Heilsudagar Nettó janúar 2023

Page 1

„Ég æfi verkjalaus“ Uppáhaldsvörurnar á Heilsudögum Henning Jónasson Ómar Ingi Melatónín getur hjálpað með svefninn Berglind Guðmunds „Galdurinn liggur í góðum hráefnum“ Kristjana Steingríms Dagur í lífi Önnu Eiríks Heilsu- & lífsstílsdagar Lífrænt / Hollusta / Uppbygging / Umhverfi / Krílin / Vegan Tilboðin gilda 26. janúar - 5. febrúar 2023 25% AFSLÁTTUR ALLT AÐ OG APPTILBOÐ Á HVERJUM DEGI
2 HEILSUDAGATAL NETTÓ Tilboðsbombur í appinu á Heilsudögum Nettó Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Fimmtudagur 26. janúar Þriðjudagur 31. janúar Föstudagur 27. janúar Miðvikudagur 1. febrúar Laugardagur 28. janúar Fimmtudagur 2. febrúar Avókadó/Lárpera (2 stk. í pk) 50% APPSLÁTTUR VitaYummy Allar teg. 50% APPSLÁTTUR Mangó (kg) 50% APPSLÁTTUR Bláber (125 g) 50% APPSLÁTTUR Sonett Allar teg. 40% APPSLÁTTUR Melóna (kg) 50% APPSLÁTTUR Feel Iceland Allar teg. Sítrónur (kg) 50% APPSLÁTTUR Ísfugl kjúklingabringur BBQ country style 35% APPSLÁTTUR Sætar kartöflur (kg) 50% APPSLÁTTUR Sistema Allar teg. TILBOÐIN GILDA 26. JANÚAR - 5. FEBRÚAR 2023 • WWW.NETTO.IS 50% APPSLÁTTUR Nano Allar teg. 50% APPSLÁTTUR 30% APPSLÁTTUR
3 Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign. Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Apptilboð dagsins Sunnudagur 29. janúar Föstudagur 3. febrúar Mánudagur 30. janúar Laugardagur 4. febrúar Sunnudagur 5. febrúar Epli, græn (kg) 50% APPSLÁTTUR Barabells Allar teg. Engiferrót (kg) 50% APPSLÁTTUR Guli miðinn Allar teg. 30% APPSLÁTTUR Smáspínat (125 g) 50% APPSLÁTTUR Eylíf vítamín Allar teg. 30% APPSLÁTTUR Vatnsmelóna (kg) 50% APPSLÁTTUR Appelsínur (kg) 50% APPSLÁTTUR Vit-Hit Allar teg. 40% APPSLÁTTUR Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Hafnarfjörður • Lágmúli • Mjódd • Mosfellsbær • Nóatún • Salavegur • Selhella • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss og netverslun á netto.is 50% APPSLÁTTUR Probi vítamín Allar teg. 30% APPSLÁTTUR

Sólin í skammdeginu

Kæru lesendur.

Nú er lífið smám saman að færast í fastar skorður eftir rútínuleysi hátíðanna og við lítum björtum augum fram á veginn. Nýtt ár, ný tækifæri.

Við þurfum auðvitað að huga að heilsunni á öllum árstímum en núna, í myrkasta skammdeginu, er mikilvægara en ella að borða holla fæðu, muna eftir D-vítamíni og öðrum nauðsynlegum bætiefnum, njóta útiveru þegar færi gefst og hreyfa okkur – því það eykur vellíðan. Þegar okkur líður vel eigum við auðveldara með að sinna verkefnum hversdagsins og láta fólkinu í kringum okkur líða vel líka.

Á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó er hægt að gera góð kaup á ávöxtum, grænmeti og öðrum heilsusamlegum hráefnum auk vítamína, fæðubótarefna og fjölbreyttra heilsuvara. Við bjóðum einnig upp á lífrænar og umhverfisvænar mat- og hreinlætisvörur, æfingabúnað, búsáhöld og hentug ílát fyrir matvæli. Við aukum stöðugt vöruframboðið í takt við kröfur neytenda og samfélagsstefnu Nettó. Skoðið úrvalið og tilboðin í blaðinu: Allt að 25% afsláttur af heilsuvörum! Síðan verða tilboðssprengjur í Samkaupa-appinu dag hvern á meðan Heilsu- og lífsstílsdagar standa yfir.

Viðmælendur okkar, íþróttafólk, sérfræðingar og áhugafólk um heilsusamlegt líferni, færa okkur góð ráð um hvernig við getum tileinkað okkur heilbrigðari lífsstíl og deila með okkur girnilegum uppskriftum að fljótlegum réttum sem eru stútfullir af næringarefnum.

Tökum glöð á móti nýju ári og njótum alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða.

Með kærleiksríkri heilsukveðju, starfsfólk Nettó um allt land.

Mundu eftir fjölnota pokanum

Alltaf fiskur á mánudögum!

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðs- og samfélagsmiðlastjóri World Class og eigandi Bankastræti Club, setur sér alltaf markmið um áramót. Nú ætlar hún að vera duglegri að borða fisk.

Um áramót punkta ég alltaf niður hvað ég vil leggja áherslu á eða gera á árinu. Eitt af því sem er á markmiðalistanum þetta árið er að vera duglegri að borða fisk,“ segir Birgitta. „Ég stefni að því að hafa alltaf fisk í matinn á mánudögum. Einfalt og raunhæft!“

Birgitta er mikið fyrir útiveru, ekki síst á veturna. „Ég elska að fara upp í fjöllin, hvort sem er á skíði, snjóbretti eða gönguskíði. Útivistin og nálægðin við náttúruna og fjöllin gera svo mikið fyrir mann, ekki bara líkamlega heldur andlega líka.“

Útivera getur virkað eins og vítamínsprauta en það er líka mikilvægt að taka inn vítamín á veturna. „Á þessum tíma árs er sérstaklega mikilvægt að taka inn D-vítamín þar sem húðin vinnur það vanalega úr sólargeislum,“ ráðleggur Birgitta og bætir við: „Það er gott að taka inn K-vítamín samhliða D-vítamíni.“

Birgitta heldur mikið upp á vörurnar frá MUNA en þær verða einmitt á tilboði á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó. „Ég mæli með að birgja sig upp!“ Birgitta deilir með lesendum uppskrift að köldum graut eða „overnight oats“ en öll hráefnin eru frá MUNA. Það er fljótlegt að undirbúa grautinn og hann gefur góða orku fyrir daginn.

Kaldur grautur (overnight oats) Blandið höfrum, chia-fræjum og hampfræjum saman í krukku. Hellið möndlumjólk yfir og hrærið smá hnetusmjöri og hunangi saman við. Setjið frosin bláber ofan á og geymið í ísskáp yfir nótt. Blandið öllu saman morguninn eftir. Virkilega einfalt, hollt, fljótlegt og ljúffengt.

5
hollusta
FÁÐU BETRA VERÐ Á MARVÖRU MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM Sæktu appið og safnaðu inneign.

Hvað segja þau um Samkaupa appið?

„Ég hef notast við Samkaupa appið síðan það kom fyrst í notkun og get alveg mælt með því. Bæði stuðlar það að pappírslausum viðskiptum þar sem allar kvittanir vistast í appið og þar að auki er tilvalið að safna sér inneign með því að skanna kóðann við afgreiðslukassana áður en gengið er frá greiðslu. Ég hef vanið mig á að opna appið í röðinni og bið um að skanna kóðann áður en ég greiði og get því safnað reglulega inn í appið aukapening sem ég nota svo til að versla með. Það birtast reglulega tilboð í appinu sem og á miðlum Samkaupa sem tilvalið er að fylgjast með og nú hafa appdagatölin komið sterkt inn eins og fyrir jólin og einmitt núna í tengslum við heilsudagana en þá fara ákveðnar vörur á sérstök apptilboð og afslátturinn safnast í appið sem inneign. Það getur verið heilmikil búbót að skanna og mæli með að láta það ekki fram hjá ykkur fara. Margt smátt gerir eitt stórt.“

Heilsukveðja Krista.

„Ég elska að nota inneignina mína í appinu til að borga við kassann og þurfa ekki einu sinni að muna eftir veskinu. Svo eru alltaf geggjuð tilboð á vörum á APPslætti sem ég nýti mér hiklaust og safna þannig enn meiri inneign.“

„Ég hef bæði sparað alveg þvílíkan pening með því að nýta mér appslættina og tilboðin sem appið bíður uppá og verið duglegri í að prófa nýjar og fjölbreyttar vörur.“

7
aldursflokkum
„Ég er duglegur að nýta mér app afslætti, algjör snilld að safna inneign við að versla.“ Þórólfur Ingi Þórsson langhlaupari og 10faldur Íslandsmethafi í
35+
8 VÖRURNAR ERU: MARGVERÐLAUNAÐAR GÆÐAVÖRUR UMHVERFISVÆNAR LÍFRÆNAR
9 25% AFSLÁTTUR

Hollari valkostur með Lindu Ben og MUNA

Við fengum matgæðinginn Lindu Ben til þess að deila með okkur fljótlegum, hollum og gómsætum uppskriftum, að dásamlegum MUNA hafrabollum, sem henta vel í nesti og með kaffinu, og einföldum MUNA konfektbitum sem gleðja bragðlaukana og kóróna daginn.

Huggulegar hafrabollur

Nýbakaðar hafrabollur með góðu áleggi eru hin besta næring fyrir stóra sem smáa og henta einstaklega vel sem nesti og millimál. Bollurnar eru bæði einfaldar og afar bragðgóðar.

Hráefni 500 ml volgt vatn 12 g ger 1 tsk. hunang frá MUNA 1 msk. ólífuolía frá MUNA 1 tsk. salt 200 g grófir hafrar frá MUNA + örlítið meira til að skreyta bollurnar 1 dl hörfræ 400 g gróft spelt frá MUNA 1 egg

Aðferð

Setjið vatn í stóra skál ásamt geri. Bætið hunangi, ólífuolíu og salti út í. Bætið síðan höfrum og hörfræjum út í og hrærið. Bætið spelti saman við og hnoðið öllu vel saman. Leyfið deiginu að hefast á volgum stað í 30 mín. Stillið ofninn á 180°C, undir- og yfirhita. Mótið bollur – ég notaði stóra salatskeið – og setjið á smjörpappírsklædda ofnplötu. Sláið eggið í sundur, penslið bollurnar með því og stráið haframjöli yfir. Bakið í u.þ.b. 30 mín. eða þar til þær hafa tekið á sig gylltan lit og eru bakaðar í gegn.

lífrænt

Hollir konfektbitar

Þegar bragðlaukarnir kalla á eitthvað sætt og gott er frábært að hafa þessa næringarríku konfektbita við hendina og nýta við ýmis tækifæri.

Hráefni

150 g möndlur frá MUNA, fínt hakkaðar 75 g ristaðar kókosflögur frá MUNA 50 g hampfræ frá MUNA 200 g döðlur frá MUNA 2 msk. vatn 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. möndludropar 200 g dökkt súkkulaði Kökuskraut (má sleppa)

Aðferð

Leggið döðlurnar örstutt í bleyti í heitu vatni og bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Hakkið möndlurnar og setjið ásamt öðrum innihaldsefnum í skál. Maukið döðlur og blandið öllu saman. Búið til kúlur og hjúpið með súkkulaði. Til að gera kúlurnar hátíðlegri má skreyta þær með kökuskrauti.

Með því að velja vörurnar frá MUNA eru kúlurnar að mestu lífrænar sem er hollara fyrir okkur og jörðina.

Fylgist með Lindu Ben hér: instagram.com/lindaben lindaben.is

11

Alltígrautinn 

MUNA.IS muna_himneskhollusta
25% AFSLÁTTUR
13 MUNA.IS muna_himneskhollusta líkagóðíallt,áhároghúð ->góðaríbakstur tilvalin til steikingar —> —> > 25% AFSLÁTTUR

Með hverju mælir Ómar Ingi á Heilsudögum Nettó? Á

Ómar Ingi Magnússon er tvíkrýndur Íþróttamaður ársins og hefur náð glæsilegum árangri með íslenska landsliðinu og Magdeburg í Þýskalandi.

rið 2022 reyndist Ómari Inga mjög farsælt en hann var valinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið hans, Magdeburg, varð Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn í 21 ár. Hann var næstmarkahæstur í þýsku deildinni í fyrra en markahæstur tímabilið 2020-21.

Ómar var valinn Íþróttamaðr ársins árið 2021 og 2022 en í kjörinu í fyrra hlaut Ómar Ingi 615 atkvæði sem eru aðeins fimm stig frá fullu húsi. Hann er annar handboltamaðurinn, á eftir Ólafi Stefánssyni, til að hreppa nafnbótina Íþróttamaður ársis oftar en einu sinni.

„Ég er ótrúlega þakklátur og ber mikla virðingu fyrir þessum bikar og þessari hefð,“ sagði Ómar Ingi þegar hann tók við verðlaunagripnum í annað sinn.

14

Heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi, þar sem Ísland endaði í 12. sæti, var sjötta stórmót Ómars Inga en því miður gat hann ekki klárað mótið vegna meiðsla. Hann byrjaði þó af krafti og skoraði sjö mörk gegn Portúgal í fyrsta leik. „Þetta var bara klassasigur,“ sagði hann eftir leikinn. „Æðislegt að byrja þetta á sigri.“

Á EM í fyrra var Ómar Ingi markahæstur allra leikmanna en hann skoraði 59 mörk á mótinu. Ísland endaði þá í 6. sæti.

Næring skiptir Ómars Inga, eins og annað afreksfólk í íþróttum miklu máli, og við spurðum hann út í uppáhaldsvörurnar á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó.

Uppáhaldsvörur Ómars Inga:

• Harðfiskur

• Barebells

• Próteinstykki

• Hleðsla

• Nocco

• Múltívítamín frá Gula miðanum

Flettið blaðinu til að skoða tilboðin á Heilsuog lífsstílsdögum.

16 GRÆNT OG GÓMSÆTT Þú færð lífræna ávexti og grænmeti
Änglamark í Nettó. NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 25% AFSLÁTTUR
frá

LÍFRÆN MEXÍKÓVEISLA FRÁ ÄNGLAMARK

• 1 pk. vefjur frá Änglamark

• 1 krukka salsasósa frá Änglamark

• 1 pk. svartar baunir frá Änglamark

• 2–3 kjúklingabringur

• 1 pk. fajita-krydd frá Änglamark

• 2–3 gulrætur frá Änglamark

• 2–3 tómatar

• 1 laukur

• 1 rauð paprika

• 1 rauður chili-pipar

• 1 dolla sýrður rjómi

• 1 pk. rifinn ostur

Skerið kjúklinginn í strimla eða litla bita, kryddið og steikið í gegn. Setjið til hliðar. Hakkið grænmetið fínt og steikið þar til það er orðið mjúkt. Smyrjið sósu á vefjurnar og fyllið þær með kjúklingi, baunum, grænmeti, sýrðum rjóma og osti. Penslið eldfast mót með olíu. Rúllið vefjunum upp og raðið í mótið. Hrærið saman smá salsasósu og sýrðum rjóma og dreifið yfir upprúllaðar vefjurnar. Stráið að endingu rifnum osti yfir og eldið við 180°C í u.þ.b. 20 mín. eða þar til osturinn er bráðnaður. Gott er að hakka ferskt kóríander og strá yfir. Berið fram með fersku salati, tortilla-flögum frá Änglamark og meiri salsasósu til að dýfa í.

Hægt er að sleppa kjúklingi og mjólkurvörum til að gera þetta að grænkerarétti. Einnig má nota falafel-bollur frá Änglamark í staðinn fyrir kjúkling.

NÁTTÚRULEGUR
17
HLUTI AF HVERJUM
DEGI
25% AFSLÁTTUR
ENCHILADA-RÉTTUR

Morgunspjallið með Indíönu Nönnu Jónsdóttur

Indíana Nanna Jónsdóttir þjálfari heldur mörgum boltum á lofti en hún opnaði nýverið glæsilega æfingastöð, GoMove Iceland, á Kársnesi í Kópavogi. Indíana hefur einnig haldið fjölda farsælla námskeiða um næringu og hannaði girnilegan matseðil fyrir H bar, nýjan heilsubar sem opnar bráðlega á Bíldshöfða 9. Við spjölluðum við Indíönu yfir ljúfum morgunbolla.

Hvernig hefurðu það í dag?

Heilt yfir bara ljómandi fínt. Tveir ungir og orkumiklir strákar, hjónaband, fjörug netnámskeið og nýopnuð æfingastöð GoMove Iceland reyna vissulega á streituþolið af og til en ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi.

Leggur þú mikið upp úr svefninum og svefnvenjum þínum? Svefninn er það síðasta sem ég gef eftir, í rauninni, vegna þess að hann er undirstaða hvers dags. Ég og Finnur maðurinn minn svæfum strákana okkar fyrir kl. 20.00 og erum svo langoftast sjálf farin í rúmið á milli kl. 22.00 og 22.30 til að hlaða batteríin vel fyrir næsta dag. Við fórum bæði markvisst að huga meira að svefninum fyrir nokkrum árum og það hættir aldrei að vera mikilvægt.

Hvaða bætiefni tekur þú á morgnana?

Ég skelli oft í mig D3 + K2 frá NOW með morgunmatnum. Svo finnst mér gott að setja steinefnafreyðitöflu frá NOW út í vatnsglasið mitt af og til.

Þú deildir áhugaverðum kaffireglum á miðlunum þínum nýverið, viltu segja okkur frá þeim?

Þær eru mjög einfaldar og hafa séð til þess að koffín hafi ekki neikvæð áhrif á svefninn minn eða valdi því að ég detti í orkuleysi seinni partinn. Ég drekk fyrsta bollann 90–120 mínútum eftir að ég vakna og ég borða undantekningarlaust morgunmat áður en ég fæ mér kaffi. Sem sagt: Aldrei kaffi á tóman maga. Ég drekk einn til tvo bolla, oftast tvo, og seinni bollann helst fyrir hádegi. Allavega ekki eftir kl. 13.00. Þetta hefur alltaf hentað mér langbest og ég þarf ekkert að rembast við að halda þessu. Síðan, ef ég er undir miklu álagi eða ef ég sef illa, þá reyni ég að sleppa kaffi alveg til að tryggja endurnærandi svefn næstu nótt. Ef

18
lífrænt

ég er of þreytt þá finn ég að kaffi gerir lítið fyrir mig; þá er betra að hvíla það og vakna ferskari daginn eftir frekar en að detta í vítahring.

Hver eru uppáhaldsmillimálin þín?

Mér finnst almennt betra að fá mér stórar máltíðir og þá kannski fjórar yfir daginn. En einfaldasta, bragðbesta og öruggasta næringin sem ég gríp oft í á hraðferð er lífrænt epli (lykilatriði að geyma það í ísskáp að mínu mati) með nóg af grófu hnetusmjöri frá MUNA eða MONKI. Oft fæ ég mér líka gríska jógúrt frá BioBúi og set þá t.d. kanil og hampfræjum frá MUNA út í. Þetta fæ ég mér oft um kaffileytið.

Sem uppskrifahönnuður H bars, hvað skiptir þig mestu máli þegar kom að því að setja saman grauta og jógúrtskálar?

Það eru nokkur atriði sem spiluðu inn í en helst var það bragð, áferð, næringargildi og fjölbreytni í samsetningu. Það kom mér í raun á óvart hversu skemmtilegt mér fannst að setja matseðilinn saman. Ég eyddi nokkrum dögum heima í eldhúsinu, hlustaði á tónlist, smakkaði hinar og þessar samsetningar og naut mín í botn.

Ekki leiðinlegir vinnudagar það og ég er virkilega ánægð með útkomuna.

Persónulegt uppáhald er hnetugranóla og svo hnetukaramella.

Eru sérstakir réttir fyrir litla fólkið á seðlinum?

Auðvitað verður að vera grautur fyrir litla fólkið. Það er hægt að fá mjög einfaldan graut og velja tvennt ofan á hann. Það er gaman að leyfa krökkunum að velja sjálfum það sem þeim þykir gott. Svo er hægt að fá mjólk, möndlumjólk eða rjóma með.

Áttu þér einhverja uppáhaldsskál af matseðlinum?

Þessa dagana vel ég mér oft 50/50 hafragraut á móti chia-graut og toppa skálina með hnetugranóla, bláberjum, eplum, hnetukaramellu, kanil og rjóma. Það er nefnilega hægt að velja nákvæmlega það sem þú vilt. En annars er „létt“jógúrt skálin mjög góð.

Hvað er framundan hjá þér á nýju ári?

Glæný og glæsileg æfingastöð GoMove Iceland opnaði á Kársnesi í Kópavogi í upphafi ársins, svo hún og vinnan þar eiga hug minn allan þessa dagana. Þar tek ég upp allar æfingarnar fyrir netnámskeiðin mín, tek á móti hópum og leik mér daginn út og inn. Það verða fjölbreytt þjálfun, vinnustofur, pop up æfingar og margt fleira skemmtilegt í boði hjá GoMove á þessu ári, bæði rafrænt og á Kársnesinu.

Hvar getur fólk fylgst með þér? Á Instagram-reikningi mínum, @indianajohanns, birti ég reglulega æfingar, fróðleik, uppskriftir og annað skemmtilegt. Bæði þar og á heimasíðu GoMove Iceland, gomove.is, er hægt að fylgjast með flestu sem ég hef upp á að bjóða.

19

Frábært á ferðinni

25% AFSLÁTTUR
Bragðgóðirorkubitar R BANGS engiferskot með eplum, sítrónu og appelsínu —— í takt við tilveruna —— veravegan.is 20% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 15% AFSLÁTTUR

Fjölbreyttar hugmyndir fyrir öll tilefni

Hjördís Dögg Grímarsdóttir, 39 ár kennari, stofnaði heimasíðuna mommur.is árið 2008 til að deila ástríðu sinni fyrir bakstri, veisluhöldum og eldamennsku. Við leituðum til Hjördísar eftir skemmtilegum hugmyndum að nesti fyrir heimilisfólkið.

Hvenær kviknaði mataráhuginn? Ætli ég hafi ekki verið 9–10 ára þegar ég tók upp á því að elda hádegisverð fyrir fjölskylduna á virkum dögum. Það var eitthvað við það að gleðja fólkið mitt þegar það kom heim úr vinnunni. Rabarbarasúpa með rjóma var í uppáhaldi en ýmsar tilraunir voru framkvæmdar í eldhúsinu á þessum tíma. Nokkrum árum síðar vorum ég og vinkona mín staðráðnar í að opna veitingastað í kofanum fyrir utan húsið mitt. Það má því segja að mataráhuginn hafi kviknað snemma.

Hvað kom til þess að þú stofnaðir mömmur.is?

Fyrst og fremst var það löngun mín til að deila góðum hugmyndum með öðrum og sýna fram á að allir geta bakað fallegar kökur. Það má segja að síðan hafi verið nokkurs konar SnapChat síns tíma þar sem öllum hugmyndum fylgdu skref-fyrirskref myndir. Það var eitthvað sem enginn var að gera á þessum tíma. Vinsældir síðunnar fóru strax fram úr björtustu vonum og það var greinilegt að fólk kunni að meta efnið. Facbook og Instagram tóku fljótlega yfirhöndina og flestir fylgjast með mömmur.is á þessum miðlum í dag. Þetta bakstursævintýri mitt hefur gefið mér ótal tækifæri og reynslu í að vinna á samfélagsmiðlum.

22
lífrænt
Hjördís Dögg Grímarsdóttir kennari er konan á bak við heimasíðuna mommur.is.

Hugmyndir fyrir nestisboxið

Brauðbollur með sólkjarnafræjum 150 ml volgt vatn 5 g þurrger

1 tsk. hunang frá MUNA

1 msk. olía

1½ tsk. salt 250 g spelt frá MUNA

Ofan á 1 egg 25 ml mjólk sólkjarnafræ frá MUNA graskersfræ frá MUNA

Setjið vatn, þurrger og hunang í skál og hrærið vel með píski. Blandið olíu og salti saman við. Bætið speltinu út í og hnoðið vel í nokkrar mínútur. Látið hefast í 40 mínútur. Mótið litlar bollur. Hrærið egg og mjólk saman til að pensla bollurnar með og sáldrið sólkjarna- og

Hver er aðaláherslan á bak við síðuna? Upphaflega var áherslan á þematengdar veitingar þar sem sykurmassafígúrukökur voru aðalstjörnurnar. Hugmyndirnar hafa þó þróast í gegnum árin og má segja að í dag sé aðaláherslan fjölbreyttar hugmyndir fyrir mismunandi tilefni. Mér finnst skemmtilegast að gera marengstertur, súkkulaðikökur, smákökur, bollakökur og brauðtertur.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? BBQ-kjúklingaréttur með hrísgrjónum.

graskersfræjum yfir. Bakið við 185°C og blástur í 15 mínútur eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn. Bollurnar eru góðar einfaldlega með smjöri og osti eða með pítusósu, grænmeti, skinku og osti.

MUNA skólakúlur 100 g MUNA haframjöl 50 g MUNA döðlur 30 g MUNA þurrkað mangó 30 g MUNA kókosmjöl 2 msk. MUNA agave-síróp 2 tsk. MUNA kókosolía

Setjið allt í matvinnsluvél þar til innihaldið er orðið að deigi sem loðir saman. Mótið litlar kúlur. Ef blandan er of þurr þarf að bæta örlítlu agave-sírópi saman við.

Fylgist með Hjördísi hér: instagram.com/mommur/mommur.is

Sunnudagskakan?

Hjónabandssæla með þeyttum rjóma klikkar ekki.

Nú eru skólarnir byrjaðir og flestir foreldrar vilja að börnin borði hollt snarl. Hver er besta leiðin til þess?

Krakkarnir elska þegar búið er að skera ávexti og grænmeti niður svo auðvelt sé að fá sér bita. Einnig er hægt að gera holla ídýfu úr sýrðum rjóma og púrrulaukssúpudufti. Mín reynsla er að ávextirnir hverfa þegar búið er að skera þá niður.

23
25% AFSLÁTTUR
HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK

Veldu Gæði

Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir og því geturðu verið viss um að fá það sem þú borgar fyrir. Til að tryggja hámarks virkni innihalda vörurnar frá NOW einungis hráefni í hæsta gæðaflokki, án óæskilegra aukaefna. Vertu viss - veldu NOW

Gæði - Hreinleiki - Virkni

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Síðan 1968 nowfoods.is
20% AFSLÁTTUR

Dagur í lífi Önnu Eiríks

Anna Eiríks, eigandi heilsuvefsins annaeiriks.is og deildarstjóri í Hreyfingu, er dugleg að blanda saman heilsueflingu, hreyfingu og gæðastundum með fólkinu sínu. Okkur lék forvitni á að vita hvernig dagur í lífi hennar liti út.

Hvað borðar þú helst í morgunmat? Ég borða oftast morgunmat nær hádegi því ég kenni klukkan 09.00. Þá fæ ég mér oft góðan hafragraut í alls konar útfærslum, gríska jógúrt sem ég toppa með einhverju góðgæti eða hollan þeyting með vanillupróteini frá NOW sem ég held mikið upp á.

Hvaða vítamín tekur þú á morgnana? Ég tek alltaf EVE með morgunverðinum, sama klukkan hvað hann er, og góðgerlana frá NOW, women’s probiotics.

Hvað borðar þú helst sem millimál yfir daginn? Um miðjan dag fæ ég mér oft ristað súrdeigsbrauð með kotasælu, lárperu og eggi en finnst líka gott að skella í smoothie eða fá mér smá gríska jógúrt með ferskum berjum.

Ertu skipulögð þegar kemur að mataræði? Undirbýrðu t.d. málsverði daginn áður? Já, ég tek mjög oft með mér nesti í vinnuna og er búin að skipuleggja kvöldverðinn nokkra daga fram í tímann en auðvitað klikkar það stundum.

Hver er draumahádegisverðurinn?

Gott ristað lárperubrauð með eggjahræru og fersku salati eða góð salatskál.

Tekurðu einhver vítamín yfir daginn?

Oftast á morgnana, já, og svo tek ég magnesíum og Omega-3 með kvöldmatnum.

Hvert er besta orkusnarlið? Heimagerðar kókoskúlur.

Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn?

Sódavatn.

Á hvaða tíma dags finnst þér best að hreyfa þig?

Hádegið er minn uppáhaldstími.

Hvaða hreyfingu stundar þú að staðaldri? Ég stunda mjög fjölbreytta hreyfingu en ég held að það sé lykillinn að ánægju og árangri í þjálfun. Ég hleyp, hjóla,

26
lífrænt

stunda styrktarþjálfun, liðleikaþjálfun og allt þar á milli.

Hvernig er klassískur kvöldmatur á þínu heimili?

Við elskum mexíkanskan mat og eldum oft fjölbreytta mexíkanska rétti, ýmist með kjúklingabringum eða nautahakki, og vel af fersku grænmeti með. Annars er það bara hefðbundinn fjölskyldumatur.

Hver er besti sukkmaturinn? Ég elska pítsur og djúsí sushi.

Hver er draumaeftirrétturinn þegar þú gerir vel við þig? Ís eða súkkulaði ... eða bæði!

Tekurðu vítamín fyrir svefninn? Ég tek svona vítamíntarnir en mér finnst best að taka vítamínin mín með morgun- og kvöldmatnum en ekki beint fyrir svefninn.

Stundarðu hugleiðslu eða annað til að staldra við í amstri dagsins og slaka á?

Ég passa vel upp á að taka rólega stund í lok hvers tíma sem ég kenni til að fá mitt fólk til að slaka á og ég slaka á með þeim. Svo fer ég alltaf í pottinn minn á kvöldin, sem er klárlega mín uppáhaldsslökunarstund, þar sem við hjónin förum yfir daginn saman.

Dásamlegar kókoskúlur

Ég elska að henda í dásamlegar kókoskúlur þegar mig langar í eitthvað smá sætt sem inniheldur engan hvítan sykur. Það tekur enga stund að útbúa þær, þær hafa aðeins sex innihaldsefni og það er æðislegt að eiga þær í ísskápnum. Börnunum finnst þær líka rosalega góðar og þau gera þær stundum sjálf.

Hráefni

3 dl saxaðar döðlur frá MUNA, lagðar í bleyti

3 dl fínir hafrar frá MUNA

2 msk. kakó

2 msk. agave-síróp frá MUNA

2 msk. fljótandi kókosolía frá MUNA Kókosmjöl frá MUNA

Aðferð

Allt sett í matvinnsluvél, kúlur mótaðar og þeim velt upp úr kókosmjöli og settar í kæli.

Njótið í botn!

Hvert er uppáhaldsdekrið?

Potturinn minn en svo elska ég að fara í spa í Hreyfingu, í nudd eða Bláa lónið.

Ertu a eða b-týpa?

Ég er alls ekki a-týpa en ekki heldur þessi týpíska b-týpa. Samt er ég klárlega meira b en a.

Te eða kaffi? Hvorugt.

Hver er rútínan fyrir svefninn?

Pottur og rólegheit: „love it“.

Hver eru markmiðin þín á nýja árinu?

Að sjá nýja vefinn minn, annaeiriks.is, sem er nýkominn í loftið, vaxa og dafna. Einnig að sinna fjölskyldu og vinum með góðum samverustundum sem innihalda skemmtilega hreyfingu, góðan mat, hlátur og gleði.

Fylgist með Önnu Eiríks hér: instagram.com/aeiriks annaeiriks.is

27
25% AFSLÁTTUR

Bláberjabollakökur í öll mál

Þessum dýrindis bollakökum má gæða sér á í öll mál enda eru þær sneyddar sykri og öðrum óþarfa. Kökurnar eru fljótlegar í undirbúningi og fallegar á borði sem sakar ekki þegar þær eru bornar fram fyrir góða gesti.

Undirbúningur: 10 mínútur Bökunartími: 25 mínútur Magn: 12 bollakökur Tilefni: Morgunverður, millimál, eftirréttur.

Hráefni: ½ bolli ósaltað smjör við stofuhita 1 bolli Good Good, Sweet Like Sugar 3 stór egg við stofuhita ½ bolli möndlumjólk 1 tsk. vanilluduft 3 bollar möndlumjöl 2 tsk. matarsódi ¼ tsk. salt ¾ bolli Good Good bláberjasulta ¾ bolli fersk bláber

Aðferð:

Stillið ofninn á 180°C. Hrærið saman smjöri og sætuefni þar til blandan verður ljós og létt. Bætið við einu eggi í einu og blandið varlega, því næst mjólk og vanillu. Setjið hveiti, matarsóda og salt út í og hrærið varlega saman. Fyllið muffinsform til hálfs og eina eina tsk. af sultu ofan á, eða eftir smekk, og síðan afganginn af deiginu. Setjið 2–3 fersk bláber ofan á hverja köku. Bakið í 20–25 mínútur eða þar til kökurnar verða gullinbrúnar.

30
lífrænt

Bragðgottnasl

31
25% AFSLÁTTUR
LÍFRÆNIR ÁVAXTAOG GRÆNMETISSAFAR • Heilnæm og nærandi innihaldsefni • Kolvetni úr lífrænum höfrum og ávöxtum • Fita úr hnetum, fræjum og olíum BRAGÐGOTT OG GEFUR MIKLA ORKU 20% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR 15% AFSLÁTTUR Gildir eingöngu af Vegan pizzunni

PRÓTEINRÍK HAFRASTYKKI

PLÖNTUPRÓTEIN GLÚTENLAUST VEGAN 20% AFSLÁTTUR
35
Bara ávextir og hnetur Hveitimjólkur- og glúteinlaust Enginn viÐbættur sykur náttúrulegt innihaldsefni 20% AFSLÁTTUR
Hrábar

Nýtt í Nettó

36
37

Galdurinn liggur í góðum hráefnum

Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, eins og hún er kölluð, er nýflutt heim frá Lúxemborg. Þar átti hún hlut í og rak heilsumatsölustaðinn Happ (happ. lu) í rúm tíu ár. Hún hefur einnig boðið upp á matreiðslunámskeið, starfað sem heilsumarkþjálfi og er þaulreynd í að elda hollan og næringarríkan mat. Hér deilir hún nokkrum góðum ráðum og girnilegum uppskriftum.

Líkamlegt og andlegt heilbrigði haldast í hendur, segir Jana. Því er nauðsynlegt að næra sig vel og hreyfa sig reglulega. „Veljið hreyfingu sem þið hafið gaman af, setjið hana inn í stundaskrá og fáið jafnvel maka, vin eða vinkonu með ykkur,“ ráðleggur hún. „Verið óhrædd við að prófa nýja hreyfingu.“

Jana mælir með því að setja markmið að bættum lífsgæðum á blað. „Mér finnst mjög gott að skrifa niður nokkra punkta og bæta þeim smátt og smátt inn í rútínuna og gera þá þannig að vana, t.d. að auka vatnsdrykkju, borða meira af grænmeti og ávöxtum, taka inn bætiefni, elda með fjölskyldunni ákveðið oft í viku, prófa nýjar uppskriftir og fleira.“

Árangursríkasta leiðin að bættu mataræði til langs tíma, að mati Jönu, er að elda sem oftast heima og með góðu hráefni, borða hægt og njóta matarins. Einnig þarf að gæta þess að máltíðin sé vel samsett af fjölbreyttum fæðutegundum, nota mikið grænmeti, hreint og gott prótein, góða fitu og trefjar. „Þá tryggir þú að máltíðin standi með þér í fleiri tíma og þú ættir ekki að þurfa mikið nasl á milli máltíða.“

Jana býður upp á matreiðslunámskeið. „Ég fer í heimahús og á vinnustaði þar sem ég undirbý alls konar smárétti,

sósur, húmmus, brauð, súpur og fleira eftir því hvað er ákveðið fyrirfram. Hvert námskeið tekur um 2,5–3 klukkustundir. Ég kem með allar græjur og hráefni og undirbý ýmist fyrir framan þátttakendur eða þeir taka þátt í undirbúningnum með mér. Svo endar námskeiðið á að við borðum saman og spjöllum.“

Flauelsmjúk súpa með grilluðum paprikum og sætum kartöflum

• 2 msk. ólífuolía

• 1 meðalstór laukur, skorinn í bita

• 2 stórar sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í teninga

• 2 rauðar paprikur, kjarnhreinsaðar og skornar í bita

• 3 hvítlauksrif, afhýdd

• 4 bollar grænmetissoð

• 2 fernur maukaðir tómatar med óreganó og basilíku (390 ml frá Änglamark)

• 1 ferna kókosmjólk (330 ml frá Änglamark)

• 1–2 tsk. reykt paprikukrydd

• Safi úr ½ sítrónu

• ¼ tsk. þurrkaður chili-pipar, eða eftir smekk

• Salt og pipar

Grillið grænmetið, laukinn, sætu kartöflurnar, papriku og hvítlauk með ólífuolíu, salti, pipar og chili, í 180°C heitum ofni í 25–35 mín., eða þar til allt er orðið mjúkt og gullið. Setjið grænmetið í blandara með grænmetissoði og maukuðum tómötum og maukið. Setjið í pott, bætið reyktri papriku,

38
hollusta

sítrónusafa og kókosmjólk út í. Látið suðuna koma upp og látið malla í 10–15 mín.

Smakkið til og bætið e.t.v. við salti, pipar og chili. Hellið kókósmjólk út í og stráið kókosflögum og svörtum pipar yfir í lokin.

Dásamlegar og auðveldar döðlur

• 10 steinlausar döðlur (frá Änglamark)

• U.þ.b. 10 tsk. hnetusmjör eða möndlusmjör

• 75 g dökkt súkkulaði (frá Änglamark)

• Svolítill kanill og sjávarsalt í flögum

Setjið tæplega teskeið af hnetu- eða möndlusmjöri inn í hverja döðlu. Skerið súkkulaðið í bita og stingið í hnetueða möndlusmjörið. Stráið kanil og sjávarsalti yfir. Kælið í 15 mín. og njótið.

Svart kínóasalat með apríkósum, graskersfræjum og pistasíuhnetum

• 1 bolli svart kínóa (frá Änglamark)

• 2 bollar vatn

• 1 msk. grænmetiskraftur

• ½ bolli þurrkaðar apríkósur, skornar í 4 bita

• ½ bolli graskersfræ (frá Änglamark)

• ½ bolli pistasíur

• ½ bolli þurrkuð trönuber

• 20 g ferskt kóríander, saxað

• Nokkur mintublöð, söxuð

Dressing:

• ¼ bolli góð ólífuolía

• Safi úr ½ sítrónu

• 1 msk. sinnep

• ½ msk. hlynsíróp (frá Änglamark)

• 1½ tsk. Baharat Líbanon (frá Kryddhúsinu)

• Salt, pipar og chili-flögur

Allt sett í krukku og hrist saman.

Sjóðið kínóa í vatni (helmingi meira vatn en kínóa), setjið gænmetiskraft út í og hrærið. Bíðið eftir að suðan komi upp. Lækkið hitann, fylgist með og hrærið einstaka sinnum. Þegar vatnið hefur gufað upp er kínóað tilbúið. Setjið í stóra skál ásamt öðru hráefni, hellið dressingu yfir og blandið. Þetta er frábært sem meðlæti með öllum mat eða eitt og sér og þá er gott að setja kjúklingabaunir út í. Salatið verður enn betra daginn eftir og hentar vel í nesti.

Zatar-grillað grasker með jógúrtsósu og grilluðum kasjúhnetum

• 1 grasker (butternut squash)

• 3 msk. ólífuolía

• 1 msk. zatar (kryddblanda)

• Salt, pipar og chili flögur

• 1/3 bolli granateplafræ

• 1/3 bolli döðlur, skornar í litla bita (frá Änglamark)

• 10 g fersk steinselja, söxuð

• 10 g ferskt kóríander, saxað

Skerið graskerið í teninga (ég hef hýðið á en þvæ það vel og fræhreinsa). Penslið með olíu, kryddið og grillið í 200°C heitum ofni í u.þ.b. 20–25 mín.

Grillaðar kasjúhnetur með nigella-fræjum og karrí

• ½ bolli kasjúhnetur (frá Änglamark)

• ½ msk. ólífuolía

• 1 tsk. karrí

• 1 tsk. nigella-fræ

Setjið allt í skál og hrærið. Setjið síðan í 180°C heitan ofn í u.þ.b. 5 mín. (passið að hneturnar brenni ekki). Það er frábært að gera stærri skammt og eiga út á salöt.

Jógúrtsósa

• ½ bolli grísk jógúrt

• 1 lítið hvítlauksrif

• 2 tsk. zatar-kryddblanda

• 1 tsk. hlynsíróp (frá Änglamark)

• Safi úr ½ sítrónu

• Salt og pipar

Allt sett í skál og hrært saman.

Setjið graskerið í fallega skál, hellið svolítilli jógúrtsósu yfir og stráið síðan kasjúhnetunum, granateplafræjunum, döðlum og kryddjurtunum yfir. Frábært eitt og sér eða sem meðlæti með flestum mat.

Detox gulróta- og rauðrófusalat

• 4 litlar rauðrófur, flysjaðar og rifnar

• 5 gulrætur, flysjaðar, toppurinn skorinn af og rifnar (ég nota alltaf matvinnsluvél)

• 4 msk. ólífuolía

• Safi úr ½ sítrónu

• ½ msk. Miðausturlönd, kryddblanda frá Kryddhúsinu

• Smá salt og pipar

• Ferskt kóríander, saxað

• 2 msk. ristuð sesamfræ

• 2 msk. ristaðar kókosflögur

Setjið öll hráefnin nema kóríander, sesamfræ og kókosflögur í skál og blandið vel. Stráið síðan hinum hráefnunum yfir og njótið.

Jana er með nýja heimasíðu í smíðum en einnig er hægt að fylgjast með henni á Instagram: instagram.com/janast

Jana verður gestakokkur á Satt Restaurant næstu viku.

39
20% AFSLÁTTUR

Fyrir þig... alltaf

Veldu þínar heilsuvörur vandlega. Vörurnar frá NOW innihalda einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja þér vörur sem virka.

Síðan 1968
Gæði - Hreinleiki - Virkni
nowfoods.is 20% AFSLÁTTUR
Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Melatónín getur hjálpað með svefninn

Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ástríðukokkur og athafnakona, segir frá reynslu sinni af melatóníni frá Gula miðanum.

Melatónín er hormón sem líkaminn myndar í heilaköngli. Áhrif þess eykst þegar dimmt er orðið og nær hámarki um miðja nótt og minnkar svo þegar birta tekur. Þannig tekur melatónín þátt í að stilla okkar eðlislægu klukku sem veldur því að okkur syfjar á kvöldin og við erum vakandi á daginn.

Ég hef í grunninn ávallt sofið vel en með hækkandi aldri hef ég átt erfiðara með að sofna. Ég varð sérstaklega vör við þetta um fertugt en það er einmitt mjög algengt að fólk upplifi svefntruflanir á því aldursskeiði þegar melatónínframleiðslan minnkar.

Ég hafði átt ófáar næturnar þar sem ég lá andvaka og náði ekki að festa svefn þrátt fyrir að hafa prófað ýmislegt. Sumar nætur svaf ég vel en stundum kom það fyrir nokkur kvöld í röð að ég náði hreinlega ekki að sofa neitt alla nóttina.

Það sleppur kannski fyrir horn að svefninn skerðist einstaka kvöld en til lengri tíma gengur það bara alls ekki og hætta er á að það skapist ákveðinn vítahringur. Ég var farin að kvíða því að ná ekki að sofa og hafði áhyggjur af því hvernig morgundagurinn yrði eftir svefnlitla nótt.

Þarna hefur melatónín frá Gula miðanum reynst mér vel en það bætir svefngæði, styttir biðtíma eftir svefni og hamlar því að fólk vakni oft á nóttu. Inntaka melatóníns fyrir svefn hefur hjálpað mér að festa svefn fyrr og vinda ofan af vítahringnum.

hollusta

NÝTT

MELATÓNÍN

frá Gula miðanum

Melatónín á þátt í að stilla líkamsklukkuna og styður við góða slökun og hvíld. Töflurnar eru vegan.

Melatónín frá Gula miðanum fæst í helstu apótekum og heilsvöruverslunum.

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

gæði á góðu verði

43
30% APPSLÁTTUR 30. JAN. APPTILBOÐ

Yogi tea

– Heilandi klassík í mörgum útgáfum

Ég elska Yogi Tea. Það er fastur liður í mínum innkaupum. Ég á alltaf nokkrar mismunandi tegundir heima og heilan helling í stúdíóinu mínu, Rvk Ritual. Klassíska blandan er jafn heilög okkur jógunum eins og kaffi flestöllum Íslendingum og verður alltaf að vera til.

Með þeirri blöndu hófst ævintýri Yogi Tea fyrirtækisins en hún byggir á ayurveda, systurfræðum jógafræðanna. Klassíska blandan veitir manni orku en róar jafnframt taugakerfið. Hún hefur hreinsandi áhrif á lifrina, er góð fyrir húðina og svo margt annað. Best finnst mér að bæta smá hlynsírópi eða hunangi út í ásamt og heimagerðri möndlumjólk.

Fyrir mér er það heilnæm athöfn í hvert skipti sem ég helli mér upp á Yogi Tea bolla. Ég reyni að gera eins mikið úr henni og ég hef tök á. Lítil augnablik sem þessi eru mikilvæg áminning til okkar um að reyna að slaka aðeins meira á, muna hver við erum og hvert við erum að fara – því það á til að gleymast í erli hversdagsins.

Að laga sér góðan tebolla er um leið dásamleg æfing í núvitund, sama hvaða te þú drekkur. Þá gefst stund til að anda djúpt og hægja aðeins á sér, vera í núinu, anda að sér keim kryddanna og ylja sér smá. Á hverjum pakka er jógaæfing og með hverjum tepoka fylgja falleg skilaboð sem dýpka núvitund testundarinnar enn frekar.

Klassíska Yogi Tea blandan hefur farið með mér í gegnum svo margt í lífinu að ilmurinn og bragðið bjóða upp á minningar frá öllum heimshornum með alls kyns fólki sem ég kynntist þegar ég lærði jóga. Þá yljar bollinn ekki einungis kroppnum heldur líka hjartanu.

Svo eru til margar aðrar góðar blöndur frá Yogi Tea sem gott er að grípa í, sérstaklega núna yfir vetrartímann þegar allir liggja í flensu og sleni. Blöndurnar eru allar sérblandaðar eftir ayurveda-fræðunum og eru allar lífrænar og fallegar. Throat Comfort, engiferblandan eða kamillute henta vel þegar eitthvað bjátar á.

Munið að gefa börnunum ykkar te líka. Það er gott fyrir alla að venja sig á það sem fyrst að drekka heitt vatn með heilandi mætti jurta, því það er svo heilsubætandi.

44
lífrænt

LÍFRÆN ILMANDI YOGI TE ENDURNÆRA OG HLÝJA

100% lífræn innihaldsefni

Yogi hefur uppá að bjóða nýstárlegar blöndur af minnst 10 mismunandi lífrænum innihaldsefnum í hverri blöndu

Yogi te er sagt vera meira en bara te, það er heildræn upplifun sem snertir líkama, huga og anda Njótið vel

45
25% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR
47 Unnið úr kjúklingabaunum, grænum baunum, maísbaunum og linsubaunum PRÓTEIN- & TREFJARÍKT GRÆNMETISSNAKK 20% AFSLÁTTUR
LÍFRÆNT POPP *gildir eingöngu um Sailors Sea Salt 20% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR

Ég æfi verkjalaus

Henning Jónasson, yfirþjálfari og einn eigenda líkamsræktarstöðvarinnar Afreks, segir Gula miðann vera frábært fæðubótarefni fyrir fólk sem vill hreyfa sig oft og mikið.

Fyrir mér er Guli miðinn tákn um gæði og vörurnar hafa auðvitað fylgt manni að einhverju leyti frá því í barnæsku. Ég held að allir sem búa hér á landi þekki til merkisins og líklega hafa flestir notað vörur Gula miðans á einhverjum tímapunkti. Eðlilega, þar sem vörulínan er breið og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sjálfur tek ég daglega inn Liðaktín Forte og Kalk+Sink+ Magnesium en þessi blanda hefur gert mér kleift að æfa flesta daga vikunnar undir frekar miklu álagi. Hnén mín fengu aðeins að finna fyrir því eftir mörg ár í fótbolta en í dag æfi ég verkjalaus og er það að miklu leiti vörum Gula miðans að þakka.

Endurheimt er betri – en þar mæli ég heilshugar með Kalk+Sink+Magnesium blöndunni – og svo tek ég alltaf MúltíVít til að styðja við ónæmiskerfið og halda mér hraustum.

Nú er rúmlega ár síðan ég opnaði líkamsræktarstöðina Afrek í Skógarhlíð ásamt góðum vinum. Til að sinna þjálfun og æfingum af þeim krafti sem ég vil þarf rétta blöndu af góðu mataræði, svefni og svo auðvitað gæðafæðubótarefni sem ég hef fundið í vörum Gula miðans.

50
hollusta

Guli miðinn VÍTAMÍN

Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar.

SÉRÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Sérhönnuð vítamín fyrir okkur sem búum á norðlægum slóðum

STRANGAR GÆÐAKRÖFUR

Alþjóðleg GMP gæðavottun, framleitt í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt ströngustu gæðakröfum  gulimidinn.is

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

ÁN ÓÆSKILEGRA

AUKAEFNA

Eins og litarefna og sætuefnanna aspartam og súkralósa

ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR

Allar umbúðirnar mega fara í endurvinnslu

VARÐVEITUM GÆÐIN

Brúna glerglasið varðveitir gæði vítamínsins og ver það fyrir fyrir sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum

gæði á góðu verði

51
30% APPSLÁTTUR
JAN. APPTILBOÐ
30.
52 Vinsælt og bragðgott freyðivítamín Fyrir almenna vellíðan! 20% AFSLÁTTUR

NÝTT!

Whole earth hnetusmjörið er komið í skvísu!

Auðveld leið til að setja ljúffengt og próteinríkt hnetusmjör í skálar, grauta, kökur eða hvað sem er.

MARGVERÐLAUNAÐ, LJÚFFENGT OG PRÓTEINRÍKT HNETUSMJÖR.
100% hnetur. 100% endurunnar umbúðir. 20% AFSLÁTTUR

Bætum ónæmiskerfið í flensutíð með Gula miðanum

Rakel Sigurðardóttir rekur Rakel Healthy Living í Lúxemborg þar sem hún starfar við næringar- og heilsuráðgjöf og kennir pilates ásamt hugleiðslu.

Ónæmiskerfi mannsins samanstendur af ýmsum líffærum, frumum og ferlum sem verja líkamann gegn sýkingum og sjúkdómum af ýmsu tagi. Annars vegar býr líkami okkar yfir meðfæddu ónæmiskerfi (ósérhæft) sem ber m.a. með sér erfðaefni foreldra okkar og gefur til kynna meiri eða minni líkur á að við þróum með okkur ákveðna sjúkdóma. Hins vegar býr líkami okkar yfir áunnu ónæmiskerfi (sérhæft) sem við höfum áhrif á. Við getum eflt það eða veikt með lífsstíl okkar, svefnvenjum, fæðuvali, hreyfingu o.s.frv. Líkami okkar býr yfir ákveðnum þörfum til að uppfylla mismunandi kröfur líkamskerfa. Hann getur fullnægt þeim sjálfur upp að vissu marki en við getum hjálpað til með réttri fæðu og hreyfingu.

Á síðustu árum hefur rannsóknum fleygt fram á sviði næringarfræðinnar. Áhrif hinna mismunandi vítamína, steinefna og annarra bætiefna hafa verið skoðuð í samhengi við heilsu mannsins og með hvaða hætti þau geta haft áhrif á kerfi líkamans. Áhugavert er að fylgjast með þróun og niðurstöðum þessara rannsókna og nota þær sem ákveðið leiðarljós í að efla lífsgæði okkar og styrkja góða heilsuhegðun.

D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og finnst í tveimur formum, D2 og D3. D2 kemur úr plöntuafurðum, t.d. sveppum, og fæðu með viðbættu D-vítamíni eins og mjólk og morgunkorni. D3 kemur aðallega úr dýraafurðum eins og feitum fiski, lifur, eggjarauðu og fiskiolíu. D-vítamín styður við eðlilega steinefnaþéttni í beinum og tönnum og virðist einnig vera nauðsynlegt eðlilegri frumuþróun og til að styðja við ónæmiskerfið. Faraldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að D-vítamín spili stórt hlutverk í vörnum gegn sjálfsónæmissjúkdómum, sýkingum, krabbameinum o.s.frv. Þar sem inntaka á D-vítamíni í gegnum fæðu og geisla sólar virðist ekki uppfylla ráðlagðan dagskammt er skynsamlegt að taka reglulega inn D-vítamín í gegnum bætiefni.

Omega-3 fitusýrur eru fjölómettaðar fitusýrur sem finnast í þara og sjávarafurðum ásamt hnetum og fræjum eins

og hörfræjum, chia-fræjum og valhnetum. Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar þar sem líkaminn getur ekki framleitt þær sjálfur. Þessar fitusýrur þjóna ýmsum tilgangi en mannsheilinn notar Omega-3 til uppbyggingar og viðhalds heila- og taugafrumna. Þær efla minni og auka getu til að læra nýja hluti. Omega-3 fitusýrur styrkja einnig ónæmiskerfi okkar, bæði meðfætt og áunnið. Þær efla samskipti milli ónæmisfrumna og draga úr bólgumyndunum með beinum og óbeinum hætti. Omega-3 sýrur virðast einnig geta örvað eða eflt virkan bata þegar bólgumyndun hefur þegar átt sér stað án þess þó að draga úr bólgusvari.

Góðgerlar efla meltingarstarfsemi með því að aðstoða við heilbrigða meltingu, vernda okkur fyrir bakteríum og efla heilbrigða þarmaflóru í ristli. Þeir virðast styðja bæði við meðfætt og áunnið ónæmiskerfi og hjálpa til við forvarnir og meðferðir ýmissa pesta og sjúkdóma.

Fæða sem inniheldur góðgerla er m.a. gerjuð fæða eins og súrkál, kefir-mjólkurdrykkur og grísk jógúrt. Það getur reynst vandasamt að fá góðgerla einungis úr fæðu og skynsamlegt að taka þá inn með bætiefnum. Fæða eins og bananar, aspas, laukur, hvítlaukur, ætiþistill, bygg, hafrar og hörfræ innihalda trefjar sem efla enn frekar heilbrigða þarmaflóru í ristli.

Inntaka á bætiefnum kemur ekki í staðinn fyrir heilbrigðan lífsstíl. Nægur svefn, dagleg hreyfing, jafnvægi í næringu ásamt eflingu á félagslegri heilsu og viðhaldi á streitustjórnun ættu að vera í forgangi til að upplifa vellíðan í daglegu lífi. Bætiefni geta stutt við heilsu okkar með mismunandi hætti og er skynsamlegt að leita sér ráðgjafar þegar við hugum að heilsufarslegum breytingum.

Guli miðinn framleiðir bætiefni sérstaklega með þarfir fólks á norðlægum slóðum í huga. Vörulínan er framleidd án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis rotvarnarefna, uppfylliefna eða bragðefna. Vörurnar eru í brúnum glerglösum sem varðveita gæði og verja innihaldið fyrir sólarljósi. Umhverfisvitund spilar inn í val á umbúðum en þær eru endurvinnanlegar. Vörurnar eru GMP-vottaðar en GMP stendur fyrir góða framleiðsluhætti og er ákveðinn gæðastimpill fyrir vörumerki í matvælaiðnaði.

Á gulimidinn.is er einnig að finna fræðslugreinar um vörur Gula miðans.

54 hollusta

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ

Rannsóknir á D-vítamíni hafa sýnt fram á að fólk á norðlægum slóðum þarfnast þess á veturna vegna þess hve stuttrar dagsbirtu nýtur við. Þessi litla birta nægir ekki til að byggja upp forða D3-vítamíns í líkamanum. Því er inntaka D-vítamíns nauðsynleg öllum sem búa á Íslandi. D3-vítamínið með Gula miðanum er 2000 ae eða 50 µg, en það telja margir að sé nauðsynlegur skammtur fyrir fullorðinn einstakling hér á norðurslóðum. D-vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna, eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi.

C-1000 vítamín getur dregið úr þreytu og orkuleysi og styrkt eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins. C-vítamín er mikilvægt hráefni við myndun kollagens.

55
30% APPSLÁTTUR
APPTILBOÐ
30. JAN.
56 Það eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins! ÞARMAFLÓRAN ER LYKILLINN AÐ HEILSUNNI PROBI ® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum. ÞESSI Í GRÆNA KASSANUM Til þess að viðhalda heilbrigðri flóru er mikilvægt að tileinka sér hollt og gott mataræði ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla í formi bætiefna. PROBI MAGE PROBI MAGE Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign. 30% APPSLÁTTUR 4. FEB. APPTILBOÐ

Efla meltingu og frásog næringarefna

Að þurfa ekki að hafa áhyggjur af magaónoti breytir lífinu til hins betra. Eftir að ég fór að taka inn Digest Gold minnkaði uppþemba og magaverkir eftir að hafa borðað ákveðnar fæðutegundir. Harpa Lind Þrastardóttir Lögreglukona

57 ®
MELTU BETUR!
Mest seldu meltingarensímin í Bandaríkjunum Brýtur niður prótein, kolvetni, fitu og trefjar
Kemur
100% náttúruleg og vegan “ 20% AFSLÁTTUR
í veg fyrir uppþembu og meltingarónot Vinnur á mismunandi pH- gildum í líkamanum
25% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR
15% AFSLÁTTUR

Guli miðinn FJÖLVÍTAMÍN

ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Sérhönnuð vítamín fyrir okkur sem búum á norðlægum slóðum

STRANGAR GÆÐAKRÖFUR

Alþjóðleg GMP gæðavottun, framleitt í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt

ÁN ÓÆSKILEGRA

AUKAEFNA

Eins og litarefna og sætuefnanna aspartam og súkralósa

ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR

Allar umbúðirnar mega fara í endurvinnslu

VARÐVEITUM GÆÐIN

Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar. gulimidinn.is

Brúna glerglasið varðveitir gæði vítamínsins og ver það fyrir fyrir sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum

60

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

gæði á góðu verði

61
30% APPSLÁTTUR 30. JAN. APPTILBOÐ

er mismunandi eftir stærð verslana.

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

40% APPSLÁTTUR 5. FEB. APPTILBOÐ
Æfðu þig heima 25% AFSLÁTTUR
Úrvalið

From the producer of Framleitt af

Náttúrulegar og heilsusamlegar vörur sem henta í matargerð og bakstur. 10% AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR
65 20% AFSLÁTTUR

Nærandi heilsudrykkir

Það reynist mörgum þung skref að stíga yfir í hollara mataræði á þessum tíma árs eða koma fyrir nauðsynlegum bætiefnum í fæðuna. Ásdís grasalæknir deilir hér nokkrum töfrandi drykkjum með okkur sem eru stútfullur af góðri næringu. Drykkina má nýta sem máltíð, millimál eða eftir góða æfingu.

Súkkulaði og hnetusmjörs drykkur

Þegar kemur að hollum og góðum heilsudrykkjum fyrir þá sem eru á lágkolvetnamataræði eru fáir drykkir sem standast þessum snúning. Þessi súkkulaði og hnetusmjörs drykkur, úr heilsudrykkja bæklingi Ásdísar og NOW, er einstaklega góður á bragðið og inniheldur plöntuprótein og hollar fitur.

Sem dæmi má nefna MCT olíuna en hún meltist hraðar en aðrar fitur og nýtist líkamanum hratt og vel sem skjót orka. MCT olían gefur einnig góða seddutilfinningu.

Innihald:

1 bolli möndlumjólk, sykurlaus frá Isola

1 skeið Plant Protein Complex súkkulaði mokka frá NOW

2 msk hnetusmjör frá MUNA

1 msk kakóduft frá MUNA

1 msk hampfræ frá Himneskri Hollustu

1 tsk MCT olía vanillu heslihnetu frá NOW

1 hnefi ísmolar

Nú er bara að skella öllum innihaldsefnunum í blandarann og njóta.

66
hollusta

Gylltur túrmerik drykkur

Gyllti túrmerik drykkurinn úr heilsudrykkja bæklingi Ásdísar Grasa er einstaklega góður til að vinna á bólgum í líkamanum og stuðla að góðri meltingu. Hinar kröftugu jurtir, túrmerik og engifer, einkenna drykkinn en bólgueyðandi eiginleikar þeirra fyrir líkamann eru vel þekktir.

Innihald:

2 skeiðar Plant protein complex vanilla frá Now

2 hylki af curcufresh frá NOW (opna hylkin og setja duftið í drykkinn)

1 tsk af MCT olíu.

2 msk hörfræ frá Himnesk Hollusta

1 1/3 b möndlumjólk frá Isola

1 tsk engifer duft

½ tsk kanill

4-5 stk ísmolar

Öllu skellt í blandarann og djúsað þar til orðið gyllt og slétt.

Rocket Fuel Latte

Ertu kaffi eða te megin í lífinu? Það skiptir í raun engu máli, því hægt er að nota annaðhvort kaffi eða te í Rocket Fuel Latte drykkinn. Rocket Fuel Latte er jafnframt kvenútgáfan af Bulletproof drykknum fræga, en Ásdís bætir hér við smávegis af próteini til móts við fituna og koffínið til að halda hormónakerfinu í betra jafnvægi. Þessi drykkur er tilvalinn í morgunsárið, sneisafullur af hollri fitu og próteini og sérlega bragðgóður.

Fylgjast má með Ádísi hér: www.instagram.com/asdisgrasa/

Innihald:

1 bolli heitt kaffi eða chai lakkrís te 1 msk MCT oil vanilla/hazelnut frá Now 1 msk kakósmjör eða íslenskt smjör 1 msk hampfræ frá MUNA

1 msk Collagen peptides frá Now 2-3 dropar English Toffee stevia frá Now

Blandið öllu í blandara (nema kollageni) í ca 1 mínútu á hæsta hraða. Bætið kollagen dufti út í á síðustu 10 sek. Þið getið notað 1 msk af kókosolíu í stað MCT olíu ef viljið eða kakósmjör.

67
68 EKTA LAKKRÍS síðan 1927 aðeins náttúruleg hráefni hægbakaður og sérlega mjúkur hreinn lúxus lakkrís 20% AFSLÁTTUR
25% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR

heilsu

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

Ragnhildur Sigurðardóttir PGA

golfkennari

Ég hef notað Smoother SKIN & HAIR frá því í vor eftir að ég frétti af góðum árangri frá vinkonu minni af vörunni. Hárið er orðið mjúkt og meðfærilegt og ný hár að stinga upp kollinum hér og þar um kollinn minn.

Ég get því sannarlega mælt með vörunni, Smoother SKIN & HAIR frá Eylíf.

Árni Pétur Aðalsteinsson

Það er ótrúlegt að finna hvað þessi Active JOINTS hefur gert mikið fyrir mig. Nánast öll óþægindi eru farin í hnénu og ég er með vellíðunar tilfinningu innra með mér sem ég hef ekki fundið fyrir lengi. Ég er sannfærður um að Active JOINTS er að gera mikið gagn fyrir mig.

Ég mæli svo sannarlega með Active JOINTS frá Eylíf

www.eylif.is

MEIRI
Í LÍFIÐ! 25% AFSLÁTTUR
HAMINGJU
Íslensk gæðahráefni fyrir þína
www.eylif.is
30% APPSLÁTTUR
APPTILBOÐ
3. FEB.

Dagurinn byrjar alltaf vel með OTA hafragrjónum

20% AFSLÁTTUR
72 Bragðgóðir gosdrykkir! LÍFRÆNIR KRAFTAR TIL MATARGERÐAR Lífrænt og svalandi! Kallo kraftar eru lífrænir, glútenlausir og án MSG og gervi, litar-, bragð- og rotvarnarefna. 20% AFSLÁTTUR
SÚKKULAÐIHÚÐAÐAR, STÖKKAR OG BRAKANDI GÓÐAR PRÓTEIN KÚLUR �26%� 25% AFSLÁTTUR Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign. 50% APPSLÁTTUR 27. JAN. APPTILBOÐ
Dásamlega bragðgóð og glútenfrí brauð, pítsubotnar og vefjur. 25% AFSLÁTTUR
Heilsustykki Ný kynslóð af hollu snarli sem byggir á náttúrulegum hráefnum Fullkomið millimál 25% AFSLÁTTUR

Útivera er okkar helsta áhugamál

Mari Jaersk, utanvegahlaupari, og Njörður Lúðvíksson, fyrrverandi landsliðsmaður í badminton, njóta þess að hreyfa sig saman og hvetja fólk til að gera hreyfingu að lífsstíl.

Mari Jaersk, utanvegahlaupari, og Njörður Lúðvíksson, verkefnastjóri hjá Össuri, kynntust í gegnum sameiginlega vini á Tenerife. „Þetta var algjör skyndiákvörðun hjá okkur báðum. Njörður fór í golfferð með strákunum og ég með mínum vinum í hlaupaferð,“ segir Mari. „Við heilluðumst af hvort öðru við fyrstu kynni á skemmtilegu kvöldi á Íslendingastaðnum Smoke Bros.“ Njörður – einnig kallaður Silfurrefurinn – segir að „óheft og dólgsleg framkoma“ Mari hafi kveikt í honum og í lok ferðarinnar safnaði hann hugrekki til að taka af skarið.

Brjáluð í badminton

Hlaupaferill Mari hefur farið á flug síðustu ár. Njörður á einnig glæstan íþróttaferil að baki en hann keppti með landsliðinu í badminton. Á sínum yngri árum stundaði hann fleiri íþróttir og spilaði fótbolta með Þrótti en ákvað síðan að leggja badminton fyrir sig. „Metnaðarfullt starf, reglulegar utanlandsferðir og ómetanleg vinátta utðu til þess að badminton varð fyrir valinu frá 18 ára aldri,“ segir hann. „Unglingalandsliðsferillinn byrjaði þegar ég var 15, 16 ára, og í framhaldi fór ég í A-landsliðið 19 ára.“ Hann keppti fyrir Ísland í um tíu ár og fór í ótal keppnisferðir til Evrópu. „Ég náði aldrei að vinna Íslandsmeistaratitil en lenti 17 sinnum í öðru sæti og var það upphafið að viðurnefninu Silfurrefurinn.“ Í dag stundar Njörður fjöbreyttari hreyfingu, fer í ræktina, spilar golf – og líka badminton.

Þegar Mari kynntist Nirði vaknaði áhugi hennar á badminton. „Salóme vinkona mín á líka kærasta sem stundar badminton, þannig að við urðum strax æstar í að fá að spila. Eftir fyrsta kvöldið þegar við vorum búin að spila í þrjá tíma og vorum rekin úr húsi vegna lokunar, var ekki aftur snúið. Við vorum þar þrjú kvöld í röð og gerðum út af við strákana! Síðan þá hefur Njörður ekki boðið mér aftur með!“ segir Mari. „Þar sem Salóme er í námi í Danmörku, ákváðum við að skipuleggja badminton æfingabúðir. Strákunum var boðið með, með því skilyrði að spila við okkur!“ Mari hefur reynt að fá Njörð með sér út að hlaupa. „Eins og staðan er núna þorir hann ekki og ég hef engan áhuga á hinu langdregna golfi. En við eigum bæði fjallaskíði og stefnum að því að stunda þá íþrótt saman.“

Mari og Njörður eiga fleiri sameiginleg áhugamál; þau njóta þess að hlusta á góða tónlist og spila skemmtileg spil. „Útivera er okkar helsta áhugamál,“ bæta þau við.

76 uppbygging

Geggjaður matur á fyrsta deiti

„Við mættum bæta okkur í eldhúsinu,“ segir Njörður, aðspurður hvort þau Mari eldi saman. „En mér finnst það óþarfi þar sem það er alltaf nóg að gera hjá okkur og eldamennskan tímafrek. Ég vil frekar að vera úti að leika og æfa en að hanga í eldhúsinu,“ skýtur Mari inn í. „En hann má alltaf elda fyrir mig ef honum leiðist sem gerist þó sjaldan. Hann eldaði handa mér geggjaðan mat á fyrsta deiti – nætursaltaðan þorskhnakka með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu – og sagðist hafa undirbúið hann í tvo daga.“

Hvað myndu Mari og Njörður ráðleggja þeim sem vilja bæta heilsuna á nýju ári? „Við erum sammála því að fólk ætti frekar að gera hreyfingu að lífsstíl í staðinn fyrir að vera í eilífum átökum. Það ætti að finna sér íþrótt sem það hefur gaman af, einblína á vellíðan og aukna orku sem hreyfingin leiðir af sér í staðinn fyrir að hugsa um þyngdina og aukakílóin. Einnig teljum við fjölbreytt mataræði koma manni alla leið.“ Mari og Njörður ætla að vera dugleg að fara saman á fjallaskíði og gönguskíði í vetur en Mari skíðar mikið til að undirbúa sig fyrir næstu Bakyard Ultra hlaupakeppni í Þýskalandi í maí. Njörður flytur tímabundið til Edinborgar vegna vinnunnar og Mari er þegar farin að skipuleggja heimsókn þangað. „Svo er margt fleira skemmtilegt framundan sem er ekki ennþá komið á dagskrá,“ segir hún sposk að lokum.

Þau segja uppáhaldsheilsuvörurnar úr Nettó vera: Próteinsnakk frá Näno, Eldstafi frá Goða, bláber, epli, og alls kyns vítamín. Hreyfing og fleira skemmtilegt
15% AFSLÁTTUR
Njörður kveikti áhuga Mari á badminton.
ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR 20% AFSLÁTTUR TAÐ 20% AFSLÁTTUR
Hollusta á ferðinni NÝTT hollari bitar! 25% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR

uppbygging

Ólympíuleikarnir eru toppurinn

Afreksparið Anton Sveinn McKee, sundmaður, og Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona, æfa af kappi – enda er markmiðið að vinna til verðlauna á stórmóti. Við spjölluðum við þau um áskoranir, afrek og mataræði.

Anton Sveinn McKee og Guðlaug Edda Hannesdóttir eiga bæði árangursríkt ár að baki í sínum íþróttum. En hvað stendur upp úr? „Án efa að keppa í úrslitum og enda í 6. sæti á heimsmeistaramótinu í 50 m laug í Búdapest,“ segir Anton. „Ég endaði 2021 á mjög erfiðum stað og þurfti að byggja mig upp yfir marga mánuði til að komast í mitt besta form aftur,“ bætir hann við en Anton missti föður sinn í lok árs 2020. „Þetta var erfitt tímabil en ég er stoltur af að hafa barist í gegnum það og tvíbætt svo Íslandsmetið mitt og endað sjötti í heiminum.“ Anton hlaut tilnefningu sem Íþróttamaður ársins 2022. „Það er fátt sem er stærri heiður.“

Guðlaug lítur einnig stolt um öxl. „Það sem stendur upp úr hjá mér var að keppa í stærstu þríþrautarseríu í heimi, heimsmeistaraseríunni, og klára síðustu keppnina númer 35. Minn besti árangur í stakri keppni í heimsmeistaraseríunni var númer 25. Ég keppti einnig í Evrópubikarskeppnum og heimsbikarskeppnum með mjög góðum árangri og endaði í topp 16.“

Næstu markmið og Ólympíudraumar

Anton hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og stefnir á úrslit í París 2024. „Ólympíuleikarnir eru toppurinn, í öllu. Þetta er alltaf jafn mögnuð upplifun og ástæðan fyrir því að ég er ennþá að æfa í dag. Mig langar að keppa í úrslitum á Ólympíuleikum.“ Hann ætlar sér líka stóra hluti á næsta ári. „Mig langar á pall á stórmóti. Einnig eru minni markmið eins og að keppa oftar og synda hraðar og vera nálægt mínu besta til að vera tilbúinn að taka stökkið á stórmótum.“

Guðlaug stefnir einnig hátt. „Mitt stærsta markmið er að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Draumurinn er að keppa þar og keppa um efstu sætin. Það væri algjör draumur.“ Hún ætlar að undirbúa sig vel í ár. „Árið 2023 verður fókusinn á lágmarkakeppnir fyrir Ólympíuleikana í París 2024. Ég keppi aftur í heimsmeistaraseríunni en það eru sjö keppnir um allan heim sem gefa langflest stig á stigalistann fyrir Ólympíuleikana. Stærsta keppnin verður París Test Event um miðjan ágúst. Þá fæ ég að prufa Ólympíubrautina, safna mikilvægri reynslu fyrir 2024 og

80
Anton Sveinn og Guðlau Edda eiga sér stóra drauma

vonandi safna inn mörgum stigum. Ég mun einnig keppa á EM og European Games. Síðan er smá draumur hjá mér að reyna við lágmark fyrir Smáþjóðaleikana í frjálsum íþróttum. Það er ekki mín íþrótt en ég er góð í hlaupum.“

Þrotlausar æfingar

Lífið snýst að mestu um æfingar. „Þegar ég er kominn í fullar æfingar þá eru sundæfingar níu sinnum á viku –ég syndi oftast yfir 50 km á einni viku – og fer þrisvar á lyftingaæfingar,“ segir Anton. „Næstum allur dagurinn hjá mér fer í að skipuleggja, undirbúa og útfæra æfingar og svo endurheimt eftir á. Þetta er miklu stærra en bara að mæta á æfingu því lífið snýst um að æfa fyrir árangur og gera það vel. Sunnudagar eru svo hvíldardagar þar sem ég fæ aðeins að kúpla mig niður.“

Sundið heillar alltaf jafn mikið. „Það besta við sundið er að það er alltaf jafn krefjandi og ég er alltaf að læra eitthvað nýtt til þess að vera betri. Það er svo spennandi að setja sér ný markmið og leggja allt í að ná þeim. Svo er það ólýsanlegt að upplifa pressuna þegar maður stendur á bak við pallinn áður en maður stingur sér til sunds. Þetta er það stærsta sem ég hef gert í lífinu.“

Guðlaug æfir þrisvar á dag flesta daga. „Á dæmigerðum degi byrja ég á að hlaupa kl 08.30–09.30. Ég reyni að mæta 10 mínútum fyrr til þess að gera upphitunaræfingar og teygjur. Svo syndi ég frá kl. 10.30–11.50, fer ég heim í hádegismat, svara tölvupóstum, vinn smá og slaka á. Klukkan 16.15–18.15 er ég á hjólaæfingu. Á týpískum degi æfi ég í 4–4,5 klukkustundir.“

Hvað er svona skemmtilegt við þríþraut? „Númer eitt, tvö og þrjú er það tilfinningin sem ég fæ við það að ýta sjálfri mér og líkama mínum út fyrir öll þau mörk sem ég hélt ég væru möguleg. Það er frelsandi að ýta sér langt og ákveðin kyrrð sem maður finnur innra með sér. Síðan elska ég að vera úti í náttúrunni.“

Fylla á tankinn

Matur skiptir miklu máli í æfingaferlinu. „Næring er ein af undirstöðunum fyrir árangur. Það er ekki hægt að að skara fram úr eða ná árangri nema að gefa líkamanum næga orku,“ segir Anton. „Alveg eins og Formúlu 1 bílar nota ekki sama eldsneyti og venjulegir bílar, þá verður maður að huga að góðum og næringarríkum mat til að ná fram þeim árangri sem maður stefnir að. Annars verður endurheimt hægari og ekki næg orka í boði til að æfa undir þeirri ákefð sem maður vill og einnig hætta á meiðslum,“ útskýrir hann. „Það er mikilvægt að hugsa um næringuna út frá hvað maður vill gera. Er stór æfingadagur á morgun? Þá þarf að fylla á birgðirnar og borða mikið af kolvetnum til þess að fylla vöðvana af glúkósa. Er rólegur hvíldardagur á morgun? Þá þarftu ekki að borða jafn mikið og kemst upp með að borða minna kolvetni.“ Þegar Anton æfir á fullu þarf hann um 5.000 hitaeiningar á dag. „Þá borða ég allt að þrjár stórar og tvær minni máltíðir yfir daginn. Það er mikilvægt að hafa næga orku fyrir hverja æfingu og pönnukökur með sírópi eru í miklu uppáhaldi sem lítil máltíð fyrir æfingu.“

Hann tekur einnig vítamín og bætiefni. „Ég reyni að fá öll þau vítamín sem ég þarf úr fæðunni en til að hámarka

árangur, og sérstaklega sýruþol og styrk, tek ég kreatín, beta-alanín, HMB, tárín og auka próteinduft til að vera viss um að ég nái inn daglegri próteinþörf.“ Hann tekur einnig inn fjölvítamín, D-vítamín, Omega-3 og járn. „Svo drekk ég mikið af rauðrófusafa þegar nær dregur keppnum.“

„Það skiptir öllu máli að næra sig rétt,“ tekur Guðlaug undir. „Ég æfi ótrúlega mikið og ef ég fæ ekki nóg af næringarefnum myndi líkaminn minn brotna niður og ég gæti aldrei náð þeim árangri sem ég er að vinna að. Ég þarf að borða sérstaklega mikið af kolvetnum vegna þess að ég æfi í mjög margar klukkustundir á hverjum degi og brenni ótrúlega mikið af orku.“

Mataræðið er í föstum skorðum. „Ég borða alltaf stóran morgunmat, langoftast er það ristuð beygla með hnetusmjöri og sultu eða AB-mjólk með múslí, hnetusmjöri og banana. Á milli æfinga tek ég inn prótein í duftformi og kolvetnisríkt millimál eins og brauð, flatkökur eða múslístykki. Í hádeginu borða ég aðra stóra máltíð, ég fæ mér annað hvort afganga frá kvöldinu áður eða stóra ommilettu með fullt af grænmeti, hrísgrjónum og avókadó. Fyrir síðustu æfingu dagsins borða ég aðra millimáltíð sem er oftast tvær brauðsneiðar með hnetusmjöri og sultu. Í kvöldmat er í miklu uppáhaldi hjá mér að borða fisk með kartöflum eða hrísgrjónum og stóra salatskál með grænmeti og ávöxtum. Síðan drekk ég kolvetnadrykk, tek inn gel, borða banana, flatkökur eða nammi á æfingum til að halda kolvetnaorkunni uppi. Ég borða oft hátt í 4.000 kaloríur á dag.“ Vítamín og bætiefni sem Guðlaug tekur að staðaldri eru fjölvítamín, D-vítamín, fiskiolía, C-vítamín, járn, kalk, steinefni og prótein.

Samvera og hamingja „Það getur oft verið flókið að púsla saman persónulegu lífi og afreksíþróttum,“ segir Guðlaug en bætir við að það hjálpar að hafa skilningsrík fólk í kringum sig. Anton segir þetta snúast um að forgangsraða. „Ég lærði á seinasta tímabili að það skiptir máli að vera í jafnvægi; það þýðir ekki bara að sökkva sér í æfingar og týna sér. Núna reyni ég að einblína á að vera hamingjusamur og eyða mun meiri tíma með þeim sem mér þykir annt um.“

Nokkrar af uppáhaldsvörum Antons og Guðlaugar

• Rauðrófusafi frá HealthyCo

• Lummu- og vöffluduft frá Móður Jörð

• Hlynsíróp frá Stonewall Kitchen

• Hnetur og rúsínur frá Til hamingju

• Þurrkaðir ávextir frá Til hamingju

• White Chocolate Macadamia Nut, orkustöng frá Clif Bar

• Psyllium Husk-trefjar frá H-Bergi

• Chia-fræ frá H-Bergi

• Whole Earth Crunchy hnetusmjör (1 kg pakkningin)

• Organic Human engiferskot (til að styrkja ónæmiskerfið)

• Viviani súkkulaði, Dark Nougat

• Manhattan beyglur með kanil og rúsínum

• Nesbú, lífræn egg

81

Heilsuáskorun til sjómanna!

Áhöfnin á Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn í Grindavík gerir út, heldur til veiða 26. janúar – daginn sem Heilsu- og lífsstílsdagar hefjast – og verða á sjó í 29 daga. Þeir ætla að prófa nýjan matseðil með hollum hráefnum úr Nettó og nýtt æfingupplegg þessa daga

Við höfum verið að vinna mikið með veikinda og slysamál hjá okkur, t.d. var ráðinn öryggisstjóri til félagsins 2017, og því var þetta rökrétt framhald af þeirri vinnu,“ segja Eiríkur Óli Dagbjartsson og Hrannar Jón Emilsson útgerðastjórar Þorbjarnar í Grindavík. „Einari Hannes Harðarson, formaður Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur, kom til okkar með þessa hugmynd.“ Átakið er samstarfsverkefni Þorbjarnar, Nettó, Ásdísar Rögnu Einarsdóttur grasalæknis og Óla Baldurs Bjarnasonar þjálfara.

Markmið

Markmiðið er að bæta heilsu starfsmanna félagsins, að öllum okkar líði vel og séu við eins góða heilsu og hægt er, útskýra Eiríkur og Hrannar. „Á stórum vinnustað eru alltaf að koma upp einhver heilsufarsleg vandamál. Sjómenn vinna óreglulegan vinnutíma og það eru langar vaktir.“

Starfið er oft erfitt, segja þeir. „Við höfum trú á því að aukin hreyfing og bætt mataræði hjálpi til við að vinna á móti þessu og bæta líkamlega og andlega heilsu.“

Ásdís grasalæknir er vön því að setja saman heilsusamlega matseðla og kokkurinn á Tómasi Þorvaldssyni, Vilhjálmur Lárusson, fékk hana til liðs við sig í þessu verkefni. „Mér finnst að allir eiga að hugsa um heilsuna og ekki síst sjómenn,“ segir hann. „Þessi kona kann sitt fag!“

Mataræði Ásdís segir uppistöðuna í mataræði áhafnarinnar vera venjulegan heimilismat, fisk, kjúkling og kjöt með ýmsu meðlæti. „En það er heldur mikið af brösuðum mat eins og djúpsteiktum frönskum, unnu kjötáleggi, einföldum kolvetnum og sætabrauði.“ Einnig er sjoppa um borð. „Það fer mikið af sælgæti, gosi og orkudrykkjum.“

82

Morgunmaturinn er ekki alltaf heilsusamlegur. „Stundum eru pylsur eða hamborgarar í morgunmat og algengt er að boðið sé upp á fituríkar tilbúnar sósur eins og kokteilsósu með mat.“ Í kaffitímanum eru kökur og sætabrauð. „Við sáum að það væri vissulega hægt að betrumbæta mataræðið hjá áhöfninni með bætta heilsu og líðan þeirra að leiðarljósi.“

Ásdís segir mikilvægt að máltíðir gefi góða orku og úthald til að takast á við verkefni og áskoranir í amstri dagsins. „Þetta eru menn sem eru í líkamlega krefjandi vinnu og orkuþörfin eftir því. Það er því mikilvægt að þeir séu vel nærðir og mettir, borði fjölbreytta og næringaþétta fæðu úr öllum fæðuflokkum til þess að hafa næga orku og úthald til þess að takast á við langar vaktir.“

Hvað skortir helst? „Það vantaði einna helst upp á næringarríkari og trefjaríka fæðu þannig að við lögðum áherslu á að auka framboð af grænmeti og ávöxtum, grófu heilkorni, fræjum og hnetum, hollari olíu eins og ólífuolíu og að draga að sama skapi úr framboði og aðgengi á óhollari valkostum.“

Nýr matseðill „Helstu breytingarnar voru að hollustuvæða morgunmatinn með því að hafa hafragraut á boðstólum með t.d. fræblöndu og rjóma, hreina jógúrt eða skyr með grófu múslíi, berjabúst með mysupróteini, chia-fræjum, hnetusmjöri og fleira,“ nefnir Ásdís. Hún leggur áherslu á að hafa grænmeti með mat, skipta út sætabrauði í kaffitímanum og bjóða upp á gróft brauðmeti og hrökkkex með hollu áleggi í staðinn. Einnig er gott að hafa niðurskorna ávexti í skál og hnetublöndu til að narta í.“ Sætabrauð er ekki bannað, segir hún, bara sjaldnar í boði. „Þetta snýst þetta fyrst og fremst um að auka vægi og inntöku á hollari fæðu,“ bendir hún á. „Áhöfnin tók strax vel í þetta. Sjómennirnir eru spenntir fyrir þessari nýju, heilsusamlegu nálgun. Ég hef ekki trú á öðru en að þeim líki maturinn enda með frábæran kokk sem hefur áhuga og metnað fyrir því að innleiða hollara fæðuval um borð.“

Vilhjálmur tekur undir það. „Mér líst bara mjög vel á nýjan matseðil og er ég spenntastur fyrir morgunmatnum og síðdegiskaffinu. Ég held að áhöfninni muni líka þetta vel,“ segir hann en viðurkennir að það verði áskorunin að fara í hollari mataræði. Ásdís telur helsta ávinninginn vera aukna orka, afköst og úthald ásamt bættri almennri líðan.

Hreyfing

Óli Baldur spilaði áður knattspyrnu með Grindavík en starfar núna sem osteópati og styrktarþjálfari. Hann setti saman æfingaplan fyrir áhöfnina en um borð er líkamsræktaraðstaða. Planið er í tveimur hlutum. „Annars vegar liðkunar-, virknis- og úthaldsæfingar sem vinna gegn stirðleika eða skertri hreyfigetu og álagstengdum meiðslum og verkjum,“ útskýrir hann. „Það er mikið um síendurteknar og einhæfar hreyfingar við vinnu sem getað valdið álagsmeiðslum og þreytu.“ Hins vegar setti hann upp einfaldar styrktaræfingar sem byggja upp almennt þrek og styrk. Í upplegginu tók hann aðstæður eins og velting um borð með í reikninginn. „Hugsunin er að hver og einn vinni

í sínum veikleikum og að hægt sé að nota hluta eitt sem daglega rútínu eða upphitun fyrir 15–30 mínútna almennan styrktarhring í hluta tvö.“

Óli Baldur á von á að æfingarnar leiði til meiri afkasta og betri líðan í vinnunni og daglegu lífi. „Einnig eru líkurnar á veikindum, álagstengdum verkjum og vinnutengdum slysum töluvert minni þegar við hugum að heilsunni,“ segir hann. „Flestir eru virkilega spenntir og áhugasamir. Við erum öll misjöfn en aðalatriðið er að við finnum eitthvað sem við náum að halda stöðugleika í, 2–5 sinnum í viku yfir langan tíma og halda rútínu.“

Vilhjálmur segir áhöfnina tilbúna fyrir heilsuáskorunina. „Það er mikill hugur í mönnum og við skorum á allar áhafnir að hugsa um heilsuna!“

Hvað var keypt í Nettó? Ásdís og Vilhjálmur fóru í verslunarleiðangur í Nettó fyrir túrinn og fundu þar öll hráefnin sem þurfti fyrir nýjan matseðil, m.a.

• Ferskt grænmeti og ferskir ávextir

• Fræ og hnetur

• Gróft heilkornabrauð og hrökkkex

• Hollari olíu, t.d. ólífuolíu

• Frosnir ávextir í morgunbúst

• Hollt álegg, t.d. egg og kotasæla

• Hreinar mjólkurvörur

• Pestó í staðinn fyrir tilbúnar sósur

Á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó er hægt að kaupa margt úr þessum vöruflokkum á tilboðsverði.

Ásdís Ragna Einarsdóttir, grasalæknir. Óli Baldur Bjarnason, osteópati og styrktarþjálfari

83
KJÚKLINGUR OG KALKÚNN FRÁ ÍSFUGLI ER REKJANLEGUR TIL BÓNDA FRÁFJÖLSKYLDUnni áreykjabúinu FRÁFJÖLSKYLDUBÚ inu áheiðarbæ 1 Kíktu í heimsókn tilÍsfuglsbónda! Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign. 35% APPSLÁTTUR 1.feb. APPTILBOÐ Afsláttur gildir af kjúklingabringumBBQ country style
30%
AFSLÁTTUR
Gildir fyrir þessar tvær vörutegundir

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

40% APPSLÁTTUR
26. JAN. APPTILBOÐ

síða n 20 02

Ómar Ingi, handboltamaður
10% AFSLÁTTUR

uppbygging

Dúndraðu upp gleðihormónunum í skammdeginu

Nú þegar skammdegið er sem dimmast og dagsbirtu nýtur ekki við nema í örfáar klukkustundir verðum oft lítil í okkur. Smá leið, döpur og kvíðin, tætt og tjásuð í streitu hversdagsins, illa sofin og einmana, ákváðum við að leita í verkfærakistu Röggu nagla sálfræðings.

Í skammdeginu er mikilvægt að dúndra reglulega upp gleðihormónum líkamans.

Óheilbrigð bjargráð eru snákaolía

Margir nota óheilbrigð bjargráð til að fá vellíðunartilfinningu. Sælgæti, sjoppingtúra, Smirnoff og sígarettu. Þessir hlutir verða vinur og hækja þegar þú upplifir neikvæðar tilfinningar. Þeir dreifa huganum frá óþægilegu tilfinningunum um stundarsakir og við slökkvum á heilanum. Sykur, salt og fita losa út gleðihormónin dópamín og serótónín á núll einni og þetta veit skrokkurinn. Þess vegna öskrar hann á Homeblest, Maarud og lakkrísreimar þegar ergelsið streymir um æðarnar.

Ekki pissa í skóinn þinn með óhjálplegum bjargráðum Sælan er líka svo skammvinn. Eins og að pissa í skóinn sinn. Rosa heitt og kósí í örfáar sekúndur. En svo verður ÍSKALT og enn óþægilegra en áður. Matur, sjopping, sjúss og rettur sem bjargráð í tilfinningaróti búa til fleiri vandamál en þau leysa. Því ofan á pirring, svekkelsi og frústrasjón bætast samviskubit, sektarkennd og svekkt sjálfsmynd.

Leitum eftir langvarandi vellíðan Við viljum langvarandi vellíðan. Við viljum gleðihormónin sem lúra lengi í skrokknum: Oxýtósín. Serótónín. Endorfín.

Dópamín. Hvað eru þessar gleðisprengjur annars og hvernig getum við stuðlað að losun þeirra oftar?

Serótónín er skapstjórnunarhormón Það er myndað úr amínósýrunni Tryptophan sem þarf að koma inn í líkamann í gegnum mataræðið og finnst helst í hnetum, kalkúni, ostum, tófú og rauðu kjöti. Serótónín hjálpar til við að stjórna skapi og líðan og hefur áhrif á svefn, matarlyst og meltingu.

Önnur hlutverk serótóníns eru:

• Draga úr depurð

• Kvíðastjórnun

• Græða sár

• Viðhalda beinheilsu

Þegar serótónínmagnið er heilbrigt og eðlilegt hverfur kvíðinn lengst úti í hafsauga, við erum hress og kát, til í tuskið, einbeitt og í góðu tilfinningajafnvægi.

Athafnir sem keyra upp serótónín:

• Nudd

• Sólarljós/ljósameðferð

• Vera utandyra

• Heilsusamlegt mataræði

• Skrifa í dagbók

88

• Öll hreyfing

• D-vítamín

• Góður félagsskapur

Dópamín er vellíðunarhormónið

Taugakerfið sér um að losa dópamín í kjölfar hegðunar og athafna en það veitir skammtímavellíðan ... Einn, tveir og bingó!

Þegar líkaminn losar dópamín í miklu magni upplifum við vellíðan og verðlaunatilfinningu sem styrkir ákveðna hegðun í sessi. Á móti kemur að lágt magn dópamíns í líkamanum veldur áhugaleysi og lítilli hvöt til að gera hluti sem flestir myndu hoppa hæð sína yfir.

Amínósýran L-Tyrosine spilar mikilvægt hlutverk í að framleiða dópamín, svo það er krítískt að hafa hana í bunkum í skrokknum.

Próteinrík fæða er besta uppsprettan, eins og kalkúnn, egg, mjólkurvörur, soja og nautakjöt. Góðgerlar stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en ákveðnar bakteríur í þörmunum framleiða dópamín sem hefur áhrif á skap og hegðun.

Athafnir sem losa dópamín:

• Regluleg hreyfing

• Nægur svefn

• Hlusta á tónlist

• Þefa af nýbökuðum kökum

• Borða súkkulaði

• Hugleiða

• Fá nægilegt sólarljós

• Passa upp á járn, níasín, B6 og fólinsýru

Oxýtósín er ástarhormónið

Það er framleitt í undirstúku heilans en rannsókn frá árinu 2012 sýndi að pör sem eru að hefja tilhugalíf sitt hafa mun hærra magn af oxýtósín í líkamanum en einhleypir. Þegar við tengjumst annarri manneskju, hvort sem sambandið er rómantískt eða platónskt, þá framleiðir líkaminn vellíðunarhormónin dópamín, serótónín og oxýtósín sem öll láta okkur líða vel andlega og líkamlega. Nýbakaðar mæður framleiða til dæmis oxýtósín í bílförmum. Við erum slakari og rólegri þegar oxýtócínmagn er hátt í líkamanum.

Oxýtósín hefur áhrif á upplifun okkar af og hegðun gagnvart öðru fólki:

• Samkennd í garð náungans

• Traust til annars fólks

• Að vera trúr maka sínum

• Jákvæð og uppbyggileg samskipti

Það sem losar oxýtósín:

• Horfa í augun á annarri manneskju

• Faðma einhvern

• Líkamleg snerting

• Veita einhverjum óskipta athygli

• Borða góðan mat saman

• Þefa af ilmolíum

• Finna sólina í andlitinu

• Kynlíf

• Kúra og knúsast

Endorfín er náttúrulegur verkjastillir Orðið „ENDORPHIN“ er samsett úr endogenous sem þýðir „í líkamanum“ og morphine sem er verkjastillir af ætt ópíóíða.

Endorfín eru prótein-peptíð sem heiladingull og undirstúka framleiða þegar við gerum eitthvað sem veitir okkur gleði og hamingju.

Flestir þekkja vímuna sem við finnum eftir erfiða æfingu eða líðanina eftir að hafa hlegið í rússíbana.

Hlutverk endorfína eru:

• Að draga úr verkjum

• Auka gleði og vellíðan

• Draga úr streitu, depurð og kvíða

• Bæta skap

• Auka sjálfstraust

• Draga úr bólgumyndun

Athafnir sem stuðla að losun endorfína:

• Hressandi æfing

• Dansa

• Hlaupa

• Hlæja dátt

• Nálastungur

• Dökkt súkkulaði

• Stunda kynlíf

Það er mikilvægt fyrir góða andlega heilsu að framkvæma daglegar athafnir sem láta okkur líða vel og framleiða allar þessar náttúrulegu gleðipillur líkamans.

Því miður eru margir of uppteknir við að sækja og skutla, gera og græja, að þeir gleyma að setja sjálfan sig í forgang með því að hitta vinina, fara í heitt bað, göngutúr í náttúrunni eða bara hoppa á trampólíni með krökkunum.

Vítamín sem Ragga mælir með í skammdeginu

• Góðgerlar

• Rhodiola

• D-vítamín

• Omega-3 fitusýrur

• L-Theanine

89

Ný og bragðgóð leið til að styðja við heilbrigða þarma�óru og heilbrigt ónæmisker�.

Optibac Adult Gummies eru meltingargerlar fyrir fullorðna með ávaxtabragði, án sykurs. Þessi blanda inniheldur 5 milljarða góðgerla ásamt D-vítamíni og sink sem og kalsíum til að styðja við heilbrigða þarma�óru.

Optibac Kids Gummies eru meltingargerlar fyrir börn frá 3 ára aldri. Ávaxtahlaup með jarðaberjabragði sérstaklega samsett án viðbætts sykurs eða sætuefna. Bacillus er einn af mest rannsökuðustu góðgerlunum sem fyrir�nnst.

90
NÝTT 20% AFSLÁTTUR
91 20% AFSLÁTTUR

Hvernig hlúir þú að heilsunni þegar þú ert á blæðingum?

Natracare snýst ekki bara um dömubindi og túrtappa. Natracare er einstakt vörumerki; framleiðendurnir láta sér bæði annt um viðskiptavini sína og móður jörð. Fólkið á bak við Natracare tók saman nokkur vel valin ráð til þess að gera blæðingar bærilegar og líðan þína betri meðan á þeim stendur.

Þú átt aðeins það besta skilið Mikilvægt er að velja dömubindi og túrtappa meðvitað því við notum tíðavörur fyrir viðkvæm svæði með auðvelt aðgengi að blóðrásinni. Sumar tíðavörur innihalda klór, latex, ilm- og litarefni og einnig stundum plast. Þessi efni geta verið skaðleg, sérstaklega vegna þess að tíðavörur eru notaðar í u.þ.b. eina viku í senn, einu sinni í mánuði. Þú átt betra skilið. Natracare tíðavörur innihalda einungis 100% lífræna bómull sem fer vel með þín viðkvæmustu svæði.

Slepptu gerviefnunum í nærfötunum

Mikilvægt er að nota bómullar- eða bambusnærföt. Þau halda bakteríum og örverum fjarri og náttúrulega efni anda mun betur en gerviefni.

Skiptu oftar um dömubindi og túrtappa Sum dömubindi innihalda plast, m.a. til að gera þau rakadrægari. Þá þarf ekki að skipta jafn oft um dömubindi en plast getur valdið sveppasýkingu. Hvorki dömubindi né túrtappa frá Natracare innihalda plast.

Hlúðu að móður jörð Hver kona notar allt að 17.000 túrtappa og dömubindi um ævina. Því er gott er að vita að 100% lífræn dömubindi brotna niður í náttúrunni og skilja ekki eftir sig úrgang fyrir komandi kynslóðir.

Hlúðu að skipulaginu

Hentugt er að hafa sér skúffu eða körfu fyrir tíðavörur. Þá eru þær alltaf á sínum stað og þú hefur yfirsýn yfir mismunandi vörur, t.d. þykkari dömubindi fyrir næturnar, túrtappa og innlegg eftir því sem nýtist best hverju sinni.

Fylgstu með Til eru ýmiss konar öpp til þess að fylgjast með tíðahringnum og kynnast þínum tíðahring betur.

Farðu út Þótt það sé vetur innra með þér og þig langar mest til að skríða upp í sófa og horfa á nýjustu þáttaröðina á Netflix gæti það gert meira fyrir andlega og líkamlega heilsu að skreppa út og fá sér ferskt loft. Finndu þitt jafnvægi!

Hugaðu að hormónakerfinu Vissir þú að það sem þú borðar getur haft áhrif á hormónakerfið? Eins og það getur verið gott að fá sér pítsu og köku getur það valdið vanlíðan eftir á. Þá er gott að muna að dökkt súkkulaði og grænmeti eru rík af andoxunarefnum, trefjum og járni sem skila sér mögulega í betri líðan.

92 uppbygging

Drekktu vatn Þér kann að finnast óþarfi að drekka mikið vatn ef þú finnur fyrir uppþembu á blæðingum en samt sem áður er mikilvægt að innbyrða vökva. Það getur jafnvel dregið úr uppþembu. Vatn getur hjálpað meltingarstarfseminni, sem blæðingar hafa stundum áhrif á, og komið á betra jafnvægi í líkamanum. Einnig hefur vatnsdrykkja jákvæð áhrif á orkustigið og við verðum ferskari. Sérstaklega meðan á blæðingum stendur því þær valda vökvatapi.

Farðu í bað

Heitt bað getur losað um streitu og haft slakandi áhrif á spenntan líkama. Settu 1–2 bolla af epsom-salti út í baðvatnið og slakaðu á. Það getur einnig linað túrverki.

Sýndu þér mildi Við getum orðið viðkvæmari en venjulega meðan á blæðingum stendur. Sýndu þér mildi og talaðu við sjálfa þig eins og þú myndir tala við bestu vinkonu þína.

Hvers vegna Natracare?

Enginn klór. Við erum stolt af því að nota algerlega klórfría (TCF) aðferð við hreinsun lífrænu bómullarinnar og hratsins fyrir notkun.

Sjálfbærni. Natracare vörurnar eru allar úr jurtaafurðum. Þær eru framleiddar úr sjálfbærum sellulósa úr sjálfbærri skógrækt og GOTS-vottaðri, lífrænni bómull.

Vörur sem kvensjúkdómalæknar mæla með. Sumt fólk sem þjáist af húðofnæmi, ertingu, eymslum eða kláða finnur fyrir auknum einkennum meðan á blæðingum stendur. Margir kvensjúkdómalæknar mæla með því að forðast gerviefni og kemísk efni sem eru oft í bindum og þurrkum. Lífbrjótanlegar vörur. Natracarevörurnar eru vottaðar lífbrjótanlegar samkvæmt EN 13432-staðlinum um kröfur um lífrænt niðurbrot. Það þýðir að vörurnar skilja ekki eftir sig óþarfa úrgang fyrir komandi kynslóðir. Plastlausar vörur. Þær innihalda ekkert plast, engin ofurrakadræg pólýakrýlatefni, jarðolíuafleiður eða önnur gerviefni.

Vegan. Vörurnar eru aldrei prófaðar á dýrum og innihalda engar dýraafurðir.

Vissir þú að ... Vörurnar frá Natracare innihalda engin plastefni. Þær eru án ilmefna, litarefna, latex, klórs og kemískra efna og henta vel viðkvæmri húð.

Þær eru búnar til úr niðurbrjótanlegum efnum og munu þar af leiðandi ekki menga jörðina næstu 500 árin eins og vörur úr plasti.

Natracare notar eingöngu lífræna bómull. Natracare notar óerfðabreytta plöntusterkju í stað plastefna til að viðhalda lekavörn og einnig í umbúðir sumra bindanna.

instagram.com/natracare_iceland

Bætiefni fyrir íþróttafólk

Arnór Sveinn Aðalsteinsson, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki, segir mikla ábyrgð fylgja því að vera íþróttamaður. Hann hámarkar árangur sinn með réttri næringu og bætiefnum frá NOW.

NOW leggur mikla áherslu á gæði í sínu framleiðsluferli og að allt sé gert með þarfir þess íþróttafólks, sem notar vörurnar þeirra, í huga. Allir sem taka inn fæðubótarefni frá NOW geta verið vissir um að það sem stendur í innihaldslýsingu er raunverulegt innihald vörunnar.

Ábyrgð að vera íþróttamaður Að vera íþróttamaður í viðurkenndri íþrótt krefst mikillar ábyrgðar. Þau sem stunda íþróttir undir merkjum ÍSÍ þurfa að standast lyfjapróf og fara eftir þeim reglum sem Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, setur. Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga þegar bætiefni eru valin. Þau eru oft framleidd í verksmiðjum með litlu eftirliti og getur því raunverulegt innihald stangast á við innihaldslýsingu. Bætiefnaframleiðendur reyna með mismunandi hætti að auka trúverðugleika sinn. Til eru ýmis fyrirtæki og samtök sem votta framleiðsluferli til að tryggja gæði innihaldsins. LGC er dæmi um fyrirtæki, sem sérhæfir sig í rannsóknarvinnu, m.a. á matvælum og bætiefnum, og eitt það allra virtasta á sínu sviði. Bætiefnaframleiðendur geta fengið tvo stimpla, Informed Choice og Informed Sports, standist þau stranga gæðastaðla um hreinleika og að vörur innihaldi engin efni á bannlista WADA. Sportlínan frá NOW er einmitt vottuð með báðum þessum gæðastimplum.

Ítarlegar prófanir

Til þess að hljóta Informed Sports stimpilinn þarf hver og einn framleiðsluskammtur (lotunúmer) tiltekinnar vöru að standast gæðakröfurnar. Informed Choice uppfyllir sömu gæðakröfur en til að hljóta þann stimpil þarf varan að standast handahófskennd próf þar sem hún er tekin úr hillu í verslun. Þessar ítarlegu prófanir gera það nánast ómögulegt fyrir vörur með báða stimplana að innihalda eitthvað sem á ekki að vera þar. Öll starfsemi NOW miðar

að því að uppfylla gæðastaðla í framleiðsluferlinu. Þeir gera fjöldan allan af rannsóknum á sínum eigin bætiefnum og fjárfesta gríðarlega mikið í vísindabúnaði og starfsfólki til þess að geta framkvæmt eigin prófanir í sínum húsakynnum. Til að auka trúverðugleika sinn enn frekar starfar NOW með virtum utanaðkomandi fyrirtækjum eins og LGC svo ekkert fari á milli mála. Veldu NOW bætiefni merkt Informed Choice og Informed Sports og þú veist hvað þú færð.

Bætiefni og heilbrigt líferni Bætiefni geta verið góð viðbót við heilbrigt líferni. „Bætiefnin frá NOW standast mínar gæðakröfur og þær smellpassa við mína hugmyndafræði um heilsusamlegt líferni,“ segir Arnór.

Hann mælir með:

• Vitamin D3 Liquid, extra strength: D-vítamín er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk sem býr á norðlægum slóðum þar sem sólarljós er af skornum skammti.

• Adam fjölvítamín fyrir karlmenn: Vítamín sérhannað með þarfir karla í huga, bætt með blöndu af jurtum og seyðum. (Eve er fjölvítamín frá NOW fyrir konur.)

• Probiotic-10, 25 Billion: Það er gríðarlega mikilvægt að hafa góða meltingarflóru.

• Mér finnst gott að taka inn meltingargerla til að koma jafnvægi á flóruna.

94
uppbygging

Veldu virkni

Til að tryggja hámarks virkni innihalda vörurnar frá NOW einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. Rauðrófutöflurnar frá NOW innihalda hágæða rauðrófuduft. Glasið inniheldur 180 stk af töflum og inniheldur hver tafla 550mg af rauðrófudufti. Það virkar vel að velja NOW.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Síðan 1968 nowfoods.is
20%
AFSLÁTTUR

Adaptógenjurtir

hjálpa þér að byrja nýtt ár af krafti

Neubria er háþróuð bætiefnalína sem einkennist af öflugum adaptógenjurtum ásamt mikilvægum vítamínum og steinefnum sem hjálpa þér að takast á við daglegar athafnir.

Eftir hátíðirnar vilja eflaust margir byrja nýtt ár af krafti og huga að heilsunni eftir jólasukkið. Adaptógenjurtir eru frábær kostur til að bæta heilsuna en í náttúrunni má finna mikið af slíkum jurtum. Á íslensku nefnast þær yfirleitt jafnvægisjurtir eða aðlögunarjurtir. Talið er að þær geti komið okkur að góðu gagni því þær uppfylla þarfir líkamans hverju sinni.

Adaptógenjurtir eru ómissandi í amstri dagsins

Adaptógenjurtir hafa verið notaðar í aldanna raðir til að efla heilsu og varnir líkamans. Undanfarið hafa þær notið mikilla vinsælda á Vesturlöndum og áhugi á að rannsaka eiginleika þeirra hefur aukist. Rannsóknir benda til þess að tilteknar jurtir geti örvað varnir okkar gegn áhrifum sem frumur líkamans verða fyrir þegar við finnum fyrir streitu eða líkaminn er undir álagi. Sumar jurtir hjálpa t.d. þreyttum nýrnahettum að vinna gegn afleiðingum streitu þannig að frumur fá meiri orku og vellíðan eykst. Jurtirnar eru gríðarlega ríkar af andoxunarefnum og takmarka þannig fjölda sindurefna í líkamanum en umframmagn þeirra er ein af helstu orsökum aldurstengdra sjúkdóma.

Vörulína Neubria inniheldur einstakar adaptógenjurtir Hjá Neubria starfar öflugt lið sérfræðinga sem hefur það að markmiði að búa til fæðubótarefni sem mæta þörfum nútímans. Blöndurnar hanna sérfræðingar sem sérhæfa sig í bætiefnum og jurtum. Þeir leggja metnað sinn í að setja saman hágæða blöndur af náttúrulegum efnum og vítamínum sem eru nauðsynleg til að viðhalda eðlilegri starfsemi líkams. Í vörulínu Neubria eru adaptógenjurtir sem allar styrkja heilbrigðra líkamsstarfsemi.

Mikil svefngæði eru lykillinn að góðum degi Neubria Sleep inniheldur sérlega góða blöndu náttúrulegra bætiefna sem vinna vel saman til að hámarka slökun og bæta svefngæði. Blandan inniheldur t.d. kamillu og tryptófan. Tryptófan er mikilvæg amínósýra sem líkaminn notar til þess að búa til taugaboðefnið seratónín sem hjálpar til við svefn. Að auki inniheldur blandan saffran, sem bætir svefngæði, ásamt magnesíum, sem hefur lengi verið þekkt fyrir slakandi eiginleika sína. Neubria Sleep er einstaklega góður kostur fyrir þau sem vilja hámarka slökun.

Upplifir þú einbeitingarleysi í daglegum athöfnum? Neubria Memory er sett saman úr útvöldum innihaldsefnum. Formúlan inniheldur einstaka blöndu 22 helstu vítamína og steinefna auk vel valinna náttúrulegra jurta sem efla minnið. Blandan inniheldur túrmerik, ashwagandha, bacopa monnieri, rósmarínextrakt, ginkgo biloba, sítrónólín og coenzyme Q10 en öll þessi efni hafa verið þekkt fyrir heilsueflandi eiginleika sína á líkamsstarfsemi öldum saman. Neubria Memory er frábær kostur fyrir þau sem eiga erfitt með einbeitingu í daglegu amstri og þau sem vilja efla minnið á náttúrulegan hátt.

96 uppbygging

Það hefur aldrei verið eins gaman að taka inn VÍTAMÍN

48 daga skammtur Fer
í blóðrásina
Stuðlar
eðlilegri starfsemi taugakerfisins Náttúrulegt apríkósubragð Daglegur skammtur: fjögur sprey
beint
Sniðgengur meltingarveginn
20% AFSLÁTTUR

Lífsstílsbreytingar á nýju ári með New Nordic

New Nordic vörulínan er einstaklega góður kostur fyrir alla sem vilja byrja nýtt ár af krafti. Vörurnar innihalda allt það besta úr náttúrunni sem hjálpar þér að ná þínum markmiðum.

Nú þegar janúar er genginn í garð og hátíðirnar með tilheyrandi óhefðbundnu mataræði að baki setja sér eflaust margir ný markmið fyrir nýtt ár. Algengt er að þessi markmið tengist lífsstíl, mataræði eða almennri heilsu á einn eða annan hátt og oftar en ekki þyngdartapi eftir allt hátíðarsukkið.

Bætiefnin frá New Nordic innihalda allt það besta úr náttúrunni

Sérfræðingar New Nordic hafa brennandi áhuga á lækningarmætti náttúrunnar og hefur fyrirtækið yfir 30 ára reynslu af jurtum og lífseflandi eiginleikum þeirra. New Nordic hefur þróað hágæða bætiefni úr náttúrulegum jurtum sem stuðla að eðlilegum efnaskiptum fitu, heilbrigðri lifrarstarfsemi, úthreinsun líkamans og jafnvægi í blóðsykri. Allt eru þetta eiginleikar sem geta hjálpað til við aukið þyngdartap en þó er mikilvægt að muna að bætiefni koma ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og hreyfingar.

Allt

New Nordic Fat Burner™ hefur notið mikilla vinsælda Fat Burner er háþróuð blanda sérvalinna innihaldsefna en blandan inniheldur m.a. jurtina Yerba Mate sem er upprunnin í Suður-Ameríku. Hún er talin auka seddutilfinningu og styðja þannig við þyngdartap. Að auki inniheldur blandan grænt te, engifer, svartan pipar, mjólkurþistil og kólín en það stuðlar að eðlilegum efnaskiptum fitu. Fat Burner frá New Nordic gerir gæfumuninn eftir hátíðirnar.

Minni sykurlöngun með Apple Cider™ Margir þekkja kosti eplaediks en talið er að það hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti líkamsstarfseminnar. Apple Cider töflurnar frá New Nordic innihalda ætiþistil og túnfífil, sem eru þekktir fyrir heilsueflandi eiginleika sína, ásamt krómi sem stuðlar að viðhaldi eðlilegs glúkósamagns í blóði og slær þannig á sykurlöngun. Blandan inniheldur að auki kólín sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum og eðlilegri starfsemi lifrar.

Active Liver™ kemur þér lengra Lifrin, sem er stærsti kirtill líkamans, gegnir fjölmörgum hlutverkum og er jafnframt aðalefnaskiptalíffæri líkamans. Í raun er lifrin efnaverksmiðja sem starfar allan sólarhringinn því án hennar ætti engin brennsla sér stað. Active Liver inniheldur mjólkurþistil og ætiþistil, sem gegna fjölda jákvæðra hlutverka í líkamanum, ásamt kólíni sem stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum, eðlilegri lifrarstarfsemi og eðlilegum efnaskiptum í tengslum við amínósýruna hómósystein. Að auki inniheldur blandan túrmerik og svartan pipar sem vinna einstaklega vel saman.

98
Apple Cider™ – Eplaedik í töfluformi er frábær lausn fyrir þau sem vilja innbyrða eplaedik á bragðlausan hátt. það besta úr náttúrunni Active Liver™ – Öflug blanda sem inniheldur m.a. kólín sem stuðlar að eðlilegri lifrarstarfsemi og eðlilegum efnaskiptum fitu. Fat Burner™ – Inniheldur m.a. jurtina Yerba Mate sem eykur seddutilfinningu og styður þannig við þyngdartap.
uppbygging
Fyrirhana Fyrirhann Fyrir breytingaskeiðið NEU Fjölvítamín Háþróuð blanda fyrir og eftir tíðarhvörf kvenna Einstök blanda sem styður við þarfir kvenna Allt fyrir þarfir karlmanna í einni blöndu 20% AFSLÁTTUR

Ég finn svakalegan mun á mér eftir að ég byrjaði að nota

Nutrilenk

Aron Gauti Óskarsson (26) hefur notað Nutrilenk Gold síðustu 6 ár. Þá reif hann liðþófa, brjóskið í hnénu varð fyrir skemmdum og auk þess ristarbrotnaði hann. Aron Gauti segist finna mikinn mun á sér eftir að hann byrjaði að nota Nutrilenk Gold.

Nutrilenk Gold hefur hjálpað þúsundum Íslendinga sem þjáðst hafa af liðeymslum, stirðleika eða braki í liðum. Það er unnið úr sérvöldum fiskbeinum (aðallega úr hákörlum) sem eru rík af kondrótíni, kollageni og kalki og reynslan hefur sýnt að það hefur hjálpað fjölmörgum sem finna fyrir eymslum í liðum, þá sérstaklega hnjám og mjöðmum.

Nutrilenk Gold hentar vel ef brjósk hefur orðið fyrir hnjaski og með reglulegri inntöku er hægt að viðhalda árangrinum. Grundvallaratriði er þó að brjóskeyðing sé ekki alger.

Ég mæli eindregið með Nutrilenk fyrir unga sem aldna Aron Gauti er uppalinn í Kópavogi og hefur æft handbolta frá unga aldri. Hann hefur spilað með helstu handboltafélögum landsins, þar á meðal ÍBV, Haukum og Fram en í dag spilar hann fyrir HK.

„Í gegnum þennan „stutta“ afreksíþróttaferil hef ég lent í ýmsum meiðslum og þurft að fara í aðgerðir, t.a.m. vegna ökklabrots og ristarbrots, liðþófaaðgerðir og brjóskaðgerðir

„Þegar ég hef gert hlé á inntöku finn ég þvílíkan mun, verkirnir og bólgurnar koma aftur í ljós. Ég legg mikla áherslu á inntöku Nutrilenk samhliða endurhæfingu.“

í hné. Ég hef fundið fyrir verkjum, eymslum og bólgum í hnénu síðan ég reif liðþófa í fyrsta skipti.

Ég byrjaði að nota Nutrilenk eftir að ég ristarbrotnaði fyrir 6 árum og upphaflega tók ég 2–3 töflur af Nutrilenk Gold á dag. Síðan þá hef ég tekið Nutrilenk inn með hléum en legg mikla áherslu á inntökuna samhliða endurhæfingu. Þegar ég hef gert hlé á inntöku finn ég þvílíkan mun, verkirnir og bólgurnar koma aftur í ljós.

Mér finnst Nutrilenk hafa hjálpað mér með endurheimt eftir mikið álag á æfingum. Ég finn gríðarlegan mun á liðum og beinum eftir að ég byrjaði að taka Nutrilenk Gold. Ég mæli eindregið með Nutrilenk fyrir unga sem aldna sem finna fyrir eymslum í liðum og beinum.“

Byggingarefni brjóskvefs Helstu innihaldsefnin í Nutrilenk Gold eru kondrótín og kalk en til þess að gera þessi innihaldsefni eins virk og kostur er, þá eru þau meðhöndluð með ensími (hvata) sem smækkar stóru mólekúlin og gerir þau frásogunarhæft og virk sem byggingarefni fyrir brjóskvef. Að auki inniheldur Nutrilenk Gold C-vítamín sem hvetur eðlilega myndun kollagens sem nauðsynlegt er til að viðhalda brjóski, D-vítamíni og mangan.

Nutrilenk Gold inniheldur:

• Kondrótín sem unnið er úr fiskbeinum, aðallega hákörlum.

• Kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina.

• Mangan sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina sem og eðlilegri myndun bandvefja.

• D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og vöðvastarfsemi.

• C-vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks og er einnig þekkt fyrir að draga úr þreytu og lúa.

100
uppbygging

HVERNIG LÍÐUR ÞÉR Í MELTINGUNNI ?

Bio Kult Candéa inniheldur 7 tegundir frostþurrkaðra og sýruþolinna gerlastofna

Bio Kult Candéa er sérhönnuð góðgerlablanda sem hefur það að markmiði að styðja við heilbrigða þarmaflóru og heilbrigða flóru á viðkvæmum svæðum.

Bio-Kult góðgerlar henta vel samhliða sýklalyfjum en mælt er með að Bio-Kult sé tekið 1-2 klst. eftir inntöku sýklalyfjanna fyrir bestan árangur.

Candéa® 20% AFSLÁTTUR
20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR
BRAGÐGÓÐAR & SYKURLAUSAR FREYÐITÖFLUR 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR

Ekki gleyma að dreyma stórt

Birna Baldursdóttir er fyrrverandi

landsliðskona í blaki, strandblaki og íshokkí. Hún starfar sem ÍAK einkaþjálfari á Bjargi, Akureyri, og íþróttafræðingur í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við fengum hana til að deila nokkrum heilsuráðum.

Birna Baldursdóttir er vön því að setja sér háleit markmið enda hefur hún náð langt í íþróttum, keppt með landsliðunum í blaki, strandblaki og íshokkí. Sem einkaþjálfari og íþróttafræðingur ráðleggur hún fólki að fara ekki of geyst af stað. „Það er mikilvægt að byrja hægt og rólega, taka lítil skref og ekki gera of miklar breytingar í einu.“

Fátt toppar góða æfingu Birna bendir á að hreyfing sé vítt hugtak. „Það nær yfir nánast allar athafnir sem fela í sér hreyfingu, t.d. að ferðast á milli staða gangandi eða á hjóli, heimilisstörf, garðvinnu, ýmiss konar leiki, íþróttir og aðra skipulagða þjálfun. Gott er að miða við að börn hreyfi sig um 60 mínútur á dag en fullorðnir í 30 mínútur.“ Birna mælir einnig með að byrja á léttri eða meðalerfiðri hreyfingu því erfið hreyfing eða miklar þyngdir höfða ekki til allra. „Það er í góðu að skipta heildartímanum í nokkur styttri tímabil, t.d. 10–15 mínútur í senn.“

Hver og einn verður að finna sína uppáhaldshreyfingu og hafa gaman til að vilja halda áfram. „Persónulega er ég algjör alæta og finnst gaman að prófa nýjar hreyfingar og íþróttir. Ég ákvað eftir minn keppnisferil að prófa golf, fjallahjól, götuhjól, fjallaskíði og gönguskíði. Það var svo skemmtilegt að ég get engan veginn valið á milli og geri því sitt lítið af hverju.“

Regluleg hreyfing spornar gegn fjölmörgum sjúkdómum,

veitir styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld. Birna segir rannsóknir sýna að líkamleg virkni getur komið í veg fyrir þunglyndi, haft áhrif á sjálfsálit, skynjun á líkamlegri getu og er öflugt vopn gegn streitu. „Flestir eru ábyggilega sammála því að fátt toppar líðanina eftir góða æfingu og þá spyrjum við okkur hvers vegna við gerum þetta ekki oftar.“

Alltaf reyna EINU SINNI ENN! „Ætli okkar stærsti veikleiki sé ekki að gefast upp. Þannig að öruggasta leiðin að árangri er að gera eina tilraun í viðbót,“ segir Birna og bætir við að við megum ekki vera of hörð við okkur sjálf. „Við erum stundum okkar versti óvinur. Hver kannast ekki við frasana sem við segjum til að draga úr okkur og gera það að verkum að við endum með að sleppa hreyfingunni?“

- Það tekur því ekki að fara út að hlaupa eða ganga 2 kílómetra.

- Ganga telst ekki sem hreyfing. - Ég svitnaði ekki nóg.

- Þetta er ekki æfing nema hún sé 60 mínútur.

- Ég er með svo létt lóð að þetta tekur því ekki.

„Ekki leyfa púkanum á öxlinni að taka stjórnina. Reyndu að horfa á stóru myndina og leyfðu tímanum að vinna með þér,“ ráðleggur Birna.

Fjölbreytt fæða er best Birna segir mikilvægt að velja fjölbreytta fæðu, í hæfilegu magni og fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum, svo sem grænmeti, ávexti, gróft kornmeti, belgjurtir, fituminni mjólkurvörur, fisk, þorskalýsi og magurt kjöt. „Þitt er valið. Veldu vel og mundu að góðar matarvenjur

104
uppbygging

eru undirstaða þess að hafa orku og löngun til þess að hreyfa sig. Þetta helst nefnilega allt í hendur.“

Það er gott að skipuleggja sig vel. „Mitt uppáhaldsmillimál er klárlega soðin egg. Þau geymast ágætlega í ísskáp og það er hentugt að grípa þau með.“ Hún gerir líka einfalt hrökkbrauð með því kornmeti sem er til hverju sinni. Dæmi um hollt álegg eru kotasæla, húmmus, smurostar og grænmeti. „Eins hafa makríll og sardínur í dós fylgt mér frá barnæsku en oftar en ekki gretta vinir mínir sig þegar ég tek það upp.“

Mataræði

1. Skipuleggðu mataræðið – Ákveddu daginn/ vikuna fyrirfram og taktu með nesti ef þarf. Farðu með innkaupalista í búðina og reyndu að sleppa skyndiinnkaupum.

2. Reyndu að sneiða hjá sykri þar sem hann er einn helsti heilsuspillir okkar tíma og veldur meðal annars liðverkjum, orkuleysi og þyngdaraukningu, svo eitthvað sé nefnt.

3. Drekktu 1–2 l af vatni á dag og haltu koffíni í lágmarki.

4. Reyndu að ná um 4–5 skömmtum af grænmeti og ávöxtum daglega, 1 skammtur er u.þ.b. hnefi.

5. Settu einu sinni á diskinn og hafðu brasaðan mat, skyndibita og transfitur sem spari.

Uppáhaldsheilsuvörur Birnu

• Mangó-chili-dressing: Salatsósa sem ég nota í allt, t.d. í salat, vefjur, á samlokur eða fiskrétti.

• Húmmus og Finn Crisp Snacks: Sturlað kombó.

• All Bran: Á skyrið, í bústið eða með öðru morgunkorni.

• Epli og hnetusmjör: Gæti lifað á því.

• Celsius-drykkur: Ferskur og bragðgóður.

• FAST-próteinstykki: Besta dekrið.

• Hleðsla frá MS: Ekkert betra eftir æfingu eða sem millimál.

• ICEHERBS: Þrennan mín er D-vítamín, rauðrófur og astaxanthin.

• UNBROKEN: Eins og lax í glasi – hjálpar til við endurheimt. Með vinkonunum í fjallaskíðaferð.

Finndu þína leið

Birna minnir á að leiðin til árangurs er mismunandi og að úrræði eru einstaklingsbundin. „Leiðin getur verið flókin, skemmtileg, erfið, sniðug, ruglingsleg, skref áfram, skref afturábak, en hún er alltaf okkar eigin.“ Hér fylgja nokkrir punktar sem hægt er að styðjast við.

Markmiðasetning

1. Skrifaðu markmiðin þín niður, þá er 40–50% líklegra að þú náir þeim.

2. Settu þér mörg lítil og raunhæf markmið – En ekki gleyma að dreyma stórt.

3. Leitaðu eftir stuðningi eða plataðu vinkonu/vin með þér.

4. Ekki tala sjálfa(n) þig niður um leið og planið stenst ekki.

5. Hvettu sjálfa(n) þig eins og þú myndir hvetja aðra og ekki bera þig saman við aðra.

Hreyfing

1. Fjölbreytni er mikilvæg.

2. Gerðu skriflegt æfingaplan eða skrifaðu í dagbók hvenær og hvernig þú hreyfir þig.

3. Gerðu það sem þér finnst áhugavert og með einhverjum skemmtilegum.

4. Taktu 30 mín. á dag sem enda jafnvel óvart í 30+ mín.

5. Fylgdu því fast eftir og reyndu að standa við sett plan.

Birna stundar alls konar íþróttir.

Fylgstu með Birnu á: Instagram.com/birnabald

Floravital Náttúruleg og mild veganlausn við járnskorti

Sunna Ben, ljósmyndari, hönnuður og plötusnúður, hefur áhuga á náttúrulegum lausnum að bættri heilsu.

Járnskortur er tiltölulega algengur kvilli. Hans verður oft vart í tengslum við meðgöngu, blæðingar og hjá fólki sem neytir ekki dýraafurða.

Þar sem mikið af því járni sem er bætt við fæðu við framleiðslu er ekki vegan er hætt við að grænkerar, sem neyta ekki fjölbreyttrar færðu og/eða taka ekki reglulega inn járn, upplifi járnskort. Járn er þó ekki aðeins að finna í dýraafurðum heldur einnig í ýmsu grænmeti, baunum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum, oft í ríkulegu magni.

Einkenni járnskorts eru lúmsk og hvimleið. Því er gott að fylgjast með járnforða líkamans ef þreyta og mæði aukast til langs tíma. Einkenni eru einnig hraður hjartsláttur, höfuðverkur, fótaóeirð og föl húð. Sem betur fer er lítið mál að panta tíma í blóðprufu á næstu heilsugæslustöð og samkvæmt minni reynslu er nokkuð fljótlegt að fá úr því skorið hvort viðkomandi þjáist af járnskorti. Ég mæli innilega með því að kanna það endrum og eins, sérstaklega ef grunur leikur á að járnmagn í blóði sé lágt, eða ef lítið járn er í þeirri fæðu sem fólk neytir að staðaldri.

En hvað er hægt að gera við járnskorti? Auðvitað er gráupplagt að bæta járnríkri fæðu, sem hentar þínu mataræði, á diskinn en það getur tekið dágóða stund að byggja upp járnforða líkamans og því er einnig gott að taka inn aukaskammt af járni.

Járntöflur geta farið illa í fólk og jafnvel valdið hægðatregðu, svo þær henta þeim, sem eru með viðkvæma meltingu, illa. Ég þarf að passa upp á meltinguna og taka inn járn. Þar kemur Floravital sterkt inn en það er ekki aðeins milt í maga, heldur líka vegan, sem er alls ekki sjálfgefið. Ég kynntist Floravital fyrir sjö árum og hef notað það síðan.

Blandan inniheldur, auk járns, C- og B-vítamín sem eru nauðsynleg fyrir upptöku járns í líkamanum. Hún er náttúruleg, ger- og glúteinlaus og án rotvarnarefna. Sem sagt, hún inniheldur aðeins það nauðsynlegasta og er laus við alla óhollustu.

Ég mæli heilshugar með Floravital fyrir alla sem vilja fylla á járnbirgðir líkamans á mildan og góðan máta.

106
uppbygging
20% AFSLÁTTUR

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

Blettir og bras

Sonett framleiðir náttúrulegar ECO-vottaðar hreinsivörur úr lífrænum og demeter-vottuðum hráefnum úr jurtaríkinu. Þær brotna 100% niður í náttúrunni og innihalda lífræn efni. Þær vernda náttúrulegar vatnsauðlindir og eru flestar vegan. Sonett tók saman nokkur vönduð ráð við blettum og brasi.

Ávaxta-, grænmetis- og grasblettir Berið Sonett gallsápuna á blettinn og látið bíða í nokkrar mínútur. Skolið sápuna úr og þvoið samkvæmt þvottaleiðbeiningum. Kannið hvort liturinn á flíkinni þoli hreinsiefnin á litlu svæði sem ekki er áberandi áður en þið meðhöndlið blettinn.

Fitublettir

Berið óþynntan krafthreinsi (Sonett Orange Power Cleaner) á blettinn, látið bíða í nokkrar mínútur, skolið sápuna úr og þvoið því næst samkvæmt þvottaleiðbeiningum. Þetta hentar vel á fitubletti á viðkvæmum þvotti. Einnig er hægt að nota Sonett gallsápuna eða Sonett blettahreinsinn. Túss- og blekblettir Sonett gallsápan virkar vel á slíka bletti en einnig er hægt að nota Sonett blettahreinsinn.

Mjólkur- eða blóðblettir Skolið blettinn vel með köldu vatni. Ef þarf, notið Sonett gallsápuna á blettinn í kjölfarið.

Kakó- og súkkulaðiblettir Spreyið Sonett blettahreinsi á blettinn og látið bíða í 10 mínútur, skolið og setjið beint í þvottavél.

Vaxblettir

Skafið sem mest af vaxinu af. Ef um litlaust vax er að ræða, setjið eldhúspappír yfir blettinn og strauið yfir með volgu straujárni eða bræðið vaxið með hárblásara.

Gerum hvíta þvottinn hvítan á ný Bleikiefninu og blettahreinsinum frá Sonett (Bleach Complex and Stain Remover) er hægt að bæta út í þvottaefnið reglulega þegar þvo á hvítan þvott. Það lýsir þvottinn og fyrirbyggir að hann gráni eða gulni. Eins er hægt að hressa upp á hvítar flíkur sem hafa misst ferskleika sinn með því að leggja þær í bleyti í blettahreinsinum.

Þvottaleiðbeiningar Hvernig er best að þvo íþróttaföt og útivistarfatnað (Goretex, Sympatex, Softshell, o.fl.)?

Fylgið ávallt þvottaleiðbeiningum um meðhöndlun og hitastig. Mælt er með að nota þvottaprógramm fyrir viðkvæman þvott. Notið Sonett fljótandi þvottaefni fyrir litaðan þvott.

Þegar prógramminu er lokið, veljið auka skolun með léttri vindingu. Ef flíkin þolir þurrkara er mælt með að velja stillingu á lágum hita og ekki hafa margar flíkur í sömu vél.

Heimasíða: sonett.is Instagram: instagram.com/sonett_iceland/

108
40% APPSLÁTTUR 28. JAN. APPTILBOÐ
Kollagen Koffín Sykurlaust Nýr og ferskur! 20% AFSLÁTTUR 15% AFSLÁTTUR

uppbygging

Hlustum á líkama okkar

Tinna Sif Sigurðardóttir, verslunareigandi, jógakennari og leiðsögukona, mælir með að fara rólega af stað inn í nýja árið, hlúa að líkama og sál og setja sér markmið –ekki bara um áramót.

Tinna Sif Sigurðardóttir og eiginmaður hennar, Jacob Wood, stunda akrójóga og hafa vakið athygli fyrir myndir af sér í jógastöðum í fallegri náttúru. Þau kenna jóga á Akureyri og reka einnig verslunina KakóGull, þar sem þau selja „cacao“ frá Suður-Ameríku og aðrar heilsuvörur. Tinna er einnig ferðamálafræðingur og starfar sem landvörður og leiðsögukona.

Mælanleg markmið og rólegir morgnar „Mér finnst best að skrifa niður smá og geranleg skref í átt að stærri markmiðum. Það þarf ekki allt að breytast á einni nóttu. Nú er dimmasta tími ársins og þá er erfitt fyrir marga að fara í átak. Breytingar má gera hvenær sem er; þær þurfa ekki að tengjast áramótum. Ég skrifa oft mánaðarlega niður markmið eða drauma og skref í átt að þeim. Svo skoða ég seinna, skrifa niður ný eða breytt markmið og minni mig á. Sumt tekur einn mánuð en annað marga.“

Tinna fer rólega af stað inn í daginn. „Ég byrja morgnana á því að fá mér sítrónuvatn og svo bolla af hreinu

„cacao“ – sem hjálpar mér að tengjast sjálfri mér –geri öndunaræfingar og hugleiði. Svo færi ég mig yfir í hreyfingu. Núna er ég að leggja áherslu á liðleika í bland við hreyfiflæði, primal-hreyfingar, styrk, jóga og handstöður. Hreyfing fyllir mig vellíðan og ég nýt frelsisins sem ég upplifi við að geta hreyft líkama minn á fjölbreyttan hátt. Ég er öruggari með sjálfa mig og í betra jafnvægi.“

Margar gerðir af jóga „Jóga er meira en bara líkamsrækt. Í grunninn er það „leið til að vera“ frekar en líkamsrækt. Fólk segist ekki vera nógu liðugt, ekki kunna að hugleiða eða að jóga sé of rólegt en það eru til margar gerðir af jóga og flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Besta leiðin til að byrja er að hafa opinn huga og prófa fleiri en einn tíma og fleiri en einn kennara til að finna hvað hentar.“

Tinna leggur áherslu á tengingu við líkamann. „Mér finnst svo mikilvægt að hver og einn læri inn á sinn líkama og hvernig hann hreyfir sig. Í tímunum mínum blanda ég saman hugleiðslu, öndun, styrk, liðleika og slökun.“ Hún

110
Tinna og Jakob stunda gjarnan akrójóga í náttúrunni.

kennir einnig akrójóga og handstöður. „Akrójóga er blanda af jóga og fimleikum þar sem tveir eða fleiri vinna saman að æfingum. Þær geta minnt á dans eða verið meira slakandi, nudd og teygjur. Við leggjum áherslu á heilbrigð, jákvæð og uppbyggileg samskipti, leik, gleði, samvinnu og að prófa nýja hluti.“

Henni finnst gaman að kenna handstöður. „Í handstöðutímum vinnum við með jafnvægi, liðleika og styrk. Við hjónin lærðum bæði að standa á höndum þegar við vorum komin á fullorðinsaldur og það er svo magnað að kenna öðrum fullorðnum að standa á höndum því margir halda að ef þeir voru ekki í fimleikum eða lærðu það sem börn þá sé engin leið að læra það. En því fer fjarri.“

Óunnin fæða er best „Mér hentar að borða sem mest af óunninni fæðu. Annars reyni ég að hlusta vel á líkama minn og hvers hann þarfnast.“ Tinna hefur meðvitað aukið grænmetisneyslu sína. „Ég get mælt með því en hver og einn þarf að finna hvað er best fyrir sig. Ég borða mikið grænkerafæði en ekki eingöngu. Það opnaði nýjan heim af uppskriftum og matreiðslu og mér fannst þá auðveldara að bæta meira af grænmeti inn í fæðuna mína á skemmtilegan, fjölbreyttan og bragðgóðan hátt.“

Hún reynir að fá nauðsynleg næringarefni úr fæðunni en tekur einnig inn nokkur vítamín. „Ég tek oftast D3&K2, B12 og stundum sink og C-vítamín.“ Uppáhaldsvörurnar hennar úr Nettó eru hnetusmjörin frá MONKI „Sérstaklega möndluog heslihnetusmjör, hvítt möndlusmjör, hvítt kasjúsmjör og tahini.“ Hún kaupir einnig mikið af lífrænum baunum frá Biona og lífrænar hnetur og þurrkaða ávexti frá MUNA. Tinna deilir með okkur uppskrift að girnilegum hafrabitum með karamellu og súkkulaði.

Hafrabita

2 bollar hafrar

1/3 bolli bráðin kókosolía

1/6 bolli döðlusíróp

Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til þeir verða að hafrahveiti. Blandið öllu saman þar til úr verður deig. Þrýstið í mót, t.d. sílikonmuffinsform eða sílikonkonfektform fyrir minni bita. Láta deigið ná lengra upp á hliðarnar þannig að myndist hola í miðjunni.

Súkkulaði

70 g kakósmjör 50 g hlynsíróp 30 g kakó

Sjávarsalt

Bræðið kakósmjörið, bætið hinum hráefnunum saman við og hrærið þar til blandan verður silkimjúk. Hellið ofan á karamelluna. Bitarnir eru tilbúnir þegar súkkulaðið hefur harðnað. Instagram: instagram.com/tinna_sif

Karamella

1/4 bolli kókossykur

1/4 bolli hlynsíróp

1/4 bolli kókosolía

1/2 bolli kókosmjólk úr dós (þykki hlutinn)

Vanilla

Sjávarsalt

Setjið öll hráefnin í pott, bræðið saman og hrærið í á meðan. Látið malla í um 10 mín., eða þar karamellan hefur þykknað vel. Passið að ofelda ekki. Hellið strax í holuna áður en hún storknar í deginu.

111

ÄNGLAMARK BARNAVÖRURNAR ERU ALLAR ÁN ASTMA- OG OFNÆMISVALDANDI EFNA.

Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum.

Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum.

Að auki eru þær umhverfisvænar og Svansvottaðar.

112 NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI
25% AFSLÁTTUR

ÄNGLAMARK ÞVOTTAEFNI

– Engin aukaefni!

Allar Änglamark vörurnar eru án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Änglamark vörurnar bera merki Svansins. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu er því stuðlað að betra umhverfi og bættri heilsu, án þess þó að fórna gæðum.

113
NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI
25% AFSLÁTTUR

ÄNGLAMARK SNYRTIVÖRUR

– Engin aukaefni!

Allar Änglamark vörurnar eru án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Änglamark vörurnar bera merki Svansins. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu er því stuðlað að betra umhverfi og bættri heilsu, án þess þó að fórna gæðum.

114
HVERJUM DEGI
NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF
25%
AFSLÁTTUR
NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 115 VELDU HOLLARI KOSTINN Þú færð lífrænar heilsuvörur frá Änglamark í Nettó. 25% AFSLÁTTUR

Glucosamine & Chondroitin

– Í þínu Liði

fyrir þína liðheilsu

Eitt af algengustu vandamálum stoðkerfisins eru eymsli í liðum. Mismunandi er í hvaða liðum verkirnir eru en oft eru það hnéin eða fingurnir sem láta mest finna fyrir sér. Margir finna líka fyrir eymslum í mjöðmum, öklum eða öðrum liðum, en sama hvar er þá skal ávallt hafa í huga að kyrrseta er aldrei til bóta og það er ýmislegt hægt að gera til að láta sér líða betur.

Leiðir til úrbóta Það er ýmislegt í lífsstílnum sem hefur áhrif á liðheilsu og því er um að gera að huga vel að ákveðnum þáttum sem geta haft jákvæð áhrif og jafnvel dregið úr eymslum. Þar ber helst að nefna mataræði og hreyfingu. Mikilvægt er að borða sem mest af hreinni fæðu og taka inn bæði D-vítamín og Omega-3. Þegar við tökum mataræðið í gegn getur það leitt til þess að við léttumst, sem er í flestum tilfellum jákvætt því ofþyngd reynir meira á liðina. Ofþyngd leiðir oft af sér hreyfingarleysi eða minni hreyfingu en annars og þannig myndast vítahringur

kringum liðina. Köld böð geta einnig hjálpað, en númer 1, 2 og 3 er að hafa mataræðið í lagi því það sem við látum ofan í okkur hefur ótrúlega mikil áhrifin á líðan okkar

Glúkósamín og kondrotín bæti­ efnablanda Glucosamine & Chondroitin Complex frá Natures Aid er vel samansett liðbætiefnablanda þar sem tekið er á fjölmörgum þáttum sem tengjast aumum liðum. Auk glúkósamíns inniheldur þessi bætiefnablanda kondtrótín súlfat sem er byggingarefni brjósks og geta þessi tvö efni því verið afar góð blanda fyrir liðina, en dagsskammtur inniheldur 1.000 mg af glúkósamíni og 200 mg af kondrótíni, ásamt engifer, túrmerik, C-vítamíni og rósaldin (rosehips). C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi brjósks. Líkaminn framleiðir sjálfur glúkósamín, en sú framleiðsla minnkar þó með aldrinum og því getur verið mikilvægt að taka inn glúkósamín þar sem það eykur framboð þess í líkamanum, sem þýðir að viðgerðarhæfni hans eykst umfram það sem

Ég fann það þegar ég tók mér smá hlé frá inntöku á Glucosamine þá var ég stirðari á morgnana og fann ég greinilegan mun á mér þótt ég væri ekkert að æfa. Ég er byrjaður að taka inn Glucosamine aftur og ég vakna ekki stirður á morgnana.

– Bjarni Jakob Gunnarsson, þríþrautakappi

annars væri mögulegt. Glúkósamín sem hefur verið eitt vinsælasta liðbætiefnið erlendis um langa hríð fæst í bætiefnaformi hér á landi og vinsældir þess færast sífellt í aukana. Talið er að glúkósamín auki viðgerðarhæfni líkamans og geti dregið úr eymslum í liðum.
117 Veldu vellíðan með & litarefna Án gerviaf
4620 mg Eitt
inniheldur Glút e nfrítt 2 x hylki á dag 20% AFSLÁTTUR
þurrkaðri rauðrófu
hylki
Ný bragð! Vegan! MINNI FITA EN Í VENJULEGU SNAKKI 50% 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR
119 Barnavítamínin Skemmtilegu í formi hlaupa & sleikjóa Frábær lausn fyrir börn sem ekki vilja innbyrða töflur *Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Fjölvítamín í sleikjó formi KALK & D3 hlaup LOL fjölvítamín BETRA FYRIR BARNIÐ Það hefur aldrei verið eins gaman að... ...taka inn VÍTAMÍN 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

PROBI BABY

PROBI BABY er sérlega áhrifaríkir en mildir mjólkursýrugerlar sem hentar þeim allra yngstu.

Gerillinn virkar vel gegn meltingaróþægindum hjá börnum en tilteknir góðgerlar hafa umfram aðra, mótstöðu gegn bakteríudrepandi áhrifum sýklaly a og komast því lifandi niður meltingarveginn án þess að lyfin hafi mikil áhrif á þá.

ÞESSI Í GRÆNA KASSANUM

PROBI MAGE

PROBI ® vörurnar fást í apótekum, heilsuverslunum og stórmörkuðum.

120
30% APPSLÁTTUR 4. FEB. APPTILBOÐ
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.