Veidislod 2013 01

Page 1

VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

1/2013


Stuttmynd. Sage ONE. Frá hugmynd til fullmótaðrar flugustangar. Fagmennska í fyrirrúmi

Jerry Siem í VeiÐihorninu

FLUGUKOFINN Keflavík

EINARSSON Ísafirði

VEIÐIVÖRUR Akureyri

VEIÐIFLUGAN Reyðarfirði

VEIÐIHORNIÐ Hafnarfirði

ÚTILÍF Reykjavík

VEIÐIHORNIÐ Reykjavík

ELLINGSEN Reykjavík


Allar Sage flugustangir eru handgerðar í Bandaríkjunum af fluguveiðimönnum fyrir fluguveiðimenn. Jerry Siem hefur verið með puttana í grafíti í 27 ár. Enginn veit meira um grafít og flugustangagerð en Jerry. Jerry Siem er maðurinn á bak við töfra Sage flugustanganna.


RIO LEGGUR LÍNUNA FULLKOMNAR LÍNUR FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR. ALLAR RIO LÍNUR ERU FRAMLEIDDAR Í BANDARÍKJUNUM

FULLKOMIN ÁBYRGÐ! VILLTUR Í LÍNUFRUMSKÓGINUM? TREYSTU RIO OG RÁÐLEGGINGUM OKKAR. EF ÞÚ ERT EKKI ÁNÆGÐUR MEÐ RIO LÍNUNA ÞÍNA MÁTTU SKILA HENNI INNAN 10 DAGA OG VIÐ ENDURGREIÐUM ÞÉR. 2011

2011

2011 2010

2011

Simon Gawesworth í Veiðihorninu

2011 2010

2010

SÍÐUMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 8410

2011

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6226

V E I D I H O R N I D.I S

2011

TRAUST FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Í 15 ÁR


jórnhaust og vetur. á ritstsumar, frGleðilegt Kæru lesendur, þriðja ár Veiðislóðar er nú hafið. Við byrjuðum í maí 2011 og með jólablaði síðasta árs höfðum við þar með gefið út 11 tölublöð á 21 mánuði. Þegar að er gáð að flest blöðin hafa farið vel fram yfir 100 blaðsíðurnar, má glöggt sjá hversu mikill hvalreki þetta blað er fyrir veiðifólk. Ef við segjum að hvert blað hafi verið 100 síður, þá er um 1100 fríar síður að ræða. Við rennum hér aftur af stað inn í spennandi ár, 2013, hvað skyldi það bera í skauti sér fyrir veiðimenn og konur? Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif.

efnið 8

Stiklað á stóru Að venju rifjum við upp í máli og myndum það helsta sem gerðist frá því að síðasta blað kom út.

16 Guðmundur Jörundsson Guðmundur Jörundsson er kornungur fluguveiðimaður sem fær ekki lengur kvíðaköst yfir því hvert hann á að fara að veiða á hverju sumri.

2011 26 Veiðistaðurinn – Bjarnarfoss Bjarnarfoss í Tungufljóti er stór, fjölbreytilegur og magnþrunginn veiðistaður sem geymirmarga leyndar2011 dóma. 32 Veiðistaðurinn – Langhylur Af öðrum veiðistöðum í hinni heimsfrægu Laxá á Ásum ólöstuðum, þá er Langhylur eflaust sá frægasta og flóknasti í senn. 36 Fluguboxið – Green but Hér berum við fram eitt og annað um þá þekktu og gjöfulu laxaflugu Green but.

38 Fluguboxið – Músarflugur Það getur reynst gjöfult að reyna að villa um fyrir laxfiskum með eftirlíkingum af músum. Tökurnar eru gersamlega snargeggjaðar! 40 Fluguboxið – Jón í góðu skapi Hér segjum við frá gjöfulu Nobbler afbrigði eftir Daða Harðarson. 42 Fluguboxið – Urriðaflugurnar hans Tommy Za Tommy Za verslunarmaður í Veiðiflugum hnýtti nokkur afbrigði af þekktum flugum sem reyndust stórkostlega í stóru Þingvallaurriðana. 47 Veitt erlendis – Klaus Frimor Á stálhausaslóðum í Idaho í Bandaríkjunum. Það vill gleymast að ef menn vilja hvíla sig á því að veiða í íslenskum ám þá er svo margt annað hægt að gera með stöngina sína að það hálfa væri nóg.

52 Veiðisagan – Úr ýmsum áttum Við rifjum upp nokkrar gamlar og góðar, m.a. eina sem kennir mönnum að veiða lax með golfkúlu. 56 Viðhorfið – Að koma í veiðihús Jörundur Guðmundsson segir frá allt annað en skemmtilegri upplifun sinni af því að koma í stórt veiðihús með blönduðum hópi. 60 Einu sinni var – Arnarvatnsheiði Við birtum „gamlar“ myndir af Arnarvatnsheiðinni og endurspegla þær hversu mikill hausverkur það var forðum að halda þangað til veiða. 62 Ljósmyndun – Ríkarður Hjálmarsson Ríkarður Hjálmarsson hefur síðustu árin myndað laxa og silunga neðan vatnsborðs. Af myndunum má dæma um að hann hefur náð allgóðri leikni í því. Fallegt gallerí hér á ferð.

78 Villibráðareldhúsið – Katrín Ævarsdóttir Við rifjum upp skemmtilega uppskrift af „stórum“ sjóbirtingi eftir Katrínu Ævarsdóttur. 80 Villibráðareldhúsið – Stefán Þórðarson Stefán Þórðarson er ástríðuveiðimaður og ástríðukokkur í senn. 82 Villibráðareldhúsið – Vín & bjór með villibráð Vín með birting og stokköndum. Bjór sem gengur með flestri villibráð. 84 Villibráðareldhúsið – Skarfapylsur Skarfapylsunum hans Úlfars Finnbjörnssonar sem er að vinna veiði/matreiðsluþáttaröð fyrir sjónvarp með Dúa Landmark. 86 Græjur og fleira Ótal græju- og fréttapistlar frá samstarfsaðilum okkar. Forsíðuljósmynd: Ríkarður Hjálmarsson

5




stiklað á stóru

Lífleg byrjun en

breytingar gætu verið á döfinni

Síðan að síðasta Veiðislóð kom út hefur eitt og annað gerst. Til að mynda skýrðust myndir nokkuð í útboðsmálum á íslenskum laxveiðiám með stórmerkilegri niðurstöðu í útboði Norðurár. Eða skýrðist nokkuð? Sumir myndu frekar segja að málin hafi aldrei verið flóknari. Í það minnsta virðist lítið hafa gerst, eitthvað hefur heyrst af ónógum lækkunum og að sum veiðifélög séu ekki til í tilslakanir. Veiðileyfi seljast illa bæði innanlands og utan, þykja of dýr í viðbót við hinn óvænta aflabrest í laxveiðiðanum í fyrra.

8

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


9


stiklað á stóru Það sum sé gerði enginn tilboð í Norðurána nema SVFR. Tvö tilboð frá þeim, annað miðað við óbreytt ástand á árbakkanum, hitt ögn hærra með húsabyggingar og fleira í farteskinu. Hærra tilboðið var ríflega 83 milljónir. Veiðifélag Norðurár hafnaði báðum tilboðum eftir nokkra umhugsun og sagði Birna á Borgum, formaður VN að það hefði verið mikil eining um að segja nei og að bændur hefðu fremur séð þá niðurstöðu sem tækifæri til að skoða önnur tækifæri. Þegar þetta er ritað er enn ekki búið að finna leigutaka sem vill borga meira og úr röðum SVFR hefur heyrst að menn þar á bæ séu guðs lifandi fegnir því að tilboðinu hafi verið hafnað, félagið myndi ekki bjóða helming þeirrar upphæðar í dag, svo mikið hafi forsendur breyst á ekki lengri tíma. Útkoman úr útboðinu var tímans tákn. Ár eftir ár hafa veiðimenn mátt kyngja hækkandi veiðileyfum en kyngingin hefur verið milduð af því að fullt var af fiski í ánum. Þegar því er að heilsa er lengi möguleiki að réttlæta útgjöld. En þegar lítið er af fiski, hrun í orðsins sterkustu merkingu, þá láta þeir ekki sjá sig þegar líður inn á sumarið sem keypt hafa alla lausu daganna. Það er ekki hægt að réttlæta lengur hið háa verðlag, enda engin afurð lengur. Áin er að vísu þarna ennþá, en það vantar í hana fiskinn. Og vatnið líka mörg hin seinni ár. „Prime time“ holl í Norðurá á sprengiverði til útlendinga að gefa innan við 20 laxa. Er það nema von að menn segi nei.

Þórarinn Kristinsson með stóran, um það bil 14 punda birting úr Tungulæk á opnunardegi. Mynd gg.

Árni

Gunnar Óskarsson með umtalaðan 98 cm sjóbirtingshæng úr Geirlandsá. Mynd Arnar Óskarsson.

Benj Myn

Hrik

Geir Thorsteinsson var að venju mættur við opnun Elliðavatns og veiddi vel. Mynd Jón Eyfjörð.

Í framhaldi af hinu arfaslappa laxasumri höfum við víða heyrt að leigutakar hafi reynt að ná fram lækkunum eða verið að vinna í þeim. Sumu hefur

10

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Helgi Jóhannesson með glæsilegan fisk úr Litluá. Mynd Stefán

Hrafnsson.

Ste


i Magnússon með flottan birting úr Tungulæk. Mynd gg.

jamín Daníel með fallega bleikju úr Laugarvatni. nd Tómas Skúlason.

kaleg bleikja!

einar Bjarki Magnússon með 80 cm birting úr Litluá.

Matthías Þór Hákonarson með fallega bleikju úr Brunná.

Tveir miklir Elliðavatnssérfræðingar, Jón Helgi Jónsson, t.v. og Slavko í Veiðihorninu ræða málin þegar vatnið var opnað. Mynd Jón Eyfjörð.

Jón Þór Júlíusson var einn þeirra heppnu veiðimanna sem settu í risaurriða í Þingvallavatni.

.

Stjáni Ben ásamt viðskiptavini með stóra birting úr Húseyjarkvísl


stiklað á stóru tekist það, en í fæstum tilvikum fengið nægar slakanir og sums staðar er það harkan sex. Verði annað slakt sumar gætu veiðileyfasalar lent í verulega vondum málum, ýmist strax á þessu ári, eða í beinu framhaldi. Það óskar þess enginn hins vegar þó að veiðimenn vilji allir sjá skaplegri verð á veiðileyfum. Raunverulega græðir enginn á því að veiðileyfasalar fari á höfuðið. Þannig að vonandi glæðist veiðin aftur sem fyrst og að sama skapi að verðin lækki til að vitglóra komi aftur í spilið. Annars er ný vertíð hafin, 1.apríl er töfradagur og þá opnuðu nokkrar sjóbirtingsár auk nokkurra áa og vatna sem bjóða upp á staðbundinn silung. Veiði var góð fyrstu daganna, en svo dró úr, bæði fækkaði veiðimönnum og apríl var auk þess svellkaldur og erfiður. Vötnin fóru hægt af stað en hafa tekið við sér nú undir það síðasta.

Stefán Kristjánsson með fallegan urriða úr Varmá.

Glæsilegur urriði úr Brúará.

Ólafur Finnbogason með feita og fallega bleikju úr ónefndu vatni á Suðurlandi.

Flottur birtingur úr Tungufljóti.

12

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Svona leit Blanda út þegar hún var opnuð 5. júní. Samt settu menn í fiska. Mynd Höskuldur Birkir Erlingsson.


Millifærðu með hraðfærslum í Appinu

ENNEMM / SÍA / NM57525

1.000 kr.

Veldu hraðfærslur á upphafsskjámynd og smelltu á þekktan viðtakanda

Veldu eða skráðu inn upphæð

Þjónusta í gegnum Appið:

Vantar unglinginn á heimilinu smá bíópening? Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með nýja Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum.

Kynntu þér nýja Appið betur á www.islandsbanki.is/farsiminn

Millifærsla framkvæmd!

Skannaðu kóðann til að sækja Appið.

Hraðfærslur á þekkta viðtakendur Staða reikninga með einum smelli Myntbreyta og gengi gjaldmiðla Upplýsingar um útibú og hraðbanka Aðgengi að Netbanka o.fl. sem opnar á fleiri möguleika Þjónustan er í boði fyrir fjárráða einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


Bjarni Júlíusson með fyrsta laxinn úr Norðurá, 76 cm hrygnu af Brotinu. Mynd gg.

Árni Friðleifsson með fallegan lax í opnun Norðurár. Mynd gg.

Helgi Þorgils Friðjónsson með glæsilegan 60 cm urriða úr Laxá í Mývatnssveit. Mynd Þorgils Helgason.

Elín G. Ragnsdóttir með stórlax

úr Norðurá.

Hermann Svendsen með þann fyrsta úr Blöndu. Mynd Höskuldur Birkir Erlingsson.

Elín Ingólfsdóttir með 90 cm lax úr Norðurá.

Þorgils Helgason með fallegan urriða af Torfunum í Laxá. Mynd Helgi Þorgils Friðrjónsson.

Halldór Hafsteinsson með fyrs ta laxinn af Brennunni.

Mynd Ingólfur Ásgeirsson.


NÁÐU FORSKOTI MEÐ SJÁLFVIRKNI Í VIÐSKIPTUM Við sérhæfum okkur í þjónustu við stór og meðalstór fyrirtæki með sjálfvirkni og rafrænum viðskiptaferlum. Með sjálfvirkni í skráningu skjala s.s. reikningum, pöntunum og skýrslum dregur verulega úr margskráningu, milliliðum fækkar, öryggi eykst og aðgengi að vöru og þjónustu verður betra. Með sérþekkingu og reynslu af sjálfvirknivæðingu auðveldar Staki innleiðingu rafrænna viðskiptaferla. Með öflugum samstarfsaðilum mætir Staki fjölbreyttum og ströngum kröfum viðskiptavina sinna. Staki rekur stærstu sérhæfðu skeytamiðju landsins fyrir stöðluð rafræn viðskiptaskeyti. Hafðu samband, sendu póst á staki@staki.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.

Staki Automation ehf. • Ármúla 27 • 108 Reykjavík • S: 510 0410 • staki.is


viðtal

Guðmundur Jörundsson

Fæ ekki lengur þessi

kvíðaköst á vorin

Það er stundum talað um að nýliðun sé lítil í stangaveiðinni hér á landi og það kunni að stafa af því að veiðin er svo dýrt áhugamál að yngra fólkið hafi ekki enn efni á því. Og að hætta sé á því að þegar það er komið í nægar álnir til að fara í veiði, þá hafi önnur áhugamál fyrir löngu tekið völdin. Ef að eitthvað svoleiðis er í gangi, þá veit það ekki á gott fyrir eigendur veiðiréttar, en það er önnur saga. Sem betur fer finnst enn kornungt fólk sem hefur dálæti á stangaveiði og í flestum tilvikum er það fólk sem hefur alist upp við slíkt á heimilinu og fengið það svo að segja með móðurmjólkinni. Einn af yngri kynslóðinni er Guðmundur Jörundsson, aðeins 25 ára gamall, en forfallinn og slyngur fluguveiðimaður.

16

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


17


viðtal

Guðmundur Jörundsson

Guðmundur hefur getið sér gott orð í seinni tíð sem fatahönnuður og framleitt bæði undir merkjum Kormáks og Skjaldar og eigin merki sem hann kallar Jör. Fyrir fáum misserum var hann kjörinn best klæddi Íslendingurinn af einhverjum fjölmiðlanna, það var því eins gott að ritstjóri væri sæmilegur til fara þegar hann hitti Guðmund á dögunum og það var svona fyrirfram auðvelt að sjá hann fyrir sér á árbakkanum íklæddan Tweed jakkafötum að gömlum breskum sið. Það færi ágætlega í stíl við einglyrnið sem hann hefur sést með. „Þetta kom með uppeldinu. Pabbi var og er með veiðidellu og það var mikið vatnaveiðistúss á okkur þegar við bræðurnir vorum litlir“, segir Guðmundur og minnir þar á Þórð bróður sinn sem er yngri og líka með veiðidellu, en getur lítið sinnt henni í seinni tíð, enda að slá í gegn með Retro Stefson. „Við vorum svo ungir þegar við byrjuðum á þessari vatnaveiði með pabba að ég man ekki eftir fyrsta fiskinum. Ég man þó eftir stórum bleikjum sem við veiddum af báti í Úlfljótsvatni á spún. Renndum bátnum nærri eyju sem þar er og veiddum vel. Þetta voru stórar bleikjur, 50 til 55 sm fiskar. En það var á þessum árum með pabba sem það inngreiptist í okkur það sem ég vil kalla réttan hugsunarhátt í veiði, að þetta snúist ekki alfarið um að veiða sem mest, heldur ekki síður útiveruna og félagsskapinn. Það er það sem skiptir mestu máli. Íslensk náttúra og góðir félagar og ekki spillir að setja í nokkra fiska í leiðinni,“ segir Guðmundur. „Pabbi“ er Jörundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Háskólaútgáfunnar,

18

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

þaulvanur veiðimaður og í hópi manna sem leigt hafa ónefnda á norður í landi til fjölda ára, köllum hana hér eftir þá stóru. Hann er einnig í hópi undir forystu Arthúrs Bogasonar sem tóku aðra ónafngreinda lax- og silungsveiðiá á leigu til margra ára fyrir norðan (köllum hana hér eftir „þá minni“ til aðgreiningar) en Guðmundur er þar einmitt innanbúðar og stundar mest af sinni laxveiði einmitt þar og stöku sinnum í þeirri fyrrgreindu með föður sínum. Hann man ekki eftir fyrstu silungunum, en man hann eftir fyrstu löxunum? „Já, það vill nú svo til að ég geri það, enda var ég þá orðinn ellefu ára og minnugur aftur til þeirra ára. Það var í þeirri stóru og ég fór þangað að sjálfsögðu með pabba. Áin hafði verið í kakói eftir miklar rigningar, var þó að sjatna, en veiðin hafði verið lítil og menn voru ekkert of bjartsýnir því það var enn litur á henni og mikið vatn þegar við byrjuðum. En stundin mín kom fljótt í hyl neðarlega í ánni þar sem ég setti í og landaði 11 punda hrygnu á gula Snældu. Alls fékk ég fjóra laxa í þeirri ferð, tvo á flugu og tvo á spún og fyrir ellefu ára gutta var það ekki lítið afrek. Á þessum árum fórum við mikið norður og auk þess að veiða í ánni stóru vorum við í vötnum þarna í Þingeyjarsýslunum, t.d. Kringluvatni og Langavatni, en það rennur spræna á milli þeirra og úr Langavatni kemur svo Reykjakvísl sem fellur aftur í Mýrarkvísl. Þarna veiddum við mikið af urriða og lang mest á flugu. Það er gaman að segja frá því að sterkasta flugan í urriðann þarna var hin þekkta laxafluga Undertaker og við mokuðum stundum á hana. Þetta voru urriðar af ýmsum stærðum og


19


viðtal

Guðmundur Jörundsson

þarna fékk ég líka eitt sinn lax. En síðan komu nokkur ár þar sem veiðin róaðist hjá mér. Þó fór ég alltaf norður af og til, en það var ekki fyrr en ég fór sjálfur að veiða að dellan blossaði aftur upp í mér og þá var komið þetta tækifæri með minni ána. Ég hnoðaði saman átta manna holli sem fer þarna fasta daga nú orðið og það eru frábærar veiðiferðir. Þegar ég hef slíka fasta punkta að viðbættri stærri ánni þá fæ ég ekki lengur þessi kvíðaköst á hverju vori þar sem maður situr yfir Internetinu og flettir hjá öllum veiðileyfasölum til að athuga hvað sé laust hjá þeim. Þetta eru 2-3 stórir góðir túrar á sumri og að viðbættri smávegis silungsveiði í bland, þá fæ ég allt sem ég þarf.“ Enda eru árnar tvær sem þú nefnir engar smá laxveiðiár, ekki satt? „Jú heldur betur og það er ekki bara að þær séu góðar, það er þessi einstaka tilfinning að veiða í þessum landshluta sem skiptir miklu máli. Maður fær á tilfinninguna að allt sé þetta nánast ósnortið og síðan eru báðar árnar vel þekktar fyrir háa meðalþyngd. Maður fær oft tveggja ára laxa og möguleikinn á enn stærri fiskum er til staðar á hverri stundu.“ Við höfum heyrt að áhugi á laxveiði fari þverrandi hjá yngra fólki, kannastu við það? „Veit ekki. Margir á okkar aldri eiga sér mjög stóra vinahópa og það sama á við um mig. Samt var ég frekar lengi að finna þessa átta sem til þurfti. Þegar það tókst var allt orðið pottþétt. Þetta eru mest vinir á aldrinum 25 til 35 ára. Aldursforsetarnir eru Karl Th Birgisson og Bjarni „Snæðingur“ sjálfur. Það venst illa að vakna í veiðikofa og stara framan í lambatrýnin sem Snæðingurinn hefur meðferðis og eldar ofan í okkur. En

20

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

ég veit ekki almennilega hvernig ég get best svarað þessari spurningu um fækkun í áhugafólki um veiði. Annars veit ég lítið um það hversu margir eru að djöflast í eldiskistunum sem flestir kalla Rangárnar. Verðin trufla ábyggilega marga líka. Þegar þetta eru svívirðilegar upphæðir þá geta menn verið að taka sér langan og góðan tíma í að ákveða hvort þeir vilja eyða sínum peningum í slíkt. Hugmyndin um að vera í laxveiði hefur líka beðið hnekki. Það eru allir búnir að fá nóg af bankastrákunum, þeir voru ímynd laxveiðinnar fram að hruni og margir geta eflaust ekki séð sig sjálfa feta í fótspor þeirra kappa. Síðan fer líka það orð af laxveiði að það sé einhver endalaus keppni í gangi og menn séu ekki menn með mönnum nema að þeir séu að veiða alla hina undir borðið. Þannig að það er kannski einhver ímyndarbrestur í gangi, ég yrði ekki hissa á því. Það var einhver að segja mér frá því hvað það kostaði hann að búa fimm réttað í veiðihöllinni við Kjarrá. Ég man ekki töluna því mér fannst hún svo fáránleg. Svoleiðis hef ég engan áhuga á. Fyrir mér er það áin og kofinn þar sem vinirnir sjá um sig sjálfir og hafa frelsið. Ekkert jafnast á við það.“ Ert þú mikið fyrir að veiða og sleppa? „Já, ég er það. En samt finnst mér lax góður matur. Ég fór einu sinni í stærri ána í fyrra og tvisvar í þá minni og hafði heppnina með mér. Landaði 15 löxum og mörgum af þeim stórum fiskum. Ég hirti alls þrjá laxa og það var meira en nóg fyrir mig.“ Er silungurinn alveg frá í bili? „Fókusinn er nú orðið meira á laxinn, en silungsveiðin stendur mér samt allt-


ÓTVÍRÆTT MERKI UM GÆÐI Guideline er leiðandi veiðivöruframleiðandi í Skandinavíu. Hjá Guideline vinna bestu veiðimenn Norðurlanda við hönnun á stöngum og línum. Við hjá Veiðiflugum erum með mikla veiðireynslu og okkar sérgrein eru línur og stangir. Það er ekki sama hvaða lína fer á stöngina þína, þar þarf að gæta mikillar nákvæmni svo þú fáir sem mest út úr veiðinni og köstunum.

Í tvíhendulínum erum við með sérstöðu, við skerum og vigtum línuna fyrir stöngina

Vissir þú að línurnar frá Guideline eru hannaðar af bestu veiðimönnum Skandinavíu? Bullet skotlínan er hönnuð til að kasta langt með einu kasti og það mun koma þér verulega á óvart hvað hún flýgur mjúklega.

Ábyrgðin hjá okkur er einfaldlega 100%

þína svo þú náir því besta út úr köstunum. Það er mikilvægt að fá rétta ráðgjöf varðandi hvað hentar í línum og við fullyrðum að sú ráðgjöf er

framúrskarandi hjá okkur í veiðiflugum.

Vissir þú að ábyrgðin á stöngunum frá Guideline er fullkomin. Við hjá Veiðiflugum erum sjálf veiðimenn og vitum hvað það er slæmt að þurfa að bíða eftir stangarpörtum í marga mánuði eða ár.

4Cast er einstök samsetning af skotlínu og langri

belglínu og hefur 11 metra haus sem leggst mjúklega á vatnsflötinn. 4Cast línan var kosin besta línan hjá Trout&Salmon og er hrein bylting í hönnun á línum.

sem felst í því að við eigum alltaf alla stangartoppa á lager í búðinni hjá okkur og afgreiðum þá samdægurs ef þú lendir í óhappi með Guideline stöngina þína.

Komdu í Veiðiflugur og fáðu þjónustu og ráðleggingar frá þeim sem hafa reynsluna.

Það styttir leiðina að góðum árangri. Veiðikveðja!

111

21


viðtal

Guðmundur Jörundsson

af nærri og ég hef reynt að skreppa af og til í Laxárdalinn. Verð samt að segja að mér finnst það orðið alveg fáránlega dýrt og læt það ekki eftir mér eins oft og ég myndi vilja. Þessir tveir til þrír föstu túrar duga mér alveg sem stendur.“ Veiðirðu bara á flugu? „Seinni árin já, eða svo gott sem. Þetta 95 til 98 prósent. Áður var ég stundum með spúninn og það er alveg hægt að tæta upp fisk á hann. Ég er þó frekar hrifinn af því að menn noti hann ekki, laxinn getur orðið nett sturlaður þegar menn eru að fara offari með spún, því það gera sumir.“ Hvað þykir þér vera það skemmtilegasta í fluguveiði? „Ég er ekkert viðkvæmur á aðferðir og alls ekki með neina fordóma eða snobb, t.d. út í túpur, s.s. Snældur eða Frances. Þvert á móti nota ég þær mikið í bland við annað. En allra skemmtilegast finnst mér að nota hits. Yfirborðstökur eru toppurinn. Algerlega ævintýraleg augnablik sem laxinn gefur manni.“

22

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Hvernig eru eftirminnilegustu augnablikin og atvikin? „Þau geta verið margvísleg, en þau nýjustu voru mögnuð og eru frá síðasta sumri. Við vorum t.d. með þriðja hollið á sumrinu í stærri ánni og töldum það vera heldur glatað. Samt lenti ég í því einn morguninn að setja í 5 laxa á tveimur klukkustundum, lenti bara á svona ótrúlegu gullmómenti. Þetta voru allt sleggjur, 83 til 91 sm og enginn smálax. Ég var alveg hrikalega þreyttur eftir atganginn og þessi morgunn var ekki síður magnaður vegna þess að bæði vöknuðum við frekar seint og misstum að auki heila klukkustund í að koma bílnum aftur upp á veg eftir að hafa misst hann út af í malarhlíð. Í seinni túrnum í minni ánni um haustið kom annað svona móment. Þá hafði ekkert verið í gangi og langt liðið á túrinn þegar ég lenti allt í einu í svaka skoti og landaði þremur fínum löxum á aðeins hálftíma. Síðasta vaktin í hausttúrnum var skemmtileg, þá kom eitt af þessum



viðtal

Guðmundur Jörundsson

fyndnu atvikum upp sem menn geta rifjað upp aftur og aftur. Við vorum lengst inni á heiði og það byrjaði að snjóa. Framundan var hylur sem við vissum að geymdi talsvert af laxi og félagi minn einn var harðákveðin í að læðast vandlega að hylnum, hafði tröllatrú á því að það mætti ekki einu sinni tala saman, það yrði að hvísla. En snjókoman olli því að snjór hnoðaðist undir filtið á vöðlunum og við vorum þarna slagandi um eins og á stultum. Allt annað en þægilegt að ganga þannig, en síðan komum við að hylnum og félaginn óð ofur varlega út í á. Hann átti aðeins síðasta skrefið eftir áður en byrjað yrði að kasta, þegar hann rann í drullu og féll kylliflatur í ána með tilheyrandi gusugangi. Eftir að hafa svamlað aðeins og skrölt á fætur, horfði hann til okkar og hvíslaði: „Haldiði að ég hafi nokkuð styggt þá?“ Annað atvik sem situr eftir í minningunni frá síðasta sumri var sérstök upplifun með veiðimanni sem ég ætla ekki að nefna. Við vorum í minni ánni og þar er ströng sleppiskylda á stórlaxi, þ.e.a.s. tveggja ára laxi og þaðan af stærri. Miðað er við 70 sm eins og svo víða. Þarna var samt gestkomandi

veiðimaður á höttunum sem gekk ekkert allt of vel, en lét í það skína að hann hefði áhuga á því að hafa lax með sér heim. Segir nú ekki af kappanum fyrr en hann var á höttunum eitt sinn þar sem ég setti í 85 sm lax. Hann stóð álengdar, en svo landaði ég laxinum. En þar sem ég var á hnjánum úti í ánni að losa úr laxinum og koma honum aftur í gang, stökk þessi náungi til með rotarann reiddann til höggs og drap laxinn þarna fyrir framan nefið á mér. Síðan lýsti hann því yfir stundarhátt: „Þennan tek ég“. Ég átti eiginlega ekki orð.“ En hvað heldur þú með komandi vertíð eftri aflabrestinn á síðasta ári? „Því miður held ég að það verði slæmt laxasumar þetta árið. Þeir segja sérfræðingarnir að yfirleitt séu botnárin fleiri en eitt og af hverju ætti það að breytast núna? Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en þetta er það sem ég finn á beinunum

Talenta ehf. sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, þjónustu og þróun á SAP viðskiptahugbúnaði.

Talenta ∙ Ármúli 25 ∙ 108 Reykjavik ∙ www.talenta.is


ALLIR VEIÐIMENN ÞEKKJA SIMMS GÆÐI!

TRAUST FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Í 15 ÁR

VEIÐIHORNIÐ ER SIMMS BÚÐIN ÞÍN SÍÐUMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 8410

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6226

V E I D I H O R N I D.I S


veiðistaðurinn Bjarnarfoss í Tungufljóti

Margbrotinn og kyngimagnaður

veiðistaður

26

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


Efsti veiðistaður Tungufljóts í Skaftártungum er Bjarnarfoss. Jah, kannski ekki efsti staðurinn, en sá staður sem markar að öllu jöfnu efsta hluta þess svæðis sem að menn eltast reglulega við sjógöngufisk. Fossinn er stór og margslunginn. Fallegur mjög og lengi hafa menn velt því fyrir sér hvort að hann sé eigi fiskgengur. Svo mun reyndar vera eftir allt saman, en fáum sögum fer af veiðum þar fyrir ofan, einfaldlega vegna þess að það svæði er nánast aldrei stundað. Nú orðið er auk þess SVFR-hluti Fljótsins styttri, það nær ekki lengur upp að Titjufossi, landeigendur stunda það af hófsemi og staðbundinn urriði er þar aðalfiskurinn. En birtingur veiðist þar stundum líka.

27


veiðistaðurinn Bjarnarfoss í Tungufljóti

En neðan Bjarnarfoss er gríðarlega stór og mikill hylur, einmitt það sem margir kalla damma. Mörgum þykir staðurinn með afbrigðum leiðinlegur og einhæfur, en sá er hér skrifar er ekki á sömu skoðun, enda hef ég veitt þarna marga stóra birtinga, allt að 13 punda drjóla. Sta‘urinn er þvert á móti margslunginn og svo dæmalaust stór og mikill að þar er hægt að standa lengi og kasta...og síðan setja menn allt í einu í fisk. Allra best er að veiða Bjarnarfoss frá vesturbakkanum. Það er nokkuð ferðalag og þarf góða jeppa og ekki allt of mikið vatn í Fljótinu til að komast yfir á vaði neðan við svokallaðan Búrhyl. Það er straumþungt vað með frekar lausum malarbotni. Það getur tekið á ef vatn er mikið. Hinn möguleikinn er að aka aðeins ofar með ánni að austan og niður í lítið gil eftir niðurgrafinni slóð. Þar ofaní er lækur sem rennur út í Fljótið og þar er möguleiki að vaða yfir. Þá eru menn um það bil hundrað metrum neðan við Breiðufor og tiltölulega stutt að ganga upp ána að fossinum. Þarna þarf þó jafn framt að gæta fóta sinna ef mikið vatn er í ánni og betra er að tveir vaði saman. Bregðist þetta, þá er hægt að aka upp með ánni að vestan, en þó ekki lengra en að veiðistaðnum Grafarvaði. Þaðan er talsverður spotti að ganga, en sumir nenna því til að geta veitt fossinn frá vesturlandinu. Að veiða frá austurlandinu er nefnilega ekki spennandi og sjaldan gert nema í flóðvatni. En komi menn að fossinum að vestan þá er haldið rakleiðis upp að bununni og vaðið þar út á smá malarnef sem rennur oftast yfir. Þar kemur meginn strengurinn út í fosshylinn og þarna er mjög djúpt. Þar sem hvítfyssið byrjar að dreifa

28

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

sér byrjar veiðistaðurinn og fiskur getur legið niður alla breiðu. Ekki verður vaðið eitt eða neitt, utan út á téð malarrif. Eftir að hafa kastað eins og druslan dregur þaðan, þarf að vaða til baka og klára hylinn frá þurru landi sökum aðdýpis. Með flugu eru það talsverð köst og ekki myndi veita af tvíhendu til þess. Þarna eru sökktaumar og þyngdar flugur og/ eða túpur sterkt agn. Sökkva því vel og veiða hægt. Þeir sem nota spún þurfa ekki að spekúlera í því, þeir bomba járninu skáhalt upp ána, láta sökkva og draga hægt. Þannig fékk undirritaður eitt sinn tvo fiska, um það bil 10 og 11 punda nýgengnar birtingshrygnur með litlum silfruðum Tóbí í sól og blíðu, eftir að flugustellið hafði allt brugðist. Öðru sinni gaf sig 13 punda draugleginn hængur sem var góðir 83 cm að lengd og með svo svera styrtlu að ekki var unnt að sporðtaka dýrið. Flugan virkar vel þarna líka, síðast á nýliðnu hausti tók ég 70 cm um 8 punda bjarta hrygnu á litla Dentist straumflugu á sökktaum og með keilu á hausnum. Þar dugði að kasta út yfir hvítfyssið og rífa hressilega út línu tila ð gefa frjálst rek. Eitt sinn stóð ég upp á klettunum að vestan, neðan við fosshylinn, og birtuskilyrði voru fádæma góð. Sást þá stór torfa af sjóbirtingi um miðbik hylsins. Hylurinn grynnkar mjög hratt þar fyrir neðan og þar var enga fiska að sjá. Þegar birtu tók að bregða þann daginn sáum við hins vegar að fiskar fóru að kafa upp langt niður á grynnra vatni. Voru þarna að sjá þessi dæmigerðu ljósaskiptaferðalög. Þarna settum við í nokkra fiska í húminu. Þá er þarna skemmtileg stúdía við austurlandið. Alveg fast við klettinn þar sem austasti hluti fossbununnar kemur


Ertu örugglega búinn að skrá þig? Tímaritið VEIÐISLÓÐ er ókeypis fyrir lesendur! Ef þú lesandi góður ert ekki skráður fyrir ókeypis áskrift þá getur þú sýnt okkur stuðning með því að skrá þig t.d. núna!

„... en hvernig skrái ég mig?“ Þú ferð inn á www.veidislod.is og skráir netfang og nafn upp í hægra horninu, gangi þér vel!

Smelltu á kassann til að fara á veidislod.is og skrá þig! Við notum skráninguna eingöngu til að senda þér tilkynningu um ný tölublöð!


veiðistaðurinn Bjarnarfoss í Tungufljóti

niður virðist vera lítið ker. Oftar en einu sinni höfum við félagarnir séð birtinga stökkva þar ítrekað, líkt og þeir séu að reyna að koma uppúr kerinu og upp fossinn. Þetta virðast vera óskynsamlegar tilfæringar því aldrei höfum við séð annað en að þessir fiskar kastist til baka. Að kasta á þessa frá vesturbakkanum er ekki vænlegt, þó menn hitti í kerið þá rífur straumurinn agnið burt um leið. En félagar okkar hafa kastað á þetta frá austurlandinu, en án nokkurs árangurs. Svo er það þessi spurning hvort að fiskur fer upp þennan foss eða ekki. Svarið er jú, hann gerir það þó svo að engum fregnum fari af veiðiskap þar efra, enda er Fljótið þar langt, víðfeðmt og margbreytilegt. Er meðal annars í tveimur hrikalegum gljúfrum. Neðst í því neðra er mögnuð þrenging og heljardýpi og eitt sinn hitti ég gamla kempu í búðinni hjá Ágústi Morthens á Selfossi sem hafði eitt sinn séð röð af stórfiskum liggja neðst í þrengingunni þar sem hún byrjar að grynnka. Þá hafa menn komið að löxum og birtingum með bakugganna uppúr rétt ofan við fossinn að vestan þegar mikil flóð hafa verið í ánni. Þá

30

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

lækkar fossinn mikið og þó að flaumurinn sé ægilegur, þá rétt sytrar það með bökkum og þar upp læðist fiskurinn í grugginu. Ofan við fossinn eru tveir mjög fallegir veiðistaðir áður en að komið er í fyrrgreinda þrengingu í neðra gljúfrinu. Heita þeir Stangarhlaup og Bryggjuhylur. Athugandi væri að reyna í þeim eftir að flóð hafa skolast í gegnum um Fljótið. En látum þetta duga um Bjarnarfoss í Tungufljóti. Hann er magnaður og mikill hylur og þó að menn standi þar stundum lengi án þess að verða varir, þá er þetta mikill veiðistaður og sá staður sem fyrstur heldur fiski í Fljótinu eftir að þeir byrja að skila sér heim.


FLUGUVEIÐIPAKKAR HVERRAR KRÓNU VIRÐI

TOPO FLUGUVEIÐIPAKKI Redington Topo stöng, Crosswater fluguhjól, Rio Mainstream flotlína, undirlína, taumur og taumaefni. Klippa, flugubox og flugur fylgja. Verð fyrir allt þetta aðeins 36.900,-

CROSSWATER FLUGUVEIÐIPAKKI Redington Crosswater stöng, Crosswater fluguhjól, Rio Mainstream flotlína og Rio undirlína. Crosswater fluguveiðipakkinn er einnig fáanlegur fyrir börn og unglinga. Verð aðeins 29.900,-

PURSUIT FLUGUVEIÐIPAKKI Redington Pursuit stöng, Pursuit fluguhjól, Rio flotlína og Rio undirlína. Lífstíðarábyrgð á stöng. Verð aðeins 39.900,-

VOYANT FLUGUVEIÐIPAKKI Kraftmikil Redington Voyant stöng, surge fluguhjól með góðri bremsu. Vönduð Rio flugulína ásamt undirlínu og taumi. Lífstíðarábyrgð á stöng. Verð aðeins 59.900,-

REDINGTON OG VEIÐIHORNIÐ UM REDINGTON REDINGTON ER SYSTURFYRIRTÆKI SAGE Í BANDARÍKJUNUM. REDINGTON SÉRHÆFIR SIG Í HÖNNUN OG FRAMLEIÐSLU Á VÖNDUÐUM VEIÐIBÚNAÐI Á VIÐRÁÐANLEGU VERÐI. REDINGTON ER EINKUM ÞEKKT FYRIR AFAR VANDAÐAR FLUGUSTANGIR Á HAGSTÆÐU VERÐI EN FLESTAR REDINGTON FLUGUSTANGIR ERU MEÐ LÍFSTÍÐARÁBYRGÐ. REDINGTON ER EINNIG ÞEKKT FYRIR BYLTINGARKENNDU SONIC PRO SAUMALAUSU ÖNDUNARVÖÐLURNAR OG VANDAÐAN VEIÐIFATNAÐ. KYNNTU ÞÉR REDINGTON Í VEIÐIHORNINU. REDINGTON STENDUR FYRIR GÆÐI OG GOTT VERÐ.

TRAUST FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Í 15 ÁR

SÍÐUMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 8410

STRANDGATA 49 - 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6226

V E I D I H O R N I D.I S


32

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


veiðistaðurinn

Langhylur í Laxá á Ásum – Arnar Jón Agnarsson

Margir

aðdáendur

en sennilega fleiri

óvinir

Þegar Guðmundur bað mig um að skrifa nokkrar línur um Langhyl fékk ég hroll. Langhylur, að læra á Langhyl, tekur heila ævi og sennilega tvær. Þessi frægasti hylur Laxár á Ásum á marga aðdáendur, sennilega fleirri óvini, og hefur veitt mörgum góðum veiðimönnum gleði og geðshræringar. Ef það ætti að lýsa Langihyl í nokkrum orðum má segja að hann sé lygn 200 metra löng breiða. Hann liðast með grasbökkunum eins og slanga, hægir á sér og hraðar, en varla að það sé sjáanlegt með mannlegu auga. Margir hafa lýst þeirri reynslu að veiða í Langahyl sem svipaðri og að veiða í stöðuvatni, en fullu af tökuglöðum löxum auðvitað.

33


veiðistaðurinn

Langhylur í Laxá á Ásum – Arnar Jón Agnarsson Ævintýrin sem gerast þarna eru engu lík, þarna er hægt að lenda á þvílíkum aflahrotum að leitun er að öðru eins á landinu. En þá verða aðstæður að vera réttar, veiðimaður þarf að vita hvert á að kasta, sem er ekki einfalt, og laxinn í stuði, sem hann blessunarlega er oft í Ásunum. Fyrir það fyrsta þá þýðir ekkert að veiða í Langhyl þegar ekki er gára, þá er betra að geyma hann. Og eftir 1. ágúst má segja að aðdéndur hans, sem eru við veiðar í ánni, bíði eftir því að stráin byrji að hreyfast að töluverðu afli og þá er þotið upp í Langhyl. Það vill reyndar frekar óhepplega til að hylurinn er á einum veðursælasta stað sveitarinnar þannig að vindur neðarlega við ána þýðir ekki endilega að það blási vindur upp í Langhyl. Þegar ég var að afla mér upplýsinga um Langhyl þegar ég veiddi fyrst í Ásunum talaði ég við marga sérfræðinga, það merkilega var að flestir minntust á sömu blettina en allir voru sannfærðir um að sínar aðferðir við að veiða hylinn væru það eina rétta. Einn vildi bara veiða hylinn með hraðstrippuðum svörtum frances með gulltvíkrækju, annar vildi bara veiða hylinn með tungsten ½ tommu rauðum Frances á dauðareki, einn var sannfærður um að Frances virkaði bara alls ekki í Langhyl, hann notaði alltaf strippaðar smáflugur. Sá fjórði notaði bara hitch, hvort sem um var að ræða litla pöddur eða Sun Ray. Eitt er þó víst allir veiddu þessir menn vel og af þessum samtölum lærðist mér að aðferðin skiptir ekki máli í Langhyl, það eru aðstæðurnar sem skipta mestu, það er að það blási. Það getur verið mikið sjónarspil að sjá Langhyl í gangi, laxar stökkvandi út um allt og takan þá oft frábær, seinasta sumar komu t.d. einu sinni 9 laxar í beit úr hylnum á klst, svo 7 laxar nokkrum dögum

34

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

seinna. Svo 8 stykki undir lokinn, allt gerðist þetta á stuttum tíma og svo bara dó allt. Þannig er hylurinn, ef hann er virkur er hann of virkur, ef hann er ekki inni þá gerist ekkert. Langhylur hefur löngum verið talinn besti hrygningarstaður Laxár á Ásum, þó núna séu menn að komast að þeirri niðurstöðu að hrygninginn sé minni í Langhyl en þeir héldu. Þetta er þó helsti samverustaður laxa í ánni allt sumarið. Laxar hreinlega elska að liggja í Langhyl. Það er alltaf nóg vatn í hylnum og aðstæður fyrir laxinn virðast vera fullkomnar, en hann lætur sig sakka niður ána þegar líður á haustið og færist þá stuðið yfir í staði um miðja á sem geyma yfirleitt lítið af löxum yfir hásumar. Það eru laxar í Langhyl allt sumarið, frá opnum leyfi ég mér að fullyrða, fram að hausti. Nú hef ég ekki verið mörg ár við ána, en sögurnar sem maður hefur heyrt af hylnum þegar um og yfir 1200-1500 laxar voru að veiðast, eru einfaldlega ótrúlegar, það var hreinlega hægt að ganga yfir hylinn. Þegar maður veiðir hylinn þarf að hafa í huga að í honum eru 6 blettir sem nánast allir laxarnir veiðast á, þó hægt sé að rekast í lax víða, þá eru þessir blettir það sem allt snýst um. Hafa ber líka í huga að ekki er hægt að veiða hylinn frá byrjum til enda án þess að verða gráhærður af slýlosun, af slýi er nóg í hylnum, en allstaðar þar sem það eru hreinir blettir virðast liggja laxar. Margir lýsa því þannig að maður þurfi bara að láta fluguna detta á milli slýfláka og þá fær maður töku. Þótt mikið sé af slýi þá nær það mjög takmarkað uppúr vatninu, en þegar þú ert komin niðurfyrir yfirborðið þá byrjar ballið. Ágæt þumalputtaregla er að þegar þú ert hættur að veiða slý í hverju kasti þá ertu komin á góðan legustað, en eiginlegir


veiðstaðir í Langhyl eru 6 eins og áður var getið. Sá fyrsti heitir Hliðið hann tekur á móti mönnum þegar maður kemur af bílastæðinu, ef óvarlega er farið sér maður hylinn sprengjast og ólgur æða í allar áttir. Sem getur verið mögnuð sjón, þarna lá lax frekar seint á tímabilinu en maður ímyndar sér að þarna hvíli hann sig fyrstu mínúturnar eftir að hann er búin að ganga í hylinn. Af nógu og grunnu vatni er að fara yfir áður en að Langhyl er komið og því er þetta sennilega fyrsta stoppið eftir erfiða ferð upp ána. Því næst tekur við löng beyja sem kallast Lænan. Þarna liggur laxinn víða og þá utan í sefinu. Skráin og Hurðinn eru næstu staðir og voru þeir bestir seinasta sumar. Skeggið getur verið magnað, en þarna eins og svo oft áður í Langhyl, liggur laxinn þétt upp að sefinun.

Lykillinn er síðan fallegur staður sem ég hef ekki séð lax í hingað til. Góður maður sagði eitt sinn þegar ég fór í Langhyl í fyrsta sinn, Arnar kastaðu bara þar sem laxinn stekkur, þar liggur hann. Þetta er ekki mjög flókinn speki og hló ég að þessu þangað til ég sá Langhyl í fyrsta sinn liðast áfram tvö hundruð metra með engann sérstaklega veiðilegan stað við fyrstu sýn. Það má með sanni segja að þessi ráðlegging mannsin hafi virkað vel í fyrstu ferðinni og núna eftir að ég er búinn að klóra í yfirborð þess sem mætti kalla fulla þekkingu á hylnum, get ég ekki annað en fyllst aðdáunar á þessum magnaða hyl. Vonandi verða ferðinarar sem flestar í þennan hyl sem hefur verið matarkista sveitarinnar í árhundruð.

Veiðikortið 2013

Eitt kort 35 vötn 6.900 kr

00000

35 www.veidikortid.is


fluguboxið Green but

Svarti björninn með græna rassinn Ein af betri laxaflugum landsins er Green but sem eflaust allir veiðimenn hafa heyrt talað um, en furðu oft heyrir maður að þessi og hinn notar hana sjaldan eða aldrei. Ritstjóri setti hana t.d. ekki undir hjá sér fyrr en í Straumfjarðará á lokadegi s.l. haust og setti umsvifalaust í og landaði fallegum laxi í veiðistaðnum Svartabakka. Það má því ljóst vera að undirritaður mælir með þessari flugu og ætlar sjálfur að nota hana oftar hér eftir.

Okkur langaði til að forvitnast dálítið um fluguna, en fundum í sjálfu sér furðu lítið. Í biblíunni hans Jóns Inga var hennar t.d. hvergi getið nema sem hitstúpa og þar var lítið að hafa nema uppskriftina sem er einfaldari á hitstúpu heldur en á flugunni sem flugu. Í laxaflugubók Lárusar Karls Ingasonar, Valgarðs Ragnarssonar og Bjarna Jónssonar fær hún hins vegar opnu. Þar má t.d. lesa að flugan heiti upphaflega Black bear, en ef maður gúglar fluguna er hún gjarnan kölluð Black bear green but. Þar stendur að flugan, sem er upprunin í Norður Ameríku, sé ein af nokkrum í séríu sem eru að upplagi eins, nema að broddurinn er í hinum ýmsu litum. Grænum hjá Green but eins og nafnið gefur til kynna, en

36

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

einnig með rauðum, bláum, appelsínugulum og gulum broddi og er engin ástæða til að ætla annað en að þær flugur geti einnig verið magnaðar. Hvers vegna ekki? Þeir Valgarður og Bjarni skrifa um fluguna: -Þegar Green but ber á góma leitar hugurinn að Grímsá í Borgarfirði, en á bökkum þeirrar frábæru laxveiðiár hefur flugan reynst með ólíkindum vel. Gestaskríbent, Jóhann S. Þorbjörnsson skrifar: -Green but er ein magnaðasta fluga sem ég hef kynnst og þá sérstaklega síðsumars þegar laxinn er lagstur og ekki ginnkeyptur fyrir hverju sem er. Hún hefur oft gefið mér góða veiði við erfiðar aðstæður.


Héðan og þaðan höfum við heyrt af Green but. Niðurstaðan er þessi: Flugan er frábær. Hún virkar vel sem tví- eða þríkrækja í smáum númerum síðsumars og á haustin þegar ekki er of kalt. Hún særir oft upp lax sem hefur ekki litið á aðrar flugur. Einn úr okkar röðum, Jón Eyfjörð, náði t.d. laxi úr Álftá á haustdegi þegar skilyrði voru verri en tárum tók og ekkert var að gerast hjá þeim veiðifélögum annað en að laxar hringsóluðu um leið og fyrsta fluga lenti í hyl. Hún virkar vel strippuð og veidd hægt. Doktor Jónas hjá Frances.is hnýtti fluguna líka í túpulíki með þungan keiluhaus. Sú fluga er sögð afburðagóð á haustin. Er lítið reynd snemmsumars, en eitt sinn heyrðum við af manni sem reyndi hana þó í júní

í Blöndu og landaði þremur stórlöxum á vaktinni sinni, öllum með Green but keilu. Þetta er því fluga fyrir öll skilyrði og alla króka og kima vertíðarinnar. Hún hefur sannað sig sem afburðafluga. Samt er með ólíkindum hversu margir hafa sjaldan eða aldrei reynt hana. Hér má sjá slóð þar sem snjall fluguhnýtari sýnir handtökin og reiðir jafn framt fram mikinn fróðleik um fluguna. Njótið vel: http://youtu.be/FLRma92hxoQ

37


fluguboxið Músarflugur í

stórfiskinn Í fremur nýlegu tölublaði af Veiðislóð hnýtti Viðar Egilsson fyrir okkur andarunga í framhaldi af því að veiðimenn höfðu séð urriða grípa stokkandarunga á Laxá í Aðaldal, missa hann reyndar frá sér, en laska hann svo illa að ungi litli lét lífið. Urriðinn er svakalegur og étur allt sem hann ræður við. Ekki bara andarunga, heldur líka mýs. Björn Blöndal skrifaði eitt sinn að „gamlir vatnaurriðar“ ætu börnin sín. Fyrir mörgum árum hnýtti Rafn heitinn Hafnfjörð mús. Hann sýndi ritstjóra fluguna og hún var all svakaleg. En það er of langt síðan til þess að ég geti lýst henni eða hvað efni Rafn notaði. Hann hafði séð mús dregna úr belg væns urriða í Laxá og langaði til að reyna fyrir sér. Hann hnýtti músina í fullri stærð og ef það var eitthvað að „flugunni“ þá var það einmitt stærðin og svo var öngullinn helst til of falinn. Líklega væri betra að hnýta „fluguna“ ögn minni og láta alveg vera að fela öngulinn. Rafn reyndi fluguna að sjálfsögðu á nokkrum vel völdum stöðum í Laxá í Mývatnssveit og hann lýsti tilrauninni sem miklu ævintýri. All margir bolta fiskar eltu músina með tilþrifum, hrifsuðu í hana og toguðu. En enginn festi sig. Síðan, í framhaldi af andarunganum hans Viðars, þá sáum við myndband á U-tube sem var all svakalegt. Þar eru

38

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

nokkrir ævintýramenn að veiða stórvaxna silunga í ám á Kamtstjaka. Seinna var síðan búið að taka myndbandið út vegna kæru gegn höfundarrétti, en þá fórum við að leita og fundum þetta myndband sem er einnig magnað, lesendur geta skoðað U-túbið hér, http://youtu.be/pwcGoGiiY04 það er allt ein alls herjar skemmtun, ef menn vilja sjá hvernig sniðuglega hnýtt mús virkar á urriða þegar hún er strippuð í yfirborðinu og ef að það dugar ekki til að vilja reyna þetta, t.d. í Laxá bæði ofan og neðan virkjunnar, þá eru menn eitthvað alvarlega dofnir. Hér er annað músavídeó: http://youtu.be/cN3PjgHv4H4 . Og enn eitt: http://youtu.be/8FoY2S6cFi8 . Við vorum síðan svo heppnir að sjá í leiðinni enn eitt U-tube, hér er það: http://youtu.be/KDuzYcbzmus , en þar er mönnum kennt að hnýta veiðna músarflugu. Þá er bara að bretta upp ermarnar og prófa.


39


fluguboxið Daði Harðarson

Jón í góðu skapi Til er fluga sem heitir Jón í góðu skapi og er eftir Daða Harðarson. Flugan er hnýtt og skírð með skírskotun í vinskap Daða og Jóns okkar Eyfjörð . Þetta er lúsveiðin fluga og við báðum Daða að segja okkur aðeins frá henni. Daði sagði: „Sko - Jón Ey í góðu skapi var náttúrulega orðaleikur (ef notað er lítið e í ey). Honum fannst það ekki fyndið. Jón í vondu skapi hefur aldrei verið hnýtt af mér - það er á hreinu. Þekki ekki þá hlið á honum. Hvort flugan heitir Jón í góðu skapi eða Jón Ey í góðu skapi er alveg undir honum komið.

Flugan er mín útgáfa af gull nobbler sem vinur minn Rúnar Gunnarsson gaf mér og hann tjáði mér að væri algert eitur í Veiðivötnum. Hann var svona meira brons en gull og frekar grannur (nobblerinn það er að segja). Ég aðlagaði hann að minni reynslu af nobblerum. Sterkur og hlutfallslega stuttur öngull, stuttur og sver búkur og ekki of fáir litir í flugunni. Ég vil sjá kontrast í búk og hanafjöðrinni sem er vafin fram eftir búknum og tiltölulega verklegt silfur eða gull tinsel (gull í þessu tilfelli) vafið á móti. Skott: Ég átti loðhúfubarð úr höfuðfati sem móðir mín átti en var orðið svo slitið að litli bróðir hirti kantinn þegar átti að henda húfunni. Þaðan barst góssið svo til mín.

40

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Þetta var úlfur. Hárin sem eru notuð í skottið eiga að vera þessi sem eru svört að hluta. Ég vil frekar hafa skottið lengra en styttra. Gull channel í búk eða hvað það nú heitir. Ljósgræna litnum, sem er nauðsyn í þann svarta, sleppi ég. Ef til vill bara leti. Sæmilega stór vaskakeðju augu, litlu augun eru bara fyrir mini nobblera (sem eru líka dúndur góðir). Reynslusögur af Jóni Ey ...! Þarf ekki - Hann er afar veiðinn. Urriði og lax bleikja, síður þó bleikja. Jón Eyfjörð tekur nú við: „Ég er búinn að veiða vel á þessa flugu, sérstaklega urriða, þar sem ég hef reynt hana


mest. Eitt skipti er mjög minnisstætt: Við vorun þrír að veiða í Laxá í Aðaldal á Hagasvæðinu, í byrjun júní, fyrir þremur árum. Félagar mínir voru við veiðar efst á svæðinu í Hraunsál og við Tvíflúðir en ég ákvað að fara niður eftir. Það var mikið vatn í ánni og hún var aðeins skoluð. Ég ók niður með ánni og byrjaði rétt neðan við brúna. Ætlaði að byrja neðan við brúna en leist ekkert á blikuna þar svo ég fór alveg niður í beygjuna á móts við Þinghúsið. Þar er tiltölulega grunnt í venjulegu vatni og nánast alltaf fiskur. Þar byrjaði ég, óð útí og kastaði alltaf á undan mér. Straumurinn óx eftir því sem neðar dró, svo ég fikraði mig í land. Komst að því að það var djúpt upp við bakkann en í land komst ég. Ekki hafði ég orðið var. Hélt nú áfram niður með bökkunum og sá fljótlega urriða skjótast undan bakkan-

um skammt frá mér. Ég var með svartan, lítinn nobbler á endanum og hélt áfram að kasta. Fékk nokkrar glefsur en festi ekki í fiski. Daði hafði nokkrum dögum áður gefið mér þessa flugu sem hann sagði að væri Jón Ey í góðu skapi eða Jón ei í góðu skapi. Nú skyldi hún prófuð. Ég færði mig ögn neðar og hélt áfram að veiða, ekkert gerðist. „Best ég fari í hefðbundari flugur“ hugsaði ég og byrjaði að strippa mjög hratt. Þá fyrst gerðist það. Fyrsti urriðinn tók á mjög hröðu strippi. Hann var ríflega 3 pund. Síðan fylgdu 5 stk. á bilinu 2 – 4 pund í kjölfarið. Þá fór ég og sótti þá félaga mína og við héldum áfram að veiða þarna á Grjóteyrinni og fiskarnir urðu 15 áður en yfir lauk, reyndar þó ekki allir á fluguna frá Daða en langflestir.“

41


fluguboxið

Urriðaflugurnar hans Tomma

Að veiða þá marga og stóra Einstakir veiðimenn ná meiri og betri tökum á því að setja í stóru urriðana í Þingvallavatni en aðrir. Þeir vinna fyrir velgengni sinni, „leitið og þér munið finna“, stendur skrifað og það er það sem Tommy Za, verslunarmaður í Veiðiflugum gerði einmitt. Hann fór reyndar dýpra í fræðin og uppskar eftir því. Hann hefur farið mikinn á þessu vori og veitt þá marga og stóra. Þá stærstu um og yfir 20 pundin. Hann notar sérstaka tækni og afbrigði af þekktum flugum sem hann hefur sjálfur hannað og hnýtt. Veiðislóð hitti Tomma í búðinni á dögunum.

42

Tommy sýndi okkur fimm flugur sem höfðu borið af. Allt straumflugur í fremur smáum númerum. Þær voru allar með þyngdum haus, gúmmílöppum og glimmerþráðum, auk Zonkers sem Tommi sagðist hafa einstaklega mikið dálæti á þessi misserin. Og hann segist ekkert vera að finna upp hjólið, allar flugurnar eigi sér þekktar fyrirmyndir, þrjár þeirra eiga rætur að rekja til Black Ghost og ein til Black Brahan, hinnar þekktu laxaflugu. Sú fimmta er reyndar óræðari í jarðarlitum sínum. En hvað með þessa hausa og lappir?

gaman að kasta þeim. Þegar ég þarf að veiða djúpt þá mæti ég þörfinni með því að nota sökklínur og þær notaði ég einmitt mikið í Þingvallavatni í byrjun, en þá var vatnið mjög kalt og fiskurinn lítið farinn að hreyfa sig. Um leið og vatnið fór að hlýna þegar leið á mai fór ég yfir í flotlínu, enda fiskurinn farinn á stjá og mikið að sýna sig í vatnsskorpunni. Þegar blaðið ykkar kemur út verð ég örugglega farinn að sjónkasta á urriðann með þurrflugum og púpum, sem er enn þá skemmtilegra en að nota straumflugurnar,“ sagði Tommi.

„Hausarnir eru svokallaðir Fish scull hausar og mér finnst þeir veiðilegri en þessir tungsten hausar. Það er kannski vegna þess að þeir eru ekki alveg eins þungir og því auðveldara og meira

Og hann hélt áfram. „Já, ég er með algjört æði fyrir fish scull og zonker á mínum flugum. Og líka glimmerþráðum og gúmmílöppunum. Ég reyni oftast að láta litinn á gúmmílöppunum

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


43


fluguboxið

Urriðaflugurnar hans Tomma harmónera við ríkjandi liti flugunnar og ég læt fremstu gúmmílappirnar vísa fram á við. Þannig hnýttar gera þær fluguna mun hreyfanlegri í vatninu og talið er að sú hreyfing valdi víbringi sem dregur að fiskinn. Þá má eiginlega segja að það „heyrist í þeim“, eins og sumir lýsa því. Sumum líkar þó ekki að veiða með þessum gúmmílöppum á flugum sínum, en það er lítið mál að klípa þær af og þær virka líka vel án lappanna. Við reyndum allar þessar flugur í fyrra og fengum á þær góða veiðireynslu.“

Almanak

Almanak

Háskóla Íslands

Þjóðvinafélagsins

H

44

Tommi sagði að Black Ghost abrigðin þrjú hefðu reynst sérstaklega gjöful í urriðann og á eina þeirra, þá sem hann kallar Rainbow zonker, hefði hann m.a. fengið tíu urriða sem voru um og yfir 12 pund! Vissi hann ekki hvort að það væri ótrúleg tilviljun eða hvort að flugan sú hefði einhverja undarlega töfra. Black Brahan afbrigðið væri líka gott í urriðann, en væri að upplagi meiri sjóbirtingsfluga, en sú gráa sem hefur enn ekki fengið nafn, væri fluga sem myndi höfða til veiðistaða eins og Veiðivatna, auk þess að vera góð í sjóbirtinginn.

Á

S

K

Ó

L A

Ú

T

G Á

haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

F A

N


Á www.svfr.is er að finna upplýsingar um öll veiðisvæði og veiðileyfi sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur býður í almennri sölu til félagsmanna sem og annarra. Kynntu þér málið!


46

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


veitt erlendis Klaus Frimor

Á

stálhausaslóðum

í Idaho í Bandaríkjunum Óvissa um laxagöngur, hátt verðlag, vatnsleysi einhver? Það vill gleymast að ef menn vilja hvíla sig á því að veiða í íslenskum ám þá er svo margt annað hægt að gera með stöngina sína að það hálfa væri nóg. Það væri t.d. hægt að heyra í honum Klaus Frimor og spyrja hann um stálhausaána sem hann leigir ásamt félögunum sínum í Idaho í Bandaríkjunum, en sú heitir Clearwater sem er hluti af hinu víðfræga vatnasvæði Colombia River. Clearwater er ein af hliðaránum, er 75 til 80 km löng og allur stærsti stálhausinn sem gengur í árkerfið á ættir að rekja í Clearwater. Okkur fýsti að vita meira, þannig að við spjölluðum við Klaus, sem er mörgum að góðu kunnur hér á landi, enda hefur hann starfð hér sem leiðsögumaður auk þess að kenna fluguköst en fáir slá honum við í þeim fræðum.

47


48

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


„Það kemur mörgum á óvart þegar við segjum frá því að við séum með þetta firnagóða svæði í Idaho. Það eru svo margir sem að setja samasemmerki á milli stálhaussins annars vegar og Alaska og Bresku Kolumbíu hins vegar. Þar norður frá eru menn oft að veiða stálhausinn í freezing ass kulda og snjókomu, með steinsökkvandi taumum og þungum flugum. Við erum hins vegar svo miklu sunnar að veðurfar er allt annað og hagstæðara. Veiðitíminn er á haustinn og þó að það geti tekið upp á því að snjóa dag og dag, þá bráðnar það jafn harðan og í staðinn fyrir sökkvandi og þyngdan búnaðinn, þá er Clearwater fræg á fyrir að þar eru notaðar flotlínur og smáar einkrækjur. Ég var að gæda tvo þarna í fyrra, annan vanann Norðmann sem veiðir mikið í Bresku Kolumbíu með þunga búnaðinum og Bandaríkjamann sem er langt frá því eins vanur, en notaði flotlínu og smáar flugur. Sá síðarnefndi veiddi miklu betur,“ segir Klaus.

En hvað er danskur þegninn að gera leigjandi veiðisvæði í Idaho? „Ég bjó lengi í Idaho og þegar ég fór að kanna svæðið með stöng í hönd kyntist ég þessari stórkostlegu á sem minnti mann helst á norsku árnar Gaula og Orkla. Töluvert vatn og allt að 100 metra breytt á köflum, en alls ekki erfið að veiða. Síðn bætist við algerlega stórkostlegt umhverfið. Ég féll algerlega fyrir þessu og tengdist böndum sem slitna ekki.“

Veiðitíminn? „Vertíðin byrjar í ágúst og þá gengur smæsti fiskurinn. Hluti af göngunni gengur upp í Clearwater, en hörfar

49


veitt erlendis Klaus Frimor

síðar út aftur. Clearwater er stórfiskaá. Fyrir 2013 er búið að spá heildargöngu á Kolumbíusvæðið upp á 340þúsund stálhausa, þar af mun Clearwater fá 60 til 80 þúsund og þar af eru 40 til 50 þúsund sem teljast til stórfiskagöngunnar og Clearwater fær alla stóru fiskana, smærri fiskurinn dreifist á hinar árnar á svæðinu.“

Hvað kallarðu stórfisk? „Algengur stórfiskur er 10 til 20 pund og þeir stærstu ná því að skríða yfir 30 pundin. Sem dæmi nefni ég að mér gekk vel í fyrra og veiddi þó nokkra fiska. Einn þeirra var 7-8 punda, en hinir allir 10 pund eða stærri.“

Segðu okkur aðeins meira um veiðiskapinn... „Það er ekki eins auðvelt að veiða stálhausinn og t.d. laxinn. Hann hagar sér öðru vísi í ánum, er meiri silungur í sér enn laxinn. Er þannig séð líkari sjóbirtingi og betra er að bera þá saman. Stálhausinn safnast fyrir í hyljum líkt og sjóbirtingur og lax, en hann er sérvitrari. Ef þú endar veiðidaginn í Clearwater með tvo væna fiska þá er dagurinn búinn að vera góður. Stálhausinn, líkt og laxinn, er ekki að éta í ánni, en líkt og laxinn eymir enn eftir af gömlum töktum og þegar t.d. fluguklak fer í gang þá er magnað að sjá þessa dreka koma upp og taka flugur í yfirborðinu. Stálhausinn í Clearwater elst upp í miklu hlýrra vatni heldur en fiskar sömu tegundar norðar á Vesturströndinni og þar í liggur eflaust tilhneiging þeirra til að elta og taka agn í yfirborðinu eða rétt undir því. Enda virka litlar einkrækjur vel og sömuleiðis virkar vel að hitsa, og þá með stórum „foam“ flugum og eins

50

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


flugum með dádýrshárum, flugum sem við köllum Wakers af því að þær mynda stærri röst heldur en smærri hotsflugur eða túpur. Aðferðafræðin er sambærileg og gengur best upp í Laxá í Aðaldal og það er alveg jafn gaman að sjá stóra stálhaus mynda bungu undir flugunni og stóra lax í Laxá. .“

Gætirðu tekið flugurnar með þér að heiman? „Jájá, ekki spurning, ég hef oft veitt þarna á flugur sem ég nota í laxinn á Íslandi. Mætti nefna Black and Blue, eða afbrigðið mitt af henni sem ég kalla Randy Candy. Þá eru klassískar á borð við Lady Carolin gjöfular.“

Af því að það er svo vinsælt að velta fyrir sér verðinu, hvernig spyrðast saman Clearwater í Idaho og dæmigerð íslensk laxveiðiá? „Þú borgar meira en helmingi minna fyrir Clearwater og er þó allt innifalið. Húsnæði, leiðsögn, matur, „pickup“ á flugvöllinn . Þú færð viku fyrir 3.400 dollara. Við erum með átta stanga veiði. Þetta eru fleiri að veiða heldur en þeir sem eru á okkar vegum, því það eru engar einkaár í Bandaríkjunum . En plássið er svo mikið að þú ert aldrei að

lenda í leiðindum og aldrei með mann á bakkanum á móti að kasta flugunni upp að tánum á þér.“

Eru menn ekki svolítið að horfa í möguleikann á magnveiði í íslenskum ám þegar þeir horfa á verðin? „Eflaust, en mér finnst það nokkur galli á viðhorfunum á Íslandi að rýna bara í svoleiðis. Að vega og meta veiðitúrinn meira og minna út frá fiskimagninu sem náðist á land. Það er heilmikill munur á því að veiða í Clearwater eða dæmigerðri laxveiðiá á Íslandi, ekki aðeins af þeirri sjálfgefnu ástæðu að verið er að veiða lax en ekki sjógenginn regnbogasilung, heldur hinu, að á Íslandi eru menn í afskekktu veiðihúsi og sjá ekkert nema fiskinn og ána. Í Clearwater búum við á gistihúsi í 1500 manna þorpi þar sem við hittum og kynnumst fólkinu, veiðitúrinn og dvölin eru því í senn menningarlegar og líflegar upplifanir. Það er þannig séð allt annar bragur á þessu og mjög gaman og gefandi að kynnast því líka. Og að landa svona stórum og fallegum skepnum í kaupbæti er alveg frábært.“ Hægt er að kynna sér betur Clearwater ána hans Klaus á vefslóðinni: www.clearwatersyndicate.com

51


Veiðisagan Úr ýmsum áttum

Nokkrar

tímalausar

Það var eitthvað lítið af veiðisögum á liðinni vertíð, en þar sem góðar veiðisögur eru tímalausar, leituðum við þess í stað í eldri heimildir og af þeim eigum við nóg, því við höfum haldið úti árbókum um stangaveiði frá árinu 1988. Við gripum af handahófi árbókina okkar frá árinu 1991 og það stóð ekki á framboðinu. Kíkjum aðeins á:

Hvað gerðist? „Hvað gerðist?“ var fyrirsögn okkar að ótrúlegri „veiðisögu“ sem við skráðum í bókina 1991. Við lestur hennar er raunar alls endis óvíst að um veiðisögu sé að ræða, en allt um það þá var þarna að finna söguhetju sem fór til síns heima frá óvenjulegum veiðistað, svo ekki sé meira sagt, með 11 punda nýgenginn lax, sem endaði í reykhúsi. Skráningin var svohljóðandi: – Undarlegur atburður gerðist um hásumarið. Ef til vill ein undarlegasta veiðisaga, ekki bara sumarsins, heldur allra tíma. Vettvangurinn er heldur ólíklegur af veiðisögu að vera, eða golfvöllurinn á Seltjarnarnesi. Þar var að berja kúlur, kylfingur að nafni Gunnar Haraldsson og til þessa dags vissi hann ekki til að hann væri annað eða meira að gera en að leika golf. Margt bendir til þess að hann hafi einnig verið að veiða. Samt er það svo með þessa furðusögu, að ekkert verður fullyrt um raunverulega

52

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

atburðarás. Það eitt er vitað að Gunnar sló kúluna yfir fjörukambinn og er hann kom arkandi til baka úr fjörunni hélt hann á 11 punda nýrunnum laxi sem lá steindauður við hliðina á kúlunni. Í Morgunblaðinu var Gunnar tekinn tali eftir þessa atburði og þetta haft eftir honum: „Ég var að slá kúlu á áttundu braut á golfvellinum í Golfklúbbi Ness. Ég sló út til hægri og kúlan hvarf sjónum mínum og lenti út í fjörukambi. Eins og gerist og gengur fór ég að leita hennar en fann hins vegar við hlið hennar dauðan lax, sem hugsanlega hefur orðið fyrir barðinu á henni og rotast. Ég snaraðist með laxinn í reykingu og þar kom í ljós að um var að ræða rúmlega fimm kílóa fisk, grálúsugan og fallegan. Ég þori ekki að fullyrða nokkuð um að laxinn hafi drepist við högg kúlunnar, en ef svo er, þá er ég sennilega fyrsti maðurinn sem veitt hefur lax á golfvelli.“


Og síðan sögðum við frá feigum laxi.... Sögð var harðsönn veiðisaga af kóf­ drukknum veiðifélögum sem voru við smáá eina vestanlands um haustið. Fyrsta morguninn af þremur staul­ aðist einn vinanna út úr húsi, þreif maðkastöng og arkaði niður að á og var rétt svo að hann réði við þá þraut. Til allrar hamingju var ekki langt að sækja á miðin, gjöfull hylur var beint fyrir neðan veiðihúsið. Kappinn staðnæmdist á bakkanum, vatt upp á sig og grýtti agninu út í hyl. Ekki réði hann við snúninginn og fór á handahlaupum á eftir maðkinu út í hyl og á bólakaf. Þar saup hann kveljur um hríð, eða þar til félagar hans komu skjögrandi og drógu hann með erfiðismunum upp úr hylnum. Er tekist hafði að koma garpinum í koju var leit gerð að stönginni, en hún fannst hvergi og var þó kembt vandlega. Síðasta morguninn, tveimur sólarhringum seinna, var þó einn félaganna á ferð nokkur hundruð metrum neðar við ána og sá þá fyrir tilviljun hvar stöngin var niðurkomin. Hann slæddi hana auðveldlega upp úr, enda áin vatnslítil, en það merkilega var, að það var lax á önglinum!

53


veiðisagan Úr ýmsum áttum

....og síðan einn sem Og loks var þessi var enn feigari....ef skemmtilega litla það er hægt! saga.... Einhver feigasti lax sem sögur fara af hér á landi gekk í Laxá í Leirársveit í sumar sem leið og linnti ekki látunum fyrr en upp í Eyrarvatni. En föstudag einn um hásumar voru þarna á ferð hjónin Brynja Jóhannsdóttir og Magnús Ebenesersson. Frúin beitt maðki með flothólki og sökku. Lax tók, en sleit skjótt línuna ofan við flotið og hafði allt dótið með sér.. Þarna var aragrúi veiðimanna, en enginn varð var. Þau Magnús og Brynja voru þarna enn á laugardaginn, en hvorki þau né aðrir í hópnum veiddu. Á sunnudaginn voru þau enn að, en að þessu sinni gátu þau ekki farið á gamla góða veiðistaðinn vegna þess að þar var múgur og margmenni. Þau röltu því á annan veiðistað nokkuð frá. Ekki höfðu hjónin lengi rennt, er Magnús slæddi upp línuna sem laxinn sleit og fiskurinn var enn á!. Landaði Magnús nú laxinum og öllu því hafurstaski sem honum fylgdi.

Rás 2 og Orvisumboðið á Íslandi efndu til veiðisagnakeppni undir lok veiðitímans. Menn hringdu í Þröst Elliðason veiðifréttamann Rásarinnar og sögðu honum sögurnar. Þröstur tók þær upp á band og spilaði síðan fyrir félaga sína í dómnefndinni, Stefán Jón Hafstein og Sigurð G. Tómasson, sem báðir eru veiðimenn af lífi og sál rétt eins og Þröstur sjálfur. Sigurvegari í keppninni var Jón Sigurðsson sem sagði sögu af félaga sínum Rúnari Óskarssyni er þeir voru kvöld eitt að veiða í Helluvatni. Sagan var á þá leið, að í einu bakkastinu hjá Rúnari hljóp hundur fyrir og fékk fluguna í sig. Trylltist hundurinn gersamlega og því meira er hann sá að Rúnar hóf eftirför. Var talið að hundinum hefði liðið eins og laxinum sem er nýbúinn að taka fluguna. Rúnar var í vöðlum og öðrum tilheyrandi búnaði og því mæddist hann fljótt og eftir góðan sprett var hann sprunginn, en það hafði dregið í sundur með honum og hundinum. Það hafði sungið og hvinið í hjóli og stöng, en svo fór loks að taumurinn slitnaði og hundurinn hvarf út í buskann. Þarna bar síðan að hundeigandann sem hafði ekki séð hvað gerðist. Tókst honum að handsama hund sinn og kom í ljós að flugan, Collie Dog, sat æi eyranu á hvutta. Og hvernig hundur var þetta? Collie Dog!

54

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


Lax-, silungs- og skotveiði Hrútafjarðará, Breiðdalsá, Jökla, Minnivallalækur og Fögruhlíðará

www.strengir.is

55


Viðhorfið Áin er og verður þessi drottning Að koma í veiðihús – Jörundur Guðmundsson

sem seiðir.... Að koma í veiðihús var mér ungum líkast því að koma í nýjan heim. Þar beið heimur fullur eftirvæntinga og ævintýra. Spennan umlauk gervalla tilveruna: Hvað bíður, hverjir verða þar og hvað mun áin bjóða? Myndin er saklaus og falleg. Falleg þar sem að baki býr eftirvænting, vonir og draumar heils vetrar eða fleiri. Draumar veiðimanns sem ekkert sér nema veiði og aftur veiði. Slagsmál við ómæld tröll úr hyljum draumalendna, sem kannski eiga engan samjöfnuð við hylji veruleikans. Áin er og verður þessi drottning sem seiðir mann til sín allan veturinn og nú þegar í veiðihús er komið stend ég loks frammi fyrir þessari sírenu drauma minna. Seiður söngsins ómar og holdgerving hennar er nánast í faðmi mínum. Jafnvel bílaplanið eitt og sér verður nánast helgur staður.

56

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


En fyrst þarf að gera klárt. Í barnslegri gleði minni hef ég ekki einu sinni hugsað út í að skipan í hús skipti máli. Ég fékk úthlutað herbergi, en ákvað að láta það ekki skyggja á væntanlega gleði mína með sírenunni, að mér finnst herbergið ekki að óskum, en komst svo að því að hvort sem mér líkaði betur eða verr, þá er herbergjaskipan löngu fyrirfram ákveðin. Nýgræðingnum verður fljótt ljóst að hann er mikill græningi, þegar kokkurinn hvíslar loks að honum að veiðifélagarnir hafi flestir hverjir pantað sér herbergi fyrir mörgum vikum, hafi þeir þá ekki eignast tilkall til þess fyrir mörgum árum, í krafti hefðar. Hraustur samt í koki og á sál held ég þó til samneytis við veiðifélagana. Nú skal skipta veiðisvæðum. Hér hefur enginn forúthlutun. Bara dregið. Skítt með herbergið. Nú verður bara gaman. Svæði A, B og C. Einfalt mál. Gaman væri nú að fá Fossaflúðina. Það væri nú heppni í lagi! Jæja, hvað segir maðurinn? „Er Fossaflúðin með of hátt hlutfall veiðinnar það sem af er? Já, er kannski nokkuð til í því? Skipta henni upp á hverri vakt? Nei, látum kyrrt liggja og hefðina ráða. Nei, það er óviðunandi.“

Svo er þvargað og eftir dálitla stund er Fossaflúðin orðin tvö svæði. Sex tíma vakt er skipt upp í nokkur 45 mínútna hólf, með tilheyrandi vað- og gönguferðum og meðfylgjandi mannamótum, látum og banki í bakið og úti um drauma mína um einveruna með sírenunni í vetur.

57


Sífellt bank í bakið.

Allir leggjast í þá vinnu og ég hætti

Skítt með það.

að nenna að hlusta.

Má ekki bara fara út að veiða?

Óbragð í munni.

Hætta þessu þvargi?

Hvar er minningin mín um sírenuna?

Jú, á endanum er það samþykkt.

Af hverju læt ég aðra ráðskast með mig? Ég geng út eftir annars ánægjulegt

Veiðiviðvera eftirmiðdagsins reyndist afbragð, sérstaklega framan af, áður en skipta þurfti á svæðum. Þeir sem við tóku á okkar svæði reyndust reyndar ágætir. Fallegri vakt var lokið.

kvöld með skugga dapurleika yfir mér vegna endurskipulagningarþarfar veiðifélaganna. Sírenan mín er löngu horfin. Samkenni félagsskaparins er það að enginn segir hvar fisk var

Þegar komið var í hús beið bað,

að fá eða hvernig.

fordrykkur og lífsins unaðssemdir.

Engu er deilt.

Borðhald og spjall. Þá kemur í ljós að svæðaskipting

Svo er vaknað.

„reyndist“ ekki réttlát. Jæja, ráðstefna.

Yfirskrift hennar er: „Landeigendur og veiðiverðir hafa greinilega ekki mikinn skilning á eðli veiðanna. Þeirra skipulag þarf að endurhugsa.“

58

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Síðan rekist á við menn sem eiga svæði, þar sem þeir rekast á við menn sem veiða af öðrum bakka yfir ána alla, þar sem fyrir eru menn sem rekast á við aðra. Svo er manni enn sagt að svæðaskiptingin sé óhæfa og stokka þurfi upp allt kerfið, enn og aftur.


Jafnan skilur strax á milli þeirra sem kunna að njóta og þeirra sem vilja fá. Í flestum veiðifélögum er búið við valkerfi sem hannað er af þeim sem bjuggu það til af sanngirni til handa sjálfum sér.

- fjöldi veiðsvæða um land allt

Lýður tekur við og þar taka leiðindin völdin. Hér tapa menn veiðifélaganum sínum. Síðan þá hef ég fundið mér á lengra úti á landi. Þar á hver sitt svæði og aldrei er skipt. Þar er ekkert hótel og engin metavog. Jafnvel þótt menn kunni þar enn að metast. Hún er þeim kostum gædd að þegar ég veiði hana þá er hún mín og minna. Ég á hana óskipta með vinum sem ég treysti. Ég skála við þá að kveldi, nýt þess að elda með þeim mat og segja sögur og hlusta. Sögur af því hvar fiskur fékkst, hvernig hann tók og hvað til þurfti. Vinir mínir þar deila með mér öllu því sem orðið getur til þess að næsta dag gangi öllum vel og jafnvel betur en í gær. Þar eru öll rúm jafn heilög, öll veiðisvæði jafn góð og allir menn jafnir. Þar skilur ekki á milli þeirra sem kunna að njóta og þeirra sem vilja fá, því þeir sem vilja fá eru í fullu starfi við það

Söluvefur sem aldrei sefur

að banka í bakið á veiðifélögum sínum í annarri á.

Bestu verðin - Sértilboð í hverri viku

Hér er áin mín bara sírena.

59


einu sinni var Arnarvatnsheiðin

Svona var Arnarvatns Einu sinni var.....alger martröð að fara á Arnarvatnsheiði til veiða. Sérstaklega ef farið var upp úr Borgarfirðinum. Enn í dag er þetta jeppafæri úr Borgarfirði, en vegabætur og tilfærslur á slóðum hafa gerbreytt því sem virkilega dró úr umferð á Heiðina fyrrum. Sérstaklega á það þó við um leiðina að vöðum Norðlingafljóts, en þau eru tvö, eitt til að halda að Úlfsvatni og vatna í nágrenni þess, hitt til að fara upp hæðirnar og allt að Arnarvatni stóra.

60

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Hér getur að líta myndir sem ritstjóri tók á Arnarvatnsheiði á áttunda áratugnum, nánar tiltekið á árunum 1977, 1978 og 1979, en síðast nefnda sumarið var hreint ekkert sumar. Þá var vetraríki fram á sumar og eigi var opnað inn á Heiði fyrr en eftir 20.júlí. Og jafnvel þá húrruðu jeppar niður í holklaka og sátu pikkfastir hér og þar. Ein þriggja jeppa lest eyddi heilli nótt með alla blýfasta, sá fyrsti festist um miðnætti, síðan hinir koll af kolli er þeir reyndu að draga hver annan uppúr. Síðasti jeppinn var síðan losaður uppúr klukkan átta um morguninn og höfðu þá margar hendur rogast með mikið grjót af nálægum hæðum til að púkka undir hjólin. „Stuðaratjakkar“ voru töfratæki þess tíma og án slíkra fór enginn á Arnarvatnsheiði.


sheiðin einu sinni Enn í dag er leiðin víða mjög grýtt. En mikil breyting hefur þó orðið á eftir að svokallaður Þorvaldsháls var skorinn af og vegur lagður á þægilegri stað utaná. Þorvaldsháls er enn á sínum stað, en einungis þeir sem hafa einbeittan vilja til að skemma bíla sína fara þá leið fyrst hún er óþörf í dag. Þetta er fimm kílómetra langur spotti og svo grýttur að það tók jeppana 1,5 til 2 klukkustundir að skrönglast yfir við undirleik ásláttarhljóðfæra úr málmi, sem voru drifkúlur og fjaðrir að lemjast í grjótið og hausar ökumanna að lemjast utan í hliðarrúðuna. Farþegar stigu út úr bílunum og fótgangandi voru þeir langt á undan jeppunum.

Eftir mikið hark voru menn svo komnir í Álftakrók og vildu sumir á þar. Í þá daga sváfu menn þar á moldargólfum í þeim hluta skálans sem í dag er aðeins „forstofan“. Ef þar var setinn bekkurinn héldu menn áfram að Arnarvatni stóra og slógu tjöldum. Þetta var samanlagt margra klukkustunda ferðalag. Menn lögðu í hann á föstudegi frá höfuðstaðnum eftir vinnu og voru komnir í Álftakrók um miðnætti....að Arnarvatni 2-3 klst síðan. Nú til dags er þetta nánast hlemmifæri miðað við gömlu daganna. Gróft í dag, hroðalegt í den....en sjón er sögu ríkari, myndirnar tala sínu máli.

Það var jú hægt að fara aðra leið. Þá fóru menn „Bakkana“ og þá var eins gott að þurrviðrasamt hefði verið. Og þó svo væri voru keldurnar yfirleitt blautar og fullar af drullu og það tafði í staðinn að það þurfti að draga þyngri og/eða kraftminni bílana upp úr forarvilpunm.

61


Ríkarður Hjálmarsson á góðri stundu við klakveiðar í Eystri Rangá.

62

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


ljósmyndun

Ríkarður Hjálmarsson

Ég hitti stundum á rétta stillingu Að þessu sinni heldur Ríkarður Hjálmarsson sölufulltrúi hjá RJC og fluguveiðimaður utan um ljósmyndagalleríið, en hann hefur allra síðustu sumrin sérhæft sig í að mynda fiska neðan vatnsborðs. Það er þolinmæðisverk og ekki á allra færi, en hér má sjá handbragð Ríkharðs, geriði svo vel, en fyrst segir Ríkharður nokkur orð til kynningar á sér og tækni sinni. „Áhugi minn á ljósmyndatöku undir yfirborði kviknaði þegar ég var við leiðsögn og kynntist Tom Sutcliffe ljósmyndara og veiðimanni frá Suður Afríku. Hann notaði mig sem módel og það tók hann langan tíma að mynda laxa í löndun og útkoman var frábær fyrir utan módelið! Ég fékk svo í afmælisgjöf Panaconic Lumix TS4 og er að prufa mig áfram að læra á hana en kann svo sem ekkert á hana. En hitti stundum á rétta stillingu. Ég er algjör amatör og vinn myndir mínar ekki neitt enda kann ég ekkert á svoleiðis forrit og því eru myndir mínar bara eins og þær koma fyrir. Ég tek mér góðan tíma við löndun og myndatöku og er oftast einn að strögla með myndavélina í annari og stöngina í hinni. Ég sleppi mest af þeim fiski sem ég mynda en tek að sjáfsögðu með fisk í soðið.“

63


ljósmyndun

64

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


65


ljósmyndun

Ríkarður Hjálmarsson

66

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


67


ljósmyndun

Ríkarður Hjálmarsson

68

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


69


ljósmyndun

70

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


71


ljósmyndun

Ríkarður Hjálmarsson

72

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


73


ljósmyndun

74

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


75


ljósmyndun

Ríkarður Hjálmarsson

76

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


Ertu örugglega búinn að skrá þig? Tímaritið VEIÐISLÓÐ er ókeypis fyrir lesendur! Ef þú lesandi góður ert ekki skráður fyrir ókeypis áskrift þá getur þú sýnt okkur stuðning með því að skrá þig t.d. núna!

„... en hvernig skrái ég mig?“ Þú ferð inn á www.veidislod.is og skráir netfang og nafn upp í hægra horninu, gangi þér vel!

Smelltu á kassann til að fara á veidislod.is og skrá þig! Við notum skráninguna eingöngu til að senda þér tilkynningu um ný tölublöð!


villibráðareldhúsið

Sjóbirtingur að vestan – Katrín Ævarsdóttir

Framandlegur sjóbirtingur vestan af Snæfellsnesi Þar sem við veltum fyrir okkur hvað við gætum boðið uppá hér á villibráðarsíðunni, mundum við eftir uppskrift sem Katrín Ævarsdóttir bústýra í veiðihúsi Straumfjarðarár gaukaði að okkur fyrir góðum átta árum síðan. Gaman að rifja hana upp þó svo að hún innifeli „stóran“ sjóbirting sem margir vilja nú meina að eigi alls ekki að drepa. En aðhyllist menn algert V-S á sjóbirting er vert að geta þess að þennan rétt má allt eins skella á lax. Skoðum... Katrín segir: Stundum veiðast stórir sjóbirtingar sem gott er að setja á grillið, í stað þess að skella þeim í reyk. Stóri birtingurinn er flakaður, skolaður, þerraður og sneiddur í hæfilega bita. Uppskriftin er einföld og fljótleg, en hlutföllin má kokkurinn ákveða sjálfur eftir því hvort verið er að elda rómantískt fyrir tvo, hollan og spennandi málsverð fyrir fjölskylduna eða efna í veislu fyrir veiðifélaganna á staðnum.

78

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Hráefni: – Stóri birtingurinn(eða lax), flakaður, skolaður, þerraður og sneiddur í hæfilega bita – ½ bolli ólífuolía – 2 matskeiðar pestósósa – Pipar og salt eftir smekk – Steinselja – Ferskur kerfill (íslenskt kúmen, sem vex gjarnan heima við sveitabæi) – Smjör – Rauðlaukur – Sveppir – Græn paprika – Sítróna


Aðferð: Pestósósan er hrærð saman við olíuna og sjóbirtingsstykkjunum er velt upp úr. Steikt eða grillað á hvorri hlið þar til fiskurinn er eldaður í gegn. 2-3 mínútur á hvorri hlið. Þegar fiskurinn er grillaður er gott að staðsetja hann í grillskúffu til að betra sé að stjórna elduninni og koma í veg fyrir að hann brenni. Kerfill og rauðlaukur, smátt saxaðir, ásamt sneyddum sveppum og saxaðri papriku. Snöggsteikt í smjöri og steinseljan rifin yfir í blálokin. Öllu helt í sósukönnu eða deilt í hæfilegu magni yfir fiskstykkin, allt eftir því hvernig kosið er að bera hann fram. Smákreista úr sítrónubát yfir réttinn þegar hann er kominn á diskanna.

Ath. tilbrigði við steiktan sjóbirting: Ef áhugi er á því að auka á framandleika réttarins má bera fram Basmati hrísgrjón eða kúskús í staðinn fyrir kartöflurnar og dvergmais í staðinn fyrir gulræturnar. Þá má einnig setja sæta soyjasósu í stað pestósósunnar og steikja ásamt sítrónugrasi (lemongrass) og saxaðri engiferrót. Og síðast en ekki síst er þess að geta, að auðvitað má alveg eins nota lax í þennan rétt eisn og við gátum um strax í byrjun. Hann er alveg jafn hentugur í réttinn eins og sjógenginn urriði.

Meðlæti eru nýjar soðnar kartöflur og gulrætur, ef árstíðin hentar. Þá á vel við að strá fínt söxuðu dilli yfir kartöflurnar. Kartöflurnar má einnig fá forsoðnar og steikja til hátíðarbrigða.

79


villibráðareldhúsið Stokkönd – Stefán Þórðarson

Skemmtilegar tilfæringar með

stokkönd Margir skotveiðimenn eiga eflaust eitthvað eftir af öndum í geymslu eftir vertíðina sem lauk undir lok síðasta vetrar. Stefán Þórðarson hjá Tölvutrausti er ástriðuveiðimaður og ástríðukokkur á villibráð að sama skapi. Við báðum hann um að fara í tölvuna sína og velja skemmtilega stokkandaruppskrift. Fer hún hér að neðan, en í vínkynningu frá RJC má finna vín sem smellpassa við öndina.

Steikning – 8 Stokkandabringur – Salt og nýmalaður pipar. Kryddið stokkandabringurnar með salti og pipar og steikið uppúr íslensku smjöri á vel heitri pönnu í u.þ.b. 1½ mínútu á hvorri hlið. Bringurnar settar í eldfast mót og inn í 180 C heitan ofninn í 2 mínútur, Takið bringurnar út úr ofninum og hvílið í 2 mínútur. Ef fólk vill hafa bringurnar vel steiktar á að setja þær aftur inn í ofn eftir hvíldina og í 2 mín í ofninn aftur.

80

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


Stokkendur. Myndir Stefán Þórðarson.

Villisveppasósa

Kartöflur

– 1 pakki blandaðir þurrkaðir villisveppir.
 – 2-3 msk smjör
½ pk sveppir – 2 -4 tsk Oscar villibráðakraftur
 – 5 dl villibráðasoð – ½ dl Púrtvín eða rauðvín – 1 dl matreiðslurjómi – Aromat – Salt og pipar eftir smekk – Þykkt með sósujafnara

– 4 meðalstórar karftöflur – Provencale krydd – Sýrður rjómi – Íslenskt smjör – Salt

Leggið villisveppina í bleyti í volgt vatn í 10 mín. Sigtið vatnið frá. Saxið sveppina smátt.
Bræðið smjörið í potti setjið venjulegu söxuðu sveppina útí og látið þá brúnast aðeins kryddið aðeins með aromat.

Skrælið kartöflurnar. Skerið í gegnum kartöflurnar þannig að hnífurinn sé alveg að fara í gegn., en ekki fara alveg niður úr og hafið ca 5mm á milli á milli sneiða Bakið í ofni við 180 C Setjið 1 sneiði ( notið ostaskera ) af íslenska smjörinu, á hverja kartöflu, saltið aðeins yfir smjörið.

Rauðlaukur í Balsamic sírópi. – 2 stórir rauðlaukar – 60gr íslenskt smjör – Balsamic síróp. Skerið laukinn niður í sneiðar ekki of þunnar samt. Steikið þær upp úr góðum slatta af smjöri ( á að krauma í smjörinu aðeins). Látið laukinn aðeins malla í smjörinu en ekki of lengi, Setjið ca 3 msk af balsamic Siróp yfir og hrærið vel í og takið af hellunni. Látið liggja smá stund saman áður en borið er fram með matnum.

Bætið villibráðasoði og púrtvíni úti og látið sjóða í 5 min.
Bætið villisveppunum út í og sjóðið í 5 min. Bætið við rjóma Látið malla í 5 min. Þykkið með sósujafnara og saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að smakka sósuna til og bæta Oscar krafti í hana ef fólk vill sterkara bragð.

81


villibráðareldhúsið villibráðarvínin ... og bjór!

Vínin með birtingi og önd Sérfræðingarnir hjá RJC brugðust skjótt við þegar við báðum þá að velja góð vín sem pössuðu annars vegar við birtinginn hennar Katrínar og hins vegar stokkendurnar hans Stefáns.

Pfaffenheim Pinot Gris

Cono Sur Vision Pinot Noir

Hefur yfir sér ungan og ferskan blæ, ávöxturinn þykkur og sætur, þroskaðar melónur og gul epli en einnig blómaangan og hunang. Langt og þétt bragð. Mjög gott matarvín, hentar t.d. vel með feitum fiski, t.d. grilluðum laxi (og sjóbirtingi).

Einnar ekru vín frá Colchagua-dalnum. Ekran heitir Block 68 Old Vines og var vínviðurinn gróðursettur árið 1968. Þétt, skörp angan af rifsberjum, jarðarberjum, krækiberjasultu og dökku súkkulaði/ kakó, smá vottur af myntu. Þykkt en með tannínum sem láta fara aðeins fyrir sér og gefa víninu bit. Reynið með t.d. önd eða svínasteik.

Pfaffenheim Pinot Gris kr. 2450.-

Cono Sur Vision Pinot Noir kr. 2750.-

82

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


Bjór með villibráð? – Já, það er vanmetið Mörgun finnst vín góð með villibráð og eru það heilmikil vísindi að finna út hvað fer best með hverju og ekki öllum gefið, þess vegna er ráðgjöf alger himnasending. Af og til höfum við félagarnir hjá VoV og Veiðislóð velt þessu fyrir okkur, áhuginn glaðnaði heldur betur þegar við fórum að fjalla um villibráð í Veiðislóð. Einhverju sinni skaut einn sérfræðingurinn því að okkur að það þyrfti ekki endilega að vera vín. Það sem hann átti við var ekki að sumir eru ekkert gefnir fyrir áfengi. Finnst það annað hvort vont eða bara mega ekki drekka, heldur að það fer vaxandi að því er okkur skilst að menn finni að sumir bjórar fari vel með villibráð og þeim sé það gefið, þ.e.a.s. bjórunum að einn og sami bjórinn geti virkað vel með margvíslegri villibráð. Þeir séu sum sé fjölhæfir í meira lagi. Við spurðum aðeins í kringum okkur með þetta og einn bjór var mikið nefndur. Sá heitir Kral og er tékkneskur. Kannski naut hann þess að hann er nýr á Íslandi og hefur verið mikið umtalaður síðustu vikurnar. Allt um það, þá kynntum við okkur málið sjálfir og getum staðfest að hann stendur undir meðmælunum og vel það. Tékkneskir bjórar eru almennt vinsælir hér á landi og þessi verður eflaust engin undantekning á því. Hann er líka ódýr, 273 kr pr ½ líter, miðað við það sem gengur og gerist með bjór og annað áfengi, sérstaklega miðað við áfengisinnihald, sem er 4,6. Kral þýðir konungur á móðurmálinu og þar hafa menn greinilega hugsað stórt.

83


villibráðareldhúsið Stóra bókin um villibráð

Grillaðar skarfapylsur (snúður) Veiðimenn muna eflaust eftir villibráðarbiblíu Úlfars Finnbjörnssonar sem Salka gaf út fyrir tveimur árum. Stórkostlegt rit þar á ferð. Nú hefur Úlfar tekið höndum saman við Dúa Landmark kvikmyndagerðarmann og eru þeir félagar með í vinnslu röð sjónvarpsþátta um veiðiskap og matargerð, en röðin verður tilbúin til sýningar með haustinu. Skarfapylsurnar sem menn fá að kynnast hér eru úr bók Úlfars, en þáttur hefur verið gerður þar sem áhorfendur fylgja þeim félögum og völdum gestum á skytterí, en þannig eru þættirnir byggðir upp. Dúa þekkja margir þó að ekki framleiði hann mikið fyrir íslenskt sjónvarp. Hann framleiðir reglulega og selur afurðir sínar í franskar sjónvarpssöðvar.

Hráefni

Kryddblanda

Aðferð

1,5 kg kjöt af skarfalærum 750 g grísaspekk 300 g ískalt vatn 50 g salt

5 g svartur pipar 5 g einiber 5 g timjan 5 g engiferduft 5 g múskat 5 g mace, má sleppa 4 g lárviðarlauf 2 g marjoram 2 g negulnaglar

Kælið kjöt, spekk og hnífinn sem fer í hakkavélina niður í 0°C og leggið garnir í kalt vatn í 10 mínútur. Steytið allt sem fer í kryddblönduna í mortéli eða kaffikvörn. Hakkið kjöt og spekk ofan í bakka sem settur er yfir klaka. Setjið hakkið og spekkið í skál yfir klakabaði og blandið kryddblöndunni, vatni og salti vel saman við.

Allt sem þarf í pylsurnar. Kælið kjöt,

Færið blönduna í pylsuvél, þræðið garnirnar upp á stútinn og sprautið u.þ.b. 1 metra pylsur. Vefjið pylsurnar upp í snúða og stingið grillspjótum í kross í gegnum þá. Grillið pylsurnar í 6-8 mínútur á hvorri hlið og berið fram með t.d. lauksultu eða kartöflumús með beikoni (sjá bls. 277 og 268). Pylsurnar má geyma óeldaðar í 4 daga í kæli eða 2 mánuði í frysti.

Leggið garnirnar í kalt vatn í 10 mínútur.

spekk og hnífinn sem fer í hakkavélina niður í 0°C.

84

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Steytið allt sem fer í kryddblönduna

Hakkið kjöt og spekk o

í kaffikvörn eða mortéli.

settur er yfir klaka.


ofan í bakka sem

Setjið hakkið, spekkið, kryddblönduna

Færið hakkið í pylsuvél og þræðið garnir-

Vefjið pylsurnar upp í snúða og stingið

og vatnið í skál yfir klakabaði og blandið

nar upp á stútinn. Sprautið blöndunni í

grillspjótum í kross í gegnum þá. Á þessu

vel saman.

u.þ.b. 1 m lengjur.

stigi eru þær klárar á pönnuna eða grillið og geymast í kæli í 4 daga eða 2 mánuði í frysti. Grillið pylsurnar í 6-8 mínútur á hvorri hlið.

85


græjur ofl. Veiðihornið hefur átt traust samstarf við marga stóra erlenda birgja í 15 ár. Það var ekki síst þess vegna að okkur hefur verið boðið að ganga inn í vöðluverksmiðjur í Asíu og flytja beint inn í stórum stíl öndunarvöðlur og skó. Með þessu sparast gríðarlegur kostnaður við flutning, umskipun, geymslu og umsýslu í vöruhúsum og hjá Evrópskum heildsölum. Með öðrum orðum hefur okkur með magninnkaupum og beinum innflutningi tekist að fá tilteknar gerðir af vöðlum og skóm á allt að 35% lægra verði en ella. Þessum sparnaði skilum við beint til íslenskra veiðimanna og bjóðum nú vandaðar öndunarvöðlur frá Scierra ásamt sterkum Scierra vöðluskóm á verði sem á sér enga hliðstæðu.

Vöðlurnar heita Scierra CC3 XP og eru úr slitsterku efni með góðri útöndun. Góður brjóstvasi er á vöðlunum ásamt belti og áföstum sandhlífum. Skórnir eru reyndir til margra ára hér á landi og heita Scierra Contour. Skórnir eru léttir, sterkir og eru með filtsóla.

Scierra CC3 XP vöðlur ásamt Scierra Contour skóm kosta aðeins 29.995 eða lítið meira en einn tankur á jeppann. Scierra vöðlupakkinn fæst í Veiðihorninu Reykjavík og Hafnarfirði en einnig hjá Ellingsen, í Útilífi í Glæsibæ og Flugukofanum Keflavík.

Rio flugulínur – Fullkomin línuábyrgð – Veiðihornið Veiðihornið hefur stigið enn eitt skrefið í þeirri viðleitni að bjóða íslenskum veiðimönnum góða þjónustu.

Veiðihornsins um ágæti Rio að ákveðið var að bjóða íslenskum veiðimönnum fullkomna ábyrgð á Rio flugulínum.

Flestir fluguveiðimenn þekkja af eigin raun þann vanda að velja réttu flugulínuna. Flugulínu frumskógurinn getur verið vandrataður því fjölmörg merki eru í boði og margar gerðir.

Ábyrgðin snýst um það að sé viðskiptavinur ekki með ráðgjöf eða val sérfræðinga Veiðihornsins býðst honum að koma með línuna innan 10 daga ásamt umbúðum og kvittun og fá línuna endurgreidda.

Fæstir vita þó að flestar flugulínurnar á markaðnum eru framleiddar hjá örfáum framleiðendum. Rio er bandarískur flugulínuframleiðandi og framleiðir meðal annars fyrir mörg af skandinavísku merkjunum sem sést hafa hér á landi undanfarin ár. Veiðihornið býður mikið úrval af flugulínum, sökkendum, taumum og taumaefni frá Rio og svo vissir eru starfsmenn

86

Með þessu vill Veiðihornið leiðbeina veiðimönnum um línufrumskóginn svo viðskiptavinir fái nákvæmlega þá línu sem þeim hentar. Hafðu samband við Veiðihornið í Síðumúla 8 eða Veiðihornið Hafnarfirði og fáðu góð ráð reyndra fluguveiðimanna með áratuga reynslu. Þar ert þú í öruggum höndum. https://vimeo.com/67844953

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013

Simon Gawesworth, línuhönnuður hjá Rio og einn besti flugukastari í heiminum í dag. Jói í Veiðihorninu við spóluvélina en ófáir kílómetrar af Rio flugulínum hafa farið á hjól íslenskra veiðimanna í vor.


græjur ofl.

Kastað til bata Kastað til bata er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila en Veiðihornið hefur styrkt verkefnið. Að þessu sinni héldu konur til veiða í Laxá í Mývatnssveit en

áður en lagt var í hann komu þær við í Veiðihorninu Síðumúla þar sem þeim voru afhentar gjafir frá versluninni og Sage. Sage hefur um nokkurt skeið framleitt bleika stöng undir heitinu Sage Grace en hluti af

andvirði stangarinnar rennur til „Casting for Recovery“ verkefnisins í Bandaríkjunum.

horninu hafði raðað skæðum flugum í bleik flugubox og færði veiðihópnum að gjöf.

Marc Bale frá Sage kom færandi hendi og færði íslensku konunum tvær Sage Grace flugustangir að gjöf. María Anna í Veiði-

Myndin var tekin þegar gjafirnar voru afhentar.

Veiði 2013 er komið út – Veiðihornið Veiði 2013 er veiðiblað Veiðihornsins. Veiði 2013 er 72 blaðsíður prentaðar á vandaðan pappír í 5.000 eintökum og dreift til viðskiptavina Veiðihornsins en auk þess liggur blaðið frammi í helstu veiðihúsum landsins. Veiðiblað Veiðihornsins var einnig gefið út vorið 2012 fyrir stangveiðimenn og skotveiðimenn. Að þessu sinni er blaðið sniðið að stangveiðimönnum með úrvali af vörum, upp-

lýsingum og verði auk fróðleiks í bland. Stefnt er að því að því að gefa út annað blað sérstaklega ætlað skotveiðimönnum á þessu hausti eða því næsta. Nú er vor og sumarútgáfan einnig komin á netið og hægt að fletta blaðinu beint á tölvuskjánum. Sjá hér http://issuu.com/veidihornid/ docs/210x280is-low-online

87


græjur ofl.

Árleg sumarhátíð Veiðihornsins Árleg sumarhátíð Veiðihornsins var haldin fyrstu helgina í júní en með þessari uppákomu viljum við halda upp á sumarkomuna og laxveiðitímabilið sem í hönd fer.

í heimi í dag. Jerry og Simon sýndu köstu og leiðbeindu veiðimönnum í Veiðihorninu alla helgina en einnig sýndu þeir getu sína við Vífilstaðavatn í lok hátíðarinnar á sunnudag.

Árið 2012 var Sumarhátíð Veiðihornsins haldin í samstarfi við Simms en að þessu sinni var hátíðin haldin í samvinnu við Sage, Rio og Redington.

Það var einstakt að fá þessa menn til okkar um helgina. Jerry sagði frá því hvað skilur Sage flugustangir frá öðrum flugustöngum ekki síst þeim sem streyma frá Kóreu og Kína síðustu árin. Allar Sage flugustangir eru t.a.m. handgerðar á Bainbridge eyju við Seattle í Bandaríkjunum.

Hátíðin tókst framar vonum en á sjöunda hundrað gesta heimsóttu Veiðihornið í Síðumúla 8 þessa helgi. Gestum gafst kostur á að hitta Jerry Siem sem er aðal stangahönnuður Sage og hefur verið með puttana í grafíti í tæp 30 ár. Þá var Simon Gawesworth frá Rio einnig í heimsókn í Veiðihorninu en um báða þessa menn má segja að hér séu á ferð tveir af bestu flugukösturum

88

Margt fleira var um að vera á Sumarhátíðinni svo sem villibráðarsmakk að hætti Úlfars Finnbjörnssonar, veiðileyfakynningar og tilboð, fluguhnýtingar, glæsilegt happdrætti og margt fleira. https://vimeo.com/67836513

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


græjur ofl. Silver Sonic Convertible-öndunarvöðlur – Vesturröst Orvis Silver Sonic vöðlur eru fjölhæfustu vöðlurnar á markaðinum. Með Orvis SonicSeam tæknini eru allir saumar og nálargöt úr sögunni og öll samskeyti eru tvöfalt vatnsvarinn sem lengir endingartíma vöðlunar til muna.

Meðfylgjandi eru umsagnir nokkura heimsþekktra fluguveiðimanna sem okkur þótti réttast að fylgdu með á móðurmáli þeirra þar sem erfit er að þýða innlifun umsagnana þeirra .

Orvis Silver Sonic eru slitsterkar og gerðar fyrir mikla og stöðuga notkun dugmikilla veiðimanna. Orvis Silver Sonic vöðlurnar eru 4-laga og gerðar þannig að auðvelt er að breyta þeim í mittisvöðlur með að lengja í axlaböndum. Rúmgóður vatnsheldur vasi fyrir flugubox og fleira er framan á vöðlunum með innbyggðum „flip-out“ 100% vatnsheldum innrivasa fyrir snjallsíma, myndavél o.þ.h.

No BS, damn thing is like casting with a laser pointer.

Orvis Silver Sonic eru með áföstum sandhlífum sem fest er auðveldlega við vöðluskóna. Nýr og endurhannaður neoprene sokkur leggst vel að fótum og eru með skriðvörn á til að forðast óæskilegan núning í skónum. Samskeyti á skálmum eru að aftanverðu til að draga úr núningi. Orvis Silver Sonic konu vöðlur eru sniðnar hærri að framan og aðskornari til að passa betur. Allar Orvis Silver Sonic vöðlur eru með vönduðu mittisbelti. • Orvis SonicSeam® hljóðbylgju tækni er notuð við að skeyta samskeytinn. • Framleiddar úr 4 laga vatnshledu öndunarefni • Auðvelt að breyta í mittisvöðlur án þess að fjarlægja axlarbönd • Nýr neoprene sokkur með skrikvörn. • “Flip-Out” vatnsheldur vasi fyrir snjallsíma o.fl • Áfastar sandhlífar. Við erum að kynna nýju Orvis Helios 2 og sýnum með ánægju nýja myndbandið sem fylgir með þessum pistli. Meðfylgjandi

HOLY SH*T!!!

http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=ZxY0NtWNFpA

myndband sem nú kemur fyrir sjónir íslendinga segir ekki allt sem hægt er að segja um nýju Helios stöngina svo við ætlum að bæta nokkru þar við Nýja Helios 2 stöngin er jafn létt og eldri stöngin ( léttasta flugustöng í heimi) en við höfum bætt hleðsluna í stangar endanum sem fyrir vikið verður nákvæmari. Stöngin er sterkari en upprunalega Helios stönginni og toppurinn er helmingi sterkari. Helios 2 er framleidd í verksmiðju Orvis í Manchester , Vermont í Bandaríkjunum. Gagnrýnendur og atvinnumenn eru á einu máli um hversu næm og nákvæm þessi nýja Helios2 er . Fyrir okkur er það allt sem skiptir máli að stöngin sé létt, skemmtileg að kasta og skilar flugunni nákvæmlega þangað sem þú ætlast til. Veiðar eiga að vera skemmtilegar. Erum við að kynna nýtt efni í stöngina? Nei eiginlega ekki því Orvis fann upp ofur-létta blöndu (ekki carbon fiber)sem notuð hefur verið í nýjustu Orvis stangirnar og Orvis er með einkaleyfi á og gerði okkur kleyft að gera Helios að léttustu stöng í heimi. Galdurinn við að ná fram þessari ofur-léttu tilfinningu og nákvæmu kasteiginleikum liggur í hvernig fíberinn er blandaður saman við tækni Orvis í hitaþolnu plasti.

Samskonar tækni er að ryðja sér til rúms í öðrum hátækni íþróttavörum eins og í keppnis reiðhjólum sem tímaritið „ Men´s Journal lýsti sem byltingu í þróun efnis notkunar. Shawn Combas flugustangar hönnuður hjá Orvis lýsir nýju Helios2 þannig. „Við höfum aukið styrkinn í stangar toppnum um 100% og gert hann léttari, um leið og hann verður næmari. En það sem er mikilvægara fyrir veiðimanninn er að hleðslan í stönginni verður öflugri við minni áreynslu. Við hönnun á stönginni var hver partur af henni þróaður til þess að skila kastinu á flugunni nákvæmlega á þann stað sem veiðimaður ætlar sér. Einhver sagði við prufu að nákvæmninni væri eins og laser . Þetta er bylting í flugustangar hönnun“ Þú getur séð nokkur myndbönd frá prófunum á Helios H2 hér. Helios here. Auðvitað er sama hvað skrifað er um nýju Helios H2 stöngina . Það sem skiftir máli er hvernig hún virkar við veiðar.

Bubba Smith, Fisheads of the San Juan Power - yes! Great, effortless casting with a 14’ leader, double leech set up hung under indicator, even into stiff headwinds this week. Amazing backbone to fight these fish, especially to pull them out of the reeds where we were hooking up. Dave Jensen, Fly Fish Alberta Loving the 9 and 10wt H2s. Been handling tuna, trevally, queenfish and an array of other species. All good so far, super light, super strong, great castability and fighting sticks. Jono Shales, Australia The 966 is vastly more sensitive than the Helios version and much easier to load for the inexperienced angler. Toby Swank, Montana Fins & Feathers That is the finest casting tool I have ever used. It is just unreal how the tip doesn’t jump no matter how much line or how hard I threw it. It dampens superbly. Loads effortlessly. Chuck Hawkins, Hawkins Outfitters, Michigan

Í stuttu máli : • 20% sterkari en frumgerðin • 20% léttari í hendi • 100% sterkari í topp enda • Framúrskarandi nákvæmni og hleðslu eiginleikar.

Með kveðju frá okkur í Vesturröst Ingó Vesturröst Jón Ingi Veiðivatnaskelfir Gulli fjallagarpur

89


græjur ofl. Úrval veiðigleraugna í Veiðiflugum Veiðiflugur bjóða upp á gott úrval af veiðigleraugum með nauðsynlegum polaroid glerjum. Við mælum til dæmis eindregið með þessum hérna: Gosta Del Mar eru veiðigleraugu í hæsta gæðaflokki með 580 polaroid linsu sem er almennt talin besta veiðilinsan. Nú bjóðum við veiðimönnum þessi gleraugu með eða án sjónpunkts hjá Veiðiflugum. Við munum hafa mikið litaúrval bæði á umgjörðum og linsum. Linsurnar verða í Copper, Amber og Gulri Sunrise linsu. Linsurnar blokkera allan glampa svo það hjálpar okkur að sjá fiska gegnum vatnið....

Bendir VERSLUN MEÐ HUNDAVÖRUR  511-4444 www.bendir.is

90

VEIÐISLÓÐ • tímarit um sportveiði og tengt efni • 1. tbl. 2013


græjur ofl.

Veiðiflugur taka við Loop Veiðiflugur á Langholtsvegi hafa tekið við LOOP umboðinu á Íslandi frá og með 1 janúar 2013. Við erum afar ánægð með að fá þetta frábæra merki inn í búðina okkar og við munum koma LOOP á þann stall aftur á Íslandi sem mest seldu stangir og hjól landsins. Söluaðilar ásamt Veiðiflugum verða Veiðivon í Mörkinni og Veiðiflugan á Reiðarfirði. Cross S1 flugustangirnar eru flaggskip LOOP og hafa fengið ótrúlega dóma hjá fagtímaritum og veiðimönnum um allan heim. Þessi stöng er ótrúlega létt og nákvæm og kastar flugulínunni þinni þangað sem þú vilt, og það sem er enn mikilvægara fyrir Íslenskar aðstæður er að hún er frábær á stuttum köstum. Cross S1 stöngin er afburða stöng sem við getum með stolti mælt með við alla veiðimenn. Skandinavar eru orðnir bestu stangarhönnuðir heimsins eins og þessi stöng sannar.

Hér á eftir fer dómur eins besta kastara heims.

Og Árni Baldursson bætir um betur.

“I managed to get out to play with them and can definitely say they are the lightest and most powerful rods I have ever used. The action is slightly softer than I am used to but with a little practice they cast like a dream throwing a full line with ease. They have a fast recovery and the rod does all the work I simply guided it. I can only congratulate you on producing such a quality rod that not only is a joy to cast but cosmetically looks superb.”

Dear Loop team,

Mark Patterson AAPGAI instructor

I thank you for the opportunity to test your new invention in double handed rods, the Cross S1, 12 foot line 7. Loop has made many great rods in the past, but with this one I believe you have raised the bar yet again! I fished with it on the Stora Laxa river which is a medium size salmon river in Iceland. The rod is extremely light and I found myself occasionally, almost by accident, using it as a single hand rod! The rod was very accurate on smaller and medium sized casts and had lots of power that I could not even use as I was not fishing a big enough river. This rod fights fish very well and tire them out quickly which is very important when you are practicing catch and release. I can’t wait to get my hands on some more models of these new Cross S1 rods!” Arni Baldursson

91


VEIÐISLÓÐ tímarit um sportveiði og tengt efni

Útgefandi: GHJ útgáfa ehf. Ritstjórn: Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Heimir Óskarsson, útlit og umbrot Jón Eyfjörð Friðriksson, greinaskrif Netfang: veidislod@veidislod.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.