Kjarninn - Afmælisútgáfa

Page 1


53. útgáfa

efnisyfirlit 21. ágúst 2014 – vika 34

Þýskaland þá, Palestína nú Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um mikilvægi fjölmiðlunar á átakatímum.

Sögulegur sigur eða pólitískt leikhús? greining

Kjarninn greinir fjórar stærstu áskoranirnar sem Íslendingar standa frammi fyrir næstu árin

Steinunn Jakobsdóttir skrifar um nýjan dóm yfir tveimur fyrrverandi yfirmönnum Rauðu kmeranna.

Listahátíð á heimsmælikvarða Hildur Maral Hamíðsdóttir skrifar um Listahátíð ungs fólks á Austurlandi og sérstöðu hátíðarinnar.

Núna, takk! sjö spurningar

nýsköpun

Tapar sér þegar hann heyrir Piano Man

Stafrænt fingrafar til að sanna uppruna ljósmynda

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Margrét Erla Maack skrifar um dyggðina sem þolinmæðin er, og margur Íslendingurinn hefur tamið sér. Eða þannig.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.



Leiðari

Þórður snær júlíusson kjarninn 21 ágúst 2014

Lesendur ráða Þórður Snær Júlíusson fer yfir fyrsta starfsár Kjarnans, starfsumhverfi hans og breytingar sem eru fram undan.

k

jarninn á eins árs útgáfuafmæli á morgun. Í heilt ár höfum við sem að þessu fyrirtæki stöndum gefið út nýja tegund af fjölmiðli: ókeypis vikulegt stafrænt fréttatímarit sem er aðgengilegt í gegnum app. Hugmyndin á bak við Kjarnann var sú að nýta sér gríðarlega örar breytingar á neyslu fólks á fréttum og afþreyingu, sem er að færast yfir á snjalltæki á ljóshraða, til að gefa út nýstárlegan fjölmiðil. Það sem gerði hann nýstárlegan var ekki bara formið. Það var líka sú tilraun að reyndir blaðamenn tækju sig saman, sameinuðu kosti texta, myndskeiða, útvarps og gagnvirkni og legðu áherslu á dýpt og gæði í gagnrýnum og greinandi umfjöllunum sínum, án þess þess að glíma við þann gríðarlega kostnað sem fylgir prentun og dreifingu eða uppsetningu sjónvarpsbúnaðar. Þetta var metnaðarfull, og að mörgu leyti galin, hugmynd. Fimm menn með fimm milljónir króna að fara með frímiðil í samkeppni á einum mesta fákeppnismarkaði sem fyrirfinnst á Íslandi, þar sem tvö fyrirtæki – 365 og RÚV – liggja eins og strandreka og ofaldir hvalir í mjög lítilli auglýsingatekjutjörn, með nýtt útgáfuform og ritstjórnarstefnu sem var alltaf 01/05 Leiðari


að fara að stuða einhver áhrifamikil öfl í hinu litla og tengda íslenska samfélagi. Lesendum fækkar Flestar þær breytingar sem við sáum fyrir að væru að eiga sér stað á markaðnum hafa raungerst. Það hefur til dæmis komið vel í ljós á þessu eina ári að fjölmiðlanotkun er að þróast í þá átt sem við töldum að hún væri að fara. Lestur Morgunblaðsins, stærsta áskriftarblaðs landsins, hefur farið úr 42 prósentum í undir 30 prósent á rúmum fimm árum. Fréttablaðið, sem sett er óumbeðið í 90 þúsund póstkassa á hverjum degi og urðað á kostnað skattgreiðenda, hefur farið úr 77,5 prósentum í um 62-63 prósent í „Og fram undan aldurshópnum 18-49 ára frá því í apríl 2010. Þetta er auðvitað alþjóðleg þróun. Augeru líklega mestu lýsingatekjur prentmiðla í Bandaríkjunum breytingar sem hafa til að mynda dregist saman um yfir 65 hafa orðið á starf- prósent á áratug samhliða miklum samsemi Kjarnans frá drætti í dreifingu þeirra. Þar hafa starfsbyrjun. Þær verða menn áskriftarblaða lengi kallað minningargreinarnar áskrifendaniðurtalningu (e. kynntar betur inn- subscriber countdown). an skamms.“ Munurinn á Íslandi og alheiminum er aðallega sá að þótt lesendum dagblaða fækki á ljóshraða halda prentmiðlar áfram yfirburðastöðu sinni á auglýsingamarkaði. Andstætt markaðslögmálunum taka þeir enn til sín um helming heildarkökunnar hér á meðan það hlutfall er komið undir 20 prósent í Evrópu. Það þarf þó ekki að koma á óvart að þessi angi íslensks veruleika sé beyglaður. Þeir eru það ansi margir. áhorfendum líka Áskriftum að Stöð 2, langstærstu áskriftarstöð landsins, hefur líka fækkað ört. Samkvæmt Neyslu- og lífsstílskönnun Capacent var 45,1 prósent heimila á Íslandi með áskrift að henni árið 2007. Í fyrrahaust var það hlutfall komið niður í 29,4 prósent. 02/05 Leiðari


Þróunin sem hér sést er afleiðing af nýrri neysluhegðun. Þjóðin nær sér í fréttir og afþreyingu í gegnum tölvur og snjalltæki í stað þess að fletta pappír eða láta fóðra sig af fyrir fram uppraðaðri dagskrá. Þetta hefur Kjarninn fundið mjög vel. Stafræna tímaritið sem við höfum gefið út vikulega hefur verið lesið allt að 20 þúsund sinnum yfir vikuna þegar best hefur látið. Appinu okkar hefur verið halað niður 26 þúsund sinnum. Tugir þúsunda skoða heimasíðuna okkar í hverri viku. Yfir tíu þúsund manns hafa ákveðið að fylgja Kjarnanum á Facebook, um 2.300 manns fylgja honum á Twitter og yfir þúsund manns eru á póstlistanum okkar. Til allra þessara aðila höfum við náð nánast án þess að eyða krónu í markaðssetningu. traustið vantaði Allar mælingar sem við skoðuðum í aðdraganda útgáfu Kjarnans sýndu það að íslenskur almenningur treysti ekki þeim sem fluttu fréttir, að RÚV undanskildu. Þar spilaði margt inn í en líklega eru tvær helstu ástæðurnar eigendahópur stærstu miðlanna og það sem stundum er kallað þögult samráð um meðalmennsku í framsetningu frétta, sem endurspeglast í að þær snúist mun fremur um smelludólgað afþreyingargildi en blaðamennsku, með sem minnstum tilkostnaði fyrir eigendurna. Þeir sem að Kjarnanum standa töldu að þarna lægi tækifæri til að búa til fjölmiðil sem væri í eigu þeirra sem á honum starfa þar sem trúnaðurinn væri einvörðungu við lesendur og áhersla væri á gæði og dýpt með gagnrýnum greiningum á þeim umfjöllunarefnum sem við fjölluðum um. Allar mælingar sýna að þarna hefur okkur tekist vel upp. Í könnun sem gerð var á meðal háskólamanna, og sagt var frá í maí, kom fram að Kjarninn væri sá fjölmiðill í einkaeigu sem nyti langmests trausts. Einungis ríkismiðillinn mældist með meira traust. Sama var uppi á teningnum þegar kom að vantrausti, en einungis 3,9 prósent aðspurðra vantreystu Kjarnanum. Einungis hljóðvarp RÚV mældist með minna vantraust. Til samanburðar mældist vantraust gagnvart 03/05 Leiðari


Skíðaferðir Abtenau | Zell am See | St. Johann, Alpendorf | Steamboat Springs, Colorado

VERÐDÆMI Der Abtenau *** Verð frá 118.600 kr. miðað við tvo fullorðna í tvíbýli. Ferðatímabil: 3.-10. janúar

Nánar á skíðin á uu.is/skidi Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is


Morgunblaðinu 56,7 prósent, gegn DV 60,6 prósent og gegn Fréttablaðinu 29,2 prósent. sögulegir tímar Þetta ár sem er liðið frá því að Kjarninn hóf að koma út hefur hins vegar ekki verið án átaka. Viðfangsefni íslensks samtíma eru enda fordæmalaus. Hér er verið að rannsaka súpu meintra efnahagsbrota á heimsmælikvarða, móta hrunið hagkerfi upp á nýtt með tilheyrandi slag um feitustu bitana og takast hart á um þær pólitísku leiðir sem við eigum að fara til að móta framtíðarsamfélag okkar. Kjarninn hefur ekki farið varhluta af þeirri hörku sem einkennir þann slag og þeirri valdabaráttu „... þar sem tvö sem geisar vegna þessa. Eftirlitsstofnanir sakað okkur um að brjóta gegn almennfyrirtæki – 365 hafa um hegningarlögum fyrir að birta upplýsog RÚV – liggja ingar sem áttu klárt erindi við almenning. eins og strandreka Það hafa slitastjórnir líka gert. Stjórnmálaog ofaldir hvalir í menn, álitsgjafar og alls kyns annað lið sem sér heiminn einungis í tveimur pólitískum mjög lítilli auglýs- litum – og skiptir öllum í liðin „við“ og ingatekjutjörn.“ „hinir“ – hafa ítrekað sakað okkur um að ganga alls kyns erinda. Við teljum okkur hafa staðið fast í fæturna í þessum aðstæðum og haldið tryggð við þau gildi sem við lögðum upp með í upphafi. Það er hins vegar alltaf annarra að dæma um hvort það er rétt mat hjá okkur. Breytingar fram undan Þótt við séum stolt af þeim árangri sem við höfum náð viðurkennum við líka fúslega að við höfum gert alls konar mistök. Sum eru bein afleiðing af því að við erum, og höfum alltaf verið, verulega undirfjármagnað fyrirtæki. Önnur eru einfaldlega vegna þess að við mátum hlutina vitlaust. En mistök þurfa ekki alltaf að vera slæm. Ef rétt er brugðist við þeim geta þau verið besti lærdómur sem hægt er að ganga í gegnum. Það höfum við á Kjarnanum reynt að gera. 04/05 Leiðari


Að læra af mistökunum þegar þau eiga sér stað og breyta því sem ekki er að virka með það fyrir augunum að láta það gera það. Og fram undan eru líklega mestu breytingar sem hafa orðið á starfsemi Kjarnans frá byrjun. Þær verða kynntar betur innan skamms og leiða vonandi til þess að Kjarninn festi sig í sessi sem einn stærsti frjálsi og óháði fjölmiðill Íslands. Það er hins vegar ekki staða sem hægt er að panta sér. Fyrir henni þarf að vinna og þeir sem skipta mestu máli, lesendurnir, þurfa að láta hana verða að veruleika. Vonandi munu þeir taka þessum breytingum opnum örmum og hjálpa okkur að vaxa hratt í rétta átt. Og gera afmæli Kjarnans að árlegum viðburði um ófyrirséða framtíð.

05/05 Leiðari


kjarninn 21 ágúst 2014

01/01 þjóðmál

stórir bardagar við sjóndeildarhringinn

ÞjóðmáL Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

01/01 ÞjóðmáL

utanrÍkismáL

HeiLBrigðismáL

LÍfeYrissjóðir

fjármagnsHöft

Það hafa verið miklir umbrotstímar í íslensku samfélagi undanfarin ár. Margt hefur áunnist í baráttunni við að endurreisa þar og efla. Í dag er til að mynda góður hagvöxtur, lítil verðbólga og lítið atvinnuleysi. Ákveðnir atvinnuvegir, sér í lagi sjávarútvegur og ferðaþjónusta, eru í miklum sóknarham. Ísland stendur hins vegar enn frammi fyrir risavöxnum vandamálum sem nauðsynlegt verður að takast á við í allra nánustu framtíð. Þeirri baráttu verður ekki frestað mikið lengur. Á þessum tímamótum Kjarnans þótti ritstjórn hans rétt að útlista þau fjögur helstu. Þau eru glíman við fjármagnshöft, breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, skjaldborg um heilbrigðiskerfið og staða Íslands í alþjóðasamfélaginu.


ÞAÐ BYRJAR HJÁ ÞÉR

SPILA

ÞAÐ ER TIL BETRI LEIÐ TIL AÐ RÓA HÚÐINA

Prófaðu nýju NIVEA MEN Sensitive næringuna eftir rakstur. Án alkóhóls og berst gegn sviða, kláða og roða. *Ekkert Etanól


kjarninn 21 ágúst 2014

01/04 þjóðmál

fjármagnshöft: krónueigendur sem vilja út Höft hafa verið við lýði á Íslandi í á sjötta ár. Losun þeirra er risavaxið og margháttað vandamál.

ÞjóðmáL Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

Í

slendingar hafa búið í sýndarhagkerfi síðastliðin tæp sex ár. Frá lokum árs 2008 hafa verið við lýði höft á fjármagnsflutninga sem meina peningum að yfirgefa hagkerfið. Og mikið af peningum vill yfirgefa hagkerfið. Ísland á bara ekki gjaldeyri til að leysa þá út. Þess vegna eru höftin til staðar.

snjóhengja eitt Fyrst ber að nefna hina upprunalegu snjóhengju, sem er tilkomin að stórum hluta vegna vaxtarmunarviðskipta (e. 01/04 ÞjóðmáL


carry trade) sem stunduð voru af kappi hérlendis á árunum fyrir hrun. Umfang hennar, samkvæmt umræðuskjali frá Alþjóðagjaldeyrissjóðinum (AGS) frá því í júlí á þessu ári, er um 322 milljarðar króna. Þessi snjóhengja hefur bráðnað hægt og rólega með fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands. Hún gerir eigendum þessara kviku króna kleift að skipta þeim í evrur gegn því að gefa eftir hluta af virði þeirra. Vandamálið við þessa leið er að til að viðskiptin gangi upp þarf mótaðila sem kaupir krónurnar með afslætti. Í janúar síðastliðnum hafði sá fámenni hópur sem nýtt hefur sér þessa leið komið með alls 147 milljarða króna til Íslands og fengið 25 milljarða króna afslátt á þeim eignum sem hann keypti fyrir þá upphæð. snjóhengja tvö Þær krónur í eigu erlendra aðila sem eru mest í umræðunni eru innlendar eignir þrotabúa föllnu bankanna. Þær nema tæpum 800 milljörðum króna samkvæmt mati AGS. Mjög skiptar skoðanir eru innan stjórnmálanna, og „Þær krónur í eigu er- stjórnmálaflokkanna, um hvaða leið eigi að fara lendra aðila sem eru við uppgjör þrotabúa föllnu bankanna. Allir eru þó mest í umræðunni eru sammála að lausn á þeim sé forsenda þess að hægt sé að rýmka höft. innlendar eignir þrotaTil einföldunar má segja að tveir skólar séu til í búa föllnu bankanna. þessu samhengi. Annar vill fara svokallaða gjaldÞær nema tæpum 800 þrotaleið. Í henni felst að þrotabú föllnu bankanna keyrð í þrot, dótturfélag Seðlabanka Íslands milljörðum króna sam- verði eða skiptastjóri verði látinn taka yfir eignir þeirra kvæmt mati AGS.“ og þær síðan seldar til nýrra eigenda. Afrakstrinum verði skipt á milli kröfuhafa, sem að langstærstu leyti eru alþjóðlegir vogunar- og fjárfestingarsjóðir. Hinn skólinn aðhyllist svokallaða samningaleið. Í henni felst að ná samkomulagi við kröfuhafa gömlu bankanna um lausn sem ógni ekki greiðslujöfnuði Íslands. Það þýðir að kröfuhafarnir þyrftu að gefa eftir góðan hluta af innlendum eignum sínum í slíku samkomulagi eða binda þær hérlendis til mjög langs tíma. 02/04 ÞjóðmáL


Íslendingar vilja líka út Þriðji hópurinn sem myndi vilja losna með peningana sína frá Íslandi er Íslendingar. Þar ber fyrst að nefna lífeyrissjóði landsins, sem hafa ekki mátt fjárfesta erlendis í tæp sex ár þrátt fyrir að þurfa að binda 120-130 milljarða króna í ávaxtandi fjárfestingu árlega. Þetta hefur skilað því að sjóðirnir eru nánast búnir að kaupa allt sem þeir geta á skulda- og hlutabréfamarkaði og eru orðnir verulega stórtækir á fasteignamarkaði líka. Það stefnir í óefni með lífeyrissjóðina ef ekki finnst lausn á ástandi þeirra, eins og rakið er betur annars staðar í þessari umfjöllun. En íslensk fyrirtæki vilja líka koma peningum út. Það vilja einstaklingar líka, af ýmsum ástæðum, enda mun fleiri fjárfestingartækifæri og miklu meiri stöðugleiki á flestöllum öðrum mörkuðum í hinum vestræna heimi. AGS metur umfang þess fjár í eigu innlendra aðila sem myndi leita út úr hagkerfinu við afnám hafta a bilinu 357-804 milljarða króna. Það þýðir að ef höft yrðu afnumin í dag myndu, samkvæmt spá AGS, á bilinu 1.500-1.900 milljarðar króna flæða út úr íslenska hagkerfinu. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands, sem er að stóru leyti fenginn að láni, nemur 502 milljörðum króna. Því er ljóst að Ísland gæti aldrei borgað öllum þessum aðilum í gjaldeyri ef þeir vildu út úr hagkerfinu. Og þjóðin er ekki að safna meiri gjaldeyri þessa dagana. Vöruskiptajöfnuður fyrstu sjö mánuði ársins var neikvæður um ellefu milljarða króna. Það þýðir að Íslendingar eyddu töluvert meira af gjaldeyri en þeir öfluðu á tímabilinu. risavaxið úrlausnarvefni Þetta er því risavaxið mál og hefur verið á oddinum, að minnsta kosti bak við tjöldin, í stjórnmálum síðustu misseri. Mörg fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi hafa ítrekað sagt að höftin geri starfsemi þeirra á Íslandi mjög erfiða og jafnvel 03/04 ÞjóðmáL



ólíðandi. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Össur, Marel, CCP og Creditinfo. Í júlí réðu stjórnvöld fjóra sérfræðinga í sérstaka framkvæmdastjórn um losun fjármagnshafta. Sá sem stýrir þeirri stjórn er Glenn Victor Kim, fjármálaráðgjafi sem hefur mikla reynslu á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Auk þess voru alþjóðlegir ráðgjafar ráðnir til að aðstoða hópinn. Á meðal þeirra er Lee Buchheit, sem stýrði samninganefnd Íslands í Icesave-deilunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist í kjölfarið vonast til þess að aflétting hafta myndi hefjast á þessu ári. Stýrinefnd er yfir framkvæmdastjórninni. Í henni sitja meðal annarra Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Már Guðmundsson seðlabankastjóri, sem flestir viðmælendur virðast sammála um að hafi talað fyrir samningaleið í slagnum við kröfuhafa frekar en gjaldþrotaleið. Endurskipan Bjarna á Má í stól seðlabankastjóra fyrr í þessum mánuði og skipan hans á framkvæmdastjórninni er að margra mati vísir að því að Bjarni sé sömu skoðunar. Innan Framsóknarflokksins, og sérstaklega á meðal helstu ráðgjafa leiðtoga flokksins, hefur hins vegar verið miklu meiri stuðningur við gjaldþrotaleiðina. Haftamálið, sem er stærsta einstaka áskorun íslenskra stjórnmála í dag, gæti því látið hrikta vel í stoðum ríkisstjórnarsamstarfsins þegar á reynir.

04/04 ÞjóðmáL


kjarninn 21 ágúst 2014

01/04 þjóðmál

Lífeyrissjóðir: Vantar mörg hundruð milljarða Sameina þarf lífeyriskerfin og finna leiðir til þess að brúa þann halla sem er á þeim.

ÞjóðmáL Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

Í

dag er lágmarkseftirlaunalífeyrir 219 þúsund krónur. Til að setja þá upphæð í samhengi er lágmarksframfærsluviðmið velferðarráðuneytisins 290 þúsund krónur. Lágmarkseftirlaunalífeyririnn er því aðeins 75 prósent af þeirri upphæð sem þarf til að lifa af. Þrátt fyrir að íslenska lífeyrissjóðakerfið eigi tæpa 2.750 milljarða króna er það langt frá því að standa undir þeim skuldbindingum sem sjóðirnir hafa lofað að standa undir. Til þess vantar tæpa 900 milljarða króna, að mati Björns Z. Arngrímssonar, sérfræðings hjá Fjármálaeftirlitinu. Í grein sem 01/04 ÞjóðmáL


hann skrifaði í fyrrahaust segir að skuldbindingar lífeyrissjóðanna séu mögulega vanmetnar vegna þess að þær taki ekki nægilegt tillit til þess að Íslendingar séu alltaf að eldast. ríkið borgar fullt Þorri þeirrar upphæðar sem vantar upp á er vegna halla á stærsta lífeyrissjóði landsins, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR). Halli hans er að minnsta kosti 450 milljarðar króna. Sá sem „skuldar“ sjóðnum þessa peninga er íslenska ríkið. Ríkið þyrfti að borga yfir 30 milljarða króna á ári í 20 ár til að borga þessa skuld. Margir virðast halda að lífeyrissjóðirnir standi sjálfir undir öllum þeim greiðslum sem þeir greiða í lífeyri. Því fer fjarri. Íslenska ríkið tryggir ákveðna lágmarkslífeyrisgreiðslu, áðurnefndar 219 þúsund krónur á mánuði. Ef lífeyrisjóðirnir borga ekki þá upphæð mánaðarlega til sinna þarf ríkið að grípa inn í og brúa „Þrátt fyrir að íslenska skjólstæðinga bilið. Árlegar greiðslur vegna þessa eru nú um 40 lífeyrissjóðakerfið eigi milljarðar króna og hafa hækkað um 15 milljarða tæpa 2.750 milljarða króna frá árinu 2008. Ríkið greiðir því um helming útgreidds lífeyris á hverju ári.

króna er það langt frá því að standa undir þeim skuldbindingum sem sjóðirnir hafa lofað að standa undir. Til þess vantar tæpa 900 milljarða króna.“

gömlum Íslendingum fjölgar mjög hratt Vandi íslenska lífeyrissjóðakerfisins er eitt mest aðkallandi vandamál sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Fjöldi Íslendinga sem eru yfir 67 ára aldri mun þrefaldast á næstu 45 árum. Hagstofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þúsund. Til viðbótar við þær háu upphæðir sem vantar inn í grunnlífeyriskerfi treystir það líka á að fólk leggi fyrir annan sparnað til að komast af á efri árum, enda greiða lífeyrissjóðirnir og Tryggingastofnun ríkisins einungis um 40 prósent af launum í lífeyri. Þorri þess viðbótarsparnaðar hefur verið í gegnum séreignarlífeyrissparnaðarkerfið. Síðustu tvær ríkisstjórnir landsins hafa hins vegar opnað fyrir það að landsmenn nýti séreignarsparnaðinn sinn í annað en að spara fyrir 02/04 ÞjóðmáL


ævikvöldið. Fyrst var fólki einfaldlega leyft að taka peningana út, borga af þeim skatta og eyða þeim í það sem því sýndist. Um 100 milljarðar króna höfðu flætt úr séreignarkerfinu um síðustu áramót vegna þessa. Sitjandi ríkisstjórn tilkynnti síðan að hún ætlaði að heimila skattfrjálsa nýtingu á séreignarlífeyrisgreiðslum til niðurgreiðslu á höfuðstól íbúðalána. Á næstu fjórum árum verður umfang þeirrar aðgerðar um 70 milljarðar króna. Verði hún framlengd, eins og pólitískur vilji er til, mun hún líklega ganga mjög nærri séreignarkerfinu. stjórnvöld að vakna Vandamálið er því afar stórt og stjórnvöld vita af því. Að takast á við það með þeirri alvöru sem vandamálið útheimtir hefur þó ítrekað verið frestað á undanförnum árum. Nú virðist sem smávægileg hreyfing sé á málinu og að það komist

03/04 ÞjóðmáL


mögulega á dagskrá í haust. Nefnd um málefni lífeyrissjóða hefur lagt til að opinbera kerfinu, þar sem ríkið er í ábyrgðum fyrir lífeyrissjóðina, verði breytt í frjálst kerfi líkt því sem aðrir lífeyrissjóðir starfa í. Auk þess virðist vera nokkuð mikill samtaktur um nauðsyn þess að hækka lífeyrisaldur upp í 70 ár hið minnsta hjá öllum í nýja kerfinu. Til viðbótar þyrfti að hækka iðgjöld, það hlutfall launa sem hver launamaður er lögbundinn til að greiða í lífeyrissjóð mánaðarlega, umtalsvert. Iðgjöld í almenna kerfinu í dag eru 12,5 prósent en tillögur miða við að þau verði hækkuð upp í 15,5 prósent. Það liggur mikið á að taka stórar ákvarðanir varðandi þetta mál. Hrafn Magnússon, sem var framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða í vel á fjóra áratugi, skrifaði grein í Kjarnann í október 2013. Á meðal þess sem hann fjallaði um var sá halli sem er á stærsta lífeyrissjóði landsins, LSR. „Þetta er grafalvarleg staða sem versnar með hverju ári sem líður ef ekki er gripið til viðeigandi ráðstafana. Hallinn á LSR og lífeyrissjóðum sveitarfélaga er áhyggjuefni fyrir alla þjóðina því með þessu ástandi er verið að velta skattbyrðinni yfir á komandi kynslóðir,“ sagði Hrafn í greininni.

04/04 ÞjóðmáL


Allt er til á alnetinu og líka í Maclandi...

... á vaxtalausu láni. Laugavegur 17 | Sími: 580 7500 | verslun@macland.is | macland.is

Smelltu hér til að skoða tilboð


kjarninn 21 ágúst 2014

01/02 þjóðmál

Heilbrigðiskerfið: Landflótti Eftir áralangan niðurskurð blasir við mjög laskað heilbrigðiskerfi. Heilbrigðisstarfsfólk flýr og kemur ekki aftur.

ÞjóðmáL Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

s

tjórnvalda bíður mjög erfitt verkefni við að standa vörð um íslenska heilbrigðiskerfið. Við blasir krísuástand. Tækjubúnaður er annaðhvort úreltur eða ekki til, húsnæði heilbrigðisstofnanna, og sérstaklega Landspítalans, er óboðlegt fyrir slíka starfsemi og skapar mikið óhagræði, álag á starfsfólk er gríðarlegt og samkeppni um það mikil. Þegar gríðarlegur niðurskurður bætist ofan á þetta ástand má ljóst vera að sprungurnar stækka ansi hratt. Og því fagfólki sem vill vinna við þessum aðstæður fækkar hratt og örugglega. 01/02 ÞjóðmáL


„Nýútskrifaðir læknar, og þeir sem eru erlendis í sérfræðinámi, virðast ekki hafa neinn áhuga á því að starfa hérlendis.“

fara til noregs og koma aldrei aftur Frá árinu 2008 hafa vel á fimmta hundruð íslenskir hjúkrunarfræðingar fengið leyfi til að starfa í Noregi, en þangað hefur straumurinn legið að mestu. Í samtali við RÚV í febrúar síðastliðnum sagði Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að markaðurinn í Noregi virtist botnlaus og gæti auðveldlega gleypt hjúkrunarfræðistéttina hér á landi alla. Ástæður þessa flótta eru auðvitað fyrst og fremst vegna þær að launin eru miklu, miklu, miklu hærri í Noregi, og víðar í Skandinavíu, en hér. Auk þess spilar inn í að vinnuaðstæður eru í flestum tilfellum miklu betri og álagið og mönnun stofnana allt önnur. Ástandið innan læknastéttarinnar er ekkert skárra. Það er í raun enn alvarlegra. Fyrr í þessum mánuði sagði Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, frá því í samtali við RÚV að nýliðun lækna væri ekki nálægt því að anna læknaþörf Íslendinga. Helmingi fleiri læknar myndu auk þess fara á eftirlaun á næstu fimm árum en fimm árin á undan. Flestir helstu sérfræðilæknar þjóðarinnar eru að fara á eftirlaun á allra næstu árum og ekki virðist hægt að manna þær stöður á ný. Nýútskrifaðir læknar, og þeir sem eru erlendis í sérfræðinámi, virðast ekki hafa neinn áhuga á því að starfa hérlendis. Ástæðurnar eru nákvæmlega þær sömu og hjá hjúkrunarfræðingum: hér eru mun lægri laun, verra starfsumhverfi og miklu meira álag. er Ísland velferðarríki? Samhliða eru Íslendingar að eldast hratt og álagið á heilbrigðiskerfið mun aukast enn frekar á allra næstu árum vegna þessa. Eldra fólk glímir enda við fleiri heilbrigðiskvilla en það yngra. Viðbrögðin við þessu ástandi hafa fyrst og síðast verið þau að auka kostnaðarþátttöku sjúklinga. Þegar horft er til þeirra vandamála sem Ísland stendur frammi fyrir í lífeyrissjóðamálum sínum er ljóst að slíkt mun ekki ganga til lengdar ef Ísland vill stæra sig áfram af því að bjóða upp á velferðarkerfi fyrir alla, ekki bara þá sem eiga peninga.

02/02 ÞjóðmáL


kjarninn 21 ágúst 2014

01/03 þjóðmál

utanríkismál: allt veltur á ees Um 80 prósent af öllum útflutningi Íslands fara til Evrópu. Landið er að brjóta grunnstoðir EES-samningsins.

ÞjóðmáL Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

Í

slenska þjóðin er einungis 0,0004 prósent af mannkyninu. Það er henni því mjög mikilvægt að vera í góðum samskiptum við að minnsta kosti hluta hinna 99,9996 prósentanna sem á jörðinni búa. Lengi vel græddum við vel á hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins og peningar dældust hingað inn vegna hennar. Sá veruleiki er farinn og nú snúast alþjóðasamskipti okkar fyrst og síðast um viðskiptalega hagsmuni. Síðasta ríkisstjórn reyndi að fara með Ísland inn í Evrópusambandið á einum mestu umbrotatímum sem það hefur 01/03 ÞjóðmáL


nokkru sinni gengið í gegnum. Sú vegferð var stöðvuð og núverandi ríkisstjórn mun ugglaust reyna allt sem í valdi hennar stendur til að grafa þá umsókn endanlega á þessu kjörtímabili. Það er þó fín lína að feta, enda fara um 80 prósent af útflutningi okkar til Evrópu og 60 prósent af því sem við flytjum inn koma þaðan. Vilja efla ees-samstarf Í staðinn fyrir að horfa á fulla aðild vill sitjandi ríkisstjórn efla samstarf Íslands við ríki Evrópusambandsins á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), sem gekk í gildi árið 1994. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur látið hafa það eftir sér opinberlega að efla verði hagsmunagæslu Íslands innan EES. Það verði gert með því að sjónarmið Íslands komi fram í löggjafarstarfi strax á fyrstu stigum málsins. Í Evrópustefnu Gunnars Braga er gert ráð fyrir stórefldu og góðu samstarfi við „Það er þó fín lína líka Norðmenn á vettvangi EES-samningsins. að feta, enda fara Til útskýringar veitir EES-samningurinn Íslandi nokkurs konar aukaaðild að innri markaði Evrópu um 80 prósent af útán tolla og gjalda á allflestar vörur. Samningurflutningi okkar til inn er því langmikilvægasti viðskiptasamningur Evrópu og 60 prósent þjóðarinnar. Þegar Ísland undirgekkst EES-samninginn fyrir af því sem við flytjum 20 árum samþykkti landið líka að innleiða hið inn koma þaðan.“ ófrávíkjanlega fjórfrelsi ESB: innan svæðisins sem samningurinn nær til gildir frjálst flæði fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Þegar Íslendingar innleiddu fjármagnshöft í kjölfar hrunsins brutu þeir gegn einni af þessum grunnstoðum, frjálsu flæði fjármagns. Hluti af aðildarferlinu að Evrópusambandinu, sem nú er í frosti, var að setja á fót samstarfsvettvang þar sem unnið var að losun þessara hafta svo að skilyrðið væri uppfyllt. Evrópusambandið dró sig út úr þeim vettvangi þegar aðildarviðræður voru settar á hilluna. Ef þeim verður slitið mun sambandið líkast til setja fram kröfu um að Íslendingar uppfylli það. 02/03 ÞjóðmáL


endursamið um framlög í þróunarsjóðinn Ísland borgar fyrir aðild að EES-svæðinu með ýmsum hætti. Stærstur hluti þeirrar borgunar fer í gegnum vettvang sem kallast Þróunarsjóður EFTA. Hann er oft nefndur verðmiðinn inn á innri markað ESB. Frá því að Ísland og Noregur skrifuðu undir EES-samninginn hafa þau greitt í þennan sjóð. Hann úthlutar svo fjármagni til þeirra fimmtán aðildarríkja sem fá greiðslur úr sjóðnum. Samningar um framlög í sjóðinn eru teknir upp á fimm ára fresti. Síðast var samið um tímabilið 2009-2014. Framlög í hann voru áætluð um 155 milljarðar króna á verðlagi dagsins í dag á því tímabili. Af því framlagi var áætlað að Ísland greiddi tæplega fimm prósent, eða allt að sjö milljörðum króna. Á árinu 2014 greiðum við til að mynda 1,4 milljarða króna í sjóðinn samkvæmt fjárlögum. Liechtenstein borgar rétt yfir eitt prósent af kostnaðinum og Noregur tæplega 95 prósent. Auk þess er til sérstakur Þróunarsjóður Noregs, sem þróunarríki ESB fá úthlutað út úr. Norðmenn borga um 125 milljarða króna inn í hann á tímabilinu. Norðmenn borga því um 260-270 milljarða króna fyrir aðgöngu að innri markaðnum. Nú standa yfir viðræður um framlög Íslendinga og hinna EES-ríkjanna í þróunarsjóðinn. Viðbúið er, eins og alltaf hefur gerst, að framlögin muni hækka. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mikla hækkun verður farið fram á. Niðurstaða þessara viðræðna, sem búast má við að verði Íslendingum erfiðar, mun skipta mjög miklu máli fyrir íslensku þjóðina í framtíðinni. 03/03 ÞjóðmáL


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


á förnum Vegi

jarðhræringar í Bárðarbungu Eldgos hugsanlegt í víðáttumestu eldstöð landsins

kjarninn 21 ágúst 2014

Hópur vísindamanna flaug með TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, yfir skjálftasvæðið milli Brárðarbungu og Kverkfjalla í gær. Flugvélin er vel búin rannsóknartækjum, radar og myndavélum sem nýtast vísindamönnum vel við rannsóknir á eldgosum. Ásamt því að sinna athugunum var ferðin hugsuð sem tækifæri til æfinga fyrir vísindamenn ef af gosi verður. Þá var hugsanlegt flóðasvæði norðan Vatnajökuls kannað og skimað eftir mannaferðum á lokuðum svæðum. 01/01 á förnum Vegi

Gríðarmikil skjálftavirkni hófst í og við Bárðarbungu um liðna helgi og hefur haldist stöðug alla vikuna. Jarðfræðingar telja víst að um kvikuhlaup sé að ræða, það er að kvika sé að brjóta sér leið að yfirborðinu. Vegna þessa hafa Almannavarnir lýst yfir hættustigi á svæðinu, ekki síst vegna mögulegs jökulhlaups verði eldgos undir jöklinum. Sömuleiðis hefur Veðurstofa Íslands fært viðvörunarstig sitt í appelsínugult fyrir flugumferð í loftrýminu yfir jöklinum, vegna óvissunnar sem er fyrir hendi. bþh


01/05 Fjölmiðlar

kjarninn 21 ágúst 2014

átök, hagsmunir og afhjúpanir Fyrsta starfsár Kjarnans tók mið af miklum átökum í íslensku samfélagi. Gagnabirting olli titringi. Ritstjórn lagði áherslu á að birta gögn með almannahag að leiðarljósi.


fjöLmiðLar Magnús Halldórsson L@maggihalld

á

þeim tíma sem Kjarninn hefur verið starfandi, frá 22. ágúst 2013, hefur verið að teiknast upp merkileg staða í efnahagslífinu. Forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gaf tóninn í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann veitti eftir að ríkisstjórn hans tók við á vormánuðum. „Stundin nálgast“ var forsíðufyrirsögnin. Hún var skírskotun í þá mikilvægu stund sem tengist afnámi eða rýmkun fjármagnshafta, samningum við kröfuhafa föllnu bankanna og stefnumörkun um hvernig stýra skuli þjóðarskútinni í kjölfarið. Þetta fyrsta starfsár Kjarnans í þjóðmálaumræðunni einkenndist ekki síst af þessum tóni sem forsætisráðherra gaf í viðtalinu. Þó að ekki hafi enn verið stigin stór skref í átt að afnámi eða rýmkun hafta nálgast sú stund óðum. Ríkisstjórnin, með Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson fremsta í flokki, hefur nú þegar fengið erlenda sérfræðinga til þess að hjálpa til við að höggva á hnúta og liðka fyrir möguleikum á því að losa Ísland úr haftabúskapnum. Á meðal þeirra sem aðstoða íslensk stjórnvöld er Lee Buchheit, maður sem aðstoðaði við að ná samningum við Hollendinga og Breta vegna Icesave-skuldar Landsbankans. Eins og kunnugt er vann Ísland fullnaðarsigur í því máli að lokum með dómi fyrir EFTA-dómstólnum eftir að samningum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Breyttir tímar Kjarninn fjallaði töluvert um neytendamál ýmiss konar á fyrsta starfsári sínu, ekki síst stöðu mála á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Mikil spenna hefur verið að byggjast upp á markaðnum allt undanfarið ár og hafa hálfgerð neyðaróp heyrst í fjölmiðlum frá fólki sem á erfitt með að koma þaki yfir höfuðið með leigu eða kaupum. Neyðarópin heyrðust ekki síst frá viðmælendum Kjarnans, sem kvörtuðu yfir ónægu framboði af litlum 02/05 fjöLmiðLar


og meðalstórum íbúðum, erfiðum fjármögnunarskilyrðum og úrræðaleysi stjórnvalda og sveitarstjórna þegar að þessu kemur. Þúsundir Íslendinga á höfuðborgarsvæðinu glíma við húsnæðisvanda og eiga í erfiðleikum með að koma þaki yfir höfuðið. Í fjórðu útgáfu Kjarnans, um miðjan septembermánuð, var þessi vandi til ítarlegrar umfjöllunar undir fyrirsögn á forsíðunni; Ný bóla skrifuð í skýin. Kjarninn var miðpunktur þessarar umræðu og velti upp ólíkum sjónarmiðum. Leigumarkaðurinn var ekki síst í kastljósinu, en undanfarið ár hefur leiguverð í Reykjavík á fermetra hækkað um 9,3 prósent að raunvirði. Álit, leiðarar og almenn skoðanaskrif ritstjórnarinnar voru helguð þessu viðfangsefni og ekki síst hvernig skuldaleiðrétting stjórnvalda tónaði saman við þessar aðstæður; hvort það væri hugsanlegt að skuldaleiðréttingaráform stjórnvalda myndu ýta undir aukna einkaneyslu og stuðla að frekari hækkun fasteignaverðs með tilheyrandi erfiðleikum fyrir þá sem væru að stíga fyrstu skrefin á fasteignamarkaði. Hættulegastur? Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, hefur alla tíð átt auðvelt með að fanga athygli Íslendinga með uppátækjum sínum og málflutningi. Ítarlegt viðtal við hann í Kjarnanum hinn 3. október í fyrra varð tilefni til að velta því upp hvort Jón hygðist halda áfram sem borgarstjóri að loknum kosningum. Hann sagðist í viðtalinu vera „hættulegasti“ stjórnmálamaður landsins, að enginn vissi fyrir hvað hann stæði og andstæðingar hans gætu því varla komið á hann höggi. Hann ákvað síðan að tilkynna það í Tvíhöfðaþætti á Rás 2 hinn 30. október að hann hygðist ekki halda áfram sem borgarstjóri. Þetta markaði djúp spor í pólitískt landslag í Reykjavík enda kosningasigur Jóns árið 2010 líklega ótrúlegasta afrek íslenskrar stjórnmálasögu, en framboð Besta flokksins vann 03/05 fjöLmiðLar


þá stórsigur, fékk 33,4 prósent atkvæða, mest allra. Kosningarnar vorið 2014, sem Kjarninn fjallaði um í aðdragandanum með hlaðvörpum ekki síst, reyndust sögulegar. Jón skildi eftir sig stórt skarð sem Björt framtíð reyndist ekki ráða við að fylla þegar upp var staðið. Spor Jóns voru þrykkt í pólitískt landslag á Íslandi og söguna alla þrátt fyrir grín og glens. almenningur verður að geta skoðað gögn Gögn um stöðu mála eru upplýsandi. Í nokkur skipti á fyrsta starfsári sínu birti Kjarninn frumgögn sem urðu uppspretta mikillar umræðu. Í fyrstu útgáfunni var skýrsla endurskoðunarfyrirtækisins PWC um starfsemi SpKef birt í heild sinni, en í henni voru rakin dæmi um ótrúlega viðskiptahætti og fjöldann allan af meintum lögbrotum stjórnenda sjóðsins. FME brást við með hótun um lögbann á birtingu skýrslunnar, en ritstjórn Kjarnans stóð föst á því að skýrslan ætti erindi við almenning, þar eð fall sjóðsins hefði kostað skattgreiðendur um 26 milljarða króna. Hótun FME reyndist innantóm. Ekkert heyrðist meira frá eftirlitinu enda réttur ritstjórnar Kjarnans til þess að birta gögnin og fjalla um þau því sem næst óumdeildur. Hinn 24. október voru aftur birt gögn sem ollu miklu fjaðrafoki, en Kastljós RÚV tók frétt Kjarnans upp. Umrædd gögn voru nákvæmar upplýsingar sem teknar voru saman fyrir slitastjórn Kaupþings um gjaldeyrisviðskipti starfsmanna bankans skömmu fyrir fall hans. Þau sýndu að starfsmennirnir, flestir stjórnendur, högnuðust verulega á falli krónunnar í aðdraganda hrunsins í október 2008. Gjaldeyrisviðskiptin fólu ekki í sér lögbrot en 04/05 fjöLmiðLar


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


umfang þeirra var meira en margir höfðu gert sér grein fyrir áður en Kjarninn birti skýrsluna. Kjarninn var meðal nokkurra fjölmiðla á heimsvísu sem birtu afhjúpandi umfjöllun um leyniskýrslu um TISAviðræðurnar svonefndu, en með TISA-samkomulagi milli þjóðríkja heimsins er markmiðið að auka frelsi í viðskiptum. Samningaviðræðurnar skipta Ísland miklu máli, enda spanna þátttökuríkin helstu markaðssvæði íslenskra fyrirtækja. Auk einstakra ríkja er ESB aðili að viðræðunum. Í skjölunum sem Kjarninn birti kom meðal annars fram starfsmenn fjármálafyrirtækju ættu að fá sérmeðferð þegar þeir væru á ferðalagi milli landa. Þá voru einnig fjölmörg viðkvæm mál í skjöljunum, svo sem um það að ríkisstjórnir landa ættu ekki að geta leyst til sín eignir sem áður hefðu verið einkavæddar. Sögulegir tímar á Íslandi, þar sem hagsmunabarátta var augljós og einkennandi á mörgum vígstöðum, settu svip sinn á útgáfur Kjarnans alla fimmtudaga. Mikil barátta í viðskiptalífinu, á pólitíska sviðinu og síðan bak við tjöldin ekki síður, var dregin fram í dagsljósið með ítarlegum fréttaskýringum og skoðanaskrifum fastra penna Kjarnans. Þessir sögulegu tímar voru lýstir upp með alvarlegum skrifum og skemmtilegum húmórískum skrifum sömuleiðis. Að auki lagði Kjarninn áherslu á það að lýsa upp nýsköpun í atvinnulífinu og frumkvöðlastarfsemi ýmiss konar. Enda leggur nýsköpunin grunninn fyrir framtíðina.

05/05 fjöLmiðLar


sjónVarp

nýsköpun Authenteq

kjarninn 21 ágúst 2014

ein mynd er meira virði... Authenteq vinnur að snjallsímaforriti sem sannar uppruna ljósmynda

Nýsköpunarfyrirtækið Authenteq þróar snjallsímaforrit sem tekur stafrænt fingrafar af ljósmynd, sem gerir ljósmyndaranum kleyft að færa sönnur á hvenær hún var tekin og af hverju. Fyrirtækið vinnur nú að viðskiptahugmyndinni sinni í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn. Kjarninn hitti Kára Þór Rúnarsson, framkvæmdastjóra Authenteq, og ræddi við hann um hvernig hugmyndin kviknaði. 01/01 sjónVarp

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


kjarninn 21 ágúst 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö spurningar

aron Bjarki jósepsson

knattspyrnumaður

Ég tapa mér þegar ég heyri piano man Hvað gleður þig mest þessa dagana? Elfar Bjarki, eins árs gamall sonur minn. Hvert er þitt helsta áhugamál? Fótbolti. Hvaða bók lastu síðast? Einhverja snilldarlega dýrabók, man ekki hvað hún heitir.

Hvert er þitt uppáhaldslag? Ég tapa mér þegar ég heyri Piano Man með Billy Joel. Þvílíkt lag og þvílíkur maður. Til hvaða ráðherra berðu mest traust? No comment. Reyni að fylgjast sem minnst með stjórnmálum. Þau fara í taugarnar á mér.

01/01 sjö spurningar

Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Eitthvert í Afríku, sennilega Kenía. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Það fer alltof margt í taugarnar á mér. Stríð, stjórnmál og heimskir ökumenn. Í dag fer sennilega algert getuleysi og aulaskapur leikmanna Man Utd. mest í taugarnar á mér.


af netinu

samfélagið segir

kjarninn 21 ágúst 2014

facebook

twitter

erla hlynsDóttir

Þorkell gunnar sigurBj. @thorkellg

Hrós dagsins frá viðmælanda: „Ég ætla ekkert að biðja um að lesa þetta yfir. Ég er sátt við allt sem ég er búin að segja, þú tókst þetta upp og þú ert ekki ... vitleysingur." Miðvikudagur 20. ágúst

Ef Ísland kemst á EM í körfu, þá veit enginn hvar lokakeppnin verður haldin fyrr en í næstu viku. Úkraína hætti nefnilega við að halda EM. Miðvikudagur 20. ágúst áslaug sigurBjörnsDóttir @aslaugarna

karen kjartansDóttir Áhrifamenn úr hagsmunasamtökum atvinnulífsins rýna í Markaðinn. Mér sýndist þeir vera að skoða leiðarann þinn @tobbi1! Miðvikudagur 20. ágúst

Neyðarástand á Hvolsvelli. Stöð2 sport, ekki lengur á Gallery Pizza. Hvað gera bændur þá #112 #teamstjarnan Miðvikudagur 20. ágúst Þóra tómasDóttir @thoratomas

róBert örn hjálmtýsson

under the skin - besta mynd sem ég hef séð í langan tíma Miðvikudagur 20. ágúst

Er að fara á knattspyrnuleik á mili Stjörnunnar og Inter Milan í kvöld. Spái Inter 250 marka sigri. En það gæti líka farið jafntefli. Miðvikudagur 20. ágúst

Framsókn vill ekki að dansskóli fái auglýsingu

Bílakóngur talinn vera á bakvið DV yfirtöku

Á borgarráðsfundi fyrir viku var tekin fyrir umsókn dansskóla Brynju Péturs um að fá 50 þúsund króna styrk til að halda Danspartý á Ingólfstorgi um síðustu helgi. Meirihluti borgarráðs samþykkti þessa styrktarbeiðni. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Framsókn og flugvallarvina, var á móti og lét bóka „að samkeppnissjónarmið séu brotin þegar einum dansskóla umfram annan er veittur styrkur til opinberrar danshátíðar sem ekki verður annað séð en að sé auglýsing fyrir komandi vetur fyrir viðkomandi dansskóla.“

Hart er barist um yfirráð yfir DV um þessar mundir. Sú barátta verður leidd til lykta á aðalfundi í næstu viku. Öðru megin eru Reynir Traustason, stór eigandi og ritstjóri DV, ásamt helstu lykilstarfsmönnum miðilsins. Hinum megin er Þorsteinn Guðnason. Í Bakherberginu heyrist að peningarnir á bakvið nýjan mögulegan meirihlutahóp komi að mestu frá Gísla Guðmundssyni, fyrrum eiganda B&L. Kenningin er að Gísli hafi látið DV fá pening þegar hann lánaði blaðinu fyrir himinhárri skattaskuld í fyrra. Nú vill hann áhrif í takt við fjárfestinguna.

01/01 samfÉLagið segir


erLent

gallerí

kjarninn 21 ágúst 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


„ebóla, farðu burt!“ Listamannahópurinn Be Kok Spirit hóf á dögunum herferð til þess að vekja athygli á ebólufaraldrinum á Fílabeinsströndinni sem nú geysar í vestanverðri Afríku. Stjórnvöld í landinu hafa lokað á allar flugsamgöngur frá löndum þar sem smit hefur komið upp, en hingað til hefur Fílabeinsströndin sloppið.

Mynd: AFP


Útgöngubann til að stilla til friðar Eftir að lögregluþjónn í Ferguson í Missouri-ríki skaut óvopnaðan blökkupilt til bana fyrr í mánuðinum hafa íbúar þar mótmælt linnulítið. Stjórnvöld í Missouri hafa verið gagnrýnd fyrir að mæta vandanum af gríðarlegri hörku með því að senda þungvopnaða lögreglumenn til að hafa gætur á mótmælafundum.

Mynd: EPA


Bandarískur blaðamaður aflífaður Samtökin Íslamskt ríki í Írak og Sýrlandi afhöfðuðu bandarískan blaðamann, sem ekkert hafði spurst til síðan 2012, og birtu myndband af hroðaverkinu á vefnum. Samtökin segja morðið hafa verið beina afleiðingu af sprengjuárásum Bandaríkjahers á svæði sem er undir stjórn samtakanna.

Mynd: EPA


Fjölmargir sárir í Úkraínu Jana Fenenkó, fimmtán ára gömul úkraínsk stúlka, liggur á barnaspítala eftir hörð átök í austanverðri Úkraínu. Á þriðjudag féllu 34 menn úr sveitum beggja fylkinga í Donetsk-héraði. Stjórnarherinn í Úkraínu hefur undanfarið sótt hart fram gegn uppreisnarmönnum.

Mynd: EPA


Vopnahlé fór út um þúfur Viðræður um áframhaldandi vopnahlé á Gasa-ströndinni fóru út um þúfur í gær. Ísrael hélt því áfram þungahernaði sínum gegn óbreyttum borgurum í Palestínu en þar féllu 21 Palestínumaður hið minnsta í gær, þar af þó nokkur börn. Á annað hundrað manns eru særðir.

Mynd: EPA


kjarninn 21 ágúst 2014

01/01 spes

spes Indversk afturganga hefur barist í 25 ár fyrir heimsfriði

Búinn að gleyma hvernig á að ganga áfram

m

ani Manithan hóf heldur óvenjulega „friðargöngu“ fyrir 25 árum. Mani, sem býr á Indlandi og er mikill friðarsinni, ákvað upp á sitt eindæmi fyrir aldarfjórðungi að fara allra sinna leiða afturábak. Með athæfinu vildi indverska afturgangan leggja lóð sín á vogarskálarnar í báráttunni fyrir heimsfriði. „Að ganga venjulega er orðið mun meiri áskorun fyrir mig í dag. Hugur minn hefur algjörlega gleymt hvernig slíkt er gert, en mér finnst mjög gott að ganga 01/01 spes

svona. Líf mitt hefur verið viðburðarríkt með sigrum og ósigrum, og ég ætla að halda áfram að ganga afturábak þar til við náum heimsfriði,“ segir Mani í samtali við erlenda fjölmiðla. „Á síðustu árum hefur hryðjuverkastarfsemi á alþjóðavísu bara aukist. Það hafa orðið svo margar sprengingar, og ungt fólk á villigötum í svo mörgum tilfellum sem ber ábyrgð á voðaverkunum. Ég hef gengið afturábak í 25 ár til að fordæma slíka verknaði, það eina sem ég vil er heimsfriður og ég mun aldrei gefast upp.“


áLit

árni Davíðsson líffræðingur

kjarninn 21 ágúst 2014

skattar á eldsneyti og eldsneytisverð Árni Davíðsson skrifar um skattlagningu á eldsneyti á Íslandi samanborið við önnur lönd í Evrópu.

O

ft er kvartað yfir háu eldsneytisverði á Íslandi og mikilli skattlagningu á eldsneyti og sennilega hafa margir það á tilfinningunni að skattlagning eldsneytis sé há á Íslandi í samanburði við útlönd. Í rauninni er þetta þveröfugt. Skattlagning á eldsneyti er í lægri kantinum á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Núverandi ríkisstjórn hefur meira að segja frestað eða hætt við hækkun eldsneytisskatta í takt við verðbólgu. Þessir skattar eru að krónutölu og lækka í hlutfalli við verðbólgu ef þeir eru ekki hækkaðir árlega. Skattar á eldsneyti hafa lækkað umtalsvert til lengri tíma litið. Skatthlutfallið var t.d. yfir 60% af útsöluverði árin 1996-1999 en lækkaði niður fyrir 50% fram til 2004, sjá Mynd 1. Skattarnir eru ekki hærri núna því árið 2013 var hlutur allra skatta að meðaltali 47% af útsöluverði bensíns. 01/03 áLit


Á Mynd 2 er súlurit sem sýnir upphæð eldsneytisskatta í EvrópuHlutfall vörugjalda og virðisaukaskatts af meðalútsöluverði bensíns á Íslandi löndum um þessar mundir í evrum á 1.000 lítra eldsneyt70% is. Fyrri súlan fyrir hvert land 60% 61% 62% 61% 60% sýnir bensíngjald en sú seinni 50% olíugjald. Ísland er í áttunda 52% 51% 50% 49% 48% sæti yfir lægsta bensíngjald 40% og eru löndin fyrir neðan öll 30% fyrrverandi austantjaldslönd. 20% Ísland er í 10. sæti yfir lægsta olíugjald en fyrir neðan eru 10% auk fyrrverandi austantjalds0% landa líka Grikkland, Spánn og Lúxemborg. Myndin er allt önnur þegar eldsneytisverð er skoðað eins og sjá má á Mynd 3. Ísland er þar í 20. sæti yfir lönd með lægsta bensínverð en í 27. sæti yfir lönd með lægsta dísilverð. Hér er því 11. hæsta bensínverðið en 4. hæsta dísilverðið borið saman við 2004

2003

2002

2001

2000

1999

1998

1997

1996

mynd 1

mynd 2 – eldsneytisskattar í evrópu og á Íslandi Evrur á hverja 1.000 lítra 800

Bensín Dísil

700 600 500 400 300 200

Ítalía

Holland

Bretland

Grikkland

Svíþjóð

Þýskaland

Belgía

Finnland

Frakkland

Írland

Danmörk

Slóvakía

Portúgal

Slóvenía

Malta

Austurríki

Kýpur

02/03 áLit

Tékkland

Lúxemborg

Spánn

Ísland

Króatía

Litháen

Eistland

Ungverjaland

Lettland

Pólland

Rúmenía

0

Búlgaría

100


Evrópulönd. Misháir umhverfis- og virðisaukaskattar eftir löndum hafa þar áhrif en ekki síður kostnaður við flutninga til landsins, dreifing innanlands, umfangsmikið kerfi bensínstöðva og álagning olíufélaganna. Ríkið hefur sennilega minni tekjur af eldsneytissölu á hverja einingu en lönd sem við berum okkur saman við en samt er eldsneytið dýrara hér en víðast hvar. Það er mikilvægt að staðreyndir séu á hreinu og að við byggjum ekki ákvarðanir okkar á tilfinningu eða bábiljum. Að mínum dómi er fullt tilefni til að hækka eldsneytisskatta í takt við verðbólgu, að láta þá lækka með verðbólgu er röng stefna. Tekjurnar sem ríkið lætur frá sér með lækkun eldsneytisskatta þarf það að innheimta á öðrum vígstöðvum og svigrúmið til að slaka á öðrum sköttum verður minna fyrir vikið. Það væri ekki óeðlilegt að Ísland væri ofan við miðju í Evrópu í skattlagningu á eldsneyti ef mið er tekið af landsframleiðslu og þjóðarútgjöldum. Að við skulum verma botnsætin með fátækari löndum Evrópu er furðulegt.

mynd 3 – eldsneytisverð í evrópu og á Íslandi Miðað við íslenskar krónur 300

Bensín Dísel

250 200 150 100

Noregur

Ítalía

Holland

Belgía

Danmörk

Portúgal

Bretland

Þýskaland

Finnland

Grikkland

Írland

Ísland

Svíþjóð

Slóvakía

Frakkland

Króatía

Slóvenía

Malta

03/03 áLit

Spánn

Kýpur

Rúmenía

Austurríki

Ungverjaland

Litháen

Lúxemborg

Tékkland

Eistland

Lettland

Pólland

0

Búlgaría

50


áLit

Haukur Hólmsteinsson Heimspekingur

kjarninn 21 ágúst 2014

Landið lagað Haukur Hólmsteinsson vill gefa öllum ókeypis peninga, enda er ekkert sérstaklega auðvelt hlutskipti að vera manneskja.

É

g útskrifaðist úr heimspeki snemma á árinu. Eðlilega hafa starfstilboðin hrannast inn, aðallega frá fjármálafyrirtækjum sem vilja endilega finna leið að komast aftur inn í kassann eftir að hafa týnt honum í kjölfar mjög svo skapandi fjármálafimleika. Subway er víst einnig alltaf að leita að góðu fólki en sem jafnaðarmaður get ég þó ekki með góðri samvisku unnið þar eftir að hætt var með jafnaðarkaupið vinsæla, ég vil ekki vera hræsnari. Ég verð að finna verkefni sem ég verð stoltur af, sem heimspekingur. Helsta afrek heimspekinga virðist þó að skilja eftir sig einhverja grípandi frasa sem eiga að ná gríðarlega mikilli og djúpstæðri visku í samþjappaða setningu. Descartes átti „Ég hugsa, þess vegna er ég“, Íslendingar mega margir byrja að vera meira ef þið vitið hvað ég meina, hehe hoho. (Þegar ég segi Íslendingar þá meina ég í raun fólk yfir höfuð, mér finnst bara líklegara að fólk tengi við þessa setningu ef það hugsar um óþolandi nágranna 01/04 áLit


eða skoðanaglaða vinnufélaga sinn en ekki sem eitthvert abstrakt vandamál mannkyns. Þetta á þó að sjálfsögðu ekki við um þig, auðvitað ekki, þú ert flott(ur).) Nietzsche sagði „Guð er dauður“, þau skilaboð bárust nýlega inn á borð dagskrástjóra Rúv sem lét hætta að biðja til hans, eða ekki hans eftir því hvernig þú lítur á það. Síðan hætti hann við að hætta að biðja til hans. Sú ákvörðun sýnir mögulega raunverulegan mátt bæna, sem á engan sinn líka ef undanskilin er fjölmenn Facebook-grúppa. Guð vinnur á óútskýranlegan hátt. Nietzsche sjálfur hefur „Ég veit að þetta samt verið dauður í rúmlega öld þannig að hljómar dáldið eins boðleiðirnar eru greinilega langar upp í Kannski er ágætt eftir allt saman og ég hafi verið að Efstaleiti. að koma öllu batteríinu á eina hæð, rífa kjammsa á útlensku niður veggi og leigja efri hæðina út á siðnautakjöti af þannig lausum prís á AirBnB. Nýja Rúv verður bara áfergju að lands- eins og Google, aldrei lengra en 50 metrar í mötuneyti! lið toxoplasma Það næsta sem ég hef komist því að semja sé að skriðsynda svona frasa er líklega „Frelsi er að kúka með í spaðmoll- opnar dyr“. Ég verð að viðurkenna að þegar ég ber þetta úttak saman við stóru hetjur unni minni.“ heimspekinnar finnst mér eins og ég eigi langa leið eftir. Ég reyni þó að gera gagn. Sem heimspekingur hef ég reynt að tileinka mér að skilja hugtök, einfalda fyrir mér hugtök og í raun að ná einhverjum tökum á hugtökum. Það sem hefur verið hvað nærtækast er hugtök eins og fátækt og hamingja. Það sem mér finnst einkennilegt er að ekki sé fjallað meira um þetta tvennt saman. Því að það er nokkurn veginn vitað hvað fólk þarf til að sleppa við almenna óhamingju. Það er í kringum hálf milljón á mánuði. Sú tala ætti örugglega ekki að koma neinum lesanda á óvart. Það sem er þó eftirtektarvert er að jákvæð áhrif tekna á hamingjuna hætta að hækka eftir rétt rúmlega 700 þúsund. Það er því ekki galið að draga þá ályktun að ef við gætum aðeins hjálpað fólki að komast upp á þetta bil yrðu langflestir 02/04 áLit


mun ánægðari, og fólk sem á miklu meira en þetta er hvort sem er ekkert að verða hamingjusamara. Ég veit að þetta hljómar dáldið eins og ég hafi verið að kjammsa á útlensku nautakjöti af þannig áfergju að landslið toxoplasma sé að skriðsynda í spaðmollunni minni, og ég meina, hvernig færum við að því að ná þessari edómónísku útópíu? Enginn skal örvænta, því þótt annað heilahvelið mitt sé einfeldningslegur kattarheili (sem styður enn fremur toxoplasmakenningu margra) sem vill bara klóra í sófa, sofa og líða vel er hinn helmingurinn praktískur. Þeir vinna mjög vel saman og eftirfarandi skilaboð er „Það næsta sem frá þeim helmingi: Við spörum í heilbrigðég hef komist því iskerfinu með því að svo gott sem útrýma að semja svona stresstengdum sjúkdómum (fátækt fylgir stressi). Við spörum í réttarkerfinu með því frasa er líklega að stórminnka innbrot og heimilisofbeldi Frelsi er að kúka (fátækt fær fólk til að gera örvæntingarfulla með opnar dyr.“ hluti). Við spörum í velferðarmálum, eða í raun ekki, við breytum velferðarmálum, við breytum öllu í velferðarmál. Og þá situr eftir, hvernig minnkum við þessa fátækt? Mín praktíska pæling snýst einfaldlega um þetta: Gefum öllum ókeypis pening. Ríkið borgar þér fyrir að vera manneskja, enda er það ekkert auðvelt hlutskipti. Allir fá það sem kallast skilyrðislaus grunnframfærsla, sem væri einhver 200.000 þúsund kjell, eða ég veit ekki, ég er ekki vísindamaður eða hver sem það er sem fattar tölur, ég er bara heimspekingur sem útvarpar bestu hugmynd síðan einhverjum datt í hug að tungumál væri betri leið til að miðla merkingu en að tjá hana í gegnum dans (sem ætti þó alltaf að vera fyrsti valkostur í samskiptum fólks). Og ef fólk vill eiga meira, þá fær það sér bara smá hliðardjobb, lágmarkslaunadjobb kemur fólki mjög hátt í þá upphæð sem þarf til að hafa ekki áhyggjur. Mér finnst í raun ótrúlegt að Framsókn sé ekki löngu búin að lofa þessu. Þetta er til dæmis miklu meiri peningur fyrir miklu meira fólk og um leið miklu sanngjarnara en nokkurn 03/04 áLit


tímann „ef þú tókst þetta lán þá viljum við laga allt fyrir þig“„leiðréttingin““ sem skilaði Framsókn titlinum í ár. Fáránlega góð taktík, það verður ekki tekið af þeim. Svipað góð og Van Gaalíska uppbótartímavaramarkmannsinnáskiptingin hennar Sveinbjargar í borginni. Það er ekki hægt að segja annað um Framsókn en að hún spili sókn. Þessi hugmynd sem ég lýsi er hins vegar algjörlega fordómalaus, ég veit ekki hvort þar liggur hnífurinn í hreinu íslensku úrvalskúnni sem mér heyrist samkvæmt forsætisráðherra okkar að sé að fara að skapa næstu góðærisbólu okkar. Kominn tími á næsta góðæri segi ég. Annars verð ég við símann ef oddvitar og Oddssynir stjórnmálaflokka vilja heyra meira af þessari tímamótapælingu. Ég sé ekki annað en að stjórnmálaflokkar muni nú slást um mig. Hver veit, kannski munu stjórnmál ná að gera einhvern ánægðan til tilbreytingar í næstu kosningum. Kommentakerfin munu standa auð, þingið hættir að karpa og byrjar að knúsa og veðrið.... já, það er síðan næsta verkefni. Hvernig við lögum helvítis sumurin. Ég er að hallast að gríðarlegri koltvísýringslosun, ég á þó eftir að skoða það nánar.

04/04 áLit


pistiLL

auður jónsdóttir rithöfundur

kjarninn 21 ágúst 2014

Þýskaland þá, palestína nú Auður Jónsdóttir skrifar um mikilvægi fjölmiðlunar á sögulegum tímum átaka í heiminum.

V

íða í Berlín má sjá gylltar plötur greyptar í gangstéttina. Þessar litlu plötur eru áletraðar með nöfnum, fæðingar- og dánardægri fórnarlamba helfararinnar. Hver plata er minnisvarði um manneskju sem var leidd út af heimili sínu, þar sem platan er staðsett, og færð í útrýmingarbúðir, og yfirleitt má lesa úr upplýsingunum að viðkomandi hafi verið myrtur skömmu síðar, jafnvel örfáum dögum eftir handtökuna. Í nágrenni mínu má sjá þessar plötur fyrir framan mörg hús og oftast nær geng ég hugsunarlaust framhjá þeim. En stundum verður eitthvað til þess að maður staldrar við og les mikla sögu úr tölustöfunum. Barnamorðin í palestínu Á sumum stöðum hafa heilu stórfjölskyldurnar verið leiddar út í dauðann, jafnvel allt upp í þrjár kynslóðir: öldruð hjón, yngri hjón og börn. Ég rakst á slíka sögu um daginn. Ein á 01/05 pistiLL


gangi í þrúgandi hitabylgju að reyna að losna við myndir úr huga mér af dánum börnum í Palestínu. Fyrr um morguninn hafði ég límst við netið, líkt og þráhyggjusjúklingur sem getur ekki stillt sig um að endurtaka óþægilega upplifun aftur og aftur. Eins og svo oft áður hafði mér fundist ég skyldug til að smella á hverja einustu frétt um barnamorðin í Palestínu, þó ekki væri nema til að leggja mitt af mörkum til að halda þeim á lista yfir mest lesnu fréttinar og lengja þar með líftíma þeirra. Afleiðingarnar voru þær að ég gat varla litið á barnið mitt án þess að klökkna og til þess að vera í húsum hæf greip ég til þess ráðs að labba beint af augum um stund. spurning um stað og stund Brátt kom ég að húsi þar sem að minnsta kosti tíu plötur voru greyptar í stéttina með örlitlu millibili, „Brátt kom ég að hver og ein eins og átakanleg fyrirsögn á netinu. Ég gat ekki annað en staðnæmst til húsi þar sem að að lesa þessar gömlu en þó tímalausu fréttir minnsta kosti tíu af örlögum fólks og í þessu tilfinninganæma plötur voru greypt- ástandi sortnaði mér fyrir augum að sjá að þarna höfðu systkini verið leidd út í dauðar í stéttina með ann, annað ellefu ára stelpa, hitt tíu ára örlitlu millibili.“ strákur. Skyndilega var hryllingurinn svo nálægur, svo alltumlykjandi. Þessar tvær útrýmingarherferðir á fólki eru auðvitað nátengdar í sögulegum skilningi. Og önnur þeirra er að gerast núna en á öðrum stað en ég bý, í beinni útsendingu fyrir okkur samtíðarfólk fórnarlambanna; hin átti sér stað áður en ég fæddist en á staðnum þar sem ég bý núna. Hvað vitið þið? Mér varð hugsað til leikrits sem ég sá fyrir nokkrum árum hér í Berlín þar sem ungt fólk frá Palestínu, Þýskalandi og Ísrael túlkaði fjölskyldusögur sínar, tengsl þessara þjóða í sögunni og áhrif þeirrar blóðugu orsakakeðju. Hughrifin af sýningunni voru þau að ofbeldi leiði af sér meira ofbeldi. Ég 02/05 pistiLL


man að nokkrir áhorfendur grétu þegar henni lauk og gamall maður í áhorfendasalnum hrópaði á ungu leikarana: Hvað vitið þið? Mér skildist að þessi gamli maður hefði verið í útrýmingarbúðum, þar af leiðandi gæti enginn í salnum sett sig í spor hans. En ég efast samt ekki um að ungu leikararnir hafi vitað óþægilega mikið um ofsafengið ofbeldið sem býr í manneskjunni. Veruleiki samlanda okkar Ég hrökk upp úr þessum vangaveltum þegar á að giska tíu ára stelpa hjólaði yfir minnisskjöldinn um jafnaldra sína. Foreldrar hennar fylgdu hlæjandi á eftir henni svo ég flýtti mér að labba áfram. Þegar heim kom las ég að Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og helsti tengiliður Íslendinga við fólkið í Palestínu, hefði misst kæran vin í sprengingu. Jafnframt las ég stutt viðtal við íslenskan skurðhjúkrunarfræðing, konu sem er stödd í Palestínu að reyna eftir fremsta megni að bjarga börnum með lífshættulega áverka. Hún sagði frá þriggja ára stúlku með brotna kjálka og þriggja ára dreng sem hefði misst fótinn og minntist líka á börnin sem dóu áður en þau náðu á skurðarborðið. Barnamorðin eru ekki fjarlægari veruleiki en svo að samlandar okkar upplifa sársaukann með íbúum Palestínu. ránfugl í rússlandi Þar sem manneskjan býr lúrir geggjunin ávallt handan við hornið og þess vegna má aldrei gleyma vægi sannrar fréttamennsku. Vinur Sveins Rúnars, Ali Abu Afrash, lést ásamt fleirum, m.a. blaðamanni frá AP, þegar hann reyndi að aftengja sprengju ásamt fjölmiðlahópi sem var að afla upplýsinga um sprengjur Ísraelsmanna. Ali Abu starfaði fyrir Doha Center for Media Freedom og aðstoðaði norræna fréttamenn við að afla upplýsinga. Menn á borð við hann fórna lífi sínu til að uppfræða umheiminn, vanir því að auðvaldsmenguð heimspressan telji það heimsfrétt þegar fjögur börn frá Ísrael 03/05 pistiLL


deyja en sjálfsagðan hversdagsviðburð að börn í Palestínu deyi, eins og Noam Chomsky benti á. Á sama tíma heyrir maður um afbakaðar fréttir í Rússlandi af skotárásinni á farþegaþotuna frá Malaysian Air, fréttir sem eiga að fegra Pútín í augum samlanda sinna með, að manni skilst, ágætis árangri. Staðreyndin er þó sú að Pútín vomir yfir Evrópu eins og ránfugl sem bíður færis. Færis á hverju? Það er erfitt að segja meðan við höldum áfram að smella á Fólk í fréttum til að missa ekki geðheilsuna „Skyndilega var yfir óþægilegri fréttum.

hryllingurinn svo nálægur, svo alltumlykjandi.“

fjórða valdið Tækifærissinnuð blaðamennska er óvirðing við alla þá sem hafa látist þegar stríðshaukum hefur tekist að heilaþvo almenning með því að afskræma grunngildi lýðræðisríkis, til dæmis fjórða valdið. Tækifærissinnuð blaðamennska er í mínum huga fjölmiðill sem er sniðinn þröngur stakkur sérhagsmuna og eignarhalds, sama hverrar tegundar þeir hagsmunir kunna að vera. Kannski er ekkert til sem heitir óhlutdræg fréttamennska en fjölmiðlar þurfa að vera faglegir og forsendur þeirra augljósar um leið og þeir eru áræðnir, leitandi og frumlegir. Þeir þurfa að benda okkur á það sem okkur hugkvæmist ekki sjálfum að gúggla á netinu og hjálpa okkur að öðlast greinargóða mynd af veruleikanum í öllum sínum margslungnu og oft mótsagnakenndu myndum, án þess að lita hann litum eigenda sinna. Frjálsir og öflugir fjölmiðlar bjarga okkur frá okkur sjálfum.

kraftaverkið kjarninn Til að lýðræðisríki fúnkeri sómasamlega þarf fyrst og fremst frjálsa og faglega fjölmiðla. Sem íbúar í samfélagi þjóðanna höfum við enga afsökun til að gera ekki þá kröfu til þeirra, þeir eiga jú að vernda hagsmuni barnanna okkar jafnt sem barna heimsins. 04/05 pistiLL


Á milli fyrri heimsstyrjaldarinnar og þeirrar síðari leið ekki miklu lengri tími en á milli seinni heimsstyrjaldarinnar og fæðingar minnar, þó að mér finnist þessi stríð svo fjarri mér. Friðurinn er aðeins andartak, aðeins spurning um stund og stað, ef við erum óheppin með annað hvort ræður geggjunin ríkjum. Helsta vörn mannkyns er upplýsingar, vandaðar fréttaskýringar og hetjustörf fjölmiðlafólks úti um allan heim sem hættir öllu sínu daglega til að vinna að eilífum minnisvarða um ofbeldi, ritskoðun, þjóðarmorð, pólitískt misferli, valdníðslu, viðskiptasamsæri, hryðjuverk, pyntingar, umhverfisspjöll og sérhagsmunagæslu. Að sama skapi stuðla voldugir fjölmiðlar í höndum hagsmunaaðila að tortímingunni, þó að í mismiklum mæli sé. Og þá að kjarna málsins! Með þessari hugleiðingu vil ég óska hinum þarfa og hugumdjarfa fjölmiðli Kjarnanum til hamingju með eins árs afmælið. Heilt ár í lífi óháðs fjölmiðils er kraftaverk.

05/05 pistiLL


kjarninn 21 ágúst 2014

01/01 græjur

karen sif Viktorsdóttir Landsliðskona í hópfimleikum og tölvunarfræðinemi

uBersense

appsgoneFree

gooDreaDer

Snilldar app fyrir íþróttaæfingar. Maður tekur upp video og getur skoðað það fram og til baka á mismunandi hraða, svo er líka einstaklega auðvelta að deila myndböndunum á milli.

Þetta app er fyrir nördana, en þarna kemur inn nýr listi á hverjum degi með gömlum eða nýjum öppum sem sem hægt er að næla sér í ókeypis.

Uppáhalds skólaappið mitt fyrir ipad. Ég er með allar mínar bækur og verkefni inná þessu, það kostar smá en er allan daginn þess virði.

tækni Þráðlaus Bluetooth BOOM ferðahátalari frá Ultimate Ears Hin svokallaða Ipod dokka er dauð. Það nýjasta nýtt á markaðnum, fyrir þá sem hafa þörf fyrir að plötusnúðast á ferðalögum sínum, eru þráðlausir Bluetooth hátalarar. Þannig geta plötusnúðarnir stjórnað tónlistinni með snjallsímanum, jafnvel úr þó nokkri fjarlægð, án þess að afskiptasamir komist í lagalistann. Hljóðgæði hátalaranna eru lygileg, og svo eru þeir lika vatnsþéttir, sem kemur sér vel þegar teitið nær hámarki.

BOOM hátalarinn gefur frá sér hljóð allan hringinn, svo allir viðstaddir geti notið tónlistarinnar þar sem þeir eru staddir. Með sérstöku appi er hægt að fínstilla hljóðgæðin með sérstökum tónjafnara. Með símanum er hægt að stjórna tónlistinni, hækka og lækka hljóðstyrk, en fullhlaðin virkar BOOM í fimmtán tíma. Hægt er að tengja saman fleiri BOOM hátalara þráðlaust til að lyfta partýinu upp á næsta stig. 01/01 græjur


kjarninn 21 ágúst 2014

01/06 Kambódía

sögulegur sigur eða pólitískt leikhús? kamBóDÍa Steinunn Jakobsdóttir L @steinunnjak

Í

Tveir æðstu yfirmenn Rauðu Kmeranna dæmdir sekir um glæpi gegn mannkyninu.

síðustu viku voru tveir eftirlifandi yfirmenn alræðisstjórnar Rauðu Kmeranna, Nuon Chea og Khieu Samphan, dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Dómurinn var kveðinn upp af sérskipuðum dómstól í Phnom Penh, sem studdur er af Sameinuðu þjóðunum, hátt í 40 árum eftir að ógnarstjórn Pol Pot útrýmdi fjórðungi þjóðarinnar. Dómstóllinn, sem formlega hóf störf í Kambódíu árið 2006, hefur verið gagnrýndur fyrir seinagang, spillingu og peningasóun. Eftir átta ár og um 200 milljónir Bandaríkjadollara hafa einungis þrír einstaklingar verið dæmdir sekir. 01/06 kamBóDÍa


Blendnar tilfinningar við dómsuppskurð Nuon Chea og Khieu Samphan, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá 2007, voru meðal æðstu yfirmanna Rauðu Kmeranna. Ógnarstjórn þeirra einkenndist af ofsóknum, pyntingum og útrýmingu, en talið er að um tvær milljónir manns hafi látist frá árunum 1975 til 1979 úr hungri, sjúkdómum eða verið markvisst teknir af lífi sem „óvinir fólksins“. Nuon Chea, gjarnan nefndur „Bróðir númer 2“, var einn helsti hugmyndasmiður stjórnarinnar og hægri hönd Pol Pot, sem lést í stofufangelsi árið 1998 áður en hægt var að sækja hann til saka. Khieu Samphan gegndi stöðu forseta (e. Head of State). Kambódíska þjóðin hefur þurft að bíða í áratugi eftir að skref sé tekið í átt að réttlæti fyrir þær þjáningar sem hún þurfti að þola. ECCC-dómstóllinn (e. Extraordinary in the Courts of Cambodia) „Kambódíska þjóðin hefur þurft Chambers var formlega stofnaður árið 2006 að bíða í áratugi eftir að skref sé eftir að samkomulag náðist á milli tekið í átt að réttlæti fyrir þær Sameinuðu þjóðanna og kambódísku þjáningar sem hún þurfti að þola.“ ríkisstjórnarinnar um tilhögun réttarhaldanna og hvernig gera skyldi upp blóðugan valdatíma Rauðu Kmeranna á réttmætan hátt. Árið 2007 hófu saksóknarar rannsókn gegn fimm sakborningum sem sakaðir voru um glæpi gegn mannkyninu, þjóðarmorð og alvarleg brot á Genfarsáttmálanum. Kaing Guek Eav, þekktari undir viðurnefninu Dutch, var sá fyrsti til að hljóta dóm, en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bera ábyrgð á dauða yfir 12 þúsund manna þegar hann stjórnaði hinu alræmda Tuol Sleng-fangelsi. Því var viss sigur í höfn þegar yfirdómari dómstólsins, Nil Nonn, las upp úrskurðinn gegn mönnunum tveimur fyrir framan þéttskipaðan sal af almennum borgurum, eftirlifandi fórnarlömbum og fjölskyldum. Mennirnir voru fundnir sekir um glæpi gegn mannkyninu sem fólu í sér morð, pólitískar ofsóknir og árásir gegn mannlegri reisn, brot sem hófust með þvinguðum brottflutningi fólks frá Phnom Penh hinn 17. apríl 1975. „Andrúmsloftið var sérstakt. Inni í dómsalnum ríkti grafarþögn þegar dómurinn var lesinn upp. Hvorugur 02/06 kamBóDÍa


Heimildarmyndir Enemies of the People

sakborninganna sýndi nokkur viðbrögð. [Fyrir utan dómsalinn] sýndi fólk meiri tilfinningar, margir grétu en sumir voru ósáttir við dóminn og vildu sjá þá fá þyngri refsingu,” segir Lauren Crothers, blaðamaður hjá The Cambodia Daily. Ólíklegt verður að teljast að mennirnir muni nokkurn tímann afplána dóminn í kambódísku fangelsi þar sem báðir eru á níræðisaldri, heilsulitlir og hafa áfrýjað niðurstöðunni. Þeir sitja því áfram í gæsluvarðhaldi dómstólsins og bíða þess að næsti ákæruliður í máli þeirra verði tekinn fyrir síðar á árinu, en þá verður réttað yfir tvímenningunum fyrir þjóðarmorð.

Margverðlaunuð heimildarmynd þar sem rannsóknarblaðamaðurinn Thet Sambath, sem missti báða foreldra sína og bróður undir stjórn Rauðu Kmeranna, reynir að finna svör við því hvers vegna Rauðu Kmerarnir ákváðu að útrýma stórum hluta þjóðar sinnar. Í myndinni viðurkennir Nuon Chea, „Bróðir númer 2“ í fyrsta sinn að hafa fyrirskipað aftökur á samlöndum sínum, þar sem þeir hafi verið „óvinir fólksins“.

Vaxandi ásakanir um pólitísk afskipti stjórnarinnar Á meðan dómurinn er vissulega sögulegur hafa háværar gagnrýnisraddir lengi ómað í Kambódíu sem og í alþjóðasamfélaginu. Yfirrannsóknardómarar hafa sagt af sér og sakað ríkisstjórnina um pólitísk ítök og að veikja sjálfstæði dómstólsins. Kambódískir túlkar hafa farið í verkföll vegna Facing Genocide vangoldinna launa. Dómstóllinn, sem átti Í myndinni er skyggnst inn í líf Khieu Samphan, sem að vera sameiginlegt verkefni milli Samvar forseti í valdatíð Rauðu Kmeranna. Kvikmyndaeinuðu þjóðanna og ríkisstjórnarinnar, gerðarmennirnir fylgdu Samphan eftir í um eitt vegur þjóðarinnar að réttlæti, hefur verið og hálft ár, þar til hann var handtekinn árið 2007. sakaður um spillingu, hlutdrægni og Samphan segist ekki hafa borið neina ábyrgð og ekki hafa vitað neitt, þar sem hann hafi engin raunpeningasóun, en réttarhöldin hafa í dag veruleg völd haft. Hann sýnir enga iðrun og segist kostað um 200 milljónir Bandaríkjadollara vel geta lifað eðlilegu lífi nema fyrir „óheppilega og einungis þrír menn verið dæmdir sekir. aðild að réttarhöldunum“. Fjórði sakborningurinn, Ieng Sary, lést fyrr á árinu og eiginkona hans, Ieng Thirith, hefur verið úrskurðuð óhæf til að sitja réttarhöld vegna Alzheimer-sjúkdómsins. Aðrir háttsettir meðlimir ganga enn lausir. Fyrir marga Kambódíumenn kemur dómurinn of seint. Khiang Hei, sem yfirgaf Kambódíu ásamt fjölskyldu sinni árið 1979 og flutti til Bandaríkjanna 11 ára að aldri, segir í 03/06 kamBóDÍa


tímalína eCCC Helstu viðburðir í sögu ECCC-dómstólsins júnÍ 1997 Þáverandi forsætisráðherrar Kambódíu,

Norododom Ranariddh og Hun Sen, biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð við að skipuleggja fyrirkomulag dómstólsins.

ágúst 2001 Norodom Sihanouk konungur skrifar

undir lög um stofnun ECCC-dómstólsins (e. Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia), sem á að sjá um málsókn vegna þeirra glæpa sem framdir voru á tímum Rauðu Kmeranna.

júnÍ 2003 Samstarfssamningur milli Sameinuðu

þjóðanna og kambódísku ríkisstjórnarinnar undirritaður í Phnom Penh.

aprÍL 2005 ECCC-samningurinn tekur gildi. feBrúar 2006 Fyrstu starfsmenn dómstólsins hefja

störf í húsnæði ECCC í útjaðri Phnom Penh.

júLÍ 2007 Saksóknarar hefja rannsókn gegn fimm

sakborningum sem sakaðir eru um glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð, alvarleg brot á Genfarsáttmálanum, manndráp, pyntingar og trúarofsóknir.

nóVemBer 2007 Kain Guek Eav (Dutch), Nuon

Chea, Ieng Sary, Ieng Thirith og Khieu Sambath eru handtekin og sett í gæsluvarðhald.

ágúst 2008 Rannsóknardómarar gefa út formlega

ákæru gegn Dutch.

mars 2009: Mál gegn Dutch hefst formlega með

opnunarávarpi saksóknara.

júLÍ 2010 Dutch dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir glæpi

gegn mannkyninu og alvarleg brot á Genfarsáttmálanum. Þeim dómi var breytt í lífstíðarfangelsi í febrúar 2012.

septemBer 2010 Rannsóknardómarar gefa út form-

lega ákæru gegn Ieng Sary, Ieng Thirith, Khieu Samphan and Nuon Chea.

júnÍ 2011 Mál gegn Khieu Samphan, Ieng Sary,

Nuon Chea and Ieng Thirith hefst formlega með opnunarávarpi saksóknara.

septemBer 2012 Ieng Thirith, fyrrverandi félags-

málaráðherra, er metin óhæf til að sitja réttarhöld vegna Alzheimers og er leyst úr gæsluvarðhaldi.

mars 2013 Einn sakborninganna, fyrrverandi utan-

ríkisráðherrann Ieng Sary, deyr 87 ára að aldri.

ágúst 2014 Nuon Chea og Khieu Samphan dæmdir

í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu.

samtali við Kjarnann að þetta séu viss endalok fyrir þessa þrjá einstaklinga en að allt of mikill tími og miklir peningar hafi farið í réttarhöldin. „Einungis örfáir einstaklingar hafa verið sóttir til saka. Hvað með þá sem frömdu morðin? Það eru einstaklingar í núverandi stjórn sem gætu hafa tekið þátt og komist upp með það. Hvað með aðra meðlimi Rauðu Kmeranna sem lifa frjálsir og eru enn að kúga kambódísku þjóðina í dag?“ segir Khiang. Theary Seng, sem misssti báða foreldra sína og var fangelsuð sem barn á tímum Rauðu Kmeranna, tekur í sama streng og segir í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina: „… við erum að fá brot af réttlæti en ekki viðunandi réttlæti.“ Hún segir ríkisstjórnina, með fyrrverandi hermenn Rauðu Kmeranna innanborðs, þar á meðal forsætisráðherrann Hun Sen, 04/06 kamBóDÍa


hafa haft mikil áhrif á ferlið, lokað á frekari rannsóknir og komið í veg fyrir að menn í ábyrgðarstöðum væru sóttir til saka. „Þessi dómstóll var lögmætur í byrjun en hefur umbreyst í pólitískt leikhús,“ bætir hún við.

nýr kafli í sögubækurnar Dómurinn sem kveðinn var upp hinn 7. ágúst er einungis byrjunin á löngum réttarhöldum sem fram undan eru, ef heilsu sakborninganna fer ekki þeim mun meira hrakandi. Síðar á árinu verður réttað yfir þeim fyrir mun alvarlegri ásakanir en búið er að dæma þá fyrir, þar á meðal þjóðarmorð, nauðganir og þvinguð hjónabönd. Þrátt fyrir gagnrýni er dómstóllinn merkilegur fyrir margar sakir, meðal annars að þetta er í fysta skipti sem fórnarlömb fá að vera virkir þátttakendur í alþjóðlegum glæpadómstól við hlið saksóknara og verjenda. Í dómsalnum 05/06 kamBóDÍa


í Phnom Penh hafa eftirlifendur harðstjórnarinnar fengið að bera vitni og deila reynslu sinni og annarra fjölskyldumeðlima sem ekki komust lífs af og krefjast skaðabóta fyrir þann persónulega skaða sem þeir þurftu að þola. Lauren Crothers segir að vitnisburð þeirra muni seint fara úr minningunni og að sársaukafullt uppgjör þeirra við fortíðina hafi málað ólýsanlega mynd af því hvernig það var að upplifa þessa tíma. „Þetta er lifandi frásögn, og að heyra hana frá fyrstu hendi fær mann til að átta sig á því hversu mikilvægt það er að skrásetja söguna. Raddir þolendanna eru núna skjalfestar. Þær verða nýr kafli í sögubókunum. Það er jákvætt.“ Tíminn sem liðinn er frá ódæðisverkunum hefur tekið sinn toll þegar kemur að áhuga almennings og trú á réttarhöldunum, sérstaklega á meðal yngri kynslóðarinnar. Arfleifð dómstólsins verður seint almenn sátt í kambódísku samfélagi. Hann er eitt skref í átt að réttlæti fyrir þær milljónir manna sem létu lífið eða misstu allt sitt á þessum tíma. Þrír menn munu fara í gröfina sem sekir menn en skrásettar sögur fórnarlamba þeirra eru ómetanlegar heimildir fyrir komandi kynslóðir og áminning um þær hörmungar sem forfeður þeirra gengu í gegnum. Þegar allt kemur til alls er það ef til vill stærsti sigurinn.

06/06 kamBóDÍa


kjarninn 21 ágúst 2014

01/06 menning

Listahátíð á heimsmælikvarða LungA hátíðin sem haldin er á Seyðisfirði býður upp á nýstárlegar námsleiðir og sérstakt listamannasetur. menning Hildur Maral Hamíðsdóttir L @HildurMaral

Í

fallegum firði á Austurlandi kennir ýmissa grasa. Skringilegar skepnur leika lausum hala á götum úti, popptónlist er spiluð af þaki gamals báts sem breytt hefur verið í bar, listamenn og -unnendur liggja í makindum á víð og dreif um túnin, sköpunarkrafturinn er alltumlykjandi – og það er ekki annað hægt en að hrífast með. Staðurinn er Seyðisfjörður, töfrarnir eru í boði LungA.

Haldin frá aldamótum LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi – var fyrst 01/06 menning


haldin árið 2000. Síðan hefur hátíðin vaxið og dafnað og er nú með tilkomumeiri hátíðum landsins og þótt víðar væri leitað. Hugmyndafræði hátíðarinnar er þó í grunninn sú sama ár hvert: að bjóða upp á listahátíð þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum og lýkur með uppskeruhelgi, sýningum og tónleikum. Í ár fór hátíðin fram dagana 13.–20. júlí og sem fyrr voru fyrstu dagarnir undirlagðir af listasmiðjum, sem svo enduðu með allsherjar sýningu og almennri hátíðargleði um helgina þegar fjöldi gesta lagði leið sína í fjörðinn til að njóta afrakstursins og lokatónleika hátíðarinnar. sjálfspilandi hljóðgjafar Listasmiðjurnar voru eins mismunandi og þær voru margar. Þannig var til að mynda hægt að smíða sjálfspilandi hljóðgjafa úr því sem hendi var næst, kafa djúpt ofan í hugmyndir um tíma og rúm í gegnum heimspekigleraugu og hin ýmsu listform, endurnýta rafsorp til frumkvöðlastarfs, vinna með eigin hugmyndir í gegnum gjörninga og skoða áhrif og afleiðingar súrrealisma í fatnaði og búningum. Hátíðargestum gafst svo kostur á að skyggnast inn í huga þátttakenda og sjá afrakstur erfiðisins þegar efnt var til uppskeruhátíðar, sem stóðst svo sannarlega væntingar. Gjörningahópurinn fékk áhorfendur í lið með sér til að kanna mörk milli hins svarta og hvíta – góðs og ills – í gegnum klassíska leiki á borð við reipitog og sjómann þar sem andstæðingum var á endanum breytt í vini með kossaflensi og dansi. Hljóðgjafasmiðjan blés til tónleika þar sem fjölmargir þátttakendur sýndu fram á að tónlist býr víða 02/06 menning


í hversdagslegum hlutum með því að flytja saman frumsamið verk á nýstárleg hljóðfæri sín. Þátttakendur búningasmiðjunnar sköpuðu skringilegar skepnur sem ráfuðu um þorpið og vöktu ýmsar spurningar. Rafsorp varð að hinum ýmsu innsetningum og listaverkum auk trúnaðarvélar sem gleypir leyndarmál og tætir þau í sig og býður þar með eiganda leyndarmálsins nýtt upphaf. Danssmiðja hátíðarinnar fékk allan áhorfendaskarann með sér í spunaverk þar sem sannkallað dansfrelsi ríkti og vídeósmiðjan sýndi brot úr stafrænum verkum sínum frá hátíðarvikunni. Lokatónleikar við bakka norðursíldar Auk þessa var efnt til listasýningar í Norðursíld rétt utan alfaraleiðar þar sem hinir ýmsu listamenn höfðu tekið höndum saman og breytt rými í lítið listasafn yfir helgina. Mátti þar virða fyrir sér ýmiss konar myndlist, hlýða á tónverk og skoða ljósmyndasýningar, hönnun og gjörninga eftir unga og upprennandi alþjóðlega listamenn. Einnig voru minni tónleikar og alls kyns uppákomur yfir hátíðardagana. Rúsínan í pylsuenda hátíðarinnar var svo lokatónleikar við bakka Norðursíldar þar sem einvalalið íslenskra sveita tróð upp á sviði búnu til úr viðarplötum sem helst leit út eins og risavaxið hreiður, varið utanaðkomandi áreiti af fjöllunum allt í kring. Já, LungA hátíðin var vel heppnuð og eiga aðstandendur hrós skilið. Skipulagshópurinn breytist með árunum en þó er ein manneskja sem hefur staðið vaktina frá upphafi og virðist beita sér sérstaklega fyrir auknu lista- og menningarlífi á Seyðisfirði og Austurlandi – Björt Sigfinnsdóttir – sem auk þess að vera ein af stofnendum LungA hátíðarinnar er nýrokin af stað með nýtt og jafnvel enn meira spennandi verkefni – LungA skólann. Byggir á sömu gildum LungA skólinn byggir á sömu gildum og LungA hátíðin en sækir jafnframt innblástur í lýðháskólakerfið sem á vinsældum að fagna í Skandinavíu og þá helst í Danmörku. Námið 03/06 menning


snýst að miklu leyti um að byggja upp jákvæða sjálfsmynd einstaklingsins í gegnum listsköpun og hópavinnu á nýstárlegan máta. Björt rekur skólann ásamt tveimur Dönum sem hún kynntist í námi þar ytra; Jonatan Spejlborg Jensen og Lasse Høgenhof. Mikil vinna hefur farið í að skipuleggja og fjármagna þessa nýju námsleið og greinilegt er að metnaður þríeykisins er gríðarlegur. Verkefninu var rólega ýtt úr vör vorið 2014 með svokallaðri beta-önn, sem var sérstaklega ætluð sem prufuönn til að kanna hvað virkaði og hvað betur mætti fara þegar skólinn sjálfur yrði loks opnaður. Eftir vel heppnaða beta-önn er orðið ljóst að LungA skólinn mun verða að veruleika. Mun fyrsta eiginlega önnin hefjast í haust og verður hún 12 vikur. Auk þess að vera fyrsti skóli sinnar tegundar hér á landi hefur skólinn óneitanlega aðra sérstöðu – staðsetninguna – en sú tilhugsun að stunda nám fjarri daglegu amstri og áhyggjum sem iðulega fylgja stórborgarlífi vekur sennilega upp fiðring hjá mörgum. 04/06 menning


Mitt í hrærigraut lista og hátíðarhalda buðu aðstandendur LungA skólans hátíðargestum að fræðast meira um skólann, opnun hans og námið sjálft. Það sem tók á móti áhugasömum gestum var þó ekki glærusýning í þurrari kantinum og útprentanir með smáu letri. Þvert á móti var gestum boðið sæti í hring á gólfinu í myrkum sal og Jonatan hófst handa við að segja ævintýrasögu. Boðskapur ævintýrisins var í anda stefnu og markmiða skólans og það gaf tóninn um hvernig þessi nýi skóli yrði rekinn – en jafnframt gaf það skýra vísbendingu um að hann verður sennilega eitthvað annað og meira, jafnvel raunverulegt ævintýri fyrir þá nemendur sem hefðu dug og þor í að sækja um. Nýverið lauk skráningu fyrir haustönn en hægt verður að skrá tilvonandi nemendur vorannar von bráðar og fræðast meira um námið á heimasíðu skólans. Húsið Heima Aðstandendur LungA skólans teygja jafnframt anga sína víðar um þorpið, en ásamt fleirum festu þau kaup á rúmgóðu húsi fyrir nokkrum árum og hafa staðið í ströngu síðustu misserin við að gera það upp. Húsið kalla þau HEIMA og er hlutverk þess margþætt, en í grunninn er það eins konar kommúna sem og aðsetur fyrir listamenn hvaðanæva að sem ýmist vinna saman eða í hver í sínu lagi og setja margir hverjir svip sinn á þorpið. Húsið vekur strax upp þægilega og kunnuglega tilfinningu þess að koma heim – andrúmsloftið er hlýtt, gott og bjart og tekur vel á móti manni. Líkt og bæði LungA skólinn og hátíðin býr HEIMA að þeirri gæfu að þar er ró og næði fyrir listamenn kommúnunnar að einbeita sér að verkum sínum og vinnu og er því afar ákjósanlegur dvalarstaður fyrir þá sem slíkt kjósa. Þó er húsið óvenju fjölsótt yfir hátíðardagana og ekki er þverfótað fyrir listamönnum sem sumir hafa sótt sér innblástur í sitt nánasta umhverfi – náttúru Seyðisfjarðar. Meðal þeirra má nefna franska málarann Marine Arragain sem var meðal listamannanna sem sýndu í Norðursíld á LungA hátíðinni í ár. 05/06 menning


Hægt er að sjá fleiri listamenn HEIMA og sækja um aðild að húsinu á heimasíðu þess. Ljóst er að það er margt á seyði á Seyðisfirði og að LungA er mögulega hjarta þorpsins fallega. Orðagrínið verður að afsaka, því hér er í besta falli vægt til orða tekið: fyrir smáþorp á smáeyju verður að teljast frábært þegar um 4.000 manns – Austfirðingar, Íslendingar, útlendingar – ákveða að leggja land undir fót sömu helgina og sameinast í hátíð tileinkaðri listagyðjunni og sköpunarkraftinum. Listamaðurinn/prófessorinn Guðmundur Oddur Magnússon – Goddur – komst ágætlega að orði á LungA þegar hann minntist á að Seyðisfjörður væri „næstum töfrastaður“. Sjón er sögu ríkari: LungA hátíðin 2015 fer fram dagana 12.–19. júlí. Komdu og upplifðu töfrana.

06/06 menning


kjaftæði

margrét erla maack danskennari og sirkuslistamaður

kjarninn 21 ágúst 2014

núna, takk Margrét Erla Maack skrifar um óþolinmæði Íslendingsins og hvaða brögðum hann beitir til að fá sínu framgengt.

L

engi vel töldu eldri frændur og foreldrar mínir mér trú um að ég væri óþolinmóðasta manneskja heims. Eftir að hafa starfað sem óskalagaþeytir, karaokedrottning og miðasölukona í sirkus get ég með sanni sagt að þarna úti er fólk með hættulega stutta þræði. Í karaoke og óskalagaþeytingum er ég að sjálfsögðu að díla við fólk sem hefur lagt meira á lifur sína það kvöldið en ég. Það hefur brenglað tímaskyn og virðist gjarna eiga afmæli, og því eigi það rétt á sínu lagi – núna. Fyrir um tíu árum var fáránlega drukkinn strákur á Kofa Tómasar frænda sem bað um óskalag því jú, hann átti afmæli. Lagið sem hann bað um var Don’t Fear the Reaper. Ég las strax að þessi drengur var ekki sérstakur aðdáandi Blue Öyster Cult, og var líklega bróðir minn í aðdáun á skets með Will Ferrell úr Saturday Night Live þar sem hann á stórleik með kúabjöllu. „Já, það er bara næsta lag,“ sagði ég með bros á vör og hlakkaði til að sjá afmælisdrenginn losa um mjaðmirnar, ef til vill spilandi á tómt bjórglas með lykli í stað kúabjöllu og kjuða. Ég setti lagið á og hann gaf mér svona „woddafokkeiginlega?“-svip, kom askvaðandi að mér og sagði: „ÞÚ 01/03 kjaftæði


SAGÐIR NÆSTA LAG!“ Ég hallaði tölvunni til hans - „Já, ég er að spila það. Kúabjallan er ekki eins há í laginu sjálfu og í sketsinum.“ Hann snerist á hæli, án þess að biðjast afsökunar, og hóf að dansa þennan kúabjölludans fyrir vini sína. Bjútíið við afmælisóskabörnin er að það er alltaf hægt að snúa leiknum við. „Enéáammmmæææææli….“ er mjög auðvelt að svara með „Í ALVÖRU? ÉG LÍÍÍÍKA!!!“ Og taka svona tryllingsknús/-skál. Viðbrögðin við þessu eru oft svo fölsk að það er alveg á hreinu að viðkomandi á alls ekki afmæli. Í karaoke-inu, já eða syngjóinu eins og ég vil „Í karaoke-inu, já kalla þetta á íslensku, er þetta enn erfiðara því þar er fólk drukkið, smá stressað, æst og eða syngjóinu eins með fiðrildi í maganum. Gullin regla þar er og ég vil kalla þetta að þeir sem eru frekastir eru oft með leiðiná íslensku, er þetta legustu lögin, verstu röddina og lélegustu sviðsframkomuna. enn erfiðara því Sumarið hefur að mestu farið í að díla þar er fólk drukk- við allsgáð fólk – oft leiðandi börn, sem segir ið, smá stressað, „Hvað meinarðu að sé uppselt? Ég keyrði æst og með fiðr- alla leið frá ________ og þú segir mér að það sé uppselt?“ Við segjum að okkur þyki þetta ildi í maganum.“ leitt, miðarnir hafi verið í sölu frá miðjum maí og svona sé þetta nú bara… „Hvað á ég að segja við börnin mín? Ég var búinn að segja þeim að við værum að fara í sirkus NÚNA.“ Ég veit ekki hvað þetta fólk ætti að segja við börnin sín. Mig langar að sjálfsögðu að vera eitthvað sniðug og hreyta einhverju til baka en ég legg mig fram um að haga mér vel fyrir framan börn. Eina konu heyrði ég hvísla að ungunum sínum: „Mamma reddar þessu,“ og svo sneri hún sér undan og þegar hún leit upp var hún útgrátin. Þetta virkaði kannski í röðinni á Sjallanum, en ekki í þessu samhengi – „Það er í alvöru ekki pláss fyrir fleiri í sirkustjaldinu, ég myndi selja þér miða ef ég gæti. Það er nóg laust á sýninguna á morgun.“ Hún móðgaðist og labbaði í burtu – en kom aftur næsta dag, og varð brjáluð yfir því að það væri líka uppselt á þá sýningu. Mig langaði að minna hana á að hún hefði getað komið í veg 02/03 kjaftæði


fyrir þetta deginum áður, en ég held að það hefði engu skilað nema gremju hjá henni og ekki nema 10 sekúndna gleði hjá mér. Ég held að þessi núnastrax-tilhneiging sé beintengd „þetta reddast“-pælingunni, sem er frábær upp að vissu marki. Í flestum tilfellum reddast nefnilega hlutirnir, en stundum eru margir sem vilja redda sama hlutnum núnastraxídag og þá vandast málið. Hér væri hægt að setja sniðugt gif með íslenskum biðröðum þar sem ekki er númerakerfi. Við erum öll að gera mikilvæga hluti á síðustu stundu. Ég held að ég þekki engan sem hefur sótt um vegabréf með góðum fyrirvara, langoftast er þetta rétt fyrir flug og myndin í vegabréfinu er með svona ófokk-augnaráði. Svo ekki sé minnst á Þorláksmessutryllinginn. Jæja, best að fara að redda rafmagni og interneti fyrir syngjóið á laugardaginn. Það þarf að gerast í dag.

03/03 kjaftæði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.