Fréttabréf KFUM og KFUK (maí 2017)

Page 1

1. tölublað maí 2017

Fréttabréf KFUM og KFUK

22% aukning í æskulýðsstarfinu í vetur Skráningin í sumarstarfið gengur vel Góðri vinnu skilað á aðalfundi KFUM og KFUK 3 félagar heiðraðir Frábærar stundir á Friðriksmóti í Vatnaskógi


Við í KFUM og KFUK kunnum að reka sumarbúðir Sumarbúðir er eitt af aðalsmerkjum KFUM og KFUK. Á því sviði erum við leiðandi og á því sviði er horft til okkar. Við í KFUM og KFUK starfrækjum 5 sumarbúðir. Í þeim getum við tekið á móti yfir þrjú þúsund börnum og unglingum í mismunandi dvalarflokka yfir sumarmánuðina. Í sumarbúðunum gefum við börnum og unglingum tækifæri á að stunda vandað, skipulagt og uppbyggjandi æskulýðsstarf í nokkra daga í senn. Sumarbúðirnar okkar hafa á að skipa flottu og færu starfsfólki. Við búum að reynslumiklu fólki í stjórnum þeirra og ekki má gleyma öflugu baklandi sjálfboðaliða sem lyftir undir þegar mikið liggur við. Við í KFUM og KFUK kunnum og erum bara nokkuð góð í að reka sumarbúðir. Nokkuð góð, þrátt fyrir hrópandi aðstöðumun af hálfu opinberra aðila þegar kemur að öðru æskulýðsstarfi, sérstaklega íþróttastarfinu sem við eigum jú í samkeppni við. Það er ekki okkar stíll í KFUM og KFUK að kvarta eða að ætlast til of mikils af hinu opinbera. Við trúum því að það góða fólk sem leggur sitt af mörkum í sveitarstjórnum eða landsmálunum vilji vel. En þó má benda á að frístundakort sveitarfélaga greiða niður íþróttaæfingar, en ná sjaldnast til sumarbúðadvalar.

Sveitarfélögin leggja flestum íþróttafélögum til húsnæði og kosta rekstur á starfsaðstöðu þeirra. Starfsaðstaðan í sumarbúðunum, uppbygging og rekstur, er kostuð af félaginu sjálfu. Og til að hafa það nógu krefjandi fyrir sjálfboðaliðana sem fara fyrir starfinu á hverjum stað, er greiddur 24% virðisaukaskattur í ríkissjóð ofan á allan kostnaðinn. Í sumarbúðunum fylgjum við öryggis- og gæðastöðlum. Við fylgjum stöðlum um gistirými og löglegar kojur. Við gerum kröfur að starfsmenn þekki flóttaleiðir og brunavarnir. Við tryggjum að starfsmenn séu með hreint sakavottorð. Í sumarbúðunum höfum við einn fullorðinn starfsmann á hver 6 börn. Eldhús og meðferð matvæla þurfa að uppfylla staðla heilbrigðisyfirvalda. Þá kennum vð starfsfólki okkar að bregðast við ef upp kemur grunur um vanrækslu eða brot sem eru tilkynningarskyld til barnaverandayfirvalda. Yfir sumarmánuðina býðst börnum og unglingum margs konar tilboð, námskeið, viðburðir, íþróttamót o.fl. Það er vel. En ég spyr mig stundum hvar sum þessara tilboða standa þegar kemur að þeim öryggisog gæðastöðlum sem við í KFUM og KFUK förum eftir og lýst er hér að ofan. Við í KFUM og KFUK erum ekkert að velta okkur upp úr því, þó svo að annað æskulýðsstarf, sem við þó eigum í samkeppni við, hafi lægri viðmið þegar kemur að öryggiskröfum, hafi starfsaðstöðu sem er kostuð og rekin af sveitarfélögum eða fái þátttökugjöld niðurgreidd með frístundakortum. Okkar fókus, tími og orka snýr að okkar eigin starfi. Við höfum metnað til að bæta enn frekar okkar vandaða og uppbyggilega æskulýðsstarf. Við leitumst við að byggja upp og bæta starfsaðstöðu í sumarbúðnum okkar. Við fögnum öryggisstöðlum og kröfum um góðan aðbúnað barna. Við búum að flottu og öflugu starfsfólki, undirbúum þau vel fyrir hlutverk sitt og tryggjum að þau séu með starf sitt á hreinu. Því að við í KFUM og KFUK kunnum að reka sumarbúðir og erum bara nokkuð góð í því. Gleðilegt sumar. Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi

2

Viltu leggja starfi KFUM og KFUK lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér. Einnig má leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 Rekstrarsjóður 525-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169 Rekstrarsjóður 11-26-10616 Nýbygging 117-05-189120 Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 Rekstrarsjóður 552-26-422 Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 Rekstrarsjóður 545-26-9111 Framkvæmdasjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 Rekstrarsjóður 525-26-3734

FRÉTTABRÉF KFUM OG KFUK 1. tbl. 2017. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Sími 588 8899. Ábyrgðarmaður: Tómas Torfason. Prentun: Svansprent. Ljósmyndir í blaðinu eru flestar teknar af starfsfólki og félagsfólki KFUM og KFUK. Félagið þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við útgáfu þessa blaðs.


Það var mikið fjör á Karnivali Yngri deilda KFUM og KFUK sem fram fór í Árbæjarskóla í lok janúar sl. Söngkonan, fiðluleikarinn og Eurovisionfarinn Gréta Salóme var sérstakur gestur á hátíðinni, tók lagið og gaf sér tíma með krökkunum.

Góður vetur að baki í æskulýðsstarfinu

22% fjölgun þátttakenda Fjöldi þátttakenda í æskulýðsstarfinu jókst milli ára um 22%. Fjöldinn fór úr 791 frá vetrinum á undan (2015-2016) yfir í 966 þátttakendur í vetur (2016-2017). Fjölgunin var fyrst og fremst í unglingadeildum fyrir 13-15 ára. Þá jókst einnig fjöldi þátttakenda verulega á öllum viðburðum sem félagið stóð fyrir. Í vetur fór starfið fram í 28 deildum, og voru því að meðaltali 34,5 þátttakendur í hverri deild. Deildirnar skiptust í 10 unglingadeildir (13-15 ára), 16 yngri deildir (9-12 ára) og 2 vinadeildir (6-9 ára). Leiðtogar voru samtals 111 talsins, þar með talið forstöðufólk, leiðtogar og aðstoðarleiðtogar (ungleiðtogar).

Hollvinir Hólavatns á Facebook Í vor var stofnaður nýr hópur á Facebook sem ber yfirskriftina Hollvinir Hólavatns. Markmið hópsins er að styðja við uppbyggingu Hólavatns og leggja sitt af mörkum með fjárstuðningi, fyrirbæn og vinnu. Þeir sem gerast Hollvinir fá tækifæri til að eiga hlutdeild í verkefnum sem annars yrðu kannski ekki að veruleika og jafnframt verða settar inn fréttir af borði stjórnar Hólavatns, eða eins konar útdráttur úr fundargerðum. Fyrsta verkefni hópsins er að safna fyrir stuttermabolum svo að hægt verði að gefa öllum krökkunum á Hólavatni bol í sumar. Búið er að safna upp í 80% af kostnaði, en þeir sem vilja ganga til liðs við Hollvini Hólavatns geta fundið hópinn á Facebook.

Myndir sýnir þátttökutölur í æskulýðsstarfinu, skipt niður á aldurshópa. Gulu súlurnar sýna þátttöku í starfinu sl. vetur, en bláu súlurnar árið á undan. Þarna sést vel hvernig fjölgunin kemur fyrst og fremst fram í ungingastarfinu.

Líkt og áður verður alltaf brottfall þátttakenda á vormisseri miðað við haustmisseri. Oft fækkar um 25% í deildunum. Á nokkrum stöðum þar sem ekki hafði gengið nógu vel á haustmisseri var gert átak um áramótin og fundartíma jafnvel breytt til að snúa við þeirri þróun. Í þeim deildum fjölgaði aftur að vori. Heildarbrottfall á vormisseri var því ekki nema 9% í ár. Góðan vetur ber fyrst og fremst að þakka öflugum og traustum leiðtogum á vettvangi starfsins. Þá var framgangur æskulýðsfulltrúa og annarra sem komu að skipulagningu og framkvæmd viðburða til fyrirmyndar.

Hlaupum til styrkar Sveinusjóði Í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer 19. ágúst nk. gefst hlaupurum kostur á að hlaupa mismunandi vegalengdir til styrktar góðum málefnum. Við hvetjum hlaupara til þess að hlaupa til styrktar Sveinusjóði, sem stendur að uppbyggingu í sumarbúðunum í Ölveri. Jafnframt viljum við hvetja fólk til að heita á þá sem hlaupa fyrir Sveinusjóð. Hvoru tveggja er gert á síðunni: www.hlaupastyrkur.is

3


Helgi Gíslason og Auður Páldóttir.

Horft til framtíðar á fulltrúaráðsfundi Árlegur fulltrúaráðsfundur fór fram föstudagskvöldið 7. apríl sl. Á fundinn voru boðaðir formenn starfsstöðva, stjórn KFUM og KFUK auk starfsmanna félagsins. Að þessu sinni miðluðu formenn helstu niðurstöðum úr 10-3-1 stefnumótunarvinnu sem unnið hefur verið að á liðnum mánuðum. Í þeirri vinnu er leitast við að skapa 10 ára framtíðarsýn, 3 ára markmið og 1 árs aðgerðaáætlun. Eðlilega eru stjórnir og ráð komnar mislangt í þessari vinnu, en ljóst er að hún hefur fengið forystufólk til að eiga mikilvæga og gagnlega umræðu um hvert við í KFUM og KFUK viljum stefna.

Aðalfundur KFUM í Evrópu KFUM og KFUK á Íslandi er aðili að Evrópusambandi KFUM og dagana 27.-30. apríl fór fram aðalfundur sambandsins í Edinborg í Skotlandi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var fjallað um stefnuskrá til ársins 2020 sem í meginþáttum snýst um leiðir til að valdefla ungt fólk (empovering young people). Ísland átti þrjá fulltrúa á fundinum, en það voru þau Sólveig Reynisdóttir, formaður alþjóðaráðs, Anna Elísa Gunnarsdóttir sem á sæti í alþjóðaráði og

Jóhann Þorsteinsson svæðisfulltrúi félagsins á Norðurlandi, en hann situr jafnframt alla fundi alþjóðaráðs og er tengiliður starfsfólks við það. Fundinn sóttu um hundrað manns víðs vegar úr Evrópu. Mikla hrifingu fundarmanna vakti að sjá uppfærslu KFUM og KFUK í Skotlandi á leikþætti sem fjallar um sögu George Williams stofnanda KFUM sem ber yfirskriftina „The Soul in The Machine“.

Þann 7. febrúar sl. var sérstakur hátíðar- og inntökufundur til að fagna þeim 42 fullgildu félagsmönnum sem gengu til liðs við KFUM og KFUK á starfsárinu. Fullgildir félagsmenn teljast þeir félagar sem eru 18 ára og eldri. Á árum áður gengu þeir sem höfðu aldur til í Aðaldeildir félagasins. Inntaka fór fram á sérstökum inntökufundi. Hin síðari ár getur fólk gengið til liðs við félagið með óformlegri hætti allt árið um kring, en haldið hefur verið í þann góða og gamla sið að halda hátíðar- og inntökufund þeim til heiðurs.

4


Stjórnir innan KFUM og KFUK Auk aðalfundar KFUM og KFUK á Íslandi, var á vordögum haldnir aðalfundir starfsstöðva og fastra verkefna innan KFUM og KFUK. Þar voru kosnar stjornir fyrir viðkomandi starfsstöð eða verkefni. Stjórnir innan KFUM og KFUK fyrir starfsárð 2017-2018 eru skipaðar eftirfarandi: Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi Helgi Gíslason, formaður Sólveig Reynisdóttir, varaformaður Karen Lind Ólafsdóttir, ritari Dagný Bjarnhéðinsdóttir, vararitari Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri Blær Elíasson, meðstjórnandi Henrý Þór Gränz, meðstjórnandi Salóme Jórunn Bernharðsdóttir , meðstjórnandi Guðni Már Harðarson, varamaður Guðrún Kristjánsdóttir, varamaður Stjórn KFUM og KFUK á Akureyri Brynhildur Bjarnadóttir, formaður Katrín Harðardóttir, gjaldkeri Ragnheiður Harpa Arnardóttir, ritari Valborg Rut Geirsdóttir, varamaður Sigrún Birna Kristjánsdóttir, varamaður Stjórn Hólavatns Jón Ómar Gunnarsson, formaður Arnar Yngvason, gjaldkeri Jóhann Þorsteinsson, ritari Þórður Daníelsson, meðstjórnandi Hreinn Andrés Hreinsson, meðstjórnandi Pétur Ragnhildarson, varamaður Jóhanna Sigurjónsdóttir, varamaður Stjórn Vindáshlíðar Jessica Leigh Andrésdóttir, formaður Áslaug Haraldsóttir, varaformaður Gerður Rós Ásgeirsdóttir, gjaldkeri Ólöf Birna Sveinsdóttir, varagjaldkeri Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, ritari Ragnheiður Guðmundsdóttir, vararitari Helga Kolbeinsdóttir, kynningafulltrúi Stjórn Skógarmanna KFUM Ólafur Sverrisson, formaður Sigurður Pétursson, varaformaður Páll Skaftason, gjaldkeri Páll Hreinsson, varagjaldkeri Ólafur Jón Magnússon, ritari Davíð Örn Sveinbjörnsson, meðstjórnandi Björgvin Hansson, meðstjórnandi Nanna Guðný Sigurðardóttir, varamaður Gísli Guðlaugsson, varamaður, vararitari Stjórn KFUM og KFUK á Suðurnesjum Sigurbjört Kristjánsdóttir, formaður Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir , ritari Blær Elíasson, meðstjórnandi Erla Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Stjórn Kaldársels Arnór Heiðarsson, formaður Ástríður Jónsdóttir, ritari Arnór Bjarki Blomsterberg, meðstjórnandi Jóna Þórdís Eggertsdóttir, meðstjórnandi Berglind Ólafsdóttir, gjaldkeri Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, varamaður Þuríður Björg W. Árnadóttir, varamaður Stjórn Vinagarðs Magnús Fjalar Guðmundsson, formaður Einar Helgi Ragnarsson, gjaldkeri Guðmundur Karl Einarsson, ritari Anna Guðný Hallgrímsdóttir, meðstjórnandi Jóhanna María Friðriksdóttir, meðstjórnandi Fjölnir Guðmundsson, varamaður Helga Sigríður Þórsdóttir, varamaður Stjórn Ölvers Erla Björg Káradóttir, formaður Erna Björk Harðardóttir, gjaldkeri Aníta Eir Einarsdóttir, ritari Þóra Björg Sigurðardóttir, meðstjórnandi Hrafnhildur Garðarsdóttir, meðstjórnandi Bryndís Vigdís Þorsteinsdóttir, varamaður Alla Rún Rúnarsdóttir, varamaður Stjórn KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Guðmundur Örn Jónsson, formaður Gísli Stefánsson, gjaldkeri Bára Viðarsdóttir, ritari Sigurjón Ingvarsson, meðstjórnandi Helgi Bragason, meðstjórnandi Jól í skókassa Björgvin Þórðarson, formaður Áslaug Björgvinsdóttir Mjöll Þórarinsdóttir Ingibjörg Valgeirsdóttir Hreinn Pálsson Karlakór KFUM Ingi Bogi Bogason, formaður Gunnar E. Finnbogason, ritari Þórarinn Björnsson, gjaldkeri

Hlustað með athygli á frásögn af starfinu í Ingunnarhúsi á Sólheimum. Fremstar á myndinni eru Ásta Björg Þorbjörnsdóttir og Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir.

Góð vorferð AD á Sólheima í Grímsnesi Árleg vorferð aðaldeilda KFUM og KFUK var farin þriðjudagskvöldið 25. apríl sl. Í þetta sinn lá leiðin að Sólheimum í Grímsnesi þar sem hópurinn fékk hlýjar móttökur hjá sr. Sveini Alfreðssyni presti á staðnum. Eftir léttan kvöldverð var haldið í Sesseljuhús þar sem Guðmundur Ármann Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima sagði frá sögu staðarins og kynnti starfsemina. Þá var farið í Ingunnarstofu, vinnustofu á staðnum og menn fengu að kynnast því starfi sem þar er unnið. Eftir viðkomu í versluninni á staðnum var endað í kirkjunni á Sólheimum, þar sem hinn þjóðþekkti Reynir Pétur Ingvarsson lék m.a. á munnhörpu fyrir gesti. Þeir sem voru að koma í fyrsta sinn á Sólheima voru flestir undrandi á umfangi starfseminnar. 32 félagar fóru með í ferðina.

Ingunnarhús á Sólheimum.

Basar KFUK Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir María Sighvatsdóttir Bára Sigurjónsdóttir Formaður Anna Elísa Gunnarsdóttir Örn jónsson og Eggert H. Kristjánsson.

5


Skráning í sumarstarf KFUM og KFUK gengur vel Opnað var fyrir skráningar í sumarstarf KFUM og KFUK þann 2. mars sl. Skráningin hefur gengð vel fyrir sig og er í svipuðum eða aðeins betri takti en fyrir ári síðan. Það sem einkennir skráninguna er að hún fer núna að lang mestu leyti fram á netinu, á skráningarsíðu félagsins www.sumarfjor.is Það gerir allt ferlið skilvirkara, ekki síst bakvinnsluna. Eins og sést á töflunni hér til hliðar eru margir flokkar þegar orðnir fullir (merkt með rauðu). Aðrir flokkar eru óðum að fyllast (merkt með gulu). Samtals eru yfir 3.000 pláss í boði. Síðustu sumur hefur nýtingin verið rúmlega 80%, eða 2.500 þátttakendur.

Reykjanesbær

Leikjanámskeið sumarið 2017 1. Leikjanámskeið - bæði kyn

6. – 9. júní

6–9 ára

Laus pláss

2. Leikjanámskeið - bæði kyn

12. – 16. júní

6–9 ára

Nokkur pláss laus

3. Leikjanámskeið - bæði kyn

19. – 23. júní

6–9 ára

Nokkur pláss laus

4. Leikjanámskeið - bæði kyn

26. – 30. júní

6–9 ára

Laus pláss

Lindakirkja

Leikjanámskeið sumarið 2017 1. Leikjanámskeið - bæði kyn

7.– 9. júní

6–9 ára

Fullbókað – biðlisti

2. Leikjanámskeið - bæði kyn

12. – 16. júní

6–9 ára

Fullbókað – biðlisti

3. Leikjanámskeið - bæði kyn

19. – 23. júní

6–9 ára

Fullbókað – biðlisti

4. Leikjanámskeið - bæði kyn

26. – 30. júní

6–9 ára

Fullbókað – biðlisti

5. Leikjanámskeið - bæði kyn

3. – 7. júlí

6–9 ára

Fullbókað – biðlisti

Kaldársel

Leikjanámskeið og dvalarflokkar sumarið 2017 1. Leikjanámskeið - bæði kyn

12. júní – 16. júní

6–9 ára

Fullbókað – biðlisti

2. Leikjanámskeið - bæði kyn

19. júní – 23. júní

6–9 ára

Laus pláss

3. Dvalarflokkur - bæði kyn

26. júní – 30. júní

8–11 ára

4. Leikjanámskeið - bæði kyn

3. júlí – 7. júlí

6–9 ára

Laus pláss

5. Leikjanámskeið - bæði kyn

10. júlí – 14. júlí

6–9 ára

Laus pláss

6. Stelpur í stuði *

8. ágúst – 11. ágúst 10–12 ára

Laus pláss

7. Leikjanámskeið - bæði kyn

14. ágúst – 18. ágúst

6–9 ára

Nokkur pláss laus

Laus pláss

* Sækja þarf um dvöl í Stelpur í stuði á þar til gerðu umsóknarformi.

Hólavatn

Dvalarflokkar sumarið 2017 1. Frumkvöðlaflokkur - bæði kyn 8. júní – 10. júní

6

7–9 ára

Nokkur pláss laus

2. Flokkur - stúlkur

12. júní – 16. júní

8–11 ára

Nokkur pláss laus

3. Flokkur - stúlkur

19. júní – 23. júní

8–11 ára

Fullbókað – biðlisti

4. Flokkur - strákar

26. júní – 30. júní

8–11 ára

Laus pláss

5. Ævintýraflokkur - strákar

3. júlí – 7. júlí

11–14 ára

Laus pláss

6. Ævintýraflokkur - stúlkur

10. júlí – 14. júlí

11–14 ára

Nokkur pláss laus

7. Listaflokkur - stúlkur

17. júlí – 21. júlí

9–12 ára

8. Meistaraflokkur - bæði kyn

24. júlí – 28. júlí

13–16 ára

Laus pláss Nokkur pláss laus


Ölver

Dvalarflokkar sumarið 2017 1. Pjakkaflokkur fyrir stráka

9. júní – 11. júní

2. Ævintýraflokkur

12. júní – 18. júní

10–12 ára

Fullbókað – biðlisti

3. Listaflokkur

20. júní – 25. júní

9–12 ára

Fullbókað – biðlisti

4. Leikjaflokkur

26. júní – 30. júní

8–10 ára

Fullbókað – biðlisti

5. Ævintýraflokkur

3. júlí – 9. júlí

6. Leikjaflokkur

10. júlí – 14. júlí

8–10 ára

7. Unglingaflokkur

18. júlí – 23. júlí

13–15 ára

Nokkur pláss laus

8. Fókusflokkur

25. júlí – 30. júlí

10–12 ára

Laus pláss

9. Krílaflokkur

31.júlí – 3. ágúst

6–8 ára

Laus pláss

10. Ævintýraflokkur

8. ágúst – 13. ágúst

6–9 ára

Laus pláss

10–12 ára

Fullbókað – biðlisti Laus pláss

10–12 ára

Nokkur pláss laus

Vindáshlíð

Dvalarflokkar sumarið 2017 1. Flokkur

7. júní – 11. júní

9–11 ára

Fullbókað – biðlisti

2. Ævintýraflokkur

12. júní – 18. júní

11–13 ára

Laus pláss

3. Flokkur

19. júní – 24. júní

10–12 ára

Nokkur pláss laus

4. Ævintýraflokkur

26. júní – 1. júlí

12–14 ára

Nokkur pláss laus

5. Flokkur

3. júlí – 8. júlí

10–12 ára

Nokkur pláss laus

6. Flokkur

10. júlí – 15. júlí

7. Ævintýraflokkur

17. júlí – 22. júlí

12–14 ára

8. Skapandi stelpur

24. júlí – 29. júlí

10–12 ára

Laus pláss

9. Unglingaflokkur

31. júlí – 3. ágúst

13–15 ára

Laus pláss

10. Ævintýraflokkur

8. ágúst – 12. ágúst

11–13 ára

Laus pláss

Nokkur laus pláss

9–11 ára

Laus pláss

Laus pláss

Vatnaskógur

Dvalarflokkar sumarið 2017 1. Gauraflokkur**

9. juní – 13. júní

10–12 ára

2. Flokkur

14. júní – 19. júní

9–11 ára

Fullbókað – biðlisti

3. Flokkur

20. júní – 25. júní

10–12 ára

Fullbókað – biðlisti

4. Flokkur

28. júní – 3. júlí

12–14 ára

Fullbókað – biðlisti

5. Flokkur

4. júlí –9. júlí

9–11 ára

Fullbókað – biðlisti

6. Flokkur

10. júlí – 14. júlí

10–13 ára

Nokkur pláss laus

7. Flokkur

15. júlí – 20. júlí

11–13 ára

8. Flokkur

21. júlí – 26. júlí

10–12 ára

Laus pláss

9. Stúlknaflokkur

27. júlí – 1. ágúst

12–14 ára

Laus pláss

10. Unglingaflokkur *

8. ágúst – 13. ágúst

14–17 ára

Laus pláss

Við undirritun samningsins: Arnór Heiðarsson formaður Kaldársels, Hildur Björk Hörpudóttir og Silja Huld Árnadóttir. Í fangi Arnórs situr dóttir hans Ársól.

Kaldársel eignast Vinasetrið ehf Nú á dögunum fjárfesti Kaldársel í Vinasetrinu ehf. Vinasetrið er stuðnings- og helgarheimili fyrir börn á aldrinum 6-12 ára sem þurfa á stuðningsfjölskyldum að halda að mati félagsþjónustunnar og/eða foreldra og forráðamanna. Það mun starfa í húsnæði Kaldársels allar helgar ársins. Vinasetrið mun vera starfrækt sem sér rekstrareining utan KFUM og KFUK á Íslandi og er starfsemi þess ekki á vegum félagsins. Vinasetrið hefur ráðið til sín framkvæmdarstjóra sem mun sinna öllum daglegum rekstri þess. Vinasetrið mun mánaðarlega greiða leigu til Kaldársels ásamt því að höfuðstöðvar KFUM og KFUK munu halda utan um bókhaldsþjónustu þess. Þessi starfsemi mun ekki hafa nein áhrif á sumarstarf KFUM og KFUK í Kaldárseli. Áfram verða starfræktar sumarbúðir á virkum dögum yfir sumarmánuðina, eins og gert hefur verið síðan árið 1925. Stjórn Kaldársels óskar Vinasetrinu alls hins besta og vonar að starfsemi þess muni blómstra í húsnæði Kaldársels um ókomna tíð.

Laus pláss

* Unglingaflokkur er fyrir bæði stráka og stelpur. ** Sækja þarf um dvöl í Gauraflokki á þar til gerðu umsóknarformi sjá www.kfum.is 7


Þórsmerkurferð 16.–19. júní

Ferðir, útivist og hreyfing innan KFUM og KFUK Mikill áhugi er meðal félagsfólks í KFUM og KFUK á útivist, ferðum og almennri hreyfingu. Því var núna í apríl stofnað til hópar til að efla þennan þátt innan félagsins. Hópurinn er opinn öllum áhugasömum. Hann heldur til á Facebook og má finna undir fyrirsögninni eða leitarorði: Ferðir / útivist / hreyfing - KFUM og KFUK. Nú þegar hefur verið boðið upp á vikulegar hlaupaæfingar fyrir sr. Friðrikshlaupið, hjólaferð um Breiðholtið og kvöldgöngu frá Kaldárseli. Þá er á dagskrá Þórsmerkurferð helgina 16.–19. júní (sjá hér til hliðar). Fleiri tilboð kunna að verða sett á dagskrá, með mis löngum fyrirvara, enda byggist hópurinn á því að meðlimir hans (einstaklingar eða smærri hópar) standi sjálfir fyrir viðburðunum. Skrifstofa félagsins aðstoðar eftir því sem við á, t.d. ef viðburðurinn kallar á formlega skráningu og/eða þátttökugjald.

Hópurinn er öllum opinn. Hann heldur til á Facebook og miðlar upplýsingum og viðburðum þar. Hann má finna undir fyrirsögninni eða leitarorði: Ferðir / útivist / hreyfing - KFUM og KFUK.

KFUM og KFUK stendur fyrir Þórsmerkurferð 16.–19. júní, undir fararstjórn Vigfúsar Pálssonar og Klöru V. Þórhallsdóttur. Búið er að taka frá 20 pláss í skála Ferðafélags Íslands í Langadal. Ef það fyllist er hægt að bæta við tjöldum. Farið verður í dagsferðir frá skálanum. Vigfús og Klara þekkja flestar ef ekki allar gönguleiðir í Þórsmörk, þ.á.m. þær sem hinn hefðbundni ferðamaður finnur ekki. Þessi ferð getur hentað fólki í Fararstjórarnir Vigfús allskonar formi og og Klara börn eru líka velkomin. Vigfús og Klara munu skipuleggja dagskrána í takt við hópinn sem tekur þátt. Dagskrá: Á föstudeginum er létt óformleg dagskrá. Ferðafélagar koma sér fyrir og skoðað næsta umhverfi. Á laugardegi og sunnudegi eru gönguferðir um nágrennið. Fer eftir veðri og vindum. Á mánudegi er farið heim seinnipartinn (jafnvel ekki fyrr en kl. 18) Þátttakendur geta einnig komið inn í ferðina á laugardegi. Kvöldverður verður sameiginlegur öll kvöldin. Dagsetning: 16.–19. júní 2017. Föstudagur til mánudags. Gisting: Gist er í Langadal, skála Ferðafélags Íslands. Ferðir: Þátttakendur sjá sjálfir um að koma sér inn í Þórsmörk. Það eru daglega ferðir með rútum frá Seljalandsfossi, frá 9 að morgni til 16 að kvöldi. Við munum leitast við að vera í samfloti. Þátttakendur geta komið á eigin bíl, en þá þarf hann að komast yfir í jökulárnar.

8


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK Þrír nýir heiðursfélagar. Á fundinum voru þau Sigurður Pálsson, Betsy R. Halldórsson og Ásgeir B. Ellertsson heiðruð fyrir áralanga þjónustu við KFUM og KFUK. Á myndinni eru f.v. Auður Pálsdóttir, formaður KFUM og KFUK, Sigurður Pálsson, Betsy R. Halldórsson, Ásgeir B. Ellertsson, Sverrir Axelsson heiðursfélagi frá árinu 2008 og Tómas Torfason framkvæmdastjóri KFUM og KFUK.

Aðalfundur KFUM og KFUK

Góðri vinnu skilað á fallegum degi Aðalfundur KFUM og KFUK fór fram 8. apríl sl. Í upphafi fundar hafði sr. Elínborg Gísladóttir, prestur í Grindavík, hugvekju, þar sem hún m.a. þakkaði gott samstarf við KFUM og KFUK og jákvæð kynni sín af starfinu í Vatnaskógi. Þá voru 3 félagar heiðraðir fyrir áralöng störf í þágu KFUM og KFUK áður en haldið var til aðalfundarstarfa. Fyrir fundinum lágu margar lagabreytingar. Nefnd á vegum stjórnar félagsins, skipuð þeim Gísla Davíð Karlssyni, Gyðu Karlsdóttur og Gunnari Þór Péturssyni, hafði lagt mikla vinnu í að yfirfara lög KFUM og KFUK og koma með tillögur um endurbætur. Eðlilega höfðu lagabreytingar því mikið vægi á fundinum. Lagabreytingarnar voru samþykktar og má nálgast uppfærð lög félagsins á www.kfum.is Fundarstjóri var Viðar Helgason og fundarritarar þau Guðrún Nína Petersen og Magnús Pálsson. Ný stjórn KFUM og KFUK Á aðalfundinum var kosin ný stjórn, sem skipti með sér verkum á fyrsta fundi sínum 19. apríl. Helgi Gíslason er nýr formaður stjórnar KFUM og KFUK. Helga þekkja flestir félagar í KFUM og KFUK, enda verið virkur félagi frá unglingsárum. Hann hefur starfað í stjórn félagsins sl. tvö ár. Þá starfaði hann sem æskulýðsfulltrúi félagsins um árabil, auk þess að sitja í stjórn Skógarmanna og Kaldársels um tíma. Helgi er virkur félagi í Karlakór KFUM. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi skipa þau Helgi Gíslason formaður, Sólveig Reynisdóttir varaformaður, Karen Lind Ólafsdóttir ritari, Sveinn Valdimarsson gjaldkeri, Blær Elíasson, Dagný Bjarnhéðinsdóttir, Henrý Þór Gränz, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir , Guðni

Már Harðarson (varamaður) og Guðrún Kristjánsdóttir (varamaður). Auði Pálsdóttur þakkað sérstaklega Á aðalfundinum 8. apríl lét Auður Pálsdóttir af stjórnarstörfum fyrir KFUM og KFUK. Auður hafði verið formaður félagsins í 5 ár og var í stjórn í 7 ár. Var Auði þakkað sérstaklega það óeigingjarna forystustarf sem hún hafði sinnt. Ásamt Auði gengu úr stjórn Gísli Davíð Karlsson, Katrín Harðardóttir, Ingunn Huld Sævarsdóttir og Ólafur Jóhann Borgþórsson og er þeim þakkað fyrir þeirra störf.

Auður Pálsdóttir fráfarandi formaður, sr. Elínborg Gísladóttir prestur í Grindavík og Helgi Gíslason nýr formaður KFUM og KFUK á Íslandi.

Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna, Ómar Kristjánsson og Bjarni Árnason, skoðunarmaður reikninga.

Lögfræðingarnir Gísli Davíð Karlsson og Davíð Örn Sveinbjörnsson að leggja lokahönd á lagabreytingar.

Viðar Helgason fundarstjóri og Ingibjartur Jónsson kjörnefndarfulltrúi.

Sveinn Valdimarsson gjaldkeri KFUM og KFUK kynnir reikninga félagsins.

Dagný Bjarnhéðinsdóttir stjórnarkona og Arnór Heiðarsson formaður Kaldársels. 9


Árshátíð Ölvers

Frábærar stundir á Friðriksmóti i Vatnaskógi Æskulýðsmótið Friðrik var haldið 17.-19. febrúar síðastliðinn. Unglingadeildir KFUM og KFUK fóru í Vatnaskóg og áttu frábærar stundir saman með boðskap Jesú krist að leiðarljósi. Allur undirbúningur og umsjón með mótinu var í höndum mótsnefndar sem var skipuð af þeim Ásgeiri Þór Þorvaldssyni, Birni Kristni Jóhannssyni, Elvari Geir Sigurðssyni, Guðbjörgu Ylfu Hammer, Ósk Dís Kristjánsdóttur og Pétri Bjarna Sigurðssyni. Allur undirbúningur mótsnefndarinnar var til mikillar fyrirmyndar og mótið tókst frábærlega og voru rúmlega 140 þátttakendur og leiðtogar sem tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði. Yfirskrift mótisins var samskipti, virðing og sjálfstraust og tengir við ,,Elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig” (Matt. 22:37-40). Á laugardeginum kom ungmennaráð KFUM og KFUK saman til að undirbúa Landsþing unga fólksins sem var haldið sama dag. Þar fór fram góð og þörf umræða um yfirskrift mótsins. Þátttakendum var skipt í hópa og leystu þau ýmis verkefni eins og semja

Árshátíð Ölvers fyrir dvalarstúlkur var haldin laugardaginn 5. mars til að þakka fyrir frábæra samveru sumarið áður og til að hita upp fyrir sumarið 2017. Árshátíðin var haldin að Holtavegi 28 og stóð frá 14:00 til 15:30. Foringjar sumarsins héldu uppi fjörinu með skemmtilegum leikritum og söngvum. Að því loknu var boðið upp á léttar veitingar.

leikþátt, lag og ræða saman um samskipti, virðingu og sjálfstraust. Niðurstöður úr hópunum voru hreint magnaðar og gaman að heyra skoðanir þeirra. Margt skemmtilegt fleira var í boði fyrir þátttakendur á mótinu og má þá helst nefna hópastarf, kvöldvökur, draugahús, brennómót, vináttu og að sjálfsögðu var ball með hljómsveitinni Sálmara ógleymanlegt, en öll fræðsla og viðfangsefni voru miðuð út frá yfirskrift mótsins. Á sunnudeginum fóru allir glaðir og sælir heim eftir frábært og skemmtilegt mót.

120 stúlkur á árshátíð Hlíðarmeyja Árshátíð Hlíðarmeyja var haldin á Holtavegi 28 sunnudaginn 5. febrúar 2017. Starfsfólk sumarsins sá um skemmtiatriði, dregið var í happdrætti og hlustað á hugleiðingu. Í lokin var boðið upp á léttar veitingar. Góð þátttaka var á árshátíðinni. 10


Mikil þátttaka í vorferð yngri deilda Árleg vorferð Yngri deilda KFUM og KFUK (9-12 ára) var í Vatnaskóg mánaðarmótin 31. mars – 1. apríl. 120 krakkar fóru með og er það mikil fjölgun frá því í fyrra. Gera þurfti breytingar á skipulagi og dagskrá þar sem fjölgaði svo í hópnum rétt fyrir ferðina en leiðtogarnir voru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að gera þetta að frábærri ferð.

Dagskráin var ekki af verri endanum: Kvöldvaka, náttfatapartý og ævintýraratleikur með Pókemon ívafi, svo fátt eitt sé nefnt. Þátttakendur létu íslenskt vetrarveður ekki trufla útidagskrána og á laugardaginn fóru allir sáttir heim eftir vel heppnaða ferð.

11


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK 24. maí

Verndum þau Á hverju vori er í samvinnu við Æskulýðsvettvanginn boðið upp á námskeiðið verndum þau. Námskeiðið er byggt á samnefndri bók og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er skyldunámskeið fyrir alla sem starfa hjá KFUM og KFUK og í apríl var námskeið sem tæplega 30 manns sóttu. Næsta námskeið er á dagskrá 24. maí kl. 17.00-20.00 og skráning er með tölvupósti á aev@aev.is.

25. maí

Sr. Friðrikshlaupið 2017 5 km almenningshlaup í Laugardalnum

20. ágúst

Kaffisala Hólavatns Árleg kaffisala Hólavatns verður haldin sunnudaginn 20. ágúst kl. 14.30-17.00. Allir vinir og velunnarar hjartanlega velkomnir.

Sr. Friðrikshlaupið verður haldið í fjórða sinn fimmtudaginn 25. maí nk., á afmælisdegi sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi. Hlaupin verður 5 km leið í Laugardalnum, sem byrjar og endar við höfuðstöðvar félagsins við Holtaveg 28. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum Frjálsíþróttasambands Íslands. Sr. Friðrikshlaupið er hugarfóstur nokkurra félagsmanna sem vildu leggja áherslu á eitt af markmiðum KFUM og KFUK, sem er að hlúa að líkama, sál og anda. Í undirbúningsnefnd þetta árið sitja Bára Sigurjónsdóttir, Guðlaug

Jökulsdóttir, Guðný Ólafsdóttir, Þóra Björg Sigurðardóttir, Jessica Leigh Andrésdóttir og Anna Elísa Gunnarsdóttir. Hlaupið hefst kl. 11 og verður boðið upp á hressingu að því loknu. Forskráning hefst nokkrum dögum fyrir hlaup en einnig verður hægt að skrá sig í hlaupið á staðnum. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna- og karlaflokki ásamt því að vegleg útdráttaverðlaun verða veitt að hlaupi loknu. Þátttökugjald er 1000 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Við hvetjum félagsfólk til að taka þátt í þessum skemmtilega og hressandi viðburði!

1.–3. sept.

Heilsudagar karla í Vatnaskógi 5.–6. júní

Starfsmannanámskeið sumarbúðanna Starfsmannanámskeið sumarbúðanna verður í Vatnaskógi dagana 5.–6. júní n.k. en um er að ræða mikilvægan undirbúning fyrir sumarstarfið og er farið yfir öll helstu öryggismál, brunavarnir, skyndihjálp, siðareglur og eineltisvarnaráætlun. Þá er námskeiðið jafnframt hugsað sem hópefli fyrir starfsfólk sumarbúðanna og leikurinn er því aldrei langt undan, líkt og í sumarbúðunum sjálfum þar sem leikurinn er alltaf stór þáttur á hverjum degi. Starfsfólk sumarsins er vinsamlegast beðið um að skrá sig á námskeiðið á www.sumarfjor.is. 12

Helgina 1.-3. september verða Heilsudagar karla í Vatnaskógi. Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu. Nánari upplýsingar og skráning á www.kfum.is


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK 25.–26. ágúst

Kvennaflokkur í Vindáshlíð Kvennaflokkur verður í Vindáshlíð helgina 25.-27. ágúst. Þar geta konur frá 18 til 99 ára skemmt sér saman. Þessi helgi snýst um yndislega samveru, nærveru Guðs, góðan mat, fallega náttúru, söngva, prjóna, hafa gaman saman, hlátur, skemmtun, hvíld og margt fleira. Skráning er á www.kfum.is eða í síma 588 8899. 20. ágúst

Kaffisala Ölvers Árleg kaffisala Ölvers verður sunnudaginn 20. ágúst kl. 14.00–17.00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

13.–18. júlí

8.–10. sept.

Feel the Nature

Norrænt unglingamót í Vestmannaeyjum 13.–18. júlí 2017 KFUM og KFUK á Íslandi í samstarfi við félögin á Norðurlöndunum mun í sumar halda norrænt æskulýðsmót í Vestmannaeyjum. Mótið ber yfirskriftina Feel the Nature og fer fram dagana 13.-18. júlí. Þátttakendur á mótinu verða 1217 ára og nú þegar eru skráðir rúmlega áttatíu erlendir þátttakendur og að auki munu unglingar úr starfinu okkar hér heima taka þátt. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg, en áhersla í undirbúningnum er að öll löndin eigi þátt í að móta dagskrána og því óhætt að lofa frábæru og uppbyggilegu móti. Samhliða mótinu fer fram Norrænt leiðtoganámskeið fyrir 16-17 ára, en fyrir tilstuðlan

styrks frá Nordbuk hefur hópur ungs fólks á aldrinum 20-30 frá öllum þátttökulöndunum undirbúið fimm fræðslusamverur sem ætlaðar eru til að styðja verðandi leiðtoga og gera þá færari byggja upp æskulýðsstarf. Skráning er opin til 1. júní og allir unglingar á aldrinum 12-17 ára geta tekið þátt, en frekari upplýsingar veita Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi í Vestmannaeyjum (gisli@landakirkja.is) og Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi á Norðurlandi (johann@kfum.is).

Kvennaflokkur í Ölver Kvennaflokkur verður í Ölver fyrir allar konur á aldrinum 18–118 ára. Góð næring fyrir líkama, sál og anda. Gönguferðir, uppbyggileg fræðsla, slökun og kyrrð. Góð næring fyrir líkama, sál og anda. Gönguferðir, uppbyggileg fræðsla, slökun og kyrrð.

8.–10. sept.

Mæðgnaflokkur í Vindáshlíð Hinn sívinsæli mæðgnaflokkur verður haldinn 8.–10. september í Vindáshlíð. Mæðgnaflokkur er frábær leið fyrir mæðgur að styrkja tengslin og kynnast um leið starfinu í Vindáshlíð. Bjóddu dóttur þinni upp á gæðastundir í yndislegu umhverfi. 13


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

Verslunarmannahelgin 2017

Friðrik Dór og Jón Jónsson skemmta á Sæludögum í Vatnaskógi Um verslunarmannahelgina 3. til 7. ágúst verða Sæludagar í Vatnaskógi, sem er vímulaus fjölskylduhátíð og skemmtilegur valkostur um þessa vinsælu ferðahelgi. Svæðið opnar fimmtudagskvöldið 3. ágúst kl. 18:00. Fjölmargir spennandi dagskrárliðir verða í boði að venju fyrir fullorðna og börn. Á Sæludögum er lögð áhersla á að allir aldurshópar skemmti sér. Á dagskrá verður spennandi fræðsla og kynningar fyrir fullorðna, tónleikar, Café Lindarrjóður verður opið, bænastundir í Kapellunni, kvöldvökur, unglingadagskrá, vatnafjör, fjölskyldubingó,

14

kassabílarallý, knattspyrna, grillveisla, leikrit, tónleikar, söng-og hæfileikasýning barnanna, lofgjörðarstund, fjölskylduball fyrir unga sem aldna á laugardagskvöldinu og margt fleira. Á föstudagskvöldinu verða tónleikar þar sem þeir Jón Jónsson og Frikki Dór munu skemmta af sinni alkunnu snilld. Allar nánari upplýsingar um Sæludaga veitir starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK í síma 588-8899. Þær er einnig að finna á heimasíðu KFUM og KFUK: www.kfum.is


FRAMUNDAN Í KFUM OG KFUK

24.—26. ágúst

18. ágúst

Kvöldvaka sumarbúðanna

Feðgaflokkur í Vatnaskógi Helgarflokkur fyrir feður og syni verður í Vatnaskógi dagana 24. til 26. ágúst. Marmiðið er að gefa feðgum kost á að eiga saman skemmtilega og uppbyggjandi stund. Fjölbreytt dagskrá verður í boði s.s. íþróttir, kvöldvökur, pabbastund o.fl. Reynslan af feðgahelgum er afar góð.

18. ágúst kl. 19:00 Föstudaginn 18. ágúst verður kvöldvaka á Holtavegi 28, sem byrjar kl. 19:00 með sölu á grillmat, opið verður í hoppukastala og skemmtilegir leikir í boði. Klukkan 20:00 byrjar síðan dagskráin sem er blönduð kvöldvaka með samansafni af bestu atriðum og leikritum úr öllum sumarbúðum KFUM og KFUK. Húsbandið sér um að spila vinsælustu sumarbúðalögin. Allir eru velkomnir.

27. júní – 1. ágúst

Stúlknaflokkur í Vatnaskógi Í sumar verður aftur boðið upp á dvalarflokk eingöngu fyrir stúlkur 11-13 ára, í Vatnaskógi. Um er að ræða 8. flokk sem verður 27. júlí til 1. ágúst. Ágæt skráning er í flokkinn, en enn er pláss fyrir fleiri stelpur. Þetta er í annað sinn í langri sögu Vatnaskógar sem stúlknaflokkur er í boði, en um árabil hefur unglingaflokkurinn í Vatnaskógi verið fyrir bæði kynin.

www.kfum.is

15


Unglingaflokkar 2017 Í sumarbúðum KFUM og KFUK

8. – 13. ágúst

strákar og stelpur

14 – 17 ára

fædd: 2000–2003 Verð: 51.900 kr.

16

í Vindáshlíð

31. júlí. – 3. ágúst

Unglingaflokkur í Ölver

18. – 23. júlí

hólavatn

í Vatnaskógi

Unglingaflokkur

ölver

Unglingaflokkur

vindáshlíð

Vatnaskógur

Unglingaflokkar í sumarbúðum KFUM og KFUK eru fyrir krakka frá 13 ára og eldri. Dagskráin er sniðin að aldurshópnum með enn meiri fræðslu, upplifun og ævintýrum. Fjöllmörg dæmi eru um að í unglingaflokkum myndist vinatengsl sem vara um aldur.

Meistaraflokkur á Hólavatni 24. – 28. júlí

eingöngu stelpur

eingöngu stelpur

fædd: 2002–2004

fædd: 2002–2004

fædd: 2001–2004

Verð: 31.500 kr.

Verð: 47.700 kr.

Verð: 38.900 kr.

13 – 15 ára

13 – 15 ára

strákar og stelpur

13 – 16 ára


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.