Ársskýrsla KFUM og KFUK 2013-2014

Page 1

Ársskýrsla KFUM og KFUK á Íslandi Starfsárið 2013-2014


Ársskýrsla KFUM og KFUK á Íslandi Starfsárið 2013-2014 Ritstjóri: Gyða Karlsdóttir Þau sem unnu að gerð skýrslunnar: Auður Pálsdóttir, Þórarinn Björnsson, Gyða Karlsdóttir, Jóhann H Þorsteinsson, Petra Eiríksdóttir, Hjördís Rós Jónsdóttir, Magnea Sverrisdóttir, Þórunn Arnardóttir, Hreinn Pálsson, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Birgir Ásgeirsson, Áslaug Björgvinsdóttir, Berglind Ósk Einarsdóttir, Þorsteinn Arnórsson, Ragnheiður Harpa Arnardóttir, Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir, Gísli Stefánsson, Edda Skúladóttir, María Sighvatsdóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, Ársæll Aðalbergsson, Rúna Þráinsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Þóra Jenný Benónýsdóttir, Jóhanna Sesselja Erludóttir og Hjálmar Þórarinsson. Uppsetning: Halldór Elías Guðmundsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi.


Inngangur formanns Nú er starfsári KFUM og KFUK á Íslandi að ljúka og líkt og áður horfum við yfir farinn veg. Í þessari ársskýrslu má sjá samantektir um fjölbreytt starf félagsins, en þær sýna hvernig sjálfboðaliðar félagsins svara köllun Jesú Krists af metnaði og trúmennsku.

Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK

Við lifum á spennandi tímum með áskorunum og tækifærum til að sníða starf okkar að breyttum þörfum og áhuga barna og ungmenna, þörfum leiðtoga bæði í sumar- og vetrarstarfi og þörfum fjölskyldna og fullorðinna. Sýn okkar og allt starf á að taka mið af þessum hópum. En við breytum ekki grundvelli starfsins. Köllun okkar og hlutverk félagsins er að vekja trú á Jesú Krist og kalla fólk til þjónustu í ríki hans. Þess vegna snýst allt starf félagsins um að efla trúarlíf og siðferðiskennd og stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins. Líkt og áður blasa við okkur mörg verkefni. Sum þeirra fela í sér þátttöku eða vinnuframlag einstaklinga í tilteknum verkefnum, en önnur krefjast þess að við félagsmenn eigum samtal um starfsaðferðir og áherslur. Slíkt samtal er okkur nauðsynlegt því í gegnum slíka vinnu mótum við sýn okkar og skilgreinum vörður á leiðinni að markinu.

Jesús fylgdi köllun sinni og var ófeiminn að láta til sín taka. Hann þorði að fara nýjar leiðir, spurði gagnrýninna spurninga og fékk fólk til að rýna í eigin samtíð og ígrunda gildi sín. Hann mætti fólki í aðstæðum þess og hann mætti öllum á jafnréttisgrunni. Jesús er okkur þannig góð fyrirmynd og innblástur um hvar og hvernig við getum látið til okkar taka. Það sem við þurfum að gera er að spyrja okkur hverjir séu hæfileikar okkar, hvað okkur ferst vel úr hendi og hverju við höfum áhuga á. Svörin fela í sér leiðbeiningar um hvar við getum lagt hönd á plóg. Mig langar að nota tækifærið hér og þakka öllum sjálfboðaliðum sem af trúmennsku við köllun sína hafa lagt hönd á plóginn síðastliðið starfsár. Þótt í ársskýrslunni sé aðeins hægt að tæpa á því helsta er ljóst að Guð hefur gefið ríkulegan ávöxt sem við í KFUM og KFUK á Íslandi erum afar stolt af. Við horfum bjartsýn fram á veginn, tilbúin að feta enn fleiri stigu sem leitt geta okkur til barna og ungmenna á Íslandi svo þau fái að vita að þau geti trúað á Guð og að Guð hefur trú á þeim. Auður Pálsdóttir Formaður KFUM og KFUK á Íslandi

Efnisyfirlit 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.

Forysta KFUM og KFUK............................ Æskulýðsstarf................................................. Leikjanámskeið.............................................. Fræðslustarf.................................................... Fjölskyldu- og fullorðinsstarf. ................... Alþjóðastarf..................................................... Jól í skókassa..................................... Innlend samstarfsverkefni. ........................ Útgáfu- og kynningarmál........................... Fjármál...............................................................

6 9 16 17 19 22 26 27 29 31

Starfsstöðvar: KFUM og KFUK á Akureyri....................... KFUM og KFUK á Suðurnesjum............ KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum...... Vinagarður. ...................................................... Vatnaskógur.................................................... Vindáshlíð......................................................... Ölver................................................................... Hólavatn. .......................................................... Kaldársel...........................................................

32 34 36 38 40 45 48 50 52

3


Nafnið segir hver við erum Við í KFUM og KFUK búum við þau forréttindi að nafn félagsins segir hver við erum. Hver stafur hefur sína merkingu.

K

Kristilegt Við fræðum þátttakendur um boðskap Biblíunnar, líf og starf Jesú Krists. Kennum þeim að þekkja trú sína, rækja hana og meta gildi hennar.

F

Félag Við erum frjáls félagasamtök og störfum eftir lýðræðislegum leikreglum. Aldargamalt félag þarf að gæta þess að breytast ekki í stofnun. Ekki má rugla félaginu saman við söfnuð, þrátt fyrir kristilegan grunn þess.

U

Ungra Við erum æskulýðshreyfing og leggjum áherslu á að standa fyrir heilbrigðu félagsstarfi fyrir börn, unglinga og ungt fólk.

M/K

Manna og kvenna Við stuðlum að mannrækt og mannúð. Við stöndum fyrir uppbyggjandi verkefnum, gagnlegum samfélaginu.

Merkið undirstrikar markmiðið KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að stuðla að heilbrigði mannsins til líkama, sálar og anda. Þríhyrningurinn í merki félagsins undirstrikar þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda. Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.

4


Á sumardaginn fyrsta árið 1913 stofnaði sr. Friðrik nýtt starf innan KFUM sem hann nefndi Væringja. Markmið starfsins var að hans sögn m.a. „að temja drengjunum: sannsögli, hlýðni, gott orðbragð, kurteisi, sjálfsaga og sjálfsafneitun. Þetta voru andlegu íþróttirnar, sem þeir áttu að temja sjer, en í líkamlegum íþróttum áttu þeir einnig að þjálfa sig, svo sem í: gönguæfingum, leikfimi, sundi og glímu“. Fyrirmyndina sótti Friðrik að nokkru til hefðbundins skátastarfs en einnig til kristilegs útilegustarfs sem nefndist FDF (Frivillig Drengeforbund). Væringjanafnið var sótt í hetjusögur af íslenskum Væringjum í Miklagarði til forna og voru fyrstu búningarnir í fornaldarstíl. Drengurinn fyrir miðri mynd klæðist einmitt slíkum búningi. Þessir búningar þóttu þó ekki þægilegir til æfinga og því ákváðu Væringjar strax árið 1914, fyrir réttum 100 árum, að taka upp búninga og háttu skáta með formlegum hætti. Líklega er myndin tekin árið 1914 þegar búningaskiptin voru að eiga sér stað, en pilturinn lengst til hægri er Jóhannes Sigurðsson, einn af fyrstu foringjum Væringja, síðar prentari.

115 ára æskulýðsfélag KFUM og KFUK voru stofnuð 1899. Stofnandinn, sr. Friðrik Friðriksson, telst til merkari manna 20. aldarinnar. Mörg önnur félög eiga rætur að rekja til KFUM og KFUK og starfs sr. Friðriks, þar á meðal íþróttafélögin Valur og Haukar, Karlakórinn Fóstbræður og skátastarf á Íslandi. Fjölbreytnin í starfi KFUM og KFUK er í samræmi við orð stofnandans: „Ekkert sannarlega mannlegt er óviðkomandi sönnum kristindómi.“

Skilvirkt skipulag KFUM og KFUK leitast stöðugt við að gera innra skipulag skilvirkara. Nú eru allir félagar skráðir í sama félagið, KFUM og KFUK á Íslandi, óháð búsetu eða hvaða þætti starfsins þeir taka þátt í. Starfsstöðvar eru sjálfstæðar rekstrareiningar innan félagsins sem annast sértæka starfsemi á sínu starfssvæði. Hvort viðburður eða starf heyrir undir starfsstöð eða félagið í heild byggir meira á hefðum en reglum.

KFUM og KFUK á Íslandi

Stjórn og starfsmenn KFUM

Kaldársel

Hólavatn

Ölver

Vindáshlíð

Vatnaskógur

Vinagarður

markmiðum.

KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum

starfsstöðva að sameiginlegum

KFUM og KFUK á Suðurnesjum

með stjórnum og starfsmönnum

KFUM og KFUK á Akureyri

og KFUK á Íslandi starfa

5


1. Forysta KFUM og KFUK Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi var haldinn laugardaginn 13. apríl 2013 og markaði upphaf nýs starfstímabils stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi. Í stjórninni 2013-2014 störfuðu eftirtalin og skiptu þannig með sér verkum: Auður Pálsdóttir, formaður Jónína Erna Arnardóttir, varaformaður Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri Óskar Birgisson, varagjaldkeri Anna Elísa Gunnarsdóttir, ritari Gísli Davíð Karlsson, meðstjórnandi Páll Ágúst Ólafsson, meðstjórnandi Þórunn Arnardóttir, meðstjórnandi Varamenn: Hreinn Pálsson Daría Rudkova Stjórnarfundir og málefni á borði stjórnar Haldnir voru 19 stjórnarfundir á starfsárinu. Þeir voru haldnir: 18. apríl (105), 30. apríl (106), 21. maí (107), 4. júní (108), 19. júní (109), 22. ágúst (110), 26. ágúst (111), 4. september (112), 26. september (113), 8. október (114), 23. október (115), 13. nóvember (116), 13. desember (117), og á árinu 2014; 9. janúar (118), 21. janúar (119), 5. febrúar (120), 26. febrúar (121), og þegar ársskýrslan fór í prentun voru áætlaðir stjórnarfundir bæði 20. mars (122) og 2. apríl (123). Númer fundar 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 Alls: Anna Elísa x x x x x x x x x x x x x x x x 16 Auður x x x x x x x x x x x x x x x x x 17 Daría x x x x x x x x x x x 11 Gísli Davíð x x x x x x x x x x x x x x x 15 Hreinn x x x x x x x x x x 10 Jónína Erna x x x x x x x x x x x 11 Óskar x x x x x x x x x x x x 12 Páll Ágúst x x x x Leyfi Leyfi Leyfi Leyfi x x x 7 Sveinn x x x x x x x x x x x x x x x x x 17 Þórunn x x x x x x x x x x x x 12 Fjöldi: 10 10 8 5 5 7 8 9 8 7 8 8 6 8 6 9 6

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi starfsárið 2013-2014. Frá vinstri: Auður Pálsdóttir, Óskar Birgisson, Hreinn Pálsson, Páll Ágúst Ólafsson, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir, Gísli Davíð Karlsson og Sveinn Valdimarsson. Á myndina vantar Þórunni Arnardóttur og Daríu Rudkova. 6

Mál sem komu á borð stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi og ýmis verkefni: - Mönnun ráða fyrir starfstímabil stjórnarinnar, starfslýsingar ráða og forgangsröðun verkefna. - Verkefni einstakra stjórnarmeðlima í ráðum á vegum félagsins. - Starfsfólki í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi boðið af stjórn í matarboð á heimili stjórnarmanns. - Skipuð stjórn verkefnisins Jól í skókassa og unnar samþykktir fyrir verkefnið. Formfesting verkefnisins. - Fundur í Vestmannaeyjum 28. september 2013. Auður Pálsdóttir, Sveinn Valdimarsson, Gyða Karlsdóttir og Jóhann Þorsteinsson funduðu með fulltrúum úr stjórn KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum, þeim Guðmundi Erni Jónssyni formanni, Huldu Líney Magnúsdóttur gjaldkera og Gísla Stefánssyni starfsmanni KFUM og KFUK. - Skipulagt samráðsþing stjórna, ráða og starfsfólks KFUM og KFUK á Íslandi helgina 11.-13. október 2013. Sjá nánar síðar í þessum kafla. - Þátttaka í tveimur formannafundum sumarbúðanna, Auður Pálsdóttir formaður og Gyða Karlsdóttir framkvæmdastjóri. - Undirbúningur og móttaka borgarfulltrúa á degi sjálfboðaliðans 5. desember. - Þátttaka í jólasamveru leiðtoga 6. desember 2013. - Skipulagning og framkvæmd flugeldasölu KFUM og KFUK, Auður Pálsdóttir formaður. - Undirbúningur og skipulagning á hátíðar- og inntökufundi KFUM og KFUK á Íslandi 11. febrúar 2014. Öflun nýrra félaga. Sjá nánar síðar í kaflanum. - Unnið álit að beiðni ríkisvaldsins um fjölskyldustefnu, Anna Elísa Gunnarsdóttir og Gísli Davíð Karlsson. - Þátttaka í stofnun mannréttindanefndar KFUM og KFUK, Þórunn Arnardóttir. - Undirbúningur vegna aðalfundar og fulltrúaráðsfundar KFUM og KFUK á Íslandi 5. apríl 2014. - Fjármál; farið yfir fjárhagsuppgjör ársins reglulega, gerð fjárhagsáætlun. - Undirritaður verksamningur við Fagverk vegna framkvæmda á lóð Holtavegar 28 vegna Leikskóla KFUM og KFUK. - Skipulagður fundur með starfsstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi til þess að ræða framlög starfsstöðva í sameiginlegum kostnaði, Sveinn Valdimarsson gjaldkeri. - Tilnefning Birgis Ásgeirssonar í stjórn Evrópusambands KFUM. - Skipaðir fulltrúar félagsins á heimsþing KFUM í Colorado sem fram fer í júlí 2014. - Þátttaka í norrænu samstarfi, fundum og námskeiðum erlendis. - Og margt fleira. Skipting í ráð á vegum KFUM og KFUK á Íslandi Stjórnin skiptir með sér málaflokkum með því að taka þátt í ráðum á vegum félagsins: Alþjóðaráð: - Anna Elísa Gunnarsdóttir - Birgir Ásgeirsson,


- - - -

Hildur Björg Gunnarsdóttir, Jóhanna Sesselja Erludóttir, Sólveig Reynisdóttir, Tinna Rós Steinsdóttir.

Æskulýðsráð: - Gísli Davíð Karlsson - Daría Rudkova - Arnór Heiðarsson - Ástríður Jónsdóttir Samfélagsráð: - Þórunn Arnardóttir - Hreinn Pálsson Kynningarmál: - Óskar Birgisson

Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður ÍTR, heimsótti KFUM og KFUK á degi sjálfboðaliðans 5. desember og hitti við það tækifæri nokkra sjálfboðaliða sem sögðu henni frá því hvaða gildi sjálfboðastarf í KFUM og KFUK hefði fyrir þau.

Mannréttindaráð: - Þórunn Arnardóttir - Hildur Björg Gunnarsdóttir - Kristín Sveinsdóttir - Jóhanna Sesselja Erludóttir Í ráðunum starfar stjórnarfólk ásamt öðrum sjálfboðaliðum að tilteknum málaflokki. Um starf ráðanna má lesa nánar í viðeigandi köflum síðar í skýrslunni. Tengiliðir við stjórnir starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi: - Anna Elísa Gunnarsdóttir var tengiliður stjórnar við stjórn Vindáshlíðar. - Páll Ágúst Ólafsson var tengiliður við stjórn Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK. - Jónína Erna Arnardóttir var tengiliður við stjórn Ölvers. - Sveinn Valdimarsson var tengiliður við stjórn starfsstöðvarinnar á Akureyri og stjórn Hólavatns. - Óskar Birgisson var tengiliður við stjórn Vatnaskógar. - Hreinn Pálsson var tengiliður við stjórn Kaldársels. - Gísli Davíð var tengiliður við stjórn starfsstöðvarinnar í Vestmannaeyjum. - Daría Rudkova var tengiliður við stjórn starfsstöðvarinnar á Suðurnesjum.

Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi er vel sóttur, jafnt af yngra sem eldra félagsfólki.

Markmiðið með skipun tengiliða er að auka tengslin við starfstöðvar félagsins og efla upplýsingastreymi. Samráðsþing í Vatnaskógi Dagana 11.–13. október 2013 var forystufólki í starfi KFUM og KFUK á Íslandi boðið til samráðsþings sjötta skiptið í röð. Þátttaka var mjög góð og átti kraftmikill hópur saman yndislega helgi í Vatnaskógi. Í ár var sjónum beint að því hvernig við í starfi KFUM og KFUK mætum þörfum samfélagsins okkar í dag, ekki síst þörfum barna og ungs fólks sem býr við misjöfn kjör og margbrotnar áskoranir. Á föstudeginum ræddi Bóas Valdórsson sálfræðingur um forsendur heilbrigðs sjálfstrausts hjá börnum og unglingum og hvernig okkar starf hefur góð áhrif á mótun sjálfsmyndar þeirra. Á laugardeginum fjallaði Rúnar Vilhjálmsson prófessor í HÍ um hvað við getum lært af rannsóknum um aðstæður, líðan og lífsstíl íslenskra

Á hátíðar- og inntökufundinum í febrúar fögnuðum við 46 nýjum félögum í KFUM og KFUK.

7


Forysta félagsins hittist á samráðsþingi í Vatnaskógi í október og margir tóku maka og börn með sér. Frábær stemmning var í Vatnaskógi þar sem saman fór gott samfélag, gleði og útivist og samtal um hvernig gera megi gott félag ennþá betra.

skólabarna. Í kjölfarið var unnið í þremur hópum. Einn hópurinn fjallaði um hvernig breyta megi áherslum í starfinu til að ná betur til innflytjendabarna, annar rýndi í hvaða börnum líður vel og hverjum síður og hvað við getum gert til að stuðla að lífsánægju og vellíðan barnanna. Sá þriðji ræddi um hvernig við getum í starfi okkar eflt heilbrigðan lífsstíl og verið börnunum fyrirmynd. Í eftirmiðdaginn voru þrjár málstofur þar sem sjónum var beint að leiðtogunum í starfinu okkar, því hvernig við notum samfélagsmiðla í samskiptum við unga fólkið og samstarf foreldra og aðkomu þeirra að starfi félagsins. Um kvöldið var Anna Elísabet Gestsdóttir deildarstjóri og grunnskólakennari með hugleiðingu um hvernig við getum byrjað snemma á því að hjartanæra einstaklinga. Þrif og matargerð var í höndum sjálfboðaliða sem sinntu hópnum af alúð og dagskrá fyrir börnin var í höndum sjálfboðaliða úr starfinu okkar. Hátíðar- og inntökufundur Á hverju ári eru nýir félagar í KFUM og KFUK formlega boðnir velkomnir í félagið á sérstökum hátíðar- og inntökufundi sem að þessu sinni fór fram þriðjudaginn 11. febrúar í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Dagskrá fundarins var í senn hátíðleg og skemmtileg. Um stjórn fundarins sá Tómas Torfason. Boðið var upp á glæsilegan kvöldverð og fjölbreytt skemmtiatriði; Karlakór KFUM söng nokkur lög, Einar Clausen tenór söng og skemmti gestum, stórsveit KSS flutti tvö lög og Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson voru með uppistand. Um inntöku nýrra félaga sáu Auður Pálsdóttir og Sveinn Valdimarsson, en 46 nýir félagar gengu í félagið á þessu starfsári. Sr. Páll Ágúst Ólafsson endaði fundinn með hugleiðingu. Undirbúningur fundarins var allur í höndum stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi. Þátttaka í fundum og námskeiðum erlendis Auður Pálsdóttir formaður og Gyða Karlsdóttir framkvæmdastjóri tóku þátt í norrænum formanna- og framkvæmdastjórafundi í Noregi 24.-26. janúar 2014. Birgir U. Ásgeirsson, í stjórn KFUM í Evrópu, tók einnig þátt í fundinum. Sveinn Valdimarsson gjaldkeri og Þorsteinn Arnórsson og 8

Berglind Einarsdóttir starfsmenn, tóku þátt í fjáröflunarnámskeiði á vegum KFUM í Evrópu sem fram fór í Brussel 23.–26. janúar 2014. Þá tóku Auður Pálsdóttir og Sveinn Valdimarsson þátt í Evrópumóti KFUM sem fram fór 4.–10. ágúst 2013 og sótti Auður við sama tækifæri móttöku í tékkneska utanríkisráðuneytinu 8. ágúst vegna 40 ára afmælis KFUM í Evrópu. Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi KFUM og KFUK á Íslandi starfrækir Þjónustumiðstöð í félagshúsinu að Holtavegi 28 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin er opin alla virka daga kl. 9–17. Gyða Karlsdóttir er framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi og ber ábyrgð á rekstri Þjónustumiðstöðvarinnar. Með henni starfa: Þorsteinn Arnórsson, fjármálastjóri, Klara V. Þórhallsdóttir sem sér um bókhald og rekstur, Berglind Ósk Einarsdóttir þjónustufulltrúi og ritstjóri fréttabréfs, netfrétta og heimasíðu, Hjördís Rós Jónsdóttir æskulýðsfulltrúi, Petra Eiríksdóttir æskulýðsfulltrúi, og Magnea Sverrisdóttir sem er í hálfu starfi hjá KFUM og KFUK og hálfu starfi sem skóladjákni KSH. Magnea leysir sr. Jón Ómar Gunnarsson af á meðan hann er í árs námsleyfi. Sviðsstjóri Æskulýðssviðs er Jóhann H. Þorsteinsson, en hann er með starfsaðstöðu í Sunnuhlíð á Akureyri, auk þess sem hann kemur reglulega suður og vinnur með starfsfólki í Þjónustumiðstöðinni. KFUM og KFUK á Íslandi er ennfremur með starfsmann í hlutastarfi (15%) í Vestmannaeyjum, en það er Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi. Sumarstarfsmenn í Þjónustumiðstöðinni sumarið 2013 voru Arna Auðunsdóttir og Hilmar Jónsson. Þá var Hákon Arnar Jónsson í hlutastarfi sem verkefnisstjóri fyrir þátttöku okkar í Evrópumóti KFUM sem fram fór í Prag í ágúst. Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir starfaði sem þjónustufulltrúi í Þjónustumiðstöðinni hluta starfsársins, en lét af störfum í september. Í Þjónustumiðstöðinni er einnig skrifstofa framkvæmdastjóra Vatnaskógar, Ársæls Aðalbergssonar.


2. Æskulýðsstarf Æskulýðsstarf er kjarnastarfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. Markmið félagsins er að bjóða ungu fólki að taka þátt í að skapa jákvætt félagsstarf sem mætir hverjum einstaklingi af umhyggju og virðingu og stuðlar að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þátttakenda. Í KFUM og KFUK fær ungt fólk tækifæri til að vaxa í vitund um sjálft sig, um aðra, um samfélagið í kringum okkur og um lifandi Guð. Með þátttöku í starfinu öðlast einstaklingar færni til að hafa áhrif til breytinga á þessum sviðum. Sjálfboðaliðar sem hafa í gegnum eigin þátttöku þroskast og vaxið til ábyrgðar bera uppi starfið og fá til þess þjálfun og fræðslu og finna til ábyrgðar að skila til samfélagsins eftir að hafa sjálfir notið góðs af starfinu sem börn. Það er því mikilvægt verkefni stjórnar og starfsfólks félagsins að hlúa að sjálfboðaliðunum og veita þeim tækifæri til virkrar þátttöku í starfinu. Félagsdeildir KFUM og KFUK starfsárið 2013–2014 Á liðnu starfsári voru starfræktar 26 félagsdeildir á haustmisseri en 28 á vormisseri. Er það samdráttur frá fyrra starfsári en fjöldi leiðtoga er þó svipaður en um eitt hundrað leiðtogar, sjálfboðaliðar og starfsmenn starfa í deildastarfinu. Nokkur ástæða er til að hafa áhyggjur af þátttöku í starfi yngri deilda og á það sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið. Eflaust hafa margir samverkandi þættir þar áhrif en nefna má auglýsingabann í skólum, aukinn fjölda íþróttaæfinga í viku meðal yngri barna og aukinn opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir börn á miðstigi. Nauðsynlegt er fyrir félagið að leita lausna svo hægt verði að halda áfram með öflugt

æskulýðsstarf undir merki KFUM og KFUK og er vinna hafin á vegum æskulýðsráðs félagsins að greina stöðu æskulýðsstarfsins og leita leiða til eflingar æskulýðsstarfsins og stefnumörkunar til næstu ára.

Börn 9-12 ára

Vikulegir fundir í hefðbundnum félagsdeildum og ýmsir sameiginlegir viðburðir og ferðalög. Skemmtileg og uppbyggileg dagskrá er útbúin og skipulögð fyrir börnin.

Unglingar 13-15 ára

Vikulegir fundir í hefðbundnum deildum. Þátttakendur taka meiri þátt í að skipuleggja dagskrána, með styrkri leiðsögn og frumkvæði frá leiðtogum. Einnig er boðið upp á sumarbúðadeildina Skógarvini og listadeildirnar Skapandi, sem eru starfræktar nokkrum sinnum á hvoru misseri.

Ungmenni 16-25 ára

Þátttakendur stýra dagskrá og verkefnum að mestu sjálf með dyggri aðstoð frá starfsfólki æskulýðssviðs. Fjölbreytni verkefna er mikil, og felur til dæmis í sér fjöllistahópinn Ten Sing, fjölbreytt leiðtogaverkefni, ýmis Evrópuverkefni og fleira.

Nálgun í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK er þrískipt. Því eldri sem þátttakendur eru því meira vægi hafa þeir sjálfir í mótun starfsins.

9


Yfirlit yfir félagsdeildir, forstöðufólk og leiðtoga veturinn 2013-2014 YD KFUM og KFUK Bústaðakirkja Berglind Ólafsdóttir – Forstöðukona Ásthildur (Didda) Guðmundsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir (vorönn) Þátttakendur á haustönn: 26 Þátttakendur á vorönn: 14 YD KFUM og KFUK Digraneskirkju Unnar Freyr Erlendsson - Forstöðumaður Sóley Björk Atladóttir Andri Lórentzson Þátttakendur á haustönn: 15 Þátttakendur á vorönn: 18 UD KFUM og KFUK Fella- og Hólakirkju Berglind Ósk Einarsdóttir – Forstöðukona Sólveig Reynisdóttir Þórður Líndal Þórsson Gunnar Hrafn Sveinsson Victor Alexander Guðjónsson Þátttakendur á haustönn: 20 Þátttakendur á vorönn: 55 YD KFUM og KFUK Grensáskirkju Salóme Jórunn Bernharðsdóttir – Forstöðukona (haustönn) Blær Elíasson – Forstöðumaður (vorönn) Vilborg Pála Eiríksdóttir Þórhildur Einarsdóttir Þátttakendur á haustönn: 12 Þátttakendur á vorönn: 30 UD KFUM og KFUK Grensáskirkju Daníel Bergmann - Forstöðumaður Dagrún Linda Barkardóttir Steinarr Hrafn Höskuldsson Ásta Guðrún Guðmundsdóttir Rebekka Sveinbjörnsdóttir Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir Þátttakendur á haustönn: 9 Þátttakendur á vorönn: 11 UD KFUM og KFUK í Fríkirkjunni í Reykjavík Daníel Bergmann – Forstöðumaður Ísak Henningsson Þátttakendur á haustönn:10 Þátttakendur á vorönn: 3 YD KFUM og KFUK í Grafarholti (vorönn) Hjördís Rós Jónsdóttir Petra Eiríksdóttir Þóra Björg Sigurðardóttir Þátttakendur á vorönn: 40

10

YD KFUK Holtavegi Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir Forstöðukona Agnes Þorkelsdóttir Sesselja Kristinsdóttir Þátttakendur á haustönn: 12 Þátttakendur á vorönn: 12 YD KFUM og KFUK Hveragerðiskirkju Pálína Agnes Baldursdóttir – Forstöðukona Davíð Ernir Kolbeins Matthías Hlífar Pálsson Þátttakendur á haustönn: 60 Þátttakendur á vorönn: 60 UD KFUM og KFUK Hveragerðiskirkju Hreinn Pálsson – Forstöðumaður Pétur Ragnhildarson - Forstöðumaður Pálína Agnes Baldursdóttir Davíð Ernir Kolbeins Matthías Hlífar Pálsson Þátttakendur á haustönn: 30 Þátttakendur á vorönn: 30 YD KFUM og KFUK Grindavíkurkirkju Telma Ýr Birgisdóttir – Forstöðukona (haustönn) Þóra Jenny Benónýsdóttir – Forstöðukona (vorönn) Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir – Forstöðukona Blær Elíasson (vorönn) Tinna Dögg Birgisdóttir Ragnheiður Haraldsdóttir Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir Elín Björg Eyjólfsdóttir Haukur Arnórsson Inga Bjarney Ólafsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Ólafur Þór Unnarsson Rannveig Ósk Hjaltadóttir Þátttakendur á haustönn: 60 Þátttakendur á vorönn: 35 UD KFUM og KFUK Grindavíkurkirkju Telma Ýr Birgisdóttir – Forstöðukona (haustönn) Þóra Jenny Benónýsdóttir – Forstöðukona (vorönn) Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir – Forstöðukona Blær Elíasson (vorönn) Tinna Dögg Birgisdóttir Ragnheiður Haraldsdóttir Þátttakendur á haustönn: 70 Þátttakendur á vorönn: 70

VD KFUM og KFUK Hátúni (Reykjanesbæ) Brynja Eiríksdóttir – Forstöðukona Erla Guðmundsdóttir – Forstöðukona Adam Sveinsson Ásdís Birta Magnúsdóttir Gná Elíasdóttir Inga María Henningsdóttir Ísak Rúnar Ólafsson Þátttakendur á haustönn: 25 Þátttakendur á vorönn: 25 YD KFUM Hátúni (Reykjanesbæ) Sveinn Valdimarsson – Forstöðumaður Þorsteinn Helgason Ívar Karl Sveinsson Gnýr Elíasson Pétur Árnason Adam Sveinsson Þátttakendur á haustönn: 29 Þátttakendur á vorönn: 29 YD KFUK Hátúni (Reykjanesbæ) Sigurbjört Kristjánsdóttir – Forstöðukona Agnes Sigurþórsdóttir Bryndís Sunna Guðmundsdóttir Elín Pálsdóttir Gná Elíasdóttir Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Þátttakendur á haustönn: 40 Þátttakendur á vorönn: 40 UD KFUM og KFUK Hátúni (Reykjanesbæ) Björk Guðnadóttir – Forstöðukona Brynja Eiríksdóttir – Forstöðukona Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir Alexandra Ýr Auðunsdóttir Ívar Karl Sveinsson Þóra Jenny Benónýsdóttir Þátttakendur á haustönn: 56 Þátttakendur á vorönn: 56 YD KFUM og KFUK Akurskóla (Ytri Njarðvík) Óskar Birgisson – Forstöðumaður Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir Jón Grétar Sverrisson Sóley Bjarnadóttir Þátttakendur á haustönn: 20 Þátttakendur á vorönn: 20


YD KFUK Lindakirkju Ásta Guðrún Guðmundsdóttir – Forstöðukona Kristín Gyða Guðmundsdóttir – Forstöðukona Þátttakendur á haustönn: 30 Þátttakendur á vorönn: 23 YD KFUM Lindakirkju Guðni Már Harðarson – Forstöðumaður Axel Valur Þórisson Eyþór Örn Hafliðason Þátttakendur á haustönn: 12 Þátttakendur á vorönn: 12 UD KFUM og KFUK Lágafellskirkju Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson – Forstöðumaður Kolfinna Rut Haraldsdóttir Kristbjörg Steingrímsdóttir Margeir Haraldsson Sandra Pétursdóttir Sjafnar Björgvinsson Thelma Dögg Haraldsdóttir Unnar Freyr Erlendsson Þátttakendur á haustönn: 20 Þátttakendur á vorönn: 33 YD KFUK Seljakirkju Margrét Reynisdóttir – Forstöðukona Ingunn Þorsteinsdóttir (haustönn) Steinunn Þorsteinsdóttir (haustönn) Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir (haustönn) Ástríður Jónsdóttir (vorönn) Skráðar á haustönn: 6 Þátttakendur á vorönn: 3

YD KFUK Akureyri Sigrún Birna Guðjónsdóttir – Forstöðukona Katrín Harðardóttir Brynhildur Bjarnadóttir Ragnheiður Harpa Arnardóttir Andrea Ösp Karelsdóttir (vorönn) Bára Dís Sigmarsdóttir Ída Hlín Steinþórsdóttir Sara Rut Jóhannsdóttir Telma Guðmundsdóttir Valdís Sigurðardóttir (vorönn) Þátttakendur á haustönn: 36 Þátttakendur á vorönn: 30 UD KFUM og KFUK Akureyri Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Ragnheiður Sverrisdóttir – Forstöðukona Hafþór Freyr Líndal Lárus Óskar Sigmundsdóttir Þátttakendur á haustönn: 38 Þátttakendur á vorönn: 28 Ten sing á Akureyri (vorönn) Lárus Óskar Sigmundsson Eiður Smári Elfarsson Sindri Snær Konráðsson Herdís Júlía Júlíusdóttir Þátttakendur á vorönn: 12

YD KFUM og KFUK Borgarnesi Eygló Lind Egilsdóttir - Forstöðukona Marta Lind Róbertsdóttir Þátttakendur á haustönn:12 Þátttakendur á vorönn: 12 UD KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Gísli Stefánsson – Forstöðumaður Alma Lísa Hafþórsdóttir Ásgeir Þór Þorvaldsson Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir Ingi Þór Halldórsson Ísak Máni Jarlsson Mirra Björgvinsdóttir Sandra Dís Pálsdóttir Svanhildur Eiríksdóttir Thelma Lind Halldórsdóttir Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir Þorbjörg Lind Óttarsdóttir Þátttakendur á haustönn: 40 Þátttakendur á vorönn: 40 YD KFUM og KFUK á Patreksfirði María Gunnlaugsdóttir – Forstöðukona Þátttakendur á haustönn: 10 Þátttakendur á vorönn: 15

YD KFUM Akureyri Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Hafþór Freyr Líndal Guðlaugur Sveinn Hrafnsson Ríkharður Ólafsson Þátttakendur á haustönn: 28 Þátttakendur á vorönn: 20

Börnum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK gefst tækifæri til að taka þátt í fjölmörgum viðburðum á vegum félagsins. Félagsheimili KFUM og KFUK á Holtavegi var breytt í brennóvöll einn laugardag í mars. Þangað komu ríflega 50 börn af höfuðborgarsvæðinu, Grindavík og Reykjanesbæ ásamt leiðtogum, foreldrum og systkinum til mikillar brennó- og leikjahátíðar.

11


dag og gátu svo tekið þátt í hátíðinni líkt og aðrir þátttakendur. Þá buðu Íslendingarnir upp á 9 smiðjur (e. workshop) á hátíðinni. Námskeiðin sem boðið var upp á voru: - Zumbakennsla – Kristín Gyða Guðmundsdóttir og Ásta Guðrún Guðmundsdóttir. - Kynning á námskeiðinu Verndum þau – Hjördís Rós Jónsdóttir og Petra Eiríksdóttir. - Öskupokagerð – gleðipokar (í boði tvisvar) – Hákon Arnar Jónsson, Tinna Rós Steinsdóttir og Brynja Eiríksdóttir. - Jesúganga – Sólveig Reynisdóttir og íslenska Pragdeildin. - Vinabandagerð (í boði tvisvar) – Hákon Arnar Jónsson, Telma Ýr Birgisdóttir og Petra Eiríksdóttir. - Hláturjóga – Daníel Bergmann. - Kompásverkefni – Jóhann Þorsteinsson. Á Evrópuhátíð KFUM í Prag byrjaði hver dagur á samveru íslenska hópsins þar sem var dansað, sungið, leikið og hlustað á ritningarlestur dagsins og bæn. Yfir eitt hundrað þátttakendur voru frá Íslandi, en á mótinu voru um 5000 þátttakendur víða að úr heiminum.

Viðburðir og verkefni í æskulýðsstarfinu Evrópuhátíð KFUM í Prag Evrópuhátíð KFUM var haldin í Prag dagana 4.–10. ágúst 2013 og bar hún yfirskriftina Love 2 live eða Elskum lífið. Hátíðin hefur verið haldin á 5 ára fresti og er þetta í þriðja skiptið sem hún er haldin í Prag. Hátíðin gekk vel fyrir sig og var íslenski hópurinn einstaklega virkur og sýnilegur þetta árið enda rúmlega 100 íslensk ungmenni sem lögðu land undir fót. Einn af leiðtogum okkar, Unnar Freyr Erlendsson, flutti til Prag haustið 2012 þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði á vegum KFUM í Evrópu við undirbúning hátíðarinnar. Þær Dagrún Linda Barkardóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir og Pálína Agnes Baldursdóttir voru hluti af alþjóðlegu kristniboðsteymi sem kallast Mission possible. Hópurinn samanstóð af ungu fólki frá sjö þjóðum úr fjórum heimsálfum og var hlutverk þeirra meðal annars að hvetja þátttakendur til að mæta á lofgjörðarstundir og guðsþjónustur meðan á hátíðinni stóð. Hópurinn hittist í Þýskalandi viku fyrir hátíðina til að undirbúa vinnu sína. En Ísland átti fleiri fulltrúa í Prag. Þau Daníel Bergmann og Daría Rudkova eru fulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi í verkefninu Breytingafulltrúar (e. Change agents), sem er sérstakt verkefni Heimssambands KFUM til tveggja ára. Hópur þessara breytingarfulltrúa hittist í Prag og tók þátt í fjölbreyttri þjálfun og fræðslu. Þau lærðu meðal annars um sögu félagsins og fengu kynningu á verkefnum sem félagið stendur fyrir. Á lofgjörðarkvöldi hátíðarinnar sáu Íslendingar um eina guðsþjónustu undir yfirskriftinni „Eldur og ís“. Sr. Jón Ómar Gunnarsson stýrði henni ásamt sr. Sigurvini Jónssyni. Þeir fengu til liðs við sig þau Hákon Arnar Jónsson, Rakel Brynjólfsdóttur, Sólveigu Reynisdóttur, Kristínu Gyðu Guðmundsdóttur, Ástu Guðrúnu Guðmundsdóttir, Vilborgu Pálu Eiríksdóttur, Birki Bjarnason, Lárus Óskar Sigmundsson og Jón Guðmann Pálsson. Guðsþjónustan tókst einstaklega vel og hana sótti stór hópur ungs fólks. Á hátíðinni var settur upp söngleikur sem sýndur var á hverju kvöldi sem nokkurs konar framhaldssaga. Þátttakendur hátíðarinnar gátu sótt um að fá að taka þátt í honum og voru þau Ásthildur Guðmundsdóttir og Ingi Hrafn Pálsson valin úr hópi umsækjenda. Einnig tóku þær Bergey Flosadóttir og Vilborg Pála Eiríksdóttir þátt í tónlistarflutningi kvölddagskrárinnar. Berglind Ólafsdóttir og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir voru sjálfboðaliðar á hátíðinni og sinntu þær fyrstu hjálp á vettvangi. Þær unnu sex tíma á 12

Allar smiðjurnar voru vel sóttar og mikil ánægja meðal þeirra sem sóttu þær. Á hverjum morgni hittist íslenski hópurinn og átti saman góðar og

uppbyggjandi stundir. Hlúð var að líkama, sál og anda með Guðsorði, samhristingi og sprelli auk léttra leikfimisæfinga. Hákon Arnar hélt utan um stundirnar með aðstoð frá æskulýðssviði. Eins og sjá má voru íslensku þátttakendurnir mjög virkir og áberandi. Þeirra framlag til hátíðarinnar var dýrmætt og gerir upplifun þeirra eftirminnilegri. Þátttaka í svona fjölmennri hátíð er ávallt lærdómsrík og getur íslenski hópurinn verið einstaklega stoltur af sínu framlagi þetta árið. Veðrið setti strik í reikninginn þar sem gríðarlegur stormur gekk yfir svæðið með tilheyrandi rigningu. Opnunarhátíð mótsins frestaðist því um einn dag en það kom ekki að sök því Íslendingarnir nýttu dagana sem eftir voru til hins ýtrasta. Verkefnisstjóri íslenska hópsins var Halldór Elías Guðmundsson en er hann lét af störfum í mars 2013 tók Hákon Arnar Jónsson við keflinu og sinnti því verkefni í hlutastarfi fram yfir hátíðina. Þátttaka í landsmóti kirkjunnar Landsmót ÆSKÞ var haldið í Reykjanesbæ 25.–27. október. Unglingadeildir KFUM og KFUK í Keflavík, Grindavík og Vestmannaeyjum tóku þátt í mótinu enda er KFUM og KFUK í góðu og virku samstarfi við sóknarkirkjur þessara staða. Mótið tókst vel í alla staði og söfnuðu þátttakendur mótsins fé fyrir innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar. Hæfileikasýning yngri deilda Bryddað var upp á þeirri nýjung að halda hæfileikasýningu yngri deilda í fyrsta sinn í nóvember síðastliðnum. Sýningin tókst með afbrigðum vel og vonum við svo sannarlega að þessi atburður festist í sessi og að við sjáum enn fleiri krakka stíga á stokk á næsta ári. Fjölmargar deildir tóku þátt og léku þátttakendur á alls oddi með söngatriðum, dansi, leikþáttum, töfrabrögðum og fleiru sem gladdi áhorfendur. Alls voru atriðin 24. Á sýninguna mættu ótal gestir eins og foreldrar, systkini, ömmur, afar og vinir og var almenn ánægja með sýninguna. Okkur þótti sérstaklega vænt um að fá þessa gesti, við færðumst nær þeim og gátum líka gefið þeim innsýn í það sem við erum að gera og hvað við stöndum fyrir. Þá vorum við svo heppin að fá töframanninn Einar einstaka í heimsókn til að sýna nokkur töfrabrögð og um leið að vera krökkunum hvatning um að rækta þá hæfileika sem Guð gaf þeim og til að nota þá rétt. Það er dýrmætt að gefa krökkunum í starfinu tækifæri til þess að koma fram og að leyfa öðrum að njóta hæfileika þeirra enda er skýrt markmið félagsins okkar að leggja rækt við líkama, sál og anda og það var svo sannarlega gert á þessari frábæru hæfileikasýningu.


Sleepover UD Í ár buðum við upp á nýjan viðburð fyrir unglingadeildir KFUM og KFUK. „Sleepover UD“ var haldið á tveimur stöðum á landinu dagana 15.–16. nóvember. Um 70 unglingar frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurnesjunum gistu í Keflavíkurkirkju og var þeirri heimsókn vel stýrt af frábærum hópi leiðtoga úr Keflavík. Krakkarnir tóku þátt í „Verkefninu ómögulega“ þar sem þau ferðuðust um bæinn til að leysa ýmis verkefni. Eftir kvöldmatinn tóku við þrautir, leikir og spjall meðal unglinganna. Krakkarnir voru líka hæstánægðir með að hitta krakka úr öðrum deildum. Á sama tíma hittust 20 unglingar úr UD KFUM og KFUK og Glerárkirkju á Hólavatni. Þar var frábær dagskrá í boði og sérstök áhersla lögð á verkefnið Stöðvum fátækt! Jól í skókassa Líkt og undanfarin ár hefur verkefnið Jól í skókassa fengið góða umfjöllun innan deildastarfs KFUM og KFUK. Margar deildir voru með sérstakan fund fyrir verkefnið þar sem börnin fengu kynningu á Úkraínu og verkefninu sjálfu og útbjuggu svo í kjölfarið skókassa með gjöfum. Sumar deildir nýttu verkefnið til að efla foreldrasamstarfið og buðu foreldrum með á fundinn. Verkefnið hefur mikið samfélagslegt gildi og gaman er að geta tekið þátt í því. Nánar má lesa um verkefnið Jól í skókassa í 7. kafla. Landsmót unglingadeilda Dagana 21.–23. febrúar var Landsmót unglingadeilda KFUM og KFUK haldið í Vatnaskógi. Mótið bar yfirskriftina „Lífið í plús“ en með því vildum við einblína á alla plúsana í lífi okkar og það jákvæða sem Guð hefur gefið okkur. Um 150 manns voru í Vatnaskógi og tóku þátt í fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Unnið var með hlátur, hrós og sjálfsmynd svo einhver dæmi séu tekin auk þess sem þátttakendur lærðu um verkefnið Stöðvum fátækt. Íþróttahúsið var einnig vel nýtt sem og heitu pottarnir. Perla Magnúsdóttir og Hákon Arnar Jónsson sáu um að halda uppi stuðinu á kvöldvökunum og hljómsveitin Sálmari sá um tónlistina auk þess að halda frábært ball á laugardagskvöldinu. Fræðsla mótsins var í höndum þeirra Magneu Sverrisdóttur, Ragnheiðar Sverrisdóttur og Jóhanns Þorsteinssonar. Leiðtogarnir stukku svo í hin ýmsu hlutverk og ekki skipti máli hvort um var að ræða uppvask, skemmtiatriði, ratleik eða gangavakt, öllum verkefnum sinntu þeir með bros á vör. Þátttakendur mótsins voru frábærir og var umtalað hversu jákvæður og flottur hópur var þarna saman kominn. Starfsfólk æskulýðssviðs er afar þakklátt fyrir alla þá sem lögðu hönd á plóginn til að gera þetta mót að veruleika og svo vel úr garði sem raun bar vitni um. Landsþing unga fólksins í KFUM og KFUK Sunnudaginn 23. febrúar komu saman um eitt hundrað unglingar, 13–16 ára, úr æskulýðsstarfi KFUM og KFUK og héldu sitt árlega Landsþing. Landsþingi unga fólksins var stjórnað af lýðræðislega kjörnu ungmennaráði sem er skipað fulltrúum úr öllum unglingadeildum KFUM og KFUK á Íslandi. Á þinginu var fjallað um þá neikvæðu ímynd sem stundum birtist af unglingum þegar því er haldið fram að unglingar séu upp til hópa latir, ókurteisir og hangi öllum stundum í tölvunni eða séu háðir símanum. Unglingarnir upplifa slíkar staðalmyndir sem ósanngjarnar og vilja gera það sem þeir geta til að vekja athygli á þeim mikla meirihluta ungs fólks sem með virkri þátttöku og jákvæðni tekst á við lífið og þær áskoranir sem fylgja því. Þá var nokkur umræða um hversu dómharðir unglingar geta verið og nefndu þeir sem dæmi hversu mikið er lagt upp úr merkjavöru, bæði í fatnaði og í raftækjum. Lítið umburðarlyndi virðist vera fyrir því að vera

Hressar stelpur bregða á leik í vorferð yngri deilda en hápunktur ferðarinnar er yfirleitt ratleikur þar sem krakkarnir leysa ýmsar þrautir í litlum hópum.

Landsmót unglingadeilda var haldið í Vatnaskógi í febrúar. Yfirskrift mótsins í ár var Lífið í plús og þessar flottu stelpur frá Akureyri voru jákvæðar og hressar eins og reyndar allir unglingarnir á mótinu.

13


öðruvísi og allir eru að keppast við að falla inn í hópinn. Þessu vilja unglingarnir í KFUM og KFUK reyna að breyta með því að ganga á undan og sýna aukið umburðarlyndi og forðast það að fella dóma um náungann sem byggja oftar en ekki á fordómum eða þörf til að upphefja sjálfan sig. Með auknu umburðarlyndi má fagna fjölbreytileikanum, auka vellíðan og draga úr einelti. Brennómót YD Það var fjörugur hópur 9–12 ára barna sem tók þátt í árlegu brennómóti yngri deilda KFUM og KFUK nú í mars. Við leggjum áherslu á að rækta líkama, sál og anda og bjóðum því upp á starf sem miðar að öllum þessum þáttum. Mótið var haldið í húsi félagsins á Holtavegi í annað sinn, en því var breytt í brennóvöll. Þátttakendur voru úr starfinu í Reykjavík, Kópavogi, Grindavík og Reykjanesbæ ásamt foreldrum. Mikið fjör og spenna ríkti í hópnum enda mikið um að vera. Þátttakendur nutu sín í brennóinu, margskonar leikjum, söng og sprelli. Leiðtogar og sjálfboðaliðar héldu utan um fjörið og sýndu leikrit, buðu andlitsmálun, stýrðu þrautabrautinni minute to win it og stóðu fyrir spilum og spjalli. Það er þakkarvert hversu margir tóku þátt í þessum sameiginlega viðburði og ánægjulegt að fá foreldrana með okkur. Brennómótið hefur fest sig í sessi sem skemmtilegur viðburður þar sem allir fá að njóta sín. Vorferðir YD Í aprílmánuði síðasta árs héldu um 160 börn á aldrinum 9–12 ára í vorferðir yngri deilda KFUM og KFUK. Farið var í Vatnaskóg og á Hólavatn. Ferðirnar mörkuðu lok vetrarstarfs félagsins. Í Vatnaskóg fóru deildir af höfuðborgarsvæðinu, úr Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Borgarnesi en á Hólavatn fóru börn frá Akureyri. Dagskráin tók mið af yfirskrift ferðarinnar sem var „Fögnum og verum glöð“ og voru börnin glöð í allri vinnu sinni. Dagskráin miðaði að því að fræða börnin og um leið að skapa góðar og dýrmætar minningar. Það gerðum við með kvöldvöku, spennandi ævintýraratleik, fræðslu, Guðs orði, söng, útiveru, brjóstsykursgerð, orrustu og síðast en ekki síst samveru í góðum hópi í dásamlegu umhverfi. Stöðvum fátækt – Stop Poverty Verkefnið Stöðvum fátækt (e. Stop Poverty) er herferð ungs fólks gegn fátækt í heiminum. Markmið herferðarinnar er að efla og hvetja ungt fólk til að vekja athygli á fátækt heimsins, berjast gegn rót vandans án ofbeldis og búa til betra samfélag. Fyrsta skref herferðarinnar er að auka fræðslu um fátækt og beita stjórnvöld og aðra valdamenn þrýstingi til að breyta áherslum, stefnum og stjórnarfari. Herferðin er verkefni á vegum Y Global sem er alþjóðavettvangur KFUKKFUM í Noregi og var hún kynnt íslenskum þátttakendum á Evrópuhátíð KFUM í Prag. Í kjölfarið voru þrír sjálfboðaliðar sem gáfu kost á sér til að skipa stýrihóp og hefja kynningu hér á landi á þessu mikilvæga verkefni. Í stýrihópnum eru Daría Rudkova, Perla Magnúsdóttir og Pétur Ragnhildarson. Þau hafa á liðnu starfsári ýtt verkefninu úr vör og kynntu það meðal annars á Landsmóti æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar í október og á landsmóti unglingadeilda KFUM og KFUK í febrúar. Þá útbjuggu þau sérstakan þemafund um verkefnið fyrir deildastarfið sem verður hluti af fræðsluefni vormisseris 2014. Nokkrar unglingadeildir hafa tekið þátt í verkefninu, bæði með fræðslu og með fjársöfnunum og viðburðum sem vakið hafa athygli á mikilvægi þess að standa gegn fátækt. Ull fyrir kalda Ull fyrir kalda er hjálparstarfsverkefni á vegum deildastarfs KFUM og KFUK sem á upphaf sitt að rekja til hópavinnu á landsmóti unglingadeilda 14

2013. Á landsmótinu unnu unglingarnir í litlum hópum að hugmyndum um hjálparstarfsverkefni sem þau sjálf gætu komið í framkvæmd. Hugmyndin sem var valin sem besta hugmyndin ber nafnið Ull fyrir kalda og gengur út á að prjóna vettlinga, húfur, sokka og trefla handa börnum á munaðarleysingjaheimili í Síberíu. Í kjölfar þess að hugmyndin var komin fram var komið á tengslum við KFUM og KFUK í Síberíu og vinir okkar þar fundu heimili þar sem búa 33 börn á aldrinum 10–17 ára. Á vormisseri 2014 hafa flestar deildir æskulýðsstarfsins haldið þemafund þar sem verkefnið hefur verið kynnt og nú þegar eru komnir nokkrir pokar af prjónavörum sem í sumar verða sendar til Síberíu og dreift af vinum okkar í KFUM og KFUK þar. Það er ánægjulegt að þátttakendur í starfi KFUM og KFUK á Íslandi fái tækifæri til að láta gott af sér leiða með verkefni sem er þeirra hugarsmíð frá upphafi til enda.

Viðburðir leiðtoga Skipulagssamvera leiðtoga að hausti Deildastarf KFUM og KFUK hófst að krafti í vikunni 15.–20. september. Þann 5. september var haldinn skipulagsfundur leiðtoga eða „Kick off“ á Holtavegi 28 en þar gafst leiðtogum tækifæri til að hittast, bera saman bækur sínar, fá nýjar hugmyndir og útbúa dagskrár. Kvöldið byrjaði með nokkrum skemmtilegum leikjum og sameiginlegum kvöldmat. Síðan var farið yfir hlutverk leiðtoga, fyrir hvað við stöndum sem félag, dagskrá vetrarins, sameiginlega viðburði og fræðsluefni annarinnar. Leiðtogar fengu einnig kynningu á siðareglum félagsins og samskiptareglum. Sambærilegur fundur var einnig haldinn í Reykjanesbæ 3. september. Skipulagssamvera leiðtoga að vori Þann 7. janúar var öllum leiðtogum deildastarfsins boðið á Holtaveg 28 í skipulagssamveru vorannar. Farið var sérstaklega yfir fræðsluefni og viðburði vorannar auk annarra mála sem við koma starfinu. Eftir kvöldverð fengum við til okkar frábæra gesti frá Spilavinum sem kenndu leiðtogum að spila fjöldann allan af nýjum spilum sem æskulýðssviðið hafði nýlega fjárfest í. Kvöldið tókst vel til enda frábær hópur leiðtoga hér á ferðinni. Jólasamvera leiðtoga Í upphafi aðventunnar var leiðtogum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK boðið í jólasamveru í Reykjavík og á Akureyri. Þetta er á þeim tíma sem deildastarfið er að fara í jólafrí. Sú hefð hefur skapast að bjóða til kvöldverðar og áttum við saman frábæra stund og borðuðum góðan mat. Notaleg stemning ríkti meðal leiðtoganna og léku þeir á alls oddi í spjalli og leikjum. Magnea djákni endaði svo kvöldið með fallegri hugleiðingu. Það er afar dýrmætt að geta átt gæðastundir með frábæru sjálfboðaliðunum okkar og þakka þeim fyrir þeirra óeigingjarna og dýrmæta starf sem þeir vinna í þágu félagsins og fyrir Jesú Krist. Vorfagnaður leiðtoga Á yndislegum degi í maí mánuði bauð KFUM og KFUK leiðtogum í deildastarfinu í vorfagnað. Leiðtogarnir eru forsenda þess að hægt sé að halda úti svo öflugu æskulýðsstarfi. Dagurinn hófst á 3 tíma siglingu og hvalaskoðun í boði fyrirtækisins Eldingar. Í siglingunni áttum við notalegan tíma, fórum í leiki, leystum ýmis verkefni, sungum og skemmtum okkur sem og öðrum gestum. Eftir siglinguna var haldið á Holtaveginn þar sem við grilluðum pylsur og nutum samvista hvert við annað og lékum okkur í sólinni fram á kvöld. Það var gott að fara inn í sumarið með góðar minningar eftir velheppnaðan dag með dýrmætu leiðtogunum okkar.


Námskeið og þjálfun KFUM og KFUK leggur mikið upp úr menntun og þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða. Leiðtogi í æskulýðsstarfi ber mikla ábyrgð á gæðum starfsins og þátttakendum þess. Félagið skipuleggur markvissa þjálfun þar sem saman fara námskeið og þjálfun á vettvangi. Nánar má lesa um námskeið og þjálfun starfsfólks í kafla ársskýrslunnar um fræðslustarf.

Fræðsluefni í æskulýðsstarfinu 2013– 2014 Fræðsluefni sumarbúða sumarið 2013 Sumarið 2013 var stuðst við áður útgefið efni í sumarbúðum KFUM og KFUK. Efnið bar yfirskriftina Fögnuður og yndi og var samið af Ingunni Huld Sævarsdóttur árið 2009. Markmið fræðsluefnisins var að kynna Biblíuna, gefa börnunum góða mynd af Guði, styrkja sjálfsmynd þeirra og fá þeim lykla að því hvernig þau geta notið þess góða lífs sem Guð hefur gefið þeim. Efnið var notað í fræðslu á morgunstundum sem og í hugleiðingar fyrir kvöldsamverur. Efnið var áhugavert, fræðandi, uppbyggilegt og skemmtilegt.

Leiðtogar skemmtu sér vel í vorferð sem hvalaskoðunarfyrirtækið Elding bauð upp á. Að vera leiðtogi í KFUM og KFUK gefur tækifæri til þátttöku í öflugu og gefandi æskulýðsstarfi.

Fræðsluefni að hausti 2013 Uppsetning á fræðsluefni haustannar var með aðeins öðru móti en verið hefur. Gríðarlegt magn af efni undanfarinna ára er að finna inni á efnisveitu KFUM og KFUK og var ákveðið að færa efnisveituna nær sjálfboðaliðunum. Efnisveitan er sannkölluð gullnáma. Jón Ómar Gunnarsson æskulýðsprestur tók að sér að velja þemu fyrir önnina og finna efni á efnisveitunni í hverjum flokki fyrir sig. Við hvert þema gátu svo leiðtogar valið sér efni sem höfðaði til þeirra og hentaði fyrir hvern hóp. Efnisþættir fræðsluefnisins voru: Sköpun Guðs, kærleikur, hjálparstarf og þjónusta, fyrirmynd, bænin, ábyrgð, fyrirgefning, aðventan og jólin. Fræðsluefni að vori 2014 Fræðsluefni KFUM og KFUK á vormisseri 2014 var að hluta til endurútgefið efni frá fyrri árum. Í hverri viku var þema og Biblíusaga út frá því. Fjallað var um Biblíuna, mannaveiðar, miskunnsama samverjann, týnda sauðinn, bænina, skulduga þjóninn, kristniboð, ljósið, á bjargi byggði, þakkir og páskana. Einnig voru verkefnin Ull fyrir kalda og Stöðvum fátækt kynnt til sögunnar og leiðtogar hvattir til þess að nýta þau í starfinu. Margvíslegar hugmyndir fyrir þá vinnu var að finna í efninu. Við vinnslu fræðsluefnisins var reynt að einfalda uppsetningu þess svo að leiðtogar ættu auðvelt með að nýta sér það en um leið voru þeir hvattir til þess að nýta sér annað efni á efnisveitunni, bæði til þess að dýpka þekkingu sína og til að nota sem viðbætur í fræðslu sinni í deildastarfinu. Efnið var að þessu sinni tekið saman af starfsfólki æskulýðssviðs, þeim Hjördísi Rós Jónsdóttur, Jóhanni Þorsteinssyni, Magneu Sverrisdóttur og Petru Eiríksdóttur.

Á hverju starfsári er boðið upp á tvær leiðtogahelgar og í ár var farið í Ölver í nóvember og í Vatnaskóg í janúar. Þátttaka var góð en tæplega fimmtíu ungmenni á aldrinum 15-30 ára tóku þátt í námskeiðunum.

Útivera er mikilvægur þáttur í starfi KFUM og KFUK og í vetrarstarfinu er gjarnan boðið upp á leiki sem fara fram undir berum himni. Þá er ómissandi í vorferð að kveikja upp varðeld og grilla sykurpúða.

15


3. Leikjanámskeið Leikjanámskeið KFUM og KFUK voru haldin á þremur stöðum sumarið 2013, í Hjallakirkju í Kópavogi, í Hátúni 36 í Reykjanesbæ og í sumarbúðunum Kaldárseli. Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnum á aldrinum 6–9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem áhersla er lögð á aukinn þroska líkama, sálar og anda. Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsendum svo það fái að njóta sín sem best. Því er mikil áhersla lögð á vináttu, kærleika og virðingu. Á námskeiðunum er unnið með kristið siðferði í hugsunum, orðum og gjörðum. Í Hjallakirkju í Kópavogi voru haldin fjögur leikjanámskeið sumarið 2013. Námskeiðið var frá kl. 8–17 á daginn. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Á leikjanámskeiðinu var forstöðukona, tveir starfsmenn eldri en 18 ára og tveir starfsmenn undir 18 ára aldri sem Vinnuskóli Kópavogs lagði til. Þátttakendur námskeiðanna voru 84.

og umönnun. Daglega fengu börnin kristilega fræðslu, sungu kristilega söngva, báðu bænir og tóku þátt í leikjum og ferðalögum. Það er von KFUM og KFUK að frækornum hafi verið sáð í allri vinnunni með börnunum og að börnin hafi lært að þekkja Jesú og séu meðvituð um að þau séu mikilvæg sköpun Guðs. Eins og venja er sótti starfsfólk leikjanámskeiðanna ýmis undirbúningsnámskeið áður en sumarstarfið hófst. Lesa má nánar um þau í kaflanum um fræðslustarf.

Í Reykjanesbæ voru haldin þrjú námskeið í júní. Rúmlega 30 börn sóttu þau.

Eftirtalin störfuðu á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK sumarið 2013: Í Hjallakirkju: Lilja Írena Guðnadóttir kennari var forstöðukona. Aðrir starfsmenn voru Bogi Benediktsson og Telma Ýr Birgisdóttir en frá vinnuskóla Kópavogs komu Anna Kristín Semey Bjarnadóttir og Magnea Birgisdóttir. Afleysingum sinntu þau Hákon Arnar Jónsson og Halla Marie Smith.

Í Kaldárseli var eitt sirkusleikjanámskeið í júlí en þá komu börnin að morgni til í sumarbúðirnar og fóru aftur heim síðdegis. Hefðbundin sumarbúðadagskrá með sirkusívafi einkenndi þetta leikjanámskeið. Boðið var upp á gistingu aðfaranótt föstudags sem flest börnin þáðu. Þátttakendur á námskeiðinu í ár voru 32.

Í Reykjanesbæ: Brynja Eiríksdóttir var forstöðukona. Aðrir starfsmenn voru Sólmundur Friðriksson, Adam Sveinsson, Agnes Sigurþórsdóttir, Elín Pálsdóttir, Gná Elíasdóttir, Gnýr Elíasson, Júlía Svava Tello og Petrína Bergmann. Erla Guðmundsdóttir og Hákon Arnar sinntu afleysingum í einn dag hvort.

Námskeiðin í ár gengu vel. Ævintýrin voru alls staðar og gleðin ríkti í öllu starfi námskeiðanna þar sem starfsmenn fengu að njóta sín í boðun

Í Kaldárseli: Áslaug Dóra Einarsdóttir, Hjalti Hrafn Sigurðsson, Sandra Dögg Svansdóttir, Sjafnar Björgvinsson, Kristbjörg Steingrímsdóttir og Margrét Lundgren.

16


4. Fræðslustarf Fræðslustarf KFUM og KFUK miðar að því að undirbúa leiðtoga félagsins til að sinna starfi með börnum og unglingum á vettvangi deildastarfsins og sumarbúðanna. Fræðslustarfið byggir á fjórum þáttum sem leggja grunninn að hlutverki og markmiði félagsins og koma fram í nafni þess. Í fyrsta lagi „K“ - við erum kristilegt félag með það aðalmarkmið að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Þess vegna er einn af grunnþáttum fræðslustarfsins að fræða um líf og starf Jesú Krists, bænalíf og helgihald. Í öðru lagi „F“ – við leggjum áherslu á fræðslu um félagsstarf. Í þriðja lagi „U“ - því KFUM og KFUK er félag fyrir ungt fólk og leggur mikið upp úr því að leiðtogar í barna- og unglingastarfi séu búnir undir hlutverk sitt. Í fjórða lagi „M/K“ af því KFUM og KFUK er mannræktarhreyfing fyrir karla og konur á öllum aldri þar sem mannúðar- og samfélagsmál eru í brennidepli. Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK Þjálfun leiðtoga í æskulýðsstarfi félagsins byggir á heildrænni sýn á einstaklinginn, fjölbreyttum kennsluháttum, þjálfun í samvinnu og samskiptum og eflingu sjálfsmyndar og sjálfstrausts hjá þátttakendum. Þessi heildræna nálgun er í anda grunngilda KFUM og KFUK sem eru að hlúa að líkamlegri, andlegri og sálrænni velferð einstaklinga.

Leiðtogaþjálfun félagsins fer fram með tvenns konar hætti; annars vegar á tveimur leiðtogahelgum og hins vegar á nokkrum kvöldnámskeiðum. Í ár voru báðar leiðtogahelgarnar opnar fyrir allan aldur og var fræðslan því oft í aldursskiptum hópum. Lögð var áhersla á að kynna félagið, markmið þess og tilgang, uppbyggingu og starfsaðferðir. Þá voru haldin fjölmörg námskeið ýmist á vegum KFUM og KFUK eða í samvinnu við samstarfsaðila félagsins. Samstarf um fræðslumál 2013–2014 KFUM og KFUK hefur átt í umfangsmiklu samstarfi um fræðslumál við BÍS, UMFÍ og Landsbjörgu í gegnum Æskulýðsvettvanginn (ÆV). Á starfsárinu var námskeiðið Verndum þau haldið fimm sinnum, þar af tvö í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Einnig voru haldin opin fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála, en þau eru liður í eineltisvarnarátaki ÆV „Ekki meir“. Auk þessa hefur KFUM og KFUK átt í löngu og farsælu samstarfi um fræðslumál við æskulýðssambönd Þjóðkirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu (ÆSKR og ÆNK), ÆSKÞ og Biskupsstofu.

17


Námskeið á starfsárinu 2013–2014 Námskeið fyrir starfsfólk í sumarstarfi 16.–17. apríl 2013 Leiðbeinendur: Hákon Arnar Jónsson, Petra Eiríksdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Kolbrún Baldursdóttir, Jón Pétursson og Kristján Sigfússon. Þriðjudaginn 16. apríl var fyrri námskeiðsdagur fyrir starfsfólk sumarbúðanna 2013. Um fjörtíu starfsmenn úr öllum sumarbúðum félagsins komu saman og meðal efnis þennan fyrsta dag var fræðsla um það hver við erum og hvað við boðum. Þá voru kenndir ýmsir leikir sem henta í sumarbúðastarfi bæði inni og úti. Farið var í gegnum fræðslusamveru úr handbókinni Kompás sem ber heitið Sköpum tengsl, en í þeirri æfingu þurfa þátttakendur að velta fyrir sér hvaða skyldur og hlutverk hvíla á ólíkum hópum sem koma að sumarbúðastarfi með einum eða öðrum hætti. Skipt var í fjóra hópa sem voru: fulltrúar foreldra, fulltrúar sumarbúðabarna, fulltrúar starfsfólks og fulltrúar stjórna. Eftir vangaveltur um hlutverk og skyldur hópanna var unnið með kröfugerð og samninga á milli hópa og ljóst að það er að mörgu að hyggja þegar kemur að rekstri sumarbúða og þeirri viðleitni okkar að allt gangi vel fyrir sig og að allir séu ánægðir með sinn hlut. Seinni daginn var námskeið í skyndihjálp og brunavörnum auk þess sem rætt var um öryggi barna og hvernig það verði best tryggt. Farið var yfir skráningaferli vegna óhappa og slysa og verkferla vegna gruns um vanrækslu eða ofbeldi. Verndum þau, námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í starfi félagsins. 17. apríl og 30. október 2013 Leiðbeinendur: Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir. Námskeiðið fjallar um hvernig þekkja megi einkenni ofbeldis og vanrækslu gagnvart börnum og hvernig eigi að bregðast við ef grunur vaknar um að slíkt eigi sér stað. Á námskeiðinu er farið yfir réttar boðleiðir í slíkum tilfellum sem og réttindi og skyldur allra aðila. KFUM og KFUK leggur áherslu á að allir sem starfa með börnum og unglingum á vegum félagsins sitji þetta námskeið. Námskeiðin voru haldin í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Haustnámskeið leiðtoga 25. september 2013 Leiðbeinendur: Hjördís Rós Jónsdóttir, Petra Eiríksdóttir og Gunnar Jóhannesson. Haustnámskeið leiðtoga var haldið í félagshúsinu á Holtavegi 28, þann 25. september í samstarfi við Biskupsstofu, ÆNK, ÆSKR og ÆSKÞ. Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Annars vegar var fjallað um hlutverk og gildi trúvarnar og hins vegar var farið í grundvallaratriði leikjafræða og nýir og spennandi leikir kynntir. Global Leadership Summit 1.–2. nóvember 2013 Global Leadership Summit (GLS) er alþjóðleg árleg ráðstefna sem haldin er í Bandaríkjunum í ágústmánuði og eru fyrirlestrarnir sem þar eru fluttir sýndir víða um veröld um haustið. Markmið ráðstefnunnar er að veita leiðtogum í kristilegu starfi innblástur og nýjar hugmyndir til uppbyggingar og vaxtar. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Neskirkju í Reykjavík. KFUM og KFUK tók þátt í skipulagningu ráðstefnunnar og sat Magnea Sverrisdóttir í undirbúningsnefnd fyrir hönd félagsins.

18

Æskulýðsfulltrúanámskeið Föstudaginn 15. nóvember var haldið fjölmennt námskeið í hugvekjugerð fyrir æskulýðsfulltrúa, presta, djákna og nemendur í guðfræðideild HÍ. Námskeiðið var haldið í Háteigskirkju. Kennarar á námskeiðinu voru sr. Guðni Már Harðarson sem flutti erindi um predikun, sr. Vigfús Bjarni Albertsson sem flutti erindi um hugvekjur í erfiðum aðstæðum og sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra sem flutti erindi um hugvekjur til einstaklinga með þroskahömlun. Námskeiðið var samstarfsverkefni KFUM og KFUK, Biskupsstofu, ÆNK, ÆSKR og ÆSKÞ. 24 stundir – leiðtoganámskeið 18.–19. október 2013 Leiðbeinendur: Hjördís Rós Jónsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Petra Eiríksdóttir, Ólafur Jóhannsson og Tómas Torfason. Námskeiðið fór fram í Ölveri og sóttu það rúmlega 50 leiðtogar úr deildastarfi KFUM og KFUK. Yfirskrift helgarinnar var 24 STUNDIR og var markmiðið að verða öflugri og betri leiðtogar á 24 stundum. Dagskráin var stíf en um leið áhugaverð og gagnleg. Leiðtogahópnum var að hluta aldursskipt til að koma til móts við ólíkar þarfir. Meðal efnis var: Líf og starf Jesú, Náðarverk Jesú og köllun kristins manns, kvenhetjur og karlhetjur í Biblíunni, kynning á KFUM og KFUK og umræða um hvernig styrkja megi deildastarf félagsins. 24 stundir – leiðtoganámskeið 24.–25. janúar 2014 Leiðbeinendur: Hjördís Rós Jónsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Petra Eiríksdóttir, Sveinn Alfreðsson og Bóas Valdórsson. Annað námskeiðið undir heitinu 24 STUNDIR var haldið í Vatnaskógi sóttu það um 40 leiðtogar úr deildastarfi KFUM og KFUK. Dagskrá námskeiðsins miðaði að því að fræða leiðtogana og gera þá betur í stakk búna að sinna börnum og ungmennum í starfinu okkar. Námskeiðið hófst með því að horft var á myndina Truman Show og boðskapur myndarinnar ræddur í kjölfarið. Á laugardeginum ræddi Sveinn Alfreðsson um Biblíuna og Bóas Valdórsson um erfiðleika í samskiptum og hvernig við getum tekist á við slíkt í starfinu okkar. Lokapunkturinn var svo fræðsla byggð á mannréttindaefninu Litla Kompás og æfingar gerðar úr því. Einnig tóku allir leiðtogar þátt í ratleik sem leiddi þá um allan skóg þar sem þrautir voru leystar og hópurinn þjappaðist betur saman. Frjálsi tíminn var svo vel nýttur í spjall, íþróttir, heita pottinn, spil og fleira. Leiðtogakvöld á Holtavegi 2. október og 20. nóvember Leiðbeinendur: Hjördís Rós Jónsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Magnea Sverrisdóttir og Petra Eiríksdóttir. Haldin voru tvö leiðtogakvöld á haustmisseri en hugmyndin með þeim var að blanda saman samfélagi og fræðslu. Þátttakendur fengu léttan kvöldverð og í kjölfarið var ofið saman fræðslu og umræðum. Var þetta þakklátt framtak og ánægjulegt í alla staði.


5. Fjölskyldu- og fullorðinsstarf Fjölskyldu- og fullorðinsstarf á vegum KFUM og KFUK á Íslandi er mikilvægur þáttur í starfi félagsins sem safnar saman síungu fólki á öllum aldri. Þar er áhersla lögð á að styrkja tengsl fjölskyldna og samfélag félagsfólks með margvíslegum hætti. Leitast er við að bjóða upp á uppbyggilega dagskrá og samverustundir þar sem allir aldurshópar njóta sín. Fjölskyldustarf í sumarbúðum KFUM og KFUK Stærstur hluti starfsemi sumarbúða KFUM og KFUK fer fram í dvalarflokkum fyrir börn og unglinga á sumrin en að hausti og vori er einnig boðið upp á styttri flokka fyrir fjölskyldufólk og fullorðna. Á liðnu starfsári voru haldnir feðgaflokkar, feðginaflokkur, mæðgnaflokkur, fjölskylduflokkar, ungbarnaflokkur, Heilsudagar karla og kvennaflokkur auk fjölskylduhátíðarinnar Sæludaga í Vatnaskógi. Fjölskyldutilboð sumarbúðanna fóru fram í Vatnaskógi, Vindáshlíð og Ölveri. Hér fyrir neðan má sjá þátttökutölur: Þátttaka í fjölskyldustarfi í sumarbúðum starfsárið 2013-2014: Feðginaflokkur í Vatnaskógi..................................................... 39 Feðgaflokkur í Vatnaskógi........................................................ 71 Fjölskylduflokkur í Vatnaskógi.................................................. 88 Heilsudagar karla í Vatnaskógi................................................. 48 Mæðgnaflokkur í Vindáshlíð.................................................... 28 Kvennaflokkur í Vindáshlíð....................................................... 37 Ungbarnaflokkur í Vindáshlíð................................................... 15 Krílaflokkur Ölveri.................................................................... 23 Sæludagar í Vatnaskógi........................................................1200 . Samtals: 1511

sumarbúðanna minnst. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsótti Vatnaskóg á laugardeginum og flutti ávarp á hátíðarkvöldvöku á laugardagskvöldinu. Nánar er fjallað um Sæludaga í kaflanum um starfið í Vatnaskógi.

Fullorðinsstarf karla og kvenna að vetri Starf aðaldeilda KFUM og KFUK Yfir vetrarmánuðina eru haldnir vikulegir fundir í fullorðinsstarfi hjá aðaldeildum félagsins, AD KFUM og AD KFUK í húsi félagsins við Holtaveg. Áralöng hefð er fyrir þessum fundum og form þeirra er nokkuð fastmótað. Umfjöllunarefni fundanna er þó fjölbreytt og margt spennandi sem ber á góma. Á fundina koma ýmsir gestir sem upplýsa og fræða félaga um áhugaverð málefni. Aðaldeild KFUK heldur fundi á þriðjudögum. Dagskráin í vetur hófst með árlegri ferð í Vindáshlíð. Nokkrir fundir hafa verið sameiginlegir með AD KFUM. Í vetur hafa að meðaltali 20–25 konur sótt fundina. AD-nefnd KFUK á starfsárinu skipuðu þær Anna Magnúsdóttir, Rúna Þráinsdóttir og Þórunn Arnardóttir. Aðaldeild KFUM heldur fundi á fimmtudögum. Á milli 20–50 karlar sækja fundina. Í vetur eru Ársæll Aðalbergsson, Ólafur Sverrisson og Sigurbjörn Þorkelsson í AD-nefnd KFUM.

Sæludagar í Vatnaskógi – afmælishátíð Skógarmenn stóðu fyrir Sæludögum, vímulausri hátíð fyrir alla fjölskylduna, um verslunarmannahelgina 2013. Um 1.200 manns heimsóttu Vatnaskóg þessa helgi. Á hátíðinni var 90 ára afmælis

Karlakór KFUM Frá síðasta aðalfundi KFUM og KFUK á Íslandi hefur starfsemi Karlakórs KFUM verið öflug. Fyrsti aðalfundur kórsins var haldinn 23. maí 2013. Kórfélagar völdu sér þriggja manna stjórn sem skipti þannig með sér verkum: Ragnar Baldursson formaður, Hörður Geirlaugsson gjaldkeri og Ólafur Jóhannsson ritari. Vetrarstarfinu síðasta vetrar lauk með vorferð í sumarbústað eins kórfélaga að Kiðafelli í Kjós í byrjun júní en áður hafði

Á Sæludögum í Vatnaskógi var haldið upp á 90 ára afmæli Vatnaskógar með hátíðarkvöldvöku þar sem gleðin var við völd. Biskup Íslands frú Agnes M Sigurðardóttir heimsótti Vatnaskóg og frumsýnd var stuttmyndin „Áfram að markinu“ eftir Þorleif Einarsson.

Sæludagar í Vatnaskógi eru vímulaus fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina. Aðstaðan fyrir gesti er til fyrirmyndar og dagskráin sniðin fyrir alla fjölskylduna. Um 1200 manns sóttu Sæludaga heim sumarið 2013. 19


Gleðisveitin smitaði gleði og fjöri á sunnudagssamverum vetrarins, sem voru með breyttu sniði í vetur. Önnur hver samkoma var með kvöldvökusniði í umsjá sumarbúðanna og einu sinni í mánuði voru einnig lofgjörðarsamverur í umsjá hljómsveitarinnar Tilviljun? (nú Sálmari). kórinn sungið á fjáröflunartónleikum Vatnaskógar á sumardaginn fyrsta. Þráðurinn var svo aftur tekinn upp í september. Starfsemi kórsins hefur gengið vel í vetur undir styrkri stjórn Laufeyjar G. Geirlaugsdóttur. Undirleikari er Ásta Haraldsdóttir. Í kórnum eru nú 35 karlar. Fastar æfingar eru á mánudagskvöldum kl. 19:30 í félagshúsinu við Holtaveg. Auk þess fór kórinn í æfingabúðir í Vatnaskóg laugardaginn 26. október sl. Þá var æft sérstaklega vegna hausttónleika sem haldnir voru að Holtavegi 28 þriðjudaginn 12. nóvember. Einnig söng kórinn á fjáröflunartónleikum Vindáshlíðar, aðventukvöldi Gídeonfélaganna, aðventukvöldi í Friðrikskapellu, hátíðar- og inntökufundi KFUM og KFUK, í messu í Grensáskirkju, á samverustund eldri borgara í Seljakirkju, á samkomu kristniboðsviku í Reykjavík, í afmælisveislu kórfélaga og við útför félagsbróður. Framundan eru vortónleikar í Grensáskirkju að kvöldi 1. maí nk.

Vilborg Arna Gissurardóttir var gestur á sameiginlegum AD fundi í vetur sem var fjölsóttur. Í hverri viku hittist félagsfólk á kvenna- og karlafundum í félagshúsinu á Holtavegi til þess að eiga samfélag saman og hlýða á uppbyggilegt og áhugavert efni. 20

Basar KFUK 2013 Hinn glæsilegi basar KFUK var haldinn laugardaginn 30. nóvember 2013, en hann hefur verið haldinn nánast árlega frá árinu 1909. Á boðstólum var einstaklega fallegt og vandað handverk, heimabakaðar gómsætar kökur og sultur ásamt ýmsu öðru. Nýbakaðar vöfflur, kaffi og kakó var selt og stöldruðu margir við og nutu þess að spjalla við vini og kunningja. Basarinn er afar mikilvæg fjáröflun fyrir félagið og ómetanleg sú vinna sem KFUK konur inna af hendi við undirbúning hans. Alls kom um ein milljón inn vegna sölu á basarmunum og kaffisölu og rennur allur ágóði til starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. Um 10% af ágóða basarsins rennur í sérstakan Kærleikssjóð félagsins, sem er í umsjá Kristínar Sverrisdóttur. Í basarnefnd sátu Kristín Sverrisdóttir formaður, Betsy Halldórsson, Gunnlaug Sverrisdóttir, Hanna Sigríður Jósafatsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og María Sighvatsdóttir. Fjöldi sjálfboðaliða kom að framkvæmd basarsins á basardeginum við sölu basarmuna og vöfflusölu. Sunnudagssamkomur í Reykjavík og á Akureyri Sunnudagssamkomur voru haldnar tvisvar í mánuði á Holtavegi í Reykjavík yfir vetrarmánuðina. Dagskráin var með breyttu sniði þar sem önnur hver samkoma var með kvöldvökusniði í boði sumarbúðanna þar sem hver starfstöð fékk eina samkomu yfir veturinn og hélt kvöldvöku að þeirra sumarbúða sið. Einnig voru lofgjörðarsamverur þar sem hljómsveitin Sálmari (Tilviljun?) fór fremst í flokki og einnig tók Gleðisveitin að sér að spila. Undirbúningur og framkvæmd sunnudagssamkomanna var í höndum sjálfboðaliða sem lögðu hart að sér og eiga góðar þakkir skilið fyrir það. Sunnudagssamkomunefndina skipuðu: Laura Scheving Thorsteinsson, Soffía Magnúsdóttir, Hreinn Pálsson og Páll Hreinsson. Hjá KFUM og KFUK á Akureyri voru fjórar samkomur haldnar á starfsárinu. Þar af var fjölskyldusamvera á fyrsta sunnudegi í aðventu með þátttöku barna úr æskulýðsstarfinu ásamt fjölskyldum þeirra. Ein samkoma var haldin í samstarfi við Kristniboðsfélag Akureyrar en Gunnar J. Gunnarsson kom í heimsókn og flutti erindi um Bjarna Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Því miður var engin samkoma á kristniboðsdaginn, eins og hefð er fyrir en boðið var upp á samveru í Glerárkirkju í samstarfi við Kristniboðsfélag Akureyrar.


Basar KFUK tókst vel að venju, en hann er haldinn á hverju ári laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Basarinn er mikilvæg tekjulind fyrir starf KFUM og KFUK og basardagurinn er mikil félagshátíð. KFUM og KFUK færir þakkir öllum þeim sem studdu við basarinn á þessu starfsári. Bænasamverur í Friðrikskapellu Bænasamverur voru haldnar á mánudögum yfir vetrartímann í hádeginu í Friðrikskapellu við Hlíðarenda. Hver stund felur í sér altarisgöngu og bænastund og er í umsjá presta höfuðborgarsvæðisins. Friðrikskapella er í eigu KFUM og KFUK á Íslandi, Karlakórsins Fóstbræðra, íþróttafélagsins Vals og Skátasambands Reykjavíkur. Kapellan var vígð 25. maí 1993 og er minnisvarði um sr. Friðrik Friðriksson stofnanda KFUM og KFUK. Stjórn Friðrikskapellu skipuðu þau Kári Geirlaugsson, Birgir Borgþórsson, Elías Hergeirsson og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Knattspyrnufélagið Hvatur Knattspyrnufélagið Hvatur hefur ekki verið skráð í utandeildarkeppni síðastliðin 3 ár en hópur karla hittist vikulega á knattspyrnuæfingum og lýkur þeim æfingum með bænastund. Mannréttindaráð KFUK Á haustdögum stofnuðu nokkrar ungar konur Mannréttindaráð KFUK. Nánar er fjallað um mannréttindaráð í kaflanum um Alþjóðaráð.

Hátíðar- og inntökufundur Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK á Íslandi var haldinn 11. febrúar 2014. Á fundinum voru rúmlega 30 nýir félagar boðnir formlega velkomnir í félagið við hátíðlega athöfn, en alls gengu 46 einstaklingar í félagið á árinu. Boðið var upp á glæsilegan kvöldverð og fjölbreytta hátíðardagskrá. Karlakór KFUM söng, Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson voru með uppistand. Einar Clausen tenór söng og félagar úr stórsveit KSS fluttu tvö lög. Sr. Páll Ágúst Ólafsson flutti hugleiðingu. Kristín Ólafsdóttir og Karl Ó. Hjaltason veitingamenn í Háteigskirkju sáu um matinn. Undirbúningur fundarins var í höndum stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi. Þakklæti til sjálfboðaliða Ábyrgð og umsjón viðburða í fjölskyldu- og fullorðinsstarfi KFUM og KFUK er samtvinnuð vinna sjálfboðaliða og starfsmanna KFUM og KFUK á Íslandi. Flestir viðburðir fullorðinsstarfsins hafa orðið að veruleika fyrir tilstilli frumkvæðis og vinnu sjálfboðaliða úr röðum félagsfólks. KFUM og KFUK á Íslandi færir þeim kærar þakkir fyrir óeigingjarnt og alúðlegt starf í þágu félagsins og ómetanlegt framlag til þess.

Aðventufundur KFUM og KFUK Sameiginlegur aðventufundur félagsins var haldinn 3. desember 2013. Fundurinn var að þessu sinni í umsjá Björgvins Þórðarsonar og ríkti sannkölluð jólastemning. Regína Ósk söng jólalög, jólasaga var lesin og sr. Sigurður Pálsson flutti hugvekju. Einnig voru dregnir út glæsilegir happdrættisvinningar. Fundinum stjórnuðu hjónin Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Gunnar Haukur Ingimundarson. Í lok fundar var boðið upp á gómsætar kaffiveitingar. 21


6. Alþjóðastarf Alþjóðastarf er stór hluti af starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. Unnið er í samstarfi við önnur KFUM og KFUK félög, bæði í Evrópu og á heimsvísu, ásamt sérstöku norrænu samstarfi. Þar að auki tekur félagið þátt í ýmsum æskulýðs- og leiðtogaverkefnum sem eru ekki á vegum KFUM og KFUK. Líkt og fyrri ár tók KFUM og KFUK á Íslandi þátt í fjölbreyttu alþjóðasamstarfi á starfsárinu, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Þar ber hæst að nefna Evrópuhátíð KFUM í Prag og Jól í skókassa en um þessa atburði er fjallað sérstaklega í öðrum köflum ársskýrslunnar. Aðrir atburðir sem tengjast alþjóðasamstarfi voru meðal annars námskeið og ráðstefnur, verkefni breytingafulltrúa á vegum Heimssambands KFUM (Change Agents) og ungmennamót. Starfsárið 2013–2014 tóku 20 fulltrúar félagsins þátt í ráðstefnum, fundum eða námskeiðum sem tengdust alþjóðastarfi KFUM og KFUK, að frátöldum þátttakendum á Evrópuhátíð KFUM og Jól í skókassa. Flestir atburðirnir voru fjármagnaðir með utanaðkomandi styrkjum eða eigin framlagi þátttakenda og lagðist því lítill kostnaður á félagið vegna þeirra. Í fyrra var tekin upp sú nýbreytni að auglýsa flest tilboð, sem tengdust alþjóðastarfi, á heimasíðu KFUM og KFUK á Íslandi og Facebook-síðum. Nýja fyrirkomulagið mæltist vel fyrir og því var haldið áfram að auglýsa tilboð á þennan hátt á þessu starfsári. Einnig var ákveðið að nýta betur þau sóknarfæri sem liggja í samfélagsmiðlum og á internetinu almennt. 22

Því var stofnuð sérstök aðdáendasíða á Facebook fyrir alþjóðastarfið ásamt því að byrjað var að skrifa bloggfærslur á sérstakri bloggsíðu. Markmiðið er að ná til stærri hóps og gera möguleika í alþjóðastarfi aðgengilegri félagsfólki. Alþjóðaráð KFUM og KFUK hefur umsjón með alþjóðastarfi félagsins. Ráðið er skipað af stjórn félagsins og á stjórnin þar einn fulltrúa. Í ráðinu þetta árið sátu Anna Elísa Gunnarsdóttir, fulltrúi stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi, Birgir U. Ásgeirsson, Hildur Björg Gunnarsdóttir, Jóhanna Sesselja Erludóttir, Sólveig Reynisdóttir og Tinna Rós Steinsdóttir, formaður. Gylfi Bragi Guðlaugsson sat í ráðinu frá vordögum 2013 til áramóta.

Norrænt samstarf KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í norrænu samstarfi. Helgina 24.–26. janúar 2014 sóttu Auður Pálsdóttir, formaður KFUM og KFUK á Íslandi, og Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri, árlegan formanna- og framkvæmdastjórafund norrænna KFUM og KFUK félaga sem haldinn var í Noregi. Birgir U. Ásgeirsson sótti einnig fundinn, sem fulltrúi stjórnar KFUM í Evrópu. Nánar er fjallað um fundinn í 1. kafla ársskýrslunnar. Í júlí nk. verður norrænt unglingamót KFUM og KFUK haldið í Umeå í Svíþjóð. Ísland tekur þátt í skipulagningu mótsins en í september sóttu Hreiðar Örn Zoëga og Brynja Eiríksdóttir fund norrænu barnastarfsnefndarinnar sem jafnframt var undirbúningsfundur vegna


mótsins. Fundurinn var haldinn dagana 27.–29. september 2013 og fór fram í Malmö. Nokkrar íslenskar deildir KFUM og KFUK munu leggja leið sína á norræna mótið í sumar. Norræna barna- og æskulýðsnefndin (NORDBUK) styrkti ferðina á undirbúningsfundinn.

Evrópusamband KFUK Dagana 5.–11. maí 2013 sóttu Anna Bergljót Böðvarsdóttir og Hulda Guðlaugsdóttir ráðstefnu í Strasbourg, Frakklandi, á vegum Evrópusambands KFUK. Ráðstefnan bar heitið European Young Woman Advocating for Human Rights and Equality og fjallaði um jafnrétti og stöðu kvenna í heiminum. Kostnaður var greiddur af Evrópusambandi KFUK og þátttakendum.

KFUM í Evrópu KFUM og KFUK á Íslandi er fullgildur aðili að KFUM í Evrópu. Félagið tók virkan þátt í starfi sambandsins á síðasta starfsári, líkt og fyrri ár.

Þátttakendur voru áhugasamir á YES námskeiði KFUM í Evrópu í Gdynia í Póllandi í nóvember. Að námskeiðinu kom ungt fólk frá KFUM og KFUK á Íslandi bæði sem þátttakendur og skipuleggjendur.

Sjálfboðaliði við undirbúning Evrópuhátíðar í Prag Haustið 2012 fór leiðtogi í deildastarfi félagsins, Unnar Freyr Erlendsson, til Prag í Tékklandi til að starfa í eitt ár sem sjálfboðaliði við undirbúning Evrópuhátíðar KFUM. Unnar lauk störfum sínum í ágúst 2013, þegar hátíðinni lauk. Dvöl Unnars í Prag var styrkt af Evrópu unga fólksins (EUF). Evrópuhátíð KFUM 2013 Evrópuhátíð KFUM fór fram í Prag, Tékklandi, dagana 4.-10. ágúst 2013. KFUM og KFUK á Íslandi tók þátt í hátíðinni og fóru yfir hundrað ungmenni og leiðtogar utan í nafni félagsins. Sérstök undirbúningsnefnd var stofnuð innan félagsins sem sá um skipulagningu ferðarinnar. Fulltrúi alþjóðaráðs sat í nefndinni, ásamt fulltrúum æskulýðssviðs. Nánar er fjallað um hátíðina í 2. kafla ársskýrslunnar. Mission Possible Í tengslum við Evrópuhátíð KFUM bauðst félaginu að senda þrjá þátttakendur á sérstakt námskeið í Þýskalandi. Námskeiðið nefndist Mission Possible og var markmið þess að efla trúboð á hátíðinni sjálfri. Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Dagrún Linda Barkardóttir og Pálína Agnes Baldursdóttir, leiðtogar í deildarstarfi félagsins, tóku þátt í námskeiðinu fyrir hönd félagsins, sem haldið var dagana 28. júlí til 12. ágúst. KFUM og KFUK á Íslandi styrkti stúlkurnar að hluta, annan kostnað sáu þær sjálfar um. Aðalfundur KFUM í Evrópu og YES-námskeið Aðalfundur KFUM í Evrópu var haldinn í Manchester, Englandi, dagana 9.–12. maí 2013. Fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi á fundinum var Perla Magnúsdóttir. Um 150 manns sóttu fundinn. Í tengslum við aðalfundinn, dagana 6.–12. maí, hélt YES (YMCA European Spectrum) sitt árlega námskeið en YES er ungmennaráð KFUM í Evrópu. Samtals 49 þátttakendur voru á námskeiðinu frá 22 löndum. Þar af voru þrír þátttakendur frá Íslandi. Daría Rudkova fór út sem breytingafulltrúi (Change Agent), Perla Magnúsdóttir fór sem YES fulltrúi og Tinna Rós Steinsdóttir sem einn af skipuleggjendum námskeiðsins þar sem hún situr í stjórn YES. Verkefnið var styrkt af Evrópu unga fólksins.

Evrópusamband KFUK stóð fyrir ráðstefnu í Strasbourg í maí um jafnrétti og stöðu kvenna í heiminum. Tvær ungar konur tóku þátt fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi.

Frá Íslandi fór góður hópur á UNIFY-mót í Görlitz í Þýskalandi í febrúar. Á mótinu kom saman fjöldi fólks frá KFUM og KFUK innan Evrópu og lagði áherslu á að efla K-ið í KFUM starfi.

23


Námskeið fyrir breytingarfulltrúa í Noregi Daníel Bergmann sótti námskeið fyrir breytingarfulltrúa (Change Agents) í Gjövík, Noregi, dagana 20.–26. júní 2013. Námskeiðið var haldið í tengslum við hina árlegu Global Week sem haldin er af alþjóðlega sambandinu innan KFUM í Noregi, Y Global. Á námskeiðinu fræddust þátttakendur um sögu KFUM og um hlutverk og verkefni breytingarfulltrúa. Námskeið í Ölveri Dagana 31. ágúst til 6. september 2013 stóð KFUM og KFUK á Íslandi, í samvinnu við KFUM í Evrópu, fyrir leiðtoganámskeiði í Ölveri, sem bar yfirskriftina Supervision in Youth Work. Birgir U. Ásgeirsson, stjórnarmeðlimur KFUM í Evrópu, skipulagði námskeiðið ásamt fleirum. Tveir Íslendingar sóttu námskeiðið, þau Daníel Bergmann og Björk Guðnadóttir. Kostnaður var greiddur af Evrópu unga fólksins (EUF) og þátttakendum. Námskeið í Póllandi Daníel Bergmann og Dagrún Linda Barkardóttir sóttu námskeið á vegum YES í Gdynia, Póllandi, dagana 25.–30. nóvember 2013. Á námskeiðinu var fjallað um uppsetningu og skipulagningu á verkefnum tengdum félagslegum málefnum á heimasvæðum þátttakenda. Námskeiðið var sótt af 32 einstaklingum frá 17 löndum. Tinna Rós Steinsdóttir tók þátt í skipulagningu námskeiðsins og annaðist kennslu á því. Kostnaður var greiddur af European Youth Foundation og þátttakendum. Fjáröflunarnámskeið í Belgíu Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi sendi Þorstein Arnórsson, fjármálastjóra félagsins, Svein Valdimarsson, gjaldkera og Berglindi Ósk Einarsdóttur, þjónustufulltrúa, á fjáröflunarnámskeið í Belgíu, sem fram fór dagana 22.–26. janúar 2014. Námskeiðið var haldið á vegum KFUM í Evrópu og fjallaði um fjáröflun félagasamtaka auk þess sem fram fór kynning á styrkjum innan Evrópusambandsins. Þátttaka fulltrúanna þriggja var kostuð af KFUM og KFUK á Íslandi. UNIFY-mót í Þýskalandi Dagana 13.–16. febrúar 2014 fóru fjórir starfsmenn og tveir leiðtogar í félaginu á UNIFY-mót í Görlitz, Þýskalandi, sem bar yfirskriftina Uniting Across Europe. Þetta er í annað skipti sem fulltrúar félagsins fara á slíkt mót en tilgangur þess er að efla K-ið í KFUM. Mikil áhersla er því lögð á kristni og boðskap trúarinnar á mótinu. KFUM í Evrópu stóð fyrir skipulagningu mótsins. Petra Eiríksdóttir, Hjördís Rós Jónsdóttir, Berglind Ósk Einarsdóttir, Þorsteinn Arnórsson, Dagrún Linda Barkardóttir og Pálína Agnes Baldursdóttir tóku þátt í mótinu í ár. Styrkur fékkst úr Æskulýðssjóði fyrir námskeiðskostnaði.

Heimssamband KFUK KFUM og KFUK á Íslandi er aðili að Heimssambandi KFUK. Félagið hefur tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum heimssambandsins á síðustu árum.

Heimssamband KFUM Félagið tók þátt í ýmsum verkefnum á vegum Heimssambands KFUM á starfsárinu. Þess má geta að Ísland er þó ekki fullgildur aðili að heimssambandinu. Breytingafulltrúar (Change Agents) Daníel Bergmann og Daría Rudkova héldu áfram störfum sínum sem breytingafulltrúar fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi. Markmið verkefnisins er að sameina KFUM um allan heim í þeim tilgangi að efla ungt fólk til góðra verka. Fulltrúarnir öðlast reynslu og lærdóm með því að sækja sérstök námskeið og ráðstefnur sem og að sitja reglulega Skype-fundi með öðrum breytingafulltrúum annars staðar í heiminum og með faglegum leiðbeinanda. Viðfangsefnin og verkefnin eru fjölbreytt og má nefna ýmsa þætti leiðtogafræðslu, valdeflingu ungs fólks og hvernig KFUM getur aukið sjálfbæra þróun í starfsemi sinni. Stefnt er að því að fulltrúarnir hafi getu og hvatningu til að fá fólk í lið með sér og stofna til nýrra verkefna sem skipta máli í sínu nærsamfélagi. Heimsþing Heimssambands KFUM í Colorado Dagana 29. júní til 6. júlí 2014 verður 18. heimsþing Heimssambands KFUM haldið í Colorado í Bandaríkjunum. Yfirskrift þingsins er Valdefling ungs fólks (Empowering Young People). Á þinginu verða unnin almenn þingstörf en þar að auki verða haldin námskeið, fyrirlestrar og vinnustofur (workshops). Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs, tekur þátt á heimsþinginu fyrir hönd félagsins ásamt Daníel Bergmann, breytingafulltrúa. Tinna Rós Steinsdóttir verður starfsmaður heimssambandsins á þinginu. Milljón raddir Árið 2013 hóf Heimssamband KFUM verkefni meðal aðildafélaga sem ber heitið Milljón raddir (One Million Voices). Tilgangur þess er að láta rödd ungs fólks heyrast og fá skoðun þeirra og sýn á brýn samfélagsleg málefni. KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í verkefninu og hefur þegar skilað inn sínu fyrsta innleggi. Breytingafulltrúarnir Daníel Bergmann og Daría Rudkova tóku þátt fyrir hönd Íslands, ásamt Hjördísi Rós Jónsdóttur, æskulýðsfulltrúa. Tengiliður félagsins við verkefnið er Tinna Rós Steinsdóttir. Fundur alþjóðafulltrúa í Genf Dagana 23.–24. janúar 2014 sótti Tinna Rós Steinsdóttir fund á vegum Heimssambands KFUM í Genf. Alþjóðafulltrúum KFUM-félaga innan heimsambandsins var boðið á fundinn og mættu fulltrúar átta landa, auk Y Care, Y Global og Horizon. Efni fundarins var um hvernig hægt væri að vinna að nánara samstarfi á milli aðildafélaga heimssambandsins.

24


Annað alþjóðlegt starf Stöðvum fátækt! Í kjölfar YES-námskeiðsins í maí 2013 hófu Perla Magnúsdóttir og Daría Rudkova undirbúning við verkefni sem kallast Stöðvum fátækt! eða Stop Poverty! Verkefnið á uppruna sinn í KFUK-KFUM í Noregi og gengur út á að vekja athygli á fátækt í heiminum. Markmið þess er að eyða fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Sérstakt tákn baráttunnar er tölustafurinn núll en hann er tákn fyrir að við viljum ekki fátækt í heiminum. Að verkefninu koma, auk Perlu og Daríu, þau Pétur Ragnhildarson og Dagrún Linda Barkardóttir. Á síðasta starfsári hefur hópurinn kynnt verkefnið á Landsmótum KFUM og KFUK á Íslandi og ÆSKÞ, með kynningum og stuttum námskeiðum. Þar að auki var gefið út fræðsluefni fyrir deildastarf félagsins og sérstök Facebook-síða í nafni verkefnisins stofnuð.

Kvikmyndasýningar voru haldnar í Bíó Paradís í lok árs til að vekja athygli á mannréttindum og kynjajafnrétti. Sýningarnar voru haldnar í samstarfi við UN Women á Íslandi.

Upphafsfundur þróunarsjóðs EFTA Í september 2013 bauðst félaginu að taka þátt í upphafsfundi þróunarsjóðs EFTA sem haldinn var í Póllandi. Á fundinum var ný styrkjaáætlun EFTA kynnt en hún miðar að því að koma á samstarfi milli félagasamtaka í 15 fátækari Evrópuríkjum við félagasamtök í Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Þessi fundur snerist um styrkjaáætlun fyrir Pólland, eitt landanna 15, og bar yfirskriftina Citizens for Democracy. Jóhanna Sesselja Erludóttir var fulltrúi félagsins á fundinum. Allur kostnaður var greiddur af EFTA. Erasmus+ ráðstefna Árið 2014 tekur ný starfsáætlun innan Evrópusambandsins gildi en hún ber heitið Erasmus+ og nær til mennta-, æskulýðs- og íþróttamála. Fellur þá úr gildi eldri áætlunin, Youth in Action en hún hefur verið starfrækt frá árinu 2007. Þann 22. nóvember sl. stóð Rannís fyrir ráðstefnu þar sem nýja áætlunin var kynnt. Birgir U. Ásgeirsson sótti ráðstefnuna fyrir hönd alþjóðaráðs. Ráðstefnan var opin öllum og án endurgjalds. Námskeið um ungmennaskipti – BTM Salóme Jórunn Bernharðsdóttir sótti námskeið um ungmennaskipti dagana 27. nóvember til 1. desember 2013. Námskeiðið nefnist BiTriMulti og var haldið á Írlandi. Á námskeiðinu lærðu þátttakendur að skipuleggja ungmennaskipti milli landa og fengu að kynnast því hvernig ungmennaskiptum er háttað í nýrri ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Erasmus+. Kostnaður vegna námskeiðsins var greiddur af Evrópu unga fólksins (EUF). Alþjóðlegur bænadagur kvenna Alþjóðlegur bænadagur kvenna var haldinn 7. mars 2014 og bar yfirskriftina Samstaða með konum í Egyptalandi. Alþjóðlegi bænadagurinn er haldinn fyrsta föstudag í mars ár hvert. Markmið bænadagsins er að stuðla að réttlátari og friðsamlegri heimi með því að miðla upplýsingum um kjör kvenna, barna og karla og mynda alþjóðlega bænakeðju. Fjölmörg kristin trúfélög og hreyfingar stóðu að deginum en samkoma í tilefni hans var haldin í Hjálpræðishernum í Reykjavík. Ágústa Þorbergsdóttir og Lydia Kristóbertsdóttir sátu í undirbúningsnefnd fyrir hönd félagsins.

Þrír þátttakendur frá Íslandi voru á YES-námskeiði í tengslum við aðalfund KFUM í Evrópu í Manchester, Englandi í maí. Alls voru um 50 þátttakendur frá 22 Evrópulöndum á námskeiðinu.

Mannréttindanefnd KFUM og KFUK á Íslandi Árið 2013 var stofnuð ný nefnd innan KFUM og KFUK á Íslandi, mannréttindanefnd. Hún var stofnuð í kjölfar alþjóðlegra námskeiða og ráðstefna sem nokkrar félagskonur sóttu á árunum 2011–2012. Markmið nefndarinnar er að vekja athygli á mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Í nefndinni sitja Hildur Björg Gunnarsdóttir, Jóhanna Sesselja Erludóttir og Kristín Sveinsdóttir. Þar að auki kemur annað félagsfólk að störfum nefndarinnar. Í lok árs 2013 stóð mannréttindanefndin fyrir tveimur kvikmyndasýningum í Bíó Paradís þar sem sýndar voru heimildamyndir um konur í stríði, eftir Abigail Disney. Sýningarnar voru haldnar í samstarfi við UN Women á Íslandi. Fyrri sýningin var haldin þann 27. nóvember, í tilefni af alþjóðadegi til upprætingar ofbeldis gegn konum. Sýnd var myndin I Came to Testify og mættu um 30 manns. Seinni sýningin var haldin á alþjóðlega mannréttindadeginum, þann 10. desember. Þá var verðlaunamyndin Pray the Devil Back to Hell sýnd og mættu um 50 manns á þá sýningu. Eftir báðar sýningarnar voru umræður um efni kvikmyndanna og stöðu kvenna í heiminum almennt. Sótt var um styrk úr Æskulýðssjóði vegna verkefna nefndarinnar og fékkst þaðan 400 þúsund króna styrkur.

25


7. Jól í skókassa Verkefnið Jól í skókassa er hluti af starfi KFUM og KFUK á Íslandi. Verkefnið er góðgerðarstarf sjálfboðaliða og snýst um að safna jólagjöfum fyrir börn og unglinga í Úkraínu sem búa við fátækt, veikindi, erfiðar aðstæður eða líða á annan hátt fyrir aðstæður sínar. Haustið 2013 var skipuð formleg stjórn verkefnisins. Var stjórnin skipuð eftirfarandi aðilum á starfsárinu: Björgvin Þórðarson, formaður Mjöll Þórarinsdóttir, gjaldkeri Áslaug Björgvinsdóttir, ritari Salvar Geir Guðgeirsson, meðstjórnandi Geirlaugur Sigurbjörnsson, meðstjórnandi Stjórnin hélt fjölmarga stjórnarfundi á árinu, flesta á tímabilinu september til desember 2013. Helstu verkefni stjórnar á árinu var undirbúningur fyrir söfnun jólagjafanna, móttaka á jólagjöfum, samskipti við fjölmiðla og annars konar kynning á verkefninu, samskipti við sjálfboðaliða, styrktaraðila verkefnisins, tengiliði verkefnisins á landsbyggðinni sem og í Úkraínu. Einnig skýrslugerð í tengslum við flutning jólagjafanna og önnur tilfallandi verkefni. Þá kom stjórnin að samningi sérstakra samþykkta fyrir verkefnið og mótun verklagsreglna. Sérstakur undirbúningshópur var jafnframt skipaður og kom sá hópur, auk stjórnar, að skipulagningu og undirbúningi verkefnisins. Í undirbúningshóp verkefnisins á starfsárinu sátu eftirfarandi aðilar: Þóra Jenný Benónýsdóttir Telma Ýr Birgisdóttir Rakel Hlín Bergsdóttir Herdís Hupfeldt Svanfríður Elín Jakobsdóttir Soffía Magnúsdóttir Ragnheiður Pálsdóttir Rakel Brynjólfsdóttir 26

Auk þess kom fjöldi sjálfboðaliða að verkefninu í ár, líkt og undanfarin ár. Mestur fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í yfirferð jólagjafa viku fyrir lokaskiladag, sem og á lokaskiladeginum þann 9. nóvember 2013. Þá var fjöldinn allur af sjálfboðaliðum á landsbyggðinni sem sá um að taka á móti gjöfum og koma þeim til Reykjavíkur. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar gegndu jafnframt viðamiklu hlutverki í að taka á móti jólagjöfum, svara spurningum og sinna móttöku á leikskóla- og grunnskólabörnum sem komu færandi hendi með jólagjafir. Söfnun gjafa Árið 2013 var tíunda árið í röð sem jólagjöfum var safnað fyrir munaðarlaus og fátæk börn í Úkraínu. Lokaskiladagur gjafa í Reykjavík í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi var laugardagurinn 9. nóvember 2013, en fyrir þann tíma var hægt að koma kössum til skila viða um land. Eins og fyrri ár gekk verkefnið mjög vel og var vinnu við yfirferð kassanna mestmegnis lokið að miðnætti lokaskiladags, 9. nóvember 2013. Alls söfnuðust 4.586 kassar. Öllum skókössum var pakkað á bretti og komið fyrir í stórum gámi. Þriðjudaginn 12. nóvember 2013 var gámurinn sóttur og hófst þá ferðalag gámsins frá húsi KFUM og KFUK að Holtavegi til Kirovohrad í suðurhluta Úkraínu. Útdeiling gjafa til barna í Úkraínu Þann 30. desember 2013 héldu fulltrúar verkefnsins, Mjöll Þórarinsdóttir, Telma Ýr Birgisdóttir og Þóra Jenný Benónýsdóttir til Úkraínu til að taka þátt í dreifingu jólagjafanna í Kirovohrad. Fulltrúar verkefnisins voru við dreifingu jólagjafanna í Úkraínu til 5. janúar 2014 og afhentu gjafirnar á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala, til einstæðra mæðra og fjölskyldna sem búa við bágar aðstæður. Ferðasögu hópsins má nálgast á vef verkefnisins, skokassar.net eða á heimasíðu félagsins, www.kfum.is. Fulltrúar KFUM og KFUK í Úkraínu tóku svo við frekari dreifingu jólagjafanna og sjá um að koma þeim í réttar hendur.


8. Innlend samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi á samstarf við fjölmarga aðila innanlands. Í kaflanum er greint frá helstu samstarfsaðilum og samstarfsverkefnum á starfsárinu. Æskulýðsvettvangurinn KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg mynda saman samstarfsvettvang undir heitinu Æskulýðsvettvangurinn (ÆV). Þetta samstarf má rekja til ársins 2007, en formleg stofnun ÆV fór fram 2012 þegar ÆV fékk lög og kennitölu og réð til sín starfsmann. Skrifstofa Æskulýðsvettvangsins síðastliðið starfsár var í húsakynnum UMFÍ í Sigtúni 29 og verkefnistjóri ÆV í fullu starfi er Ragnheiður Sigurðardóttir. Aðalfundur ÆV fór fram 6. febrúar 2014 þar sem fram fóru lögbundin aðalfundarstörf. Stjórn ÆV á starfsárinu skipuðu þau Sæmundur Runólfsson formaður (UMFÍ), Gyða Karlsdóttir (KFUM og KFUK), Hermann Sigurðsson (BÍS) og Gunnar Stefánsson (Slysavarnarfélagið Landsbjörg). Á vegum ÆV er einnig starfandi vinnuhópur sem skipaður er fulltrúum aðildarfélaganna. Í honum eru Petra Eiríksdóttir (KFUM og KFUK), Helena Dögg Magnúsdóttir (Slysavarnarfélagið Landsbjörg), Sabina Steinunn Halldórsdóttir (UMFÍ) og Ingibjörg Hannesdóttir (BÍS). Með vinnuhópnum starfar verkefnisstjóri ÆV. Helstu verkefni ÆV á starfsárinu Siðareglur ÆV. Innan Æskulýðsvettvangsins voru unnar siðareglur um samskipti og siðareglur um rekstur og ábyrgð sem gefnar voru út í bæklingi vorið 2012. Siðareglurnar voru endurprentaður á haustmánuðum 2013 og haldið áfram vinnu við innleiðingu þeirra. Verndum þau. Á árinu 2013 stóð ÆV fyrir fimm námskeiðum sem kallast Verndum þau, þar af voru tvö haldin í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Alls sóttu 208 manns námskeiðin. Ólöf Ásta Farestveit og

Siðareglur Æskulýðsvettvangsins voru endurprentaðar og gefinn var út bæklingur til þess að kynna fagráð ÆV. Meðal markmiða Æskulýðsvettvangsins er að tryggja velferð þátttakenda í starfinu.

Á hverju ári eru haldin Verndum þau námskeið sem starfsfólki og sjálfboðaliðum í starfi KFUM og KFUK ber að taka. Á námskeiðunum er kennt hvernig skuli bregðast við grun um ofbeldi eða vanrækslu gegn börnum. Alls sóttu 208 manns námskeiðin á síðasta ári á vegum Æskulýðsvettvangsins. Þorbjörg Sveinsdóttir, höfundar bókarinnar Verndum þau, voru kennarar á námskeiðunum. Bókin var gefin út í endurbættri útgáfu í júní 2013 og voru þá 10 ár liðin frá því að hún kom fyrst út og námskeiðin hófust. Af því tilefni var þeim Ólöfu og Þorbjörgu færður þakklætisvottur fyrir farsælt samstarf. Á þessum tíma hafa þær í samstarfi við aðildarfélög ÆV og mennta- og menningarmálaráðuneytið haldið yfir hundrað námskeið sem þúsundir manna hafa sótt. Fagráð ÆV um meðferð kynferðisbrota. Á starfsárinu var gefinn út kynningarbæklingur um fagráð Æskulýðsvettvangsins. Markmiðið var að vekja athygli á fagráðinu og að hafa sýnilegt í aðildarfélögum ÆV hvert þeir geta leitað sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti innan félaganna. Hlutverk fagráðsins er að vinna með mál er tengjast kynferðisbrotum sem framin hafa verið í starfi aðildarfélaga ÆV. Eineltisvarnarnámskeiðið Ekki meir. ÆV hélt áfram verkefni sem hófst sumarið 2012 og hefur að markmiði að starfsfólk og sjálfboðaliðar í starfi aðildarfélaga ÆV kunni að bregðast við ef upp kemur einelti í starfinu. Gerð var eineltisvarnaráætlun og henni fylgt úr hlaði með námskeiðinu Ekki meir, sem byggir á samnefndri bók Kolbrúnar Baldursdóttur sálfræðings, sem jafnframt kennir námskeiðið. Haldin voru tíu námskeið sem fóru fram á Akranesi, Sauðárkróki, í Keflavík, Mosfellsbæ, Grindavík, Garðabæ, Kópavogi og þrjú í Reykjavík. Alls var 381 þátttakandi á námskeiðinu og hafa þá um 800 manns tekið námskeiðið frá upphafi. Ráðgjafahópur ÆV um einelti var starfandi en markmið hans og hlutverk er að vera stuðningur við starfsfólk og foreldra í þrálátum og erfiðum eineltismálum sem upp kunna að koma í starfi aðildarfélaga ÆV. Í ráðgjafahópnum er einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi ÆV og er fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi Margrét Árný Sigursteinsdóttir. Litli Kompás. Æskulýðsvettvangurinn óskaði eftir því við menntaog menningarmálaráðuneytið að Litli Kompás, handbók í mannréttindafræðslu fyrir 9-13 ára börn, yrði þýdd á íslensku. Ánægjulegt var að fagna útgáfu bókarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í byrjun árs 2014 og hefja notkun bókarinnar í starfi KFUM og KFUK. Áður er komin út

27


bókin Kompás (2009) sem er ætluð eldri börnum og hefur mikið verið notuð í starfi félagsins. Nánari upplýsingar um samstarfið innan ÆV má finna á heimasíðunni: aeskulydsvettvangurinn.is. Kristilega skólahreyfingin Kristilega skólahreyfingin (KSH); Kristileg skólasamtök og Kristilegt stúdentafélag eiga samstarf við KFUM og KFUK á Íslandi og eru samofin starfi félagsins. Skólahreyfingin hefur skrifstofuaðstöðu í Þjónustumiðstöðinni á Holtavegi 28 og er sr. Jón Ómar Gunnarsson skólaprestur starfsmaður KSH og jafnframt starfsmaður KFUM og KFUK á Íslandi. Sr. Jón Ómar var í námsleyfi hluta starfsársins og leysti Magnea Sverrisdóttir djákni hann af. Þjóðkirkjan og önnur trúfélög KFUM og KFUK á Íslandi á gott samstarf við marga söfnuði þjóðkirkjunnar um barna- og æskulýðsstarf (sjá nánar kafla 2). Ennfremur er samstarf við kirkjuna um leiðtogaþjálfun (sjá nánar kafla 4). KFUM og KFUK á Íslandi átti þrjá fulltrúa á Kirkjuþingi unga fólksins sem fram fór á Biskupsstofu í Reykjavík laugardaginn 25. maí 2013. Fulltrúar félagsins voru þau Salome Jórunn Bernharðsdóttir (19 ára), Davíð Clausen Pétursson (16 ára) og Daníel Bergmann Ásmundsson (20 ára). Daníel var jafnfram fulltrúi Ungmennaráðs KFUM og KFUK á kirkjuþinginu. KFUM og KFUK tók þátt í undirbúningi og skipulagi GLS ráðstefnunnar sem nokkur félagasamtök og trúfélög standa sameiginlega að, en ráðstefnan var haldin í Neskirkju 1.–2. nóvember sl. Fulltrúi KFUM og KFUK í undirbúningsnefndinni var Magnea Sverrisdóttir. Mannréttindaskrifstofa Íslands Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur árlega fyrir Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti og fer hún fram í kringum 21. mars sem er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti. Markmiðið er að uppræta þröngsýni, fordóma og þjóðernishyggju í Evrópu og byggja upp samfélag víðsýni og samkenndar þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna. Fulltrúar frá KFUM og KFUK hafa mætt á nokkra undirbúningsfundi vegna þátttöku í viðburðum í Evrópuvikunni og virkjað ungt fólk á vegum félagsins til þess að taka þátt í viðburðinum, auk þess að nýta fræðsluna sem í boði er í unglingastarfi félagsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög KFUM og KFUK á Íslandi á gott samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sérstaklega íþrótta- og æskulýðsdeildina. Erlendur Kristjánsson deildarstjóri átti fund með stjórn og starfsfólki KFUM og KFUK á Íslandi og heimsótti Vatnaskóg. Í undirbúningi er gerð þjónustusamnings milli KFUM og KFUK á Íslandi og ríkisins, að tillögu ríkisendurskoðunar. KFUM og KFUK á einnig samstarf við fjölmörg sveitarfélög. Gerður hefur verið þjónustusamningur á milli KFUM og KFUK í Reykjanesbæ og Reykjanesbæjar. Ennfremur hefur verið gerður þjónustusamningur á milli KFUM og KFUK og Reykjavíkurborgar.

28

Starfsfólk og sjálfboðaliðar í KFUM og KFUK sækja námskeið sem þjálfar þau í að taka á eineltismálum af fagmennsku. Námskeiðið „Ekki meir“ er haldið undir merkjum Æskulýðsvettvangsins sem er samstarfsvettvangur KFUM og KFUK, BÍS, UMFÍ og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.


9. Útgáfu- og kynningarmál Hér verður gerð grein fyrir útgáfu- og kynningarmálum KFUM og KFUK á Íslandi á starfsárinu 2013–2014. Ýmsir starfsmenn og sjálfboðaliðar félagsins koma að útgáfu- og kynningarmálunum til að koma á framfæri því fjölbreytta starfi sem KFUM og KFUK býður upp á ár. Sökum fjárhagsástæðna er reynt að halda útgjöldum kynningarmála félagsins í lágmarki og reyna að nýta sem best þá miðla sem eru ókeypis eða kosta lítið. Fréttabréf Á árinu 2013 kom Fréttabréf KFUM og KFUK þrisvar sinnum út: júní, september og desember. Ritstjórar þess á starfsárinu voru Berglind Ósk Einarsdóttir, Gyða Karlsdóttir og Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir. Halldór Elías Guðmundsson sá um umbrot. Ísafoldarprentsmiðja sá um prentunina og hægt er að nálgast eintökin í Þjónustumiðstöð félagsins. Fréttabréfið var sent út til allra félagsmanna KFUM og KFUK, margra kirkna, æskulýðssamtaka á landinu, alþingismanna og borgar- og bæjarfulltrúa. Rafrænar útgáfur má skoða á slóðinni Issuu: http://issuu. com/kfumkfuk. Fréttabréfin eru hvert um sig tólf blaðsíður að lengd og má þar finna helstu fréttir félagsins, upplýsingar um viðburði framundan, fréttir og upplýsingar frá sumarbúðunum, dagskrá æskulýðs- og fullorðinsstarfs félagsins ásamt pistlum og hugleiðingum frá félagsfólki. Dagskrá Á árinu 2013 gaf KFUM og KFUK tvisvar sinnum út heftið Dagskrá, í september og desember. Umsjón með útgáfu Dagskránna á starfsárinu höfðu Berglind Ósk Einarsdóttir, Gyða Karlsdóttir og Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir. Dagskráin er yfirlit yfir viðburði og fundi í fullorðinsstarfi félagsins á haust- og vormisseri. Þar má sjá efni funda í aðaldeildum (AD) KFUM og KFUK, upplýsingar um sunnudagssamkomur í Reykjavík og á Akureyri, bænasamverur í Friðrikskapellu og fræðslustarf félagsins. Dagskrárnar eru gefnar út í „vasabroti“ en Tómas Torfason sér um uppsetningu og Ísafold sér um prentun. Eintök af Dagskrárheftunum má nálgast í Þjónustumiðstöð félagsins sem einnig voru send til félagsfólks með Fréttabréfi félagsins í september og desember. Ársskýrsla Vorið 2013 kom út Ársskýrsla KFUM og KFUK á Íslandi fyrir starfsárið 2012–2013. Í skýrslunni er fjallað um starfsemi og verkefni á vegum félagsins. Ritstjóri skýrslunnar er Gyða Karlsdóttir. Skýrslan var prentuð hjá Odda og send til allra félagsmanna og ýmissa aðila sem tengjast starfi félagsins. Heimasíða og aðrir samskiptavefir Félagið heldur úti heimasíðu: www.kfum.is og til að halda utan um þau gögn sem fara þar inn er notast við opna hugbúnaðinn Wordpress. Á heimasíðunni er dagskrá félagsins sett upp í dagatal þar sem notast er við kerfi frá Google. Myndir félagsins fara inn á myndasíðuna flickr: http://www.flickr.com/ photos/kfum-kfuk-island/ sem er tengd við heimasíðu félagsins. Heimasíðan er einnig tengd við samfélagsmiðilinn Twitter og þar var félagið með 61 fylgjanda í byrjun mars 2014. Fréttir sem birtast á heimasíðu félagsins tilkynnast samstundis sem „tvít“ á https://twitter.com/

KFUM_KFUK. Félagið hafði aðgang að tveimur netrásum, YouTube og Vimeo, til að birta myndbönd en notaði þó einungis YouTube á síðasta starfsári og birti þar sjö myndbönd. KFUM og KFUK á Íslandi er með Facebook aðdáendasíðu þar sem voru birtar fréttir og myndir úr starfinu. Notkun á þessari aðdáendasíðu jókst töluvert á haustmisseri 2013. Í byrjun mars 2014 var síðan með 1.120 „aðdáendur“ og gátu átta manns, bæði starfs- og félagsmenn, birt fréttir og myndir undir formerkjum KFUM og KFUK á Íslandi. Félagið og starfsstöðvar þess standa einnig fyrir nokkrum síðum og hópum á Facebook sem tengjast starfinu með beinum hætti og er notast við þær í miklum mæli til að halda tengslum við þátttakendur og félagsmenn. Í starfi KFUM og KFUK er fræðsluefni félagsins fyrir æskulýðsstarf mikið notað og má nálgast það slóðinni: http://efnisveita.kfum.is. Þar eru hugmyndir fyrir fundi, verkefni, hugleiðingar, leikir og fleira efni frá árunum 2007 til 2014. Leiðtogar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK fengu útprentuð eintök af fræðsluefninu fyrir haustmisserið 2013 og vormisserið 2014. Þá

29


Starfsfólk í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK tekur á móti hópum sem vilja kynna sér starf félagsins. Margir hópar leik- og grunnskólabarna komu á haustmisseri til þess að kynna sér verkefnið Jól í skókassa um leið og þau skiluðu sínum skókössum.

fengu starfsmenn sumarbúða og leikjanámskeiða hjá félaginu útprentuð eintök af fræðsluefni sumarsins 2013. Fræðsluefnið má skoða á slóðinni Issuu: http://issuu.com/kfumkfuk. Netfréttir Á veturna eru á hverjum fimmtudegi sendar út netfréttir um starf félagsins og viðburði sem eru á döfinni í fullorðins- og æskulýðsstarfi. Fréttirnar eru sendar með tölvupósti til allra þeirra sem hafa skráð sig á netfangalista í gegnum heimasíðu félagsins. Notast var við netpóstkerfið MailChimp til að halda utan um sendingu á netfréttunum. Í byrjun mars 2014 voru 396 netföng skráð á póstlistanum. Umsjón með netfréttum höfðu Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir og Berglind Ósk Einarsdóttir. Kynning á sumarstarfi KFUM og KFUK Fyrir fyrsta skráningardag 2014 var gefið út sumarbúðablað þar sem sumarbúðir og leikjanámskeið á vegum félagsins voru kynnt. Safnað var auglýsingum og styrkjum frá ýmsum fyrirtækjum til að greiða fyrir útgáfu blaðsins. Blaðið var prentað hjá Odda og dreift til forráðamanna þeirra barna sem tóku þátt í sumarstarfi KFUM og KFUK sumarið 2013 og einnig til barna sem verða níu ára á árinu (fædd árið 2005).

30

Annað almennt kynningarstarf Ýmsar aðrar kynningar hafa átt sér stað á starfi KFUM og KFUK á starfsárinu og má þar nefna heimsókn borgarfulltrúa á degi sjálfboðaliðans og heimsókn nemenda í Tómstunda- og félagsmálafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í lok október og byrjun nóvember 2013 voru margar kynningar í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK vegna verkefnisins Jól í skókassa. Hópar frá leik- og grunnskólum komu til að skila inn jólagjöfum ásamt ýmsum öðrum og fengu þá kynningu á verkefninu og félaginu. Á starfsárinu voru bæklingar gefnir út í samstarfi við aðra aðila sem tengjast og nýtast í starfi KFUM og KFUK á Íslandi. Má þar nefna bæklinginn Fagráð Æskulýðsvettvangsins sem unninn var í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn og bæklinginn Siðareglur sem var endurútgefinn af sömu aðilum. Annað heftið af 2019 – Fleiri hugleiðingar um félagið og framtíðina var gefið út í umsjón Tómasar Torfasonar. Einnig var bæklingur um verkefnið Jól í skókassa gefinn út og dreift víðsvegar um landið en rafræna útgáfu af bæklingnum má síðan finna á heimasíðu félagsins. Þessa bæklinga er hægt að nálgast í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi.


10. Fjármál Þegar horft er til fjárhagsársins 2013 kemur þakklæti fljótt upp í hugann. Afkoma starfsstöðva félagsins er til fyrirmyndar og hafa einstaka gjafir hjálpað til við að ná þeim árangri. Samheldni skiptir miklu þegar við störfum að sama markmiði þótt við séum í ólíkum rekstri, að boða Jesú Krist er markmið félagsins. Við höfum siglt í gegnum ólgusjó, fengið á okkur brot, en sjáum nú til lands. Hins vegar eru ærin verkefni framundan. Húsakostur er farinn að láta á sjá en félagið er með 23 húseignir sem sjálfboðaliðar sjá að mestu um að halda í horfinu. Við stöndum með barnafjölskyldum og reynum að halda kostnaði þátttakenda í lágmarki. Rekstur félagsins er með þeim hætti að ef viðskiptamógúlar ætluðu að gera viðskiptaáætlun um rekstur þess myndu þeir segja að rekstur á svona félagi væri ómögulegur. En vegir Guðs eru órannsakanlegir – þetta höfum við gert í 115 ár. Það sem við erum svo rík af eru félagsmenn og blessun Guðs sem erfitt að setja upp í Excel. Með boðskap hans að leiðarljósi virðast okkur flestir vegir færir. Við sem fáumst við fjármál félagsins finnum fyrir stuðningi, bænum og þakklæti. Höldum áfram að biðja fyrir fjármálum félagsins og að hver króna sem félagið fær verði æsku landsins til heilla. Styrkir og gjafir Grundvöllur fyrir rekstri félagsins byggist á styrkjum, gjöfum og framlögum. Við stöndum frammi fyrir lækkandi styrk frá ríki en höfum verið svo lánsöm að aðrar tekjur hafa komið á móti, s.s. frá sveitarfélögum og rausnarlegar peningagjafir frá félagsfólki. Án styrkja og gjafa getur félagið ekki staðið undir öflugu faglegu starfi. Biðjum fyrir gjafakerfi félagsins og auknum styrkjum til starfsins.

Fjáraflanir Basar KFUK var að venju haldinn laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Í basarnefnd sátu Kristín Sverrisdóttir formaður, Betsy Halldórsson, Hanna Sigríður Jósafatsdóttir, Gunnlaug Sverrisdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og María Sighvatsdóttir. Undirbúningur basarsins stendur allt árið og er þeim sem stóðu að undirbúningi og framkvæmd þakkað sitt framlag. Tekjur af basarnum (að frádregnum kostnaði) námu 1.042.951 kr. Af þeirri upphæð renna 104.295 kr. í Kærleikssjóð félagsins. Flugeldasala KFUM og KFUK á Íslandi var að venju opin síðustu daga ársins 2013. Umsjón með flugeldasölunni var í höndum Auðar Pálsdóttur, Inga E. Erlingssonar og Árna Sigurðssonar og sérlegur vaktmaður var Albert E. Bergsteinsson. Hagnaður af flugeldasölunni var 366.441kr. Dósagjafir Félagið þiggur dósir og flöskur frá félagsfólki. Oddrún Jónasdóttir Uri hefur séð um að telja og flokka dósir fyrir félagið. Í fyrra söfnuðust 64.554 krónur. Jólakort. Á hverju ári seljast eldri gerðir af jólakortum sem félagið lét framleiða fyrir nokkru. Í fyrra seldust jólakort fyrir 50.500 krónur. Guð blessi alla þá sem leggja félaginu lið með gjöfum, vinnuframlagi og fyrirbænum. Frekari upplýsingar um fjármál félagsins er að finna í ársreikningum þess.

Hér að ofan má sjá rekstrarliði í ársreikningi félagsins á tímabilinu 2007-2012. Mynd til hægri sýnir rekstrartekjur og mynd til vinstri rekstrargjöld. Á þessum rekstrarárum hefur rekstrartap verið samtals krónur 28.276.219. Rekstrarhallinn á árunum 2007 og 2008 var krónur 29.692.592. Ársreikningur fyrir árið 2013 liggur fyrir á aðalfundi félagsins.

31


KFUM og KFUK á Akureyri Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014

Markmið starfsins Í lögum starfsstöðvarinnar segir, að markmið starfsins eigi að vera að: „...leitast við að vekja og efla trúarlegt og siðferðilegt líf ungs fólks og hlynna að andlegum og líkamlegum þroska þess.“ Þess vegna býður KFUM og KFUK á Akureyri upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga þar sem Biblíufræðsla og bænir eru fastir liðir. Á liðnu starfsári hefur verið sérstök áhersla lögð á að styðja við upprennandi leiðtoga. Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri var haldinn 20. mars 2013. Í stjórn KFUM og KFUK á Akureyri voru kosnar: Katrín Harðardóttir, formaður Brynhildur Bjarnadóttir, gjaldkeri Ragnheiður Harpa Arnardóttir, ritari Varamenn: Sandra Marín Kristínardóttir Sigrún Birna Guðjónsdóttir Skoðunarmenn reikninga voru kosnir: Davíð Ingi Guðmundsson Hanna Þórey Guðmundsdóttir

32

Haldnir voru fjórir stjórnarfundir á árinu. Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs sat alla fundi stjórnar. Þá sóttu fulltrúar stjórnarinnar fulltrúaráðsfundi, samráðshelgi og aðalfund félagsins. Helstu verkefni stjórnar Helstu verkefni stjórnar á árinu hafa tengst barna- og unglingastarfi félagsins en markmiðið var að styðja við fundi yngri deildar að jafnaði einu sinni í mánuði. Á þessum fundum hefur gjarnan verið boðið upp á handverk eða föndur. Auk barnastarfsins hefur stjórnin haldið úti starfi fyrir fullorðna að jafnaði einu sinni í mánuði. Á starfsárinu lauk stjórnin við samningsgerð við Mannréttinda- og samfélagsráð Akureyrarbæjar um fjárstuðning bæjarins til KFUM og KFUK. Sá samningur er í gildi til þriggja ára, 2012–2014 og byggir á samkomulagi um innihald og umfang starfsins og tekur upphæð samningsins mið af þeim fjölda barna sem skráð eru í starfið á hverju ári. Samningurinn er sameiginlegur fyrir vetrarstarf í Sunnuhlíð og sumarstarf að Hólavatni. Starfsemi starfsstöðvar Starfsstöðin á Akureyri leggur fyrst og fremst áherslu á barna- og unglingastarf. Hæst ber á liðnu starfsári þátttaka unglinganna í Evrópuhátíð KFUM í Prag en þangað fóru 13 unglingar frá Akureyri ásamt 3 leiðtogum.


Starfsfólk Jóhann Þorsteinsson, sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi, hefur skrifstofuaðstöðu í Sunnuhlíð, félagsheimili starfsstöðvar félagsins á Akureyri, og heldur utan um barna- og unglingastarfið á Norðurlandi. Starfshlutfall hans er 100%. Yfirlit starfs Eftirfarandi deildir voru starfræktar á Akureyri: Unglingadeild – Skráðir voru 38, en meðaltalsmæting á fund var um átján unglingar. Leiðtogar: Jóhann Þorsteinsson, Ragnheiður Sverrisdóttir, Lárus Óskar Sigmundsson, Sandra M. Kristínardóttir og Hafþór Freyr Líndal. Yngri deild KFUM – Skráðir voru 28, en meðaltalsmæting var lakari en árið á undan eða um sjö drengir og var mjög misjafnt yfir veturinn hver fjöldinn var á hverjum fundi. Leiðtogar: Jóhann Þorsteinsson, Hafþór Freyr Líndal, Guðlaugur Sveinn Guðlaugsson og Ríkharður Ólafsson. Yngri deild KFUK – Skráðar voru 36, en meðaltalsmæting á fund voru þrettán stúlkur. Leiðtogar: Sigrún Birna Guðjónsdóttir, Ída Hlín Steinþórsdóttir, Bára Dís Sigmarsdóttir, Sara Rut Jóhannsdóttir, Telma Guðmundsdóttir, Andrea Ösp Karelsdóttir (vormisseri) og Valdís Sigurðardóttir (vormisseri). Ten-sing deild – Á vormisseri fór af stað ný Ten-sing deild undir forstöðu Lárusar Óskars. Hópurinn er að stíga sín fyrstu skref og um tíu krakkar mættu á hverja samveru. Leiðtogar: Lárus Óskar Sigmundsson, Herdís Júlía Júlíusdóttir, Eiður Smári Elfarsson og Sindri Snær Konráðsson. Viðburðir á árinu Vorhátíð var haldin í Sunnuhlíð laugardaginn 16. mars 2013. Þátttaka á vorhátíðinni var nokkuð góð og börnin úr deildastarfinu voru með skemmtiatriði. Boðið var upp á léttar veitingar, andlitsmálun og „candyfloss“. Stærsti viðburður ársins var án efa ferð unglingadeildarinnar á Evrópumót KFUM í Prag. Lagt var af stað frá Akureyri kl. 7:45 að morgni 2. ágúst, ekið til Keflavíkur og flogið til Frankfurt í Þýskalandi, ekið áfram í rútu um sex klukkustundir og komið til Prag seint um nótt. Heimkoma var rúmlega viku síðar og var lent um miðnætti 11. ágúst og ekið norður um nóttina. Tæplega fimm þúsund ungmenni voru saman komin á Evrópumótinu sem bar yfirskriftina „Love to live“ en íslenski hópurinn taldi um eitt hundrað þátttakendur. Alls fóru 13 krakkar frá Akureyri í ferðina og fararstjórar voru Jóhann Þorsteinsson, Sandra Marín Kristínardóttir og Daría Rudkova sem bættist í hópinn í Reykjavík. Þá voru Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson, foringjar frá Hólavatni, mikið með hópnum úti í Prag ásamt Lárusi Óskari. Á heimleiðinni tók Pétur Björgvin við hlutverki Jóhanns á flugvellinum í Frankfurt og fylgdi hópnum alla leið til Akureyrar en Jóhann varð eftir í Þýskalandi. Þessi ferð var í alla staði eftirminnileg og hefði ekki verið framkvæmanleg nema fyrir stuðning foreldra, fyrirtækja og annarra velunnara. Fjórar samkomur voru haldnar á starfsárinu. Þar af var fjölskyldusamvera á fyrsta sunnudegi í aðventu með þátttöku barna úr æskulýðsstarfinu ásamt fjölskyldum þeirra. Ein samkoma var haldin í samstarfi við Kristniboðsfélag Akureyrar en Gunnar J. Gunnarsson kom í heimsókn og flutti erindi um Bjarna Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. Því miður var

engin samkoma á kristniboðsdaginn eins og hefð er fyrir en boðið var upp á samveru í Glerárkirkju í samstarfi við Kristniboðsfélag Akureyrar. Haustferð unglingastarfsins var farin á Hólavatn 15.–16. nóvember og fóru 20 unglingar í ferðina ásamt fjórum leiðtogum. Dagskráin var spennandi og skemmtileg og krakkarnir skemmtu sér vel. Námskeið og þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða Á starfsárinu hafa ungleiðtogar tekið þátt í tveimur leiðtoganámskeiðum. Í nóvember var helgi í Ölveri og í janúar í Vatnaskógi. Það er ánægjulegt að geta boðið þeim í þessar ferðir en allir ungleiðtogarnir voru að taka sín fyrstu skref í leiðtogaþjálfun og var allur kostnaður við ferðirnar greiddur af KFUM og KFUK á Íslandi. Útleiga Nokkuð var um útleigu salarins fyrir fermingar- og skírnarveislur, auk þess sem hópur Dalvíkurkvenna hefur fengið að nota salinn fyrir kaffispjall einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Gjafir og styrkir Á starfsárinu naut félagið styrkja frá Samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar og er þar annars vegar um að ræða vegna æskulýðsstarfsins og hins vegar endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda. Þá fékkst 500 þúsund króna styrkur frá Glerárkirkju vegna ferðar á Evrópuhátíð KFUM og KFUK í Prag sem var nýttur til að standa straum af kostnaði við rútu milli Akureyrar og Keflavíkur, í niðurgreiðslu á ferðakostnaði fararstjóra og í annan útlagðan kostnað fyrir hópinn úti í Prag. Styrkur að upphæð 150 þúsund krónur fékkst úr Æskulýðssjóði til að standa fyrir námskeiði um Litla Kompás – handbók í mannréttindafræðslu fyrir börn. Lokaorð Megináhersla starfs KFUM og KFUK á Akureyri snýr að barnastarfi og við þökkum Guði fyrir öll börnin sem hafa tekið þátt í starfinu á þessu ári. Annað þakkar- og fyrirbænarefni eru allir góðir leiðtogar sem eru tilbúnir til þess að sinna þessu boðunar- og félagsstarfi af lífi og sál. Til að styðja við ungu leiðtogana okkar hafa stjórnarmeðlimir nú, eins og á síðasta ári, tekið þátt í nokkrum deildasamverum á árinu. Þannig fær stjórnin líka uppörvandi innsýn í það frábæra starf sem unnið er í barnastarfi KFUM og KFUK á Akureyri. Í litlu samfélagi er mikilvægt að geta sent leiðtoga og leiðtogaefni á námskeið og því sérlega ánægjulegt hve vel KFUM og KFUK á Íslandi stendur að þeim málum. Það er líka ómetanlegt fyrir kristilegt barnastarf á Akureyri og reyndar víðar á Norðurlandi að sviðsstjóri æskulýðssviðs KFUM og KFUK á Íslandi skuli vera staðsettur hér nyrðra. Það er bjargföst trú okkar að besta veganestið fyrir lífið sé það að kynnast Kristi strax í barnæsku og þannig fá möguleika til að lifa lífi sínu umvafinn ljósi hans og kærleika. Því lofum við Guð fyrir ávöxt þessa árs og biðjum hann að efla og blessa starfið á næsta ári.

„Hver er sá sem sigrar heiminn nema sá sem trúir að Jesús sé sonur Guðs? “ I. Jóh.5:5

Fyrir hönd stjórnar KFUM og KFUK á Akureyri, Ragnheiður Harpa Arnardóttir, ritari

33


KFUM og KFUK á Suðurnesjum Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014

Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum var haldinn 1. mars 2013 Stjórn KFUM og KFUK á Suðurnesjum á starfsárinu skipuðu: Sigurbjört Kristjánsdóttir – formaður Sveinn Valdimarsson – gjaldkeri Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir – ritari Björk Guðnadóttir – varamaður Erla Guðmundsdóttir – varamaður Skoðunarmenn reikninga voru: Páll Skaftason Sigvaldi Björgvinsson Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 8. Helstu verkefni stjórnar á árinu - Almenn umsjón með deildastarfi KFUM og KFUK á Suðurnesjum. - Leikjanámskeið í 3 vikur sumarið 2013. - Deildastarfið á Suðurnesjum veturinn 2013–2014 er á þremur starfsstöðum; fjórar deildir í félagsheimili KFUM og KFUK í Keflavík, 34

- - -

ein deild í Akurskóla í Innri-Njarðvík í samstarfi við Njarðvíkursókn, tvær deildir í Grindavík í samstarfi við Grindavíkursókn. Fá leiðtoga til að leiða starfið í Reykjanesbæ sem gekk mjög vel. Stjórnin sér einnig um umsjón og viðhald félagsheimilis KFUM og KFUK að Hátúni 36 í Reykjanesbæ. Halda áfram með leiðtogaskóla í samstarfi við Keflavíkurkirkju.

Leiðtogar Nafn: Adam Sveinsson Agnes Sigurþórsdóttir Alexandra Ýr Auðunsdóttir Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir Ásdís Birta Magnúsdóttir Blær Elíasson Björk Guðnadóttir Bryndís Sunna Guðmundsdóttir Brynja Eiríksdóttir Elín Björg Eyjólfsdóttir Elín Pálsdóttir Erla Guðmundsdóttir

Deild: VD/YD M YD K UD YD Grindavík VD YD/UD Grindavík UD/Stjórn/leiðtogask. YD K VD/UD YD Grindavík YD K VD/Stjórn/leiðtogask.


Gná Elíasdóttir Gnýr Elíasson Haukur Arnórsson Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Inga Bjarney Ólafsdóttir Inga María Henningsdóttir Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir Ísak Rúnar Ólafsson Ívar Karl Sveinsson Jón Grétar Sverrisson Margrét Guðjónsdóttir Margrét Kristjánsdóttir Pétur Loftur Árnason Ólafur Þór Unnarsson Óskar Birgisson Ragnheiður Haraldsdóttir Rannveig Ósk Hjaltadóttir Sigurbjört Kristjánsdóttir Sóley Bjarnadóttir Sveinn Valdimarsson Telma Ýr Birgisdóttir Tinna Birgisdóttir Þorsteinn Helgason Þóra Jenny Benónýsdóttir

YD K/VD YD M YD Grindavík YD K YD Grindavík VD YD/UD Grindavík VD YD M/UD YD Akurskóli UD/YD Akurskóli/stjórn YD Grindavík YD M YD Grindavík YD Akurskóli YD/UD Grindavík YD Grindavík YD K/Stjórn YD Akurskóli YD M/Stjórn YD/UD Grindavík YD/UD Grindavík YD M UD Keflavík/UD/YD Grindavík

Starfsemi starfsstöðvar Skráðir þátttakendur í starfi KFUM og KFUK á Suðurnesjum í haust voru alls 275. Þrjú leikjanámskeið voru í júní 2013. Umsjón var í höndum Brynju Eiríksdóttur og Sólmundar Friðrikssonar. Auk þeirra unnu á námskeiðunum 7 unglingar, Adam Sveinsson, Agnes Sigurþórsdóttir, Elín Pálsdóttir, Gná Elíasdóttir, Gnýr Elíason, Júlía Svava Tello og Petrína Bergmann. Þátttakendur á námskeiðunum voru rúmlega 45. Einnig er húsið lánað fyrir fermingarfræðslu Keflavíkurkirkju. Ýmsir viðburðir í starfi KFUM og KFUK á Suðurnesjum - - - -

- -

Óvissuferð leiðtoga vorið 2013. Leiðtogum sem starfa á vorin er boðið í óvissuferð sem þakklætisvott fyrir starfið. Pragferð sumarið 2013. 5 leiðtogar og unglingar frá UD fóru á Evrópumót KFUM í Prag sumarið 2013. Vorferðir YD- KFUM og KFUK. YD-K og YD-M í Keflavík fóru í vorferð í Vatnaskóg vorið 2013 ásamt YD í Akurskóla. Leikjanámskeið. 3 námskeið voru haldin sumarið 2013, 45 krakkar voru skráðir og 2 leiðtogar héldu utan um námskeiðin ásamt 7 aðstoðarleiðtogum. Landsmót ÆSKÞ. Unglingar frá UD Grindavík og UD Keflavík fóru á landsmót kirkjunnar sem haldið var í Reykjanesbæ um haustið. Hæfileikasýning. Stúlkur úr YD fóru á hæfileikasýningu sem haldin var á Holtaveginum.

Í deildastarfinu er leitast við að bjóða upp á fjölbreytt dagskrártilboð og er leikur, sköpun og samvinna einkennandi. Þessar hressu stelpur mættu í flottum búningum á öskudagsfund.

-

-

- -

Jólamatur leiðtoga. Í janúar ár hvert er leiðtogum eldri en 20 ára boðið í glæsilega máltíð og kvöldstund sem þakklætisvott fyrir starfið um haustið. Leiðtogar undir 20 ára aldri fá jólagjöf sem þakklætisvott fyrir starfið. Gistinótt í Keflavíkurkirkju. Þann 15. nóvember var haldin gistinótt fyrir unglingadeildir í Keflavíkurkirkju. Unglingadeildir frá Keflavík, Garði, Sandgerði, Grindavík, Mosfellsbæ og Fríkirkjunni í Reykjavík komu saman og áttu skemmtilega gistinótt þar sem Guðsorð, söngur, ratleikir og „minute to win it“ þrautir komu við sögu. Landsmót KFUM og KFUK. UD-Keflavík og Grindavík fóru á landsmót í Vatnaskógi í febrúar 2014. Brennómót YD-KFUM og KFUK. YD-K, YD-M, YD Grindavík og YD Akurskóli fóru á brennómót í mars 2014.

Gjafir og styrkir Stærstur hluti tekna KFUM og KFUK á Suðurnesjum kemur frá Reykjanesbæ samkvæmt samstarfssamningi við bæinn, þá kemur einnig góður styrkur frá Keflavíkursókn. Einnig koma styrkir frá ýmsum velunnurum starfsins. Þá er ótalinn hinn mikli styrkur sem felst í starfi sjálfboðaliða sem koma að starfinu. Félagið veitti nokkra styrki til leiðtoga og þátttakenda, t.d. vegna ferðalaga og námskeiða. Sökum þess að þú ert dýrmætur í mínum augum og mikils metinn, og af því að ég elska þig, þá legg ég menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt. Óttast þú eigi því að ég er með þér. Jesaja 43:4-5. Stjórn KFUM og KFUK á Suðurnesjum, Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir, ritari.

35


KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014

Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum var haldinn 20. mars 2013 Stjórn KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum á starfsárinu skipuðu: Guðmundur Örn Jónsson, formaður Sandra Dís Pálsdóttir, ritari Hulda Líney Magnúsdóttir, gjaldkeri Sigríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir, meðstjórnandi Gísli Stefánsson, varamaður. Skoðunarmaður reikninga var: Halldór Hallgrímsson Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 3. Helstu verkefni stjórnar á árinu Aðal viðfangsefni stjórnarinnar í Vestmannaeyjum á síðasta starfsári var húsnæði félagsins líkt og undanfarin ár. Mál tengd viðhaldi og endurnýjun í húsnæðinu voru í brennidepli og unnið var að áætlun þess efnis að safna peningum til þess að klára það mikilvæga málefni. Framkvæmdir Engar framkvæmdir voru á síðasta starfsári.

36

Starfsfólk Gísli Stefánsson er starfsmaður KFUM og KFUK á Íslandi í hlutastarfi. Starfsemi starfsstöðvar Opnu húsin Í Vestmannaeyjum er starfrækt unglingadeild. Í vetur var ein deild fyrir 8., 9. og 10. bekk. Á fimmtudagskvöldum var opið hús í húsnæði deildarinnar við Vestmannabraut og sóttu það 15–20 unglingar í hverri viku. Leiðtogarnir Ásgeir Þór Þorvaldsson, Ingi Þór Halldórsson og Ísak Máni Jarlsson hafa haldið vel utan um starfið á opnu húsunum og eiga heiður skilið fyrir það. Þeir halda reglulega mót og keppnir í hinum ýmsu greinum, eins og fussball og borðtennis sem njóta jafnan mikilla vinsælda. Æskulýðsfundir í Landakirkju Á sunnudagskvöldum eru haldnir æskulýðsfundir í Landakirkju og að jafnaði sækja 35 ungmenni þá fundi. Mikil og flott nýliðun hefur orðið í starfinu í vetur en þeir 10. bekkingar sem hafa verið máttarstólpar starfsins undanfarin ár hafa tekið við leiðtogakeflinu af eldri leiðtogum. Þá hefur bæst við öflugur hópur 8. bekkinga sem tekur virkan þátt í starfinu. Þess má geta að þessi hópur er á leiðinni á Norrænt KFUM og KFUK mót í Svíþjóð á komandi sumri og verða þau alls 30 sem fara í þá ferð.


Ýmsir viðburðir í starfi KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Elvis-messa í Landakirkju 17. febrúar Æskulýðsfélagið og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum efndu til Elvis Presley messu þann 17. febrúar 2013. Í henni komu fram fjölmargir tónlistarmenn. Vegleg 10 manna hljómsveit kom fram ásamt fjölda söngvara og fluttu lög hins mikla meistara af alkunnri snilld. Fullt var út úr dyrum en messan er liður í að endurvekja gamla hefð poppmessa sem kirkjusókn í Landakirkju einkenndist mikið af síðasta áratug síðustu aldar. Landsmót UD í Vatnaskógi Föngulegur 17 manna hópur á vegum félagsins mætti á frábært mót í Vatnaskógi í febrúar 2013. Mikil gleði og ánægja ríkti hjá krökkunum með ferðina. Country-Gospelmessa 10. mars Gospelmessa var haldin 10. mars 2013 til að fagna Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar sem settur var sunnudeginum áður, þann 3. mars. Sama hljómsveit og lék lög Elvisar þann 17. febrúar kom fram, og í þetta skipti var uppistaðan einnig tónlist Elvisar en þó í jöfnu blandi við lög frá meistara Johnny Cash. Enn og aftur var fullt út úr dyrum og ekki mátti merkja annað en mikla ánægju viðstaddra. Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi predikaði og leiðtogar starfsins lásu úr Heilagri Ritningu. Vorhátíð Landakirkju 28. apríl Leiðtogar aðstoðuðu við umsjón með Vorhátíð Landakirkju en mikill fjöldi barna sækir hátíðina. Leiðtogar sáu um útileiki og aðstoðuðu við að framreiða og borða pylsur. Landsmót ÆSKÞ í Reykjanesbæ helgina 25.–27. október Frá Vestmannaeyjum fór 27 manna hópur til Reykjanesbæjar á gríðarlega flott æskulýðsmót á vegum Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar. Mótið var sérlega vel heppnað og var mikil ánægja meðal krakkanna með mótið. Jólaperlur – Jólatónleikar Æskulýðsfélagsins og KFUM og KFUK Félagið hélt sína árlegu jólatónleika 19. desember sl. en tónleikarnir eru helsta fjáröflun æskulýðsfélagsins. Tónleikarnir voru geysilega vel sóttir og varla andrými í safnaðarheimili Landakirkju. Úrval okkar færustu tónlistarmanna og -kvenna, meðlimir Leikfélags Vestmannaeyja sem og leiðtogar í starfi félagsins, alls 26 manns gáfu vinnu sína, H-hljóð útvegaði hljóðkerfi okkur að kostnaðarlausu auk þess sem tónleikahaldarinn Birkir Thor Högnason gaf alla sína vinnu við undirbúning tónleikanna. Allur aðgangseyririnn rann svo óskertur til félagsins. Gjafir og styrkir Vestmannaeyjabær styrkti starf félagsins með sínum árlega styrk upp á 325.000 kr. Peningagjafir til félagsins námu 55.900 kr. Styrkveitingar starfsstöðvarinnar Starfstöðin styrkti Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum fjórum sinnum á síðasta ári. Vegna tveggja tónlistarmessa og síðan vegna ferðar félagsins á UD mót í Vatnaskógi í febrúar og vegna ferðar félagsins á ÆSKÞ mótið í Reykjanesbæ.

Flottur hópur unglinga á leið á landsmót ÆSKÞ sem haldið var í Reykjanesbæ í október 2013.

Sjálfboðaliðar Fastir sjálfboðaliðar eru: Alma Lísa Hafþórsdóttir Ásgeir Þór Þorvaldsson Erlingur Orri Hafsteinsson Guðmundur Örn Jónsson Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir Hulda Líney Magnúsdóttir Ingi Þór Halldórsson Ísak Máni Jarlsson Mirra Björgvinsdóttir Sandra Dís Pálsdóttir Steinunn Einarsdóttir Svanhildur Eiríksdóttir Thelma Lind Halldórsdóttir Þorbjörg Lind Óttarsdóttir F.h. KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Gísli Stefánsson

37


Vinagarður

leikskóli KFUM og KFUK

Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014 Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Vinagarðs var haldinn 11. mars 2013. Stjórn Vinagarðs á starfsárinu skipuðu: Magnús Fjalar Guðmundsson, formaður Anna Kristín Guðmundsdóttir, gjaldkeri og fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi Edda Björk Skúladóttir, ritari Guðmundur Ingi Leifsson, meðstjórnandi Einar Helgi Ragnarsson, fulltrúi foreldra. Varamenn Nína Þórsdóttir og Fjölnir Guðmundsson. Skoðunarmenn reikninga voru: María Aðalsteinsdóttir Arnmundur Kristinn Jónasson Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 6. Helstu verkefni stjórnar á árinu Ýmis verkefni hafa komið inn á borð stjórnar leikskólans og margt hefur verið framkvæmt á liðnu starfsári. Öryggismyndavélakerfi var komið upp við leikskólann. Leikskólinn var málaður að utan og var fé til framkvæmda sótt í viðhaldssjóð, en sjálfboðaliðar sáu um málningarvinnuna. Í undirbúningi voru breytingar á lóð leikskólans og var skrifað undir samning við fyrirtækið Fagverk um framkvæmdir sem munu hefjast á vordögum 2014 um bætt aðgengi á milli húsa. Hugað hefur verið að umhverfi leikskólans. Sprautunálar hafa fundist í og við lóðamörk leikskólans og Grasagarðsins. Með samþykki Axels Knútssonar/Borgargörðum, var klippt neðan af grenitrjám og gert gat 38

á hekki til þess að leikskólabörnin þurfi ekki að þvera bílastæðið til að komast inn á göngustíg í Grasagarðinum. Á árinu hafa verið miklar umræður um hagkvæmni þess að stækka leikskólann. Unnin hefur verið kostnaðar- og hagkvæmnisgreining af aðilum innan stjórnar vegna mögulegrar stækkunar leikskólans. Eru þessar umræður hluti af fimm ára stefnumótun fyrir leikskólann sem stjórn Vinagarðs er að hefja vinnu við. Vinnuvernd. Búið er að gera samning við fyrirtækið Vinnuvernd og búin að eiga sér stað stutt kynning meðal starfsfólks. Þjónustunni fylgir trúnaðarlæknir. Veikindi starfsfólks þarf að tilkynna til Vinnuverndar og á leikskóla. Tölvur og tæknimál. Á síðasta ári var undirritaður samningur við Advania um notkun á tölvukerfinu Völunni, sem er sérhæft leikskólakerfi. Hjólakaup. Keypt voru fleiri hjól fyrir leikskólann. Úttekt næringarfræðings. Fenginn var næringarfræðingur til að fara yfir næringarinnhald matar í leikskólanum. Verkefnið er enn í vinnslu. Matarkostnaður hefur hækkað á sl. ári og skrifast á aukna neyslu á grænmeti og ávöxtum. Mikil ánægja með það innan stjórnar, en svigrúm er til að hækka matarkostnað leikskólans. Starfsmenn María Sighvatsdóttir leikskólastjóri, María Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Sigrún Lilja Hjartardóttir matráður, Deildastjórar: Hulda Björg Jónasdóttir og Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir B.Ed. leikskólakennarar, Alma Auðunardóttir MA í uppeldis- og menntunarfræði,


Ólöf Jóna Jónsdóttir og Ragnhildur Gunnarsdóttir B.Ed. grunnskólakennarar. Eva Dögg Sveinsdóttir BA í ensku og kennslufræði. Ingibjörg Ingvarsdóttir grunnskólakennari ( sérkennsla ), farin á eftirlaun. Leiðbeinendur: Anna Jóhanna Hilmarsdóttir BA í þjóðfræði og guðfræði. María Sigurðardóttir MS í umhverfis- og auðlindarfræði. Arna Ingólfsdóttir, Aðalheiður Sighvatsdóttir, Bjarnveig Hjörleifsdóttir, Guðrún Tómasdóttir, Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir, Sigrún Ásta Kristinsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir og Þorbjörg Tómasdóttir leiðbeinendur. Angelica Lawino aðstoð í eldhúsi og við afleysingar. Starfsemi leikskólans Starfið á leikskólanum gengur mjög vel og langur biðlisti er eftir leikskólaplássum. Unnið var með ákveðin þemu í leikskólastarfinu eins og fyrr. Í vetur er unnið með söguna „ Litla lirfan ljóta“ eftir Friðrik Erlingsson. Sagan um litlu lirfuna ljótu er unnin út frá hugmynd um hið skemmtilega ferli - lirfa, púpa og fiðrildi. Lirfur eru ekki vel séð kvikindi en fiðrildi þykja mjög falleg. Boðskapur sögunnar er að það skiptir ekki máli að vera ljótur eða hafa fallega vængi, það skiptir höfuðmáli að vera góður. Eftir áramótin var unnið með moldina, hvernig hún verður til og lífið í henni. Þemasöngurinn okkar í vetur er Hve margt er það líf sem í moldinni býr eftir Kristján Val Ingólfsson. Starfsfólk leikskólans sótti námskeið á vegum KFUM og KFUM ásamt starfsfólki sumarstarfs félagsins. Um var að ræða námskeiðið Verndum þau og eldvarnar- og skyndihjálparnámskeið. Þá voru haldin þrjú námskeið um þrjá af sex grunnþáttum menntunar í aðalnámskrá. Auður Pálsdóttir fjallaði um grunnþáttinn „sjálfbærni“ á skipulagsdegi starfsmanna 15. mars og Gunnar E. Finnbogason fjallaði um grunnþættina „lýðræði og mannréttindi“ og „jafnrétti“ 22. nóvember. Markmið starfsins með börnunum er að: - efla kristilegt siðgæði - skapa notalegt andrúmsloft - efla virðingu og sjálfstæði - efla frumkvæði og sköpunargleði - í leikskólanum ríki gleði og væntumþykja. Ýmsir viðburðir í starfi Vinagarðs Bolludagur og öskudagur: Fyrir bolludag fóru börnin heim með bolluvendi úr trjágreinum sem þau höfðu sjálf útbúið. Á öskudag var náttfatadagur þar sem kötturinn var sleginn úr „tunnunni“. Vorhátíð leikskólans. Í maí var fjölmenni á opnu húsi leikskólans þar sem börnin sýndu afrakstur vetrarins. Boðið var upp á grillaðar pylsur og foreldrafélagið hélt basar til fjáröflunar fyrir leikskólann. Sumarhátíð barnanna fór fram í júní þar sem börnin voru máluð í framan og farið var í skrúðgöngu um Laugardalinn. Þau fengu svo útrás í hoppukastala KFUM og KFUK. Í júní var einnig hjóladagurinn haldinn en þá fá allir að koma með hjólin sín í leikskólann. Ferð í Vatnaskóg. Í október fóru eldri deildir í Vatnaskóg. Góð þátttaka var meðal foreldra og ferðin tókst vel þrátt fyrir votveður. Jól í skókassa. Í nóvember tóku börnin þátt í verkefninu Jól í skókassa og komu með hluti í leikskólann til að setja í jólapakka munaðarlausra barna í Úkraínu.

Afmæli leikskólans var haldið hátíðlegt með því að sleppa bænablöðrum. Jólatrésskemmtun skólans var haldin í desember með helgileik eldri barna og söng þeirra yngri. Foreldrafélagið sá um veitingar og gjafir til barnanna af miklum myndugleika eins og þeirra er von og vísa. Heimsóknir í Fríðuhús. Elstu börnin á leikskólanum hafa farið einu sinni í mánuði í heimsókn í Fríðuhús sem er dagvistarstofnun fyrir minnissjúka. Þessar heimsóknir hafa verið fastur liður í starfi elstu barnanna undanfarin ár. Börnin syngja fyrir heimilisfólkið, spjalla við það og hlusta á sögur. Síðan er boðið upp á hressingu. Hrafnista. Fjögurra ára börnin heimsækja félagsstarfið á Hrafnistu, syngja fyrir vistmenn og hafa vakið mikla ánægju með heimsókn sinni. Heimsókn í Áskirkju: Á hvoru misseri er farin heimsókn í sóknarkirkju leikskólans, Áskirkju, og höfð fræðslustund fyrir börnin um komandi kirkjuhátíð. Sr. Sigurður Jónsson og annað starfsfólk Áskirkju hefur tekið vel á móti börnum og starfsfólki. Einu sinni í mánuði kemur djákni Áskirkju í heimsókn á leikskólann og hefur samverustund með börnunum. Sundnámskeið. Elstu börnin á leikskólanum fóru á sundnámskeið hjá Ármanni tvær vikur í júnímánuði. Samstarf leik- og grunnskóla. Börnin á Vinagarði fóru í heimsókn í Langholtsskóla ásamt börnum úr öðrum leikskólum hverfisins. Farnar voru þrjár ferðir á þessu starfsári. Aðventukaffi. Foreldrum leikskólans var boðið í aðventukaffi í upphafi aðventu. Dagur leikskólans. Á degi leikskólans, 5. febrúar, var opið hús á leikskólanum og foreldrum gefið tækifæri til að fylgjast með lífi leikskólabarnsins. Sólheimabókasafn. Fimm ára börnin fara mánaðarlega á Sólheimabókasafnið þar sem þau njóta sögustundar sem bókasafnsverðir sjá um. Fræðslufundur fyrir foreldra og starfsfólk var haldinn á vormisseri 2013 þar sem Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sálfræðingur hélt fyrirlestur um núvitund. Útskriftarferð. Eins og undanfarin ár héldu elstu börnin suður með sjó og heimsóttu orlofshús Maríu leikskólastjóra á vordögum. Hjóladagar. Nokkrir hjóladagar voru haldnir á árinu. Börnin gátu komið með eigin hjól og bílastæði við leikskólann var lokað fyrir bílaumferð. Planið var sópað af verktökum sem leikskólinn greiddi. Danskennsla. Hinrik Valsson danskennari hefur séð um danskennslu eins og mörg undanfarin ár. Í lok danskennslunnar var foreldrum boðið á danssýningu. Foreldrasamstarf. Foreldrafélag leikskólans er mjög öflugt og hafa foreldrar staðið fyrir tiltektardegi þar sem tekið er til á lóð skólans, leikskólinn málaður að innan og utan, staðið fyrir útilegum, sælkerabasar o.fl. Fyrir tilstuðlan foreldrafélagsins komu foreldrar og hjálpuðu til inni á deildum leikskólans í einn dag til móts við dagsfrí starfsmanna. Sjálfboðaliðar Í vetur höfum við haft sjálfboðann Lauru í starfi á Lambagarði hálfan daginn 3 daga í viku. Hún er frá Suður-Afríku og er menntaður sálfræðingur og afbrotafræðingur.

Edda Björk Skúladóttir, ritari stjórnar. María Sighvatsdóttir, leikskólastjóri.

39


Vatnaskógur

Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014 Starfsskýrsla þessi fjallar um starfsemi Skógarmanna KFUM sem starfrækja sumarbúðirnar og aðra starfsemi í Vatnaskógi fyrir árið 2013. Samkvæmt lögum Skógarmanna KFUM (3. grein) eru markmið Skógarmanna: „Að leiða fólk til trúar á Jesú Krist og vinna að útbreiðslu ríkis hans á grundvelli KFUM. Að afla fjár í Skálasjóð Skógarmanna KFUM til hagsbóta fyrir starfið í Vatnaskógi. Að vinna að og efla áhuga á skógrækt í Vatnaskógi“. Leiðir að markmiðum eru samkvæmt lögum Skógarmanna KFUM (4. grein): „Skógarmenn KFUM vinna að markmiðum sínum með skipulögðum dvalarflokkum, mótum, útgáfu- og fræðslustarfi, fundarhöldum, fjáröflun, skógrækt og á annan þann hátt sem stjórnin ákveður hverju sinni í samræmi við markmið þessara laga“. Aðalfundur Skógarmanna KFUM var haldinn 21. mars 2013. Stjórn Skógarmanna var þannig skipuð á starfsárinu: Ólafur Sverrisson, formaður Sigurður Grétar Sigurðsson, varaformaður 40

Páll Hreinsson, gjaldkeri Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari Salvar Geir Guðgeirsson vararitari Páll Skaftason, varagjaldkeri og fulltrúi stjórnar KFUM og KFUK Davíð Örn Sveinbjörnsson, meðstjórnandi Sigurður Pétursson 1. varamaður Ingi E. Erlingsson 2. varamaður. Skoðunarmenn reikninga eru: Kári Geirlaugsson (fulltrúi KFUM og KFUK) og Bjarni Árnason. Stjórnin hélt 11 fundi á árinu: 10. janúar, 27. febrúar, 20. mars, 11. apríl, 14. maí, 30. maí, 1. júlí, 5. september, 2. október, 13. nóvember og 11. desember. Starfsmenn Ársæll Aðalbergsson er framkvæmdastjóri Skógarmanna og Þórir Sigurðsson er ráðsmaður Vatnaskógar. Fjöldi manna starfaði með einhverjum hætti hjá Vatnaskógi árið 2013.


Framkvæmdir Nýbygging Í upphafi ársins var haldið áfram með vinnu við innréttingar á hinum nýja svefn - og þjónustuskála. Unnið var við austurhluta hússins þar sem eru 4 herbergi, þvottahús, salerni, ræstiherbergi og geymsla. Unnið var við málningarvinnu þar sem það átti við, kojur og skápar settir upp. Einnig var lokið við frágang á salernum og lokið við að dúkleggja þennan hluta. Um sumarið var þessi hluti hússins síðan tekinn í notkun. Við þessa breytingu tekur allur Birkiskáli 84 dvalargesti og 7 starfsmenn og nutu dvalargestir góðs af þessari viðbót seinni hluta ársins. Einnig var unnið lítilsháttar í miðrými hússins og svokallað vaktherbergi sett upp. Á árinu 2013 fengu Skógarmenn styrki til verkefnisins og fjáröflun meðal fyrirtækja „Bakland Vatnaskógar“ gekk vel og auk þess hafa nokkrir einstaklingar stutt vel við verkefnið. Framundan er innréttingarvinna í miðrými og vesturhluta hússins. Framgangur verksins mun sem fyrr ráðast af fjármögnun. Byggingarnefnd hefur umsjón með verkinu og í henni eru Ársæll Aðalbergsson, Ólafur Sverrisson, Sigurður Grétar Sigurðsson og Sveinn Valdimarsson. Vesturflöt Á árinu var lokið við að grisja fyrir nýrri flöt sem verður vestan við malarvöllinn og var unnið við að ræsa svæðið og varð verkið umfangsmeira meðal annars vegna mikilla vatnavaxta á svæðinu. Gert er ráð fyrir allt að 6000 m² tjaldflöt, þar sem tjaldstæði Vatnaskógar anna ekki eftirspurn á Sæludögum um verslunarmannahelgina. Kapellan Lokið var við að mála kapelluna að utan á árinu. Sjálfboðaliðar undir forystu Hans Gíslasonar sáu um framkvæmd verksins. Sérstök söfnun meðal eldri Skógarmanna stendur yfir til að fjármagna þær endurbætur sem gerðar hafa verið á Kapellu Vatnaskógar og umhverfi hennar síðastliðin ár.

Bátaskýlið Um vorið var steypt í gat á milli hæða í bátaskýlinu. Afgangurinn af steypunni var síðan nýttur í að bæta við og styrkja varanlega bryggju við bátaskýlið. Varnargarður í fjörunni Í vor var grjót úr grunni Birkiskála nýtt til að gera varnargarð frá bátaskýli og vestur eftir fjörunni. Tilgangur hans er að verjast frekara landbroti en vatnsborð Eyrarvatns hefur hækkað undanfarin ár vegna framkvæmda veiðifélags Laxár í Leirársveit. Ofan á garðinum er göngustígur sem auðveldar aðkomu að bátaskýlinu. Aðrar framkvæmdir fólust í reglubundnu viðhaldi. Vatnaskógur er í mjög mikilli notkun og því þarf húsakostur og nánasta umhverfi á stöðugu viðhaldi og uppbyggingu að halda.

Sumarstarf Flokkar sumarsins 2013 Fl.

Tímabil

24.05.-26.05. 6-99

Aldur

Dagar Fjöldi 2

39

Feðginaflokkur

1

04.06.-09.06. 10-12

6

38

Gauraflokkur

2

10.06.-16.06 9-11

7

99

3

18.06.-23.06. 10-12

6

98

4

24.06.-30.06. 12-14

7

74

5

01.07.-07.07. 9-11

7

89

Skýring

Ævintýraflokkur I

6

08.07.-12.07. 10-12

5

98

7

12.07.-14.07. 0-99

2

28

Fjölskylduflokkur

8

15.07.-20.07. 12-14

6

95

Ævintýraflokkur II

9

22.07.-27.07 10-12

6

55

10

06.08.-11.08 14-17

6

30

11

12.08.-17.08 7-99

6

54

Unglingafl. b. kyn

12

31.08.-02.09. 7-99

2

71

Feðgaflokkur

13

07.09.-09.09. 7-99

2

48

Heilsudagar karla

Samtals: 916

Fjöldi dvalargesta í dvalarflokkum: 2013: 758 2012: 804 2011: 703 Fjöldi í feðga- og feðginaflokkum og á heilsudögum: 2013: 158 2012: 180 2011: 262 Heildarfjöldi þátttakenda í starfi sumarsins: 2013: 916 2012: 984 2011: 965

Eyrarvatn í Vatnaskógi hefur löngum haft mikið aðdráttarafl og á liðnu starfsári var talsverð vinna lögð í varnargarð frá bátaskýli og vestur eftir fjörunni en garðurinn auðveldar aðgengi að bátaskýli og fjörunni þar fyrir neðan.

Forstöðumenn sumarið 2013 1. Flokkur: Elías Bjarnason, Erlendur Egilsson og Hildur Björg Gunnarsdóttir. 2. Flokkur: Sigurður Grétar Sigurðsson. 3. Flokkur: Ársæll Aðalbergsson. 4. Flokkur: Þór Bínó Friðriksson. 5. Flokkur: Guðmundur Karl Brynjarsson og Páll Skaftason. 41


Íþróttir skipa háan sess í dagskrá Vatnaskógar og hafa Skógarmenn lagt metnað sinn í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu með stóru íþróttahúsi, knattspyrnuvöllum og frjálsíþróttaaðstöðu. 6. Flokkur: Arnór Heiðarsson. 7. Flokkur: Ársæll Aðalbergsson. 8. Flokkur: Birgir Ásgeirsson. 9. Flokkur: Ásgeir Pétursson. 10. Flokkur: Arnór Heiðarsson. 11. Flokkur: Ásgeir Pétursson og Bára Sigurjónsdóttir. Feðgaflokkur: Ársæll Aðalbergsson. Foringjar Anna Bergljót Böðvarsdóttir (1 flokkur), Arnór Heiðarsson (3 flokkar), Auður Sif Jónsdóttir (1 flokkur), Baldur Ólafsson (4 flokkar), Benedikt Gauti Þórdísarson (6 flokkar), Benjamín Pálsson (1flokkur), Bogi Benediktsson (6 flokkar), Daníel Bergmann (6 flokkar), Daníel Hannesson (5 flokkar), Davíð Arnar Sigvaldason (7 flokkar), Eggert Kaaber (1 flokkur), Gunnar Thomas Guðnason (1 flokkur), Gylfi Bragi Guðlaugsson (1 flokkur), Hannes Þ. Guðrúnarson (1 flokkur), Hjalti Rafn Sigurðarson (1 flokkur), Hreinn Pálsson (1 flokkur), Jón Guðbergsson (1 flokkur), Jón Karl Axelsson Njarðvík (5 flokkar), Markús Bjarnason (5 flokkar), Ólafur Jón Magnússon (7 flokkar), Pétur Ragnhildarson (1 flokkur), Pétur Sigurðsson (2 flokkar), Sigurður Jón Sveinsson (6 flokkar), Telma Ýr Birgisdóttir (3 flokkar), Unnur Rún Sveinsdóttir (1 flokkur). Í Gauraflokki störfuðu sem sérfræðingar Hrafn Ingason, Jóhanna Rut Stefánsdóttir, Karen Daðadóttir, Níels Arnar Níelsson, Pálmar Ragnarsson, Rósa Steinsdóttir og Þórður Atli Þórðarson.

42

Ráðsmenn Ársæll Aðalbergsson (1 flokkur) og Gylfi Bragi Guðlaugsson (1 flokkur) auk þeirra komu fjölmargir sjálfboðaliðar sem hjálpuðu til við verklega þætti, þar af nokkrir í vikutíma. Matráðar Hreiðar Örn Zoëga (2 flokkar), Katrín Garðarsdóttir (1 flokkur), Tinna Rós Steinsdóttir (1 flokkur), Valborg Rut Geirsdóttir (7 flokkar). Starfsfólk í eldhúsi Ásta Guðrún Guðmundsdóttir (3 flokkar), Dagrún Linda Barkardóttir (4 flokkur), Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir (3 flokkar), Gunnar Thomas Guðnason (1 flokkur), Ingibjörg Tómasdóttir (1 flokkur), Kristín Gyða Guðmundsdóttir (3 flokkar), Kristín Sigrún Magnúsdóttir (3 flokkar), Ólöf Birna Sveinsdóttir (2 flokkar), Markús Bjarnason (1 flokkur), Sigríður Jóhönnudóttir (4 flokkar), Viktoría K. Hrafnhildardóttir (1 flokkur), Unnur Rún Sveinsdóttir (1 flokkur). Sjálfboðaliðar Nokkrir af ofantöldum starfsmönnum voru sjálfboðaliðar, en starfsmenn fyrri ára og fleiri velunnarar Vatnaskógar hafa komið og stutt við starfið með sínu vinnuframlagi. Afar góð og gleðileg þróun. Einnig kom ungt fólk og aðstoðaði við ýmis verk, uppvask, umhirðu staðarins og fleira. Þá eru ótaldir þeir sjálfboðaliðar sem komið hafa í vinnuflokka, unnið við nýbygginguna og íþróttasvæðið.


Viðburðir í starfi Skógarmanna Fjölskylduflokkur Fjölskylduflokkur var í febrúar. Þátttakendur voru liðlega 70 manns. Feðginaflokkur Boðið var upp á feðginaflokk fyrir feður og dætur í byrjun júní. Þátttakendur voru 39. Feðgaflokkur Í lok sumars var feðgaflokkur í boði fyrir feður og syni, þátttakendur voru samtals 71. Sæludagar – afmælishátíð Skógarmenn stóðu fyrir Sæludögum, vímulausri hátíð fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina 2013. Um 1.200 manns heimsóttu Vatnaskóg þessa helgi. Á hátíðinni var 90 ára afmælis sumarbúðanna minnst. Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir heimsótti Vatnaskóg á laugardeginum og flutti ávarp á hátíðarkvöldvöku á laugardagskvöldinu. Þá var stuttmyndin „Áfram að markinu“ eftir Þorleif Einarsson frumsýnd. Myndin var gerð í tilefni afmælisins og á eftir kvöldvökunni var boðið upp á afmælistertu í Birkiskála. Á þessum tímamótum bárust Skógarmönnum tvær gjafir, annars vegar Biblía frá sumarbúðunum á Hólavatni og hins vegar peningagjöf frá Gunnari Bjarnasyni og Kristínu Sverrisdóttur í kapellusjóð Vatnaskógar til minningar um Bjarna Ólafsson sem teiknaði kapelluna og tók þátt í smíði hennar. Markmiðið með dagskrá hátíðarinnar var að höfða til sem flestra aldurshópa og viðburðir tengdir afmæli sumarbúðanna fengu sinn sess. Ársæll Aðalbergsson, Guðmundur Karl Brynjarsson, Páll Hreinsson og Þóra Björg Sigurðardóttir stýrðu undirbúningi. Matráðar helgarinnar voru Haukur Árni Hjartarson og Valborg Rut Geirsdóttir. Fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða sem kom að hátíðinni hljóp á tugum og ljóst er að þessi stærsti árlegi viðburður Skógarmanna hefur fest sig í sessi sem valkostur fyrir fjölmarga um verslunarmannahelgina. Heilsudagar karla Helgina 13. til 15. september voru Heilsudagar karla í Vatnaskógi. Að venju var lögð áhersla á heilbrigði líkama, sálar og anda. Á föstudagskvöldinu var Bjarni Randver Sigurvinsson með erindi sem nefndist Kærumál Vantrúar. Á laugardeginum var Biblíulestur í umsjá sr. Sigurðar Grétars Sigurðssonar og síðan vinnutími í þágu Vatnaskógar. Meðal verkefna má nefna: Nýjar aðaldyr íþróttahússins settar upp, gróðursettir voru eitt þúsund fjallaþinir sem hugsaðir eru til jólatrjáaræktunar, slegið var upp fyrir stöpli undir styttuna af Týnda syninum, styttan sjálf var hreinsuð og grunnuð, hátíðarsalur Gamla skála var þrifinn hátt og lágt, veggirnir á neðri hæð bátaskýlis voru gerðir klárir fyrir múrhúðun sem sett var á viku síðar, tréverk í kúluvarpsgeira var endurnýjað, byrjað var að leggja rafmagn út í rafmagnskassa fyrir framan íþróttahús, lagður var nýr skógarstígur með fjörunni í átt að Oddakoti, tekið til á öskuhaugum og hátíðarhöld í tilefni af verklokum fyrsta hluta Birkiskála II undirbúin. Á sunnudeginum var haldið í messu í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi í umsjá dr. Gunnars Kristjánssonar. Alls tóku 48 karlmenn þátt í Heilsudögum 2013. Ólafur Sverrisson, Páll Skaftason og Sigvaldi Björgvinsson sáu um skipulag þeirra.

Verklok og Gullmerki Skógarmanna Á laugardeginum á Heilsudögum karla fögnuðu Skógarmenn verklokum á 1. hluta Birkiskála II. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson flutti blessun og Ólafur Sverrisson rakti byggingarsögu hússins. Við það tækifæri var Þóri S. Guðbergssyni afhent Gullmerki Skógarmanna en Þórir leiddi starfið í Vatnaskógi um árabil. Gauraflokkur Gauraflokkur fyrir drengi sem eru greindir með ofvirkni, athyglisbrest og skyldar raskanir var haldinn í sjöunda sinn. Í flokknum voru 38 drengir. Starfsmenn voru mun fleiri en í venjulegum flokki og dagskrá flokksins var í samræmi við þarfir drengjanna. Forstöðumenn og forsvarsmenn verkefnisins voru þau Elías Bjarnason, Erlendur Egilsson og Hildur Björg Gunnarsdóttir. Leikskólar Í apríl og maí komu leikskólahópar í dagsferðir og nutu dagskrár sem starfsmenn Vatnaskógar skipulögðu og stýrðu. Alls komu 662 leikskólabörn vorið 2013. Umsjón með heimsóknum höfðu Bogi Benediktsson, Jón Grétar Þórsson, Ólafur Jón Magnússon, Telma Ýr Birgisdóttir, Unnur Rún Sveinsdóttir, Þóra Björg Sigurðardóttir ásamt fleirum. Kynningarstarf Skógarmenn tóku þátt í Vorhátíð KFUM og KFUK í mars. Í tilefni 90 ára afmælis Vatnaskógar var Lindin – blað Skógarmanna KFUM gefið út um vorið. Jólatréssala Mörg undanfarin ár hafa starfsmenn Rio – Tinto Alcan í Straumsvík heimsótt Vatnaskóg og keypt jólatré. Að þessu sinni var ferðinni aflýst vegna veðurs. Nokkrir einstaklingar komu þó og keyptu tré.

Fermingarnámskeið, skólabúðir og skálaleiga Fermingarnámskeið/skólabúðir Síðastliðinn vetur og haust voru haldin fjölmörg fermingarnámskeið. Námskeiðin voru með eftirfarandi hætti: - Fimm daga fermingarnámskeið fyrir börn frá Norðurlandi í samvinnu við Skagafjarðarprófastsdæmi. - Fimm daga fermingarnámskeið fyrir börn frá Garði, Grindavík og Sandgerði í samvinnu við Kjalarnesprófastsdæmi. - Tveggja til þriggja daga fermingarnámskeið í umsjá Skógarmanna í samvinnu við Kjalarness- og Reykjavíkurprófastsdæmi. - Dagsnámskeið í samvinnu við Reykjavíkurprófastsdæmi. Í febrúar og mars 2013 komu 93 unglingar á þrjú námskeið. Um haustið (ágúst – nóvember 2013) komu alls 2050 unglingar í Vatnaskóg á 35 námskeið. Árið 2013 komu því samtals 2143 unglingar á 38 námskeið. Umsjón með námskeiðunum hafði framkvæmdastjóri Skógarmanna. Forstöðufólk á námskeiðum haustsins voru: Ársæll Aðalbergsson, Bára Sigurjónsdóttir, Guðlaug Jökulsdóttir, Jón Grétar Þórsson, Magnús

43


Magnússon og Sigurður Grétar Sigurðsson. Bára Sigurjónsdóttir, Erlingur Ingason, Guðlaug Jökulsdóttir og Unnur Rún Sveinsdóttir voru fastir starfsmenn á námskeiðunum. Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir og Valborg Rut Geirsdóttir voru eldhússtarfsmenn á námskeiðunum. Skálaleiga Hluti af starfi Skógarmanna er móttaka hópa í Vatnaskógi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Allmargir hópar komu árið 2013, þar á meðal leiðtogar á leiðtoganámskeið KFUM og KFUK, hópar frá barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar, börn í vorferð yngri deilda KFUM og KFUK. Þá komu nokkrir skólahópar bæði um vor og haust, þá kom KSS bæði um vor og haust, Starfsmannafélag Skeljungs, skátahópur, Landsbjörg (ungmennamót) og hópar úr unglingadeildum KFUM og KFUK (Landsmót) svo eitthvað sé nefnt.

Fjáraflanir – styrkir

Þátttakendur í sumarstarfi Vatnaskógar voru 916 sumarið 2013. Margir þátttakendur kynnast frjálsum íþróttum í fyrsta skipti í Vatnaskógi.

Kaffisala og tónleikar Kaffisala Skógarmanna hefur verið haldin á sumardaginn fyrsta í áratugi. Kaffisalan gekk vel, fjölmargir komu og studdu við starf Vatnaskógar bæði með því að gefa veitingar og einnig með því að kaupa þær. Um kvöldið voru haldnir tónleikar til stuðnings nýjum skála Vatnaskógar. Allir sem komu að verkefninu gáfu vinnu sína en þeir sem komu fram voru félagar í Karlakór KFUM og þeir Ingi Gunnar Jóhannsson og Oddur Albertsson.

Lokaorð

Línuhappdrætti Skógarmanna Þriðja árið í röð voru seldar „línur“ í Línuhappdrætti Skógarmanna á Sæludögum, til stuðnings nýjum skála í Vatnaskógi. Sölulok og útdráttur vinninga fór fram á Heilsudögum karla en þá höfðu selst rúmlega 300 línur.

Starfið í Vatnaskógi árið 2013 gekk vel og geta starfsmenn, dvalargestir og velunnarar glaðst yfir því. Ljóst er að varlega þarf að fara í rekstri Vatnaskógar, þar sem staðurinn er viðkvæmur fyrir áföllum í rekstri, fækkun dvalargesta og kostnaðahækkanir geta skipt miklu máli. Þá eru líka framundan dýrar viðhaldsframkvæmdir við eldri hús staðarins.

Fjáröflun meðal fyrirtækja Bakland Vatnaskógar sem er fjáröflun meðal fyrirtækja til stuðnings nýbyggingunni, hefur nú verið í gangi í rúm tvö ár. Tekist hefur að fá þónokkur fyrirtæki til liðs við verkefnið. Framlög þeirra, nokkrir styrkir og gjafir einstaklinga lögðu grunninn að því að hægt var að ljúka við 1. áfanga Birkiskála II. Magnús Pálsson og Tómas Torfason eru frumkvöðlar verkefnisins.

Stjórn Skógarmanna hefur á síðasta rekstrarári gætt aðhalds í rekstri og hefur sífellt skýrari yfirsýn yfir fjármál Vatnaskógar. Framlag sjálfboðaliða í Vatnaskógi er þó ómetanlegt og er öllum þeim sem komið hafa að starfi Vatnaskógar með einum öðrum hætti þakkað kærlega fyrir þeirra framlag. Áfram að markinu!

Herrakvöld KFUM Herrakvöld aðaldeildar KFUM var haldið 31. október. Stjórn Skógarmanna ásamt fleiri góðum mönnum sáu um framkvæmd. Allur ágóði var til stuðnings nýbyggingarinnar í Vatnaskógi. Stuðningur/styrkir - Velferðarráðuneytið styrkti Gauraflokk. - Menntamálaráðuneytið, Landsmótssjóður - framkvæmdir á svæðinu. - Skeljungur styrkti Gauraflokk og afmælishátíð. - Bakland Vatnaskógar fyrirtæki sem stutt hafa nýbyggingu Vatnaskógar. - Gjafir einstaklinga. - Einstaklingar með mánaðarlegum framlögum.

44

Þakkargjörðarhátíð Í lok starfsársins 2013, 22. nóvember var starfsfólki ársins boðið í kvöldverð og dagskrá í Vatnaskógi þar sem því var þakkað fyrir sitt framlag til Vatnaskógar.

Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri Skógarmanna Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari stjórnar Skógarmanna


Vindáshlíð

Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014 Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Vindáshlíðar var haldinn þriðjudaginn 12. mars 2013 kl. 20 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.

Helstu verkefni stjórnar á árinu - Almenn stjórnun sumarbúðastarfsins. - Ýmsar verklegar framkvæmdir.

Stjórn Vindáshlíðar á starfsárinu skipuðu: Guðrún Nína Petersen, formaður Jessica Leigh Andrésdóttir, varaformaður Ásta Björg Þorbjörnsdóttir, gjaldkeri Gerður Rós Ásgeirsdóttir, varagjaldkeri Rúna Þráinsdóttir, ritari Guðný Einarsdóttir, vararitari Hanna Lára Baldvinsdóttir, kynningarfulltrúi og meðstjórnandi.

Sumarbúðirnar voru reknar af mikilli sparsemi og var hagnaður af rekstri þeirra á þessu starfsári. Það náðist meðal annars með því að auglýsa minna en áður, en á markvissan hátt, en einnig voru litlar framkvæmdir. Í einum af sumarflokkunum gáfu allir starfsmenn vinnu sína og hefur það mikið að segja fyrir reksturinn.

Skoðunarmenn reikninga voru: Anna Kristín Guðmundsdóttir og Ragnheiður Arnkelsdóttir. Stjórnarfundir á árinu voru 10 talsins.

Starfsmenn Forstöðukonur: Auður Pálsdóttir, Hanna Lára Baldvinsdóttir, Jessica Leigh Andrésdóttir, Jóhanna Sesselja Erludóttir og Tinna Rós Steinsdóttir. Ráðskonur: Bára Sigurjónsdóttir, Fjóla Sæbjörg Ólafsdóttir, Halla Marie Smith og Sólrún Ásta Steinsdóttir.

45


Í Vindáshlíð eru margar skemmtilegar og góðar hefðir sem eiga sinn stað í dagskránni. Hér má sjá stelpurnar í söng- og hreyfileiknum Að vefa mjúka, dýra dúka.

Útivist og hreyfing eru ómissandi þættir í sumarbúðastarfi og stelpurnar í Vindáshlíð nýta fagurt umhverfi staðarins til gönguferða og útivistar. Sumarið 2013 voru 742 þátttakendur í sumarstarfinu í Vindáshlíð.

Foringjar: Anna Bergljót Böðvarsdóttir, Ásgerður Alma Ómarsdóttir, Áslaug Dóra Einarsdóttir, Áslaug Haraldsdóttir, Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bryndís María Kristjánsdóttir, Dagrún Linda Barkardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Hugrún Helgadóttir, Hulda Guðlaugsdóttir, Hörn Valdimarsdóttir, Ingibjörg Tómasdóttir, Jenna Björk Guðmundsdóttir, Jóhanna Elísa Skúladóttir, Karítas Pálsdóttir, Kristín Björg Sigurvinsdóttir, Kristín Gyða Guðmundsdóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir, Ólöf Birna Sveinsdóttir, Pálína Agnes Kristinsdóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, Stefanía Lilja Arnardóttir, Þórhildur Einarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir.

Í hverjum dvalarflokki er guðsþjónusta sem telpurnar taka þátt í með ýmsum hætti.

Framkvæmdir Skipt var um rúður í setustofu og matsal í skála. Útihurð á kirkju var endurnýjuð. Settur var nýr hleri á stígvélageymslu. Skipt var um járn á þaki íþróttahússins. Skipt var um uppþvottavél og sett ný blikkgrind. Hópur frá Landsvirkjun grisjaði skóginn og lagaði göngustíga. Skipt var um kastara í útiljósum.

Starfsemi starfsstöðvar Sumarstarf Fl.

Tímabil

Kyn

1.

10.-15.júní

KVK

9-11 ára

6

85

Almennur flokkur

2.

18.-23.júní

KVK

11-13 ára 6

83

Ævintýraflokkur

3.

24.-29.júní

KVK

10-12 ára 6

85

Almennur flokkur

4.

01.-06.júlí

KVK

12-14 ára 6

84

Ævintýraflokkur

5.

08.-13.júlí

KVK

10-12 ára 6

83

Almennur flokkur

6.

15.-20.júlí

KVK

10-12 ára 6

53

Almennur flokkur

7.

22.-27.júlí

KVK

13-15 ára 6

61

Óvissuflokkur

8.

06.-10.ágúst KVK

9-11 ára

5

46

Almennur flokkur

9.

12.-17.ágúst KVK

11-13 ára 6

82

Ævintýraflokkur

10.

22.-23.ágúst Bæði 0-1 ára börn 2

15

Ungbarnaflokkur

11.

24.-25.ágúst Bæði 1-3 ára börn 2

0

Ungbarnaflokkur

12.

30.ág-01.sept KVK

18-99 ára 3

37

Kvennaflokkur

13.

20.-22.sept

6-99 ára

28

Mæðgnaflokkur

KVK

Hin árlega kaffisala var í Vindáshlíð sunnudaginn 2. júní. Kaffisalan hófst á guðsþjónustu í kirkjunni, prestur var sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og sr. Einar Sigurbjörnsson predikaði. Ungbarnaflokkur var haldinn 22.–23. ágúst fyrir 0–1 árs börn. Ráðskona var Fjóla Sæbjörg Ólafsdóttir en annað starfsfólk var Hulda Guðlaugsdóttir og Ólöf Birna Sveinsdóttir. Umsjón og stjórnun var í höndum Guðnýjar Einarsdóttur og Hönnu Láru Baldvinsdóttur, stjórnarkvenna. Mæðurnar mættu seinnipart fimmtudags og komu sér fyrir. Búin voru til handa- og fótaför af börnunum með málningu sem mæðurnar gátu tekið með sér heim og svo var spjallað. Eftir dýrindis kvöldmat kom Elena Teuffer og sagði frá barnaversluninni Þumalínu og kynnti vörur. Seinna um kvöldið sá Ragnhildur Ásgeirsdóttir um ungbarnanudd og hugleiðingu og eftir að börnin voru komin í ró komu konur frá Volare og voru með kynningu og dekur fyrir mæðurnar. Á föstudeginum sá Guðný Einarsdóttir um tónlistarstund með dansi, söng, sápukúlum og öðrum gleðigjöfum og Þórhildur Erla Pálsdóttir, íþróttafræðingur, talaði um mikilvægi hreyfingar.

Aldur Dagar Fjöldi Skýring

3

Samtals: 742

Sumarið 2013 voru þrír ævintýraflokkar og einn óvissuflokkur sem var ætlaður unglingum. 46

Vinnuflokkar voru þrír þann 4., 11. og 18. maí.

Fyrirhugaður var ungbarnaflokkur fyrir 1–2 ára börn dagana 24.–25. ágúst en hann féll niður vegna ónógrar þátttöku. Kvennaflokkurinn var helgina 30. ágúst til 1. september. Yfirskriftin var Í nánd við náttúruna. Ráðskona var Fjóla Sæbjörg Ólafsdóttir og annað starfsfólk var Ebba Katrín Finnsdóttir, Gígja Björg Guðjónsdóttir, Halla Marie Smith, Jenna Björk Guðmundsdóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík og Pálína Agnes Kristinsdóttir. Sjálfboðaliðar voru Sunna Gunnlaugsdóttir og Lilja Írena Guðmundsdóttir. Dagskrá föstudagskvöldsins var í höndum Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur. Fyrirlestur hennar nefndist Íslensk húsmóðir í svörtustu Afríku. Rúna Þráinsdóttir sá um kvöldstund í kirkjunni. Að morgni laugardags flutti sr. Bára Friðriksdóttir erindið: Umhverfisvernd hið innra - „...þú Drottinn ert faðir vor, vér erum leir, þú hefur mótað oss.“ Konur frá Volare sáu um dekur. Um kvöldið flutti Guðrún Nína Petersen, stjórnarkona, fyrirlestur sem bar heitið: Sum smálán eru engin smá lán!


Spilmenn Ríkínís spiluðu nokkur lög og leikin voru sumarbúðaleikrit að hætti Hlíðarmeyja. Lilja Írena Guðmundsdóttir og Sunna Gunnlaugsdóttir sáu um hugleiðingu og kvöldstund í setustofu. Guðsþjónustan að morgni sunnudags var í höndum sr. Báru Friðriksdóttur. Efni guðsþjónustunnar var Umhverfisvernd hið innra - Allt gerir Guð vel, jafnvel mótun leirs og hreinsun gulls. Skipulag og stjórnun flokksins var á höndum stjórnar Vindáshlíðar. Undirleik annaðist Rúna Þráinsdóttir og Guðný Einarsdóttir. Mæðgnaflokkur var helgina 20.–22. september. Stjórn og skipulag var á höndum Önnu Arnardóttur. Um eldhúsið sáu systurnar Steinunn og María Jónsdætur. Annað starfsfólk var Ingibjörg Tómasdóttir, Emilía Brynja Sveinsdóttir og Ásta Guðrún Guðmundsdóttir. Sjálfboðaliði í flokknum var Ester Hreiðarsdóttir. Á föstudagskvöldinu var farið í leiki til að hrista hópinn saman, var spilað með Spilavinum sem komu og kenndu ýmis spil. Eftir kvöldkaffi var partý í íþróttahúsinu. Á laugardagsmorguninn var morgunbíó og horft var á myndina Brave sem fjallar um samskipti móður og dóttur. Eftir á voru svo umræður um myndina. Um hádegi var brennókeppni og síðan gafst mæðgunum kostur á að skoða svæðið. Eftir hádegið kom Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og kenndi þátttakendum að búa til Origami fugla. Eftir kaffi var svo kvöldvökuundirbúningur, spil, vinabandagerð, æft fyrir sunnudagsmessu og farið út að leika. Um kvöldið var svo hátíðarkvöldverður og eftir hann kvöldvaka með hefðbundnu sniði. Eftir kvöldkaffi var bíó fyrir eldri stelpurnar. Á sunnudagsmorgninum fengu allir útprentaða mynd af sér og allir bjuggu til fallega blaðsíðu með myndum, límmiðum, teikningum og orðum til að fara heim með sem minningu um helgina. Eftir hádegismat var messa þar sem stelpurnar léku söguna Þú ert frábær og forstöðukona lagði út frá sögunni. Æfingar fóru fram eftir kaffi á laugardeginum. Fyrsti AD-KFUK fundur vetrarins var að venju í Vindáshlíð. Að loknum dýrlegum kvöldverði flutti sr. Elínborg Sturludóttir hugleiðingu. Styrktartónleikar Vindáshlíðar voru þriðjudaginn 22. október í húsi KFUK og KFUK á Holtavegi. Fram komu Agla Marta og Helga Vilborg Sigurjónsdætur, Karlakór KFUM, Jóhann Helgason, Einar Clausen, Ásta Haraldsdóttir og Heiða Ólafs. Einnig var happdrætti og veitingar voru seldar og bar starfsmannafélagið Bleiki fíllinn hitann og þungann af ágæti veitinganna. Þær eiga þakkir skildar. Fyrirhuguð var árleg sala á jólatrjám í Vindáshlíð laugardaginn 7. desember en hún féll niður vegna veðurs. Árshátíð Hlíðarmeyja var haldin á Holtavegi 9. febrúar. 137 stelpur mættu og heppnaðist árshátíðin mjög vel. Vindáshlíð hefur verið leigð út undanfarin ár að vetrarlagi og hafa ýmsir hópar notfært sér það. Vindáshlíð var þó lokuð frá miðjum nóvember og fram í mars, en kostnaður við að kynda húsin á þeim árstíma er mjög mikill. Gjafir og styrkir - Tvær milljónir króna frá velunnurum Vindáshlíðar, sem stjórn Vindáshlíðar þakkar af alhug.

Sumarstarfið í Vindáshlíð er borið uppi af klárum kvenforingjum sem sjálfar fengu að upplifa paradísina í Vindáshlíð sem börn, en fá nú að gleðja og leiðbeina nýjum Hlíðarmeyjum. Fjölbreytt leiðtogaþjálfun fer fram á vegum KFUM og KFUK. - - -

Foreldrar Guðrúnar Nínu Petersen gáfu Vindáshlíð þrjár fallegar myndir og er þeim þakkað fyrir góða gjöf. Alls söfnuðust 67.000 kr. í hlaupastyrk í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Landsvirkjun sendi hóp af vöskum krökkum í unglingavinnu upp eftir, Vindáshlíðinni að kostnaðarlausu.

Sjálfboðaliðar 3. flokkur sumarsins var skipaður sjálfboðaliðum. Auður Pálsdóttir var forstöðukona og Bára Sigurjónsdóttir ráðskona. Aðrir starfsmenn voru: Anna Bergljót Böðvarsdóttir, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Arna Auðunsdóttir, Auður Sif Jónsdóttir, Berglind Björk Skaftadóttir, Berglind Ósk Einarsdóttir, Fjóla Halldórsdóttir, Hanna Lára Baldvinsdóttir, Hulda Guðlaugsdóttir, Ingunn Bryndís Magnúsdóttir, Jessica Leigh Andrésdóttir og Perla Magnúsdóttir. Aðstoðarforingjar sumarsins voru: Ása Alexía Unnarsdóttir, Ásdís Hrund Skaftadóttir, Ástrós Jensdóttir, Birna Heiðarsdóttir, Elísa Sif Hermannsdóttir, Erla Mekkín Jónsdóttir, Freyja Mist Ólafsdóttir, Gígja Björg Guðjónsdóttir, Gunnhildur Einarsdóttir, Helena Hafsteinsdóttir, Hulda Hrund Björnsdóttir, Indíana Björk Birgisdóttir, Inga Katrín Guðmundsdóttir, Jóna Kolbrún Leifsdóttir, Jónína Ósk Sigsteinsdóttir, Ruth Rúnarsdóttir, Snærún Tinna Torfadóttir, Steinunn Anna Másdóttir, Urður Björg Gísladóttir og Þórey Ásgeirsdóttir. Aðrir sjálfboðaliðar: Baldvin Vigfússon, Gerður Rós Ásgeirsdóttir, Gunnar Rafn Heiðarsson og Helgi Rúnar Heiðarsson. Einnig mætti dyggur hópur í vinnuflokka og tók þátt í að gera staðinn tilbúinn til þess að taka við glöðum börnum. Stjórn Vindáshlíðar kann öllum þessum bestu þakkir fyrir stuðning og hlýhug. Rúna Þráinsdóttir, ritari Guðný Einarsdóttir, vararitari 47


Ölver

Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014 Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Ölvers var haldinn 19. mars 2013 Stjórn Ölvers á starfsárinu skipuðu: Anna Guðný Hallgrímsdóttir, formaður Guðni Már Harðarson, gjaldkeri Kristján S. Sigurðsson, staðgengill gjaldkera Þóra Björg Sigurðardóttir, meðstjórnandi, skipuð af stjórn KFUM og KFUK á Íslandi Þóra Jenny Benónýsdóttir, ritari Erla Björg Káradóttir, varamaður Hafsteinn Kjartansson, varamaður Skoðunarmenn reikninga voru: Einar Helgi Ragnarsson Árni Sigurðsson Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 7. Helstu verkefni stjórnar á árinu Hlutverk stjórnarinnar var að halda utan um sumarbúðareksturinn, skipuleggja sumarstarfið, ráða starfsfólk og sinna viðhaldi á staðnum. Stjórnin hélt einnig sjö stjórnarfundi á starfsárinu auk þess að taka þátt 48

í samráðsþingi KFUM og KFUK á Íslandi. Þá bauð stjórnin starfsfólki sumarsins í þakkarkvöldmat til að þakka því fyrir vinnu sína og til að eiga saman góða stund. Starfsmenn Forstöðukonur: Ása Björk Ólafsdóttir, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Kristján S. Sigurðsson, Mjöll Þórarinsdóttir, Petra Eiríksdóttir, Þóra Jenny Benónýsdóttir. Ráðskonur: Hulda Björg Jónasdóttir, Katla Þórarinsdóttir, Petra Eiríksdóttir, Súsanna Steinþórsdóttir. Aðrir starfsmenn: Agnes Þorkelsdóttir, Ásta Haraldsdóttir, Ásthildur Guðmundsdóttir, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Hafdís Maria Matsdóttir, Hulda Guðlaugsdóttir, Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, Ingibjörg Lilja Kristjánsdóttir, Karítas Hrundar Pálsdóttir, Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir, Sólveig Lára Kristjánsdóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Telma Ýr Birgisdóttir, Unnur Rún Sveinsdóttir, Þóra Björg Sigurðardóttir, Þórunn Þórðardóttir. Framkvæmdir Unnar voru bráðabirgðaúrbætur á vatninu sem eiga að duga til nokkurra ára. Einnig var girðing löguð að einhverju leyti. Almennu viðhaldi á húsum var sinnt.


Starfsemi starfsstöðvar Sumarstarf Flokkur

Tímabil

Kyn

1.

07.-09.júní

KK

Aldur Dagar Fjöldi Skýring 3

8

Pjakkaflokkur

2.

10.-16.júní

KVK

10-12 ára 7

44

Ævintýraflokkur

3.

18.-23.júní

KVK

9-12 ára

6

45

Listaflokkur

4.

24.-30.júní

KVK

8-11 ára

7

26

Almennur flokkur

5.

01.-07.júní

KVK

10-12 ára 7

44

Ævintýraflokkur

6.

08.-12.júlí

KVK

13-15 ára 5

31

Unglingaflokkur

7.

15.-21.júlí

KVK

8-10 ára

7

20

Almennur flokkur

8.

22.-28.júlí

KVK

10-12 ára 7

45

Ævintýraflokkur

9.

29.júl-01.ágú KVK

23

Krílaflokkur

6-9 ára

6-9 ára

4

Samtals: 286

Listaflokkur er einn þeirra flokka sem notið hefur mikilla vinsælda á liðnum árum en þar fá stelpurnar tækifæri til að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.

Ýmsir viðburðir í starfi Ölvers Vinnuflokkar Nokkrir vinnuflokkar voru haldnir í Ölveri þetta starfsárið og þeir voru síðastliðið vor. Frábærir sjálfboðaliðar mættu á staðinn og tóku þátt í viðgerðum á staðnum og undirbúningi fyrir sumarstarfið. Kaffisala Kaffisala Ölvers var haldin 25. ágúst 2013 í Ölveri. Þátttakan í ár fór fram úr björtustu vonum. Yfirumsjón með kaffisölunni í ár höfðu þær Súsanna Steinþórsdóttir og Kristín Halldórsdóttir en þær fengu úrvalsfólk til liðs við sig. Mæðgna- og mæðginahelgi Mæðgna-og mæðginahelgi Ölvers var felld niður en stefnt að því að halda hana í maí 2014.

Þakkarkvöldmatur starfsfólks Þann 12. september 2013 var öllu starfsfólki sumarsins boðið í kvöldmat. Mjög gott tækifæri gafst til að ræða um sumarið, hvað gekk vel og hvað hefði mátt ganga betur. Um leið fékk stjórnin tækifæri til að þakka hæfileikaríku starfsfólki sumarsins fyrir vel unnin störf. Fjáröflun Velunnarar Ölvers hafa safnast saman og tekið þátt í virkri fjáröflun fyrir sumarbúðirnar. Meðal þess sem hefur verið á dagskrá þetta starfsárið er smákökubakstur fyrir jólin auk þess sem nokkrir hlaupagarpar hlupu fyrir hönd Ölvers í maraþonhlaupinu þetta árið. Stjórn Ölvers langar til að koma á framfæri þakklæti fyrir alla þá vinnu sem sjálfboðaliðar þessir hafa lagt á sig. Þann 8. mars hélt stjórn Ölvers ásamt starfsfólki sumarsins Ölversfagnað með bingó, söngvum og leikjum. Gjafir og styrkir Ölver fékk enga styrki þetta árið. Sjálfboðaliðar Fjölmargir sjálfboðaliðar tóku þátt í starfi sumarbúðanna þetta starfsár, aðallega við þrif og viðhald á staðnum. Að auki störfuðu matvinnungar sem sjálfboðaliðar í flokkum sumarsins. Hlutverk þeirra var að aðstoða foringjana en um leið er þetta aðferð til að þjálfa upp framtíðarstarfsmenn. Sjálfboðaliðar tóku einnig þátt í fjáröflun fyrir sumarbúðirnar eins og fram hefur komið. Stjórn Ölvers þakkar þessum frábæru sjálfboðaliðum fyrir þeirra störf. Þóra Jenný Benónýsdóttir, ritari stjórnar.

Í dvalarflokkum sumarbúðanna gefst einstakt tækifæri til að eignast vini og vinna saman að skemmtilegum verkefnum. 49


Hólavatn

Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014 Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Hólavatns var haldinn 20. mars 2013 Stjórn Hólavatns á starfsárinu skipuðu: Hreinn Andrés Hreinsson, formaður Arnar Yngvason, gjaldkeri Jóhann Þorsteinsson, ritari Anna Elísa Hreiðarsdóttir, meðstjórnandi Þórður Daníelsson, meðstjórnandi Jóhanna Sigurjónsdóttir, varamaður Pétur Ragnhildarson, varamaður Skoðunarmenn reikninga voru: Davíð Ingi Guðmundsson Hanna Þórey Guðmundsdóttir Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 6 og fóru þeir flestir fram á heimili formanns. Helstu verkefni stjórnar á árinu Segja má að liðið starfsár hafi verið eins konar hvíldarár í lífi stjórnar Hólavatns eftir nokkurra ára þrotlausa vinnu við að koma upp nýju húsi. Því má segja að starfsmannamál og undirbúningur sumarstarfsins hafi tekið mestan tíma stjórnarinnar, auk þess sem árleg kaffisala hvíldi mest á herðum hennar.

Starfsmenn Forstaða: Auður Pálsdóttir, Arnór Heiðarsson, Jóhann Þorsteinsson, Salvar Geir Guðgeirsson, Sólveig Reynisdóttir, Astrid Hafsteinsdóttir og Þóra Jenny Benónýsdóttir. Ráðskonur: Arndís Jóna Vigfúsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Foringjar: Hreinn Pálsson, Pétur Ragnhildarson, Íris Andrésdóttir, Jóhanna Elísa Skúladóttir, Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreiðarsdóttir. Aðstoðarforingjar: Hafþór Freyr Líndal, Sara Rut Jóhannsdóttir, Andrea Ösp Karelsdóttir og Valdís Sigurðardóttir. Sérfræðingar í Riddaraflokk: Guðbjörg Ingimundardóttir og Deboruh Robinson. Sumarstarf Flokkur

Tímabil

Kyn

1.

06.-08.júní

KK/KVK 7-8 ára

Aldur Dagar Fjöldi Skýring 3

8

Frumkvöðlaflokkur

2.

10.-14.júní

KVK

5

23

Almennur flokkur

3.

14.-16.júní

KK/KVK 13-16 ára 3

11

Ævintýraflokkur

4.

18.-22.júní

KVK

11-14 ára 5

24

Ævintýraflokkur

5.

24.-28.júní

KK

8-11 ára

5

34

Almennur flokkur

6.

28.-30.júní

KK

9-12 ára

3

11

Riddaraflokkur

7.

01.-05.júlí

KVK

8-11 ára

5

26

KVK flokkur

8.

08.-12.júlí

KVK

11-14 ára 5

36

Ævintýraflokkur

9.

15.-19.júlí

KK

11-14 ára 5

22

Ævintýraflokkur

10.

22.-26.júlí

KVK

9-12 ára

19

Listaflokkur

8-11 ára

50

5

Samtals: 214


Yfirlit starfs Boðið var upp á tíu dvalarflokka og voru tvær nýjungar á flokkaskrá. Annars vegar var um að ræða helgarflokk fyrir unglinga og hins vegar var í fyrsta sinn á Hólavatni boðið upp á sérstakan ADHD flokk fyrir drengi og fékk sá flokkur nafnið Riddaraflokkur. Tilkoma þess flokks á upphaf sitt að rekja í erindi sem foreldrafélag ADHD barna á Norðurlandi sendi stjórn Hólavatns og óskaði eftir viðræðum um þann möguleika að bjóða upp á sumarbúðaflokk með sambærilegu sniði og þekkst hefur í Vatnaskógi um nokkurra ára skeið. Foreldrafélagið sótti um nokkra styrki vegna verkefnisins og það varð svo úr að boðið var upp á þriggja daga flokk og voru ellefu strákar skráðir í flokkinn og gekk hann vonum framar. Til stendur að halda þessu góða samstarfi áfram og stefnt á fjögurra daga flokk á komandi sumri. Aðsókn var nokkuð góð og áttunda árið í röð jókst heildarfjöldi barna en þó aðeins um rúm 9% og var það í raun aðeins undir væntingum þar sem að tveir nýir helgarflokkar voru inni í flokkaskránni. Engu að síður merkur áfangi að í fyrsta sinn í sögu Hólavatns dvöldu yfir tvö hundruð börn í dvalarflokkum sumarsins. Ýmsir viðburðir í starfi Hólavatns Sunnudaginn 18. ágúst fór fram árleg kaffisala Hólavatns og var hún ágætlega sótt að venju. Ánægjulegt er að sjá þá aukningu sem orðið hefur á síðustu árum í fjölda félagsfólks af Suðurlandinu sem gerir sér ferð norður á kaffisölu og tekur þátt í að samgleðjast okkur með starfið á Hólavatni. Útleiga Á haustmánuðum var að venju nokkuð um útleigu en Verkmenntaskólinn á Akureyri fór í tvær dagsferðir með stóra hópa nýnema og nýtti sér aðstöðuna í byrjun september, fór á báta, grillaði og leysti ýmis verkefni sem kennarar skólans hafa útbúið. Skálaferðir nýnema við Menntaskólann á Akureyri voru á sínum stað en foreldrafélagið við Menntaskólann hefur tekið að sér skipulag og framkvæmd og því dvöldu níu hópar í sólarhring á Hólavatni í október og nóvember og er það ánægjulegt að nýta megi staðinn með þessum hætti. Eitthvað bar á því að umgengni væri ábótavant eða frágangi og kannski reynist óhjákvæmilegt annað en að hafa staðarhaldara á staðnum þegar þessi útleiga fer fram. Viðræður við Menntaskólann og foreldrafélagið munu fara fram um áframhaldandi samstarf á haustmánuðum. Í nóvember fór unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK í sólarhringsferð á Hólavatn og dvöldu um tuttugu unglingar þar í góðu yfirlæti. Í febrúar og mars fóru tveir hópar á vegum félagsmiðstöðva Akureyrarbæjar í sólarhringsferðir og var ekki annað að heyra en að þau hefðu virkilega notið þess að dvelja á staðnum. Framkvæmdir Framkvæmdir á árinu voru í minna lagi, miðað við árin á undan en þó var eitthvað haldið áfram með ýmis verk. Mestur tími fór í breytingar á gamla ráðskonuherberginu sem nú er gangur á milli bygginga. Þar voru fjarlægðir eldri skápar og þeim fundinn nýr staður á neðri hæð, nýr gólfdúkur settur og fjórir tvöfaldir búrskápar fyrir matvöru. Útiverkin voru líka einhver og var byrjað að klæða af geymslurými undir pallinum á eldra húsi og verður þeirri vinnu lokið fyrir sumarið.

Á liðnu starfsári fékk Hólavatn stuðning frá Bílaleigu Akureyrar sem gerði sumarbúðunum kleift að kaupa þrjá hjólabíla sem reyndust vera vinsæl viðbót við leiktækin á staðnum. Hér má sjá nokkur fermingarbörn úr Glerárkirkju stilla sér upp og taka pásu á rúntinum. Gjafir og styrkir Stærsti einstaki styrkur ársins var frá útgerðarfélaginu Samherja að upphæð 500.000 krónur. Þá fékkst á árinu styrkur frá Bílaleigu Akureyrar vegna kaupa á hjólabílum sem reyndust vera vinsæl viðbót við leiktæki á staðnum. Styrkir vegna Riddaraflokks námu um hálfri milljón króna en þar að auki voru sérfræðingar í flokknum launaðir af foreldrasamtökum ADHD barna á Norðurlandi. Styrkur frá Akureyrarbæ vegna sumarbúðanna nam rúmlega eitt hundrað þúsund krónum og Eyjafjarðarsveit endurgreiddi stærstan hluta fasteignagjalda. Lokaorð Hólavatn er Guði helgaður staður og þar eiga á hverju ári fjölmargir einstaklingar góðar og uppbyggilegar samverustundir. Við sem störfum í stjórn Hólavatns erum þar ekki undanskilin og þó svo að við séum í skýrslum ekki skilgreind sem þátttakendur í starfinu fáum við svo sannarlega að njóta góðs af því að taka þátt í frábæru starfi á yndislegum stað. Það eru forréttindi að fá að tilheyra slíkum stað sem við öll höfum bundist sterkum böndum og með hverju árinu sem líður bætast við minningar og lærdómur sem við tökum með okkur áfram og yljar okkur á vetrarkvöldum þegar við látum okkur dreyma um nýja sigra, ný tækifæri og betri sumarbúðir, börnum til blessunar og Guði til dýrðar. Honum séu þakkir fyrir blessun og vernd og í Guðs hendi falin framtíð starfsins við Hólavatn.

Akureyri í mars 2014, Jóhann Þorsteinsson, ritari stjórnar Hólavatns.

51


Kaldársel

Skýrsla fyrir starfsárið 2013-2014 Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Kaldársels var haldinn 13. mars 2013 Stjórn Kaldársels á starfsárinu skipuðu: Hreiðar Örn Zöega Stefánsson, formaður Jóhanna Sesselja Erludóttir, varaformaður Benedikt Snær Magnússon, ritari Jón Grétar Þórsson, gjaldkeri Þór Bínó Friðriksson, verkefnastjóri Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, varamaður Svanur Jónsson, varamaður Skoðunarmenn reikninga voru: Elín Elíasdóttir Guðmundur Jóhannsson Tveir formlegir stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu.

52

Helstu verkefni stjórnar á árinu Sinna samskiptum við leikskólann sem rekinn er í Kaldárseli alla virka daga og standa fyrir sumarstarfi yfir sumartímann. Starfsmenn Þór Bínó Friðriksson, Hrund Þrándardóttir, Silvía Rós Hillmann, Anna Arnardóttir, Sandra Dögg Svansdóttir, Áslaug Dóra Einarsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Hjalti Hrafn Sigurðarson, Hugrún Helgadóttir, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Margrét Lundgren, Sigurður Jón Sveinsson, Sjafnar Björgvinsson og Þórunn Arnardóttir Framkvæmdir Sett var upp útilýsing við húsið auk þess sem almennu viðhaldi var sinnt.


Starfsemi starfsstöðvar Sumarstarf Flokkur

Tímabil

Kyn

1.

18.-22.júní

KVK

10-12 ára 5

Aldur Dagar Fjöldi Skýring 16

Stelpur í stuði

2.

24.-28.júní

KVK

8-11 ára

5

28

Ævintýraflokkur

3.

01.-05.júlí

KK

8-11 ára

5

15

Ævintýraflokkur

4.

08.-12.júlí

KVK/KK 6-9 ára

5

32

Sirkus leikjanámsk.

5.

15.-19.júlí

KVK/KK 9-12 ára

5

0

Sirkus leikjanámsk.

Samtals: 91

Ýmsir viðburðir í starfi Kaldársels Vinnudagar Haldnir voru vinnudagar í upphafi sumarstarfs þar sem staðurinn var þrifinn og hann undirbúinn fyrir sumarstarfið. Opinn dagur Ekki var haldin hefðbundin kaffisala á árinu. Í staðinn var boðið til opins dags í upphafi sumarstarfs. Þangað bauð stjórn Kaldársels þeim sem vildu koma og skoða staðinn og kynna sér starfið. Boðið var upp á hoppukastala og skemmtun fyrir börnin auk veitinga.

Í sumarbúðunum fá börnin að spreyta sig á ólíkum verkefnum og takast á við skemmtilega hluti með aðstoð og undir eftirliti fullorðinna.

Gjafir og styrkir Helstu styrkir til starfsins fengust frá Hafnarfjarðarbæ sem styrkti sumarstarfið með launagreiðslum til nokkurra starfsmanna sumarsins. Einnig fengust styrkir fyrir flokkinn „Stelpur í stuði“. Útgáfa Engin útgáfa var á árinu á vegum Kaldársels. Sjálfboðaliðar Sjálfboðaliðar aðstoðuðu við undirbúning sumarstarfsins á vinnudögum í upphafi sumars. Einnig voru nokkrir sjálfboðaliðar auk stjórnarmanna sem aðstoðuðu við fjölskyldudag Securitas sem tók staðinn á leigu.

Í Kaldárseli er bæði boðið upp á hefðbundna sumarbúðaflokka og leikjanámskeið. Á leikjanámskeiðum dvelja yngri krakkar yfir daginn og fá svo tilboð um að gista síðustu nóttina ef þau vilja.

Útleiga Nokkrir hópar tóku staðinn á leigu, stjórn Kaldársels aðstoðaði við dagskrá og framkvæmd fjölskyldudags Securitas auk nokkurra annarra sjálfboðaliða. Annað Stjórn Kaldársels bauð KSS-ingum að halda fund í Kaldárseli þar sem stjórnin kynnti fyrir þeim starf Kaldársels og bauð þeim að þiggja veitingar. Jóhanna Sesselja Erludóttir, varaformaður

Rétt við húsin í Kaldárseli rennur Kaldá og þar skapast oft kjörin tækifæri til leikja og samveru.

53


54


55


Allir eiga þeir að vera eitt (Jóh. 17:21) Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! -segir Drottinn allsherjar (Sak. 4:6)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.