Fréttabréf KFUM og KFUK september 2013

Page 1

2. tölublað 2013

Fréttabréf KFUM og KFUK

Haustið markar upphaf spennandi æskulýðsstarfs KFUM og KFUK Nú þegar haustið gengur í garð hefur deildastarf KFUM og KFUK göngu sína af fullum krafti eftir gott sumarfrí. Starfað verður í fjölmörgum deildum víðs vegar um landið undir stjórn dyggra og dýrmætra sjálfboðaliða. Deildirnar eru skipulagðar með ýmsu móti, boðið er upp á yngri deildir (YD) fyrir stelpur og stráka á aldrinum 9-12 ára og unglingadeildir (UD) fyrir stelpur og stráka á aldrinum 13-16 ára, millideildir fyrir 11-13 ára stráka og stelpur í Keflavík og Ten Sing - starf í Reykjavík.

Starfið mun hefjast vikuna 16. – 20. september. Markmið KFUM og KFUK er að vekja trú á Jesú Krist með því að mæta börnunum sem sækja starfið og um leið að sýna þeim að þau eru dýrmæt sköpun Guðs. Lögð er áhersla á að starfið felist í uppbyggilegum frístundum og eru margvísleg verkefni í boði sem gleðja og bæta. Öllum þátttakendum er mætt af virðingu og umhyggju. Nú eru starfsmenn æskulýðssviðs í óðaönn að undirbúa veturinn og gengur vel að manna deildir en enn er þó rými fyrir sjálfboðaliða og

er áhugasömum bent á að hafa samband við æskulýðsfulltrúa KFUM og KFUK á netfangið petra@kfum.is eða í síma 588-8899. Það er mikill auður sem býr í ykkur kæra félagsfólk og hægt er að taka þátt í starfinu með margvíslegum hætti eins og t.d. með því að taka að sér forstöðu, koma og vera stuðningur í deildum, koma í heimsókn og kenna eitthvað sem þið eru snillingar í, segja frá margvíslegri reynslu, kenna söngva, föndur, matargerð, nýja leiki og svo margt margt fleira. Petra Eiríksdóttir, æskulýðsfulltrúi 1


Fylgt úr hlaði

Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK

Á Evrópuhátíð KFUM sem fram fór í Prag í sumar var sýnt myndband á stóru sviði sem nokkur þúsund ungmenni horfðu á.

Þetta var þriggja mínútna kynning á ungum Íslendingi, Daníel Bergmann (19 ára), sem

sagði frá því hvaða þýðingu þátttaka í starfi KFUM og KFUK á Íslandi hefði haft fyrir

hann. Myndbandið má nálgast á heimasíðu Heimssambands KFUM (www.ymca.int). Í

myndbandinu segir Daníel frá því að hann hafi komið inn í starf KFUM og KFUK fyrir 6 árum síðan með ekkert sjálfstraust. Þar fékk hann

leiðsögn og byrjaði að vaxa sem manneskja. Fyrir honum er KFUM og KFUK staður þar sem hann finnur gleði og frið, staður þar

sem hann fær fræðslu sem byggir hann upp. Þar kynntist hann Jesú Kristi og varð fyrir

góðum trúarlegum áhrifum eins og hann segir sjálfur. „Ég var strákurinn sem læddist með

veggjum þegar ég byrjaði í KFUM og KFUK,

en félagið hefur gefið mér tækifæri til að vaxa og þroskast.“

Daniel Bergmann tekur þátt í verkefni á

vegum Heimssambands KFUM sem kallast Change agent. Hann er fulltrúi KFUM

og KFUK á Íslandi í þessu verkefni, sem

ungmenni um allan heim taka þátt í. KFUM og KFUK leggur áherslu á að manneskjur vaxi

og styrkist til líkama, sálar og anda. Daníel er í hópi þeirra fjölmörgu sem hafa vaxið sem manneskjur með þátttöku í starfi KFUM og KFUK.

Við viljum halda áfram að hafa jákvæð áhrif á líf ungs fólks og við þörfnumst þín til þess að taka þátt í því með okkur.

Framundan er haust- og vetrardagskrá KFUM og KFUK. Fjölmargt spennandi er framundan í vetur eins og Fréttabréf KFUM og KFUK

ber með sér. Þátttaka í starfi KFUM og KFUK getur gefið þér mikið. Gefðu því tækifæri, taktu þér tíma og vertu með í vetur.

2

Basar KFUK 30. nóvember:

Mikilvæg fjáröflunarleið

Það er löng hefð fyrir því að halda basar konar handgerðum munum og heimabökuðu KFUK laugardaginn fyrir fyrsta sunnudag í góðgæti. Hægt er að koma með munina á aðventu, sem að þessu sinni ber upp á 30. Holtaveg í vikunni áður en basarinn verður nóvember, en basarinn er mikilvæg fjáröflun haldinn, en skrifstofan er opin frá kl. 9 til 17. fyrir starf KFUM og KFUK. Þetta hefur verið Á meðan basarinn stendur yfir fer fram kaffinánast árviss viðburður hjá félaginu síðan og vöfflusala. Er tilvalið að komast í jólaskap í 1909 og er ótalmörgum ómissandi liður í upphafi aðventu, fá sér rjúkandi kakó eða kaffi undirbúningi jólanna. Basarinn verður haldinn og vöfflu og skoða úrval basarmuna, um leið og í húsi KFUM og KFUK að Holtavegi 28 í starfsemi félagsins er styrkt. Reykjavík og hefst hann kl. 14:00. KFUK konur og aðstoðarfólk þeirra vinna margar árið um kring að undirbúningi hans m.a. með því að hekla, prjóna, föndra og baka. Á basarnum verða til sölu ljúffengar heimabakaðar tertur og kökur, prjónavörur, fallegt jólaskraut, heklaðir skrautmunir, útsaumaðir dúkar ásamt fjölbreyttu úrvali fallegs jólaskrauts. Basarnefnd KFUK hvetur allt félagsfólk og velunnara til að stuðla að því að gera basarinn Handgerðir munir og heimabakað góðgæti eru til sölu á basar KFUK jafnglæsilegan í ár og 30. nóvember næstkomandi. undanfarið með alls


Viðburðadagatal September - 6.-8. Feðgaflokkur í Vatnaskógi - 13.-15. Heilsudagar karla í Vatnaskógi - 16. Vetrarstarf í æskulýðsdeildum hefst - 18. Leiðtogakvöld á Holtavegi - 20.-22. Mæðgnaflokkur í Vindáshlíð - 22. Fyrsta sunnudagssamvera haustsins á Holtavegi, - ath. kl. 17:00 - 25. Haustnámskeið KFUM og KFUK, ÆSKR, ÆNK, ÆSKÞ og Biskupsstofu Hjóladagur hjá börnunum í Vinagarði í sumar. Þrátt fyrir stækkun leikskóla KFUM og KFUK og fjölgun barna, komast færri að en vilja.

Leikskólinn Vinagarður:

Ný námskrá í mótun fyrir veturinn Þessa dagana erum við að taka á móti nýjum börnum á leikskólann okkar ásamt því að börn flytjast á milli deilda vegna aldurs. Undirbúningur vetrarins felst aðallega í því að skipuleggja starfið, ákveða þema og setja markmið fyrir veturinn. Starfsfólk leikskólans vinnur í haust að því að móta nýja námskrá leikskólans út frá nýrri aðalnámskrá leikskóla. Þar er tekið á grunnþáttum íslenskrar menntunar sem eiga að stuðla að samfellu í skólakerfinu. Undirbúningurinn felst í því

að kynnast leiðbeiningarefni frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og nýja námskráin verður svo unnin í vinnuhópum í september. Foreldrafundur verður á haustdögum og þá er starf vetrarins kynnt fyrir foreldrum og boðið upp á umræður um það. Eftir foreldrafundinn verður foreldrafélag leikskólans með aðalfund. Foreldrafélag leikskólans hefur verið mjög öflugt og tekið virkan þátt í starfi leikskólans. María Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri

Öflug og markviss leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK Í vetur mun KFUM og KFUK bjóða leiðtogum og leiðtogaefnum upp á markvissa leiðtogaþjálfun enda mikilvægt að huga vel að þeim fjölmörgu þáttum sem snúa að hlutverki leiðtoga í æskulýðsstarfi. Leiðtogakvöld verða í boði á Holtavegi þrjú skipti á haustmisseri, 2. okt., 30. okt. og 20. nóv. og leiðtogahelgi í Ölveri dagana 18.-20. október. Samverur á Holtavegi hefjast með léttum kvöldverði

kl. 18.30 og síðan verður boðið upp á 90 mínútna fræðslu sem verður aldurs- og reynsluskipt. Hverju kvöldi lýkur með helgistund en leiðtogarnir sjálfir munu taka virkan þátt í undirbúningi og framkvæmd leiðtogakvölda. Allar nánari upplýsingar um leiðtogafræðslu og námskeið veitir Magnea Sverrisdóttir djákni magnea@kfum.is.

Október - 2. Leiðtogakvöld á Holtavegi - 4.-6. Skólamót KSS í Vatnaskógi - 6. Sunnudagssamvera á Holtavegi kl. 20:00 - 11.-13. Samráðsþing KFUM og KFUK - 18.-20. Leiðtogahelgi - 20. Sunnudagssamvera á Holtavegi kl. 20:00 - 22. Tónleikar Hlíðarmeyja - 25.-27. Landsmót ÆSKÞ - 30. Leiðtogakvöld á Holtavegi Nóvember - 1.-2. GLS-námskeið - 1.-2. Sleepover UD á Holtavegi - 3. Sunnudagssamvera á Holtavegi kl. 20:00 - 9. Jól í skókassa – síðasti skiladagur - 12. Tónleikar Karlakórs KFUM - 10.-16. Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK - 15. Æskulýðsfulltrúanámskeið - 15. Hæfileikasýning YD á Holtavegi - 17. Sunnudagssamvera á Holtavegi kl. 20:00 - 20. Leiðtogakvöld á Holtavegi - 30. Basar KFUK Desember - 1. Sunnudagssamvera á Holtavegi kl. 20:00 - 3. Aðventufundur AD KFUM og KFUK - 6. Jólasamvera leiðtoga KFUM og KFUK - 7. Jólatréssala Vindáshlíðar - 28.-31. Flugeldasala KFUM og KFUK

3


Fjöldi tilboða um námskeið og ferðir erlendis - umsóknir til alþjóðaráðs KFUM og KFUK Nú er Evrópuhátíð KFUM í Prag lokið, en það hefur verið miðpunktur alþjóðastarfs KFUM og KFUK á Íslandi undanfarna mánuði. Nú þegar sól fer lækkandi er hægt að beina sjónum að öðrum verkefnum og þar er af nógu að taka. Í vor var ákveðið að fjölga fulltrúum alþjóðaráðs um tvo vegna þess hve umsvif ráðsins hafa aukist að undanförnu. Auglýst var eftir áhugasömum einstaklingum og nokkrar umsóknir bárust. Að lokum var ákveðið að bjóða þeim Gylfa Braga Guðlaugssyni og Jóhönnu Sesselju Erludóttur sæti í ráðinu.

Öflugt starfsfólk í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK þær Berglind Ósk Einarsdóttir, Hjördís Rós Jónsdóttir, Petra Eiríksdóttir og Magnea Sverrisdóttir.

Öflugt starfsfólk í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK Magnea Sverrisdóttir djákni og kennari hóf störf hjá KFUM og KFUK þann 1. ágúst sl. en hún mun leysa sr. Jón Ómar Gunnarsson af í eitt ár á meðan á námsleyfi hans í Bandaríkjunum stendur. Staðan er sameiginleg með Kristilegu skólahreyfingunni. Hjördís Rós Jónsdóttir æskulýðsfulltrúi, sem verið hefur í fæðingarorlofi í eitt ár, kom til starfa aftur þann 1. ágúst sl. og Petra Eiríksdóttir sem leysti hana af verður hjá okkur áfram þar sem Halldór Elías Guðmundsson hefur látið af störfum. Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir lætur af störfum sem starfsmaður á skrifstofu félagsins og ritstjóri Fréttabréfsins. Í hennar stað hefur Berglind Ósk Einarsdóttir verið ráðin til starfa. Hákon Arnar Jónsson var verkefnisstjóri fyrir Evrópuhátíðina í Prag og lauk störfum að hátíð lokinni. Við þökkum Halldóri Elíasi, Ásu og Hákoni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskum þeim velfarnaðar um leið og við bjóðum nýtt fólk hjartanlega velkomið til starfa fyrir félagið.

4

Það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá alþjóðaráði nú á haustmánuðum. Það streyma stöðugt inn tilboð um ferðir og námskeið úr öllum áttum og við hvetjum fólk til að fylgjast með því sem í boði er á Facebook síðunni okkar, Alþjóðastarf KFUM og KFUK, eða á heimasíðu kfum.is. Enn fremur hvetjum við ykkur til þess að vera óhrædd við að sækja um ef þið sjáið tilboð sem heillar ykkur. Þið hafið engu að tapa en allt að vinna.

Spennandi dagskrá á AD KFUM og KFUK fundum vetrarins Löng hefð er fyrir samveru - og fræðslustundum á vegum KFUM og KFUK yfir vetrarmánuðina fyrir fullorðna. Fundir Aðaldeilda (AD) verða í vetur, líkt og undanfarin ár, í húsi félagsins að Holtavegi 28. Sérstakar nefndir halda utan um dagskrá og skipulag vetrarstarfsins. AD KFUK- nefndina í vetur skipa Anna Magnúsdóttir, Rúna Þráinsdóttir og Þórunn Arnardóttir. Anna og Rúna voru líka í AD nefnd síðasta vetur en Þórunn kemur ný inn í verkefnið. AD KFUK er með fundi á þriðjudagskvöldum kl. 20 og eru allar konur hjartanlega velkomnar á fundina. Fyrsti AD KFUK-fundur vetrarins

verður samkvæmt venju í Vindáshlíð, þriðjudaginn 1. október, en skráning fer fram hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. Fundir hjá AD KFUM eru á fimmtudagskvöldum kl. 20, og karlmenn á öllum aldri eru velkomnir á þá. Fyrsti AD KFUM-fundur vetrarins verður fimmtudaginn 3. október. Nefnd AD KFUM skipa Ársæll Aðalbergsson, Ólafur Sverrisson, Sigurbjörn Þorkelsson og Tómas Torfason. Dagskrá fullorðinsstarfs KFUM og KFUK fylgir með þessu eintaki Fréttabréfsins og er félagsfólk hvatt til að kynna sér og taka þátt í henni.

Hafnfirsk leikskólabörn verða áfram í Kaldárseli í vetur Á haustmánuðum 2012 samþykkti stjórn Kaldársels að leigja Hafnarfjarðarbæ Kaldársel og rekur leikskólinn Víðivellir „Skógardeild“ þar yfir vetrarmánuðina. Þessi starfsemi Víðivalla er ákveðið þróunarverkefni þar sem meginmarkmiðið er að bjóða upp á óhefðbundna námsleið í nánum tengslum við náttúruna. Sá samningur var til eins árs. Í byrjun sumars 2013 var þessi samningur framlengdur til sumarsins 2015. Það er gleðiefni að leikskólabörn úr Hafnarfirði fái áfram að njóta vetrardvalar í Kaldárseli. KFUM og KFUK á Íslandi og stjórn Kaldársels fagna þessum áframhaldandi samningi sem felur í sér aukna notkun á Kaldárseli yfir vetrarmánuðina í þágu barna í Hafnarfirði.


gi nú í

Þéttsetið íþróttahúsið í Vatnaskógi á kvöldvöku á Sæludögum í Vatnaskó sumar.

Sæludagar í Vatnaskógi „Það er alltaf svo frábært að koma í Vatnaskóg, þar líður mér svo vel,” sagði einn gesta Sæludaga í ár og brosti út í annað. Hann er einn þeirra 1200 sem sóttu Vatnaskóg heim um Verslunarmannahelgina, nutu hátíðarinnar og sneru til baka með góðar minningar í farteskinu. Hin árlega fjölskylduhátíð Skógarmanna fór fram í Vatnaskógi dagana 1. til 5. ágúst síðastliðinn. Að venju var boðið upp á ýmsa dagskrárliði og hafa sumir þeirra verið fastir liðir í mörg ár. Þar má nefna kvöldvökur í íþróttahúsinu, hæfileikasýningu barnanna, Sæludagaleikana og góðar stundir á Café Lindarrjóðri. Í ár var sérstakur hátíðarbragur yfir dagskránni en í sumar eru liðin 90 ár

Stórir sigrar unnir á Sæludögum

í sumar.

síðan fyrsti drengjahópurinn kom í Vatnaskóg og sumarstarfið hófst í tjöldum við Eyrarvatn. Það má með sanni segja að gestir Sæludaga hafi fengið að njóta hinna ýmsu veðrabrigða yfir helgina. Á föstudeginum lágu margir í sólbaði, bryggjan iðaði af lífi og þurftu einhverjir að grípa til sólarvarnarinnar. Á laugardeginum og sunnudeginum voru þeir dagskrárliðir sem fóru fram innandyra aftur á móti afar vel sóttir og brugðu einhverjir á það ráð að sofa í bílunum þegar tjöldin og fellihýsin hristust um of aðfaranótt sunnudags. Fengu innsýn inn í fyrstu árin í Vatnaskógi Það mátti heyra hlátrasköll, andvörp og fylgjast með nokkrum börnum skríða í fang foreldra sinna þegar brúðuleikritið Pétur og úlfurinn var flutt á laugardeginum. Zumbakennslan vakti mikla lukku en þar dönsuðu börn, fullorðnir og einn ánægður afi við tónlist fyrir framan matskálann. Leitin að gáfuðustu fjölskyldunni bar árangur, margir tóku þátt í knattspyrnuhátíðinni á íþróttavellinum og fullt var út úr dyrum í Gamla skála þegar Þórarinn Björnsson rifjaði upp aðdraganda og upphaf sumarstarfs KFUM. Um kvöldið fór fram hátíðarkvöldvaka og var frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, viðstödd af því tilefni. Að venju var mikið sungið og hlegið og fengu gestir einnig að heyra hugleiðingu. Stuttmyndin Áfram að markinu eftir Þorleif Einarsson var frumsýnd þetta kvöld. Þar segir frá dreng sem fer í sumarbúðirnar Vatnaskóg þungur á brún þar sem hann vill heldur sitja heima og spila tölvuleiki. Áhorfendur fá innsýn inn í fyrstu árin í Vatnaskógi í gegnum

myndbrot frá starfi sr. Friðriks og drengjanna í sumarbúðunum og fylgjast einnig með þroskasögu drengsins sem áttar sig smám saman á því sem Vatnaskógur hefur upp á að bjóða. Hvaðan kemur þessi öfluga hljómsveit? Ungir sem aldnir sóttu tónleika Tilviljunar? á laugardagskvöldinu og dönsuðu margir fram á rauða nótt. Fullorðinn maður átti varla orð yfir þessari öflugu hljómsveit og kvaðst sjaldan hafa séð annað eins. Hluti hljómsveitarinnar lék einnig á kvöldvökunum og á kaffihúsinu eitt kvöldið. Það kom starfsmönnum Vatnaskógar skemmtilega á óvart hversu margir tóku þátt í Sæludagaleikunum í ár. Þrátt fyrir að úti blési og flestir kysu úlpur fram yfir stuttbuxur og íþróttaskó, tóku margir þátt í kúluvarpi, 100 metra hlaupi, langstökki, héldu sandpoka fyrir ofan höfuð, héngu á stöng og reyndu nýja ljósaþraut. Hæfileikasýning barnanna skipar sérstakan sess á Sæludögum. Í gegnum árin hefur fjöldi barna fengið tækifæri til að stíga sín fyrstu skref á sviði og deila hæfileikum sínum með fullum sal af áhorfendum með alvöru hljóðnema í hönd. Í ár var engin breyting á og mátti heyra söng, sjá dans og gleðjast yfir sigrum yngstu kynslóðarinnar á sviðinu. Höfundur og ljósmyndari: Lára Halla Sigurðardóttir

5


107 Íslendingar á Evrópuhátíð KFU Söngleikurinn LOVE spelled L-O-V-E

Í byrjun árs fengum við Ingi Hrafn og Bergey þær frábæru fréttir að við hefðum komist inn í söngleikinn Love spelled L-O-V-E í Prag. Í júlí var okkur svo tjáð að við myndum ekki fá neitt handrit heldur yrði þetta spunaverkefni, og ó boj hvað stressið kom þá inn og auðvitað töldum við ómögulegt að búa til fjögurra klukkutíma söngleik á viku. Við flugum út föstudaginn 26. júlí og hittum hópinn fyrst tveimur dögum síðar en hann samanstóð af fólki frá Rússlandi, Hvíta Rússlandi, Sviss, Úkraínu, Prag, Skotlandi, Þýskalandi og svo að sjálfsögðu okkur Íslendingunum. Fyrstu tvo dagana fórum við yfir söguna og nokkrar hugmyndir, fórum í nokkra leiki og æfðum fyrsta lagið. Svo var okkur raðað í hlutverk. Ég lék mömmu Esperönzu, sem var aðal persónan, og Ingi Hrafn lék kennara, strák sem svindlaði og strák í æfingahóp. Bergey endaði á að taka ekki þátt í söngleiknum heldur var hún fengin til að spila á lokastundinni á hverjum degi í staðinn. Sýningin fjallaði um stelpu að nafni Esperanza, hún átti bróður sem var í gengi og var aldrei heima og móður sem hugsaði ekkert um börnin sín. Eldri systir Esperönzu passaði þó upp á hana og studdi hana. Esperönzu gekk illa í skóla og fékk valið um það að fara í sumarskóla eða keppa í stafsetningarkeppni. Hún velur keppnina en fær hvergi stuðning nema frá stóru systur sinni, hún kemst í gegnum fyrstu keppnina vegna þess að einn keppandinn svindlaði. Í lokin er hún þó komin alla leið í heimsmeistarakeppnina í stafsetningu og vinnur hana. Á þeim tímapunkti eru allir farnir að styðja hana. Söngleikurinn fjallar þannig um hvernig líf hennar breytist til hins betra með hjálp frá góðum vinum og með auknu sjálfstrausti. Það var frábær lífsreynsla að taka þátt í þessu ævintýri og klárlega ein besta leik- og söngreynsla sem við hefðum getað fengið. Ekki nóg með að við fengjum tækifæri til að sýna fyrir framan þennan STÓRKOSTLEGA áhorfendahóp heldur eignuðumst við frábæra vini í gegnum þetta. Þetta er klárlega eitthvað sem ég mun aldrei gleyma og ég er svo hamingjusöm og þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu ævintýri!

Það má með sanni segja að skipst hafi á skin og skúrir á tíu daga dvöl okkar á meginlandinu í kringum Evrópuhátíð KFUM í Prag sem haldin var í þriðja sinn dagana 4.-10. ágúst. Alls voru 107 Íslendingar sem sóttu tæplega 5.000 manna hátíðina þetta árið og vakti fjöldi okkar mikla athygli enda þóttum við í þokkabót mjög sýnileg. Setningin „did you empty out the whole island“ (á íslensku: tæmduð þið eyjuna) var vinsæl meðal spaugaranna þarna úti því þeim þótti við helst til of mörg miðað við höfðatölu. Þetta var fjölbreyttur og skemmtilegur hópur fólks sem fór saman út og vorum við ekki ein um að finnast það. Íslenski hópurinn var þekktur þar ytra fyrir mikla gleði, hressleika, virkni og samheldni. Við vorum allsstaðar og tókum þátt í öllu. Íslendingar stóðu fyrir næstflestum svokölluðum workshopum (eða smiðjum) á mótinu, á eftir Þjóðverjum, og gáfum við þátttakendum mótsins tækifæri á að kynna sér verkefnin Verndum þau og Kompás, kenndum þeim að hnýta vinabönd, búa til öskupoka, dansa

zumba, fara í hlátur jóga auk þess sem við leiddum þá sem vildu í gegnum s.k. Jesúgöngu. Við sáum um messu á einu sviðinu, áttum margoft fulltrúa uppi á sviði og þátttakendur í flestum hornum mótsins. Yfirskrift hátíðarinnar var Love 2 Live og það virtist vissulega vera það sem allir þátttakendur áttu sameiginlegt, að þeir elskuðu að lifa. Fyrsta kvöld hátíðarinnar var eftirminnilegt. Svæðið hafði opnað um eftirmiðdaginn og opnunarhátíðin átti að hefjast klukkan hálf átta. Þau plön fóru þó bókstaflega út um veður og vind þegar tók mjög snögglega að hvessa um klukkan sex. Gríðarlegur stormur gekk þá yfir í nokkrar mínútur sem gegnbleytti alla viðstadda og olli skemmdum á mótssvæðinu. Í kjölfarið þurfti að fresta hátíðinni um sólarhring meðan allt var sett upp á nýjan leik. Frá og með mánudeginum var hitinn á svæðinu svo töluvert meiri en við Íslendingar eigum að venjast. Við vorum því dugleg að minna hvort annað á vatnsdrykkjuna og sólarvörnina og margir fjárfestu í höfuðfötum.

Ásthildur Guðmundsdóttir aðstoða við Þátttakendur frá Íslandi kenna og M í Prag. KFU tíð puhá Evró á gerð poka ösku 6

Eitt af tilboðum hátíðarinnar var vinabandagerð í umsjón íslensku þátttakendanna.


UM í Prag Hér er Ögmundur (t.h.) með þeim Degi og Daníel á stormkvöldinu mikla.

Ferðasagan mín á Evrópumót KFUM Stund milli stríða hjá Salóme og Bellu í fyrstu hjálpar tjaldinu á hátíðinni.

Snillingur í blöðrum, moskítóbitum og snúnum ökklum

Hátíðin bauð uppá ýmislegt skemmtilegt frá fjölbreyttum workshopum (smiðjum) í flott skemmtiatriði. Það var líka töluvert um að fólk hitti gamla vini allsstaðar að úr heiminum eða að nýr vinskapur myndaðist meðal mótsgesta. Við vorum yfirleitt með þeim fyrstu til að mæta á svæðið og undantekningarlaust fylltu Íslendingar flest pláss í síðasta vagninum heim af hátíðinni og gerðu það með stæl, syngjandi og dansandi. Á hverju kvöldi var hátíðinni lokið með rólegri og fallegri lokastund. Það voru þrír aðilar sem sáu aðallega um stundirnar og var Íslendingurinn Bergey Flosadóttir þar á meðal. Hún spilaði undir á kontrabassa öll kvöld af mikilli snilld. Annar Íslendingur, Vilborg Pála Eriksdóttir, tók einnig þátt í stundinni einu sinni þegar hún tók hljóðnemann í hönd og söng lokalagið ásamt þremur öðrum. Hátíðin endaði svo á svipaðan hátt og hún byrjaði eða með rigningu. Veðrið var þó ekki eins dramatískt og á sunnudeginum og því hægt að keyra dagskrána yfir daginn þó að þurft hafi að slíta henni ögn fyrr en til stóð. Formlega verður hátíðinni þó ekki slitið fyrir en 16. nóvember næstkomandi á svokölluðum „impact day“ sem allir þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í og verður auglýstur nánar síðar. Eftir annan laugardag í Pragborg héldum við svo heim á leið sunnudaginn 12. ágúst og það var stór hópur af hamingjusömum en örmagna Íslendingum sem lentu í Keflavík aðfaranótt mánudagsins, örugglega flest byrjuð að plana ferð á hátíðina eftir fimm ár. Tinna Rós Steinsdóttir

Berglind Ólafsdóttir og Salóme Jórunn Bernharðsdóttir voru báðar sjálfboðaliðar á Evrópuhátíð KFUM í Prag. Berglind segir okkur hér frá reynslu sinni. Að vera sjálfboðaliði á Love2live hátíðinni var frábær reynsla. Þó að það hafi stundum verið mikið að gera var svo gaman að geta hjálpað fólki og einnig að vera svona stór hluti af hátíðinni. Verkefnin sem sjálfboðaliðar unnu voru eins mismunandi og þau voru mörg. Verkefnið sem ég fékk á hátíðinni var að vinna í fyrstu hjálp og eftir þessa viku get ég sagt að ég sé orðin snillingur í blöðrum, moskítóbitum og snúnum ökklum. Á hátíðinni var unnið á vöktum og það voru 6 tímar á dag. Ég vann með svo mörgu skemmtilegu og mismunandi fólki sem ég hefði ekki kynnst nema fyrir það að ég var sjálfboðaliði. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa ákveðið að vera sjálfboðaliði því að það gaf mér svo mikið til baka. Marga vini og mikla reynslu.

Íslenski hópurinn bauð upp á svokallaða „Jesúgöngu“ á Evrópuhátíðinni. Um er að ræða ratleik eða upplifunargöngu þar sem þátttakendur heyra um og íhuga líf og starf Jesú Krists.

Ég fór á Evrópumót KFUM í Prag í byrjun ágúst síðastliðnum. Ég tilheyrði Pragdeildinni sem var undir stjórn Sólveigar Reynisdóttur og Tinnu Rósar. Þegar ég kom á staðinn fannst mér margt athyglisvert og þá einna helst borgin sjálf. Við fengum að skoða okkur aðeins um í Prag og er hún ein af flottustu borgum sem ég hef komið til. Hátíðarsvæðið var einnig glæsilegt og hátíðin sjálf með besta móti fyrir utan nokkra storma sem gerðu það að verkum að sumu á dagskránni var aflýst. Fyrsta kvöldið á hátíðinni þegar opnunarhátíðin átti að fara að hefjast voru nokkrir úr íslenska hópnum búnir að koma sér fyrir á hliðarsviði inni á hátíðarsvæðinu og voru að syngja Rúllandi, veltandi við miklar undirtektir fólks allsstaðar að. Þegar lagið var að klárast byrjar ofsalegur vindur, rigning og þrumur og eldingar og öllum var vísað inn í matsalinn. Enginn vissi hvernig framhaldið yrði en eftir nokkrar mínútur var opnunarhátíðinni aflýst. Þrátt fyrir óveðrið var margt skemmtilegt gert á mótinu sjálfu eins og tónleikar og leikir og svo voru settar upp sundlaugar á svæðinu til þess að hægt væri að kæla sig niður í rosalegum hitanum. Áður en kvölddagskráin hófst hverju sinni var boðið upp á alls konar workshops (smiðjur) og flest lönd lögðu eitthvað til málanna þar. Við Íslendingarnir létum okkur ekki vanta. Deildin sem ég var í sá til að mynda um Jesúgönguna. Nokkuð margir tóku þátt í göngunni og það var mjög skemmtilegt að sjá um hana. Það sem stóð mest uppúr voru líklegast tónleikarnir sem Stop Poverty herferðin sá um á stóra sviðinu eitt kvöldið. Þá voru allir að dansa, syngja og skemmta sér. Ferðin öll fannst mér ótrúlega skemmtileg og ég mun að sjálfsögðu fara aftur eftir fimm ár ef ég fæ tækifæri til þess. Það var eiginlega allt við ferðina frábært. Þetta var lífsreynsla sem ég mun aldrei gleyma, takk fyrir frábæra ferð. Love 2 live! Ögmundur Ísak Ögmundsson, 16 ára. 7


107 Íslendingar á Evrópuhátíð KFUM í Prag „Change Agent“ á Evrópuhátíð KFUM

Þekkir þú félagið þitt? Það var mögnuð lífsreynsla að fara á Evrópuhátíð KFUM í Prag og ég mun seint gleyma því sem ég upplifði þar. Ég kynntist meðal annars fullt af frábæru fólki frá mörgum hornum lífsins. Ég og Daría Rudkova erum fulltrúar Íslands í svokölluðu Change Agent verkefni Heimssambands KFUM sem er tveggja ára alþjóðlegt verkefni með ungum leiðtogum frá flestum KFUM félögum í heiminum. Við sinnum verkefninu mikið heiman frá, í gegnum internetið, og svo eru nokkrir fundir þar sem við förum út í heim og hittum fleiri fulltrúa, eins og við gerðum í Prag. Þar hittumst við breytingafulltrúarnir alla morgna klukkan átta í þjálfun og fræðslu. Ekki nóg með að við fræddumst um sögu og uppsprettu félagsins heldur lærðum við líka um framtíðina. Innan alþjóðahreyfingar KFUM á nú að byrja að vinna með fjórar stoðir; valdeflingu ungs fólks, heilbrigðan lífsstíl, borgaralega þátttöku og umhverfisvernd. Okkur var líka sagt frá One Million Voices verkefninu sem er að hefjast innan Heimssambandsins en það er könnun sem

verður gerð meðal fólks á aldrinum 15 til 26 ára og gefur ungu fólki rödd til þess að hafa áhrif í samfélaginu. Við lærðum um svokallað “Change Model” sem er þekkt kerfi innan KFUM og RGE eða “Resource group of the environment”. RGE er alþjóðleg hreyfing innan KFUM sem fundar tvisvar í mánuði og ræðir um mögulegar umhverfisvænar breytingar á starfsstöðum KFUM. Við lærðum um svokallað “global digital platform” sem verður samskiptasíða fyrir KFUMara, líkt og Facebook, og að lokum Daníel Bergmann (19 ára) tók þátt í þjálfun fyrir breytingafulltrúa (Change Agent). Unnar Freyr (20 ára) lærðum við um Heimsþing KFUM 2014. dvaldi í ár sem sjálfboðaliði í Prag á vegum KFUM og KFUM eru elstu, dreifðustu og stærstu vann við skipulagningu hátíðarinnar. æskulýðssamtök í heiminum í dag og þjóna 58 milljón manns á ári hverju. Innan mótinu og þessu verkefni sem mun halda áfram veggja KFUM hefur margt gerst, til dæmis eiga út heimsþingið í júlí næstkomandi. Takk fyrir körfubolti, blak og innanhússfótbolti upphaf mig. sitt að rekja þangað. En fáir í heiminum þekkja KFUM þó það nái svo víða og má því segja að „Lát engan líta smáum augum á æsku þína, félagið sé sofandi risi. en ver fyrirmynd trúaðra, í orði, í hegðun, í Ásamt því að hafa lært margt um alþjóðlegu kærleika, í trú og hreinleika.“ 1.Tím.4:12 hreyfinguna sem við erum öll partur af þá efldist ég mikið sem manneskja við það að taka þátt í Daníel Bergmann

Kristniboðar á Evrópuhátíð KFUM í Prag Þær Dagrún Linda Barkardóttir, Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir og Pálína Agnes Baldursdóttir tóku þátt í verkefninu Mission Possible IV fyrir og á hátíðinni í Prag. Dagrún Linda segir hér frá verkefninu í nokkrum orðum. Mission Possible IV er kristniboðshópur frá 7 þjóðum úr 4 heimsálfum; Indlandi, Sambíu, Kólumbíu, Perú, Þýskalandi, Englandi og Íslandi. Við héldum til Þýskalands og vorum í smáþorpi með 30 manns sem við þekktum ekkert í eina viku. Þessi vika fór í það að hrista hópinn saman og undirbúa leikrit, guðsþjónustur, almennt kristniboð, lofgjörðarkvöld og fleira á Evrópumóti KFUM í Prag. Á þessari viku lærðum við helling og eignuðumst ótrúlega góða vini. Þegar við fórum svo með hópnum til Prag vorum við farin að vinna eins og einstaklega vel smurð vél og okkur tókst að draga að okkur athygli útum allt með því að leika okkur, syngja og vera kát. Við buðum fullt af fólki á lofgjörðarstundir og guðsþjónustur og fylltum kapellurnar í hvert

8

Hér eru Pálína Agnes, Dagrún Linda og Guðlaug María ásamt félögum úr Mission Possible hópnum að sjá um eina af mörgum lofgjörðarstundum hópsins á mótinu.

skipti. Við vorum með lofgjörð á lofgjörðarkvöldi hátíðarinnar á risastóru sviði og fengum til okkar heilan helling af fólki. Á öllum stundum þar sem við fengum fólk til okkar buðum við þeim að leita til okkar ef þau hefðu áhuga á. Við fengum til okkar fólk og spjölluðum við þau um

hvað sem er, fengum að biðja með mörgum og fólk var almennt mjög áhugasamt og þakklátt fyrir það sem við vorum að gera. Þessar tvær vikur voru æðislegar og við fengum að sjá mjög greinilega hversu mögnuð ást Guðs er.


NBK fundur í Svíþjóð 26.-29. september Þann 26.-29. september n.k. verður fundur Norrænu barnastarfsnefndar KFUM og KFUK haldinn í Malmö í Svíþjóð. Fundinn sækja fyrir Íslands hönd þau Hreiðar Örn Zoega Stefánsson og Brynja Eiríksdóttir. Á dagskrá fundarins verður meðal annars Norræna unglingamótið sem haldið verður í Svíþjóð 19.-24. júlí 2014. Að þessu sinni eru það fulltrúar Íslands sem sjá um skipulag og umsjón fundarins.

Kátar Hlíðarmeyjar í nýju Hlíðarbolunum

Fjáröflunartónleikar Vindáshlíðar 22. október – njótið góðrar tónlistar fyrir góðan málstað! Þriðjudaginn 22. október verða haldnir fjáröflunartónleikar í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 til styrktar starfinu í Vindáshlíð. Allur ágóði af tónleikunum rennur til viðhalds á húsnæði Vindáshlíðar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er aðgangseyrir 1.500 kr.

Boðið verður upp á kaffiveitingar, happdrætti og skemmtilega dagskrá. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is. Takið kvöldið frá og njótið góðrar tónlistar í góðum félagskap fyrir góðan málstað.

Heimsþing KFUM verður í Colorado 2014 Átjánda heimsþing KFUM verður haldið 29. júní til 4. júlí 2014 í Estes Park í Colorado. Áætlað er að um 1.500 félagar í KFUM og KFUK, bæði sjálfboðaliðar og starfsfólk allsstaðar að úr heiminum verði þar saman komin. Kynnið ykkur allt um heimsþingið á heimasíðu Heimssambands KFUM, www.ymca.int.

Sumarstarf KFUM og KFUK í blóma í sumar

Nú er skemmtilegt og viðburðaríkt sumar að baki í sumarstarfi KFUM og KFUK. Alls dvöldu vel á þriðja þúsund börn á aldrinum 6 – 17 ára í 54 dvalarflokkum sumarsins í sumarbúðum KFUM og KFUK víðsvegar um landið sem og á leikjanámskeiðum félagsins í Hjallakirkju og í Reykjanesbæ. Eins var boðið upp á Sirkus leikjanámskeið í Kaldárseli í fyrsta skipti. Sum barnanna voru að leggja á vit

ævintýranna í fyrsta skipti meðan önnur hafa farið margoft. Aðalmarkmið starfs KFUM og KFUK er að stuðla að því að börnin sem sækja sumarbúðirnar og leikjanámskeiðin eigi góða og eftirminnilega dvöl og fái að fræðast um Guðs orð. Þeim fjölmörgu starfsmönnum, sjálfboðaliðum og velunnurum KFUM og KFUK sem komu að starfi félagsins í sumar eru færðar þakkir fyrir framlag þeirra og ötult starf í sumar. 9


Sjálfboðaliðinn

Stjórnarpistill

Hvernig gerum við æskulýðsstarfið okkar áhugavert og spennandi?

Gísli Davíð Karlsson, stjórnarmaður í KFUM og KFUK á Íslandi.

Birgir U. Ásgeirsson Nafn: Birgir U. Ásgeirsson Aldur: 26 ára Hvar hefur þú starfað innan KFUM og KFUK? Í Vatnaskógi við og við, var í deildarstarfi í Hveragerði í nokkur ár og er nú í alþjóðaráði KFUM og KFUK. Ég starfa einnig fyrir KFUM í Evrópu til að efla evrópskt samstarf félaganna innan álfunnar. Hver er atvinna þín? Starfa hér og þar við kennslu, eðlisfræði og leiðsögn fyrir ferðamenn. Hvenær byrjaðir þú í KFUM og KFUK? Þegar ég var 9 ára drengur var ég í YD KFUM í Langagerði í Reykjavík ásamt Andra Guðmundssyni æskuvini. Við sóttum þar fundi vikulega í nokkurn tíma. Getur þú deilt með okkur einni góðri minningu úr starfi félagsins? Já, ég myndi vilja deila tveimur. Annars vegar man ég vel eftir 100 ára afmælishátíð félagsins í Perlunni árið 1999. Þá var ég drengur í starfi og fékk að ganga með hópi ungmenna fylktu liði frá Friðrikskapellu í Perluna þar sem hver og einn í skrúðgöngunni var merktur með ártali og táknaði eitt ár í sögu félagsins. Stemningin var mikil og ég gleymi þessu aldrei. Hins vegar námskeið um trúarágreining sem mér bauðst að fara á í Albaníu sem var haldið af KFUM í Evrópu árið 2008. Það var mikil upplifun að kynnast fólki frá KFUM og KFUK í öðrum löndum og upplifa hversu sterkt félagið okkar er á heimsvísu. Þar tvíefldist ég í sannfæringu minni um mátt félagsins okkar. Hver er eftirlætis ritningarstaður þinn? Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálmur 119:105.

10

Nú er sumarstarfi KFUM og KFUK á Íslandi að ljúka og vetrarstarfið að hefja göngu sína á ný. Í fyrra vetur voru starfræktar 33 félagsdeildir á vegum félagsins og er það von mín að í vetur verði a.m.k. ekki fækkun á þeim. Utanumhald á jafn umfangsmiklu æskulýðsstarfi og um ræðir krefst tíma, fjármagns og áhuga. Í dag starfa fjórir starfsmenn á æskulýðssviði KFUM og KFUK. Þeir starfsmenn halda utan um æskulýðsstarf félagsins og sinna öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem starfa í deildastarfi félagsins. Jafnframt er starfrækt æskulýðsráð sem meðal annars á að veita starfsfólki æskulýðssviðs þann stuðning sem það þarf í starfi sínu. Í dag er æskulýðsstarf KFUM og KFUK á Íslandi einungis eitt af þeim fjölmörgu kostum sem stendur börnum og unglingum til boða yfir vetrarmánuðina. Hvernig getum við sem félag haldið áfram að standa fyrir öflugu og áhugaverðu starfi sem börn og unglingar hafa áhuga á? Sérstaða æskulýðsstarfs KFUM og KFUK á Íslandi felst einkum í því að við höfum í rúmlega 100 ár boðið upp á vandað kristilegt æskulýðsstarf sem náð hefur til barna og unglinga. Þau börn og unglingar sem taka þátt í starfinu fá ekki aðeins að heyra um Jesú Krist heldur læra jafnframt nýja hluti, taka þátt

í skemmtilegum verkefnum og eignast ef til vill nýjan besta vin. Hvernig gerum við æskulýðsstarfið okkar áhugavert og spennandi fyrir börn og unglinga? Við viljum að þátttakendur í starfi okkar haldi áfram ár eftir ár og vilji mæta aftur og aftur. Til þess þarf að bjóða upp á fjölbreytt starf og fjölbreytta dagskrá í hverri deild sem ekki má vera of lík milli ára. Margir leiðtogar hjá félaginu muna eflaust eftir leiknum „Orusta“ sem varð vinsæll dagskrárliður fyrir fáeinum árum. Leikurinn var hugmynd sem þáverandi starfsmaður Vatnaskógar fékk og hefur síðustu ár verið einn vinsælasti dagskrárliður í því deildastarfi sem undirritaður hefur tekið þátt í. Lítil hugmynd frá einum einstaklingi sem slegið

hefur í gegn víðsvegar í starfi félagsins. Hefur þú ef til vill góða hugmynd að dagskrárefni fyrir æskulýðsstarf félagsins? Ert þú kannski tilbúin(n) að kíkja í heimsókn í starfið og bjóða upp á eitthvað? Ert þú kannski eldri leiðtogi sem ert ekki tilbúin(n) að skuldbinda þig til að mæta í hverri viku í æskulýðsstarf félagsins en vilt samt taka þátt og styðja við starfið? Hafir þú hugmynd eða áhuga á að taka þátt með því að mæta á einstaka fundi og styðja við bakið á yngri leiðtogum félagsins skaltu endilega hafa samband við æskulýðssvið félagsins. „Uppskeran er mikil en verkamenn fáir. Biðjið því Drottin uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.“ Matt. 9:37-38. Gísli Davíð Karlsson

Samvinna forystufólks á samráðsþingi KFUM og KFUK í Vatnaskógi 11.-13. október Helgina 11. – 13. október fer samráðsþing stjórna og starfsstöðva KFUM og KFUK á Íslandi fram í Vatnaskógi. Samráðsþingið er orðið árviss viðburður hjá félaginu, en þar koma saman stjórn KFUM og KFUK á Íslandi, stjórnir starfsstöðva félagsins á landinu, skipulagshópar, forstöðufólk félagsdeildanna og starfsfólk KFUM og KFUK. Markmið samráðsþingsins er að þessir hópar, sem vinna að ólíkum verkefnum í þágu KFUM og KFUK, fái tækifæri til að hittast, ráða ráðum sínum og skipuleggja starf félagsins fyrir árið 2014. Að þessu sinni er umræðan meðal

annars um samfélagslegt gildi starfs KFUM og KFUK og hvernig við sem félag mætum þörfum samfélagsins í dag og til framtíðar, ekki síst þörfum barna og ungs fólks. Undanfarin ár hafa samráðsþing félagsins verið gagnleg og innihaldsrík, og fjölskyldum þátttakenda hefur verið frjálst að slást í hópinn, og gefið færi á að sameina störf og leik. Í ár verður samráðsþingið með sama sniði, og eru fjölskyldur þátttakenda hjartanlega velkomnar. Nánari upplýsingar um samráðsþingið er að fá hjá Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899. Skráning fer fram á skraning.kfum.is.


Nýtt fyrirkomulag samverustunda á sunnudögum í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi Sunnudagssamverustundir verða í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 tvisvar í mánuði nú í haust.

sunnudagssamverurnar, en auk þeirra kemur fjöldi annarra sjálfboðaliða einnig að samverustundunum.

Einu sinni í mánuði verður svokölluð „kvöld­ vöku­stemning“, en kvöldvökur sumarbúða KFUM og KFUK eru víðfrægar fyrir að vera bæði skemmtilegar og gefandi og því tilvalið að njóta þeirra á Holtaveginum í vetur. Þar gefst kjörið tækifæri fyrir alla sem hafa verið í sumarbúðunum til að finna aftur þá gleði sem ætíð ríkir á kvöldvökum og einnig fyrir þá sem ekki hafa verið í sumarbúðum til að kynnast þessari stemningu. Þann 22. september kl. 17 verða endurfundir frá sívinsælum Sæludögum í Vatnaskógi í umsjón Skógarmanna. Ræðumaður verður sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Um tónlistina sér Hljómsveitin Tilviljun? Allir hjartanlega velkomnir.

Dagskrá haustsins

Einu sinni í mánuði verður lofgjörðar- og vitnisburðarstund. Þar gefst tækifæri til að koma fram fyrir Guð í lofgjörð og bæn, hlusta á frábæra ræðumenn og á uppörvandi vitnisburði um hvað Guð hefur gert í lífi fólks. Fyrsta lofgjörðar- og vitnisburðarstund haustsins verður 6. október kl. 20. Ræðumaður verður sr. Ólafur Jóhannsson. Um tónlistina sér Hljómsveitin Tilviljun? Allir hjartanlega velkomnir. Laura Scheving Thorsteinsson, Soffía Magnúsdóttir, Páll Hreinsson og Hreinn Pálsson eru í nefnd sem undirbýr

Verum ljós Jesús sagði: Þér eruð ljós heimsins. Borg sem stendur á fjalli fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker heldur á ljósastiku og þá lýsir það Kristbjörg Kía Gísladóttir öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum (Matt.5:14-16). Allir sem tekið hafa á móti Kristi eiga að vera ljós, ljós sem skína fyrir hann. Hvar er þitt ljós? Er það sýnilegt? Sumir hafa áhyggjur af því að ljós þeirra séu svo lítil að það taki því ekki

22. september kl. 17:00 - breyttur tími Endurfundir frá Sæludögum, kvöldvökustemning í umsjón Skógarmanna. Ræðumaður: Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Tónlist: Hljómsveitin Tilviljun? 6. október kl. 20.00 Lofgjörðar- og vitnisburðastund. Ræðumaður: Ólafur Jóhannsson. Tónlist: Hljómsveitin Tilviljun? 20. október kl. 20:00 Kvöldvökustemning í umsjón Hólvetninga. Tónlist: Hólóbandið 3. nóvember kl. 20:00 Lofgjörðar- og vitnisburðastund í umsjón Gleðisveitarinnar. Ræðumaður: Guðlaugur Gunnarsson. 17. nóvember kl. 20:00 Kvöldvökustemning í umsjón stjórnar og starfsfólks Vindáshlíðar. Tónlist: Hljómsveitin Tilviljun?

100 ár frá fæðingu Bjarna Eyjólfssonar og Gunnars Sigurjónssonar Á þessu hausti eru liðin 100 ár frá fæðingu Bjarna Eyjólfssonar og Gunnars Sigurjónssonar en þeir voru leiðtogar í starfi KFUM og KFUK og Kristniboðssambandsins um áratuga skeið. Til minningar um þá Bjarna og Gunnar er nú hafin söfnun til kaupa á flygli í sal Kristniboðssambandsins að Háaleitisbraut 58, en Gunnar lék mikið undir söng á samkomum og Bjarni samdi og þýddi fjölda kristilegra söngtexta. Þeim sem vilja taka þátt í söfnuninni er bent á að leggja má inn á söfnunarreikning 0117-26-9000 og kennitala Kristniboðssambandsins (SÍK) er 5502694149. Gott er að láta skýringuna „Minning“ fylgja.

Öflugt starf Karlakórs KFUM heldur áfram í vetur – nýir félagar velkomnir í hópinn Æfingar hjá Karlakór KFUM hefjast af fullum krafti mánudaginn 16. september og eru æfingar alla mánudaga frá kl. 19.30 til 21.00. Kórinn ráðgerir að vera með tónleika á Holtavegi 28 þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20.00. Stjórn kórsins skipa; Ragnar Baldursson formaður, Hörður Geirlaugsson gjaldkeri og Ólafur Jóhannsson ritari. Söngglaðir karlmenn sem vilja bætast í hópinn geta haft samband við stjórnanda kórsins Laufeyju Geirlaugsdóttur eða píanóleikarann Ástu Haraldsdóttur eða einhverja úr stjórn kórsins.

1. desember kl. 20:00 Aðventustemning í umsjón Gleðisveitarinnar

að sýna þau. En ljós þarf ekki að vera stórt eða sterkt til að vera sýnilegt eða hafa áhrif. Lítið ljós getur lýst upp dimma króka. Ljósið á að sýna góð verk okkar, ekki til að upphefja okkur heldur til að menn vegsami föður okkar á himnum. Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau (Ef.2:10). Guð hefur gert okkur hæf til góðra verka og okkur ber að leggja okkur fram við að gera það sem við getum. Hann veitir okkur kraftinn til þess sbr. Fil. 4:13: Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. En hver gætu þessi góðu verk verið, fyrir utan að vera til fyrirmyndar í námi og starfi? Þau geta verið

margvísleg eins og að hleypa fram fyrir sig í röð í matvörubúð, halda opnum dyrum fyrir einhvern, moka snjó fyrir nágranna, hella upp á kaffi í vinnunni eða taka að okkur óvinsæl verkefni, vaska upp eftir aðra, baka fyrir einhvern, bjóða fram aðstoð þar sem hennar er þörf, auk þess að taka þátt í kristilegu starfi með ýmsum hætti. Listi yfir góð verk er óþrjótandi. Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp (Gal.6:9). Látum ljós okkar skína skært og beinum þannig sjónum annarra til hans sem er ljós heimsins, Jesús Kristur. Kristbjörg Kía Gísladóttir 11


Einar Tryggvi Petersen og Ragnheiður Arnkelsdóttir gera jólatréð tilbúið til flutnings.

Jólatréssala Vindáshlíðar 7. desember

Verkefninu Jól í skókassa hrundið af stað í 10. skipti Nú í ár verður verkefninu „Jól í skókassa“ hrundið af stað í 10. skiptið en það var fyrst framkvæmt haustið 2004 og er samstarfsverkefni KFUM og KFUK á Íslandi við KFUM í Úkraínu. Líkt og undanfarin ár gengur verkefnið út á að fá fólk á öllum aldri til að útbúa og gefa skókassa með jólaglaðningi fyrir fátæk og munaðarlaus börn í Úkraínu. Síðustu ár hafa fjölmargir lagt verkefninu lið og þúsundir skókassa með jólagjöfum hafa verið sendir með gámi til Úkraínu.

Lokaskiladagur Jól í skókassa 2013 í Reykjavík er laugardagurinn 9. nóvember. Þann dag verður opið hús á Holtavegi 28, þar sem hægt verður að sjá myndir frá afhendingu skókassa í Úkraínu og skila inn skókössum. Að jafnaði er lokaskiladagur verkefnisins á landsbyggðinni um viku fyrr en í Reykjavík. Allar upplýsingar um Jól í skókassa má sjá á heimasíðu verkefnisins: http://www.skokassar.net

Verndum þau námskeiðin verða áfram á dagskrá í vetur Verndum þau námskeiðin sem KFUM og KFUK hefur staðið fyrir í samstarfinu innan Æskulýðsvettvangsins, verða áfram á dagskrá í vetur. Verndum þau fjallar um hvernig bregðast skuli við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og unglingum og verða haldin víða um land. Verndum þau er skyldunámskeið fyrir sjálfboðaliða og starfsmenn í starfi KFUM og KFUK en er einnig opið öllum sem starfa með ungu fólki. Kennarar á námskeiðinu eru Ólöf

12

Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir, sem hafa víðtæka reynslu af barnaverndarmálum. Fyrstu námskeið haustsins verða: - Þann 19. september í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 frá kl. 18.00 – 21.00. - Í október er áætlað námskeið hjá KFUM og KFUK á Holtavegi 28 en nánari dagsetning verður auglýst síðar á www. kfum.is.

Hin árlega jólatréssala í Vindáshlíð verður haldin laugardaginn 7. desember frá kl. 11.0015.00. Þá gefst fólki tækifæri til að koma í Vindáshlíð og njóta staðarins og útiverunnar. Það er gott að taka með sér góða sög og gefa sér góðan tíma til að velja og fella jólatréð. Í matskála verður boðið upp á heitt súkkulaði, kaffi, piparkökur og kleinur á vægu verði. Komdu og kíktu á Vindáshlíð í vetrarbúningi!

Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK verður 10.-16. nóvember Alþjóðleg bænavika KFUM og KFUK er haldin árlega og hefur svo verið allt frá árinu 1904. Það eru Heimssambönd KFUM og KFUK sem standa saman að undirbúningi vikunnar með útgáfu á hefti með hugleiðinga- og biblíutextum og tillögum að efni til að biðja fyrir. Það er fastur liður að alþjóðlega bænavikan sé haldin frá öðrum sunnudegi í nóvember og út þá viku. Í ár verður hún því haldin dagana 10.-16. nóvember. Nánari fréttir um þetta má sjá á heimasíðu KFUM og KFUK þegar nær dregur og á heimasíðum Heimssambanda KFUM og KFUK.

Fréttabréf KFUM og KFUK á Íslandi - 2. tbl. 2013 Ritstjórar: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir og Gyða Karlsdóttir Ábyrgðarmaður: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir Að blaðinu unnu: Ása Valgerður Gunnsteinsdóttir, Gyða Karlsdóttir, Ásthildur Guðmundsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Birgir U. Ásgeirsson, Dagrún Linda Barkardóttir, Daníel Bergmann, Gísli Davíð Karlsson, Guðrún Nína Petersen, Hreiðar Örn Stefánsson, Jóhann Þorsteinsson, Kristbjörg Kía Gísladóttir, Laufey Geirlaugsdóttir, Lára Halla Sigurðardóttir, María Jónsdóttir, Petra Eiríksdóttir, Tinna Rós Steinsdóttir, Ögmundur Ísak Ögmundsson og fleiri. Útgefandi: KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28, Reykjavík. Umbrot: Halldór Elías Guðmundsson. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.