2009-1 Fræðsluefni (vor)

Page 1

Boðunarefni KFUM og KFUK vor 2009

Ævi Jesú - seinna hefti


Efnisyfirlit bls. 5

Fylgt úr hlaði

bls. 6

Hefðir og venjur

bls. 5

Þemahugmynd

bls. 7

Uppbygging boðunarefnisins

Hugleiðingar bls. 8

1. Leyfið börnunum að koma til mín

Mrk 10.13-16

bls. 10

2. Fjallræðan - Salt og ljós

Matt 5.13-16

bls. 12

3. Fjallræðan - Faðir vor

Matt 6.9-15

bls. 14

-Bænaþema-

bls. 18

4. Fjallræðan - Á bjargi byggði

Matt 7.24-27

bls. 20

5. Sakkeus

Lúk 19.1-10

bls. 22

6. Hver er mestur?

Matt 18.1-5, 20. 20-28

bls. 24

7. Jesú fagnað

Matt 21.1-11

bls. 26

8. Afneitun Péturs

Matt 26.31-35, 47-56, 69-75

bls. 28

9. Krossfestur

Matt 27

bls. 30

10. Upprisinn

Matt 28.1-10

Viðauki

Ævi Jesú -seinna hefti Boðunarefni KFUM og KFUK Útgefandi: Umsjón: Uppsetning: Yfirlestur: 2

KFUM og KFUK Holtavegi 28, Reykjavík Henning Emil Magnússon Rakel Tómasdóttir Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson 3


Fylgt úr hlaði Boðunarefnið sem nú kemur fyrir sjónir er framhald af efninu Ævi Jesú sem var notað í deildarstarfi nu á vorönn 2008. Þar var fjallað um fæðingu, uppvöxt og starf Jesú. Þar var sagt frá freistingu hans sem markaði upphaf starfs hans og því er hann kallaði til sín lærisveina og hóf að kenna um Guðsríkið. Einnig var þar að fi nna sögur af kraftaverkum hans er hann lægði storminn, læknaði dóttur Jaírusar, konu með blóðlát og Bartímeus blinda. Eins var brauðundrið tíundað. Að þessu sinni er fjallað um kenningu Jesú, dauða hans og upprisu. Fyrst er sagt frá því er Jesús bauð börnin velkomin til sín. Á eftir fylgja þrjár hugleiðingar byggðar á fjallræðu Jesú (Salt og ljós, Faðir vor og Á bjargi byggði). Síðan er vikið að því hvaða áhrif Jesú hafði á þá sem hann hitti með því að rifja upp söguna af Sakkeusi. Seinni fi mm hugleiðingarnar tengjast allar ætlunarverki Jesú hér á jörð, að deyja fyrir syndir manna. Þegar lærisveinar hans fara að velta því fyrir sér hver þeirra sé mestur, bendir Jesús þeim á mikilvægi þess að þjóna. Hans hlutverk var að þjóna og láta líf sitt sem lausnargjald. Sú saga hefst í dýrð á pálmasunnudegi, fer í gegnum niðurlægingu atburða dymbilvikunnar en nær síðan hámarki með upprisu og fullnaðarsigri yfi r dauðanum. Aðallega er notast við texta Matteusarguðspjalls og eru leiðtogar hvattir til að lesa þann texta á meðan á starfi nu stendur. Áfram er leitast við að hafa boðunarefnið kristmiðlægt og barnvænt. Til að auka þátttöku barnanna eru margvíslegar hugmyndir sem fylgja efninu. Mikilvægt er að kynna sér það vel og tímanlega. Ég vil koma á framfæri þakklæti til konu minnar, Bylgju Dísar Gunnarsdóttur, sem veitti mér góða aðstoð og hvatningu meðan á verkinu stóð. Það hefur verið nú sem áður afar ánægjulegt að setja efnið saman. Vonandi nýtist það ykkur vel í starfi nu. Með ósk um gjöfulan starfsvetur Henning Emil Magnússon

Hefðir og venjur á helgistundum Hefðir og venjur í starfinu Það getur verið afar mikilvægt að halda í hefðir og venjur. Þær veita öryggi og hjálpa börnunum að læra hvað er viðeigandi hegðun á fundum. Það gefur leiðtogum og börnum einnig tilfi nningu fyrir samfellu í starfi nu, þ.e.a.s. allir vita að hverju þeir ganga. Hefðir eins og bænasöngur, upphafsbæn, trúarjátning eða hugleiðingasöngur geta líka öll þjónað þeim tilgangi að undirbúa hugi þátttakenda undir það sem í vændum er. Auk þess veita hefðir leiðtogum bæði aðhald og hjálp við skipulagningu samverustunda. Hefðir og venjur geta einnig orðið til þess að traust foreldra og annarra sem fylgjast með starfi nu aukist. Áður en samverustund er lögð í Guðs hendur í bæn er gott að syngja bænasöng. Áður en hugleiðing hefst er gott að syngja hugleiðingarsöng, á eftir honum má kveikja á kertum og fara um leið með minnisvers. Á eftir hugleiðingu er tilvalið að fara með Faðir vor. Á sumum starfsstöðum er lokasöngur. Það er góð hefð. Það er mikilvægt að starfsfólk KFUM og KFUK sé samhent í því að skapa hefðir með því að bera virðingu fyrir þeim. Þá skilja börnin enn frekar mikilvægi þeirra. Það er mikilvægt að muna að hefðir skipta máli fyrir félög eins og KFUM og KFUM. Hluti af því sem er heillandi við starfi ð er að vissar hefðir halda sér og sameina foreldra og börn þegar rætt er um starf okkar.

Þemahugmynd Fyrir jól var notuð þemahugmynd sem gekk út á að setja upp eina mynd á kort á hverjum fundi tengda hugleiðingunni. Þessi hugmynd var einnig notuð með fyrri hluta Ævi Jesú. Það er tilvalið að hafa þessar myndir hangandi áfram ef aðstæður leyfa. Oft eru tengsl við gamla efnið í því nýja og þá er þægilegt að geta bent á einhverja mynd til upprifjunar. Kort Þemahugmyndin með þessu efni er landakort af Palestínu á dögum Jesú. Staðirnir sem tengjast sögunum eru merktir inn og á hverjum fundi skal staðsetja mynd sem tengist hverri sögu. Þannig verða sögurnar meira lifandi fyrir börnunum. Sögurnar tengjast ákveðnum stað og tíma. Þetta verður líka til þess að betra er að koma upplýsingum um samtíð Jesú að. Í viðauka er að fi nna kort af Palestínu. Það er nauðsynlegt að stækka það. Hægt er að ljósrita það á A3 pappír en æskilegra væri að stækka það umfram það. Það er hægt að gera með því að ljósrita kortið á glæru og varpa þeirri mynd á vegg, og draga síðan eftir, á stóran myndfl öt. Þetta krefst undirbúnings en þeim tíma er vel varið. Einnig mætti hafa samband við þjónustumiðstöðina á Holtavegi og sjá hvort enn séu til kort frá því síðast. Síðan getur hugsast að þið eigið kort sem má nota aftur. Staðsetningar eru ekki eins fjölbreyttar og síðast en ekki er nauðsynlegt að setja allar myndir á sama stað. Það má setja þær til hliðar eða á autt svæði eftir að hafa bent á og útskýrt hvar myndin á að vera. Bænaþema Hugleiðingarnar eru brotnar upp á einum stað með bænaþema. Þar er að fi nna fjölbreytilegt efni til að vekja athygli á mikilvægi bænarinnar. Þetta efni kemst engan veginn fyrir á einum fundi. Það er ykkar að ákveðja hvernig þið viljið nýta ykkur það. Eins og annað efni þarf að huga að því í tæka tíð hvernig og hvenær á að nota það.

4

5


Uppbygging boðunarefnisins 1. Boðskapur

Boðskapur hugleiðingar er gefi nn upp í einni setningu. Það er ekki að ástæðulausu. Mikilvægt er fyrir leiðtogann að íhuga vel boðskapinn og láta hann vísa sér veginn við undirbúninginn. Það er ekki hægt að leggja áherslu á of margt, það verður eingöngu til þess að ekkert sitji eftir.

2. Aðkoma

Það er alltaf gott ef tekst að fanga vel athygli áheyranda í upphafi hugleiðingar. Gott er að vísa til einhvers úr reynsluheimi barnanna og hjálpa þeim þannig að tengja við boðskapinn sem þið viljið fl ytja. Stundum er hægt að nota leiki eða annað efni úr hugmyndabanka sem aðkomu. Einnig er mikilvægt að huga að því hvernig hugleiðingarnar tengjast innbyrðis. Stundum er hægt að nota þemahugmynd boðunarefnisins sem aðkomu og einnig til að rifja upp og tengja sögurnar saman.

3. Hugleiðing og skýringar

Langfl estar hugleiðingarnar eru þannig uppbyggðar að fyrst er atburðarrás sögunnar rekin, síðan eru ýmsar upplýsingar sem leiðtoginn getur nýtt sér við undirbúninginn en þær eiga ekki alltaf erindi í hugleiðinguna. (Þær upplýsingar eru gefnar upp undir yfi rskriftinni Skýringar.) Yfi rleitt er frásagan í brennidepli. Mikilvægt er að koma henni vel til skila þannig að hún lifi sem lengst með barninu. Hugið vel að undirbúningnum. Vandið orðaval. Gætið þess að útskýra þau orð sem börnin skilja ekki. Hugið vel að fjölbreytni þegar sögurnar eru sagðar. Það er hægt að nota glærur, fi lmuræmur, loðmyndir, leikræna tjáningu og hlutbundna kennslu til að styrkja við frásöguna. Hægt væri að byrja á loðmyndahugleiðingu, því næst að nota glærur og á þriðja fundinum að reyna leikræna tjáningu, svo dæmi sé tekið.

4. Samantekt

Í lokin skal draga saman aðalatriði hugleiðingarinnar. Munið að boðskapurinn á að móta uppbygginguna. Samantektin á ekki að koma með ný atriði, heldur minna á það sem mikilvægast er í hugleiðingunni: boðskapinn og hvernig hann hefur áhrif á líf barnanna.

6

5. Viðauki

Efninu fylgir örlítill viðauki. Þar er að fi nna kort af Palestínu á dögum Jesú, leiki til að kenna minnisvers, myndir sem tengjast þemahugmyndinni og sérstökum hugleiðingum, svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að huga að því hvernig þetta efni tengist hugleiðingunni og samverunni í heild áður en ákveðið er að nota það.

6. Minnisvers

Gott er að festa sér í minni orð úr Biblíunni. Versin eru yfi rleitt stutt og einföld. Tilvalið er að rifja upp vers sem þegar hafa verið lært áður en nýtt er kynnt til sögunnar. Auk þess eru hugmyndir í viðauka um það hvernig er hægt að kenna minnisvers með skemmtilegum og einföldum leikjum.

7. Hugmyndabanki

Yfi rleitt fylgja síðan einhverjar hugmyndir með hugleiðingunum. Sumar af þessum hugmyndum henta vel sem aðkoma að frásögunni. Skoðið efnið vel og sjáið hvernig þið getið sem best nýtt ykkur það. Það getur skipt miklu máli hvort það fylgi hugleiðingu eða sé notað sem aðkoma. Stundum er efnið frekar miðað við annað kynið en þá má aðlaga það og breyta um kyn ef það þjónar tilgangi. Ef efnið er fjörugt þá er mikilvægt að fara ekki í það rétt fyrir hugleiðinguna þar sem reynt er að skapa helgi fyrir íhugun Guðs orðs.

8. Þemahugmynd

Efninu fylgir þemahugmynd sem má nota til að tengja saman efni fundanna. Hugmyndin er svipuð og í efni haustannar, þ.e.a.s. kort sem ætti að auðvelda börnunum að setja sig inn í sögurnar og um leið að átta sig á að þær eru bundnar ákveðnum stað og ákveðnum tíma. Einnig er að fi nna bænaþema. Þar eru nokkrir leikir og aðrar hugmyndir til þess að líta á bænina frá nokkrum ólíkum sjónarhornum.

9. Leslisti fyrir leiðtoga

Gefnir eru upp nokkrir ritningarstaðir sem leiðtoginn er hvattur til að lesa við undirbúning hugleiðingar. Ritningarstaðirnar hafa þann tilgang að varpa ljósi á hugleiðingartextann. Stundum skýrast tengslsin á milli Gamla og Nýja testamentisins þegar þeir eru lesnir. Þetta gegnir svipuðum tilgangi og skýringarnar, að hjálpa leiðtoganum að átta sig betur á textunum.

10. Starfsgagnalisti

Gott er að hafa ólíkar leiðir í huga við miðlun frásagnanna. Efninu fylgir yfi rlit yfi r fi lmræmur (F), loðmyndir (L) og glærur (G). Það þarf að gæta þess að skoða efnið áður en það er notað og sjá hvernig það tengist hugleiðingarefninu. Ekki er alltaf sjálfsagt að hugleiðing boðunarefnisins og uppröðun starfsgagnanna lúti sömu röð. Leiðtoginn þarf því að bera þetta tvennt saman og taka eigin ákvarðanir. Ef að einhver velur að notast við loðmyndir skal bent á að eftirfarandi baksvið eru til fyrir loðmyndirnar: LB-1 LB-2 LB-3 LB-4 LB-5 LB-10

Útimynd 1 Má nota við margar sögur úr Gamla og Nýja testamentinu Útimynd 2 Má nota við margar sögur úr Gamla og Nýja testamentinu Nótt úti við Gott baksvið fyrir sögur sem gerast að kvöldi eða nóttu Innanhússmynd Ríkmannlegt herbergi eða salur í höll Innanhússmynd Gott baksvið fyrir ýmsar frásögur guðspjallanna, sem gerast innandyra Salur

Bænasöngvar: 10 Bæn sendu beðna 88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja Söngvar sem tengjast efninu: 2 Á bjargi byggði 39 Frelsarinn góði 42 Fús ég, Jesús, fylgi þér 108 Sakkeus var að vexti smár 79 Jesús, Jesús 117 Upprisinn er hann Söngvar frá fyrri önn: 13 Drottinn er minn hirðir 22 Enginn þarf að óttast síður Nýir söngvar: 16 Ef ég væri fi ðrildi 106 Ótal, óteljandi fuglar Misserissöngur: 123 Við setjumst hér í hringinn

11. Bæn

Bæn þarf að skipa miðlægan sess í öllu okkar starfi . Mikilvægt er að huga að því hvernig við notum bænina á fundum félaganna. Hvernig stuðlum við að auknu bænalífi ? Kennum við Faðir vor? Notum við bænasöng? Eru börnin hvött til þess að biðja sjálf? Í boðunarefninu má fi nna ýmislegt efni til að auka áhuga og skilning á bæninni.

12. Söngvar

Tillögur að söngvum fylgja efninu. Söngvarnir eru endurteknir reglulega þannig að vonandi mótast kjarni söngva sem börnin ná að tileinka sér. Varla þarf að taka fram að þessar tillögur eru ekki bindandi. Vonandi verða leiðtogar duglegir að bæta við þennan lista og velja lög eftir efni og aðstæðum. Stundum hefur verið notast við misserissöng. Gaman væri að nota Við setjumst hér í hringinn í slíkum tilgangi. Tillögur að söngvum:

7


1

Leyfið börnunum að koma til mín Mrk 10.13-16

Boðskapur: Jesú þykir vænt um börnin Minnisvers: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? með því að gefa gaum að orði þínu. (Slm 119.9)

Aðkoma: Hægt er að fjalla aðeins um sr. Friðrik og starf KFUK og KFUM. Segja frá því hvernig það hefur alltaf miðað að því að börn fái að heyra Guðs orð og um leið fengið að vera börn.

Hugleiðing

Skýringar

1. Menn vildu færa börn til Jesú í von um að hann snerti þau en lærisveinarnir voru á öðru máli og átöldu þá. Þeim fannst ekki viðeigandi að Jesús væri truflaður með því að tala við börn. Eflaust hafa þeir haldið að Jesús væri of merkilegur fyrir börnin.

Börn á tímum Jesú Það tíðkaðist meðal gyðinga að færa börnin til öldunganna á friðþægingardeginum. Hugsanlega var það ástæðan fyrir því að einhverjir vildu færa börnin til Jesú. En viðbrögð lærisveinanna sýna stöðu barna á tímum Jesú. Það er greinilegt að þeim þykir ekki rétt að Jesús sé að ómaka sig með því að blessa börnin. En Jesús breytir stöðu barnanna og gerir þau að fordæmi trúaðra. Hann breytir hinu viðtekna. Guðs ríki er barnanna og hver sá sem vill tilheyra Guðs ríki þarf að taka á móti því sem barn.

2. Jesú sárnar hegðun þeirra og segir: “Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.” Eflaust hafa lærisveinarnir verið undrandi að heyra Jesú segja þetta. 3. Jesús tók síðan á móti börnunum og blessaði þau. Eflaust hefur mörgum þótt að börn ættu að sjást en ekki heyrast. En Jesús var ekki á þeirri skoðun. Börnin eru Guðs sköpun og honum þótti þau vera jafn mikilvæg og allar aðrar manneskjur. 4. KFUM og KFUK eru félög sem voru stofnuð til þess að börn gætu komið til Jesú. Börn þurfa að geta komið saman, notið þess að vera til og fá að heyra sagt frá Jesú svo að þau skilji. (Hér mætti fjalla meira um sr. Friðrik Friðriksson og upphaf félagana). Jesús elskar öll börn.

Starfsgagnalisti G-128 Jesús og börnin Frásagan þegar Jesús tekur á móti börnunum og blessar þau 8

Eiginleikar barna Það eru eiginleikar barnanna sem eru eftirsóknarverðir. Þau eru viljug til að læra, þau treysta og elska foreldra sína. Þau eru hjálparþurfi og kunna að meta gjafir. Það er viðhorf þeirra sem er mikilvægt. Læriveinar Jesú eru á líkan hátt háðir Guði, þurfa að treysta honum líkt og börn foreldrum sínum. Það er þetta traust sem er svo eftirsóknarverður eiginleiki barna og gerir þau að þegnum Guðs ríkis.

Hugmyndabanki Yngingarvélin. Stuttur leikþáttur. Sniðugt væri að nota þennan leikþátt sem skemmtiatriði á fundinum. Hann kemur skemmtilega inn á tengsl barna og fullorðinna. Frásaga Tilvalið er að segja frá félögunum eða stofnanda þeirra sr. Friðrik. Það hefur alltaf verið tilgangur félaganna að ná til barna og þau hafa því tekið alvarlega orð Jesú um að leyfa börnunum að koma til hans. Þau virða líka að börn þurfa að fá að heyra um Jesú í umhverfi sem hentar þeim. Hægt er að finna ágrip af sögu félaganna í boðunarefni KFUM og KFUK: Í þjónustu Guðs frá 2004-2005. Einnig má skoða leiðtogahefti Landssambandsins nr. 1: Félögin og starfsmennirnir eftir Gunnar Jóhannes Gunnarsson. Fara í gegnum tollinn - Leyfið börnunum að koma til mín Hægt er að nota þennan leik sem inngang að hugleiðingunni. Í leiknum þarf maður að uppfylla skilyrði til að komast í gegn. Jesús býður öllum að koma til sín, það þarf ekki að uppfylla nein skilyrði. Börnin koma í röð, stjórnandinn gengur á röðina og spyr: “Hvað ætlar þú með í gegnum tollinn?” og börnin svara einhverju sem þeim dettur í hug. Ef þau segja rétt komast þau í gegn, ef ekki fara þau aftast í röðina. Hvað sé rétt ákveður stjórnandinn þ.e.a.s. hann ákveður regluna. Reglan getur verið sú að nafn hlutarins byrji á sama staf og nafn barnsins eða hluturinn sé eins á litinn og peysan sem viðkomandi er í eða að hluturinn verður að tengjast íþróttum o.s.frv. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim sem komast í gegnum tollinn að setjast niður og fá sér djús eða einhverja umbun. Leikið nokkrar umferðir og passið upp á að útskýra leikinn vel áður en þið byrjið. Kærleiksleikur - Leyfið börnunum að koma til mín. Þú þarft miða (A5), lím eða klemmur, skriffæri og hugsanlega tónlist (ekki nauðsynlegt). Ræðið um að við erum öll Guðs börn, Jesús elskar okkur öll jafn mikið og þegar við sýnum öðrum kærleika sýnum við Jesú kærleika og þakklæti. Festið miðana á bak allra barnanna og látið hvern og einn fá skriffæri. Spilið glaðlega tónlist sem hugsanlega tengist viðfangsefninu. Börnin eiga svo að ganga á milli og skrifa eitthvað jákvætt aftan á hina, helst með einu eða tveimur orðum. Gætið þess að eitthvað sé skrifað á alla og brýnið fyrir börnunum að taka þessu alvarlega. Hugmyndir að því sem hægt er að skrifa: Sæt(ur) Skemmtileg(ur), fyndin(n), góð(ur), góður vinur/góð vinkona, Jesús elskar þig, syngur vel, teiknar vel o.s.frv. Metið hversu lengi þið látið leikinn standa og hvetjið börnin til að eiga miðann til minningar um að krakkarnir í KFUM og KFUK vilja vera vinir. Glerkúlur - Leyfið börnunum að koma til mín Þegar Jesús gekk hér um á jörðinni, fyrir meira en 2000 árum síðan, hvernig léku börn sér þá? Fáið hugmyndir frá börnunum, hugsanlega eiga einhver eftir að nefna legg og skel úr íslenskum

Söngvar 88

Kæri faðir, kenndu mér að biðja 42 Fús ég, Jesús, fylgi þér 79 Jesús, Jesús 117 Upprisinn er hann 13 Drottinn er minn hirðir 16 Ef ég væri fiðrildi 123 Við setjumst hér í hringinn

raunveruleika. Börn í Ísrael á þessum tíma léku sér með flautur, glerkúlur (marmarakúlur), hristur, gjarðir og skopparakringlu. Ræðið muninn á því að vera barn þá og núna. Hugsanlega voru börnin látin vinna meira og ekki víst að þau gætu farið í skóla. Þau eiga það þó sameiginlegt með börnum í dag að þeim fannst gaman að leika sér, heyra sögur og þurftu á umhyggju, hlýju og kærleika að halda. Ef þið getið útvegað glerkúlur (fæst í leikfangaverslunum) þá gæti verið gaman að leika leiki með þeim eins og börn hafa gert víðsvegar um heiminn í árþúsundir. Tillaga að einföldum leik með glerkúlur Þú þarft: Krít ef þið spilið úti, málningarteip ef þið eruð inni, glerkúlur. Þessir leikir eru eins og þjóðsögur og þjóðlög sem breytast eftir því hver segir frá, syngur eða leikur leikinn. Búið því til leikreglur sem henta ykkur. Ef þið eruð með mikið af börnum, skiptið þeim þá niður í hópa t.d. 4-6 í hverjum. Hvert barn fær u.þ.b. 6 kúlur. -Teiknaður er þríhyrningur á stéttina (ef þið eruð inni er hægt að nota málningarteip til að merkja þríhyrninginn). -Allir setja kúlurnar sínar inn í þríhyrninginn (hafa u.þ.b. 2 cm á milli þeirra) en halda einni kúlu til að spila með. -Sá byrjar sem getur skotið kúlunni sinni lengst (nota vísifingur og þumalfingur til að skjóta) eða sá sem er yngstur. -Sá sem byrjar skýtur kúlunni sinni inní þríhyrninginn ef hann nær að skjóta einhverjum kúlum út úr þríhyrningnum má hann eiga þær. Annað hvort skýtur hann aftur og aftur þar til hann hittir ekki eða hver og einn skiptast á að gera einu sinni. Ef einhver nær ekki að skjóta neinni út úr þríhyrningum og hann á enga aðra kúlu eftir er hann annað hvort úr eða má ná í kúluna sem hann var að skjóta með aftur. -Það getur verið einhver ákveðin skotstaður eða skotstaðir merktir sem allir verða að skjóta frá. -Sá vinnur sem er með flestar kúlur þegar engar kúlur eru eftir í þríhyrningnum. Á eftirfarandi vefsíðum má finna lýsingar á fleiri glerkúluleikjum: www.landofmarbels.com og www.topic-mag.com/edition11/ games-marbels.htm

Leslisti fyrir leiðtoga Slm 8.3 Matt 18.1-5 Jóh 1.12 Jóh 3.3-8

Af munni barna Verðið eins og börn Guðs börn Jesús og Nikódemus 9


2

Fjallræðan - Salt og ljós Matt 5.13-16

Skýringar Salt var nauðsynlegt til matargerðar og geymslu matvæla, einnig í þeim löndum, sem Biblían greinir aðallega frá. (Bibliuhandbókin þín, 255)

Boðskapur: Okkur er ætlað hlutverk Aðkoma: Hefurðu verið í dimmu herbergi eða úti að ganga í myrkri? Það getur verið erfitt að finna rétta leið eða hluti sem leitað er að ef ljósið vantar. En um leið og við höfum ljósið er allt miklu auðveldara. Það gæti verið sniðugt að hafa kerti og/eða salt við höndina til að sýna börnunum um leið og fjallað er um efnið. Einnig er hægt að nota leikinn úr hugmyndabankanum sem aðkomu.

Minnisvers: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? með því að gefa gaum að orði þínu. (Slm 119.9)

Hugleiðing 1. Jesús hélt eitt sinn ræðu sem hefur verið nefnd fjallræðan. Í þeirri ræðu fjallaði hann um ýmislegt sem átti að hjálpa þeim sem vildu fylgja honum. Hann fjallaði um bæn og hvernig fólk ætti að koma fram hvert við annað. Hann sagði líka hvernig lærisveinar hans áttu að vera. 2. Jesús sagði að þeir ættu að vera eins og salt? Það hljómar kannski undarlega. Hvað átti Jesús við? Salt var notað til að varðveita mat á dögum Jesú. Hvernig er matur varðveittur í dag? Jesús vill að lærisveinar sínir hafi góð áhrif á umhverfi sitt og vinni gegn spillingu samfélagsins. Alveg eins og saltið sá til þess að maturinn væri bragðgóður og gætti þess að hann spilltist ekki. Hverning getum við gert það? Ef að við hugum að því að gera það sem er rétt og hafa góð áhrif á aðra þá erum við salt jarðar. Það er okkar hlutverk að gera jörðina að betri stað. 3. Jesús sagði einnig að við ættum að vera ljós heimsins. Við eigum að lýsa öðrum með góðum verkum okkar. Það á að sjást að við tilheyrum Jesú. Væri ekki undarlegt að kveikja á lampa og setja síðan stóran pott yfir lampann. Hvað gerist þá? (Hér væri líka hægt að nota mynd af manni að lesa úr viðauka). Þetta er undarlegt. Jesús var að benda okkur á að við megum ekki fela góðu verkin okkar. Við megum ekki láta heiminn missa af því góða sem við getum gert. 4. Hvernig fáum við hjálp til að vera ljós og salt í heiminum? Hvernig framköllum við þetta ljós sem á að lýsa öðrum? Ljósið fáum við frá Jesú. Ef við biðjum til hans og lærum af því sem hann kenndi og sýndi með því að lesa um hann og hlusta á sögurnar af honum. Það er hlutverkið sem okkur er ætlað.

10

Mæliker: Ílát til að mæla eitthvað í. Ljósastika: Kertastjaki. (Í þjónustu Guðs, 38)

Hugmyndabanki

Leslisti fyrir leiðtoga

Leikur Þannig lýsi ljós ykkar meðal mannanna að þeir sjái góð verk yðar Þú þarft kerti fyrir hvert barn, eldspýtur og gott rými. Athugið að huga vel að öryggi í þessum leik, því við erum að leika með eld. Passið að föt og hár komist ekki í eldinn og hugið vel að því hvernig gott sé að halda á kertunum sem notuð eru. Gott er ef einhverjir leiðtogar fylgist með kertunum. Stærsta kertið er haft á borði í einum enda salarins (táknar Guð). Börnin dreifa sér um salinn og mega ekki færa sig úr stað. Látið u.þ.b. helming barnanna fá kerti. Einn "er hann" og hann gengur að stóra kertinu og kveikir á sínu kerti með ljósinu af því. Hann á svo að ganga um salinn og reyna að kveikja á kertum hinna, ef hann nær því mega þeir einnig ganga um og kveikja á kertum. Þeir sem ekki eru með kerti reyna hins vegar að slökkva á kertunum með því að blása á þau. Ef öll kertin slökkna má sá sem síðast hafði ljós ná í ljós af stóra kertinu, annars eiga þeir að nema staðar ef ljós þeirra slökkna. Mikilvægt er að allir standi kyrrir sem ekki hafa ljós. Ef allir kertaberar fá ljós á kertin sín er leikurinn búin. Ef það næst ekki, hættið þá þegar nægur tími hefur farið í leikinn. Látið svo alla standa í hring með kerti og látið ljósið berast á milli. Standið saman hljóð í stutta stund eða syngið "Ég er heimsins ljós". Slökkvið svo á kertunum og hefjið hugleiðinguna.

Jóh 13.34 Post 4.20 Ef 2.10 Fil 2.14-15

Nýtt boðorð Við getum ekki annað Við erum smíð Guðs Eins og ljós í heiminum

Söngvar 88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja 39 Frelsarinn góði 42 Fús ég, Jesús, fylgi þér 79 Jesús, Jesús 117 Upprisinn er hann 13 Drottinn er minn hirðir 16 Ef ég væri fiðrildi 123 Við setjumst hér í hringinn

11


3

Fjallræðan

- Faðir vor Matt 6.9-13

Boðskapur: Jesús vill kenna okkur að biðja. Aðkoma: Hægt væri að lesa ævintýrið um óskirnar tíu úr bók Kari Vinje Við Guð erum vinir. Eins væri hægt að spyrja börnin út í hvað bæn er og heyra svör þeirra. Fjölda hugmynda má fi nna í bænaþemanu sem hægt væri að nota sem aðkomu.

Minnisvers: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? með því að gefa gaum að orði þínu. (Slm 119.9)

Hugmyndabanki

Leslisti fyrir leiðtoga

Ævintýrið um óskirnar tíu úr Við Guð erum vinir eftir Kari Vinje. Tilvalið að lesa með börnunum og sjá hvað það getur kennt okkur um eðli bænarinnar.

Matt 7.7-12 Lúk 5.16 Lúk 18.9-14 Fil.4.6 -7

Biðjið og yður mun gefast Jesús fór afsíðis að biðja Farísei og tollheimtumaður Verið ekki hugsjúk

Hugleiðing 1. Eitt sinn báðu lærisveinar Jesú honum að kenna sér að biðja. Þeir vissu að þeir áttu að biðja, þeir höfðu oft séð Jesú fara afsíðis til að biðja. Nú langaði þá til að læra af honum hvernig ætti að biðja. Jesús kenndi þeim bæn sem við könnumst vel við og hefst á orðunum: Faðir vor. 2. Við getum lært mikið af bæninni sem Jesús kenndi. Fyrst það að Guð vill að við séum öll börnin hans. Síðan þegar við segjum: Helgist þitt nafn. Þá erum við að sýna Guði aðdáun og minna okkur á að hann er stórkostlegur skapari okkar. 3. Við leggjum fram beiðnir til Guðs. Við biðjum hann um að ríki hans komi og að vilji hans verði. Við biðjum þess einnig að hann sjái okkur fyrir daglegu brauði, þ.e.a.s. öllum þörfum okkar. Við megum leggja allt fram fyrir Guð, alveg sama hvort það er stórt eða smátt. 4. Síðan gerum við játningu. Við biðjum Guð um að fyrirgefa okkur syndir okkar og segjumst einnig ætla að fyrirgefa öðrum (útskýra skuldunauta). Guð vill að við leggjum allt fram fyrir hann og er fús að fyrirgefa. Hann dó fyrir syndir okkar og heyrir bænir okkar.

Söngvar 10 Bæn sendu beðna 88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja 42 Fús ég, Jesús, fylgi þér 117 Upprisinn er hann 22 Enginn þarf að óttast síður 16 Ef ég væri fi ðrildi 123 Við setjumst hér í hringinn

5. Að lokum segjum við: Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Þá gefum við Guði þá dýrð sem hann á skilið. Við fl ytjum honum þakkargjörð vegna þess að hann er stórkostlegur Guð sem er ekkert ómögulegt. Við megum ekki gleyma að þakka Guði allar gjafi r hans. 6. Bænin snýst m.a. um þetta sem við höfum talið upp. Að sýna Guði aðdáun, játa fyrir honum það sem við höfum gert rangt, þakka honum fyrir allt sem hann gefur okkur og að að hann vilji vernda okkur. Leggja fram fyrir hann beiðni um allt sem okkur vanhagar um.

12

13


Bænaþema Ýmsir ritningarstaðir um bæn úr Lúkasarguðspjalli

Biðjum án afláts

Bænadagatal - fyrirbæn

Í Lúkasarguðspjalli er ýmislegt að fi nna um Jesú og bænalíf hans. Það er m.a. lögð áhersla á að Jesús hafi farið afsíðis að biðja ef taka þurfti stóra ákvörðun. Það er hægt að fá góða innsýn í bænalíf Jesú með því að þræða sig í gegnum Lúkasarguðspjall. Við skírnina bað Jesú (Lúk 3.21-22) Jesús fór afsíðis til að biðja (Lúk 5.16) Hann bað næturlangt áður en hann valdi lærisveina (Lúk 6.12) Hann baðst fyrir er ummyndunin á fjallinu átti sér stað (Lúk 9.28-29) Hann kenndi lærisveinum sínum að biðja (Lúk 11.1-5) Jesús bað í Getsemane (Lúk 22.39-44) Á krossinum fól hann Guði anda sinn (Lúk 23.49) Auk þess má lesa um bænalíf Jesú í Lúk 9.18 og 10:21-22

Bænaiðkun er oft kynnt á mjög einhæfan hátt en getur hins vegar verið framkvæmd á mjög fjölbreyttan hátt. Hér eru nokkrar hugmyndir sem má nota á fundum og stuðla að því að hjálpa börnunum að skilja eðli bænarinnar og verða þátttakendur í bænaiðkun með skapandi hætti.

Þú þarft: Ljósrit af dagatali, (sjá viðauka) eitt eintak fyrir hvert barn og skriffæri. Ræðið um hversu mikilvægt það er að biðja fyrir öðrum. Hverjum getum við beðið fyrir? Leyfi ð börnunum að koma með hugmyndir. Þeim sem eiga erfi tt, eru veikir, gamlir, eru í fangelsi, þeim sem okkur þykir vænt um o.s.frv. Að biðja fyrir öðrum er ein leið til að hjálpa öðrum og til að lofa Guð. Aðstoðið börnin ef þau eiga erfi tt með að fi nna bænarefni. Dagatalið gæti litið þannig út: Mánudagur: Amma Sigga, að hún verði betri í fótunum. Þriðjudagur: Addi, að Guð blessi hann fyrir að vera góður vinur minn. Miðvikudagur: Mamma og pabbi, að þeim gangi vel í vinnunni. Fimmtudagur: Krökkunum í KFUM og KFUK, að þeim líði vel í dag o.s.frv. Hvetjið börnin til að hengja dagatalið upp fyrir ofan rúmið sitt og biðja fyrir því sem þau hafa skráð niður áður en þau fara að sofa á kvöldin. Fylgið þessu svo eftir með því að spyrja á næsta fundi hvernig gekk að fara eftir bænadagatalinu í vikunni.

Einnig má finna margt sem hann sagði um bæn við ýmis tækifæri Við sölumennina í helgidómnum sagði hann: Hús mitt á að vera bænahús en þér hafið gert það að ræningjabæli. (Lúk 19:45-47)

Jesús bað fyrir Símoni Pétri og sagði honum það er hann hvatti hann til að styrkja trúsystkin sín. (Lúk 22.31-32) Hann bað Guð að taka frá sér kaleikinn ef það samræmdist vilja hans. (Lúk 22.42) Jesús hvatti lærisveina sína til að vaka og biðja (Lúk 21.36) Lúkasarguðspjall hefur líka að geyma þrjár dæmisögur um bæn sem undirstrika enn frekar mikilvægi bænarinnar: Vinur biður um brauð (11.5-13), Ekkjan og óréttláti dómarinn (18.1-8) og Farísei og tollheimtumaður (18.9-14). (Smith & Raeper, 79)

Bænarannsókn

Frásögn

14

Frægur erlendur prestur sem hét Moody fór eitt sinn, með litla dóttur sína sem hét Emma, í verslun til að kaupa brúðu handa henni. Um leið og þau voru komin inn í búðina fór Emma og valdi sér litla, ódýra brúðu. “Ég vil fá þessa dúkku”, sagði hún og faðmaði brúðuna að sér. Þessi brúða var ekki nærri því eins stór og falleg og sú sem faðir hennar hafði ætlað að kaupa handa henni. En vegna þess að Emma valdi sér þessa brúðu sjálf, þá keypti Moody hana og gaf dóttur sinni. Litla, ódýra brúðan lenti fl jótlega úti í horni með ýmsu dóti sem Emma var hætt að leika sér með. Dag einn sagði faðir hennar að hann hefði viljað kaupa miklu fallegri og vandaðri brúðu en þá sem Emma valdi sjálf. “Af hverju gerðir þú það ekki?” spurði Emma. “Af því að þú vildir ekki leyfa mér að gera það”, svaraði pabbi hennar. Þá sá Emma eftir því að hafa haldið fast við eigin vilja. Eftir það lét hún alltaf pabba sinn um að ákveða það sem hann ætlaði að gefa henni. Pabbi hennar þurfti að ferðast mikið og þegar hann spurði hana hvað hann ætti að kaupa til að gefa henni þegar hann kæmi heim, svaraði Emma: “Færðu mér bara það sem þú velur sjálfur að gefa mér, pabbi minn”. Hún hafi lært að treysta kærleika föður síns og vissi að hann elskaði hana. (Söguna er m.a. að fi nna í Starf Jesú - Guð notar menn, boðunarefni Landsambandsins frá 1995-96)

Ræðið mikilvægi þess að biðja um að vilji Guðs verði. Leggjum áherslu á að Guð heyrir allar bænir og að við getum lagt allt í hans hendur. Stundum er bænasvarið nei, þegar bænin samræmist ekki hans vilja. Lesið upp nokkur dæmi um bænir og biðjið börnin um að standa upp ef þau halda að bænin samræmist vilja Guðs en setjast niður ef hún gerir það ekki. Nokkur dæmi: -Hjálpaðu frænku minni því að maðurinn hennar dó. -Hjálpaðu mér í stærðfræðiprófi nu á morgun því ég er búin að læra svo mikið fyrir það. -Viltu láta systur mína þegja því hún er svo leiðinleg. -Fyrirgefðu mér það sem ég hef gert rangt. -Láttu mig verða betri í íþróttum en allir aðrir í skólanum. -Hjálpaðu þeim sem líður illa. -Hjálpaðu mér að fá góðar einkunnir, án þess að ég þurfi að læra heima. -Gefðu mér fullt, fullt af dóti. -Gefðu að dagurinn í dag verði góður og skemmtilegur. -Viltu gefa það að ég eignist nýtt hjól því að hjólinu mínu var stolið. Bætið við fl eiri dæmum ef við á og fáið e.t.v. hugmyndir frá börnunum og ræðið muninn á þessum bænum, hverjar eru eigingjarnar og hverjar samræmast vilja Guðs. 15


Bænaþema Bið og starfa Þú þarft: pappír, blýanta, liti og skæri. Ræðið um hvað við getum gert til þess að vilji Guðs geti orðið, t.d. hjálpað öðrum. Hægt er að gera þetta allt á einum fundi eða skipta verkefnunum niður á fleiri fundi. Börnin teikna eftir útlínum beggja handa og klippa út. Á aðra höndina skrifa þau bænarefni og á hina höndina hvað þau geti gert til að bænin rætist. T.d. Bænarefni: Að allir í bekknum mínum séu vinir. Það sem ég get gert: bjóða þeim sem ekki eiga marga vini að vera með í leikjum. Börnin teikna eftir útlínum beggja fóta og klippa út. Á annan fótinn skrifa þau bænarefni en á hinn hvað þau geti gert til að bænin rætist. T.d.: Guð hjálpi þeim sem eru gamlir. Það sem ég get gert: farið í sendiferð fyrir ömmu eða farið út með ruslið fyrir afa. Börnin teikna varir og klippa út. Þau skrifa svo inn í varirnar bænarefni sem tengjast orðum okkar, t.d. hjálpaðu mér að segja satt, hjálpaðu mér að tala ekki illa um aðra, hjálpaðu mér að blóta ekki. Hengið svo varir, hendur og fætur í pörum upp á vegg.

BÆNADAGATAL Sunnudagur

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Bænahúsið Þú þarft pappírsarkir, venjulegan pappír, límstifti, skriffæri, liti og skæri og/eða pappírshníf. (Þið getið rifjað upp frásöguna af Daníel þegar hann baðst fyrir við opinn glugga sem sneri í áttina að Jerúsalem (Dan. 3:11)). Börnin teikna hús með mörgum gluggum á pappaörkina. Komið með ýmsar hugmyndir af húsum t.d. fjölbýlishús, skóhús, turn/ vita o.s.frv. Mikilvægt er að hafa húsið svolítið stórt, nýta örkina vel. Börnin lita svo og klippa út húsið og klippa eða skera með pappírshníf gluggahlerana, þannig að hægt sé að opna og loka þeim. Þá er pappír límdur bak við gluggana. Í gluggana eru skrifaðar bænir, nöfn eða annað sem þú vilt biðja Jesú um, eða þakka honum fyrir. Börnin geta svo hengt húsið upp heima hjá sér og opnað einn glugga á hverjum degi og beðist fyrir eða þakkað fyrir það sem þar stendur. Leiðbeinendur geta gert bænahús til að hafa í félagsheimilinu og fyrir bænastund leyft eitthverju barninu að opna glugga, lesa hvað þar stendur og svo er beðið fyrir því (Byggt á Guð talar við krakka í KFUM og KFUK boðunarefni KFUM og KFUK vor 2001)

BÆNAHÚS

Eins orðs bænir Þú þarft lítinn stein eða einhvern hlut til að láta ganga á milli. Börnin er væntanlega vön að heyra leiðtogana fara með bænir og jafnvel hafa eftir það sem þeir segja (hermibæn). Hér er hugmynd að bænafyrirkomulagi sem kemur þeim af stað að biðja upphátt með eigin orðum eða réttara sagt í þessu tilfelli; eigin orði. Ræðið um að Guð viti hvers við þörfnumst og að hann þekkir hugsanir og hjarta okkar, því getur verið nóg að segja eitt orð og Guð veit hvað það þýðir. Orðið getur verið: Takk, hjálp, vernda, gleði, lækna, hamingja, nafn einhvers, gefið þeim nokkrar hugmyndir og tíma til að velja sér orð. Það má segja sama orðið aftur (það getur haft nýja þýðingu í hvert skipti, aðalatriðið að fá sem flesta að segja eitthvað). Það getur verið stórt skref fyrir marga að biðja upphátt þó ekki sé notað meira en eitt orð, þvingum því engan sem er ekki tilbúinn. Steinninn hjálpar börnunum á áþreifanlegan hátt að vita hvenær röðin er komin að þeim, síðar má sleppa að nota hann. Látið steininn ganga á milli allra, sá sem heldur á steininum fer með eins orðs bæn og réttir svo næsta ef einhver vill ekki segja orð lætur hann steininn ganga yfir til næsta manns án þess að segja neitt, þegar steinninn hefur farið allan hringinn ljúkum við bæninni með því að segja eitt orð: “amen”. Leggið áherslu á að steinninn gangi hægt á milli og að við íhugum hvert orð sem sagt er. Þið getið einnig rætt eftir á um orðin sem nefnd voru og hvað þau feli í sér. Önnur útfærsla er að láta steininn ganga á milli og sá sem heldur á steininum fer með þakkarbæn t.d. takk fyrir vini mína, takk fyrir snjóinn o.s.frv. 16

17


4

Fjallræðan

Starfsgagnalisti

- Byggt á bjargi

G-333 Á bjargi byggði Dæmisaga Jesú um mennina tvo sem byggja sér hús á mistraustum grundvelli.

Mt 7.24-27

Boðskapur: Sá sem heyrir orð Jesú og breytir eftir þeim, byggir líf sitt á traustum grundvelli. Aðkoma: Hægt er að nota leikina eða hlutbundnu kennsluna úr hugmyndabankanum. Eins er hægt að ræða við börnin hvers þarf að gæta þegar hús er byggt.

gði: ús sa s e J rs: isve Minn egurinn, lífið. rv Ég e kurinn og ðurins lei r til fö 6) sann kemu (Jóh 14. n n i . g i Eng ir m a fyr nem

Hugleiðing 1. Jesús sagði sögu til að undirstrika mikilvægi orða sinna eftir að hafa flutt langa og mikilvæga ræðu. Þessi langa ræða heitir fjallræðan líkt og við höfum þegar heyrt. Í henni kenndi hann okkur um hvernig við ættum að vera. Munið þið hvernig það var? Hann kenndi okkur líka að biðja, kenndi okkur að fara með Faðir vor. 2. Sá sem hlustar á orð hans og breytir eftir þeim er líkur manni sem byggir hús sitt á bjargi. Því þegar illa viðrar og stormarnir, regnið og vatnið reyna að fella það hreyfist það ekki því það er grundvallað á bjargi. 3. Sá sem hlustar ekki á orð hans og breytir ekki eftir þeim er líkur manni sem byggir hús sitt á sandi. Þegar illa viðrar og stormarnir, regnið og vatnið reyna að fella það mun það ekki standa heldur falla og fall þess verður mikið. 4. Jesús vildi að allir þeir sem höfðu heyrt ræðu hans myndu taka eftir því sem hann sagði og tileinka sér það. Jesús hafði áhrif á fólk þar sem hann fór um og gerir enn í dag. Sá sem heyrir orð Jesú og breytir eftir þeim, byggir líf sitt á traustum grundvelli.

Skýringar Að bregðast við og taka ákvörðun Þessi orð koma í lok Fjallræðunnar. Jesús hafði flutt boðskap sinn og nú krafðist hann þess af áheyrendunum að þeir myndu bregðast við og taka afstöðu til þess sem hann hafði fram að færa. Áheyrendur átta sig á því að Jesús talar eins og sá sem valdið hefur. Hann setur líka fram kenningu sem minnir á skilaboð sem spámenn fluttu frá Guði í Gamla testamentinu. Hann er ekki að gefa góð ráð eða fara með snjalla málshætti. Kenning hans hefur áhrif á líf þeirra sem á hlýða. Allt veltur á því hvernig er brugðist við orðum Jesú. Stormarnir, regnið og vatnið Veðurofsinn er notaður til að gefa erfiðleika og raunir til kynna. Hvað gerist þegar erfiðleikarnir knýja á? Jesús segir að eingöngu þeir sem breyti eftir orðum hans muni standa af sér óveðrið. Hvers vegna? Vegna þess að hann flytur orð Guðs sem er eina undirstaðan sem hægt er að byggja á. Það að byggja á traustum grunni er erfiðara og tímafrekara en að láta sig engu varða að leggja undirstöðurnar, en það borgar sig þegar á reynir. 18

Söngvar 10 Bæn sendu beðna 2 Á bjargi byggði 39 Frelsarinn góði 117 Upprisinn er hann 13 Drottinn er minn hirðir 106 Ótal, óteljandi fuglar 123 Við setjumst hér í hringinn

Hugmyndabanki Leikur Uppbygging Áhöld: Einhverjir munir sem gott er að byggja úr, t.d. spil, bækur, eldspýtustokkar, geisladiskahulstur eða glasamottur. Notið ímyndunaraflið! Framkvæmd: Þátttakendur sitja við borð sem er fullt af byggingarefni. Þeir skiptast á að leggja einn hlut ofan á annan og reyna að byggja háa byggingu. Þegar byggingin hrynur þá má byrja aftur en þá á annar þátttakandi að leggja fyrsta hlutinn í bygginguna. Það skiptir öllu máli að undirstaðan sé góð ef byggingin á að standa. Þetta er einmitt boðskapur sögunnar Byggt á bjargi. (Leikur nr. 22 úr bókinni Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck) Hlutbundin kennsla Eins væri hægt að útfæra þennan leik sem hlutbundna kennslu. Þá getur leiðtoginn tekið misstórt byggingarefni og reynt að byggja úr því turn og getur byrjað á því að setja minni hlutina neðst og síðan stærri ofan á. Eftir eina eða tvær misheppnaðar tilraunir getur leiðtoginn síðan lagt góðan grunn og reist stöðuga byggingu. Síðan er tilvalið að fjalla um mikilvægi þess að byggja á bjargi og að undirstaðan sé góð. Á bjargi byggði - að raða eldspýtum á flöskustút Þessi leikur getur passað sem aðkoma að hugleiðingunni. Eftir að hafa leikið þennan leik ætti að vera ljóst að flöskustútur er ekki góður byggingagrunnur. Þú þarft gler- eða plastflösku með þröngum stút (gosflöskur henta vel, gott getur verið að þyngja plastflöskuna með vatni eða sandi), eldspýtur og klukku. Fáið sjálfboðaliða. Setjið flöskuna á borð fyrir framan hópinn. Sjálfboðaliðinn fær 30 sekúndur til að raða sem flestum eldspýtum ofan á flöskustútinn, ef þær detta niður þarf að byrja upp á nýtt. Þegar tíminn er búinn eru eldspýturnar taldar og talan skráð og annar fær að spreyta sig. Hver getur raðað flestum?

Leslisti fyrir leiðtoga Slm 37.5 Slm 46.2 Slm 18.31 Jóh 14.6

Fel Drottni vegu þína Guð er oss hæli og styrkur Vegur Guðs er lýtalaus Vegurinn, sannleikurinn og lífið

19


5

Sakkeus

Starfsgagnalisti

- Jesús leitar að hinu týnda til að frelsa það

F.SH.-150 Fr-800 L-121

Bartimeus og Sakkeus Jesús mætir Sakkeusi. Leiðb. á ensku Sakkeus (8 myndir) Myndafrásögn af því þegar Jesús hittir Sakkeus. Sakkeus Jesús hittir Sakkeus og heimsækir hann.

Lúk 19.1-10

Leslisti fyrir leiðtoga

Boðskapur: Jesús elskar alla menn. Aðkoma: Hafið þið lent í því að sjá ekki eitthvað sem ykkur þykir spennandi vegna þess að fyrir framan ykkur stendur einhver sem er stærri en þið? Eða þá að vera í bíó eða leikhúsi og einhver skyggir á útsýnið ykkar? Í dag ætlum við að heyra um mann sem var lágvaxinn og hvernig hann fór að því að sjá það sem hann vildi.

: agði ús s s e J rs: isve , Minn egurinn lífið. rv og e n g É rin urins leiku ur til föð 4.6) n n a s 1 em (Jóh nn k Engi yrir mig. af nem

Hugleiðing 1. Einu sinni var maður sem hét Sakkeus. Hann var mjög ríkur, hann var yfirtollheimtumaður í borg sem hét Jeríkó. Það fóru margir um þá borg því hún var í alfaraleið. Sakkeus fékk því mikið af peningum. Oft voru tollheimtumenn ekki vinsælir vegna starfs síns. Líklega litu margir niður á Sakkeus þrátt fyrir öll auðæfin. 2. Eitt sinn heyrði Sakkeus af því að Jesús væri að ganga í gegnum borgina. Honum langaði mikið til að sjá Jesú. En Sakkeus var mjög lágvaxinn og mikill fjöldi þyrptist að til að horfa á Jesú. En Sakkeus var úrræðagóður. Meðfram veginum stóð mórberjatré og hann ákvað að klifra upp í það. 3. Líklega hefur Sakkeus ekki búist við meiru en því að sjá Jesú, en það fór nú á annan veg. Þegar Jesús nálgaðist tréð leit hann upp til Sakkeusar og sagði við hann: Sakkeus flýt þér ofan, í dag ber mér að vera í húsi þínu.

Okv 30.8 Lúk11.28 Lúk 18.18-27 Slm 143.10

Hugmyndabanki

Hvorki fátækt né auðæfi Sælir eru þeir Auðugur höfðingi Kenn mér að gera vilja þinn

Sakkeusartréð Það er til gömul falleg sögusögn um Sakkeus. Þegar Sakkeus var orðinn háaldraður maður bjó hann enn í Jeríkó. Hann trúði á Guð og var heiðarlegur maður. Við sólaruppkomu dag hvern fór hann í gönguferð út fyrir bæinn, og snéri til baka léttur og glaður í bragði, tilbúinn að takast á við verkefni dagsins. Konan hans velti því oft fyrir sér hvert hann færi og hvað hann væri að gera í þessum gönguferðum en Sakkeus talaði aldrei um það við neinn. Einn morguninn náði forvitnin yfirhöndinni hjá konu Sakkeusar og hún elti hann, án þess að hann sæi hana. Þá sá hún að Sakkeus fór að trénu sem hann hafði setið í þegar hann sá Jesú í fyrsta sinn. Hún faldi sig og fylgdist með manni sínum. Hann sótti skál, fyllti hana vatni og vökvaði rætur trésins, sem voru þurrar vegna hitans. Síðan reytti hann arfa og annað illgresi sem nálægt var og strauk hendinni varlega eftir trjástofninum. Að lokum leit hann upp í greinina þar sem hann hafði setið til að sjá Jesú og snéri síðan heim á leið. Eitt sinn ræddi hann um þessar ferðir við konu sína. Þá spurði hún Sakkeus af hverju hann færi að trénu á hverjum degi. Það er því að þakka að ég komst upp í þetta tré að ég hitti Jesú, hann sem ég elska svo heitt, svaraði Sakkeus brosandi. (þýdd frásögn úr 250 fortellingar for barn og unge, e. Mia Hallesby. Birtist m.a. í Vilji Guðs, leiðsögn og kærleikur, boðunarefni Landssambands KFUM og KFUK 1994-1995). Leikur Að breyta um stefnu Þú þarft: upptrekkt eða fjarstýrð leikföng. Sitjið í hring og látið upptrekktu leikföngin inn í hringinn og fylgist með hvað gerist ef þau rekast á ykkur, sum breyta um stefnu en önnur halda áfram að rekast á þó þau komist ekkert áfram. Ef þið notið fjarstýrða bíla bindið þá fyrir augu þess sem stýrir svo bílarnir rekist á ykkur. Fjallið um hvernig við erum eins og leikföngin, ýmis markmið drífa okkur áfram en stundum rekumst við á og sjáum að við höfum verið á rangri leið. Hvað gerum við? Breytum við um stefnu eða höldum við áfram að klessa á án þess að komast neitt. Hvað gerði Sakkeus?

4. Hvernig ætli Sakkeus hafi brugðist við? Það stendur í Lúkasarguðspjalli að hann hafi drifið sig niður úr mórberjatrénu og tekið glaður á móti Jesú. Þá fóru nú einhverjir úr fjöldanum að hvísla sín á milli að það hlyti að vera undarlegt að Jesús væri að heimsækja menn eins og Sakkeus. Hann var tollheimtumaður og hafði ekki alltaf komið heiðarlega fram við fólk. Hvers vegna vildi Jesús heilsa upp á þannig mann? 5. Jesús fór ekki í manngreinarálit. Hann leit ekki þannig á að einn væri stórkostlegur á meðan annar væri ómögulegur. Hann leit heldur ekki þannig á að fullorðnir væru merkilegri en börn eins og við höfum þegar heyrt um. Honum þótti vænt um alla menn. Jesús kom í heiminn til að frelsa alla menn.

Skýringar Máltíð Þegar að Jesús segist ætla að heimsækja Sakkeus og þiggja máltíð af honum þá er það tákn um gagnkvæma virðingu. Það skýrir viðbrögð fólks.

20

Mórberjatré Þau voru algeng í Palestínu. Tréð gat orðið 15m eða hærra. Stofninn var gildur og trjákrónan mikil um sig. Það var auðvelt að klifra upp í tréð.

Söngvar 10 Bæn sendu beðna 2 Á bjargi byggði 108 Sakkeus var að vexti smár 79 Jesús, Jesús 117 Upprisinn er hann 106 Ótal, óteljandi fuglar 123 Við setjumst hér í hringinn

21


6

Hver er mestur? - lærisveinarnir metast

Söngvar

Matt 18.1-5, 20. 20-28

Boðskapur: Sá er mestur sem vill þjóna öðrum Aðkoma: Hægt er að nota verkefnið úr hugmyndabankanum til að koma af stað umræðu. Einnig er hægt að spyrja börnin út í eitthvað eða einhvern sem þau halda upp á og hvers vegna. Þannig er hægt að leiða athyglina að því hvað við lítum á sem mikilvægt eða merkilegt.

ði: s sag Jesú : s r isve Minn rinn, fi ð. vegu r e g og lí É n in ins r leiku föður n il t n a r s u .6) n kem óh 14 Engin rir mig. (J fy nema

88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja 42 Fús ég, Jesús, fylgi þér 108 Sakkeus var að vexti smár 79 Jesús, Jesús 22 Enginn þarf að óttast síður 16 Ef ég væri fi ðrildi 106 Ótal, óteljandi fuglar 123 Við setjumst hér í hringinn

Skýringar Upphafið að krossinum og upprisunni Hér má greina að Jesús er að tala um það sem er í vændum. Hann er að fjalla um hlutverk sitt. Hann var kominn til að þjóna og gefa líf sitt sem lausnargjald. Á meðan eru lærisveinar hans að metast um hver sé mestur. Andstæðurnar gætu vart verið sterkari.

Leslisti fyrir leiðtoga Slm 49.7-9 Matt 7.12 Lúk 22.27 Fil 2.3-11

Hugleiðing 1. Lærisveinar Jesú vildu vita hver væri mestur í himnaríki. Jesús bað lærisveina sína um að setjast niður og taka vel eftir. Hann kallaði til sín lítið barn og setti það á meðal þeirra. Hann sagði þeim síðan að enginn kæmist í himnaríki nema hann yrði eins og barn. Eins og við höfum heyrt áður vildu lærisveinarnir eitt sinn ekki leyfa börnum að koma til Jesú. Nú tók Jesús barn og sagði lærisveinunum að þeir þyrftu að vera eins og það. Af hverju eins og barn? Börn höfðu engan rétt í þjóðfélaginu á tímum Jesú. Börnin þurfa að treyst á náð þeirra fullorðnu. Þannig þurfa allir menn að vera gagnvart himnaföðurnum. Þeir þurfa að treysta á að hann aðstoði þá en ekki á eigin mátt. 2. Eitt sinn kom móðir Jóhannesar og Jakobs, lærisveina, og spurði Jesú hvort hann gæti ekki séð til þess að synir hennar ættu góða stöðu við hlið Jesú, þegar í himnaríki væri komið. Hinir lærisveinarnir virtust hafa heyrt eitthvað af þessu og þeir urðu fúlir út í bræðurna. Hugsanlega vegna þess að þeir vildu líka vera fremstir eða mikilvægastir. Jesús sagði því við þá alla að sá sem vill verða mestur á að þjóna öðrum. Jesús breytti öllu. Hann leit ekki á hlutina líkt og við mennirnir gerum. Fyrir honum voru þeir ekki merkilegastir sem hafa mikil völd eða eiga endalaust af peningum. Jesús sagði lærisveinum sínum að þeir ættu ekki að hugsa þannig.

Lausnargjald Gullna reglan Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn Verið með sama hugarfari

Hugmyndabanki Hver er mestur? Stórar pappírsarkir (eina fyrir hvern hóp), blöð og tímarit með mikið af myndum í, límstifti, skæri, liti og skriffæri. Verkefni barnanna er að búa til veggspjöld. Veggspjöldunum skipta þau í tvennt. Öðru megin túlka þau stöðu fólks í samfélaginu okkar hér á jörð - hver er mestur? Þar yrðu t.d. kvikmynda- og poppstjörnur, stjórnmálamenn, ríkt og valdamikið fólk ofarlega, neðarlega væru fátækir, sjúkir, þrælar o.s.frv. En hinu megin á veggspjaldinu túlka þau stöðu fólks í ríki Guðs þar sem börn, þeir sem þjást, þeir sem fórna sér fyrir aðra fá aðra stöðu en hér á jörð. Allir eru dýrmætir í augum Guðs.

3. Jesús sýndi það með fordæmi sínu að hann var kominn hingað til að þjóna en ekki til að láta þjóna sér. Hann kom til að gefa líf sitt þannig að allir gætu eignast eilíft líf. Börn eru ekki rík eða valdmikil og þess vegna hafði Jesús kallað á eitt þeirra til að sýna lærisveinunum hver var mestur. Sá er mestur sem vill þjóna öðrum.

22

23


7

Starfsgagnalisti

Jesú fagnað

F.SH.-180 F.T.-181 F.T.-182 L-150 L-155

- Pálmasunnudagur Matt 21.1-11

Boðskapur: Jesús er konungur í hjörtum þeirra sem á hann trúa. Aðkoma: Tilvalið er að nota hljóðsöguna úr hugmyndabankanum hér að neðan sem bæði aðkomu og endursögn á hugleiðingu.

ði elska í svo v Þ : f s ga isver hann Minn n að in að im s e þes Guð h inn til úir glatist s n o s tr einka hann t líf. sem á ilíf r e e v h hafi eldur h i k k e 16) óh 3. (J

Hugleiðing 1. Þegar Jesús nálgaðist Jerúsalem eftir að hafa verið á ferð um Júdeu bað hann lærisveina sína að fara til næsta þorps og ná í ösnu og fola fyrir sig. Ef einhver spyr af hverju þið takið þau, segið þá að Drottinn þurfi á þeim að halda. Lærisveinarnir fóru og gerðu eins og Jesús bað þá. Þegar þeir komu til baka með þau steig Jesús á bak og hélt reið sína inn í Jerúsalem. 2. Mikið af fólki var komið þangað vegna hátíðanna og það tók fagnandi á móti Jesú, breiddi klæði sín á veginn og hjó greinar af trjám til að fagna Jesú. Fólkið söng og lofaði Jesú: Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!“ Þegar fólkið fór að taka eftir fagnaðarlátunum fóru einhverjir að spyrja hver þetta væri eiginlega. Þá var því svarað til að hér væri spámaður á ferð. 3. Við höfum heyrt um Davíð konung. Einhver átti að koma í kjölfar hans til að frelsa mennina. Jesús var konungur eins og Davíð. En Jesús var ekki kominn til að fara í hernað, þá hefði hann hugsanlega komið á glæsilegum fáki með hersveit að baki sér. Jesús var kominn til að þjóna og til þess að gefa líf sitt sem lausnargjald. Jesús er friðarkonungur. Jesús er konungur í hjörtum þeirra sem á hann trúa.

Söngvar 88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja 39 Frelsarinn góði 79 Jesús, Jesús 117 Upprisinn er hann 13 Drottinn er minn hirðir 16 Ef ég væri fi ðrildi 106 Ótal, óteljandi fuglar 123 Við setjumst hér í hringinn

24

Jesús í Jerúsalem Lýsir ferðinni til Jerúsalem, pálmasunnudegi og ráðabruggi gegn Jesú. Leiðb. á ensku. Innreið Jesú í Jerúsalem Frá pálmasunnudegi til húðstrýkingar. Fastan - Páskar Frá pálmasunnudegi til upprisu. Leiðb. á ensku. Innreið Jesú í Jerúsalem - Pálmasunnudagur Krossfesting og upprisa Frá pálmasunnudegi, síðustu kvöldmáltíðinni, Getsemane, réttarhöldunum, krossfestingu og upprisu.

Hugmyndabanki Leikur Asnakapphlaup Þú þarft gott rými. Athugið vel að enginn meiði sig í þessum leik, asninn má ekki fara of harkalega af stað og reiðmaðurinn verður að gæta þess að meiða ekki asnann. Leikurinn passar kannski ekki þar sem gólfefni er mjög hart. Þú getur annað hvort valið nokkur pör (asni og reiðmaður) úr hópnum og látið nokkra keppa í einu eða skipt öllum hópnum og látið alla keppa í einu, allt eftir aðstæðum. Asninn leggst á fjórar fætur og reiðmaðurinn sest ofaná og svo á asninn að skríða ákveðna vegalengd. Þeir sem eru fyrstir í mark vinna. Einnig er hægt að hafa það þannig að reiðmaðurinn verði asninn á bakaleiðinni, búið til ykkar eigin reglur. Ræðið um hversu hægt asnarnir þurftu að fara, asnar eru skiljanlega ekki notaðir af riddurum og þeim sem ætla í stríð. Jesús kom ríðandi á asna þó hann væri konungur því hann kom í friði.

Pálmasunnudagur - hljóðsaga Þú þarft ljósrituð eintök af hljóðsögunni (sjá viðauka), yfi rstrikunarpenna og hljóðgjafa (allt mögulegt kemur til greina). Setjið börnin í hlutverk og merkið hvað þau eiga að gera eða segja í handritinu með yfi rstrikunarpenna, sumir eru í hlutverki og aðrir lesa upp texta, einhverjir eru í hljómsveitinni og framkvæma hljóð. Ræðið öll hugsanleg hljóð sem gætu verið í frásögunni, t.d. allt sem sagt er, fótatak, hófatak, hljóð í ösnunum. Finnið hljóðgjafa, semjið stef og prófi ð ykkur áfram og reynið að framkvæma ýmis hljóð. Í handritinu eru hugmyndir að hljóðum settar innan sviga (athugið að lesa það ekki upp) sem þið getið notað og útfært, en endilega breytið og setjið inn hugmyndir frá ykkar hóp ef þið viljið. Hljóðgjafar: Blöð, ólíkum efnum nuddað saman, raddir barnanna, pottar, sleifar, dollur með hrísgjónum í (hristur), fótum stappað (fi nna fl öt þar sem stappið heyrist vel), ef þið getið fengið lánuð skólahljóðfæri (hristur, handtrommur, fl autur, sílafóna o.fl .) þá getur það verið skemmtilegt. Fyrir upphafsstef og lokastef má nota tónlist af geisladisk, kór sem syngur lag eða einhvern spuna á hljóðgjafana.

Skýringar Betfage Betfage var úthverfi , eiginlega hluti af Jerúsalem, en engu að síður aðskilin frá henni með Kídrondalnum.

Leslisti fyrir leiðtoga 5Mós 16.1-17 Jes 62.11 Sak 9.9 Kól 1.15-20

Um hátíðir Sjá, hjálpræði þitt kemur Sjá, konung þinn Guð í Kristi

25


8

Afneitun Péturs - Skírdagur

Matt 26.31-35, 47-56, 69-75

Boðskapur: Jesús elskar okkur þrátt fyrir að við bregðumst honum. Minnisvers: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf (Jóh 3.16).

Aðkoma: Hvernig líður ykkur ef þið hafið brugðist vinum ykkar? Gert eitthvað á þeirra hlut sem þið hefðuð ekki átt að gera? Bestu vinir Jesú þegar hann starfaði á jörðinni voru lærisveinar hans. Í dag ætlum við að heyra hvernig þeir brugðust Jesú á skírdegi.

Hugleiðing

Skýringar

Starfsgagnalisti

Æðsti prestur: Hann var valdamesti maður meðal Gyðinga og leiddi æsta ráðið og helgihaldið í musterinu. Hann gat ekki kveðið upp dauðadóm, það var hlutverk rómverska yfirvaldsins. (Biblíuhandbókin þín, 303)

F.T.-181 Innreið Jesú í Jerúsalem Frá pálmasunnudegi til húðstrýkingar. F.T.-182 Fastan - Páskar Frá pálmasunnudegi til upprisu. Leiðb. á ensku. F.T.-195 Jesús og Pétur Jesús í yfirheyrslu hjá æðsta prestinum og Pétur afneitar Jesú L-1 Guð ber umhyggju fyrir okkur Margar frásögur, þ.á.m. skírdagur L-5 Í fótspor Jesú Jesús er handtekinn (nr. 11). L-155 Krossfesting og upprisa Frá pálmasunnudegi, síðustu kvöldmáltíðinni, Getsemane, réttarhöldu num, krossfestingu og upprisu.

Þjónarnir og varðmennirnir: Æðsta vald gyðinga hafði yfir að ráða þjónum og varðmönnum sem voru hermenn. Þeim var að sjálfsögðu takmörk sett, vegna þess að rómverskar herdeildir fóru með hervaldið. (Líf lærisveinsins: Símon Pétur, boðunarefni Landssambands KFUM og KFUK, vorið 1991, s. 58) Til íhugunar: Tilvalið er að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar nr. 7, 11 og 12.

Söngvar

1. Á skírdegi minnumst við þess að Jesús neytti kvöldmáltíðar með lærisveinum sínum. Þetta kvöld átti eftir að vera afdrifaríkt fyrir Jesú og lærisveina hans, ekki síst fyrir Júdas og Símon Pétur. Júdas hafði svikið Jesú með því að framselja hann til æðstu prestana fyrir 30 silfurpeninga. 2. Símon Pétur var hvatvís. Hann átti til að taka ákvarðanir í flýti. Hann gerði ekkert með hangandi hendi eða hálfum huga. Jesús sagði lærisveinum sínum að þeir ættu allir eftir að bregðast honum. Pétur hélt nú ekki! Hann sagði Jesú að þótt allir myndu hafna honum myndi hann ekki gera það. Jesús var ákveðinn í að þetta myndi verða og sagði honum að áður en haninn myndi gala ætti hann eftir að afneita honum þrisvar.

10 Bæn sendu beðna 88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja 2 Á bjargi byggði 108 Sakkeus var að vexti smár 13 Drottinn er minn hirðir 22 Enginn þarf að óttast síður 106 Ótal, óteljandi fuglar 123 Við setjumst hér í hringinn

3. Jesús fór með lærisveinum sínum í garð sem var kallaður Getsemane eftir kvöldmáltíðina. Þegar Jesús var að ræða við lærisveina sína kom Júdas, sem hafði skilið sig frá hópnum fyrr um kvöldið, með hóp frá æðstu prestunum. Þeir handtóku Jesú og fóru með hann til æðsta prestsins. Allir lærisveinarnir yfirgáfu þá Jesú. 4. Jesús var leiddur til yfirheyrslu fyrir æðsta ráðið. Á meðan beið Pétur úti í garðinum. Það kom að honum kona og spurði hvort hann hefði ekki verið með Jesú frá Nasaret. Pétur neitaði. Hann sagðist ekki vita hvað hún væri að tala um. Önnur kona kom til hans og spurði að því sama. Pétur neitaði aftur. Þá gengu til hans nokkrir menn og fullyrtu að þeir könnuðust við hann og þekktu á málrómi hans að hann tilheyrði Jesú. Pétur sagði að það væri ekki rétt. Þá heyrðist hanagal. 5. Pétur varð miður sín þegar hann heyrði í hananum. Hann hafði afneitað Jesú. Hann hafði brugðist honum eins og hinir lærisveinarnir. Hann iðraðist sárlega. Hann sá eftir því að hafa afneitað Jesú. Síðar átti Jesús eftir að hitta Pétur aftur. Þá spurði hann Pétur hvort hann elskaði hann. Pétur játaði því þrisvar. Jesús elskar okkur þrátt fyrir að við bregðumst honum.

Leslisti fyrir leiðtoga Sak 13.7 Matt 14.22-32 Lúk 5.1-11 Jóh 21.15-19 26

Sverð, hef þig á loft Ef það ert þú, Drottinn Mannaveiðarar Elskar þú mig?

Hugmyndabanki Brauð Skiptið börnunum í hópa, gott er að hafa fjögur eða sex í hóp. Börnin standa í röð, hvert fyrir aftan það næsta og halda um axlir. Hver hópur táknar nú brauðhleif. Hvert barn er brauðsneið. Leiðtoginn útskýrir að hann ætli að segja ýmis orð sem tengjast brauði og börnin eigi að bregðast misjafnlega við hverju orði. Ristað Brauð. Brauðsneiðarnar losa sig frá hleifnum og hoppa upp og niður þannig að þau minni á sneið sem er að skjótast upp úr ristavélinni. Rúnstykki. Sneiðarnar setjast á gólfið, fela andlitið í höndunum þannig að þau minni á fagurt hringlaga rúnstykki. Samloka. Tvö og tvö úr hleifnum standa á móti hvort öðru og láta hendur snertast og minna þannig á gómsæta samloku. Pítsa. Allir leggjast niður og minna á flata böku. Brauðhleifur. Þá eiga öll börnin að vera snögg aftur á sinn stað og fara í upphaflega stellingu. Hægt er að veita stig fyrir að vera fyrsti hópurinn til að hlýða skipunum eða að leika eingöngu til gamans. (Leikur 10 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

27


9

Krossfestur - Föstudagurinn langi Matt 27

Boðskapur: Jesús kom í heiminn til að deyja fyrir syndir mannanna Aðkoma: Tilvalið er að nota verkefnið um hugmyndabankanum.

ví svo rs: Þ e að v n s i in eim Minn h il ð u sinn t ði G elska kason n in n e a f ga á h hann r sem e v h r að ldu þess ist ekki he t la .16) g 3 trúir (Jóh . f lí t f ilí hafi e

Leslisti fyrir leiðtoga

Starfsgagnalisti

Slm 22 Slm 69.21 Jes 52.13-53.12

F.T.-182 F.T.-187

Guð minn, Guð minn! Háðungin kramdi hjarta mitt Hann bar synd margra

L-5 L-155

Fastan - Páskar Frá pálmasunnudegi til upprisu. Leiðb. á ensku. Á þriðja degi Frá krossfestingu Jesú og upprisu Í fótspor Jesú Jesús deyr í okkar stað (nr. 12) Krossfesting og upprisa Frá pálmasun nudegi, síðustu kvöldmáltíðinni, Getsemane, réttarhöldunum, krossfest ingu og upprisu.

Hugmyndabanki Krossinn. Verkefni úr Safnmöppu Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar. Var áður notað í Boðunarefni Landssambands KFUM og KFUK, vorið 1991: Líf lærisveinsins: Símon Pétur, 56. (Sjá viðauka) Krossfesting og upprisa. Horfi ð á kvikmyndina Ljónið, nornin og skápurinn (Útgefi n af Walt Disney og Walden Media) sem gerð er eftir bók C.S. Lewis. Hægt er að skipta myndinni niður á tvo fundi þar sem fjallað er um krossfestinguna og upprisuna. Í kvikmyndinni tekur ljónið Aslan á sig dauðarefsingu í stað eins barnsins, en rís svo upp frá dauðum. Myndin er talin henta öllum aldurshópum en mælt með að börn undir 12 ára aldri horfi með fullorðnum. Verið því til staðar og svarið spurningum sem kunna að vakna.

Hugleiðing 1. Æðsta ráðið var hópur gyðinga. Þeir höfðu ekki rétt til að taka nokkurn af lífi . Þeir ákváðu því að fara með Jesú til rómversku yfi rvaldanna og freista þess að fá hann lífl átinn vegna þess að þeir töldu hann guðlasta. 2. Pílatus hefur ekki viljað dæma mann sem hafði ekki varið sig og hefur því boðið upp á að fólkið mætti velja á milli Jesú og Barabbasar. Barabbas var uppreisnarmaður. Kona Pílatusar sagði honum að hún hafði haft órólegar draumfarir vegna mannsins og vildi ekki að hann myndi dæma hann. Æðstu prestarnir og öldungarnir æstu lýðinn upp í að kalla á Barabbas. Málum lyktaði þannig að krafi st var krossfestingar Jesú. 3. Fyrst var Jesús húðstrýktur og síðan hæddur af hermönnum Pílatusar. Síðan þegar átti að leggja af stað til krossfestingarinnar var Jesús það máttfarinn vegna húðstrýkingarinnar að fenginn var maður að nafni Símon til að bera kross Jesú. Jesús var krossfestur með tveimur ræningjum. Hann var hæddur og yfi rgefi nn. Þegar hann gaf upp andann rifnaði fortjald musterisins og jörðin skalf. Þeir sem urðu vitni að atburðunum sögðu: „Sannarlega var þessi maður sonur Guðs.“ 4. Jesús var sonur Guðs. Hann kom til þess að deyja fyrir syndir allra manna. Þannig að allir gætu komið til hans með allt sem á þeim hvílir. Lærisveinarnir sem brugðust Jesú voru mannlegir eins og við. Jesús var sonur Guðs og lifði án þess að syndga. Við getum því eins og Pétur og hinir lærisveinarnir komið til Jesú og beðið hann um að fyrirgefa okkur syndirnar.

Söngvar 88 Kæri faðir, kenndu mér að biðja 39 Frelsarinn góði 42 Fús ég, Jesús, fylgi þér 79 Jesús, Jesús 13 Drottinn er minn hirðir 22 Enginn þarf að óttast síður 123 Við setjumst hér í hringinn

28

Skýringar Krossfestingin var algengur atburður í Palestínu á dögum Jesú. Refsingin var aðallega notuð af Rómverjum til að refsa uppreisnarmönnum og ofbeldisfullum glæpamönnum. Þess var gætt að margir yrðu vitni að aftökunum til að þær kæmu í veg fyrir að fl eiri myndu feta í fótspor afbrotamannanna. Golgata Staðurinn fyrir utan Jerúsalem, þar sem Jesús var krossfestur. Í Lúk. 23.33 nefnist hann Hauskúpa. Þetta heiti er dregið annaðhvort af því, að lögun hans minnti á hauskúpu eða hann hefur verið hafður sem greftrunarstaður. (Biblíuhandbókin þín, 88) Golgata hefur hugsanlega verið fyrir valinu þar sem hún var nálægt borginni og hægt að tryggja að margir hefðu aðgang að aftökunum. Sakargiftin Yfi r höfði Jesú var fest sakargiftin: Þessi er Jesús, Konungur Gyðinga. Að öllum líkindum er hún hengd þar upp Jesú til háðungar og öðrum til aðvörunar.

29


10

Upprisinn - Páskadagur Matt 28.1-10

Boðskapur: Jesús er upprisinn frelsari okkar vegna þess að hann sigraði dauðann. Aðkoma: Öll lendum við einhvern tímann í því að vera leið. Stundum gerist eitthvað sem hryggir okkur. Þá finnst okkur líkast til allt vera vonlaust og lífið erfitt. Hvernig ætli lærisveinum Jesú hafi liðið eftir að hann var krossfestur? Þau sem fylgdu honum á meðan hann prédikaði og gerði kraftaverk hljóta að hafa verið undrandi þegar hann var tekinn af lífi.

Minnisvers: Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh 3.16)

Hugleiðing 1. Jesús var krossfestur á föstudegi og á sunnudegi fóru nokkrar konur sem höfðu fylgt honum til að líta á gröfina. Þær hafa án efa verið mjög sorgmæddar. Vitið þið hvernig gröf Jesú var? Hún var lík helli og lokað var fyrir hana með stórum steini og varðmenn gættu hennar. (Sjá mynd í viðauka, Biblíuhandbókin þín, 89) 2. En allt í einu fór jörðin að skjálfa. Engill Drottins kom niður af himni, velti frá steininum og settist á hann. Varðmennirnir skulfu af hræðslu. En engillinn sagði konunum að þær þyrftu ekki að vera hræddar. Hann vissi að þær væru að leita að Jesú en hann var ekki þarna. Hvers vegna? Vegna þess að hann var upprisinn. Hann sagði þeim að kíkja inn í gröfina á staðinn þar sem hann hafði verið lagður. Jesús var ekki þar. 3. Hvað haldið þið að konurnar hafi gert? Þær urðu svo glaðar að þær hlupu af stað til að segja lærisveinunum að hann væri upprisinn. Þið getið ímyndað ykkur hversu mikil gleði þeirra var. Jesús hafði sigrað dauðann. 4. Upprisa Jesú er sigur fyrir okkur, sigur fyrir alla sem trúa á hann. Jesús sigraði dauðann. Hann var sterkari en dauðinn. Þess vegna getum við leitað til hans og treyst því að hann sé alltaf nálægur. Upprisa Jesú gefur okkur von um eilíft líf. Gröfin var tóm og því breytist sorg í fögnuð.

30

Hugmyndabanki

Leslisti fyrir leiðtoga

Hverjir sáu Jesú upprisinn Orðarugl á bls 56 í Guð talar við krakka í KFUM og KFUK vor 2001 (sjá viðauka).

Matt 16.21 Mrk 8.31 Lúk 24.36-49 1Kor 15.55-58

Skýringar

Starfgagnalisti

Greftrun Þegar Gyðingur dó, var hann greftraður nærri því samstundis. Líkið var þvegið, smurt með olíu og sveipað líni. Hendur og fætur voru reyrðir með lindum. Yfir andlitið var lagður dúkur. Í línklæðin var oft lögð myrra og alóe til þess að fá betri og hreinni lykt. Gröfin var stundum heima við, en oftast þó í sérstökum grafreitum. Þeir einir, sem ríkir voru, höfðu ráð á að láta höggva grafhvelfingar í mjúka kalksteinsklettana. Þeir fátæku notuðu hella í fjöllunum eða grófu hina dánu. Kristnir menn tóku fljótlega upp á því að hafa sameiginlega grafreiti. (Biblíuhandbókin þín, 89)

F.T.-182 F.T.-187 F.T.-202 L-1 L-5 L-155

Til íhugunar: Tilvalið er að lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar nr. 48 og 49.

Á þriðja degi Mannssonurinn á margt að líða Friður sé með yður Dauði, hvar er broddur þinn

Fastan - Páskar Frá pálmasunnudegi til upprisu. Leiðb. á ensku. Á þriðja degi Frá krossfestingu Jesú og upprisu Hann er upprisinn Upprisan, Emmaus förin og Jesús birtist lærisveinum sínum Guð ber umhyggju fyrir okkur Margar frásögur, þ.á.m. upprisan. Í fótspor Jesú Jesús kemur út úr gröfinni. (nr. 13) Krossfesting og upprisa Frá pálmasun nudegi, síðustu kvöldmáltíðinni, Getsemane, réttarhöldunum, krossfest ingu og upprisu.

Söngvar 10 Bæn sendu beðna 2 Á bjargi byggði 108 Sakkeus var að vexti smár 117 Upprisinn er hann 22 Enginn þarf að óttast síður 16 Ef ég væri fiðrildi 106 Ótal, óteljandi fuglar 123 Við setjumst hér í hringinn

31


Heimildaskrá Beagles, K.(Ritstj.), 2005: Power Points. Silver Spring, Sabbath School. France, R.T., 1985: Matthew. (Tyndale New Testament Commentaries). Leicester, Inter Varsity Press. McGrath, A.E., 2005: The NIV Bible Companion. London, Hodder & Stoughton. Morris, L., 1988: Luke. (Tyndale New Testament Commentaries). Leicester, Inter Varsity Press. Pinchbeck, L., 2002: Theme Games 2. Bletchley, Scripture Union. Sandemo, H., 1974: Biblíuhandbókin þín. Reykjavík, Örn og Örlygur.

32


Þrír leikir til að kenna minnisvers Gálgaleikur til að kynna og læra minnisvers Ýmsar skemmtilegar leiðir má nota til að læra minnisvers, gálgaleikurinn er ein þeirra. Teiknið upp á töflu strik fyrir hvern staf í minnisversinu (aðskiljið líka orð). Börnin skiptast svo á að nefna bókstafi. Ef þau giska rétt, fyllið þá inn á strikin bókstafinn sem þau nefndu allstaðar sem hann kemur fyrir. Ef þau giska vitlaust, skrifið þá bókstafinn til hliðar og teiknið stig af stigi gálgann, ef þau ná ekki að giska rétt áður en karlinn hangir í gálganum hafa þau tapað.

Orð af orði Skrifið minnisversið sem á að læra upp á töflu. Látið öll börnin sitja fyrir framan töfluna og lesa minnisversið saman hátt og skýrt. Látið síðan þann sem er lengst til hægri í röðinni fá svamp til að stroka út eitt orð að eigin vali. Eftir að hafa strokað út orð þá lætur hann þann næsta í röðinni fá svampinn og sest aftast. Eftir að eitt orð hefur verið strokað út á hópurinn að fara aftur hátt og skýrt með minnisversið (einnig orðið sem strokað var út). Þá er næsta orð strokað út. Aftur er farið með minnisversið og sá þriðji í röðinni strokar út næsta orð. Að lokum verður búið að stroka öll orðin út en hópurinn ætti að kunna minnisversið. Þetta er einföld og skemmtileg leið til að gera það minnisversið enn eftirminnilegra í gegnum leik. (byggt á leik 38 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)

Gefið gaum að orði Drottins Fáið einn eða fleiri sjálfboðaliða og biðjið hann um að vinna eitthvað verk fyrir ykkur um leið og hann hlustar á þig kenna hópnum minnisversið. Verkefnið þarf að vera skýrt og krefjast athygli það gæti t.d. verið að flokka saman sokka úr stórri hrúgu af sokkum, útbúa samlokur á ákveðinn hátt, sópa drasl upp af gólfinu eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug. Hafið í huga aldur barnanna þegar þið veljið verkefnið og leggið áherslu á að það sé leyst vel af hendi. Síðan skulið þið kenna börnunum í salnum minnisvers fundarins með því að endurtaka það orð fyrir orð í nokkur skipti og láta þau hafa eftir á meðan sjálfboðaliðinn vinnur verkið sitt. Þegar sjálfboðaliðinn hefur lokið verkefninu sínu gefið honum þá gott klapp og biðið hann svo um að fara með minnisversið, honum mun þykja það mun erfiðara en börnunum sem sátu og hlustuðu. Hvers vegna? Hafið þið eitthvern tímann reynt að læra og horfa á sjónvarpið á sama tíma? Talið um mikilvægi þess að gefa gaum að orði Drottins. Gætið þess að gera ekki lítið úr barninu sem er valið. Leikurinn er ekki hugsaður til þess. Það er sniðugt að taka fleiri en einn upp þannig að þeir geti háð keppni sín á milli. (Byggt á leik 62 úr Theme Games 2 eftir Lesley Pinchbeck)


Bænahús Þetta verkefni má tengja við hvers konar umfjöllun um bænina Rifjið upp Frásögnina af Daníel sem var varpað í ljónagryfjuna. Hann baðst fyrir við opinn glugga sem sneri í áttina að Jerúsalem (Daníelsbók 3:11). Húsið getum við hengt upp heima hjá okkur. Á hverjum degi getum við opnað glugga og beðist fyrir eða þakkað fyrir það sem þar stendur. Efni: * Pappaspjald (t.d. hlið úr pappakassa) * Blýantur * Pappír * Pappírslím * Litir * Skæri og/eða pappírshnífur Aðferð: Teiknaðu hús með mörgum gluggum á pappaspjaldið. Kliptu það út. Klipptu út gluggahlerana (3 hliðar) eða skerðu með pappírshníf. Litaðu húsið. Límdu pappír bak við gluggana. Inn í gluggana getur þú skrifað bænir, nöfn eða hluti sem þú vilt biðja Jesú um, eða eithvað sem þú vilt þakka guði fyrir.


Sunnudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

BÆNADAGATAL Mánudagur

Föstudagur

Laugardagur


Grafhvelfing Jesú

1. Steinn sem er settur var fyrir grafarmunnan 2. Þröngur inngangur 3. Fremra herbergi 4. Grafhvelfing 5. Hinn látni var lagður í útskot í klettaveggnum


Handrit af hljóðsögu. Sögumaður (hátt og snjallt): Konunungur á asna (upphafsstef)0 Sögumaður: Jesús og lærisveinar hans voru á göngu til Jerúsalem (fótatak). Þeir gengu upp á Olíufjallið sem var þar stutt frá, móðir og másandi (einhverjir dæsa móðir og másandi). Þá sagði Jesús: Jesús (biðjandi): Strákar mínir, skreppið niður í þorpið hér fyrir neðan, þar finnið þið ösnu og fola hjá henni. Komið með þau til mín. Sögumaður: Lærisveinarnir urðu svolítið hissa (hljóð, langdregið haaaaaa) en sögðu: Lærisveinn 1 (hissa): Núna? Já, ekkert mál Jesús. Lærisveinn 2 (glaðlega): Já, við verðum snöggir, bless á meðan. Sögumaður: Svo gengu þeir af stað (fótatak). Þegar þeir komu niður í þorpið ( smá skvaldur frá fólki á ferð) fundu þeir ösnuna og folann (asnahljóð). Þegar þeir fóru að losa þau kom kona út úr húsinu (hurð opnast - ískur). Kona (reiðilega): Hvað eruð þið að gera við dýrin mín (trommusláttur sem túlkar reiði konunnar) Lærisveinn 1 (hikandi): Herrann þarf á þeim að halda kona góð. Lærisveinn 2 (hughreystandi): Hann skilar þeim svo aftur. Kona (blíðlega): Nú jæja, farið þá í friði greyin mín. Sögumaður: Konan fór aftur inn og lokaði hurðinni (hurðaskellur). Lærisveinarnir lögðu svo af stað upp fjallið (fótatak og hófatak). Þegar þeir komu upp fjallið móðir og másandi (einhverjir dæsa, móðir og másandi) lögðu þeir klæði sín á folann (einhver klæði hrist og asnahljóð) og Jesús steig á bak folanum (asnahljóð) og reið af stað til Jerúsalem (hófatak). Þegar fólkið sá hann nálgast setti það klæði sín á jörðina (klæði hrist) og pálmagreinar (eitthvað hljóð sem tákna greinarnar). Fólkið fagnaði honum með söng og hrópum (gleðilæti, söngur, hljóðfæri, klappað, hrópað) og sagði: Hópur 1: Hósíanna, hósíanna! Hópur 2: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins! Hópur 3: Hósíanna í hæstum hæðum! Sögumaður: Margir veltu fyrir sér hver hann væri og lítill drengur spurði: Lítill drengur (sakleysislega): Hver er þessi maður? Hann er svo góðlegur. Sögumaður: Og gamall maður í fjöldanum sagði við konu sína: Gamall maður (hugsandi): Það er spádómur um að sonur Guðs komi ríðandi á asna, skyldi þetta vera hann? Sögumaður: Og kona hans svaraði: Konan hans (glaðlega): Ó, að hugsa sér að ég fái að sjá hann, það er hógvær konungur sem kemur ríðandi á asna. Sögumaður: Farísearnir sem voru þarna sögðu við Jesú. Farísei 1 (höstuglega): Jesús, stöðvaðu þessi læti. (Uss, uss). Farísei 2 (reiðilega): Fáðu lærisveina þín til að þagna (uss, uss). Sögumaður: En Jesús svaraði þeim. Jesús: Ef þeir þagna þá hrópa steinarnir (gleðilæti, söngur, hljóðfæri, klappað, hrópað). (Upphafsstef endirtekið). Endir.


Krossinn Þetta verkefn byggist á því að raða einstökum pússlum saman og mynda kross úr þeim. Unnið er í hópum, u.þ.b. 4-6 í hverjum hópi og mega þátttakendur vinna saman á allan hátt. Krossinn aftan á blaðinu er ljósritaður á karton og kliptur niður eins og strikin í honum segja til um, einn fyrir hvern hóp.





12 34


56 78


9 10


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.