2 minute read

Ég, Bjé og Djé!

Ebba Guðný hefur verið dugleg að deila með landsmönnum góðum ráðum að heilbrigðum lífsstíl. Hér deilir hún með okkur mikilvægi D-vítamíns og B12.

Ebba Guðný hefur verið dugleg að deila með landsmönnum góðum ráðum að heilbrigðum lífsstíl. Hér deilir hún með okkur mikilvægi D-vítamíns og B12.

Ég, Bjé og Djé!

Sólin okkar er megin uppspretta D- vítamíns enda er það oft kallað sólarvítamínið. Það eru mörg ár síðan ég fór að taka inn D-vítamín á veturna og gæta þess að fjölskyldan gerði slíkt hið sama. Ég er dauðfegin að hafa áttað mig á mikilvægi þess og fann fljótt hvað skammdeigið varð miklu auðveldara og hvað lundin hresstist. Einnig urðu allir á heimilinu mun sjaldnar lasnir.

Ég er oft spurð að því hvað ég tek mikið D-vítamín á dag. Ég get ekki sagt til um hvað hentar öðrum en ég hef tekið í kringum 3000 IU (international untis) á dag í nokkur ár, en minnka inntökuna í júlí og ágúst. Á sumrin reyni ég að nýta sólina en þó skynsamlega.

Ef ég eða einhver á heimilinu er að verða lasin, þá spreyja ég strax vænum skammti af D-vítamíni upp okkur (10- 15þ IU) til að kýla ónæmiskerfið í gang. Oftast skautum við þannig fram hjá pestinni. Snjallt er að fara í blóðprufu ca. einu sinni á ári til að athuga hvar maður stendur í viðmiðunarmörkum.

Ég var aðeins lengur að átta mig á mikilvægi B12 sem er vatnsleysanlegt vítamín. Hlutverk B12 eða kóbalamíns er að taka þátt í myndun rauðra blóðkorna sem sjá um að flytja súrefni um líkamann. Einnig kemur kóbalamín við sögu í myndun og starfi taugakerfisins. Ég er ein af þeim sem er alltaf hætt við járnskorti, vegna mikilla blæðinga í hverjum mánuði. Ef ég geri ekkert í málunum lækka ég á smám saman niður í ekki neitt og enda með járn í æð á næstu heilsugæslustöð. Eftir að ég fór að taka þetta alvarlega, tek ég B12 flesta daga og járn um það bil 7-10 daga í mánuði, finn stóran mun á líðan minni og það eru engar ýkjur. Ég hef miklu meiri orku og úthald, bæði andlega og líkamlega, í allar daglegar athafnir. Það er hræðilega erfitt að vera í skorti á þessum vítamín- og steinefnum og algjör óþarfi. Mér finnst B12 þar að auki auka einbeitingu og hjálpa minninu mikið.

Ég mæli heilshugar með Better You spreyjunum.

Ég mæli heilshugar með Better You spreyjunum.

Einkenni B12 skorts geta verið margvísleg og vil ég nefna nokkur sem gott er að vera meðvituð um:

- Orkuleysi og slen

- Minnisleysi og vitglöp

- Nálardofi í hand- og fótleggjum

- Eymsli í vöðvum

- Erfiðleikar með gang

- Mæði og óreglulegur hjartsláttur

- Niðurgangur eða harðlífi

- Andleg veikindi eins og þunglyndi, kvíði lélegt minni og félagsfælni

Öll B-vítamín eru vatnsleysanleg og því þarf að taka þau inn reglulega.

B12 skortur er líklegri hjá þeim sem sneiða mikið til hjá dýraafurðum, drekka áfengi í óhófi og þeim sem eru með skerta næringarupptöku eins og vegna langvarandi notkunar á sýrubindandi lyfjum og/eða annarra meltingarsjúkdóma. Eftir því sem árin færast yfir erum við þar að auki líklegri til að þjást af B12 skorti.

Mér finnst Better You munnúðarnir mjög þægilegir og handhægir í notkun. Auðvelt er að hafa þá í töskunni eða einfaldlega á eldhúsborðinu þar sem allir eiga viðkomustað að minnsta kosti einu sinni á dag. Munnúðarnir tryggja hraða og mikla upptöku af því vítamínin seytla í gegnum slímhúðina í munninum og beint út í líkamann. Þannig er upptakan betri og engin hætta á magaónotum hjá viðkvæmum. Ég mæli heilshugar með Better You spreyjunum.