Vorhefti Vísbendingar

Page 1

Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun 18. tölublað • 39. árgangur • 2021

NÝSKÖPUN Í BRENNIDEPLI

Davíð Helgason segir Ísland geta orðið að tilrauna­setri fyrir framtíðina 4 Hvernig á að leiðrétta kynja­hallann í nýsköpun? 12 Íslendingar geta lært mikið af King County í Bandaríkjunum 18 Hugverkaiðnaður er fjórða stoðin í gjaldeyris­öflun þjóðar­búsins 32


KÆRU LESENDUR

Í

fyrra ákváðum við hjá Vísbendingu að endurvekja gamla hefð og gefa út veglegt aukablað um jólin. Svo vel var tekið í þá útgáfu að okkur fannst góð hugmynd að endurtaka leikinn í maí með sérstöku vorblaði. Í þetta skiptið er sjónum beint sérstaklega að stöðu nýsköpunar, sprotastarfsemi og tæknifyrirtækja hérlendis og hugsanlegum leiðum til að bæta hana. Ágætlega hefur tekist til við að verja nýsköpunarumhverfið í óvissunni sem fylgdi heimsfaraldrinum á síðasta ári. Enginn samdráttur virðist hafa orðið í fjármögnun sprotafyrirtækja, þvert á móti lítur út fyrir að peningurinn sem þau fengu í fyrra hafi verið vel yfir meðaltali síðustu ára. En hvernig ætti ríkið að stuðla að nýsköpun og áframhaldandi vexti sprotafyrirtækja? Í þessu blaði nefna sérfræðingar úr ýmsum áttum fjölmargar leiðir til þess, auk þess sem lagt er mat á nýlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Einnig er bent á mikilvægi þess að styðja við frumkvöðlastarfsemi þar sem stórar áskoranir bíða okkar í loftslagsmálum í náinni framtíð. Ýmislegt bendir til góðra ára fram undan hjá tæknifyrirtækjum. Með heimsfaraldrinum og þörfinni til að geta unnið heima hjá sér hefur almenn tækniþekking og sveigjanleiki á vinnustöðum stóraukist. Með þessum breytingum er líklegt að fólk muni reiða sig meira á ýmsar tæknilausnir í sínu daglega lífi en það hefur áður gert. Til viðbótar við breytta vinnuhegðun gera flestar spár ráð fyrir því að öflugt hagvaxtarskeið bíði okkar þegar faraldrinum lýkur. Í slíku umhverfi er ekki ósennilegt að fjárfesting haldist mikil og fyrirtæki sem þróa hugmyndir sínar áfram geti því náð að fjármagna sig með öruggum hætti. Gangi spárnar eftir eru miklir möguleikar til staðar fyrir íslensk sprotafyrirtæki. Þessir möguleikar verða þó aðeins að veruleika ef ríkið og aðrir fjárfestar styðja við vöxt þeirra með réttum hætti. Með greiðum aðgangi að mannviti og fjármagni gæti vöxtur slíkra fyrirtækja hjálpað til við að koma Íslandi úr núverandi efnahagssamdrætti og stuðlað að hagsæld í framtíðinni. Jónas Atli Gunnarsson ritstjóri Vísbendingar

Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík Sími: 551 0708  Net­fang: visbending@kjarninn.is Umbrot: Ágústa Kristín Bjarnadóttir Forsíðumynd: Saga Sig. Sala auglýsinga: Guðni Einarsson, sala@kjarninn.is Prentun: Prentmet Oddi Öll réttindi áskil­in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út­gef­­anda.

EFNISYFIRLIT „Ég tók aldrei neina áhættu“ ������������������������������������������������� 4 – viðtal við Davíð Helgason Sókn á þremur vígstöðvum ������������������������������������������������� 10 – yfirlit yfir fjármögnun sprotafyrirtækja Af kynjahalla í fjárfestingum til nýsköpunar ������������������������ 12 – eftir Steinunni Bragadóttur og Finnborgu S. Steinþórsdóttur Um auðlindarentu og verðmætasköpun �������������������������������� 14 – eftir Gylfa Zoega Aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki á Íslandi �������������� 16 – eftir Svönu Gunnarsdóttur Hjartslátturinn frá King County ����������������������������������������� 18 – eftir Magnús Halldórsson Heimur í nýsköpun, ofurkraftar og áratugur aðgerða ������������ 22 – eftir Hrund Gunnsteinsdóttur og Tómas N. Möller Stafræn landamæri eru alltaf opin ��������������������������������������� 26 – eftir Helgu Valfells Fulltrúar stjórnmálaflokka svara ����������������������������������������� 30 – Hver er besta leiðin til að efla vöxt nýsköpunar? Fjórða stoðin og efling nýsköpunar �������������������������������������� 32 – etir Sigríði Mogensen Nýsköpunarmiðstöð Íslands – In Memoriam ������������������������ 36 – eftir Jónas Atla Gunnarsson Styður samkeppnisstefna við nýsköpun? �������������������������������� 38 – Eftir Val Þráinsson Er nýsköpun ekki lengur töff? ���������������������������������������������� 42 – eftir Jónas Atla Gunnarsson


Stefnir þú að

betri framtíð?

Stefnir — Grænaval er nýr blandaður verðbréfasjóður þar sem markmiðið er að skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Fyrir hvern þann sem fjárfestir í sjóðnum árið 2021 verða gróðursett 10 tré í samstarfi við Kolvið. Kynntu þér Stefnir — Grænaval á Stefnir.is

444 7400

stefnir.is/sjodir

radgjof@arionbanki.is


„Ég tók aldrei neina áhættu“

Ljósmynd: Saga Sig.

Davíð Helgason, einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, segir frumkvöðla­starfsemi í velferðarríki í raun og veru ekki áhættusama. Hann segist ekki hafa átt um annað að velja en að fjárfesta sjálfur í sprotafyrirtækjum og stefnir á að flytja hingað í sumar til að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Samkvæmt honum getur landið orðið að nokkurs konar tilraunastofu fyrir framtíðina vegna hreinnar orkuframleiðslu.

Í

nýjustu uppfærslu á lista tímaritsins Forbes yfir auðugasta fólk heimsins má finna nýjan meðlim, Íslendinginn Davíð Helgason. Viðbótin kom örugglega mörgum á óvart hérlendis, þar sem ekki er hægt að segja að nafn hans hafi verið á allra vörum síðustu árin. Davíð er fæddur á Íslandi en hefur búið erlendis frá 10 ára aldri. Lengst af hefur hann búið í Kaupmannahöfn, en þar stofnaði hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, tæknifyrirtækið Unity árið 2004. Fyrirtækið, sem þróar hugbúnað sem notaður er til að búa til tölvuleiki, er að öllum líkindum verðmætasta félag sem stofnað hefur verið af Íslendingi, en það er metið á 29 milljarða Bandaríkjadali í kauphöllinni í New York. Það er fimmtungi meira en landsframleiðsla Íslands í fyrra. Vísbending náði tali af Davíð og spurði hann út í eigin sögu, stöðu sprotafyrirtækja og áform hans um að flytja aftur til Íslands.

4

ÓLUST UPP MEÐ TÖLVULEIKJUM

Davíð lærði að forrita þegar hann var ellefu ára. Hann segist ekki hafa verið besti forritari í heimi, bara nokkuð góður og að fikta í hinu og þessu. „Svo fór ég í háskóla og reyndi að læra eitthvað, en datt svo út og byrjaði að forrita fyrir aðra,“ bætir hann við. „Ég stofnaði líka nokkur fyrirtæki eftir það, en þau urðu flest að engu.“ Hugmyndin að Unity kviknaði upp úr áformum hans og vinar hans úr menntaskóla, Nicholas Francis, um að þróa tölvuleik. Francis hafi síðan fundið þýskan strák, Joachim Ante, sem var til í að vinna með þeim: „Okkur langaði að spreyta okkur á tölvuleikjagerð, þar sem við höfðum alist upp með tölvuleikjum og okkur fannst sá miðill vera áhugaverður,“ segir Davíð. Saman stofnuðu þeir leikjafyrirtækið Over the Edge Entertainment, sem varð síðan að Unity. „Við vorum með margar mismunandi hugmyndir

VÍSBENDING • 2021


Tryggingar sem henta þínu fyrirtæki Símanúmer fyrirtækjaþjónustu Sjóvá 440 2170


Meginsöluvara Unity Technologies er hugbúnaðurin Unity, sem notaður er til að þróa tölvuleiki.

um tölvuleiki og fórum í gegnum langan feril þar sem við vorum að prófa að gera hitt og þetta. Við enduðum á að gera einn leik, en á meðan við vorum að klára hann ákváðum við að taka hugbúnaðinn sem leikurinn byggði á og selja hann,“ segir Davíð. Úr því varð meginsöluvara fyrirtækisins til, en það er leikjahugbúnaður sem hefur verið notaður til að þróa um það bil helming allra tölvuleikja heimsins.

Ljósmynd: Bára Huld Beck

dót til og það var aldrei nein hætta á að ég myndi deyja eða neitt svoleiðis.“ „Við búum í sósíaldemókratísku landi þar sem maður fær að njóta velferðarkerfisins þótt maður eigi ekki peninga, þannig helsta áhættan er að fá ekki borgað meðan hugmyndin er í þróun,“ bætir hann við. „Það er auðvitað alltaf einhver hætta á að eitthvað gangi ekki, en maður lærir alltaf eitthvað.“

„ÉG VAR BARA AÐ BÚA EITTHVAÐ DÓT TIL“

FYNDINN BRANSI

Þessi mikli árangur Unity sem hefur gert fyrirtækið að því verðmætasta sem Íslendingur hefur stofnað var því tilkominn eftir fjölmargar misvel heppnaðar tilraunir til að búa til verðmæti upp á eigin spýtur. Þrátt fyrir það segir Davíð frumkvöðlastarfsemi ekki fela í sér mikla áhættu, þvert á það sem margir halda fram. „Það er oft talað um að fólk sé að taka einhverja mikla áhættu, en mér leið aldrei þannig. Ég tók aldrei neina áhættu þannig séð. Ég var bara að búa eitthvað

Davíð segir samkeppnisumhverfið á tölvuleikja­markaðnum vera nokkuð skemmtilegt: „Þetta er fyndinn bransi að því leyti að þú þarft að búa til frekar slæman leik til að finna ekki neinn á netinu sem nennir að spila hann.“ „Þannig að þetta er skemmtilegur markaður, þú getur hitt fullt af mögulegum kúnnum út um allan heim og tengst við þennan geira sem er orðinn risastór núna. Aftur á móti segir Davíð það ekki vera auðvelt að búa til vinsælan tölvuleik, þar sem mikil samkeppni ríki á milli

Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is


Davíð Helgason var forstjóri Unity Technologies til ársins 2014.

fyrirtækjanna: „Það er mjög létt að stofna leikjafyrirtæki en mjög erfitt að láta það ganga vel.“ GAT EKKI ANNAÐ EN AÐ FJÁRFESTA Í SPROTUM

Umsvif Davíðs á tölvuleikjamarkaðnum hafa hins vegar minnkað á síðustu árum, en hann hætti sem forstjóri Unity árið 2014. Þó situr hann enn í stjórn fyrirtækisins, auk þess sem hann hefur verið stjórnarmaður í öðrum hugbúnaðar- og leikjafyrirtækjum. Samhliða því hefur hann svo aukið við fjárfestingar sínar í sprotafyrirtækjum. Hann byrjaði á slíkum fjárfestingum fyrir tíu árum síðan, en þær hafi þá verið að takmörkuðu leyti. „Síðan hef ég fjárfest meira á síðustu fimm árum og á síðustu 2-3 árum hefur það orðið svolítið fagmannlegra þar sem ég hef verið með teymi í kringum mig.“

Ljósmynd: Jonggirl Lee, @gnal_official

„Ég fjárfesti kannski ekki mjög stórum upphæðum en hef þó fjárfest í mörgum fyrirtækjum. Þar eru leikjafyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki, líftæknifyrirtæki og nú meira fyrirtæki sem þróa tækni sem dregur úr loftslagsvandanum,“ bætir hann við. Aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að fjárfesta í sprotafyrirtækjum segir Davíð það vera bæði vegna reynslu og áhuga. „Ég kann svolítið á að stofna tæknifyrirtæki og hef gaman af ferlinu í kringum það og fólkinu sem stofnar fyrirtækin. Ég gat eiginlega ekki annað en að gera það.“ „Ég er líka vel tengdur góðu fólki sem vill vinna með mér og sýna mér hluti, þannig að ég sé marga góða hluti gerast,“ bætir hann við. „Nú er ég kominn með teymi, en við vinnum saman í að pikka út bestu fyrirtækin og fjárfesta í þeim.“

Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is.


COVID ÝTTI OKKUR HRAÐAR Í FRAMTÍÐINA

Talið berst að áhrifum heimsfaraldursins á tækni- og sprotafyrirtæki, en þau virðast ekki hafa komið illa út úr honum þrátt fyrir að hagkerfi heimsins hafi skroppið töluvert saman á síðasta ári. Samkvæmt Davíð gæti það verið tímasetningu faraldursins að þakka. „Vitur maður sagði að það væri gott að COVID hefði komið upp núna en ekki árið 1990. Núna er faktískt hægt að eiga í samskiptum við fólk, skemmta sér, vera tengdur við umheiminn og vera í sambandi við fjölskylduna sína og vini,“ segir Davíð. „Það voru allar þessar tæknilausnir sem hafa gert þetta kleift og kannski þess vegna sem tæknifyrirtækin hafa spjarað sig ágætlega í gegnum alla þessa tíð,“ bætir hann við. Aðspurður hvort hann haldi að tækniþekking hafi aukist með fjarfundarvæðingunni sem fylgdi faraldrinum telur hann svo vera, en hann segir þó að hún hefði hvort sem er aukist með tímanum: „Ég held að heimurinn hafi verið að færast í þessa átt, þetta er ekkert nýtt. Hins vegar held ég að COVID hafi ýtt okkur hraðar í framtíðina en annars.“

áhugaverða hluti. „Það er líka fínn áhugi á fyrirtækjum sem tengjast loftslagsbreytingum og við höfum verið að tala við nokkur þeirra um það,“ bætir hann við. „Ísland er auðvitað sérstakt land að því leyti að rafmagnið er nokkurn veginn búið til án þess að losa kolefni, svo ég held að landið geti orðið einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina,“ segir hann einnig. Hér sé hægt að prófa hvernig heimurinn verður, þar sem önnur lönd stefna einnig á jafnhreina orkuframleiðslu. Ljósmynd: Bára Huld Beck „Ég held að það sé fullt af fólki sem vill koma til Íslands og vinna þar,“ segir Davíð og bætir við að hann og bróðir hans vilji fá gott fólk með sér hingað til lands, bæði Íslendinga og útlendinga, til að vinna í umhverfismálum. Samkvæmt Davíð er Ísland með fjölbreytt hugvit til að takast á við þessi verkefni: „Það er náttúrulega ekki rosalega mikið af fólki hérna, en það er bara eins og það er. Ef þú blandar góðu „lókal talenti“ við útlenska snillinga þá held ég að það sé hægt að gera góða hluti.“

Á LEIÐ TIL ÍSLANDS Í SUMAR

Í síðasta mánuði greindi svo Viðskiptablaðið frá því að Davíð ynni að stofnun nýs fjárfestingasjóðs með bróður sínum, Ara Helgasyni. Aðspurður um sjóðinn segir Davíð að enn sé margt óútfært í þeim efnum, þeir séu enn að koma undir sig fótunum og finna út hvernig þeir vilji beita sér þar. Þó segir hann að áformin séu meira en bara vangaveltur. Meiri upplýsingar muni svo koma í ljós þegar nær dregur. Hann segist vera heppinn með að vinna með bróður sínum, sem vann áður hjá evrópska fjárfestingarsjóðnum Index Ventures. Að mati Davíðs er Ari einn af bestu tæknifjárfestum í Evrópu. HÆGT AÐ GERA GÓÐA HLUTI Á ÍSLANDI

Davíð segir margt gera Ísland að álitlegum fjárfestingarkosti, þar sem hér sé fullt af hugviti og nóg af fólki að gera

8

VÍSBENDING • 2021

Ljósmynd: Úr einkasafni.


Fylgist með okkur á sff.is Upplýsingar og umfjöllun um fjármálaog vátryggingamarkaðinn


SÓKN Á ÞREMUR VÍGSTÖÐVUM Þrátt fyrir sögulegan efnahagssamdrátt og atvinnuleysi hefur sprotafyrirtækjum gengið mjög vel að sækja sér fjármagn undanfarið. Samkvæmt fréttavefnum Northstack voru fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum 27 talsins í fyrra, sem er svipaður fjöldi og árið og mun meira en á tímabilinu 2015-20181. Heildarsumma fjárfestinganna var einnig töluvert yfir meðaltali síðustu ára og náði 223 milljónum Bandaríkjadala, sem jafngildir um 27 milljörðum íslenskra króna.

S

kipta má stórum hluta fyrirtækjanna sem hafa fengið fjármagn á síðustu árum í þrjá geira: Sá fyrsti er þróun og framleiðsla tölvuleikja, en annar geirinn er tengdur heilbrigðisþjónustu og sá þriðji er ferðatækni. CCP RUDDI BRAUTINA

Síðustu fimm ár hafa að meðaltali verið gerðar fjórar fjárfestingar á ári í leikjafyrirtækjum og hafa þær aldrei verið færri en tvær á ári. Í fyrra voru þær alls sjö talsins og nam upphæð þeirra 16 milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Mikið af fjármagninu sem fyrirtækin fá kemur erlendis frá og úr þekktum fjárfestingarsjóðum. Fjárfestingarnar eru dreifðar nokkuð jafnt yfir aldursskeið fyrirtækjanna. Bæði hafa litlar upphæðir verið settar í fyrirtæki sem eru skammt á veg komin með þróun á sinni vöru og svo hafa fjárfestar einnig varið stærri upphæðum hjá öðrum sem eru lengra komin. Þessi geiri á íslenska tölvuleikjarisanum CCP mikið að þakka. Annars vegar hefur mikið af fólki „alist upp“ hjá

fyrirtækinu og fengið verðmæta reynslu þaðan sem það hefur notað í að stofna sín eigin fyrirtæki, líkt og 1939 Games og Mainframe Industries. Hins vegar hefur góður árangur CCP, sem var stofnað fyrir 24 árum síðan og er með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík, sýnt að það sé vel hægt að reka leikjafyrirtæki frá Íslandi. LYF, KREM OG LAUSNIR

Önnur tegund af fyrirtækjum sem hefur náð að sækja sér mikið fjármagn eru þau sem þróað hafa heilsuvörur og heilbrigðisþjónustu. Hér má nefna lyfja- og lækningatengd fyrirtæki, líkt og Kerecis, Oculis, EpiEndo og Florealis, að viðbættum stærri fyrirtækjum, líkt og Coripharma og Alvogen/Alvotech. Einnig hafa önnur fyrirtæki þróað ýmsar aðrar lausnir í heilbrigðis­þjónustu, til dæmis býðir Kara Connect upp á fjarmeðferðir og SidekickHealth upp á „stafræna meðferð“ (e. Digital therapeutics). Líkt og í tölvuleikjageiranum njóta þessi fyrirtæki góðs af hugviti sem byggst hefur upp hérlendis á síðustu áratugum. Mikil reynsla hefur skapast í rannsóknum og þróunum í læknisfræðitengdum greinum í háskólanum, auk þess sem stóru lyfjafyrirtækin eru þekkt á alþjóðlegum markaði. EKKI BARA TÚRISTAGÓÐÆRI

Ljósmynd: Shutterstock

Uppskot ferðaþjónustunnar á síðustu árum hafði líka jákvæð áhrif á sprotafyrirtæki, þar sem ýmsar tæknilausnir tengdar ferðamannaiðnaði voru þróaðar. Á meðal þeirra er til dæmis bókunarfyrirtækið Bókun sem Tripadvisor keypti árið 2018, og hugbúnaðarfyrirtækið Travelshift sem er dótturfyrirtæki Guide to Iceland. Einnig má nefna bókunarfyrirtækin Tripcreator, Travel­ade og GetLocal í þessu samhengi. Uppgangur þessara fyrirtækja sýna hvernig tæknifyrirtæki geta notfært sér hraðan vöxt í sérstökum þjónustugreinum þar sem samkeppni er mikil.

1 https://northstack.is/2021/02/17/big-rounds-and-big-money-but-early-stage-is-lacking-the-2020-funding-report/

10

VÍSBENDING • 2021


Við erum sérfræðingar í prentun bóka, almennu prentverki og framleiðslu umbúða. Íslensk framleiðsla.

Lyngháls 1, 110 Reykjavík 5 600 600 Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944 Glerárgötu 28, 600 Akureyri 4 600 700 prentmetoddi.is


AF KYNJAHALLA Í FJÁRFESTINGUM TIL NÝSKÖPUNAR FEMINÍSK FJÁRMÁL

E STEINUNN BRAGADÓTTIR

hagfræðingur

fnahagsáhrif kórónuveirufaraldursins hafa verið töluverð hér á landi og síðasta árið hefur landsframleiðsla dregist meira saman hér en í löndunum í kringum okkur. Að baki því liggja margar ástæður og ein þeirra er sú að íslenskt efnahagslíf er að mörgu leyti háð ferðaþjónustu. Meðal viðbragða stjórnvalda, til þess að vinna gegn efnahagsáhrifum faraldursins, hefur verið að efla nýsköpun með það fyrir augum að auka margbreytni hagkerfisins til þess að hraða uppbyggingu þekkingarog hátæknistarfsemi og auka þannig framleiðslugetu. Með aukinni áherslu á nýsköpun er stefnt að því að styrkja stoðir íslensks atvinnulífs. Áðurnefnd viðbrögð stjórnvalda hafa meðal annars falist í veittum mótframlagslánum til fjárfestinga og fjármagn hefur verið sett í hina ýmsu samkeppnissjóði. Sprota- og nýsköpunarsjóðurinn Kría var settur á laggirnar til þess að fjárfesta í öðrum sérhæfðum sjóðum sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. Kríu var ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og stuðla að virku fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Stuðnings-Kríu er ætlað að vera tímabundinn stuðningur við sprotafyrirtæki og fjárfesta í formi mótframlags til fjárfestinga í sprotafyrirtækjum en alls var 755 m. kr. varið í fjárfestingar í gegnum úrræðið. Fjármagn sem nemur 700 m. kr. var sett í Tækniþróunarsjóð og 150 m. kr. í átak til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. 500 m. kr. var varið til stofnunar Matvælasjóðs, sem hefur það hlutverk að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu í landbúnaði og sjávarútvegi. Þessum aðgerðum sem hér hafa verið nefndar var teflt fram í fyrravor en á kjörtímabilinu sem nú er að líða undir lok hafa framlög til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina aukist hlutfallslega mest allra málaflokka, eða um rúmlega 70%. Stjórnvöld stefna að því að fjárfesta áfram í rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum en samkvæmt fjármálaáætlun 2022-2026 er stefnt að því að fjárfesta í þessum málaflokknum sem nemur tæplega 120 m. kr. á tímabilinu. ER NÝSKÖPUN AÐEINS Á FÆRI KARLA?

FINNBORG S. STEINÞÓRSDÓTTIR

nýdoktor í kynjafræði

Vitað er að þau úrræði sem nefnd hafa verið hér að framan eru líklegri til að gagnast körlum betur en konum nema sértækum aðgerðum sé beitt þar sem reynslan segir okkur að færri konur en karlar sækja um fjármagn í samkeppnissjóði og auk þess sækja konur frekar um lægri upphæðir. Árangurshlutfall kynjanna er þó yfirleitt sambærilegt. Þetta er fyrirsjáanlegt og því kemur tölfræði um úthlutanir úr sjóðunum á síðasta ári ekki á óvart. Við sumarúthlutun úr Tækniþróunarsjóði árið 2020 fengu karlar 180 m. kr og konur 60 m. kr. Hvað Matvælasjóð varðar fór stór hluti styrkjanna til stöndugra fyrirtækja og stofnana en 30% fjármagnsins rann til Síldarvinnslunnar og Matís ehf. Þeim 755 milljónum kr. sem varið var í Stuðnings-Kríu var úthlutað til 24 félaga sem þáðu mótframlagslán árið 2020. Konur eða blandaður hópur fólks stofnaði þriðjung félaganna og stýra tæplega helmingi félaganna. Aftur á móti eru stjórnir 40% félaga einungis skipaðar körlum (mynd 1). Heilt yfir þá eru karlar í miklum meirihluta þeirra sem stofna og stjórna félögunum sem hlutu stuðning (mynd 2). Það er athyglisvert að á heimasíðu Stjórnarráðsins er umfjöllun um áhrif efnahagsaðgerða á jafnrétti, í kjölfar kórónaveirufaraldursins. Þar kemur fram að aukin framlög í samkeppnissjóði séu líkleg til þess að gagnast körlum betur en konum sé ekki höfðað betur til kvenfrumkvöðla og sérstaða þeirra og þarfir teknar betur til greina. Það er því ljóst að stjórnvöld hafa verið meðvituð um að opinbert nýsköpunarfé myndi að öllum líkindum frekar enda í höndum karla en kvenna nema að gripið yrði til sérstakra aðgerða. Það hefur þó ekki verið gert. LEIÐRÉTTA ÞARF KYNJAHALLA Í NÝSKÖPUN

Nýsköpunartækifæri hafa til þessa verið einskorðuð við of einsleitan hóp og á það við hér á landi sem og víða erlendis. Til að bregðast við vandanum hafa stjórnir nýsköpunarsjóða

12

VÍSBENDING • 2021


MYND 1 STOFNENDUR, STJÓRNENDUR OG STJÓRNAR­MEÐLIMIR FÉLAGA SEM HLUTU STUÐNINGS-KRÍU

MYND 2 U MSÆKJENDUR, STOFNENDUR, STJÓRNENDUR OG STJÓRNIR FÉLAGA SEM HLUTU STUÐNING FRÁ STUÐNINGS-KRÍU EFTIR KYNI

sett sér jafnréttismarkmið fyrir úthlutanir úr sjóðum. Aftur á móti þarf að stíga enn fastar til jarðar til að leiðrétta kynjahallann. Kynjaslagsíða er ríkjandi í hugmyndum og viðmiðum um hvað telst vera ný­sköpun og því falla verkefni leidd af konum oft ekki innan þeirra ramma sem settir eru. Endurskoða þarf hugmyndir og viðmið um skipulag og úthlutun styrkja úr sjóðum ríkisins. Stjórnvöld þurfa að höfða betur til áhugasviðs, styrkleika og sérstöðu kvenfrumkvöðla og endurskoða hvaða greinar eru styrkhæfar og gera þarf betur í þeim geirum þar sem konur eru í meirihluta s.s. í ýmsum samfélagsmálum, menntunargeiranum og heilbrigðiskerfinu. Þess má geta að víða er verið að ráðast í sértækar aðgerðir til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í nýsköpun. Evrópska nýsköpunar­ráðið starfrækir m.a. sjóð sem styrkir framúrskarandi verkefni leidd af konum og mun fara af stað með tilraunaverkefni til að styðja nýsköpunarfyrirtæki kvenna. Stjórnvöldum ber að vinna að markmiðum jafnréttislaga og laga um opinber fjármál og tryggja að ráðstöfun opinbers fjármagns komi á og viðhaldi jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Íslenskt samfélag og vinnumarkaður verður af tækifærum og ávinningi ef tilhneiging er til þess að líta framhjá helmingi íbúanna sem uppsprettu nýsköpunar og skapandi hæfileika. Ef stjórnvöld vilja ná markvissari árangri í að auka margbreytni hagkerfisins og byggja fjölbreyttari stoðir undir íslenskt atvinnulíf og mynda þannig grundvöll efnahagslegrar velgengni þá þurfa áætlanir um auknar fjárfestingar í nýsköpun að byggja á kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Slíkar ákvarðanir yrðu farsælt skref í átt að auknu jafnrétti og réttlæti í íslensku samfélagi.

VÍSBENDING • 2021

13


GYLFI ZOEGA

hagfræðingur

UM AUÐLINDARENTU OG VERÐMÆTASKÖPUN

N

ú eru að verða straumhvörf í efnahagslífi þegar bólusetning landsmanna gerir mögulegt að opna landamæri og vekja ferðaþjónustu aftur til lífs. Ekki er þó víst hversu mikill vilji sé til ferðalaga meðal annarra þjóða en ekki þarf þó marga til þess að eftirspurn og atvinna vaxi hér á landi. Í þeirri ládeyðu sem hér hefur verið undanfarið ár hefði verið hægt að koma skipulagi á ferðaþjónustu svo að hún ofrísi ekki eins og gerðist árin fyrir COVID-19. Þegar hafði hægt á vexti hennar árið 2019 og töluvert atvinnuleysi myndast (um 10 þúsund atvinnulausir eða um 5% af mannafla). Það er því næsta víst að án farsóttarinnar hefði ferðaþjónusta haldið áfram að gefa eftir vegna hás innlends launakostnaðar sem hlutfalls af rekstrartekjum1. Fall flugfélagsins WOW árið 2019 varð til þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um ein 14% frá árinu 2018. Við þetta bættist gengisstyrking krónunnar frá 2016 til 2018 sem kom niður á arðsemi fyrirtækja í greininni. YTRI ÁHRIF Í SJÁVARÚTVEGI OG FERÐAÞJÓNUSTU

Á síðustu árum hefur hagkerfið fengið að líða fyrir skort á skipulagi í ferðaþjónustu. Í ferðaþjónustu eins og í sjávar­útvegi eru neikvæð ytri áhrif. Einn togari til viðbótar minnkar afla hinna sem fyrir eru og einn ferðamaður til viðbótar eykur við mannþröng á vinsælum ferðamannastöðum. En í sjávarútvegi var fyrir áratugum tekið upp kerfi framseljanlegra kvóta sem eykur hagkvæmni í greininni, þótt tekjuskiptingaráhrif séu umdeild, með því að hver sá sem vill veiða fisk þarf að kaupa kvóta af öðrum. Í ferðaþjónustu er ekkert slíkt kerfi.

Afleiðingar af stjórnlausum vexti ferðaþjónustu árin fyrir komu COVID-19 eru flestum ljós. Ör fjölgun erlendra ferðamanna hafði í för með sér að upplifun ferðamanna á vinsælustu ferðamannastöðunum var ekki sú sama. Sömuleiðis hækkaði gengi krónunnar vegna þess hversu miklum gjaldeyri var skipt í krónur sem minnkaði hagnað fyrirtækja í ferðaþjónustu og einnig í öðrum útflutningsgreinum. Þetta voru ruðningsáhrif í gegnum gengi krónunnar. Ýmis önnur ytri áhrif komu í ljós. T.d. varð slit á vegum meira og einhver kostnaður lagðist á ríkið þegar erlendir ferðamenn þurftu á læknisþjónustu að halda. HVERNIG VÆRI HÆGT AÐ GERA FERÐAÞJÓNUSTU HAGKVÆMARI?

Ýmsar leiðir eru færar til þess að hámarka hagkvæmni í ferðaþjónustu. Allar fela það í sér að hver rekstraraðili taki tillit til þess ytra óhagræðis sem hann veldur öðrum fyrirtækjum í greininni og einnig í öðrum útflutningsgreinum. Ein leið líkist kvótakerfinu í sjávarútvegi þar sem ákveðið er fyrirfram hversu margir ferðamenn megi koma til landsins á ári hverju og síðan gangi kvótar kaupum og sölum á milli flugfélaga. Ef nýtt flugfélag vill fljúga með ferðamenn til landsins þá þarf það að kaupa réttinn af þeim sem þegar fljúga með ferðamenn. Önnur leið felst í því að leggja á gistináttaskatt sem þá rennur í ríkissjóð sem getur notað tekjurnar til þess að viðhalda vegum og byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn. Þessi leið líkist mest veiðgjaldaleiðinni í sjávarútvegi. Þriðja leiðin felst í því að leggja á lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli sem séu ákveðin með það í huga að

1 Sjá https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/Frettamyndir/2020/januar/rekstur-og-efnahagur-i-ferdathjonustu.pdf.

14

VÍSBENDING • 2021


Ljósmynd: Skjáskot frá Icelandair.

takmarka fjölgun ferðamanna frá einu ári til annars. Aftur líkist þessi leið veiðigjaldaleiðinni. Ekki eru nein merki þess að verið sé að skipuleggja ferðaþjónustu á þennan hátt nú þegar fyrirsjáanleg er fjölgun ferðamanna eftir að búið er að bólusetja Íslendinga og þær þjóðir sem líklegastar eru til þess að vilja koma hingað.

aftur svo mikið að gengi krónunnar hækki og geri rekstur annarra atvinnugreina erfiðan. Þetta er hin svokallaða „hollenska veiki“ sem felur í sér að ein útflutningsgrein kæfi aðrar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld skapi svigrúm fyrir aðrar greinar en sjávarútveg og ferðaþjónustu að vaxa og dafna.

ÁHRIF Á AÐRAR GREINAR

Á ensku er til hugtakið „industrial policy“ sem felur í sér að stjórnvöld hafi einhverja stefnu þegar kemur að vexti hinna ýmsu atvinnugreina. En hvaða stefnu hafa stjórnvöld hér á landi? Það er erfitt að finna dæmi um að innlend stjórnvöld hafi í fortíð tekið ákvarðanir um það hvaða greinar skyldu fá skilyrði til vaxtar. Það er þá helst bankarnir eftir einkavæðingu þeirra árið 2003 en þó var stofnanaumgjörð þeirra ófullkomin eins og oft hefur verið bent á. Spurningin er þá sú hvaða atvinnugreinar eigi að verða öflugar hér á landi í framtíðinni. Nú er fjórða iðnbyltingin á næsta leiti sem mun fela í sér aukna sjálfvirkni, tölvur sem koma í staðinn fyrir fólk og stóraukna framleiðni og þá einnig væntanlega arðsemi fjármagns. Staðsetning fyrirtækja mun skipta minna máli. Í slíku hagkerfi verður áfram rúm fyrir sjávarútveg og ferðaþjónustu en hvaða aðrar atvinnugreinar munu vaxa hér á landi? Og hvar mun fólk fá vinnu? Verður tæknin til þess að auka framleiðni fólks eða mun hún leggja þau niður? Og hvaða greinar í tækni- eða háskólanámi er skynsamlegt að efla? Það er ekki nægilegt að auglýsa Ísland fyrir erlenda ferðamenn á Times Square í New York. Það þarf að sýna fyrirhyggju svo að mistök fortíðar verði ekki endurtekin. Einkarekstur og frjáls samkeppni krefst þess að regluverk sé fyrir hendi svo að fyrirtæki hámarki þjóðarhag.

Náttúra Íslands og fiskimið eru uppspretta mikils hluta útflutningstekna í gegnum sjávarútveg og ferðaþjónustu. En til þess að góð störf geti orðið til og hagvöxtur haldið áfram væri æskilegt að byggja grunninn undir greinar sem búa til verðmæti í meira mæli með mannauði og hugviti fólks. Ekki svo að skilja að það gerist ekki í auðlindagreinunum tveimur en takmarkaðar auðlindir setja vexti þeirra skorður eins og ensku hagfræðingarnir David Ricardo og Alfred Marshall bentu á fyrir löngu síðan. Það væri því æskilegt að styrkja nýjar greinar. Slíkt var gert á Norðurlöndunum á níunda áratugnum þegar hefðbundnar greinar, svo sem skógarhögg, stáliðnaður, bílaiðnaður og skipasmíðar, gáfu eftir. Finnland, Svíþjóð og Danmörk náðu góðri stöðu í líftæknigreinum, hugbúnaði og samskiptatækni með því að nota samvinnu á milli stjórnvalda, verkalýðsfélaga og atvinnurekenda til þess að fjármagna ný fyrirtæki og þjálfa nýtt starfsfólk. Þannig má að sumu leyti líkja umbreytingu sænska hagkerfisins við það kínverska á þann hátt að í báðum löndum voru þær stofnanir sem fyrir voru notaðar til þess að umbylta efnahagslífinu, korporatismi í Svíþjóð og stofnanir kommúnisma í Kína. Stofnanir efnahagslífsins skipta hér máli. Ef engin stjórn er á fjölgun ferðamanna má búast við því að þeim fjölgi

LOKAORÐ


SVANA GUNNARSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Frumtak Ventures

AÐGENGI AÐ FJÁRMAGNI FYRIR SPROTAFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI

V

iðhorf til nýsköpunarumhverfisins á Íslandi hefur gjörbreyst síðasta áratuginn. Þar má helst nefna að hugarfarið gagnvart nýsköpun er orðið allt annað í kjölfar meiri þekkingar og er fólk almennt farið að gera sér betur grein fyrir mikilvægi hennar fyrir samfélagið í heild. Það er kominn meiri skilningur á að nýsköpun er langhlaup en ekki spretthlaup og er ekki lengur talað um tapað fé heldur fjárfestingu í reynslu og þekkingu sem fæst við misheppnaða tilraun í rekstri nýsköpunarfyrirtækja. Þetta er oft dýrmætasta fjárfesting til framtíðar og leiðir oftar en ekki af sér fjölda vel heppnaðra fyrirtækja sem tekið getur mörg ár eða áratugi að skila þeim árangri sem sóst er eftir, bæði hvað varðar einstök fyrirtæki og nýsköpunarumhverfið í heild sinni. Til að þessi fyrirtæki geti orðið að veruleika þá þarf auðvitað meira en rétt viðhorf og skilning. Markaðsaðgengi íslenskra fyrirtækja hefur gjörbreyst með þeim tæknibreytingum sem hafa átt sér stað og hafa þau nú alla burði til að geta orðið alþjóðleg fyrirtæki leiðandi á sínu sviði svo framarlega sem lagaumgjarðir og innviðir séu með þeim hætti að þau geti það sem og aðgengi og því fjármagni sem til þarf. FJÁRMÖGNUN SPROTAFYRIRTÆKJA HÉRLENDIS

Aðgengi að fjármagni fyrir sprotafyrirtæki leikur lykilhlutverk í að láta hugmynd verða að veruleika. Það telst til undantekninga að frumkvöðlar í nýsköpunarfyrirtækjum hafi nægilegt fjármagn til umráða til þess að koma fyrirtækjum sínum á legg. Það má ímynda sér nokkurs konar virðiskeðju fjármögnunar sem sýnir hvernig þessi fyrirtæki fjármagna sig þar sem samfélagið leggur þeim lið með ýmsum hætti. Fyrst eru það vinir og vandamenn sem fjárfesta í hugmyndinni. Síðan, en ekki öruggt, eru

16

það styrkir og samhliða eða í framhaldi koma viðskiptaenglar, sem eru efnaðir einstaklingar sem oftar en ekki hafa stofnað sín eigin félög og vilja með fjárfestingu sinni styðja þá sem eru í þeirri stöðu sem þeir voru einu sinni. Þá taka við framtakssjóðir sem sérhæfa sig í fjárfestingum í fyrirtækjum af ýmsum toga. Síðasta skrefið í fjármögnun væri möguleg skráning í Kauphöll, en hér á landi er sú fjármögnunarleið lítið notuð enn sem komið er. Það eru til nokkrar gerðir fjárfestingarsjóða og aðgreina þeir sig oftar en ekki eftir þroskastigi hugmyndarinnar eða þeim iðnaði sem viðkomandi viðskiptahugmynd snýr að. VÍSISJÓÐIR OG NÝSKÖPUNARFYRIRTÆKI

Ein tegund framtakssjóða er vísisjóður. Þetta eru sérhæfðir sjóðir sem fjárfesta í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum sem eru vænleg til vaxtar og útrásar. Þessir sjóðir byrjuðu fyrst í Bandaríkjunum fyrir um 70 árum en eiga sér stutta sögu á Íslandi. Vísisjóður er nýyrði sem varð til 2020 og byggir á hljóðlíkingunni við ensku skammstöfunina VC (venture capital), sem er notuð erlendis til að lýsa þeim sjóðum sem fjárfesta í snemmbærum fyrirtækjum þar sem vænta má mikils vaxtar og verðmætasköpunar. Þetta eru áhættufjárfestingar og má segja að í rekstri vísisjóða gildi sú þumalfingursregla að þegar fjárfest er í 10 fyrirtækjum þá eru það 4-6 félög sem ekki ná að skila höfuðstól til baka og jafnvel tapast, 4-6 félög rétt skila höfuðstól til baka með lítilli ávöxtun og svo loks 2-4 félög sem ná að skila einhverri ávöxtun að ráði. Markmiðið er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði þannig að þau skili góðri ávöxtun til fjárfesta og samfélagsins í heild til framtíðar. Hér á landi gegna sjóðirnir mikilvægu hlutverki í að brúa bilið á milli sprotafjármögnunar, sem er samsett

VÍSBENDING • 2021


Ljósmynd: Shutterstock

af styrkjum frá Tækniþróunarsjóði, fjárfestingum frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og viðskiptaenglum, og síðan sjóða sem fjárfesta í þroskuðum rekstrarfélögum. Fjármögnun er hvað mikilvægust í nýsköpunarferlinu í ljósi þeirrar staðreyndar að ef ekki er tryggt fjármagn til fyrirtækjanna til að vaxa þá ná sprotarnir ekki að verða sá burðarstólpi atvinnulífsins sem æskilegt er í samfélagi sem vill og getur skapað fjölbreytt atvinnulíf, vel launuð störf og öflun erlends gjaldeyris. Þrátt fyrir að nýsköpunarfyrirtæki séu komin með tekjur og viðskiptavini ríkir oft á tíðum áframhaldandi óvissa um tekjur þeirra og framtíðarvöxt sem byggir á nýrri óþekktri vöru, tækni eða markaði. Hér er ekki aðeins um óvissu að ræða er varðar hvort tekjur skili sér heldur einnig hvaða tíma það tekur og því mikilvægt að fyrirtækjum sé einnig veittur stuðningur í formi fjármögnunar, ráðgjafar og eftirfylgni. Þarna gegna vísisjóðir lykilhlutverki því algengt er að það taki 10 til 15 ár fyrir sprotafyrirtæki að ná verulegum vexti. Fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum krefjast því þolinmóðs fjármagns. Fyrst eftir aldamótin og netbóluna miklu voru erfiðir tímar í fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Það var síðan í kjölfar fjármálakreppunnar 2008 að Frumtak, fyrsti íslenski vísisjóðurinn var stofnaður í janúar 2009. Árið 2015 hóf Frumtak II starfsemi ásamt tveimur öðrum sjóðum, Brunnur og Eyrir Sprotar, Crowberry Capital, var síðan stofnaður 2017 og núna í byrjun árs 2021 voru sjóðirnir Brunnur II og Iðunn stofnaðir. Þessir sjóðir eru yfirleitt á bilinu 4-8 milljarðar að stærð og fjárfesta í 6-12 fyrirtækjum á starfstíma sínum. Ef við horfum aðeins á

sjóði Frumtaks í þessu samhengi þá hafa þeir fjárfest í 21 fyrirtæki fyrir 7 milljarða frá árinu 2009 og samhliða því fengið meðfjárfesta með sér sem hafa fjárfest fyrir um 11 milljarða þannig að heildarfjárfesting í fyrirtækjum í eignasafni eru um 18 milljarðar. Þannig að það er ljóst að þessi sjóðir hafa veruleg áhrif á þróun og framgang nýsköpunarfyrirtækja hér á landi. ER TIL NÓG AF NÝJUM FJÁRFESTINGA­ TÆKIFÆRUM Á ÍSLANDI?

Það er mikil gerjun í stofnun tæknifyrirtækja og eru mörg að komast á það stig að verða fjárfestingarhæf fyrir vísisjóði. Nú, þegar Frumtak III er að hefja starfsemi, þá er nú þegar mikið leitað til sjóðsins um þátttöku í fjárfestingum og er gert ráð fyrir að sjóðurinn fjárfesti í 7-10 fyrirtækjum, sem uppfylla skilyrði sem eru í fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fyrirtækin sem vísisjóðirnir eru að fjármagna tilheyra þeim flokki fyrirtækja sem yfirleitt er kallaður fjórða stoðin en hún byggir á hugviti og nýsköpun sem eru engin takmörk sett um hversu mikil verðmæti hægt sé að skapa. Þessi fyrirtæki eru að skapa flest störf og mesta fjölbreytni starfa. Störfin eru líka vel launuð og nýta vel þá menntun og þekkingu sem íslenskur mannauður býr yfir. Þess vegna er svo mikilvægt að þessir sjóðir fái að vaxa og dafna til að geta mætt áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir hugvitsdrifna nýsköpun á öllum sviðum. Þetta er grundvallaratriði til að tryggja framúrskarandi lífskjör og velsæld á Íslandi á komandi áratugum.

VÍSBENDING • 2021

17


MAGNÚS HALLDÓRSSON

stjórnarmaður í Eyrir Venture Management

HJARTSLÁTTURINN FRÁ KING COUNTY

H

inn 29. febrúar 2020 var neyðarlögum lýst yfir í Washington ríki. Fyrsta COVID-19 tilfellið í Bandaríkjunum var opinberlega staðfest á elliheimili í Kirkland tveimur dögum fyrr, skammt frá höfuðstöðvum Microsoft í Redmond, á Seattle svæðinu. Atburðarásin sem hófst með þessari aðgerð gleymist engum sem upplifðu hraðar og dramatískar aðgerðir yfirvalda og fyrirtækja í ríkinu. Fólki var fyrirskipað að fara heim til sín og halda sig þar, skólum var lokað og öllum starfsmönnum höfuðstöðva stærstu tæknifyrirtækja heimsins - Amazon og Microsoft - var sagt að koma sér heim og búa sig undir að vinna þar næstu mánuði. Í samræmdum aðgerðum þessara fyrirtækja voru 110 þúsund starfsmenn sendir heim og neyðaráætlanir virkjaðar. Skömmu síðar breytti Bandaríkjaher heimavelli NFL liðsins Seattle Seahawks í neyðarsjúkrahús. Það var ógnvekjandi áminning um hvaða staða var að komin upp. Í SKÝINU

Þó víða í heiminum hafi viðlíka atburðarás átt sér stað, þá er eitt sérstaklega mikilvægt við Seattle svæðið. Hagkerfi þess hefur orðið kerfislægt mikilvægi fyrir heiminn vegna þess hlutverks sem stærstu tæknifyrirtæki heimsins hafa í daglegu lífi okkar. Skýjaþjónusta (Cloud service) af ýmsu tagi hefur kerfislægt mikilvægi. Án hennar er gangverkið í daglegu lífi okkar einfaldlega ekki fyrir hendi. Á Seattle svæðinu hafa byggst upp innviðir fyrir alþjóðlegt hagkerfi internetsins, en um 63 prósent af allri skýjaþjónustu heimsins er stjórnað úr einni og sömu sýslunni í Washington ríki - King County. Amazon og Microsoft eru þar umfangsmest, en

18

einnig Google, Facebook og SalesForce, ásamt mörgum minni fyrirtækjum sem þó teljast stór á alþjóðlegan mælikvarða. Má nefna sem dæmi fyrirtækið NetApp, sem keypti íslenska fyrirtækið Greenqloud fyrir 50 milljónir Bandaríkjadala árið 2017, til að styrkja skýjaþjónustu sína. Markaðsvirði fyrirtækisins er 16,8 milljarðar Bandaríkjadala í dag, eða sem nemur meiru en allur íslenski hlutabréfamarkaðurinn, að viðbættum Íslandsbanka og Landsbankanum, sé miðað við eigið fé þeirra. Þetta er lítið fyrirtækið á þessari syllu skýjaþjónustunnar, með starfsemi á Seattle svæðinu, en telst þó risi í samanburði við mörg alþjóðleg fyrirtæki og jafnvel hagkerfi. Þegar COVID-heimsfaraldurinn kom upp lýstist þessi hlið heimshagkerfisins - skýjaþjónustan og hlutverk internetsins - enn betur upp. Við það varpaðist kastljósið á King County, eina af ríflega þrjú þúsund sýslum Bandaríkjanna. Fyrir venjulegt fólk varð skýjaþjónusta - t.d. fyrir fjarfundi í atvinnulífi, heilbrigðisþjónustu og menntakerfi - að ómissandi hlekk í keðju daglegra athafna. ALÞJÓÐLEGT ÆÐAKERFI

Nú þegar það er farið að sjást ljós við enda ganganna í heimsfaraldrinum, með almennri bólusetningu, þá vaknar von um að þetta sama ljós vísi veginn út úr ógöngunum. Hvaða lærdóm er hægt að draga af aðstæðunum sem sköpuðust við COVID-19 heimsfaraldurinn? Mörgum spurningum er ósvarað og mikið verk framundan, í því að styrkja samfélög sem standa mörg eftir löskuð. Eitt af því sem blasir við er að COVID19 faraldurinn hefur varpað ljósi á kerfislægt mikilvægi alþjóðlegrar tækni og innviða internetsins - sem má líkja við æðakerfi heimshagkerfisins.

VÍSBENDING • 2021


Þörfin fyrir alþjóðlegt regluverk þegar kemur að þessum þáttum - bæði hvað varðar skilvirkni og eftirlit - er augljós. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóri, hefur sett rækilega á dagskrá hugmyndina um alþjóðlegt lágmark fyrirtækjaskatts, á undanförnum misserum. Þetta var hennar fyrsta verk í embætti. Þessi hugmynd snýr ekki einungis að því að uppræta skattsvik og skattasniðgöngu. Heldur einnig um að styrkja innviði hins alþjóðavædda heims, svo að æðakerfið sinni hlutverki sínu með réttlátum og eðlilegum hætti, þvert á landamæri. HLUTI AF ÆÐAKERFINU

Þegar kemur að íslenska hagkerfinu finnst mér blasa við margar krefjandi spurningar, sem ekki eru einkamál hagfræðinga, stjórnmálamanna eða embættismanna. Þær varða allt samfélagið. Hvernig á að byggja upp íslenska hagkerfið þannig að það sé hluti af þessu alþjóðlega æðakerfi heimshagkerfisins og stuðla verði að farsælli efnahagslegri framtíð landsins? Það er ekki meiningin að gefa tæmandi svar á þessum vettvangi við svo stórri spurningu, en ýmis hættumerki má greina fyrir Ísland nú þegar út úr COVID-19 faraldrinum verður komið. Tvö atriði eru hér tiltekin. 1. Sjálfvirkni og alþjóðleg stýring –til dæmis þegar kemur að ýmissi framleiðslu (álframleiðsla, fiskeldi, landbúnaður, vinnsla sjávarfangs) er að þróast í þá átt að verða stýrð með alþjóðlegri tækni (jafnvel úr öðrum löndum, sbr. þróun í fiskeldi) og allt bendir til þess að störfum muni fækka hratt, samhliða þessari þróun. Það er óþarfi að teikna þessa þróun upp sem neikvæða, að öllu leyti, en krefjandi getur orðið fyrir lítið einangrað hagkerfi að framþróa atvinnulífið með þeim hætti að vel borgandi störfum muni fjölga samhliða fólksfjölgun. Miklu mun skipta, til framtíðar horft, að Ísland geti verið hluti af þessu landamæralausa æðakerfi og sé helst einnig að stuðla að uppsprettu nýsköpunar og rannsókna, sem líkja má við hjartslætti fyrir hið landamæralausa æðakerfi. 2. Endurræsing ferðaþjónustu mun veita skammgóðan vermi, en á sama tíma kærkomna viðspyrnu í efnahagslífinu. Ísland verður vafalítið vinsæll áfangastaður á nýjan leik. Vel borgandi alþjóðleg störf munu hins vegar ekki fylgja ferðaþjónustunni, nema þá í einstaka tilvikum. Það er sú mynd sem blasir vegna COVID-19 faraldursins. Höggið hefur verið mikið fyrir þann hóp innan ferðaþjónustunnar. Hluti af lærdómnum um hvað má bæta, ætti að snúa að því að hugsa Ísland sem hluta af alþjóðlegu æðakerfi Internetsins, sem sífellt er að stækka að umfangi. Þrátt fyrir örar breytingar á undanförnum 25 árum er ýmislegt sem bendir til þess að framundan séu hraðar breytingar sem geti valdið ójafnvægi og í versta falli grafið undan atvinnusköpun. Ákall um gerð heildstæðrar atvinnustefnu, hef ég skilið á þá leið, að hún þurfi að fela í sér aðgerðaáætlun til að mæta miklum breytingum í starfsog lifnaðarháttum. Stjórnvöld hafa unnið að stefnumörkun undir hatti fjórðu iðnbyltingarinnar, stéttarfélög hafa látið sig málið varða og það sama má segja um samtök atvinnurekenda. Það vantar ekki áhugann og það er jákvætt.

STRAUMARNIR Í ÆÐAKERFINU

Það þarf að huga að straumum peningana, ef það á að þróa hagkerfið með hagfelldum hætti samhliða þessum miklu breytingum. Fjárfestar - lífeyrissjóðir og aðrir - þurfa að taka þessi mál inn í fjárfestingarstefnu sína. Krafan um aukna áherslu fjárfesta á sjálfbærni, í umhverfis- og félagslegu tilliti, er hluti af þessum samhengi. Aðlögun er það orð sem fangar vel þá áskorun, sem felst í miklum samfélagslegum breytingum með sífellt stækkandi æðakerfi Internetsins. Á Íslandi mætti til dæmis hugsa sér að fjárfestingar í nýsköpun og rannsóknum verði drifkrafturinn að baki þessari aðlögun. Það á ekki einungis við um auknar fjárfestingar í sprotastarfsemi ýmis konar, heldur ekki síður rannsóknum sem geta ýtt undir sterkari tengingar við erlenda markaði, og þannig auknar útflutningstekjur til framtíðar horft. Hjá alþjóðlegum fyrirtækjum er stundum horft til þess að þau þurfi að fjárfesta um 6 til 10 prósent af tekjum í nýsköpun og þróun, til að viðhalda og þróa samkeppnishæfni rekstrarins. Á Íslandi gæti vel þurfti að ná þjóðarsátt um viðmið af þessum toga, fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðakerfisins á næstu árum og stuðningi hins opinbera, með ívilnunum og fjárfestingum. Heildareignir lífeyrissjóðanna nálgast nú 6.000 milljarða króna. Í því ljósi má hugsa um að eignaflokkur sem væri nýsköpun, rannsóknir og þróun, væri á bilinu 360 til 600 milljarðar hjá lífeyrissjóðakerfinu miðað við þá stöðu. Þetta væru ekki einungis fjármagn í vísisjóðum, heldur einnig í rótgrónari fyrirtækjum sem þurfa einnig að aðlagast og hafa tækifæri til að leysa krafta úr læðingi. Í dag er þetta aðeins brot af þessari upphæð. Nýsköpunarstarf sem er í gangi innan fyrirtækja er stundum ekki nægilega öflugt, einfaldlega vegna þess að það er erfitt að fjármagna það, á litlum markaði eins og þeim íslenska. Bankakerfið er oft ekki með nægilega sterka stöðu til að sinna þessu, þar sem yfirleitt er gerð krafa um veð í fasteign, með einhverjum hætti. Hið opinbera ætti að nálgast þetta verkefni fyrst og fremst í gegnum ívilnanir og hvata. Það er búið að gera mikið gagn með góðum aðgerðum, eins og hækkandi hlutfalli endurgreiðslna á kostnaði við rannsóknir og þróun. En ganga þarf lengra í þessum efnum, til að styðja við aðlögun hagkerfisins. MARKMIÐIÐ UM HJARTSLÁTTINN

Sá mikli vöxtur sem hefur einkennt hagkerfið hér í Washington ríki byggir að verulega miklu leyti, á því að umheimurinn er farinn að reiða sig á hjartsláttinn í King County, fyrir æðakerfi Internetsins. Samspil ýmissa þátta leiddu til þess að hagkerfið í ríkinu þróaðist með þessum hætti, en áratugasaga af ívilnunum og hvötum til að efla nýsköpun hefur án efa stutt við uppbyggingu starfa á svæðinu. Allt frá árinu 1978 hefur það verið stefna Washington ríkis að verða hjartað í heimshagkerfinu þegar kemur að tækni. Það sem leiddi þetta fram voru endurtekin áföll, með miklum samfélagslegum skaða, meðal annars vegna sveiflna í ferðaþjónustu og ýmsu fleiru, en hagkerfið í ríkinu var lengi vel verulega háð flugiðnaðarrisanum Boeing og

VÍSBENDING • 2021

19


Á Íslandi eru til staðar innviðir til að byggja á og viljinn til nýrrar stefnumörkunar er fyrir hendi.

fjárfestingum Bandaríkjahers. Það vantaði nýjar stoðir undir hagkerfið. HJARTSLÁTTURINN Á ÍSLANDI

Á Íslandi eru sterkir innviðir og um margt góð fjárhagsstaða til að aðlaga samfélagið að breyttum starfs- og lifnaðarháttum. Hér í King County hefur tekist að byggja upp eitt mest spennandi og sterkasta hagkerfi veraldar. Fyrir nokkrum áratugum hefði það verið nær óhugsandi tilhugsun, á skógi vöxnu svæði langt frá helstu fjármagnsmörkuðum heimsins eins og New York, London og Tokyo. Inn í COVID átti heimurinn allur allt sitt undir því að nettengingarnar á heimilum starfsfólks þessara tæknirisa, væru nægilega góðar, og að það gæti sinnt sínum störfum heima hjá sér. Heilbrigðisþjónusta, samstarf ráðamanna heimsins, fjarfundir og menntakerfi. Allt var undir. Ísland ætti að setja sér það markmið að gaumgæfa vel, hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að byggja upp hagkerfi sem getur haft hjartslátt inn í æðakerfi heimsins. Vistvæn matvælaframleiðsla og tækni sem henni tengist gæti orðið ígildi hjartsláttar, með margvíslegum tengingum við sprotastarf, rannsóknir og háskólastarf. Það sama má segja um tæknilausnir á sviði orkumála sem tengjast grænni orku Íslands og metnaðarfullu starfi íslenskra orkufyrirtækja og fræðimanna á því sviði. Ein tenging milli þessara geira er heilbrigðisþjónusta af ýmsu tagi. Í COVID-19 faraldrinum voru við rækilega minnt

20

Ljósmynd: Pexels

á hvað það getur skipt miklu máli að hafa umfangsmikla starfsemi á sviði rannsóknar og þróunar í samfélaginu, þegar Íslensk erfðagreining – með Kára Stefánsson í broddi fylkingar – steig inn í stórhættulega þróun faraldursins með sýnatöku og greiningum, sem enginn annar aðili hefði getað framkvæmt. Það bjargaði mannslífum. Það mun skipta miklu máli fyrir uppbyggingu Íslands í framtíðinni, að huga vel að fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og þróun. Hvert hlutfallið af heildarumfangi ætti að vera, er ekki gott að segja til um, en viðmiðið úr rekstri fyrirtækja sem hafa náð miklum alþjóðlegum árangri, gæti verið nærri lagi. Það ætti að vera hvetjandi fyrir Ísland, að lítil samfélög eins og King County – sem meira að segja eru líka í nágrenni við eldfjöll, jökla og þjóðgarða – hafi náð að skapa ómissandi hjartslætti í æðakerfi heimshagkerfis nútímans. Á Íslandi eru til staðar innviðir til að byggja á og viljinn til nýrrar stefnumörkunar er fyrir hendi. Upp er kominn tími fyrir sértækar lausnir og virkjun fjármagns í rétta átt. Það er góð þumalputtaregla að það megi aldrei neinn tíma missa, þegar kemur að góðum og mikilvægum verkefnum. Það á sannarlega við um það verkefni, að byggja Ísland upp skynsamlega inn í breyttan heim hátækninnar. Höfundur er búsettur í Kirkland, í King County, stjórnarmaður í sjóðstýringarfélaginu Eyrir Venture Management, vísisjóðnum Eyrir Ventures, Kjarnanum, og nemandi í Stanford LEAD við Stanford Business School.

VÍSBENDING • 2021


Náðu lengra með Tækniþróunarsjóði Einn mikilvægasti stuðningsaðili nýsköpunar í íslensku atvinnulífi. Nánari upplýsingar eru á tths.is

Tækniþróunarsjóður

Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna Umsóknarfrestur er til og með 1. október Nýsköpunarfyrirtæki, sem eru eigendur að rannsókna- og þróunarverkefnum og hlotið hafa staðfestingu Rannís, eiga samkvæmt lögum rétt á frádrætti gegnum skattkerfið. Stuðningur við verkefni getur numið allt að 35% af útlögðum kostnaði í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja.

Nánari upplýsingar

rannis.is


HEIMUR Í NÝSKÖPUN, OFURKRAFTAR OG ÁRATUGUR AÐGERÐA

Á

Degi Jarðar 22. apríl sl. var sleginn tónn sem lýsir því hvernig heimurinn okkar er að ganga í gegnum nýsköpun. Mannkyn á tilvist sína undir samstöðu um róttækar aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum. Vísindaleg þekking og markmið eru til staðar, nú er okkar að finna leiðir. Þar getur nýsköpun og breytt hugsun í hagfræði og viðskiptum skipt sköpum. Þetta er mögulegt en það þarf vilja og samstöðu. Vilja til að breyta mörgu – hugarfari, neyslumynstri og framleiðsluferlum, verðmati1, gildismati2 og mælikvörðum fyrir árangur3. Tveir viðburðir stóðu upp úr á Degi Jarðar sem lýsa þessu prýðilega. Það voru yfirlýsingar fjörutíu þjóðarleiðtoga annars vegar og tilkynning um áform CarbFix á Íslandi um förgun kolefnis hins vegar. SKÝR FÓKUS Á ÁRANGUR FYRIR 2030 HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Festu miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Á loftslagsfundi fjörutíu þjóðarleiðtoga sem Bandaríkin blésu til voru kynnt áform og hertar áherslur í baráttunni við loftslagsvána. Rauður þráður var afgerandi tenging loftslagsaðgerða við atvinnusköpun, samkeppnisforskot, nýsköpun og hagvöxt. Skýrt kom fram að sjálfbær viðskiptamódel yrðu forsenda samkeppnishæfni fyrirtækja fyrir lok þessa áratugar. 78% FYRIR 2035

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði Breta vera að þróa nýja tækni og leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 78% fyrir árið 2035. „Það skipti öllu máli að við sýnum öll sem eitt að þetta fjalli ekki um kostnaðarsama pólitíska rétthugsun heldur hagvöxt og störf.“ „Þegar ég hugsa um loftslagsmálin, hugsa ég um störf“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti. Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030. Biden sagði það markmið munu skapa Bandaríkjunum mikilvægt samkeppnisforskot á alþjóðamarkaði. Evrópusambandið stefnir á 55% samdrátt fyrir 2030, Kanada 40-45%, Japan 46% samdrátt og Kína 65%4. LOFTSLAGSVÁIN VARÐAR TILVIST OKKAR TÓMAS N. MÖLLER

formaður Festu miðstöðvar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð

John Kerry, erindreki bandarísku ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sagði að við högum okkur ekki „eins og loftslagsváin ógni tilvist okkar.“ Að breyta því væri „okkar helsta áskorun í dag“. Á fundinum var líka rætt um að auka skilning, fræðslu, skapa efnahagslega hvata eða skattleggja mengun og verðleggja ágengni okkar á vistkerfi. Kristalina Georgieve, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði „endurskoðun verðlagningar á kolefni og afnám niðurgreiðslna á jarðaefnaeldsneyti mikilvæg skilaboð til markaðarins, til framleiðenda og neytenda á öllum sviðum hagkerfisins5.“ Það er því mikið í húfi 1 Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) leggur til að gjald verði lagt á CO2 losun fyrirtækja https://www.imf. org/external/pubs/ft/fandd/2019/12/the-case-for-carbon-taxation-and-putting-a-price-on-pollution-parry. htm . 2 Bókin Value(s). Building a Better World for All er góð lesning um þetta. eftir Mark Carney, fyrirverandi bankastjóra Englandsbanka og sérlegan erindireka bresku ríkisstjórnarinnar á Loftslagsfundi Sþ í nóvember nk, COP26. 3 Alþjóða reikningsskilaráðið (IASB) leggur áherslu á að fyrirtækjum verði gert að meta loftslagáhættu í rekstri sínum, með þeim hætti að það gagnist sem best fjármálamörkuðum, og birta niðurstöðurnar í samræmi við viðurkenndra bókhaldsstaðla. https://www.ifrs.org/news-and-events/news/2021/03/trustees-announce-strategic-direction-based-on-feedback-to-sustainability-reporting-consultation/ 4 https://www.ft.com/ US aims to lead by example as countries pledge climate action. 22. april 2021 5 https://www.ft.com/content/3ea3e9f6-1c18-42c7-9912-c51efed3f721

22

VÍSBENDING • 2021


C02-ÚTBLÁSTUR SÍÐUSTU 800 ÞÚSUND ÁRIN

fyrir fyrirtæki og fjárfesta að laga sig að breyttri þróun hvað varðar óbeinan umhverfiskostnað. RAUNSÆI OG NÝSKÖPUN

Í myndbandsupptöku sem Greta Thunberg6 dreifði á samfélagsmiðlum í tilefni loftslagsfundarins, blés hún á yfirlýsingar um markmiðin. Sagði þau ófullnægjandi og gölluð. „Við erum enn óralangt frá því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, sem 197 ríki skrifuðu undir, um að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráðu (m.v. upphaf iðnbyltingar), jafnvel þegar við tökum þessi nýju markmið inn í myndina.“ Faith Birol, forstjóri Alþjóðlegu Orkumálastofnunarinnar (IEA), fagnaði því að yfirlýstar skuldbindingar við loftslagsaðgerðir hafi aldrei verið meiri, en sagði aðalmálið vera framkvæmdina. „Tölfræðin fer ekki saman við orðin eins og staðan er núna – bilið milli markmiða og árangurs er að breikka.“ Mælingar á losun CO2 sýna að í ár verði aukningin næstmest frá upphafi mælinga. Birol sagði tilætlaðan árangur grundvallast að miklu á þróun tækni sem væri ekki enn tilbúin fyrir markað. „Hafið það á hreinu – þetta kallar á ofurkrafta7,“ sagði Birol.

ALVÖRU ÓGN VIÐ TILVIST OKKAR?

Myndin hér að ofan frá NASA8 segir meira en mörg orð. Síðastliðin 800.000 ár hefur magn CO2 í lofthjúpnum sveiflast mjög. Hitastig jarðar sveiflast nokkurn veginn í takt við það, með smá töf þó. Fyrir 10.000 árum náði hitastig jafnvægi á um einnar gráðu bili. Á þeim tíma þróuðust samfélög manna. Síðasta stóra skrefið í þeirri þróun var iðnbyltingin. Upp úr 1950 sjáum við svo afleiðingar athafna okkar á samfélög og vistkerfi. Aukningin er úr takti við jafnvægið sem ríkti síðustu 10.000 ár. Slík frávik hringja viðvörunarbjöllum á ótal sviðum. Hlýnun er beintengd við magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu eins og myndin til hægri sýnir (úr bók Bill Gates, How to Avoid a Climate Disaster) og hefur aukist stöðugt frá byrjun iðnbyltingar. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNEP, segir að við séum á síðasta séns til að lágmarka hlýnun við 1,5 gráðu9. Iðnbyltingin færði okkur fordæmalausa velmegun en því miður byggir hún ekki á sjálfbærum forsendum. Í dag er tími á nýja iðnbyltingu byggða á sjálf­bærum forsendum og róttækum breytingum.

6 https://twitter.com/GretaThunberg/status/1385303013376598020 7 https://www.iea.org/news/executive-director-speech-at-the-leaders-summit-on-climate 8 https://climate.nasa.gov/vital-signs/carbon-dioxide/ 9 https://www.unep.org/interactive/emissions-gap-report/2019/

VÍSBENDING • 2021

23


Ljósmynd: Pexels

Deal13. Þar kemur skýrt fram að loftslagsmarkmiðum verði aldrei náð nema við förum úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. HRINGRÁSAR-HVAÐ?

LEIÐARVÍSAR, REGLUR OG LÖG

Gerð Parísarsamkomulagsins10 um aðgerðir í loftslagsmálum 2015 og samþykkt heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun11 eru dæmi um átak alþjóðasamfélagsins til að stuðla að sjálfbærri þróun. Löggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins þróast hratt í átt að aðgerðum gegn grænþvotti og að rekstur verði sjálfbærari12. Í þessu sambandi má nefna áætlun Evrópusambandsins um sjálfbæra þróun, á ensku EU Green

Í línulegu hagkerfi er hráefni að mestu unnið úr náttúrunni, notað og fargað eða endurnýtt að hluta. Aðferðafræði hringrásarhagkerfis byggir hins vegar á því að hanna vöru þannig að hún nýtist lengur. Við lok líftíma hennar megi svo endurnýta hráefni að fullu eða skila aftur í hringrás náttúrunnar. Hringrásarhagkerfið er forsenda þess að við getum viðhaldið neyslu og lífsgæðum í lokuðu vistkerfi sem jörðin okkar er. Frá upphafi árs 2020 hafa sjóðir, sem fjárfesta í skráðum hlutafélögum sem uppfylla að hluta eða að fullu kröfur hringrásarhagkerfisins, sexfaldast 14. Vaxið úr 0,3 í rúma 2 milljarða Bandaríkjadala. Í skýrslu MacEllen stofnunarinnar um fjármögnun á hringrásarhagkerfinu eru færð rök fyrir því að hringrásarhagkerfið skapi fjölmörg viðskiptatækifæri fyrir nýjan og sjálfbærari hagvöxt. Á HEIMASLÓÐIR

Árið 2020 var annað heitasta ár síðan mælingar hófust15. Tíu heitustu árin í Evrópu frá upphafi mælinga voru

10 https://unfccc.int/process-and-meetings/the-paris-agreement/the-paris-agreement 11 https://sdgs.un.org/goals 12 https://ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/vottanir-og-adrar-merkingar/graenthvottur/ 13 https://ec.europa.eu/info/strategy/priorities-2019-2024/european-green-deal_en 14 Financing the circular economy. Capturing the opportunity. https://www.ellenmacarthurfoundation.org/assets/downloads/Financing-the-circular-economy.pdf 15 https://www.ncdc.noaa.gov/sotc/global/202013

24

VÍSBENDING • 2021


Ljósmynd: Shutterstock

eftir 2000. Málefni Norðurslóða hafa verið í umræðunni undanfarin misseri. Ísinn á Norðurskautinu bráðnar í dag hraðar en hann hefur gert sl. 1500 ár, og hraðar sl. tíu ár en hundrað þar á undan. Bráðnun íss á Norðurskautinu hefur áhrif á hlýnun um allan heim. Norðurskautssvæðið hlýnar um það bil tvöfalt meira en meðalhlýnun í heiminum16. Þetta hefur áhrif á vistkerfi, sjóinn umhverfis Ísland, loftslag og gróður á landinu. Þetta er hugsanlega eitt stærsta viðfangsefni okkar sem byggjum þetta land í dag. Getum við aukið fjárfestingar í nýsköpun og rannsóknum til að aðlaga okkur að þessum breytingum, skilja þær betur og skapa sjálfbærar og farsælar lausnir til framtíðar? HUGREKKI TIL AÐ TAKA AF SKARIÐ

Íslensk stjórnvöld hafa sett okkur markmið um að uppfylla skuldbindingar Íslands samkvæmt Parísarsamkomulaginu árið 2030 og ná kolefnahlutleysi árið 2040. Í nýlegri orkustefnu17 er markmið sett á að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Ákall tímans er að við hugsum stórt, að við sýnum hugrekki til taka af skarið, leiðtogar í öllum geirum stígi fram með kröftug leiðarljós og að við vinnum verkefnið samstillt. Það felast tækifæri í smæðinni, boðleiðir á Íslandi eru stuttar og með samtakamætti getum við styrkt samkeppnisstöðu Íslands og lagt okkar á vogarskálarnar til að skapa sjálfbærari framtíð. Fjármagn er einn mikilvægasti áhrifavaldurinn þegar kemur að því að beina nýsköpun og tækniþróun í þessa átt. Til þess þarf ásetning og mikla áræðni.

KOLEFNISFARGARAR OG LANGTÍMAHUGSUN

Það voru gleðitíðindi á Degi Jarðar 22. apríl sl. þegar kynntur var afrakstur áratuga rannsókna, tækniþróunar og nýsköpunar í breiðu samstarfi. CarbFix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, kynnti áform um kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sagði við tilefnið að kolefnisförgun gæti í nánustu framtíð orðið ein stærsta atvinnugrein Íslendinga. Áætlað er að um sex hundruð ný störf skapist í tengslum við vinnsluna sem mun taka við allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu árlega. Til samanburðar var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi án landnotkunar og skógræktar um 4,7 milljónir tonna koltvísýringsígilda árið 2019 samkvæmt tölum Umhverfisstofnunar18. ÁRATUGUR AÐGERÐA ER RUNNINN UPP

Áskoranir vegna loftslagsmála og ósjálfbærrar þróunar krefjast þess að við hugsum áratugi og nokkrar kynslóðir fram í tímann. Fyrir liggur að þekking á aðferðafræði sjálfbærni og nýsköpun, sem og ný hugsun eru lykilatriði til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Verkefnið er svo stórt að það kallar á að við hefjum okkur upp fyrir þrönga hagsmunagæslu og að við sköpum nýja og öfluga farvegi til samstarfs á milli ríkja, fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum, á milli hins opinbera og einkafyrirtækja, fjárfesta, neytenda, menntakerfisins og þvert á kynslóðir. Áratugur aðgerða er hafinn! Við erum á byrjunarstigum í risavöxnum nýsköpunarhraðli fyrir heiminn allan, fram til ársins 2030. Árangurinn er undir okkur öllum kominn.

16 https://arcticwwf.org/work/climate/ 17 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/17/Radherra-leggur-fram-adgerdaaaetlun-orkustefnu/ 18 https://www.visir.is/g/20212099876d/aetla-ad-farga-milljonum-tonna-kol-tvi-syrings-i-straums-vik

VÍSBENDING • 2021

25


HELGA VALFELLS

stofnandi og starfandi með­ eigandi Crowberry Capital

STAFRÆN LANDAMÆRI ERU ALLTAF OPIN – VÍSISJÓÐIR Á TÍMUM COVID

U

ndanfarin 10 ár hefur verið rætt um mikilvægi alþjóðageirans í íslensku atvinnulífi. Þetta er sá hluti atvinnulífsins sem býr til útflutningstekjur af verðmætum sem byggja á þekkingu í stað auðlinda. Tæknidrifin nýsköpunarfyrirtæki eru hornsteinn alþjóðageirans. Þetta eru fyrirtæki sem eru alþjóðleg frá stofnun. Til þess að slíkum fyrirtækjum vegni vel þurfa þau að hafa aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum, rétta starfsfólkinu og nægu fjármagni til að vaxa og dafna. Það hefur sýnt sig að oft er gott þegar innlendir og erlendir fjárfestar vinna saman að slíkri uppbyggingu.

1 Nýlegar gengisbreytingar geta skekkt stærðartöflur sjóðanna

Frá árinu 2015 hafa orðið til nokkrir einkareknir vísisjóðir á Íslandi sem starfa með langtímasjónarmið að leiðarljósi og fjárfesta yfirleitt í tæknidrifnum nýsköpunarfyrirtækjum. Fram að því voru starfandi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) sem var í eigu ríkisins og Frumtak 1 sem var stofnaður af NSA þar sem ríkið var með 40% af eignarhlut sjóðsins. Innan Framvís, Samtaka íslenskra vísisjóða og englafjárfesta, eru núna starfandi fjórir sjóðir sem samtals reka eignasöfn með heildarverðmæti fyrir tugi milljarða króna. Þessir sjóðir eru að mestu leyti fjármagnaðir af lífeyrissjóðum, fjársterkum einstaklingum og bönkum. Neðangreind mynd unnin af Viðskiptaráði Íslands1 lýsir þessari þróun.

Heimildir: Northstack, Seðlabankinn, Viðskiptaráð Íslands

1 https://www.althingi.is/altext/erindi/150/150-2107.pdf

26

VÍSBENDING • 2021


Það er óumdeilt ef horft er 20 ár aftur í tímann þá hafa fundinn á fætur öðrum um hvernig nýsköpunarumorðið til mikil verðmæti í kringum nýsköpun. Sjö af 10 hverfi heimsins ætti að takast á við COVID. Sumir verðmætustu fyrirtækjum heims eru tæknifyrirtæki sem fjárfestar sáu fyrir sér að enginn myndi nokkurn tíma hafa flest verið stofnuð um og eftir síðustu aldamót. Það fjárfesta í frumkvöðlum sem þeir hefðu aldrei hitt í er líka staðreynd að þau þjóðfélög sem hlúa að nýsköpraunheimum, sér í lagi á mörkuðum sem þeir hefði unarumhverfinu í gegnum menntakerfi, gott regluverk og aldrei heimsótt. Þetta voru ekki endilega góðar fréttir gott aðgengi að fjármagni eru framarlega þegar kemur að fyrir íslenska frumkvöðla sem hafa undanfarið verið hagvexti, atvinnusköpun og beinni erlendri fjárfestingu. fjár­magnaðir af blöndu af innlendum og erlendum Undanfarin misseri hafa allir þessir þættir farið vaxandi vísisjóðum. á Íslandi. Íslenskir vísifjárfestar hafa vaxið MYND 2 VÍSIFJÁRFESTINGAR Í MILLJÖRÐUM DOLLARA með umhverfinu og hafa á heildina litið verið að sýna góðan árangur þegar kemur að fjárfestingum, ávöxtun og útgöngum. Það er þekkt að fjárfesting í nýjum fyrirtækjum er fjárfesting í óvissu. Yfirleitt er það óvissa tengd tækniþróun eða óvissu um eftirspurn á nýjum vörum eða mörkuðum. Frumkvöðlar og vísisjóðir eru vanir slíkri óvissu og eru með ýmsa ferla til að stýra tengdri áhættu. Þegar heimsfaraldur skall á MYND 3 HEILDARUPPHÆÐ VÍSIFJÁRFESTINGA Í UPPLÝSINGATÆKNI Í ‘000 EVRA fyrir rúmu ári var það allt öðruvísi óvissa en margir fjárfestar voru vanir. COVID & SVARTIR SVANIR

Þann 5. mars 2020 sendi Sequoia, einn stærsti og frægasti vísisjóður heims, frá sér minnisblað með fyrir­ sögninni „Coronavirus :The Black Swan of 2020“ sem var nokkrum dögum síðar birt á heimasíðu Sequoia. Minnisblaðið stappaði stáli í þá frumkvöðla sem ráku félög í eignasafni sjóðsins, sagði þeim að undirbúa fyrirtækin sín fyrir tekjumissi og mögulegan takmarkaðan aðgang að fjármagni. Þegar Sequoia, sem hefur í gegnum áratugi fjárfest snemma í fyrirtækjum eins og Apple og Stripe, boðar vátíðindi þá leggja allir frumkvöðlar og fjárfestar við hlustir. Reynslumiklir alþjóðlegir vísisjóðir héldu hvern

Heimild: Crunchbase og Crowberry Capital

SVARTI SVANURINN REYNIST RAUÐUR

Dr. Gordon Woo er sérfræðingur í hamförum og kallar það rauða svani þegar búist er við einstökum „svarta svans“-atburði sem raungerist ekki. Það má segja að fyrir frumkvöðla og fjárfesta þá var svarti svanurinn sem Sequoia spáði í raun rauður. Þegar horft er í baksýnisspegilinn, nú rúmu ári eftir upphaf heimsfaraldurs, þá var árið 2020 bara nokkuð gott


fyrir nýsköpun. Samkvæmt skýrslu KPMG2 þá hækkaði heildarvísifjárfesting í heiminum á milli ára 2019 og 2020. Samkvæmt gagnagrunni Prequin var Ísland eitt þeirra Evrópulanda þar sem fjárfesting í nýsköpun óx hlutfallslega mest á síðasta ári. Samantekt Crowberry Capital sýnir að fjárfesting vísisjóða í upplýsingatækni var um 87 milljón evrur á síðasta ári eða ríflega 13 ma. króna sem fóru til 21 fyrirtækis. Eins og glögglega má sjá á súluritinu hér að neðan var árið 2020 metár í vísifjárfestingu á Íslandi. Þá kemur ekki fram á súluritinu að um 7 ma. króna komu frá erlendum vísisjóðum sem fjárfestu samhliða innlendum sjóðum á árinu 2020. NÝSKÖPUNARLANDIÐ ÍSLAND Á FLUGI

Það eru margþættar ástæður fyrir því að fjárfesting í tæknidrifnum nýsköpunarfélögum jókst hérlendis á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur. Helsta ástæðan er eflaust sú að undanfarin áratug hefur verið markvisst unnið að því að bæta íslenskt nýsköpunarumhverfi og aðlaga umhverfið hérlendis að því sem best gerist erlendis. Alþjóðlegar tengingar hafa eflst til muna og þannig hefur íslenskt nýsköpunarumhverfi haldið áfram að vaxa í takt við heiminn. Fleiri þættir spila einnig inn í. Ung fyrirtæki eru vön óvissu og bestu fyrirtækin ná ávallt að aðlagast hratt. Ung nýsköpunarfyrirtæki voru mjög fljót að laga sig að breyttum aðstæðum strax í mars 2020. Vinnuferðir erlendis breyttust í fjarfundi. Teymi sem eru vön að vinna í gegnum allskonar stafrænar lausnir áttu auðvelt með að vinna í dreifðu teymi. Heilt yfir spöruðu mörg íslensk fyrirtæki sér bæði fjármagn og tíma þegar fjarfundir voru eina sem í boði var til að hitta væntanlega fjárfesta og viðskiptavini. Fjarfundaárið mikla 2020 var gott fyrir frumkvöðla sem búa á eyjum í Norður-Atlantshafi. Þegar allir hittast á fjarfundi þá er íslenski frumkvöðulinn jafn vel settur og heimamaðurinn. Þriðja skýringin er að faraldurinn sjálfur skapaði tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem buðu upp á stafrænar lausnir. Könnun sem gerð var af ráðgjafafyrirtækinu Mckinsey í október 20203 sýnir að sú stafræna umbreyting sem var þegar hafin í heiminum var flýtt um allt að tíu ár. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki voru neydd til að nota stafrænar lausnir. Eitt þekktasta dæmið um þessa verðmætasköpun í kringum stafrænar lausnir á síðasta ári er velgengni breska fyrirtækisins Hopin sem var stofnað um mitt ár 2019. Hopin selur hugbúnað til að halda stafrænar ráðstefnur. Félagið var metið á yfir 5 ma. Bandaríkjadollara í upphafi árs 2021. Á Íslandi eru jafnframt góð dæmi um mikla verðmætasköpun á síðasta ári. Má hér nefna fjártæknifyrirtækið Lucinity sem var stofnað undir lok árs 2018. Félagið fékk fjármagn frá innlendum og erlendum vísisjóðum á öðrum ársfjórðungi 2020. Fjármagnið var notað til að ráða öflugt teymi og nú er félagið í örum vexti og hefur bætt við sig fjölda viðskiptavina

beggja vegna Atlantshafsins. Þá má benda á íslenska fyrirtækið Controlant sem hefur margfaldað tekjur sínar eftir að hugbúnaður þess var valinn til að halda utan um hitastig í flutningum bóluefna um allan heim. Að lokum má benda á að almennur áhugi fjárfesta á óskráðum vísifjárfestingum, bæði hérlendis og erlendis, stafar einnig af lágvaxtaumhverfi og óvissu á hlutabréfamarkaði. Reynsla síðustu áratuga sýnir að það er hægt að ná mjög hárri ávöxtun þegar fjárfest er í nýsköpun. Til dæmis sýnir the Nordic Venture Performance Index sem fylgist með ávöxtun helstu sjóða á Norðurlöndum að innri ávöxtun vísisjóða hefur verið 15,9% árlega á árunum 2010 til 20194. Innlent lágvaxtaumhverfi hvetur til fjárfestingar í nýsköpun. Hérlendis er COVID-krísan ólík fjármálakrísunni 2009. Í hruninu var mikið rætt um fjárfestingu í nýsköpun en þá var erfitt að keppa við háa vexti. Það er vert að rifja upp að meginvextir Seðlabankans voru 18% í janúar 2009 en voru 0,75% í janúar 2021. STAFRÆNA BYLTINGIN HELDUR ÁFRAM Í BÓLUSETTUM HEIMI

Það er alltaf erfitt að spá fyrir um framtíðina og við sem vinnum við að fjárfesta í nýsköpun erum ávallt að meta hvaða tækni mun hafa áhrif á atvinnulíf framtíðarinnar og hvaða fyrirtæki verða sigurvegarar næsta áratugar. Hvað mun leiða til bólumyndunar og hvað er raunveruleg tæknibylting. Þegar horft er til upplýsingatækni þá er margt spennandi í gangi sem mun hvetja til áframhaldandi nýsköpunar. Því er spáð að sú mikla hröðun sem hefur átt sér stað í stafrænum lausnum muni halda áfram, fólk muni að hluta til halda áfram að vinna heima, versla á netinu og nýta sér fjarfundi í bland við annað. Gervigreind muni halda áfram að þroskast og þróast. Bálkakeðjur eru nú fyrst að sanna sig. Heilbrigðis- og menntakerfi heimsins eru rétt að hefja sína stafrænu vegferð. Tækifærin fyrir góða frumkvöðla og fjárfesta virðast óteljandi næstu ár. Sömuleiðis eru spennandi tímar í líftækni. Það er nýsköpun í líftækni sem hefur bjargað okkur með bóluefni. BioNTech, þýska nýsköpunarfyrirtækið, sem lagði grunninn að Pfizer bóluefninu, var stofnað árið 2008. Faraldurinn hefur ýtt undir nýsköpun í lyfjaiðnaði. Crispr tæknin mun geta af sér óteljandi möguleika. Það ber að hafa hugfast að fjárfesting í nýsköpun getur tekið um 10 ár, þannig að við vitum ekki með vissu fyrr en árið 2030 hversu miklu fjárfesting ársins 2020 skilaði til fjárfesta og samfélags. En eitt er víst að ef við sem þjóð hættum að fjárfesta mannauð og fjármagni í nýsköpun þá horfum við til baka árið 2030 og veltum fyrir okkur af hverju það eru engin þekkingarstörf á Íslandi og af hverju vel menntaðir frumkvöðlar fara til annarra landa til að stofna fyrirtæki. Það er mikilvægt að halda tæknibyltingunni áfram hérlendis og loka aldrei landinu fyrir þeirri nýsköpun sem alþjóðageirinn byggir á.

2 https://home.kpmg/xx/en/home/media/press-releases/2021/01/future-looks-bright-as-global-venture-capital-funding-soars-to-usd-300-b.html 3 https://www.mckinsey.com/business-functions/strategy-and-corporate-finance/our-insights/how-covid-19-has-pushed-companies-over-the-technologytipping-point-and-transformed-business-forever 4 https://www.nordicinnovation.org/news/nordic-venture-performance-index-shows-results

28

VÍSBENDING • 2021


ÍSLENSK VERÐBRÉF BJÓÐA FJÖLBREYTTA FJÁRFESTINGARKOSTI OG SPARNAÐARMÖGULEIKA Hægt er að eiga viðskipti með sjóði í rekstri ÍV sjóða hf. í gegnum Verðbréfavef ÍV á iv.is

VERÐBRÉFAVEFUR ÍV Á WWW.IV.IS VÍSBENDING • 2021

29


ÞINGMENN SVARA HVER ER BESTA LEIÐIN TIL AÐ EFLA VÖXT NÝSKÖPUNAR HÉR Á LANDI Á NÆSTU ÁRUM? ÞORSTEINN SÆMUNDSSON MIÐFLOKKURINN

M

ikilvægi nýsköpunar hefur sjaldan eða aldrei verið meira en einmitt nú þegar sér fyrir endann á heimsfaraldrinum. Miklu skiptir að efla nýsköpun með öllum ráðum því að hún er upphaf að vexti og framförum framtíðarinnar. Nauðsynlegt er að kortleggja leið sprotans til fulls vaxtar með því að stuðningur í hverju skrefi miði að þörfum hvers og eins. Í dag lánar enginn banki til sprotafyrirtækja svo neinu nemi. Því þarf að breyta svo við missum ekki fyrirtæki úr land um það bil sem þau verða lífvænleg. Sérstaka áherslu þarf að leggja á nýsköpun í hefðbundnum atvinnuvegum þar sem þekking okkar og reynsla vegur þyngst.

ODDNÝ HARÐARDÓTTIR SAMFYLKINGIN

N

ýsköpun og frumkvöðlahugsun er mikilvæg í öllum geirum íslensks atvinnulífs og þar eru stofnanir ríkisins ekki undantekning. Gera á íslenskum fyrirtækjum í nýsköpun og hugverkaiðnaði kleift að skapa ný störf og taka þátt í að skapa sjálfbæran hagvöxt framtíðarinnar. Ísland á í harðri samkeppni um þessi fyrirtæki og í henni skipta skattalegir hvatar máli. Efla þarf samkeppnissjóði og ráðgjöf um styrkumsóknir. Nýsköpun og grænar fjárfestingar er lykillinn að lausnum í glímunni við loftlagsvanda. Samfylkingin vill að stofnaður verði grænn fjárfestingarsjóður í opinberri eigu, sem leiti samstarfs við einkafjárfesta og sveitarfélög um allt land, um loftslagsvæna atvinnustarfsemi og grænan iðnað.

BRYNDÍS HARALDSDÓTTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN

N

ýsköpun er nauðsynleg til að tryggja efnahagslega velgengni þjóðarinnar sem og að leysa stærsta úrlausnarefni samtímans sem er hnattræn hlýnun. Hugvitið er uppspretta nýsköpunar og stærsta auðlind okkar sem hægt er að virkja endalaust. Nýsköpunarstefna á að vera leiðarljós en ekki meitluð í stein. Skattaívilnanir hafa virkað vel og þær aðgerðir sem við höfum fest í sessi auka fyrirsjáanleika, sem er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki. Þá skipta almenn góð rekstrarskilyrði, vaxtaumhverfi, stöðugleiki og aðgengi að hæfu starfsfólki miklu máli. Síðast en ekki síst er mikilvægt að Ísland verði áfram ákjósanlegur staður til að búa á, það tryggir samkeppnishæfni okkar.

INGA SÆLAND FLOKKUR FÓLKSINS

F

lokkur fólksins telur það vera mikil mistök að horfa upp á falinn fjársjóð snillinga sem fá aldrei tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Ríkið verður að leggja sitt af mörkum til að tryggja að mannauður óslípaðra demanta fái tækifæri til að skína skært. Ísland býr yfir miklum mannauði og menntunarstig hér á landi vex stöðugt. Við eigum að leggja markvissa áherslu á menntun á öllum stigum nýsköpunar og hiklaust að leggja til fjármagn til stuðnings hugmyndum í mótun sem að lokum geta orðið risastór meistaraverk. Ísland þarf að víkka sjóndeildarhringinn, okkur vantar fleiri egg í körfuna og þar kemur nýsköpun sterkust inn.

30

VÍSBENDING • 2021


LÍNEIK ANNA SÆVARSDÓTTIR OG WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON FRAMSÓKNARFLOKKURINN

V

ið viljum stefna að grænu, stafrænu hagkerfi með áherslu á jöfnuð. Forsenda vaxtar út úr COVID er áhersla á nýsköpun, rannsóknir og þróun. Góð grunnmenntun og hugarfar nýsköpunar byggist upp í öflugu menntakerfi og til að sá grunnur skapi nýsköpunarmenningu þarf öflugt vistkerfi nýsköpunar og samvinnu. Á síðustu misserum hefur kúrsinum verið gjörbreytt í þessa átt, með nýsköpunarstefnu, opinberri klasastefnu og auknum fjárveitingum í sjóði, auknum endurgreiðslum til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunarkostnaðar og öflugra fjárfestingarumhverfis. Við viljum og verðum að halda áfram á þeirri braut til þess að auka hér framleiðni og skapa aukin verðmæti. Þannig leggjum við grunn að sjálfbærum hagvexti og fjölbreyttari stoðum atvinnulífsins um land allt.

LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR VINSTRIHREYFINGIN – GRÆNT FRAMBOÐ

É

g tel að það sé hlutverk stjórnvalda að sýna forystu og styðja við nýsköpun í hvívetna. Áherslan undanfarin ár hefur verið að veita stuðning til sprotafyrirtækja, styrkja umhverfi nýsköpunar með því að byggja brýr á milli ólíkra aðila í athafnalífinu, sem eykur í senn þekkingarsköpun á milli og innan mismunandi atvinnugreina. Með aðkomu sem flestra sköpum við frjóan jarðveg fyrir nýsköpun. Í því tilliti er mikilvægt er að treysta rannsóknir og hagnýta þá þekkingu sem að þegar er til staðar í samfélaginu til að auðga atvinnulífið. Brýnt er að styðja við hátækni- og hugverkaiðnaði, t.a.m. á sviði líftækni, en á hér á landi eru kjöraðstæður til þess. Loftslagsváin kallar einnig á nýsköpun og þess vegna er mikilvægt að horfa til framtíðar með grænar lausnir fyrir augum. Halda þarf áfram á þeirri braut að auka fjárframlög til nýsköpunar í hvívetna.

SMÁRI MCCARTHY PÍRATAR

Þ

að skiptir máli að ríkið bjóði upp á gott styrkjakerfi, öflugar stuðningsstofnanir, skilvirkt og fyrirsjáanlegt lagaumhverfi og gott aðgengi að áhættufjarmagni. Vandinn í dag er að styrkjakerfið er vanfjármagnað og stærstu styrkirnir allt of litlir og ríkisstjórnin var að klára að leggja niður eina mikilvægustu stuðningsstofnunina - Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Lagaumhverfið er þannig að það er dýrt og flókið að reka fyrirtæki og erlendir fjárfestar eru lítið spenntir fyrir litla gjaldmiðlinum okkar og óáreiðanlegu pólitíkinni. Flest af þessu væri auðvelt að laga. Auðveldasta skrefið væri að margfalda fjármögnun Tækniþróunarsjóðs og vinna til baka skemmdirnar af niðurlagningu NMÍ, en ef það er vel gert myndi það borga sig til baka tiltölulega fljótt.

JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON VIÐREISN

N

ýsköpun þarfnast margvíslegra næringarefna, bæði efnislegra og huglægra. Horfa verður á nýsköpun sem viðvarandi viðfangsefni en ekki skammtímaúrræði til að grípa til þegar að kreppir. Móta þarf stuðningumhverfi til langs tíma sem sæti reglubundinni endurskoðun, t.d. þannig að á hverjum tíma sé vitað hvernig það verður næstu fimm til sex árin. Þetta á ekki síst við um fjármögnun, styrki, framlag til vísisjóða og skattalega hvata. Þannig fæst nauðsynleg festa. Stöðugt gengi og samkeppnishæft vaxtaumhverfi er grundvallaratriði fyrir uppbyggingu útflutningsdrifinna hugvitsfyrirtækja. Íslenska krónan veldur sveiflum sem reynast öllum fyrirtækjum skeinuhættar. Besta lausnin er að taka upp evru í stað krónunnar.

VÍSBENDING • 2021

31


SIGRÍÐUR MOGENSEN

sviðsstjóri iðnaðar- og hugverka­ sviðs Samtaka iðnaðarins

FJÓRÐA STOÐIN OG EFLING NÝSKÖPUNAR

F

jórða stoðin í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins hefur myndast. Hugverkaiðnaður skapaði tæp 16% af útflutningstekjum árið 2020 sem þýddi meðal annars að afgangur var af þjónustuviðskiptum í fyrra þrátt fyrir hrun einnar stærstu útflutningsgreinarinnar, ferðaþjónustu. Hugverkaiðnaður, sem að miklu leyti er drifinn áfram af fjárfestingu í nýsköpun, hefur alla burði til að stækka frekar á komandi árum og verða burðarstoð í verðmætasköpun hér á landi. Alþjóðleg samkeppni um hugvit og þekkingu er hins vegar hörð. Ef Íslandi á að farnast vel í þeirri samkeppni þarf stöðugt að huga að samkeppnishæfni landsins, meðal annars með tilliti til þeirra skilyrða sem atvinnulífið býr við þegar kemur að fjárfestingu í nýsköpun. Þriðji áratugur þessarar aldar getur hæglega orðið áratugur nýsköpunar og hugverkaiðnaðar ef réttar ákvarðanir eru teknar núna en það má engan tíma missa. Þetta er stærsta efnahagsmálið og það öflugasta sem við getum gert til að rétta efnahag landsins við eftir heimsfaraldurinn. Undanfarin ár hafa verið stigin stór skref í að efla hvata og skilyrði til nýsköpunar þannig að sáð hefur verið í frjóan jarðveg og tími uppskeru gæti verið framundan. Afrakstur þess er nú þegar farinn að líta dagsins ljós, en vöxtur hugverkaiðnaðar og aukin fjárfesting í rannsóknum og þróun á síðustu tveimur árum bera þess merki. Vísbendingar eru um að fjárfestingar í nýsköpun hafi aukist talsvert árið 2020 en með því eru fyrirtæki landsins og fjárfestar að fjárfesta í hagvexti framtíðar og styrkja hugverkaiðnað, fjórðu stoð útflutnings, enn frekar í sessi. Mörg ríki heims hafa sett sér markmið í þessum efnum og er þar gjarnan horft til fjárfestinga í rannsóknum og þróun (R&Þ) sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, enda er það skýr mælikvarði á stig nýsköpunar í hagkerfinu. Veruleg aukning varð á fjárfestingum í R&Þ á

32

árinu 2019 samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofunnar. Samtals námu fjárfestingar í R&Þ tæplega 71 milljarði króna sem var 2,35% af landsframleiðslu og hefur ekki mælst hærra. Þar af var um 70% frá fyrirtækjum, eða tæpir 49 milljarðar og ríflega 30% frá háskólum og opinberum stofnunum, eða um 22 milljarðar króna. Árið áður námu fjárfestingar í R&Þ tæplega 57 milljörðum króna eða 2% af landsframleiðslu. Margt bendir til að árið 2020 hafi fjárfestingin verið enn meiri. SKATTFRÁDRÁTTUR RANNSÓKNAOG ÞRÓUNARVERKEFNA

Stig fjárfestingar í rannsóknum og þróun í atvinnulífinu ræðst af mörgum þáttum. Fjárfesting í R&Þ leiðir til þess að nýjar vörur koma á markað, ný tækni verður til og verðmæti skapast. Árið 2009 voru sett lög hér á landi sem veita fyrirtækjum rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni, með öðrum orðum geta fyrirtæki sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís fengið tiltekinn frádrátt frá álögðum tekjuskatti af útlögðum kostnaði vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti var fyrst um sinn 100 milljónir króna. Þakið hækkaði árið 2016 í 300 milljónir króna og tvöfaldaðist síðan árið 2019 í 600 milljónir króna á ársgrundvelli. Árið 2020 voru enn stærri skref stigin þegar þakið var hækkað í 1.100 milljónir króna. Á sama tíma hækkaði hlutfall endurgreiðslu úr 20% í 25% fyrir stór fyrirtæki og í 35% fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Markmið laganna er að efla rannsókna- og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja hér á landi. Með lagasetningunni árið 2009 fetaði Ísland í fótspor flestra annarra landa en mikil samkeppni er á heimsvísu um að laða að erlenda fjárfestingu, stuðla

VÍSBENDING • 2021


GIUSEPPE VERDI

HLJÓMSVEITARSTJÓRI BJARNI FRÍMANN BJARNASON · LEIKSTJÓRI ORIOL TOMAS VIOLETTA VALÉRY HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR ALFREDO GERMONT ROCCO RUPOLO · GIORGIO GERMONT HRÓLFUR SÆMUNDSSON SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT NORÐURLANDS · KÓR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR ÁSAMT DÖNSURUM

HÖRPU 6. NÓVEMBER KL. 20 HOFI 13. NÓVEMBER KL. 20 MIÐASALA HAFIN Á OPERA.IS · HARPA.IS · MAK.IS


að uppbyggingu þekkingarstarfa og auka tekjur af hugverkum (e. intellectual property). Öll ríki í efstu tíu sætum alþjóðlega nýsköpunarmælikvarðans (e. Global Innovation Index), sem gefinn er út af Alþjóðahugverkastofnuninni (e. World Intellectual Property Organization, WIPO), leggja áherslu á að byggja upp öflugt stuðningsumhverfi fyrir rannsóknir- og þróun. Með lagabreytingunum 2020, hækkun á þaki og endurgreiðsluhlutfalli er staða Íslands orðin mjög sterk hvað varðar hvata til fjárfestinga í nýsköpun. Breytingar þessar hafa nú þegar haft jákvæð áhrif og þeim fylgt aukin umsvif enda er um að ræða jákvæða efnahagslega hvata til fjárfestingar í nýsköpun á forsendum markaðarins. Fjölmörg dæmi eru um fyrirtæki í hugverkaiðnaði sem réðust strax í auknar fjárfestingar í rannsóknum og þróun í kjölfar hækkunar á endurgreiðslum. Hafði það í för með sér að ný, verðmæt störf urðu til en stærsti kostnaðarliður við rannsóknir og þróun er launakostnaður sérfræðinga. Þær breytingar sem hafa átt sér stað á hvötum til fjárfestinga í rannsóknum og þróun hafa haft og munu áfram hafa jákvæð áhrif á ákvarðanir íslenskra hugverka- og tæknifyrirtækja um hvar þau staðsetja og stækka rannsóknar- og þróunarverkefni og þar með stuðla að því að afrakstur nýsköpunar leiði til verðmætasköpunar hér á landi með tilheyrandi fjölgun starfa og útflutningstekjum. Breytingarnar á kerfinu 2020 voru þó tímabundnar til tveggja ára og nauðsynlegt að festa þær í sessi. Markmiðið með því er að skapa fyrirsjáanleika í rekstri fyrirtækja og gera þeim kleift að gera langtímaáætlanir um þróunarverkefni hér á landi enda myndi slíkt auka fjárfestingu í nýsköpun. FJÁRFESTINGAR Í VAXTAOG SPROTAFYRIRTÆKJUM

Stuðningskerfi við nýsköpun á Íslandi hvílir í dag á tveimur meginstoðum. Annars vegar skattahvötum vegna rannsókna og þróunar og hins vegar styrkjum frá Tækniþróunarsjóði, en framlög ríkisins til sjóðsins hafa aukist undanfarin ár. Þess utan hefur verið til staðar skattahvatakerfi til handa englafjárfestum sem var innleitt með sérstökum nýsköpunarlögum 2016. Með fyrrnefndum lögum kom inn ákvæði sem heimilaði nýsköpunarfyrirtækjum að sækja um rétt til þess að heimila einstaklingsfjárfestum að lækka tekjuskattsstofn sinn um 50% af fjárfestingu vegna fjárfestingar í fyrirtækinu, sem í reynd þýddi um 10-23% afslátt af fjárfestingu eftir skattþrepi viðkomandi fjárfestis. Þessi réttur stendur til boða fyrirtækjum með 25

34

Ljósmynd: Shutterstock

starfsmenn eða færri og minna en 650 m.kr. í veltu og/eða efnahagsreikning. Í byrjun voru töluverðar takmarkanir á þessu úrræði þar sem hvorki starfsmenn né stjórnarmenn viðkomandi fyrirtækis, né aðilar þeim tengdum, máttu nýta þetta úrræði, sem útilokaði líklegustu fjárfestana. Auk þess voru ákvæði í lögunum sem leiddu til þess að ef einstaklingur tók upp samband við fyrirtækið eftir að hafa fjárfest í því þurfti viðkomandi aðili að endurgreiða skattaafsláttinn með 15% álagi. Þessu til viðbótar þurfti viðkomandi fyrirtæki að halda sig innan stærðarmarka (25 starfsmenn og 650 m.kr. tekjur/efnahagsreikningur) og ekki lenda í fjárhagsvanda í þrjú eftir að fjárfesting átti sér stað. Ef þau skilyrði voru rofin þurftu fjárfestar að endurgreiða skattaafsláttinn með 15% álagi. Lítill skattaafsláttur og mikil áhætta á því að fjárfestar þyrftu að endurgreiða skattaafsláttinn minnkaði hvata íslenskra nýsköpunarfyrirtækja og fjárfesta verulega til að nýta þetta úrræði. Frá setningu laganna hafa stjórnvöld sniðið helstu vankanta af lögunum. Í lok árs 2018 voru felld á brott ákvæðin um að starfsmenn og stjórnarmenn mættu ekki nýta skattaafsláttinn og að fyrirtæki mættu ekki lenda í fjárhagsvanda eða stækka of mikið næstu 3 ár eftir fjárfestingu. Á árinu 2020 var frádráttarréttur einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpunarfélögum síðan hækkaður úr 50% í 75% af fjárfestingu, tímabundið sem hluti af aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Í því felst að afsláttur af fjárfestingu hækkar úr 10% - 23% upp í 16,5% - 35%. Eigi umræddir skattahvatar að verða að þriðju meginstoðinni í stuðningskerfi nýsköpunar er rétt að horfa til árangurs annarra ríkja sem hafa innleitt sambærileg kerfi. Breska skattahvatakerfið hefur hlotið hæstu einkunn í úttekt Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á slíkum kerfum í Evrópu en Bretland hefur verið að ná mjög góðum árangri í nýsköpun. Einn þriðji hluti af allri

VÍSBENDING • 2021


fjárfestingu í nýsköpun í Evrópu á sér stað í Bretlandi. Ef Ísland vill búa fjárfestum sambærileg skilyrði og í Bretlandi þyrfti að hækka hlutfall frádráttarréttar einstaklinga vegna fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum úr 75% í 100%. ÖNNUR ÚRRÆÐI OG AÐGERÐIR STJÓRNVALDA

Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir aðgerðir til að örva nýsköpun á þessu kjörtímabili en betur má ef duga skal. Aðgangur að fjármagni er enn ein helsta hindrunin í vexti og uppbyggingu sprotafyrirtækja. Áðurnefndir skattahvatar til handa einstaklingum sem fjárfesta í sprotafyrirtækjum geta skipt sköpum og það mun Kría, nýr fjárfestingarsjóður á vegum hins opinbera, einnig gera. Ríkið leggur Kríu til um 8 milljarða á næstu fimm árum samkvæmt fjármálaáætlun en sjóðurinn mun fjárfesta í vísisjóðum. Þannig er ríkið ekki beinn fjárfestir í einstökum fyrirtækjum. Markmiðið með Kríu er að byggja upp fjármögnunarumhverfið en vísisjóðaumhverfið á Íslandi er enn óþroskað. Um þessar mundir er unnið að stofnun sjóða sem fjárfesta munu í sprotafyrirtækjum. Ætla má að fimm sjóðir verði fullfjármagnaðir og hefji starfsemi á þessu ári. Umfang þessara sjóða gæti verið nálægt 40 milljörðum króna og eru lífeyrissjóðir stórir fjárfestar í þessum sjóðum og þannig þátttakendur í frekari vexti hugverkaiðnaðar á Íslandi. Áformin um stofnun Kríu hafa því þegar haft jákvæð áhrif og hvatt til stofnunar nýrra sjóða með aðkomu lífeyrissjóða. Önnur megináskorun hugverka- og hátæknifyrirtækja

hér á landi er skortur á sérfræðiþekkingu. Það þarf oftar en ekki að leita út fyrir landsteinana að fólki með þekkingu á sérhæfðum sviðum, svo sem í líftækni og hugbúnaðarþróun. Hlutfall útskrifaðra úr svokölluðum STEM greinum (e. Science, Technology, Engineering, Mathematics) hér á landi er einnig lágt í alþjóðlegum samanburði. Til þess að einfalda fyrirtækjum að ráða til sín erlenda sérfræðinga er mikilvægt að umgjörð og hvatar til þess séu með besta móti og að hindrunum sé rutt úr vegi, eins og kostur er og allt ferli einfaldað. Skattkerfinu má einnig, og ætti, að beita í þessa þágu. Í íslenskum lögum eru ákvæði um heimild til skattfrádráttar frá tekjum erlendra sérfræðinga. Þetta felur í sér að heimilt er að draga 25% frá tekjum, það er að segja að 75% tekna viðkomandi eru tekjuskattskyldar. Gildir þetta fyrstu þrjú árin í starfi. Ýmis skilyrði þurfa að vera uppfyllt og þarf vinnuveitandi meðal annars að skila greinargerð um að viðkomandi sérþekking eða reynsla sé ekki fyrir hendi hér á landi eða í litlum mæli. Einfalda þarf skilyrðin fyrir skattaívilnun og skilgreiningu á því hvaða sérfræðingar falla undir skilmálana. Til að mynda væri hægt að takmarka skilyrðin við það að fyrirtæki sýndu fram á að ekki væri um undirboð að ræða og að laun væru í samræmi við markaðslaun í greininni. Myndi þetta liðka fyrir þessu úrræði þannig að unnt væri að nýta það í meira mæli, í þágu þess að laða hingað til lands sérfræðiþekkingu á ýmsum sviðum sem mun hafa afleidd jákvæð áhrif á allt efnahagslífið.

VÍSBENDING • 2021

35


Þ

ann 15. apríl samþykkti Alþingi að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Lokun stofnunarinnar markar tímamót í nýsköpunarstefnu hins opinbera, þar sem ríkisstuðningur við frumkvöðla verður nú í öðru formi og ýmsum verkefnum sem stöðin hefur sinnt verður hætt. En hverju hefur Nýsköpunarmiðstöðin áorkað á sinni starfstíð og hvernig verður framhaldið? FÓLK Í FYRSTA SÆTIÐ, TÆKNINA Í ANNAÐ SÆTIÐ

Miðstöðin var upphaflega hugarfóstur Valgerðar Sverrisdóttur, sem var iðnaðarráðherra frá 1999 til 2006. Á síðasta embættisári sínu sem ráðherra lagði hún fram tillögu um stofnun slíkrar stofnunar, sem gæti orðið miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem fengjust við hvers konar nýsköpunarvinnu1. Hugmynd Valgerðar varð svo að veruleika stuttu seinna, en Alþingi samþykkti stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í mars 2007 og hóf hún starfsemi í ágúst sama ár. Hlutverk hennar var tvíþætt. Annars vegar átti hún að miðla þekkingu og veita stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki, en hins vegar átti hún sjálf að stunda tæknirannsóknir, þróun, greiningar, prófanir, mælingar og vottanir. Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn hefði tekið við þegar Nýsköpunarmiðstöð tók til starfa var miðstöðinni vel tekið. Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra, sagðist binda miklar vonir við að hún yrði leidd inn á farsæla framtíðarbraut. „Ég þykist nokkuð viss um að hún muni setja fólk í fyrsta sæti en tæknina í annað sæti, tæknina í þjónustu fólksins en ekki öfugt,” hafði Morgunblaðið eftir Össuri skömmu fyrir opnun miðstöðvarinnar2.

LÍTIL FYRIRTÆKI EN FJÖLBREYTT STARFSEMI

Nýsköpunarmiðstöðin hefur stutt við frumkvöðla með frumkvöðlasetrum, þar sem sprotafyrirtæki eru „alin upp” og studd til að vinna að viðskiptahugmyndum sínum. Samkvæmt úttekt miðstöðvarinnar hefur hún staðið að rekstri yfir 20 frumkvöðlasetra frá stofnun, þar sem yfir 400 fyrirtæki hafa haft aðsetur3. Flest fyrirtækjanna hafi starfað í hátækni, hugbúnaði, þjónustu eða hönnun. Fyrirtækin sem áttu aðsetur á frumkvöðlasetrum miðstöðvarinnar voru ekki stór, en starfsmannafjöldi þeirra taldi samtals tæplega 400 manns árin 2018 og 2019. Samanlögð velta 30 stærstu fyrirtækjanna árið 2019 nam svo um 16 milljörðum króna, sem var einungis brotabrot af heildarveltu viðskiptahagkerfisins á þeim tíma. Þrátt fyrir takmarkaða stærð var starfsemi þessara frumkvöðlasetra þó nokkuð fjölbreytt. Til dæmis eru þau talin hafa gegnt mikilvægu hlutverki í að hvetja til nýsköpunar og sprotastarfsemi í kjölfar fjármálahrunsins með stofnun sérstakra viðskiptasetra sem sum voru í húsnæði bankanna árið 2008. Samkvæmt meistararitgerð um málið gætu þessi viðskiptasetur hafa átt sinn þátt í að fjölga störfum og koma efnahaginum á réttan kjöl í síðustu kreppu4. Á svipuðum tíma var frumkvöðlasetrið Kím - Medical Park einnig stofnað, fyrir félög í heilbrigðistækni og skyldum greinum. Á meðal fyrirtækja sem nýttu sér þá aðstöðu var Nox Medical, sem þróaði svefngreiningartæki fyrir börn og fullorðna. Fyrir rúmum tíu árum síðan var velta Nox metin á um 120 milljónir króna, en árið 2019 nam hún tveimur milljörðum króna og hafði fyrirtækið þá um 56 starfsmenn í vinnu.

1 https://www.althingi.is/altext/raeda/132/rad20060410T153521.html 2 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2007/06/04/tilkynnt_um_hver_verdur_forstjori_nyskopunarmidstod/ 3 https://www.nmi.is/static/files/frumkvodlar/utg_08_frumkvodlasetur_2020.pdf 4 https://www.diva-portal.org/smash/get/diva2:728296/FULLTEXT01.pdf

36

VÍSBENDING • 2021

Ljósmynd: Shutterstock

NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ ÍSLANDS – IN MEMORIAM


Önnur frumkvöðlasetur sem miðstöðin tók þátt í að stofna voru staðsett innan um rótgrónari fyrirtæki í svokölluðum viðskiptaklösum. Þeirra á meðal er Hús sjávarklasans, sem er samstarfsverkefni miðstöðvarinnar við Icelandair, Brim, Mannvit og Eimskip. Einnig hafa nokkur frumkvöðlasetur verið reist á landsbyggðinni, líkt og á Seyðisfirði, Selfossi og í Borgarnesi. Til viðbótar við uppbyggingu ýmissa frumkvöðlasetra hefur Nýsköpunarmiðstöðin einnig unnið að ýmsum öðrum verkefnum. Til dæmis hefur hún staðið fyrir prófunum á sviði húsbyggingartækni í gegnum Rannsóknastofu byggingariðnaðarins og verið íslenskur tengiliður við Enterprise Europe Network, sem er stærsta tækniyfirfærslunet í heiminum. EKKI JAFN SKILVIRKT OG Í NÁGRANNALÖNDUM

Þrátt fyrir alla þessa starfsemi er óljóst hversu vel Nýsköpunarmiðstöðin hefur staðið sig í að „ala upp” frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 var árangur fyrirtækjanna sem nýtt höfðu sér frumkvöðlasetrin lakari en á svipuðum stöðum í nágrannalöndum Íslands5. Sú rannsókn byggði á könnun sem 54 fyrirtæki sem höfðu nýtt sér aðstöðu frumkvöðlasetranna á tímabilinu 2007 til 2014 svöruðu. Tæpur helmingur þeirra hafði hætt starfsemi, en einungis 41 prósent þeirra voru álitin vel heppnuð. Þetta er helmingi lægra hlutfall af fyrirtækjum sem náð höfðu árangri en í sambærilegum verkefnum í Bandaríkjunum og öðrum Evrópulöndum. Þó er spurning hvort sanngjarnt sé að mæla árangur frumkvöðlasetranna með þessum hætti. Líkt og kemur fram í rannsókninni er yfirlýst markmið frumkvöðlasetranna hérlendis ekki að gera sem flest fyrirtæki arðbær, heldur einungis að verða vettvangur þar sem frumkvöðlar geta unnið í sínum hugmyndum. SVEIGJANLEGRA OG ÓDÝRARA Í ÖÐRU FORMI

Ákvörðunin um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöðina virðist þó ekki hafa komið til vegna þess að hún hafi sinnt starfi sínu illa. Þvert á móti sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, að sú aðstaða og aðstoð sem miðstöðin og starfsfólk hennar hefðu veitt í gegnum árin hefði „skipt sköpum fyrir fjölmarga frumkvöðla og fyrirtæki og tekið þátt í að skapa það nýsköpunarumhverfi sem við njótum í dag“6. Hins vegar heldur ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar því fram að hægt sé að framkvæma hluta verkefna miðstöðvarinnar með öðrum hætti og að hætta megi öðrum verkefnum þar sem þau séu ekki „forgangsverkefni hins opinbera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis.“ Hluti þeirra verkefna sem hætt verður við verða ýmsar prófanir sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins getur útvistað til einkaaðila. Þar fyrir utan mun ýmis önnur starfsemi vera framkvæmd af öðrum ríkisstofnunum, líkt og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í stað frumkvöðlasetranna verður svo stofnað sérstakt tæknisetur í samstarfi við háskólasamfélagið, sem verður staðsett í Vatnsmýrinni og alfarið í eigu ríkisins í gegnum

óhagnaðardrifið einkahlutafélag. Ýmis verkefni miðstöðvarinnar sem snúa að stuðningi við nýsköpun á landsbyggðinni verði svo frekar tengdar við sóknaráætlanir landshlutanna og atvinnulíf á þeim stöðum, samkvæmt frumvarpinu. Aðgerðirnar eru líka hugsaðar sem sparnaður fyrir hið opinbera, en með þeim býst ráðuneytið við að ríkissjóður minnki greiðslur sínar til verkefna sem Nýsköpunarmiðstöðin sinnti áður um rúmar 300 milljónir króna á ári hverju. MIKIL ÓVISSA OG ÁHÆTTA

Ekki eru allir sáttir með frumvarp Þórdísar Kolbrúnar þrátt fyrir að það hafi komist í gegnum Alþingi án mikilla láta. Flestar þeirra 70 umsagna sem birtust í Samráðsgátt stjórnvalda um frumvarpsdrögin voru neikvæðar í garð málsins. Til dæmis gagnrýndu ýmis sveitarfélög frumvarpið fyrir að gera ekki grein fyrir stuðningi til nýsköpunar á landsbyggðinni með markvissari hætti, auk þess sem Reykjavíkurborg taldi töluverða óvissu ríkja á meðal frumkvöðla um hvað tæki við. Vísindasamfélagið virðist einnig setja spurningamerki við lokunina. Háskóli Íslands sagði það vera áhættusamt rekstrarmódel að ganga út frá því að hið nýja hlutafélag hefði árlega fastar tekjur af styrkumsóknum sem stæðu að stórum hluta undir rekstri félagsins. Vísindafélag Íslands sagðist einnig hafa „þungar áhyggjur að þær aðgerðir sem frumvarpið leggur til feli í sér meiri skaða en ávinning fyrir nýsköpun og tækniþróun Íslands.“ BREYTIST MIKIÐ?

Þótt frumvarpið feli í sér miklar grundvallarbreytingar á stuðningi hins opinbera til nýsköpunar eru megináherslurnar ennþá þær sömu. Enn munu frumkvöðlar hafa aðstöðu til að þróa hugmyndir sínar áfram í gegnum svokölluð þekkingarsetur á vegum ríkisins, en vonast er til þess að það verði gert með ódýrari og skilvirkari hætti en áður. Miðað við þá gagnrýni sem nýsköpunarráðherra hefur fengið vegna aðgerðanna ríkir hins vegar enn mikil óvissa um það hvernig breytingarnar muni hafa áhrif á frumkvöðla­starfsemi hér á landi. Hægt væri að draga úr þessari óvissu með skýrari stefnumörkun frá hinu opinbera, til dæmis um það hvernig hlúð yrði að frumkvöðlum á landsbyggðinni í framtíðinni. Aftur á móti gæti mikill ávinningur skapast af því að færa starfsemina sem Nýsköpunarmiðstöð sinnti áður í Vatnsmýrina. Það var allavega mat Össurar Skarphéðinssonar, sem sagðist sjá fyrir sér að miðstöðin yrði staðsett þar í framtíðinni, þar sem henni yrði ætlað að starfa náið með háskólasamfélaginu7. Tæknisetrið sem tæki við af miðstöðinni yrði einnig góð viðbót við sameiginleg áform Reykjavíkurborgar og háskólanna tveggja um að stofna rannsóknarklasann „Reykjavík Science City“ í Vatnsmýrinni8. Upp úr ösku Nýsköpunarmiðstöðvar gæti því risið ný og betri tegund stuðnings hins opinbera við frumkvöðla hér á landi. Þó er ljóst að það mun ekki gerast að sjálfu sér með þeim lagabreytingum sem hafa verið samþykktar nýlega. Vanda þarf betur til verka.

5 https://skemman.is/bitstream/1946/18227/1/KristinnHrobjartssonBS-MeasuringTheEffectivenessOfNMIIncubators.pdf 6 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/02/25/Endurskodun-a-Nyskopunarmidstod-Islands-i-takt-vid-nyskopunarstefnu/ 7 https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2007/06/06/Forstjori-Nyskopunarmidstodvar-radinn/ 8 https://northstack.is/2021/03/10/a-tech-hub-might-rise-in-central-reykjavik/

VÍSBENDING • 2021

37


VALUR ÞRÁINSSON

aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins

STYÐUR SAMKEPPNISSTEFNA VIÐ NÝSKÖPUN?

H

ér á landi er almenn samstaða um það að nýsköpun muni gegna lykilhlutverki við að tryggja efnahagslega velsæld til framtíðar, auk þess að vera lykill að úrlausnum á stórum viðfangsefnum, s.s. í loftslagsmálum, á komandi áratugum.1 Huga þarf að mörgu þegar stjórnvöld vilja skapa gróskumiklar aðstæður fyrir nýsköpun. Þar er hægt að nefna menntunarstig, skattalega hvata, stuðning til handa þeim sem fjárfesta í R&Þ (rannsóknum og þróun), hugverkavernd o.s.frv. Ekki er síður mikilvægt að huga að samspili samkeppni og nýsköpunar og hvernig samkeppnisstefna (e. competition policy) getur stutt við nýsköpun.2 Í þessari grein er gerð tilraun til þess að varpa ljósi á tengsl á milli nýsköpunar og samkeppni og að hverju þarf að huga til þess að samkeppnisstefna styðji við nýsköpun. SAMSPIL SAMKEPPNISSTEFNU OG NÝSKÖPUNAR

Þegar fjallað er um tengsl samkeppnisstefnu, sem miðar fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir samkeppnishamlandi samruna og hegðun fyrirtækja, og nýsköpunar þá er oft á tíðum vísað til kenninga Kenneths Arrows (1962) og Joseps Schumpeter (1942).3 Með mikilli einföldun hefur því verið haldið fram að Arrow hafi lagt áherslu á að virk samkeppni hvetji til nýsköpunar á meðan Schumpeter hafi lagt meiri áherslu á að

möguleikinn á aukinni stærð og markaðsstyrk, í kjölfar nýsköpunar, hvetji fyrirtæki og einstaklinga til nýsköpunar. 4 Þrátt fyrir að kenningar þessara fræðimanna virðist vera ólíkar þá hafa á sl. áratugum verið gerðar tilraunir til þess að horfa nánar til þess hvað sameinar þessar kenningar og færð hafa verið rök fyrir því að þær, þrátt fyrir allt, styðji við hvora aðra. Þannig fjallar Baker (2007) í grein sinni, Beyond Schumpeter vs. Arrow: How Antitrust Fosters Innovation, um að umfangsmikil skrif hagfræðinga á grundvelli kenninga Schumpeter og Arrow hafi leitt til fjögurra meginreglna sem snúa að samspili samkeppnisstefnu og nýsköpunar:5 Í fyrsta lagi að samkeppni fyrirtækja í nýsköpun, þ.e. samkeppni á milli fyrirtækja um að þróa sömu vöru eða framleiðsluferil, hvetji til nýsköpunar. Sem dæmi er hér hægt að nefna svonefnd einkaleyfakapphlaup þar sem fyrirtæki keppast um að fá einkaleyfi. Í öðru lagi að samkeppni á milli keppinauta sem séu nú þegar framleiðendur tiltekinna vara hvetji þá til þess að finna nýjar leiðir til þess að lækka kostnað, auka gæði eða þróa betri vörur. Hér stunda fyrirtækin rannsóknir og þróun þar sem nýsköpun veitir þeim færi á að komast hjá samkeppni og auka hagnað. Í þriðja lagi að fyrirtæki sem búist við meiri samkeppni eftir að þau hafi þróað vörur eða þjónustu hafi minni hvata til þess að fjárfesta í rannsóknum og þróun sem

1 Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið. 2019. Nýsköpunarlandið Ísland. Vefslóð: https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-ogskrar/ANR/Nyskopun/NSL%c3%8d1.pdf 2 Með samkeppnisstefnu er í þessari grein vísað til samkeppnislöggjafarinnar og framfylgd hennar (samkeppniseftirlits). 3 Schumpeter, Joseph. 1942. „Capitalism, Socialism and Democracy.“ og Arrow, Kenneth. 1962. „Economic Welfare and the Allocation of Resource for Invention“ The Rate and Direction of Inventive Activity, Economic and Social Factors. Princeton University Press. Bls. 609-625. 4 Shapiro, Carl. 2012. „Competition and Innovation: Did Arrow Hit the Bull’s Eye?“, Josh Lerner og Scott Stern: The Rate and Direction of Incentive Activity. University of Chicago Press. Bls. 362-363. 5 Baker, Jonathan. 2007. „Beyond Schumpeter vs. Arrow: How Antitrust Fosters Innovation.“ Antitrust Law Journal nr. 3. Bls. 579-580.

38

VÍSBENDING • 2021


Ljósmynd: Pexels

leiði til sambærilegra vara. Í þessu tilfelli getur þetta leitt til þess að fyrirtæki reyni að aðgreina vörur sínar frá vörum keppinauta. Í fjórða lagi að fyrirtæki muni hafa viðbótarhvata til þess að stunda nýsköpun ef það leiðir til þess að fæla mögulega keppinauta frá því að fjárfesta í R&Þ. Hér leiða nýjungarnar ekki einungis til þess að viðkomandi fyrirtæki geti boðið fram betri eða ódýrari vöru eða þjónustu, heldur minnka einnig líkurnar á því að mögulegir keppinautar stundi áþekka R&Þ þar sem þeir hafa minni hvata til þess að fjárfesta í R&Þ en það fyrirtæki sem var fyrst á markað. Í grein sinni Competition and Innovation. Did Arrow Hit the Bull‘s Eye færir Shapiro (2012) einnig rök fyrir því að kenningar Schumpeter og Arrow séu samþýðanlegar og af þeim leiði þrjár meginreglur. Í fyrsta lagi felist í báðum kenningunum að það sé nauðsynlegt að markaðir séu opnir (e. contestable) til þess að nýsköpun dafni. Í öðru lagi að eftir því sem meira af því virði sem hin nýja vara eða þjónusta skapar skilar sér til þess sem var fyrstur með hana á markað, og því betri vernd sem viðkomandi búi við því að aðrir geti nýtt sér hana, því meiri séu hvatar viðkomandi til nýsköpunar. Í þriðja lagi leiði aukin hagkvæmni til aukinna möguleika til þess að skapa nýjar vörur eða þjónustu, s.s. með því að sameina einingar sem

nauðsynlegar eru til þess að ráðast í tiltekna rannsóknar- og þróunarvinnu.6 Niðurstöður fræðilegrar umfjöllunar um áhrif samruna á nýsköpun, í tengslum við samrunaeftirlit á sl. árum, benda almennt til þess að áhrifin séu neikvæð nema umtalsverð hagkvæmni leiði af þeim.7 Af framangreindu má álykta að samkeppnisstefna styðji sérstaklega við nýsköpun í umhverfi þar sem stjórnvöld stefna að opnum mörkuðum, einstaklingar og fyrirtæki fá að njóta ávaxta hugmynda sinna og tekið er tillit þeirrar hagkvæmni sem getur falist í samvinnu og samrunum fyrirtækja. NÁLGUN SAMKEPPNISEFTIRLITS ER SKYNSAMLEG

Þegar horft er til framkvæmdar samkeppnislaga þá virðist hún þegar á heildina er litið falla vel að þeim hagfræðilegu niðurstöðum sem færð hafa verið rök að hér að framan. Þannig geta fyrirtæki t.d. réttlætt samvinnu sín á milli sem gengur gegn banni við samráði, sýni þau fram á að ábati af samstarfinu vegi upp hin neikvæðu skaðlegu áhrif sem af samvinnunni gæti hlotist.8 Raunar er það þannig að afskipti samkeppnisyfirvalda af R&Þ samstarfi fyrirtækja er sjaldgæft enda oft á tíðum umtalsverður ábati sem getur fylgt þess konar samstarfi. Í tilfelli samrunaeftirlits er samkeppniseftirliti jafnframt gert að horfa heildstætt

6 Shapiro, Carl. “Competition and Innovation: Did Arrow Hit the Bull’s Eye?” Bls. 361-404. 7 Sjá t.d. Federico, G., Langus, G., Valletti, M. 2017. „A simple model of mergers and innovation“. Economics Letter. 157. Bls. 136-140, Motta, M., Tarantino, E., 2017. „The effect of horizontal mergers, when firms compete in prices and investments.“ Working Paper N. 1579, Department of Economics and Business, UPF, Federico, G., Langus, G., Valletti, M. 2018. „A simple model of mergers and innovation. Horizontal mergers and product innovation.“ International Journal of Industrial Organization. 61, bls. 590-612. 8 Sbr. 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

VÍSBENDING • 2021

39


Óttast var að samruni Pfizer við Hospira myndi koma í veg fyrir að nýtt líftæknilyf kæmi á markað.

á áhrif samruna, m.a. jákvæð og neikvæð áhrif á hvata og getu til nýsköpunar þeirra fyrirtækja sem um er að ræða.9 Hvað varðar misnotkun markaðsráðandi fyrirtækja á stöðu sinni þá byggir samkeppniseftirlit m.a. á því að fyrirbyggja að fyrirtæki í sterkri stöðu geti ekki misbeitt stöðu sinni með neikvæðum áhrifum á mögulega keppinauta. Í nýlegri samrunarannsókn framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2016 höfðu vænt áhrif samrunans á hvata samrunaaðila til R&Þ mikil áhrif á niðurstöðu málsins.10 Um var að ræða samruna Dow Chemical Co. og DuPont en bæði fyrirtækin voru leiðandi efnavöruframleiðendur og keppinautar í sölu á plöntuvarnarefnum (e. crop protection). Áhyggjur framkvæmdastjórnarinnar beindust ekki einungis að því að um var að ræða keppinauta í framleiðslu og sölu á plöntuvarnarefnum heldur leiddi rannsóknin það í ljós að bæði fyrirtækin stunduðu R&Þ á vörum sem yrðu í samkeppni þegar fram liðu stundir (e. pipeline products). Jafnframt væru fyrirtækin mikilvægir aðilar í nýsköpun á þessu sviði sem sýndi sig í þeim einkaleyfum sem þau bjuggu yfir auk þess sem áætlanir fyrirtækjanna sjálfra, um m.a. R&Þ

Ljósmynd:EPA

í kjölfar samrunans, bentu til þess að minni áhersla yrði lögð á R&Þ á þessu sviði, yrði af sameiningunni. Áhyggjur framkvæmdastjórnarinnar beindust einnig að því að töluverðar aðgangshindranir væru að þessum mörkuðum en útgjöld vegna rannsóknar og þróunar á nýju efni var áætlaður um 300 milljónir dollara yfir 10 ára tímabil. Jafnframt hafði áhrif að aðeins væru þrír alþjóðlegir keppinautar til staðar. Samruninn var samþykktur að vissum skilyrðum uppfylltum en fyrirtækin þurftu ekki aðeins að selja frá sér þann hluta starfseminnar sem framleiddi og seldi plöntuvarnarefni heldur var talið nauðsynlegt að alþjóðleg starfsemi DuPont í R&Þ fylgdi með. Það væri eina raunverulega leiðin til þess að tryggja það að samruninn raskaði ekki samkeppni og þá sérstaklega í R&Þ á plöntuvarnarefnum. Þess má geta að samkeppniseftirlit hafa haft töluverð afskipti af lyfjaframleiðslu á sl. áratugum. Í samrunaeftirliti hefur oft á tíðum annars vegar verið um að ræða vandamál tengd skörun samrunaaðila í framleiðslu tiltekinna lyfja eða þá lyfja sem fyrirtækin ráðgera að fá

9 Leiðbeiningar framkvæmdastjórnar ESB um mat á láréttum samrunum. 2004. Mgr. 20, 45, 38, 71, 76.-88. Vefslóð: https://eur-lex.europa.eu/legalcontent/EN/ALL/?uri=celex%3A52004XC0205%2802%29 10 Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB nr. M.7932 - Dow / DuPont. Vefslóð: https://ec.europa.eu/competition/elojade/isef/case_details.cfm?proc_ code=2_M_7932

40

VÍSBENDING • 2021


markaðsleyfi fyrir á komandi árum og fyrirséð er að um verði að ræða mikilvæga keppinauta til framtíðar litið. Hér má nefna samruna Pfizer og Hospira árið 2015 en þar hafði framkvæmdastjórnin áhyggjur af því að Hospira hefði markaðsleyfi fyrir líftæknilyfi ásamt einum öðrum keppinaut en lyfið var og er notað til þess að meðhöndla sjálfsofnæmissjúkdóma.11 Hins vegar var Pfizer komið langt í þróun sambærilegra líftæknilyfja (e. biosimilars). Að mati framkvæmdastjórnarinnar hefði samruninn að öllu öðru óbreyttu leitt til þess að Pfizer hefði hætt við eða dregið úr áformum sínum um að setja líftæknilyf sitt á markað. Samruninn var samþykktur með skilyrðum sem fólust m.a. í því að líftæknilyf Pfizer, Infliximab, sem var í þróun, var selt ásamt öllum framleiðsluleyfum, hugverkaréttindum og nauðsynlegri tækni og þekkingu. Novartis keypti þessa einingu í framhaldinu. Hvað varðar nýleg afskipti Samkeppniseftirlitsins af samrunum þar sem áhyggjur af áhrifum á nýsköpun og R&Þ hafa verið uppi er hægt að nefna beiðni Samkeppniseftirlitsins, þann 23. apríl sl., og annarra samkeppnisyfirvalda í Belgíu, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi og Noregi, um að framkvæmdastjórn ESB taki samruna Illumina og Grail til rannsóknar. Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfa sig á sviði krabbameinsskimana en svo virðist sem Grail sé eina fyrirtækið í dag sem geti keppt við Illumina . Bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa þegar lagst gegn samrunanum og hyggjast fá hann ógiltan fyrir dómstólum og framkvæmdastjórn ESB hefur nýlega hafið rannsókn á honum í kjölfar beiðni Samkeppniseftirlitsins og fimm annarra Evrópulanda.12 RANNSÓKNIR BENDA TIL JÁKVÆÐRA ÁHRIFA SAMKEPPNI Á HAGVÖXT OG NÝSKÖPUN

Eins og fram hefur komið hafa verið færð fræðileg rök fyrir því að samkeppnisstefna geti stutt við nýsköpun. Auk þess virðist framkvæmd samkeppniseftirlits almennt vera í samræmi við þær áherslur sem Baker og Shapiro telja vera samþýðanlegar kenningum Arrow og Schumpeter. Hins vegar hafa þessi tengsl ekki verið rannsökuð jafn ítarlega og almenn áhrif samkeppni og samkeppniseftirlits á hagvöxt og skilvirkni fyrirtækja.

Porter (1990) rannsakaði þó tíu leiðandi hagkerfi yfir fjögurra ára tímabil og sýnir þar fram á að fyrirtæki sem séu varin fyrir erlendri samkeppni fari halloka og missi að lokum getu sína til að geta keppt á alþjóðlegum mörkuðum.13 Porter (2001) leggur svo áherslu á áhrif samkeppni til að hvetja til nýsköpunar. Nýsköpun auki sífellt neysluvirði vöru og þjónustu, auk þess sem framleiðsluaðferðir verði skilvirkari, en hvort tveggja stuðli að aukinni framleiðni. Samkeppni knýi áfram nýsköpun í þessum víða skilningi. Þótt tækninýjungar séu afleiðingar margvíslegra þátta sé enginn vafi á því að heilbrigð samkeppni sé ómissandi þáttur. Það þurfi aðeins að horfa til dapurlegs ferils nýsköpunar hjá þeim ríkjum þar sem vöntun er á samkeppni til að sannfærast um þá staðreynd. Öflug samkeppni í umhverfi sem styður við hana sé eina leiðin til viðvarandi framleiðniaukningar og langtíma viðnámsþróttar efnahagsstarfseminnar.14 Á liðnum áratugum hafa niðurstöður rannsókna einnig stutt þá almennu niðurstöðu að fyrirtæki sem búa ekki við samkeppnislegt aðhald, hvort sem það er vegna skorts á samkeppnislöggjöf eða þá að þau séu varin fyrir alþjóðlegri samkeppni, eru sjaldnast í fararbroddi þegar horft til hagkvæmni í rekstri og heltist úr lestinni í alþjóðlegri samkeppni.15 NIÐURSTAÐA

Af framangreindu má álykta að samkeppnisstefna styðji sérstaklega við nýsköpun í umhverfi þar sem stjórnvöld stefna að opnum mörkuðum, einstaklingar og fyrirtæki fá að njóta ávaxta hugmynda sinna og tekið er tillit þeirrar hagkvæmni sem getur falist í samvinnu og samrunum fyrirtækja. Þegar litið er til nýlegra mála hjá framkvæmdastjórn ESB, þar sem áhrif samruna á nýsköpun hafa verið rannsökuð, virðist í framkvæmd vera gætt að þessum atriðum. Jafnframt virðast rannsóknir, þegar á heildina er litið, styðja við það að samkeppniseftirlit stuðli að nýsköpun. Vegna þessa alls eru sterkar vísbendingar um að samkeppnisreglur og framkvæmd þeirra, eins og henni er háttað í dag, styðji við nýsköpun.

11 Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB nr. M.7559 – Pfizer/Hospira. Vefslóð: https://ec.europa.eu/competition/mergers/cases/decisions/ m7559_20150804_20212_4504355_EN.pdf 12 Frétt á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins þann 23.4.2021 „Framkvæmdastjórn ESB samþykkir beiðni Samkeppniseftirlitsins að alþjóðlegur samruni fyrirtækja á sviði krabbameinsskimana verði rannsakaður.“ Vefslóð: https://www.samkeppni.is/utgafa/frettir/framkvaemdastjorn-esb-samthykkir-beidni-samkeppniseftirlitsins-ad-althjodlegur-samruni-fyrirtaekja-a-svidi 13 Porter, Michael. 1990. „The Competitive Advantage of Nations.“ New York: McMillan Press. 14 Porter, Michael. 2001. „Competition and Antitrust: Towards a Productivity-Based Approach to Evaluating Mergers and Joint Ventures.“ Antitrust Bulletin, útg. 46. Bls. 923. 15 Sjá t.d. skýrslu Samkeppniseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi Vefslóð: https://www.samkeppni. is/urlausnir/skyrslur/nr/538, OECD. 2014. Factsheet on how competition policy affects macro-economic outcomes. Vefslóð: https://www.oecd.org/daf/ competition/2014-competition-factsheet-iv-en.pdf, Gutmann, J., og Voigt, S. 2014. „Lending a Hand to the Invisible Hand? Assessing the Effects of Newly Enacted Competition Laws”. Vefslóð: http://ssrn.com/abstract=2392780, Petersen. 2013. „ANTITRUST LAW AND THE PROMOTION OF DEMOCRACY AND ECONOMIC GROWTH.” Journal of Competition Law & Economics, Vol. 9, Útgáfa 3, bls. 593–636. Vefslóð: https:// doi.org/10.1093/joclec/nht003, Symeonidis, G. 2008. “The effect of competition on wages and productivity: evidence from the United Kingdom.” The Review of Economics and Statistics, útg. 90(1), bls. 134-146. Vefslóð: http://www.mitpressjournals.org/doi/abs/10.1162/rest.90.1.134#. U761BvmSyVM, Taylor, J. E. 2002. „The output effects of government sponsored cartels during the New Deal.“ The Journal of Industrial Economics. 50(1), bls. 1-10. Vefslóð: http://www.jstor.org/stable/3569770, Büthe, Tim og Cheng, City. 2017. A Step Ahead – Comeptition Policy for Shared Prosperity and Inclusive Growth, Alþjóðabankinn. Bls. 216 Vefslóð: https://openknowledge.worldbank.org/handle/10986/27527, Symeonidis, George. 2019. „Competition, Innovation and the Use of Innovations.“ The Journal of Industrial Economics, 67(3-4), bls. 565-592. Vefslóð: https:// onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/joie.12209

VÍSBENDING • 2021

41


JÓNAS ATLI GUNNARSSON

hagfræðingur

ER NÝSKÖPUN EKKI LENGUR TÖFF?

N

ýsköpun er gildishlaðið orð. Því fylgja ýmis jákvæð hughrif, líkt og þróun, framfarir og tækni. Það kemur því kannski ekki á óvart að það sé vinsælt á meðal stjórnmálamanna. Þeir virðast einnig flestir sammála um að styðja við nýsköpun og virðast hafa gert það ágætlega á síðustu árum hérlendis, ef miðað er við önnur Evrópulönd. Hins vegar eru vísbendingar uppi um að hugtakið sé á undanhaldi í almennri umræðu, bæði hérlendis og á alþjóðavísu. Gæti verið að áhugi almennings á nýsköpun sé að dvína? FLOKKARNIR SAMMÁLA

Að Flokki fólksins undanskildum má nálgast stefnuskrá allra stjórnmálaflokka sem sitja á þingi á netinu. Í öllum þeirra má finna kafla um nýsköpun, en þar virðast flokkarnir vera nokkurn veginn sammála um leiðir til að hlúa að vexti hennar. Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins segir að mikilvægt sé að stjórnvöld skapi umhverfi sem hvetji til nýsköpunar á öllum sviðum samfélagsins, auk þess sem hvatt er til meiri tengingar háskóla við frumkvöðla- og nýsköpunarstarf. Þessar áherslur eru einnig að finna nánast orðrétt í stefnuskrá VG. Í stefnuskrám Viðreisnar og Framsóknarflokksins eru svo skattaívilnanir útlistaðar sérstaklega sem leiðir til að stuðla að aukinni nýsköpun, auk annarra aðgerða, líkt og aukinna endurgreiðslna til fyrirtækja í rannsóknarog þróunarstarfi. Píratar nefna einnig að nýskráningar fyrirtækja ættu að vera gerðar einfaldar og ódýrar. Samfylkingin og Miðflokkurinn kalla svo eftir markvissum stuðningi við þær atvinnugreinar þar sem helstu tækifærin liggja fyrir íslenskan efnahag í sínum stefnuskrám. Samkvæmt Samfylkingunni ætti að ýta undir vöxt háframleiðnigreina sem byggjast á hugviti, sköpunargáfu,

tækni og verkkunnáttu, en Miðflokkurinn nefnir sérstaklega tækni- og orkugeirann í þessu tilliti. Þótt blæbrigðamunur sé á stefnunum er því ljóst út frá stefnuskrám þeirra að mikill samhljómur ríki um málaflokkinn. Það vilja allir tala vel um nýsköpun. FLESTAR RÍKISSTJÓRNIR HAFA STUTT VIÐ NÝSKÖPUN

Ef miðað er við önnur Evrópulönd hefur Ísland einnig staðið sig tiltölulega vel þegar kemur að stuðningi hins opinbera við nýsköpun. Samkvæmt tölum frá Eurostat hafa opinber útgjöld til rannsóknar og þróunar hérlendis oftast verið nokkuð yfir meðaltali Norðurlandanna og aðildarríkja Evrópusambandsins á síðustu árum, ef tekið er tillit til landsframleiðslu1. Útgjöld ríkjanna til rannsóknar-og þróunarstarfs á árunum 2004-2019 má sjá á mynd hér að neðan, en samkvæmt henni nam framlag Íslands tæpu prósenti flest árin. Samsvarandi framlag á hinum Norðurlöndunum hefur numið 0,8 til 0,9 prósentum, en meðaltal innan ESB er nær 0,7 prósentum. Mikla breytingu mátti hins vegar sjá á árunum 2014, 2015 og 2016, þegar fjárlagafrumvörp voru í höndum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, með Bjarna Benediktsson sem fjármálaráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur sem iðnaðarráðherra. Á þessum þremur árum lækkuðu framlög íslenska ríkisins til rannsóknar og þróunar um helming og voru þau undir meðaltali ESBríkja og hinna Norðurlandanna. AUKNING Á SÍÐUSTU ÁRUM

Á árunum 2017, 2018 og 2019 jókst hins vegar framlag hins opinbera til rannsóknar og þróunar til muna á ný og náði aftur tæpu prósenti af landsframleiðslu. Einungis

1 https://ec.europa.eu/eurostat/databrowser/view/GBA_NABSFIN07__custom_809315/default/table?lang=en

42

VÍSBENDING • 2021


ríkisstjórnir Noregs og Þýskalands vörðu hærra hlutfalli af landsframleiðslu í Evrópu á þeim tíma. Til viðbótar við bein útgjöld úr opinberum sjóðum hefur ríkisstjórnin einnig eflt nýsköpun með skattaívilnunum á síðustu árum. Samkvæmt nýlegri greiningu hjá OECD hafa slíkar ívilnanir aukist meira hérlendis en í flestum öðrum þróuðum ríkjum2. Þróunina má sjá á mynd hér til hliðar, en þar sést að Ísland er komið langt fram úr meðaltali hinna Norðurlandanna í málaflokkinum. Samtökin bentu einnig á að yfirgnæfandi meirihluti slíkra ívilnana færu til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. ÖFUG ÞRÓUN HJÁ ALMENNINGI

Á meðan áhugi stjórnmálamanna á nýsköpun og stuðningur þeirra við málaflokkinn hefur aukist má þó greina öfuga þróun í almennri umræðu. Samkvæmt Tímarit.is hefur dregið úr birtingu orðsins „nýsköpun“ á allra síðustu árum, eftir að það hafði birtst æ oftar á prenti á síðustu fjórum áratugum. Þróunina má sjá á myndinni hér til hliðar, en samkvæmt henni náði fjöldi skipta sem orðið var birt í íslenskum blöðum og tímaritum hámarki árið 2014. Síðan þá hefur fjöldinn minnkað með hverju árinu sem líður og mældist hann í fyrra jafnmikill og hann var fyrir fjármálahrunið árið 2007. Hér er gott að nefna að mælingar Tímarit.is eru ekki fullkomnar, til að mynda geti mælingar fyrir síðustu árin verið ónákvæmar þar sem tveggja til fjögurra ára töf gæti verið á birtingu blaða á síðunni. Auk þess hefur útgáfa prentaðra miðla einnig minnkað á síðustu árum, á meðan vefmiðlar hafa tekið sér stærra pláss í umræðunni. Þessi þróun er hins vegar í ágætu samræmi við minni notkun þessara orða á heimsvísu. Samkvæmt heimasíðunni Google Trends eru vinsældir leitarorðanna „innovation“ og „research and development“ einnig minni en þau voru, en áhuginn virðist hafa minnkað mest á fyrstu árunum eftir aldamótin. HVAÐ VELDUR ÞESSU?

Hægt er að setja minnkandi áhuga almennings á nýsköpun í samhengi við minni framleiðnivöxt á síðustu árum. Frá aldamótum hefur sá vöxtur um það bil helmingast í Bandaríkjunum, úr 3 prósentum á ári að meðaltali niður í 1,5 prósent. Þróunin hefur verið svipuð hér á landi, þar sem vöxtur landsframleiðslu á hverja vinnustund hefur minnkað úr 10 prósentum á árunum 2004-2008 niður í 5 prósent á síðustu fimm árum. Til lengri tíma byggir vöxtur framleiðni á nýsköpun. Minni framleiðnivöxtur er því merki um að nýsköpunin sé ekki að skila sér inn í hagkerfið með jafn skilvirkum hætti og áður. Í stjórnendakönnun PwC árið 2019 sagðist meirihluti stjórnenda eiga erfitt með að koma með nýjungar sem auka skilvirkni fyrirtækja þeirra3. Með minnkandi framleiðnivexti hefur almenningur fundið minna fyrir jákvæðum áhrifum nýsköpunar á líf þeirra og störf 2 3 4 5

MYND 1 ÚTGJÖLD TIL RANNSÓKNAR OG ÞRÓUNAR SEM HLUTFALL AF LANDSFRAMLEIÐSLU

MYND 2 SKATTAÍVILNANIR TIL RANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR SEM HLUTFALL AF LANDSFRAMLEIÐSLU

MYND 3 FJÖLDI SKIPTA SEM ORÐIÐ NÝSKÖPUN KEMUR FYRIR Á TÍMARIT.IS

og er því ekki óeðlilegt að jákvæðu hughrifin sem fylgja orðinu hafi tekið að dvína. Í stað þess að tengja nýsköpun við þróun og framfarir gæti verið að almenningur tengi orðið frekar við áhættu eða uppstokkun á núverandi kerfi. Í einni rannsókn á meðal háskólamenntaðra starfsmanna í Bandaríkjunum og Kanada, tveimur löndum sem skora hátt í alþjóðlegum samanburði í málaflokknum,4 sögðust aðeins 14 til 28 prósent þeirra hafa mikinn metnað fyrir nýsköpun.5 Óvíst er hvort framleiðnivöxturinn muni taka við sér á næstunni en vonir standa til að svo verði, þar sem vinnuvenjur hafa breyst í kjölfar faraldursins. Aukin heimavinna gæti ýtt undir almenna tækniþekkingu, en með henni væri auðveldara að fullnýta alla þá nýsköpun sem hefur átt sér stað í stafrænum lausnum á síðustu árum. Ef það gerist mætti búast við að orðið nýsköpun verði aftur tengt við framfarir og nýja tíma. Þangað til er hins vegar líklegt að það verði fyrst og fremst notað á meðal stjórnmálamanna.

https://www.oecd.org/sti/rd-tax-stats-iceland.pdf https://www.pwc.com/mu/pwc-22nd-annual-global-ceo-survey-mu.pdf https://www.wipo.int/edocs/pubdocs/en/wipo_pub_gii_2020.pdf https://hbr.org/2020/02/stop-calling-it-innovation

VÍSBENDING • 2021

43


Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum.

L ANDSBANKINN.IS


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.