2014-1 Fræðsluefni (vor)

Page 1

Frรฆรฐsluefni

fyrir barna og unglingastarf KFUM og KFUK voriรฐ 2014



Fræðslan á fundum Á Íslandi er mikilvægi trúarlegrar fræðslu KFUM og KFUK óumdeilt. En trúarlegt starf KFUM og KFUK snýst ekki einvörðungu um fræðslu, heldur og ekki síður að bjóða ungu fólki að taka Jesú Krist, líf hans, dauða og upprisu alvarlega. Það er stundum talað um að við játumst Kristi, sem andsvar við kallinu um að við fylgjum Skapara okkar og leyfum Guði að móta líf okkar. Félagið okkar hefur í 115 ár kallað ungt fólk til þjónustu við frelsarann með öflugu barna- og æskulýðsstarfi.

Nú er komið að okkur að halda kyndli KFUM og KFUK á lofti, segja frá og kalla drengi og stúlkur til eftirfylgdar við frelsarann Jesú Krist. Við vonum að fræðsluheftið sem þú ert með í höndunum innihaldi verkfæri sem nýtast til þinna mikilvægu starfa á akrinum í þjónustu Guðs. Með von um Guðs blessun, Æskulýðsfulltrúar KFUM og KFUK

Efnisyfirlit 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Efnisyfirlit.................................. 3 Biblían............................................................ 4 Menn veiða................................................ 11 Ull fyrir kalda. ........................................... 13 Týndur sauður......................................... 15 Bænin............................................................. 29 Skuldugi þjónninn................................ 31

7. 8. 9. 10. 11. 12.

Fátækt - Stop Poverty....................... 37 Kristniboð.................................................... 42 Jósef................................................................ 45 Sáðmaðurinn............................................ 46 Hús á bjargi............................................... 47 Páskar............................................................ 48

3


1. Biblían

13.-17. janúar 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Sniðugt að sýna muninn á þykktinni á Gamla Testamentinu og Nýja Testamentinu.

Biblían er vegvísir. Ef við ætlum að kynnst Guði þurfum við að lesa í Biblíunni eða hlusta á sögur úr henni.

Í Gamla testamentinu er fjallað um sköpun jarðar, upphaf mannfólksins, syndaflóðið, lögmálið, frelsun Ísraels og fólks hans frá Egyptalandi, afhendingu boðorðanna 10 og sýnir og vitranir spámannanna, þar er líka að finna ýmsa speki og sálma. Í Gamla Testamentinu er að finna marga spádóma og m.a. spádóma um fæðingu Jesú. Nýja testamentið fjallar svo um Jesú, fæðingu hans, lærisveina hans, krossfestingu hans og upprisu. Því næst fylgja mörg bréf sem send voru af lærisveinunum til safnaða og hópa af fólki rétt eftir að Jesús hafði risið upp frá dauðum og stigið til himna. Að lokum spádómsbók um endalok heimsins.

Hvernig byrja ég?

Biblían sýnir okkur Guð og bendir okkur á Jesú Krist.

Minnisvers

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. Sálm. 119:105

Aðalatriði

Hafið gjarnan Biblíu með ykkur og flettið henni og takið dæmi um það sem er í henni. Einnig gætuð þið verið búin að taka til í poka alls kyns bækur til að sýna, ljóðabækur, spennusögu, reglur, leiðarvísi, bréf o.s.frv. og talað um að í Biblíunni séu alls kyns bækur og mjög fjölbreytt efni, Biblían er eins og bókasafn.

Hugleiðing

- Biblían er safn trúarrita og orðið Biblía er grískt og merkir bækur. - Biblían er eins og bókasafn því í henni eru 77 bækur. - Allar bækurnar í Biblíunni hafa nöfn og sum þeirra gefa til kynna hvert efni þeirra er eins og t.d. Konungabækurnar, Sálmar Davíðs og Opinberunarbókin. En flestar þeirra bera nöfn þeirra sem taldir eru vera höfundar þeirra eins og t.d. guðspjöllin fjögur Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes. - Það er ekki einn höfundur sem skrifar Biblíuna eins og vanalegt er með bækur heldur margir og hún er skrifuð á löngum tíma. - Bækurnar í Biblíunni voru skrifaðar fyrir meira en 1500 árum. Efninu var safnað saman og sett í eina bók. - Biblían er metsölubók því að á síðustu 150 árum hafa verið prentuð 1.6 billjónir eintaka og hún hefur verið þýdd á fleiri en 3000 tungumál. - Biblían er mikilvægasta trúarbók kristinna manna. Menn styrkjast í trú sinni með því að lesa hana og hún hefur mikil áhrif á fólk. - Biblían skiptist í tvo aðalhluta, Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 50 bækur en í Nýja testamentinu eru 27 bækur. Samtals 77 bækur.

4

Biblían er orð Guðs og er leiðarvísir um lífið sem Guð hefur gefið okkur. Í Biblíunni lofar Guð okkur eilífu lífi ef við játum trú á hann. Í Biblíunni sjáum við vilja hans. Biblían notar margs konar líkingar til að lýsa gildi Guðsorðs.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. Sálm. 119:105

Orð Guðs (Biblían) er eins og ljós. Ef við höfum ekki ljós er erfitt að athafna sig. Því þurfum við Biblíuna til að leiðbeina okkur í lífinu, hún er eins og vegvísir sem leiðbeinir okkur um hvað er rétt og hvað er rangt. Biblían segir okkur hvað Guð vill. Við þurfum því að hlusta vel á orðið, lesa sjálf í Biblíunni og fara eftir því sem við lesum og heyrum. Ljósið tekur myrkrið í burt svo við dettum ekki. Guð býr í ljósinu og hið vonda starfar í myrkrinu, þetta er líking sem er notuð í Biblíunni til að greina á milli hins vonda og góða. Orð Guðs hjálpar til að gera hið góða, forðast það sem er rangt. Að lesa Biblíuna tekur alla ævina, hana þarf ekki að lesa frá blaðsíðu 1 – 100 eða klára á ákveðnum tíma til að geta lesið næstu bók. Margir lesa Biblíuna aftur og aftur og eru alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er sniðugt að lesa Barnabiblíuna til þess að fá yfirsýn.

Myndasaga Sjónarhorn Biblíunnar- fletta einni mynd í einu. Við fyrstu sýn virðist Biblían vera venjuleg bók. En það er hægt að skoða hana frá hinum ýmsu sjónarhornum.


Mynd 1 - Það er hægt að skoða Biblíuna með sjónauka og skoða hvernig lífið var í gamla daga. Það er hægt að sjá í hvernig húsum fólkið lifði, hvað það borðaði, hvernig skipulag þjóðfélagsins var, hver stjórnaði og hver voru réttindi fólks.

Mynd 2 - Það er líka hægt að hlusta á Biblíuna. Hvaða skilaboð færir Biblían okkur? Til dæmis, tvöfalda kærleiksboðorðið sem segir „Elska skalt þú Drottinn, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Matt. 22:37-39.

Mynd 4 - Í Biblíunni mætir Jesús Kristur okkur, sem frelsari. Hann elskar okkur eins og við erum og vill okkur fyrir bestu.

Mynd 5 - Í raun ættum við að nota öll þessi sjónarhorn þegar við lesum Biblíuna.

Umræðupunktar yngri deildir - -

Hversu margir hafa skoðað Biblíuna? Vissir þú að það voru margir sem skrifuðu Biblíuna?

Umræðupunktar eldri deildir

- Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið Biblía? - Fagnaðarerindið er að Jesús dó fyrir syndir okkar og fyrir hans náð getum við fengið eilíft líf.

Á Efnisveitu KFUM og KFUK - Saga – Biblían í veggnum

Hugmyndir Mynd 3 - Biblíuna má líka nota sem verkfæri í okkar lífi. Það er margt í Biblíunni sem að við getum notað í okkar daglega lífi, t.d. boðorðin tíu.

- Koma með Biblíur nýjar og gamlar til að sýna þeim. - Fá sett af Nýja testamentum á Holtaveginum og kenna þeim að fletta. - Liðakeppni að fletta upp ritningarversum. 5


6


7


8


9


10


2. Menn veiða 20.-24. janúar 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Komið og fylgið mér og ég mun gera yður að mannaveiðurum. Matt. 4:19

Aðalatriði

Jesús kallar á menn til samfélags og eftirfylgdar við sig. Í Biblíunni er sagt frá Símoni Pétri sem var einn þeirra sem heyrði kall Jesú og ákvað að fylgja honum. Hann gerðist lærisveinn Jesú, og reyndi að læra af því sem hann kenndi.

Hvernig byrja ég?

Spyrja hópinn: Hvað þýðir að fara á mannaveiðar? Svar: Mannaveiðar vísa til fiskveiða og í stað þess að veiða fisk fyrir menn til þess að borða, er verið að veiða menn fyrir Guð – að fá menn í netin til þess að segja þeim frá Jesú og gefa þeim tækifæri til þess að fylgja honum.

Biblíusaga – Þetta er saga úr Matteusarguðspjalli 13:47-50.

Við erum stödd við Genesaretvatn, sem var stærsta vatn í Ísrael. Það er helmingi stærra en Þingvallavatn. Við vatnið voru mörg þorp og margir sem stunduðu þar fiskveiðar á tímum Jesú. Jesús átti oft leið um strendur vatnsins og fólk þyrptist alltaf að honum til að hlusta á hann segja frá orði Guðs. Eitt sinn þegar Jesús var að tala við fólkið lánaði maður að nafni Símon Pétur honum bátinn sinn svo hann ætti auðveldara með að tala í þessum mannfjölda. Þegar Jesús hafði kennt fólkinu bað hann Símon Pétur um að fara að veiða í vatninu. Símon Pétur sagði við Jesú að hann hefði reynt að veiða alla nóttina án árangurs og samt væri það besti tíminn til veiða. Það að Jesús skyldi bjóða veiðimönnunum að fara að veiða um hábjartan dag hljómaði undarlega í eyrum fólksins. Þarna var Jesús líklegast að reyna hvort Símon Pétur treysti honum og tryði því sem hann sagði. En Símon Pétur hlýddi Jesú því hann treysti honum. Símon Pétur og fiskimennirnir fóru frá landi og lögðu netin. Netin fylltust svo fljótt af fiski að þau fóru að rifna. Þá kallaði Símon Pétur á vini sína sem fylltu líka netin úr sínum bátum. Bátarnir sukku nánast því þeir veiddu svo mikinn fisk. Þegar Símon Pétur áttaði sig á þessu fann hann

til smæðar sinnar, þarna sá hann að Jesús var ekki bara venjulegur maður, heldur hefur hann vald frá Guði til að kenna og gera kraftaverk. Þetta kraftaverk Jesú hafði áhrif á alla þá sem voru við vatnið. Símon Pétur varð óöruggur og hálf hræddur. Honum fannst hann allt í einu ekki nógu góður til að vera nálægt Jesú. Hann bað Jesú um að fara í burtu frá sér því hann væri syndugur maður. Jesús sagði að Símon Pétur þyrfti ekki að vera hræddur því að Jesús elskar alla menn. Jesús hafði nýtt hlutverk í huga fyrir Símon Pétur. Héðan í frá átt þú að veiða menn en ekki fiska. Símon Pétur ákvað að yfirgefa allt og fylgja Jesú. Það var hópur lærisveina sem gerði það sama og Símon Pétur varð leiðtogi lærisveinahópsins. Þessir menn trúðu allir að Jesús væri sonur Guðs og frelsari heimsins. Nú 2000 árum eftir að þessi atburður gerðist er Jesús enn að kalla fólk til fylgdar við sig. Hann kallar venjulegt fólk, konur og menn, börn og unglinga. Jesús vill að allir fylgi sér og hann treystir á þá sem trúa á hann að þeir kalli fleiri til fylgdar við sig. Hann hefur hlutverk handa öllum, hversu smá sem þau kunna að vera í okkar augum. Það skiptir máli að leggja eyrun við og skoða vel hvað Jesús hefur að bjóða. Hver og einn þarf svo að taka ákvörðun um hvort hann vilji fylgja Jesú. Því þegar við höfum ákveðið að fylgja Jesú höfum við gert hann að leiðtoga lífs okkar og reynum að lifa samkvæmt vilja hans.

Æðsta boðorðið er – Elska skaltu Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum og elska skaltu náungann eins og sjálfan þig. Matt: 22.3739.

Umræðupunktar fyrir yngri deildir

- Haldið þið að það hafa verið einfalt fyrir Símon Pétur að hlýða Jesú? - Hver er munurinn á mannaveiðum og fiskveiðum?

Umræðupunktar fyrir unglingadeildir

- Haldið þið að Símon Pétur hafi verið hræddur við að taka sénsinn og hlýða Jesú? - Hvernig heldur þú að að þú hefðir brugðist við að sjá þetta kraftaverk? - Hvernig getum við verið mannaveiðarar og sagt frá Jesú núna árið 2014? - Hvaða leiðir myndum við nota til þess?

11


Leikur -Fiskar í neti - hentar vel fyrir yngri deildir

Fáðu 2 sjálfboðaliða til að haldast í útréttar hendur. Þeir tákna fiskimenn með net. Börnin eru fiskar sem mega hlaupa um, á skilgreindu svæði. Krakkarnir reyna að forðast að lenda í netinu. Þegar merki er gefið byrja fiskimennirnir að hlaupa um og reyna að festa í netinu sínu sem flesta fiska. Mikilvægt er að leiðtogi fylgist vel með og skeri úr um hvenær einhver hefur verið veiddur og sendi hann þá á ákveðinn stað í salnum. Ef fiski hefur verið náð þá þarf hann að bíða næstu umferðar. Tilkynnið í upphafi hversu lengi leikurinn á að standa yfir. Teljið í lokin hversu mörgum fiskum var náð, hefjið síðan aðra umferð með öðrum fiskimönnum.

12


3. Ull fyrir kalda 27.-31. janúar 2014 Upphafsbæn

Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Jesús sagði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Lúkas 10:27.

Aðalatriði

Okkur ber að elska alla náunga okkar eins og okkur sjálf. Náungi okkar eru allir þeir eða þær sem þarfnast hjálpar okkar og það skiptir engu, hver hann eða hún er eða hvernig.

Hugleiðing – Lúkas 10:25-37.

Sagan sem við heyrum í dag er ein af þekktari sögum Biblíunnar. Maður nokkur, sem var lögvitringur (eins konar lögfræðingur þess tíma) spurði Jesú mikilvægrar spurningar: „Hvað á ég að gera til að öðlast eilíft líf?“ Jesús spurði hann til baka hvað stæði um þetta í lögmálsbókum Móse, sem má finna fremst í Biblíunni og lögvitringurinn vissi það og sagði:

„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“

En Lögvitringurinn vildi þá vita hver væri náungi hans. Eflaust hefur hann hugsað sem svo að það gæti stundum verið erfitt að elska náungann eins og sjálfan sig. En þá sagði Jesús sögu til að útskýra hvernig sannur náungakærleikur birtist. Maður nokkur var á ferð frá Jerúsalem á leið til borgarinnar Jeríkó þegar ræningjar réðust á hann, börðu hann og stálu öllu af honum og skyldu hann svo eftir liggjandi í sárum sínum. Stuttu síðar kemur þar að maður sem var prestur en hann hjálpar honum ekki og labbar bara framhjá. Annar maður á leið þar um, en hann var levíti, sem var einskonar aðstoðarmaður prests, og hann gengur líka framhjá án þess að hjálpa.

Hugsið ykkur hvernig aumingjans manninum hefur liðið að liggja þarna í brennandi hitanum, hjálparvana og stórslasaður. Sem betur fer kom loks maður sem hjálpaði særða ferðamanninum. Sá maður var Samverji en Samverjar voru útlendingar í landi Gyðinga og Gyðingar litu niður á þá. Eflaust hefur mörgum verið brugðið þegar Jesús sagði þeim söguna að prestur og levíti gerðu ekki það sem var rétt að gera en Samverjinn hann reyndist vera sannur náungi og hann tók særða manninn og batt um sár hans og hellti á þau græðandi vökva og lagði hann upp á asnann sinn og fór með hann á gistihús. Guð vill að við reynum í dag að rétta hjálparhönd og sýna náunganum kærleika í verki.

Umræðupunktar fyrir yngri deildir

- Hvað kemur ykkur á óvart í þessari sögu Jesú? - Hafið þið einhvern tímann getað hjálpað einhverjum í vanda? - Það er gott að búa í samfélagi þar sem fólk tekur boðskap Jesú alvarlega og reynir eftir fremsta megni að elska náunga sinn og sýna hvert öðru virðingu og kærleika.

Umræðupunktar fyrir unglingadeildir

Eitt af því sem kemur mest á óvart í sögunni um Miskunnsama Samverjann er að Jesús velur að láta Samverja hjálpa manninum sem var í neyð en á sama tíma er það prestur og levíti sem báðir voru kirkjunnar þjónar sem gengu framhjá. Hann er með þessari ádeilu að benda lögvitringnum á að fyrir Guði eru allir jafnir og það hver þú ert, breytir engu, en það sem þú gerir, getur breytt miklu. Sambandið milli Gyðinga og Samverja var ekki gott og ósættið átti sér langa sögu. Gyðingar litu Samverja hornauga og því gat ekki lögvitringurinn sagt það upphátt að Samverjinn hefði breytt rétt heldur sagði hann: „Sá sem miskunnarverkið gjörði.“ - Getum við heimfært svona klofning eða deilur yfir á okkar samfélag í dag? - Ber okkur að elska einungis trúbræður okkar og systur eða alla menn?

Aukaefni á efnisveitunni Önnur samvera um miskunnsama samverjann

Önnur samvera um sama efni úr fræðsluefni KFUM og KFUK haustið 2009 er á: - http://efnisveita.kfum.is/?attachment_id=989

13


Glærukynning á „Ull fyrir kalda“

PowerPoint glærukynningu á hjálparstarfsverkefninu „Ull fyrir kalda“ má finna á efnisveitunni eða fá útprentað hefti á Holtavegi ásamt póstkorti með kynningu á verkefninu fyrir krakkana til að taka með heim.

Hugmynd af fundarefni

Það er tillaga æskulýðssviðs að fundarefni þessa fundar sé kynning á hjálparstarfsverkefninu „Ull fyrir kalda“ en það verkefni er sprottið úr hópavinnu unglinga á landsmóti Unglingadeilda KFUM og KFUK í Vatnaskógi 2013. Verkefnið var kosið sem besta hugmyndin af sérstakri dómnefnd og nú viljum við framkvæma! Hugmyndin er að færa fátækum börnum í Síberíu hlýja sokka, vettlinga, húfur og jafnvel trefla úr íslenskri ull. Vinir okkar í KFUM og KFUK í Síberíu heyrðu af verkefninu og fóru að leita og fundu heimili sem heitir orphanage #6. Nú er það verkefni okkar, krakkanna í KFUM og KFUK á Íslandi, að fara heim og segja frá verkefninu. Í hverri fjölskyldu má finna einhvern sem kann að prjóna og kannski getur þú keypt garn fyrir þinn vasapening og fengið ömmu eða mömmu eða jafnvel afa, frænku eða frænda til að prjóna. Við viljum gefa hlýju. Ullarsokka (stærðir 24-42), vettlinga fyrir 10-17 ára, húfur fyrir 10-17 ára og trefla í öllum stærðum og gerðum.

14

Við skulum reynast náunga okkar vel og fara heim með kynningarbréf og athuga hvort við getum svo ekki skilað inn handprjónuðum gjöfum fyrir síðasta fund vormisseris og næsta sumar fara gjafirnar út til Síberíu og börnin á munaðarleysingjaheimilinu Orphanage #6 njóta góðs af og finna hlýjuna sem við sendum þeim. Hægt verður að skila prjónavörum í þjónustumiðstöð á Holtavegi til 1. júní.

Leikur

Það getur verið sniðugt að fara í leik sem tengist hugleiðingunni um Miskunnsama Samverjann. það eru 4-6 saman í liði. Einn leikur ólánsaman mann sem ráðist var á og með andlitslit er litað með rauðu framan í hann. Hann (einn fyrir hvert lið) fer og leggst á gólfið og síðan hefst kapphlaupið þar sem liðsfélagar þurfa að hlúa að hinum særða. Fyrst fara tveir og þvo sárin, svo fara tveir og líma nokkra plástra, svo einn sem gefur honum vatn að drekka, einn sem syngur fyrir hann vögguvísu, eða breiðir teppi eða eitthvað sem ykkur dettur í hug. Í lokin fara svo allir og sækja hinn slasaða og bera hann yfir herbergið (salinn). Hægt er að nota leikinn sem kveikju eða upphaf fyrir sögunna um Miskunnsama samverjann og hjálpa krökkunum að setja sig í spor þess sem liggur særður við veginn og ekki síður í spor Miskunnsama Samverjans.


4. Týndur sauður 3.-7. febrúar 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

gleymir okkur aldrei og vill eiga samfélag við okkur. Við eigum samfélag við Guð með því að tala við hann í bæninni og leyfa honum að vera með okkur í lífinu.

Týndi sauðurinn – myndasaga (hentar betur í yngri deildum)

Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jóh. 10:11.

Aðalatriði

Guð ber umhyggju fyrir öllum mönnum, við erum hvert og eitt okkar dýrmæt sköpun.

Hugleiðing

Hér er hægt að velja um tvenns konar útfærslu, annað hvort að flytja hugleiðinguna hér að neðan um Týnda sauðinn eða nota myndasöguna.

Hér sjáið þið fjárhirði. Hann á 100 kindur. Á hverjum degi telur hann þær.

Mynd 2 - Einn daginn áttar hann sig á því að það vantar eina kind. Ó, nei hvert hefur hún farið, hvar er hún?

Mynd 3 - Hann fór að leita og leita. Var hún í hænsnahúsinu? Nei hún var ekki þar.

Mynd 4 - Því næst leitaði hann bak við heysátuna, var hún þar? Nei hún var ekki þar.

Mynd 5 - Skyldi hún vera bak við runnann, nei hún var ekki þar. Nú varð hann enn áhyggjufyllri, hvar var kindin?

Mynd 6 - Allan daginn leitar hann að kindinni sinni áhyggjufullur og hræddur. Hann fór um fjöll og firnindi.

Týndi sauðurinn

Þegar Jesús gekk hér um á jörðinni og boðaði fagnaðarerindið um Guðs ríki notaði hann oft dæmisögur. Dæmisögur áttu að kenna fólki eitthvað. Jesús reyndi að segja sögur sem fólkið skildi og notaði því raunveruleg dæmi eins og í þessari sögu. Á tímum Jesú voru margir sem höfðu starf af því að gæta kinda. Maður nokkur átti hundrað kindur. Kvöld eitt komst hann að því að ein þeirra skilaði sér ekki í fjárhópinn. Þó þreyttur og lúinn væri fór hann til að leita þeirrar sem týnd var. Hann leitaði alls staðar, í runnum og kjarri, í klettum og við vötn. Hann leitaði þar til hann heyrði einmanalegt jarm kindarinnar og fann hana. Hann gladdist innilega, lagði hana á herðar sér og fór heim með hana til hinna kindanna. Þegar heim var komið bauð hann nágrönnum sínum og vinum til veislu. Saman fögnuðu þeir því að kindin sem týndist var fundin og aftur komin í fjárhópinn. Eins fagnar Guð meira yfir einum manni sem hefur villst af leið og snýr aftur en yfir hinum níutíu og níu sem ekki villtust frá honum. Hvað gerði fjárhirðirinn þegar ein kindin týndist? Hann átti nú 99 eftir, var það ekki nóg? Nei, hann skilur 99 eftir og fer og leitar að þessari einu sem er týnd. Hann hættir ekki fyrr en hann finnur hana og kemur fagnandi til baka með kindina á herðum sér. Guð er góði hirðirinn og ber umhyggju fyrir okkur. Honum þykir hvert og eitt okkar dýrmætt og mikilvægt. Hann

15


Umræðupunktar

- Sagan um týnda sauðinn segir okkur hve Guði þykir vænt um okkur en hefur það einhver áhrif á það hvernig við komum fram hvert við annað? - Við getum í sameiningu búið til samfélag þar sem enginn þarf að vera einn og yfirgefinn. Guð hvetur okkur til að passa hvert annað. - Hafið þið hugmyndir um hvað þið getið gert til þess að hjálpa þeim sem eru einmana eða útundan?

Mynd 7 - Hann lagði mikið á sig til að finna kindina sína, því hún var honum svo dýrmæt. Hann lagði sig allan fram og ákvað að gefast ekki upp. Hann meira að segja meiddist, rífur fötin sín og er orðinn örmagna.

Mynd 8 - Hann er þreyttur, hann er svangur, hann finnur til, hann er hræddur, en hann gefst ekki upp. Hann ætlar sér að finna kindina.

Mynd 9 - Allt í einu heyri hann lágt og veiklulegt jarm í fjarska, hann hlustar vel og gengur á hljóðið. Nei, þarna sá hann kindina sína, hún er föst í ánni.

Mynd 10 - Hann hugsar sig ekki tvisvar um, hann gleðst þegar hann sér kindina týndu og stekkur beint út í ánna í öllum fötunum til að bjarga dýrmætu kindinni sinni.

Mynd 11 og 12 - Húrra. Hann ber kindina sína alla leið heim, því hún var þreytt. Heima taka allir fagnandi á móti þeim og blása til glæsilegrar veislu.

Guð er eins og þessi fjárhirðir. Honum þykir jafn vænt um alla menn og finnst við öll jafn dýrmæt. Hann vill alltaf vera nálægur okkur og hann mun aldrei gefast upp á okkur. Hann gleymir okkur aldrei. 16

Jarm leikurinn

Hópurinn (kindurnar) sest niður og allir snúa í sömu átt. Sá sem er hann (fjárhirðirinn) kemur fremst og snýr baki í kindurnar. Leiðtogi gengur síðan á milli kindanna og klappar einhverri á höfuðið til að gefa til kynna hver það er sem á að jarma. Að því loknu gengur hann út úr hópnum og þá á kindin að jarma. Um leið og fjárhirðirinn heyrir hljóðið má hann snúa sér við og reyna að giska á hver jarmaði og ef hann giskar ekki rétt snýr hann sér við aftur og kindin jarmar á ný. Ef giskað er rétt skiptast þeir á hlutverkum. Ef það reynist erfitt að finna þann sem jarmaði má hafa tvær eða þrjár kindur sem jarma í einu og þá aukast líkurnar á að giskað sé rétt. Skiptið um fjárhirði eftir þrjár umferðir.


17


18


19


20


21


22


23


24


25


26


27


28


5. Bænin

10.-14. febrúar 2014 Upphafsbæn

Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. Matt. 7:7.

Aðalatriðið

Við megum alltaf, alls staðar segja Guði allt. Og við getum treyst því að hann hlustar.

Hugleiðing

Í Biblíunni er sagt frá því að Jesús hafi farið á óbyggða staði til þess að biðjast fyrir. Hann var oft einn með Guði í ró og næði og bað. Stundum bað hann líka þegar margir voru nálægir. Þegar lærisveinar Jesú báðu hann um að kenna sér að biðja kenndi hann þeim bænina ,,Faðir vor“. Þar kenndi hann þeim að ávarpa Guð sem föður sinn, en Guð er faðir okkar allra því hann skapaði okkur. Það skiptir Guð miklu máli að við höfum það gott því hann elskar okkur skilyrðislaust og er alltaf til staðar. Bænina gaf hann okkur svo við getum verið í stöðugu sambandi við hann eins og vinur talar við vin. Við getum sagt Guði allt, jafnvel það sem við getum ekki sagt neinum öðrum. Hann hlustar alltaf á okkur, hvar sem er og hvenær sem er og hann svarar okkur. Það er mikilvægt að tala um alla hluti við Guð, stóra og smáa. Það er sérstök gjöf Guðs til okkar að við megum segja honum allt, leggja allt í hans hendur. Í Filippíbréfinu í Nýja testamentinu stendur að við eigum að gera í öllum hlutum óskir okkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Bænin er einkasamtal milli þín og Guðs. Það er nauðsynlegt að eiga vin sem við treystum fyrir öllu, Guð vill vera sá vinur fyrir þig. Við þurfum að vera heiðarleg, hreinskilin og hafa tíma fyrir Guð. Bænin er vináttusamband milli þín og Guðs. Guð gaf okkur bænina því Guð ber umhyggju fyrir okkur og vill fá að uppfylla þarfir okkar. Að biðja er að orða óskir okkar og þarfir fyrir Guði en um leið að hlusta á Guð og vera opin fyrir vilja hans og hjálp.

Umræðupunktar

Stundum getur verið erfitt að biðja með eigin orðum og það eru til fjölmörg bænavers og ólíkar tegundir. - Kunnið þið einhver bænavers? - Getum við beðið Guð um hvað sem er? - Ef tveir vinir eru að tefla og báðir biðja til Guðs um að þeir vinni skákina, hvað gerir Guð þá?

Flóð í Hvergilandi – Um bænheyrslu

Einhverju sinni kom mikið flóð í Hvergilandi. Einn íbúi landsins taldi sig mjög trúaðan og góðan mann. Þegar vatnið byrjaði að leka inn á stofugólfið kraup hann niður og bað Guð um að bjarga sér. Skömmu síðar var bankað og fyrir utan stóðu menn í flotgöllum á stórum jeppa og buðust til að keyra hann á öruggt svæði, enda von á meiri vatnsflaumi. En góði og trúaði maðurinn sagði þeim að bjarga öðrum, hann sjálfur hefði beðið til Guðs og væri þess fullviss að Guð myndi bjarga honum. Vatnsborðið hækkaði enn og sögupersónan okkar þurfti að flýja upp á aðra hæð, enda var flóðið svo mikið að öll neðri hæðin hans var farin á bólakaf. Þar kraup hann við gluggann í svefnherberginu sínu og bað Guð um björgun þegar björgunarbát lagði að við gluggann. Í bátnum voru nokkrir votir nágrannar og hjálparsveitarmenn sem sögðu honum að hoppa um borð, því enn væri von á meira vatni. En okkar maður hélt nú ekki. Hann væri sanntrúaður og Guð myndi bjarga honum. Og báturinn sigldi burt. Enn leið og beið, vatnið óx og óx og nú var trúaði maðurinn okkar kominn upp á þak og hélt sér dauðahaldi í skorsteininn, jafnframt því að biðja til Guðs ákafar enn nokkru sinni, enda færðist vatnið nær og nær. Þá birtist þyrla í fjarska sem flaug í átt að húsinu hans og staðnæmdist fyrir ofan hann. Sigmaður seig niður úr þyrlunni og bauð manninum far, enda ljóst að hann myndi drukkna að öðrum kosti. Maðurinn bandaði sigmanninum frá sér og sagði: Ég er trúaður og ég hef beðið Guð að hjálpa mér. Ég veit að hann gerir það. Sigmaðurinn sá að ekki yrði tauti við hann komið, gaf merki og var dreginn einn upp í þyrluna, en trúaði maðurinn okkar beið áfram björgunar Guðs. Eftir fáeinar mínútur drukknaði hann svo. En sögunni líkur ekki þar. Trúaði maðurinn okkar endaði í himnaríki og um leið og hann hafði gengið inn um 29


Gullna hliðið strunsaði hann á fund Guðs. Þar sem hann mætti Guði öskraði hann: Hvað er að þér Guð, ég bað til þín ítrekað. Ég lagði allt mitt traust á þig og þú lést mig drukkna. Af hverju? Guð leit á hann rólegur og sagði: Þegar þú baðst í fyrsta skipti, sendi til þín menn á bíl að bjarga þér. Þá sendi ég björgunarbát og loks sendi ég þyrlu. En aldrei heyrðir þú bænasvarið. En þegar við leggjum allt fram fyrir Guð í bæninni okkar verðum við samt að muna að Guð gerir ekki alltaf eins og við viljum. Og sú hætta er meira að segja fyrir hendi að svarið sé öðruvísi en við höfðum séð fyrir okkur, líkt og hjá manninum í sögunni hér að ofan. Guð svarar ýmist já, nei eða bíddu við. Stundum finnst okkur hann e.t.v. óréttlátur en þá megum við líka segja honum það. Við getum þó verið fullviss um að Guð svarar alltaf bænum okkar í fullkomnum kærleika og visku þó það sé ekki endilega alltaf í samræmið við okkar hugsanir, langanir eða væntingar.

Aukaefni á efnisveitu

- Sagan um Óskirnar tíu úr bókinni Við Guð erum vinir. - Þakkarkarfan – Verkefni sem minnir okkur á mikilvægi þess að þakka Guði.

30


6. Skuldugi þjónninn 17.-21. febrúar 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver örum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður. (Efesus. 4:32)

Aðalatriði

Guð er alltaf fús að fyrirgefa okkur. Við eigum einnig að vera fús að fyrirgefa öðrum.

Hvernig byrja ég?

Það getur verið mis erfitt að fyrirgefa öðrum. Takið dæmi um hvað er erfitt og hvað er auðvelt þegar kemur að því að fyrirgefa.

Hugleiðing – Skuldugi þjónninn Matt. 18:23- 35.

Eflaust hafið þið öll einhvern tímann lent í því að einhver kom illa fram við ykkur, sagði eitthvað sem særði ykkur eða braut á ykkur á einhvern hátt. Við vitum öll hvað það getur verið erfitt að fyrirgefa öðrum, sérstaklega þeim sem eru alltaf að gera eitthvað rangt gagnvart okkur. Einn af lærisveinum Jesú, hann Pétur, þekkti þetta. Hann vissi hvað það gat verið erfitt að fyrirgefa öðrum. Þess vegna kom hann eitt sinn til Jesú og spurði: „Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?“ – Hverju svaraði Jesús?

Mynd 1 - Einu sinni var kóngur sem kallaði alla þjóna sína til sín því hann vildi að þeir gerðu upp skuldir sínar. Það var komið með hvern þjóninn á fætur öðrum. Þeir skulduðu mismikið, en allir eitthvað. Einn þeirra skuldaði þó mest. Hann skuldaði hvorki meira né minna en 10.000 talentur, en 1 talenta samsvaraði launum verkamanns í 20 ár! Hér var því um óhemju háa upphæð að ræða sem engin von var til að þjónninn gæti nokkurn tíma greitt. Konungurinn skipaði því svo fyrir að selja skyldi allar eigur þjónsins, hann sjálfan og fjölskyldu hans upp í skuldina.

Jesús segir: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.“ – Hvað eru 70x7? – Átti hann þá að fyrirgefa 490 sinnum? Nei, Jesús vildi kenna Pétri að hann ætti að vera fús að fyrirgefa, eins og Guð væri fús að fyrirgefa honum. Og til þess að útskýra fyrir Pétri hvað hann ætti við, sagði hann honum söguna um skulduga þjóninn. Endursegið söguna með því að nota myndasöguna. Mynd 2: Þjónninn varð skelfingu lostinn, féll á kné og grátbað um frest til að borga skuldina. Konungurinn vorkenndi þjóninum og gaf honum upp alla skuldina.

31


Samantekt

Mynd 3: Þegar þjónninn kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum 100 denara (100 daglaun verkamanns). Hann fór rakleitt til hans og krafði hann um greiðslu skuldarinnar. Maðurinn bað hann um lengri frest. En þjónninn tók slíkt ekki í mál og fyrirskipaði að varpa manninum í fangelsi. Þar átti maðurinn að dúsa þar til öll skuldin væri að fullu greidd.

Mynd 4: Nokkrir þjónar konungsins sáu hvað gerðist og sögðu honum tíðindin. Konungur lét þá kalla þjóninn aftur til sín. Í þetta sinn var enga miskunn að fá. Konungurinn mælti: „Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér“ (v.32-33) og hann lét færa hann burtu í fjötrum.

32

Þessi saga kennir okkur að Guð er fús að fyrirgefa okkur, jafnvel þótt skuld okkar sé óborganleg af okkar hálfu. En fyrirgefning Guðs á einnig að hafa áhrif á viðhorf okkar til annarra (sbr. bænina í Faðir vorinu: Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum). Fyrirgefning er ekki það að segja „fyrirgefðu“ og urra svo í laumi! Sönn fyrirgefning þýðir í rauninni að maður gleymir því sem gerðist og er ekki að hefna sín. En fyrirgefning þýðir samt ekki að við látum allt yfir okkur ganga og við höfum lög í landinu sem eiga að tryggja öllum ákveðið réttlæti og vernd gegn því að brotið sé gegn okkur með alvarlegum hætti. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi eða kúgun. Guð vill að við fyrirgefum öðrum og við þurfum líka að læra að fyrirgefa okkur sjálfum þegar okkur verður á. Það getur stundum verið erfitt að fyrirgefa en við skulum muna að við getum alltaf beðið Guð um að hjálpa okkur við að fyrirgefa.

Aukaefni á efnisveitu

- Sagan Fíll í bílskúrnum úr bókinni Við Guð erum vinir


33


34


35


36


7. Fátækt - Stop Poverty 24.-28. febrúar 2014 Upphafsbæn

fátækt. Auðæfum heimsins er því miður misjafnlega skipt. Sums staðar býr fólk við mikla fátækt og hefur kannski hvorki húsaskjól né aðgang að hreinu vatni. Og við erum hendur Guðs hér á jörðinni og reynum að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.

Minnisvers

Af því þekkjum við kærleikann að Jesús lét lífið fyrir okkur. Svo eigum við að láta lífið fyrir hvert annað. Ef sá sem hefur heimsins gæði horfir á bróður sinn eða systur vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir þeim, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Börnin mín elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika. 1. Jóh. 3.1618.

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

„Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.“ 1. Jóh. 1:5.

Aðalatriði

Við erum Guðs börn, elskuð af honum og Guð vill eiga samfélag við okkur og boðskapur hans og kærleikur hefur áhrif á hugarfar okkar og hvetur okkur til góðra verka í nafni kærleikans.

Hugleiðing Lærisveinar Jesú

Lærisveinar Jesú voru tólf og þeir voru fyrstu fylgjendur Jesú og jafnframt fyrstu trúboðarnir sem báru út fréttirnar um að Jesús væri sonur Guðs og að hann hefði dáið á krossi fyrir syndir og misgjörðir allra manna, risið upp frá dauðum og stigið upp í himininn. Einn þeirra, Jóhannes, sem skrifaði fjórar bækur í Nýja testamentinu ítrekar í skrifum sínum að Guð hafi komið í heiminn sem maðurinn Jesús Kristur. Hann segir: „Guð er ljós, og myrkur er alls ekki í honum.“ 1. Jóh. 1:5. Hann boðar að ef við lifum í samfélagi við Jesú Krist og látum orð hans og boðskap lifa í hjörtum okkar að þá hefur það afleiðingar fyrir líf okkar og breytni. „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn. Og það erum við.“ 1.Jóh.3:1.

Elskum hvert annað

Fyrst Guð elskar okkur svo mikið að hann er tilbúinn til að fórna eigin syni á krossinum svo að við megum lifa þá finnum við í hjarta okkar þörf og löngun til þess að sýna öðrum kærleika og ást. Lærisveinninn Jóhannes heldur áfram að tala um þetta og segir: „Því er þetta sá boðskapur sem þið hafið heyrt frá upphafi: Við eigum að elska hvert annað“ 1. Jóh. 3.11. Við sem lifum hér á Íslandi og höfum það nú bara býsna gott, eigum að reyna að sýna kærleika í verki með því að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda eða lifa í mikilli

Umræðupunktar fyrir yngri deildir

- Hvað getum við gert til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín? - Það er mikilvægt að verða ekki svo upptekinn af risastóru vandamálunum í heiminum að maður gleymi að gera vel litlu verkefnin sem skipta máli á hverjum degi. Að vera þakklát og dugleg heima og í skólanum og kannski bara hjálpa einhverjum sem er einmana eða á fáa vini. Við getum öll lagt eitthvað að mörkum og margt smátt gerir eitt stórt.

Umræðupunktar fyrir unglingadeildir

- Hvað getum við gert til þess að hjálpa þeim sem minna mega sín? - Finnst ykkur þið stundum vera beitt órétti? - Hvernig er hægt að berjast fyrir auknu réttlæti í heiminum? - Það er mikilvægt að verða ekki svo upptekinn af risastóru vandamálunum í heiminum að maður gleymi að gera vel litlu verkefnin sem skipta máli á hverjum degi. Að vera þakklát og dugleg heima og í skólanum og kannski bara hjálpa einhverjum sem er einmanna eða á fáa vini. Við getum öll lagt eitthvað að mörkum og margt smátt gerir eitt stórt.

Aukaefni á efnisveitunni eða á netinu

- Áhugavert myndband eftir Telmu Ýr Birgisdóttur sem ber heitið „Ef jörðin væri 100 manna þorp.“ - https://www.youtube.com/watch?v=Bi2Lo9Q5cnI - Myndband um vandamál okkar borin uppi af fólki sem býr við raunverulegan vanda. - http://www.godvine.com/First-World-ProblemsAren-t-Problems-at-All-This-Proves-It--4401.html

37


Hugmyndir af fundarefnum Það fer vel á því á þessum fundi að kynna hjálparstarfsverkefnið Stop Poverty.

Stop Poverty er herferð ungs fólks gegn fátækt í heiminum. Markmið herferðarinnar er að efla og hvetja ungt fólk til að vekja athygli á fátækt heimsins, berjast gegn rót vandans án ofbeldis og búa til betra samfélag. Fyrstu skref herferðarinnar eru að auka fræðslu um fátækt og beita þrýsting á stjórnvöld og aðra valdamenn til að breyta áherslum, stefnum og stjórnarfari. Herferðin er verkefni á vegum Y Global sem er alþjóðavettvangur KFUM og KFUK í Noregi. Samtökin einbeita sér aðallega að mannréttindamálum. KFUM og KFUK á Íslandi hefur lýst stuðningi sínum við herferðina og hvetjum við sem flesta að taka þátt. Hægt er að finna sérstaka síðu inn á Facebook sem heitir Stop Poverty Iceland og þar er hægt að fylgjast með og taka þátt.

- Og margar hendur vinna stórt verk! - Þetta er ekki létt verkefni, og það er einmitt þess vegna sem við þurfum á ykkar hjálp að halda. - Okkur langar til að mynda alþjóðlega fylkingu fólks sem er tilbúið til þess að berjast gegn fátækt á friðsælan hátt. - Verkefnið er með facebook Like síðu sem heitir: Stop Poverty – Iceland. - Við viljum endilega hvetja ykkur til þess að læka síðuna okkar og fylgjast með hvað er í gangi. - Þar getið þið líka komið með hugmyndir, fræðst um fátækt, séð hvort það séu einhverjir auglýstir viðburðir framundan og svo framvegis. - Allt sem er í gangi hjá Stop Poverty á Íslandi verður sett þar inn.

Nokkrar staðreyndir um heiminn okkar í myndbandi frá Telmu Ýr Birgisdóttur.

Nælugerð

Myndbandið hennar Telmu: - http://www.youtube.com/watch?v=Bi2Lo9Q5cnI

Hér á eftir kemur Stop Poverty fundur fyrir unglingadeildir sem Daría Rudkova, Perla Magnúsdóttir og Pétur Ragnhildarson hafa útbúið sérstaklega. Við byrjum á því að kynna Stop Poverty verkefnið

Umræður út frá myndbandinu: 1. Kemur þetta ykkur á óvart? 2. Hvernig líður ykkur með að vita af svona mörgu sem lifa við fátækt? 3. Er það sanngjarnt? 4. Skiptir þetta okkur máli? 5. Finnst ykkur skrýtið að fáir eigi hluti sem okkur finnst sjálfsagðir, eins og rúm, fataskápur, rafmagn og ísskápur? 6. Hvað getum við gert? - Allir unglingarnir skrifa niður 1 hugmynd á miða

Það er kjörið tækifæri að leyfa krökkunum að búa til nælur með Stop Poverty merkinu og jafnvel hanna sínar eigin nælur með boðskap gegn fátækt. Hægt er að fá næluvélar og efni til nælugerðar í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtaveginum. Gott er að hafa samband tímanlega svo öruggt sé að vélin sé laus og nóg til af efni.

- Markmið verkefnisins/herferðarinnar er að reyna að útrýma allri fátækt í heiminum fyrir árið 2030. - Verkefnið er nú þegar hafið í mörgum löndum, en það byrjaði fyrst í Noregi. Og það hefur komið í ljós að ótal margir vilja hjálpa og leggja sitt að mörkum. - Við viljum hafa áhrif á annað fólk í kringum okkur og vekja athygli á því að við getum öll haft áhrif. - Fátækt í heiminum er sameiginleg ábyrgð okkar allra og við viljum útrýma henni. - Við þurfum því að breyta hugarfari okkar og reyna að smita þessa hugsun út um allt í kringum okkur. - Við vitum öll hvernig þetta virkar.... Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað. 38

Ef krakkarnir segja: Ég er bara ein manneskja hvað get ég ert? - Við getum svarað: Rannsóknir hafa sýnt fram að barátta gegn fátækt er að skila miklum árangri nú þegar, þó að hann mætti vera meiri og ganga hraðar. Þess vegna viljum við hjálpa! Því næst er gott að sýna þetta hérna myndband: http://www.youtube.com/watch?v=1MNiibMSD8w - Þarna er hægt að tala út frá því hvað lítil upphæð í lífi okkar getur skipt sköpum í löndum í Afríku, Suður Ameríku og Asíu.


Þúsaldarmarkmiðin

Ef vilji er fyrir hendi er hægt að kynna Þúsaldarmarkmiðin, en það er í raun val og fer eftir því hversu stór hópurinn er. Í september árið 2000, sameinuðust leiðtogar heims og samþykktu Þúsaldaryfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þar var ákveðið að stuðla að bættum hag mannkyns um allan heim á sviði þróunar, fátæktar, öryggis, friðar, umhverfisverndar, mannréttinda og lýðræðis. Átta markmið voru því sett niður. Markmiðin eru tímasett og á mælanlegur árangur að nást fyrir árið 2015. En ef engin breyting verður lítur það út fyrir að markmiðin muni fyrst nást eftir rúm 100 ár.

ÞSSÍ eða SOS Barnaþorp til að mynda. Hér er frábært að taka umræðu og sjá hverju unglingarnir sýna mestan áhuga: - Biblíulestrarmaraþon - Dansmaraþon - Þrifmaraþon - Hjólamaraþon - Íþróttamaraþon - Hægt er að taka samskot - Kynna Fairtrade fyrir þeim: http://www.fairtrade.net/

Stop Poverty Game Leiðbeiningar

- Allir þátttakendur fá miða sem þeir einir mega skoða. - Á miðanum er hlutverk. Leiðbeinandi byrjar á því að spyrja spurningar um hlutverkin til að fá krakkana til að átta sig hvert á sínu hlutverki. Krakkarnir svara ekki spurningunum, þær eru einungis ætlaðar sem punktar til umhugsunar.

Dæmi um spurningar

Markmiðin eru þessi: 1. Eyða fátækt og hungri 2. Tryggja að öll börn njóti grunnskólamenntunar 3. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna 4. Lækka dánartíðni barna 5. Vinna að bættu heilsufari kvenna 6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu 7. Vinna að sjálfbærri þróun 8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun Allir geta lagt sitt af mörkum til að skapa betri heim, við þurfum bara vita hvar á að byrja. Nú er tími til kominn að við tökum höndum saman, því allir eiga rétt á lífi án fátæktar. Við viljum taka þátt í að gera jörðina að betri stað.

Hvað er hægt að gera?

- Vera með maraþon þar sem safnað er pening fyrir sérstök málefni, t.d. Hjálparstarf Kirkjunnar, UNICEF ,

- Hvernig var æska þín? Hvernig leit heimilið þitt út? Hvernig lékstu þér sem barn? Við hvað störfuðu foreldrarnir þínir? - Hver eru áhugamál þín? Hvaða fólk umgengst þú? Hvað gerirðu yfir daginn? - Hvernig ertu stödd fjárhagslega? Hvar býrðu? Hvað óttastu?

Eftir spurningarnar færðu krakkana til þess að stilla sér upp í beina línu, eins og þau séu að fara kapphlaup. Það er mikilvægt að krakkarnir tali ekki mikið á meðan, og segi alls ekki hvaða hlutverk þau eru. Leiðbeinandi les staðreyndir. Ef staðreyndin á við um viðkomandi ungling (passar við hlutverk hans), skal sá hinn sami taka eitt skref fram (ef í litlu rými þá skal taka hænuskref). Markmiðið er fyrir hvern og einn ungling að komast sem lengst áfram, án þess að svindla. Einungis er hægt að komast áfram ef staðreyndin á við viðkomandi – passar við hlutverk hans. Í lokin verða allir á mismunandi stöðum. Sumum finnst ósanngjarnt að hafa varla hreyft sig á meðan aðrar hafa komist langt áfram. Því næst fá allir að segja hvert hlutverk 39


þeirra er. Við það skýrist hve mislangt hver og einn unglingur komst í leiknum. Í kjölfarið geta hafist umræður um það hvort þetta sé sanngjarnt, og hvað sé hægt að gera til þess að minnka misskiptingu lífsgæða í heiminum í dag. Mjög gott að ræða um fátækt í kjölfarið.

Hlutverkin sem hægt er að fá

1. Þú 15 ára, býrð með 7 systkinum í lítilli íbúð í bæ í Þýskalandi. Pabbi þinn er atvinnulaus og mamma þín er afgreiðslukona. 2. Þú ert 17 ára stelpa sem kemur frá Sómalíu (land í Afríku). Þú ert flóttamaður og hefur fengið hæli á Íslandi en þú getur varla skrifað né lesið. 3. Þú ert menntaður verkfræðingur sem kemur frá Írak en þurftir að flytjast á brott sem flóttamaður. Þú ert nú á Íslandi og skilur ekki tungumálið. Þú vinnur við að selja dagblöð. 4. Þú ert einstæð móðir með 3 börn. Þú vinnur í þvottahúsi. 5. Þú ert 24 ára flóttamaður frá Libýu (land í Afríku). Þú býrð nú í flóttamannabúðum á Tyrklandi. 6. Þú ert dóttir sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. 7. Þú lifir á ellilífeyri. Þú vannst alla tíð í skóverkssmiðju. 8. Þú ert 83 ára og lifir á lágmarks ellilífeyri. 9. Þú ert 27 ára maður sem býrð á götunni þar sem þú ert heimilislaus. 10. Þú ert hreyfihamlaður ungur maður sem ert í hjólastól 11. Þú ert 16 ára bifvélavirki 12. Þú ert tvítugur nemandi. Þú borgar námsgjöldin þín með því að taka að þér ýmsa aukavinnu með skóla. 13. Þú ert sonur bankastjóra og þú stundar nám við dýran háskóla. 14. Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Moldóvíu 15. Þú ert sonur kínversk innflytjenda sem á skyndibitakeðju sem gengur vel. 16. Þú ert 53 ára. Skósmiðsfyrirtækið þitt er nýfarið á hausinn. 17. Þú ert kærasta heróíns fíkils. 18. Þú varst að ljúka við nám í hótelstjórnun og ert að leita þér að vinnu. 19. Þú ert 19 ára sonur bónda sem býr í Cambódíu

Staðreyndirnar sem lesnar eru

1. Þú hefur aldrei lent í alvarlegum fjárhagslegum erfiðleikum. 2. Þú átt gott heimili sem er með síma, sjónvarp og internet.

40

3. Þér finnst tungumálið þitt, trúin og menning þín vera virt á Íslandi. 4. Þér finnst eins og hlustað sé á þig þegar kemur að skoðunum þínum um félagsleg og stjórnarfarsleg mál. 5. Fólk leitar ráða hjá þér varðandi ýmis málefni 6. Þú hefur ekki áhyggjur af því að lögreglan stoppi þig hér og þar. 7. Þú veist hvar þú getur sótt þér aðstoð og hjálp þegar þú þarft á því að halda. 8. Ef þú lendir í slysi eða veikindum þarftu ekki að hafa áhyggjur að hugsað sé um þig og þú hafir ekki efni á sjúkrakostnaðinum. 9. Þú hefur aldrei fundið fyrir fordómum vegna þess hvaðan þú ert 10. Þú hefur tök á því að fara í frí erlendis á hverju ári 11. Þú mátt alltaf bjóða vinum þínum heim í mat 12. Þú ert hamingjusamur með lífið þitt 13. Þú ert aldrei hræddur um að verða fyrir áreiti úti á götu 14. Þú getur farið í nám og síðan haft vinnu sem þú hefur áhuga á 15. Ef þig langar til þess áttu góða möguleika til þess að sitja í samfélagslegri valdastöðu einn daginn 16. Þú getur tekið þátt í alþjóðlegum ráðstefnum erlendis 17. Þú átt efni á að fara í bíó a.m.k. 1x í viku 18. Þú ert ekki hræddur um framtíð verðandi barna þinna 19. Þú átt efni á að kaupa þér ný föt á 3 mánaða fresti 20. Þér líður eins og þekking þín og hæfileikar séu metin mikils 21. Þú ert með kosningarétt í landinu sem þú býrð í 22. Þú getur komist á internetið þegar þú þarfnast þess 23. Þú ert jákvæður þegar þú hugsar um framtíð þína


Hlutverkalýsingar til að klippa niður

Þú 15 ára, býrð með 7 systkinum í lítilli íbúð í bæ í Þýskalandi. Pabbi þinn er atvinnulaus og mamma þín er afgreiðslukona.

Þú ert 17 ára stelpa sem kemur frá Sómalíu (land í Afríku). Þú ert flóttamaður og hefur fengið hæli á Íslandi en þú getur varla skrifað né lesið.

Þú ert menntaður verkfræðingur sem kemur frá Írak en þurftir að flytjast á brott sem flóttamaður. Þú ert nú á Íslandi og skilur ekki tungumálið. Þú vinnur við að selja dagblöð.

Þú ert einstæð móðir með 3 börn. Þú vinnur í þvottahúsi.

Þú ert 24 ára flóttamaður frá Libýu (land í Afríku). Þú býrð nú í flóttamannabúðum á Tyrklandi.

Þú ert dóttir sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Þú lifir á ellilífeyri. Þú vannst alla tíð í skóverkssmiðju.

Þú ert 83 ára og lifir á lágmarks ellilífeyri.

Þú ert 27 ára maður sem býrð á götunni þar sem þú ert heimilislaus.

Þú ert hreyfihamlaður ungur maður sem ert í hjólastól

Þú ert 16 ára bifvélavirki

Þú ert tvítugur nemandi. Þú borgar námsgjöldin þín með því að taka að þér ýmsa aukavinnu með skóla.

Þú ert sonur bankastjóra og þú stundar nám við dýran háskóla.

Þú ert ólöglegur innflytjandi frá Moldóvíu

Þú ert sonur kínversk innflytjenda sem á skyndibitakeðju sem gengur vel.

Þú ert 53 ára. Skósmiðsfyrirtækið þitt er nýfarið á hausinn.

Þú ert kærasta heróíns fíkils.

Þú varst að ljúka við nám í hótelstjórnun og ert að leita þér að vinnu.

Þú ert 19 ára sonur bónda sem býr í Cambódíu

41


8. Kristniboð 3.-7. mars 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Allt vald er mér gefið á himni og á jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda. Matt. 28:18-19.

Aðalatriði

Kristin trú er boðandi trú og því eru allir kristnir menn og konur kallaðir til að segja frá Kristi og boða trú.

Hugleiðing

Jesús sagði: Allt vald er mér gefið á himni og á jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.

Þessi orð Jesú eru ástæða þess að að við förum út um allan heim til þess að segja frá kristinni trú. Kristniboð er að segja frá trú sinni - að boða kristna trú. Í sunnudagskólanum, í KFUM og KFUK starfi, í kirkjunni, með því að tala við vini sína um trúna og að vinna í löndum þar sem að fólk hefur aldrei heyrt um Jesú. Allt þetta er kristniboð. Jesús sagði þessi orð sem við heyrðum hérna áðan við lærisveina sína og þeir gerðu eins og hann sagði. Þeir ferðuðust um allt og sögðu frá. Lærisveinarnir voru eiginlega ekki með neitt með sér þegar þeir lögðu af stað til þess að segja frá Jesú. Í Markúsarguðspjalli segir Jesús þeim hvað þeir eigi að taka með sér: Jesús fór nú um þorpin þar í kring og kenndi. Og hann kallaði þá tólf til sín, tók að senda þá út, tvo og tvo, og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum. Hann bauð þeim að taka ekkert til ferðarinnar annað en staf, ekki brauð, mal né peninga í belti. Þeir skyldu hafa skó á fótum en ekki tvo kyrtla. Mark. 6:7-9.

42

Þannig fréttu fleiri og fleiri frá kraftaverkum Jesú og að hann boðar eilíft líf á himnum. Lærisveinarnir áttu að treysta Jesú og það hefur svo sannarlega virkað því að frá því að þessir 12 menn fóru af stað er kristin trú orðin að fjölmennasta trúarbragði heims, og þeir sem fóru af stað með ekkert nema trú sína á Guð til að treysta á. Þeir höfðu ekki einu sinni stað til þess að sofa á og engan pening. En þetta var ekkert einfalt fyrir fyrstu kristnu mennina, þeir voru ekki alls staðar velkomnir. Kristnir menn áttu sér leynitákn í upphaf kristninnar sem var fiskur. (sjá mynd af ictus) Þeir þurftu að hafa leynitákn vegna þess að þeir voru ofsóttir. Það er að segja að þeir voru fangelsaðir og jafnvel líflátnir fyrir trú sína. Þeir notuðu þetta leynitákn sem þeir teiknuðu með skónum í sandinn og þeir sem þekktu leynitáknið vissu hvað það þýddi en aðrir héldu bara að viðkomandi væri að teikna eitthvað bull. En kristnir menn gáfust ekki upp, þeir sögðu frá trú sinni og í dag er kristin trú fjölmennasta trúarbragð í heimi. Við þurfum ekki að vera hrædd um að vera sett í fangelsi hérna á Íslandi fyrir trú okkar því hérna er trúfrelsi. Það er samt ekki þannig allstaðar í heiminum. Sumstaðar er bannað að vera með trúboð eins og t.d. í Kína. Þú ert kristniboði í þínu lífi. Á Íslandi eru til samtök sem heita Kristniboðssambandið og þau senda kristniboða til landa þar sem fólk þekkir ekki kristna trú. Kristniboðið aðstoðar líka fólk við að setja upp skóla, skipuleggja heilsugæslu og kenna um hreinlæti o.fl.

Umræðupunktar - - -

Hvað er kristniboði? - Svar: Það að segja frá Jesú Kristi Hverjir geta verið kristinboðar? - Svar: allir geta verið kristniboðar. Hvað er það mikilvægasta í kristinni trú? - Jesús talaði um æðsta boðorðið. Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum og náungann eins og sjálfan þig.

Lokaorð fyrir bæði yngri og eldri deildir

Það geta allir verið kristniboðar. Þú ert mikilvægur kristniboði. Elska skaltu náungan eins og sjálfan þig sagði Jesús. Við erum líka kristniboðar í okkar daglega lífi, við erum fyrirmyndir í öllu því sem við gerum.


Hvernig getum við verið góðar fyrirmyndir? - Hvað getum við gert þegar það er verið að gera lítið úr einhverjum í skólanum? T.d. hjálpað viðkomandi – segja frá. - Hvernig getum við verið góðar fyrirmyndir inn á heimilum okkar?. T.d .gengið frá eftir okkur. - Er erfiðara að vera kurteis og sýna tillitsemi í skólanum eða heima? - Hvernig getum við sagt vinum okkar frá því að við séum kristin? Við getum t.d. sagt að trúin skipti okkur miklu máli. Eða einfaldlega: Ég trúi á Guð.

Saga af kristniboðsakrinum Kristniboðar eru þeir sem segja frá Jesú í orði og verki. Sumir kristniboðar ferðast um langan veg frá Íslandi til að miðla kærleika Krists. Það er nefnilega þannig að víða í heiminum býr fólk og jafnvel heilu þjóðirnar sem hafa aldrei heyrt talað um kærleiksríkan Guð. Kristniboðssambandið er íslenskt félag sem hefur það að markmiði að allir í heiminum fái tækifæri til að kynnast Jesú. Fyrstu íslensku kristniboðarnir fóru til Kína og störfuðu þar í 15 ár eða allt þar til kommúnistar komust til valda og bönnuðu kristniboð. Þá flutti íslenska kristniboðið starf sitt til tveggja landa í Afríku, Eþíópíu og Keníu og hefur m.a. byggt þar 200 skóla og 100 sjúkraskýli og heilsugæslustöðvar. Í Afríku búa margir afar frumstæðir þjóðflokkar sem hafa engu breytt í lifnaðarháttum sínum í þúsund ár. Fyrir okkur sem búum á Íslandi þar sem flestir fá nóg að borða, eiga hlýtt rúm að sofa í og geta gengið í skóla er erfitt til þess að hugsa að sumstaðar deyja lítil börn úr hungri og sjúkdómum sem auðvelt þætti að lækna á Íslandi. Hér á eftir fer saga lítils drengs sem heitir Jónas og fæddist í Voitó, sem er hálfgerð eyðimörk í suður Eþíópíu. - Matt. 28:18 ... Ég heiti Jónas og fæddist í pínulitlu þorpi í fjöllunum fyrir ofan Voitó-dalinn. Venjulega búa fjölskyldur saman í litlum strákofum en á lóðinni okkar voru tveir strákofar vegna þess að pabbi minn á tvær konur og þær bjuggu í sitthvorum kofanum, ég svaf að sjálfsögðu í sama kofa og mamma. Þarna er enn ekkert rafmagn, sjónvarp, tölvur eða neitt svoleiðis. Ekki einu sinni rennandi vatn. Mamma og systur mínar fara á hverjum degi til að grafa eftir vatni, það tekur langan tíma, svo þurfa þær að safna eldiviði og elda graut, þ.e.a.s. ef það var til korn, stundum seldi pabbi korn til að geta keypt sér brennivín og þá fengum við stundum ekkert að borða. Ég á margar systur en bara einn lítinn bróður, svo það kom í minn hlut að gæta geitanna. Geitur eru

skemmtileg dýr og ég þekkti þær allar með nafni. Dagarnir voru hver öðrum líkir og mér leið ágætlega sérstaklega ef til var hunang og við fengum að drekka geitamjólk með grautnum. Það rignir ekki oft í Voitó en þegar það gerist þá rignir mikið, og í rigningu þá vilja geiturnar bara vera heima að kúra svo ég nýtti daginn til að fara niður á sléttuna en þangað er næstum tveggja tíma ganga. Þegar ég kom niður á sléttuna heyrði ég söng og trumbuslátt, venjulega varð ég hræddur þegar ég heyrði trumbuslátt því það var oftast merki um fórnarathöfn og þá vissi ég að pabbi myndi drekka mikið brennivín og fórna til Meshe sem er andi forfeðranna. Ef maður braut gegn reglum þjóðflokksins kallaði maður yfir sig bölvun Meshe og eina leiðin til að losna við bölvunina var að fórna til Meshe. En trumbuslátturinn sem ég heyrði núna var öðruvísi en ég hafði áður heyrt og inn á milli ómuðu glaðværar raddir. Ég gekk á hljóðið sem barst úr bárujárnsklæddu húsi, eftir sönginn stóð brosandi maður á fætur og byrjaði að tala um að hann væri ekki lengur hræddur við Meshe vegna þess að til væri einhver miklu sterkari, að hið góða í þessum heimi væri sterkara en hið illa og að þessi kærleikur ætti sér nafn sem væri Jesús Kristur. „Jesús hefur sigrað Meshe og alla hans djöfla, við þurfum ekki lengur að fórna til Meshe, því Jesús tók á sig syndir okkar á krossinum. Hver sem á hann trúir mun lifa að eilífu. Vilt þú fylgja Jesú?“ Ég hafði aldrei áður heyrt talað um Jesú en spurningin „vilt þú fylgja Jesú?“ endurómaði í huga mér alla leiðina heim. Á leiðinni heim stoppaði ég fyrir framan stórt tré og starði á það tignarlegt og með voldugar rætur sem ég vissi að náðu djúpt niður í jörðina. „Af hverju er ég ekki með svona rætur?“ spurði ég sjálfan mig upphátt og horfði niður á granna fótleggi mína, maðurinn í kirkjunni hafði talað um að sumir væru gróðursettir í Kristi Jesú, svona eins og hríslur eru gróðursettar. Á þessari stundu vissi ég að ég vildi verða stór og sterkur eins og tréð fyrir framan mig en gróðursettur í Kristi Jesú. Í Voitó eru engin nöfn yfir vikudagana svo það var í fyrstu erfitt fyrir mig að vita hvenær það væri aftur fólk í bárujárnsklædda húsinu að tala um Jesú. Svo var það vandræðalegt að biðja systur mínar um að gæta geitanna meðan ég færi niður á sléttu. Ég vildi ekki segja þeim hvað ég væri að fara að gera en pabbi minn frétti það og varð reiðari en ég hafði nokkurn tíma séð hann. Ég hélt samt áfram að fara því ég vildi kynnast betur þessum anda sem var sterkari en Meshe. Guð er andi og Jesús Kristur sonur hans. Líf mitt breyttist þegar ég kynntist Jesú þá vissi ég að ég þyrfti ekki lengur að lifa í ótta við Meshe, því Jesús 43


er sterkari og elskar mig svo mikið að hann var reiðubúinn að deyja fyrir mig. Það er ekki hægt að færa stærri fórn en það. Síðar frétti ég að kristniboðar frá landi sem heitir Ísland hefðu fyrstir komið með góðu fréttirnar um Jesú til Voitó. Það er það besta sem hefur komið fyrir í Voitó. Þegar ég varð stærri hjálpuðu kristniboðarnir mér að ganga í skóla, mér gekk vel í skólanum og varð fyrsti maðurinn frá Voitó til að ljúka háskólanámi. Nú er ég prestur í Voitó, vegna þess að ég vil að allir í þjóðflokknum fái að kynnast Jesú. Kærar þakkir til þeirra sem hlýddu kalli Guðs.

Hugmynd að fundarefni

Það getur verið áhugavert að fá heimsókn frá Kristniboðssambandinu eða jafnvel einhvern sem hefur farið í KRUNG ferð til Eþíópíu eða Kenýju.

44


9. Jósef

10.-14. mars 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Matt. 7:12.

Hugleiðing Til leiðtoga

Sagan um Jósef og bræður hans er löng en hér á eftir er hún mikið stytt. Það er mikilvægt að sá sem segir söguna átti sig vel á sögunni í heild sinni . Sagan um Jósef er einmitt ein af þeim sögum í Biblíunni þar sem finna má einelti. Það eru mun fleiri sögur í Biblíunni sem fjalla um einelti. Sagan er ótrúlega mögnuð en aðalatriðið er að Guð yfirgefur aldrei Jósef og hann fyrirgefur bræðrum sínum. Í Biblíunni er sagt frá tólf bræðrum. Jakob, pabba þeirra þótti vænt um þá alla, en vænst þótti honum þó um Jósef og Benjamín, en þeir voru yngstir. Jósef var eldri en Benjamín og þegar þessi saga hefst er Benjamín bara lítill strákur, en Jósef orðinn unglingur eða jafnvel ungur maður. Bræðurnir voru mjög afbrýðisamir út í Jósef vegna þess að pabbi þeirra hafði gefið honum flottari föt en hinum og þeim fannst pabbinn halda mikið upp á hann og voru afbrýðisamir. Þeir létu það bitna á honum daginn út og daginn inn. Jósef hefur eflaust tekið þetta nærri sér og ekki vitað hvað hann ætti að gera. Dag nokkurn þegar bræðurnir voru úti í haga ákváðu þeir að drepa Jósef og kasta honum ofan í stóra gryfju. Þeir tóku fallegu fötin hans og rifu þau og helltu blóði yfir þau til þess að sanna fyrir föður þeirra að Jósef væri dáinn. Á sama tíma áttu kaupmenn þar leið hjá og þeir seldu þá bróður sinn sem þræl til kaupmannanna fyrir 20 silfurpeninga. Bræðurnir fóru heim með fötin og sýndu föður sínum. Þegar faðir þeirra sá fötin varð hann mjög hryggur og sorgmæddur og trúði því sem bræður hans sögðu og hélt að Jósef væri dáinn. Guð sleppti hendi sinni ekki af Jósef en kaupmennirnir fóru með Jósef til Egyptalands þar sem hann var seldur sem þræll. Jósef var mjög duglegur og áður en langur tími var liðinn var hann orðinn að ráðsmanni. En Jósef gerði ekki

allt sem að kona húsbónda hans sagði honum að gera og hún varð honum mjög reið og endaði það með því að Jósef lenti í fangelsi. Í fangelsinu komust fangaverðirnir að því að Jósef gat ráðið drauma og varð hann mjög frægur fyrir það. Hann réð meira að segja drauma konungsins og það bjargaði Egyptalandi frá hungursneyð. Jósef var þá leystur úr haldi og fékk vinnu við hirð Faraós konungs. Nokkrum árum síðar hafði Jósef staðið sig svo vel að hann fékk vinnu sem landsstjóri. Þá víkur sögunni aftur að bræðrum Jósefs. Í landinu þeirra var hungursneyð og bræðurnir voru sendir til Egyptalands til þess að biðja um korn. Þeir höfðu ekki hugmynd um að landsstjórinn sem þeir voru að biðja um korn hjá væri í raun Jósef bróðir þeirra. En Jósef þekkti bræður sínar strax og ákvað að athuga hvort þeir væru eins grimmir og þeir höfðu verið þegar þeir seldu hann í þrældóm. Hann lét þá fara aftur heim og sækja yngsta bróðurinn Benjamín sem var ekki með þeim. Þegar allir bræður hans voru þarna komnir hélt hann þeim stóra veislu. Eftir veisluna héldu þeir heim á leið með korn í sekkjum en Jósef setti silfurbikar í poka Benjamíns og varðmenn Faraós handtóku bræðurna og færðu þá til Jósefs. Jósef hótaði að taka Benjamín sem þræl en sleppa hinum bræðrunum. Bræðurnir sögðu að þeir gætu ekki fært föður sínum þær sorgarfréttir því hann hefði misst annan son og hann myndi ekki lifa af aðra slíka sorg. Þá sá Jósef að þeir iðruðust og hann fyrirgaf þeim og sagði þeim hver hann var í raun og veru.

Spurningar

- Hvers vegna seldu eldri bræður Jósefs hann í þrældóm? - Svar: Þeir voru öfundsjúkir - lögðu hann í einelti - Hvað finnst ykkur um viðbrögð Jósefs?

Lokaorð fyrir bæði yngri og eldri deildir

Við höfum öll verið öfundsjúk einhvern tímann. Jósef var lagður í einelti af bræðrum sínum og gekk í gegnum mjög erfiða hluti. Sagan segir okkur að Guð var með Jósef, en hann reddaði ekki bara öllu fyrir hann, Jósef þurfti líka að hafa fyrir hlutunum. Jósef var heppinn hann gat gert upp fortíðina við bræður sína og hann ákvað í hjarta sínu að fyrirgefa þeim. Einelti er aldrei í lagi. Biblían kennir okkur að koma fram við hvert annað eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

45


10. Sáðmaðurinn 17.-21. mars 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Ég geymi orð þín í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér. Sálm. 119:11.

Aðalatriði

Hvernig get ég gert huga minn og hjarta móttækileg fyrir orði Guðs, svo að það nái að festa þar rætur og hafa áhrif á mig? Hvernig get ég varðveitt orð Guðs í hjarta mínu? Það er í rauninni sú spurning sem mestu skiptir. Það getur verið gott að lesa Guðs orð reglulega. Þannig nær það að festa rætur í huga okkar og bera ávöxt. Læra minnisversin sem afhent eru á hverjum fundi.

Hugleiðing – Matt. 13:3- 23

Dæmisögur eru einfaldar sögur sem notaðar eru til að útskýra flóknari hluti. Jesús talaði oft í dæmisögum við mannfjöldann til þess að útskýra Guðs ríki og starf sitt á jörðinni svo fólkið skildi hann betur. Hann notaði líkingar úr daglegu lífi fólksins. Ein þekktasta dæmisaga Jesú er um sáðmanninn sem fór út að sá fræi. Hann dreifði frækornunum. Sumt af því sem hann dreifði féll í götuna þar sem stigið var á það og fuglarnir komu og átu það. Annað féll á klöpp þar sem var lítill jarðvegur og enginn raki svo það skrælnaði í þurrki og dó og sumt féll innan um illgresið sem kæfði það. Enn annað féll í góðan jarðveg og það óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt. Þegar Jesús hafði sagt þessa dæmisögu sagði hann: „Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri.“ Lærisveinarnir skildu ekki alveg hvað Jesús átti við með dæmisögunni um sáðmanninn og báðu Jesú að útskýra hana fyrir sér. Jesús gerði það og er þetta líklega eina dæmisagan sem hann túlkar sjálfur. Fræið er orð Guðs sem ber ávöxt í hjörtum mannanna. Það sem féll í götuna og fuglarnir átu merkir þá sem heyra Guðs orð en orðið nær ekki að bera ávöxt vegna þess að hinn vondi kemur og tekur það í burtu. Fræið sem féll á klöppina og skrælnaði merkir þá sem taka orðinu með fögnuði en hafa enga rótfestu þannig að þegar á móti blæs fýkur orðið í burtu. 46

Fræið sem fellur á meðal illgresis merkir þá sem heyra orðið, trúa fyrst, en láta áhyggjur eða unaðssemdir lífsins kæfa trúna í hjarta sér. En fræið sem féll í góða jörð merkir þá sem heyra Guðs orð, geyma það í hjarta sér og rækta trúna. Orðið ber ávöxt, bæði í lífi þeirra sjálfra og annarra vegna þess að þeir segja líka öðrum frá Jesú.

Umræðupunktar

- Fáið fram umræðu með krökkunum um merkingu dæmisögunnar.

Aukaefni/verkefni:

- Hægt að sá fræjum í 3 mismunandi potta (skyrdósir), sú fyrsta með steinum, önnur með grasi/stráum og sú þriðja með mold. Fylgjast svo með pottunum á næstu fundum og sjá hvernig fræin sem eru í moldinni vaxa. Hægt að ræða hvað þurfi til að þau vaxi (muna að vökva) - Hægt er að föndra hjartalaga vasa sem á stendur: „Ég geymi orð þín í hjarta mínu“ og setja minnisvers hvers fundar í hjartað (má nálgast efnið á Holtavegi)


11. Hús á bjargi 24.-28. mars 2014 Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

„Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.“ Sálm. 119:9

Aðalatriði

Sá sem heyrir orð Guðs og breytir eftir því, byggir líf sitt á traustum grundvelli.

Hugleiðing – Matt. 7:24- 27

byggjum líf okkar á honum og hans orði þá byggjum við líf okkar á traustum grunni. Og jafnvel þó að regnið og stormurinn (sem tákna erfiðleikana í lífi okkar) dynja yfir okkur, þá er Guð sá sami. Hann er alltaf traustur og við getum alltaf reitt okkur á hann. - En hvað haldið þið að sandurinn tákni? Á hverju byggjum við líf okkar ef við byggjum það á sandi? - Sandurinn getur táknað veraldleg gæði, t.d. peninga, frægð, hús, föt og dót. Allt þetta getur breyst. Allt þetta getur horfið á einu augnabliki og þá stöndum við eftir allslaus. En Guð varir að eilífu og við getum treyst á hann standi með okkur þegar erfiðleikarnir dynja yfir.

Leikur 1

Sagan í dag segir okkur frá tveimur mönnum sem ætluðu að byggja sér hús. Annar vandaði vel til verksins. Hann gaf sér góðan tíma til að finna traustan grunn til að byggja húsið sitt á. Eftir góða leit fann hann traustan klett. Hann hugsaði með sér, Þessi staður er fullkominn og hófst handa. Eftir mikla erfiðisvinnu lauk hann loks byggingu hússins. Hann var þreyttur en glaður með verkið og kom sér vel fyrir í nýja húsinu sínu. En svo byrjaði að rigna. Og það rigndi og rigndi og rigndi. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Stórir pollar mynduðust allt í kring um húsið en hvað haldið þið? Maðurinn sat bara inni í hlýjunni, í skjóli frá öllu.

Áhöld

En nú víkur sögunni að hinum manninum. Honum var nú alveg sama hvar eða hvernig húsið skildi vera, svo lengi sem hann væri bara nógu fljótur að byggja það. Hann staðnæmdist því bara á ströndinni og ákvað að skella upp nokkrum veggjum. Þetta tók nú ekki langan tíma og áður en hann vissi var hann sestur inn í nýja húsið sitt. Fljótlega eftir að hann settist inn byrjaði að rigna. Og það rigndi og rigndi og rigndi. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Stórir pollar mynduðust um allt og hvað haldið þið? Grunnurinn undir húsinu breyttist í leðju og byrjaði að renna til. Smátt og smátt hallaði hver veggurinn á fætur öðrum þar til allt húsið var hrunið.

Það skiptir öllu máli að undirstaðan sé góð ef byggingin á að standa. Þetta er einmitt boðskapur sögunnar um húsið á bjarginu. (Leikur nr. 22 úr bókinni Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck).

Umræðupunktar Þessa dæmisögu sagði Jesú.

Framkvæmd

- Hvaða merkir þessi saga fyrir okkur? - Hvað getum við gert til þess að byggja líf okkar á traustum grunni? - Kletturinn í sögunni er Guð og orð hans. Ef við

Alls konar munir sem gott er að byggja úr, t.d. spil, bækur, eldspýtustokkar, geisladiskahulstur eða glasamottur. Notið ímyndunaraflið.

Framkvæmd

Þátttakendur sitja við borð sem er fullt af byggingarefni. Þeir skiptast á að leggja einn hlut ofan á annan og reyna að byggja háa byggingu. Þegar byggingin hrynur þá má byrja aftur en þá á annar þátttakandi að leggja fyrsta hlutinn í bygginguna.

Leikur 2

Þessi leikur gæti hentað sem aðkoma að hugleiðingunni.

Áhöld

Gler- eða plastflaska með þröngum stút (gott að þyngja plastflöskuna með batni eða sandi), eldspýtur og klukka.

Fáið sjálfboðaliða. Setjið flöskuna á boð fyrir framan hópinn. Sjálfboðaliðinn fær 30 sekúndur til að raða sem flestum eldspýtum ofan á flöskustútinn, ef þær detta niður þarf að byrja upp á nýtt. Þegar tíminn er búinn eru eldspýturnar taldar og talan skráð og annar fær að spreyta sig. Hver getur raðað flestum? 47


12. Páskar Upphafsbæn

Vertu Guð, faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni.

Minnisvers

Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Mark. 16.6

Aðalatriði

Jesús dó á krossinum fyrir okkur, hann hefði getað sleppt því en hann dó fyrir syndir okkar svo að við getum eignast eilíft líf á himnum. Við getum þakkað Guði fyrir það að fórna syni sínum fyrir okkur með því að koma vel fram við annað fólk og láta gott af okkur leiða. Við skulum muna eftir Guði í okkar daglega lífi, því hann man eftir þér á hverjum degi.

Hugleiðing – það er hægt að velja 2 leiðir 1. Lesa úr barnabiblíunni fyrir börnin - Fara síðan beint í aðalatriði – spurningar og lokaorð. 2. Fara yfir atburðarrásina í síðustu vikuna í lífi Jesú og ýmsar staðreyndir varðandi alla dagana sem tengjast páskahátíðinni. Jesús var á leiðinni til Jerúsalem til þess að halda páska en Jesús var gyðingur. Páskahátíð gyðinga var og er haldin í minningu þess að Ísraelsmenn flúðu frá Egyptalandi c.a. 1400-1300 f. Kr. Hátíðin er yfirleitt haldin í apríl (fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur). Á dögum Jesú var hefðin sú að allir gyðingar sem tök höfðu á áttu að fara til Jerúsalem að halda páska. Menn ferðuðust langar leiðir m.a. frá Afríku og Grikklandi. Páskamáltíðin var haldin í minningu þess að áður en Ísraelsmenn héldu brott frá Egyptalandi borðuðu þeir páskalambið. Síðasta kvöldmáltíðin sem Jesús átti með lærisveinum sínum var einmitt þessi páskamáltíð. Páskar kristinna manna- Kristnir menn minnast ekki frelsunar Ísraelsþjóðarinnar frá Egyptalandi á páskum, heldur minnumst við þeirra atburða sem gerðust þegar Jesús var krossfestur og sigraði dauðann.

48

Dymbilvika (kyrra vika) er síðasta vikan fyrir páska. Dymbill er trékólfur sem settur var í kirkjuklukkur síðustu vikuna fyrir páska (frá Pálmasunnudegi fram að Páskadegi) til þess að þær hljómuðu ekki eins skært.

Hvað gerðist í dymbilvikunni?

Börnin vita hvað gerðist á Páskunum- það er sniðugt að rifja upp með þeim atburðarásina. Pálmasunnudagur: Innreið Jesú í Jerúsalem ( Matt. 21:1-11) - Jesús var á leiðinni til Jerúsalem til þess að halda páska. Hann kom ríðandi á asna inn í borgina, var honum fagnað af mannfjöldanum og fólkið dreifði klæðum sínum og pálmgreinum á götuna (þannig var konungum fagnað í þá daga).

(Athugið að hægt er að fara dýpra ofan í atburði dymbilviku með unglingum en sleppa frekar úr þegar talað er við yngri börn)

Mánudagur: Hús mitt á að vera bænahús (Mark. 11:15-19) - Þeir pílagrímar sem komu til musterisins höfðu ekki allir tök á að koma með dýr til fórnfæringar. En til þess að kaupa fórnardýr þurftu pílagrímarnir að skipta peningum í gyðinglega mynt. Mikið af mönnum unnu fyrir sér með því að stunda þessi viðskipti í musterinu. Þegar Jesús kom inn í musterið sá hann öll þau viðskipti sem þar fóru fram reiddist og sendi þá burt. Síðan kenndi hann þeim sem eftir voru Guðs orð. Þriðjudagur: Þeir gáfu af alsnægtum sínum en hún af skorti sínum (Mark. 12:41-44) - Jesús sat gegnt fjárhirslunni og horfði á fátæka konu gefa af því litla sem hún átti. Hann benti á að hún hefði gefið mun meira en hinir ríku. Miðvikudagur: Júdas Ískaríot fór til æðstu prestanna (Mark 14: 10-11) - Júdas Ískaríot hafði samband við æðstu prestana. Hann fékk 30 silfurpeninga fyrir að aðstoða þá við að handsama Jesú (30 silfurpeningar voru venjulegt verð fyrir þræl).


Fimmtudagur -Skírdagur: Síðasta kvöldmáltíðin (Matt 26:26-30) - Jesús hafði safnað lærisveinum sínum saman til páskamáltíðar. Á þessum degi minnumst við upphafs hinnar heilögu kvöldmáltíðar, altarisgöngunnar. Nafn dagsins vísar til hreinsunarinnar (skír=hreinn s.b.r. skíragull). Áður en kvöldmáltíðin hófst þvoði Jesús fætur lærisveinanna þaðan kemur tilvísunin í hreinleikann. Föstudagurinn langi: Jesús krossfestur (Mark. 15:6-42) - Eftir að Jesús hafði verið yfirheyrður af Pontíusi Pílatusi var hann krossfestur á Golgata, Hauskúpustað. Laugardagur: Hvíldardagur - Á laugardeginum, sem var hvíldardagur gyðinga, földu lærisveinar Jesú sig. Þeir voru hræddir um að færi fyrir þeim eins og Jesú. Sunnudagur - Páskadagur: Upprisa Jesú (Mark. 16:1-9) - Á fyrsta degi vikunnar fóru María Magdalena og María hin að gröfinni til þess að smyrja líkama Jesú með smyrslum eins og venja var. Þegar þær komu að gröfinni var búið að velta steinunum frá grafarmunnanum og inni í gröfinni sat engill sem færði þeim þær fréttir að Jesús væri upprisinn og að hann mundi hitta lærisveina sína í Galíleu.

Eftir páska Uppstigningardagur Uppstigning Jesú (Post. 1:6-11) - Er haldinn hátíðlegur 40 dögum eftir páska. Jesú var með lærisveinum sínum í 40 daga eftir upprisuna, samanber heimildir í guðspjöllunum og Postulasögunni. Á uppstigningardag reis Jesú upp til himna.

Lokaorð fyrir yngri deildir

Saga páskana er stundum kallað fagnaðarerindi en þá er átt við að Jesús fórnaði lífi sínu með því að deyja á krossinum svo að við getum átt eilíft líf. Þetta fagnaðarerindi eru merkilegustu fréttir sem að borist hafa manninum. Þær eru það merkilegar að það er enn verið að segja frá þeim núna um 2000 árum seinna.

Lokaorð fyrir unglingadeildir

Páskasagan er ástæðan fyrir því að kristin trú er fjölmennasta trúarbragð í heiminum í dag. Jesús sigraði dauðann á páskum og með því getum við eignast eilíft líf á himnum þegar ævi okkar líkur hérna á jörðinni. Gleðifréttir páskanna er ástæðan fyrir því að kristin trú er til í dag. Það að Jesús sonur Guðs hafi fæðst á jörðinni voru mikilvægar fréttir. En ef Jesús hefði ekki dáið og sigrað dauðann á páskum er það sem breytti öllu, þess vegna eru páskarnir taldir mikilvægasta hátíð kristinna manna.

Leikur

Klippa niður atburðarás páskanna á miða einn eða fleiri fá einn miða. Síðan eiga þau að raða sér niður í rétta röð eftir atburðarrás páskanna. - Pálmasunnudagur - Júdas svíkur Jesús- selur upplýsingar um hann fyrir 30 silfurpeninga - Skírdagur- Jesús borðar síðustu kvöldmáltíðan með lærisveinunum og þvær á þeim fæturna. - Föstudagurinn langi. Jesús krossfestur á Golgata - Hvíldardagur- lærisveinarnir eru hræddir og fela sig. - Páskadagur – konurnar koma að gröfinni og en finna ekki líkama Jesús – hann er upprisinn. - Uppstigningardagur – Jesús reis upp til himna - Hvítasunna – Jesús útdeilir heilögum anda til lærisveinanna.

Hvítasunnan: Postulasagan 2:1-5 - Hvítasunnan er haldin hátíðleg 10 dögum eftir uppstigningardag. Þá minnumst við þess að Jesús fyllti lærisveina sína heilögum anda.

49


Fræðsluefni KFUM og KFUK vorið 2014 er einvörðungu ætlað til notkunar í deildarstarfi félagsins.

Efnið var tekið saman af Jóhanni Þorsteinssyni, Magneu Sverrisdóttur, Petru Eiríksdóttur og Hjördísi Rós Jónsdóttur.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.