2007-2 Fræðsluefni (sumar)

Page 1

Miskunnsami Samverjinn Fræ›sluefni fyrir sumarstarf KFUK og KFUM 2007



3

Efnisyfirlit Fylgt úr hla›i

Bls. 4

Yfirlit yfir texta

Bls. 6

fiemahugmynd

Bls. 7

Kvöldvökur: Leyfið börnunum að koma til mín – Mk 10.13–16

Kvöldvaka 1

Bls. 8

Trú þú aðeins – Mk 5.21–43

Kvöldvaka 2

Bls. 9

Í stormi – Mk 4.35–41

Kvöldvaka 3

Bls. 11

Eigi þreytast að biðja – Lk 18.1–8

Kvöldvaka 4

Bls. 12

Krossfesting – Jh 3.16

Kvöldvaka 5

Bls. 13

Upprisa – Mt 28.1–10

Kvöldvaka 6

Bls. 16

Líkt mustarðskorni – Mt 28.18–20 og Mt 13.31–32

Kvöldvaka 7

Bls. 17

Sá›ma›urinn – Mk. 4.1–20

Morgunstund 1

Bls. 18

Byggt á bjargi – Mt 7.24–27

Morgunstund 2

Bls. 20

Miskunnsami Samverjinn – Lk 10.25–37

Morgunstund 3

Bls. 22

Skuldugi þjónninn – Mt 18.21–35

Morgunstund 4

Bls. 25

Góði hirðirinn – Jh 10.1–18

Morgunstund 5

Bls. 28

Týndur sonur – Lk 15.11–32

Morgunstund 6

Bls. 30

Talenturnar – Mt 25.14–30

Morgunstund 7

Bls. 32

Morgunstundir:

Sk‡ringarmyndir

Bls. 34


4

Fylgt úr hlaði Boðunarefni sumarbúðanna byggir á dæmisögum og ævi Jesú. Morgunstundirnar eru helgaðar einni dæmisögu og boðskap hennar en kvöldvökurnar fjalla um ævi, verk eða kenningu Jesú Krists. Boðunarefnið er ekki tilbúnar hugleiðingar heldur hjálp við undirbúning hugleiðingar. Upplýsingarnar, sem fylgja með hverri hugleiðingu, eru einnig hugsaðar sem fróðleikur fyrir leiðtogann þannig að hann þekki textann betur og verði öruggari í að fjalla um hann. Það er ekki ætlast til að allar upplýsingarnar, sem fylgja með, rati inn í hugleiðinguna til barnanna. Hugsanlega má líkja þessu við flugvélamódel þar sem allt er til staðar en enn á eftir að líma hlutina saman þannig að þeir myndi heild. Hlutar af módelinu munu ekki sjást en eru engu að síður nauðsynlegir. Það er afar mikilvægt að leiðtogar þekki textana sem þeir eru að fjalla um og ekki eingöngu á yfirborðinu

Þátttaka og fjölbreytni Ætlunin með efninu er að virkja börnin. Þau mega ekki vera óvirkir áheyrendur. Börnin þurfa að fá að taka þátt í öllu sem fram fer. Þau þurfa að fá að tjá sig um efnið sem fengist er við. Þau geta m.a. tekið þátt í leikjum, leikritum og helgiathöfnum. Oft hefur veri› bent á að um leið og börnin eru orðin þátttakendur þá tileinka þau sér frekar það sem þau læra. Leikir fylgja með efninu og ýmsar hugmyndir sem hafa þátttöku að markmiði. Gott er að huga alltaf að þessu við undirbúning, spyrja sjálfan sig hvort börnin geti enn frekar komið að morgunstundum og kvöldvökum. Eins er mikilvægt að boðunin sé fjölbreytt. Það er hægt að nota margar ólíkar leiðir til að segja sögurnar, m.a. er hægt að nota glærur, hlutbundna kennslu, loðmyndir og leikþætti. Stundum hættir fólki til að festa sig í einni aðferð og þá verður fræðslan fyrirsjáanleg og einhæf og börnin missa áhugann. Til að gera fræðsluna spennandi og áhugaverða þarf að hafa hana fjölbreytta. Mikilvægt er að gefa því gaum áður en af stað er farið að skipuleggja fræðsluna þannig að hún verði fjölbreytt.

Sumarbúðirnar eru ólíkar Það er mikilvægt að forstöðufólk og leiðtogar í sumarstarfinu noti þetta boðunarefni þannig að það henti hverjum sumarbúðum fyrir sig. Það er hugsanlegt að einhverjir leikir henti fyrir kvöldvöku þar sem allir eru saman komnir, aðra leiki er betra að nýta í smærri hópum. Stundum er gott að nota sögurnar sem fylgja með til að útskýra eitthvað betur sem verið er að boða, einnig gæti komið til greina að lesa þær í svefnsölunum á kvöldin. Ástæðan til fless að efnið er ekki allt eyrnamerkt ákveðnum tilgangi er sú að notagildi þess yrði þá hugsanlega of takmarkað. Þá gætu einhverjir litið þannig á að efnið eða hugmyndin myndi ekki henta ákveðnum sumarbúðum. Það er því mikilvægt að efnið sé lagað að þörfum sumarbúðanna en ekki öfugt. Það má aldrei gleyma því að þetta efni er sett saman til að aðstoða og hjálpa til. Forstöðufólk og leiðtogar hafa leyfi til þess að beygja efnið að eigin þörfum. Það er eingöngu ein regla sem þarf að virða: Verið smekkleg.

Um dæmisögur Margt er hægt að læra af því að skoða dæmisögur Jesú, m.a. hvernig hann kom boðskap sínum til skila. Jesús valdi sögur í stað flókinna hugtaka og fræðilegra útlistana. Sögurnar eru engu að síður úthugsuð kenning Jesú. Í þeim er að finna tilganginn með starfi Jesú, boðun Guðs ríkis. Það er hægt að læra margt um bæði hvað og hvernig á að boða. Jesús virðist ekki hafa flutt flóknar hugleiðingar heldur lagt áherslu á að koma boðskap sínum til skila á einfaldan og skýran hátt. Sögurnar eru yfirleitt úr umhverfi áheyrandanna þannig að þeir áttu auðvelt með að tileinka sér þær. Sögurnar fjölluðu m.a. um ræktun gróðurs, kindur, dagleg störf fólks, brúðkaup og peninga. Þær sögðu líka frá samskiptum milli fólks og hópa: Ekkja grátbænir dómara, Samverji miskunnar sig yfir mann, farísei lítur niður á tollheimtumann, týndur sonur snýr aftur og þjónn fær gefna upp skuld. Umhverfi sagnanna


5

kom áheyrendum ekki á óvart en stundum kom atburðarrásin þeim á óvart. Það hefur t.d. komið á óvart að Samverjinn skyldi hjálpa og vera sá miskunnsami, einnig hefur hegðun föðurins, sem hleypur á móti syni sínum og kyssir hann þegar hann snýr til baka eftir að hafa sóað eigum sínum í óhófsömum lifnaði, komið á óvart. Ýmislegt sem kom upphaflegum áheyrendum á óvart finnst okkur ekki skrýtið. Okkur finnst hugsanlega eitthvað skrýtið sem upphaflegu áheyrendunum þótti eðlilegt. Í leiðbeiningum boðunarefnisins er að finna upplýsingar sem hjálpa við skilning á dæmisögunum þannig að auðveldara sé að miðla þeim áfram til barnanna.

Uppbygging boðunarefnisins 1. Boðskapur Boðskapur hugleiðingar er gefinn upp í einni setningu. Það er ekki að ástæðulausu. Mikilvægt er fyrir leiðtogann að íhuga vel boðskapinn og láta hann vísa sér veginn við undirbúninginn. Það er ekki hægt að leggja áherslu á of margt, það verður eingöngu til þess að ekkert sitji eftir. 2. Aðkoma Það er alltaf gott ef tekst að fanga vel athygli áheyranda í upphafi hugleiðingar. Gott er að vísa til einhvers úr reynsluheimi barnanna og hjálpa þeim þannig að tengja við boðskapinn sem þið viljið flytja. 3. Hugleiðing Langflestar hugleiðingarnar eru þannig uppbyggðar að fyrst er atburðarrás sögunnar rekin, síðan eru ýmsar upplýsingar sem leiðtoginn getur nýtt sér við undirbúninginn. Yfirleitt er frásagan í brennidepli. Mikilvægt er að koma henni vel til skila þannig að hún lifi sem lengst með barninu. Hugið vel að undirbúningnum. Vandið orðaval. Gætið þess að útskýra þau orð sem börnin skilja ekki. 4. Samantekt Í lokin má síðan draga saman aðalatriði hugleiðingarinnar. Munið að boðskapurinn á að móta uppbygginguna. 5. Uppflettitextar Víða í sumarbúðum er það stundað að kenna börnunum að fletta upp í Nýja testamentinu og Davíðssálmum. Gengið er út frá því að fyrst fletti börnin upp texta dagsins og ræði um hann við leiðtogann. Síðan fylgja önnur vers sem

tengjast efninu sem hægt er að leggja stuttlega út af. Stundum er eitt vers sem gæti vísað til kvöldhugleiðingarinnar. Síðasta versið sem gefið er upp er síðan minnisversið. 6. Minnisvers Minnisvers fylgja með á morgunstundum. Gott er fyrir börnin að festa sér í minni orð úr Biblíunni. Versin eru stutt og einföld. Tilvalið er að rifja upp vers sem þegar hafa verið lærð áður en nýtt er kynnt til sögunnar. 7. Hugmyndabanki Yfirleitt fylgja síðan einhverjar hugmyndir á eftir hugleiðingunni. Sumar af þessum hugmyndum henta vel til að nota í aðkomunni að hugleiðingunni. Skoðið vel þetta efni og sjáið hvernig þið getið sem best nýtt ykkur það. Stundum eru margar hugmyndir við eitt efni. Hugsanlega má færa það til og nýta annars staðar. 8. Frásagnir Í hugmyndabankanum eru stundum frásagnir. Eins og þegar hefur komið fram þá er tilvalið að nota þær í svefnsölum á kvöldin. 9. Söngvar Yfirleitt er búið að ákveða talsvert af söngvunum sem syngja á í sumarbúðunum. Til eru einkennissöngvar fyrir hverja starfsstöð, eins er sums staðar að finna hefðir eins og t.d. lokasöng. Þær tillögur, sem fylgja efninu, eru yfirleitt í tengslum við boðunina sem fram fer hverju sinni. 10. Hugmynd að þema Aftast fylgir hugmynd sem má nota til að tengja saman nokkrar hugleiðingar. Hugmyndin gengur út á að gróðursetja fræ og fylgjast með vexti þess. Vinsamlegast kynnið ykkur hana og hugið að undirbúningi hennar.jafnt sem foreldra. KFUM og KFUK hafa það að markmiði sínu að halda áfram að bjóða upp á bestu mögulegu ævintýranámskeið á hverjum tíma.


6

Yfirlit yfir textarö›

Texti

Heiti

Mk 10.13–16

Leyfið börnunum að koma til mín

Kvöldhugleiðing á komudegi 1. heili dagurinn

Mk 4.1–20

Sáðmaðurinn

Mk 5.21–43

Trú þú aðeins

Mt 7.24–27

Byggt á bjargi

Mk 4.35–41

Í stormi

Lk 10.25–37

Miskunnsami Samverjinn

Lk 18.1–8

fireytist eigi a› bi›ja

Mt 18.21–35

Skuldugi þjónninn

Jh 3.16

Krossfesting

Jh 10.1–18

Góði hirðirinn

Mt 28.1–10

Upprisa

Lk 15.11–32

Týndur sonur

Mt 13.31–32

Líkt mustarðskorni

Mt 25.14–30

Talenturnar

2. dagur

3. dagur

4. dagur

5. dagur

6. dagur

Lokastund

Flokkar eru að sjálfsögðu misjafnlega langir en það er á ábyrgð forstöðufólks að velja og hafna þegar þess gerist þörf.


7

Þemahugmynd

Gróðursetning Margar af dæmisögum Jesú fjalla um vöxt. Sáðmaðurinn segir frá því hvernig Guðs orð vex misjafnlega eftir jarðveginum sem það fellur í, sagan af talentunum ítrekar mikilvægi þess að ávaxta hæfileika sína, mustarðskornið er síðan smæst allra fræja en þegar það vex verður það öllum jurtum meira. Það má því segja að einn af meginþráðunum í boðuninni tengist hugmyndinni um að lærisveinar Jesú eiga að vaxa og taka framförum. Til að undirstrika þessa hugmynd og gera hana eftirminnilegri í hugmyndum barna má gróðursetja fræ og leyfa þeim að fylgjast með vexti þess. Það væri hægt að kynna hugmyndina í upphafi flokks og þá gróðursetja fræ þegar öll börnin sjá til. Síðan er hægt að fylgjast með því reglulega meðan á dvölinni stendur hvernig fræinu reiðir af. Hægt er að vísa til þessarar tilraunar í hugleiðingum. Hvað þarf fræið til að það spretti upp og verði að myndalegri plöntu? Jarðvegurinn þarf að vera góður, það þarf að vökva plöntuna svo a› hún skrælni ekki. Hægt er að yfirfæra þessi skilyrði á andlega lífið. Hvernig verðum við góður jarðvegur? Hvaðan fáum við næringu og hvernig styrkjumst við? Það væri hægt að enda tilraunina með því að gróðursetja plöntuna í ákveðinn reit. Þannig væri hægt að hafa eina plöntu fyrir hvern flokk. Síðan er hægt að minna á þessa tilraun með því að nefna hana í fréttabréfi til barnanna. Þá væri hægt að taka mynd af því hvernig gróðurreitnum reiddi af og segja um leið frá tilrauninni.


8

Kvöldvaka 1

Leyfið börnunum að koma til mín Mk 10.13–16

Söngvar:

Boðskapur: Jesú þykir vænt um börnin Opnun eða aðkoma: Hægt er að fjalla aðeins um sr. Friðrik og starf KFUK og KFUM. Segja frá því hvernig það hefur alltaf miðað að því að börn fái að heyra Guðs orð og um leið fengið að vera börn. Hugleiðing: 1. Menn vildu færa börn til Jesú í von um að hann snerti þau en lærisveinarnir voru á öðru máli og átöldu þá. 2. Jesú sárnar hegðun þeirra og segir: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma. 3. Jesús tók síðan á móti börnunum og blessaði þau.

Jesús, hvað get ég þér gefið Fel Drottni vegu þína

Börn á tímum Jesú Það tíðkaðist meðal gyðinga að færa börnin til öldunganna á friðþægingardeginum. Hugsanlega var það ástæðan til fless að einhverjir vildu færa börnin til Jesú. En viðbrögð lærisveinanna sýna stöðu barna á tímum Jesú. Það er greinilegt að þeim þykir ekki rétt að Jesús sé að ómaka sig með því að blessa börnin. En Jesús breytir stöðu barnanna og gerir þau að fordæmi trúaðra. Hann breytir hinu viðtekna. Guðs ríki er barnanna og hver sá sem vill tilheyra Guðs ríki þarf að taka á móti því sem barn.

Eiginleikar barna Það eru eiginleikar barnanna sem eru eftirsóknarverðir. Þau eru viljug til að læra, þau treysta og elska foreldra sína. Þau eru hjálparþurfi og kunna að meta gjafir. Það er viðhorf þeirra sem er mikilvægt. Læriveinar Jesú eru á líkan hátt háðir Guði, þurfa að treysta honum líkt og börn foreldrum sínum. Það er þetta traust sem er svo eftirsóknarverður eiginleiki barna og gerir þau að þegnum Guðs ríkis.

Hugmyndabanki: Stuttur leikþáttur: Yngingarvélin Sniðugt væri að nota þennan leikþátt sem skemmtiatriði á kvöldvökunni. Hann kemur skemmtilega inn á tengsl barna og fullorðinna. Frásaga: Tilvalið er að segja frá félögunum eða stofnanda þeirra sr. Friðrik. Það hefur alltaf verið tilgangur félaganna að ná til barna og þau hafa því tekið alvarlega orð Jesú um að leyfa börnunum að koma til hans. Þau virða líka að börn þurfa að fá að heyra um Jesú í umhverfi sem hentar þeim.


Kvöldvaka 2

Trú þú aðeins

Mk 5.21–43

Jaírus samkundustjóri

Boðskapur: Trú þú aðeins! Opnun eða aðkoma: Hægt væri að hafa einhvers konar traustleik sem skemmtiatriði á kvöldvökunni og vísa til þeirrar reynslu í upphafi hugleiðingarinnar. Hvað felst í því að treysta? Hugleiðing: 1. Jesús kemur að ströndinni þar sem bíður hans mikill mannfjöldi, þar á meðal er Jaírus samkundustjóri sem fellur til fóta Jesú og biður hann ákaft um hjálp vegna dóttur sinnar sem er að dauða komin. Jesús fór með honum. 2. Mannfjöldinn er það mikill að það þrengir að Jesú. Í þvögunni er kona sem hefur haft blóðlát í tólf ár en ekki fengið neina lækningu þrátt fyrir að hafa reynt margt og kostað til aleigu sinni. Hún heyrir að Jesús sé á ferð og ákveður að reyna að snerta klæði hans að hún megi verða heil. Hún gerir það og verður heil meina sinna. 3. Jesús finnur að einhver hefur snert sig vegna þess að kraftur hafði farið út frá honum. Hann spyr hver hafi snert sig en lærisveinarnir segja mannfjöldann þrengja að honum. 4. Konan gefur sig fram, hrædd og skjálfandi, fellur Jesú til fóta og segir honum allt af létta. Jesús segir að trú hennar hafi bjargað henni. 5. Á meðan Jesús er enn að ræða við konuna koma sendiboðar frá heimili Jaríusar með þær fréttir að dóttir hans sé látin og því sé óþarfi að ómaka Jesú meira. En Jesús segir Jarírusi að óttast ekki heldur að trúa. 6. Hann skilur Pétur, Jakob og Jóhannes frá fjöldanum og leyfir ekki fleirum að fylgja sér að húsi samkundustjórans þar sem allt er í uppnámi. Jesús spyr fólkið hvers vegna það gráti, stúlkan sé ekki dáin heldur sofi hún. Þá er hlegið að honum. 7. Hann lætur alla fara út nema foreldrana og lærisveina sína og gengur inn til stúlkunnar, tekur í hönd hennar og segir: Talíþa kúm! Stúlkan, sem er tólf ára, rís upp og allir verða undrandi.

Hvers konar vinna er samkundustjóri? Jaírus var mikilvægur maður í samfélaginu og hafði umsjón með því hver leiddi bæn, las ritningarlestra og prédikaði í samkomuhúsi gyðinga. Hann er einn af fáum gyðingum sem bregðast jákvætt við Jesú í guðspjöllunum. Jaírus fellur til fóta Jesú í virðingaskyni.

Kona með blóðlát Staða konunnar er afar slæm. Hún er útilokuð. Hún er talin óhrein vegna blæðinganna. Það kemur fram að hún hefur kostað til aleigunni í von um bata. Hugsanlega hefur staða hennar orðið til þess að hún hafi ekki viljað vekja á sér athygli. Eftir lækninguna breytist staða hennar. Hún er samþykkt.

Jaírus og konan Staða þeirra er afar ólík í samfélaginu en Jesús gerði engan greinarmun á þeim. Viðhorf Jesú breytti stöðu margra. Það sem Jaírus og konan áttu sameiginlegt var trúin á Jesú, trúin á að vald hans gæti hjálpað þeim. Það er því trúin sem hefur úrslitaþýðingu um stöðu þeirra frammi fyrir Jesú.

Talíþa kúm Þetta hljómar eins og galdraþula! En hér eru orðin fyrst skrifuð á arameísku og síðan er þýðingin gefin: Stúlka litla, ég segi þér, rís upp! Arameíska var móðurmál Krists og líklega man einhver, hugsanlega Pétur, eftir því sem Jesús sagði og þess vegna er það gefið upp þannig.

Vald Jesú Jesús hefur vald yfir dauðanum. Hann hefur einnig vald yfir náttúrunni og yfir sjúkdómum. Jesús er Guð. Þetta er enn ein staðfestingin á

9


10

því að Jesús sé sonur Guðs, sá sem var spáð fyrir í Gamla testamentinu.

Trú þú aðeins Mikilvægasti lærdómurinn til að draga af þessari sögu er mikilvægi trúarinnar. Jesús segir við konuna að trúin hafi bjargað henni. Þegar heimamenn samkundustjórans koma með fréttirnar segir hann honum að óttast ekki, heldur trúa. Á vissan hátt eru óttinn og trúin oft andstæður. Hví eruð þér hræddir, hafið þér enn enga trú? spyr Jesús lærisveinana á vatninu. Trúin sem sýnd er í þessari sögu er andstæðan við þann ótta.

Söngvar: Oft á sumaraftni kyrrum Jesús, Jesús


Kvöldvaka 3

Í stormi Mk 4.35–41 Boðskapur: Jesús er alltaf traustsins verður, í öllum aðstæðum lífs okkar Opnun eða aðkoma: Hér væri aftur hægt að nota traustleik til þess að undirstrika mikilvægi þess að treysta Jesú. Hugleiðing: 1. Eftir að hafa kennt mannfjöldanum við vatnið ákveður Jesús að yfirgefa mannfjöldann og fara yfir vatnið. 2. Það skellur á stormur og báturinn tekur að fyllast. Jesús er sofandi í skutnum á meðan ósköpin ganga yfir. 3. Lærisveinarnir fyllast ótta og vekja hann spyrjandi: Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst? 4. Jesús vaknar, segir vindinum að þegja og hafa hljótt um sig og það gerir stillilogn og hann spyr á móti: Hví eruð þér hræddir, hafið þér enn enga trú? 5. Lærisveinarnir eru enn óttaslegnir og velta fyrir sér hver Jesús sé í raun og veru því að ljóst er að náttúruöflin eru honum undirgefin.

Galíleuvatn Galíleuvatn er fjöllum þakið nema í suðri þar sem áin Jórdan rennur úr vatninu. Vatnið liggur langt fyrir neðan sjávarmál og er þekkt fyrir skyndilega og ofsafengna storma. Greinilegt er að stormurinn í sögunni hefur verið tilkomumikill því að um borð voru margir reyndir sjómenn, t.d. Pétur og Andrés.

Trúartraust og stormur Stormurinn í sögunni minnir okkur á að lífið er oft erfitt og okkur finnst sem öldurnar rísi allt í kring. Þá fyllumst við oft ótta líkt og lærisveinarnir. Við gleymum líkt og þeir hver er með okkur á siglingunni. Svefn Jesú getur einmitt verið dæmi um traust, hann sýnir okkur hvernig við getum verið örugg og hvílt í trausti til Guðs. ‘Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum’. (Sl 4.9) Vindur og vötn hlýða honum = Jesús er Guð Jesús sýnir mátt sinn yfir náttúruöflunum,

enginn nema Guð getur stjórnað sköpuninni. ‘Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, og hann leiddi þá úr angist þeirra. Hann breytti stormviðrinu í blíðan blæ, svo að bylgjur hafsins urðu hljóðar’. (Sl 107.28–29) Lærisveinarnir höfðu eingöngu heyrt um það í Gamla testamentinu að einhver opnaði hafið, gerði bylgjurnar hljóðar, lægði ólguna og gerði hafið kyrrt. Þetta var því staðfesting á því að Jesús er Guð, sá sem að koma átti.

Söngvar: Með Jesú í bátnum Ver mér nær, ó Guð

11


12

Kvöldvaka 4

Eigi þreytast að biðja Lk 18.1–8 Boðskapur: Jesús vill að við biðjum til hans Opnun eða aðkoma: Lærisveinar Jesú báðu hann um að kenna sér að biðja. Jesús kenndi þeim að biðja bænina sem hefst á orðunum faðir vor. Jesús bað sjálfur og vildi að lærisveinar hans myndu alltaf vera duglegir að biðja. Einu sinni sagði hann þeim sögu til að hvetja þá að biðja alltaf og þreytast ekki á því. Hugleiðing: 1. Í borg einni var dómari sem hugsaði hvorki um Guð né aðra menn. Hann hugsaði ekki um réttlæti eins og góðum dómara sæmir. 2. Í sömu borg var ekkja sem þurfti aðstoð dómara. Hún fór til hans og bað hann um að hjálpa sér við að ná fram rétti sínum gagnvart mótstöðumanni sínum. 3. Dómarinn hafði ekki áhuga á að hjálpa henni. Ekkjan hélt engu að síður áfram að biðja hann um að hjálpa sér. 4. Að lokum sagði dómarinn að hann hefði engan áhuga á að hjálpa fólki eða að vera réttlátur en til að losna við nöldrið í konunni og fá frið fyrir henni ætlaði hann að aðstoða hana. 5. Jesús sagði að fyrst ranglátur maður veiti ekkju rétt sinn vegna þess að hún hættir ekki að biðja hann þá mun Guð sem vill okkur allt hið besta hlusta á bænir okkar og rétta hlut okkar.

Ekkja Staða ekkju á tímum Jesú gat verið erfið. Konur giftust oft mjög ungar og ef þær misstu eiginmann sinn snemma vantaði þær framfærslu þar sem börn þeirra voru enn of ung til að geta hjálpað til. Ungar ekkjur misstu fótanna í samfélaginu. Við vitum ekkert um aldur ekkjunnar í sögunni en ljóst er að hún er í vandræðum. Dómarinn er ranglátur og sér engan hag í þessu máli fyrir sjálfan sig. En þrautseigja ekkjunnar verður til þess að hann beygir sig að lokum.

Bæn Jesús vill áminna okkur um að vera þrautseig í bæninni og gefast ekki upp. Hann bendir einnig á annars staðar að menn hafi vit á að gefa góðar

gjafir og hversu miklu frekar mun þá Guð ekki vilja okkur gott. Bænin er gjöf til okkar. Við getum þakkað, beðið um ákveðna hluti og falið allt sem okkur liggur á hjarta í hendur Guðs. Tilvalið er að bæta við einhverju frá leiðtoga um eigin reynslu af bæn eða annarri kennslu sem hann telur mikilvæga.

Söngvar: Bæn sendu beðna Í bljúgri bæn

Hugmyndabanki: Frásögn: Frægur erlendur prestur, sem hét Moody, fór eitt sinn með litla dóttur sína, sem hét Emma, í verslun til að kaupa brúðu handa henni. Um leið og þau voru komin inn í búðina fór Emma og valdi sér litla, ódýra brúðu. „Ég vil fá þessa dúkku,“ sagði hún og faðmaði brúðuna að sér. Þessi brúða var ekki nærri því eins stór og falleg og sú sem faðir hennar hafði ætlað að kaupa handa henni. En vegna þess að Emma valdi sér þessa brúðu sjálf, þá keypti Moody hana og gaf dóttur sinni. Litla, ódýra brúðan lenti fljótlega úti í horni með ýmsu dóti sem Emma var hætt að leika sér með. Dag einn sagði faðir hannar að hann hefði viljað kaupa miklu fallegri og vandaðri brúðu en þá sem Emma valdi sjálf. „Af hverju gerðir þú það ekki?“ spurði Emma. „Af því að þú vildir ekki leyfa mér að gera það,“ svaraði pabbi hennar. Þá sá Emma eftir því að hafa haldið fast við eigin vilja. Eftir það lét hún alltaf pabba sinn um að ákveða það sem hann ætlaði að gefa henni. Pabbi hennar þurfti að ferðast mikið og þegar hann spurði hana hvað hann ætti að kaupa til að gefa henni þegar hann kæmi heim svaraði Emma: „Færðu mér bara það sem þú velur sjálfur að gefa mér, pabbi minn“. Hún hafi lært að treysta kærleika föður síns og vissi að hann elskaði hana. (Söguna er m.a. að finna í boðunarefni Landsambandsins frá 1995–96)


Kvöldvaka 5

Krossfesting Jh 3.16 Boðskapur: Jesús kom í heiminn til að deyja fyrir syndir okkar. Opnun eða aðkoma: Hafið kross fyrir framan ykkur, bendið á hann og spyrjið börnin af hverju hann er tákn kristinna manna. Af hverju er krossinn svona mikilvægur? Krossinn er í öllum kirkjum og á þeim stöðum sem kristið fólk safnast saman á. Nú ætlum við að íhuga aðeins hvers vegna. Teiknihugleiðing: 1. Guð skapaði í upphafi himin og jörð. Hann skapaði að lokum manninn í sinni mynd. Guð vildi eiga samfélag við manninn. Guð sá að þetta var gott.

Syndin er allt það ranga sem er gert, allt sem vinnur á móti Guði. Núna var ekki lengur bein lína á milli Guðs og manna. 3. Nú þegar syndin og dauðinn mynduðu gjá á milli Guðs og manna þarf að spyrja hvort hægt sé að brúa bilið aftur? Hvað var hægt að gera? Guð reyndi margt hann sendi boðorðin og spámenn, gerði samninga við mannfólkið en ástandið breyttist ekki. Enn var gjá á milli Guðs og manna. 4. Til að brúa bilið ákvað Guð að gerast maður. Hann kom til jarðar, lifði meðal manna, þreyttist eins og maður, var ungur drengur sem óx síðan upp og boðaði fagnaðarerindið um Guðs ríki. Til að brúa aftur bilið varð Guð að koma til jarðar og deyja á krossi.

2. Síðan gerðist afdrifaríkur atburður. Maðurinn braut gegn Guði, gerði það sem mátti ekki. Þá myndaðist gjá á milli Guðs og manna.

Guð er heilagur og þolir ekki synd. Þegar maðurinn braut gegn vilja Guðs þá kom syndin og dauðinn í heiminn.

Eina leiðin til að sigra dauðann var að deyja og rísa aftur upp. Með því að deyja tók Jesús á sig allar syndir og allt hið illa. 5. Við getum nú leitað til Jesú og beðið hann um að taka burt allar syndir okkar. Við getum komið fram fyrir hann í bæn og beðið hann um að taka þær í burtu. Þannig hefur hann brúað bilið. Þetta er ástæða fless að krossinn er svo mikilvægur. Hann á að minna okkur á þetta.

13


14

Litla Biblían Tilvalið er að tengja þetta efni Jh 3.16. Sum þeirra hafa fyrr um daginn flett ritningarstaðnum upp. Ef börnin þekkja efni þess vers þá er þetta líkt útskýringu á því. Það er frekar valin sú leið hér að útskýra af hverju Jesús kom til jarðar og mikilvægi þess að hann skyldi deyja fyrir okkur heldur en að endursegja atburði dymbilviku.

Söngvar: Því svo elskaði Guð heiminn Jesús, hvað get ég þér gefið?

Hugmyndabanki: Frásögn: Húsbóndinn, Kíbar og hneturnar Mímí, ungur fjárhirðir, kallaði hátt: „Ljón réðst á mig. Úff! Klærnar og tennurnar!“. Þetta var á barnaspítalanum. Í næsta rúmi lá Gæja og glotti. „En mér var sagt að mitt sár sé miklu hættulegra.“ „Jæja,“ sagði Mímí, „það var bara moskítófluga sem beit þig.“ „En moskítóflugur drepa árlega milljónir manna en ljón bara nokkur hundruð,“ svaraði Gæja. Stuttu síðar kom hjúkrunarkonan inn til að skreyta sjúkrastofuna. „Hvers vegna hengirðu upp skraut?“ spurði Mímí. „Við erum að undirbúa fæðingarhátíð sonar Guðs sem hét Jesú og Guð sendi til jarðarinnar fyrir nærri tvö þúsund árum. Þá höldum við hátíð sem við köllum jól.“ „En hvers vegna þurfti Guð að senda Jesú?“ spurði drengurinn Mímí af skærri forvitni. „Ég skal segja þér það. Hlustaðu nú!“ Einu sinni var maður sem átti fallegan hund sem hét Kíbar. Hann var frekar lítill en hafði fallegt andlit og litfagurt skott. Þegar regntíminn kom fór húsbóndi hans út á akur sinn til að rækta hnetur. Það var tími ánægju og gleði fyrir húsbóndann og Kíbar. Húsbóndinn söng þegar hann kom á akur sinn og hóf verk sitt. Hann gróf holur fyrir hneturnar. Kíbar byrjaði einnig að grafa með afturlöppunum sínum eins og hundar gera svo gjarnan. Lyktin af moldinni var yndisleg. Spaðinn myndaði fallegar rákir í jörðina. Kíbar fylgdist með húsbónda sínum. Húsbóndinn brosti til hans. „Kíbar,“ sagði hann, „hér ætla ég að gróðursetja hnetur. Þegar það fer að rigna vaxa þær og á uppskerutímanum sækjum við þær og fyllum körfur okkar. Svo þegar það hættir

að rigna eigum við nóg af hnetum til að borða. Þá verðum við ekki svangir heldur fáum nægan mat sem líkaminn okkar þarfnast.“ Kíbar horfði á húsbónda sinn með kostgæfni og dillaði rófunni. „Er þetta ekki skynsamur hundur?“ sagði húsbóndinn við sjálfan sig. „Hann er klár í kollinum!“ Húsbóndinn setti niður hnetur og huldi þær með mold. Fljótlega tók húsbóndinn eftir því út undan sér að Kíbar var farinn að grafa í moldina, tína upp hneturnar og borða þær. Húsbóndinn gekk til hans. „Litli hundur.“ Kíbar leit vinalega á húsbónda sinn, augun glitruðu og skottið skvettist í allar áttir. Vingjarnlega sagði húsbóndinn: „Ég skal segja þetta aftur. Ef þú tínir upp allar hneturnar verður engin uppskera í haust. Þá munum við svelta. Þá græðum við ekkert á þessu, svo vinsamlega hættu þessu.“ Kíbar dillaði rófunni og húsbóndinn hugsaði með sér hvað hann hefði talað viturlega og rólega þegar hann útskýrði málið fyrir Kíbar. Sannarlega var þetta leiðin til að tala við hunda. Næsta dag fóru þeir glaðir út á akur aftur. Flugnasuð barst frá blómunum. Aftur byrjaði húsbóndinn að gróðursetja hnetur. Kíbar fylgdist spenntur með. Fljótlega hófst þá sami leikurinn á ný. Kíbar gróf upp hneturnar sem húsbóndinn hafði gróðursett. Húsbóndinn kastaði frá sér spaðanum. „Kíbar, komdu hingað,“ kallaði hann, „komdu.“ Húsbóndinn sló laust til hans. Kíbar skammaðist sín og lagði skottið milli fótanna. Enga gleði var að sjá í augum hans. „Hundur,“ sagði húsbóndinn með alvarleika í röddinni. „Ef þetta heldur áfram verður engin uppskera og við munum báðir deyja!“. Húsbóndinn strauk Kíbar og sagði: „Kíbar, reyndu nú að skilja þetta.“ Húsbóndinn hélt áfram að vinna og sagði við sjálfan sig að þessi ákveðni hans dygði til að Kíbar skyldi þetta. Þriðja daginn hélt gróðursetningu áfram. Sólin skein glatt, fuglarnir sungu og húsbóndinn einnig. Í tösku geymdi húsbóndinn bein, stórt og girnilegt bein. Orðin sem húsbóndinn raulaði voru: „Það eru góð verðlaun fyrir þá sem skilja og hlýða.“ Kíbar rölti á eftir húsbónda sínum sem sagði: „Það veitir ánægju að fara eftir orðum mínum rófudillari. Það borgar sig að hlusta á mig og hlýða!“ Húsbóndinn hélt á beininu. „Það hjálpar þér til að muna að bein eru hundamatur en ekki aumar litlar hnetur sem eru mestmegnis skel með litlum mat. Láttu hneturnar eiga sig til að þær geti vaxið. Beinin eru fyrir þig.“ Kíbar dillaði rófunni enn einu sinni. „Svona vinsamlegheit borga sig,“ hugsaði húsbóndinn með sér, „núna hef ég loks komið vitinu fyrir hann.“


15

Þetta var lokadagurinn og húsbóndinn fullur eftirvæntingar. Kíbar gelti og tók á rás með beinið á undan húsbóndanum. Þegar hann kom að akrinum sá hann hvar Kíbar gróf í akurinn þar sem hneturnar voru settar í gær. Húsbóndinn örvilnaðist og hann gekk leiður í áttina að hundinum sínum. Þá settist hann niður og hugsaði ráð sitt. „Ég hef útskýrt málið fyrir Kíbar. Ég hef verið ákveðinn. Ég hef gefið honum gjöf. Ekkert virkar. Hvað á ég að gera?“ Allt í einu skildi húsbóndinn allt. „Það var aðeins ein leið til. Það er að gerast hundur og tala hundamál. Þá mun hann skilja.“ Mímí og Gæja horfðu hver á annan eins og þeir skildu ekki alveg. „Jú,“ sagði hjúkrunarkonan, „Guði líður alveg eins og húsbóndanum. Guð sagði okkur mönnunum hvernig við ættum að lifa. En við skildum ekki alltaf. Þess vegna sendi Guð son sinn til jarðarinnar. Hann gerðist maður til þess að við skildum hvað Guð vildi segja okkur og hjálpa okkur til að lifa rétt. Þess vegna sendi Guð okkur Jesú.“ Paul White (Sagan eru úr boðunarefninu ‘Ég, um okkur, frá Guði, til allra manna’)


16

Kvöldvaka 6

Upprisa

Mt 28.1–10 Boðskapur: Jesús er upprisinn frelsari okkar vegna þess að hann sigraði dauðann. Opnun eða aðkoma: Öll lendum við einhvern tímann í því að vera leið. Stundum gerist eitthvað sem hryggir okkur. Þá finnst okkur líkast til allt vera vonlaust og lífið erfitt. Hvernig ætli lærisveinum Jesú hafi liðið eftir að hann var krossfestur? Þau sem fylgdu honum á meðan hann prédikaði og gerði kraftaverk hljóta að hafa verið undrandi þegar hann var tekinn af lífi. Hugleiðing: 1. Jesús var krossfestur á föstudegi og á sunnudegi fóru nokkrar konur sem höfðu fylgt honum til að líta á gröfina. Þær hafa án efa verið mjög sorgmæddar. Vitið þið hvernig gröf Jesú var? Hún var lík helli og lokað var fyrir hana með stórum steini og varðmenn gættu hennar. 2. En allt í einu fór jörðin að skjálfa. Engill Drottins kom niður af himni, velti frá steininum og settist á hann. Varðmennirnir skulfu af hræðslu. En engillinn sagði konunum að þær þyrftu ekki að vera hræddar. Hann vissi að þær væru að leita að Jesú en hann var ekki þarna. Hvers vegna? Vegna þess að hann var upprisinn. Hann sagði þeim að kíkja inn í gröfina á staðinn þar sem hann hafði verið lagður. Jesús var ekki þar. 3. Hvað haldið þið að konurnar hafi gert? Þær urðu svo glaðar að þær hlupu af stað til að segja lærisveinunum að hann væri upprisinn. Þið getið ímyndað ykkur hversu mikil gleði þeirra var. 4. Upprisa Jesú er sigur fyrir okkur, sigur fyrir alla sem trúa á hann. Jesús sigraði dauðann. Hann var sterkari en dauðinn. Þess vegna getum við leitað til hans og treyst því að hann sé alltaf nálægur. Upprisa Jesú gefur okkur von um eilíft líf. Gröfin var tóm og því breytist sorg í fögnuð.

Söngvar: Upprisinn er hann Jesús er bjargið


Kvöldvaka 7

Farið og gjörið / Líkt mustarðskorni Mt 28.18–20 og Mt 13.31–32

Tré sem tákn fyrir stórt ríki

Boðskapur: Jesús vill að allir fái að heyra góðu fréttirnar um sig. Opnun eða aðkoma: Hér er hægt að vitna aftur í þemaverkefnið. Hvernig hefur fræjunum reitt af? Eru þau farin að blómstra? Í kvöld ætla ég að segja ykkur frá svolitlu sem var fyrst eins og lítið fræ en stækkaði síðan margfalt. Hugleiðing: 1. Eftir að Jesús var upprisinn birtist hann lærisveinum sínum og áður en hann steig upp til himna flutti hann mikilvæg lokaorð. Hann bað fylgjendur sína um að fara og segja öllum þjóðum frá sér. Hann lofaði þeim einnig að hann myndi vera með þeim allt til enda. 2. Lærisveinarnir áttu að flytja fréttina um dauða og upprisu Jesú frá Jerúsalem allt til enda veraldarinnar. Það var stórt og mikið verkefni sem Jesús fól þeim. Jesús hafði áður sagt þeim dæmisögu sem útskýrði hvernig Guðs ríki átti eftir að stækka og stækka og breiðast út. 3. Það var sagan af mustarðskorninu sem maður sáði í akur sinn. Þrátt fyrir að vera minnst allra sáðkorna verður það öllum jurtum meira þegar það vex. Það verður að tré flar sem fuglar himins koma og hreiðra sig í greinum þess. 4. Kristin trú hefur breiðst út á þennan hátt. Upphaflega var boðskapnum sáð í hjörtu manna og Guðs ríkið óx innra með þeim. Síðan fóru fylgjendur Jesú frá Jerúsalem og Guðs ríkið óx og varð að stóru tré. 5. Enn í dag er verið að flytja góðu fréttirnar um Jesú. Tréð, sem var í upphafi eingöngu lítið fræ, heldur áfram að vaxa. Það er hlutskipti allra sem tilheyra Jesú og trúa á hann að hjálpa til við að boða trúna á hann.

Í Gamla testamentinu var stórum ríkjum stundum líkt við tré. Mikilleik Faraós er líkt við sedrusvið í Esekíel. Í Daníel má finna eftirfarandi lýsingu: Tréð var mikið og sterkt, og svo hátt að upp tók til himins, og mátti sjá það alla vega frá endimörkum jarðarinnar. Limar þess voru fagrar og ávöxturinn mikill, og fæðsla handa öllum var á því. Skógardýrin lágu í forsælu undir því, fuglar himins bjuggu í greinum þess, og allar skepnur nærðust af því (4.11–12). Daníel ræður þennan draum fyrir konung þannig að tréð væri dæmi um hversu mikill og voldugur konungurinn væri.

Mustarðskorn Það var algengt að líkja litlum hlutum við mustarðkorn á tímum Jesú. En þrátt fyrir að vera lítið óx upp stór jurt sem gat orðið þriggja metra há. Þrátt fyrir að það sé ekki risastórt tré þá var vöxturinn engu að síður undraverður.

Söngvar: Ég er með yður alla daga Oft á sumaraftni kyrrum

Hugmyndabanki: 1. Ef notast er við verkefnið ‘Gróðursetning’ (sem er lýst aftar í heftinu) þá er tilvalið að nefna hvernig vöxtur fræsins minnir okkur á hvernig Guðs ríki á að vaxa. 2. Einnig mætti sýna á landakorti hvernig fagnaðarerindið barst út frá Jerúsalem og alla leið til okkar á Íslandi. Það þyrfti að sjálfsögðu að stikla á stóru í þeirri upptalningu. Síðan má einnig sýna hvernig fagnaðarerindið hefur borist frá okkur til annarra landa.

17


18

Morgunstund 1

Sá›ma›urinn Mk 4.1–20

Sáðmaður

Boðskapur: Guðs orð er lifandi og hefur áhrif á þann sem tekur við því Minnisvers: Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það. (Lk 11.28) Opnun eða aðkoma: Hægt er að nota fræðslustund nr. 2 úr ‘Stund í snatri’. Hægt er að tengja hana við þemahugmynd boðunarefnisins. Hugleiðing: 1. Þessi saga er afar einföld. Sáðmaður gengur út með pokann sinn að sá sæði. Sumt fellur hjá götunni, annað í grýtta jörð, hluti af sæðinu lenti meðal þyrna en sumt féll í góða jörð og bar mikinn ávöxt. 2. Jesús útskýrir síðan söguna fyrir lærisveinum sínum. Mismunandi jarðvegur táknar hvernig fólk tekur á móti orðinu sem sæðið stendur fyrir. Það sem fellur hjá götunni, í grýtta jörð og meðal þyrna eru tákn fyrir flá sem heyra orðið en vegna þess að Satan tekur orðið frá þeim, hafa fleir enga rótfestu eða áhyggjur heimsins eru of miklar, þá ber orðið ekki ávöxt hjá þeim. En sæðið sem féll í góða jörð merkir þá sem heyra orðið og taka á móti því.

Starf sáðmannsins var mikilvægt og afkoma fólks byggðist á uppskeru. Sáðmaðurinn gekk um og sáði úr poka sem hékk um háls hans. Það var ekki óvanalegt að sæðið skyldi falla í ólíkan jarðveg þar sem það þurfti að þekja sem mest af jarðveginum. Þeir sem hlýddu á söguna hafa án efa þekkt vel til starfs sáðmannsins og þess vegna átt auðvelt með að skilja það sem Jesús sagði.

Að kenna úr bát Það kemur fram að mannfjöldinn hafi verið mikill og þess vegna varð Jesús að stíga í bát og kenna úr honum. Jesús er hér að tala til margra og þess vegna velur hann að nota dæmisögu sem allir geta skilið.

Hlýðið á! Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri!

Orðið og jarðvegurinn Starfið í sumarbúðunum er sáningarstarf. Or›inu er sá› í von um að það falli í góðan jarðveg en ekki í grýtta jörð. Jesús sá›i orðinu með starfi sínu og vonaðist til þess að tekið yrði á móti því. Hann upplifði sjálfur mismunandi viðbrögð þeirra sem hann ræddi við. Fræðimenn sökuðu hann um að vera haldinn illum anda, sumir gengu hryggir í burt eftir að hafa rætt við hann, einhverjir þurftu fyrst að huga að einhverju öðru. En margir tóku á móti og báru ávöxt. Það er alltaf í valdi áheyrenda að bregðast við orðinu. Jesús valdi að nota ekki vald til að koma á ríki sínu heldur sáði hann orði sínu í von um að það næði bólfestu í hjörtum þeirra sem hlýddu á.

Söngvar: Enginn þarf að óttast síður Bæn sendu beðna að morgni

Uppflettitextar: Mk 4.1–20

Jesús hvetur áheyrendur til að hlýða á það sem hann hefur fram að færa. Hann endar síðan á því að segja að hver sá sem eyru hefur að heyra, hann heyri. Það eru þeir sem heyra sem bera síðan ávöxt. Þessi hugmynd er einnig mikilvæg á næstu morgunstund.

Sl 119.105 Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Í dæmisögunni um sáðmanninn þá var sæðið orð Guðs. Ef tekið er á móti því og það látið vaxa þá lýsir það okkur í lífinu. Það er eins og lampi. Ef við erum týnd í myrkri þá viljum við ljós sem hjálpar okkur til að sjá. Guðs orð leiðbeinir okkur


19

í lífinu, hjálpar okkur að taka ákvarðanir, veitir okkur huggun og styrk. Heb 4.12 Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Guðs orð hefur áhrif á alla sem það lesa. Það krefst þess að við tökum afstöðu til þess. Guð vill snerta við okkur og kunngjöra okkur vilja sinn. Guðs orð hittir okkur í hjartastað. Við þurfum að svara kalli Guðs. Orðið hans minnir okkur á mikilvægi þess að þiggja fyrirgefningu hans. 1Pt 1.25 En orð Drottins varir að eilífu. Og þetta orð er fagnaðarerindið, sem yður hefur verið boðað. Orð Drottins er fagnaðarerindi. Hvað þýðir það? Jú, orð Drottins eru góðar fréttir. Hverjar eru góðu fréttirnar? Jesús dó fyrir syndir okkar og frelsar okkur frá öllu illu. Það er mikilvægt að þetta fagnaðarerindi varir að eilífu. Það er alltaf í gildi. Lk 11.28 Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það.

Hugmyndabanki: Gróðursetning er þemahugmynd sem fylgir efninu. Fræðslustund nr. 2 úr ‘Stund í snatri’ er tilvalin til að kynna efnið til sögunnar. Stundin gefur ýmis tækifæri til að ræða um hvernig hægt sé að bera ávöxt. Það er hægt að hafa gróðursetninguna sér og vísa til hennar í hugleiðingunni eða hefja hugleiðinguna með henni. Fræðslustundin nr. 2 úr ‘Stund í snatri’: Hvernig grær og vex garðurinn þinn? Það sem þarf: Bakki með mold og poki með fræjum Sýndu fræin. Talaðu um stærð þeirra og lögun. Hvað þarf til að þau vaxi? Þau munu ekki vaxa án moldar, vökvunar (raka) eða birtu. Þessir þrír hlutir hafa samt sem áður ekki þann mátt í sér að láta fræin vaxa. Þau vaxa vegna þess að Guð hefur búið þau út með vaxtarsprota. Lesið saman dæmisöguna sem Jesús sagði í

Markúsarguðspjalli: Jesús sagði að Guðs ríki væri eins og plöntun þessara fræja. Við vitum ekki hvað gerist en Guðs fræ í hjörtum okkar vex og vex. Guðs fræ í heiminum er að vaxa og vaxa. Guð hefur gefið ríki sínu vaxtarsprota sem þýðir að því er ætlað að vaxa.


20

Morgunstund 2

Byggt á bjargi Mt 7.24–27 Boðskapur: Sá sem heyrir orð Jesú og breytir eftir þeim byggir líf sitt á traustum grundvelli. Minnisvers: Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. (Sl 119.9) Opnun eða aðkoma: Hægt er að nota leikinn ‘Uppbygging’ eða hlutbundna kennslu. Hugleiðing: 1. Jesús sagði sögu til að undirstrika mikilvægi orða sinna eftir að hafa flutt langa og mikilvæga ræðu. Sá sem hlustar á orð hans og breytir eftir þeim er líkur manni sem byggir hús sitt á bjargi. Því þegar illa viðrar og stormarnir, regnið og vatnið reyna að fella það hreyfist það ekki því það er grundvallað á bjargi. 2. Sá sem hlustar ekki á orð hans og breytir ekki eftir þeim er líkur manni sem byggir hús sitt á sandi. Þegar illa viðrar og stormarnir, regnið og vatnið reyna að fella það mun það ekki standa heldur falla og fall þess verður mikið.

að leggja undirstöðurnar en það borgar sig þegar á reynir.

Söngvar: Á bjargi byggði Fel Drottni vegu þína Jesús er bjargið

Uppflettitextar: Mt 7.24–27 Sl 37.5 Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Guð er traustsins verður. Við megum leggja allt í hendur hans. Hann vill okkur allt hið besta. Hvernig felum við Drottni vegu okkar? Við leggjum allt fram fyrir hann í bæn. Við þökkum honum fyrir gjafir hans og felum honum allt sem hvílir á okkur.

Að bregðast við og taka ákvörðun Þessi orð koma í lok fjallræðunnar. Jesús hafði flutt boðskap sinn og nú krafðist hann þess af áheyrendunum að þeir myndu bregðast við og taka afstöðu til þess sem hann hafði fram að færa. Áheyrendur átta sig á því að Jesús talar eins og sá sem valdið hefur. Hann setur líka fram kenningu sem minnir á skilaboð sem spámenn fluttu frá Guði í Gamla testamentinu. Hann gefur ekki góð ráð eða fer með snjalla málshætti. Kenning hans hefur áhrif á líf þeirra sem hlýða. Allt veltur á því hvernig er brugðist við orðum Jesú.

Stormarnir, regnið og vatnið Veðurofsinn er notaður til að gefa erfiðleika og raunir til kynna. Hvað gerist þegar erfiðleikarnir knýja á? Jesús segir að eingöngu þeir sem breyti eftir orðum hans muni standa af sér óveðrið. Hvers vegna? Vegna þess að hann flytur orð Guðs sem er eina undirstaðan sem hægt er að byggja á. Það að byggja á traustum grunni er erfiðara og tímafrekara en að láta sig engu varða

Jh 14.6 Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Jesús sýnir okkur hvað við eigum að gera og hvernig við eigum að breyta. Hann fer á undan okkur. Margir kunna leikinn ‘Þrautakóng’. Við getum ímyndað okkur að Jesús sé þrautakóngurinn sem við fylgjum á eftir. Hvernig fylgjum við honum eftir? Við lesum um hann, lærum sögurnar sem hann sagði, förum eftir því sem hann kenndi og felum honum allt í bæn. Jesús er lífið. Ef við treystum á hann þá vill hann gefa okkur eilíft líf. Sl 18.31 Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum þeim sem leita hælis hjá honum. Að byggja á bjargi er að eiga örugga undirstöðu. Þegar okkur finnst lífið erfitt þá er mikilvægt að geta leitað hælis hjá einhverjum og getað treyst


21

á eitthvað sem stenst alla erfiðleika. Guð vill vera okkur skjöldur sem ver okkur í lífinu. Sl 119.9 Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.

Hugmyndabanki: Leikur: Uppbygging Áhöld: Einhverjir munir sem gott er að byggja úr, t.d. spil, bækur, eldspýtustokkar, geisladiskahulstur eða glasamottur. Notið ímyndunaraflið! Framkvæmd: Þátttakendur sitja við borð sem er fullt af byggingarefni. Þeir skiptast á að leggja einn hlut ofan á annan og reyna að byggja háa byggingu. Þegar byggingin hrynur þá má byrja aftur en þá á annar þátttakandi að leggja fyrsta hlutinn í bygginguna. Það skiptir öllu máli að undirstaðan sé góð ef byggingin á að standa. Þetta er einmitt boðskapur sögunnar ‘Byggt á bjargi’. (Leikur nr. 22 úr bókinni ‘Theme Games 2’ eftir Lesley Pinchbeck) Hlutbundin kennsla: Eins væri hægt að útfæra þennan leik sem hlutbundna kennslu. Þá getur leiðtoginn tekið misstórt byggingarefni og reynt að byggja úr því turn og getur byrjað á því að setja minni hlutina neðst og síðan stærri ofan á. Eftir eina eða tvær misheppnaðar tilraunir getur leiðtoginn síðan lagt góðan grunn og reist stöðuga byggingu. Síðan er tilvalið að fjalla um mikilvægi þess að byggja á bjargi og að undirstaðan sé mikilvæg.


22

Morgunstund 3

Miskunnsami Samverjinn. Hver er náungi okkar? Lk 10.25–37 Boðskapur: Jesús vill að við reynumst öllu fólki sannir náungar Minnisvers: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. (Mt 19.19) Opnun eða aðkoma: Hægt er að nota einhvern af leikjunum sem nefndir eru hér að neðan. Hugleiðing: 1. Það er mikilvægt að börnin viti að Jesús var að svara spurningunni sem lögvitringurinn bar fram: Hver er náungi minn? Jesús hafði sagt honum að til að öðlast eilíft líf þá þyrfti hann að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Í framhaldi af því vildi hann vita hver væri náungi hans. Sagan er sögð til að útskýra hver sé náungi manns. 2. Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó. Maðurinn fær harkalega meðferð hjá ræningjunum og liggur hjálparvana eftir. 3. Bæði presturinn og levítinn sveigja fram hjá. 4. Síðan kemur Samverjinn og kennir í brjósti um manninn og hjálpar honum. 5. Hann sveigir ekki fram hjá heldur fer til hans, gerir að sárum hans, flytur hann á gistihús, kemur honum í öruggar hendur og greiðir fyrir hann og ábyrgist hann. 6. Jesús spyr í framhaldinu hver af þeim þremur reyndist manninum náungi. Þegar lögvitringurinn hefur svarað segir Jesú honum að breyta eins og Samverjinn.

Gyðingar og Samverjar Það sem kemur mest á óvart í sögunni er að Samverjinn skyldi miskunna sig yfir manninn. Sambandið á milli Gyðinga og Samverja var ekki gott. Þetta ósætti átti sér langa sögu. Þegar Assýringar herleiddu norðurríkið (Samaríu) á 8. öld f. Kr. þá settust ýmis þjóðarbrot þar að og fengu nafnið Samverjar. Gyðingar litu niður á þá m.a. vegna hjáguðadýrkunar. Samverjar reistu síðan musteri á Garísímfjalli. Það var litið alvarlegum augum af Gyðingum sem réðust gegn Samverjum u.þ.b. 128 f. Kr. og eyddu

musterinu. Samverjar vanhelguðu musteri Gyðinga með beinum látinna manna á milli 6–9 e. Kr. Það hafði ýmislegt gengið á og hatrið mikið á milli þessara hópa. Þess vegna verður það enn merkilegra að Samverjinn geri miskunnarverkið. Hvernig er hægt að heimfæra þennan klofning yfir á okkar tíma þannig að börnin skilji og tengi við hugmyndina?

Hver er náungi minn? Lögvitringurinn er að ræða við Jesú um boðorð úr Gamla testamentinu. Hann vill fá skilgreiningu á flví hver sé náungi hans. Gyðingar voru duglegir við að skilja sig frá öðrum hópum vegna óhreinleika þeirra eða hjáguðadýrkunar, þess vegna má gera ráð fyrir því að lögvitringurinn hafi viljað fá skilgreiningu sem útilokaði einhverja hópa. Jesús snýr þessu við með því að láta Samverjann gera miskunnarverkið. Lögvitringurinn getur í lokin ekki nefnt Samverjann heldur segir: Sá sem miskunnarverkið gjörði á honum. Krafa Jesú er því sú sama hér og í fjallræðunni að við eigum að elska óvini okkar.

Leiðin frá Jerúsalem til Jeríkó Leiðin frá Jerúsalem til Jeríkó er tæplega 30 kílómetrar. Þessi leið var þekkt fyrir að vera hættuleg vegna ræningja. Það var gott fyrir ræningja að liggja í leynum og sæta færis. Áheyrendur Jesú hafa þekkt til óttans sem fylgdi því að fara einn um þennan veg, oftast var reynt að ferðast í hópum.

Presturinn og levítinn Prestar og levítar þjónuðu í musterinu í Jerúsalem. Þeir bjuggu margir í grennd við Jeríkó og þurftu því að fara þessa leið til vinnu. Presturinn gat afsakað sig með helgileikalögunum úr 3M 21. En aðalatriðið er að þeir kusu að sveigja fram hjá frekar en að hjálpa manninum. Krafa Jesú var sú að menn


23

létu lögmálið eða reglur ekki stöðva sig í því að veita hjálp, það sést t.d. í kenningu hans um hvíldardaginn.

Hjálpin sem Samverjinn veitti Í fyrsta lagi kenndi hann í brjósti um hann og sýndi það með því að ganga til hans í stað þess að sveigja fram hjá. Hann gerði að sárum hans. Viðsmjörið er ólífuolía og var notað til að lina sársaukann, líkt og smyrsl. Vínið var notað til hreinsunar á sárinu. Hjálp hans nær síðan lengra þar sem hann fer með hann á gistihús og þegar hann þarf að halda leið sinni áfram þá fær hann eigandanum pening með loforði um að greiða fyrir hann á bakaleiðinni aukakostnað ef einhver væri. Tveir denarar hafa að öllum líkindum dugað til langrar dvalar fyrir manninn, hugsanlega í einn til tvo mánuði. Samverjinn gerir meira en hann þarf, hjálpin sem hann veitir er til fyrirmyndar.

Jesús okkur kærleika? Kærleiki Jesú ætti að vera okkur fyrirmynd, eitthvað til að herma eftir. Mt 25.40 Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér. Jesús vill að við sýnum öllum kærleika. Hann vill að við hjálpum þeim sem eru í neyð eða hættu og uppörvum þá sem verða á leið okkar. Hvað getum við gert til að hjálpa öðrum? Það merkilega er að Jesús segir að allt sem við gerum fyrir aðra það gerum við fyrir hann. Jesús var sérstaklega að hugsa um þá sem minna mega sín. Hann vill ekki að við lítum fram hjá þeim. Mt 19.19b Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Söngvar:

Hugmyndabanki:

Enginn þarf að óttast síður Kenn þú mér, Guð, að þekkja vilja þinn

Leikur: Þekkirðu náungann? Tvö börn eru valin til að taka þátt hverju sinni. Látið þau snúa bakinu hvort í annað og segðu áheyrendum að þú ætlir að komast að því hve vel þau þekki hvort annað. Það er tilvalið að velja vini en þó svo að þátttakendur þekkist ekki vel þá er engu að síður gaman að leiknum. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að stjórnandinn spyr annað barnið í einu spurninga sem því ber að svara með já-i eða nei-i. Barnið svarar ekki munnlega heldur gefur já til kynna með uppréttum þumli en nei er táknað með því að láta þumalinn vísa niður. Hitt barnið á einnig að gefa sitt svar með þumlunum eftir því sem það heldur að það fyrra svari. Eins og áður segir verða þau að snúa baki hvort í annað og ekki er leyfilegt að kíkja. Stig eru veitt ef börnin veita sama svar.

Uppflettitextar: Lk 10.25–37 Mt 7.12 Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. Þessi þekktu orð Jesú eru oft nefnd ‘Gullna reglan’. Ef að presturinn og levítinn í sögunni áðan hefðu hugsað um þessi orð, hefðu þeir þá breytt öðruvísi? Hefðu þeir gengið fram hjá. Jesús vill að við höfum frumkvæði að góðum verkum. Ekki að við sitjum hjá og bíðum eftir að eitthvað gerist. Eigið þið ykkur einhverjar reglur sem þið reynið alltaf að fara eftir? Jh 13.34 Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. Jesús vill að allir sem fylgja honum fari eftir nýja boðorðinu, að sýna kærleika. Jesús vildi ekki að við hefndum okkar eða létum fólk afskiptalaust. Það sem einkennir lærisveina hans er nýja boðorðið, hugrekkið til að elska. Hvernig sýndi

Sem dæmi um spurningar má nefna: Ertu með blá augu? Ertu í einhverju rauðu? Finnst þér kjötbollur góðar? Búið til spurningar jafnóðum og takið mið af þátttakendum hverju sinni. Látið leikinn ganga hratt fyrir sig. Skiptist á að spyrja þátttakendur þriggja til fjögurra spurninga í einu og leyfið síðan fleirum að spreyta sig. Eftir leikinn má spyrja þátttakendur hvort það var erfitt að hugsa um einhvern annan allan tímann. Oft þykir okkur erfitt að hugsa um aðra og sýna þeim væntumþykju. Jesús sagði að við ættum að elska náunga okkar. (Ef valið er að nota þennan leik sem aðkomu þá er fínt að segja í framhaldinu


24

að eitt sinn hafi komið maður og spurt Jesú: Hver er náungi minn?) (Leikur nr. 55 úr bókinni ‘Theme Games 2’ eftir Lesley Pinchbeck)

Leikur: Hver er þar? Áhöld: Trefill eða eitthvað til að binda fyrir augun. Allir sitja í hring. Bundið er fyrir augun á sjálfboðaliða (sem situr einnig í hringnum), síðan er kallað: Skiptið! Þá eiga allir að færa sig til og velja sér annan stað í hringnum. Þegar allir eru sestir spyr sjálfboðaliðinn: Hver er þar? og bendir annað hvort til vinstri eða hægri. Sá sem bent er á gefur frá sér hljóð og kallar tvisvar sinnum: Hjálp! Sjálfboðaliðinn reynir að þekkja hljóðið og giska á hver sé við hliðina á honum. Ef honum tekst ekki að giska rétt þá snýr hann sér að þeim er situr hinum megin við hann og endurtekur leikinn. Ef sjálfboðaliðanum tekst ekki að giska rétt í hvorugt skiptið þá er aftur kallað: Skiptið! og leikurinn heldur áfram. Ef giskað er rétt þá eru höfð hlutverkaskipti, bundið er fyrir augun á þeim sem komið var upp um og hinn tekur sæti hans í hópnum. Ef sjálfboðaliðanum tekst ekki að giska rétt í tveimur umferðum þá er tilvalið að skipta um hlutverk. Látið leikinn ganga hratt fyrir sig. Hversu auðvelt var að þekkja náunga sinn? Hugsanlega var auðveldara að þekkja suma en aðra. Hvað er náungi? Er það einhver sem býr í sömu götu og við? Einhver sem er í sama bekk og við? Hvað kenndi Jesús um náunga? (Leikur nr. 79 úr bókinni ‘Theme games 2’ eftir Lesley Pinchbeck) Leikur: Keppni í kassaburði Áhöld: Hæfilega þungur kassi, t.d. pappakassi í hæfilegri stærð með bókum eða þ.u.l. þannig að börnin geti borið hann en þurfi að nota báðar hendur. Fyrri umferð: Einstaklingar spreyta sig (2–3) í að bera kassann fram á gang og inn i salinn á ný og eiga að opna og loka á eftir sér dyrunum. Stjórnandi leiksins tekur tímann og athugar hver reynist fljótastur. Tímar skráðir á spjald eða töflu þannig að allir geti séð. Líklegt er að þetta taki nokkra stund þar sem leggja þarf kassann frá sér þegar opna og loka á dyrum.

Síðari umferð: Tveir og tveir spreyta sig í samvinnu að bera kassann fram á gang og aftur til baka. Tíminn tekinn og skráður á spjaldið. Líklegt er að nú gangi mun fljótar að bera kassann fram og til baka þar sem nú getur annar opnað fyrir hinum o.s.frv. Sigurvegarar fái smá viðurkenningu ef vill. Samræður um árangurinn í keppninni og þó einkum lögð áhersla á hve miklu betur það gekk fyrir tvo og tvo að hjálpast að við kassaburðinn heldur en þegar einn og einn þurfti að bera. Í framhaldi af þessu er rætt um hjálpsemi í daglegu lífi. Börnin spurð hvort þau hafi einhvern tíma þarfnast hjálpar eða séð einhvern hjálparþurfi og hjálpað. Börnin fái að tjá sig um málið. (Úr ‘Þemafundum’ eftir Gunnar Jóhannes Gunnarsson)


Morgunstund 4

Skuldugi þjónninn – saga um fyrirgefningu Mt 18.21–35 Boðskapur: Guð er fús að fyrirgefa okkur. Við eigum einnig að vera fús að fyrirgefa öðrum. Minnisvers: Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur. (Lk 6.36) Opnun eða aðkoma: Það er hægt að nota fræðslustund nr. 85 úr bókinni ‘Stund í snatri’. Hugleiðing: 1. Sagan sem Jesús segir er svar við spurningu frá Pétri: Hversu oft á að fyrirgefa? Pétur kemur sjálfur með uppástungu að sjö skiptum. Svar Jesú er ekki sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö. Síðan segir hann sögu sem útskýrir fyrirgefninguna betur. 2. Konungur ákveður að þjónarnir eigi að standa í skilum og einn er færður fyrir hann er skuldar tíu þúsund talentur. Hann getur ekki borgað og þess vegna skipar konungur að hann skuli seldur ásamt fjölskyldu sinni upp í greiðslu á skuldinni. 3. Þjónninn fellur honum til fóta og grátbiður hann um að gefa sér meiri tíma til að safna peningum til að greiða skuldina. Þá gerist hið óvænta. Konungurinn kenndi í brjósti um hann og gaf honum upp skuldina. 4. Þjónninn hittir einn samþjón sinn sem skuldaði honum 100 denara. Hann ræðst að honum með kverkataki og skipar honum að borga skuldina. 5. Samþjónn hans bregst við á líkan hátt og hann hafði gert frammi fyrir konunginum og biður hann um að gefa sér frest. En þjónninn er greinilega fljótur að gleyma góðvild konungsins því a› hann krefst þess að skuldaranum sé varpað í fangelsi þar til skuldin er greidd. 6. Þeim sem verða vitni að atburðinum finnst sorglegt að horfa upp á hegðun þjónsins og láta konunginn vita. Konungur bregst skjótt við og lætur færa þjóninn aftur fyrir sig og segir: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér? Konungurinn reiddist og afhenti þjóninn böðlunum. 7. Sögunni fylgir síðan eftirfarandi áminning: Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við

yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.

Sjötíu sinnum sjö Þessa tölu má ekki skilja bókstaflega! Það á ekki að fyrirgefa 490 sinnum heldur vísar talan til þess að fyrirgefningin á að vera án enda. Það á ekki að halda bókhald yfir fyrirgefninguna. Hægt er að finna í bókmenntum rabbía tillögu að fyrirgefa ætti þrisvar. Þess vegna má segja að Pétur hafi verið rausnarlegur þegar hann nefndi sjö skipti. Þegar Jesús segir sjötíu sinnum sjö má finna tengsl við sögu úr Gamla testamentinu. Þar segir Lamek: Verði Kains hefnt sjö sinnum, þá skal Lameks hefnt verða sjö og sjötíu sinnum! (1M 4.24) En þar er verið að tala um hefnd, Jesús snýr þessu við og orðin eiga við fyrirgefninguna.

Talentur og denarar Talentur áttu frekar við þyngd en myntir. Tíu þúsund talentur er gríðarlega stór upphæð. Ein talenta er mikil verðmæti og jafnaðist á við 6000 denara en denari var daglaun verkamanns. Tíu þúsund talentur gætu flví verið laun verkamanns í 164.000–193.000 ár eða 375 tonn af peningum. Aðalatriðið er að upphæðin er svo stór að ekki var nokkur leið að greiða skuldina. Denararnir 100 er því smáræði samanborið við talenturnar tíu þúsund.

Að kenna í brjósti um Jesús kennir í brjósti um mannfjöldann í guðspjöllunum. Sömu sögu er að segja af konunginum í dæmisögunni, hann kennir í brjósti um skulduga þjóninn. Það er eitthvað í fari þjónsins sem framkallar meðaumkun í brjósti konungsins. Það er þessi meðaumkun sem kallar Jesú til starfa. Hann lítur á mannfjöldann líkt og sauði sem engan hirði hafa.

25


26

Tenging við Faðir vor Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér fyrirgefum vorum skuldunautum. Sagan gæti verið útskýring á þessum hluta Faðir vors. Við eigum að fyrirgefa vegna þess að við stöndum í þökk við Guð sem hefur fyrirgefið okkur í Jesú Kristi. Það sem kemur á óvart í sögunni er að konungurinn kennir í brjósti um þjóninn og gefur upp skuldina. Þetta er það stórkostlega við náð Guðs. Þess vegna eigum við í þakklæti að fyrirgefa samþjónum okkar. Við getum glaðst yfir því á hverjum degi að okkur hefur verið gefin upp skuld sem við hefðum aldrei getað greitt.

Söngvar: Guð þú gætir mín æ Ver mér nær, ó, Guð

Uppflettitextar:

Ást Guðs er vel lýst í þessu versi. Hann vill gefa okkur eilíft líf. Til þess að við gætum lifað eilíflega þurfti hann að fórna syni sínum. Það er mikil fórn. Þessi orð eru oft nefnd ‘Litla Biblían’. Af hverju ætli það sé? Þau segja okkur í stuttu máli hvert aðalatriði Biblíunnar er. Á kvöldvökunni ætlum við að hugsa betur um þessi orð. Lk 6.36 Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.

Hugmyndabanki: Hlutbundin kennsla: Ef valið er að nota stund nr. 85 úr ‘Stund í snatri’ sem aðkomu þá þarf að gæta þess að gera áheyrendur ekki of pirraða þannig að það komi niður á boðskap morgunstundarinnar. Fræðslustundin nr. 85 úr ‘Sjö sinnum sjötíu’: Það sem þarf: Nokkrar auðar glærur og glærupenna

Mt 18.21–35 Mt 6.12 Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Sagan um skulduga þjóninn er í raun útlegging á þessum orðum. Oft er erfitt að fyrirgefa. Þá verðum við að minna okkur á að okkur hefur verið fyrirgefið. Skuldunautur er sá sem skuldar mér eitthvað. Ef einhver hefur komið illa fram við okkur þá skuldar hann okkur fyrirgefningu, þess vegna er hann skuldunautur okkar. Við erum líka skuldunautar. Því gleymum við oft. Jesús vill að við fyrirgefum öðrum vegna þess að hann hefur dáið til að geta fyrirgefið okkur syndir okkar, afmáð skuldina okkar. 1Jh 4.19 Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði. Guð hefur alltaf frumkvæðið. Hann elskar okkur og vill okkur allt hið besta. Hann hefur sýnt okkur ást sína. Þegar við uppgötvum að Guð elski okkur þá langar okkur líka til að elska. Jh 3.16 Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Setjið auða glæru á myndvarpann og byrjið að skrifa textann á þekktum söng. Láttu eins og þú hafir ekki haft tíma til að undirbúa þig fyrir stundina. Gerðu fljótfærnismistök, hentu glærunni til hliðar og byrjaðu á nýrri. Gerðu fimm glærur á sama hátt í snatri. Sýndu óþolinmæði þína með alls konar hljóðum og athugasemdum meðan á þessu stendur. Haltu þessu áfram þangað til að hópurinn verður örlítið eða mikið pirraður og óþolinmóður. Biddu þá einhvern um að lesa fyrir þig ritningartextann. Haltu áfram meðan á lestrinum stendur, hættu svo um leið og lestrinum lýkur. Er einhver orðinn óþolinmóður? Hvað sagði Jesús að við ættum að fyrirgefa hvert öðru oft? Við verðum oft önug og pirruð hvert vi› annað en eins og Guð hefur fyrirgefið okkur svo ber okkur að fyrirgefa náunganum. Hvort sem syndirnar eru stórar eða smáar. Settu nú tilbúna glæru með söngnum sem þú hefur verið að reyna að skrifa á myndvarpann og syngið saman. (Söngurinn gæti t.d. verið ‘Ver mér nær, ó, Guð’) Hlutbundin kennsla: Ósýnilegt blek Við þessa frásögn er t.d. hægt að nota blek sem hverfur. Þannig blek er hægt að kaupa í flestum leikfangabúðum. Klipptu úr lérefti hjarta eða eitthvað annað sem gæti táknað samvisku mannsins. Sprautaðu síðan ósýnilega blekinu á hjartað og láttu það tákna syndina, ósættið, eða einhvern atburð sem krefst fyrirgefningar. Á meðan þú ert að tala um


27

fyrirgefninguna hverfur blekið. Leggðu áherslu á hvað Jesús hefur gert fyrir okkur. Annað sem þú getur gert með blekið er að láta það tákna syndina í lífi okkar. Settu dálitla slettu í lófann þinn og spenntu síðan greipar og talaðu um á hvern hátt við getum komið með allt til Guðs, líka það sem við höfum gert rangt. Þegar þú ert búinn að biðja hann fyrirgefningar þá opnar þú lófana og þá er blekið horfið. Talaðu um að fyrirgefning Guðs er algjör. Hlutbundin kennsla: Límbönd Það er einnig hægt að nota mismunandi tegundir af límbandi. Talaðu um á hvern hátt við notum límband, t.d. til að líma blöð, myndir og annað sem hefur rifnað. Talaðu um á hvern hátt kærleikurinn sé eins og límband. Ef við sýnum kærleika hylur hann misgjörðir eins og límbandið og lagar samband okkar við Guð, vini okkar og ættingja. (Úr boðunarefninu ‘Samræður um rétt og rangt’ sem KFUM og K gáfu út vorið 2003) Frásaga: 70 x 7 Eiríkur og Finnur voru bræður. Finnur var nýlega orðinn níu ára en Eiríkur var tveimur árum yngri. Eitt af því sem Finnur fékk á afmælidaginn sinn var stór og falleg blaðra. Dag nokkurn fékk Eiríkur hana lánaða en þegar hann hafði leikið sér með hana dálitla stund vildi Finnur fá hana aftur. En Eiríkur vildi leika sér lengur með hana og þá – já, þá var ekki að sökum að spyrja. Bræðurnir byrjuðu að slást af fullri hörku. Eiríkur sá að blaðran lá á gólfinu og gerði sér lítið fyrir og sparkaði af alefli í hana. Hann hafði hugsað sér að sparka henni í burtu en í stað þess sprakk hún með háum hvelli. Slagsmálin hættu. Eiríkur var greinilega miður sín. Hann hafði ekki ætlað sér að sprengja blöðruna. Honum lá við gráti þegar hann sagði við Finn: „Finnur, þú mátt ekki verða reiður vi› mig. Ég ætlaði ekki að gera þetta. Viltu fyrirgefa mér?“ Finnur stóð fyrst stjarfur en þegar hann sá hve aumlega Eiríkur bar sig, svaraði hann um hæl: „Já, ætli það ekki. Ég skal fyrirgefa þér í þetta sinn en þú getur verið viss um að ég muni launa þér þetta seinna.“ Eiríkur fór út og Finnur byrjaði heimalærdóminn. Í eldhúsinu var mamma og straujaði. Hún hafði heyrt hvað þeim bræðrum hafði farið á milli því a› dyrnar voru opnar í hálfa gátt. Henni þótti sárt að heyra drengina sína rífast en verst þótti henni að Finnur skyldi ekki vilja fyrirgefa Eiríki heilshugar. „Finnur!“, kallaði mamma hans úr eldhúsinu, „geturðu sagt mér hvað 70 x 7 eru mikið?“ „Ég verð ekki lengi að reikna það,“ sagði Finnur,

„bíddu aðeins, – 490. – En hvers vegna ertu að spyrja að því, mamma?“ „Æ, mér datt bara dálítið í hug,“ svaraði móðir hans. Finnur sat hugsi. 70 x 7? 70 x 7? Hann hafði fyrir stuttu verið að reikna þetta sama dæmi. Jú, nú mundi hann. Það var á fundi í kirkjunni fyrir nokkrum vikum. Þar var verið að tala um Pétur sem spurði Jesú hversu oft hann ætti að fyrirgefa þeim sem gerði eitthvað rangt gagnvart honum. Nú skildi hann hvers vegna móðir hans bað hann um að reikna hvað 70 x 7 væri mikið. Hann vissi að hún vildi að hann fyrirgæfi Eiríki. En það var hægara sagt en gert. Leifar af sprunginni blöðru lágu á gólfinu. Finnur hafði aldrei átt svo góða blöðru áður. Það var líka enginn smá hvellur þegar hún sprakk! – 70 x 7. Leiðtoginn í kirkjunni hafði sagt að það merkti að við ættum að fyrirgefa öðrum af öllu hjarta. Finnur reis á fætur og fór út. Hann kom hvergi auga á Eirík. Kannski hann sé í ‘króknum’?, hugsaði Finnur. ‘Krókurinn’ var leynistaður þeirra bræðra. Þar var alltaf hálfdimmt en engu að síður ágætt að vera, einkum í rigningu. Þar áttu bræðurnir sér líka ýmis leyndarmál. Ágiskun Finns reyndist rétt. Innst í ‘króknum’ sat Eiríkur. Hann hnipraði sig saman þegar hann sá Finn. Nú var sennilega komið að skuldadögum. – Og það var rétt. En reyndar á allt annan hátt en Eiríkur óttaðist. Stundarfjórðungi síðar sá móðir drengjanna Finn og Eirík vera að leika sér úti í garði. Þeir voru báðir glaðir og ánægðir. Þegar hún kallaði á þá í kvöldmat kallaði Finnur á móti: „Nú skil ég hvers vegna þú baðst mig að reikna út hvað 70 x 7 væri mikið og nú er ég búinn að fyrirgefa Finni 490 sinnum!“ Mya Hallesby


28

Morgunstund 5

Góði hirðirinn Jh 10.1–18 Boðskapur: Jesús vill sjá fyrir okkur og leiða okkur í gegnum lífið. Minnisvers: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. (Sl 23.1) Opnun eða aðkoma: Spyrjið börnin hvort þau hafi komið í réttir. Hvernig er kindunum smalað saman? Þær eru eltar af hundum, mannfólki bæði fótgangandi og á hestum og farartækjum. Á tímum Jesú var þessu allt öðruvísi farið. Kindur voru ekki eltar. Þær eltu hirðinn sinn. Þær treystu honum. Hirðirinn gætti þeirra fyrir hættum. Hirðirinn fann góðan grasbala þar sem þær gátu staðið á beit. Hann gisti hjá hjörðinni í litlu tjaldi. Hann var hjá þeim öllum stundum. Hvernig þekkja bændurnir kindurnar í sundur á Íslandi? Það er mark á eyrunum á þeim og þeir draga þær í dilka eftir að hafa þekkt eyrnamörk sín. Í Ísrael þekktu kindurnar rödd hirðisins. Þegar hann kallaði þá komu þær. Hugleiðing: Þessi texti er ekki hentugur til að nota í heild sinni en gott er að leggja áherslur á eftirfarandi punkta: 1. Jesús sagði að hann væri góði hirðirinn. Hann vill sjá fyrir okkur og hjálpa okkur með allt sem verður á vegi okkar. Góður hirðir sér fyrir öllum þörfum hjarðarinnar og verndar gegn öllum hættum. Við getum alltaf leitað til hans og hann er alltaf til staðar. Hann yfirgefur okkur ekki þegar erfiðleikar steðja að heldur getum við hallað okkur að honum. 2. Hvernig lærum við að þekkja rödd góða hirðisins? (Ef notast hefur verið við leikinn úr hugmyndabankanum þá er gott að tengja við þá reynslu). Lömb læra smátt og smátt að þekkja rödd hirðisins. Á líkan hátt getum við lært að þekkja rödd Jesú. Ef við hlustum alltaf á þegar orð hans er flutt. Við getum lesið guðspjöllin í Nýja testamentinu og lært að þekkja orð hans og vilja. Við getum lært sum þeirra utan að og geymt þau í hjarta okkar. 3. Hirðirinn þekkir lömbin með nafni. Það var algengt að hirðar gæfu sauðunum nafn og oft var fla› eitthvað dregið af útliti þeirra: Hvítnefja, Eyrnalangur o.s.frv. Fyrir Jesú erum við hvert

og eitt einstakt og hann vill eiga persónulegt samband við okkur hvert og eitt. Í augum hans erum við mikilvæg. Umhyggja hans er svo mikil að hann telur höfuðhárin okkar. 4. Jesús leggur líf sitt í sölurnar fyrir okkur. Oft lentu sauðirnir í mikilli hættu og leiguliðarnir, þeir sem voru ekki raunverulegir hirðar, lögðu sig ekki í hættu heldur flýðu frekar. En góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar til þess að bjarga sauðunum. Jesús dó svo að við mættum lifa. Honum þykir það vænt um okkur að hann var tilbúinn að láta líf sitt sem lífgjöf fyrir okkur.

Tengsl við 23. Sálm Sagan af góða hirðinum er oft tengd við þennan þekkta sálm enda lýsir þar annar hirðir hvernig hann getur treyst hinum eina sanna hirði. Það er hægt að nota lýsingarnar úr þessum sálmi til að undirstrika umhyggju góða hirðisins.

Ýmislegt um hirða Það er mikið fjallað um hirða í Biblíunni. Strax í 1. Mósebók hittum við fyrir Abel. Það er oft fjallað um hirða í yfirfærðri merkinu. Þeir sem eiga að stjórna lýðnum og eru dæmdir góðir eða slæmir eftir frammistöðu sinni. Móses var álitinn góður hirðir. Guði er oft líkt við hirði í Gamla testamentinu, m.a. í 23. Sálmi. Þegar Jesús segist vera góði hirðirinn er hann að fullyrða að hann sé sonur Guðs.

Söngvar: Drottinn er minn hirðir Fús ég, Jesús, fylgi þér

Uppflettitextar: Jh 10.1–18 Sl 46.2 Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum.


29

Hvað er umhyggja? Hvernig sýnum við umhyggju? Guð vill sýna okkur umhyggju. Hann vill vera okkur skjól. Hann vill vernda okkur. Hann vill að við hvílum örugg í trausti til hans. Hæli er skjól eða athvarf, staður sem hægt er að fara á. Er eitthvað í sögunni um ‘Góða hirðinn’ sem minnir á þetta? Fl 4.13 Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. Jesús vill veita okkur styrk til góðra verka. Við þurfum að treysta á hann og biðja hann um að gefa okkur styrk. Við megum aldrei gleyma hvaðan styrkur okkar og hjálp kemur. Jh 11.25 Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Af hverju munum við lifa þótt við deyjum ef við trúum á Jesú? Jesús sigraði dauðann. Hvernig sigrar maður dauðann? Við munum hugleiða þetta betur í kvöld. Gleymum aldrei að Jesús hefur sigrað dauðann og gefur okkur því eilíft líf. Því getum við alltaf treyst. Sl 23.1 Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Hugmyndabanki: Leikur: Stýrið Áhöld: Trefill eða eitthvað annað til að setja fyrir augun, hringlaga bakki fyrir bæði lið, einföld hindrunarbraut (m.a. er hægt að nota stóla, bækur og kassa) Það er hægt að láta alla taka þátt sem einn hóp og þá skiptast keppendur á um að vera bílstjórinn eða að skipta hópnum í lið sem keppa um hvert þeirra er fljótast í gegnum hindrunarbrautina. Hindrunarbrautin skal vera einföld og gætið þess að breyta henni lítillega þegar skipt er um bílstjóra þannig að hann geti ekki nýtt sér að hafa farið sjáandi í gegnum hana áður. Þátttakendur mynda röð og halda um mitti þess sem er fyrir framan þá, sá sem fremst er í röðinni er bílstjórinn og bundið er fyrir augun á honum. Bílstjórinn fær einnig bakkann sem notaður er sem stýri. Síðan er ræst og liðin byrja að fást við hindrunarbrautina og reyna að forðast að rekast á. Blindi bílstjórinn er fremstur í röðinni og liðið

kallar leiðbeiningar til hans. Ef rýmið er gott, börnin mörg og tvö lið að keppa í einu er víst að lætin verða talsverð og ruglingur í hámarki. Ef liðinu eða hópnum á að vegna vel í þessum leik þá er best að einn kalli leiðbeiningarnar. Náðuð þið því? Ef allir öskra í einu, þá fer allt í vitleysu. Þannig er þessu einnig varið með lífið sjálft. Það er kallað á okkur úr öllum áttum: Kaupið þetta! Klæðist þessu! Farið þangað! Komið hingað! Það getur verið erfitt að heyra rödd Jesú í öllum skarkalanum. (Leikur nr. 58 úr bókinni ‘Theme games 2’ eftir Lesley Pinchbeck)


30

Morgunstund 6

Týndur sonur Lk 15.11–32 Boðskapur: Guð er kærleiksríkur Guð sem tekur á móti þeim sem játa synd sína með útbreiddan faðm. Minnisvers: Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. (Sl 103.3) Opnun eða aðkoma: Hafið þið týnt einhverju sem ykkur þótti vænt um? Stundum finnum við hluti aftur og þegar það gerist þá verðum við glöð. En í dag ætla ég að segja ykkur sögu af manni sem týndist og við ætlum að heyra hvernig fór fyrir honum. Hugleiðing: 1. Maður átti tvo syni og sá yngri biður um arf sinn. 2. Honum er veitt ósk sín og hann heldur til útlanda og lifir í óhófi. 3. Þegar hann hefur eytt öllu fylgir hungursneyð í kjölfarið og hann líður skort. 4. Hann fær vinnu sem svínahirðir og verður það hungraður að hann langar til að leggja sér afganga til munns sem ætlaðir eru svínunum. 5. Þá áttar hann sig skyndilega og ákveður að snúa aftur til föður síns. Hann sér að hann mun hafa það betur sem daglaunamaður hjá föður sínum en hungraður í útlandinu. Hann skilur að hann er ekki lengur þess verðugur að vera sonur föður síns. 6. Hann leggur af stað. Faðir hans sér hann, kennir í brjósti um hann, hleypur til hans og kyssir hann. Þegar sonurinn segist hafa syndgað og sé ekki þess verður að vera sonur föður síns þá bregst faðirinn við með því að klæða hann í skikkju og skó og blása til mikillar veislu. Af hverju? Því að þessi sonur minn var dauður og er lifnaður aftur. Hann var týndur og er fundinn. 7. Eldri sonurinn, sem er staddur úti á akri, heyrir af veisluhöldunum og reiðist. Faðirinn reynir að hughreysta hann: Barnið mitt þú ert alltaf hjá mér og allt mitt er þitt. Hann útskýrir síðan tilefni veislunnar fyrir honum, að bróðir hans sé fundinn og lifnaður aftur.

Arfurinn Yngri sonurinn átti að fá 1/3 af arfinum en sá eldri 2/3 og jörðina. Að biðja um að fá arfinn

var ekki óþekkt. En með því að fara til útlanda og eyða honum er hann að fara yfir strikið, hefði hann sýnt ábyrgari hegðun væri hugsanlegt að allt hefði blessast. Ef hann hefði nýtt arfinn til að skapa sér framtíð sem hefði hjálpað fjölskyldunni hefði hugsanlega verið horft fram hjá framhleypni hans.

Gyðingar og svín Niðurlæging sonarins er algjör þegar hann gerist svínahirðir og hefur hug á að leggja sér til munns matarafganga þeim ætlaðan. Í hugum gyðinga voru svín óhrein dýr. Til var orðatiltæki sem hljómaði svona: Bölvaður sé sá er svín ræktar. Hann kemst ekki neðar.

Að koma til sjálfs síns og snúa aftur Hann áttar sig á stöðu sinni, hann kemur til sjálfs síns. Hann áttar sig á því að þetta er ekki hlutskipti hans, honum ber að vera hjá föður sínum. Hann snýr því aftur. Hann skildi að hann var búinn að fyrirgera sonarrétti sínum. Hann átti ekki neina kröfu á hendur föður sínum heldur þurfti hann að treysta á náð föðurins. Þetta er staða allra manna. Þeir þurfa að átta sig á stöðu sinni gagnvart skapara sínum og ákveða síðan að snúa aftur, taka afturhvarfi.

Kenndi í brjósti um hann Faðirinn kenndi í brjósti um hann. Oft lýsir þessi tilfinning afstöðu Jesú. Eitthvað hreyfist innra með honum þegar hann sér að lýðurinn eða einstaklingurinn virðist vera án hirðis eða leiðsagnar.

Skikkja, hringur, skór og alikálfur Þvílíkar móttökur! Skikkjan, hringurinn og skórnir eru til að undirstrika stöðu sonarins. Hann er ekki þræll, hann hefur stöðu frjáls manns. Alikálfinum var slátrað þegar mikið stóð til. Hann var geymdur fyrir brúðkaup og aðrar stórveislur. Þvílíkar móttökur!


31

Dauður og lifandi, týndur og fundinn Ástæða veisluhaldanna voru lífgjöf sonarins, hann var kominn í leitirnar. Hann hafði bæði verið dáinn og týndur. Fagnaðarefnið er að hann hafði snúið aftur. Eða eins og segir í sögunni af týnda sauðnum: Ég segi yður, þannig verður meiri fögnuður á himni yfir einum syndara sem gjörir iðrun en yfir nítíu og níu réttlátum er ekki hafa iðrunar þörf.

Söngvar: Kenn þú mér, Guð, að þekkja vilja þinn Jesús, Jesús

Uppflettitextar: Lk 15.11–32 P 3.19 Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar. Í sögunni um ‘týnda soninn’ þá iðraðist yngri sonurinn. Hvenær var það? Hvað er að iðrast? Það er að sjá eftir einhverju sem maður hefur gert, hugað eða sagt. Eftir hverju sá yngri sonurinn? Hvað hafði hann gert sem var rangt? Þegar við brjótum gegn vilja og boðum Guðs kallast það synd. Biblían segir að allir hafi syndgað. Ef við viljum að Guð fyrirgefi okkur þurfum við að iðrast og biðja hann um fyrirgefningu líkt og yngri sonurinn í sögunni. Lk 19.10 Því að Mannssonurinn er kominn að leita að því týnda og frelsa það. Guð vill fyrirgefa okkur. Þegar Jesús var hér á jörðu kallaði hann sig Mannssoninn. Hann kom til að leita að hinu týnda til að frelsa það. Hann er ekki að leita að þeim sem hafa gert rangt til þess að refsa þeim heldur til að fyrirgefa. Við þurfum að vera auðmjúk og leita eftir fyrirgefningu. Það að Jesú vilji fyrirgefa okkur og frelsa eru góðar fréttir. P 4.20 Vér getum ekki annað en talað það, sem vér höfum séð og heyrt.

Ef við heyrum af einhverju góðu eða spennandi, hvað gerum við þá? Ef við vissum af því að hægt væri að fá gefins ís út á næsta götuhorni færum við þá ekki og segðum vinum okkar frá því? Þegar lærisveinar Jesú vissu að hann hafði frelsað þá og gefið þeim eilíft líf þá vildu þeir ólmir láta alla vita af því. Þeir hreinlega gátu ekki annað en sagt öðrum frá því. Í kvöld heyrum við meira af því hvernig sú frétt barst lengra og lengra. Sl 103.3 Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein.


32

Morgunstund 7

Talenturnar Mt 25.14–30

Ráðsmennska og ábyrgð

Boðskapur: Lífið er Guðs gjöf og við eigum að nota hæfileika okkar til dýrðar Guði og öðru fólki til blessunar. Minnisvers: Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. (Mt 25.23a) Opnun eða aðkoma: Hægt er að útfæra söguna sem leikþátt og tala síðan út frá henni. Hugleiðing: 1. Húsbóndinn kallar saman þjóna sína og felur þeim eigur sínar. Einn fær fimm talentur, annar tvær og sá þriðji eina. 2. Sá sem fær fimm talentur, ávaxtar fé sitt og fær aðrar fimm. Sá sem fékk tvær ávaxtar fé sitt og fær tvær til viðbótar. Sá þriðji ákvað að grafa talentuna í jörð. 3. Húsbóndinn kemur til baka og biður þjónana að gera skil. Hann fagnar báðum sem ávöxtuðu fé sitt og segir við þá: Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns. 4. Sá sem faldi talentuna segir húsbónda sínum að hann hafi óttast hann og því ákveðið að grafa talentuna. Síðan afhendir hann honum talentuna aftur. Húsbóndinn ávítar hann og bendir honum á þann augljósa kost að hann hefði átt að ávaxta féð í banka á meðan hann var í burtu. Þar næst skipar hann þjónum sínum að taka af honum talentuna og færa þeim sem hefur tíu. Að lokum er þjónninn rekinn út í ystu myrkur.

Munurinn á því hvernig síðasti þjónninn bregst við og þeir fyrri er vendipunkturinn í sögunni. Að grafa pening í jörð var eitthvað sem þekktist á þessum tímum þannig að áheyrendum sögunnar ætti ekki að hafa komið hegðun þjónsins á óvart. En húsbóndinn bendir á þann kost að leggja féð í banka. Þjónninn var að svíkjast um og viðhorf hans var rangt. Hann vildi ekki taka áhættu, hann ákvað að gera ekki neitt. Hann sýndi því ábyrgðarleysi og reyndist ekki trúr köllun sinni. Kristið fólk á að fara vel með allt sem því er trúað fyrir. Það getur verið mismikið sem fólki er falið en alltaf er jafnmikilvægt að fara vel með gjafir sínar og hæfileika. Leggið áherslu á að rækta það sem börnin hafa heyrt í sumarbúðunum. Hvernig geta þau látið það vaxa og dafna?

Talentur Talentur voru ekki mynt heldur vísaði nafnið frekar til þyngdar. Talentur voru líkt og pokar af silfri. Verðgildi þeirra var misjafnt en alltaf mikið. Oft er miðað við 6000 denara en denari var daglaun verkamanns. Hugsanlega er þá ein talenta laun fyrir næstum því 20 ár. Af þessu er hægt að sjá að upphæðirnar í sögunni eru háar. Enska orðið ‘talent’ fyrir hæfileika á rætur sínar í þessari sögu. Sagan er því oft túlkuð þannig að pokarnir standi fyrir gjafirnar og hæfileikana sem okkur eru gefin.

Söngvar: Enginn þarf að óttast síður Guð þú gætir mín æ

Uppflettitextar: Mt 25.14–30 Ef 2.10 Vér erum smíð Guðs, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem hann hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum leggja stund á þau. Guð bjó okkur til, við erum hans smíð. Hann skapaði okkur. En til hvers? Jú, við eigum að gera gott, leggja stund á það sem hann ætlar okkur. Guð hefur gefið okkur hæfileika til þess að gera gott. Við getum lofað Guð með því að nota hæfileika okkar. Við eigum að vera honum þakklát fyrir allt sem hann hefur gefið okkur. Mt 5.13–16 Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.


33

Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja undir mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum. Guð vill að við séum salt og ljós. Saltið gefur matnum bragð og ver hann gegn skemmdum. Við getum gefið öllu í kringum okkur gott bragð með því að nýta hæfileika okkar. Við getum líka verndað margt frá því að það rotni með því að koma með góðar fréttir og segja öðrum frá því sem við höfum heyrt. Ljósið lýsir öllum. Við getum notað hæfileikana okkar til að gera gott og sýna öðrum hver vilji Guðs sé. 2Kor 9.8 Guð er þess megnugur að veita yður allar góðar gjafir ríkulega, til þess að þér í öllu og ávallt hafið allt sem þér þarfnist og getið sjálfir veitt ríkulega til sérhvers góðs verks. Guð vill gefa okkur gjafir sem við gefum síðan áfram. Hann vill hugsa vel um okkur, gefa okkur það sem við þörfnumst. Við eigum að taka við gjöfunum hans. Hvaða gjafir vill hann gefa okkur? Hvernig getum við notað gjafirnar hans vel? Mt 25.23 Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.

Hugmyndabanki: Til þess að gera söguna lifandi fyrir áheyrendum er tilvalið að fá einhverja til að leika þjónana þrjá. Talenturnar geta verið pokar fullir af ‘silfri’. Þjónarnir koma inn til að taka á móti talentunum og síðan eru þeir kallaðir inn aftur til að gera skil. Hægt er að nota textann úr Biblíunni.


34

Sk‥ringarmyndir


35


Allir eiga þeir að vera eitt (Jóh. 17:21)

Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn! - segir Drottinn allsherjar (Sak. 4:6)


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.