3 minute read

Skólanesti - auðvelda aðferðin

Unnar Helgason styrktar- og þrekþjálfari og 3. árs nemi í Osteopatafræðum í Gautaborg. Hann hefur stofnað þrjár CrossFit stöðvar og hefur áralanga reynslu af þjálfun atvinnuíþróttamanna.

Unnar Helgason styrktar- og þrekþjálfari og 3. árs nemi í Osteopatafræðum í Gautaborg. Hann hefur stofnað þrjár CrossFit stöðvar og hefur áralanga reynslu af þjálfun atvinnuíþróttamanna.

Skólanesti - auðvelda aðferðin

Þótt ég sem styrktar og þrekþjálfari sé einlægur áhugamaður um heilsu og næringu barna og unglinga, þá hef ég takmarkaðan áhuga á eldamennsku sem slíkri og hæfileikar á því sviði seint taldir til afreka. En næring skiptir okkur gríðarlegu máli og á mínu heimili búa 9 ára og 15 ára dætur sem stunda skóla og íþróttir af kappi. Mig langar að segja þér frá frábæru ráði sem við hjónin höfum verið að vinna með síðustu ár sem hefur auðveldað okkur lífið töluvert.

Eins og flestir hafa rekið sig á er næring barna okkar eitt mjög stórt púsl og auðvelt að láta hendur fallast og grípa til skyndilausna. En næring hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu, mælanleg áhrif á námsframvindu, árangur í íþróttum og ekki síður félagslegan þroska og sjálfsmynd barnanna okkar. Við foreldrarnir berum alla ábyrgð á næringu barnanna því við verslum í matinn og ákveðum hvort og hvaða máltíðir sem boðið er upp á í skólum barnanna séu ásættanlegar – eða hvort við teljum heimatilbúinn mat ákjósanlegri.

En nú að ráðinu sem mig langar að gefa þér og mun spara þér tíma og fyrirhöfn á morgnana þegar hver sekúnda skiptir máli. Sistema boxin og flöskurnar hafa reynst okkur algjört lykilatriði þegar kemur að þessu trixi. Þau eru loft- og höggþétt og halda nesti barnanna fersku og girnilegu og eru til í óendanlega mörgum skemmtilegum útfærslum sem gera matinn áhugaverðan og girnilegan fyrir krakkana. Öfugt við dæmigerð barnanestisbox er hægt að útbúa nestið kvöldið áður og helst nestið brakandi ferskt í ísskápnum og skólatöskunni frá því kvöldinu áður og þar til barnið borðar það. Fyrir utan minnkað kolefnisspor endurnýtanlegra umbúða og hagkvæmari innkaupa stærri umbúða, s.s. skyrs, jógúrts, ávaxta- og berjaboosts o.s.frv.

Mjög mikilvægt er að taka barnið með út í búð að versla - eða skoða flöskurnar og boxin með þeim á netinu – til að velja þeirra umbúðir. Þannig tekur barnið þátt í verkefninu og fær umbúðir sem því finnst áhugaverðar fyrir nestið sitt. Þið getið ákveðið saman hvort brúsinn eigi að halda heitu og köldu eða hvort venjulegur plastbrúsi dugi, hvaða litir eru flottir, hvaða form og aukabúnaður skipti máli eins og millihólf fyrir múslí eða plasthnífapör sem smellt er inn í lokið og svo framvegis. Við verðum að eiga minnst þrjú stór nestisbox eða 5-6 minni box og þrjár flöskur til þess að tryggja að eitt sett verði alltaf klárt um morguninn - því stundum gleymist eitt boxið eða flaskan óhrein í uppþvottavélinni eða jafnvel í skólatöskunni þegar á að grípa til þess (játa mig sekan um að það).

En nú ertu væntanlega að pæla í hvaða fæðu á ég að velja? Lykilatriði er að búa til þrjá mismunandi rétti eða samsetningar af fæðu sem rúlla alltaf. Og ekki er verra að útbúa nestið kvöldið á undan og hafa ekki áhyggjur af því að morgni skóladags. Yngri dóttir okkar á sína uppáhalds samsetningu sem er eftirfarandi:

Smoothie með banönum og kókos

Grjónagrautur með kanil

Mjólkurdreitill út á grautinn

Gulrætur

Aðrar vinsælar útgáfur eru:

JógúrtSkyr

Ostur í teningum eða ofan á brauði

Rúsínur

Þurrkað mangó

Pera og epli skorið í teninga og blandað saman

Banani

Epli

Brauð með:

- grófu hnetusmjöri

- sykurlausri sultu

- smjör og osti/skinku

Hnetusmjör til að smyrja á epli eða peru

Hafragrautur með kanil og rúsínum

Einnig finnst henni algert spari að blanda saman í lítið vatnshelt box:

Chia fræ (1,5 teskeið)

Stappaður banani (1/4 stykki)

Frosið mangó (1 msk)

Fyllt upp með ósætri kókosmjólk

Ristaðar kókosflögur ofan á (1 msk)

Blandan er sett saman kvöldið áður og geymd í ísskáp þar til hennar er neytt. Einnig er hægt að blanda saman í nokkur box í einu og geyma í 3-4 daga.

Aðalatriðið er að búa til þrjá rétti sem eru standardar og eina sem við þurfum þá að gera er að passa upp á að eiga nokkra vöruflokka alltaf til - svo kemst í þetta taktur þannig að það að taka til nesti verður eins einfalt og hugsast getur.

Gangi ykkur vel og munið að við erum hönnuð til að hreyfa okkur!