Kjarninn - 47. útgáfa

Page 1

47. útgáfa – 10. júlí 2014 – vika 28

KínversKt til sölu Kostar eina tölu Fríverslunarsamningur Íslands og Kína opnar stórar dyr inn á kínverskan markað fyrir íslenska neytendur. Þeir geta nú keypt gríðarlega margar vörutegundir tollfrjálst í gegnum kínverskar vefverslanir.


47. útgáfa

efnisyfirlit 10. júlí 2014 – vika 28

You have the right to remain silent... Stefán Eiríksson lögreglustjóri skrifar um réttindi almennings í samskiptum við lögreglu.

Herra evra er orðinn að Herra Evrópu efnahagsmál

Ef verðtryggingin er ólögmæt gætu einkaskuldir horfið og ríkissjóður farið á hausinn

Jean-Claude Juncker verður næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Ég er ekki rasisti, en... Katrín Thorsteinsson skrifar Kjaftæði um ummæli þeirra sem sverja af sér kynþáttafordóma.

Langar að fara til Norður-Kóreu sjónvarp

KviKmyndir

BSF Production hyggst framleiða matvæli úr skordýrum

Þar sem gæði og gróði fara ekki alltaf saman

Laugavegi 71, 101 Reykjavík Sími 551-0708 kjarninn@kjarninn.is www.kjarninn.is ISSN 2298-4402

Baldur Ragnarsson, gítarleikari Skálmaldar, svarar sjö spurningum um allt og ekkert.

Ritstjóri: Þórður Snær Júlíusson Framkvæmdastjórar: Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson Kjarninn miðlar ehf. gefa Kjarnann út.


Besti bíllinn. Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014* af blaðamönnum frá 22 löndum. Takk fyrir okkur!

*World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com


leiðari

Ægir Þór eysteinsson kjarninn 10. júlí 2014

ekki veðja á breytingar Ægir Þór Eysteinsson hvetur neytendur til að stilla væntingum sínum í hóf og búa sig frekar undir vonbrigði.

B

andaríska verslanakeðjan Costco ku hafa raunverulegan áhuga á að hasla sér völl á Íslandi. Fréttir af áhuga smásölurisans fóru sem eldur um sinu í fjölmiðlum landsins þegar af honum fréttist, enda renna margir hýru auga til aukinnar samkeppni á smásölumarkaðnum hér á landi og meira frelsis í viðskiptum. Costco vill nefnilega ekki bara selja okkur grillaða kjúklinga, barbecue-sósur í tveggja lítra flöskum eða golfsett, heldur sömuleiðis áfengi, lyf, eldsneyti og ferskt innflutt kjöt frá Bandaríkjunum. Fyrirætlanir, eða öllu heldur langanir, fyrirtækisins urðu til þess að margir beinlínis hváðu. Þeim fannst skiljanlega algjörlega óhugsandi, með tilliti til sögunnar, að þjóðin sem byggir þetta litla kreppta land myndi nokkru sinni láta hvarfla að sér að slaka á reglufarganinu. En til þess að áform bandarísku verslanakeðjunnar geti gengið eftir þarf að ráðast í umtalsverðar og 03/06 leiðari


löngu tímabærar breytingar á áfengis-, lyfja- og matvælalöggjöfinni og landbúnaðarkerfinu. Það er ekki laust við að maður hafi fyllst barnalegri bjartsýni þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í síðustu viku: „...það eru augljóslega atriði sem þarf að greiða úr, en á meðan þeir (Costco) sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera, þá erum við á þessum enda tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að „Maður gat heyrt greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“

langar leiðir hvernig gömlu og skilvirku áróðursvélarnar voru gangsettar, eins og alltaf þegar talið berst að mögulegum innflutningi á ferskum kjötvörum til landsins. “

ógeðslega hráa kjötið frá útlöndum Maður gat heyrt langar leiðir hvernig gömlu og skilvirku áróðursvélarnar voru gangsettar, eins og alltaf þegar talið berst að mögulegum innflutningi á ferskum kjötvörum til landsins. Eins og þeirra er von og vísa kappkosta „vélarnar“ við að hamra á því að kjötið frá útlöndum sé hrátt, ekki ferskt, enda hrátt kjöt mun ólystugra kjöt í hugum neytenda en ferskt kjöt. Þetta vita vélarnar, alveg eins og þær vita mæta vel að kjötið sem við flytjum út í stórum stíl til útlanda er sömuleiðis hrátt og sömuleiðis ferskt. Svo virðist andstaða við hrátt kjöt vera háð duttlungum, því að stundum finnst mönnum ekkert að því að flytja það inn, pakka í íslenskar umbúðir og selja sem ferskt íslenskt kjöt. Það hefði verið gaman ef maður hefði haft vit á því að setja skeiðklukkuna í gang, eftir að fréttist af áhuga Costco, til að mæla viðbragðsflýti hagsmunaaðila. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, lét að því liggja að innflutningur á fersku kjöti til landsins gæti beinlínis orðið þjóðinni aldurtilla. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hún: „...viljum við fórna því, að spara kannski einhverjar krónur í hráu innfluttu kjöti, gegn heilsuleysi síðar á ævinni? Ég segi nei takk.“ Þegar fréttamaðurinn spurði Sigrúnu 04/06 leiðari


hvort það ætti ekki bara að leyfa neytendum að hafa sitt val um það var svar hennar einfalt og ósjokkerandi: „Nei.“ Enda hefur Framsóknarflokkurinn fyrir löngu öðlast svart belti í hræðsluáróðri hvers háttar. Auk þessa skrifaði þingflokksformaðurinn grein í Fréttablaðið þar sem hún kveðst lafhrædd við smitsjúkdómahættu vegna óhefts innflutnings á „hráu“ kjöti frá löndum sem allir vita að meðhöndli dýr með allt öðrum hætti en sé gert hér á landi? Er Íslendingum ómögulegt að ráðast í breytingar á stöðnuðu kerfi án þess að hér fari allt til andskotans? Er ekki hægt að liðka til án þess að slaka á gæðakröfum? Bjartsýni sem ekki reyndist innistæða fyrir Eins og við var að búast hefur iðnaðar- og nýsköpunarráðherra síðan dregið í land, enda fátt nýtt í því að Sjálfstæðisflokkinn skorti þor til að gera þarfar og löngu tímabærar breytingar á lögum hérlendis, neytendum til hagsbóta. En ekki sáu allir yfirvofandi skammlífi og hörmungar fyrir íslenska þjóð samfara Costco. Samtök verslunar og þjónustu fögnuðu mögulegum lagabreytingum með tilkomu smásölurisans, enda hafa samtökin lengi barist fyrir nauðsynlegum breytingum á lagaumhverfi smásölunnar. Það olli hins vegar töluverðum vonbrigðum að heyra Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Samtaka iðnaðarins, stilla málinu þannig upp að það væri furðulegt ef íslensk stjórnvöld væru allt í einu reiðubúin að kollvarpa „kerfinu“ um leið og bandarísk verslanakeðja bankaði upp á. Auðvitað felast tækifæri fyrir alla á íslenskum markaði ef ráðist verður í breytingar á starfsumhverfi smásala. Málið snýst líka ekkert bara um Costco, heldur þarfar breytingar sem ráðast þarf í fyrir alla sem sinna smásölu í landinu. Því miður er Ísland gróðrarstía fákeppni, frændhygli, þjóðernisgorgeirs, hagsmunagæslu og kunningjanudds. Það er óþolandi að við völd í landinu séu annars vegar flokkur sem kennir sig við frjálshyggju, sem skortir allt þor til breytinga í átt að auknu frelsi, og hins vegar 05/06 leiðari


#takkholmar


stjórnmálaflokkur sem komst til valda með því að lofa kjósendum peningum sem þeir áttu ekkert tilkall til. En við það búum við í dag. Stjórnmálamenn munu áfram verja hagsmuni fárra á kostnað margra. Miðað við viðbrögð ráðamanna við umleitunum Costco er í það minnsta ekki hyggilegt að veðja háum fjárhæðum á að breytingar séu í nánd.

06/06 leiðari


07/13 efnahagsmál

kjarninn 10. júlí 2014

skuldir hverfa en ríkið gæti farið á hausinn EFTA-dómstóllinn mun skila áliti sínu um lögmæti verðtryggingar á næstunni. Niðurstaðan gæti gjörbreytt íslensku samfélagi.


efnahagsmál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer

Þ

að hefur vart farið framhjá neinum að nú er tekist á fyrir dómstólum um lögmæti verðtryggingar. Leitað hefur verið til EFTA-dómstólsins vegna málanna og búist er við því að hann svari nokkrum spurningum vegna þeirra innan skamms. Fjölmargar fréttir hafa verið sagðar af þessu og flestir Íslendingar virðast hafa sterkar skoðanir á blessaðri verðtryggingunni og afleiðingum hennar. Málið er auðvitað flókið og gæri leitt til margra mögulegra niðurstaðna. En það er líka líkast til eitt það mikilvægasta sem Íslendingar standa frammi fyrir vegna þess að niðurstaða þess getur gjörbreytt íslenskri tilveru. Það getur látið skuldir einstaklinga hverfa og það getur sett ríkissjóð því sem næst á hausinn. Það getur líka eyðilagt íslenska lífeyrissjóðakerfið.

tvö mál og sex spurningar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða verðtryggingu. Fyrra málið, sem var tekið fyrir í apríl 2014, snýst um hvort verðtryggingin sé ósanngjarn samningsskilmáli í skilningi tilskipunar sem innleidd var í íslenska löggjöf frá Evrópu„Þessi breyting veldur mála- sambandinu. Í því máli beindi héraðsdómur rekstri íslenska ríkisins fimm spurningum til EFTA-dómstólsins og eftir ráðgefandi áliti. töluverðum erfiðleikum, óskaði Innan stjórnkerfisins og lögmannaenda er breytingin í and- stéttarinnar virðist það vera nokkuð stöðu við málarök og hags- almenn skoðun að það sé ólíklegt að muni íslenska ríkisins. “ EFTA-dómstóllinn muni segja í áliti sínu að verðtryggingin sé ósanngjörn sem samningsskilmáli. Þar er vísað í að samkvæmt dómaframkvæmd Evrópudómstólsins geti samningsskilmáli sem eigi sér stoð í landsrétti ekki verið ósanngjarn í eðli sínu. Og verðtrygging á sér sannarlega stoð í íslenskum landsrétti. Annar möguleiki er að EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að þar sem verðtrygging sé lögbundin falli hún ekki innan tilskipunar. 08/13 efnahagsmál


NGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI EINGÖ

PREMIUM PRÓFAÐU PREMIUM PIZZURNAR OKKAR, ÞÆR GERA GÓÐAN MATSEÐIL OKKAR ENN FJÖLBREYTTARI BRÖNS

MEAT DELIGHT

ELDÓRADÓ

PRIMA

BRÖNS OG PRIMA ERU SAMSETTAR AF HREFNU SÆTRAN

WWW.DOMINOS.IS

DOMINO’S APP

SÍMI 58 12345


Sá möguleiki er síðan einnig fyrir hendi að dómurinn segi að það sé Hæstaréttar á Íslandi að meta hvort verðtryggingin sé ósanngjarnt samningsskilyrði en með því muni fylgja leiðbeiningar um til hvers eigi að taka tillit við slíka ákvörðun. Einn slíkur þáttur gæti verið hversu vel þekkt verðtrygging er í íslensku umhverfi, en hún hefur verið við lýði hérlendis í 35 ár. Þúsund milljarða viðbótarspurningin Seinna málið var flutt í júní. Í því var sömu fimm spurningunum beint til EFTA-dómstólsins en einni bætt við. Hún snýst tilskipun um hlutfallstölu kostnaðar. Á mannamáli þýðir það að þegar einhver er að taka lán þá á að koma fram hver kostnaður vegna lánsins verður. Í Evrópu myndi slík tala samanstanda af vöxtum og lántökugjaldi. Þegar íslensku bankarnir og Íbúðalánasjóður hafa verið að reikna þessa hlutfallstölu þá hefur verðtryggingin verið undanskilin, þrátt fyrir að hún hafi sannarlega áhrif á það hver kostnaður lánsins verður. Við útreikningu kostnaðar hefur einfaldlega bara verið miðað við að verðbólgan sé núll prósent.

09/13 efnahagsmál


Millifærslan verður frádráttarbær Í haust verður byrjað að greiða út allt að 80 milljarða króna til afmarkaðs hóps sem fellur innan skilgreiningar ríkisstjórnarinnar á því að hafa orðið fyrir forsendubresti vegna hækkandi verðbólgu frá byrjun árs 2008 og fram til loka árs 2009. Samkvæmt þessari leið munu þau íslensku heimili sem fá skuldaniðurfellingu fá allt að fjórar milljónir króna hvert inn á höfuðstól lána sinna og fá þá

upphæð greidda á næstu fjórum árum. Ef verðtrygging verður dæmd ólögmæt munu þau heimili sem fá þessa niðurfærslu ekki vera búin að fyrirgera rétti sínum til að fá enn meira. Því mætti líta svo á að hinar pólitískt ákveðnu skuldaleiðréttingar handa afmörkuðum hópi, sem gengur líka undir nafninu „millifærslan“, verði frádráttarbær frá niðurfellingu verðtryggingarinnar.

Þessi tilskipun var innleidd í íslensk lög árið 1994 og árið 2004 voru fasteignalán felld undir hana. Þeir sem sækja málið vilja meina að frá þeim tíma hefði raunkostnaður vegna verðtryggingar átt að koma fram í hlutfallstölunni sem kynnt var lántakendum, en ekki að það yrði einungis miðað við að verðbólgan sé núll prósent. Bæði Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa tekið undir þessa röksemdafærslu. Rökin fyrir því að miða við enga verðbólgu við útreikning á kostnað lána eru þau að þannig sé staðan skýrust. Verðbólga er þekkt fyrirbrigði á Íslandi og hún hefur sveiflast mikið í gegnum tíðina. Þeir sem hafa þessa skoðun segja þannig ómögulegt að spá fyrir um hana og betra sé að gera lántakanda einfaldlega grein fyrir því að verðbólga muni hafa áhrif á lánið, í stað þess að giska á hver hún verður á lánstímanum. Eðli verðtryggingar er auk þess þannig að laun og virði húsnæðis hækkar iðulega samhliða skuldum yfir lengri tíma vegna verðbólgu. Því sýni 0 prósent réttustu stöðuna. Þetta eru á meðal röksemda lögmanna íslenska ríkisins í málinu. ríkið í andstöðu við sjálft sig Lögum um neytendalán var breytt á Íslandi í fyrra. Samkvæmt nýju lögunum á hlutfallslegur kostnaður verðtryggðra lána ekki að miða lengur við núll prósent heldur ársverðbólgu síðustu 12 mánuði. Þessi breyting veldur málarekstri íslenska ríkisins töluverðum erfiðleikum, enda er breytingin í andstöðu við málarök og hagsmuni íslenska ríkisins. 10/13 efnahagsmál


Það sem aðskilur þessa spurningu frá hinum fimm er sú að niðurstaða EFTA-dómstólsins verður alltaf annað hvort: já, þið megið undanskilja verðbætur við útreikning hlutfallstölu, eða nei, þið megið það ekki. Ef niðurstaðan verður sú að ekki megi miða við núll prósent við útreikning hennar, líkt og íslenska ríkið virðist raunar hafa þegar ákveðið með því að breyta lögum þannig að það er ekki lengur gert, þá mun Hæstiréttur Íslands þurfa að taka afstöðu til þess, samkvæmt gömlu lögunum um neytendalán. Nánar tiltekið 14. grein þeirra. Hæstiréttur hefur þá tvo kosti: annaðhvort að horfa til fyrstu greinar þeirra laga eða þriðju málsgreinar hennar. Ef Hæstiréttur horfir til fyrstu málsgreinar verða öll verðtryggð neytendalán ólögmæt. Ef Hæstiréttur horfir til þriðju málsgreinar verða þau það ekki. hæstiréttur hefur útgönguleið Fyrsta málsgreinin segir að ef vextir og lántökukostnaður séu ekki tilgreindir í lánasamningi „er lánveitanda þá eigi heimilt að krefja neytenda um greiðslu þeirra“. Ef EFTA-dómstóllinn segir að það hafi verið óheimilt að miða við núll prósenta verðtryggingu er augljóst að lántökukostnaður hafi ekki verið tilgreindur í lánasamningi. Þriðja málsgreinin gefur Hæstarétti hins vegar annan möguleika. Hún segir að ákvæði fyrstu málsgreinar eigi ekki við ef „lánveitandi getur sannað að neytanda hefði mátt vera ljóst hver lántökukostnaðurinn átti að vera“. Ríkið vonast til þess að Hæstiréttur muni velja að styðjast við þessa málsgrein komi til þess. Hún er útgönguleið ef Hæstiréttur vill ekki setja ríkið á hausinn.

11/13 efnahagsmál



spurningarnar sex seM HéraðsdóMur bar undir efta-dóMstólinn 1. Samrýmist það ákvæðum tilskipunar nr. 87/ 102/EBE um neytendalán, eins og tilskipuninni var breytt með tilskipun nr. 90/88/EBE og tilskipun nr. 98/7/EB, að við gerð lánssamnings, sem bundinn er vísitölu neysluverðs samkvæmt heimild í settum lögum og tekur því breytingum í samræmi við verðbólgu, sé við útreikning á heildarlántökukostnaði og árlegri hlutfallstölu kostnaðar, sem birtur er lántaka við samningsgerðina, miðað við 0% verðbólgu en ekki þekkt verðbólgustig á lántökudegi? 2. Samrýmist það ákvæðum tilskipunar ráðsins 93/ 13/EBE frá 5. apríl 1993 um óréttmæta skilmála í neytendasamningum ef löggjöf í ríki sem aðild á að EES-samningnum heimilar að samningur neytanda og veitanda um lán til fjármögnunar fasteignakaupa hafi að geyma ákvæði þess efnis að greiðslur af láninu skuli verðtryggðar samkvæmt fyrir fram ákveðinni vísitölu? 3. Ef svarið við fyrstu spurningunni er á þann veg að verðtrygging greiðslna af láni sem tekið er til fjármögnunar fasteignakaupa sé samrýmanleg ákvæðum tilskipunar 93/13/EBE þá er í öðru lagi spurt hvort tilskipunin takmarki svigrúm viðkomandi samningsríkis til þess að ákveða með lögum eða stjórnvaldsfyrirmælum hvaða þættir skuli valda breytingum á hinni fyrir fram ákveðnu vísitölu og eftir hvaða aðferðum þær breytingar skuli mældar.

4. Ef svarið við annarri spurningunni er að tilskipun 93/13/EBE takmarki ekki það svigrúm samningsríkis sem nefnt er í þeirri spurningu þá er í þriðja lagi spurt hvort samningsskilmáli teljist hafa verið sérstaklega umsaminn í skilningi 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar þegar a) tekið er fram í skuldabréfi sem neytandi undirritar í tilefni lántöku að skuldbinding hans sé verðtryggð og tilgreint er í skuldabréfinu við hvaða grunnvísitölu verðbreytingar skuli miðast, b) skuldabréfinu fylgir yfirlit sem sýnir áætlaðar og sundurliðaðar greiðslur á gjalddögum lánsins og tekið er fram í yfirlitinu að áætlunin geti tekið breytingum í samræmi við verðtryggingarákvæði lánssamningsins, og c) neytandi og veitandi undirrita báðir greiðsluyfirlitið samtímis og samhliða því að neytandi undirritar skuldabréfið? 5. Telst aðferðin við útreikning verðbreytinga í lánssamningi um fjármögnun fasteignakaupa hafa verið útskýrð rækilega fyrir neytanda í skilningi d-liðar 2. gr. viðauka við tilskipun 93/13/EBE þegar atvik eru með þeim hætti sem nánar greinir í þriðju spurningunni? 6. Á ríki sem er aðili að EES-samningnum val milli þess við innleiðingu 1. mgr. 6. gr. tilskipunar 93/ 13/EBE, annars vegar að mæla svo fyrir í landsrétti að heimilt sé að lýsa óskuldbindandi fyrir neytanda óréttmæta skilmála í skilningi 1. mgr. 6. gr. tilskipunarinnar, eða hins vegar að mæla svo fyrir í landsrétti að slíkir skilmálar skuli ávallt vera óskuldbindandi fyrir neytandann?

úr einum vasa í annan Ef EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtryggingin sé ólögmæt þýðir það að allar greiddar verðbætur frá innleiðingu tilskipunarinnar muni þurfa að endurgreiðast sem niðurgreiðslur inn á höfuðstól. Það þýðir að sá sem greitt hefur til dæmis tíu milljónir króna í verðbætur vegna verðtryggðs láns á tímabilinu myndi fá tíu milljóna króna niðurfærslu á höfuðstól sínum. Uppsöfnuð verðbólga 12/13 efnahagsmál


á því tímabili sem er undir hleypur enda á tugum prósenta. Kostnaðurinn við að „endurgreiða“ þessar verðbætur til neytenda myndi hlaupa á hundruðum, ef ekki þúsundum, milljarða króna. Íslenskir neytendur væru þá skyndilega með ein bestu lánakjör í heimi. Afturvirkt. Skuldir allflestra sem tóku verðtryggð fasteigna- eða bílalán myndu lækka gífurlega, námslán í mörgum tilvikum þurrkast út, yfirdrættir hverfa og svo framvegis. En þar sem einhver „græðir“ þá þarf einhver að „tapa“. Eða borga. Og í þessu tilfelli lendir tapið að langstærstu leyti á þeim sömu sem græða, íslenskum skattgreiðendum. Það yrði nefnilega ríkið, sem eigandi Íbúðalánasjóðs, Landsbankans og nokkurra minni fjármálastofnana, ásamt lífeyrissjóðum landsins, sem eiga þorra skulda Íbúðalánasjóðs „En þar sem einhver og eru sjálfir verðtryggðir lánveitendur, sem „græðir“ þarf einhver myndu bera höggið vegna þessa. Ríkið myndi einnig mögulega verða skaðabótaskylt gagnað „tapa“. Eða borga.“ vart viðskiptavinum þeirra fjármálastofnana sem eru ekki lengur til, eru farnar á hausinn í kjölfar hrunsins, en lánuðu verðtryggt til viðskiptavina sinna. Þannig þyrfti ríkið að taka á sig stóran hluta kostnaðar sem annars hefði lent á fjármálafyrirtækjum í einkaeigu. Þannig væri verið að færa peninga úr einum vasa í annan. Einstaklingarnir sem mynda samfélagið væru að fá greiðslu úr sameiginlegum sjóðum sínum og nokkurs konar fyrirframgreiðslu á lífeyrinum sínum. Niðurstaðan yrði sú að skuldir einstaklinga myndu lækka gífurlega en staða ríkissjóðs yrði óbærileg og lífeyriskerfið myndi líkast til eyðileggjast. Hvorki ríkið, lífeyrissjóðir né einkabankarnir hafa áætlað hver mögulegur kostnaður þeirra yrði vegna slíkrar niðurstöðu. Þessir aðilar hafa að minnsta kosti ekki viljað gera þær áætlanir opinberar. En ljóst er að um væri að ræða mestu ágjöf sem orðið hefur á það íslenska kerfi sem hefur verið byggt upp hér frá því að það var reist. 13/13 efnahagsmál


14/17 Viðskipti

kjarninn 10. júlí 2014

Kínverskar dyr opnast upp á gátt Íslendingar geta nú keypt vörur tollfrjálst í gegnum stórar kínverskar vefverslanir. Fríverslunarsamningurinn við Kína getur haft gríðarleg áhrif á neytendaumhverfi hér á landi.



viðsKipti Magnús Halldórsson L@maggihalld

í

slendingar hafa nú fengið tollfrjálsan aðgang að risavöxnum kínverskum markaði og geta verslað að vild tollfrjálst hinar ýmsu vörur, þar á meðal raftæki, fatnað og ýmislegt fleira. Þetta er ekki síst hægt í gegnum stórar vefverslanir, eins og Alibaba. com, sem hafa margvíslegar alþjóðlegar vörur til sölu á góðu verði. Fríverslunarsamningurinn tók gildi 1. júlí síðastliðinn en hann kveður á um niðurfellingu tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslendinga, í flestum tilvikum frá upphafsdegi gildistöku samningsins. Það er að „Um 70% af tollalínum meðaltali um 10 til 20 prósenta lækkun á vörum því sem var fyrir gildistöku samningins á í íslensku tollskránni frá öllum vörum sem koma frá Kína og voru áður bera nú þegar engan tollskyldar. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, en toll, samkvæmt upplýsalgengir tollar á þeim eru á bilinu 10-12%. Tollar ingum frá tollstjóra.“ á fáeinum vörum falla niður í áföngum, á fimm eða tíu árum. Um 90% útflutnings til Kína eru sjávarafurðir. Líkt og í öðrum fríverslunarsamningum fellir Ísland niður tolla á öllum vörum, að undanskildum ákveðnum landbúnaðarafurðum. Um 70% af tollalínum í íslensku tollskránni bera nú þegar engan toll, samkvæmt upplýsingum frá tollstjóra. mikil tækifæri Áhrif samningsins á neytendamarkað og hefðbundin dagleg viðskipti einstaklinga og minni fyrirtæki gætu orðið mikil ef Íslendingar nýta sér þau tækifæri sem í samningnum felast. Tollar falla niður á öllum helstu raftækjum, fatnaði og ýmsum öðrum vörum sem fólk kaupir dags daglega í búðum hér á landi. Í ljósi þess hvernig vefverslun hefur verið að þróast í Kína þá felur samningurinn í sér mikla opnun í vefverslun, ekki síst í gegnum vefverslanirnar á vefslóðunum Alibaba.com og Aliexpress.com, báðar undir sama hatti, en eitt mesta úrval sem fyrirfinnst á vefnum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir samninginn vissulega opna stórar dyr fyrir einstaklinga og 15/17 viðsKipti


fyrirtæki hér á landi og að hann eigi, ef allt er eðlilegt, að leiða til þess að vöruverð lækki. „Við höfum verið að berjast fyrir því að vörugjöld séu einnig skoðuð sérstaklega, lækkuð og endurskoðuð. Efnahags- og fjármálaráðherra hefur sýnt áhuga á þessum málum og vonandi líður ekki langur tími þar til vörugjöldin hafa einnig verið lækkuð, til hagsbóta fyrir neytendur,“ segir Andrés. Hann segir að erfitt sé að greina nákvæmlega hver áhrifin af samningnum við Kína verða, en óumdeilt sé að mikil tækifæri geti falist í honum fyrir íslenska neytendur. „Vonandi styrkir þessi samningur íslenskt atvinnulíf til framtíðar litið,“ segir Andrés. Dæmi um mikil áhrif samningins er að tollur á fatnað frá Kína, um 15 prósent, fellur niður. Þannig ætti verð á fatnaði að lækka hratt, með tilheyrandi áhrifum á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggðar skuldbindingar. upprunareglurnar skipta sköpuM í saMningnuM Dagný Jónsdóttir, sem útskrifaðist með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor, fjallaði í lokaverkefni sínu um fríverslunarsamning Íslands og Kína, og lagaleg álitaefni er varða viðskipti. Dagný segir samninginn vera umfangsmikinn og að hann geti lagt grunninn að efldum viðskiptum milli landanna. Upprunareglurnar sem samningurinn byggi á séu mikilvægar. Hvaða áhrif hefur fríverslunarsamningurinn á framleiðslu á vörum? „Upprunareglurnar segja til um hvenær vara er upprunin á Íslandi eða í Kína, en aðeins vörur sem eru þar upprunnar eiga undir samninginn. Það fer eftir hverri vöru fyrir sig hvaða

reglur gilda. Mikill meirihluti af framleiðsluvörum samkvæmt fríverslunarsamningnum fellur t.d. undir 40% eða 50% regluna, sem þýðir að íslenskt eða kínverskt hráefni þarf aðeins að vera 40 eða 50% til þess að teljast íslensk eða kínversk upprunavara við inn- eða útflutning til Íslands eða Kína. Þessi regla veitir svigrúm til blöndunar á hráefnum frá þriðju löndum sem flutt eru til framleiðslu t.d. á Íslandi, sem yrðu þá seld til Kína sem íslensk upprunavara og myndu því falla undir samninginn og vera tollfrjáls vara.“

tenging við ört stækkandi markað Kína er fjölmennasta ríki heims með um 1,4 milljarða íbúa, en efnahagslegur uppgangur í landinu undanfarin 20 ár hefur ekki síst falist í hröðum innri breytingum, stækkandi millistétt. Hún eyðir meiri peningum í almenna neyslu en talið er að henni tilheyri um 400 milljónir íbúa í dag. Til framtíðar litið eru tækifærin ekki síst bundin við gríðarlega hraðan 16/17 viðsKipti


vöxt millistéttarinnar en hún er talin vaxa um 10 prósent ár hvert. Millistéttinni fjölgar því meira en sem nemur fjölda íbúa allra Norðurlandanna á hverju ári. Samhliða þessum vexti hefur mikil gróska einkennt verslun í Kína þar sem verslanir hafa sprottið fram með miklu vöruúrvali, sem margar hverjar eru framleiddar í landinu, ekki síst raftæki og fatnaður ýmis konar, auk margvíslegra annarra vörutegunda.

ítarefni Samningur Íslands og Kína um viðskipti Utanríkisráðuneytið

Smelltu á fyrirsögnina til að lesa ítarefnið

hvað gera íslenskir kaupmenn? Augljóslega felast í þessu tækifæri fyrir kaupmenn hér á landi sem geta keypt vörur inn með ódýrari hætti en áður. Nýliðar á markaðnum gætu einnig séð tækifæri í því að setja upp verslanir hér sem sérhæfa sig í innkaupum frá Kína, til dæmis í gegnum vefinn. Þau fyrirtæki sem fyrir eru á markaðnum byggja á langri sögu viðskiptasambanda og innkaupakerfis sem hugsanlega nær ekki að nýta opnun á stærri markaði eins hratt og sértækt og nýliðar á markaðnum geta gert. Erfitt er þó að spá fyrir um hvort slík þróun, eins og að framan er lýst, muni fara af stað hér. Allt fer það eftir því hvort fjárfestar muni gaumgæfa þennan nýtilkomna fríverslunarsamning og nýta sér tækifærin sem í honum felast.

17/17 viðsKipti



á förnum vegi

haustlægðin fyrr á ferðinni

kjarninn 10. júlí 2014

Íslenskt landslag í næturbirtunni

Mynd: Rakel

Óvenju djúp lægð gekk yfir landið um síðastliðna helgi með talsverðu roki og votviðri. Jörð varð fannhvít á hálendinu norðan Vatnajökuls, þar sem fjallvegir urðu ófærir. Vegna þessa var brýnt fyrir ferðalöngum að búa sig vel og vagndráttar- og húsbílafólk beðið um að kanna aðstæður vel á leið sinni um landið. Sú furðulega hugsun, að umhverfið okkar sé fallegast þegar sólin skín á hábjörtum sumardegi, er ríkjandi á meðal okkar mannfólksins. En yfir hásumarið, þegar sólin vart hverfur niður fyrir sjóndeildarhringinn, verða fjöllin að skuggamyndum og skýjabakkarnir mynda oft og tíðum dularfullt andrúmsloft, þá er varla til nokkuð fallegra en íslensk náttúra. 18/18 á förnum vegi


19/23 AlþjóðAmál

kjarninn 10. júlí 2014

herra evra orðinn herra evrópa Jean-Claude Juncker mun verða næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bretland var niðurlægt í atkvæðagreiðslunni.


alÞjóðamál Þórður Snær Júlíusson L@thordursnaer

j

ean-Claude Juncker er ekki óumdeildur maður. Þvert á móti ríkir mikil tortryggni í garð hans á meðal margra stjórnmálamanna innan Evrópu, og víðar. Ástæðan er sú að hann er einlægur sambandssinni. Hann vill mjög aukna samþættingu þeirra ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu. Vissulega eru margir slíkir til í álfunni. En Juncker sker sig úr að því leyti að hann var tilnefndur sem forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í lok júní og mun því geta haft töluverð áhrif á það hvernig Evrópusambandið þróast.

Bara Bretar og ungverjar á móti Juncker var tilnefndur af 26 af 28 leiðtogum sambandsins. Einungis David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, kusu gegn honum. Cameron sagði í kjölfarið: „Þetta er slæmur dagur fyrir Evrópu... ný völd munu færast til Evrópuþingsins.“ Báðum leiðtogunum var þó ljóst að andstaða „Juncker var enda þeirra myndi ekki hafa nein áhrif á niður„Herra evra“ í átta ár. stöðuna og ljóst að hún var mun meira til Það viðurnefni fékk heimabrúks. Skiptar skoðanir eru á því hvort það hafi hann vegna þess að gagnast Cameron. Margir breskir fjölmiðlar hann var fyrsti fasti líta á niðurstöðuna sem niðurlægjandi tap forseti evruhópsins.“ fyrir hann sem sýni að ítök Breta innan Evrópusambandsins fari sífellt þverrandi. Þar hefur Þýskaland, og Angela Merkel kanslari, þræðina í sínum höndum. Merkel studdi enda Juncker mjög opinberlega. Í Ungverjalandi er staðan aðeins önnur. Viktor Orban er nú að hefja sitt annað kjörtímabil sem forsætisráðherra og hefur gert það að sínu helsta aðalsmerki að agnúast út í Evrópusambandið og hamra á sjálfstæði þjóðar sinnar. Með nýlega endurnýjað umboð til þess að fylgja þeirri vegferð nýttist afstaða Orban honum ágætlega við að festa sig enn betur í sessi sem þyrnir í læri Evrópusambandsins í augum samlanda hans.

20/23 alÞjóðamál


SMASSSALAT

PANTA & SÆKJA

5 78 78 74


tók evruna fram yfir lúxemborg Juncker er, eins og áður sagði, ekki allra. Hann hefur hins vegar náð gríðarlega langt. Hann var forsætisráðherra smáríkisins Lúxemborg frá 1995 til ársins 2013. Það gerir hann að þeim kjörna þjóðarleiðtoga sem setið hefur lengst allra Evrópusambandsríkjanna. Raunar eru fáir lýðræðislega kjörnir leiðtogar í heiminum sem hafa setið lengur en Juncker. Juncker missti forsætisráðherrastólinn í fyrra eftir að hafa boðað sjálfur til snemmbúinna kosninga. Í hans stað settist Xavier Bettel, fyrrverandi borgarstjóri Lúxemborgar. Hann er annar í röð opinberlega samkynhneigðra þjóðarleiðtoga í Evrópu. Sá fyrsti var Jóhanna Sigurðardóttir. Ástæður þess að Juncker þurfti að sækjast eftir endurnýjuðu umboði kjósenda áður en kjörtímabilið var liðið voru helst tvær. Annars vegar ásakanir um að hann tæki úrlausn evruvandans fram yfir þann vanda sem Lúxemborg glímdi við heimafyrir og hins vegar hleranahneyksli tengt leyniþjónustu landsins sem Juncker var talinn tengjast.

21/23 alÞjóðamál


CaMeron og bretland í erfiðri stöðu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er í nokkuð erfiðri pólitískri stöðu um þessar mundir. Hann hefur þegar lofað því að ef Íhaldsflokkur hans verði endurkjörinn til valda í næstu kosningum, sem fara fram 2015, muni almenningur fá að kjósa um aðild Bretlands að Evrópusambandinu á árinu 2017. Cameron er ekki andstæður því að Bretland sé í sambandinu, en hann vill að því verði breytt með þeim hætti að dregið verði úr samþættingu. Cameron vill í raun fá að endursemja um aðild Bretlands að sambandinu. Kosningarnar eru því hluti af valdatafli sem bresk stjórnvöld hafa ákveðið að tefla við önnur Evrópuríki. Evruríkin eru flest á öðru máli og vilja frekur auka samþættinguna frekar en að draga úr henni. Miðað við niðurstöðuna í kjörinu um Juncker á breytingarplan Cameron sér fáa fylgismenn innan pólitískrar elítu Evrópusambandsins. Cameron verður samt að standa við stóru orðin ef hann verður kosinn aftur til valda, sem virðist reyndar alls ekki líklegt miðað við nýlegar skoðanakannanir. Breskur almenningur virðist auk þess vera á því að Bretland eigi að vera áfram í Evrópusambandinu. Um 44 prósent sögðust vera fylgjandi því í skoðanakönnun YouGov í júní. Um 36 prósent sögðust vilja fara út úr sambandinu. Stuðningur við aðild hefur ekki mælst meiri árum saman. Þar skiptir ugglaust máli að hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa verið að vara við því að það myndi hafa stórkostlegar efnahagslegar afleiðingar fyrir Bretland ef það myndi ákveða að fara út úr sambandinu. Skotar gætu veikt Breta gríðarlega En það er fleira sem Cameron þarf að hafa áhyggjur af en Evrópusambandið. Í september næstkomandi munu Skotar kjósa um hvort þeir verði áfram hluti af Bretlandi eða verði sjálfstætt ríki. Kjósi Skotar að yfirgefa Bretland mun það hafa margvíslegar afleiðingar fyrir heimsveldið fyrrverandi. Á alþjóðapólitískum vettvangi mun það klárlega veikja Breta, enda væru 5,3 milljónir manna að yfirgefa ríkið. Það myndi líka hafa töluverðar efnahagslegar afleiðingar, enda er þjóðarfram22/23 alÞjóðamál

leiðsla á mann hærri í Skotlandi en hún er í öðrum hlutum Bretlands. Þar skiptir olíu- og gasvinnsla við strendur Skotlands höfuðmáli. Að endingu myndi það líka hafa áhrif á varnar- og öryggismál Bretlands, enda allir kjarnorkukafbátar ríkisins geymdir í Skotlandi. Það er ekki auðvelt verk að finna þeim nýja heimahöfn þar sem áhuginn fyrir því að fá kjarnorkuvopnabúr Breta í bakgarðinn hjá sér er nánast alls staðar enginn. Skoðanakannanir benda reyndar til þess að allar líkur séu á því að Skotar kjósi gegn sjálfstæði. Meðaltal þeirra sem gerðar voru í júní sýna að um 36,7 prósent þjóðarinnar eru fylgjandi sjálfstæði en 48,6 prósent eru á móti því. Það er þó vert að taka fram að tæplega 15 prósent hennar eru enn óákveðin og fylgið hefur sveiflast mikið í könnunum síðastliðið ár. Í því samhengi er vert að rifja upp orð Angus Robertson, leiðtoga skoska þjóðarflokksins í breska þinginu, í Kjarnanum í október 2013. Þar sagði hann að enginn hefði trúað því á sínum tíma að Skotar gætu fengið sitt eigið þing. Það hafi síðan gerst. Þá hafi enginn trúað því að skoski þjóðarflokkurinn gæti komist í ríkisstjórn. Það hafi síðan gerst. Í kjölfarið hafi enginn trúað því að flokkurinn gæti náð hreinum meirihluta. Það hafi gerst í síðustu kosningum. „Þeir sem trúa því ekki að Skotland geti orðið sjálfstætt ríki mega því fara að búa sig undir að verða fyrir vonbrigðum,“ sagði Robertson.


leiddi evruhópinn í átta ár Það var ekki mjög erfitt fyrir andstæðinga Juncker að rökstyðja fyrri ástæðuna, þá að hann tæki evrusamstarfið fram yfir innanríkismálin. Juncker var enda „Herra evra“ í átta ár. Það viðurnefni fékk hann vegna þess að hann var fyrsti fasti forseti evruhópsins svokallaða, óformlegs vettvangs sem inniheldur fjármálaráðherra allra þeirra ríkja sem eru með evru sem gjaldmiðil. Innan þessa hóps eru allar helstu ákvarðanir varðandi sameiginlega myntsvæðið teknar. Juncker hefur því verið mjög áhrifamikill, bæði innan Lúxemborgar og innan Evrópusambandsins, um mjög langt skeið. Á meðan evrukrísan stóð sem hæst mæddi mikið á Juncker. Hann er þekktur fyrir að hafa þurran og oft beittan húmor. Hann hefur líka skoðanir á nánast öllu og er óhræddur við að deila þeim opinberlega. Það jók verulega á umdeilanleika hans. litla landið sem gat Þrátt fyrir að vera næstfámennasta ríki Evrópusambandsins á eftir Möltu, með um 550 þúsund íbúa, hafa áhrif Lúxemborgar á þróun þessa mikla ríkjasambands verið mikil. Ríkið er auðvitað stofnaðili að sambandinu og hýsir meðal annars Evrópudómstólinn. Og Juncker verður þriðji Lúxemborgarinn til að gegna embætti forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins þegar hann tekur við í nóvember næstkomandi. Áður höfðu Gaston Thorn (1981-1985) og Jacques Santer (1995-1999), báðir fyrrum forsætisráðherrar Lúxemborgar, gegnt stöðunni. Þessir Lúxemborgarar hafa því rækilega sýnt fram á það að hægt er að hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins þrátt fyrir að vera frá smáríki.

23/23 alÞjóðamál


OFBELDI ER ÚTBREIDDASTA MANNRÉTTINDABROT Í HEIMI. SAMAN GETUM VIÐ BREYTT ÞVÍ. Gakktu í Systralagið!

www.unwomen.is · Sími 552 6200


kjarninn 10. júlí 2014

24/25 Hm 2014

Þjóðverjarnir mæta argentínu í úrslitaleik hm

d sv iss

7

6

iðill d-r

e-ri

t.

ðil l

eK ho va nd do úr r as

Ka rí

ss

1

Kla n

england 1

Æ

3 6

7

n

in

iK Kl a

ítalía

v úg úr

a st Ko

Be a

pa ja

l fí

gr

Þjóðverjarnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með því að niðurlægja heimamenn í Brasilíu 7-1 í Belo Horizonte á þriðjudagskvöld, og Argentína lagði Hollendinga í vítaspyrnukeppni í döprum leik í Sao Paulo í gærkvöldi. Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudagskvöld klukkan 19. bþh

fra K

Þjóðverjar og Hollendingar mætast í úrslitaleik HM í Brasilíu, en leikurinn fer fram í Rio de Janeiro á sunnudagskvöld. Þar mætast tvær þjóðir sem þekkja vel að leika til úrslita á HM og hafa reynslu af því að hampa titlinum, en það hafa Þjóðverjar gert í þrígang og Argentínumenn tvívegis.

4

0

na

3

nd

n ge

4

ar

Crið il l

9

9

ía sn Bo n íra

0

1

3

spánn

6

B-riðill

7 4

g-riðill

síle

3

ást r

alía

4

l

lum Bía

il rið f-

0

n

1

9

4

and

3

tía

a-

óa

9

Be

lg

7

Kr

hri ði ll

ll ði ri

l hol

me Ka

a

ge

4

a

7

ig

Br

as i

1

st

Fjöldi heimsmeistaratitla

2

e

a ls

ír

d n la ss a rú re Kó

m

Kó xí

Úrslitakeppnin á næstu síðu

ía

ÞýsKaland

BandaríKin

port úga l gan a


á marka

2 – 0

2 – 1

2 – 1

5 – 3 1

1

1 – 0

0 – 1

undan úrslit

4 – 3 0 – 0

Belgía

argentína

Kosta ríKa

holland

8 liða úrslit

2 – 1

1 – 0

úrslit

Brasilía

1

ÞýsKaland

7

holland

0

2

argentína

0

4

ÞýsKaland

25/25 hm 2014

sviss

argentína

griKKland

Kosta ríKa

mexíKó

holland

alsír

ÞýsKaland

nígería

fraKKland

úrúgvÆ

2 – 0

ÞýsKaland

1

fraKKland

KólumBía

1

Brasilía

3 – 2

KólumBía

síle

Brasilía

16 liða úrslit

argentína

stöðu 5 – 3

1 – 1

BandaríKin

lokasta ða tir 90 m in.

Staða ef

Belgía

skýring

2 – 1


sjónvarp

nýsköpun

BSF Production

kjarninn 10. júlí 2014

Matvæli úr skordýrum Fyrirtækið BSF Production hyggst framleiða próteinstykki úr skordýrahveiti

Nýsköpunarfyrirtækið BSF Production er eitt þeirra fyrirtækja sem nú þróar viðskiptahugmyndina sína áfram í tengslum við Startup Reykjavík. Fyrirtækið hyggst framleiða próteinstykki úr sérstöku skordýrahveiti sem verður flutt inn frá fyrirtækjum erlendis, sem sérhæfa sig í skordýraframleiðslu til manneldis. Kjarninn ræddi við Stefán Atla Thoroddsen, sem er einn stofnenda BSF Production, um verkefnið. 26/26 sjónvarp

Kjarninn, Keldan og Arion banki hafa tekið höndum saman um að fjalla ítarlega um Start Up Reykjavík verkefnið, frumkvöðla og íslensk nýsköpunarfyrirtæki.


erlent

gallerí

kjarninn 10. júlí 2014

Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri og lesa um augnablikin


niðurlagingin alger Þjóðverjar gerðu sér lítið fyrir og kjóldrógu heimamenn í Brasilíu 7-1 í undanúrslitaleik liðanna í heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Mörg met voru slegin í leiknum. Um er að ræða stærsta tap Brasilíu á heimavelli í HM og fyrsta tap þeirra þar síðan 2002. Þjóðverjar jöfnuðu metið um flest mörk skoruð í leik.

Mynd: AFP


55 þúsund manns hvattir til að flýja Fellibylurinn Neoguri náði landi á Okinawa-eyjum, suður af Japan á þriðjudag. 55 þúsund íbúar eyjanna voru hvattir til að leita skjóls undan bylnum. Hviður í storminum hafa náð allt að 50 m/s. Veðurstofan í Japan setti í gildi sitt hæsta viðvörunarstig áður en bylurinn færði sig norðar og náði ströndum Japan.

Mynd: AFP


sjálfstraust Úkraínu vex Úkraínumenn eru sannfærðari um að þeim takist að brjóta á bak aftur Rússlandsdaðrið í austurhluta landsins. Til marks um það hafa þeir hafnað frekari viðræðum um vopnahlé við uppreisnarmenn í austri og hlusta ekki lengur á sterk varnaðarorð forystufólks á Vesturlöndum.

Mynd: AFP


villtir hestar fá snyrtingu Þessi bardagamaður, sem upp á galisísku kallast „aloitador“, kastar sér í hóp villtra hesta úr fjöllunum á norðanverðu Spáni. Samkvæmt strangri hefð í Galisíu eiga þessir viltu hestar að fá snyrtingu og er það undir bardagamönnunum komið að temja hrossin svo þeir fái klippinguna sína.

Mynd: AFP


Heimilið horfið Sprengjuregn Ísraelsmanna aðfaranótt miðvikudags eyddi um 160 skotmörkum á Gaza-svæðinu og um leið heimilum fjölda fólks. Ísraelsher hefur látið sprengjur falla undanfarna daga til að koma í veg fyrir að Hamas-liðar nái að varpa sprengjum á Jerúsalem eins og þeir reyndu á dögunum.

Mynd: AFP


kjarninn 10. júlí 2014

33/33 spes

spes Nýbakaður eiginmaður batt enda á hjónaband sitt vegna nektarmynda

skildi við eiginkonuna sína á brúðkaupsnóttina

h

jónaskilnaðir eru daglegt brauð en sem betur fer eru fá dæmi um að fólk skilji á sjálfri brúðkaupsnóttinni. Það gerðist hins vegar á dögunum í Sádi-Arabíu, þegar nýbakaður eiginmaður ákvað að skilja við konuna sína í skyndi eftir að fyrrverandi elskhugi hennar sendi honum minnislykil sem innihélt nektarmyndir af konunni. Hjónin voru stödd á hóteli, þar sem þau ætluðu að verja brúðkaupsnóttinni, þegar brúðguminn fór í tölvu og barði umræddar myndir augum. 33/33 spes

Elskhuginn fyrrverandi hafði beðið konuna um að stofna til ástarsambands með sér en eftir að hún tilkynnti honum að hún hygðist giftast öðrum manni og hefja nýtt líf hótaði hann henni að senda myndirnar til verðandi eiginmanns, sem hann og gerði. „Hann ákvað að skilja við konuna sína á staðnum,“ hafa fjölmiðlar í Kúvæt eftir trúarleiðtoganum Shaikh Ghazi Bin Abdul Aziz al Shammari, sem eiginmaðurinn leitaði til í öngum sínum daginn eftir brúðkaupsnóttina örlagaríku. „Hann var í áfalli og þoldi ekki hneykslið.“


álit

aðalheiður ámundadóttir kjarninn 10. júlí 2014

vernd heimildarmanna í 15 liðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar um það þegar við hötum mannréttindi.

Þ

að þarf kjark og hugrekki til að hafa mannréttindahugsjónir og standa með þeim í okkar popúlíska samfélagi. Viðhorf okkar til mannréttinda er í raun gegnsýrt af tækifærismennsku. Við tölum fyrir öflugri mannréttindavernd og verður gjarnan heitt í hamsi þegar við teljum brotið gegn þeim mannréttindum sem okkur hugnast. En svo kemur fyrir að mannréttindin verða óþægileg og eiginlega vond. Þá færum við rök fyrir því að þau eigi ekki lengur við eða geti ekki gilt um tiltekið tilvik eða einstakling. Mannréttindi eiga til dæmis ekki að gilda í tilviki grunaðra kynferðisbrotamanna, útrásarvíkinga eða Snorra í Betel. Nýjasta dæmið um mannréttindaóþol af þessari gerð er vernd heimildarmannsins í Lekamálinu svokallaða. Málið er í raun ágætur prófsteinn á heimildarmannaverndina, enda 34/39 álit


heimildarmaðurinn sjálfur skúrkurinn í málinu. Ýmsir hafa orðið til þess að hvetja viðkomandi blaðamenn til að afhjúpa heimildarmann sinn og fáir hafa treyst sér til að halda uppi vörnum fyrir þetta stærsta og mikilvægasta prinsipp blaðamennskunnar. fleygjum ekki barninu út með baðvatninu Blaðamenn hafa það lýðræðislega eftirlitshlutverk að upplýsa almenning í málum er varða hagsmuni almennings. Forsenda þess er að þeir geti aflað upplýsinga, meðal annars í gegnum heimildarmenn sem vilja ekki láta nafns síns getið. Án traustrar verndar kynnu heimildarmenn að „Hver sem er forðast að veita fjölmiðlum slíkt liðsinni, sem getur verið getur leitt til þess að grafið verði undan eftirlitshlutverki fjölmiðla og dregið úr möguleikum heimildarmaður þeirra til að miðla nákvæmum og áreiðanlegum blaðamanns; upplýsingum. Hver sem er getur verið heimildarmaður starfsmenn á blaðamanns; starfsmenn á hvaða þrepi hvaða þrepi valdastigans sem er, hvort heldur sem er í valdastigans sem einkageiranum eða hjá hinu opinbera; æðstu er, hvort heldur valdhafar, forstjórar, millistjórnendur og ruslakallar, skúringakonur, barnsem er í einka- undirtyllur, fóstrur, fangar, barþjónar, fíklar, eiturlyfjageiranum eða hjá barónar o.s.frv. Án heimildarverndarinnar gæti hinu opinbera.“ heimildarmaður þurft að þola hefndaraðgerðir atvinnurekanda, stjórnvalda eða annarra sem hagsmuni hafa af því að upplýsingum sé haldið leyndum. Starfsöryggi hans og fjárhagslegt öryggi kann að vera í húfi eða traust yfirmanns, samstarfsfélaga og jafnvel vina og fjölskyldu. Þá kann upplýsingagjöfin að varða skaðabóta- eða refsiábyrgð og í einstaka tilvikum getur líf eða líkamlegt öryggi heimildarmannsins og fjölskyldu hans legið við. Vernd heimildarmanna er hins vegar þess eðlis að hún getur ekki snúist eingöngu um það tiltekna mál sem er til meðferðar hverju sinni eða vernd og hagsmuni eins tiltekins heimildarmanns. Vernd heimildarmanna er púsl í stærri 35/39 álit


heild og varðar stærri hagsmuni. Afhjúpun heimildarmanns, jafnvel þótt um skúrk sé að ræða, getur haft alvarleg kælingaráhrif á heimildarmenn framtíðarinnar. Blaðamenn gætu ekki með sama öryggi lofað heimildarmanni sínum nafnleynd og þeir sem búa yfir upplýsingum sem varða almenning yrðu tregari til að miðla þeim til fjölmiðla. Fyrir vikið fengjum við ekki þær upplýsingar sem okkur ber til að lýðræðið geti fúnkerað. Heimildarverndin þarf umfram allt að vera traust og stöðug til að blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu í lýðræðissamfélagi. Þetta er grundvallarástæða þess að Hæstiréttur tók afstöðu með heimilarverndinni í Lekamálinu, þegar það kom til kasta Hæstaréttar að taka afstöðu til þess hvort blaðamanni yrði gert skylt að upplýsa um nafn heimildarmanns síns. Hagsmunir og persónuleg velferð tiltekins heimildarmanns eru í raun aukaatriði, enda snýst heimildarverndin, þegar upp er staðið, fyrst og fremst um lýðræðislegan rétt almennings til upplýsinga. vernd heimildarmanna blaðamanna í fimmtán liðum Til að átta sig á í hverju heimildarverndin felst og hvernig hún fúnkerar þarf að líta til settra lagaákvæða, lögskýringagagna og dómafordæma, bæði Hæstaréttar og Mannréttindadómstóls Evrópu. Í stað þess að setja hér langa samansúrraða lögfræðitölu hef ég sett saman lista um meginþætti verndarinnar í fimmtán liðum. 1. Ákvæði um vernd heimildarmanna „á rót sína að rekja til ákvæða stjórnarskrár og mannréttindasáttmála um tjáningarfrelsi og byggist á þeim sjónarmiðum, að það sé almennt æskilegt og í samræmi við lýðræðishefðir, að almenningur fái að fylgjast með því, sem er að gerast í þjóðfélaginu“ (Hrd, 419/1995 Agnes Bragadóttir). 2. Blaðamönnum og öðrum starfsmönnum fjölmiðla er beinlínis óheimilt að gefa upp nafn heimildarmanns, án hans leyfis (25. gr. fjölmiðlalaga). 3. Brot gegn banni skv. 2. lið er refsivert og varðar sektum 36/39 álit


eða fangelsi allt að sex mánuðum (56. gr. fjölmiðlalaga). Þrátt fyrir almenna vitnaskyldu, er blaðamönnum og starfsmönnum fjölmiðla sem kvaddir eru fyrir dóm sem vitni í einkamáli óheimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn (a. liður, 2. mgr. 53. gr. laga um meðferð einkamála). 5. Þagnarskylda fjölmiðla samkvæmt 4. lið er fortakslaus og þrátt fyrir að dómari geti eftir atvikum ákveðið að aflétta þagnarskyldu annarra starfstétta t.d. félagsráðgjafa, sálfræðinga, presta, lögfræðinga, endurskoðenda o.fl. hefur dómari ekki heimild til að aflétta þagnarskyldu blaðamanns um heimildarmann sinn (b. liður 2. mgr. og 3. mgr. 53. gr. laga um meðferð einkamála). 6. Þrátt fyrir almenna sannleiksskyldu þeirra sem kvaddir eru til vitnis í sakamálarannsóknum er fjölmiðlafólki óheimilt að bera vitni um nafn heimildarmanns (a. liður 2. mgr. 119. gr. laga um meðferð sakamála). 7. Þagnarskyldu fjölmiðlafólks skv. 6. lið verður aðeins aflétt með ákvörðun dómara, að uppfylltum ströngum skilyrðum um knýjandi nauðsyn (3. mgr. 119. gr. laga um meðferð sakamála). 8. Þótt heimildarmaður hafi aflað upplýsinga með ólögmætum hætti, dugar það eitt og sér ekki til að rjúfa heimildarverndina (athugasemdir með 25. gr. fjölmiðlalaga, dómar MDE). 9. Heimildarverndinni verður ekki aflétt í þágu viðskiptahagsmuna (athugasemdir með 25. gr. fjölmiðlalaga, dómar MDE). 10. Trúnaðarbrot opinbers starfsmanns dugar ekki til að aflétta heimildarverndinni nema það teljist stofna öryggi ríkisins eða almennings í mjög mikla hættu (MDE í Ernst o.fl. gegn Belgíu, 15. júlí 2003). 11. Það skiptir ekki máli fyrir heimildarverndina hvað heimildarmanninum gekk til með upplýsingagjöfinni eða hvort hann hafði af henni sérstaka hagsmuni, enda væri það tekið fram í lögunum ef svo væri. 12. Heimildarverndinni verður ekki aflétt í þágu 4.

37/39 álit


sakamálarannsóknar nema „í húfi séu mjög veigamiklir almannahagsmunir sem vega augljóslega þyngra en hagsmunir fjölmiðils af trúnaði við heimildarmann“ (Hrd. 403/2014 Lekamálið). 13. Heimildarverndinni verður einungis aflétt til að „koma í veg fyrir eða upplýsa alvarlegan glæp á borð við morð, nauðgun, mannrán, misnotkun barna, landráð eða sambærilega glæpi“ (athugasemdir með 25. gr. fjölmiðlalaga; MDE í Goodwin gegn Bretlandi, 27. mars 1996). 14. Það er blaðamannsins að meta hvort upplýsingar sem hann fær frá heimildarmanni eigi erindi til almennings (24. gr. fjölmiðlalaga og meginreglan um ritstjórnarlegt sjálfstæði).* 15. Blaðamaðurinn eða eftir atvikum ábyrgðarmaður fjölmiðils ber ábyrgð á því efni sem miðlað er, ekki heimildarmaðurinn (a. og c. liður 1. mgr. 50. og 51. gr. fjölmiðlalaga, Hrd. 403/2014 Lekamálið).* *Það er óljóst af dómi Hæstaréttar hvort það skiptir máli fyrir heimildarverndina að upplýsingar eigi erindi til almennings. Það er hins vegar ljóst að Hæstiréttur telur fjölmiðilinn bera ábyrgð á því efni sem hann birtir og veltir upp þeirri spurningu hvort réttlætanlegt hafi verið af hálfu mbl.is að birta efni með viðkvæmum trúnaðarupplýsingum. stóra gloppan í heimildarverndinni Í nýföllnum dómi Hæstaréttar er fólgið mikilvægt dómafordæmi um vernd heimildarmanna. Af dóminum má hins vegar greina alvarlega hættu sem að heimildarverndinni steðjar. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögreglan hafi aflað gagna um farsímanotkun tiltekinna ráðuneytisstarfsmanna og af gögnunum megi ráða að einn þeirra hafi átt nokkur samtöl við starfsmenn, blaðamenn og/eða fréttastjóra annars vegar Vísis og hins vegar Morgunblaðsins stuttu áður en fréttir um málið birtust á vettvangi téðra fjölmiðla. Þetta þýðir að lögregla aflaði þessara upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum beinlínis í þeim tilgangi að finna og bera kennsl á 38/39 álit


„ Þetta þýðir að lögregla aflaði þessara upplýsinga hjá fjarskiptafyrirtækjum beinlínis í þeim tilgangi að finna og bera kennsl á heimildarmann blaðamannsins.“

heimildarmann blaðamannsins. Notkun fjarskiptagagna í þágu sakamálarannsókna er mun tíðari en ástæða er til og lög leyfa. Þessum rannsóknarúrræðum, hvort sem um er að ræða símhlustun, upptökur eða rannsókn annarra fjarskiptagagna, er ekki einungis beitt í alvarlegustu málum, eins og lög áskilja, heldur einnig í minniháttar málum. Þeim er beitt sem forvirkum rannsóknarheimildum, þau eru notuð til að fylgjast með samskiptum sakborninga og verjenda. Og nú er ljóst að þeim er beitt til að afhjúpa heimildarmenn blaðamanna. Samkvæmt dómafordæmum Mannréttindadómstóls Evrópu er óheimilt að nota hjáleiðir sem þessar til að ljóstra upp um samband heimildarmanns og blaðamanns. Þetta er áréttað í athugasemdum með 25. gr. fjölmiðlalaga. Þar sem ljóst er að hjáleið þessi er notuð hér á landi er að engu orðin sú vernd sem útlistuð er í fimmtán liðum hér að framan. Það er viðfangsefni næstu greinar. Höfundur er lögfræðingur, stjórnarmaður í IMMI, alþjóðlegri stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi og starfsmaður þingflokks Pírata.

39/39 álit


pistill

stefán eiríksson lögreglustjóri

kjarninn 10. júlí 2014

réttindi almennings Stefán Eiríksson lögreglustjóri skrifar af gefnu tilefni um réttindi almennings í samskiptum við lögreglu.

í

vor efndu Píratar til fundar þar sem fjallað var um réttindi borgara í samskiptum við lögreglu. Undirritaður sat þar fyrir svörum og fjallaði um þessi mál frá sjónarhóli lögreglu. Það var þarft og gott frumkvæði af hálfu Pírata að vekja máls á þessu, ekki síst í ljósi þess að þekking margra á réttindum sínum í samskiptum við lögreglu er lítil og oftar en ekki fremur fengin úr bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum heldur en íslenskum veruleika.

you have the right to remain silent… Þennan frasa þekkja margir einmitt úr bandarískum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Um er að ræða staðlaðan frasa sem bandarískir lögreglumenn þylja yfir þeim sem handteknir eru af lögreglu. Frasinn er kenndur við mann að nafni Ernesto Arturo Miranda, en áhugasamir geta kynnt sér sögu hans og tilurð frasans m.a. á Wikipedíu. Spurt var 40/43 pistill


á fundinum hvers vegna ekki væri til slíkur íslenskur frasi og hvaða reglur giltu í þessum efnum. Til að gera langa sögu stutta eru bandarískt og íslenskt réttarfar keimlík hvað þetta varðar. Samkvæmt íslenskum lögum þarf lögregla að upplýsa handtekinn mann um ýmis atriði við handtöku. Upplýsa þarf um ástæður handtöku, rétt sakbornings til að hafa samband við lögmann og eftir atvikum nánustu vandamenn sína og einnig er lögreglu skylt að verða við ósk hans um að tilefna honum verjanda. Þá skal lögregla benda sakborningi á það með ótvíræðum hætti að honum er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum „Handtekinn er gefin að sök. Yfirleitt er þessum upplýsingum miðlað til handtekins manns þegar mann skal leiða við handtöku en í ákveðnum tilvikum er slíkt fyrir dómara án ekki unnt vegna ástands viðkomandi. Handundandráttar og tekinn maður er fluttur á lögreglustöð eftir ef hann er ekki þegar látinn laus ávallt innan 24 handtöku og þá er honum kynnt sérstakt upplýsingaklukkustunda blað handa þeim sem hefur verið handtekfrá handtöku.“ inn. Þar eru tíunduð öll framangreind atriði og fleiri til og undirritar hinn handtekni blaðið eftir að hafa farið í gegnum það. Ef viðkomandi neitar að kynna sér slíkt blað eða er ófær um að undirrita það vegna ástands síns er það skráð ásamt öðrum atriðum sem skrá skal í slíkum tilvikum. Slíkt upplýsingablað er til reiðu á mörgum tungumálum á öllum lögreglustöðvum. Handtekinn mann skal leiða fyrir dómara án undandráttar og ávallt innan 24 klukkustunda frá handtöku. húsleit og fleiri úrræði Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er lögreglu heimilt að beita fleiri þvingunarúrræðum í tengslum við rannsóknir mála en handtöku. Þetta eru úrræði á borð við leit og líkamsrannsókn, sýnatöku, haldlagningu muna og fleira. Almenna reglan er sú, þegar kemur að slíkum úrræðum, að úrskurður dómara sé til staðar nema ótvírætt samþykki hlutaðeigandi liggi fyrir. Úrræði eins og leit er þó heimilt 41/43 pistill


án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Lögreglu er einnig heimilt að leita á handteknum mönnum að vopnum eða öðrum hættulegum munum án úrskurðar dómara. Þá er heimilt að leita án dómsúrskurðar á víðavangi eða í húsakynnum eða farartækjum sem opin eru almenningi eða hver og einn getur átölulaust gengið um. Í heimi bandarísks sjónvarpsréttarfars tíðkast eins og margir þekkja að samið sé um ívilnanir varðandi refsingar, heimfærslu til refsiákvæða og fleira í þeim „Úrræði eins og dúr ef sakborningur er samvinnuþýður. leit er þó heimilt Slíkt er ekki heimilt hér á landi og beinlínis tekið fram í reglugerð um réttarstöðu án dómsúrskurðar handtekinna manna að lögregla skuli ekki ef brýn hætta gefa sakborningi fyrirheit um ívilnanir eða er á að bið eftir fríðindi ef hann ber á ákveðinn hátt. Hins er lögreglu heimilt að vekja athygli úrskurði valdi vegar sakbornings á því ákvæði hegningarlaga sakarspjöllum.“ sem felur í sér heimild til refsimildunar, upplýsi sakborningur um aðild annarra að brotinu. Jafnframt að ákæruvaldið muni gera grein fyrir því komi málið til dóms að slík aðstoð hafi verið veitt og að refsing muni verða reifuð í samræmi við það. Er ákærendum heimilt að leggja til allt að þriðjungs mildun refsingar þegar svo háttar til. önnur réttindi í samskiptum við lögreglu Lögreglan hefur ekki einungis það hlutverk að rannsaka sakamál og handtaka grunaða einstaklinga. Henni ber að halda uppi lögum og reglu, tryggja öryggi borgaranna og réttindi, og hefur ýmsar heimildir samkvæmt lögreglulögum í því skyni. Í lögreglulögum segir að lögreglu sé heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra brotum eða stöðva þau. Í þessu skyni er henni m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á 42/43 pistill


ákveðnum svæðum, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim. Óhlýðnist maður fyrirmælum lögreglu sem sett eru fram á þessum grunni getur hún gripið til ítarefni nauðsynlegra ráðstafana á hans kostnað til að koma í veg fyrir að óhlýðni hans valdi tjóni eða Lögreglulög stofni almenningi í hættu. Þá er lögreglu heimilt Vefur Alþingis að krefjast þess að maður segi til nafns síns, kennitölu og heimilisfangs og sýni skilríki því Lög um meðferð sakamála til sönnunar. Vefur Alþingis

upplýsingar í skrám lögreglu Á grunni starfa sinna safnar lögreglan miklu magni upplýsinga sem skráðar eru í málaskrá og dagbók lögreglu eftir atvikum hverju sinni. Strangar reglur gilda um meðferð þeirra uppReglugerd.is lýsinga sem þar er að finna en í gildi er sérstök reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá Reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu. Samkvæmt þeim reglum á hver sem lögreglu er rétt á því að fá upplýsingar um hvað er skráð Reglugerd.is um hann sjálfan í skrám lögreglu, en þó eru á því takmarkanir ef óhjákvæmilegt er að þær upplýsingar fari leynt vegna lögreglustarfa eða Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið ef það er nauðsynlegt til að vernda hinn skráða sjálfan eða réttindi og frelsi annarra. Þær upplýsingar sem hér er að finna um réttindi almennings í samskiptum við lögreglu er að finna í ýmsum lögum og reglugerðum. Í þessari grein er leitast við að draga helstu atriðin saman á einn stað til fróðleiks og hægðarauka fyrir þá sem vilja kynna sér þær reglur sem um þetta gilda hér á landi. Reglugerð um réttarstöðu handtekinna

43/43 pistill


kjarninn 10. júlí 2014

44/44 græjur

vordís eiríksdóttir veðurfréttamaður á Stöð 2

out of Milk

vivino

reMinders

Algjör snilld. Miðlægur innkaupaog To Do listi sem hægt er að deila með makanum. Fullkomið fyrir þá sem vilja hafa gott skipulag á hlutunum.

Þetta er svo skemmtilegt app. Maður smellir af mynd af til dæmis rauðvínsflösku og fær upplýsingar um vínið og dóma frá vínspekingunum. Nú kaupir maður bara góð vín.

Sjálfsagt mest notaða appið mitt! Ég er með lista yfir öll verkefni sem eru í gangi og reyni að skrifa allar hugmyndir niður jafnóðum.

tÆKni JumpPack eru startkaplar á stærð við snjallsíma Er bíllinn þinn drusla? Þorir þú ekki að fara á honum í fjölskyldufríið af ótta við að hann liðist í sundur á miðri leið? Nú þarftu alla vega ekki að hafa áhyggjur af því að hann drepi á sér vegna rafmagnsleysis upp á heiði og þú þurfir að bíða eftir næsta bíl til að gefa þér start. Cobra Electronics, sem er risaleikari í bílaheiminum, hefur nefnilega verið að leika sér að því að þróa lítið tæki sem forsvarsmenn fyrirtækisins kalla „leikbreytara“ (e. game changer). Tæki sem gefur start. Cobra JumpPack er 7,500 mAh tæki sem lítur í raun út eins og snjallsími. Tækið er minnsta hleðsutæki fyrir bíla sem fundið hefur verið upp. JumPacker býr auk þess yfir USB-tengi og nýtist þannig til að hlaða símann þinn, tölvuna eða öll hin litlu raftækin sem þú getur ekki lengur lifað án á ferðalaginu. Byrjunarstraumur tækisins er um 200A og það getur náð allt að 400A styrk, sem er meira en nóg til að gera bílnum þínum nokkur „stört“. Tækið er líka með innbyggðu vasaljósi ef þú þarft að starfa bílnum að nóttu til.

44/44 grÆjur


kjarninn 10. júlí 2014

45/49 kvikmyndir

oft lítil tengsl milli gróða og gæða Bandaríska kvikmyndasumarið stendur nú sem hæst. Kjarninn skoðar tekjuhæstu bíómyndirnar vestan hafs og rýnir í þær væntanlegu. KviKmyndir Ægir Þór Eysteinsson L@aegireysteins

á

sumrin koma iðulega „stóru“ kvikmyndirnar út að leika í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverin keppast þá um hylli bíóþyrstra Bandaríkjamanna, sem eru ýmist orðnir leiðir á að sleikja sólina eða sárvantar eitthvað til að gera í sumarfríinu, og þá oft með fjölskyldunni. Oft eru lítil tengsl milli gæða og gróða í kvikmyndabransanum. Lélegar myndir, drekkhlaðnar tæknibrellum, trekkja iðulega að fjölda kvikmyndahúsagesta, á meðan góðar lágstemmdar myndir eiga á brattann að sækja. Kjarninn lítur yfir kvikmyndasumarið vestan hafs. 45/49 KviKmyndir


aðsóknarmestu kvikmyndirnar um síðustu helgi

1. transformers: age of extinction Bíóþyrstir Bandaríkjamenn hafa flykkst í kvikmyndahús til að berja fjórðu bíómyndina um Transformers-vélmennin augum. Söguþráðurinn í myndinni er ekki svo frábrugðinn fyrri myndunum; góðu Transformers-vélmennin berjast með mannfólkinu gegn vondu Transformers-vélmennunum og forða

46/49 KviKmyndir

endalokum mannkyns. Að þessu sinni fer Íslandsvinurinn Mark Wahlberg með aðalhlutverkið. Þessi háværa og flogaveikishvetjandi adrenalínsúpa halaði inn rúmar 37 milljónir Bandaríkjadala um síðustu helgi, en tekjur myndarinnar frá frumsýningu nema röskum 175 milljónum Bandaríkjadala. Myndin fær 6,4 í einkunn hjá IMDB, en Rotten Tomatoes gefur myndinni 17%.


2. tammy Kvikmyndin um Tammy, konu sem fer á flakk með drykkfelldri móður sinni eftir atvinnumissi og framhjáhald eiginmannsins, var frumsýnd vestan hafs um síðustu helgi. Tekjur af miðasölu á myndina um helgina námu rúmri 21 milljón Bandaríkjadala. Kvikmyndin skartar Melissu McCarty í aðalhlutverki, en hún sló í gegn í löggumyndinni The Heat á síðasta ári, þar sem hún lék á móti hinni hrútleiðinlegu Söndru Bullock. Tammy fær ekki nema 4,6 í einkunn hjá IMDB og 23% hjá Rotten Tomatoes.

47/49 KviKmyndir

3. 22 jump street Sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar 21 Jump Street, 22 Jump Street, þénaði tæpa tíu milljónir Bandaríkjadala um síðustu helgi. Myndin skartar ungstirnunum Channing Tatum og Jonah Hill í aðalhlutverkum, en þeir fóru sömuleiðis með aðalhlutverkin í fyrri myndinni. Tvíeykið leikur háværa og hrokafulla lögreglumenn sem gerast leynilögreglumenn í háskóla. Myndinni hefur vegnað vel frá því að hún var frumsýnd fyrir fjórum vikum og hefur hún halað inn tæpar 160 milljónir Bandaríkjadala. Ef eitthvað er að marka einkunnagjöf IMDB hefur framhaldsmyndin upp á eilítið meira að bjóða en fyrirrennari hennar. Nýja myndin fær 7,9 í einkunn á IMDB, en sú fyrri fékk 7,2. Hjá Rotten Tomatoes fær myndin 85%.


4. deliver us from evil Hrollvekjan Deliver Us From Evil, með Eric Bana í aðalhlutverki, var sömuleiðis frumsýnd vestan hafs, um síðustu helgi. Myndin, sem fjallar um lögreglumann sem rannsakar voveiflega atburði og fær prest til liðs við sig, halaði inn 9,5 milljónir Bandaríkjadala um síðustu helgi. Leikstjóri myndarinnar er Scott Derrickson, en hann leikstýrði kvikmyndinni The Exorcism of Emily Rose. IMDB gefur Deliver Us from Evil 6,5 í einkunn en myndin fær 32% hjá Rotten Tomatoes.

48/49 KviKmyndir

5. how to train your dragon 2 Teiknimyndir halda áfram að gera það gott vestan hafs, sem og annars staðar, en framhald How to Train Your Dragon þénaði tæpa níu milljón Bandaríkjadala í miðasölu um síðustu helgi. Kvikmyndasérfræðingar IMDB eru hrifnir af framhaldinu og gefa myndinni 8,5 í einkunn, og hjá Rotten Tomatoes eru menn enn hrifnari af myndinni og gefa henni 92% í einkunn.


fimm tekjuhæstu bíómyndirnar vestan hafs 1. Frozen – rúmar 400 milljónir Bandaríkjadala. 2.

Captain America: The Winter Soldier – tæpar 256 milljónir Bandaríkjadala.

3.

The LEGO Movie – rúmar 257 milljónir Bandaríkjadala.

4.

X-Men: Days of Future Past – rúmar 227 milljónir Bandaríkjadala.

5.

Maleficent – Tæpar 214 milljónir Bandaríkjadala.

væntanlegar bíómyndir Nokkrar spennandi myndir eru væntanlegar í kvikmyndahús vestan hafs, sem og hérlendis. Á meðal þeirra má nefna Dawn of the Planet of the Apes, Boyhood, Road to Paloma og Land Ho!, en sú síðastnefnda fjallar um tvo karla á sjötugsaldri sem ákveða að fara í vegaferðalag á Íslandi í þeirri von að endurheimta ungæðisháttinn.

49/49 KviKmyndir


KjaftÆði

Katrín thorsteinsson lögfræðingur

kjarninn 10. júlí 2014

ertu (pínulítill) rasisti? Katrín Thorsteinsson rýnir í ummæli þeirra sem sverja af sér kynþáttafordóma.

n

ú þegar nokkrar vikur eru liðnar frá „moskugate“-útspili Framsóknarflokksins í Reykjavík, og ljóst er að þessir tæplega sex þúsund einstaklingar sem kusu flokkinn munu ekki fá víðtæk völd í borginni um sinn, er fróðlegt að rýna í viðbrögð hins almenna borgara við útspilinu. Sem betur fer virðast flestir vera undrandi og áhyggjufullir yfir þessum litla, háværa hópi fólks sem lítur á þá sem aðhyllast íslamstrú sem annars flokks borgara. „Virkir í athugasemdum“ hafa verið sérstaklega duglegir við að lýsa því fjálglega hversu mikill skaði muni hljótast af því að hópur fólks muni byggja hús til að biðja bænir sínar í, en vonandi lifum við það nú öll af að þurfa að sæta því að fólk eyði tímanum sínum með þeim hætti sem það sjálft kýs. Allah veit að ýmsir (þar á meðal undirrituð) dæma fólk sem ver tímanum sínum í að skrifa þröngsýnar og lágkúrulegar athugasemdir á netinu en ég veit ekki til þess að neinn sé að reyna að koma í veg 50/52 KjaftÆði


fyrir að þau hittist og deili ást sinni á stafsetningarvillum og ofnotkun hástafa – ef þau svo kjósa. Til viðbótar við þá sem lýsa opinberlega yfir andstöðu sinni við það að moska rísi í Reykjavík er ákveðinn hópur sem telur sig vera réttu megin við (réttlætis-)strikið en gjalda þó „réttilega“ varhug við yfirvofandi heilögu stríði múslima gegn vestrænni ómenningu. Hér á eftir má sjá nokkrar tegundir yfirlýsinga slíks fólks og það „Það er vissu- sem hafa mætti hafa í huga andspænis slíkum lega aðdáunar- sjónarmiðum. „Ég er sko litblind – ég sé ekki hvort fólk vert að lýsa yfir er svart eða hvítt eða arabar eða múslimar eða víðsýni, fagna hvað sem er. Tek bara ekki einu sinni eftir því.“ Raunin: Ef þú ert ekki blindur (eða í það fjölbreytileika og minnsta litblindur), þá heldur þetta ekki vatni. að fordæma for- Og miklu verra en það, því með því að halda því dóma en kné þarf fram að allir séu nákvæmlega eins gerirðu lítið að fylgja kviði.“ úr mismuninum á milli þess að tilheyra minnihlutahópi eða meirihlutahópi, og forréttindunum sem við í meirihlutanum njótum í samræmi við það. (Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að múslimar eru ekki með einhvern ákveðinn „lit“.) „Múslimar / svertingjar / Asíubúar eru sko alveg með jafnmikla fordóma og hvítt fólk.“ Raunin: Það gæti verið. En það skiptir ekki beinlínis máli, því það er stór munur á milli þess að verða sár vegna þess að einhver kom illa fram við þig vegna kynþáttar þíns eða trúar annars vegar, eða að verða fyrir kerfisbundinni kúgun á þeim grundvelli hins vegar. „Ég er ekki rasisti. Besti vinur minn í grunnskóla var blandaður!/ Ég elska asískan mat!/ Ég hef ferðast út um allan heim! / Ég er búin að sjá ‚Malcolm X‘ þrisvar sinnum! / Ég bjó í Sádí-Arabíu í næstum ár!“ Raunin: Úff. Hvar á maður að byrja? Ó, bara ef allir væru jafn veraldarvanir og þú. Samt. Persónulegt samneyti þitt við fólk, hluti eða lönd sem eru þér framandi draga hvorki úr né bæta upp fyrir að níða skóinn af téðu fólki. 51/52 KjaftÆði


„Já, ókei, það er kannski slæmt að vera á móti múslimum. En hvað með fólk sem hatar samkynhneigða / konur / kristið fólk / Evrópubúa / lágvaxna? Hefurðu engar áhyggjur af þeim?“ Raunin: „Það er ekkert stigveldi þegar kemur að kúgun,“ sagði Audre Lorde einhverju sinni. Það er ekki hægt að sneiða hjá því að kljást við útjaskaðar hugmyndir um yfirburði ákveðinnar trúar, kynþáttar, kyns, þjóðar eða hvers sem er, með því að vísa til þess að annar hópur sé að þjást á sama tíma. Það er enda svo miklu auðveldara að hugsa um allt það ok sem við búum við en þann sársauka sem við völdum með hegðun okkar. Útgangspunkturinn er þessi: Það er vissulega aðdáunarvert að lýsa yfir víðsýni, fagna fjölbreytileika og að fordæma fordóma en kné þarf að fylgja kviði. „Ég hef ekkert á móti múslimum, en ...“ er ömurleg staðhæfing sem kveikir á blikkandi neonljósum um að viðkomandi sé haldinn ranghugmyndum um eigin fordóma, og þar með um eigið ágæti. Það er nauðsynlegt að bera kennsl á fordómafullar skoðanir okkar og afleiðingar þeirra svo að við getum farið að komast að rótum ranglætisins sem fylgir því að mismuna fólki eftir ömurlegum og óréttlátum aðferðum. Og getum farið að dunda okkur við eitthvað uppbyggilegra. Eins og skipulagsmál.

52/52 KjaftÆði


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.