Fréttabréf KFUM og KFUK janúar 2015

Page 1

1. tölublað 2015

Fréttabréf KFUM og KFUK

Fullur salur og mikil gleði á hæfileikasýningu KFUM og KFUK KFUM og KFUK stóð nú í annað sinn fyrir hæfileikasýningu yngri deilda KFUM og KFUK 5. nóvember síðastliðinn. Sýningin heitir KFUM og KFUK Got Talent og gefur börnunum tækifæri til að sýna hæfileika sína en um leið er þetta æfing í að koma fram. Börn úr yngri deildum félagsins á höfuðborgarsvæðinu, frá Hveragerði, Keflavík, Grindavík og Njarðvík fylktu liði á Holtaveg 28, stigu á stokk og sýndu frábær atriði. Hæfileikasýningin tókst með afbrigðum vel og var gaman að fylgjast með börnunum

sýna listir sínar. Rúmlega 20 atriði voru á sýningunni og meðal þess sem boðið var upp á voru: söngur, dans, töfrabrögð og hljóðfæraleikur. Það þarf mikinn kjark til að koma fram og stóðu þátttakendur sig vel, enda fullur salur af áhugasömum gestum, foreldrum, ömmum og öfum, systkinum og vinum sem fylgdust með og hvöttu þátttakendur áfram. KFUM og KFUK leggur ríka áherslu á að öll börn séu jöfn, séu dýrmæt sköpun Guðs og hafi öll hæfileika, það sáum við

svo sannarlega á sýningunni. Leiðtogar úr barna- og unglingastarfi félagsins héldu utan um sýninguna og gengu í þau verk sem sinna þurfti til að allt gengi upp auk frábærra tæknimanna félagsins sem sáu til þess að kvöldið gekk hnökralaust fyrir sig. Pollapönkarinn og Eurovisionfarinn Heiðar Örn Kristjánsson stýrði sýningunni með sóma og tók nokkur lög með þátttakendum. Það er á stundum sem þessum sem auðvelt er að fyllast stolti af félaginu sínu, félögum þess og börnunum sem eru framtíðin. 1


Fylgt úr hlaði

Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK

Fjölbreytni einkennir starf KFUM og KFUK. Það miðar þó allt að því sama, að efla börn, unglinga og ungt fólk til líkama sálar og anda. Fyrir starfi KFUM og KFUK fara sjálfboðaliðar, félagsfólk á ólíkum aldri sem deilir sömu hugsjón. Verkefnin eru margbreytileg, enda kallar fjölbreytt félag á ólíka hæfileika og styrkleika. Best tekst okkur með verkefnin þegar mismunandi hæfileikar og styrkleikar koma saman í öflugu teymi. Úr verður mikill kraftur og stemming og árangurinn lætur ekki á sér standa. Verst tekst okkur til þegar við setjum of miklar birgðar á of fáar herðar. Þá hættir verkefnunum til með að verða íþyngjandi, bindandi og leiðinleg. Árangurinn verður eðlilega samkvæmt því. Flestir í KFUM og KFUK vilja leggja sitt af mörkum, en ég þekki fáa sem vilja sitja uppi með pakkann. Við þurfum að gæta þess að manna verkefnin vel áður er lagt er af stað. Eitt þeirra verkefna sem við þurfum að manna betur er deildastarfið, vikulegt barna- og unglingastarf sem fer fram yfir vetrarmánuðina. Á bak við hverja yngri deild og unglingadeild þurfum við að hafa öflugt teymi skipað fólki á ólíkum aldri. Að sjálfsögðu er mikilvægt að hafa góðan hóp af ungu fólki í deildastarfinu. En við megum ekki skilja þau ein eftir. Þátttaka eldra og reyndara félagsfólks er lykilatriði svo árangur náist. Við þurfum fólk sem hefur reynslu til að leiðbeina ungleiðtogum. Sem getur stutt við bakið og hjálpað þeim að yfirstíga hindranir. Við þurfum fólk með þroska til að miðla boðskapnum í umhverfi þar sem feimni við kristna trú og kristin gildi fer vaxandi. Við þurfum fólk sem getur sett sig í spor foreldranna og kann sig í samskiptum við þá. Við þurfum þátttöku félagsfólks til að vera til staðar fyrir börnin sem og leiðtogana. Við í KFUM og KFUK skulum nota árið 2015 til að þétta raðirnar. Verum virk og leggjum okkar að mörkum. Þátttaka þín skiptir máli.

2

Á leiðtoganámskeiðinu var fléttað saman leik og fræðslu. Lögð var áhersla á samvinnu og samhjálp. Frábær leið fyrir einstaklinga til að eiga samfélag saman og auka við trúarvitund sína.

Vel sótt leiðtoganámskeið í Kaldárseli Leiðtoganámskeiðið 24 stundir fór fram dagana 17.-18. október og var að þessu sinni haldið í Kaldárseli. Námskeiðið var tvískipt og var annars vegar boðið upp á fræðslu fyrir ungleiðtoga 15-17 ára og nýliða í hópi leiðtoga, og hins vegar fræðslu fyrir leiðtoga og forstöðufólk 18 ára og eldra. Námskeiðið hófst á föstudegi og alls voru 38 leiðtogar sem sóttu námskeiðið og mikill meirihluti þeirra úr hópi ungleiðtoga 15-17 ára. Á föstudagskvöldinu var farið í leiki og verkefni úr Litla Kompás sem er handbók í mannréttindafræðslu fyrir börn. Þar er á ferðinni afar hagnýtur gagnabanki sem getur komið að góðum notum í æskulýðsstarfinu en þá er ekki síður mikilvægt að vinna með hugmyndir og viðhorf leiðtoganna sjálfra til þátta eins og jafnréttis, lýðræðis, borgaravitundar og almennra mannréttinda. Í því skyni er mikilvægt fyrir leiðtoga að átta sig á því að mannréttindi eru hluti af grundvallarþörfum mannsins og hlutverk okkar sem æskulýðshreyfingar er að stuðla

38 ungle iðtogar, le iðtogar o áttu góð g forstöð ar stund ufólk ir saman námskeið í Kaldárs inu 24 stu eli á ndir.

að mannréttindamenningu sem einkennist af jafnrétti og virkri þátttöku allra. Á laugardeginum fengum við góða gesti til að fræða og ræða um mikilvæg málefni. Karl Gíslason, kristniboði, flutti erindi sem bar yfirskriftina „Er Jesús að kalla á mig“ og fjallaði hann um köllunina og hvernig það kemur í hlut okkar hvers og eins að svara henni og leita vilja Guðs með okkar líf. Auður Pálsdóttir, formaður félagsins, flutti erindi um hin mótsagnarkenndu boðorð sem knýja okkur til góðra verka og réttrar breytni þrátt fyrir hinn brotna heim sem við öll þó erum þátttakendur í. Eftir hádegismat var ungleiðtogunum skipt upp í litla hópa og við tók verkefnavinna þar sem fléttað var saman leik og fræðslu og áhersla lögð á samvinnu og samhjálp. Eldri hópurinn var á sama tíma að fræðast um ábyrgð og skyldur forstöðufólks í æskulýðsstarfi. Síðustu fræðslusamverur námskeiðsins fjölluðu svo um hlutverk fyrirmyndarleiðtoga og hvernig við getum náð árangri í starfi. Leiðtogafræðsla KFUM og KFUK er mikilvægur þáttur í starfi félagsins og í raun er þar jafnframt um mikilvægt ungmennastarf að ræða þar sem unga fólkið okkar getur átt samfélag hvert með öðru og tekist á við að móta sjálfsmynd sína og trúarvitund. Næsta leiðtogahelgi verður haldin á Hólavatni í Eyjafirði síðustu helgina í janúar og munu þá leiðtogar af suðvestur horninu leggja land undir fót og heimsækja leiðtogana fyrir norðan og eiga saman uppbyggilega og fræðandi helgi.


Um 20 stúlkur sóttu nýju æskulýðsdeildina Sköpunargleði sem hittist á Holtavegi 28 á hverjum föstudegi.

Mikil framleiðsla í nýju æskulýðsdeildinni Sköpunargleði Í haust fór af stað deild á Holtaveginum sem bar nafnið Sköpunargleði. Deildin var ætluð börnum á aldrinum 9 – 12 ára og fyrir þá sem hafa gaman af alls konar list, föndri og að hitta aðra krakka. Áhersla var á listsköpun en í hvert skipti fór einnig fram kristileg fræðsla eins og í öðru æskulýðsstarfi KFUM og KFUK. Um 20 stúlkur sóttu starfið á haustmisseri, flestar þeirra höfðu farið í listaflokka í Ölveri og Vindáshlíð síðastliðið sumar og vissu því að hverju þær gengu. Hópurinn var einstaklega góður, dásamlegar stelpur, eldklárar, skapandi og jákvæðar. Það voru því notalegir föstudagarnir hjá

okkur. Einnig voru þær fróðleiksfúsar og fannst gaman að spjalla um lífið og tilveruna. Í haust var heilmikil framleiðsla hjá okkur og fóru stelpurnar heim með listarverk í hverri viku. Sum ætluðu þær að eiga sjálfar, annað að gefa í gjafir. Við útbjuggum perluskálar, bökuðum skrímslabrauð, gerðum hrekkjavökuskraut, gerðum okkur hálsmen, orogami óróa og fallegt jólaföndur. Á vormisseri verður boðið upp á annað námskeið í Sköpunargleði og skráningu lýkur 15. janúar. Samverurnar verða 10 talsins og hefjast föstudaginn 16. janúar. Allar nánari upplýsingar verða settar á heimasíðu félagsins, www.kfum.is.

Oft taka vinkonuhópar sig saman og sjá um AD KFUK fundi sem gerir dagskrána mjög fjölbreytta en alltaf skemmtilega. Lára Halla Sigurðardóttir og vinkonur sáu um einn slíkan fund á haustmisseri.

Fjölbreytt dagskrá í aðaldeildum KFUM og KFUK Fundir í Aðaldeildum KFUM og KFUK sem eru fyrir konur á þriðjudögum og fyrir karla á fimmtudögum hafa lengi skipað háan sess hjá mörgu félagsfólki. Í haust hefur þátttaka verið góð enda fjölbreytt dagskrá og góður andi á fundunum. Meðal þess sem var í boði var ferð í Vindáshlíð og fundur um Hallgrím Pétursson 400 ára í umsjón Steinunnar Jóhannesdóttur hjá konunum og ferð í Vatnaskóg og fundur um íslamista og naívísta í umsjón dr. Sigurðar Pálssonar hjá körlunum. Þann 30. október var Herrakvöld KFUM sem er styrktarkvöld til stuðnings nýjum svefn- og þjónustuskála í Vatnaskógi. Yfir 80 manns sóttu viðburðinn en auk glæsilegs kvöldverðar var fjölbreytt dagskrá. Tveir sameiginlegir viðburðir voru á haustmisseri. Annars vegar heimsókn í Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og hins vegar fjölmennur aðventufundur þann 11. desember. Þar söng Karlakór KFUM ásamt Jóhanni Helgasyni en dr. Sigurður Árni Þórðarson, nývalinn sóknarprestur í Hallgrímskirkju, flutti hugvekju.

brauð. Á

ói og skrímsla

og hálsmen, ór haustönn eins öpunargleði á Sk í ði. ð bo ra í i nd fö nd tt og spenna Ýmislegt var itað eitthvað ný ðv au ur rð ve vorönn

Starfið í Aðaldeild KFUM og KFUK mun halda áfram eftir áramót og verða fyrstu fundirnir um miðjan janúar. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér dagskrá vormisseris 2015.

3


Frá gjaldkera um fjármál KFUM og KFUK

Ríkidæmi KFUM og KFUK

Ég hef nokkru sinnum rætt við fólk bæði innan félagsins okkar og utan sem hefur á orði við mig að KFUM og KFUK sé ríkt félag. Félagið eigi svo og svo mörg hús, sumarbúðir, peninga í sjóði og svo fram eftir götunum. Ég er svo sem að mörgu leyti sammála þessu fólki. Hins vegar held ég að margir átti sig alls ekki á því að aðalauður félagsins liggur ekki í steypu og bárustáli. Aðalauður félagssins er í fólkinu og þá ekki síst í unga fólkinu í félaginu. Fólki sem brennur af áhuga fyrir því að vinna fyrir félagið, gera eitthvað nýtt, taka þátt í því sem byggir á gamalli arfleið félagsins og almennt að taka þátt í því að vinna að grundvallarmarkmiði félagsins, að útbreiða trúnna á Jesú Krist. Ég sat um daginn jólasamveru leiðtoga í deildastarfi KFUM og KFUK, þar voru aðallega ungir leiðtogar, sem í raun bera deildastarfið uppi – ég “gamlinginn” í salnum – þykist þó ekki vera mjög aldinn, saknaði þess vissulega að hitta ekki marga í svipuðum aldursflokki. Ég horfði yfir salinn – þarna er “ríkidæmið” í félaginu hugsaði ég með mér. En hvað er gjaldkerinn að blanda unga fólkinu inn í pistil sem átti að fjalla um fjármál félagsins. Væri ekki nær að búa til góðan pistil og biðja menn um að vera duglega að gefa félaginu peninga. Kannski væri það nær. En munum að með fullt af peningum gætum við gert ýmislegt en með fullt af fólki getum við gert nánast allt. Með kveðju, Sveinn Valdimarsson gjaldkeri KFUM og KFUK á Íslandi.

Leiðtogum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK er ávallt boðið í jólasamveru í Reykjavík og á Akureyri. Á boðstólnum er góður matur, leikir og happdrætti.

Notaleg jólasamvera leiðtoga Föstudaginn 5. desember var leiðtogum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK boðið á jólasamveru í Reykjavík og á Akureyri. Sú hefð hefur skapast að bjóða til kvöldverðar og áttu leiðtogar notalega stund og borðuðu góðan mat. Það er dýrmætt að geta átt slíkar stundir með sjálfboðaliðunum. En leiðtogarnir eru burðarstólpar æskulýðsstarfsins og eru forsenda þess að KFUM og KFUK geti haldið úti starfinu. Það er alltaf gaman þegar hópurinn kemur saman. Við slógum á létta strengi með því að fara í leiki og drógum í glæsilega happdrættinu, þar sem helmingur leiðtoga gekk út með vinning. Kvöldið var notalegt og mikilvægt er að hittast á viðburðum sem þessum til þess að auka samkennd og vináttu. Æskulýðsstarfið hefst svo aftur af fullum krafti með spennandi dagskrá fyrir

Eftirfylgd, nýr diskur með ljóðum sr. Friðriks við tónlist Jóhanns Helgasonar Nú er nýútkominn diskur með nýjum lögum Jóhanns Helgasonar við texta eftir sr. Friðrik Friðriksson. Flutningur er í höndum Jóhanns og auk hans syngja á disknum þau; Eyþór Ingi, Edgar Smári, Bjarni Arason, Helga Möller, Snorri Snorrason, Heiða Ólafs, Sigga Guðna og Karlakór KFUM. Það er mál manna að hér er vandað og gott framtak og færir ljóð séra Friðriks til okkar með nýjum hætti. Diskurinn er til sölu í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK og er seldur þar til stuðnings nýjum svefn- og þjónustuskála - Birkiskála II í Vatnaskógi.

4

bæði yngri deildir (YD) og unglingadeildir (UD) um miðjan janúar. Starfsfólk og stjórn KFUM og KFUK þakkar öllum sjálfboðaliðum og þátttakendum æskulýðsstarfsins í haust kærlega fyrir góðan tíma og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

félagsins eru skulýðsstarfi Leiðtogar í æ á nýja og p up og bjóða sjálfboðaliðar ði yngri- og bæ rir fy á kr gs spennandi da n. ön ir á hverri unglingadeild


Stjórn Vindáshlíðar stóð fyrir þakkargjörðarhátíð fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sumarbúðanna árið 2014. Mikið þakklæti og gleði einkenndi kvöldið.

Mikil fræðsla og skemmtun á sér stað í Vatnaskógi á veturna. Í haust sóttu um 1.900 börn fermingarnámskeið í Skóginum.

Um 1.900 fermingarbörn sóttu námskeið í Vatnaskógi haustið 2014 Á nýliðnu hausti sóttu alls um 1900 verðandi fermingarbörn 31 fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Námskeiðin hafa verið haldin í rúm tuttugu ár, eða síðan hitaveita var lögð á staðnum, og byggjast á fræðslu um Guðs orð og samverustundum í Vatnaskógi, bæði innan- og utandyra. Í haust störfuðu að jafnaði 4-5 starfsmenn Skógarmanna á hverju námskeiði, og algengast var að námskeiðin væru rúmlega sólarhrings löng, en nokkur námskeið voru tveir sólarhringar eða meira að lengd, og var undirrituð í starfsmannahópnum. Fræðsla á fermingarnámskeiðunum var í höndum starfsmanna Skógarmanna í samvinnu við presta og starfsfólk sóknanna sem sóttu námskeiðin. Stuðst var við fræðsluefni sem unnið var af Halldóri Elíasi Guðmundssyni, en meðal efnistaka voru fræðsla um bænina, Biblíuna, kirkju og sjálfsmynd. Þátttakendur unnu þar bæði verkefni í hópum og tóku þátt í umræðum. Einnig var tónlistarfræðslan „Trú og tónlist“ hluti af fræðsluefninu og gafst ágætlega. Þátttakendur voru yfirleitt áhugasamir um fræðsluna og margir tóku virkan þátt í henni. Utan fræðslustunda var boðið upp á ýmiss konar dagskrá fyrir verðandi fermingarbörn, til dæmis bátsferðir á Eyrarvatni og tilheyrandi skemmtun, s.s. trampólínið á vatninu og vað við bryggjuna þegar vel viðraði. Á hverjum degi var dagskrá í íþróttahúsi staðarins sem fól meðal annars

í sér brennó, skotbolta, borðtennismót, knattspyrnu, húllafjör, limbó, frjálsíþróttir og fleira. Á flestum námskeiðunum fóru einhverjir þátttakendur í göngu inn í skóginn og nutu fallegs umhverfis, en nokkuð gott veður var í september og október.

Vel heppnuð þakkargjörðarhátíð Vindáshlíðar Stjórn Vindáshlíðar bauð öllu starfsfólki og sjálfboðaliðum sem komið hafa að starfinu í sumar til þakkargjörðarhátíðar þann 31. október. Að sjálfsögðu var boðið upp á kalkún með öllu og svo var glæsileg Vindáshlíðarkaka í eftirmat. Kvöldið var hið yndislegasta og starfsfólk, sjálfboðaliðar og stjórn nutu samverunnar. Stjórnin vill hér nota tækifæri og þakka öllum sem komið hafa að starfinu í ár kærlega fyrir samstarfið.

Á hverju námskeiði var boðið upp á kvöldvöku að hætti Skógarmanna, þar sem söngvar, Guðs orð og glens réðu ríkjum. Auk þess var myndin „Áfram að markinu!“ eftir Þorleif Einarsson sýnd á hverju námskeiði við góðar undirtektir, en hún var gerð árið 2013 í tilefni af 90 ára afmæli Vatnaskógar. Fyrir áhugasama, er „Áfram að markinu!“ komin á VOD-leigu Vodafone og Skjábíó Símans. Meðal vinsælustu dagskrárliða námskeiðanna var „orrusta“ sem var í boði í íþróttahúsinu á hverju námskeiði. Hverju kvöldi lauk með kyrrðarstund við kertaljós í sal nýja Birkiskála. Í lok hvers fermingarnámskeiðs var lokastund í Hallgrímskirkju á Saurbæ. Það var ánægjulegt að verja haustinu með verðandi fermingarbörnum landsins í Vatnaskógi, bæði í fræðslu og leik.

Þakkargjörðarhátíðin var haldin á Holtavegi 28 og boðið var upp á dýrindis kalkún með öllu tilheyrandi og glæsilega skreytta köku.

Fyrir hönd starfsmanna, Soffía Magnúsdóttir

5


Ungmennaráðstefna í Róm - Kristín Gyða Guðmundsdóttir segir frá

Yfirskrift ungmennaráðstefnunnar var Efling ungmenna til stjórnmálaþátttöku og var mikið skipt upp í litla vinnuhópa sem komu með ýmsar tillögur eftir miklar umræður.

Dagana 13.-16. október var haldin ungmennaráðstefna í Róm á vegum Evrópusambandsins. Yfirskrift ráðstefnunnar var Efling ungmenna til stjórnmálaþátttöku. Ég fékk þann heiður að fá að taka þátt í henni fyrir hönd Æskulýðsvettvangsins (ÆV), sem KFUM og KFUK á Íslandi er hluti af. Einnig fóru á ráðstefnuna Berglind Ósk Einarsdóttir sem fulltrúi KFUM og KFUK og Sigmundur frá LÆF fyrir hönd Landssambands æskulýðsfélaga. Þegar við lögðum af stað í ferðina var ég mjög spennt en á sama tíma örlítið stressuð. Stressið var vegna þess að ég vissi ekki alveg út í hvað ég var búin að koma mér og var hrædd um að vita minna en hinir þátttakendurnir um Evrópusambandið og stjórnmálaþátttöku ungmenna. Þegar ráðstefnan hófst hlustuðum við á nokkrar ræður til að byrja með. Margar þeirra voru áhugaverðar og þótti mér ræða Manfred Zentner sérstaklega góð. Ræðan fjallaði meðal annars um það hvort lýðræðið

sé í hættu því sífellt færra fólk nýtir sér kosningarétt sinn nú til dags en áður fyrr. Mér þótti það pínu fyndið að sumar ræðurnar voru á ítölsku og við sem töluðum ekki ítölsku vorum þá með heyrnartól með enskri þýðingu á meðan ræðunni stóð. Okkur þátttakendunum hafði verið skipt upp í vinnuhópa og hafði hver hópur sitt umræðuefni í tengslum við yfirskrift ráðstefnunnar. Minn hópur fjallaði um upplýsingar, að ná til ungmenna og að efla þau til þátttöku í stjórnmálum. Mér þóttu margar umræðurnar sem komu upp í vinnuhópnum mínum þarfar og mikilvægar. Við komum hugmyndum okkar á framfæri og unnum vel saman. Ég komst fljótt að því að stressið í upphafi ferðarinnar hafði verið algjör óþarfi, ég var álíka vel að mér og langflestir hinna þátttakendanna. Það var mikill léttir! Hver hópur útbjó stutta lýsingu á ástandinu eins og það er í dag út frá sínu umfjöllunarefni. Því næst voru hugmyndir allra hópanna sameinaðar í eitt skjal.

Við fórum líka í aðra vinnuhópa til að ræða aðgengi ungmenna að réttindum sínum. Við sem vorum í mínum hóp ræddum um réttindi ungs fólks til húsnæðis, lána, tekna og velferðar. Við komum með tillögur um það hvernig væri hægt að bæta ástandið og auka aðgengi ungmenna að þessum réttindum sínum. Hinir hóparnir gerðu slíkt hið sama og aftur var gert skjal með hugmyndum allra hópanna. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í ráðstefnunni og þótti hún skemmtileg. Það var ótrúlega merkilegt að heyra um hversu ólíkar aðstæður þátttakendurnir á ráðstefnunni búa við þrátt fyrir að vera allir búsettir í Evrópu. Þó svo að við værum ólík unnum við vel saman og umræðurnar einkenndust af tillitssemi. Ég lærði líka helling um Evrópusambandið sem ég vissi ekki áður en ég kom og finnst áhugavert að kynna mér það betur. Svo var heldur ekki leiðinlegt að ná að kíkja á Colosseum og að fá smá nasaþef af því hvað Róm er falleg borg.

ttir leiðtogi Guðmundsdó m Kristín Gyða í Róm á vegu naráðstefnu di Ósk lin sótti ungmen rg Be t am ndsins ás Evrópusamba og KFUK. lltrúa KFUM fu r, ttu dó rs Eina

Viltu sækja um sumarstarf?

ynsla fandi starfsre upplifun og ge g le rú ót rið ve í tur láta þig vanta marbúðum ge ævinnar. Ekki Að starfa í su ð sem eftir er þa að r bý ur sem mað 2015. eðinni sumarið sumarbúðagl 6

Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og á Hólavatni auglýsa störf sumarið 2015. Hægt er að sækja um á sérstöku umsóknarformi á www. kfum.is frá 1. janúar 2015. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2015. Á sama umsóknarformi er hægt að sækja um sumarstarf á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK.


Sterkir innviðir starfsins og skýr sýn

Margar hendur vinna létt verk, - það sannaðist þegar hópur af sjálfboðaliðum kom saman við að taka niður gamla þakið á íþróttahúsinu í Vindáshlíð og skella upp hinu nýja.

Sjálfboðaliðar koma að vinnu við nýtt þak í Vindáshlíð Forystufólk í starfi KFUM og KFUK á Íslandi kom saman á samráðsþingi í Vindáshlíð og átti yndislega og uppbyggilega helgi saman.

Dagana 26.–28. september síðastliðinn var forystufólk í starfi KFUM og KFUK á Íslandi boðað til samráðsþings líkt og síðustu ár. Þátttaka var mjög góð og átti kraftmikill hópur saman yndislega helgi í Vindáshlíð. Í ár beindum við sjónum að því hvernig við, í starfi KFUM og KFUK, styrkjum innviði starfsins okkar. Þar rýndum við í fjármál félagsins og okkur sjálf sem leiðtoga í starfinu. Á föstudeginum ræddi Sigrún Gunnarsdóttir, dósent við Háskólann á Bifröst, um aðferðir og árangur þjónandi forystu. Á laugardagsmorgninum fjallaði Tómas Ingason stjórnunarráðgjafi um breytingar í fjármögnun félagasamtaka og tengdi umræðu sína við þróun mála innan félagsins. Hann fjallaði sérstaklega um mikilvægi þess að hafa skýra stefnu um forgangsröðun verkefna og fjármögnun þeirra og varpaði fram spurningunni hvort við værum líklegri til að ná árangri í fjármögnun sem ein heild eða sem mismunandi starfsstöðvar. Þá var unnið í þremur hópum og rædd málefni sem lúta að mótun stefnu félagsins, t.d. því hver verða lykilverkefni okkar á næstu einu til tveimur árum og hvernig við ætlum að fjármagna þau. Eftir hádegi kynnti Grétar Halldór Gunnarsson guðfræðingur og leiðbeindi um kristna íhugun sem er forn kristin íhugunaraðferð í nýjum búningi og hefur verið í örum vexti hér á landi. Í eftirmiðdaginn fjallaði Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður og umsjónarmaður samfélagsmiðla hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um samfélagsmiðla og hvernig heppilegt er að nota þá til að koma upplýsingum og boðskap á framfæri. Um kvöldið fjallaði sr. Ólafur Jóhannsson um hvernig starf í ríki

Guðs felur í sér fjölbreytt verkefni sem mörg fela í sér nýjar áskoranir en lúta öll að einu markmiði. Á sunnudagsmorgninum fjallaði Gunnar Jóhannes Gunnarsson dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands um hvernig við getum séð tækifæri í þeim hindrunum sem við stöndum frammi fyrir og þá ábyrgð sem felst í að takast á við þær. Þrif og matreiðsla voru í höndum sjálfboðaliða sem sinntu hópnum af alúð og dagskrá fyrir börnin var einnig í höndum sjálfboðaliða úr starfinu okkar. Á þessu samráðsþingi upplifðum við enn og aftur hve dýrmætt er að skapa forystusveit félagsins slíkan vettvang til að stilla saman strengi sína, njóta samfélagsins hvert við annað og uppörvast í trúnni á Krist.

Í vor var ljóst að ekki var hægt að bíða lengur með að skipta um þak á íþróttahúsinu í Vindáshlíð, það hriplak í vatnsveðri í maí. Það var ákveðið að hefjast handa í september og Willy Petersen tók að sér að halda utan um verkið. Smiðirnir Guðlaugur Jón Gunnarsson, Björn Þór Baldursson og Stefán Kj. Ríkarðsson unnu hörðum höndum í tvær vikur. Þeir fengu þó mikla hjálp frá sjálfboðaliðum sem sýndu í verki að margar hendur vinna létt verk, hvort sem um er að ræða vinnu á sjálfu þakinu, handlanganir og frágang, þrif á vinnusvæðinu eða matreiðslu. Ýmis fyrirtæki og einstaklingar lögðu sitt á plóginn með því að hjálpa til við efniskaup og flutning í Hlíðina. Það rigndi töluvert á þessum tveimur vikum en niður fór gamla þakið og upp hið nýja og í leiðinni var borið á alla viðarklæðninguna á húsinu. Hlíðarstjórn er þakklát öllum þeim sem aðstoðuðu.

Auður Pálsdóttir Formaður stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi

ar sem ginu og þ mráðsþin sa . á rá ð sk lú fa barnadag ópnum a mmtilega e g sinntu h sk o á n a p p m u sa r boðið u liðar kom með þá va Sjálfboða lkomnar ve ru vo r fjölskyldu 7


Fólkið streymdi inn á basar KFUK til að versla góðar gjafir og styrkja starf félagsins í leiðinni.

Hátíðarstemning á glæsilegum basar KFUK Það ríkti sannkölluð hátíðarstemning á Holtaveginum laugardaginn 29. nóvember þegar basar KFUK var haldinn í 105 sinn. Húsið bókstaflega iðaði af gleði. Innkoma eftir sölu dagsins var framar björtustu vonum okkar allra. Basarinn fékk góða kynningu á samfélagsmiðlunum og átti það eflaust þátt í hversu vel gekk í ár. Blaðamaður frá Morgunblaðinu heimsótti basarhóp Helgu Friðriksdóttur og tók viðtöl og myndir sem birtust í jólablaði Morgunblaðsins viku fyrir basardaginn. Einnig tók blaðamaður á Mbl.is viðtal við Kristínu Sverrisdóttur, félagskonu kvöldið fyrir basarinn og sendi síðan ljósmyndara sem tók myndir af ösinni fyrsta klukkutímann á laugardeginum. Þetta var síðan birt á Mbl.is ásamt stuttu viðtali við formann basarnefndarinnar. Facebook síða basarsins var líka vel nýtt, þar birtu félagskonur myndir og frásagnir nær daglega í nóvember og skapaði það skemmtilega

Hópar hitta st vikulega yfir árið og prjóna og he sauma, kla gullfalle g verk fyrir Mjög fjölbre basarinn. ytt úrval og því flestir ef sem geta ge ekki allir rt góð kaup á jólagjöfum ástvini. fyrir 8

stemningu. Þessar kynningar voru allar félaginu að kostnaðarlausu. Basarnefndin var skipuð Hildi Þóru Hallbjörnsdóttur, Maríu Sighvatsdóttur, Betsy Halldórsson, Gunnlaugu Sverrisdóttur, Hönnu Jósafatsdóttur, Báru Sigurjónsdóttur og Berglindi Ósk Einarsdóttur. Í ár var ákveðið að breyta skipulagi í salnum með það að leiðarljósi að vekja meiri athygli á því fallega handverki sem er á boðstólum. Telur basarnefndin að það hafi tekist vel og hefur hug á að þróa skipulagið áfram fyrir næsta ár. Að venju hittist hópur kvenna vikulega í haust undir stjórn Helgu Friðriksdóttur og saumaði, prjónaði og heklaði jólamuni ásamt ýmsu öðru handverki fyrir basarinn. Margar þessara kvenna hafa verið í hópnum í áratugi. Hópur yngri félagskvenna sem kalla sig Basarbras hafa hist reglulega allt árið og prjónað, heklað, saumað og föndrað fyrir basarinn. Þessir tveir hópar áttu stærstan hluta af því handverki sem selt var á basarnum. Margar úr þessum tveimur hópum gáfu einnig kökur og annað góðgæti á basarinn. Að auki bárust gjafir á basarinn frá félagskonum og -körlum, handverk, smákökur, tertur, sultur og annað góðgæti. Ánægjulegt var að sjá að á sjöunda tug félagsmanna á öllum aldri komu að undirbúningi basarsins á föstudeginum, afgreiðslu á basarnum og frágangi í salnum á eftir. Basarnefndin vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg og gerðu basarinn að veruleika eitt árið enn.

ð góðgæti r og anna tertur, sultu r, rstur fær ku fy r kö u á m fyrstur ke Dýrindis sm n la g re g ólum o er á boðst um höfð. g ve á h í r e

Basar KF UK hefur alltaf verið laugardeg haldinn á inum fyrir fyrsta sun og kemur nudag í a mörgum í ðventu jólaskap.


Gagnlegt námskeið í viðburðastjórnun

Mæðgur áttu gæðastundir saman í Vindáshlíð aí nahelgin rir mæðg fy r nur a ró v ó a k ru uþem raðar vo Prinsess ri ld sem fönd a r a m þ ð llu lí ráö Vindásh r mæðgu dáshlíð. tagi. Alla flokk í Vin a n af ýmsu g ð æ ím r a n m o eru velk

Yfir 40 m æðgur á ttu dásam dvelja le lega stun ngur í Hlí d í Vindá ðinni. shlíð s

íðastliðin

n septem

ber. Allar

Nú í haust bauð KFUM og KFUK upp á námskeið í viðburðastjórnun fyrir ungt fólk. Námskeiðinu er ætlað að kenna þátttakendum grundvallaratriði viðburðastjórnunar og hvernig nýta má hana í starfi. Námskeiðið heldur áfram eftir áramót en þátttakendur hafa þegar komið saman í nokkur skipti, fengið kynningu á viðburðastjórnun, lært hvernig halda skal utan um fjármálin og sækja um styrki, hvernig staðið skal að kynningu viðburða og hvernig samskiptum við fjölmiðla skal háttað. Hluti af námskeiðinu er að læra með því að framkvæma. Þátttakendurnir fengu viðburð á vegum félagsins til að stýra frá upphafi til enda undir leiðsögn þeirra sem að námskeiðinu koma. Viðburðurinn er æskulýðsmótið Friðrik sem stendur öllum unglingadeildum KFUM og KFUK til boða. Mótið verður haldið í Vatnaskógi dagana 20.22. febrúar 2015. Þátttakendur námskeiðsins eru afar áhugasamir og komnir á fullt skrið við undirbúnings mótsins.

vildu þæ

r

Viltu leggja starfinu lið? Hægt er að leggja félaginu lið með ýmsum hætti. Þú getur haft samband með því að senda póst á skrifstofa@kfum.is og við finnum verkefni sem þarf að vinna og hentar þér, kostar ekkert og getur verið mjög gefandi og gaman. Einnig er hægt að leggja fjármálunum lið með því að leggja inn á viðeigandi reikning hér að neðan: KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 - Rekstrarsjóður 525-26-678899

Ölver kt. 420369-6119 - Rekstrarsjóður 552-26-422 - Sveinusjóður 701-05-302000

KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 - Rekstrarsjóður 121-26-3385

Vatnaskógur kt. 521182-0169 - Rekstrarsjóður 117-26-10616 - Nýbygging 117-05-189120 - Kapellusjóður 101-05-192975

Hólavatn kt. 510178-1659 - Rekstrarsjóður 565-26-30525

KFUM og KFUK á Akureyri kt. 690169-3049 - Rekstrarsjóður 302-26-50031

Vindáshlíð kt. 590379-0429 - Rekstrarsjóður 515-26-163800

Kaldársel kt. 480883-0209 - Rekstrarsjóður 545-26-9111 - Framkvæmdarsjóður 515-14404800

Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 - Rekstrarsjóður 525-26-3734

Við notum tækifærið hér og þökkum fyrri framlög og framtíðar gjafir.

9


Sjálfboðaliðinn Nafn: Arna Ingólfsdóttir Aldur: 46 ára

Í minningu látinna félagsmanna

Blessuð sé minning þeirra: Arngrímur Jónsson Arnmundur Kr. Jónasson Gunnar Bjarnason Sigríður Sumarliðadóttir Sigurbjörg Guðmundsdóttir Þorkell Valdimarsson

KFUM og KFUK á Íslandi færir aðstandendum og ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biður þeim Guðs blessunar.

Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25)

mætingu því það voru allir mættir og gestir að auki. Það væri gaman að vita hvort þetta hefur verið leikið eftir!

Getur þú gefið lesendum gott ráð? Verum Hvar hefur þú starfað innan KFUM jákvæð. Það er svo mikið betra að fara í og KFUK? Ég hef tekið þátt í ýmsum gegnum lífið með jákvæðnina í viðburðum í gegnum farteskinu, að sjá alltaf eitthvað tíðina og einnig í nokkrum gott og jákvætt sama hvað deildum, UD Seljakirkju, gengur á. YD í Hafnarfirði, á Akureyri og Kópaskeri. Í stjórnum Hvað hefur sjálfboðaliðastarfið KFUK í Reykjavík, gefið/gert fyrir þig? Svo margt. Kaldársels, KFUM&KFUK Mér þykir það sem félagið á Akureyri og Íslandi. Ég Arna stendur fyrir svo mikilvægt, að vann í Kaldárseli tvö sumur Ingólfsdóttir vekja trú á Krist og kalla ungt og einn flokk á Hólavatni. fólk til fylgdar við hann. Það er Svo vann ég í sjö ár á blessun að fá að taka þátt í því. Að auki er Aðalskrifstofunni gömlu. starf í svona félagi ávísun á tengsl og vináttu við fjölda fólks sem auðgar líf manns ævina Hver er atvinna þín? Ég er leiðbeinandi á á enda. Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK. Hvenær byrjaðir þú í KFUM og KFUK? Í vinadeild í Langagerði þegar ég var fjögurra eða fimm ára. Ég gekk í félagið 1991. Getur þú deilt með okkur einni góðri minningu úr starfi félagsins? Á Kópaskeri buðum við upp á deildastarf fyrir börn á aldrinum 5-12 ára, það eina sem var í boði fyrir þann aldur var körfubolti í sláturhúsinu. Öll börnin í þorpinu og sveitinni í kring mættu á fundina og einu sinni náðum við 110%

Hver er eftirlætis ritningarstaður þinn? Það eru þessi orð í Davíðssálmi 37, 4-5

„Njót gleði í Drottni, þá veitir hann þér það sem hjarta þitt þráir. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“

Og það rann upp fyrir mér nýlega að þarna stendur að hann veitir það sem hjartað þráir, ekki höfuðið.

Stjórnarpistill

Hvað drífur okkur áfram?

Hvað drífur okkur áfram? Þetta á ekki aðeins við um Við áramót er siður að staldra hvernig við teljum okkur líta út við til að horfa yfir farinn í augum annarra heldur hefur veg og leggja á ráðin með líka áhrif á sjálfsmyndina. framhaldið. Það hef ég gert Og þá er svo gott að horfa líkt og aðrir og er hugsi yfir til Jesú. Hann kenndi okkur tvennu. Annars vegar hvað að gagnlegra væri að horfa það er sem drífur okkur með augum viðurkenningar Auður Pálsdóttir áfram í því sem við tökumst og samþykkis á fólk eins og á hendur og hins vegar hvað það er, fremur en af sjónarhóli það er sem við metum mikils afreka eða titla og slíkra og teljum vera mikilvægan árangur. vegsemda. Hann kenndi okkur að við eigum Einhverjum kann að finnast að leiðin til að að móta sjálfsmynd okkar eftir sambandinu öðlast virðingu í íslensku samfélagi sé að við Guð og láta kærleik hans vera drifkraftinn geta sýnt öðrum árangursrík verk eða önnur í því sem við tökum okkur fyrir hendur. teikn um velgengni. Forsenda verkanna er Væntumþykja Guðs er ekki háð frammistöðu þá oft kapp eftir virðingu samferðafólksins. eða titlum heldur njótum við hennar af náð. 10

Þannig felur sú þekking, sem felst í að vita að við erum viðurkennd og samþykkt eins og við erum, í sér vissu sem varir. Þessi vissa á að marka allt okkar líf og þjónustu, hvort heldur er stefnuna og hraðann í lífi okkar. Forsenda sjálfsmyndar okkar verður því ekki hvað við gerum heldur snýst hún um tengsl okkar við Guð, Guð sem hefur fyrirætlanir með líf okkar, okkur til heilla. Verk okkar og athafnir verða þá eðlilegur árangur af því að við leitumst við að uppfylla vilja Guðs, Guðs sem gefur þá næringu sem við þurfum og þann styrk sem þarf til hvers verks. Auður Pálsdóttir formaður KFUM og KFUK á Íslandi


Hlátrasköll barnanna á leikskólanum Vinagarði mátti heyra óma um Laugardalinn á fallegum degi.

eð lulega út m g fara reg o leðja alla m g u g n o jó ð um hverfi að gott í sn þ á þ fa st a h ra i e b inagarð látrasköll m okkar V ni. Mikil h ikskólanu kku á lóðin re b jó Börnin á le sn a ýj na í glæn sleðana sí . a yr e h sem til

„Guð til að styrkja mig“ Þegar óskalag þjóðarinnar var valið komst lagið Ást í úrslit. Lagið er eftir Magnús Þór Ólafur Sverrisson Sigmundsson og ljóðið eftir Sigurð Norðdal sem samdi það árið 1917. Tvö erindi þess eru svona:

Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin.

Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig.

Ég veit ekki til hvaða persónu Sigurður orti ljóðið, kannski stúlkunnar sem hann elskaði, kannski barnsins síns? Ég veit hins vegar að þetta ár stundaði hann nám í Oxford á Englandi og þar voru stúdentar fáir því jafnaldrar hans voru sendir á vígvöll fyrri heimstyrjaldarinnar… er ekki gott að búa í landi sem hefur ekki her? Já, þjóðfélagðið okkar er eitt það besta í heimi en það eru blikur á lofti. Alls konar vel meinandi fólk sem vill börnum sínum og annarra það besta, vill taka allt trúarlegt frá börnum þessa lands. Siður þessar þjóðar er kristin trú en hann má ekki rækta í skólum eða á öðrum opinberum stöðum, helst ekki nefna. Hvað á að koma í staðinn? Það verður að vera eitthvað. Svo mikið höfum við lært af sögu mannkyns að við vitum að ekkert þjóðfélag fær þrifist í tómarúmi. Þess vegna skulum við standa vörð um kristin gildi í opinberu lífi þessarar þjóðar. Við í KFUM og KFUK látum okkur annt um börn þessa lands og boðum þeim trú á Jesú Krist einmitt til þess að styrkja þau. Við boðum að Guð hafi skapað þau, vilji leiða þau í gegnum lífið og inn í himin sinn þegar þau deyja. Við boðum að þau geti átt Guð á himnum að vin og geti leitað til hans

Um 90 börn er u á leikskólanu m Vinagarði og leikskólinn yfi býr r yndislegum starfshópi sem gera hvern da reynir að g eftirminnilega n fyrir börnin.

með hvað sem er, hann hjálpi þeim og hafi óendanlega trú á þeim. Trú, von og kærleikur – býður einhver betur? Oft koma í Vatnskóg fullorðnir menn sem rifja upp dvöl sína þar þegar þeir voru drengir. Jú, það var gaman á bátunum, fjör úti á velli og skógurinn var ævintýraland en samt er það kapellan og það sem þeir upplifðu þar sem flestir minnast með mestu þakklæti. Höldum áfram að fræða börnin um kristna trú og vonina sem hún færir. Höldum áfram að biðja með börnunum og sýna þeim þannig hvernig við getum sagt Guði frá öllu, sett okkur markmið með honum og treyst því að við erum ekki ein til góðra verka. Kæru systkin í KFUM og KFUK, gleymum ekki að rækta okkar eigin trú sem er forsenda þess að við getum gefið af okkur. Lesum og biðjum, fræðumst og lofsyngjum, sækjum samfélag trúaðra. Eða eins og Jesús orðaði það sjálfur: „Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfri sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér.“ Jóh. 15:4. Ólafur Sverrisson, formaður stjórnar Skógarmanna KFUM 11


Ölver Vindáshlí ð el Kaldárs Fólk streymdi að til að skila kössum og margir skóla- og leikskólahópar komu saman langa leið. Dásamlegt verkefni unnið af mörgum sjálfboðaliðum.

Sjálfboðaliðar náðu að safna 4.533 kössum fyrir börn í Úkraínu Í haust var boðið upp á hið gefandi verkefni Jól í skókassa í ellefta sinn. Ljóst er að verkefnið er orðið hluti af jólahaldi margra fjölskyldna sem byrja undirbúninginn á því að gefa kassa til söfnunarinnar. Að venju var formleg móttaka á skókössum um allt land, að þessu sinni á 12 stöðum, fyrir utan lokaskiladaginn í Reykjavík. Hann var haldinn laugardaginn 15. nóvember og var þá opið hús á Holtavegi 28, aðalstöðvum KFUM og KFUK á Íslandi. Þrátt fyrir að umfjöllun fjölmiðla hafi ekki verið mikil streymdu mörg hundruð manns á Holtaveginn með kassa undir hendinni fullan af glaðningi handa þurfandi börnum í Úkraínu. Margir stöldruðu við og þáðu léttar veitingar og gáfu sér tíma til að kynna sér verkefnið betur. Ótal margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg um allt land. Á Holtaveginum var verksmiðja

lefta var haldið í el sa verkefnið jólahaldi af a ut Jól í skókas hl ð að föstum ði or er og ár ssar þetta sinn í ust 4.533 ka . Það söfnuð hjá mörgum nu. beint til Úkraí árið sem fara 12

jólasveinsins sett upp á sunnudegi helgina fyrir lokaskiladag og var unnið þar öll kvöld fram að lokaskiladeginum. Þann dag gáfu margir tugir sjálfboðaliða vinnu sína þar til búið var að fara yfir alla kassa, koma þeim inn í gám og ganga frá á Holtaveginum. Gámurinn var stútfullur af gjöfum og niðurstaða árins er að 4.533 kassar söfnuðust. Frá upphafi hafa því safnast um 44.000 gjafir á 10 árum og er sá árangur frábær. Gámurinn fór í langt ferðalag til vina okkar í KFUM og KFUK í Úkraínu og sáu sjálfboðaliðar þar með föður Evheniy Zhabkovskiy í broddi fylkingar um að deila gjöfum til þurfandi barna einstæðra mæðra og barna á munaðarleysingjaheimilum. Evheniy er prestur í úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunni og er formaður KFUM í Úkraínu og hefur komið til Íslands til að taka þátt í verkefninu. Eins og flestir vita hefur ástandið í Úkraínu ekki verið gott undanfarin misseri og nú hafa átökin í austurhluta landsins ollið flóttamannastraumi innanlands. Það er því ljóst að jólagjafirnar hafa aldrei komið sér eins vel og nú. Að venju héldu fulltrúar verkefnis utan í byrjun nýs árs og tóku þátt í útdeilingu á kössum. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í verkefninu á einhvern hátt og einnig viljum við þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum um allt land sem lögðu hönd á plóg. Guði séu þakkir fyrir flott verkefni, allar gjafirnar fyrir börnin og fyrir alla þá sem komu að verkefninu á einn eða annan hátt. Fyrir hönd Jól í skókassa, Salvar Geir Guðgeirsson.

Skráning í sumarbúðir Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst miðvikudaginn 25. mars kl. 18:00. Nánari upplýsingar er nær dregur á www.kfum.is.

g, , Vatnaskó Vindáshlíð í g in á n g á Skr ólavatn o ldársel, H K Ölver, Ka M og KFU U F K ið ske i kl. 18:00 n leikjanám n tu ú ín mars á m eða á hefst 25. r á netinu rt skráð e vo h a m sa staðnum.

n Hólavat Leikjanámskeið

Vatnaskógur Fréttabréf KFUM og KFUK á Íslandi, 1. tbl. 2015

Ritstjóri: Berglind Ósk Einarsdóttir Ábyrgðarmaður: Berglind Ósk Einarsdóttir Að blaðinu unnu: Berglind Ósk Einarsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Tómas Torfason, Halldór Elías Guðmundsson, Auður Pálsdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson, Jóhann Þorsteinsson, Hjördís Rós Jónsdóttir, Petra Eiríksdóttir, Ársæll Aðalbergsson, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, Soffía Magnúsdóttir, Kristín Gyða Guðmundsdóttir, Sveinn Valdimarsson, Arna Ingólfsdóttir, Ólafur Sverrisson, Guðrún Nína Petersen og fleiri. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.