Kjarninn - 49. útgáfa

Page 1

49. útgáfa – 24. júlí 2014 – vika 30

græn orka ekki lengur sjálfsögð Sala orkufyrirtækjanna á upprunaábyrgðum til erlendra raforkukaupenda gerir það að verkum að notendur hérlendis þurfa að greiða sérstaklega fyrir vottaða græna orku á Íslandi.


49. útgáfa

efnisyfirlit 24. júlí 2014 – vika 30

Vinur minn er nauðgari Auður Jónsdóttir tók viðtal við stjúpdóttur sína í tilefni af Druslugöngunni.

Veisla fyrir fortíðarþyrsta Kjarninn fjallar um kvikmyndahátíðina Il Cinema Ritrovato sem fram fór í Bologna.

efnahagsmál

Íslendingar eiga 28 milljarða króna á Tortóla. Tæp landsframleiðsla er enn erlendis

Veiðar og Spilverkið í miklu uppáhaldi Steingrímur Sævarr Ólafsson í sjö spurninga yfirheyrslu Kjarnans.

Ein og annars flokks nýsköpun

stjórnmál

MURE þróar vinnuumhverfi í sýndarveruleika

Þrjú prósent þingmanna fulltrúar fimmtungs þjóðarinnar

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Margrét Erla Maack rýnir í hversdagsleika einstæðingsins og veltir fyrir sér magninnkaupum í Kjaftæði vikunnar.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


Spila

BYRJAÐU SNEMMA AÐ SPARA HÆTTU SNEMMA AÐ VINNA


leiðari

Þórunn elísabet Bogadóttir

mannvonska og máttleysi Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar um mikilvægi þess að íslenska þjóðin láti ástandið á Gasa sig varða.

Þ

essa dagana er erfitt annað en að fyllast vonleysi yfir heimsfréttunum. Viðbjóðurinn og vægðarleysið er algjört. Meðan þokkalega saklaust fólk á Íslandi er vonlaust er varla hægt að gera sér tilfinningar almennings á Gasa í hugarlund. Það þurftu rúmlega 500 Palestínumenn, konur og börn að deyja áður en Obama Bandaríkjaforseti og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kröfðust vopnahlés á Gasasvæðinu. Þá höfðu líka þrettán ísraelskir hermenn látist. Fram að því sat þetta fólk bara hjá og talaði um réttinn til að verja sig. Nú hafa enn fleiri dáið úr röðum beggja þótt palestínsku fórnarlömbin séu miklu fleiri, eins og alltaf. Ráðist hefur verið á hús almennra borgara, heilu fjölskyldurnar stráfelldar og sprengjum er meira að segja látið rigna á spítala þar sem reynt er að koma fórnarlömbunum til bjargar. Og jú, auðvitað bera bæði Hamasliðar í Palestínu og stjórnvöld í Ísrael einhverja ábyrgð á ástandinu. Það er augljóst. 03/05 leiðari


Ábyrgðin er samt ekki jöfn og ekkert getur réttlætt árásir eins og þær sem almenningur á Gasa hefur orðið fyrir að undanförnu. Almenningur ber nefnilega ekki ábyrgð, fólkið sem er á Gasa er þar margt hvert því það neyddist til þess að fara þangað og það getur ekkert annað farið. Það kemst ekki burt. sitthvor hliðin á sama peningnum Þökk sé samfélagsmiðlum og tækni er bæði auðveldara að miðla því sem er að gerast til umheimsins, og að sama skapi erfiðara að villa eins mikið fyrir í átökum og oft hefur verið mögulegt að gera. Við höfum séð myndir og myndbönd af særðum, dánum og syrgjandi og getað fylgst með sprengjuárásum og landhernaði nánast í rauntíma. Við fáum jafnframt innsýn inn í hugarfar fólks á svæðinu, og þar er „Hugmyndin margt mjög sorglegt að sjá. Mannhatrið sem er til og magnast í svona löngum deilum er óhugnansem hreiðrar um legt, hvort sem það eru Palestínumenn sem fagna sig er að önnur dauða ísraelskra hermanna eða Ísraelar sem þjóðin sé rétt- safnast saman með popp og kók til að fylgjast með sprengjum rigna yfir Gasa. hærri og betri, Hugmyndin sem hreiðrar um sig er að önnur af því bara.“ þjóðin sé rétthærri og betri, af því bara. Þess lags hugsunarháttur er langt frá því að vera einskorðaður við þetta svæði því hann fyrirfinnst því miður alls staðar, líka á Íslandi, eins og við höfum séð. Þessi hugsunarháttur elur af sér hatur, vegna trúar, kynþáttar eða kynhneigðar. Múslimahatur og gyðingahatur er bara sitthvor hliðin á sama peningnum. Ísland taki af skarið Gunnar Bragi Sveinsson hefur staðið sig vel fyrir hönd Íslands í málinu. Hann fordæmdi ofbeldisverkin snemma og lýsti yfir réttmætum áhyggjum af getuleysi Öryggisráðsins. Síðan þá hefur hann tjáð sig bæði á samfélagsmiðlum og við fjölmiðla og nú síðast var ákveðið að ríkið veiti tólf milljónir í neyðaraðstoð á svæðinu. Raunar hafa öll viðbrögð íslenskra stjórnvalda hingað 04/05 leiðari


til verið fín. Viðbrögð fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og bréf forsætisráðherra til kollega síns í Ísrael voru góð næstu skref, enda nauðsynlegt að koma mótmælunum á framfæri á alþjóðavettvangi. Ríki eins og Ísland, sem hefur viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, hefur ákveðnum skyldum að gegna í ljósi þeirrar viðurkenningar og verður að reyna að vera hávært og beita sér. Alveg sama hversu lítil áhrif það hefur eða mjóróma rödd Íslands er, það er betra en ekki neitt. Hópur Íslendinga hefur lengi látið sig málefni Palestínu varða og þessi hópur hefur farið „Alveg sama sífellt stækkandi, sem sést best á fjölmennum hversu lítil áhrif mótmælum í gær. Það er líklega erfiðara en það hefur eða nokkru sinni fyrr að leiða ástandið hjá sér, þökk mjóróma rödd sé ekki síst samfélagsmiðlum. Því er ekkert Íslands er, það skrýtið að vanmáttugur almenningur á Íslandi kalli eftir því að meira sé gert. Þess vegna má er betra en alveg ræða kosti og galla þess að slíta stjórnekki neitt.“ málasamstarfi við Ísrael, þótt ólíklegt sé að það verði ofan á eins og er eða sé endilega það skynsamlegasta í stöðunni. Á meðan má benda á sniðgönguhreyfinguna BDS sem vill að einstaklingar og fyrirtæki sniðgangi Ísrael og ísraelskar vörur og að viðskiptaþvingunum verði beitt gegn ríkinu, að fyrirmynd þeirra aðgerða sem gripið var til gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku. Þær aðgerðir geta haft raunveruleg áhrif, breiðist þær nægilega út, og íslensk stjórnvöld gætu tekið af skarið í þeim málum. Eftir þessa frammistöðu íslenskra stjórnvalda gætu þau líka litið inn á við og notað þessar hörmungar sem hvatningu til þess að taka á hatursorðræðu sem viðgengst í garð minnihlutahópa hér á landi, og einnig sem hvatningu til að taka betur á móti flóttafólki frá stríðhrjáðum löndum. Það skýtur nefnilega mjög skökku við viðurkenna hörmungarástandið á Gasa án fyrirvara núna, en vísa samt Palestínumönnum burt úr landinu. Í þessum efnum skiptir rödd íslenskra stjórnvalda nefnilega öllu máli og með þessum aðgerðum myndu þau sýna að þau í raun og veru standi með mannréttindum. 05/05 leiðari



01/05 Efnahagsmál

kjarninn 24. júlí 2014

Íslendingar eiga 28 milljarða á tortóla Í lok síðasta árs, rúmum fimm árum eftir hrun og setningu gjaldeyrishafta, áttu íslenskir aðilar enn tæpa landsframleiðslu erlendis.


efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer

Í

lok síðasta árs, rúmum fimm árum eftir bankahrun og setningu gjaldeyrishafta, áttu Íslendingar enn tæpa 1.500 milljarða króna í erlendri fjármunaeign. Um er að ræða annaðhvort eigið fé eða lánveitingar á milli aðila í sömu eigu. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um beina fjármunaeign íslenskra aðila erlendis sem birtar voru í júní. Á meðal þess sem kemur fram í tölunum er að íslenskir aðilar eigi 28,5 milljarða króna eignir á Bresku Jómfrúareyjum, nánar tiltekið á Tortóla-eyju klasans. Eignir Íslendinga þar hafa snaraukist að raunvirði síðan fyrir hrun, en í árslok 2007 áttu þeir 8,4 milljarða króna á eyjunum. Gengisfall krónunnar skýrir aukninguna að einhverju leyti.

mikið af peningum í hollandi og lúxemborg Heildarfjármunaeign Íslendinga erlendis dróst saman um tæp sjö prósent á milli áranna 2012 og 2013. Í árslok 2012 var virði eigna íslenskra lögaðila erlendis 1.587,2 milljarðar króna. Um síðustu áramót var sú tala komin niður í 1.477,8 milljarða króna. Ein ástæða þess að talan lækkar á milli ára gæti verið sú að Íslendingar hafa verið „Mest af erlendum auði að færa fé heim til Íslands með afslætti í gegnum fjárfestingaleið Seðlabanka Íslendinga er í Evrópu, rúmir Íslands. Önnur ástæða gæti einfaldlega 1.000 milljarðar króna. Tæp- verið sú að virði eigna þeirra rýrnaði. Mest af erlendum auði Íslendinga er lega 400 milljarðar króna í Evrópu, rúmir 1.000 milljarðar króna. eru í Ameríkuálfunum og um Tæplega 400 milljarðar króna eru í 30 milljarðar króna annars Ameríkuálfunum og um 30 milljarðar staðar í heiminum. “ króna annars staðar í heiminum. Stór hluti eignanna, 651,2 milljarður króna, er vistaður í eignarhaldsfélögum. Til samanburðar eru eignir þeirra sem stunda framleiðslu, til dæms í matvæla- eða efnaiðnaði, 491 milljarður króna. Eignir sem vistaðar eru í eignarhaldsfélögum hafa vaxið mjög á undanförnum árum. Árið 2007 nam virði þeirra til að mynda 287 milljörðum króna.

02/05 efnahagsmál


Hæstar eru eignir Íslendinga í Hollandi. Þar eigum við 429 milljarða króna. Það er líkast til afleiðing af því að fyrir bankahrun þótti mikil lenska að skrá eignarhaldsfélög sem áttu íslensk fyrirtæki í Hollandi vegna hagstæðra skatta. Sömu sögu er að segja af Lúxemborg þar sem Íslendingar eiga nú um 132,4 milljarða króna. Sú tala hefur heldur dregist saman á undanförnum árum. Í árslok 2011 námu eignir Íslendinga í Luxemborg til að mynda í 303,1 milljarði króna.

Íslenskir peningar flæddu til framandi eyja Á útrásarárunum var enda lenska að geyma eignarhald fyrirtækja, og peninga, á framandi slóðum. Útibú eða dótturfélög íslensku bankanna settu upp alls kyns félög fyrir viðskiptavini sína í Lúxemborg, Hollandi, á Kýpur, Mön og eyjunum Jersey og Guernsey þar sem bankaleynd var, og er, rík. Auk þess var mikið um það að stofnuð væru félög á Bresku Jómfrúareyjunum fyrir viðskiptavini þeirra, nánar tiltekið á Tortóla-eyju. Félögin skiptu hundruðum og langflest þeirra voru stofnuð í Kaupþingi í Lúxemborg, sem hélt sérstakar kynningar fyrir viðskiptavini sína til að sýna 03/05 efnahagsmál



fram á hagræðið sem fékkst af því að geyma t.d. ávinning af hlutabréfasölu í aflandsfélögunum og greiða sér síðan arð úr þeim. Þannig komust eigendur þessara félaga meðal annars hjá því að greiða skatta á Íslandi. Byrjaði með skattahagræði Stofnun félaga á Tortóla-eyju hófst um miðjan tíunda áratuginn þegar íslensk fjármálafyrirtæki fóru að bjóða stórum viðskiptavinum sínum að láta söluhagnað af hlutabréfaviðskiptum renna í slík félög. Á þeim tíma voru skattalög á Íslandi þannig að greiddur var tíu prósent skattur af slíkum söluhagnaði, upp að 3,2 milljónum króna. Allur hagnaður umfram þá upphæð var skattlagður eins og hverjar aðrar tekjur, sem á þeim tíma þýddi 45 prósent skattur. Lögum um skattlagningu fjármagnstekna var hins vegar breytt um aldamótin og eftir þá breytingu var allur söluhagnaður af hlutabréfum skattlagður um tíu prósent. Við það varð íslenskt skattaumhverfi afar samkeppnishæft og skattahagræðið af því að geyma eignir inni í þessum félögum hvarf. Frá þeim tíma voru ný félög því aðallega stofnuð til að fela raunverulegt eignarhald eða til að dylja tekjur eða eignir sem eitthvað athugavert var við hvernig mynduðust.

04/05 efnahagsmál


fjármunaeign erlendis 2013 eftir heimsálfum 0,61% 0,62% Óflokkað Eyjaálfa

26,7%

71,3%

Evrópa 0,73% 0,01%

Asía Ameríka Afríka

engir ársreikningar, engar bankaupplýsingar Samkvæmt hagtölum Seðlabanka eiga Íslendingar 28,5 milljarða króna á Bresku Jómfrúareyjunum, og þá nánast einvörðungu á Tortóla-eyju. Þessi tala er, samkvæmt heimildum Kjarnans, ekki talin tæmandi fyrir þær eignir íslenskra einstaklinga og félaga sem skráðu eignir á eyjunni frægu. Á málþingi um skattaskjól, sem upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus og Kjarninn, í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands héldu í október 2013, sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að erfitt væri að nálgast upplýsingar um skattaskjól víða um heim. Í gildi væru samningar milli Norðurlandanna og rúmlega 40 skattaskjóla um upplýsingaskipti. Frá Bresku Jómfrúareyjunum væri til dæmis hvorki veittar bankaupplýsingar né fjárhagsupplýsingar þeirra félaga sem þar eru skráð. Ekki væri lögbundið að halda bókhald né að gefa út ársreikninga í þessum löndum. Þótt bankareikningar, eða verðbréf í þeirra eigu, séu skráð á félög á stöðum eins og Tortóla eru fjármunirnir þó ekki raunverulega geymdir þar. Í tilfelli Íslendinga er, líkt og áður sagði, oftast um að ræða bankareikninga eða félög sem stofnuð voru af gömlu íslensku bönkunum í Lúxemborg. Fjármunirnir sjálfir voru, og eru, síðan geymdir þar þótt þeir séu skráðir til heimilis á meira framandi slóðum. 05/05 efnahagsmál


á förnum vegi

sumargötur

Lífgað upp á borgina

kjarninn 24. júlí 2014

Sumar götur eru sumargötur í Reykjavík Laugaveginum er lokað fyrir bílaumferð í sumar til að efla mannlíf í miðborginni. Í þeim anda ákvað verkefnastjórn sumargatna að mála Laugaveginn í öllum regnbogans litum í stíl við litríka bekki sem prýtt hafa göngugötuna í allt sumar. Vegfarendur kipptu sér ekki upp við að götunni væri lokað um stund síðdegis og ferðamönnum þótti spennandi að fylgjast með. bþh

kjarninn er á instagram

Smelltu á myndina til að skoða Instagram Mynd: Birgir Þór 01/01 á förnum vegi


01/08 NeyteNdamál

kjarninn 24. júlí 2014

Dýrara að vera grænn á Íslandi Raforkunotendur á Íslandi þurfa að greiða hærra verð fyrir vottaða græna orku, sökum upprunaábyrgða sem orkufyrirtækin selja erlendis. Stóriðjufyrirtæki hér á landi hafa ekki séð hag sinn í því að fá orkuna sína vottaða sem græna.


neytenDamál Ægir Þór Eysteinsson L@aegireysteins

s

tærstu orkufyrirtækin á Íslandi, þ.e. Landsvirkjun og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, Orka náttúrunnar, hafa selt svokallaðar upprunaábyrgðir til erlendra raforkunotenda um nokkurt skeið. Upprunaábyrgðir eru samheiti yfir vottorð sem tilgreina uppruna raforku og veita notendum hennar valkvæða alþjóðlega vottun um að raforka sem þeir kaupa komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum, óháð flutningi raforkunnar. Með breytingum á lögum um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl., frá árinu 2008, innleiddi Ísland tilskipun Evrópusambandsins sem hefur að markmiði að hvetja til notkunar á orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum í Evrópu. Með innleiðingu tilskipunarinnar varð Ísland hluti af innri markaði Evrópu hvað þetta varðar og um leið opnuðust möguleikar hjá fyrirtækjum á evrópska efnahagssvæðinu til að kaupa íslenskar upprunaábyrgðir. Ísland er ein fárra þjóða sem byggir raforkuframleiðslu sína nánast að fullu á sjálfbærri grænni orku. Með sölu á upprunaábyrgðum gefst erlendum raforkukaupendum tækifæri til að kaupa vottaða umhverfisvæna raforku, óháð staðsetningu. Markmiðið með upprunaábyrgðum er að auka vitund raforkukaupenda um uppruna orkunnar og um leið auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum, og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum. Helstu kaupendur upprunaábyrgða íslensku orkufyrirtækjanna hafa verið evrópsk fyrirtæki og raforkusalar. „umhverfisaflátsbréf“ orðin að álitlegri tekjulind Sala á upprunaábyrgðum er orðin að óvæntri tekjulind fyrir íslensku raforkufyrirtækin. Sumir hafa kallað upprunaábyrgðirnar græn „aflátsbréf,“ en með kaupum þeirra geta raforkukaupendur friðað samvisku sína með því að greiða hærra verð fyrir orku frá mengandi orkufyrirtækjum, sem skilar sér þá að hluta til raforkuframleiðenda sem notast við endurnýjanlega orkugjafa. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, lýsti hugsuninni á bakvið sölu upprunaábyrgða í frétt 02/08 neytenDamál


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


sem Mbl.is birti vorið 2013. „Hollenskur háskólaprófessor sem kaupir raforku frá gasorkuveri vill vera með hreina samvisku og kaupir græn vottorð á móti því rafmagni sem hann kaupir. [...] Markmiðið er þó að gera það hagkvæmara að framleiða orku með vindorku eða slíku frekar en kolum og gasi og olíu.“ Orkuveita Reykjavíkur (OR) hóf að selja upprunaábyrgðir árið 2007 í tilraunaskyni, en hætti því fljótlega þar sem ekki reyndist markaður fyrir þær á þeim tímapunkti. Fyrirtækið hóf svo sölu á upprunaábyrgðum að nýju árið 2012, en það ár seldi OR eina og hálfa milljón upprunaábyrgða fyrir um fimm milljónir króna. Aukna eftirspurn eftir upprunaábyrgðum má að hluta til rekja til kjarnorkuslyssins í Fukushima í kjölfar jarðskjálftans í Japan árið 2011. Síðan þá hefur eftirspurn eftir upprunaábyrgðum aukist töluvert, en á síðasta ári seldi Orkuveitan 3,1 milljón upprunaábyrgða fyrir 52 milljónir króna. Ein upprunaábyrgð er ígildi einnar megavattsstundar af framleiddri raforku, en meðalverð fyrir hverja upprunaábyrgð hefur verið um tólf krónur. Frá árinu 2011 hefur Landsvirkjun selt upprunaábyrgðir til erlendra raforkukaupenda fyrir hátt í milljarð króna. Það sem af er þessu ári hafa íslensku orkufyrirtækin selt hátt í fimm milljónir upprunaábyrgða. Árið 2012 nam raforkuframleiðsla á Íslandi 17,5 teravattsstundum en það þýðir að hægt væri að fá um 380 milljónir króna á ári ef grænar ábyrgðir yrðu seldar fyrir allri framleiðslunni. 03/08 neytenDamál


kostar meira að vera alveg grænn á pappírunum Þegar upprunaábyrgðir vegna framleiðslu á endurnýjanlegri raforku eru seldar frá Íslandi til Evrópu þarf við framsetningu gagna vegna raforkusölu á Íslandi að taka inn í útreikninga hér á landi samsvarandi magn af raforku sem seld er í Evrópu. Er þetta gert til að koma í veg fyrir tvítalningu sömu orkueininga. Þetta leiðir til þess að þegar gerð er grein fyrir sölu raforku hér á landi koma fram í íslenskum gögnum orkugjafar sem ekki eru notaðir til raforkuframleiðslu hér á landi. Margir raforkukaupendur ráku þess vegna upp stór augu þegar þeir sáu skyndilega á rafmangsreikningum sínum hvar hluti rafmagnsins var framleiddur með jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Sú er hins vegar ekki raunin, „Sala á upprunaábyrgðum því eins og áður segir er nær öll orka á framleidd með endurnýjanlegum er orðin að óvæntri Íslandi orkugjöfum. tekjulind fyrir íslensku Sala upprunaábyrgða hefur aukist mikið raforkufyrirtækin.“ undanfarin ár samkvæmt nýlegri samantekt Orkustofnunar fyrir árið 2013. Nú telst innan við helmingur, eða 39 prósent, af seldi raforku á Íslandi vera endurnýjanleg orka. Stærsti hlutinn, 61 prósent, telst hins vegar eiga rætur sínar að rekja til kjarnorku og jarðefnaeldsneytis. En hvað er til ráða fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, ef þau vilja ekki hafa hlutfall mengandi raforkuframleiðslu inni á sínum rafmagnsreikningum? Hvað ef þau vilja líka hafa „hreina“ samvisku? Til þess að losna við hlutfall mengandi raforku af rafmagnsreikningum þurfa viðskiptavinir orkufyrirtækjanna að kaupa sjálfir upprunaábyrgðir á móti upprunaábyrgðum sem hafa verið seldar út á íslenska endurnýjanlega orku. Meðalheimili notar um 5.000 kílóvattsstundir af raforku á ári, eða um fimm megavattsstundir. Því ætti kostnaður hvers meðal heimilis við að „hreinsa“ rafmagnsreikninga sína af mengandi raforkuframleiðslu ekki að vera ýkja hár. Miðað við meðalverð á upprunaábyrgðum síðustu ár myndi kostnaðurinn vera innan við hundrað krónur á ári. 04/08 neytenDamál


Þannig þurfa íslensk fyrirtæki sem leggja mikið upp úr því að hljóta umhverfisvottun, eins og til að mynda Svansmerkið, sem er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, að kaupa upprunaábyrgðir á móti mengandi raforkuframleiðslu erlendis, þegar hún getur haft neikvæð árif á umhverfisvottun þeirra. skiptir ekki alla máli Samkvæmt upplýsingum frá Orku náttúrunnar (ON) hafa hátt í tuttugu einstaklingar og fyrirtæki óskað eftir því að rafmagnsreikningar þeirra verði „hreinsaðir“ af mengandi raforkuframleiðslu. Fyrirtækið hefur til þessa ekki rukkað sérstaklega fyrir upprunaábyrgðirnar sem vantar á móti. Fyrirtækið hyggst hins vegar gera það síðar meir, en til þess að svo geti orðið þarf ON að ráðast í breytingar á upplýsingakerfi sínu, sem nú er unnið að. Þar á bæ verður áfram reynt að hámarka virði upprunaábyrgða með því að selja þær á markaðsverði. Heimildir Kjarnans herma að rekja megi tímabundna ákvörðun ON, að veita viðskiptavinum sínum ókeypis grænar ábyrgðir, að hluta til mótmæla prentsmiðju í Reykjavík sem neitaði að borga aukalega fyrir það eitt að keypt raforka væri vottuð græn. Prentsmiðjan sóttist eftir vottuninni hjá ON þar sem hún sótti um endurnýjun á Svansmerkinu. Samkvæmt heimildum Kjarnans hafa viðskiptavinir Landsvirkjunar, sem eru nær alfarið stóriðjufyrirtæki, ekki séð hag sinn í því að kaupa upprunaábyrgðir á móti hlutföllum mengandi raforkuframleiðslu. Svo virðist sem að viðskiptavinir stóriðjufyrirtækjanna, til að mynda viðskiptavinir álfyrirtækjanna, setji slíka vottun ekki fyrir sig. Að minnsta kosti virðist það ekki vera hagur stóriðjunnar á Íslandi að raforkan sem hún notar sé vottuð sem alfarið græn orka. Þannig hafa stærstu raforkunotendur landsins ekki tekið ákvörðun um að styðja sérstaklega við græna raforkuframleiðslu og ljóst má vera að það væri meira í hag fyrirtækis í matvælaframleiðslu, til að mynda við grænmetisræktun, að sýna fram á umhverfisvitund sína.

05/08 neytenDamál


Þá vaknar upp sú spurning hvort sala upprunaábyrgða muni skaða ímynd landsins, þar sem opinberar tölur um raforkusölu sýna að raforkan á ekki uppruna sinn að rekja til endurnýjanlegra orkugjafa að fullu. Það gæti hrakið viðskiptavini í burtu sem leita að alfarið grænni orku. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjum hefur enginn væntanlegur viðskiptavinur snúið frá Íslandi hingað til sökum þessa. ávinningur fyrir hvern? Með því að kaupa upprunaábyrgðir geta fyrirtæki bætt ímynd sína. Þannig geta þau jafnframt uppfyllt lagalegar kröfur um framleiðslu í einhverjum tilfellum, og lokkað til sín fleiri viðskiptavini þar sem upprunaábyrgðirnar þeirra heimila þeim að lýsa því yfir að starfsemi þeirra nýti hreina orku og valdi minni losun gróðurhúsalofttegunda og minni kjarnorkuúrgangi en ella. Með því að fá svona vottun geta fyrirtæki komið til móts við kröfur sinna viðskiptavina.

06/08 neytenDamál


Þá afsala seljendur upprunaábyrgða í raun rétti sínum til að auglýsa orkuna sem endurnýjanlega og lýsa því beinlínis yfir að hún teljist framleidd úr jarðefnaeldsneyti og kjarnorku. Birna Sigrún Hallsdóttir verkfræðingur og Hrafnhildur Bragadóttir lögfræðingur skrifuðu grein í 44. útgáfu Kjarnans sem birtist 19. júní síðastliðinn undir fyrirsögninni: „Eru Íslendingar hættir að nota hreina orku?“ Greinarhöfundar starfa hjá Environice - Umhverfisráðgjöf Íslands. Þar kemur fram að markaðsverð íslenskra upprunaábyrgða sé með því lægsta sem þekkist í Evrópu, og hagnaður orkufyrirtækjanna af sölu þeirra sé lítill í því tilliti. Þar er helst litið til þess að kaupendur grænu ábyrgðanna vilji óyggjandi staðfestingu á því að fjárstuðningur þeirra stuðli að raunverulegum árangri í að auka framleiðslu endurnýjanlegrar orku, ekki síst ef árangurinn verður í þeirra nágrenni. Til að bregðast við þessu hafa fjölmörg erlend orkufyrirtæki hlotið formlega viðurkenningu á því að tekjur þeirra af sölu upprunaábyrgða renni til nýfjárfestinga í endurnýjanlegri orkuframleiðslu. Íslensk orkufyrirtæki hafa hins vegar ekki sóst eftir viðurkenningu af þessu tagi og virðast ekki hafa mótað sér stefnu um það hvernig ágóðanum skuli varið, að því er fram kemur í áðurnefndri grein.

07/08 neytenDamál


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


Í ljósi þessa má spyrja hvort ávinningur orkufyrirtækjanna af sölu upprunaábyrgða sé í raun til hagsbóta fyrir Ísland. Tilgangurinn með sölu þeirra er skýr, að auka endurnýjanlega orkuvinnslu í heiminum, en Ísland er hætt að selja hreina orku á pappírum með tilkomu þeirra. Þá er spurning hvort það sé sanngjarnt að íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki þurfi að kaupa grænar ábyrgðir á móti mengandi raforkuframleiðslu til að „hreinsa“ rafmagnsreikninganna sína. Vel má vera að það skipti fjölskyldur landsins litlu máli, en hvað fyrirtæki landsins varðar, og aðdráttarafl Íslands, er ljóst að stærri hagsmunir eru í húfi. Eftir sem áður verður dýrara fyrir fjölskyldur og fyrirtæki á Íslandi að nota græna orku á pappírum, þó svo að Ísland framleiði nær einvörðungu raforku með endurnýjanlegum orkugjöfum. Þannig þurfa fjölskyldur og fyrirtæki landsins að greiða sérstaklega fyrir vottaða græna orku.

08/08 neytenDamál


01/06 Stjórnmál

kjarninn 24. júlí 2014

Tæplega 15 prósent Alþingismanna eru á aldrinum 1839 ára. Rúmlega 40 prósent kjósenda eru á sama aldursbili. Aldur fulltrúa endurspeglar ekki aldur kjósenda.


stjórnmál Birgir Þór Harðarson L @ofurbiggi

„Fólk á aldrinum 18 til 39 ára skipaði 41,5 prósent kosningabærra Íslendinga árið 2013. Þó eru aðeins 15 prósent þingmanna á þessum aldri.“

u

ndanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að ungt framsóknarfólk hafi sagt sig úr flokknum vegna umræðunnar um mosku í Sogamýri, sem komst í hámæli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Skemmst er að minnast harðorðrar ályktunar Sambands ungra framsóknarmanna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, þar sem ungliðahreyfing flokksins lýsti yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Ungliðahreyfingar gamalgrónu stjórnmálaaflanna hafa yfirleitt verið róttækar og hafa oft gagnrýnt flokksforystuna eða talað fyrir málum sem ekki hafa komist á dagskrá hennar. Í því samhengi má til dæmis nefna sölu áfengis í matvörubúðum, sem ungir sjálfstæðismenn hafa barist fyrir að verði leyfð í mörg ár án þess að flokkurinn, sem hefur setið á valdastóli meira eða minna síðustu áratugi, aðhafist nokkuð. Reglulega koma upp mál þar sem ungliðahreyfingar flokkanna sjá sig knúnar til að gagnrýna flokksforystuna opinberlega. Ungum Vinstri grænum gramdist það til dæmis mjög að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu á meðan flokkurinn var í ríkisstjórn og viðruðu þá afstöðu sína ítrekað. Nýlega gagnrýndu Ungir jafnaðarmenn formann Samfylkingarinnar fyrir ummæli sín um þjóðkirkjuna og þegar Davíð Oddsson talaði fyrir fjölmiðlafrumvarpinu árið 2004 voru ungliðahreyfingar Sjálfstæðisflokksins mótfallnar grundvallaratriðum aðgerðanna sem ráðast átti í gegn fjölmiðlum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. er unga fólkið ekki með? En kann að vera að ungt fólk hafi ekki þau áhrif sem það ætti að hafa í krafti fjölda síns? Ætti rúmlega fimmtungur fólks á kjörskrá ekki að eiga sína fulltrúa á þingi? Árni Helgason, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ritaði áhugaverðan pistil í Kjarnann í síðustu viku. Þar bendir hann á að ekki séu margir þingmenn á Alþingi undir fertugu; það sé af sem áður var þegar helstu 02/06 stjórnmál


Yngst í flokknum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er yngsti fulltrúi flokks síns. Þingflokkur Vinstri grænna er næst elsti þingflokkurinn.

stjórnmálaleiðtogar á Íslandi voru komnir í valdastöður áður en þeir urðu hálffertugir. „Í Sjálfstæðisflokknum í dag er einn þingmaður undir fertugu, í Samfylkingunni er yngsti þingmaðurinn 39 ára og í Vinstri grænum er formaður flokksins í leiðinni langyngsti þingmaðurinn, 38 ára, og eini þingmaður flokksins sem er yngri en 45 ára,“ skrifaði Árni og spyr hvernig það standi á því að heil kynslóð sé nánast ekki með. Nú er meðalaldurinn á Alþingi 49 ár, sem er í takti við það sem venjan hefur verið á Íslandi. Meðalaldur þingmanna hefur yfirleitt verið rétt tæplega 50 ár þegar nýtt þing hefur verið kjörið. Þannig hefur það verið og það hefur lítið breyst síðan lýðveldið var stofnað. Í samanburði við danska þingið er meðalaldur Alþingis nú nokkuð hár. Þar hefur þróunin verið sú að meðalaldur hefur lækkað nær stöðugt síðan 1957 og mjög hratt síðan um aldamótin síðustu. Sömu sögu er að segja um sænska þingið. Baldvin Þór Bergsson stjórnmálafræðingur segir að unga fólkið sem eigi fáa fulltrúa á þingi sé ekki einn hópur heldur samanstandi aldurshópurinn í raun og veru af mörgum hópum. Því sé stærsta vandamálið í þessu tilliti að hópurinn „ungt fólk undir 35 ára“ sé ekki til sem eining. „Það sem ég á við er að stjórnmálaflokkur getur eiginlega ekki sett mál á oddinn sem höfðar til allra í þessum hópi,“ segir Baldvin Þór. „Til eru kosningarannsóknir sem sýna að, til dæmis, skólamál, atvinnumál og fjármál ríkisins eru alveg jafn mikilvæg fyrir þennan hóp og aðra. Þannig að flokkur reynir kannski frekar að leggja almenna áherslu á málaflokk með þeim rökum að það gagnist öllum, frekar en að sérsmíða stefnu fyrir ungt fólk, til dæmis.“ „Fyrir síðustu þingkosningar í Noregi var gríðarleg áhersla lögð á að hvetja ungt fólk til að kjósa. Gerð var viðhorfskönnun þar sem kom einmitt þetta sama í ljós, fólk undir þrítugu hafði nánast sömu áherslur og fólk á aldrinum 30 til 65, sem er dálítið merkilegt.“ 03/06 stjórnmál


Þróun meðalaldurs þingmanna

aldursdreifing á alþingi

Á danska Fólksþinginu og Alþingi

Þing kjörið 2013 og miðað við 2003 25

55 53

23

20

20

51 15

49

ÍslanD

10

47

5

2013

2003

1993

1983

1973

1963

Danmörk

1953

43

10 8

45

2

0

60+

50-59

40-49

30-39

18-29

meðalaldur þingmanna eftir flokkum 1999-2013 Nýju framboðin eru yngst en vinstriflokkarnir elstir 2013

2013

2013

2009

2007

2003

1999

2013

2009

2007

2003

1999

2013

2009

2007

2003

1999

2013

2009

2007

2003

1999

55 51 47 43 39

aldur

35

Heimild: Alþingi og Folketinget

Baldvin segir sömu umræðu hafa skapast í Svíþjóð þar sem þingmönnum á þrítugsaldri fækkaði úr sjö prósent árið 1994 í rúm fjögur prósent árið 2006. Aldurssamsetning sænsku þjóðarinnar er svipuð og á Íslandi, þar sem um 20 prósent kjósenda eru á þrítugsaldri.

04/06 stjórnmál



Þverskurður af samfélaginu Þegar kosið er til þjóðþinga í lýðræðisríkjum er yfirleitt litið svo á að kjósendur eigi sinn fulltrúa á þinginu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. Íbúum á Suðurlandi er þannig tryggður fulltrúi með kjördæmaskiptingunni, svo dæmi sé tekið. Þeir flokkar sem kjósa að bjóða fram á Suðurlandi tilnefna því menn á lista, hvort sem það voru flokksmenn sem kusu menn á listann eða flokksforystan sem setti listann saman. Kerfið er aftur á móti ekki fullkomið, en það er önnur saga. Fólk á aldrinum 18 til 39 ára skipaði 41,5 prósent kosningabærra Íslendinga árið 2013. Þó eru aðeins 15 prósent þingmanna á þessum aldri, og mun fleiri á fertugsaldri en þrítugsaldri. Hið gagnstæða má segja um aldurshópinn 40 til 59 ára. Hlutfall þingmanna á þeim aldri er mun hærra en hlutfall kjósenda á sama aldri, 68,2 prósent þingmanna eru á fimmtugs- og sextugsaldri en aðeins 34,5 prósent kjósenda. Skýringin á þessu kann að leynast í prófkjörum „Ætti rúmlega flokkanna, sem yfirleitt eru betur sótt af eldri fimmtungur fólks á flokksmeðlimum, þrátt fyrir að ungir frambjóðendur hvetji jafnaldra sína til að taka þátt í kjörskrá ekki að eiga prófkjörum. sína fulltrúa á þingi?“ „Það sem mér finnst hins vegar áhugavert í umræðunni er hvort það sé gott eða slæmt að hafa dreifingu þingmanna sem mesta. Við tryggjum auðvitað landafræðina með kjördæmum og í seinni tíð er aukin krafa á jafnari kynjaskiptingu,“ segir Baldvin Þór. Aldursumræðan flýgur yfirleitt hæst þegar flokkarnir undirbúa prófkjör og ungir frambjóðendur reyna að næla í atkvæði með nýjum áherslum og reyna að höfða til yngri kjósenda. „Skýrasta dæmið um það kann að hafa verið þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson og Gísli Marteinn Baldursson mættust í prófkjöri fyrir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem stuðningsmenn Gísla lögðu mjög mikla áherslu á „nýja kynslóð með ný viðhorf“.“ Sé litið á fjölda frambjóðenda í síðustu Alþingiskosningum má sjá að hlutfall þeirra á þrítugs- og fertugsaldri 05/06 stjórnmál


var 36,6 prósent. Á endanum hlaut 1,8 prósent þeirra sæti á Alþingi. Þetta er þó í raun ekki óeðlilegt því yngri frambjóðendur raðast neðar á lista en reyndari frambjóðendur. Því er ljóst að ungt fólk gefur kost á sér. stjórnmálaþátttakan breytist „Yfirleitt hafa það verið ungliðahreyfingar sem hafa verið með mótþróa en spurningin er hvort það sé eitthvað að færast inn á þing,“ segir Baldvin Þór um lítil ítök ungliðahreyfinga í stjórnmálaflokkunum. „Ég sé reyndar ekki mörg merki um það ennþá en bendi þó á að Píratar hafa yfirleitt sótt mesta fylgið til unga fólksins. Kannski er skýringin á velgengni þeirra að einhverju leyti sú að ungt fólk leitar að flokkum sem bæði vilji gefa því aukin áhrif með, til dæmis, beinu lýðræði og fjalla mikið um mál sem standa því nær, eins og netið og upplýsingafrelsi.“ Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sagði í Kastjósviðtali fyrr í sumar að áhugi á stjórnmálum hafi alls ekki minnkað, þrátt fyrir merki um slíkt í minni kosningaþátttöku. Áhuginn beinist aftur á móti að öðru en hinni hefðbundnu þátttöku sem felst í að greiða atkvæði og taka þátt í flokksstarfi. Á sama tíma virðast hinir hefðbundnu valdaflokkar vera að missa tökin og óhefðbundir flokkar, á íslenska vísu, fá ágætis kosningu.

06/06 stjórnmál


sjónvarp

nýsköpun MURE VR

kjarninn 24. júlí 2014

mikilvægt að fólki líði vel MURE VR þróar vinnuumhverfi í sýndarveruleika til að auka afköst starfsfólks

Nýsköpunarfyrirtækið MURE VR þróar nú vinnuumhverfi í sýndarveruleika. Kjarninn ræddi við Diðrik Steinsson, verkefnastjóra og einn stofnanda fyrirtækisins. Hann fullyrðir að rannsóknir sýni fram á aukin afköst starfsfólks, líði því vel í vinnuumhverfi sínu. Hann er sannfærður um að sýndarveruleiki verði næsta bólan í tölvugeiranum og horfir bjartsýnum augum fram á veginn. 01/01 sjónvarp

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


kjarninn 24. júlí 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö spurningar

steingrímur sævarr ólafsson

marokkó heillar og spilverkið í uppáhaldi Hvað gleður þig mest þessa dagana? Urriðarnir sem ég hef verið að draga upp úr hinum ýmsu ám síðustu vikurnar. Hvert er þitt helsta áhugamál? Fluguveiði. Ég hreinlega elska að veiða bleikjur og urriða og frá því á vorin og fram á haust kemst fátt annað að hvað áhugamál varðar en að skipuleggja langar eða stuttar veiðiferðir í silunginn.

Hvaða bók lastu síðast? Ég vildi að ég gæti nefnt Stríð og frið, Íslandsklukkuna eða einhverja ljóðabók en þá væri ég að fara með fleipur. Ég las nefnilega síðast Landamæri lífs og dauða eftir Alistair McLean frá árinu 1973 sem ég keypti á bókamarkaðnum undir Laugardalsvellinum fyrr í sumar. Hvert er þitt uppáhalds lag? Má ég ekki frekar nefna uppáhalds hljómsveit? Spilverk Þjóðanna!

Til hvaða ráðherra berð þú mest traust? Eygló Harðar verðskuldar titilinn. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara? Marokkó. Finnst það land heillandi, fallegt og skemmtilegt. Það vita það kannski ekki allir en það land er einmitt innblásturinn að Kardimommubænum eftir Thorbjorn Egner. Það eitt myndi nægja mér. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki.

01/01 sjö spurningar


af netinu

samfélagið segir um bardaga Gunnars Nelsonar

kjarninn 24. júlí 2014

twitter UnnUr EggErtSdóttir @UnnurEggerts

grímUr grímSSon @grimurgrimsson

Ég skil nú bara Zack mjög vel að leyfa Gunna að skella sér á bakið #ufc365 laugardagur 19. júlí 2014

Einfaldlega magnaður! #gunnarnelson laugardagur 19. júlí 2014 KriStjana arnarSdóttir @ kristjanaarnars

Halldór HalldórSSon @DNADORI Þurfum við í alvöru að ganga í gegnum þessa leiðinlegu umræðu í hvert skipti sem Gunni keppir? þriðjudagur 22. júlí 2014

Væri frekar til í að mæta Voldemort í Mordor en Gunnari í búrinu #UFC365 laugardagur 19. júlí 2014 Ellý ÁrmannS @EllyArmanns

StEFÁn HraFn Hagalin @StefanHagalin @DNADORI Ertu að meina að fólk sem meikar ekki íþróttir þar sem fólk kýlir hvort annað í andlitið eigi að halda kjafti um bardagaíþróttir? þriðjudagur 22. júlí 2014

#ufc365 @GunniNelson þessi ellilifeyrisþegi hefur ekkert i þig - nada - ingen ting - nothing - gar nichts laugardagur 19. júlí 2014

Fleira Símafólk á leiðinni til 365?

Fjármála- og efnahagsáðherra í kjörstöðu

Viðræður um sameiningu 365-miðla og fjarskiptafyrirtækisins Tals standa nú yfir. Eins og kunnugt er var Sævar Freyr Þráinsson ráðinn forstjóri 365 á dögunum, en hann var áður forstjóri Símans. Góður gangur virðist vera á viðræðunum, en til marks um það mun Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, forstjóri Tals, taka sæti í framkvæmdastjórn 365. Petrea vann áður sem framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Símanum, en í bakherberginu er mikið rætt um það hvort Sævar muni draga fleiri fyrrverandi samstarfsmenn sína hjá Símanum yfir til 365.

Nefnd, sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skipaði til að meta hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra, hefur í umsögn sinni metið Friðrik Má Baldursson, Má Guðmundsson og Ragnar Árnason hæfasta til að gegna stöðunni. Í umsögninni má vart skilja á milli þremenninganna. Í bakherberginu er talað um að umsögn hæfisnefndarinnar geri ráðherra auðvelt um vik að skipa hvern þann þremenninganna sem honum sýnist. Ljóst sé, með hliðsjón af umsögninni, að ráðningin muni valda minna fjaðrafoki en óttast var.

01/01 samfélagið segir


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


kjarninn 24. júlí 2014

01/01 spes

spes Lögregluþjónn sendur í leyfi fyrir hatursfullt myndband

opinberaði mikið hatur sitt á hjólreiðamönnum

l

aura Weintraub, sem starfar sem lögregluþjónn í sjálfboðastarfi hjá lögregluyfirvöldum í Santa Paula í Bandaríkjunum, hefur verið send í ótímabundið leyfi frá störfum vegna myndbands sem hún setti inn á Youtube. Í myndbandinu lýsir Weintraub djúpstæðu hatri sínu í garð hjólreiðamanna. Í stiklunni segir hún: „Ég hata hjólreiðamenn, hvern einasta þeirra.“ Þetta segir Weintraub þar sem hún er farþegi í bíl og tekur myndir af hjólreiðamönnum í vegkantinum. Weintraub gengur meira 01/01 spes

að segja svo langt að spyrja ökumann bílsins hvað hún þurfi að borga honum mikið svo hann aki yfir hjólreiðamann. Ökumaðurinn svarar þá um hæl: „Hversu mikinn pening ertu með í veskinu þínu?“ Myndbandið vakti hörð viðbrögð meðal almennings, og ekki síst hjólreiðamanna sem hafa fordæmt lögregluþjóninn fyrir ummæli sín. Facebook-síða lögregluyfirvalda í Santa Paula logaði eftir að Weintraub setti myndbandið á vefinn, og brottvikningar Weintraub var krafist.


álit

hjalti geir erlendsson lögfræðingur kjarninn 17. júlí 2014

ásjóna framar sannfæringu? Hjalti Geir Erlendsson hdl. skrifar um það hvað getur gerst þegar persónuleg sannfæring manns stríðir gegn landslögum.

h

vað er til ráða þegar persónuleg sannfæring manns stríðir gegn landslögum? Ung frönsk kona af pakistönskum uppruna taldi sig standa frammi fyrir þessu vandamáli eftir að lög voru sett í Frakklandi sem banna fólki að hylja andlit sitt á almannafæri. Einungis tvennt væri í stöðunni; að klæða sig í samræmi við eigin trúarsannfæringu, sem fæli í sér brot á landslögum Frakklands, eða að fara að landslögum Frakklands en gegn eigin trúarsannfæringu sem þó er varin með ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Konan taldi lögin brjóta gegn mannréttindasáttmálanum og fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Dómstóllinn komst svo nýverið að niðurstöðu um að hin frönsku lög standist Mannréttindasáttmála Evrópu. 01/04 álit


Bannið, sem í daglegu tali er kennt við búrkur, vakti heimsathygli þegar það var samþykkt með miklum meirihluta á franska þinginu árið 2010. Aðallega vegna þess það beinist leynt og ljóst að klæðnaði ákveðinna hópa múslimakvenna. Bannið er þó almennt og lögin „Andstæðingar skírskota ekki sérstaklega til trúarbragða. laganna halda Þannig er óleyfilegt að hylja andlit sitt á því fram að lög- almannafæri, hvort sem það er gert með lambhúshettu, grímu eða slæðu svo dæmi séu nefnd, unum sé beint nema í ákveðnum undantekningartilvikum. sérstaklega gegn Andstæðingar laganna halda því fram að lögunmúslimum.“ um sé beint sérstaklega gegn múslimum og að þau skerði trúfrelsi kvenna sem kjósi að hylja andlit sitt af trúarástæðum. Af þeim sökum hefur því verið haldið fram að lögin skerði meðal annars trúfrelsi og brjóti þannig gegn þeim grundvallarmannréttindum sem Mannréttindasáttmála Evrópu er ætlað að tryggja. konan sem klæðist búrku Konan sem höfðaði málið gegn franska ríkinu er ekki nefnd á nafn í dómnum. Hún er múslimi og gengur reglulega í búrku sem hylur hana bókstaflega frá toppi til táar, eða níkab, sem hylur allt, að augunum undanskildum. Konan sagðist klæðast umræddum flíkum vegna trúarlegrar-, menningarlegrar og persónulegrar sannfæringar sinnar. Hún lagði frá upphafi málsins skýra áherslu á að hún klæddist búrku, eða níkab, af fúsum og frjálsum vilja og að enginn, hvorki fjölskylda né eiginmaður hennar, neyddi hana til þess. Konan gerði enga kröfu um að hún fengi alltaf að hylja andlit sitt. Þvert á móti tók hún fram að hún myndi viljug sýna andlit sitt ef nauðsyn bæri til, svo sem við öryggisleit á flugvöllum eða í bönkum. Mannréttindadómstóll Evrópu skoðaði einkum hvort lögin takmörkuðu friðhelgi einkalífs og fjölskyldu eða hugsana-, samvisku- og trúfrelsi auk þess sem dómstóllinn skoðaði hvort lögin fælu í sér mismunun á grundvelli þessara atriða.

02/04 álit


hulið andlit var talið skerða rétt annarra borgara Það var niðurstaða dómstólsins að lögin fælu í sér takmarkanir á réttindum konunnar. Dómstóllinn þurfti því að taka afstöðu til þess hvort skerðingin væri í samræmi við heimildir mannréttindasáttmálans. Ógerningur er að mæla raunverulega trúarsannfæringu einstaklinga og því er niðurstaðan, eðli málsins samkvæmt, byggð á lögfræðilegu mati. réttlætanleg takmörkun Ákveðin skilyrði þurfa að vera fyrir hendi svo takmörkun á mannréttindum teljist réttlætanleg í skilningi mannréttindasáttmálans. Til dæmis þarf að kveða á um réttindaskerðinguna í lögum og takmarkanirnar þurfa að tengjast lögmætu markmiði stjórnvalda, auk þess sem þær verða að teljast nauðsynlegar í lýðræðislegu samfélagi til að ná settu marki. Þetta er flókið og oft umdeilt mat þar sem samfélagsleg og jafnvel söguleg greining blandast inn í „Mannréttinda- hið lögfræðilega mat. Þá bætist við að Manndómstóll Evrópu réttindadómstóll Evrópu hefur játað aðildarmannréttindasáttmálans mjög ríkt mat skoðaði einkum ríkjum á því hvernig þau telja að best sé að framfylgja hvort lögin tak- stefnumálum sínum í samræmi við sáttmálann. Í búrkumálinu var meðal annars tekist á mörkuðu friðum hvert markmiðið væri með lögunum og helgi einkalífs.“ komu tvenns konar markmið þar aðallega til skoðunar; hvort lögin væru nauðsynleg vegna almannaheilla eða vegna réttinda annarra borgara. Frakkland hélt því t.d. fram að bannið væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi almennings á opinberum stöðum því erfitt væri að bera kennsl á manneskju sem hylur andlit sitt. Dómstóllinn féllst ekki á þessa málsástæðu franska ríkisins en féllst að hluta til á þá málsástæðu Frakklands að bannið væri nauðsynlegt til að tryggja lýðræðisleg gildi í samfélaginu. Þannig féllst dómstóllinn á að bannið væri nauðsynlegt til að tryggja lágmarkskröfur um „sambúð borgaranna í samfélaginu.“ Þetta verður að teljast áhugaverð niðurstaða en dómstóllinn leit til þess hve ásjóna manna væri mikilvæg í frönsku samfélagi 03/04 álit


þar sem fólk meti aðstæður oftar en ekki út frá svipbrigðum nærstaddra. Dómstóllinn taldi andlitið vera svo mikilvægt í mannlegum samskiptum í Frakklandi að borgararnir ættu beinlínis rétt á því að sjá andlit annarra á almannafæri. Þar af leiðandi bryti hulið andlit manns gegn réttindum annarra sem staddir væru í sama almenningsrými. Þarna má segja að dómstóllinn hafi fallist á að veita Frakklandi ansi víðtækar heimildir til að framfylgja mjög illskilgreinanlegu markmiði. Dómstóllinn ítrekaði að niðurstaðan byggðist fyrst og fremst á þeirri staðreynd að umrædd lög bönnuðu fólki að hylja andlit sitt á almannafæri og að niðurstaðan væri ekki á neinn hátt tengd trúarskoðunum né afstöðu til trúarlegs klæðnaðar. Þvert á móti væri nauðsynlegt að standa vörð um fjölbreytileikann í lýðræðislegu samfélagi. frönsk arfleið? Eflaust hefur dómstóllinn nokkuð til síns máls en því er ekki að neita að lögin sem sett voru í Frakklandi eiga rætur að rekja til umræðu um íslamsvæðingu landsins. Þá eru háværustu fylgismenn bannsins þeir sem telja það nauðsynlegt til þess að varðveita franska arfleið og takmarka íslömsk áhrif. Sjálfur Nicolas Sarkozy sagði árið 2009, er hann var forseti Frakklands, að búrkur væru ekki velkomnar í landinu. Talið er að um 5-10% Frakka séu múslimar en samkvæmt frönskum lögum er bannað að aðgreina fólk eftir trúarbrögðum. Þar af leiðandi eru ekki til nákvæmar tölur yfir fjölda múslima í Frakklandi. Aðeins lítill meirihluti múslimakvenna kýs þó að hylja andlit sitt og eru skiptar skoðanir um hvort slíkt sé trúarlegs eða menningarlegs eðlis. Áætlað er að um 2.000 konur hafi reglulega klæðst búrku, eða níkab, á almannafæri um það leyti sem bannið var samþykkt árið 2010. Það verður að teljast mikill minnihluti í landi sem telur rúmar 66 milljónir. Svo á eftir koma í ljós hvort bannið verði til þess að umræddar konur brjótist úr viðjum hefðanna og hætti að hylja andlit sitt eða hvort bannið hafi þveröfug áhrif þannig að þessi hópur kvenna muni hætta að fara út meðal almennings og einangrast þannig algerlega frá samfélaginu. 04/04 álit


pistill

auður jónsdóttir rithöfundur

kjarninn 24. júlí 2014

vinur minn er nauðgari Auður Jónsdóttir skrifar um Druslugönguna og er þakklát fólki sem vill stuðla að betri heimi.

f

yrirsögnin átti að vera: Takk, Gunnar Bragi. Ég er þakklát utanríkisráðherra okkar Íslendinga fyrir að fordæma hrikalegar árásir Ísraelsmanna í Palestínu, þar sem svo mörg börn hafa dáið að sumir eru farnir að tala um barnastríð. Margir utanríkisráðherrar þora því ekki og ég er stolt af honum fyrir vikið, ég vona bara að hann eigi eftir að gera allt sem í valdi hans stendur til að mótmæla þessum ódæðisverkum, líka ef sýnt þykir að slit á stjórnmálasambandi við Ísrael þjóni sínum tilgangi. Ég er líka þakklát honum fyrir að fordæma árásina á farþegaþotuna frá malasíska flugfélaginu, þar sem fjölmörg börn létust einnig – og líkur benda til að aðskilnaðarsinnar í Úkraínu beri ábyrð á og það á vakt Pútíns. Ég, líkt og svo margir aðrir, er full vanmáttar gagnvart þessum hræðilegu ofbeldisverkum og því er gott að vita til þess að talsmaður þjóðarinnar tali máli manns í þeim efnum. En pistlahöfundur 01/05 pistill


Kjarnans í síðustu viku, Hrafn Jónsson, varð fyrri til að gauka góðu að Gunnari Braga í niðurlagi pistils svo ég þurfti að leita annarra fanga. Kannski hefði ég átt að skrifa um þessi óskiljanlegu fjöldamorð en ef satt skal segja skortir mig nógsamlega sterk orð. Það eina sem ég get sagt er að ég skil ekki af hverju þessir menn fremja ekki sjálfsmorð frekar en að myrða börn. úr einu í annað Í öðrum eins tíðaranda leitar orðið ofbeldismenning á mig. Orð sem leiðir hugann að því að dóttir mannsins míns er þessa dagana að skipuleggja Druslugönguna ásamt fleirum. Það er væntanlega ganga gegn ofbeldismenningu, hugsaði ég þegar ég hringdi í Sölku, eins og hún er kölluð. Mig langaði að fræðast um Druslugönguna því ég er alin upp við setningar á borð við: Þú ferð ekki svona klædd út nema þú viljir endilega láta nauðga þér! Nokkuð sem skýrir kannski áráttu mína til að klæðast hólkvíðum lopapeysum. pistill verður að viðtali Fyrsta spurningin hljóðar skringilega: Ég er 41 árs móðir, af hverju hef ég aldrei farið í Druslugönguna? SALKA: Druslugangan er auðvitað ný af nálinni, ekki nema fjögurra ára gömul og hópur þeirra sem mæta í hana fer sífellt stækkandi. Fólk verður sífellt meðvitaðra um mikilvægi hennar, enda tilheyra þolendur kynferðisbrota ekki einum þjóðfélags- eða aldurshópi. Gangan snýst um viðhorfsbreytingu í samfélaginu svo skömmin verði gerandans, ekki þolandans. Vonandi verður hún til þess að fleiri hugsi sig tvisvar um áður en þeir spyrja í hverju konan hafi verið þegar henni var nauðgað eða efist um að hægt sé að nauðga strákum – en átján prósent þeirra sem leituðu til Stígamóta í fyrra voru karlmenn. lopapeysukonan í gonzóham Ef kona myndi spásséra um á bikinístreng innan um fullar fótboltabullur væru þá ekki töluverðar líkur á að það 02/05 pistill


yrði ráðist á hana, svipað og ef hún myndi laumast inn í tígrisdýragryfju? SALKA: Vonandi myndu konan í bikinístrengnum og fótboltabullurnar bara rabba um fótbolta. Fótboltaáhugamenn eru, held ég, ekkert líklegri til að nauðga en golfáhugamenn. Höfuðmunurinn á tígrisdýri og nauðgara er þó að tígrisdýrið sinnir grunnþörfum sínum meðan nauðgarinn sýnir af sér grimmd. Konur eru þess utan ekki mýs og fótboltabullur ekki rándýr. Eru ranghugmyndir um að nauðgun geti átt sér réttlætanlegar skýringar algengar? SALKA: Þær gegnumsýra samfélagið og þrífast meira að segja í réttarkerfinu þar sem dómar í kynferðis„Ég held að í litlu brotamálum hljóma oft eins og verið sé að rétta samfélagi eins yfir þolandanum en ekki gerandanum. Í dómum kemur endurtekið fram hvert ástand þolanda var. og okkar sé mjög Þá vinnur ölvun gegn þolanda meðan ölvaður algengt að fólk gerandi er jafnvel sýknaður vegna þess að hann vilji ekki trúa hafði mögulega ekki stjórn á gjörðum sínum. ranghugmynd er líka ráðandi að þeir sem því að einhver kæriSúnauðgun geri það að gamni sínu. Að kæra sem það þekki nauðgun er erfitt ferli sem krefst endurtekinna hafi nauðgað.“ skýrslutaka og óþægilegra læknisskoðana. Margir virðast halda að önnur hver manneskja sem kæri nauðgun geri það af annarlegum ástæðum en tíðni upploginna saka í þessum málum er 2-9%, jafnhá og í öðrum brotaflokkum. Önnur ranghugmynd er líka sú að körlum sé ekki nauðgað, sem hefur þau áhrif að karlar leita síður réttar síns þegar þeim er nauðgað. Gæti ég, fjörutíu og eins árs móðir, rithöfundur og femínisti, verið með svona ranghugmyndir? SALKA: Ég held að allir hafi á einhverjum tímapunkti verið með ranghugmyndir. Það fylgir því að búa í samfélagi þar sem bíómyndir, auglýsingar og orðræða lita hugsun okkar. Einu sinni átti ég vin sem reyndist vera nauðgari, og 03/05 pistill


ég man svo vel eftir þegar ég heyrði fyrst út undan mér að hann hefði nauðgað stelpu. Stelpan var ekki vinkona mín svo fyrsta hugsun mín var: Er það ekki bara eitthvað slúður? Er hún ekki bara að ljúga? Því ég vonaði að það væri ekki satt að ég hefði verið svo vitlaus að eiga vin sem væri nauðgari. Ég skammast mín mikið fyrir að hafa ætlað að sópa því undir teppið því mér fannst málið óþægilegt, en það er líka mikilvægt að viðurkenna eigin breyskleika og „Gangan snýst takast á við þá. Ég held að í litlu samfélagi eins okkar sé mjög algengt að fólk vilji ekki trúa um viðhorfs- og því að einhver sem það þekki hafi nauðgað. En breytingu í það er ekki á okkar ábyrgð hvað aðrir gera, bara samfélaginu svo hvað við gerum og hvernig við tökum á því. Er eitthvað til sem heitir að taka ábyrgð á skömmin verði klæðnaði og útliti sínu til að það verði ekki gerandans, ekki ráðist á mann? þolandans.“ SALKA: Oft þegar fólki er ráðlagt að klæða sig og hegða sér einhvern veginn á djamminu er það gert af góðvild. En um leið og fólk lætur óttann við yfirvofandi ofbeldi ráða er það á villigötum. Höldum við virkilega að manneskja sé öruggari í síðkjól en skokki? Við þurfum líka að uppræta mýtuna um ókunnuga nauðgarann í húsasundinu. Í flestum tilfellum er gerandinn einhver sem þolandinn þekkir en ekki fnæsandi naut sem ræðst fyrirvaralaust á þig. Gerandinn þarf að sleppa því að nauðga en ekki þolandinn að klæða sig betur. Hafa einhverjir gagnrýnt Druslugönguna? SALKA: Margir fara í vörn þegar kynferðisbrotamál ber á góma. Gangan er alþjóðleg og byrjaði í Kanada þegar lögreglumaður lét þau ummæli falla að stelpur ættu að forðast að klæða sig eins og druslur ef þær vildu ekki láta nauðga sér. Í framhaldi af því héldu femínistar þar í landi fyrstu Slutwalk-gönguna og klæddu sig eins og druslur til að undirstrika að klæðnaður þeirra byði ekki upp á ofbeldi. Gangan hefur stundum verið gagnrýnd á þeim forsendum að hún sé athyglissýki í stelpum sem langi að vera berar að ofan en það er alls ekki markmið göngunnar. Fólk má mæta bert 04/05 pistill


að ofan, í búrkum eða snjógalla í gönguna. Það sameinast um að nauðgun er aldrei réttlætanleg. Raunar er algengt að þolendur tilkynni ekki nauðgun út af sjálfsásökun. Skömm og sjálfsásökun er algengasta ástæða þess að þolendur kæra ekki, samkvæmt upplýsingum frá Stígamótum. Druslugangan er vettvangur fyrir aðstandendur þolenda að sýna þeim stuðning og fyrir þolendur að skila skömminni þangað sem hún á heima. Geta yfirvöld lært eitthvað af boðskapi Druslugöngunnar? SALKA: Það er mikilvægt að breyta réttarkerfinu í kynferðisbrotamálum, nú er það meingallað. 70% nauðgunarkæra eru felldar niður áður en þær komast fyrir dóm. Í 13% málanna er svo sakfellt. Dómarar fella niður meirihluta ákæra vegna ófullnægjandi sönnungargagna, telja þá áverka þolenda vera af sökum langvarandi og harkalegs kynlífs – en það er nefnt í meirihluta skýringa á niðufellingu ákæra. Þolandi þarf helst að sýna myndbandsupptöku og skriflega játningu gerandans og því leggja margir þolendur ekki í að kæra. Ég skora á yfirvöld að breyta þessu niðurbrjótandi kerfi. Ég tek undir þessi lokaorð dóttur mannsins míns, þakklát henni fyrir að upplýsa fólk eins og mig – og þig. Þakklát fólki sem stuðlar að betri heimi þegar ofbeldið virðist ætla að tröllríða öllu.

05/05 pistill


kjarninn 17. júlí 2014

01/01 græjur

Sindri Snær jensson Leikmaður KR og eigandi Húrra Reykjavík „Ég er með i-Phone 5.“

Forza

inStagram

twittEr

Ég er forfallinn fótboltafíkill og verð að fylgjast með úrslitum í hinum ýmsu deildum. Með Forza sé ég einnig highlights úr leikjum, liðsuppstillingar og tölfræði.

Mjög einfalt í notkun og hægt að sækja sér ótakmarkað magn af innblæstri og þekkingu á ýmsum sviðum. Vinir og vandamenn víða í heiminum eru einnig duglegir að deila myndum af sínu lífi.

Á Twitter get ég sankað að mér miklu magni af upplýsingum og haldið mér á tánum í heims- og þjóðfélagsmálum. Þá get ég einnig tjáð mig óheflað og þannig vonandi haft áhrif á mitt umhverfi.

tækni Partíkælir fyrir fólk sem vill stuð, kokteila og kalda drykki Hvers vegna er maður að dröslast með kælibox fullt af klökum í útileguna? Jú, svarið er einfalt, við viljum hafa drykkina okkar kalda. Svo þarf að taka hátalara, snúru í snjallsímann, einhvers konar hræridót til að gera kokteila og vasaljós til að sjá á endanum hvað maður er að gera. Ætli maður komist ekki upp Ártúnsbrekkuna áður en maður fattar að upptakarinn gleymdist og það þarf að snúa við? Mikið væri gott að geta bara tekið einn hlut og lagt af stað í partíútilegu.

Coolest er ekki neitt venjulegt kælibox því það hefur eiginlega allt sem þarf í gott partí nema félagsskap og drykki. Innbyggður og vatnsheldur hátalari spilar tónlist þráðlaust úr snjallsímanum með BlueTooth-tengingu.

01/01 græjur

Tvískipt aðalhólf og tveir hlerar gera manni kleift að halda öllu ísköldu þar til þess er neytt. LED-ljós ofan í kassanum lýsa svo maður sjái nú alveg örugglega. Ofan á boxinu er blandari svo einfaldara sé að undirbúa kokteila á heitum sumardegi. Upptakarinn á hliðinni hjálpar þér að sleppa tímum hjá tannlækninum.


kjarninn 24. júlí 2014

01/06 kvikmyndir

veisla fyrir þá sem vilja dvelja í fortíð Kvikmyndahátíðin Il Cinema Ritrovato fór fram í Bologna á dögunum, en þar eru sýndar gamlar endurgerðar bíómyndir. Kjarninn var á hátíðinni. kvikmynDir Júlía Björnsdóttir L @juliabjorns

t

he gates to heaven are about to open for cinema lovers,“ sagði finnski leikstjórinn Peter von Bagh við setningu Il Cinema Ritrovato kvikmyndahátíðarinnar. Hann hefur verið listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá árinu 2001 en hátíðin var haldin í 28. sinn í Bologna á Ítalíu fyrir skemmstu. Il Cinema Ritrovato er átta daga hátíð gamalla endurgerðra kvikmynda. Þangað mæta fulltrúar allra helstu kvikmyndasafna og stúdíóa heims, framleiðendur, forverðir, kvikmyndafræðingar og ekki síst áhugafólk, til þess að sjá gamlar myndir, bestu sýningareintökin, og stafrænar (digital) og 01/06 kvikmynDir


hliðrænar (analog) endurbætur á einstökum myndum. Andrea Krämer, kvikmyndaforvörður í Berlín, sem vinnur náið með þýska leikstjóranum Wim Wenders að viðgerðum á myndum hans, segir að á hátíðina komi allir þeir sem koma að varðveislu, viðgerðum, söfnum og sýningum kvikmynda og að hátíðin sé án efa stærsti viðburður ársins í filmuheiminum. Hátíðin skapi vettvang og tækifæri fyrir fagfólk og áhugafólk til að hittast, horfa á myndir og ræða strauma og stefnur fortíðar og framtíðar í kvikmyndagerð, og þar með framtíð kvikmynda sem menningararfs. Dagskrá hátíðarinnar samanstóð af 360 myndum, sú elsta frá 1895, og opnum fyrirlestrum um verkefni kvikmyndasafna og stúdíóa. Dagskránni var skipt í nokkur þemu. Eitt þemað í ár var um stríð og frið og friðarmyndir sem voru gerðar stuttu áður en fyrri heimsstyrjöldin braust út fyrir 100 árum voru sýndar. Á efnisskránni voru einnig m.a. pólska nýbylgjan frá 1960 (leikstjórar eins og Wadja og Has), japanskar myndir frá fjórða áratugnum (leikstjórar eins og Mazoguchi og Ozu) og ítalskar stuttmyndir frá 1960. Ákveðnir leikstjórar eða leikarar eru alltaf teknir fyrir og í ár voru það m.a. Werner Hochbaum, Germanie Dulac, William Wellman, Riccardo Freda og gamanleikkonan Rosa Porten.

02/06 kvikmynDir


meistari Chaplin mikill áhrifavaldur Þá var sérstök hátíðardagskrá í tilefni af 100 ára afmæli Tramps, hins ógleymanlega karakters Charlie Chaplins. Kvikmyndaverkstæðið í Bologna sá um viðgerðir á Chaplinsafninu og sýndi afrakstur þess á hátíðinni. Einn af gestum hátíðarinnar var bandaríski leikstjórinn Alexander Payne, sem m.a. leikstýrði myndunum Sideways og The Descendants. Alexander Payne sagði gestum hátíðarinnar af einlægni frá því hvernig Chaplin hefði haft áhrif á sig sem ungur maður, jafnvel orðið til þess að hann fór út í kvikmyndagerð, og endaði á að segja: „Það að tala um Chaplin er eins og að tala um trúarbrögð. Nema ég trúi á Chaplin.“ gamlar bíómyndir öðlast „nýtt“ líf Markmið hátíðarinnar er öðrum þræði að sýna afrakstur vinnu kvikmyndasafna og verkstæða við endurbætur á kvikmyndum og miðla því sem felst í því að búa til og varðveita kvikmyndir. Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese, sem er tíður gestur á hátíðinni, hefur beitt sér fyrir varðveislu á gömlum kvikmyndum sem veitt hafa honum innblástur í sinni sköpun í gegnum samtökin The Film Foundation. Scorsese kom að endurgerðinni á öllum þremur „Það að tala um Chaplin myndum James Dean: Rebel Without a Cause leikstjórn Nicholas Ray, Giant í leikstjórn er eins og að tala um íGeorge Stevens og East of Eden í leikstjórn trúarbrögð. Nema ég Elia Kazen, en myndirnar er búið að skanna trúi á Chaplin.“ í hárri upplausn og gera við stafrænt hjá Warner Bros með stuðningi Film Foundation. Þær voru sýndar með viðhöfn á hátíðinni í nýju endurbættu útgáfunum og eru nú eins nálægt upprunalegu myndunum og hægt er með nútíma tækni. Ned Price, yfirmaður forvörslu hjá Warner Bros, kynnti endurgerðina á myndunum þremur, sem framleiddar voru á árunum 1955 til 1956. Út frá kvikmyndatækni er ferill James Dean sérstakur, þótt stuttur hafi verið og bara um þrjár myndir að ræða. Á þessum árum var umbylting í filmu- og linsutækni þar sem litfilmur, breiðtjaldstækni (CinemaScope) 03/06 kvikmynDir


og fjölrása stereo voru að ryðja sér til rúms, en tæknin enn ófullkomin. Price fór yfir spurningar og álitamál sem verkstæðin og stúdíóin þurfa að skoða í viðgerðarferlinu, tæknilegar og ekki síður siðferðilegar spurningar - hversu mikið á að fylgja upprunalegu filmunni, hvaða tækni var til staðar á þeim tíma sem myndin var gerð, hversu langt á að ganga þar sem skemmdir og litaskekkjur eru o.s.frv. Svörin geta verið mjög misjöfn eftir verkstæðum, þjálfun þeirra sem koma að viðgerðinni, og auðvitað spilar fjármagn inn í. Samkvæmt fulltrúa Cineric, eftirvinnslufyrirtækis sem staðsett er í New York og var á hátíðinni, er hægt að miða við að viðgerð á hverri mínútu af mynd kosti um 2000 dollara.

04/06 kvikmynDir


Þá var ný útgáfa þýsku stórmyndarinnar Das Cabinet des Dr. Caligari kynnt og sýnd, en þetta er fjórða endurgerðin af myndinni. Hátíðin hefur sýnt allar endurgerðirnar í gegnum tíðina, þá síðustu fyrir 20 árum, en þessi nýja ku vera sú sem kemst næst upprunalegu útgáfunni miðað við það efni sem til er í dag. Þegar ákveðið er að laga kvikmynd, eins og í tilfelli Dr. Caligari, er reynt að finna frumeintökin eða eintök sem eru eins nálægt þeim og mögulegt er. Anke Wilkening, kvikmyndaforvörður hjá Murnau Stiftung, sagði frá ævintýralegu ferðalagi myndarinnar frá því hún var frumsýnd í Berlín árið 1920. Frumfilman var í nokkur ár varðveitt í Ríkiskvikmyndasafni Þriðja Ríkisins en eftir síðari heimsstyrjöldina voru þær fluttar til Moskvu. Þar lágu þær fram á áttunda áratuginn þegar þeim var skilað til Austur-Berlínar og enduðu svo eftir sameiningu Þýskalands í skjalasafni lýðveldisins. Á flakkinu týndist hins vegar fyrsta rúllan af sex og er nú talin glötuð. Í ljós kom að engar eftirprentanir höfðu verið gerðar af upprunalegu filmunni síðan fyrir síðari heimsstyrjöldina og við fyrri endurgerðir höfðu verið notuð ófullkomin sýningareintök, sem voru þá afrit af afritum. Til að fylla upp í göt og skemmdir þurfti að finna dreifingareintök sem afrituð voru af filmunni eins nálægt upptökum og hægt var, og rakti Wilkening elstu eintökin m.a. til SuðurAmeríku og Museum of Modern Art í New York. Var notast við þau við endurgerð fyrsta hluta myndarinnar. Filmurnar voru skannaðar og myndin hreinsuð og litaleiðrétt á verkstæðinu í Bologna, og fullir eftirvæntingar sáu gestir hátíðarinnar nýju stafrænu endurgerðina af Dr. Caligari. filmusjúkir fjölmenna á hátíðina En það eru ekki bara stafrænt endurgerðar stórmyndir sem sýndar eru á hátíðinni. Mikil áhersla er lögð á að sýna sjaldgæfar myndir af upprunalegum dreifingarfilmum og þöglar myndir sýndar með undirleik píanós eða sinfóníuhljómsveitar. Meirihluti dagskrárinnar er sýndur af 35mm filmum og margir gestir hátíðarinnar, sem eru um 2.000 talsins, koma einmitt eingöngu á hátíðina til þess að upplifa það. 05/06 kvikmynDir


Peter von Bagh hrósaði sérstaklega fulltrúum Sænsku kvikmyndastofnunarinnar á hátíðinni í ár fyrir hugrekki, en á sænska kvikmyndasafninu var nýlega opnað verkstæði fyrir filmur á meðan verið er að loka mörgum af helstu verkstæðum heims, og samhliða því samþykkti sænska ríkið að fjármagna tíu ára verkefni til að koma öllum sænskum kvikmyndaarfi á stafrænt form. Þá sagði Peter von Bagh aðstandendur hátíðarinnar vera að venjast þeirri tilhugsun að sífellt fleiri gömlum myndum væri varpað með svokölluðum DCP (Digital Cinema Package) og því að flestar kvikmyndahátíðir í heimi sýndu ekki lengur neinar myndir af 35mm filmum, eða „real movies“, eins og hann kallar annað en stafrænar útgáfur. Vissulega íhaldssöm viðhorf, en það er sannarlega hægt að taka undir orð Peters von Bagh frá setningu hátíðarinnar – á hátíðinni opnast himnarnir fyrir kvikmyndaunnendur.

06/06 kvikmynDir


kjaftæði

margrét erla maack sirkuslistamaður og danskennari

kjarninn 24. júlí 2014

einir og annars flokks Margrét Erla Maack skrifar um áskoranir einstæðingsins og vandasöm magninnkaup.

a

meríkudýrið í mér fór í gleðiheljarstökk þegar því barst til eyrna að Costco væri að skoða að pæla í að athuga með það að koma til landsins. Undirrituð skemmtir sér jafn vel í erlendum stórmörkuðum og venjulegir ferðamenn á nýlistasöfnum og fá vinir og vandamenn frekar hot-sósur ýmiss konar í stað hefðbundinna minjagripa. Hvenær sem er ársins er ég alltaf með einhver prómill af Kool-Aid í blóðinu og ég bíð spennt eftir tækifæri þar sem ég get keypt grínstóru dósina af ostasnakkpuffinu í Kosti. Mér finnst rosalega gaman að fara í Gripið og greitt og ímynda mér að ég sé mjög lítil, og fjögurra lítra dós af niðursoðnum tómötum sé í eðlilegri stærð. Eins langt og þetta grín nær þá koma skammtastærðirnar sér illa utan Instagramheims. Já, og allt hormónakjötið maður, ha, maður minn (hæ Bændablaðið). Þetta er ekki bara vesen í búðum sem gefa sig út fyrir stórar pakkningar, 01/03 kjaftæði


heldur er langoftast gert ráð fyrir að öll innkaup séu fyrir fjölskyldur. Skammtastærðirnar koma sér gríðarlega vel akkúrat „núna“ í lífi mínu á sirkusferðalagi þegar við besta vinkonan erum að elda ofan í þrjátíu sirkusúlfa (Hæhæhæ! Sirksuplögg! AllirísirkussjúklegagamanerumáAkureyrinúna), en í daglega lífinu er þetta erfitt. Hefðbundnar stærðir í búðum hér miðast við einhverja vísitölufjölskyldu sem er ekki til lengur. Leiðinlegast í hversdagslífi dekurdrósar í vestrænu samfélagi: 3. Þurrka mér 2. Greiða samfaraflóka úr hári 1. Elda fyrir einn Þetta er hræðilegt mál, miðað við að mér finnst fátt skemmtilegra en að elda og borða með góðu fólki. Ég hélt ég hefði himin höndum tekið þegar ég eignaðist besta meðleigjanda í heimi, en nei, þrátt fyrir að vera sammála um flest og með svipað háan hamingjustuðul borðar hún „Í þau fáu skipti hvorki beikon né KFC og er sjúk í geitaost. Við báðar uppteknustu konur í heimi og erum sem ég ætla erum á sitthvoru sólarhringsplaninu. Hún er morgunað vera hag- útvarpsdís og ég er í einhverjum endalausum sýn og kaupa í bóhemaleik og því er erfitt að samþætta matmatinn fram í málstímana. Í þau fáu skipti sem ég ætla að vera hagsýn og kaupa í matinn fram í tímann fer það tímann fer það á versta veg. Sama hversu skynsöm ég er, frysti á versta veg.“ afganga, kaupi eins litlar stærðir og hægt er og þar fram eftir götunum þá hendi ég mun meira af mat en ég kæri mig um. Þegar foreldrar mínir hringja og bjóða mér í mat er fyrsta tilfinningin pirringur og hugsunin: „Djöfull, nú fer matarplanið til fjandans.“ Það er ekki eðlilegt þegar besta fólk í heimi býður manni í humar. Ha? Meðleigjandi? Já, húsnæðismarkaðurinn er algjört rugl fyrir einstæðingana líka. Ekki bara leigumarkaðurinn. Einu sinni ætlaði ég í greiðslumat, en var ráðlagt að gera 02/03 kjaftæði


það ekki, það myndi valda einhvers konar Bridget Jonesískri tilvistarkreppu. Greiðslumatið myndi eyðileggja sjálfsmynd mína og framtíðarplön og planta hjá mér hugmyndum um að verða að ganga út hið snarasta og fara að „Ég er víst ein- gera eitthvað skynsamlegt (lesist: leiðinlegt). hvers konar Einstæð kona sem hefur lifibrauð af karókí, sirkus, lausapennamennsku, danskennslu og annars flokks stigavörslu, nei ég meina spurningaskrifum, manneskja og myndi aldrei komast ógrátandi í gegnum slíkt. ætti ekkert að Orðin: „Ég læt þetta alltaf ganga upp… skoðaðu bara bankasöguna mína” eru víst til lítils. Ég er vera að pæla ekkert á mjög háum launum, samt mun betur í því að kaupa sett en leikskólakennari, þó ég sé akkúrat núna mér mann- að æfa mig í verktakaheimum, sem er ekki stabíll að mati einhvers 9-5-fólks. Ég er sæmandi þak yfir nógu víst einhvers konar annars flokks manneskja sæta og klára og ætti ekkert að vera að pæla í því að kaupa höfuðið mitt.“ mér mannsæmandi þak yfir sæta og klára höfuðið mitt. Svo eru vinir í svipaðri stöðu, og með námslán á bakinu að auki, og það er hlegið að þeim alla leiðina í bankann. Og svo finnur maður skrýtna lykt af því sem er að gerast í Íbúðalánasjóði núna. Mér sýnist að lausnin á þessu sé einhvers konar kommúnulíf annars vegar og samtök um matarinnkaup einstæðinga hins vegar, þar sem við splittum 500 gramma hakkpakkningum og salathausum í tvennt. Svo væri líka hægt að vera duglegri að bjóða í mat og vona að með því að senda slíkt út í kosmósið fái maður það margfalt til baka. Party on.

03/03 kjaftæði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.