Fréttabréf KFUM og KFUK desember 2013

Page 1

3. tölublað 2013

Fréttabréf KFUM og KFUK

Glæsilegur hópur leiðtoga sem leiða starf KFUM og KFUK á ýmsum stöðum á landinu veturinn 2013-14.

Leiðtoganámskeiðið 24 STUNDIR tókst vel Nú á haustmánuðum fóru rúmlega 50 leiðtogar úr deildastarfi KFUM og KFUK upp í Ölver að sækja leiðtogafræðslu. Yfirskrift helgarinnar var 24 STUNDIR og var markmiðið að verða öflugri og betri leiðtogar á 24 stundum. Dagskráin var stíf en um leið áhugaverð og gagnleg. Leiðtogahópnum var að hluta aldursskipt til að koma til móts við ólíkar þarfir leiðtoganna og svo að allir fengju fræðslu miðað við starfsaldur sem og reynslu í starfinu. Kvikmyndin um Jesú var sýnd yngri leiðtogunum til að gefa skýra

mynd af Jesú og gefa gott yfirlit yfir ævi og starf hans. Á meðan horfði eldri hópurinn á fyrirlestur sem bar yfirskriftina ,,Með vindinn í fangið“. Á laugardeginum var svo unnið með efni myndanna. Einnig fengum við séra Ólaf Jóhannsson til þess að tala um náðarverk Jesú sem og köllun kristins manns. Einnig skoðuðum við kvenhetjur og karlhetjur í Biblíunni. Yngri leiðtogar fengu svo greinagóða kynningu á KFUM og KFUK meðan eldri hópurinn fór í naflaskoðun með Tómasi Torfasyni. Þar voru skoðaðar leiðir

til þess að styrkja deildastarfið okkar. Tómas mun fylgja þessari vinnu eftir. Einnig var farið í æfingar tengdar mannréttindum úr Kompás. Helgin var stútfull af fræðslu, yndislegri samveru, lofgjörð og gleði og við starfsfólk KFUM og KFUK erum óendanlega þakklát Guði okkar fyrir þá frábæru leiðtoga sem starfa fyrir félagið. Petra Eiríksdóttir æskulýðsfulltrúi

1


Fylgt úr hlaði

Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK

Ég hlustaði á Pál Matthíasson núverandi forstjóra Landspítalans flytja fyrirlestur um hamingjuna. Í fyrirlestrinum sagði hann að rannsóknir sýndu að eitt af því sem einkenndi þá sem hamingjusamastir eru, væri sterk trú og trúarlíf. Ástæðurnar eru meðal annars þær að í trúnni koma fyrirgefning og sátt mjög við sögu. Það að geta fyrirgefið er eitt öflugasta tækið til þess að komast yfir erfiða hluti og auðmýktin sem trúin boðar hjálpar okkur að sættast við okkur sjálf og sættast við aðra. Trúin gefur líka samfélag við annað fólk og maður er manns gaman. Á samráðsþingi KFUM og KFUK í haust í Vatnaskógi, þar sem forystusveit félagsins kom saman til þess að staldra við og ræða og skipuleggja starfið, veltum við því fyrir okkur hvernig við gætum mætt þörfum fólks í dag með starfi félagsins, sérstaklega barna og ungmenna. Eitt af því sem við minntum okkur á voru atriðin sem Páll Matthíasson benti á í fyrirlestrinum um hamingjuna. Með því að boða trú á Jesú Krist og gefa börnum og ungmennum tækifæri til þess að lifa trúarlífi, með því að flytja þeim boðskap um fyrirgefningu og sátt, erum við að mæta þörfum þeirra því trúin skiptir máli. Hún er veigamikill þáttur í hamingju fólks. Það sýna rannsóknir. Rannsóknir sýna líka að það skiptir máli varðandi hamingju fólks að láta gott af sér leiða. Þátttaka í óeigingjörnu samfélagsstarfi sem leiðir gott af sér skiptir máli. KFUM og KFUK gefur fólki, ekki síst ungu fólki, vettvang til þess að láta gott af sér leiða. Til þess eru fjölmörg tækifæri í félaginu. Þess vegna hefur starf félagsins samfélagslegt gildi. Með því að styðja starf KFUM og KFUK, hvort sem það er með sjálfboðavinnu, persónulegum gjöfum eða sem ákvörðunaraðili um styrkveitingar til félagsins, - ertu að leggja þitt af mörkum til íslensks samfélags, því starf félagsins hefur áhrif í lífi einstaklinga og eykur við hamingju þeirra. Við þurfum þinn stuðning. Guð gefi þér gleðilega jólahátíð og hamingjuríkt nýtt ár. 2

Börnin á Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK, tóku þátt í Jól í skókassa verkefninu af mikilli gleði.

4.586 jólagjafir munu gleðja börn í Úkraínu Í tíunda sinn var verkefninu Jól í skókassa hrundið af stað. Gekk verkefnið vel að venju og góðar undirtektir voru um allt land. Hægt var að koma skókössum til skila á landsbyggðinni til 13 formlegra tengiliða eða til næsta útibús Flytjanda. Á lokaskiladeginum í Reykjavík komu mörg hundruð manns á Holtaveginn til þess að skila sínum jólagjöfum. Sumir þeirra stöldruðu við og fengu sér léttar veitingar og aðrir lásu ferðasöguna síðan í fyrra. Það var mikið fjör og líf í félagshúsinu okkar og gaman að upplifa þegar mörg börn skiluðu fagurskreyttum skókössum sem þau höfðu tekið þátt í að útbúa. Í vikunni þar á undan komu einnig margir einstaklingar og hópar með jólagjafir; m.a. leikskólahópar, skólahópar, saumaklúbbar og vinahópar. Skemmtilegt er að segja frá krökkum úr einum leikskólanum sem höfðu safnað saman dósum til að fjármagna kaup á vörum í skókassana sem þau völdu sjálf í verslunarmiðstöð. Svo útbjuggu þau nokkra skókassa saman og komu svo á Holtaveginn og fengu kynningu á verkefninu. Það má með sanni segja að verkefnið hafa náð rótfestu í íslensku samfélagi. Það er gaman og áhugavert að hitta barnafjölskyldur með allt upp í 10-12 ára gömul börn sem þekkja ekkert annað en að byrja jólaundirbúninginn með því að útbúa jólagjöf fyrir jafnaldra sína í Úkraínu. Hugsið um það! Alls söfnuðust 4.586 kassar í ár og erum við mjög sátt við þá tölu. Kassarnir fylltu einn 12 m langan gám sem er nú á ferðalagi til Úkraínu. Eins og fyrri ár, fara allar gjafirnar til svæðis í Úkraínu kennt við borgina Khirovograd. Sjálfboðliðar KFUM

og KFUK þar í landi taka við gjöfunum með góðvin okkar, föður Evgeniy Zhabkovskiy, í broddi fylkingar. Kössunum er m.a. dreift til munaðarleysingjaheimila, til barna einstæðra mæðra og barnasjúkrahúss. Frá upphafi hafa fulltrúar verkefnisins farið til Úkraínu fyrstu vikuna á nýju ári til þess að fylgja verkefninu eftir, hjálpa til við dreifingu skókassa og efla tengslin við heimamenn. Að þessu sinni munu Mjöll Þórarinsdóttir, Telma Ýr Birgisdóttir og Þóra Jenný Benónýsdóttir fylgja verkefninu eftir á nýju ári í suðurhluta Úkraínu. Við sem stöndum að verkefninu viljum þakka kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera Jól í skókassa ævintýrið að veruleika enn einu sinni. Það eru margar hendur sem koma að verkefninu um allt land og margir sem styðja við það á annan hátt, t.d. með gjöfum, fjármunum og ekki síst, með fyrirbænum. Einnig erum við þakklát þeim fyrirtækjum sem hafa styrkt okkur. En fyrst og fremst viljum við þakka öllum þeim fjöldamörgu aðilum sem hafa útbúið Jól í skókassa á ríkulegan hátt, pakkað kassanum fallega inn og skilað gjöfinni til verkefnisins. Það er náttúrulega frábært að fólk vilji gefa gjafir til barna í öðru landi sem búa við mun lakari kjör en við eigum að venjast. Enn og aftur; kærar þakkir til ykkar. Án ykkar væri ekkert Jól í skókassa. Um 38 þúsund gjafir á tíu árum er frábær vitnisburður um gjafmildi ykkar og hinnar íslensku þjóðar. Með kærri kveðju og ósk til ykkar allra um gleðileg friðarjól, fyrir hönd stjórnar Jól í skókassa, Salvar Geir Guðgeirsson


Viðburðadagatal Janúar - 2. Afmælisdagur KFUM / Skipulagsdagur Vinagarðs - 3.-5. Nýársnámskeið KSS - 13. Upphafsdagur deildastarfs - 24.-25. Leiðtoganámskeiðið 24 stundir í Vatnaskógi - 24.-26. Stúdentamót í Ölveri - 24.-26. Norrænn formanna- og framkvæmdastjórafundur

Öflugt æskulýðsstarf fer fram í Reykjanesbæ. Þessi fallegi hópur úr deildarstarfi KFUK í Reykjanesbæ tók þátt í hæfileikasýningunni og valdi bláan sem þemalitinn sinn.

Fjölmenni á hæfileikasýningu yngri æskulýðsdeilda Hæfileikasýning yngri deilda var haldin nú í nóvember í fyrsta sinn. Hún tókst með afbrigðum vel og var sýningin stórglæsileg í alla staði. Fjölmargir þátttakendur léku á alls oddi með söng, dansi, töfrabrögðum, leikþáttum og fleiru. Atriðin voru 24 talsins. Á sýninguna mætti fjöldi gesta til þess að horfa á þessa flottu krakka. Töframaðurinn Einar einstaki kom og sýndi töfrabrögð og hvatti krakkana til að rækta hæfileika sína og nota þá rétt og að gefast aldrei upp. Kvöldinu lauk með pylsupartý. KFUM og KFUK leggur áherslu á að rækta líkama, sál og anda og er gaman að sjá hversu vel það tókst. Við vonum svo sannarlega að þessi atburður festist í sessi og að við sjáum enn fleiri hæfileikaríka krakka stíga á stokk á næsta ári því það er dýrmæt reynsla sem felst í því að leyfa öðrum að njóta þeirra hæfileika sem Guð gaf hverjum og einum.

Atriðin á hæfileikasýningunni voru hvert öðru glæsilegra og sýndu krakkarnir hæfileika sína ýmist með söng, dansi eða hljóðfæraleik.

Boð á aðalfund KFUM og KFUK á Íslandi, 5. apríl 2014 Laugardaginn 5. apríl 2014 verður aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi haldinn í húsi félagsins að Holtavegi 28, Reykjavík. Fundurinn stendur frá kl. 11-16. Félagsmenn í KFUM og KFUK á Íslandi eru hér með formlega boðnir á fundinn, þar sem fram munu fara hefðbundin aðalfundarstörf, meðal þeirra kjör nýrrar stjórnar félagsins fyrir starfsárið 2014-2015. Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa rétt til að greiða atkvæði á fundinum og fá afhent fundargögn og kjörseðla við komu á fundinn. Dagskrá fundarins verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Febrúar - 7.-9. Fjölskylduflokkur í Vatnskógi - 9. Árshátíð Hlíðarmeyja - 11. Hátíðar- og inntökufundur - 13.-16. UNIFY í Þýskalandi - 22.-23. Landsmót UD - 23. Landsþing unga fólksins Mars - 7. Skipulagsdagur Vinagarðs - 8. Brennómót YD á Holtavegi - 10. Aðalfundur: Kaldársel - 13. Aðalfundur: Suðurnes - 17. Aðalfundur: Vinagarður - 18. Aðalfundur: Vindáshlíð - 19. Skráning hefst í sumarbúðir - 24. Aðalfundur: Vestmanneyjar - 25. Aðalfundur: Ölver - 26. Aðalfundur: Hólavatn og Akureyri - 27. Aðalfundur: Vatnaskógur Apríl - 4. Fulltrúaráðsfundur á Holtavegi / Ungmennaráðs fundur - 5. Aðalfundur KFUM og KFUK á Íslandi - 11.-12. Vorferðir YD KFUM og KFUK - 16.-19. Skólamót - 24. Kaffisala og tónleikar Skógarmanna - 29. Afmælisdagur KFUK Maí - 10. Opið hús á Vinagarði - 16.-18. Feðginaflokkur - 26.-27. YES fundur - 28.-30. Starfsmannanámskeið sumarbúðanna - 28.-30. Evrópuþing KFUM

3


Verndum þau námskeið KFUM og KFUK á Íslandi hefur undanfarin misseri staðið fyrir Verndum þau námskeiðum í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn. Verndum þau námskeiðin fjalla um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum. Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð, geta lesið í vísbendingar um að vanræksla eða ofbeldi eigi sér stað og vita hvernig bregðast á við ef slík mál skjóta upp kollinum. Kennarar námskeiðanna eru þær Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir sem báðar starfa í Barnahúsi og hafa mikla reynslu af barnaverndarmálum. Námskeiðið Verndum þau er byggt á efni samnefndar bókar. Námskeiðið er skyldunámskeið fyrir alla þá sem taka þátt í starfi KFUM og KFUK, leiðtoga æskulýðsstarfs, stjórnar, starfsfólks sem og starfsfólk á leikskólanum Vinagarði. Námskeið verða haldin eftir áramót og er félagsfólki bent á að fylgjast með á heimasíðu félagsins.

Hér má sjá hluta af þeim flotta hópi sem gerðist félagar KFUM og KFUK á Íslandi á árinu 2012.

Fögnum nýjum félögum á hátíðar- og inntökufundi 11. febrúar 2014 Á hverju ári er nýjum félögum tekið fagnandi með sérstökum hátíðar- og inntökufundi KFUM og KFUK á Íslandi. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn þriðjudaginn 11. febrúar næstkomandi. Þar er þeim félögum sem hafa skráð sig í félagið á starfsárinu fagnað sérstaklega og þeir boðnir formlega velkomnir í félagið með hátíðlegri viðhöfn. Góð þátttaka hefur verið á þessum fundi og er gaman og uppbyggilegt fyrir nýja jafnt sem reyndari félagsmenn að vera þátttakendur á fundinum. Dagskrá fundarins verður auglýst nánar á heimasíðu félagsins þegar nær dregur. 4

Á leiðtoganámskeiðinu 24 STUNDIR sem fram fór í Ölveri var fjölbreytt fræðsla fyrir reynda og nýja leiðtoga.

Hvert er þitt framlag? Síðustu daga hefur stjórn KFUM og KFUK á Íslandi verið að setja saman fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Fyrstu niðurstöður voru ekki góðar, nokkrar milljónir öfugu megin við núllið góða. Ekki ásættanlegt, skera niður. Öll þekkjum við þetta einhvers staðar frá, kreppan og allt það. Við skerum niður það sem við treystum okkur til og stundum pínu í viðbót. Gera lítið í viðhaldi á Holtaveginum – eins og undanfarin ár. Reyna að spara hitt og kroppa einhverja þúsund kalla annars staðar. Staðan er erfið. Hægt væri að taka saman langan lista um hvað hefur hækkað, ýmsar tekjur staðið í stað eða lækkað. Það skilar hins vegar litlu í þessum greinarstúf, það nenna svo fáir að spá í tölur. Starfið er mikilvægt, við verðum að halda áfram að gera það sem félagið okkar hefur gert svo vel í bráðum 115 ár. Það kostar hins vegar klárlega tíma sjálfboðaliða og starfsmanna auk peninga að sjálfsögðu einnig. Sambærileg staða er í nokkrum starfsstöðvum KFUM og KFUK. Það vantar meira fjármagn og víða fúsar hendur líka. Þess vegna spyr ég og bið ágæti félagsmaður eða velunnari, ertu aflögufær af tíma eða peningum? Ef svo er getum við tekið við og gert ótrúlega mikið úr. Ef þú hefur tíma getur þú gjarnan haft samband við starfsmenn félagsins í Þjónustumiðstöðinni á Holtaveginum. Örugglega hægt að finna í sameiningu verkefni sem þarf að vinna og hentar þér eða jafnvel einhverjum hópi í kringum þig. Ef þú ert aflögufær með peninga er líka hægt að hafa samband eða

leggja inn á reikning félagsins eða einhverrar starfsstöðvar. Reikningsnúmer og tilheyrandi upplýsingar fylgja hér með. Öll eigum við svo að hafa tíma til að leggja félagið og starf þess fram fyrir Drottin. Kostar ekkert og þarf ekki að taka langan tíma. KFUM og KFUK á Íslandi kt. 690169-0889 - Rekstrarsjóður 526-26-678899 Vatnaskógur kt. 521182-0169 - Rekstrarsjóður 117-26-10616 - Nýbygging 117-05-189120 - Kapellusjóður 101-05-192975 Vindáshlíð kt. 590379-0429 - Rekstrarsjóður 515-26-163800 Ölver kt. 420369-6119 - Rekstrarsjóður 552-26-422 - Sveinusjóður 701-05-302000 Hólavatn kt. 510178-1659 - Rekstrarsjóður 565-26-30525 Kaldársel kt. 480883-0209 - Rekstrarsjóður 545-26-9111 - Framkvæmdarsjóður 515-14-404800 KFUM og KFUK á Suðurnesjum kt. 650681-0379 - Rekstrarsjóður 121-26-3385 KFUM og KFUK á Akureyri kt. 6901693049 - Rekstrarsjóður 302-26-50031 Leikskóli KFUM og KFUK kt. 590176-0369 - Rekstrarsjóður 525-26-3734 Með fyrirfram þökkum, Sveinn Valdimarsson Gjaldkeri KFUM og KFUK á Íslandi.


Boð á aðalfundi starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi Í mars 2014 fara fram árlegir aðalfundir allra níu starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi. Almenn aðalfundarstörf fara fram á hverjum fundi fyrir sig og ný stjórn hverrar starfsstöðvar fyrir starfsárið 20142015 verður kjörin. Félagsfólki í KFUM og KFUK á Íslandi er hér með formlega boðið að sækja fundina, þeir eru taldir upp hér fyrir neðan. Fundarstaðir eru gefnir upp í svigum aftast í hverri línu. Allir fundirnir hefjast kl. 20. Stór hópur af glæsilegum sjálfboðaliðum koma að Basar KFUK á hverju ári. Basarinn er mikilvæg fjáröflun fyrir starf félagsins.

Glæsilegur Basar KFUK skilar miklu til félagsins Basar KFUK var haldinn laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn í félagsheimilinu við Holtaveg. Basarinn var ákaflega fallegur í ár og fólk hefur sagt að KFUK basarinn sé með flottustu basörum Reykjavíkur. Mjög mikið af fallegu og fjölbreyttu handverki

Ungar félagskonur settu svip sinn á basarinn í ár. Nýir prjónaklúbbar hafa myndast sem hittast allt árið til að vinna saman að vörum fyrir basarinn.

og jólabakstur og alls konar góðgæti sem leit girnilega út barst frá félagsfólki og velunnurum félagsins. Óhætt er að segja að basarinn gekk vel. Innkoma á basarinn var rúmlega milljón sem á eftir að nýtast vel í starfi KFUM og KFUK. Margir gestir komu til að kaupa varninginn og margir gáfu sér tíma til að kaupa nýbakaðar vöfflur, súkkulaði eða kaffi og hitta vini og kunningja. Það var einstaklega uppörvandi að ungar vinkonur úr félaginu tóku sig saman og mynduðu prjónaklúbb til að prjóna og búa til spennandi muni fyrir basarinn og mættu fleiri taka þær sér til fyrirmyndar. Basarnefndin þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til að gera daginn að góðri hátíð. Kristín Sverrisdóttir Formaður basarnefndar KFUK

Fulltrúaráðsfundur í apríl Stjórn KFUM og KFUK á Íslandi ber að vaka yfir velferð félagsins í hvívetna og einn liður í því er að stjórnin kallar saman fulltrúaráð. Þetta er gert að minnsta kosti einu sinni á ári og er næsti fundur 4. apríl 2014. Fulltrúaráð er skipað formönnum starfsstöðva eða staðgenglum þeirra. Fulltrúaráði ber að tryggja tengsl starfsstöðva við stjórn félagsins og vera henni til ráðgjafar.

10. mars - Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Kaldárseli (Holtavegi 28, Reykjavík). 13. mars - Aðalfundur KFUM og KFUK á Suðurnesjum (Hátúni 36, Reykjanesbæ). 17. mars - Aðalfundur Vinagarðs, leikskóla KFUM og KFUK (Vinagarði, Holtavegi 28 Reykjavík). 18. mars - Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Vindáshlíð (Holtavegi 28, Reykjavík). 24. mars - Aðalfundur KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum (Vestmannabraut 5, Vestmannaeyjum). 25. mars - Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Ölveri (Holtavegi 28, Reykjavík). 26. mars - Aðalfundur KFUM og KFUK á Akureyri (Sunnuhlíð 12, Akureyri). - Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK að Hólavatni (Sunnuhlíð 12, Akureyri). 27. mars - Aðalfundur sumarbúða KFUM og KFUK í Vatnaskógi (Holtavegi 28 Reykjavík). Verið velkomin á aðalfundi starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi.

5


Sjálfboðaliðar æskulýðsstarfsins sóttu gefandi námskeið í Póllandi - Daníel Bergmann (20 ára) og Dagrún Linda Barkardóttir (21 ára) segja frá upplifun sinni Mikil og góð umræða fór fram á alþjóðlegu námskeiði um leiðsögn í æskulýðsstarfi sem haldið var í Ölveri í haust.

Alþjóðlegt námskeið um leiðsögn í æskulýðsstarfi Í Ölveri kom hópur saman í september á námskeið. Þar voru 23 þátttakendur frá 11 KFUM og KFUK félögum út um alla Evrópu; Bretlandi, Hollandi, Hvíta-Rússlandi, Íslandi, Írlandi, Makedóníu, Póllandi, Rússlandi, Svartfjallalandi, Sviss og Tékklandi. Hópurinn var fjölbreyttur; bæði sjálfboðaliðar og starfsmenn og viðfangsefnin sem þátttakendur fást við hjá sínu félagi eru mjög misjöfn. Efni námskeiðsins var leiðsögn í æskulýðsstarfi (e. Supervision in Youth Work). Dr. Brian Belton, kennari við YMCA George Williams College í London, leiddi námskeiðið. Hópurinn komst í gegnum fyrstu skref leiðsagnar með lýsandi dæmum, umræðum og hópavinnu. Einnig gafst tækifæri til að setja sig í spor bæði þess sem leiðsegir og þess sem hlýtur leiðsögn. Markmið námskeiðsins var að kynna og dýpka skilning annars vegar á leiðsögn meðal leiðtoga í starfi KFUM og KFUK og hins vegar á kostum leiðsagnar og á jákvæðum áhrifum hennar. Einnig að gera þátttakendum kleift að nota leiðsögn í þeirra eigin umhverfi. Þegar til lengri tíma er litið mun þetta leiða til framfara í starfi með sjálfboðaliðum, þar sem brottfall þeirra minnkar og þeir eru öflugri en ella. Vikan var liðin fyrr en varði. Vináttutengsl mynduðust og áttu rabbstundir í heita pottinum undir stjörnuhimninum sinn þátt í því. Námskeiðið var frábært tækifæri til að kynnast starfi KFUM og KFUK í öðrum löndum, segja frá sínu, deila og upplifa. Þannig styrkjast bæði einstaklingarnir og böndin innan félagsins á alþjóðavísu. Kannski mun tækifæri gefast fyrir þátttakendurna að hittast aftur. Þangað til verða samskiptamiðlar að hjálpa þátttakendum að yfirstíga landfræðilegar fjarlægðir. Fjármögnun námskeiðsins var styrkt af Evrópu Unga Fólksins. Birgir Ásgeirsson Í Alþjóðaráði KFUM og KFUK 6

Á námskeiðinu var mikil verkefnavinna sem var byggð á jafningja til jafningja aðferð.

Við fengum þann frábæra og ómetanlega auðvitað stuðning frá reyndum aðilum heiður að fá að taka þátt í námskeiði á KFUM í Evrópu og meistara Romulo Dantas vegum KFUM í Evrópu og YES (sem starfsmanni Heimssambands KFUM. er ungmennaráð KFUM í Evrópu) en Á námskeiðinu var horft á leikna mynd um námskeiðið var haldið í Gdynia í Póllandi. upphaf falls Sovétríkjanna og síðan var farið Við tvö ásamt 35 öðrum þátttakendum frá á staðinn þar sem fallið hófst. Við fengum að mismunandi þjóðum tókum þátt í þéttri og finna fyrir orku fólksins sem fórnaði lífi sínu frábærri þjálfun sem var skipulögð af YES svo að komandi kynslóðir þyrftu ekki að lifa hópnum. Tinna Rós, formaður alþjóðaráðs undir kúguninni sem ríkti á þeim tíma. Við KFUM og KFUK var öflug ásamt YES fórum á safn þar sem sýnt var hvernig fólk teyminu sínu og var Íslandi til sóma með góð lifði á þessum tíma, hvað það þurfti að þola störf sín. og hvað það gerði til þess að bjarga komandi Námskeiðið snérist um að undirbúa verkefni kynslóðum. Það var mjög hughreystandi og sem hver þátttakandi kom fyrirfram með maður getur ekki annað en eflst og þakkað hugmynd að og vildi koma í framkvæmd fyrir daglegt brauð eftir svona reynslu. Takk. í sínu KFUM félagi. Við Dagrún komum með verkefni sem snérist um heimilisofbeldi. Við viljum auka umræðu um heimilisofbeldi í samfélaginu og auka ábyrgð hvers og eins gagnvart því. Dagskráin var þétt og stjórnað af stjörnuliði YES. Þátttakendurnir tóku einnig þátt í dagskrá námskeiðsins með alls kyns leikjum og athugasemdum. Námskeiðið einblíndi mikið á verkefnavinnu þátttakenda og var svokallaðri jafningja til jafningja aðferð (e. peer to peer training) beitt. Þar er lögð áhersla á að læra af hvert öðru í stað Daníel Bergmann, Tinna Rós Steinsdóttir og Dagrún þess að hlusta á reyndan fræðimann Linda Barkardóttir fulltrúar Íslands á námskeiði á í margar klukkustundir. Við fengum vegum KFUM í Evrópu.


UNIFY 2014

Lærdómsríkt námskeið um ungmennaskipti í Dublin

- Salóme Jórunn Bernharðsdóttir (19 ára) segir frá ferð sinni

Hópurinn sem fór á UNIFY árið 2012 átti frábæra daga á ráðstefnunni.

Dagana 13.-16. febrúar 2014 verður ráðstefnan UNIFY haldin í Görlitz í Þýskalandi. Meginmarkmið hennar er að styrkja kristilega þáttinn í starfi KFUM félaga í Evrópu. Ráðstefnan er vettvangur fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða KFUM og KFUK þar sem hægt er að deila reynslu, uppbyggja hvert annað í trúnni og koma auga á nýja möguleika í starfi. UNIFY er einstakt tækifæri til að endurhlaða batteríin í skemmtilegu og fræðandi umhverfi. Þetta er í annað sinn sem ráðstefna þessi er haldin og fór stór og flottur hópur af íslenskum leiðtogum deildastarfsins út á síðustu ráðstefnu. Voru þeir allir sammála um að þeir gátu nýtt sér eitthvað af því sem þeir lærðu úti, bæði í starfinu og í eigin lífi. Allar nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Hjördísi Rós, æskulýðsfulltrúa, á hjordis@ kfum.is eða í síma 588-8899. Einnig er hægt að lesa nánar um ráðstefnuna á heimasíðu UNIFY: http://www.ymca-unify.co.uk/

Salóme Jórunn Bernharðsdóttir lengst til hægri ásamt fulltrúum frá ýmsum Evrópulöndum. Hópurinn fékk góða leiðbeiningu í hvernig eigi að skipuleggja ungmennaskipti.

Dagana 27. nóvember - 1. desember sl. var námskeiðið BiTriMulti haldið í Dublin á Írlandi á vegum Youth in Action verkefnisins sem styrkt er af Evrópusambandinu. Námskeiðið snéri að því hvernig á að setja upp og stýra ungmennaskiptum og hvernig sækja skuli um styrk til Youth in Action verkefnisins. Þarna voru komnir saman 24 fulltrúar frá 10 Evrópulöndum sem allir áttu það sameiginlegt að hafa litla eða enga reynslu af stjórnun ungmennaskipta. Okkur til halds og trausts voru tveir frábærir leiðbeinendur, þær Evi frá Grikklandi og Marta frá Póllandi. Námskeiðið var að stórum hluta byggt á „Learning by doing“ aðferðinni og áttum við

að móta hugmynd að ungmennaskiptum og finna aðra sem voru með svipaðar hugmyndir og við og vildu taka þátt í þessum ímynduðu ungmennaskiptum. Síðan var hugmyndin fullmótuð, dagskráin skipulögð, markmið mótuð og allt sem þurfti til að skrifa umsóknina rætt. Við fengum síðan umsókn í hendurnar og áttum að fylla hana út líkt og um alvöru verkefni væri að ræða. Það var krefjandi en jafnframt lærdómsríkt að þurfa að vinna svona hratt og undir þrýstingi. Eftir þetta leikur enginn vafi á því að ég vil gjarnan fá tækifæri til að skipuleggja ungmennaskipti fyrir hönd KFUM og KFUK.

Íslendingar áberandi á bænasamveru í Genf Hin árlega bænavika Heimssambanda KFUM og KFUK var haldin dagana 10.-16. nóvember síðastliðinn. Í upphafi viku stóðu heimssamböndin fyrir bænasamveru í Genf, þar sem bæði félögin eru með höfuðstöðvar sínar, mánudagsmorguninn 11. nóvember. Íslendingar spiluðu stórt hlutverk í þeirri samveru því Tinna Rós Steinsdóttir, formaður alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi, leiddi samveruna auk þess sem Daníel Bergmann steig þar á stokk ef svo má að orði komast. Daníel er annar hinna svokölluðu breytingarfulltrúa (e. Change Agents) Íslands, en Heimssamband KFUM er nú með um 220 unga leiðtoga í þeirri stöðu um allan heim. Sem hluti af breytingafulltrúa-

þjálfuninni var honum gert að búa til myndband fyrr á árinu um það hvað félagið hefur gert fyrir hann. Segja má að myndbandið hafi farið sigurför um heiminn og til vitnis um það var það eitt valið úr til að sýna á þessari samveru, við afar góðar undirtektir. Tinna Rós Steinsdóttir

að Myndband Daníels hefur verið sýnt víðsvegar um heiminn og er hægt nálgast á síðu heimsambands KFUM (e. World YMCA) á Youtube. 7


Óminn ber að ofan Sú var yfirskrift tónleika Karlakórs KFUM í aðalstöðvunum við Holtaveg þann 12. nóvember síðastliðinn. AD KFUK lét kórnum góðfúslega eftir fundartíma sinn þetta kvöld og er hér með komið á framfæri þakklæti fyrir það. Að viðstöddum nokkuð á þriðja hundrað áheyrendum söng kórinn 18 lög undir öruggri stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur og Ásta Haraldsdóttir lék á flygilinn. Efnisskráin var fjölbreytt: Félagssöngvar, ættjarðarlög, sálmar, negrasálmar og aðrir kristilegir söngvar. Kórnum var mjög vel tekið á tónleikunum, áheyrendur höfðu á orði að hann hefði staðið sig með ágætum. Mikil sönggleði er í hópnum, gott jafnvægi milli radda og ágætur samhljómur. Þar skiptir einnig miklu máli

að andinn í hópnum er mjög góður og kórfélagar hlakka til æfinganna. Það er sannarlega hvíld frá hversdagsamstrinu að einbeita sér að því að læra söngva og raddir. Ekki spillir fyrir að gera það í hópi kunningja og félaga úr KFUM. Í kórnum ríkir gott andrúmsloft og hann Karlakór KFUM söng á styrktartónleikum Vindáshlíðar er jafnframt dýrmætt trúarlegt samfélag. sem voru haldnir haustið 2013. Tilgangur kórsins er einmitt að enduróma óminn að ofan, fagnaðarerindið. æfing eftir áramót er fyrirhuguð 13. janúar. Í haust hafa 35 manns æft með kórnum og Mikilvægt er að nýliðar séu með strax frá flestir þeirra sungu á tónleikunum. Áhugi byrjun, það er erfiðara að koma inn í hópinn er á því að fjölga aðeins í kórnum til að þegar meirihlutinn er búinn að læra lög og þétta hljóminn enn betur. Kóræfingar eru á raddir. Allir karlmenn, sem vilja syngja Guði Holtavegi á mánudagskvöldum kl. 19:30lof, eru velkomnir í hópinn! 21:00. Rætt er um að halda aðra tónleika í vor, sem Sr. Ólafur Jóhannsson afrakstur kórstarfsins á vormisseri. Fyrsta

Mannréttindanefnd KFUM og KFUK stofnuð í haust Mannréttindanefnd KFUM og KFUK á Íslandi hóf starfsemi sína á haustdögum þar sem nokkrar konur komu saman til að ræða möguleg framtíðarverkefni nefndarinnar. Þær sem þar voru mættar voru þær Kristín Sveinsdóttir, Jóhanna Sesselja Erludóttir (Lella) og Hildur Björg Gunnarsdóttir með Þórunni Arnardóttur og Gyðu Karlsdóttir okkur til halds og trausts. Draumurinn var að skapa vettvang innan KFUM og KFUK á Íslandi til að sýna nokkrar kvikmyndir sem nokkrar okkar höfðu fengið að kynnast í gegnum Heimssamband KFUK. Þessar kvikmyndir eru hluti af kvikmyndaröð sem heitir á ensku Women, War and Peace eða konur, stríð og friður á íslensku. Strax var hafist handa við undirbúning sýninganna og var stefnan sett á Bíó Paradís. Við urðum fljótt varar við mikinn meðbyr, bæði innan veggja KFUM og KFUK og einnig utan veggja þess. Höfðum við fljótlega samband við UN Women á Íslandi og vildu þær glaðar aðstoða okkur. Við stóðum fyrir tveimur kvikmyndasýningum í Bíó Paradís fyrir jól; hin fyrri var 27. nóvember síðastliðinn þar sem sýnd var myndin I came to testify sem fjallar um hvernig konur sem urðu fyrir hópnauðgunum í Bosníustríðinu sögðu sína sögu og með sínum vitnisburðum stuðluðu að því að í fyrsta skipti í sögunni voru menn dæmdir fyrir kynferðislega glæpi í stríði. Seinni sýningin var 10. desember síðastliðinn og þá var myndin Pray the devil back to hell sýnd. Hún fjallar um friðsamleg mótmæli kvenna í Líbíu 8

Mannréttindanefnd KFUM og KFUK stóð nýlega fyrir sýningum á heimildarmyndum Abigail Disney um ofbeldi gegn konum í stríði og baráttu kvenna fyrir friði.

á meðan seinni borgarastyrjöldin stóð sem hæst. Hún fjallar m.a. um Leymah Gbowee sem fékk friðarverðlaun Nóbels 2011. Boðið var upp á umræður eftir þessar sýningar sem tókust mjög vel og vöktu marga til umhugsunar um konur og þeirra hlutverk í stríði og friðarumræðum. Nefndin stefnir að því að fjölga í herbúðum sínum og hafa margir sýnt þessu verkefni áhuga. Ýmis verkefni bíða nefndarinnar; okkur langar að sýna fleiri kvikmyndir á nýju ári. Einnig er stefnan sett á stórt verkefni sem tengist vitundarvakningu á heimilisofbeldi og er stefnt að því að setja saman það verkefni

á vordögum 2014. Eins og sjá má eru verkefni og markmið nefndarinnar í þróun og við leitum til mannréttindastarfs Heimssambands KFUK þar sem meðal annars er lögð mikil áhersla á útrýmingu á ofbeldi gagnvart konum og leiðtogaþjálfun ungra kvenna. Ljóst er að verkefnin eru mörg og áhuginn mikill og það verður spennandi að fylgjast með þróun mannréttindanefndar KFUM og KFUK á Íslandi. Hildur Björg Gunnarsdóttir


Gefandi að taka þátt í sjálfboðaliðaflokk Vindáshlíðar

Einstök upplifun að fá að starfa í sumarbúðum þar sem mikið er hlegið og kærleikurinn í hámarki.

Í sumar var leikurinn endurtekinn í Vindáshlíð frá því í fyrra og einn dvalarflokkurinn var fullkomlega mannaður af sjálfboðaliðum sem tóku engin laun fyrir flokkinn heldur bara ánægjuna, og það var vissulega nóg af henni. Flokkurinn fékk fljótlega nafnið Besti flokkurinn enda augljóslega um besta flokk sumarsins að ræða að mati þeirra sjálfboðaliða sem sáu um flokkinn.

Það voru rúmlega 80 stúlkur á aldrinum 10-12 ára sem komu upp í Vindáshlíð mánudaginn 24. júní og erfitt var að gera greinarmun á hverjar væru spenntari fyrir komandi viku, dvalarstúlkurnar eða starfsstúlkurnar. Samtals voru 22 starfsstúlkur sem komu að flokknum með einhverjum hætti og skiptu þær með sér hinum ýmsu störfum. Flestar þeirra sem tóku þátt dvöldu í Vindáshlíð alla vikuna en sumar komu í einn til þrjá daga og aðstoðuðu við hin ýmsu störf sem þurfti að sinna. Það var sérstaklega ánægjulegt að upplifa þá stemningu sem myndaðist meðal starfsfólksins og lýsir það sér best í því að það var offramboð á starfsfólki nánast alla vikuna og helsta áhyggjuefnið var að finna rúm fyrir alla. Þar að auki var einstaklega gestkvæmt þessa vikuna þar sem mikið af eldri starfsstúlkum sem ekki gátu skuldbundið sig í vinnu voru duglegar að koma í heimsókn og létta undir með því að taka þátt í dagskránni á einn eða annan hátt. Starfsfólk flokksins var blanda af gömlu og nýju starfsfólki sem rifjuðu upp gömlu Vindáshlíðarsumrin því eins og allir vita sem þar hafa unnið þá er það einstök upplifun að fá að vinna í Vindáshlíð og gera að er KFUK og KFUM Markmið starfsfólks og sjálfboðaliða taka þátt í því starfi sem þar er dvölina sem skemmtilegasta fyrir börnin og unglingana.

unnið. Kærleikurinn er alltaf mikill í Hlíðinni en hann var einstaklega áberandi í Besta flokknum, allir störfuðu með það að markmiði að gera dvölina skemmtilega fyrir bæði dvalarstúlkurnar og samstarfsfólkið. Allir störfuðu af hugsjón og voru tilbúnir að takast á við öll þau verkefni sem þurfti að inna af hendi með bros á vör. Það var mikið hlegið og eins og vill gerast mynduðust þar sterk ný vinabönd, auk þess sem önnur sem þegar voru til staðar voru styrkt. Vonandi hefur hér skapast hefð sem gamlar jafnt sem nýjar Hlíðarmeyjar koma til með að taka þátt í ár eftir ár. Vert er að minnast á það að með því að spara Vindáshlíð launakostnað í heila viku er mikið fjáröflunarstarf unnið sem gefur starfinu mikið. Allir þeir sem komu að flokknum með einhverjum hætti eiga þakkir skilið fyrir að standa vaktina og leggja sitt af mörkum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í gleðinni næsta sumar geta haft samband við stjórn Vindáshlíðar og fengið nánari upplýsingar. Kristín Sveinsdóttir „Ógleymanlegir dagar! Þarna komu saman þaulvanir starfsmenn sem skemmtu sér ekki síður en stelpurnar í flokknum.“ Anna Elísa Gunnarsdóttir „Gaman að geta unnið í einni skemmtilegustu vinnu í heimi og lagt eitthvað gott af mörkunum í leiðinni.“ Jessica Leigh Andrésdóttir „Mér fannst gaman að vinna með og læra af reyndu fólki sem hefur unnið í Vindáshlíð áður.“ Hanna Lára Baldvinsdóttir „Besti flokkurinn er klárlega eitt af því skemmtilegra sem ég hef gert. Það er líka stórkostlegt að vera komin aftur í Vindáshlíð eftir um 10 ára pásu.“ Bára Sigurjónsdóttir „Einstök upplifun sem ég hlakka til að taka þátt í ár eftir ár eftir ár.“ Berglind Ósk Einarsdóttir „Forréttindi að fá að starfa með þessum flottu konum á jafn yndislegum stað og Vindáshlíð er. Kom heim endurnærð með gleði í hjarta og tilhlökkun til næsta árs.“ 9


Stjórnarpistill

Tækifæri í alþjóðasamstarfi

Í minningu látinna félagsmanna

Blessuð sé minning þeirra: Erlendur Siggeirsson Guðbjörg Guðjónsdóttir Hafsteinn Guðmundsson Helgi S. Guðmundsson Katrín Kristjánsdóttir Svanlaug Sigurjónsdóttir

KFUM og KFUK á Íslandi færir aðstandendum og ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biður þeim Guðs blessunar.

Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25)

Sjálfboðaliðinn Nafn: Steinarr Hrafn Höskuldsson Aldur: 20 ára Hvar hefur þú starfað innan KFUM og KFUK? Ég hef verið leiðtogi í unglingadeild KFUM og KFUK í Grensáskirkju og setið í stjórn TenSing. Hver er atvinna þín? Ég er að læra verkfræði við Háskóla Íslands en er líka í hlutastarfi hjá IKEA. Hvenær byrjaðir þú í KFUM og KFUK? Ég byrjaði að mæta í KFUM og KFUK Grensáskirkju þegar ég var 14 ára og ég er ennþá að mæta á fundina, nú sem leiðtogi. Getur þú deilt með okkur einni góðri minningu úr starfi félagsins? 10

KFUM og KFUK á Íslandi hefur löngum sótt vetrarstarfinu og í sumarbúðunum. Þekkingin hugmyndir og þekkingu út fyrir landsteinana getur einnig verið grundvöllur nýrrar sem hefur nýst í starfinu hér heima. Stofnun starfsemi, eins og verkefni nýstofnaðrar félagsins á Íslandi má til að mynda rekja Mannréttindanefndar KFUM og KFUK á til erlendrar fyrirmyndar Íslandi eru til marks um. og ýmis verkefni hafa Að lokum má nefna að þátttaka komið til framkvæmda hér félagsmanna í alþjóðastarfi á landi í kjölfar þátttöku stuðlar að frekari kynningu á félagsmanna á viðburðum félaginu og gildum þess. Erlend erlendis. félagasamtök geta lært margt af Alþjóðasamstarf er eflaust starfsemi og verkefnum KFUM stærri hluti af starfi félagsins og KFUK á Íslandi sem væri Anna Elísa Gunnarsdóttir en margan grunar. Frásagnir hægt að hrinda í framkvæmd af dvöl félagsmanna erlendis. Þar má til dæmis erlendis á námskeiðum eða nefna verkefni á borð við öðrum viðburðum voru áberandi í síðasta Verndum þau og Ekki meir! námskeiðin og fréttabréfi KFUM og KFUK og umfjöllun aðferðir í leiðtogaþjálfun. Alþjóðasamstarfið ársskýrslu síðasta árs um alþjóðastarfið var er því tilvalinn vettvangur til að gefa öðrum viðamikil. Margir félagsmenn hafa tekið þátt þjóðum og félagasamtökum tækifæri á að í viðburðum sem tengjast alþjóðasamstarfi, kynnast nýjum aðferðum í starfseminni. bæði erlendis og hér heima, til dæmis með Ekki má heldur gleyma því að KFUM og þátttöku í verkefninu Jól í skókassa og með KFUK á Íslandi er ekki eyland heldur hluti þátttöku á Evrópuhátíð KFUM í Evrópu í af stærri heild á heimsvísu sem hefur Prag síðasta sumar. sameiginlegt markmið, að efla kristna trú og Tækifæri í alþjóðasamstarfi leynast víða. Þau vinna samkvæmt kristnum gildum. Það að felast til dæmis í persónulegum ávinningi vera hluti af KFUM og KFUK er því ákveðið einstaklinga, sem og ávinningi fyrir félagið. sameiningartákn sem við getum verið stolt Þátttaka í alþjóðastarfi stuðlar að aukinni af. þekkingu, bæði á þeim málefnum sem Af þessu má sjá að alþjóðasamstarf er eru til umfjöllunar hverju sinni, en einnig á verkfæri sem við, félagsmenn í KFUM og menningu annarra þjóða. Alþjóðasamstarf KFUK á Íslandi, eigum að nýta til að stuðla víkkar því sjóndeildarhring hvers og eins, að auknum tækifærum sem efla starfið hér stuðlar að auknu umburðarlyndi og dregur heima. Það er til mikils að vinna. úr fordómum. Ávinningur fyrir félagið felst meðal annars í þeirri nýfengnu þekkingu Anna Elísa Gunnarsdóttir sem þátttakandi nýtir á ýmsum stöðum Í stjórn KFUM og KFUK á Íslandi innan KFUM og KFUK á Íslandi, til dæmis í

Eitt sinn fórum við í ævintýraferð til Danmerkur og ýmislegt gerðist. Steinarr Hrafn Einn daginn Höskuldsson vöknuðum við við kýr, mér og öðrum tókst að sprauta kóki í 5,3 metra hæð og fengum í kjölfarið að sitja í rafmagnskappakstursbíl. Við skoðuðum eyju og gengum á hæsta tind hennar (19 m yfir sjávarmáli), köstuðum brennandi bolta á milli okkar, veiddum fisk með berum höndum, rerum á kajak og margt fleira.

Hver er eftirlætis ritningarstaður þinn? 55. Davíðssálmur, 23. vers: Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, aldrei að eilífu lætur hann réttlátan mann hrasa. Getur þú gefið lesendum gott ráð? Alltaf að hlusta á foreldrana sína, þeir eru mikið lífsreyndari en maður sjálfur og vita þess vegna alltaf betur. Hvað hefur leiðtogastarfið gefið/gert fyrir þig? Það hefur kennt mér að meta það sem aðrir gera fyrir mig.


Samráðsþing 2013

Áherslur og forgangsmál í starfinu okkar Dagana 11.-13. október síðastliðinn var forystufólk í starfi KFUM og KFUK á Íslandi boðað til samráðsþings eins og síðustu ár. Þátttaka var mjög góð og átti kraftmikill hópur saman yndislega helgi í Vatnaskógi. Í ár beindum við sjónum að því hvernig við, í starfi KFUM og KFUK, mætum þörfum samfélagsins okkar í dag, ekki síst þörfum barna og ungs fólks sem býr við misjöfn kjör og margbrotnar áskoranir. Á föstudeginum ræddi Bóas Valdórsson sálfræðingur við okkur um forsendur heilbrigðs sjálfstrausts hjá börnum og unglingum og hvernig starf okkar hefur góð áhrif á mótun sjálfsmyndar þeirra. Á laugardeginum fjallaði Rúnar Vilhjálmsson prófessor í Háskóla Íslands um hvað við

getum lært af rannsóknum um aðstæður, líðan og lífsstíl íslenskra skólabarna. Í kjölfarið var unnið í þremur hópum. Einn fjallaði um hvernig breyta megi áherslum í starfinu til að ná betur til innflytjendabarna, annar rýndi í hvaða börnum líður vel og hverjum síður og hvað við getum gert til að stuðla að lífsánægju og vellíðan barnanna. Sá þriðji ræddi um hvernig við getum í starfi okkar eflt heilbrigðan lífsstíl og verið börnunum fyrirmynd. Í eftirmiðdaginn voru þrjár málstofur þar sem sjónum var beint að leiðtogunum í starfinu okkar, því hvernig við notum samfélagsmiðla í samskiptum við unga fólkið og samstarf við foreldra og aðkomu þeirra að starfi félagsins. Um kvöldið var Anna Elísabet Gestsdóttir deildarstjóri og grunnskólakennari með hugleiðingu um hvernig við getum byrjað snemma á því að hjartanæra einstaklinga. Þrif og matargerð var í höndum sjálfboðaliða sem sinntu hópnum af alúð og dagskrá fyrir börnin var í höndum sjálfboðaliða úr starfinu okkar. Samráðsþingin eru dýrmætur vettvangur fyrir forystusveit félagsins til að stilla saman strengi sína, njóta Góð þátttaka var á samráðsþinginu og átti hópurinn yndislega stund samfélagsins hvert við annað saman í Vatnaskógi. og uppörvast í trúnni á Krist.

Hugleiðing Ég nýt þeirra forréttinda að vera þátttakandi í verkefninu „Jól í skókassa“. Þar hefjumst við handa í Björgvin september ár Þórðarson hvert og það er upphafið á mínum jólaundirbúningi. Það verkefni hefur auðgað mína jólahátíð svo um munar. Að færa barni sem ég þekki ekki, hef aldrei hitt og mun sennilega aldrei hitta á lífsleiðinni, gjöf sem kallar fram góðar tilfinningar og vitneskju um að það er einhver þarna úti sem lætur sér annt um það, skiptir máli. Og þó það sé

alls ekki saman að jafna þá minnir þetta mig á Gjöfina miklu sem Guð hefur gefið mér. Sjálfan sig, fæddan í þennan heim til þess að opna mér hlið himinsins. Þvílík elska, þvílíkur kærleikur. Og kærleikurinn sem knýr mig áfram í verkefninu „Jól í skókassa“ er ekki minn heldur endurspeglun kærleika Guðs sem sendi engla sína með þennan boðskap til allra manna á öllum tímum; „Sjá ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum, Yður er í dag frelsari fæddur“. Það er fögnuður ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir þig, fyrir börnin í Úkraínu, fyrir fólkið á Filippseyjum, fyrir fátæka og ríka, hvíta og svarta. Fjárhirðarnir sem fengu fagnaðartíðindin forðum daga kættust ekki bara í eigin hópi heldur fóru og leituðu að þeim sem um var talað. Og þeir fundu hann, frelsarann, liggjandi í jötu í fjárhúsi. Hvílík auðmýkt af

Fyrirlesarar helgarinnar opnuðu umræður með fyrirlestrum um forsendur heilbrigðs sjálfstrausts hjá börnum og unglingum, aðstæður, líðan og lífsstíl íslenskra skólabarna ásamt því hvernig hægt er að byrja snemma á því að hjartanæra einstaklinga.

Við fengum tækifæri til að beina sjónum að ólíkum hópum sem mynda samfélagið á Íslandi í dag og minntum hvert annað á að börn eiga rétt á því að heyra að þau geta trúað á Guð og að Guð hefur trú á þeim. Auður Pálsdóttir Formaður stjórnar KFUM og KFUK á Íslandi

Guðs hálfu, skapara himins og jarðar. Þess sem allt vald hefur og á alla dýrðina. Hann kom í þennan heim í fullkominni auðmýkt og kærleika og sýndi okkur sanna elsku. Það eru forréttindi að fá að gefa. Gjöfin þarf ekki að kosta peninga. Kærleikur er sú dýrmætasta gjöf sem hægt er að gefa nokkurri manneskju. Og það kann að vera vandi að taka á móti kærleiksgjöf. Hún er ekki sjálfsögð og hún er ekki alltaf án fórnar. Metum hvert annað og virðum hvert annað. Verum þakklát og auðmjúk. Vitnum um kærleika Guðs með því að leyfa honum að nota okkur til að endurspegla kærleika sinn. Ekki bara um aðventu og jól, heldur alltaf. Guð gefi þér og þínu fólki blessaða og gleðiríka jólahátíð. Björgvin Þórðarson

11


Viltu sækja um sumarstarf? Sumarbúðir KFUM og KFUK í Vatnaskógi, Vindáshlíð, Ölveri, Kaldárseli og á Hólavatni auglýsa störf sumarið 2013. Hægt er að sækja um á sérstöku umsóknarformi á www. kfum.is frá 1. janúar 2014. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2014. Á sama umsóknarformi er hægt að sækja um sumarstarf á leikjanámskeiðum KFUM og KFUK. Lífið á Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK, einkennist af lífsgleði og ánægju. Nú á aðventunni settu krakkarnir í leikskólanum á svið helgileik í sal KFUM og KFUK á Holtavegi.

Flugeldasala KFUM og KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík

Starfsmannanámskeið sumarbúðanna Starfsmannanámskeið sumarbúðanna eru mikilvægur liður í undirbúningi sumarstarfsins en námskeiðið mun að þessu sinni fara fram í Vatnaskógi dagana 28.-30. maí. Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er skyndihjálp, brunavarnir og almenn öryggisfræðsla, agastjórnun, þroski barna, leikjafræði, hugleiðingagerð og fleira. Þess utan sækja starfsmenn námskeiðið Verndum þau og eineltisvarnarnámskeiðið Ekki meir en þessi námskeið eru haldin í samstarfi við Æskulýðsvettvanginn.

Skráning í sumarbúðir Skráning í sumarbúðir KFUM og KFUK hefst miðvikudaginn 19. mars kl. 18:00. Nánari upplýsingar er nær dregur á www. kfum.is.

Fréttabréf KFUM og KFUK á Íslandi, 3. tbl. 2013

Desember

Desember

Desember

kl. 12-22

kl. 12-22

kl. 10-16

29 30 31

12

Gegn framvísun þessarar afklippu fæst 2.000 króna kaupauki ef keypt er fyrir 10.000 krónur eða meira.

Ritstjórar: Berglind Ósk Einarsdóttir og Gyða Karlsdóttir Ábyrgðarmaður: Berglind Ósk Einarsdóttir Að blaðinu unnu: Berglind Ósk Einarsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Halldór Elías Guðmundsson, Auður Pálsdóttir, Salvar Geir Guðgeirsson, Björgvin Þórðarsson, Daníel Bergmann, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, Anna Elísa Gunnarsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Hjördís Rós Jónsdóttir, Birgir Ásgeirsson, Ólafur Jóhannsson, Steinarr Hrafn Höskuldsson, Kristín Sverrisdóttir, Petra Eiríksdóttir, Bára Sigurjónsdóttir, Tinna Rós Steinsdóttir, Sveinn Valdimarsson, Hildur Björg Gunnarsdóttir og fleiri. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, 104 Reykjavík Prentun: Ísafoldarprentsmiðja.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.