Kjarninn - 51. útgáfa

Page 1

51. útgáfa – 7. ágúst 2014 – vika 32

Nýtt góðæri feNgið að láNi Einkaneysla íslenskra heimila er komin á fullt. Lántökur aukast og innstæður þeirra fara minnkandi. Samhliða hefur orðið 35 milljarða viðsnúningur á vöruskiptum. Neyðarástand blasir við.


51. útgáfa

efnisyfirlit 7. ágúst 2014 – vika 32

Tíðindamikið sumar alþjóðasamfélagsins Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar um hvarf alþjóðakerfisins.

Þegar Facebook breytir þá breytist allt NeyteNdamál

Starfsfólk ÁTVR fór í 46 utanlandsferðir 2013 og fyrirtækið greiddi 15 milljónir í risnu og gjafir

Áhrif Facebook á niðurhal á vefnum gerir það að verkum að ýmsir vilja setja vöruþróun fyrirtækisins takmarkanir.

Ráðherra eins og skagfirskur Móses Stígur Helgason segir ljóst að Gunnar Bragi Sveinsson ráði engu nema hvar hann fer í klippingu. Hlaðvarp

sjóNvarp

Formaður samtakanna 78 segir viðhorf til hinsegin fólk versna

Viral Trade ætlar að setja upp kauphöll fyrir sýndargjaldmiðla

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Kaffiþamb og fasteignaauglýsingar Sigríður Thorlacius söngkona í sjö spurninga yfirheyrslu Kjarnans.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


hledsla.is

Nýtt útlit á hleðslu og nýr fjölskyldumeðlimur

Sama hvað gerist líkaminn þarf Hleðslu


leiðari

ægir Þór eysteinsson kjarninn 7. ágúst 2014

How do you like iceland? Ægir Þór Eysteinsson skrifar um skaðlegt stefnuleysi stjórnvalda varðandi ferðamannaiðnaðinn.

m

etunum rignir á Keflavíkurflugvelli þessa dagana. Í júlí var þar enn eitt metið slegið í fjölda farþega, en þá fóru tæplega 550 þúsund farþegar um flugvöllinn og var það í fyrsta skiptið sem fjöldinn í einum mánuði fer yfir hálfa milljón. Fjölgunin nemur 17,8 prósentum miðað við sama mánuð í fyrra, en það sem af er árinu hafa 2,2 milljónir farþega stungið nefinu inn á Keflavíkurflugvöll. Það er fjölgun upp á ríflega tuttugu prósent á milli ára. Athygli skal vakin á því að um er að ræða farþega um Keflavíkurflugvöll, bæði þá sem eru að koma og fara, en fjölgunin í júlímánuði rennir óneitanlega stoðum undir spár sérfræðinga sem telja að fjöldi ferðamanna á Íslandi á þessu ári muni fara yfir eina milljón, í fyrsta skipti síðan mælingar hófust. Þessari miklu farþegafjölgun síðustu ár fylgir aukið álag á innviði flugstöðvarinnar, eð því er fram kom í 01/03 leiðari


fréttatilkynningu frá Isavia á dögunum. Til þess að bregðast við sprengingunni hefur Isavia ráðist í ýmsar framkvæmdir undanfarið. Nýverið var lokið við tvöföldun á afkastagetu farangursflokkunarkerfisins og þessi dægrin er unnið að því að steypa sökkul að fimm þúsund fermetra viðbyggingu við suðurhluta flugstöðvarinnar sem gert er ráð fyrir að taka í notkun árið 2016.

„Viljum við að Ísland verði eins og heildsöluverslun, með malbikaða vegi fyrir Yaris bílaleigubíla með ótakmarkað framboð af vörum fyrir alla?“

viðrekstrar og olnbogaskot Á sama tíma og alþjóðaflugvöllurinn okkar er svo gott sem sprunginn ríkir kraðaksástand á helstu ferðamannastöðum landsins, með tilheyrandi viðrekstrum og olnbogaskotum, samfara ört hækkandi verði á súkkulaðitertusneiðum, vondu kaffi og snakkpokum. Á meðan brugðist er við vegna hriktandi innviða á Keflavíkurflugvelli eru aðrir innviðir látnir reka á reiðanum. Það blasir við að stóraukinn fjöldi ferðamanna hefur sömuleiðis áhrif á aðra innviði samfélagsins, svo sem vegakerfið og heilbrigðiskerfið. Þar hlýtur óneitanlega að hrikta líka í stoðum. Biðraðir við helstu ferðamannastaði landsins eru orðnar daglegt brauð og á þeim er farið að sjá. Algjört stefnuleysi virðist ríkja varðandi ágang á íslenskar náttúruperlur. Sprenging í komu ferðamanna til landsins hefur margar afleiðingar, og alls ekki bara slæmar. Verslunarrekstur blómstrar til að mynda við Laugaveginn, litlar búðir með sérhæfðan varning spretta upp eins og gorkúlur og töluvert líf hefur færst í minni bæjarfélög úti á landi, sem áður máttu muna sinn fífil fegurri. Á sama tíma hlaðast ný hótel upp, sem margir efast um að muni nokkurn tímann standa undir sér. Gullæðið er í algleymingi. tjaldað til einnar nætur eins og venjulega Þó svo að ferðaþjónustan sé nú orðin ein helsta tekjustoð þjóðarbúsins má gera miklu betur. Í tengslum við boðaðan 02/03 leiðari


náttúrupassa hefur verið um það rætt að koma á sérstöku komugjaldi á alla farþega sem hingað koma. Komugjaldið myndi að sjálfsögðu leggjast á íslenska farþega líka, enda óheimilt að mismuna fólki eftir þjóðerni. Tekjur af náttúrupassanum myndu skila milljörðum króna, en pattstaða passans skýrist að mörgu leyti af því að hagsmunaaðilar í ferðaþjónustunni geta ekki komið sér saman um tvennt; hver eigi að halda utan um fjármagnið sem safnast og hver og hvernig skuli útdeila því. Þá getur ferðaþjónustugeirinn ekki hugsað sér fyrir sitt litla líf að stjórnvöld fái að festa klær sínar í sjóðinn, enda rökstuddur grunur fyrir hendi að stjórnvöld muni verja fénu í annað en því er ætlað. Á meðan hópast yfir milljón ferðamenn til landsins með tilheyrandi ágangi og náttúruspjöllum. Á meðan stjórnvöld og hagsmunaaðilar geta ekki komið sér saman um hvert skuli stefna er hætta á að landið glati sérstöðu sinni. Sem fyrr er tjaldað til einnar nætur á Íslandi. Stórri spurningu er þar að auki ósvarað, varðandi það hvernig við viljum markaðssetja Ísland. Viljum við að Ísland verði eins og heildsöluverslun, með malbikaða vegi fyrir Yaris-bílaleigubíla með ótakmarkað framboð af vörum fyrir alla? Eða viljum við að Ísland verði dýr lúxusverslun, þar sem fjöldi ferðamanna er ef til vill takmarkaður og rómantík landsins felst fyrst og síðast í malarvegasveitarómantíkinni? ríkissjóður þarf að fá stærri sneið af kökunni Fyrir ekki svo löngu eyddu Íslendingar meira af peningum á ferðum sínum erlendis en ferðamenn eyddu hér á landi. Er það ekki hagur okkar allra, fyrst við erum að opna dyr landsins upp á gátt þó að við séum engan veginn í stakk búin að taka við þeim öllum svo gott sé, að við högnumst vel í leiðinni? Gistináttaskatturinn, sem hefði skilað ríkissjóði umtalsverðum fjármunum, var talaður niður og ferðaþjónustuna hryllir við óhjákvæmilegri fargjaldahækkun sem sérstakt komugjald myndi hafa í för með sér. Væri ekki ráð að við lærðum af reynslunni og krefðumst þess að við græddum svolítið á auðlindum okkar svona til tilbreytingar? 03/03 leiðari


Spila

BYRJAÐU SNEMMA AÐ SPARA HÆTTU SNEMMA AÐ VINNA


01/07 neytendamál

átvr kostar skildinginn Það kostar 2,8 milljarða á ári að reka ÁTVR. Starfsfólk fór í 46 utanlandsferðir í fyrra og um 15 milljónir voru greiddar í risnu og gjafir.

kjarninn 7. ágúst 2014


NeyteNdamál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

„Af 46 ferðum voru 33 ferðir vegna náms- og kynningarferða starfsfólks, þar voru þátttakendur starfsfólk Vínbúða, vínsérfræðingar og stjórnendur.“

B

einn rekstrarkostnaður ÁTVR var um 2,8 milljarðar króna í fyrra. Þar af fóru 1,6 milljarðar króna í laun og launatengd gjöld fyrir þau 270 ársverk sem reiknuð voru unnin á árinu. Forstjórinn, Ívar J. Arndal, fékk alls 15,8 milljónir króna í laun. Það gera 1.316 þúsund krónur á mánuði. ÁTVR er stofnun í eigu íslenska ríkisins sem er með einokun á sölu á tóbaki og áfengi. Af þeim rúmu 27 milljörðum króna sem hún veltir á ári fara um 22,5 milljarðar króna í vasa ríkisins. Þorri þeirrar upphæðar er hins vegar tilkominn vegna skatta og gjalda sem lögð eru á áfengi og tóbak, eða 21,3 milljarðar króna. Því koma einungis 1,2 milljarðar króna af þeim peningum sem renna til ríkisins á ári til vegna arðgreiðslna.

Hundruð milljóna í húsnæði og markaðskostnað Fyrir utan laun greiðir ÁTVR rúman hálfan milljarð króna í húsnæðiskostnað og tæpar 200 milljónir króna í markaðsog dreifingarkostnað. Undir síðarnefnda liðinn falla meðal annars allar auglýsingar Vínbúðanna, sem flestar leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð samhliða því að vörumerki búðanna er auglýst, og útgáfa á veglegu efni á borð við ársskýrslu fyrirtækisins, sem er hönnuð og uppsett af Janúar, prentuð af Odda og dreift víða. Samkvæmt rekstrarreikningi ÁTVR greiddi fyrirtækið samtals 259 milljónir króna í stjórnunar- og skrifstofukostnað fyrir utan laun og húsnæðiskostnað og 53,5 milljónir króna í það sem er kallað „annar rekstrarkostnaður“. Hvorugum liðanna fylgja nánari skýringar. Kjarninn sendi fyrirspurn á Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, og óskaði eftir sundurliðun á þessum kostnaði. Í svari hennar kemur meðal annars fram að starfsmannakostnaður vegna heilsueflingar, samgöngustyrkja, funda og félagsgjalda hafi numið 31,2 milljónum króna í fyrra og að 31,9 milljónir króna hafi farið í síma, burðargjöld, prentun, ritföng og þess háttar. Hægt er að sjá sundurliðunina í heild sinni í meðfylgjandi grafík. 02/07 NeyteNdamál


Forstjóri ÁtVr: „ÁFengi er ólíkt ÁVaxtasaFa“ Ljóst er að hart verður tekist á um fyrirkomulag áfengissölu á næstu misserum, enda fyrirhugað að leggja fram frumvarp í haust um að flytja hana í matvöruverslanir. Samhliða verður að teljast líklegt að ÁTVR í núverandi mynd verði annaðhvort lagt niður eða selt til einkaaðila. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, fjallar um þessi mál í formála sínum í ársskýrslu fyrirtækisins fyrir árið 2013 og spyr hvort áfengi sé venjuleg söluvara. Í formála Ívars segir: „Þeir sem vilja frjálsræði í áfengissölu segja að ekkert flóknara eða erfiðara sé að selja áfengi umfram aðrar söluvörur. Enginn munur sé á að selja t.d. mjólk eða ávaxtasafa annars vegar og áfengi hins vegar. Hvað er svona merkilegt við áfengissöluna? Er áfengi ekki bara eins og hver önnur söluvara? Það er eðlilegt að menn spyrji sig þessara spurninga. Ef litið er á áfengi eins og hverja aðra söluvöru þá eiga lögmál markaðarins við og ríkiseinkasölur þar með óþarfar. Hvað er þá málið? Af hverju látum við ekki áfengissöluna í hendur einkaaðilum og lofum samkeppninni að ráða. Lítum nú nánar á þetta. Sjá má að áfengi er ólíkt ávaxtasafa. Ávaxtasafi býr ekki til fíkla með sama hætti og áfengi. Ávaxtasafi veldur ekki lífshættulegum sjúkdómum. Samfélagið ber ekki mikinn kostnað af ofdrykkju ávaxtasafa. Samfélagið ber hins vegar kostnaðinn af alkóhólisma, áfengistengdum sjúkdómum, áfengistengdum glæpum og

ölvunarakstri. Sú staðreynd að áfengi er ávanabindandi og ógnar lífi þeirra sem misnota það og annarra sem misnotkunin bitnar á veldur miklum kostnaði fyrir samfélagið. Skattborgarar greiða þann kostnað eins og annan sem felst í að búa í siðuðu samfélagi. Þess vegna er áfengi ekki venjuleg söluvara og á ekki að meðhöndlast sem slík. Eðlilegt er að setja stífar reglur um söluna og mikilvægt að halda samfélagskostnaðinum eins lágum og kostur er. Ríkisrekin áfengisverslun sem hefur samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi selur minna áfengi en almennar verslanir sem keppa um hylli viðskiptavina. Minni sala, minni skaðsemi, minni kostnaður fyrir samfélagið. Til þess er leikurinn gerður. Í nýlegri aðgerðaáætlun WHO fyrir Evrópu er lögð á það mikil áhersla að þar sem ríkisreknar einkasölur á áfengi eru við lýði eigi skilyrðislaust að halda í þær. Íbúar Norður-Ameríku vita vel að áfengi er ekki venjuleg söluvara. Áfengi er t.d. eina varan sem getið hefur verið í stjórnarskrá Bandaríkjanna og það meira að segja tvisvar. Í fyrra skiptið þegar allsherjarbann var lagt við sölu áfengis í öllum Bandaríkjunum og í seinna skiptið þegar banninu var aflétt. Ekki hefur verið minnst á ávaxtasafa í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Enda er það svo að í mörgum fylkjum Bandaríkjanna og Kanada eru ennþá starfandi ríkisreknar áfengiseinkasölur.“

46 utanlandsferðir Í ársskýrslu ÁTVR kemur einnig fram að starfsfólk hafi farið í samtals 46 ferðir til og frá Íslandi á árinu 2013. Þar er ekki tilgreint hver kostnaður við ferðirnar var, hverjir það voru sem fóru í þær ferðir né hver tilgangur þeirra var. Í svari Sigrúnar Óskar við fyrirspurn Kjarnans um málið er því ekki svarað beint hver kostnaður við utanlandsferðirnar hafi verið, þótt í sundurliðun á stjórnunar- og skrifstofukostnaði komi fram að ferðakostnaður, innlendur og erlendur, hafi verið 19,8 milljónir króna. Þar kemur auk þess fram að ÁTVR hafi eytt 15,3 03/07 NeyteNdamál


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


rekstrarkostnaður átvr Sundurliðaður og samandreginn

Aðkeypt sérfræðiþjónusta og peningaflutningar 44.400.000 kr.

Laun og launatengd gjöld 1.596.000.000 kr.

Þjónustusamningar Vínbúða 18.800.000 kr. Rekstur tölvukerfa og hugbúnaðar 109.700.000 kr. Starfsmannakostnaður* 31.200.000 kr.

Markaðs- og dreifingarkostnaður 197.000.000 kr.

Gjafir og risna 15.300.000 kr.

Afskriftir 183.600.000 kr.

Kostnaður vegna mötuneytis og kaffikostnaður 28.000.000 kr. Vinnufatnaður 6.800.000 kr. Sími, burðargjöld, prentun og ritföng o.þ.h 31.900.000 kr. Ferðakostnaður, innlendur og erlendur 19.800.000 kr.

Rekstrarkostnaður ÁTVR samtals 2.793.000.000 kr.

Endurmenntun 6.700.000 kr.

* v/ heilsueflingar, samgöngustyrkja, funda og félagsgjalda

Húsnæðiskostnaður 504.000.000 kr.

04/07 NeyteNdamál


milljónum króna í gjafir og risnu. Líklegt er að hluti þeirrar risnu sé vegna dagpeninga á ferðalögum erlendis. Í svari Sigrúnar Óskar segir enn fremur: „Af 46 ferðum voru 33 ferðir vegna náms- og kynningarferða starfsfólks, þar voru þátttakendur starfsfólk Vínbúða, vínsérfræðingar og stjórnendur. Fjórar ferðir eru á ráðstefnur og níu ferðir á fundi vegna samstarfs við einkasölur á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Kanada, þessar ferðir eru flestar farnar af forstjóra og stjórnendum.“ Því voru rúmlega 70 prósent allra ferða á vegum ÁTVR svokallaðar náms- og kynningarferðir starfsfólks. tóbakssalan þriðjungur af tekjum Í síðustu útgáfu Kjarnans var fjallað ítarlega um umsvif ÁTVR í áfengissölu á Íslandi, þar sem fyrirtækið er með einokunarstöðu. Til stendur að leggja fram frumvarp á Alþingi í haust sem mun heimila sölu á áfengi í verslunum. Verði það að lögum mun slíkt frumvarp hafa gífurleg áhrif á ÁTVR, enda 2/3 hluti veltu fyrirtækisins tilkominn vegna áfengissölu. Þorri þeirra tekna myndi hvort eð er fara í ríkissjóð ef áfengið yrði selt annars staðar, í formi áfengisgjalds og virðisaukaskatts. Ljóst er að stærsti hluti kostnaðar ÁTVR er líka vegna áfengissölunnar, enda eru starfræktar 48 verslanir um land allt í þeim tilgangi að selja það með tilheyrandi starfsmannakostnaði. Hinn þriðjungur tekna ÁTVR, 9,1 milljarður króna, kemur hins vegar úr tóbakssölu. Hún útheimtir ekki jafn mikið umstang og áfengissalan. Þvert á móti er öll tóbaksdreifing ÁTVR nú orðin miðlæg, þ.e. hún fer fram á einum og saman staðnum, Útgarði, dreifingarmiðstöð fyrirtækisins í Reykjavík. Í ársreikningi ÁTVR segir að „mikið hagræði fylgir breytingunni þar sem 05/07 NeyteNdamál


birgðahald og vörumeðhöndlun minnkar og dreifingarkostnaður lækkar. Samhliða hefur verið lögð áhersla á rafrænar pantanir til hagsbóta fyrir alla aðila“. Kostnaðurinn ekki gefinn upp Í ársskýrslu ÁTVR kemur ekkert fram um hver kostnaður fyrirtækisins af tóbakssölunni sé. Kjarninn leitaði því eftir upplýsingum um hver sá kostnaður væri. Í svari Sigrúnar Óskar, fyrir hönd ÁTVR, segir að „Kostnaður vegna tóbakssölu er ekki færður sérstaklega í bókhaldi ÁTVR Neftóbakssala átvr 2002 til 2013 nema vörunotkun tóbaks Rúmlega 30 tonn af neftóbaki seldust árið 2011 sem nam 7,7 milljörðum. 30.000 Tóbaksgjaldið er skilgreint 30.231 28.800 sem hluti af kostnaðarverði kg 27.616 kg 25.000 seldra vara í bókhaldi ÁTVR kg og fært undir vörunotkun“. Uppistaðan í vörunotkun 20.000 19.948 tóbaks er tóbaksgjald sem kg 16.940 rennur mánaðarlega til 15.000 kg ríkisins, alls 5,5 milljarðar króna í fyrra. Þegar vöru10.000 10.874 gjald tóbaks er dregið frá kg tekjum fyrirtækisins vegna 5.000 þess sitja 1,4 milljarðar króna eftir, sem er hærri 0 kg upphæð en ÁTVR greiddi 2002 2007 2008 2011 2012 2013 ríkinu í arð í fyrra. Því má ætla að þorri þess hagnaðar sem ÁTVR sýnir árlega sé vegna sölu á tóbaki, ekki vegna áfengis, þ.e. að sala áfengis sé ekki arðbær. ÁTVR upplýsir því ekki beint hver kostnaður vegna tóbakssölunnar er. Í ársskýrslu fyrirtækisins sést hins vegar að 5,5 milljarðar króna af „vörunotkun“ eru vegna tóbaksgjalds og því eru 2,2 milljarðar króna vegna annars kostnaðar. Uppistaðan í tóbakssölu ÁTVR er reyktóbak, og aðallega 06/07 NeyteNdamál


sígarettur. Rúmlega 93 prósent af tóbakssölunni eru vegna þess. fjórföldun á veltu vegna „rudda“ En ÁTVR framleiðir líka tóbak, neftóbak, og hefur gert árum saman. Í janúar 2002 var fínkornað munn- og neftóbak bannað með lögum á Íslandi. Það þýðir að neftóbakið sem ÁTVR framleiðir hefur verið í nánast einokunarstöðu á markaðnum síðan lögin voru sett. Samhliða hefur neysla á munntóbaki aukist töluvert og þeir sem neyta þess kaupa annaðhvort smyglvarning á svörtum markaði, þar sem er mikið framboð, eða nota neftóbakið sem ÁTVR framleiðir, hinn svokallaða „Rudda“, sem munntóbak. Þessi aukna neysla hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opinbera svo um munar, bæði vegna hækkunar á tóbaksgjaldi og stóraukinnar eftirspurnar. Tóbaksgjald á neftóbak hækkaði til að mynda um 100 prósent 1. janúar 2013. Meðalútsöluverð á tóbaksdós af „Rudda“ er, samkvæmt lauslegri könnun Kjarnans, nú um 1.900 krónur.

07/07 NeyteNdamál


kjarninn 7. ágúst 2014

01/05 Efnahagsmál

Neyðarástand að skapast á Íslandi Aukin einkaneysla heimila er farin að skapa þjóðhagsleg vandamál. Aðgerðir stjórnvalda hafa ýtt mjög undir hana. Skuldasöfnun heimila er komin á fullt á ný.

Innlán

Nóvember 2012

Útlán

Nóvember 2013


efNaHagsmál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

Í

aðdraganda falls íslenska bankakerfisins haustið 2008 lifði íslenska þjóðin mjög hátt og gerði það án þess að eiga fyrir því. Í lok árs 2007 voru til að mynda fasteignaskuldir íslenskra heimila um 108 prósent af landsframleiðslu og átti þá eftir að taka tillit til annarra neysluskulda, eins og bíla- og yfirdráttarlána. Eftir hrunið hækkuðu þessar skuldir mjög hratt og í mars 2009 námu þær 135 prósentum af þjóðarframleiðslu. Ástæður þessa voru fyrst og síðast tvær: Önnur var að stór hópur íslenskra heimila ákvað fyrir hrun að taka há fasteigna- og bílalán í öðrum gjaldmiðlum, þrátt fyrir að vera með tekjur í íslenskum krónum, vegna þess að vextir þeirra voru mun lægri. Þau lán hækkuðu stórkostlega í kjölfar þess að íslenska krónan hrundi ásamt bönkunum. Hin er sú að þorri skulda íslenskra heimila var verðtryggðar skuldir og þegar fór með himinskautun„Á milli nóvember- og desember- verðbólgan um á árunum 2008 og 2009 hækkmánaðar 2013, þegar skuldaniður- uðu skuldir þeirra gríðarlega. Gengisfall krónunnar og sú fellingaráformin voru tilkynnt, háa verðbólga sem fylgdi hruninu jukust útlán innlánsstofnana til eru þau atriði sem margir kalla heimila landsins um tæp tíu pró- forsendubrest í íslenska hagkerfinu sent, fóru úr 633,7 milljörðum og þrýstihópar hafa kallað eftir að króna í 694,2 milljarða króna.“ verði leiðréttur. Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að þeirri leiðréttingu. Gengistryggðu lánin reyndust flest vera ólögmæt, ráðist var í sértækar skuldaaðlaganir og svo hina frægu 110 prósenta leið. Þessar aðgerðir gerðu það að verkum að höfuðstóll skulda heimilanna í landinu hafði verið færður niður um 244 milljarða króna í lok árs 2013. Þessar aðgerðir leiddu til þess að skuldir heimilanna voru komnar niður í rúmlega 105 prósent af landsframleiðslu. Þetta er nánast einsdæmi um þróun á skuldsetningu heimila í heiminum síðan fjármálakreppan skall á. Einungis Írland og Bandaríkin hafa upplifað sambærilega þróun. Íslensk heimili voru að koma sér út úr hinu gegndarlausa skuldaveseni fyrirhrunsáranna. 02/05 efNaHagsmál


er það hlutfall sem skuldir heimila munu lækka til viðbótar vegna skuldaniðurfellingar

fleiri bílar hafa selst á fyrstu mánuðum ársins 2014.

-10 milljarðar króna er vöruskiptajöfnuður þjóðarbúsins það sem af er ári

25 milljarðar króna er vöruskiptajöfnuður þjóðarbúsins á sama tíma í fyrra

enn meiri skuldaniðurfelling En margur vill meira og sitjandi ríkisstjórn tilkynnti í lok nóvember 2013 að verðtryggðar skuldir yrðu lækkaðar um 72 milljarða króna til viðbótar í gegnum ríkissjóð. Auk þess er stefnt að því að ná fram 70 milljarða króna viðbótarlækkun á húsnæðisskuldum með því að leyfa heimilum að nota séreignarlífeyrissparnaðinn sinn til slíks. Seðlabankinn telur að skuldaniðurfærslan nemi um átta prósentum af landsframleiðslu ársins 2014. Í nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabankans segir: „Skuldaniðurfærslan eykur hreinan auð heimilanna sem hefur áhrif til að auka útgjaldavilja og þar með talið einkaneyslu. Aukið veðrými mun í einhverjum tilfellum leiða til aukinnar lántöku heimila á móti niðurfellingunni og því er líklegt að nettó breyting á skuldum heimila verði minni en sem nemur 8% af landsframleiðslu. … Seðlabankinn gerir ráð fyrir verulega aukinni einkaneyslu á árinu 2014, þ.e. að aukningin verði 4,6% í ár í stað 1,6% á síðasta ári en aðgerðir stjórnvalda vegna lækkunar húsnæðisskulda heimila hafa hér töluverð áhrif.“ partíið byrjar á ný Af hagtölum að dæma virðist ljóst að íslensk heimili hafi ekki beðið boðanna, eftir að tilkynnt var um auknar skuldaniðurfellingar, við að fara að skuldsetja sig á fullu aftur. Á milli nóvember- og desembermánaðar 2013, þegar skuldaniðurfellingaráformin voru tilkynnt, jukust útlán innlánsstofnana til heimila landsins um tæp tíu prósent, fóru úr 633,7 milljörðum króna í 694,2 milljarða króna. Þetta er langhæsta stökk í útlánum til heimila sem átt hefur sér stað eftir bankahrunið. Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir eru einungis skuldir þeirra við þau fyrirtæki sem taka við innlánum og því alls ekki tæmandi. Heimilin skulda líka íbúðalánasjóði, lífeyrissjóðum landsins og Lánasjóði íslenskra námsmanna mörg hundruð milljarða króna. Skuldir þeirra við innlánsstofnanir eru þó ágætis mælistika á aukna skuldasöfnun. Þær náðu hámarki í desember 2007, þegar þær námu 838 03/05 efNaHagsmál



er aukning útlána til heimila í mánuðinum eftir að skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar voru tilkynnt.

er aukning á einkaneyslu á fyrsta ársfjórðungi 2014.

er aukning á veltu á húsnæðismarkaði á milli ára.

milljörðum króna. Skuldirnar höfðu þá hækkað um 55 prósent á tveimur árum, farið úr 541 milljarði króna. Samhliða því að nýju viðskiptabankarnir keyptu útlán fyrirrennara sinna á niðursettu verði lækkuðu skuldir heimilanna mikið og voru 513 milljarðar króna í nóvember 2009. Þorra þess afsláttar var svo komið til viðskiptavina þeirra í gegnum höfuðstólslækkanir vegna gengislánadóma, sértækrar skuldaniðurfellingar og 110 prósenta leiðarinnar. Frá þeim tíma hafa skuldir heimilanna við innlánsstofnanir hækkað jafnt og þétt og eru nú tæplega 714 milljarðar króna. Samhliða hefur gengið töluvert á innlán heimilanna. Þau hafa dregist saman um 136 milljarða króna frá lokum árs 2009, um tæpan fimmtung. Það þýðir að þjóðin hefur verið að nota sparnaðinn sinn til að takast á við eftirhretur hrunsins. Til viðbótar höfðu heimili landsins nýtt sér tímabundnar heimildir til að taka út séreignarlífeyrissparnað upp á um 100 milljarða króna í lok síðasta árs. Staðan í dag er því svona: sparnaður heimilanna hefur dregist verulega saman en heildarskuldir þeirra aukist umtalsvert.

neyðarFundir haldnir Vegna ójöFnuðar sem ógnar rýmkun haFta Samhliða aukinni skuldsetningu heimila er ríkisbúskapurinn að glíma við skyndilegan, og stórhættulegan, neikvæðan vöruskiptajöfnuð. Hann er að mestum hluta til drifinn áfram af mikilli lækkun útflutningstekna en líka af aukinni einkaneyslu. Það sem af er árinu 2014 er vöruskiptajöfnuður Íslands neikvæður um tíu milljarða króna. Það þýðir að virði þess sem við framleiðum og flytjum út er tíu milljörðum króna minna en það sem við flytjum inn og kaupum. Á sama tímabili í fyrra var vöruskiptajöfnuður jákvæður um 25 milljarða króna. Viðsnúningurinn er því heilir 35 milljarðar króna. Þessi halli er mjög alvarlegur fyrir þjóðarbúið og samkvæmt heimildum Kjarnans telja margir háttsettir aðilar innan Seðlabankans og stjórnkerfisins að neyðarástand ríki í þjóðarbúinu. Stjórnvöld 04/05 efNaHagsmál

tilkynntu nýverið skipan framkvæmdastjórnar um afnám hafta og hafa látið í það skína að vinna við rýmkun þeirra gæti hafist fljótlega. Það ójafnvægi sem er í vöruskiptum þjóðarinnar ógnar mjög þeim áformum. Heimildir Kjarnans herma að mikil fundarhöld hafi átt sér stað, meðal annars með aðkomu erlendra sérfræðinga, vegna þessa ástands undanfarin misseri. Meðal þess sem ráðgjafarnir erlendu hafa verið að ræða við stjórnvöld er að ákveðin þjóðhagsleg skilyrði verði að vera til staðar til að hægt sé að rýmka höft. Eitt það mikilvægasta er að þjóðarbúið fái fleiri krónur fyrir framleiðslu sína en það borgar fyrir vörurnar og þjónustuna sem það flytur inn.


Fleiri og dýrari sumarfrí Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis, sem er mælikvarði á umfang þess fjár sem heimilin eyða í útlöndum, hefur aukist mikið. Í febrúar 2014 var veltan 26 prósent meiri en í sama mánuði árið áður.

einkaneyslan á flug Þessi aukna skuldsetning þjóðarinnar tekur á sig ýmsar myndir. Ljóst er að tvennt drífur hana aðallega áfram: aukin lántaka vegna húsnæðiskaupa og aukin einkaneysla. Glæðing húsnæðismarkaðarins hefur vart farið framhjá neinum. Eftir mikil rólegheit áranna eftir hrun er skollinn á stormur. Samkvæmt Greiningardeild Íslandsbanka hefur húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um tæp tíu prósent á einu ári og velta á húsnæðismarkaðnum er 21,6 prósentum meiri á fyrstu mánuðum ársins 2014 en á sama tíma árið áður. Fjárfestingar í húsnæði jukust enn fremur um 31 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Einkaneyslan er líka komin á fleygiferð aftur, en það er sú þjónusta og þær vörur sem heimilin nota. Þetta getur verið matur, fatnaður, skemmtanir, utanlandsferðir, bílar og svo framvegis. Hún hafði dregist stórkostlega saman á árunum 2008 og 2009 en aukist lítillega, farið úr 1,2 í 2,6 prósent, á tímabilinu 2011-2013. Á undanförnum mánuðum hefur hún tekið kipp. Þrátt fyrir að þjóðarframleiðsla hafi dregist saman um 0,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2014 jókst einkaneysla um 3,9 prósent. Hægt er að sjá merki þessa í ýmsum tölum. Þannig hafa til að mynda selst 30 prósentum fleiri bílar hérlendis á fyrstu sjö mánuðum ársins 2014 en á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis, sem er mælikvarði á umfang þess fjár sem heimilin eyða í útlöndum, hefur líka aukist mikið. Í febrúar var veltan til að mynda 26 prósentum meiri en í sama mánuði árið áður. 05/05 efNaHagsmál


Hlaðvarp KjarNaNs

Hinsegin dagar í reykjavík Hilmar Magnússon formaður Samtakanna 78

kjarninn 7. ágúst 2014

Bakslag í viðhorfi fólks Segir versnandi viðhorf almennings í garð hinsegin fólks vera áhyggjuefni Kjarninn ræddi við Hilmar Magnússon, formann Samtakanna ´78, í tilefni af Hinsegin dögum í Reykjavík sem nú standa sem hæst. Hilmar segir mikið hafa áunnist í réttindabaráttu hinsegin fólks hér á landi á síðustu árum og systursamtök víða erlendis líti til þess góða árangurs sem hér hafi náðst. Hann segir að hinsegin fólk finni þó fyrir versnandi viðhorfum í sinn garð í samfélaginu, sem sé mikið áhyggjuefni. Smelltu hér til að hlusta á þáttinn

Hlaðvarp Kjarnans er aðgengilegt á vefnum www.kjarninn.is 01/01 KosNiNgar


sjóNvarp

Nýsköpun Viral Trade

kjarninn 7. ágúst 2014

peningar fyrir sýndarfé Viral Trade hyggst koma á fót kauphöll fyrir sýndargjaldmiðla úr tölvuleikjum

Kauphöll fyrir sýndargjaldmiðla úr tölvuleikjum er í burðarliðnum, en fyrirtækið Viral Trade þróar nú viðskiptahugmynd sína i tengslum við Startup Reykjavík. Með tilkomu kauphallarinnar munu tölvuleikjaspilarar geta selt gervipeninga og önnur verðmæti úr tölvuleikjum á opnu markaðstorgi fyrir alvöru peninga. Kjarninn ræddi við Guðlaug Lárus Finnbogason, stofnanda Viral Trade, um hina væntanlegu kauphöll. 01/01 sjóNvarp

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


kjarninn 7. ágúst 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö spUrNiNgar

sigríður thorlacius söngkona

svo lánsöm að geta legið áhyggjulaus milli þúfna Hvað gleður þig mest þessa dagana? Að vera svo lánsöm að komast í frí og geta farið út í sveit hvar ég get svo legið áhyggjulaus milli þúfna. Hvert er þitt helsta áhugamál? Kaffiþamb með áhugaverðu fólki. Ég hef líka sérstakan áhuga á að skoða fasteignaauglýsingar. Hvaða bók lastu síðast? Er með Dísu-sögu eftir Vigdísi Gríms á náttborðinu. Einnig stórskemmtilega bók, Leyndarmál 30 kvenna eftir Gunnar M. Magnúss

sem ég nældi mér í í gömlu bókabúðinni á Flateyri ekki alls fyrir löngu.

Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara?

Hvert er þitt uppáhaldslag? Það fer algjörlega eftir árstíma, vikudegi og tíma dags.

Ég myndi fara til Sikileyjar og bjóða öllum sem mér þykir vænt um með mér. Við myndum borða sítrusávexti í öll mál.

Til hvaða ráðherra berðu mest traust?

Hvaða fer mest í taugarnar á þér?

Ætli ég beri ekki mest traust til þeirra sem hafa sig minnst í frammi hverju sinni. Ef það segir eitthvað.

Ymislegt. Til dæmis að vera með hósta. Það er óbærilegt með öllu. Að vera andvaka er svo fullkomlega óþolandi.

01/01 sjö spUrNiNgar


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


af NetiNU

samfélagið segir um ástandið á Gasa

kjarninn 7. ágúst 2014

facebook

twitter

hjördís jónsdóttir

ólaFur Þór ólaFsson @halloheimur

Hamas hætta ekki fyrr en þeir elska börnin sín meir en þeir hata gyðinga....Sà þetta einhversstaðar og verð að segja að því miður virðist sem Hamas liðum sé skítsama um sitt fólk. Þeir bera jafn mikla âbyrgð og fj.. Ísraelsmenn. Þriðjudagurinn 5. ágúst 2014

Hamas er andstæðingurinn en börn og óbreyttir borgarar eru skotmörkin. Hverjir eru "góðu karlarnir" í þessu stríði? http://fb.me/6W1iO8t3D Mánudagurinn 4. ágúst 2014 dagur B. eggertsson @Dagurb

eVa hauksdóttir Fréttin er semsagt ekki sú að þeir hafi lýst yfir vopnahléi og svikið það, heldur sú að dragi úr mannfalli. Mánudagurinn 4. ágúst 2014 guðmundur kristjÁn guðmundsson Þetta er ekki Vopnahlé er pása Ísraelsmanna á barnamorðum. Mánudagurinn 4. ágúst 2014

Yfir 1715 eru látnir á Gaza. Sex spítalar og 30 heilbrigðisst. hafa lokað vegna árása. Skólar eru sprengdir. Þessu verður að linna. Núna! Sunnudagurinn 3. ágúst 2014 adalheidur snaeBj @adalheidursn Af hverju er Ísland ekki með balls til að gera þetta? http://www.visir.is/boliviumennlysa-thvi-yfir-ad-israel-se--hrydjuverkariki--/ article/2014140739828 Föstudagurinn 1. ágúst 2014

sérstakur saksóknari án starfs

Ætlar sér að stýra íslensku ökokrim

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var áður sýslumaður á Akranesi. Hann fékk leyfi frá starfinu þegar hann tók við sem sérstakur saksóknari. Í nýlegum hrókeringum innanríkisráðuneytisins var sýslumönnum og lögreglustjórum landsins fækkað umtalsvert og nú hefur verið skipað í flestar nýju stöðurnar. Í Bakherbergjum hefur verið sagt frá því að Ólafur hafi ekki sótt um neina þeirra og sé því ekki lengur með örugga vinnu þegar tími hans sem sérstakur saksóknari er liðinn.

Miklar bollaleggingar eru um það á meðal manna í Bakherberginu að þetta þýði að Ólafur muni sækjast eftir að stýra nýrri efnahagsbrotastofnun sem mun í náinni framtíð taka við verkefnum sérstaks saksóknara og mögulega skattrannsóknarstjóra. Þverpólitískur vilji er fyrir uppsetningu slíkrar stofnunar sem myndi verða að fyrirmynd hinnar norsku Ökokrim. Fyrstu skrefin í þessa átt voru stigin þegar efnahagsbrotadeildin var flutt yfir til sérstaks saksóknara. Það embætti hefur hins vegar tímabundin líftíma og hægt er að leggja það niður hvenær sem er.

01/01 samfélagið segir


erleNt

gallerí

kjarninn 7. ágúst 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


hátt í þúsund látnir af völdum ebólaveirunnar Ebólafaraldurinn í Vestu-Afríku hefur dreifst víða í Líberíu, Síerra Leóne og Nígeríu eftir að hann hófst í Gíneu í mars. Hátt í þúsund manns hafa látist af völdum sjúkdómsins sem ræðst á rauðu blóðkornin. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninn telur rúmlega 1.700 manns sýkta.

Mynd: AFp


Bein íhlutun rússa líklegri en nokkru sinni Eftir að uppreisnarmenn í Úkraínu skutu niður farþegaþotu fyrir þremur vikum hafa stjórnvöld í Úkraínu náð stórum svæðum á sitt vald sem uppreisnarmenn réðu yfir áður. Því er talið líklegra en nokkru sinni fyrr að Rússar blandi sér í átökin með beinum hætti enda eru þeir í þröngri stöðu í málinu.

Mynd: AFp


jarðskjálfti í luidan-héraði Meira en 367 fórust og nærri 2.000 manns eru slasaðir eftir að jarðskjálfti reið yfir hið fjalllenda Luidan-hérað í suð-austurhluta Kína á mánudag. Skjálftinn mældist 6,1 að styrk, nógu öflugur til að leggja heimili fjölmargra í rúst. Gríðarlega umfangsmiklar björgunaraðgerðir voru skipulagðar.

Mynd: AFp


Boðið upp á andlega hjálp palestínsk börn hlutu andlegan stuðning frá starfsfólki Sameinuðu þjóðanna í skóla sem breytt hefur verið flóttamannabúðir í Jabalia, norðarlega á Gasaströndinni. „Við reynum að hjálpa þeim að finna fyrir gleði og hamingju, og hafa gaman í búðunum,“ sagði sálfræðingur sem starfar með börnunum.

Mynd: AFp


aðstæður kannaðar í vopnahléi Vopnahléið sem ríkir á Gasa er enn brothætt þó sendinefndir palestínu og Ísrael fundi í Kaíró um framlenginu þess. Árásir Ísrael á Gasa hafa staðið í mánuð og liggja 1.875 palestínumenn í valnum og 67 Ísraelar.

Mynd: AFp


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


kjarninn 7. ágúst 2014

01/01 spes

spes Óupplýstur bandarískur þingmaður elur á hræðsluáróðri í garð innflytjenda

innflytjendabörn líklega smituð af ebólaveirunni

r

epúblikaninn Todd Rokita, sem á sæti í fulltrúadeild bandaríska þingsins, telur að innflytjendabörn frá Mið-Ameríku séu mögulega smituð af Ebólaveirunni. Þingmaðurinn lét ummælin falla í útvarpsviðtali á dögunum, en Ebólaveiran hefur dregið um átta hundruð manns til bana í Vestur-Afríku á árinu. Þá fullyrti Rokita í áðurnefndu útvarpsviðtali að almenningi stafaði töluverð heilsufarsógn af því að börnunum væri komið í fóstur hjá bandarískum ættingjum 01/01 spes

þeirra eða velgjörðarmönnum tímabundið, áður en þau væru send aftur úr landi, eða til frambúðar. Engin dæmi eru um að nokkur hafi smitast af Ebólaveirunni á vesturhveli jarðarinnar, og ekkert þeirra ríflega þrjátíu þúsund barna sem komið hefur verið fyrir í fóstur í Bandaríkjunum hefur greinst með veiruna, að því er fram kemur í upplýsingum frá bandarísku Flóttamannastofnuninni. Þá undirgangast innflytjendabörn ítarlega læknisskoðun og bólusetningu við komuna til Bandaríkjanna.


álit

Bjarni janusson Nemi

kjarninn 31. júlí 2014

vandi íslensku krónunnar Bjarni Janusson skrifar um þann kostnað sem almenningur ber vegna íslensku krónunnar.

v

andi heimilanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar er krónan, sem vegna smæðar framkallar sveiflur, verðbólgu og miklu hærri vexti en þekkjast annars staðar. Krónan er mesti óvinur íslenskra launamanna og heimila. Vegna þess að trúverðugleiki Seðlabanka Íslands og innlends hagkerfis mun seint jafnast á við trúverðugleika seðlabanka stærstu viðskiptalanda heims má búast við að innlendir vextir verði hærri en erlendir vextir um ókomna framtíð. Það hefur meðal annars það í för með sér að afborganir af fasteignalánum eru hærri og að fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja eru óhagstæðari. Hátt vaxtastig á Íslandi hefur orðið til þess að fyrirtæki fjármagna sig í síauknum mæli í erlendri mynt. Atvinnulífið er með öðrum orðum á undanhaldi frá krónunni.

01/05 álit


Kostnaður krónunnar Á meðan við erum með sjálfstæða mynt verðum við að halda úti gjaldeyrisvarasjóði, sem við eigum ekki fyrir og verðum þess vegna að taka að láni. Vaxtakostnaður vegna gjaldeyrisvarasjóðsins er um 33 milljarðar króna á ári. Krónan veldur því að vaxtamunur á ríkisskuldabréfum og húsnæðislánum er allt að 4,5% hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Þessi vaxtamunur stafar af verðbólgu og óstöðugleika, sem rekja má beint til krónunnar. Vegna hárra skulda þjóðarbúsins fara miklir fjármunir í að greiða niður vaxtakostnað skulda. Skuldir þjóðarinnar allrar (ríkissjóðs, heimila og fyrirtækja) eru rétt rúmlega 4.500 milljarðar. „Þjóð sem notar Þjóðin öll greiðir því hátt í 200 milljarða í vaxtaaf krónunni. Allur kostnaður af vöxtum svo dýran gjald- kostnað lendir vitanlega á almenningi beint eða óbeint. miðil er langt Þannig gæti sparnaður ríkisins farið í að koma komin með að til móts við skuldsett heimili og lækkaðar skuldgera stóran hluta ir fyrirtækja myndu einnig koma heimilum til góða, með aukinni fjárfestingu atvinnulífsins, þegna sinna hærri launum eða lægra verðlagi. Útgjöld ríkiseignalausa.“ sjóðs eru rúmlega 570 milljarðar, ríkissjóður einn og sér borgar um 90 milljarða króna í vexti. Höfundur telur það glapræði að ríkið skuli borga um 16% af útgjöldum sínum í vaxtakostnað af krónunni. Allur útflutningur á sjávarafurðum er um 230 milljarðar. Árlegur kostnaður landsmanna vegna krónunnar samsvarar því nær öllum útflutningstekjum sjávarafurða. Þessi aukakostnaður landsmanna vegna krónunnar jafngildir um 13% af landsframleiðslu. Það hljóta allir stjórnmálaflokkar að vera sammála um að engin þjóð þolir slíkan kostnað af sínum eigin gjaldmiðli. Mesti sparnaður Íslandssögunnar yrði með því að taka upp annan gjaldmiðil. Þjóð sem notar svo dýran gjaldmiðil er langt komin með að gera stóran hluta þegna sinna eignalausa. Á síðustu fimm árum höfum við greitt yfir 1.000 milljarða í vaxtakostnað og við munum þurfa að greiða aðra 1.000 milljarða næstu fimm árin með áframhaldi krónunnar. 02/05 álit


verðbólga og verðtrygging Krónan veldur einnig hærri verðbólgu. Verðbólgan er mikil af því að við erum með litla og veika mynt. Á síðustu 60 árum hefur verðbólga verið um það bil 16% að meðaltali og verðlag á Íslandi hefur sexfaldast frá árinu 1986. Verðbólga hefur einnig valdið því að kaupmáttur hefur rýrnað afar mikið síðustu áratugi. Á síðasta aldarfjórðungi hefur kaupmáttur einungis aukist um 25-30% á meðan laun hafa hækkað um 355%. Frá árinu 1989 hafa því 92% launahækkana á Íslandi brunnið upp í verðbólgu. Hrun krónunnar árið 2009 tvöfaldaði lán í erlendum gjaldmiðlum og hækkaði verðtryggð húsnæðislán um tugi prósenta, vegna þess að verðbólgan rauk af stað við gengishrunið. Ímyndum okkur ef skuldir heimila hefðu lækkað um 20% árið 2009. Þá hefði 40 milljóna króna lán farið niður í 32 milljónir. Út af verðbólgunni væri þetta lán hins vegar komið upp í rúmlega 40 milljónir í dag. Verðtryggingin er afleiðing af krónunni, verðtryggingin er þannig óhjákvæmilegur fylgifiskur krónnunar. Það er helst í vanþróuðum ríkjum, sem búa við óstöðugan gjaldmiðil og mikla verðbólgu, sem almenn verðtrygging tíðkast. Fólk treystir sér hins vegar ekki til þess að lána peninga hérlendis nema lánin séu verðtryggð eða með mjög háum vöxtum vegna þess að það er svo mikil sveifla í hagkerfinu. Það er því ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar. Það að dæma verðtryggingu ólöglega leysir ekki lánavanda heimilanna, lánavandinn mun einfaldlega breytast og ekki endilega til hins betra. gengissveiflur og gjaldeyrishöft Gjaldeyrishöft kallast þau höft sem ríkið setur á gjaldeyrinn. Þetta þýðir að erlendir fjárfestar mega einungis taka ákveðna upphæð af peningum úr landinu. Þetta fælir erlenda fjárfesta og veldur meðal annars því að hér á landi er fjárfesting nú í sögulegu lágmarki. Höftin hindra það að fjármunir séu nýttir þar sem þeirra er mest þörf og valda því að innlendur 03/05 álit


fjármálamarkaður missir tengsl við alþjóðlega fjármálamarkaði. Þannig takmarka höftin möguleika innlendra aðila til að sækja sér fjármagn, sem dregur úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti. Þrátt fyrir þessa ókosti eru þessi höft hins vegar nauðsynleg hér á landi. Einkum vegna þess að höftin koma í veg fyrir að efnahagurinn á landinu hrynji og skapar jafnframt vissan stöðugleika. Þannig getur það verið stórhættulegt að afnema gjaldeyrishöft og um leið halda í krónuna. Einnig gætu frjáls gjaldeyrisviðskipti með núverandi snjóhengju til staðar leitt til verulegs „Þjóðin öll gengisfalls krónunnar og óðaverðbólgu. Saga gengis krónunnar er samfelld sorgargreiðir því hátt sveiflna, sem aðallega hafa verið niður í 200 milljarða saga á við. Gengissveiflur gera alla áætlunargerð í vaxtakostnað fyrirtækja sem stunda inn- eða útflutning afar af krónunni.“ erfiða. Sífellt flökt krónunnar hefur hingað til reynst inn- og útflutningsfyrirtækjum hér á landi dýrkeypt því aldrei má vita með fullri vissu hvað fáist fyrir vöruna erlendis eða hvað það á endanum muni kosta að fá vörur hingað til lands. Þar sem íslenska hagkerfið er fremur lítið er það háð innflutningi. Þar af leiðandi hafa gengissveiflur krónunnar óhjákvæmilega áhrif á verðlagið. Þessu hafa landsmenn orðið vitni að á undanförnu. Allt frá upphafi íslensku krónunnar hefur hún aldrei verið til friðs til lengri tíma litið, hvort heldur sem hún var bundin eða látin fljóta. Hér á landi var til að mynda mikil umræða í gangi upp úr aldamótunum 2000 í kjölfarið á ofhitnun efnahagslífsins. Þá var mikill viðskiptahalli og verðbólguþrýstingur, sem varð meðal annars til þess að gengi íslensku krónunnar lækkaði umtalsvert. Með áframhaldi krónunnar þurfum við að sætta okkur við það sem fylgir henni. Við þurfum að búa við háa verðbólgutíðni, miklar gengissveiflur, háa vexti og þann kostnað sem fylgir þeim. Við þurfum að sætta okkur við gjaldeyrishöft og fjárfestingu í lágmarki, við þurfum að sætta okkur við stökkbreytt húsnæðislán, hátt verðlag og mikla kaupmáttarrýrnun, einnig þurfum við að sætta okkur við mikla 04/05 álit


lífskjaraskerðingu. Eins og staðan er núna notum við meingallaðan gjaldmiðil og miklar takmarkanir á viðskiptum og gengisfellingar eru það eina sem getur haldið gjaldmiðlinum okkar gangandi. Stöðugt efnahagsumhverfi og trú viðskiptalanda á Íslandi eru forsendur þess að þjóðin geti byggt upp atvinnulíf sem getur selt verðmætar vörur og þjónustu úr landi. Á Íslandi er hins vegar ekki stöðugt efnahagsumhverfi til staðar og hefur í raun aldrei verið. Einnig er trú viðskiptalanda á Íslandi lítil sem engin. Ekki má síðan gleyma því að opið hagkerfi með lítinn gjaldmiðil er auðveldur skotspónn spákaupmanna. Síaukin hnattvæðing gerir það svo að verkum að smáir gjaldmiðlar verða viðkvæmari fyrir spákaupmennsku og breytingum í hinu alþjóðlega fjármálaumhverfi. að lokum Krónan er ein helsta viðskiptahindrun Íslands. Til þess að Ísland haldist samkeppnishæft í framtíðinni verðum við að skipta krónunni út fyrir annan stöðugri gjaldmiðil. Íslendingar geta ekki leyft frjálsa för fjármagns, fylgt sjálfstæðri peningastefnu og um leið viðhaldið stöðugu gengi. Flestir Íslendingar halda reyndar í þá trú að þetta sé mögulegt. Það er hins vegar ekkert nema tálsýn. Þegar öllu er á botninn hvolft er það því ekki spurning um hvort heldur hvenær við munum taka hér upp nýjan og stöðugri gjaldmiðil.

05/05 álit


álit

jón aðalsteinn Hermannsson Frá Hlíðarskógum

kjarninn 7. ágúst 2014

Það er ekki á allt kosið Jón Aðalsteinn Hermannsson kemur með sitt innlegg í heita umræðu um skógrækt á Íslandi.

p

étur Halldórsson skrifar mikla grein í Kjarnann um varnir gegn mengun, meðal annars um birkiskóga í Bárðardal. Þar segir hann að fyrir ofan bæinn á Hlíðskógum sé nú að koma upp birki þar sem sauðfé hafi haldið fjallinu skóglausu með beit. Frá því að ég man eftir (ég er fæddur 1937) var sauðfénu beitt sem kostur var í fjallið og á Valley þegar Vallakvísl var ísilögð. Að sjálfsögðu var fénu ekki beitt í skóginn nema þegar snjólaust var en á vetrum var skógurinn yfirleitt fullur af snjó, því var beitarsvæðið ofan skógarins. Hafa ber í huga að tilvera fólks hér byggðist að langmestu leyti á sauðfjárbúskap. Það má segja að það væri töluvert merkilegt, nær ómögulegt, að land tæki ekki breytingum við friðun eða mjög minnkandi ágang sauðfjár, því betur. 01/04 álit


Bændur vel meðvitaðir Alveg frá upphafi 20. aldar hafa bændur hér verið vel meðvitaðir um gildi birkiskóga og varðveislu þeirra, þó að þá væri hugtakið eða staðreyndin um mengun jarðar af mannavöldum ekki komin til. Allmiklar deilur urðu hérlendis þegar kom fram á Alþingi skömmu eftir aldamótin 1900 tillaga um að friða og girða alla birkiskóga sem þá voru enn eftir á landinu. Margir bændur urðu mjög andvígir „Hugmyndin um og reiðir yfir tillöguflutningi þessum og friðun allra skóga töldu að óbúandi yrði á jörðunum. Páll H. Jónsson, hreppstjóri á Stóruvöllum á Íslandi náði auð- í Bárðardal, skrifaði grein þar sem hann vitað ekki fram útskýrði tilganginn með hugmyndinni. Jafnframt skýrði hann hvernig bændum að ganga sökum bæri að umgangast birkiskóginn, sem þá var kostnaðar en Hall- töluverður á flestum jörðum á Vesturkjálka ormsstaðaskógur og Bárðardals, frá Hlíðarenda til Mýrar. Þar Vaglaskógur voru voru þá skógarleifar syðst í landi jarðarinnar girtir og friðaðir, og nyrst. Langmesta skógarjörðin var og er og ef til vill fleiri Halldórsstaðir, þar næst Sandhaugar. Lítill skógur var þá í Stóruvallalandi utan skógar á landinu.“ Torfskógurinn sem tæpast var lengur nýtanlegur til eldiviðar, en mikill skógur nyrst í landi Stóruvalla, þar sem frá 1926 er býlið Hlíðskógar (fornt nafn). Nýting skógarins var til eldiviðar og kolagerðar. Um 1880 var ekki lengur neinn skógur það stórvaxinn í vesturhlíðum Bárðardals að gera mætti þar kol. ekki allir skógar friðaðir Síðast voru gerð kol á Sandhaugum um það árabil. Mikill markaður var fyrir viðarkol t.d. í Eyjafirði enda allur skógur þar upp eyddur. Algengt var að bændur kæmu hestum sínum til vetrarbeitar þangað og greiðslan var ein tunna af viðarkolum með hverjum hesti en það fór saman, að steinkol fóru að berast til Íslands, og féll markaðurinn fyrir viðarkolin og gerð viðarkola hætti. 02/04 álit


Hugmyndin um friðun allra skóga á Íslandi náði auðvitað ekki fram að ganga sökum kostnaðar en Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur voru girtir og friðaðir, og ef til vill fleiri skógar á landinu. Hálsskógur féll sökum Kötlugoss 1755 (sjá Fnjóskdælasögu bls. 249 í neðanmálsgrein, úr ferðabók Ebenezers Henderson) sem var það mesta í sögunni, þá féll líka skógur austur á Héraði. Séra Gunnar Sigurðsson á Hallormsstað talar um Móðuhallærið hið fyrra. Gjóskulagið í Skarfártungum var talið að „Frá því að ég man jafnaði á um 30 cm þykkt. Gríðarleg aska féll eftir (ég er fæddur á skóginn sem þá þakti núverandi Hálsmela. þessu sést hve tilviljunarkennt er hvernig 1937) var sauðfénu Ááhrifa eldgosa gætir. „Leifar skógarins beitt sem kostur var má sjá austan árinnar (Fnjóskár) er þar í fjallið og á Valley fjöldi af rótarstúfum birkitrjáa, sum alltað þegar Vallakvísl tvö fet í þvermál“ (úr ferðabók Ebenezers Henderson). var ísilögð.“ Séra Jón Þorgrímsson var prestur á Hálsi 1739 til 1795 og því var það í prestskapartíð hans sem skógurinn féll. Ég sóttist mjög eftir að fara með föður mínum á haustin er hann fór til skógar að höggva birkihríslur til eldiviðar. Hann fór eftir fyrirmælum hvernig skyldi höggva, aldrei beint upp brekkuna heldur þvert á brekkuna, höggva helst liggjandi tré, ekki þau beinvöxnu, sem sagt grisja skóginn, því eru hér og þar í brekkunum ennþá reitir þar sem er þyrping fallegra hvítstofna trjáa. Þau eru beinvaxin og standa yfirleitt upp úr öðrum skógi. Skógurinn í Sandhaugalandi er nær samfelldur frá því nyrst í Vallaklifi að merkjum móti Hlíðarenda og skógurinn á Hlíðarenda endar auðvitað þar sem hlíðin endar. Svo eru skógar leifar nyrst í Hvarfslandi og syðst í Öxarárlandi. Allir þessir skógar eru stækkandi og breiðast út. Mestu skipti að eftir smölun í september er sauðfé ekki sleppt aftur 03/04 álit


í fjallið, á það við á nær öllum jörðum á Veturkjálka. Skógur sem ekki er nytjaður hvorki til eldiviðar né beitar, vex óhindrað og þéttis óhóflega. Á snjóþungum vetrum leggst nýgræðingurinn undan brekkunni og snjóþyngslunum, þá er með öllu ógengt um skóginn og hann ekki smalaður nema með góðum smalahundum. rótarskotin þurfa frið Til þess að skógurinn geti endurnýjað sig þurfa rótarskotin að hafa frið til að vaxa en þau eru konfektið fyrir sauðféð, því skiptir máli fyrir endurnýjun birkiskóga að sprotarnir fái frið á vorin og á haustin. Hins vegar eru eiginleikar nýgræðinganna þannig að þeir eru of þéttir og margir, svo að fá tré vaxa upp og ekki koma upp fallegar hríslur, ekkert vaxtarrými. Þetta er öllum sjáanlegt í Vallaklifi, þar sem vegaskurðirnir eru að fyllast. Nú á síðustu árum hefur birkiskógurinn skriðið upp fjallið hér ofan Hlíðskóga, upp að bratta, eru það runnar, þéttir og liggja undir snjó á vetrum. Hófleg beit á skógivaxið land er í góðu lagi bara ef sauðféð er ekki haft of lengi hvert sumar á landinu. Mér eiginlega blöskrar hvaða breytingar hafa orðið á skömmum tíma á gróðurríkinu í brekkum Vallafjalls. Lagvaxinn gróður, svo sem hrútaberjalyng og jarðarberjalyng, er að hverfa undan ofríki t.d. blágresis og bláberjalyngið er að kaffærast. Gróðurinn er fábrotnari en var og gönguleiðir torsóttar, svo ekki sé meira sagt, ég ruddi gönguleiðir um brekkuna. Ég tel að mannkynið standi frammi fyrir ógn vegna umsvifa sinna, sem ógna afkomu okkar og við öll berum ábyrgð á. Það er ekki á allt kosið.

04/04 álit


pistill

Kristrún Heimisdóttir framkvæmdastjóri SI

kjarninn 7. ágúst 2014

sumarið sem sýndi alþjóðakerfið hverfa Kristrún Heimisdóttir segir sumarið 2014 hafa verið tíðindamikið fyrir alþjóðasamfélagið.

s

jö sumrum eftir að fjármálakerfi heimsins byrjaði að riða er sumarið 2014 orðið jafn afhjúpandi á bresti þeirra alþjóðastofnana sem undanfarinn mannsaldur hafa staðið undir kerfi lögmætra og friðsamra samskipta ríkja og sumarið 2007 varð afhjúpandi um alþjóðlegt gangvirki peninganna. Við lítum á það sem sjálfsagða hluti að geta gert hvaða viðskipti sem er með íslenskum greiðslukortum í útlöndum, að sitja örugg í breiðþotum þótt fyrir neðan sé barist á evrópsku landi og að vondu kallar heimsins tapi alltaf – því ríki sem séu „eins og við“ eigi sigurinn ætíð vísan. Sumarið hefur sýnt okkur tómarúm sem nær víðar og ristir dýpra en það sem kalda stríðið skildi eftir sig. Með öðrum orðum: Nú á í vök að verjast sú alþjóðaskipan sem reis eftir síðari heimsstyrjöldina af viðleitni nýs alþjóðasamfélags til að reisa siðmenningu úr rústum alræðisvæðingar, árásarstríða, útrýmingarbúða og kjarnorkuvopnabeitingar. 01/04 pistill


Á árunum eftir 1945 urðu til alþjóðastofnanirnar SÞ, AGS, NATO, Norðurlandaráð, Evrópuráðið með Mannréttindasáttmála sinn og dómstól og efnahagsbandalagið sem nú heitir Evrópusambandið. Við lok kalda stríðsins gekk Rússland í Evrópuráðið eins og önnur ríki hins horfna Varsjárbandalags og „stækkunin til austurs“ varð í raun lýsing á friðsamlegri útbreiðslu frelsis og stjórnarskrárbundins lýðræðis um alla Evrópu. En hafi vestrið „unnið“ kalda stríðið og fyllst sjálfstrausti til að beita heimslögregluvaldi á Balkanskaga og Mið-Austurlöndum á sl. 20 árum er tími þess sjálfstrausts nú liðinn. Og hafi kjör Baracks Husseins Obama 2008 eða arabíska vorið sem hófst 2010 fyllt margt fólk bjartsýni um lýðræðis- og friðartíð alþýðu drógust tjöldin „En hafi vestrið snemma fyrir þann glugga gullinna tækifæra. Ein hættan sem jafnan stafar af fjármála„unnið“ kalda kreppum er að af þeim leiði stríðsátök. Hin stríðið og fyllst trausta vissa hverfur og í staðinn kemur sjálfstrausti tómarúm. Mér verður ávallt minnisstætt hvernig Jean Claude Trichet, þá bankastjóri Evrópu, tók til orða á vorfundi sjálfstrausts Seðlabanka AGS í Washington vorið 2011 „að nú steðjaði nú liðinn.“ mesta hætta að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar“. Mörgum fannst tveimur árum síðar hættan liðin hjá en slíkar viðvaranir rætast sjaldnast bókstaflega heldur í annarri útgáfu – sennilega vegna þess að samspil orsakasamhengis, atburðarásar og tíma er flóknara en nokkur mannleg spádómsgáfa nær fullum tökum á. Í ágúst 2008 hófst stríð í Evrópu milli Georgíu og Rússlands. Ótti ríkja eins og Eistlands og annarra við Eystrasalt var mikill en gleymdist snarlega þegar bankahrun yfirtóku alla athygli innan við mánuði frá því að vopnahlé var samið. Nú er stríðið í Úkraínu með Rússland sem virkan þátttakanda gengið svo langt að farþegaþota er skotin niður, hundruð manna drepin og það eitt að safna saman jarðneskum leifum og greftra reynist alþjóðasamfélaginu nánast um megn. Af hverju? 02/04 pistill


Í lok desember 2008 hófust stríðsaðgerðir Ísraels á Gazaströndinni og lauk í janúar með einhliða vopnahléi. Ísraelsher beitti hernaðarlegri yfirburðastöðu og fjölmargir almennir borgarar voru drepnir. Skorður sem SÞ, Bandaríkin og fleiri settu Ísrael þá voru sýnilega nógu rammar til að setja aðgerðinni mörk í tíma og skotmörkum. Nú er aftur herjað á Gaza og 72 klukkustunda vopnahlé, sem tilkynnt var af utanríkisráðherra Bandaríkjanna, virðir Ísrael ekki heldur gerir árás innan tveggja stunda. Skólar Sameinuðu þjóðanna reynast viðvarandi skotmörk. Að setja Ísrael mörk alþjóðalaga reynist stofnunum og stórveldum sem það vilja gera um megn. Af hverju? Uppgjör hrunsins og efnahagskreppunnar felur í sér á alþjóðavísu að herjandi ríki meta ekki einungis hvaða hættur steðji að þeim í varnarskyni heldur hversu langt þau geti gengið óáreitt í sóknarskyni. Stórskuldsett ríki í pólitískri kreppu missa vægi á alþjóðavettvangi. Hér á Íslandi ná fjölmiðlar alls ekki að miðla því hvernig Rússar og Ísraelsmenn sjá sig sjálf né hvernig forystufólk þessara ríkja skilgreinir markmið sín í opinberri umræðu heima fyrir. Af þessu þarf að segja fréttir. Ungverjaland er dæmi um land sem átti um margt sameiginleg örlög með Íslandi í hruninu. Ríkin fóru jafnsnemma til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og í báðum löndum varð gjaldmiðilshrun til þess að skekkja hroðalega fasteignalán einstaklinga tekin í erlendum gjaldmiðli. Viktor Urban, forsætisráðherra Ungverjalands, er feimnislaus fasisti á valdastóli í hjarta Evrópu, hann styður Pútín og gefur lýðræðiskerfi evrópskra stofnana eins og það leggur sig langt nef. Kreppan sanni að þetta kerfi dugi ekki, þjóðríkin þurfi sterkari stjórn til að verjast efnahagsáföllum. Orðræða Urbans er bergmál frá þriðja áratugnum og hann vill vera bandamaður Pútíns. Á sama tíma minnkar líka lýðræðislegur stuðningur við þetta kerfi sem fasistinn Urban hafnar og það hvert sem augað eygir. Orðræða Urbans um ónýtt kerfi sem hafi ekki ráðið við hagstjórnina og fjármálavaldið getur virkað til rökstuðnings hvaða stefnu sem er. Vörum okkur á því! 03/04 pistill


Alþjóðalög og skipan byggð á þeim hefur afar sjaldan reynst jafn veik og á þessu sumri. Ísland sem eitt fámennasta fullvalda ríki heims, eitt af fáum herlausum aðildarríkjum SÞ, varið af jaðarstöðu sinni um aldir – þarf að vakna til vitundar um áhrif alls þessa á sig og stöðu sína í heimsþorpinu. Hingað til lands hefur ekki komið bandarískur utanríkisráðherra frá því fyrir bankahrun. Hins vegar kom kínverski Seðlabankastjórinn í sérstaka heimsókn. Þegar Ísland tók sjálft við fullu forræði á eigin vörnum sumarið 2007 létu Rússar strax reyna á hvar mörk lofthelginnar yrðu sett með skipulegu flugi orrustuþotna upp að landinu. Pólverjar lánuðu okkur hins vegar peninga haustið 2008 – um leið og Færeyingar og án skilyrða. Al-Thani fjölskyldan í Katar hafði í senn áhuga á íslenskum bönkum og pólitískum lykilhlutverkum t.d. bæði í Líbíustríðinu 2011 og innbyrðis átökum Palestínumanna. Meðan öllu þessu fer fram er Ísland án heildstæðrar utanríkisstefnu. Á hvað hyggjumst við treysta næst þegar á reynir?

04/04 pistill


kjarninn 7. ágúst 2014

01/01 græjur

ólafía Þ. kristinnsdóttir Íslandsmeistari í golfi „Ég er með iphone 5“

Whatsapp

yr.no

genius scan

Whatsapp eða eitthvað svipað samskiptaapp er frábært þegar maður er að skrifast á við fjölskyldu og vini í útlöndum. Maður borgar ekki fyrir SMS, því allt er í gegnum netið.

Maður þarf jú áreiðanlegt veðurapp og yr.no er hið eina sanna! Bráðnauðsynlegt þegar maður ákveður hvernig maður á að klæðast á golfhringnum.

Genius Scan er alltaf að bjarga mér þegar ég á t.d. að senda glósur á einhvern, eða skanna eitthvað skjal. Maður þarf bara símann núna og þetta er svo einfalt, fer beint á emailinn.

tæKNi Parrot AR.Drone 2.0 færir þér myndefni framtíðarinnar Drónar (e. Drones) hafa vakið mikla athygli og notið vinsælda hjá ljósmyndurum og kvikmyndatökumönnum undanfarin misseri. Með drónunum er hægt að ná mögnuðum myndum og frá sjónarhornum sem ekki er hægt að fá á jörðu niðri. Nýjustu drónarnir búa yfir mikilli flughæfni og geta náð mikilli hæð og verið lengi á flugi. parrot AR.Drone 2.0 er einn besti drone sem völ er á á markaðnum miðað við verð, samkvæmt fagtímaritum.

parrot AR.Drone býr yfir góðir 720 HD innbyggðri myndavél sem tekur ljósmyndir og myndbönd, og getur einnig verið með aðrar vélar áfastar.

Flugtíminn er að hámarki 18 til 20 mínútur ef rafhlaða er fullhlaðin, og getur náð mikilli hæð, sem reyndar er háð aðstæðum og sambandi við fjarstýringu.

Fyrsta útgáfa parrot AR.Drone var á lista yfir 50 bestu tækninýjungar heimsins árið 2012 sem birtur var á vef ritsins Complex.

Verðið er um 300 Bandaríkjadalir, eða um 36 þúsund krónur, ef dróninn er keyptur í Bandaríkjunum.

01/01 græjUr


kjarninn 7. ágúst 2014

01/03 SamfélagSmiðlar

facebook breytir... og það breytir öllu Samfélagsmiðillinn Facebook er orðinn svo stór að hann hefur gríðarleg áhrif á fjarskiptamarkað.

samfélagsmiðlar Magnús Halldórsson L @maggihalld

á

hrifamesti og stærsti samfélagsmiðill heims, Facebook, hefur víðtæk áhrif á líf fólks í gegnum tölvur, síma og spjaldtölvur. Ríflega 829 milljónir manna um allan heim teljast til daglegra notenda miðilsins samkvæmt tilkynningu félagsins til Nasdaq-kauphallarinnar í New York hinn 16. júní. Vöxtur Facebook er fyrir löngu orðinn þrykktur í sögubækurnar sem einhver ótrúlegasta innreið tækninýjungar í sögunni hvað fjölda notenda varðar. En hann hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Margs konar vandamál hafa komið upp frá því miðillinn varð til formlega hinn 01/03 samfélagsmiðlar


risi sem stÆkkar og stÆkkar og stÆkkar Facebook og áhrif þess á niðurhal og fjarskiptaþjónustu er léttvægt við hliðina á þeim miklum áhrifum sem miðillinn hefur haft á samfélagsumræðu. Vöxtur fyrirtækisins er stöðugur, ekki síst þegar kemur að Gagnaverum, þar sem hafsjór persónulegra upplýsinga um notendur miðilsins eru meðal annars vistaðar. Nýjasta gagnaver félagsins var opnað í Altoona, Iowa, 22. apríl en þau hafa sprottið

hratt upp undanfarin ár samhliða vexti fyrirtækisins. Meðal annars eru tvö stór gagnaver í Svíþjóð, meðal annars eitt fullkomnasta gagnaver heimsins sem staðsett er í Lulea. Höfuðstöðvar Facebook eru við Hacker Way, Menlo park, í Kaliforníu en í dag starfa 7.185 hjá fyrirtækinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins. Þeim fjölgar þó ört.

4. febrúar 2004. Sá sem mest hefur verið rætt um er árekstur miðilsins við persónufrelsið. Fjölmörg álitamál er varða meðferð persónuupplýsinga hafa komið upp, þar á meðal aðgengi öryggisstofnana eins og Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) í Bandaríkjunum að þeim og síðan hvernig farið er með þær. Rökræður um þessi mál eru lifandi víða um heim, ekki síst eftir að uppljóstranir Edward Snowden, fyrrverandi starfsmanns NSA, leiddu til þess að umræður um þessi mál komust upp á yfirborðið.

„Heildarfjöldi notenda er ríflega 1,3 milljarðar á heimsvísu.“

peningamaskína, beint og óbeint Breytingar á ýmsum tæknilegum atriðum hjá Facebook geta haft víðtæk áhrif á fjarskiptamarkaði og nýlegar breytingar eru dæmi um það. Margir kannast við breytingar á miðlinum þar sem myndskeið opnast sjálfkrafa þegar miðillinn er skoðaður, en þær breytingar voru nýlega gerðar og upplifun myndskeiða á miðlinum þar með breytt. Þetta var meðal annars gert til þess að fólk eyddi meiri tíma við að skoða miðilinn svo hann styrktist sem auglýsingavettvangur. Heildarfjöldi notenda er ríflega 1,3 milljarðar á heimsvísu samkvæmt upplýsingum frá Facebook og þar af eru tæplega 82 prósent utan Bandaríkjanna og Kanada, sem teljast til heimamarkaðar fyrirtækisins. Hliðarverkun þessarar breytingar hefur verið að gagnaniðurhal notenda hefur stóraukist og í mörgum tilvikum hefur það hækkað verð sem fólk þarf að greiða fyrir til fjarskiptafyritækja. Álagið hefur aukist á gagnaniðurhal, sem getur skilað sér í meiri 02/03 samfélagsmiðlar


kostnaði fyrir bæði neytendur, og fjarskiptafyrirtækin. Í ljósi þess hversu mikið umfang Facebook er í daglegri netnotkun hafa þessar breytingar mikil áhrif. Kostnaðaraukningin við niðurhal nemur meira en 60 milljónum Bandaríkjadala á heimsvísu, um 6,7 milljörðum króna, á undanförnum þremur mánuðum, samkvæmt umfjöllun tæknivefsins Tech Crunch. Eftir því sem tíminn líður verður kostnaðurinn meiri, en í mörgum tilvikum lendir hann á fjarskiptafyrirtækjum þar sem einstaklingar og fyrirtæki kaupa í mörgum tilvikum lausnir þar sem ótakmarkað niðurhal er innifalið. verður hægt að gera hvað sem er? Mikil áhrif Facebook á niðurhal af vefnum hafa vakið spurningar um hvort þurfi að setja vöruþróun Facebook einhverjar skorður svo að álag vegna niðurhals í gegnum Facebook verði ekki of mikið. Ekki er ólíklegt að sú umræða muni aukast þegar fram í sækir, eftir því sem tækninni fleygir fram og niðurhal eykst enn frekar. 03/03 samfélagsmiðlar


Kjaftæði

stígur Helgason fyrrverandi blaðamaður

kjarninn 7. ágúst 2014

sendilherrann Stígur Helgason skrifar um skipan Gunnars Braga Sveinssonar á tveimur nýjum sendiherrum.

g

unnar Bragi var næstum sloppinn fyrir horn. Það var enginn að pæla í honum lengur. Hann hafði tíst til stuðnings Palestínumönnum og sett mildilega ofan í við Pútín þrátt fyrir að það hafi ábyggilega illa samrýmst norðurslóðaáætlunum helsta bakhjarls Framsóknarflokksins. Var Gunnar Bragi kannski allur að braggast? Var hann jafnvel farinn að rifja upp austantjaldskaflana í grunnskólalandafræðinni? Ætlaði hann að reka af sér slyðruorðið fyrir fullt og fast? Það lá við að maður hefði trú á því. Svo skipaði hann tvo sendiherra. Það hallærislegasta var ekki að þeir væru pólitískt skipaðir. Það var í takti við annað að hverfa sex ár aftur í tímann í þeim málum – nokkrum mánuðum aftur fyrir hrun. Auk þess eru mennirnir sem fengu vegtylluna þetta sinnið eflaust frambærilegustu sendiherrar, tala einhver nauðsynleg tungumál, eru góðir við börnin sín, hressir eftir einn drykk, geta sagt snyrtilega brandara og fara vel í móttökum. Að minnsta kosti annar þeirra er meira að segja söngelskur og gæti raulað sig blíðlega inn í hugi og hjörtu harðsoðnustu 01/04 Kjaftæði


diplómata í Washington. Eitt „Give Peace a Chance“ frá honum á tröppunum fyrir utan Capitol Hill og Ísraelsmenn geta gleymt því að fá fleiri fríar áfyllingar á vopnabúrið sitt úr þeirri áttinni. Það versta við að akkúrat þessir karlpólitíkusar á miðjum aldri skuli hafa verið „Það sem máli skipaðir er líklega að það gerði Björn Val Gíslason leiðan. Það er sorglegt.

skiptir er að Gunnar Bragi framfylgdi henni eins og skagfirskur Móses með fangið fullt af líparíttöflum á leið niður af Tindastóli. Og er þá ljóst að þar fer maður sem ræður engu öðru en hvar hann fer í klippingu.“

Kannski seinna Nei, það hallærislegasta er þessi tilvitnun úr Fréttatímanum í síðustu viku: „Það er alveg hárrétt, að þetta lítur ekki vel út. Við erum meðvituð um að við þurfum að laga þetta, ekki bara í sendiherrastöðum heldur þurfum við að auka almennt hlut kvenna í hærri stöðum í utanríkisþjónustunni og ráðuneytinu. Ég hef sem betur fer tæp þrjú ár í viðbót til þess. Þótt ég hafi bara skipað karla í þetta skipti er ekki þar með sagt að það verði þannig.“ Og: „Þetta hljómar ef til vill eins og klisja en sendiherrastörf kalla oft á tíðum á vinnutíma sem er allan sólarhringinn og gera kröfu á flutningsskyldu milli landa. Það gæti verið að konur sækist síður eftir þessum störfum.“ Einmitt það. Gunnar Bragi hefði alveg viljað bæta hlut kvenna í utanríkisþjónustunni. Hann veit alveg að það er þörf á því. Hann bara gerði það ekki. Ekki núna. Kannski seinna. Ef þær eru þá til í það. Þetta svar afhjúpar ekki vondan hug utanríkisráðherrans. Það afhjúpar ekki glópsku hans (og þó). Þetta svar afhjúpar aðallega það að Gunnar Bragi Sveinsson er valdalaus ráðherra. Hann skipaði ekki þessa sendiherra – nema þá að forminu til. Ákvörðunin var annarra, ekki hans, vegna þess að svona talar ekki maður sem tekur sína eigin sjálfstæðu, yfirveguðu ákvörðun, stendur við hana og ver hana. Svona 02/04 Kjaftæði


talar maður sem fékk afhent plagg með nöfnum og skilaði málinu í höfn, án þess að svo mikið sem depla auga eða leiða hugann að því hvort þetta mundi kannski allt líta dálítið ankannalega út. Hann er minna ráðherra og meira bréfsendill. Sendilherra. Það skiptir í raun engu máli hver afhenti ordruna, hvort það var flokksformaðurinn, formaður samstarfsflokksins, Davíð eða Guðni eða óformlegur bakherbergissamráðsvettvangur allra flokka nema anarkistanna „Eitt „Give Peace a í Pírötum sem enginn nennir að hafa með Chance“ frá honum af því að þeir mundu leka öllum fundará tröppunum fyrir gerðunum beint á deildu.net. Það er í raun engin leið að vita það nema bara að leita uppi utan Capitol Hill og „ha? haarde og árni þór? uu...ok, er ekki annÍsraelsmenn geta ar þeirra kommúnisti og hinn í málaferlum gleymt því að fá við okkur? lol, en fine by me – reynum að þetta rétt fyrir versló“-SMSið af Vodafleiri fríar áfyllingar grafa fone.is þegar næsti tyrkneski hakkari sýnir á vopnabúrið sitt okkur hvað við kunnum lítið á tölvur. Skipunin gæti allt eins hafa komið af úr þeirri áttinni.“ himnum ofan – það sem máli skiptir er að Gunnar Bragi framfylgdi henni eins og skagfirskur Móses með fangið fullt af líparíttöflum á leið niður af Tindastóli. Og er þá ljóst að þar fer maður sem ræður engu öðru en hvar hann fer í klippingu. Hugmyndir En þá vitum við það líka; Gunnar Bragi Sveinsson tekur við tillögum að sendiherrum eins og hann sé þjarki – eins konar utanríkisráðherraforrit sem maður matar á upplýsingum og treystir að skili tilætlaðri niðurstöðu – og þess vegna eru hér að lokum nokkrar uppástungur að sendiherraefnum: HaNNa BIrNa KrIstjáNsdóttIr Byrjum á því augljósasta. Hanna Birna er í klandri og vill ekki víkja á meðan ráðuneyti hennar sætir lögreglurannsókn af því að þá tapar hún stríðinu sem hún er búin að ákveða að hún sé í við DV, eins 03/04 Kjaftæði


og Páll Vilhjálmsson (af öllum mönnum) benti réttilega á, undir röngum formerkjum þó. Ráðherra á hins vegar ekki að vera í stríði þótt honum finnist að sér sótt og þess vegna væri snjallast að senda Hönnu bara burt í kælingu. London væri tilvalinn áfangastaður; hún gæti tekið Gísla Frey Valdórsson með sér og athugað hvort hann fengi ekki pólitískt hæli hjá ekvadorskum kollega hennar eins og aðrir lekaliðar sem geta ekki um frjálst höfuð strokið. sveINN aNdrI sveINssoN Mundi leysa forvígismenn Viðreisnar undan þeirri kvöð að þurfa að finna sæti neðarlega á lista fyrir stofnmeðlim sem er nú þegar á svarta listanum í Boltalandi (að því gefnu að Viðreisn fari nokkurn tíma í framboð). Gefið honum lausa kvöldstund með blekpenna, einn blýstífan gin og tónik og bréfsefni merkt utanríkisþjónustunni og lítið svo í hina áttina af gömlum vana. davíð oddssoN Nýja-Delí væri fín, þar er vísast fullt af Vikrömum sem er hægt að ruglast á og kalla þá svo múlatta þegar þeir gera athugasemd. Marta María Eins og kollegi hennar í liðnum hér að ofan er Marta smarta vel verseruð í kokkteilboðafræðum og er búin einstökum hæfileikum til að laga sig að framandi aðstæðum. NáuNgINN seM vIll eKKI BarNaHÚs í götuNa síNa Það þarf að leysa þetta mál hratt og það er best að gera það með því að flytja þann mann bara úr augsýn. Þetta var ókeypis, Gunnar. Nú er bara að sjá hvort þetta ratar ekki beina leið í Stjórnartíðindi.

04/04 Kjaftæði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.