Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2015

Page 1

4. tölublað desember 2015

Fréttabréf KFUM og KFUK 40 ára afmæli Vinagarðs fagnað Rúmlega 2000 börn á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi Hátíð í bæ á basar KFUK Jól í skókassa: 5364 jólapakkar söfnuðust Yfirlit yfir æskulýðsdeildir Dagskrá fullorðinsstarfsins


Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið?

Deildastarf KFUM og KFUK hefur gengið vel það sem af er vetri. Deildirnar vel sóttar og þeim stýrt af öryggi og myndarbrag. Myndin hér að ofan er frá starfinu á Dalvík og sú hér til hliðar er tekin á fundi í Fella- og Hólakirkju. Þriðja myndin, hér að neðan er frá Skapandi starfi á Holtaveginum.

Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000

Fjársjóður félagsins Einn mesti fjársjóður KFUM og KFUK finnst ekki í reikningum félagsins, heldur finnst hann í félagsfólkinu, viðhorfi þess og framlagi til starfsins. Félagskennd fólks sem mótast af hugjón og jákvæðu viðhorfi til félagsins myndar sterkan félagsbrag. Jákvæður og sterkur félagsbragur er grunnur að öllu sjálfboðastarfi. Án sjálfboðaliða væri KFUM og KFUK óstarfhæft. Á síðustu vikum og mánuðum höfum við fjölmörg dæmi um viðburði og verkefni sem segja okkur að í KFUM og KFUK ríki sterkur félagsbragur. Ég nefni sem dæmi verkefnið Jól í skókassa, Basar KFUK, AD starfið, að ógleymdum kraftmiklum karlakór sem hélt glæsilega jólatónleika nú í desember. Við horfum einnig til æskulýðsstarfsins, þar sem fjöldi ungra sjálfboðaliða heldur úti deildum fyrir börn og unglinga, auk þess að standa að og taka þátt í metnaðarfullum sameiginlegum viðburðum.

Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

Ekki má gleyma fjölsóttum vinnudögum, bæði í félagshúsum og sumarbúðum þar sem viðhaldi og uppbyggingu er sinnt í sjálfboðavinnu. Þá er fjöldi fólks starfandi í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum félgsins. Mannauður félagsins er mikill og þakkarverður. Það er mannauðurinn sem býr til félag og mótar félag. Hann er ómetanlegur. Þar liggur einn mesti fjársjóður KFUM og KFUK. Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 4. tbl. 2015. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Eftirtaldir komu að útgáfu blaðsins: Anna Arnardóttir, Arnar Ragnarsson, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Samúel Örn Pétursson, Tómas Torfason, Þórarinn Björnsson.


24 stundir

40 þátttakendur á námskeiði fyrir 15-17 ára ungleiðtoga Dagana 16.-17. október var haldið námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Fór það fram í Vindáshlíð í Kjós. Á námskeiðinu var boðið upp á grunnfræðslu fyrir 15-17 ára ungleiðtoga (fædda 1998, 1999 og 2000). Að þessu sinni voru þátttakendur um 40 talsins og ríflega helmingur að koma á sitt fyrsta leiðtoganámskeið. Kennsla á námskeiðinu var í höndum æskulýðsfulltrúa félagsins en auk þess voru Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Ragnhildarson sjálfboðaliðar og sáu um matseld fyrir hópinn. Námskeiðið var frítt fyrir sjálfboðaliða úr vetrarstarfi félagsins og sumarbúðirnar áttu jafnframt kost á því að bjóða sjálfboðaliðum úr sumarstarfi þátttöku.

Þröstur Árni nýr fjármálastjóri KFUM og KFUK Þröstur Árni Gunnarsson er nýr fjármálastjóri KFUM og KFUK. Kemur hann til starfa 4. janúar. Þröstur er 49 ára og hefur síðustu 8 ár starfað sem fjármálastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Þröstur er viðskiptafræðingur og er búsettur í Álfheimum í Reykjavík. Sem drengur ólst hann upp í Vestmannaeyjum þar sem hann var virkur í KFUM. Eiginkona Þrastar er Sigrún Jónbjarnardóttir og eiga þau þrjá syni. Við bjóðum Þröst velkominn til starfa. Þorsteinn Arnórsson, fyrrverandi fjármálastjóri, hefur látið af störfum að eigin ósk eftir 8 ára starf hjá félaginu. KFUM og KFUK þakkar honum þjónustuna og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem bíða hans.

Næsta leiðtoganámskeið fyrir þennan aldurshóp verður haldið í Vatnaskógi dagana 22.-23. janúar 2016.

Eindagi félagsgjalda var 1. desember

Miðnæturíþróttamót unglingadeilda KFUM og KFUK

Föstudaginn 20. nóvember var haldið miðnæturíþróttamót unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Á dagskrá voru ýmsar íþróttir, hefðbundnar og óhefðbundnar, orrusta, myrkrabolti, pottapartý, diskóbandý, fáránleikar, kvöldvaka, partýblak og margt fleira. Myndirnar hér að ofan eru frá kvöldvökunni. Mótið tókst vel í alla staði.

Við viljum minna félagsfólk á að eindagi ógreiddra félagsgjalda var 1. desember sl. en greiðsluseðlar voru sendir út fyrr á árinu. Við hvetjum alla til að greiða félagsgjöldin enda eru þau mikilvægur hluti af fjárhag félagsins. Það er mjög mikilvægt að félagsfólk greiði félagsgjöldin. Þau eru ekki aðeins tekjur sem gert er ráð fyrir í áætlunum, heldur fylgja þeim einnig mikilvæg hvatning til þess breiða hóps sem vinnur að framgangi félagsins.

3


GLS tóks vel

Þorsteinn Arnórsson leiðbeinir þátttakendum í gerð fjárhagsáætlana fyrir viðburði.

GLS ráðstefnan var haldin í sjöunda sinn þann 6. og 7. nóvember sl. í Háskólabíói. Tókst hún mjög vel. Mikilsvirtir fyrirlesarar með reynslu úr kirkjustarfi, stjórnun og viðskiptum miðluðu af visku sinni. Fjöldi fólks úr KFUM og KFUK, þar á meðal úr hópi starfsmanna og stjórn, tók þátt í ráðstefnunni.

Námskeið í viðburðastjórnun Námskeið í viðburðastjórnun fór fram í október. Þátttakendur á námskeiðinu fengu fræðslu um hvernig á að stýra viðburðum með árangursríkum og markvissum hætti. Fyrirlesarar á námskeiðinu voru Björg Magnúsdóttir, fréttamaður hjá RÚV, Bára Sigurjónsdóttir, lögfræðingur, Þorsteinn Arnórsson, fjármálastjóri KFUM og KFUK og Guðrún Hrönn Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá

KFUM og KFUK. Þátttakendur voru almennt ánægðir með námskeiðið og núna eru þátttakendur á námskeiðinu að skipuleggja viðburði á vegum KFUM og KFUK. Einn hópur er að skipuleggja Æskulýðsmótið Friðrik sem mun fara fram í Vatnaskógi í febrúar. Annar hópur er að skipuleggja viðburð sem mun fara fram næsta sumar.

Norræna unglingamótið í Vestmannaeyjum

fært til ársins 2017 Í síðsta fréttabréfi sögðum við frá Norrænu unglingamóti sem stæði til að halda á Íslandi á komandi sumri. Á meðan blaðið var í prentun var tekin ákvörðun um að færa mótið til sumarsins 2017. Sú tímasetning hentar betur. Bæði gefst meira svigrúm til undirbúnings hér heima, en einnig hentar hún frændum okkar á hinum Norðurlöndunum mun betur.

KFUM og KFUK eiga 9 hoppukastala af ólíkum stærðum sem nýttir eru víða í starfi félagsins, enda njóta þeir mikilla vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Litríkir og fyrirferðamiklir vekja þeir líka athygli og skapa hátíðarstemningu. En þeir kalla einnig á umhirðu. Á myndinni hér að ofan er verið að nýta aðstöðuna í íþróttahúsinu í Vatnasógi til að þrífa og yfirfara hoppukastalana. 4

www.kfum.is


Sigrún Lilja Hjartardóttir hefur starfað á Leikskóla KFUM og KFUK frá upphafi og fagnaði því 40 ára starfsafmæli. Með henni á myndinni (t.h.) er Anna Hilmarsdóttir.

Börnin á Vinagarði sungu fyrir gesti.

40 ára afmælishátíð Vinagarðs 40 ára afmæli Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK, var fagnað 17. nóvember sl. með tilheyrandi afmælisdagskrá. Fyrir hádegi var börnunum boðið upp á sýningu frá Sirkusi Íslands var sem notast var við húllahringi af mikilli list, en að lokinni sýningunni fóru krakkarnir út á svæði sem þau kalla litla skóg og skreyttu trén þar með litríkum bænum sem þau höfðu sjálf samið. Eftir hádegi var efnt til afmælisveislu þar sem foreldrum var boðið að koma og fagna með

börnum og starfsfólki. Elín Sif Halldórsdóttir, fyrrum nemandi á leikskóla KFUM og KFUK, kom og spilaði og söng fyrir gesti. Einnig sungu börnin á Vinagarði fyrir áhorfendur og endaði afmælisveislan á því að boðið var upp á léttar veitingar og blöðrur handa börnunum.

Börnin skreyttu trén með bænum sem þau höfðu sjálf samið.

Alvöru afmælisveislum fylgja alvöru afmæliskökur.

Afmælisveislan endaði á því að boðið var upp á veitingar.

Fyrir hádegi var börnunum boðið upp á sýningu frá Sirkusi Íslands.

5


Stjórn Klúbbsins fær lyklavöld að félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri. Stjórnina skipa: Telma ritari, Margrét Ída varaformaður, Sara Rut gjaldkeri. Guðlaug Sigríður kynningarfulltrúi, Ída Hlín formaður og Bára Dís skemmtanastjóri. Jóhann Þorsteinsson svæðisfulltrúi afhendir þeim lyklana.

Klúbburinn Akureyri

- fyrir 16–20 ára ungmenni Fyrr í haust var framhaldsskóladeild KFUM og KFUK stofnuð af hópi ungmenna á Akureyri. Það starf ber nafnið Klúbburinn og er hann fyrir alla á aldrinum 16-20 ára. Stjórnina skipa sex öflugar stúlkur á fyrsta ári í framhaldsskóla sem hafa brennandi áhuga á að fræða ungmenni um trúna. Klúbburinn hefur upp á margt að bjóða, svo sem frábæran félagsskap, skemmtanir og

ferðir. Við í Klúbbnum brugðum okkur suður í Vatnaskóg nú fyrr í haust þar sem við hittum KSS á haustskólamóti en það er haldið árlega af KSS. Þangað fór flottur hópur frá okkur í Klúbbnum og skemmtum við okkur konunglega. Mætingin í vetur hefur verið ágæt, þó að fleiri mættu mæta og kynna sér starfið okkar. Okkur þætti líka gaman að sjá kynjahlutföllin jafnast út

Lógó Klúbbsins, hannað af Emil Hreiðari Björnssyni, grafískum hönnuði, í samráði við stjórn Klúbbsins.

þar sem aðeins örfáir strákar eru að mæta. Við sjáum fyrir okkur bjarta framtíð hjá Klúbbnum og vonum að okkar börn fái einn daginn að taka þátt í þessu starfi þegar að því kemur. Ída Hlín Steinþórsdóttir og Bára Dís Sigmarsdóttir

Húsfyllir á jólatónleikum Karlakórs KFUM Húsfyllir var á glæsilegum jólatónleikum Karlakórs KFUM sem fram fór þriðjudaginn 15. desember sl. Yfirskrift tónleikanna var “Jól í hjarta”. 16 lög voru á efnisskránni, mörg þeirra samin að öllu leyti eða hluta af kórfélögum. Auk Ástu Haraldsdóttur píanóleikara tóku Eiríkur Örn Pálsson tropetleikari og Ewa Tosik fiðluleikari þátt í tónleikunum. Þá söng Laufey Geirlaugsdóttir kórstjórnandi einsöng.

6


Dagný Bjarnhéðinsdóttir og Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir.

Hátíð í bæ á árlegum basar KFUK

Gunnar J. Gunnarsson með dætrunum Erlu og Hildigunni, ásamt dóttursyni.

Basar KFUK var haldinn í 106. sinn laugardaginn 28. nóvember sl. Hátíðarstemmning ríkti í húsinu og fjöldi fólks lagði leið sína til að gera góð kaup og styrkja félagið. Basarinn er mikilvæg fjáröflun KFUM og KFUK. Basarnefndin var skipuð Báru Sigurjónsdóttur, Kristínu Sverrisdóttur, Betsý Halldórsson, Gunnlaugu Sverrisdóttur og Hönnu Jósafatsdóttur. Undirbúningur stendur yfir allt haustið er hópar KFUK-kvenna koma saman til að sinna hannyrðum fyrir basarinn.

Snjóað hafði hressilega í borginni aðfararnótt basardagsins og setti ófærð mark sitt á daginn. Nokkrir hraustir félagar sáu um að handmoka frá húsinu og gera aðkomuna eins greiðfæra og hægt var. Basarnefndin vill koma á framfæri kæru þakklæti ti allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu basarinn að veruleika eitt árið enn.

Systurnar Ragnheiður og Kristín Sverrisdætur ásamt ömmubarni.

Feðgrarnir Adam Sveinsson og Sveinn Valdimarsson.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK.

Berglind Einarsdóttir og Arna Auðunsdóttir.

Bára Sigurjónsdóttir og Perla Magnúsdóttir.

Helga Friðriksdóttir og Klara V. Þórhallsdóttir.

Guðný Ólafsdóttir og Guðlaug Jökulsdóttir.

7


Rúmlega 2000 börn á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi Fermingarnámskeið í Vatnaskógi eru löngu orðin fastur þáttur í starfi fjölmargra sókna landsins. Námskeiðin hefjast í ágúst og standa fram í nóvember. Rúmlega 2000 börn komu í 34 hópum í Vatnaskóg í haust. Flestir hóparnir dvöldu í rúman sólarhring, sumir í rúma tvo sólarhringa og tveir hópar í fimm daga. Námskeiðin gengu mjög vel. Skógarmenn hafa haldið námskeiðin í samvinnu við Reykjavíkur- og Kjalarnesprófastsdæmi en börn af Vesturlandi, Norðurlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi hafa einnig heimsótt Vatnaskóg í þessu augnamiði.

8


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Hæfleikasýning yngri deilda tókst vel Hæfileikasýning yngri deilda var haldin 4. nóvember síðastliðinn. Hún tókst svakalega vel og um 100 börn og foreldrar fylltu Holtaveg 28 til að horfa á hvert glæsilega atriðið á fætur öðrum. Í hléinu var síðan boðið upp á ókeypis candy floss og einnig var hægt að kaupa pizzur og gos. Sýningin heppnaðist vel og er KFUM og KFUK greinilega ríkt af hæfileikaríkum börnum.

9


Kári Geirlaugsson leiddi málningarvinnuna.

Holtavegsdagurinn 24. október:

Góð þáttaka Um 20 manns tóku þátt í vinnudegi á Holtavegi 24. október sl. Mörg verkefni lágu fyrir og sum hver tímafrek. Eftirfarandi var klárað: Anddyrið sparslað og málað Merkingar fjarlægðar af vegg Tekið til í geymslum Hurðir lagaðar Blái veggurinn í salnum málaður Ný skilti sett upp Hreinsað úr þakrennum Felliveggir þrifnir Skápar í eldhúsi þrifnir Það er mjög mikilvægt að eiga svona daga tvisvar á ári til að sinna félaghúsi okkar við Holtaveginn.

Söngur og samfélag Sönghópur KFUK, sem enn hefur ekki fengið nafn, hefur komið saman tvisvar fyrir áramót og stefnir á vikulegar æfingar á miðvikudögum kl. 17:00 á vormisseri. Það er gaman að syngja og ekki skemmir það fyrir að syngja með skemmtilegum hópi kvenna. Fyrir hópnum fara þær Dagný Bjarnhéðinsdóttir og Ragnhildur Ásgeirsdóttir og hvetja þær konur til þátttöku. Hópurinn auglýsir á Facebook síðu AD KFUK en nánari upplýsingar má fá hjá þeim Dagnýju og Ragnhildi.

Jólasamvera leiðtoga Þann 4. desember var haldin árleg jólasamvera leiðtoga í Reykjavík. Var samveran jafnframt uppskeruhátíð haustmisseris í deildastarfi KFUM og KFUK. Holtavegurinn var skreyttur og borið fram dýrindis jólaskinka og meðlæti. Frábær

félagsskapur og notaleg kvöldstund. Um 35 leiðtogar mættu í jólaskapinu og dregið var úr yfir 15 glæsilegum vinningum. Í lokin voru leiðtogarnir leystir út með jólagjöfum.


Jól í skókassa

5364 jólapakkar söfnuðust í ár

Alls söfnuðust 5364 jólapakkar í ár í verkefninu Jól í skókassa, en síðasti skiladagur var 14. nóvember sl. Er það 16% aukning frá síðasta ári. Í annarri viku í nóvember var félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg orðið undirlagt af jólapökkum, en þar var tekið á móti gjöfunum. Á þeim árstíma er húsinu breytt í “verkstæði jólasveinsins” einsk onar vöruhús. Kassarnir eru allir yfirfarðir og aldursflokkaðir af öryggisástæðum. Á lokadeginum er þeim síðan komð fyrir í 40 feta gámi sem Eimskip gefur til verkefnisins.

Ljóst er að verkefnið markar upphafið á jólahaldi margra fjölskyldna á Íslandi. Er þakkarvert hve margir leggja sitt af mörkum til söfnunarinnar. Þá ber einnig að þakka þeim sjálfboðaliðum sem stýra verkefnu og þeim fjölmenna hópi sem stóð vaktina, flokkaði og yfirfór pakka og kom fyrir í gámnum. Eimskip kemur svo gámnum til Úkraínu. Þar verður börnum á munaðarleysingjahælum og sjúkrahúsum færðar gjafirnar eftir áramótin. Dreifingin á pökkunum til barnanna er unnin í samstarfi við KFUM í Úkraínu.

Eimskip leggur til 40 feta gám til verkefnisins.

Hver og einn skókassi er yfirfarinn af öryggisástæðum.

Á lokaskiladegi myndaðist um tíma röð þegar fólk kom að afhenda pakkana.

Stundum taka heilu fjölskyldurnar sig saman að útbúa pakkana.

Mikil gleði ríkir hjá börnum á munaðarleysingjahælum í Úkraínu sem þiggja pakkana. 11


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

22.-24. apríl

Vetrarmót KFUM og KFUK á Akureyri

22. janúar

24 stundir

Fyrir ungmenni 15 ára og eldri

Leiðtoganámskeið fyrir 15–17 ára Dagana 22.-23. janúar verður námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi haldið í Vatnaskógi. Á námskeiðinu er boðið upp á grunnfræðslu fyrir 15–17 ára ungleiðtoga (fædda 1998,1999 og 2000). Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar á sumrin og í vetrarstarfi félagsins.

Námskeiðið er öllum opið sem aldur hafa til. Námskeiðsgjald er 6.900 kr. KFUM og KFUK greiðir fyrir þá sem eru sjálfboðaliðar í vetrarstarfi félagsins. Skráning og frekari upplýsingar fást hjá æskulýðsfulltrúum félagsins í síma 588 8899.

7. febrúar

Dagana 22.–24 apríl stendur Klúbburinn á Akureyri fyrir vetraríþróttamóti KFUM og KFUK fyrir ungmenni 15 ára og eldri. Eins og þekkt er státar Akureyri af margskonar möguleikum til vetraríþrótta. Skíði, snjóbretti, skautaferð og kvöldvökur verða því væntanlega á boðstólum. Nánari upplýsingar og dagskrá verður kynnt síðar, en ljóst er að mikill áhugi er meðal ungmenna í KFUM og KFUK á suðvesturhorni landsins að fara norður.

18. febrúar

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK

Árshátíð Hlíðarmeyja

Árshátíð Hlíðarmeyja verður haldin í starfsstöðvum KFUM og KFUK að Holtavegi 28 sunnudaginn 8. febrúar kl. 13–15. Þangað eru allar stelpur sem dvöldu í Hlíðinni sl. sumar hjartanlega velkomnar. Að venju verður mikið fjör, foringjar frá því sl. sumar sjá um skemmtidagskrá í sönnum Vindáshlíðaranda. Hlíðarsöngvarnir verða sungnir og boðið verður upp á veitingar. Ekki má gleyma happdrættinu, en meðal vinninga er dvöl í Vindáshlíð sumarið 2016. Verð á árhátíðina er 500 kr.

12

Hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar í félagsheimili okkar Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00. Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá í umsjón stjórnar félagsins. Nýir félagar boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Skráning fer fram á netinu kfum.is eða á skrifstofu félagsins. Á árum áður gengu félagar í Aðaldeildir KFUM og KFUK á þar til gerðum inntökufundum. Ekki var hægt að ganga í félagið á öðrum dögum. Í dag eru nýir félagar skráðir allt árið um kring. Við höldum þó í þann góða sið að efna til veislufundar til að bjóða nýja félaga velkomna.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Leikjafjör

Yfirlit yfir yngri deildir (YD) 9–12 ára starf KFUM og KFUK vorið 2016

Í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á fimmtudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Pétur Ragnhildarson og með honum eru leiðtogarnir Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir. Í Grensáskirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á miðvikudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Vilborg Pála Eiríksdóttir og með henni eru leiðtogarnir Kristbjörg Steingrímsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir. Í Seljakirkju í Reykjavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á þriðjudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Gunnar Hrafn Sveinsson og með honum er leiðtoginn Sandra Björk Jónasdóttir. Á Holtavegi 28 í Reykjavík er Skapandi starf KFUM og KFUK á mánudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Harpa Vilborg Schram og með henni eru leiðtogarnir Sandra Björk Jónasdóttir og Sara Lind Sveinsdóttir. Sköpunargleði er fyrir stráka og stelpur sem hafa gaman af því að föndra. Þátttaka kostar 3000 kr. fyrir efnisgjald og er skráning á skraning.kfum.is Í Lindakirkju í Kópavogi er Leikjafjör KFUK á miðvikudögum kl. 16:00–17:00 fyrir allar stelpur úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Alla Rún Rúnarsdóttir og með henni er leiðtoginn Sólveig Rún Rúnarsdóttir. Í Lindakirkju í Kópavogi er Leikjafjör KFUM á miðvikudögum kl. 15:00– 16:00 fyrir alla stráka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Sveinn Alfreðsson og með honum er leiðtoginn Arnar Ragnarsson. Í Digraneskirkju í Kópavogi er Leikjafjör KFUM og KFUK á mánudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Andri Lórenzson og með honum er leiðtoginn Tinna Dögg Birgisdóttir. Í Sunnuhlíð á Akureyri er Leikjafjör KFUK á mánudögum kl. 17:00– 18:00 fyrir allar stelpur úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Sigrún Birna Guðjónsdóttir og með henni eru leiðtogarnir Katrín Harðardóttir, Brynhildur Bjarnadóttir og Ragnheiður Harpa Arnardóttir.

Í Dalvíkurkirkju á Dalvík er Leikjafjör KFUM og KFUK fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson. Í Ólafsfjarðarkirkju í Ólafsfirði er Leikjafjör KFUM og KFUK fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson. Í Hveragerðiskirkju í Hveragerði er Leikjafjör KFUM og KFUK á mánudögum kl. 18:00–19:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Samúel Örn Pétursson og með honum er leiðtoginn Vilborg Pála Eiríksdóttir. Í Grindavíkurkirkju í Grindavík er Leikjafjör KFUM og KFUK á mánudögum kl. 18:00–19:00 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Unnur Ýr Kristinsdóttir og með henni er leiðtoginn Blær Elíasson. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er Leikjafjör KFUK á mánudögum kl. 19:30–20:30 fyrir allar stelpur úr 5.–7. bekk. Forstöðukona er Sigurbjört Kristjánsdóttir og með henni eru leiðtogarnir Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir og Elín Pálsdóttir. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er Leikjafjör KFUM á miðvikudögum kl. 18:00–19:00 fyrir alla stráka úr 5.–7. bekk. Forstöðumaður er Sveinn Valdimarsson. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er vinadeild KFUM og KFUK á þriðjudögum kl. 14:30–15:30 fyrir alla krakka úr 2.–4. bekk. Forstöðukona er Brynja Eiríksdóttir og með henni eru leiðtogarnir Erla Guðmundsdóttir og Eva Björk Valdimarsdóttir. Í Njarðvíkurkirkju í Innri Njarðvík er Leikjafjör KFUM og KFUK á fimmtudögum kl. 19:30–20:30 fyrir alla krakka úr 4.–7. bekk. Forstöðukona er Þóra Jenný Benónýsdóttir og með henni er leiðtoginn Bryndís Sunna Guðmundsdóttir.

Í Sunnuhlíð á Akureyri er Leikjafjör KFUM á þriðjudögum kl. 17:00–18:00 fyrir alla stráka úr 4.–7. bekk. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson og með honum eru leiðtogarnir Guðlaugur Sveinn Hrafnsson og Pétur Sigurðarson.

13


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Unglingastarf

Yfirlit yfir unglingadeildir (UD) KFUM og KFUK vorið 2016 Í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík er starf á fimmtudögum kl. 20:30–22:00 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Pétur Ragnhildarson og með honum eru leiðtogarnir Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Hrafn Sveinsson og Sandra Björk Jónasdóttir. Í Grensáskirkju í Reykjavík er starf á miðvikudögum kl. 18:30–20:00 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðukona er Vilborg Pála Eiríksdóttir og með henni eru leiðtogarnir Kristbjörg Steingrímsdóttir og Ragnheiður Haraldsdóttir. Í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ er starf á sunnudögum kl. 16:00–17:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Hreiðar Örn Stefánsson. Í Landakirkju í Vestmannaeyjum er starf á sunnudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Gísli Stefánsson. Í Grindavíkurkirkju í Grindavík er starf á fimmtudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðukona er Unnur Ýr Kristinsdóttir og með henni er leiðtoginn Blær Elíasson.

14

Í Hveragerðiskirkju í Hveragerði er starf á mánudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Samúel Örn Pétursson og með honum er leiðtoginn Vilborg Pála Eiríksdóttir. Í Hátúni 36 í Reykjanesbæ er starf á sunnudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðukona er Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir og með henni eru leiðtogarnir Adam Sveinsson og Agnes Sigurþórsdóttir. Í Sunnuhlíð á Akureyri er starf á fimmtudögum kl. 20:00–21:30 fyrir alla unglinga úr 8.–10. bekk. Forstöðumaður er Jóhann Þorsteinsson og með honum eru leiðtogarnir Jón Ómar Gunnarsson og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir.

Klúbburinn í Sunnuhlíð á Akureyri er framhaldsskólastarf KFUM og KFUK á Akureyri, föstudaga kl. 20.00–22.30, fyrir 16–20 ára ungmenni. Ábyrgðarmaður: Jóhann Þorsteinsson. Stjórn Klúbbsins: Bára Dís Sigmarsdóttir, Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir, Ída Hlín Steinþórsdóttir, Margrét Ída Ólafsdóttir, Sara Rut Jóhannsdóttir, Telma Guðmundsdóttir.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Æskulýðsmótið Friðrik Í Vatnaskógi 19. febrúar Í febrúar næstkomandi munum við endurtaka leikinn frá því í fyrra. Æskulýðsmótið Friðrik hefst föstudaginn 19. febrúar. Á dagskránni verður margt áhugavert. Má þar nefna fræðslustundir, margvíslega leiki úti sem inni, pottaferðir og smiðjur af ýmsum toga. Mótinu sjálfu lýkur svo Sunnudaginn 21. febrúar. Mótið er fyrir þá sem sækja Unglingadeildir KFUM og KFUK og er verðið 13.900 kr. Innifalið í því er rúta, matur, gisting og öll dagskrá. Hægt er að fylgjast með mótinu og sjá myndbönd og myndir á Facebooksíðu mótsins undir nafninu „Æskulýðsmótið Friðrik“

FRIÐRIK Verndum þau

Skyldunámskeið hjá KFUM og KFUK

Námskeiðið fjallar um hvernig bregðast eigi við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Verndum þau er haldið á vegum Æskulýðsvettvangsins (ÆV), sem er samstarfsvettvangur KFUM og KFUK, Skátanna, UMFÍ og Landsbjargar. Nokkur námskeið eru haldin á hverju ári. Næstu námskeið: Fimmtudagurinn 21. janúar kl. 19:00 í Skátamiðstöðinni Hraunbæ. Þriðjudagurinn 17. maí kl. 19:00 í KFUM og KFUK Holtavegi 28. Fimmtudagurinn 19. maí kl. 19:00 í Skátamiðstöðinni Hraunbæ. Miðvikudagurinn 8. júní kl. 19:00, sérstakt unglinganámskeið í Skátamiðstöðinni Hraunbæ.

KFUM og KFUK gerir þær kröfur til allra leiðtoga og starfsmanna (18 ára og eldri) sem vinna með börnum og unglingum á vettvangi félagsins, að þeir hafi sótt þetta námskeið.

Tónlistarfólk úr KSS eftir glæsilega jólasamveru 18. desember sl.

70 ára afmæli KSS Föstudaginn 22. janúar 2016 verða liðin 70 ár frá stofnun Kristilegra skólasamtaka. Að því tilefni langar okkur, núverandi KSSingum að bjóða til veislu laugardaginn 23. janúar í höfuðstöðvum KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Hátíðarhöldin byrja á opnum KSS fundi kl. 20:00. Í beinu framhald verður boðið uppá kaffi, kökur og aðrar veitingar. Við hvetjum alla, unga sem aldna, að mæta og samgleðjast með okkur á þessum merku tímamótum. Fyrir hönd KSS Stjórn KSS 2015-2016

15


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Alla mánudaga

Bænasamverur í Friðrikskapellu Bænasamverur eru í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík í hádeginu alla mánudaga kl. 12:15. Allir hjartanlega velkomnir.

Að heimsækja Vatnaskóg að vetri til er ný upplifun fyrir flesta.

5.–7. febrúar

Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi

Frábær möguleiki fyrir fjölskylduna

2. apríl

Holtavegsdagur Laugardaginn 2. apríl höldum við Holtavegsdag KFUM og KFUK. Við ætlum að taka til, mála, þrífa og laga til í félagshúsinu okkar. Af nægu er að taka enda húsið stórt og ótal hlutir sem þarf að huga að. Fjölmörg verkefni í boði fyrir allan aldur og ólíka hæfileika. Dagurinn er orðinn fastur liður einu sinni á misseri. Á Holtavegsdögunum 2015 tókst okkur að koma mjög miklu í verk. Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir. Við byrjum daginn kl. 10:00. Þátttakendum er boðið í grill í hádeginu, kl. 13:00.

Tökum þátt í deginum og leggjum okkar af mörkum! 16

Dagana 5. til 7. febrúar næstkomandi verður fjölskylduflokkur í Vatnaskógi með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá, sjá á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is Í fjölskylduflokki er gott að vera og notalegt andrúmsloft. Þar gefst frábært tækifæri til að efla fjölskyldutengsl og eiga góðan tíma saman. Í flokknum er boðið upp á frábært umhverfi, afslappaða og uppbyggilega dagskrá, auk líflegra umræðna á fullorðinsstundum. Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel. Flokkurinn er opinn fyrir alla aldurshópa. Upplýsingar: Vert er að vera vel búin/n til að njóta dvalarinnar sem best. Oft er mjög fallegt í Vatnaskógi á veturna, en allra veðra er von á þessum árstíma. Rétt er að hafa búnað til útiveru, s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla, hlý útiföt, föt til skiptanna, húfu, stuttbuxur, sundföt (fyrir þá sem vilja fara í heita potta) og íþróttaskó til notkunar í íþróttahúsi og annað sem hver og einn telur nauðsynlegt. Einnig þarf að vera með svefnpoka eða sæng (og rúmföt og lak). Dagskráin hefst formlega á föstudeginum með kvöldverði kl. 19.00. Reiknað er með að þátttakendur ferðist á einkabílum á staðinn. Ekki verða rútuferðir. Verð er 9.500 kr á mann en frítt er fyrir 6 ára og yngri (leikskólaaldur). Hámarksverð fyrir fjölskyldu er 31.500 kr. Skráning í fjölskylduflokkinn hefst 4. janúar 2016 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK, Holtavegi 28 í síma 588-8899. Einnig hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: skrifstofa@kfum.is


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUK vorið 2016 Aðaldeild (AD) KFUK heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á þriðjudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. 12. janúar

„Með Jesú byrja ég“

Sr. Frank M. Halldórsson verður með biblíulestur. Ásta Jónsdóttir byrjar fundinn með nokkrum orðum og bæn. 19. janúar

„Í hendi Guðs á nýju ári“.

Laura Scheving Thorsteinsson og Gleðisveitin sjá um fundinn.

18. febrúar - fimmtudagur:

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK Sjá nánar á bls. 12

12. apríl

Nærvera Guðs

Biblíulestur með sr. Maríu Ágústsdóttur. 19. apríl

23. febrúar

Fundur í umsjá Margrétar Árnýjar Sigursteinsdóttur.

Anna Elísa Gunnarsdóttir formaður alþjóðaráðs hefur umsjón með efni fundarins ásamt ungu fólki sem tekið hefur þátt í viðburðum sem ráðið hefur haft milligöngu um.

26. apríl

Fundur í umsjá Alþjóðaráðs KFUM og KFUK

1. mars Kristniboðsvika.

Vorferð í Viðey

Sr. Þórir Stephensen leiðir okkur um staðinn. Kvöldverður í eyjunni. Brottför frá Skarfabakka kl. 18:00. Nánar auglýst þegar nær dregur.

Föstudaginn 4. mars

Alþjóðlegur bænadagur kvenna kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Umfjöllunarefni kvöldsins er Kúba. 8. mars

Aðalfundur Hlíðarmeyja

Fundur í umsjón stjórnar Vindáshlíðar. 15. mars.

Nærvera Guðs.

Biblíulestur með sr. Maríu Ágústsdóttur. 26. janúar

Nýliðið gönguár í máli og myndum

Gönguhópurinn Fúsir flakkarar sjá um fundinn. Sameiginlegur fundur með KFUM. Efni: Þórarinn Björnsson Hugleiðing: Guðlaugur Gunnarsson 2. febrúar

Tískuhugtakið seigla.

Jóhann Þorsteinsson fjallar um efnið. 9. febrúar

„KFUK stelpan sem varð hermaður“.

Hjördís Kristinsdóttir kemur í heimsókn.

7. apríl - fimmtudagur.

Heimsókn í Héraðsdóm Reykjavíkur

Arnfríður Einarsdóttir og Þórarinn Björnsson sýna okkur húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg og fræða einnig um tengingu þess við sögu KFUM og KFUK. Sameiginlegur fundur með KFUM.

17


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Dagskrá AD KFUM – vorið 2016 Aðaldeild (AD) KFUM heldur vikulega fundi yfir vetrartímann í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundirnir eru á fimmtudagskvöldum og hefjast kl. 20 nema annað sé tekið fram. Eftir fundina er boðið upp á kaffi og léttar veitingar á vægu verði. Allir karlar eru hjartanlega velkomnir. 14. janúar

Saga og efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Efni: Gunnar Finnborgason Upphafsorð og bæn: Henning Emil Magnússon Stjórnun: Helgi Gíslason Hugleiðing: Sr. Guðni Már Harðarson Tónlist: Albert E. Bergsteinsson 21. janúar

Vinátta sem bjargaði Vesturlöndum

Efni: Árni Sigurðsson Upphafsorð og bæn: Kári Geirlaugsson Stjórnun: Guðmundur Ingi Leifsson Hugleiðing: Sr. Gísli Jónasson Tónlist: Ingibjartur Jónsson

11. febrúar

Trúarstef í nútíma ljóðlist

Efni: Gunnar Sandholt Upphafsorð og bæn: Ásgeir Ellertsson Stjórnun: Ingi Bogi Bogason Hugleiðing: Sr. Þráinn Haraldsson

24. mars Skírdagur - fundur fellur niður. 31. mars

Aðalfundur Skógarmanna

Fundur í umsjón stjórnar Skógarmanna.

18. febrúar

7. apríl

Sjá nánar á bls. 12

Arnfríður Einarsdóttir og Þórarinn Björnsson sýna okkur húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg og fræða einnig um tengingu þess við sögu KFUM og KFUK. Sameiginlegur fundur með KFUK.

Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK 25. febrúar

Fallnir stofnar: Árni Sigurjónsson

Erindi hafa þeir: Haraldur Jóhannsson, Gunnar J. Gunnarsson og Þórir S. Guðbergsson. Upphafsorð og bæn: Einar Hilmarsson Stjórnun: Ársæll Aðalbergsson Hugleiðing úr fórum Árna Sigurjónssonar Tónlist: Bjarni Gunnarsson 3. mars Fundur fellur inn í Kristiboðsviku

Heimsókn í Héraðsdóm Reykjavíkur

14. apríl

Forsetaembættið - Saga og hlutverk

Guðni Th Jóhannesson verður með efnið. Upphafsorð og bæn: Magnús Pálsson Stjórnun: Árni Sigurðsson Hugleiðing: Sr. Halldór Reynisson Tónlist: Bjarni Gunnarsson 21. apríl

Tónleikar Skógarmanna KFUM á sumardaginn fyrsta Nánar auglýst síðar.

26. apríl - þriðjudagur

Vorferð í Viðey

26. janúar - þriðjudagur

Nýliðið gönguár í máli og myndum

Gönguhópurinn Fúsir flakkarar sjá um fundinn. Sameiginlegur fundur með KFUK. Efni: Þórarinn Björnsson Hugleiðing: Guðlaugur Gunnarsson 4. febrúar

Áhrif stjórnmála á gildismat og skipulag

Trausti Valsson verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Sveinn Valdimarsson Stjórnun: Ólafur Sverrisson Hugleiðing: Hr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Tónlist: Guðmundur Karl Brynjarsson

18

10. mars

Heimsókn í herkastala Hjálpræðishersins

Hjördís Kristinsdóttir og Ingvi Skjaldarson taka á móti okkur og sýna okkur kastalann. Samvera í sal hjálpræðishersins. 17. mars

Fornar hafnir - útver í aldanna rás

Karl Jeppesen verður gestur fundarins. Upphafsorð og bæn: Leifur Þorsteinsson Stjórnun: Gunnar J. Gunnarsson Hugleiðing: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson Tónlist: Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson

Sr. Þórir Stephensen leiðir okkur um staðinn. Kvöldverður í eyjunni. Brottför frá Skarfabakka kl. 18:00 Nánar auglýst þegar nær dregur.


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Aðal- og ársfundir innan KFUM og KFUK

16. apríl

Aðalfundur KFUM og KFUK Formlegt boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi. Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi fer fram laugardaginn 16. apríl 2016 kl. 11:00-15:00. Fundurinn fer fram í húsi félagsins Holtavegi 28 í Reykjavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa atkvæðisrétt á fundinum. Félagsfólk er hvatt til að fjölmenna.

15. apríl

Fulltrúaráðsfundur Föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 fer fram árlegur fulltrúaráðsfundur KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Fulltrúaráðsfundur er vettvangur þar sem formenn allra starfsstöðva KFUM og KFUK eiga fund með stjórn félagsins.

Aðal- og ársfundir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi verða flestir haldnir í marsmánuði og hefjast kl. 20:00, nema annað sé auglýst. Hér með er boðað formlega til fundanna eins og lög kveða á um. Allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK á Íslandi hafa rétt til setu á aðal- og ársfundum starfsstöðva félagsins. Á aðal- og ársfundum fara fram venjuleg aðalfundastörf, starfsskýrslur kynntar, endurskoðaðir reikningar lagði fram, fjárhagsáætlanir kynntar, kosið er í stjórnir og umræður um starfið fara fram. 1. mars Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum. Haldinn í félagsheimilinu Hátúni 36. 7. mars Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. Haldinn í Vinagarði við Holtaveg. 8. mars Aðalfundur Vindáshlíðar. Haldinn á Holtavegi 28. 9. mars Aðalfundur Kaldársels Haldinn á Holtavegi 28. 10. mars Aðalfundur Ölvers. Haldinn á Holtavegi 28. 14. mars Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri og aðalfundur Hólavatns. Haldinn í félagsheimilinu Sunnuhlíð. 15. mars Ársfundur Jól í skókassa. Haldinn á Holtavegi 28.

15. apríl

Fundur ungmennaráðs Fundur ungmennaráðs fer fram 15. apríl kl. 18:00. Ungmennaráð KFUM og KFUK á Íslandi er skipað unglingum 13–15 ára og skipar hver unglingadeild tvo fulltrúa sem eru lýðræðislega kjörnir. Á ungmennaráðsfundi undirbýr ungmennaráð framsögn og kynningu á niðurstöðum landsþings unga fólksins sem fram fer í febrúar ár hvert. Kynninguna flytur ungmennaráð á aðalfundi félagsins og kemur þar fram fyrir hönd ungmenna úr starfi félagsins.

30. mars Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Haldinn í Landakirkju kl. 12:00. 31. mars Aðalfundur Skógarmanna (Vatnaskógar). Haldinn á Holtavegi 28. Hefst með súpu kl. 19:00. 4. apríl Ársfundur Karlakórs KFUM. Haldinn á Holtavegi 28. 19


Flug

Flugeldasala KFUM og KFUK – til stuðnings Birkiskála II í Vatnskógi Minnum á flugeldasöluna á Holtavegi 28, dagana 28.–31. desember. Þar verður hægt að festa kaup á flugeldum, bombum, blysum, tertum, stjörnuljósum og fleiru. Tilvalin leið til að hjálpa til við að ljúka við Birkiskála II í Vatnaskógi. Opnunartímar eru eftirfarandi: 28. desember kl. 16-22 29. desember kl. 14-22 30. desember kl. 10-22 31. desember kl. 10-16 Gleymum ekki að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa. Kynnum okkur allar nauðsynlegar öryggisreglur. 20


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.