1 minute read

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

Ásdís grasalæknir

Ásdís grasalæknir

Kollagen súkkulaðibúðingur að hætti Ásdísar Grasa

Það jafnast ekkert á við skál af kremkenndum og mjúkum súkkulaði– búðingi! Þessi ljúffenga uppskrift inniheldur uppbyggjandi kollagen, góða fitu og næringu. Það er mjög auðvelt og snjallt að bæta kollagendufti út í drykki, grauta, bakstur og eftirrétti enda er það bragð- og lyktarlaust og blandast vel. Það er vel hægt að nota sykurlaust síróp frá Good Good fyrir þá sem vilja.

Súkkulaðibúðingur

2 stk avókadó

1/3 bolli kakóduft frá Himneskri Hollustu

½ bolli lífrænt hlynsíróp frá Naturata

1/3 bolli lífræn kókósmjólk úr dós

2-5 dropar French vanilla stevia frá NOW

1 skeið kollagen duft frá Vital Proteins

Setjið avókadó, kakóduft, hlynsíróp, kókósmjólk, vanilludropa og kollagenduft í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott að setja í kæli í smá tíma og leyfa aðeins að stífna. Uppskriftin dugar fyrir tvo.

Setjið í skál og toppið með ferskum jarðarberjum, smá slettu af kókósmjólk og dökku súkkulaði ef vill. Njótið!