2014-06 Fræðsluefni (sumar)

Page 1

Frรฆรฐsluefni fyrir sumarstarf

KFUM og KFUK 2014


Frรฆรฐsluefni fyrir sumarstarf KFUM og KFUK 2014 Efniรฐ var tekiรฐ saman af Magneu Sverrisdรณttur.


Upplýsingar um efnið Fræðsluefnið að þessu sinni er byggt upp á hlutbundinni kennslu. Það þarf að undirbúa fræðsluna vel og finna til viðeigandi hjálparefni sem öll eru að finna í Jesúkassanum. Þar sem þetta er hlutbundin kennsla þarf að aðlaga fræðsluna að viðeigandi aðstæðum. Hver dagur á sér þema sem á einhvern hátt tengist kristinni trú. Farið er í gegnum helstu grunnatriði kristinnar trúar með áherslu á kærleikann og samfylgd Jesú í hversdagslífinu gegnum bæn, Biblíulestur og samfélag. Samverurnar útskýra sig sjálfar. Í hverri samveru er vitnað í Biblíuna og saga sögð í tengslum við efni dagsins. Hver samvera endar á bæn.

Hjálparefni: Jesúkassinn Efninu fylgir kassi með hjálpargögnum sem er kallaður Jesúskassinn. Þar er að finna allt það hjálparefni sem talað er um í efninu. Jesúkassinn á að vera í öllum sumarbúðunum.

Persónulegur vitnisburður Í þessu fræðsluefni er persónulegur vitnisburður mjög mikilvægur Markmiðið er að börnin upplifi trúna sem eðlilegan þátt í lífi fólks. Það er ekki hægt að kenna fólki að trú sé eðlilegur þáttur í lífi fólks ef það sendir önnur skilaboð með hegðun sinni. Þess vegna er mikilvægt

að leiðtogar séu vel undirbúnir fyrir hugleiðingar, haldi á Biblíunni fyrir framan börnin og séu góðar fyrirmyndir í lífi og leik sumarbúðanna. Sérstaða kristinna sumarbúða er að þar getum við leyft okkur að segja frá því hvernig kristin trú getur haft jákvæð áhrif á daglegt líf okkar. Það er fræðsla sem að börn fá ekki nema í kristilegu starfi.

Markmið Að börnin - upplifi grundvallarþætti kristinnar trúar í gegnum fræðsluna. - fái að heyra vitnisburði kristinna einstaklinga. - tengi sumarbúðirnar við kristna trú. - fái að heyra fullorðið fólk tala opinskátt um kristna trú. - kynnist Biblíunni og læri að fletta í henni. - kynnist bæninni. - tengi við Guð í hversdagsleikanum.

Trúarupplifun Að börnin - upplifi sig sem dýrmæta sköpun Guðs. - upplifi nálægð Guðs. - upplifi að Guð elskar þau eins og þau eru. - upplifi að í gegnum bænina og Biblíuna geti þau fræðst meira um Guð. Reykjavík, maí 2014 Magnea Sverrisdóttir,djákni

Efnisyfirlit

Upplýsingar um efnið .............. 3 Komudagur Hugleiðing.................................................. 4 2. dagur - Tákn Morgunstund............................................ 6 Hugleiðing................................ 8

3. dagur - Um tölur og fyrirgefningu Morgunstund............................ 10 Hugleiðing................................ 12

4. dagur - Merkjadagur Morgunstund............................ 13 Hugleiðing................................ 15 5. dagur - Bænin og litir Morgunstund............................ 16 Hugleiðing................................ 18

6. dagur - Samantekt Morgunstund............................ 19

3


Komudagur Kvöldhugleiðing Markmið - Að börnin fái yfirsýn yfir það sem fjallað verður um næstu daga. - Að börnin fái þá upplifun að Biblían sé spennandi bókasafn og geti breytt lífi þeirra. - Að börnin heyri að kristin trú sé grundvölluð á Biblíunni og fólk um allan heim les Biblíuna til þess að læra meira um Guð og Jesú og lifa betra lífi. - Að börnin fái að upplifa að það sé eðlilegt að einstaklingur tjái sig um trú sína á Jesú, standi með Biblíuna í höndunum og biðji bænir.

Kveikja Í upphafi má hugsa sér að útskýra fyrir börnunum að framundan er spennandi tími og fræðslan og hugleiðingarnar sem í boði verða eiga að vera áhugaverðar. Hægt er að sýna nokkra hluti sem við ætlum að vera með sem kveikjur næstu daga. Í kvöld ætlum við einmitt að fjalla um Biblíuna. Hvað vitið þið um Biblíuna? Munið þið eftir einhverjum sögum úr Biblíunni?

Ritningarvers

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálmarnir 119:105.

Þessi orð þýða að ég nota orð Guðs til þess að lýsa mér í lífinu.

Biblían Í heiminum eru ýmis trúarbrögð en fjölmennust allra trúarbragða er kristin trú. Við trúum á Guð og á son hans Jesú sem dó á krossi fyrir okkur, sigraði dauðann og steig upp til himna. Jesús býður okkur eilíft líf með sér á himnum og það eina sem við þurfum að gera er að taka á móti honum í lífi okkar. Hvernig gerir maður það? Með því að fylgja því sem Jesús segir í lífinu okkar. Biblían er eitt af grundvallaratriðum kristinnar trúar – og við munum kynnast henni betur núna í kvöld. Biblían skiptist í Gamla testamentið, sem fjallar um tímann áður en Jesús fæddist, og svo Nýja testamentið sem gerist eftir að Jesús fæðist og segir okkur frá honum (sýna muninn á þykkt testamentanna). Ef til eru fleiri en ein gerð af Biblíu á svæðinu, t.d.

4

Barnabiblíur, Nýja testamenti o.fl., má sýna þær. Biblíur þurfa ekki að líta eins út. Orðið Biblía er grískt og merkir bækur. - Biblían skiptist í tvo aðalhluta, Gamla testamentið og Nýja testamentið. Í Gamla testamentinu eru 50 bækur en í Nýja testamentinu eru 27 bækur, samtals 77 bækur. Biblían er því safn trúarrita. Allar bækurnar í Biblíunni hafa nöfn og sum þeirra gefa til kynna hvert efni þeirra er eins og t.d. Konungabækurnar og Sálmar Davíðs. Í henni er að finna ævisögur, spennusögur, kraftaverkasögur o.fl.

Spurning: Þekkið þið einhverjar bækur úr Biblíunni? - Það er ekki einn höfundur sem skrifar Biblíuna eins og vanalegt er með bækur heldur margir og hún er skrifuð á löngum tíma eða á 1500 árum. Yngstu hlutar hennar voru skrifaðir fyrir meira en 1800 árum. - Biblían er metsölubók og hefur verið prentuð í allt að 6 milljörðum eintaka. Biblían eða einstakir hlutar hennar hafa verið þýdd á fleiri en 3000 tungumál. - Biblían er mikilvægasta trúarbók kristinna manna. Menn styrkjast í trú sinni með því að lesa hana og hún hefur mikil áhrif á fólk og hún er notuð sem leiðarvísir um hvernig við eigum að hegða okkur í lífinu. - Fyrsta Nýja testamentið á íslensku var prentað árið 1540. Biblían í heild sinni var prentuð í fyrsta sinn árið 1584 á Hólum í Hjaltadal og nefnist sú Biblía Guðbrandsbiblían eftir Guðbrandi Þorlákssyni biskup sem þýddi hana og bjó til prentunar.

Sagan um dauðahafshandritin „Farðu og finndu týndu geitina!“ sagði Bedúína­höfðinginn. Það var Múhameð ed-Dib, ungur geitahirðir sem fékk þessa skipun árið 1947. Hann var vanur að klifra í klettum og þekkti umhverfið vel. Meðan á leitinni stóð kom Múhameð auga á hellisop í klettunum. Hann tók stein og kastaði inn í hellinn. Sér til mikillar furðu heyrði hann hljóð sem líktist því að leirker hefði brotnað. Nokkrum dögum seinna sneri hann aftur að hellinum með félaga sínum. Drengirnir klifruðu inn í hellinn. Þar fundu þeir fjöldann allan af leirkerum. Nokkur þeirra höfðu að geyma roðla (bækur sem eru gerð úr löngum skinnum sem er rúllað upp á kefli) með ólæsilegu letri. Roðlunum var


vafið inn í léreft sem ótrúlega vonda lykt lagði af. Þetta voru Dauðahafshandritin svo nefndu, merkasti handritafundur síðari tíma. Þegar vísindamenn könnuðu málið nánar kom í ljós að roðlarnir sem fundust í hellinum höfðu að geyma alla Jesajabókina, sem er í Gamla testamentinu í Biblíunni okkar. Textinn reyndist vera næstum þúsund árum eldri en elsta handrit sem þekkt var á þeim tíma. Þau eru talin vera 2000 ára gömul, skrifuð á þeim tíma þegar Jesús var að fæðast. Mennirnir hafa lengi spáð í það hvort að það sé nokkuð að marka það sem stendur í Biblíunni – hún er svo gömul og hefur verið afrituð svo oft að hún hljóti að hafa breyst á þessum langa tíma. Þegar gömlu Dauðahafshandritin fundust komust fræðimenn þó að því að textinn hefur haldist mjög lítið breyttur í gegnum aldirnar. Nú höfðu menn tækifæri til að ganga úr skugga um hve nákvæmir menn höfðu verið við afritun þessara helgu texta. Rannsóknir leiddu í ljós að textinn á þessum gömlu roðlum var næstum því eins þeim sem menn höfðu þekkt fram að því. Í 11 öðrum hellum fundust síðan fleiri handrit sem hafa gert vísindamönnum kleift að varpa nýju ljósi á margvíslega Biblíutexta, auk þess sem mikilvæg vitneskja hefur fengist um Gyðinga um og fyrir daga Jesú. Það er hægt að fá að sjá þessi handrit á safni í Jerúsalem í Ísrael og á netinu.

byggðu sér „klaustur“ niðri við Dauðahafið. Á stað sem heitir Qumran hafa fundist rústir af klaustrinu og er skrifarasalurinn áhrifamikill hluti rústanna, og hefur hann varðveist allvel. Borðin og „blekbytturnar“ einnig. Þarna voru afrituð Biblíuhandrit og samin ýmis rit, svo sem skýringarit við Gamla testamentið.

Samantekt - Persónulegur vitnisburður – hvað þýðir Biblían fyrir mig? - Biblían er í rauninni fjársjóður, svo mikill fársjóður að það hefur aldrei áður í heimssögunni verið ein bók prentuð jafn oft og líklega hefur sama bókin aldrei verið jafn oft lesin. - Í sumarbúðum KFUM og KFUK er Biblían okkar leiðarljós. Eins og segir í Sálmi 119:105 þá viljum við nota Biblíuna eins og vasaljós í myrkri til að sýna okkur þá leið sem er farsælast fyrir okkur að velja í lífinu. - Í Biblíunni er Guð að tala við okkur. Hvernig getum við talað við Guð? Með bæninni! - Orð frá eigin brjósti um sumarbúðirnar og hvernig þær eru Guði sérstaklega helgaður staður. Það má hugsa sér að segja jafnvel frá því hvenær þú komst þangað fyrst og hvers vegna þú hefur valið að starfa þar og segja frá þeim boðskap sem Biblían hefur að geyma.

Bæn, Faðir vor

Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti.

Auka upplýsingar fyrir leiðtoga Dauðahafshandritin eru rituð af eins konar klausturreglu rétttrúaðra Gyðinga sem sögðu skilið við söfnuðinn í Jerúsalem á dögum Makkabea og nefndust Essenar. Þeir

5


2. dagur - Tákn Morgunstund Markmið Markmið samverunnar er að börnin átti sig á því að mennirnir hafa notað mörg tákn til þess að tákna Guð og Jesú og að þessi tákn eru allt í kringum okkur.

Hjálparefni Hringur, þríhyrningur,fiskur, hjarta.

Kveikja Allt í kringum okkur er tákn og merki og sum geta minnt okkur á Guð – Spyrja börnin um að nefna einhver vörumerki.

Hugleiðing (táknunum er lyft upp um leið og það er fjallað um þau) - Stærsta táknið er lífið, jörðin, náttúran og við – lífið! Guð gaf okkur jörðina og það segir í Biblíunni að við verður að hugsa vel um hana. Eins og t.d. með endurvinnslu. Er endurvinnsla í skólanum hjá ykkur? - Hringur. Hvar byrjar hringur og hvar endar hringur?

Hringur er oft notaður til þess að tákna Guð því hann hefur ekkert upphaf og engan endi.

Eiginlega allt sem við þekkjum á sér upphaf og endi. Líf hvers manns á sér upphaf og endi. Skólaárið á sér upphaf og endi. Dvöl í sumarbúðum á sér upphaf og endi – allt tekur enda – nema Guð.

Það vita allir hvernig vatn, H20, er. Það getur birst í þremur ólíkum formum: Fljótandi, klaki og gufa, en er samt alltaf vatn. Alveg eins og Guð er faðir, sonur og heilagur andi.

- Fiskur

Í upphafi kristninnar voru kristnir menn ofsóttir og þeir þurftu að notast við leynitákn til þess að komast að því hverjir voru kristnir og hverjir ekki. Það gat verið hættulegt að segjast trúa á Jesú Krist og því var stundum hægt að teikna fisk í sandinn á götunni (jafnvel leika það með öðrum starfsmanni) og ef sá sem þú varst að tala við var líka kristinn þá vissi hann af hverju þú hafðir teiknað fiskinn og þá var hægt að tala um trúna og jafnvel biðja saman. Ef hann/ hún var ekki kristinn þá hafði fiskurinn enga merkingu og þá var ekki öruggt að vitna um trúna eða tala um Jesú. Fiskurinn er ennþá notaður sem tákn kristinna manna þó að við þurfum ekki leynitákn. En það eru til svæði í heiminum sem ríkir ekki trúfrelsi og kristnir menn eru settir í fangelsi.

- Við sem vinnum hér trúum því að Jesús sé sonur Guðs og við lesum í Biblíunni, kannski ekki alltaf í tvo tíma á dag – en við notum Biblíuna reglulega í okkar lífi .

Biblíusaga (Matt. 27:21-28) Í Biblíunni er sagt frá því þegar tveir menn voru að byggja hús. Einn ákvað að byggja hús sitt á sandi en hinn á bjargi. Sá sem byggði húsið á sandi nennti ekki að sjá til þess að undirstöðurnar væru í lagi en sá sem byggði hús sitt á bjargi lagði mikið á sig til þess að hús hans yrði traust. Síðan kom rigning og húsið sem var byggt á sandi það féll en húsið sem var byggt á bjargi það stóð. Jesús sagði þessa sögu til þess að kenna okkur að það sé skynsamlegt að byggja líf sitt á Guðs orði, að elska Guð og náungan.

- Þríhyrningur

Persónulegur vitnisburður

Frásögn sem tengist sögu sumarbúðanna á hverjum stað.

6

Þríhyrningur er oft notaður til þess að tákna það að Guð sé þríeinn Guð, sem sagt einn en samt þrír, alveg eins og þríhyrningurin hefur þrjár hliðar. Faðirinn, sonurinn og heilagur andi.


Samantekt Hjarta - lyfta upp hjarta

Það er einskis virði að einungis tala um hluti sem minna okkur á kristna trú. Öll þessi tákn sem við höfum skoðað verða innantóm ef að við tölum ekki um kærleikann. Það sem minnir okkur mest á kristna trú er kærleikurinn. Jesús sagði okkur það sem skiptir máli er ekki hvernig við lítum út eða hlutir sem við eigum heldur hvernig við komum fram við annað fólk. Hann sagði líka að kærleikurinn væri mikilvægara en allt annað. (1. Kor. 13:13 En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur).

Bæn, Faðir vor Ritningarvers - - - -

1. Korintubréf 13:4 Matt. 7:12 1. Korintubréf 13:10 1. Jóhannesarbréf 4:7

Föndurhugmyndir Bókamerki með tákni

Börnin fá blaðarenninga til þess að gera bókamerki. Það er hægt að varpa upp á skjá nokkrum hugmyndum af táknum. Það er líka hugmynd að nota þetta í leynivinaleik.

7


2. dagur - Ljós heimsins Kvöldhugleiðing Markmið - Að börnin átti sig á því hver Jesús var og hann sé sá sem kom til jarðarinnar til þess frelsa okkur mennina. Hann var og er ljós í heiminum. - Það er gott að eiga sér fyrirmyndir – Jesús er besta fyrirmyndin sem við getum valið okkur, hann er með okkur og vill hvetja okkur áfram til góðra verka. - Jesús getur verið ljós í lífi okkar og við getum líka verið ljós í lífi annars fólks með því að sýna kærleika.

Kveikja Í Biblíunni er mikið fjallað um ljós- þá er verið að tala um Jesú sé ljós fyrir okkur mennina.

Ritningartextar Sniðugt er að fá barn eða börn til þess að lesa þessa texta, einn eða fleiri. - Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum. (Matt.5:16) - Og hann sagði við þá: Ekki bera menn ljós inn og setja það undir mæliker eða bekk? Er það ekki sett á ljósastiku? (Mark. 4:21) - Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. (Jóh. 8:12) Vera með tvö kerti – kveikja á einu kerti í einu 1. Það er talað um Jesús sem ljós heimsins í Biblíunni – ljósið sem lýsir öllum heiminum. Jesús færir öllum mönnum von. 2. Kveikja á einu kerti og hinu með loganum af því fyrra. Við eigum að segja öðrum frá Guði. Það minnkar ekkert okkar ljós heldur erum við bara að dreifa ljósinu. Það er eins með kærleikann. Þegar við gefum kærleika þá missum við ekki neitt heldur erum við að láta gott af okkur leiða. Úr verður að það verður meira ljós eða meiri kærleikur.

8

Hugleiðing Kærleikurinn er eini leikurinn sem að við þurfum að verða góð í. Hægt að leika sér með að kærleikur sé leikur – kær leikur, leikur sem að allir geta verið með í. Kærleikurinn er eiginlega sá leikur sem er mikilvægast að æfa sig í. - Við getum líka verið ljós – lýst upp heiminn í kringum okkur með því að sýna kærleika. - Guð sagði okkur að segja öðrum frá og vera fyrirmyndir. - Hvernig fyrirmyndir eigið þið? ?

Persónulegur vitnisburður Jesús er mín fyrirmynd af því að: - Jesús kennir okkur öllum að bera virðingu fyrir öðru fólki og hvernig við eigum að koma fram við aðra. - Segir okkur hvað er það mikilvægasta í lífinu. - O.fl. Ég er þakklát/ur að eiga Jesú sem fyrirmynd af því að: - hann segir mér að ég sé flott/flottur eins og ég er – ég þarf ekki að vera á einhvernvegin sérstakan hátt til þess að vera hamingjusöm/samur. - Jesús elskar mig. - Jesús gaf mér marga hæfileika – enginn er með eins hæfileika – sem betur fer – hvernig væri heimurinn þá ef allir ætluðu að verða t.d. fótboltamenn/konur og enginn vildi verða tannlæknir. Hvernig getur Jesús verið ljós /fyrirmynd? Eru þær fyrirmyndir sem að þú hefur valið góðar fyrirmyndir? Sýnir þessi manneskja kærleika og ber hún virðingu fyrir öðru fólki? Það er talað um Jesús sem ljós heimsins. Það að Jesús kom til jarðarinnar og færði okkur þá von að eignast eilíft líf er stundum kallað fagnaðarerindið. Við þurfum meira að segja ekki að gera neitt til þess að eignast það, við þurfum bara að taka á móti Jesú í hjarta okkar.


Litla Biblían

Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3:16).

Þessi texti er kallaður litla Biblían því að þessi setning segir í rauninni allt sem er mikilvægast um Guð.

Saga - Bara að næsta staur - að gefast ekki upp og eiga markmið. Fyrir mörgum árum, þegar langafi var lítill, gerðist þessi saga, í litlu sjávarþorpi úti á landi. Stór bátur kom að bryggjunni, drekkhlaðinn spriklandi fiski. Ilmur af ferskum, nýveiddum fiski barst um alla bryggjuna og það glampaði á roðið. Báturinn vaggaði á sjónum upp við bryggjuna. Það var gott að hann var kominn að landi, því nú gátu allir fengið fisk í matinn. Lítill snáði stóð við bryggjupollann og fylgdist með öllu því sem fram fór um borð í bátnum. Strákurinn var fátækur. Pabbi hans var langt úti á sjó og heima beið mamma hans með sex lítil og svöng börn. Strákurinn hét Gummi. Sjómennirnir hömuðust við vinnuna. Gumma langaði til þess að verða sjómaður þegar hann yrði stór. Hann var ennþá lítill, bara sjö ára. Allt í einu kom þrekvaxinn sjómaður til hans. „Sæll Gummi minn. Ég ætla að senda henni mömmu þinni fisk í soðið. Farðu með hann heim.“ Gummi varð glaður. Það var gaman að geta fært björg í bú. Það hafði verið svo lítið að borða undanfarið og þau voru öll svo svöng. Sjómaðurinn batt marga fiska saman í eina kippu og rétti Gumma. Hann þakkaði sjómanninum fyrir og gekk svo af stað heim á leið. Mikið óskaplega voru fiskarnir þungir. Enda voru þetta engir tittir. Þeir voru áreiðanlega þyngri en hann sjálfur. Gummi rogaðist með fiskana dágóðan spotta og reyndi að láta þá ekki snerta jörðina. Hann gat varla borið þá lengra. Hann var alveg að gefast upp. Þá horfði hann upp í hlíðina þar sem húsið hans var og sá að þar logaði ljós. Gummi hugsaði með sér: „Ég stefni bara í áttina að ljósinu. En ég er alveg að gefast upp – Ég ætla bara að bera þá að næsta staur, en ekki lengra.“ Hann gekk þungum, rólegum skrefum með fiskana að næsta staur. Þegar hann var kominn þangað hvíldi hann sig svolítið , horfði á ljósið í fjallinu og hugsaði með sér: „Kannski ég gangi að næsta staur og svo alls ekki lengra.“ Áfram gekk hann með erfiðismunum og rogaðist með fiskkippuna. Hann sá staurinn nálgast smám saman og loks var hann kominn alla leið að honum. Hann verkjaði í

handleggina og hvíldi sig aftur enn um stund en hugsaði svo: „ Ég gæti kannski komist með fiskana að næsta staur, en svo alls ekki lengra, en ég er samt komin nær húsinu og nær ljósinu.“ Gummi þrammaði af stað. Loks var hann kominn að staurnum og þá sá sá hann mömmu sína í eldhúsglugganum. Kannski kæmist hann með fiskana alla leið. Gummi dró andann djúpt. Hann kenndi til í handleggjunum og svitinn bogaði af andlitinu. Loks komst hann heim, með alla fiskana. Rjóður í kinnum rétti hann mömmu sinni stóru fiskana. Mamma hans ljómaði af gleði. Hún hrósaði litla stráknum sínum fyrir dugnaðinn. Um kvöldið fengu þau öll soðna ýsu. Gumma fannst þetta vera besta ýsa sem hann hafði nokkru sinni fengið. Þegar Gummi varð fullorðinn og erfiðleikar steðjuðu að hugsaði hann eins og forðum: Bara að næsta staur. Ekki gefast upp!

Samantekt - Það er gott að eiga sér markmið og ljós að stefna að. - Guð og Jesú eru allstaðar – það er ekki einfalt að skilja hann en Jesús vill vera ljós í lífinu þínu. - Ljósið er alltaf sterkara en myrkrið – Jesús er alltaf sterkari en hið neikvæða . - Jesús gefur okkur styrk til þess að halda áfram þegar lífið er erfitt. - Jesús vill hvetja okkur áfram. - Við eigum að gera okkar besta að vera dugleg í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Það því að bera virðingu fyrir öðru fólki getum við gert mikið gagn í heiminum vera ljós fyrir annað fólk. Til dæmis með því að vera tillitsöm og standa alltaf með þeim sem minna mega sín – það hefði Jesús gert . Guð gaf okkur öllum hæfileika sem við eigum að nota – en við þurfum að nota þessa hæfileika og setja okkur markmið og velja okkur fyrirmyndir og ljós til þess að fylgja í lífinu.

Bæn, Faðir vor

Ungum er það allra best að óttast Guð, sinn herra, þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra.

Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. (Heilræðavísur Hallgríms Péturssonar)

9


3. dagur - Um tölur og fyrirgefningu Morgunstund Markmið - Á þessari stund er ætlunin að tengja tölustafi við grundvallarariði kristinnar trúar. - Að læra hvað dæmisaga er og notast við eina sem inniheldur tölur. - Fjallað er um fyrirgefninguna og elsku Guðs til okkar. - Sjálfstyrking. Hver og einn einstaklingur er dýrmætur nákvæmlega eins og hann var skapaður af Guði.

Hjálparefni Blöð með tölunum 1-3-4-7

Kveikja Það eru tölur allstaðar í kringum okkur og sumar minna okkur á hluti í kristinni trú.

Hugleiðing Lyfta upp nr. 1

Talan einn minnir okkur á að hver og ein manneskja er dýrmæt. Jesús kenndi okkur það að allir menn eru dýrmætir og að enginn er mikilvægari en annar. Við erum stundum að mæla annað fólk og okkur finnst einhver merkilegri en annar, af því að einhver er betri í fótbolta, betri í stærðfræði eða alveg rosalega fyndinn. - Allir eiga að loka augunum og sjá fyrir sér manneskju sem að þeim þykir vænt um. Hvern völduð þið? Var það sá sem þið þekkið sem á flottustu tölvuna eða er bestur í fótbolta – var það ekki sá sem hefur sýnt ykkur kærleika og þykir vænt um ykkur. Það er eina alvöru mælistikan sem við getum notað. Guð dæmir ekki fólk eftir því hvað það er duglegt í íþróttum eða í skólanum. Fyrir Guði eru allir jafn dýrmætir.

Lyfta upp nr. 3

Í kristinni trú táknar tölustafurinn þrír að Guð er einn en líka þríeinn. Þetta er flókið eins og við töluðum um fyrsta daginn. Við erum öll líka í mörgum hlutverkum. Þið eruð t.d. börn einhvers, barnabörn, systkini, nemendur, frænkur eða frændur. Það er talað um heilaga þrenningu þegar við tölum um að Guð er þrír en samt einn. Guð faðirinn – sem skapaði heiminn eins og hringurinn sýndi okkur þá er ekkert upphaf á Guð og enginn endir. Við sem erum kristin, trúum því að Guð skapaði

10

heiminn. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það gerðist, en við trúum því að að Guð skapaði þann heim sem við búum í. Sonurinn – Guð sendi Jesús í heiminn vegna þess að syndin var orðin svo mikil í heiminum. Guð sendi hann til að frelsa mennina frá syndinni. Þess vegna er hann kallaður frelsari. Jesús fæddist fátækur smiðssonur og varð aldrei ríkur. En hann sagði samferðarfólki sínu frá Guði. Hann var krossfestur og dó en sigraði dauðann á páskunum. Á uppstigningardag steig hann upp til himna. Jesús býður okkur eilíft líf. Það eina sem við þurfum að gera er að taka á móti honum í hjartanu. Heilagur andi – er andi Guðs sem umlykur okkur og býr í hjarta okkar. Þegar Jesús steig upp til himna gaf hann lærisveinum sínum það fyrirheit að þeir þyrftu aldrei að vera einir því Guð er nálægur í sínum heilaga anda. Heilagur andi er í rauninni allstaðar og hvergi – við sjáum hann ekki. Heilagur andi er Guð sem starfar í okkur í hjarta okkar. Það er stundum talað um heilagan anda sem hjálparann sem býr með okkur. Hann er eins og vatnið – getur verið í mörgum myndum, frosið, fljótandi og gufa.

Lyfta nr. 4

Það eru fjögur guðspjöll í Biblíunni en orðið guðspjall þýðir í raun góðar fréttir. Þau heita eftir mönnunum sem skrifuðu þau, þeim Matteusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhannesi. Talan fjórir minnir okkur líka á höfuðáttirnar fjórar; norður, suður, austur og vestur. Því er stundum talað um að fjórir sé tala heimsins þar sem við höfum þessar höfuðáttir. Áttirnar mynda líka kross sem er þekktasta tákn kristninnar og armar krossins eru fjórir.

Lyfta upp nr. 7

Talan sjö og líka talan 70 tengist sögu um fyrirgefninguna sem er að finna í Matteusarguðspjalli.

Biblíusaga - Skuldugi þjónninn (Matt. 18:21-35)

Jesús sagði dæmisögur til þess að kenna fólki. Á þeim tíma sem Jesús var uppi voru ekki til bækur og hvað þá tölvur þannig að fólk lærði eiginlega allt utanbókar og það er einfalt að læra þegar maður heyrir sögur. Sögurnar sem Jesús sagði virka enn þann dag í dag. Jesús fjallaði til dæmis um fyrirgefninguna og mikilvægi þess að fyrirgefa öðrum. Öll gerum við mistök einhvern tímann – öll þurfum við að biðjast afsökunar á einhverju – og öll þörfnumst við að einhver biðji okkur afsökunar þegar gert hefur verið á okkar hlut.


Eitt sinn voru lærisveinar Jesú að velta því fyrir sér hve oft maður ætti að fyrirgefa og Símon Pétur ákvað að spyrja Jesú. Hann spurði hvort það væri nóg að fyrirgefa sjö sinnum en Jesús svaraði sagði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö. Í framhaldi sagði Jesú þeim þessa dæmisögu. Því að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður sem skuldaði mikla peninga. Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: „Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt.“ Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina. Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum örfáar krónur. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: „Borga það sem þú skuldar!“ Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann:“ Haf biðlund við mig og ég mun borga þér.“ En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: „Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér?“ Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum uns hann hefði goldið allt sem hann skuldaði honum. Þannig mun og faðir minn himneskur gera við yður nema þér fyrirgefið af hjarta hvert öðru.“

Samantekt

stærstu hugsanlegu tölu sem til er, þá finnum við að það er svolítið erfitt að útskýra hana eða skrifa hana niður en svo mikið elskar Guð okkur. Hann elskar okkur óendanlega mikið. - Gullna reglan: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra (Matt. 7:12)

Bæn, Faðir vor Ritningarvers - - - - -

Matt. 6:14 Efesus 4:32 Gal. 5:13-14 Sálm. 37:5 Matt. 7:12

Föndur Gera listaverk úr þríhyrningum – til þess að muna eftir því að Guð er þríeinn Guð og svo má líka tengja það merki KFUM og KFUK og áherslum okkar félagsstarfs. Bókamerki í plöstunarvél (líka hægt að nota bókaplast) þar sem hægt er að velja t.d. þrjú puntstrá eða blóm og pressa á milli og setja í gegnum plöstunarvélina og klippa svo út. Athugið að pressa vel áður en sett er í gegnum vélina til þess að plastið festist ekki í vélinni. Eins má hugsa sér að klippa út stífan pappír og líma þrjú blóm eða strá á bókamerkið til að minna okkur á þrenninguna.

Þú ert dýrmæt sköpun Guðs og Guð elskar okkur eins og við erum og hann hefur fyrirgefið okkur allar okkar syndir, hann vill líka að við fyrirgefum líka þeim sem eru í kringum okkur. Hann kallar okkur til fylgdar við sig og vill að við reynum að fyrirgefa hvert öðru eins og hann hefur fyrirgefið okkur. Ef við reynum að hugsa okkur óendanlega tölu,

11


3. dagur - Um tölur og fyrirgefningu Kvöldhugleiðing Markmið - Hver manneskja er sköpuð í Guðs mynd og er dýrmæt nákvæmlega eins og hún er. - Jesús elskar hvert og eitt okkar og var tilbúinn til að leggja allt í sölurnar fyrir okkur, jafnvel þótt að við fjarlægjumst hann. - Æfingin skapara meistarann – til þess að ná langt í einhverju verður við að æfa okkur, líka í því að vera lærisveinar Jesú. - Útlit og hæfileikar skipta ekki máli – við eigum að bera virðingu fyrir öllum.

Kveikja Týndi sauðurinn – Lúkas 15:1-7 Eitt sinn var Jesús að tala við þá sem voru óvinsælir í samfélaginu. Prestunum og fína fólkinu fannst það algjör tímaeyðsla , þetta var ekki gott fólk og Jesús ætti frekar að eyða tíma með þeim sjálfum. Þau sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“ En Jesús sagði þeim þessa dæmisögu: „Nú á einhver yðar hundrað sauði og týnir einum þeirra. Skilur hann ekki þá níutíu og níu eftir í óbyggðinni og fer eftir þeim sem týndur er þar til hann finnur hann? Og glaður leggur hann sauðinn á herðar sér er hann finnur hann. Þegar hann kemur heim kallar hann saman vini sína og nágranna og segir við þá: Samgleðjist mér því að ég hef fundið sauðinn minn sem týndur var. Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara, sem tekur sinnaskiptum, en yfir níutíu og níu réttlátum sem þurfa þess ekki við. Guð gleymir okkur ekki, þó að við gleymum honum. Ef við fjarlægjumst Guð er hann samt með okkur og leitar að okkur.

Persónulegur vitnisburður Nokkrar hugmyndir sem hægt er að byggja á. - Mér finnst gott að vita af því að Jesús gleymir mér aldrei og ég þarf aldrei að hafa áhyggjur að ég sé ekki nógu góð/góður manneskja fyrir Guð. Guð elskar mig eins og ég er. - Útlit, dýr föt, fínt hús og það nýjustu græjurnar skipta ekki máli, það sem skiptir máli er hvernig við komum fram. - Þessi saga minnir mig alltaf að hvað hver og ein manneskja er mikilvæg. 12

Saga Einu sinni var heimsfrægur píanisti að halda tónleika í risastórum sal. Salurinn var troðinn af fólki og allir voru spenntir að heyra í píanóleikaranum. Hann byrjaði að leika og allir voru agndofa yfir því hvað hann var góður. Síðan kom að hlé og píanistinn fór afsíðis og fólk gat aðeins teygt úr sér. Allt í einu heyrðust tónar frá flyglinum sem að píanistinn hafði leikið á og salurinn hljóðnaði. Lítið barn hafði læðst frá foreldrum sínum og byrjað að spila gamla Nóa með einum putta. Það hefði má heyra saumnál detta og foreldrarnir voru lagðir skömmustulegir af stað upp að sviðinu til þess að ná í barnið en þá kom píanistinn fram og sagði það var einmitt svona sem ég lærði að spila á píanóið. Hann settist hjá barninu og byrjað að spinna í kringum það sem að barnið var að spila og saman náðu þau að skapa fallega tónlist. Þessi saga getur kennt okkur að allir eru dýrmætir hvort sem þeir eru snillingar í einhverju eða bara með smá áhuga. Þessi píanisti bar líka virðingu fyrir því sem að barnið kunni og við eigum aldrei að gera lítið úr neinum – því að allir hafa tækifæri og enginn lærir neitt nema að hann fái tækifæri. Jesús bar virðingu fyrir öllum, hann kenndi okkur að allir séu dýrmætir og ef einhver gerir eitthvað rangt eigum við ekki að dæma heldur að hjálpa þeim.

Samantekt Guð er eins og góði hirðirinn í þessari dæmisögu og við erum eins og kindurnar hans. Ef einhverjum líður illa eða líður eins og hann sé svolítið týndur eða hefur gert eitthvað sem að hann sér eftir, þá er Guð að leita að honum. Hann vill finna okkur og veita okkur huggun og von. Guð veit líka að við erum ekki snillingar í öllu. Við þurfum að æfa okkur og gefa okkur tíma, alveg eins og barnið sem kunni bara eitt lag á píanóið. Við getum líka verið góðir lærisveinar Jesú og reynt að hjálpa þeim sem líður illa eða eru einmanna. Að vera góður lærisveinn er ekki eitthvað sem maður ákveður einu sinni – maður þarf að æfa sig alla ævi. Þannig vill Guð nota okkur í þjónustu fyrir ríki sitt og við skulum vanda okkur í samskiptum og leitast við að hvetja hvert annað og lyfta hvert öðru upp því við erum öll dýrmæt í augum Guðs.

Bæn, Faðir vor

Minn Guð, þú elskar öll þín börn, þú elskar líka mig; þú ert minn skjöldur, skjól og vörn, því skal ég elska þig. Sigurbjörn Sveinsson


4. dagur - Merkjadagur Morgunstund Markmið - Að börnin fræðist um boðorðin tíu og fái tilfinningu fyrir því að þrátt fyrir að boðorðin séu gömul þá hafa þau ekki misst vægi sitt eða gildi. - Að börnin fái útskýringu á einfaldaðri merkingu boðorðanna. - Að börnin skilji að það er okkur fyrir bestu að við höfum skýrar reglur til að fara eftir og þá líður okkur betur. Guð setur fram reglur því honum er annt um okkur.

Hjálparefni Umferðarmerki úr Jesúkassanum.

Kveikja Umferðareglurnar

- Hvaða umferðarmerki þekkið þið? Til þess að umferðin gangi upp verður fólk að fara eftir umferðarreglunum. Eins er með lífið. Til þess að samfélagið okkar gangi upp verður fólk að fara eftir ákveðunum reglum. - Umferðarmerki geta verið misjöfn.

Lyfta upp stopp-merki Sum eru til að stöðva okkur þegar t.d. aðrir hafa forgang.

Lyfta upp bannað að leggja Sum segja okkur hvað það sé sem er bannað eða getur verið hættulegt.

Lyfta upp leikskólamerki Stundum eru merkin til að leiðbeina okkur og segja okkur hvert við eigum að fara.

Lyfta upp biðskyldumerki Þetta merki segir okkur að bíða eftir öðrum.

Hugleiðing Boðorðin 10 í jákvæðri túlkun

Fyrir um 3000 árum gaf Guð Móse boðorðin tíu á Sínaifjalli. Boðorðin eru grunnurinn að þeim reglum sem við þekkjum í vestrænum samfélögum. Hafið þið heyrt um söguna þegar Móse og hina Ísraelsmennina sem flúðu frá Egyptalandi? Á leiðinni til fyrirheitna landsins sem Guð hafði lofað þeim byrjuðu þeir

að vantreysta Guði – enda voru þeir 40 ár á leiðinni. Guð sá að þeir voru að fjarlægjast sig og sendi Móse með steintöflur til þeirra. Á þeim voru boðorðin tíu. Boðorðin eru sum mjög flókin. Þessvegna fáið þið núna að heyra boðorðin sett í nútímalegra orðalag. Þetta er mjög mikil einföldun á boðorðunum og í eldri flokkum má endilega lesa báðar tegundirnar - Fletta upp á boðorðunum fyrir framan börnin 2. Mós. 20 kafla. 1. Trúðu bara á einn Guð og lifðu fyrir og í kærleika Guðs. Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skal ekki aðra guði hafa. 2. Notaðu nafn Guðs þegar þú vilt tala við hann ekki annars. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma. 3. Guð vill að við hvílumst reglulega og gefum okkur tíma til að biðja til hans. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan. 4. Sýndu foreldrum þínum virðingu og kærleika. Heiðra skaltu föður þinn og móður. 5. Verndaðu lífið. Þú skalt ekki mann deyða. 6. Vertu maka þínum trú/r. Þú skalt ekki drýgja hór. 7. Berðu virðingu fyrir eigum og réttindum annarra, ekki stela. Þú skalt ekki stela. 8. Segðu alltaf satt og rétt frá og reyndu að standa við það sem þú lofar. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. 9. Forðastu að öfunda þá sem eru í kringum þig. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. 10. Ekki eyða orku í að horfa á og vilja allt það sem aðrir eiga sem þú átt ekki – vertu þakklát/ur með þitt. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á.

13


Tvöfalda kærleiksboðorðið

við annað fólk. Guð gaf okkur þessar reglur af því að hann elskar okkur og vill okkur vel eins og foreldri við barnið sitt. Það er gott veganesti fyrir lífið að þekkja vel boðorðin. Við getum bara grætt á því að nota boðorðin. Við finnum kannski þegar við heyrum þau að mörg boðorð eru bara reglur sem að eru almennt í gildi í samfélaginu í dag.

Persónulegur vitnisburður

Munum eftir boðorðunum tíu og gleymum ekki því mikilvægasta, tvöfalda kærleiksboðorðinu.

Boðorðin tíu eru í Gamla testamentinu. Í Nýja testamentinu var Jesús spurður hvaða boðorð væri mikilvægast og Jesús svaraði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ (Matt. 22:37-39).

- Það getur stundum verið erfitt að fylgja reglum – nefndu dæmi. - Ég veit að með því að nota boðorðin þá mun mér ganga betur í lífinu. Í Biblíunni er síðan hægt að finna margar sögur sem kenna okkur hvernig við eigum að koma fram við náunga okkar. Í kvöld fáum við einmitt að heyra eina af þessum sögum.

Samantekt Guð setur okkur ákveðnar reglur, alveg eins og foreldrar setja reglur fyrir börnin sín, af því að þeim þykir vænt um þau. Það leyfir til dæmis enginn barni að leika sér með eldspýtur þó að barnið vilji það – af því að barnið er óviti og getur brennt sig. Til þess að umferðin gangi upp verða allir að geta treyst ökumönnunum í hinum bílunum. Boðorðin eru umferðarreglur lífsins – hvernig væri best að koma fram

14

Bæn og faðir vor Ritningarvers - - - -

Matt. 22:37-39 Sálm. 19:8-9, Efesus 2:8 Róm. 12:2 1. Þess. 5:18

Föndur Það má hugsa sér að búa til skilti eða umferðarmerki með boðorðunum. Einnig er hægt að teikna þekkt umferðarmerki og skrifa svo á blaðið boðorð með þeirra orðum


4. dagur - Miskunnsami samverjinn Kvöldhugleiðing Markmið - Að börnin átti sig á mannskilningi kristinnar trúar. - Að börnin spyrji sig hverjum þau eigi að bera virðingu fyrir. - Persónuleg nálgun leiðtoga og viðbrögð við boðskap dæmisögunnar og hvernig sá boðskapur hefur áhrif á líf kristins manns.

Kveikja Í morgun fengum við að heyra um boðorðin og svar Jesú við því hvert væri mikilvægasta boðorðið. Man einhver hvað það var? Það var tvöfalda kærleiksboðorðið, að elska Guð af öllu hjarta, allri sálu og öllum huga og náungann eins og okkur sjálf. Í Nýja testamentinu er mikið af dæmisögum sem eiga að kenna okkur þetta.

Hugleiðing Í Lúkasarguðspjalli lesum við um lögvitring sem vildi fá að vita hvað hann ætti að gera til að öðlast eilíft líf. Þegar Jesús svaraði honum og sagði honum að elska bæði Guð og náungann þá spurði lögvitringurinn hver væri þá náungi hans. Kannski var hann að hugsa að þar sem hann sjálfur var af þjóðflokki gyðinga að þeir einir væru náungar hans sem væru af sama þjóðflokki. Kannski hélt hann að Jesús færi að flokka fólk í hópa eftir stétt eða stöðu en Jesús kom á óvart með því að segja honum sögu sem við skulum nú heyra.

„Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“ spurði Jesús. Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.“ Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama.“ Prestar og Levítar voru mikilsmetnir þar sem Jesú bjó. Samverjar voru hins vegar ekki vinsælir á þessu svæði og þóttu ekki merkilegir. Samt var það Samverjinn sem sýndi miskunn, en ekki fína fólkið.

Persónulegur vitnisburður Út frá sögunni um miskunnsama Samverjann, má t.d. segja frá einhverjum sem hjálpaði þér þegar þú áttir í vanda.

Samantekt - Guð elskar alla menn jafn mikið. - Guð segir okkur að við eigum að elska hvert annað og koma fram við hvert annað í kærleika og af virðingu. - Við getum beðið Guð og hjálpa okkur að koma vel fram við náunga okkar.

Bæn, Faðir vor

Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig styrkan staf að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gef sem bróðurarf.

Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson)

Miskunnsami Samverjinn – Lúkas 10:30-37

Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin asna, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.

15


5. dagur - Bænin og litir Morgunstund Markmið - Að börnin upplifi að Guð er með á öllum stundum lífsins í öllum aðstæðum. - Hversdagslegir hlutir eins og litir geta minnt okkur á Guð. - Þó að við villumst frá Guði þá er Guð alltaf til í að fyrirgefa okkur ef að við iðrumst af öllu hjarta. - Við getum komið til Guðs í bæn með allt í lífi okkar.

Hjálparefni Lituð blöð.

Kveikja Eigið þið ykkur uppáhalds lit? Það eru litir allt í kringum okkur og ekki síst í náttúrunni. Guð er með okkur alla daga og allt lífið. Það er þó ekki trygging fyrir því að það gangi allaf allt eins og við vildum að það gerðist. Stundum er sól og stundum regn en Guð er alltaf nálægur og heyrir bænir okkar. Í gegnum aldirnar hafa listamenn gefið litunum tákn sem eiga sér trúarlega merkingu til þess að minna okkur á að Guð er með okkur í öllum aðstæðum. Þessa liti má sjá í kirkjum út um allan heim þar sem þau eru í allskonar listaverkum.

Hugleiðing Lyfta upp lituðum blöðum um leið og verið er að tala um litina og spyrja börnin hvað þeim þettur í hug þegar hver litur er sýndur.

Grænn (náttúran, vöxtur) - Guð er í náttúrunni. Við þurfum bara að kíkja út um gluggann til þess að sjá náttúruna sem Guð gefur okkur. Grænn er stundum táknaður sem litur vonarinnar. Guð gefur okkur líka vonina alveg eins og þegar við sjáum á vorin laufblöðin byrja að spretta á trjánum – þeim fylgir alltaf von um að sumarið sé að koma. - Aukaupplýsingar: Grænn er einkennis litur þeirra sunnudaga sem koma eftir þrettándann, þrenningarhátíðanna og svo út kirkjuárið. Hann er litur vonarinnar, vaxtar og þroska.

16

Hvítur (sakleysi, gleði, snjór) - Guð er með okkur í gleðinni. Guð er glaður þegar við erum glöð. Við skulum muna eftir því að biðja líka bænir til Guðs þegar við erum glöð ekki bara þegar okkur vantar eitthvað- Guð er eins og góður vinur sem vill að við hringjum í hann þegar eitthvað gleðilegt gerist –ekki bara eitthvað sorglegt. - Aukaupplýsingar: Hvítur er einkennislitur jóladags, páskadags og uppstigningardags. Hann táknar heilagleika en einnig hreinleika, gleði, ljós og sakleysi.

Blár (himinninn, sjórinn) - Blár er stundum táknaður sem litur sannleikans og þess að vera heiðarlegur. Jesús vill að við séum heiðarleg og berum virðingu fyrir sannleikanum.

Fjólublár (jól, blóm, uppáhaldslitur Justin Bieber) - Fjólublár er litur iðrunar – þ.e.a.s. að sjá eftir einhverju. – og Guð fyrirgefur okkur. Stundum þurfum við að biðja Guð um að hjálpa okkur að biðja einhvern fyrirgefningar. Hvort er auðveldara að biðja einhvern um fyrirgefningu eða sleppa því? - Aukaupplýsingar: Fjólublár er litur aðventunnar og föstunnar í kirkjunni.

Rauður (ást, kærleikur, reiði, blóð) - Guð er með okkur í kærleikanum sem við eigum í hjarta okkar. Við getum þakkað Guði fyrir þá sem okkur þykir vænt um og við getum líka þakkað Guði fyrir að við eigum kærleika í hjarta okkar. Manneskjan er þannig gerð að henni þykir aldrei of vænt um of marga – það er eins og hjartað bara stækki eftir því sem manni þykir vænt um fleiri – þegar það gerist þykir líka fleirum vænt um okkur. - Aukaupplýsingar: Rauður er einkennislitur hvítasunnunnar og þeirra daga þegar píslarvottanna er minnst. Hann er tákn heilags anda, kærleika, fórnar, elds og blóðs.


Svartur (sorg, myrkur, nótt) - Guð er með okkur þegar okkur líður illa, t.d. þegar við missum einhvern sem að okkur þykir vænt um. Það lenda allir í því að missa einhvern sem þeim þykir vænt um. Guð lofar okkur ekki að við verðum aldrei sorgmædd – heldur lofar Guð að vera með okkur þegar við verðum sorgmædd. - Aukaupplýsingar: Svartur er einkennislitur föstudagsins langa. Hann er tákn sorgarinnar og dauðans.

Gylltur (gull, eitthvað heilagt) - Gylltur litur hefur oft verið táknaður sem eilífðin – hið endalausa. Guð verður með okkur í eilífðinni. Guð býður okkur eilíft líf – það eina sem við þurfum að gera er að hleypa honum inn í hjarta okkar og fara eftir því sem hann segir. - Aukaupplýsingar - Gylltur er litur geislabauga. Hann er tákn himins og eilífðar.

Saga - Sporin í sandinum Nótt eina dreymdi mann draum. Honum fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. Í skýjum himins flöktu myndir úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvennskonar fótspor í sandinum, önnur hans eigin og hin Drottins. Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor. Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum lífsins sem hvað erfiðust höfðu reynst. Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti. „Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum. Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”. Drottinn svaraði: „Þú dýrmæta

barn mitt. Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu þar sem þú sérð aðeins ein fótspor var það ég sem bar þig.“

Persónulegur vitnisburður Mér finnst gott að vita til þess að þegar mér líður... Þá er Guð með mér. Dæmi úr eigin lífi.

Samantekt Jesús er alltaf með okkur. Hann er eins og vindurinn. Við sjáum hann ekki en hann er þarna samt, alveg eins og í sögunni um sporin í sandinum . Jesús er eins og góður vinur sem yfirgefur mann ekki þó svo að maður fari í gegnum erfiðleika í lífinu. Hann vill líka vera sá sem er með okkur þegar okkur líður vel og allt gengur upp. Guð er alltaf með okkur og við getum beðið til hans í öllum aðstæðum.

Bæn, Faðir vor Ritningarvers - - - - - -

Mark. 5:36 Matt. 28.20 Matt 5:6 1. Jóh. 3:18 Jóh. 3:16 1. Kor. 13:13

Föndur Föndra klessumyndir. T.d.fiðrildi sem eru ljósrituð á blað og eftir því hvernig fiðrildi kemur út gefa því nafn. Mynd af fiðrildi er í Jeúskassanum. Mála steina til þess að taka með heim og skrifa á steininn með tússi tákn litarins.

17


5. dagur - Bænir og litir Kvöldhugleiðing Markmið Að börnin viti að: - Guð getur notað alla sem lærisveina. - Við erum manneskjur og við eigum mikið af tilfinningum og það lenda allir í einhverju í lífinu sem við lærum af. - Það að vera kristinn er ekki bara eitthvað sem gerist af sjálfu sér heldur verðum við að vinna í því að vera kristin.

Kveikja Við erum öll ólík. Við upplifum allskonar tilfinningar og líður ekki alltaf eins. Stundum erum við glöð, stundum leiðist okkur eða við erum sorgmædd. Sundum erum við dugleg en stundum erum við þreytt. Það er er líka allt í lagi. Guð getur notað allt fólk sem lærisveina líka þig og líka mig. Lyfta upp blöðum mismunandi á litinn og spyrja þau. - Lyfta upp svörtu blaði – hefur ykkur einhvern tímann liðið svona ? - Lyfta upp grænu – hefur ykkur einhvern tímann liðið svona?

Hugleiðing Páll postuli var mikilvæg persóna í Nýja testamentinu og sagt er frá lífi hans í Postulasögunni. Áður en mætti Jesú hét hann Sál og var heittrúaður gyðingur sem var á móti

kristnum mönnum . Sál ofsótti kristna menn mjög harkalega í nokkurn tíma. Eitt sinn þegar hann var á leiðinni til borgarinnar Damaskus sá hann skyndilega mikið ljós sem var svo skært að hann missti sjónina í nokkra daga. Hann heyrði rödd sem sagði: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Þetta var rödd

Jesú. Jesús hafði birst honum og eftir þessa upplifun sína hætti Sál að ofsækja hina kristnu og tók þess í stað að boða kristni. Hann varð sem sagt kristniboði og einn af lærisveinum Jesú. Sál/Páll var duglegur kristniboði. Hann ferðaðist mikið milli borga fyrir botni Miðjarðarhafs og stofnaði og heimsótti kristna söfnuði. Hann var á þessu ferðalagi um kringum árið 50 eftir Krist. Á ferðum sínum skrifaði hann söfnuðunum oft bréf þar sem hann leiðbeindi þeim með ýmis mál. Þessi bréf eru með elsta efni Nýja testamentisins. - Páll postuli ofsótti kristna menn en varð síðar mikilvægasti kristniboði sögunnar. - Er einhver manneskja fullkomin? Nei, engin manneskja er fullkomin og algjörlega gallalaus.Við erum þó öll fullkomin eins við erum. 18

- Guð getur notað alla til þess að vera lærisveinar sínir og boða kærleikann. Eini leikurinn sem við þurfum að vera góð í er Kær-leikurinn. Það að vera kristinn er eitthvað sem gerist ekki af sjálfu sér heldur verðum við að ákveða að vera kristin.

Gufusagan Hafið þið farið í sturtu heima hjá ykkur og herbergið hefur fyllst af gufu? Hafið þið þá prófað að skrifa á spegilinn? Ef maður teiknar kross á spegilinn á meðan það er móða í

herberginu, þá helst krossinn á speglinum. Um leið og gufan fer þá hverfur krossinn. Við getum viðhaldið krossinum með því að fara ofan í hann aftur. Þegar gufan fer síðan úr herberginu þá sést krossinn ekki lengur. En næst þegar herbergið fyllist af gufu þá kemur krossinn í ljós. Ef við förum ofan í krossinn reglulega þá helst hann og kemur alltaf í ljós þegar herbergið

er fullt af gufu. Ef við gerum krossinn hins vegar bara einu sinni þá dofnar hann og verður sífellt óljósari. Þannig er það líka með trúna. Við verðum sjálf að ákveða að verða kristin og það eru bara við sem getum viðhaldið trúnni með því að biðja til Guðs, lesa í Biblíunni og vanda okkur við að koma vel fram við alla.

Persónulegur vitnisburður Ég ákvað að vera kristinn af því að... - Ég bið bænir – þannig viðheld ég sambandi mínu við Guð, alveg eins og krossinn á speglunum. Dæmi. - Ég les í Biblíunni - ekki segja að þú lesir í Biblíunni í tvo tíma á dag – nema að þú lesir tvo tíma á dag!

Samantekt - Guð er alltaf með okkur, stundum gleymum við því og verðum að minna okkur á að við erum aldrei ein. - Sagan um Pál postula sýnir okkur að Guð getur notað alla sem lærisveina. - Við getum viðhaldið trúnni okkar og sambandi við Guð með því að biðja bænir og heyra og lesa Guðs orð.

Bæn, Faðir vor

Kvöld er komið, dagur liðinn, nóttin leggst yfir landið. Þinn er dagurinn, þín er nóttin, heilagi Guð. Varðveit okkur og vernda. (Karl Sigurbjörnsson)


6. dagur - Samantekt Morgunstund Markmið - - - -

Draga saman fræðslu flokksins. Að börnin upplifi að Guð elskar þau eins og þau eru. Að Guð fer aldrei frá þeim . Bænin og Biblían stendur þeim alltaf opin.

Grunnstef - Það sem þú vilt að aðrir menn geri þér það skalt þú gera. - Eini leikurinn sem við þurfum að vera góð í er kærleikurinn

Hjálparefni: Hlutir úr Jesúkassanum Hugleiðing Hvar er Guð? Guð er allstaðar í lífinu. Hann er ekki bara í Biblíunni – en í henni getum við fræðst um Guð. Það er sniðugt að lesa Barnabiblíuna því að það getur verið svolítið erfitt að skilja stóru Biblíuna. – það er gott að muna litlu Biblíuna því að hún segir okkur það sem er mikilvægast í Biblíunni en hún hljóðar svona. Minnisvers Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn , til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3.16) það er kallað Litla Biblían. Þegar við förum heim geta hversdagslegir hlutir minnt okkur á Guð. Við getum munað eftir Guði í litunum í kringum okkur. - Hvítt – litur gleðinnar. - Svartur litur sorgarinnar. Við getum munað eftir Guði í formunum í kringum okkur. - Þríhyrningur – Guð er í rauninni 3. - Hringur- Guð er eilífur. Við getum munað eftir Guði þegar við sjáum umferðarmerki. - Hvað sagði Guð að mætti ekki gera? - Hvernig var tvöfalda kærleiksboðorðið? Við getum munað eftir Guð þegar við sjáum tölur. - 3 þá munum við eftir að Guð er einn en líka 3. - 1 minnir okkur á að hver og ein manneskja er dýrmæt og það skiptir ekki máli hverjir hæfileikar okkar eru við er öll einstök og allir verðskulda virðingu.

Kross minnir okkur á að Jesús Kristur sigraði dauðann svo að við getu eignast eilíft líf á himnum með honum. - Krossinn er þekktasta tákn allra tíma. Á tímum Jesú var krossinn pyntingartæki sem notað var til að lífláta menn. Það var örugglega á þeim tíma óhugsandi að síðar ætti fólk eftir að nota kross sem skraut um hálsinn eða eitthvað fallegt. En Jesús Kristur dó á krossi fyrir okkar syndir og leysti okkur undan syndinni. Með því að rísa upp frá dauðum sigraði Jesús dauða og synd og gefur okkur fyrirheit um eilíft líf á himnum með sér. Þess vegna er krossinn svo dýrmætur því hann minnir okkur á hvað Jesús gerði fyrir okkur. - Krossinn er þekktasta kristna táknið – en mikilvægasta kristna táknið erum við fólkið og hvernig við komum fram við þá sem eru í kringum okkur – ef við erum dugleg að sýna kærleika þar sem við erum góðir vitnisburðir kristinnar trúar. Við erum við mikilvægasta kristna táknið. Því okkar líf er tákn um Guð. Guði er enginn hlutur um megn og við megum biðja til hans og fela honum allt okkar líf. Kannski er eitthvað sem við höfum áhyggjur af eða sem veldur okkur kvíða og þá segir Jesús að við megum koma til hans með allar okkar hugsanir og fela þær honum í bæn hann er alltaf með okkur, hann getur breytt að breyta sorg í gleði, myrkri í ljós.

Biblíusaga Við kristið fólk köllum trúna okkar fagnaðarerindi og bestu fréttirnar voru fréttirnar sem að engillinn færði Maríu og Maríu hinni í gröfinni á páskadagsmorgunn, þegar þær ætluðu að votta Jesú virðingu með því smyrja líkama hans með smyrslum eins og venjan var í þeirra landi. En þær hittu engil sem að færði þeim fréttir sem hafa svo sannarlega breytt mannkynssögunni. Í Markúsarguðspjalli 16:1-7 er sagt frá aðalatriði kristinnar trúar - Hann er upprisinn. Jesús er upprisinn. Lesa beint upp úr Biblíunni fyrir börnin

Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan 19


mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann.

Okkur sem vinnum hérna þykir ótrúlega dýrmætt að segja frá ykkur frá Jesú. Af því að fyrir okkur þá er hann ljósið sem við viljum hafa í lífinu okkar og hann hefur reynst okkur vel og við erum sannfærð um að hann getur verið ljós í lífi ykkar og vinur alla ykkar ævi.

Bæn, Faðir vor Ritningarvers - - - -

20

Matt. 5:13-16 Matt. 28.18-20 Róm. 13:8 Sálm. 23:1



Fræðsluefni KFUM og KFUK fyrir sumarstarf 2014 er einvörðungu ætlað til notkunar í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins.

Efnið var tekið saman af Magneu Sverrisdóttur.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.