2 minute read

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

Berglind Häsler, verkefnastjóri Lífræns Íslands.

Berglind Häsler, verkefnastjóri Lífræns Íslands.

Lífrænt fyrir umhverfi og lýðheilsu

Það getur reynst þrautinni þyngri að standa í matvöruverslun og velja úr þeim aragrúa matvara sem eru í boði. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að taka upplýsta ákvörðun um hvað endar í körfunni enda eru áhrif matvælaframleiðslu á loftslag mikil.

Nánari upplýsingar um Lífrænt Ísland: lifraentisland.is lifraentisland lifraent_island Talið er að um 50% umhverfisáhrifa megi rekja til þess hvernig við framleiðum eða neytum matar. Á Íslandi má rekja mesta losun á gróðurhúsalofttegundum í landbúnaði til notkunar á tilbúnum áburði. Lífrænn landbúnaður notar einungis lífræn áburðarefni sem brotna niður í náttúrunni og er almennt talið að hann losi 40% minna en hefðbundinn landbúnaður. Hugmyndafræði lífrænnar ræktunnar er ávallt sú að vinna með og hagnýta lögmál náttúrunnar, án þess að skaða umhverfið eða framleiðsluafurðir.

Íslendingar jákvæðir í garð lífrænnar framleiðslu

Íslenskir neytendur eru afar jákvæðir í garð lífrænnar framleiðslu á Íslandi, eða ríflega 80% landsmanna eins og kom í ljós í könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir VOR, Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap, í mars síðastliðnum. Þá eru 77,2% sem alltaf, oft, eða stundum velja lífrænar íslenskar vörur fram yfir hefð–bundnar íslenskar vörur.

Í könnuninni var fólk beðið að nefna helstu ástæður þess að það velji frekar lífrænt og voru þetta þær ástæður sem oftast voru nefndar:

∙ Umhverfisvænna

∙ Án skordýraeiturs

∙ Meiri gæði

∙ Meiri áhersla á dýravelferð

Með því að velja lífrænt vottuð matvæli forðast þú sjálfkrafa mörg skaðleg aukaefni í matvælum sem bannað er að nota í lífrænni matvælaframleiðslu. Margar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að lífræn matvæli séu næringarríkari.

Vottunarmerki

Til að framleiðendur hljóti lífræna vottun þurfa þeir að gangast undir strangt eftirlit. Nýlega tók í gildi hér á landi reglugerð ESB sem gerir framleiðendum skylt að nota merkið á vottaða íslenska framleiðslu. Vottunarmerkið er staðfesting þess að um–ræddur framleiðandi vinni samkvæmt gildandi lögum um Vottunarmerki lífrænnar lífræna framleiðslu. Vottunar–merki Túns hefur verið notað framleiðslu, Evrópulaufið og vottunarmerki TÚN fram að þessu hér á landi og sér Tún um eftirlit og vottanir hér á landi. Evrópulaufið og vottunarmerki Tún eru afar gagnleg tól fyrir neytendur sem vilja afurðir sem unnar eru í meiri sátt við umhverfið og bæta lýðheilsu.

Lífrænt Ísland

Þrátt fyrir ótvíræða kosti lífrænnar framleiðslu og mikla velvild í hennar garð á lífræn framleiðsla á Íslandi enn langt í land miðað við þau lönd sem við berum okkur saman við. Niðurstöður umræddrar skoðunarkönnunar gefur hins vegar fullt tilefni til stórsóknar í lífrænni framleiðslu á Íslandi þar sem eftirspurn eftir lífrænum afurðum er augljós. VOR hefur nú í samstarfi við Bændasamtök Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið hrundið af stað átaksverkefni undir yfirskriftinni Lífrænt Ísland. VOR fer með framkvæmd verkefnisins. Markmið þess er að fræða neytendur, framleiðendur og stjórnvöld um ágæti lífrænnar framleiðslu. Við sem að verkefninu stöndum vonumst til að þetta sé upphafið af lífrænni byltingu á Íslandi.

Hægt er að finna ýmsan fróðleik um Lífrænt Ísland á heimasíðunni lifraentisland.is