Kjarninn - 48. útgáfa

Page 1

48. útgáfa – 17. júlí 2014 – vika 29

dönsk mjólk fyrir börnin Landspítalinn hefur samið um kaup á danskri brjóstamjólk handa fyrirburum. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum án brjóstamjólkurbanka, sem lengi hefur verið kallað eftir.


48. úTgáfa

Efnisyfirlit 17. júlí 2014 – vika 29

Ósýnilega kynslóðin Árni Helgason skrifar um kynslóðina sem er ekki mætt í þjóðfélagsumræðuna en situr einna helst í súpunni eftir hremmingar.

Hvað varð eiginlega um ósongatið? Efnahagsmál

Vogunarsjóðurinn sem hótar Argentínu þjóðargjaldþroti á kröfur í þrotabú íslensku bankanna

Fyrir um aldarfjórðungi stóð mannkynið frammi fyrir náttúruvá af eigin völdum.

Langar til Ástralíu eða Brasilíu Sigurbjörn Árni mundi fara rakleiðis til Ástralíu fengi hann að fara til útlanda á morgun.

Hagsmunir ráða ferðinni í Úkraínu

Topp 5

kjafTæði

Hvað ef öll banatilræði við valdamenn hefðu heppnast?

Hrafn Jónsson fjallar um meinta gestrisni íslensku þjóðarinnar

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Ágúst Már Ágústsson spáir í átökin í Úkraínu og segir nálgun fjölmiðla að málinu ekki endilega rétta.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.



lEiðari

Þórður snær júlíusson kjarninn 17. júlí 2014

barist í ástlausu hjónabandi Þórður Snær Júlíusson skrifar um stanslausa stöðubaráttu milli stjórnarflokkanna.

s

tundum er illskiljanlegt að átta sig á því hvað dregur aðila í samband. Sérstaklega þegar þeir eru nánast fullkomnar andstæður, eiga enga augljósa samleið og virðast í raun ekkert kunna neitt sérstaklega vel við hvorn annan. Þannig horfir samband þeirra flokka sem sitja saman í ríkisstjórn Íslands við mörgum. Annar þeirra gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur á meðan verk hins eru nánast undantekningarlaust í andstöðu við almenna skilgreiningu á frelsi. Það eina sem þeir virðast raunar vera fullkomlega sammála um er að þeir vilja ráða og halda vinstrinu frá valdaþráðunum. millifærslur á skattfé Það hefur að mörgu leyti verið kostulegt að fylgjast með þessum ósamrýmanlegu aðilum reyna að láta þetta hentugleikahjónaband sitt ganga. Samlífi þeirra einkennist hvorki af hlýju, virðingu, nærgætni né samstöðu heldur stanslausri 03/07 lEiðari


stöðubaráttu. Annar er alltaf að hnykla vöðvana framan í hinn. Hveitibrauðsdagarnir voru reyndar nokkuð ljúfir hjá nýju ríkisstjórninni. Hún gekk í takt við að afnema veiðigjöld sem um 70 prósent almennra kjósenda vildu ekki lækka. En þegar leið að áramótum fór að hrikta í samstöðustoðunum. Fyrst þurfti formaður Sjálfstæðisflokksins að standa keikur við hlið formanns samstarfsflokksins á meðan þeir kynntu gjöf á um 80 milljörðum króna til afmarkaðs hóps vegna óskilgreinds forsendubrests. Ljóst var að þessi millifærsla á skattfé úr ríkissjóði fór verulega öfugt ofan í margan frjálslyndan sjálfstæðismanninn. Og var afrakstur mikilla samningaviðræðna milli forystumanna flokkanna þar sem sjálfstæðismenn reyndu að draga úr áhrifum aðgerðanna en framsóknarmenn að bæta í. Hvorugur var líkast til ánægður með niðurstöðuna. sprengjuregnið hefst Í febrúar lagði hópur þingmanna Framsóknarflokksins fram þingsályktunartillögu um að ríkið reisti 700 þúsund tonna áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn. Kostnaðurinn átti að vera allt að 120 milljarðar króna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra þurfti að stíga fram og drepa málið með því að segja að henni hugnaðist ekki hugmyndin. „Ég er ekki sammála þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu og tel það ekki vera hlutverk ríkisins að standa í rekstri áburðarverksmiðju,“ sagði Ragnheiður við visir.is. Skömmu síðar lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fram tillögu um að draga aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka, og setti samfélagið á hliðina. Allt í einu voru mættir mótmælendur á Austurvöll á ný. Margir þeirra voru kjósendur samstarfsflokks Framsóknar. Ljóst var að málið hafði ekki verið kynnt af neinu viti fyrir Sjálfstæðisflokknum. Margir flokksmenn hans töldu sig illa svikna með tillögunni. Raunar svo svikna að hópur þeirra sem höfðu starfað lengi fyrir flokkinn ákvað að segja sig úr honum og 04/07 lEiðari


stofna nýjan stjórnmálavettvang á hægrivængnum. Málið gekk svo langt að þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði opinberlega að henni þætti að sér vegið með orðalagi þingsályktunartillögunar og hún styddi hana ekki. skúffufé, kynþáttahyggja og fiskistofa Ráðstöfun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á um 200 milljóna króna „skúffufé“ eftir geðþótta, þar sem helmingur fór í kjördæmi hans, fór ekki vel í marga sjálfstæðismenn, sem vilja að ríkið noti allt tiltækt fé til að grynnka á skuldum og lækka síðan skatta. Útspil Framsóknarflokksins í sveitarstjórnar„Annar þeirra þar sem í besta falli var daðrað gefur sig út fyrir kosningunum, við kynþáttahyggju, varð líka til þess að margir að vera frjáls- sjálfstæðismenn risu upp á afturlappirnar og lyndur á meðan sögðu málflutninginn fullkomlega út í hött. Ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar verk hins eru sjávarútvegsráðherra um að flytja Fiskistofu, nánast undan- og starfsfólk hennar, hreppaflutningum til tekningarlaust í kjördæmis forsætisráðherra var svo enn einn andstöðu við al- fleygurinn í hjónabandið. Fjölmargir þingmenn og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins á menna skilgrein- höfuðborgarsvæðinu hafa mótmælt aðgerðinni ingu á frelsi.“ harðlega og komið því skýrt á framfæri að þeim þyki hún ekki boðleg. Flutningurinn mælist sérstaklega illa fyrir í Kraganum, en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er fyrsti þingmaður þess kjördæmis. Hann fékk að vita af flutningsáformunum daginn áður en þau voru gerð opinber. sjálfstæðisflokkurinn hnyklar vöðvana Á síðustu dögum virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera búinn að fá nóg af því að kyngja aðgerðum sem eru beinleiðis í andstöðu við stefnu hans. Nú ætlar hann að hnykla vöðvana og koma sínum áherslum á framfæri. Það sást ágætlega í stóra Costco-málinu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir tók mjög jákvætt í að bandaríski verslunarrisinn opnaði verslun 05/07 lEiðari


NGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI EINGÖ

PREMIUM PRÓFAÐU PREMIUM PIZZURNAR OKKAR, ÞÆR GERA GÓÐAN MATSEÐIL OKKAR ENN FJÖLBREYTTARI BRÖNS

MEAT DELIGHT

ELDÓRADÓ

PRIMA

BRÖNS OG PRIMA ERU SAMSETTAR AF HREFNU SÆTRAN

WWW.DOMINOS.IS

DOMINO’S APP

SÍMI 58 12345


hérlendis. Það var athyglisvert vegna þess að Costco vill meðal annars flytja inn og selja lyf, ferskt bandarískt kjöt og lyf. Ragnheiður Elín sagði við fréttastofu RÚV að „við á þessum enda [erum] tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru“. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokks, var þessu aldeilis ósammála og varaði við því að Íslendingar væru að ógna langlífi sínu með því að flytja inn hrátt erlent kjöt. Það gæti verið eitrað! Þrátt fyrir að Sigrún hafi komið því skýrt á „Það er því ljóst í framfæri að Framsóknarflokkurinn megi ekki augum áhorfand- heyra á það minnst að auka frjálsræði í verslun með hag neytenda að leiðarljósi skrifaði Unnur ans að það séu Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks, sýnilegir brestir í skelegga grein í Fréttablaðið í síðustu viku þar hjónabandinu.“ sem hún kom fram vilja sínum um að auka frelsi í viðskiptum með ofangreindar vörur. Í greininni sagði einnig: „Í nútímanum gengur hins vegar ekki að halda því fram að allt sem komi frá útlöndum leiði af sér heilsubrest og hörmungar“. Hún vísaði því fullyrðingum Sigrúnar til föðurhúsanna. bjarni tekur forystu En stóra skrefið sem Sjálfstæðisflokkurinn tók til að marka sér stöðu átti sér stað í síðustu viku þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti um að samið hefði verið við ýmsa ráðgjafa vegna losunar fjármagnshafta. Flestir þessarra ráðgjafa eru nefnilega erlendir sérfræðingar og samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins verður eitt fyrsta verkefni hópsins að „setja fram þau þjóðhagslegu skilyrði sem nauðsynleg eru talin með hliðsjóðn af stöðugleika“. Því virðist Bjarni ætla að hverfa af þeirri leið fara strax í gjaldþrotaleið með þrotabú föllnu bankanna, sem hefur átt mjög upp á pallborðið hjá lykilmönnum í Framsóknarflokknum. Bjarni er með öðrum orðum að taka forystuna í þessu stærsta hagsmunamáli íslenskrar þjóðar.

06/07 lEiðari


Þessir árekstrar sem augljóslega eiga sér stað í hentugleikahjónabandi stjórnarflokkanna fara ekki framhjá kjósendum. Í þingkosningunum vorið 2013 fengu þeir samanlagt 51,1 prósent atkvæða. Ef kosið yrði í dag myndu þeir fá 38 prósent. Yfir helmingur þjóðarinnar er auk þess óánægður með störf ráðherra ríkisstjórnarinnar og einungis fjórðungur er ánægður með hana. Tæplega tveir af hverjum þremur eru óánægðir með forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann. Það er því ljóst í augum áhorfandans að það séu sýnilegir brestir í hjónabandinu. Og sú stanslausa stöðubarátta sem á sér stað innan þess mun ekki gera neitt annað en að fjölga þeim.

07/07 lEiðari


01/06 Efnahagsmál

kjarninn 17. júlí 2014

alvöru gammarnir sagðir vera mættir Vogunarsjóðurinn sem hótar Argentínu þjóðargjaldþroti á kröfur á fallin íslensk fjármálafyrirtæki.


Efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer

f

élög eða sjóðir tengdir vogunarsjóðnum Elliott Management hafa eignast kröfur á fallna íslenska banka undanfarin misseri. Kjarninn hefur fengið það staðfest að þeir aðilar eigi óverulegar kröfur á þrotabú Landsbankans. Heimildarmenn Kjarnans fullyrða auk þess að sömu aðilar, annaðhvort í gegnum beina eignaraðild á kröfum eða með því að láta alþjóðlega banka halda á kröfunum fyrir sig, séu orðnir umsvifamiklir innan annars þrotabús. Talsmenn hinna þriggja stóru þrotabúa; Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, vildu ekki tjá sig um einstakar kröfur eða eigendur þeirra opinberlega þegar Kjarninn sendi þeim fyrirspurn um málið. Kjarninn sendi fyrirspurn til Elliott Management og spurðist fyrir um umsvif sjóðsins á Íslandi. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.

hinn dæmigerði hrægammasjóður Vogunarsjóðurinn Elliott Management er kannski ekki nafn sem hvert mannsbarn kannast við. Þvert á móti hljómar hann eins og hver annar slíkur sjóður. En það er hann ekki. Eitt sem sker hann frá öðrum er sú staðreynd að hann ávaxtar fé viðskiptavina sinna um 14,6 prósent að meðaltali á ári, sem er mun meira en allflestir samkeppnisaðilar hans. Hin ástæðan fyrir því að sjóðurinn er öðruvísi er að hann hefur einbeitt sér að því að fjárfesta í skuldum ríkja, eða fyrirtækja innan ríkja, sem glíma við neyð og jafnvel greiðsluþrot. Hann er því holdgervingur hugtaksins hrægammasjóður. Elliott-sjóðurinn gefur sig út fyrir að fara einvörðungu inn í ríki sem hafi efni á því að greiða skuldir sínar en hafi ákveðið að gera það ekki. Í ljósi þess að uppgjör íslensku þrotabúanna snýst einvörðungu um útdeilingu fjármagns sem sannarlega er til inni í þeim, hversu mikið fer til kröfuhafanna og hversu mikið situr eftir á Íslandi, fellur Ísland sannarlega innan þess mengis sem Elliott-sjóðurinn setur sér.

02/06 Efnahagsmál


Gammur og frambjóðandi

Paul Elliott Singer, eigandi Elliott Management, ræðir hér við Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Repúblikana.

perú Saga sjóðsins er mjög áhugaverð. Hann kom sér fyrst rækilega á kortið árið 1995 þegar Elliott keypti skuldabréf útgefin af banka í Perú sem hafði farið á hliðina. Alls greiddi Elliottsjóðurinn um 20,7 milljónir dali fyrir bréfin. Perú hafði á þessum árum glímt við gríðarlega efnahagslega erfiðleika vegna mikilla skulda við erlenda aðila. Ári síðar, 1996, tókst að semja um endurskipulagningu þeirra skulda og von var á nýju upphafi. Elliott-sjóðurinn var ekki hluti af þeirri endurskipulagningu og fór samstundis í mál við bæði Perú og bankann, Banco de la Nacion del Peru, fyrir dómstólum í New York. Sá dæmdi að sjóðurinn ætti að fá 58 milljónir dala fyrir kröfur sínar, sem þýddi hagnað upp á nokkur hundruð prósent. Perú gat ekki greitt þessa upphæð og hélt áfram að greiða öðrum kröfuhöfum, sem höfðu fallist á endurskipulagningu skulda, á undan Elliott. Sjóðurinn fór þá fram á lögbann á greiðslur til annarra þar til hann fengi líka sitt. Og fékk slíkt á grundvelli „pari passu“-reglunnar um að það megi ekki mismuna kröfuhöfum. Perú neyddist á endanum til að semja við Elliott um greiðslur. Með framgöngu sinni í Perúdeilunni bjó Elliott-sjóðurinn til strategíu sem snýst um að lögsækja lönd til hlýðni og hafa margir aðrir hrægammasjóðir hoppað á þá leið síðan þá. Enda er ávinningurinn stjarnfræðilegur.

03/06 Efnahagsmál


FÁÐU DEAN OG FLEIRI BINDI Á SONS.IS


repúblikani oG baráttumaður fyrir hjónaböndum samkynhneiGðra Stofnandi og forstjóri Elliott Management er Paul Elliott Singer, sjötugur milljarðamæringur af gyðingaættum. Hann setti sjóðinn á fót árið 1977 með 1,3 milljónir dala í peningum frá ættingjum og vinum. Eignir sem sjóðurinn stýrir hafa síðan þá tæplega 15-þúsundfaldast. Frá stofnun hefur sjóður Singer einungis tapað fé á tveimur árum. Hin 35 árin hefur hann grætt. Sjóðurinn skilaði meira að segja um 4,2 prósenta ávöxtun árið 2011, þegar flestir vogunar- og fjárfestingarsjóðir skiluðu neikvæðri ávöxtun. Áhersla sjóða Elliott á að kaupa skuldir aðila í neyð á hrakvirði og annaðhvort selja þær áfram með hagnaði eða krefjast fullra greiðslna á þeim með málshöfðunum hefur alltaf verið leiðarstef í starfseminni og sú sérstaða hefur reynst þeim vel.

Singer hefur líka látið töluvert að sér kveða á öðrum sviðum bandarísks samfélags en innan fjármálageirans. Hann studdi til að mynda opinberlega, og fjárhagslega dyggilega, við bakið á repúblikananum Mitt Romney þegar hann barðist fyrir því að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann er þó enginn hefðbundinn repúblíkani því Singer hefur einnig barist mjög hart fyrir lögleiðingu á hjónabandi samkynhneigðra. Singer er meira að segja sagður hafa leikið stórt hlutverk í því að lög sem leyfðu slík hjónabönd vöru samþykkt í New York-ríki með því að dæla fjármagni í baráttuna og styðja mjög við hana opinberlega.

Vestur-kongó Skömmu eftir aldamót keypti Kensington International, dótturfélag Elliott, um 30 milljóna dala skuld Vestur-Kongó á hrakvirði. Sjóðurinn fór svo í mál og fékk úrskurð um að honum væru skuldaðar yfir 100 milljónir dala í vexti á árunum 2002-2003. Á grundvelli þess úrskurðar hefur Elliottsjóðurinn, með góðum árangri, gert upptækar um 39 milljónir dala af olíuhagnaði sem áttu að greiðast „Talsmenn hinna þriggja til ríkisins frá svissneska alþjóðafyrirtækinu stóru þrotabúa: Glitnis, Glencore. Til að komast að þessum hagnaði Kaupþings og Lands- lagðist Elliott í mikla rannsóknarvinnu til að kynna sér þá sölusamninga sem yfirvöld bankans, vildu ekki tjá sig í Kongó höfðu gert. Þótt tilgangur sjóðsins um einstakar kröfur eða hafi fyrst og fremst verið sá að koma höndum eigendur þeirra opinberlega.“ yfir peninga sem hann taldi sig eiga tilkall til urðu hliðaráhrifin af þessu brölti hans þau að ýmsar leiðir sem spillt yfirvöld notuðu til að koma auði undan voru opinberaðar. Það hjálpaði sjóðnum á endanum því að tekið var tillit til þeirra áhrifa þegar yfirvöld í Vestur-Kongó sömdu um að greiða Elliott um 90 milljónir dala fyrir skuld sem sjóðurinn hafði upprunalega greitt undir 20 milljónir dala fyrir. 04/06 Efnahagsmál


paul elliott singer Eigandi Elliott Management vogunarsjóðsins þykir harður í horn að taka. Sjóðurinn hefur gert sig gildandi í Argentínu, þar sem umsvif hans hafa vakið athygli.

argentína En Elliott-sjóðurinn er fyrst og fremst þekktur fyrir aðfarir sínar í Argentínu. Landið gaf út ýmiss konar skuldabréf í aðdraganda þess að það fór í greiðsluþrot árið 2002. Til að auðvelda sölu þeirra bréfa var meðal annars samið um að ágreiningsmál sem upp kæmu ætti að leysa fyrir dómstóli í New York. Eftir langar viðræður við kröfuhafa eftir greiðsluþrotið tókst að ná samkomulagi við 92 prósent þeirra, sem gerði ráð fyrir að Argentína myndi greiða rúmlega 30 prósent krafna til baka. Elliott, sem átti argentínsk skuldabréf að nafnvirði 832 milljónir dala í gegnum dótturfélagið NML Capital, neitaði hins vegar að kvitta upp á samkomulagið og fór með það fyrir dómstóla. Talið er að Elliott hafi borgað um sex prósent af nafnvirði bréfanna fyrir þau, tæplega 49 milljónir dala. Þess í stað stefndi sjóðurinn landinu fyrir dómstóla í Bandaríkjunum og reyndi samhliða, stundum með góðum árangri, að kyrrsetja eignir Argentínu víðs vegar um heiminn. Á meðal þess sem sjóðnum tókst að fá kyrrsett var skipið Libertad, sem þá var í Gana í Afríku. Þessi barátta hefur staðið yfir í rúman áratug. Bandarískur undirdómstóll úrskurðaði fyrir nokkru að Argentína ætti að greiða NML skuldabréfin að fullu. Það 05/06 Efnahagsmál


þýðir að með vöxtum skuldi Argentína sjóðnum 1,3 milljarða dala, jafnvirði um 150 milljarða íslenskra króna. Hinn 17. júní síðastliðinn neitaði Hæstiréttur Bandaríkjanna að taka fyrir áfrýjunarmál Argentínustjórnar og henni var þar af leiðandi gert að greiða upphæðina, eða semja um hana, fyrir 30. júní. Argentína borgaði ekki fyrir þann dag og landið er því byrjað að draga á 30 daga sem það hefur til að lýsa yfir gjaldþroti í kjölfar þess að það stendur ekki við gjalddaga. Eða semja. NML veit mætavel að það eru nánast engar líkur á því að Argentína borgi skuldabréfin að fullu. Og Argentína hefur ekki efni á því, enda myndi slíkt gera það að verkum að aðrir kröfuhafar sem sömdu um niðursettar kröfur myndu fara í mál, og nær örugglega vinna, til að fá upphaflegar kröfur sínar greiddar. Fjármálaráðherra Argentínu, Axel Kicillof, heldur því fram að kostnaður vegna þess yrði allt að 120 milljarðar dala, um 13.680 milljarðar króna. Og samningar eru ekki bara efnahagslega blóðugir fyrir Argentínu. Þeir eru líka pólitískt erfiðir fyrir Cristinu Kirchner forseta, sem hefur ítrekað lýst yfir harðlínustefnu gagnvart kröfum vogunarsjóðanna. Hún ætli ekki að láta undan kröfum þeirra. Tíundi stærsti sjóður bandaríkjanna Það er ekki hægt að segja að sú strategía sem Elliottsjóðurinn valdi sér hafi ekki skilað árangri. Í árslok 2011 var umfang eigna í stýringu Elliott 19,2 milljarðar dala, um 2.200 milljarðar króna. Það er tæpum 500 milljörðum krónum meira en árleg þjóðarframleiðsla Íslendinga og gerði Elliott að tíunda stærsta vogunarsjóði Bandaríkjanna á þeim tíma. Miðað við árangur hans á síðustu árum verður að teljast afar líklegt að umfang eignanna hafi aukist síðan þá. Elliott er því nokkuð stærri en Davidson Kempner Capital Management, sem á Burlington Loan Management, langstærsta erlenda kröfuhafa fallinna íslenskra fjármálafyrirtækja. Davidson Kempner sat í 13. sæti á listanum yfir stærstu vogunarsjóði Bandaríkjanna í lok árs 2012.

06/06 Efnahagsmál


01/10 Heilbrigðismál

kjarninn 17. júlí 2014

dönsk brjóstamjólk á leið til Íslands Lengi hefur verið kallað eftir því að komið verði á fót brjóstamjólkurbanka á Íslandi. Nú er brjóstamjólk frá Danmörku á leiðinni til landsins.


hEilbrigðismál Ægir Þór Eysteinsson L@aegireysteins

s

amkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) er brjóstamjólk besta næring sem völ er á fyrir ungbörn. Mælt er með að ungbörn fái eingöngu brjóstamjólk fyrstu sex mánuði ævinnar og síðan sem ábót með fastri fæðu í að minnsta kosti tvö ár eða lengur. Brjóstamjólk inniheldur nauðsynleg næringarefni og varnarþætti sem stuðla að heilbrigðum vexti og þroska ungbarna, og ef brjóstamjólk móður er ekki til staðar mælir WHO með því að næst besti kosturinn sé brjóstamjólk úr svokölluðum brjóstamjólkurbanka, en síðasta val skuli vera þurrmjólk. Brjóstamjólkurbönkum hefur farið fjölgandi í heiminum frá því að fyrsta bankanum var komið á fót í Austurríki árið 1909, en Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur tekið í notkun brjóstamjólkurbanka. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ritgerð Margrétar Helgu Skúladóttur og Kristínar Linnet Einarsdóttur til BS-prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. mikilvægi brjóstamjólkur fyrir fyrirbura Árlega fæðast um tvö hundruð fyrirburar hér á landi, en fyrirburafæðingum fer ört fjölgandi víða um heim. Fyrirburar glíma gjarnan við ýmis vandamál eftir fæðingu. Þar sem þeir hafa farið á mis við dýrmætan tíma í móðurkviði skiptir góð næring þá höfuðmáli til að stuðla að eðlilegum vexti og þroska. Vanþroskað sog er oft og tíðum eitt af vandamálunum sem fyrirburar glíma við. Það getur leitt til þess að þeir geta ekki sogið brjóst og eru því ófærir um að veita móður eðlilega örvun til framleiðslu brjóstamjólkur. Margar ástæður geta verið fyrir því að að mæður framleiða ekki næga brjóstamjólk fyrir ungbarn sitt, en fæðing fyrir tímann er þar stór áhættuþáttur. Margar mæður upplifa mikið álag eignist þær barn fyrir tímann og svo geta veikindi samhliða erfiðri meðgöngu stuðlað að því að mæður geta átt við tímabundna erfiðleika við að framleiða þá brjóstamjólk sem barnið þarf 02/10 hEilbrigðismál


á að halda. Ef brjóstamjólk móður er ekki til staðar gerir það ungbarnið viðkvæmara fyrir sýkingum og hætta er á að það geti þróað með sér sjúkdóma í meltingarvegi. Brjóstamjólk eykur þannig lífslíkur og stuðlar að auknum taugaþroska ungbarna. Stærsti hópurinn sem nýtur góðs af gjafabrjóstamjólk er fyrirburar og veikir nýburar, en auk þess hefur mjólkin verið notuð víða um heim meðal eldra fólks og barna sem eiga við krónísk og bráð veikindi að stríða. Þá eru dæmi um að brjóstamjólk hafi verið gefin krabbameinssjúklingum og íþróttamenn neyti hennar fyrir kappleiki sökum orkunnar sem hún inniheldur. sérstakir brjóstamjólkurbankar ryðja sér til rúms Mikilvægi þess að nýta alla umframbrjóstamjólk sem mjólkandi mæður framleiddu varð fræðimönnum ljóst í upphafi 20. aldarinnar. Lengi vel var hefð fyrir því að vel mjólkandi mæður ungbarna gæfu öðrum ungbörnum brjóst, þegar mæður þeirra gátu ekki framleitt brjóstamjólk af einhverjum ástæðum. Þessi hefð var við lýði þar til í ljós kom að ýmsir sjúkdómar gátu smitast með brjóstamjólkinni. Þrátt fyrir það voru mjólkandi mæður hvattar til að halda áfram að gefa allra veikustu börnunum og fyrirburum brjóstamjólk með því að handmjólka sig og varðveita alla umfram„Brjóstamjólk mjólk. Sú uppgötvun, ásamt framþróun í eykur þannig lífs- tækni og hreinlæti, varð til þess að byrjað var að halda utan um alla þá umframmjólk sem líkur og stuðlar að mæður vildu gefa. auknum taugaþroska Fyrsti brjóstamjólkurbanka sinnar tegundungbarna.“ ar var komið á fót í Vín í Austurríki árið 1909, skömmu síðar var annar brjóstamjólkurbanki stofnaður í Bandaríkjunum en svo liðu níu ár þar til þriðja bankanum var komið á fót í Þýskalandi. Í kjölfarið fór brjóstamjólkurbönkum ört fjölgandi víða um heim, allt þar til það uppgötvaðist árið 1980 að HIVveiran smitast með brjóstamjólk í kringum. Uppgötvunin olli 03/10 hEilbrigðismál


brjóstamjólk Næringaþörf fyrirbura er meiri en fullburða barna, og því er næringardufti bætt út í brjóstamjólkina þeirra. Þar fá þeir aukalega prótein, auðmeltanlega fitu, kalk og fosfór.

mikilli hræðslu sem leiddi til þess að brjóstamjólkurbankar lögðust af einn af öðrum. Það sama gerðist á Íslandi en fram að því hafði umframbrjóstamjólk verið safnað og hún gefin fyrirburum. Eftir að bankarnir tóku í gildi starfsreglur um sem mæður sem vildu gefa mjólk skyldu skimaðar fyrir HIV, CMV, lifrarbólgu B og C, sárasótt og öðrum vírusum fór brjóstamjólkurbönkum hins vegar fjölgandi á ný. Í dag eru þeir starfandi í 38 löndum víðs vegar um heim en eins og áður segir er Ísland þar ekki á meðal þrátt fyrir sameiginlega yfirlýsingu WHO og UNICEF frá árinu 1980, þar sem kveðið er á um rétt ungbarns sem ekki getur af einhverri ástæðu fengið brjóstamjólk frá móður sinni til að fá brjóstamjólk annars staðar frá, sem og að hafa aðgang að brjóstamjólkurbanka.

04/10 hEilbrigðismál


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


brjóstamjólk til varðveislu Fjölmargir brjóstamjólkurbankar eru nú starfandi í heiminum. Hér er brjóstamjólk færð til geymslu.

kallað eftir brjóstamjólkurbanka á Íslandi Lengi hefur verið kallað eftir stofnun brjóstamjólkurbanka á Íslandi en telja má að mikill kostnaður við stofnun brjóstamjólkurbanka hér á landi sé ein helsta fyrirstaðan. Ljóst er að umfang slíks banka yrði litlu minna en hjá Blóðbankanum, og mikill kostnaður fólgin í mannahaldi, rekstri og skimun. Þó má á móti nefna að brjóstamjólkurbankar eru taldir spara heilbrigðiskerfum fjármuni, þar sem brjóstamjólk styttir sjúkrahúsdvöl fyrirbura, ásamt því að minnka líkurnar á þarmadrepsbólgu hjá fyrirburum, en það er lífshættulegur bólgusjúkdómur. Rannsóknir hafa sýnt fram á fækkun sjúkrahúsdaga um allt að sextíu daga hjá fyrirburum sem fá brjóstamjólk. Helsti áhættuþátturinn fyrir því að þróa með sér þarmadrepsbólgu virðist vera fæðing fyrir tímann og hröð fæðuaukning, en jafnframt er talið að þurrmjólk geti aukið frekar líkurnar á sjúkdómnum samanborið við brjóstamjólk. Hér á landi hefur tíðni þarmadrepsbólgu ekki verið rannsökuð, en á árunum 2000 til 2007 greindust níu fyrirburar með sjúkdóminn hér á landi. Þá hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á lægri tíðni ýmissa sjúkdóma hjá ungbörnum sem eingöngu nærast á brjóstamjólk fyrstu mánuði lífsins.

05/10 hEilbrigðismál


ÍTarEfni Hver dropi skiptir máli: Brjóstamjólkurbankar og hlutverk þeirra fyrir fyrirbura Kristín Linnet Einarsdóttir og Margrét Helga Skúladóttir

braskað með brjóstamjólk Sala og dreifing á brjóstamjólk fer gjarnan fram á meðal vina, innan fjölskyldu, milli kunningja og ókunnugra, en þar að auki er að finna síður á veraldarvefnum þar sem hægt er að kaupa og selja brjóstamjólk. Slíkt hefur skiljanlega áhættu í för með sér, þar sem kaupendur geta ekki fengið vitneskju um nákvæmt innihald vörunnar sem þeir kaupa. Þá hafa þeir enga vissu um hvort kúamjólk, þurrmjólk, vatni eða öðrum óþekktum efnum hafi verið blandað út í brjóstamjólkina, eða hvort hún beri með sér sjúkdóm án skimunar eða gerilsneyðingar. Dæmi eru um að síður á netinu, sem auglýsa gefins brjóstamjólk, noti samfélagsmiðla eins og Facebook til að koma sér á framfæri. Þessi viðskipti eru ekki ólögleg og því er erfitt að koma í veg fyrir þau, þrátt fyrir augljósar hættur sem slík viðskipti kunna að hafa fyrir kaupendur. góð reynsla norðmanna af brjóstamjólkurbönkum Fyrsti brjóstamjólkurbankinn í Noregi var stofnaður árið 1941 og var lengi eini starfandi brjóstamjólkurbankinn í landinu. Í kringum 1990 jókst áhugi á starfsemi þeirra og sjö árum síðar voru sautján brjóstamjólkurbankar starfandi í landinu. Í dag eru þeir þrettán talsins, en þeir eru reknir af sjúkrahúsum með nýburagjörgæsludeildum. Í Noregi er lág tíðni þarmadrepsbólgu og blóðsýkinga á meðal fyrirbura sem fá ógerilsneydda gjafabrjóstamjólk. Þrátt fyrir ströng skilyrði varðandi brjóstamjólkurgjafa hefur brjóstamjólkurbönkum ekki reynst erfitt að fá gjafamjólk. Þar er lögð rík áhersla á að fyrirburar fái brjóstamjólk sem allra fyrst eftir fæðingu, og því hafa brjóstamjólkurbankar nýst vel til að brúa bilið á milli fæðingar og þar til móðir getur farið að mjólka sig. Í Noregi er gjafabrjóstamjólkin ætluð til notkunar á sjúkrahúsum, en einn brjóstamjólkurbanki þjónustar fleiri en eitt sjúkrahús. Meirihluti gjafamjólkurinnar er fenginn víðs vegar að í Noregi frá vel mjólkandi mæðrum sem hafa boðist til að frysta, geyma og síðar gefa umframbrjóstamjólk sína, en á þriggja til fjögurra vikna fresti fara þær sjálfar með mjólkina í brjóstamjólkurbankann. 06/10 hEilbrigðismál


besta næring sem völ er á Brjóstamjólk er besta næring sem völ er á fyrir ungabörn. Móðirinn myndar meðal annars mótefni út frá umhverfinu til að búa barnið undir lífið utan móðurkviðs.

Starfsemi brjóstamjólkurbanka í Noregi hefur gengið vonum framar, en Ríkisspítalinn í Ósló fær allt frá fjörutíu til sextíu virka brjóstamjólkurgjafa á ári og er meðalgjöf frá hverjum og einum um þrjátíu lítrar. Heildarmagn gjafamjólkur hefur náð upp í ellefu hundruð lítra á einu ári. kostnaður við brjóstamjólkurbanka Fyrst um sinn var mæðrum í Bandaríkjunum greitt fyrir þá mjólk sem þær lögðu inn í brjóstamjólkurbanka. Hins vegar var greiðslunum fljótlega hætt af ótta við að mæður neituðu sínum eigin börnum um brjóstamjólk svo þær gætu selt hana. Þá var einnig óttast að mæður myndu drýgja brjóstamjólk, með því að blanda í handa óheppilegum efnum, til að þéna meira. Í dag fá mæður ekki greitt fyrir brjóstamjólkina sem þær leggja inn. Hins vegar þarf sá sem sem fær brjóstamjólkina að greiða fyrir þann kostnað sem hlýst af meðhöndlun hennar, sem getur verið mjög kostnaðarsamt. Einstaka tryggingafélag í Bandaríkjunum niðurgreiðir 07/10 hEilbrigðismál


hins vegar gjafabrjóstamjólk. Einnig eru dæmi um að brjóstamjólkurbankar úthluti gjafamjólk án kostnaðar ef þeir meta það sem svo að þörfin sé mikil. Brjóstamjólkurbankar í Bandaríkjunum og Bretlandi starfa líkt og góðgerðarstofnanir, sem reknar eru fyrir frjáls fjárframlög ýmist frá einstaklingum eða fyrirtækjum, þar sem reynt er að halda kostnaði í lágmarki. Í Noregi eru í gildi sérstakar leiðbeiningar um starfsemi og vinnslu brjóstamjólkurbanka. Samkvæmt þeim er ekki greitt fyrir brjóstamjólkina en hins vegar eru sjúkrahús sem selja sín á milli brjóstamjólk. Jafnframt er þar leyfilegt að greiða gjafanum þann kostnað sem hann þarf sjálfur að leggja út fyrir. Brjóstamjólkurgjafarnir gefa að meðaltali í sex mánuði, en á þeim tíma fá þeir afnot af mjaltavél sem viðkomandi sjúkrahús leggur fram. Sumir brjóstamjólkurbankar umbuna gjöfum sínum með því að greiða þeim fyrir rafmagnskostnaðinn sem hlýst af notkun mjaltavélanna, sem og annan kostnað, til að mynda vegna veggjalda, þar sem gjafinn sér sjálfur um að koma með mjólkina til innlagnar í brjóstamjólkurbankann. brjóstamjólk frá danmörku væntanleg til landsins Í skriflegu svari Þórðar Þórkelssonar, yfirlæknis vökudeildar Barnaspítala Hringsins, við fyrirspurn Kjarnans kemur fram að þar hafi verið lögð ofuráhersla á að mæður fyrirbura mjólkuðu sig sem fyrst eftir fæðinguna þannig að barnið fengi mjólk frá móður sinni. Það heyri til algerra undantekninga að fyrirburar á deildinni fái ekki mjólk frá sinni eigin móður. Því hafi þörfin fyrir aðfengna mjólk verið mjög lítil og þess vegna hafi ekki verið ráðist í að koma á fót sérstökum brjóstamjólkurbanka hér á landi. Í svari Þórðar kemur jafnframt fram að undanfarnar vikur hafi verið unnið að samkomulagi við danskan brjóstamjólkurbanka um kaup á brjóstamjólk, sem nú sé í höfn, og von sé á fyrstu sendingunni af brjóstamjólk til landsins fljótlega. 08/10 hEilbrigðismál


Spurður hvort eftirspurn eftir brjóstamjólk hafi aukist hér á landi sagði Þórður svo ekki vera. „Við vorum að reyna að finna aðrar lausnir, svo sem að semja við einstaka vel mjólkandi mæður um að fá hjá þeim umframmjólk, en eftir að hafa skoðað málið nánar reyndist hagkvæmast að kaupa mjólkina að utan.“ Þórður kveðst fyrir löngu hafa orðið sannfærður um ágæti brjóstamjólkur. „Fyrir mörgum árum lá hjá okkur mjög veikur lítill drengur. Hann var með mikið mjólkuróþol og þoldi ekki hinar ýmsu þurrmjólkurblöndur og þreifst ekki. Þá brugðum við á það ráð að gefa honum brjóstamjólk, og það var ekki fyrr en fyrst þá að hann fór að braggast. Hann fór síðar heim til sín fyrir austan fjall, og meðal annars sáu mjólkandi mæður í Áhugafélagi um brjóstagjöf í Kópavogi honum fyrir brjóstamjólk mánuðina á eftir. Þá var það blómabíll úr Hveragerði sem sá um að koma mjólkinni til hans, en bíllinn keyrði sem sagt með blóm til Reykjavíkur og með brjóstamjólk til baka.“ Málið varð að blaðaumfjöllun á sínum tíma, árið 1986. kallað eftir mjólkurbanka Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstagjafaráðgjafi, hefur kallað eftir því að komið verði á fót brjóstamjólkurbanka á Íslandi. Það hafa ljósmæður líka gert.

09/10 hEilbrigðismál



„getum gert miklu betur“ Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstagjafarráðgjafi, hefur lengi barist fyrir því að brjóstamjólkurbanka verði komið á fót hérlendis. Hún fagnar komu dönsku brjóstamjólkurinnar til landsins. „Mér finnst það alveg frábært. Þetta er skref í rétt átt og ég óska spítalanum til hamingju með að vera búinn að taka þetta stóra skref, að sjá til þess að minnstu og viðkvæmustu börnin okkar fái þá næringu sem búið er að berjast fyrir að þau fái. En við getum gert miklu betur.“ Arnheiður skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræði árið 2008, við Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík, um reynslu mæðra af brjóstagjöf fyrirbura. Þar kemur fram að mikið verk sé óunnið hvað varðar stuðning við fyrirburamæður svo að brjóstagjöf þeirra verði eins ánægjuleg og árangursrík og kostur er. Hún segir að of lítið hafi breyst í millitíðinni. „Fyrirburadeildin okkar er agnarsmá. Það vantar enn sárlega að mæðrum sé fylgt eftir daglega allan tímann á meðan barnið er inniliggjandi og að mæðurnar þurfi ekki að sækja sér hjálpina, heldur að hún komi til þeirra. Þær vita ekkert hverju þær mega eiga von á; hvað er eðlilegur framgangur. Það þarf að kenna þeim að mjólka sig þannig að þær eigi nóg af mjólk, og gera þeim kleift að vera á fyrirburadeildinni ásamt börnunum sínum svo þær hljóti örvun og myndi mótefni út frá umhverfinu.“ Arnheiður segir fyrirburamæður lenda í gati í íslenska heilbrigðiskerfinu, en hún hefur kynnt sér umönnun fyrirburamæðra í Bandaríkjunum. „Í Bandaríkjunum er þeim fylgt eftir daglega en á Íslandi skortir töluvert þar á. Þær fá ekki viðunandi aðstoð á heilsugæslunni, vegna þess að barnið er enn á sjúkrahúsinu. Vökudeildin á Íslandi sinnir barninu frábærlega en við þurfum að fara að hugsa hlutina í víðara samhengi, því að barn og móðir eru eitt.“

10/10 hEilbrigðismál


á förnum VEgi

aTp iceland

kjarninn 17. júlí 2014

Þungt rokk í bland við hugljúfa tóna í Atlantic Studios Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties (ATP) fór fram um síðastliðna helgi á gamla herstöðvarsvæðinu á Miðnesheiði. Meðal þeirra hljómsveita sem stigu á stokk var hin goðsagnakennda Portishead, sem tróð upp við mikinn fögnuð aðdáenda. Flutningurinn var nánast óaðfinnanlegur í Atlantic Studios, gamla flugskýlinu sem hýsti stærstu tónleika hátíðarinnar. Flugskýlið er að mati Kjarnans einn besti tónleikastaður landsins, hljómburðurinn frábær og 01/05 á förnum VEgi

mikið pláss fyrir gesti sem ekki vilja troða sér fremst í þvöguna til að sjá goðin sín koma fram. Þá tróð Interpol upp á laugardagskvöldið, eftir Devandra Banhart sem gerði sér lítið fyrir og skemmti fólki einn á sviðinu, án hljómsveitarinnar sinnar. Milli laga sagði hann sögur en stoppaði sig jafnharðan af, afsakaði sig og sagði slíkt gerast þegar hann væri ekki með fleiri á sviðinu. „Það eina sem ég bið ykkur um, á meðan ég er einn, er að segja mér að halda kjafti,“ sagði Devandra. bþh


02/05 รก fรถrnum VEgi


03/05 รก fรถrnum VEgi


04/05 รก fรถrnum VEgi



05/05 รก fรถrnum VEgi


kjarninn 17. júlí 2014

01/06

Topp 5 Morðtilræði

Tilræðin sem breyttu sögunni Morðtilræði við valdamenn hafa mótað sögu okkar og að einhverju leyti breytt gangi hennar. Hvað ef þau hefðu öll tekist? Kjarninn fjallar í dag um fimm tilræði sem eru söguleg og hefðu getað haft enn meiri áhrif.

01/06


5 leoníd brésnev – 22. janúar 1969 Morðtilraunin á Leoníd Brésnev aðalritara var eitt af ríkisleyndarmálum Sovétríkjanna þangað til þau leystust upp tuttugu árum seinna. Lítið var gefið upp í fjölmiðlum um skotárásina, sem átti sér stað við Kremlarmúra í Moskvu. Verið var að keyra aðalritarann, ásamt nokkrum geimförum úr Sojuz 4 og 5 leiðöngrunum, til veislu þeim til heiðurs í Kreml. Þá steig maður í stolnum lögreglubúningi fram og skaut margsinnis á bílalestina með tveimur skammbyssum. Tilræðismaðurinn skaut hins vegar á rangan bíl. Bílstjórinn lést og nokkrir geimfarar særðust en veislan fór fram engu að síður. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður. Hann hét Viktor Iljin og var liðhlaupi úr Rauða hernum. Hann var búinn að fá nóg af sovésku einræði og reiður yfir því að hafa 02/06

verið kvaddur í herinn. Leynilögreglan KGB taldi hann vera vanheilan á geði og var hann því geymdur í einangrunarvist á geðspítala allt til ársins 1990. Hann er enn á lífi og býr í Sankti Pétursborg. ef það hefði tekist... Allar líkur eru á að Alexei Kosygin hefði tekið við embætti aðalritara. Kosygin var mun frjálslyndari og umbótasinnaðri en Brésnev. Hann þótti góður stjórnandi og var gríðarlega vinsæll og þoldi Brezhnev hann því illa. Kosygin hefði líklega opnað Sovétríkin líkt og Gorbatsjov gerði seint á níunda áratugnum, en aðstæður voru töluvert betri til þess á áttunda áratugnum. Ekki er loku fyrir það skotið að Sovétríkin væru enn til í dag.


4 franklin d. roosevelt – 15. febrúar 1933 Minnstu munaði að ferill eins farsælasta fangelsisdóm en þegar Cermak lést af sárog þaulsetnasta forseta Bandaríkjanna um sínum var Zangara dæmdur til dauða. kæmist aldrei úr startholunum. Eftir Hann var tekinn af lífi í rafmagnsstól 20. að hann vann forsetakosningarnar árið mars 1933, eðeins 33 dögum eftir tilræðið. 1932 en áður en hann tók við embætti var skotið á hann í Miami í Flórída þar sem ef það hefði tekist... hann hélt ræðu á götu úti. TilræðismaðAð öllum líkindum hefði John Nance urinn var Giuseppe Zangara, ítalskur Garner, varaforsetaefni Roosevelts, tekið innflytjandi sem átti við bæði líkamlega við embættinu. Garner var íhaldssamur og andlega kvilla að etja. Zangara stóð Suðurríkjademókrati sem var á móti í mannfjöldanum og dró upp skammmörgum af verkefnum Roosevelts eins og byssu. Fyrsta skotið hæfði Anton Cermak, t.d. New Deal. Ætla má því að það hefði borgarstjóra Chicago, þá var stokkið á tekið mun lengri tíma fyrir Bandaríkin Zangara en hann náði fjórum skotum að ná sér upp úr kreppunni með Garner í viðbót. Hæfði hann fimm manns og á forsetastólnum og ekki er líklegt að létust tveir en Roosevelt slapp ómeiddur. hann hefði náð endurkjöri 1936. BandaZangara leit á tilræðið sem einhvers konar ríkin hefðu alltaf farið út í seinni heimsuppreisn gegn stjórnmálamönnum og styrjöldina eftir árásina á Pearl Harbor en kapítalistum en því var ekki persónulega óvíst er hvort sitjandi forseti hefði veitt beint gegn Roosevelt. Hann játaði strax bandamönnum sama stuðning og Rooseverknaðinn með skætingi og hlaut 80 ára velt veitti svo ötullega fyrir 1941. 03/06


3 napóleón bonaparte – 24. desember 1800 Það munaði minnstu að eitt stærsta nafn tilræðismönnum náðust þó og voru teknir mannkynssögunnar hefði verið þurrkað af lífi. Napóleón nýtti sér þá miklu samúð út á aðfangadag jóla árið 1800. Napóleón og vinsældir sem hann hlaut af tilræðinu hafði nýlega tekið völdin í Frakklandi til hins ýtrasta. eftir róstusaman tíma frönsku byltingarinnar. Hann var á leið í hestvagni frá ef það hefði tekist... heimili sínu í Tuileries-höll að ÓperuValdabaráttan eftir byltinguna hefði húsinu þegar mikil sprenging varð rétt haldið áfram með tilheyrandi blóðbaði fyrir aftan vagninn. Vopnið var kallað og jafnvel borgarastyrjöld. Hverjir hefðu machine infernale, þ.e. tunna fyllt með orðið ofan á er ómögulegt að segja til um, byssupúðri, byssukúlum og ýmiss konar Jakobínar, Gírondínar, konungssinnar eða eldfimum efnum og vafin járnrörum. jafnvel herinn. Napóleónsstyrjaldirnar Það varð Napóleon til lífs að tímasetning sem einkenndu upphaf 19. aldar hefðu tilræðismannanna mistókst en fjölmargir vitaskuld aldrei orðið. Þetta voru stríð sem saklausir vegfarendur létust eða slöskostuðu á bilinu 3-6 milljón manns lífið og uðust í sprengingunni. Fyrst lék grunur breyttu algerlega hinu pólitíska landslagi á að róttækir Jakobínar hefðu staðið í Evrópu. Óvíst er hvort eða hvenær hinar að tilræðinu en fljótt kom í ljós að sjö miklu laga- og félagsumbætur Napóleóns konungssinnar voru ábyrgir. Napóleón hefðu komið til, svo sem afnám lénsnotfærði sér þó atvikið til að ná sér niðri á kerfis, trúfrelsi og fleira sem hann kom til Jakobínum, lét taka fjóra af lífi og rak um framkvæmda. 130 úr landi. Sumir af hinum raunverulegu 04/06


2 Vladimír lenín – 30. ágúst 1918 Lenín var á leið í bíl sinn eftir ræðuhöld í verksmiðju nokkurri í Moskvu þegar skotið var á hann þrisvar sinnum. Tvö skot hæfðu hann, annað í handlegg en hitt í brjóstið. Lenín missti meðvitund og var farið með hann til Kremlar, þar sem hlúð var að honum. Litlu munaði að leiðtogi rússnesku byltingarinnar yrði allur og talið er mögulegt að þessi árás hafi átt þátt í dauða hans nokkrum árum síðar. Sú sem skaut hét Fanía Kaplan, ungur og róttækur sósíalisti sem hafði setið í þrælkunarbúðum í rúman áratug. Hún var handtekin og játaði strax tilræðið. Í yfirheyrslum sagði hún Lenín vera svikara við byltinguna og með einræðistilburði. Einnig sagðist hún hafa verið ein að verki. Fjórum dögum síðar, hinn 3. september, var hún tekin af lífi með byssuskoti í hnakkann. Lenín fékk mikla samúð eftir árásina og vinsældir hans jukust mjög. Strax var hafist handa við rauðu ógnina, þar sem pólitískum andstæðingum bolsévíka var umsvifalaust komið fyrir 05/06

kattarnef. Kaplan hafði tilheyrt flokki sósíalískra byltingarsinna og hart var gengið fram gegn þeim flokki á fyrstu dögunum. Fórnarlömb rauðu ógnarinnar urðu nokkur þúsund á komandi mánuðum og árum.

Leon Trotsky hefði tekið við sem leiðtogi rauðliða. Hann var vinsæll í hernum en átti erfitt með að gera málamiðlanir. Alls er óvíst hvort bolsévíkar hefðu unnið sigur í rússneska borgarastríðinu. Ef hvítliðar hefðu haft betur og Sovétríkin þar með verið úr sögunni væri sennilega grundvöllurinn fyrir valdatöku nasista í Þýskalandi horfinn. Ef Trotsky hefði haldið völdum hefðu Sovétríkin sennilega reynt að færa byltinguna út til Evrópu, sérstaklega Þýskalands. Það hefði vakið hörð viðbrögð vesturveldanna. Við hefðum jafnvel séð seinni heimsstyrjöld með Hitler í flokki bandamanna.


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


1 otto von bismarck – 7. maí 1866 Otto von Bismarck var á leið heim eftir fund með Vilhjálmi I. Prússakonungi í Berlín þegar skotið var tvisvar sinnum aftan að honum. Von Bismarck sneri sér við og stökk á tilræðismanninn, sem náði þó þremur skotum til viðbótar. Járnkanslarinn fékk einungis smáskeinur, en eitt skotið hafði skotist af rifbeinum hans. Sá sem stóð að þessu hét Ferdinand Cohen-Blind og var nemi. Hann var mótaður af byltingunum 1848 og hafði alist upp í útlegð í Englandi. Prússland stefndi á þessum tíma í stríð við Austurríki og Cohen-Blind kenndi von Bismarck um það. Á meðan yfirheyrslur lögreglunnar stóðu yfir náði Cohen-Blind að grípa hníf og skera sig á háls og slapp þannig við dóm. Von Bismarck lét þetta ekki á sig fá heldur herjaði stutt og snarpt á Austurríkismenn og Frakka og sameinaði loks Þýskaland árið 1871.

06/06

ef það hefði tekist... Sameining Þýskalands hefði verið í algeru uppnámi. Prússar hefu farið í stríð við Austurríki en útkoman hefði verið óviss og sennilega hefðu þeir aldrei farið í stríð við Frakka. Einnig er möguleiki að þýskir þjóðernissinnar sem aðhylltust svokallaða Stór-Þýskalands-stefnu (Grossdeutschland) næðu völdum og friðurinn í Evrópu þá í uppnámi. Fyrri heimstyrjöldin hefði getað átt sér stað mun fyrr. Stóra framlag von Bismarcks er hins vegar velferðarkerfið. Hann kippti fótunum undan sósíalistum í Þýskalandi með því að búa til fyrsta velferðarkerfi heims og lagði þar með grunninn að mörgum réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Hvort og hvenær við hefðum fengið þessi réttindi skal látið ósvarað.


sjónVarp

nýsköpun EcoMals

kjarninn 17. júlí 2014

börnin leiki sér meira úti Sprotafyrirtækið EcoMals vill auka og efla umhverfisvitund ungra barna

Nýsköpunarfyrirtækið EcoMals þróar nú sögupersónur og ævintýri handa ungum börnum fyrir spjaldtölvur, í tengslum við Startup Reykjavík viðskiptahraðalinn. Markmið EcoMals er að auka umhverfisvitund barna og hafa góð áhrif á hegðun þeirra, til að mynda með því að fá þau til að leika sér meira utandyra og eyða minni tíma í spjaldtölvunni. Kjarninn ræddi við Kristinn Jón Ólafsson framkvæmdastjóra EcoMals. 01/01 sjónVarp

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


kjarninn 17. júlí 2014

01/01 sjö sPURNINGAR

sjö spurningar

sigurbjörn árni arngrímsson prófessor og lýsandi

lætur falsheit fara mest í taugarnar á sér Hvað gleður þig mest þessa dagana? Vitneskja um að ég komist fljótlega norður í sólina í Þingeyjarsýslu, úr rigningunni eilífu á Suðurlandi. Hvert er helsta áhugamál þitt? Íþróttir hvers konar, þó aðallega blak og frjálsar, og svo félagsstörf.

Hvaða bók last þú síðast? Síðasta bók sem ég las frá orði til orðs var Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta. Síðan hef ég gluggað í Öldina okkar (sautjándu öld) en ég les ekki allt í henni. Ótrúlegt samt hvað stjórnhættir og spilling hafa lítið breyst á Íslandi. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Mér finnst alltaf gaman að syngja Vel er mætt til vinafunda.

Til hvaða ráðherra berðu mest traust? Æ, æ, þeir eru afskaplega lítið traustvekjandi. Ætli Eygló Harðardóttir hafi ekki vinninginn. Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara? Til Ástralíu. Þótt það hefði nú verið gaman að fara til Brasilíu og horfa á úrslitaleikinn á HM. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Falsheit. Þegar fólk er ekki heilt og samkvæmt sjálfu sér.

01/01 sjö spurningar


af nETinu

samfélagið segir um árásir Ísraels á Palestínu

kjarninn 17. júlí 2014

facebook

Twitter

salmann tamimi

hjörtur j. @Hjortur_J

Israel as usual always begins wars and kills hundreds and then stops when it feels it is enough, but now it cant stop it. israel have to pay for its crimes. Israel have to lift the siege on Gaza and stop its atrocities against the palestinians. Free Palestine þriðjudagur 15. júlí 2014

While Israel accepted a truce and stopped its military actions in Gaza Hamas continued attacking civilians in Israel and rejected the

truce. miðvikudagur 16. júlí 2014

Viðar inGi pétursson @vidarp

birGitta jónsdóttir Ég get ekki setið aðgerðalaus á meðan sprengjum rignir enn og aftur yfir börn og saklausa borgara - fer þarna í dag til að sýna Palestínumönnum samkennd og stuðning. mánudagur 14. júlí 2014 maría lilja Þrastardóttir Þetta er mögulega kaldhæðnasta frétt áratugarins. visir.is/nitjan-israelsmenn-i... mánudagur 14. júlí 2014

Un-followaði Yossi Benayoun! ..of mikið? #Gaza #FrjálsPalestína þriðjudagur 15. júlí 2014 björk Vilhelmsdóttir @bjorkv Þessar vörur koma frá Ísrael. Fáið frekar graslauk í næsta garði, eða komið í okkar Sveinn Rúnars. Þá er blóðber... pic.twitter. com/3L9oDwUE7z sunnudagur 13. júlí 2014

fyrrverandi formaður suf hættur í framsókn

Þróttari á barmi heimsfrægðar?

Ásta Hlín Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna (SUF), hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Í bakherberginu þykir úrsögnin ansi áhugaverð, en Ásta Hlín er dóttir Líneikar Önnu Sævarsdóttur, fimmta þingmanns flokksins í Norðausturkjördæmi. Ásta Hlín átti sæti í aðalstjórn SUF þegar sambandið birti harðyrta ályktun í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þar sem það lýsti yfir „fullkomnu vantrausti“ á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, vegna moskumálsins umtalaða.

Þrír útlenskir kvikmyndagerðarmenn vöktu athygli á Valbjarnarvellinum þegar Þróttur tók á móti KV í fyrstu deildinni í fótbolta í vikunni. Í bakherberginu er fullyrt að þeir séu hér á landi til að gera heimildarmynd um bandaríska framherjann Matt Eliason, sem leikur með Þrótti. Vistaskipti Bandaríkjamannsins, sem starfaði áður í fjármálageiranum í heimalandinu, hafa greinilega vakið athygli ytra. Matt varð „frægur í Bandaríkjunum“ eftir að hann skoraði glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu, eftir sendingu frá Thierry Henry, í sýningarleik Chicago Fire síðasta sumar.

01/01 samfélagið sEgir


ErlEnT

gallerí

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


heimsmeistarar í fjórða sinn Þjóðverjar báru sigur úr býtum á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem lauk í Brasilíu á sunnudag. Þeir lögðu Argentínumenn í framlengdum úrslitaleik með einu marki gegn engu. Liðinu var vel fagnað við heimkomuna og skemmtu leikmenn sér konunglega þegar þeir sýndu löndum sínum styttuna góðu í Berlín.

Mynd: AFP


fór af sporinu undir moskvu Neðanjarðarlest í höfuðborg Rússlands fór út af sporinu á háannatíma á þriðjudagsmorgun. Minnst 20 fórust í slysinu og fjölmargir slösuðust. Neðanjarðarlestarkerfið í Moskvu er með þeim stærstu og elstu í heimi. Björgunarfólk átti í erfiðleikum með að komast að flaki lestarinnar eins og sjá má.

Mynd: AFP


segjast vera að miða á hamas-liða Ísraelsher hefur linnulaust látið sprengjum rigna yfir íbúðarhverfi á Gazaströndinni í Palestínu undanfarna viku svo að hátt á annað hundrað óbreyttir og varnarlausir borgarar hafa látið lífið. Í gær bárust fregnir af því að herinn hefði sent íbúum Gaza boð um að yfirgefa heimili sín áður en þau yrðu sprengd.

Mynd: AFP


liðsstyrkur frá írak Uppreisnarmönnum í Sýrlandi hefur undanfarnar vikur borist liðsstyrkur yfir landamærin frá Írak. ISIS-samtökin um frjálst íslamskt ríki berjast nú með uppreisnarmönnum gegn stjórnarher Bashar al-Assad forseta. Sá hefur hins vegar reynt að rétta hlut sinn og sagst vera bandamaður vesturveldanna gegn ISIS.

Mynd: AFP


flýja yfirvofandi innrás Herskáir uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu undirbúa sig og fjölskyldur sínar af ótta við hugsanlega innrás rússneska hersins í Úkraínu. Úkraínustjórn hefur heitið kröftugri mótspyrnu. Þúsundir kvenna og barna í helstu vígum uppreisnarmanna voru þess vegna send yfir landamærin til Rússlands.

Mynd: AFP


kjarninn 17. júlí 2014

01/01 spes

spEs Innbrotsþjófur lagði á flótta og skutlaði sér út um glugga dauðskelkaður

flúði nakinn húseiganda með ógnvænlegt húðflúr

k

arlmaður í Georgetown í Bandaríkjunum vaknaði upp við vondan draum á dögunum, þegar hann varð var við innbrotsþjóf á heimili sínu. Maðurinn vaknaði, þar sem kona hans lá sofandi við hliðina á honum, reis úr rekkju, greip skammbyssu og fór út úr svefnherberginu. Innbrotsþjófurinn varð viti sínu fjær af hræðslu þegar húseigandinn birtist nakinn, með úfið hár og skammbyssu, en húseigandinn skartar sömuleiðis forláta húðflúri af manninum með ljáinn, eða 01/01 spEs

dauðanum sjálfum. „Ég veit ekki hvort hann var meira hræddur við mig eða byssuna,“ segir húseigandinn í þarlendum fjölmiðlum sem fjalla um málið. Innbrotsþjófurinn, þá titrandi af hræðslu, bað húseigandann afsökunar áður en hann skutlaði sér, með hausinn á undan, út um glugga á fyrstu hæð hússins. Húseigandinn gat séð móta fyrir líkama innbrotsþjófsins á grasflöt fyrir utan húsið daginn eftir, þar sem innbrotsþjófurinn lenti eftir að hafa kastað sér út úr húsinu.


áliT

ágúst már ágústsson stjórnmálafræðingur

kjarninn 17. júlí 2014

Þjóðernisátök og hagsmunir Ágúst Már Ágústsson stjórnmálafræðingur skrifar um ástandið í Úkraínu og spáir í spilin.

Í

fréttaflutningi af þeim átökum sem nú standa yfir í austurhluta Úkraínu er gjarnan fjallað um að þar berjist stjórnarher Úkraínu við „rússneskumælandi aðskilnaðarsinna“ eða „rússneskumælandi þjóðarbrot“. Það er hins vegar villandi að tala um átök aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu við stjórnvöld í Kænugarði sem þjóðernisdeilu, átök á milli þjóðarbrota eða tungumálahópa. Réttara er að tala um baráttu hagsmuna. Þó svo að leiðtogar aðskilnaðarsinna og rússnesk stjórnvöld kjósi að nota orðræðu þjóðernis- og tungumálahópa sem ramma utan um deiluna er hann ekki endilega réttur. Með því að nálgast deiluna frá þessum sjónarhóli er því haldið fram að það að tilheyra einhverjum þjóðernishópi sé gefin stærð og að hægt sé að nota hópinn sem verkfæri til að greina deiluna af skynsamlegu viti. Þessi nálgun gefur sér einnig að hver 01/05 áliT


og einn einstaklingur tilheyri einum einstökum þjóðernishópi. Loks er verið að tengja þjóðernishugtakið við öryggi einstaklinganna og ýjað að því að hægt væri að koma í veg fyrir átök á borð við þau sem nú eiga sér stað í AusturÚkraínu ef hver þjóðernis- og tungumálahópur hefði yfir sínu „heimalandi“ að ráða. Rökrétt afleiðing „Engin sátt slíks hugsunarháttar er þjóðernishreinsanir og ríkir um lausn kúgun minnihlutahópa. Fyrir utan siðferðislega annmarka þessarar þessara deilna nálgunar er hún órökrétt. Í síðasta manntali en deiluaðilar Úkraínu frá árinu 2001 sögðust tæplega 40 hreyfa ekki við prósent íbúa Donetsk-héraðs vera úkraínskir en ríkjandi ástandi færri en helmingur þeirra sagði úkraínsku vera móðurmál sitt. Í lok tíunda áratugarins voru og er því fjallað gerðar kannanir á tungumálanotkun í Úkraínu um þessar deilur þar sem á bilinu 15-23 prósent aðspurðra sögðust sem frosin átök.“ vera tvítyngd á úkraínsku og rússnesku. Í sömu könnunum sögðust 33-46 prósent landsmanna aðallega notast við rússnesku í daglegu tali en 23 prósent sögðust vera af rússnesku bergi brotin. Þessar tölur sýna að orðræðurammi þjóðernis- og tungumálahópa heldur ekki þegar fjallað er um átökin í Austur-Úkraínu; margbrotin sjálfsvitund íbúanna leyfir ekki slíka einföldun. Hann þjónar mun frekar þeim tilgangi að réttlæta átökin og dylja það sem liggur að baki deilunni, sem er hagsmunabarátta deiluaðilanna. hagsmunir rússlands í úkraínu Þó svo að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi látið þau orð falla að hann telji upplausn Sovétríkjanna vera mestu landfræðipólitísku hamfarir 20. aldarinnar verður að teljast ólíklegt að markmið hans með íhlutun í Úkraínu sé allsherjar endurskipulagning landamæra Austur-Evrópu. Innlimun Krímskaga í Rússland í maí síðastliðnum er líklegast einstakt atvik sem kom til vegna hernaðarlegs mikilvægis skagans og tækifæris sem skapaðist í upplausnarástandi í kjölfar sjálfskipaðrar útlegðar Viktors Janúkóvits, þáverandi forseta Úkraínu, í byrjun árs. 02/05 áliT


Líklegra verður að telja að markmið rússneskra stjórnvalda sé að koma upp nokkurs konar stuðpúða á milli sín og aðildarríkja Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Síðan rússnesk stjórnvöld hafa endurheimt sjálfstraustið eftir fall Sovétríkjanna hafa þau ekki dregið dul á að þau líta á fyrrverandi Sovétlýðveldin sem sitt áhrifasvæði. Þessi ríki eru í daglegu tali kölluð „nærri útlönd“ í þeim skilningi að þó svo að þau séu ekki formlega hluti af Rússlandi séu þau fylgiríki þess. Í tilfelli Úkraínu er það lýsandi að í rússneskri málnotkun er gjarnan talað um að vera „á“ Úkraínu en ekki „í“ Úkraínu. Nafnið „Úkraína“ þýðir eitthvað í líkingu við „landamæri“ og í þessu samhengi er merkingin sú að hver sem er á Úkraínu er innan marka Rússlands í andlegum skilningi. Í Kænugarði er þessi málnotkun túlkuð sem aðför að sjálfstæði ríkisins. frosin átök Til þess að tryggja að leið Úkraínu að ESB og NATO verði lokuð næstu áratugina þjónar það hagsmunum rússneskra stjórnvalda að deilan dragist á langinn án þess að annar hvor deiluaðilanna nái fram endanlegum markmiðum sínum, aðskilnaði frá Úkraínu eða fullnaðarsigri á aðskilnaðarsinnum. Langvinn átök eru sorgleg arfleifð Sovétríkjanna. Frá suðurhluta Kákásus-svæðisins til vesturstrandar Svartahafs vinnur Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) að lausn þriggja aðskilnaðardeilna sem rekja má til upplausnar Sovétríkjanna. Engin sátt ríkir um lausn þessara deilna en deiluaðilar hreyfa ekki við ríkjandi ástandi og er því fjallað um þessar deilur sem frosin átök. Umfram allt hefur ÖSE stöðugleika alþjóðakerfisins að leiðarljósi og vinnur að því að koma í veg fyrir að vopnuð átök brjótist út þegar undirliggjandi deilur eru óleystar. Stofnunin er samráðsvettvangur 57 þátttökuríkja frá Vancouver til Vladivostok og felst styrkur hennar í því að halda samskiptaleiðum opnum þegar slær í brýnu á milli ríkja. Þar sem allar ákvarðanir eru teknar samhljóða ræðast þátttökuríkin við í augnhæð. Þetta fyrirkomulag er líka helsti 03/05 áliT


veikleiki ÖSE, þar sem hvert og eitt ríki hefur í rauninni neitunarvald og útkoman því gjarnan lægsti samnefnari. Vegna þessarar sérstöðu er oftast hægt að koma böndum á átök sem blossa upp á milli þátttökuríkja með því að setja þau í sérstakt ferli innan ÖSE en nánast vonlaust er að finna endanlega lausn á þeim. hagsmunir kænugarðs Tíminn vinnur gegn úkraínskum stjórnvöldum í átökunum, þar sem stuðningur við stjórnvöld í Kænugarði mun þverra eftir því sem líður á haustið og almenningur finnur fyrir áhrifum hefts innflutnings á rússnesku gasi. Einnig reynir á þolinmæði auðmanna í austurhluta landsins, þar sem vopnuð átök koma illa niður á efnahag svæðisins og takmarka gróða viðskiptamanna og verksmiðjueigenda. Auk þess hefur Rússland gefið til kynna að það muni hefta innflutning á landbúnaðarafurðum frá Úkraínu, en slíkar aðgerðir kæmu helst niður á landbúnaðarsvæðum í vesturhluta landsins og myndu grafa undan stuðningi við stjórnvöld. Það er því skiljanlegt að úkraínsk stjórnvöld kjósi að sækja áfram með fullum þunga þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hvetji þau til friðarviðræðna við aðskilnaðarsinna. Til þess að tryggja það að deilan í Austur-Úkraínu dragist sem mest á langinn þurfa rússnesk stjórnvöld hins vegar að styðja við bakið á aðskilaðarsinnum og aðstoða þá við að halda uppi hernaðaraðgerðum í Donetsk- og Lugansk-héruðum. Bein hernaðarleg íhlutun er hins vegar of kostnaðarsöm, bæði efnahagslega og pólitískt, til að rússneski herinn fari opinberlega yfir landamæri Úkraínu. Samtímis hvetur Kreml til þess að lausn deilunnar verði komið í diplómatískan farveg og leggur áherslu á mikilvægi ÖSE við lausn hennar og við eftirlit á svæðinu. Með þessari tvöföldu nálgun fylgja rússnesk stjórnvöld því langtímamarkmiði að ýta undir óstöðugleika í Úkraínu, gera ríkinu þannig ófært að taka virkan þátt í vestrænni samvinnu og tryggja áhrif sín á stefnumótun í Kænugarði.

04/05 áliT


hagsmunir Íslands Jafnvel þótt það verði að teljast nánast óhugsandi að ÖSE finni lausn á deilunni í Austur-Úkraínu getur aðkoma stofnunarinnar verið mikilvæg á tvo máta. Reynslan sýnir að aðkoma ÖSE að vopnuðum átökum getur „Líklegra verður verið til þess fallin að draga úr ofbeldi og hörku að telja að mark- átakanna. Fyrir utan stríðið í Georgíu árið 2008 hafa ekki brotist út meiriháttar vopnuð átök mið rússneskra í tengslum við þau frosnu átök sem stofnunin stjórnvalda sé vinnur að lausn að. Með því að gera Krímað koma upp skaga hluta af ferli innan ÖSE gæfist alþjóðafæri á því að neita innlimun hans í nokkurs konar samfélaginu Rússland lögmætis á skýrari hátt en nú er gert. stuðpúða á milli Fyrir mjög smátt ríki eins og Ísland er sín og aðildar- mikilvægt að berjast gegn því að hervaldi sé ríkja Evrópu- beitt í samskiptum ríkja og styðja við pólitískar lausnir á alþjóðlegum deilumálum, sem byggja sambandsins á alþjóðalögum og venjum alþjóðasamfélagsins. og Atlantshafs- Að þessu leyti virðast íslensk stjórnvöld vera bandalagsins.“ á réttri braut í Úkraínudeilunni, en utanríkisráðuneytið hefur tvisvar þegið boð úkraínskra stjórnvalda að kynna sér ástand mála í austurhluta landsins innan ramma samþykkta ÖSE og Ísland tekur virkan þátt í eftirliti stofnunarinnar í landinu. Íslensk stjórnvöld ættu að halda áfram uppbyggilegri aðkomu að deilunni auk þess að styðja við ferli sem miða að því að halda Krímskaga innan ramma friðarumleitana. Það er á ábyrgð utanríkisráðherra að standa vörð um gildi sem eru herlausu smáríki lífsnauðsynleg. Að sama skapi bera fjölmiðlar ábyrgð á því að fjalla um alþjóðlegar deilur og átök af fagmennsku og ættu þeir að forðast að taka upp orðræðu deiluaðila gagnrýnislaust. Aðeins þannig skapast andrými fyrir upplýsta umræðu sem getur lagt sitt af mörkum til lausnar slíkra deilna.

05/05 áliT


áliT

pétur halldórsson kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins

kjarninn 17. júlí 2014

losum minna og bindum meira Nytjaskógrækt er ein aðferð til að ná markmiðum í loftslagsmálum, en nýta þarf sem flestar leiðir.

f

njóskadalur er glæsilegur dalur með margbreytilegu umhverfi. Um dalinn rennur ein lengsta og vatnsmesta dragá landsins og heitir Fnjóská eftir feysknum trjábolum sem trúlega hafa legið á bökkum hennar þegar menn komu fyrst í dalinn. Margar sætar æskuminningar á ég frá því þegar ekið var gamla Vaðlaheiðarveginn á sumrin á leið til ættingja í Reykjadal. Þá dáðumst við að Vaglaskógi ofan úr Vaðlaheiði en ég fékk að heyra líka að eitt sinn fyrir ekki svo löngu hefði myndarlegur birkiskógur teygt sig yfir hjá Hálsi og inn í Ljósavatnsskarð. Mennirnir hefðu eytt skóginum með sauðfjárbeit og skógarhöggi. Á þessum árum var Vaglaskógur afmarkaður í landinu og eins skógarnir innar í dalnum. Ekki sáust tré utan þessara skóga nema kannski lítils háttar heima við bæi. Um daginn var ég í Fnjóskadal og dásamaði með ferðafélögum mínum allan 01/09 áliT


þann skóg sem nú breiðist út um dalinn báðum megin árinnar þökk sé minnkandi beit og hlýjum sumrum. Svona er þetta orðið víða á láglendi Íslands. Birkiskógar landsins breiðast víða hratt út og nýjar tölur um útbreiðslu birkiskóganna verða birtar í haust eða vetur. Eftirtektarvert er að aka um Bárðardal líka. Þar er birkið í mikilli sókn enda „Jafnvel þótt búskapur orðinn æði lítill í dalnum miðað við skógræktarfólk það sem áður var. Í hlíðinni ofan við bæinn Hlíðskóga var ekkert birki þegar sauðfjárbúskap tali fyrir því að var hætt þar fyrir rúmum áratug. Nú er að verða ræktun hraðvax- illfært þar um fyrir birkinu. Það hefur beðið í inna og hávax- sverðinum og rokið upp þegar beitinni linnti. Dæmin eru víða um land.

inna trjátegunda sé vænleg leið til kolefnisbindingar þýðir það ekki að skógræktarfólki finnist þar með að kolefnisvandinn sé leystur.“

skógrækt er ein af leiðunum Í vefritið Kjarnann 3. júlí skrifar Snorri Baldursson, líffræðingur og stjórnandi hjá Vatnajökulsþjóðgarði, og gagnrýnir frétt Ríkisútvarpsins með fyrirsögninni „Hægt að ná markmiðum með skógrækt“. Í fréttinni var rætt við Arnór Snorrason, skógfræðing á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Fram kom að ná mætti með skógrækt verulegum hluta þeirra markmiða sem Íslendingar hafa nú sett sér um kolefnisbindingu. Snorri gagnrýnir að ekki skyldi minnst á aðra möguleika en skógrækt í fréttinni, svo sem að draga mætti úr koltvísýringslosun frá samgöngutækjum og iðnaði. Í fréttinni var skógrækt til umfjöllunar en ekki samgöngur eða iðnaður. Ekki var því haldið fram að skógrækt ætti að vera eina leiðin að þessu kolefnismarkmiði Íslendinga heldur að hún væri áhrifarík leið sem vert væri að fara. Sömuleiðis talaði Arnór um að eftir hrun hefðu framlög til skógræktar á Íslandi dregist saman um helming, sem er alveg rétt. Miðað við núverandi framlög til skógræktar er sýnt að markmið þau sem sett voru í lögum um landshlutaverkefni í skógrækt, að klæða 5% láglendis undir 400 metrum skógi á 40 árum, 02/09 áliT


nást ekki að óbreyttu. Í Eyjafirði innan Akureyrar, að landi Akureyrarbæjar meðtöldu, er skógarþekja nú 4,5% og þykir engum of mikill skógur. Verðum að minnka losun en líka að binda Jafnvel þótt skógræktarfólk tali fyrir því að ræktun hraðvaxinna og hávaxinna trjátegunda sé vænleg leið til kolefnisbindingar þýðir það ekki að skógræktarfólki finnist þar með að kolefnisvandinn sé leystur. Það þýðir ekki heldur að þar með sé skógræktarfólk á móti náttúrlegri útbreiðslu birkis. Síður en svo, því nóg land er fyrir hvort tveggja. Að sjálfsögðu verður líka að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og það mun hraðar en gert hefur verið hingað til. Það hefur þó reynst þjóðum heims erfitt öðruvísi en að því fylgi einnig samdráttur í efnahagslífinu. Svo gleymist gjarnan allt það kolefni sem hefur verið losað út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu, raunar allt frá því að menn fóru að ryðja skóg til landbúnaðar fyrir þúsundum ára. Í verstu tilfellunum varð landið að eyðimörk og þá losnaði enn meira kolefni. Við verðum að binda sem mest við getum af því kolefni sem þegar hefur verið losað jafnhliða því sem við drögum úr losun okkar nú og í framtíðinni. Skógrækt er öflug leið til þess. Íslendingar eiga mikið land sem nýta má til nytjaskógræktar án þess að það komi niður á annarri landnýtingu eins og hefðbundnum landbúnaði og ferðamennsku eða setji náttúruverndarsvæði í hættu.

03/09 áliT


25%, lítið eða mikið? Í grein sinni í Kjarnanum notar Snorri Baldursson atviksorðið „aðeins“ um þá kolefnisbindingu sem næst í gróðursettum nýskógum á Íslandi árið 2020 ef fram fer sem horfir. Tölurnar eru úr skýrslu sérfræðinga sem unnin var fyrir umhverfisráðuneytið 2009. Þetta „aðeins“ samsvarar þó 25 prósentum nauðsynlegs samdráttar í kolefnislosun. Sjálfur myndi ég nota um þetta orð eins og „talsvert“ eða jafnvel „mikið“. Bindingin nemur 220.000 tonnum og í þessu felst að ef við hefðum verið fjórfalt duglegri að rækta skóg hefðum við náð að binda kolefni sem nam öllum þeim samdrætti sem við tókum á okkur. Rétt er hjá Snorra að skógrækt er aðeins ein þeirra leiða sem unnt er að beita í baráttunni gegn auknu hlutfalli gróðurhúsalofts í lofthjúpi jarðarinnar. Hann nefnir endurheimt votlendis og enn sé hverfandi lítið gert af því. Hægt sé að bleyta upp í fjórðungi framræsts lands á allra næstu árum án þess að það komi niður á landbúnaði. Þar með megi draga úr losun sem nemur 400.000 kolefnistonnum en þá á Snorri væntanlega við koltvísýring. Með þessu sé hægt að uppfylla helming Kyoto-markmiðsins árið 2020. Þetta hljómar vissulega vel en á það má benda að megnið af framræstu landi hérlendis sem ekki hefur verið breytt í tún er nú notað til beitar og er með öðrum orðum í notkun í landbúnaði. Óvíst er að landeigendur, sem víða eru margir um sömu mýrina, vilji þetta. Ef bleytt er upp í framræstu landi minnkar sá gróður sem nýtist skepnum. Einnig má benda á að binding gróðurhúsalofttegunda með mýrarbleytingu er mjög óörugg aðferð og illa þekkt. Jafnframt virðist lítill áhugi vera á því hjá landeigendum að bleyta upp mýrar. Fáir brugðust við ákalli um slíkt fyrir nokkrum árum þótt vel heppnuð dæmi megi nefna eins og Gauksmýrartjörn í Línakradal. Nýtt ár kemur eftir árið 2020 og áfram streymir endalaust. Hvort markmið um samdrátt og bindingu nást fyrir 2020 verður að koma í ljós en við þurfum að halda áfram. Með því að rækta skóg lítum við lengra fram á veginn. Tré sem ekki er gróðursett bindur ekki kolefni. Ef flóð verður og kjallarinn 04/09 áliT


minn fyllist af vatni þarf ég ekki bara að stöðva rennslið inn í kjallarann. Ég þarf líka að dæla upp úr honum. Snorri segir að forvarnir séu yfirleitt betri en lækning en hér duga ekki forvarnir einar. Kolefnislosun í heiminum mun dragast saman á endanum en vegna þess að það gerist allt of hægt verðum við að dæla upp úr kjallaranum líka og binda kolefni. Það geta trén gert. Meiri útbreiðsla skóga á jörðinni getur læknað jörðina. náttúruarfur og óspillt náttúra Snorri vitnar í fræga grein sem Halldór Laxness birti á gamlársdag 1970 undir heitinu „Hernaðurinn gegn landinu“. En Halldór gagnrýndi líka í greininni það skrum sem fælist í þeirri ímynd að á Íslandi „gefi að líta óspilta náttúru“. Af þeim orðum Halldórs að Íslandi hafi verið „spilt á umliðnum öldum samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp“ má heldur ekki greina nokkra andúð hans á ræktun landsins: „Af öfugmælanáttúru sem íslendíngum er lagin kappkosta sumir okkar nú að boða þá kenníngu innan lands og utan, einkum og sérílagi þó í ferðaauglýsingum og öðrum fróðleik handa útlendíngum, að Ísland sé svo landa að þar gefi á að líta óspilta náttúru. Margur reynir að svæfa minnimáttarkend með skrumi og má vera að okkur sé nokkur vorkunn í þessum pósti. Hið sanna í málinu vita þó allir sem vita vilja, að Ísland er eina landið í Evrópu sem er gerspilt af mannavöldum. Því hefur verið spilt á umliðnum þúsund árum samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp. Nokkur svæði í miðjarðarhafslöndum Evrópu, einkum Grikkland, komast því næst að þola samanburð við Ísland að því er snertir spillíngu lands af mannavöldum.“ Með ofbeit sauðfjár hurfu birkiskógar landsins að mestu, skógar sem þöktu 40–45 prósent landsins við landnám. Þegar skógarnir voru horfnir gátu eyðingaröflin séð um afganginn og eyðimerkur urðu áberandi einkenni landslagsins. Enn er þó mikið lífrænt efni að rotna í jarðvegi margra íslenskra auðna og þegar það rotnar losnar kolefni. Ef við ræktum upp auðnirnar gerist aðallega tvennt, losunin stöðvast og 05/09 áliT


binding hefst í staðinn. Ef við ræktum þær upp með framleiðslumiklum trjám tryggjum við árangur uppgræðslunnar til langs tíma og bindum enn meira kolefni, bæði í trjánum og í jarðveginum. Þar fyrir utan verða til mikil verðmæti í skóginum. Ef nytjaskógur er ræktaður fást verðmæti strax við fyrstu grisjun. Þessi verðmæti má selja kísiliðnaðinum og sá trjáviður kemur þá í stað innflutts viðar sem fluttur hefur verið um langan veg með tilheyrandi útblæstri koltvísýrings.

Endurgerð náttúra Snorri ræðir á rómantískan hátt um hugtakið vistheimt, aðgerðir sem miða að því að endurskapa sams konar eða sambærileg vistkerfi og spillst hafa. Lífríkið breytist með stórvöxnum trjátegundum, segir hann. Það er alveg rétt. En Fnjóskadalur breytist líka mikið núna þegar birkið veður upp um allar hlíðar. Þar er sjálfkrafa vistheimt í gangi og eins í Bárðardal. Snorri segir að Skógasandur og Mýrdalssandur séu „einn bylgjandi lúpínuakur næst vegi, blár í júní, annars grænn, þar sem áður var svartur sandur. Ekki er enn hægt að spá fyrir með vissu hvers konar gróðurlendi eða vistkerfi slík landgræðsla skapar á endanum“. Samt er það vitað og 06/09 áliT


staðfest að lúpína hörfar úr landi fyrir öðrum gróðri þegar hún hefur búið til niturríkan jarðveg sem dugar til dæmis birki til vaxtar. Mikið er gert úr því að skógarkerfill taki sums staðar við af lúpínu en ekki er síður algengt að blágresi, brennisóley, sigurskúfur og hvönn geri það, tegundir sem kallaðar eru alíslenskar. Og ekki er heldur sjaldgæft að finna reynivið, víði og birki í lúpínubreiðum. Birki Bæjarstaðaskógar hefur nú breitt sig út þangað sem margir óttuðust að lúpínan hefði tekið völdin. Þegar land er friðað fyrir beit vex ekki upp hinn snöggbitni mela- og móagróður sem mörgum finnst vera íslenskt gróðurfar heldur verður landið smám saman skógi vaxið með hávöxnum jurtum í skógarbotninum. Þetta á við víðast hvar á láglendi og gerist hraðar ef „stórkarlalegar“ aðferðir, svo sem lúpínusáning eða gróðursetning stórvaxinna trjáa, eru notaðar, hægar ef stólað er á sjálfsáningu. Vilji menn viðhalda mela- og móagróðri þarf að viðhalda sauðfjárbeit. Óvíst er að beit fari minnkandi á næstu árum og ekki eru horfur á að skipulagi beitar verði breytt þannig að betur sé farið með landið. Skógar, lúpínubreiður og annar „stórkarlalegur“ gróður verður því áfram takmarkaður við svæði sem sérstaklega eru friðuð fyrir beit og þau verða takmörkuð umfangs. Ótti við að melar og móar hverfi er því ástæðulaus. Í Danmörku er einum manni sérstaklega borgað fyrir að vera með fé til að viðhalda síðasta lyngmóanum á Jótlandi, að því er virðist svo fólk geti séð hversu rýrar jósku heiðarnar voru einu sinni. Annars myndi fólk ekki trúa því. Því miður er langt í að svo verði hér. maður og náttúra Náttúra Íslands er að langmestu leyti mörkuð búsetu mannsins hér í 1.100 ár. Meira að segja jöklarnir minnka þótt það sé mannkyni öllu að kenna, ekki Íslendingum einum. Markmið nytjaskógræktar eru margvísleg, ekki einungis að binda kolefni eða græða land. Markmiðið er ekki síst að skapa verðmæti. Þessi verðmæti sjáum við nú þegar í sölu grisjunarviðar til Elkem á Grundartanga, sem dregur 07/09 áliT


úr innflutningi trjáviðar til þessara nota, bætir þar með gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, styrkir skógrækt í landinu, eflir byggð í dreifbýli og stuðlar að því að lokauppskeran úr skóginum verði í fyllingu tímans meiri að magni og gæðum en líka verðmætari. Ræktaðir skógar þekja nú um 0,4% landsins og talsvert af því eru birkiskógar. Villtir birkiskógar eru á rúmu prósenti landsins. Illa eða ógróið land á láglendi Íslands þekur hins vegar 12% landsins, eða um 12 þúsund ferkílómetra. Mikið af þessu landi, einkum sandar Suðurlands, hentar mjög vel til skógræktar. Þar er hægt að slá margar flugur í einu höggi, stöðva kolefnislosun úr jarðvegi og uppblástur lands, binda kolefni í nýjum gróðri, skapa auðug og fjölbreytileg vistkerfi, mynda skjól og búa til verðmæta auðlind komandi kynslóðum til nytja. Af 1.000 hekturum 50–70 ára gamals nytjaskógar má uppskera trjávið fyrir að minnsta kosti tvo milljarða króna. Þá er ótalinn allur arðurinn sem fengist hefur fram að því með grisjunarviði og líka öll kolefnisbindingin í skóginum, atvinna, skjól o.s.frv. alþjóðlegi vinkillinn Undir þessari millifyrirsögn setur Snorri fram þá túlkun að nytjaskógrækt með hávöxnum trjám sé brot á alþjóðlegum sáttmálum. Hann rökstyður ekki hvernig nytjaskógrækt getur stofnað líffjölbreytni í hættu. Þvert á móti má færa rök fyrir því að innfluttar trjátegundir auki líffjölbreytni á landinu með öllu því jurta, dýra- og sveppalífi sem þeim fylgir. Ekki er auðvelt að koma auga á vísbendingar um að nytjaskógrækt komi í veg fyrir að við getum verndað villt dýr og plöntur á Íslandi. Hvernig nytjaskógrækt gengur í berhögg við alþjóðlega samninga er ekki gott að sjá heldur. Hins vegar er skiljanlegt að fólk sé á móti barrskógum ef því finnst þeir ljótir. Um smekk er vandi að deila. Enn erfiðara er þó að finna út hvað kalla megi sannan íslenskan náttúruarf. Náttúran breytist. Við höfum breytt náttúrunni í 1.100 ár og snúum aldrei til baka til einhvers sem var, sama hvað við gerum. Og hvernig ættum við að ákveða hvar á stigi 08/09 áliT


þróunarinnar hið æskilega náttúrufar er sem við vildum snúa aftur til? Er eitt ártal betra en annað í því? Unnendur íslenskrar náttúru þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að birkiskógar, sem Snorri Baldursson kallar náttúru- og menningararf okkar, séu í hættu. Birkiskógar munu breiðast út á komandi tíð með minnkandi beit sauðfjár og hlýnandi loftslagi. Þeir munu stækka hraðar en nytjaskógarnir. Barrviðarskógar munu ekki bera birkiskógana ofurliði næstu aldirnar, jafnvel þótt við ákveðum að taka nokkur prósent landsins undir nytjaskóga með barrviði. Á endanum gæti samt farið svo, kannski eftir önnur 1.100 ár, að Ísland yrði eins og Skandinavía, að mestu vaxið barrviði en birkiskógar yxu aðallega til fjalla. Því munu íbúar landsins venjast smám saman og ekki vilja sleppa hendinni af skógum sínum. Þá skipta tilfinningar okkar sem nú lifum ekki máli. Í Ársriti Skógræktar ríkisins sem er nýkomið út er forvitnileg grein eftir Björn Traustason, Þorberg Hjalta Jónsson og Bjarka Þór Kjartansson, sérfræðinga á Mógilsá, þar sem fram kemur að ef meðalhiti á Íslandi hækkar um 2 °C hækki skógarmörk á Íslandi svo mikið að birki geti vaxið á mestöllu hálendi Íslands. Birkið, flóra Íslands og annar náttúruarfur virðist því ekki í neinni hættu. græðum jörðina Mikilvægt er að jarðarbúar græði upp auðnir og gróðurlítil svæði. Rétt eins og þjóðir hafa skyldum að gegna við náttúruarf sinn, að gæta þess að einkennandi jurtir og vistkerfi varðveitist, má líta svo á að þær þjóðir sem eiga auðnir sem orðið hafa til af mannavöldum hafi skyldum að gegna við mannkynið – og jörðina sjálfa – að klæða þessar manngerðu auðnir gróðri aftur. Ásamt því að stöðva fólksfjölgun, hætta losun gróðurhúsalofttegunda og láta af ósjálfbærum lifnaðarháttum hlýtur mannkyninu að bera skylda til að rækta gróður sem tryggir að áfram verði hægt að lifa á jörðinni. Ísland er á jörðinni.

09/09 áliT


pisTill

árni helgason lögfræðingur

kjarninn 17. júlí 2014

kynslóðin sem er ekki mætt Árni Helgason skrifar um ósýnilegu kynslóðina, fólk í kringum þrítugt sem horfir á sama fólkið við völd.

é

g tilheyri kynslóð sem er nánast ósýnileg í stjórnmálum í dag. Þó að þjóðmálaumræðan bjóði upp á stöðugt framboð af sama fólkinu og sama karpinu og fyrir hrun bólar lítið á fólki í kringum þrítugt, sem þó fór einna verst út úr hremmingum síðustu

ára. Áhrif þessarar kynslóðar eru reyndar svo lítil að það er nánast vandræðalegt. Mörg af þeim nöfnum sem við heyrum ennþá daglega í umræðunni voru komin í áhrifastöður um og upp úr þrítugu – Davíð Oddsson varð borgarstjóri 34 ára, Ólafur Ragnar Grímsson varð prófessor í stjórnmálafræði 30 ára og var kominn á þing 35 ára, Þorsteinn Pálsson varð formaður Sjálfstæðisflokksins 36 ára, Styrmir Gunnarsson varð ritstjóri Moggans 34 ára og Steingrímur J. var kominn á þing 27 ára og orðinn ráðherra 32 ára. Ekki málið í þá daga.

01/04 pisTill


örfáir undir fertugu Í Sjálfstæðisflokknum í dag er einn þingmaður undir fertugu, í Samfylkingunni er yngsti þingmaðurinn 39 ára og í Vinstri grænum er formaður flokksins í leiðinni langyngsti þingmaðurinn, 38 ára og eini þingmaður flokksins sem er yngri en 45 ára. Tveir þingmenn á öllu þinginu eru undir 35 ára aldri og búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu svæði búa samt um 106 þúsund manns undir 35 ára aldri, þar af rúmlega helmingur á kosningaaldri. Í sex stórum sveitar„Markmiðið var félögum á höfuðborgarsvæðinu voru í vor kjörnfjórir bæjar-/borgarfulltrúar af alls 64 (rúm 6 kaupmáttur og ir prósent) sem voru undir 35 ára aldri (tveir þeirra nóg af honum verða 35 ára á árinu) og alls níu fulltrúar undir og hún kaus til fertugu. Samt er meirihluti Íslendinga undir áhrifa stjórn- fertugu. Það er kannski til að fanga tíðarandann málamenn í sam- ágætlega að við erum með forsætisráðherra sem ræmi við þetta.“ er enn á fertugsaldri í þeim skilningi að það eru innan við fjörutíu ár frá því að hann fæddist. Ekkert annað við hann er á fertugsaldri og hann er einarður talsmaður gömlu gildanna. Spyrjið bara eitruðu steranautin sem Costco selur Bandaríkjamönnunum. Íslenski draumurinn Hvernig stendur á því að heil kynslóð er nánast ekki með? Kannski vandist hún því bara að Davíð og samtímamenn hans sæju um pólitíkina en sennilega hafa atburðir síðustu ára og karpið í kringum þá gert það að verkum að stór hópur fólks er orðinn algerlega ónæmur fyrir stjórnmálum og stjórnmálaþátttöku. Íslendingar hafa átt sína eigin útgáfu af bandaríska draumnum, eins konar íslenskan draum. Kynslóðin sem var um þrítugt á níunda og tíunda áratugnum lifði eftir ákveðnum gildum; að eignast rúmgott sérbýli, einhvers konar útgáfu af jeppa/ling og sumarbústað með heitum potti ásamt því að komast reglulega á sólarströnd. Til þess þurfti 02/04 pisTill


að virkja, framleiða ál og kaupa hlutabréf. Markmiðið var kaupmáttur og nóg af honum og hún kaus til áhrifa stjórnmálamenn í samræmi við þetta. Það var einhver einfaldleiki við þetta sem er ekki til staðar í dag. Tilveran hjá kynslóðinni sem er núna um þrítugt er orðin miklu flóknari og óskýrari. Prógrammið sem þessi kynslóð átti að ganga inn í að námi loknu gekk ekki upp – 90% húsnæðislánið frá bankanum og gengistryggða „Hvernig stend- bílalánið frá Lýsingu reyndist ekki vera mjög ur á því að heil rausnarlegur heimanmundur, heldur nokkurra milljóna króna myllusteinn um hálsinn sem fólk kynslóð er nán- neyddist í mörgum tilfellum til að taka á sig. ast ekki með?“ Sparnaðurinn og/eða fyrirframgreiddi arfurinn hvarf og við tóku erfið ár í að berjast í gegnum hrunið. Þessi kynslóð þurfti að sætta sig við miklu hærra atvinnuleysi en þekkst hefur hér á landi, en atvinnuleysi bitnar oftar en ekki verst á þeim yngstu á vinnumarkaði. Enn er dýrt að lifa og hjá mörgum duga launin ekki fyrir öðru en því allra nauðsynlegasta. refresh? Það er svolítið erfitt að vita hverju á að treysta núna. Eigum við að ýta á refresh-takkann og taka annan snúning á þessu hjóli, þ.e. steypa okkur í skuldir sem nánast öll mannsævin fer í að borga af með tilheyrandi áhættu á skakkaföllum síðar meir sem lendir öll hjá lántakanum? Svo bara virkjum við til þess að það sé nóg atvinna þannig að allir eigi fyrir afborgununum? Skiljanlega eru ekki margir tilbúnir að stökkva fram og boða þessa framtíð. Kannski á bara að prófa að gera eitthvað allt annað en hvað það á að vera hefur ekki enn komið í ljós. að bjarga heiminum... eða bara sleppa því Heimsmyndin er líka orðin flóknari og það er ekki jafnskýrt og áður hverjir eru góðu kallarnir. Við erum orðin miklu meðvitaðri um vandamál heimsins, sem eru aldrei lengra frá okkur en sem nemur einum netrúnt í ágræddum 03/04 pisTill


snjallsímanum. Þar fáum við stöðugar upplýsingar um allar hörmungar heimsins. Og jafnvel þótt maður taki sig til og reyni að gera eitthvað í öllum þessum vandamálum er allt svo snúið. Þú getur skráð þig í UNICEF, mætt á fund og byrjað að borga mánaðarlega til þess eins að lesa skömmu síðar í einhverri gáfumannabók að þróunaraðstoð geri í raun og veru ekki neitt og það sé betra að sleppa henni. Eftir stendur kynslóð sem er umkringd af fleiri spurningum en svörum. Fyrir hvert framtak eru miklu fleiri vandamál. Sá sem ætlar að stofna verksmiðju í dag fær ekki klapp á bakið fyrir að reyna heldur fyrirspurn um hvort hann hati umhverfið. Kannski er bara einfaldast að gera ekki neitt? hið eilífa uppgjör Kynslóðir feta yfirleitt sama ferlið – á einhverjum tímapunkti gerir nýja kynslóðin upp við þá sem fyrir er, færir tiltekin viðhorf til nútímans þannig að þau verða að nýjum viðmiðum alveg þar til næsta kynslóð á eftir tekur yfir. Kynslóðin sem er núna um þrítugt er enn óskrifað blað. Henni finnst sjálfsagt margt þurfa að breytast en þrátt fyrir að vera best menntaða og upplýsta kynslóðin virðist hún ætla að gera lítið annað en að halla sér aftur og hrista hausinn yfir þessum heimi sem henni er ætlað að taka við. Nema kannski skrifa einn kaldhæðinn status um málið.

04/04 pisTill


kjarninn 17. júlí 2014

01/01 græjur

snorri björnsson Ljósmyndari „ég nota iPhone5“

VsCoCam

CodeCademy

shazam

Enn eitt filteraforritið en er að mínu mati með langbestu filterana sem þú getur svo breytt og bætt eftir eigin höfði. Svo úthlutar VSCO þér þinni eigin heimasíðu.

Þar sem mig hefur lengi dreymt um að læra forritun hittir Codecademy-vefsíðan og appið beint í mark. Falleg uppsetning og kennslan upp á 10.

Þetta er búið að vera staðalbúnaður í öllum þeim snjallsímum sem ég hef átt. Shazam tekur upp hljóðbút úr lagi og skilar þér nafni og höfundi lagsins.

Tækni Smelltu Tile á hlutina sem þú mátt ekki týna Fyrr í sumar kynnti nýsköpunarfyrirtækið Tile hugmynd sína fyrir heiminum. Hugmyndin er einföld og felst í því að fólk geti með sérstöku í appi í símanum sínum fundið hlutina sína, hvort sem þeir eru týndir eða gleymdir. Aðeins þarf að smella litlu spjaldi, alls ekki ósvipuðu lyklakippu, á lykla, töskur, veski eða jafnvel hjól og virkja það í appinu. Síminn þinn mun svo vera í sambandið við litla spjaldið og sýna þér hvar hlutina er að finna. Tile losar þig því undan fornleifauppgreftri milli sófapúða eða áminningu um hreingerningu undir kommóðunni. Kynntu þér málið betur á www.thetileapp.com. bþh Tengingu milli Tile-flögunnar og appsins er komið á með Bluetooth 4.0. Nýjustu iPhone-símar og fullkomnustu Androidsímar koma með þá tækni innbyggða. Appið og flagan halda tengingu í rúma 40 metra radíus frá hvort öðru. Sé eitthvað lengra í burtu þarf að reiða sig á app annarra til að staðsetja hlutina.

01/01 græjur


kjarninn 17. júlí 2014

01/05 Umhverfismál

hvað varð um ósongatið? Helsta umhverfisvá sem mannkynið stóð frammi fyrir áður en hlýnun jarðar varð aðalatriðið var eyðing ósons í lofthjúpi jarðar. En hvernig endaði það mál? umhVErfismál Birgir Þór Harðarson L @ofurbiggi

Þ

eir ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum, vísindamennirnir á suðurpólnum sem voru að gera rannsóknir á lofthjúpi jarðar árið 1985. Fyrsta mælingin sýndi svo lítið magn ósons yfir hausunum á þeim að mælitækin hlutu að vera biluð. Nokkrum mánuðum síðar bárust ný mælitæki og sýndu sömu niðurstöður: Magn ósons yfir heimskautinu var svo lítið að af því hlyti að steðja vá. Svona segja áhugamenn um gatið á ósonlaginu söguna um hvernig þetta vandamál varð fyrst viðurkennt í fræðasamfélaginu. Aukin þynning ósonlagsins hafði verið til 01/05 umhVErfismál


umræðu í um áratug áður, en aldrei höfðu fengist eins dramatískar mælingar og árið 1985. Um svipað leyti var að verða mikil vitundarvakning um umgengni mannfólks á jörðinni. Ári eftir að sannað var að ósonlagið var götótt sprakk heill kjarnaofn í Úkraínu og mengaði gríðarstórt landsvæði svo að þar verður ekki hægt að búa næstu 600 árin. Þremur árum síðar kom í ljós að gríðarstór ruslaeyja flýtur með hafstraumum Kyrrahafsins og nú, rúmum 20 árum síðar, erum við búin að hita andrúmsloftið svo mikið að sífrerinn í norðan„Ári eftir að sannað var að verðu Rússlandi er farinn að bráðna og ósonlagið var götótt sprakk auka á gróðurhúsaáhrifin.

heill kjarnaofn í Úkraínu og mengaði gríðarstórt landsvæði svo að þar verður ekki hægt að búa næstu 600 árin.“

ósonlagið þynnist enn Ljóst var að ekki væri hægt að leyfa ósoninu í heiðhvolfinu, einhverjum 15 til 30 kílómetrum yfir jörðinni, að eyðast frekar og mikil umræða spratt upp um „ósongatið“ meðal almennings og í fjölmiðlum á tíunda áratugnum. Börnum var kennt um áhrif nútímamannsins á umhverfið í skólum og ýmis skaðleg efni voru hreinlega bönnuð með tímamótasamningi allra ríkja Sameinuðu þjóðanna árið 1989. Lesendur Kjarnans ættu einnig að muna eftir umræðunni sem náði hámarki á tíunda áratugnum um aukna hættu á krabbameini vegna útfjólublárrar geislunar og áhrifa ósongatsins á uppistöðufæðu í sjónum. En síðan er eins og gatið á ósonlaginu, þarna yfir Suðurskautslandinu, hafi bara gufað upp. Því er kannski mál að spyrja hvað hafi eiginlega orðið um það. Skemmst er frá því að segja að gatið er þarna enn. Undanfarin 15 ár eða svo hafa orðið gríðarlega framfarir í mælingum á ósoni í lofthjúpi jarðar. Geimferðastofnun Bandaríkjanna rannsakar gatið yfir Suðurskautslandinu sérstaklega og Finnar eru orðnir leiðandi meðal Evrópuþjóða í rannsóknum á ósoni á norðurhveli jarðar. Eiga Geislavarnir íslenska ríkisins í samstarfi með Finnunum. 02/05 umhVErfismál


stærð gatsins í fyrra Gatið á ósonlaginu byrjar að stækka á vordögum á suðurhveli jarðar. Í september verður blái liturinn enn stærri yfir Suðurskautslandinu. Heitari litir merkja þykkara lag ósons í lofthjúpnum.

árstíðabundið gat Ósonlagið er þó ekki jafngötótt og tætt allan ársins hring. Raunar hefur alltaf verið vitað að magn ósons er minnst við miðbaug og verður svo meira þegar nær dregur heimskautunum. Því er magn ósons yfir Íslandi yfirleitt mun meira en yfir Sahara-eyðimörkinni, til dæmis.

Mynd: NASA

klórflúorkolefnum um að kenna Gatið yfir suðurpólnum er ekki stöðugt heldur birtist það og breytist árstíðabundið. Á vordögum á suðurhveli jarðar eyðist óson mun hraðar en eðlilegt er. Alltaf þegar fyrstu haustlægðirnar ná ströndum Íslands í september fer ósonlagið yfir Suðurskautslandinu að þynnast gríðarlega hratt. Ástæða þessa er í raun einföld en til að skilja eyðingu ósons er gott að vita hvernig það verður til. Óson er nefnilega bara þrjár súrefnisfrumeindir (O3) og verður til þegar tvíatóma súrefni (O2, efnið sem við öndum að okkur og köllum alla jafna súrefni) flýtur upp í heiðhvolfið þar sem sólargeislarnir eru sterkari og ná að kljúfa atómin. Stöku atómin tengjast svo tvíatóma súrefnissameindum og mynda óson. 03/05 umhVErfismál


lofthjúpur jarðar Ósonlagið er neðst í heiðhvolfinu, rétt ofan við flughæð stærstu breiðþota. úthvolf

690 km

hitahvolf

Geimskutlan

Norðurljós

85 km

miðhvolf

Loftsteinar

50 km

heiðhvolf

Veðurbelgir

ósonlaGið 9–12 km

Veðrahvolf

Farþegaþotur

Kynnum þá til leiks klórflúorkolefni. Það eru efnin sem bönnuð voru í Montréalbókuninni árið 1989 og finna mátti í hárúða og ísskápum. Mikið af klórflúorkolefni flýtur enn um í lofthjúpi jarðar og safnast það jafnan saman á vetrum í kalda og dimma loftinu yfir suðurskautinu. Um leið og vorar og geislar sólar verða sterkari á suðurhvelinu kljúfa geislarnir klórflúorkolefnin. Verða þá til klórfrumeindir sem síðan stela tvíatóma súrefni sem ekki hefur klofnað. Því verður einfaldlega ekki til nýtt óson yfir suðurskautinu á vorin. Þetta á í raun ekki aðeins við um suðurhveli jarðar því hér á norðurhvelinu gætir þessara áhrifa líka. Á vetrum verður til hringstraumur í heiðhvolfinu yfir norðurskautinu vegna gróðurhúsaáhrifa og þegar heiðhvolfið kólnar niður fyrir -80 °C myndast glitský, sem eru í raun ský úr ískristöllum. Klórsameindir í loftinu komast þá í snertingu við ískristallana og mynda hvarfgjarnar sameindir sem eyða að lokum ósoninu. Því kaldara sem er í heiðhvolfinu, þeim mun meira eyðist af ósoni. Talið er að þetta ástand sé viðvarandi vegna þess að hin skaðlegu klórflúorkolefni sem sleppt var út í andrúmsloftið í miklu magni á síðari hluta 20. aldar eru enn í loftinu. Mun það taka þessi efni nokkra áratugi að brotna niður í heiðhvolfinu. Náttúran mun því á endanum laga ósonlagið fyrir okkur, sem hefði hugsanlega ekki verið hægt hefðu klórflúorkolefnin ekki verið bönnuð. Sumir vísindamenn segja að árið 2080 verði magn ósons í heiminum orðið jafn mikið og það var árið 1950.

04/05 umhVErfismál


getur ósonreynslan nýst gegn hlýnun jarðar? Vegna þess hversu vel tókst til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu ósons í lofthjúpi jarðar þegar ríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu Montréal-bókunina er ekki úr vegi að spyrja hvort sú reynsla geti nýst okkur gegn hlýnun jarðar. Það er sú umhverfisvá sem alþjóðasamfélaginu þykir brýnast að tækla nú um stundir. Sú vá er hins vegar mun flóknari en eyðing ósons. Afleiðingar ósongatsins voru til að mynda mun skýrari en mögulegar afleiðingar hlýnunar jarðar. Auðvelt var að sýna fram á neikvæðar hliðar húðkrabbameins og slímhúðarþrota og tengja það beint við aukið magn útfjólublás ljóss við yfirborð jarðar. Þrýstingur á aðgerðir stjórnvalda kom því að miklu leyti frá almenningi. Erfitt er hins vegar að færa sönnur á og útskýra fyrir fólki hvaða beinu afleiðingar hlýnun jarðar kann að hafa á heilbrigði mannkyns. Þrýstingur almennings á stjórnvöld er því ekki fyrir hendi eins og fyrir 25 árum, og hagsmunasamtök stýra því umræðunni um aðgerðir til að vega á móti hlýnun jarðar.

05/05 umhVErfismál


kjafTæði

hrafn jónsson kvikmyndagerðarmaður

kjarninn 17. júlí 2014

látum þá éta köku Hrafn Jónsson skrifar um tvískinnungshátt og græðgi sem einkenna meinta gestrisni íslensku þjóðarinnar.

o

k, þannig að núna getur Jakob Frímann Magnússon stjórnað veðrinu. Er það alveg í lagi? Var á þann mann bætandi? Ég er enn að sjá JFM titlaðan miðborgarstjóra þótt hann hafi ekki gegnt opinberri stöðu síðan Ólafur F. sór hann inn í einhverri Calígúlaískri maníu rétt fyrir hrun (hestur sem prestur og allt það). Síðan þá hefur hann í forsvari fyrir félagasamtökin Miðborgin okkar mælt göturnar eins og grunsamlega vel hárblásin öryggislögregla og flaggað sínum falsaða skildi í nafni hreinlætis og snyrtimennsku – nú síðast til að sópa í burtu draslaralegum götusölum sem voru bæði að ógna hreinni götumynd Austurstrætis og allri verslun á svæðinu með sölu á stórhættulegum heimasmíðuðum skartgripum og notuðum strigaskóm. Jakob segist reynda ekki hafa neitt á móti götusölum svo lengi sem þeir séu inni í runna, á yfirgefnum bílastæðum eða annars staðar þar sem hann þurfi hvorki að sjá þá né vita af þeim. Það er kannski ekkert skrítið að það sé verið að berjast um hvern einasta brauðmola í miðbænum enda vilja hagsmunaaðilar meina að þessir 110 þúsund ferðamenn sem 01/03 kjafTæði


komu til landsins í júní hafi sama og ekkert skilið eftir sig í kassanum þrátt fyrir að við höfum boðið þeim upp á heilar 115 sólskinsstundir í mánuðinum, sem voru líklega allar kallaðar fram með veðurvélinni hans Jakobs í Laugardalnum. Myndin sem formaður Samtaka iðnaðarins „Gunnari Braga dregur upp af hinum hefðbundna ferðamanni er hefur sannarlega samanherptur Skandinavi á sérútbúnum húsbíl sem búið er að lesta af niðursoðnum svenskum vaxið fiskur um köttbullum, klósettpappír og norskri hráolíu hrygg síðan hann sem svo sparekur um landið og tekur aldrei trúðaðist fyrst upp veskið nema til að ræna öllu sérmenntaða vinnuaflinu okkar yfir til meginlandsins. bjarteygur fram Þetta sætir auðvitað furðu í ljósi þess að við á sjónarsviðið getum boðið þessu fólki upp á að gista í gömlum með ást sína vinnuskúrum, innréttuðum flutningagámum jafnvel að borga rétt um 100.000 krónur á Benidorm, eða nóttina á íbúðahóteli í Hamraborginni sem er Herbalife og bæði í göngufæri við Café Catalínu og VideoBill Shankly í markaðinn – sem hefur unnið sér það til farteskinu.“ frægðar að hafa skilað af sér hvorki meira né minna en 36 gullpottum úr Gullnámukössum síðan árið 2002. Svo geta þau öll hrúgast í löngum biðröðum að öllum helstu náttúruperlum Íslands og ef þau eru heppin náð allavega einni mynd af Skógafossi án þess að það sé litsamræmt þýskt eftirlaunapar einhvers staðar í rammanum. Heimsendafantasía Andra Snæs um skemmtigarð í Öxnadal er ekki svo fjarstæðukennd. Einu tekjurnar sem hægt er að klóra úr þessu fólki er hvíta lygin sem er „bjórkælirinn“ í flestum verri matvöruverslunum miðbæjarins. Þar er búið að raða upp hrímuðum áfengislausum bjórlíkisflöskum sem grandalausir útlendingarnir hesthúsa fyrir morðfjár og hafa engin önnur áhrif upp úr krafsinu en kolvetnismettaðan svefndrunga og tíð þvaglát. Þetta er kannski birtingarmynd eigin gremju yfir því að láta ennþá koma fram við okkur eins og börn þegar kemur að sjálfræði í bjórdrykkju þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé 02/03 kjafTæði


byrjaður með sitt reglulega áfengisfrumvarps-hrútaþukl þar sem þeir bísperrast yfir eigin frjálslyndi en leyfa því svo að hverfa ofan í pappírstætarann hjá afturhaldskommunum og gömlu stúkumönnunum – sem hljóta nú samt flestir að fara að drepast fljótlega. Þannig að við skulum láta þessa útlendu nirfla éta köku – og rukka fyrir það 1.290 krónur sneiðina – því andskotinn, við eigum það skilið. Við fæddumst hérna, urðuðum og brenndum ruslið okkar hérna, spændum upp jarðveginn okkar hérna, virkjuðum okkar eigin ár, geldum okkar eigin grísi og okkur hefur nánast tekist að halda okkur „Þar er búið að ómenguðum af flóttamönnum og hælisleitendum. Okkur hefur gengið vel að móta landið raða upp hrím- í eigin mynd. Fram! Temdu fossins gamm, uðum áfengis- framfara öld. Að öðru. lausum bjórlíkisGunnari Braga hefur sannarlega vaxið fiskur flöskum sem um hrygg síðan hann trúðaðist fyrst bjarteygur grandalausir fram á sjónarsviðið með ást sína á Benidorm, útlendingarnir Herbalife og Bill Shankly í farteskinu. Það er og burstaklippti bensínstöðvarprinsinn hesthúsa fyrir líkt frá Sauðárkróki hafi reist áburðarverksmiðju í morðfjár...“ hjartanu á mér því ég er farinn að bera smá hlýhug til þessa vandræðalega – stundum málhalta – ráðherra. Hann, þvert á kaldhæðni og væntingar, hafði þor í að fordæma morðárásir Ísraela á Vesturbakkanum síðustu daga. Það er meira en margur ráðherra hefur gert í gegnum tíðina. Kannski er þetta svona hlutfallsleg ást – en hvað getur maður beðið um meira?

03/03 kjafTæði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.