Ársskýrsla KFUM og KFUK 2016-2017

Page 1

Ársskýrsla KFUM og KFUK á Íslandi Starfsárið 2016–2017



Inngangur formanns Kæra félagsfólk Nú lítum við í KFUM og KFUK yfir farinn veg og rifjum upp meginþræði starfsársins sem er að ljúka. Í þessari ársskýrslu má sjá að margt hefur áunnist síðastliðið starfsár og fyrir það þökkum við af einlægni. Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK

Þátttakendum í starfinu er að fjölga og mikil eftirspurn er eftir leiðtogum sem hafa fengið þjálfun í starfi KFUM og KFUK. Þetta eru ánægjulegar vísbendingar um að við stöndum fyrir vönduðu starfi og leiðtogarnir fái leiðsögn sem er í senn hagnýt og eflandi. Eins höfum við átt víðtækt samráð innan félagsins um mótun stefnu þess. Í því hefur falist að stjórn félagsins og starfsstöðvar hafa mótað og rætt sýn okkar til 10 ára, við höfum sett okkur markmið til þriggja ára og skilgreint skref sem við ætlum að taka næsta árið. Þessa stefnumótunarvinnu tengjum við svo fjárhagsáætlunum okkar.

Mig langar að þakka öllum sjálfboðaliðum sem af trúmennsku við köllun sína hafa lagt hönd á plóginn undanfarið starfsár. Sum verk eru sýnileg, ekki önnur, en öll eru þau mikilvæg. Þótt í ársskýrslunni sé aðeins hægt að tæpa á því helsta er ljóst að Guð hefur gefið ríkulegan ávöxt og erum við í KFUM og KFUK á Íslandi stolt af honum. Við horfum bjartsýn fram á veginn, tilbúin að feta enn fleiri stigu sem leitt geta okkur til barna og ungmenna á Íslandi svo þau fái að vita að þau geti trúað á Guð og að Guð hefur trú á þeim.

Með góðri kveðju,

Auður Pálsdóttir Formaður KFUM og KFUK á Íslandi

Í starfi mínu í stjórn félagsins síðustu árin hef ég fundið skýrt hvernig Kristur veitir kjark og kærleikur hans uppörvar okkur í þeim verkefnum sem við höfum mætt. Fyrirmynd okkar í KFUM og KFUK er Jesús Kristur og líkt og hann gerði viljum við mæta hverri manneskju á hennar forsendum og jafnréttisgrunni enda er allt sem Guð hefur skapað gott.

Efnisyfirlit 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.

Forysta KFUM og KFUK............................ 6 Æskulýðsstarf................................................. 10 Leikjanámskeið.............................................. 16 Fræðslustarf.................................................... 17 Fjölskyldu- og fullorðinsstarf. ................... 19 Basar KFUK.................................................... 22 Karlakór KFUM.............................................. 23 Alþjóðastarf..................................................... 24 Jól í skókassa................................................. 27 Innlend samstarfsverkefni. ........................ 28 Útgáfu- og kynningarmál........................... 30

10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19.

Fjármál............................................................... 31 Vinagarður. ...................................................... 32 Vatnaskógur.................................................... 37 Vindáshlíð......................................................... 42 Ölver................................................................... 45 Hólavatn. .......................................................... 48 Kaldársel........................................................... 50 KFUM og KFUK á Norðurlandi................ 52 KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum...... 54 KFUM og KFUK á Suðurnesjum............ 56

3


Nafnið segir hver við erum KFUM og KFUK stendur fyrir Kristilegt félaga ungra manna og kvenna. Við búum við þau forréttindi að nafn félagsins segir hver við erum. Hver stafur hefur sína merkingu.

K

Kristilegt Við fræðum þátttakendur um boðskap Biblíunnar, líf og starf Jesú Krists. Kennum þeim að þekkja trú sína, rækja hana og meta gildi hennar.

F

Félag Við erum frjáls félagasamtök og störfum eftir lýðræðislegum leikreglum.

U

Ungra Við erum æskulýðshreyfing og leggjum áherslu á að standa fyrir heilbrigðu félagsstarfi fyrir börn og ungmenni.

M/K

Manna og kvenna Við stuðlum að mannrækt og mannúð. Við stöndum fyrir uppbyggjandi verkefnum, gagnlegum samfélaginu.

Merkið undirstrikar markmiðið KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að stuðla að heilbrigði mannsins til líkama, sálar og anda. Þríhyrningurinn í merki félagsins undirstrikar þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda. Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu.

118 ára æskulýðsfélag KFUM og KFUK voru stofnuð 1899. Stofnandinn sr. Friðrik Friðriksson telst til merkari manna 20. aldarinnar. Mörg önnur félög eiga rætur að rekja til KFUM og KFUK og starfs sr. Friðriks, þar á meðal íþróttafélögin Valur og Haukar, karlakórinn Fóstbræður og skátastarf á Íslandi. Fjölbreytnin í starfi KFUM og KFUK er í samræmi við orð stofnandans: „Ekkert sannarlega mannlegt er óviðkomandi sönnum kristindómi.“

Stytta af sr. Friðriki Friðrikssyni stofnanda KFUM og KFUK stendur við Lækjargötu í Reykjavík.

4


Kaldársel

Við erum ...

Vatnaskógur

Sumarbúðir

Æskulýðsstarf

Viðburðir Ölver Leiðtogaþjálfun Fyrir fjölskyldur Alþjóðleg hreyfing

Hólavatn Sæludagar

Leikskóli

Leikjanámskeið

Vindáshlíð

Fermingarnámskeið Jól í skókassa Fullorðinsstarf

... KFUM og KFUK 5


1. Forysta KFUM og KFUK Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi var haldinn laugardaginn 16. apríl 2016 á Holtavegi 28 í Reykjavík. Fundarstjóri var Guðmundur Örn Guðjónsson og fundarritarar voru Ástríður Jónsdóttir og Arnór Heiðarsson. Aðalfundurinn markaði upphaf nýs starfstímabils stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi. Í stjórninni 2016–2017 störfuðu eftirtalin og skiptu þannig með sér verkum: Auður Pálsdóttir, formaður Gísli Davíð Karlsson, varaformaður Katrín Harðardóttir, ritari Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri Helgi Gíslason, vararitari Dagný Bjarnhéðinsdóttir, meðstjórnandi Henrý Þór Gränz, meðstjórnandi Sólveig Reynisdóttir, meðstjórnandi Varamenn: Ingunn Huld Sævarsdóttir Ólafur Jóhann Borgþórsson

Stjórn KFUM og KFUK. Efri röð: Gísli Davíð Karlsson, Dagný Bjarnhéðinsdóttir, Henrý Þór Gränz og Sveinn Valdimarsson. Neðri röð: Auður Pálsdóttir, Sólveig Reynisdóttir, Katrín Harðardóttir og Helgi Gíslason.

Stjórnarfundir Þegar þetta er ritað var búið að halda 14 stjórnarfundi á starfsárinu og voru 2 að auki á dagskrá fram að aðalfundi (27. mars og 3. apríl).

Skipting í ráð á vegum KFUM og KFUK á Íslandi Stjórnin skiptir með sér málaflokkum með því að taka þátt í og fara fyrir ráðum á vegum félagsins.

Málefni á borði stjórnar voru margvísleg, t.d. Stefnumörkun og gangur í æskulýðsstarfinu. Endurskoðun laga félagsins. Rekstur og fjármál Húsnæðismál á Holtavegi 28 Alþjóðlegt samstarf á vegum KFUM og KFUK Samfélags- og fullorðinsstarf félagsins. Verkefni ráða félagsins. Verkefni hjá starfsstöðvum félagsins. Gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017. Starfsmannamál. Viðmið um heiðursveitingar. Hátíðar- og inntökufundar KFUM og KFUK á Íslandi. Aðalfundur og fulltrúaráðsfundaur KFUM og KFUK á Íslandi.

Alþjóðaráð: Sólveig Reynisdóttir Anna Elísa Gunnarsdóttir Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir Dagrún Linda Barkardóttir Tinna Rós Steinsdóttir Jóhann Þorsteinsson Æskulýðsráð: Helgi Gíslason Guðmundur Karl Einarsson Unnur Ýr Kristinsdóttir Þóra Jenný Benónýsdóttir

Stjórnarfundir og mætingatafla: Dagsetning Númer stjórnarfundar

6

18. apr 2. maí

17. maí

30. maí

24. ág

12. sept

10. okt

31. okt

14. nov

5. des

9. jan

30. jan

27. feb

13. mar 27. mar

156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170

Auður Pálsdóttir

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Dagný Bjarnhéðinsdóttir

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Gísli Davíð Karlsson

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Helgi Gíslason

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Henrý Þór Gränz

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Ingunn Huld Sævarsdóttir (varam.)

x

x

Katrín Harðardóttir

x

x

x

x

x

Ólafur Jóhann Borgþórsson (varam.)

x

x

x

x

x

Sólveig Reynisdóttir

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

Sveinn Valdimarsson

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x

x


Húsráð: Henrý Þór Gränz Björn Þór Baldursson Björgvin Hansson Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson Fjármálaráð: Sveinn Valdimarsson Björn Arnar Kárason Magnús Jóhannsson Sigurður Erlingsson Stefán Jónsson Kynningarráð Ólafur Jóhann Borgþórsson Guðni Már Harðarson Kjartan Vidó Ólafsson

Tómas Torfason framkvæmdastjóri og Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK á Íslandi.

Tengiliðir stjórnar félagsins við stjórnir starfsstöðva: Gísli Davíð Karlsson - Ölver Katrín Harðardóttir - Suðurnes Sveinn Valdimarsson - Akureyri og Hólavatn Helgi Gíslason - Vatnaskógur Dagný Bjarnhéðinsdóttir - Vindáshlíð Henrý Þór Gränz - Vestmannaeyjar Sólveig Reynisdóttir - Kaldársel Ólafur Jóhann Borgþórsson - Vinagarður Breytingar í starfsmannahópnum Arna Auðunsdóttir sem starfaði sem þjónustufulltrúi lét af störfum í ágúst 2016. Við starfi hennar tók Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Guðrún Hrönn Jónsdóttir lét af störfum í ágúst 2016, en hún gengdi 50% stöðu sem æskulýðsfulltrúi með áherslu á fræðslustarf og fræðsluefni. Á móti fór Jóhann Þorsteinsson aftur í 100% starf og tók við þeim áherslum sem Guðrún hafði sinnt. Hátíðar- og inntökufundur Á hverju ári eru nýir félagar í KFUM og KFUK boðnir velkomnir í félagið á sérstökum hátíðar- og inntökufundi sem að þessu sinni fór fram 7. febrúar 2017 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Á þessu starfsári gengu 42 nýir félagar til liðs við félagið. Dagskrá fundarins var í senn hátíðleg og skemmtileg, undir öruggri fundarstjórn Önnu Magnúsdóttur. Hin 17 ára gamla Jóna Alla Axelsdóttir söng fyrir gesti. Undirleik annaðist Bjarni Gunnarsson. Upphafsorð og bæn voru í höndum Helga Gíslasonar. Hugvekju flutti sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson. Auður Pálsdóttir formaður og Gísli Davíð Karlsson varaformaður buðu nýja félaga velkomna með hefðbundnum og hátíðlegum hætti. Hátíðarfundurinn var að vanda veislufundur með veglegum kvöldverði. Umsjón með fundinum var alfarið í höndum stjórnar félagsins. 10–3–1 stefnumótun Á starfsárinu ýtti stjórn félagsins úr vör verkefni sem kallað hefur verið 10–3–1 stefnumótun. Snýst það um að stjórnir og starfshópar setji á blað framtíðarsýn til 10 ára, markmið til þriggja ára og aðgerðaráætlun til eins árs. Verkefninu hefur verið vel tekið og stjórnir starfsstöðva hafa kynnt framtíðarsýn sína, 10–3–1, markmið og aðgerðir á aðalfundum sínum. Á aðalfundi félgsins 8. apríl verður kynnt samantekt á þessari vinnu.

Frá öðrum af tveimur stefnumótunarfundum sem stjórn félagsins boðaði til 10. og 11. janúar 2017.

Af þessu tilefni boðaði stjórnin til tveggja stefnumótunarfunda. Á þeim fyrri sem fór fram 10. janúar var horft til fullorðinsstarfs félagsins og á þeim seinni sem fór fram 11. janúar var horft til æskulýðsstarfsins. Ingi Bogi Bogason leiddi vinnu á fundunum. Félagshúsið Holtavegi 28 Eldri hluti aðalstöðva félagsins við Holtaveg 28, skrifstofuhúsnæði félagsins, hefur ekki verið í notkun á starfsárinu. Á árinu 2015 greindist myglusveppur á nokkrum stöðum í þeim hluta hússins. Í kjölfarið var skrifstofa félagsins flutt yfir í félagsheimilið til bráðabirgða. Á því ári var verkfræðistofan Verkís fengin til að gera úttekt á húsinu. Sú skýrsla reyndist ónákvæm þegar farið var að leita tilboða í viðgerðir. Grunur vaknaði að vandinn væri meiri. Sumarið 2016 var því verkfræðistofan Efla fengin til að gera ýtarlega úttekt á báðum hlutum húss aðalstöðva félagsins. Fyrri skýrslan frá Eflu sýndi að eldri hlutinn sem var rýmdur er verulega illa farinn af raka og myglu. Í kjölfar skýrslunnar var lokað á milli eldra hússins og nýrri hlutans til að koma í veg fyrir að loft úr eldra húsi bærist í það yngra. Settar voru upp viftur í eldri hlutanum til að blása út lofti og mynda undirþrýsting, svo loft úr þeim hluta færi ekki yfir í yngri hlutann. Gerð var kostnaðaráætlun fyrir viðgerðirnar sem þyrfti að fara í samkvæmt skýrslu Eflu. Niðurstaðan bendir til að viðgerðarkostnaður er nálægur byggingarkostnaði á nýju húsi. Stjórn félagsins ákvað í kjölfarið að fara ekki í endurbætur á eldra húsinu.

7


Frá aðalfundi félagsins 16. apríl 2016.

Seinni skýrslan frá Eflu sýndi að komið væri að eðlilegu viðhaldi á yngri hluta aðalstöðvanna. Það kom ekki á óvart, enda takmörkuðu fjármagni verið varið til viðhalds síðustu ár. Þá voru drenlagnir kannaðar sem reyndust í góðu lagi og sinna hlutverki sínu vel. Unnið verður áfram að viðhaldi á rekstrarárinu 2017 samkvæmt ábendingum í skýrslunni. Vinnudagur á Holtavegi Á starfsárinu stóð húsráð fyrir vinnudegi í félagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Unnið var í ýmsum viðhaldsverkefnum í félagshúsinu, það þrifið og tekið var til. Dagurinn var haldinn 22. október og tóku 12 manns þátt.

Fjölmennur félagsfundur um húsnæðismál og framtíð félagsins var haldinn miðvikudaginn 12. október 2016.

Félagsfundur um húsnæðismál Vel sóttur opinn félagsfundur var haldinn 12. október 2016 til kynningar og umræðu. Í kjölfar hans hélt framkvæmdastjóri þrjá opna kaffifundi um húsnæðismálin, til að ræða þær hugmyndir sem komið höfðu fram og hugsanlega laða fram nýjar. Helstu niðurstöður fundanna voru svo teknar saman og kynntar stjórn félagsins í desember. Norrænn formanna- og framkvæmdastjórafundur Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra KFUM og KFUK á Norðurlöndunum var haldinn í Stokkhólmi 27. og 28. janúar 2017. Auður Pálsdóttir og Tómas Torfason sóttu fundinn fyrir hönd Íslands. Tómas sótti einnig árlegan fund framkvæmdastjóra KFUM í Evrópu, sem haldinn var í Setubal í Portugal 3.–5. október 2016. Framkvæmdastjórar KFUM og KFUK á Norðurlöndunum nýttu þá einnig tækifærið og áttu fund um málefni félaganna á Norðurlöndunum (sjá nánar í kafla 6.)

8


Á hverju ári eru nýir félagar í KFUM og KFUK boðnir velkomnir í félagið á sérstökum hátíðar- og inntökufundi. Á starfsárinu gengu 42 nýir félagar til liðs við félagið. Á myndinni eru þau 11 sem höfðu tök á að vera með á fundinum.

Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK KFUM og KFUK á Íslandi starfrækir þjónustumiðstöð í félagshúsinu að Holtavegi 28 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin er opin alla virka daga kl. 9–17. Starfsfólk í þjónustumiðstöðinni eru: Tómas Torfason, framkvæmdastjóri, Þröstur Árni Gunnarsson, fjármálastjóri, Klara V. Þórhallsdóttir sem sér um bókhald og rekstur, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, þjónustufulltrúi, Arnar Ragnarsson, æskulýðsfulltrúi, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, æskulýðsfulltrúi, Jóhann Þorsteinsson, æskulýðsfulltrúi og svæðisfulltrúi á Norðurlandi og Unnur Ýr Kristinsdóttir, æskulýðsfulltrúi og svæðisfulltrúi á Suðurnesjum. Jóhann hefur starfsaðstöðu í félagshúsi KFUM og KFUK á Akureyri og Unnur Ýr í Keflavík. Þá er Gísli Stefánsson í 15% starfi með aðsetur í Vestmannaeyjum. Sumarstarfsmaður í þjónustumiðstöðinni 2016 var Unnur Rún Sveinsdóttir. Í þjónustumiðstöðinni er einnig starfsaðstaða framkvæmdastjóra Vatnaskógar, Ársæls Aðalbergssonar. Tölvukerfi Þjónustumiðstöðin hefur á liðnum árum verið í svokallaðri kerfisleigu hjá Advania. Á starfsárinu voru gerðar breytingar. Þjónustumiðstöðin gekk til samninga við Þekkingu, samhliða því að taka upp Office 365. Þá var bætt úr nettengingum við skrifstofuna og samningur endurnýjaður við Vodafone um síma og netmál.

Hvers virði er KFUM og KFUK mér? Þegar ég var unglingur og var stöðugt hlaupandi til handa og fóta til að taka þátt í alls kyns fundum eða viðburðum á vegum KFUM og KFUK fékk ég oft þá spurningu frá vinum mínum utan félagsins hvernig ég nennti þessu. Það var erfitt að útskýra það þá, öðruvísi en bara af því að mér þótti þetta skemmtilegt. Í dag er ágóðinn þó heldur betur farinn að sýna sig á stærri skala. Ég er búsett í Brussel, Belgíu. Þar starfa ég hjá Evrópusamtökum sem kallast Eurochild og vinna með réttindi barna og ungs fólks gagnvart Evrópusambandinu og Evrópuráðinu. Starf mitt snýr aðallega að því að ganga úr skugga um að börn og ungt fólk séu höfð með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um þeirra líf. Það voru ekki háskólagráðurnar mínar í ferðamálafræði og viðburðastjórnun sem komu mér hingað, það var þjálfunun, fræðslan og uppbyggingin sem ég fékk í gegnum starf KFUM og KFUK. Tinna Rós Steinsdóttir

9


2. Æskulýðsstarf Æskulýðsstarf er kjarnastarfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. Markmið félagsins er að bjóða ungu fólki að taka þátt í að skapa jákvætt félagsstarf sem mætir hverjum einstaklingi af umhyggju og virðingu og stuðlar að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska hvers og eins. Í KFUM og KFUK fær ungt fólk tækifæri til að vaxa í vitund um sjálft sig, um aðra, um samfélagið í kringum okkur og um lifandi Guð. Með þátttöku í starfinu öðlast einstaklingar færni til að hafa áhrif til breytinga á þessum sviðum. Æskulýðsstarfinu er sinnt af sjálfboðaliðum sem hafa fengið þjálfun, fræðslu og handleiðslu. Margir þeirra hafa tekið þátt í starfinu frá því þeir voru börn en svo fengið tækifæri til að axla ábyrgð og vaxa og þroskast í hlutverki leiðtoga. Það er því mikilvægt verkefni stjórnar og starfsfólks félagsins að hlúa að sjálfboðaliðunum og veita þeim tækifæri til virkrar þátttöku í starfinu. Vetrarstarf KFUM og KFUK starfsárið 2016–2017 Veturinn 2016–2017 voru 28 deildir starfræktar. Alls voru 111 leiðtogar skráðir til þátttöku í deildarstarfinu á starfsárinu en þar fyrir utan eru ýmsir gestir og eldri leiðtogar sem hafa með einum eða öðrum hætti lagt sitt af örkum. Stór og skemmtilegur hópur ungleiðtoga hefur í vetur tekið þátt í leiðtogaþjálfun og verður spennandi að sjá þau þroskast áfram til ábyrgðar í starfi félagsins.

10

Þátttaka vetrarstarfi KFUM og KFUK var eftirfarandi: Fjöldi deilda Fjöldi þátttakenda Vinadeildir (6–9 ára) 2 33 Yngri deildir (10–12 ára) 16 520 Unglingadeildir (13–15 ára) 10 413 Samtals 28 966 Þátttökuaukning var 22% milli ára og kemur nánast öll fram í unglingadeildum.

Viðburðir og verkefni í æskulýðsstarfinu Þátttaka í Landsmóti ÆSKÞ Dagana 21.–23. október 2016 var Landsmót Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) haldið á Akureyri. Þátttaka úr unglingadeildum KFUM og KFUK var góð eða um 100 unglingar. Það voru deildir frá Akureyri, Grindavík, Vestmanneyjum, Fella- og Hólakirkju og Hveragerði sem sóttu mótið. Yfirskriftmótsins var Flóttamenn og Fjölmenning og fræðslan fjallaði um flóttamenn og þeirra menningu. Fram fór söfnun eins og undanfarin ár í samstarfi við Hjálpastarf kirkjunnar og í ár var fötum safnað fyrir flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Á Landsmóti er margt í boði fyrir þátttakendur eins


og hæfileikakeppni, fræðsla, ratleikur, fjölbreyttar vinnustöðvar með ólíkum þemum og svo auðvitað ball. Hæfileikasýning yngri deilda Einn af árlegu viðburðum yngri deildanna var hæfileikasýning KFUM og KFUK. Sýningin var haldin 2. nóvember 2016. Um 100 börn og foreldrar fylltu salinn. Sýningin var haldin á Holtavegi 28 þar sem búið var að skreyta húsið með blöðrum og borðum og setja upp mikinn ljósabúnað til að gera sýninguna sem glæsilegasta. Rúmlega 30 þátttakendur sýndu fjölbreytt atriði, sungin voru nokkur þekkt sumarbúðarlög og í hléi var boðið upp á pizzu og candý-floss. Mikið glens og grín var ríkjandi. Að lokum fóru þátttakendur heim með bros á vör og viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu. Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og Pétur Ragnhildarson voru kynnar kvöldsins og héldu uppi stuðinu með stuðningi Jónasar Sturlu Gíslasonar og Þráins Andreusonar tæknimanna. Miðnæturmót unglingadeilda Miðnæturmót Unglingadeilda KFUM og KFUK var haldið 18.–19. nóvember. Mótið fór fram í Vatnaskógi en þangað komu 114 þátttakendur ásamt leiðtogum. Dagskrá mótsins var mjög fjölbreytt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal dagskráliða voru leikurinn orrusta, partýdansar, brjóstsykursgerð, bandýmót, brennó og ævintýraganga svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur jafnt sem leiðtogar skemmtu sér konunglega langt fram eftir nóttu. Það vor því sifjaður en sæll hópur sem skilaði sér til baka á Holtaveg 28 rétt eftir hádegið þann 19. nóvember. Jól í skókassa Líkt og undanfarin ár hefur verkefnið Jól í skókassa fengið sérstakan sess í deildarstarfi KFUM og KFUK. Nokkrar deildir voru með sérstakan fund fyrir verkefnið þar sem börnin fengu kynningu á Úkraínu og verkefninu sjálfu og útbjuggu svo skókassa með gjöfum í kjölfarið. Verkefnið hefur mikið samfélagslegt gildi og gaman er að geta tekið þátt í því. Nánar má lesa um verkefnið í 7. kafla þessarar ársskýrslu. Æskulýðsmótið Friðrik Unglingadeildir KFUM og KFUK fjölmenntu á Æskulýðsmótið Friðrik sem haldið var í Vatnaskógi dagana 17.–19. febrúar 2017. Rúmlega 140 þátttakendur og leiðtogar tóku þátt í þessum skemmtilega viðburði. Undirbúningur og umsjón með mótinu var í höndum mótsnefndar sem var skipuð þeim Ásgeiri Þór Þorvaldssyni, Birni Kristni Jóhannssyni, Elvari Geir Sigurðssyni, Guðbjörgu Ylfu Hammer, Ósk Dís Kristjánsdóttur og Pétri Bjarna Sigurðssyni. Allir í mótsnefndinni höfðu sótt námskeið í viðburðastjórnun á vegum KFUM og KFUK. Undirbúningur mótsnefndarinnar var allur til mikillar fyrirmyndar og mótið tókst frábærlega. Öll fræðsla og viðfangsefni mótisins tengdust yfirskrift þess sem var samskipti, virðing og sjálfstraut og hafa tengingu í orðin úr Nýja

testamentinu: „Elskaðu náungann þinn eins og sjálfan þig“ (Matt. 22:37–40). Margt skemmtilegt var í boði fyrir þátttakendur, t.d. hópastarf, kvöldvökur, draugahús, brennómót, vinátta og að sjálfsögðu ball með hljómsveitinni Sálmara sem var ógleymanlegt. Landsþing unga fólksins í KFUM og KFUK Á æskulýðsmótinu Friðriki hittust Ungmennaráð KFUM og KFUK til að undirbúa Landsþing unga fólksins sem fór fram laugardaginn 18. febrúar. Þar mynduðst umræður um yfirskrift mótsins, samskipti, virðingu og sjálfstraust. Ungmennaráð setti upp ýmis verkefni sem skyldi leysa með yfirskrift mótsins að leiðarljósi. Verkefnin voru margvísileg eins og að semja leikrit, ljóð, lag og teikna. Þingið sjálft byrjaði á stuttri kynnigu um málefnið og síðan var öllum skipt niður í níu hópa þar sem tveir fulltrúar úr ungmennaráði leiddu hver sinn hóp. Allt skipulag, undirbúningur og framkvæmd á Landþingi unga fólksins var í höndum ungmennaráðs KFUM og KFUK þótt æskulýðsfulltrúar væru þeim innan handar. Niðurstöðurnar voru hreint magnaðar og gaman að sjá hversu öflugir og hugmyndaríkir unglingarnir voru.

11


Yfirlit yfir félagsdeildir, forstöðufólk og leiðtoga, veturinn 2016–2017 YD KFUM og KFUK Digraneskirkju Tinna Dögg Birgisdóttir – Forstöðukona (haustönn) Arnar Ragnarsson – Forstöðumaður (vorönn) Ástráður Sigurðsson Fannar Logi Hannesson Kristinn Sigurðsson Benedikt Guðmundsson Þátttakendur á haustönn: 22 Þátttakendur á vorönn: 10 YD KFUM og KFUK Fella- og Hólakirkju Pétur Ragnhildarson – Forstöðumaður Ásta Guðrún Guðmundsdóttir Ríkharður Ólafsson Íris Andrésdóttir Marta Andrésdóttir Ída Hlín Steinþórsdóttir Þátttakendur á haustönn: 25 Þátttakendur á vorönn: 35 UD KFUM og KFUK Fella- og Hólakirkju Pétur Ragnhildarson – Forstöðumaður Ásta Guðrún Guðmundsdóttir Ríkharður Ólafsson Íris Andrésdóttir Marta Andrésdóttir Ída Hlín Steinþórsdóttir Þátttakendur á haustönn: 62 Þátttakendur á vorönn: 39 YD KFUM og KFUK í Seljakirkju Þráinn Andreuson – Forstöðumaður (haustönn) Steinunn Anna Baldvinsdóttir – Forstöðukona (vorönn) Ingi Hrafn Pálsson (haustönn) Dagur Adam Ólafsson (haustönn) Steinunn Anna Radha (haustönn) Eygló Anna Ottesen Guðlaugsdóttir (vorönn) Gunnar Magnús Bergs (vorönn) Sveinn Sigurðarson (vorönn) Þátttakendur á haustönn: 18 Þátttakendur á vorönn: 52

UD KFUM og KFUK í Seljakirkju Dagrún Linda Barkardóttir – Forstöðukona (Haustönn) Ingibjörg Tómasdóttir Hulda Guðlaugsdóttir Þórhildur Einarsdóttir Gunnar Hrafn Sveinsson – Forstöðumaður (vorönn) Sandra Björk Jónasdóttir Þátttakendur á haustönn: 35 Þátttakendur á vorönn: 55 YD KFUK Grensáskirkju Pétur Bjarni Sigurðarsson – Forstöðumaður Herborg Agnes Jóhannesdóttir Agnes Birta Jóhannesdóttir Þátttakendur á haustönn: 14 Þátttakendur á vorönn: 12 UD KFUM og KFUK Grensáskirkju Pétur Bjarni Sigurðarsson – Forstöðumaður Herborg Agnes Jóhannesdóttir Agnes Birta Jóhannesdóttir Þátttakendur á haustönn: 20 Þátttakendur á vorönn:16 Skapandi starf á Holtavegi Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir – Forstöðukona Ingibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir Gestur Daníelsson Helena Lilja Torfatóttir Snædís Hallgrímsdóttir Þátttakendur á haustönn: 15 Þátttakendur á vorönn: 10 YD KFUK Lindakirkju Arnar Ragnarsson – Forstöðumaður Agnes Björk Brynjarsdóttir Bríet Eva Gísladóttir Nanna Guðrún Sigurðardóttir Þátttakendur á haustönn: 58 Þátttakendur á vorönn: 35 YD KFUM Lindakirkju Guðni Már Harðarson – Forstöðumaður Arnar Ragnarsson Þátttakendur á haustönn: 63 Þátttakendur á vorönn: 38

12

UD KFUM og KFUK í Lindakirkju Arnar Ragnarsson – Forstöðumaður Hákon Arnar Gunnarsson Perla Magnúsdóttir Þátttakendur á haustönn: 107 Þátttakendur á vorönn: 68 UD KFUM og KFUK Lágafellskirkju Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson – Forstöðumaður Kolfinna Rut Schjetne Margeir Haraldsson Jón Árni Haraldsson Thelma Dögg Haraldsdóttir Erlingur Orri Hafsteinsson Kristbjörg Steingrímsdóttir Þátttakendur á haustönn: 41 Þátttakendur á vorönn: 38 Vinadeild KFUM og KFUK Grindavíkurkirkja Sigríður Etna Marinósdóttir – Forstöðukona Bragi Snær Einarsson Kjartan Steingrímsson Aníta Arnarsdóttir Kristinn V. Jóhannesson Haukur Arnórsson Kleópatra Árnadóttir Álfheiður Arnfinnsdóttir Aleksander Jan Strzalka Þátttakendur á haustönn: 21 Þátttakendur á vorönn: 6 YD KFUM og KFUK Grindavíkurkirkju Unnur Ýr Kristinsdóttir – Forstöðukona Blær Elíasson Gná Elíasdóttir (haust) Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir Haukur Arnórsson Pétur Bjarni Sigurðarson (vor) Elvar Geir Sigurðsson Bragi Snær Einarsson Guðbjörg Ylfa Hammer Ósk Dís Kristjánsdóttir Kleópatra Árnadóttir Kristinn V. Jóhannesson Kjartan Steingrímsson Aníta Arnarsdóttir Aleksander Jan Strzalka Þátttakendur á haustönn: 52 Þátttakendur á vorönn: 23


UD KFUM og KFUK Grindavíkurkirkju Unnur Ýr Kristinsdóttir – Forstöðukona Blær Elíasson Gná Elíasdóttir (haust) Álfheiður Ingibjörg Arnfinnsdóttir Haukur Arnórsson Pétur Bjarni Sigurðarson (vor) Elvar Geir Sigurðsson Þátttakendur á haustönn: 63 Þátttakendur á vorönn: 41 Klúbburinn Framhaldskólastarf KFUM og KFUK í Grindavík Unnur Ýr Kristinsdóttir – öldungur Elínborg Gísladóttir – öldungur Haukur Arnórsson – formaður Kleópatra Árnadóttir – ritari Herborg Agnes Jóhannesdóttir – meðstjórnandi Þátttakendur á haustönn: 12 YD KFUM og KFUK Hveragerðiskirkju Vilborg Pála Eriksdóttir – Forstöðukona (Haustönn) Ögmundur Ísak Ögmundsson – Forstöðumaður (Vorönn) Steinunn Anna Radha Másdóttir Þráinn Andreuson Þátttakendur á haustönn: 12 Þátttakendur á vorönn: 82 UD KFUM og KFUK Hveragerðiskirkju Vilborg Pála Eriksdóttir – Forstöðukona (Haustönn) Ögmundur Ísak Ögmundsson – Forstöðumaður (Vorönn) Steinunn Anna Radha Másdóttir Þráinn Andreuson Þátttakendur á haustönn: 20 Þátttakendur á vorönn: 50 Vinadeild KFUM og KFUK Hátúni (Reykjanesbæ) Brynja Eiríksdóttir – Forstöðukona Eva Björk Valdimarsdóttir – Forstöðukona Unnur Ýr Kristinsdóttir (haust) Almar Rún Jensdóttur Eygló Árnadóttir Þátttakendur á haustönn: 12 Þátttakendur á vorönn: 20

YD KFUM Hátúni (Reykjanesbæ) Sveinn Valdimarsson – Forstöðumaður Adam Sveinsson Ísak Henningsson Ólafur Þór Gunnarsson Ragnar Sigurðsson Einar Sæþór Ólason Þátttakendur á haustönn: 33 Þátttakendur á vorönn: 13 YD KFUK Hátúni (Reykjanesbæ) Sigurbjört Kristjánsdóttir – Forstöðukona Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir Elín Pálsdóttir Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir Birta Rún Benediktsdóttir Helga Sveinsdóttir Ingunn Birna Einarsdóttir Eliza Liv Taylor Þátttakendur á haustönn: 65 Þátttakendur á vorönn: 68 UD KFUM og KFUK Hátúni (Reykjanesbæ) Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir – Forstöðukona Ívar Karl Sveinsson Elín Pálsdóttir Gná Elíasdóttir Adam Sveinsson Björn Kristinn Jóhannsson Þátttakendur á haustönn: 25 Þátttakendur á vorönn: 15 YD KFUM og KFUK í Innri Njarðvík Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir – Forstöðukona Blær Elíasson – Forstöðumaður Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir Þórunn Kolbrún Árnadóttir Þátttakendur á haustönn: 15 Þátttakendur á vorönn: 15 Leikjafjör KFUM Akureyri Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Ingimar Baddi Ingimarsson Eydal Pétur Benedikt Sigurðsson Sara Rut Jóhannsdóttir (haustönn) Guðlaugur Sveinn Hrafnsson (vorönn) Þátttakendur á haustönn: 38 Þátttakendur á vorönn: 35

Leikjafjör KFUK Akureyri Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Katrín Harðardóttir Brynhildur Bjarnadóttir Ragnheiður Harpa Arnardóttir Bára Dís Sigmarsdóttir Telma Guðmundsdóttir Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir Sara Rut Jóhannsdóttir (vorönn) Þátttakendur á haustönn: 40 Þátttakendur á vorönn: 28 UD-Glerá Unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK Akureyri Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Jón Ómar Gunnarsson Eydís Ösp Eyþórsdóttir Ingimar Baddi Ingimarsson Eydal Þátttakendur á haustönn: 15 Þátttakendur á vorönn: 15 UD KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Gísli Stefánsson – Forstöðumaður Arna Dís Halldórsdóttir Ásgeir Þór Þorvaldsson Bára Viðarsdóttir Díana Hallgrímsdóttir Inga Birna Sigursteinsdóttir Ísak Máni Jarlsson Þátttakendur á haustönn: 25 Þátttakendur á vorönn: 20 Leikjafjör KFUM og KFUK í Dalvíkurkirkju Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Oddur Bjarni Þorkelsson Þátttakendur á haustönn: 30 Þátttakendur á vorönn: 20 Leikjafjör KFUM og KFUK í Ólafsfjarðarkirkju Jóhann Þorsteinsson – Forstöðumaður Sigríður Munda Jónsdóttir Þátttakendur á haustönn: 20 Þátttakendur á vorönn: 20

13


Um 300 manns tóku þátt í kvöldvöku sumarbúða KFUM og KFUK, sem fram fór 19. ágúst 2016.

Frá samráðsfundi leiðtoga sem fram fór 30. ágúst 2016 á Holtavegi 28 áður en vetrarstarfið hófst.

Karnival yngri deilda Þann 28. janúar 2017 var í þriðja sinn haldið Karnival yngri deilda KFUM og KFUK og í annað sinn í Árbæjarskóla. Fjörið byrjaði stundvíslega klukkan 11 en þá hófst svokölluð upphafsstund til að hrista viðstadda saman og hita upp fyrir áframhaldandi fjör. Þátttakendum var skipt í hópa sem ferðuðust saman á 6 stöðvar en á hverri stöð kenndi ýmissa grasa. Stöðvarnar fólu í sér skemmtilega minute-to-win-it leiki, myndabás, tarzanleik, föndur og fleira skemmtilegt. Þegar allir hóparnir höfðu fengið að spreyta sig á öllum stöðvunum var boðið upp á pizzur og svala. Þá tók við bráðskemmtilegt atriði frá leiðtogum. Hátíðin endaði með heimsókn frá okkar einu sönnu Grétu Salóme fiðlusnillingi og Evróvisionfara.

Í ár var haldið óvænt náttfatapartý á mótinu sem heppnaðist einstaklega vel og voru krakkarnir ánægðir með það. Það sem stóð þó upp úr hjá flestum var hinn árlegi ratleikur um Vatnaskóg. Hann fór fram á laugardagsmorgni í glampandi sól og logni sem gerði stemminguna í leiknum stórbrotna. Vorferð yngri deilda 2017 verður farin 31. mars–1. apríl í Vatnaskóg. Undirbúningur gengur vel og er von á góðri þátttöku.

Vorferðir yngri deilda Vorferð yngri deilda vorið 2016 var dagana 8.–9. apríl. Í þessa ferð, þar sem gist var í Vatnaskogi eina nótt, voru allir krakkar úr yngri deildum KFUM og KFUK velkomnir. Yfirskrift ferðarinnar var vináttan. Þátttakendur voru um 100. Í þeim hópi voru krakkar og leiðtogar úr deildarstarfinu í Keflavík, Lindakirkju, Seljakirkju, Grindavík, Grensáskirkju, Digraneskirkju, Lindakirkju, Hveragerði, Fella- og Hólakirkju, Njarðvík og á Holtavegi.

Hvers virði er KFUM og KFUK mér? Fyrir mér er KFUM og KFUK ómetanlegur vettvangur barna, unglinga og fullorðinna þar sem tækifæri bjóðast til að þroska og næra anda, sál og líkama, þar sem leiðtogar vaxa úr grasi og fá að reyna hæfileika sína í uppbyggjandi umhverfi og þar sem vinasambönd verða til fyrir lífstíð. Ég hef fengið að reyna þetta sjálfur og upplifað hversu mikilvægur hinn kristilegi grunnur starfseminnar er sem opnar á ný sjónarhorn, hvetur áfram og þroskar manninn. Ég er afar þakklátur fyrir það starf sem unnið er á vegum KFUM og KFUK og sem ég hef fengið að njóta svo lengi.

14

Davíð Örn Sveinsbjörnsson

Á Norðurlandi var vorferð yngri deilda á Hólavatn 22.–23. apríl 2016 og fóru tæplega 30 krakkar í ferðina. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá var í boði. Unglingadeildin ásamt ungleiðtogum úr Klúbbnum fóru einnig í sólarhrings vorferð á Hólavatn og var það ekki síður skemmtileg ferð þar sem unglingarnir voru virkir í matseld og sáu um undirbúning kvöldvöku. Kvöldvaka sumarbúðanna Þann 19. ágúst 2016 var haldin Kvöldvaka sumarbúðanna í fyrsta sinn. Um var að ræða útikvöldvöku á lóðinni við félagsheimili KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Hugmyndin af þessum viðburði fæddist á viðburðarstjórnarnámskeiði KFUM og KFUK. Markmið kvöldvökunnar var að tengja saman sumarbúðirnar við vetrarstarf KFUM og KFUK. Kvöldvakan var sett upp líkt og í sumarbúðum með leikjum og leikritum þar sem foringjar úr sumarbúðunum voru með atriði. Á staðnum voru hoppukastalar, candý-floss, sjoppa og grillaðar pylsur. Um 300 manns, börn og fullorðnir tóku þátt. Kvöldvakan þótti heppnast vel í alla staði.

Viðburðir leiðtoga Skipulagssamverur leiðtoga Í upphafi hvers misseris hittast leiðtogar til að skipuleggja og undirbúa deildirnar sínar. Fyrsti fundur leiðtoga á hverju misseri kallast Kick off þar sem leiðtogar deila hugmyndum, fara yfir komandi viðburði og fá í hendurnar fræðsluefnið sem nota á. Fundurinn fór fram 30. ágúst 2016 á Holtavegi 28. Á þessum fundi fór fram kynning á viðburðum sem KFUM og KFUK ætlaði að standa fyrir að hausti. Einnig var stutt kynning á KFUM og KFUK og hverju við stöndum fyrir. Síðan unnu leiðtogar að hugmyndum um dagskrár og skipulögðu haustið. Í janúar voru síðan æskulýðsfulltrúar í sambandi við forstöðumenn deilda til að aðstoða við dagskrágerð og upplýstu um viðburði að vori sem KFUM og KFUK ætlaði að standa fyrir.


Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnti vinnu sína á aðalfundi félagsins 16. apríl 2016.

Mikil gleðil var á Karnivali yngri deilda sem fram fór 28. janúar 2017.

Keilumót leiðtoga KFUM og KFUK Haldið var keilumót leiðtoga KFUM og KFUK í byrjun nóvember. Það var fjölmennt og gaman að sjá hvað sífellt fleiri leiðtogar mæta á þessa viðburði. Mótið var haldið í Keiluhöllinni að lokinni keilu var haldið á Holtaveginn og þar sem boðið var upp á pizzuveislu. Þar fór fram árlegt pub-quiz mót leiðtoga. Það var mikill spenna í leiðtogahópnum hverjir myndu vera krýndir Master-Mind KFUM og KFUK árið 2016–2017. Það voru Ásta, Pétur, Ríkharður og Dagrún sem hlutu þann titill en Keilumeistarinn var Nanna Guðrún ungleiðtogi í Lindakirkju. Kvöldinu lauk svo á rólegum nótum með lestri úr Guðs orði og bæn.

starfsins og þátttakendum þess. Félagið skipuleggur markvissa þjálfun þar sem saman fara námskeið og þjálfun á vettvangi. Nánar má lesa um námskeið og þjálfun starfsfólks í kafla ársskýrslunnar um fræðslustarf.

Jólasamvera leiðtoga Um miðjan desember var leiðtogum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK boðið í jólasamveru leiðtoga í Reykjavík og á Akureyri. Tilgangurinn var að þakka sjálfboðaliðunum dýrmæta vinnu sína og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og ríki Jesú Krists. Skapast hefur sú hefð að bjóða til kvöldverðar og hafa vandaða dagskrá en á þessar samverur koma auk leiðtoganna æskulýsfulltrúar og stjórnarfólk. Þessir viðburðir eru mikilvægir til að auka samkennd og samstöðu í starfinu okkar og efla vináttu meðal leiðtoganna. Vorfagnaður leiðtoga 2016 Að venju var leiðtogum æskulýðsstarfsins boðið í vorfagnað og í þetta sinn var farið í Paintball, síðan var grillveisla á Holtavegi 28 og kvöldið endað á útileikjum og spilum þar sem veðrið lék við okkur. Þetta var skemmtilegur viðburður og þátttaka góð. Námskeið og þjálfun KFUM og KFUK leggur mikið upp úr menntun og þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða. Leiðtogi í æskulýðsstarfi ber mikla ábyrgð á gæðum

Fræðsluefni í æskulýðsstarfinu Fræðsluefni sumarbúða sumarið 2016 Á samráðsfundi vorið 2016 þar sem saman komu fulltrúar úr sumarbúðum félagsins ásamt æskulýðsfulltrúum var ákveðið að endurútgefa fræðsluefni frá því árið 2010 sem heitir Skoða þú verk Guðs og nota í sumarstarfinu sumarið 2016. Guðrún Hrönn Jónsdóttir, æskulýðsfulltrúi annaðist útgáfuna. Fræðsluefni fyrir haust 2016 Fræðsluefni KFUM og KFUK fyrir haustmisseri 2016 var að stærstum hluta til endurútgefið efni frá 2009 sem bar yfirskriftina Ævi Jesú en efnishöfundur þess var Henning Emil Magnússon. Alls voru nýttar 6 samverur úr því efni en til viðbótar voru 4 samverur sem Jóhann Þorsteinsson og Guðrún Hrönn Jónsdóttir settu saman. Yfirlestur á eldri samverum annaðist Pétur Ragnhildarson, leiðtogi og guðfræðinemi. Fræðsluefni fyrir vor 2017 Fræðsluefni KFUM og KFUK fyrir vormisseri 2017 var byggt upp á hugmyndum úr bókinni 144 Talks for Totally Awesome Kids eftir Chris Chesterson og David T. Ward. Efnisval og þýðing var í höndum Jóhanns Þorsteinssonar. Hugmyndabanki með leikjum og tillögum að fundarefni fylgdi með efninu.

15


3. Leikjanámskeið Leikjanámskeið KFUM og KFUK voru haldin á tveimur stöðum sumarið 2016, í Lindakirkju í Kópavogi og í Hátúni 36 í Reykjanesbæ. Markmið leikjanámskeiðanna er að bjóða börnum á aldrinum 6–9 ára upp á metnaðarfullt sumarstarf þar sem áhersla er lögð á aukinn þroska líkama, sálar og anda. Mikið er lagt upp úr því að mæta hverju barni á eigin forsendum svo það fái að njóta sín sem best. Á námskeiðunum er unnið með kristið siðferði í hugsunum, orðum og gjörðum og sérstök áhersla á vináttu, kærleika og virðingu. Börnin fá daglega kristilega fræðslu, syngja kristilega söngva, biðja bænir og taka þátt í leikjum og styttri ferðalögum. Í Lindakirkju í Kópavogi voru haldin fimm leikjanámskeið sumarið 2016. Námskeiðin voru frá kl. 9–16 en boðið var upp á gæslu frá kl. 8–9 og 16–17 gegn gjaldi. Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg en hefðbundinn dagur á leikjanámskeiðinu byrjar á leikjum og upphafsstund í Lindakirkju þar sem er sungið og hlýtt á hugleiðingar og dæmisögur úr Guðs orði. Eftir nestispásu um morguninn var jafnan farið í skemmtilegar ferðir á hina ýmsu staði og komið til baka um þrjú leytið. Á föstudögum var síðan góðri viku lokið með því að fara á sumarhátíð á Holtavegi 28, en þar var boðið uppá grillaðar pylsur, andlitsmálningu og hoppukastala. Á leikjanámskeiðunum starfaði forstöðukona, tveir starfsmenn eldri en 18 ára og tveir aðstoðarleiðtogar sem Vinnuskóli Kópavogs lagði til. Þátttakendur námskeiðanna voru 120 talsins og var biðlisti á öll námskeiðin. Leikjanámskeið Lindakirkju 2016 Fjöldi barna 1. Leikjanámskeið 8.–10. júní 20 2. Leikjanámskeið 13.–16. júní 25 3. Leikjanámskeið 20.–24. júní 24 4. Leikjanámskeið 27. júní–1. júlí 26 5. Leikjanámskeið 4.–8. júlí 25 16

Starfsfólk leikjanámskeiðanna sótti ýmis undirbúningsnámskeið áður en sumarstarfið hófst. Lesa má nánar um þau í kaflanum um fræðslustarf. Eftirfarandi störfuðu á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK í Lindakirkju sumarið 2016: Telma Ýr Birgisdóttir, Unnur Rún Sveinsdóttir, Markús Bjarnason, Kristín Sigrún Magnúsdóttir, Róbert Ingi Þorsteinsson og Sverrir Hákon Marteinsson. Í Reykjanesbæ voru haldin þrjú leikjanámskeið sumarið 2016. Námskeiðin voru frá kl. 9–16 en boðið var upp á gæslu frá kl. 8–9 og 16–17 gegn gjaldi. Leikjanámskeiðin gengu mjög vel og gaman að sjá að bæði leiðtogar og börn settu svip sinn á bæinn í byrjun sumars. Einnig var mikil almenn ánægja foreldra með námskeiðin og mörg barnanna að koma í annað og þriðja skipti. Starfsfólkið hélt úti virkri fésbókarsíðu á netinu svo foreldrar gátu fylgst vel með hvað var að gerast. Á leikjanámskeiðunum störfuðu tveir forstöðumenn og sex ungmenni. Þátttakendur á námskeiðunum voru samtals 57. Leikjanámskeið í Reykjanesbæ 2016 1. Leikjanámskeið 6.–10. júní 2. Leikjanámskeið 13.–16. júní 3. Leikjanámskeið 20.–24. júní

Fjöldi barna 18 20 19

Eftirtaldir störfuðu á Leikjanámskeiðum KFUM og KFUK í Reykjanesbæ sumarið 2016: Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir, Ragnar Birkir Bjarkason og Unnur Ýr Kristinsdóttir voru forstöðumenn. Auk þeirra störfuðu á námskeiðunum þau, Birta Rún Benediktsdóttir, Björn Kristinn Jóhannsson, Jón Kristján Harðarson, Ólafur Þór Gunnarsson, Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir og Vigdís Júlía Halldórsdóttir.


4. Fræðslustarf Fræðslustarf KFUM og KFUK miðar að því að undirbúa leiðtoga félagsins til að sinna starfi með börnum og unglingum á vettvangi deildastarfsins og sumarbúðanna. Fræðslustarfið byggir á fjórum þáttum sem leggja grunninn að hlutverki og markmiði félagsins og koma fram í nafni þess. Bókstafurinn K táknar að við erum kristilegt félag með það aðalmarkmið að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist. Þess vegna er einn af grunnþáttum fræðslustarfsins að fræða um líf og starf Jesú Krists, bænalíf og helgihald. Bókstafurinn F táknar að við leggjum áherslu á fræðslu um félagsstarf. Bókstafurinn U táknar að KFUM og KFUK er félag fyrir ungt fólk og leggur mikið upp úr því að leiðtogar í barna- og unglingastarfi séu búnir undir hlutverk sitt. Bókstafirnir M og K tákna að KFUM og KFUK er mannræktarhreyfing fyrir karla og konur á öllum aldri þar sem mannúðarog samfélagsmál eru í brennidepli. Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK Þjálfun leiðtoga í æskulýðsstarfi félagsins byggir á heildrænni sýn á einstaklinginn, fjölbreyttum kennsluháttum, þjálfun í samvinnu og samskiptum og eflingu sjálfsmyndar og sjálfstrausts hjá þátttakendum. Þessi heildræna nálgun er í anda grunngilda KFUM og KFUK sem eru að hlúa að velferð einstaklinga, líkama, sál og anda. Leiðtogaþjálfun félagsins fer fram með tvenns konar hætti. Annars vegar á svokölluðum leiðtogahelgum og hins vegar á nokkrum

kvöldnámskeiðum. Lögð var áhersla á að kynna félagið, markmið þess og tilgang, uppbyggingu og starfsaðferðir. Samstarf um fræðslumál 2016–2017 KFUM og KFUK á í umfangsmiklu samstarfi um fræðslumál við Bandalag íslenskra skáta (BÍS), Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Landsbjörgu í gegnum Æskulýðsvettvanginn (ÆV). Á starfsárinu var námskeiðið Verndum þau haldið níu sinnum, þar af eitt í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Verndum þau fjallar um hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Þá bauð ÆV upp á námskeið um Litla-Kompás, sem er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn og sá Jóhann Þorsteinsson starfsmaður KFUM og KFUK um kennsluna á því námskeiði.

Námskeið á starfsárinu 2016–2017 Námskeið fyrir starfsfólk í sumarstarfi Starfsmannanámskeið sumarbúðanna vorið 2016 var haldið í Vatnaskógi dagana 31. maí–1. júní. Skipulögð voru bæði erindi og verklegar æfingar sem snerta sumarbúðastarfið. Fyrirferðamest var fræðsla í skyndihjálp og brunavörnum en sá hluti námskeiðsins var í höndum þeirra Jóns Péturssonar og Kristjáns Sigfússonar. Þá var vandlega fjallað um ábyrgð

17


Þátttakendur á leiðtoganámskeiði í Vindáshlíð sem fram fór í Vindáshlíð 30.–31. september 2016.

sumum fræðslusamverum skipt upp í A, B og C hluta, sem helgast af því hvort þátttakendur væru að mæta í fyrsta, annað eða þriðja skipti á 24 stundir. A-hópurinn fékk fræðslu um leiki og leikjastjórnun, siðareglur og heilræði um félagið KFUM og KFUK, hvað það stendur fyrir og hvað er boðað í félaginu. B- og C-hópurinn fræddist saman um kvenn- og karlhetjur í Biblíunni og fóru í kompásleik. Í fyrsta skipt var svokallað TEDtalk þar sem ungleiðtogar fengu tækifæri að tala í 10 mínútur og síðan svara spurningum úr sal. Ungleiðtogar fengu frjálsar hendur um hvað þau vildu tala. Miklar umræður áttu sér stað og einnig var gaman að sjá hversu magnað unga fólkið okkar er. Á laugardeginum var síðan hópurinn sem fór til Michelstad í Þýskalandi á leiðtoganámskeið með leikjafjör í íþróttahúsinu þar sem þau kynntu og kenndu leiki. Hluti af námskeiðinu voru stuttir ígrundunarfundir bæði með félögum og einnig í hópum þar sem horft var til baka og spurt hvað lærði ég af þessu og hvað getum við gert betur. Þóttu þeir mjög vel heppnaðir og verður ígrundun af þessu tagi þróuð áfram sem hluti af leiðtogafræðslunni. Seinna leiðtoganámskeiðið 24 stundir fór fram í Vatnaskógi helgina 20.–22. janúar 2017 og var að þessu sinni frá föstudegi til sunnudags. 27 ungleiðtogar sóttu námskeiðið. Kennsla á námskeiðinu var í höndum æskulýðsfulltrúa félagsins. Auk fastra dagskráliða fengu þátttakendur þjálfun í að halda stutt erindi og stýra umræðum í kjölfarið. Erindi þeirra fjölluðu t.d. um umhverfismál og matarsoun, skilgreiningar á hvað sé normal og hvers virði það er að taka þátt í félagsstarfi. Þá fór fram þjálfun í undirbúningi og stjórnun kvöldvöku með börnum sem svo var haldin um kvöldið.

Lagt á ráðin á leiðtoganámskeiði í Vindáshlíð.

og skyldur starfsfólks, hreinlæti, hvernig bregðast má við heimþrá, verkferla í barnaverndarmálum, hvaða hugarfar við temjum okkur í starfi með börnum, öryggismál og síðast en ekki síst um það hver við erum í KFUM og KFUK og hvað við boðum í starfi okkar með börnum og unglingum. Starfsmannanámskeið sumarbúðanna er mikilvægur þáttur í viðleitni félagsins til að tryggja gæði starfsins og stuðla að auknu öryggi og vellíðan þeirra barna sem taka þátt í sumarstarfi félagsins. Umsjón með námskeiðinu höfðu Ársæll Aðalbergsson, Jóhann Þorsteinsson, Arnar Ragnarsson, Tómas Torfason, Hjördís Rós Jónsdóttir og Guðni Már Harðarson. Global Leadership Summit Global Leadership Summit (GLS) er alþjóðleg ráðstefna sem haldin er í Bandaríkjunum árlega í ágústmánuði og eru fyrirlestrarnir teknir upp og sýndir víða um veröld um haustið. Markmið ráðstefnunnar er að veita leiðtogum í kristilegu starfi innblástur og nýjar hugmyndir til uppbyggingar og vaxtar. Að þessu sinnir var ráðstefnan haldin í Háskólabíói 4.–5. nóvember 2016 og flestir starfsmenn KFUM og KFUK á Íslandi ásamt nokkrum stjórnamönnum tóku þátt. 24 stundir – leiðtoganámskeið Fyrra leiðtoganámskeiðið 24 STUNDIR fór fram í Vindáshlíð 30.–31. september 2016 og voru leiðbeinendur Arnar Ragnarsson, Jóhann Þorsteinsson og Unnur Ýr Kristinsdóttir. Rétt um 40 leiðtogar á aldrinum 15–17 ára úr deildastarfi KFUM og KFUK sóttu námskeiðið sem tókst mjög vel. Sumir þátttakendur voru að koma á sitt fyrsta leiðtoganámskeið á meðan aðrir höfðu sótt slík námskeið um nokkurra ára skeið. Var 18

Viðburðastjórnunarnámskeið KFUM og KFUK Í september 2016 var haldið viðburðastjórnunarnámskeið með svipuðu sniði og árið áður. Námskeiðið var í boði fyrir ungleiðtoga KFUM og KFUK. Á námskeiðinu fengu þátttakendur kennslu og þjálfun í hvernig stýra megi viðburðum með markvissum og árangursríkum hætti. Umsjón með námskeiðinu hafði Unnur Ýr Kristinsdóttir æskulýðsfulltrúi en með henni unnu Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir og Þröstur Árni Gunnarsson, fjármálastjóri KFUM og KFUK, Á námskeiðinu var farið yfir helstu þætti viðburðarstjórnunar, fjárhagsáætlunargerð og styrkumsóknir, hvernig standa eigi að kynningarmálum og samskiptum við fjölmiðla. Eftir kynningu á þessum þáttum fengu þátttakendur að spreyta sig á raunverulegu verkefni. Hópurinn tók að sé skipulag Æskulýðsmótsins Friðriks, sameiginlegt mót allra unglingadeilda KFUM og KFUK. Í mótsnefnd voru ungmenni sem tóku þátt í fyrsta sinn á námskeiðinu. Mótsnefndin sá alfarið um undirbúning mótsins, kynningu þess, mótun dagskrár og annað sem sinna þurfti til að vel tækist til. Mótsnefndin stýrði svo mótinu með sóma og sá til þess að um 140 þátttakendur og leiðtogar fóru glaðir heim eftir frábæra upplifun í Vatnaskógi. Nánar má lesa um Æskulýðsmótið Friðrik í kaflanum um æskulýðsstarf.


5. Fjölskyldu- og fullorðinsstarf Fjölskyldu- og fullorðinsstarf á vegum KFUM og KFUK á Íslandi er mikilvægur þáttur í starfi félagsins sem safnar saman fólki á öllum aldri. Þar er áhersla lögð á að styrkja tengsl fjölskyldna og samfélag félagsfólks með margvíslegum hætti. Leitast er við að bjóða upp á uppbyggilega dagskrá og samverustundir þar sem allir aldurshópar njóta sín. Fjölskyldustarf í sumarbúðum KFUM og KFUK Stærstur hluti starfsemi sumarbúða KFUM og KFUK fer fram í dvalarflokkum fyrir börn og unglinga á sumrin en að hausti og vori er einnig boðið upp á styttri flokka fyrir fjölskyldufólk og fullorðna. Á liðnu starfsári voru haldnir feðgaflokkar, feðginaflokkur, mæðgnaflokkur, fjölskylduflokkar, Heilsudagar karla og kvennaflokkur auk fjölskylduhátíðarinnar Sæludaga í Vatnaskógi. Fjölskyldutilboð sumarbúðanna fóru fram í Vatnaskógi, Vindáshlíð og Ölveri. Hér fyrir neðan má sjá þátttökutölur: Feðgaflokkur Vatnaskógi 2016..................... Fjölskylduflokkar Vatnaskógi vor 2017......... Heilsudagar karla Vatnaskógi 2016.............. Mæðgnaflokkur Vindáshlíð 2016.................. Kvennaflokkur Vindáshlíð 2016.................... Krílaflokkur Ölveri 2016................................ Sæludagar Vatnaskógi.................................

79 68 39 61 47 37 900

Sæludagar í Vatnaskógi Skógarmenn stóðu fyrir Sæludögum, vímulausri hátíð fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina 2016. Um 900 manns heimsóttu Vatnaskóg þessa helgi. Markmiðið með dagskrá hátíðarinnar var að höfða til sem flestra aldurshópa. Fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða sem kom að hátíðinni hljóp á tugum. Af stökum viðburðum í starfi KFUM og KFUK teljast Sæludagar í Vatnaskógi til þeirra umfangsmestu. Nánar er fjallað um Sæludaga í kaflanum um starfið í Vatnaskógi.

Fullorðinsstarf karla og kvenna að vetri Fullorðinsstarf í Reykjavík Yfir vetrarmánuðina eru haldnir vikulegir fundir í fullorðinsstarfi hjá aðaldeildum félagsins, AD KFUM og AD KFUK, í húsi félagsins við Holtaveg. Áralöng hefð er fyrir þessum fundum og form þeirra er nokkuð fastmótað. Umfjöllunarefni fundanna er þó fjölbreytt og margt spennandi sem ber á góma. Á fundina koma ýmsir gestir sem upplýsa og fræða félaga um áhugaverð málefni. Aðaldeild KFUK heldur fundi á þriðjudögum. Dagskráin í vetur hófst með árlegri ferð í Vindáshlíð. Nokkrir fundir hafa verið sameiginlegir með

19


Aðaldeildir KFUM og KFUK stóðu fyrir kvöldferð í Viðey 26. apríl 2016. Sr. Þórir Stephensen fyrrum staðarhaldari í eyjunni leiðsagði og kvöldverður var snæddur í Viðeyjarstofu.

20


AD KFUM. Í vetur hafa að meðaltali 20–25 konur sótt fundina. Skipulag fundanna starfsárið 2016–2017 var í höndum Kristínar Sverrisdóttur. Aðaldeild KFUM heldur fundi á fimmtudögum. Á bilinu 40–60 karlar sækja fundina. Skipulag fundanna veturinn 2016–2017 var í höndum Árna Sigurðssonar, Ársæls Aðalbergssonar, Gunnars Jóhannesar Gunnarssonar, Inga Boga Bogasonar og Ólafs Sverrissonar. Sameiginleg verkefni aðaldeildanna Sameiginleg verkefni aðaldeildanna voru þrjú á haustmisseri. Sameiginlegur fundur um Danmerkurferð Karlakórs KFUM var haldinn 13. október. Þann 10. nóvember var sameiginleg heimsókn í Skátamiðstöðina Hraunbæ, þar sem Fríður Finna Sigurðardóttir aðstoðarskátahöfðingi greindi frá starfi Skátahreyfingarinnar á Íslandi. Þá var aðventufundurinn 8. desember sameiginlegur að vanda. Að vori voru tveir sameiginlegir fundir, auk Hátíðar- og inntökufundar félagsins. Þá er fyrirhuguð vorferð í lok apríl einnig sameiginlegt verkefni beggja deilda. Fullorðinsstarf á Akureyri KFUM og KFUK á Akureyri bauð á starfsárinu upp á nokkrar samkomur og voru tvær þeirra haldnar í samstarfi við Kristniboðsfélag Akureyrar. Þá var fjölmenn fjölskyldusamvera á fyrsta sunnudegi í aðventu en hana sóttu börn úr deildarstarfi félagsins ásamt foreldrum og systkinum. Þá eru haldnar bænastundir mánaðarlega, fyrsta fimmtudag í mánuði yfir vetrartímann og er það afar dýrmætt að koma saman til að þakka fyrir blessun Drottins og leggja starfið í hans hendur. Ljósbrot, sönghópur KFUK Fjölgað hefur í sönghópnum Ljósbort, sem stofnaður var árið 2015, sem telur nú rúmlega 20 konur. Þær hafa sungið á ýmsum viðburðum t.d. aðventufundi KFUM og KFUK, á samkomu hjá Kristniboðssambandinu, hjá Kvennakirkjunni og á alþjóða bænadegi kvenna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir er kórstjóri. Á starfsárinu gekk Bjarni Gunnarsson til liðs við hópinn sem undirleikari. Ljósbrot æfir einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 17–18 að Holtavegi 28. Sr. Friðrikshlaupið Miðvikudaginn 25. maí 2016 var sr. Friðrikshlaupið haldið í þriðja sinn. Hlaupið er haldið á þessum degi í tilefni af fæðingardegi séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda félagsins, sem fæddist 1868. Hlaupaleiðin er frá félagshúsinu á Holtavegi 28 í Reykjavík og er fimm kílómetra löng með tímatöku. Samtals 107 hlauparar á öllum aldri voru skráðir til leiks, en það er lítilleg aukning frá árinu á undan. Yfir 30 sjálfboðaliðar koma að hlaupinu. Undirbúningur og framkvæmd hlaupsins var í höndum Önnu Elísu Gunnarsdóttir, Örnu Auðunsdóttur, Báru Sigurjónsdottur, Berglindar Óskar Einarsdóttur og Jessicu Leigh Andrésdóttur. Friðrikskapella á Hlíðarenda Bænasamverur voru haldnar í hádeginu á mánudögum yfir vetrartímann í Friðrikskapellu við Hlíðarenda í Reykjavík. Hver stund felur í sér altarisgöngu og bænastund og er í umsjá presta höfuðborgarsvæðisins. Friðrikskapella er í eigu KFUM og KFUK á Íslandi, Karlakórsins Fóstbræðra, íþróttafélagsins Vals og Skátasambands Reykjavíkur. Kapellan var vígð 25. maí 1993 og er minnisvarði um sr. Friðrik

Hvers virði er KFUM og KFUK mér? KFUM og KFUK er mér mjög mikils virði. Ég ólst upp innan félagsins og hefur það því verið hluti af mínu lífi alla ævi. Þar hef ég eignast mína bestu vini og á óteljandi góðar minningar. Ég hef séð starf félagsins frá ýmsum sjónarhornum og tekið þátt sem sjálfboðaliði, leiðtogi, þátttakandi og fleira. Í mínum huga er enginn vafi á því að starf KFUM og KFUK er frábær leið til þess að miðla boðskap Jesú til barna og unglinga. Þau gildi sem KFUM og KFUK standa fyrir hafa mótað mig og mína lífssýn. Það er mín von að sem flestir mættu kynnast starfi KFUM og KFUK og vaxa og þroskast innan þess. Pétur Ragnhildarson

Friðriksson stofnanda KFUM og KFUK. Stjórn Friðrikskapellu skipuðu þau Kári Geirlaugsson (KFUM og KFUK) formaður, Ásbjörn Vilhljámsson (Karlakórinn Fóstbræður), Þórarinn G. Valgeirsson (Valur), Ingi Rafn Ólafsson (Skátasamband Reykjavíkur) og séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir (Biskupsstofa). Hátíðar- og inntökufundur Á hverju ári eru nýir félagar í KFUM og KFUK boðnir velkomnir í félagið á sérstökum hátíðar- og inntökufundi sem að þessu sinni fór fram 7. febrúar 2017 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Á þessu starfsári gengu 42 nýir félagar til liðs við félagið. Dagskrá fundarins var í senn hátíðleg og skemmtileg, undir öruggri fundarstjórn Önnu Magnúsdóttur. Hin 17 ára gamla Jóna Alla Axelsdóttir söng fyrir gesti. Undirleik annaðist Bjarni Gunnarsson. Upphafsorð og bæn voru í höndum Helga Gíslasonar. Hugvekju flutti sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson. Auður Pálsdóttir formaður og Gísli Davíð Karlsson varaformaður buðu nýja félaga velkomna með hefðbundnum og hátíðlegum hætti. Hátíðarfundurinn var að vanda veislufundur með veglegum kvöldverði. Umsjón með fundinum var alfarið í höndum stjórnar félagsins. Þakklæti til sjálfboðaliða Ábyrgð og umsjón viðburða í fjölskyldu- og fullorðinsstarfi KFUM og KFUK er samþætt vinna sjálfboðaliða og starfsmanna KFUM og KFUK á Íslandi. Flestir viðburðir fullorðinsstarfsins hafa orðið að veruleika fyrir tilstilli frumkvæðis og vinnu sjálfboðaliða úr röðum félagsfólks. KFUM og KFUK á Íslandi færir þeim kærar þakkir fyrir óeigingjarnt og alúðlegt starf í þágu félagsins og ómetanlegt framlag til þess.

21


5.1 Basar KFUK Á fyrsta ársfundi verkefnisins þann 15. mars 2016 var verkefnið Basar KFUK formlega stofnað. Til stjórnarsetu buðu sig fram Anna Elísa Gunnarsdóttir og Bára Sigurjónsdóttir til tveggja ára, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir og María Sighvatsdóttir til eins árs. Önnur framboð komu ekki fram og því sjálfkjörið í stjórnina. Markmið verkefnisins felst í fjáröflun sjálfboðaliða og snýst um árlegan jólabasar sem haldinn er laugardag fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Hlutverk stjórnarinnar er að koma að undirbúningi og framkvæmd Basars KFUK. Stjórnarkonur skiptu með sér verkum og tók Bára að sér formennsku, Anna Elísa er gjaldkeri, Hildur Þóra ritari og María meðstjórnandi. Við undirbúning basars ársins ákvað stjórnin að styðjast áfram við hefðbundið verkefnayfirlit frá fyrri basarnefndum, þar sem þar er að finna nákvæma lýsingu á þeim verkefnum sem þarf að leysa til undirbúnings basars hvers árs. Basar KFUK fór fram laugardaginn 26. nóvember 2016.

Í samræmi við starfsskrá verkefnisins Basar KFUK kallaði stjórnin saman hóp kvenna um miðjan september til að undirbúa basarinn sem halda skyldi laugardaginn 26. nóvember. Þetta voru þær Aðalheiður Sighvatsdóttir, Betsy Halldórsson, Gunnlaug Sverrisdóttir, Kristín Sverrisdóttir, María Jónsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Steinunn Jónsdóttir. Á fundinum skipti hópurinn verkefnum á milli sín og ákveðið var hvaða verkefni fela ætti skrifstofu KFUM og KFUK. Hópurinn lagði áherslu á að fá sem mest af fjölbreyttu, vönduðu bakkelsi á basarinn. Áherslan var á smekklegar umbúðir með innihaldslýsingum. Stjórnin og basarnefndin skipti með sér verkum að tala við sinn nærhóp, auk þess sem settar voru inn upplýsingar um basarinn á opna facebook síðu Basar KFUK og viðburðurinn Basar KFUK stofnaður á Facebook. Stjórn Basars KFUK tók að sér umsjón með AD KFUK fundi þann 25. október. Yfirskrift fundarins var Margar hendur vinna létt verk og var ætlunin að þetta væri einskonar vinnufundur fyrir basarinn. Því miður var þessi fundur ekki vel sóttur, en engu að síður áttu þær konur sem komu gott samfélag saman. Bakland Basars KFUK er hópur kvenna undir stjórn Helgu Friðriksdóttur sem hittist árið um kring og leggur til basarsins meginþorra af þeim handunnu jólavörum sem seldar eru á basarnum. Þessum hópi ber að þakka sérstaklega fyrir sitt framlag og trúfesti við verkefnið í gegnum árin. Arna Auðunsdóttir gaf vinnu sína við hönnun auglýsingaplakats sem varð merki basarsins. Kjartan Birgisson hjá Selecta lánaði súkkulaðivél og gaf súkkulaðiduft svo hægt væri að bjóða upp á heitt súkkulaði í vöfflukaffinu. Gunnar Rafn Heiðarsson, eigandi veitingastaðarins Kol á Skólavörðustíg gaf sjálfboðaliðunum sem tóku þátt í uppsetningu basarsins súpu til að snæða á föstudagskvöldinu. Bylgju Dís Gunnarsdóttir á skrifstofu KFUM og KFUK eru einnig færðar hjartanlegar þakkir fyrir alla aðstoð og greiðasemi til að gera verkefnið Basar KFUK framkvæmanlegt árið 2016. Öðrum sem lögðu hönd á plóg eru einnig færðar þakkir.

22

Auk stjórnar Basars KFUK og basarnefndarinnar tók fjöldi sjálfboðaliða beinan þátt, bæði í undirbúningi, framkvæmd og frágangi eftir basarinn. Í samræmi við samþykktir verkefnisins renna 10% af innkomu basarins í Kærleikssjóð félagsins sem hefur það hlutverk að gleðja veika og/ eða aldraða félagsmenn. Stjórn verkefnisins Basar KFUK leggur til að það sem eftir stendur af afrakstri dagsins verði notað í framkvæmdir við húsnæði þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Það er mat stjórnar verkefnisins að Basar KFUK 2016 hafi heppnast vel.


Karlakór KFUM í Pálskirkju í Kaupmannahöfn.

5.2 Karlakór KFUM Æfingar á nýju ári hófust 25. janúar 2016. Í janúar voru jólalögin tekin upp undir stjórn Þorvaldar Sigurðarsonar. Kórinn þakkar Þorvaldi fyrir þessar upptökur. Þann 1. mars var sungið á kristniboðsviku SÍK. Aðalfundur kórsins var síðan haldinn 4. apríl og lét Ragnar Baldurson af störfum sem formaður og Ingi Bogi Bogason tók við. Stjórnin var að öðru leyti óbreytt. Kórfélagar þakka Ragnari fyrir vel unnin störf. Sumartónleikar voru síðan haldnir á uppstigningardag þriðjudaginn 5. maí. Karlakór KFUM lagði í söngferð til Danmerku 13.–16. maí. Alls fóru um 80 manns, kórfélagar ásamt mökum, sem og fleira fólk úr félaginu. Tilgangur ferðarinnar var að fara á slóðir séra Friðriks Friðrikssonar, að syngja fyrir íslenska söfnuðinn í Kaupmannahöfn og að heiðra sr. Felix Ólafsson, fyrsta íslenska kristniboðann í Konsó. Fyrsta daginn voru tónleikar haldnir í Páls kirkju og hafði sr. Ágúst Einarsson, prestur Íslendinga í Svíþjóð og Danmörku, veg og vanda af undirbúningi þeirra. Tónleikarnir voru allvel sóttir og gerður góður rómur að söng kórsins. Næsta dag, laugardag, var haldið til Hillerød en þar býr Felix Ólafsson. Á leiðinni var stansað í Jaegerspris sem voru sumarbúðir KFUM á tímum sr. Friðriks. Þar gefur m.a. að líta byggingu sem er fyrirmynd Gamla skála í Vatnaskógi. Sungið var í Hillerød kirkju og var hún sneisafull. Þar var mætt fjölskylda Felixar; börn og barnabörn. Sr. Ólafur Jóhannsson flutti fróðlegt yfirlit um boðunarstörf hans og kórinn söng við góðar undirtektir. Um

kvöldið var hátíðarkvöldverður kórs og Felixar í veitingahúsi í Helsingör. Á sunnudeginum var gengið um slóðir sr. Friðriks í Kaupmannahöfn, undir leiðsögn Þórarins Björnssonar. Stórfróðleg ferð. Síðasta daginn var svo Jónshús heimsótt og sungið í fermingarmessu Íslendinga í Páls kirkju. Þar með lauk fróðlegri og ánægjulegri ferð og um leið vetrarstarfi kórsins. Kórfélagar voru mjög ánægðir með Danmerkurferðina og þakka undirbúningnefndinni sem skipuð var Þórarni Björnssyni, Inga Boga Bogasyni og Gunnari J. Gunnarssyni fyrir vel unnin störf. Starf kórins hófst eftir sumarfrí haustið 2016 með því að kórinn söng á fjáröflunarsamkomu SÍK 11. september. Æfingar kórsins hófust síðan formlega 19. september. Kórinn söng 13. október á sameiginlegum fundi AD félaganna þar sem fjallað var um ferð kórsins til Danmerkur. 16. október söng kórinn í KFUM messu í Seljakirkju og dagana 28.–29. október voru æfingabúðir í Vatnaskógi. Á aðventunni söng kórinn 7. desember í Friðrikskapellu. Árlegir jólatónleikar voru síðan haldnir 15. desember og voru þeir vel sóttir. Þann 18. desember söng kórinn í messu í Dómkirkjunni. Auk þessa var sungið í messum og jarðaförum. Kórfélagar eru nú um 36 og stjórnandi kórsins er sem fyrr Laufey G. Geirlausdóttir og meðleikari er Ásta Haraldsdóttir. Kórfélagar þakka þeim báðum fyrir trausta og faglega stjórn.

23


6. Alþjóðastarf Alþjóðastarf er stór hluti af starfsemi KFUM og KFUK á Íslandi. Unnið er í samstarfi við önnur KFUM og KFUK félög, bæði í Evrópu og á heimsvísu, ásamt sérstöku norrænu samstarfi. Þar að auki tekur félagið þátt í ýmsum æskulýðs- og leiðtogaverkefnum sem tengjast öðrum félagasamtökum. Það alþjóðastarf sem KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í er því fjölbreytt og á sér stað bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Samtals 31 fulltrúar félagsins tóku þátt í ráðstefnum, námskeiðum eða verkefnum sem tengdust alþjóðastarfi KFUM og KFUK á starfsárinu. Atburðirnir voru í langflestum tilfellum fjármagnaðir með utanaðkomandi styrkjum eða eigin framlagi þátttakenda. Einstaka ferðir í ár voru styrktar af KFUM og KFUK á Íslandi, þá sem hluti af leiðtogaþjálfun og eflingu æskulýðsstarfsins samkvæmt fjárhagsáætlun. Alþjóðaráð nýtir samfélagsmiðla fyrir alþjóðlegt starf félagsins, en ráðið heldur utan um Facebook-hóp og blogg. Í Facebook-hópnum eru tilboð og atburðir auglýstir, ásamt því að þar eru settar inn fréttir sem tengjast starfinu. Alþjóðaráð KFUM og KFUK hefur umsjón með alþjóðastarfi félagsins og er unnið í sjálfboðastarfi. Sem fyrr er alþjóðaráð skipað af stjórn félagsins og á hún þar einn fulltrúa, sem jafnframt er formaður ráðsins. Á þessu starfsári urðu þónokkrar breytingar innan ráðsins. Lella Erludóttir gaf ekki

24

kost á sér til áframhaldandi setu í ráðinu og þakkar KFUM og KFUK á Íslandi henni fyrir vel unnin störf í þágu alþjóðastarfs félagsins. Jóhann Þorsteinsson tók að starfa með ráðinu á haustdögum. Starfsárið 2016– 2017 sátu því eftirfarandi einstaklingar í alþjóðaráði: Sólveig Reynisdóttir, fulltrúi stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi og formaður, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Dagrún Linda Barkardóttir, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Jóhann Þorsteinsson og Tinna Rós Steinsdóttir. Haldnir hafa verið átta fundir á tímabilinu. Norrænt samstarf KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í samstarfi við norræn systurfélög sín. Norrænn formanna- og framkvæmdastjórafundur Dagana 27.–28. janúar 2017 var haldinn árlegur samstarfsfundur formanna og framkvæmdastjóra KFUM og KFUK á Norðurlöndunum í Stokkhólmi. Fundurinn gaf formönnunum og framkvæmdastjórunum tækifæri til að kynnast og læra hver af öðrum. Umræðuefni fundarins var m.a. um norrænt samstarf í alþjóðlegu samhengi og stefnumótun KFUM og KFUK félaganna á Norðurlöndum. Fundurinn var vel heppnaður og voru fundarmenn sammála mikilvægi þess að formenn og framkvæmdastjórar KFUM og KFUK á Norðurlöndum eigi gott samstarf. Tómas Torfason og Auður Pálsdóttir sátu fundinn fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi.


Norrænt mót Norrænt mót KFUM og KFUK verður haldið 13.–18. júlí 2017 í Vestmannaeyjum, skipulagt af NCYC; Nordic children and youth commitee. Í Vestmannaeyjum koma saman þátttakendur á aldrinum 12–17 ára undir yfirskriftinni Feel the nature. Undirbúningur mótsins er í fullum gangi og hittist nefndin m.a. á mótsstað 22.–24. september 2016. Fulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi í NCYC nefndinni eru þeir Gísli Stefánsson og Jóhann Þorsteinsson. Jafnframt var sett á skipulagsnefnd innan KFUM og KFUK á Íslandi en í henni sitja, auk Gísla og Jóhanns, Arnar Ragnarsson, Sólveig Reynisdóttir og Þröstur Árni Gunnarsson. Norræn leiðtogaþjálfun Hópur leiðtoga á aldrinum 20–30 ára hittust á norrænum fundi í janúar 2016 til að undirbúa leiðtogaþjálfun sem fer fram á norrænu móti KFUM og KFUK í júlí 2017 í Vestmannaeyjum. Annar fundur þessara leiðtoga var í Vestmannaeyjum 22.–24. september 2016. Verkefnið er styrkt af NORDBUK styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Verkefnið snýst um að þjálfa leiðtoga í leiðsögn við ungleiðtoga. Samstarfið gerir leiðtogunum kleift að skiptast á skoðunum og reynslu um leiðtogaþjálfun innan félaganna ásamt því að greina áskoranir og koma auga á þætti sem vantar í þjálfunina á hverjum stað fyrir sig. Verkefnið er styrkt af NORDBUK styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Sex Íslendingar tóku þátt í þjálfuninni; þau Arnar Ragnarsson, Ásgeir Þór Þorvaldsson, Ásta Guðrún Guðmundsson, Gísli Stefánsson, Ísak Máni Jarlsson og Pétur Ragnhildarson. KFUM í Evrópu KFUM og KFUK á Íslandi er fullgildur aðili að KFUM í Evrópu, samtökum KFUM félaga í Evrópu. Félagið tekur virkan þátt í starfi samtakanna á fjölbreyttan hátt, meðal annars með því að sækja ráðstefnur, námskeið og aðalfundi. Aðalfundur KFUM í Evrópu 2016 Aðalfundur KFUM í Evrópu var haldinn í Madrid, höfuðborg Spánar, dagana 5.–8. maí 2016. Þar komu saman yfir 130 fulltrúar frá hinum ýmsu KFUM félögum sem eiga aðild að KFUM í Evrópu, undir yfirskrifinni The possible dream - making dreams possible. Fulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi á fundinum voru Birgir U. Ásgeirsson, Páll Ágúst Þórarinsson, Tinna Rós Steinsdóttir og Unnur Ýr Kristinsdóttir. YES-námskeið Ungmennaráð KFUM í Evrópu, YES, stuðlar að valdeflingu ungs fólks innan KFUM í Evrópu með leiðtogaþjálfun og fleiru. Tinna Rós Steinsdóttir hefur setið í stjórn YES, sem m.a. skipulagði þetta námskeið sem haldið er í tengslum við aðalfund KFUM í Evrópu. Á síðasta starfsári var þetta námskeið haldið dagana 2.–8. maí 2016. KFUM og KFUK á Íslandi átti þar tvo fulltrúa, þau Pál Ágúst Þórarinsson og Unni Ýr Kristinsdóttur. Leiðtogaþjálfun í Michelstadt Dagana 24.–31. júlí 2016 sóttu átta ungleiðtogar frá Akureyri, evrópskar leiðtogaþjálfunarbúðir til Michelstadts í Þýskalandi. Fararstjórar voru þau Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Reynisdóttir. Um áttatíu leiðtogar KFUM og KFUK, frá níu Evrópulöndum, tóku þátt í leiðtogaþjálfuninni. Yfirskrift leiðtogaþjálfunarinnar var YMCA youth work in Europe - Make diversity happen. Dagskrá vikunnar var fjölbreytt. Þar var meðal annars boðið upp á trjáhýsagerð, leiki, íþróttir og fræðslu um mannréttindin,

Framkvæmdastjórar KFUM og KFUK á Norðurlöndunum. Frá vinstri: Juha Virtanen (Finnlandi), Pirjo-Liisa Penttinen (Finnlandi), Alexander Clemensson (staðgengill Karin Olsson frá Svíþjóð), Jørgen Kvist Jensen (Danmörk), Tómas Torfason (Íslandi) og Øystein Magelssen (Noregi).

hópstjórnun og sjálfsþekkingu. Íslenski hópurinn samanstóð af þeim Báru Dís Sigmarsdóttur, Guðlaugu Sigríði Hrafnsdóttur, Guðlaugi Sveini Hrafnssyni, Ídu Hlín Steinþórsdóttur, Margréti Ídu Ólafsdóttur, Pétri Benedikt Sigurðssyni, Söru Rut Jóhannsdóttur og Telmu Guðmundsdóttur. Framkvæmdastjórafundur í Portúgal Frá árinu 2012 hefur verið haldinn sérstakur framkvæmdastjórafundur þeirra KFUM og KFUK félaga sem eiga aðild að KFUM í Evrópu. Í ár var fundurinn haldinn í Setubal í Portúgal, dagana 3.–5. október 2016, og mætti Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK  á Íslandi, á fundinn. Á fundinum voru málefni KFUM í Evrópu rædd en í ár var sérstök áhersla lögð á stefnu og stefnumótun KFUM í Evrópu fyrir árin 2016– 2020. Á fundinum fengu fundarmenn kynningu og upplýsingar um stöðu félaganna í hverju Evrópulandi fyrir sig. Framkvæmdastjórar KFUM og KFUK á Norðurlöndunum nýttu þá einnig tækifærið og héldu fund um málefni félaganna á Norðurlöndum. Heimssamband KFUM Félagið tók þátt í leiðtogaþjálfunarverkefni sem kallast Change agent á vegum heimssambands KFUM á starfsárinu. Breytingafulltrúi (Change Agent) Ísak Henningsson hefur lokið þjálfun sinni sem breytingarfulltrúi en hann var valinn af stjórn KFUM og KFUK á vormánuðum 2015. Á þessu tímabili hefur hann tekið þátt í leiðtogaþjálfun heimssambandsins. Þjálfunin fólst m.a. í þátttöku í verkefnum og umræðum með öðrum breytingafulltrúum og unnið að því að þróa og hrinda af stað eigin verkefni í KFUM og KFUK á Íslandi. Heimaverkefni breytingafulltrúa Hluti af starfi breytingafulltrúa er að þróa verkefni innan sinna KFUM og KFUK félaga. Verkefnið á að vera valdeflandi fyrir ungt fólk sem og að efla félögin á heimavelli. Ísak Henningsson hefur þróað hugmynd að verkefni fyrir KFUM og KFUK á Íslandi. Verkefnið hans snýst um að sumarbúðir KFUM og KFUK á Íslandi stígi græn skref og stofna umræðu- og aðgerðarhóp í þágu umhverfisins. Vinna við verkefnið er hafin og komin á gott skrið.

25


Ísak Henningsson var breytingafulltrúi (Change agnet) KFUM og KFUK á Íslandi og sótti leiðtoganámskeið á vegum heimssambands KFUM.

Námskeið í Chiang mai í Taílandi Í lok ágúst fór Ísak á lokanámskeið breytingafulltrúa í Chiang mai í Taílandi. Þar fengu breytingafulltrúar tækifæri á að kynna heimaverkefnin sín og framtíðaráætlanir. Ennfremur deildu breytingafulltrúar reynslu sinni

af sínum starfsvettvangi innan KFUM og KFUK. Við lok námskeiðsins fékk Ísak afhenta viðurkenningu. Eftir lokanámskeiðið halda breytingafulltrúar áfram að vinna að verkefnum sínum í sínu heimalandi. Við KFUM og KFUK á Íslandi erum stolt af Ísak og þakklát fyrir þátttöku hans.

Annað alþjóðlegt starf Hvers virði er KFUM og KFUK mér? Ég hef verið í KFUM og KFUK frá því .. tja .. áður en ég fæddist. Það er æðislegt að fá að vera partur af svona stórri og góðri heild og finna fyrir stuðningi frá svo ótal mörgum. Ég hef lært mjög margt í gegnum KFUM og KFUK. Ég hef m.a. unnið í þremur af sumarbúðum félagsins, seinustu fjögur sumur og fjölskylda mín og vinir sjá mun á mér eftir hvert einasta sumar. Ég kem heim full af sjálftrausti, er öruggari og lífsglaðari. Það er t.d. lítið mál að halda fyrirlestur fyrir framan 20 sofandi unglinga í menntaskóla eftir að hafa stýrt kvöldvöku fyrir 50 upptjúnaðar stelpur. Þessi frábæra reynsla hefur mótað mig mikið og ég mun búa að því alla ævi. Það skemmir svo ekki fyrir hvað það er gott að hafa “KFUM og KFUK” á ferilskránni. Mjög góður stimpill. #mælimeð

26

Gríma Katrín Ólafsdóttir

Heimsókn ungmenna frá KFUM í Hollandi Þann 16. ágúst 2016 heimsótti hollenskur KFUM ferðahópur KFUM og KFUK á Íslandi. Hópurinn samanstóð af 15 ungmennum á aldrinum 18–25 ára. Ungmennin höfðu ferðast um landið undir leiðsögn fararstjóra frá KFUM. Í heimsókninni fengu ungmennin kynningu á starfi félagsins á Íslandi og fengu í framhaldi af því leiðsögn um miðbæinn sem endaði hjá styttu séra Friðriks í miðbænum. Kynningin var í höndum Tómasar Torfasonar, framkvæmdarstjóra og Unnar Ýrar Kristinsdóttur, æskulýðsfulltrúa. Sólveig Reynisdóttir, formaður alþjóðaráðs og leiðsögumaður sá um miðbæjargönguna. Íslendingar í alþjóðlegum stjórnum innan KFUM Íslenskir KFUM og KFUK félagar sinna hinum ýmsu störfum fyrir félögin á alþjóðavettvangi. Birgir U. Ásgeirsson sat í fjögur ár í stjórn KFUM í Evrópu (YMCA Europe) og lauk stjórnarstörfum vorið 2016. Tinna Rós Steinsdóttir býr erlendis hefur sinnt ýmsum störfum innan KFUM. Á aðalfundi KFUM í Evrópu lauk hún síðasta kjörtímabil sínu í stjórn YES þar sem hún sinnti formennsku síðasta árið. Hún situr jafnframt í Ráðgjafarnefnd um æskulýðsmál (Advisory Council on Youth) á vegum Evrópuráðsins (Council of Europe) en hún var kosin í þá nefnd af Evrópska æskulýðsvettvangnum (European Youth Forum) eftir tilnefningu frá KFUM í Evrópu. Það hefur verið mikill ávinningur fyrir KFUM og KFUK á Íslandi að hafa þau Tinnu og Birgi í þessum störfum og getur falið í sér ýmis tækifæri. Félagið er afar þakklátt fyrir framlag þeirra til alþjóðastarfsins.


7. Jól í skókassa Verkefnið Jól í skókassa er hluti af starfi KFUM og KFUK á Íslandi. Verkefnið er góðgerðarstarf sjálfboðaliða og snýst um að safna jólagjöfum fyrir börn og unglinga í Úkraínu sem búa við fátækt, veikindi, erfiðar aðstæður eða líða á annan hátt fyrir aðstæður sínar. Stjórn verkefnisins var skipuð eftirfarandi aðilum á starfsárinu: Björgvin Þórðarson, formaður Mjöll Þórarinsdóttir, gjaldkeri Áslaug Björgvinsdóttir, ritari Ingibjörg Valgeirsdóttir, meðstjórnandi Hreinn Pálsson, meðstjórnandi Helstu verkefni stjórnar á árinu var undirbúningur fyrir söfnun jólagjafanna, móttaka á jólagjöfum, samskipti við fjölmiðla og annars konar kynning á verkefninu, samskipti við sjálfboðaliða, styrktaraðila verkefnisins, tengiliði verkefnisins á landsbyggðinni sem og í Úkraínu. Einnig skýrslugerð í tengslum við flutning jólagjafanna og önnur tilfallandi verkefni. Að verkefninu kom fjöldi sjálfboðaliða, líkt og undanfarin ár. Mestur fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í yfirferð jólagjafa viku fyrir lokaskiladag, sem og á lokaskiladeginum þann 12. nóvember 2016. Þá var fjöldinn allur af sjálfboðaliðum á landsbyggðinni sem sá um að taka á móti gjöfum og koma þeim til Reykjavíkur. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar gegndu jafnframt viðamiklu hlutverki í að taka á móti jólagjöfum, svara spurningum og sinna móttöku á leikskóla- og grunnskólabörnum sem komu færandi hendi með jólagjafir. Verkefnið hefur notið ómetanlegs stuðnings frá nokkrum fyrirtækjum í gegnum árin, þ.á m. Eimskips og Góu, auk þess sem önnur fyrirtæki og einstaklingar styrktu verkefnið á árinu 2016. Þessi aðstoð er verkefninu afar mikilvæg og stjórn verkefnisins hefur fært viðkomandi aðilum sérstakar þakkir. Söfnun gjafa Árið 2016 var þrettánda árið í röð sem jólagjöfum var safnað fyrir munaðarlaus og fátæk börn í Úkraínu. Lokaskiladagur gjafa í Reykjavík í

Mikil bakvinnsla á sér stað í verkefninu Jól í skókassa. Af öryggisástæðum þarf að yfirfara alla kassana. Félagsheimili KFUM og KFUK líktist mest vöruhúsi fyrstu vikurnar í nóvember.

húsi KFUM og KFUK á Holtavegi var laugardagurinn 12. nóvember 2016, en fyrir þann tíma var hægt að koma kössum til skila víða um land. Eins og fyrri ár gekk verkefnið mjög vel og var vinnu við yfirferð kassanna lokið um kvöldmatarleyti á lokaskiladegi. Alls söfnuðust 5.429 kassar. Öllum skókössum var pakkað á bretti og komið fyrir í stórum gámi. Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 var gámurinn sóttur og hófst þá ferðalag hans frá húsi KFUM og KFUK að Holtavegi til Kirovohrad í suðurhluta Úkraínu. Eins og áður gaf Flytjandi flutning á kössum til Reykjavíkur og Eimskip gaf gáminn og flutning hans til meginlands Evrópu. Gáminn fékk svo KFUM í Úkraínu til eignar. Tollafgreiðsla á skókössunum gekk hratt og örugglega fyrir sig og var lokið 6. desember 2016. Fulltrúar verkefnisins í Úkraínu voru komnir með gjafirnar í sína umsjón í mjög góðan tíma fyrir jól sem var mikið gleðiefni. Útdeiling gjafa til barna í Úkraínu Þann 2. janúar 2017 héldu fulltrúar verkefnisins til Úkraínu til að taka þátt í dreifingu jólagjafanna í Kirovohrad og nágrenni. Fulltrúar verkefnisins voru óvenju margir í ár, eða átta talsins, en ákveðið var að bjóða áhugasömum sjálfboðaliðum sem tekið hafa þátt í verkefninu á undanförnum árum að taka þátt í dreifingu gjafanna. Umræddir fulltrúar fóru út á eigin kostnað. Fulltrúar verkefnisins voru við dreifingu jólagjafanna í Úkraínu til 7. janúar 2017 og afhentu gjafirnar m.a. á munaðarleysingjaheimili, til barna einstæðra mæðra og fjölskyldna sem búa við bágar aðstæður sem og til barna flóttafólks frá Donbass í austurhluta Úkraínu þar sem enn ríkir stríð. Ferðasögu hópsins má nálgast á Facebook síðu verkefnisins sem og á heimasíðu félagsins, www.kfum.is. Fulltrúar KFUM og KFUK í Úkraínu tóku svo við frekari dreifingu jólagjafanna og sáu um að koma þeim í réttar hendur. 27


8. Innlend samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi á samstarf við fjölmarga aðila innanlands. Í kaflanum er greint frá helstu samstarfsaðilum og samstarfsverkefnum á starfsárinu. Æskulýðsvettvangurinn KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalag íslenskra skáta, Ungmennafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg mynda saman samstarfsvettvang undir heitinu Æskulýðsvettvangurinn (ÆV). Þetta samstarf má rekja til ársins 2007, en formleg stofnun ÆV fór fram 2012 þegar ÆV fékk lög og kennitölu og réði til sín starfsmann. Stjórn ÆV á starfsárinu skipuðu þau Hermann Sigurðsson formaður (BÍS), Auður Þorsteinsdóttir (UMFÍ), Tómas Torfason (KFUM og KFUK), Gunnar Stefánsson (Slysavarnarfélagið Landsbjörg). Ásta Sigvaldadóttir sagði starfi sínu lausu og lét af störfum í lok ágúst. Við starfi verkefnastjóra hjá ÆV tók Sema Erla Serdar. Starfshlutfall hennar er 50%. Í lok árs 2016 urðu breytingar er Ása Þorsteinsdóttir tók við formennsku af Hermanni Sigurðssyni. Samhliða fluttist skrifstofa ÆV til UMFÍ. Siðareglur ÆV stendur að útgáfu siðareglna um samskipti og siðareglna um rekstur og ábyrgð. Eru þær hugsaðar fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í starfi aðildarfélaganna. Tilgangurinn með þeim er að gefa starfsfólki og sjálfboðaliðum ramma til þess að starfa innan, bæði til þess að tryggja velferð og öryggi barna og ungmenna sem taka þátt í starfinu og til þess að tryggja fagmennsku í starfi. Verndum þau Á árinu 2016 voru auglýst og skipulögð 9 Verndum þau námskeið víðs vegar um landið. Alls sóttu 273 manns námskeiðin. Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, höfundar bókarinnar Verndum þau, voru kennarar á námskeiðunum. Verndum þau fjallar um hvernig bregðast á við grun um vanrækslu eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. KFUM og KFUK krefst þess að þeir sem starfa með börnum og unglingum á vettvangi félagsins hafi sótt námskeiðin nýlega. Fagráð í meðferð kynferðisbrota Aðildarfélög ÆV eiga með sér samráð þegar kemur að þessum viðkvæma málaflokki og hefur starfrækt sérstakt fagráð til að koma að slíkum málum. Áfram verður unnið að þróun þessa samstarfs til að tryggja góð og fagleg viðbrögð og vinnubrögð þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot á vettvangi aðildarfélaganna.

28

Stjórn Æskulýðsvettvangsins árið 2016: Tómas Torfason (KFUM og KFUK), Gunnar Stefásson (Landsbjörg), Ása Inga Þorsteinsdóttir (UMFÍ) og Hermann Sigurðsson (BÍS).

Átak gegn einelti Eitt af verkefnum ÆV er útgáfa á aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri ósækilegri heðgun. Tilgangurinn er að stuðla að því að allir geti notið sín á jákvæðan hátt innan þess góða starfs sem aðildarfélög ÆV standa fyrir. Í tengslum við verkefnið var stofnaður ráðgjafahópur um meðferð eineltismála. Litli-kompás Aðildarfélög ÆV hafa nýtt bókina Kompás í starfi sínu frá árinu 2010. Kompás er handbók í mannréttindafræðslu. Litli-kompás er jafnframt handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar eru 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi. Verkefnin eiga ennfremur að þroska gagnrýna hugsun, ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir skólann sinn og samfélagið. Auk þess er í bókinni fræðileg umfjöllun um þrettán lykilatriði mannréttinda, svo sem lýðræði, borgarvitund, kynjajafnrétti, umhverfismál, fjölmiðla og ofbeldi. Eitt Kompás-námskeið var haldið á árinu 2016, þann 11. febrúar í Skátamiðstöðinni og annað námskeið í Litla-Kompás 26. október á Akureyri. Ekkert hatur Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð er eitt af verkefnum ÆV. Verkefninu er ætlað vekja athygli á hatursorðræðu á netinu, verkja ungt fólk til umhugsunar og hvetja það til að bregðast við. Verkefnið stendur fyrir jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn einelti, hatursorðræðu, kynþáttafordómum og mismunun á netinu.


Hljómsveitin Sálmari sem er skipuð ungu fólki í KFUM og KFUK, hefur komið að mörgum viðburðum félagsins.

Kristileg skólahreyfing Kristilega skólahreyfingin (KSH); Kristileg skólasamtök (KSS) og Kristilegt stúdentafélag (KSF) eiga samstarf við KFUM og KFUK á Íslandi og eru samofin starfi félagsins. Fundir KSS eru t.d. haldnir í félagshúsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. Á starfsárinu kom sr. Ólafur Jón Magnússon í 50% starf til KSH. Þjóðkirkjan KFUM og KFUK á Íslandi á gott samstarf við marga söfnuði þjóðkirkjunnar um barna- og æskulýðsstarf (sjá nánar kafla 2). Þá á félagið mikið samstarf við söfnuði þjóðkirkjunnar um fermingarnámskeiðin í Vatnaskógi (sjá nánar í skýrslu Vatnaskógar bls. 37) Mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög KFUM og KFUK á Íslandi á gott samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið, sérstaklega íþrótta- og æskulýðsdeildina. Valgerður Þórunn Bjarnadóttir og Óskar Ármannsson eru tengiliðir ráðuneytisins við félagið. Þjónustusamningur er á milli KFUM og KFUK á Íslandi og mennta- og menningarmálaráðuneytisins af hálfu ríkisins. KFUM og KFUK á einnig samstarf við fjölmörg sveitarfélög. Þjónustusamningur er á milli KFUM og KFUK og Reykjavíkurborgar. Þá er einnig þjónustusamningur á milli KFUM og KFUK í Reykjanesbæ og Reykjanesbæjar.

Hvers virði er KFUK og KFUM mér? Ég kynntist mjög ung starfi KFUK og KFUM í Hafnarfirði bæði yngri og unglingadeild félaganna þar. Segja má að félögin hafi verið félagsmiðstöð þess tíma þar sem boðið var upp á þátttöku í alls kyns frístund. Þetta mótaði lífssafstöðu mína til hins kristilega starfs. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa seinna í KFUK meðal barna og ungmenna og fræða þau um Guðs orð. Það má því segja að KFUK hafi fylgt mér allt lífið því ég hef fengið að starfa innan þess vébanda í mismunandi deildum öll árin. Þetta hefur verið mér mjög lærdómsríkur tími og gefandi. „Því kærleiki Krists knýr mig“ stendur í 2. Kor. 5:14. Megi kærleiki Guðs búa í hjörtum okkar og hvetja okkur til dáða í starfinu til eflingar ríki hans. Blessun Guðs fylgi starfi félaganna áfram. María Aðalsteinsdóttir

29


9. Útgáfu- og kynningarmál Útgáfu- og kynningarmálum KFUM og KFUK sinna bæði starfsmenn félagsins og sjálfboðaliðar. Fjölbreyttir miðlar eru nýttir til að koma á framfæri því fjölbreytta starfi sem félagið býður upp á. Mest eru notaðir ókeypis eða ódýrir miðlar, til dæmis fyrir vikulegar fréttir í tölvupósti, en nokkrum sinnum á ári er farið í kostnaðarmeiri kynningar. Fréttabréf Fréttabréf KFUM og KFUK kom þrisvar sinnum út á starfsárinu, í lok maí, í september og í lok desember. Fréttabréfið var sent út til allra félagsmanna KFUM og KFUK, margra kirkna, æskulýðssamtaka á landinu, alþingismanna og borgar- og bæjarfulltrúa. Rafrænar útgáfur má skoða á slóðinni http://issuu.com/kfumkfuk. Ársskýrsla Vorið 2016 kom ársskýrsla KFUM og KFUK á Íslandi út fyrir starfsárið 2015–2016. Sú skýrsla var einungis send í prentuðu formi til félagsmanna 50 ára og eldri. Aðrir fengu hana senda á rafrænu formi og hún fór á heimasíðuna og á issuu (rafræna útgáfusvæði félagsins). Í skýrslunni er fjallað um starfsemi og verkefni á vegum félagsins.

Vefsvæði og aðrir samskiptavefir Félagið heldur úti öflugu vefsvæði á slóðinni www.kfum.is. Fyrir utan heimasíðuna sem birtist á www.kfum.is, samanstendur svæðið af níu sjálfstæðum vefsíðum fyrir starfsstöðvar og verkefni innan félagsins. Um 60 manns koma að því að skrifa fréttir og upplýsingar inn á vefsvæðið. Halldór Elías Guðmundsson heldur utan um vefsvæði félagsins. Heimasíðan er tengd við samfélagsmiðlana Twitter og Facebook. Fréttir sem birtast á heimasíðu félagsins birtast þannig samstundis sem „tvít“ á https://twitter.com/KFUM_ KFUK og einnig á Facebook síðu félagsins. Fréttir á heimasvæðum einstakra starfsstöðva birtast einnig sjálfvirkt á Facebook síðum viðkomandi starfsstöðva. Á Facebook síðu KFUM og KFUK á Íslandi birtast fréttir og myndir úr starfinu. Um miðjan mars 2016 var síðan með 1.630 fylgjendur. Umsjón er að mestu leyti í höndum Bylgju Dís Gunnarsdóttur. Í félaginu er Facebook notað á marga vegu sem verkfæri í samskiptum. Þannig eru margir hópar, starfsstöðvar og verkefni með sínar eigin Facebook síður. Þá eru smáskilaboð í Facebook orðin mjög algeng í samskiptum og hafa að nokkru leyti tekið við hlutverki tölvupóstsins. KFUM og KFUK notar vef YouTube til að birta myndbönd, vef issuu.com til birtingar á útgefnu prentefni og myndir frá starfi félagsins eru birtar á vefnum Flickr: http://www.flickr.com/photos/ kfum-kfuk-island/. Hægt er að nálgast myndböndin, prentefnið og ljósmyndirnar í gegnum heimasíðu félagsins. Jafnframt heldur félagið úti vefsíðunni www.sumarfjor.is sem er sérsmíðuð skráningarsíða fyrir viðburði og starfsemi á vegum félagsins. KFUM og KFUK notar einnig samfélagsmiðilinn Instagram, undir heitinu kfumkfukiceland. Hann má sjá á slóðinni http://instagram.com/ kfumkfukiceland.

30


Í starfi KFUM og KFUK er fræðsluefni fyrir æskulýðsstarf mikið notað og má nálgast það slóðinni: http://efnisveita.kfum.is. Þar eru hugmyndir fyrir fundi, verkefni, hugleiðingar, leikir og fleira efni frá árunum 2007 til dagsins í dag. Fræðsluefni félagsins má skoða á Issuu: http:// issuu.com/kfumkfuk. Umsjón með fræðsluefni hefur æskulýðssvið félagsins. Netfréttir Í upphafi hverrar viku eru yfir vetrarmánuðina sendar út netfréttir um starf félagsins og viðburði sem eru á döfinni í fullorðins- og æskulýðsstarfi. Fréttirnar eru sendar með tölvupósti til allra þeirra sem hafa skráð sig á netfangalista í gegnum heimasíðu félagsins. Notast var við netpóstkerfið MailChimp til að halda utan um sendingar á netfréttunum. Netfréttir eru sendar á 580 netföng. Umsjón með netfréttum hefur Bylgja Dís Gunnarsdóttir. Kynning á sumarstarfi KFUM og KFUK Fyrir fyrsta skráningardag 2017 var gefið út 16 síðna sumarbúðablað þar sem sumarbúðir og leikjanámskeið á vegum félagsins sumarið 2017 voru kynnt. Safnað var auglýsingum og styrkjum frá ýmsum fyrirtækjum til að greiða fyrir útgáfu blaðsins. Blaðið var prentað í 13.000 eintökum og dreift til forráðamanna þeirra barna sem tóku þátt í sumarstarfi KFUM og KFUK sumarið 2016 og einnig til 9 og 10 ára barna á landinu öllu. Rafræna útgáfu af blaðinu er hægt að nálgast á issuu: http://issuu.com/kfumkfuk. Bæklingur um vetrarstarf Í sumarbyrjun var gefinn út bæklingur um vetrarstarf KFUM og KFUK. Bæklingurinn var 16 blaðsíður og var honum dreift til þátttakenda í sumarstarfi KFUM og KFUK. Annað almennt kynningarstarf Í júní 2016 gaf Vatnaskógur út Sæludagabækling sem var prentaður í 2.000 eintökum. Bæklingurinn var sendur til félagsfólks og forráðamanna barna í sumarstarfi félagsins. Umsjón með gerð hans hafði Ársæll Aðalbergsson. Bæklingur um verkefnið Jól í skókassa var gefinn út af stjórn verkefnisins. Honum var dreift víðsvegar um landið en rafræna útgáfu af bæklingnum má sjá á heimasíðu félagsins: http://kfum.is/skokassar/ prentefni/.

Hvers virði er KFUM og KFUK mér? Ég kynntist KFUM ungur, bæði í gegnum feðga- og drengjaflokka í Vatnaskógi og yngri deildar starf á Holtaveginum. Á báðum stöðum var alltaf líf og fjör og eitthvað svo góður andi yfir öllu saman. Seinna varð ég svo heppinn að vera boðið að vinna sem sjálfboðaliði í Vatnaskógi og seinna meir sem starfsmaður. Ég fór svo að taka þátt í öðru starfi KFUM og KFUK og kynnast öllu því góða sem það hefur upp á að bjóða. KFUM og KFUK hefur í raun verið gríðarlega stór hluti af lífi mínu síðustu 10 ár þannig að það má segja að það hefur átt stóran þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Það er svo margt sem ég er þakklátur KFUM og KFUK fyrir. Í KFUM og KFUK er þér gefið þetta tækifæri sem þú færð ekki hvar sem er, tækifæri á vera þú sjálfur og sanna þig sem þú. Í KFUM hef ég líka kynnst mörgum af mínum bestu vinum og fyrir það verð ég að eilífu þakklátur. Hákon Arnar Jónsson

31


10. Fjármál Í KFUM og KFUK er þess gætt að fara vel með alla þá fjármuni sem félaginu berast. Lykilatriðið í hagkvæmum rekstri er hið mikla sjálfboðaliðastarf sem fram fer á vegum félagsins.

Fjárhagslegur stuðningur við KFUM og KFUK kemur víða að, frá opinberum aðilum, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Ýmis fjáröflun veitir fé til félagsins og starfsstöðva þess.

Félagið sjálft, flestar starfsstöðvar og verkefni skila jákvæðri fjárhagsniðurstöðu. Með aðhaldi er þess gætt að sníða stakk eftir vexti og áhersla lögð á að verkefnin fari ekki fram úr sér fjárhagslega.

Þá leggur félagsfólk mikið af mörkum, sumir með því að taka þátt í reglulegu gjafakerfi félagsins en aðrir með einstökum gjöfum. Þannig hefur félaginu og verkefnum innan þess borist veglegar gjafir t.d. í tengslum við stórafmæli félagsfólks. Á árinu 2016 barst félaginu einstök gjöf upp á 9 milljónir kr. frá félagskonu. Þá var félaginu að berast gjöf upp á 15 milljónir nú á vordögum 2017 sem að mestu dreifist á sumarbúðir félagsins.

Á flestum stöðum vantar þó fé til að sinna nauðsynlegu viðhaldi fasteigna og eðlilegri uppbyggingu á starfsaðstöðu. KFUM og KFUK á og rekur alls 20 fasteignir. Þar af eru 7 staðsettar í Vatnaskógi, 4 í Vindáshlíð, 2 á Holtavegi í Reykjavík, 2 í Ölver og 1 í Kaldárseli, á Hólavatni, á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ. Félagið stendur frammi fyrir mikilli áskorun sem snýr að aðalstöðvum félagsins við Holtaveg í Reykjavík, vegna myglusvepps og rakaskemmda í eldri hluta húsnæðisins eins og fram kemur í kafla 1. Í Vatnaskógi er keppst að því að klára Birkiskála II, en þar bíða jafnframt fleiri viðhaldsverkefni eftir fjármagni. Í Vindáshlíð verður tekið þátt í hitaveituframkvæmdum í sveitinni sem verða nokkuð kostnaðarsamar en á móti opna nýja möguleika fyrir staðinn.

Gjafir til KFUM og KFUK hafa mikið vægi í uppbyggingu starfsins og starfsaðstöðu. En sá góði hugur sem gjöfunum fylgja er einnig ómetanleg hvatning og traust til þeirra sjálboðaliða sem fara fyrir og bera ábyrgð á félaginu, starfsstöðvunum og einstökum verkefnum innan þess. Við þökkum öllum þeim sem lögðu okkur lið á liðnu starfsári. Við þökkum Guði fyrir þá sem leggja félaginu lið með styrkjum og framlögum, hvort heldur er með vinnu, efni, fyrirbæn eða fjármunum. Leggjum fjárhag félagsins okkar fram í bæn.

Helstu fjárhagslegu áskoranirnar innan KFUM og KFUK snúa að viðhaldi og rekstri fasteigna. Þar á meðal eru aðalstöðvar félagsins við Holtaveg 28. 32


11. Vinagarður leikskóli KFUM og KFUK Stjórn og stjórnarstörf Aðalfundur Aðalfundur Vinagarðs var haldinn mánudaginn 7. mars 2016. Stjórn Stjórn Vinagarðs á starfsárinu skipuðu: Magnús Fjalar Guðmundsson, formaður Guðmundur Karl Einarsson, ritari Einar Helgi Ragnarsson, gjaldkeri og fulltrúi foreldra Anna Guðný Hallgrímsdóttir, meðstjórnandi Guðmundur Ingi Leifsson, meðstjórnandi og fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi Fjölnir Guðmundsson, varamaður Nína Björk Þórsdóttir, varamaður Skoðunarmenn reikninga voru: María Aðalsteinsdóttir og Anna Kristín Guðmundsdóttir. Páll Skaftason var skoðunarmaður reikninga til vara. Haldnir voru 6 stjórnarfundir á starfsárinu.

Helstu verkefni stjórnar Deildir leikskólans eru fimm talsins, Ungagarður og Lambagarður er ætlaður yngstu börnum skólans (2 ára), Grísagarður og Kópagarður fyrir miðstigið (3–4 ára) og Uglugarður fyrir elstu börn skólans (5 ára). Unnið var að endurbótum á Lambagarði og vann stjórnin einnig að skipulagningu endurbóta á öðrum deildum leikskólans. Stjórnin vann framtíðarhugmyndir um starfsemi leikskólans til næstu 10 ára og útfærði svo smærri skref til þriggja og eins árs í samræmi við 10-3-1 aðferðafræðina sem verið er að innleiða í öllu félaginu. Hugmyndir eru uppi um að opna tvo nýja leikskóla auk stækkunar á núverandi leikskóla. Einnig að Vinagarður verði besti valkostur fyrir foreldra sem leitast við að ala börnin sín á forsendum kristinnar trúar. Stjórnin sendi erindi til Reykjavíkurborgar um mögulega stækkun leikskólans og fundaði með borginni vegna þess. Starfsmenn leikskólans Stjórnendur: María Sighvatsdóttir leikskólastjóri. María Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjóri. Deildastjórar: Hulda Björg Jónasdóttir og Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir B.Ed. leikskólakennarar, Alma Auðunardóttir M.A í uppeldis- og menntunarfræði, Eva Dögg Sveinsdóttir B.A. í ensku og kennslufræði. Sérkennslustjóri: Ragnhildur Gunnarsdóttir B.Ed. grunnskólakennari. 33


barna við að tileinka sér læsi og síðar lestrarfærni. Læsisáætlun Vinagarðs er sett upp sem hugarkort, þar er henni skipt í skipulagt starf, frjálsan leik og útinám. Hver þáttur er síðan útfærður nánar. Unnið er út frá barninu, reynslu þess og áhugasviði og er t.d. unnið með staf barnsins í leik og út frá bókinni Lubbi finnur málbein. Unnið er með orðaforða, orð tekin út og útskýrð og leikið með þau. Útinám Til að örva jafnvægisskynið bjóðum við í útinámi m.a. upp á jafnvægishjól, jafnvægisbretti og jafnvægisslá.

Aðrir starfsmenn: Anna Jóhanna Hilmarsdóttir B.A. í þjóðfræði og guðfræði. Hafdís Maria Matsdóttir B.Ed. grunnskólakennari, María Sigurðardóttir M.S. í umhverfiðs- og auðlindarfræði, Sesselja Kristinsdóttir B.A. í félagsráðgjöf, Anna Peta Guðmundsdóttir leikskólaliði, Arna Ingólfsdóttir, Aðalheiður Sighvatsdóttir, Gyða Rut Arnmundsdóttir, Inga Hanna Ragnarsdóttir, Sigrún Ásta Kristinsdóttir, Stefanía Sigurjónsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir og Þorbjörg Tómasdóttir leiðbeinendur (hætti 1. mars 2017). Eldhús: Sigrún Lilja Hjartardóttir matráður, Taru Harðarson aðstoð í eldhúsi. Dovile Didelyte í fæðingarorlofi. Síðastliðið vor fór starfsfólk í námsferð til Brighton. Þar var farið á námskeið í útikennslu og byggingu útiskýlis hjá Lucys little forest school og heimsóttur var Reflection Nursery school sem er sjálfstætt starfandi leikskóli sem starfar eftir Reggio Emillio námsstefnunni.

Leikskólastarfið Biðlisti eftir leikskolaplássum Starfið á leikskólanum gengur mjög vel og er langur biðlisti eftir leikskólaplássum þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi verið með töluvert mikið af lausum plássum þetta skólaár. Í leikskólanum eru 97 börn og flest eru í 8–9 tíma vistun á fimm deildum. Börnin eru frá 20 mánaða til 5 ára. Þema í leikskólastarfinu Unnið var með ákveðin þemu í leikskólastarfinu eins og fyrr. Fyrir áramótin var þemað moldin og eftir áramót var það sagan um Litlu lirfuna ljótu eftir Gunnar Karlsson. Þemalagið okkar er barnasálmurinn Hve margt er það líf sem í moldinn býr eftir Hjálmar H. Ragnarsson, en Kristján Valur Ingólfsson þýddi textann. Bernskulæsi Í Vinagarði er unnið markvisst með bernskulæsi. Það felur í sér ákveðna færni, þekkingu og viðhorf sem þroskast sem undanfari eiginlegs lestrar og ritunar. Bernskulæsi felur einnig í sér skilning á læsistengdum hugtökum og tekur til hefðbundinna læsisþátta; hljóðkerfisvitundar, bókstafaþekkingar, umskráningar, orðaforða, málskilnings og ritunar. Í bernskulæsi mótast einnig viðhorf barna til læsis og vitund þeirra um tilgang þess, auk þess sem málfærni leggur grunn að fyrstu skrefum

34

Lýðræði í leikskólastarfi Í gildum leikskólans trú, von og kærleika speglast lýðræðið í hnotskurn. Í hópastarfi leikskólans er hlustað eftir röddum barnanna og þau fá að hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er og hvernig hún er framkvæmd. Með þessu móti er unnið að sterkari sjálfsmynd hvers og eins og borin virðing fyrir réttindum og hæfileikum allra. Með lýðræðislegum kosningum, þar sem meiri hlutinn ræður, fá börnin að hafa t.d. áhrif á hvaða bók er lesin í sögustund eða hvert er farið í göngutúr. Með þessu móti eru þau einnig virkir þátttakendur í ákvörðunum um eigið nám og starf. Börnunum er kennt að lýðræðinu fylgir ábyrgð og það snýst ekki einungis um réttindi heldur líka skyldur og ábyrgð. Menning og hefðir Í leikskólanum læra börnin um sögu okkar, menningu og hefðir. Bóndadagur er dæmi um slíkt. Þá mæta börnin í einhverri flík úr lopa, eru frædd um gamla tímann og fá að smakka þorramat. Börnin læra þulur, kvæði og gamlar vísur. Samstarf við grunnskólann Langholtsskóli bíður elstu börnunum í leikskólanum í samveru á Degi íslenskrar tungu þar sem elstu börnin í leikskólum í hverfinu og sex ára börnin í skólanum koma saman. Einnig er þeim boðið að sjá jólaleikrit sem nemendur úr sjötta bekk sýna. Börn úr sjöunda bekk koma og lesa fyrir allar deildir í leikskólanum. En það er hluti af undirbúningi fyrir upplestrakeppni. Hópur úr fyrsta bekk kemur í heimsókn með boðskort fyrir skólaheimsóknirnar. Börnin sem fara í Langholtsskóla fara í heimsókn í skólann og taka þátt í ýmsum verkefnum. Á vorin er samvera í Laugardalnum þar sem elstu leikskólabörnin í hverfinu og fyrsti bekkur í Langholtsskóla koma saman og syngja. Þau koma með skraut sem þau hafa útbúið og skreyta trén. Einnig er þeim boðið á leikjadag á skólalóðinni. Vinaleikskóli Suðurhlíðaskóli er vinaleikskóli Vinagarðs. Elstu börnin fara í heimsókn til þeirra og fyrsti bekkur Suðurhlíðaraskóla kemur í heimsókn til okkar. Ferðir og heimsóknir Elstu börnin fara í Fríðuhús (dagvistun fyrir fólk með heilabilun) einu sinni í mánuði þar sem þau syngja fyrir fólkið og eiga með þeim samverustund. Sólheimabókasafn hefur boðið elstu börnunum að koma í sögustund um það bil einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Þeim er einnig boðið í heimsókn í Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið og í Hörpu á sinfóníutónleika. Þau fara í heimsókn á Árbæjarsafnið þar sem þau fá leiðsögn um svæðið og fá síðan að leika sér í leikfangasafninu. Þau fara í hinar ýmsu vettvangsferðir t.d. Sorpu og Landhelgisgæsluna. Einnig fara þau í útskriftarferð á Suðurnesin. Boðið er uppá sundnámskeið fyrir elstu börnin og fylgja starfsmenn leikskólans þeim í gegnum búningsklefa og sturtur.


Útskriftarferð Eins og undanfarin ár héldu elstu börnin suður með sjó og heimsóttu kotið hennar Maríu leikskólastjóra á vordögum.

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur 6. febrúar með því að bjóða foreldrum að vera með okkur á söngstund. Þátttaka í söngstundinni var mjög góð um 150 gestir voru með okkur þar.

Dans og söngur Danskennsla er hluti af námskrá leikskólans og fara öll börnin af eldri deildum í dans. Kennt er einu sinni í viku, átta skipti á hvorri önn. Um kennsluna sér Hinrik Valsson danskennari. Samsöngur er einu sinni í viku þar sem öll börn á leikskólanum hittast og syngja saman. Deildirnar skiptast á að skipuleggja og halda utan um stundirnar. Á þessum stundum er líka svigrúm fyrir ýmsar uppákomur og leikþætti sem er vinsælt hjá börnunum.

Opið hús Opið hús verður í maí 2017 þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér starfsemi leikskólans og sýndur verður afrakstur vetrarins. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og foreldrafélagið verður með basar í fjáröflunarskyni.

Mat á skólastarfi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sér um ytra mat á starfi leikskólans í mars og von er á niðurstöðum sumarið 2017.

Ýmsir viðburðir Haustferð Haustferð eldri deilda var farin í Vatnaskóg í október. Þátttaka foreldra var mjög góð og fóru um 150 manns í ferðina. Í nóvember tóku börnin þátt í verkefninu Jól í skókassa og komu með hluti í leikskólann til að setja í jólapakka til munaðarlausra barna í Úkraínu. Starfsfólk sér um að prjóna vettlinga í hvern kassa. Hvert barn gerir einn kassa, samtals 97 stykki. Jólatrésskemmtun Jólatrésskemmtun skólans var haldin í desember með helgileik eldri barna og söng þeirra yngri. Foreldrafélagið sá um veitingar og gjafir til barnanna. Um það bil 350 manns tóku þátt.

Sumarhátíð barnanna Sumarhátíð barnanna fer fram í júní 2017 þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu og kórónugerð auk þess sem að farið verður í skrúðgöngu um Laugardalinn. Að skrúðgöngu lokinni verður hægt að leika sér í hoppukastala í eigu KFUM og KFUK. Hjóladagar Hjóladagar voru haldnir á árinu. Börnin gátu komið með eigin hjól og bílastæði við leikskólann var lokað fyrir bílaumferð.

Framkvæmdir og starfaðstaða Heimasíða og tölvukerfi Á aðalfundi 2016 var rætt um að leikskólinn væri að greiða háar fjárhæðir fyrir tölvukerfið Völu sem nýttist lítið sem ekkert í leikskólastarfinu. Á starfsárinu var kerfinu því sagt upp og notkun þess hætt. Einnig var ný heimasíða leikskólans opnuð á vefslóðinni vinagarður.is og eru þar upplýsingar um skólann ásamt fréttum frá starfinu, matseðli, skóladagatali o.fl.

35


Bætt hljóðvist Í júlí var ráðist í framkvæmdir við bætta hljóðvist á Lambagarði. Voru nýjar loftplötur settar upp, hluti eldhúsinnréttingar rifinn og ný lýsing sett upp. Þykir hafa mjög vel tekist til og er stefnt að því að sambærilegar framkvæmdir fari fram á Uglugarði. Viðhald húsnæðis Á haustmánuðum barst skýrsla frá verkfræðistofunni Eflu um ástand nýrri hluta Holtavegar 28 sem m.a. hýsir Uglugarð og Lambagarð. Kom í ljós að á báðum deildum eru rakaskemmdir sem þarf að komast fyrir auk þess sem bæta þarf loftgæði á deildunum. Framkvæmd verksins er í höndum húsráðs KFUM og KFUK á Íslandi og verður verkið unnið sumarið 2017. Sambærileg skýrsla var unnin fyrir hús leikskólans sem hýsir Ungagarð, Grísagarð og Kópagarð. Kom í ljós að viðhalds er þörf á nokkrum stöðum og verður það verk sömuleiðis unnið sumarið 2017. Leikskólinn málaður af velunnurum Á haustmánuðum kom Kristniboðsfélag karla í heimsókn og málaði leikskólann að utan. Þökkum við þeim kærlega fyrir hjálpina.

Foreldrasamstarf Foreldrafélag Foreldrafélag Vinagarðs var stofnað í febrúar 2001. Var félagið þá rekið á kennitölu leikskólans. Þann 14. mars 2016 var haldinn formlegur stofnfundur og í kjölfarið var félagið stofnað með eigin kennitölu. Starfsár foreldrafélagsins er 1. október til 30. september ár hvert. Foreldrafélagið stóð fyrir jólabasar, fræðslukvöldi um skyndihjálp, vorhátíð og ljósmyndun á deildunum. Í tilefni 40 ára afmælis Vinagarðs færði foreldrafélagið leikskólanum fánastöng, fána, gasgrill og jafnvægishjól í afmælisgjöf. Þessar gjafir hafa verið til mikillar ánægju fyrir alla á leikskólanum. Foreldrafélag leikskólans er mjög öflugt og hafa foreldrar staðið fyrir tiltektardegi þar sem tekið er til á lóð skólans, staðið fyrir útilegum, sælkerabasar o.fl. Fyrir tilstuðlan foreldrafélagsins komu foreldrar og hjálpuðu til inni á deildum leikskólans í einn dag til móts við dagsfrí starfsmanna.

36

Foreldrafélagið stóð fyrir örnámskeiði fyrir foreldra og starfsfólk um „Tuðfrítt uppeldi“. Hulda Snæberg Hauksdóttir leikskólakennari og fjölskylduráðgjafi var með námskeiðið sem um 50 foreldrar og starfsmenn sóttu. Máltíðir til að taka með heim Unnið var að því að bjóða fjölskyldum leikskólabarna og starfsfólks að kaupa tilbúnar máltíðir til þess að taka með heim eins og aðrir leikskólar hafa nú tekið að bjóða upp á. Fyrstu máltíðirnar voru afgreiddar í mars 2017 frá veitingaþjónustunni Yndisauka.

Lokaorð Eins og sjá má á þessari skýrslu er starf leikskólans yfirgripsmikið og líflegt. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera og margt spennandi framundan. Að lokum þakkar stjórn leikskólans starfsfólkinu fyrir framúrskarandi störf á árinu með börnunum og fyrir að hafa skapað þeim hlýlegt og kærleiksríkt umhverfi.


Ráðist til atlögu! Drengir í hermannaleik.

12. Vatnaskógur Ársskýrsla þessi er yfirlit yfir starfsemi Skógarmanna KFUM árið 2016 fyrir sumarbúðirnar og aðra starfsemi í Vatnaskógi. Samkvæmt lögum Skógarmanna KFUM (2. og 3. grein) eru markmið Skógarmanna: „Að leiða fólk til trúar á Jesú Krist og vinna að útbreiðslu ríkis hans á grundvelli KFUM. Að afla fjár í Skálasjóð Skógarmanna KFUM til hagsbóta fyrir starfið í Vatnaskógi. Að vinna að og efla áhuga á skógrækt í Vatnaskógi”. Leiðir að markmiðum eru samkvæmt lögum Skógarmanna KFUM (4. grein): „Skógarmenn KFUM vinna að markmiðum sínum með skipulögðum dvalarflokkum, mótum, útgáfu- og fræðslustarfi, fundahöldum, fjáröflun, skógrækt og á annan þann hátt sem stjórnin ákveður hverju sinni í samræmi við markmið þessara laga”. Aðalfundur Skógarmanna KFUM var haldinn 31. mars 2016. Á fundinum var meðal annars samþykkt lagabreyting sem hefur í för með sér að allir fullgildir félagar í KFUM og KFUK eru kjörgengir í stjórn Skógarmanna en ekki aðeins karlmenn eins og áður.

Stjórn Skógarmanna var þannig skipuð á starfsárinu: Ólafur Sverrisson, formaður Sigurður Pétursson, varaformaður Páll Skaftason, gjaldkeri og fulltrúi stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi Ólafur Jón Magnússon, ritari Páll Hreinsson, varagjaldkeri Davíð Örn Sveinbjörnsson, meðstjórnandi Björgvin Hansson, meðstjórnandi Hákon Arnar Jónsson, 1. varamaður Gísli Guðlaugsson, 2. varamaður og vararitari Skoðunarmenn reikninga eru: Kári Geirlaugsson (fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi) og Bjarni Árnason. Stjórnin hélt 11 fundi á árinu 2016: 20. janúar, 17. febrúar, 22. mars, 13. apríl, 18. maí, 13. júní, 15. ágúst, 21. september, 19. október, 15. nóvember, 7. desember.

37


Starfsmenn Fastir starfsmenn voru þau Ársæll Aðalbergsson, framkvæmdastjóri, Þórir Sigurðsson, staðarráðsmaður og Valborg Rut Geirsdóttir, ráðskona. Sigurður Jóhannesson var fastur starfsmaður allt árið sem sjálfboðaliði. Auk þeirra starfaði fjöldi fólks með einum eða öðrum hætti fyrir Skógarmenn árið 2016.

Framkvæmdir Nýbygging Á árinu var lokið við innréttingar á síðustu átta herbergjum í Birkiskála II og hafa Skógarmenn sett sér það markmið að ljúka framkvæmdum við húsið árið 2017 en vinna við anddyri, stofu og þjónusturými er framundan og eru verklok áætluð á árinu. Eins og fyrri ár fengu Skógarmenn ýmsa styrki til verkefnisins og hefur áhersla verið lögð á virka fjáröflun meðal opinberra aðila, einstaklinga, kirkjunnar og fyrirtækja sem kölluð eru Bakland Vatnaskógar. Gekk söfnunin vel á árinu. Framgangur verksins mun sem fyrr ráðast af fjármögnun. Bátaskýlið Framkvæmdir gengu vel, lokið var við að einangra og innrétta efri hæð hússins. Ofnar voru settir upp og tengdir í byrjun árs 2017. Gert er ráð fyrir að leggja rafmagn, endurnýja útihurð og mála gólfið árið 2017. Verkið var unnið undir forystu Björgvins Hanssonar. Gamli skáli Gamli skáli fékk upplyftingu en þak og þrjár hliðar hans voru málaðar og stefnt er að ljúka við verkið á árinu 2017. Skógarflöt Lagður var rafstrengur og vatnslögn frá bátaskýli og Gamla skála að Skógarflöt sem mun bæta aðstöðu tjaldgesta á flötinni. Vesturflöt Hyllir undir að hún verði klár fyrir hlutverk sitt sem tjaldflöt. Síðasta sumar voru nokkur skjólgerði gróðursett.

Formaður Skógarmanna mokar skít í vöskum hópi sjálfboðaliða á Heilsudögum karla.

38

Sumarstarf Flokkar sumarsins 2016 voru Fl. Tímabil 1 10.–15. júní 2 16.–21. júní 3 22.–27. júní 4 28. júní –3. júlí 5 4.– 8. júlí 6 9.–14. júlí 7 15.–20. júlí 8 21.–23. júlí 9 2.–7. ágúst 10 8.–12. ágúst 12 26.–28. ágúst 13 4.–6. sept.

Aldur Dagar 9–11 6 10–12 6 12–14 6 9–11 6 10–12 5 11 – 13 6 10–12 6 11–13 6 14–17 6 10–12 5 6–99 2 17–99 2

Fjöldi 87 54 78 99 98 98 99 33 57 15 79 39

Skýring

Ævintýraflokkur

Stúlknaflokkur Unglingafl. b. kyn Gauraflokkur Feðgaflokkur Heilsudagar karla

Fjöldi dvalargesta í flokkum Vatnaskógar síðustu sumur Ár Dvalarflokkar Aðrir flokkar * Alls 2016 718 140 858 2015 691 141 832 2014 784 144 928 2013 758 158 916 2012 804 199 984 *Aðrir flokkar eru feðga- og feðginaflokkar og á heilsudagar karla.

Forstöðumenn sumarið 2016 1. Flokkur: Ársæll Aðalbergsson 2. Flokkur: Arnar Ragnarsson 3. Flokkur Þráinn Haraldsson 4. Flokkur: Halldór Elías Guðmundsson 5. Flokkur: Ársæll Aðalbergsson 6. Flokkur: Halldór Elías Guðmundsson 7. Flokkur: Halldór Elías Guðmundsson 8. Flokkur: Dagrún Linda Barkardóttir og Halldór Elías Guðmundsson 9. Flokkur: Guðmundur Karl Brynjarsson og Gunnar Þór Pétursson 10. Flokkur: (Gauraflokkur) Ásgeir Pétursson og Styrmir Magnússon Feðgaflokkur: Ársæll Aðalbergsson. Foringjar Arnar Ragnarsson (1 flokkur), Árni Davíð Bergs (1 flokkur), Ásta Guðrún Guðmundsdóttir (1 flokkur), Baldur Ólafsson (3 flokkar), Benjamín Gísli Einarsson (5 flokkar), Birkir Bjarnason (6 flokkar), Dagur Adam Ólafsson (5 flokkar), Daníel Bergmann (1 flokkur), Davíð Örn Sveinbjörnsson (1 flokkur), Gísli Felix Ragnarsson (3 flokkar), Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir (2 flokkar), Gunnar Thomas Guðnason (1 flokkur), Gunnar Hrafn Sveinsson (6 flokkar), Hannes Þ. Guðrúnarson (1 flokkur), Hans Patrekur Hansson (4 flokkar), Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir (1 flokkur), Ingibjörg L. Friðriksdóttir (1 flokkur), Ísak Henningsson (4 flokkar), Jón Gunnar Bergs (1 flokkur), Markús Bjarnason (1 flokkur), Matthías Guðmundsson (7 flokkar), Kristín Sigrún Magnúsdóttir (1 flokkur), Páll


Vaknað í blíðskaparveðri í útilegu undir berum himni í unglingaflokki.

Þáttakendur í Gauraflokki þeytast á mótorbát um Eyrarvatn í öruggum höndum Ástu og Guðlaugar.

Ágúst Þórarinsson (6 flokkar), Pétur Ragnarsson (1 flokkur). Pétur Ragnhildarson (2 flokkar), Þráinn Andreuson (3 flokkar), Ögmundur Ísak Ögmundsson (3 flokkar),

Viðburðir í starfi Skógarmanna

Í Gauraflokki störfuðu sem sérfræðingar Birkir Fjalar Viðarsson, Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir, Sigurbjörg Fjölnisdóttir og Þorsteinn Otti Jónsson. Ráðsmenn – vinnumenn Nokkrir aðilar gengu í þau viðhaldsstörf sem fylgja staðnum. Þau Dagur Adam Ólafsson, Gríma Katrín Ólafdóttir og Ögmundur Ísak Ögmundsson unnu við umhirðu staðarins auk þeirra Sigurðar og Þóris sem áður voru nefndir. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að viðhaldi og umhirðu staðarins, þar af nokkrir í vikutíma. Ráðskonur Valborg Rut Geirsdóttir var ráðskona í 6 flokka, Hugrún Hansdóttir í 2 flokka, annan þeirra með Kristínu Sigrúnu Magnúsdóttir. Auk þeirra skiptu þeir Gunnar Thomas Guðnason og Hreiðar Örn Z Stefánsson með sér tveimur flokkum. Starfsfólk í eldhúsi Agnes Þorkelsdóttir (2 flokkar), Bergey Flosadóttir (2 flokkar), Dagrún Linda Barkardóttir (2 flokkar), Fannar Hannesson (1 flokkur), Gísli Felix Ragnarsson (1 flokkur), Gríma Katrín Ólafdóttir (1 flokkur), Gunnhildur Einarsdóttir (4 flokkar), Hans Patrekur Hansson (1 flokkur), Harpa Vilborg Schram (1 flokkur), Hugrún Lena Hansdóttir (2 flokkar), Ingibjörg Lóreley Friðriksdóttir (4 flokkar), Kristinn Sigurðsson (1 flokkur), Kristín Sigrún Magnúsdóttir (4 flokkar), Ólöf Birna Sveinsdóttir (1 flokkur), Rebekka Ingibjartsdóttir (1 flokkur), Sara Lind Sveinsdóttir (2 flokkar), Sandra Björk Jónasdóttir (1 flokkur), Una Kamilla Steinsen (7 flokkar), Unnur Rún Sveinsdóttir (1 flokkur). Sjálfboðaliðar Nokkrir af ofantöldum starfsmönnum voru sjálfboðaliðar, en starfsmenn fyrri ára og fleiri velunnarar Skógarmanna hafa komið og stutt við starfið með sínu vinnuframlagi. Einnig kom ungt fólk og aðstoðaði við ýmis verk eins og t.d. uppvask og umhirðu staðarins. Þá eru ótaldir þeir sjálfboðaliðar sem komið hafa í vinnuflokka og unnið við nýbygginguna, skógrækt og fleira.

Fjölskylduflokkur Fjölskylduflokkur var í febrúar. Þátttakendur voru um 50 manns. Feðginaflokkur Í upphafi sumars var feðginaflokkur í boði fyrir feður og dætur. Þátttakendur voru 22. Feðgaflokkur Í lok sumars var feðgaflokkur í boði fyrir feður og syni. Þátttakendur voru 79. Sæludagar Skógarmenn stóðu fyrir Sæludögum, vímulausri hátíð fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina 2016. Um 900 manns heimsóttu Vatnaskóg þessa helgi. Markmiðið með dagskrá hátíðarinnar var að höfða til sem flestra aldurshópa. Ársæll Aðalbergsson, Birkir Bjarnason, Gríma Katrín Ólafsdóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Gunnar Hrafn Sveinsson, Páll Hreinsson og Ögmundur Ögmundsson stýrðu undirbúningi. Fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða sem kom að hátíðinni hljóp á tugum og ljóst er að þessi stærsti árlegi viðburður Skógarmanna hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem valkostur fyrir fjölmarga um verslunarmannahelgina. Heilsudagar karla Helgina 2.–4. september voru heilsudagar karla í Vatnaskógi. Að venju var lögð áhersla á heilbrigði líkama, sálar og anda. Á föstudagskvöldinu fjallaði Einar Már Guðmundsson rithöfundur um verk sín og nefndist umfjöllunin „Skæruliðarnir hafa umkringt Vatnaskóg.“ Á laugardagsmorgninum var biblíulestur í umsjón sr. Jóns Ómars Gunnarssonar. Að loknum biblíulestri var vinnutími í þágu Vatnaskógar. Meðal verkefna má nefna að unnið var við innréttingavinnu á efri hæð Bátaskýlis, Gamli skáli var málaður að utan, unnið var við raflagnir og innréttingar í Birkiskála, tré gróðursett, eldiviður sagaður, þrif og skiltagerð. Um kvöldið fögnuðu Skógarmenn að vestasti hluti Birkiskála var tekin í notkun. Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna rakti byggingarsögu hússins og séra Jón Dalbú Hróbjartsson flutti blessunarorð. 39


Þátttakendur í stúlknaflokki undu sér vel á smíðaverkstæðinu.

Þann 3. ágúst 2016 setti Þorvaldur Ingi Elvarsson skógarmet í Víðavangshlaupi. Hann kláraði hlaupið á 15 mínútum og 21 sekúndu. Með því sló hann 34 ára gamlt met í eigu formanns Skógarmanna, Ólafs Sverrissonar.

Á sunnudeginum var haldið í messu í Reynivallakirkju þar sem sr. Arna Grétarsdóttir þjónaði fyrir altari. Alls tóku 54 karlmenn þátt í Heilsudögum 2016 auk nokkurra gesta sem heimsóttu staðinn þessa daga. Ingi Bogi Bogason, Ólafur Sverrisson og Páll Skaftason sáu um skipulagningu heilsudaganna.

Árið 2016 komu samtals 2225 unglingar á 32 fermingarnámskeið og 509 börn úr fimm skólum sem tóku þátt í dagskrá á vegum Skógarmanna að hluta eða öllu leyti. Umsjón með námskeiðunum hafði framkvæmdastjóri Skógarmanna.

Gauraflokkur Gauraflokkur fyrir drengi sem eru greindir með ofvirkni, athyglisbrest og skyldar raskanir var haldinn í áttunda sinn. Að þessu sinni voru 15 drengir í flokknum. Starfsmenn voru mun fleiri en í venjulegum flokki og dagskrá flokksins var í samræmi við þarfir drengjanna. Forstöðumenn og forsvarsmenn verkefnisins voru þeir Ásgeir Pétursson og Styrmir Magnússon. Leikskólar Í maí komu leikskólahópar í dagsferðir og nutu dagskrár sem starfsmenn Skógarmanna skipulögðu og stýrðu. Auk Vatnaskógar heimsóttu tveir hópar Ölver og einn hópur Vindáshlíð. Alls komu 699 leikskólabörn með þessum hætti vorið 2016. Kynningarstarf Sameiginlegt blað sumarbúða KFUM og KFUK var gefið út í tengslum við fyrsta skráningardag sem var þann 16. mars 2016.

Fermingarnámskeið, skólabúðir og skálaleiga Fermingarnámskeið/skólabúðir Um haustið og veturinn voru haldin fjölmörg fermingarnámskeið. Námskeiðin voru allt frá því að vera dagsnámskeið til fimm daga námskeiða. Þau voru í umsjón Skógarmanna en prestar og/eða starfsmenn sóknanna aðstoðuðu við dagskrá og fræðslu. Einnig komu nokkrir skólar og tóku þátt í dagskrá á vegum Skógarmanna og voru í fylgd kennara.

40

Forstöðufólk á námskeiðum haustsins voru: Ársæll Aðalbergsson, sr. Magnús Magnússon og auk þeirra voru þau Benjamín Pálsson, Birkir Bjarnason, Gríma Katrín Ólafsdóttir, Gunnar Hrafn Sveinsson, Sandra Björk Jónasdóttir og Ögmundur Ísak Ögmundsson fastir starfsmenn á námskeiðunum. Ragnheiður Guðmundsdóttir og Valborg Rut Geirsdóttir voru eldhússtarfsmenn á námskeiðunum. Skálaleiga Hluti af starfi Skógarmanna er móttaka hópa í Vatnaskógi. Allmargir hópar komu árið 2016, meðal þeirra voru: • Leiðtoganámskeið KFUM og KFUK • Unglingadeildir KFUM og KFUK (Landsmót) • Börn í vorferð yngri deilda KFUM • Barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar • Fjölskyldustarf kirkjunnar • Mót Íslensku Kristskirkjunnar • Kristileg skólasamtök vor og haust • Skólahópar bæði um vor og haust • Landsbjörg með ungmennanámskeið • Hjálpræðisherinn fjölskylduhelgi • Ungmennastarf Hafnarfjarðar

Fjáröflun – styrkir Kaffisala og tónleikar Kaffisala til styrktar starfinu í Vatnaskógi var haldin sumardaginn fyrsta. Að venju komu fjölmargir og studdu við starf Skógarmanna og keyptu kaffiveitingar af glæsliegu kaffihlaðborði sem velunnarar lögðu fram. Um kvöldið voru haldnir tónleikar til stuðnings nýjum skála Skógarmanna og komu þar fram raf-popp hljómsveitin Omotrack, félagar í Karlakór KFUM og Tríó ISLANDICA.


Alltaf í boltanum. Lið Skógarmanna í nýjum búningum frá Hummel.

Sigurður Jóhannesson var fastur starfsmaður allt árið sem sjálfboðaliði.

Línuhappdrætti Skógarmanna Á Sæludögum um verslunarmannahelgina hófst sala á „línum“ í Línuhappdrætti Skógarmanna til stuðnings nýjum skála í Vatnaskógi eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Sölulok og útdráttur vinninga fór fram á Heilsudögum karla en þá höfðu selst rúmlega 400 línur. Fjáröflun meðal fyrirtækja Bakland Birkiskála er heiti á fjáröflun meðal fyrirtækja til stuðnings nýbyggingunni. Söfnunin hefur staðið yfir í nokkur ár og nokkur fyrirtæki gengið til liðs við verkefnið sem fólst í því að styðja við nýbygginguna í þrjú ár. Framlög þeirra, auk nokkurra styrkja og gjafa einstaklinga leggja grunninn að því að hægt verði að ljúka Birkiskála II. Nú er unnið að því að fá fleiri fyrirtæki til að taka þátt í að ljúka við verkefnið. Herrakvöld KFUM Herrakvöld aðaldeildar KFUM var haldið 3. nóvember. Stjórn Skógarmanna ásamt fleiri góðum mönnum sá um framkvæmdina. Stjórnendur kvöldsins voru Guðni Már Harðarson og Björgvin Franz Gíslason, Karlakór KFUM kom fram og Ragnar Schram flutti hugvekju. Yfirkokkur var Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson. Allur ágóði rann til nýbyggingarinnar í Vatnaskógi. Stuðningur/styrkir Skógarmönnum bárust fjölmargar gjafir og styrkir á árinu. • Framkvæmdir í Vatnaskógi voru styrktar af Landsmótssjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins • Fjölmörg fyrirtæki tóku þátt í Baklandi Vatnaskógar studdu framkvæmdir við Birkiskála • Gjafir einstaklinga, til starfsins, í Kapellusjóð og vegna framkvæmda við Birkiskála • Einstaklingar studdu starfið með mánaðarlegum framlögum • Kirkjuráð – Jöfnunarsjóður studdi við framkvæmdir vegna Birkiskála • Styrkir og stuðningur vegna Gauraflokks frá opinberum aðilum Þakkargjörðarhátíð Í lok starfsársins 2016, þann 26. nóvember, var starfsfólki ársins boðið í kvöldverð og dagskrá í Vatnaskógi þar sem því var þakkað fyrir frábært vinnuframlag.

2225 unglingar sóttu samtals 32 fermingarnámskeið í Vatnaskógi.

Lokaorð Þegar horft er yfir liðið starfsár í Vatnaskógi má finna margt sem gleður. Fjöldi þátttakenda í sumarstarfi jókst, leikskólabörnum sem heimsóttu staðinn fjölgaði og hópur unglinga á fermingarnámskeiðum stækkaði. Fjáröflun vegna Birkiskála II gekk vel og skilaði rúmum 19 milljónum króna í Skálasjóð og stuðningaðilum í hópi einstaklinga og fyrirtækja fjölgaði. Þar að auki skilaði rekstur staðarins rekstrarafgangi sem mun nýtast vel í viðhald og uppbyggingu. Þetta er þakkarvert en hefði litla þýðingu ef Vatnaskógur nyti ekki síns frábæra og fórnfúsa starfsfólks en á síðasta ári störfuðu um 50 starfmenn í Vatnaskógi í lengri eða skemmri tíma. Þar fyrir utan var samsvarandi fjöldi sjálfboðaliða sem lögðu sitt að mörkum að halda starfinu gangandi og staðnum vel útlítandi. Starfsmönnum, sjálfboðaliðum og velunnurum staðarins verður seint fullþakkað. Eins skulum við muna að þakka Guði fyrir blessun hans yfir starfinu og vernd og varðveislu hans yfir öllum sem dvelja í Vatnaskógi. Bænin er það verkfæri sem Skógarmenn geta síst verið án. Hún undirbýr jarðveginn fyrir blessun Guðs sem heyrir bænir okkar og veit best hvers við þörfnumst. Án bænarinnar verður markmiði Skógarmanna „að leiða fólk til trúar á Jesú Krist og vinna að útbreiðslu ríkis hans“ ekki náð. Biðjum án afláts fyrir starfi Skógarmanna og starfi KFUM og KFUK á Íslandi og höldum þannig áfram að markinu.

41


13. Vindáshlíð Stjórn og stjórnarstörf Aðalfundur Aðalfundur Vindáshlíðar var haldinn 9. mars 2016 í félagsheimili KFUM og KFUK við Holtaveg. Á fundinn komu 30 konur. Fundastjóri var Ragnhildur Ásgeirsdóttir og fundaritari var Anna Elísa Gunnarsdóttir. Í kjörnefnd voru: Dagný Bjarnhéðinsdóttir og Ásta Björg Þorbjörnsdóttir. Stjórn Vindáshlíðar Stjórn Vindáshlíðar var þannig skipuð á starfsárinu: Jessica Leigh Andrésdóttir, formaður Hanna Lára Baldvinsdóttir, varaformaður Gerður Rós Ásgeirsdóttir, gjaldkeri Áslaug Haraldsdóttir, varagjaldkeri Ragnheiður Guðmundsdóttir, ritari Fjóla Dögg Halldórsdóttir, vararitari Ingibjörg Tómasadóttir, kynningafulltrúi. Skoðunarmenn reikninga voru: Ragnheiður Arnkelsdóttir og Anna Kristín Guðmundsdóttir. 42

Á starfsárinu voru haldnir 10 stjórnarfundir: 2 á heimilum stjórnarmanna, 1 í Vindáshlíð og 7 voru haldnir á Holtavegi 28, Helstu verkefni stjórnar Almenn stjórn sumarbúðastarfsins er mikið verk og allt unnið í sjálfboðavinnu. Meðal verka eru rekstur og viðhald húsakynna, ráðningar starfsfólks, skipulag sumarstarfs og almennur stuðningur við það, kaffisala og kvennaflokkur, svo nokkur atriði séu nefnd. Á árinu var farið í mikið viðhald sem krafðist undirbúnings, skipulags og vinnu.

Starfsemi – sumarstarf Í dvalarflokkum í Vindáshlíð er alltaf fjölbreytt dagskrá. Daglega er boðið upp á gönguferðir þar sem nánasta umhverfi Vindáshlíðar er skoðað. Í hverjum flokki er keppt í brennó og í lokin stendur eitt herbergi eftir sem brennómeistarar. Einnig er keppt í öðrum íþróttum og leikjum. Margvísleg leiktæki eru í Vindáshlíð sem stúlkurnar sækja í og vinsælt er að útbúa svokölluð vinabönd. Herbergin skiptast samkvæmt hefðum á að sjá um kvöldvökur og er jafnan glatt á hjalla. Mikið er sungið í Vindáshlíð, bæði á kvöldvökum og öðrum skipulögðum stundum. Auk þess eru sungnir


söngvar eins og fánasöngur, borðsöngur fyrir máltíðir og kvöldsöngur fyrir svefninn. Einu sinni í flokk er guðþjónusta í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð og taka allar stúlkur þátt í undirbúningi hennar með ýmsum hætti. Á hverjum degi er biblíulestur og fræðsla úr Biblíunni. Hver foringi hefur umsjón með einu herbergi og kallast bænakona. Hver bænakona ber ábyrgð á sínu herbergi og er uppálagt að fylgjast sérstaklega vel með stúlkunum í því herbergi. Ævintýra- og óvissuflokkar eru haldnir 3–4 sinnum yfir sumarið. Þeir eru ætlaðir eldri stúlkum. Reynt er að hafa þessa flokka ófyrirsjáanlega og spennandi fyrir stúlkurnar. Sumarið 2016 voru þrír ævintýraflokkar, einn óvissuflokkur og einn flokkur sem nefndur var Skapandi stelpur. Í þeim flokki var lögð áhersla á sköpun og listir.

Flokkar sumarsins voru Flokkur Tímabil Aldur Dagar Fjöldi 1. 8.–12. júní 9–11 5 39 2. 13.–18. júní 11–13 6 85 3. 20.–25. júní 10–12 6 85 4. 27. júní–2. júlí 12–14 6 85 5. 4.–9. júlí 10–12 6 85 6. 11.–16. júlí 9–11 6 64 7. 18.–23. júlí 11–13 6 29 8. 25.–28. júlí 4 9. 2.–6. ágúst 10–12 7 52 10. 8.–13. ágúst 11–13 7 63 11. 26.–28. ágúst Frá 18 ára 3 48 12. 9.–11. sept. Frá 6 ára 3 54

Skýring Ævintýraflokkur Ævintýraflokkur

Óvissuflokkur Vinnuflokkur Skapandi stelpur Ævintýraflokkur Kvennaflokkur Mæðgnaflokkur

8. flokkur (óvissuflokkur eldri) féll niður vegna ónógrar þátttöku og var þá breitt í vinnuflokk þar sem foringjar unnu að viðhaldi og þrifum. Starfsmenn Forstöðukonur: Anna Arnardóttir, Auður Pálsdóttir, Ásta Bryndís Schram, Gunnfríður Tómasdóttir, Hanna Lára Baldvinsdóttir, Hulda Guðlaugsdóttir, Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Þóra Gísladóttir. Ráðskona: Berglind Ósk Einarsdóttir var ráðskona allt sumarið. Foringjar: Aldís Helga Björgvinsdóttir, Alma Kristín Ólafsdóttir, Andrea Anna Arnardóttir, Anna Valsdóttir, Áslaug Haraldsdóttir, Ásta Björg Þorbjörnsdóttir, Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Ásta Ingólfsdóttir, Bergey Flosadóttir, Bjargey Þóra Þórarinsdóttir, Bryndís Schram Reed, Dagrún Linda Barkardóttir, Eirný Sveinsdóttir, Elfa Björk Ágústsdóttir, Elísa Sif Hermannsdóttir, Ester Helga Harðardóttir, Gígja Björg Guðjónsdóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Birna Guðlaugsdóttir, Guðrún Nína Petersen, Gunnhildur Einarsdóttir, Helga Sóley Björnsdóttir, Helena Hafsteinsdóttir, Hildur Margrét Arnbjargardóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Ingibjörg Lóreley Zimsen Friðriksdóttir, Ingunn Huld Sævarsdóttir, Íris Andrésdóttir, Jóna Kolbrún Leifsdóttir, Karen Hjartardóttir, Kristín Högna Magnúsdóttir, Kristjana Guðbjartsdóttir, Marta Andrésdóttir, Pálína Agnes Kristinsdóttir, Sara Lind Sveinsdóttir, Signý Gyða Pétursdóttir, Sigríður Stella Gunnarsdóttir, Sólrún Ásta Steinsdóttir, Steinunn Anna Radha Másdóttir, Sæunn Ýr Óskarsdóttir, Þórhildur Einarsdóttir, Hulda Guðlaugsdóttir, Hanna Lára Baldvinsdóttir, Gunnfríður

Tómasdóttir, Jessica Leigh Andrésdóttir, Fjóla Dögg Harðardóttir, Kristín Sigrún Magnúsdóttir, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, Inga María Björgvinsdóttir, Natalia Björnsdóttir, Unnur Ýr Kristinsdóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Ása Alexía Unnarsdóttir. Aðstoðarforingjar sumarsins voru: Alma Rún Jensdóttir, Áslaug Lárusdóttir, Erla María Sveinsdóttir, Ester Borgarsdóttir, Hanna Björt Stefánsdóttir, Hrafnhildur Jakobína Grímsdóttir, Rebekka Ýr Guðbjörnsdóttir, Svava Sól Matthíasdóttir, Thelma Karen Jónsdóttir, Emilía Anna Þorbjörnsdóttir, Ebba Björg Ísberg, Lára Karólína Skúladóttir, Bjargey Þóra Þórarinsdóttir, Helena Heiðdal, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Inga Guðrún Ragnarsdóttir, Kristín Auður Stefánsdóttir og Edda Björk Pétursdóttir. Og ekki má gleyma þeim dygga hóp sjálfboðaliða sem kom í vinnuflokka og tók þátt í að gera staðinn tilbúinn til þess að taka við glöðum börnum.

Viðburðir Kvennaflokkur Kvennaflokkurinn var helgina 26.–29. ágúst og var yfirskriftin „líkami, sál og andi“. Ráðskona var Fjóla Sæbjörg Ólafsdóttir og annað starfsfólk var Signý Pétursdóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og Helga Sóley Björnsdóttir. Á föstudagskvöldi voru samhristingsleikir í umsjá Hönnu Láru Baldvinsdóttur. Á laugardagsmorgni

43


Kaffisala Vindáshlíðar Kaffisalan var haldin sunnudaginn 14. ágúst 2016. Veitingar voru í setustofu í gömlu byggingu. Kaffisalan var vel sótt. Útleiga Vindáshlíð hefur verið leigð út undanfarin ár að vetrarlagi og hafa ýmsir hópar notfært sér það. Vindáshlíð var þó lokuð frá miðjum nóvember og til 1. mars en kostnaðarsamt er að kynda húsin á þeim árstíma. Gjafir og styrkir Byko styrkti Vindáshlíð um 100 þúsund krónur á starfsárinu. Auk þess bárust Vindáshlíð góðar gjafir frá einstaklingum og velunnurum sem bera að þakka fyrir. kom Dóra Magnúsdóttir og fjallaði um markþjálfun í tengslum við kristni. Eftir hádegi á laugardeginum var kynning á Forever living vörunum og skartgripum. Dagskrá laugardagskvölds var í höndum stjórnar Vindáshlíðar. Arnar Ragnarsson fjallaði um hvernig trúin tengdist því að hann hugsaði um líkamann. Bryndís Mjöll Schram Reed söng nokkur lög ásamt bróður sínum Kristni Þór Schram Reed. Helga Kolbeinsdóttir sá um biblíulestur og guðsþjónustu. Mæðgnaflokkur Mæðgnaflokkur var helgina 19.–21. september. Stjórn og skipulag var í höndum Önnu Elísu Gunnarsdóttur, ráðskona var Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir og annað starfsfólk var Ingibjörg Tómasdóttir, Ólöf Birna Sveinsdóttir og Ester Helga Harðardóttir. Fyrsti AD-KFUK fundur vetrarins var að venju í Vindáshlíð þann 4. október. Að loknum dýrlegum kvöldverði, sem Hlíðarstjórn sá um, flutti Magnea Sverrisdóttir hugleiðingu, undir yfirskriftinni „Einn veit ég stað“. Þakkagjörðarhátíð Þakkargjörðarmatur starfsfólks var haldinn 1. nóvember í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut 58–60. Jessica og aðrar úr stjórn elduðu dýrindis kalkún og gómsætt meðlæti. Mæting var góð og mæltist þakkargjörðin vel fyrir.

Ýmsir viðburðir í starfi Vindáshlíðar Jólatrjáasala Jólatrjáasala var haldin í Vindáshlíð 10. desember. Veðrið var gott og þeir sem mættu nutu góðra veitinga og skemmtilegs andrúmslofts. Árshátíð Hlíðarmeyja Árshátíð stelpnanna var haldin sunnudaginn 5. febrúar 2017. Starfsfólk sumarsins sá um skemmtiatriði, dregið var í happdrætti og hlustað á hugleiðingu. Á eftir var svo boðið upp á léttar veitingar. Það var mjög góð mæting (120 stelpur) á árshátíðina. Vinnuflokkar Vinnuflokkar voru í maí. Fremur dræm þátttaka var í þeim en það tókst þó að gera Hlíðina tilbúna undir sumarstarfið. Þá var 8. flokk breytt í vinnuflokk eins og áður er getið.

44

Framkvæmdir og starfaðstaða Viðhald Nokkurt viðhald þurfti á árinu og varð það heldur meira en skipulagt var í upphafi. Grafið var meðfram suðurhlið hússins til að athuga með dren lögn sem reyndist í lagi. Neðri hæð nýbyggingar Raki fannst í gólfi og útveggjum í kvöldvökusal og herbergi þar inn af. Fjarlægja þurfti 80 cm af gólfdúknum meðfram öllum suðurvegg. Gólf var slípað, pússað og varið fyrir frekari rakaskemmdum. Skipt var um glugga í stigaganginum. Aðrir gluggar voru hreinsaðir, pússaðir og varðir fyrir frekari rakaskemmdum áður en þeir voru lakkaðir. Gert var við milliveggi, baðherbergi flísalagt og nýjum upphengdum klósettum komið fyrir. Efri hæð nýbyggingar Lagfærðir voru gluggar í svefnherbergjum og skipt var út opnanlegum fögum. Gengið var frá samskeytum bárujárns og steypu milli hæða á suðurhlið hússins vegna leka. Eldri byggingin Í eldhúsi og matsal voru gluggar hreinsaðir, pússaðir og varðir fyrir frekari skemmdum áður en þeir voru lakkaðir. Jón Bj. Jónsson húsameistari og Jón Jóhannson blikksmíðameistari og nemi í húsasmíði sáu um framkvæmdirnar. Bætt hljóðvist Settar voru upp hljóðeinangrunarplötur í loftið annarsvegar í kvöldvökusalinn og hinsvegar í matsalinn. Þóra Gísladóttir og eiginmaður hennar sáu um uppsetningu á plötunum.

Lokaorð Hlíðarstjórn færir þakkir fyrir fyrirbænir og góðar gjafir og þakkar öllum sem tekið hafa þátt í starfi Vindáshlíðar á liðnu starfsári með einum eða öðrum hætti. Það er okkur meira virði en orð fá lýst. Guð launi ykkur allan velvilja og hlýjan hug til Vindáshlíðar. Starf Vindáshlíðar er kristniboðsstarf sem þarfnast stöðugt vinnandi og biðjandi handa. Göngum þannig saman í hönd mót nýju starfsári í fótspor Krists „Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.“


14. Ölver Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Aðalfundur Ölvers var haldinn fimmtudaginn 10. mars 2016 að Holtavegi 28, Reykjavík. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Fundarstjóri var Magnús Skúlason og fundarritari Þuríður Þórðardóttir. Endurskoðaðir reikningar og ársskýrsla voru lögð fram til umræðu og afgreiðslu. Kosið var um tvo menn í aðalstjórn og tvo í varastjórn. Þá var kjörinn skoðunarmaður reikninga. Ingólfur Þorbjörnsson hélt kynningu á vatnsframkvæmdum í Ölveri. Stjórn Stjórn Ölvers á starfsárinu 2016–2017 var þannig skipuð: Erla Björg Káradóttir, formaður. Drífa Kristín Sigurðardóttir, ritari. Guðni Már Harðarson, gjaldkeri. Aníta Eir Einarsdóttir, stjórnarmaður. Þóra Björg Sigurðardóttir, stjórnarmaður. Hrafnhildur Garðarsdóttir, varamaður. Salvör Þórisdóttir, varamaður. Skoðunarmenn reikninga starfsárið 2016–2017 voru Einar Helgi Ragnarsson og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir. Stjórnarfundir á starfsárinu voru fimm. Þeir voru haldnir þann 6. apríl 2016, 11. maí 2016, 7. september 2016, 19. október 2016 og 11. janúar 2017.

Helstu verkefni stjórnar Stjórnin sá um skipulagningu sumarstarfsins. Í því fólst meðal annars að undirbúa staðinn og kaupa aðföng, setja saman flokkaskrá, ráða starfsfólk, halda námskeið og setja upp vinnuskipulag. Stjórnin stóð fyrir margvíslegum fjáröflunum á starfsárinu, en þeirra umfangsmest var söfnun vegna lagningar vatnsleiðslu. Stjórnin hélt stefnumótunarfund þann 15. febrúar síðastliðinn, en þar var stefna sumarbúðanna til næstu tíu ára mótuð. Þá var annar fundur nefndar um byggingu fjölnota húsnæðis við sumarbúðirnar haldinn vorið 2016.

Sumarstarf Flokkar Það voru samtals 359 stúlkur sem dvöldu í Ölveri sumarið 2016. Boðið var upp á fjölbreyttar tegundir flokka í Ölveri, þannig að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikjaflokkur og ævintýraflokkur voru á sínum stað og elstu og yngstu stúlkurnar gátu farið í unglingaflokk og krílaflokk. Þá var í fyrsta skipti boðið upp á svokallaðan Fókusflokk, þar sem áherslan var meðal annars lögð á sjálfseflingu, sjálfstraust og góð samskipti. Því miður þurfti að fella niður einn flokkanna, Pjakkaflokk, vegna ónógrar þátttöku. Ölversbolurinn í ár var appelsínugulur og tekin var aftur upp sú hefð að senda stelpurnar heim með bækling með lagatextum, Biblíuversum og kveðju frá bænakonunni sinni. 45


Flokkar sumarsins voru Flokkar 1. Leikjaflokkur 2. Listaflokkur 3. Ævintýraflokkur 4. Leikjaflokkur 5. Ævintýraflokkur 6. Unglingaflokkur 7. Ævintýraflokkur 8. Krílaflokkur 9. Fókusflokkur

Tímabil 10.–14. júní 16.–21. júní 22.–28. júní 29. júní–3.júlí 6.–12. júlí 14.–19. júlí 21.–26. júlí 27.–30. júlí 4.–9. ágúst

Aldursbil Fjöldi Nýting 8–10 ára 46 100% 9–12 ára 46 100% 10–12 ára 46 100% 8–10 ára 46 100% 10–12 ára 46 100% 13–15 ára 25 54% 10–12 ára 44 95% 6–9 ára 32 100% 9–12 ára 28 93%

Starfsmenn Starfsfólk Ölvers vann frábært starf í sumar. Það er lán Ölvers að hafa fengið til liðs við sig framúrskarandi starfsmenn, sem sáu til þess að dvölin varð skemmtileg, lærdómsrík og eftirminnileg fyrir stelpurnar. Forstöðukonur voru Mjöll Þórarinsdóttir, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, Erna Björk Harðardóttir, Erla Björg Káradóttir, Hafdís María Matsdóttir, Kristín Hákonardóttir, Hjördís Rós Jónsdóttir og Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir. Ráðskonur voru Þóra Gísladóttir, Salóme Huld Garðarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Helga Sigríður Þórsdóttir, Kristín Hákonardóttir, Jóhanna Elísa Skúladóttir og Hrafnhildur Garðarsdóttir. Bakarar voru Fanney Rún Ágústsdóttir, Helga Sigríður Þórsdóttir, Hugrún Helgadóttir, Sandra Björk Jónasdóttir, Markús Bjarnason, Rebekka Ingibjartsdóttir og Hrafnhildur Garðarsdóttir. Foringjar voru Gríma Katrín Ólafsdóttir, Gunnhildur Karen Bridde, Sunna Björg Gunnarsdóttir, Sandra Björk Jónasdóttir, Hugrún Helgadóttir, Fanney Rún Ágústsdóttir, Íris Andrésdóttir, Messíana Halla Kristinsdóttir, Marta Andrésdóttir, Jóhanna Elísa Skúladóttir, Aníta Eir Einarsdóttir, Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir, Rebekka Ingibjartsdóttir, Snædís Snorradóttir, Agnes Þorkelsdóttir, Harpa Vilborg Schram, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Irena Rut Jónsdóttir. Sjálfboðaliðar voru Ása Hrönn Magnúsdóttir, Guðbjörg Ylfa Evudóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Kristín Helga Ágústsdóttir, Bryndís Arna Bridde, Sigríður Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Lovísa Snorradóttir, Bára Sara Guðfinnsdóttir, Gertruda Paceviciute, Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Svanhvít Árnadóttir, Aldís Ísabella Fannarsdóttir, Anna Pálsdóttir, Jóna Alla Axelsdóttir, Birna Kristín Kristjánsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Jóhanna Teuffer, Sveinbjörg Birna Kristjánsdóttir og Andrea Rut Halldórsdóttir.

Ýmsir viðburðir í starfi Ölvers Árshátíð Ölvers Árshátíð Ölvers fyrir dvalarstúlkur var haldin laugardaginn 5. mars til að þakka fyrir frábæra samveru sumarið áður og til að hita upp fyrir sumarið 2016. Árshátíðin var haldin að Holtavegi 28 og stóð frá 14:00 til 15:30. Foringjar sumarsins héldu uppi fjörinu með skemmtilegum leikritum og söngvum. Að því loknu var boðið upp á léttar veitingar.

46

Byggingarnefndarfundur Í apríl 2016 hélt nefnd um byggingu fjölnota húsnæðis við Ölver annan vinnufund sinn. Í byggingarnefndinni eru Runólfur Þór Ástþórsson, Kári Geirlaugsson og Lára Dröfn Gunnarsdóttir. Fundurinn var hugmyndafundur um fyrirhugaða byggingu húss eða skála í stað íþróttahússins og leiddi Runólfur vinnuna bæði faglega og skipulega. Starfsmannadagur Starfsmönnum var boðið til starfsmannadags þann 3. júní 2016 sem markaði upphaf sumarstarfsins í Ölveri. Þar var farið yfir gagnleg atriði fyrir starfsmenn, vinnuskipulag og fleira. Kaffisala Yfir tvö hundruð manns komu á árlega kaffisölu Ölvers sem haldin var 21. ágúst. Skipulagning kaffisölunnar var í höndum Erlu Bjargar Káradóttir, Þóru Bjargar Sigurðardóttur, Anítu Eirar Einarsdóttur, Hrafnhildar Garðarsdóttur og Kristbjargar Harðardóttir. Fjölmargir velunnarar reiddu fram kræsingar og sáu til þess að dagurinn heppnaðist frábærlega. Starfsmannaboð Að venju var starfsmönnum sumarsins boðið til sameiginlegs kvöldverðar. Starfsmannaboðið var haldið þann 29. september heima hjá Erlu Björgu Káradóttur. Mætingin var mjög góð og gafst starfsmönnum og stjórn gott tækifæri til þess að hittast, spjalla saman og rifja upp skemmtilegt sumar. Stefnumótunarfundur Þann 15. febrúar 2017 hélt stjórn Ölvers stefnumótunarfund á Holtavegi 28. Öllu starfsfólki, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum var boðið til fundarins, sem var undir yfirskriftinni „Viltu taka þátt í að móta framtíð Ölvers?“ Fundinum stýrði Kristín Hákonardóttir markþjálfi. Fundarmönnum var m.a skipt í hópa og þeir beðnir að setja markmið annars vegar til þriggja ára og hins vegar til tíu ára. Þegar markmiðin voru komin á blað, þá var þeim forgangsraðað eftir mikilvægi. Líflegar umræður sköpuðust og gaman var að sjá hversu samtaka fundarmenn voru í framtíðarsýn sinni fyrir Ölver. Vetrarleiga Ýmsir hópar nýttu sér aðstöðuna í Ölveri yfir vetrartímann og má þar nefna leikskólabörn og hópa í kristilegu starfi. Þá voru haldin námskeið á staðnum. Þuríður Þórðardóttir annaðist umsjón vetrarleigunnar eins og fyrri ár og fórst það frábærlega úr hendi.


Framkvæmdir og starfsaðstaða Undirbúningur sumarstarfs, viðhald og framkvæmdir Að venju unnu velunnarar Ölvers ötullega við viðhald og framkvæmdir á staðnum áður en sumarstarfið hófst. Matsalurinn, gluggar að utanverðu og hurðir innandyra voru málaðar og forstofan var tekin í gegn. Þá var fúavarið og flísalagt, pípulagningavinna unnin og bústaðurinn parketlagður. Einnig var tekið til, þrifið og undirbúið fyrir upphaf sumarstarfsins. Vatn og borhola Umfangsmestu framkvæmdir starfsársins tengdust vatnsmálum, en í vatnsnefnd Ölvers eru Ingólfur Þorbjörnsson og Hafsteinn Kjartansson. Nefndin sinnti þessu umfangsmikla verkefni frábærlega og sá til þess að vinnan væri unnin á sem hagkvæmastan hátt. Eftir rannsóknir fannst vatnslind fyrir neðan Ölver. Lögð var 160 metra vatnsleiðsla frá vatnslindinni, sem var mikið verkefni, enda þurfti að grafa fyrir og leggja leiðsluna, vinna jarðvinnu, útvega dælu, tyrfa yfir, vinna pípulagningavinnu og margt fleira. Þá var um leið lögð ný foreinangruð heitavatnsleiðsla. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sá um borhluta verksins og ÍSOR lagði til sérfræðinga til þess að finna vatnslindina. Auk þess lögðu margir sjálfboðaliðar hönd á plóg, og má þar nefna auk meðlima vatnsnefndarinnar, Kristján Sigurðsson og Þuríði Þórðardóttur.

Fjáröflun Fjáröflun fyrir vatnsleiðlu Stærsta fjáröflun ársins var fyrir vatnsleiðslunni frá lindinni sem fannst við Ölver. Vitað var að verkefnið yrði umfangsmikið og kostnaðarsamt og þess vegna var leitað til velunnara Ölvers um stuðning og er óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið frábær. Það tókst að safna 1,3 milljónum króna og voru það tæplega 150 manns sem lögðu verkefninu lið með fjárhagsstuðningi. Þá eru ótaldir aðrir sem vöktu athygli á verkefninu með því að aðstoða við kynningu þess. Guðni Már Harðarson leiddi fjáröflunina. Þetta var stærsta fjáröflun sem Ölver hefur farið í nú í seinni tíð og tókst verkefnið afskaplega vel. Hlaupið fyrir Sveinusjóð Að venju tóku nokkrir hlauparar þátt í maraþoninu í ágúst og hlupu til styrktar Sveinusjóði, en markmið sjóðsins er að safna fyrir nýju húsnæði við Ölver. Árleg framlög þeirra sem heitið hafa á hlauparana hafa lagt mikið til sjóðsins í gegnum tíðina. Sala á sörum og makkarónum Kristbjörg Heiðrún Harðardóttir ásamt Hildi Kjartansdóttur önnuðust árlegan sörubakstur í Ölveri ásamt fleiri sjálfboðaliðum. Afraksturinn var síðan seldur til styrktar starfinu í Ölveri og fengu færri en vildu. Í ár var tekin upp sú nýbreytni að selja einnig makkarónur og mæltist hún vel fyrir.

Sr. Guðni Már Harðarson blessar nýju vatnsleiðsluna við verklok framkvæmda.

Lokaorð Stjórn Ölvers er þakklát eftir gott starfsár. Sumarstarfið gekk afskaplega vel og er það ekki síst að þakka hæfileikaríku starfsfólki. Aðsóknin var frábær og stelpurnar fóru glaðar heim – sem er það sem mestu máli skiptir í starfi Ölvers. Stjórnin vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra velunnara Ölvers. Framlag velunnaranna er ómetanlegt og án þeirra væri ekki mögulegt að halda úti starfinu í Ölveri. Þeir skipta tugum sem hafa lagt eitthvað af mörkum til starfsins í ár, hvort sem það er að fylgjast með starfinu og vekja athygli á því, taka þátt í ýmiss konar viðhaldsvinnu, sjá um staðinn yfir vetrartímann, taka þátt í sumarstarfinu sem sjálfboðaliði eða baka fyrir kaffisöluna.

47


15. Hólavatn Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur Hólavatns var haldinn 14. mars 2016 Stjórn Hólavatns á starfsárinu skipuðu: Jón Ómar Gunnarsson, formaður Arnar Yngvason, gjaldkeri Jóhann Þorsteinsson, ritari Hreinn Andrés Hreinsson, meðstjórnandi Þórður Daníelsson, meðstjórnandi Pétur Ragnhildarson, varamaður Jóhanna Sigurjónsdóttir, varamaður Skoðunarmenn reikninga voru: Gísli Örn Bjarnhéðinsson Þorsteinn Arnórsson Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 5 og fóru þeir oftast fram í félagsheimilinu í Sunnuhlíð. Auk þess sóttu formaður og ritari þrjá sameiginlega formannafundi sumarbúðanna í Reykjavík. Verkefni stjórnar sneru mest að undirbúningi og skipulagi sumarstarfsins og að venju voru viðhaldsverkefni og framkvæmdir nokkuð fyrirferðamikil. Stjórnin fjallaði um hugmyndir lagabreytinganefndar KFUM og KFUK á Íslandi og gaf álit, auk þess sem talsverður tími fór í 10–3–1 stefnumótunarvinnuna. Starfsmenn Forstöðufólk: Arnar Ragnarsson, Guðmundur Guðmundsson, Jóhann Þorsteinsson, Jón Ómar Gunnarsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Sólveig Reynisdóttir. Ráðskonur: Arndís Jóna Vigfúsdóttir, Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Anna Ingólfsdóttir, Hafdís Elva Ingimarsdóttir, Anna Elísa 48

Hreiðarsdóttir, Berglind Ólöf Sigurvinsdóttir, Brynja Eiríksdóttir og Sigurrós Anna Gísladóttir. Foringjar: Ásta Guðrún Guðmundsdóttir, Bryndís M. Schram Reed, Einar Aron Fjalarsson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Ingimar Baddi Ingimarsson Eydal, Íris Andrésdóttir, Marta Andrésdóttir, Pálína Agnes Kristinsdóttir, Pétur Ragnhildarson, Sigríður Stella Gunnarsdóttir, Sæunn Ýr Óskarsdóttir, Þórhildur Einarsdóttir og Þórður Daníelsson. Aðstoðarforingjar: Anna Pálsdóttir, Björn Kristinn Jóhannsson, Dóróthea G. Bin Örnólfsdóttir, Elmar Atli Arinbjarnarson, Guðbjörg Ylfa Evudóttir, Pétur Benedikt Sigurðsson, Sara Rut Jóhannsdóttir og Trausti Jónsson.

Sumarstarf á Hólavatni 2016 Flokkar sumarsins 2016 voru Fl. Tímabil Dagar 1 Frumkvöðlafl. 9.–11. júní 2 Flokkur KVK 13.–17. júní 3 Flokkur KVK 20.–24. júní 4 Flokkur KK 27. júní–1. júlí 5 Ævintýrafl. KK 4.–8. júlí 6 Ævintýrafl. KVK 11.–15. júlí 7 Listafl. KVK 18.–22. júlí 8 Meistarafl. KK og KVK 25.–29. júlí

Aldur Fjöldi 7–9 ára 24 8–11 ára 24 8–11 ára 33 8–11 ára 34 11–14 ára 31 11–14 ára 32 9–12 ára 28 13–16 ára 23 Samtals: 229

Yfirlit starfs Sumarið 2016 var boðið upp á átta dvalarflokkar. Aðsókn var góð og nýtingin tæplega 90% af auglýstum plássum. Í fyrsta sinn í nokkurn tíma má segja að erfiðlega hafi gengið að manna allar stöður. Sérstaklega var


erfitt að finna matráð en í júnímánuði var líka talsvert um að stjórnarfólk og aðrir heimamenn væru að hlaupa í skarðið á síðustu stundu. Þegar horft er til baka má þó segja að sumarið hafi gengið vel og börnin verið ánægð. Við sem störfum í stjórn Hólavatns sjáum svo vel hve mikils virði það er þegar hæfileikaríkt og ungt fólk gefur kost á sér til sumarstarfa á Hólavatni og erum við öllu þessu góða fólki þakklát fyrir þeirra störf fyrir Hólavatn. Árleg kaffisala Árleg kaffisala sumarbúðanna Hólavatni fór fram sunnudaginn 14. ágúst kl. 14:30–17:00. Auk gómsætra veitinga var fjölmargt í boði fyrir alla fjölskylduna, útileiktæki, bátar o.fl. Þetta var ánægjulegur dagur fyrir alla vini og velunnara Hólavatns og mikilvægur þáttur í fjáröflun fyrir staðinn því tekjur af kaffisölunni námu um 380 þúsund krónum.

Á starfsárinu var skipt var um klæðningu á vesturvegg gamla hússins, þakkantur endurnýjaður og þakrennu

Aðrir liðir í starfi Hólavatns Fermingarnámskeið Í ágúst var boðið upp á fermingarnámskeið, en þrír hópar komu frá Glerárkirkju. Starfsmenn á námskeiðunum voru Jóhann Þorsteinsson, Pétur Ragnhildarson og Ásta Guðrún Guðmundsdótir. Auk þess voru frá Glerárkirkju prestar kirkjunnar, þeir sr. Gunnlaugur Garðason og sr. Jón Ómar Gunnasson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir æskulýðsfulltrúi Glerárkirkju. Mikil ánægja var með þessi námskeið og standa vonir til að hægt verði að bjóða fleiri söfnuðum á Eyjafjarðarsvæðinu að koma með hópa í framtíðinni. Útleiga Skálaferðir nýnema við Menntaskólann á Akureyri voru á sínum stað en foreldrafélagið við Menntaskólann sér um skipulag og framkvæmd. Níu hópar dvöldu í sólarhring á Hólavatni í október og nóvember og er það ánægjulegt að nýta megi staðinn með þessum hætti. Framkvæmdir Helstu framkvæmdir á starfsárinu voru þær að skipt var um klæðningu á vesturvegg gamla hússins, þakkantur endurnýjaður og þakrennur. Þá fór á hautmánuðum að bera á því að vatnsþrýstingur féll og því var skipt um þrýstikút við kaldavatnsborholu en málið er ekki fyllilega í höfn og líklega þarf að skipta úr rafstýringu sem kveikir og slekkur á brunndælu. Gjafir og styrkir Gjafir og styrkir eru Hólavatni nauðsyn og í raun ein af forsendum þess að hægt sé að byggja staðinn upp og halda honum við. Á árinu bárust gjafir í skálasjóð að upphæð 120.000 og munaði þar einna mest um 50 þúsund frá kvenfélaginu Hjálpin í Eyjafjarðarsveit en sú gjöf er sérstaklega hugsuð til aðstoðar við fjármögnun á leslömpum í herbergin. Þá studdi Samherjasjóður starfið á Hólavatni um 500 þúsund og hefur sá styrkur gert okkur kleift að fara í samstarf við mæðrastyrksnefnd Akureyrar sem styrkti nokkur börn frá efnaminni heimilum og gerði þeim þannig kleift að dvelja í flokk á Hólavatni. Þá voru aðrir minni styrkir sem vinir og velunnarar færðu Hólavatni og viljum við þakka af alhug þann góða stuðning sem fjölmargir sýna Hólavatni ár hvert.

Í ágúst 2016 voru fermingarnásmkeið á Hólavatni. Á myndinni er hópur frá Glerárkirkju á Akureyri.

Lokaorð Í Spádómsbók Jesaja, 40. kafla og versum 29–31 segir: Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. Ungir menn þreytast og lýjast, æskumenn hnjóta og falla en þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft, þeir fljúga upp á vængjum sem ernir, þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki. Þess vegna setjum við von okkar á Drottinn. Hann sem er höfundur lífsins hefur falið okkur það verk að boða fagnaðarerindið og það er hvergi betra að gera það en einmitt í sumarbúðunum. Við þökkum Guði fyrir liðið starfsár og fyrir blessun hans og varðveislu.

49


16. Kaldársel Stjórn og stjórnarstörf Aðalfundur Aðalfundur var haldinn 1. mars 2016 í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28. Fundarstjóri var Magnús Viðar Skúlason og Ástríður Jónsdóttir var fundarritari. Kjörnefnd skipuðu Henning Emil Magnússon og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir Stjórn Stjórn Kaldársels á starfsárinu skipuðu: Arnór Heiðarsson, formaður, Ástríður Jónsdóttir, ritari, Berglind Ólafsdóttir, gjaldkeri, Arnór Bjarki Blomsterberg, meðstjórnandi, Anna Arnardóttir, meðstjórnandi, Þuríður Björg W. Árnadóttir, varamaður, Kristófer Ásgeirsson, varamaður. Anna Arnardóttir fékk leyfi frá stjórnarstörfum á miðju sumri og sagði sig úr stjórn í kjölfarið. Sæti hennar í aðalstjórn tók Þuríður Björg W. Árnadóttir. Skoðunarmenn reikninga voru: Elín Elíasdóttir og Guðmundur Jóhannsson. Fjöldi stjórnarfunda á árinu var 12. Auk formlegra stjórnarfunda átti stjórnin í miklum samskiptum um ýmis mál í gegnum lokaða síðu á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir að stjórn sé skipuð aðalmönnum og varamönnum eru allir stjórnarmeðlimir virkir og skipta með sér föstum verkefnum.

Helstu verkefni stjórnar Framlenging starfsleyfis Endurnýja þurfti starfsleyfi Kaldársels á árinu og þurfti að gera ýmsar endurbætur á húsnæði og lóð. Var það gert í góðu samráði við Heilbrigðiseftirlitið. Voru þau verk unnin í sjálfboðavinnu af stjórn og öðrum velunnurum Kaldársels. Framkvæmd sumarstarfs 2016 Undir þennan lið fellur skipulagning flokka, ráðning starfsfólks, undirbúningur dagskrár, undirbúningur húsnæðis, vikuleg innkaup, almennt viðhald staðarins og bakvakt fyrir alla flokka. Stefnumótun og rekstrargrundvöllur Kaldársels til næstu ára Eitt stærsta verkefni starfsársins var að endurhugsa rekstrargrundvöll Kaldársels. Leikskólinn sem starfræktur hefur verið á vegum Hafnarfjarðarbæjar í Kaldárseli undanfarin ár var lagður niður í vor og þar með varð Kaldársel af talsverðum tekjum. Kannaðir voru möguleikar á að auka útleigu, reka eigin leikskóla og að koma upp aðstöðu til ferðaþjónustu. Á haustmánuðum kom upp sú hugmynd að Kaldársel myndi kaupa Vinasetrið, helgardvalarheimili fyrir börn sem þurfa á stuðningi að halda vegna félagslegrar aðstöðu. Stofnað yrði einkahlutafélag utan um starfsemina til að aðgreina hana skýrt frá rekstri KFUM og KFUK.

50

Hellaferðir eru eitt af þeim ævintýrum sem Kaldársel hefur að bjóða börnum.

Lækkun rekstrarkostnaðar Farið var í gagngera endurskoðun og aðgerðir til að lækka rekstrarkostnað Kaldársels. Viðamesta aðgerðin var að hagræðing í innkaupum en stjórn tók að sér að sjá sjálf um innkaup og akstur matar í Kaldársel í stað þess að fá hann sendann. Þannig tókst að lækka matarkostnað um helming. Vetrarleiga Stjórn undir forystu Þuríðar Árnadótur sá í samstarfi við starfsfólk þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK um útleigu á Kaldárseli þegar ekki var önnur starfsemi í húsinu. Nokkuð var sótt í að fá staðinn leigðan. Hinsvegar tóku allir stjórnarmeðlimir þátt í viðhaldi, eftirliti með þrifum og öðrum verkefnum sem fylgja útleigu. Viðhald húss og lóðar Fjarlægja þurfti leiktæki af lóð sem voru orðin úrelt, skipt var um þak á hluta hússins, kojur lagaðar, listar málaðir, ljós sett upp og gengið frá eftir framkvæmdir í eldhúsi og búri. Auk þess var húsið sérstaklega þrifið eftir að leikskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu. Samskipti og samráð við Hafnarfjarðarbæ Samskiptin við Hafnarfjarðarbæ sneru að miklu leyti um endurnýjun starfsleyfis, athuganir um mögulegar framkvæmdir og endurnýjun á lóðinni sem og samninga um að fá styrk vegna launa starfsmanna frá bænum. Samskipti og samráð við Heilbrigðiseftirlit Samskiptin við Heilbrigðiseftirlit snéru fyrst og fremst um endurnýjun starfsleyfis en sömuleiðis um reglubundið eftirlit með starfseminni. Kynningarstarf Kaldársel tók þátt í sameiginlegu sumarbúðablaði félagsins. Gefið var út dreifildi sem stjórn og fjölskyldur þeirra gengu með í hús í Hafnarfirði til að halda póstkostnaði í skefjum. Þá hafði stjórnin umsjón með Facebook síðu Kaldársels, myndasafni og fleira.


Undirbúningur sumarstarfs 2017 Stjórnin sá um undirbúning fyrir sumarstarfið 2017, gerði flokkaskrá og lagði drög að ráðningu sumarstarfsmanna.

Starfsemi – sumarstarf Flokkar sumarsins voru

Flokkur 1. strákaflokkur 2. stelpuflokkur 3. leikjanámskeið 4. leikjanámskeið 5. leikjanámskeið 6. Stelpur í stuði

Dags. 9.–13. júní 14.–18. júní 20.–14. júní 27. júní–1.júlí 4.–8. júlí 11.–15. júlí

Aldur Fjöldi í flokki 7–10 ára 15 7–10 ára 13 6–9 ára 40 6–9 ára 41 6–9 ára 32 10–12 ára 10

Á starfsárinu var ráðist í endurbætur á þaki Kaldársels.

Samtals var 151 þátttakandi í sumarstarfinu og er það 88% aukning frá fyrra ári. Starfsmenn Starfsmenn sumarsins voru: Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Helga Björk Jónsdóttir, Hugrún Lena Hansdóttir, Berglind Hönnudóttir, Pétur Ragnhildarson, Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir, Þórey Björk Aradóttir, Dagrún Linda Barkardóttir, Lena Inaba Árnadóttir, Guðni Nathan Gunnarsson, Sæunn Ýr Óskarsdóttir, Erna Ýr Styrkársdóttir, Steinunn Ýr Randversdóttir, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Baldur Þór Bjarnason, Sigurður Óskar Óskarsson og Hilmir Kolbeins. Stuðningur við starfið Starfið í sumar gekk vonum framar og var talsverð aukning á skráningu frá fyrra ári. Starfsfólkið stóð sig með prýði og getum við verið þakklát fyrir að eiga öflugt og gott fólk. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Kaldæingur og höfundur íslensku litabókarinnar, gaf Kaldárseli vinnu sína við gerð Kaldárselslitabókar sem gefin var öllum þátttakendum í sumarstarfinu og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Styrkur fékkst fyrir flokknum Stelpur í stuði frá Lýðheilsusjóði.

Leiktæki Í apríl var aparóla á lóð tekin niður að beiðni heilbrigðiseftirlits, þá voru mörk einnig fjarlægð. Samhliða kaupum Kaldársels á Vinasetrinu mun bætast verulega í leikmuna- og starfstækjasafn Kaldársels, s.s. sjónvarp, leikjatölvur, spil, föndurvörur og ýmis leiktæki.

Vorhátíð Þann 30. apríl fór fram vorhátíð Kaldársels. Hátíðin var vel sótt og áttu gestir góðan dag í Kaldárseli.

Endurbætur á þaki Í september var ráðist í endurbætur á þaki Kaldársels og fór Heiðar Jóhannsson smiður fyrir verkinu. Gaf hann alla vinnu við framkvæmdirnar. Fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar komu að verkinu og kann stjórn Kaldársels þeim öllum bestu þakkir fyrir.

Framkvæmdir og starfsaðstaða

Lokaorð

Eins og fram hefur komið var talsvert um framkvæmdir í Kaldárseli á árinu.

Eins og skýrsla þessi ber með sér var starfsárið 2016–1017 afar viðburðaríkt fyrir Kaldársel. Leikskólinn hætti starfsemi sinni og einkenndist vinna stjórnar því mikið að því að skoða framtíðarstefnu í rekstrarmálum Kaldársels. Þá var mikil aukning í skráningu í sumarstarfið sem er afar ánægjuleg þróun. Stjórn Kaldársels vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa starfinu lið á afar viðburðaríku ári.

Vinnudagar Þann 24. apríl og helgina 4.–5. júní fóru fram vinnudagar í Kaldárseli þar sem staðurinn var undirbúinn undir sumarið. Stjórn, starfsfólk og aðrir velunnarar Kaldársels tóku þátt.

51


17. KFUM og KFUK á Akureyri Markmið starfsins Í lögum starfsstöðvarinnar segir, að markmið starfsins eigi að vera að: „... leitast við að vekja og efla trúarlegt og siðferðilegt líf ungs fólks og hlynna að andlegum og líkamlegum þroska þess.“ Þess vegna býður KFUM og KFUK á Akureyri upp á félagsstarf fyrir börn og unglinga þar sem Biblíufræðsla og bænir eru fastir liðir.

Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri var haldinn 14. mars 2016 í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð. Í stjórn KFUM og KFUK á Akureyri voru kosnar: Brynhildur Bjarnadóttir, formaður Katrín Harðardóttir, gjaldkeri Ragnheiður Harpa Arnardóttir, ritari Varamenn: Sigrún Birna Guðjónsdóttir Valborg Rut Geirsdóttir Skoðunarmenn reikninga voru kosnir: Gísli Örn Bjarnhéðinsson Þorsteinn Arnórsson Haldnir voru 9 stjórnarfundir á árinu. Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi, sat 6 fundi stjórnar. Á milli funda voru ýmis mál rædd með tölvupóstsamskiptum. Helstu verkefni stjórnar: Helstu verkefni stjórnar á árinu, fyrir utan hefðbundin stjórnarstörf, hafa líkt og undanfarin ár tengst barna- og unglingastarfi félagsins en markmiðið var að styðja við fundi yngri deildar að jafnaði einu sinni í mánuði. Á þessum fundum hefur gjarnan verið boðið upp á handverk eða föndur. Þá fór á starfsárinu mikil orka í að reyna að fá betri samning við Akureyrarbæ en undir lok árs varð ljóst að ekki var vilji hjá Samfélags- og

mannréttindaráði, sem fer með samningsumboðið, að hækka styrkinn og var því undirritaður samningur 20. desember sem gildir fyrir 2016 og 2017 og er sambærilegur fyrri samningi. Samhliða þessari vinnu hófst athugun á þeim möguleika að Eyjafjarðarprófastsdæmi tæki skrifstofu á leigu í húsnæði KFUM og KFUK fyrir skrifstofu héraðsprests. Nú liggur fyrir leigusamningur sem tekur gildi frá 15. apríl 2017 og því þarf að ráðast í smávægilegar breytingar á húsnæðinu til að gera herbergi inn af setustofu hæft til útleigu. Þetta er ánægjulegur áfangi sem mun tryggja starfsstöðinni fastar leigutekjur. Að síðustu má nefna að stjórnin hélt á starfsárinu þrjá stjórnarfundi sem fóru að langmestu leyti í stefnumótunarvinnu 10–3–1 sem óskað var eftir af hálfu stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi. Afrakstur þeirrar vinnu verður kynntur á aðalfundi starfsstöðvarinnar 6. mars. Framkvæmdir Á starfsárinu var setustofa máluð í félagsheimilinu Sunnuhlíð og settar upp nýjar rúllugardínur. Þá var gömlum hornsófa skipt út fyrir tvo nýrri sófa sem voru gefnir til starfsins. Starfsfólk Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi, hefur skrifstofuaðstöðu í Sunnuhlíð, félagsheimili starfsstöðvar félagsins á Akureyri, og heldur utan um barna- og unglingastarfið á Norðurlandi. Starfshlutfall hans á starfsárinu var 50% til 1. júlí en 100% frá þeim tíma.

Yfirlit starfs Starfsstöðin á Akureyri leggur fyrst og fremst áherslu á barna- og unglingastarf. Líkt og árin á undan er unglingadeildin í samstarfi við Glerárkirkju og eins hefur áfram verið stutt við yngrideildarstarf á Dalvík og Ólafsfirði í samstarfi við kirkjuna. Svæðisfulltrúi fer hálfsmánaðarlega á Dalvík og Ólafsfjörð en prestarnir sjá um aðra hverja samveru á móti. Leiðtogahópurinn hefur verið traustur og reynsla þeirra og ábyrgð vex með ári hverju. Eftirfarandi deildir voru starfræktar á Norðurlandi: Unglingadeild í samstarfi við Glerárkirkju Skráðir voru 15, en meðaltalsmæting á fund var um 7 unglingar. Leiðtogar: Jóhann Þorsteinsson, Jón Ómar Gunnarsson, Eydís Ösp Eyþórsdóttir og Ingimar Baddi Ingimarsson Eydal. Auk þess voru ungleiðtogar duglegir að aðstoða inn á milli. Leikjafjör KFUM á Akureyri Skráðir voru 54, en meðaltalsmæting var 13 drengir. Leiðtogar: Jóhann Þorsteinsson, Ingimar Baddi Ingimarsson Eydal, Pétur Benedikt Sigurðsson og Sara Rut Jóhannsdóttir (haustmisseri). Þá var Guðlaugur Sveinn Guðlaugsson á vormisseri.

Góður fundur í leikjafjöri KFUM í Sunnuhlíð á Akureyri.

52

Leikjafjör KFUK á Akureyri Skráðar voru 55, en meðaltalsmæting á fund voru 16 stúlkur. Leiðtogar: Bára Dís Sigmarsdóttir, Telma Guðmundsdóttir og Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir. Þá var Sara Rut Jóhannsdóttir á vormisseri.


Leikjafjör KFUM og KFUK á Dalvík Skráð 30 börn en meðaltalsmæting um 14. Leiðtogar: Jóhann Þorsteinsson og Oddur Bjarni Þorkelsson. Leikjafjör KFUM og KFUK í Ólafsfirði Skráð 20 börn en meðaltalsmæting um 11. Leiðtogar: Jóhann Þorsteinsson og Sigríður Munda Jónsdóttir. Fullorðinsstarf Nokkrar samkomur voru haldnar á árinu, m.a. í samstarfi við kristniboðsfélagið. Aðventusamvera fjölskyldunnar á fyrsta sunnudegi í aðventu var ánægjuleg en hana sóttu rúmlega fjörtíu manns og voru það einkum börn úr deildastarfinu og fjölskyldur þeirra. Hópurinn sem fór í leiðtogabúðir í þýskalandi sumarið 2016.

Aðrir viðburðir á árinu Námskeið og þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða Á starfsárinu tóku ungleiðtogar þátt í tveimur leiðtoganámskeiðum. Í september var námskeiðshelgi í Vindáshlíð og í janúar í Vatnaskógi. Þá var í Sunnuhlíð haldið námskeið á vegum Æskulýðsvettvangsins í notkun Litla-Kompáss sem Jóhann Þorsteinsson annaðist. Ferð til Þýskalands Í lok júlí fóru 8 ungleiðtogar frá Akureyri til Þýskalands og tóku þátt í evrópskum leiðtogabúðum ásamt þátttakendum frá 9 öðrum Evrópulöndum. Yfirskriftin var YMCA youth work in Europe – Make diversity happen. Fararstjórar voru Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Reynisdóttir. Dagskráin var fjölbreytt en á hverjum morgni hófst dagskrá með sameiginlegri morgunsamveru og síðan var boðið upp á fjölbreytt námskeið sem þátttakendur gátu valið um. Íslenski hópurinn skipti sér í þrennt á námskeiðin sem í boði voru alla daga. Tveir þátttakendur lærðu um trjáhýsagerð og smíðuðu glæsilegt trjáhýsi. Tveir þátttakendur fóru á almennt leiðtoganámskeið þar sem fjallað var um mannréttindi, hópstjórnun og sjálfsþekkingu. Þriðji hópurinn með fjórum þátttakendum valdi að vera á námskeiði um leiki og íþróttir til að nota í æskulýðsstarfi. Námskeiðið var afar gagnlegt og skemmtilegt og voru þátttakendur mjög ánægðir með að hafa fengið tækifæri til þátttöku. Útleiga Nokkuð var um útleigu salarins í félagsheimilinu í Sunnuhlíð fyrir fermingarog skírnarveislur, auk þess sem hópur kvenna frá Dalvík hefur fengið að nota salinn fyrir kaffispjall einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Gjafir og styrkir Á starfsárinu naut félagið styrkja frá Samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar og er þar annars vegar um að ræða framlag vegna æskulýðsstarfsins og hins vegar endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda. Þar að auki fékkst sérstakur styrkur úr Æskulýðssjóði upp á fjögur hundruð þúsund fyrir hæfileikasýningu allra deilda á Norðurlandi og mun hún fara fram 1. apríl nk. Heiðurshjónin Guðmundur Ómar Guðmundsson og Anna Ingólfsdóttir héldu uppteknum hætti og gáfu félaginu mikla og trúfasta vinnu sína við þrif á húsnæðinu í Sunnuhlíð allt starfsárið. Þá hafa nokkrir félagsmenn stutt við starfið með mánaðarlegum framlögum og ber að þakka það sérstaklega.

Ný húsgögn voru fengin í setustofuna í Sunnuhlíð.

Lokaorð Eftir starfsárið er stjórninni efst í huga þakkir fyrir hversu góð þátttaka er í barnastarfinu, bæði á Akureyri, Dalvík og Ólafsfirði og hve traustir ungleiðtogarnir okkar eru. Allt fer þetta fram undir styrkri leiðsögn Jóhanns Þorsteinssonar, svæðisfulltrúa á Norðurlandi, en hann er sem fyrr ómetanleg blessun fyrir starfið. Frá því að bænastundir voru innleiddar sem fastur liður mánaðarlega sjáum við bænheyrslu Guðs mjög skýrt víða; í barnastarfinu, rekstrarreikningi o.fl. Á liðnum vikum hefur mikið verið rætt og beðið fyrir framtíðarsýn og stefnumótun næstu ára. Kallað var eftir hugmyndum og sýn félagsmanna á sérstökum fundi um þessi mál nú í febrúar. Þar komu fram margar, góðar hugmyndir og áhugi fólks fyrir að efla starf félagsins kom skýrt í ljós. Nú verður það verkefni nýrrar stjórnar að vinna áfram með þann sjóð hugmynda sem fram kom á fundinum. Það var dálítið skondið að fundarmenn voru 12 talsins, eins og lærisveinarnir sem Jesú sendi út með boðskapinn í árdaga kristninnar, samanber söguna í 10. kafla Metteusarguðspjalls. Við lofum Guð fyrir liðið starfsár og biðjum hann að blessa og leiða allt starf félagsins. Við hvílum í fyrirheiti Jesú: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“ (Matt. 28:20).

53


18. KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Stjórn og stjórnarstörf Aðalfundur Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum var haldinn 30. mars 2016 kl. 12:00 í safnaðarheimili Landakirkju. Fundinn sóttu 14 manns. Þar meðtalir nýir meðlimir stjórnar, þeir Helgi Bragason og Sigurjón Ingvarsson en þeir komu í stað Ísaks Mána Jarlssonar og Ásgeirs Þórs Þorvaldssonar, sem fluttu búferlum á árinu. Fundarstjóri var sr. Guðmundur Örn Jónsson og Bára Viðarsdóttir ritaði fundargerð. Stjórn á starfsárinu skipuðu: Guðmundur Örn Jónsson, formaður Bára Viðarsdóttir, ritari Gísli Stefánsson, gjaldkeri Helgi Bragason, meðstjórnandi Sigurjón Ingvarsson, meðstjórnandi Stjórnin hélt þrjá stjórnarfundi á starfsárinu, alla í safnaðarheimili Landakirkju. Stjórnin hittist við óformleg tilefni þar sem mál félagsins voru rædd. Helstu verkefni stjórnar Líkt og undanfarin ár hefur húsnæði félagsins verið aðalviðfangsefni stjórnarinnar, viðhald þess og nýting. Norrænt mót KFUM og KFUK sem haldið verður í Vestmannaeyjum sumarið 2017 var einnig mikið 54

rætt meðal stjórnarfólks og en þar er um að ræða mjög spennandi verkefni. Þessu til viðbótar hefur stjórnin veitt meðlimum Æskulýðsfélags Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum styrki til þátttöku í ýmsum viðburðum sem félagið hefur tekið þátt í.

Starfsemi og viðburðir Opin hús í KFUM og KFUKFUK húsinu við Vestmannabraut Í Vestmannaeyjum er starfrækt unglingadeild. Í vetur var ein deild fyrir 8. 9. og 10. bekk. Á fimmtudagskvöldum var opið hús í húsnæði félagsins við Vestmannabraut og sóttu það 10 unglingar í hverri viku. Í október færðist svo starfið á þriðjudagskvöld. Leiðtogarnir Arna Dís Halldórsdóttir, Ásgeir Þór Þorvaldsson, Bára Viðarsdóttir, Díana Hallgrímsdóttir, Inga Birna Sigursteinsdóttir og Ísak Máni Jarlsson héldu utan um starfið á starfsárinu með aðstoð Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa og eiga heiður skilið fyrir það. Spilaaðstaða og rabbabari í sjómannastofu KFUM og KFUK hússins hefur verið viðhaldið. Þar hefur myndast góður hópur ungmenna sem sækir einnig æskulýðsfundi í Landakirkju á sunnudagskvöldum. Æskulýðsfundir í Landakirkju Á sunnudagskvöldum eru haldnir æskulýðsfundir í Landakirkju og að jafnaði sækja um 30 þá fundi. Krakkar úr 8. bekk eru máttarstólpar starfsins eins og undanfarin ár. Þeir sem eldri eru hafa fengið að taka þátt í leiðtogaþjálfun í Landakirkju og hjá KFUM og KFUK á Íslandi.


Sjálfboðaliðar í starfinu Leiðtogar og sjálfboðaliðar í starfinu voru þau: Alma Lísa Hafþórsdóttir, Arna Dís Halldórsdóttir, Ásgeir Þór Þorvaldsson, Bára Viðarsdóttir, Dagbjört Lena Sigurðardóttir, Díana Hallgrímsdóttir, Erlingur Orri Hafsteinsson, Guðmundur Örn Jónsson, Helgi Bragason, Inga Birna Sigursteinsdóttir, Ísak Máni Jarlsson, Kristín Auður Stefánsdóttir, Sigurjón Ingvarsson Friðriksmótið í Vatnaskógi 16 þátttakendur og 5 leiðtogar á vegum Æskulýðsfélags Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum fóru á Friðriksmótið sem haldið var í Vatnaskógi dagana 19.–21. febrúar. Mikil ánægja var með mótið sem var vel skipulagt af frábærum hópi ungra leiðtoga á vegum KFUM og KFUK á Íslandi. Eins og endranær var dagskráin góð, tónlistin lifandi og skemmtileg og allir fóru heim til Eyja með bros á vör. Rokkmessa á Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar Til að fagna Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar efndi Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum til Rokkmessu sunnudagskvöldið 6. mars. Rokkmessa var fyrst haldin í Landakirkju árið 1996 en þá flutti hljómsveitin D7, sem síðar varð að Hoffman, kraftmikið lofgjörðarrokk. Söngvari hljómsveitarinni D7, Ólafur Kristján Guðmundsson var fenginn til liðs við Messuguttana, sem undanfarin ár hafa séð um tónlistarmessur í Landakirkju og fluttu kraftmikið gospelrokk. Æskulýðsfulltrúinn Gísli Stefánsson predikaði og leiðtogar lásu lestra. Eyjamenn kunnu vel að meta uppátækið og um 200 manns létu sjá sig í Landakirkju þetta sunnudagskvöld. Vorhátíð Landakirkju Þessi árlega hátíð var haldin sunnudaginn 24. apríl til að marka endalok barnastarfsins í Landakirkju þennan veturinn. Leiðtogar Æskulýðsfélags Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum sá um leiki og skemmtun eftir helgistund á meðan að sóknarnefndi grillaði pylsur í kuldanum handa kirkjugestum. Landsmót á Akureyri Á vegum Æskulýðsfélags Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum fóru 22 þátttakendur og 3 leiðtogar norður til Akureyrar á Landsmót ÆSKÞ. Mótið fór vel fram eins og vant er og voru eyjapeyjar og -pæjur ánægð með góða dagskrá og skemmtun. David Bowie í Landakirkju Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum stóð fyrir David Bowie messu í Landakirkju. Messuguttarnir og Pípulagnirnar sáu um flutning laga meistarans og sr. Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur predikaði. Þetta uppátæki vakti mikla ánægju messugesta en um 250 manns sótti messuna. Leiðtogar til London Upp úr miðjum nóvember 2016 sóttu leiðtogar á vegum Æskulýðsfélags Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum London heim. Tilgangur ferðarinnar var að sækja námskeið sem skipulagt hafði verið af fararstjórum. Einnig voru heimsóknir í félagsmiðstöð í Bermondsey hverfinu og í St. John’s Hoxton söfnuðinn sem er undir bresku biskupakirkjunni. Í félagsmiðstöðinni í Bermondsey vinnur starfsfólkið í félagslega erfiðu umhverfi. Félagsmiðstöðin byggir alla sína starfsemi á orði Guðs og hefur verið einn helsti máttarstólpi hverfisins frá því að hún

var sett á laggirnar snemma á 20. öld. Ferðin heppnaðist mjög vel og voru leiðtogar ánægðir með námskeiðið og ferðina í heild.

Framkvæmdir og starfaðstaða KFUM og KFUKFUK húsið við Vestmannabraut Frá árinu 2014 hefur salurinn í húsi KFUM og KFUK við Vestmannabraut verið leigður út til Myndlistafélags Vestmannaeyja, sem hefur gengið mynduglega um húsnæðið, lagað lýsingu, skipt út glerjum í gluggum og lagað annað smálegt. Íbúð á efri hæð er í útleigu líkt og hún hefur verið í langan tíma. Á vordægrum var ráðist í minnaháttar viðgerðir á þaki hússins og tókust þær vel.

Lokaorð Eins og skýrsla þessi ber með sér var starfsárið viðburðaríkt að vanda þar sem Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum stóðu fyrir viðburðum og sóttu aðra. Þar má hæst nefna æskulýðsmót og tónlistarmessur og ferðalag leiðtoga til London. Félagið hyggst halda áfram að styðja við þessi verkefni, sem mörg hver eru árleg og er þess nánar getið í skýrslu KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum í tengslum við 10–3–1 stefnumótun félagsins. Stjórn KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum vill koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem lagt hafa starfinu lið og ber þar helst að nefna ofangreinda sjálfboðaliða sem eiga mikla og óeigingjarna vinnu að baki til stuðnings félaginu.

55


19. KFUM og KFUK á Suðurnesjum Stjórn og stjórnarstarf Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum var haldinn 1. mars 2016 í félagsheimilinu Hátúni 36 Reykjanesbæ. Stjórn KFUM og KFUK á Suðurnesjum á starfsárinu skipuðu: Sigurbjört Kristjánsdóttir – formaður Sveinn Valdimarsson – gjaldkeri Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir – ritari Blær Elíasson – varamaður Erla Guðmundsdóttir – varamaður

Hlutverk stjórnar var að fá leiðtoga til að leiða starfið í Reykjanesbæ og gekk það mjög vel. Haldin voru þrjú leikjanámskeið sumarið 2016 og sá stjórnin einnig um umsjón og viðhald félagsheimilisins að Hátúni 36 í Reykjanesbæ. Leiðtogar og sjálfboðaliðar í starfi KFUM og KFUK á Suðurnesjum: Nafn: Adam Sveinsson Aleksander Jan Strzalka Alma Jensdóttir Aníta Ósk Arnardóttir Álfheiður I. Arnfinnsdóttir Birta Rún Benediktsdóttir Björn Kristinn Jóhannsson Blær Elíasson Bragi Snær Einarsson Brynja Eiríksdóttir Einar Sæþór Ólason Eliza Liv Taylor Elín Ósk Kristjánsdóttir Elín Pálsdóttir Elvar Geir Sigurðsson Erla Guðmundsdóttir Eygló Árnadóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir Guðbjörg Ylfa Hammer Gná Elíasdóttir Haukur Arnórsson Helga Sveinsdóttir Ingunn Birna Einarsdóttir Ísak Henningsson Ívar Karl Sveinsson Kjartan Árni Steingrímsson Kleópatra Árnadóttir K. Vilberg Jóhannesson Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson Ólafur Þór Unnarsson Ósk Dís Kristjánsdóttir Ragnar Sigurðsson Sigríður Etna Marinósdóttir Sigurbjört Kristjánsdóttir Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir Sveinn Valdimarsson Unnur Ýr Kristinsdóttir Þórunn Kolbrún Árnadóttir

Skoðunarmenn reikninga voru: Páll Skaftason Sigvaldi Björgvinsson Stjórnarstörf Stjórnin var með 7 stjórnarfundi á árinu og voru verkefnin margvísleg. Fólust þau í almennri umsjón með deildarstarfi á Suðurnesjum, en starfað var á þremur stöðum: Fjórar deildir í félagsheimili KFUM og KFUK í Keflavík, ein deild í safnaðarheimili kirkjunnar í Innri Njarðvík í samstarfi við Njarðvíkursókn og þrjár deildir í Grindavík í samstarfi við Grindarvíkursókn.

Vinadeild KFUK í Reykjanesbæ.

Frá yngri deildar fundi í Grindavík.

56

Deild: YD KFUM/UD Keflavík VD/YD Grindavík VD Keflavík VD/YD Grindavík VD/YD/UD Grindavík YD KFUK Keflavík UD Keflavík/Fulltrúi í ungmennaráði KFUM/KFUK YD Innri Njarðvík, YD/UD Grindavík /stjórn VD/YD Grindavík VD Keflavík YD KFUM Keflavík YD KFUK Keflavík VD/YD Grindavík YD KFUK/UD Keflavík YD Grindavík Leiðtogaskólinn/ stjórn VD Keflavík VD/UD Keflavík YD Innri Njarðvík UD Grindavík UD Keflavík- YD/UD Grindavík YD/U Grindavík YD KFUK Keflavík YD KFUK Keflavík YD KFUM Keflavík UD Keflavík VD/YD Grindavík UD Grindavík VD/YD Grindavík UD/YD Keflavík/ YD Innri Njarðvík /stjórn YD KFUM Keflavík/ Fulltrúi í unglingaráði RNB YD/UD Grindavík YD Grindavík YD KFUM Keflavík VD Grindavík YD KFUK Keflavík/ stjórn YD KFUK Keflavík YD KFUM Keflavík/ stjórn Æskulýðsf./YD/UD Grindavík YD Innri Njarðvík


Starfsemi starfsstöðvar Skráðir þátttakendur í deildarstarfi KFUM og KFUK á Suðurnesjum haustið 2016 voru 281 barn sem er svolítil aukning frá fyrra ári. Deildarstarfið Deildarstarfið gekk mjög vel og ánægjulegt hvað margir leiðtogar, börn og unglingar hafa áhuga á starfinu. Dagskrá fundanna var fjölbreytt og vel hugað að hvað hentar hverju aldursbili. Vinadeild bættist við í Grindavík og hefur hún verið vel sótt. Til að hafa gott upplýsingarstreymi voru fésbókarsíður notaðar bæði milli leiðtoga í deildum og einnig til unglinga í starfinu. Auk þess voru reglulega settar inn fréttir og myndir af starfinu á fésbókarsíðu sem foreldrar og velunnarar starfsins á Suðurnesjum hafa aðgang að. Sú síða hefur vakið góða eftirtekt og ánægju á svæðinu. Leiðtogafræðsla Leiðtogaskólinn er samstarf milli Keflavíkurkirkju og KFUM og KFUK á Suðurnesjum. Þar er efnilegum unglingum sem eru þátttakendur í starfinu boðið að taka þátt í leiðtogaskólanum með þeim skilyrðum að þau taki virkan þátt sem ungleiðtogar í deildarstarfi. Vorið 2016 útskrifuðust 11 ungleiðtogar úr leiðtogaskólanum. Því miður var enginn leiðtogaskóli í haust- og vorönn en stefnan er að hefja hann aftur í haust, þar sem mikill áhugi er hjá útskriftarhópnum og einnig með það að leiðarljósi að taka inn nýja efnilega leiðtoga í þennan frábæra hóp. Í framhaldi af leiðtogaskólanum tekur við námskeiðið 24 stundir sem ungleiðtogum í starfi KFUM og KFUK 15–18 ára er boðið að sækja.

Leiðtogaþjálfunin er haldin í sumarbúðum KFUM og KFUK tvisvar sinnum á ári. Þar fá þau fræðslu sem þau nýta bæði á námskeiðinu sjálfu og deildarstarfinu. Leiðtogar af Suðurnesjum eru mjög virkir á 24 stundum og margir ungleiðtogar hafa sótt námskeiðið. Við hvetjum alla ungleiðtoga til þess að taka þátt á 24 stundum. Leikjanámskeið Þrjú leikjanámskeið voru í júní 2016. Umsjón var í höndum Margrétar Jóhönnu Guðjónsdóttur sem var forstöðukona, Ragnars Birkis Bjarkarsonar og Unnar Ýrar Kristinsdóttur. Auk þeirra unnu á námskeiðunum 6 unglingar, þau Birta Rún Benediktsdóttir, Björn Kristinn Jóhannsson, Jón Kristján Harðarson, Ólafur Þór Gunnarsson, Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir og Vigdís Júlía Halldórsdóttir. Þátttakendur á námskeiðunum voru 57. Leikjanámskeiðin gengu vel og gaman að sjá að bæði leiðtogar og börn settu svip sinn á bæinn. Einnig var mikil almenn ánægja foreldra með námskeiðin og mörg barnanna komu á tvö eða þrjú námskeið. Æskulýðsfulltrúi á Suðurnesjum Unnur Ýr Kristinsdóttir er æskulýðsfulltrúi á Suðurnesjum og tengiliður við þjónustumiðstöðina í Reykjavík. Hún hefur sinnt ýmsum verkefnum á árinu, sá bæði um yngri deild og unglingadeild í Grindavík, sá um ásamt öðrum að setja upplýsingar og tilkynningar á heimasíðu KFUM og KFUK á Suðurnesjum og á leiðtogasíður, auglýsti viðburði og var leiðtogum til halds og trausts. Hún hafði einnig umsjón með leiðtogaskólanum í samstarfi við sr. Erlu Guðmundsdóttur í Keflavíkurkirkju og vann í eina viku á leikjanámskeiði um sumarið.

57


Leiðtogar af Suðurnesjum hafa tekið þátt í ýmsum viðburðum á vegum KFUM og KFUK á Íslandi. Haldið var keilumót fyrir leiðtoga KFUM og KFUK á Íslandi í nóvember og sóttu nokkrir leiðtogar frá Suðurnesjum mótið.

Frá unglingadeildinni í Reykjanesbæ.

Önnur starfsemi Keflavíkurkirkja notaði húsið talsvert fyrir fermingarfræðslu sem tekist hefur mjög vel undanfarin ár og eru bæði prestar og unglingar ánægðir með aðstöðuna. Eins og undanfarin ár hefur húsið verið leigt út fyrir kvennaleikfimi og ýmsar veislur. Einnig hefur prjónahópur afnot af húsinu aðra hvora viku veturinn 2016–2017.

Ýmsir viðburðir Í apríl var farið í vorferð yngri deilda KFUM og KFUK sem haldin var í Vatnaskógi. Stór hópur barna úr deildunum í Keflavík, Innri Njarðvík og Grindavík fór í ferðina sem gekk mjög vel. Leiðtogar í KFUM og KFUK í Reykjanesbæ voru beðnir um að taka þátt í Ásbrúardeginum sem haldinn var í maí. Þar fékk félagið tækifæri til þess að kynna fyrir íbúum bæjarins hið frábæra starf sem fram fer. Sett voru upp veggspjöld ásamt myndasýningu úr starfinu. Auk þess var boðið upp á kool-aid drykki og þrautir sem fólkið gat tekið þátt í. Þessi dagur vakti mikla lukku. Leiðtogum í KFUM og KFUK í Reykjanesbæ var boðið í óvissuferð í maí sem þakklætisvott fyrir dýrmætt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Haustið 2016 fór vel af stað og þátttakendur í yngri deildum í YD-K, YD-M í Keflavík og YD-Innri Njarðvík og Grindavíkur skelltu sér í nóvember á hæfileikasýningu á Holtavegi sem tókst mjög vel. Þátttakendur sýndu nokkur glæsileg atriði sem vöktu mikla lukku áhorfenda. UD-Keflavík og UD-Grindavík fóru á miðnæturíþróttarmót í Vatnaskógi sem einnig var haldið í nóvember. Þar komu saman fjölmargir unglingar og tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá. Í janúar ár hvert er leiðtogum eldri en 20 ára boðið í glæsilega máltíð og huggulega kvöldstund sem þakklætisvott fyrir starfið um haustið. Leiðtogar undir 20 ára fá jólagjöf sem þakklætisvott fyrir sín góðu störf. Nýja árið byrjaði vel en í febrúar fóru unglingadeildirnar í Keflavík og Grindavík á æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi. Karnival yngri deilda var haldið í Árbæjarskóla í Reykjavík í janúar og fóru bæði stúlku og drengja deildirnar í Keflavík. Var hátíðin vel sótt og skemmtu börnin sér vel.

58

Gjafir og styrkir Stærstur hluti tekna KFUM og KFUK á Suðurnesjum kemur frá Reykjanesbæ samkvæmt samstarfssamningi við bæinn, þá kemur einnig góður styrkur frá Keflavíkursókn. Einnig koma styrkir frá ýmsum velunnurum starfsins. Þá er ótalinn hinn mikli styrkur sem felst í starfi sjálfboðaliða sem koma að starfinu. Félagið veitti nokkra styrki til leiðtoga og þátttakenda t.d. vegna ferðalaga og námskeiða. Viðhald félagsheimilis að Hátúni 36 Síðustu ár hafa verið miklar framkvæmdir á sal félagsheimilis að Hátúni 36 en þetta árið voru þær í minna lagi. Þó var teppalagt í fremri og stærri sal hússins. Stjórnin ákvað einnig að endurnýja borðin í salnum og er von á þeim á vordögum. Framtíðarsýn Framtíðarsýn KFUM og KFUK á Íslandi hefur verið mikið til umræðu og hefur starfstöðin okkar farið í nokkra vinnu hvernig framtíðarsýnin snýr að okkar starfi hér á Suðurnesjum. Framtíðarsýnin byggir á sýn til 10 ára, markmiða næstu þrjú ár og svo aðgerðir næsta árið, eða 10–3–1 eins þetta hefur verið kallað innan félagsins. Á meðal hugmynda er að á næstu árum verði lokið við endurnýjun félagsheimilisins að Hátúni 36, bæði að taka innri salinn í gegn og endurnýja húsbúnað. Vonir standa til að stofna unglingadeild í Innri Njarðvík ásamt því að tengja betur saman starfið í Grindavík og Reykjanesbæ. Einnig eru hugmyndir um að koma á vinatengslum við eina deild annars staðar að á landinu. Þá má hafa í huga önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, þar sem ekki er starf KFUM og KFUK. Foreldrasamstarf er annar þáttur sem vænlegt er að hlúa að og efla. Félagið stefnir líka að því að koma á fullorðinsstarfi þar sem eldri leiðtogar og aðrir áhugasamir hittist nokkrum sinnum á ári og eigi notalega stund saman.

Lokaorð Enn eitt viðburðarríkt árið er liðið og mörg skemmtileg verkefni og viðburðir að baki. Starfið okkar hefur gengið mjög vel sem er mikið þakkarefni. Við erum með öflugan leiðtogahóp sem auðgar deildarstarfið auk þess að eiga marga velunnarar sem styðja við bakið á okkur. Við finnum fyrir góðum meðbyr og jákvæðni í bæjarfélaginu okkar sem er mjög dýrmætt og hvetur okkur áfram. Vinna okkar með framtíðarsýn félagsins er nauðsynleg til að setja okkur markmið, sjá fyrir okkur spennandi verkefni og nýjar áskoranir. Það er trú okkar að Guð leiði okkur að markmiðinu og vísi okkur veginn sem við eigum að ganga. Þeir er þekkja nafn þitt, treysta þér, því að þú, Drottinn, yfirgefur eigi þá, er þín leita. Sálmur 9:11



Allir eiga þeir að vera eitt (Jóh. 17:21) Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! -segir Drottinn allsherjar (Sak. 4:6)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.