Veidislod 2014 01

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

1/2014


ÁREIÐAN

VEIÐIHORNIÐ

SÍÐUMÚLA 8

108 REYKJAVÍK

SÍMI 568 8410

VEIÐIHORNID.IS


NLEGAR VÖÐLUR OG VEIÐIFATNAÐUR


www.n1.is

facebook.com/enneinn ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 69492 06/14

Umhverfisvottuð hestöfl Aníta er hestakona. Gammur er hestur. Á Gammi kemst Aníta í tengsl við náttúruna. Gammur kann að meta það. Stundum langar þau að komast fjær hesthúsinu. Þá þarf bíl og ólíkt Gammi þarf bíllinn olíu. Þess vegna eru Aníta og Gammur ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar. Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

ÍST ISO 14001 Hjá N1 eru níu þjónustustöðvar og eitt hjólbarðaverkstæði ISO­ umhverfisvottaðar starfs­ stöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Þjónustustöð N1 á Bíldshöfða býður ökumönnum umhverfis­ vænt íslenskt metan.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr útblæstri koltvísýr­ ings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölustöðum N1.

Í ágúst ætlar Aníta að ríða 1.000 km yfir sléttur Mongólíu og safna fé fyrir Barnaspítalasjóð Hringsins og Cool Earth verkefnið. N1 óskar henni góðrar ferðar.

Hluti af umhverfinu


frá ritstjórn Kæru lesendur. Nú er nýtt veiðitímabil hafið, sjóbirtignsvertíðin svona þokkaleg á heildina litið, en vatnasilungsveiðin sérdeilis lífleg á góðu vori. Allt um koll að keyra í Þingvallavatni. Laxveiðin hafin og lífið er dásamlegt. Hér er komið fyrra tbl af Veiðislóð 2014. Já, fyrra, líkt og í fyrra verða þau aðeins tvö þetta árið. Það gerir árferðið, ekki áhugi okkar. Þetta er fríblað sem stendur og fellur með auglýsingasölu og það er samdráttur á því sviði. Því er þetta svona eins og það er, að minnsta kosti enn um sinn. Við biðjum ykkur að njóta blaðsins og vertíðarinnar. Næst hittum við ykkur í nóvember þegar við mætum á vettvang með glæsilegt jólablað. Með kveðju frá GHJ útgáfu: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.




Ytri Rangá

– nú fyrir alla

www.westranga.is

johannes@westranga.is


efnið 10 Stiklað á stóru

Að venju lítum við yfir farinn veg, síðan síðast, í máli og myndum

16 Viðtalið Við kynnumst hér öðru og meiru heldur en V&S forkólfinum Pétri Péturssyni við Vatnsdalsá, við kynnumst veiðimanninum PP!

26 Veiðistaðurinn Austur í Vestur Skaftafellssýslu er að finna heillandi og magnaðan veiðistað sem heitir Fitjaflóð og er svæði 4 í Grenlæk.

34 Fluguboxið Seint á níunda áratugnum hnýtti Ásgeir Heiðar hinu mögnuðu Nóru uppúr Labradortíkinni sinni. Lítið hefur verið að frétta af henni í seinni tíð en við rifjum upp sögu hennar.

36 Fluguboxið Þegar við heimsóttum Viðar Egilsson í Litlu fluguna daginn fyrir rýmingarsöluna sagði hann okkur frá tilraunum sínum með svampflugur.

46 Strandveiðar Við leitum öðru sinni í smiðju til Reynis Friðrikssonar sem heldur áfram að tala upp möguleika á frábærri strandstangaveiði hér á landi.

70 Villibráðarendhúsið Að þessu sinni sjá tvær hressar veiðikonur og matgæðingar um að kitla bragðlauka lesenda Veiðislóðar.

76 Lífríkið 38 Fluguboxið Í heimsókn til Viðars Egilssonar í Litlu fluguna kynnti hann fyrir okkur svokallaða „sillí kóna“, eða öllu heldur silikona..... furðulegt kragaskraut á flugum sem veldur víbringi í vatninu.

40 Veiðisagan Veiðisagan að þessu sinni verður Veiðisögurnar. Margar magnaðar urðu að veruleika á vordögum, m.a. lönduðu fjórir veiðikappar sannkölluðum draumafiskum.

48 Ljósmyndun Við höfum í gegnum tíðina birt mörg frábær ljósmyndagallerí í blaði okkar. Það nýjasta er stórglæsilegt, en eigandi þess er danski verðlaunaljósmyndarinn Kasper Mühlbach.

66 Einu sinni var Fyrir margt löngu stóð óhrjálegur veiðikofi á Brunasandi og þjónaði veiðimönnum í Vatnamótunum. Svo virtist sem að fleiri gistu kofann en veiðimenn, því hvað eftir annað kom þar upp myljandi draugagangur!

Reglan er að laxar éti ekki í fersku vatni eftir að þeir ganga úr sjó. „Gallinn“ er bara sá að það fara ekki allir laxar eftir reglunum. Erlendur Steinar Friðriksson segir okkur sögur af því.

78 Græjur Hér fjöllum við að venju í máli og myndum um margvíslegar nýjungar í vörum og þjónustu hjá auglýsendum okkar. Forsíðuljósmynd: Kasper Mühlbach, sá hinn sami og sýnir okkar nokkrar myndir í ljósmyndaþættinum.

Eitt kort 0 1 4 362vötn 6.900 kr www.veidikortid.is

2 0 1 4

00000 SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÁNAR!


stiklað á stóru

Vertíðin hafin

og allt á góðu róli

Síðast var jólablað og margt hefur gerst síðan. T.d. það lítilræði að ný vertíð er hafin með meiru! Þegar þetta er ritað er vor-sjóbirtingsveiðin á enda runnin og vötnin verið í banaformi á þessu ágæta vori. Þá hefur laxavertíðin farið af stað með viðunandi hætti, en tíminn leiðir í ljós hvert framhaldið verður með laxavertíðina, en Guðni Guðbergsson er búinn að tala um þokkalega bjartsýni.

10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


11


stiklað á stóru Sjóbirtingsvertíðin sem stendur frá 1.apríl og þar til að birtingurinn gengur til sjávar eða að menn hætta að studna veiðina, gekk bara nokkuð vel þetta árið. Helstu verstöðvarnar í Vestur Skaftafellssýslu og síðan í Litluá og Húseyjarkvísl, skiluðu sínum venjulegu skotum og margir stórir birtingar voru í aflanum. Gaman að segja frá því að vorveiði var reynd í tilraunaskini í Ytri Rangá og Víðidalsá og gekk vel, þannig að kannski verður

Arnar og Gunnar Óskarssyni við opnun Geirlandsár.

Atli Bergmann með flottan Þingvallaurriða.

flóran enn myndarlegri að ári. Vatnaveiðin fór líka vel af stað og átti Þingvallavatn alla athyglina, en aldrei hin seinni ár eftir að urriðinn fór að koma til baka hefur veiðin verið jafn góð eða jafn margir risafiskar veiðst. Sá stærsti sem við heyrðum var var 100 cm og yfir 60 cm í þvermál og óhætt að taka undir orð veiðimannsins, Stefáns Kristjánssonar, að hann hafi ugglaust ekki verið langt frá 30 pundunum. Af öðrum vettvangi þá var „stóra“ netamálið í Borgarfirðinum leyst far-

Matthías Þór Hákonarson með flottan birting úr Brunná.

Sigurberg Guðbrandsson með vænan birting úr Tungufljóti.

sællega að sinni þanniga ð engin net verða í Hvítá 2014. Samningar eru þó lausir fyrir 2015. Allt var með kyrrum kjörum á leigumarkaðinum utan ein furðulegasta uppákoma seinni ára er landeigendur við Fossá og Rauðá í Þjórsárdal buðu svæðið út þrátt fyrir að fyrir lægi fimm ára undirritaður samningur við Hreggnasa. Og ræddu ekki við Hreggnasa fyrirfam! Líklegt er að það mál verði dómstólamatur einhvern tíman í framtíðinni. En nóg um það, látum nú myndirnar tala.... Arek Koteckis með einn flottan úr Eldvatni.

12

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

Steingrímur Sævar Ólafsson með flottan urriða úr Elliðaánum.


Bleikja úr Tungulæk.

Karl Antonsson með gríðarvænan birting úr Unubót í Eldvatni.

Arnar Óskarsson með einn á grillið úr Fitjaflóði.

Menn voru að setja í hrikalegar bleikjur í Varmá í vor.

Valgarð Ragnarsson með glæsilegan birting úr Húseyjarkvísl.

13


stiklað á stóru

Arnór Laxfjörð með risabirting, ríflega 20 punda, úr Staðará á Snæfellsnesi.

Pétur Pálsson með fyrsta Blöndulaxinn 2014.

Einar Sigfússon með fallegan stórlax úr Norðurá.

14

Boltafiskur úr Litluá.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra landaði laxi númer tvö úr Norðurá í sumar.

Bjarki Már Jóhannsson veiddi fyrsta meterslanga lax sumarsins, en kvarðinn segir slíka laxa vera 20 pund.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


NÁÐU FORSKOTI MEÐ SJÁLFVIRKNI Í VIÐSKIPTUM Við sérhæfum okkur í þjónustu við stór og meðalstór fyrirtæki með sjálfvirkni og rafrænum viðskiptaferlum. Með sjálfvirkni í skráningu skjala s.s. reikningum, pöntunum og skýrslum dregur verulega úr margskráningu, milliliðum fækkar, öryggi eykst og aðgengi að vöru og þjónustu verður betra. Með sérþekkingu og reynslu af sjálfvirknivæðingu auðveldar Staki innleiðingu rafrænna viðskiptaferla. Með öflugum samstarfsaðilum mætir Staki fjölbreyttum og ströngum kröfum viðskiptavina sinna. Staki rekur stærstu sérhæfðu skeytamiðju landsins fyrir stöðluð rafræn viðskiptaskeyti. Hafðu samband, sendu póst á staki@staki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Staki Automation ehf. • Ármúla 27 • 108 Reykjavík • S: 510 0410 • staki.is


viðtal

Pétur Pétursson

Sautján ár í Vatnsdalnu

hafa gerbreytt veiðiman

Péturs Péturssonar

16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


um nnalífi

Flestir í laxveiðigeiranum munu annað hvort þekkja Pétur Pétursson eða í það minnsta vita hver hann er. Hann er aðal frumkvöðullinn að veiða-sleppa fyrirkomulaginu sem náð hefur sterku tangarhaldi í íslenskum laxveiðiám. Pétur hefur um árabil haft Vatnsdalsá á leigu og haldið þessu kerfi á lofti þar undir þeim formerkjum að áin verði fyrst og fremst sjálfbær og slíkt fáist með meiri hrygningu heldur en ef að lax væri drepinn úr ánni í stórum stíl. Og bara gott um það að segja. Það hafa verið tekin veiðiviðtöl við Pétur í gegnum tíðina, m.a. hefur sá er hér ritar a.m.k. tekið eitt slíkt af Pétri, en það fjallaði mikið til um V-S. Hér ætlum við ekki að velta okkur uppúr því heldur að kynnast Pétri sem veiðimanninum Pétur Pétursson því hann er býsna reynslumikill og öflugur stangaveiðimaður, svo mikið er víst. Myndir með grein Heimir Óskarsson

17


viðtal

Pétur Pétursson

Pétur hefur leigt Vatnsdalsá ásamt frönskum félaga

að taka stangirnar þá reif hann út línu af hjólunum og

sínum Guy Geffroy í ein 17 ár og þegar við rifjum það

flækti rækilega. Lét þær svo aftur í felustaðinn. Hann

upp fer hrollur um báða. Tíminn er svo fljótur að líða.

hefur vitað sem var að þarna einhvers staðar voru litlir

Þeir félagar eru einnig með Reykjadalsá í Reykjadal í

strákar að fela sig og hann hefur ekki haft geð í sér að

Suður Þingeyjarsýslu og tóku nýverið við Gljúfurá í

svipta þá veiðistöngunum. En ráðningu þurftu þeir

Húnaþingi. Um tíma var Eldvatn í Meðallandi einnig

samt að fá og fengu hana. Við vorum í marga daga að

á þeirra framfæri.

greiða úr flækjunum og við lærðum okkar lexíu. Við blótuðum einhver ósköp en undir niðri vissum við upp

En líkt og margir sem mesta hafa reynsluna, þá hefur

á okkur skömmina.

Pétur veitt á stöng frá því að hann var smá polli. 7-8 ára var hann að draga silung og ála uppúr litlu Elliðaánum

Svo liðu árin. Elliðavatn tók við af veiðiþjófnaði í Ell-

og það voru daglegar ferðirnar þangað, enda stutt að

iðaánum, síðan Hafravatn. Þar voru tittirnir svo litlir

fara af Bústaðarveginum. Fyrsta laxinn veiddi hann 10

að maður sleppti þeim, þar með kom fyrsti vísir að

ára gamall og hann segir nú frá honum þar sem hann

„veiða og sleppa“! Með árunum bættist laxveiðin við

treystir því að málið sé fyrnt! Hann rifjar hér upp:

og ég fór til dæmis oft í túra í Flekkudalsá, Stóru Laxá og Brúará. Þarna var maður að veiða með blönduðu

„Ég hafði þá sumarvinnu að bera Moggann út í Selás-

agni, en Brúarártúrarnir breyttu því. Þar var ég í boði

hverfinu og stíflan heillaði óneitanlega. Ég var enga

Hilmars Svavarsson sem þar átti sumarhús í landi Haga

stöng með, heldur gamla góða græna vaxborna Ell-

og veiddi bleikju. Hilmar var bróðir hins magnaða

ingsen þráðinn rúllaðan upp á kefli. Síðan maðk og

Garðars H.Svavarssonar sem var einn flinkasti stanga-

sökku. Sunnudagsblað Moggans var jafnan borið út

veiðimaður landsins en er nú látinn fyrir all nokkrum

á laugardagskvöldum og eitt kvöldið ákvað ég að láta

árum. Hilmar kenndi mér margt um fluguveiðar og í

til skarar skríða. Þegar blöðin voru öll komin í hús og

framhaldi af því nánast hætti ég að veiða á annað. Var

taskan þar með tóm, fór ég að stíflunni, beitti færið og

líklega alveg hættur um 1990-1991.

renndi. Ég var ekki lengi að setja í lax og enn sneggri að landa honum og ég held að ég hafi aldrei hjólað

Næstu árin var ég í fluguveiði og bara hist og her, mest

eins hratt á ævinni eins og þegar ég brenndi heim.

þó í silungsveiði, en 1997 tek ég við Vatnsdalsá og þá

Sönnunargögnin voru svo óðar étin og það varð enginn

breyttist mitt stangaveiðilíf mikið, enda hefur það snúist

eftirmáli af glæpnum.

æ síðan um Vatsndalsá.“

En þetta kveikti í manni. Næstu árin vorum við tveir þrír vinir búnir að koma okkur upp stöngum og við vorum að

18

stelast í Elliðaárnar. Uppi í hlíðinni var gamalt skotbyrgi

Heillaður......forréttindi

frá hernámsárunum og þar láum við og fylgdumst með

Pétur lýsir árunum við Vatnsdalsá sem forréttindum og

mannaferðum. Veiðivörður var þarna sem kom iðulega

að hann hafi verið heillaður af ánni frá fyrstu kynnum.

og passaði uppá, en þegar við töldum það öruggt þá

„Já, það var mikil heppni að detta inn í þetta og það eru

læddumst við niður eftir og reyndum að veiða. Eitt

mikil forréttindi að hafa fengið að eyða svona mörgum

sinn kom hann óvænt og við rétt náðum að flýja upp

árum við jafn stórkostlega veiðiá og Vatnsdalsá er. Ég

í byrgi, en urðum að fela stangirnar við ána. Hann

hef fengið marga laxa yfir 100 cm í ánni og þá stærstu

fann þær og við fylgdumst óttaslegnir með úr byrginu,

alveg upp í 108 cm. Það er í sjálfu sér ekki keppikeflið,

reiknuðum auðvitað með því að missa stangirnar. En

en þetta bara gerist í Vatnsdalsá, þetta er það sem hún

það sem karlinn gerði var snilldargjörningur. Í stað þess

býður upp á. Og þegar maður eyðir ævinni með þessum

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


19


viðtal

Pétur Pétursson

hætti við slíka á, verður maður oft saddur þótt gaman sé. Það er alltaf jú líka útiveran, félagsskapurinn og líka einvera ef maður er þannig stemmdur.

Hvað er svona heillandi við Vatnsdalsá fyrir utan stórfiskamöguleikann? „Það eru stöðug ævintýri að spinnast á bökkum Vatnsdalsár og ein uppspretta slíkra ævintýra er að óvíða í landinu finnurðu á þar sem það er ekki út í hött að ná „alslemmunni“ sem við köllum svo, öllum fimm tegundum sem varið er í að veiða í fersku vatni. Þá á ég við lax, sjóbleikju, sjóbirting, staðbundinn urriða og staðbundna bleikju. Útlendingarnir hafa kennt manni að þó að laxinn sé tregur eitt og eitt sumar, þá er auðvelt að una sér við silungsveiðarnar. Sumir verða raunar svo hrifnir af silungsveiðinni í ánni að þeir eyða miklu af tíma sínum í þær og það kemur niður á laxatölum. Við getum ekki verið að hafa áhyggjur af slíku, aðalatriðið er að þeir sem koma til veiða í Vatnsdalsá fari heim með bros á vör. Silungsveiðin í ánni er frábær. Það gengur mikið af sjóbleikju í hana og þær eru margar stórar. Þá hefur sjóbirtingur verið að gera sig æ meira gildandi og þeir eru að veiðast upp í 80 cm sem eru fiskar í tveggja stafa pundatölu. Stundum fer maður út þegar færi gefast og gerir tilraunir á silungaslóðum. Reynir alls konar flugur til að sjá hvað fiskur tekur og hvað ekki. Þá fylgir maður öðrum og leiðbeinir og lærir oft eitthvað sjálfur í leiðinni. Sjálfum er mér löngu orðið slétt sama um það hvort að ég veiði eða sá sem með mér er. Sem dæmi um það skal ég segja frá því er ég fór að ánni með ungum manni sem átti að fara í leiðsögn. Ég vildi kenna honum á ána og láta hann fá tilfinningu fyrir henni. Ég sagði við hann að ég ætlaði að fara fyrst yfir alla hyljina og hann skyldi fylgjast með. Síðan fórum við hyl úr hyl og settum í fisk í öllum stöðum, þ.e.a.s. hann en ekki ég. Það var planað. Ég fór fyrst í gegn og veiddi gríðarlega hratt. Síðan fór hann á eftir mér, veiddi hægar og setti í fisk. Hann varð æilega montinn og var

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Pétur leiðsegir Sturlu Örlygssyni við Vatnsdalsá.

21


viðtal

Pétur Pétursson

eitthvað kominn í keppnisskapið og eftir þetta minnti hann mig oft á daginn okkar þegar hann veiddi alla laxana. Eitt sinn sagði ég við hann, ertu ekki búinn að fatta það ennþá að ég ætlaði ekki að setja í fisk, heldur áttir þú að gera það. Þá kom smá þögn og það rann upp fyrir honum ljósið.“

Veiðir þú ekkert í öðrum ám nú orðið? „Það er lítið um það. Ég hef þó aðeins prófað. Farið í Haukadalsá, Laxá í Kjós. En ég finn að ég hef enga þörf fyrir það, Vatnsdalsá gefur mér allt sem ég þarf í veiðinni.“

Hvernig veiðir þú? „Jah, bara á flugu! En annars þá veiði ég eftir aðstæðum og lang oftast er ég með flotlínu og mjög oft hitstúpu á endanum. Þegar haustar eða þegar litur er á ánni þá fer ég stundum út í intermediate línur. Nota þær heilar því mér leiðist linkaðar línur, þ.e.a.s. þegar tengja sökkenda á flotlínu. Finnst það skemma svolítið jafnvægið. Þetta er nú bara mín sérviska.“

Og flugurnar? „Gamaldags þar og sérvitur. Er mikið með bara Blue charm og Hairy Mary. En ég nota þær jöfnum höndum sem ein- tví- eða þríkrækjur. Annars er það alltaf svoleiðis að þegar maður opnar boxið þá er einhver fluga þar sem hóar í mann. Hins vegar á ég fullt, fullt af flugum sem ég nota aldrei. Boxin eru full af þeim.“

En túpur? „Jájá, ég nota stundum túpur. Ekkert athugunarvert við það. Menn tala um „helvítis rauði Francesinn, en setja hann svo óðar undir. Ég sat einu sinni á kletti fyrir ofan Stekkjarfoss og kastaði svartri Frances nokkrum sinnum að laxi sem þar lá. Túpan straujaði nefið á honum í hverju kasti, en hannhreyfði sig ekki. Þegar ég skipti yfir í rauðu Frances, negldi laxinn í fyrsta kasti. Það er sagt að laxinn sé litblindur, en hvað á maður að halda þegar maður upplifir svona lagað?

22

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


En talandi um litblindu laxa, kannski er það ekki liturinn heldur eitthvað annað við fluguna. Eitt sinn var ég við Fáskrúð og þrákastaði að einum sjö löxum sem dóluðu í hyl rétt hjá mér. Sama hvað ég reyndi, þeir hreyfðu sig

En taumar, er ekki erfitt að samræma taumstyrkleika þegar það sem tekur hjá manni getur verið allt frá 2 punda urriða upp í 30 punda lax?

ekki. Þ.e. þangað til að ég setti undir rauða míkrótúpu

„Sko, ef að ég fer gagngert í silunginn hérna eins og

með silfurkrók, þá setti ég í lax. Í næsta kasti skemmdi

sumir gera vakt og vakt þá fer ég með fimmuna mína

ég silfurkrókinn og átti engan annan. En í bílnum var

og nota 7-8 punda taum. En þó að maður sé með

rauð Frances á svörtum krók föst í skyggninu. Ég sótti

silunginn í sigtinu getur alltaf slysast lax á og þá verður

hana en það dugði ekkert. Kom þá annar silfurkrókur í

mikið ævintýri með svo grannan taum. Hins vegar er

leitirnar og óðar setti ég aftur í laxa. Teorían þarna var

maður oftar á laxveiðum með silunginn sem meðafla

sú að flassið frá silfurkróknum hefði verið það sem gerði

og bleikjan hérna er alls ekki taumstygg. Í voropnun

útslagið frekar en liturinn á flugunni, enda virkaði ekki

tel ég að taumar eigi ekki að vera minni en 20 punda

rauð Frances þar sem krókurinn var svartur. En það er

og helst vil ég ekki sjámenn með minna en 18 punda.

gaman að þessum pælingum.

Ég hef séð svo marga slíta með 14 punda tauma og ég skil ekki menn sem eru að dúlla sé með 10 til 12 punda

Annars er það skrýtið með laxinn og flugurnar. Stundum

tauma. Þegar líður á sumarið má minnka tauminn, en

held ég að það séu ekki flugurnar sem maður kastar

ekki niður fyrir 15-16 pund. Maxima taumar eru mér

heldur eitthvað í fari laxins sjálfs. Þegar kemur fram á

hjartfólgnir og DAM er með mjög sterka tauma sem

haustið og lítið er af nýjum laxi í ánni þá tregast veiðin

eru einnig mjög grannir.“

oft. Þeir legnu eru eitthvað annars hugar og sinna ekki flugum, sama hverju er kastað. Veiðimenn koma að hyljum, fara hratt yfir þá með 2-3 flugum, eru svo farnir annað og segja svo frá að þeir hafi ekki orðið varir og ekki séð neitt. Svo kemur einhver annar að sama hyl hálftíma seinna og þá er fiskur á lofti um allan hyl og menn setja í laxa.

Með svona sterka tauma er hægt að taka aðeins á fiskum eða hvað? „Menn standa allavega að svoleiðis og sumir taka létt á fiski þrátt fyrir að vera með sterkar græjur. Sjálfur tek ég geysilega fast á mínum fiskum. Það helgast nú kannski sérstaklega af því að maður er að veiða og sleppa og vill að laxinn eigi einhverja orku eftir þegar á land er komið. Samt sem áður getur maður lent í því

Ég sá í veiðibókinni síðasta sumar að Ofsaboom var aftur komin á kreik..... „Já, ég veiddi nokkra á hana. Hún er skemmtileg túpa í þessum gulu og svörtu litum sem eru svo oft góðir saman. Ég notaði hana oft á árum áður en hafði

að berjast við lax í klukkustund eða meira þrátt fyrir alla hörkuna. Þeir eru sumir hverjir gífurlega sterkir og þolnir. Þegar svoleiðis gerist getur maður þurft að sitja yfir þeim í kortér eða meira á meðan þeir hlaða batteríin uppá nýtt.“

ekki notað hana lengi þar til að Kristján vinur minn á Blönduósi færði mér nokkrar. Ég tók þá aftur við mér og fékk nokkra á hana. Annars eru laxar að veiðast á nánast hvað sem er, virðist stundum einungis þurfa

En hvað með svona V-S postula eins og þig Pétur, drepur þú aldrei lax, borðar þú aldrei lax?

að menn hafi trú á því sem þeir eru að kasta. Ég veiddi

„Ég drep ekki lax í Vatnsdalsá. Þó getur það komið fyrir

t.d. eitt sinn 22 punda lax á Wooly Bugger og Magnús

að lax skaðast til ólífis og ef að útséð er um að hann nái

Ólafsson læknir fékk marga stóra fiska á Bleika og bláa

ekki heilsu aftur, þá er hann færður kokkinum í veiði-

sem er jú upphaflega hnýtt sem sjóbleikjufluga.“

húsinu þannig að gestir þess fá notið hans. Veiðimenn


Pétur Pétursson

í Vatnsdalsá mega hins vegar taka eins og þeir vilja af silungi og eru allir sáttir við það, enda þykir flestum silungur hvort eð er betri matfiskur en laxinn. Ef ég er að veiða þar sem má drepa lax þá geri ég það, en hef þó ekki þörf fyrir að taka þá marga með mér heim. Mér finnst lax góður að borða.“

Hvernig viltu hafa hann matreiddann?

Fleira? „Jah, fara afar varlega. Krjúpa, skríða ef nauðsyn krefur. Maður gerir það náttúrulega ekki í Blöndu eða Rangánum, en í smærri ánum getur það verið nauðsynlegt. Falla inn í landslagið. Allt mitt upplegg er svoleiðis. Ég nota t.d. Rio flourcarbon tauma og reyni að fela alla hnúta. Ég veit ekki hvort að það skiptir máli, en ég trúi því vegna þess að maður sér laxinn svo vel í íslenskum

Pétur glottir við þessari spurningu, glottið segir manni

ám. Þess vegna nota ég t.d. ekki Maxima tauma þó ég viti

að hann telji spyrilinn eiga von á kræsilegri grillupp-

að margir séu mér ósammála með þá. Annað sem mér

skrift. En svarið er eitthvað allt annað: „Soðinn með

dettur í hug er að ég nota gjarnan hnút sem að ég held

kartöflum. Einfalt og gott. Ekkert skraut.“

að heiti Rapalahnúturinn sem er í aðalatriðum þannig að maður herðir ekki hnútinn þétt að fluguauganu, heldur rennur flugan frjáls í lítilli lykkju. Þetta er sérstaklega gjöfult í frekar hægrennandi strengjum, gefur flugunni aukið líf sem oft virðist gera gæfumuninn.“

24

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014



veiðistaðurinn Grenlækur 4/Fitjaflóð

Frábært veiðisvæði þrátt fyrir breytingar síðustu áratuga

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. tbl. 2014 2014


Grenlækur í Landbroti skiptist í mörg veiðisvæði og sum þeirra eru einstaklega ólík í eðli sínu. Hér ætlum við að fjalla aðeins um svæði 4, sem einnig gengur undir nafninu Fitjaflóð. Raunar fjölluðum við um manngerð vatnsbúskapsvandamál Grenlækjar í síðasta tölublaði Veiðislóðar. Þar kom fram að sjóbirtingsstofnar árinnar eru ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var, en fikt Landgræðslunnar og Vegagerðarinnar á svæðinu, sem leitt hefur af sér ítrekaðar stíflanir á vatnsrennsli Skaftár út á Eldhraunið með þeim afleiðingum að hrygningarsvæði hafa margoft lent á þurru á haustin, hefur leikið lífríkið á svæðinu grátt. Það segir því mikla sögu um gæði þessa svæðis, að engu að síður er svæðið í fremstu röð sjóbirtingsveiðisvæða á landinu og betri en þau flest. Allar myndir eru frá SVFK

27


veiðistaðurinn Grenlækur 4/Fitjaflóð

Kunnugir segja að Flóðið hafi breyst mjög í áranna rás

punda kusum. Bleikjan getur veiðst um allt svæðið,

og fyrrum hafi verið mun hærri vatnsstaða en nú er.

en mest er um hana um miðbik Flóðsins. Veiðistaður

Þá hafi ekki verið gerlegt að vaða neitt að ráði en nú

einn þar gefur staðsetninguna til kynna, en hann heitir

sé oft hægt að vaða um allt Flóð þótt betra sé að fara

Bleikjutangi. Einar Þorvarðarson formaður HSÍ, einn

varlega því víða er botninni forugur mjög og síðan

Kippsmanna, sagði ritstjóra eitt sinn að bleikjan væri

vatnagróður að vefjast um lappir manna þegar líður

ekki allra og þó að reka mætti í bleikjur á stangli þá væri

á sumarið. Eflaust stafar þessi vatnsstöðubreyting af

enn hægt að gera góða bleikjuveiði ef að menn þekktu

vatnsbúskapsfiktinu sem áður var nefnt, en einnig

vel til, hún væri afar staðbundin. Því til staðfestingar

gæti verið að áin hafi sjálf smátt og smátt borið leir og

sýndi Einar ritstjóra myndir sem eru ekki ýkja margra

drullu sem að sest hefur til botns og grynnkað svæðið.

ára gamlar og sýndu þær veiðifélaga Einars með milli 10 og 20 sannkallaðar risableikjur sem veiddust á tveimur

Annars er það þannig að Flóðið sjálft minnir á lítið

dögum, um hásumar, í Flóðinu. Þær veiddust allar á

stöðuvatn. Þetta er heljarinnar útvíkkun á Grenlæk og

litlar púpur og fengust á mjög afmörkuðum blettum um

víða er grunnt og gróðurríkt, sérstaklega er mikill gróður

miðbik hópsins. Þeir sem versla veiðileyfi, t.d. af SVFK

við vesturbakka Flóðsins þar sem talað er að einungis

eða Kipp, ættu að geta auðveldlega fengið nákvæmar

sé fært fuglum, enda geta þeir flogið. En úti í þessum

upplýsinar um það hvert er best að kasta.

lygnum er að finna ála og það er líka straumur ef vel er að gáð. Í þessum álum finna menn oftast fiskinn,

En bleikjunni hefur fækkað talsvert þrátt fyrir þessar

gjarnan með notkun á báti sem er til taks, en hann er líka

veiðisögur og er það í takt við reynslu manna um land

til endanna, þar sem breikkunin er ekki eins mikil. Þar

allt og stafar að því er talið er af hlýnun, bleikjan er

er talað um Efri og Neðri Skurð, Trektina og Hólmana.

þessi kaldsækni heimskautafiskur og henni einfaldlega fækkar ef að hlýnar. Þó er þarna enn að veiðast bleikja

Aðalfiskur þessa svæðis er vitaskuld sjóbirtingur og

og nokkrar stórar veiddust í vor.

jafnvel þó að talað sé um hnignun stofnsins vegna vatnakrukksins þá er þarna mikið af fiski. Veiðin

Meðal leigutaka að svæðinu eru t.d. Stangaveiðifélag

byrjar um það bil viku af mai og lenda menn oftast í

Keflavíkur og Veiðifélagið Kippur. Báðir aðilar halda

óhemjulegum veislum þar sem mokað er að landi bæði

úti prýðis veiðihúsum sem sinna einnig ítökum þeirra

þunnum hrygningarbirtingum og spengilegum geld-

í Jónskvísl og Sýrlæk, en í þeim báðum veiðist þessi

fiskum. Veiðin er jafnan góð fram eftir mai, en dregur

rígvæni Skaftfellski sjóbirtingur. Í Sýrlæk náðu Pálmi

hægt og rólega úr henni, enda er fiskur þessi á leið til

Gunnarsson og félagar hans ógleymanlegum myndum

sjávar og mai er einmitt aðal útgöngumánuðurinn.

um árið af sjóbirtingum sem virtust liggja steindauðir,

Síðan halda margir að þarna fiskist ekki aftur fyrr en

með hliðar og belgi upp í loftið, á botni lækjarins. En

um haustið, eða í fyrsta lagi undir lok ágúst, en svo er

þegar potað var í þá, dustuðu þeir af sér rykið og syntu

ekki. Það byrjar að bóla á birtingi seint í júlí og í ágúst er

ólundarlega í burtu. En það er önnur saga.

oft hægt að gera góða túra. Síðan eru haustmánuðirnir drjúgir að venju. Oft er þetta svæði ekki stundað sem

Mest veiðist þarna á litskrúðugar straumflugur og

skyldi í júlí og ágúst og eru menn þá stundum að missa

eru allskonar útgáfur af Black Ghost og Nobblerum

af miklu. En þá eru kannski margir að hugsa um annan

algengustu flugurnar þó að allt mögulegt og ómögulegt

fisk í öðrum landshlutum, t.d. lax?

undir sólinni sjáist í boxum veiðimanna og gefur ef sett er út. Það er allur gangur á því hvernig menn nota

28

Þarna veiðist einnig bleikja sem að er alveg hreint með

þetta, sumir eru með sökktauma, en aðrir láta sér nægja

ólíkindum stór og feit. Oft eru menn að landa 5 til 7

að nota flugur með keiluhausum á flotlínum og draga

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. tbl. 2014 2014



veiðistaðurinn Grenlækur 4/Fitjaflóð

hægar. Bleikjan er alveg eins í litlu straumflugunum á vorin, en þegar kemur fram á sumar hentar betur að fá hana á púpur. Hefðbundna eins og Peacock og Watson fancy eiga til að gefa vel. Báðir þessir aðilar bjóða upp á góð veiðikort af svæðinu en afar skynsamlegt er að finna einhvern sem hefur veitt á svæðinu. Það getur verið örlítið örðugt að átta sig á „heitum blettum“ þegar menn koma þarna í fyrsta skipti, sérstaklega ef það blæs hressilega. Og það blæs þarna oft og hressilega! Svæðið afmarkast af skiltum við veiðisvæðaskil. Að ofan eru veiðiskilin við skilti ofan við Efri-Skurð, en að neðan við skilti sem er staðsett við Neðri-Skurð, neðan við brúna. Ferðast er um austurbakka veiðisvæðisins því vestur­ bakkinn er tæplega fær öðrum en fuglinum fljúgandi. Einnig má fara um nánast allt Flóðið á vöðlum, en þó þarf að gæta fóta sinna því á stöku stað er botninn laus í sér. Eins getur gróður flækst fyrir fótum veiðimanna, einkum síðsumars.

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014 2014

Bátur er til ráðstöfunar fyrir veiðimenn. Veiðisvæðið byrjar við tangann rétt ofan við Efri-Skurð en niður af honum breiðir lækurinn úr sér og nefnist þar Fitjaflóð eða Flóðið. Í Flóðinu má á sumrin finna ála með áberandi straumi en annars er vatnið þar kyrrt sem stöðuvatn. Margir telja veiðivon meiri í álunum en aðrir segja að best sé að kasta fyrir fisk við brúnirnar á sefbreiðunum. Enn aðrir segja að vesturbakkinn, þar sem drullupyttirnir eru, sé bestur. Neðri endi Flóðsins endar á svonefndri Trekt. Kvíslast áin þar eftir á milli hólma og síðan sameinast árvatnið aftur í svokölluðum Neðri-Skurði allt til neðri veiðimarka sem eru við girðingu spölkorn neðan við brúna. Ekki er síður von á sjóbirtingi í Trektinni og Neðra-Skurði en í Flóðinu og Efri-Skurði.


ÁRNASYNIR

BARA ÞAÐ BESTA

V E IÐIH O R N IÐ • S ÍÐUM ÚL A 8 • 108 R E YKJAVÍ K • SÍ M I 568 8410 • VE I Ð I HO R N I D.I S


fluguboxið Ásgeir Heiðar

Nóran varð

fljótlega að svona

„business flugu“ Við félagarnir á VoV og Veiðislóð höfum all nokkrum sinnum rætt það okkar í millum hvað það er merkilegt hversu margar áður frábærar flugur hafa nánast horfið af sjónar­ sviðinu. Við höfum skrifað um sumar þeirra í fyrri tölublöðum. Þær finnast kannski enn í einhverjum fluguboxum, kannski ekki, en ef þær leynast þar þá eru þær í það minnsta varla nokkrum sinnum teknar fram og reyndar á ný. Samt voru þær að gefa hörku veiði alveg þangað til að þær duttu í ónáð. Kannski er þessari ofhleðslu á öllum mögulegum og ómögulegum útfærslum af Sunray og Frances fyrir „að þakka“, að menn komast varla yfir það lengur að reyna öll tilbrigðin áður en klukkan rekur þá í næsta hyl. En hvað um það, ein þessara fluga er hin alíslenska Nóra. Frábær fluga sem lítið fréttist af hin seinni ár. Höfundur Nóru er hinn vel þekkti veiðikappi

hlaup þá að bílnum,

Ásgeir Heiðar og nafnið kemur frá tíkinni

gramsaði í dósunum og

Nóru, þeirri „frægu Labradortík“ eins og Ásgeir

færði mér Heineken. Þetta gerði

rifjar upp og segir okkur fyrst aðeins frá henni:

svo mikla lukku, að umboðsmaður

„Ég byrjaði að vinna sem leiðsögumaður við

Heineken, Rolf Johansen, sendi mér kassa

Laxá í Kjós sumarið 1988 og Nóra var mér

af Heineken daginn eftir. Hann hafði aldrei

þar innanhandar við ýmis tilfallandi verkefni.

fengið jafn mikla fría auglýsingu!

Hún sótti háfinn ef þurfti með, sótti plast í

32

bílinn og bar plastaða laxa aftur í bílinn og

En aftur að flugunni, það var árið eftir, 1989

skellti þeim í skottið. Svo sótti hún bjór fyrir

að KK fékk fyrstu sendinguna af smáum

mig, alger draumahundur. Hún var svo nösk

silfruðum þríkrækjum í Litlu fluguna. Svo-

við það að hún þekkti hvaða bjór var beðið

leiðis önglar höfðu þá ekki sést hér áður.

um. Það vakti svo mikla athygli að frá því

Ég keypti einn poka af þessum önglum og

var sagt í fréttum í sjónvarpi. Prófið sem

greip til þess snjallræðis að vera ekkert að

lagt var fyrir hana var þannig að settar voru

vefja búkinn, enda hvaða vit er í að vefja

fjórar tegundir af bjór í skottið á bílnum og

silfurlitaðan legg með silfruðum þræði? Ég

ég bað hana síðan að sækja Heineken. Hún

klippti síðan nokkur hár úr Nóru og hafði

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Myndir með grein Heimir Óskarsson

Ritstjóri man vel veiðisæld Nórunnar. Fékk fjórar flugur hjá Ásgeiri Heiðari á bökkum Laxár í Kjós og ef þær gáfu ekki lax, þá ærðust sjóbirtingar í ljósaskiptaveiði á miðsvæðinu. Þessar fjóru flugur voru fljótt uppétnar. Ein þeirra var að mestu rauðbrún á móti bláa hananum í stað gula og svarta litarins. Það skipti ekki máli. Hún var étin af sömu græðgi þau öðru megin og bláan hana í haklið á

og hinar. Stundum þurfti ég að sækja þær

móti. Það var eins og við manninn mælt,

ofan í kok.

þessi fluga fór að veiða. Fyrsta laxinn á hana tók Bandaríkjamaðurinn Jeff Williamson og

Og vegna þess að Ásgeir nefnir glampandi

fljótlega kom á daginn að hún var sérlega

sól í Laxfossi, þá er hér ein lítil: Þetta var í

sterk þegar allt annað virtist þrjóta. Sérstaklega

lok júní 1989, sumarið sem Nóran varð til

var hún góð sólarfluga og eftir því var tekið

og fáir komnir með hana. Þarna lét Ásgeir

hvað hún var mikið afbragð þegar hún var

mig hafa þessar fjórar ofangreindu flugur.

veidd í Laxfossi í glampandi sól. Hún var

Talsvert var af laxi frá Laxfossi og niður úr,

einnig afburðagóð strippfluga, það sannaði

lítið þar fyrir ofan. Laxfossinn var barinn

listamaðurinn og veiðisnillingurinn Bernd

linnulaust allar vaktir og fiskur var styggur

Koberling ítrekað.

og tók afar illa. Helst að menn settu í einn eða tvo í morgunsárið, en svo ekki söguna

Það sakaði nú ekki hversu snöggur maður

meir. Það var glampandi sól og ég var þriðji

var að hnýta þessa flugu, þannig að hún

í röðinni að berja á fossinum. Setti af rælni

varð fljótt að svona „business fly“, en þar sem

Nóru nr 14 á tauminn og þessar mínútur

Nóra mín hefði fljótt orðið sköllótt þá fór ég

sem mér var skammtaður Laxfossinn setti

fljótlega að nota gulan og svartan íkorna í

ég í fjóra laxa, alla á Nóruna litlu. Þrír voru

staðinn og ekki veiddi sú útfærsla minna.

boltafiskarog ég missti þá alla þar sem þeir

Þessi fluga var aldrei hnýtt stærri en 10 en

æddu út í stórgrýtið við norðurbakkann

oftast 14, þannig var hún rosalega sterk.

og það rifnaði úr þeim þegar ég reyndi að

Og aldrei fór hún á nema silfraða

stemma stigu við því framferði. Einn var

þríkróka;“ sagði Ásgeir.

lítill og honum náði ég. En hvort ég missti þrjá eða landaði öllum skiptir ekki máli í þessu samhengi, heldur það hversu mögnuð þessi litla fluga reyndist við verulega erfiðar aðstæður. Er ekki kominn tími til að menn finna til gömlu Nórurnar sínar, eða að einhver duglegur hnýtari taki sig til og setji Nóru á kortið á ný?

33


Fluguboxið Er að þróa og leika sér með Viðar Egilsson

svampflugur Þurrfluguveiði hefur verið að ryðja sér til rúms og æ fleiri verða heillaðir af þeim einstaka veiðiskap. Þetta er magnaður veiðiskapur, en það er eitt sem að pirrar menn dálítið og er kannski að valda því að minna er um þurrfluguveiðiskap en ella og það er þessi tilhneiging þurrflugna til að skemmast. Allar flugur skemmast smátt og smátt, fiskar

nefndi að fyrra bragði að sjá mætti líkindi

tyggja þær í tætlur og þær slást í grjót og

við ýmsar þekktar flugur í svömpum sínum.

festast í botni.Í heimsókn í Litlu fluguna

Þarna var t.d. fluga mjög lík hinni mögnuðu

sálugu, til Viðars Egilssonar, sagði hann okkur

þurrflugu Blue bottle, önnur minnti á Peter

að þetta væri vel þekkt, „menn eru kannski

Ross. „Ég einfalda þessar flugur mikið með

með þessar fallegu CDC fjaðrir og flugan er

notkun á svampinum,“ segir Viðar.

æðisleg. En svo tekur hana fiskur og þá eru menn bara í tómu tjóni, flugan alveg búin

Viðar segist hafa fundið svampflugur á

á því. Ég veit að menn eru margir hverjir

danskri hnýtingarsíðu fyrir nokkrum árum

ekki allt of spenntir fyrir þessu einmitt af

og um líkt leyti fór Jón Aðalsteinn Þorgeirs-

þessum sökum, svo er erfitt að fá sum efnin

son að hnýta hina rómuðu Galdralöpp sem

og þau eru dýr. Þess vegna hef ég verið að

er einhver magnaðasta þurrfluga sem sett

skoða svampflugurnar síðustu árin og verið

er í íslensk veiðivötn, rauði svampurinn í

að þróa mig áfram með þær. Það lofar svo

skotti hennar virðist hafa ótrúlegt aðdráttar-

sannarlega góðu, því þó að það vilji tætast

afl á fiska, sérstaklega væna urriða. Seinna

uppúr svampinum smátt og smátt, þá er

kom Maurinn sem er ekki lakari fluga en

ending þessara flugna miklu meiri og þær

Galdralöppin.

virka auk þess mjög vel,“ sagði Viðar. „Svampurinn er magnaður. Hann ein-

34

Hann sýndi okkur mikið og glæsilegt litróf

faldar flugugerðina. Ég hef t.d. einfaldað

af svampflugum. Hann tók það skýrt fram

mjög Bomberinn en á sama tíma heldur

að hann væri ekki að finna upp hjólið og

svampurinn betur uppi efnismeiri flugum

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Myndir með grein Heimir Óskarsson

og hægt er að hnýta hann þess vegna á alla venjulega öngla. Sem kemur sér vel því að þegar laxinn er t.d. að taka Bomber eru tökurnar svo öflugar að veigaminni krókarnir sem Bomberarnir hafa verið hnýttir á hafa átt það til að réttast upp. Jón Aðalsteinn setti upp svona Bombera á önglastærðir 1 og 2 og veiddi stóra laxa á þær í Rússlandi. En hvort sem maður er að tala um stórar flugur á borð við Bombera eða einhverjar örsmáar pöddur þá auðveldar svampurinn afar mikið veiðiskapinn sjálfan. Þurrflugur eiga jú að fljóta og svampurinn einn og sér sér til þess, mikil vinna sem ella fer í að leggja fluguna og nostra við hana leggst af og veiðiskapurinn verður einfaldari og að margra mati þar með skemmtilegri,“ segir Viðar Egilsson.

35


Fluguboxið

Myndir með grein Heimir Óskarsson

Sillí-kónar

Víbrandi og

líflegar flugur

Fyrst þegar ritstjóri heyrði talað um „Sillí kóna“, eða „Silikona“ eða „Sillikóna, þá vissi hann ekkert hvað um var að ræða en lét samt eins og hann væri vel með á nótunum til að afhjúpa ekki fáfræði sína. Síðan, í nýlegri heimsókn til Viðars Egilssonar fluguhnýtingarmeistara í Litlu flugunnifékk ég loks að líta hvað um væri að ræða. Það kom á daginn að ég hafði séð svona

„Það eitt veit ég um þessar flugur, að þær

einu sinni áður, á flugu sem lá á gólfinu í

virka. Ég hef ekki reynt þær sérlega oft,

veiðihúsinu við Minnivallalæk fyrir nokkrum

en einu sinni var ég t.d. í Eystri Rangá við

árum. Það var einhver bleiklituð smíð sem

ömurleg skilyrði. Áin búin að vera mjög skoluð

ég kann engin deili á og hef aldrei sett undir.

og vatnsmikil. Ekkert gekk hjá mér, en þá

Fannst þessi „Sillí kóni“ engan veginn vera

reyndi ég eina svona með silikóni og náði að

veiðilegur.

særa upp einn lax þegar allar bjargir virtust bannaðar. Silikónið gefur frá sér einhvern

36

En Viðar sýndi mér nokkra og talaði vel um

víbring og flugurnar verða mjög líflegar í

þá. Eins og myndefni hér gefur til kynna þá

vatninu og skiptir það eflaust sköpum,“ sagði

er um að ræða einhverskonar kraga úr glæru

Viðar. Silikón kraga þessa má setja á bæði

silikóni, fyrst hélt ég þetta vera einfaldlega

túpur og alla venjulega fluguöngla. Eins og

plast, en svo er ekki. Þetta er dúnmjúkt og

sjá má af einni túpunni á myndinni er líka

„kónninn“ snýr ýmist fram eða aftur, honum

í lagi að ganga glannalega til verks og bæta

má fletta á hvorn veginn sem er.

við gúmmílöppum!

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Eitt kort 0 1 4 362vötn 6.900 kr www.veidikortid.is

2 0 1 4

00000 SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA NÁNAR!

Veiðihúsið við Vesturhóp

Frábært hús með gistingu fyrir 16-20 manns

STANGAVEIÐIFÉLAG KEFLAVÍKUR

býður fjölbreytt og spennandi veiðileyfi á einstaklega hagstæðu verði. Smelltu hér til að skoða laus veiðileyfi Fossálar

Geirlandsá

Grenlækur svæði 4

http://www.svfk.is/images/stories/rptLausleyfi.pdf

Hrolleifsdalsá

Jónskvísl

Reykjadalsá

Vesturhóp


VISION. STÆRSTI FLUGUVEIÐI FRAMLEIÐANDINN Í SCANDINAVÍU.

VISIONFLYFISHING.COM


TANK

...FORTÍÐARÞRÁ Í SINNI HREINUSTU MYND.


veiðisagan

Veiðisögur frá vori

Veiðisögur frá vori Í flokkinum Veiðisagan að þessu sinni munum við rifja upp fjórar veiðisögur frá þessu vori, en nokkrir ævintýralegir urriðar/sjóbirtingar hafa komið á land. Í einu tilvikinu er verið að tala um líklega stærsta fluguveidda urriða á Íslandi fyrr og síðar og í öðru tilviki einn stærsta, ef ekki stærsta fluguveidda sjóbirtinginn sem veiðst hefur hér á landi. Þangað til að „annað kemur í ljós“ látum við standa yfir þessum heiðursmönnum- og urriðum.

30 pundari?

tók kannski 15 min,en þungur var hann, ég held

Heyrum fyrst hvað Stefán Kristjánsson, ann­ álaður

að hvernig hann er í laginu, eins og rauðmagi, þá

fluguveiðimaður sem veitt hefur fleiri laxa yfir 20

hafi hann verið frekar rólegur miðað við stærð,en ég

pund en flestir hér­lendir veiðimenn, hafði að segja,

missti einn sem ég þurfti að læsa hjólinu rétt áður en

en helstu lendur hans eru Víðidalsáin. Stefán segir

undirlínan var öll farin. Það var gaman að sjá þessa

að eftir að hafa landað umræddum urriða hefði hann

drottningu hverfa í dýpið, og ná fyrri styrk sem fyrst,

orðið hugsi og aldrei trúað því að óreyndu að stærsti

og vonandi fær einhver annar veiðimaður að glíma

fiskur sem hann hefði veitt myndi vera urriði, eftir

við hana í framtíðinni,“ sagði Stefán.

alla stór­laxana. Stefáni var eðlilega umhugað um hversu þungur Stefán var að veiða í Ölfusvatnsósi í Þingvallavatni

fiskurinn gæti hafa verið og skaut á að hann hefði

þegar ævintýrið brast á. Hann setti í ógnarstóra

ekki verið langt frá 30 pundum. Félagi hans Jóhann

urriða­ hrygnu sem reyndist við mælingu vera 100

H.Rafnsson telur fiskinn vel getað hafa verið yfir 30

cm löng og 63 cm í ummál. Af myndunum að dæma

pundum, en Stefán rifjaði upp að þessu tilefni: „Það

hlýtur að vera frekar óraunverulegt að horfa á slíkan

veiddist 88 cm og 57,5cm ummál hrygna fyrir nokk-

fisk, hvað þá að setja í hann, landa, handfjatla og

uð mörgum árum í vatninu og var talin sú stærsta

mæla. Stefán heldur að fiskurinn hafi ekki verið langt

hrygna sem hefur veiðst í Þingvallavatni. Var hún

frá 30 pundum

uppstoppuð og var mæld 11 kiló.“

„Ég var að veiða á svæði ION Hótels við Ölfusvatnsá Ghost 2# sem ég þurfti að klippa svolítið til á staðn-

Þvílíka lukka að hitta á svona monster

um vegna þess að zonkerinn var svo þykkur að flug-

Heyrum síðan í Ásgeir Jónssyni Mosfellingi sem að

an flaut bara. Þá klippti ég helmingin af zonkernum

datt i lukkupottinn í Húseyjarkvísl. Eftir að hafa þegið

og þá fór hún aðeins undir yfirborðið. Annars var

heillaóskakveðju frá VoV sagði Ásgeir: „Já takk fyrir

ég með flotlínu og notaði svona nett strip. Þetta

það. Þvílíka lukka að hitta á svona monster. Eitthvað

eða hvað þetta svæði heitir og tók fiskurin Black

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Ásgeir Jónsson með 97 cm birting.

Stefán Kristjánsson með tröllið sitt.

sem flestir bíða eftir alla ævina en fáir fá að njóta,“ en fiskur hans var 97 cm sjóbirtingshængur og af myndinni að dæma alveg hreint bærilega vel haldinn eftir vetrardvalann í ánni. Ásgeir segir: „Þetta var röð lukkulegra atvika. Ég settist niður hálftíma áður en ég lagði í hann og ákvað að hnýta 2-3 flugur. Ég hnýtti Dýrbítsafbrigði af flugu eftir sjálfan mig sem heitir „Yrja“ í höfuðið á konunni minni. Ég skellti henni svo undir og setti strax í tvo rígvæna fiska. Á öðrum degi fórum við svo niður í ós. Það hafði lítið gengið en ég hafði þó fengið fínan birting aðeins ofar í ánni. Við vorum svo komnir frekar neðarlega og tveir af fjórum voru farnir upp í bíl aftur sem var smá labb. Ég ákvað að taka eitt kast í viðbót og þá fékk ég þessa líka hörku töku. Fiskurinn stökk og sýndi sig og tók svo straujið niður eftir og var kominn langt með undirlínuna. Þá snéri hann við og tók á rás uppeftir. Ég náði sem betur fer að veifa til veiðifélagans sem var svolítið fyrir ofan mig og við það að fara upp í bíl. Annars hefði ég staðið þarna einn á háum bakka og ekki átt roð í að landa risanum. Eftir tæpan hálftíma og endalausar rokur náðum við honum á land. Eintóma gleðin sem það var. Honum var að sjálfsögðu þakkað fyrir góðar stundir og sleppt aftur. Ég var hálf dasaður það sem eftir lifði dags.“ Emil Gústafsson með stórfiskinn sinn.

41


Stefán að sleppa risanum sínum.

Veiðisögur að vori

Svona fiskar eru sjaldgæf sjón á Vesturlandi Þá er það Arnór Laxfjörð Guðmundsson, en aldeilis magnaður fiskur var dreginn á land úr Staðará á Snæfellsnesi. Arnór Laxfjörð Guðmundsson setti þá í og landaði tæplega 21 punda sjóbirtingi, 96 cm löngum með 54 cm þvermál. Margt athyglisvert við þann fisk, óhætt að segja það. Arnór segir: „Ég upplifði draum sem margan veiðimanninn dreymir um, landaði rosalegum sjóbirtingi, 96 cm, 54 cm í þvermál og góð 20 pund að þyngd. Þvílík upplifun og hamingja að ná svona skepnu, en svona fiskar eru sjaldgæf sjón á Vesturlandi. Hann tók litla Black ghost , baráttan stóð í rúman klukkutíma , hann straujaði upp og niður ána allan tímann og í síðasta strauinu niðureftir náði ég að stýra honum inní sefdrullu við bakkann þar sem hann strandaði , ég var með Loop Opti Peak sem ég var að fá og var að prufa í fyrsta skiptið, 11 feta fyrir línu 4 var með 10 punda taum og hjartað í buxunum. Takan var mjög þung og þegar kvikindið fór af stað fann ég strax að þetta væri einhvað flykki... Var cirka 2 km frá ós, bjartur einsog nýlega gengin en engin lús. Vel hreistraður og það var einhver dökk drulla í maganum en ekki mikið samt. Fekk 5 aðra til viðbótar sem voru frá 3 pundum og upp í 6 pund , fjórir af þeim voru sláplegir og dökkir og einn spegilsilfraður feitur og flottur eins og nýgengin, þeim var öllum sleppt einsog flestum fiskum sem ég veiði.“ Fiskur af þessari gerð vekur upp spurningar. Fyrir það fyrsta þá taldi Arnór að um geldfisk hafi verið að ræða og passar það í sjálfu sér við holdafarið að vorlagi. Kynþroska fiskar eru að jafnaði ekki svona vel holdi farnir í byrjun apríl eftir vetursetu í ánum. Þó eru vorfiskar jafnan í betri holdum eftir því sem árvatnið sem þeir eru í er kaldara. Í umræðu um fiskinn á FB síðu veiðiáhugamanna taldi Haraldur Eiríksson að þarna hafi Arnór veitt einn af „gamla stofni“ Staðarár, en áin var fræg framan af

Arnór Laxfjörð með ríflega 20 punda birtinginn sinn.



Arnór Laxfjörð með fiskinn og sést hér glöggt sérstakt útlit hans, t.d. eru afar fáir dílar.

kenningu sinni mynd af R.N.Stewart hershöfingja , sem

„Mjög sáttur og drullumontinn !!!“

leigði Staðará á sínum tíma, með risavaxinn sjóbirting

Svona í lokin, látum Emil Gústafsson fljóta með en hann

sem er eigi ósvipaður í vextinum og fiskur Arnórs. Slíkir

var ekkert slor, urriðinn sem hann veiddi í Vatnskoti í

fiskar hafa nú um árabil verið sjalfséðir í ánni.

Þingvallavatni. Í aðdraganda voru margir að setja í og

síðustu öld fyrir tröllvaxna sjóbirtinga. Birti hann með

landa 80 til 90 cm urriðum víða í vatninu, en svo kom Lengi hefur verið talað nánast goðsagnakenda skepnu

augnablik Emils og á FB-síðu sinni voru þetta orðin sem

í Staðará sem stundum gekk undir nafninu berglax og/

hann kom uppúr sér! „Þingvallavatn, Vatnskot, 95cm á

eða laxbirtingur. Slíkir fiskar voru þekktir í Staðará löngu

lengd, 55cm ummál, vel yfir 20 pund ! Fór varlega með

áður en þeir urðu þekktir í ám í Vestur Skaftafellssýslu.

hann í löndun ,ekki á land, og stuttur tími uppúr vatni.

Það eru afkvæmi lax og sjóbirtings sem annað hvort

Mjög sáttur og drullumontinn !!!

óvart eða vísvitandi hrygna saman. Þeir hafa einkenni beggja tegunda og fer það eftir kyni hvernig útlitið verður, þ.e.a.s. sjóbirtignshrygna versus laxahængur, eða öfugt. Þessir fiskar eiga það sammerkt að þeir eru ófrjóir og fer því engin orka eða bruni í hrygningu. Þeir ná því að vera sællegir og pattaralegir fram eftir öllum aldri og sem kunnugt er, þá getur sjóbirtingur orðið hundgamall. Blendingar þessir geta því orðið mjög stórir. Sem betur fer þá sendi Arnór hreistursýni til Veiðimálastofnunar og kom þá í ljós að hér var um hreinræktaðan sjóbirting að ræða sem var ellefu ára gamall og hafði gengið átta sinnum í sjó.

44

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is


strandveiðar Reynir Friðriksson

Það koma risastórir fiskar úr sjónum! Það er ekki sagt út í bláinn að það sem gengur undir nafninu strandveiði hefur verið í sókn á Íslandi. Að standa á bryggju og slæða upp ufsa og kola með stöng hefur lengi verið stundað hér á landi, en strandveiðin kom með innflytjendum hingað til lands síðasta áratuginn eða svo. Einkum eru það pólsku innflytjendurnir sem voru fljótir að koma auga á möguleikana. Strandveiðin er ýmist stunduð með

síðan umvafið með einstakri veiðidellu.

stífum og stæðilegum kastsstöngum sem

Hann ferðast mikið um landið starfs síns

menn gætu verið að nota líka í lax- og

vegna og alls staðar þar sem hann kemur

sjóbirtingsveiði þar sem annað en fluga

er stöngin dregin fram ef kostur er. Og

er leyfilegt. Eða með hinum svokölluðu

vissulega er þess oft kostur. Kannski oftar

strandveiðistöngum sem eru miklir lurk-

kostur heldur en raunverulegur tími til.

ar, langir og sverir, en reyndar furðu léttir

En Reynir segir að Ísland eigi sér fáa ef

hin seinni ár miðað við útlitið. Einstaka

nokkra líka í strandveiðiheiminum. „Ef

útgáfa af strandveiði kallar ekki á annað

við tökum bara sem dæmi háfsveiðarnar,

en léttar spinnstangir, jafnvel venjulegar

þá er þetta geysilega eftirsóttur fiskur

flugustangir, en þá er rétt að fara að öllu

strandveiðimanna í Evrópu og þeir kaupa

með gát og hreinsa tækin af seltunni að

sig inn á veiðihótel og sætta sig við að

notkun lokinni.

veiða 2-3 yfir vikuna sé góður afli. Þeir geta fengið 2-3 hér á landi á kortéri. Það

46

Við áttum skemmtilegt viðtal við Reyni

er eins með háf og aðra fiska í strand-

Friðriksson í einu af fyrri tölublöðum

veiðinni, að menn verða að fara af stað

Veiðislóðar, Reynir var þá tekinn upp

og reyna fyrir sér auk þess að afla sér

á því að veiða háf á sendum ströndum

upplýsinga um göngur sjávarfiska og

Suðurlands. Var að landa upp í meters-

ekki hvað síst vera vakandi fyrir fréttum

löngum sleggjum þar sem fremsti

um göngur smáfiska eins og loðnu og

taumurinn þurfti að vera úr vír til að

síldar, jafnvel makríls, því stóru fiskarnir,

hvassar tennur hákarlsins klipptu hann

þorskur og ufsi, elta smærri fiskinn,

ekki í sundur. Þetta voru fyrstu kynni

ufsinn fyrir ofan torfurnar, þorskurinn

Reynis af strandveiðum sem hann hefur

undir þeim,“ segir Reynir.

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


Reynir Friðriksson með 16 punda ufsa sem hann tók á spón í Grindavík. Enn stærri fiskar veiddust!

Að þessu sögðu, þá gæti Kolgrafarfjörður-

Ég fór þarna og það var algert bingó. Fékk

inn verið algert gósenland fyrir strand-

þarna nokkra ufsa og nokkra þorska. Allt

veiðimenn. Líklegir staðir eru fjölmargir

væna fiska og var stærsti ufsinn 16 pund,

um land allt og raunar segir Reynir okkur

eða 8 kg. Ég frétti að menn hefðu fengið

að mögulega sá besti í allri henni veröld sé

enn stærri fiska nokkrum dögum áður.

Grímsey. Öll eyjan, þ.e.a.s. öll strandlengja

Nokkrum dögum seinna var þessi ganga

hennar. Þar veiðist flestar tegundirnar á

farin fram hjá. Svona er þetta, stundum

einum eða öðrum tíma ársins og stærð

algerlega allt geggjað,“ segir Reynir.

fiskjar sé með ólíkindum góð. Og stutt að sækja það, fiskur alveg uppi í harðalandi. En Reynir segir okkur frá afburðaævintýri sem sýnir glöggt að á sama tíma og hægt er að dúlla sér við sjóbleikju, ufsa, Þyrskling og makríl með léttum nettum græjum, í faðmi fjölskyldunnar, er hægt að lenda í þess háttar stuði að menn geta

Það er um að gera að prófa og finna sér stað í strandveiðinni. Fjölbreytileikinn er mikill og það er eitthvað fyrir alla. „Menn verða að vera við öllu búnir, það eru risastórir fiskar sem koma úr hafinu og sumir þeirra, eins og ufsinn berjast brjálæðislega,“ bætti Reynir við.

spurt sig: Lax hvað? Þannig er mál vexti

Undir þetta er óhætt að taka og fleiri

að Reynir, eins og getið hefur verið um,

sem Vsl hefur rætt við og hafa lagt fyrir

fylgist með göngum smærri sjávarfiska.

sig strandveiði gera ekki hvað minnst úr

Og seinni part vetrar var loðna að ganga

því hversu ódýrt sportið er, þó að víða sé

austur eftri sunnanverðu Reykjanesinu.

kurteisin ein að biðja landeiganda um

„Bryggjan í Grindavík er vel staðsett og

leyfi til að skoða fjöruna, þá séu fjölmargir

við fréttum af því að menn voru að setja í

almenningar þar sem allir mega veiða og

svakalega ufsa og þorsk í bland.

hafið er ein risastór matarkista.

47


ljósmyndun Kasper Mühlbach

Ómetanlegt að vera á veiðistað með græjum sínum og vinum Ekki í fyrsta skipti er gallerísmeistari okkar frá Danaveldi, reyndar búsettur í Svíþjóð. Að þessu sinni góðkunningi okkar Kasper Mühlbach. Kasper segir: „Ég hef verið fluguveiðimaður í 24 ár og hef mest fengist við urriða og sjóbirting. Ég skorast hins vegar ekkert undan að fást við „óæðri tegundir“ eins og chub, aborra og geddu ef að það drífur á daga mína. Ég veiði vegna þess að veiðiskapur heillar mig auk þess sem það er ómetanlegt að vera við veiðistað með græjur sínar, umkringdur vinum. Það er eitt að veiða, en allt annað að fanga liti, hughrif, fegurð einstakra fiska, veðrið, náttúruna eða landslag. Hugur minn er ekki síður við það en veiðiskapinn.“ Helstu tæki og tól sem Kasper notar eru: Nikon D7000, Nikon 50mm f1.8, Nikon 35mm f1.8, Sigma 18-50mm f2.8, Nikon 70-200mm f2.8, Sigma 70mm f2.8 macro, Samyang 8mm f3.5 fisheye, Sigma 10-20mm f4-5.6 og vatnsheld vasavél, t.d.CanonD10. Birtar hafa verið myndir frá frá Kasper í bókinni LAKS eftir Jan Grünwald 2013. Hann hlaut fyrstu verðlaun sem Veiðiljósmyndari árins 2008 hjá danska veiðitímaritinu Sportsfiskeren. Í þriðja sæti sem Veiðiljósmyndari ársins 2006 hjá Sportsfiskeren. Þá hefur hann skrifað greinar og birt myndir í eftirtöldum tímaritum: Sportsfiskeren, (danskt), Flugfiske för Alla, (sænskt), Fiske for alle, (norskt). Kasper er í hópnum sem heldur úti www.globalflyfisher.com og þar hafa birst eftir hann bæði myndir og greinar. Hér má sjá fleiri myndir úr smiðju Kaspers: http://globalflyfisher.com/pix/gallery.php?submitter=1b3fefae3375 og http://globalflyfisher.com/staff/muhlbach/

48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


รฐ

49


Ripley’s die hard cap’n’flies

ljósmyndun Kasper Mühlbach



ljósmyndun Kasper Mühlbach

Garfish close-ups

52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


53


Afternoon sun hanging over my home water late winter

Höskuldur Birkir Erlingsson

92

54

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


55


ljósmyndun Kasper Mühlbach

Icelandic brownie head ...

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

and tail


57


The Flame - a variant of the Christmas Tree

Hรถskuldur Birkir Erlingsson



Reel splashes

60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


61


ljósmyndun Kasper Mühlbach

Me in the bubble bath and ...

62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


sea weed

63


ljósmyndun Kasper Mühlbach

The reel machine

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014



einu sinni var Kofinn á Brunasandi

Draugagangur á Brunasandi Hér á árum áður stóð einmannalegur veiðikofi á miðjum Brunasandi. Þetta var veiðikofi Stangaveiðifélags Keflavíkur, kofinn sem þeir félagar notuðu til að nátta sig við Vatnamótin þekktu, ármót Skaftár, Geirlandsár, Hörgsár og Fossála, en þetta víðfeðma veiðisvæði er eitt af mögnuðustu sjóbirtingssvæðum landsins og líklega þótt víðar væri leitað. Þetta hús er löngu tínt og tröllum gefið og Keflvíkingarnir fluttir annað. Þetta hús var rómað fyrir magnaðan draugagang. Stundum eru sögur af reimleikum ýktar og þegar

ekkert veitt og í ofanálag ekki getað sofið á nóttunni

kemur að því að einhver sem borinn var fyrir frásögn,

fyrir höggum og barsmíðum utan á skúrnum sem hann

er spurður út í málið, kemur viðkomandi af fjöllum. Ekki

hefði sofið í. Gerði hann þá eina kröfu til forréttinda

var því að heilsa í kofanum í Vatnamótunum, margir

sem leiðsögumaður, að þurfa ekki að sofa í þessum

lentu í draugsa og lýsingar flestra samhljóða. Veiðislóð

skúr heldur fá pláss í veiðihúsinu sjálfu.

gramsaði í gömlum félagsblöðum SVFK og fann mergjaða lýsingu Sæbjörns Kristjánssonar í 1.tölublaði 5 árgangs árið 1987. Við gefum nú Sæbirni orðið:

Þegar í húsið kom varð ljóst að þar voru þrjár kojur og eitt rúm. Vantaði því svefnstað fyrir einn, þar sem við vorum fimm. Ekki var þetta stórt vandamál, enda

„Ekki verður þó sagt að sá kunnugi hafi gert mikið í

menn vanir að fást við flóknari skipulagsmál en þetta.

því að æsa menn, sagði reyndar að síðast hefði hann

Ekki kom til greina að sofa í skúrnum við hliðina, af


ástæðum sem áður eru taldar, en brugðið á það ráð að

Næst er að segja frá því að tveimur dögum eftir að við

taka dýnu úr skúrnum og setja á gólfið fyrir framan

komum til baka hringdi ég í Sigurð Pálsson, því ég vissi

kojurnar. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir, var

að hann er vel kunnugur þarna fyrir austan. Eftir að hafa

haldið til veiða, en ekki verður þeim nánar lýst, enda

greint frá veiði og við búnir að ræða fram og aftur um

ekki tilgangurinn með þessum línum.

þennan veiðistað þá segi ég. Hvernig er það hefur verið

Næsta morgun, þegar menn vöknuðu kom í ljós að sá er svaf í eina almennilega rúminu, undir glugganum, var þegar vaknaður og var heldur brugðið. Sagði hann okkur að um nóttina hefði hann vaknað við að honum var haldið föstum og var einhver ógnarþungi ofan á honum. Enga hjálpa var að fá frá okkur félögunum, þar sem við vorum allir steinsofandi. Hann sagðist hafa verið

talið að einhver draugagangur væri í litla skúrnum? Sá eini sem eitthvað þekkti til fékkst ekki til að sofa þar. Nú kom þögn. Svo segir Sigðrur: Það hef ég aldrei heyrt, og veit ekkert um, en aftur á móti gengur talsvert á í rúminu undir glugganum. Þú veist, í skálanum þar sem eldhúsið er! Það skal viðurkennt að nú varð ég alveg orðlaus, en sagði síðan Sigurði frá reynslu okkar.

kominn að því að kalla á okkur er honum var skyndilega

Leið nú sumarið, en upp úr miðjum september var

sleppt. Eftir þetta hefði hann ekki geta sofnað. Eitthvað

aftur farið til veiða í Vatnamótum. Á leiðinni var nokkuð

fannst mönnum þetta skondið, en viðkomandi tók lítið

rætt um hver ætti að sofa undir glugganum. En þegar

undir glensið. Leið nú dagurinn við veiðiskap, en um

austur kom var ljóst að mikil breyting hafði átt sér

kvöldið þegar átti að fara að sofa, mæltist hann undan

stað á húsakynnum. Innangengt var milli húsanna og

því að sofa aftur í þessu annars ágæta rúmi. Sá er legið

því næg svefnpláss og einhvern vegin fór það svo að

hafði á dýnunni á gólfinu var fljótur að bjóða skipti. Viti

enginn svaf í rúminu undir glugganum, fyrri nóttina.

menn, þegar menn rísa úr rekkju daginn eftir er sá er

Hálf fannst mönnum það kjánalegt að láta besta rúmið

í rúminu svaf sitjandi frammá, glaðvakandi. Frásögn

standa autt, og líklega ekki síst mér, sem svaf í efstu

hans var svipuð og hinni fyrri nema hvað hann sagðist

koju, en eitthvað hefur reynsla félaganna frá vorinu

hafa fengið hálfgerða drukknunartilfinningu til við-

haft áhrif. Daginn eftir ákvað ég að svona lagað væri

bótar. Allt fannst okkur þetta heldur furðulegt og létum

ekki við hæfi á seinni hluta tuttugustu aldar, og ákvað

þess getið í gestabókinni að það væri helst að sjá að

að flytja mig í besta rúmið, og svaf ég þar um nóttina

rúmið undir glugganum væri ekki ætlað gestkomandi

eins og steinn enda sjálfsagt þreyttur eftir að hafa öslað

veiðimönnum.

fram og aftur í sandi og vatni allan daginn.


einu sinni var Kofinn á Brunasandi

Leið nú fram í október, en þá bauðst mér veiðileyfi aftur.

minnstu stillingu á gashituninni, þar sem kalt var úti,

Þetta var á sömu dögum og þeir Reagan og Gorbasjov

og í bjarma hennar var því aðeins ratljóst um húsið.

ræddu málin í Höfða, og fór svo að veiðifélagarnir áttu

Við fórum frekar snemma að sofa, en um miðja nótt

ekki heimangengt vegna tilfallandi vinnu er tengdist

vakna ég við það að mér finnst vera sem einhver átök

fundinum. Þótti mér þetta slæm niðurstaða en átti

eigi sér stað fyrir framan kojuna en síðan er sem ég sé

fárra kosta völ, því oft er erfitt að fá menn í veiði með

allur keyrður niður í kojuna, höndunum ríghaldið við

nánast engum fyrirvara. Á öðrum degi eftir að veiði

hlið mér, en höfuð og fætur eru frjáls. Ég leit í kring

átti að hefjast fékk ég svo félaga með mér og var nú

um mig og sé félagann steinsofandi í rúminu, en að

förinni hraðað austur. Komum við austur undir kvöld,

öðru leyti var ekki nokkra sálu að sjá. Mér varð strax

og var þá rigning og slagveðrið slíkt að hvergi sá móta

ljóst hvað gekk á. Upphefjast nú sviptingar með miklu

fyrir neinum straumskilum sem mætti átta sig á.

sparki og látum og að lokum er sem mér sé allt í einu

Óðum við um vötnin vítt og breitt og gátum við ekki

sleppt. Fyrstu viðbrögðin eftir þetta voru víst þau að

áttað okkur á þeim veiðistöðum sem ég hafði verið í

bölva duglega, enda vakti þetta reiði, á sama hátt og

þremur vikum áður. Myrkrið heltist yfir og urðum við

þegar menn eru rifnir uppúr svefni að ástæðulausu.

að fara heim í hús við svo búið. Þetta tal um veður og

Fljótlega sofnaði ég aftur og svaf til morguns án þess

veiðistaði á náttúrulega ekki heima í svona frásögn, ég

að til frekari tíðinda dragi.

bara gleymdi mér eitt augnablik. Við erum nefnilega að ræða um yfirskilvitleg málefni. Það sem skiptir máli var að félagi minn valdi besta rúmið, undir glugganum, en ég lagðist í neðstu kojuna. Létum við loga á

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

Þetta er reynsla sem ég hef aldrei kynnst áður, og virðist sem lýsingum okkar félaganna á þessu fyrirbrigði beri saman, hvernig í ósköpunum sem á þessu stendur.“


Ertu búinn að skrá þig? Tímaritið VEIÐISLÓÐ er ókeypis fyrir lesendur! Ef þú lesandi góður ert ekki skráður fyrir ókeypis áskrift þá getur þú sýnt okkur stuðning með því að skrá þig t.d. núna!

„... en hvernig skrái ég mig?“ Þú ferð inn á www.veidislod.is og skráir netfang og nafn upp í hægra horninu, gangi þér vel!

Smelltu á kassann til að fara á veidislod.is og skrá þig! Við notum skráninguna eingöngu til að senda þér tilkynningu um ný tölublöð!


villibráðareldhúsið Ásthildur Sumarliðadóttir

Uppskrift fyrir 4:

Villigæsabringur með villisveppasósu Ásthildur Sumarliðadóttir er annar eigenda Strengja, leigutaka Breiðdalsár, Jöklu, Hrútafjarðarár og Minnivallalækjar. Hún er eiginkona Þrastar Elliðasonar sem allir í bransanum þekkja og Ásthildur er auk þess að vera hársnyrtir og matgæðingur, bæði kræf og dugleg veiðikona. Þegar VEIÐISLÓÐ óskaði þess af

Hráefni, steikin: • 6 gæsabringur • maldonsalt • nýmalaður svartur pipar • 4 einiber gróf mulin • fersk timian • olía

henni að koma með framlag í Villibráðareldhúsið var hún til þjónustu reiðubúin. Villibráð er oft borin fram í hinu glæsilega Veiðihúsi Eyjum, á bökkum Breiðdalsár. Ásthildur deilir hér með lesendum ljúfengri villibráðar gæsauppskrift sem Bjarni Þór Ólafsson matreiðslumeistari, sem matreiðir oft ofan í Veiðimenn í Veiðihúsinu Eyjum, kynnti fyrir henni. Ekki spillir að dreypa á velvöldu víni með villibráðinni sem gerir minninguna um veiðiferðina enn ánæjulegri, og mælti Ásthildur með Cabernet Merlot rauðvíni frá Ástralíu. Hér á síðunni eru einnig tillögur vínsérfræðinga Ölgerðarinnar.

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

Hráefni, villisveppasósan: • 5 gr blandaðir villisveppir (þurrkaðir) • ½ laukur fínt saxaður • 100 gr smjör • ½ rjómi • 30 ml madeira eða sherrý • 1-2 tsk villisveppakraftur • ½ tsk dijonsinnep • ljós sósujafnari • salt og pipar


... með gæs

ROSEMOUNT CABERNET SAUVIGNON 2.599 KR – ÁSTRALÍA

Aðferð, steikin: Kryddið bringurnar með salti, pipar og einiberjunum og brúnið á báðum hliðum í olíu á pönnu. Setjið bringurnar í eldfastmót og leggið ferskt timian á bringurnar, setjið í 120 gráðu heitan ofn í 10 – 12 mín. Látið bringurnar standa eftir þið hafið tekið þær úr ofninum í ca.3 til 4 mín áður en þær eru bornar fram. Gott að bera fram með steiktu rótargrænmeti og villisveppasósu.

Aðferð, villisveppasósan:

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, þroskuð tannín. Dökk ber, sólber, minta, eik.

Látið sveppina í skál og hellið volgu vatni yfir og látið standa í 1 tíma, svo er allt vatn sigtað frá. Bræðið smjörið í potti, mýkið laukinn í smjörinu setjið svo sveppina út í og steikið saman um stund þá fer vínið út í og soðið niður. Þá fer rjóminn, dijonsinnepið og villikrafturinn út í og suðan látin koma upp, soðið saman við vægan hita í 10 mín jafnað með sósujafnara og smakkað til með salt og pipar, svo er sósan maukuð með töfrasprota. Potturinn tekin af hitanum og 4 msk af köldu smjöri bætt út í. Með þessu fær sósan fallega áferð.

ROSEMOUNT CABERNET / MERLOT 2.399 KR – ÁSTRALÍA Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, þurrt, mild sýra, mild tannín. Rauð ber, plóma, krydd, lyng.

71


villibráðareldhúsið Eydís Gréta Guðbrandsdóttir

Laxinn: • Laxaflök ca. 12-1400 gr. beinlaus skorin í steikur með roði • 2 dl hveiti • 3 msk steinselja, fínt söxuð • Salt og pipar eftir smekk Hveiti, salti og pipar blandað saman. Laxinum velt upp úr.

Uppskrift fyrir 4:

Lax með steinselju þema Þessi laxauppskrift, sem gengur auðvitað líka með aðra laxfiska, er frá Eydísi Grétu Guðbrandsdóttur starfsmanni Hreggnasa, sem er bústýra í veiðihúsinu við Laxá í Kjós. Veiðihúsið rekur hún af myndarskap á meðan bóndi hennar Kjartan Antonsson leiðsegir veiðimönnum. Eydís Gréta er jafnframt mikil veiðikona og var meira en til í að miðla einni af eftirlætisuppskriftum sínum til lesenda Veiðislóðar.

Steikja á pönnu með íslensku smjöri. Ég byrja alltaf á að steikja með roðið niður á snarpheitri pönnu. Þó verður að gæta þess að smjörið brenni ekki, það gefur samt gott bragð ef það dökknar aðeins. Snúa á pönnu þegar roð er orðið stökkt. Eftir hæfilegan tíma (fer eftir þykkt stykkja) snúa aftur og strá örlitlu af sykri yfir og færa yfir á fat. Strá fínsaxaðri feskri steinselju yfir rétt áður en borið er fram.

Bátakartöflur: • 1 kg kartöflur • 2 dl olía t.d Ísió 4 • 4 hvítlauksrif ( pressuð ) • 4 msk steinselja • 2 tsk hvítlaukssalt • Gróft salt og pipar eftir smekk Blanda olíu og kryddum saman í skál ásamt pressuðum hvítlauk Kartöflur skornar í báta, settar í pott og láta vatnið rétt fljóta yfir og suðan látinn koma upp. Vatni hellt af kartöflum og þær settar í ofnskúffu og olíuleginum hellt yfir og makað vel saman. Inn í ofn á 180 gr. í ca 30 mín eða þangað til þær verða fallega brúnar.

72

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


... með lax/silung

MATUA VALLEY SAUVIGNON BLANC 2.399 KR – NÝJA SJÁLAND Fölsítrónugrænt. Meðalfylling, þurrt, sýruríkt. Grösugir límónu- og asparstónar.

Salat: • 1 poki veislusalat blanda • 1 poki klettasalat • 1 gul og 1 rauð paprika skornar smátt • 1 agúrka skorin í bita • 1 askja kirsuberjatómatar • 1 poki furuhnetur ristaðar á pönnu

Sinnepssósa: • 400 gr. hreint kea skyr • Sætt sinep (slatti ) • Dionsinep 3. tsk • Balsamic sirop 1. msk • Púðursykur 3. msk • Salt og pipar • Smá sítrónusafi eftir smekk

Krakkarnir mínir vilja bara hvítlaukssósu með laxinum svo ég leyfi uppskriftinni að henni að fljóta með ...

Hvítlaukssósa: • 1. dós sýrður rjómi 18 % • 2-3. msk létt majones • 2. stór hvítlauksrif • ½. búnt steinselja • Dass af sýrópi • Salt og pipar eftir smekk Allt sett saman í blandara og mixað vel saman. Gott er að gera þessa sósu svolítið fyrr upp á að hún taki sig í kæli.

Fiskurinn borin fram með bátakartöflum,salati ,sósu og góðu brauði. Furuhneturnar eru bæði góðar með laxinum og líka með salatinu. Mín reynsla er sú að oft vill fólk fá meira af sykri á fiskinn þannig ég mæli með sykurkari á borðið. Verði ykkur að góðu.

PICCINI MEMORO BLANCO 1.999 KR – ITALIA – TOSKANA Strágult. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra. Ljós ávöxtur, pera,eik, hunang.

73


villibráðareldhúsið Jagermeister

Veiðimeistarinn á sér langa merkilega sögu Mörgun finnst gott að vökva kverkarnar þegar vinir hittast á árbakka, við kofann þegar menn koma þreyttir en sælir í hús eftir veiðidag, eða yfir veiðisögum á síðkvöldum þegar enginn vill fara í háttinn. Að öðrum drykkjum ólöstuðum þá virðist einn hafa sérstakan veiðimannasess umfram aðra. Sá heitir Jagermeister, Veiðimeistarinn.

„Jagerinn“ er svo tengdur veiðimennsku, að nýlega reyndu dýraverndunarsamtök að fá framleiðandann til að breyta nafni drykksins úr Jagermeister í Waldmeister. Að sjálfsögðu var enginn áhugi á því hjá framleiðendum Jagermeister, en dýraverndunarsamtökin höfðu unnið heimavinnu sína, því Waldmeister er líka flott nafn! Sá er fyrstur blandaði „Jagerinn“ hét Curt Mast, fæddur árið 1897 og hann var orðinn 37 ára gamall þegar hann blandaði þennan óvenjulega, fjölkryddaða drykk í fyrsta sinn. En segja má að ræturnar megi rekja til edikframleiðslu föður hans. Sá hét Wilhelm Mast. Sá kom til þýska smábæjarins Wolfenbuttel snemma á áttunda áratug 19.aldar. Iðnvæðingin mikla var þá á miklu skriði og þar sem mikil eftirspurn var eftir ediki til að kæla grjót áður en það var unnið i námum, ákvað Wilhelm að stofna edikverksmiðju. Samhliða framleiddi hann eðalvín og stofnaði fyrirtækið Wilhelm Mast.

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

Wilhelm gamli lagðist í sóttarsæng árið 1918 og tók þá Curt við fyrirtæki föður síns, aðeins 21 árs gamall. Wilhelm hafði ávalt haft mikið yndi af því að brugga og selja eðalvín sem hliðarbúgrein og hinn ungi Curt erfði það af föður sínum. Stuttu eftir að hann tók við fjölskyldufyrirtækinu, hætti hann framleiðslu ediks og einbeitti sér að víngerð. Brennd vín áttu hug hans allan. Eftir margar og miklar tilraunir með allra handar blöndur kynnti Curt drykk árið 1943 sem hann kallaði Jagermeister og átti sá eftir að slá í gegn. Á næstu áratugum átti „Jagerinn“ eftir að verða vinsælasti jurtalíkjör veraldar. Í honum eru tugir jurtakrydda og þeir sem þekkja drykkinn vita að hann er aldrei nákvæmlega eins. Curt Mast brást við velgengni „Jagersins“ með því að þróa og framleiða fleiri tegundir og sumar urðu vinsælli en aðrar. En síðan megraði hann framleiðsluna og eftir að hafa framleitt mest tuttugu tegundir, færði hann sig smátt og smátt niður í aðeins tvær. Jagermeister og Schlehenfeuer. Og þannig standa málin í dag og fyrirtækið gengur undir nafninu Mast-Jagermeister SE.


75


Lífríkið

Erlendur Steinar Friðriksson

Laxar sem éta í fersku vatni Mönnum er kennt að Atlantshafslaxinn éti ekki í fersku vatni, magi hans skreppi saman, magasýrur þverri. Allt verður smám saman gírað inn á raunverulegt hlutverk laxins í ánni, þ.e.a.s. að auka kyn sitt. Æxlunarfæri þroskast, laxinn skiptir um lit og býr sig undir hrygningu og síðan vetrardvöl í ánni. En ekki er allt sem sýnist. Af og til hafa borist fregnir af því að stöku lax éti. Í vetur birti síðan Erlendur Steinar Friðriksson veiðimaður á Akureyri með meiru ákaflega áhugaverða grein þar sem hann tók saman eitt og annað um þessi mál....eftir að hafa veitt lax í Eyjafjarðará sem var troðinn af vorflugulirfum! Með leyfi Erlends, eða Ella Steina, birtum við hér samantekt hans: „Aldrei hafa mér þótt myndir af fiski á aðgerðaborði vera smekklegar, en set þó eina slika inn. Fyrir því eru sérstakar ástæður, því fiskurinn reyndist einstakur og ýmislegt kom á óvart við aðgerðina. Þannig er að seinni hlutinn af júli er frábær tími í bleikjunni hér í firðinum þar sem formúlan er gott veður, fallandi vatn, nýgenginn bleikja, uppstrím fimm­ an í hendi og Pheasant tail á taumnum. Einfaldlega ávísun á hamingju. Þótt ég sé ekkert sérstaklega fiskinn rek ég stundum í fisk og jafnvel hirði ég einn til að hafa með heim á grillið - eða tvo. Hef það sem reglu að veiða ekki í frystinn, bara í matinn - búnn að halda hana að mestu í 15 ár. En kannski meira um það síðar. Svo var það í einni af þessum ferðum, fyrir nokkrum árum, að ég landaði nýgengnum smálaxi í bleikjuveiði á Pheasant tail í upstríminu. Og

76

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

hirti hann til að grilla um kvöldið. Þegar ég kom svo heim til að gera að honum kom í ljós að blessaður laxinn var með magafylli af vorflugupúpum. Þetta hafði ég aldrei séð eða heyrt um, hvorki fyrr né síðar. Hringdi í nokkra félaga og enginn hafði frétt af þessu, hafði samband við Bjarna Jóns hjá veiðimál og hann hafði ekki heyrt um svona heldur, en úr varð að hann ákvað að koma við hjá mér og taka sýni af fiskinum - það var gert og ekkert merkilegt kom úr því. Hjá mér voru gestir sem til að stóð að fengju nýgrillaðan lax í kvöldmatinn . Ég auðvitað sýndi þeim þessa merkilegu uppgötvun. Þau höfðu alveg passlega mikinn áhuga á innvolsinu en lögðu til að fiskurinn yrði geymdur til frekari vísindarannsókna og pöntuð pizza í kvöldmatinn. Ég áttaði mig síðar á samhenginu.


En ég hélt áfram að leita upplýsinga um þetta og sendi Pétri heitnum Brynjólfssyni eftirfarandi fyrirspurn um þetta, en Pétur hafði veitt í Fnjóská í áratugi og var einstaklega glöggur og náttúrulæs. “Sæll Pétur Gleymdi að nefna það við þig að fyrr í sumar fékk ég grálúsugan lax í beygjunni lengst framfrá, sem kannski væri ekki í frásögur færandi, nema fyrir það hann var með magafylli af “fiðrilda”púpum. Slíkt hef ég aldrei vitað um hvorki fyrr né síðar. Helvítis laxinn hélt hann væri bleikja! Hefur þú einhverja vitneskju um svona lagað?” Og Pétur svaraði um hæl: “Varðandi magafulla laxa úrFnjóská get ég greint frá því að fyrsta sinn sem ég sá slíkt var að Sigurði Ringsted. Bankastjóra. Sennilega árin 1975-1976 bauð hann mér að koma að aðgerðarborði þar sem hann var að gera að veiði úr Fnjóská. Á borðinu lá 10-12 punda hrygna og bæði í koki og maga var mikið magn af stórum skordýrum með litasamsetningu gulhvítt brúnt og svart ,stærð meir en 2 cm. Á árunum fyrir 1980 veiddi Kolbeinn Grímsson, blessuð sé hans minning, með mér á hverju sumri í Fnjóská og eitt sinn snemma í ágúst gekk ég með honum frá Húsbreiðu upp að Nýjubreiðu sem þá hafði gefið fisk í nokkur ár. Er við komum neðst að breiðunni ,tekið skal fram að logn var á og sólskin og hiti, sjáum við og heyrum gróf uppitök á hægum straumi hylsins. Við nánari skoðun sáum við laxatorfu, fiska af öllum stærðum breiða úr sér stuttu fyrir ofan brotið. Ekki fór á milli mála að þeir lágu þarna til að súpa nýklaktar vorflugur,sennilega randavorflugu (Apatelia zonella), við gátum séð flugurnar rása á straumnum og séð þegar fiskarnir tóku þær á rekinu

einkrækja no.8 væri allt sem til þyrfti væri hún dregin hratt í yfiborði. Löng saga gerð stutt því Kolbeinn missti alla þá þrjá sem tóku þarna eftir stökk og mikil læti. Þessi ferð okkar í Dalinn, tvær stangir í einn og hálfann dag, gaf okkur alls 19 laxa á land og mikla bleikjuveiði og í nokkrum löxum fundum við þessar lirfur þegar eftir var leitað vegna uppákomunar á breiðunni grunnu.“ Nú þykist ég vita eftir að hafa séð til dr.Tuma Tómassonar kryfja laxaseiði að vorflugan sé mjög mikilvæg fæða fyrir laxaseiði á ákveðnu skeiði þar sem seiðin munu sennilega ná að naga uppvaxandi lirfur af grjótinu og þurfa þá að kyngja húsinu með og melta innihaldið. Þegar velt er við steinum af grýttum botni Fnjóskár má sjá lirfuhús vorflugnanna sem geta orðið allt að 2,5 cm langar. Eftir gott sumar eins og nú eru þau stærstu öll tóm og yfirgefin og íbúarnir étnir eða látnir á eðlilegan hátt og næstu kynslóðir á leiðinni. Bækurnar og sumir góðir menn segja að þetta geti ekki gerst en þannig er það nú bara að stundum eru til tvær útgáfur ef ekki fleiri af sannleikanum. Já, það er sko fullt af allskonar í veiðinni... þess má svo geta að eftir þetta hef ég árangurslaust reynt að bjóða matargestum þessa dags í lax eða silung, en þau eru alveg til í allan annan mat. Laxinn var svo grillaður daginn eftir með séruppskrift svila míns, flakaður og lagður í nokkra tíma í lög sem samanstóð af maukuðum fetaosti, hvítlauk og balsamik ediki, grillaður á roðinu og ekki snúið. Afar ljúffengt.

Að skoðun lokinni var komið að Kolbeini að kasta á þessa „auðveldu“ bráð og sameiginleg skoðun okkar að Jock Scott

77


græjur ofl. Alveg nýtt sjónarhorn stangaveiðimanna! – Veiðihornið Ný útfærsla af stangaveiði virðist vera að ryðja sér til rúms hér á landi, en Veiðihornið er nú farið að flytja inn svokallaða „Sit on top“ kayaka frá Savage Gear. Notkun þeirra er nokkuð frábrugðin því sem menn þekkja til kayaka, en þessi típa þykir henta sérstaklega vel til stangaveiði.

„Við komum með fyrstu kayakana í fyrra og eftirspurnin er góð, enda voru þessir fyrstu bátar hjá okkur varla á kostnaðarverði. Það er hugmyndin að kynna þá betur og koma þeim á framfæri.

Þetta hentar sérstaklega vel til stangaveiðiiðkunnar, bæði á stöðuvötnum og í sjó þar sem menn geta verið á skjólgóðum víkum og vogum,“ sagði Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu.

það sama uppi á teningunum, nema að núna er bráðin fiskur og vopnið er stöng, þó að auðvitað geti skotveiðimenn einnig athafnað sig með fínasta móti af Sit on top kayökum.

Veiðar af kayökum hafa lítið verið stundaðar hér á landi, helst að menn hafi lítillega spreytt sig við skotveiðar af sjókayökum og borið því vel söguna, enda komast menn miklu nær bráðinni en ella. Með Sit on top kayaka er

Hér er komin önnur nýjung hjá okkur í Veiðihorninu. Sit on Top veiðikayakar frá Savage Gear. Bátar sem eru sérhannaðir til stang- og skotveiða. Ríkulega búnir og vandaðir bátar. Hægt að fá ýmsan aukabúnað. Sjá meira hér: https://www. youtube.com/watch?v=mqOvJgFE9iI&feature=youtu.be

Veiðihornið bætir við sig í strandstangaveiði Strandstangaveiði hefur verið að bæta hressilega við sig vinsældum, enda frábært og ódýrt sport sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Spekúlantar í þessari tegund stangaveiða segja varla nokkurs staðar víðar í henni veröld sé að finna jafn óheyrilegt magn af fiski innan seilingar fyrir þá sem þess óska. Tegundafjöldinn er mikill og nóg fyrir alla. Veiðihornið hefur verið að bæta verulega við sig stöngum, græjum og búnaði sem best er að nota í strandstangaveiði og nýverið styrkti fyrirtækið útgáfu handbókar um strandstangaveiði. Við hvetjum veiðimenn til að gefa strandstangaveiði gaum og koma í verslunina til okkar og þiggja þar ráð kunnáttumanna í greininni.

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


græjur ofl. Veiði 2014 komið út – Veiðihornið „Veiði 2014, veiðiblaðið okkar er komið út. Það er það stærsta frá upphafi og að flestra mati sem séð hafa, það vandaðasta og glæsilegasta að auki, enda verið unnið af fagfólki frá upphafi til enda,“ segir Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu.

hjara geti staðið í jafn veglegri útgáfu og raun ber vitni,“ bætti Ólafur við. Hann sagði blaðið hafa verið tilbúið í lok mai og síðan hefði verið stanslaus umferð veiðimanna í búðina að sækja sér blað, enda er það lesendum að kostnaðarlausu.

Að sögn Ólafs er blaðið ekki hreinn vörulisti, heldur sé enn fremur mikið af hagnýtu efni, fræðslu og afþreyingu í því. „Erlendis samstarfsaðilar okkar trúa því vart að lítil veiðibúð á norður-

Veiði 2014 er 76 síður og prentað í 5.000 eintökum. Blaðinu er dreift í Veiðihorninu og verður einnig sýnilegt í öllum betri veiðihúsum landsins.

Bylting í vöðlum – 5 sinnum meiri útöndun – Veiðihornið Redington er merki sem vart þarf að kynna fyrir íslenskum stangaveiðimönnum. Fyrir fáeinum árum eignuðust eigendur Sage Redington merkið og síðan þá hefur hver nýjungin á fætur annarri komið fram á sjónarsviðið. Hér segjum við frá þrem þeirra. Redington Sonic Dry öndunarvöðlur. Fyrir fáeinum árum komu Redington fyrst fram á sjónarsviðið með saumalausar vöðlur. Í stað sauma og líminga eru Redington öndunarvöðlurnar “bræddar” saman með hljóðbylgjum. Svo vel tókst til með þessa tækni að nú hafa ýmsir framleiðendur fetað í fótspor Redington og fleiri merki farin að nota þessa tækni í vöðluframleiðslu.

Enn ein nýjungin frá Redington er Cocona. Cocona er efni sem marfaldar virkni útöndunar í öndunarfatnaði. Mörg fremstu útivistar- og íþróttamerki eru farin að nota Cocona tæknina í sína framleiðslu. Redington er hins vegar fyrsta merkið í vöðlum

og veiðifatnaði til þess að taka þessa byltingarkenndu aðferð upp. Vöðlur sem framleiddar eru með Cocona tækni anda fimm sinnum betur en aðrar vöðlur með sambærilegri öndunarfilmu.

Hér eru myndir af nýju Redington Sonic Dry vöðlunum sem fást í tveim útfærslum. Verð á Redington Sonic Dry vöðlum er frá 59.900 kr.

79


græjur ofl. Dually tvíhendan – Veiðihornið Önnur spennandi ný vara frá Redington er Dually tvíhendan Redington Dually hefur fengið firnagóða dóma hvar sem um hana hefur verið fjallað enda einhver bestu kaup í tvíhendum á markaðnum. Í dag.

Redington Dually sem er fáanleg í ýmsum lengdum og línuþyngdum er í fjórum hlutum og kemur í hörðum hólk. Dually stöngin er með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda og kostar aðeins 39.900.

Redington Vapen – Veiðihornið Besta nýja flugustöngin á Efttex 2013 og besta nýja flugustöngin (saltwater) á IFTD 2013. Það þarf ekki að eyða mörgum fleiri orðum um Redington Vapen þegar haft er í huga að á stærstu veiðisýningum í Evrópu og í Bandaríkjunum var hún valin sú besta nýja. Redington Vapen er bæði fáanleg með hefðbundnu korkhandfangi en einnig með

sérstöku “power grip” handfangi sem hannað er og framleitt í samvinnu við fyrirtæki sem framleiðir grip á golfkylfur. Redington Vapen er komin til landsins í ýmsum línuþyngum. Redington Vapen fæst í Veiðihorninu Síðumúla, Veiðibúðinni við lækinn í Hafnarfirði og Flugukofanum í Keflavík. Verð á Redington Vapen er aðeins 44.900. Vapen er með lífstíðarábyrgð frá framleiðanda.

Ný glæsileg hjól frá Sage – Veiðihornið Allir íslenskir veiðimenn þekkja flugustangirnar frá Sage og vita að þar fara stangir í hæsta gæðaflokki. Færri vita að frá Sage koma einnig úrvals fluguhjól. Fluguhjólin frá Sage eru fáanleg í mörgum verðflokkum eða allt frá ódýrum en vönduðum fluguhjólum fyrir þá sem eru að byrja sinn veiðiferil svo sem 2200 serían og upp í sterkustu hjól með öflugasta bremsubúnaði á borð við 6000 eða 8000 seríurnar.

Meðal áhugaverðustu Sage hjólanna í ár eru Sage Evoke en Evoke hjólið var valið besta nýja fluguhjólið á Efttex sýningunni 2013 og hefur hlotið hönnunarviðurkenningar í Bandaríkjunum enda afar fallegt hjól. Sage Evoke er fáanlegt fyrir switchstangir og tvíhendur og til í þrem litum. Mikið úrval Sage fluguhjóla er í Veiðihorninu Síðumúla 8.

Sage fluguhjólin fást nú í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Margar gerðir, litir og stærðir eru fáanlegar í Veiðihorninu á verði frá 29.900.

80

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014


græjur ofl.

Kráká í Mývatnssveit

Ört vaxandi veiðileyfasala, mörg spennandi veiðisvæði – Veiðivörur Veiðivörur starfrækja verslanir bæði í Reykjavík og á Akureyri. Að uppruna er fyrirtækið frá Akureyri, en færði út kvíarnar þegar veiðibúðin Hrygnan lagði upp laupana, en þá teygðu Veiðivörur sig suður yfir heiðar og yfirtók helsta merki Hrygnunnar, Vision. En auk þess að vera með fulla búð af frábærum vörum á góðu verði, þá hafa Veiðivörur komið á fót öflugri veiðileyfasölu og stendur til að auka úrvalið til muna á komandi misserum, veiðimenn eruþví hvattir til að fylgjast vel með á www.veidivorur.is Matthías Þór Hákonarson, einn eigenda fyrirtækisins segir: „Við erum með veiðileyfasölu á veiðivörur.is og eru þar inni

nokkur frábær veiðisvæði. Þetta eru allt lax- og silungsveiðisvæði á mjög góðu verði. Þar má nefna Brunná í Öxarfirði, Kráká í Mývatnssveit, Mýrarkvísl í Reykjarhverfi, ásamt Árbót í Laxá í Aðaldal, Lónsá á Langanesi og Presthvammi í Laxá í Aðaldal. Veiðileyfin er hægt að greiða fyrir með kreditkorti eins og venja er, en einnig bjóðum við uppá nýjan spennandi greiðslumöguleika sem er að dreifa greiðslunni með netgíró. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfin í verslunum okkar Hafnarstræti 99-101 AK eða Síðumúla 37 RVK. Fleiri spennandi veiðisvæði munu bætast í flóruna svo það er um að gera að fylgjast með.“

81


græjur ofl. Tvær flugustangir frá Vision með frábæra dóma – Veiðivörur Nú nýverið hafa tvær flugustangir frá Vision verið að fá hreint frábæra einkunn í prufunum. Fyrst ber að nefna Vision Tool tvíhenduna sem var valin besta tvíhendan samanborin við öll hin stóru merkin í tímaritunum Trout & Salmon og Alt om Fiske. https://www.facebook.com/photo. php?fbid=656573117729467&set=a.171304316256352.5 7618.154087181311399&ty pe=1&theater

Tool stöngin fékk viðurnefnið „Hamarinn“ innan raða hjá Vision. Tool tvíhendan lítur ekki út eins og hefðbundin tvíhenda og er miklu léttari en hefðbundnar tvíhendur. Það er þó ekki fyrr en þú kastar með henni í fyrsta sinn sem þú gerir þér grein fyrir hvað þú ert með ótrúlegt verkfæri í höndunum. Tool stöngin ræður við hvaða línutýpu eða þyngd sem við prófuðum á hana og skilar þér frábærum línuhraða. Hér er líklega á ferðinni ein besta tvíhenda sem völ er á.

http://www.visionflyfishing.com/ page.php?page_id=544

82

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

Best in Test! Þá er næst að nefna Mag einhenduna sem var valin úr hópi 16 stærstu framleiðendanna sem besta stöngin hjá Trout & Salmon. https://www.facebook.com/photo. php?fbid=655451134508332&set=a.171304316256352.5 7618.154087181311399&ty pe=1&theater

Mag stöngin er byggð úr Japönsku graphite í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Stöngin er frekar hröð og fullkomin bæði til að kasta þungum skotlínum eða WF línum. Stöngin er mjög kraftmikil og slær jafnvel GT Four stönginni við hvað hleðslu varðar. Mag er frábær einhenda og hentar jafnel í silungs- og laxveiði.


græjur ofl.

Afburðagóðar kvennavöðlur – Vesturröst Orvis Silver Sonic vöðlur fyrir konur eru í mörgum stærðum og eru fjölhæfustu vöðlurnar á markaðinum. Með Orvis SonicSeam tæknini eru allir saumar og nálargöt úr sögunni og öll samskeyti eru tvöfalt vatnsvarinn sem lengir endingartíma til muna. Orvis Silver Sonic eru slitsterkar og gerðar fyrir mikla og stöðuga notkun dugmikilla veiðimanna. Vöðlurnar eru 4-laga og gerðar þannig að auðvelt er að breyta þeim í mittisvöðlur með því að lengja í axlaböndum. Rúmgóður vatnsheldur vasi fyrir flugubox og fleira er framan á vöðlunum

með innbyggðum „flip-out“ 100% vatnsheldum innrivasa fyrir snjallsíma, myndavél o.þ.h. Orvis Silver Sonic eru með áföstum sandhlífum sem festar eru auðveldlega við vöðluskóna. Nýr og endurhannaður neoprene sokkur leggst vel að fótum og eru með skriðvörn til að forðast óæskilegan núning í skónum. Samskeyti á skálmum eru að aftanverðu til að draga úr núningi. Orvis Silver Sonic konuvöðlurnar eru sniðnar hærri að framan og aðskornari til að passa betur. Allar Orvis Silver Sonic vöðlur eru með vönduðu mittisbelti.

Viðurkenningar:

Winner of a 2013 Field & Stream Best of the Best Award, as chosen by the editorial staff. Picked by the Fly Fisherman editorial staff as one of the best new products for 2014.

83


græjur ofl.

Sérhæfð fluguveiðiverslun – Veiðiflugur Veiðiflugur á Langholtsvegi er sérhæfð fluguveiðiverslun. Sérshæfingin liggur í vöruúrvali og þekkingu starfsmanna sem miðla af reynslu sinni. Allir starfsmenn eiga það sameiginlegt að veiði er þeirra ástríða og lífsstíll. Verslunin býður upp á vörur frá tveimur stærstu merkjunum í skandinavíu, Loop og Guideline. Núna í vor bætti verslunin við sig tveimur amerískum merkjum og hefur tekið inn flugustangir frá Scott og Sage. Með þessu góða úrvali í stöngum ættu allir að finna stangir við sitt hæfi í búðinni. Með þessu fást í sömu

versluninni allar þær stangir sem hafa vakið hvað mesta athygli í veiðiheiminum í dag, má þar til dæmis nefna Loop Cross S1, Sage ONE, Scott Radian og Guideline Lxi. Flugurnar sem fást hjá Veiðiflugum koma allar frá Atlantic flies sem er orðin þekkt fluguverksmiðja fyrir það að þaðan koma vandaðar og flottar flugur. Jón Ingi er fremstur meðal jafningja þar og eins og flestir veiðimenn vita þá er hann einn besti fluguhnýtari heims.

veiðimönnum beggja vegna Atlantshafsinns. Þeir settu hjólin á markað í fyrra í ameríku og Kanada og nú í ár verða þau fáanleg í Evrópu. Veiðiflugur bjóða þessi hjól í sumar. Frá Guideline er líka að koma nýr tvíhenduskothaus sem að mati eigenda verslunarinnar er besti haus sem þau hafa prófað, þetta er Compact sem Klaus Frimor hannaði sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður.

Loop kemur með nýja liti af Evotec fluguhjólum sem eru að falla heldur betur í kramið hjá

Þjónusta í öndvegi – Veiðiflugur Á síðasta ári tóku Veiðiflugur við Loop umboðinu, en eins og allir veiðimenn vita þá er það merki í fremstu röð. Einn af mörgum er kom í búðina til að kaupa sér Loopstöng var sá gamalkunni íþróttagarpur Janus Guðlaugsson. Hann lenti

84

í því óhappi að brjóta toppinn á eldri LOOP tvíhendu. Eftirleikinn má lesa hér að neðan, en hann tók sjálfur saman eftirfarandi pistil af eigin frumkvæði: “Umboðsaðilar Loop á Íslandi, Veiðiflugur við Langholtsveg, eiga heiður skilinn fyrir ein-

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2014

staka þjónustu. Ég varð fyrir því óláni að brjóta topp á 12 ára gamlli LOOP tvíhendu sem mér var á sínum tíma, seld með lífstíðarábyrgð. Það módel var ekki lengur framleitt og varahlutir ekki til hjá umboðsaðila í Bandaríkjunum, sem einnig

neituðu að bæta skaðann. Umboðsaðili LOOP á Íslandi, Veiðiflugur, gerði enn betur. Hann skipti út brotnu, gömlu módeli fyrir nýtt! Janus Guðlaugsson”


græjur ofl.

Sjón er sögu ríkari! Polarized veiðigleraugu með gulgrænum lit úr ekta gleri Fánleg í þínum styrk og fleiri litum

Gleraugað • Bláu húsin við Faxafen • 108 Reykjavík • Sími 568 1800 • gleraugad.is


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.