Fréttabréf kfum og kfuk maí 2016 web

Page 1

1. tölublað maí 2016

Fréttabréf KFUM og KFUK Starf yngri deilda endaði með ferð í Vatnaskóg Karlakór KFUM á slóðum sr. Friðriks í Kaupmannahöfn Mikið stuð á æskulýðsmótinu Friðrik Tveir mæðgnaflokkar í Vindáshlíð Fjölmennum á Sæludaga í Vatnaskógi


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899

Sr. Friðrikshlaupið fór fram í þriðja sinn, 25. maí sl. 107 hlauparar voru skráðir til leiks í þessu skemmtilega 5 km hlaupi. Hlaupaleiðin var í kringum Laugardalinn. Úrslít úr hlaupinu má finna á síðunni: www.timataka.net. Undirbúningur og framkvæmd hlaupsins var í höndum Önnu Elísu Gunnarsdóttur, Örnu Auðunsdóttur, Báru Sigurjónsdóttur, Berglindar Ósk Einarsdóttur og Jessicu Leigh Andrésdóttur.

Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800

Börn hafa rétt á því að vita, að þau mega trúa á Guð og að Guð hefur trú á þeim

Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000

Við í KFUM og KFUK miðlum boðskap Jesú Krists. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Það kemur fram í nafninu okkar að við erum kristilegt félag. Við siglum undir fána hvað það varðar.

Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800

Við lifum á tímum þar sem frekar fámennur hópur vinnur markvisst að því að gera allt kristilegt útlægt úr almannarými íslensks samfélags. Satt að segja finnst mér að þeim hafi orðið nokkuð ágengt í þeim aðgerðum sínum. Það leggur enn meiri skyldur á félag eins og KFUM og KFUK. Þess er vænst af okkur að við fræðum börn og unglinga um kristna trú og kristin gildi. Það er hlutverk okkar að kenna börnum og unglingum um Jesú, miðla boðskap hans og segja sögurnar sem hann kenndi. Þau börn sem koma í starf KFUM og KFUK eru nær undantekningarlaust skírð til kristinnar trúar. Hlutverk okkar er að fræða og efla með þeim trúarþroska. Þannig byggjum við ofan þá þann grunn sem þegar hefur verið lagður í heilagri skírn. Íslensk börn hafa fullan rétt á því að vita, að þau mega trúa á Guð og að Guð hefur trú á þeim. Þeim boðskap er haldið á lofti í KFUM og KFUK.

Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 1. tbl. 2016. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Ljósmyndir í blaðinu eru teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs.

2

Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975

Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525

KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

Vegleg peningagjöf KFUM og KFUK hefur borist vegleg peningagjöf að upphæð 9 milljón krónur frá félagskonu. Konan sem vill ekki láta nafns síns getið, vill með gjöfinni heiðra minningu föður síns sem var mikill KFUM maður. Félagið þakkar vel þessa höfðinglegu gjöf og þann hlýja hug sem henni fylgir. Þessi fjármunir koma vissulega í góðar þarfir.


Formenn og framkvæmdastjórar KFUM og KFUK á Norðurlöndunum, ásamt æskulýðsleiðtogum frá sömu löndum. Myndin var tekin áður en ungleiðtoganámskeiðið 24 stundir byrjaði.

Þrír viðburðir samtímis á vegum félagsins í Vatnaskógi Þann 21.—23. janúar sl. voru haldnir þrír KFUM og KFUK viðburðir samtímis í Vatnaskógi. Formenn og framkvæmdastjórar KFUM og KFUK á Norðurlöndunum héldu sinn árlega fund í Vatnaskógi þessa helgi. Þá var hópur leiðtoga frá Norðurlöndunum að undirbúa leiðtogaþjálfun sem fram fer á norrænu móti KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum sumarið 2017. Samtíms var haldið ungleiðtoganámskeiðið 24 stundir. Vatnaskógur er rúmgóður staður og með góðu skipulagi fengu allir sitt rými. Hóparnir blönduðust þegar það passaði, t.d. á matmálstímum. Þá tóku allir þátt í leikjum sem leiðtogarnir frá Norðurlöndunum kenndu.

Formenn og framkvæmdastjórar tóku þátt í leikjum sem æskulýðsleiðtogarnir kenndu. Á myndinni má sjá m.a. Øystein Magelssen framkvæmdastjóra KFUK og KFUM í Noregi og Juha Virtanen framkvæmdastjóra KFUM í Finnlandi.

Tekist á við rakaskemmdir í Vindáshlíð Nýverið uppgötvuðust rakaskemmdir á jarðhæð nýja hússins í Vindáshlíð. Búið er að koma fyrir vandann í kvöldvökusalnum, en mestu viðgerðirnar þarf að gera í sturtum og á salernum á jarðhæð hússins. Unnið er að því hörðum höndum að laga skemmdirnar áður en starfið hefst í byrjun júní. Það er ljóst að þetta mun ekki raska dagskrá dvalarflokka sumarsins, því nóg rými er í Vindáshlíð og sturtur og salerni eru á fleiri stöðum. Stjórnin hefur samt ákveðið að færa kaffisölu Vindáshlíðar, sem átti að vera 5. júní, svo svigrúm skapist til að gera staðinn klárann fyrir fyrsta dvalarflokkinn. Kaffisalan verður 14. ágúst.

Hlaupum til styrkar Sveinusjóði

Kaffisala Skógarmanna er fastur liður á sumardaginn fyrsta. Síðustu árin hafa jafnframt tónleikar fylgt í kjölfarið um kvöldið. Dagurinn er mikilvægur í fjáröflun fyrir starfið í Vatnaskógi. Myndirnar hér að ofan eru frá tónleikunum.

Í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer 20. ágúst nk. gefst hlaupurum kostur á að hlaupa mismunandi vegalengdir til styrktar góðum málefnum. Við hvetjum hlaupara til að hlaupa til styrktar Sveinusjóði, sem stendur að uppbyggingu í sumarbúðunum í Ölveri. Jafnframt viljum við hvetja fólk til að heita á þá hlaupara sem hlaupa fyrir Sveinusjóð. Hvoru tveggja er gert á síðunni: www.hlaupastyrkur.is

3


Myglusveppur á Holtaveginum

Ástandið á eldra húsinu er líklega verra en talið var í fyrstu Eins og fram hefur komið hefur myglusveppur hertekið skrifstofuhúsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg. Síðustu 12 mánuði hefur starfsfólk haft starfsaðstöðu til bráðabirgða í félagsheimilinu. Í ljós hefur komið að staðan á húsinu er alvarlegri en talið var í fyrstu. Því hefur félagið leitað til Eflu verkfræðistofu, að gera úttekt á húsinu, til að fá niðurstöðu hvort það borgi sig fyrir félagið að laga húsið, eða hreinlega rífa það og byggja nýtt. Efla mun vinna sína úttekt núna í júnímánuði.

Mygla þrífst í raka. Rakinn sækir í húsið í gegnum skemmdir eins og þær sem sjá má hér á myndinni. Það sem er þó alvarlegast er að rakinn sækir einnig upp í gegnum sökkul hússins.

4

Vert er að benda á að hér er aðeins um að ræða eldra húsið, sem byggt var sem félagsheimili á sjötta áratug síðustu aldar og breytt í skrifstofuhúsnæði í kringum 1990. Þetta ástand nær ekki til nýrra húsins, félagsheimilisins sem var byggt og tekið í notkun 1994. Eldri hlutinn er eftir sem áður hús upp á rúmlega 300 fm að grunnfleti. Þetta er því hrikalegt mikið tjón fyrir félagið.

Lausamunir fjarlægðir

Þegar unnið er í húsnæði þar sem mygla hefur hreiðrað um sig, er rétt að fara með gát. Starfsfólk félagsins tók sérstakan starfsdag til að fara í gegnum skrifstofurýmið.

Vegna myglusveppsins sem hefur hertekið skrifstofuhúsnæði félagsins við Holtaveg, var ráðist í það á vordögum að fjarlægja alla lausamuni úr rýminu. Tekið var til í geymslum í nýrra húsinu, svo að hægt væri að flytja þangað gögn og muni sem mikilvægt er fyrir félagið að eiga. Var því komið fyrir í loftþéttum plastkössum svo myglugróin myndi ekki dreifa sér. Þá var einnig mjög miklu hent. Verkefnið var nokkuð krefjandi og kallaði á nokkra átaksdaga. Bæði sjálfboðaliðar og starfsfólk lögðu hönd á plóginn.


Kalt vatn fannst á lóð Övers

Félagsfólki fjölgar jafnt og þétt í KFUM og KFUK Á síðasta starfsári gengu 34 nýir félagar í KFUM og KFUK. 15 þeirra höfðu tök á að vera gestir á sérstökum hátíðar- og inntökufundi sem haldinn var 18. febrúar sl. Í þriðju grein laga félagsins segir: „Fullgildur félagi í KFUM og KFUK er sérhver sá sem

Um árabil hefur skortur á köldu neysluvatni truflað starfið í sumarbúðunum í Ölver. Á vordögum var borað eftir köldu vatni á lóð sumarbúðanna. Tókst í fyrstu atrennu að finna vatn. Nú er verið að tengja það við vatnslagnirnar á staðnum. Framkvæmdin kostar u.þ.b. 1,3 milljónir króna.

gengið hefur í félagið, er 18 ára, tilheyrir evangelískri lútherskri kirkju, greiðir félagsgjald og vill hlýða lögum félagsins og venjum.“ Hin síðari ár hafa 30 til 40 manns bæst á hverju ári í hóp fullgildra félaga í KFUM og KFUK.

Sönghópurinn Ljósbrot Í janúar sl. var stofnaður sönghópur KFUK sem fengið hefur nafnið Ljósbrot. Dagný Bjarnhéðinsdóttir ýtti verkefninu úr vör, en Ragnhildur Ásgeirsdóttir stjórnar hópnum. Um 16 konur mæta á æfingar einu sinni í viku. Sönghópurinn kom fram í fyrsta sinn á hátíðarog inntökufundi félagsins 18. febrúar sl.

Munum að greiða félagsgjöldin Bæði kynin geta nú setið í stjórn Skógarmanna Á aðalfundi Skógarmanna 31. mars sl. var samþykkt lagabreyting sem heimilar báðum kynjum að gefa kost á sér til stjórnarsetu. Hingað til hafa eingöngu karlmenn getað boðið sig fram til stjórnar Skógarmanna. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK hafa rétt til setu og greiða atkvæði á aðalfundum allra

starfsstöðva félagsins óháð kyni. Flestar stjórnir eru samsettar af báðum kynjum. Eftir þessa breytingu eru kynjaákvæði eingöngu að finna í lögum um stjórn KFUM og KFUK á Íslandi, sem skal skipuð jafnt konum og körlum. Þá skal stjórn Vindáshlíðar eingöngu vera skipuð konum.

Við viljum minna félagsfólk á félagsgjöldin, sem stofnuð hafa verið í heimabönkum. Á síðasta aðalfundi var árgjaldi breytt í 4.900 kr. en 2.500 kr. fyrir 25 ára og yngri og 67 ára og eldri. Það er mjög mikilvægt að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgja þeim einnig mikilvæg hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins. 5


Starf yngri deilda endaði með ferð í Vatnaskóg Dagana 8.—9. apríl var árleg vorferð yngri deilda haldin í Vatnaskógi. Á meðal þátttakenda voru yfir 80 börn og 30 leiðtogar frá höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gist var eina nótt í Vatnaskógi. Fjörinu var haldið uppi með smiðjum, frjálsum tíma, alls konar leikjum og kvöldvöku. Á föstudagskvöldinu var haldið óvænt

náttfatapartý með leikritum, dansi og ljónaveiðum sem síðan endaði með frostpinnum og góðri sögu. Á laugardagsmorgni var ævintýraratleikur sem tókst sérstaklega vel, enda var veðrið frábært sem gerði mönnum kleift að fara víða um Vatnaskóg. Ferðin var mjög vel heppnuð og fóru allir þátttakendur sáttir heim eftir góðan endi á vetrinum.

Fróðleg og skemmtileg Viðeyjarferð í fallegu vorveðri Starf aðaldeilda KFUM og KFUK var endað með sameiginlegri kvöldferð í Viðey, þriðjudaginn 26. apríl sl. Sr. Þórir Stephensen annaðist leiðsögn og deildi fróðleiksmolum um staðhætti og sögu eyjunnar. Þá var kvöldverður áður en haldið var til kirkjunnar og hlýtt á stutta helgistund. Einstaklega gott vorveður lék við fólk, en um 30 manns tóku þátt í ferðinni.

6


Sungið í Hillerød kirkju til heiðurs Felix Ólafssyni kristniboða.

Karlakór KFUM ásamt fylgdarliði á slóðum sr. Friðriks í Danmörku Karlakór KFUM stóð fyrir ferð til Kaupmannahafnar föstudaginn 13.—16. maí sl. Auk kórsins tók tæplega 50 manna fylgdarlið (makar kórfélaga og fleira félagsfólk) þátt í ferðinni. Dagskrá hófst með tónleikum í Pálskirkju kl. 18:00 föstudagskvöldið. Á laugardeginum var haldið í ferð um Sjáland, þar sem sumarbúðirnar í Jægerspris voru heimsóttar. Þá var haldið til Hillerød, þar sem kórinn söng í Hillerødkirkju til heiðurs Felix Ólafssyni kristniboða. Dagurinn endaði með kvöldverði í Helsingør. Á sunnudeginum stóð Þórarinn Björnsson fyrir

göngu um Kaupmannahöfn á slóðir sr. Friðriks. Hópurinn var svo fjölmennur að Þórarinn skipti honum upp og fór þrjár ferðir. Á mánudeginum söng kórinn í messu hjá íslenska söfnuðinum í Pálskirku, áður en haldið var heim til Íslands með kvöldfluginu. Er það mál manna að ferðin hafi heppnast afar vel og verið skemmtileg í alla staði. Því er ekki síst að þakka Þórarni Björnssyni, sem að öðrum ólöstuðum bar þungann af skipulagningu ferðarinnar.

Felix Ólafsson kristniboði ásamt Kristínu Sverrisdóttur.

Sumarbúðir KFUM í Jægerspris. Húsið er talið vera fyrirmynd Gamla skála í Vatnaskógi.

Þórarinn Björnsson uppfræðir hópinn um Jægerspris og kynni sr. Friðriks af starfinu þar.

Við upphaf gönguferðar þar sem Þórarinn Björnsson sýndi hópnum þá staði sem sr. Friðrik hafði viðkomu á í Kaupmannahöfn.

Þórarinn á tröppum Bethesda, kirkjunnar þar sem drengjafundir KFUM voru haldnir á þeim dögum sem sr. Friðrik kynntist starfi KFUM í Kaupmannahöfn.

Ferðafélagar á Strikinu í Kaupmannahöfn.

7


Líf og fjör á karnivali yngri deilda Karnival yngri deilda var haldið 5. mars síðastliðinn. Um 60 krakkar úr yngri deildum KFUM og KFUK bæði frá höfuðborgarsvæðinu og frá Suður nesjum komu í Árbæjarskóla og skemmtu sér vel. Þar var margt í boði á mismunandi stöðvum sem leiðtogar úr deildunum sáu um. Í boði var að dansa, fá andlitsmálningu, fara í Tarzanleik, fara í fótbolta, taka þátt í minute to win it -leik og skreyta bollakökur. Dagurinn endaði svo á ljúffengum grilluðum pylsum og svala.

8


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Aðalfundur félagsins var vel sóttur Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi, sem fram fór 18. apríl sl. var vel sóttur. Við upphaf fundarins flutti Sigurbjörn Þorkelsson hugvekju. Auk venjulegra aðalfundarstarfa kynnti ungmennaráð félagsins niðurstöður vinnu sinnar frá landsþingi unga fólksins. Fundarstjóri var Guðmundur Örn Guðjónsson og fundarritarar þau Nanna Sigurðardóttir og Arnór Heiðarsson.

Ný stjórn KFUM og KFUK á Íslandi. Aftari röð: Gísli Davíð Karlsson, Dagný Bjarnhéðinsdóttir, Henry Þór Granz og Sveinn Valdimarsson. Neðri röð: Auður Pálsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Katrín Harðardóttir og Helgi Gíslason. Á myndina vantar Ingunni Huld Sævarsdóttur og Ólaf Jóhann Borgþórsson sem skipa varastjórn.

Ungmennaráð kynnti niðurstöður frá landsþingi unga fólksins.

Fráfarandi stjórnarfólki var þakkað fyrir þeirra störf: Anna Elísa Gunnarsdóttir, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir og Henning Magnússon. Lára Halla Sigurðardóttir þurfti að yfirgefa fundinn áður en myndin var tekin.

Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK svarar fyrirspurnum fundargesta.

9


Vorhátíð Kaldársels Vorhátíð Kaldársels var haldin 28. apríl sl. Þar gafst fólki kostur á að kíkja í Kaldársel og kynna sér aðstæður. Boðið var upp á grillaðar pylsur og börnin nutu hoppukastalanna sem voru á staðnum.

Landsþing ungafólksins

- haldið samhliða æskulýðsmótinu Friðrik

Óvissuferð starfsfólks þjónustumiðstöðvar

Á æskulýðsmótinu Friðrik var jafnframt haldið Landsþing unga fólksins. Í kjölfarið á því kom ungmennaráð KFUM og KFUK saman og vann úr þeim upplýsingum sem þar komu fram og skiluðu úrdrætti á aðalfundi KFUM og KFUK (sjá bls. 9).

Meðal þeirra atriða sem voru rædd á þinginu var ímynd KFUM og KFUK meðal unglinga og með hvaða hætti hægt er að starfa áfram í félaginu eftir unglingadeildir/10. bekk. Þá kom fram vilji til að hafa ungmennaráðið virkara og skipuleggja fundi þess næsta haust.

Þann 17. apríl sl. var óvissudagur hjá starfsfólki þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK. Að loknum degi hafði hópurinn farið í morgunverð í Seljakirkju, á fjórhjól í Grindavík, heimsótt Strandakirkju, keypt ís á Selfossi, farið í Fontana á Laugarvatni og út að borða á Selfossi.

10 manns frá Íslandi á Unify í Sviss Vetrarhelgi á Akureyri Klúbburinn á Akureyri stóð fyrir vetraríþróttahelgi 11.—13. mars sl. Helgin tókst mjög vel þrátt fyrir að slæmt veður hafi sett strik í reikninginn.

10

Fimmtudaginn 25. febrúar lagði 10 manna hópur frá KFUM og KFUK á Íslandi af stað á Unify námskeið í Sviss sem stóð yfir dagana 25.–28. febrúar. Aðalumræðuefni á námskeiðinu var hvernig halda eigi kristninni eða C-inu í YMCA. Íslenski hópurinn sá svo um smiðjuna „Walk with Jesus“ eða Lífsgangan, hún var

haldin bæði á fimmtudag og á föstudag. Þeir sem tóku þátt í smiðjunni voru mjög ánægðir og margir báðu um afrit til að geta prófað þetta í sínu landi. Hópurinn var mjög ánægður með ferðina, enda skapaðist góður og skemmtilegur andi í hópnum.


Mikið stuð á æskulýðsmótinu Friðrik Helgina 19.—21. febrúar síðastliðinn var Æskulýðsmótið Friðrik haldið í annað sinn í Vatnaskógi. Yfir 150 manns komu að mótinu úr öllum unglingadeildum KFUM og KFUK af öllu landinu. Mikið stuð var á mótinu þar sem farið var í margvíslega leiki, pottapartý, smiðjur og fræðslustundir. Þá var einnig ball á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum var haldið Landsþing unga fólksins þar sem ungmennaráð

KFUM og KFUK sá um að varpa fram spurningum og ræða skoðanir allra unglinganna á KFUM og KFUK. Skipulagning mótsins var í höndum hóps sem mætti á námskeið í viðburðarstjórnun sl. haust en tónlistina á mótinu sá hljómsveitin Sámari um. Mótið var mjög vel heppnað og þökkum við sérstaklega skipuleggendum þess,

Kvöldvökur og önnur dagskrá fór að miklu leyti fram í nýja salnum í Birkiskála. Eins og sést á myndinni er ekki búið að klára salinn, en hann nýtist eftir sem áður á viðburði sem þessum.

Undirbúningsnefndin: Axel Orri Sigurðssom, Gestur Daníelsson, Samuel Örn Pétursson, Ísak Henningsson, og Ragnheiður Haraldsdóttir.

11


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Kaffisala Vindáshlíðar færð til 14. ágúst Kaffisala Vindáshlíðar, sem haldin hefur verið við upphaf sumarstarfsins um árabil, hefur verið frestað til 14. ágúst. Ástæðan eru framkvæmdir sem nauðsynlegt vara að fara í áður en fyrsti dvalarflokkur kæmi á staðinn. Nota þarf helgina sem fyrirhuguð var fyrir kaffisölu til að þrífa staðinn eftir þær framkvæmdir. September 2016

Tveir mæðgnaflokkar í Vindáshlíð Í ár verða tveir mæðgnaflokkar haldnir i Vindáshlíð. Sá fyrri sem verður helgina 9.—11. september gerir ráð fyrir yngri stúlkum, eða frá 6 ára aldri. Seinni flokkurinn verður svo viku síðar, 16.–18. september og tekur dagskrá þá mið af eldri stelpum, eða frá 11 ára aldri.

12

Mæðgnaflokkar eru frábær leið fyrir mæðgur að styrkja tengslin og kynnast um leið starfinu í Vindáshlíð. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.kfum.is

26.—28. ágúst

Kvennaflokkur í Vindáshlíð Kvennaflokkur í Vindáshlíð verður helgina 26.—28. ágúst. Þar geta konur frá 18 ára til 99 ára skemmt sér saman. Þessi helgi snýst um yndislega samveru, nærveru Guðs, góðan mat, fallega náttúru, söngva, prjóna, hafa gaman saman, hlátur, skemmtun, hvíld og margt fleira. Skráning á www.kfum.is eða í síma 588 8899.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK 12.—14.ágúst ágúst 12.—14.

Mæðginaflokkur í Vatnaskógi Í sumar verður í fyrsta skipti boðið upp á mæðginaflokk fyrir mæður og syni. Flokkurinn fer fram í Vatnaskógi helgina 12.—14. ágúst. Fyrir hafa verið haldnir feðgaflokkar og feðginaflokkar í Vatnaskógi. Auk þess hafa bæði Vindáshlíð og Ölver haldið mægðnaflokka. En nú í sumar eru helgarflokkar í boði fyrir allar samningar foreldra og barna í sumarbúðum KFUM og KFUK.

21. ágúst

Leikjanámskeið í Kaldárseli í samstarfi við Seljakirkju Í Kaldárseli verða þrjú leikjanámskeið í sumar, frá og með 20. júní og fram til 8. júlí. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Seljakirkju. Rúta mun leggja upp daglega frá Seljakirkju kl. 8:00 með viðkomu í Lækjarskóla í Hafnarfirði kl. 8:20. Foreldrar sækja svo börnin í Kaldársel kl. 17:00.

Líkt og í dvalarflokkum er matur innifalinn í námskeiðinu alla vikuna. Þá er krökkunum boðið að gista í Kaldárseli síðustu nóttina á hverju námskeiði.

Kaffisala Ölvers Árleg kaffisala Ölvers fer fram sunnudaginn 21. ágúst kl. 14.00–17.00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

14. ágúst

Kaffisala Hólavatns Árleg kaffisala Hólavatns fer fram sunnudaginn 14. ágúst kl. 14:30 – 17:00 Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fókusflokkur - nýjung í Ölveri Þann 2.–7. ágúst verður sérstakur fókusflokkur fyrir 11–13 ára stúlkur í Ölveri. Lögð verður áhersla á sjálfseflingu og góð samskipti. Fræðsla, hópmarkþjálfun, gagnræður og skemmtileg verkefni. Markþjálfar og félagsráðgjafi hafa umsjón með þessari nýjung.

13


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Verslunarmannahelgin 2016

Fjölmennum á Sæludaga í Vatnaskógi Um verslunarmannahelgina 28. júlí til 1. ágúst verður boðið upp á Sæludaga í Vatnaskógi, sem er vímulaus fjölskylduhátíð og skemmtilegur valkostur um þessa vinsælu ferðahelgi. Svæðið opnar fimmtudagskvöldið 28. júlí kl. 18:00. Fjölmargir spennandi dagskrárliðir verða í boði að venju fyrir fullorðna og börn. Á Sæludögum er lögð áhersla á að allir aldurshópar skemmti sér. Á dagskrá verður spennandi fræðsla og kynningar fyrir

14

fullorðna, tónleikar, Café Lindarrjóður verður opið, bænastundir í Kapellunni, kvöldvökur, unglingadagskrá, vatnafjör, fjölskyldubingó, kassabílarallý, knattspyrna, grillveisla, tónleikar, söng-og hæfileikasýning barnanna, lofgjörðarstund og margt fleira. Allar nánari upplýsingar um Sæludaga veitir starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK í síma 588-8899. Þær er einnig að finna á heimasíðu KFUM og KFUK: www.kfum.is


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

2.—4. 2.—4.september september

Heilsudagar karla í Vatnaskógi 26.–28. ágúst

Feðgaflokkur í Vatnaskógi Feðgaflokkur verður haldinn í Vatnaskógi helgina 26.—28. ágúst nk. Markmiðið er að gefa feðgum kost á að eiga saman skemmtilega og uppbyggjandi stund á þessum yndislega stað.

Fjölbreytt dagskrá verður í boði, s.s. íþróttir, kvöldvökur, pabbastund, o.fl. Reynslan hefur verið afar góð af svona helgum og hafa böndin styrkst enn frekar. Sjá nánar á www.kfum.is

Helgina 2.—4. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi. Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu. Nánari upplýsingar og skráning á www.kfum.is

21.—26. júlí 21.—26. júlí

19. ágúst

Kvöldvaka sumarbúðanna 19. ágúst kl. 19:00

Föstudaginn 19. ágúst verður haldin kvöldvaka á Holtavegi 28, sem byrjar kl. 19:00 með sölu á grillmat, opið verður í hoppukastala og skemmtilegir leikir í boði . Klukkan 20:00 byrjar síðan dagskráin sem er blönduð kvöldvaka með samansafni af bestu atriðum og leikritum úr öllum sumarbúðum KFUM og KFUK. Húsbandið sér um að spila vinsælustu sumarbúðalögin. Allir eru velkomnir.

Stúlknaflokkur í Vatnaskógi Í sumar verður boðið upp á dvalarflokk eingöngu fyrir stúlkur 11-13 ára, í Vatnaskógi. Um er að ræða 8. flokk sem verður 21.—26. júlí. Ágæt skráning er í flokkinn, en enn er pláss fyrir fleiri stelpur. Þetta er í fyrsta skipti í langri sögu Vatnaskógar sem stúlknaflokkur er í boði, en um árabil hefur unglingaflokkurinn í Vatnaskógi verið fyrir bæði kynin.

www.kfum.is

15


LEIKJANÁMSKEIÐ fyrir 6–9 ára í Kópavogi og í Keflavík

Leikjanámskeið KFUM og KFUK

Skemmtilegir dagar

Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnum á aldrinum 6–9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem lögð er áhersla á aukinn þroska líkama, sálar og anda. Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsendum og því mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika, virðingu hvert fyrir öðru og unnið með kristið siðferði í hugsunum, orðum og gjörðum.

Á hverjum degi er boðið upp á skemmtilega, vandaða og fjölbreyttra dagskrá. Má þar nefna útivist, föndur, íþróttir, leiki, ferðir og fræðslu um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Lögð er áhersla á að hvert barn fái að njóta sín sem best við leiki og störf. Börnin hafa sjálf með sér nesti. Námskeiðin standa frá kl. 9:00–16:00.

Námskeið í Lindakirkju í Kópavogi 1. 2. 3. 4. 5.

Námskeið Námskeið Námskeið Námskeið Námskeið

8.–10. júní 13.–16. júní Uppselt! 20.–24. júní Uppselt! 27. júní – 1. júlíUpp selt! 4.–8. júlí

3 dagar 4 dagar 5 dagar 5 dagar 5 dagar

6.900 kr. 8.400 kr. 9.900 kr. 9.900 kr. 9.900 kr.

Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00–9:00 og kl. 16:00–17:00 gegn 2.000 kr. gjaldi fyrir vikuna.

Námskeið í Hátúni 36 í Keflavík 1. 2. 3.

Námskeið Námskeið Námskeið

6.–10. júní 13.–16. júní 20.–24. júní

5 dagar 4 dagar 5 dagar

Námskeiðin fara fram í Lindakirkju við Uppsali í Kópavogi.

9.900 kr. 8.400 kr. 9.900 kr.

Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00–9:00 gegn 1.500 kr. gjaldi fyrir vikuna. Námskeiðin fara fram í félagshúsi KFUM og KFUK Hátúni 36.

Skráning:

www.kfum.is 16


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.