka. Riddaraflokkur hefur verið unninn í samstarfi við foreldrafélag ADHD barna á Norðurlandi og hefur félagið stutt fjárhagslega við verkefnið og átt þátt í að auglýsa verkefnið fyrir foreldrum á svæðinu. Gauraflokkur í Vatnaskógi Gauraflokkur í Vatnaskógi fór fram í ágúst að þessu sinni, en hefur undanfarin ár verið í upphafi sumars, eftir að grunnskólarnir klárast. Það er mat starfsmanna að það sé nokkur munur á að hafa flokkinn á þessum tíma. Drengirnir virðast vera rólegri og auðveldara er fyrir þá að sofa á nóttunni. Það ruglar marga í ríminu þegar bjart er allan sólarhringinn og hefur góður svefn mikil áhrif á drengina. Dagskráin í flokknum er nokkuð frábrugðin hefðbundinni Vatnaskógardagskrá. Mikil áhersla er lögð á listasmiðjuna og smíðaverkstæðið, enda hafa flestir mikinn áhuga á listsköpun, hönnun og smíði á hinum ýmsu hlutum. Minni áhersla er lögð á hópleiki á borð við knattspyrnu og aðrar íþróttagreinar. Mikilvægt er að hafa samverustundir ekki of langar, frekar að hafa þær hnitmiðaðar og skemmtilegar, margir eiga erfitt með að sitja lengi og hlusta. Gauraflokkur 2015 gekk ágætlega fyrir sig og vonandi hafa sem flestir drengjanna farið með góðar minningar heim úr skóginum.

Helgina 28.–30. ágúst sl. var kvennaflokkur í Vindáshlíð. Að þessu sinni var flokkurinn með japönsku ívafi. Á föstudagskvöldinu kom Aikido félag Reykjavíkur í heimsókn og kynnti og sýndi aikido á kvöldvöku auk þess sem Karitas Hrundar Pálsdóttir talaði um Japan og undirbúning sinn undir skiptinám, en hún mun dvelja í Japan haustið 2015. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir endaði síðan daginn með hugleiðingu. Á laugardeginum talaði Auður Pálsdóttir, formaður KFUM og KFUK, út frá sögunni um Davíð og Golíat og boðið var upp á kynningu og kennslu á origami og sushi. Á kvöldvökunni var lesin kveðja frá Leifi Sigurðssyni kristniboða í Japan. Björg Þórhallsdóttir, sópran, söng nokkur lög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir var með hugleiðingu. Á sunnudeginum messaði sr. Toshiki Toma og fræddi um japanska kirkju. Veðrið var dásamlegt og norðurljós dönsuðu annað kvöldið. Það var yndislegt að deila helginni í Vindáshlíð í góðum og glöðum hópi kvenna á öllum aldri. Ráðskona var Fjóla Sæbjörg Ólafsdóttir og stjórn í höndum stjórnar Vindáshlíðar.

www.kfum.is


Vatnaskógur

90 manns á feðgahelgi Feðgar streymdu í stríðum straumi í Vatnskóg 28.–30. ágúst síðastliðinn. Aðsóknin var góð en þátttakendur voru 89 talsins og á öllum aldri. Mikil og góð stemning sveif yfir vötnum alla helgina og mátti sjá að dvalargestir nutu samfélagsins. Í fyrstu leit út fyrir að bátar yrðu í landi alla helgina vegna norðaustan gjólu en á sunnudagsmorgni vöknuðu gestir í blankalogni og hélst vatnið spegilslétt langt fram eftir degi. Feður og synir voru duglegir að taka þátt í dagskránni sem í boði var. Feðgar kepptu við aðra feðga í allskonar greinum eða nutu þess að leika sér saman eða í hópi annarra. Þátttakan í borðakeppni í frjálsum íþróttum var framúrskarandi. Ungir sem aldnir voru óhræddir við að kasta kúlu eða spjóti og spretta úr spori

í 60 metra hlaupi. Mikill liðsandi myndaðist á flestum borðum og ýtti undir að borðfélagar kynntust betur en ella. Á kvöldin var endað saman með kvöldvöku þar sem söngvar, skemmtiatriði starfsfólks og drengja og hugvekja út frá valdri dæmisögu Jesú héldu mönnum við efnið. Almenn ánægja ríkti með dvölina meðal gesta og mátti oft heyra hlátur og sjá brosandi andlit feðga sem nutu sín. Á heimfarardegi eftir að dagskrá lauk var opið hús í Vatnaskógi vegna Hvalfjarðardaga og voru sumir feðgar langt fram eftir degi, enda erfitt að slíta sig frá jafn frábærum stað og Vatnaskógi.

Ungir og eldri á kvöldvöku í Gamla skála.

Gæðatími í Vatnaskógi.

Feðurnir gáfu drengjunum ekkert eftir í leikjum og keppnum.

Þrjár kynslóðir á feðgahelgi, afinn Jón Dalbú Hróbjartsson, faðirinn Ingibjartur Jónsson og sonurinn Bjartur Dalbú Ingibjartsson. 15


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

20. nóvember

Miðnæturíþróttamót unglingadeilda KFUM og KFUK

16. október

24 stundir

Leiðtoganámskeið fyrir 15–17 ára Dagana 16.–17. október verður námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi haldið í Vindáshlíð í Kjós. Á námskeiðinu er boðið upp á grunnfræðslu fyrir 15–17 ára ungleiðtoga (fæddir 1998,1999 og 2000). Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga að starfa sem leiðtogar á sumrin og í vetrarstarfi félagsins.

Ekkert námskeiðsgjald er fyrir þá sem þegar eru sjálfboðaliðar í vetrarstarfi KFUM og KFUK en námskeiðið er opið öðrum gegn greiðslu námskeiðsgjalds. Skráning og frekari upplýsingar fást hjá æskulýðsfulltrúum félagsins í síma 588 8899.

7. október

Námskeið fyrir 18–25 ára

Viðburðastjórnun KFUM og KFUK stendur fyrir spennandi kosti fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára sem vilja læra að stýra viðburðum með markvissum og árangursríkum hætti. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti viðburðastjórnunar og þátttakendum gefst kostur á að undirbúa og stýra viðburði á vegum KFUM og KFUK frá upphafi til enda. Fyrirlesarar á námskeiðinu eru Björg Magnúsdóttir, fréttamaður hjá RÚV, Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur, Þorsteinn Arnórsson, fjármálastjóri KFUM og KFUK og Guðrún Hrönn Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK.

16

Námskeiðið er haldið á Holtavegi 28. Það hefst miðvikudaginn 7. október og verður milli kl. 20:00 og 22:00. Námskeiðið er byggt upp þannig að á miðvikudagskvöldum í október verða haldnir fyrirlestrar og lögð fyrir raunhæf verkefni út frá námsefninu. Í framhaldinu er gert ráð fyrir að skipta þátttakendum upp í hópa sem munu hittast fimm sinnum til að skipuleggja raunverulegan viðburð. Skráning á námskeiðið fer fram á skraning. kfum.is, fyrir 2. október. Nánari upplýsingar má nálgast hjá skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 eða hjá Guðrúnu Hrönn Jónsdóttur, æskulýðsfulltrúa, gudrun@kfum. is. Námskeiðsgjald er 3.000 kr. Lágmarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er fimm og hámarksfjöldi þátttakenda er 15.

Föstudaginn 20. nóvember verður haldið miðnæturíþróttamót unglingadeilda KFUM og KFUK (8.–10.bekkur) í Vatnaskógi. Hver deild leggur af stað með rútu frá sinni kirkju klukkan 17:30. Mótið mun standa yfir til klukkan 12:00 á laugardeginum 21. nóvember en þá munu rúturnar halda af stað til baka og áætluð heimkoma er í kringum 13:00. Á dagskrá verða ýmsar íþróttir, hefðbundnar og óhefðbundnar, orrusta, myrkrabolti, pottapartý, diskóbandý, fáránleikar, kvöldvaka, partýblak og margt fleira. Þátttökugjald á mótið er 6.900 krónur. Nánari upplýsingar fást hjá Arnari æskulýðsfulltrúa, arnar@kfum.is


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Leikjafjör

Yfirlit yfir yngri deildir (YD) 9–12 ára starf KFUM og KFUK haustið 2015

Í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á fimmtudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Pétur Ragnhildarson og með honum eru leiðtogarnir Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir.

Í Sunnuhlíð á Akureyri er Leikjafjör KFUM á þriðjudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla stráka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson og með honum eru leiðtogarnir Guðlaugur Sveinn Hrafnsson og Pétur Sigurðarson.

Í Grensáskirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á miðvikudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Vilborg Pála Eiríksdóttir og með henni eru leiðtogarnir Kristbjörg Steingrímsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir.

Í Dalvíkurkirkju á Dalvík er Leikjafjör KFUM og KFUK fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Leikjafjör í Dalvík byrjar í október. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson.

Í Guðríðarkirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á miðvikudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir og með henni er leiðtoginn Ragnheiður Haraldsdóttir. Í Seljakirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á þriðjudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Gunnar Hrafn Sveinsson og með honum er leiðtoginn Sandra Björk Jónasdóttir. Á Holtavegi 28 í Reykjavík er Skapandi starf KFUM og KFUK á mánudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Harpa Vilborg Schram og með henni eru leiðtogarnir Sandra Björk Jónasdóttir og Sara Lind Sveinsdóttir. Sköpunargleði er fyrir stráka og stelpur sem hafa gaman af því að föndra. Þátttaka kostar 3000 kr. fyrir efnisgjald og er skráning á skraning.kfum.is Í Lindakirkju í Kópavogi er Leikjafjör KFUK á miðvikudögum kl. 16:00–17:00 fyrir allar stelpur úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Alla Rún Rúnarsdóttir og með henni er leiðtoginn Sólveig Rún Rúnarsdóttir. Í Lindakirkju í Kópavogi er Leikjafjör KFUM á miðvikudögum kl. 15:00– 16:00 fyrir alla stráka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Sveinn Alfreðsson og með honum er leiðtoginn Arnar Ragnarsson. Í Digraneskirkju í Kópavogi er Leikjafjör KFUM og KFUK á mánudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Andri Lórenzson og með honum er leiðtoginn Tinna Dögg Birgisdóttir. Í Sunnuhlíð á Akureyri er Leikjafjör KFUK á mánudögum kl. 17:00– 18:00 fyrir allar stelpur úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Sigrún Birna Guðjónsdóttir og með henni eru leiðtogarnir Katrín Harðardóttir, Brynhildur Bjarnadóttir og Ragnheiður Harpa Arnardóttir.

Í Ólafsfjarðarkirkju í Ólafsfirði er Leikjafjör KFUM og KFUK fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Leikjafjör í Ólafsfirði byrjar í október. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson. Í Hveragerðiskirkju í Hveragerði er Leikjafjör KFUM og KFUK á mánudögum kl. 18:00–19:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Samúel Örn Pétursson og með honum er leiðtoginn Vilborg Pála Eiríksdóttir. Í Grindavíkurkirkju í Grindavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á mánudögum kl. 18:00–19:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Unnur Ýr Kristinsdóttir og með henni er leiðtoginn Blær Elíasson. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er Leikjafjör KFUK á mánudögum kl. 19:30–20:30 fyrir allar stelpur úr 5.–7. bekk. Forstöðukona er Sigurbjört Kristjánsdóttir og með henni eru leiðtogarnir Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir og Elín Pálsdóttir. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er Leikjafjör KFUM á miðvikudögum kl. 18:00–19:00 fyrir alla stráka úr 5.–7. bekk. Forstöðumaður er Sveinn Valdimarsson. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er vinadeild KFUM og KFUK á þriðjudögum kl. 14:30–15:30 fyrir alla krakka úr 2.–4. bekk. Forstöðukona er Brynja Eiríksdóttir og með henni eru leiðtogarnir Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir. Í Njarðvíkurkirkju í Innri Njarðvík er Leikjafjör KFUM og KFUK á fimmtudögum kl. 19:30–20:30 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Þóra Jenný Benónýsdóttir og með henni er leiðtoginn Bryndís Sunna Guðmundsdóttir.

17


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Unglingastarf

Yfirlit yfir unglingadeildir (UD) KFUM og KFUK haustið 2015 Í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík er starf á fimmtudögum kl. 20:30–22:00 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Pétur Ragnhildarson og með honum eru leiðtogarnir Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Hrafn Sveinsson og Sandra Björk Jónasdóttir. Í Grensáskirkju í Reykjavík er starf á miðvikudögum kl. 18:30–20:00 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðukona er Vilborg Pála Eiríksdóttir og með henni eru leiðtogarnir Kristbjörg Steingrímsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir. Í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ er starf á sunnudögum kl. 16:00–17:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Hreiðar Örn Stefánsson. Í Landakirkju í Vestmannaeyjum er starf á sunnudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Gísli Stefánsson. Í Grindavíkurkirkju í Grindavík er starf á fimmtudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðukona er Unnur Ýr Kristinsdóttir og með henni er leiðtoginn Blær Elíasson.

18

Í Hveragerðiskirkju í Hveragerði er starf á mánudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Samúel Örn Pétursson og með honum er leiðtoginn Vilborg Pála Eiríksdóttir. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er starf á sunnudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Adam Sveinsson og með honum eru leiðtogarnir Agnes Sigurþórsdóttir og Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir. Í Sunnuhlíð á Akureyri er starf á fimmtudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson og með honum eru leiðtogarnir Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir.

Klúbburinn í Sunnuhlíð á Akureyri er framhaldsskólastarf KFUM og KFUK á Akureyri, föstudaga kl. 20.00–22.30, 16–20 ára. Ábyrgðarmaður: Jóhann Þorsteinsson. Stjórn Klúbbsins: Bára Dís Sigmarsdóttir, Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir, Ída Hlín Steinþórsdóttir, Margrét Ída Ólafsdóttir, Sara Rut Jóhannsdóttir, Telma Guðmundsdóttir.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

KFUM og KFUK got talent

9–12 ára Miðvikudaginn 4. nóvember kl. 18:00–20:00 fer fram hæfileikasýningin KFUM og KFUK got talent að Holtavegi 28 í Reykjavík. Öllum krökkum á aldrinum 9–12 ára úr starfi KFUM og KFUK gefst kostur að taka þátt. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir að horfa á. Ekki missa af frábærri skemmtun. Nánari upplýsingar veitir Heiðbjört æskulýðsfulltrúi, heidbjort@kfum.is.

Verndum þau

Skyldunámskeið hjá KFUM og KFUK

Námskeiðið fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Verndum þau er haldið á vegum Æskulýðsvettvangsins (ÆV), sem er samstarfsvettvangur KFUM og KFUK, Skátanna, UMFÍ og Landsbjargar. Nokkur námskeið eru haldin á hverju ári. Næstu námskeið verða auglýst á heimasíðu okkar.

KFUM og KFUK gerir þær kröfur til allra leiðtoga og starfsmanna (18 ára og eldri) sem vinna með börnum og unglingum á vettvangi félagsins, að þeir hafi sótt þetta námskeið.

19


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Alla mánudaga

Bænasamverur í Friðrikskapellu Bænasamverur eru í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík í hádeginu alla mánudaga kl. 12:15. Allir hjartanlega velkomnir.

28. nóvember

Basar KFUK

Hátíðardagur á Holtavegi

6.–7. nóvember

GLS

leiðtogaráðstefnan GLS leiðtogaráðstefnan verður haldin 6.–7. nóvember 2015 í Háskólabíói við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta er í 7. sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Mikilsvirtir fyrirlesarar með reynslu úr kirkjustarfi, stjórnun og viðskiptum miðla af visku og reynslu. KFUM og KFUK mælir með ráðstefnunni, tekur þátt í henni og hvetur forystufólk í stjórnum og nefndum félagsins til þátttöku.

23. október

Landsmót Æ.S.K.Þ. Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar heldur landsmót æskulýðsfélaga í Vestmannaeyjum dagana 23.–25. október. Að minnsta kosti þrjár unglingadeildir KFUM og KFUK munu taka þátt í mótinu. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Þorsteinsson, johann@kfum.is

20

Hinn árlegi basar KFUK verður haldinn í félagshúsi okkar Holtavegi 28, laugardaginn 28. nóvember. Húsið opnar kl. 14:00. Basarinn er þekktur fyrir fjölbreytt úrval af fallegum vörum. Mikið úrval af vönduðu og heimagerðu jólaskrauti og ekki má gleyma girnilegum smákökum og tertum. Kakó, kaffi og vöfflur verða til sölu og því tilvalið að staldra við. Basar KFUK er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUK haustið 2015 Aðaldeild (AD) KFUK heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á þriðjudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allar konur eru hjartanlega velkomnar.

27. október Fundarefni í umsjón Margrétar Möller, Maríu Aðalsteinsdóttur og Þórdísar K. Ágústsdóttur. Umsjón tónlistar: Sigríður Magnúsdóttir

28. nóvember – laugardagur Basar KFUK hefst kl. 14:00 Sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu

3. nóvember

1. desember

Aðstandendur fanga

Í kyrrð aðventunnar

12. nóvember – fimmtudagur

8. desember

Heimsókn á Bessastaði

Aðventufundur KFUM og KFUK

Biblíulestur í umsjón sr. Hreins Hákonarsonar „Í fangelsi var ég og þér komuð til mín“ Matt. 25:36 Stjórn fundar: Ragnheiður Sverrisdóttir Umsjón tónlistar: Svanhvít Hallgrímsdóttir

Efni í höndum sr. Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur og dr. Einars Sigurbjörnssonar Stjórn fundar: Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir Umsjón tónlistar: Svanhvít Hallgrímsdóttir

6. október

„Birkiskrýdd hlíðin brosir við mér“

Ferð í Vindáshlíð með mat og kvöldvöku. Verð 5.500 kr. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 5. október í síma 588 8899. Brottför kl. 17:30 frá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg. 13. október

Með þakklæti til Guðs fyrir sumarið og von í hjarta fyrir veturinn

Efni í höndum Grímu Katrínar Ólafsdóttur, Höllu Jónsdóttur og Guðrúnar Hrannar Jónsdóttur Stjórn fundar: Kristín Sverrisdóttir Umsjón tónlistar: Helga Vilborg Sigurjónsdóttir 22. október – fimmtudagur

Á slóðum sr. Friðriks í Danmörku

Efni: Þórarinn Björnsson Stjórnun: Gunnar Finnbogason Upphafsorð og bæn: Ragnar Baldursson Hugleiðing: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir Sameiginlegur fundur með AD KFUM. Fundurinn markar upphaf ferðar Karlakórs KFUM og félagsfólks KFUM og KFUK til Danmerkur 13.–16. maí 2016.

Friðbjörn Möller umsjónarmaður sýnir okkur Bessastaðastofuna og kirkjuna. Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélagsins verður einnig með okkur til leiðsagnar. Í kjölfarið verður helgistund í kirkjunni undir stjórn sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar. Sameiginlegur viðburður með AD KFUM Mæting á Bessastaði kl. 20:00.

Hugvekja: Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Ljóðalestur: Þórdís K. Ágústsdóttir Einsöngur: Elsa Waage Karlakór KFUM syngur við undirleik Ástríðar Haraldsdóttur Stjórn fundar: Bára Sigurjónsdóttir Sameiginlegur fundur með AD KFUM.

17. nóvember

Öll þessi handrit!

Biblíulestur í umsjón sr. Hreins Hákonarsonar „Ver kostgæfin við að lesa upp úr Ritningunni, uppörva og kenna þangað til ég kem“ 1. Tím 4:13. Stjórn fundar: Ragnheiður Sverrisdóttir Umsjón tónlistar: Sigríður Magnúsdóttir 24. nóvember Fundarefni í umsjón Margrétar Möller, Maríu Aðalsteinsdóttur og Þórdísar K Ágústsdóttur. Umsjón tónlistar: Svanhvít Hallgrímsdóttir

21


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUM – haustið 2015 Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir. 24. september

Kvöldferð í Vatnaskóg Brottför frá Holtavegi 28 kl. 18:00 Kvöldverður í Matskála Skoðunarferð um Birkiskála 2 Stund í Gamla skála – gamlir og góðir söngvar rifjaðir upp Stjórnun: Páll Skaftason Undirleikur og lagaval: Bjarni Gunnarsson Upphafsorð: Sigurður Pétursson Starfið, framtíðin og Birkskáli 2. Erindi: Ársæll Aðalbergsson. Fjármögnun Birkiskála 2. Erindi: Páll Skaftason Hugleiðing: Ólafur Jón Magnússon Verð: 4.000 kr.

1. október

Fornbílar

Þorgeir Kjartansson, formaður Fornbílaklúbbs Íslands, segir frá starfinu innan klúbbsins. Stjórnun: Hans Gíslason Hugleiðing: Sr. Halldór Reynisson 8. október

Kynni mín af KFUM

Ómar Ragnarsson verður gestur fundarins. Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson

22

15. október

12. nóvember

Áherslur og áskoranir í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK

Heimsókn á Bessastaði

Efni: Arnar Ragnarsson og Tómas Torfason Stjórnun: Helgi Gíslason Upphafsorð og bæn: Gísli Davíð Karlsson Hugleiðing: Henning Emil Magnússon

Friðbjörn Möller umsjónarmaður sýnir okkur Bessastaðastofuna og kirkjuna. Dr. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og forseti Sögufélagsins verður einnig með okkur til leiðsagnar. Í kjölfarið verður helgistund í kirkjunni undir stjórn sr. Hans Guðbergs Alfreðssonar. Sameiginlegur viðburður með AD KFUK Mæting á Bessastaði kl. 20:00. 19. nóvember

Hvers vegna erum við svona nægjusöm fyrir aðra? 22. október

Á slóðum sr. Friðriks í Danmörku

Bjarni Karlsson prestur greinir frá doktorsrannsókn sinni á sviði velferðarsiðfræði. Stjórnun: Þórarinn Björnsson Hugleiðing: Sr. Bjarni Karlsson

Efni: Þórarinn Björnsson Stjórnun: Gunnar Finnbogason Upphafsorð og bæn: Ragnar Baldursson Hugleiðing: Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir Sameiginlegur fundur með AD KFUK. Fundurinn markar upphaf ferðar Karlakórs KFUM og félagsfólks KFUM og KFUK til Danmerkur 13.–16. maí 2016

26. nóvember

29. október

3. desember

Dietrich Bonhoeffer

Náttúra Íslands – stór og smá

Einar Benidiktsson, fyrrverandi sendiherra, fjallar um þýska guðfræðinginn Dietrich Bonhoeffer. Stjórnun: Guðmundur Jóhannsson Upphafsorð og bæn: Haraldur Jóhannsson Hugleiðing: Sr. Ólafur Jóhannsson 5. nóvember

Herrakvöld KFUM

– til styrktar byggingu Birkiskála í Vatnaskógi Umsjón: Stjórn Skógarmanna KFUM Nánar auglýst þegar nær dregur

Hvernig talar ungt fólk um trú?

Gunnar J. Gunnarsson fjallar um efnið. Stjórnun: Ólafur Sverrisson Upphafsorð og bæn: Gríma Katrín Ólafsdóttir Hugleiðing: Gunnar J. Gunnarsson

Bjarni Guðleifsson annast efnið. Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Upphafsorð og bæn: Gísli Friðgeirsson Hugleiðing: Bjarni Guðleifsson 8. desember – þriðjudagur

Aðventufundur KFUM og KFUK

Hugvekja: Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Ljóðalestur: Þórdís K. Ágústsdóttir Einsöngur: Elsa Waage Karlakór KFUM syngur við undirleik Ástríðar Haraldsdóttur Stjórn fundar: Bára Sigurjónsdóttir


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

15. desember

Jólatónleikar Karlakórs KFUM

24. október

Holtavegsdagur KFUM og KFUK Laugardaginn 24. október höldum við Holtavegsdag KFUM og KFUK. Við ætlum að taka til, mála, þrífa og laga til í félagshúsinu okkar. Fjölmörg verkefni í boði fyrir allan aldur og ólíka hæfileika. Í apríl síðastliðum héldum við vel heppnaðan Holtavegsdag og komum mörgu í verk. Nú ætlum við að endurtaka leikinn enda húsið stórt og ótal hlutir sem þarf að huga að.

Jólatónleikar Karlakórs KFUM verða 15. desember kl. 20:00 í félagsheimili KFUM og KFUK Holtavegi 28. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir. Aðgangseyrir er 2.000 kr. Æfingar eru hafnar hjá kórnum. Þær eru á mánudagskvöldum kl. 19:30 í félagsheimilinu Holtavegi. Auk tónleikanna mun kórinn syngja við KFUM og KFUK guðsþjónustu 25. október og á aðventufundi félagsins 8. desember. Þá eru fyrirhugaðar æfingabúðir í lok október.

Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir. Við byrjum daginn kl. 10:00. Þátttakendum er boðið í grill í hádeginu, kl. 13:00.

Tökum þátt í deginum og leggjum okkar af mörkum!

25. október

KFUM og KFUK guðsþjónusta Í Grensáskirkju Sunnudaginn 25. október kl. 11:00 verður guðsþjónusta í Grensáskirkju tileinkuð starfi KFUM og KFUK. Karlakór KFUM syngur. Sr. Ólafur Jóhannsson þjónar. Auður Pálsdóttir, formaður KFUM og KFUK predikar. Allir hjartanlega velkomnir.

5. desember

Jólatrjáasala Vindáshlíðar Jólatrjáasala verður í Vindáshlíð laugardaginn 5. desember. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og kaffi í matskálanum. Aðalatriðið er þó að fara út í skóg, velja tré og saga. Ómissandi þáttur hjá mörgum Hlíðarmeyjum og öðrum velunnurum Vindáshlíðar. Allir hjartanlega velkomnir.

23


Jól í skókassa

Lokaskiladagur í Reykjavík er laugardagurinn 14. nóvember Verkefnið Jól í skókassa felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með þínu framlagi tryggir þú að barn, sem annars fengi ekki jólagjöf, fái gjöf sem færir því gleði, von og hinn raunverulega boðskap jólanna, kærleika Jesú Krists.

Jól í skókassa hefur uppeldislegt gildi fyrir fjölmörg íslensk börn. Augu þeirra eru opnuð fyrir aðstæðum jafnaldra annarsstaðar í heiminum og þau læra að gefa.

Verkefnið byggir á því að fólk útbýr jólagjafir í skókassa og kemur til KFUM og KFUK. Gjafirnar eru sendar til Úkraínu og dreift af KFUM þar í landi. Renna þær til barna á munaðarleysingjaheimilum, barnaspítölum og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Fulltrúar KFUM og KFUK fylgja gjöfum til Úkraínu og sjá til þess að þær rati í réttar hendur.

Hópur sjálfboðaliða innan KFUM og KFUK hefur staðið að verkefninu frá árinu 2004.

Tekið er á móti skókössum til 14. nóvember í félagsheimili KFUM og KFUK Holtavegi 28. Nánari upplýsingar er að finna á www.skokassar.net

Lokaskiladagur á landsbyggðinni er laugardagurinn 7. nóvember 24


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.