Fréttabréf kfum og kfuk í desember

Page 1

3. tölublað desember 2016

Fréttabréf KFUM og KFUK


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899 Skráning í sumarbúðir og á leikjanámskeið KFUM og KFUK hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 13:00. Flokkaskrár er að finna á heimasíðu félagsins www.kfum.is

Tíu - þrír - einn Eitt af því sem einkennir starf KFUM og KFUK er að í okkar félagsskap er völdum og ábyrgð dreift á margar stjórnir og starfshópa. Á vorin höldum við tólf aðalfundi þar sem 81 félagsmanni er falin formleg stjórnarábyrgð í kosningum. Auk þeirra er fjölmörgum einstaklingum til viðbótar falin völd og ábyrgð er þeir eru kallaðir til starfa í nefndum og ráðum til lengri og skemmri tíma. (Sjá auglýsingar um aðalfundi á bls. 19). Ef við værum fyrirtæki væri fyrir löngu komin upp umræða um að fækka stjórnum. En þar sem við erum félagasamtök, knúin áfram af hugsjónum sjálfboðaliða, metum við einmitt þessa valddreifingu sem styrk. Í sjálfboðastarfi skiptir miklu máli að dreifa álaginu og ná að virkja marga til ábyrgðar og starfa án þess að yfirkeyra neinn. En þess heldur, þegar svona margir koma að málum, skiptir miklu að við séum samstíga um framtíðarsýn og markmið. Að við stefnum í sömu átt. Því horfi ég með tilhlökkun til þeirrar stefnumótunarvinnu sem stjórnir og starfshópar munu vinna að á komandi vikum og mánuðum og kynnt er hér í blaðinu (sjá bls. 3). Að við leyfum okkur að sameinast um framtíðardrauma, hvar við viljum vera stödd eftir 10 ár og setjum okkur skýr markmið í átt að þeirri sýn. Það er breiður og öflugur hópur sem sinnir trúnaðarstörfum innan KFUM og KFUK. Hann samanstendur af fólki á ólíkum aldri sem býr að fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Í einhverjum félögum væri slíkt ávísun á harðvítug átök og innanhússpólitík, en í KFUM og KFUK ríkir almennt virðing og sátt sem skapar góðan jarðveg fyrir þá vinnu sem er fyrir höndum. Því verður spennandi að sjá útkomuna úr 10-3-1 stefnumótuninni sem til stendur að kynna á aðalfundunum tólf sem haldnir verða í vor.

Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 3. tbl. 2016. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Ljósmyndir í blaðinu eru flestar teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs.


Stjórnir og starfshópar vinna að stefnumótun Henry Þór Granz, formaður húsráðs og Hörður Geirlaugsson

Miklu komið i verk á Holtavegsdegi KFUM og KFUK Hópur sjálfboðaliða tók þátt í Holtavegsdegi KFUM og KFUK sem haldinn var 22. október sl. Þar var dittað að, málað, þrifið og lagað til. Gluggar voru þrifnir innan sem utan. Kaffibollar klórþvegnir, nokkur rými máluð, tekið til í geymslum o.fl. Dagurinn er orðinn fastur liður einu sinni á misseri og er mjög mikilvægur, enda miklu komið í verk þegar margir leggja hönd á plóg.

Stjórnir og starfshópar innan félagsins vinna nú í vetur að verkefni sem við köllum 10-3-1 stefnumótun. Snýst það um að setja á blað sýn til tíu ára, skilgreina markmið til þriggja ára og tilgreina hvaða aðgerðir eða skref eigi að taka næsta árið. Innan KFUM og KFUK er völdum og ábyrgð dreift á margar stjórnir og starfshópa og er það vel. Eftir sem áður þurfum við sem félag að horfa lengra fram á veginn en eitt ár í einu og gæta þess að stefna öll í sömu átt. Markmiðið er að stjórn hverrar starfsstöðvar kynni sína 10-3-1 sýn, markmið og aðgerðir á aðalfundi sínum. Aðalfundir starfsstöðva verða 28. febrúar til 23. mars (sjá nánar á bls. 19). Á aðalfundi félagsins 8. apríl 2017 verður svo kynnt samantekt þessarar vinnu.

Ársæll Aðalbergsson og Baldur Ólafsson.

Oddrún Jónasdóttir Uri.

Helgi Gíslason og Guðmundur Hjartarson.

Bjarni Árnason.

Eindagi félagsgjalda var 1. desember Við viljum minna félagsfólk á að eindagi ógreiddra félagsgjalda var 1. desember sl. en greiðsluseðlar voru sendir út fyrr á árinu. Við hvetjum alla til að greiða félagsgjöldin enda eru þau mikilvægur hluti af fjárhag félagsins. Það er mjög mikilvægt að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgja þeim einnig mikilvæg hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins.

3


Undirbúningur norræna mótsins í Vestmannaeyjum er í fullum gangi Undirbúningur fyrir Norrænt æskulýðsmót sem haldið verður í Vestmannaeyjum sumarið 2017 er í fullum gangi. Í lok september fór fram fundur norrænu barnastarfsnefndarinnar en hann var að þessu sinni haldinn á Íslandi og var meginefni fundarins undirbúningur mótsins. Mótið hefur að þessu sinni fengið yfirskriftina Feel the nature og standa vonir til að þátttakendur komi frá öllum norðurlöndunum. Aldur þátttakenda er

Aðventudagar fyrir fjölskyldur í Vatnaskógi 12-17 ára en samhliða mótinu verður boðið upp á alþjóðlegt leiðtoganámskeið fyrir 17-18 ára og hefur undirbúningur þess staðið yfir síðan í byrjun árs. Þeir sem vilja fá frekari upplýsingar um mótið geta snúið sér til Gísla Stefánssonar, mótstjóra og æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK og Landakirkju í Vestmannaeyjum.

Karlakór KFUM hélt sína árlegu jólatónleika 15. desember sl. Kórinn hefur vaxið jafnt og þétt síðustu ár. Eins og litla myndin sýnir var húsfyllir á tónleikunum.

4

Helgina 3.–4. desember sl. bauð Vatnaskógur í fyrsta skipti upp á aðventudaga fyrir fjölskyldur, undir yfirskriftinni Litla jólabarn. Um 30 manns áttu mjög góða samveru við jólaföndur, jólabakstur, kyndlagöngu o.fl. Jólatré var skreytt og kvöldvaka haldin með helgileik o.fl.


Fjölmennt og fjörugt miðnæturíþróttamót unglingadeilda

Yfir 100 unglingar auk leiðtoga tóku þátt í miðnæturíþróttamóti KFUM og KFUK, föstudaginn 18. nóvember í Vatnaskógi. Á dagskrá voru ýmsar íþróttir, hefðbundnar og óhefðbundnar, orrusta, myrkrabolti, pottapartý, diskóbandý, fáránleikar, kvöldvaka, partýblak og margt fleira. Mótið tókst vel í alla staði.

5


Hæfleikasýning yngri deilda tókst vel Hæfileikasýning yngri deilda var haldin 2. nóvember síðastliðinn. Hún tókst svakalega vel og um 130 börn og foreldrar fylltu Holtaveg 28 til að horfa á hvert glæsilega atriðið á fætur

öðru. Í hléinu var síðan boðið upp á ókeypis candy floss og einnig var hægt að kaupa pizzur og gos. Sýningin heppnaðist vel og er KFUM og KFUK greinilega ríkt af hæfileikaríkum börnum.

Basar KFUK tókst mjög vel Basar KFUK var haldinn í 107. sinn laugardaginn 26. nóvember sl. Hátíðarstemning ríkti í húsinu og fjöldi fólks lagði leið sína þangað til þess að gera góð kaup og styrkja félagið. Basarinn er mikilvæg fjáröflun KFUM og KFUK. Undirbúningur stendur yfir allt haustið er hópar KFUK-kvenna koma saman til að sinna hannyrðum fyrir basarinn. Basarnefndin vill koma á framfæri kæru þakklæti ti allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu basarinn að veruleika eitt árið enn. Stjórn Basars KFUK skipa Bára Sigurjónsdóttir formaður, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og María Sighvatsdóttir. 6


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Eldri hluti aðalstöðva félagsins, sem rýma þurfti vegna raka og mygluskemmda.

Hvað er að frétta af húsinu? eftir Tómas Torfson Ein algengasta spurning sem ég fæ er hvað sé að frétta af húsnæðismálum KFUM og KFUK við Holtaveg. Eins og fram hefur komið í síðustu fréttabréfum þurfti að rýma og loka eldra húsinu vegna rakaskemmda og myglusvepps. Því dýpra sem var kafað kom betur í ljós hve vandinn var alvarlegur. Eftir að stjórnin fékk í hendur útreikninga á kostnaði á nauðsynlegum viðgerðum, hefur hún ákveðið að fara ekki í þær aðgerðir. Kostnaðurinn við viðgerðir slagi hátt í kostnaðinn við að byggja nýtt hús. Þó svo að við séum tryggð í bak og fyrir, þá ná engar tryggingar yfir svona tjón. Verkfræðistofan Efla (sem gerði úttekina á eldra húsinu) var einnig fengin til að gera úttekt á nýrri hluta aðalstöðvanna, félagsheimilisins sem var byggður og tekinn í notkun 1994. Niðurstöður þeirrar skýrslu sýna að eðlilegu viðhaldi er ábótavant og aðgerða er þörf. Það þarf ekki að koma á óvart, enda litlu fjármagni varið í viðhald á árunum eftir hrun.

Þá skiptir máli út frá fjármögnun og rekstri hvort húsnæði hýsi tekjuberandi starfsemi eða ekki. Í þeim efnum má horfa á þrjá flokka. 1) Húsnæði sem hýsir tekjuberandi starfsemi og skilar arði til félagsins. Sem dæmi má nefna að Hótel Helka í Helsinki er í eigu KFUK í Finnlandi. Hótelið er fjórar stjörnur og rekstur þess blandast ekki hugsjónastarfi félagsins að öðru leiti en að arður af starfseminni er þeirra fjárhagslega mjólkurkýr. 2) Húsnæði sem hýsir tekjuberandi hugsjónastarfsemi sem stendur undir húsnæðiskostnaði. Dæmi um þetta er Vinagarður, leikskóli KFUM og KFUK. Tekjur leikskólans standa undir rekstri, þ.á.m. húsnæðiskostnaði, en skilar ekki arði til félagsins. 3) Húsnæði sem hýsir starfsemi án tekna. Sem dæmi má nefna félagsheimili okkar við Holtaveg en húsið hefur ekki beinar leigutekur af starfseminni sem þar fer fram. Margar hugmyndir hafa komið fram, má þar nefna nýtt hús í stað þess gamla, kapellu og sr. Friðriksstofu, gistiheimili eða ungmennahostel líkt og víða er rekið af YMCA í öðrum löndum, breytt skipulag í félagsheimilinu, að nýta lóðina betur o.s.frv. Hugmyndirnar útiloka ekki endilega hver aðra.

Félagsfundur sem haldinn var 12. október var vel sóttur.

Viðhaldi er ábótavant og aðgerða er þörf á nýrri hluta aðalstöðvanna, þeim hluta sem tekinn var í notkun árið 1994.

En hverjir sem draumar okkar um húsnæði kunna að vera, stöndum við frammi fyrir þeim áskorunum að við þurfum fjármagn til að byggja og breyta ásamt því að hafa tekjur að baki þeim fermetrum til að mæta viðhaldi og öðrum rekstrarkostnaði. Þær ákvarðanir sem félagið stendur frammi fyrir snúast því um töluvert annað og meira en að laga gamalt hús. Þær snúast í raun um að marka okkur stefnu til framtíðar í húsnæðismálum.

Vel sóttur félagsfundur var haldinn í október sl. til kynningar og umræðu. Í kjölfar hans hélt framkvæmdastjóri þrjá opna kaffifundi um húsnæðismálin, til að ræða þær hugmyndir sem komið höfðu fram og hugsanlega laða fram nýjar. Helstu niðurstöður þeirra funda voru svo færðar stjórn nú í desember. Umræðan er mjög mikilvæg. Það skiptir máli að við greinum hverjar þarfir okkar í húsnæðismálum eru. Hvað þurfum við? Hvernig nýtum við húsnæði okkar? Undir hvaða erum við að byggja? Stendur sú starfsemi undir húsnæðiskostnaði? Í slíkri umræðu þarf fyrst og fremst að horfa til framtíðar.

Lóð félagsins við Holtaveg er stór og býður upp á ýmis tækifæri. Eldri og skemmdi hluti aðalstöðvanna er merktur með rauðum lit, en félagsheimilið með bláum lit. 7


Á Akureyri komu leiðtogar saman til jólasamveru fimmtudaginn 15. desember og fögnuðu góðu starfi í haust.

Jólasamvera leiðtoga Tónlistarmennirnir Íris Lind Verudóttir og Emil Heiðar Björnsson fluttu nokkur lög. Pétur Ragnhildarson aðstoðaði þau í einu laginu.

Föstudagskvöldið 16. desember var haldin árleg jólasamvera leiðtoga í Reykjavík. Var samveran jafnframt uppskeruhátíð haustmisseris í deildastarfi KFUM og KFUK. Góður matur,

25. nóvember sl. bauð stjórn Skógarmanna KFUM til árlegrar þakkargjörðarveislu með starfsfólki ársins. Glæsileg kalkúnaveisla auk líflegrar kvöldvöku, þar sem árið var gert upp. Leynigestur kvöldsins birtist óvænt í lok kvöldvökunnar, en það var tónlistarmaðurinn KK sem tók nokkur lög og sagði sögður um tilurð þeirra. 8

frábær félagsskapur og notaleg kvöldstund. Um 48 leiðtogar mættu í jólaskapinu. Í lokin voru leiðtogarnir leystir út með jólagjöfum.


Skólabörn að afhenda pakka í söfnunina.

Jól í skókassa

5429 börn í Úkraínu fá jólagjafir frá Íslandi í ár

Alls söfnuðust 5429 jólapakkar í ár í verkefninu Jól í skókassa, en síðasti skiladagur var 12. nóvember sl. Eru það 65 fleiri pakkar en í fyrra. Í annarri viku í nóvember var félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg undirlagt af jólapökkum, en þar var tekið á móti gjöfunum. Á þeim árstíma er húsinu breytt í „verkstæði jólasveinsins“ eða einskonar vöruhús. Kassarnir eru allir yfirfarnir og aldursflokkaðir af öryggisástæðum. Á lokadeginum er þeim síðan komið fyrir í 40 feta gámi sem Eimskip gefur til verkefnisins.

Ljóst er að verkefnið markar upphafið á jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Er þakkarvert hve margir leggja sitt af mörkum til söfnunarinnar. Þá ber einnig að þakka þeim sjálfboðaliðum sem stýra verkefnu og þeim fjölmenna hópi sem stóð vaktina, flokkaði og yfirfór pakka og kom fyrir í gámnum. Eimskip kemur svo gámnum til Úkraínu. Þar verður börnum á munaðarleysingjahælum og sjúkrahúsum færðar gjafirnar eftir áramótin. Dreifingin á pökkunum til barnanna er unnin í samstarfi við KFUM í Úkraínu.

Hver og einn skókassi er yfirfarinn af öryggisástæðum.

Starfsfólk hugbúnaðarfyrirtæksins Sabre fá einn dag á ári sem þau leggja í vinnuframlag til góðgerðarmála. Síðustu tvö ár hafa þau valið að leggja Jól í skókassa lið. Að auki gáfu þu 330.000 kr. í verkefnið.

Vörubrettin plöstuð og tilbúin í gáminn.

Í ár voru fengir risakassar sem passa á vörubrettin og auðveldaði það pökkun. 9


Yngri deildin í KFUK í Keflavík hefur verið mjög vel sótt í haust.

Mikið um að vera í 28 æskulýðsdeildum KFUM og KFUK

Krakkar í skapandi starfi KFUM og KFUK á Holtavegi.

Haustið er búið að vera gott í æskulýðsdeildum KFUM og KFUK. Fundarsókn hefur víðast verið góð og stemningin samkvæmt því. Deildirnar 28 skiptast niður í 16 yngri deildir (9-12 ára), 10 unglingadeildir (13-15 ára) og tvær vinadeildir (7-9 ára). Hér á opnunni er myndasafn fengið af Facebook-síðu leiðtoga í starfinu.

Vinadeildin 7-9 ára í Keflavík.

Fella- og Yngri deildin í Hólakirkju.

Krakkar í yngri deildinni í Grindavík.

Yngri deild KFUM á Akureyri.

Stelpur í yngri deild í Fella- og Hólakirkju.

Hendur barna í yngri deild í Digraneskirkju .

Strákar úr yngri deild KFUM í Lindakirkju.


Yngri deild KFUM í Lindakirkju.

Unglingadeildin í Seljakirkju.

Unglingadeildin í Mosfellsbæ.

Yngri deildin í Njarðvík.

Unglingadeildin í Lindakirkju.

Yngri deildin í Seljakirkju.

Yngri deild KFUM í Lindakirkju.

Yngri deild KFUK í Lindakirkju.

Bandí í unglingadeildinni í Keflavík.

Yngri deild KFUK á Akureyri.

Yngri deild KFUM á Akureyri.

Piparkökubakstur hjá yngri deildinni í Grindavík.

Frá unglingastarfinu á Akranesi.

Unglingadeildin í Fella- og Hólakirkju.

Leiðtogar í KFUK í Keflavík.

11


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK 17.-19. mars

10. janúar

Vetrarferð til Akureyrar Fyrir ungmenni 15 ára og eldri Akureyri er vinsælasti vetraríþróttabær landsins. Því stendur KFUM og KFUK fyrir vetrarferð/ skíðaferð til Akureyrar helgina 17.–19. mars. Þessi einstaki viðburður er opinn fyrir alla ungleiðtoga og leiðtoga, sem og aðra þátttkendur í starfi KFUM og KFUK og KSS. Við munum gista í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Farið verður á skíði og snjóbretti í Hlíðarfjalli bæði laugardag og sunnudag. Við förum í sund, keilu, borðum saman, höldum kvöldvöku og höfum gaman. Ungleiðtogar í starfi KFUM og KFUK á Norðurlandi munu taka á móti hópnum fyrir norðan og vera með yfir helgina. Lagt verður af stað frá KFUM og KFUK húsinu Holtavegi 28 föstudaginn 17. mars kl. 13:00. Komið verður heim á sama stað sunnudaginn 19. mars kl. 22.00. Skráning og greiðslur í ferðina fara alfarið fram á netinu, á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Ferðina er að finna undir

Fundur um stefnumótun í fullorðinsstarfi KFUM og KFUK Boðað er til opins félagsfundar, 10. janúar nk. til að ræða 10-3-1 stefnumótun í fullorðinsstarfi félagsins. Fundurinn verður á Holtavegi 28 og hefst kl. 20:00. Allir hjartanlega velkomnir. (Sjá nánar um 10-3-1 stefnumótun á bls. 3).

Úr vetrarferð til Akureyrar vorið 2016.

hnappnum Vetrarstarf KFUM og KFUK. Verð í ferðina er 17.900 kr. Innifalið eru ferðir, gisting tvær nætur, morgunmatur, kvöldmatur, nesti með í fjallið, út að borða á laugardagskvöldi, keila á föstudagskvöldi (eða önnur afþeying) og sundferð. Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Arnari Ragnarssyni æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK, í síma.588-8899 eða 699-2357 eða á netfangið: arnar@kfum.is

11. janúar

Fundur um stefnumótun í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK Boðað er til opins félagsfundar, 11. janúar nk. til að ræða 10-3-1 stefnumótun í æskulýðsstarfi félagsins. Fundurinn verður á Holtavegi 28 og hefst kl. 20:00. Allir hjartanlega velkomnir. (Sjá nánar um 10-3-1 stefnumótun á bls. 3).

10.–12. febrúar

7. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi Fjölskylduflokkur er frábært tækifæri til að njóta þess að vera saman og efla fjölskyldutengslin í notalegu andrúmslofti. Í flokknum er boðið upp á frábært umhverfi og afslappaða og uppbyggilega dagskrá. Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa. Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum og miðað er við að fjölskyldur

12

ferðist á einkabílum á staðinn, ekki er boðið upp á rútuferðir. Verð er 9.800 kr. á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri. Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 32.000 kr. Skráning er í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588 88899 eða á netfanginu skrifstofa@kfum.is. Dagskrá helgarinnar má finna á www.kfum.is

Hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður haldinn þriðjudaginn 7. febrúar í félagsheimili okkar Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. Á árum áður gengu félagar í Aðaldeildir KFUM og KFUK á þar til gerðum inntökufundum. Ekki var hægt að ganga í félagið á öðrum dögum. Nú eru nýir félagar skráðir allt árið um kring. Við höldum þó í þann góða sið að efna til veislufundar til að bjóða nýja félaga velkomna.


Dagskrá:

Æskulýðsmótið

FRIÐRIK

Fyrir 8.–10. bekk í Vatnaskógi 17.–19. febrúar 2017 Á æskulýðsmótinu Friðrik eiga unglingadeildir KFUM og KFUK frábærar stundir saman. Þar kynnumst við öðru ungu fólki og tökum þátt í skemmtilegri dagskrá með boðskap Jesú Krist að leiðarljósi. Á laugardeginum verður haldið Landsþing unga fólksins. Þar gefst ungu fólki í KFUM og KFUK kostur á því að koma sínum hugmyndum um starf KFUM og KFUK á framfæri. Mótið sem haldið verður í Vatnaskógi 17.–19. febrúar er árlegur viðburður í starfi KFUM og KFUK. Dagskráin er stútfull af alls konar fjöri. Það er nóg í boði fyrir alla, þar á meðal kvöldvökur, workshop, Landsþing unga fólksins, hátíðarkvöldverður, ball með hljómsveitinni Sálmara, brennómót og margt, margt fleira.

Tónlistarmennirnir Íris Lind Verudóttir og Emil Heiðar Björnsson munu leiða lofgjörð á föstudagskvöldinu.

Hljómsveitin Sálmari stendur fyrir balli á laugardagskvöldinu.

Föstudagur 17. febrúar

17:30 Brottför frá Holtavegi 28 18:30 Koma sér fyrir 19:00 Mótsetning og kvöldmatur 19:30 Frjáls tími 20:30 Kvöldvaka 21:45 Kvöldkaffi 22:00 Frjáls tími 23:30 Lofgjörð með Emil og Írisi Lind 01:00 Ró

Laugardagur 18. febrúar

Mótsstjórn að störfum. Mótsstjórn skipa: Ásgeir Þór Þorvaldsson, Björn Kristinn Jóhannsson, Elvar Geir Sigurðsson, Guðbjörg Ylfa Hammer, Ósk Dís Kristjánsdóttir, Pétur Bjarni Sigurðarson

Lagt verður af stað frá KFUM og KFUK húsinu Holtavegi 28 föstudaginn 17. febrúar kl. 17.30. Brottför frá Vatnaskógi kl. 13:30 á sunnudeginum. Brottför frá öðrum stöðum verður auglýst þegar nær dregur móti. Verð á mótið er 16.000 kr. Innifalið er gisting, matur, rútuferðir og MÓTSBOLUR. Skráning og greiðslur fyrir mótið fer alfarið fram á netinu, á bókunarvef KFUM og KFUK www.sumarfjor.is. Skráning hefst mánudaginn 9. janúar 2017. Allra síðasti skráningardagur er mánudagurinn 13. febrúar. Ekki verður hægt að skrá fleiri á mótið eftir það. ATH! Til að fá mótsbol, þarf að vera búið að skrá sig fyrir 6. febrúar 2017. Allar nánari upplýsingar um mótið má fá hjá leiðtogum hverrar deildar, en einnig er hægt að hafa samband við Unni Ýr æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK, í síma 692-4129 eða á netfanginu: unnur@kfum.is

08:30 Rise and shine 09:00 Morgunmatur 09:30 Morgunstund 10:30 Workshop 12:30 Hádegismatur 13:30 Landsþing unga fólksins 15:00 Kaffi 15:30 MIP 17:00 Frjáls tími 18:30 Hátíðarkvöldverður 19:30 Kvöldvaka 21:30 Ball með hljómsveitinni Sálmara 23:30 Kyrrð í Birkiskála Snarl í matskála Draugahús 00:30 Kyrrðarstund 01:00 Ró

Sunnudagur 19. febrúar 09:30 Wake up og pakka 10:00 Morgunmatur 10:30 Brennómót 12:00 Gengið frá 12:30 Hádegismatur 13:00 Mótslit 13:30 Heimferð

Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar.


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

24 stundir

leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK Fyrir 15–17 ára Vatnaskógi 20.–22. janúar 2017 24 stundir - leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15–17 ára byggst á tveimur sjálfstæðum helgarnámskeiðum á vetri. Á milli námskeiða fá þátttakendur verkefni til að leysa á vettvangi starfsins. Námskeiðin köllum við 24 stundir, því að í upphafi voru þau aðeins í rúman sólarhring. Næsta námskeið verður tvær nætur í Vatnaskógi 20.-22. janúar 2017. Stendur það frá föstudagskvöldi fram á sunnudag. Fyrir 15–17 ára Á námskeiðinu er boðið upp á fræðslu fyrir 15–17 ára ungleiðtoga (fædda 1999, 2000 og 2001). Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar í KFUM og KFUK, bæði í sumar- og vetrarstarfi félagsins. Skráning Skráning fer fram á skráningarsíðu KFUM og KFUK, www.sumarfjor.is. Viðburðinn er að finna undir flokknum vetrarstarf KFUM og KFUK. Hvað lærir maður? Í leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er fræðslu skipt upp í fjóra efnisflokka og þess gætt að á hverju námskeiði sé eitthvað kennt úr hverjum flokki. K = kristin fræðsla F = félagsmál U = ungmennalýðræði M = mannrækt Hvað kostar? Námskeiðið kostar 14.900 kr. Innifalið eru ferðir, gising og matur í Vatnaskógi KFUM og KFUK greiðir námskeiðsgjaldið fyrir þá sem leggja sitt af mörkum sem aðstoðarleiðtogar í vetrarstarfi félagsins.

Dagskrá: Föstudagur 20. janúar

18.30 Koma sér fyrir 19.00 Kvöldmatur 20.00 Samhristingur 20.30 Ígrundun 21.00 Ted-talk 22.15 Kvöldhressing 22.30 Frjálst – íþróttahús og pottar opnir 24.00 Arinstund 01.00 Ró

Laugardagur 21. janúar

08.45 Ræs 09.00 Morgunverður 09.30 Biblíulestur 10.30 Ígrundun 11.00 A – Hvaða stöðu spila ég best á KFUM-vellinum? B og C – Hvernig er best að undirbúa hugleiðingu 12.00 Hádegismatur 13.00 A – Taktu skref áfram – að setja sig í spor annarra B – Framkoma og líkamstjáning C – Hinn fullkomni liðsmaður 14.30 Ígrundun 15.00 Kaffi 15.30 Leikjafjör í íþróttahúsi – lærum og leikum saman 17.30 A – Undirbúningur leikja fyrir kvöldvöku B – Í hverju felst góð kvöldvökustjórn C – Getum við stuðlað að breyttum lífstíl í gegnum boðun? 18.30 Ígrundun 19.00 Kvöldmatur 20.00 Kvöldvaka í umsjá þátttakenda 21.30 Kvöldhressing 22.00 Frjáls tími – spil í matsal, íþróttahús og pottar, bíó í Gamla 24.00 Arinstund 01.00 Ró

Sunnudagur 22. janúar

09.15 Ræs 09.30 Morgunverður 10.00 Frágangur og þrif 11.00 Lokasamvera og ígrundun - Hvernig sæki ég um starf í sumarbúðum? 12.00 Hádegismatur 13.00 Brottför

14


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

KARNIVAL KFUM og KFUK

31. mars –1. apríl

Vorferð YD KFUM og KFUK í Vatnaskóg Fyrir 9.–12 ára Fyrir 9–12 ára Laugardaginn 28. janúar 2017 kl. 11:00 – 14:00 Laugardaginn 28. janúar verður haldið Karnival yngri deilda KFUM og KFUK í Árbæjarskóla frá klukkan 11 til 14. Á dagskránni verður mikið fjör og munu börnin prófa alls konar stöðvar sem samanstanda af skemmtilegum leikjum, föndri, andlitsmálun og íþróttum. Gott er að vera mætt um það bil 10:45 til að fara nú örugglega ekki á mis við neitt þennan frábæra dag. Það kostar 1.000 kr. að taka þátt í karnivalinu en innifalið í því verði er pizza og Svali í hádegismat ásamt kandíflosi í eftirrétt.

Gengið verður inn í Karnivalið um aðalinngang skólans vinstra megin við sparkvöllinn þegar horft er á skólann frá bílastæðinu. Ef einhverjar spurningar vakna varðandi Karnivalið er hægt að spyrja leiðtoga viðkomandi deildar, en einnig er hægt að hafa samband við Arnar Ragnarsson æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK í síma 699-2357 eða á arnar@kfum.is.

Vorferð yngri deilda markar lokapunkt í deildastarfi vetrarins. Farið verður í Vatnaskóg föstudaginn 31. mars og gist eina nótt. Brottför er frá Holtavegi 28 kl. 17:00. Áætluð heimakoma er laugardaginn 1. apríl kl. 15:00. Á staðnum verður farið í margs konar leiki, ævintýraleik, borðtennis, fótboltaspil, þythokkí og fleiri íþróttir. Þá verður kvöldvaka, helgistund og náttfatapartý o.fl. Verð í vorferðina er 7.500 kr.

15


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

5. febrúar

Alla mánudaga

Bænasamverur í Friðrikskapellu Bænasamverur eru í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík í hádeginu alla mánudaga kl. 12:15. Allir hjartanlega velkomnir.

Árshátíð Hlíðarmeyja Árshátíð Hlíðarmeyja verður haldin í starfsstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28 sunnudaginn 5. febrúar kl. 13–15. Þangað eru allar stelpur sem dvöldu í Hlíðinni sl. sumar hjartanlega velkomnar. Að venju verður mikið fjör, foringjar frá liðnu sumri sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvarnir verða sungnir og boðið verður upp á veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2017. Verð á árhátíðina er 500 kr.

Tillaga um lagabreytingu á lögum Skógarmanna KFUM

25. mars

Holtavegsdagur Laugardaginn 25. mars höldum við Holtavegsdag KFUM og KFUK. Við ætlum að taka til, mála, þrífa og laga til í félagshúsinu okkar. Af nægu er að taka enda húsið stórt og ótal hlutir sem þarf að huga að. Fjölmörg verkefni eru í boði fyrir allan aldur og ólíka hæfileika. Dagurinn er orðinn fastur liður einu sinni á misseri. Á Holtavegsdögunum 2015 tókst okkur að koma mjög miklu í verk. Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir. Við byrjum daginn kl. 10:00. Þátttakendum er boðið í léttan hádegisverð kl. 13:00.

Tökum þátt í deginum og leggjum okkar af mörkum! 16

Stjórn Skógarmanna KFUM leggur til eftirfarandi breytingu á 10. gr. laga flokksins.

Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að stjórn KFUM og KFUK á Íslandi samþykki þær.

Nú hljómar 10. gr. svona:

Stutt greinargerð/skýring á breytingartillögunni. Á síðasta aðalfundi voru umræður um fyrirkomulag lagabreytinga, þá sérstaklega kynningu þess með aðalfundarboði. Aðalfundarboð eru send út í desember/janúar en frestur til að skila lagabreytingartillögum rennur út í lok janúar samkvæmt núgildandi lögum. Þetta þýðir að sé textinn skýrður þröngt megi ætla að ekki komist allar löglega frambornar lagabreytingartillögur sem kynntar eru í lok janúar til aðalfundar. Slíkt samræmist ekki tilgangi laganna né þeirri framkvæmd sem verið hefur um árabil.

10. grein: Lagabreytingar Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þurfa 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna að samþykkja lagabreytingar. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn Skógarmanna KFUM skriflega eigi síðar en í janúarlok. Þær skulu kynntar í fundarboði og liggja frammi í aðalstöðum KFUM og KFUK á Íslandi viku fyrir aðalfund. Lagabreytingar öðlast því aðeins gildi að stjórn KFUM og KFUK á Íslandi samþykki þær. Lagt er til að ákvæðinu verði breytt þannig að ekki verði gerð krafa um að tillögur séu kynntar í fundarboði. Þá er jafnframt lagt til að lagabreytingar skuli berast stjórn Skógarmanna KFUM að lágmarki mánuð fyrir aðalfund í stað fyrir janúarlok. Hljóðar ákvæðið svona eftir breytinguna: 10. grein: Lagabreytingar Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þurfa 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna að samþykkja lagabreytingar. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn Skógarmanna KFUM skriflega eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund. Þær skulu liggja frammi í aðalstöðum KFUM og KFUK á Íslandi viku fyrir aðalfund.

Þess vegna er lagt til að einfalda ákvæðið um lagabreytingar og færa til samræmis við framkvæmdina með framangreindri orðalagsbreytingu Gildistaka Samkvæmt 10. gr. laga Skógarmanna KFUM ber að kynna lagabreytingartillöguna í fundarboði og þá þarf breytingartillagan að liggja frammi í aðalstöðvum KFUM og KFUK viku fyrir aðalfund. Til þess að breytingin öðlist gildi þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna, sem og samþykki stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi. Lagt fyrir stjórn 15. nóvember 2016.


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUK vorið 2017 Aðaldeild (AD) KFUK heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á þriðjudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. 19. janúar - Fimmtudagur

Fyrirhugaðar breytingar á lögum KFUM og KFUK

Opinn félagsfundur með laganefnd félagsins. Umsjón með efni: Gísli Davíð Karlsson, Gunnar Þór Pétursson og Gyða Karlsdóttir. Stjórnun: Tómas Torfason. Hugleiðing: Auður Pálsdóttir Undirleikur: Guðmundur Karl Einarsson Sameiginlegur fundur með KFUM 24. janúar

Í kyrrðinni

7. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. 14. febrúar

Biblíulestur

með sr. Frank M. Halldórssyni.

Dr. María Ágústsdóttir og fleiri sjá um fundinn.

21. mars

Staða þjóðkirkjunnar á 21. öld Dr. Hjalti Hugason fjallar um efnið. 28.mars

„Í syngjandi faðmi“ 28. febrúar

4. apríl

Kvennakórinn Ljósbrot sér um fundinn.

Fundur fellur inn í kristniboðsviku

31. janúar

3. mars (föstudagur) kl. 20.

Sr. Bjarni Karlsson fjallar um rannsókn sína á fátækt í íslensku samfélagi.

Dagskrá helguð minningu Guðrúnar Lárusdóttur alþingismanns og formanns KFUK

Fastan og sr. Hallgrímur Pétursson.

21. febrúar

Fundur í umsjá Önnu Stefánsdóttur, Kristínar Sverrisdóttur og Þórdísar K. Ágústdóttur.

Er það virkilega satt?

14. mars Sameiginlegur fundur með KFUM

Samkoma í tilefni alþjóðlegs bænadags kvenna 7. mars

Aðalfundur Vindáshlíðar

Fundur í umsjón stjórnar Vindáshlíðar.

Dr. Margrét Eggertsdóttir sér um efnið.

Vöxtur að vori

Laura Scheving Thorsteinsson og Gleðisveitin sjá um fundinn. 25. apríl

Vorferð AD KFUK og KFUM að Sólheimum í Grímsnesi Farið verður í heimsókn að Sólheimum í Grímsnesi. Betur auglýst þegar nær dregur.

17


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUM – vorið 2017 Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir. 12. janúar

Tyrkjaránið

Umsjón með efni: Dr. Þorsteinn Helgason, sagnfræðingur Upphafsorð og bæn: Ásmundur Magnússon Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir Undirleikur: Bjarni Gunnarsson

19. janúar

Fyrirhugaðar breytingar á lögum KFUM og KFUK

Opinn félagsfundur með laganefnd félagsins. Umsjón með efni: Gísli Davíð Karlsson, Gunnar Þór Pétursson og Gyða Karlsdóttir. Stjórnun: Tómas Torfason. Hugleiðing: Auður Pálsdóttir Undirleikur: Guðmundur Karl Einarsson Sameiginlegur fundur með KFUK. 26. janúar

Guðsglíman í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar og Ísaks harðarsonar

Efni: Inga Harðardóttir, guðfræðingur Upphafsorð og bæn: Sigurbjörn Þorkelsson Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson Hugleiðing: Sr. Sigfinnur Þorleifsson Undirleikur: Ingibjartur Jónsson 2. febrúar

Starf fangaprests

Efni: Sr. Hreinn Hákonarson, fangaprestur Upphafsorð og bæn: Þórir Sigurðsson Stjórnun: Ólafur Sverrisson Hugleiðing: Kári Geirlaugsson

18

7. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. 16. febrúar

Handritin og varðveisla þeirra.

Fulltrúi frá Árnastofnun verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Gunnar Örn Jónsson Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Undirleikur: Ingibjartur Jónsson 23. febrúar

Hvað er svona merkilegt við Bob Dylan?

Efni: Henning Emil Magnússon Upphafsorð og bæn: Hörður Geirlaugsson Stjórnun: Ragnar Baldursson Hugleiðing: Dr. Gunnar Jóhannes Gunnarsson Undirleikur: Bjarni Gunnarsson 2. mars

Fundur fellur inn í kristiboðsviku

Einnig er aðalfundur Kaldársels á Holtavegi 28 þetta kvöld. (sjá nánar bls. 19) 9. mars

Vaxandi umburðarleysi og flokkadrættir

Efni: Sr. Bjarni Karlsson Upphafsorð og bæn: Paul Jóhannesson Stjórnun: Ásgeir B. Ellertsson Hugleiðing: Dr. Grétar Halldór Gunnarsson Undirleikur: Guðmundur Karl Einarsson

14. mars Þriðjudagur Sameiginlegur fundur KFUM og KFUK

Dagskrá helguð minningu Guðrúnar Lárusdóttur alþingismanns og formanns KFUK.

Dr. María Ágústdóttir og fleiri sjá um fundinn.

23. mars

Aðalfundur Skógarmanna

Fundur í umsjón stjórnar Skógarmanna. 30. mars

Uppruni Íslendinga

Efni: Guðmundur G. Þórarinsson Upphafsorð og bæn: Albert Ebenezer Bergsteinsson Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Guðmundur Ingi Leifsson

6. apríl

Brot úr sögu karlakórs KFUM Efni: Þórarinn Björnsson guðfræðingur Upphafsorð og bæn: Páll Skaftason Stjórnun: Hans Gíslason Hugleiðing: Haraldur Jóhannsson

20. apríl

Sumardagurinn fyrsti

Kaffisala Skógarmanna KFUM - nánar auglýst síðar. 25. apríl

Vorferð AD KFUK og KFUM að Sólheimum í Grímsnesi Farið verður í heimsókn að Sólheium í Grímsnesi. Betur auglýst þegar nær dregur.


FRAMUNDAN HJÁ KFUM OG KFUK

Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK

8. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK Formlegt boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi. Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fer fram laugardaginn 8. apríl 2017 kl. 11:00-15:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.

Aðal- og ársfundir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi verða flestir haldnir í marsmánuði og hefjast kl. 20:00, nema annað sé auglýst. Hér með er boðað formlega til fundanna, eins og lög kveða á um. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til setu á aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundastörf, starfsskýrslur kynntar, endurskoðaðir reikningar lagði fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður um starfið fara fram. 28. febrúar

Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum. Haldinn í félagshúsi KFUM og KFUK Hátúni 36.

1. mars

Aðalfundur Kaldársels Haldinn á Holtavegi 28.

6. mars Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri og aðalfundur Hólavatns. Haldinn í félagsheimilinu Sunnuhlíð. 6. mars

Ársfundur Basars KFUK. Haldinn á Holtavegi 28.

7. mars

Aðalfundur Vindáshlíðar. Haldinn á Holtavegi 28.

8. mars

Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Haldinn í Vinagarði við Holtaveg.

8. mars

Aðalfundur Ölvers. Haldinn á Holtavegi 28.

14. mars

Ársfundur Jól í skókassa. Haldinn á Holtavegi 28.

7. apríl

16. mars

Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Haldinn í Landakirkju kl. 12:00.

Fundur ungmennaráðs

20. mars

Ársfundur Karlakórs KFUM. Haldinn á Holtavegi 28.

Fundur ungmennaráðs fer fram 7. apríl kl. 18:00. Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi er skipað unglingum 13–15 ára og skipar hver unglingadeild tvo fulltrúa sem eru lýðræðislega kjörnir. Á ungmennaráðsfundi undirbýr ungmennaráð framsögn og kynningu á niðurstöðum landsþings unga fólksins sem fram fer í febrúar ár hvert. Kynninguna flytur ungmennaráð á aðalfundi félagsins og kemur þar fram fyrir hönd ungmenna úr starfi félagsins.

23. mars Aðalfundur Skógarmanna (Vatnaskógar). Haldinn á Holtavegi 28. Hefst með súpu kl. 19:00.

7. apríl

Fulltrúaráðsfundur Föstudaginn 7. apríl kl. 18:00 fer fram árlegur fulltrúaráðsfundur KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Fulltrúaráðsfundur er vettvangur þar sem formenn allra starfsstöðva KFUM og KFUK eiga fund með stjórn félagsins.

19


Flugeldasala KFUM og KFUK – til stuðnings Birkiskála II í Vatnskógi Ekki láta þig vanta á flugeldasölu KFUM og KFUK 28.–31. desember! Flestir kaupa flugelda eða að minnsta kosti stjörnuljós og þá er tilvalið að kaupa slíkt hjá KFUM og KFUK og styðja um leið lokasprettinn á framkvæmdum við Birkiskála II í Vatnaskógi. Afgreiðslutími er eftirfarandi: Miðvikudaginn 28. desember kl. 18–22 Fimmtudaginn 29. desember kl. 16–22 Föstudaginn 30. desember kl. 12–22 Laugardaginn 31. desember kl. 10–16 Að þessu sinni verður flugeldasalan á Holtavegi 28 á NEÐRI HÆÐ Þar verður hægt að festa kaup á flugeldum, bombum, blysum, tertum, stjörnuljósum og fleiru. Mjög hagstætt verð – hægt að gera mjög góð kaup. Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim. 20


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.