Fréttabréf KFUM og KFUK júní 2014

Page 1

1. tölublað 2014

Fréttabréf KFUM og KFUK

Fyrsta sr. Friðrikshlaupið haldið 2014 Sunnudaginn 25. maí sl. var sr. Friðrikshlaupið haldið í fyrsta skiptið. Hlaupið var haldið í tilefni af fæðingardegi sr. Friðriks Friðrikssonar en hann fæddist á þessum degi árið 1868. Markmið hlaupsins var að vekja athygli á því sem KFUM og KFUK leggur áherslu á í starfi sínu, það er líkama, sál og anda. Um 70 hlauparar á öllum aldri tóku þátt. Hlaupin var fimm kílómetra leið í Laugardalnum í fyrirtaks hlaupaveðri, rigningu og logni. Samhliða hlaupinu var haldin barnaskemmtun í tilefni af Degi barnsins, þar sem boðið var upp á andlitsmálningu, hoppukastala og veltibíl. Einnig var haldið sérstakt barnahlaup og fengu

allir þátttakendur í því verðlaunapening. Einstaklega skemmtileg stemning myndaðist þegar hlauparar komu í mark, einn af öðrum, og voru þeir duglegir að hvetja hvern annan áfram á lokasprettinum. Börnin skemmtu sér vel á barnaskemmtuninni, þrátt fyrir rigninguna, enda margt spennandi í boði. Veltibíllinn og andlitsmálningin vöktu sérstaka lukku og mátti sjá börn á hlaupum með alls kyns teikningar í andlitinu. Að hlaupi loknu var boðið upp á hressingu fyrir bæði börn og fullorðna. Verðlaunaafhending fór fram þegar allir keppendur voru komnir í mark og voru verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin

í karla- og kvennaflokki, óháð aldri. Fyrstur í mark kom Arnar Ragnarsson en á hæla hans komu þeir Þórólfur Ingi Þórsson og Gunnar Ólason. Fyrsta kona í mark var Eva Skarpaas, annað sætið skipaði Guðný Ólafsdóttir og í því þriðja var Sigrún Erlendsdóttir. Einnig voru fjölmörg og glæsileg útdráttarverðlaun í boði þar sem allir áttu möguleika á glaðningi. Stefnt er að því að sr. Friðrikshlaupið verði árlegur viðburður, enda vel við hæfi að heiðra fæðingu sr. Friðriks Friðrikssonar á þennan hátt.

1


Fylgt úr hlaði

Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK

Ég hef átt því láni að fagna að hafa fengið að þjóna sem framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi í tæp níu ár. Fram að því hafði ég starfað í sex ár sem framkvæmdastjóri Landssambands KFUM og KFUK, en gerðar voru skipulagsbreytingar og félagið sameinað í eitt haustið 2005. Nú þegar ég hef sagt starfi mínu lausu og ákveðið að stíga til hliðar er mér efst í huga þakklæti til Guðs fyrir að hafa gefið mér þetta tækifæri. Þetta hefur verið viðburðaríkur tími, tími mikillar vinnu, lærdóms, gleði og auðvitað erfiðleika líka þó að þeir gleymist fljótt. Tími sem hefur gefið mér svo ótal margt. Ég hef eignast kæra vini innan félags og utan, bæði hér á landi og í alþjóðasamhengi félagsins. Og það að fá tækifæri til að kynnast og starfa með svo mörgu góðu, vönduðu fólki á vettvangi félagsins hefur auðgað líf mitt og þroskað mig sem manneskju. Fyrir það er ég þakklát. Ég er ein af þeim fjölmörgu Íslendingum sem kynntist starfi KFUM og KFUK sem unglingur. Það bæði mótaði lífssýn mína og jók við hamingju mína. Hugsjón KFUM og KFUK er að ná til barna og ungmenna með boðskapinn um Jesú Krist. Börn eiga rétt á að fá að vita að þau geti trúað á Guð og að Guð hafi trú á þeim. Að efla líkama, sál og anda, styrkja manneskjuna í heild sinni, það er markmið félagsins. Það er líka DNA félagsins. Sr. Friðrik orðaði það þannig að allir þessir þrír hlutar þyrftu að þroskast í samræmi ef maðurinn ætti að geta leyst sitt himneska og jarðneska hlutverk af hendi og geta orðið sannur maður. Sú sýn að vinna með manneskjuna heildrænt er nú studd nýjustu rannsóknum og er víða notuð. Ég hef trú á þessu markmiði og er þakklát fyrir að hafa fengið að vera í forystu félags, síðastliðin 15 ár, sem vinnur að því. Ég hlakka til að mega áfram, sem sjálfboðaliði, taka þátt í þessu merka starfi. Einlægar þakkir til ykkar allra sem hafið stutt mig í starfi, beðið fyrir mér og verið mér svo góðir samstarfsmenn.

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi starfsárið 2014-15. Fremst frá vinstri: Anna Elísa Gunnarsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir og Þórunn Arnardóttir. Miðröð frá vinstri: Auður Pálsdóttir, Lára Halla Sigurðardóttir, Sveinn Valdimarsson og Björgvin Hansson. Aftast: Gísli Davíð Karlsson. Á myndina vantar: Óskar Birgisson og Henning Emil Magnússon.

Ný stjórn KFUM og KFUK á Íslandi fyrir starfsárið 2014-2015 Á aðalfundi KFUM og KFUK á Íslandi, sem haldinn var þann 5. apríl sl., fór fram kjör til stjórnar félagsins. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem Gísli Davíð Karlsson, formaður æskulýðsráðs, kynnti starf ráðsins síðastliðin ár og framtíðarsýn þess. Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnti umræður frá Landsþingi unga fólksins sem fram fór í febrúar 2014. Æskulýðsfulltrúar sáu um að afhenda viðurkenningar fyrir leiðtogaþjálfun. Þá söng Margrét Kristín Sigurðardóttir, Fabúla, nokkur lög fyrir fundargesti. Að þessu sinni gengu Daria Rudkova, Hreinn Pálsson og Páll Ágúst Ólafsson úr stjórn og voru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins.

- - - - - - - - -

Á aðalfundi KFUM og KFUK fór fram afhending á viðurkenningum í leiðtogaþjálfun á vegum félagsins. Hér má sjá hluta af leiðtogahópnum í vetrarstarfi félagsins.

2

Anna Elísa Gunnarsdóttir, Jónína Erna Arnardóttir og Óskar Birgisson, sem setið hafa í stjórn félagsins, voru endurkjörin. Björgvin Hansson, Henning Emil Magnússon og Lára Halla Sigurðardóttir komu ný inn í stjórnina. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi starfsárið 2014-2015 skipa eftirtalin og skipta þau þannig með sér verkum:

-

Auður Pálsdóttir, formaður Gísli Davíð Karlsson, varaformaður og situr í Æskulýðsráði Anna Elísa Gunnarsdóttir, ritari og situr í Alþjóðaráði Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri og situr í Fjármálaráði Lára Halla Sigurðardóttir, vararitari og situr í Kynningarráði Óskar Birgisson, varagjaldkeri Henning Emil Magnússon, meðstjórnandi Þórunn Arnardóttir, meðstjórnandi og situr í Æskulýðsráði Björgvin Hansson, varamaður og situr í Húsráði Jónína Erna Arnardóttir, varamaður.


Sjálfboðaliðar í stjórnum starfsstöðva félagsins starfsárið 2014-2015 Á þessari vorönn fóru fram aðalfundir allra níu starfstöðvanna hjá KFUM og KFUK á Íslandi. Almenn aðalfundarstörf fóru þar fram og kosið var til nýrrar stjórnar á hverri starfsstöð. Á starfsárinu 2014-2015 eru um 60 manns sem taka að sér að vera sjálfboðaliðar í stjórnum starfsstöðva félagsins. Á sama tíma og við þökkum þeim sem létu af stjórnarstörfum á árinu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins þá viljum við bjóða nýtt stjórnarfólk hjartanlega velkomið til starfa. Eftirtaldir skipa stjórnir starfsstöðvanna 20142015: Stjórn KFUM og KFUK á Akureyri Brynhildur Bjarnadóttir, formaður Ragnheiður Harpa Arnardóttir, ritari Katrín Harðardóttir, gjaldkeri Sigrún Birna Guðjónsdóttir, varamaður Sandra M. Kristínardóttir, varamaður Stjórn KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum Guðmundur Örn Jónsson, formaður Sandra Dís Pálsdóttir, ritari Hulda Líney Magnúsdóttir, gjaldkeri Gísli Stefánsson, meðstjórnandi Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir, meðstjórnandi Stjórn KFUM og KFUK í Reykjanesbæ Sigurbjört Kristjánsdóttir, formaður Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir, ritari Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri Björk Guðnadóttir, meðstjórnandi Erla Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Stjórn Skógarmanna/sumarbúðanna í Vatnaskógi Ólafur Sverrisson, formaður Sigurður Grétar Sigurðsson, varaformaður Salvar Geir Guðgeirsson, ritari Páll Skaftason, gjaldkeri, fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, vararitari Páll Hreinsson, varagjaldkeri Davíð Sveinbjörnsson, meðstjórnandi Sigurður Pétursson, varamaður Ingi Erlingsson, varamaður

Stjórn sumarbúðanna í Vindáshlíð Guðrún Nína Petersen, formaður Jessica Leigh Andrésdóttir, varaformaður Rúna Þráinsdóttir, ritari Ásta Björg Þorbjörnsdóttir, fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi, gjaldkeri Hanna Lára Baldvinsdóttir, kynningar- og upplýsingafulltrúi Guðný Einarsdóttir, vararitari Gerður Rós Ásgeirsdóttir, varagjaldkeri Stjórn sumarbúðanna í Ölveri Þóra Björg Sigurðardóttir, formaður Þóra Jenny Benonýsdóttir, ritari Guðni Már Harðarson, gjaldkeri Erla Björg Káradóttir, fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi Kristján S. Sigurðsson, meðstjórnandi Þuríður Þórðardóttir, varamaður Hafsteinn Kjartansson, varamaður Stjórn sumarbúðanna í Kaldárseli Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, formaður Ástríður Jónsdóttir, ritari Benedikt Snær Magnússon, gjaldkeri Anna Arnardóttir, meðstjórnandi Hafsteinn Gunnarsson, meðstjórnandi og varagjaldkeri Berglind Ólafsdóttir, varamaður Sigurður Jón Sveinsson, varamaður Stjórn sumarbúðanna á Hólavatni Hreinn Andrés Hreinsson, formaður Jóhann Þorsteinsson, ritari Arnar Yngvason, gjaldkeri Anna Elísa Hreiðarsdóttir, meðstjórnandi Þórður Daníelsson, meðstjórnandi Pétur Ragnhildarson, varamaður Jóhanna Sigurjónsdóttir, varamaður Stjórn Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK Magnús Fjalar Guðmundsson, formaður Edda Björk Skúladóttir, ritari Anna Kristín Guðmundsdóttir, gjaldkeri Guðmundur Ingi Leifsson, fulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi Fjölnir Guðmundsson, varastjórn Nína Björk Þórsdóttir, varastjórn Einar Helgi Ragnarsson, fulltrúi foreldra

Viðburðadagatal Júní - 1. Kaffisala í Vindáshlíð - 4. Sumarstarf Vatnaskógar hefst: Gauraflokkur - 6. Sumarstarf Hólavatns hefst: Riddaraflokkur - 6. Heimsáskorun KFUM - 10. Sumarstarf Ölvers hefst: Leikjaflokkur - 10. Sumarstarf Vindáshlíðar hefst: Stúlknaflokkur - 10. Leikjanámskeið í Lindakirkju í Kópavogi hefjast - 10. Leikjanámskeið í Reykjanesbæ hefjast - 16. Sumarstarf Kaldársels hefst: Drengjaflokkur - 29.júní-5.júlí: Heimsþing KFUM í Colorado Júlí - 1. Leikskólinn Vinagarður lokar vegna sumarleyfa - 4.-6. Fjölskylduhelgi í Vatnaskógi - 19.-26. Norrænt KFUM og KFUK unglingamót í Svíþjóð - 31.júlí-4.ágúst: Sæludagar í Vatnaskógi Ágúst - 5. Leikskólinn Vinagarður opnar eftir sumarleyfi - 17. Kaffisala Hólavatns - 24. Kaffisala Ölvers - 29.-31. Kvennaflokkur í Vindáshlíð - 29.-31. Feðgaflokkur í Vatnaskógi September - 1. Vetrarstarf í æskulýðsdeildum hefst - 12.-14. Heilsudagar karla í Vatnaskógi - 19.-21. Mæðgnaflokkur í Vindáshlíð - 26.-28. Samráðshelgi starfsstöðva - 27. Kristsdagurinn

Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK fer fram á vefsíðunni www.sumarfjor.is. 3


Sumarbúðirnar í Kaldárseli eru í hrauninu ofan við Hafnarfjörð og í veðurblíðunni sunnudaginn 27. apríl sl. komu um 100 manns á opið hús.

Fjölmenni á opnu húsi í Kaldárseli Kaldæingar opnuðu dyrnar fyrir gestum og gangandi sunnudaginn 27. apríl sl. á árlegu opnu húsi. Veðrið lék svo sannarlega við gesti sem nutu veðurblíðunnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á ljúffengar veitingar, kaffi, kleinur, grillaðar pylsur og sykurpúða við góðar undirtektir gesta. Stjórnarmenn sáu um andlitsmálun fyrir krakkana og víða mátti sjá skrautlega indíána og litrík fiðrildi að leik í hrauninu. Hraustustu gestirnir lögðu upp í hellaferð og nutu á leiðinni fróðleiks Daníels Páls Jónassonar, landfræðings, um hraunið, hellamyndanir og íslenska náttúru. Gróflega má áætla að yfir 100 manns hafi komið við í Selinu á þessum skemmtilega degi. Þess má geta að á næsta ári verða 90 ár liðin frá því að elsti hluti Kaldárselshússins var vígður.

Vorferðir yngri deildanna voru farnar nú í apríl en þær marka lok vetrarstarfsins. Um 200 börn og leiðtogar fóru á Hólavatn og í Vatnaskóg og nutu dagskrárinnar sem var fjölbreytt og fræðandi. Hér má sjá glöð börn og hæfileikaríka leiðtoga í ævintýraleik í skóginum.

Mikil gleði í vorferðum æskulýðsstarfsins Deildastarfi yngri deilda KFUM og KFUK lauk formlega með skemmtilegum vorferðum sem haldnar voru í Vatnaskógi og á Hólavatni dagana 11.-12. apríl. Dagskráin var þétt og var hver mínúta nýtt til fræðslu, samveru, leikja og skemmtunar. Yfirskriftin var kærleikur og tók öll dagskráin mið af því. Um 200 börn og leiðtogar tóku þátt í ferðunum og komu hóparnir

frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Patreksfirði og Akureyri. Vorferðirnar eru nokkurs konar uppskeruhátíð vetrarstarfsins hjá yngri deildunum auk þess sem þær eru góð tenging við sumarstarf félagsins. Þetta var frábær endir á frábærum vetri í deildastarfinu.

Kaffisala og tónleikar Skógarmanna tókust vel Á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl voru kaffisala og tónleikar til styrktar starfinu í Vatnaskógi. Fjölmargir velunnarar Vatnaskógar mættu á Holtaveg 28 og studdu við starfið um leið og þeir nutu glæsilegra veitinga á þessum degi. Um kvöldið voru síðan tónleikar. Tónleikarnir voru fjölbreyttir, hinn frábæri Karlakór KFUM kom fram undir stjórn og við undirleik Ástu Haraldsdóttur. Síðan sungu söngkonurnar Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Erla Björg Káradóttir nokkur lög og að lokum flutti tónlistarhópurinn Sálmari nokkur lög. Óhætt er að segja að kvöldið hafa verið góð skemmtun við allra hæfi og um leið góður stuðningur við starfið í Vatnaskógi. Stjórnandi var séra Sigurður Grétar Sigurðsson. Kærar þakkir allir velunnarar sem studdu við starfið í Vatnaskógi á þessum degi.

4

Ríflega 100 sjálfboðaliðar sinna deildastarfi KFUM og KFUK. Þessir sjálfboðaliðar eru afar dýrmætir og án þeirra væri ógerlegt að halda uppi jafn fjölbreyttu og faglegu barna- og unglingastarfi. Hér sjáum við hluta þeirra leiðtoga sem hafa sinnt starfinu nú í vetur ásamt starfsfólki æskulýðssviðs sem og æskulýðráðs gera sér glaðan dag eftir að vetrarstarfinu lauk.


Góð þátttaka var á stefnumótunarfundum um æskulýðsstarf félagsins sem æskulýðsráð boðaði til í maí.

Áhugasamt félagsfólk tekur þátt í stefnumótun í æskulýðsstarfinu Brennómót yngri deilda er árlegur viðburður í deildastarfi félagsins. Ríflega 50 börn tóku þátt í ár ásamt leiðtogum sínum. Að þessu sinni var mótið haldið í okkar eigin húsnæði og voru fjölskyldur barnanna sérstaklega boðnar velkomnar.

Félagshúsi breytt í brennóvöll Brennómót yngri deilda KFUM og KFUK er árlegur viðburður í deildastarfi félagsins. Nú í vor var það fjörugur hópur ríflega 50 barna sem kom saman á Holtavegi ásamt foreldrum og systkinum. Við teljum dýrmætt að foreldrar kynnist starfinu, faglegri vinnu okkar og fái að upplifa gleðina og þann kærleika sem við viljum gefa hverju barni sem sækir félagsstarfið. Krakkarnir komu úr Reykjavík, Kópavogi, Grindavík og Reykjanesbæ. Mikið fjör og spenna ríkti í krakkahópnum enda mikið um að vera og þátttakendur léku á als oddi með þátttöku í brennóinu, leikjum, söng og sprelli. Boðið var upp á andlitsmálun, „minute

to win it“-þrautabraut, spil, spjall og margt annað sem leiðtogar starfsins sáu um og er það ríkur þáttur í leiðtogaþjálfun félagsins að fela öllum hlutverk. Það að færa mótið í höfuðstöðvar okkar er liður í því að kynna félagið okkar og færa okkur nær fólkinu sem sækir starfið. Einnig að börnin í hverri deild átti sig á því að þau eru hluti af stærri heild sem félagið okkar er. Það er von okkar að börnin og fjölskyldur þeirra hafi fundið sig heima hjá okkur og notið þessarar stundar og hlökkum við til að blása aftur til brennómóts að ári liðnu.

Áhersla lögð á fjölskylduviðburði á Akureyri Í vetur hefur barna- og unglingastarf KFUM og KFUK á Akureyri verið öflugt og fjölsótt og fyrir það erum við þakklát. Viðburðir fyrir fullorðna hafa, á hinn bóginn, verið fremur illa sóttir. Stjórn KFUM og KFUK á Akureyri brá því á það ráð að efna til fjölskyldu-pizzuveislu miðvikudaginn 30. apríl sl. í félagsheimilinu í Sunnuhlíð. Markmiðið var að sameina fjölskylduna undir formerkjum KFUM og KFUK og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Skemmst er frá því að segja að viðburðurinn tókst einstaklega vel og

um 30 manns mættu. Börnin léku sér í spilum og leikjum á meðan fullorðna fólkinu gafst tími til skrafs og ráðagerða. Pantaðar voru pizzur frá Dominos og allir borðuðu eins og þá lysti. Menn voru almennt sammála um að svona fjölskyldufyrirkomulag hentaði vel og því hefur stjórnin sett sér það markmið að standa fyrir einum svona viðburði í hverjum mánuði. Næsti viðburður er áætlaður í júní en þá ætlum við að hittast í Kjarnaskógi og grilla saman.

Æskulýðsráð KFUM og KFUK á Íslandi hefur á liðnum vetri unnið að því að greina stöðu æskulýðsstarfs félagsins í ljósi reynslu síðustu ára. Það er nauðsyn hverju félagi að líta fram veginn með skýra framtíðarsýn í huga og þá getur verið nauðsyn að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvað það er sem hægt er að læra af. Í þeirri von að efla æskulýðsstarf félagsins að vetri og sækja fram til nýrra sigra boðaði Æskulýðsráð til tveggja umræðufunda um stefnumótun í æskulýðsstarfi félagsins. Fyrri fundurinn fór fram miðvikudaginn 14. maí og komu um þrjátíu manns á fundinn. Samanstóð hópurinn af leiðtogum úr æskulýðsstarfinu, starfsfólki, stjórnarfólki, fulltrúum úr æskulýðsráði og almennu félagsfólki, en allir virtust eiga það sammerkt að hafa hjarta fyrir því mikilvæga starfi sem félagið sinnir meðal barna og unglinga víðsvegar um landið. Á fundinum var leitast við að greina þá styrkleika sem starfið býr yfir og um leið horfa til þeirra þátta sem hægt er að bæta eða breyta. Seinni fundurinn fór fram þriðjudaginn 27. maí þar sem niðurstöður úr umræðum fyrri fundarins voru teknar saman og reynt var að draga upp mynd af framtíðarsýn fyrir æskulýðsstarf að vetri til. Æskulýðsráð mun í kjölfarið vinna að frekari stefnumörkun í samráði við starfsfólk og stjórn félagsins. Vonandi verður hægt að kynna félagsfólki þá sýn betur á komandi mánuðum.

5


Fulltrúar frá Íslandi á fjáröflunarráðstefnu KFUM í Evrópu voru að þessu sinni Berglind Ósk Einarsdóttir, Sveinn Valdimarsson og Þorsteinn Arnórsson.

Fjáröflunarráðstefna KFUM í Evrópu var gefandi Dagana 23. - 25. janúar var fjáröflunarráðstefna haldin á vegum KFUM í Evrópu (YMCA Europe) í Brussel, Belgíu. Þetta er í þriðja sinn sem slík ráðstefna fer fram og í öll skiptin hefur fulltrúi frá KFUM og KFUK á Íslandi tekið þátt. Í ár voru 25 manns á ráðstefnunni sjálfri og af þeim voru þrír fulltrúar frá félaginu á Íslandi. Ráðstefnunni er ætlað að koma saman einstaklingum sem koma hvað mest að fjáröflun fyrir sín félög, hvort sem það eru launaðir starfsmenn eða sjálfboðaliðar. Ætlunin er að kynna helstu leiðir í fjáröflun, bæði í einka- og opinbera geiranum, og opna fyrir umræður um slík mál. Mikil áhersla var lögð á að kynna þær styrktarleiðir sem eru í boði hjá Evrópusambandinu. Dagskráin var þéttskipuð en Juan S. Iglesias framkvæmdastjóri KFUM í Evrópu stjórnaði ráðstefnunni glæsilega. Það sem stóð upp úr að flestra mati var fyrsti fyrirlestur ráðstefnunnar sem Jane Burns sá um. Hún fjallaði um þær fjáröflunarleiðir sem félögin geta nýtt sér og þá aðila sem eru í okkar innra og ytra umhverfi og hvað fjáröflun er í raun mikið tengd markaðssetningu. Hún talaði um tekjukvarða fyrir sjálfbæra fjáröflun þar sem á einum endanum er það sem við biðjum um (gjafir) og hinn endinn er það sem við öflum á opnum markaði (sala á vöru) og hvernig við getum nýtt slíkan kvarða. Fjáröflun er og verður áfram mikilvægur þáttur í starfi KFUM og KFUK á Íslandi og það er nauðsynlegt að allir aðilar félagsins séu meðvitaðir um þær fjáröflunarleiðir sem eru í boði og nýti þær. Það er til dæmis hægt að greiða meira en maður þarf fyrir að taka þátt í viðburði eins og kaffisölu eða tónleikum, með því að endurvinna flöskur og gefa þann pening, sala á heimagerðum hlutum á Basar KFUK, fastur styrkur mánaðarlega og margt fleira. Það er ekkert of lítið eða ómerkilegt þegar kemur að fjáröflun fyrir okkar kæra félag, margt smátt gerir eitt stórt.

6

Markmið ráðstefnunnar UNIFY er að efla kristilega þáttinn í starfi KFUM og KFUK í Evrópulöndunum. Þau sex sem fór út í ár eru bæði starfsmenn og sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfi félagsins.

Uppbyggjandi, fræðandi og skemmtileg ferð til Þýskalands Dagana 13.-16. febrúar var kristilega ráðstefnan smánámskeiðið Jesúgöngu (e. Walk with „UNIFY“ haldin í Görlitz í Þýskalandi. Er þetta Jesus) sem vakti mikla lukku. Þegar hafa í annað sinn sem ráðstefnan fer fram en borist jákvæðar fréttir frá hóp í Þýskalandi meginmarkmið hennar er að styrkja kristilega sem nýtti gönguna á æskulýðsviðburði hjá þáttinn í starfi KFUM og KFUK í Evrópu. Í ár sér og varð hún þeim til mikillar blessunar. Þá fóru sex Íslendingar á ráðstefnuna og voru skipulagði íslenski hópurinn og hélt uppi fjörinu allir á einu máli um að ferðin hefði verið allt í á menningarkvöldi ráðstefnunnar. senn uppbyggjandi, fræðandi og skemmtileg. Unify ráðstefnan gefur okkur tækifæri til að Á hverjum degi voru áhugaverðir fyrirlestrar, sjá alþjóðlegu hreyfinguna okkar í betra ljósi, bænahópar og lofgjörðarkvöld. Einnig var styrkja tengslanetið okkar og læra eitthvað nýtt. boðið upp á skoðunarferðir, fjölskyldumatarboð, Einnig er mjög jákvætt að taka þátt í samstarfi smánámskeið og leikjakvöld. Á kvöldin og milli sem styrkir kristilega þáttinn í starfi KFUM og viðburða gafst svo tími til að ræða við aðra KFUK í Evrópu. fundargesti, skiptast á reynslusögum, læra hvert af öðru og uppbyggja hvert annað í trúnni. Íslendingarnir sátu ekki auðum höndum heldur voru virkir þátttakendur á ráðstefnunni. Jón Ómar Gunnarsson, æskulýðsprestur, sat í undirbúningsnefnd UNIFY en er hann fór í námsleyfi tók Hjördís Rós, æskulýðsfulltrúi, Íslendingarnir buðu upp á Jesúgöngu fyrir aðra á ráðstefnunni og hér má sjá sæti hans í nefndinni. hluta af hópnum sem fór gönguna. Í göngunni er þátttakandinn með bundið fyrir Íslendingarnir augun, heldur í reipi og er látinn ganga með Jesú í gegnum ýmsa erfiðleika. buðu upp á Gangan vakti mikla lukku á ráðstefnunni.


Birgir U. Ásgeirsson hefur setið í stjórn KFUM í Evrópu frá árinu 2012.

Birgir endurkjörinn í stjórn KFUM í Evrópu

KFUM og KFUK á Íslandi tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu samstarfi á vettvangi KFUM og KFUK á heimsvísu. Norræna mótið er haldið annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum og er fyrir 11 til 16 ára unglinga.

Stór hópur unglinga á norrænt KFUM og KFUK mót í Svíþjóð Í sumar, nánar tiltekið dagana 19. – 29. júlí, mun hópur á vegum KFUM og KFUK á Íslandi fara á Norrænt æskulýðsmót KFUM og KFUK á Norðurlöndunum. Fyrir hönd Íslands fara hópar frá Vestmannaeyjum, Mosfellsbæ og Reykjanesbæ en um er að ræða u.þ.b. 60 ferðalanga. Fararstjóri og skipuleggjandi ferðarinnar er Hreiðar Örn Zöega Stefánsson. Mótið er haldið í Svíþjóð, nánar tiltekið við háskólaborgina Umeå sem staðsett er við Ume ána í Norrland sem rennur í Helsingjabotn. Mótið stendur yfir í 7 daga og áætlað er að hátt

í 600 krakkar og leiðtogar alls staðar að frá Norðurlöndunum sæki það. Á mótinu verður boðið upp á kristilega fræðslu í bland við leiki og skemmtun, ásamt því að ungleiðtogum er boðið upp á sérstakt leiðtoganámskeið sem skipulagt er af mótshöldurum og mun það standa yfir meira og minna allt mótið. Bæði fyrir og eftir mót ætlar íslenski hópurinn að heimsækja Kaupmannahöfn og eyða þar tíma í Tívolí, búðaráp og fleira skemmtilegt, ásamt því að halda merkjum KFUM og KFUK hátt á lofti.

Heimsþing KFUM í Bandaríkjunum Dagana 29. júní til 5. júlí nk. verður heimsþing Heimssambands KFUM haldið í 18. sinn. Dagskrá þingsins er fjölbreytt en hún samanstendur af hefðbundnum aðalfundarstörfum auk fjölda umræðuhópa og fyrirlestra. KFUM og KFUK á Íslandi mun eiga tvo fulltrúa á heimsþinginu, þá Jóhann Þorsteinsson og Daníel Bergmann. Þátttaka á þinginu er öllum opin.

Dagana 29. maí til 1. júní sl. var aðalfundur KFUM í Evrópu (YMCA Europe) haldinn í borginni Litomyšl í Tékklandi. Aðalfundurinn er haldinn í maí ár hvert í heimalandi einhverra aðildarfélaga KFUM í Evrópu og fara þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Þangað mæta fulltrúar aðildarfélaganna og kjósa til stjórnar annað hvert ár. Birgir U. Ásgeirsson sat fundinn fyrir hönd KFUM og KFUK á Íslandi og greiddi atkvæði til stjórnarkjörs. Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi gerði tillögu að fimm fulltrúum í stjórn í samráði við alþjóðaráð félagsins og var sú tillaga notuð við val á frambjóðendum. Birgir bauð sig aftur fram til setu í stjórninni og var endurkjörinn. Félagið fagnar því. Birgir U. Ásgeirsson hefur setið í stjórn KFUM í Evrópu frá árinu 2012. Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að hafa fulltrúa frá Íslandi í þessari stjórn, en þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur situr í stjórn KFUM í Evrópu. Birgir er jafnframt tengiliður stjórnar KFUM í Evrópu við Norðurlöndin sem hafa þannig ákveðna rödd innan stjórnarinnar. Afar gott orð fer af KFUM og KFUK á Íslandi innan KFUM í Evrópu. Þar hefur áhrif að félagið er virkt á alþjóðlegum vettvangi og sendir reglulega þátttakendur á námskeið, ráðstefnur og aðra viðburði. Starfsmenn og sjálfboðaliðar sem fara utan koma vel fyrir og eru félaginu til sóma. Einnig skiptir máli að hafa fulltrúa frá KFUM og KFUK á Íslandi í stjórn KFUM í Evrópu. Það myndar bein tengsl við Evrópu og eflir félagið, bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Þar að auki hefur Birgir staðið sig vel í stjórn KFUM í Evrópu síðustu tvö árin og hefur vakið athygli á félaginu innan samtakanna. Við getum því verið stolt af félaginu okkar og félagsmönnum.

7


Vinagarður er kristilegur leikskóli sem er rekinn af KFUM og KFUK. Yfir 300 manns heimsóttu vorhátíð leikskólans sem var haldin laugardaginn 24. maí sl.

Mikill fögnuður á leikskólanum Vinagarði Vor og sumar er tími mikilla breytinga á Vinagarði. Starfið er að taka á sig sumarlegt yfirbragð. Vorhátíð leikskólans og foreldrafélagsins fór fram laugardaginn 24. maí. Á vorhátíðinni var til sýnis vinna barnanna ásamt gullnum setningum og myndum úr starfi þeirra frá vetrinum. Starfsfólk leikskólans tók á móti gestum og gangandi, og vaskir foreldrar sáu um að grilla pylsur ofaní gesti. Foreldrarnir voru einnig með basar þar sem þeir seldu ís, kökur og sultur ásamt skemmtilegu handverki til fjáröflunar fyrir starfið með börnunum. Yfir 300 manns sóttu leikskólann heim á skýjuðum en þurrum degi. Dagurinn var einstaklega ánægjulegur og gaman að sjá hvað margir sýna leikskólanum okkar áhuga og umhyggju. Vorhátíðin var seinna en venja er og stafaði það af framkvæmdum á lóð leikskólans.

Hér má sjá útskriftarhóp í heimsókn í Hvalsneskirkju þar sem sr. Sigurður Grétar tók vel á móti hópnum. 8

Miklar framkvæmdir standa yfir en verið er að helluleggja og malbika stíg milli leikskólans og þjónustumiðstöðvarinnar. Einnig var skipt um undirlag undir leiktækjum og lóðin lagfærð. Starfið í vetur einkenndist af mikilli inniveru vegna klaka á leiksvæðinu hjá okkur. Að lokum gáfumst við upp á klakabrynjunni og réðumst á hana með hjálp dælubíls og heita vatnsins. Mikill var fögnuður barnanna þegar hægt var að komast út að leika sér, þó aðeins væri hægt að nota hluta af leiksvæðinu. Að vísu fór lóðin frekar illa á þessum framkvæmdum en það er seinni tíma vandamál. Elstu börnin okkar eru önnum kafin í vettvangsferðum þessar vikurnar og mikið að gera í lok skólaársins. Þau hafa heimsótt vinnustaði nokkurra foreldra og er það mikil upplifun fyrir alla. Útskriftarferð var farin á Suðurnesin þar sem sr. Sigurður Grétar tók á móti hópnum í Hvalsneskirkju og síðan var grillað og farið í fjöruna. Framundan er tveggja vikna sundnámskeið á vegum leikskólans og ætlum við að nota tímann vel fram að sumarfríi til að njóta samverunnar með þeim börnum sem eru að hætta á Vinagarði.

Það myndaðist mikill klaki á leiksvæði leikskólans í vetur og því voru börnin mikið inni við en þau gerðu nú bara gott úr því og höfðu sögustundir og mikið af innileikjum.

Eitt af markmiðum leikskólans er að börnin læri um náttúruna og beri umhyggju fyrir öllu því sem Guð hefur skapað. Það er því oft farið í vettvangsferðir.


Skráning í sumarbúðir hófst 19. mars kl. 18 í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi 28 og á netinu á www.sumarfjor.is. Ekki stóð á viðbrögðum fólks því að þremur tímum síðar höfðu rúmlega 600 börn skráð sig í sumarbúðir okkar.

Frábær skráning í sumarstarf félagsins

Fundir í aðaldeildum KFUM og KFUK eru haldnir vikulega yfir vetrartímann og er endað með sameiginlegri vorferð. Hópurinn heimsótti Byggðasafn Akraness og nærsveita í Görðum. Á safninu er hægt að skoða muni sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum.

Aðaldeildir félagsins fengu hlýjar móttökur á Akranesi Vetrarstarfi AD KFUK og KFUM lauk með sameiginlegri vorferð þann 10. apríl. Ferðinni var heitið á Akranes. Vorkvöldið var eins og þau gerast fegurst á Íslandi. Logn og sólskin og Akrafjall og Skarðsheiði íklædd fjólubláu draumklæði Reykjavíkurskáldsins. Hópurinn heimsótti fyrst bækistöðvar Björgunarfélags Akraness þar sem Þór Bínó Friðriksson formaður félagsins tók á móti hópnum og fræddi um starfsemina og sýndi tækjakostinn. Heimsókninni lauk með borðhaldi. Veitingarnar komu úr Vatnaskógi og það var Valborg Rut Geirsdóttir sem átti veg og vanda af að útbúa mat og sjá um uppvask. Eftir matinn lá leiðin í byggðasafnið. Þar blasti fyrst við sýning á Axelsbúð sem seldi m.a. kost í skip. Einn félagsmaður, Axel Gústafsson, var snar að bregða sér bak við afgreiðsluborðið en þar hafði hann sjálfur starfað fyrir afa sinn og nafna. Eftir heimsókn á Byggðasafnið lá leiðin í Akraneskirkju. Sr. Edvard Ingólfsson tók á móti hópnum og sagði frá kirkjunni og kímnisögur úr starfi sínu sem prestur. Að lokum heimsótti hópurinn félagshús KFUM og KFUK á Akranesi. Þar fékk hópurinn afar hlýjar móttökur. Þegar gestir höfðu gengið um húsið, var boðið upp á kvöldhressingu. Ólafur H. Knútsson formaður KFUM og KFUK á Akranesi og Jóhannes Ingibjartsson ávörpuðu hópinn og Jóhannes leiddi bænastund í lokin.

Hópurinn heimsótti einnig bækistöðvar Björgunarfélags Akraness.

Akraneskirkja var skoðuð þar sem vel var tekið á móti gestum af staðarpresti með kímnisögum úr starfinu.

Það er sannarlega gleðiefni hversu mörg börn koma til með að sækja sumarstarf félagsins í sumar og fór skráning mjög vel af stað strax frá fyrsta skráningardegi þann 19. mars. Það er fjölgun í öllum sumarbúðunum okkar og á leikjanámskeiðunum líka. Vel yfir 2.000 börn eru skráð á námskeið og í dvalarflokka KFUM og KFUK á Íslandi sumarið 2014 og enn er skráning í fullum gangi. Greinilegt að sumarstarf félagsins er eftirsóknarvert að venju og er það svo sannarlega þakkarefni. Þrátt fyrir þrýsting um 4-6% hækkun á verði á almennum markaði þá hefur stjórnum sumarbúðanna tekist að halda dvalargjaldinu í lágmarki. Ávallt hefur verið reynt að hafa dvalargjöldin eins lág og hægt er til að gera sem flestum börnum kleift að komast í sumarbúðir. Sjálfboðaliðastarf hefur verið og er áfram mikilvægur þáttur til að halda dvalargjöldunum í lágmarki. Til að mynda eru vinnuhelgar í sumarbúðunum tilvalinn vettvangur til að láta gott af sér leiða til fjáröflunar sem og góð samvist við gott fólk. Undirbúningur fyrir sumarið er í hámarki og þökkum við öllum þeim sem leggja hönd á plóg. Biðjum fyrir sumrinu, börnunum og starfsfólki.

Þegar skráning fer af stað er mikil stemning í loftinu og vinsælustu flokkarnir eru fljótir að fyllast. Á skráningardegi koma sjálfboðaliðar félagsins starfsmönnum til bjargar og aðstoða við skráningu. Við þökkum þeim kærlega fyrir það. 9


Þórunn Arnardóttir, stjórnarmaður í KFUM og KFUK á Íslandi.

Stjórnarpistill

Gott vor í KFUK og KFUM Við höfum fengið fallegt vor í ár. Vorið er reyndar alltaf fallegt en í ár hefur ískaldur norðanvindur látið okkur Sunnlendingana í friði. Prímúlur og páskaliljur brosa móti okkur ósköðuð af næturfrostum, þurrki og vindstreng. Blómatími og notaleg tilbreyting frá hinu hefðbundna gluggaveðri. Vorið er tími fullur af eftirvæntingu, kitli í magann, von og þrá. Og vorið er líka tími söknuðar þegar leiðir skilja, t.d. þegar áfanga er náð í námi, depurðar yfir markmiðum sem ekki náðust, þreytu eftir erfiðleika og skammdegisónot. Æskulýðsstarfið vinnur nú að stefnumótun. Enginn vinna minnir meira á vorið eða á jafnmikla samsvörun við það sem gerist í náttúrunni á árstíðaskiptum. Við horfum til hins liðna, skoðum samtímann og setjum okkur stefnumið; endurskoðum, plægjum og sáum. Þegar horft er til hins liðna er okkur gjarnt á að benda á blómatímann þegar allt var betra. Vissulega er rétt að þátttaka í æskulýðsstarfinu hefur fyrr á tímum náð hærri hæðum og vandamálin sem við glímum við í dag eru önnur en þá voru. En blómatíminn sem var, er bara annar blómatími. Blómatíminn okkar er NÚNA. Það er blómatími þegar ungt fólk kemur saman til að ræða framtíðarsýn félagsins og það brennur á þeim að börn fái að upplifa þau lífsgæði að kynnast Jesú. Það er milt og gott vor í KFUK og KFUM. Þórunn Arnardóttir

Karlakór KFUM var með velheppnaða tónleika fimmtudaginn 1. maí sl. í Grensáskirkju undir yfirskriftinni: Sveinar kátir, syngið! Stjórnandi kórsins var Laufey G. Geirlaugsdóttir meðleikarar Ásta Haraldsdóttir á flygil, Ingi Gunnar Jóhannsson á gítar og Gylfi Guðlaugsson á bassa. 10

Sjálfboðaliðinn Nafn: Anna Magnúsdóttir Aldur: 44 ára Hvar hefur þú starfað innan KFUM og KFUK? Í barna- og unglingadeildum í Hafnarfirði, Friðrikskapellu og lengst af í neðra Breiðholti. Í barna- og fjölskyldustarfi á Holtavegi, í stjórn Vindáshlíðar og nú síðast í AD-nefnd. Hver er atvinna þín? Tannlæknir.

Anna Magnúsdóttir

Hvenær byrjaðir þú í KFUM og KFUK? Ég smyglaði mér með stóru systur minni á yngri deildar fundi þegar ég var enn undir „lögaldri“. Getur þú deilt með okkur einni góðri minningu úr starfi félagsins? Það er af mörgu að taka. Við fórum oft í skemmtilegar óvissuferðir með unglingadeildinni í Breiðholti. Krakkarnir höfðu bréfpoka á hausnum í rútunni og svindluðu ekkert. Við fórum t.d. upp í Hallgrímskirkjuturn (enn með hauspokana á) og krakkarnir vissu ekki hvaðan á þau stóð veðrið þegar þau komu út úr lyftunni uppi og fundu vindinn blása svo þau virtust ennþá vera úti. Sum héldu að lyftan væri gámur. Svo hringdu kirkjuklukkurnar! Hver er eftirlætis ritningarstaður þinn? Ég nefni bara fermingarversið mitt, Sálm. 37: 4-5. Mér finnst það ennþá flottara í nýju þýðingunni! „Njót gleði í Drottni, þá veitir hann

þér það sem hjarta þitt þráir. Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Getur þú gefið lesendum gott ráð? Já, Sálm 37:4-5!! Líka ráðlegg ég öllum að vera með í einhverju sjálfboðastarfi í félögunum, en ekki bíða eftir að það gefist meiri tími til þess seinna! Hvað hefur leiðtogastarfið gefið/gert fyrir þig? Það hefur gefið gleði, tilgang og dýrmæta reynslu og ég hef kynnst mörgu frábæru fólki. Eins þegar maður þarf t.d. að undibúa hugleiðingar fyrir unglinga þá kemst maður ekki hjá því að íhuga textann sjálfur, þannig verður þetta trúaruppbygging í leiðinni.

Hvað er rafmynt og af hverju söfnuðu Skógarmenn henni? Þegar þetta blað kemur út eru næstum tveir mánuðir síðan rafmyntsöfnun Vatnaskógar fór af stað. Flestir spyrja enn augljósu spurningarinnar: „Hvað er rafmynt?.“ Það þyrfti sennilega að nýta allar síður blaðsins til að svara þeirri spurninga til hlítar. Það þarf að koma inn á þætti sem varða grunnhugmyndir um peningakerfi, almennt upplýsingaöryggi og stærðfræðilega útreikninga sem eru nauðsynlegir til að tryggja öryggi rafmyntar. Hér eftir skulum við samt líta á rafmynt sem hvern annan gjaldmiðil. Á aðalfundi Skógarmanna hófust menn handa við að safna Auroracoin. Auroracoin er rafmynt

sem allir Íslendingar sem kæra sig um geta sótt á auroracoin.org. Hilmar Jónsson og Páll Ágúst Þórarinsson stóðu fyrir söfnuninni en 28 manns tóku þátt og gáfu sinn skammt beint til Vatnaskógar. Þannig söfnuðust næstum þúsund aurar í rafmynt sem hægt var að nota til að kaupa bát. Nú, næstum tveimur mánuðum síðar, er kominn bátur upp í Vatnaskóg sem var borgað fyrir með Auroracoin rafmynt sem gefin var af félagsmönnum. Báturinn ber fimm til sjö stóra stráka og mun vonandi endast næstu tuttugu árin á Eyrarvatni. Enn er hægt að gefa í söfnunina en þegar þetta er skrifað þarf um 150 skammta af Auroracoin til að kaupa annan bát.


Sumarbúðastarfsfólk fjölmennti á Verndum þau námskeið Fjölmennt Verndum þau námskeið var haldið í húsi KFUM og KFUK miðvikudaginn 30. apríl síðastliðinn þegar yfir 50 starfsmenn sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK komu saman til fræðslu. Námskeiðið Verndum þau fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi eða vanrækslu gegn börnum. Ólöf Ásta Farestveit forstöðumaður Barnahúss kenndi á námskeiðinu, en námskeiðið er skyldunámskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða KFUM og KFUK. Með námskeiðinu vill félagið koma skýrum skilaboðum á framfæri til starfsmanna sinna um að ekkert ofbeldi er liðið í starfi KFUM og KFUK.

Á hverju sumri er boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá fyrir börn og unglinga í sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi. Starfsmenn sumarbúðanna sækja námskeið í upphafi sumars þar sem meðal annars er farið yfir mál sem snúa að öryggi og velferð þátttakenda, fræðsluefni kynnt og kenndir nýir leikir.

Öryggi og velferð barna í brennidepli á starfsmannanámskeiði sumarbúðanna Starfsmannanámskeið sumarbúðanna fór fram dagana 28.-30. maí í Vatnaskógi. Á námskeiðinu var farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að starfi sumarbúða og má nefna, skyndihjálp, brunavarnir, öryggismál, hreinlæti, hugleiðingagerð, barnavernd, leikjafræði og fleira. Hlutverk starfsmanna sumarbúða og leikjanámskeiða KFUM og KFUK er víðtækt og mikilvægt að vel sé vandað til undirbúnings.

Hugleiðing Það var veisludagur í Vatnaskógi fyrir um 20 árum. Það hringdi maður og var að biðja um leyfi til að fá að koma með Magnea aldraðan og veikan föður Sverrisdóttir djákni i heimsókn í Skóginn. Ég bauð þá auðvitað velkomna, en eftir að ég lagði á hugsaði ég nú með mér að þeir gætu ekki mætt á verri tíma. Það yrði skiptidagur á morgun, nýr flokkur að koma og það þyrfti að skipta á öllum rúmum og þrífa allt hátt og lágt. En þessu var ekki breytt og daginn eftir komu þeir feðgar í heimsókn. Að hitta þennan gamla mann breytti afstöðu minni gagnvart mikilvægi sumarbúðastarfs. Ég bauð

Þá hafa starfsmenn þegar sótt námskeiðið Verndum þau sem byggir á samnefndri bók og miðar að því að fræða um hvernig bregðast skuli við grun um vanrækslu eða ofbeldi. KFUM og KFUK á Íslandi vill leitast við að hafa á að skipa hæfu og góðu starfsfólki sem með alúð og vandvirkni sinnir þeim fjölmörgu börnum sem dvelja í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins ár hvert.

þeim kaffi og gekk með þeim út í Lindarrjóður. Þessi gamli maður hafði verið eina viku í sumarbúðum og gist í tjöldum í Lindarrjóðri á fyrstu starfsárum sr. Friðriks u.þ.b. 70 árum áður. Þarna stóð hann í rjóðrinu og sagði að þetta væri það eina sem hann ætti eftir að gera – að koma hingað aftur, hérna breyttist líf mitt, hérna kynntist ég Guði. Þessi gamli maður, sem var orðinn mjög veikur, bjó úti á landi og var í sinni síðustu ferð til Reykjavíkur og þetta var það sem hann vildi gera, koma aftur í Vatnaskóg. Hvert einasta barn sem kemur í sumarbúðir KFUM og KFUK er ómetanlega dýrmæt sköpun Guðs og það er staðföst trú okkar sem stöndum að sumarbúðastarfi KFUM og KFUK að það að eignast trú á Jesú Krist sé dýrmætasta gjöf sem hægt sé að gefa nokkurri manneskju. Þessi

Börnin fá skilaboð í sumar um að þau séu dýrmætar manneskjur KFUM og KFUK gefur út á hverju ári fræðsluefni til notkunar í sumarstarfi félagins. Inntak fræðslunnar í ár snýr að grundvallaratriðum kristinnar trúar og áhersla lögð á að kynna börnunum þau fjölmörgu tákn sem finna má í samfélaginu og tengjast trúarlífi fólks með einum eða öðrum hætti. Fræðsluefnið byggir á Biblíunni og fá börnin tækifæri til að fletta upp í Nýja Testamentinu og læra að nota það. Markmiðið með fræðslunni er að börnin fái þau skilaboð að þau séu dýrmæt sköpun Guðs og að Guð sé með þeim í hverju því verkefni sem lífið færir þeim.

gamli maður hafði eignast þessa dýrmætu gjöf í sumarbúðunum. Það var þakklát ráðskona sem kvaddi gamla manninn. Hann hafði gefið mér ómetanlega áminningu um að faglegt kristilegt sumarbúðastarf á Íslandi skiptir miklu máli. Þennan dag voru hreinu lökin aðeins of sein á rúmin og maturinn var í seinna fallinu, en það var allt í lagi. Ég var þakklát fyrir að fá að vera örlítill hluti í því tannhjóli sem sumarbúðastarf KFUM og KFUK er og með því boða trú á lifandi Jesú Krist sem á svo sannarlega erindi til nútímafólks.

„Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki.“ Lúk. 18:16

Magnea Sverrisdóttir djákni 11


Leiðtogar eru sjálfboðaliðar í vetrastarfi félagsins en koma svo yfirleitt að vinna í sumarbúðum okkar yfir sumartímann og kallast þá foringjar. Hér má sjá hressan hóp leiðtoga útdeila veitingum á brennómóti yngri deilda.

Söng- og hæfileikasýning barnanna vekur mikla kátínu og sumir jafnvel búnir að æfa sig vel og lengi fyrir sýninguna á Sæludögum.

Sæludagar 2014 Um verslunarmannahelgina, dagana 31. júlí - 4. ágúst verða að venju Sæludagar í Vatnaskógi sem er vímulaus fjölskylduhátíð og er skemmtilegur valkostur um þessa vinsælu ferðahelgi. Athugið að svæðið opnar fimmtudagskvöldið 31. júlí.

söng- og hæfileikasýning barnanna, lofgjörðarstund og margt fleira. Auk þess verða Gospelsmiðjur fyrir fullorðna og börn.

Á Sæludögum er lögð áhersla á að allir aldurshópar skemmti sér, og meðal þess sem verður í boði þessa helgi er ýmis fræðsla og kynningar fyrir fullorðna, tónleikar, Café Lindarrjóður, bænastundir í Kapellunni, kvöldvökur, unglingadagskrá, vatnafjör, fjölskyldubingó, kassabílarallý, knattspyrna, grillveisla, tónleikar, harmónikkufjör, biblíulestur,

Á staðnum verða leiktæki, nýir glæsilegir hoppukastalar, bátaúrval og frábær aðstaða Vatnaskógar. Allar nánari upplýsingar um Sæludaga veitir starfsfólk Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK í síma 588-8899 og dagskrá mun einnig birtast á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is. Verið hjartanlega velkomin á Sæludaga um verslunarmannahelgina!

Kæra félagsfólk og aðrir velunnarar KFUM og KFUK á Íslandi Eins og fram kemur í pistli Gyðu framkvæmdastjóra félagsins hér í blaðinu sagði hún starfi sínu lausu í lok apríl og gerir ráð fyrir að hætta störfum 1. ágúst næstkomandi. Hún hefur þjónað KFUM og KFUK á Íslandi í rúm átta ár og Landsambandi KFUM og KFUK í sex ár þar á undan. Hún velur nú að stíga til hliðar bæði sátt og þakklát fyrir gefandi tíma. Ég vil nota tækifærið hér og þakka Gyðu fyrir þjónandi forystu og trúmennsku í starfi öll þessi ár og bið Guð að blessa hana í nýjum verkefnum. Með góðum kveðjum, Auður Pálsdóttir Formaður stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi

12

Kaffisölur sumarbúðanna byrja og enda frábært sumar Á hverju ári eru kaffisölur hjá öllum sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi. Kaffisölurnar eru mikilvæg leið til fjáröflunar fyrir starfið sem á sér stað í sumarbúðunum á hverju sumri. Börn og unglingar njóta á ári hverju dvalar í sumarbúðunum og eignast þar dýrmætar minningar og mikilvægt veganesti fyrir lífið. - Í apríl var opinn dagur í Kaldárseli sem var ígildi kaffisölunnar þetta árið. - Á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl fór kaffisala Skógarmanna fram á Holtavegi 28. - Kaffisala Vindáshlíðar fór fram í Vindáshlíð sunnudaginn 1. júní. - Kaffisala Hólavatns fer fram sunnudaginn 17. ágúst á Hólavatni. - Kaffisala Ölvers fer fram sunnudaginn 24. ágúst í Ölveri. Að fara á kaffisölur sumarbúðanna er tilvalið tækifæri fyrir börnin og foreldrana að koma og kynnast sumarbúðastarfinu saman og njóta ljúffengra kaffiveitinga. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta á þessa viðburði félagsins.

Fréttabréf KFUM og KFUK á Íslandi - 1. tbl. 2014 Ritstjórar: Berglind Ósk Einarsdóttir og Gyða Karlsdóttir Ábyrgðarmaður: Berglind Ósk Einarsdóttir Að blaðinu unnu: Berglind Ósk Einarsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Ársæll Aðalbergsson, Jóhann Þorsteinsson, Petra Eiríksdóttir, Hjördís Rós Jónsdóttir, Þorsteinn Arnórsson, Magnea Sverrisdóttir, Auður Pálsdóttir, Lára Halla Sigurðardóttir, Þórunn Arnardóttir, Anna Magnúsdóttir, María Sighvatsdóttir, Ástríður Jónsdóttir, Brynhildur Bjarnadóttir, Gísli Stefánsson, Hilmar Jónsson, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Þórarinn Björnsson og fleiri. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, Reykjavík. Umbrot: Halldór Elías Guðmundsson. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.