Fréttabréf KFUM og KFUK júní 2013

Page 1

1. tölublað 2013

Fréttabréf KFUM og KFUK

Skemmtilegt og fjölbreytt sumar framundan hjá KFUM og KFUK Í sumarbúðum KFUM og KFUK í sumar verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dvalarflokka fyrir bæði börn og unglinga. Í öllum sumarbúðunum verður boðið upp á ævintýraflokka þar sem áhersla er lögð á óvæntar uppákomur og ævintýri og hafa þeir verið mjög vinsælir undanfarin ár. Listaflokkar verða í Ölveri og á Hólavatni, en þar er lögð áhersla á listsköpun, föndur og handverk. Pjakkaflokkur (fyrir stráka, 6-9 ára) og Krílaflokkur (fyrir stelpur, 6-9 ára) fyrir yngstu kynslóðina verða í Ölveri. Tveir Ungbarnaflokkar

verða í Vindáshlíð og eru þeir fyrir mæður með ung börn að þriggja ára aldri. Í Kaldárseli verður boðið upp á Sirkusleikjanámskeið þar sem börnum gefst kostur á að læra sirkusfræðin af reyndum þjálfurum þar sem sérstök áhersla er á leiki og æfingar í sirkusleiktækjum eins og á einhjólum, stultum, jafnvægisleiktækjum, trúðagríni og öðrum sirkustengdum leikjum. Leikjanámskeið á vegum félagsins verða haldin á þremur stöðum í sumar, í Hjallakirkju, í Reykjanesbæ og í Kaldárseli. Margir aðrir dvalarflokkar eru jafnframt í

boði, en allar upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu KFUM og KFUK, www.kfum. is. Fullt er orðið í nokkra flokka, en hægt er að skrá á biðlista í þá. Velkomið er að leita til Þjónustumiðstöðvar KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í síma 588-8899 ef fyrirspurnir um sumarstarfið vakna. Það má því með sanni segja að skemmtilegt, fjölbreytt og ævintýralegt sumar er framundan í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK.

1


Fylgt úr hlaði

Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK

Gleðilegt sumar kæru lesendur

Fréttabréfs KFUM og KFUK. Sumarið er

skemmtilegur tími. Sumarstarf KFUM og

KFUK er framundan í sumarbúðum og á leikjanámskeiðum félagsins. Mörg okkar

eiga góðar minningar úr sumarbúðunum

þar sem við fengum að dvelja vikulangt með hópi góðra leiðtoga og skemmtilegra félaga, jafnvel sumar eftir sumar. Ég var heppin að

eignast vinkonur sem þekktu starf félagsins og kynntu mig fyrir því þegar ég var á

unglingsaldri. Ég man ennþá unglingaflokkinn í Vindáshlíð sem við tókum þátt í en hann var ævintýralega skemmtilegur og þar lærði ég

margt. Sumarið 2013 býðst börnum að taka þátt í yfir 60 viðburðum á vegum félagsins.

Listaflokkar, ævintýraflokkar, fjölskylduflokkar, gauraflokkur, sirkusnámskeið, leikjanámskeið og þannig mætti lengi telja. Fjölbreytnin er

mikil. Upplýsingar um sumarstarfið má nálgast á heimasíðunni www.kfum.is og www.kfuk.is. Í sumar fögnum við því að 90 ár verða liðin frá því að fyrsti flokkurinn fór í Vatnaskóg.

Það gerum við á veglegri afmælishátíð sem haldin verður um verslunarmannahelgina á

Sæludögum í Vatnaskógi. Greint er frá þessu í blaðinu. Seigla og ósérhlífni sjálfboðaliða í gegnum áratugina hefur gert okkur kleift

að halda úti sumarbúðastarfi í Vatnaskógi

í 90 ár. Fyrir það þökkum við Guði. Hátíðin er öllum opin og hvetjum við félagsfólk og

alla velunnara starfsins til að fagna þessum áfanga með okkur.

Annar stór viðburður verður á vegum

félagsins í sumar, en það er Evrópuhátíð

KFUM sem haldin verður í Prag 4.-10. ágúst. Hátíðin verður ógleymanleg þeim þúsundum ungmenna sem munu taka þátt, en hana

skipuleggur KFUM í Evrópu (YMCA Europe).

Yfir eitt hundrað þátttakendur frá Íslandi verða á hátíðinni og hefur undirbúningur og fjáröflun farið fram í unglingastarfi félagsins í vetur.

Enn er tækifæri til að bætast í hóp þeirra sem fara frá Íslandi. Í blaðinu er nánar greint frá hátíðinni.

KFUM og KFUK býr að langri hefð og reynslu af starfi með börnum og ungmennum, bæði

hér á landi og á alþjóðavísu. Í starfi félagsins samtvinnast á fallegan hátt leikur, gleði og

miðlun trúar og góðra og uppbyggilegra gilda.

Velkomin til þátttöku í starfi KFUM og KFUK á Íslandi í sumar. 2

Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi starfsárið 2013-2014. Fremst frá vinstri: Óskar Birgisson, Anna Elísa Gunnarsdóttir og Gísli Davíð Karlsson. Miðröð: Auður Pálsdóttir, Hreinn Pálsson, Jónína Erna Arnardóttir og Sveinn Valdimarsson. Aftast: Páll Ágúst Ólafsson. Á myndina vantar Þórunni Arnardóttur og Daríu Rudkovu.

Ný stjórn KFUM og KFUK á Íslandi fyrir starfsárið 2013-2014 Á aðalfundi KFUM og KFUK á Íslandi sem Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi starfsárið haldinn var 13. apríl sl. fór fram kjör til stjórnar 2013-2014 skipa eftirtalin og skipta þau þannig KFUM og KFUK á Íslandi. Á fundinum fóru með sér verkum: fram hefðbundin aðalfundarstörf auk þess sem Auður Pálsdóttir, formaður Ungmennaráð KFUM og KFUK kynnti umræður Jónína Erna Arnardóttir, varaformaður frá öðru Landsþingi unga fólksins sem fram Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri fór í Vatnaskógi í febrúar 2013 og alþjóðaráð Anna Elísa Gunnarsdóttir, ritari kynnti öflugt starf ráðsins á starfsárinu. Þá voru Óskar Birgisson, varagjaldkeri samþykkt ný lög fyrir sumarbúðirnar Ölver og Þórunn Arnardóttir, meðstjórnandi eru lögin í sama anda og önnur lög starfsstöðva Páll Ágúst Ólafsson, meðstjórnandi KFUM og KFUK en þau má finna á heimasíðu Gísli Davíð Karlsson, meðstjórnandi félagsins. Að þessu sinni gengu Petrína Mjöll Daría Rudkova, varamaður Jóhannesdóttir, Guðmundur Karl Einarsson, Hreinn Pálsson, varamaður Tinna Rós Steinsdóttir, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson og Perla Magnúsdóttir úr stjórn og voru þeim þökkuð frábær störf í þágu félagsins. Auður Pálsdóttir, sem gegnt hefur embætti formanns KFUM og KFUK á Íslandi síðastliðið ár, var endurkjörin á aðalfundinum. Þau sem komu ný inn í stjórnina að þessu sinni voru þau Gísli Davíð Karlsson, Jónína Erna Arnardóttir, Þórunn Arnardóttir, Daría Rudkova og Ungmennaráð KFUM og KFUK tók þátt í aðalfundi KFUM Hreinn Pálsson. og KFUK á Íslandi og kynnti niðurstöður Landsþings unga fólksins sem fram fór í febrúar, en á þinginu var ályktað um siðareglur og eineltisvarnaráætlun félagsins.


Sjálfboðaliðar í stjórnum starfsstöðva félagsins starfsárið 2013-2014 Aðalfundir allra níu starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi fóru fram nú á vormánuðum. Almenn aðalfundarstörf fóru þar fram og kosið var til nýrrar stjórnar á hverri starfsstöð. Rúmlega 60 einstaklingar eru sjálfboðaliðar í stjórnum starfsstöðva KFUM og KFUK starfsárið 2013-2014. KFUM og KFUK á Íslandi þakkar þeim sem létu af stjórnarstörfum á árinu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Nýtt stjórnarfólk er boðið hjartanlega velkomið til starfa og gleðjumst við yfir því að svo mörg séu tilbúin að taka að sér ábyrgðarstöður í félaginu. Eftirtaldir skipa stjórnir starfsstöðvanna: Stjórn KFUM og KFUK á Akureyri: Katrín Harðardóttir, formaður Brynhildur Bjarnadóttir, gjaldkeri Ragnheiður Harpa Arnardóttir, ritari Sigrún Birna Guðjónsdóttir, varamaður Sandra M. Kristínardóttir, varamaður Stjórn KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum: Guðmundur Örn Jónsson, formaður Hulda Líney Magnúsdóttir, gjaldkeri Sandra Dís Pálsdóttir, ritari Sigríður Kristjánsdóttir, meðstjórnandi Gísli Stefánsson, meðstjórnandi Guðrún Eydís Eyjólfsdóttir, meðstjórnandi Stjórn KFUM og KFUK í Reykjanesbæ: Sigurbjört Kristjánsdóttir, formaður Sveinn Valdimarsson, gjaldkeri Margrét Jóhanna Guðjónsdóttir, ritari Björk Guðnadóttir, meðstjórnandi Erla Guðmundsdóttir, meðstjórnandi Stjórn sumarbúðanna á Hólavatni: Hreinn Andrés Hreinsson, formaður Arnar Yngvason, gjaldkeri Jóhann Þorsteinsson, ritari Anna Elísa Hreiðarsdóttir, meðstjórnandi Þórður Daníelsson, meðstjórnandi Pétur Ragnhildarson, varamaður Jóhanna Sigurjónsdóttir, varamaður Stjórn sumarbúðanna í Kaldárseli: Hreiðar Örn Stefánsson, formaður Jóhanna Sesselja Erludóttir, varaformaður

Jón Grétar Þórsson, gjaldkeri Benedikt Snær Magnússon, ritari Þór Bínó Friðriksson, verkefnastjóri Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, verkefnastjóri Svanur Jónsson, varamaður Stjórn sumarbúðanna í Vatnaskógi: Ólafur Sverrisson, formaður Sigurður Grétar Sigurðsson, varaformaður Páll Hreinsson, gjaldkeri Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari Páll Skaftason, varagjaldkeri Salvar Geir Guðgeirsson, vararitari Davíð Sveinbjörnsson, meðstjórnandi Ingi Erlingsson, varamaður Sigurður Pétursson, varamaður Stjórn sumarbúðanna í Vindáshlíð: Guðrún Nína Petersen, formaður Jessica Leigh Andrésdóttir, varaformaður Ásta Björg Þorbjörnsdóttir, gjaldkeri* Rúna Þráinsdóttir, ritari Gerður Rós Ásgeirsdóttir, varagjaldkeri Guðný Einarsdóttir, vararitari Hanna Lára Baldvinsdóttir, kynningar- og upplýsingafulltrúi Stjórn sumarbúðanna í Ölveri: Anna Guðný Hallgrímsdóttir, formaður Kristján S. Sigurðsson, gjaldkeri Þóra Jenný Benonýsdóttir, ritari Guðni Már Harðarson, meðstjórnandi Þóra Björg Sigurðardóttir, meðstjórnandi* Erla Björg Káradóttir, varamaður Hafsteinn Kjartansson, varamaður Stjórn Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK: Magnús Fjalar Guðmundsson, formaður Edda Björk Skúladóttir, ritari Anna Kristín Guðmundsdóttir, gjaldkeri* Guðmundur Ingi Leifsson, meðstjórnandi Einar Helgi Ragnarsson, fulltrúi foreldra Fjölnir Guðmundsson, varamaður Nína Björk Þórsdóttir, varamaður *Fulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi í stjórn viðkomandi starfsstöðvar

Viðburðadagatal Júní - 2. Kaffisala Vindáshlíðar - 4. Sumarstarf Vatnaskógar hefst: Gauraflokkur - 6. Sumarstarf Hólavatns hefst: Frumkvöðlaflokkur - 7. Sumarstarf Ölvers hefst: Pjakkaflokkur - 10. Sumarstarf Vindáshlíðar hefst: 1. stúlknaflokkur - 10. Leikjanámskeið í Hjallakirkju í Kópavogi hefjast - 10. Leikjanámskeið í Reykjanesbæ hefjast - 18. Sumarstarf Kaldársels hefst: „Stelpur í stuði“ Júlí - 1. Leikskólinn Vinagarður lokar vegna sumarleyfa - 8. Sirkusleikjanámskeið í Kaldárseli - 12.-14. Fjölskylduhelgi í Vatnaskógi - 15. Sirkusleikjanámskeið í Kaldárseli Ágúst - 1. Leikskólinn Vinagarður opnar eftir sumarleyfi - 1.- 5. Sæludagar í Vatnaskógi - 4.-10. Evrópuhátíð KFUM í Prag - 18. Kaffisala Hólavatns - 22.-23. Vindáshlíð: Fyrri ungbarnaflokkur fyrir 0 til 1 árs - 24.-26. Vindáshlíð: Seinni ungbarnaflokkur fyrir 1 til 3 ára - 25. Kaffisala Ölvers kl. 14-17 - 30. ágúst - 1. september: Kvennaflokkur í Vindáshlíð - 30. ágúst - 1. september: Feðgaflokkur í Vatnaskógi September - 6.-8. Feðgaflokkur í Vatnaskógi - 9. Vetrarstarf í æskulýðsdeildum hefst - 13.-15. Heilsudagar karla í Vatnaskógi - 20.-22. Mæðgnaflokkur í Vindáshlíð

Hægt er að fylgjast með starfinu í sumarbúðunum í sumar á www.kfum.is. Nýjar fréttir og myndir settar inn daglega. 3


Fróðleg og skemmtileg leiðtogahelgi í Vatnaskógi Leiðtogahelgi KFUM og KFUK var haldin í Vatnaskógi dagana 25.-27. janúar og tóku rúmlega 50 leiðtogar á öllum aldri þátt í helginni. Boðið var upp á fræðslu fyrir ungleiðtoga, sem eru að stíga sín fyrstu spor sem sjálfboðaliðar í deildastarfi KFUM og KFUK, auk þess var boðið upp á fræðslu fyrir reyndari leiðtoga og forstöðufólk. Á námskeiðinu var að venju lögð áhersla á grundvallaratriði alls KFUM og KFUK starfs og fengu þátttakendur greinargóða fræðslu um Biblíuna, kristna trú og KFUM og KFUK. Að auki var lögð áhersla á sjálfboðaliðann í starfi KFUM og KFUK, leiðtogauppeldi, tungutak trúarinnar, framsögn og tjáningu. Umsjónarfólk fræðslunnar var starfsfólk æskulýðssviðs KFUM og KFUK. Þakklætisvottur til allra þátttakenda Jól í skókassa frá börnunum í Kirovograd.

Höldur gefur börnum á Hólavatni sumargjöf

Töf á tollafgreiðslu lokið - skókassarnir komnir í hendur barnanna

Í sumar munu börn á Hólavatni njóta bílanna frá Heldi ehf.

Það er gömul og góð íslensk hefð að gefa sumargjafir og Bílaleiga Akureyrar – Höldur ehf. lét sitt ekki eftir liggja á sumardaginn fyrsta þegar Steingrímur Birgisson forstjóri færði sumarbúðum KFUM og KFUK á Hólavatni þrjá nýja hjólabíla að gjöf. Jóhann Þorsteinsson, starfsmaður KFUM og KFUK á Norðurlandi veitti bílunum viðtöku og þakkaði kærlega stuðninginn fyrir hönd barnanna á Hólavatni. Í sumar bætist því við enn ein nýjungin á Hólavatni og verður gaman að sjá hvernig bílarnir reynast en framtíðardraumur er að útbúa sérstaka braut fyrir bílana.

4

Kæru vinir og velunnarar Jól í skókassa. Þær gleðilegu fréttir bárust á vordögum að yfirvöld í Úkraínu samþykktu loks innihald beggja gámanna frá Jól í skókassa sem mannúðarhjálp, sem þýðir að hinni löngu töf á tollafgreiðslu gámanna er lokið! Í byrjun maí fékkst svo leyfi fyrir því að rjúfa innsiglið á vörugeymslunni, þar sem kassarnir voru í geymslu frá áramótum. Það voru fulltrúar okkar í Úkraínu, með föður Evheniy í broddi fylkingar, sem gengu strax í það verk að dreifa skókössunum til barnanna og svo gleðilega vildi til að fyrstu helgina í maí voru páskarnir haldnir hátíðlegir í Úkraínu. Við erum náttúrulega himinlifandi yfir þessum gleðitíðindum.

Því miður varði þessi töf miklu lengur en okkur sem stöndum að verkefninu óraði fyrir. Í raun var allt í baklás síðan ný stjórnvöld tóku við völdum í Úkraínu í desember sl. þar til í vor. Þrátt fyrir mikinn þrýsting heimamanna á okkar vegum, utanríkisráðuneytisins á Íslandi og ræðismanns Íslands í Kænugarði dróst þetta meira en góðu hófi gegnir. Því miður er skriffinnskan og stjórnvaldskerfið hjá þeim miklu svifaseinna en við eigum að venjast. Við sem stöndum að Jól í skókassa verkefninu viljum líka taka það fram að okkur þykir mjög leitt hvernig málin þróuðust síðustu mánuði. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir okkur líka. Síðan fyrstu gjafirnar voru sendar til Úkraínu árið 2004 höfum við aldrei lent í viðlíka veseni. Það er von okkar og trú að þetta sé algjört undantekningartilfelli. Jafnframt skal það skýrt tekið fram að gjafirnar komust til skila, það er alveg á hreinu! Það má því með sanni segja að gjafirnar í ár séu því „Páskar í skókassa“. Fyrir hönd Jól í skókassa, Salvar Geir Guðgeirsson

Faðir Evheniy færir stúlku gjöf.


Spennandi sirkusleikjanámskeið í Kaldársel Sú nýbreytni verður tekin upp í Kaldárseli í sumar að bjóða upp á sirkus-leikjanámskeið. Hugmyndina má rekja til samstarfs sem hófst við Tommy Hardam stofnanda Cirkus FlikFlak á norrænu KFUM og KFUK móti sumarið 1979. Sirkusinn hefur komið í tvær heimsóknir til Íslands síðan þá og sýndi þá listir sínar víða um land. Einnig hafa unglingar úr unglingastarfi

KFUM og KFUK farið í æfingabúðir til sirkussins. Í sumar kemur sirkusinn til landsins í þriðja sinn og mun sýna meðal annars á Húsavík, Akureyri, Sauðárkróki, Snæfellsbæ og Mosfellsbæ. Líklegt er að hann haldi einnig sýningar í Reykjavík. Í heimsókn sirkussins í ár gefst starfsfólki Kaldársels tækifæri til að læra sirkusfræðin af reyndum þjálfurum. Í framhaldi af heimsókn hópsins verða sérstök SIRKUSNÁMSKEIÐ með leikjaformi í sumarbúðunum í Kaldárseli í júlí. Á námskeiðunum fer fram hefðbundin sumarbúðadagskrá að öðru leyti en því að börnin gista ekki, heldur eru þau sótt í lok dags og koma aftur daginn eftir. Á námskeiðunum er lögð áhersla á vináttu, kærleika og virðingu barnanna hvert fyrir öðru. Dagskráin er fjölbreytt m.a. leikir, útivist, stuttar ferðir um nágrennið og fræðsla um lífið og tilveruna út frá kristilegu sjónarmiði. Sérstök

áhersla er á leiki og æfingar í sirkusleiktækjum s.s. einhjólum, stultum, jafnvægisleiktækjum, trúðagríni og öðrum sirkustengdum leikjum. Sirkusnámskeiðin eru fyrir tvo aldurshópa og verða sem hér segir í Kaldárseli: - Sirkus - leikjanámskeið /stelpur og strákar, 08.07.2013-12.07.2013 fyrir 6-9 ára. - Sirkus - leikjanámskeið /stelpur og strákar, 15.07.2013-19.07.2013 fyrir börn 9-12 ára

Mikil gleði í vorferðum yngri deildanna

Dagana 19. – 20. apríl síðastliðinn fóru um 160 börn á aldrinum 9-12 ára í vorferðir yngri deilda KFUM og KFUK. Farið var í Vatnaskóg og á Hólavatn. Ferðirnar mörkuðu lok vetrarstarfs KFUM og KFUK í deildastarfinu. Veturinn hefur verið spennandi og lærdómsríkur og fullur af fræðslu, skemmtun og samveru. Í Vatnaskóg fóru deildir úr Reykjavík, Kópavogi, Keflavík, Grindavík, Njarðvík,

Hveragerði og úr Borgarnesi, en á Hólavatn fóru börn frá Akureyri. Dagskráin var þétt og má þar nefna, brjóstsykursgerð, orrustufjör, íþróttir, spil, fræðslu, leikrit, kvöldvöku, Guðs orð, söng, útiveru og síðast en ekki síst ævintýraratleik. Það voru glaðir krakkar sem tóku þátt í þessu móti enda yfirskrift þess „Fögnum og verum glöð.“

5


Vaskir feður grilla á vorhátíð leikskólans.

Ánægjulegur dagur á Opnu húsi Vinagarðs Laugardaginn 11. maí var opið hús í Vinagarði og jafnframt var haldin vorhátíð foreldrafélagsins. Yfir 300 manns sóttu leikskólann heim í sólríku og góðu veðri. Vinna barnanna frá vetrinum ásamt gullnum setningum þeirra frá því í vetur var til sýnis og starfsfólk leikskólans tók á móti gestum og gangandi. Úti við var hoppukastali og vaskir feður sáu um að grilla og buðu upp á pylsur og kjötspjót. Foreldrar settu upp basar og seldu kökur og sultur ásamt öðru skemmtilegu handverki til fjáröflunar fyrir starfið með börnunum. Dagurinn var einstaklega ánægjulegur og allir gátu notið sín vel.

Bakvarðasveit KFUM og KFUK gefur sumarbúðadvöl Um jólin var hrint í framkvæmd verkefninu Bakvarðasveit yngri deilda KFUM og KFUK og var markmiðið að safna fé til þess að geta veitt sumarbúðadvöl í verðlaun fyrir góða mætingu í deildastarfi félagsins. Í vor fengu 15 börn dvöl í sumarbúðum félagsins í vinning fyrir góða ástundun í vetur. Nokkrir einstaklingar og fyrirtæki tóku þátt og gáfu fé til verkefnisins. Færum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn og biðjum þeim blessunar Guðs. Ekki náðist að safna að öllu leyti fyrir þeim kostnaði sem þetta hefur í för með sér en vonir standa til að þeim markmiðum verði náð fyrir sumarið. Ef þú hefur tök á að styðja við verkefnið er reikningsnúmerið 117-26-6901 og kt. 6901690889, en einnig er hægt að hafa samband við Þorstein Arnórsson fjármálastjóra félagsins á thorsteinn@kfum.is.

6

Þátttakendur á námskeiði YES-hópsins sem er vettvangur fyrir ungt fólk innan KFUM í Evrópu.

Öflugar, ungar konur fulltrúar félagsins á aðalfundi KFUM í Evrópu.

Daría, Perla og Tinna Rós segja frá þátttöku sinni á aðalfundi KFUM í Evrópu sem fram fór í Manchester í maí: Dagana 6.-12. maí vorum við Daría Rudkova, „Healthy Living“ eða Heilbrigður lífsmáti og var Perla Magnúsdóttir og Tinna Rós Steinsdóttir fræðsluefnið í anda yfirskriftarinnar, en náði þó staddar á árlegu námskeiði YES-hópsins sem mun víðar. Á þinginu fengum við að kynnast er hópur fyrir ungt fólk innan KFUM í Evrópu. Í hvernig KFUM starfar um alla Evrópu. Mikill kjölfar námskeiðsins tókum við þátt í aðalfundi áhugi er fyrir því að vinna betur sem ein heild, KFUM í Evrópu. Hvort tveggja var haldið í og er sú líking mikið notuð að KFUM sé í raun miðbæ Manchester í Englandi og voru gleðin feiki stór risi sem sefur. Nú er aðal spurningin og margbreytileikinn svo sannarlega við völd. Á sú hvernig vekja eigi risann, því við sem YES námskeiðinu komu saman 49 ungmenni stærsta ungmennahreyfing í heiminum getum allstaðar að úr Evrópu sem öll höfðu það að vissulega gert áhrifamikla og spennandi hluti ef leiðarljósi að hvetja ungt fólk til þess að hafa haldið er rétt á spilunum. áhrif í nærsamfélagi sínu, sem og á stærri Við uppskárum mikinn lærdóm eftir að hafa skala. varið vikunni í Manchester og ljóst er að við Það var hreint magnað að upplifa áhugann, höfum aukið víðsýni okkar og hugmyndir. Við metnaðinn og spenninginn sem myndaðist erum spenntar að koma með þessar hugmyndir þegar við komum öll saman og gáfum hvort inn í gæðafélagið KFUM og KFUK á Íslandi, öðru innblástur og skiptumst á reynslusögum og við teljum mikilvægt að við sem virkir og leyfðum hugmyndunum að flæða. félagsmenn spyrjum okkur reglulega: Hvað get Leiðtogaþjálfun var einnig til staðar á ég gert fyrir KFUM og KFUK? námskeiðinu og mikil áhersla var lögð á sköpun tengslanets á milli ungs fólks í Evrópu, sem öll hafa það sameiginlegt að vilja styðja við bakið á ungu fólki. „Change Agents“ voru með á námskeiðinu, en það eru ungir breytingarfulltrúar víðs vegar frá Evrópu sem vinna markvisst að því að gera heiminn að betri stað. „Change Agent“ er eins og hálfs árs verkefni á vegum Heimssambands KFUM og fulltrúar Íslands í verkefninu eru þau Daria Perla Magnúsdóttir, Tinna Rós Steinsdóttir og Daria Rudkova, Rudkova og Daníel Bergmann. fulltrúar Íslands á aðalfundi KFUM í Evrópu. Yfirskriftin á aðalfundinum var


Mikil stemmning í hópnum sem fer á Evrópuhátíðina í Prag Frá Hákoni Arnari Jónssyni, verkefnastjóra Já, nú er undirbúningur fyrir Evrópuhátíðina í Prag í fullum gangi. Hátíðin verður haldin 4.10. ágúst og er því aldeilis farið að styttast í hana og eftirvæntingin mikil. Búist er við góðri þátttöku og verður vafalaust mikil stemning og mikið fjör á hátíðinni. Rúmlega 100 manns eru skráðir frá Íslandi og ætlar íslenski hópurinn ekki að láta sitt eftir liggja og bjóða upp á ýmislegt. Til dæmis verður hægt að vera með kynningarbás á svæðinu og ætlum við Íslendingar að vera með einn slíkan þar sem við munum kynna starf KFUM og KFUK á Íslandi og bjóða upp á ýmislegt spennandi sem tengist Íslandi. Síðan verða á hátíðinni alls konar smiðjur (workshops) sem fólk getur prófað og tekið þátt í. Við frá Íslandi reiknum með að bjóða uppá 7 slíkar smiðjur og eru þær eftirfarandi: - Bags of joy (Öskupokagerð) – Búnir eru til öskupokar og í þá sett lítil skilaboð, t.d. vers úr Biblíunni eða einhver falleg og skemmtileg skilaboð. Síðan á viðkomandi að hengja pokann á einhvern ókunnugan aðila og sá aðili fær gott veganesti eða falleg skilaboð fyrir daginn. - Friendship-bracelet (Vinabandagerð) – Búin eru til vinabönd sem hægt verður að gefa hverjum sem er. - Zumba (Zúmba) – Zúmba er skemmtileg hópleikfimi, blanda af alls konar skemmtilegum líkamsæfingum sem allir geta tekið þátt í.

- Laughter Yoga (Hlátur-Jóga) – Þrælskemmtilegar hláturæfingar. Alltaf rífandi stemming í þessu. - Protect the children (Verndum þau) – „Verndum þau“ kynning. - Walk with Jesus (Jesú-ganga) – Mögnuð upplifun fyrir alla. Bundið er fyrir augun á manni og síðan þarftu að fylgja ákveðnu reipi sem á að tákna Jesú. Á leiðinni þarftu að takast á við ýmislegt en þú mátt aldrei sleppa reipinu því þá lendirðu í ógöngum. - Compass (Kompás) – Kompás námskeið þar sem farið verður í leiki úr Kompásbókinni. Auk alls þessa eigum við Íslendingar svo þrjá fulltrúa í stóra atriðinu sem fram fer á hverju kvöldi á stóra sviðinu þar sem allir þátttakendur

koma saman þannig að við verðum svo sannarlega áberandi á hátíðinni. Haldinn var svokallaður Prag-fundur fimmtudaginn 23. maí þar sem dágóður hluti af íslensku þátttakendunum kom saman. Farið var yfir allra helstu mál á borð við greiðslur, flug og ýmislegt annað sem brýnt var að fara yfir. Þeir sem ekki komust á fundinn fá þó sendan póst von bráðar um það sem kom fram á fundinum auk þess sem spurningum fundarins verður einnig svarað í þeim pósti. Á næstu vikum verða svo sendir alls kyns upplýsingapóstar sem tengjast Evrópuhátíðinni og verða þeir sendir á þá sem eru á póstlista okkar útaf hátíðinni. Þeir sem vilja skrá sig á póstlistann mega senda tölvupóst á hakon@ kfum.is. Annars er allt í fullum gangi, styttist í þetta og spennan er í hámarki!

Sjálfboðaliðum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK var boðið í hvalaskoðun og grillveislu í vor þegar deildastarfinu lauk í maí. Margir þáðu boðið og mikil stemmning og samkennd ríkti í leiðtogahópnum. Það var fyrirtækið Elding sem styrkti hvalaskoðunarferðina. 7


Karlakór KFUM, undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og við undirleik Ástu Haraldsdóttur söng á tónleikum til styrktar starfi Skógarmanna á fyrsta sumardegi.

Kaffisala og tónleikar Skógarmanna á fyrsta sumardegi Á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl héldu Skógarmenn kaffisölu til styrktar starfinu í Vatnaskógi. Fjölmargir velunnarar Vatnaskógar heimsóttu félagshús KFUM og KFUK við Holtaveg og studdu við starfið og nutu glæsilegra veitinga á þessum degi. Um kvöldið voru tónleikar í Skógarmannakvöldvökustíl þar sem Karlakór KFUM, undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og við undirleik Ástu Haraldsdóttur, buðu upp á skemmtilega dagskrá og fluttu meðal annars nokkur Vatnaskógarlög. Þá fluttu Skógarmennirnir Ingi Gunnar Jóhannsson og Oddur Albertsson einnig nokkur lög við mjög góðar undirtektir tónleikagesta. Skógarmenn KFUM þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum á kaffisölu og tónleikum á sumardaginn fyrsta og styrktu þannig starf Vatnaskógar.

Starfsfólk sumarstarfsins sækir námskeið um öryggi og velferð barna Starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK sækir fjögurra daga langt námskeið á vorin en það er liður í því að undirbúa starfsfólkið sem best undir starf í sumarbúðunum. Þriðjudaginn 16. apríl var fyrsti námskeiðsdagur fyrir starfsfólk sumarbúðanna 2013. Meðal efnis þennan fyrsta dag var fræðsla um félagið okkar KFUM og KFUK, hver við erum, fyrir hvað við stöndum og hvað við boðum. Þá voru kenndir ýmsir leikir sem henta í sumarbúðastarfi bæði inni og úti. Miðvikudaginn 17. apríl var boðið upp á námskeiðið Verndum þau en það byggir á samnefndri bók og fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um vanrækslu eða ofbeldi. Þorbjörg Sveinsdóttir, annar höfundur bókarinnar, fræddi um þetta viðkvæma en mikilvæga efni en hún er jafnframt starfsmaður Barnahúss og hefur mikla reynslu og góða

innsýn inn í þennan málaflokk. Síðar þennan sama dag var komið að Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi að fræða um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála en Kolbrún er höfundur bókarinnar Ekki meir! og byggir ný eineltisvarnaráætlun Æskulýðsvettvangsins á bók hennar. Seinni hluti sumarbúðanámskeiðsins fór fram dagana 28. og 29. maí en þá var aðaláhersla lögð á skyndihjálp og brunavarnir auk þess sem farið var í kynningu á fræðsluefni sumarsins. KFUM og KFUK leggur mikinn metnað í að tryggja öryggi barna í starfi félagsins. Við val á starfsfólki er þess gætt að þar fari vandaðir einstaklingar, með hreina sakarskrá og góðan vitnisburð um fyrri störf. Við gefum skýr skilaboð um að hvers kyns ofbeldi eða einelti verður ekki liðið.

Hátíð vonar - undirbúningur gengur vel Dagana 28.-29. september 2013 fer Hátíð vonar fram í Laugardalshöllinni. Ræðumaður á samkomum hátíðarinnar verður prédikarinn Franklin Graham, sonur Billy Grahams. Tónlistarmaðurinn Michael W. Smith, sem hlotið hefur fjölda tónlistarverðlauna, kemur fram á hátíðinni. Einnig koma fram Dennis Agajanian og hljómsveit Tommy Coomes auk innlendra tónlistarmanna s.s. Óskars Einarssonar og fleiri. Allir eru velkomnir á samkomur Hátíðar vonar og hvattir til að bjóða með sér vinum og nágrönnum til að hlýða á boðskapinn um kærleika og fyrirgefningu Guðs. Undirbúningur hátíðarinnar er í fullum gangi og tekur KFUM og KFUK þátt í þeirri vinnu. Liður 8

í undirbúningi hátíðarinnar eru námskeiðin Kristið líf og vitnisburður, sem fara fram víða um land. Eitt námskeið hefur verið haldið fyrir ungt fólk í húsi KFUM og KFUK með þátttöku um 85 ungmenna. Þetta námskeið er sniðið fyrir þá sem vilja taka þátt í undirbúningi fyrir Hátíð vonar. Áherslan á námskeiðinu er að efla trúarlíf hvers og eins og hjálpa fólki að tala við aðra um trú sína. Reynslan sýnir að þátttaka í þessu námskeiði skilar virkara safnaðarlífi í kirkjum. Auk námskeiðanna er lögð áhersla á svo kallaða Áætlun Andrésar, sem er kristniboð byggt á sögunni um lærisveininn Andrés (Jóh. 1.41 - 42) . Áætlunin gengur út á það að boða trúna á Jesú með persónulegum hætti og sannri

framsetningu á fagnaðarerindinu. Það er gert með því að vera kristniboði í nærumhverfi sínu, því þar er kristniboðsakur okkar. Það geta allir tekið þátt í Áætlun Andrésar. Frekari upplýsingar um námskeiðin Kristið líf og vitnisburður og Áætlun Andrésar er að finna á vefsíðu Hátíðar vonar, www.hatidvonar.is. Á Sæludögum í Vatnaskógi verður boðið upp á námskeiðið Kristið líf og vitnisburður. Við hvetjum félagsfólk til að fylgjast með undirbúningi hátíðarinnar á vefsíðunni og að taka þátt í undirbúningi hennar eins og kostur er.


Skálholt skartar sínu fegursta. Við komuna í Skálholt tók regnboginn, tákn sáttar, á móti félögum í AD deildum KFUM og KFUK.

Vel heppnað vorferðalag AD deilda í Skálholt Sameiginleg vorferð AD deilda KFUM og KFUK var farin í Skálholt þriðjudaginn 23. apríl sl. Veður var yndislegt og staðurinn skartaði sínu fegursta. Séra Egill Hallgrímsson tók á móti hópnum og bauð gesti velkomna, síðan var gengið til ljúffengs kvöldverðar í Skálholtsskóla. Að honum loknum var Þorláksbúð skoðuð undir leiðsögn Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara. Gott var að anda að sér hlýlegu andrúmslofti Þorláksbúðar, fræðast um sögu staðarins, biskupa og húsakost á fyrri tíð. Úr Þorláksbúð var gengið til Skálholtskirkju til þess að taka þátt í helgistund sem sr. Egill annaðist. Kvöldinu lauk með kvöldkaffi í Skálholtsskóla þar sem ferðalangar áttu notalegt spjall eftir upplifun kvöldsins. Að baki var vel heppnað kvöldferðalag í Skálholt sem sameinaði fræðslu, helgi og gott samfélag. Yfir fimmtíu manns tóku þátt í vorferðinni að þessu sinni. Er AD nefndum vetrarins þakkað þeirra óeigingjarna starf við skipulag og framkvæmd AD fundanna í vetur.

Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari, fræðir gesti um Þorláksbúð og sögu Skálholtsstaðar.

Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK. Í vinnslu er samningur á milli KFUM og KFUK og Landsbókasafns, Háskólabókasafns, um afhendingu handritagagna sr. Friðriks.

Handritagögn sr. Friðriks Friðrikssonar til varðveislu í Landsbókasafni Í minningarstofu um sr. Friðrik Friðriksson, sem staðsett er í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi, er varðveitt mjög merkilegt handritasafn i 169 öskjum, sem hefur að geyma bréf, ræður, erindi og sálma sr. Friðriks. Safnið geymir sögu KFUM og KFUK og raunar sögu æskulýðsstarfs á Íslandi í upphafi 20. aldarinnar, en út frá félaginu spruttu greinar innan félagsstarfsins eins og íþróttastarf Vals og Hauka og skátastarf. Til þess að tryggja betur varðveislu þessara merku menningarverðmæta hefur stjórn KFUM og KFUK á Íslandi samþykkt að afhenda handritagögn sr. Friðriks Friðrikssonar til eignar og varðveislu í handritasafni Landsbókasafns, Háskólabókasafni. Félagið fær afrit af handritagögnunum og verða þau geymd í upprunalegu öskjunum í minningarstofunni þar sem frumritin voru áður. Í vinnslu er samningur á milli KFUM og KFUK og Landsbókasafns, Háskólabókasafns, um afhendingu gagnanna.

Félagar í AD deildum KFUM og KFUK njóta kvöldstundar í Skálholti.

9


Þakkir fyrir gjafir til félagsins Óskar Birgisson, stjórnarmaður í KFUM og KFUK á Íslandi.

Stjórnarpistill

Ertu ennþá í KFUM? Þessa spurningu fékk ég nýlega þegar ég sagði að ég væri í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi. Ég hef verið að hugsa um þetta? Er ég orðinn of gamall fyrir KFUM og KFUK? Fyrir hverja er KFUM og KFUK? Er KFUM og KFUK bara fyrir ungt fólk? Ég kynntist ungur starfi KFUM og KFUK í Keflavík. Það komu menn úr Reykjavík og voru með fundi fyrir stráka. Ég var forvitinn hvað færi fram á svona fundum og mætti hjá YD KFUM og varð virkur í starfi KFUM og KFUK næstu árin. Svo kom tímabil sem ég hætti í KFUM og KFUK starfi eins og gerist með okkur mörg. Þegar ég fékk svo hringingu í fyrra og var spurður hvort ég væri til í að gefa kost á mér í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi svaraði ég strax játandi. Þetta félag hefur ávallt verið mér mjög kært og það er mér ljúft og skylt að leggja því lið. Ég kom að starfi KFUM og KFUK á Húsavík og í Borgarnesi, af því að ég vildi gefa börnum og unglingum tækifæri á því að kynnast þessu starfi. Það eru forréttindi að fá að starfa fyrir félag eins og KFUM og KFUK. Fá að segja börnum og unglingum frá Jesú Kristi sem ég kynntist í gegnum þetta félag. Það eru mörg börn og unglingar sem ekki fá tækifæri til að kynnast starfi KFUM og KFUK. Ég er þeim ævinlega þakklátur sem lögðu það á sig að koma til Keflavíkur og gefa mér tækifæri á því að kynnast KFUM og KFUK. Það vantar fleira fólk sem er tilbúið að gefa af tíma sínum. Starf KFUM og KFUK er svo fjölbreytt að allir ættu að getað fundið verkefni við hæfi. KFUM og KFUK hefur þörf fyrir fólk á öllum aldri og með fjölbreytta hæfileika. Ég er ennþá í KFUM og KFUK, en hvað með þig? Óskar Birgisson

10

Á vormánuðum bárust félaginu myndarlegar gjafir frá félagsfólki og er hér með komið á framfæri innilegum þökkum fyrir gjafirnar. Félagskona sem ekki vill láta nafns síns getið gaf tvær milljónir til KFUM og KFUK á Íslandi og önnur gaf eina milljón til sumarbúða félagsins í Vindáshlíð. Margir fleiri lögðu lóð á vogarskálarnar og gáfu stærri og minni gjafir til starfsins. Fyrir þetta þökkum við innilega.

Starf félagsins er borið uppi af sjálfboðaliðum og byggir á frjálsum framlögum velunnara. Með hverri gjöf verður starfið öflugra og opnar leiðir fyrir fleiri börn að sækja starf KFUM og KFUK og heyra fagnaðarerindið um Jesú Krist. Félagið þakkar þær gjafir sem það hefur fengið og biður gefendum Guðs blessunar. Ef þú er aflögufær og vilt gefa til félagsins, er bankareikningur félagsins 117-26-2425, kt. 690169-0889.

Sjálfboðaliðinn Nafn: Tinna Rós Steinsdóttir Aldur: 26 ára og 3/4 Hvar hefur þú starfað innan KFUM og KFUK? Sem leiðtogi í Hveragerði í nokkur ár og í alls kyns nefndum og ráðum. Ég sat í stjórn félagsins í tvö ár og sit nú sem formaður Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi auk þess sem ég er varaformaður ungmennaráðs KFUM í Evrópu, YES. Ég hef líka unnið í sumarbúðunum í Vatnaskógi, Vindáshlíð og Kaldárseli sem foringi, ráðskona og forstöðukona. Hver er atvinna þín? Blaðamaður á Fréttablaðinu. Hvenær byrjaðir þú í KFUM og KFUK? Þegar ég var enn í bleyju. Getur þú deilt með okkur einni góðri minningu úr starfi félagsins? Ein eftirminnilegasta reynslan mín var eftir vitnisburðastund í unglingaflokki í Vindáshlíð eitt árið. Þetta var tiltölulega snemma á mínum leiðtogaárum og eftir stundina sat ég og ræddi við stelpu sem átti við mikla erfiðleika að stríða í lífi sínu. Eftir að hafa átt við hana gott spjall dró hún þrjú mannakorn, því hún hafði þrjár spurningar sem hún vildi spyrja Guð. Við flettum upp fyrsta versinu og ég átti erfitt með að tengja versið hennar aðstæðum. Það átti hún þó ekki og áður en ég kom upp einu orði var hún búin að útskýra fyrir mér hvernig versið talaði nákvæmlega inn í hennar aðstæður. Það nákvæmlega sama gerðist svo með hin tvö versin. Þegar þessi unga stúlka fór svo að sofa með bros á vör og nýja von í brjósti sat ég eftir í hálfgerðu sjokki, starði á Biblíuna í smá stund

Tinna Rós S

teinsdóttir

og svo helltist yfir mig „ah, nú skil ég tilfinning“ sem hefur setið í mér alla tíð síðan. Ég hugsa að þessi unga stúlka eigi aldrei eftir að vita hvað hún gaf mér mikið þetta kvöld. Hver er eftirlætis ritningarstaður þinn? Ef.2:8-9 - „Af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.“ Getur þú gefið lesendum gott ráð? Starf með börnum og unglingum er ekki eiginleg vinna heldur eru það forréttindi. Skemmtilegur leiðtogi er sá sem hefur unun að starfinu og skemmtir sér alveg jafn vel og krakkarnir sem hann vinnur með. Á sama tíma er þó mikilvægt að gleyma aldrei þeirri ábyrgð sem við höfum sem leiðtogar og fyrirmyndir þeirra sem taka þátt í starfinu, bæði á meðan á fundum stendur og líka á milli þeirra.


Hvað get ég gert til að breyta heiminum í dag?

Hulda Guðlaugsdóttir og Anna Bergljót Böðvarsdóttir sóttu námskeið í Strasbourg í Frakklandi. „Það er afar dýrmætt að fá tækifæri til að kynnast baráttukonum frá öðrum Evrópulöndum,“ segja þær Anna Bergljót Böðvarsdóttir og Hulda Guðlaugsdóttir en þær fóru á vordögum sem fulltrúar KFUM og KFUK á Íslandi til Strasbourg í Frakklandi. Þar sóttu þær námskeið fyrir ungar evrópskar konur á vegum Evrópusambands KFUK. Innihald námskeiðsins snéri að mannréttindum, jafnrétti kynjanna og réttindum kvenna í Evrópu. Einnig var fjallað um staðalímyndir og kynímyndir í samfélaginu. „Við unnum að ýmsum verkefnum með okkar land í huga og það sem betur mætti gera fyrir íslenskar konur. Það var gaman að vinna að þessum verkefnum í samvinnu við öflugar, ungar konur sem voru komnar, eins og við, á námskeið til að fræðast, læra af hver

Hulda og Anna Bergljót í þingsal Evrópuráðsins í Strasbourg.

Hugleiðing Þegar sumarið kemur verða margir glaðir því þá er hægt að hjóla, ganga eða hlaupa úti við. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar í viðleitni sinni til að byggja upp Sr. Petrína Mjöll líkama sinn og efla heilsuna Jóhannesdóttir sem er mjög mikilvægt. Ekki er síður mikilvægt að huga að hinni andlegu heilsu og styrkja trúna. Í Júdasarbréfi er bent á góða leið. Þegar við leitum Guðs í bæn og gefum okkur tíma með honum þá styrkjumst við í trúnni. „En þið elskuðu, byggið ykkur sjálf upp í helgustu trú ykkar. Biðjið í heilögum anda. Látið

annarri og uppbyggjast í von um betri heim,“ segja þær Anna Bergljót og Hulda. Þrátt fyrir undirbúning heima fyrir námskeiðið og fyrri þekkingu á mannréttindum var margt sem kom þeim stöllum á óvart. „Það var virkilega sérstakt að upplifa og heyra um hversu mikið misrétti ríkir enn hjá mörgum Evrópuþjóðum, og finna á sama tíma, hvað það geta verið mikil forréttindi að vera fæddur á Íslandi þegar kemur að bæði mannréttindum og jafnrétti kynjanna“, segja þær og bæta við: „Námskeiðið opnaði augu okkar svo sannarlega fyrir misréttinu sem ríkir víða innan okkar eigin heimsálfu og fékk okkur til að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til að breyta heiminum í dag.“ Ekki var aðeins vakin athygli þátttakenda námskeiðsins á mannréttindum. Anna Bergljót og Hulda fóru ásamt námskeiðshópnum inn í miðbæ Strasbourg þar sem þær tóku þátt í stóru baráttuverkefni. Um var að ræða hópverkefni eða svokölluðu flash mob sem hefur farið víða um heiminn til að vekja athygli á ofbeldi kvenna. Í þessu verkefni taka konur, á öllum aldri, sig saman og dansa ákveðinn dans. „Við æfðum dansinn alla vikuna við lag sem heitir: „One billion rising“ og framkvæmdum svo hópatriðið fyrir framan fjölda áhorfenda í miðbæ Strasbourg.“ Aðspurðar um hvort námskeiðið muni nýtast þeim í starfi KFUM og KFUK á Íslandi svöruðu

kærleika Guðs varðveita ykkur sjálf og bíðið eftir að Drottinn vor Jesús Kristur sýni ykkur náð og veiti ykkur eilíft líf.“ Í bæninni byggist upp samband við Guð sem erfitt er að slíta. Þar myndast þráður sem leiðir okkur í gegnum lífið og heldur okkur á réttri leið. Þegar við biðjum í heilögum anda þá opnum við algjörlega fyrir Guði sem fyllir okkur öllu því yndislega sem hann einn getur gefið. Í hvert sinn sem við biðjum, styrkjum við hjartavöðvana svo að við getum rúmað meiri elsku frá Guði. Við styrkjum samband okkar við Guð og tengsl okkar við aðra því heilagur andi leiðir okkur til þjónustu við þau sem í kringum okkur eru. Við getum einnig byggt upp reglulegan lestur á Biblíunni og fundið með því hvernig orð hennar verða meira lifandi fyrir vikið. Við getum lesið

Mynd af þátttakendum námskeiðsins ásamt nokkrum vegfarendum sem stilltu sér upp með hópnum.

þær játandi. „Það er mikilvægt í okkar daglega lífi að tileinka sér umburðarlyndi gagnvart náunganum og vera hjálpsöm, rétt eins og Jesús var. Þegar við tökumst á við vandamál heimsins þá er Jesús besta fyrirmyndin okkar og leiðarljós.“ Að lokum segjast þær Anna Bergljót og Hulda hafa komið reynslunni ríkari heim og það sé mikilvægt að halda áfram að senda félagsfólk á samskonar námskeið. „Það felast mörg tækifæri fyrir KFUM og KFUK á Íslandi í að senda út félagsfólk. Við tengjumst bræðra- og systraböndum um allan heim, lærum nýja hluti, gefum af okkur, aukum víðsýni og svo mætti lengi telja. Fyrir okkur var námskeiðið góður grunnur sem við byggjum næstu skref á.“ Viðtalið tók: Sólveig Reynisdóttir, fulltrúi í alþjóðaráði KFUM og KFUK.

eftir áætlun, lesið með öðrum og sótt okkur fræðslu um ritninguna svo eitthvað sé nefnt og verðum styrkari á eftir. Með því að sækja kirkju og samfélag trúaðra byggjum við okkur einnig upp með öðrum og fáum kraft til góðra verka. Við þurfum að íhuga hvað okkur er heilagast og byggja í samræmi við það. Kannski höfum við vanrækt mikilvæga þætti trúarlífsins sem skipta okkur miklu máli. Biðjum um hjálp Guðs og leyfum honum að byggja okkur upp til líkama, sálar og anda. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

11


Frá Pjakkaflokki í Ölveri 2012.

Munið kaffisölur sumarbúðanna - mikilvæg fjáröflun sumarstarfsins!

Afmælishátíð á Sæludögum vegna 90 ára afmælis Vatnaskógar Frá árinu 1992 hafa Skógarmenn KFUM, ásamt KFUM og KFUK á Íslandi, staðið fyrir fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Í sumar standa þeir yfir dagana 1. – 5. ágúst og boðið er upp á dagskrá frá fimmtudagskvöldi og fram að mánudagshádegi fyrir Sæludagagesti. Meðal fjölmargra dagskrárliða á Sæludögum verða fjölskylduguðsþjónusta, tónleikar, kvöldvökur, grillveisla, varðeldur, bátafjör, knattspyrna, hoppukastalar, hæfileikasýning barna, barna- og unglingadagskrá, fræðslufundir, Café Lindarrjóður og Sæludagaleikar. Í ár verður 90 ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi minnst en þann 3. ágúst

1923 kom fyrsti sumarbúðahópurinn í Vatnaskóg. Tímamótanna verður minnst á laugardagskvöldinu en þá verður hátíðarkvöldvaka kl. 20 með skemmtilegum hætti. Þessi hátíð hefur fest sig í sessi sem áhugaverður og vímulaus valkostur á þessari mestu ferðahelgi Íslendinga. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu félagsins sem og víðar þegar nær dregur. Verið hjartanlega velkomin á Sæludaga!

Ár hvert standa allar sumarbúðir KFUM og KFUK fyrir kaffisölu í þeim tilgangi að safna fé fyrir starfsemi þeirra. Börn og unglingar njóta á ári hverju dvalar í sumarbúðunum og eignast þar dýrmætar minningar og mikilvægt veganesti fyrir lífið. Á kaffisölunum gefst öllum færi á að styrkja starfið með því að kaupa þar kaffi og ljúffengar kaffiveitingar. - -

-

Í apríl var opinn dagur í Kaldárseli sem var ígildi kaffisölunnar þetta árið. Á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl fór kaffisala Skógarmanna fram á Holtavegi 28. Kaffisala Vindáshlíðar fór fram í Vindáshlíð sunnudaginn 2. júní.

Í ágúst verða kaffisölur Hólavatns og Ölvers haldnar. - Kaffisala Hólavatns fer fram sunnudaginn 18. ágúst á Hólavatni. - Kaffisala Ölvers fer fram sunnudaginn 25. ágúst í Ölveri. Félagsfólk í KFUM og KFUK á Íslandi er hvatt sérstaklega til að sækja kaffisölur sumarbúða félagsins og taka þátt í afar mikilvægum lið fjáröflunar til sumarstarfsins.

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður í boði á Sæludögum. 12

Fréttabréf KFUM og KFUK á Íslandi - 1. tbl. 2013 Ritstjórar: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir og Gyða Karlsdóttir Ábyrgðarmaður: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir Að blaðinu unnu: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Anna Bergljót Böðvarsdóttir, Ársæll Aðalbergsson, Daría Rudkova, Hákon Arnar Jónsson, Hreiðar Örn Stefánsson, Hulda Guðlaugsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Jón Ómar Gunnarsson, María Sighvatsdóttir, Óskar Birgisson, Perla Magnúsdóttir, Petra Eiríksdóttir, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson, Sólveig Reynisdóttir, Tinna Rós Steinsdóttir, Þorsteinn Arnórsson og fleiri. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, Reykjavík. Umbrot: Halldór Elías Guðmundsson. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.