Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2016

Page 1

Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2016

Ævi Jesú - seinna hefti


Fylgt úr hlaði Nokkrar samverur í þessu hefti bera heitið þemafundir. Á þemafundunum er gert ráð fyrir að börnin geri eitthvað sem tengist efni hugleiðinganna. Við hvetjum ykkur til að skoða vel þessa þemafundi og útfæra þá eins og þið teljið henta ykkar hóp best. Af þeim samverum sem eru í þessu hefti byggja sex á efninu Ævi Jesú – seinna hefti sem Henning Emil Magnússon samdi fyrir vorið 2009. Tvær samverur voru sérstaklega settar saman fyrir þetta fræðsluhefti. Samvera 9 byggir á samveru úr boðunarefni KFUM og KFUK haustið 2000. Samvera 10 byggir á samveru úr efninu Í þjónustu Guðs sem var fyrst gefið úr árið 1993. Pétur Ragnhildarson las yfir efnið frá 2009 eftir Henning og kom með góðar ábendingar um hvað mætti hafa í huga við endurútgáfuna. Í heftinu sem þú ert nú með í höndunum hafa verið gerðar lítilsháttar breytingar á gamla efninu meðal annars til að skapa tengingar við þema vetrarins.

Með ósk um góðan starfsvetur og Guðs blessun, Guðrún Hrönn Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi

Ævi Jesú Fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2016 Endurútgáfa frá 2009 Útgefandi:

KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, Reykjavík

Umsjón endurútgáfu:

Guðrún Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Þorsteinsson

Höfundur:

Uppsetning: Yfirlestur: 2

Henning Emil Magnússon Tómas Torfason

Brynja Eiríksdóttir


Efnisyfirlit bls.

2

Fylgt úr hlaði

bls.

3

Efnisyfirlit

bls.

4

Hefðir og venjur á samverum/fundum og fyrir hugleiðingu

bls.

5

Uppbygging fræðsluefnisins

Hugleiðingar

Texti

Heiti

bls.

6

Mark.10.13-16

1. Leyfið börnunum að koma til mín

bls.

8

Jóh. 3.1-20

2. Því svo elskaði Guð heiminn

bls.

10

Matt. 5.13-16

3. Fjallræðan - Salt og ljós

bls.

12

Matt 6.9-15

4. Fjallræðan - Faðir vor

bls.

14

Ef. 5.20

5. Bænasamvera

bls.

16

Matt. 7.24-27

6. Fjallræðan - Byggt á bjargi

bls.

20

Lúk. 19.1-10

7. Sakkeus

bls.

22

Matt. 18.1-5 og 20. 20-28

8. Hver er mestur?

bls.

24

Jes. 7.14 og 9.5, Mík. 5.1, Sak. 9.9

9. Aðventan

bls.

26

Matt. 1.18-25

10. Matt. 1.18-25

3


Hefðir og venjur á samverum/fundum og fyrir hugleiðingu Það getur verið afar mikilvægt að halda í hefðir og venjur. Þær veita öryggi og hjálpa börnunum að læra hvað er viðeigandi hegðun á fundum. Það gefur leiðtogum og börnum einnig tilfinningu fyrir samfellu í starfinu, þ.e.a.s. allir vita að hverju þeir ganga. Hefðir eins og bænasöngur, upphafsbæn, trúarjátning eða hugleiðingasöngur geta líka allar þjónað þeim tilgangi að undirbúa hugi þátttakenda undir það sem er í vændum. Auk þess veita hefðir leiðtogum bæði aðhald og hjálp við skipulagningu samverustunda. Hefðir og venjur geta einnig orðið til þess að traust foreldra og annarra sem fylgjast með starfinu aukist. Áður en samverustund er lögð í Guðs hendur með bæn er gott að syngja bænasöng. Áður en hugleiðing hefst er gott að syngja hugleiðingarsöng, á eftir honum má kveikja á kertum og fara með minnisvers. Á eftir hugleiðingu er tilvalið að fara með Faðir vor. Á sumum starfsstöðum er lokasöngur. Það er góð hefð. Það er mikilvægt að leiðtogar KFUM og KFUK séu samhentir í því að skapa hefðir með því að bera virðingu fyrir þeim. Þá skilja börnin enn frekar mikilvægi þeirra. Það er mikilvægt að muna að hefðir skipta máli fyrir félög eins og KFUM og KFUK. Hluti af því sem er heillandi við starfið er að vissar hefðir halda sér og sameina foreldra og börn þegar rætt er um starfið okkar.

4


Uppbygging fræðsluefnisins 1. Boðskapur

Boðskapur hugleiðingar er gefinn upp í einni setningu. Það er ekki að ástæðulausu. Mikilvægt er fyrir leiðtogann að íhuga vel boðskapinn og láta hann vísa sér veginn við undirbúninginn. Það er ekki hægt að leggja áherslu á of margt, það verður eingöngu til þess að ekkert sitji eftir.

2. Aðkoma

Það er alltaf gott ef tekst að fanga vel athygli áheyrenda í upphafi hugleiðingar. Gott er að vísa til einhvers úr reynsluheimi barnanna og hjálpa þeim þannig að tengja við boðskapinn sem þið viljið flytja. Stundum er hægt að nota leiki eða annað efni úr hugmyndabanka sem aðkomu. Einnig er mikilvægt að huga að því hvernig hugleiðingarnar tengjast innbyrðis.

3. Hugleiðing og skýringar

Langflestar hugleiðingarnar eru þannig uppbyggðar að fyrst er atburðarrás sögunnar rekin, síðan eru ýmsar upplýsingar sem leiðtoginn getur nýtt sér við undirbúninginn taldar upp en þær eiga ekki alltaf erindi í hugleiðinguna. (Þær upplýsingar eru gefnar upp undir yfirskriftinni Skýringar.) Yfirleitt er frásagan í brennidepli. Mikilvægt er að koma henni vel til skila þannig að hún lifi sem lengst með barninu. Hugið vel að undirbúningnum. Vandið orðaval. Gætið þess að útskýra þau orð sem börnin skilja ekki. Hugið vel að fjölbreytni þegar sögurnar eru sagðar. Stundum væri skemmtilegt að nota leikræna tjáningu eða hlutbundna kennslu til að styrkja frásöguna.

4. Samantekt

Í lokin skal draga saman aðalatriði hugleiðingarinnar. Munið að boðskapurinn á að móta hugleiðinguna?. Samantektin á ekki að draga fram ný atriði, heldur minna á það sem mikilvægast er í hugleiðingunni: boðskapinn og hvernig hann hefur áhrif á líf barnanna.

5. Viðauki

Efninu fylgir örlítill viðauki. Þar eru leikir til að kenna minnisvers.

6. Minnisvers

Gott er að festa sér í minni orð úr Biblíunni. Versin eru yfirleitt stutt og einföld. Tilvalið er að rifja upp vers sem þegar hafa verið kennd áður en nýtt er kynnt til sögunnar. Auk þess eru hugmyndir í viðauka um það hvernig hægt er að kenna minnisvers með skemmtilegum og einföldum leikjum.

7. Hugmyndabanki

Yfirleitt fylgja einhverjar hugmyndir með hugleiðingunum. Sumar af þessum hugmyndum henta vel sem aðkoma að frásögunni. Skoðið efnið vel og sjáið hvernig þið getið sem best nýtt ykkur það. Það getur skipt miklu máli hvort það fylgi hugleiðingu eða sé notað sem aðkoma. Stundum er efnið frekar miðað við annað kynið en þá má aðlaga það og breyta um kyn ef það þjónar einhverjum tilgangi. Ef efnið er fjörugt þá er mikilvægt að fara ekki í það rétt fyrir hugleiðinguna þar sem reynt er að skapa helgi fyrir íhugun Guðs orðs.

8. Þematengt efni

Nokkrar samverur í þessu hefti bera heitið þemafundir. Á þemafundunum er gert ráð fyrir að börnin geri eitthvað sem tengist efni hugleiðinganna. Við hvetjum ykkur til að skoða vel þessa þemafundi og útfæra þá eins og þið teljið henta ykkar hóp best. Í sumum tilfellum er vísað í efnisveitu KFUM og KFUK þar sem fleiri hugmyndir um útfærslu á þemafundunum eru.

9. Leslisti fyrir leiðtoga

Gefnir eru upp nokkrir ritningarstaðir sem leiðtoginn er hvattur til að lesa við undirbúning hugleiðingar. Ritningarstaðirnir hafa þann tilgang að varpa ljósi á hugleiðingartextann. Stundum skýrast tengslin á milli Gamla og Nýja testamentisins þegar þeir eru lesnir. Þetta gegnir svipuðum tilgangi og skýringarnar, að hjálpa leiðtoganum að átta sig betur á textunum.

5


1 Leyfið börnunum að koma til mín Mark.10.13-16

Boðskapur: Jesú þykir vænt um börnin. Aðkoma: Gott er að fjalla aðeins um sr. Friðrik og starf KFUM og KFUK. Segja frá því hvernig félagið hefur alltaf miðað að því að börn fái að heyra Guðs orð og um leið fengið að vera börn. Í starfsgagnalistanum er bent á hvar í efnisveitu KFUM og KFUK má finna upplýsingar um þetta efni. Minnisvers: Jesús sagði: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki (Mark. 10.14).

Hugleiðing 1. Menn færðu börn til Jesú í von um að hann snerti þau en lærisveinarnir voru á öðru máli og skömmuðu þá. Þeim fannst ekki viðeigandi að Jesús væri truflaður með því að börnin væru færð til hans. Eflaust hafa þeir haldið að Jesús væri of merkilegur fyrir börnin. 2. Jesú sárnar hegðun þeirra og segir: “Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.” Eflaust hafa lærisveinarnir verið undrandi að heyra Jesú segja þetta. 3. Jesús tók síðan á móti börnunum og blessaði þau. Eflaust hefur mörgum fundist að börn ættu að sjást en ekki heyrast. En Jesús var ekki á þeirri skoðun. Börnin eru Guðs sköpun og honum þótti þau vera jafn mikilvæg og allar aðrar manneskjur. 4. KFUM og KFUK er félag sem var stofnað til þess að börn gætu komið til Jesú. Börn þurfa að geta komið saman, notið þess að vera til og fá að heyra sagt frá Jesú svo að þau skilji. (Hér mætti fjalla meira um sr. Friðrik Friðriksson og upphaf KFUM og KFUK. Jesús elskar öll börn.

6

Skýringar Börn á tímum Jesú Það tíðkaðist meðal gyðinga að færa börn til öldunganna á friðþægingardeginum en hann er haldinn hátíðlegur 10 dögum eftir nýársdag og var í hugum gyðinga heilagastur allra hvíldardaga. Hugsanlega var það ástæðan fyrir því að einhverjir vildu færa börnin til Jesú. En viðbrögð lærisveinanna sýna stöðu barna á tímum Jesú. Það er greinilegt að þeim þykir ekki rétt að Jesús sé að ómaka sig með því að blessa börnin. En Jesús breytir stöðu barna og gerir þau að fordæmi trúaðra. Hann breytir hinu viðtekna. Guðs ríki er barnanna og hver sá sem vill tilheyra Guðs ríki þarf að taka á móti því sem barn. Eiginleikar barna Það eru eiginleikar barna sem eru eftirsóknarverðir. Þau eru viljug til að læra, þau treysta foreldrum sínum og elska þá. Þau eru hjálparþurfi og kunna að meta gjafir. Það er viðhorf þeirra sem er mikilvægt. Lærisveinar Jesú eru á líkan hátt háðir Guði, þurfa að treysta honum líkt og börn foreldrum sínum. Það er þetta traust sem er svo eftirsóknarverður eiginleiki hjá börnum. Starfsgagnalisti Inni á efnisveitu KFUM og KFUK er fræðsla um sr. Friðrik og henni fylgir powerpoint glærusýning með myndum. Það hefur alltaf verið tilgangur félagsins að ná til barna og hefur það tekið alvarlega orðum Jesú um að leyfa börnunum að koma til hans. Félagið virðir það líka að börn þurfa að fá að heyra um Jesú í umhverfi sem hentar þeim. Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Fundir – Hugleiðingar – Ævi og störf sr. Friðriks Friðrikssonar http://kfum.is/efnisveita/2013/08/21/aevi-og-storf-srfridriks-fridrikssonar/ Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar eru myndaseríur fyrir skjávarpa sem passa við þessa sögu: http://efnisveita.kirkjan.is/jesus-og-bornin-ymsar-leidir-tilad-segja-soguna/ Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Efni flokkað eftir biblíusögum – Nýja testamentið – Sögur af Jesú – Jesús kennir – Jesús og börnin – Biblíusagan ýmsir frásagnar möguleikar


Hugmyndabanki Fara í gegnum tollinn Gott er að nota þennan leik sem inngang að hugleiðingunni. Í leiknum þarf maður að uppfylla skilyrði til að komast í gegn um tollinn. En Jesús býður öllum að koma til sín, það þarf ekki að uppfylla nein skilyrði. Börnin fara í röð, stjórnandinn gengur á röðina og spyr: “Hvað ætlar þú með í gegnum tollinn?” og börnin svara einhverju sem þeim dettur í hug. Ef þau svara rétt komast þau í gegn, ef ekki þá fara þau aftast í röðina. Stjórnandinn ákveður regluna. Reglan getur verið sú að nafn hlutarins byrji á sama staf og nafn barnsins eða hluturinn sé eins á litinn og peysan sem viðkomandi er í eða að hluturinn verður að tengjast íþróttum o.s.frv. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim sem komast í gegnum tollinn að setjast niður og fá sér djús eða einhverja umbun. Leikið nokkrar umferðir og passið upp á að útskýra leikinn vel áður en þið byrjið. Það er líka hægt að sitja í hring og fara röðina.

Söngvar

Kæri faðir, kenndu mé r að biðja Fús ég, Jesús, fylgi þé r Jesús, Jesús Upprisinn er hann Drottinn er minn hirðir Ef ég væri fiðrildi Við setjumst hér í hring inn

Kærleiksleikur Þú þarft blöð (A5), lím eða klemmur, skriffæri og hugsanlega tónlist (ekki nauðsynlegt). Talið um að við erum öll Guðs börn, Jesús elskar okkur öll jafn mikið og þegar við sýnum öðrum kærleika sýnum við Jesú kærleika og þakklæti. Festið blöðin á bak allra barnanna og látið hvern og einn fá skriffæri. Spilið glaðlega tónlist sem hugsanlega tengist viðfangsefninu. Börnin eiga svo að ganga á milli og skrifa eitthvað jákvætt aftan á hina, helst með einu eða tveimur orðum. Gætið þess að eitthvað sé skrifað á alla og brýnið fyrir börnunum að taka þessu alvarlega. Hugmyndir að því sem hægt er að skrifa: Skemmtileg(ur), fyndin(n), góð(ur), góður vinur/góð vinkona, Jesús elskar þig, syngur vel, teiknar vel o.s.frv. Metið hversu lengi þið látið leikinn standa og hvetjið börnin til að eiga blöðin til minningar um að krakkarnir í KFUM og KFUK vilja vera vinir.

Leslisti fyrir leiðtoga Sálm. 8.3 Matt. 18.1-5 Jóh. 1.12 Jóh. 3.3-8

Af munni barna Verðið eins og börn Guðs börn Jesús og Nikódemus

Glerkúlur - Leyfið börnunum að koma til mín. Þegar Jesús gekk hér um á jörðinni, fyrir meira en 2000 árum , hvernig léku börn sér þá? Fáið hugmyndir frá börnunum, hugsanlega á einhver eftir að nefna legg og skel úr íslenskum raunveruleika. Börn í Ísrael á þessum tíma léku sér með flautur, glerkúlur (marmarakúlur), hristur, gjarðir og skopparakringlur. Ræðið muninn á því að vera barn þá og núna. Hugsanlega voru börnin látin vinna meira og ekki er víst að þau hafi fengið að ganga í skóla. Þau eiga það þó sameiginlegt með börnum í dag að þeim fannst gaman að leika sér, heyra sögur og þurftu á umhyggju, hlýju og kærleika að halda. Ef þið getið útvegað glerkúlur (fást í leikfangaverslunum) þá gæti verið gaman að leika leiki með þeim eins og börn hafa gert víðsvegar um heiminn í árþúsundir. Tillaga að einföldum leik með glerkúlur. Þú þarft: Krít ef þið spilið úti, málningarteip ef þið eruð inni og glerkúlur. Þessir leikir eru eins og þjóðsögur og þjóðlög sem breytast eftir því hver segir frá, syngur eða leikur leikinn. Búið því til leikreglur sem henta ykkur. Ef þið eruð með mörg börn, skiptið þeim þá niður í hópa . Hvert barn fær u.þ.b. 6 kúlur. -Teiknaður er þríhyrningur á stéttina (ef þið eruð inni er hægt að nota málningarteip til að forma þríhyrninginn). -Allir setja kúlurnar sínar inn í þríhyrninginn (hafa u.þ.b. 2 cm á milli þeirra) en halda einni kúlu til að spila með. -Sá byrjar sem getur skotið kúlunni sinni lengst (nota vísifingur og þumalfingur til að skjóta) eða sá sem er yngstur. -Sá sem byrjar skýtur kúlunni sinni inní þríhyrninginn ef hann nær að skjóta einhverjum kúlum út úr þríhyrningnum má hann eiga þær. Annað hvort skýtur hann aftur og aftur þar til hann hittir ekki eða allir skiptast á að gera einu sinni. Ef einhver nær ekki að skjóta neinni kúlu út úr þríhyrningnum og hann á enga aðra kúlu eftir er hann annað hvort úr eða má ná í kúluna sem hann var að skjóta með aftur. -Það getur verið einhver ákveðinn skotstaður eða skotstaðir merktir sem allir verða að skjóta frá. -Sá vinnur sem er með flestar kúlur þegar engar kúlur eru eftir í þríhyrningnum. Á eftirfarandi vefsíðum má finna lýsingar á fleiri glerkúluleikjum: www.landofmarbels.com og www.topic-mag.com/edition11/ games-marbels.htm

7


2 Því svo elskaði Guð heiminn Jóh. 3.1-20

Boðskapur: Það er fyrir elsku Guðs til okkar að hann gaf son sinn Jesú á krossi svo að hann mætti deyja fyrir okkar syndir og við eiga eilíft líf. Jesús er ljós sem lýsir okkur þá leið sem við megum fara í lífinu og hann gefur okkur þá gjöf að mega fylgja honum og trúa á hann. Aðkoma: Hægt er að byrja þessa hugleiðingu með því að spyrja börnin hvað þau hafi heyrt um Jesú. Eitthvað hafa þau kannski lesið sjálf eða sungið í sunnudagaskóla að Jesús sé besti vinur barnanna. Nota má þetta upphaf til að tengja við frásögnina um Nikódemus sem fékk tækifæri til að spyrja Jesú sjálfan. Minnisvers: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3.16).

Hugleiðing 1. Í þriðja kafla í Jóhannesarguðspjalli lesum við um mann sem hét Nikódemus og kom til að hitta Jesú um nótt því hann vildi spyrja hann mikilvægra spurninga. Við vitum ekki af hverju Nikódemus vildi hitta Jesú um nótt en hann var háttsettur maður meðal gyðinga og kannski vildi hann ekki að aðrir vissu að hann væri að tala við Jesú sjálfan. 2. Nikódemus taldi sig sjá að Jesús væri sendur af Guði því hann hafði séð og heyrt af þeim kraftaverkum sem Jesús hafði gert en Jesús segir við Nikódemus: „Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki nema hann fæðist að nýju.“ (vers 3.) Þarna er Jesús að kenna Nikódemusi að maðurinn kemst ekki inn í Guðs ríki með eigin krafti eða fyrir sín verk, heldur þurfti Guð að senda son sinn til að frelsa heiminn (sbr. vers 16) og við þurfum svo að þiggja þá gjöf að trúa á hann.

8

3. Gjöf Guðs er okkur veitt fyrir vatn og heilagan anda (sbr. vers 5) þ.e. í skírninni. Fyrir skírn og trú vill Guð endurfæða okkur, gefa okkur nýtt líf með sér (fæðing er ætíð upphafs nýs lífs). Í skírninni er okkur veitt fyrirgefning syndanna óverðskuldað. En gjöf skírnarinnar þurfum við einnig að þiggja á hverjum degi. Við þörfnumst fyrirgefningar Guðs dag hvern. 4. Og Jesús heldur áfram að útskýra fyrir Nikódemusi og segir við hann orðin sem í dag eru þekkt sem litla Biblían. Þetta er sextánda versið í þriðja kafla Jóhannesarguðspjalls og þar segir: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Gott að láta börnin endurtaka og læra versið) Í þessu eina versi er að finna meginboðskap kristinnar trúar. Fyrirheit um eilíft líf með Guði og boð um að mega trúa á Jesú og treysta honum. 5. En Jesús segir líka við Nikódemus að hver sá sem fylgir Jesú eigi að vinna ljóssins verk og gera það sem gott er og segja skilið við hatur og vond verk. Þegar við biðjum til Guðs þá biðjum við hann um að hjálpa okkur í þessu mikilvæga verkefni.

[Ef þemaverkefni um Barnasáttmálann var hluti af fundinum má enda hugleiðinguna með þessu.]

6. Í Barnasáttmálanum sem við vorum að kynnast aðeins áðan, er að finna loforð eða fyrirheit um að reyna gera það sem er gott. Að mæta hverju barni af umhyggju og gæta að því að öllum grunnþörfum barna sé sinnt. Þegar við tökum við Jesú í hjarta okkar þá höfnum við hatri og vondum verkum og leitumst við með Guðs hjálp að gera það sem er vilji Guðs að elska náungann eins og okkur sjálf.


Söngvar

Kæri faðir, kenndu mé r að biðja Fús ég, Jesús, fylgi þé r Jesús, Jesús Upprisinn er hann Drottinn er minn hirðir Því svo elskaði Guð he iminn

Skýringar Farísei: Farísear voru flokkur Gyðinga á tímum Jesú. Nafnið þýðir trúlega „Þeir sem skilja sig frá“. Prestar og fræðimenn stjórnuðu flokknum en flestir félaganna voru þó úr alþýðustétt, leikmenn sem lögðu sig fram um að breyta eftir Móselögmáli og munnlegum erfðageymdum. Þeir lögðu mikla áherslu á fjölmörg boð um ytri guðrækni og hreinleika, svo sem hvíldardagsreglur. Öldungar: Öldungar nefndust forystumenn lýðsins sem réðu fram úr mikilvægum málum (2. Mós. 24.1; 1. Kon. 20.7). Ásamt prestunum og fræðimönnunum mynduðu þeir öldungaráðið. Starfsgagnalisti Mælt er með því að fundarefnið sé verkefni úr bókinni Kompás sem heitir Réttindi barna. Í verkefninu þurfa börnin í litlum hópum að forgangsraða níu greinum úr Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Markmið verkefnisins, sem er einskonar leikur, er að kynna börnunum efni sáttmálans og láta þau ræða sín á milli um hvaða sé mikilvægast þegar kemur að því að vernda börn. Mjög góð og skýr lýsing fylgir verkefninu og ættu allir leiðtogar að ráða við verkefnið með smá undirbúningi. Verkefnið má finna á slóðinni: http://vefir.nams.is/kompas/ pdf_klippt/2.kafli/40.pdf

Leslisti fyrir leiðtoga 1. Kor. 15. 12-19. Afleiðing upprisu Krists 2. Kor. 5. 11-21. Guð sætti heiminn við sig Gal. 2. 16-21. Réttlæti fyrir trú

hópana. Nú fer einn úr hvoru liði og krýpur fram við teppið og leiðtogarnir láta teppið falla og sá/sú sem er upp við teppið reynir að vera fyrri til í að segja nafnið á honum/ henni sem kraup upp við teppið hinu megin. Sá/sú sem tapar þarf að skipta um lið og færir sig í hinn hópinn, teppið er dregið aftur upp, aðrir tveir krjúpa, einn hvoru megin, og svo fellur teppið og þannig gengur leikurinn. Hvað finnst þér? Einfaldur leikur til að fá alla til að taka þátt og kynnast skoðunum hvers annars með skemmtilegum hætti. Allur hópurinn stendur í miðjum sal og leiðtoginn sem stjórnar fer upp á stól og setur fram eina fullyrðingu og bendir til hægri og aðra og bendir til vinstri. Börnin velja með því að labba til vinstri eða hægri en ef þau vita ekki hvað þau vilja þá standa þau í miðjunni. Hægt er að byrja með einfalda hluti eins og kók eða pepsi, hamborgara eða pizzu. Svo má líkja spyrja hverjir voru í starfinu í fyrra á móti hverjir eru nýir núna. Hér gildir að nota hugmyndaflugið að spyrja að því sem börnunum finnst skemmtilegt að svara en forðast að nota óviðeigandi spurningar eða spurningar sem ýta undir fordóma. Leikurinn getur líka hentað til að hefja umræðu og þá getur leiðtoginn sett fram fullyrðingu og haft sammála til hægri og ósammála til vinstri og boðið svo einhverjum að færa rök fyrir sínu máli.

Hugmyndabanki Hver er bakvið teppið Þessi leikur er skemmtilegur í upphafi annar þegar börnin eru enn að læra nöfnin hvert á öðru. Skipt er í tvö lið og helst ekki fleiri en 10 í hvoru. Ef það eru fleiri er sniðugt að spila leikinn á tveimur stöðum og skipta þá í fjögur lið. Liðin krjúpa niður í sitt hvorum hópnum og snúa á móti hinu liðinu. Í miðjunni standa tveir leiðtogar og halda í sitt hvort hornið á stóru teppi sem gerir það að verkum að enginn úr liði A sér neinn úr liði B og svo öfugt. Teppið er sem sagt eins og veggur eða skilrúm sem skilur að 9


3 Fjallræðan Salt og ljós - Þemafundur Matt. 5.13-16 Söngvar

Boðskapur: Okkur er ætlað hlutverk. Aðkoma: Hefur þú verið í dimmu herbergi eða úti að ganga í myrkri? Það getur verið erfitt að finna rétta leið eða hluti sem leitað er að ef ljós vantar. En um leið og við höfum ljós er allt miklu auðveldara. Það gæti verið sniðugt að hafa salt við höndina til að sýna börnunum um leið og fjallað er um efnið. Einnig er hægt að nota myrkraherbergi eins og er lýst í hugmyndabankanum sem aðkomu. Á eftir hugleiðingunni kemur saga sem er hægt að segja til að undirstrika efni Biblíusögunnar. Minnisvers: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. (Sálm. 119.9)

Hugleiðing

Kæri faðir, kenndu mé r að biðja Frelsarinn góði Fús ég, Jesús, fylgi þé r Jesús, Jesús

3. Jesús sagði einnig að við ættum að vera ljós heimsins. Við eigum að lýsa öðrum með góðum verkum okkar. Það á að sjást að við tilheyrum Jesú. Væri ekki undarlegt að kveikja á lampa og setja síðan stóran pott yfir lampann. Hvað gerist þá? Jesús var að benda okkur á að heimurinn er á margan hátt slæmur staður og því þurfa þeir sem eru Kristnir að gera öðrum gott. Við megum ekki láta heiminn missa af því góða sem við getum gert. 4. Hvernig fáum við hjálp til að vera ljós og salt í heiminum? Hvernig framköllum við þetta ljós sem á að lýsa öðrum? Ljósið fáum við frá Jesú. Ef við biðjum til hans og lærum af því sem Jesús kenndi og sýndi með því að lesa Guðs orð og hlusta á sögurnar af honum, þá lærum við að fylgja Jesú og vera ljós sem lýsir fyrir hann. Það er hlutverkið sem okkur er ætlað.

1. Jesús hélt eitt sinn ræðu sem hefur verið nefnd Fjallræðan. Í þeirri ræðu fjallaði hann um ýmislegt sem átti að hjálpa þeim sem vildu fylgja honum. Hann fjallaði um bæn og hvernig fólk ætti að koma fram hvert Saga við annað. Hann sagði líka hvernig lærisveinar hans ættu að vera. Sagan um stelpuna og biblíuöskjuna Einu sinni var stelpa sem átti heima í týpísku hverfi á 2. Jesús sagði að þeir ættu að vera eins og salt? Það Höfuðborgarsvæðinu. Þegar þessi saga gerðist var hljómar kannski undarlega. Hvað átti Jesús við? stelpan 12 ára. Nokkrum árum áður hafði hún fengið öskju Salt var notað til að varðveita mat á dögum Jesú. með biblíuversum í gjöf frá ömmu sinni. Utan á öskjunni Hvernig er matur varðveittur í dag? Jesús vill að stóð Orð Guðs til þín úr Biblíunni. Reglulega dró hún vers lærisveinar sínir hafi góð áhrif á umhverfi sitt og vinni úr öskjunni og henni þótti gaman að velta fyrir sér hvernig gegn spillingu samfélagsins. Alveg eins og saltið sá hún gæti farið eftir þessum orðum úr Biblíunni. Einu sinni til þess að maturinn væri bragðgóður og gætti þess dró hún orðin: Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, að hann spilltist ekki. Hvernig getum við gert það? það skuluð þér og þeim gera (Matt. 7.12). Hún hugsaði Ef við hugum að því að gera það sem er rétt og hafa með sér að það yrði nú auðvelt að fara eftir þessum góð áhrif á aðra þá erum við salt jarðar. Það er okkar orðum. Nokkrum dögum seinna bað mamma hennar hlutverk að gera jörðina að betri stað. hana að fara uppá spítala þegar hún væri búin í skólanum daginn eftir til að heimsækja gamla frænku þeirra sem hafði fótbrotnað. Þessi frænka hennar átti engin börn og 10


mjög fáa ættingja. Stelpan hugsaði að það yrði nú lítið mál því hún ætlaði hvort sem er ekki að gera neitt sérstakt eftir skóla á morgun. Hún ákvað að draga spjald úr öskjunni með Biblíuversunum sem hún gæti látið frænku sína fá. Hún dró spjald sem á stóð: „Náð mín nægir þér“ (2. Kor. 12:9). Hún skildi nú ekki alveg hvað þetta þýddi en samt ákvað hún að hún myndi láta frænku sína fá þetta daginn eftir.

Leslisti fyrir leiðtoga Jóh. 13.34 Nýtt boðorð Post. 4.20 Við getum ekki annað Ef. 2.10 Við erum smíð Guðs Fil. 2.14-15 Eins og ljós í heiminum

Síðan rann dagurinn upp og þegar hún kom í skólann sagði vinkona hennar henni frá því að hún væri búin að fá nýja tölvuleik. Þær voru fjórar vinkonurnar og þeim hafði lengi langað að eignast þennan tölvuleik . Vinkonan sagði að þær gætu allar komið heim til hennar eftir skóla og prufað tölvuleikinn. Stelpan var fyrst mjög spennt en síðan mundi hún eftir því að hún hafði ætlað að fara til frænku sinnar á spítalann. Nú var þetta erfitt val. Hana langaði að fara heim til vinkonu sinnar en hún var búin að lofa að hún myndi fara á spítalann og heimsækja frænkuna. Hún hugsaði með sér að hún gæti nú örugglega bara sleppt því að fara á spítalann. Hún gæti bara farið heim til vinkonu sinnar og ef mamma myndi spyrja hana hvernig hefði verið á spítalanum gæti hún bara sagt að hún hafi gleymt að fara. Það yrði örugglega allt í lagi. En síðan mundi hún eftir versinu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ Hún hugsaði með sér að ef hún væri á spítala þá myndi hún vilja fá heimsóknir. Hún sagði þess vegna við vinkonu sína að hún yrði að fá að prufa tölvuleikinn seinna því hún væri upptekin eftir skóla.

beðið hana um jafnvel þó það væri eitthvað skemmtilegra í boði. Hún lét líka frænku sína fá spjald með Biblíuversi sem leiddi til þess að frænka hennar upplifði kærleika Guðs.

Eftir skóla fór stelpan til frænku sinnar á spítalann. Eftir að þær höfðu átt stutt spjall þar sem frænkan var aðallega að spyrja stelpuna hvernig hún hefði það og hvað væri að frétta þá lét stelpan frænku sína fá spjaldið með Biblíuversinu þar sem á stóð: „Náð mín nægir þér“. Frænkan las versið og stelpan tók eftir því að þessi orð snertu hana greinilega mjög djúpt því að tár runnu niður kinnar hennar. En frænkan reyndi að leyna því og bauð stelpunni súkkulaðirúsínur.

Ljósastika: Kertastjaki. (Í þjónustu Guðs, 38.)

Þegar stelpan kom heim til sín sagði hún mömmu sinni frá því hvernig heimsóknin á spítalann hefði gengið og hvernig frænkan brást við þegar hún las Biblíuversið. Mamman sagði stelpunni frá því að náð þýðir að Guð fyrirgefur okkur jafnvel þó að við eigum það ekki skilið. Það er vegna náðar Guðs sem við getum eignast samband við Guð. Guð fyrirgefur okkur alltaf þegar við biðjum hann um að fyrirgefa okkur. Það er líka vegna náðar hans að hann fyrirgefur okkur, líka þó að við gerum sömu mistökin aftur og aftur . Þetta er það dásamlegur boðskapur að sumir fara að gráta við að heyra hann.

Salt Leiðtoginn getur verið með salt og gefið börnunum að smakka. Saltið breytir bragði á öllum mat og eykur bragð matar.

Við getum sagt að stelpan í sögunni hafi verið salt og ljós á þann hátt sem Jesús talar um að við eigum að vera salt og ljós. Hún gerði það sem gott var, að fara og heimsækja frænku sína á spítalann eins og mamma hennar hafði

Við gerum góð verk vegna þess að Guð hefur gefið okkur svo mikið og við viljum gefa eitthvað áfram til annarra. Guð skapaði allt fólk í sinni mynd. Þess vegna eru allar manneskjur dýrmætar. (Guðrún Hrönn Jónsdóttir)

Skýringar Salt: Salt var nauðsynlegt til matargerðar og geymslu matvæla, einnig í þeim löndum, sem Biblían greinir aðallega frá. (Biblíuhandbókin þín, 255.) Mæliker: Ílát til að mæla eitthvað í.

Hugmyndabanki Myrkraherbergi Setjið stóla saman og teppi yfir og látið börnin skríða inn og upplifa algjört myrkur.

Að finna endurskinsmerki Þessi leikur getur hentað vel í samhengi við umræðuna um ljós Guðs og hvernig við endurköstum ljósinu sem við fáum frá honum. Til að hægt sé að fara í leikinn þarf að hafa herbergi eða sal sem hægt er að myrkva vel. Leiðtoginn felur 10-15 endurskinsmerki inn í salnum og svo fara krakkarnir í litlum hópum, 3-4 saman inn með vasaljós og finna endurskinsmerkin. Besti tíminn sker svo úr um hvaða lið sigrar í leiknum. Hægt er að fá gefins endurskinsmerki í útibúum banka og tryggingarfélaga. 11


4 Fjallræðan Faðir vor - Matt. 6.9-13

Boðskapur: Jesús vill kenna okkur að biðja. Aðkoma: Góð hugmynd er að lesa ævintýrið um óskirnar tíu úr bók Kari Vinje, Við Guð erum vinir. Eins er hægt að spyrja börnin út í hvað bæn er og heyra svör þeirra. Fjölda hugmynda má finna í bænaþemanu sem er hægt að nota sem aðkomu. Minnisvers: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu (Sálm 119.9).

Hugleiðing 1. Eitt sinn báðu lærisveinar Jesú hann að kenna sér að biðja. Þeir vissu að þeir áttu að biðja, þeir höfðu oft séð Jesú fara afsíðis til að biðja. Nú langaði þá til að læra af honum hvernig ætti að biðja. Jesús kenndi þeim bæn sem við könnumst vel við og hefst á orðunum: Faðir vor. 2. Við getum lært mikið af bæninni sem Jesús kenndi. Fyrst það að Guð vill að við séum öll börn hans. Síðan þegar við segjum: Helgist þitt nafn. Þá erum við að sýna Guði aðdáun og minna okkur á að hann er stórkostlegur skapari okkar. 3. Við leggjum fram beiðnir til Guðs. Við biðjum hann um að ríki hans komi og að vilji hans verði. Við biðjum þess einnig að hann sjái okkur fyrir daglegu brauði, þ.e.a.s. öllum þörfum okkar. Við megum leggja allt fram fyrir Guð, alveg sama hvort það er stórt eða smátt.

12

Söngvar

Bæn sendu beðna að morgni Kæri faðir, kenndu mé r að biðja Fús ég, Jesús, fylgi þé r Upprisinn er hann Enginn þarf að óttast síð ur Ef ég væri fiðrildi Við setjumst hér í hring inn

4. Síðan gerum við játningu. Við biðjum Guð um að fyrirgefa okkur syndir okkar og segjumst einnig ætla að fyrirgefa öðrum (útskýra skuldunauta). Guð vill að við leggjum allt fram fyrir hann og er fús að fyrirgefa. Hann dó fyrir syndir okkar og heyrir bænir okkar. 5. Að lokum segjum við: Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Þá gefum við Guði þá dýrð sem hann á skilið. Við flytjum honum þakkargjörð vegna þess að hann er stórkostlegur Guð sem getur allt. Við megum ekki gleyma að þakka Guði fyrir allar gjafir hans. 6. Bænin snýst m.a. um þetta sem við höfum talið upp. Að sýna Guði lotningu, játa fyrir honum það sem við höfum gert rangt, þakka honum fyrir allt sem hann gefur okkur og að að hann verndar okkur. Leggja fram fyrir hann beiðni um allt sem okkur vanhagar um.


Starfsgagnalisti Á efnisveitu Þjóðkirkjunnar er myndasería fyrir skjávarpa um Faðir vor: (Faðirvor?) http://efnisveita.kirkjan.is/fadir-vor-myndaseria-fyrirskjavarpa/ Leiðin til að finna glærurnar af forsíðu efnisveitunnar: Smellið á Börn eða Barnastarfið – Ítarefni – Biblíusögubankinn – Biblíusögur fyrir skjávarpa – Nýja testamentið – Undir fyrirsögninni: Sögur af Jesú og Jesús kennir.

Leslisti fyrir leiðtoga Matt. 7.7-12 Biðjið og yður mun gefast Lúk. 5.16 Jesús fór afsíðis að biðja Lúk. 18.9-14 Farísei og tollheimtumaður Fil. 4.6 -7 Verið ekki hugsjúk

Hugmyndabanki Ævintýrið um óskirnar tíu úr Við Guð erum vinir eftir Kari Vinje. Tilvalið að lesa með börnunum og sjá hvað það getur kennt okkur um eðli bænarinnar.

13


5 Bænasamvera - þemafundur Boðskapur: Við þökkum Guði fyrir allt það sem hann hefur gefið okkur. Aðkoma: Í hugleiðingunni er saga um bænina og þakklætið sem minnir börnin á að þakka Guði fyrir það sem hann gerir fyrir þau. Við viljum síðan hvetja ykkur til að nota hugmyndina um að láta börnin skrifa bænir. Æskulýðsfulltrúar munu síðan í samstarfi við ykkur setja á heimasíðuna bænir eftir börnin. Þó börnin skrifi bænir er samt einnig svigrúm til að gera eitthvað annað eins og að fara í leiki á fundinum.

Söngvar

Þakkir fyrir hvern fagran morgun Kæri faðir, kenndu mé r að biðja Fús ég, Jesús, fylgi þé r Upprisinn er hann Enginn þarf að óttast síð ur Ef ég væri fiðrildi Við setjumst hér í hring inn

Minnisvers: Og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists. (Ef. 5.20)

Saga um bænina og þakklætið Einu sinni var lítil stelpa sem var lasin. Það var ekkert alvarlegt að henni, hún var bara með smá flensu. En henni leiddist að vera veik og sérstaklega af því það var mjög gott veður úti og hún heyrði í innum gluggann í vinum sínum sem voru úti að leika sér. Hún kallaði þess vegna í mömmu sína og bað hana um að loka glugganum svo hana langaði ekki eins mikið út. Mamma hennar gerði það fyrir hana og svo settist hún hjá stelpunni og fór að rabba við hana. Stelpan var ósköp leið og sagðist ekkert skilja í því af hverju henni batnaði ekki neitt því hún væri búin að biðja margoft til Guðs um að hún myndi hressast svo hún gæti farið út að leika. „Hvað ertu búin að biðja um meira?“ spurði mamma. „Ég bað líka einu sinni um að fá að eignast lítinn bróður,“ svaraði stelpan. „Já það var nú flott“ sagði mamma „og það held ég nú að þú hafi fengið lítinn bróður í sumar þegar hann Siggi fæddist,“ bætti hún við. En stelpan hafði einmitt eignast bróður um sumarið. „Já og um daginn þá bað ég Guð um að hún Ella vinkona mín myndi ekki flytja til útlanda,“ sagði stelpan, og þegar hún hafði sagt það brostu þær báðar mæðgurnar því Ella vinkona hennar hafði hætt við að flytja til útlanda á síðustu stundu. 14

„Baðstu Guð um eitthvað meira?“ spurði mamma. „Já ég bað hann um að amma myndi fá betri sjón svo hún gæti haldið áfram að lesa í öllum bókunum sínum, en það er svolítið langt síðan,“ sagði þá stelpan og brosti. „Ja hérna,“ sagði þá mamma því að bara nokkrum dögum áður hafði amma farið til augnlæknis og hann hafði gert aðgerð á augunum hennar og nú sá amma betur en nokkru sinni fyrr og þurfti ekki einu sinni gleraugu til að lesa. „Heldur betur hefur Guð heyrt bænirnar þínar,“ sagði mamma og klappaði stelpunni sinni á kollinn en þá tók hún eftir því að stelpan var sofnuð. Hún breiddi því sængina betur yfir hana og læddist út. Litla stelpan svaf ekki lengi og um leið og hún vaknaði kallaði hún á mömmu sína: „Mamma! Mamma! Mamma komdu aðeins ég ætla að segja þér hvað mig dreymdi.“ Mamman kom strax inn til hennar og settist hjá henni og fékk að heyra drauminn. „Sko,“ sagði stelpan, „mig dreymdi að ég var fyrir framan alveg rosalega stórt hús, svona blokk, sem náði alveg til himna. Ég labbaði inn í blokkina og þá kom ég að tveimur lyftum og þegar ég ætlaði inn í aðra lyftuna þá var engill fyrir framan hana sem stoppaði mig og sagði að þetta væri ekki lyfta fyrir fólk heldur fyrir bænir og svo skaust hann


inn í lyftuna og lyftan fór upp og kom svo strax aftur niður og fór svo strax aftur upp og svona gekk það endalaust upp og niður, upp og niður. En þá fór ég að hinni lyftunni og þar var líka engill og hann sagði að þetta væri ekki lyfta fyrir fólk. Lyftan stóð opin og engillinn sat dapur fyrir framan hana. Ég spurði hvort hann ætlaði ekki upp með lyftunni eins og vinur hans í hinni lyftunni. Þá sagði hann með tárin í augunum að hann fengi eiginlega aldrei tækifæri til að fara upp í sinni lyftu. „Af hverju ekki,“ spurði ég. – Og þá sagði hann að þetta væri ekki bænalyfta eins og hin lyftan.„Nú hvernig lyfta er þetta þá?“ spurði ég.„Þetta er þakkarlyfta,“ sagði þá engillinn. „Ég á að fara upp með þakkirnar til Guðs, þakkirnar fyrir það þegar Guð hefur bænheyrt fólkið og hjálpað því; svarað bænum þess. En því gleymir fólkið svo oft.“ Og svo spurði hann mig: „Hefur þú gleymt að þakka?“ Og þá vaknaði ég. „Hefur þú nokkuð gleymt að þakka Guði?“ spurði þá mamma. „Já, eiginlega smá,“ sagði stelpan. „Ég gleymdi að þakka fyrir hann litla bróður minn og ég gleymdi að þakka fyrir að Ella flutti aldrei til útlanda og svo gleymdi ég víst líka að þakka fyrir það að nú sér hún amma svo rosalega vel að hún getur lesið allar bækurnar sínar án þess að nota gleraugu.“ „Þá hefur þetta nú aldeilis verið góður draumur,“ sagði mamma. Ég held bara að Guð hafi sent þér þennan draum til þess að minna þig á að maður þarf líka að þakka fyrir það að Guð lætur bænirnar rætast.“ „Það held ég líka,“ sagði stelpan. „Og nú ætla ég að þakka Guði fyrir allt það sem ég gleymdi að þakka fyrir.“ „Svo engillinn við þakkarlyftuna fái líka að fara upp og niður,“ sagði mamma brosandi. „Já svo hann hætti að vera leiður og hafi nóg að gera,“ sagði stelpan og byrjaði að þakka fyrir sig og þegar hún var búin að því fann hún að henni var alveg batnað af flensunni.

Boðskapur sögunnar dreginn saman. Stelpan í sögunni lærði hvað það er mikilvægt að þakka Guði þegar hann gerði eitthvað gott fyrir hana. Hún bað til Guðs og hann svaraði bænum hennar eins og hún bað hann um. Stundum er það samt þannig að Guð svara bænum okkar öðruvísi heldur en við hefðum viljað. Það þurfa allir einhvern tímann að ganga í gegnum eitthvað sem er erfitt. Þegar það gerist megum við samt vita að þegar við trúum á Guð og biðjum til hans þá hjálpar hann okkur í gegnum erfiðleikana. Hann er almáttugur Guð og veit hvað okkur er fyrir bestu jafnvel þó að okkur finnist það stundum skrítið eða ósanngjarnt. En við skulum muna að allt sem við eigum er í raun og veru gjöf frá Guði af því hann skapaði heiminn og þess vegna ættum við að þakka Guði fyrir alla hluti.

Verkefni

Semja bænir. Það hefur verið sagt að bænin sé eins og andardráttur trúarinnar. Þegar við látum börnin skrifa bænir skulum við leggja áherslu á það að þau megi tala við Guð með sínum eigin orðum. Þar sem börnin eru búin að vera að læra um þakklæti gæti verið sniðugt að hafa þakkarbænaþema þar sem þau skrifa öll þakkarbænir. Einnig er hægt er að láta börnin myndskreyta bænirnar og hengja upp á vegg. Verið einnig í sambandi við æskulýðsfulltrúana því ætlunin er að setja bænir eftir krakkana á heimasíðu KFUM og KFUK og hafa ef til vill bæn vikunnar þar.

15


6 Fjallræðan - Byggt á bjargi Matt. 7.24-27

Boðskapur: Sá sem heyrir orð Jesú og breytir eftir þeim, byggir líf sitt á traustum grundvelli. Aðkoma: Gott er að nota leikina eða hlutbundnu kennsluna úr hugmyndabankanum. Eins er hægt að ræða við börnin hvers þarf að gæta þegar hús er byggt. Minnisvers: Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig (Jóh. 14.6).

Hugleiðing

Skýringar

1. Jesús sagði sögu til að undirstrika mikilvægi orða sinna eftir að hafa flutt langa og mikilvæga ræðu. Þessi langa ræða heitir Fjallræðan eins og við höfum þegar heyrt. Í henni kenndi hann okkur hvernig við ættum að vera. Munið þið hvernig það var? Hann kenndi okkur líka að biðja, kenndi okkur að fara með Faðir vor.

Að bregðast við og taka ákvörðun. Þessi orð koma í lok Fjallræðunnar. Jesús hafði flutt boðskap sinn og nú krafðist hann þess af áheyrendunum að þeir myndu bregðast við og taka afstöðu til þess sem hann hafði fram að færa. Áheyrendur átta sig á því að Jesús talar eins og sá sem valdið hefur. Hann setur líka fram kenningu sem minnir á skilaboð sem spámenn fluttu frá Guði í Gamla testamentinu. Hann er ekki að gefa góð ráð eða fara með snjalla málshætti. Kenning hans hefur áhrif á líf þeirra sem á hlýða. Allt veltur á því hvernig er brugðist við orðum Jesú.

2. Sá sem hlustar á orð hans og breytir eftir þeim er líkur manni sem byggir hús sitt á bjargi. Því þegar illa viðrar og stormarnir, regnið og vatnið reyna að fella það hreyfist það ekki því það er grundvallað á bjargi. 3. Sá sem hlustar ekki á orð hans og breytir ekki eftir þeim er líkur manni sem byggir hús sitt á sandi. Þegar illa viðrar og stormarnir, regnið og vatnið reyna að fella það mun það ekki standa heldur falla og fall þess verður mikið. 4. Jesús vildi að allir þeir semhefðu heyrt ræðu hans myndu taka eftir því sem hann sagði og tileinka sér það. Jesús hafði áhrif á fólk þar sem hann fór um og gerir enn í dag. Sá sem heyrir orð Jesú og breytir eftir þeim, byggir líf sitt á traustum grundvelli. 16

Söngvar

Bæn sendu beðna að morgni Á bjargi byggði Frelsarinn góði Upprisinn er hann Drottinn er minn hirðir Ótal, óteljandi fuglar Við setjumst hér í hring inn

Stormarnir, regnið og vatnið. Veðurofsinn er notaður til að gefa erfiðleika og raunir til kynna. Hvað gerist þegar erfiðleikarnir knýja á? Jesús segir að eingöngu þeir sem breyti eftir orðum hans muni standa af sér óveðrið. Hvers vegna? Vegna þess að hann flytur orð Guðs sem er eina undirstaðan sem hægt er að byggja á. Það að byggja á traustum grunni er erfiðara og tímafrekara en að láta sig engu varða að leggja undirstöðurnar, en það borgar sig þegar á reynir.


Starfsgagnalisti Stutt lego-teiknimynd án orða: Wise and Foolish Builders eftir Packrat Productions https://www.youtube.com/watch?v=kjoqMrFXxk&feature=related

Hugmyndabanki

Leslisti fyrir leiðtoga Sálm. 37.5 Fel Drottni vegu þína Sálm. 46.2 Guð er oss hæli og styrkur Sálm. 18.31 Vegur Guðs er lýtalaus Jóh. 14.6 Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Leikur Uppbygging. Áhöld: Einhverjir munir sem gott er að byggja úr, t.d. spil, bækur, eldspýtustokkar, geisladiskahulstur eða glasamottur. Notið ímyndunaraflið! Framkvæmd: Þátttakendur sitja við borð sem er fullt af byggingarefni. Þeir skiptast á að leggja einn hlut ofan á annan og reyna að byggja háa byggingu. Þegar byggingin hrynur þá má byrja aftur en þá á annar þátttakandi að leggja fyrsta hlutinn í bygginguna. Það skiptir öllu máli að undirstaðan sé góð ef byggingin á að standa. Þetta er einmitt boðskapur sögunnar Byggt á bjargi. (Leikur nr. 22 úr bókinni Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck) Hlutbundin kennsla Eins væri hægt að útfæra þennan leik sem hlutbundna kennslu. Þá getur leiðtoginn tekið misstórt byggingarefni og reynt að byggja úr því turn og getur byrjað á því að setja minni hlutina neðst og síðan stærri ofan á. Eftir eina eða tvær misheppnaðar tilraunir getur leiðtoginn síðan lagt góðan grunn og reist stöðuga byggingu. Síðan er tilvalið að fjalla um mikilvægi þess að byggja á bjargi og að undirstaðan sé góð. Á bjargi byggði - að raða eldspýtum á flöskustút Þessi leikur getur passað sem aðkoma að hugleiðingunni. Eftir að hafa leikið þennan leik ætti að vera ljóst að flöskustútur er ekki góður byggingagrunnur. Þú þarft gler- eða plastflösku með þröngum stút (gosflöskur henta vel, gott getur verið að þyngja plastflöskuna með vatni eða sandi), eldspýtur og klukku. Fáið sjálfboðaliða. Setjið flöskuna á borð fyrir framan hópinn. Sjálfboðaliðinn fær 30 sekúndur til að raða sem flestum eldspýtum ofan á flöskustútinn, ef þær detta niður þarf að byrja upp á nýtt. Þegar tíminn er búinn eru eldspýturnar taldar og talan skráð og annar fær að spreyta sig. Hver getur raðað flestum?

17


7 Sakkeus Jesús leitar að hinu týnda til að frelsa það - Lúk. 19.1-10

Boðskapur: Jesús elskar alla menn. Aðkoma: Hafið þið lent í því að sjá ekki eitthvað sem ykkur þykir spennandi vegna þess að fyrir framan ykkur stendur einhver sem er stærri en þið? Eða þá að vera í bíó eða leikhúsi og einhver skyggir á útsýnið ykkar? Í dag ætlum við að heyra um mann sem var lágvaxinn og hvernig hann fór að því að sjá það sem hann vildi.

Söngvar

Bæn sendu beðna að morgni Á bjargi byggði Sakkeus var að vexti sm ár Jesús, Jesús Upprisinn er hann Ótal, óteljandi fuglar Við setjumst hér í hring inn

Minnisvers: Jesús sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. (Jóh. 14.6)

Hugleiðing 1. Einu sinni var maður sem hét Sakkeus. Hann var mjög ríkur, hann var yfirtollheimtumaður í borg sem hét Jeríkó. Það fóru margir um þá borg því hún var í alfaraleið. Sakkeus fékk því mikið af peningum. Oft voru tollheimtumenn ekki vinsælir vegna starfs síns. Líklega litu margir niður á Sakkeus þrátt fyrir öll auðæfin. 2. Eitt sinn heyrði Sakkeus af því að Jesús væri að ganga í gegnum borgina. Hann langaði mikið til að sjá Jesú. En Sakkeus var mjög lágvaxinn og mikill fjöldi þyrptist að til að horfa á Jesú. En Sakkeus var úrræðagóður. Meðfram veginum stóð mórberjatré og hann ákvað að klifra upp í það. 3. Líklega hefur Sakkeus ekki búist við meiru en því að sjá Jesú, en það fór nú á annan veg. Þegar Jesús nálgaðist tréð leit hann upp til Sakkeusar og sagði við hann: Sakkeus flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu. 4. Hvernig ætli Sakkeus hafi brugðist við? Það stendur í Lúkasarguðspjalli að hann hafi drifið sig niður úr mórberjatrénu og tekið glaður á móti Jesú. Þá fóru nú 18

einhverjir úr fjöldanum að hvísla sín á milli að það hlyti að vera undarlegt að Jesús væri að heimsækja menn eins og Sakkeus. Hann var tollheimtumaður og hafði ekki alltaf komið heiðarlega fram við fólk. Hvers vegna vildi Jesús heilsa upp á þannig mann? 5. Jesús fór ekki í manngreinarálit. Hann leit ekki þannig á að einn væri stórkostlegur á meðan annar væri ómögulegur. Hann leit heldur ekki þannig á að fullorðnir væru merkilegri en börn eins og við höfum þegar heyrt um. Honum þótti vænt um alla menn. Jesús kom í heiminn til að frelsa alla menn.

Skýringar Máltíð Þegar Jesús segist ætla að heimsækja Sakkeus og þiggja máltíð af honum þá er það tákn um gagnkvæma virðingu. Það skýrir viðbrögð fólksins. Mórberjatré Þau voru algeng í Palestínu. Tréð gat orðið 15m eða hærra. Stofninn var gildur og trjákrónan mikil um sig. Það var auðvelt að klifra upp í tréð.


Tollheimtumaður Í öllu Rómarveldi var tollheimta við landamæri, brýr, hafnir og fleiri staði. Tollheimtumenn voru í litlu áliti meðal Gyðinga og voru taldir óhreinir vegna samskipta sinna við Rómverja. Þeir voru því fyrirlitnir og þeim skipað á bekk með syndurum. (Matt. 9.11 og Lúk. 18.11)

Leslisti fyrir leiðtoga Okv. 30.8 Hvorki fátækt né auðæfi Lúk. 11.28 Sælir eru þeir Lúk. 18.18-27 Auðugur höfðingi Sálm. 143.10 Kenn mér að gera vilja þinn

Hugmyndabanki Sakkeusartréð Það er til gömul falleg sögusögn um Sakkeus. Þegar Sakkeus var orðinn háaldraður maður bjó hann enn í Jeríkó. Hann trúði á Guð og var heiðarlegur maður. Við sólaruppkomu dag hvern fór hann í gönguferð út fyrir bæinn, og snéri til baka léttur og glaður í bragði, tilbúinn að takast á við verkefni dagsins. Konan hans velti því oft fyrir sér hvert hann færi og hvað hann væri að gera í þessum gönguferðum en Sakkeus talaði aldrei um það við neinn. Einn morguninn náði forvitnin yfirhöndinni hjá konu Sakkeusar og hún elti hann, án þess að hann sæi hana. Þá sá hún að Sakkeus fór að trénu sem hann hafði setið í þegar hann sá Jesú í fyrsta sinn. Hún faldi sig og fylgdist með manni sínum. Hann sótti skál, fyllti hana vatni og vökvaði rætur trésins, sem voru þurrar vegna hitans. Síðan reytti hann arfa og annað illgresi sem nálægt var og strauk hendinni varlega eftir trjástofninum. Að lokum leit hann upp í greinina þar sem hann hafði setið til að sjá Jesú og snéri síðan heim á leið. Eitt sinn ræddi hann um þessar ferðir við konu sína. Þá spurði hún Sakkeus af hverju hann færi að trénu á hverjum degi. Það er því að þakka að ég komst upp í þetta tré að ég hitti Jesú, hann sem ég elska svo heitt, svaraði Sakkeus brosandi. (Þýdd frásögn úr 250 fortellingar for barn og unge, e. Mia Hallesby. Birtist m.a. í Vilji Guðs, leiðsögn og kærleikur, boðunarefni Landssambands KFUM og KFUK 1994-1995).

Leikur Að breyta um stefnu. Þú þarft: upptrekkt eða fjarstýrð leikföng. Sitjið í hring og látið upptrekktu leikföngin inn í hringinn og fylgist með hvað gerist ef þau rekast á ykkur, sum breyta um stefnu en önnur halda áfram að rekast á þó þau komist ekkert áfram. Ef þið notið fjarstýrða bíla bindið þá fyrir augu þess sem stýrir svo bílarnir rekist á ykkur. Fjallið um hvernig við erum eins og leikföngin, ýmis markmið drífa okkur áfram en stundum rekumst við á og sjáum að við höfum verið á rangri leið. Hvað gerum við? Breytum við um stefnu eða höldum við áfram að klessa á án þess að komast neitt. Hvað gerði Sakkeus?

Eltingaleikur Sá sem er valinn til að elta þarf að fara afsíðis á meðan stjórnandi leiksins velur einn úr hópnum til að vera Sakkeus. Sá sem er hann á að koma og klukka Sakkeus en hann veit ekki hver er Sakkeus og eltir því alla úr hópnum sem reyna að komast undan og klukkar en leikurinn er ekki búinn fyrr en sá/sú er klukkaður sem var Sakkeus. Þá fer einhver annar fram og nýr Sakkeus er valinn.

19


8 Hver er mestur? - Þemafundur Lærisveinarnir metast - Matt. 18.1-5, 20. 20-28

Boðskapur: Sá er mestur sem vill þjóna öðrum. Aðkoma: Gott er að nota verkefnið úr hugmyndabankanum til að koma af stað umræðu. Einnig er hægt að spyrja börnin út í eitthvað eða einhvern sem þau halda upp á og hvers vegna. Þannig er hægt að leiða athyglina að því hvað við lítum á sem mikilvægt eða merkilegt. Minnisvers: Mannsonurinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir alla (Matt. 20.28).

Þematengt efni Efni þessarar samveru passar vel við þema vetrarins sem er að hjálpa náunganum. Því er tilvalið að láta börnin sjálf gera eitthvað til að hjálpa náunganum. Á efnisveitu KFUM og KFUK: http://kfum.is/efnisveita/ eru nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera.

Hugleiðing 1. Lærisveinar Jesú vildu vita hver væri mestur í himnaríki. Jesús bað lærisveina sína um að setjast niður og taka vel eftir. Hann kallaði til sín lítið barn og setti það á meðal þeirra. Hann sagði þeim síðan að enginn kæmist í himnaríki nema hann yrði eins og barn. Eins og við höfum heyrt áður vildu lærisveinarnir eitt sinn ekki leyfa börnum að koma til Jesú. Nú tók Jesús barn og sagði lærisveinunum að þeir þyrftu að vera eins og það. Af hverju eins og barn? Börn höfðu engan rétt í þjóðfélaginu á tímum Jesú. Börnin þurfa að treyst á náð þeirra fullorðnu. Þannig þurfa allir menn að vera gagnvart himnaföðurnum. Þeir þurfa að treysta á að Guð aðstoði þá en ekki á eigin mátt. 20

2. Eitt sinn kom móðir lærisveinanna Jóhannesar og Jakobs og spurði Jesú hvort hann gæti ekki séð til þess að synir hennar ættu góða stöðu við hlið Jesú, þegar í himnaríki væri komið. Hinir lærisveinarnir virtust hafa heyrt eitthvað af þessu og þeir urðu fúlir út í bræðurna. Hugsanlega vegna þess að þeir vildu líka vera fremstir eða mikilvægastir. Jesús sagði því við þá alla að sá sem vill verða mestur á að þjóna öðrum. Jesús breytti öllu. Hann leit ekki á hlutina líkt og við mennirnir gerum. Fyrir honum voru þeir ekki merkilegastir sem hafa mikil völd eða eiga endalaust af peningum. Jesús sagði lærisveinum sínum að þeir ættu ekki að hugsa þannig. 3. Jesús sýndi það með fordæmi sínu að hann var kominn hingað til að þjóna en ekki til að láta þjóna sér. Hann kom til að gefa líf sitt þannig að allir gætu eignast eilíft líf. Börn eru ekki rík eða valdmikil og þess vegna hafði Jesús kallað á eitt þeirra til að sýna lærisveinunum hver var mestur. Sá er mestur sem vill þjóna öðrum. 4. Það er önnur frásögn í Nýja testamentinu sem segir frá því að eitt sinn þegar Jesús og lærisveinar hans voru að borða kvöldmat þá stóð Jesús upp frá máltíðinni og þvoði fætur lærisveina sinna. Pétur vildi fyrst ekki leyfa Jesú að þvo sér en eftir að Jesús hafði aðeins útskýrt fyrir honum hvað hann var að gera leyfði hann honum það. Jesús sagði síðan við lærisveina sína að þeir ættu að koma fram við annað fólk eins og hann hafði komið fram við þá. Með því að þvo fætur lærisveina sinna sýnir Jesús mikla auðmýkt og þjónustuhugarfar. Að öllu jöfnu voru það lágt settir þjónar sem þvoðu fætur fólks en þessi saga sýnir mjög vel að Jesús kom til að þjóna öðrum en ekki til að láta þjóna sér. Þannig breytir hann líka hugarfari lærisveinanna sem skömmu áður höfðu verið að metast um hver þeirra væri mestur.


Skýringar Upphafið að krossfestingunni og upprisunni Hér má greina að Jesús er að tala um það sem er í vændum. Hann er að fjalla um hlutverk sitt. Hann var kominn til að þjóna og gefa líf sitt sem lausnargjald. Á meðan eru lærisveinar hans að metast um hver sé mestur. Andstæðurnar gætu vart verið sterkari.

Leslisti fyrir leiðtoga Sálm. 49.7-9 Lausnargjald Matt. 7.12 Gullna reglan Lúk. 22.27 Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn Fil. 2.3-11 Verið með sama ugarfari

Hugmyndabanki Hver er mestur? Í þessu verkefni fer vel á því að skipta börnunum upp í litla hópa og hafa stórar pappírsarkir (eina fyrir hvern hóp), blöð og tímarit með mikið af myndum í, límstifti, skæri, liti og skriffæri. Verkefni barnanna er að búa til veggspjöld á arkirnar líma þau klippimyndir úr tímaritunum. Veggspjöldunum skipta þau í tvennt. Öðru megin túlka þau stöðu fólks í samfélagi okkar hér á jörð - hver er mestur? Þar yrðu t.d. kvikmynda- og poppstjörnur, stjórnmálamenn, ríkt og valdamikið fólk ofarlega, neðarlega væru fátækir, sjúkir, þrælar o.s.frv. En hinu megin á veggspjaldinu túlka þau stöðu fólks í ríki Guðs þar sem börn, þeir sem þjást, þeir sem fórna sér fyrir aðra fá aðra stöðu en hér á jörð. Allir eru dýrmætir í augum Guðs.

Söngvar

Kæri faðir, kenndu mé r að biðja Fús ég, Jesús, fylgi þé r Sakkeus var að vexti sm ár Jesús, Jesús Enginn þarf að óttast síð ur Ef ég væri fiðrildi Ótal, óteljandi fuglar Við setjumst hér í hring inn

21


9 Aðventa – fyrirheiti Guðs Jes. 7.14 og 9.5, Mík. 5.1 og Sak. 9.9

Boðskapur: Guð lofaði að senda mönnunum frelsara. Aðkoma: Senn gengur í garð sá tími sem við köllum aðventu. Aðventa er skrítið orð, - það er úr latínu og merkir koma. Orðið minnir á að það er einhver að koma. Jesús er að koma. Fáið börn í hópnum til að lesa upphátt fyrir hina einhverja af spádómunum um Jesú (sbr. ritningarstaðirnir hér fyrir ofan). Einnig væri hægt að segja börnunum frá aðventukransinum og hvað kertin heita.

Söngvar

Ég er heimsins ljós Við kveikjum einu kerti

á

Minnisvers: Sjá konungur þinn kemur til þín (Sak. 9.9).

Hugleiðing 1. Í Gamla testamentinu getum við lesið um það á nokkrum stöðum, að Guð hafði lofað mönnunum að senda þeim frelsara. Það hafði hann gert vegna þess að mennirnir voru syndugir og þurftu á frelsara að halda. Spámennirnir í Gamla testamentinu lýstu á mismunandi hátt hvernig fæðingu frelsarans myndi bera að. Allir voru þeir samt á endanum að segja það sama: Guð ætlar að senda son sinn í heiminn til þess að frelsa mennina frá syndum þeirra. Og þessir spádómar gengu eftir. Jesús fæddist í þennan heim, hann lifði á jörðinni og útbreiddi Guðs ríki. Hann sagði fólki frá Guði og margir eignuðust trú við það. Þeir sem trúa á Jesú hafa eignast frelsara og frelsarinn vill búa í hjörtum okkar og fá að vera með okkur alltaf og alls staðar. Og þetta er í raun grundvallarboðskapur jólanna og ástæða þess að við höldum jólin hátíðleg. 2. Þó boðskapur jólanna sé gleðilegur líður sumum illa á þessum árstíma. Sumir eiga slæmar minningar frá þessum árstíma. Ef til vill hefur eitthvað slæmt gerst á þessum árstíma einhvern tíman áður og þegar jólalög er spiluð í útvarpinu og auglýsingar um jólatilboð eru

22

útum allt rifjast þessar minningar upp. Sumum finnst ef til vill jólin ekki skemmtilegur tími af einhverjum öðrum ástæðum. En boðskapur jólanna er huggun þeim sem líður illa. Guð lét son sinn Jesú fæðast inn í þennan heim til þess að við gætum öðlast fyrirgefningu fyrir það sem við höfum gert rangt og með því eignast samband við Guð. Það var Guð sem skapaði okkur og hann skapaði okkur með þörf fyrir að nálgast hann. 3. Aðventan er eins konar undirbúningstími fyrir jólin og á aðventunni eigum við að stilla hugi okkar inn á boðskap jólanna. Það er gott að vita til þess að á hverjum degi getum við snúið okkur til Guðs og talað við hann um það sem á okkur hvílir. Við þurfum ekki bara að tala um það sem er erfitt eða leiðinlegt heldur skulum við líka muna eftir því að þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur og gefið okkur. Við skulum sérstaklega núna á aðventunni muna eftir því að þakka Guði fyrir stærstu gjöfina sem við gátum fengið, Jesú! Við skulum einnig muna að biðja hann að fyrirgefa okkur allar okkar syndir og þakka honum fyrir það að hann skyldi senda son sinn í þennan heim til að frelsa okkur.


Hugmyndabanki Gott er að segja börnunum frá aðventukransinum: „Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakerti og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskerti. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakerti en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakerti og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.“ (Heimild: Hvað heita kertin fjögur á aðventukransinum? http://www.visindavefur.is/svar. php?id=4656 á þessari síðu má finna fleiri upplýsingar um aðventuna og þar er líka saga um aðventukransinn.) Jólakortagerð Margar leiðir er hægt að fara til að búa til jólakort og um að gera að nota hugmyndaflugið.

23


10 Fyrirheitin rættust Matt. 1.18-25

Boðskapur: Textinn er jólaguðspjall Matteusar, þar greinir frá því hvernig fæðingu Jesú Krists bar að. Frásögnin er ólík frásögn Lúkasar (2.120). Matteus skoðar atburðinn út frá sjónarhóli Jósefs og lýsir aðdraganda fæðingar Jesú en Lúkas lítur á málið fremur út frá sjónarhóli Maríu, lýsir fæðingunni í fjárhúsinu og atburðunum á Betlehemsvöllum (hirðarnir). Matteus leggur með frásögn sinni aðaláherslu á tvennt. Annars vegar að Jesús fæddist fyrir verk heilags anda. Hins vegar til hvers Jesús fæddist í þennan heim, þ.e. til þess að frelsa mennina frá syndum þeirra (v. 21). Jafnframt leggur Matteus áherslu á að með fæðingu Jesú voru að rætast fyrirheit Drottins um komu frelsarans. Tilvitnunin í Jesaja 7.14 sýnir það og áréttar einnig að í fæðingu Jesú er Guð sjálfur að gerast maður til að frelsa mennina, sbr. heitið Immanúel sem þýðir: Guð með oss. Textinn fjallar einnig um nafnið JESÚS. Það merkir: Drottinn frelsar, og leggur því einnig áherslu á til hvers Jesús fæddist í heiminn. Aðkoma: Í upphafi máls fer vel á því að spyrja börnin af hverju við höldum jól og leggja síðan áherslu á í samtali við þau að gleði og fögnuður jólanna sprettur af því að Guð sendi son sinn í heiminn til að frelsa mennina frá syndum þeirra. Minnisvers: „Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ (Matt. 1.21).

24

Söngvar

Bjart er yfir Betlehem Einu sinni í ættborg Da víðs Í Betlehem er barn oss fætt Ó, hve dýrleg er að sjá Þá nýfæddur Jesús


Hugleiðing Best er að endursegja söguna. María og Jósef voru trúlofuð. Á þessum tíma var gengið frá trúlofun milli fjölskyldna þeirra sem í hlut áttu og síðan leið nokkur tími þar til fólk giftist og fór að búa saman. Þegar Jósef frétti að María væri ólétt vildi hann slíta trúlofuninni því hann hélt að María hefði verið sér ótrú. En hann var góðhjartaður og vildi að skömm Maríu yrði sem minnst og ákvað þess vegna að slíta trúlofuninni svo lítið bæri á (v. 18-19). Þegar hér var komið við sögu varð Guð að grípa inn í og útskýra málið fyrir Jósef. Hann gerði það með því að láta engil vitrast honum í draumi sem sagði honum að að María hefði ekki verið honum ótrú. Hann skildi því óhræddur giftast henni. Barnið sem hún gekk með var af heilögum anda Guðs (v. 20). Engillinn gerði Jósef einnig grein fyrir því að María myndi fæða son og að hann ætti að heita Jesús. Hann væri frelsarinn sem Guð hafði lofað að senda í heiminn og ætti að frelsa mennina frá syndum þeirra (v. 21).

Þannig segir Matteus frá fæðingu Jesú og hann vitnar einnig í Gamla testamentið þar sem Jesaja, spámaður Guðs, segir frá því að ung kona muni fæða frelsara mannanna . Spámaðurinn notar nafnið Immanúel um frelsarann. Það er táknrænt nafn og merkir: Guð er með okkur (v. 22-23). Þannig lagði hann áherslu á að þegar frelsarinn kæmi þá væri það Guð sjálfur sem kæmi til mannanna til að frelsa þá. Nafnið Jesús hefur líka merkingu. Það merkir: Drottinn frelsar og lýsir því vel til hvers Jesús kom í heiminn (v. 21). Hann kom einmitt til að frelsa okkur mennina frá syndum okkar. Þegar við höldum jól minnumst við þess sérstaklega en það er samt gott að muna eftir því á hverjum degi að Jesús, sonur Guðs, kom í heiminn til að frelsa okkur. Á hverjum degi gerum við eitthvað rangt . En af því að Jesús kom getum við beðið Guð að fyrirgefa okkur og hjálpa okkur að forðast hið illa.

Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engillinn hafði sagt honum. Hann gekk að eiga Maríu og þegar barnið fæddist var það látið heita Jesús (v. 24-25).

25


Þrír leikir til að kenna minnisvers Stafagisk til að kynna og læra minnisvers Ýmsar skemmtilegar leiðir má nota til að læra minnisvers, stafagisk er ein þeirra. Teiknið upp á töflu strik fyrir hvern staf í minnisversinu (aðskiljið líka orð). Börnin skiptast svo á að nefna bókstafi. Ef þau giska rétt, fyllið þá inn á strikin bókstafinn sem þau nefndu hvar sem hann kemur fyrir. Ef þau giska vitlaust, skrifið þá bókstafinn til hliðar og teiknið mynd af karli eða húsi í fyrirfram ákveðnum skrefum. Ef myndin er tilbúin áður en börnin hafa náð að giska rétt þá tapa þau. Þetta er í raun sami leikur og hengingarleikur en kannski ekki við hæfi að teikna mann í gálga.

Orð af orði Skrifið minnisversið sem á að læra upp á töflu. Látið öll börnin sitja fyrir framan töfluna og lesa minnisversið saman hátt og skýrt. Látið síðan þann sem er lengst til hægri í röðinni fá svamp til að stroka út eitt orð að eigin vali. Eftir að hafa strokað út orð þá lætur hann þann næsta í röðinni fá svampinn og sest aftast. Eftir að eitt orð hefur verið strokað út á hópurinn að fara aftur hátt og skýrt með minnisversið (einnig orðið sem strokað var út). Þá er næsta orð strokað út. Aftur er farið með minnisversið og sá þriðji í röðinni strokar út næsta orð. Að lokum verður búið að stroka öll orðin út en hópurinn ætti að kunna minnisversið. Þetta er einföld og skemmtileg leið til að gera minnisversið enn eftirminnilegra í gegnum leik. (byggt á leik 38 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Gefið gaum að orði Drottins Fáið einn (eða fleiri) sjálfboðaliða og biðjið hann um að vinna eitthvað verk fyrir ykkur um leið og hann hlustar á þig kenna hópnum minnisversið. Verkefnið þarf að vera skýrt og krefjast athygli það gæti t.d. verið að flokka saman sokka úr stórri hrúgu af sokkum, útbúa samlokur á ákveðinn hátt, sópa drasl upp af gólfinu eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug. Hafið í huga aldur barnanna þegar þið veljið verkefnið og leggið áherslu á að það sé leyst vel af hendi. Síðan skulið þið kenna börnunum í salnum minnisvers fundarins með því að endurtaka það orð fyrir orð í nokkur skipti og láta þau hafa eftir á meðan sjálfboðaliðinn vinnur verkið sitt. Þegar sjálfboðaliðinn hefur lokið verkefninu sínu gefið honum þá gott klapp og biðjið hann svo um að fara með minnisversið. Honum mun þykja það mun erfiðara en börnunum sem sátu og hlustuðu. Hvers vegna? Hafið þið eitthvern tímann reynt að læra og horfa á sjónvarpið á sama tíma? Talið um mikilvægi þess að gefa gaum að orði Drottins. Gætið þess að gera ekki lítið úr barninu sem er valið. Leikurinn er ekki hugsaður til þess. Það er sniðugt að taka fleiri en einn upp þannig að þeir geti háð keppni sín á milli. (Byggt á leik 62 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Heimildaskrá Beagles, K.(Ritstj.), 2005: Power Points. Silver Spring, Sabbath School. France, R.T., 1985: Matthew. (Tyndale New Testament Commentaries). Leicester, Inter Varsity Press. McGrath, A.E., 2005: The NIV Bible Companion. London, Hodder & Stoughton. Morris, L., 1988: Luke. (Tyndale New Testament Commentaries). Leicester, Inter Varsity Press. Pinchbeck, L., 2002: Theme Games 2. Bletchley, Scripture Union. Sandemo, H., 1974: Biblíuhandbókin þín. Reykjavík, Örn og Örlygur.

26


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.