Kjarninn - 50. útgáfa

Page 1

50. útgáfa – 31. júlí 2014 – vika 31

Ríkið í Ríkinu ÁTVR er risafyrirtæki í eigu ríkisins sem rekur 48 verslanir um allt land, 19 fleiri en Bónus, og velti 27,4 milljörðum í fyrra. Um 75 prósent af áfengissölu ÁTVR eru bjór og léttvín. Sú sala gæti ratað í matvöruverslanir verði nýtt frumvarp að lögum.


50. útgáfa

Efnisyfirlit 31. júlí 2014 – vika 31

Óðinn Jónsson í Morgunútvarpið Miklar hrókeringar eru framundan í dagskrá RÚV. Fyrrum fréttastjóri mun meðal annars fara í útvarpið.

App gegn ófrjósemi Tvær konur safna fjármagni í gegnum Karolina Fund til að gera app á ensku um ófrjósemi.

alþjóðamál

Efnahagsþvinganir, mörg þúsund milljarða bótagreiðslur og risasektir vofa yfir Rússum

Les Arnold og vill í heilalaust Ibiza-frí Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður svarar sjö spurningum. Hann elskar Cartman og á í „love and hate“ sambandi við samskiptamiðla.

kjaftæði

SjónvaRp

Konráð Jónsson vill verða Sigga Dögg endaþarmsins

Vinnur að þróun nýs samfélagsmiðils fyrir tónlistarmenn

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Snilldarleg leikjafræði Nígeríusvindlara Hafsteinn Hauksson greinir Nígeríubréf frá nígerískum Nígeríusvindlurum ítarlega.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


lEiðaRi

magnús Halldórsson kjarninn 31. júlí 2014

Blekkingarheimur Launaþróun í fjármálageiranum er á skjön við þær séríslensku aðstæður sem hann starfar við.

E

inu sinni á ári fer fram mikil umræða um laun í íslensku samfélagi. Það gerist þegar upplýsingar frá skattinum eru birtar og fjölmiðlar vinna úr þeim fréttir þar sem greina má með nákvæmum hætti hvernig launaþróunin hefur verið í íslensku samfélagi. Fólkið á gólfinu upplifir sem fyrr minni hækkun launa sinna heldur en stjórnendur fyrirtækja, sem er bæði ósanngjarnt og óskynsamlegt. Best væri ef fólkið á gólfinu upplifði það á eigin skinni að árangur starfs þeirra væri metinn, að minnsta kosti til jafns við það hvernig hann er metinn hjá stjórnendum. Þá væri hlutfallsþróunin í launum stjórnenda og fólksins á gólfinu svipaður. Svo er ekki þessi misserin og það ætti að vera mikið áhyggjuefni fyrir komandi rökræður um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði.

Ein elítudeild Launaskriðið í fjármálageiranum er meira en annars staðar í samfélaginu. Hann er hálfgerð elítudeild þegar kemur að launum og hefur verið lengi. Það sama er uppi á teningnum víða um heim. Þetta finnst mér mikið umhugsunarefni og fullt tilefni er 01/03 lEiðaRi


til þess að staldra við og velta því upp, hvort þetta sé skynsamleg þróun og hvort það geti verið að launahækkanirnar séu innistæðulausar þegar málið er skoðað frá öllum hliðum. Bankaþjónusta á Íslandi er úr takti við alþjóðalega fjármálamarkaði eftir hrunið, eða því sem næst. Íslenskir bankar, þeir endurreistu, hafa stigið hænuskref inn á alþjóðlega lánamarkaði og eru fyrst og fremst byggðir upp á grunni innlána frá almenningi á Íslandi, einstaklingum og fyrirtækjum. Hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðir hafa verið að rísa úr rústum hrunsins og hefur umtalsverður árangur náðst á skömmum tíma við að glæða þessa markaði lífi, svo þeir geti þjónustað íslenskt atvinnulíf og almenning. Það sem síðan er mest einkennandi fyrir íslenskan fjármálamarkað, þegar hann er borinn saman við fjármálamarkaði staðar, er að hann er nær allur í „Samkeppnis- annars örmyntinni íslenskri krónu, innan víðtækra hæfnisrökin eru fjármagnshafta.

veik af þessum fyrrnefndu sökum, svo ekki sé meira sagt.“

Ekki nein samkeppni Þessar séríslensku aðstæður gera algengustu röksemdina sem bankamenn nota til að réttlæta himinhá laun afar máttlitla. Hún er sú að fjármálamarkaðir landa heimsins séu samofnir og því þurfi fjármálafyrirtæki að vera hluti af alþjóðlegri launaþróun þar sem öll vötn renna til lokum til Wall Street í New York, City í London og víðlíka svæða þar sem stærstu fjármálafyrirtæki heimsins eru með starfsemi. Samkeppnishæfnisrökin eru veik af þessum fyrrnefndu sökum, svo ekki sé meira sagt. Íslenskur fjármálamarkaður er í dag innilokaður í fjármagnshöftum og byggir tilveru sína að mestu á því að íslenskur almenningur getur ekkert annað gert en að vera með reikninga hjá hinum nýendurreistu íslensku bönkum. Auk þess er í gildi yfirlýsing um opinbera ábyrgð á innlánum, það er ríkisábyrgð á innlánunum, skuldum fjármálafyrirtækjanna. Í skjóli þessarar yfirlýsingar er allur fjármálageirinn á Íslandi, jafnvel þó það virðist augljóst öllum að hún er frekar haldlítil. 02/03 lEiðaRi



En fyrst yfirlýsingin er virk, og íslenskur almenningur þar með settur í viðbragðsstöðu ef allt fer á versta veg, þá skýtur það skökku við að launaskriðið sé langsamlega mest í fjármálageiranum. Það er óskiljanlegt raunar, því engar forsendur eru til þess. Mikið eigið fé í fjármálakerfinu og „góður“ árangur byggir á séríslenskum aðstæðum eftir allsherjarhrun viðskiptabankakerfis þjóðarinnar. Annað sem er mikið umhugsunarefni er að um 25 til 30 prósent af öllum hagnaði fyrirtækja á Íslandi er hjá endurreistu bönkunum þremur, að því er Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, greindi frá í pistli á vefsíðu sinni 9. mars. Þar vitnaði hann til þess sem „Íslenskir bankar, George Soros, fjárfestirinn þekkti, hefur þeir endurreistu, gagnrýnt harðlega í Bretlandi, en þar er fjármálageirinn með um 35 prósent hagnaðar hafa stigið hænu- í hagkerfinu. Þetta finnst Soros alltof hátt skref inn á alþjóð- hlutfall og að betra væri að láta hagnaðinn lega lánamarkaði.“ verða til í verðmætaskapandi starfsemi frekar en í fjármálaþjónustu við atvinnulífið. Frosti er einn fárra þingmanna sem hefur lagt sig fram í því að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk fjármálageirans í hagkerfinu og hvort það geti verið að þurfi að breyta því verulega, með það að markmiði að draga úr vægi fjármálageirans, beinlínis minnka umfang hans og auka umfang framleiðslu, iðnaðar og nýsköpunar ýmis konar. Launaþróunin í fjármálageiranum, við þær séríslensku aðstæður sem hér eru, ætti ekki að vera á skjön við þróun launa í öðrum geirum hvað varðar launahækkanir. Það eru engar málefnalegar ástæður fyrir slíku. Fjármálageirinn er í þjónustuhlutverki við atvinnulífið og mikilvægt að muna að hann skapar ekki ný verðmæti sem eru grundvöllur hagvaxtar og framgangs. Blekkingarheimurinn sem fjármálageirinn hefur skapað, í krafti þess að hann er of stór til að falla án þess að vandamálin lendi í fanginu á almenningi, verður að fá að reka sig á raunveruleikavegginn.

03/03 lEiðaRi


01/09 NeyteNdur

Stórfyrirtækið átvR ÁTVR veltir tæpum 30 milljörðum króna á ári. Þorri þeirra peninga færi hvort sem er í ríkissjóð vegna hárra áfengisgjalda.

kjarninn 31. júlí 2014


nEytEnduR Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

í

slenska ríkið hefur rekið einkasölu áfengis hérlendis frá árinu 1922. Ef núverandi fyrirkomulagi verður haldið áfram mun það því eiga 100 ára afmæli eftir átta ár. Svo gæti hins vegar farið að fyrirkomulaginu verði breytt. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar í haust að leggja fram frumvarp um að leyfa sölu á bjór og léttvíni í verslunum. Ljóst er að frumvarpið nýtur þverpólitísks stuðnings úr flestum stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi og í óformlegri könnun sem fréttastofa Stöðvar 2 gerði á meðal þingmanna nýverið kom í ljós að 30 þingmenn hið minnsta muni styðja frumvarpið. 22 þingmenn voru óákveðnir eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína. Einungis tveir „Bónus, stærsti sölu- hinna óákveðnu þurfa að styðja frumvarpið aðili matvöru á landinu, til að það verði að lögum. Verði frumvarpið lögum mun það því breyta starfsemi ÁTVR rekur 29 verslanir um að gríðarlega. Árið 2013 voru tekjur fyrirtækisins land allt. Það eru 19 færri vegna áfengissölu 22,8 milljarðar króna. Þar af en vínbúðir ÁTVR.“ voru 46,8 prósent vegna bjórsölu og 28,2 prósent vegna sölu á rauð- eða hvítvíni. Því myndu 75,5 prósent af allri sölu ÁTVR vera í uppnámi. Umræðan um þessi mál hefur að mestu snúist um það að með sölu léttra áfengra drykkja í verslunum muni aðgengi aukast og að það muni hafa neikvæð áhrif á drykkju, sérstaklega ungmenna, hagnaður muni færast frá ríkissjóði til einkafyrirtækja og að vöruúrval muni minnka. En minna virðist hafa farið fyrir umræðu um hvort það sé eðlilegt að ríki reki risavaxið smásöluveldi sem einokar sölu á einni löglegri vöru. Risafyrirtæki á íslenskum smásölumarkaði ÁTVR er nefnilega ekkert smáfyrirtæki. Það rekur 48 verslanir út um allt land. Árið 1986, þremur árum áður en bjórinn var leyfður aftur með lögum, voru verslanirnar 13 talsins. Fjöldi þeirra hefur því tæplega ferfaldast síðan þá. Til samanburðar eru þjónustustöðvar og eldsneytisafgreiðslur N1, sem er með stærsta net slíkra á meðal íslenskra 02/09 nEytEnduR



eldsneytissala, 95 talsins. Sem sagt, ein vínbúð á hverjar tvær eldsneytisafgreiðslur N1. Bónus, stærsti söluaðili matvöru á landinu, rekur 29 verslanir um land allt. Það eru 19 færri en vínbúðir ÁTVR. Vínbúðunum hefur ekki bara fjölgað, þær hafa aukið þjónustu sína verulega, meðal annars með því að vera opnar miklu oftar og lengur en áður var. Margar þeirra eru nú opnar til 20:00 á virkum dögum og til klukkan 18:00 á laugardögum. Aðgengi hefur því aukist gríðarlega á undanförnum árum og áratugum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að sérstaklega sé tekið fram í lögum um verslun með áfengi og tóbak frá árinu 2011 að eitt þriggja markmiða laganna sé að „takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki og draga þannig úr skaðlegum áhrifum áfengis- og tóbaksneyslu“. Mikið vöruúrval ÁTVR býður upp á yfir 2.000 vörutegundir. Um helmingur af áfengisveltu fyrirtækisins er vegna bjórsölu, sem er að mestu framleiddur innanlands.

03/09 nEytEnduR


Þessi auknu umsvif hafa gert það að verkum að ÁTVR er smásölurisi á íslenska markaðnum í öllum samanburði. Rekstrartekjur stofnunarinnar voru 27,4 milljarðar króna í fyrra. Til að setja þetta í samhengi þá voru tekjur tryggingafélaganna Sjóvá og Tryggingamiðstöðvarinnar samanlagt um 28 milljarðar króna á árinu 2013, aðeins lítið eitt hærri en tekjur ÁTVR. Tekjur ÁTVR hafa vaxið mjög samhliða aukinni áfengisneyslu þjóðarinnar (seldum áfengislítrum hjá ÁTVR hefur fjölgað úr 12,4 milljónum árið 1999 í 18,7 milljónir árið 2013). Rekstrartekjur ÁTVR voru í heild 11,8 milljarðar króna árið 1999 og þar af komu um sjö milljarðar króna til vegna áfengissölu. Í fyrra skilaði áfengissalan 18,2 milljörðum króna. Hinir rúmu níu milljarðarnir sem skiluðu sér í kassann komu til vegna sölu tóbaks. peningarnir fara hvort sem er í ríkissjóð En hvað verður um allar þessar tekjur? Þorri þeirra rennur í ríkissjóð í formi áfengisgjalds, magngjalds tóbaks og virðisaukaskatts, enda álögur á áfengi á Íslandi þær hæstu í Evrópu að Noregi undanskildum. Af þeim 21,5 milljörðum króna sem rennur í ríkissjóð af brúttósölu ÁTVR er allt nema einn milljarður króna vegna þessara gjalda og myndi því skila sér í ríkissjóð óháð því hver söluaðili áfengis og tóbaks væri. Til viðbótar greiðir ÁTVR ríkissjóði arð upp á rúman milljarð króna vegna frammistöðu rekstrarins á árinu. Þrátt fyrir þessu miklu umsvif stofnunarinnar, og ÁTVR er skilgreind sem stofnun í lögum, þá er engin stjórn yfir fyrirtækinu. Slík stjórn hefur ekki verið til staðar í nokkur ár heldur heyrir stofnunin beint undir fjármálaráðherra. Yfirstjórn fyrirtækisins, sem samanstendur af Ívari J. Arndal forstjóra og framkvæmdastjórum, tekur þess í stað allar ákvarðanir tengdar rekstri ÁTVR. Fyrirtækið sker sig þannig úr í samanburði við önnur stór fyrirtæki í opinberri eigu, eins og til dæmis orkufyrirtæki, þar sem eigandinn kemur ekki að beinni stjórn þess. Það er nokkurs konar ríki í ríkinu. 04/09 nEytEnduR


BjórBannið reyndist ekki það Böl seM þingMenn Boðuðu Fram til ársins 1989 var bannað að kaupa bjór á Íslandi. Þegar frumvarp um að afnema það bann var lagt fram á Alþingi komu fram mörg sömu rök og sett eru fram í umræðunum í dag, þegar rætt er um að færa verslun með bjór og léttvín inn í matvöruverslanir. Í BA-ritgerð Guðjóns Ólafssonar í félags- og fjölmiðlafræði frá árinu 2012, sem ber nafnið „Baráttan um bjórinn“, er fjallað ítarlega um afnám bjórbannsins og afleiðingar þess. Fullir í vinnunni Þar er meðal annars vitnað í ræður þingmanna þess tíma. Einn þeirra sem var mjög á móti afléttingu bjórbannsins var Steingrímur J. Sigfússon, þá þingmaður Alþýðubandalagsins en nú þingmaður Vinstri grænna. Hann flutti ræðu í neðri deild þingsins árið 1988. Í henni sagði: „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, getið orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna, t.d. fyrir unglingana, geti leitt til þess að aldur áfengisneyslunnar færist niður og þetta verði svo lágur þröskuldur að stíga yfir að mati gæslumanna, foreldranna og annarra slíkra aðila, að á því verði ekki tekið jafnalvarlega og ef um aðrar tegundir vímugjafa, sterkara áfengi, væri að ræða“. Geir Gunnarsson, samflokksmaður Steingríms, sagði í sömu umræðum að hann teldi „einnig að þau gögn, sem fyrir liggja, bendi jafnframt til þess að sú viðbótarneysla gæti komið fram í aukinni hversdagsdrykkju, jafnvel vinnustaðadrykkju í einhverjum mæli“. Bjór í staðinn fyrir kaffi Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, þáverandi þingkona Borgaraflokksins, óttaðist að bjór kæmi í stað kaffidrykkju. Í ræðu hennar sagði: „Ég er viss um að bjórinn verður ákaflega mikill peningaþjófur því að þegar hann verður leyfður, eða ef hann verður leyfður, verður keppst við að hafa hann í ísskápnum. Þá verður boðinn bjór í staðinn fyrir kaffi. Við erum orðin allt of fínt fólk til að vera að bjóða þennan gamla þjóðardrykk okkar. Það verður boðinn bjór í staðinn fyrir kaffi. Og hann verður miklu, miklu meiri freisting fyrir unglingana, mér liggur við að segja börnin, en sterka vínið þó að það geti verið nógu slæmt á heimilum“. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubanda05/09 nEytEnduR

lagsins, var mikil talskona þess að bjórinn yrði leyfður. Í ræðu hennar sagði meðal annars: „Heildarneysla áfengis segir nákvæmlega ekki neitt um drykkjusiði þjóðarinnar. Þeir verða ekki í lagi fyrr en þjóðinni hefur lærst að fara með áfenga drykki eins og siðað fólk. Von okkar sem teljum æskilegra að fólk neyti léttra áfengra drykkja en sterkra er sú að einn góðan veðurdag renni upp sú stund að það verði heldur litið niður á fólk sem sést á almannafæri áberandi drukkið. Það eru nefnilega engir mannasiðir.“ Síðar í umræðunni sagði Guðrún: „Sú er óbifanlega skoðun mín að gott og heilbrigt þjóðfélag eigi að byggjast á því að sérhver heilbrigður einstaklingur beri ábyrgð á eigin lífi, að hann verði að axla þá ábyrgð að velja og hafna. Þann bikar hvorki vil ég né tel rétt að taka frá öðru fólki“. dró verulega úr ölvunarakstri Segja má að efasemdarfólkið sem vildi ekki sjá bjórinn leyfðan hafi að einhverju leyti haft rétt fyrir sér, en að mörgu leyti mjög rangt. Neysla áfengis hefur vissulega aukist töluvert eftir að bjórinn var leyfður en neysla á sterku áfengi hefur að sama skapi dregist saman. Fólk virðist því drekka meira en minna einvörðungu til þess að verða mjög ölvað. Í ritgerð Guðjóns er vitnað í rannsókn Þórodds Bjarnasonar frá árinu 2007 um neyslu 15 og 16 ára ungmenna sem sýndi að marktækt hefði dregið úr unglingadrykkju á milli áranna 1995 og 2007. Íslenskir unglingar drekka auk þess sjaldnar áfengi en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Guðjón fjallar einnig um áhrif afléttingar bjórbannsins á ölvunarakstur í ritgerð sinni. Niðurstaða þeirrar skoðunar er sú að ölvunarakstur hafi farið minnkandi eftir afléttingu þess og fari í raun minnkandi með hverju árinu sem líður. Á tímabilinu 1970 til 1980 voru að meðaltai 1.411 einstaklingar á hverja 100 þúsund íbúa teknir ölvaðir undir stýri. Á þeim áratug hélst ölvunarakstur í hendur við aukna áfengisneyslu. Á árunum 2000-2010 voru þeir mun færri, eða 638 að meðaltali á ári. Og þeim fór fækkandi eftir því sem á leið. Árið 2010 voru þeir einungis 407. Á þessu tímabili hefur áfengisneysla því aukist en dregið hefur úr ölvunarakstri.


UMHVERFISVOTTAÐ FYRIRTÆKI

70% súkkulaði? 70% umbúðir! Um sjötíu prósent umsvifa Odda í dag snúast um hönnun, framleiðslu og sölu á fallegum og notadrjúgum umbúðum úr plasti, kartoni, bylgjupappa og hefðbundnum pappír. Við erum sameinað fyrirtæki Odda, Kassagerðarinnar og Plastprents. Meðal 3.500 viðskiptavina Odda eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum í matvælaiðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu. Já, við erum löngu hætt að vera bara prentsmiðja. Þarftu umbúðir, plast eða kassa? Tölum saman. #oddaflug Oddi Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun


neytendur ánægðir með átvR Þótt töluverður meirihluti þjóðarinnar vilji afnema einokun ÁTVR á áfengissölu samkvæmt skoðanakönnunum ríkir mikil ánægja með starfsemi fyrirtækisins og þá þjónustu sem það býður upp á. ÁTVR hlaut til dæmis hæstu einkunn allra þeirra 21 fyrirtækja sem tóku þátt í Ánægjuvoginni, mælingu á ánægju viðskiptavina þeirra. Eitt af því sem skiptir þar miklu máli er breytt vöruúrval, sem hefur aukist mjög hratt á undanförnum árum. ÁTVR hefur enda aukið vöruframboð sitt jafnt og þétt. Í lok síðasta árs voru 2.037 vörutegundir fáanlegar hjá ÁTVR, annaðhvort í verslunum fyrirtækisins eða hægt að panta þær sérstaklega. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem áður var. Þegar fyrsta sjálfsafgreiðsluverslun ÁTVR var opnuð í Kringlunni árið 1986, en áður hafði áfengi einungis verið afgreitt „yfir borðið“, bauð fyrirtækið upp á 550 tegundir. Þetta var áður en bjórinn var leyfður en breytir því ekki að fjórföldun í vöruframboði á þeim tíma sem liðinn er síðan er töluverður. 06/09 nEytEnduR


tekjur áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins 2002 til 2013 Rekstrartekjur bornar saman við tekjur af sölu áfengis í milljónum króna 30 25 20 15

27,4

26,6

25,5 21,2 17,0

15,4

14,4

10

17,8

18,2

14,3 9,7

9,1

5 0

2002

2004

2008

2011

2012

2013

18.438

18.537

18.653

2011

2012

2013

Heildarsala áfengis á íslandi Tölur í þúsundum lítra, árin 2002 til 2013 25 20

20.387

15

15.944 14.191

10 5 0

2002

2004

fjöldi verslana Vínbúðunum hefur fjölgað nær ferfalt

2008

1986

2013

13

48 07/09 nEytEnduR


minni aðilar hafa áhyggjur Líkt og áður sagði er tæpur helmingur af áfengissölutekjum ÁTVR vegna sölu á bjór. Þorri bjórsins sem keyptur er í verslunum fyrirtækisins er framleiddur innanlands, eða 72 prósent. Það hlutfall hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Árið 2004 var hlutfallið 64 prósent. Margir neytendur virðast hafa áhyggjur af því að vöruúrval minnki ef sala á bjór og léttvíni fer inn í matvöruverslanir. Agnes Sigurðardóttir, einn eigenda Bruggverksmiðjunnar á Árskógssandi sem bruggar Kalda, sagði við Fréttablaðið um miðjan júlí að hún væri hrædd um að Íslendingar myndu taka nokkur skref aftur á bak ef af þessum breytingum yrði. Litlar bruggverksmiðjur myndu líklega eiga erfitt að koma vörum sínum að. Í sömu frétt lýsti Dagbjartur Arilíusson, forstjóri bruggverksmiðjunnar Steðja í Borgarfirði, andverðri skoðun. Vínbúðir ÁTVR sinni ekki íslenskri framleiðslu nægilega vel og því hafi minni framleiðendur engu að tapa með breytingunum. Hafnar því að vöruúrval dragist saman Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segist aðspurður ekki geta útallað sig um það hvort vöruframboð muni dragast saman verði frumvarpið að lögum. „Það er markaðsaðila að segja til um það, en ég þekki rökin og skil sjónarmiðið. Ég veit að innflytjendur áfengis eru þeirrar skoðunar að framboðið kynni að dragast saman. En samtökin eru samt sem áður þeirrar skoðunar að það beri að leggja ÁTVR niður í núverandi mynd og færa þessa verslun inn í búðir. Við erum á móti því að ríkið stundi verslun með nauðsynjavörur.“ Andrés telur nauðsynlegt að ráðast í breytingar á fyrirkomulagi á skattlagningu áfengis samhliða því að einokun ríkisins á sölu þess yrði aflétt. „Verð á vöru hefur afgerandi áhrif á ákvarðanir fólks við kaup á vöru. Vegna þess hversu skattlagningin á áfengi er mikil þá skiptir máli að hún verði endurskoðuð þannig að vöruúrval þurfi ekki að minnka.“ Finnur Árnason, forstjóri Haga, sem rekur meðal annars 08/09 nEytEnduR


Útbreiðsla Vínbúðir ÁTVR eru nú 48 talsins og um allt land. Árið 1986 voru þær 13 talsins.

Mynd: Vigfús Birgisson

verslanir Hagkaupa og Bónus og er langstærsti smásali á Íslandi, hafnar því að vöruframboð muni dragast saman. „Þessi rök eru fráleit enda vilja allir kaupmenn bjóða upp á þá vöru sem eftirspurn er eftir. Ég er fullviss um að menn muni leggja sig að fullu fram við að bjóða fram mikið vöruúrval, enda mun samkeppnin að stóru leyti snúast um það“. Hann hafnar því einnig að minni innlendir framleiðendur muni bera skarðan hlut frá borði í nýju umhverfi. Það séu forsendur sem menn gefi sér fyrirfram sem Finnur fær ekki séð að geti staðist. Hagar séu til að mynda þegar í viðskiptum við nánast alla innlenda framleiðendur vara sem fyrirtækið selur og það myndi ekki gilda neitt annað um framleiðendur bjórs eða léttvíns.

09/09 nEytEnduR


á föRnum vEgi

Sólin lætur sjá sig Nauthólsvík í góða veðrinu

kjarninn 31. júlí 2014

Mynd/Rakel

Það var ekki að spyrja að því, um leið og sólin glennti sig á suðvesturhorni landsins kastaði fólk af sér klæðum og skellti sér í sund, niður á strönd eða í góðan hjólatúr. Sólin lét sjá sig í Reykjavík á þriðjudag og þrátt fyrir norðan stinningsgolu skellti fólk sér í sjósund í Nauthólsvík. Aðrir létu nægja að dýfa fingrunum í sjóinn og finna hversu kaldur hann var. 01/01 á föRnum vEgi

Sólskinsstundir hafa verið færri en vanalega á öllu landinu það sem af er sumri. Í júní voru sólskinsstundirnar 115 í Reykjavík, 96 stundum færri en að meðaltali í júní síðustu tíu árin, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Sólskinsstundirnar hafa ekki verið mikið fleiri í júlí. Geislar sólar hafa aftur á móti leikið um Akureyringa í 170 klukkustundir, eða fjórum stundum minna en venjan hefur verið síðustu tíu ár. bþh


FÁÐU ALI OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


01/06 AlþjóðAmál

kjarninn 31. júlí 2014

Rússar verða látnir borga ...fullt Efnahagsþvinganir alþjóðasamfélagsins, mörg þúsund milljarða króna bótagreiðslur og sektir vegna samkeppnislagabrota yfirvofandi.


alþjóðamál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer

S

taða Rússlands á alþjóðavettvangi virðist þrengjast með hverjum deginum. Þjóðarleiðtogar ræða viðskiptaþvinganir vegna aðgerða Rússa gagnvart Úkraínu, sá mikli efnahagslegi vöxtur sem drifið hefur ríkið áfram á undanförnum árum er í mikilli rérnum og alþjóðasamfélagið virðist vera að taka fast á viðskiptalegum aðförum rússneskra risafyrirtækja sem framkvæmdar eru í skjóli, og með velvilja, rússenskra stjórnvalda sem í flestum tilfellum eru stærstu eigendur þeirra. Það lá þegar fyrir, áður en átökin í Úkraínu brutust út, að hægjast myndi á hagvexti Rússlands, sem var 3,4 til 4,5 prósent á árunum 2010-2012, en var einungis 1,3 prósent í fyrra. Nú spá rússneskir ráðamenn því að hann verði líklega enginn á þessu ári. Og þá á eftir að taka tillit til mögulegra efnahagslegra þvingana og sektar- eða bótagreiðslna sem rússneska ríkið eða fyrirtæki í þess eigu gætu staðið frammi fyrir. Þar eru nefnilega alvöru fjárhæðir undir. Borgið 6.000 milljarða! Alþjóðadómstóllinn í Haag dæmdi á mánudag rússneska ríkið til að greiða hópi fyrrverandi hluthafa olíufyrirtækisins Yukos 51,6 milljarð dala, tæplega 6.000 milljarða íslenska króna. Það er tæplega helmingur þeirrar upphæðar sem GML, félag fyrrverandi hluthafanna, fór fram á. Alþjóðagerðardómstóllinn hafði áður úrskurðað að Alþjóðadómstóllinn í Haag ætti lögsögu í málinu og að Rússlandi yrði því bundið af niðurstöðunni. Upphæðin nemur 2,5 prósent af landsframleiðslu Rússlands. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði strax að dómnum yrði áfrýjað. Það gæti hins vegar reynst flókið því skilyrði áfrýjunar eru afar þröng. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2004 þegar Yukos, þá stærsta olíufélag Rússlands, var knúið í þrot vegna meintra skattaskulda. Í kjölfarið voru gríðarlegar eignir Yukos seldar á uppboðum og þorri þeirra endaði í eigu fyrirtækisins Rosneft, sem er í meirihlutaeigu rússneska ríkisins, fyrir hrakvirði.

02/06 alþjóðamál


Í dómnum segir að fall Yukos hafi orðið vegna pólitískra árása rússneskra stjórnvalda. Fréttastofa Reuters vísaði í dóminn í frétt sinni um málið og sagði að þar kæmi fram að tilgangur rússneskra stjórnvalda hafi ekki verið að innheimta skattaskuldir heldur að gera Yukos gjaldþrota og komast yfir eignir fyrirtækisins. Ólíklegt er talið að Rússland muni greiða fyrrverandi hluthöfum Yukos bæturnar. Þeir munu því þurfa að sækja þær og munu þar horfa helst til eigna rússneska ríkisins á erlendum vettvangi. sigur Fulltrúar GLM, sem áður hér Yukos sjást hér á blaðamannafundi sem haldin var eftir að dómur féll í Haag.

Eitt stærsta fyrirtæki heims Yukos-málið er þó ekki eina málið sem rússnesk stjórnvöld hafa hangandi yfir sér. Fyrirliggjandi er birting á niðurstöðu rannsóknar á starfsháttum Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússlands og einu stærsta fyrirtæki heims, í Evrópu sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir. Gazprom varð til þegar gamla orkumálaráðuneyti Sovétríkjanna var breytt í einkafyrirtæki árið 1989. Þar starfa 03/06 alþjóðamál


vel á þriðja hundrað þúsund manns. Fyrirtækið var síðar einkavætt á, vægast sagt, vafasaman hátt en rússneska ríkið hefur síðan 2005 náð aftur meirihluta í fyrirtækinu. Frá árinu 2006 hefur Gazprom haft einkarétt á útflutningi á jarðgasi frá Rússlandi. Fyrirtækið vinnur því mestallt jarðgas innan landamæra Rússlands (aðallega í Síberíu), á allar leiðslur sem flytja gasið og hefur einkaleyfi á útflutningi þess. Auk þess á það ýmsar eignir í fjármála-, trygginga- og fjölmiðlageiranum, byggingariðnaði og „Fyrirliggjandi er birting á landbúnaði. Gazprom er því bæði efnahagslega niðurstöðu rannsóknar á starfs- mikilvægasta fyrirtæki Rússlands (árið háttum Gazprom, stærsta 2010 var það ábyrgt fyrir tíu prósent af fyrirtæki Rússlands og einu landsframleiðslu landsins) og gríðarstærsta fyrirtæki heims, lega mikilvægt pólitískt valdatól fyrir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, og í Evrópu sem Evrópusam- samstarfsmenn hans, sem stýra fyrirbandið hefur staðið fyrir.“ tækinu í krafti meirihlutaeignar rússneska ríkisins í því. Þetta á sérstaklega við gagnvart Evrópu. Gazprom selur nefnilega jarðgas til 25 Evrópuríkja. Einu stóru ríkin innan álfunnar sem kaupa ekki gas þaðan eru Spánn og Portúgal. Sum löndin fá allt innflutt gas frá fyrirtækinu. Þýskaland er langstærsti kaupandinn. Tæpur þriðjungur alls þess gass sem Vestur-Evrópu ríki kaupa fara til landsins. Það er því mjög snúið fyrir Þýskaland, sem glímir við orkuframleiðsluvanda, að grípa til viðskiptalegra þvingunaraðgerða gagnvart Rússlandi sem fela í sér takmarkanir á sölu á orku þaðan. Fyrst þyrfti að tryggja þýskum iðnaði nýja orkuuppsprettu. Það er hægara sagt en gert, þótt verið sé að vinna að lausn. Evrópusambandið gegn gazprom Innreið og umfang Gazprom á Evrópumarkaði hefur þó ekki verið óumdeilt. Raunar fer því fjarri. Evrópusambandið hefur til að mynda lengi grunað fyrirtækið um umfangsmikið verðsamráð og einokunartilburði á ýmsum mörkuðum 04/06 alþjóðamál


innan vébanda sambandsins. Snemma árs 2012 réðst Evrópusambandið í umfangsmikla rannsókn á starfsháttum Gazprom í Evrópu. Til stóð að niðurstaða hennar yrði birt síðastliðið vor en það hefur frestast vegna ástandsins í Úkraínu. Niðurstöðu rannsóknarinnar er hins vegar beðið með mikilli eftirvæntingu. Edward Lucas, ritstjóri alþjóðamála hjá „The Economist“, sagði á ráðstefnunni „Poland Today“ í lok maí að hann teldi þá sekt sem Gazprom myndi fá vegna niðurstöðu rannsóknarinnar verða „miklu, miklu hærri en Microsoft“. Þar vísaði hann í sekt sem tölvurisinn Microsoft var skikkaður til að greiða, 561 milljón evra, um 87 milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa ekki kynnt tölvunotendum í ríkjum sambandsins um aðra netvafra en þeirra eigin Internet Explorer. Lucas, sem er sérfræðingur í málefnum Rússlands og hefur fylgst náið með Gazprom-málinu, á líka von á því að Gazprom muni fá gríðarlega mikla neikvæða fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar birtingar niðurstöðu rannsóknarinnar. yukos-Málið Yukos var stærsta olíufélag Rússlands þegar það var tekið niður. Helsti eigandi þess var Mikhail Khodorkovsky, sem var handtekinn árið 2003 og sat í fangelsi þar til í janúar síðastliðnum. Khodorkovsky og viðskiptafélagar hans höfðu komist yfir eignir fyrirtækisins í vægast sagt vafasömu einkavæðingarferli orkuauðlinda Rússlands á forsetatíma Boris Jeltsin. Ketill Sigurjónsson, sem starfar við ráðgjöf og viðskiptaþróun á sviði orkumála, hefur fjallað ítarlega um málið á Orkubloggi sínu. Þar segir hann meðal annars: „Skaðabótamálið er sótt af félagi sem nefnist GML, gegn rússneskum stjórnvöldum. GML er að stærstum hluta í eigu eins af fyrrum framkvæmdastjórum Yukos, en sá er milljarðamæringurinn Lenid Nevzlin. Nevzlin náði að forða sér frá Rússlandi þegar helstu stjórnendur Yukos voru handteknir árið 2003 og hefur síðan verið eftirlýstur af Rússum. Það var reyndar réttað yfir Nevzlin

05/06 alþjóðamál

í Rússlandi árið 2006 (að honum fjarstöddum) og hann þar dæmdur í pent ævilangt fangelsi, m.a. fyrir morð. Sjálfur segir Nevzlin að réttarhöldin hafi verið farsi og að undirlagi Pútíns. GML er í raun eignarhaldsfélag, sem yfirtók eignir eldra eignarhaldsfélags, Group Menatep, sem átt hafði meirihlutann í Yukos. Stærsti eigandinn í Group Menatep var að sjálfsögðu Khodorkovsky. En hann náði að framselja þann eignarhlut sinn (og þar með ráðandi hlut sinn í Yukos) til Nevzlin áður en dómurinn féll yfir Khodorkovsky sjálfum. Tilgangurinn með þeirri ráðstöfun var að tryggja að rússnesk stjórnvöld kæmust ekki yfir eignina. En eins og kunnugt er breytti sú ráðstöfun engu, því Yukos var keyrt í þrot á grundvelli risavaxinna krafna um meint skattsvik, sem námu tugum milljörðum USD. Þar með urðu hlutabréfin í Yukos verðlaus og skipti að sjálfsögðu engu í því sambandi hvort Khodorkovsky eða Nevzlin var hinn endanlegi eigandi þeirra“.



áfrýja Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur gefið það út að niðurstöðunni í Yukos-málinu verði áfrýjað. Ekki liggur fyrir hvort það verði gerlegt.

gæti fengið hæstu sekt sögunnar Í einföldu máli snýst málið um það að Gazprom lúti ekki þeim reglum sem settar eru um jafnræði innan innri markaðar Evrópu. Fyrirtækið hafi þvert á móti nýtt sterka stöðu sína, sérstaklega í gömlum Austantjaldslöndum í Austur- og Mið-Evrópu, til að selja löndum þar orku á mjög mismunandi verði. Viðskiptavinir í þessum löndum greiða að jafnaði 50 prósent meira fyrir jarðgas en vestrænu Evrópusambandsríkin. Komist Evrópusambandið að þeirri niðurstöðu að Gazprom hafi brotið gegn samkeppnislögum sínum mun fyrirtækið því, að mati sérfræðinga, fá hæstu sekt sem nokkru sinni hefur verið sett á einkafyrirtæki af sambandinu. Auk þess munu allir þeir orkukaupendur sem hafa ofgreitt fyrir orkuna sína vegna ætlaðrar misnotkunar Gazprom geta farið í mál við orkurisann. Ráðamenn í Rússlandi hafa reynt mikið að semja um málalok í málinu og vonast til þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði ekki gerðar opinberar, en án árangurs. Frestun á birtingu niðurstöðu hennar, sem var búist við í maí 2014, er einvörðungu talin vera vegna ástandsins í Úkraínu. Þegar fyrir liggur hvernig spilast úr því, og hverjar aðgerðir Evrópusambandsríkjanna gegn Rússlandi vegna þess ástands verða, munu niðurstöðurnar ugglaust verða birtar.

06/06 alþjóðamál


sjónvarp

nýsköpun BoonMusic

kjarninn 31. júlí 2014

Heimsyfirráð eða dauði BoonMusic þróar nýjan samfélagsmiðil fyrir tónlistaráhugafólk

Fyrirtækið BoonMusic þróar nú nýjan samfélagsmiðil á netinu, í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn, gagngert fyrir tónlistaráhugafólk. Markmið samfélagsmiðilsins er að gefa tónlistarfólki tækifæri til að vinna saman óháð staðsetningu. Kjarninn ræddi viðskiptahugmyndina við Karl Bragason, einn stofnanda BoonMusic, en hann segir fyrirtækið stefna hátt svo ekki verði fastar að orði kveðið. 01/01 sjónvarp

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


kjarninn 31. júlí 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

Sjö SpuRningaR

Hjörvar Hafliðason fjölmiðlamaður

til í heilalaust frí til ibiza Hvað gleður þig mest þessa dagana? Sex ára sonur minn. Hann er álíka steiktur og ég. Svo koma hugleiðingar Eric Cartman mér alltaf til að brosa. Þvílíkur fáviti en þvílíkur meistari! Hvert er þitt helsta áhugamál? Augljóslega fótbolti og nánast allar íþróttir. Mér finnst drullugaman að ferðast í góðum hópi. Svo hef ég gaman af sögu, sérstaklega öllu sem viðkemur seinni heimstyrjöldinni og árunum eftir stríð til 1990. Hefði viljað upplifa AusturÞýskaland og sjá hvernig þetta var.

Hvaða bók lastu síðast? Síðast las ég bókina Total Recall, sem er ævisaga Arnold Schwarzenegger. Gæinn hafði uppá ekkert að bjóða nema stæltan líkama og brjálað sjálfstraust. Frábær bók um hans ótrúlega lífshlaup. Hvert er þitt uppáhaldslag? Það verður að vera eitthvað lag úr myndinni Boogie Nights. Tónlistin í þeirri myndi náði mjög vel til mín. Ég ætla segja God only knows með Beach Boys. En eina lagið sem ég syng mjög vel er Iris með Goo goo Dolls.

01/01 Sjö SpuRningaR

Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Án þess að hljóma eitthvað sérstaklega reiður þá ber ég ekkert sérstakt traust til ráðherra. En mér líður þó betur með núverandi stjórn heldur en síðustu. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara ? Væri til í heilalaust frí til Ibiza. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég á í miklu love and hate sambandi við samfélagsmiðla. Ég hef mjög gaman að þeim en að sama skapi getur allur þessi leikþáttur á þeim farið í taugarnar á mér.


af nEtinu

Samfélagið segir hætt vegna þrýstings frá Hönnu Birnu kjarninn 31. júlí 2014

facebook

twitter

kristinn Haukur guðnason Það er ótrúlegt að Hanna Birna sé ekki búin að segja af sér. Ísland getur vart talist réttarríki lengur. Þriðjudagurinn 29. júlí 2014

Bjarkey olsen @Bjarkey Olsen http://www.dv.is/frettir/2014/7/29/haettirvegna-radherrans/ vera kominn - eða búinn? Þriðjudagurinn 29. júlí 2014

sólveig adaMsdóttir

Halldor Halldorsson @DNADORI

Og enn situr Hanna Birna !!! Ef þessi frétt er rétt þá er þetta skandall fyrir Ísland, reyndar ekki sá fyrsti, því miður. Sá sem valdið hefur til að setja hana af getur ekki annað lengur en tekið til starfa. Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 ástþór MagnÚsson Skiptir engu máli hversvegna hann skipti um starf við þurfum ekki ráðherra sem er sífellt með allt niðrumsig Þriðjudagurinn 29.júlí 2014

Ofmat að Stefán hafi hætt útaf Hönnu Birnu, en djöfull er það pottþétt að hún hafi verið með læti útaf rannsókninni. Þriðjudagurinn 29. júlí 2014 þóra tóMasdóttir @thoratomas @logreglustjori beitti Hanna Birna þig þrýstingi vegna lekamálsins? Reyndi hún að hafa afskipti af rannsókninni? Kallaði hún þig á teppið? Þriðjudagurinn 29. júlí 2014

óðinn jónsson tekur við Morgunútvarpinu

kaup lífeyrissjóða útskýra miklar skattgreiðslur

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, fær nýtt hlutverk í haust þegar hann tekur við Morgunútvarpi Rásar 2 ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur. Bergsteinn Sigurðsson, sem stýrt hefur Morgunútvarpinu, færir sig þá yfir í Síðdegisútvarpið og Guðrún Gunnarsdóttir flyst yfir á Rás 1. Óðinn var fréttastjóri RÚV frá árinu 2005, eða þar til að Rakel Þorbergsdóttir var ráðin í starfið um miðjan apríl síðastliðinn. Hann hafði þá komist að samkomulagi við Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra um áframhaldandi störf fyrir RÚV og sótti ekki um endurráðningu.

Það vakti athygli að skattakóngur Íslands árið 2013 væri hin tiltölulega óþekkti Jón Árni Ágústsson, með tæpar 412 milljónir króna í skatta. Það sem útskýrir þetta mikla fjárflæmi hjá Jóni er sala hans á stórum hlut í Invent Farma. Kaupandinn var Framtakssjóður Íslands (FSÍ) og kaupverðið er talið hafa verið um tíu milljarðar króna, samkvæmt vb.is. Kaupin vöktu athygli enda á hlutverk FSÍ, sem er í eigu lífeyrissjóða og ríkisbankans, að vera að móta endurreisn íslensks atvinnulífs. Invent Farma starfar einungis á Spáni þótt eigendurnir sem seldu séu að mestu Íslendingar.

01/01 Samfélagið SEgiR


ERlEnt

gallerí

kjarninn 31. júlí 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


Palestínsk börn fórust í árás á skóla Að minnsta kosti nítján börn fórust í flugskeytaárás ísraelska hersins á skóla á vegum Sameinuðu þjóðanna í flóttamannabúðum í Gasa-borg á miðvikudag. Enn fleiri börn særðust í árásinni. Árásirnar, á þessum 23 degi átakanna, voru þær þyngstu síðan Ísrael sagðist ætla að halda þeim áfram.

Mynd: AFP


Með mun þyngri og fullkomnari vopn Það verður varla sagt að jafnræði ríki meðal Ísraela og Palestínumanna. Fullkominn her Ísrael getur auðveldlega varist örvæntingarfullum skotum Hamas. Á meðan hafa sveitir Ísrael ítrekað gert óvægnar árásir á óbreytta borgara í Gasa. Hvorug fylkingin virðist ætla að gefast upp.

Mynd: AFP


árangurslaus fýluferð til kaíró John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flaug til Kaíró í síðustu viku til að reyna að stilla til friðar á Gasa-svæðinu og semja um vopnahlé í einhverja daga. Niðurstaðan varð hins vegar skammarleg fyrir Bandaríkjastjórn, því á endanum varði vopnahléð í fáeinar klukkustundir og virðist hafa gert illt verra.

Mynd: AFP


Borgin sprengd í tætlur Árás Ísraelshers á Gasa-borg hefur staðið yfir nánast linnulaust í tæpan mánuð, fyrst einvörðungu með flugskeytaárásum en um svipað leyti og athygli heimsins beindist að flugi MH17 í Úkraínu hófst landhernaður. Íbúum hefur verið sagt að flýja en öll landamæri að Gasa eru lokuð.

Mynd: AFP


ömurlegt ástand Skotmörk Ísraela virðast aðallega vera heimili almennra borgara, skólar og aðrir samkomustaðir í borginni. Því hafa meira en 1.100 palestínumenn fallið í árásunum, lang flestir almennir borgarar. Tæplega 60 Ísraelar hafa fallið síðan átökin hófust í byrjun mánaðar, flestir hermenn.

Mynd: AFP


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


kjarninn 31. júlí 2014

01/01 spes

SpES Starfsmanni PETA meinað að fá sér einkanúmer með yfirlýsingu um ást á tófú.

Einkanúmerið ilvtOfu þótti of klámfengið

y

firvöld Tennessee-ríkis í Bandaríkjunum höfnuðu á dögunum beiðni starfsmanns PETA, sem eru bandarísk samtök sem berjast fyrir réttindum og velferð dýra, um einkanúmerið ILVTOFU, þar sem það þótti of klámfengið. Dýraverndunarsinninn Whitney Clark hugðist sýna ást sína á tófú í verki með því að setja einkanúmerið á bifreiðina sína. Yfirvöld í Tennessee höfnuðu beiðni hennar með þeim rökum að hægt væri að túlka einkanúmerið á klámfenginn hátt. 01/01 SpES

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hafa fleiri starfsmenn PETA óskað eftir sama einkanúmerinu í öðrum ríkjum Bandaríkjanna, án árangurs. „Það eina sem ég vildi gera var að dreifa vegan-boðskapnum með númeraplötunni minni,“ er haft eftir Clark í erlendum fjölmiðlum. „Það virtist rökrétt að breyta númeraplötunni í eitthvað sem ég trúi á.“ Á samfélagsmiðlum lagði fólk til að Clark myndi breyta skilaboðunum yfir í TOFULVR, en Clark ákvað engu að síður að sækja bara um venjulega númeraplötu.


álit

jakob þór kristjánsson sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum og alþjóðasamskiptum kjarninn 31. júlí 2014

upphaf heimsstyrjaldar og öld átaka Jakob Þór Kristjánsson skrifar um fyrstu nútímastyrjöldina í tilefni þess að 100 eru liðin frá upphafi hennar.

t

uttugusta og áttunda júlí síðastliðinn voru 100 ár liðin frá því fyrri heimstyrjöldin hófst. Fáir atburðir hafa haft viðlíka áhrif á heimssöguna. Heimsveldi féllu og ný komu til sögunnar og sjálfstæð ríki urðu til, þar á meðal Ísland sem varð fullvalda árið 1918. Í upphafi styrjaldarinnar sumarið 1914 vonuðu stórveldin að hægt væri að hindra útbreiðslu hennar. Svo varð ekki. Austurrísk-ungverska keisaradæmið lýsti stríði á hendur Serbíu 28. júlí 1914. Þýskaland sagði Rússlandi stríð á hendur 1. ágúst, Frakklandi 3. ágúst og réðist á Belgíu degi síðar. Innrás Þjóðverja í Belgíu nægði Bretum til þess að lýsa stríði á hendur Þjóðverjum 4. ágúst. Austurrískungverska keisaradæmið lýsti stríði á hendur Rússlandi 6. ágúst og Frakkar og Bretar lýstu stríði á hendur keisaradæminu sex dögum síðar. Á þessum tíma var Evrópa orðin fjölmennari 01/04 álit


en nokkru sinni og samfélögin betur skipulögð. Efnahagur ríkja hafði styrkst og félagslegar og pólitískar breytingar sem styrktu stöðu þjóðríkjanna og ríkisvaldsins höfðu átt sér stað. Tækniframfarir í landbúnaði urðu til þess að færri stunduðu landbúnaðarstörf og því voru fleiri ungir menn tiltækir til herþjónustu. Evrópuríkin bjuggust við að átökum lyki fyrir jól 1914, en raunin varð allt önnur. Erfitt varð fyrir deiluaðila að hafa stjórn á atburðarásinni. Sífellt meiri kostnaður hafði áhrif á pólitísk markmið átakanna, sem urðu æ óljósari „Fyrri heims- eftir því sem stríðið drógst á langinn og hernaðarstyrjöldin var áætlanir breyttust. Að fjórum árum liðnum lágu milljónir manna í valnum. fyrsta nútímaFyrri heimstyrjöldin var fyrsta nútímastyrjöldin. styrjöldin. Vopnin voru langdrægari, nákvæmari Vopnin voru og banvænni en áður. Til sögunnar komu skriðdrekar, flugvélar og kafbátar og efnavopnum var langdrægari, ná- beitt í fyrst skipti. Vísndamenn, verkfræðingar og kvæmari og ban- vélfræðingar urðu jafn mikilvægir og hermenn, vænni en áður. “ samfara framförum í tækni og vísindum. Þessi þróun hefur orðið viðvarandi. Í seinni heimsstyrjöldinni var almenningur í skotlínunni sem aldrei fyrr. Loftárásir voru gerðar á borgir og gyðingar sendir í útrýmingarbúðir. Tölvur og eldflaugar urðu til og kjarnorkuvopn þvinguðu Japan til uppgjafar. Í dag, aðeins nokkrum kynslóðum síðar, á tímum flýilda, tölvuárása, stýriflauga og annarra hátæknivopna, á tímum þar sem fámennir hópar vopnaðra vígamanna hafa yfir töluverðri hernaðargetu að ráða, er almenningur í skotlínunni ekki síður en á síðustu öld. Nú falla færri hermenn en almennir borgarar í stríðsátökum þó mannréttindi eigi að heita tryggðari en fyrir 100 árum. Í fyrri heimstyrjöldinni var rúmlega þriðjungur fórnarlambanna almennir borgarar, eða um fimm milljónir manna. Átta milljónir hermanna féllu á vígvellinum. Í seinni heimsstyrjöldinni létust nálega 27 milljónir almennra borgara og þessi gríðarlegi munur endurspeglar greinilega þær tæknibreytingar sem urðu á sviði hernaðar á millistríðsárunum. Fjórar til fimm milljónir manna flúðu heimili sín fyrstu árin eftir fyrri 02/04 álit


heimsstyrjöldina en næstum 40 milljónir manna flúðu eða var vísað úr landi á árum milli 1945 og 1950. Þar af flúðu um það bil 170 þúsund Palestínuarabar á árunum 1946 til 1948. Til samaburðar má nefna að 4.800 hermenn Bandaríkjanna og bandamanna þeirra féllu í Írak frá 2003 til 2014 og næstum 33 þúsund særðust. Talið er að 35 þúsund íranskir hermenn og uppreisnarmenn hafi fallið, en samkvæmt sumum rannsóknum hafa um 500 þúsund almennir íranskir borgarar látist á einn eða annan hátt vegna átakanna. Í seinni heimsstyrjöldinni er áætlað mannfall Þjóðverja um 6,8 milljónir, þar af „Í fyrri heims- féllu 3,6 milljónir almennra borgara. Á tuttugustu styrjöldinni öldinni hafa upp undir 120 milljónir manna (talan er óáreiðanleg) orðið fyrir barðinu á þjóðernisvar rúmlega hreinsunum, eins og þær eru skilgreindar í dag. þriðjungur Tölur sem þessar segja okkur hins vegar ekki mikið um þær hörmungar, sársauka og þjáningar fórnarlambanna sem milljónir manna upplifðu og upplifa enn í dag almennir vegna stríðsátaka. Nú sjáum við átökin í beinni útborgarar, eða um sendingu fyrir tilstilli fjölmiðla og samfélagsmiðla. fimm milljónir Það færir okkur vissulega nær vígvellinum en endilega nær sannleikanum. Átök og þjóðmanna. “ ekki ernishreinsanir í Kambodíu, Rúanda og fyrrum Júgóslavíu seint á síðustu öld og átökin í MiðAusturlöndum nú sýna að rétt eins og fyrir 100 árum, við upphaf fyrri heimstyrjaldar, eru afleiðingar stríðsátaka óútreiknanlegar. Í eðli sínu eru stríðsátök óræð (irrational), í þeim skilningi að um leið og þau hefjast og vopnin fara að tala tekur við lögmál sem er óútreiknanlegt, óháð allri skynsemi, skipulagningu, áætlunum og væntingum. Enginn sá fyrir hörmungar, skotgrafahernað og mannfall fyrri heimsstyrjaldar fyrir sléttum 100 árum. Á sama hátt tók hið óræða völdin þegar Hitler réðst á Sovétríkin 1941, þegar Japanir réðust á Perluhöfn í desember 1942, þegar Lyndon B. Johnson og Robert McNamara tóku ákvörðun um að stigmagna stríðið í Víetnam í júlí 1965 og þegar George W. Bush og hinir nýíhaldssömu (neoconservative) ráðgjafar hans í varnar- og utanríkismálum tóku ákvörðun um að ráðast á Írak árið 2003. 03/04 álit


Þessi stóru stríðsátök brutust út vegna ólíkra ástæðna og markmiða sem helguðust af þeim áróðri eða rökum sem beitt var til þess að réttlæta þau. Þó eiga stríð eins og fyrri og seinni heimsstyrjöld, Kóreustríðið, Víetnamstríðið, stríðið gegn hryðjuverkum, átökin í Írak, Afganistan, Sýrlandi og nú síðast Palestínu og Úkraínu eitt og annað sameiginlegt. Það er mögulegt að nefna að minnsta kosti fjögur atriði sem einkenna stríð, uppruna þeirra og ástæður: stríð eru líkleg þar sem öfgakennd þjóðernishyggja, múgsefjun og stjórnleysi ráða ríkjum. stríð eru líkleg þar sem herstjórn, trúarbragðahópar, eða pólitísk samtök með öfgafulla stefnu komast til valda, hvort sem það gerist með lögmætum eða ólögmættum hætti. stríð eru oftast drifin áfram af árásarhneigð, örvæntingu, vonleysi, firringu og ofsóknum í garð minnihlutahópa. stríð eru oft afleiðing misheppnaðs erindreksturs ríkisstjórna eða manna á vegum þeirra. Allt þetta má heimfæra upp á orsakir fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þær voru pólitískar og snérust um landsvæði og efnahagsleg átök milli stórveldanna í Evrópu áratugina fyrir styrjöldina en líka um aukna hernaðarhyggju, heimsvaldastefnu, kynþátta- og þjóðernishyggju. Upphaf stríðsins lá þó í ákvörðunum sem teknar voru af stjórnmálamönnum og hershöfðingjum eftir morðið á Franz Ferdinand, ríkisarfa austurrísk-ungverska keisaradæmisins í Sarajevo 28. júní 1914, en þær leiddu til diplómatískrar kreppu í Evrópu. Segja má að fyrri heimsstyrjöldin hafi gert það að verkum að frekari ófriður braust út á liðinni öld, þeirri öld sem ýmist er nefnd öld öfga eða öld stríðsátaka.

04/04 álit


álit

Snorri Baldursson líffræðingur

kjarninn 31. júlí 2014

Skógrækt - þörf er á allsherjarúttekt Snorri Baldursson heldur áfram gagnrýni um ágæti ríkisstyrktrar nytjaskógræktar til að ná markmiðum í loftlagsmálum.

u

ndirritaður birti grein í Kjarnanum þann 3. júlí sl. þar sem gagnrýnd var einhliða umræða um ágæti ríkisstyrktrar nýskógræktar til að ná markmiðum i loftslagsmálum, þ.e. um bindingu kolefnis. Bent var á endurheimt votlendis og aðra vistheimt – aðferðir sem miða að því að endurskapa sams konar eða sambærileg gróðurlendi og spillst hafa – sem mildari, nærtækari og líklega ódýrari leiðir til að ná þessum markmiðum. Pétur Halldórsson svarar í Kjarnanum þann 21. júlí sl. í ágætri grein sem þó afflytur sumt og skautar fram hjá öðru. Ég ætla mér ekki að hefja langa ritdeilu um skógrækt á síðum Kjarnans en langar þó að skerpa á nokkrum atriðum sem gætu skýrt þann ágreining sem uppi er og hefur verið um umfang og eðli skógræktar á Íslandi.

01/06 álit


um hvað snýst deilan? Við Pétur erum sammála um að landkostir Íslands eru enn langt frá þeim sem blöstu við landnámsmönnum forðum, þótt viðsnúningur hafi orðið til hins betra í gróðurfari landsins undanfarna áratugi. Við erum líka sammála um að allir skógar eru til margra hluta nytsamir, svo sem til að binda jarðveg og kolefni, miðla vatni og næringarefnum, skapa skjól o.fl. Deila náttúruverndara (ég vona að ég tali fyrir munn margra þeirra) og skógræktarmanna snýst því fyrst og fremst um nálgun og ekki síst skýra aðgreiningu nytjaskógræktar eða plantekruskógræktar með aðfluttum stórvöxnum tegundum og endurheimtar birkiskóga. Íslendingum hefur verið seld sú hugmynd, sem að miklu leyti byggir á samviskubiti vegna fyrri umgengni við landið, að allur skógur sé af hinu góða. Ég held því hins vegar fram að plantekruskógrækt í úthaga geti verið í beinni andstöðu við náttúruvernd. Berangurinn, ásamt hinu upprunalega lágstemmda gróðurskrúði landsins, með birki og víði sem helstu viðartegundir, skapar okkur sérstöðu sem er afar mikils virði og við megum ekki henda frá okkur umhugsunarlaust. Áhrif skógræktar á land og lífríki koma ekki að fullu fram fyrr en mörgum áratugum eftir gróðursetningu. Um skógrækt gildir því hið fornkveðna að í upphafi skyldi endinn skoða. Stefna og markmið þurfa að vera skýr og ásættanleg fyrir þorra landsmanna. Skógræktarstefna ríkisins var samþykkt 2013. Stefnan var unnin af skógræktarfólki eingöngu, þótt almenningi hafi vissulega gefist kostur á athugasemdum. Engir gróðurvistfræðingar (aðrir en skógfræðingar), jarðfræðingar, fornleifafræðingar eða landslagsarkitektar tóku þátt í gerð stefnunnar. Enginn gætti hagsmuna innlendrar og alþjóðlegrar náttúruverndar, ferðamennsku, hefðbundins landbúnaðar eða þjóðmenningar. Meginmarkmið stefnunnar er að skógarþekja landsins vaxi á næstu 100 árum tífalt frá því sem nú er, fari úr 1,2% á landsvísu í 12%. Athygli vekur að ekki er tekið fram hvert hlutfall birkiskóga á að vera í þessari auknu skógarþekju 02/06 álit


miðað við nytjaskóga með aðfluttum tegundum. Tólf prósent þekja á landsvísu gæti virst hófleg en hún samsvarar þó 25–30% af láglendi landsins undir 400 m hæð. Þar sem sumir landshlutar henta illa til skógræktar þarf skógarþekja á öðrum láglendissvæðum að fara mun hærra en þetta til að ná 12% markinu. Skógar af þeirri stærðargráðu myndu „Ég held því algerlega umbylta ásýnd og lífríki landsins frá hins vegar fram því sem nú er. Mörgum spurningum er ósvarað. Gerir að plantekrualmenningur sér fulla grein fyrir þeim feiknarlegu skógrækt í áformum sem skógarstefnan felur í sér? Á hvernig úthaga geti landi á að rækta allan þennan skóg? Hvað hverfur verið í beinni í staðinn? Hvað hverfur mikið af lyngmóum, andstöðu við fléttumóum, berjalautum, mýrum, deiglendi, blómlendi, engjum, melum, vikrum o.s.frv.? Hver náttúruvernd.“ er núverandi þjónusta þeirra gróðurlenda og landgerða sem hverfa (ferðamennska, upplifun, nytjar)? Hvað verður um mó- og vaðfuglana? Hvaða áhrif hefur fyrirhuguð umbylting gróðurfars og landslags á ferðamannastraum til landsins? Og þannig má áfram telja. Skógarstefnan og lög um landshlutabundin skógræktarverkefni byggja ekki á neinni heildstæðri greiningu eða mati á þeim þáttum sem nefndir eru hér að framan. Þótt leiða megi líkur að 25-30% þekju birkiskóga og kjarrlendis við landnám hefur ýmislegt breyst síðan. Fjölmargar kynslóðir Íslendinga hafa vaxið upp við skógleysi. Nú er berangurinn hluti af þjóðarvitund okkar til góðs eða ills. Nú leggja borgir og bæir, vegir, ræktarlönd og lón undir sig stór svæði á láglendi. Sumar landgerðir, svo sem nútímahraun, eru vernduð að lögum. Ísland er orðið ferðamannaland og ferðamenn koma fyrst og fremst vegna sérstakrar náttúru landsins. Engu máli skiptir fyrir þá hvort náttúran sem við augum blasir er upprunaleg eða afleiðing fornra búskaparhátta. Ekkert alvörumat hefur verið lagt á þessa hluti. Er eðlilegt að skógræktarmenn einir ráði ferðinni í svo stóru máli? Er eðlilegt að hið opinbera leggi nær umræðulaust stórfé í verkefni sem umbyltir ásýnd og lífríki landsins? 03/06 álit


mismunandi skógrækt Í ofangreindri stefnumörkun, og í lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni, er enginn afgerandi greinarmunur gerður á nytjaskógrækt annars vegar og endurheimt birkiskóga hins vegar. Þarna er þó reginmunur á. Plantekruskógrækt er afbrigði landbúnaðar – vísir að atvinnugrein og vissulega réttlætanleg sem slík á afmörkuðum svæðum – en endurheimt birkiskóganna er samfélagslegt náttúruverndar- og menningarverkefni sem opinberar stofnanir ættu að leggja höfuðáherslu á. Hinu opinbera væri í lófa lagið að margfalda skógarþekju landsins með því einu að stuðla að friðun stórra landsvæða fyrir búfjárbeit. Þá vex birkiskógurinn sjálfkrafa og þarf í mesta lagi að gróðursetja stálpaðar birkiplöntur á stangli til að tryggja fræuppsprettu þar sem hún er ekki fyrir hendi. Sjálfsprottnir birkiskógar breiðast nú þegar út um friðað land, eins Pétur lýsir í grein sinni. neikvætt viðhorf til birkiskóga? Tregða skógræktaraðila til að aðgreina nýskógrækt frá endurheimt birkiskóganna bendir til að vandinn liggi að einhverju leyti í neikvæðu viðhorfi þeirra til íslenska birkisins. Nýlegt plagg umhverfisráðuneytisins „Hvítbjörk - tillögur að leiðum til endurreisnar birkiskóga á Íslandi (2013)“ sem Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri tóku saman varpar ljósi á þetta: Meðal fólks eru skiptar skoðanir um ágæti birkiskóglendis. Vel hirtir birkiskógar geta verið góðir til útivistar, en flestir eru það ekki sökum þéttleika trjánna. Skógar annarra tegunda eru ekki síður góðir til útivistar. Þá eru birkiskógar af sumum taldir til óþurftar í landbúnaði, sérstaklega þegar kemur að smölun (bls. 4). Hér staldrar maður ósjálfrátt við. Er ekki hlutverk Skógræktar ríkisins að hirða birkiskóga sem aðra skóga? Eru þéttir og illa hirtir barr- eða blandskógar góðir til útivistar eða auðveldir í smölun? 04/06 álit


Í viðtali við fulltrúa Skógræktarfélags Íslands, sem hefur umsjón með Landgræðsluskógaverkefninu, kom fram að erfitt gæti reynst að auka hlutfall birkis í því verkefni umfram það sem verið hefur, enda hefur það hlutfall verið mjög hátt (50-70% af gróðursettum plöntum). Stafar það einkum af áhuga viðtakenda plantnanna á aukinni fjölbreytni í tegundavali (bls. 6). Hér er vert að benda á að skógur sem upphaflega er 50:50 blanda af birki og barrtrjám fær yfirbragð barrskógar eftir nokkra áratugi vegna þess að barrtrén vaxa birkinu yfir höfuð. Og ríkinu er í lófa lagið að setja það skilyrði fyrir styrkveitingum til landgræðsluskóga að aðeins séu notaðar upprunalegar trjátegundir. Hvers vegna er það ekki gert? Í viðtölum við framkvæmdastjóra og starfsfólk Landshlutaverkefnanna kom fram að innan við tíu (af um 600) skógareigendur sem þátt taka í Landshlutaverkefnunum vilja eingöngu birki eða aðrar innlendar tegundir. Þó kom fram sú almenna skoðun að hægt væri að auka gróðursetningu birkis á lögbýlum ef hvatt yrði til þess og jafnframt að sumir landeigendur myndu þiggja girðingastyrki til að friða birkileifar ef þeir væru í boði. Til þess þyrfti þó að afnema þann neikvæða hvata sem felst í því að virðisaukaskattur fæst eingöngu endurgreiddur við nytjaskógrækt og/eða að bæta við nýju fyrirkomulagi styrkveitinga. Endurheimt birkiskóga gæti þá orðið sérstakt viðfang innan Landshlutaverkefnanna með sérfjárveitingu og e.t.v. öðruvísi fyrirkomulagi styrkveitinga (bls. 6). Ekki er óeðlilegt að skógarbændur freistist til að rækta aðfluttar tegundir frekar en birki þegar svona er í pottinn búið. Spyrja má hvers vegna ekki er löngu búið að afnema ofangreindar hömlur og þvert á móti umbuna þeim sérstaklega sem vilja endurheimta birkiskógana. Þótt stórfelld skógeyðing fyrr á öldum sé notuð sem meginrök fyrir skógrækt nú virðist aukin útbreiðsla birkiskóga alls ekki í fyrirrúmi hjá opinberum skógræktaraðilum.

05/06 álit


Skógrækt breytir ásýnd landsins og lífríki þess mismikið eftir því hvernig að henni er staðið (sjá fyrri grein höfundar frá 3. júlí sl.). Hún er því ekki áhugamál eða atvinnuvegur sem snertir skógræktarmenn eina heldur alla landsmenn til langrar framtíðar. Yfirvöld þurfa að átta sig á þessu og tryggja að fram fari víðtæk umræða og úttekt – og í framhaldi vönduð stefnumörkun – um æskilegt umfang nýskógræktar á landinu. Slík úttekt þarf að kafa dýpra en núverandi vinna við gerð landnýtingaráætlunar gerir ráð fyrir. Meðan á þessari úttekt stendur leggur undirritaður til að gert verði hlé á, eða að minnsta kosti stórlega dregið úr, gróðursetningum með aðfluttum tegundum.

06/06 álit


piStill

Hafsteinn Hauksson hagfræðingur

kjarninn 31. júlí 2014

nígerísk nígeríubréf frá nígerískum svindlurum Hafsteinn Hauksson skrifar um snilldarlega leikjafræði Nígeríupóstar.

þ

ann 28. janúar síðastliðinn barst mér skeyti á Fésbókinni – eitt af þessum skeytum sem póstsíu bókarinnar fannst ekki eiga meira erindi við mig en svo að það endaði í Other-hólfinu, heimkynnum hvers konar furðulegra vinabeiðna frá framandi heimshlutum og svikapósta frá Vestur-Afríku. Þar sýndi póstsían reyndar fádæma dómgreind, því mér varð fljótlega ljóst að markmið sendandans var það eitt að hafa af mér fé. Sagan sem sendandinn hafði að segja er orðin nokkuð sígilt minni í bréfum af þessu tagi; hann sagðist heita Okwy og vera lögfræðingur íslensks manns, Ivory Brian Hauksson, sem látist hefði af slysförum og skilið eftir sig töluverða fjármuni, um 4,8 milljónir Bandaríkjadala, á læstum reikningi. Þar sem ég bæri sama ættarnafn (Hauksson-ættin á jú víða rætur að rekja) og væri samlandi skjólstæðings hans að auki væri ég kjörinn til þess að aðstoða hinn fróma lögmann við að leysa féð úr bankanum. Og að sjálfsögðu yrði mér ríkulega umbunað fyrir viðvikið. Takk fyrir túkall. 01/04 piStill


Einhvern tímann hefði mér þótt svolítið gaman að fá svona póst, jafnvel skemmt mér stundarkorn yfir tilhugsuninni um hvort hugsast gæti að sagan væri sönn, en eftir að hafa fengið óteljandi samhljóða bréf í svo til öll tölvupósthólf sem ég held úti fannst mér það ekki lestursins virði; það var hluti af síbyljandi áreitinu sem er orðið óumflýjanlegur fylgifiskur þess að eiga sér rafræna framlengingu á alnetinu. Eitt sat hins vegar í mér, sem ég á eftir að minnast á. Fyrir utan það hvað sagan var ófrumleg (óvænti arfur fjarskylda ættingjans er sirkabát elsta lumman í handbók Nígeríusvindlarans) sagðist Okwy vera frá Tógó – en það er eitt af algengustu upprunaríkjum svindlpósta á heimsvísu. Ég móðgaðist hálfpartinn yfir þessu metnaðarleysi; „Ekki er það hversu mikill kjáni hélt hann eiginlega að ég heimska, því væri? Ég hefði þurft að alast upp í umhirðu úlfahjarðar til þess að átta mig ekki á því að tölvusannast sagna póstur frá ókunnugum lögmanni um óvæntan sýnist mér Okwy arf frá vestanverðri Afríku væri eitthvað meira vera töluvert en lítið gruggugur. Ég bið bara um lágmarksviðleitni, Okwy. snjallari ná- Fyrst þú hafðir fyrir því að ljúga til um menntun ungi en ég.“ þína og jafnvel nafn, búa til söguna um Ivory Brian og milljónirnar á bankareikningnum, af hverju hafðirðu þá ekki vit á því að segjast vera frá einhverjum öðrum heimshluta en vesturströnd Afríku? Það hefði kannski ljáð sögunni örlítið meiri trúverðugleika ef þú hefðir verið frá Bandaríkjunum eða Bretlandi eða Sviss – eða bara flestum löndum, öðrum en Tógó. En Okwy er vorkunn. Svona misbrestir virðast vera nokkuð viðloðandi aðferðafræði Nígeríusvindlara. Þrátt fyrir að Nígeríubréf sé orðið að samheiti yfir svindlskeyti af ýmsum toga eftir 30 ára langa sögu kemur enn fram í meira en helmingi slíkra pósta að sendandinn komi frá... Nígeríu! Aðeins einn af hverjum tíu póstum á sér sendanda utan Afríku. Það er næstum eins og svindlararnir vilji ekki að viðtakandinn falli í gildruna. En hvað getur skýrt þessa klúðurslegu framkvæmd á annars snjallri fjáröflunarviðleitni? 02/04 piStill


Ekki er það heimska, því sannast sagna sýnist mér Okwy vera töluvert snjallari náungi en ég. Allavega gæti ég ekki búið til forrit til þess að leita uppi tugþúsundir ókunnugra tölvupóstfanga í ríku löndunum, hvað þá sent þeim öllum sérsniðinn póst sem leggur út af eftirnafni þeirra, þótt líf mitt lægi við. Ég veit ekki einu sinni hvar ég ætti að byrja, og samt finnst mér ég nokkuð flinkur á hvort tveggja tölvupóst og Facebook. Það var ekki fyrr en ég rakst á snilldarlega greiningu Cormac Herley, fræðimanns hjá Microsoft sem hefur rannsakað tölvuglæpi og veföryggi, sem ég áttaði mig á því að Nígeríupóstar frá Nígeríu eru alls ekkert klúður, „En það er erfitt heldur snilldarleg leikjafræði. Fjöldapóstur á borð þann sem rataði í póstað greina á milli hólfið mitt er nefnilega aðeins fyrsta skrefið þeirra netverja í lengri vegferð, en þannig getur svindlarinn sem eru trúgjarn- lagt net fyrir óhemjufjölda fólks með litlum sem ir og þeirra sem engum tilkostnaði. Það er ekki fyrr en einhver eru grandvarir.“ hefur samband sem svindlarinn þarf að leggja á sig raunverulega vinnu til þess að svara viðkomandi og sannfæra hann um að láta fé af hendi rakna. Og þar komum við að vandamálinu sem Okwy og félagar hans standa frammi fyrir. Markmið hans er alls ekki að fá sem flest viðbrögð við póstunum, enda er einn helsti vandi stéttarinnar fölsk svörun (e. false positives); fólk sem verður forvitið eftir fyrsta póstinn og hefur samband við svikahrappinn, á við hann samskipti sem útheimta tíma og orku en ganga á einhverjum tímapunkti úr skaftinu og millifæra á endanum ekkert fé. Nei, það er lítið á slíku fólki að græða. Svikahrappurinn vill helst einungis svörun frá hinum trúgjörnustu, þeim sem eru líklegir til að láta glepjast og millifæra á hann fé sama hversu undarleg bón hans kann að virðast. Þannig hámarkar hann afrakstur þess tíma sem hann eyðir í samskipti við fórnarlömb sín. En það er erfitt að greina á milli þeirra netverja sem eru trúgjarnir og þeirra sem eru grandvarir. Þess vegna fundu 03/04 piStill


svikararnir upp á snilldarlegri leið til þess að fá fórnarlömbin sjálf til þess að gefa til kynna hvort þau séu auðginnt. Nígeríusvindlararnir vita best sjálfir að enginn sem býr yfirlágmarkskunnáttu á tölvur, eða kann að nota leitarvél (Google stingur upp á leitarorðinu scam í hvert sinn sem einhver slær upp Nigeria), eða á vini og ættingja sem bera hag hans fyrir brjósti myndi nokkurn tímann svara Nígeríubréfi. Þá stendur eftir nákvæmlega sá hópur sem hrappurinn vill komast í samband við. Hinir auðtrúa. Með öðrum orðum hafa Nígeríusvindlararnir skýrt markmið með því að hafa Nígeríubréfið eins ófrumlegt og grunsamlegt og hægt er; nefnilega að draga úr falskri svörun. Heimska eða klaufaskapur kemur þar hvergi nærri. Herley dregur þá ályktun að þessi viðleitni þeirra bendi til þess að fölsk svörun sé meiriháttar veikleiki í viðskiptalíkani Nígeríusvindlara, en stærðfræðileg greining sem hann hefur útbúið leiðir í ljós að með því að auka falska svörun viljandi (t.d. að eyða tíma þeirra í vitleysu, eins og útvarpsþátturinn Tvíhöfði gerði með nokkrum tilþrifum um árið) sé hægt að draga verulega úr gróðavon svikahrappanna og minnka þar með hvatann til þess að stunda svikin. Það gæti jafnvel orðið hluti af skipulögðum vörnum við slíku. Hvað sem verður er í það minnsta ljóst að þeir sem deila Nígeríubréfum hlæjandi á Fésbókinni, sendandanum til háðungar, eru á villigötum. Okwy er enginn aukvisi, heldur leikjafræðingur – og helvíti snjall. Einmitt þess vegna þarf að passa sig á honum.

04/04 piStill


kjarninn 31. júlí 2014

01/01 græjur

María lilja þrastardóttir blaðakona „Nota þrotaðan Samsung Galaxy Young síma.“

Period Calendar

droPBox

yo.

Fyrir konu með ADHD er lífsnauðsynlegt að vera með app sem líkt og nafnið gefur til kynna heldur utanum tíðarhringinn þannig getur ekkert komið á óvart.

Afþví ég er með svo lélegan síma er dropbox appið himnasending. Ég þarf ekki að vista neitt lengur á símann svo hann helst nokkuð starfshæfur.

Ég er ein af þeim sem lét glepjast af Yo. Ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir að senda fólki Yo í tíma og ótíma. Það er samt eitthvað heillandi við það. Bætið mér við og ég skal Yo-a ykkur upp @ MARIALILJA.

tækni Amazon Fire snjallsíminn Auðvitað þurfti Amazon að gefa út eigin síma. Annað væri ekki boðlegt fyrir þennan stærsta internetsmásala í heimi. Síminn, sem fór í takmarkaða sölu í Bandaríkjunum síðari hluta júlímánaðar, hefur þó fengið töluvert blendnar viðtökur. Hann þykir hvorki skáka öðrum gæða snjallsímum í sama, og jafnvel lægri, verðflokki hvað varðar getu. Og svo er síminn auðvitað sérhannaður til að kaupa vörur frá Amazon. Þrívíddinn í skjánum þykir mjög flott og síminn þykir mjög handhægur. Þá er viðmótið gagnvart öðrum Amazon-þjónustum mjög þægilegt. Batteríið hefur valdið vonbrigðum, samkvæmt dómum stærstu tæknirýna. Myndaóðir gætu þó séð sér í hag í að ná ser í Fire-síma. Amazon býður, að minnsta kosti enn sem komið er, fría ótakmarkaða myndageymslu í Amazon-skýinu. Fire líður fyrir að vera hvorki tengdur Android-kerfi Google né Apple og því er framboðið af öppum sem hægt er að nota á honum afar takmarkað. 01/01 gRæjuR


kjarninn 31. júlí 2014

01/04 Karolina fund

app til að berjast gegn ófrjósemi Tvær konur safna styrkjum í gegnum Karolina Fund til þess að gera app á ensku sem á að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn. kaROlina fund IVF COACHING APPIÐ L @karolinafund

í

næstu viku, nánar tiltekið þann 8. ágúst, er síðasti dagurinn sem hægt er að heita á verkefnið The Infertility App á Karolina Fund. Á bak við IVF Coaching-verkefnið standa Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur og Berglind Ósk Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur en þær hafa spáð í ófrjósemi í mörg ár. Berglind hefur persónulega reynslu af ófrjósemi, glasameðferðum og rannsóknum í nokkrum löndum, auk þess sem hún er í stjórn Tilveru - samtaka um ófrjósemi og hefur stutt við konur í glasameðferðum með ýmiss konar upplýsingaráðgjöf í nokkur ár. 01/04 kaROlina fund


Gyða hefur starfað með Tilveru undanfarin níu ár. Hún heldur fyrirlestra fyrir félagið um ýmislegt tengt ófrjósemi en auk þess hittir hún um 20% af þeim konum og pörum sem fara í glasameðferðir á hverju ári hjá Art Medica, sem er „Talið er að eitt af eina glasameðferðarstöð Íslands. Gyða hefur tekið eftir því að konur sem þjást af hverjum sex pörum ófrjósemi þarfnast oft frekari upplýsinga um áhrif eigi í erfiðleikum með ófrjósemi á líðan, samskipti og samband við maka, að eignast barn.“ auk fræðslu um meðferðir og önnur úrræði sem skipta máli varðandi ófrjósemi. Hún einsetti sér í doktorsnámi sínu að mæta þessari þörf en komst fljótt að því að konur og pör þora oft ekki að mæta á fyrirlestrana þar sem ófrjósemin er mikið feimnismál. Þessi hópur fólks vill oft ekki að aðrir viti af ófrjóseminni og þjáist því í einrúmi. leiðbeiningar og tillögur Fyrir um þremur árum fékk Gyða þá hugmynd að útbúa app með fræðslu um ófrjósemi og upplýsingum um það hvernig auka megi líkur á þungun. Appið er auk þess einhvers konar leiðbeining í gegnum glasaferlið þar sem notandinn getur fengið nýjar upplýsingar daglega um hvað hann getur gert til að bæta líðan sína í glasameðferðinni og aukið líkur á þungun. Gyða fann að sig vantaði samstarfsaðila sem hefði betri þekkingu á líffræðilega hluta meðferðanna og þekkti betur inn á mismunandi tegundir meðferða og rannsókna sem eru í boði. Hún fékk því Berglindi í lið með sér og saman mynda þær teymið á bakvið IVF Coaching-appið. Smáforritið er hannað fyrir enskumælandi markað. Þær stöllur hafa reiknað út að árlega séu um 2.000.000 glasameðferðir framkvæmdar á konum eða pörum sem tala ensku. Á Íslandi eru framkvæmdar um 600 meðferðir á ári og gætu flestar af þeim konum/pörum nýtt sér appið, sér til stuðnings í meðferðinni. Talið er að eitt af hverjum sex pörum eigi í erfiðleikum með að eignast barn, ekki bara á Íslandi heldur í öllum heiminum. Því er ljóst að stór hópur fólks glímir við ófrjósemi og upplýsingaþörfin er mikil. Það sést einnig af því að orðin infertility og IVF (glasameðferð) eru gúggluð um 2.500-2.800 sinnum á sólarhring á Google-leitarvélinni. Þá eru aðrar leitarvélar ekki inni í þessum tölum. 02/04 kaROlina fund


nytsamlegar upplýsingar Í IVF Coaching-appinu hefur konan, eða parið, aðgang að vísindalega studdum upplýsingum um hvernig hægt er að undirbúa sig sem allra best undir glasameðferðina. Þannig fær notandinn upplýsingar um ýmiss konar spurningar sem notandanum er ráðlagt að spyrja lækninn sinn að, upplýsingar um hvað sé gott að hafa í huga þegar glasameðferðarstöð er valin, hvaða próf er hægt að fara í og hvaða vítamín hafa sýnt bestu þungunartíðnina. Þá eru slökunarupptökur í appinu en þær konur sem stunda djúpslökun eru líklegri til að verða barnshafandi en þær sem ekki stunda slökunina. Þá hefur djúpslökun góð áhrif á sæðisfrumur og í óformlegri athugun Gyðu á þungunartíðni hjá sínum skjólstæðingum kom fram að hún var um 52%, í samanburði við 30-35% auglýstan árangur hjá Art Medica. Ýmislegt fleira má finna í smáforritinu. Meðal annars má nefna að notandinn fær „upplýsingamola“ í símann sinn á hverjum degi meðan á meðferðarferlinu stendur, en það getur tekið allt að sex vikur.

03/04 kaROlina fund


upplifa meiri vellíðan Fræðsla eins og appið veitir hefur sýnt að konurnar og pörin upplifa meiri stjórn, vellíðan og slökun og líkurnar á að verða barnshafandi eftir glasameðferð aukast. Þar sem hver meðferð getur kostað allt frá nokkur hundruð þúsund krónum og upp í milljónir (fer eftir löndum) skiptir miklu máli að undirbúa sig vel og hámarka líkur á þungun í hvert sinn. Meðferðirnar taka mjög svo á tilfinningalega og eftir um tvö ár af árangurslausum barneignartilraunum þjáist ríflega helmingur kvenna af klínísku þunglyndi og kvíða, og um þriðjungur karlmanna. Upplýsingarnar sem koma fram í appinu hafa hins vegar aldrei áður verið teknar saman og gerðar aðgengilegar þeim sem á þurfa að halda. Appið er því nýtt á sínu sviði og hefur hlotið styrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Átaki til atvinnusköpunar. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar er síðasti dagur til að styrkja verkefnið 8. ágúst. Þeim sem vilja kynna sér verkefnið nánar er bent á síðu verkefnisins.

04/04 kaROlina fund


kjaftæði

konráð jónsson lögmaður

kjarninn 31. júlí 2014

fordómalausa umræðu um hægðalosun Konráð Jónsson vill opna umræðu um hægðir og um leið verða Sigga Dögg endaþarmsins.

l

ife is what happens to you when you are busy making other plans” er ofnotaður texti úr lagi eftir John Lennon. Ef það væri rétt mætti segja að líf mitt væri hægðalosun. Ég tefli við páfann þrisvar til fjórum sinnum á dag að meðaltali. Þó að mér verði nú sjaldnast brátt í brók finnst mér óþægilegt og pínulítið ergilegt að þurfa að sinna þessu. Ég næ auðvitað ekki að klára það sem ég er að gera áður en ég hitti stóra postulínssímann. Þessi hlé sem ég þarf að gera á lífi mínu til að veita holræsakerfi Reykjavíkurborgar frjáls framlög hafa því farið í taugarnar á mér. Sem eigandi lítillar kjallaraíbúðar er ég þakklátur fyrir að fráveitugjöld miðast við stærð fasteignar en ekki framlög til holræsakerfisins. Talið er að við eyðum um 20% af ævinni á klósettinu*. Það er umtalsverður tími og því er nauðsynlegt að við veltum því fyrir okkur hvað við getum gert á meðan við skilum af okkur. Farsímarnir hafa lengi hjálpað við að gera dvölina bærilegri, allt frá því að hægt var að spila Snake og þangað til núna þegar 01/02 kjaftæði


hægt er að vídjóspjalla við ömmu. Upplýsingaaðgengi á meðan á syndaaflausn stendur hefur stóraukist. Ég var t.a.m. að kúka þegar ég frétti að Whitney Houston væri dáin. Það má velta því fyrir sér hversu æskilegt það sé að hafa svona gott upplýsingaflæði við svona viðkvæmar aðstæður. Eins gott að ég var ekki að þrýsta þegar ég frétti af árásunum á tvíburaturnana. Það hefði gert allar sögustundir seinustu þrettán árin pínulítið óþægilegri. Einnig hlýtur að hafa verið ástæða fyrir því að „Ég var t.a.m. handritshöfundur lét Will Smith ekki vera nýbúinn að kúka þegar með fyrsta kaffibollann þegar geimverurnar komu fram á sjónarsviðið í Independence Day. ég frétti að En eins og það fer nú í taugarnar á mér að þurfa Whitney Houston að gera hlé á lífi mínu til að þjóna þörfum líkama væri dáin.“ míns með þessum hætti þá geri ég mér grein fyrir því að það er hverjum manni nauðsynlegt að setjast niður til að koma böndum á hugsanir sínar og láta hugann reika af og til. Klósettferð er kjörið tækifæri til þess. Ég hef fengið margar af mínum bestu hugmyndum á meðan ég hef verið að refsa Gustavsberg. Þá er ágætt að hugleiða með því að láta lortinn vera viðfangsefni hugleiðslunnar. Lorturinn er eins og tíminn, sem líður áfram. Lorturinn er á stöðugri hreyfingu, úr meltingu til ræsis og þaðan til himna, og markmið hugleiðslunnar er að veita því athygli og sætta sig við það. Næsta vers er að færa þá hugsun yfir á aðra þætti tilverunnar. Miðað við hvað þessi hluti líkamsstarfseminnar spilar stóra rullu í lífi okkar er merkilegt hve lítið er um hann rætt. Vinur minn sagði mér að þessi umræða væri á sama stað og umræðan um samkynhneigð hefði verið árið 1960. Ég er ekki viss um að ég geti tekið undir þá samlíkingu, en þó er ljóst að það ríkir ákveðin tregða (hnyttni ætluð) til að ræða þessi mál. Líklega er það vegna þess að fólki þykir hægðalosun ógeðsleg. Umræðan um hana þarf samt ekki að vera það. Ef ég hefði einhvern metnað fyrir því myndi ég einsetja mér að verða Sigga Dögg endaþarmsins. Hún opnaði umræðuna um snípinn, af hverju ætti ég ekki að geta gert það sama fyrir anusinn? * Þetta er lygi og ég hef ekki hugmynd um hvað við eyðum miklum tíma á klósettinu. 02/02 kjaftæði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.