Kjarninn - 55. útgáfa

Page 1

55. útgáfa – 4. september 2014 – vika 36

ESB vill að við borgum meira Viðræður EES-ríkjanna vegna greiðslna í Þróunarsjóð EFTA eru í hnút. ESB vill allt að þriðjungshækkun á greiðslum.


55. útgáfa

Efnisyfirlit 4. september 2014 – vika 36

Staðan er aldrei nógu góð í reynd Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, skrifar ítarlega grein um stöðu efnahagsmála hér á landi.

Raunhagkerfið stóðst álagið í hruninu ViðSKipti

Lífeyrissjóðirnir hafa mikið um hagræðingu á fjármálamarkaði að segja

Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fjallar um áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir.

Fótboltamenn eru orðnir fjármálaafurðir

HúSnæðiSmál

KJaftæði

Mikil hækkun á fasteignamati getur farið beint út í verðlag

Dóri DNA snýr aftur í pistlaskrifin með hvelli

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Viðskipti með knattspyrnumenn á Englandi, áður en félagaskiptaglugganum var lokað 1. september, voru meiri þetta árið en nokkru sinni fyrr. Sumir lýsa viðskiptum félaga með knattspyrnumenn eins og nútímaþrælahaldi.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A — 1 4 - 0 7 2 7

Snertilausar greiðslur í posum Valitor býður hraðvirka og örugga posa sem gerir söluaðilum kleift að taka við snertilausum greiðslum. Söluaðilar eiga þess kost að fá uppfærslu á posabúnað sinn og geta þá boðið viðskiptavinum sínum að greiða með síma eða snertilausu korti auk hefðbundinna greiðsluleiða. Þú sérð um söluna – við sjáum um greiðsluna

525 2255 // sala@valitor.is // www.valitor.is


lEiðari

ægir Þór Eysteinsson kjarninn 4. september 2014

Við höfum alltaf framsókn Ægir Þór Eysteinsson er sannfærður um að Framsókn muni lýsa upp skammdegið með uppátækjum sínum.

Þ

að er algjörlega óþarfi að örvænta þótt tekið sé að hausta. Miðað við sumarið, sem eiginlega kom aldrei, er að minnsta kosti ekki von á því að veðrið breytist mikið. Það eina sem breytist í raun hvað það varðar er að sírakir regnstakkar og strigaskór víkja senn fyrir sírökum vetrarjökkum og bomsum. Svo eru líka fjölmargar ástæður til að fagna komu haustsins. Sjálfkrafa out of office-tölvupóstum fer ört fækkandi, sem og biðraðavaldandi ferðamönnum teljandi verðlaust íslenskt klink á kössunum í lágvöruverðsverslununum. Pirraði Íslendingurinn snýr nú til baka óendurnærður úr sögguðum sumarbústöðum, tilbúinn að láta til sín taka í þjóðmálaumræðunni sem aldrei fyrr. Skemmtilegasta frétt vikunnar var án efa sagan af varabæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Kópavogi sem fór í fýlu þegar hann fékk ekki ókeypis miða á tónleika Justin Timberlake í Kórnum. Hann sem var svo klár í að mæta og dilla sér 03/05 lEiðari


ásamt maka, í nafla Íslands að hans mati, Kópavoginum. Þegar honum var tilkynnt að hann fengi ekki miða, því hann væri bara til vara í stjórnmálunum í Kópavogi, varð hann svo sármóðgaður að hann sakaði alvöru bæjarfulltrúana í miðju alheimsins um spillingu. Hann krefst þess nú að upplýst verði hvort Sena hafi fengið afslátt á leigu Kórsins í staðinn fyrir miðana. Er það vel. Þrátt fyrir skyndisiðgæði varabæjarfulltrúans er auðvitað full ástæða til að fá þessar upplýsingar upp á borðið. Þótt í sjálfu sér sé ekkert athugavert við „Besti brandar- það að bæjarfulltrúar og starfsmenn stjórnsýslóski eftir að fá að vera viðstaddir slíka inn var samt unnar stórviðburði í sínu sveitarfélagi. Það má hins þegar hún vegar ekki vera að frumkvæði viðburðahaldara hreykti ríkis- né í skiptum fyrir nudd. Þorbjörn Þórðarson, hinn skeleggi fréttastjórn Sigmundar maður Stöðvar 2, á heiður skilinn fyrir beina Davíðs af aukn- útsendingu frá Hamraborginni í Kópavogi, þar um hagvexti.“ sem miðalausi varabæjarfulltrúinn var tekinn á beinið. Þessi epíska sjónvarpsútsending verður lengi í minnum höfð, bæði fyrir fréttina sem slíka og ekki síst fyrir óumdeilanlegt skemmtanagildið. Framsóknarmenn eru nefnilega ansi oft skemmtilegir. Þótt vel megi vera að það sé oftast fyrir slysni er haustkoman óneitanlega tilhlökkunarefni því þá tekur Alþingi aftur til starfa. Að minnsta kosti klæjar Vigdísi Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokks, í fingurna að komast í ræðustól Alþingis í uppistand. Nýjasta sprell hennar átti sér stað í Síðdegisútvarpi RÚV í vikunni. Þar skammaði Vigdís Tryggva Þór Herbertsson, sem hún kallaði starfsmann skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar, fyrir að hafa aldrei fundist aðgerðirnar sexí. Það var mjög fyndið og skemmtilegt. Annar skemmtilegur þingmaður úr röðum Framsóknarmanna er að gera sig gildandi um þessar mundir. Það er þingkonan Silja Dögg Gunnarsdóttir. Hún fór með gamanmál 04/05 lEiðari


í pistli sem hún skrifaði í Fréttablaðið í vikunni. Þar dásamaði hún skuldaniðurfellingarnar og sagði allt á uppleið vegna þeirra, þrátt fyrir að viðbúið sé að þær auki verðbólgu og geri láglaunuðum og eignalausum nánast ómögulegt um vik að kaupa sér þak yfir höfuðið. Besti brandarinn var „Þrátt fyrir samt þegar hún hreykti ríkisstjórn Sigmundar skyndisiðgæði Davíðs af auknum hagvexti. Það er vissulega hagvöxtur og það er gott, en hann má helst rekja varabæjarfull- til sölu á fiski og áli, útlendra ferðamanna og trúans er auð- aukinnar einkaneyslu, sem má ekki síst rekja til vitað full ástæða skuldaniðurfellingarinnar dásamlegu. eina sem ríkisstjórnin getur stært sig af til að fá þessar meðÞað hliðsjón af hagvextinum er aukin skuldsett upplýsingar einkaneysla, meðal annars vegna skuldaniðurupp á borðið.“ fellinganna, sem kemur alltaf til baka á endanum og bítur okkur í rassinn. Ríkisstjórnin selur ekki ál, eða fisk, eða hefur í gildi heildstæða ferðamannamálastefnu. Suma brandara segir maður bara í góðra vina hópi. Það er að minnsta kosti óþarfi að örvænta gagnvart skammdeginu með slíkt gallerí af skemmtikröftum við stjórnvölinn í landinu. Þegar allt um þrýtur höfum við alltaf Framsókn til að stytta okkur stundirnar.

05/05 lEiðari


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Umhverfisvottuð hestöfl Aníta og Gammur eru ánægð með ISO-vottaðar stöðvar N1 sem bjóða upp á jákvæðari orku – VLO-blandaða díselolíu sem minnkar útblástur og eykur endingu vélarinnar. Það er stórt skref í átt að umhverfisvænni þjónustu.

ÍST ISO 14001 Hjá N1 eru níu þjónustustöðvar og eitt hjólbarðaverkstæði ISO- umhverfisvottaðar starfsstöðvar – og það eru fleiri á leiðinni.

Vetnisblönduð lífræn olía dregur úr útblæstri koltvísýrings. Hún er í boði á flestum af 98 útsölustöðum N1.

Hluti af umhverfinu


06/10 Húsnæðismál

kjarninn 4. september 2014

nýtt fasteignamat veldur titringi Fasteignamat tilgreinds flokks atvinnuhúsnæðis hækkar um heil átján prósent á milli ára. Hækkunin mun hafa víðtækar afleiðingar og kynda undir verðbólgu. Stríðir þvert gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.


HúSnæðiSmál Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins

Þ

jóðskrá Íslands tilkynnti fasteignaeigendum nýtt fasteignamat í júní. Matið tekur gildi 31. desember næstkomandi og gildir fyrir árið 2015, en frestur til að gera athugasemdir við fasteignamatið rennur út 1. nóvember næstkomandi. Til þessa hafa Þjóðskrá borist 28 athugasemdir vegna fasteignamats íbúðarhúsnæðis og 31 athugasemd vegna fasteignamats atvinnuhúsnæðis. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7 prósent frá yfirstandandi ári og verður 5.369 milljarðar króna. Fasteignamatið hækkar á 91,7 prósentum eigna en lækkar á 8,3 prósentum eigna frá fyrra ári. Mest er hækkunin á milli ára á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fasteignamatið hækkar um 9,1 prósent, en minnstu hækkunar gætir á Austurlandi, þar sem fasteignamatið hækkar um 3,3 prósent. flokkur atvinnuhúsnæðis hækkar um átján prósent Samkvæmt nýja fasteignamatinu hækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis í landinu um 12,4 prósent á milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar fasteignamatið á atvinnuhúsnæði um 14,1 prósent, en 8,9 prósent á landsbyggðinni. Auk upplýsinga um þinglýsta kaupsamninga byggir hið nýja fasteignamat atvinnuhúsnæðis á upplýsingum um leigusamninga. Ný reiknilíkön lýsa sambandi milli eiginleika þessara eigna við leiguverð ásamt því að meta samband leiguverðs og kaupverðs. Þessi nýja aðferð við útreikninga fasteignamats atvinnuhúsnæðis skýrir fyrst og síðast hækkunina á milli ára í málaflokknum. Árin á undan nam hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði að jafnaði þremur til fjórum prósentum á milli ára, eða í takti við verðlag. Útreikningar Þjóðskrár á fasteignamati ársins 2015 náðu einungis til 56 prósenta atvinnuhúsnæðis. Það er verslunar-, skrifstofu-, hótel- og iðnaðarhúsnæði. Þar nemur hækkunin átján prósentum á milli ára. Restin, 44 prósent atvinnuhúsnæðis, svo sem spítalar, skólar, heimavist, leikskólar

„Útreikningar Þjóðskrár á fasteignamati ársins 2015 náðu einungis til 56 prósenta atvinnuhúsnæðis.“

07/10 HúSnæðiSmál


og íþróttahús, var tekin út fyrir sviga. Þar nemur hækkun fasteignamats á milli ára einungis fjórum prósentum. Þessi flokkun atvinnuhúsnæðis hefur löngum verið umdeilanleg. Hækkandi fasteignamat hefur víðtæk áhrif, en lögum samkvæmt er því er ætlað að endurspegla gangverð fasteigna og markaðsverðmæti þeirra. Fasteignaskattur, fasteignagjöld, reiknast af fasteignamati húss og lóðar, og þannig hækka opinber gjöld til sveitarfélaganna samhliða hækkandi fasteignamati. Til að mynda er álagningarprósenta fasteignaskatts hjá Reykjavíkurborg 0,2 prósent á íbúðarhúsnæði, 1,65 prósent á atvinnuhúsnæði og 1,32 prósent á aðrar eignir. Breyting sem skilar sveitarfélögunum milljarði Í ljósi ofangreinds blasir við umtalsverð hækkun á fasteignagjöldum atvinnuhúsnæðis, sem fasteignamat Þjóðskrár náði til, sem mun líklegast haldast þannig til langrar framtíðar. Hækkunin bitnar ekki síst á fasteignafélögum, sem mörg hver hafa gert hundruð langra leigusamninga við leigutaka, marga hverja jafnvel til fjölda ára, sem félögin hafa ekkert svigrúm til að breyta með hliðsjón af hækkandi álögum. Þá taka útreikningarnir ekkert tillit til þess hvort húsnæði standi tómt eða sé í útleigu. Nýja fasteignamatið mun hækka tekjur sveitarfélaganna af atvinnuhúsnæði um rúmlega milljarð króna árlega. Ljóst er að eigendur atvinnuhúsnæðis, til að mynda fasteignafélögin, munu leita allra leiða til að velta slíkri hækkun út í verðlagið við gerð og endurnýjun leigusamninga, með tilheyrandi og óhjákvæmilegri hækkun leiguverðs. Fyrirtæki sem eiga sitt húsnæði fá strax hækkun á sinn húsnæðiskostnað. Hærri húsnæðiskostnaður eða hækkun leiguverðs leiðir svo til hærri framleiðslukostnaðar fyrir fyrirtæki, sem neyðast þá til að hækka verð á vöru og þjónustu með ófyrirséðum verðbólguáhrifum. Miðað við reikniaðferðir Þjóðskrár, að taka meðal annars mið af þinglýstum leigusamningum við gerð fasteignamats, má ljóst vera að fasteignamat ársins 2016 mun hækka enn 08/10 HúSnæðiSmál


UMHVERFISVOTTAÐ FYRIRTÆKI

70% súkkulaði? 70% umbúðir! Um sjötíu prósent umsvifa Odda í dag snúast um hönnun, framleiðslu og sölu á fallegum og notadrjúgum umbúðum úr plasti, kartoni, bylgjupappa og hefðbundnum pappír. Við erum sameinað fyrirtæki Odda, Kassagerðarinnar og Plastprents. Meðal 3.500 viðskiptavina Odda eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í matvælaiðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu. Já, við erum löngu hætt að vera bara prentsmiðja. Þarftu umbúðir, plast eða kassa? Tölum saman. #oddaflug Oddi Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun


Höggið mildað um sinn Von er á frumvarpi á haustþingi þar sem milda á áhrif nýja fasteignamatsins fyrir atvinnuhúsnæði tímabundið.

frekar. Því má segja að nýir útreikningar við fasteignamat atvinnuhúsnæðis muni hrinda af stað keðjuverkandi áhrifum til hækkunar næstu árin. Engin getur sagt með vissu hvernig þessari nýju aðferðarfræði muni vegna í framtíðinni og hversu vel hún muni endurspegla markaðsverð, sem henni er ætlað að gera. Forsvarsmenn fasteignafélaga telja að breytingin feli í sér stóraukna skattlagningu á atvinnulífið og vegi að rekstri þeirra. Til að mynda framkvæmdi Eik fasteignafélag sérstaka varúðarfærslu í nýju árshlutauppgjöri félagsins vegna þessa. Sama titrings gætir hjá fleiri fasteignafélögum. Sólveig Guðmundsdóttir, staðgengill forstjóra hjá Þjóðskrá Íslands, sagði í frétt RÚV 16. júní að ráðist hefði verið

09/10 HúSnæðiSmál


í þær til að samræma fasteignamatið og gæta jafnræðis. Fasteignamatið væri ákvarðað á grundvelli laga. Þá væri það sveitarfélaganna að ákveða hlutfall fasteignaskatta. Spurð hvort hærra fasteignamat ýtti undir frekari þenslu og verðbólgu svaraði Sólveig því til að erfitt væri að spá fyrir um þá þróun og ekki Þjóðskrár Íslands að gera það. Stjórnvöld hyggjast milda höggið tímabundið Samkvæmt minnisblaði sem Þjóðskrá Íslands sendi til Innanríkisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga 11. júní síðastliðinn, degi eftir að nýja fasteignamatið var kynnt, og Kjarninn hefur undir höndum má ljóst vera að að stjórnvöldum sé fullkunnugt um höggið sem áðurnefndur flokkur atvinnuhúsnæðis verður fyrir. Í minnisblaðinu má finna útreikninga á tekjum sveitarfélaga með tilliti til sérstakra mildunaraðgerða á álögur sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. Frumvarp þess efnis að hækkunin komi ekki að fullu til áhrifa fyrr en árið 2017 er í smíðum og verður lagt fram á Alþingi í haust. Ljóst má vera að hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði mun hafa víðtækar afleiðingar. Erfitt er að sjá annað en að auknar álögur á atvinnulífið um sé að ræða, sem stríðir beint gegn yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um að standa vörð um stöðugleika og leyfa atvinnulífinu að þróast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að bættur hagur heimilanna í landinu og efling atvinnulífsins með aukinni verðmætasköpun í þágu almannahags verði leiðarljós ríkisstjórnarinnar. Síðan er grátbroslegt til þess að hugsa að á sama tíma og ríkisstjórnin er að útdeila háum fjármunum úr ríkissjóði til útvaldra í leiðréttingunni svokölluðu kynda fyrirliggjandi breytingar á fasteignamati atvinnuhúsnæðis undir verðbólgu og draga þannig úr áhrifum leiðréttingarinnar.

10/10 HúSnæðiSmál


11/15 AlþjóðAmál

kjarninn 4. september 2014

aðgöngumiði að ESB hækkar í verði Evrópusambandið vill að framlög í Þróunarsjóð EFTA hækki um allt að þriðjung. Ísland borgaði tæpa fimm milljarða á síðustu fimm árum.


alÞJóðamál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

V

iðræður aðildarríkja að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), Íslands, Noregs og Liechtenstein, við Evrópusambandið vegna greiðslna í Þróunarsjóð EFTA eru í hnút. Greiðslurnar eru stærsta fjárhagslega skuldbindingin sem ríkin greiða til Evrópusambandsins vegna samningsins og eru oft kallaðar aðgöngumiðinn að innri markaði Evrópu. Heimildir Kjarnans herma að fulltrúar Evrópusambandsins hafi farið fram á allt að þriðjungshækkun á framlögum í sjóðinn. Hvorki íslensk né norsk stjórnvöld hafa viljað upplýsa hversu háar kröfurnar eru. Það hefur Evrópusambandið ekki heldur viljað. Ísland greiddi 4,9 milljarða króna í sjóðinn á árunum 2009–2014 og miðað við áætlaðar kröfur Evrópusambandsins ættu greiðslur okkar að hækka um rúmlega einn og hálfan milljarð króna á næstu fimm árum. EFTA-ríkin þrjú sem greiða í sjóðinn hafa hafnað þessum kröfum og sagt þær óraunhæfar. Ekkert þeirra er tilbúið að taka á sig hækkanir af þessari stærðargráðu.

Samningurinn runninn út Samið er til fimm ára í senn um framlögin. Síðast náði samkomulagið yfir tímabilið frá 1. maí 2009 til 30. apríl 2014. Það samkomulag er því á enda runnið. Viðræðurnar um það samkomulag voru fjarri því að vera dans á rósum. „Greiðslur Íslands Þær gengu raunar það erfiðlega að ekki samdist á síðust fimm árum fyrr en tæpu ári eftir að fyrra samkomulag var eða á fyrri hluta árs 2010. Þá var samið eru 70 prósentum útrunnið, um að framlög Íslands, Noregs og Liechtenstein hærri en greitt var myndu hækka um 33 prósent á milli tímabila en í sjóðinn fimmtán að tvö síðarnefndu ríkin myndu taka meirihluta árin þar áður.“ hækkunarinnar á sínar herðar vegna þeirrar stöðu sem var uppi í íslensku efnahagslífi eftir bankahrunið haustið 2008. Heimildir Kjarnans herma að kröfur Evrópusambandsins um hækkun séu af sambærilegri stærðargráðu og um samdist síðast.

12/15 alÞJóðamál


Hitamál Samband Íslands og Evrópusambandsins er mikið hitamál. Andstæðingar aðildar að sambandinu leggja oft áherslu á mikilvægi EES-samningsins.

Samkvæmt síðasta samkomulagi greiddu EES-ríkin tæpan milljarð evra, um 150 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, í sjóðinn. Þar af greiða Norðmenn tæplega 95 prósent upphæðarinnar. Til viðbótar felur samkomulagið um greiðslur EES-ríkjanna til Evrópusambandsins í sér að Norðmenn greiða til hliðar í sérstakan Þróunarsjóð Noregs. Alls borguðu Norðmenn tæpa 125 milljarða króna í hann á tímabilinu. Þeir greiddu því um 260 milljarða króna fyrir aðgöngu sína að innri markaðnum. Ljóst er að þorri þeirrar fjárhagslegu byrðar sem greiðslurnar orsaka lendir á Norðmönnum. Ástæður þessa eru einfaldar. Þegar upphaflega var samið um greiðslurnar var ákveðið að framlag hverrar þjóðar fyrir sig myndi reiknast út frá landsframleiðslu og höfðatölu. Norðmenn eru langríkasta og langfjölmennasta EFTA-ríkið sem á aðild að EES-samningnum og borga þar af leiðandi langmest.

13/15 alÞJóðamál



Hvað er Þróunarsjóður eFTa og Hverja sTyrkir Hann? Þróunarsjóður EFTA var settur upp sem hluti af EES-samningnum, sem gekk í gildi 1. janúar 1994. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein greiða í hann eftir stærð og landsframleiðslu hvers þeirra. Yfirlýstur tilgangur hans er að vinna gegn efnahagslegri og félagslegri mismunum í þeim ríkjum Evrópusambandsins sem þiggja aðstoð úr sjóðnum. Styrkir eru greiddir út á grundvelli áætlana sem

styrktarlöndin gera. Á síðasta samningstímabili runnu greiðslur úr sjóðnum til 15 Evrópusambandslanda sem uppfylltu skilyrði til að þiggja þær. Stærstu heildarstyrkirnir fóru til Póllands (267 milljónir evra) og Rúmeníu (191 milljón evra). Önnur ríki sem fengu greiðslur eru Bulgaría, Kýpur, Tékkland, Eistland, Grikkland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía og Spánn.

greiðslur Íslands aukist um 70 prósent Greiðslur Íslands voru mun lægri, þótt þær hafi farið ört hækkandi. Frá árinu 1994, þegar EES-samningurinn gekk í gildi, og fram til 1. maí 2009 greiddum við samtals 2,9 milljarða króna á verðlagi ársins 2010. Þrátt fyrir að Íslandi hafi verið sýndur skilningur í síðasta samningi jukust greiðslur landsins samt sem áður gríðarlega og voru 4,9 milljarðar króna á árunum 2009–2014. Þar af er áætlað að við greiðum um 1,4 milljarða króna í sjóðinn á þessu ári, 2014. Aðgöngumiðinn að innri markaði Evrópusambandsins er því að hækka mjög hratt í verði. Greiðslur Íslands á síðustu fimm árum eru 70 prósentum hærri en greitt var í sjóðinn fimmtán árin þar áður. Viðræður um nýtt samkomulag hófust snemma á þessu ári. Fyrsti formlegi fundur EFTA-ríkjanna og fulltrúa Evrópusambandsins vegna þess var 22. janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa tveir aðrir formlegir fundir verið haldnir, sá síðasti á vormánuðum. Samkvæmt heimildum Kjarnans hefur þokast mjög lítið í átt nýju samkomulagi. Munurinn á þessum viðræðum og þeim sem hafa átt sér stað áður vegna framlaganna er sá að nú eru Norðmenn jafn harðir og Íslendingar í afstöðu sinni gegn því að greiða meira. Ekki er búið að bóka næsta samningsfund en búist er við því að hann verði á næstu vikum. Vert er að taka fram að minni hópar á vegum viðræðenda hafa fundað í millitíðinni, enda hanga önnur atriði á samningnum en bara framlög í sjóðinn. Þar ber helst að nefna ákveðna innflutningskvóta á fiski inn á markaði í 14/15 alÞJóðamál


Evrópusambandinu sem eru bæði Íslandi og Noregi mjög fjárhagslega mikilvægir. Í raun eru enginn formleg tímamörk sem ljúka þarf viðræðunum fyrir. Flækjustigið mun hins vegar aukast eftir því sem samkomulagið dregst og erfiðara verður að framkvæma úthlutanir úr sjóðnum. Þá er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að ekki takist að semja. Þá er EES-samningurinn í uppnámi.

utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson stýrir því ráðuneyti sem hefur viðræðurnar á sinni könnu.

mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands EES-samningurinn er mikilvægasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Hann veitir Íslandi nokkurs konar aukaaðild að innri markaði Evrópu án tolla og gjalda á flestar vörur. Um 80 prósent af útflutningi okkar fara til Evrópu, að langmestu leyti til landa sem tilheyra innri markaðinum, og um 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan. Einn ókostur við EES-samninginn er síðan að Ísland undirgekkst að taka upp stóran hluta af regluverki Evrópusambandsins án þess að geta haft nokkur áhrif á mótun þess. Í Evrópustefnu sitjandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að efla hagsmunagæslu Íslands innan EES og stórefla samstarf við Norðmenn á þeim vettvangi. Þessari stefnu á að framfylgja meðal annars með því að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri í löggjafarstarfi Evrópusambandsins strax á fyrstu stigum mála. Ljóst er að slík hagsmunagæsla mun kosta töluvert fé, enda nauðsynlegt að fjölga verulega starfsfólki í Brussel, aðalbækistöð Evrópusambandsins, til að framfylgja henni. 15/15 alÞJóðamál


01/04 viðskipti

kjarninn 4. september 2014

mp banki metinn á 1,5 til 3 milljarða Sameiningarviðræður á fjármálamarkaði miða að því að ná fram hagræðingu í rekstri og búa til skýran valkost á móti stóru bönkunum þremur.


ViðSKipti Magnús Halldórsson L @MaggiHalld

ó

formlegar sameiningarviðræður Virðingar og MP banka, sem staðið hafa frá því í sumar, hafa meðal annars gert ráð fyrir því að verðmatið á MP banka sé á bilinu 0,3 til 0,6 sinnum eigið fé bankans, sem þýðir að bankinn er metinn á 1,5 til þrjá milljarða króna. Eigið fé bankans var í árslok í fyrra rúmlega fimm milljarðar króna. Mismunandi hugmyndir eru þó uppi um verðið, eins og gefur að skilja. Hluthafar MP banka vilja að það sé metið í hærri kantinum á meðan aðrir þeir sem horfa til sameiningarinnar úr hluthafahópi Virðingar telja bankann vera minna virði. Í sumar var meðal annars opið svonefnt gagnaherbergi þar sem fjárfestar gátu kynnt sér gögn um innviði MP banka með fjárfestingu í huga. Samkvæmt heimildum kynntu nokkrir aðilar sér þau en nokkrir hluthafa bankans hafa að undanförnu sóst eftir því að selja hlut sinn í bankanum. Sumarið er tíminn Eins og greint var frá í Kjarnanum í síðustu viku hafa sumarmánuðirnir verið nýttir til að ræða sameiningar smærri fjármálafyrirtækja þar sem útgangspunktur viðræðnanna er sá að ná fram hagræðingu í grunnrekstri og búa til grundvöll þar sem skýr valkostur er á bankamarkaði við hlið endurreistu bankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka. Viðræðurnar hafa verið óformlegar til þessa en hafa borist inn á stjórnarfundi hjá félögunum sem um ræðir, eins og Virðingu, MP banka, Straumi og Íslenskum verðbréfum, auk þess sem einstaka hluthafar í félögunum hafa rætt um mögulega sameiningarfleti. Miklir hagsmunir eru í húfi í þessum efnum og viðskiptatækifæri sömuleiðis. Fram undan er nær algjör endurskipulagning á eignarhaldi fjármálakerfisins, með samningum við almenna kröfuhafa í slitabú föllnu bankanna sem og jöklabréfaeigendur, en eins og stjórnvöld hafa greint frá í fréttatilkynningum er nú unnið að lausnum á þessum málum í samvinnu við erlenda ráðgjafa þessa dagana. Þar er meðal

„Viðræðurnar hafa verið óformlegar til þessa en hafa borist inn á stjórnarfundi hjá félögunum sem um ræðir.“

02/04 ViðSKipti


annars horft til þess að rýmka eða afnema fjármagnshöft. Á meðal þeirra sem vinna að þessu fyrir stjórnvöld er Lee Buchheit, lögmaðurinn sem var íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar í Icesave-deilunni við Hollendinga og Breta. mikil stærðarhagkvæmni Í fjármálageiranum er stærðarhagkvæmni augljóslega eftirsóknarverð, ekki síst þegar kemur að fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Möguleg sameining Virðingar og MP, og jafnvel Íslenskra verðbréfa sömuleiðis, yrði ekki síst gerð á forsendum þess að styrkja rekstrargrunninn og efla fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu. Ljóst er að stjórnir íslenskra lífeyrissjóða munu ráða miklu um hvernig fer, þar sem þeir eru stórir hluthafar í öllum fyrrnefndum félögum, Virðingu, MP banka og Íslenskum verðbréfum. Þá eiga félagasamtök einnig hluti í félögunum. Hjá Virðingu, sem varð til í núverandi mynd með sameiningu við Auði Capital, eiga lífeyrissjóðirnir Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stafir lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verkfræðinga samtals ríflega 25 prósent hlutafjár. Þar af eiga Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Sameinaði lífeyrissjóðurinn ríflega átta prósenta hlut hvor. Stærsti eigandi Virðingar er KP Capital, félag stjórnarformannsins Kristínar Pétursdóttur, með ríflega níu prósenta hlut. Lífeyrissjóður verzlunarmanna er einnig meðal stórra hluthafa í MP banka, á 9,74 prósenta hlut. Samkvæmt heimildum Kjarnans hafa nokkrar umræður átt sér stað á milli þeirra sem stýra lífeyrissjóðunum um hvernig best sé að haga málum ef til sameiningar kemur. Hjá Íslenskum verðbréfum eru lífeyrissjóðir einnig á meðal stærstu hluthafa og viðskiptavina sömuleiðis. Íslandsbanki er stærsti hluthafinn með 27 prósenta hlut, en Stapi lífeyrissjóður á 15 prósent og Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga 14,4 prósent. Þessir tveir sjóðir fara því með tæplega þrjátíu prósenta hlut í félaginu. Rekstur Íslenskra verðbréfa hefur verið stöðugt jákvæður frá árinu 2002, samkvæmt upplýsingum frá félaginu, 03/04 ViðSKipti


Allt er til á alnetinu og líka í Maclandi...

... á vaxtalausu láni. Laugavegur 17 | Sími: 580 7500 | verslun@macland.is | macland.is

Smelltu hér til að skoða tilboð


en hagnaðurinn nam 138 milljónum króna í fyrra og voru eignir í stýringu 112 milljarðar í lok þess árs. Skýrari staða hjá Straumi Eins og greint var frá í Kjarnanum í síðustu viku hafa óformlegar samræður um mögulega sameiningu MP banka og Straums átt sér stað í allt sumar, en eins og mál standa nú eru minni líkur á að Straumur og MP banki sameinist en var á fyrri stigum viðræðnanna. Frá þessu var meðal annars greint í fylgiriti Morgunblaðsins um viðskipti, Viðskiptamogganum, fyrir viku. Staða Straums hefur einnig skýrst nokkuð eftir að bankinn fékk alíslenskt eignarhald þegar einkafjárfestar keyptu um 65 prósenta hlut í Straumi af ALMC á dögunum. Félögin sem eiga hlutinn eru Sigla ehf., Ingimundur hf., Varða Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hf., að því er kom fram í tilkynningu vegna viðskiptanna. Þeir fjárfestar sem eru í forsvari fyrir félögin eru Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefánsson fyrir Siglu, Ármann Ármannsson og Ármann Fr. Ármannsson fyrir Ingimund og Grímur Garðarsson og Jónas Hagan fyrir Vörðu Capital. Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við Eignarhaldsfélagið Mata hf., að því er fram kom í tilkynningu. Starfsmenn bankans eiga afgang hlutafjárins.

04/04 ViðSKipti


HlaðVarp

nýsköpun Startup Reykjavík viðskiptahraðallinn

kjarninn 4. september 2014

Hugað að framtíðinni Prímusmótararnir að baki Startup Reykjavík segja einkar vel hafa tekist til

Startup Reykjavík viðskiptahraðlinum lauk með fjárfestakynningum í höfuðstöðvum Arion banka síðastliðinn föstudag. Verkefnin tíu, sem hafa verið kynnt í Kjarnanum á undanförnum mánuðum, eru nú búin að umbreytast í lítil fyrirtæki sem bíða þess að stækka og dafna. Kjarninn ræddi við Stefán Þór Helgason og Einar Gunnar Guðmundsson um frumkvöðlaumhverfið, nýsköpun og fjárfestingar. 01/01 KoSningar

Smelltu hér til að hlusta á þáttinn


kjarninn 4. september 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

SJö SpUrningar

Hrannar pétursson framkvæmdastjóri hjá Vodafone

Sjúkur af veiðidellu Hvað gleður þig mest þessa dagana? Að sjá fyrir endann á framkvæmdum sem hafa staðið yfir á baðherbergi heimilisins. Það er ekki alveg tekið út með sældinni fyrir stóra fjölskyldu að missa baðherbergið en á hinn bóginn hefur verið frábært að kynnast morgunstemningunni í Vesturbæjarlauginni þar sem við höfum baðað mannskapinn. Hvað bók lastu síðast? Ólæsinginn sem kunni að reikna er síðasta bókin sem ég las fyrir sjálfan mig. Annars þarf ég að afgreiða tvær bækur á hverju kvöldi með fjögurra ára dóttur minni sem neitar að fara í rúmið fyrr en

kvótinn er búinn. Í gærkvöldi varð Valtýr prumpuhundur fyrir valinu ásamt Palla sem var einn í heiminum. Nú liggur The 4 Disciplines of Execution á náttborðinu. Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Hvaða fer mest í taugarnar á þér? Þegar mýfluga verður að úlfalda. Hvert er þitt helsta áhugamál?

Red með Taylor Swift er í miklu uppáhaldi þessa dagana, Red Red Wine með UB40 er klassíker og svo hef ég miklar mætur á Red Hot Chili Peppers.

Ég sýktist af fluguveiðibakteríunni fyrir allmörgum árum og hún ágerist með tímanum. Áður fyrr hristi ég stundum hausinn yfir ólíkum dellum fólks en með eigin veiðidellu hafa þeir fordómar horfið með öllu.

Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara?

Til hvaða ráðherra berðu mest traust?

Ítalía yrði alltaf fyrir valinu. Held ég hljóti að hafa verið Ítali í fyrra lífi.

01/01 SJö SpUrningar

Þeirra sem láta verkin tala.


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


af nEtinU

Samfélagið segir um baráttuna um DV

kjarninn 4. september 2014

facebook

twitter

krisTján Friðriksson

magnus THor @magnusthor

Guðmundur segist ekki vilja vera hluthafi vegna þess að hann væri ekki alltaf sammála blaðinu. Þá er það spurningin hvort að 15 milljónir dugðu til að DV hafi orðið sammála honum varðandi hans hagsmuni? Litli DV - blaðamaðurinn hlýtur að skýra málið betur. Sunnudagurinn 31. ágúst 2014 LinDa jónsDóTTir Nú skælir Reynir. Finnst vont þegar málum er snúið upp á hann og finnst óhróðurinn með eindæmum. Hvað er karma annað en þetta? Sunnudagurinn 31. ágúst 2014

Þetta mál er ofboðslegt áfall fyrir íslenska fjölmiðlun. Reynir Traustason er búinn að draga stéttina ofan í skítinn. http://fb.me/3AZ6TzhqZ Sunnudagurinn 31. ágúst 2014 maria ruT @mariarutkr Fun fact: Bjössi í World Class og Reynir Traustason eru báðir Flateyringar eins og ég! Lítill heimur! #425Flateyri Miðvikudagurinn 27. ágúst 2014 aLDís mjöLL @AldisMjoll Hvernig lítur Reynir Traustason eiginlega út með engan hatt? Föstudagurinn 29. ágúst 2014

gesTur HraFnkeLL krisTmunDsson Áfram Reynir. Ég verð hrifnari og hrifnari af DV... Sunnudagurinn 31. ágúst 2014

kona í ritstjórastólinn hjá 365 miðlum

Dýrt að reka marga dýra stjórnendur

Það er orðið nánast árlegur viðburður að allt fari á hliðina innan 365 miðla. Síðustu hræringar spruttu upp frá því að frétt um Geir Ólafs að borða með lötum kokki var fjarlægð af fréttavef samsteypunnar af nýráðnum útgefanda, Kristínu Þorsteinsdóttur. Í kjölfarið var Mikael Torfason rekinn og Ólafur Stephensen hætti, en þeir voru ritstjórar fréttastofu 365. Í Bakherberginu er því slegið föstu að Kristín ráði nú að því öllum árum að ráða inn nýtt stjórnendateymi. Þeir sem til þekkja segja að ekkert komi annað til greina í huga Kristínar en að kona verði sett í ritstjórastólinn.

Það er þó dýrt að standa alltaf í því að reka vel haldna stjórnendur. Í maí var tilkynnt að Stefán Hilmarsson fjármálastjóri myndi hverfa til annarra starfa. Í júlí var Freyr Einarsson, yfirmaður sjónvarps, rekinn. Skömmu síðar var tilkynnt að Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, hefði líka verið rekinn. Auk þess er stutt síðan skipt var um yfirmann fjarskipta- og tæknisviðs og svo hættu auðvitað ritstjórarnir tveir, annar rekinn og hinn hætti. Í Bakherbergjunum er fullyrt að uppsagnarfrestir sem þurfi að greiða vegna þessara aðila kosti tugi milljóna hið minnsta.

01/01 Samfélagið SEgir


ErlEnt

gallerí

kjarninn 4. september 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


Furðulegur fiskidauði í mexíkó Að minnsta kosti 48 tonn af dauðum popocha-fiski fljóta í Cajititlan-vatni í vesturhluta Mexíkó án þess að nokkur kunni haldbærar skýringar. Er þetta í fjórða sinn í ár sem fiskur drepst í stórum stíl í vatninu. Yfirvöld í Mexíkó kanna nú hvort affall frá skólphreinsistöð í nágrenninu sé um að kenna.

Mynd: AFP


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


önnur aftaka á bandarískum blaðamanni Liðsmenn Íslamska ríkisins hafa nú tekið annan bandarískan blaðamann af lífi á hrottafenginn hátt og varpað myndbandi af því á netið. Í þetta sinn á Steven Sotloff að hafa verið myrtur, en honum var rænt í Sýrlandi fyrir rúmlega ári. Böðullinn hótaði þriðju aftökunni og sagði breskan blaðamann næstan.

Mynd: AFP


vopnahlé í Úkraínu? Petro Porosénkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í gær að hann hefði samið um vopnahlé við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Talsmaður Pútíns segir ekkert slíkt samkomulag hafa verið gert, „enda taka Rússar ekki þátt“. Sveitir Rússa hafa barist með uppreisninni og auðveldað sókn gegn stjórnarhernum.

Mynd: EPA


grimmileg framganga Shakie Kamara, 15 ára líberískur drengur, grét í skjóli frá öryggislögreglunni í heimalandi sínu eftir að hafa orðið fyrir byssuskotum hennar. Kamara var í hópi drengja sem reyndu að brjótast út úr fátækrahverfi sem sett hafði verið í sóttkví af ótta við frekara ebólusmit. Kamara lést á sjúkrahúsi af sárum sínum.

Mynd: EPA


vilja vera í liði með naTo Úkraína vill koma sér í raðir NATO, að sögn Petro Porosénkó, forseta landsins. Hann býst við að mæta á ráðstefnu NATO síðar í vikunni. Rússar fordæma þessar áætlanir Úkraínumanna vegna þess að þá gæfu þeir upp á bátinn hlutlausa stöðu sína milli Rússlands og Vesturveldanna.

Mynd: AFP


kjarninn 4. september 2014

01/01 spes

SpES Heimsmetabók Guinness viðurkennir ekki elstu konu í heimi, sem kveðst 127 ára

fæðingarvottorðið glataðist fyrir 40 árum

Þ

egar Leandra Becerra Lumbreras fæddist í litlu þorpi í Mexíkó hinn 31. ágúst árið 1887 var enn rúmlega ár í að Kobbi Kviðrista hrelldi Lundúnabúa með hrottafengnum glæpum sínum. Á þeim tíma hafði heldur engin heyrt um útvarp, körfubolta eða flugvélina. Ættingjar Leöndru fullyrða að gamla konan sé 127 ára gömul og þar með elsta manneskja sem nokkurn tímann hefur lifað á jörðinni. Heimsmetabók Guinness neitar hins vegar að viðurkenna langlífi 01/01 SpES

Leöndru, þar sem fæðingarvottorð hennar glataðist fyrir fjörutíu árum og því er engin leið að fá aldur hennar staðfestan. Ættingjar gömlu konunnar, sem lifði tvær heimsstyrjaldir, mexíkósku byltinguna, kalda stríðið og internetöldina, segja hana ótrúlega erna og hún geti rifjað upp nákvæmar sögur úr löngu lífshlaupi sínu. Leandra, sem vann áður sem saumakona, býr í borginni Zapopan í Mexíkó, en hún lifði öll fimm börnin sín. Hún á tuttugu barnabörn, 73 barnabarnabörn og 55 barnabarnabarnabörn.


EfnaHagSmál

gylfi magnússon dósent

kjarninn 4. september 2014

Staðan aldrei nógu góð Gylfi Magnússon segir stöðu efnahagsmála nú vera „þokkalega“.

m

at manna á stöðu efnahagsmála fer fyrst og fremst eftir því við hvað þeir miða. Miðað við hvað við héldum að við værum rík árið 2007 er þjóðin frekar blönk núna. Miðað við Norðmenn erum við líka hálfgerðir þurfalingar. Á flesta aðra mælikvarða hafa Íslendingar það að jafnaði hins vegar mjög gott. Að jafnaði er reyndar hættulegt orðalag í þessu samhengi – í því felst að horft er framhjá því að sumir hafa það verra en aðrir. Þeir eru líklega almennt óánægðir með stöðuna. Hinir flestir ánægðari. Nema þeir beri sig saman við Norðmenn. ótrúlegur vöxtur á 20. öld Frá upphafi síðustu aldar hefur landsframleiðsla á mann á Íslandi 15-faldast. Síðustu hálfa öld hefur hún meira en þrefaldast. Það er ótrúlegur vöxtur. Þótt landsframleiðsla sé afar 01/07 EfnaHagSmál


ófullkominn mælikvarði á lífskjör eru þau svo miklu betri nú en þá að það er nær ógjörningur fyrir flesta núlifandi Íslendinga að setja sig í fótspor þeirra forfeðra sinna sem tóku við stöðnuðu, bláfátæku landbúnaðarlandi og breyttu því í forríkt nútímaríki. Það tók ekki nema u.þ.b. fjórar kynslóðir. Íslendingar munu fyrirsjáanlega ekki upplifa næstum jafnmiklar breytingar á efnahagslífinu á 21. öldinni og þeirri tuttugustu. Það er nánast útilokað annað en að hagvöxtur verði mun hægari á þessari öld en þeirri síðustu. Margir af þeim þáttum sem skiptu miklu fyrir hagvöxt á síðustu öld munu ekki leika sama hlutverk næstu áratugi. Þannig skipti aukin sókn kvenna út á vinnumarkaðinn miklu. Þær voru helmingi færri en karlar á vinnumarkaði á millistríðsárunum en eru nú litlu færri. Það munar um minna. Aldursskipting þjóðarinnar varð sömuleiðis sífellt hagstæðari síðustu hálfa öld, þ.e. sífellt hærra hlutfall var á þeim aldri þar sem fólk er almennt á vinnumarkaði. Það hlutfall náði hámarki fyrir um fimm árum og mun fara lækkandi næstu áratugi. Byggt á náttúruauðlindum Mikið af vexti síðustu aldar byggði á aukinni nýtingu náttúruauðlinda. Verðmæti útfluttra sjávarafurða 28-faldaðist á síðustu öld. Það kallaði á nýja tækni, gríðarlegar fjárfestingar í skipastól og veiðarfærum og útfærslu landhelginnar. Þessi vöxtur hefur nú stöðvast. Undanfarinn aldarfjórðung eða svo hefur verðmæti útfluttra sjávarafurða sveiflast í kringum tvo milljarða Bandaríkjadala á ári á föstu verðlagi. Það er ekkert útlit fyrir að fiskimiðin fari að skila umtalsvert meiru þótt líklega megi enn bæta nýtingu afla og ná meiri verðmætum með ýmsum öðrum hætti. Þá er fiskeldi enn lítið í sniðum hérlendis og getur líklega vaxið. Við höfum aldrei náð sambærilegum tökum á því og Norðmenn. Vöxturinn í orkugeiranum var enn örari en í sjávarútvegi. Síðustu hálfa öld hefur raforkuframleiðslan nær tvöfaldast á hverjum áratug og þrítugfaldast alls. Sá vöxtur hefur ekki stöðvast en óhugsandi er annað en að það hægi verulega á honum. Þótt deilt sé um hvaða virkjanakosti á að nýta hefur 02/07 EfnaHagSmál


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


enginn lagt til það margar virkjanir að þær gætu staðið undir slíkum vaxtarhraða nema í e.t.v. einn áratug enn eða svo. Það er annað mál að allt útlit er fyrir að hægt verði að skapa mun meiri verðmæti úr raforkunni með sölu hennar úr landi um sæstreng en gert hefur verið með sölu til álvera undanfarna áratugi. Um aðrar náttúruauðlindir, sérstaklega olíu, er fátt hægt að segja nú. Um nýtingu þeirra er nær fullkomin óvissa. Nýjar leiðir til að vinna olíu eða gas á landi draga úr líkum á að hagkvæmt verði á næstu áratugum að nýta hugsanlega olíu á hafsbotninum við Ísland. Alþjóðleg þróun í átt að því að draga almennt úr brennslu jarðefnaeldsneytis vegna gróðurhúsaáhrifa gerir það líka. Þá vinnur það ekki með Íslendingum á þessu sviði að þekking innanlands á olíuvinnslu er nær engin og innviðir ekki til staðar. Við vissum meira um alþjóðafjármál þegar ákveðið var að breyta landinu í alþjóðafjármálamiðstöð með alkunnum árangri en „Verðmæti út- við vitum um olíuvinnslu nú.

fluttra sjávarafurða 28-faldaðist á síðustu öld.“

fjölmörg sóknarfæri Hvar eru þá sóknarfærin? Þau eru mörg og ekki mjög fjarlæg eða langsótt – en það þarf að vanda vel til verka til að ná þeim. Sjávarútvegur og orkugeirinn verða auðvitað afar mikilvægir áfram en vilji menn að hagkerfið vaxi þarf næsta hagvaxtarskeið fyrst og fremst að byggja á fjárfestingu í mannauði sem skilar aukinni framleiðni á vinnustund en ekki aukinni nýtingu náttúruauðlinda. Fyrirmyndina að þessu þarf ekki að sækja langt. Þetta hefur verið Dönum ljóst lengi og þeir hafa náð afar góðum árangri að þessu leyti. Þeir eiga aragrúa fyrirtækja í bæði framleiðslu og þjónustu af ýmsum stærðum sem eru vel samkeppnishæf alþjóðlega. Lykillinn að velgengninni er fyrst og fremst hugvit. Verg landsframleiðsla á mann er svipuð hérlendis og í Danmörku. Við náðum Dönum að þessu leyti á áttunda áratuginum, fyrir u.þ.b. einni kynslóð, og höfum haldið í við þá síðan, en vorum hálfdrættingar á við þá í upphafi síðustu 03/07 EfnaHagSmál


Vlf á mann er með því mesta í heiminum undanfarna áratugi Mælt í Bandaríkjadölum á föstu verðlagi. Tekið er tillit til mismunandi verðlags milli landa. Ísland er á svipuðu róli og nágrannalöndin – einungis Noregur sker sig úr. 60.000

Noregur Ísland Danmörk OECD-meðaltal

50.000 40.000 30.000 20.000

aldar. Við þurfum hins vegar að hafa talsvert meira fyrir þessari landsframleiðslu en Danir. Framleiðni á vinnustund er lægri hér, en vinnustundirnar á mann fleiri, þrátt fyrir að við búum að mun meiri náttúruauðlindum á mann en Danir. Til að ná Dönum (og þar með ýmsum öðrum nágrannalöndum okkar) hvað framleiðni á vinnustund og þar með tímakaup varðar þarf að fjárfesta talsvert í rannsóknum, þróun og menntun og styðja vel við nýsköpun. Það gilda nákvæmlega sömu lögmál um þetta hérlendis og annars staðar. Óstöðugleiki helsti vandinn Viðskiptaumhverfið þarf líka að verða mun stöðugra. Án þess verður Ísland seint freistandi kostur fyrir þá sem vilja hefja rekstur nema þá e.t.v. helst á sviðum sem tengjast beint náttúruauðlindum landsins. Það er ein helsta skýring þess hve hörmulega hefur tekist að fá erlenda fjárfesta til Íslands alla tíð. Við höfum að sönnu fengið nóg fé frá útlöndum – en það hefur verið að uppistöðu til lánsfé, ekki eigið fé með 04/07 Efnahagsmál

2013

2010

2006

2002

1998

1994

1990

1986

1982

1978

1974

0

1970

10.000


þeirri þekkingu og viðskiptatengslum sem slík fjárfesting getur fært til landsins. Óstöðugleikinn birtist m.a. í því að samdráttarskeiðið sem hófst með hruninu varð það fjórða frá lýðveldisstofnun þar sem landsframleiðsla á mann dregst svo skarpt saman að það tekur fjölda ára að vinna það aftur upp. Óstöðugleikinn hefur þó verið enn meiri þegar kemur að verðlagi og gengi – þ.e. íslensku krónunni. Ekkert nágrannalanda okkar hefur búið við svipað umhverfi og við þegar kemur að peningamálum. Núverandi gjaldeyrishöft eru bara ein varðan enn á þeirri þrautagöngu. Óstöðugur gjaldmiðill býr til óþolandi umhverfi fyrir bæði atvinnurekendur og launþega. Vöxtur getur komið víða fram. Á Íslandi hafa undanfarin ár komið fram ýmis mjög áhugaverð fyrirtæki sem hafa haslað sér völl alþjóðlega. Flest selja ýmiss konar þjónustu en einnig eru nokkur iðnfyrirtæki. Vandinn er að þau eru helst til fá. Það er nánast hægt að telja þau stærstu á fingrum sér. Svona fyrirtækjum er hægt að fjölga. lítil framleiðni í þjónustu Útflutningur og gjaldeyrissköpun er þó ekki það eina sem skiptir máli fyrir hagvaxtarhorfur á Íslandi. Ekki eru síður sóknarfæri innanlands. Framleiðni í ýmsum geirum innlendrar þjónustu er lítil. Fyrirtæki eru smá og samkeppni takmörkuð. Þetta kemur m.a. fram í verslun. Það er því miður nánast reglan að vörur eru talsvert dýrari hérlendis en í nágrannalöndunum. Ekki vegna flutningskostnaðar og opinberra gjalda, þótt slíkt skipti máli, heldur vegna þess að rekstrareiningarnar eru svo litlar og óhagkvæmar hér og aðhald markaðarins takmarkað. Þessu verður vart breytt nema með því að íslenski markaðurinn verði samofnari mörkuðum nágrannalandanna. Það gefur kost á aukinni stærðarhagkvæmni og samkeppni, sem eykur framleiðni í verslun og vörudreifingu og lækkar vöruverð. Ekkert af þessu mun gerast sjálfkrafa. Þetta eru langtímaverkefni fyrir samfélagið í heild.

05/07 EfnaHagSmál


Þokkalegt útlit til næstu ára Ef við horfum til skemmri tíma, nokkurra ára, eru flestar hagspár nokkurn veginn samhljóma. Spáð er einhverjum hagvexti, e.t.v. 3% á ári fyrir landsframleiðslu í heild og um 2% fyrir vöxt landsframleiðslu á mann. Í sögulegu samhengi er það þokkalegt og í samanburði við nágrannalöndin fínt. Einnig er spáð afgangi af viðskiptum við útlönd sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Það er líka ágætt. Við þurfum helst að hafa einhvern afgang á næstu árum vegna skuldsetningar innlendra aðila utanlands. Afgangurinn þarf ekki að vera meiri en þetta til að hrein skuld landsmanna við útlönd minnki hratt. Íslendingar skulda nú erlendum aðilum um hálfa landsframleiðslu, þegar tekið hefur verið tillit til líklegra endurheimta úr þrotabúum föllnu bankanna, innlendra og erlendra eigna búanna og skiptingu kröfuhafa. Með 3% hagvexti á ári og 2% afgangi af viðskiptum við útlönd tekur innan við 20 ár að snúa stöðunni við. Þá ættu Íslendingar meiri eignir í útlöndum en sem nemur eignum erlendra aðila hér og skuldum við útlönd. Það væri ekkert fráleitt markmið, m.a. vegna þess að óhagstæðari aldursdreifing þjóðarinnar þegar líður á öldina gerir það æskilegt að eiga hreinan sjóð í útlöndum þegar þar að kemur. Bráðavandinn snýr einkum að því að talsverður hluti erlendra skulda er ekki fjármagnaður til langs tíma. Þær skuldir eru fjármagnaðar með höftunum sem binda fé hérlendis. Það er vel leysanlegt viðfangsefni. Það er auðvitað líka hægt að klúðra verkefninu með glannaskap og búa til hnút sem tekur mörg ár að leysa en það er annað mál. Hið opinbera í þokkalegum málum Staðan gagnvart útlöndum er eitt, fjármál hins opinbera annað. Þar er þó enginn bráðavandi. Halli á rekstri ríkis og sveitarfélaga verður líklega einhver í ár en þó ekki meiri en svo að hreinar skuldir hins opinbera standa nokkurn veginn í stað sem hlutfall af landsframleiðslu. Það er ágætlega viðunandi. Hreinar skuldir hins opinbera eru þó helst til 06/07 EfnaHagSmál


hátt hlutfall af landsframleiðslu, rúm 50%. Það ætti að vera langtímamarkmið að lækka það eitthvað. Lífeyrisskuldir hins opinbera eru ekki inni í þessari tölu. Þær eru um 25% af landsframleiðslu. Á móti á hið opinbera varasjóð sem er eitthvað stærri, sem byggir á því að eignir lífeyrissjóða eru skattlagðar við útgreiðslu. Það er ástæðulaust að missa svefn yfir þessari stöðu. Það er raunar almennt ástæðulaust að missa svefn yfir lífskjörum Íslendinga. Þau eru mjög góð og geta orðið enn betri þegar líða tekur á öldina ef við höldum skynsamlega á spilunum. Lífskjörin verða þó líklega sveiflukenndari hér en í nágrannalöndunum. Það er annað mál að við verðum varla almennt ánægð með þau. Jafnvel Norðmenn eru það ekki.

07/07 EfnaHagSmál


álit

pétur Halldórsson kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins

kjarninn 4. september 2014

Betri vist Pétur Halldórsson skrifar svargrein við svargrein Snorra Baldurssonar og segir skógræktarfólk vilja landsáætlun.

S

norri Baldursson, líffræðingur og þjóðgarðsvörður, skrifar öðru sinni í Kjarnann 31. ágúst og svarar þá svari mínu við fyrstu grein hans. Snorri segir um skrifin mín að ég afflytji sumt og skauti framhjá öðru. Ekki rökstyður hann það.

Ekkert einræði um stefnuna Snorri skrifar að skógræktarfólk hafi verið einrátt um mótun skógræktarstefnunnar. Það er rangt. Umhverfisráðherra fól skógræktarfólki að móta þessa stefnu. Óskað var eftir athugasemdum við uppkast og bárust m.a. athugasemdir frá Snorra sem tekið var tillit til, m.a. þegar ákveðið var að stefna að 12% skógarþekju á Íslandi. Lögð voru saman markmið landshlutaverkefna í skógrækt um 2% skógarþekju (5% láglendis) og markmiðin um 10% þekju birkiskóga í skýrslunni Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga sem gefin var út af umhverfisráðuneytinu 2007. Að þessu komu alþingismenn og fulltrúar bæði Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar og ósanngjarnt að segja að skógræktarfólk hafi verið einrátt um mótun skógræktarstefnu. 01/05 álit


Mér finnst þó gott hjá Snorra að krefjast skýrari stefnu og að úttekt verði gerð um hvernig við viljum sjá gróðurfar landsins þróast. Skógræktarfólk hefur ítrekað óskað eftir endurskoðun laga um skógrækt og í þeirri stefnu sem unnin hefur verið um skóga á Íslandi á 21. öld er lagt til að gerð verði landsáætlun í skógrækt sem verði grunnurinn að skógræktarstarfinu í landinu. Þessi háttur er hafður á víða um heim að forskrift FAO og kallast National Forestry Programme. Í stefnuskjalinu segir orðrétt: „Landsáætlunin skal eiga sér stoð í lögum og vera unnin með aðkomu allra viðkomandi aðila innan og utan skógræktargeirans. Hana skal endurskoða á fjögurra ára fresti og verður þannig virkt ferli frekar en dautt plagg.“ (Skógar á Íslandi, bls. 18). Vill þjóðin skóg? Eftirfarandi spurningar Snorra eru mjög góðar og vert að fá svör við þeim: „Gerir almenningur sér fulla grein fyrir þeim feiknarlegu áformum sem skógarstefnan felur í sér? Á hvernig landi á að rækta allan þennan skóg? Hvað hverfur í staðinn? Hvað hverfur mikið af lyngmóum, fléttumóum, berjalautum, mýrum, deiglendi, blómlendi, engjum, melum, vikrum o.s.frv.? Hver er núverandi þjónusta þeirra gróðurlenda og landgerða sem hverfa (ferðamennska, upplifun, nytjar)? Hvað verður um mó- og vaðfuglana? Hvaða áhrif hefur fyrirhuguð umbylting gróðurfars og landslags á ferðamannastraum til landsins? Og þannig má áfram telja.“ Í Gallup-könnun frá 2003 sást að þjóðin var ánægð með íslenska skógrækt. Minna en einu prósenti þótti of mikill skógur í landinu og um fimmtungur þjóðarinnar tók beinan þátt í skógræktarstarfi. Nú þyrfti að kanna aftur, til dæmis hvort fleirum þykir nú of mikill skógur í landinu en þótti það 2003. Hvar og hvar ekki? Hérlendis er nytjaskógur að mestu ræktaður á landbúnaðarlandi undir 200 metra hæð yfir sjó. Valdið er bóndans. Oftast 02/05 álit


verður rýrt beitiland fyrir valinu þegar rækta skal skóg. Margt getur horfið þegar skógur er ræktaður, til dæmis lyngmóar og berjalautir, en það sama getur líka gerst ef land er friðað fyrir beit. Votlendisfuglum ætti ekki að stafa hætta af skógrækt því hún er ekki stunduð í mýrum. Skógur er sjaldan ræktaður á landi sem ræst var fram löngu fyrr. Endurheimt mýra er líka góð og gild en betur þarf að rannsaka hver ávinningur hennar er í kolefnisbókhaldinu þótt ávinningur fyrir fuglalíf sé augljós. Um gengi mófugla með aukinni skógrækt virðast vera áhöld. Betur þarf að rannsaka hvort aðferðir og umfang skógræktar hefur áhrif á stofnstærðir fugla. Aðrar breytingar á landnotkun og veðurfari verður líka að taka með í þann reikning. Öflug vistkerfi eins og skógar smita út frá sér og næsta nágrenni skógarins verður „Gleymum því fyrirtaks búsvæði fyrir fugla sem ekki vilja heldur ekki að þó vera í skógi. Er ekki allt eins líklegt að ef við bönnum lausagöngu sauðfjár um mismeð öflugri skóg- vel gróið fjalllendi og öræfi landsins muni rækt leggjum við búsvæði mófugla stækka margfalt á við þau okkar af mörkum sem fara undir þá hóflegu skógrækt sem er á Íslandi? í baráttu mann- stunduð Skógræktar- og landgræðslufólk hefur kyns við loftslags- talað fyrir breyttum beitarháttum í meira en breytingar.“ öld án mikils árangurs. Það veit ég að Snorra finnst jafnsúrt og mér. Þær niðurstöður sem hafa fengist með langtímarannsókninni Skógvist eru þegar nýttar til að skipuleggja ræktunarstarfið þannig að neikvæð áhrif verði sem minnst og ávinningur sem mestur fyrir bæði menn og umhverfi. Skógvist er sameiginlegt verkefni Skógræktar ríkisins, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands og þar eru meðal annars rannsökuð áhrif nytjaskógræktar á vistkerfi. Eitt af því sem þar hefur komið í ljós er að hrossagaukur er jafnvígur á skóg og skóglaust land.

03/05 álit


Skógræktarfólk vill birki Mér finnst Snorri snúa út úr orðum Þrastar Eysteinssonar og Sveins Runólfssonar í ritinu Hvítbjörk, þar sem Skógræktin og Landgræðslan settu fram tillögur að leiðum til endurreisnar birkiskóga á Íslandi. Það er erfitt að komast um þétt birkikjarr eða smala þar fé. Af kjarrinu eru litlar nytjar og því getur það verið til meiri ama en gagns í augum sauðfjárbónda. Á þetta benda þeir Þröstur og Sveinn í Hvítbjörk en það þýðir alls ekki að skógræktar- eða landgræðslufólk sé á móti birkiskógum. Þvert á móti. Nytjaskógar eiga hins vegar ekki að vera illfærir nema í mesta lagi í takmarkaðan tíma fyrir fyrstu grisjun. Góðir skógarbændur hirða um skóga sína þannig að þeir verði sem verðmætastir og þá er grisjað á tíma þannig að trén sem eftir standa „Margt getur horf- réttum hafi rými og birtu til að vaxa. Um leið verða ið þegar skógur er skógarnir greiðfærari fyrir fólk og jafnvel ræktaður, t.d. lyng- fénað. Birkikjarr verður ekki hirt á sama móar og berjalautir, hátt nema á mjög takmörkuðum svæðum, því að slík umhirða er tímafrek og dýr en en það sama getur gefur litlar tekjur.

líka gerst ef land er friðað fyrir beit.“

fjölbreytnin er góð Þá spyr Snorri hvers vegna ríkið hafi ekki sett það sem skilyrði fyrir styrkveitingum til landgræðsluskóga að þar skuli bara notaðar upprunalegar trjátegundir. Í verkefni þessu er reynt að koma til móts við sem flest sjónarmið, bæði almennings og þeirra sem styrkina fá. Íslendingar virðast t.a.m. vilja fjölbreyttan skóg. Í skógrækt á rýru landi næst líka oft betri árangur með öðrum trjátegundum en birki. Landgræðsluskógaátakið var aldrei hugsað sem hreint birkiskógræktarverkefni. Í áramótaávarpi sínu árið 1990 ræddi frú Vigdís Finnbogadóttir forseti um verkefnið sem þá stóð fyrir dyrum í tengslum við sextugsafmæli Skógræktarfélags Íslands: „[L]andgræðsluskógur er skilgreindur sem allar þær landgræðslu- og gróðurverndaraðgerðir, sem leiða til þess að örfoka eða lítt gróið land verði klætt trjágróðri að nýju, eða öðrum jurtagróðri sem bindur mold og býr í haginn.“ 04/05 álit


Sama rósin sprettur aldrei aftur Að krefjast þess að ein atvinnugrein fari í frí á meðan þjóðin hugsar sinn gang er óraunhæft og óskynsamlegt. Það er heldur ekki boðlegt þeim sem í greininni starfa eða þeim sem eiga að njóta stöðugs arðs af skógunum í framtíðinni. Úrvinnsluiðnaðurinn sem byggist upp í landinu með vaxandi skógum á næstu áratugum þolir það ekki að skyndilega komi tímabil þegar ekkert hráefni er að hafa í skóginum. Snorri dregur reyndar nokkuð í land frá fyrri grein sinni með því að skrifa „að minnsta kosti stórlega dregið úr“. Það hefur þegar verið gert, því að árleg gróðursetning með opinberum styrkjum er nú helmingi minni en var fyrir bankahrunið. Markmiðið frá 2009 um 5% skógarþekju á láglendi fyrir 2040 næst því ekki að óbreyttu. Gleymum því heldur ekki að með öflugri skógrækt leggjum við okkar af mörkum í baráttu mannkyns við loftslagsbreytingar. Í náttúrunni er aldrei snúið til baka til einhvers sem áður var. Veðurfar er aldrei eins á einum tíma og öðrum. Jarðvegur sem myndast á ný er ekki eins og sá sem fauk burt. Aðstæður í byggðu landi eru gjörólíkar aðstæðum í ónumdu landi. Sama rósin sprettur aldrei aftur. Flóran breytist með hlýnun jarðar. Við viljum betri og öflugri vistkerfi í landinu okkar. En við viljum líka betri vist fyrir okkur sjálf í landinu okkar.

05/05 álit


piStill

Kristrún Heimisdóttir Lögfræðingur

kjarninn 4. september 2014

Ísland á leik Á meðan fjármálakerfið hrundi eins og spilaborg hélt raunhagkerfi velli með miklum fórnum. Það þarf að huga meira að því, segir Kristrún Heimisdóttir.

S

ífellt fleiri á besta aldri meta Ísland núna þannig að eina vitið sé að beina öllum kröftum sínum að sér og sínu en vera andlega og likamlega fjarstaddur umræðuna, átökin og leiðindin í samfélaginu. Leiðarval landsstjórnarinnar skipti engu máli því hún ráði ekki við neitt. „Ég hef gefist upp á Íslandi“ heyrist uns atkvæði eru greidd með fótunum og fjölskyldur eða fyrirtæki flytja til annarra landa. Nú hefur það líka gerst að kominn er í ljós svo um munar hljómgrunnur fyrir því að leggja niður sjálfstætt ríki Íslendinga og ganga frekar í Noreg. Fylkisflokkurinn segist hafa þúsund manns á skrá, sem er sennilega fleiri sálir en tveir til þrír af sex núverandi flokkum með fulltrúa á Alþingi hafa á sínum skrám. orð Jóns Helgasonar Frekar en að ræða í löngu máli hvað sé húmor og hvað alvara skulum við nota orð skáldsins Jóns Helgasonar, sem sagði í ljóði þegar dró til illra tíma í Danmörku árið 1940: – „hugur mun særast uns tómlætið gerist hans brynja.“ Versti hluti hrunsins var án efa samfélagslega 01/04 piStill


taugaáfallið, óvissan, óttinn, reiðin. Nú, sex árum síðar, finnst flestum mjög óskýrt hver útkoman er eftir öll átökin. Hið eina augljósa að biðin eftir næsta góðæri sé í algleymi – en hver vann? Fyrstu vikur og mánuði eftir bankahrunið vildu allir bretta upp ermar og gera gagn, leggja af mörkum til nýs og betri tíma en hugur særðist uns tómlætið gerðist hans brynja. Tómlætisbrynjan er mannleg viðbrögð við óbærilegu ástandi í stríði allra gegn öllum þar sem allt er leyfilegt. Forstjóri fjármálaeftirlits er dæmdur fyrir að leka bankaleyndargögnun um þingmann. Að„Eftir að fjármála- stoðarmaður ráðherra ákærður fyrir að leka kerfið hafði unnið gögnum um hælisleitenda. Heildarmyndin himinhrópandi. Neðanjarðarbardagakerfi sinn mikla skaða er opnast upp í smáríkinu þar sem allt skyldi hélt raunhagkerfið vera uppi á borðum. Það er barist úti um allt uppi atvinnu í með öllum tiltækum óhreinum ráðum. Allir landinu með ærnu eru sárir og samfélagssárin verða djúp og langvarandi.

erfiði og aðhaldi.“

Höfuðborgarsvæði og landsbyggð Húsasmíðameistarar fara létt með að telja efnhagskreppuárin sem leiddu af hruninu og þau eru orðin fleiri en þekkst hefur frá stríðslokum nú þegar rofar til hjá þeim, meðal annars vegna hótelbygginga. Eitt og annað á Íslandi var í sama blóma og fyrr hvað sem hruni leið: Munurinn á höfuðborgarsvæði og landsbyggð var þannig sláandi. Eftir að fjármálakerfið hafði unnið sinn mikla skaða hélt raunhagkerfið uppi atvinnu í landinu með ærnu erfiði og aðhaldi en fær ekki lof fyrir. Hvernig sköpum við meiri verðmæti, aukum framleiðni og tryggjum lífskjör? Raunhagkerfið þarf raunsanna stefnu um ábyrga hagstjórn og forgangsröðun. Í staðinn hrósum við okkur af náttúruöflum og þökkum fiskgengd og eldgosum heppni okkar og ný auðsáhrif. Góðæri er ekki hagstjórnarhugtak heldur orð um veður. Tómlætisbrynjan skapar minnstu kjörsókn sögunnar hér á landi, umboðsþurrð við gerð kjarasamninga, ríkisstjórn með minnsta mælda traust, borgarstjórn sem lýsir þann 02/04 piStill


óstjórntækan sem fer með forsætisráðuneytið, svo ekki sé minnst á upplausn samskipta dómsmálaráðherra, lögreglu og ákæruvalds. Á Íslandi varð hrunið að samfélagskrísu sem sér ekki fyrir endann á. En sá veruleiki hrunsins sem tómlætisbrynjan hindrar að sé ræddur öðruvísi en í hálfkæringi er hársbreiddin sem var frá því haustdagana 2008 að Ísland steyptist í gjaldþrot og endaði sögu sína sem sjálfstætt ríki. Það er of háskalegt og yfirþyrmandi að engu hafi munað að allt væri búið – til að hægt hafi verið að meta af skynsamlegu „Húsasmíða- viti og yfirsýn. Enn sex árum síðar virðist meistarar fara enginn vilja sjá að orsakanna var að leita í létt með að telja veikleikum Íslands sem ríkis. Veikleikum sem rista dýpra en nokkur stjórnmálaefnahagskreppuárin flokkur, einstakar stofnanir eða einstaksem leiddu af hrun- lingar, veikleikum sem eru sameiginlegt inu og þau eru orðin vandamál okkar allra. Ræðum það í djúpri alvöru en ekki hálfkæringi. fleiri en þekktust Sjálf get ég lýst óhugnaðinum sem það frá stríðslokum.“ var það dimma haust 2008 að sitja á ráðherrafundum, heyra samtöl og meðtaka ásakanir á hendur Íslandi um að vera „failed state“, þar með hættulegt öðrum og kennt um ófarir miklu fleiri en sjálfs sín. Ég hef oftar en ég hef nokkra tölu á heyrt og þurft að svara spurningum – ekki síst frá frændunum frægu á Norðurlöndum – um það hvort Ísland yfirleitt eigi mannauð til að halda uppi Seðlabanka, Fjármálaeftirliti, ríkisstjórn og alvöru hagstjórn ríkis. Ísland bjargaði lífi sínu haustið 2008 naumlega en þarf nauðsynlega á því að halda að sýna bæði inn á við og út á við að það eigi nýjan leik. Það var undraverður árangur fyrri kynslóða að svo fámennt ríki yrði stofnaðili allra helstu alþjóðastofnana nútímans og tækist að byggja upp efnahagslegt sjálfstæði. Tómlætisbrynja fólksins nú er versta ógnin sem steðjar að Íslandi, hún afsiðar og breytir félagslífi í landinu í bardagavöll þar sem drullan er æðst en drengskapurinn lægstur. Það er hins vegar betra að orða 03/04 piStill


hugmyndina um að leggja Ísland niður sem ríki en missa tökin í meðvitundarleysi meðan réttarríki, þinghelgi, frelsi fjölmiðla eða lífeyrissjóðakerfi molna niður. Að orða slíka hugmynd voru landráð til skamms tíma en af því að landráðabrigsl eru krabbamein íslenskrar þjóðfélagsumræðu og eyða alltaf heilbrigðu lífi hvar sem þau kvikna er það skref til góðs að kveða niður brigsl sem aðferð. Þá fyrst er hægt að ræða veikleika Íslands á hlutlægan hátt, af hverju þeir stafi og hvernig breytingar í heiminum ógni eða styrki stöðu landsins. Eðlilegt lýðræðisástand er samkeppni hugmynda um sterkara Ísland. Einar Benediktsson var ástríðufullur og bjartsýnn raunsæismaður um Ísland og sagði um sjálfstæðisviðleitni landsins í stuttum formála 1913: „Ef til vill mun hvergi jafn smáum hóp ætlað svo mikið að vinna.“ Og hann hafði hárrétt fyrir sér. Öld síðar er Ísland, eitt fámennasta fullvalda ríki heims, nýbúið að lifa naumlega af „near-death experience“ eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn orðar á ensku kjarna þess sem gerðist. Nú er tímabært að spyrja samviskuspurninga: Af hverju ættirðu að láta þig eitthvað varða annað en þína eigin einkahagsmuni? Er til eitthvert reikningsdæmi sem sýnir að það borgi sig fyrir þig? Til er afstaða sem felst í því skýra gróðadæmi að sækjast eftir samfélagslegri ábyrgðarstöðu til að beita henni í þágu eigin hagsmuna. Þetta er þó ekki hægt að gera fyrir opnum tjöldum, telst óheiðarlegt og er í mörgum tilvikum ólöglegt og jafnvel refsivert. Hvaða líkur eru á slíkum málagjöldum og hvaða líkur eru á hinu að þér takist að fara óáreittur og glaður þínu fram og græða vel? Sumum finnst síðasta spurningin ætluð siðblindingjum en öðrum hún vera sjálfsögð. Hvað borgar sig á okkar tímum? Sé næst spurt hverju geturðu tapað verður svarið: Landinu þínu.

04/04 piStill


kjarninn 4. september 2014

01/01 græjur

atli Fannar Bjarkason fjölmiðlaeigandi „Er með Samsung Galaxy“

TwiTTer

Leggja

googLe anaLyTics

Besti samfélags-miðillinn. Appið býður upp á skemmtilega möguleika eins og til dæmis að vera skráður inn á fleiri en einn reikning í einu.

Mesta útrýming á klinknotkun síðan maður hætti að sjá spilakassa. Frábær hugmynd. Sú besta síðan einhver byrjaði að skera brauð í sneiðar.

Ég get fylgst nákvæmlega með hversu margir eru að skoða Nútímann.is í rauntíma. Það er gagnlegt og gjörsamlega óþolandi.

tæKni Armband sem lætur þig vita þegar þú ert að sólbrenna Flestir virðast sækja í sól. Þetta á sérstaklega við um okkur fölbleiku Íslendinganna sem hýrumst þorra tímans í kulda og roki á virkum eldfjallarkletti. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að passa upp á viðkvæma húðina þegar

sólarinnar er notið, svo fríinu verði ekki eytt í jógúrtbaði vegna svæsins sólbruna. Fyrirtækið Smartsun hefur nú tekið hugmynd sem þróuð var í háskólanum í Strathclyde í Glasgow og búið til armband sem leysir þetta vandamál.

Armbandið er vatnshelt, hvort sem er í klórvatni eða saltvatni.

Smartsun hefur verið tilnefnd til verðlauna í Svíþjóð fyrir að vera „Barna-vara ársins“.

Smartsun armbandið virkar þannig að ónotað er það gult. Þegar þarf að bera meiri sólarvörn á verður það húðlitað og þegar þú ert að brenna verður það bleikt. Hægt er að nota hvert armband í heilan dag og það er ekki dýrt, hægt er fá sjö stykki fyrir átta dali, eða tæpan þúsundkall.

01/01 græJUr


kjarninn 4. september 2014

01/05 Íþróttir

fótboltamenn sem fjármálaafurðir Aukin eyðsla stærstu knattspyrnufélaganna er ekki síst vegna þess að fjármálamenn eru farnir að kaupa sér fótboltaleikmenn. ÍÞróttir Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

Þ

að hefur vart farið framhjá knattspyrnuáhangendum og áhugamönnum um fjármál íþrótta- og afþreyingariðnaðarins að enska úrvalsdeildin setti met í leikmannakaupaeyðslu í félagaskiptaglugganum sem lokað var í byrjun þessarar viku. Alls eyddu liðin 20 sem í deildinni spila 835 milljónum punda, um 162 milljörðum króna, í að manna leikmannahópana sína þetta sumarið, samkvæmt samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte. Gamla metið var slegið með stæl. Það var sett í fyrrasumar þegar félögin eyddu 630 milljónum punda, um 122 milljörðum 01/05 ÍÞróttir


króna, í nýja liðsmenn. Eyðslan var líka umtalsverð í hinum stóru Evrópudeildunum. Á Spáni eyddu liðin til dæmis 425 milljónum punda. Þar af eyddu stórliðin Barcelona og Real Madrid 230 milljónum punda, 55 prósentum þess sem eytt var. Eyddu meiru en heildarvirði 14 liða Í Englandi eyddu stærstu félögin að venju mestu. Manchester United hoppaði loks á vagninn með nágrönnum sínum í City og fjendunum í Chelsea og eyddi yfir 100 milljónum punda í einum glugga. Raunar eyddi United, sem gekk afleitlega á síðasta tímabili og hefur byrjað það yfirstandandi hörmulega, um 150 milljónum punda í nýja „Jérome Valcke, fram- leikmenn, sem er líka enskt met. að setja þá upphæð í samhengi kvæmdastjóri FIFA, var hins má Til benda á að samkvæmt útreikningum vegar töluvert ómyrkari í heimasíðunnar transfermarkt.co.uk máli í sama sjónvarpsþætti. eiga einungis sex félög í ensku úrvals„Þetta er óviðunandi; þetta deildinni hópa þar sem markaðsvirðið er talið vera yfir 150 milljónir punda. er nútíma þrælahald.“ Þau verðmætustu eru Manchester United (394 milljónir punda), Chelsea (391 milljónir punda), Manchester City (385 milljónir punda), Arsenal (361 milljón punda), Liverpool (293 milljónir punda) og Tottenham (233 milljónir punda). Hin liðin 14 eru með leikmannahópa sem í eru á bilinu 22 til 30 leikmenn, þar sem markaðsvirðið er metið lægra en sú upphæð sem Manchester United eyddi í nýja leikmenn í sumar. Hvað veldur? Ein helsta ástæðan fyrir þessum aukna fjáraustri er stórauknar tekjur félaganna í ensku úrvalsdeildinni vegna nýs sjónvarpsréttarsamnings sem tók gildi á síðustu leiktíð. Heildarvirði samningsins er 5,5 milljarðar punda, 1.067 milljarðar króna. Samningurinn er þannig samsettur að hann bætir stöðu ríkari og stærri félaganna. Helmingur upphæðarinnar 02/05 ÍÞróttir


FjárFesTingarFéLög sem maka krókinn og keyra upp verð Það fjárfestingarfélag sem vakið hefur mesta athygli fyrir fjárfestingar í knattspyrnumönnum síðustu misserin er Doyen Sport Investment, rekið af manni sem heitir Nelio Lucas og skráð til heimilis á Möltu. Umfang Doyen er gríðarlegt. Í apríl síðastliðnum greindi félagið frá því að fjárfestingararmur þess hefði nú safnað 100 milljónum evra, um 154 milljörðum króna, til að fjárfesta í knattspyrnumönnum. Til viðbótar ætlar Doyen sér að stofna annan sjóð, Doyen II, og safna öðrum 100 milljónum evra til sambærilegra fjárfestinga. Félagið er ekkert að fela það sem það er að gera. Doyen er með heimasíðu þar sem allir fótboltamenn sem félagið á hlut í eru skráðir og gefur út fréttatilkynningu, reyndar á portúgölsku, þegar eitthvað stórt gerist hjá því. Það þarf ekki að dvelja lengi við listann yfir leikmenn sem Doyen á hlut í til að átta sig á hversu mikil áhrif félagsins eru á fjáraustur enskra félaga í yfirstandandi félagaskiptaglugga. Á meðal leikmanna á skrá Doyen eru Marcos Rojo, Alvaro Negredo, Dusan Tadic og Radamel Falcao. Allt leikmenn sem ensk félög sýsluðu með í glugganum. Sá leikmaður í eigu Doyen sem skipti félagið mestu í þessum glugga er varnarmaðurinn Eliaquim Mangala, sem Porto seldi til Manchester City á 32 milljónir punda í sumar. Doyen keypti 33 prósenta hlut í Mangala í desember 2011 á 2,7 milljónir

punda. Á sama tíma keypti annað fjárfestingarfélag, Robi Plus, tíu prósenta hlut í leikmanninum. Robi Plus er stýrt af manni sem heitir Luciano D´Onofrio. Hann var framkvæmdastjóri Porto á níunda áratugnum og umboðsmaður Zinedine Zidane um skeið. Hann var líka dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nokkrum árum fyrir stórfellt fjársvik í tengslum við sölu á knattspyrnustjörnum á borð við Christophe Dugarry og Fabrizio Ravanelli. Það má ljóst vera að Doyen og Robi Plus, og andlitslausu fjárfestarnir á bak við sjóði þeirra, hafa grætt vel á að kaupa hlut í Mangala. Hlutur Doyen í söluandvirðinu á Mangala til Manchester City er til að mynda talinn vera tæpar 11 milljónir punda. Félagið fjórfaldaði því fjárfestingu sína.

dreifist jafnt milli félaganna 20. Fjórðungur dreifist síðan mismunandi eftir því í hvaða sæti liðin lenda í deildinni og fjórðungur skiptist eftir því hversu marga leiki bresku sjónvarpsstöðvarnar sem eiga réttinn, BT og Sky, sýna með hverju liði. Fyrir síðustu leiktíð fékk Liverpool, sem lenti í öðru sæti, til að mynda mest greitt, alls 97,5 milljónir punda, vegna þess að liðið er vinsælt sjónvarpsefni. Nýi samningurinn hækkaði hins vegar greiðslur allra félaganna 20 gríðarlega. Að meðaltali fá þau um 25 milljónum punda meira en þau fengu árlega samkvæmt síðasta samningi. Cardiff, sem var í neðsta sæti á síðasta tímabili, fékk til að mynda meira greitt (62,1 milljón punda) vegna 03/05 ÍÞróttir


sjónvarpsréttar en meistarar ársins á undan, Manchester United, fengu á því ári, (60,8 milljónir punda). Hinar auknu tekjur skiluðu því að ein vinsælasta aukaafurð knattspyrnuheimsins, kaup og sölur á leikmönnum, tók gríðarlegan kipp, enda geta þeirra til að greiða hátt kaupverð og forstjóralaun fyrir vara-vinstri bakvörð enn meiri nú en áður.

sá dýrasti Manchester United keypti Argentínumanninn Angel Di Maria á 59,7 milljónir punda frá Real Madrid í glugganum. Hann er dýrasti leikmaður sem keyptur hefur verið til ensks liðs frá upphafi.

fótboltamenn verða fjármálaafurð Fjármálaheimurinn, sem er alltaf að leita sér að nýjum leiðum til að græða peninga, hefur ekki látið þessa þróun framhjá sér fara. Lengi hefur tíðkast í sumum hlutum heimsins, sérstaklega Suður-Ameríku, að fjárfestar kaupi raunverulega hluti í leikmönnum og græði ævintýralega á þeim þegar þeir eru seldir til stórliða í Evrópu. Frægasta dæmi um slík viðskipti á undanförnum árum er líklega salan á stórstirninu Neymar til Barcelona. Þessi fjárfestingarhegðun er þó hægt og rólega að festa rætur í Evrópu, sérstaklega í Suður-Evrópu. Það hefur færst í aukanna í löndum eins og Portúgal að fjárfestingarsjóðir „hjálpi“ knattspyrnufélögum að kaupa leikmenn með því að leggja fram hlutfall af kaupverði þeirra. Á móti fá þeir sama hlutfall af söluverðinu ef leikmennirnir eru seldir áfram. Þeir sem standa í þessum bransa segja þetta til hins góða. Áhættan af leikmannakaupum flytjist enda af knattspyrnufélögunum að hluta en á sama tíma auki þetta fyrirkomulag möguleika þeirra til að „eignast“ frábæra knattspyrnumenn. 04/05 ÍÞróttir


nútíma þrælahald Málið er hins vegar ekki alveg svona klippt og skorið og margir hafa áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti með leikmenn í eigu þriðja aðila hafa til að mynda verið bönnuð í Englandi og Frakklandi og ýmsir framámenn innan UEFA og FIFA hafa fordæmt slíkt fyrirkomulag. Vandamálið er að það er mjög einfalt að fara framhjá þessum bönnum. Þegar félag hefur áhuga á leikmanni í eigu þriðja aðila getur utanaðkomandi fjárfestirinn gert samkomulag við sölufélagið um að „lána“ til að kaupa sig út áður en salan gengur í gegn. „Lánið“ er síðan greitt eftir að salan er kláruð og kaupendafélagið hefur greitt uppsett verð. Michel Platini, forseti UEFA, var spurður að því af frönsku sjónvarpsstöðinni France 2 í fyrrahaust hvort það væri verið að gera eitthvað í þessum málum. „Ég hef reynt,“ sagði Platini, „en það vill enginn hlusta“. Jérome Valcke, framkvæmdastjóri FIFA, var hins vegar töluvert ómyrkari í máli í sama sjónvarpsþætti. „Þetta er óviðunandi; þetta er nútíma þrælahald“ Það er ekki bara siðferðislegi hluti fyrirkomulagsins sem stuðar knattspyrnuhreyfinguna, enda er hún kannski ekki þekkt fyrir að hengja sig of fast í siðferðisleg viðmið. Það þarf ekki að gúggla Sepp Blatter, forseta FIFA, lengi til að finna dæmi því til stuðnings. Það sem truflar líka er að fjármálamennirnir sem nú sitja að samningaborðinu eru bara með fjárhagslega hagsmuni að leiðarljósi. Sagan hefur sýnt að þegar þeir festa lag sitt við nýjar fjármálaafurðir, verða skapandi í viðskiptum, endar það vanalega með ósköpum. Spyrjið bara þá sem tóku þátt í viðskiptum með skuldabréfavafninga fyrir bankahrun. Nú eru þeir hins vegar ekki að versla með vafninga, þeir eru að versla með fólk.

05/05 ÍÞróttir


KJaftæði

Dóri Dna grínisti

kjarninn 4. september 2014

raunveruleikarnir Dóri DNA skrifar um að nútíminn sé raunveruleikaþáttur þar sem heiðarlegir eru kosnir út en drullusokkarnir vinna.

Þ

vottabrettið í World Class vill ekki að þú vitir hvernig hann sinnir viðskiptum. Innanríkisráðherra vill ekki að neinn viti hvers lags fantur hún er í raun og veru. Eigendur fjölmiðlafyrirtækis vilja ekki að þú vitir neitt um glæpi þeirra. Útgerðin vill að þú haldir að Evrópa ætli að borða frá þér alla ýsuna þína. Framsóknarflokkurinn vill að þú haldir að þú hafi unnið í lóttóinu. Morgunblaðið vill halda þér eins illa upplýstum og mögulega er hægt. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill að þú trúir því að nefnd sem er ætluð til að færa almenningi meira vald og aukið gagnsæi sé óþarft prump. Forseti Íslands vill að þú trúir því að framtíð landsins liggi í því að fylkja sér fyrir aftan einhverja hrotta og fara í ísjakaleik. Þetta er staðan. Þetta er stríðsástand. Fólkið í landinu gegn fólkinu sem vill ekki að þú vitir sannleikann. Fólkið sem vill halda þér hræddum og blekktum. Fólkið sem ber 01/03 KJaftæði


ekki virðingu fyrir nokkrum sköpuðum hlut nema sjálfum sér – þú ert því miður í þeirra heimi, þar sem þeirra hagsmunir eru ofar öllu. Þetta fólk vill peningana þína, með einum eða öðrum hætti, og því er nákvæmlega sama þótt það þurfi að brengla skynjun þína á raun„Þetta er stríðs- veruleikanum til þess að komast yfir þá. Framsóknarflokkurinn, sem er meiri ástand. Fólkið í one trick pony en sjálfur íslenski hesturinn, landinu gegn fólk- hefur nú misst frá sér 23 þúsund kjósendur. inu sem vill ekki að Hans 15 mínútur af frægð kostuðu þjóðina þú vitir sannleik- ekki nema 80 milljarða, sem er kannski algjört smotterí í stóra samhenginu. En þrátt ann. Fólkið sem vill fyrir að flokkurinn nálgist Pírataflokkinn að halda þér hræddum stærð er engin undirliggjandi krafa um að og blekktum.“ maðurinn drulli sér úr forsætisráðuneytinu. Ég meina, hann var að láta snyrta á sér augabrúnirnar og því alveg sjálfsagt að hann fái að nudda þeim aðeins í leðrið þarna uppfrá lengur. Af hverju fer innanríkisráðherra ekki? Af hverju áttar hún sig ekki á því að hvort sem það er réttlátt eða ekki hafa aðferðir hennar og yfirlýsingar orðið til þess að fólk hefur misst trúna á réttarkerfið og það er miklu stærra og mikilvægara dæmi en hennar kósí mínímalíska heimili. Hanna Birna – ég veit að þér þótti rosalega óþægilegt að ræða við Stefán Eiríksson um rannsókn lögreglunnar á þínu eigin ráðuneyti en trúðu mér þegar ég segi að okkur kjósendum finnst tilhugsunin um þig gargandi á lögreglustjóra á laugardegi helmingi óþægilegri. Tilhugsunin um að hennar helstu talsmenn séu Brynjar Níelsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Björn Bjarnason er svo bara eins og hryllingssaga. Ég meina, ef „segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég segi þér hver þú ert“-reglan er í gildi, þá ert þú, væna, annaðhvort norn eða tröllkerling í þessu samhengi. Og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig í könnunum. What else is new – síðast þegar ég gáði breiðir krabbamein úr sér stöðugt, nema það sé skorið í burtu. 02/03 KJaftæði


Teningunum var kastað fyrir löngu. Hersveitir Saurons þeysast inn í Miklagarð. Stríðið er í algleymingi og það er kýrskýrt hvað er í húfi; rétturinn til þess að skrifa söguna. Sagan er skrifuð af sigurvegurum og sigurvegarinn er sá sem svífst einskis. Hvernig verður þessi saga skráð þegar fram líða stundir. Er Reynir Traustason mannorðsmorðingi og handbendi útgerðarmanns? Var Hanna Birna fórnarlamb í ljótum pólitískum leik, sem hún betur fer stóð af sér? Er Mikael Torfason drullusokkur og Ólafur Stephensen vælukjói? Bjargaði millifærsla Framsóknarflokksins efnahag íslenskra heimila? Höfðum við öll rangt fyrir okkur, og þau rétt? Nútíminn er því miður raunveruleikaþáttur, þar sem heiðarlega fólkið er kosið í burtu við bjarmann af kyndlum á meðan drullusokkarnir sem svífast einskis skrifa bæði reglurnar og frásögnina jafnóðum.

03/03 KJaftæði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.