Heilsublað Nettó janúar 2024

Page 1

Andleg heilsa RVK Ritual

Innri ró

25. janúar - 4. febrúar 2024

ALLT AÐ

25%

R U T T Á L S AF OÐ Á ILB OG APPT DEGI U HVERJ M

í rússíbana lífsins Unnur Borgþórsdóttir Ekkert mál að vera vegan!

Guðni Páll Mýrdalshlaupið stærsta áskorun margra hlaupara

Henning Jónasson Aukin orka og fleiri afrek með ashwagandha


Heilsudagar koma með hækkandi sól Við hjá Nettó bíðum alltaf spennt eftir Heilsu- og lífsstílsdögum og nú eru þeir haldnir í 25. skipti. Á þessum tíma árs koma þeir með birtu inn í skammdegið og því á vel við að yfirskrift þeirra sé „andleg heilsa“. Í blaðinu okkar eru viðtöl og áhugaverðar greinar um leiðir til að efla andlega heilsu. Holl og fjölbreytt fæða skiptir auðvitað máli og þar kemur Nettó sterkt inn. Änglamark er lífrænt og umhverfisvænt vörumerki sem Nettó flytur sjálft inn. Vöruúrvalið er breitt og hefur stöðugt verið að aukast í takt við aukna eftirspurn. Í viðbót við ferskar, frosnar og geymsluþolnar matvörur í hæsta gæðaflokki fást vandaðar húð- og hreinlætisvörur frá Änglamark. Barnalínan er sérstaklega vinsæl enda henta vörurnar viðkvæmri húð. Mörgum, og sérstaklega barnafólki, vex í augum að fara út í búð að versla í matinn í annríki hversdagsins. Að gera innkaupin á netto.is er frábær lausn; það einfaldar lífið og sparar tíma. Innkaupin verða oft skipulagðari í netverslun – maður kaupir minni óþarfa – og 2% af vöruverðinu eru endurgreidd sem inneign í appinu. Sendingarkostnaðurinn skilar sér einnig sem inneign. Appið okkar hefur verið í örum vexti og eru notendur þessa hentuga vildarkerfis nú rúmlega 70.000. Með appinu fæst alltaf 2% afsláttur í formi inneignar af öllum innkaupum, hvort sem þau fara fram í verslun

2

eða netverslun. Oft eru vegleg sértilboð í boði fyrir appnotendur, eins og t.d. á vörunum sem eru auglýstar í appdagatali Heilsudaga. Við hvetjum ykkur öll til að hlúa að andlegri heilsu á nýju ári og vonum að þið getið nýtt ykkur fróðleikinn í blaðinu okkar, tilboðin og viðburðina á vegum Heilsudaga.

Lífið er til að njóta! Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó.


Hvað finnur þú mörg epli í blaðinu? Flettu blaðinu og skráðu hjá þér á hvaða blaðsíðum Nettóeplin leynast.* Sendu lausnina inn á netto.is og þú gætir unnið vegleg verðlaun!

*Eplin á þessari síðu teljast með.

3


25. janúar fimmtudagur

26. janúar föstudagur

27. janúar laugardagur

40% appsláttur

40% appsláttur

28. janúar sunnudagur

40% appsláttur

50% appsláttur Ferskur, ókryddaður kjúklingur frá Ísfugli

Nettóharðfiskur

Nasl frá Til hamingju

Nettóegg

29. janúar mánudagur

30. janúar þriðjudagur

31. janúar miðvikudagur

1. febrúar fimmtudagur

40% appsláttur

40% appsláttur

40% appsláttur 40% appsláttur

Sonett

Guli miðinn

Fun Light

2. febrúar föstudagur

3. febrúar laugardagur

4. febrúar sunnudagur

40% appsláttur

40% appsláttur

40% appsláttur

Iceherbs BodyLab Valor TILBOÐIN GILDA 25. JANÚAR – 4. FEBRÚAR 2024

4

Kristall


Appdagatal Glæsileg tilboð í appinu! 25. janúar fimmtudagur

26. janúar föstudagur

50% appsláttur

27. janúar laugardagur

50% appsláttur

50% appsláttur

28. janúar sunnudagur

50% appsláttur

(kg)

(4 í pk.)

Kíví

Bláber

Sítrónur

29. janúar mánudagur

30. janúar þriðjudagur

31. janúar miðvikudagur

1. febrúar fimmtudagur

Sætar kartöflur

50% appsláttur

50% appsláttur

(125 g)

50% appsláttur

50% appsláttur

Engiferrót

Gul melóna

Mangó

2. febrúar föstudagur

3. febrúar laugardagur

4. febrúar sunnudagur

(150 g)

50% appsláttur Smáspínat (125 g)

(kg)

50% appsláttur Vatnsmelóna (kg)

(kg)

(kg)

Avókadó (4 í pk.)

50% appsláttur Túrmerik (125 g)

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Sæktu appið og safnaðu inneign.

Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli5verslana.


Innri ró í rússíbana lífsins Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir hjá Rvk Ritual segja reglubundna hugleiðslu bestu leiðina til að takast á við annríki hversdagsins og áskoranir lífsins.

Þ

að er dimmur janúarmorgunn og slagveður gerir skammdegið enn drungalegra. Á Seljavegi hafa Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir fundið sér afdrep og búið öðrum griðastað. Undir merkjum Rvk Ritual bjóða þær upp á námskeið í jóga, hugleiðslu og leiðum að andlegu jafnvægi. Andleg heilsa krefst vinnu Yfirskrift Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó er andleg heilsa – en í hverju felst góð andleg heilsa? „Fyrir mér er það að geta þolað rússíbana lífsins án þess að ... leggjast inn,“ segir Dagný og hlær. „Af því að allir fá verkefni, lenda í erfiðleikum, og við þurfum að þjálfa huga og taugakerfi svo við getum tekist á við þau.“ Eva bendir á að við erum misupplögð en ef andlegt heilsufar er gott bregðumst við betur við og tökum frekar skynsamlegar ákvarðanir. „Mörg tökum við andlegu heilbrigði sem sjálfsögðum hlut,“ bætir Dagný við, „en við þurfum að vinna fyrir allri heilsu, andlegri jafnt sem líkamlegri.“ Mótefni við hraða nútímans Þær telja hugleiðslu vera mikilvægasta verkfærið til að efla andlega heilsu. „Hugleiðsla er mótefni við hraða nútímans og þeim vandamálum sem hugurinn ræður ekki við,“ segir Dagný. Eva bætir við að hugleiðsla er öflug leið til að minnka áreitið sem við verðum fyrir alla daga. „Þær mínútur sem við erum að hugleiða erum við ekki að taka inn neitt áreiti.“ Á námskeiðum sínum kynna þær mismunandi tegundir hugleiðslu. „Við þurfum mismunandi hluti en það eru milljón leiðir til að hugleiða,“ segir Dagný. „Fólk segir oft að það hafi prófað að hugleiða en að það virki ekki,“ segir Eva. „Þá hvetjum fólk til að prófa að hugleiða öðruvísi.“

6

Hugleiðsla breytir heilanum Fyrst þarf að setjast á stól eða í þægilega stellingu á gólfinu til að ná jarðtengingu – ekki leggjast út af – í notalegu umhverfi. Síðan þarf að róa hugann, hægja á önduninni, setja athyglina á eitthvað eitt og slaka á. Markmiðið er að hugleiða daglega, fyrst í nokkrar mínútur í senn og auka tímann smám saman í 40 mínútur á dag, annaðhvort samfleytt eða tvisvar í 20 mínútur. „Við þurftum sjálfar að hafa fyrir andlegu heilbrigði,“ viðurkenna Dagný og Eva fúslega og staðhæfa að hugleiðsla hafi breytt heilastarfsemi þeirra. Dagný útskýrir að hún hefði örugglega verið greind með athyglisbrest þegar hún var yngri. „Ég átti erfitt að sitja og halda athygli en þó var ég ágætur námsmaður. Ég fór að iðka hugleiðslu og byrjaði síðan aftur í námi. Ég fann svo mikinn mun á mér að ég trúði því varla! Ég sat og hlustaði og tók inn; heilinn var breyttur!“ Allt tekur sinn tíma Að eiga auðveldara með að halda athygli og stunda nám er einn ávinningur hugleiðslu en hún hjálpar fólki líka við að tileinka sér mildari viðbrögð og meira jafnaðargeð; að bregðast ekki svona hart við öllu, segir Dagný. Hún bendir á að djúp og róleg öndun er einnig mikilvæg fyrir taugakerfið og andlega heilsu þar með. „Þetta eru áhrifaríkustu tólin en kosta ekki neitt!“ „Fólk spyrnir oft á móti ef eitthvað virkar of einfalt,“ bætir Eva við og brosir. „En dagleg iðkun krefst sjálfsstyrks. Fólk í dag vill sjá virkni strax. Við erum vön því að geta farið út í búð og keypt hið fullkomna mangó allt árið en erum hætt að sýna því skilning að allt tekur sinn tíma. Ef við gerum eitthvað á hverjum degi yfir langan tíma líður okkur smám saman betur og á endanum betur en okkur hefur nokkurn tímann liðið.“


Fækkum flækjum „Andlegur styrkur er líka að geta litið fram hjá sumu og viðurkennt að við getum ekki tekið þátt í öllu,“ segir Eva. „Það er til dæmis mælst til þess í jógafræðunum að fara í kalda sturtu allt árið en ég næ aldrei að gera það að föstum lið. En ég þarf að fara út í kuldann og skafa bílinn svo kalda sturtan er að búa á þessari eyju; það er ein af þessum blessunum við að búa hér!“ Eva hlær. „Ég er oft að flækja hlutina en þá hugsa ég: „Er þetta gott fyrir mína andlegu heilsu?““

Fimm vellíðunarstoðir Rvk Ritual

Dagný tekur undir þetta og segir að hún og maðurinn hennar hafi æft þetta um jólin. „Við spurðum hvort annað: „Hvernig getum við einfaldað lífið í dag? Verð ég að eiga þessar servíettur? Er það raunverulega það sem ég þarf?“ Með tvö ung börn á ferðalagi þurftum við að minnka álagspunktana.“

4. Venjur og athafnir: Hvað lætur mér líða vel og færir mig nær framtíðarsýninni?

Fæða og fæðubótarefni Dagný og Eva mæla með heilnæmri, lífrænni fæðu sem er laus við aukaefni. Þær nefna sérstaklega Änglamark vörumerkið sem fæst í Nettó. „Ég get treyst á það í blindni,“ segir Eva en hún þekkir vörurnar frá því að hún bjó í Danmörku. Dagný segist kaupa mikið af lífrænu grænmeti frá Änglamark en einnig frystivörur og barnavörur. „Dökka súkkulaðið slær alltaf í gegn,“ bætir Eva við. „Svo gætum við flutt lögheimilið okkar í heilsudeild Nettó,“ segir Dagný og hlær. „Þar er mikið úrval, glútenlaust og lífrænt, og vörur sem fást ekki alls staðar.“ Mikilvægt er að gæta meðalhófs. „Ekki drekka 20 kaffibolla og vera hissa að þú sért kvíðin!“ Dagný útskýrir að góð næring hjálpar okkur við að hugleiða og tengjast innsæinu okkar. „Ef við erum almennt vel nærð geta jurtir hjálpað.“ Þær nefna ashwagandha, burnirót, kamillu og brenninetlu og mæla einnig með magnesíum fyrir svefninn, steinefnum, D-vítamíni – sérstaklega á veturna – og góðum olíum og fitum fyrir heilann.

1. Sjálfsskoðun: Hvar er ég stödd núna, líkamlega og andlega? 2. Markmið og framtíðarsýn: Finndu skýra sýn fyrir lífið út frá þínum kjarna 3. Hreinsun: Er þetta nauðsynlegt? Hvernig get ég einfaldað?

5. Staðfesta: Dagleg ástundun leiðir til velgengni

Einföld möntruhugleiðsla 1. Komdu þér fyrir í sitjandi stöðu með beina hryggsúlu þannig að fætur snerta jörðu. 2. Lokaðu augunum, andaðu djúpt niður í maga og slakaðu á kjálkum og öxlum. 3. Andaðu inn og út í gegnum nefið, tengdust andardrættinum og athugaðu hvernig þér líður. 4. Segðu „sat“ á innöndum og „nam“ á útöndun og endurtaktu út hugleiðsluna. 5. Leyfðu hugsunum að svífa hjá eins og skýjum á himni en ekki bregðast við þeim. Byrjaðu á 3 mínútum og lengdu hugleiðsluna smám saman – markmiðið er 40 mínútur á dag. rvkritual.is Ljósmyndir: Þórdís Reynis.

Hreyfing, hvíld og þakklæti „Að hreyfa sig á hverjum degi og fara út sama þótt veðrið sé ömurlegt hefur ótrúlega góð áhrif á andlega heilsu,“ segir Eva. „Hreyfing er ekki endilega ræktin.“ Dagný útskýrir að allir þurfa að finna hreyfingu sem er skemmtileg og leggur til að fjölskyldan hreyfi sig saman því þá er þetta samverustund í leiðinni. „Það þarf að finna hreyfingu og útiveru sem passar inn í mynstrið þannig að þetta sé ekki vesen, að finna pössun og keyra eitthvert,“ segir Eva. Það eru engin töfraráð til, önnur en að byggja upp heilbrigðar lífsvenjur. Dagný og Eva líta sérstaklega til kvenna því þeim hættir oftar til að lenda í kulnun. „Okkur dreymir um samfélag af úthvíldum konum!“ segir Dagný og hlær. Eva bætir við að það sé mikilvægt að grípa tímanlega inn í því þegar kulnun hefur átt sér stað er svo langt í land. Hún leggur áherslu á iðkun þakklætis. „Það getur alltaf bjargað manni. Um leið og maður gleymir því verður maður leiðinlegur og líður ekki vel.“ Dagný samsinnir því. „Eins mikil klisja og það er: Ótrúlega einfalt ... en erfitt stundum.“

7


nowfoods.is

Vertu viss, veldu NOW Vörurnar frá NOW innihalda einungis hráefni í hæsta gæðaflokki fyrir hámarks virkni. Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja þér vörur sem virka. Fjölbreytt úrval náttúrulegra vítamína og bætiefna tryggir að þú getur mætt vetrinum með bros á vör.

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

8

Síðan 1968


Bragðgóð leið til að styðja við heilbrigða þarma�óru og heilbrigt ónæmisker�.

Optibac Adult Gummies eru meltingargerlar fyrir fullorðna með ávaxtabragði, án sykurs. Þessi blanda inniheldur 5 milljarða góðgerla ásamt D-vítamíni og sink sem og kalsíum til að styðja við heilbrigða þarma�óru. Optibac Kids Gummies eru meltingargerlar fyrir börn frá 3 ára aldri. Ávaxtahlaup með jarðaberjabragði sérstaklega samsett án viðbætts sykurs eða sætuefna. Bacillus er einn af mest rannsökuðustu góðgerlunum sem fyrir�nnst.

20% AFSLÁTTUR

9


20%

„Rannsóknir tengja inntöku á ómega-3 við vægari einkenni af þunglyndi og kvíða.“

AFSLÁTTUR

Glimrandi geðheilsa Ragga nagli sálfræðingur segir frá bætiefnum sem hjálpa til við að létta lundina.

H

illur hjá heilsugenginu svigna undan dósum sem eiga að dúndra geðheilsunni upp í glimrandi glamúr eins og miðaldra húsmóðir á Pallaballi í Iðnó. Sumar verða því miður bara að dýru hlandi. Buddan léttari en lundin áfram níðþung. Sem betur fer bera nokkur bætiefni, steinefni og vítamín höfuð og herðar yfir önnur og rannsóknir sýna að þau geta í raun bætt geðheilsuna. Heilsuvenjur á botni pýramídans Þegar kemur að góðri geðheilsu þurfum við alltaf að skoða hvort heilsuvenjur okkar séu ekki örugglega geirnegldar. Dagsbirta í augun í allavega 30 mínútur á dag. Svefn í 7–9 tíma á sólarhring og ekki nefið ofan í símaskjá síðustu tvo tímana fyrir háttinn. Þrjár til fjórar heilsusamlegar máltíðir á dag með prótíni, kolvetnum og fitu. Lyfta lóðum og þolþjálfun 3–4 sinnum í viku. Slökun í formi hugleiðslu, núvitundar eða jóga til að koma okkur í sefkerfið. Félagsleg tengsl til að dúndra serótóníni og oxítósíni upp í rjáfur. Síðan geta alls kyns pillur og duft hjálpað til við að létta lund og strá glimmeri yfir geðheilsuna og samtímis nostrað við skrokkinn.

DHA og geymir meira en 20 grömm. DHA og EPA stuðla að myndun mýelínslíðurs utan um frumur sem hefur jákvæð áhrif á gráa og hvíta gumsið í hauskúpunni. Það eykur vöxt nýrra heilafrumna og hefur verndandi andoxunaráhrif á heilafrumur. Nýleg rannsókn (Walker, Rachel E., et al. „Predicting the effects of supplemental EPA and DHA on the omega-3 index“) sýndi að 1,75–2 grömm af EPA og DHA séu nóg til að hafa nægilegt ómega-3 svamlandi í kerfinu. Metaanalýsa á 180 greinum um áhrif ómega-3 sýndi að inntaka á a.m.k. 1 grammi á dag dró úr þunglyndiseinkennum. Það má líklega rekja til þess að ómega-3 fitusýrur hjálpa til við að halda heilbrigðu magni af serótóníni og dópamíni í líkamanum. Hins vegar er fólki ALLS EKKI ráðlagt að hætta að taka þunglyndislyfin sín þótt það taki ómega-3. Önnur rannsókn á fólki sem þreytti streitupróf sýndi að inntaka 2,5 gramma af fiskiolíu olli því að kortisól í munnvatni minnkaði um 19% og bólgur minnkuðu. EPA og DHA stuðla að minni bólgumyndun í líkamanum, bæði í taugum og vöðvum. Bólgur eru mikilvægur varnarmekanismi líkamans og hjálpa honum við að jafna sig, til dæmis eftir erfiðar æfingar. Vandamálið eru langvarandi bólgur vegna mikillar streitu sem tengjast hugrænni hrörnun, elliglöpum, þunglyndi og síþreytu. Skammtur: 2 g á dag.

Ómega-3 Fiskiolía, eða ómega-3, eru lífsnauðsynlegar fjölómettaðar fitusýrur sem líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Líkaminn breytir ómega-3 í sýrurnar DHA og EPA. Rannsóknir sýna að ómega-3 eykur hugræna getu en 60% heilans er fita og DHA er stór hluti þeirrar fitu. Heilinn er einn stærsti neytandi

10

D-vítamín D-vítamín er í raun hormón sem myndast í húð við sólarljós og myndunin heldur svo áfram í lifur og nýrum. Einkenni D-vítamínskorts eru heilaþoka, svefnleysi, depurð og kvíði og svipar þeim í raun til lyndisraskana og kvíða.


%

R

Nokkrar rannsóknir hafa tengt D-vítamínskort við geðklofa, Parkinson’s, þunglyndi og einhverfu. Dópamín er vellíðunarhormónið. Taugakerfið sér um að losa dópamín í kjölfar hegðunar og athafna en það veitir skammtímavellíðan. Þegar líkaminn losar dópamín í miklu magni upplifum við vellíðan og verðlaunatilfinningu sem styrkja ákveðna hegðun í sessi. Lágt magn dópamíns í líkamanum veldur áhugaleysi og lítilli hvöt til að gera hluti sem flestir myndu hoppa hæð sína yfir. D-vítamín hefur áhrif á dópamínviðtakanda í heilanum og viðheldur dópamínskilaboðum svo við verðum glaðari lengur. D-vítamín sendir skilaboð um framleiðslu testósteróns sem hefur áhrif á skapið bæði hjá konum og körlum. Einkenni lágs testósteróns eru áhugaleysi og hvataleysi. Rannsókn á 2.000 karlmönnum sýndi að þeir sem höfðu lágt testósteróngildi höfðu einnig lágt D-vítamíngildi.

Magnesium Threonate Magnesíumskortur er annar algengasti steinefnaskorturinn á Vesturlöndum og einkenni eru meðal annars síþreyta, slæmur svefn og orkuleysi. Maggi vinur okkar er eins og Þórður húsvörður með verkefnalista upp á margar blaðsíður. Magtein er magnesíum threonate, eina týpa magnesíums sem fer í gegnum blóð-heila þröskuld og getur bætt minni og hugræna virkni. Rannsókn á 110 manns sýndi að minni þeirra varð betra eftir 30 daga inntöku. Magnesium threonate hefur einnig áhrif á serótónínviðtaka í heilanum. Þegar serótónínmagn er heilbrigt hverfur kvíði út í hafsauga. Við verðum hress og kát, til í tuskið, einbeitt og í góðu tilfinningajafnvægi. Magnesíum stuðlar að slökun í taugakerfinu, slakar á vöðvum og er mjög gott fyrir svefn og til að draga úr streitu. Skammtur: 250–350 mg á dag.

Skammtur: 2.000–4.000 alþjóðaeiningar (iu) á dag. Fyrir svefn er þessi tvenna algjört dúndur: Góðgerlar „Allt byrjar í þörmunum,“ sagði Aristóteles sem er sannarlega ekki ofsögum sagt. Trilljónir baktería eru eins og galeiðuþrælar í þörmunum sem melta og frásoga orku, andoxunarefni, vítamín og steinefni úr matnum. Síðan skúra þær út óþarfa og ósóma og styðja þannig við heilbrigt ónæmiskerfi og halda pípulögninni virkri. Í þörmunum myndast ýmis taugaboðefni sem ferðast með flökkutauginni upp í heila, t.d. taugaboðefnið GABA sem hefur róandi áhrif, en fólk með þunglyndi og kvíða hefur lágt GABA-gildi. Einkenni eru kvíði, streita og ótti. Ákveðnar bakteríur í þörmunum framleiða dópamín sem hefur áhrif á skap og hegðun. Streita hefur neikvæð áhrif á þarmaflóruna og óheilbrigð þarmaflóra hefur áhrif á streitu. Nýleg rannsókn sýnir að þarmaflóran gegnir hlutverki í streituviðbragði, bólgumyndun og þunglyndiseinkennum og að góðgerlar og trefjar geta dregið úr þessum ferlum. Það er því til mikils að vinna að halda flórunni hamingjusamri og fjölbreytt þarmaflóra er heilbrigð þarmaflóra. Því fleiri bakteríur því betra. Góðgerlar og sýrð matvæli á borð við súrkál, sýrt grænmeti, AB mjólk, kefir, kombucha og kimchi hjálpa flórunni við að dúndra inn örveru. Gott er að byrja á vægum gerlum, eins og 10 billion eða Probiotic Defense, og gefa síðan þarmaflórunni pásu til að leyfa henni að vinna sjálfri.

L-theanine, 100 mg + Magtein, 250 mg Fylgist með Röggu nagla hér: Facebook.com/RaggaNagli Instagram: @ragganagli

Bragðgott bananabrauð fyrir sálina • 550 g lífsreyndur banani • 225 g MUNA fínt haframjöl • ½ tsk. MUNA kanill • ½ tsk. negull • Salt á hnífsoddi • ½ tsk. matarsódi • 100 ml Good Good sykurlaust síróp Hitið ofninn að 180°C. Smyrjið brauðform (20x11 cm) með fljótandi MUNA kókosolíu. Hrærið hráefnunum saman með töfrasprota eða í blandara þar þau eru orðin að þykku deigi. Bakið í 35–40 mínútur.

L-theanine L-þeanín er amínósýra í grænu og svörtu tei sem stuðlar að slökun með því að lækka streitustigið í taugakerfinu og draga úr kvíða. Í bullandi streituástandi lækkar L-þeanín blóðþrýsting. L-þeanín róar hugann án þess að við verðum slefandi sljó. Það hjálpar líka til við að bæta svefn því þetta góða slökunarástand eykur svefngæði. L-þeanín fer í gegnum blóð-heila þröskuldinn og eykur alfabylgjurnar í heilanum. Skammtur: 100–200 mg á dag og samhliða Magnesium Threonate fær það flesta til að sofa eins og unglinga.

11


SÉRFRÆÐINGAR Í GÓÐGERLUM Sérhannaðar góðgerlablöndur sem hafa það að markmiði að byggja upp öfluga þarmaflóru og styðja við eðlilega virkni ónæmiskerfisins.

20% AFSLÁTTUR

®

M E LT U B E T U R ! Afleiðingar vegna skorts á meltingarensímum geta verið afar víðtæk og hugsanlega finnum við fyrir öðrum einkennum en ónotum í meltingu, sumir hverjir verða til dæmis varir við húðvandamál, eymsli í liðum og jafnvel andleg heilsuvandamál. Digest meltingarensímin eru mest seldu ensímin á bandarískum markaði og eru 100% náttúruleg og án allra aukaefna. Ensímin eru sérstaklega hönnuð með það að markmiði að draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir einkenni í kjölfar skorts á ensímum.

„Ég kynntist Digest vörunum fyrir um það bil 5 árum síðan og gat ekki annað en prófað þær, eftir það þá var ekki aftur snúið. Ég byrjaði að finna mikinn mun á mér strax, en ég finn aðallega fyrir að ég verð léttari í maganum eftir máltíðir, finn ekki fyrir þessari uppþembu og líður almennt mun betur en það skiptir mig ótrúlega miklu máli."

12

Lína Birgitta

- 32 ára áhrifavaldur og eigandi Define The Line fatalínunnar


nowfoods.is

Veldu gæði Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir og því geturðu verið viss um að fá það sem þú borgar fyrir. Til að tryggja hámarks virkni innihalda vörurnar frá NOW einungis hráefni í hæsta gæðaflokki, án óæskilegra aukaefna. Vertu viss - veldu NOW

Mjólkurþistill

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Síðan 1968

13


MELATÓNÍN frá Gula miðanum Styður við góða slökun og hvíld og á þátt í að stilla líkamsklukkuna. Melatónín stuðlar að því að okkur syfjar jafnan á kvöldin og við erum vel vakandi á daginn. Töflurnar eru vegan. Melatónín frá Gula miðanum fæst í helstu apótekum og heilsvöruverslunum.

20% AFSLÁTTUR

gæði á góðu verði

14


20% AFSLÁTTUR

15


Burnirótin er mín náttúrulega snilld Unnur Gunnarsdóttir er fyrirtækjaeigandi, móðir og fagurkeri með ástríðu fyrir blómaskreytingum. Hún rekur heildsöluverslunina Engey Kids sem flytur inn einstakar barnavörur. Unnur hefur alltaf lagt mikið upp úr því að stunda hreyfingu og útivist og er áhugakona um andlega heilsu. Henni finnst sérstaklega mikilvægt að hlúa að sér á veturna þegar skammdegið er hvað erfiðast.

É

g hef alltaf verið meðvituð um mikilvægi þess að hlúa að andlegri heilsu. Ef hún fer í þrot þá keyrum við allt hitt í kaf. Það er ekki hægt að keyra sig áfram á tómum tanki og fara áfram á hnefanum ef kona hefur enga innistæðu fyrir því. Andleg heilsa er undirstaðan og grunnur þess að vel geti gengið.“ Unnur segir að reynslan hafi kennt sér mikilvægi þess að hlúa vel að líkama og sál, sérstaklega á veturna og í skammdeginu. „Fyrir mig er ekki bara nóg að stunda hreyfingu og útivist eins og margir leggja mikið upp úr, heldur finnst mér líka mikilvægt að gefa sjálfri mér rými, njóta samverustunda með góðu fólki, næra mig rétt og taka inn góð bætiefni.“ Unnur hefur alltaf vandað valið á bætiefnum. „Mér finnst mikilvægt að bætiefnin séu hrein og hef lengi heillast af bætiefnunum frá ICEHERBS. Þau eru líka framleidd á Íslandi sem mér finnst mikill kostur.“ Unnur tekur inn D-vítamín orkublöndu frá ICEHERBS sem inniheldur D-vítamín og burnirót. „Fyrir mér er D-vítamínið langmikilvægasta bætiefnið yfir veturinn til þess að fá sól í hjartað. Við Íslendingar þurfum að passa einstaklega vel upp á D-vítamínið þar sem við fáum lítið sólarljós yfir vetrarmánuðina.“ Unnur segir að veturinn sé vissulega fallegur tími sem við fyllum af ljósum og notalegheitum en dagarnir eru bæði langir og dimmir. „Þegar við bætum öllu þessu myrkri ofan á daglega amstrið þá er mikilvægt að huga að taugakerfinu og næra það vel. Við erum mörg undir allt of miklu álagi án þess kannski að gera okkur fyllilega grein fyrir því.“

16

20% AFSLÁTTUR

Unnur segir að Meiri orka frá ICEHERBS hafi reynst sér afar vel á álagstímum. Meiri orka inniheldur lækningajurtina burnirót sem hefur lengi verið þekkt fyrir jákvæð áhrif á streitu og þreytu. „Burnirótin er náttúruleg snilld og hún hefur reynst frábær stuðningur þegar ég er undir álagi, hvort sem það tengist heimilislífinu eða vinnu. Burnirótin gefur mér aukinn kraft í streituástandi. Ég veit að jurtin er einnig virkilega góð fyrir konur á besta aldri.“ Burnirót (Rhodiola Rosea) er öflug adaptógenísk jurt sem er bæði í D-vítamín orkublöndunni og í Meiri orku frá ICEHERBS. Að lokum ítrekar Unnur að það er margþætt verkefni að finna jafnvægi og viðhalda góðri líðan. „Mér finnst mikilvægt að taka inn góð bætiefni en það er ekki síður mikilvægt að staldra við í dagsins amstri og gefa sér þá gjöf að líta inn á við til þess að líða vel í eigin skinni.“

ICEHERBS er íslenskt fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni. Lögð er gríðarleg áhersla á að vörur ICEHERBS nýtist viðskiptavininum vel, að virknin skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Gríðarleg áhersla er lögð á að vörurnar innihaldi engin óþarfa fylliefni og eru vörurnar framleiddar hér á landi.


20% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

17


20% AFSLÁTTUR

ÖFLUGUR

LIÐSSTYRKUR! 2-3

mánaða

Mest selda liðbætiefni á Íslandi!

skammt u í hverju g r las

i

ÞARMAFLÓRAN ER LYKILLINN AÐ HEILSUNNI

20% AFSLÁTTUR

ÞESSI Í G R Æ N A KASS A N U M 18


25%

AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

Kaldpressaðir og 100% hreinir safar 19


20% AFSLÁTTUR

LIFÐU TIL FULLS, SVO BONAQUA 20


Hressandi heilsubót! 20% AFSLÁTTUR

GÚMMÍ Apple Cider Vinegar

Ashwagandha KSM-66 + D3

Jarðaberja- og melónubragð

Appelsínu- og ástaraldinbragð

Margt bendir til þess að eplaedikið geti stuðlað að lækkun blóðsykursgilda og auðveldað meltingu.

Getur stuðlað að jafnvægi hormóna hjá konum og körl­ um, úthaldi, styrk og auknu minni.

Magnesíum | Sítrat Vatnsmelónubragð Magnesíum gúmmí eru bragðgóð leið til að sjá líkamanum fyrir magnesíum sem er eitt mikilvægasta steinefni líkamans.

Stress X | Magnesíum Malat-Sítrat duft Hindberja- og sítrónubragð Stuðlar að jafnvægi í taugakerfinu, getur dregið úr brjóstsviða, bætir svefn og stuðlar að eðlilegri slökun vöðva.

F R E YÐ I TÖFLUR

Steinefni og sölt, Immunity – fyrir ónæmiskerfið

Steinefni og sölt, Endurance – fyrir betra jafnvægi og úthald

Steinefni og sölt, Energy – fyrir orku, kraft og úthald

Sterkara ónæmiskerfi, meiri orka!

Heldur rakajafnvægi líkam­ ans í lagi og kemur í veg fyrir ofþornun, sljóleika, þreytu og krampa í vöðvum.

Dagurinn byrjar með Max Hydrate Energy, náttúrulegt koffín, unnið úr grænu te.

Magnesíum glýsínat hylki

Collagen Peptides duft

Fyrir þá sem eru undir miklu álagi, streitu, sofa illa og þurfa ró og slökun. Magnesíum er fjórða algengasta steinefnið í líkaman­ um og það á þátt í yfir 300 lífefnafræði­ legum ferlum.

Bragð- og lyktarlaust Collagen er algengasta prótein líkamans. Collagen gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilsu­ far okkar, útlit og al­ menna vellíðan. Trace Collagen Peptides er úr týpu 1 og 3 unnið úr nautgripum með viðbættum vítamín­ um og steinefnum sem auðvelda frásog.

Steinefni og sölt, Magnesíum – slökun og ró Nauðsynlegt fyrir góða slökun, svefn, andlegt jafnvægi, vinnur gegn sina­ dráttum og fótaóeirð.

21


Vinkonuspjall um lífsins vegasalt Eydís Ýr Jónsdóttir, Rakel Jana Arnfjörð og Andrea Ósk Þorkelsdóttir halda úti vinsæla hlaðvarpinu Undirmannaðar sem fjallar um fjölbura og uppeldi. Þær eiga allar tvíbura og samtals níu börn á leikskólaaldri. Við spurðum hvernig gengi að finna andrými í annríkinu.

É

g er nýkomin úr vikuforeldrafríi á Tene svo ég er í mjög góðu jafnvægi!“ segir Andrea og hlær. Í hlaðvarpinu ræða þær einmitt mikilvægi þess að eiga stundum stefnumót við makann. „Svo hjálpar það andlegri heilsu að fá góða næringu og hreyfa sig – annars fer andlega hliðin á hvolf. Og góð vinátta!“ bætir hún við. „Mitt markmið fyrir nýja árið er einmitt að finna meira jafnvægi og gera bara það sem er skemmtilegt,“ segir Rakel og brosir. Skipulögð innkaup mikilvæg Vinkonurnar nota Samkaupaappið til að versla á netto.is og eru sammála um að það spari mikinn tíma. „Þegar ég var á brautinni, nýlent í Keflavík að kvöldi til og allt lokað, tók ég bara upp appið, pantaði og vörurnar komu í hús næsta dag,“ nefnir Andrea. Annars kemur sendingin yfirleitt samdægurs. „Þú þarft ekki út úr húsi, getur verslað á leiðinni heim eða uppi í sófa,“ segir Eydís. Þær kaupa minni óþarfa, eru meðvitaðri um verðsamanburð og skoða innihaldslýsingar frekar. Notendur fá lista yfir vörurnar sem þeir kaupa oftast sem flýtir enn meira fyrir. Með appinu kemur alltaf 2% af vöruverðinu til baka sem inneign. „Mér finnst ég vera að græða, sko,“ segir Eydís. „Girl math!“ bætir Andrea sposk við. „Ég hugsa oft: „Þarna er blautþurrkupakki,““ útskýrir Eydís. Inneignin getur reynst drjúg. „Ég gæti borgað jólamatinn með inneigninni sem ég safna yfir árið,“ staðhæfir Rakel. Svo bendir hún á að sendingarkostnaður safnast líka fyrir sem inneign. „Þetta er í raun frí sending.“ Uppáhalds vörumerkið Eydís, Rakel og Andrea halda allar upp á Änglamark. Allar vörurnar eru lífrænar og Svansvottaðar. „Það virkar,“ segir Andrea um ástæðu þess að hún kýs Änglamark. Börnin hennar eru viðkvæm fyrir kulda og þeim hættir til að fá exem. Sjálf þolir hún ilmefni illa. Húðvörur og hreinlætisvörur Änglamark henta viðkvæmri húð og eru ilmefnalausar. Andrea kaupir t.d. alltaf kuldakremið og handsápuna. „Änglamark er með breitt vöruúrval og maður veit að hverju maður gengur,“ segir Eydís. „Ég kaupi matvörur,

22

barnavörur og heimilisvörur.“ Hún nefnir sérstaklega bleyjur, blautþurrkur og hárnæringarsprey og segist alltaf eiga döðlur og fíkjur fyrir krakkana. „Líka skvísurnar,“ segir Rakel, „og þvottavörurnar eru geggjaðar.“ Hlaðvarpið á við sálfræðitíma Þær segja hlaðvarpið tvímælalaust hjálpa sinni andlegu heilsu. „Að hlusta á aðra, tengja við aðra, hittast og spjalla og losa ... það er eins og nettur sálfræðitími,“ segir Andrea. Eydís bætir við: „Við erum að tikka í nokkur box; erum að hitta vini og spjalla og fá tíma frá heimili og börnum.“ Rakel skýtur inn í: „Þetta er smá eins og saumaklúbbur,“ og Eydís botnar: „ ... nema við tökum hann upp og gefum út!“ Fyrsti þáttur Undirmannaðra fór í loftið síðasta haust og viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. „Við erum yfirleitt í topp 10 til 15,“ segir Rakel. Þótt hugsunin hafi verið að ná til annarra fjölburaforeldra er hlustendahópurinn töluvert breiðari. „Okkar reynsla nýtist líka foreldrum með eitt eða fimm börn eða stutt á milli barna,“ bendir Eydís á. „Það er gott að tengja við einhvern þegar maður er alveg bugaður,“ segir Rakel. Andrea bætir við: „Við tölum nefnilega bara íslensku, blótum alveg smá og erum ekkert að fegra hlutina.“


Frá vinstri: Eydís, Rakel og Andrea með hópinn sinn.

ÄNGLAMARK BARNAVÖRURNAR ERU ALLAR ÁN ASTMA- OG OFNÆMISVALDANDI EFNA

Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Að auki eru þær umhverfisvænar og Svansvottaðar.

25%

AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI

23


Guli miðinn

VÍTAMÍN Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar.

SÉRÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Sérhönnuð vítamín fyrir okkur sem búum á norðlægum slóðum STRANGAR GÆÐAKRÖFUR Alþjóðleg GMP gæðavottun, framleitt í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt

ÁN ÓÆSKILEGRA AUKAEFNA Eins og litarefna og sætuefnanna aspartam og súkralósa

24

ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR Allar umbúðirnar mega fara í endurvinnslu VARÐVEITUM GÆÐIN Brúna glerglasið varðveitir gæði vítamínsins og ver það fyrir fyrir sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum gulimidinn.is


20% AFSLÁTTUR

gæði á góðu verði

25


nowfoods.is

Veldu virkni Freyðitöflunar frá NOW innihalda steinefni og sölt sem eru líkamanum afar mikilvæg og tapast þegar við svitnum. Hentar t.d. mjög vel eftir erfiðar æfingar, hlaup, hjól og æfingar í heitum salt. Freyðitöflurnar frá NOW eru með stimplana “Informed choice” og “Informed Sports” og standast því ströngustu gæðastaðla um hreinleika vöru og innihalda þær engin efni sem eru á bannlista WADA. Það virkar vel að velja NOW.

Steinefna freyðitöflur

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

26

Síðan 1968


nowfoods.is

Fyrir þig... alltaf Veldu þínar heilsuvörur vandlega. Vörurnar frá NOW innihalda einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja þér vörur sem virka.

Húð - Hár - Neglur

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Síðan 1968

27


Aukin orka og fleiri afrek með ashwagandha Henning Jónasson, einn af eigendum Afreks líkamsræktarstöðvar, er með marga bolta á lofti og stundar hreyfingu af kappi. Ashwagandha frá Gula miðanum hefur hjálpað honum að viðhalda orku og draga úr streitu auk þess að stuðla að góðum árangri á æfingum.

F

yrir mér er Guli miðinn tákn um gæði. Vörurnar hafa auðvitað fylgt manni að einhverju leyti frá barnæsku enda held ég að allir sem búa hér á landi þekki til merkisins. Íþróttir hafa verið stór partur af mínu lífi frá því að ég var lítill strákur en eðlilega hafa áherslur og áhugi breyst með árunum. Framan af átti fótboltinn hug minn allan en eftir að ég hætti í fótbolta fór ég fljótlega að mæta á hópæfingar í ketilbjölluþreki og samhliða því kynntist ég crossfit. Ég hef þjálfað í um tólf ár en fyrir tveimur árum opnaði ég ásamt góðum hópi vina líkamsræktarstöðina Afrek í Skógarhlíð. Þar leggjum við áherslu á skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem henta fólki á öllum aldri. Auk þess að þjálfa starfa ég sem flugumferðarstjóri, er í sambúð og á tvo litla snillinga, þá Orra og Erik. Síðastliðið sumar fagnaði ég fertugsafmælinu mínu. Þó mér líði auðvitað alltaf eins og ég sé yngri þá er erfitt að neita því að þreyta og orkuleysi geta oft hangið lengur yfir manni en þegar maður var yngri. Ég legg mikla áherslu á mataræði og að hreyfa mig eins oft í viku og ég hef tök á og vel bætiefni sem hjálpa mér að viðhalda heilbrigðum lífsstíl. Fyrir ári síðan uppgötvaði ég ashwagandha frá Gula miðanum en það hefur hjálpað mér mikið við að viðhalda góðu orkustigi og halda þreytu í skefjum. Þá hef ég einnig fundið fyrir minna stressi og hefur það klárlega hjálpað mér í daglegu lífi sem inniheldur fjölskyldu með tvo litla stráka og tvær vinnur. Ég

28

legg auðvitað allt kapp á að standa mig á öllum vígstöðvum og ég get sagt fyrir víst að ashwagandha hefur aðstoðað mig mikið. Það skemmir svo ekki fyrir að mér hefur fundist það hjálpa mér á æfingum, bæði hvað varðar styrk og úthald, eitthvað sem ég bjóst ekki endilega við en kom skemmtilega á óvart. Ég get sannarlega mælt með notkun þess, bæði fyrir íþróttafólk og þau sem vilja viðhalda góðu orkustigi í amstri dagsins. Ég get heilshugar mælt með vörum Gula miðans og ekki skemmir fyrir að allar umbúðir eru umhverfisvænar og endurvinnanlegar.


ASHWAGANDHA frá Gula miðanum

Ashwagandha er möluð lífræn jurt sem er talin hjálpa líkamanum að takast betur á við; • Orkuleysi • Þreytu • Streitu

20% AFSLÁTTUR

Einnig getur jurtin mögulega bætt svefn og andlega líðan.

gæði á góðu verði

29


Viltu meiri orku? - Milt járn í maga

20% AFSLÁTTUR

Floravital járn • • • •

Blóðaukandi mixtúra unnin úr lífrænum jurtum Ger og glúteinlaus Veldur ekki hægðatregðu Bragðgóð jurtamixtúra

Floradix járn • • • •

30

Blóðaukandi mixtúra unnin Floradix Magnesíum úr lífrænum jurtum Eykur járnbirgðirnar og gefur • Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem kemur víða við sögu orku fljótt í líkamanum Veldur ekki hægðatregðu • Hefur vöðva- og taugaslakandi áhrif Bragðgóð jurtamixtúra • Nauðsynlegt fyrir hjarta- og æðakerfi • Gagnast vel við fótaóeirð, svefnleysi og streitu • Bragðgóð jurtamixtúra


20% AFSLÁTTUR

Getur hámarkað orkunýtingu og bætt upp saltog steinefnatap við æfingar.

Viðheldur vökvajafnvægi líkamans við æfingar Nuun eru freyðitöflur sem viðhalda raka og vökvajafnvægi í líkamanum. Endurheimt getur orðið betri og hraðari og líkur á sinadrætti og vöðvaeymslum minnka.

31


Ekkert mál að vera vegan! Unnur Borgþórsdóttir, sem sér um Morðkastið, segir frá lífi sínu sem grænkeri og deilir með okkur tveimur af sínum uppáhalds uppskriftum.

N

úna í janúar, eða Veganúar 2024, eru níu ár síðan ég borðaði síðast kjöt. Það gerðist eiginlega alveg óvart en hefur haft mikil áhrif á líf mitt.

Þetta byrjaði sem vangaveltur fyrir Veganúar: „Get ég lifað kjötlausan mánuð?“ Ég gat það! Kjötlaus mánuður varð svo að mörgum dýraafurðalausum árum og mikilli vitundarvakningu hjá sjálfri mér og mörgum í kringum mig. Við þurfum meira plöntufæði Mörg skilja ekki að ég hætti að borða dýraafurðir, önnur fyrirlíta ákvörðunina og enn fleiri finna hjá sér þörf til að útskýra hvers vegna mín ákvörðun er verri en þeirra eigin. Að mörgu leyti er það óþolandi að fólk skipti sér af því hvernig ég næri mig. Hins vegar er gott að fólk hafi skoðun og vilji ræða vegan lífsstíl því ég get svarað óhikað, útskýrt og rökstutt. Við þurfum öll að neyta meira af plöntumiðuðu fæði, ekki bara heilsu okkar og dýranna vegna, heldur til að reyna að bjarga heiminum frá okkur sjálfum. Meira að segja Landlæknir segir okkur í „Ráðleggingum um mataræði“ að takmarka neyslu kjöts. Fjölbreytt úrval í Nettó Frá því ég hætti að borða dýraafurðir hefur margt breyst. Að taka skrefið var eitt en að læra að skipta út gömlum vönum og vörum sem ég hafði notað í áratugi var oft mjög flókið. Með árunum hefur fjölbreytni í vöruúrvali aukist og þar hefur starfsfólk Nettó á Egilsstöðum, þar sem ég versla langmest, staðið sig frábærlega. Úrvalið er stórgott og þau fá reglulega inn nýjungar þannig að það er ekkert mál að fá, eða búa til, vegan útgáfu af þeim mat sem mér finnst bestur. Ég elska góðan mat sem inniheldur frábæra næringu. Baunir, hnetur, fræ, grænmeti, ávextir ... þið fáið ekki betri næringu fyrir líkama og sál. Til að byrja með var ég skíthrædd við baunir og tófú, enda þekkti hvorugt úr uppeldinu. Mér fannst áferðin skrítin en ótti minn var algjörlega óþarfur og í dag er þetta uppáhalds maturinn minn. Ástæðan er einföld: Þú getur notað baunir, hnetur og fræ til að búa til allt sem þig langar í.

32

Úrvalsnæring Baunir eru frábær uppistaða trefja og prótíns og hægt er að bæta þeim í bókstaflega allt, frá súpu til súkkulaðiköku. Þær hafa líka jákvæð áhrif á heilsuna, geta t.d. lækkað kólesteról og blóðsykursgildi. Tófú er unnið úr sojamjólk (sojabaunum) sem er pressuð í litla kubba, ekki ósvipað því hvernig kúaostur er búinn til. Tófú er prótínríkt og stútfullt af nauðsynlegum amínósýrum. Í því er líka góð fita, kolvetni, vítamín og steinefni. Í tófú er mikið af næringu í tiltölulega fáum hitaeiningum. Talið er að tófú geti dregið úr einkennum tíðahvarfa, styrkt hjarta og stuðlað að jafnvægi kólesteróls. Það styrkir bein, hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu og talið er að tófú geti dregið úr hættu á tilteknum krabbameinum. Hnetur og fræ eru stútfull af hollri fitu, trefjum og andoxunarefnum, mismikið eftir tegundum, og hafa góð áhrif á hjartaheilsu, blóðþrýsting og kólesteról.


Spennandi réttir Plöntumiðað fæði er alls ekki bara sorgmætt kálblað og kartöflur (samt án gríns, áfram kartöflur!) og það hægt að gera vegan útgáfu af nánast öllum réttum. Flest af því sem þarf áttu eflaust til í skápunum nú þegar og restin fæst í Nettó. Hér eru tvær laufléttar uppskriftir sem henta öllum. Sú fyrri er að taquitos-vefjum sem eru innblásnar af mínum bestu konum, Veganistum. Það er óhætt að breyta vefjunum og bæta þær eftir því hvað er til hverju sinni. Seinni uppskriftin er að gómsætri „ostasósu“ sem er ómissandi með vefjum og sem ídýfa með góðu snakki.

Taquitos-fylling • Olía til steikingar • 3 hvítlauksgeirar • ½–1 rauðlaukur • 1 dós svartar baunir frá Änglamark • 1 dós kjúklingabaunir (eða aðrar baunir) • 1 poki taco-krydd frá Santa Maria • 1 dós hafrasmurostur frá Oatly • 1 dl salsa frá Santa Maria • Salt og pipar • Safi úr ½ límónu • Epic mature rifinn ostur frá Violife • Vefjur frá Santa Maria. Ég kaupi stórar vefjur og sker í tvennt áður en ég set fyllinguna í. Steikið allt á pönnu. Ég stappa aðeins baunirnar til að blanda þessu saman en einnig getur verið gott að nota töfrasprota til að blanda vel. Til að stjórna þykktinni mæli ég með að bæta vatni við þegar þetta mallar á pönnunni en leyfið ykkur listrænt frelsi með þykkt, innihald og önnur krydd. Fyllið hverja vefju með smávegis af rifnum osti og fyllingu og rúllið upp áður en þið steikið á pönnu, í airfryer eða ofni þar til þær verða gylltar.

„Ostasósa“ úr kasjúhnetum • 1 bolli kasjúhnetur frá H-Berg • Rúm teskeið gróft sinnep frá Maille • 2 hvítlauksrif • Sítrónusafi (slatti, a.m.k. ¼ bolli) • Vatn (eftir smekk, en gott að byrja á 1/3 bolla) • Salt og pipar eftir smekk • Næringarger eftir smekk Best er að leggja kasjúhneturnar í bleyti í nokkrar klukkustundir ef tími gefst. Ef ekki, þá þarf að passa að blanda vel. Öll hráefnin eru svo sett saman í blandara eða þeim blandað saman með töfrasprota þar til sósan verður mjúk og kekkjalaus. Hægt er að stjórna þykktinni með vatnsmagninu og ef hún verður of þunn er hægt að setja hana í ísskáp í smá stund.

25%

AFSLÁTTUR

33


SKREF-FYRIR-SKREF LEIÐBEININGAR TIL AÐ NOTA VÖRURNAR OKKAR: 1 Notaðu þær bara eins og mjólk.

15%

AFSLÁTTUR

NÝTT x3

34


Laus við MJÓLK SOJA • GLÚTEN • LAKTÓSA HNETUR • ROTVARNAREFNI

15%

AFSLÁTTUR

Höfum það verulega gott í veganúar 25%

AFSLÁTTUR

í takt við tilveruna

ÄNGLAMARK PESTÓ

25%

AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI

35


Samþykkjum þá sem eru öðruvísi Marðir, kramdir eða misvaxnir ávextir eru alla jafna

taðir um það gríðarlega magn af ávöxtum sem

hafnað vegna útlits. Alex Wright og Jack Scott,

fara til spillis. Við unnum einnig báðir í söludeild

stofnendur breska vörumerkisins Dash Water,

hjá stórum gosdrykkjaframleiðanda og sáum

berjast gegn matarsóun með því að nota öðruvísi

tækifæri til að búa til frábæran drykk án sykurs

ávexti sem eru “öðruvísi vaxnir” á einhvern hátt í

og sætuefna. Við fórum því af stað og bjuggum

lögun eða stærð og er hafnað í verslunum vegna

til DASH. Merkið hefur stækkað gríðarlega og er

útlits en eru að öllu öðru leyti fullkomlega

nú fáanlegt í tíu þúsund verslunum um

gómsætir. Þannig fara 40% allra ávaxta til spillis og

allan heim“.

2,5 milljarðar tonna af mat á ári hverju á heimsvísu. Segðu okkur hvað DASH er? Við heyrðum í Jack til þess að fá frekari upplýsin-

„Dash er kolsýrður drykkur gerður úr lindarvatni,

gar varðandi þennan spennandi gosdrykk: Hvað

bragðbættur með töfrandi ávöxtum. Drykkurinn

kveikti hugmyndina að Dash Water?

er án sykurs, sætuefna og er hitaeiningalaus.”

„Það var hugsjón okkar að búa til sjálfbæran og

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að heimsækja

hollan sykurlausan drykk. Ég og Alex störfuðum

dash-water.com eða @dashdrinks á instagram

báðir hjá ávaxtaframleiðanda og vorum því meðvi-

25%

AFSLÁTTUR

TT

VAT N KO L S Ý R A MISLAGA* ÁV Ö X T U R ENGAR KALORÍUR

SYKURLAUST

ENGIN SÆTUEFNI

*Þetta er beygði, kramdi, mislaga ávöxturinn sem fólk hafnar og hendir. Með því að nýta þessa ávexti erum við að hjálpa til við að draga úr matarsóun.

36


25%

AFSLÁTTUR

37


EKTA LAKKRÍS síðan 1927

25%

AFSLÁTTUR

hægbakaður

og sérlega mjúkur

38

hreinn

lúxus lakkrís

aðeins

náttúruleg hráefni


25%

AFSLÁTTUR

39


25%

AFSLÁTTUR

Matur sem lætur þér líða vel Á köldum dögum þegar lítið hefur sést til sólar og orkutankarnir að tæmast er mikilvægt að hlusta á líkamann og hlúa að honum með næringarríkri fæðu, heitum og heimalöguðum mat sem yljar bæði líkama og sál. Hér er hugmynd að slíkri máltíð frá Kristjönu Steingrímsdóttur heilsukokki og talsmanni MUNA.

Bökuð tómat- og basilíkusúpa • 2 msk. MUNA ólífuolía • 6 tómatar • Handfylli kirsuberjatómatar • 1 rauðlaukur • 2 hvítlauksrif • Salt & pipar • 450 ml tómat-passata (tómatsafi) • Handfylli fersk basilíka • 2 msk. tómatpúrra • 500 ml grænmetiskraftur Skerið tómata, lauk og hvítlauk gróft niður og setið í ofn ásamt ólífuolíu, salti og pipar og grillið við 180°C í 25–30 mínútur. Þegar grænmetið er eldað, kælið það aðeins og setjið það því næst í blandara ásamt restinni af hráefnunum og blandið þar til allt er orðið silkimjúkt. Hellið í pott og hitið. Stráið ferskri basilíku og jafnvel smá Parmesan yfir. Punkturinn yfir i-ið er svo heimabakað brauð og pestó með.

40


Trefjaríkt korn- og fræbrauð • 4 bollar MUNA spelt (2 bollar gróft spelt og 2 bollar fínt spelt) • ½ bolli MUNA sesamfræ • ½ bolli MUNA sólblómafræ • ½ bolli MUNA kókosmjöl • ½ bolli blandaðar MUNA hnetur, saxaðar fínt • 1 msk. lyftiduft • 1 tsk. salt • 3–4 msk. MUNA akasíuhunang • ¾–1 bolli sjóðandi vatn eða eftir þörfum (bætið við smátt og smátt svo deigið verði ekki of blautt) • 1 msk. ferskur sítrónusafi Hitið ofninn að 180°C gráðum. Blandið þurrefnum saman í skál með sleif. Blandið hunangi, vatni og sítrónusafa saman í annarri skál. Hrærið blautefnum saman við þurrefni og blandið vel saman. Bætið við vatni eftir þörfum. Setjið deigið í brauðform með bökunarpappír eða penslið brauðformið. Bakið í 30 mínútur.

Takið brauðið varlega úr forminu og bakið áfram á ofngrind í 15–20 mínútur eða þar til tannstöngull sem stungið er í miðjuna kemur hreinn út. Látið kólna aðeins áður en þið skerið í sneiðar og njótið.

Súkkulaðistykki með valhnetum Þessi stykki eru eingöngu búin til úr valhnetum, möndlum, döðlum, möndlusmjöri, akasíuhunangi, súkkulaði og lakkríssalti/salti, svo auðvelt að gera mikið í einu og eiga í frysti. • 2 bollar steinlausar MUNA döðlur • ½ bolli MUNA valhnetur • ½ bolli MUNA möndlur • 3 msk. MUNA möndlusmjör • 1 msk. MUNA akasíuhunang Öllu blandað saman í matvinnsluvél þar til góður massi hefur myndast, þá er blandan sett í brauðform sem er klætt með bökunarpappír. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir. Stráið smá lakkríssalti eða góðu sjávarsalti yfir og frystið.

Bólgueyðandi bomba • 2–3 bollar grænt te eða vatn • 1 tsk. MUNA möndlusmjör • 1 appelsína, flysjuð og steinhreinsuð • 1½ bolli frosið mangó • ¼ bolli fersk mynta • 1 sítróna • Vænn biti af engifer • ½ tsk. MUNA túrmerik • Pipar • 1 msk. NOW Collagen (valfrjálst) • 1 msk. prótínduft (valfrjálst) Blandið öllu saman í blandara og drekkið. Fylgist nánar með Kristjönu hér: jana.is instagram.com/janast

41


PRÓTEINRÍKT LÍTILL SYKUR DÁSAMLEGT BRAGÐ

100% ávextir Engin aukaefni

AFSLÁTTUR

20%

20%

AFSLÁTTUR

TT

Rótin að góðum degi

25%

AFSLÁTTUR

Lífræn engiferskot

Bragð af Ítalíu 25%

AFSLÁTTUR

42


15%

AFSLÁTTUR

43


25%

AFSLÁTTUR

Hvað fyllir á tankinn þinn?

Við þekkjum það flest að gleyma okkur í lífsins kapphlaupi og gleyma því sem nærir okkur og fyllir á tankana. Stundum hlaupum við það langt að við munum ekki hvað það er sem heldur okkur í jafnvægi. Í upphafi árs gefst kjörið tækifæri til að skoða venjur sínar, með sjálfum sér og fjölskyldunni, og ákveða hvaða nærandi stundir þú, eða þið, viljið taka upp og halda í. Er það morgunbolli, morgunrútína, kvöldrútína, hreyfing, hreinna heimili eða kósíkvöld með fólkinu þínu?

Kaffibollinn Kaffibolli getur verið svo miklu meira en kaffibolli. Prófaðu þennan; hann gæti kryddað tilveruna. Morgunrútína Fyrir mörgum er morgunrútínan heilög stund enda fátt betra en að fara inn í daginn í góðu jafnvægi, vel nærð og jafnvel búin að hlusta á uppáhalds lagið sitt eða taka létta hugleiðslu. Skemmtileg áskorun gæti verið að stilla klukkuna 30 mínútum fyrr en venjulega og eiga stefnumót við sjálfan sig alla morgna yfir sítrónuvatni, tei eða kaffibolla, fara í morgunbað, kalda sturtu, hugleiða, gera teygjur, fara í stuttan göngutúr eða hvað sem er sem nærir sálina fyrir daginn.

44

• 1 bolli sterkt kaffi • 2 tsk. MUNA möndlusmjör • 2 tsk. NOW Collagen • 1 tsk. MUNA kanill • 1 MUNA daðla Blandið öllu varlega saman í blandara. Gætið þess að vökvinn kólni aðeins áður en hann fer í blandarann. Njótið!


Hollur bröns

Hreint heimili

Hvað er notalegra en að byrja daginn með fjölskyldunni sinni yfir hollum og fallegum mat? Tilvalið er að búa til heiðarlegan hafragraut sem flestir þekkja og nota sem grunn í góða skál. Draga fram gott múslí, þurrkaða og ferska ávexti, gríska jógúrt og fleira sem hugurinn girnist og leyfa hverjum einum að gera sína eigin skál. Þetta er bæði skemmtilegt og einstaklega ljúffengt!

Það er óneitanlega ljúf tilfinning að ljúka við heimilisþrifin. Það er enn ljúfara að þrífa með góðri samvisku en hreinlætisvörur ættu ekki að innihalda nein óæskileg efni. Margar hreinlætisvörur innihalda skaðleg efni sem við öndum að okkur og eru skaðleg fyrir umhverfið og okkur sjálf. Góðar hreinlætisvörur þurfa ekki lengur að innihalda sterk kemísk efni til að gefa þá virkni sem við sækjumst eftir. Þýska fjölskyldufyrirtækið Sonett er með þeim fremstu á þessu sviði og eru eingöngu með vottaðar mildar sápur og hreinsiefni. Þær brotna 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða lífsins.

Kósíkvöld Skipulögð samvera með fjölskyldu eða vinum er verðugt verkefni á árinu. Samverustundirnar þurfa ekki að vera formlegar, innihalda mikil plön eða kosta mikið. Stundum er einfalt borðspil, bíómynd og popp uppskrift að draumakvöldi í góðum félagsskap. Kókosolían frá MUNA er frábær kostur til þess að poppa upp úr. Stráið sjávarsalti yfir og njótið.

Meiri ró fyrir svefninn Til þess að upplifa góðan svefn er mikilvægt að hanna eigin svefnrútínu til þess að minna líkamann á að tími sé kominn til að sofa. Mörgum þykir gagnlegt að taka nokkrar djúpar öndunaræfingar fyrir svefninn, fara í heitt bað eða drekka te. Eins ber að varast koffín eftir miðjan dag, slökkva á tölvuskjám og síma, allavega klukkustund fyrir svefn, og forðast áreiti. Skoraðu á sjálfan þig og skapaðu þína eigin rútínu fyrir svefninn sem skilar þér meiri svefngæðum.

45


síðan 2002 Ómar Ingi, handboltamaður

46

15%

AFSLÁTTUR


HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK 25%

AFSLÁTTUR

VEGA

N

47


25%

AFSLÁTTUR

48


Lífræn hollusta frá biona

25%

AFSLÁTTUR

49


Einfaldar vegan uppskriftir Ellu Stínu Elín Kristín Guðmundsdóttir, konan á bak við vegan merkið Ella Stína, ráðleggur fólki sem langar að prófa grænkerafæði að byrja á uppskriftum sem eru ekki of flóknar.

25%

AFSLÁTTUR

Vegan hamborgarar

Salat með vegan buffi Í þessa uppskrift nota ég vegan buffin mín og útbý gott salat sem inniheldur prótín, trefjar og grænmeti sem gefa okkur fullt af vítamínum og steinefnum. 1–2 stk. vegan buff, eldið skv. leiðbeiningum á umbúðum 1 dl kínóa, sjóðið skv. leiðbeiningum á umbúðum. Meðan þið eldið buffin er gott að gera sósuna og geyma í ísskáp. Sósa: • 1 dolla vegan sýrður rjómi • Safi úr hálfri límónu • Væn lúka af fersku dilli eða graslauk • Smá salt Grænmeti: Grænkál, tómatur, rauðkál og gul paprika, skerið niður Ég nota alltaf íslenskt grænmeti ef það er í boði. Guacamole: • 2 þroskuð avókadó, stöppuð og síðan er hinum hráefnunum blandað saman við • ½ chili, fræhreinsað • ½ rauðlaukur, smátt skorinn • 1 askja kirsuberjatómatar, niðurskornir • Væn lúka af fersku kóríander, saxað • 2 hvítlauksrif, pressuð • Salt og pipar Kælið í ísskáp í u.þ.b. 30 mín.

50

Sveppa- og svartbaunabuff er einstaklega bragðgott og margir segjast ekki finna mun á því og kjöti. Ég var lengi að prófa mig áfram með svepp til að nota í buffið. Þegar ég kynntist ostrusveppi fann ég hvað hann er góður í matargerð. Sveppur er ekki bara sveppur. • 1 pakki Sveppa- og svartbaunabuff, eldið skv. leiðbeiningum á umbúðum • 4 stk. hamborgarabrauð eða grófar brauðbollur Á meðan buffin eldast er tilvalið að skera niður grænmetið. • Salat frá Vaxa • 2–3 íslenskir tómatar • 1 íslensk gúrka • Nokkrar sneiðar af Violife osti • Handfylli af kóríander • 1 rauðlaukur Það er mjög gott að nota chili-majó, yuzu-majó eða vegan majó með.


20% AFSLÁTTUR

BETRA SÚKKULAÐI ÚR PLÖNTURÍKINU Engin pálma olía

NÝTT

Engin gerviefni

51


Daglegar venjur fyrir dúndrandi stuð í heilanum H

vaða heilsuvenjur hafa jákvæð áhrif á heilann, taugakerfið, hormónakerfið og stuðla að betri andlegri heilsu? Ragga nagli sálfræðingur útskýrir hvernig daglegar venjur virka á líkamann og geta bætt geðheilbrigði. • Göngur • Svefn • Öndunaræfingar • Hugleiðsla • Hollt mataræði • Áhugamál • Dagsbirta • Félagsleg tengsl • Æfingar

Svefn í 7–9 tíma. Svefn eykur mólekúlið BDNF (Brain Derived Neurotropic Factor) í heilanum sem eykur fjölda og stærð taugamóta og stuðlar þannig að betra minni, betri árangri í námi og skarpari athygli. Í svefni losast líka vaxtarhormón sem hefur víðtæk áhrif um líkamann og byggir heilbrigðan vef í vöðvum og heila. Svefn endustillir kortisól í líkamanum og stuðlar að lægra grunnviðmiði fyrir kortisólmagnið.

Göngur. Hliðarhreyfingar augna taka möndluna í heilanum (amygdala) úr sambandi. Mandlan er heilastöð sem stjórnar kvíða og ótta og sendir skilaboð til heilans að við séum í hættu. Þegar við göngum og horfum í kringum okkur þá virkjast stöð í framheilanum (frontoparietal cortex) sem sér um lausnamiðaða hugsun, athygli, nám og minni, en þessar tvær stöðvar, framheilinn og mandlan, geta ekki verið virkar samtímis. Við getum ekki verið stressuð og lausnamiðuð í einu. Rannsóknir sýna að göngur í grænu umhverfi lækka kortisól og hækka serótónín mun meira en þegar við göngum innan um steinsteypu. Öndunaræfingar. Ekkert róar taugakerfið jafn hratt og hæg útöndun. Það kemur okkur úr streitukerfinu. Að snökta hratt þrisvar í innöndun og anda svo frá sér á 4–5 sekúndum er skotheld leið til að róa taugakerfið þegar við erum í uppnámi. Að gera öndunaræfingar reglulega keyrir okkur niður í sefkerfið sem lækkar kortisól yfir daginn. Þá erum við tilbúin til að takast á við næstu áskoranir. Hugleiðsla/núvitund. Heilinn verður ansi lúinn þegar við erum stöðugt að nota framheilann í að leysa vandamál, veita athygli og leggja á minnið. Það veldur því að árveknin verður minni. þegar við hugleiðum þá látum við hugann reika í þeim hluta heilans sem sinnir sköpunargleði og ímyndun. Horfðu á þetta ferli eins og að hvíla milli setta í ræktinni; þú þarft að hvíla vöðvana til að þeir ráði við næsta sett. Það sama gildir um framheilann; hann þarf reglulegar pásur og að nota önnur svæði á meðan. Reglubundin hugleiðsla dregur úr virkni möndlunnar sem er kvíðastöðin í heilanum.

52


Þolæfingar á 60–70% púlsi stækka drekann (hippocampus) sem er minnisstöðin í heilanum og bætir minni hjá eldra fólki. Þolæfingar auka líka BDNF sem hefur áhrif á heilbrigð taugamót í heilanum. Þolæfingar vernda heilann gegn kynurenine sem myndast við streitu og ferðast í gegnum blóð-heila þröskuld og veldur frumudauða og bólgum sem hafa veruleg áhrif á þunglyndiseinkenni. Æfingar breyta kynurenine í kynurenine-sýru sem getur ekki ferðast upp í heila. Styrktarþjálfun eykur hormónið IGF-1 (insulin-like growth factor) en hátt magn af því hefur verndandi áhrif á hugræna getu. Styrktaræfingar losa út IRISIN sem hefur kvíðalækkandi eiginleika. Ef þú getur hakað við nokkur af þessum atriðum í þínum daglegu venjum þá snaraukast líkur á að heilinn haldist í dúndrandi stuði og að taugakerfið verði rólegra en nýfóðrað ungabarn. Fylgist með Röggu nagla hér: facebook.com/RaggaNagli Instagram: @ragganagli

Hollt mataræði. Heilar óunnar afurðir halda þarmaflórunni hamingjusamri. Það er tvístefnusamband milli þarmaflóru og streitu, þar sem streita hefur áhrif á meltingu og öfugt. Í þarmaflórunni myndast GABA, taugaboðefni sem róar okkur niður, en lágt magn hefur áhrif á streitu, kvíða og ótta. Dagsbirta. Að fá a.m.k. 30–60 mínútur af dagsbirtu í augun, helst fyrri part dags, stuðlar að eðlilegum dægursveiflum í svefnhormóninu melatóníni og kortisóli sem stuðla að árvekni og athygli. Áhugamál. Ef við erum að jórtra á vandamálum í hausnum sendum við líkamanum skilaboð um að halda okkur áfram í streitukerfi og losa kortisól og adrenalín. Að gera eitthvað sem okkur þykir skemmtilegt dreifir huganum frá streituvaldandi aðstæðum, nærir sköpunargleðina sem styrkir sjálfstraustið og losar út serótónín og dópamín sem leyfa líkamanum að jafna sig eftir streituvaldandi atburð. Félagsleg tengsl. Þau auka vellíðunarhormónin serótónín og oxitósín sem losast þegar við knúsum og snertum annað fólk. Að vera í félagsskap sem nærir okkur dreifir huganum frá okkar eigin vandamálum og gefur okkur nýtt sjónarhorn. Tachykinin er peptíð sem veldur pirringi en rannsóknir sýna að félagsskapur hefur bælandi áhrif á tachykinin. Æfingar minnka bólgur í líkamanum og losa hormónið endorfín sem er náttúrulegur verkjastillir líkamans. Að sama skapi eykst magnið af prótíni í vöðvum sem heitir IRISIN og er náttúrulegt kvíðalyf líkamans. Rannsóknir á elliglöpum sýna að hærri hvíldarpúls, sem fylgir betra líkamlegu formi, tengjast betri heilaheilsu og hugrænni getu.

53


35%

AFSLÁTTUR

Nú líka með kakóbragði!

54


Heilsukökur Lífrænar . Vegan

20% AFSLÁTTUR

Hvað er í uppáhaldi hjá ínu kríli?

20% AFSLÁTTUR

Avaxta - og grænmetisskvísur

.. Kvoldverðar skvísur

Fingra matur 55


20% AFSLÁTTUR

soda_halfsidur.pdf 1 01/12/2023 16:43:58

25%

AFSLÁTTUR

56


ekta safar og

eðalgos

25%

AFSLÁTTUR

soda_halfsidur.pdf 2 01/12/2023 16:44:00

PRÓTÍNRÍKT & MINNI FITA

25%

AFSLÁTTUR

MINNI SYKUR

MEIRA GOTT! 57


20% AFSLÁTTUR

Kauptu vöru frá Libresse og þú gætir unnið GARMIN úr!

Skráðu þig í leikinn á lifipikan.is og þú gætir unnið GARMIN úr til að fylgjast með tíðahringnum þínum.

58


nowfoods.is

Fyrir þig... alltaf Veldu þínar heilsuvörur vandlega. Vörurnar frá NOW innihalda einungis hráefni í hæsta gæðaflokki. Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir til að tryggja þér vörur sem virka.

Castor olía

20% AFSLÁTTUR

Síðan 1968

59


25%

AFSLÁTTUR

Enginn sykur Ekkert glúten Bara gott! 20% AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

60


20% AFSLÁTTUR

BÆTTU HEILSUNA MEÐ BRAN FLAKES ÓMISSANDI TREFJAR FYRIR HEILBRIGÐA ÞARMAFLÓRU OG BÆTTA MELTINGU 61


25%

AFSLÁTTUR

62


ÄNGLAMARK SÆLGÆTI

20% AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI

25%

AFSLÁTTUR

Lífræn freisting í grautinn, á brauðið og í eftirréttinn

63


nowfoods.is

Ljósið í myrkrinu Frá NOW finnur þú fjölbreytt úrval af D vítamíni sem hjálpar þér að mæta vetrinum með bros á vör. D vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins, viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfsemi.

D vítamín

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

64

Síðan 1968


HANNAÐ TIL AÐ SKERPA ATHYGLI OG VIÐHALDA GÓÐU MINNI

20% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

Eitthvað til að hugsa um!

25%

AFSLÁTTUR

65


Hreint heimili á nýju ári Nýtt ár býður upp á nýtt upphaf á mörgum vígstöðvum. Þegar jólin eru horfin á braut og ný rútína í vinnslu getur verið gott fyrir sálina að taka hraustlega hreingerningu að hætti Sonett.

S

onett vörurnar eru 100% lífrænar og umhverfisvænar og brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Vörurnar eru mildar fyrir húð og innihalda ilmkjarnaolíur sem fá heimilið til að glansa og ilma dásamlega. Við framleiðsluna á Sonett eru hvorki notuð rotvarnarefni, ilmefni né kemísk litarefni. Vörurnar innihalda heldur ekki ensím eða yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs. Sonett vörulínan er breið og í henni er hægt að finna allt sem þarf fyrir heimilisþrifin. Skínandi fínt svefnherbergi Fyrst tökum við af rúminu og setjum í þvott því fátt er eins notalegt og að hoppa upp í rúm með nýþvegnum rúmfötum. Uppáhalds þvottaefnið okkar fyrir rúmföt er fljótandi

lavender þvottalögurinn. Til að drepa rykmaura mælum við með að þvo rúmfötin á 60°C eða setja þau í a.m.k. hálftíma í þurrkarann. Draumaráðið okkar þegar kemur að rúminu er að úða sótthreinsispreyinu yfir dýnur, kodda og sængur við rúmfataskipti. Við mælum með að þvo ullarrúmteppi með ólífuþvottalegi sem er sérstaklega ætlaður fyrir ull og silki. Munið að stilla á þvottakerfi fyrir ull og viðkvæman þvott. Notið endurnærandi ullarsápuna í lokaskoluninni. Leysið upp hálfa teskeið af ullarsápunni í 30–40 ml af heitu vatni og hellið vökvanum í mýkingarefnishólfið á þvottavélinni. Tiltekt í skápum Fyrir þau sem leggja í tiltekt í fataskápum þá mælum við með að taka eina hillu í einu. Förum yfir allt sem er í skápnum, setjum í endurvinnslupoka og losum okkur við það sem við erum hætt að nota, er orðið slitið eða lenti óvart í skápnum. Brjótum allt saman sem á að vera þar áfram, setjum flíkur í flokka og jafnvel í litaröð ef við höfum tíma. Þurrkum úr öllum hillum með örtrefjaklút og alhliða yfirborðs- og glerheinsi; þessum með fjólubláa miðanum. Einnig hægt að blanda alhreinsi eða appelsínukrafthreinsi út í vatn og væta tusku upp úr því. Nýtum slár sem best; best er að brjóta saman allt sem ekki þarf að hanga, eins og gallabuxur, peysur, stuttermaboli o.fl. Setjum aukahluti eins og klúta, skartgripi og belti saman á hillu eða í körfur. Það er sniðugt að setja snaga innan á hurðar fyrir skartgripi. Einnig er hægt að setja snaga á vegginn fyrir klúta, veski, skartgripi, hatta o.fl. Hugsum vel um fötin Munum að hugsa vel um fatnaðinn okkar og þvo með viðeigandi þvottaefni hverju sinni. Við mælum með fljótandi

66


þvottaefni fyrir litaðan þvott (Laundry liquid color); þetta með gula miðanum sem hentar sérstaklega vel fyrir íþrótta- og útivistarfatnað. Þurrkum af gluggatjöldum eða þvoum þau en pössum okkur að fara eftir leiðbeiningum. Fyrir viðkvæm efni mælum við með fljótandi ólífuþvottalegi fyrir ull og silki. Bleikiefninu og blettahreinsinum frá Sonett (Bleach Complex and Stain Remover) er hægt að bæta úti í þvottaefnið reglulega þegar þvo á hvítan þvott. Efnin vinna gegn því og fyrirbyggja að þvotturinn gráni eða gulni. Eins er hægt að hressa upp á hvítar flíkur sem hafa misst ferskleika sinn með því að leggja þær í bleyti upp úr blettahreinsinum. Upp með tuskuna! Þurrkum af öllum hillum, borðum, náttborðum og gluggakistum. Til þess að fá skínandi fína spegla án ráka er best að nota hreinan örtrefjaklút vættan með volgu vatni og alhliða yfirborðs- og glerhreinsi. Sömu aðferð er hægt að nota fyrir gluggana. Þó mælum við með alhreinsi út í vatn á rúðurnar. Endum hreingerninguna á því að ryksuga og skúra og þá mælum við með því að setja alhreinsinn, þennan með bleika miðanum, út í volgt vatn.

25%

AFSLÁTTUR

Búum um rúmið að lokum og setjum blóm í vasa; þá sofum við vel og njótum vetrarins betur.

Eftirfarandi atriði eiga við um hreinsiefnin frá Sonett: • Góð og öflug hreinsiefni • Náttúruleg, unnin úr plöntuhráefnum • Brotna fullkomlega (100%) niður í náttúrunni • Innihalda samþjöppuð efni sem eru drjúg í notkun • Sérlega mildar vörur fyrir húðina • Án tilbúinna rotvarnarefna og ensíma • Án tilbúinna ilmefna • Án tilbúinna litarefna Sonett vörurnar fást í helstu verslunum um allt land. instagram/sonett_iceland

67


20% AFSLÁTTUR

68


25%

AFSLÁTTUR

Captain Kombucha er ferskur og svalandi drykkur sem inniheldur aðeins 100% náttúruleg hráefni; lífrænt grænt te, góðgerla, andoxunarefni og vítamín.

1L25%

AFSLÁTTUR

Mest selda Kombucha í Evrópu Án allra aukaefna

69


VELDU HEILNÆMARI KOSTINN Þú færð lífrænar hreinsivörur frá Änglamark í Nettó.

25%

AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 70


25%

AFSLÁTTUR

Lífrænar hreinlætisvörur sem brotna 100% niður í náttúrunni

71


25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

15%

AFSLÁTTUR

T EIN ÍSL

LI N

D

AR

72

SK EN T

HR

BRAKANDI FERSKUR

VAT N


25%

AFSLÁTTUR

NÝTT

114 MG KOFFEIN

114 MG KOFFEIN

114 MG KOFFEIN

25%

AFSLÁTTUR 73


Töfrajurt fyrir andlega og líkamlega heilsu Eva Dögg Rúnarsdóttir, annar tveggja eigenda og skapandi stjórnandi Rvk Ritual, segir frá kostum burnirótar.

B

urnirót eða rhodiola, er uppáhalds rótin mín. Þið finnið hana hjá Gula miðanum undir nafninu Arctic Root. Hún vex á Íslandi sem gerir hana enn meira uppáhalds. Ég tek inn burnirót flesta daga; stundum tek ég pásur og stundum stækka ég skammtinn. Burnirótin er smá eins og við eyjarskeggjarnir sem veljum að búa hér á þessari köldu og vindasömu eyju: Rosalega seig og viljasterk. Hún lætur ótrúlegustu hluti gerast, reddar öllu og er alveg einstaklega dugleg. Hún vex á hrjóstrugustu og köldustu svæðum jarðar þar sem lífsskilyrðin eru almennt erfið fyrir bæði plöntur og dýr. Burnirót er gífurlega falleg planta með grænum safaríkum laufblöðum og gulum blómum. Kjötmikil laufin er hægt að nota á húðina og svipar mikið til Aloe Vera. Best er að nota vökvann úr blöðunum til að meðhöndla bruna, sár og aðra bólgusjúkdóma í húðinni. Hann er einstaklega græðandi og veitir mikinn raka. Aðalgaldrarnir liggja þó í rótinni sem inniheldur 140 virk efni. Best er að leyfa henni að vaxa og þroskast í 5 ár áður en hún er skorin upp. Burnirót hefur verið notuð til lækninga í fleiri aldir í Skandinavíu, Síberíu og Himalajahéruðum Asíu og þá aðallega til að meðhöndla kvíða, þreytu og þunglyndi. Það er í okkar arfleifð að nota þessa mögnuðu jurt; vísbendingar eru um að rætur rhodiola hafi verið nýttar til matar í um 3.000 ár. Neysla burnirótar er skráð í löndum á norðurhveli jarðar, einkum Grænlandi og Alaska. Víkingarnir eru sagðir hafa notað burnirót vegna endurnærandi áhrifa hennar. Á undanförnum árum hefur áhugi á burnirót aukist í „wellness“ heiminum og plantan verið rannsökuð meira og meira. Í kínverskri læknisfræði er burnirót talin tengjast lifrinni og lungunum. Þar er hún einnig notuð sem blóðstyrkjandi lyf og til að koma jafnvægi á yin og yang orku líkamans. Þar er talið að burnirót auki þol á miklum streitutímum og í vestrænni læknisfræði er tekið undir það. Hvað er það

fyrsta sem gerist þegar maður er undir mikilli andlegri og/ eða líkamlegri streitu? Hárið fer að falla, neglurnar brotna, húðin verður gráleit, orkan minni o.s.frv. Blóðið skilar ekki nógu mikilli orku og súrefni um allan líkamann. Burnirót eflir blóðflæðið og lífsgæðin þar með. Burnirót flokkast sem „adaptogen“, styrkjandi efni sem hefur áhrif á innkirtlakerfið og stuðlar að betra jafnvægi. Ég mæli með að auka skammtinn af burnirót á krefjandi tímum til að takast á við streituvaldandi aðstæður. Burnirót getur einnig dregið úr einkennum kulnunar sem geta komið fram við langvarandi streitu. Rannsóknir hafa sýnt fram á hraðan bata og rótin virðist draga úr streitu, þunglyndi, þreytu og orkuleysi. Lengi hefur verið talað um að burnirótin ýti undir rólegri og dýpri svefn og fæli frá martraðir. Persónulega tengi ég það við að taugakerfið róist. Burnirót getur bætt skap sem við þurfum oft aðstoð með hér á norðurhveli jarðar. En hún er einnig góð fyrir heilann, minnið og einbeitinguna, getur spornað við ýmsum aldurstengdum sjúkdómum, bætt árangur í íþróttum og aukið andoxunarvirkni líkamans. Ekki láta þetta kraftaverk í jurtaformi fram hjá þér fara. Fylgist með Evu Dögg og Rvk Ritual á samfélagsmiðlum: @evadoggrunars @rvkritual

20% AFSLÁTTUR

74


25%

AFSLÁTTUR

NÝTT FRÁ YOGI TEA TE SEM ENDURNÆRIR OG HLÝJAR

100% lífræn innihaldsefni Yogi hefur uppá að bjóða nýstárlegar blöndur af minnst 10 mismunandi lífrænum innihaldsefnum í hverri blöndu Yogi te er sagt meira en bara te, það er heildræn upplifun sem snertir líkama, huga og sál Njótið vel 75


Nýtt vegan góðgæti í Nettó

25%

AFSLÁTTUR

76


HAMINGJAN ER Í HOLLUSTUNNI 25%

AFSLÁTTUR

77


20% AFSLÁTTUR

78


LÍFRÆNAR RÍSKÖKUR

MEST SELDI ALOE VERA DRYKKUR Í HEIMI!

GLÚTEN FRÍAR ÁN ERFÐABREYTINGA 100% LÍFRÆNAR VEGAN

25%

AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

MJÓLKURLAUS HNETUDRYKKUR

25%

AFSLÁTTUR

LÍFRÆNN NÁTTÚRULEG HRÁEFNI GLÚTENLAUS ENGIN MJÓLK ENGIN TAKMÖRK 79


25%

AFSLÁTTUR

Mýrdalshlaupið stærsta áskorun margra hlaupara Mýrdalshlaupið er skemmtilegt og krefjandi utanvegahlaup í mikilli náttúrufegurð en það var valið Hlaup ársins 2023 hjá hlaðvarpinu Út að hlaupa. Við tókum manninn á bak við hlaupið tali, fræddumst um líf hlauparans og þetta vinsæla hlaup.

G

uðni Páll Pálsson hlaupstjóri er mikill útivistarmaður sem hefur gaman af því að hlaupa um fjöll og firnindi. Hann hefur stundað hlaup í um 10 ár og keppt fyrir Íslands hönd í utanvegahlaupum erlendis. Guðni er giftur, á þrjú börn og starfar sem verkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu. Hvenær kviknaði hugmyndin að hlaupinu? Það var nafni minn, Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti í Mýrdal, sem átti hugmyndina. Fyrsta Mýrdalshlaupið var haldið árið 2013 í tilefni af Landsmóti 50+. Þá var boðið upp á 10 km og 30 manns tóku þátt. Árið 2018 var ákveðið að bjóða upp á lengra hlaup og leggja meira í umgjörð og upplifun hlaupara. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og færri komist að en vildu undanfarin ár. Boðið er upp á 21 km með 1.100 hæðarmetrum, 10 km með 490 hæðarmetrum og 3 km skemmtiskokk. Þeir hröðustu klára lengra hlaupið á innan við tveimur tímum en þeir hægustu á rúmum fjórum tímum. Af hverju hlaup í Vík í Mýrdal? Ég er fæddur og uppalinn í Vík. Þó ég hafi flutt þaðan á unglingsaldri þykir mér alltaf vænt um heimahagana. Eftir að hafa keppt á fjölmörgum stöðum á Íslandi og um allan heim áttaði ég mig á því hvað landslagið í Mýrdalnum er einstakt. Mig langaði að gefa hlaupurum tækifæri á að upplifa þetta svæði sem mér þykir svo vænt um. Hvernig er best að undirbúa sig? Það er mjög einstaklingsbundið. Margir nota hlaupið til undirbúnings fyrir lengri utanvegahlaup. Aðrir hafa aldrei tekist á við stærri áskorun. Hlaupið er krefjandi með mikilli hækkun og sums staðar tæknilegu undirlagi. Það er

80

Guðni Páll notar TREK til að næra sig í hlaupum.

mikilvægt að æfa utan vegar og í brekkum og fjöllum; fá styrk til að komast upp og venjast því að hlaupa niður. Enginn búnaður er nauðsynlegur en fólk þarf auðvitað að klæða sig eftir veðri. Svo er gott að hafa hlaupavesti eða belti fyrir næringu og vatn, sérstaklega í lengra hlaupinu. Utanvegaskór með grófum sóla eru mikill kostur. Hvers konar næringu mælir þú með? Fyrir hlaup er best að borða það sem maður er vanur að fá sér fyrir langar og erfiðar æfingar. Sjálfum finnst mér gott að fá mér eitthvað einfalt, ristað brauð og banana, t.d. Í hlaupinu sjálfu næra sig margir með hlaupageli. Það er í raun bara sykurleðja sem auðvelt er að taka inn á hlaupum. Ég mæli með að prófa það fyrir hlaup. Í lengra hlaupinu eru tvær stöðvar með drykkjum og orkuríku nasli. Eftir hlaup er oft boðið upp á súpu. Þá er líka tilvalið að fá sér t.d. Hleðslu og TREK orkustykki, eitthvað handhægt og fljótlegt. Þá getur líkaminn strax farið að byggja sig upp eftir átökin. Svo er mikilvægt að fá sér almennilega máltíð sem fyrst. Hvers konar er best að undirbúa sig andlega? Mýrdalshlaupið er erfiðara en það hljómar. Það er ágætt að átta sig á því strax, þá kemur það ekki jafn mikið á óvart. Það er gott að reyna að sjá sjálfan sig fyrir sér í hlaupinu, hugsa um hvernig er best að takast á við brautina og sínar eigin hugsanir. Nánari lýsingu og myndir má sjá á myrdalshlaup.is


ó b m o k lt 

e h t sko

25%

AFSLÁTTUR

MUNA.IS

muna _himneskhollusta

81


25%

AFSLÁTTUR

Dásamlega bragðgóð og glútenfrí Brauð, vefjur og pítsubotnar

82


VINNUR ÞÚ FJÖLSKYLDUFERÐ TIL ALICANTE? Kauptu tvær plötur af Valor súkkulaði og sendu okkur mynd af kvittuninni á valor@noi.is

20% AFSLÁTTUR

Ferð fyrir fjölskylduna til Alicante. Innifalið er flug, gisting og ferð í Valor verksmiðjuna. Dregið út 8. febrúar 2024. 83


Full af töfrum úr höfrum ENGIN VIÐBÆTTUR SYKUR ENGIN PALM OLÍA

25%

AFSLÁTTUR

25%

AFSLÁTTUR

• NÁTTÚRULEG LITAR- OG BRAGÐEFNI • ÁN PÁLMAOLÍU • RAINFOREST ALLIANCE VOTTAÐ KAKÓ • ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR

20% AFSLÁTTUR

84


25%

AFSLÁTTUR

Bláberjasultan okkar er svo stútfull af heilum berjum að það er ekki pláss fyrir sykur. Þær eru skapaðar með íslensku hugviti og afraksturinn eru sultur sem eru ekki bara hollar, heldur líka góðar.

GOODGOODBRAND.COM

*Enginn viðbættur sykur 85


25%

AFSLÁTTUR

LÍFRÆN ILMANDI YOGI TE ENDURNÆRA OG HLÝJA 100% lífræn innihaldsefni Yogi hefur uppá að bjóða nýstárlegar blöndur af minnst 10 mismunandi lífrænum innihaldsefnum í hverri blöndu Yogi te er sagt vera meira en bara te, það er heildræn upplifun sem snertir líkama, huga og anda Njótið vel

86


Lífrænt og gómsætt N ý jun

gar

 >

>

25%

AFSLÁTTUR

MUNA.IS

muna _himneskhollusta

87


ÄNGLAMARK SNYRTIVÖRUR – Engin aukaefni!

Allar Änglamark vörurnar eru án astma- og ofnæmisvaldandi efna. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Änglamark vörurnar bera merki Svansins. Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki sem tryggir að varan sé betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu er því stuðlað að betra umhverfi og bættri heilsu, án þess þó að fórna gæðum.

25%

AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 88


Vissir þú að...

ð skilja inn til a s n in g tíðahrin amlegri heilsu ra inn á læ g lík ð a t t go dlegri o ...það er r að gerast í an hvað e st gar hefja ...blæðin g 3 ára o oft um 1 0 ára ...blæð 5 ing lýkur um misjafn ar eru ar á m túrvera illi ...blæðingar geta haft áhrif á meltinguna. Þannig getur þú upplifað hægðalosun rétt fyr ir blæðingar en svo hægðatre gðu nokkrum dögum síðar þeg ar blæðingar eru hafnar

...meða

llengd eru 3-7 blæðinga dagar

notar altali 1.000 ð e m ...að um 1 rvera túrtappa ú t r e hv og bindi lvægt dömu inni – miki inar re eið á lífsl 00% h því 1 a t o n ðið er að usvæ fyrir k i p á vörur esta leiðin inn st rb það e i að koma n f eiture lóðrásina íb

25%

AFSLÁTTUR

il þrír ð tveir t um a t g n e ög alg ...það er séu nokkrum d ir g i in r r tíðah hverju á seinir á aá r lík i ð æ ni ð bl ...þa nóttun

....þa ð allt a getur te kið ð tvö tíðah ringi ár fyrir n reglu n að verð a legan

geta hafist ...tíðaverkir ögum áður nokkrum d ar byrja en blæðing

ikla ið m i á v r i k lím a ver þú g ....ef an og/eð r vissara e íð vanl gum þá knis n i læ blæð leita til ð a

...ilmog l óþarfi itarefni eru í tíð Þau g eta va avörur. ldið e húðof rt eða kl næmni, eym ingu, áða. N atraca slum 100% re eru vö lífræna bóm notar rurna ull og r þv öll auk í lausar við aefni

89


25%

AFSLÁTTUR

ÞRJÁR NÝJAR BRAGÐTEGUNDIR! 25%

AFSLÁTTUR

NÝ UPPSKRIFT 90

NÚ MÝKRI OG BETRI


TAÐ

25%

AFSLÁTTUR

Góðgæti fyrir öll lífsins tilefni Deliciously Ella heilsuvörulínan hefur heldur betur sigrað heiminn með gómsætu heilsufæði. Vörurnar eru glútenlausar og einstaklega bragðgóðar ásamt því að henta þeim sem fylgja vegan- og plöntumiðuðu mataræði.

25%

AFSLÁTTUR

91


25%

AFSLÁTTUR

GOOD GOOD Choco Hazel er íslensk súkkulaðismyrja sem er framleidd í Belgíu með alvöru súkkulaði. Súkkulaðismyrjan er sæt en án viðbætts sykurs og fullkomin til þess að njóta á brauð, vöfflurnar, í eftirrétti eða bara með skeið!

GOODGOODBRAND.COM 92

*Enginn viðbættur sykur


PRÓTEINRÍK HAFRASTYKKI

25%

AFSLÁTTUR

PLÖNTUPRÓTEIN GLÚTENLAUST VEGAN 93


i t i b s n i r  P

25%

AFSLÁTTUR

94

MUNA.IS

Nýjung

>

>

Lífræn t

muna _himneskhollusta


25%

AFSLÁTTUR

LÍFR N OG BRAG GÓ TE

15%

AFSLÁTTUR

JAFNARI ORKA ASHWAGANDHA MACA YERBA MATE

95


20% AFSLÁTTUR

96


100% hnetur. 100% endurunnar umbúðir

MARGVERÐLAUNAÐ, LJÚFFENGT OG PRÓTEINRÍKT HNETUSMJÖR Whole earth hnetusmjörið er komið í skvísu!

25%

AFSLÁTTUR

Auðveld leið til að setja ljúffengt og próteinríkt hnetusmjör í skálar, grauta, kökur eða hvað sem er.

97


25%

AFSLÁTTUR

98


Íslensk gæðahráefni fyrir þína heilsu

www.eylif.is

20%

Ragnhildur Sigurðardóttir PGA golfkennari

AFSLÁTTUR

Ég hef notað Smoother SKIN & HAIR frá því í vor eftir að ég frétti af góðum árangri frá vinkonu minni af vörunni. Hárið er orðið mjúkt og meðfærilegt og ný hár að stinga upp kollinum hér og þar um kollinn minn. Ég get því sannarlega mælt með vörunni, Smoother SKIN & HAIR frá Eylíf.

Árni Pétur Aðalsteinsson Það er ótrúlegt að finna hvað þessi Active JOINTS hefur gert mikið fyrir mig. Nánast öll óþægindi eru farin í hnénu og ég er með vellíðunar tilfinningu innra með mér sem ég hef ekki fundið fyrir lengi. Ég er sannfærður um að Active JOINTS er að gera mikið gagn fyrir mig. Ég mæli svo sannarlega með Active JOINTS frá Eylíf.

FRAMLEITT

Á ÍSLANDI

Floridana 20% LIFÐU VEL

AFSLÁTTUR

99


25%

AFSLÁTTUR

LÍFRÆNIR ÁVAXTAOG GRÆNMETISSAFAR 100


voniceland.is

HOLLUSTA Í HVERJUM BITA

25%

AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

101


25%

AFSLÁTTUR

Hrábar náttúrulegt innihaldsefni

DöÐLUR KASJÚHNETUR rúsínur MöNDLUR BLÁBER

102

58% 15% 15% 10% 2%

Enginn viÐbættur sykur

Hveitimjólkur- og glúteinlaust


25%

AFSLÁTTUR

– SYKURLAUST OG VEGAN –

103


25%

AFSLÁTTUR

HVERS VEGNA VELJA ÞEGAR ÞÚ GETUR FENGIÐ HVORT TVEGGJA?

PRÓFAÐU NÝJA HLTY DRYKKINN! NÝR SÆNSKUR VIRKNIDRYKKUR! NÁTTÚRULEG BRAGÐEFNI – 45 MG KOFFÍN BÆTTUR MEÐ VÍTAMÍNUM OG STEINEFNUM!

25%

AFSLÁTTUR

104


25%

AFSLÁTTUR

105


Skipulagður snæðingur

er lykillinn að árangri

25%

AFSLÁTTUR

Úrval raftækja á tilboði 20% AFSLÁTTUR

106

Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana.


25%

AFSLÁTTUR

Úrvalið er mismunandi eftir stærð verslana..

107


nowfoods.is

Veldu gæði Við leggjum mikinn metnað í rannsóknir og öryggisprófanir og því geturðu verið viss um að fá það sem þú borgar fyrir. Til að tryggja hámarks virkni innihalda vörurnar frá NOW einungis hráefni í hæsta gæðaflokki, án óæskilegra aukaefna. Vertu viss - veldu NOW

Gæði - Hreinleiki - Virkni

20% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

108

Síðan 1968


25%

AFSLÁTTUR

Þín eigin áfyllingarstöð heima Einfaldaðu þér lífið með 10L brúsa af Sonett og hugsaðu um umhverfið. Eins er hægt að pumpa beint í þvottakúlu og setja í vélina. Sonett hreingerningarvörurnar brotna 100% niður í náttúrunni.

109 Til í stærstu verlsunum Nettó


Hvernig virkar appið? Þú getur borgað með appinu og færð alltaf fastan 2% afslátt í formi inneignar. Sérstök apptilboð eru auglýst reglulega.

Hér sést inneignin þín. Yfirlit yfir innkaupin þín. Nánari upplýsingar.

Hvað er á tilboði núna?

Pantaðu í netverslun. Skannaðu þegar þú borgar til að safna inneign.

110

Innkaupalistinn þinn.

Appið gildir yfir í 60 verslunum Nettó, Iceland, Kjörbúða og Krambúða um allt land.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.